Vífilsstaðavatn – skilti
Við vestanvert Vífilsstaðavatn eru fjögur skilti; upplýsingaskilti, fiskaskilti, fuglaskilti og blómaskilti. Á hinu fyrstnefnda má lesa eftirfarandi: „Vífilsstaðavatn og nágrenni var friðlýst sem friðland 2. nóvember 2007. Markmiðið með friðlýsingunni er að friða og vernda vatnið, lífríki þess og nánasta umhverfi ásamt því að auka útivistargildi svæðisins. Með friðlýsingunni er almenningi tryggður réttur til að […]
