Entries by Ómar

Hraun – Siglubergsháls – Vatnsheiði – Vatnsheiðavatnsstæði – K9

Í Örnefnalýsingum er sagt frá vatnsstæði á Vatnsheiði. Ætlunin var að ganga frá Hrauni um Siglubergsháls, að Móklettum, landamerkjum Hrauns og Ísólfsskála, niður með Hrafnshlíð, með gígtoppunum þremur er mynda Vatnsheiðina, Vatnsheiðahnúkana, vestan Fiskidalsfjalls og Húsafjalls og skyggnast eftir vatnsstæðinu. Jafnframt að líta eftir hugsanlegum götum að austan, ofan við Siglubergsháls og fellin til Grindavíkur […]

Vatnsheiði II

Gengið var upp á nyrsta gíg Vatnsheiðardyngjunnar ofan við Grindavík. Vatnsheiði myndaðist snemma á nútíma. Um er að ræða þrjár samvaxnar pikrít-dyngjur eða pikrítdyngja með þrjá samvaxna gíga (svæðisgos). Nyrsti gígurinn er stærstur og hæstur og nær hringlaga, líklega um 200 m að þvermáli og nálægt 50 metra djúpur. Miðgígurinn er minni og hallar mót […]

Erlend verslun – stutt yfirlit

Á miðöldum og fram á 20. öld voru bændur og búalið langfjölmennustu stéttir hér á landi. Engar borgir né þorp svo heitið gæti voru hér fyrr en kom fram á 19. öld. Um 1850 voru íbúar í Reykjavík rúmlega 1000 og rúmlega 300 hundruð í Hafnarfirði. Landbúnaður og sjósókn voru aðalatvinnugreinar. Fram um 1400 var […]

Hagafell – Sýlingafell – Sundhnúkur – Dalahraun

 Gengið var frá Melhól og upp með hrauntröð að Hagafelli. Ætlunin var að setja stefnuna til norðurs frá Gálgaklettum með austanverðum Sundhnúk áleiðis að Sýlingafelli, venda síðan til austurs inn í Dalahraun, upp á Vatnshæð og fylgja loks niðurdölum Hagafells bakleiðis aftur að Melhól. Þeir/þau, sem ekki þekkja til örnefnanna eru jafnnær við framangreinda lýsingu. Hin/ir, […]

Selin í heiðinni – erindi

Ætlunin er að reyna að gefa innsýn í 10 alda sögu seljanna ofan við Kálfatjörn og Ströndina, þ.e. Strandarheiði og Vogaheiði, á innan við 10 mínútum. Stikklað verður því á stóru. Byggðin hér á Vatnsleysuströnd var frá upphafi svo til öll með sjávarsíðunni. Útvegsbændurnir höfðu fjárbúskap samhliða útvegum. Fá býlin höfðu kýr og þá yfirleitt […]

Stamphólsgjá – Hraun

Heimamönnum var mætt við sundlaugina og gengið þaðan undir leiðsögn þeirra austur með Stamphólsgjá. Að sögn Erlings Einarssonar mun gjáin áður fyrr hafa náð svo til upp í gegnum Járngerðarstaðahverfið. Hún hafi verið fyllt meira og minna, enda komin undir íbúðarbyggð, en áður fyrr hafi hún verið með þaki hluta leiðarinnar. Í botni gjárinnar hafi […]

Grindavík – landnám

Landnámsmenn í Grindavíkurhreppi voru tveir: Molda-Gnúpur Hrólfsson, er nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson er nam Selvog og Krýsuvík. Í Landnámabók segir svo frá Moldar-Gnúpi að hann hafi verið sonur Hrólfs höggvandi, sem bjó í Moldartúni á Norðmæri í Noregi. Þeir Gnúpur og Vémundur bróðir hans voru vígamenn miklir og vegna drápa þeirra fór Gnúpur […]

Sundhnúkur – Sundhnúkagígaröðin

Gengið var til austurs yfir Arnarseturshraun, yfir í Skógfellshraun og upp á tindinn á austanverðu Stóra-Skógfelli. Frá því er stórbrotið útsýni yfir svo til alla gígaröð Sundhnúka. Sjá mátti yfir í nyrstu gígana í röðinni í hrauninu milli fellsins og Fagradalsfjalls, og síðan hvern á fætur annan áleiðis til suðurs, uns komið var að sjálfum […]

Sundhnúkagígaröðin efri – Skógfellavegur

Haldið var á ný inn á hraunin suðaustan Litla-Skógfells. Ætlunin var að skoða sprunguna betur nyrst á Sundhnúkagígaröðinni, kíkja niður í hana á nokkrum stöðum og athuga hvort þar kynni eitthvað óafvitað að leynast. Um er að ræða allsérstakt jarðfræðifyrirbæri, sem vert var að rannsaka nánar. Sprungan er sá hluti gígaraðarinnar sem er ólík öðrum […]

Sundhnúkahraun við Grindavík – Jón Jónsson

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifaði um „Sundhnúkahraun við Grindavík“ í Náttúrufræðinginn árið 1974. Inngangur Á Reykjanesskaga er mikill fjöldi eldstöðva og hrauna. Mörg þeirra hafa ekki nafn, svo vitað sé. Vafalaust hafa ýms örnefni fallið í gleymsku hin síðari ár og önnur brenglazt. Hraun eru allt umhverfis Grindavík, þorpið stendur á hrauni og á beinlínis hrauni […]