Entries by Ómar

Vífilsstaðavatn – skilti

Við vestanvert Vífilsstaðavatn eru fjögur skilti; upplýsingaskilti, fiskaskilti, fuglaskilti og blómaskilti. Á hinu fyrstnefnda má lesa eftirfarandi: „Vífilsstaðavatn og nágrenni var friðlýst sem friðland 2. nóvember 2007. Markmiðið með friðlýsingunni er að friða og vernda vatnið, lífríki þess og nánasta umhverfi ásamt því að auka útivistargildi svæðisins. Með friðlýsingunni er almenningi tryggður réttur til að […]

Þingvellir – haustlitir

Árstíðirnar eiga sérhver sínar dásemdir. Veturinn getur á stundum verið hálfleiðinlegur, en á eflaust sína vandfundni kosti. Vorið byrjar jafnan með birtingu lífssteinanna undan klakabrynju vetrarins sem og opinberun vetrarblómsins í takti við ris sólarinnar. Sumarið gefur og jafnan tilefni til nýrra uppgötvana í stöðugum litablómatilbrigðum þess dásamlega landslags er okkur hefur verið gefið – […]

Bæjarfell – Arnarfell – Dýrfinnuhellir

Gengið var upp á Bæjarfell og skoðaðar einstakar jarðmyndanir, en í viðræðum við Jón Jónsson, jarðfræðing, á heimili hans fyrir skömmu sýndi hann hvar þær var að finna. Norðan undir Bæjarfelli, skammt vestan varnargarðs, má sjá tótt af húsi. Komið var við í fjárhellinum sunnan í fellinu og gengið eftir garðinum að Arnarfelli. Skoðaður var […]

Hengill og nágrenni – nokkrar merkar minjar

Í Fornleifaskráningu af „Hengli og umhverfi“ frá árinu 2008 má m.a. lesa eftirfarandi: Í norðvestri liggur Hengilssvæðið nokkuð vestur fyrir Marardal. Þaðan í suður um Bolavelli, vestan Húsmúla. Suður fyrir Húsmúla í átt að Sleggjubeinsdal. Þá suður með Stóra-Reykjafelli að vestanverðu og milli Stakahnjúks og Lakahnjúka. Áfram í suður um Stóra-Meitil, Eldborg og Litla-Meitil og […]

Herdísarvík – tvö söguskilti

Laugardaginn 15. júní 2013, kl 14:00, var afhjúpað minningarskilti um búsetu þjóðskáldsins Einars Benediktssonar og Hlínar Johnson, síðustu ábúendur í Herdísarvík í Selvogi. Nemendafélagið Grimmhildur, félag HÍ-nemenda (e. mature students) á Hugvísindasviði við Háskóla Íslands, hafði með stuðningi hollvina Herdísarvíkur látið útbúa minningarskiltið. Sama dag, skömmu síðar, var og afhjúpað örnefna- og minjaskilti sem gönguhópurinn […]

Krýsuvík – yfirlit I

Krýsuvík er ein fegursta náttúruperla Íslands og fjölbreytt litadýrð náttúrunnar á hverasvæðinu við Seltún hefur heillað margan ferðamanninn, auk listamanna. Stórbrotið landslag Krýsuvíkur er vel fallið til útivistar og náttúruskoðunar. Hér ber einna hæst sprengigíginn Grænavatn, leirhverina við Seltún og Kleifarvatn að ógleymdum Sveifluhálsi og síðast en ekki síst Krýsuvíkurbjarg, stórbrotinn útvörður svæðisins niður við […]

Vonin – Minnismerki um drukknaða menn í Grindavík

Í Sjómannadagsblaðinu árið 1978 er fjallað um „Minnisvarða um drukknaða menn frá Grindavík„. „Í janúar 1952 stofnaði Kvenfélag Grindavíkur „Minningarsjóð drukknaðra manna frá Grindavík“. Tekjur sjóðsins voru ágóði af sölu minningakorta. Vegna verðbólgunnar varð sjóðurinn aldrei það afl, sem honum hafði verið ætlað að verða, þ. e. að standa undir kostnaði við gerð minnisvarða. Á […]

Sel við Dýrafjörð versus sel á Reykjanesskaga

Í riti LbhÍ (Landbúnaðarháskóla Íslands) nr. 131 fjallar Bjarni Guðmundsson, prófessor emeritus, um „Sel við Dýrafjörð„. Verulega fróðlegt er að bera skrif hans saman við fyrirliggjandi þekkingu FERLIRs á seljum og selstöðum á Reykjanesskaganum; hugtök, vinnubrögð, húsakostur og nýting virðist á báðum svæðum hafa verið með líkum hætti. Í ritgerðinni er samansafn gagnlegra heimilda almennt […]

Jarðskjálftar fyrrum – Ebenezer Henderson

Jarðskjálftar á Íslandi verða á brotabelti á flekaskilum. Tvö slík belti eru á landinu: Á Suðurlandi, frá Ölfusi til Landssveitar og á Norðurlandi, kennt við Tjörnes. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru um 7 að stærð og geta valdið töluverðu tjóni. Þeir eru tíðir undir brotabeltunum og undir megineldstöðvum. Enskur ferðamaður var hér á landi í […]

Garðakirkja – lágmynd yfir andyri

Sævar Tjörvason sendi FERLIR eftirfarandi: „Garðakirkja á sér merka sögu. Byggingarsaga hennar hefur að mestu verið endurgerð en erfitt virðist vera að rekja sögu einstakra muna og myndverka sem tilheyra kirkjunni í dag. Finn t.d. ekkert um veggmyndina (sexæringur) fyrir ofan kirkjuhurð Garðakirkju. Finn ekkert um hana þegar ég fletti upp ýmsum gögnum um Garðakirkju […]