Entries by Ómar

Elliðavatn

Elliðavatn (Vatn) var löngum ein þekktasta jörðin í nágrenni Reykjavíkur og höfðingjasetur á tímabili. Bæjarstæðið er glæsilegt, en umhverfið gerbreyttist þegar stíflað var vegna vatnsmiðlunar 1924. Þá stækkaði vatnið um helming, en hinar frægu Elliðavatnsengjar hurfu. Bújörðin Elliðavatn er ekki til lengur, hún er orðin hluti af friðlandinu í Heiðmörk. Flest nútímafólk hefur enga hugmynd […]

Rjúpnadalir – Rauðuhnúkar

Í Rjúpnadölum að Rauðuhnúkum virðist liggja gömul gata, sem að mestu er gróið yfir. Þó vottar fyrir henni sums staðar í gróðurræmum og í hraunum. Gengið var frá Bláfjallavegi í átt að Rauðuhnúkum. Fljótlega var komið að götu í gegnum hraunið að Rauðuhnúkum (GPS N64 01 525 W21 36 724). Stutt ganga var í gegnum […]

Reykjanesskagi – kort

Góð gönguleiðakort af tilteknum svæðum eru mikilvæg. Svo virðist sem ákveðin feiðmni virðist ráða þegar kemur að birtingu þeirra í góðri upplausn á veraldarvefnum. Hér á eftir eru dæmi um nokkur kort af svæðum á Reykjanesskaganum, s.s. Þingvöllum, Hengli, Heiðmörk, Mosfellsbæ og Reykjanesskaga.

Elliðaárdalur I

Eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins er Elliðaárdalurinn. Elliðaárnar hafa oft verið nefndar perla Reykjavíkur, enda einstakt að laxveiðiá renni í gegnum höfuðborg. Reykjavíkurborg keypti Elliðaárnar árið 1906, ekki til laxveiða heldur beislunar vatnsafls og rafstöðin var reist um 1920. Um það leyti hefur líklega hafist trjárækt í Elliðaárdalnum en árið 1951 hóf Rafmagnsveita Reykjavíkur skógræktar- og […]

Völvuleiði á Íslandi – Sigurður Ægisson

Í Lesbók Morgunblaðsins 1992 fjallar Sigurður Ægisson um „Sagnir og minjar um Völvuleiði á Íslandi„. Völvur voru fölkunnugar og sögðu fyrir um örlög manna og óorðna hluti. Víða um land, einkum fyrir austan og suðaustan, eru völvuleiði; þúfur í túni, óreglulegar þústir, steinar eða hólar og fylgir oft blettinum sú arfsögn, að sá sem byggi […]

Örnefnið Víghóll – Þórhallur Vilmundarson

Örnefnið „Víghóll“ á Digraneshálsi í Kópavogi var á allra vörum fyrir skömmu. Margar fyrirspurnir um nafnið hafa síðan borizt Þórhalli Vilmundarsyni, forstöðumanni Örnefnastofnunar Þjóðminjasafns. Í þessari grein Lesbókar Morgunblaðsins frá árinu 1994 svarar hann þeim fyrirspurnum. Hér birtist hluti greinarinnar. „Frá því að deilur risu um kirkjubyggingu á Víghóli á Digraneshálsi í Kópavogi á liðnu […]

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja var vígð á jólum 1887. Ketill Ketilsson, stórbóndi í Kotvogi, þáverandi eigandi Hvalsnestorfunnar, kostaði kirkjubygginguna. Hvalsneskirkja er byggð úr alhöggnum steini og var grjótið sótt í klappir í nágrenninu. Um steinsmíði sá Magnús Magnússon (182-1887) og Stefán Egilsson. Um tréverk sá Magnús Ólafsson (1847-1922). Allur stórviður var fenginn úr fjörunum í nágrenninu, m.a. súlurnar. […]

„Hryllingsörnefni“ á Reykjanesskaga

Landmælingar Íslands gáfu á sínum tíma út stafrænt „Hryllingskort“ þar sem listuð eru upp allflest örnefni er tengst gætu hryllingi af einhhverju tagi hér á landi. Að eftirskráðu eru þau þar að lútandi örnefni er tengjast Reykjanesskaganum með einum eða öðrum hætti. Austan Mölvíkur taka við Draugagjártangar, sker og drangur fram í sjó, og austur […]

Útskálakirkja

Útskálakirkja var vígð 1863. Formsmiður af henni var Einar Jónsson frá Brúarhrauni (1818-1891). Árið 1975 var forkirkjan stækkuð. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Gränz, málarameistara. Hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu, sem nær var horfin. Kirkjan er af yngri turngerð og er friðuð. Altaristaflan er eftir útlendan málara og sýnir boðun […]

Innri-Njarðvíkurkirkja I

Innri-Njarðvíkurkirkja var vígð 18. júlí 1886. Hún var reist að frumkvæði Ásbjörns Ólafssonar, bónda í Innri-Njarðvík. Kirkjan er gerð úr alhöggnum steini og var grjótið sótt í heiðina fyrir ofan byggðarlagið. Um steinsmíði sá Magnús Magnússon (1842-1887). Viðarmiklar viðgerðir fóru fram á kirkjunni 1944, en þá hafði hún ekki verið notuð sem sóknarkirkja frá 1917, […]