Hraunssel
Haldið var inn (austur Drykkjarsteinsdal frá Hatti utan í vestanverðri Slögu ofan Ísólfsskála, beygt um Brattháls norður með austanverðum Lyngbrekkum og áfram inn með austanverðum Einihlíðum uns staðnæmst var við sunnanvert Sandfell. Þaðan var gengið til austurs sunnan við fellið og síðan til norðurs með því austanverðu.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – Hattur.

Ætlunin var m.a. að skoða hvort enn mætti greina spor hinnar fornu leiðar Grindvíkinga áleiðis inn á Selsvelli. Spurning var hvort líklegra var að leiðin hafi legið norður með vestanverðu Sandfelli eða því austanverðu. Báðar leiðirnar gætu hafa verið farnar, allt eftir því hvort leiðin lá í Hraunssel eða á Selsvelli. Austari leiðin var líklegri á fyrrnefnda staðinn. Þaðan liggur leiðin yfir slétt Skolahraun (helluhraun) að Þrengslum undir vestanverðum Núpshlíðarhálsi (Vesturhálsi). Sunnar er Leggjabrjótshraun (apalhraun), erfiðara yfirferðar. Þó lá þar yfir ruddur, varðaður, vegur allnokkru sunnar. Sá vegur var endurgerður, lagfærður og breikkaður, með svonefndum „Hlínarvegi“ skömmu eftir 1930 er hann var gerður akfær til Krýsuvíkur með það að markmiði að flytja útvegsbændum í Grindvík nýslegna töðu, að sjálfsögðu gegn gjaldi. Vegagerðin frá Ísólfsskála (Drykkjarsteinsdal) til Krýsuvíkur kostaði þá um 500 krónur og tók það fjóra menn ásamt kúsk lungann úr sumrinu að framkvæma verkið. Hlín Johnsen, þá sérstakur verndari og umönnunarstýra þjóðskáldsins Einars Benediktssonar, greiddi fram vinnulaun að verki loknu, en Einar átti þá bæði Krýsuvík og Herdísarvík. Einar sjálfur, þótt stór væri, var þá lítill fyrir mann að sjá, enda ofsóttur jafnt í rökkri og myrkri, bæði af Þistilfjarðar Sólborgu og öðrum sektarkenndum.
Gengið var yfir Skolahraun. Slétt helluhraunið er að öllum líkindum úr Þránsskildi, en ofan á því er mjó apalræma til suðurs, líklega úr gosinu 1151.

Hraunssel

Hraunssel.

Slóðar liggja yfir slétt hraunið og hefur mosinn farið illa af utanvegaakstri. Komið var að norðanverðu Hraunsseli. Augljóst er að þarna hafa verið tvær selstöður. Í selinu eru bæði tóftir nýrri og eldri selja. Nýrri selin eru undir Núpshlíðarhálsinum, en þau eldri bæði norðan við nýrri selin undir hlíðinni og einnig vestar, nálægt grónum hraunkanti. Þær eru nær jarðlægar. Vestan þeirra tófta er tvískiptur hlaðinn stekkur. Norðan hans er hlaðinn ferköntuð tóft undir hraunbakka, hugsanlega kví. Grösug skál er í hlíðinni ofan við selið. Þar má m.a. sjá leifar hverasvæðis, sem ekki er langt um liðið síðan kulnaði.

Nyrðra nýrra selið er eins stök tóft og síðan önnur með tveimur rýmum. Hitt er heilstæð tóft með þremur samliggjandi rýmum. Elsta tóftin (vestar) virðist hafa verið með tveimur rýmum og því þriðja fasttengdu. Þerrivatn er í grunnum gilskorningi sunnan við selið, en búast má við að þarna neðarlega á grasvöllunum hafi fyrrum verið brunnur, þótt ekki móti fyrir honum nú.
Þetta eru sennilega rústir hins síðasta umbúna sels á Reykjanesskaganum, er talið er að hafi lagst af um 1914, með efasemdum þó, því sel voru almennt að leggjast niður á þessu landssvæði á seinni hluta 19. aldar. Þeim hafði þá verið viðhaldið, með tilfærslum, hléum og margfaldlegri endurgerð, allt frá landnámi no

Hraunssel

Hraunsselsstígur.

rrænna manna hér á landi (871 +/- 2). Selstöður virtust hafa verið mikilvægur þáttur í búsetusögu svæðisins um langan tíma. FERLIR hefur þegar skoðað rúmlega 255 selstöður í landnámi Ingólfs, sem enn eru sýnilegar minjar um, og eru þó allnokkur enn óskoðuð, s.s. norðan Esjufjalla að Botnsá. Þótt margt sé líkt með rústunum er einnig nokkuð ólíkt með þeim. Það verður allt betur rakið með umfjöllun síðar.
Í landamerkjabréfi fyrir Hraun segir m.a. að merkin hafi verið „frá Vatnskötlum fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selsvallarfjall upp af Sogaselsdal.” Í fyrsta lagi heita Vatnskatlarnir nú á landakortum Fagradals-Vatnsfell og Hraun lýsir merkjum í Selsvallarfjall.Â
Samkvæmt heimild úr Jarðabók ÁM 1703 á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd selstöðu í Sogaseli er það sagt í Stóru Vatnsleysulandi. Selið hins vegar, sem lá undir Hraun (Hraunssel), er fyrir sunnan Þrengslin og þannig innan merkja Hrauns samkvæmt þessari skilgreiningu. Þá má að lokum benda á að fyrir norðan þessa línu og almennt á Selsvöllunum var almenningsselstaða frá Grindavík og ennfremur frá Vatnsleysuströnd“. Hafa ber þó í huga að landamerki Þórkötlustaða stangast verulega á við landamerkjalýsingu Hrauns þar sem m.a. Dalsselið vestan Langhóls er innan landamerkja þeirra. Ef rétt er þá er Dalsselið í landi Þórkötlustaða, en Vogabændur og Grindvíkingar hafa jafnan deilt um tilveru þess inna þeirra marka – hvors um sig.
Í örnefnaskrá fyrir Ísólfsskála segir m.a. um merkin: „Allmiklu skakkar hér um landlýsingu þeirra nágrannanna [Hrauns]. En merkjabókin segir merki Ísólfsskála þannig: Úr fjöru við Festargnípu vestan við svonefndan Skálasand til norðurs að merktum kletti við götuna á Móklettum, svo til austurs í miðja suðuröxl á Borgarfjalli.
Samkvæmt þessu ætti Hraunssel að hafa verið í landi Ísólfsskála og gert út þaðan. Þeir nágrannar gætu þó hafa komið sér saman um selstöðu undir hálsinum og verið þar með sitthvort selið. Það myndi a.m.k. skýra seltóftirnar. Ef svo er þá eru fundið selið frá Ísólfsskála, sem og selið frá Þórkötlustöðum, þ.e. Dalsselið.

Hraunssel

Hraunssel – stekkur.

Járngerðarstaðir og Staður hafa síðan haft selstöður á Baðsvöllum og síðar á Selsvöllum.
Ritari, sem reyndar er hlutdrægur, hefur reyndar talið langlíklegast að Dalselið hafi verið frá Þórkötlustaðabæjunum fyrrum.
Í örnefnalýsingum þaðan, segir að „úr Stóra-Skógfelli [á að vera Litla-Skógfelli til samræmis við aðrar lýsingar] liggur markalínan í gjána í Kálffelli en það er lágt fell eða bunga sem er framarlega í Kálffellsheiði . Frá Kálffelli liggja landamerkin í vatnskatla í Fagradals-Hagafelli og þaðan í Innstuhæð á Vatnsheiði eins og áður segir. Samkv. þessu er Sandhóll, sem er vestur af Kasti, og Fagridalur, sem er kvos inn í Fagradalsfjall austan við Aura, í landi Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell,sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða. Aurar heita melar innan við og austan Dalahraun og þar norður af eru grasflatir sem heita Nauthólaflatir. Þar var heyjað af bændum á Þórkötlustöðum.“

Í Jarðabókinni 1703 er dómkirkjan í Skálholti eigandi bæði Krýsuvíkur og Hrauns, auk Ísólfsskála, Þórkötlustaða, Hóps og Járngerðarstaða. Ekki er sagt frá selstöðu frá Krýsuvík, en þó má telja öruggt að hún hafi verið þá til staðar. Ekki er heldur sagt frá selstöðu frá Hrauni eða Þórkötlustöðum, en ein hjáleigan, Buðlunga,

Núpshlíðarháls

Núpshlíðarháls.

„brúkar selstöðu og hefur lengi brúkað í Krýsuvíkurlandi, þar sem heitir á Vigdísarvöllum, segja menn að selstaðan sje ljeð frá Krýsuvík, en Krýsuvík aftur ljeð skipstaða fyrir Þorkötlustðalandi. Er selstaðan að sönnun góð, en mikilega lángt og erfitt að sækja“. Hóp þarf að kaupa út selstöðu, en Járngerðarstaðir „brúkar selstöðu enn nú þar sem heita Baðsvellir, og kvarta menn um að þar sjeu hagar oflitlir og þröngvir. Item sje þar stórt mein af vatnsleysi, þá þerrar eru, og fyrir þessa lseti selstöðunnar segja menn fulla nauðsyn til að kaupa selstöðu annarsstaðar. Þessa brúkar bóndinn aleina“. Þarna gæti verið komið tilefni til þess að ætla að Selsvallaselstaðan, sem Járngerðarstaðabændur nýttu síðar, hafi fengist framseld frá Stað. Í Jarðabókinni 1703 segir að selstaða Staðar „sé góð til haga, en lángt og erfitt til að sækja, hefur þó hjeðan frá staðnum brúkuð verið lxxx ár á Selsvöllum“.
Eftir að hafa skoðað minjar seljanna (því þau eru fleiri en eitt frá mismunandi tímum), var gengið norðvestur eftir áberandi götu yfir Skolahraunið með stefnu milli Hraunssels-Vatnsfellanna. Mikil umferð hefur verið þarna. Gatan liggur yfir hið mjóa apalhaft. Hún gefur vísbendinu uma ð nokkur umferð hafi verið inn að Hraunsseli neðan úr Vogum eða Vatnsleysuströnd svo ekki er með öllu hægt að útiloka að selstaðan hafi um tíma verið sótt þaðan.
VatnsstæðiÞegar komið var yfir í Meradalahlíðar var ákveðið að halda áfram til vesturs austan Kisturfells (335 m.y.s.). Kistufell og Keilir, með Litla-Keili og Litlahrút á millum býður upp á skemmtilegt sjónarhorn inn á efstu brún Þráinsskjaldar, hinnar miklu og tilkomuríku dyngjudrottningu Reykjanesskagans. Þaðan er hægt að ganga að einum fallegasta gíg Skagans, nyrst í Fagradalsfjalli (Langhól). Gígurinn, sem er um 70 metra hár, er þverskorinn, þ.e. það sést inn í hann úr norðri og því auðvelt á áætla hvernig gígopið hafi litið út áður en roföflin tóku yfirhöndina.

Hér er í rauninni um að ræða einn tilkomumesta og fallegasta, en um leið úrleiðarlegasta gíg Reykjanesskagans. Vonandi fær Hitaveita Suðurnesja aldrei áhuga á honum – því þá er voðinn vís.
Þegar staðið er þarna má í rauninni sjá nokkra „keilira“, því auk Keilis er Sandfell í suðaustri, Stórihrútur í suðri og Litlihrútur í norðvestri öll með sömu lögun. Keilir nýtur hins vegar þeirrar sérstöðu sinnar að standa stakur og því meira áberandi fyrir þá, sem ekki hafa nennu til að stíga svolítið afsíðis frá malbikinu.
Gengið var til suðurs niður í Meradali. Hér er um einstaklega stórt, sléttbotna og myndarlegt landssvæði að ræða, skjólgott með „safaríkum“ blettum. Ef einhvers staðar ætti að planta skógi á Reykjanesskagann – þá væri það þarna, undir hlíðum Meradals. Og þá skemmir litadýrðin ekki fyrir; fjólublátt Fagradalsfjalli, bláleitt Kistufelli, brúnleitar Meradalahlíðarnar og svarleitur Stórihrútur.
Haldið var að upphafsstað með því að ganga til austurs upp úr Meradal milli Stórahrúts og Hraunssels-Vatnssfells syðra um Einihlíðasand. Ljóst er að vorblómin hafa vaknað seint þetta árið. Blóðbergið og lambagrasið eru þó að koma til, en vetrarblómið virðist hafa ákveðið að kúra frameftir. Smá vætuíbleyta og hlýindi í par daga myndu nægja til að vekja það snemmendis.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Jarðabókin 1703.
-Örnefnalýsinar og landamerkjaskrár Grindavíkurbæjanna.

Dalssel

Dalssel.

 

Stóri-Hellir

Við Stóra-Helli ofan við Selfoss, í landi Hella, má sjá eftirfarandi upplýsingar á nálægu skilti:
Stóri-Hellir„Í Stóra-Helli þótti reimt, en oft mun hafa sést svipur framliðins manns með bláan trefil. Sagan segir að ungur maður í ástarsorg hafi hengt sig hér í löngum bláum trefli. Í hellinum var áður geymt hey, en fjárhús var framan við. Hellirinn myndaðist í lok jökulskeiðs á íslöld þegar brim svarf klettinn, sem er úr 0.7-3.1 milljón ára gömlu basalti. Sjá má merki um ágang sjávar á fleiri klettum hér í kring. Yfirborð sjávar hefur nokkrum sinnum staðið hærra en nú er, vegna bráðnunar jökla í lok jökulskeiða.“

Stóri-Hellir

Í Stóra-Helli.

 

Svunta

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík segir um Krýsuvíkurveg: „Þegar kemur niður úr Seltúninu niður á láglendið, er leiðin til Krýsuvíkur um Vaðla.“.
Krysuvik Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um sömu leið segir: „Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli þriggja tjarna lítilla, sem nefnast Augu. Þjóðvegurinn liggur nú milli tveggja.“
Ætlunin var að reyna að rekja Krýsuvíkurgötuna frá gamla Krýsuvíkurbænum að Ketilsstíg og rekja síðan Steinabrekkustíg til baka um Steinabrekkur. Við hann átti að vera Fagraskjól, fjárbirgi.
Þegar gluggað var nánar í fyrirliggjandi örnefnalýsingar með það fyrir augum að reyna að glöggva sig á framangreindum götum kom eftirfarandi í ljós:
Ari Gíslason: „Austan undir Hatti er hvammur sá, sem heitir Seltúnshvammur. Er komið niður í hann, þegar Ketilstígur er farinn, er síðar getur. Í hvamminum er Seltúnið. Þar eru nokkrir leirhverir, sumir dauðir, en í öðrum kraumar. Úr gili milli Hatts og Seltúns kemur Seltúnslækur, sem rennur um alldjúpt gil á jafnsléttu, Selgil. Þarna eru Seltúnshverir. Framan við Seltúnið eru Brennisteinshúsarústir. Eru þær á Seltúnsbarði, sem er sunnan gilsins. Þar höfðu enskir menn brennisteinstöku á 19. öld. Voru þeir líka í Brennisteinsfjöllum. Þegar kemur niður úr Seltúninu niður á láglendið, er leiðin til Krýsuvíkur um Vaðla.“
Og í örnefnalýsingu
Gísla Sigurðssonar: „Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli þriggja tjarna lítilla, sem nefnast Augu. Þjóðvegurinn liggur nú milli tveggja. Hér litlu ofar og austar er komið að Grænavatni. Kring um það að norðan, vestan og sunnan eru Grænavatnsmelar. Að því liggja Grænavatnsbakkar klettastallar. Suður frá Grænavatni eru alldjúpir bollar, nefnast Stampar. Stóri Stampur og Litli Stampur grösugir og þar hafði fólk í Krýsuvíkurhverfi trú á að yxu lifgrös betri, en annarsstaðar. Á austurbakka Grænavatns er skarð, þar fellur inn lækur vatnslítill, nefnist Flóðalækur. Hann kemur úr Flóðunum, sem eru vestasti hluti Vesturengjasvæðisins, sem liggur milli Lambafellanna og Hálsins að norðan. Austasti hluti flóðanna nefnist Teitsflóð. Sunnan flóðanna upp undir holtinu og Lambafelli Litla voru engjasvæði, nefndust Teigarnir Álfsteigur neðri með holtinu, og Álfsteigur efri norðan í fellinu. Þá er Grófarteigur vestan Grófarlækjar. En austan Grófarlækjar voru Gullteigur neðri og Gullteigur efri og liggja vestan í Stóra-Lambafelli. En Grófarlækurinn fellur austur undir hlíðum fellsins. Af Grænavatnsmelnum liggur 

Krýsuvíkurgötur

Vesturengjastígurinn upp nokkuð og austur. Þar er komið að svo kölluðum Vöðlum og lækur kemur ofan úr dölunum og nefnist Vaðlalækur og rennur niður í Flóðin. Þegar yfir Vaðlana kemur tekur við Vesturengjahæð með Vesturengjamóa eða Engjamóa og nær þetta svæði allt að Fúlapolli eða Leirpolli. Þá er komið í Seltún, Seltúnslækur skiptir Seltúni. Vestan við hann eru Seltúnsbörð. Á Seltúnslækjarbakka vestari stóð í eina tíð Námahúsið. Frá Fúlapolli rennur vatn lítill lækur, nefnist Svuntulækur. Neðarlega á engjunum tengist hann, rennur hann saman við Seltúnslæk. Myndast þarna engjateigur, sem nefnist Svunta. Neðan við þetta engjasvæði er Suðurkotsnes og Gvendarrimi. Austan við Seltúnslæk, sem einnig er kallaður Engjalækur, er Vesturengjalækur, er engi, er nefnist Flatengi og liggur niður með læknum.
SteinabrekkustígurÞar neðst er svo Norðurkotsnes. Lengra niður með læknum er mikið land sem fer undir vatn þegar vex í Kleifarvatni, en kemur undan því er út fjarar, og var þarna oft gott slægjuland. Svæði þetta var nefnt Nýjaland. Að austan takmarkast það af Rifinu lágu sandrifi, sem þó fór ekki í kaf er flæddi. Við syðri hluta Rifsins var Refanes. Suður og upp frá Nýjalandi voru svo Hvammarnir, Stórihvammur með Laugina öðru nafni Hvammalaug og Hvammagil. Hér í hvamminum hafa skátar frá Hafnarfirði byggt sér Skátaskála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur.
FagraskjólSeljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Selgil kemur ofan úr Selásum eða Selhæðum og Selgilslækur nefnist hann. Frá Stórahvammi liggur Hvammholt niður á Rifið. Eftir Rifinu liggur akvegur með vatninu, neðan Hvamma út á svo nefndan Geithöfða suður af honum og inn með vatninu.“
Í örnefnalýsingu Gísla fyrir Krýsuvík segir ennfremur um Steinabrekkur og Steinabrekkustíg: „Annar Hveradalalækur vestri kemur úr Hveradölum og rennur fram milli melanna. Lækur þessi er aðaluppistaðan í Krýsulæk vestri. Fram undan melnum vestan lækjarins munu hinir fornu Gestsstaðir hafa staðið, sér þar móta fyrir rústum tveggja bygginga.
GestsstaðirVestan þessa mela er lítill lækur og mætti nefna hann Gestsstaðalæk. Gestsstaðamói liggur fram undan rústunum, fram á mýrina. Vestur héðan frá læknum litla liggur stígur um Steinabrekkur og nefnist Steinabrekkustígur. Alllangt hér vestur með hálsinum er svo komið að móbergskletti, sem nefnist Skuggi mun vera gamalt fjárskjól. Uppi á Hálsinum er fjárbirgi, sem einhverntíma hefur verið reft yfir. Fagraskjól nefnist það. Nokkru vestar er komið að öðrum klettum nefnast Svörtuklettar. Niður undan þeim er komið á Alfaraleiðina frá Krýsuvík til Grindavíkur.
VesturengjavegurEn þarna eru líka Vegamót, því héðan liggur upp á hálsinn Drumbsdalastígur, sem var kirkjustígur Vigdísarvallamanna.“
Hérna er getið um Fagraskjól, fjárbirgi í austanverðum Sveifluhálsi.
Þegar komið var að Krýsuvíkurtorfunni var götunni fylgt áfram um Bæjarfellstaglið og áleiðis að Einbúa. Þar var götu fylgt undir Sveifluhálsi til norðurs, Steinabrekkustíg. Hann er augljós ofan við Skugga og áfram inn að Hveradalalæknum vestari. Fagraskjól fannst eftir svolitla leit. Á leiðinni var komið við í rústum Gestsstaða sem og útíhúsi frá bænum skammt frá, uppi í Sveifluhálsi. Hvorki sú tóft né Fagraskjól er getið í fornleifaskráningu fyrir Krýsuvíkursvæðið.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Þorbjarnastaðarétt

Ætlunin var að ganga til baka og fram eftir Alfaraleiðinni, hinni gömlu þjóðleið milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Voga, Njarðvíkna, Hafna, Keflavíkur, Garðs og Sandgerðis). Vestari hluti leiðarinnar, milli Hvassahrauns og Voga, hefur jafnan verið nefnd Almenningsleið (Menningsleið), en kaflinn frá Hvassahrauni til Hvaleyrar Alfaraleið.

Gvendarbrunnur

Gangan hófst við nýlegt bílastæði sunnan undirgangna Reykjanesbrautar innan (austan) við Hvassahraun. Þegar Reykjanesbrautin var breikkuð var tekinn hluti af Alfaraleiðinni á þessum kafla. Áður sást hún sunnan brautarinnar, liggja undir hana og síðan spölkorn af henni norðan brautarinnar, ofan við gömlu réttina.

Alafarleið

Alfaraleiðin milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns.

Gengið var beint inn á Alfaraleiðina, gegnt gatnamótunum, þar sem hún byrjar núna. Framundan er nokkuð hæðótt og gróið hraun þar sem vörður sjást á stangli við götuna, þ.a. ein mjög myndarleg er stendur hátt á hraunhól hægra megin hennar. Þegar innar dregur liggur hún um nokkuð slétta, vörðulausa hraunfláka sem nefnast Sprengilendi. Í fyrstu er leiðin óljós en þegar komið er hálfa leið yfir „sléttuna“ skýrist hún verulega og hófför fara að sjást í klöppunum. Í götunni fannst m.a. skeifubrot frá löngu liðnum tíma. Gatan liggur ofarlega á þessu svæði en þó aldrei meira en 3-400 m frá Reykjanesbrautinni. Myndarleg varða við götuna sést á hæðarhrygg framundan.
Innan við Sprengilendið liggur slóðinn ofan við mjög klofinn og sérkennilegan hraunhól en ofan götunnar og hólsins er hæð sem heitir Taglhæð og á henni er merktur jarðsímastrengur. Þarna sveigir Almenningsvegurinn til austurs, hækkar dálítið og fjarlægist Reykjanesbrautina til muna. Næst er haldið yfir kennileitalítið svæði um nokkurn veg. Framundan til hægri við götuna og aðeins ofar er mjög sérkennilegur, stakur klettahóll sem er eins og hetta í laginu. Þessi hóll er mjög áberandi séður frá Reykjanesbrautinni þó hann sé ekki stór. Hér sjást lítil og fá vörðubrot við götuna. Við hólinn liggur Lónakotsselsstígur áleiðis upp í Lónakotssel. Nú fer útsýnið að víkka til muna og fljótlega sést í stóra sprungna klapparhæð í austurátt sem nefnist Smalaskálahæð og klapparhól í framhaldi af henni til suðurs. Stefna götunnar er fast hægra megin við hólinn í stefnu sem næst á Vífilfellið. Þarna liggur Óttarsstaðaselsstígur þvert á Alfaraleiðina. Gatnamótin eru nokkuð glögg. Neðar sést í Kristrúnarborg, fallega heillega fjárborg frá Óttarsstöðum sem sögð er hlaðin um 1870 af Kristrúnu Sveinsdóttur húsfreyju á Óttarsstöðum og vinnumanni hennar. Handan borgarinnar er svo Smalaskálhæðin með fallegum jarðföllum sem gaman er að skoða. Listaverkið Slunkaríki var þar til skamms tíma, en hefur nú verið fjarlægt.
Varða við Alfaraleiðina HvassahraunsmeginÞá er gengið um Draugakróka. Gvendarbrunnshæð heitir næsta hæð en sveigt er upp fyrir hana og farið um Löngubrekkur sem liggja utan í hæðinni ofanverðri. Nú sést í fjárskjól, Gvendarbrunnshæðarskjól, með hleðslum við op og er hellirinn í hæðinni við götuna. Fast austan við fjárskjólið er svo Gvendarbrunnurinn, gott vatnsból í klöpp en um brunninn þveran liggur gömul fjárgirðing, landamerki Straums og Óttarsstaða.
Austar er komið að hárri og uppmjórri vörðu en hún er önnur af þremur fallegum vörðum sem standa við götuna frá Gvendarbrunnshæð að Miðmundarhæð. Nú taka Þrengslin við en þar liggur hún þröngt á milli hárra hraunhóla. Næsta kennileiti er hár og brattur klapparhóll með rismikilli vörðu sem sést víða að. Neðan við hann er gatan mjög greinileg en frá hólnum og ofan eyðibýlisins Þorbjarnarstaða er hún óljós og hverfur loks undir háan hraunkantinn spöl fyrir ofan Gerði (starfsmannahúss á vegum álversins). Þar sem gatan lá upp á hraunið hét Brunaskarð syðra. Mótar enn fyrir því í hraunkantinum þar sem gatan liðast upp á hraunbrúnina.
Framundan eru svo brunaruðningarnir á móts við álverið og að sjálfsögðu sést engin gata þar fyrr en komið er að Kapellunni sem stendur á hraunhól í miðju umrótinu rétt ofan við Reykjanesbrautina beint á móti álverinu. Gatan sést þar á um 10 m kafla. Kapellan, sem var endurhlaðin klúðurslega á sjöunda áratug 20. aldar, er friðlýst lítið grjótbyrgi úr hraunhellum og snúa dyrnar í suðvestur en veggirnir eru tæplega mannhæðar háir. Kapellan er tileinkuð heilagri Barböru, dýrðlingi úr kaþólskum sið. Fyrir innan Kapelluna tekur við rutt svæði, en göngustígur liggur um það áleiðis til Hafnarfjarðar. Þegar komið er inn á hraunið á ný sjást vörðubrot. Þeim er fylgt til norðurs uns gatan beygir undir Reykjanesbrautina þar sem hún fylgir hraunlægðum í áttina að hárri vörðu, sem nú er á golfvellinum. Héðan í frá sést ekki móta lengur fyrir gömlu Alfaraleiðinni milli Hvaleyrar og Hafnarfjarðar.

Í ljóAlfaraleiðins hafði komið að leiðin er vel greinileg svo til alla leiðina, vel mörkuð í landið á körflum og því tiltölulega auðvelt að fylgja henni þar sem hún liggur framhjá Þorbjarnastöðum í Hraunum (fór í eyði um 1930), sunnan Reykjanesbrautar, og áfram vestur úr. Í rauninni er hægt að fylgja gömlu leiðinni frá Hvaleyri og áleiðis að Hvassahrauni þar sem hún kemur niður að Reykjanesbrautinni ofan við hin nýju mislægu gatnamót, sem þar eru.
Fyrsta varðan á leiðinni er nú inni á miðjum golfvellinum á Hvaleyri. Önnur varða, eða vörðubrot, er skammt sunnar. Þriðja varðan er sunnan Reykjanesbrautar. Síðan tekur við svæði Kapelluhrauns þar sem búið er að fjarlægja yfirborðslagið og þar með götuna. Gatan kemur síðan aftur í ljós við kapelluna á u.þ.b. 10 metra kafla og loks þar sem hún kemur niður Brunann ofan við tjarnirnar við Gerði. Efst á Brunanum við götuna er varða. Þá liðast hún með tjörnunum að austan- og síðan sunnanverðu í áttina að Miðmundarhæð. Hún er augsýnileg þar sem Miðmundarvarða stendur uppi á hæðinni.
„Gerði reisti Guðjón Jónsson frá Setbergi um aldamótin 1900. Alfaraleiðin út á Útnes lá svo að segja um túnblettinn. Hann lá yfir Kapelluhraunið, eða Brunann, eins og það var stundum nefnt, síðan lá leiðin áfram, þar til komið er í Brunaskarð vestra. Við hvort skarð eru vörður, er nefnast Stóravarðan eystri og Stóravarðan vestri. Sagnir voru um, að einn sveina Kristjáns skrifara, sem drepinn var á Kirkjubóli á Miðnesi, hafi verið dysjaður við Kapelluna. Var því þarna stundum kölluð Dysin eða Kapelludys. Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans.“

Alfaraleið

Alfaraleið sunnan Gerðis – Bruninn framundan.

Gengið var eftir Alfaraleiðinni gömlu frá Gerði þar sem hún kemur niður úr Brunanum sunnan við Hraunshornið, norðan Gerðis, og henni fylgt yfir að brunninum í Brunntjörninni. Flóruð brú liggur út að brunninum, sem er í tjörninni. Þarna var og þvottur þveginn og skammt austar var þvegin ull.
Gengið er framhjá túngörðum Þorbjarnastaða. Að þessu sinni var tækifærið notað og kíkt á tóftirnar sem og Gránuskúta. Þvottastæðið er neðan við Þvottastíginn þar sem er hlaðinn bakki út í tjörnina sunnanverða. Vel má sjá hleðslur gamla brunnsins í tjörninni. Ofan við götuna er Þorbjarnarstaðaréttin undir breiðum klapparhól. Hún er ekki ósvipuð Óttarstaðaréttinni, með tvo dilka, lambakró og fallega hlöðnum veggjum. Réttin var fyrrum nefnt Stekkurinn, en eftir að hann var færður út og réttargerði hlaðið norðan við stekkinn, var hann jafnan nefndur Réttin eða Þorbjarnarstaðarétt.
Alfaraleiðin liggur áfram framhjá Miðmundarholti (-hól/-hæð), yfir Straumsselsstíg. Gatan er vörðuð meira og minna, ýmist með heilum vörðum eða endurupphlöðum. Við Miðmundarhæðina eru gatnamót götu heim að Þorbjarnarstöðum. Önnur gatnamót eru skammt austar. Mun þar vera um að ræða Skógargötuna frá Straumi er lá upp með vestanverðum túngarði Þorbjarnarstaða. Gránuskúti er þarna skammt sunnar, lítið en einstaklega fallegt fjárskjól frá Þorbjarnarstöðum.
Ekki er minnst á Alfaraleiðina í örnefnaslýsingu fyrir Þorbjarnastaði, sem verður að þykja sérstakt því leiðin liggur um land jarðarinnar og hefur án efa haft mikil áhrif á líf fólksins þar. Í örnefnalýsingu (GS) fyrir Straum er hins vegar getið um Alfaraleið. „Þá liggur hér vestur um hraunið Alfaraleiðin í miklum djúpum lægðum, sem nefnast Draugadalir. Hér mun og vera staður, sem nefnist Himnaríki. Tilefnið er það, að bóndi nokkur í Hraunum ætlaði að fara á Rauð sínum til himnaríkis – eftir viku drykkju. Hann lagði upp undir rökkur með nesti og nýja skó (en kvaðst ekki þurfa sokka, því að nóg væri af þeim í himnaríki). Hesturinn skilaði sér fljótt heim, og sjálfur kom bóndi undir vökulok. Í skrá G.S. segir, að hnakkurinn og beizlið hafi fundizt vestarlega í Draugadölum, en heimildarmenn sr. Bjarna segja, að þetta hafi legið í Stekkatúninu. Síðan er þarna kallað Himnaríki.
Þegar kemur vestur úr þessum þrengslum eða skorningum, má finna götu, sem liggur upp á klappir norðan við þær, og liggur gatan austur áleiðis að Þorbjarnarstöðum. Gata þessi nefnist Vetrarleið. Snjóþungt var í AGvendarbrunnurlfaraleið, en snjóléttara hér og því var hún farin á vetrum.
Sunnan í klettahrauni því, sem hér er, vestan Miðmundahæðar (sjá Þorbjarnarstaði), liggur rani fram úr. Á þessum rana er vel hlaðið Skotbyrgi, sem stendur enn. Fjárgata liggur upp úr rétt hjá byrginu. Í skrá G.S. segir, að hér liggi fram úr hrauni þessu Mosastígurinn og Skógarstígurinn frá Þorbjarnarstöðum, en þennan Mosastíg kannast sr. Bjarni og heimildarmenn hans ekki við (sjá Þorbjarnarstaði).“ Skotbyrgið sést enn, við vestari Straumsselsstíginn, en er ekki í sjónlínu frá Alfaraleið.
Sunnan við Þorbjarnastaði er Stekkurinn eða Réttin undir háum hraunhól. Hún er vel hlaðin. Í henni er lambakró. Þar er Stekkatún.“
Gengið er þvert yfir vestari Straumsselsstíg að Hæðunum. Þá var komið að Gvendarbrunni, litið á fjárskjólið nálægt honum og síðan haldið áfram suður götuna. Brunnurinn er hola í miðjum grasbala á lítilli klapparhæð við götuna. Sagan segir að Guðmundur góði Hólabiskup hafi blessað hann á sínum tíma.
Annars eru Gvendarbrunnarnir a.m.k. fjórir á Reykjanesi, þ.e. þessi við Alfaraleiðina, Gvendarbrunnur í Vogum, Gvendarbrunnar í Heiðmörk og Gvendarhola í Arnarneshæð. Það er líkt með Gvendarbrunnum og Grettistökum að Gvendur og Grettir hafa að öllum líkindum aldrei litið hvorutveggja augum. En það er nú önnur saga. Sá átrúnaður fylgdi svonefndum Gvendarbrunnum (sem talið var að Guðmundur biskup hinn góði hefði blessað) að vatnið í þeim læknaði mein. Þannig var t.d. talið gott að bera það á augu eða á sár svo þau myndu gróa. Nokkrar heilar og fallega hlaðnar vörður eru á þessum kafla leiðarinnar. Skammt vestan Gvendarbrunns má sjá leifar af tveimur stórum vörðum, sem verið hafa beggja vegna götunnar.
Varða í DraugadölumÞegar komið er framhjá Óttarstaðaborginni (Kristrúnarborginni) liggur Óttarstaðaselsstíg (Skógargötuna) yfir hana. Líklega er hér um misskilning að ræða. Skógargötunnar er getið í lýsingu upp frá Straumi. Þar liggur hún til suðurs vestan túngarðs Þorbjarnarstaða með stefnu upp í Draugahraun. Neðan þess eru gatnamót götu er liggur síðan þvert á Óttarsstaðaselsstíg og áfram upp í Skógarnef. Þessi leið er auðfarin, en ógreinileg vegna gróninga, með föllnum vörðubrotum í fyrstu, en vestan Óttarstaðaselsstígs hafa vörðurnar verið endurreistar og því auðveldara um vik. Líklega er hér um hina eiginlegu Skógargötu að ræða.
Smalaskálahæðir eru á hægri hönd. Skammt vestar liggur Lónakostsselsstígur yfir götuna og upp í hæðir. Varðan ofan við selið sést vel. Nú verður gatan óljósari, en ef farið er hægt og rólega og tekin mið af kennileitum og vörðubrotum má sjá hvar gatan hallar til vesturs og líður svo í bugðum áleiðis að Hvassahrauni. Skammt sunnan Reykjanesbrautar, áður en komið er á móts við Hvassahraun, hverfur hún svo til alveg, en Reykjanesbrautin hefur verið lögð yfir götuna á þessum kafla.
Alfaraleiðin er skemmtileg gönguleið um fallegt hraun. Á leiðinni ber margt fyrir augu, sem áhugavert er að staldra við og skoða nánar.
Leiðin milli Hvassahrauns og Þorbjarnarstaða er 6 km. Að ganga þennan kafla leiðarinnar tekur u.þ.b. 1 og 1/2 klst.
Frábært veður.

Heimild m.a.:

-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.
-Örnefnalýsing fyrir Straum.
-Gísli Sigurðsson.

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin.

Dvergbleikja

Gerðistjarnirnar milli Gerðis og Þorbjarnastaða í Hraunum eru þrjár, auk tveggja baktjarna.
Tjörnin næst Gerði heitir Gerðistjörn. Stærri tjörnin sunnar hefur ýmist verið nefnd Gerðistjörnin syðri eða Þorbjarnarstaðatjörn. Þar var tjörnin Bjarnijafnan nefnd Brunntjörn, líkt og önnur minni vestan núverandi Reykjanesbrautar. Lítil tjörn vestan Gerðistjarnar nefnist Stakatjörn. Þorbjarnarstaðatjarnir, Gerðistjarnir og umhverfi eru á náttúruminjaskrá.
Tjarnir á svæðinu eru með mismikla seltu og einstæðum lífsskilyrðum. Brunntjörn er ein af fáum ferskvatnstjörnum í heiminum þar sem gætir flóðs og fjöru og þar er að finna sérstæða undirtegund bleikju. Svæðið er mikið notað til útivistar og er þar einnig að finna friðaðar fornminjar svo sem Óttarstaði en einnig mikið af öðrum söguminjum. (Sjá nánar: Náttúrufræðingurinn. 67 árg. 3-4 hefti. 1998).
Í öðrum tjörnum gætir sjávarfalla og er vatnið bæði salt og ferskt. Ferskt vatn streymir í tjarnirnar undan hrauninu að austanverðu. Í tjörnunum lifir dvergbleikja, líkt og á u.þ.b. 40 öðrum tjarnasvæðum á landinu. Bjarni K. Kristjánsson hefur rannsakað fjölbreytileika dvergbleikju hér á landi. Eitt af rannsóknarviðfangsefnunum er að komast að því hvers vegna aðskyldir dvergbleikjustofnar hafi þróast með svipuðum hætti.
Bjarni starfar við Fiskeldis og fiskalíffræðideild í Háskólanum á Hólum. FERLIR hitti Bjarna þar sem hann var að safna sýnum við Gerðistjarnirnar í Hraunum. Sagði hann vinnuna lið í undirbúningi að doktorsritgerð, sem hann væri með í undirbúningi. Dvergbleikjan væri forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Þeir þróa t.d. vöðvafrumur m.t.t. þarfar á meðan maðurinn fæðist með alla vöðva, en þarf síðan að þróa þá. Spurningin gæti t.d. verið hvort umhverfisþættir hafi áhrif á stærð fiskjarins og hvort fiskurinn hafi hag að því að vera eins og hann er vegna umhverfisins, sem hann lifir í. Ótal öðrum spurningum væri enn ósvarað áður en rannsóknum lýkur.
Íslensk bleikja er ákaflega fjölbreytt í útliti, lífsögu og atferli. Algengt er að sjá fleiri en eitt afbrigði á sama vatnasvæði. Þessi afbrigði nýta sér mismunandi þætti í umhverfinu s.s. fæðu og skjól. Svo virðist sem að þróun þessara afbrigða sé tengd tegundamyndun, en algengt er að sjá erfðafræðilegan mun á milli þeirra. Í einu vatni, Galtabóli á Auðkúluheiði, sýna erfðafræðirannsóknir að þau tvö afbrigði sem finnast í vatninu æxlast ekki saman og eru því aðskildar tegundir.

Þorbjarnastaðatjörn / Brunntjörn

Í svipuðum vistfræðilegum aðstæðum finnast svipuð afbrigði sem hafa líka svipgerð. Sem dæmi um þetta eru sviflæg afbrigði í vötnum oft smávaxin, silfurlit og rennileg í útliti. Talið er að þessi afbrigði hafi þróast vegna samhliða þróunar (parallel evolution) vegna þess að í svipuðum vistkerfum komi fram líkir valkraftar, sem fiskistofnar svara á líkan hátt og sambærileg afbrigði þróast.
Algengt er að finna smávaxna botnlæga bleikju í ferskvatni víða um land. Þessi bleikja er oft kölluð dvergbleikja, en einnig gjáarmurta (við Þingvallavatn) eða gjáarlonta (við Mývatn). Svo virðist sem samspil hrauns og grunnvatns sé mikilvægt fyrir þróun þessa afbrigðis. Líklegt má því telja að tilurð þeirra sé afurð samhliða þróunar. En hversu samhliða er þróunin? Þegar útlit þessara afbrigða er borið nákvæmlega saman milli staða kemur í ljós að þau eru langt frá því að vera eins. Munur er á milli stofna í útliti, er gæti tengst fæðuöflun og lífssögu. Áhugavert er því að bera saman útlit og vistfræði mismunandi dvergbleikjustofna við umhverfi þeirra og kanna þannig mikilvægi mismunandi vistfræðilegra þátta á samhliða þróun. Þannig fengjust upplýsingar um eðli breytileika hjá bleikju og mikilvægi vistfræðilegra þátta í þróun hans á mun fínni skala en áður hefur þekkst.

Brunnurinn í Brunntjörn

Í því verkefni sem hér er lýst hefur dvergbleikju verið leitað víða um land þar sem saman koma grunnvatnsuppsprettur og hraun. Þar sem dvergbleikja hefur fundist hefur fjölmörgum einstaklingum verið safnað. Á tilraunastofu hafa einstaklingarnir verið ljósmyndaðir, kyngreindir, kvarnir teknar til aldursgreiningar, magi til fæðuathuganna og sýni tekið af ugga til rannsókna á stofnerfðafræði fiskanna. Á þeim stöðum þar sem dvergbleikjur hafa veiðst hafa einnig verið mældir umhverfisþættir, straumhraði, hiti, pH, leiðni, grófleiki botns og tegundasamsetning smádýra á hörðum og mjúkum botni.
Niðurstöður hingað til hafa reynst áhugaverðar, einkum fundarstaðir dvergbleikju þar sem hraun og lindir koma saman. Fyrstu niðurstöður varðandi lífssögulega þætti, útliti og fæðu þeirra benda til nokkurs breytileika í lífsögu, útliti og fæðu. Tengsl milli vistfræðilegra þátta og þróunar þess fjölbreytileika sem fundist hefur gæti varpað ljósi á ástæður vaxtarlags bleikjunnar.
Dvergbleikja er smár fiskur sem missir eiginlega aldrei seiðaeinkennin hvað varðar lit og lögun. Dvergbleikja verður kynþroska á bilinu 7-24 sm að lengd og eru hliðar Gerðistjörnhennar með gulum óreglulegum blettum. Dvergbleikjan heldur sig á efri hluta strandgrunnsbotnsins og lifir aðalega á vatnabobbum og mýi.
Bjarni hafði veitt dvergbleikjur úr Gerðistjörnunum. Sagði hann að þéttleikinn í tjörnunum væri óvenju mikill. T.d. hefði hann merkt 40 stk á einum fermetra í Gerðistjörninni. Svo virtist sem fiskarnir syntu milli tjarnanna um sprungur á hrauninu.
Síðan árið 2003 hafa rannsóknir staðið yfir á stofnum dvergbleikju á Íslandi. Meginmarkmið rannsóknanna hefur verið að tengja saman útlit og vistfræði þessara stofna. Þannig hefur verið aflað upplýsinga um útlit, fæðu og vistfræðilega þætti umhverfis fiskanna. Nú eru að fara af stað stórt rannsóknarverkefni sem hefur það að markmiði að rannsaka þá líffræðilegu þætti sem stuðla að dvergvexti hjá þessum fiskum og skoða sérstaklega í því sambandi vaxtarhormón. Í tengslum við þá rannsókn er það einnig markmiðið að skoða atferli fiska frá sömu stofnum, með sérstakri áherslu á búsvæðaval þeirra, virkni og hreyfanleika. Athugað verður hvar fiskar halda sig, og hversu virkir þeir eru við fæðunám á ólíkum tímum dags. Einnig verður fæðuatferli fiska athugað og skoðað hvar fiskar sækja fæðu (botn/vatnsmassi/yfirborð) og hversu hreyfanlegir þeir eru við fæðunám. Einnig verður fæðuval fiska athugað og reynt að tengja það við framboð þeirra smádýra sem falla á yfirborð, eru í vatnsmassa og á botni.
Gerðistjarnir munu væntanlega leggja sitt af mörkum til framangreinds rannsóknarverkefnis.
Gæsir yfir Gerðistjörn

Kirkjusandur

Í Byggðakönnun Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir „Kirkjusandssvæðið“ árið 2016 kemur m.a. eftirfarandi fram um sögu þess:

Saga svæðisins – Staðhættir og örnefni

Kirkjusandur
Svæðið sem hér er fjallað um nær yfir hluta af því landi sem á öldum áður tilheyrði jörðunum Rauðará og Lauganesi. Samkvæmt landamerkjalýsingu frá árinu 1883 lágu merki á milli þessara jarða eftir Fúlutjarnarlæk, frá sjó að upptökum hans við Ámundaborg, en samkvæmt eldri landamerkjalýsingum lágu merkin austar, þ.e.a.s. frá Ámundaborg sjónhendingu í stein á Kirkjusandi sem nefndur var Stúlknaklettur (Stúlkuklettur). Munnmæli segja að einhvern tíma hafi vanfær vinnukona í Laugarnesi horfið, en svo fundist við þennan stein ásamt tveimur stúlkubörnum. Hornmark Rauðararár, Reykjavíkur og Laugarness lá um Ámundaborg sem var fjárborg. Ámundaborg er löngu horfin en hefur verið þar sem býlið Lækjarhvammur var, nálægt því þar sem Lámúli 4 er nú.

Kirkjusandur
Fúlutjarnarlækur var afrennsli frá Kirkjumýri og Kringlumýri og var farvegur hans að mestu leyti vestan við núverandi Kringlumýrabraut. Fúlutjarnarlækur var talinn illur yfirferðar í miklum rigningum og leysingum. Nafn sitt dregur hann nafn af Fúlutjörn, sem var hálfgert sjávarlón sem lyktaði af rotnandi gróðri. Fyllt var upp í Fúlutjörn og var því lokið um 1960. Fúlutjarnarlækur var settur í stokk árið 1957 og er því ekki sýnilegur lengur. Laugalækur rann til sjávar á Kirkjusandi austan við Stúlkuklett. Hann var afrennsli frá Þvottalaugunum og rann um Laugamýri (Laugardal), vestan við Laugarás. Laugalækur var settur í stokk árið 1949 og gata sem er á svipuðum slóðum nefnd eftir honum.
Kirkjusandur
Kirkjusandur hét sandströndin frá Fúlutjarnarlæk að Laugarnesi. Nafnið Kirkjusandur kemur fyrst fyrir í Oddgeirsmáldaga frá 1379. Þar segir að Jónskirkja í Vík eigi land að Seli, akurland og sellátur í Örfirisey, auk þess akurland í Akurey og reka við Kirkjusand. Því er Kirkjusandur kenndur við kirkjuna í Reykjavík en ekki Laugarnesi. Vestast á Kirkjusandi var Fúlakotsvör en austast var Suðurkotsvör. Suðurkot var ein af hjáleigum Laugarness og þar hefur verið útræði frá fornu fari. Greint var á milli Ytri-Kirkjusands og Innri-Kirkjusands og voru mörkin trúlega um Laugalæk.

Laugarnes
Árið 1824, þegar Steingrímur Jónsson var orðinn biskup, sóttist hann eftir stuðningkonungs til að reisa embættisbústað í Laugarnesi og var Laugarnesstofa þá reist. Húsið var eitt fárra steinhúsa sem þá höfðu verið reist á Íslandi. Það var alla tíð lekt og lélegt og svo fór að arftaka Steingríms, Helga Thordersen biskupi, fundust húsakynni í Laugarnesi óviðunandi, auk þess sem vegurinn til Reykjavíkur yfir Fúlutjarnarlæk var ógreiðfær. Helgi flutti því í nýtt hús embættisins að Lækjargötu 4 árið 1856.
Vegurinn út í Laugarnes var vissulega slæmur en þetta var gamall götutroðningur sem lá með ströndinni í vestur frá Laugarnesi, eftir Kirkjusandi innri, yfir Laugalæk, eftir Kirkjusandi ytri á vaði yfir Fúlutjarnarlæk og að Rauðará. Þessi leið fékk nafnið Biskupsgata meðan biskup bjó í Laugarnesi.

Kirkjusandur

Kirkjusandur og Laugarnes um 1920. Holdsveikraspítalinn sést vel á Lauganesi.

Bæjarstjórn Reykjavíkur keypti Laugarnes ásamt jörðinni Kleppi árið 1885, í því skyni að tryggja Reykvíkingum aukið land til beitar, ræktunar og mótöku og árið 1894 voru báðar jarðirnar lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur. Eftir að Laugarnes komst í eigu bæjarins var hafist handa um gerð vegar sem auðvelda átti fólki ferðir inn í Þvottalaugarnar og dregur vegurinn, Laugavegur, nafn sitt af þeim. Til að komast að laugunum höfðu þvottakonurnar áður þurft að þræða götur meðfram sjónum austur úr Skuggahverfi, fara yfir Fúlutjarnarlæk (nálægt því þar sem nú eru gatnamót Kringlumýrarbrautar og Borgartúns) og þaðan yfir Kirkjumýri, sem var bæði blaut og keldótt.

Kirkjusandur

Kirkjusandur um 1920.

Árið 1898 lét danska Oddfellowreglan reisa holdsveikraspítala í Laugarnesi sem gefinn var íslensku þjóðinni. Þá var lagður nýr vegur að Laugarnesi frá Laugavegi. Vegur þessi beygði af Laugarvegi nálægt því þar sem Hátún 6 er nú og lá yfir Fúlutjarnarlæk á brú vestan við Kirkjuból (Laugarnesvegur 37). Vegurinn lá síðan í beinni stefnu til norðausturs yfir brú á Laugalæk. Hann var í upphafi nefndur Spítalavegur en fékk síðar nafnið Laugarnesvegur. Við þessa vegalagningu varð leiðin greiðari að Kirkjusandi sem hafði þau áhrif á að þar varð til fyrsti vísir byggðar.
Á árunum 1949-1975 voru gerðar miklar landslagsbreytingar á svæðinu sem hér er til umfjöllunar. Austast hluti Fúlutjarnar náði inn á svæðið á sínum tíma, en fyllt var upp í tjörnina og var því lokið um 1960. Austast um svæðið rann Laugalækur en hann var settur í stokk árið 194922 og ströndin byggð fram um 100 m með landfyllingu. Því er ásýnd og náttúra hins forna Kirkjusands mjög mikið breytt.

Upphaf byggðar á svæðinu – Fiskverkunarstöð Th. Thorsteinssonar
Kirkjusandur
Þorsteinn var tengdasonur Geirs Zoëga og hafði stofnað verslunina Liverpool árið 1896, auk þess að vera með þilskipaútgerð. Ári seinna sótti hann um að fá leigutíma á lóðinni á Kirkjusandi lengdan úr 10 árum í 20 ár, þar sem hann þurfi að kosta allmiklar tilfæringar á staðnum, byggja hús þar o. fl. Auk þess bað hann um leyfi til að stækka leigulóðina og setja fiskþurrkunargrindur á svæðið fyrir ofan Stúlknaklett, að sandinum fyrir innan höfðann, til fisksólunar.

Kirkjusandur
Árið 1900 setti Jes Zimsen á fót fiskverkun á Innri-Kirkjusandi ásamt bræðrunum Birni og Þorsteini Gunnarssonum og þar reistu þeir tvö fiskverkunarhús. Á næstu áratugum reistu félögin margvísleg mannvirki í kringum fiskvinnsluna á svæðinu, þar á meðal þurrkhús, geymsluhús, vélaskúra, þvottahús, verbúðir, verkstjóraíbúð og bryggjur. Fjöldi manns var í vinnu við salfiskvinnsluna og var reitur Th. Thorsteinssonar lengi einn stærsti fiskreiturinn í Reykjavík og vinnustaður fjölda karla, kvenna og barna. Fiskurinn var saltaður, þveginn og þurrkaður á stakkstæðum, síðan hlaðið upp í stakk og að lokum var hluta hans komið fyrir innandyra í fiskgeymslum. Til að getað þurrkað fisk allt árið voru byggð sérstök þurrkverkunarhús. Þau mátti þekkja á loftstokkum á þakinu. Einungis eru risin tvö hús, fiskverkunar húsið og íbúðarhúsið sem stendur norðar (ljósmálað hús). Unnið er við að breiða fiskinn út til þurrkunnar.
Kirkjusandur
Til að koma fiskinum til og frá fiskverkunarhúsunum um stakkstæðin voru lagðir um 500 m af brautarteinum frá Fúlutjörn að húsunum á Ytri-Sandi og þaðan norður að húsunum á InnriSandi. Auk þess lágu teinarnir á búkkum yfir Fúlutjörn á tímabili.
Byggt var við húsin og þau stækkuð og í úttekt frá árinu 1915 voru þau orðin sex talsins. Árið 1920 brunnu nokkur hús á lóðinni (þ.á.m. líklega nyrsta fiskþurrkunarhúsið sem var með loftstokkum á þakinu) en íbúðarhús frá 1915 og fiskþurrkunarhús frá 1900 sluppu.
Kirkjusandur
Árið 1921 reisti Th. Thorsteinsson nýtt fiskþurrkunarhús á rústum eldri húsanna. Það var hús með tveimur loftstokkum á þakinu og snéri þvert á gamla þurrkhúsið. Þetta hús stóð lengi eitt eftir á reitnum til minningar um þetta tímabil, en var flutt að Ægisgarði 2 við gömlu Reykjavíkurhöfn árið 2011 og hýsir nú veitingastað.
Byggðin fór að þéttast við Laugarnesveg á 3. áratugi 20. aldar, nánar tiltekið á árunum 1926–1929. Íbúðarhús voru byggð austan götunnar og í dag standa þar 8 hús frá þessu tímabili.

Hernámsárin – Braggabyggð á svæðinu
Kirkjusandur
Á árunum um og eftir síðari heimsstyrjöld settu braggar og önnur mannvirki hernámsliðsins svip á byggðina á þessum slóðum eins og annars staðar í bænum. Detention Camp, fangelsiskampur, var staðsettur á Ytri-Kirkjusandi, suðaustan við fiskvinnsluhús Th.Thorsteinssonar. Þar var fangelsi breska hersins og síðar flotans.
Laugarnes
Á svæðinu voru nokkrir herskálar sem notaðir voru sem fangageymslur og var fangelsissvæðið afgirt með 3 m hárri netgirðingu. Þarna voru nokkrir Íslendinga hafðir í haldi í kjölfar dreifibréfsmálsins svokallaða. Á svæðinu voru líka tvær stórar birgðaskemmur auk fjögurra skemma með mænisþaki sem voru reistar af Kanadamönnum og standa enn.

Strætisvagnar Reykjavíkur á Kirkjusandi
Kirkjusandur
Reykjavíkurborg yfirtók rekstur Strætisvagna Reykjavíkur árið 1944 og ári seinna var bækistöð strætisvagna flutt frá Hringbraut 56 yfir á athafnasvæði á Ytri-Kirkjusandi sem bærinn tók á leigu handa fyrirtækinu. Það er sú lóð sem nú talin númer 41 við Borgartún. Þar voru þá til staðar áðurnefnd fiskverkunarhús Th. Thorsteinssonar og stórar birgðaskemmur og nokkrir braggar frá hernum. Svæðið allt og meðfylgjandi byggingar voru færð í það horf sem taldist nothæft fyrir strætisvagnana og starfssemi þeirra. Húsin hýstu síðan vinnustofur, verkstæði, birgðastöð og geymsluplan fyrir vagnana. Meðal þessara húsa voru járnklædd, fjögurra bursta bindingshús sem reist höfðu verið af Kanadamönnum á stríðsárunum og nefnd eru hér að ofan. Þau voru notuð undir dekkjaverkstæði, geymslur og sprautuverkstæði í tíð Strætisvagnanna.

KirkjusandurÍ
lok sjöunda áratugarins og byrjun þess áttunda voru reist tvö hús til viðbótar á lóðinni fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, annars vegar þvottahús (austar) og hins vegar skrifstofu- og verkstæðishús (vestar). Um leið voru eldri hús á lóðinni rifin, öll nema kanadísku húsin og gamla þurrkhúsið frá 1921. Húsin sem Strætisvagnar Reykjavíkur létu reisa á lóðinni auk bindingshússins sem Kanadamenn reistu standa enn og eru lítið breytt frá upprunalegri gerð. Strætisvagnar Reykjavíkur höfðu bækistöðvar að Kirkjusandi í rúmlega hálfa öld eða fram til ársins 2001. Lóðin var í seinni tíð gjarnan kölluð Strætólóðin.

Júpíter hf. og Mars hf. á Kirkjusandi

Kirkjusandur

Kirkjusandur um 1960. Gamla frystihúsið og hús Sambandsins.

Árið 1948 fluttu togaraútgerðarfélögin Júpíter hf. og Mars hf. til Reykjavíkur, en þau voru upphaflega stofnuð í Hafnarfirði af Tryggva Ófeigssyni og fleirum. Félögin ráku hraðfrystihús ásamt saltfisk- og skreiðarverkun á Ytri-Kirkjusandi til ársins 1973, á lóðinni sem nú er talin númer 2 við götuna Kirkjusand. Félagið leigði lóðina til 30 ára og reisti á henni ýmis fiskgeymslu- og vinnsluhús. Árið 1950 sótti félagið um leyfi að byggja stórt, steinsteypt fiskverkunarhús við fjöruborðið. Húsið var hækkað og byggt við það í nokkrum áföngum og var á sínum tíma stærsta frystihús landsins.

SÍS og Íslandsbanki á Kirkjusandi

Kirkjusandur

Kirkjusandur – Íslandsbanki. Nýbyggingasvæði vestan byggingarinnar.

Í kjölfar eldgossins í Heimaey árið 1973 keypti Ísfélagið frá Vestmannaeyjum frystihúsið og aðrar eignir á Kirkjusandi og rak til ársins 1975 þegar Samband íslenskra samvinnufélaga keypti húseignirnar við Kirkjusand. Sambandið var umsvifamikið í Laugarnesi á 7. og 8. áratugnum og reisti meðal annars stórhýsi fyrir kjötvinnslu austan við götuna Kirkjusand (á Innri-Kirkjusandi). Á 9. áratugnum hóf Sambandið umfangsmiklar breytingar á frystihúsinu við Kirkjusand sem var stækkað, hækkað og klætt, en fyrirhugað var að breyta því í skrifstofuhús undir nýjar höfuðstöðvar Sambandsins. Niðurrif ýmissa mannvirkja á svæðinu var hluti af þessum breytingum. Árið 1988 þegar framkvæmdir voru komnar á gott skrið tók að halla undan fæti hjá Sambandinu og um svipað leyti og skrifstofuhúsnæðið var fullbúið þurfti Sambandið að láta af hendi eign sína í húsinu.
Kirkjusandur
Íslandsbanki eignaðist síðar húsið og aðrar eignir á lóðinni og flutti þangað höfuðstöðvar sínar árið 1995. Í kjölfarið voru gerðar minniháttar breytingar á útliti og innra fyrirkomulagi hússins.
Öll mannvirki sem voru reist undir fiskverkun á Kirkjusandi á fyrri helmingi 20. aldar og mynduðu ákveðna þyrpingu og menningarsögulega heild hafa verið rifin að einu húsi undanskyldu. Það hús var ekki varðveitt á Kirkjusandi heldur flutt þaðan árið 2007 og komið fyrir við gömlu höfnina í Reykjavík (Ægisgarð 2), eins og áður er nefnt.

Heimild:
-Kirkjusandur, Byggðakönnun, Borgarsögusafn Reykjavíkur, Reykjavík 2016.

Kirkjusandur

Kirkjusandur – fiskþurrkun. Bærinn í Laugarnesi sést í fjarska.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur greinist í tvær leiðir.
Ætlunin var að skoða syðri leið Stórhöfðastígs frá Hraunhólum, Storhofdastigur-7yfir Mosana áleiðis að Hrúthólma. Í leiðinni var ætlunin og að reyna að staðsetja Moshella og Sauðahelli er Gísli Sigurðsson nefnir í örnefnalýsingunni sinni fyrir Krýsuvík. Í lýsingunni segir hann m.a. að „[Stórhöfðastígur] nyrðri liggur norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma“. Einnig að „[V]egurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna“.
HraunhólarÍ nefndri örnefnalýsing Gísla segir m.a. um leiðir vestan við Vatnsskarð: „L.M. línan liggur úr Markrakagili yfir Nýjahraun og um Hraunhóla gíga á Fjallstagli Fjallsins eina, þaðan út á svonefnd Slitur, sem nefnd eru í gömlum skjölum, þar sem minnst er á landamerki Krýsuvíkur. Hjá hraunhólum þessum skiftist Stórhöfðastígur. Liggur sá nyrðri norðan Hraunhólanna og Fjallsins eina, vestur um Mosana, sem er mosagróið hraun og þar eru Moshellarnir. Síðan liggur slóðin með frá Hrútagjárhrauni allt vestur að Hrúthólma. Syðri stígurinn lá sunnan Fjallsins eina og í Grænklofa milli Sandfells og Hrútagjárhorns um Grenklofa sem Grænklofi er einnig kallaður og undir Hrútagjárhraunbarmi) síðan frá Hrútagjárhorninu syðra upp á Krýsuvíkur- eða Ketilstíg. Hrútagjárhraun eða Hrútahraun hefur runnið úr gígum áður nefndum í Sveifluhálsi. Norðurbarmurinn er allur sprunginn og brattur. 

Hraunhólar-2

Þar er Hrútagjá stórgrýtt í botninn og ill umferðar. Syðst liggur stígur af gjánni yfir í Hrúthaga, Hrútagjárstígur. Stígurinn heldur síðan áfram vestur um Dalinn, Móhálsadalinn um sléttar og mosavaxnar klappir allt að Hrútafelli og sunnan þess í Ketilstíg.
Af Slitrum liggur L.M. línan í Markhelluhól.“
Um Undirhlíðaveg og Vatnsskarðsskarðsstíg segir Gísli m.a.: „
L.M. línan af Undirhlíðum liggur um Markrakagil, sem einnig ber ýms önnur nöfn, svo sem: Mar-krakagil, Marrakagil, Melrakkagil, Markrakkagil. Gil þetta á að vera fjórða gil í Undirhlíðum frá Vatnsskarði að telja, en öll eru þau nafnlaus.
Niður undan Undirhlíðum Mosarliggur Undirhlíðavegur eða Krýsuvíkurvegur gamli, sem lá frá Hafnarfirði upp í Námur og Krýsuvík. Undan öðru gili er lítil flöt, nefnist Ráðherraflöt. Svo segir að eitt sinn á búskaparárum Jóns Magnússonar í Krýsuvík 1900–1912 þá hittust þeir þarna á flötinni Jón bóndi og Hannes Hafstein ráðherra. Þar af kom nafnið. Hér spölkorn vestar var komið að miklum gíg, sem nú er horfinn. Nefndist hann Hálsgígur. Vegurinn lá sunnan undir honum að Vatnsskarðshálsi hrygg lágum, sem lá út úr Undirhlíðum eða Undirhlíðarhorni. Vegurinn lá upp á hálsinn og niður af honum og sveigir þá inn undir Vatnsskarð. Hér á hrauninu rétt við voru tveir gígar, gjallhaugar miklir, er nefndust Rauðhólar, Rauðhóll eystri og Rauðhóll vestri. Milli þeirra lá Vatnsskarðsstígur út að Fjallinu eina.
Við Moshellar-2stíginn sagði Guðmundur Tjörvi bóndi í Straumi 1895–1925, að væri greni það sem við hefði átt að miða þegar landamerkin voru gerð 1890, því Vatnsskarð væri hið eiginlega Melrakkaskarð. Vatnsskarðsgreni er því þarna á hrauninu og Vatnsskarðsflöt neðanundir skarðinu. Frá Sandfellsklofagígum, Rauðhólum og Hálsgíg er runnið hraun það sem kallað er Nýjahraun og er nokkuð af því hér og heyrir því Krýsuvík til. Vegurinn liggur upp frá flötinni í norður og fyrir múla nafnlausan og síðan inn með honum. Hálsinn á aðra hönd, vinstri en á hægri hraunið. Í þessu hrauni er Sandklofahellir og Sandklofatraðir eða Hrauntraðir þaðan og langt niður á hraun, þar sem aðrar traðir koma inn á þessar. Vegurinn liggur allt innundir Sandfellsklofa, en beygir þar til norðurs og þar fyrir múla nafnlausan og þétt með hlíðinni vestur á sandflæmi, sem þar er og nefnist Norðlingasandur. Uppi hér á hálsinum er eldvarp. Þar rétt hjá er hellir, nefnist Sauðahellir. Þangað leituðu oft sauðir Hraunamanna.
Storhofdastigur nyrdriÞá kemur Norðlingaháls liggur fram og norður út hálsinum. Vegurinn liggur upp hann og niður af honum á svo nefndar Stórusteinaflatir. Stóri steinar hafa hrunið hér niður ofan úr klettabelti í hálsinum. Hér eru Köldunámur. Löngu kulnaður jarðhiti eða hver. Upp frá Köldunámum er gengið í Folaldadali — miðdalinn. Nú er langur kafli, örnefnalaus. Þá er komið að Ketilstígssteini kletti allmiklum og liggur vegurinn frá honum upp á hálsinn og er þá komið að Katlinum og í hinn eiginlega Ketilstíg, sem liggur um austurhlíð og suðurhlíð Ketilsins og þar upp á brún, síðan áfram framhjá Arnarvatni niður með efsta hluta Seltúnsgils yfir á stall ofan Seltúns og niður Seltúnsbrekkuna í Seltúnshvamm. Stundum var öll leiðin frá Hafnarfirði í Seltún og að Krýsuvík kölluð Ketilstígur. Að fara Ketilstíg.“
Því miður er framangreind Ráherraflöt kominn undir Vatnsskarðsnámusvæðið.
Um Stórhöfðastíginn nyrðri segir Gísli: „
Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka. Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestan vert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin.

Storhofdastigur nyrdri - 2

Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur Ólafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar á Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin. Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatn.“
Storhofdastigur nyrdri - 3Í viðleitninni að rekja Stórhöfðastíginn nyrðri var lagt af stað við neðsta hraunhólinn í Hraunhólum og síðan gengið upp með þeim áleiðis að Fjallinu eina, þ.e. syðri leiðina, í von um að hún gæfi færi á kennileitum v/hinn fyrrnefnda. Þegar komið var upp undir fjallstöglin var stefnan tekin inn undir brúnum áleiðis að Mosum. Þeir voru síðan fetaðir upp í Moshella. Hellarnir eru greinileg fjárskjól. Gróin varða er á einum þeirra. Einhverra hluta vegna hefur þeirra verið getið sem „Sauðabrekkukjól“. Nefnt skjól er hins vegar í norðanverðum Sauðabrekkum. Það er skjól fyrir smala eða þann/þá er áttu leið um Hrauntungustíg.
Storhofdastigur-4Þegar komið var upp að gatnamótum Stórhöfðastígs og Hrauntungustígs austan Hrúthólma var auðvelt að fylgja fyrrnefnda stígnum yfir mjóa apalhraunstungu áleiðis að Hrútargjárdyngjubrúninni. Reykjavegurinn hefur af einhverjum ástæðum verið lagður þarna til hliðar við hina fornu götu og yfir aðalhraunið á miklu mun óaðgengilegri stað en gamli stígurinn.
Stígnum var fylgt að grónum rauðamelshól. Á honum var varða. Síðan var stígnum fylgt eðlilegustu leið niður annars greiðfært hraunið, niður að fallegri sprungureinagígaröð, miklu mun yngri en dyngjuhraunið, og niður að annarri slíkri þar sem hann beygði með neðstu brúninni áleiðis að Hraunhólum. Einungis ein varða var við ofanverða leiðina, sem verður að teljast svolítið Tvi-Drangarsérstakt.
Þegar komið var niður á Mosana var stígnum fylgt eðlilegustu leið milli gjáa. Leiðin liggur síðan með lágum hæðum á hægri hönd, í svo til beina stefnu á Stórhöfða. Þegar kemur fram á brúnirnar og séð verður niður á syðri Stórhöfðastíginn liggur leiðin með grónum hraunhólum niður í stóra lægð í hrauninu með svo til beina stefnu á Tví-Dranga, tvo samliggjandi klettadranga við Stórhöfðastíginn. Þar virðist hafa verið áningarstaður og þar við eru gatnamótin.
Nyrðri leið Stórhöfðastígar virðist gleymd og tröllum gefin, en hefur engu að síður bæði verið greiðfær og einna sú beinasta millum Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar (Stórhöfða) fyrrum.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimidlir m.a.:
-Örnefnalýsing Krýsuvíkur – Gísli Sigurðsson.

Moshellar

Borgarkot

Þegar gengið er um bergsvæði Reykjanesskagans og umhverfið barið augum má víðast hvar sjá skófir, glæður eða fléttur, hvort sem um er á 300.000 ára gömlu grágrýti, 12.000 ára móbergi eða yngra en 11.000 ára hrauni. Oftast nær má sjá litskrúðugar skófir og fléttur við ólíkar aðstæður. Gulleit fuglaglæðan er t.d. áberandi niður við ströndina (keimlík steinmerlu, veggjaglæðu, klettaglæðu og hellisglæðunni er finnst við hellisop), dökkbrúnt gálgaskegg (líkist í útliti mjög jötunskeggi), sem vex á Gálgakletti á Álftanesi, og dregur nafn sitt af fyrsta og eina fundarstaðnum á Íslandi, eða hvíta púðabreyskju.
Fuglaglæða á Geldingasteinum (SG)Hver er munurinn á öllum þeim 700 glæðum, merlum, skeggjum, þembum, voðum, fléttum, nepjum og skófum, sem til eru hér á landi?
Orðin fléttur og skófir eru að vissu marki mismunandi nöfn yfir sama fyrirbærið, sambýli svepps og þörunga. Þó er viss merkingarmunur á orðunum. Orðið fléttur í þessari merkingu kemur fyrst fyrir í bók Helga Jónssonar, Bygging og líf plantna – Grasafræði, sem út kom árið 1906. Hann notaði það yfir allan þann hóp sveppa sem mynda sambýli við þörunga og hefur sú merking orðsins haldist síðan. Litið var á fléttur sem sjálfstæða fylkingu plönturíkisins alveg eins og sveppi og mosa. Ekkert orð í málinu hafði þessa merkingu fyrir, því að fram að þessu hafði almenningur ekki gert neinn greinarmun á fléttum og mosum, en kallaði fléttur oftast mosa (samanber litunarmosi, hreindýramosi). Blaðkenndar fléttur voru stundum nefndar skófir (geitaskóf, engjaskóf, veggjaskóf) eða grös (fjallagrös, maríugrös).
Fjallagrös eru fléttur. Í dag er hins vegar litið á fléttur sem hluta svepparíkisins og eru það aðeins sérstæðir lifnaðarhættir sem greina þær frá sveppum, það er sambýlið við þörungana sem jafnframt gerir þær frumbjarga.
Púðabreyskja við KlifsholtOrðið skófir er aftur á móti gamalt í málinu og er notað yfir blaðkenndar eða hrúðurkenndar fléttur, sem auðvelt er að skafa af steinum. Blaðkenndar fléttur á jarðvegi voru einnig nefndar skófir (engjaskófir), og jafnvel mosar með sama vaxtarlag samanber dýjaskóf yfir mosann Marchantia. Runnkenndar fléttur eins og hreindýramosi eða skollakræða voru aldrei nefndar skófir. Kragaskóf eða skeljaskóf er algeng skóf á steinum. Segja má að allar skófir séu fléttur ef við undanskiljum dýjaskófina, en ekki eru allar fléttur skófir.
Skófir, sem eru einnig kallaðar fléttur, eru í raun ekki sjálfstæðir einstaklingar heldur sambýli svepps og þörungs. Sveppurinn í hverju sambýli er einstakur og er ekki að finna nema í einni fléttutegund. Þörungurinn er hins vegar ekki eins trygglyndur og getur sama þörungategundin fundist í mörgum fléttutegundum.
Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fléttunnar dregið af heiti sveppsins, enda má oft finna sömu ljóstillífandi tegundina í mismunandi fléttum. Samjálp þessara lífvera felst í því að sveppurinn leggur þörunginum eða gerlinum til hagstæð búsetuskilyrði, meðal annars raka og vörn gegn geislum sólarinnar, en nýtir sér í staðinn frumframleiðslu þeirra.
Þetta sambýlisform gerir þessum lífverum kleyft að lifa við mjög bágar aðstæður og oft vaxa þær og dafna á stöðum þar sem aðrar lífverur eiga erfitt uppdráttar. Fléttur eru auk þess venjulega meðal fyrstu lífvera til að nema ný landsvæði, svo sem á nýju hrauni, og eru því áberandi í frumframvindu svæða.
Fléttur eru hvað mest áberandi á steinum en víða eru steinar þaktir fléttum af ýmsum gerðum. Margir átta sig alls ekki á að um er að ræða lífverur, halda jafnvel að flétturnar séu einhverjar dauðar slettur á steinunum þótt þeir trúi nú kannski ekki alveg á þjóðsöguna um Kiðhús, kerlinguna og snúð hennar. Aðrir halda að allt sem vex svona á steinum sé „bara mosi“ og gera ekki greinarmun á fléttum og mosa sem þó er mjög mikill. Fléttur vaxa víðar en á steinum t.d. ofan í grassverði á deiglendi eða innan um mosa og annan gróður í móum.
Skófir í Fjallinu einaHér á landi hefur meira en 700 tegundum flétta verið lýst og finnast með reglulegu millibili nýjar tegundir. Til dæmis fundust þrjár nýjar blaðfléttur hér á landi á árið 2006. Í heild hefur rúmlega 15 þúsund tegundum flétta verið lýst í heiminum, en geri má ráð fyrir að þær séu langt um fleiri.
Fléttur eru í samkeppni við aðrar plöntur um bæði raka og sólarljós. Þær eiga oft erfitt uppdráttar í slíkri samkeppni, sökum þess hversu lágvaxnar þær eru. Þær eru því sérstaklega áberandi á stöðum þar sem plöntur þrífast ekki eins vel, svo sem hátt til fjalla og á klettum og steinum.
Fléttum hefur verið skipt upp í í þrjá hópa eftir vaxtarformi. Þetta eru runnfléttur, sem eru greinóttar og vaxa lítillega upp frá undirlaginu. Dæmi um runnafléttu er hreindýramosi. Blaðfléttur eru hins vegar eins og nafnið gefur til kynna blaðkenndar. Dæmi um blaðfléttur eru fjallagrös. Hrúðurfléttur mynda hrúður á klettum og trjáberki og eru þær einnig kallaðar skófir.
Fléttur eru ekki náttúrulegur hópur í sama skilningi og til dæmis spendýr eða skordýr, það er hópar sem eiga sér einn sameiginlegan forföður. Líklegra þykir að nokkrir hópar sveppa hafi tekið upp sambýli við þörunga og blábakteríur nokkrum sinnum í lífssögunni.
Kragaskóf /skeljaskófFléttur vaxa í sambýli við sveppi og flokkast sem sérdeild innan  jurtaríkisins. Flétturnar eru af tveimur ættkvíslum xanthoria og caloplaca. Fléttum er oft skipt í þrjá flokka eftir útliti: skorpufléttur, blaðfléttur og greinafléttur. Fléttur eru myndaðar af sambýli sveppa við þörunga. Sérhver fléttutegund er mynduð af einum svepp og einum eð tveimur tegundum þörunga. Margar af fléttunum vaxa mjög hægt en geta aftur á móti lifað í margar aldir. Fléttum er það sameiginlegt að þær eru  mjög viðkvæmar. Þær þola litla loftmengun, umgang beit og áburð. Af plöntum eru það flétturnar sem fyrst nema land og segja má að þær undirbúi jarðveginn fyrir næsta flokk plantna og jafnvel framvindu lífs á jörðinni. Erfitt getur verið að greina fléttur. Gular, rauðar og gráar fléttur eru einna algengastar og mest áberandi í náttúrunni. Fléttur  hafa  löngum verið notaðar til litunar (jurtalitun) og lækninga (jurtalækninga).
Skorpufléttur eru eins og grautarslettur á yfirborði þess efnis sem þær vaxa á. Þær eru oft mjög fastar á yfirborði efnisins. Fléttur eins og veggjaglæða og strandglæða flokkast til skorpufléttna.
Allra efst í fjörunni ofan við þörungana eru grjót og klappir iðulega þaktar skófum sem oft eru svartar og líkjast tjöruskán á steinunum. Skófirnar geta þó verið margvíslegar á litinn, grænar, gráar, appelsínugular eða hvítar. Oft mynda þær skorpur á steinunum en geta einnig verið smáar fíngerðar hríslur eða blaðlaga og festar við steininn með stilk.
Til eru allmargar tegundir skófna sem lifa efst í fjörunni en flestar þeirra er einnig að finna annars staðar. Þó eru til tegundir eins og fjörusverta (Verrucaria maura) sem bundin er við efri hluta fjörunnar og myndar þar þunna svarta skán á klöppunum. Græna flæðaskófin (Verrucaria mucosa) lifir um alla fjöruna niður að neðstu fjörumörkum og er eina tegund skófna sem lifir í neðri hluta fjörunnar hér við land. Hún er dökkgræn á litinn.
Ef litið er á þörunga og sveppi, er vart hægt að hugsa sér verri stað en þurrt grjót til að lifa á. Þörungar lifa í vatni, sveppir á lífrænu efni. Steinninn er hvorugt. Steinar eru oft þurrir dögum, jafnvel vikum, saman. Þeir verða fljótt kaldir í kulda og heitir í hita svo að á steini eru aðstæður mjög sveiflukenndar og erfiðar. Hvorug þessara lífvera gæti lifað þarna stök, en þegar þörungarnir og sveppurinn hjálpast að sem heild þá sigrast þær á þessum mjög svo erfiðu aðstæðum og meira en það. Þær sigrast á steininum líka. Fléttur gefa gjarnan frá sér efni sem smátt og smátt vinna á steininum og þannig undirbúa þær jarðveginn, í orðanna fyllstu merkingu, fyrir allan annan gróður.

Heimildir m.a.:
-www.visindavefur.is

Skófir á hraunreipum

Reykjanes

„Það hefur margt rekið á fjörur þeirra Suðurnesjamanna, allt frá maðksmognum trjábolum, sem liggja þar á fjörum, ásamt skeljum og þaraþöngl um — auk þessa hefur margt annað kynlegt rekið þar á fjörur. — Einn dag rak þar á fjörur, beint inn í Ósabotna, skip Hafnir - spilnokkurt, sem „James“ hét. Fór það mannlaust yfir brimgarðinn og hafnaði innst i Ósabotnum. Skipið var hlaðið trjáviði, eðlaættar, hefluðum og tilbúnum. Þegar nágrannarnir fóru að skyggnast eftir hvað um væri að vera, kom i ljós, að enginn maður var um borð og skipið hlaðið trjáviði. Þetta var nokkru fyrir aldamótin síðustu, en hvað varð utm skipshöfnina verður aldrei upplýst. Þegar þessar staðreyndir voru allar upplýstar, þá hélt sýslumaður uppboð á strandgóssinu og seldist plankinn á 20 til 30 aura hvert stykki. Mörg hús, sem ennþá standa, voru byggð af þessum viði, því hann var góður og sterkur. Leyndardómurinn um „James“ verður ekki skýrður, en skipið fór þar í gegnum sundið, mannlaust og varð mörgum til bjargar við byggingu nýrra húsa, bæði í Höfnum og nágrenni. Báran skolar slíkum furðuhlutum í land, miklu fleiri en taldir verða, það vita þeir einir, sem um fjörur ganga.
Það var á árinu 1940 er vélbáturinn „Kristján“ fór í róður frá Sandgerði, svo sem oft áður, en þegar út á miðin var komið henti þá erfið vélarbilun, og verður hetjusaga skipshafnarinnar ekki rakin hér að nokkru marki, en líf þeirra í 12 daga hrakningum með vonum og vonbrigðum var hetjusaga, sem byggðist á langri lífsreynslu og geðró. Eftir alla þeirra hrakninga lenti svo „Kristján“ í brimrótinu fyrir framan Merkjanesbæinn í Höfnum og þar voru á landi hjálpfúsar hendur og mikið þor til að bjarga skipbrotsmönnum á land.

Merkines - brunnur

Þeim landmönnum hafði fundizt sigling bátsins einkennileg — en allt tókst þó vel, karlarnir á „Kristjáni“ komust í land á síðasta snúning og nutu hjúkrunar og umönnunar í Merkjanesi. Minningarathöfn um látna, sem þarna átti að fara fram í Sandgerði daginn eftir, og einnig höfðu þeir komið fram á andafundum og verið hinir kátustu. Nóg um það, þetta er aðeins eitt af því, sem rekið hefur á fjörurnar á Reykjanesi. Við höldum svo áfram gegnum Hafnirnar og fyrir ofan þær.
Niður í Höfnum standa ennþá steinhleðslur mosagrónar og haganlega gerðar, það eru leifarnar af höfuðbólinu Kotvogi. Upp á barði stendur kirkjan, sem Hafnamenn hugsa vel um. Vesturhús og Austurhús eru ryðguð að utan, en nýtt frystihús er niðri á bakkanum — svo verður gjarnan um staði sem berjast um forna frægð og framtíðina.
Leiðin liggur áfram framhjá Merkjanesi, fallegt þríbýli, þar átti heima Marteinn myndskeri og ennþá býr þar Hinrik Ívarsson, kynjakall, refaskytta með meiru, skáld gott og faðir þeirra Ellýjar Vilhjálmsdóttur, Vilhjálms Vilhjálmssonar, söngvaranna góðu og Sigurðar Vilhjálmssonar, leikara og skáta foringja. — Þau eru Vilhjálms, því karlinn heitir Vilhjálmur Hinrik Ívarsson.
Næst verður á hægri hönd hið forna höfuðból Júnkaragerði, þar sem Galdra-Jón hreppstjóri átti heima fyrir nær því tveim öldum. Margt hefur siðan drifið á daga Junkaragerðis, sem nú til dags er að mestu í eyði, en var áður hjáleiga frá höfuðbýlinu Kalmanstjörn, sem þeir bræður Oddur Ólafsson læknir og alþingismaður og Ketill í Höfnum eiga ennþá. Þaðan kemur Hafnasandurinn góði, sem gefur húsum prýði bæði utan og innanhúss. Þá er Hafnabergið, sem var annar landamerkjastaður Steinunnar gömlu með sina farfugla og lífið í sjónum, seli á sundæfingu og margháttaðan reka — en allir skyldu taka sér vara á öldunni, sem æðir upp sandinn. Fyrir ofan fjöruna er sandurinn að gróa upp. Melgrasskúfurinn harði gerir þar hóla og hæðir, en smátt og smátt sléttast úr þeim og eyðimerkursandurinn lætur í minni pokann fyrir gróskunni — en sumt er jafngott bæði sandur og gróska.
Kista - byrgiÁ Rosmhvalanesi rekur fleira á fjörur en karlana á „Kristjáni“. „Gamall togari þýzkur, Atland, liggur þar hátt uppi í fjöru, litlu utan við Sandvík. Hann mun hafa skilað sínu fólki í land eftir tiltölulega auðvelt strand. Mótorbáturinn „Þorbjörn“ fórst þarna við klettana 1964, og með honum voru 5 vaskir drengir — tveir þeirra komust á land en hina hirti hafið. Þarna fyrir framan, úti á rúmsjó, hafa margir bátar og skip horfið í öldurnar og nokkur sannindameki um það rekið á fjörur, bæði í nútið og fortíð. Nær Reykjanesi eru aðdjúpir klettar, sem kallaðir eru Kista. Voru þeir notaðir sem höfn eða uppskipunarstaður fyrir efni til nýja Reykjanesvitans, sem reistur var 1907 — en fyrsti viti á Íslandi var byggður uppi á Valahnúkum 1878.
Alltaf er að hrynja úr berginu, svo nú er vart eftir nema hálf undirstaða þessa fyrsta vita á Íslandi. Kveikt var á vitanum 1. desember 1879 og var vita vörður Arnbjörn Ólafsson frá Keflavík. Nýi vitinn er byggður nokkru seinna eða um 1930.
Það hefur margt rekið á fjörur á Reykjanesi. Togarinn Jón Baldvinsson lenti þar í víkinni austan Valahnúka, af þvi varð ekki manndauði, en hvort hlerarnir og trollið voru i Jon Baldvinsson a strandstadréttu lagi, það er önnur saga. Óhappaskipið KLAM, stórt olíuflutningaskip, rak þar upp í klettana, eftir margháttuð óhöpp. Þar fórust margir af skipshöfninni, aðallega Kínverjar. Það var nýstárlegt og nokkuð ömurlegt að sjá þá veltast þarna í fjöruborðinu, því hin dugmikla björgunarsveit Grindavíkur hefði getað bjargað öllum í land — en enginn má sköpum renna. Þeir voru of bráðlátir að bjarga lífi sínu og tilraunir þeirra í bátskeljum enduðu með dauða. Það mætti lengi rekja fjörurnar um Reykjanesið, því þar býr ný saga í hverjum steini og hverri þúfu.
Þetta er landnám Herjólfs, frænda Ingólfs Arnarsonar, en hvað hann hefur séð þar vænlegt til búsetu veit ég ekki, en allavega hefur Ingólfur verið naumt skorinn við gjafir sinar til frænda og vina.
Reykjanesskaginn er staður mikilla umbrota, hiti býr þar undir og gufustrókarnir öskra þar dag með nóttu — land hefur þar myndazt og horfið, og eldgos geta hafizt þar, þegar minnst varir, því þessi útkjálki er ekki dauður úr öllum æðum, en þó unum við vel, sem þar búum.“ – Helgi S.

Heimild:
-Morgunblaðið, Helgi S., 5. nóvember 1972, bls. 20.

Hafnir

Hafnir – Kotvogur.

Hraunagata

Um Hraunin milli gömlu götunnar millum Innnesja og Útnesja, Alfaraleiðar, og strandar virðist hafa legið gata, nefnd Hraunagata og Hraunavegur. Hún er enn greinileg og vörðuð á stuttum köflum, en í heild er gatan torlæs – nema þeim er lesninguna kunna.
HraunagatanVið götuna eru, ef vel er að gáð, mannvistarleifar á báðar hendur. Gatan virðist hafa legið milli Straums/Óttarsstaða og Hvassahrauns, neðan Sjónarhóls, Brunnhóls og Grænhóls.
Í fyrri ferð um svæðið þar sem gatan var rakin fram og til baka frá Straumi að Lónakotssvæðinu vestanverðu höfðu komið í ljós hnökrar á framhaldinu. Í stað þess að leita sunnar í hrauninu var ákveðið að fara norðar, þ.e. með stefnu niður fyrir Grænhól. Það leiddi til hringferða um hraunið neðanvert. Áður en þetta var gert hafði verið hlaðin lítil varða þar sem gatan virtist áður enda.
Nú var gatan hins vegar rakin frá Hvassahrauni áleiðis yfir að Lónakotssvæðinu. Fljótlega lá fyrir hvar Hraunagatan lá í klapparmóanum. Vísbendingar í litlu vörðuformi gáfu og leguna til kynna. Víða mátti sjá hófmarið grjót, sérstaklega í klapparþrengslum.
HraunagatanHraunagatan liggur fyrir norðan Skyggni með svo til beina línu yfir hraunið að Straumi. Í stað þess að beygja norður fyrir Grænhól lá gatan nokkuð sunnan hans. Þegar austur fyrir hólinn var komið beygði hún til norðvesturs – með stefnuna á vörðuna, sem fyrr hafði verið hlaðin á „endamörkum“ fyrri ferðar. Í stað þess að halda beint áfram þar eða beygja til hægri átti að beygja nánast 75° til vinstri. Hefði það verið gjört mátti auðveldlega fylgja götunni heim að Hvassahrauni.
Líklegt má telja að Hraunagatan hafi að mestu verið farin af heimafólki og kunnugum í Hraununum. Aðrir hafa farið Alfaraleiðina, sem er nokkuð sunnar (ofar) í hrauninu.
Segja má að með opinberun Hraunagötunnar hafi enn ein hinna gömlu þjóðleiða bæst í félagsskap þeirra, sem fyrir voru. Það að götunnar hefði verið getið í örnefnalýsingum hefur gert að verkum að hennar var leitað. Fundurinn verður vonandi til þess að fólk nýti sér Hraunagötuna til ánægjulegra gönguferða á komandi árum og áratugum. Leiðin eftir henni á milli Straums og Hvassahrauns er u.þ.b. 1 klst og 30 mín gangur á eðlilegum gögnuhraða.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Straum, Óttarsstaði, Lónakot og Hvassahraun.

Klettaborg

.