Básendar

Í Fornbréfasafninu, 287 og síðar, er m.a. fjallað um Grindavíkurstríðið 1532, aðdraganda og eftirmála:
287 – [Um 4. apríl 1532] – [Básendum]

Basendar-222

Básendar.

„Afrit af sættargerð milli Ludkens Schmidts og manna hans annars vegar og Roberts Leggde, Thomasar Hirlacks, Harije Fijtzerths og Bartrams Farors hins vegar. Þeir síðarnefndu koma til hafnar að Básendum á páskadag (þann 31. mars 1532), þar sem L. Sm. liggur fyrir, og spyrja hann, hvort hann muni þola þeim hafnarvist. Þeir fá það svar, að þeim sé óheimilt að koma inn í höfnina, sökum þess að L. Sm. hafi tilkynnt Hinriki nokkrum Berndes að hann mundi halda höfninni honum til handa. Þá fær Robert Legghe John Willers í lið með sér og freista þeir á miðvikudagsmorgun eftir páska (þann 3. apríl) að komast inn á höfnina með valdi, lögðu aftan og framan við skip L. Sm. og skutu og slógu hann og menn hans eftir beztu getu. Árásin mistekst, og gáfu árásarmenn upp skip og góss til að bjarga lífi sínu…“.

288 – 16. maí 1532, bls. 539

Basendar-223

Básendar.

„Óstaðsett viðurkenning Roberts Legghe og félaga hans á því, að þeir hafi afhent í skip Ludtkyns Smuthe fjörutíu lestir samkvæmt gerðum samningi og skulu það með lausir allra mála út af atburðunum á Básendum.“

290 – 18. júlí 1532 [Reykjavík], bls. 541-542
„Tylftardómur útnefndur af Erlendi Þorvarðarsyni lögmanni til þess að dæma um líflát Jóns Breens og manna hans í Grindavík. – Þar er borið, að Jón Breen hafi tekið með ofbeldi í Grindavík (góss) frá Katli Jónssyni og Þorgrími Halldórssyni, bundið þá og pínt, en hótað Þórði Guðmundssyni að höggva af honum höfuðið, ef hann léti nokkurn fisk af hendi við aðra en Jón og menn hans; einnig hefði hann gripið fisk frá þýzkum kaupmönnum, 20 lestir eða meir; einnig hefði hann hindrað með valdi, aðrir menn flytti fisk sinni burt, og dæmist Jón Breen eftir lögbókarinnar hljóðan ránsmaður og fyllilega af lífi tekinn ásamt fylgjurum sínum, en skip hans og góss fallið undir konung og umboðsmann hans Diðrik frá Mynden. Einnig eiga þeir að dæma um skip og góss, sem rak á land við Básenda í bardaga milli Lutken (Smith) og Joen Wyler og dæmist það fallið undir konung, ásamt öðru, sem bréfið greinir.“

bls. 544-545

Gerdavellir-222

Virki Jóhanns breiða á Gerðavöllum.

Um þessa atburði er nokkrum sinnum getið í íslenzkum heimildum; elzt mun frásögn biskupasagna talin frá því um 1593 (SJ Biskupasögur Bókmenntafélagsins II. b. bls. 237 og 240), merkt a), en textinn tekinn eftir ritgerð Jóns Gissurarsonar; þá kemur frásögn Jóns Egilssonar í Biskupaannálum frá því um 1605 merkt b) og að lokum annálsgrein Björns Jónssonar á Skarðsá frá Ps um 1639, hér merkt c).

a) Á þeim tima lá skip í hverri höfn fyrir sunnan og sums staða ij: þýzkir víðast, utan í Grindavík lágu engelskir. Það bar eitt sinn til á dögum biskups Ögmundar, að engelskir lágu eitt ár í Grindavík á fimm skipum og voru ómildir við íslenzka, svo fólk gat ekki það liðið; réði fólk engu sínu og fékk ekkert fyrir sitt; voru, fyrir mönnum þeirra ij Jónar, kallaður Eldri-Bragur og Yngri-Bragur. Tóku íslenzkir sig þá saman og riðu til Bessastaða, kröfðu höfuðsmanninn, Didrech van Minden, liðveizlu móti slíkum í mennum. Varð hann vel við og sendi strax í alla kaupstaði, því íslenzkir hefðu ella látið illa að honum sjálfum, ef hann hefði ekki við orðið; skipaði hann þýzkum að finna sig við Þórðarfell sem er hjá Grindavík.

Grindavikurhofn-222

Grindavík.

Komu þeir saman að kveldi dags í tilsettan tíma, Lxxx menn annars hundraðs og gengu þaðan í Víkina fyrir sólaruppkomu; höfðu engelskir búizt við og gjört sér virki um torf og grjót, en þeir höfðu lítið gagn af því. Hlupu þeir í skip sín, sem það gátu, og sigldu út með iiij skipum, fimmta gátu þeir þýzku náð og drápu xviij engelska, en vij létu þeir lifa og pilt. Fylgdu þeir engelska skipinu til Bessastaða með þeim þýsku sem á það voru látnir, en eitt af hinum fjórum forgekk í Víkinni strax í útsiglingunni, og sökk það þar strax, svo ekki neitt náðist af því.
Ritgjörð Jóns Gissurarsonar, Safn til sögu Íslands, I. b. bls.658, Biskupasögur gefnar út af Hinu ísl. bókmenntafélagi, II. b. Khöfn 1878, bls. 238—’39.
b) Á dögum biskups Ögmundar slógust þeir þýzkir og engelskir í Grindavík og unnu þeir þýzku, því hinir voru ekki við búnir og þýskir villtu fyrir þeim daginn og komu á þá óvart drukkna; þar féllu 14 engelskir, og hét sá Ríki-Bragi, sem fyrir þeim var. Þeir voru dysjaðir í virkinu.
Biskupsannálar Jóns Egilssonar, Safn til sögu Íslands, I. b. bls. 79.
c) Anno 1532. — Var hér á landi í Grindavík einn engelskur kaupmaður, hét Jóhann Breiði. Hann var missáttur við kóngsfóveta á Bessastöðum og vildi ekki gjalda honum toll, sem vera átti. Einninn kom misgreiningur í með þessum Jóhann og Hamborgurum, sem lágu til kaupskapar á Suðurnesjum, og keypti hann og hélt skreið nokkurri, er þeir áttu að hafa, og komu og komu orð með í hvorutveggjum um þessi efni. Gerði sagður Jóhann Breiði sér þá vígi eður virkisgarð skammt frá búðum á Járngerðarstöðum, sem enn sér merki, og gerði orð með spotti þeim Hamborgurum að sækja til sín skreiðina. Tóku þeir sig þá til hinir þýsku menn og Bessastaða fóveti og komu óvart um nótt upp í Grindavík, komust upp í virki Jóhanns og slógu hann til dauðs og alla hans menn, en tóku skip og góss og allt hvað þeir áttu. Þar sést kuml þeirra dysjar hjá virkisgarði.
Skarðsannáll, Annálar 1400—1800 I. b., bls. 92—93.)“

Gerdavellir-223

Fræðsluskilti um Grindavíkurstríðið á Gerðavöllum.

291 – 29. júlí 1532 [Lundúnum], bls. 545-546
Bréf öldurmanna kaupmannagildisins þýzka í Lundúnum (de Staalhof) til borgarstjóra og ráðs í Hamborg. Þeir segja, að á Síðasta ári hafi Englendingar kært fyrir Englandskonungi og ráði hans, að þýzkir sæfarar frá Hamborg og Brimum beittu sig ofbeldi á Íslandi, en af þeim sökum hafi þýskir kaupmenn í Englandi orðið fyrir óþægindum. Þeir fara þess á leit, að borgarstjórnin sjái til þess að Þjóðverjar, sem sigli til Íslands, ástundi friðsamleg samskipti við Englendinga. Nú segja þeir, að kæra hafi borist Englandskonungi á hendur Lutskenn Smith, William Kenet og Jóhanni Sowermer frá Biskups Lynn fyrir að hafa ráðist á skip frá Lynn, sært menn og drepið, rænt skipið, eyðilagt og sökkt því. Þeir senda Hamborgurum kæruskjal Englendinga og biðja þá að gera upptækt skip og góss L. Sm. og taka hann og menn hans höndum og senda Matthias van Emerszen, ritara sinn, til þess að fylgja fram máli sínu, auk annars sem bréfið greinir.“

Heimild;
Fornbréfasafn 287, bls. 537-546.

Skyggnisrétt

Skyggnisrétt á Gerðavöllum ofan Stóru-bótar.

 

Arnarfell

Í göngu á og við Arnarfell í Krýsuvík voru rifjaðar upp fjórar þjóðsögur er tengjast fellinu. Annars var megintilgangur ferðarinnar að staðsetja nokkrar fornleifar, sem fornleifafræðingar höfðu ekki komið auga á, auk náttúruminja. Þá var svæðið myndað, bæði með upptökuvélum og stafrænum.

Arnarfell

Arnarfell.

Gengið var að hlaðinni brú vestan við Arnarfell. Hún er í skarði á innri heimagarðinum að sunnanverðu. Gamla þjóðleiðin að Krýsuvík að austan lá um brúna, annars vegar til norðausturs að Eystrilæk og hins vegar til vesturs með garðinum utanverðum. Sett var niður prik við brúna.
Þá var gengið að vörðum með gömlu leiðinni til austurs sunnan Arnarfells, utan garðs. Hún lá framhjá brunninum sunnan Arnarfells og skiptist síðan í tvennt; annars vegar til austurs yfir Bleiksmýrina og hins vegar niður að Arnarfellsvatni (Bleiksmýrartjörn).

Arnarfellsvatn

Arnarfellsvatn/–tjörn.

Vestan við tjörnina mótar fyrir rústum. Áningarstaður vermanna í verum á sunnanverðum Reykjanesskaganum og skreiðarflutningamanna var þarna við sunnanverða tjörnina. Þá var jafnan slegið upp tjöldum. Vörðurnar eru fallnar, en vel móta fyrir innleggi þeirra. Annars var óþarfi að hafa vörður við Arnarfell því það var jafnan hið ágætasta kennileiti ferðamanna til og frá Krýsuvík að austan.
Merkt var umhverfis hinar gömlu tóftir Arnarfells vestan bæjarhólsins og síðan haldið upp á fellið. Ofan við syðri útihúsatóftina í fellinu er skúti. Þeir eru reyndar tveir. Annar er ofar og austar. Þar er fjárskjól, en engar hleðslur. Hinn er ofan og sunnan við tóftina. Þar er hleðsla fyrir, gróin. Svo virðist sem tákn séu þar skráð á veggi, en þau gætu eins verið af náttúrlegum ástæðum.

Krýsuvík

Krýsuvík – garður frá Bæjarfelli yfir að Arnarfelli.

Eiríksvarða var barin augum. Varðan er greinilega gömul að hluta, en verið haldið við með því að bæta í hana. Sagan segir að séra Eiríkur á Vogsósum hafi látið hlaða vörðuna eftir komu Tyrkja til Krýsuvíkur (sjá þjóðsögu síðar) með þeim orðum að á meðan hún stæði óhreyfð væri byggðinni óhætt.
Gengið var niður skarðið og í Stínuskúta. Við hann var settur staur. Skútinn er með þeim fallegri í Krýsuvíkurfellunum.
Staur var sett við hlaðið og gróið skjól norðan undir stórum steini neðan við Stínuskúta. Þar gæti hafa verið kví og tengst stekknum þarna skammt vestar.
Loks var gengið að hinni gömlu þjóðleið milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, er lá um Deildarháls. Þjóðleiðin sést enn mjög vel norðan við Eystrilæk. Þar liggur hún um mela, en því miður… Jarðýtustjóri er nú búinn að ýta duglega yfir hluta leiðarinnar. En verið róleg…

Arnarfell

Eiríksvarða á Arnarfelli.

Samkvæmt bestu heimildum á að færa allt í samt lag aftur að lokinni kvikmyndatöku, einnig gömlu þjóðleiðina. Fylgst verður gaumgæfulega með hvernig það verður gert.
Hið skemmtilega (eða hið leiðinlega) við þessa þjóðleið er að fulltrúi Fornleifaverndar ríkisins var sérstaklega spurður að því á fundi, sem haldinn var með nefndarfólki og öðrum í Hafnarborg (daginn áður en skipulags og byggingarráð tók ákvörðun sína) hvort hann væri handviss um að þjóðleiðin gamla lægi ekki um þær slóðir sem ætti að raska. Spyrjandi sagðist hafa lesið það í hans gögnum að þetta væri talinn gamall árfarvegur. Fulltrúi Forneifaverndar móðgaðist mjög, sagði að þetta væri örugglega gamall árfarvegur og engin ástæða væri til að efast um þekkingu hans. Þetta væri ekki gömul þjóðleið, en nú er annað komið í ljós. Mjög mikilvægt er að fólk, sem vinnur við mat og skráningu fornleifa skoði svæði sem þetta með opnum hug og nýti sér vel þær upplýsingar, sem fyrir eru, bæði um einstakar minjar sem og sögu svæðisins. Mikið magn upplýsinga er til um Krýsuvík og ábúð það fyrrum.

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Öryggisverðir reyndu að meina FERLIRsfélögum göngu um svæðið, en eftir að aðkomumenn höfðu rakið fyrir öryggisvörðunum helstu þjóðsögur, sem svæðið hefur að geyma, sagt þeim frá merkum minjum, lýst staðháttum og örnefnum, lagt út af sögu Krýsuvíkur í stuttu máli o.fl. o.fl. sáu þeir auðvitað að þarna fór ekki hættulegt fólk eða fólk, sem væri líklegt til að valda skemmdum á svæðinu. Það gekk því óáreitt á og umhverfis Arnarfell, eins og ætlunin var. Öryggisverðirnir sannfærðust líka um að það getur verið alvarlegt mál að hefta frjálsa för fólks í frjálsu landi, nema hafa til þess mjög ríkar ástæður, sbr. ákvæði hegningarlaga. Þær voru ekki fyrir hendi þarna, enda stafaði göngufólkinu engin hætta af umhverfinu og ekkert var á staðnum sem hægt var að skemma nema tveir kamrar, sem öryggisverðirnir hafa staðið dyggan vörð um og passað vandlega undanfarnar vikur. Þeir voru hins vegar ekki við Arnarfell, heldur við gömlu þjóðleiðina, sem nú var búið að skemma. Það vissu öryggisverðirnir að sjálfsögðu ekki.

Arnarfell

FERLIRsfélagar komnir í búðir kvikmyndafólks.

Öryggisverðirnir voru beðnir um að fygjast vel mannaferðum um svæði, einkum að kvöld- og næturlagi því skemmdir hafa verið unnar að undanförnu bæði á Krýsuvíkurkirkju og skátaskálanum Skýjaborgum undir Bæjarfelli. Þá væri og gott ef þeir, nærtækir, gættu þess vel að fólk væri ekki að ganga mikið til suðurs að Arnarfelli, því mýmörg hreiður væru enn í móanum milli vegarins og þess. Ljóst er því að heildarhlutverk öryggisvarðanna á svæðinu getur orðið til gangs þegar til alls er litið.
Hið skemmtilega var að annar öryggisvarðanna reyndi að telja FERLIRsfélögum trú um að girðingin um beitarhólfið hafi verið sett upp til að koma í veg fyrir að fólk færi um svæðið. Þá reyndi hann að telja hinum sömu trú um að straumurinn á henni gæti reynst varhugaverður. Hann vissi greinilega ekki við hverja hann var að tala.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Fyrsta þjóðsagan um Arnarfell segir frá Beinteini, en svo var nefndur maður „suður í Krýsuvík, bjó hann að Arnarfelli. Eitthvert sinn var hann að smíða skip við sjó frammi, þar sem heitir á Selatöngum. Hafðist hann þar við í verskála. Þar hafði hann alltaf hjá sér hlaðna byssu. Hann lét einatt loga ljós í skálanum þegar kveldaði. Eitt kvöld, er hann hefur kveikt í skálanum, heyrir hann allt í einu mjög mikinn brest og skarkala í skáladyrum. Lítur hann þangað og sér þá að ógurlegt skrímsli treður sér inn úr dyrunum; það hafði brotið tréð úr þeim, hafði dyraumbúninginn á herðunum og tróð sér svo áfram. En þröngt varð um það á milli grjótveggjanna. Það var eins og maður neðan en mjög ófreskjulegt eða dýrslegt ofan. Beinteinn var harðfær maður og alleinbeittur. Hann þrífur því byssu sína, lætur sér ekki bilt við verða og hleypir af á ófreskjuna.

Selatangar

Selatangar – sjóbúðartóft.

Henni bregður hvergi og treður sér því meir áfram. Beinteinn hleður aftur byssuna og hleypir af. Þá stansar þetta en ekkert sér á því. Enda var það allt að sjá hulið skeljarögg utan. Beinteinn var í silfurhnepptri millifatapeysu. Hann man nú allt í einu að hann hefir heyrt sagt að þótt engin kúla vinni á skeljastakk skrímsla þá geri þó silfurhnappar það. Slítur hann því hnappana af peysunni sinni, hleður byssuna og hefur á fyrir högl eða kúlu og skýtur enn á skrímslið. Þá tók það snarpt viðbragð, reif sig út og hvarf til sævar. En Beinteinn hljóp út. Þá fyrst greip hann hræðsla. Tók hann til fóta og hægði eigi á sprettinum fyrr en heima við bæ, óður af hræðslu og nærri sprunginn af mæði og sagði söguna. Að morgni sáust aðgerðir skrímslisins en sjálft var það með öllu horfið.“

Selatangar

Á Selatöngum.

Önnur saga segir að „á Selatöngum var fyrrum verstöð og útræði mikið. Gengu þaðan m.a. biskupsskip frá Skálholti. Þar sér enn allmikið af gömlum búðartóftum og görðum, er fiskur og þorskhausar voru fyrrum hengdir á til herzlu. Hjá Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs og notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. Í einum höfðu þeir kvörn sína og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór, í öðrum söguðu þeir og kölluðu hann því Sögunarkór o.s.frv.

Arnarfell

Bærinn Arnarfell undir Arnarfelli í Krýsuvík.

Reki var mikill á Selatöngum og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum.“
Þriðja sagan segir að „á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mæli, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur.

Arnarfell

Arnarfell – tilgáta.

Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá, er Beinteinn hét. Var talið að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans: „Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini“.
Einu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið. Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini að hann hélzt loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hröklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður.

Arnarhreiður Um viðskipti draugsa og Beinteins er ekki fleira kunnugt, svo að sögur fari af. Þess má geta, að þá er Beinteinn var spurður, hvað hann héldi, að um draugsa yrði, er sjóbúðin yrði rifin, þá svaraði hann:
„Og hann fylgir staurunum, lagsi“.
Nokkru eftir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu að líta til kinda og ganga á reka; jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæju ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð.
Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert; fóru þeir inn í þá einu búð sem eftir var þar þá og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttinni, en fara á fætur með birtu og ganga þá á fjöru og vita, hvort nokkuð hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig að Einar svaf við gaflhlaðið en Guðmundur andfætis. Þá er þeir höfðu lagzt niður, töluðu þeir saman dálitla stund og segir þá Guðmundur meðal annars:
„Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar?“
Kvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætla að sofna en er þeir hafa legið litla stund heyra þeir að ofan af ytra bálkinum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað. Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið; voru þeir þó hundlausir er þeir komu þangað, og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna:
„Þarna er hann þá núna“, en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, inn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekara til sín heyra.
Eftir 1880 lagðist útræði niður frá Selatöngum. Um það leyti var seinasta sjóbúðin rifin, og hafa menn eigi hafzt þar við síðan.“
SkjólFjórða sagan segir af Tyrkjum er „undir Krýsuvíkurberg og gengu upp þar sem síðan heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík. Það var sunnudagur og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju.
Segja sumir að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara að hann væri í ræðustól er smalinn kom hlaupandi í kirkjuna og mælti hátt: ”Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað.”
Prestur mælti: ”Viljið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar góðir menn?”
Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja koma á túninu.
Hann mælti til þeirra: ”Farið nú ekki lengra! Drepið þarna hvur annan! Væri annar dagur eða ég öðruvís búinn, mundu þið éta hvur annan.”
Þar börðust þeir og drápust niður. Heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll er þeir börðust, en Ræningjaþúfur þar þeir eru dysjaðir. Þar eftir hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni að meðan hún stæði skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík.“
Fjórða sagan segir af Arnarfellslabba. „Í Arnarfelli skammt frá Krýsivík var draugur sá er Arnarfellslabbi var nefndur. Var

Þjóðleið

Gamla þjóðleiðin til austurs frá Krýsuvík. Henni var fórnað með samþykki Fornleifastofnunar í þágu kvikmyndarinnar“Flags of our Fathers“, sem kom innlendum nákvæmlega ekkert við.

hann svo kallaður af því að þeir er skyggnir voru gátu að líta strákhvelping með svartkollótta húfu staglaða með hvítu lopbandi koma ofan úr fellinu og á labbi þar umhverfis til og frá um Krýsivíkurmýrar, en þar var almennur áfangastaður og lágu menn þar með lestir, flestir nálægt Arnarfelli.
Labbi gjörði ferðamönnum þar ýmsar glettingar. Svipti hann stundum tjaldi ofan af mönnum eða hann þeytti farangri þeirra út í allar áttir eða fældi burt hestana úr haganum og helti suma. Fór enginn maður þann veg eða lagðist þar í áfanga svo að hann hefði ekki heyrt Labba getið. Hann hafði og helt og lamað fé og færleika fyrir Krýsivíkingum og þótti þeim hann sér ærið amasamur í nágrenni, en gátu þó ekki að gjört. Smalamaður Krýsivíkurbóndans hafði og orðið bráðdauður og var það eignað Labba.
Samkvæmt konunglegri tilskipun 1772 skar Björn sem aðrir bændur allt sitt sauðfé. Ætlaði hann nú að róa vetrarvertíðina og réði hann sér far suður í Garði. Býst hann nú í ákveðinn tíma með öðrum vermönnum; voru þeir nótt í Krýsivík. Bóndi kenndi Björn þegar því þeir voru kunningjar.
”Mörg ár held ég nú liðin síðan þú hefur róið út Björn minn,” segir bóndi; ”get ég að sauðleysið valdi því að þú ferð nú að róa.”
”Rétt getur þú til,” segir Björn, ”sveltur sauðlaust bú. Ég hef ekki róið síðan ég fór að búa, enda hef ég nú orðið litla lyst til sjóróðra.”
”Kaup vilda ég eiga við þig,” segir bóndi; ”vilda ég biðja þig að fyrirkoma Arnarfellslabba, en ég býst til að taka við færunum þínum og róa þér svo hlut.”
Þeir sömdu nú þetta með sér; reri bóndi honum hlut um vetrinn og fiskaði vel, en Björn varð eftir í Krýsivík. Fer hann nú að hitta Labba og er ekki sagt frá viðskiptum þeirra; hitt er ljóst að Björn kom Labba fyrir og varð aldrei framar vart við hann.“

Heimildir m.a.:
-SIGFÚS IV 39
-RAUÐSKINNA I. 41
-JÓN ÁRNASON I. 562
-JÓN ÁRNASON III 593

Arnarfell

Arnarfell.

Vigdísarvellir

Árið 1993 gerði Guðrún Gísladóttir skýrslu fyrir stjórn Reykjanssfólkvangs um „Gróður, jarðveg og mannvistarminjar í Reykjanesfólkvangi“ og jafnframt gerði hún tillögur um úrbætur.

Krýsuvík

Krýsuvík – teikning.

Í niðurstöðum og tillögum skýrslunnar segir m.a.:
„Ástand gróðurs er víða afar bágborið í Reykjanesfólkvangi og er brýnt að lagfæra ástandið á þeim svæðum sem eru illa farin. Fjölbreyttar búsetuminjar eru á fólkvangnum allt frá landnámi til 20. aldar. Rústirnar þarf að gera upp annars er hætta á að þær hverfi áður en langt um líður því grjót og torf samlagast umhverfinu, ekki síst ef svæðið grær upp. Þarna eru dýrmæt menniningarverðmæti sem verður að bjarga með endurbyggingu. Eina húsið sem er uppistandandi frá gamalli tíð er Krýsuvíkurkirkja frá 1857.
Mikilvægt er að gróður verði í framtíðinni í samræmi við íslenskt náttúrfar. Við uppgræðslu lands skal því einungis nota íslenskar jurtir og fræ en varast að nota lúpínu og barrvið. Beina skal aðgerðum að þeim svæðum sem verst eru farin, þ.e. svæðinu frá Kleifarvatni suður að sjó, Sveifluhálsi og Vesturhálsi, Breiðdal og Undirhlíðum. Mikilvægt er að náttúran sjálf fái að sjá um gróðurframvindu í hraunum og því ber að varast að planta þar trjám.
Búsetuminjar eru fjölbreyttar, t.d. bæjarhverfi, verstöð og seljarústir. Á milli þessara minja eru órjúfanleg tengsl. Bændur höfðu í seli og stunduðu sjó á vertíð. Sökum hagleysis var búfé rekið í sel og vegna hafnleysis héldu bændur til í verstöð á vertíðum. Það er því mikilvægt að þessum tegundum minja verði sinnt þegar rústir verða gerðar upp. Beina skal agerðum fyrst að verstöðinni á Selatöngum, síðan Krýsuvíkurbænum með útihúsum og þá Selsvöllum. Það ætti í framtíðinni að gera upp allar rústir fólkvangsins og hafa nokkrar skepnur t.d. í Krýsuvík, en þess verður að gæta að gróður hljóti ekki skaða af.“

Í skýrslunni er fjallað ítarlega um gróður og jarðveg í Reykjanesfólkvangi, markmið með endurheimt landgæða, tillögur um leiðir til varðveislu gróðurlenda og uppgræðslu lands, aðferðir í uppgræðslumálum, ástand og aðgerðir á mismunandi svæðum fólkvangsins, forgangsröðun svæða, búsetu áður fyrr í Reykjanesfólkvangi, ástand rústa og umfang, forgangsröðun verkefna og tillögur um lagfæringar og upphleðslu mannvistarminja og auk þess hugleiðingar um nýtingu Reykjanesfólkvangs.

Selalda

Selalda – teikning.

Um búsetu áður fyrr í Krýsuvíkursókn segir m.a.: „Rústir í Reykjanesfólkvangi bera fyrri búsetu ótvírætt vitni. Elstu minjar búsetu er að finna í Húshólma og Óbernnishólma í Ögmundarhrauni. Byggðin sem þar fór í eyði þegar Ögmundarhraun rann um 1151. Um búsetuna þarna eru ekki skráðar heimildir og eru því rústirnar eina vísbendingin um hina fornu byggð Krýsuvíkur og má ljóst vera að byggðin hefur verið umfangsmeiri en rústirnar segja til um. Elsta ritaða heimildin um búsetu í Krýsuvíkursókn er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þá voru íbúar í Krýsuvíkursókn 34 og var þá búið í Krýsuvík og 7 hjáleigum. Býlin voru í þyrpingu undir Bæjarfelli og rétt norðar þar sem Stóri og Litli Nýibær stóðu. Fram undir 1825 var fjöldi íbúa og býla stöðugur en eftir það fór ásókn í nýbýli að aukast í sókninni. Til að byrja með voru stofnuð nýbýli undir Bæjarfelli, þ.e. Garðshorn og Lækur. Landrými var hins vegar takmarkað og voru þrjú nýbýli stofnuð fjarri Bæjarfelli á árunum 1830-1850. Vigdísarvellir og Bali á svokölluðum Vigdísarvöllum og Fitjar undir fellinu Strákum suður undir sjó. Fólksfjöldinn í sókninni jókst stöðugt og varð mestur á 6. áratug 19. aldar þegar rúmlega 70 manns byggðu sóknina. Á þeim árum byggðust kotin Arnarfell, Snorrakot og Hnaus, sem voru í byggð einujngis í skamman tíma.

Selsvellir

Selsvellir – teikning.

Eftir 1865 fór svo að halla undan fæti fyrir byggðinni. Fólkinu fækkaði um leið og býlin lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Eftir aldarmótin voru íbúarnir orðnir færri en í byrjun 18. aldar og einungis 3 bæir í byggð. Litli Nýibær og Vigdísarvellir lögðust í eyði eftir jarðskjálfta 1905. Eftir það hélst byggð í Krýsuvík og Stóra Nýjabæ um skamma hríð og í byrjun 4. áratugarins var Krýsuvíkurhverfið allt. Þar með lauk sögu sjálfþurftarbúskapar og nýir tímar komu til sögunnar. Rústir sem verður lýst hér á eftir eru leifar gamla sveitasamfélagsins og eru minjar um líf og afstöðu fólks fyrir ekki svo löngu síðan. Aðstöðu fólks og lifnaðarhætti eiga börn nú á tímum engin tök á að gera sér í hugarlund. Ef hins vegar býlin yrðu gerð upp og unglingar fengju að vinna að því með eldra fólki myndi sjálfsagt nýr heimur opnast fyrir þeim. Hið sama gildir um þá sem kynnast uppgerðum húsunum.“
Guðrún lýsir síðan ástandi mannvistaleifanna eins og þær voru árið 1993. Tíu árum síðar, eða árið 2003, má segja að ýmislegt hafi breyst, bæði hvað varðar aukna vitneskju og eflda vitund fólks um minjar þær er hún fjallar um í ritgerð sinni. Ennþá stafar þó sama hættan að þeim, ekki síst vegna skilningsleysis þeirra aðila er ákvarðanir þurfa að taka um framkvæmdir á einstökum svæðum.
„Allar rústirnar þarf að merkaj vel og hafa upplýsingar um sögu þeirra á staðnum. Það ætti að vera framtíðarmarkmið að hlaða upp rústirnar… Ég sé þetta svæði fyrir mér sem eitt verðmætasta útivistarsvæði á suðvesturhorni landsins þar sem hægt verður að sameina náttúru- og söguskoðun.
Í Svíþjóð hefur sænska ferðafélagið gert upp marga bóndabæi, iðnaðarhverfi frá 19. öld og reyndar líka herragarða og fangelsi. Þessi hús eru nú notuð sem farfuglaheimili og njóta óhemju vinsælda ekki síst vegna sögulegs gildis. Í Danmörku njóta víkingaaldabæirnir mikilla vinsælda. Í Lejre utan við Hróarskeldu er stórt svæði lagt undir þessa starfsemi… Með því að gera upp býli og hafa starfsfólk á staðnum sem vinnur með gamla laginu er enginn vafi á því að fólk mun sækja staðinn hvort sem er til að fá sér kaffisopa eða dvelja lengur. Á hverju svæði fyrir sig þarf að vera til staðar saga svæðisins, s.s. Krýsuvíkurhverfisins og lýsing á náttúruverðmætum í nágrenninu.“

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – teikning.

Minna má á að ekki er nema ár síðan að bæjarstjórn Hafnarfjarðar léði landsvæði undir Arnarfelli, í hjarta Krýsuvíkurhverfisins – hinna gömlu búsetuminja og heilstæða sögusvæðis, undir kvikmyndatöku erlendrar stríðsmyndar með tilheyrandi eyðileggingu á gróðri og mengun minjanna. Slíkt getur tæpast talist mikil virðing fyrir þeim verðmætum og hinni miklu arfleifð, sem þarna er að finna. Flokka verður slíka ákvörðun undir stundarafglöp að óathuguðu máli.
Staðreyndin er sú að taka þarf framkomnar ábendingar Guðrúnar til alvarlegar skoðunnar, ekki síst nú þegar kröfur almennings um varðveislu menningarverðmæta verða æ háværari og mikilvægra áhrifa ferðamennskunnar er farið að gæta í miklu mun ríkari mæli en áður var. Reykjanesfólkvangur býr yfir miklum tækifærum, sem óþarfi er að glopra niður vegna vanþekkingar eða áhugaleysis þeirra er gæta eiga hagsmuna þeirra svæða er hann tilheyrir. Auk náttúruminja má nefna ótrúlega aðgengilega sýn á jarðfræðifyrirbæri, hvort sem um er að ræða frá ísaldarskeiðum eða nútíma. Telja má að a.mk. 15 hraun hafi runnið á Reykjanesskaganum frá því að land byggðist og hefur það óneitanlega sett mark sitt á búsetu fólks og þróun byggðar frá upphafi vega. Ef vel er að gáð má bæði sjá og þreifa á sannindum um búsetu- og atvinnusögu svæðisins frá því að fyrstu íbúarnir stigu á land til dagsins í dag – rúmlega 1100 árum síðar. Er ekki kominn tími til að nútímafólkið reyni a.m.k. að varðveita hluta þeirrar sögu til handa komandi kynslóðum þessa lands?

Heimild:
-Skýrsla Guðrúnar Gísladóttur um „Gróður, jarðveg og mannvistarminjar í Reykjanesfólkvangi“ – 1993.

Krýsuvík

Gróðureyðing á Krýsuvíkurheiði.

Járngerðarstaðir
“Grindavíkurstríðið”
IV. hluti – 20. mars 2004.
Vettvangsferð.

Básendar

Básendar.

Farið var í vettvangsferð á Básenda og í Stóru-Bót undir leiðsögn Jóns Böðvarssonar og Reynis Sveinssonar. Í ferðinni komu m.a. fram eftirfarandi upplýsingar:
“Við erum nú á leiðinni í Sandgerði þar sem Reynir Sveinsson mun koma í bílinn til okkar og leiðsegja okkur um Básenda. Ég get sagt ykkur að Stafnes var eitt af höfðubólunum að fornu og þar var mikið útræði, en svo til engin selveiði. Þó segir sagan að nafngreind selskytta hafi verið á Stafnesi, farið jafnan út í Rósker, sem þar er skammt vestar, og setið fyrir selnum þar.
Um 1550-1760 var konungsútgerð á Básendum, en hún var bæði í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum. Ástæðan var mikil fiskimið út frá þessum landssvæðum. Konungsútgerðin var mikil tekjulind fyrir krúnuna. Aðallega var stunduð skreiðarverkun. Þegar útgerðin lagðist af seldu Danir skip sín. Dreifðust þau um Vesturlandið; flest fóru þó til Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafnarfjarðar. Má segja að íslensk þilskipaútgerð hafi komið í staðinn fyrir konungsútgerðina.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Þrír staðir á landinu voru svo til án landbúnaðar, en þar komu fiskveiðar í staðinn; Vestmannaeyjar, Suðurnes og Snæfellsnes. Á þessum svæðum var skreiðarverkun og skreiðarkaupmennska mikilvægust um langan tíma. Fiskveiðarnar voru stundaðar á grunnmiðum af Íslendingum, en lengra út frá landi af stærri skipum útlendinganna. Þar voru Englendingarnir atkvæðamestir, allt frá árinu 1420 og fram að Grindavíkurstríðinu árið 1532.

Básendar

Básendar – festarhringur.

Hægt er að rifja upp að atburðirnir á Básendum byrjuðu 2. apríl 1532 með komu Ludviks Smith. Þar reyndist stuðningur bróður hans og um 80 Íslendinga mikilvægur er kom til átaka milli þeirra og Englendinga, er bar að Básendum tveimur dögum síðar. Eru atburðirnir raktir nokkuð ítarlega hér að framan.
Á leiðinni út að Stafnesi var rifjað upp að Hallgrímur Pétursson hafi verið prestur í Hvalsnesi, en búið að Bolafæti í Njarðvíkum. Hafi hann jafnan þurft að fara yfir heiðina til messu. Núverandi steinkirkja að Hvalsnesi var vígð á jóladag 1887.

Til fróðeiks, svo þegar horft er á Miðnesheiðina þar sem á þriðja tug manna urðu úti á á sínum tíma á tiltölulega fáum áratugum (svo til allir á leiðinni frá kaupmanninum í Keflavík á leið heim til sín), má vekja athygli á því að orðið heiðingjar var í upphafi notað um heiðarbúa, fólks er bjó upp á heiðum. Síðan varð merking orðsins önnur. Svo er um mörg orð í íslenskunni. Má þar nefna orðið eldhús. Það var áður notað um stað þar sem eldur brann og matur var eldaður. Nú brennur enginn eldur í eldhúsi, en það heitir sama nafni eftir sem áður. En þetta var nú útúrdúr”.

Gengið var um Básenda, en þar eru nú engin ummerki þess tíma er átökin urðu þar árið 1532, einungs minjar eftir konungsverslunina og seinni tíma búskap (rétt, garðar, bæjartóftir, brunnur, götur og vör). Legan er þó enn á Básendavík (Brennutorfuvík) þótt landásýndin hafi verið þarna önnur en nú er. Bæði hefur sjórinn brotið talsvert land og þá hefur landið sigið frá því sem var (8mm á ári að jafnaði).
Gengið var um Stórubót og hóll þar barinn augum. Sagt er að hann sé leifar af virki Jóhanns breiða og hans manna. Sandlág er austan við hólinn. Mun þar vera Engelska lág skv. sömu sögnum. Vestar, sunnan Gerðisbrunnanna, eru garðar er þjóðsagan segir að sé svonefnt Junkaragerði, þ.e. aðsetur Þjóðverjanna.
Bæði þessi svæði “anga af sögu”.

ÓSÁ (lesið yfir af JG, VG og SJF).

Gerðavellir

Garður í Junkaragerði ofan við Stóru-Bót.

Þorbjarnarfell

Jón Tómasson skrifar um Grindavík í Faxa árið 1945 undir fyrirsögninni „Hvað er að gerast þar?“. Í upphafi greinarinnar er m.a. fjallað um einkennisfjall Grindvíkinga; Þorbjörn (Þorbjarnarfell):
thorbjorn-991„Hvað bíður manns bak við þetta gráa og úfna apalhraun? hugsar sjálfsagt margur, sem rennur fyrsta sinni inn í hið háa og hrikalega Grindavíkurhraun fyrir sunnan Seltjörn. Og ef það væri ekki þessi mjói mjúki vegur, sem brotinn var gegnum torfærurnar fyrir um 30 árum, og sem telja má allgóðan, þá væri vegfarandi ekki miklu betur settur heldur en þótt hann stæði í Ódáðahrauni. Þess má geta, að á meðan umferð var hófleg um þennan veg, var hann talinn með allra beztu vegum landsins.
Þegar komið er suður á Selháls, er meirihluti hraunsins að baki, Svartsengi og Hagafell ávöl og mild að frádregnum Gálgaklettum til vinstri — þar sem útilegumenn voru hegndir áður fyrr — og Þorbjörn með björtum og djörfum línum til hægri. Þó að Þorbjörn sé hvorki stór né hrikalegur, er hann elskaður og virtur af Grindvíkingum. Hann er fagur og heillandi. Hann býr yfir einhverju duldu og hann hefur laðað til sín frá því að hann var fyrst augum litinn. Útsýni af honum er ágætt, enda hefur hann hjálpað mörgu Grindvísku ungmenni til að víkka sjóndeildarhring sinn, og sýnt þeim fyrsta sinni Eyjafjallajökul, Vestamannaeyjar, Eldey og allt Reykjanes, Esjuna og Reykjavík, Snæfellsjökul og svo allt þarna á milli.

thjofagja-loftmynd

Og saga Þorbjörns er án efa einhver sú merkilegasta, sem nokkurt fjall á. En því miður kann ég ekki mikið af henni. Jarðfræðingarnir eiga sjálfsagt eftir að segja okkur eitthvað af henni. Öllum eru þó kunnug tröllin, sem til voru í gamla daga. Eitthvert þeirra hefur orðið ógurlega reitt við Þorbjörn litla og ætlað að sökkva honum í sjó eða kljúfa bann í herðar niður, og hann ber þess menjar ennþá.
Þjófagjá er glöggt merki þess, en hún gengur frá toppi og langt inn í iður fjallsins. Þegar maður er þar niðri, finnst manni maður vera svo nærri þessu óþekkta og furðulega, sem inni fyrir býr, að maður stendur á öndinni og væntir þess að heyra búktal jarðarinnar eða einhverjar annarlegar raddir, sem fræði menn um undur jarðarinnar. Og þó að maður standi þar á snjófönn, — en snjór er þar stundum langt fram eftir sumri, jafnvel allt árið, — þá finnst manni allt í einu sem hiti eða jafnvel sterkur straumur þjóti um mann, er maður hugsar til þess að sennilega hafi skorpa jarðarinnar opnast þarna endur fyrir löngu ag út hafi runnið glóandi grjót, sem eytt hefur gróðurlöndum Reykjanesskagans og orðið síðan að þessu erfiða hrauni.
Útilegumenn og þjófar héldu til í Þjófagjá og gerðu bændUm í nágrenninu búsifjar miklar. Þetta var, — en nú er ÞorbjÖrn ekki lengur þjófabæli og í margar aldir hefur verið hljótt um tröllin, ísöld og Gos, sem á’tt hafa sinn þátt í því, að Þorþjörn er einmitt svona. Sennilega á Þorbjörn vinsældir sínar að einhverju leyti því að þakka, að hann skýlir Grindvíkingum fyrir norðangjóstinum og dregur til sín hitageisla sólarinnar, og veldur því að Grindavíkin er hlýjasta og vinalegasta byggðarlag Suðurnesja.“

Heimild:
-Faxi, 5. árg. 1945, 8. tbl., bls. 1.

Þorbjörn

Þorbjörn (Þorbjarnarfell).

Hellishólsskjól

Þegar skoðaður er kaflinn um Hrauntungur og Brunntorfur (Brundtorfur) í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnastaði í Hraunum má sjá eftirfarandi: „Halda skal nú hér fram með Brennu, allt þar til kemur í Hrauntungukjaft. Þar taka við Hrauntungur, sem liggja norðaustur eftir milli Brennu og Brunans. Þær eru nokkrar að víðáttu, og er skógurinn einna mestur þar, allt að 4 m há tré.
ÞorbjarnarstaðafjárborginÚr kjaftinum liggur Hrauntungustígur norðaustur og upp á Háabruna, út á helluhraunið og austur eftir því upp að Hamranesi vestan Hvaleyrarvatns. Er þetta skemmtileg gönguleið. Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhell[r]ar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum. Hún stendur enn, og er innanmál hennar um 7 m. Suður og upp frá brunanum eru Brundtorfur. Þar var hrútum hleypt til ánna forðum daga. Þar voru Brundtorfuvörður og Brundtorfuhellir. Einnig var þetta svæði kallað Brunntorfur, Brunntorfuvörður og Brunntorfuhellir. Hér vestnorðvestur var Gjásel, sel frá Þorbjarnarstöðum, stoð á Gjáselshæð. Rétt hjá selinu var vatnsstæði. Á hæð skammt suður og upp frá selinu var Gjáselsvarða. Norðaustur frá Gjáselsvörðu (G.G.) voru þversprungnir hólar, Vonduhólar. Frá selinu lá Gjáselsstígur, en hann er nú óglöggur mjög. Upp frá Hrauntungukjafti eru hólar, sem nefnast Skyggnirar. Þar um liggur Hrauntungustígurinn og er ekki vel greinilegur.
Opið á HellishólsskjólinuÍ skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Hér lengra og ofar er Þúfuhólshraun með Þúfuhól og þar á Þúfuhólsvörðu. Svæði þetta nefndist líka Hundaþúfuhólshraun, Hundaþúfuhóll og Hundaþúfuhólsvarða.“ En Gísli Guðjónsson og Jósef Guðjónsson segja, að þessi örnefni séu ekki til hér, heldur séu þau vestur af Tóhólum í Óttarsstaðalandi.“
Þegar framangreind lýsing er skoðuð út frá Fjárborginni (Þorbjarnarstaða(fjár)borginni) vakna óneitanlega spurningar; hvenær var borgin reist, hvers vegna og af hverju hér, uppi á Brunanum (Nýjahrauni/Kapelluhrauni), en ekki hinu gróna Hrútadyngjuhrauni? 

Skjólið innanvert

Svörin liggja að hluta til fyrir; fjárborgin var reist af börnunum á Þorbjarnastöðum um og í kringum aldarmótin 1900. Staðsetningin hlaut að hafa tekið mið af staðsetningu á öðru eldra mannvirki, sem hefur átt að bæta um betur! Fjárborgina átti greinilega að hlaða í topp og því nýta sem fjárskýli, en hætt hafði verið við í miðjum kliðum. Ástæðan hefur væntanlega verið sú að fjárhús var þá byggt nálægt bænum. Áður var fé haft í fyrirhlöðnum fjárskjólum frá náttúrunnar hendi. Fjárborgin var því væntanlega „miðlæg“ bygging í tíma og fjárhúsið nýjast því hús voru ekki byggð yfir fé á þessu landssvæði fyrr í byrjun 20. aldar. Skv. þessari ályktun vantaði elsta mannvirkið; hlaðið fjárskjól, einhvers staðar í nánd.
Í örnefnalýsingunni er getið um fjárskjól í Hrauntungum – Hrauntunguhellrar. Sá hellir er með heillegri fyrirhleðslu í jarðfalli norðarlega í Tungunum. Stór birkihrísla hindrar leiðina að opinu. Á hraunhvelinu er varða. Lýsingin segir hins vegar að „Efrigóm Hrauntungukjafts gerir Hellishóll. Hér í hólnum eru Hrauntunguhell[r]ar (að sögn Gísla Guðjónssonar; Gísli Sigurðsson kallar þá hins vegar Hellishólshelli og Hellishólsskjól). Í vætutíð má fá þar vatn. Uppi á hólnum er Hellishólsker. Hér nokkru sunnar er Fjárborgin á tungu út úr brunanum.“ Þessi lýsing passar ekki við fyrrgreinda Hrauntunguhellra. Það hlaut því að vera annað skjól í efrigóm Hrauntungukjafts, skammt norðan fjárborgarinnar.
Þegar nágrenni Fjárborgarinnar var skoðað mjög vandlega var gengið fram á sléttkolla hraunhóla og allnokkur jarðföll. Í einu þeirra reyndist vera mikil hleðsla fyrir skúta. Stór Skjólið innanvert - hleðslabirkihrísla huldi innganginn svo og hleðsluna. Þegar inn var komið sást vel hversu vegleg hleðslan var. Mold var í gólfi og tófugras í því næst opinu. Sléttar hellur hafa verið notaðar fyrir þak. Ein þeirra var enn á sínum stað, en aðrar lágu í gólfinu. Rýmið var svipað og í fjárborginni. Innarlega var gat í gólfinu, að öllum líkindum greni. Kindabein voru utan við opið. Skjólið er vel hulið og ekki er að sjá að þarna hafi maður stigið inn fæti í langan tíma. Skjól þetta er að öllum líkindum svonefnt Hellishólshellir eða Hellishólsskjól, skammt frá Fjárborginni, eins og örnefnalýsingin segir til um. Ofan við jarðfallið hefur verið hlaðið skjól, nú fallið. Þar hefur smalinn væntanlega haft aðsetur.
Ljóst er að hraunin geyma marga mannvistarleifina – ef vel er að gáð.
Frábært veður. Gangan og leitin tóku 33 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þorbjarnarstaði – ÖÍ.

Þorbjarnarstaðaborg

Grindarskörð

Eftirfarandi lýsing á Grindarskarðsvegi (Selvogsleið) eftir Ólaf Þorvaldsson birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1943-1948:
Grindarskord-223„Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafninu Grindaskarða- eða Kerlingarskarðsvegur. Leið þessi mun vera jafngömul fyrstu byggð í Selvogi, enda aðallega af Selvogsmönnum farin, þar eð lega hreppsins er þannig, að fáir aðrir áttu þar leið um. Legg ég svo upp frá Hafnarfirði.
Þegar upp að fjalli er komið, eru til norðurs með fjallinu grasflatir allstórar, sem heita Kristjánsdalir. Norðan þeirra gengur hæðarskagi fram úr fjallinu: Kristjánsdalahorn.
Upp af kerlingarskard-221Kristjánsdölum rís landið sem í öldum, og heitir þar Kristjánsdalabrúnir. Norðaustur af þeim eru Þríhnjúkar. Til suðurs sér alllangt með Lönguhlíð og til Dauðadala. Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, unz upp er komið á Kerlingarskarð. Allbratt er upp að fara, einkum neðst og efst. Þegar komið er undir efstu brekkuna, er dalverpi litið í fjallið norðan götu. Þar sést enn kofarúst, leifar af skýli, sem byggt var í tíð brennisteins-vinnslunnar í Brennisteinsfjöllum, og var „sæluhús“ þeirra, sem fluttu brennisteininn á hestum til Hafnarfjarðar. Vegur sá, sem nú um langt árabil hefur verið farinn þarna yfir fjallið, liggur um Kerlingarskarð. Annar slóði er nokkru norðar og var nefndur Grindaskarðavegur. Fyrir löngu mun vera hætt að fara þann veg nema helzt lausgangandi menn að vetri til, ef harðfenni var mikið í brún Kerlingarskarðs, því að þar eru hærri og skarpari brúnir en á nyrðri slóðinni. Þegar upp á brún er komið, eru þrír hnjúkar til hægri handar, skammt frá vegi, kúlumyndaðir og allir svipaðir að stærð. Hnjúkar þessir eru á uppdrætti herforingjaráðsins nefndir Grindaskarðahnjúkar, aðrir nefna þá Bolla einu nafni, sennilega eftir lagi bolla á hvolfi. Nokkurn spöl norðan gamla Grindaskarðavegar er allstór hnjúkur, sem á korti frá 1908 er nefndur Kóngsfell, en á korti frá 1932 Bolli.

Selvogsgata-618

Alþekkt fiskimið frá tíð áraskipanna við Faxaflóa er Bollasvið eða Bollaslóð. Þá voru Bollarnir, syðsti, mið- og nyrzti, yfirmið, en Helgafell undirmið. Vitneskju hef ég reynt að afla mér frá gömlum sjó- og formönnum, sem sóttu mikið á þessar slóðir, en ekki ber þeim að öllu leyti saman um Bollana. Nokkrir þeirra telja þá alla sunnan Kerlingarskarðs, en aðrir beggja megin, og er ekki óhugsandi, að þessi sagnamunur stafi af því, að margir af þessum mönnum eru algjörlega ókunnugir á landi þar um slóðir. Allir þessir menn þekkja eflaust Bollana af sjó, en ef til vill gera þeir sér ekki grein fyrir þeim af landi eða þegar nær er komið, þar sem ýmis kennileiti taka breytingum í augum manna, eftir því hvaðan horft er og úr hvaða fjarlægð. Hæsti hryggur fjallsins er mjór, og fer rétt strax að halla austur af, en ekki er það undanhald langt, svo sem hálfrar stundar gangur, þar til landið liggur jafnhátt, og nær það að Hvalhnjúk og Ásum. Á háfjallinu norðan vegar er Stórkonugjá.
Er það Selvogsgata-616hraungjá mikil, sem hraun hefur runnið eftir frá gömlum eldgíg þar uppi. Austur af Stórkonugjá, skammt fyrir norðan veginn, er Kóngsfell. Þar koma saman lönd Gullbringusýslu og Árnessýslu. Þegar komið er austur af fjallshryggnum, er komið að afarstórri hraunbreiðu. Tvær vörður eru þar við götuna, og skiptast þar leiðir, liggur austasta leiðin til Selvogs, miðleiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur, en sú þriðja, sem nú er sjaldan farin, liggur til Brennisteinsfjalla, suður með Draugahlíð. Var það leið þeirra manna, sem brennisteinsnám stunduðu í Brennisteinsfjöllum, þegar þeir fóru um helgar til Hafnarfjarðar, því að flestir af þeim áttu þar heima, en mest var þessi leið farin af þeim, sem fluttu brennisteininn til Hafnarfjarðar, og var hann fluttur á klökkum. Hafnfirðingum, sem hesta áttu, svo og bændum þar í grennd, var að einhverju leyti gefinn kostur á þessum flutningum, og skyldu þeir fá eina krónu á hestburðinn í flutningsgjald. Ferðin mun hafa tekið 12-14 klst. Eitthvað mun þessu hafa verið sinnt, þrátt fyrir þetta lága gjald, sem að lokum reyndist samt félaginu ofvaxið. Þetta var á síðari hluta nítjándu aldar.
Leiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur liggur frá fyrrnefndum vörðum, suðaustur á slétt hraun, og eru smávörður með fram veginum yfir hraunið. Þegar á mitt hraunið kemur, er úfinn bruni suðvestan vegar, og er farið yfir mjótt haft af honum við suðurtagl Hvalhnjúks. Þegar austur fyrir Hvalhnjúk kemur, taka við Vestur-Ásar. Fyrst til hægri handar nokkrir gróðurlausir og dökkir hólar, Svörtu-Ásar. Nokkru suðaustur af þeim úti við brunann er Urðarás, og er hann auðþekktur af mikilli grágrýtisurð sunnan megin. Neðarlega í Ásunum eru austan vegar grasbrekkur allstórar, og heita þær Dýjabrekkur. Þar sér enn leifar þess, að þar heíur fyrir löngu verið leitað eftir mó, en ekki mun það hafa þótt svara kostnaði. Litlu neðar eru Selbrekkur. Þar hefur, þegar það tíðkaðist almennt, verið haft í seli frá Stakkavík. Úr Selbrekkum er stutt fram á fjallsbrún. Þegar á brún kemur, hýrnar svipur útsýnisins og breytist nokkuð.
Það hefur líka hýrnað Selvogsgata-619yfir mörgum vegfaranda þarna, sem kemur úr svartaþoku eða vondu veðri af fjallinu, því að oft er mikill munur veðurfars uppi á fjalli og neðan fjalls. Á brúninni stingum við því við fótum og rennum augum yfir það helzta, sem við blasir. Fyrst skulum við líta niður fyrir fætur okkar, svo að við blátt áfram dettum ekki fram af fjallinu, svo er það snarbratt. Af brúninni blasir við hafið, svo langt sem augað eygir til austurs, suðurs og nokkuð til vesturs, og sjaldan er sjór svo kyrr hér, að ekki kögri hvítu við sanda og hleinar. Héðan sjáum við til Selvogs, og ber þar hæst á vitanum á Selvogstöngum, og kirkjunni á Strönd — Strandarkirkju. Neðan fjallsins er allstórt vatn, Hlíðarvatn. Við austurenda þess, uppi við fjallið, er jörðin Hlíð, bær Þóris haustmyrkurs, þess er nam Selvog. Fyrir nokkrum árum var Hlíð lögð undir Stakkavík, en nú eru báðar í eyði, sorgleg saga, sem gerist víða nú.

Selvogsgata-620

Við vesturenda Hlíðarvatns er Stakkavík. Þar sem hús og tún jarðarinnar var fyrir 70—80 árum, er nú allt í vatni, og sést aðeins smáhólmi, þar sem bærinn stóð. Nú stendur bærinn í hraunjaðrinum við vatnið og má heita túnlaus. Þess vegna var Hlíðin lögð undir Stakkavíkina, því að allgott tún er í Hlíð, en sami eigandi að báðum jörðunum, sem sé Strandarkirkja. Úr vatninu rennur ós til sjávar, Vogsósaós. Í Hlíðarvatni er allmikil silungsveiði, og eru það Hlíð og Stakkavík, sem eiga beztu lagnirnar. Af brúninni sjáum við ekki til Herdísarvíkur, þar eð Stakkavíkurfjall byrgir útsýn þangað. Ef við ætlum okkur heim á annan hvorn víkurbæinn, förum við að feta okkur niður stíginn, sem liggur í mörgum krókum og sveigum niður fjallið og heitir Selstígur. Frá fjallinu er aðeins steinsnar heim að Stakkavík.
Vestur að Herdísarvík er um Stakkavikurvegur-212þriggja stundarfjórðunga gangur frá Stakkavík. Hefur nú verið lýst leið hinna svonefndu útbæja í Selvogi, og hverfum við nú aftur norður undir „Skarð“, að vörðunum tveim, og förum þaðan austustu leiðina, sem liggur til Vogsósa og Selvogshverfis.
Vegurinn til Selvogs liggur frá vörðunum austur milli hrauns og hlíða. Er lág heiði með giljum og skorningum á vinstri hönd, en braunið á hægri, og nær það alveg upp að þessum heiðadrögum, og er þessi kafli vegarins nefndur Grafningur. Þegar austur úr honum kemur, er komið í Stóra-Leirdal, það er allstór sléttur grasdalur. Í Stóra-Leirdal var ófrávíkjanleg regla að æja, taka ofan af hestum, ef undir áburði voru, hvort heldur var verið á austur- eða vesturleið.

Selvogsgata-621

Þarna tóku menn til nestis síns, bæði matar og drykkjar, ef eitthvað var fljótandi í ferðinni, og var þá ekki ósjaldan, ef verið var að koma úr kaupstað, stundum í misjöfnu veðri, þegar menn voru búnir að hressa sig á mat, hver við sinn farangur, að menn færðu sig þá saman, og einhver þá ef til vill með ábæti, aðallega af farangri fararstjórans, því að venjulega hafði einhver einn forystu í ferðinni. En oftast var þetta þegjandi samkomulag, og sungu menn nokkur lög, áður farið var að hafa saman hesta til áframhalds ferðinni. Söngurinn, ásamt yljandi hressingu, færði fjör og hita í menn, sem þeir svo bjuggu að næsta áfanga.
Þegar lagt er upp úr Stóra-Leirdal, er strax farið upp allbrattan háls, með nokkrum aðdraganda austur af. Er þetta Hvalskarð. Suðvestur af Hvalskarði er Hvalhnjúkur, mjór og allhár, en frekar þunnur.

Selvogsgata-622

Ekki þætti mér ólíklegt, að nafnið sé dregið af lögun hnjúksins, svo mjög minnir hann á bak stórhvelis að allri lögun. Annars segir þjóðsagan, að tröllkona norðan af fjalli hafi farið til fanga í Selvog og komið þar á hvalfjöru og haft þaðan með sér það, sem hún treysti sér til að komast með, en til hennar sást og hún elt. Varð henni allerfið undankoman, og náðist hún í skarði því, sem síðan er nefnt Hvalskarð og hnjúkurinn þar suður af Hvalhnjúkur, sem fyrr er getið. Þegar austur úr Hvalskarði er komið, taka við Hvalskarðsbrekkur til vinstri handar, en Lágahraun, með háum, strjálum hólum, til hægri handar. Hvalskarðsbrekkur liggja í suður- og suðvesturdrögum víðáttumikillar heiðarbungu, er nefnist Heiðin há. Ekki er mikill gróður uppi á Heiðinni há. Grámosi er þar fyrirferðarmestur, og liggur hann yfir hálfbrenndum grjóturðum. Mishæðalaus má heiðin teljast, en dregst að toppi á alla vegu, og heitir efsti toppur hennar Kerlingarhnjúkur og er 626 m hár.

Selvogsgata-623

Útsýni í björtu er allmikið og oft fagurt af heiðartoppnum, en þó sést ekki það fegursta, sem Heiðin há hefur að bjóða, — en menn vita aðeins af því kringum sig — það er nafn heiðarinnar, það er einkennilega fagurt, í senn fornlegt og skáldlegt. Að velja einmitt þetta nafn, en ekki t. d. Háaheiði eða eitthvað þvílíkt, lýsir því, hvað sá, sem skírði, hefur verið mikill snillingur í nafngiftum á örnefni, og sennilegt er, að fleiri fögur og sérkennileg örnefnaheiti um þessar slóðir eigi til sama manns að telja. Má þar nefna Fjallið eina, sem sver sig greinilega í sömu ætt. Þegar Hvalskarðsbrekkum sleppir og komið er nokkuð austur með heiðarbrekkunum, er stór, stakur hraunhóll vestur við veginn, Þorvaldshóll.

Eiriksvarda-23

Litlu austar, þegar brekkunum sleppir, eða þær lækka svo, að útsýn opnast til norðausturs, blasir við í þeirri átt allstórt fell, Urðarfell. Norðaustur af því eru grasbrekkur og lautir, Fornutorfur, var þar oft slegið frá Hlíð og Vogsósum allmikið af finnungi.
Nokkru austan Þorvaldsháls er komið í Litla-Leirdal. Þaðan er smáspölur þar til talið er, að komið sé ofan af fjallinu. Þá er komið ofan í Katlabrekkur, og er þá Hlíðarfjall til vesturs, en Svörtubjörg til austurs. Þar uppi er Eiríksvarða, og á Eiríkur á Vogsósum að hafa hlaðið hana til verndar Selvogi fyrir sjóránsmönnum, svo sem Tyrkjum. Kippkorn vestur með Hlíðarfjalli skagar smáháls fram úr fjallinu, Sjónarháls. Af honum er stutt heim að Hlíð, sem nú er í eyði og hefur verið um 40 ár. Hlíð er við austurenda Hlíðarvatns, og er þar dágóð silungsveiði.
Rið ágætt á svonefndri Bunu. Beljar þar vatn undan fjallinu, en hæfilega stór möl í botni sem hrygningarstaður.
Að Hlíð bjó Þórir haustmyrkur, sá er nam Vordufellsrett-21Selvog og Krýsuvík, sem fyrr segir. Vogsósar standa á sléttum völlum sunnar með vatninu. Úr Katlabrekkum sér til Selvogsbyggðar, nema útbæjanna, Stakkavíkur og Herdísarvíkur. Liggur nú leiðin til suðurs eða suðausturs, niður vestur- og suðvesturdrög Selvogsheiðar. Þegar nokkuð niður í heiðina kemur, er farið í gegnum svonefnd Rof. Litlu neðar er farið vestan undir smáhraunhæð, sem Vörðufell heitir. Við Vörðufell stóð nokkuð fram yfir síðustu aldamót lögrétt Selvogsmanna, Vörðufellsrétt. Nú eru réttir þeirra norðaustur af Svörtubjörgum.
Ég get ekki gengið fram hjá án þess að drepa á eins konar helgisögn í sambandi við Vörðufell, og er átrúnaður þessi, eða hvað sem menn vilja kalla það, efalaust runninn frá Eiríki á Vogsósum, en sögnin er í fám orðum þessi: Selvogsheiði er, sem kallað er á smalamáli, mjög leitótt, og tefst því oft fyrir mönnum að finna gripi, sem að er leitað, þoka gerir leitina stundum erfiða.

vordufell-22

Ef leitarmann ber nú að Vörðufelli, þá skal hann ganga á fellið, leggja þar einn stein í vörðu eða undirstöðu að annarri, ef þær sem fyrir eru, eru nógu háar orðnar, og mun hann þá bráðlega finna það, sem eftir er leitað. Ekki get ég af eigin reynslu sagt neitt um áhrif þessara verka, en það get ég sagt, að Vörðufell er að ofan alþakið vörðum, stærri og smærri, og jafnvel er þessu eitthvað haldið við enn, eítir því sem greinagóður maður hefur tjáð mér nýlega. Ekki hefur mér tekizt að fá nógu áreiðanlegar sagnir um það, hvað liggi hér til grundvallar, hvaða fórn hér sé verið að færa fellinu eða hverjum; en talið er vafalaust, að ummæli Eiríks á Vogsósum, þess spaka manns, liggi hér á bak við og séu enn í góðu gildi.

Selvogsgata-617

Nokkru suðaustur frá Vörðufelli er Strandarhæð. Suðvestur í henni er stór hellir, Strandarhellir. Framan til er hann hár og falleg boghvelfing yfir, en sandur er í botni, og getur þar verið inni fé, svo að hundruðum skiptir, án þrengsla. Suður af hellinum eru sléttar grasdældir, Dalalágar. Þegar hér er komið, er steinsnar til bæja í Selvogi, og þá venjulega komið að túnhliði, ýmist frá Bjarnastöðum eða Nesi, eftir því sem hverjum hentar, eða þá að utustu bæjum í hverfinu, Þorkelsgerði eða Torfabæ.
Á vetrum, þegar Selvogsmenn fóru gangandi vestur yfir fjall, styttu þeir sér oft leið með því að fara Hlíðarskarð í Hlíðarfjalli, vestur með Langhólum í Austur-Ásum, á veginn sunnan undir Hvalhnjúk, Stakkavíkurveginn. Er nú lýst leiðum Selvogsmanna til Hafnarfjarðar.“

Suðurferðavegur

Suðurferðavegur næst Selvogi.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 49, árg.1943-1948, Selvogsleiðir, Ólafur Þorvaldsson, bls. 96-104.

Karlsgígurinn

„Í ljósi þeirra gagna sem safnast hafa um Yngra-Stampagosið á Reykjanesi er mögulegt að gera grein fyrir framgangi þess í grófum dráttum: Gossprunga með stefnu suðvestur-norðaustur opnast á Reykjanesi. Upphaf gossins er við suðvesturströnd Reykjaness Karl-221eftir því sem best verður séð, en ekki er útilokað að gosið hafi í sjó fjær ströndinni um svipað leyti. Engin ummerki hafa þó fundist um slíkt. Gosið hefst í sjófylltri sigdæld sem legið hefur frá ströndinni inn til landsins og hleðst þar upp hverfjall, Vatnsfellsgígurinn.
Lokaþáttur gossins einkennist af strombólskri gosvirkni með gjallmyndun. Gjóskan frá gígnum berst nær algerlega til hafs. Skömmu síðar, sennilega nokkrum mánuðum, hefst gos að nýju, um 500 m undan núverandi ströndu, og hleðst þar upp annað hverfjall, Karlsgígurinn. Í lok gossins kemur upp hraun í austanverðum gígrimanum og rennur inn til lands. Gjóskan frá Karlsgígnum (R-7) berst að nokkru leyti inn til landsins, yfir allt Reykjanes, en að mestum hluta til hafs. í framhaldi af gjóskugosunum við ströndina hefst hraungos á landi og rennur hraun frá 4 km langri gígaröð. Mest hraunrennsli hefur verið til beggja enda gígaraðarinnar þar sem stærstu gígarnir eru. Hraunið rennur upp að Karlsgígnum og markar hraunjaðarinn við ströndina nú útlínur hans að hluta. Nokkur landauki hefur orðið af hrauninu en það rann í sjó fram á a.m.k. fjórum stöðum.
Eldey-221Í annálum, við árið 1210/11, er sagt að Sörli Kolsson hafi fundið „Eldeyjar hinar nýju en að hinar hafi horfið er áður stóðu“ (stílfærsla höfundar). Alls er óvíst hvort eða hvernig þessi frásögn tengist þeirri Eldey sem við sjáum í dag, en ekkert útilokar þó að hún sé frá þessum tíma.
Í heimildum er hvergi sagt berum orðum að hraun hafí runnið á Reykjanesi en helst er þó ýjað að þvi í frásögnum við árið 1210/11 (Storm 1888). í Oddaverjaannál er sagt: „Elldur wm Reykianes: Saurli fann Elldeyjar hinar nyo enn hinar horfnar er alla æfi haufdu stadit.“ Af þessari klausu má skilja að gefið sé í skyn að eldur hafi verið uppi á Reykjanesi og þá væntanlega með hraunrennsli. Í öðrum frásögnum af gosum í sjó á 13. öld er ávallt talað um eldgos eða elda í sjó við eða fyrir Reykjanesi. Það bendir ótvírætt til goss í sjó.
Í Páls sögu biskups segir við árið 1211: „Jörðin skalf öll og pipraði af ótta; himin ok skýin grétu, svá at mikill hlutr spilltist jarðar ávaxtarins, en himintúnglin sýndu dauðatákn ber á sér, þá er náliga var komit at hinum efstum lífsstundum Páls biskups, en sjórinn brann ok fyrir landinu þá; þar sem hans biskupsdómur stóð yfir sýndist náliga allar höfutskepnur nokkut hrygðarmark á sér sýna frá hans „fráfalli“ (Biskupasögur I 1858). Þegar sagt er að himintunglin sýni á sér dauðatákn er vel hugsanlegt að þar sé vísað til móðu í lofti sem gjarnan er fylgifiskur hraungosa og að sól og tungl hafi af þeim sökum sýnst rauð.
Þó að Yngra-Stampagosið standist ekki samjöfnuð við Skaftárelda er ekki útilokað að nokkurt mistur eða móða hafi verið í lofti við gosstöðvarnar sem orsakað gat rauðan blæ á himintungl (sólu).“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 64. árg. 1994-1995, 3. tbl. bls. 225-227.

Eldey

Eldey.

 

Gamli Þingvallavegur

Eftirfarandi lýsing á örnefnum á Mosfellsheiði eftir Hjört Björnsson má lesa í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1937-1939:
Mosfellsheidi-552„Síðan hinn nýi vegur yfir Mosfellsheiði var lagður, fyrir Alþingishátíðina 1930, má svo heita, að ferðir um gamla veginn, sem lagður var nokkru fyrir síðustu aldamót, hafi lagzt niður. Vilja örnefni týnast og falla í gleymsku á þeim leiðum, sem nú eru sjaldfarnar eða þotið er um í bíl, þótt áður væru þær fjölfarnar, bæði af gangandi mönnum og ríðandi, og þá oft með langar og seinfærar lestir baggahesta, og síðar kerrur. — Þá var oft nægur tími fyrir ferðamanninn að virða fyrir sér það, sem fyrir augun bar, og þekkja nöfn á áningastöðum og kennileitum. Vil jeg nú leitast við að telja upp örnefni meðfram gamla Mosfellsheiðarveginum, frá Almannagjá að Geithálsi, þar sem hann sameinast Hellisheiðarveginum.
Þegar komið er upp úr Almannagjá og farið „suður“ — en svo er alltaf að orði komizt um ofanverða Árnessýslu, þegar farið er yfir Mosfellsheiði, Mosfellsheidi-553þó að vegurinn liggi til vesturs og jafnvel norðvesturs — þá liggur vegurinn litlu vestar yfir Breiðabala; lága, en breiða upphækkun í hrauninu. Vestan við Breiðabala er „afleggjari“; liggur hann til hægri handar beint upp hraunið í malargryfjur miklar sunnan í Stórhöfða, sem er á milli Brúsastaða og Kárastaða. Var „afleggjari“ þessi lagður litlu fyrir síðustu aldamót, um líkt leyti og aðalvegurinn var gerður, til aðflutninga á ofaníburði. Dálítið neðan við túnið á Kárastöðum liggur vegurinn yfir Árfar. Er það allbreiður, en grunnur, farvegur, sem oftast er þur á sumrum. Nafnið kemur af því, að stundum í leysingum stíflast öxará af krapi og íshröngli fyrir innan Brúsastaði og flæðir þá vestur hraunið, sunnan undir Stórhöfða, og hefur myndað sjer þar farveg greinilegan; sameinast hún svo lækjarseytlum, er koma úr giljunum fyrir ofan Kárastaði, og rennur svo niður hraunið út í Þingvallavatn.

Mosfellsheidi-554

Þegar yfir Árfarið er komið, tekur við Kárastaðamýri vestur í Borgarskarð, sem oftast í seinni tíð er nefnt Kárastaðaskarð, því að þar sjest fyrst heim að Kárastöðum, þegar komið er austur af heiðinni. Í Borgarskarði var fyr fjárborg, og þar talið, að Mosfellsheiði byrji. Vestan til heitir skarðið Borgardalur, en Borgardalsbrekkur lyngbrekkur miklar á hægri hönd, en til vinstri er Skálabrekkuás. Milli ássins og vegarins er lítil valllendisflöt og heitir Norðlingaflöt. Er þá komið í Bæjardal; hann er kenndur við bæinn að Skálabrekku, sem stendur sunnan undir honum, en sjest ekki af veginum. Bæjardalur takmarkast að suðvestan af Skálabrekkuás, en að norðvestan Lyngás. Liggur vegurinn eftir endilöngum dalnum, unz hann þrýtur, og er þá farið yfir Móakotsá. Það er lítil árspræna, sem oftast er þur í þurkasumrum; kennd er hún við eyðibýlið Móakot, sem stendur á árbakkanum niður-undir Þingvallavatni.

Mosfellsheidi-555

Var Móakot byggt um 50 ára skeið á síðustu öld. Vestan við Móakotsá er farið yfir hæð eina litla, Spýtuás, og taka þá bráðlega við lágar og lyngi grónar hæðir, er Þrísteinaholt heita. Liggur vegurinn milli þeirra og yfir Torfdalslæk, og því næst norðanundir Gíslahóli, sem venjulega er nefndur Gíslhóll. Austan undir Gíslahóli liggur rudd braut til vinstri af aðalveginum niður að Heiðarbæ og svo áfram suður Grafning. Skömmu áður en komið er að steininum, er sýnir 40 km. vegalengd frá Reykjavík, er farið yfir litla valllendisflöt, er Harðivöllur heitir. Nokkru vestar er Ferðamannahorn, þar sem bugur verður á veginum á hæðarbrún ekki mikilli; er þá skammt að Þorgerðarflöt, sem er allstór flöt til vinstri handar. Gegnt Þorgerðarflöt eru mýradrög allmikil, er heita Vilborgarkelda. Sagt er, að keldan beri nafn af konu nokkurri, er fórst þar voveiflega, og þótti hún síðan vera þar á sveimi, er skyggja tók, og gera ferðamönnum glettingar. „í Keldunni“, eins og oftast var komizt að orði, var mjög tíður áningastaður, og lágu langferðaraenn þar oft með lestir sínar, enda er þar haglendi fyrst, svo teljandi sje, austan aðalheiðarinnar. Örskammt vestan við Vilborgarkeldu og Þorgerðarflöt skiptast leiðir, og liggur nýi vegurinn, sem lagður var 1928—9, þar vestur heiðina, sunnan undir Litla-Sauðafelli og niður í Mosfellsdal.
Þegar komið er fram hjá vegamótunum, er farið yfir Mosfellsheidi-556Þórðargil, lítið gildrag, og Þórðargilsmela. Á þeim er varða, þrír steinar miklir, hver ofan á öðrum; er hún af sumum nefnd Berserkjavarða. Þaðan er nokkur spölur að Þrívörðum. Þar er land hæðótt og eru Þrívarðnalautir á milli þeirra, en vegurinn liggur yfir Þrívarðnahrygg vestur heiðina. Nokkuð sunnan við veginn á Þrívarðnahrygg sjer í tjarnir nokkrar, er Klofningatjarnir heita. Vestan í Þrívarðnahrygg eru Moldbrekkur, og hallar þar niður í Lágheiði, breiða dæld, sem er þar í heiðinni. Upp frá Lágheiði er alllöng brekka, Sæluhúsbrekka, og nær hún vestur undir Sæluhús, sem stendur þar fáa metra norðan við veginn. Var það byggt um líkt leyti og vegurinn; og kom mörgum að góðum notum, bæði mönnum og skepnum, þótt ófullkomið væri. Standa nú að eins veggir eftir, en þak og innviðir rifnir burt.

Mosfellsheidi-557

Nokkru vestar er klappahóll til hægri við veginn, er heitir Rauðkuhóll. Fótbrotnaði þar hryssa, er Rauðka hjet, hjá ferðamönnum úr Þingvallasveit. Meðal þeirra var Jónas hreppstjóri Halldórsson í Hrauntúni. Hafði hann broddstaf mikinn í hendi og keyrði í enni hryssunnar, og var hún þegar dauð. Frá Rauðkuhóli er æði spölur, unz vegurinn liggur norðan undir allstórum og mörgum klappahólum, er heita Borgarhólar. Telja jarðfræðingar Mosfellsheiði gamalt hraun, og að Borgarhólar sjeu uppvörp þess, og hafi síðan jökull gengið þar yfir og sorfið. Enda sjást víða jökulruðningar miklir og ísrákir á klöppum um heiðina. Frá Borgarhólum liggja götutroðningar, sæmilega glöggir, niður með Grímmannsfelli (Grímarsfelli) austanverðu, niður hjá Bringum og niður í Mosfellsdal.
Hallar nú upp á melkoll nokkurn, Háamel, sem stundum er líka nefndur Alda. Þar liggur vegurinn hæst, og er þaðan útsýni mikið og fagurt í björtu Mosfellsheidi-558veðri. Til austurs sjest þar austurhluti Þingvallasveitar og fjöllin þar umhverfis og allt inn á Langjökul, en Skjaldbreið fyrir miðju, og sýnist þá engu minni en frá Þingvöllum, þó að miklu muni á fjarlægðinni. Til suðvesturs sjest um Suðurnes og meðfram Reykjanessfjallgarði endilöngum og á haf út, um sunnanverðan Faxaflóa. Sunnan undir Háamel var eitt sumar — eða tvö — fyrir rúmum 20 árum lítill veitingaskúr, er danskur maður átti og nefndi Heiðarhlóm. Sjást þess nú nálega engin merki, að þar hafi mannabústaður verið. Þar suðvestur af taka við sljettir melar, Borgarhólamelar, og hallar úr því nokkuð jafnt niður í byggð í Mosfellssveit. Heita þar Seljadalsbrúnir, löng leið og heldur tilbreytingalítil. Er þá Grímmannsfeli allfjarri til hægri handar, en Efri-Seljadalur milli þess og heiðarinnar.
Við suðurenda Efri-Seljadals eru hólar Mosfellsheidi-559nokkrir, og heitir þar Þrengslin, en sunnan við þau tekur við Neðri-Seljadalur. Verður þar undirlendi meira og dalhvilftin öll grynnri. Þar sunnarlega er Silungatjörn og Silungatjarnarmýri. í Seljadölum er graslendi mikið og var þar tíður áningarstaður ferðamanna fyrrum, enda lá vegurinn um þá áður en akbrautin var lögð. Lítið sjest af veginum ofan í dalina fyr en komið er niður á móts við Silungatjörn. Þegar all-langt kemur niður eftir Seljadalsbrúnum, verða fyrir tvö lautardrög til vinstri við veginn: Efri-Hrossadalur, og litlu neðar Neðri-Hrossadalur, og enn neðar sömu megin Helgutjörn — grunnur tjarnarpollur, sem venjulega þornar upp á sumrum. Þá er til hægri handar Eiríkshóll, einstakur klappahóll, flatur að ofan, að öðru leyti en því, að fuglaþúfa hreykir sjer á honum miðjum. Litlu neðar, en lengra frá veginum, er Vörðuhóladalur, daldrag, sem lítið ber á. Tekur nú vegurinn að verða krókóttur, en hefur verið bugðulítill ofan frá Háamel, og er nú bráðlega komið að Krókatjörn, sem er við veginn til hægri. 

Mosfellsheidi-560

Gengur að norðan út í hana langur tangi, er skiptir henni nærri í tvennt, og er hún því af sumum nefnd Gleraugnatjörn. Mjög litlu neðar, hinu megin við veginn, er Djúpidalur, alldjúp kvos, er áður var klædd valllendisgróðri, en hefur í seinni tíð blásið upp og jetizt af vatni. Sumarið 1907 var þar búinn morgunverður Friðriki konungi VIII. og fylgdarliði hans, er hann reið til Þingvalla og Geysis. Móts við og fyrir neðan Djúpadal er vegurinn enn krókóttari en áður, og heita þar Krókar niður að Miðdalsmýri. Liggur vegurinn yfir hana þvera og Miðdalslæk, sem rennur eftir henni, en bærinn Miðdalur stendur í halla kippkorn norðar. Þegar kemur yfir Miðdalsmýri, er vegurinn yfir háls einn lágan, en allbreiðan, og stóðu norðar á honum fjárhús frá Miðdal. Litlu sunnar, til vinstri handar, er tjörn ein lítil, er Heiðartjörn heitir, og er þá örskammt ofan af hálsinum niður að Lynghólsmýri, og er Lynghóll norðvestan við hana. Var Lynghólsmýri einn af fyrstu blettunum, sem girtur var með gaddavír meðfram veginum, og þótti sumum ferðamönnum súrt í broti, að missa jafngóðan áningastað. Þegar komið er fram hjá mýrinni, er enn dálítil tjörn við veginn til vinstri, er Sólheimatjörn heitir, og spölkorn vestar Hofmannaflöt, allstórar valllendisflatir til hægri við veginn. Þaðan er svo mjög skammt að Geithálsi, þar sem vegurinn sameinast Suðurlandsbrautinni. Hefur þá verið fylgt veginum austan frá Almannagjá, sem er 35—40 km. leið, og skýrt frá örnefnum.“ Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Örnefni á Mosfellsheiði, Hjörtur Björnsson, 46. árg. 1937-1939, bls. 164-165.

Þingvallavegur

Yfirgefinn bíll á gamla Þingvallaveginum.

Kaldá

Ein sjö Helgafell eru til í landinu: 1. Suðaustur af Hafnarfirði, klettótt og bratt á flesta vegu. 2. Í Mosfellssveit, fjall og bær. 3. Á Þórsnesi á Snæfellsnesi, ávalt að sunnan og vestan en mjög þverhnípt að norðan og austan. Einnig samnefndur kirkjustaður. 4. Hátt fjall yst sunnan Dýrafjarðar. 5. Fell í Strandasýslu vestan Hrútafjarðar. 6. Í Þistilfjarðarfjallgarði norðaustan Öxarfjarðarheiðar. 7. Í Vestmannaeyjum.
Hugsanlega er nafnið tengt lögun þessara fjalla, en þau eru að minnsta kosti sum hver regluleg eða heilleg að útliti. Af einhverjum ástæðum var talin helgi á Helgafelli á Snæfellsnesi.
HvönninOrðið helgur er samandregin mynd úr heilagur, sem er skylt orðinu heill. Örnefni með Helga- að fyrra lið geta einnig verið dregin af mannsnafninu Helgi.
Í lýsingu er birtist í MBL 1980 segir m.a. um Helgafell og nágrenni: „Helgafell er algengt örnefni á Íslandi. Margt bendir til að þessi nafngift hafi upphaflega verið í tengslum við heiðinn átrúnað, smbr. sögnina um Helgafell á Snæfellsnesi, sem sagt er frá í Landnámabók og margir kannast við. Í nágrenni Reykjavíkur veit ég um tvö Helgafell. Annað fyrir norðan Reykjalund í Mosfellsbæ, en hitt er fyrir austan Hafnarfjörð. Þangað er förinni heitið að þessu sinni.
Við kirkjugarðinn í Hafnarfirði beygjum við út af Reykjanesbraut og höldum í austurátt. Helgafellið blasir við og innan stundar erum við komin að Kaldárseli. Ágætt er að skilja bílinn eftir við fjárréttina, sem þar er. Kaldársel er fornt býli og var í ábúð fram til 1886. Nú er þar starfrækt barnaheimili á sumrin. Kaldársel skipar sess í bókmenntasögu okkar því þar var Sölvi látinn alast upp, en hann er aðalpersónan í samnefndri sögu eftir sr. Friðrik Friðriksson og margir hafa lesið. Framhjá íbúðarhúsinu rennur Kaldá, ein stysta á landsins, því hún hverfur í hraunið skammt fyrir vestan barnaheimilið. Segja sumir, að hún komi aftur upp í Straumsvík.

Móbergsmyndanir

Við göngum yfir ána á brú, sem er fyrir sunnan húsið og tökum síðan stefnuna á norðvesturhorn fellsins, sem nú gnæfir uppi yfir okkur, bratt og skriðurunnið. Helgafell er úr móbergi, hlaðið upp við gos undir ísaldarjöklinum og því með eldri jarðmyndunum hér um slóðir. Þegar við erum komin upp á hæðirnar fyrir austan Kaldársel, tekur við rennislétt helluhraun, sem liggur upp að fellinu að vestan. Hér er gott að ganga, því fast er undir fæti og ekki spillir það fyrir ánægjunni að víða verpa smáhellar og hraungjótur á vegi okkar, sem sjálfsagt er að kanna nánar og ekki síst, ef einhver af yngstu kynslóðinni er með í för. Við höldum suður með fellinu og beygjum fyrir suðvesturhorn þess. Þar opnast nýtt útsýni, því nú blasir fjallgarðurinn við, sem er framhald Bláfjallanna til
vesturs. Við greinum m.a. Grindaskörðin, en um þau lá aðalleiðin frá Hafnarfirði austur í Selvog og Ölfus fyrr á tímum þegar hesturinn var aðalfararskjóti þjóðarinnar. Nú fara fáir um þessar gömlu götur, en þær eru fyllilega þess virði að kynnast þeim nánar. En gangan milli þessara staða fram og til baka er stíf dagleið. Leiðin meðfram Helgafellinu að austanverðu er mjög greiðfær, gatan liggur þar milli hrauns og hlíðar og er fær bilum með drifi á öllum hjólum. Þegar komið er norður fyrir svonefndan Riddara (sjá kort), getur að líta gatklett einn mikinn hátt uppi í hlíðinni og er ekki úr vegi að skreppa þangað, ef tíminn er nægur.
Fyrir norðan Helgafell eru Valahnúkar, og er greiðfært skarð á milli þeirra og Helgafells. Við skulum lengja gönguna og skreppa norður fyrir hnúkana. Leiðin er eins greiðfær og fyrr. Við förum rólega og njótum augnabliksins. Innan skamms komum við að voldugri girðingu, sem gerð hefur verið um skjólgóðan hvamm norðan í hnúkunum. Þetta er Valaból, sem Farfuglar hafa helgað sér. Þar hafa þeir hlúð að gróðri, sáð grasfræi og og gróðursett tré. Enda eru þeir nú að taka við launum þessa erfiðis síns. En það er annað og meira að skoða hér. Innan girðingarinnar er Músarhellir, gamall næturstaður gangnamanna, rjúpnaskyttna og ferðamanna fyrr á tímum. Farfuglarnir hafa sett hurð fyrir hellinn og lagfært margt þar inni, enda hafa þeir oft gist þar í hópferðum sínum. Við komumst yfir girðinguna á göngustiga og sjálfsagt er að staldra þarna við og skoða staðinn nánar.
Í ValabóliFrá Valabóli höldum við svo í áttina að Kaldárseli. Leiðin liggur meðfram girðingunni sem umlykur Helgadalinn, en þar eru miklar lindir, Kaldárbotnar, sem Hafnfirðingar taka úr sitt neysluvatn og þurfa að vernda. Og þar eru upptök Kaldár. Nokkru áður en við komum að bílnum verður garðhleðsla á vegi okkar. Liggur hún frá þessum vatnsbólum og í áttina að Hafnarfirði. Þetta eru undirstöðurnar af gömlu vatnsleiðslu Hafnfirðinga. Í stað þess að leggja vatnið í lokuðum leiðslum til bæjarins, eins og nú er gert var vatnið leitt í lokuðum stokk yfir hraunið og vestur undir Sléttuhlíð. Þar rann það ofan í hraunið en skilaði sér aftur í Lækinn, sem rennur um Hafnarfjörð, en þá höfðu bæjarbúar nýtt lækinn að fullu. Tilraunin heppnaðist fullkomlega og dugði þetta viðbótarvatn Hafnfirðingum í rúmlega 30 ár eða fram að1950. Þá var lögð fullkomin vatnslögn ofan frá Kaldárseli sem dugar enn.
Við skulum fylgja stokknum út í hraunið, en höldum þaðan að bílnum sem bíður okkar við réttina.“
Þetta var nú bara svona almennt um Helgafellið framanvert – aðdragandann að fellinu – til að koma að fleiri myndum.
Gangan að þessu sinni hófst við Kaldárbotna. Ætlunin var að ganga að Helgafelli og síðan suður og austur fyrir það. Austan fellsins er gilmyndun. Efst í því er gatklettur. Að honum þræddum er stutt upp á brún.
Þegar gengið var að Helgafelli (340 m.y.s.) eru Kaldárhnúkarnir áberandi til beggja handa. Litli-Kaldárhnúkur er minnstur og þeirra lögulegastur, rétt innan vatnsverndargirðingarinnar. Hvönnin var falleg myndbæting, bæði við Kaldá og vatnstjarnir innan girðingarinnar. Þegar stefnan er tekin fyrirfram á fjöll eða fell annars vegar gleymist oft hið smærra, jurtir og smásteinar fyrir fótum, sem í raun segja þó engu minni sögu um ummyndun og þróun landsins frá öndverðu.

Sprungur

Vatnsból Hafnfirðinga í Kaldárbotnum.

„Vatnsból Hafnarfjarðar er í Kaldárbotnum. Þaðan liggur aðfærsluæð til bæjarins meðfram Kaldárselvegi um 6 km að lengd, síðan eftir stofnæðum og dreifilögnum sem flestar liggja í götum bæjarins. Fáeinar dælustöðvar innanbæjar sjá þeim bæjarhlutum sem hæst liggja fyrir vatni. Fyrstu tildrög að vatnsveitu í bænum munu vera þau að Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar var stofnað 1904. Í fyrstu sóttu bæjarbúar vatn í vatnskrana, sem settir voru upp víðs vegar um bæinn. Síðar var farið að leiða vatn í hús.  Vatnsveita Hafnarfjarðar sér nú um vatnsöflun og dreifingu neysluvatns í Hafnarfirði. Vatn er leitt til bæjarins frá Kaldárbotnum. Núverandi aðveituæð er frá árinu 1950 og fullnægir hún enn vatnsþörf bæjarins. Sjálfrennsli vatns er í stærstum hluta bæjarins, þó er vatni dælt á Hvaleyrarholt og í efstu byggð í Hvömmunum og Setbergshverfi. Á tímabili skipulagsins er stefnt að því að leggja nýja aðveituæð ásamt því að byggja vatnstanka og dælustöðvar til þess að auka rekstraröryggi og hagkvæmni vatnsveitunnar. Á liðnum áratugum hafa verið boraðar fjölmargar rannsóknarholur í nágrenni Hafnarfjarðar. Fyrstu holurnar voru vegna jarðhitaleitar og voru allar grunnar, eða á bilinu 60-100 m. Hitastigull í nágrenni bæjarins reyndist vera á bilinu 5,7 til 7,2 gráður á 100 m. Merkilegasta holan sem hefur verið boruð er við Kaldársel og varð 987 m djúp. Sú hola var köld (2-5 gráður) niður á 750 m dýpi. Á síðastliðnum áratug lét Vatnsveita Hafnarfjarðar bora á sjötta tug rannsóknarhola til þess að kanna grunnvatn. Dýpstu holurnar eru tæplega 90 m djúpar. Holurnar eru dreifðar um svæðið frá Helgafelli að Straumsvík.

Grávíðir

Vatnið í Kaldárbotnum er tiltækt í miklu magni í 80 til 100 m hæð yfir sjó og næst því sjálfrennsli til bæjarins og um meirihluta dreifikerfisins. Gæði vatnsins eru með því besta sem gerist og vatnsbólin eru mjög vel staðsett með tilliti til mengunarhættu. Áðurnefndar rannsóknarholur leiddu í ljós fleiri möguleg vatnsvinnslusvæði sem lofa góðu, s.s. norðan Valahnúka en grunnvatn þar er í 114-116 m hæð yfir sjó og er sjálfrennsli vatns mögulegt þaðan. Möguleikar eru taldir á vatnsútflutningi vegna gæða vatnsins og nálægðar við hafnaraðstöðu.
Kaldá er náttúrulegt afrennsli linda sem eru í Kaldárbotnum. Frá upphafi byggðar í Hafnarfirði og fram til ársins 1909 höfðu bæjarbúar notast við vatn úr ýmsum brunnum innanbæjar. Vatnið var oft óhreint og stundum svo mengað að fólk veiktist alvarlega af því að drekka það. Þannig braust út taugaveikifaraldur fyrri hluta ársins 1908 sem rakin var til mengaðs drykkjarvatns. Árið 1909 var farið að taka vatn úr lindum í svokölluðum Lækjarbotnum, sem eru í austurjaðri Gráhelluhrauns gegnt Hlíðarþúfum þar sem nú eru hesthús, en vegna þess að vatnið þar þraut í þurrkum og reyndist oft óhreint ákváðu menn að reyna að veita vatni úr Kaldá inn á vatnsvið lindanna. Í þetta var ráðist árið 1918.
Þannig var byrjað að nota vatn frá Kaldá strax árið 1918 á óbeinan hátt. Árið 1951 var svo tekin í notkun aðveituæð sem náði alla leið upp í Kaldá. Kaldá sjálf var stífluð og vatni úr ánni veitt í gegnum síu og þaðan inn í æðina. Á uppistöðulóninu sem myndaðist ofan við stífluna fóru að venja komur sínar fuglar ásamt því að  sandur og allskonar gróðurleifar fóru að berast inn í aðveituæðina. Þess vegna var hlaðin steinþró utan um stærstu uppsprettuna í Kaldárbotnum sjálfum og þaðan lögð pípa sem tengd var beint við aðveituæðina.
Náttúrulegar aðstæður í nágrenni Kaldár skýra af hverju svo mikið af vatni er í Kaldárbotnum. Eldgos í tugi þúsunda ára hafa hlaðið upp jarðmyndunum á svæðinu. Á meðan ísaldir ríktu hlóðust upp móbergsfjöll og bólstrabergshryggir. Á hlýskeiðum runnu hraun og gígir hlóðust upp en við öll þessi eldsumbrot brotnaði jarðskorpan og seig og reis. Þannig hafa myndast sigdalir og gapandi gjár, sem stundum fóru á kaf í ný hraun. Kaldárbotnar sjálfir eru í bólstrabergsmyndun. Bólstrabergið er nokkuð gamalt á mælikvarða jarðmyndana á svæðinu og segja má að það sé umflotið ungum hraunum. Bólstrabergið sjálft er afburða góð náttúruleg sía ásamt því að vera mjög vel vatnsleiðandi, sérstaklega eftir sprungum.Gatkletturinn
Megin misgengið sem lindirnar í Kaldárbotnum tengjast hefur örugglega hreyfst oftar en einu sinni. Þannig eru yfirvegandi líkur á að opnast hafi gjá, í einhverjum hamförum á ísöld, undir ísaldarjöklinum og hún fyllst af jökulurð. Við gröft vegna framkvæmda árið 1997 komu í ljós setlög sem stefndu ofan í misgengið og núið grjót ( sem við köllum héðan í frá hausagrjót )  kom upp af fimm metra dýpi, þegar grafið var niður með borholufóðringu. Ástæður fyrir þessu mikla vatni sem kemur upp austan við misgengið eru því þrjár. Vatnsleiðandi bergsprungur tengdar misgengjum, setfylling í megin misgenginu sjálfu og bólstrabergið
Vatn hefur líklega aldrei þrotið í Kaldárbotnum. Þó er þekkt að Kaldá hefur stundum þornað upp. Þá varð Hafnarfjörður vatnslaus af og til á árunum 1965-68. Við vatnsskorti lá einnig 1979 og 1986. Í eldgosi, sem líklega varð á tólftu öld, rann örþunnt hraun niður í Kaldárbotna sjálfa og þaðan niður fyrir Kaldársel og nam þar staðar. Þetta hraun hefur líklega verið mjög heitt og þunnfljótandi því að það fyllti í allar lægðir á leið sinni og storknaði án þess að í því mynduðust kólnunarsprungur og gjótur. Þegar grunnvatnsborð í Kaldárbotnum lækkar niður fyrir efri brún hraunsins hverfur Kaldá. Eftir að kemur vestur fyrir meginmisgengið í Kaldárbotnum rennur Kaldá ofan á þessu þétta hraunlagi. Þar sem hraunið endar, fyrir neðan Kaldársel, hverfur Kaldá ofan í hraunin þar fyrir neðan. Á árunum 1965-1968 varð ljóst að ekki væri hægt að treysta á lindirnar sjálfar með fullu öryggi og nauðsynlegt væri að bora eftir vatni. Þessar borholur voru ágætar en börn síns tíma. Bæði voru þær of grunnar og of mjóar til þess að koma að fullu gagni. Þá voru dælur einnig of litlar. Dælurnar og frágangur þeirra gerðu að verkum að ekki var stöðugt flæði frá holunum en gert ráð fyrir að hægt væri að dæla þegar lindirnar þryti. Árið 1989 voru svo loks boraðar þrjár stórar vinnsluholur. Þessar borholur voru virkjaðar og dæling úr þeim varð möguleg eftir byggingu stjórnstöðvar 1994. Enn var þó treyst á lindina í steinþrónni. Árið 1997 fór svo fram lokaátakið í beislun vatns í Kaldárbotnum. þá voru boraðar tvær holur til viðbótar en í þessar holur voru ekki settar dælur. Þessar tvær holur voru hannaðar með tilliti til þess að úr þeim fengist nægt sjálfrennandi vatn þannig að ekki þyrfti dælingar við.“
GatiðHraunið umrædda, þunnfljótandi frá 12. öld. er nú undir fótum. Í raun er um að ræða hraunið, sem rann 1151 til 1180. Þegar komið er upp á næstu hæðarbrún má sjá litla gíga. „Gluggi“ er á þeim nyrsta. Um er að ræða endastöð gígaraðarinnar er náði allt frá Ögmundarhrauni á suðurströnd Reykjanesskagans. Ögmundarhraun er komið upp í eldstöðvarkerfi sem oftast hefur verið kennt við Krýsuvík, en stundum við Trölladyngju. Eldstöðvakerfið einkennist aðallega af gígaröðum og gapandi gjám og sprungum. Sprungureinin er víðast um og innan við 5 km breið og nær 50 km löng. Hún nær frá Ísólfsskála í suðvestri, norðaustur um Núpshlíðarháls og Sveifluháls og áfram um Undirhlíðar og Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð. Við Helgafell endar gosvirknin að mestu, en sprungurnar ná lengra til norðausturs yfir Heiðmörk, Elliðavatn og Rauðavatn og enda í Mosfellssveit.
Eldgosið hefur einkennst af umbrotahrinum, af gliðnun lands og kvikuhlaupum með hléum á millum. Síðustu eldsumbrot í Trölladyngju- og Krýsuvíkurkerfinu mætti nefna Krýsuvíkurelda því þá eyddist bærinn í Krýsuvík. Hraunin hafa að mestu fyllt Móhálsadal milli Núpshlíðarháls og Sveifluháls, og runnið til sjávar í suðri. Nyrst í Móhálsadal slitnar gígaröðin á 7 km kafla en tekur sig aftur upp norðan við Vatnsskarð og liggur þaðan meðfram Undirhlíðum allt norður á móts við Helgafell. Hraun frá þessum hluta gígaraðarinnar (Kapelluhraun o.fl.) hafa runnið til sjávar milli Hvaleyrarholts og Straumsvíkur. Um þau verður fjallað í annarri lýsingu. Jón Jónsson hefur áður haldið því fram að að Ögmundarhraun, Kapelluhraum og Gvendarselshraun hafi runnið í sömu goshrinu.
Gvendarselsgígaröðin er þarna á hægri hönd. Framundan til suðurs er sléttir hraunhleifar. Þarna hefur þunnfljótandi hraunið safnast líkt og vatn saman í lágt dalverpi milli hnúkanna og Helgafells. Á einum stað má sjá hvar hraunið hefur náð að mynda afrennsli til norðurs, grunna hrauntröð, líkt og um akveg væri að ræða.
Svæðið norðan og vestan Helgafells er því bæði ljúft og greiðfært yfirferðar: Þegar komið var suður fyrir fellið hækkar landið svolítið, en með því að fylgja fæti þess er leiðin greið. Falleg móbergsskil eru í neðanverðri hlíðinni. Í skjóli þeirra kúra myrta, holurt og fleiri blómtegundir. Þessi hluti Helgafells hefur stundum verið nefndur Riddarinn, en hann er hins vegar móbergsstandur er stendur hæst upp úr fellinu að sunnanverðu.
Austan undir Helgafelli eru fjölmenningasamfélag jurta, s.s. hrútaberjalyng, mjaðurjurt, blágresi og jafnvel grávíðir og birki. Sunnar er Skúlatúnshraun, Tvíbollahraun og Stórabollahraun. Fleiri nöfn munu vera og á þessum hraunstraumum. Gullkistugjá liggur og þarna til suðurs frá suðausturhorni Helgafells.
Og þá var tekist á við gilskorninginn víða. Aldrei þessu vant heyrðist engin fuglahljóð. Við nánari aðgát sást hvar fýllinn lá á hreiðrum. Hrafn stóð hreyfingarlaus á steini skammt frá. Hvítborin kindabein lágu í gönguleiðinni. Sennilega biðu allir í eftirvæntingi eftir því hvernig til tækist?
BúrfellUppgangan er þægileg í fyrstu, en er á líður eykst brattinn. Þá er betra en ekki að halda sér sem næst móbergsstálinu hægra megin. Smám saman nálgaðist gatkletturinn ofanverður. Haldið var í gegnum hann með þversneiðingi – og áfram upp vinstra megin, alveg upp á brún. Bólstrabergið í móbergsstálinu reyndist hin besta handfesta. Þrátt fyrir lýsinguna eru í raun fáar hættur á leiðinni, nema kannski ef vera skyldi hugsanlegur fótaskortur. Mikið lofthræddir ættu þó bara að halda sig á undirlendinu.
Þegar upp á brún var komið tók við upplíðandi halli að efstu brún – sem betur fer. Riddarinn reis tignarlegur á vinstri hönd og veðurbarðar móbergsmyndanir á þá hægri. Hjartslátturinn sló í takt við álagið.
Efst á Helgafelli er vörðumynd utan um bólstrabergsvegg. Hjá er dagbókastandur. Þaðan í frá er útsýni bæði dýrlegt og tilkomumikið – yfir undirlendið áðurnefnda, sem og allt höfuðborgarsvæðið. Einnig til norðausturs, yfir að Búrfelli (sjá meira HÉR), Kringlóttugjá, Húsafelli og Húsafellsbruna, sem ekki hefur verið lýst hér að framan. (Sjá meira HÉR um Helgafell.)
Gengið var niður af Helgafelli að norðanverðu – líkt og hefð hefur skapast um.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-visindavefur hi.is
-Mbl. 10.júlí 1980.
-vatnsveita hafnarfjardar.is

Útsýnið