Entries by Ómar

Stóri-Hamradalur – Núpshlíðarháls – Hraunssel – Selsvellir – Trölladyngja

Gengið var um Stóra-Hamradal og upp í Litla-Hamradal þar norður af. Upp úr honum var gengið til norðvesturs upp á Núpshlíðarháls og síðan eftir hálsinum ofan við Hraunssel, um Selsvallafjall og Grænavatnseggjar ofan við Grænavatn og niður að Spákonuvatni, Sogadal og staðnæmst við Sogagíg við rætur Trölladyngju ofan Höskuldarvalla. Í Stóra-Hamradal er hár hamraveggur, misgengi. […]

Kolskeggur – frá Krýsuvík að Straumi

Jochum Magnús Eggertsson (9. september 1896 – 23. febrúar 1966) var íslenskur rithöfundur og skáld, alþýðufræðimaður og skógræktarmaður, sem skrifaði jafnan undir höfundarnafninu „Skuggi“. Jochum las og rannsakaði allar galdraskræður og fornan fróðleik sem hann kom höndum yfir, og skrifaði meðal annars bókina Galdraskræðu, þar sem hann tók saman ýmsan fróðleik um galdra og galdrastafi. […]

Suðvesturland – bæklingur

Í bæklingi ferðaþjónstunnar segir m.a.: „Suðvesturland nær sunnan frá Herdísarvík yfir allan Reykjanesskaga og inn að Botnsá í Hvalfirði. Í landshlutanum eru stærstu þéttbýlisstaðir á Íslandi og þar býr mikill meirihluti þjóðarinnar. Suðurströnd Reykjanesskaga er lítt vogskorin og náttúrulegar hafnir því fáar. Víða ganga allhá björg í sjó fram, í þeim eru heimkynni fugla. Átta […]

Skreið III

Skreið var sameiginlegt nafn á hertum fiski, hverrar tegundar sem til var. Telja fróðir menn það dregið af skriði fiskjarins, sem nú – og fyrr – er kallað ganga, og að vísu er það rétt, að í rauninni skríður fiskurinn áfram fremur en gengur, eftir venjulegri notkun þessara orða, og enn í dag er notað […]

Skreið II

Það var við hæfi að fara í sérstaka „Hjallaferð“ á föstudaginn langa. Föstur í kaþólskum sið voru helstu forsendurnar fyrir skreiðavinnslu og fiskútflutningi Íslendinga í gegnum aldirnar. Um langan tíma var hertur fiskur svo til eina útflutningsvaran. Á þeim tíma var fiskur þurrkaður á grjóti, hlöðnum grjótgörðum og byrgjum, auk þess sem sérstök verkhús voru […]

Skreið I

Skreið var sameiginlegt nafn á hertum fiski, hverrar tegundar sem var. Telja fróðir menn það dregið af skriði fiskjarins, sem nú – og fyrr – er kallað ganga, og að vísu er það rétt, að í rauninni skríður fiskurinn áfram fremur en gengur, eftir venjulegri notkun þessara orða, og enn í dag er notað orðið […]

Bláalónshringur – gönguleiðabæklingur

Genginn var svonefndur „Bláalónshringur“, þ.e. 6-8 km hringleið frá Bláa lóninu um Eldvarpahraun að Skipsstíg, hinni fornu þjóðleið milli Grindavíkur og Njarðvíkur, og götunni síðan fylgt til suðurs að Lágafelli. Gangan var farin í framhaldi af útgáfu gönguleiðarbæklings undir yfirskriftinni „Bláalónshringur“. SJF og ÓSÁ unnu að bæklingnum með stuðningi Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Í bæklingnum er leiðinni […]

Fuglavíkurstekkir

Í ferð með Sigurði K. Eiríkssyni í Norðurkoti III benti hann FERLIR á myndarlegan „grashól“ er bar við sjónarrönd í austri af gömlu kirkjugötunni (Efri-götu) skammt sunnan við Hóla (Dagmálahæð). Sagði Sigurður þar efra vera svonefna Fuglavíkurstekki. Þá var ekkert aðhafst frekar í könnun á mannvirkjunum, en afráðið að gera það við fyrstu hentugleika. Það […]

Árnastígur og Skipsstígur – gönguleiðabæklingur

Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa gefið út gönguleiðabæklinginn Árnastígur/Skipsstígur. Áður hafa komið út sambærilegir bæklingar fyrir Garðsstíg og Sandgerðisveg. Um bæklinginn segir m.a. á innkápu: „Árnastígur og Skipsstígur eru fornar þjóðleiðir milli Grindavíkur og Njarðvíkur. Stígarnir eru víða markaðir í harða hraunhelluna. Aldur þeirra er óljós. Upphaf Árnastígs er við Húsatóftir í Staðarhverfi (austan við golfvöllinn) og […]

Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd

„Munnmæli eru um að aðalkirkjan á Vatnsleysuströnd hafi staðið upphaflega á Bakka, fram við sjóinn, en verið flutt að Kálfatjörn vegna landbrots af sjávargangi. En þar sem Bakki á að hafa staðið upphaflega, er nú grængolandi sjór. Þetta gæti staðizt, því að tvívegis hefir Bakki verið færður undan sjávargangi, 1779 og 1838. Í Vilkinsmáldaga segir […]