Keflavík

“Herra Óskar Halldórsson hefur tekist það á hendur, sem mörgum hefur óað við. Það er hvorki meira né minna en að koma hafskipabryggju eða bryggju fyrir í Keflavík.

Keflavik-gamalt-21

Er sagt, að verkið vinnist vel og munu flestir óska þess, að Óskari heppnist að fullgera og leiða til lykta þetta fyrirtæki sitt. Það eru mörg ár síðan farið var að ræða um hafskipabryggju í Keflavik, og eflir því sem aflabrögð urðu meiri á Suðurnesjum, eftir því óx þörfin, að hún kæmi þar. — Á Fiskiþingum hefur mál þelta verið rætt, kostnaðaráætlun og ýmsar mælingar gerðar, en allt hefur staðið við sama. Salt hefur oftast orðið  dýrara og flutningur á sjávarafurðum til kaupenda sömuleiðis, allt vegna bryggjuleysis. Bryggjur þær, sem Óskar lætur gera, verða tvær og er önnur að mestu fullger, þegar þetta er ritað (8. júlí). —
Ætlast hann til að við hvora megi afgreiða togara, en vöruskip, sem lengri eru, liggi við báðar, þannig, að losa eða ferma megi úr 2—3 lúkum. Landssmiðjan hefur að mestu verk þetta með höndum og leggur til kafara, sem gengur frá neðri endum stálbjálka á hafsbotni, sem eru aðal-máttarstoðir bryggjunnar. Auk þess vinna þar nokkrir smiðir úr Hafnarfirði.”

Heimild:
-Ægir, 25. árg. 1932, 7. tbl. bls. 164.
Keflavík