Stóri-Hamradalur – Núpshlíðarháls – Hraunssel – Selsvellir – Trölladyngja
Gengið var um Stóra-Hamradal og upp í Litla-Hamradal þar norður af. Upp úr honum var gengið til norðvesturs upp á Núpshlíðarháls og síðan eftir hálsinum ofan við Hraunssel, um Selsvallafjall og Grænavatnseggjar ofan við Grænavatn og niður að Spákonuvatni, Sogadal og staðnæmst við Sogagíg við rætur Trölladyngju ofan Höskuldarvalla. Í Stóra-Hamradal er hár hamraveggur, misgengi. […]