Gerðavellir

Eftirfarandi lýsing var hraðskrifuð upp á námskeiði er Jón Böðvarsson hélt um Grindavíkurstríðið í Saltfisksetrinu í Grindavík. Hún er birt með fyrirvara – hugasanlega er þörf á einhverri leiðréttingu – eftir er að bera hana saman við skriflegar heimildir, s.s. í „Ensku öldinni„og „Tíu þorskastríð„, sbr. innihald texta:

“Grindavíkurstríðið”
II. hluti – 10. mars 2004.

Jón Böðvarsson

Jón Böðvarsson.

Jón sagðist í framhaldi af I. hluta hafa spurst fyrir um nefndar filmur. Ræddi hann m.a. við Heimi Stígsson. Sá sagðist muna eftir því að hafa fengið “langan” renning af filmu hjá Grindavíkurbæ og framkallað tvö eintök; Grindavíkurbær hefði fengið annað eintakið og Þjóðskjalasafnið hitt. Hann hafi síðan skilað filmunni. Mundi bara ekki hvort það hafi verið til Grindavíkur eða á Þjóðskjalasafnið. Jón sagðist hafa vitað til þess að Reykjanesbær hefði fengið hluta filmusafns Heimis að gjöf, en Heimir hafi aðspurður sagt að þessar filmur væru ekki þar. Nú væri verið að svipast um eftir þeim á nokkrum stöðum, m.a. í geymslum og á skrifstofu bæjarstjórans í Grindavík. Ekki væri enn vitað hvar eintak Grindavíkurbæjar væri niður komið.

“Í dag er ætlunin að fara betur yfir bardagana, bæði á Básendum og í Grindavík, en eftir viku yrði farið yfir friðarsamningana. Þeir höfðu gríðarleg áhrif á alla framvindu mála í Evrópu á þeim tíma. Hafa þarf í huga að eftir 1500 kom tími líkur þeim sem síðar kom á 20. öldinni. Ný heimsmynd varð til í kjölfar siglingar Kólumbusar til Ameríku. En gæta þarf vel að því að sú villa sem Ítalir og Spánverjar hafa reynt að koma inn hjá fólki að Kólumbus hafi fundið Ameríku væri algjör della. Í ævisögu Kólumbusar, sem skráð var af syni hans, kemur fram að hann hafi farið með sjómönnum frá Bristol til Íslands árið 1478. Hafi hann mest verið á Ingjaldssandi, en einnig í Hafnarfirði og í Reykjavík. Í Kólumbusarsafninu á Kanaríeyjum kæmi þetta einnig vel fram. Englendingar vissu bæði um Grænland og Norður-Ameríku á þessum tíma. Þeir stunduðu fiskveiðar við Grænland og Nýfundnaland.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Kólumbus fór til Íslands gagngert til að afla upplýsinga um þessi óráðnu lönd í vestri. Gekk hann síðan á fund Ferdinands Spánarkóngs til að fá stuðning hans til siglinga þangað, en látið var liggja að því að hann ætlaði að sigla til Kína og þaðan til vesturs. Uppgötvanir lágu þá fyrir að jörðin væri hnöttótt, en ekki flöt. Markmið Spánverja var að hasla sér völl í Nýja heiminum í vestri, enda fór það svo að þeir flykktust þangað í stórum stíl eftir að uppgötvun hans varð ljós heima fyrir. Lögðu þeir m.a. undir sig lönd eins og Filippseyjar og aðrar eyjar í Kyrrahafi á meðan Portúgalar lögðust á Manhattansvæðið og Bretar á miðja Ameríku þar sem þeir strádrápu Indíánana.
Um 1500 voru Spánverjar um 10 milljónir talsins og drottnuðuá höfunum. Frakkar voru helmingi fleiri, eða 20 milljónir, en Englendingar hins vegar helmingi færri, eða 5 milljónir talsins. Nú eru á Bretlandseyjum tvöfalt fleiri íbúar en á Spáni. England, sem í raun var einungis Wales, var á þessum tíma nokkurs kona nýlenda. Hansakaupmenn stjórnuðu t.d. allri verslun í London og voru ráðandi afl í verslun í heiminum. Ítalar áttu og stjórnuðu námuréttindum í Englandi og Ítalir réðu yfir kirkjunni þar í landi. Fleiri ríki nutu og áhrifa í Englandi á þessum tíma. Spánverjar voru nýbúnir að reka Márana af höndum sér og í Austur-Evrópu sátu Tyrkirnir sem fastast þrátt fyrir grimmilega tilraunir þarlendra, s.s. Rúmverja, að reka þá af höndum sér.

Hverjar voru helstu þjóðirnar í Evrópu á þessum tíma? Í fyrsta lagi Spánn með Ferdinand og Ísabellu í broddi fylkingar, tengdaforeldra Hinriks VIII. Í öðru lagi var Maximillian Þýskalandskeisari með Habsborgaraveldið og í þriðja lagi Lúðvík XII Frakklandskonungur. Loks var það páfinn í Vatikaninu í Róm. Öll þessi ríki voru kaþólks, en sátu að svikráðum hvert við annað í stórum stíl. Frakkland vildi leggja undir sig England með aðstoð Skota, en Þýskalandskeisari spyrnti gegn því.

Um 1530 áttu Englendingar 440 hafskip. Af þeim stunduðu um 150 veiðar eða siglingar til Íslands. En hvað var það sem var þeim svona dýrmætt hér? Á þessum tíma lögðu kaþólikkar áherslu á föstna og að einungis væri á henni etinn fiskur. Hinrik VIII. framfylgdi því að farið yrði að föstulögum. Englendingar bæði veiddu og keyptu vorur hér á landi, einkum skreið og brennistein (í Hafnarfirði). Hann var notaður í púður og skotfæri og þótti einka mikilvægur í stríðunum er þá geisuðu í Evrópu.

Eftir að hirstjóri Danakonungs var niðurlægður og drepinn á Rifi lokuðu Danir dönsku sundunum og bönnuðu verslun Englendinga í ríki sínu. Hinrik VIII. (1485-1509) brást illa við. Lagði hann m.a. á stríðsskatta og efldi aðalinn. Honum datt þó ekki í hug að fara í stríð heldur notaði fjármunina til að byggja upp og smíða skip, efla siglingar og gera út landkönnuði. Kapphlaup var hafið til Ameríku eftir að fréttist af heimsálfunni eftir siglingu Kólumbusar. Frá Íslandi fengu þeir fisk og brennistein, eins og áður sagði. Leiðin til að verða stórveldi á þessum tíma var að leita auðs í Vesturálfu.

Hinrik VIII

Hinrik VIII.

Hinrik VII og síðar Hinrik VIII lögðu mikla áherslu á að tryggja og styrkja áhrif sín þar. Hinn síðarnefndi giftist Katrínu, dóttur Ferndinands Spánarkóngs, ekkju Arthurs, bróður hans. Fyrstu árin var hann greinilega undir áhrifum tengdaföðursins, en eftir að hann hafði safnað saman við hirðina fulltrúum breska aðalsins, sem haldið hafði til í köstulum sínum víða um landið og fór að bjóða honum í veislur jókst sjálfstæði hans til muna. Kom hann m.a. með því í veg fyrir hugsanlegar uppreisnir heima fyrir. Auk þess naut hann hylli fyrir sigra sína í Frakklandi. Þá notaði hann tækifærið til að taka krúnuerfingja af lífi í stórum stíl. Hótaði hann Katrínu skilnaði, enda orðinn hundleiður á henni þegar hingað var komið, efldi borgarastéttina og styrkti sjálfstæði borga, en á þeim tíma voru þjóðríkin m.a. í mótun í Evrópu. Buðu konungar víða borgarstéttinni hin bestu kjör til að afla fylgis. Katrín eignaðist mörg börn, en þau dóu kornung. Þegar Ferndinand dó gerði Hinrik VIII. bandalag við Frakkakonung. Katrín reiddist, en hann hótaði aðs kilja við hana og giftast Önnu Boleyn, en páfagarður bannaði það. Hinrik lét þá þingð samþykkja að bannað væri að taka mark á tilmælum páfa eða bera nokkuð undir hann. Yfirmaður ensku kirkjunnar í Kantaraborg var gerður að yfirmanni kirkjunnar þar í landi. Hinrik lét ógilda hjónaband hans og Katrínar. Með því komst kaþólska kirkjan í miklar hremmingar og greiddi fyrir aðgengi hins lútherska siðar í Evrópu. Hinrik giftist Önnu Boleyn. Eignaðist hún stúlku þremur mánuðum síðar er skírð var Elísabet (Elísabet I.). Páfinn bannfærði Hinrik VIII, en konungur bannaði lestur tilkynningarinnar. Síðar giftist hann þriðju konunni. Hún ól honum son, en hún dó af barnsburðinum. Sú næsta var ákærð fyrir hórdóm og lét Hirnik hálshöggva hana og alla, sem tengdust því máli. Giftist hann fjórum öðrum eftir það.

Afskipti Hinriks VIII. af Íslandi; Danakóngur sá að ekki var nokkur leið að koma Englendingum af Íslandsmiðum. Ákvað hann þá að þeir sem kæmu með ódýrar vörur til Íslands fengju þol til fiskveiða. Hinrik afnam lögin, sem bannað höfðu Englendingum takmarkaðar Íslandssiglingar. Árið 1528 komu 148 ensk skip til Íslands. Fimm árum síðar voru þau 85 talsins, að meðaltali um 84 lestir hvert.
Árið 1532 voru einungis Básendar og Grindavík aðsetur Englendinga hér á landi. Búið var að hrekja þá frá öðrum höfnum við Faxaflóann, m.a. Hafnarfirði. Öðru hverju voru Englendingar að gera þýskum skráveifur. Hertóku þeir m.a. þýskt skip í Straumsvík (1486), færðu það til Galloway á Englandi og seldu. Árið 1511 kom til átaka og 1514 tóku Englendingar þrjú Hansaskip og hirtu allt af þeim (Björn Þorsteinsson – Fimm þorskastríð). Árið 1528 réðst enskt skip á Hamborgarafar í höfninni á Rifi og hirtu úr því öll vopn. Árið 1529 sökkti Willys nokkur, enskur, Hamborgarafari í Eyjafirði.

Þann 31. mars (páskadagur) árið 1532 sigldi enskt 150 lesta skip, Anna, inn á mjótt lónið utan við Básenda, en fór ekki inn á leguna. Básendar höfðu þá verið verslunarstaður Englendinga um alllangt skeið. Þýskir höfðu hins vegar orðið á undan þeim (komu hingað 30. mars, á laugardegi) og nutu því þeirrar reglur að þeir sem fyrstir urðu í höfn að vori nytu þar forgangs um sumarið. Englendingarnir á skipunu vörpuðu akkerum, bátur var settur út og róið var í land. Þjóðverjar voru þá um 150 talsins í landi. Englendingarnir báðum um leyfi til að hafa aðstöðu á Básenum, en foringi Þjóðverja, Ludtkin Smith, hafnaði því. Hann sagði að allar aðrar hafnir stæðu þeim opnar, en sjálfur hefði hann nú forréttindi á Básendum, auk þess sem félaga hans væri von hvað úr hverju. Englendingar virtust ekki taka þessum viðbrögðum illa og réru út í skip sitt, en sýndu ekki á sér neitt fararsnið. Daginn eftir (mánudag) kom annað enskt skip (Thomas) með áðurnefndan Willys við stýrið. Margir kaupmenn voru um borð, en áhöfnin var um 160 manns. Skipin höfðu lagt samhliða úr höfn í Englandi, en orðið viðskila í hafi.

Básendar

Básendar – loftmynd.

Englendingarnir komu sér saman um að ráðast á Þjóðverjana í landi og drepa þá. Voru þeir það öruggir um yfirburði sína að þeir sendu boð til nálægra Íslendinga að koma í veislu þeirra að Básendum og þar sem yrði “þjóðverjakjöt á borðum til hátíðarbrigða”. Bróðir Ludtkins, Hans Smith, hafði verið ásamt fleiri Þjóðverjum á Básendum um veturinn og vingast við Íslendingana svo þeir voru heldur hliðhollir Þjóðverjum á þessari stundu. Þeir hunsuðu því boð Englendinganna. Á þriðjudag, 2. apríl, hélt annað enska skipið (Thomas) inn á höfnina á Básendum. Skutu skipverjar þess á þýska skipið. Löskuðu þeir bæði stafn þess og búlka. Áhöfn Önnu hóf þá skothríð, en skipið rak stjórnlaust eftir að þjóðverjar höfðu náð að höggva í sundur akkerisfestina. Rak það upp í fjöruna. Þjóðverjarnir, sem voru mun færri (30 og 80 að auki sem voru þar fyrir) virtust hafa betur. Þó var komið á vopnahléi. Á flóðinu reyndu Englendingar að losa strandaða skipið, en Þjóðverjar hófu þá árás og skoruðu á Englendinga að leggja niður vopn sín og afhenda góssið gegn griða. Því var hafnað og lögðu Þjóðverjar undir sig strandaða skipið, en héldu hinu í herkví. Áhöfnin á skipinu beið næsta flóðs, en komst ekki út vegna norðlægsstrenginsvinds. Anna var því um kyrrt í höfninni, auk þess sem skipið komst ekki út nema sigla framhjá Hamborgarafarinu, sem lá utan við það. Þótti það ekki fýsilegu kostur. Enski skipstjórinn, sem eftir lifði, fór yfir í þýska skipið, en Ludtkin skipaði honum að afhenda öll vopn. Var gengið að því, en er Þjóðverjarnir ætluðu út í enska skipið mættu þeir mikilli mótspyrnu. Hjuggu þeir þá gat á byrðinginn, drápu nokkra Englendinga, handtóku aðra og skildu þá eftir klæðalitla.

Eftir átökin sendi Ludtkin eftir Hansakaupmönnum til Hafnarfjarðar. Englendingum var í framhaldi af því gert að gjalda sektir með skreið, en fengu að sigla skipi sínu til Grindavíkur. Erlendur Þorvaldsson, lögmaður, setti Tylftardóm og réttlætti formlega haldlagningu á góssi því er Englendingar skildu eftir á Básendum, m.a. hið sjórekna skip, sem þótti allnokkurs virði, metið á 1000 sterlingspund.
Englendingar báru því síðar við í skýrslum sínum að hafa þurft að leita hafnar að Básendum vegna óveðurs, en Ludtkin hafi þá ráðist á þá. Báðir kenndu þannig hvorum öðrum um upphaf átakanna.

Víkur þá sögunni enn og aftur til Grindavíkur. Englendingarnir, sem tekið höfðu þátt í átökunum á Básendum, en var griður gefinn, flúðu þangað. Tóku þeir allmikið af fiski til sín, sem tilheyrði m.a. Þjóðverjum. Erlendur lét þá enn og aftur setja dóm og dæmdi Englendinga í sektir. Um það leyti kom að landi í Grindavík John nokkur Braye, eða Jóhann Breiði, eins og landinn nefndi hann, á skipi sínu Peter Gibson. Lét hann þegar reisa virki á Járngerðarstöðum, ofan við Stóru Bót. Gerðust Englendingar bitrir út í Íslendinga vegna stuðnings þeirra við Þjóðverja á Básendum. Hótuðu þeir landanum og bönnuðu honum að selja þýskum fisk. Pyntaði Jóhann mann, hótaði öðrum og tók lömb og sauði frá manni sem sinnti ekki þessu verslunarbanni hans. Nam hann hest af manni og gerðist alldjarfur til kvenna. Flutti hann t.d. konu eina út í skip sitt og hélt eiginmanninum þar í böndum meðan hann hafði einhver not af henni.
Um þessar mundir var Diðrik af Minden fógeti á Bessastöðum. Skipaði hann þýskum og öðrum er hagsmuna áttu að gæta að finna sig við Þórðarfell ofan við Grindavík. Lofaði hann öllum þeim sem það gerðu mála í nafni konungs. Hafnarfjarðarkaupmenn tóku tilmælunum strax vel og safnaðist fljótt allnokkuð lið við Þórðarfell, eða um 280 menn (aðrar heimildir segja 180), þ.á.m. 8 skipshafnir frá Bremen, sveit Diðriks, liðsmenn frá Hafnarfirði, Njarðvíkum og frá Básendum. Diðrik lýsti Englendingana í Grindavík réttdræpa, en alla sem gegn þeim færu friðhelga að lögum. Ástæðuna fyrir aðförinni sagði hann m.a. virkisgerðina, sem hann taldi vera atlögu að sjálfum Danakonungi, auk yfirgangs Englendinganna og afbrota. Hér virtist því fyrst og fremst vera um nokkurs konar lögregluaðgerð að ræða.
Margir Englendinganna voru á sjó þennan dag, 10. júní 1532. Jóhann Breiði, fálkatemjari konungs, og 13 aðrir Englendingar voru í virkinu. Aðfararnótt 11. júní, kl. 02.00, læddust Hafnfirðingar og Njarðvíkingar að virkinu, en Básendamenn og Þjóðverjarnir héldu í átt að skipunum sem lágu utan við Stóru-Bót. Útsinningshraglandi var og úfinn sjór. Þegar menn nálguðust virkið var gert áhlaup á það með óhljóðum og látum. Vaknaði Jóhann Breiði og menn hans við vondan draum, en náðu ekki að verjast. Voru þeir allir drepnir á nýðingslegan hátt og lík Jóhanns illa leikið. Fimmtán voru drepnir. Náðist að kyrrsetja skip Jóhanns á legunni, en fjögur skip Englendinga lágu utar. Búðir annarra Englendinga voru þarna skammt frá og voru þeir, sem þar vorum, handteknir, átta talsins. Voru þeir látnir grafa félaga sínum undir virkisveggnum. Fjórum skipum tókst að leggja frá landi, en eitt fórst á grynningunum á leið út.
Diðrik sló upp veislu, en eftir nokkra daga gaf byr svo skipi Peter Gibson var siglt til Bessastaða, enda nú metið eign danska kóngsins. Erlendur setti enn einu sinni Tylftardóm með það að markmiði að réttlæta gjörningin og leggja “löglega” hald á allt góss Englendinganna, auk þess að dæma þá í sektir. Herinn var um kyrrt í Grindavík í 10 daga, enda Englendingarnir þar til alls vísir. Margir þeirra höfðu verið á sjó þegar atlagan var gerð og þótti þeim aðkoman að landi heldur kuldaleg.

Í styrjöldinni höfðu fjórar þjóðir tekið þátt; auk Englendinga voru það Þjóðverjar, Danir og Íslendingar. Með “Grindavíkurstríðinu” lauk ekki átökunum, því fór fjarri. Það var upphafið að átökum stórþjóða. Með því hófst “styrjöld”, sem átti eftir að standa í langan tíma.
Hinrik VIII. frétti fljótlega af átökunum. Svo virðist af skrifum hans um þetta mál að hann hafi verið mjög kunnugur hér á landi. Maximillian Þýskalandskeisari frétti einnig fljótlega af átökunum. Allar skýrslur Englendinga, Þjóðverja og Dana um aðdraganda átakanna á Básendum og í Grindavík, eða Grindaveg eins og það er ritað á þeim tíma, um átökin eru 70-80 skjöl. Friðarsamningarnir, sem fylgdu í kjölfarið, eru 33 blaðsíður og feikna merkilegir. Í fylgiskjölunum eru miklar upplýsingar, en þau eru svo til öll á latínu, þýsku og örfá á íslensku. Þessi skjöl þyrfti öll að þýða yfir á íslensku.

Gerðavellir

Gengið um söguslóðir Grindavíkurstríðsins.

Þetta er eina stríðið á Íslandi sem gera þurfti sérstaka friðasamninga um á milli voldugustu þjóða Evrópu á þeim tíma. Samningarnir gefa einnig góða sýn á lífskjörin á þessum tímum, einkum á Suðurnesjum.

Hinrik VIII. gafst síðar upp, m.a. vegna átaka annars staðar sem og innbyrðis átaka hans í kvennamálunum. Tímabilið er ekki einungis áhugavert fyrir Suðurnesin heldur og Ísland allt. Alveg frá 1420 til 1602 gerðust fleiri merkilegir atburðir á Suðurnesjum en nokkurs staðar annars staðar á Íslandi. Eftir Grindavíkurstríðið byrjuðu Danir að þoka Þjóðverjum á brott héðan og tókst það loks árið 1602 með tilkomu einokunarverslunarinnar, sem er síðan kapítuli út af fyrir sig.
Næst verður fjallað um friðarsamningana. Stuðst verður við gögn og ljósrit.
Loks verður farin ferð um söguslóðir Grindavíkurstríðsins, s.s. á Básenda og Stóru Bót”.
Sjá III. hluta.

ÓSÁ tók saman – yfirlestur: JG – VG og SJF.

Gerðavellir

Gerðavellir í Grindavík, virki Jóhanns Breiða – kort ÓSÁ.

Lambhagi

Þegar gengið var um Lónakot og Svínakot í Hraunum voru rifjaðar upp eftirfarandi upplýsingar um gömlu bæina og Suðurnesjaalmenning þar fyrir ofan í hraununum:

Þorbjarnastaðir

Þorbjarnastaðir – tilgáta.

Í Jarðabók ÁM og PV 1703 er eftirfarandi lýsing: “ Það sem Suðurnesjamenn kalla Almenning tekur til suður við Hvassahrauns land og Trölladyngjur, gengur svo norður eftir fyrir ofan lönd allra Hraunbæjanna og endast svo norðan til þar sem hann mætir Áslandi svo sem við taglið á Kapelluhrauni. Þá kemur Garðastaðaland og selstaða.
Þar fyrir norðan tekur til það, sem Innesingar kalla Kóngsland, gengur það norður og austur með fjöllunum inn að Elliðaám og upp undir Hellisheiði fyrir ofan Vífilsstaði, Urriðakot, Elliðavatn, og hina aðra bæina. Er þetta land eigi sérdeilis kóngsland, þó það svo kallað sé, heldur er það svo sem afréttur eður óskipt land þeirra kóngsjarðanna, sem liggja upp og inn undan Álftanesi.”
Í jarðabókinni er víða getið um Suðurnesjaalmenninga, sem ofangreind býli áttu rétt í. Auk jarða á Vatnsleysuströnd áttu öll lögbýli í Grindavíkurhreppi rétt til kolagerðar í almenningum eða Suðurnesjaalmenningum án þess að getið sé hvar þeir eru. Sama er um margar jarðir Í Rosmhvalaneshreppi og nokkrar í Álftaneshreppi.
Um jörðina Þorbjarnarstaði, sem er nú í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar þar sem Straumsvík er, segir þetta:

Réttarklettar

Réttarklettar- stekkur.

“Skóg hefur jörðin átt, en nú má það varla kalla nema rifhrís. Það hefur hún svo bjarglega mikið, að það er brúkað til kolagerðar og eldiviðar, og svo til að fæða pening á í heyskorti. Aldrei ljá það búendur til annarra og eru þetta þau skógarpláss, sem almenningar eru kölluð.” Ennfremur segir í jarðabókinni um Hamarskot, að hrísrif hafi jörðin í Þorbjarnarstaðalandi, þar sem heita almenningar, er það haft til kolagerðar og eldiviðar og til að fæða pening í heyskorti.

Straumur

Óttarsstaðir/Straumur – örnefni og minjar. Uppdráttur ÓSÁ.

Jarðirnar Stóri-Lambhagi, Þorbjarnarstaðir, Straumur, Óttarsstaðir, Lónakot og Svínakot voru fyrrum nefndar Hraunjarðir og voru allar í eigu Viðeyjarklausturs og urðu því kóngsjarðir við siðaskipti. Sá almenningur, sem hér er fjallað um er fyrir ofan (eða sunnan) lönd þessara jarða og einnig fyrir ofan Hvassahraun hvað þetta mál varðar. Svínakot mun hafa verið þar sem nú eru Réttarklettar vestan Lónakots. Hagar þar mannvirkjum svipað til og í Borgarkoti á Vatnsleysuströnd, austan Kálfatjarnar.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur.

Eftir að jarðir þessar voru seldar á árabilinu 1827-1839 reis upp ágreiningur um eignarheimildir á almenningnum ofan þeirra. Stiftamtmaður fól sýslumanni að skoða málið 1847 og fór áreið fram árið eftir með eigendum og ábúendum hraunsjarðanna,
sem liggja við almenninginn og helst hafa notað landið til beitar og skógaryrkingar sökum afstöðu þeirra og þess að þetta land tekur við, þar sem tún þeirra og Brunahraunsgirðingum um þau sleppa.
Í skoðunar- og áreiðargerðinni var mörkum lýst með þessum hætti:

Lónakot

Grænhólsskjól.

“Að neðan byrjar það nyrst við Kolbeinshæð, gengur svo til vesturs niður að Markhólum fyrir neðan Lónakotssel hvar skógurinn endar á móti suðri. Þó gengur skógartunga þríhyrnt niður frá alfararveginum. Hennar botn og breidd er að ofan og gengur frá Löngubrekkum til suðurs að Markhólum. Sporður skógarspildu þessarar endar í útnorðri við Brunnhólavörðu skammt fyrir ofan Lónakot.
Að norðan gengur skógarlandið frá Kolbeinshæð til landsuðurs langs með Kapelluhrauni og Brunanum upp að Stórhöfðastíg, þaðan til suðurs í Fremstahöfða langs með Brunanum suður að Fjallinu Eina, þaðan til vesturs og útnorðurs í krókum og hlykkjum allt niður að Markhólum.
Yfirvöld mæltu eftir áreiðina fyrir um eins konar friðlýsingu svæðisins vegna lélegs ástands skógar og umsjón var falin einum Hraunjarðarbónda, en þeir einir máttu nýta landið án leyfis yfirvalda.
Segir síðan að allt þetta land álítist vera ein fermíla að stærð (dönsk míla var 7.5 km) eða 56 ferkílómetrar og er þetta svæði nú bæði innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar (29.71 ferkílómetri), en einnig upp af Vatnsleysustrandarhreppi, aðallega upp af Hvassahrauni.
Sjá MYNDIR.

Lónakot

Sjóbúð við Lónakot.

Hafnarfjörður

„Fast sunnan undir Hvaleyrarholti stóð til skamms tíma lítill hóll að mestu úr rauðu hraungjalli og með grunna gígskál í kolli. Hann hét Rauðhóll.
Raudholl-552Nú er lítið eftir af Rauðhól. Í hans stað er komin stór malargryfja. Um 1940 var farið að taka þarna mikið af rauðamöl í vegi og fleira. Nú er hún upp urin að kalla, svo að undirlag hennar, sem er harðla fróðlegt, kemur í ljós. Eftir stendur þó stabbi í miðju, og sér enn fyrir botni gígskál arinnar upþi á honum. Þessi stabbi, sem er sjálfur hrauntappinn í gígnum, reyndist of fastur fyrir, er rauðamölinni var mokað á bíla, og því var honum leift. Rauðhóll er mjög lítið eldvarp. Þar hefur aðeins komið upp eitt smágos, sem virðist ekki hafa afrekað annað en hrúga upp þessum gíghól. Ekki er að sjá, að neitt hraun hafi runnið frá honum. En því get ég Rauðhóls hér, að hann hefur að geyma furðu merkilegar og auðlésnar jarðsöguheimildir. Þær komu ekki í ljós fyrr en hann var allur grafinn sundur. Þessar heimildir eru vitaskuld jarðlög, og við lestur þeirra ber að byrja á neðstu línunni og lesa upp eftir. Þessi lög hafa eflaust myndazt víðar, en máðst burt aftur, þar sem þau lágu berf en Rauðhóll hefur hreint og beint innsiglað þau og varðveitt með því að hrúgast ofan á þau og liggja þar eins og ormur á gulli.
raudholl-523Dýpzt í malargryfjunni liggur einkennilegt leirlag allt að hálfum metra á þykkt. Þetta er svokölluð barnamold. Hún er mjúk og þjál og ljós-gulbrún að lit meðan hún er vot, en verður stökkari viðkomu og snjóhvít við þurrk. Ef barnamoldin er látin undir smásjá, kemur í ljós, að hún er því nær eingöngu úr örsmáum skeljum og skeljabrotum, af lífverum þeim, er nefnast kísilþörungar (eða eskilagnir eða díatómeur). Þetta eru örsmáar svifverur, sem lifa víða í mikilli mergð í vatni, og teljast til jurtaríkisins, þó að margar þeirra syndi knálega um í vatninu. Þegar jurtirnar deyja, rotna þær upp, en skeljarnar falla til botns og mynda eðju eins og þá, sem hér var lýst. Danskur sérfræðingur hefur rannsakað fyrir mig lítið sýnishorn af barnamoldinni undan Rauðhól og fann í henni 117 tegundir kísilþörunga. Sú tegundagreining leiddi í ljós, að barnamoldin hefur setzt til í ósöltu vatni, a.m.k. að mestu leyti. Af þessu er sýnt, að þarna hefur verið tjörn, oftast eða alltaf með ósöltu vatni, löngu áður en Rauðhóll varð til.
Raudholl-553Ennfremur sannar barnamoldin, að sjávarflóðið mikla í ísaldarlokin hefur þá verið að mestu fjarað, eða a. m. k. niður fyrir 10 m hæð yfir núv. sjávarmál, því að í þeirri hæð liggur hún. Yfir barnamoldinni í Rauðhólsgryfjunni liggur fínn ægissandur morandi af skeljum og skeljabrotum. Skeljarnar eru allar af sjódýrum. Eg hef getað greint tíu tegundir af þeim örugglega, og eru allar þær tegundir enn algengar lifandi á sams konar sandbotni hér í Faxaflóa. Þetta lag sýnir, að sjórinn hefur hækkað aftur í bili og flætt ínn yfir landið, þar sem tjörnin var áður. Ennfremur sýna dýrategundirnar, sem eru frekar kulvísar, að þetta hið síðara sjávarflóð var ekki öllu kaldara en Faxaflói er nú, og hefur því ekki getað átt sér stað fyrr en alllöngu eftir ísaldarlokin, er sjórinn var fullhlýnaður. Yfir þessum ægissandi liggur fremur þunnt lag af fínni, brúnni sandhellu, sem er miklu fastari í sér og hefur engar skeljar að geyma. Þykir mér sennilegt, að það sé fokmyndun, til orðin á þurrlendi, eftir að síðara sjávarflóðið fjaraði. Ekki hef ég fundið neinar gróðurleifar í þessu lagi, en það sannar engan veginn, að landið hafi verið ógróið.
Raudholl-555Ofan á þessu móhellulagi stendur loks Rauðhóll sjálfur. Hann hefur hrúgazt þarna upp í litlu eldgosi, eins og fyrr segir, ofan sjávar, en ef til vill nærri sjávarströndu. Rauðhóll er elzta gosmyndun í grennd við Hafnarfjörð — að undanskildu grágrýtinu, sem að vísu er hraun að uppruna, en runnið löngu fyrir ísaldarlok, enda ekki. kallað hraun í daglegu tali. Nokkur rauðamöl er enn eftir í Rauðhól, en ekki auðvelt að ná henni. Það ber til, að hraunflóð eitt mikið hefur runnið kringum hólinn og ekki aðeins upp að honum, heldur yfir hin yztu börð hans, sem einnig eru úr Rauðamöl. Aðeins háhóllinn, sem stóð upp úr hrauninu, er burt grafinn. Hraunið kringum Rauðhól nefnist nú Hvaleyrarhraun. Það hefur runnið út í sjó sunnan við Hvaleyrarholt og komið að suðaustan, en verður ekki rakið lengra í átt til upptaka en að Stórhöfða. Þar hverfur það undir miklu yngra hraun, Brunann, sem síðar verður getið. Í börmum malargryfjunnar í Rauðhól liggur Hvaleyrarhraunið víðast milliliðalaust á rauðamölinni. Það þótti mér lengi benda til, að aldursmunur væri lítill, jafnvel enginn, á hólnum og hrauninu. En þegar gryfjan stækkaði, kom reyndar í ljós á litlum kafla í nýja stálinu örþunnt moldarlag og þar yfir svart öskulag, hvort tveggja á milli rauðamalarinnar og hraunsins. Í öskunni fundust kolaðir lyngstönglar. Þetta þunna millilag með jurtaleifum sínum sannar ótvírætt, að þarna hefur þó verið komin lyngtó með þunnum moldarjarðvegi neðarlega í austurbrekku Rauðhóls, áður en Hvaleyrarhraun rann þar yfir. Askan er sennilega úr sama gosi og hraunið, sem yfir henni liggur.
Hvaleyrarhraun er einna fomlegast hrauna í grennd við Hafnarfjörð, og má vel vera, að það sé elzt þeirra allra.“

Heimild:
-Þjóðviljinn, 24. desember 1954, Hraunin í kringum Hafnarfjörð, Guðmundur Kjartansson, bls. 10-12.

Þingvellir

Þingvellir eru flatir, grasi grónir vellir norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár, sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn, sem er stærsta stöðuvatn á Íslandi. Þjóðgarður var stofnaður árið 1928 og nær hann yfir Þingvelli og nánasta umhverfi þeirra. Í Öxará er Öxarárfoss, þar sem áin steypist ofan í Almannagjá. Rennur áin síðan eftir gjánni og svo út úr henni og niður á vellina. Almannagjá er sprunga við vestanverða sigdældina á milli úthafsflekanna tveggja sem Ísland liggur á.
thingvellir-992Þingvellir eru einn af mikilvægustu stöðunum í íslenskri sögu. Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og kom þar saman árlega allt fram til ársins 1798. Það var árið 999 eða 1000 sem lögsögumaðurinn Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld og lýsti Íslendinga í kjölfarið kristna.
Þingvellir urðu að þýðingarmiklu sameiningartákni í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. og 20. öld. Sumarið 1798 var síðasta þingið haldið á Þingvöllum. Eftir að þingið var lagt af voru Þingvellir hljóður staður, utan alfaraleiðar um nokkurn tíma. Þegar svo straumar sjálfstæðisvakningar í Evrópu náðu til Íslendinga í upphafi 19. aldar voru saga og náttúra Þingvalla vakin til lífsins. Þingvellir fengu lifandi hlutverk í þjóðlífinu sem tákn um sjálfstæði.
Hið forna þing var ofarlega í hugum fólks og fornhetjunar voru vaktar til lífsins í kvæðum og ljóðum. Þjóðernisvakningin varð til þess að umræða um staðsetningu Alþingis var mikil. Skiptar skoðanir voru um hvar það skyldi staðsett en strax komu upp raddir um að Alþingi skyldi vera á Þingvöllum.
Árið 1843 gaf Kristján konungur VIII út konungsúrskurð um stofnun þings á Íslandi sem nefnast skyldi Alþingi og kom það fyrst saman 1. júlí 1845 í Latínuskólanum í Reykjavík.  Alþingi var einungis ráðgjafarþing en hafði ekki löggjafarvald. Árið 1848 var fyrsti Þingvallafundurinn haldinn og sóttu hann 19 fulltrúar sem settu saman bænaskrá til konungs þar sem þeir beiddust þess að konungur veitti Íslendingum þjóðþing með sömu réttindi danskir þegnar nutu.

thingvellir-992

Þingvallafundir voru haldnir óreglulega allt til ársins 1907. Á þeim var stjórnmálabaráttan í landinu skipulögð og málin búin í hendur þeim sem báru þau fram á Alþingi og fyrir stjórnvöld.
Vegna Þingvallafundana og sjálfstæðisbaráttunnar festust Þingvellir í sessi á ný sem helsti samkomustaður þjóðarinnar – þar koma Íslendingar saman til að fagna stærstu og mikilvægustu atburðum í sögu þjóðarinnar.
Árið 1907 ritaði Matthías Þórðarson grein í Skírni undir yfirskriftinni Verndun fagurra staða og merkra náttúrumenja. Í henni fjallaði hann um nauðsyn þess að hlúa að stöðum sem væru merkilegir og sérstakir sökum fegurðar jafn vel og verndun fornminja og gamlir kirkjumunir voru varðveittir. Hann nefndi ýmsa staði en tiltók Almanngjá og svæðið umhverfis Þingvelli við Öxará sem dæmi um stað sem mætti  sinna betur. Raunar tók hann fram að það væri búið að skemma Almannagjá með þeim vegi sem þá var búið að leggja. Hann rak dæmi um friðunaráform erlendis og nefndi meðal annars Yellowstone Park í Bandaríkjunum sem dæmi um stað sem friðaður væri með allsherjarlögum.

thingvellir-993

Umhverfisvernd var ein af þessum hugmyndum sem komu hingað til lands um aldamótin 1900 og fengu sinn hljómgrunn.
Árið 1913 ritaði Guðmundur Davíðsson þá grein sem átti eftir að ýta umræðunni um stofnun þjóðgarðsins á Þingvöllum úr vör. Greinin nefndist Þingvellir við Öxará og birtist í tímaritinu Eimreiðinni sem ritstýrt var af Valtý Guðmundssyni háskólakennara. Greinin var mjög beinskeytt og Guðmundur dró ekkert undan í lýsingum sínum af illri umgengni og skeytingarleysi landans á þessum sögufrægasta stað landsins, Þingvöllum. Hann ritaði í upphafi greinarinnar:
„Fáir Íslendingar munu koma svo í fyrsta sinn á Þingvelli við Öxará, að eigi dáist þeir að náttúrufegurðinni og í hug þeirra vakni, endurminningar um helstu viðburði sem tengdir eru við sögu þessa merkisstaðar. Þetta tvennt, söguviðburðirnir og náttúrufegurðin hlýtur að snerta tilfinningar allra sem staddir eru á þessum fornhelga stað. Þar má segja að saman sé komið flest það sem einkennilegast og fegurst er í íslenskri náttúru og þar hafa einnig gerst margir merkustu viðburðirnir í sögu Íslendinga“
hrauntun-998Í greininni rakti Guðmundur dæmi um þjóðgarða í Bandaríkjunum og í framhaldi af því nauðsyn þess að vernda bæri Þingvelli sem þá voru orðnir að vinsælum helgaráningarstað ferðamanna. Ekki var það þó fyrr en á árinu 1930 að brotið var blað í sögu náttúruverndar á Íslandi en þá var fyrsti þjóðgarðurinn á Íslandi stofnaður – Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.
Guðmundur Davíðsson barnakennari varð fyrsti umsjónarmaður hins friðlýsta lands á Þingvöllum sem var stofnað til árið 1930, með lagasetningu frá 1928. Árið 1930 var hann ráðinn fyrsti þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og bjó hann þar þangað til 1940 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Hann fluttist þá til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður Alþingis til ársins 1948.
Þingvallanefnd fer í dag skv. lögum með forræði þjóðgarðsins. Gerðir hafa verið göngustígar um garðinn, en hinum fornu leiðum, sem víða er þar að finna hefur lítill sómi verið sýndur sem og öðrum sögulegum minjum á svæðinu.

Heimild m.a.:
-http://skemman.is/stream/get/1946/2218/6752/1/Aðdragandi_að_friðun_fixed.pdf

Þingvellir

Þingvellir – Þingvallakirkja.

Kinnaberg

Í Alþýðublaðinu árið 1965 er sagt frá sjóslysi undir Kinnabergi á Reykjanesi undir fyrirsögninni „VÉLBÁTURINN Þorbjörn RE 36 fórst í fyrrinótt“ við svokallað Kinnaberg skammt frá Reykjanesvita: „Einum manni af sex manna áhöfn bátsins, 

Atli Michaelsen

Atla Mikaelsen, var bjargað á síðustu stundu áður en allt brotnaði ofan af bátnum, en þá hafði félögum hans fjórum skolað út hverjum eftir annað og varð hann að fara frá þeim fimmta látnum í stýrishúsinu.
Tildrög þessa hræðilega slyss eru í stuttu máli þau, að vélbáturinn Þorbjörn var að veiðum út af Reykjanesi í nótt. Veður var vont, norðvestan stormur og mikill sjór. Veiðarfæri bátsins lentu með einhverjum hætti í skrúfunni og rak hann stjórnlaust til lands. Báturinn sendi frá sér neyðarkall og hafði samband við Loftskeytastöðina í Reykjavík. en mikil og afdrifarík mistök urðu á að senda björgunarsveitir á staðinn. Mun hafa sést frá báti þar úti fyrir, að gúmbátur fór frá Þorbirni til lands og talið víst, að mennirnir væru allir í honum, þannig, að vitavörðurinn og synir hans gætu gengið að þeim vísum. Mennirnir voru hins vegar allir um borð í hinum strandaða báti og höfðu misst gúmbátinn frá sér, áður en nokkur komst í hann.“
„BLAÐAMENN Morgunblaðsins fóru suður á Reykjanes þegar í gærmorgun eftir að kunnugt varð um hið hörmulega sjóslys, er vélbátuKinnaberg-1rinn Þorbjörn frá Reykjavík strand aði og fimm menn fórust. Bátinn hafði hrakið upp í þverhnípt björg í þröngri vík í nánd við Reykjanesvita, þar sem Kinnaberg heitir. Þar á staðnum blasti við hryggileg sjón. Flakið af Þorbirni var að brotna niður undan þungum sjógangi við stórgrýtta ströndina. Rétt fyrir utan bátsskrokkinn hékk stýrishúsið á grynningum, og spýtnabrak úr bátnum barst upp að ströndinni. Þá voru staddir við Kinnaberg nokkrir menn úr björgunarsveitinni frá Grindavík.
Þeir gátu ekkert aðhafzt 
lengur í beljandi norðanáttinni. Öll von var úti um að bjarga fleiri mannslífum. Þeir gátu aðeins freistað þess að ná líkum hinna látnu sjómanna á land.
Thorbjorn-flakHér á eftir fara samtöl við björgunarmennina, vita vörðinn í Reykjanesvita og formann björgunarsveitar-innar í Höfnum.
MORGUNBLAÐIÐ átti í gær tal við vitavörðinn í Reykjanesvita, Sigurjón Ólafsson, en hann kom fyrstur á strandstaðinn ásamt 3 sonum sínum og dóttur. Sigurjóni sagðist svp frá:
— Á þriðjudagskvöldið var auglýst, að rafmagnið yrði tekið af í Höfnum og þar með af Reykjanesvita. En hér er varamótor fyrir radíóvitann og Ijósvitann og setti ég hann í gang fyrir miðnætti. Beið ég svo ásamt syni mínum í radíó husinu eftir því, að rafmagnið yrði tekið af og gerðist það um kl. 12.20.
— Ég sagði syni mínum að vaka yfir mótornum til öryggis og vekja mig, ef eitthvað kæmi fyrir.
— Þegar klukkuna vantaði ca. 5 mínútur í 2 hringdi síminn. Það var loftskeytastöðin og var sagt, að bátur væri strandaður norðvestan við Reykjanes. Ég spurði, hversu margar gráður frá vitanum, en loftskeytastöðin sagði, að það hefði bara verið nefnt kennileiti. Ég taldi þá upp ýmis kennileiti, m. a. Kinnaberg, og sagði loftskeytastöðin, að það væri staðurinn.
— Ég hélt svo á strandstað ásamt 3 sonum mínum og dóttur og vorum við komin þangað um kl. 2.30. Gátum við ekið á bíl á móts við strandstað, en urðum að ganga um 1 km til sjávar.
— All margir bátar voru fyrir utan strandstaðinn, einir 6 eða 7 a.m.k., og lýstu þeir upp staðinn með ljóskösturum og blysum. Voru þeir mjög nærri, um 100 metra frá bátnum.
— Þorbjörn RE 36 var strsigurjon og sonurandaður nyrzt á Kinnabergi. Hann var ekki byrjaður að brotna, þegar við komum, en sat fastur á skeri um 150 metra frá berginu. Okkur virtist 5 menn vera um borð, en komumst að því síðar að þeir voru sex.
— Undir klettunum var gúmbátur og það fyrsta sem við gerðum var að athuga hvort einhver væri í honum. Gerði það einn sonur minn, en báturinn var mannlaus. Höfðu skipverjar misst hann frá sér áður en nokkur komst í hann.
— Við vorum með línubyssu, 2 rakettulínur og 4 skot. Ég gat skotið einni línu, sem fór milli mastrana á Þorbirni, en vindhviða feykti henni yfir afturmastrið og í sjóinn fyrir aftan skipið. Skipverjum tókst ekki að ná henni. Þegar ég ætlaði að skjóta aftur kom í ljós, að hin skotin þrjú voru óvirk. Ég veit ekki, hvað því hefur valdið. Ef til vill hefur raki komizt að þeim.
— Þegar svona var komið fórum við þrjú heim, en tveir synir mínir urðu eftir. Hringdi ég strax til björgunar-sveitarinnar í Höfnum og bað þá að koma með öll nauðsynleg björgunartæki.
— Björgunarsveitin kom ens fljótt og hún gat, en þá var aðeins unnt að bjarga einum manni. Það hafði hvesst mikið. Álandsvindur var, líklega um 7 vindstig, þegar hvassast var. Brim var mikið, gekk yfir bátinn og bergið líka. Um það leyti, sem maðurinn náðist í land, kom björg unarsveitin frá Grindavík, en henni hafði verið gert aðvart af einum bátnum.
— Synir mínir og menn úr björgunarsveitunum hafa verið á strandstað í dag. Eitt líkanna rak á land í morgun, en gengið hefur verið með fjörum án þess að fleiri fyndust, enda ei útsog mikið við Kinnaberg. Hins vegar hefur mikið brak úr bátnum rekið, svo og trollið.
— Núna síðdegis liggur bát urinn fast upp við bergið og má ganga út í hann. Er hann eins og ristur eftir endilöngu. Hliðin, sem að landi snýr, er nokkuð heilleg, en hin öll brotin, sagði Sigurjón.
MORGUNBLAÐIÐ náði í gær tali af Katli Ólafssyni, Óslandi í Höfnum, en hann er formaður björgunarsveitar Hafnamanna.
Thorbjorn-2014Ketill sagði, að þeir hefðu fengið boð um slysið á þriðja tímanum um nóttina og verið komnir þangað um kl. 3. Vegurinn að Kinnabergi væri mjög slæmur og auk þess hafi þurft að aka vegleysur á strandstað, en þetta hafi allt saman tafið fyrir.
Þegar við komum á strandstað, sagði Ketill, var skipið farið að brotna mikið, en það tókst hjá okkur að skjóta línu yfir bátinn og varð það til að bjarga þessum eina manni.
Ketill kvað allar aðstæður til björgunar erfiðar. Mjög hvasst hafi verið og mikið brim, en Þorbjörn legið fast upp við talsvert háa kletta.
Þá sagði Ketill, að ekki hafi verið gerlegt að skjóta línu á nýjan leik, því mönnunum hafi þá þegar verið skolað fyrir borð og stýrishúsið brotið af.
Ketill sagði, að jeppabíll frá björgunarsveit Grindavíkur, sem þá hafi verið kominn á staðinn, hefði farið með skipbrotsmanninn þegar í stað til Keflavíkur, énda hefði hann verið slæptur og þjakaður, en ekki sýnilega meiddur. Að lokum sagði Ketill, að menn yrðu á strandstað til að reyna að ná líkum hinna látnu á land.“

Heimild:
-Alþýðublaðið, 26. ágúst 1965, bls. 1.
-Morgunblaðið, 26. ágúst 1965, bls. 2.
Kinnaberg

Önglabrjótsnef

Í Tímanum árið 1951 mátti lesa eftirfarandi frásögn; „Þýzkur togari strandar við Önglahrjótsnef – Losnaði af grunni, sökk á skammri stundu en áhöfnin bjargaðist í annan togara“:
onglabrjotsnef-loftmynd„Klukkan 6.40 í gærmorgun strandaði þýzki togarinn Kartsburg Danh við Önglabrjótsnef, nyrðri tá Reykjaness, sunnanvert við Sandvíkurnar. Losnaði hann af grunni tæpum tveimur stundum síðar, en sökk síðan innan lítillar stundar. Forðuðu skipverjar, tuttugu menn, sér í björgunarbátana, og komust þeir i annan þýzkan togara, Hans Böchler, er var í námunda við strandstaðinn.
Fyrstu fregnir af strandinu Loftskeytastöðin í Reykjavík náði fyrst fregnum af strandinu, og lét hún Slysavarnafélagið þegar vita. En það sneri sér til björgunarsveitarinnar í Grindavík og vitavarðarins á Reykjanesi, Sigurjón Ólafssonar, er var einn karlmanna á bænum. —
Brá hann þegar við og fór á strandstaðinn með línubyssu og annan útbúnað, er til björgunar þurfti. Dró hann þetta eftir sér á sleða.
Meðan þessu fór fram var slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík að senda hina öruggu björgunarsveit sína af stað á stórum bifreiðum, en torfæri var yfir að fara og færðin hin versta. Björgunarsveit úr Höfnum lagði einnig af stað.
Loftskeytastöðin Í Reykjavík var í stöðugu sambandi við annan þýzkan togara, Schiitting, er var á þessum slóðum, og tilkynnti hann, að Karlsburg Danh væri strandaður við Öngiabrjótsnef, og voru önnur skip látin Onglabrjotsnef-21vita um þetta. Klukkan 8,20 tilkynnti Schütting, að hinn strandaði togari hefði losnað af grunni og hefði getað hreyít vél sína en mikill leki væri kominn að skipinu. En eftir þetta segir ekki af skipinu, því að það sökk að skammri stundu liðinni.
Sigurjón Ólafsson vitavörður segir svo frá, að hann hafi séð skip, er mikið rauk úr, á hreyfingu hjá Karlinum svonefndum, er hann kom fram á Önglabrjótsnefið. Hugði hann, að þetta væri skip, sem komið hefði til aðstoðar. En nú bar leiti á milli ntla stund, en vitavörðurinn sá aftur þangað, sem skipið átti að vera, var það horfi með öllu, og sást ekki annað eftir en gufumökkur. Til skipsbátanna sást ekki heldur. Ætlaði vitavörðurinn varla að trúa því, að skipið hefði sokkið svo skjótt. Kona vitavarðarins sá hins vegar heiman frá bænum lítinn bát á floti, og gaf hann frá sér rauð ljósmerki.
Það er af áhöfninn fá Karlsburg Danh að segja, að hún sá brátt, að skipið hlaut að sökkva á örskammri stundu. Fóru skipverjar, tuttugu menn, í skyndi í skipsbátana tvo, og komust þeir heilu og og höldnu í þriðja þýzka togarann, sem kominn var. á vettvang, Hans Böchler. Urðu skipverjar á honum bátanna varir og fór til móts við. Þá og á tíunda tímanum komust skipbrotsmenn um borð í hann.
Hans Böchler kom með skipbrotsmennina til Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Voru þeir allir hressir. Slysavarnafélagið tók á móti þeim. Erfiðlega mun hafa gengið að útvega þeim gististað, því að flugvallarhótelinu hefir nú verið lokað. Hljóp Hótel Skjaldbreið að síðustu undir bagga, og fengu skipbrotsmennirnir gistingu þar.“

Heimild:
-Tíminn, 9. febrúar 1951, bls 1 og 7.

Önglabrjótsnef

Þýskur togari líkur Karslburg Dahn.

Vogavík

Eftirfarandi frásögn Pálma Hannessonar um hvarf Ólafs Þorleifssonar frá Miðhúsum á Vatnsleysuströnd árið 1900 birtist í Faxa árið 1968:
olafsvarda-501„Á Vatnsleysuströnd ganga hraun út í sjó, sem kunnugt er, og liggur byggðin fast með sjónum fram. Áður fyrr, meðan sjór var sóttur á opnum bátum, var þar fjölbýlt mjög og útróður mikill. Nú er þar færra um, en þó allþéttbýlt, og standa bæirnir í hverfum, samtýnis. Suður frá byggðinni heitir Strandarheiði, flatlendi mikið, er hallar hægt til norðurs, frá Fagradalsfjalli að sjó. Öll er hún hraunum hulin, en hraunin forn og víða grasi gróin eða lyngi. Fyrrum óx þar einir til mikilla muna, en hrísrif var stundað frá flestum bæjum á Ströndinni, því að lítið féll þar til af eldiviði, og eyddist þá einirinn. Vestan við Strandarheiði heitir Vogaheiði eftir Vogum (Kvíguvogum). Gjár og hraunsprungur eru víða á heiðinni. Snúa þær allar frá suðvestri til norðausturs, og hefur landið sigið um sumar þeirra. Hrafnagjá heitir sú, er næst verður byggðinni, og er hún mest. Sunnan við hana er Huldugjá, þá Klyfgjá, sú er hér hefur fengið nafn sitt, en kunnugir telja þó, að það muni stafa frá hrísflutningum þeim, er áður getur.

olafsvarda-502

Sauðland er gott á Strandarheiði, og gengur fé þar úti framan af vetri, þegar tíð er góð, en vitja verður þess öðru hverju, einkum ef áfelli gerir, og er þá oft smalað til heimalanda eða húsa.
Árið 1900 bjó sá maður að Miðhúsum í Hlöðuneshverfi, er Ólafur hét Þorleifsson. Kona hans hét Valgerður Bjarnadóttir, og áttu þau tvö börn ung. Ólafur var nær fertugu, er hér var komið, fæddur 10. júlí 1861 að Austurkoti í Brunnastaðahverfi og alinn þar upp hjá móður sinni, Valgerði Guðnadóttur, er talin var merkiskona, en föður sinn missti hann árið 1896.
Laugardaginn 22. des. þetta ár bjóst Ólafur til heimanferðar til þess að leita kinda, er hann átti uppi í heiði, Vogaheiði eða Strandarheiði, og bjóst hann við að þurfa að fara allt upp að Fagradalsfjalli, en þangað er talinn þriggja stunda gangur. Lagði Ólafur af stað um dagmálabil. Var þá útsynningsstormur og éljagangur, en snjór talsverður á jörðu.

olafsvarda-503

Þegar leið á daginn, harðnaði veðrið, og var þó ratljóst talið til kvölds. Uggðu menn því eigi um Ólaf, enda var hann gagnkunnugur á heiðunum og talinn mikill dugnaðarmaður. Leið svo dagurinn. En um kvöldið, er bóndi var eigi kominn, þótti sýnt, að honum hefði hlekkzt á með einhverjum hætti. Var þá sent til Teits, bónda á Hlöðunesi, bróður Ólafs, og Jóns Jónssonar Breiðfjörð, hreppstjóra á Brunnastöðum. Teitur brá við skjótt, sendi í liðsbón um alla sveitina og varð vel til manna. Næsta morgun í dögun var hafin leit með 30—40 manns, er þeir Teitur og Jón hreppstjóri stjórnuðu. Daginn áður höfðu Vogamenn verið í samalamennsku uppi á Vogaheiði. Kom það nú upp, að þeir hefðu séð til Ólafs um hádegisbil hjá Kálffelli, en svo nefndist hóll sunnanvert á heiðinni skammt frá Fagradalsfjalli. Héldu nú sumir leitarmanna þangað, en hinum var skipað í flokka, og leituðu þeir heiðarnar báðar frá bæjum suður að Fagradalsfjalli. Hjá Kálffelli fundust för Ólafs. Hafði hann setzt þar niður og skotið undir sig staf sínum til þess að blotna ekki. Síðan var slóðin rakin um sinn, en með því að Vogamenn höfðu lagt þarna leið sína sama dag, reyndist eigi unnt að halda henni til lengdar, hversu mjög sem reynt var, og höfðu þeir bræður Ólafs, Teitur og Kristinn, lagt sig mjög í líma um það. Veður var gott þenna dag, og þótti leitast vel, en allt kom það fyrir ekki. Næsta dag, sem var aðfangadagur jóla, var leitað að nýju og enn milli jóla og nýárs tvo daga í röð hið minnsta, en ekki urðu menn neins vísari að heldur um afdrif Ólafs. Hitt var af líkum ráðið, að hann hefði villzt og orðið úti, þótt undarlegt þætti. Eitthvað mun hafa verið leitað meira, einkum næsta vor, er snjóa leysti, en allt var það unnið fyrir gýg sem fyrr. Leið svo tími fram, og fyrntist smátt og smátt yfir atburði þessa, eins og gengur. Hvarf Ólafs Þorleifssonar virtist mundu verða eitt þeirra leyndarmála hins óbyggða auðnageims, sem aldrei verður uppvíst um, en hverfa óráðin í fjarska tímans.
Þannig liðu þrír áratugir. Aldamótakynslóðin týndi tölunni, og miklar breytingar urðu á högum manna, ekki sízt á Vatnsleysuströnd, þar sem hinn forni bátaútvegur lagðist niður að mestu. Þá var svo til einhvern dag á öndverðri jólaföstu árið 1930, að fé var smalað um Stkalffell-501randarheiði.
Að áliðnum degi voru þar þrír menn á ferð með kindahóp, er þeir ráku heim á leið. En er þeir voru komnir að Klyfgjá, vildi svo til, að þrjár kindur hrukku ofan í hraunsprungu, sem verður skammt frá aðalgjánni. Sprunga þessi er um 50 metra löng og á að gizka alin á breidd, þar sem kindurnar fóru niður, en barmar þverbrattir og ókleifir með öllu. Dagur var liðinn að kvöldi, og gátu þeir félagar ekkert að gert til þess að ná fénu að sinni. Var það því ráð þeirra, að hlaða vörðu við sprunguna. Síðan héldu þeir heim.
Daginn eftir fóru þeir félagar aftur upp að gjánni og höfðu með sér vænan kaðal og annað, er með þurfti. Einn þeirra, Rafn Símonarson frá Austurkoti, seig í sprunguna, og reyndist hún 30 metra djúp, þar sem kindurnar höfðu fallið í hana. Hafði ein þeirra rotazt, en hinar voru lifandi og náðust upp jafngóðar. En nokkrir vafningar urðu þó við þetta allt, svo að Rafni vannst tóm til að kanna sprunguna. Kemur hann þá auga á stafbrot, er stóð upp úr rifu ofarlega í sprungunni, og þykir honum augljóst, að það hljóti að vera þangað komið af mannavöldum.

kalffell-502

Litast hann nú betur um og finnur þá annað stafbrot neðar. Rafn hafði heyrt um hvarf Ólafs Þorleifssonar og kemur nú í hug, að hér muni vera stafur hans í tvennu lagi og muni þá eigi langt að leita hinzta náttstaðar sjálfs hans. En snjór var fallinn í sprunguna, og þótti Rafni því örvænt um, fleira fyndist þar um sinn. Hirti hann því stafbrotin, og héldu þeir félagar heim við svo búið.
Í þennan tíma bjó Agúst Guðmundsson að Halakoti, fróður maður og langminnugur. Kom Rafn að máli við hann um kvöldið og spurði, hvort hann myndi eftir stafnum, sem Ólafur í Miðkoti hafði átt og haft með sér, þegar hann varð úti. Ágúst lýsti stafnum þegar, og bar lýsingunni saman við brotin, sem Rafn hafði fundið. Þótti þá sýnt, að Ólafur hefði fallið í sprunguna um kvöldið í útsynningsbylnum, verið á réttri leið og kominn miðja vegu heim frá Fagradalsfjalli. Var nú ekki meira að gert um sinn. En um vorið, þegar leyst hafði snjó úr gjám, var þar til tekið, sem fyrr var frá horfið. Fóru þá fjórir menn af Vatnsleysuströnd suður að Klyfgjá, og var Rafn Símonarson einn þeirra.
Seig hann í hraunsprunguna sem fyrr og fann þar á snös eða olafsvarda-504stalli skammt niður frá brún bein Ólafs Þorleifssonar og fötin, sem hann hafði verið í. Annar lærleggurinn var brotinn en fætur og fótleggir höfðu fallið lengra niður í sprunguna. Rafn tíndi nú saman beinin og lét þau í kassa, en þeir félagar fluttu þau síðan heim að Austurkoti. Þannig komust leifar Ólafs Þorleifssonar heim á æskuheimili hans eftir 30 ára töf. Var nú gerð lítil kista að beinunum, en að því búnu voru þau jarðsett að Kálfatjarnarkirkju. Margt var um þetta talað, eins og vænta má. Enginn veit þó með vissu, hvernig endadægur Ólafs Þorleifssonar hafi að höndum borið, nema hvað augljóst er, að hann hefur fallið í sprunguna hjá Klyfgjá. Hitt var helzt af líkum ráðið, að hann hefði ekki hrapað til botns, heldur stöðvazt á stallinum, þar sem beinin fundust, reynt síðan að vega sig upp á stafnum með því að skorða hann um sprunguna þvera, en stafurinn þá stokkið í tvennt, enda var hann ekki sterkur. Þá, fremur en í fyrri byltunni, virðist hann hafa lærbrotnað, þótt hvort tveggja sé að vísu til. En úr því að svo var komið, voru sundin lokuð, Ætla má, að Ólafur hafi þá setzt á stallinn og beðið þess, er verða vildi. Löng og dapurleg hefur sú vist að vísu orðið slösuðum manni, unz óminni dauðans kom yfir hann.
Það var haft eftir manni einum, sem var í leitinni að Ólafi árið 1900, að þeir félagar nokkrir hefðu farið fast við endann á sprungunni, en engin missmíð séð þar og ekkert heyrt, er vakti athygli þeirra. Kallað hefðu þeir þó öðru hverju. Saga þessi er skráð að mestu eftir heimildum frá Ágústi Guðmundssyni í Halakoti á Vatnsleysuströnd.“ Pálmi Hannesson rektor.

Heimild:
-Faxi, 28. árg. 1968, bls. 219-221.

Ólafsvarða

Ólafsvarða.

Kleifarvatn

Boðið var upp á siglingu um Kleifarvatn. Það er jú sitthvað að horfa yfir vatnið frá landi og að horfa á landið frá vatninu.
Jói Davíðs hafði fjárfest í bát með endurnýjuðum Skipsstjórinnvistvænum hreyfli og öllu tilheyrandi. Einhver kvóti fylgdi með pakkanum, en aflaheimildir lágu ekki ljósar fyrir því Fiskistofa hafði enn ekki úthlutað slíkum heimildum fyrir árin 2006, 2007 og 2008 (er sem sagt langt á eftir líkt og margar aðrar ríkisstofanir).
Eftir að hafa bakkað bátsvagninum út í vatnið svo langt sem jeppinn þoldi var hafist handa við að losa og fleyta bátnum út. Væntanlegir farþegar hjálpuðu til, hver og einn – með hugarorkunni frá landi. Að „vatnssetningu“ (sbr. sjósetningu) lokinni var  báturinn handfærður í haglega gert naust nær landi svo stíga mætti um borð þurrum fótum. Hver og einn sem og skipsstjórinn íklæddust flotvestum. Salernisaðstaða var m.a.s. til staðar, ef á þyrfti að halda. Aðstaðan var þannig úr garði gerð að hægt var umbreyta aðstöðunni í einu vetfangi, t.d. í veisluaðstöðu eða bara skjól fyrir veðrum, ef þurfa þótti.Á naglföstu löggildingarspjaldi  í bátnum mátti sjá hversu margir máttu vera um borð og hversu mikið í tonnum báturinn gat borið.  Skipstjórinn sýndi og útskýrði helsta búnað, hvernig ætti að bregðast við ef út af myndi bregða (sem auðvitað gat ekki gerst því með slíkan skipsstjóra þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur).
Ýtt var úr vör – og látið reka meðan skipstjórinn tengdi öll tól og tæki, ræsti hreyfilinn og tók stefnuna. Umhverfisvænt hljóðið í aflvélinni sameinaðist gáruhljóðinu á vatninu, hægum andvaranum og nálægum fuglasöng. Þegar gefið var inn hvaddi stefnið vatnsflötinn og myndarlegt kjalfar myndaðist aftan við bátinn. Dýptarmælirinn vaktaði botninn og allt þar á milli. M.a.s. hver einasti fiskur sást á mælinum.
Rödd skipstjórans rauf samofin umhverfishljóðin; „Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,2 km² (reyndar stundum 10.0 km² – fer eftir vatnshæðinni), og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli, a.m.k. ekki ofanjarðar. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel, þannig að veiði (er) var um tíma ágæt. Sumir telja að besti veiðistaðurinn er syðst í vatninu þar sem heitt jarðvatn frá hverasvæðum sytrar út í vatnið, en reyndir veiðimenn vita að besti veiðistaðurinn er undan norðanverðu Hvannahrauni (Hvammahrauni) austan við vatnið.

Myndanir

Kleifarvatn er mjög kalt frá náttúrunnar hendi, en volgrur þessar skapa bleikjunni ákjósanleg skilyrði. Eldbrunnið og hrjóstrugt umhverfi vatnsins er bæði sérstakt og fagurt, eins og sjá má.  Í jarðskjálftunum 17. og 21. júní 2000 opnuðust sprungur á vatnsbotninum og vatnsborðið lækkaði verulega, en byrjaði að hækka aftur árið 2004. Nú er vatnið komið á ný í „eðlilega“ stöðu. Segja má með nokkrum sanni að Kleifarvatns sé eins vístalan, gengisþróunin eða verðbólgan; hækkar og lækkar með án þess að ástæðan virðist augljós.“
Eftir að hafa fylgt vesturströndinni um tíma og skoðað bergmyndanir, veðranir og rof, upplýsti skipstjórinn eftirfarandi í stuttu máli: „Í Kleifarvatni er að sögn manna vatnaskrímsli. Ekki halla ykkur of langt út fyrir borðstokkinn. Allur er varinn góður. Árið 1755 t.d. sást undarleg skepna líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni. Árið 1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

Gullbringa

Maður nokkur kvaðst oft, bæði einn og með öðrum, hafa séð hana og aðgætt vel því hún hefði oft verið uppi tvær mínútur. Hann bætti því líka við að menn og konur sem voru að vinnu við vatnið í stilltu veðri og sólbjörtu 1749 í ágústmánuði hefði allt séð þennan orm miklu betur en nokkrir aðrir áður þegar hann skaut sér upp úr vatninu og skreið upp á mjóan tanga eða nes og lá þar hér um bil tvo tíma uns hann fór aftur í vatnið. Fólkið þorði eigi að líta af honum en flýði eigi heldur af því hann lá kyrr. Þó gat það eigi lýst hversu hann hreyfði sig frá og í vatnið, dróst saman og rétti úr sér á mis.“
Allt í einu tók dýptamælirinn við sér með skerandi són í kyrrðinni. Dýpið var um 15 metrar. Skammt utar sást bakki þar sem vatnið snardýpkaði niður 97 metrana. Milli botnsins og bátsins sást eitthvert rautt ferlíki (hitamynd), a.m.k. tvöföld lengd bátsins og eftir því breytt. „Hann er stór þessi“, sagði skipsstjórinn, sallarólegur. Allir góndu á hann og skjá mælitæksins til skiptis. Það sem á skjáinn kom hvarf hins vegar jafn skyndilega og það hafði komið.

Myndanir

„Hvað var þetta“, var spurt og allir horfðu á allt og alla, nema vatnið. Á það þorði enginn að líta. Högg kom á fleyið. Einhver greip andann á lofti og annar öskraði. Allt virtist vera að fara úr böndunum. Skýringin kom þó fljótlega í ljós þegar gaf á bátinn. Þetta var þá bara stærri alda á vatninu. Báturinn hafði komið fyrir tanga og vindurinn náði að blása upp streng utan við hann og ýfa vatnsborðið upp verulega. Skipstjórinn var snöggur upp á lagið, sló af og venti um 66° – lagði þvert á vindinn. „Líklega gamli landsímastrengurinn. Hann var lagður hér í vatnið fyrir Syðristapa og áfram út fyrir Innri-Stapa (Stefánshöfða)“. Af svipnum að dæma virtist hann vita betur. Fleyið vaggaði liðlega líkt og það væri að sofna. Kyrrðin öll varð skyndilega mínus 10%. Gullbringa baðaði sig fallega í sólinni handan vatnsins.
Framundan birtist falleg vík, eða víkur, n.k. Leynivíkur. Ótrúlegt að þær skyldu geta dulist þarna svona fyrir fótferðalöngum frá þjóðveginum, svo örskammt frá honum; sandfjörur, klettamyndanir og skútar, sem vatnið hefur mótað í aldanna rás.
Myndanir„Hér sjáið þið jarðmyndunina í þverskurn“, sagði skipsstjórinn. „Og rofmyndunina í kjölfarið“, bætti hann við. „Undirlagið er bólstraberg, enda má hér sjá margan bólstran, sem fáir hafa augum litið – fram að þessu. Ofan á hefur setmyndunin (móbergið) lagst. Bólstrabergið og móbergið mynduðust í gosi í sjó, líklega á síðasta jökulskeiði. Þá urðu hálsarnir til; Sveifluháls og Núpshlíðarháls auk fleiri fjallshryggjamyndana á þessu svæði. Gosið hefur tekið langan tíma og umbreyst er á leið hrinuna. Því má hér sjá bert bólstraberg, hreint móberg og loks blendna gosmyndun þar sem hraun og/eða bólstraberg umverpir móbergið á köflum. Líklega er hér um að ræða einstakar jarðmyndanir, a.m.k. sem sjá má með berum augum. Vatns- og vindrof hafa síðan sett sinn svip á heildarmyndina; mulið niður mýkri jarðlög, sorfið þau út milli þeirra harðari svo til hafa orðið skútar og rásir. Það eitt er ekki það merkilegasta, heldu hitt hversu hátt vatnið hefur náð upp í klettana við þessa iðju sína. Ef vel er að gáð má sjá vatnsrofið a.m.k. upp í 5-6 metra hæð. Það segir okkur bara eitt; vatnsyfirborð Kleifarvatns hefur á stundum verið miklum mun hærra en nú er. Enda eru til sagnir að vatnið hafi flætt um sunnanvert svæðið þar sem nú er Nýjaland og Innra-land, allt að Grænavatni.

Syðri-Stapi

Þar er affallsfarvegur, sem sýnir að vatn hefur runnið yfir ásana ofan við Stóra- og Litla-Nýjabæ og allt til sjávar. Austari-Lækur (Eystrilækur) hefur þá breytt um farveg og runnið mun vestar skammt norðan og ofan við Krýsuvíkurberg, líkt og sjá má á þurrum árfarvegi við Eyrarkot, fornar tóftir austarlega undir Selöldu.“
Og hann bætti við: „Sveifluhálsinn, sem þið sjáið hér ofan við vatnið, varð til við slíka myndun á sprungurein undir jökulhettunni. Jaðrana á þeim látum má sjá hér við Kleifarvatnið, þ.e. útskot frá megingosinu. Systurnar þrjár; vindar, vatn og vetur hafa síðan í u.þ.b. 11.000 ár hjálpast til við að ná lóðréttri jarðmynduninni niður á láréttan flöt. Allt leitar að lokum til hins lárétta“, sagði skipsstjórinn með stóískri ró og horfið yfir undrin – líkt og allt þetta mikla og stórkostulega náttúruundur væri bara jafn sjálfsagt og siglingin á vatninu.
Dýptamælirinn nákvæmi staðsetti nákvæmlega sérhvern fisk (og sérhverja furðuskepnu) á siglingaleiðinni. Hvorutveggja eru verkefnin framundan. En sjónumprýdda umhverfið var það sem gaf gildið þá stundina og mun varðveitast í augum sjáendanna meðan varir.
Frábært veður. Ferðin tók 2 klst og 2 mín. (Sjá fleiri myndir undir MyndirÝmsar myndir hér á vefsíðunni (sjá efst á stikunni.))
Fleyið

Hrauntún

Á Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1938 er m.a. fjallað um „Örnefni í Þingvallahrauni„.
Þar er getið um hrauntun-heimtrodsvonefnda Selhóla austan Hrauntúns: „Austan-frá Sláttubrekkum, norður-af Hellishæð, er Flekkuhóll; er hann stór um sig, með smá-hólum og lautum, allt skógi og grasi vaxið. Norður af honum og Sláttubrekkum er Bruni; var þar eyða mikil í skóginn, sem stafaði af því, að kviknað hafði í reiðingin á hesti og eldurinn komizt í skóginn. Það mun hafa skeð um 1859 (eða ’60). Var sá blettur þraut-beittur á vetrum; voru þar oft hagar, þótt litlir væru annars staðar, og færð betri, því að þar reif snjó meira, vegna skógleysis. Þrátt fyrir beitina óx þar aftur skógur smátt og smátt; um aldamót voru komnir runnar um allan blettinn, en sást þó mjög greinilega fyrir honum. Um 1930 sást hann tæplega eða alls ekki.
Norðaustur af Bruna eru Selhólar tveir, annar með vörðubroti. Þeir eru rjett norður frá Flekkhól. Norðaustur af þeim er Syðri-Gapahæð; snýr hún í suðaustur og norðvestur; er hún skógi vaxin að suðaustan, en skógarlítill að norðaustan. Vestan í henni er sjerstakur klapparhóll; hann heitir Grenhóll Austur af Flekkuhól, norður frá Selstíg, eru tveir stórir, sjerstakir hólar með litlu millibili. Þeir heitai Svínhólar. Þar er Þingvallahraun hæst og hallar þaðan í allar áttir, nema austur. Er þaðan víðsýni mikið. Suðaustur af Svínhólum, norðaustur af Hrafnagjárenda, er allstór hóll, sem Rauðhóll heitir. Fyrir norðan Svínhóla kemur Hrafnagjá aftur í ljós, þó miklu sje hún minni en að sunnanverðu, og heitir nú Gaphæðagjá, og í Innri-Gapahæð hverfur hún alveg.“
Skv. því áttu Selhólar að vera spölkorn sunnan við sauðfjárveikigirðingu er umlykur Þingvöll. Þegar gengið var á hnitið kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Þegar komið var á vettvang var efitt að sjá að þarna gæti hafa verið bæjarstæði, sem þó hefði þá verið það á mjög  ákjósanlegum stað. Tóftir, mjög gamlar, virtust vera sunnan undir lágum aflöngum klapparhól. Efst á honum var fallin varða, mosavaxin. Grjótið var þá augljóst. Undir hólnum virtist vera grasi gróin geil inn að honum. Mótaði fyrir veggjum beggja vegna, þó ekki hleðslum. Stafn hefur verið mót suðri. Gata lá framan við. Til beggja hliða virtust vera leifar minja, gerði til vesturs og hús til austurs. Þar virtust geta hafa verið tvískipt tóft. Gaflar sneru mót suðri. Stór varða var neðar í hrauninu, skammt austan við Hrauntúnsbæinn. Vel sást yfir að Þingvallavatni.
Hafa ber í huga að landið hefur breyst mikið á Litla-Hrauntun-991umliðnum öldum. Varða var á klapparhól skammt suðvestar. Milli hans og „bæjarstæðisins“ voru grónir hraunbollar, sem vatn gæti hafa safnast saman í. Skammt austar var opin djúp (botnlaus) gjá, en í hana hefði hugsanlega verið hægt að sækja vatn. Allt um kring voru grasbollar og skjól, hin ákjósanlegasta fjárbeit.
Hrauntún var fyrrum selstaða frá Þingvallabænum, en þar byggðist síðan bær 1830. Örnefnið „Selhólar“ og „Gamli stekkur“ gefa til kynna að þar hafi fyrrum verið selstaða frá Hrauntúni. En þar sem einungis er u.þ.b. 10 mín. gangur á á millum mátti ætla að þar væri a.m.k. stekk að finna, en angar aðrar minjar, s.s. hús, þ.e. að um heimasel hafi verið að ræða.
Þegar hólarnir og svæðið umhverfis var skoðað mátti vel rekja stíg frá suðaustanverði túngarði Hrauntúns að hólunum.

Hrauntun-992

Þegar gengin er gamla gatan frá Skólgarhólum að Hrauntúni má hafa eftirfarandi lýsingu til hliðsjónar: „Rjett fyrir norðvestan túnið í Skógarkoti er brekkumynd vestan í hæð, sem heitir Rjettarhæð; skammt norðvestur þaðan eru vörðubrot á þremur smá-hólum; þær heita Jafningjar. Austan við þær liggur hin nýja gata upp að Hrauntúni, sem rudd var um 1910 til 1912; áður var gatan upp svo-nefndar Brúnir. Austur frá Jafningjum, skammt norðaustur frá túninu, heita Djúpudalir; eru þeir tveir. Þar austan-við er hin gamla Hrauntúns gata; á milii Djúpudala og Skygnis er hóll með vörðubroti, sem heitir Gráa-varða. Þaðan frá Djúpudölum, hækkar hraunið norður eftir, og er það kallað einu nafni Brúnir. Er fyrst Neðsta-brún; austast á henni er Smalavarða; er það dálítil grjóthrúga, norður og upp frá Strýtuhólum; brúnin er einnig kölluð Smalavörðubrún. Vestur frá henni, norður frá Djúpudölum, eru hólar nokkrir, er heita Hrútaklettar. Dálítið ofar en Neðsta-brún er Mið-brún, þá Efsta-brún. Þar sjezt fyrst heim að Hrauntúni, þegar þessi gamla gata er farin. Austur af Miðbrún eru Stórhólar tveir, þar sem hækkar hraunið til norðausturs frá Mosalág, þar til nokkuð fyrir norðan Músarhóla og upp undir Tvívörður. Þær eru í stórum bala, bar sem hraunið hættir að hækka, og heita þær nú Þorsteins-varða. Því að rjett fyrir 1900 var vinnumaður í Skógarkoti, sem Þorsteinn hjet Þorbergsson, og hlóð hann eina vörðu úr tveimur. Frá Efstu-brún er mishæðalítið, gras- og skógar-lautir með smá-hólum, heim að Hrauntúni. Stutt vestur af Efstu-brún er vörðubrot lítið, sem heitir Markavarða. Í Þingvallalandi var engum afnotum skipt milli hjáleignanna, nema skógarhöggi.
hrauntun-993

Norður af Jafningjum er stór hæð, og norður af henni Miðhólar, smá-hólar nokkrir; á milli þeirra og Markavörðu er all-einkennilegur hóll, klofinn mjög og grasi gróinn að neðan; hann heitir Eyvindarhóll. Hjá honum liggur hin nýja gata milli Hrauntúns og Skógarkots.
Frá Markavörðu, fyrir norðan Eyvindarhól, gengur lægð talsverð til vesturs; sunnan-við lægðina er óglögg skógarrönd niður að Miðhólum, en norðan-við hana eru hæðir, vaxnar þjettum skógi og grasi, svo að varla sjezt á stein; þær heita Kolgrafarhólshæðir; hæst á þeim er vörðubrot, sem heitir Litla-Gríms-varða, sem nú hefir lengi verið kölluð í daglegu tali Grímsvarða. Við vesturenda hæða þessara er Kolgrafarhóll. Þaðan gengur lægð til norðausturs alla leið að Stóruvörðu. Hallinn austan við lægðina heitir Þrívarðnaskógur, sem hefur nafn af þremur vörðum á austurbarmi Þrívarðnagjár, norðan við götu þá, sem er frá Hrauntúni út á Leira. Gjáin er að mestu gjárholur á hraunbrúninni, þar sem lægðin byrjar að myndast frá Kolgrafarhæðum norður fyrir Þrívörður.

hrauntun-994

Vestan við slakkann hækkar hraunið á dálitlum kafla vestur að Leiragjá,.. Í miðjum slakkanum er Birkihóll, talsvert stór um sig, klofinn mjög og skógi vaxinn.
Frá Þrívörðum austur að Hrauntúni er hraunið fremur sljett, grösugt og skógi vaxið. Ejett fyrir vestan túnið er Litla-varða og þjett við túngarðinn að vestan Hellishóll. Hrauntún var fyrst sel frá Þingvöllum, en 1830 byggði Halldór Jónsson þar, og bjó þar í mörg ár. Árið 1935 var það lagt algjört í eyði, eins og aðrar jarðir í Þingvallahrauni.
hrauntun-995Stutt fyrir austan túnið er Skygnisvarða; þar byrja Skygnirnar þeir, er fyr voru nefndir. Að sunnan við þá gengur slakki austur að Klofhól, sem er suður af Háskygnirahólum. Stutt austur-af Skygnisvörðu er Hálfa-varða, og er hún sízt meira en hálf. Á móti henni, sunnan við slakkann, eru litlir grjóthólar, sem heita Gráu-klettar, norðan-við Gaphæðaslóða, sem að mestu voru fjárslóðar og lágu austur að Gapa; góðan kipp þar suður-af er áður-nefnd Þorsteinsvarða. Dálítið austur af Hálfu-vörðu er Gamli-stekkur; í djúpum hólkrók sjest þar glöggt til tófta. Nokkuð í hásuður þaðan er Þorsteinshóll og suður af honum Kolgerðir, mishæðótt svæði í skóginum.

hrauntun-996

— Norðaustur frá Hrauntúnsbæ gengur annar slakki norðan Skygnira, norðaustur að Brúnavörðu. Eftir slakka þessum liggur Víðivallagata, sem notuð var til heyflutninga af Hofmannaflöt í mörg ár. Norður af Gamla-stekk, sunnan götunnar, eru Stórhólar tveir; vestan hennar er Lamabgjárhraun alla leið frá Hrauntúni að Ármannsfelli, austur að Víðivöllum og vestur að Sandskeiðum. Austast í því, norður af Stórhólum, er Jarpmerarhóll.
Þaðan norð-austur frá eru Brúnir með samnefndri Hrauntun-gamli-stekkur-2vörðu á hæsta hólnum austan götu; er hún góðan kipp suður frá Víðivöllum og suð-vestur frá Mjóafellsvörðu, sem áður hefur verið getið. Norðaustur af Brúnavörðu er laut, sem oft stendur í vatn; þar heitir Grýlupollur.
Rjett fyrir norðan túnið í Hrauntúni er hóll, stór og djúpt klofinn, og hefur verið notaður til að geyma í kindur yfir stuttan tíma, með því að hlaða fyrir sprunguna, og er hún grasi vaxin í botninn. Hóllinn heitir Lambagjá. Stutt þar norður frá ber hæst á litlum, skörpum hól, sem heitir Nibba. Norður þaðan er Kerjavarða; ber hún nafn af kerjum nokkrum, sem þar eru. En ker eru hellar, sem þakið hefur fallið niður í og engin útgangur er úr, nema beint upp. Þau voru oft hættuleg fje, sem hljóp þar niður, en komst ekki upp aftur. Þau eru venjulegast í sljettum bölum. Efst í Lambagjárhrauni, niður undan Stóra-gili, er stekkur, sem notaður var frá Hrauntúni, þar til, að ekki þurfti meir á að halda.“
Frábært veður.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 46. árg. 1937-1938, Örnefni í Þingvallahrauni, Ásgeir Jónasson, bls. 49-50 og 154-156.

Hrauntún

Hrauntún – loftmynd.

Brennisteinsnám

Í útvarpsþættinum „Tímakorn“ ræddi Ragnheiður Gyða Jónsdóttir þáttastjórnandi við Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur (Jógu) frá Vatnsleysuströnd um brennisteinsvinnslu. Jóhanna hefur verið í námi í sagnfræði við Háskóla Íslands og skrifaði m.a. ritgerð um brennisteinsvinnslu hér á landi í tíð Innréttinganna, auk þess sem hún hefur kynnt sér sérstaklega eiginleika, vinnslu og notkun brennisteins hér á landi. Hún hélt erindi um efnið á ráðstefnu „Félags um 18. aldar fræði“. Heyra má viðtalið HÉR.
BúðirHér er aðallega lögð áhersla á þann hluta í erindi (ritgerð) Jóhönnu er lýtur að Reykjanesskaganum, þ.e. Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum.
„Ísland hefur sjaldan borið á góma þegar rætt hefur verið um hergagnaframleiðslu. Þó má færa rök fyrir því að Ísland hafi tekið þátt í framleiðslu hergagna en töluvert magn af brennisteini var flutt út frá Íslandi til púðurframleiðslu út í Danmörku, einkum á 16. öld. Einnig var brennisteinn fluttur út á 18-19. öld, þó í eitthvað minna mæli en á þeirri sextándu. Í þessari ritgerð er ætlunin að fjalla um þær tilraunir og nýjungar sem voru gerðar á vinnslu brennisteins í tíð Innréttinganna, þ.e. á tímabilinu frá 1752-1806. Leitast verður við að skýra út vinnubrögð og aðferðina við hreinsun brennisteinsins eftir því sem hægt er. Fjallað verður um hvernig vinnubrögð breyttust og þróuðust á umræddu tímabili. Margt bendir til þess að púðurframleiðendur úti í Danmörku hafi verið óánægðir með þann brennistein sem kom frá Íslandi upp úr miðri 18. öld. Árið 1775 var danskur námufræðingur Ole Henchel að nafni, sendur til Íslands til að taka út og yfirfara brennisteinsverkið. Hann samdi mjög nákvæma skýrslu um brennisteinsnám og hreinsun brennisteins í kjölfar heimsóknarinnar. Þar kemur fram hvernig vinnslu brennisteins var háttað á síðari hluta 18. aldar. Ole Henchel lagði til ýmsar umbætur til að auka gæði framleiðslunnar. Þessum hugmyndum hans verða gerð skil hér og í framhaldi er svo athugað hvort þær hafi skilað tilætluðum árangri.
BrennisteinnBrennisteinsnám og brennisteinsvinnsla á Íslandi er lítið rannsakaður þáttur í sögu landsins. Af þeim sem það hafa gert mætti nefna fyrstan til sögunnar Hannes Finnsson biskup en hann skrifaði grein um brennisteinsnám og verslun á Íslandi í tíð Friðriks II Danakonungs í Rit hins íslenzka Lærdómslistafélags árið 1783. Þar fjallar hann mjög ítarlega og skemmtilega um verslun með brennistein frá 1560 til um 1600. Jón J. Aðils hefur lítilsháttar skrifað um brennistein í tengslum við rannsóknir sínar um Skúla fógeta og einokunarverslun Dana á Íslandi. Af síðari tíma mönnum sem eitthvað hafa fengist við skrif um bennistein verður að geta Ólafs Jónssonar en hann skrifaði nokkuð ítarlega yfirlitsgrein um brennisteinsnám í Þingeyjarsýslu í bókinni Ódáðahraun sem kom út árið 1945. Sæmundur Rögnvaldsson skrifaði lokaritgerð við Háskóla Íslands árið 1974 um brennistein í Þingeyjarsýslu frá því fyrstu sögur fara af brennisteini hér á landi og allt til endaloka vinnslunnar á 20. öld. Þá hefur nokkuð verið skrifað um brennistein í tengslum við rannsóknir á starfsemi Innréttinganna en þar hefur mest kveðið að Lýði Björnssyni. Í lokin verður að geta stutts yfirlitskafla Sveins Þórðarsonar um brennisteinsnám sem birtist í Iðnsögu Íslendinga XII árið 1998. Með þessari ritgerð er reynt að bæta aðeins við þá umfjöllun sem hefur átt sér stað um brennisteinsnám á Íslandi. Áhersla verður lögð á tímabil Innréttinganna og hreinsun brennisteinsins.
Tæki Innréttingarnar voru stofnaðar árið 1752 og voru fyrsta hlutafélag í sögu landsins. Stofnendur voru Skúli Magnússon landfógeti og fleiri íslenskir embættismenn, einkum sýslumenn. Atvinnurekstur fyrirtækisins var fjölbreyttur og nýstárlegur, mest kvað að vefnaði og úrvinnslu ullarafurða. Einnig voru gerðar tilraunir til umbóta í landbúnaði og fiskveiðum. Starfsemin var tilraun til umbreytinga á atvinnuháttum landsmanna og var brennisteinsnám og hreinsun brennisteins einn liður í því.
Þar sem brennisteinshreinsun er gamalt handverk og líklega engir sem kunna það enn í dag þótti ekki annað tilhlýðilegt en að gera nokkrar tilraunir með hreinsun áður en hafist var handa við samningu þessarar ritgerðar. Náð var í smávegis af brennisteini suður í Krýsuvík. Við tilraunirnar var stuðst við lýsingu Ole Henchels á hreinsun brennisteins. Brennisteinn er mjölkennt efni sem bráðnar við um 115°C og verður að vökva. Hreinsun brennisteinsins fór þannig fram í grundvallaratriðum að brennisteininn var bræddur í potti, í þessu tilfelli á gashellu úti í bílskúr.
Þegar brenniLeifar ofns í Brennisteinsfjöllumsteininn var bráðinn var dálitlu af lýsi hellt út í og hrært vandlega saman við. Leirinn og óhreinindin sem eru í brennisteininum eiga þá að sameinast lýsinu og fljóta ofan á. Óhreinindunum var síðan fleytt ofan af með spaða og brennisteininum hellt í mót. Í þessu tilfelli gleymdist reyndar að sía brennisteininn áður en honum var hellt í mótið og var útkoman í það heila líka frekar léleg, óhreinn brennisteinn með mikilli lýsisfýlu. Í annarri tilraun kviknaði svo í brennisteininum en það gat einmitt komið fyrir ef menn pössuðu að ofhita hann ekki. Við svo komið var ákveðið að hætta öllum frekari tilraunum í bili og kanna betur verkhætti 18. aldarinnar.
Einungis tvö landsvæði koma við sögu þar sem brennistein var að fá og mögulegt var að flytja út sökum vegalengdar til nálægra hafna, það eru Mývatnssveit og Krýsuvík. Í Mývatnssveit eru brennisteinsnámur á fjórum stöðum: á Þeistareykjum, við Hlíðarfjall, við Kröflu og loks Fremri námur upp við Ketildyngju en hreinsistöðin var á Húsavík. Þar var sá háttur hafður á flutningi brennisteinsins að bændurnir í nágrenninu sáu um að grafa brennisteininn og flytja til Húsavíkur og fengu þeir greitt visst pr. pund sem þeir komu með. Í Krýsuvík var þetta gert á dálítið annan hátt. Hreinsistöðin var staðsett í Krýsuvík og sáu kaupamenn yfir sumartímann um að flytja brennisteininn úr námum ofan úr fjallinu og niður að hreinsistöðinni sem stóð skammt frá. Dæmi er þó um að Krýsuvíkurbóndinn hafi sótt lengra, þ.e. upp í Brennisteinsfjöll en þau liggja um 13 km NA frá Krýsuvík.9 Brennisteinninn var síðan fluttur á hestum til Reykjavíkur þar sem honum var skipað út. Þetta á við þann tíma sem Innréttingarnar ráku vinnsluna sem var í Krýsuvík á árunum 1752-1763 og á Húsavík 1762-1806.
NámaBrennisteinn var notaður til púðurframleiðslu en púður var fundið upp í Kína á 10. öld, þróað af Aröbum í byssupúður á 13-14. öld og barst svo áfram til Evrópu fljótlega upp úr því. Brennisteinsnám á Íslandi mun vera þekkt allavega allt frá 13. öld en frá því segir í sögu Árna biskups Þorlákssonar að erkibiskup í Niðarósi hafi keypt brennistein héðan. Erkibiskupinn hefur þó varla verið að framleiða púður þar sem þekkingin til þess var ekki til staðar í Evrópu svo snemma. Eiginlega er ómögulegt að vita hvað hann gerði við brennisteininn nema ef til vil hefur hann notað hann til að gera svokallaðan herbrest en herbresti er lýst í sögu Lárentíusar biskups sem ógurlegum hávaða sem gerður var til að hræða óvini. Þá kemur brennisteinn við sögu í dómi einum frá 1340 en þá eru Íslandsfarar dæmdir til þess að greiða tíund af skreið, lýsi og brennisteini. Þessi dómur sýnir fram á að brennisteinn var mjög mikilvæg útflutningsvara á þessum tíma þar sem hans er getið í sömu mund og skreiðar og lýsis, en útflutningur á skreið og lýsi var einmitt að færast í aukanna á þessum tíma. Fáum sögum fer síðan af brennisteinsnámi hér á landi fyrr en á 16. öld en sú öld var blómaskeið íslenskrar brennisteinssölu og högnuðust þá margir vel. Konungur tók sér svo einkarétt á sölu brennisteins um 1560 og keypti hluta af námunum stuttu síðar. Kaupmenn frá Hamborg keyptu mikið af brennisteini á Íslandi á árunum fyrir 1560 og seldu hann svo til Danakonungs afar dýru verði eftir því sem Hannes Finnsson segir. Hvers vegna konungur tók sér þennan einkarétt er ekki vel ljóst en vel má hugsa sér að hann hafi haft hagsmuni ríkisins að leiðarljósi þar sem um hergagnaframleiðslu var að ræða og ekki heppilegt að mikið magn af brennisteini lenti hjá óvinaríki á ófriðartímum þegar danska ríkið hefur mest þurft á honum að halda.
Hvernig brennisteinn var hreinsaður á þessum tíma er ekki vel ljóst og hvíldi jafnan mikil leynd yfir því þar sem Námusvæðið í Brennisteinsfjöllumum hergagnaframleiðslu var að ræða. Sú aðferð að hreinsa brennistein með lýsi mun þó vera þekkt allavega frá 16. öld því árið 1562 tók konungur sér einkarétt til kaupa á öllu lýsi á Norðurlandi og Suðurlandi og ennfremur í Bergenhús- og Varðhúslénum í Noregi og kom sér upp hreinsistöð í Kaupmannahöfn. Mjög dró svo úr útflutningi á brennisteini frá Íslandi í lok 16. aldar og er skýringin á því líklegast sú að þá var búið að tæma námurnar og ekki meiri brennistein að fá.
Nokkrar tilraunir voru gerðar til að flytja út brennistein á 17. öld og í byrjun þeirrar átjándu. Var þar fremstur í flokki Gísli Magnússon sýslumaður í Rangárvallasýslu, oft nefndur Vísi-Gísli. Þær tilraunir munu ekki hafa skilað miklu. Friðrik Holtzmann o.fl. fengu konungsleyfi til brennisteinsnáms 1724. Lítið var þó úr framkvæmdum hjá þeim og á árunum 1733-1742 er einungis getið um útflutning á brennisteini árið 1740, 392 pund. Holtzmann og félagar stofnuðu hreinsistöð í Kaupmannahöfn og ráku um nokkurra ára skeið.
Ljóst er að danska ríkið keypti eitthvað af brennisteini frá Hollandi og öðrum ríkjum á fyrri hluta 18. aldar og ef til vill áður fyrr líka. Sá brennisteinn hefur væntanlega komið frá Ítalíu. Faðir Holtzmanns sem var með brennisteinsleyfið á Íslandi í byrjun 18. aldar og hafði stofnað Brennisteinshreinsun í Kaupmannahöfn virðist þá hafa komist yfir framleiðsluleyndarmál frá Hollandi.17 Skúli fógeti getur þess í greinagerð sinni til Landsnefndarinnar fyrri 1771 að hann hafi fengið þær upplýsingar hjá Holtzmann í samkvæmi einu að allt sem þyrfti til hreinsunar á brennisteini væri til staðar á Íslandi. Skúli minnist ekkert á hvaða samkvæmi þetta var eða hvenær það var haldið en út frá því hefur Skúli ályktaði að það hlyti að vera hagkvæmara að hafa hreinsunina heima á Íslandi, það myndi spara flutninga og vinnulaun sem voru lægri á Íslandi en í Danmörku. Fyrsta hreinsistöðin á Íslandi var svo reist í Krýsuvík af Innréttingunum með Skúla Magnússon landfógeta í fararbroddi árið 1752. Brennisteinsvinnsla á vegum Innréttinganna hófst í Krýsuvík strax árið 1752. Hreinsunin fór illa af stað og ekki er getið um neinn útflutning á brennisteini fyrr en árið 1755 en þá voru flutt út 58 centner eða um 3,2 tonn samkvæmt ódagsettri skýrslu Skúla fógeta.

Námusvæðið

Til eru nokkrar heimildir frá síðari hluta 18. aldar þar sem fram kemur að púðurframleiðendur úti í Danmörku og Noregi hafi ekki verið ánægðir með þann brennistein sem kom frá Íslandi. Í skjalasafni Rentukammers er bréf dagsett þann 10. apríl 1755 þar sem danska her- og flotamálaráðuneytið tilkynnir að íslenski brennisteinninn sé ekki nógu góður. Ekki kemur skýrt fram hvað var að brennisteininum nema að hann var yrjóttur eða mislitur (meleret) og ekki vel fallinn til púðurframleiðslu. Á þessum tíma var framleiðslan í Krýsuvík ekki komin í fullan gang og líklegt er að um prufusendingu hafi verið að ræða. Það var algengt að Innréttingarnar sendu sýnishorn af framleiðslu sinni til Kaupmannahafnar áður en vinnsla fór í gang af fullum krafti.
Samkvæmt skjölum í Rentukammeri hefur Skúli fógeti sent fleiri sýnishorn af hreinsuðum brennisteini til Kaupmannahafnar. Her- og flotastjórninni hefur borist sýnishorn í desember 1755 sem reyna átti til púðurgerðar og í janúar 1756 kom það svar frá henni að eitt sýnishornið hafi verið nothæft. Síðasta bréfið sem fannst frá flotastjórninni varðandi gæði íslenska brennisteinsins er dagsett 28. júní 1759 en í því tilkynnir hún að íslenski brennisteinninn hafi verið prófaður og reynst hæfur til púðurgerðar.
Í Ferðabók Eggert Ólafssonar og Bjarna Pálssonar segir frá tilraunum sem þeir félagar gerðu með hreinsun á brennisteini í Mývatnssveit árið 1752. Þar segir: „Við gerðum hér fyrstu tilraunina, sem heppnaðist vel, og var Vísindafélaginu sent sýnishorn. Brennisteinsmylsnan er brædd í járnpotti og hrært ákaft í honum, einkum um leið og hún bráðnar. Olía er látin saman við hann, og safnast þá óhreinindin ofan á í froðuna, en hreini brennisteinninn sekkur til botnsins. Nú hefir mönnum lærzt að nota lýsi í þessu skyni.“
NámusvæðiðVeturinn eftir að þeir félagar gerðu þessar tilraunir dvaldi Bjarni út í Viðey hjá Skúla fógeta. Vafalaust hafa þeir Skúli og Bjarni rædd þessar tilraunir mikið sín á milli og á næstu árum gerðu þeir nokkrar tilraunir með brennisteinshreinsun út í Krýsuvík. En hvernig var brennisteininn hreinsaður í þar?
Hreinsistöðin í Krýsuvík var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og lítil sem engin þekking virðist hafa verið til staðar um hvernig vinnslunni skuli háttað. Það starf sem þá fór í gang var því mikið frumkvöðla- og tilraunastarf. Lars Olsen Hurtigfeld, klukkusteypumaður að iðn, var fenginn til landsins að kenna starfsmönnum rétt vinnubrögð en hann hafði áður unnið við hreinsun Holtzmanns í Kaupmannahöfn. Hann starfaði við brennisteinsverkið í Krýsuvík árin 1752-1757 samkvæmt reikningum Innréttinganna.
Til er skjal dagsett 25. apríl 1757 ritað með hendi Skúla, væntanlega eftir tilraunir sem hann gerði ásamt Bjarna Pálssyni með brennisteinshreinsun í Krýsuvík. Í bréfinu leggur hann starfsmönnum vinnslunnar í Krýsuvík reglurnar. Þetta er eina heimildin um hreinsunina í Krýsuvík á þessum fyrstu árum hennar þar sem vinnunni er beinlínis lýst. Í bréfinu sem hefur fyrirsögnina „Til minnes og Effterbreitingar fyrer Simon og Sigurd vid Krisevikur Brennesteinsverk“ leggur Skúli áherslu á að þeir leggi til hliðar allan þann brennistein sem ekki hafi tekist fullkomlega að hreinsa og svo sé í lagi með einn og einn pott, meira sé um vert að blanda ekki saman lélegum og góðum brennisteini. Þeir áttu að geta hreinsað 6-8 potta af brennisteini á hverjum virkum degi og ef þeir næðu að hreinsa meira skyldu þeir njóta þess í launum.

Brennisteinn

Skúli leggur áherslu á að þeir sinni þurrkun brennisteinsins vel, snúi honum á þurrkbekkjunum og færi hann inn í hús strax og hann sé orðinn þurr, „og vera vander ad þvi ad hann sie velþurr orden.“ Einnig að láta bekkina aldrei í þurru veðri auða vera. Fjórir menn unnu við verkið, auk þriggja kaupamanna yfir sumartímann sem sáu um að flytja brennisteininn heim að húsinu og vinna við móinn en mór var aðal eldsneytið sem var notað við vinnsluna.
Samkvæmt skoðunargerð frá 1759 voru fjögur hús tilheyrandi brennisteinsverkinu, öll byggð úr torfi og grjóti á árunum 1755-56. Hreinsunarhús með múruðum skorsteini sem var nefnt verkstæðið, íbúðarhús verkamanna og tvö geymsluhús, annað fyrir brennistein og hitt fyrir eldivið og áhöld. Af áhöldum sem getið er í skoðunargerðinni má helst nefna; 3 járnpönnur til að bræða brennisteininn á, kassa til að geyma brennistein í, form fyrir brennistein og kassa til að bleyta formin í, 6 lýsistunnur og fleira sem ekki þykir ástæða til að telja upp hér.
Kostnaðinum við framleiðsluna má skipta í fjóra meginþætti, launakostnað, flutningskostnað, eldsneytiskostnað og „Den til Raffinaidenet forbrugte Liqveur.“ Svo ritað öll árin í reikningum Innréttinganna. Hér hlýtur að vera um lýsi að ræða þó það sé ekki sagt beinum orðum. Í framhaldi að því má velta fyrir sér hvort lýsið hafi verið framleiðsluleyndarmál Íslendinga og Dana?
LeifarÚt frá ofangreindum heimildum má ætla að sú aðferð að hreinsa brennistein með lýsi hafi verið þróuð í Krýsuvík. Um sömu aðferð sé að ræða og Henchel lýsti svo vel þegar hann skoðaði verkið á Húsavík haustið 1775, þ.e. brennisteinninn bræddur og hreinsaður með lýsi.29 Brennisteinshreinsun með lýsi var þó þekkt frá 16. öld eins og kom fram hér að framan. Að sumu leyti virðist vera að sú aðferð hafi verið gleymd í danska ríkinu þegar kom fram á 18. öld en mjög lítið var verslað með brennistein frá Íslandi á 17. öld eins og fram hefur komið.
Mjög var gengið á námurnar í Krýsuvík upp úr 1760 og var starfsemin þá flutt norður á Húsavík. Vinnsla á vegum Innréttinganna hófst þar 1762 en stuttu síðar voru þær sameinaðar Almenna verslunarfélaginu.
Um áratug eftir að starfsemin hófst á Húsavík var kvartað yfir brennisteini frá Íslandi. Jón Eiríksson í Rentukammeri og síðar konferensráð segir frá bréfaskiptum sem fóru fram milli Tollkammersins og púðurverksmiðja árin 1773-1774 vegna þess hve brennisteininn frá Íslandi var talinn lélegur. Þar kemur fram að: „… sumar þeirra hafa kvartað undan fitunni í íslenzka brennisteininum. Meira að segja hefur Rosen púðurgerðarmeistari, sem gert hefur nákvæmar tilraunir í þessu efni umfram aðra, bent á, að lýsið, sem notað er við hreinsun brennisteinsins, tálmi því, að skyndilega kvikni í púðrinu, og hefur hann því látið þá ósk í ljós, að tekin yrði upp önnur hreinsunaraðferð.“
SeltúnÖnnur kvörtun frá ónefndri púðurverksmiðju hljóðaði svo: … „að þegar stangirnar eru brotnar sundur, koma alls konar steinagnir og tinnuflísar fram í brotsárinu, og þó að fyllstu varúðar sé gætt við mulningu og sáldun brennisteinsins, þá geti eitthvað af aðkomuefnum þessum lent í hinum mældu brennisteinsskömmtum og síðan valdið óbætanlegu tjóni, þegar hann færi gegnum púðurgerðarvélarnar.“ Jón Eiríksson bætir við: … og sýnir það, að sá, sem hreinsað hefur brennisteininn, hefur annaðhvort notað mjög óhreinan brennistein eða ekki gætt nauðsynlegrar nákvæmni, annaðhvort við sjálfa hreinsunina eða flokkun á stöngunum, svo að gölluð vara hefur lent með góðri, og er það að vísu ófyrirgefanlegt hirðuleysi. … Frá sjóliðinu liggur einnig fyrir sú staðhæfing, að eftir að feitin hefði verið hreinsuð úr brennisteininum, hefði hann reynzt jafngóður til púðurgerðar og brennisteinn hreinsaður í Hollandi, en síðan hefði sjóliðið einnig fengið brennistein frá Íslandi, sem engrar endurhreinsunar þurfti við.

Tóft

Eins og fram kemur hjá Jóni og fram hefur komið áður þá var einnig fluttur inn brennisteinn frá Hollandi á þessum tíma og var hann greinilega talinn betri en sá íslenski. Undanfari þessara bréfaskrifta var að stjórn Íslandsverslunarinnar hafði sent “kammerinu kvörtun um það, að brennisteinninn seldist ekki nema til nokkurra af púðurverksmiðjunum í báðum ríkjunum“ segir Jón Eiríksson og hann bætir við „Kammerið taldi sjálfsagt að rannsaka þetta mál, þar sem brennisteinninn var seldur jafnlágu verði og erlendur brennisteinn, og bannað er í tollalögum að flytja hann inn.“ Þessar kvartanir voru tilefnið af könnunarleiðangri Ole Henchels til Íslands til að rannsaka brennisteinsnám og hreinsun á Íslandi. Henchel var danskur námufræðingur sem hafði stundað nám við námuskólann í Kóngsbergi í Noregi.
Henchel ferðaðist um Ísland sumarið 1775. Fyrst skoðaði hann námurnar og ásigkomulag húsanna í Krýsuvík með tilliti til þess að þar yrði aftur tekin upp brennisteinsvinnsla. Þar var þá „… allt gersamlega ónýtt og húsin fallin, svo að allt verður að gera að nýju, eins og þar hefði aldrei farið fram brennisteinsvinnsla…“
Henchel skoðaði brennisteinsverkið á Húsavík um haustið 1775 og tók út aðferðina við hreinsunina og lýsti henni nákvæmlega í skýrslu árið eftir. Er það ein hin besta og nákvæmasta lýsing á hreinsun brennisteins sem til er. Hún er í grundvallaratriðum á þessa leið: Brennisteinninn var bræddur í potti við hægan hita og lýsi hellt í pottinn þegar brennisteinninn var að því kominn að bráðna og lýsinu hrært vandlega saman við. En leirinn og óhreinindin í brennisteininum sameinuðust þá lýsinu og flutu ofan á.

Ummerki

Þetta var gert í nokkrum áföngum þannig að brennisteini og lýsi var bætt stöðugt út í pottinn þar til hann var orðinn fullur. Þegar potturinn var orðinn fullur og brennisteinninn þunnbráðinn var eldinum mokað undan og hætt að hræra í pottinum. Þá var lýsinu ásamt óhreinindunum fleytt ofan af með gataðri járnreku. Síðan var brennisteininum ausið í trémót í gegnum sáld (síu, sigti). Mótin þurftu að vera gegnsósa af vatni svo brennisteinninn festist ekki í þeim. Eldsneyti til að kynda undir pottinum var aðallega mór sem nóg var af í nágrenninu en eitthvað af beyki var einnig flutt inn í sama tilgangi. Gæta þurfti hitans undir pottinum vandlega því ef hann ofhitnaði var hætt við að kviknaði í brennisteininum. Þetta var hin einfaldasta og kostnaðarminnsta aðferð við hreinsun brennisteins sem unnt var að nota hér á landi að sögn Henchels.
Það sem Henchel fann einna helst athugavert við aðferðina voru öll þau ókjör af lýsi sem eytt var við hreinsunina. Hann vildi draga úr notkun lýsisins og spara með því útgjöld sem jafnframt myndi auka gæði brennisteinsins. Mestur hluti brennisteinsins var notaður til púðurgerðar og þar sem hann var löðrandi í lýsi kviknaði ekki jafn auðveldlega í honum, sem þó var bráðnauðsynlegt.
KöldunámurHenchel taldi að besta ráðið til að bæta úr ágöllum vinnslunnar væri að þvo brennisteinninn áður en hann væri bræddur. Það myndi spara lýsisnotkun mjög mikið. Henchel reiknast það svo að til þess að hreinsa 352 vættir af brennisteini hefðu verið notaðir 1.195 pottar af lýsi og úr því fengist 208 vættir af hreinum brennisteini sem var meðalframleiðslan árin á undan. Eða með öðrum orðum: Til þess að hreinsa 14 tonn voru notaðir u.þ.b. 1.160 lítrar af lýsi og úr því fengust rúmlega 8 tonn af hreinum brennisteini. Henchel taldi að með því að þvo brennisteinninn fyrst mætti spara lýsisnotkun um 2/3 og fá fituminni og hreinni brennistein fyrir vikið.
Thorlacius, forstöðumaður brennisteinsverksins á Húsavík, kvaðst reyndar einu sinni hafa reynt að þvo brennistein en enginn hagnaður orðið af því vegna þess hve mikið af honum tapaðist við þvottinn og því horfið frá því fljótlega. Henchel taldi að aðferð sú sem Thorlacius notaði við þvottinn hefði verið mjög ófullkomin og lagði til nýja og betri aðferð við þvott, líka þeirri sem notuð var við námugröft til þess að skola málmsand. Gróflega sagt frá skyldi þvotturinn fara þannig fram að brennisteininum var mokað í trékassa með hægu en jöfnu vatnsrennsli og byggðist aðferðin á því að brennisteinn er eðlisþyngri en leirinn sem í honum var og átti leirinn þá að fljóta burt en brennisteinninn sitja eftir.
Annað sem Henchel fann að, var að brennisteinninn var ekki þurrkaður áður en hann væri bræddur. Það kvaðst forstöðumaðurinn ekki gera nema ef brennisteinninn væri nýkominn úr námunum. Henchel taldi það auðvelda bræðsluna ef brennisteinninn væri vel þurr og þar með minnka hættuna á að allt brynni, auk þess að spara eldsneyti. Hann lagði til að brennisteinninn yrði þurrkaður við eld á flatri pönnu inni í brennisteinshúsinu. Fjórir menn unnu við brennisteinsverkið á Húsavík og taldi Henchel að svo væri nóg áfram þótt hinar nýju aðferðir yrðu teknar upp. Eftirtektarvert er hve Skúli lagði mikla áherslu á þurrkun brennisteinsins á meðan vinnsla var í gangi í Krýsuvík en á Húsavík virðist sá siður hafa lagst af eða aldrei verið tekinn upp.
LeynihverHenchel gerði einnig athugasemdir við umgengni um námurnar. Hann finnur að því að bændurnir traðki námurnar niður þegar þeir eru að moka í þeim en það geti hindrað frekari myndun brennisteins. Einnig gæti bændurnir þess ekki nógu vel að moka efsta leirlaginu og óhreinindunum frá áður en þeir hefjist handa og að þeim óhreinindum sem þeir moki frá setji þeir gjarnan ofan í næstu námu við hliðina. En voru einhverjar breytingar gerðar í kjölfar heimsóknar Henchels hingað til lands? Var farið eftir þeim reglum og tillögum sem hann lagði til?
Árið eftir að Henchel var á Íslandi setti Tollkammerið reglur varðandi uppgröft og meðferð á brennisteinsnámum til að koma í veg fyrir að þær yrðu eyðilagðar. Samkvæmt þeim var bændunum gert skylt að moka óhreinindunum til hliðar og út fyrir námuna áður en þeir hófust handa. Það átti ekki að tæma námuna alla í einu heldur skilja eftir hryggi, slíkt átti að auðvelda frekari myndun brennisteinsins og bændurnir áttu að hafa með sér bretti eða fjöl til að standa á, á meðan þeir mokuðu.
Þórður Thoroddi, íslenskur námsmaður sem dvaldist við búnaðarnám út í Svíþjóð var sendur hingað til lands af dönsku stjórninni til að kanna árangurinn af aðgerðum hennar á ýmsum sviðum, þ.á.m. brennisteinsvinnslu. Hann kom hingað 1779 og skoðaði bæði námurnar á Húsavík og í Krýsuvík. Þórður taldi umbætur Henchels af hinu góða.
Hverinn einiGreinargerð Jónasar er hin nákvæmasta og ætti að geta varpað nokkru ljósi á það hvernig vinnsluaðferðin þróaðist í lok 18. aldar og í byrjun þeirrar nítjándu. Þvottur á brennisteini var þá enn við lýði og bræðslan fór fram eins og Henchel lýsti henni 1776. Jónas getur þess að þvottur á brennisteini hafi líklegast verið tekinn upp í kjölfar heimsóknar og samkvæmt tillögum Henchels. Jónas mat það svo í skýrslu sinni að þvotturinn væri mjög af hinu góða og gæði brennisteinsins væru nú miklu meiri en áður. Eitthvað tapast þó af brennisteininum við þvottinn. Þvottaaðferðin sem Jónas lýsir er þó nokkuð frábrugðin þeirri aðferð sem Henchel lýsti 65 árum fyrr. Henchel talaði um einn trékassa sem brennisteinninn var þveginn í en hjá Jónasi eru kassarnir orðnir þrír. Í fyrsta kassanum voru stærstu leir- og gifsmolarnir tíndir úr og brennisteinninn mulinn, í kassa tvö var brennisteinninn hrærður upp í vatni og í þeim þriðja settist hann til botns. Jónas getur þess að umgengni um námurnar sé slæm og að ekki sé farið eftir reglunum sem settar voru í tíð Henchels. Jónas telur þær reglur reyndar úreltar og óheppilegar. Uppgröftur í námunum fór þannig fram að bændurnir fengu graftrar- og flutningsleyfi hjá forstöðumanni fyrir ákveðið marga hestburði af brennisteini. Síðan fóru þeir einn og einn eða margir saman til brennisteinsnámsins eftir ástæðum. Hver og einn gróf án þess að fylgja nokkrum reglum. Meiru máli skipti að vera fljótur því ekki var nærri alltaf að fá vatn og gras handa hestunum í nágrenni við námurnar. Bændurnir fengu greidda ákveðna upphæð pr. pund sem þeir komu með…
Á árunum 1755-1763 voru flutt út samtals 1.329 centner af brennisteini frá Krýsuvík eða um 73,8 tonn. Reksturinn gekk illa í fyrstu en var kominn á gott skrið 1756. Langmest var flutt út árið 1759 eða 484 centner en úr því dró úr framleiðslunni, væntanlega vegna þess að lítið var orðið að fá af brennisteini en hætta varð starfseminni í Krýsuvík 1763 vegna þess að námurnar voru orðnar tómar.
Umtalsvert meira af brennisteini var flutt út frá Húsavík en Krýsuvík og starfsemin þar varð langlífari. Á fyrstu árunum, 1764-1770 voru flutt út 4.486 centner eða 249,2 tonn. Á árunum 1770-1786 er áætlað að ársframleiðslan hafi verið um 24 tonn.
SkeifaHeildarútgjöld brennisteinssuðunnar í Krýsuvík á árunum 1752-1759 voru um 3.480 rd. en tekjurnar námu um 3.243 rd. Litlu hefur því munað að söluverð brennisteinsins nægði til að greiða allan stofn- og rekstrarkostnað við hreinsunina á tímabilinu 1753-1764 eins og Lýður Björnsson hefur bent á. Hagnaður var af starfseminni á Húsavík langflest árin. Á árunum 1774 -1784 nam ábati um 462 rd. Á þessu ellefu ára tímabili var hagnaður í átta ár en tap í þrjú ár og nam tapið þá umtalsvert hærri upphæð árlega en hagnaðurinn hin árin.53 Brennisteinsvinnsla var einn af fáum þáttum í starfsemi Innréttinganna sem skiluðu einhverjum hagnaði. En skipti brennisteinn máli fyrir fólkið í landinu?
Ekki hafa nundist neinar heimildir um greiðslur til bændanna sem sáu um gröft og flutning brennisteinsins úr námunum til Húsavíkur á tímum Innréttinganna. En samkvæmt konunglegri tilskipun frá 1720 áttu bændurnir að fá 1 sk. fyrir hvert pund af óhreinsuðum brennisteini sem þeir seldu á Húsavík en kaupmaðurinn fékk svo 3 sk. fyrir pundið út í Kaupmannahöfn. Eins og áður hefur verið nefnt og kemur fram hjá Jónasi Hallgrímssyni, þá fengu bændurnir meira greitt fyrir þann brennistein sem lengst var að sækja. Óvíst er hvort svo hafi einnig verið þegar Innréttingarnar sáu um rekstur brennisteinsverksins. Ekki nefnir Jónas neitt um það hvort verðið hafi verið mishátt eftir því hversu hreinn eða óhreinn brennisteinninn var.

Jóhanna

Í skjalasafni Rentukammers er bréf frá stjórn konungsverslunarinnar, dagsett 23. apríl 1783. Í bréfinu kemur fram að stjórnin er enn ekki alls kostar ánægð með brennisteinninn frá Íslandi og telur hún besta ráðið til að bæta rekstur námanna við Húsavík sé að bjóða þeim hærra verð sem koma með hreinni brennistein. Þetta er eina tillagan sem fundist hefur varðandi beina hvatningu til handa íslenskum bændum að koma með hreinni brennistein. En svo er aftur á móti ekkert sem bendir til þess að neitt hafi orðið úr þessum tillögum.
Hér hefur verið reynt að gefa dálitla innsýn í lítið rannsakaðan þátt í sögu landsins sem er brennisteinsnám og hreinsun. Áherslan var lögð á tímabil Innréttinganna og þá breyttu verkmenningu sem var tekin upp með stofnun þeirra. Markverðasta nýjungin í vinnslu brennisteins í tíð Innréttinganna er að sjálfsögðu sú að nú var tekið að hreinsa brennisteinninn hér á landi í stað erlendis áður. Hvatamaðurinn að starfseminni var Skúli Magnússon fógeti. Verkþekkingin barst frá Danmörku en þar hafði brennisteinn verið hreinsaður áður. Hreinsunin hér á landi gekk ekki mjög vel til að byrja með en eftir nokkrar tilraunir og prufusendingar til Danmerkur sem Skúli fógeti stóð fyrir sjálfur virðist allt hafa gengið vel um nokkurt skeið. Allt bendir til þess að sú aðferð að hreinsa brennistein með lýsi hafi verið þróuð upp á nýtt í Krýsuvík á fyrstu starfsárum brennisteinsvinnslunar þar upp úr 1750. Þá hafði hreinsun brennisteins með lýsi legið niðri á Íslandi um langan tíma eða í a.m.k 150 ár.

Brennisteinn

Brennisteinn í Seltúni.

Heimildir sýna að nokkuð var kvartað yfir lélegum brennisteini frá Íslandi á 8. áratug 18. aldar. Verslunarmenn í Danmörku vissu að betri brennistein var að fá út í Hollandi og keyptu hann þar athugasemdalaust þrátt fyrir innflutningsbann. Í kjölfar þess var danskur maður að nafni Ole Henchel sendur til landsins til að athuga hvað væri að. Hann kom með þær tillögur til úrbóta að þvo brennisteininn áður en hann væri bræddur. Hann taldi að með því mætti bæði spara útgjöld og fá betri brennistein. Ekki er að sjá að vel hafi tekist til hér á landi í framhaldi af tillögum Henchels. Ekki er heldur að sjá neina beina hvatningu eða ávinning fyrir þá sem unnu við vinnsluna og námið að bæta úr. Fáir höfðu atvinnu af þessari nýjung, 4-5 föst störf og aukavinna fyrir nokkra bændur í Mývatnssveit. Ekki er að sjá að vilji til úrbóta hafi verið mikill á Íslandi og bændurnir hirtu lítt um að fara eftir reglum um umgengni í námunum. Þvotturinn var markverðasta nýjungin sem Henchel kom með en þó misheppnuð eftir því sem Jón Hjaltalín segir. Brennisteinsverkið var þó rekið með hagnaði flest árin og óhætt er að segja að umtalsvert magn hafi verið flutt út. Framleiðslan hefur væntanlega mest öll verið notuð í stríðsrekstur út í Evrópu.
Enn er margt órannsakað um brennisteinsnám og hreinsun í sögu landsins sem áhugavert væri að skoða síðar s.s. þýðingu þess fyrir bændurna sem grófu eftir brennisteininum en hér er numið staðar í bili.“

Heimild:
www.bok.hi.is/vefnir

Jóhanna