Entries by Ómar

Jarðfræði Reykjanesskaga II

Á vefsíðu ÍSOR fjallar Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, um „Jarðfræði Reykjanesskagans“ (upphaflega frá 2010 og uppfært (MÁS) 2021): „Jarðfræðilega nær Reykjanesskagi austur að þrígreiningu plötuskilanna sunnan Hengils. Reykjanesskagi er svokallað sniðrekbelti og fer gliðnunin fram í NA-SV-eldstöðvakerfum, sem eru tugir kílómetra að lengd, með misgengjum, gjám og gígaröðum. Á kortinu eru sýndir helstu hnikþættir á Íslandi. […]

Kjalarnes – Brautarholt – Gullkista

Gengið var með ströndum hins eiginlega Kjalarness utan við Brautarholt. Ætlunin var m.a. að skoða Presthúsatanga, Nesvíkina, Kjalarnesið, Borgarvíkina, Músarnesið og Brautarholtsborgina, auk þess Björnsstekk og borgina á Borginni. Hér er um að ræða svæði, sem jafnan er utan alfaraleiðar, en hefur upp á ótrúlega margt að bjóða. Gangan hófst við Brautarholtskirkju á Kjalarnesi, en […]

Skógfellavegur – Fagridalur

Á landakorti LÍ frá árinu 1977 sést dregin gata er fylgir Skógfellavegi frá Grindavík að Stóra-Skógfelli. Í stað þess að halda áfram að Litla-Skógfelli og síðan áleiðis í Voga, eins og þekkt er, er gatan dregin til norðausturs frá Stóra-Skógfellshorni og upp að Nauthólaflötum í Fagradal og áfram í Dalssel. Þessi gata er merkt sem […]

Sandgerði – Sandgerðisgata – Keflavík

Gamla Sandgerðisgatan (Sandgerðisvegurinn, sbr. Sig. B. Sívertsen – sóknarlýsing um 1880) var gengin frá Sandgerði að Grófinni í Keflavík. Gatan sést þar sem hún kemur undan einum húsgrunnanna á nýbyggingarsvæðinu ofan bæjarins og liðast síðan upp móann. Vestan við Vegamótahól, þar sem voru gatnamót Sandgerðisgötu og Bæjarskersvegar, liggur gatan undir nýja Sandgerðisveginn, en kemur aftur […]

Dalaleið – Fagridalur – Hvammahraun

Gengið var inn á Dalaleið, hina gömlu þjóðleið milli Kaldársels og Krýsuvíkur, í Fagradal, gatan rakin upp hlíðina og upp á og yfir næstum óendanlega Vatnshlíðina. Götunni var síðan fylgt þvert yfir Hvammahaunið auk þess skoðaður var hugsanlegur stígur vestar í hrauninu. Þar liggur kindagata/fjárgata um þykkt mosahraunið. Loks var gengið til baka með ofanverðri […]

Lambastapi – Skálaberg – Festarfjall – Hraunssandur – Dunknahellir

Gengið var frá Ísólfsskála og fyrir endann á Bjalla, klifið niður Lambastapa og haldið út með ströndinni undir Skálabergi, gengið eftir Skálasandi og Festarfjalli yfir á Hraunssand. Aðeins er vitað um eina konu, eiginkonu Brands á Skála, sem gengið hefur þessa leið þurrum fótum og þótti mikið afrek. Dæmi er um að vaskir piltar hafi […]

Fornigarður – heimildir

Fornigarður í Selvogi er forn vörslugarður er náði milli Hlíðarvatns við Vogsósa og austur fyrir Nes, austasta bæinn í Selvogi, eða Sæluvogi, eins og hann áður var nefndur. Garðurinn mun ekki alltaf hafa heitið “Fornigarður”. Áður nefndist hann Strandargarður eða Langigarður, en nú á tímum er hann nefndur Fornigarður vegna þess að hann telst með […]

Ingólfsfjall – Inghóll – Fjall – tóftir – Hellir

Gengið var til suðurs með austanverðu Stórahálsfjalli frá bænum Stórahálsi norðan Ingólfsfjalls. Leifar bæjarins Litlahálsar er skammt sunnar, undir Miðmundargili í Ingólfsfjalli. Svonefnt Ferðamannagil eru gróningar millum Bjarnafells (sunnan Stórahálsfells) og Ingólfsfells. Á landakortum er það staðsett norðaustan við Ingólfsfell, sem verður að teljast rangstaða. Ofan gilsins er Grafningsháls. Augljóslega hefur þessi leið verið mikið farin […]

Inghóll – Ingólfur Arnarson – þjóðsaga

„Hann reisti fyrstur manna byggð hér á landi að staðaldri; sagt er að Ingólfsfjall í Ölfusi dragi nafn af honum. Á því fjalli er sagt að hann sé heygður; eru þar til að sjá af öðrum fjöllum hólar tveir og heitir annar Ingólfshaugur, en í hinum er sagt að hundur hans liggi; sá hóllinn er […]