Hraun – Siglubergsháls – Vatnsheiði – Vatnsheiðavatnsstæði – K9
Í Örnefnalýsingum er sagt frá vatnsstæði á Vatnsheiði. Ætlunin var að ganga frá Hrauni um Siglubergsháls, að Móklettum, landamerkjum Hrauns og Ísólfsskála, niður með Hrafnshlíð, með gígtoppunum þremur er mynda Vatnsheiðina, Vatnsheiðahnúkana, vestan Fiskidalsfjalls og Húsafjalls og skyggnast eftir vatnsstæðinu. Jafnframt að líta eftir hugsanlegum götum að austan, ofan við Siglubergsháls og fellin til Grindavíkur […]