Entries by Ómar

Grindavík – Sólarvé

Sólarvé Tryggva Gunnars Hansen í Grindavík ætti enginn að láta fram hjá sér fara sem ferðast um Reykjanesskagann. Í bænum má finna fleiri hleðslur eftir Tryggva, s.s. við Hrafnsbúð. Höfundur verksins „Sólarvé“ er heiðinn og er gott að hafa hin fornu trúarbrögð í huga þegar Sólarvéið er skoðað. Hringlaga formin gefa í skyn samfélagsmyndina. Þau […]

Dátahellir

Dátahellir norðan í Gíghæð vestarlega í Arnarseturshrauni ofan Grindavíkur heitir eftir hermönnum sem fundu beinagrind af manni í hellinum 15. júlí 1967. Lögreglan í Hafnarfirði fór með beinin í Fossvogskapellu þar sem þau voru brennd. Lögreglan taldi manninn hafa orðið úti fyrir nokkur hundruð árum síðan. Nokkrum dögum síðar fundu hermennirnir beltisól, sylgju og hnífsblað […]

Bátsendar eyðast

Aðfararnótt 9. janúar árið 1799 gerði stórkostlegasta sjávarflóð um margar aldir. Bátsendakaupstaður eyddist og mörg býli fóru í auðn. Ein kona drukknaði, mörg hundruð bátar brotnuðu og fénaður fórst. “Sjór gekk á land um stærstan straum í stórviðri af útsuðri á allri strandlengjunni austan frá Þjórsá og allt vestur um Breiðafjörð. Varð í þessu flóði […]

Grasagarðurinn í Laugardal

Á vefsíðu Grasagarðsins í Laugardal segir m.a.: „Grasagarðurinn í Laugardal var stofnaður 1961 þegar Reykjavíkurborg fékk að gjöf 200 íslenskar plöntur frá þeim hjónum Jóni Sigurðssyni og Katrínu Viðar. Plöntunum var komið fyrir við Ræktunarstöð borgarinnar í Laugardal. Sigurður Albert Jónsson var fyrsti forstöðumaður garðsins frá 1961 allt til 1999 og byggði garðinn upp frá […]

Fræ og kálgarðar – Setberg

Myndin hér að neðan er af Setbergsbænum við Hafnarfjörð árið 1772. Þar bjó þá Guðmundur Runólfsson, sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þegar konungur bauð kálgarðagerð í landinu, var svo mælt fyrir, að sýslumenn skyldu ganga á undan öðrum með góðu eftirdæmi. Guðmundur Runólfsson gerði það, en svo dýrseldir þóttu honum kaupmenn, er hann var látinn […]

Hreindýr

Eftirfarandi frásögn um hreindýrin er úr Öldinni okkar 1771. “Dýr, sem Íslendingar hafa ekki fyrr augum litið, komu hingað með Vestmannaeyjaskipi í sumar. Voru það þrettán eða fjórtán hreindýr af Finnmörku, sem send voru Thodal stiftamtmanni, og er til þess ætlast, að hann gangi úr skugga um, hvort þau geti þrifist hérlendis. Mosi sá, sem […]

Straumur – húsið

Húsið í Straumi var reist árið 1927, fyrir Björn Bjarnason barnaskólakennara og síðar skólastjóra Barnaskólans í Hafnarfirði, eftir teikningu Guðmundar Einarssonar trésmíðameistara og framkvæmdarstjóra í Dverg. Ber húsið keim af hönnun Guðmundar en álíka kvistur er á húsi hans, Hverfisgötu 3 sem hann teiknaði árið 1925. Björn Bjarnason hafði eignast Straum árið 1918 og stóðu […]

Dyrnar og Sporhellan

Í „Fornleifaskráningu á Hengilssvæðinu II“ frá árinu 1997 er m.a. fjallað um Dyrnar í Dyradal og Sporhelluna ofan Sporhelludala norðan Henglafjalla. Um Dyrnar segir: „Dyravegur var gamall lestavegur úr Grafningi til Reykjavíkur. Dyr eru austast í Dyradal, milli hamraveggja. Um þær liggur vegurinn, segir í örnefnalýsingu. Dyradalur er í landi Nesja en Dyrnar sjálfar, sem […]

Stekkjarkot – Kirkjuvogur – Kotvogur

Haldið var að Stekkjarkoti í Njarðvíkum. Stekkjarkot var byggt 1855. Jón og Rósa bjuggu þar í u.þ.b. hálfa öld. Eignuðst þau þrjár dætur. Kotið var tómthús og grasbýli og dæmigert fyrir slík býli á 19. öld, en jafnframt var róið til fiskjar eins og títt var um útvegsbændur við ströndina. Síðast var búið í kotinu […]

Dalurinn – Hellishraunsskjól – eyðilegging II

Í Fjarðarpóstinum 2. mars 2023 er m.a. fjallað um „Fornminjar eyðilagðar í Hamranesi – Minjaverði hafði verið bent á að minjarnar væru ekki á minjakorti – Minjastofnun með málið í skoðun„. „Þar sem nú rís Hamraneshverfið er svæði sem kallaðist Dalurinn eða Ásflatir eða jafnvel Hellisdalur. Um það má m.a. lesa í örnefnalýsingum Gísla Sigurðssonar […]