Knarrarnes

Brunnurinn norðvestan við bæinn (Húsið) Hellur á Vatnsleysuströnd dæmigerður fyrir fyrrum hlaðna brunna, þ.e. eldri en fyrir aldamótin 1900.  Hann er í gróinni lægð milli lágra holta, rétt neðan við Digruvörðu.
BrunnurinnÁ Knarrarnesi stóðu bæir Knarrarneshverfis; Minna-Knarrarnes vestar með þurrabúðina Hellur og Vík, Stóra-Knarrarnes innar eða austar. Þar var oft tvíbýli, nefndist Austurbær og Vesturbær.
Þurrabúðin Hellur er í Hellnatúni eða Hellnaflöt, Hellnalóð. Bæirnir stóðu í Knarrarnestúni. Litla-Knarrarnes var vestar í Litla-Knarrarnestúni. Frá bæ lá Litla-Knarrarnesgatan upp á veg. Í túninu var Litla-Knarrarnesbrunnur.
Ofan við þjóðveginn er þessi hlaðni brunnur. Hann hefur verið fylltur upp til að koma í veg fyrir hugsanleg óhöpp líkt og svo margir brunnar aðrir á Reykjanesi. Brunnhleðslan sést vel. Sagðist Birgir, heimalingur í Minna-Knarrarnesi, hafa stundum séð vatn efst í brunninum. Ekki liggur ljóst fyrir hvers vegna brunnstæðið er þarna, en þó er vitað að gamli bærinn stóð þarna skammt fyrir norðan brunninn. Hann gæti því hafa tilheyrt honum á þeim tíma. Staðsetningin gæti líka hafa komið til af staðsetningu þurrabúðanna. Fornfáleg hlaðin rétt er skammt ofar. Hún er sigin í jarðveginn, en má sjá móta fyrir henni.
Úr Digravörðu liggja landamerki Minna-Knarrarness í Eldborgir ofan við Knarrarnessel, skammt norðan við gamla Hlöðunesselið. Talið er að varðan hafi verið ein kirkjuvarðanna svonefndu, en þarna neðan við á gatan að Kálfatjarnarkirkju að hafa legið fyrrum.
Þegar hér er komið við sögu hefur FERLIR skoða 158 gamla brunna og vatnsstæði á Reykjanesskaganum (2009).

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Minna-Knarrarnes.

Hellur

Hellur – leikmynd.

Þerneyjarsel
Að sögn Magnúsar Jónassonar, bónda í Stardal, munu tóftir tveggja selja vera undir bakka skammt ofan við Tröllafoss í Leirvogsá, norðan árinnar. „Gengið er yfir hæð og við taka móaflákar. Þar eru selin“. Fyrst er Varmárselið og ofar er

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Þerneyjarselið. Enn ofar eru beitarhúsatóftir frá Stardal.
Enn eitt selið er suðaustur undir Þríhnúkum, austan Esjubergslækjar, en svo nefnist lækurinn er rennur niður frá Esjubergsseli í Rauðhólsgil. Um er að ræða mjög óljósar tættur. Ofar er Rauðhóll eða Stórhóll, eins hann stundum er nefndur. Mótar fyrir rauðum lit í honum, en hóllinn er að mestu úr móbergi. Um Jónsselið sagði Magnús telja að það geti verið í „hvamminum“ efst við Jónselslæk, við enda skurðar, sem grafinn hefur verið til suðurs austast í túnum Seljabrekku.
Magnús tók fram landakort og benti á staðina, sem selin eiga að leynast, en FERLIR hafði áður gert tvær tilraunir til að finna Þerneyjarselið. Varmárselið.
hafði verið uppgötvað sem og Esjubergsselið undir Skopru.
Móskarðshnúkar skörtuðu sínu fegursta í fjallakyrrðinni við undirleik niðarlags Leirvogsár. Mófuglarnir sungu hver sitt stefið.
Rústir beitarhússins frá Stardal komu fljótlega í ljós skammt ofan við bakkann að norðanverðu, suðvestan undir yfirgefnu sumarhúsi vestan við Ríp undir Stardalshnúk. Um hefur verið að ræða þrjú stór samhliða fjárhús. Mikið grjót er í veggjum og vel sést móta fyrir hleðslum

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

undir garða. Í viðtali við Magnús bónda hafði komið fram að deilur stóðu þá um landamerki, annars vegar Stardals og hins vegar Mosfells. Bóndinn í Stardal taldi að landamerkin væru um Rauðhólsgil, en Mosfellingar töldu þau vera við læk einn vestan undir Stardalshnúk. Stardalsbóndinn, sem endurbyggði eyðibýlið í Stardal um 1830, vildi láta á þetta reyna og reisti beitarhúsin á þessum stað, enda hvergi að finna gott efni til húsagerðar fyrr en þar. Með því vildi hann láta á þau mál reyna, en síðar munu aðlar hafa sæst á landamerkin við læk miðja vegu og voru beitarhúsin þá í landi Stardals.
Oftlega hefur heyrst á gömlu fólki að það hafði jafnan áhyggjur af landamerkjum, því það taldi aðra jafnan ásælast þau. Ljóst er að áhuginn hefur jafnan verið fyrir hendi. Í fyrstu voru landnámsmenn heygðir á landamerkjum, bæði til að senda öðrum skýr skilaboð um mörkin (Adolf Friðriksson) og til að fæla aðra frá að komast yfir þau (vernd hinna látnu). Síðar voru ábúendur heygðir á mörkum gróinna túna, jafnan með yfirsýn yfir ástsæla bletti. Með kristnini breyttist þetta og flattist út.
Einnig, og kannski miklu fremur, má telja víst að selin hafi ákvarðast af nytsemi landsins, nálægt við vatn og handhægt

byggingarefni. En eflaust hafa bændur fikrað sig eins langt til þeirra kosta í landinu og nokkurs var völ, m.a. með framangreint að leiðarljósi.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel – uppdráttur.

Skammt vestar eru tóftir Þerneyjarsels. Þær eru uppi á grónum bakka, vestan lítils lækjar, sem einhvern tímann hefur verið stærri. Tóftirnar, sem eru samhangandi, tví- eða þrískiptar, kúra undir lágum, en grónum, melbakka. Dyr snúa mót suðri. Ekki er að sjá móta fyrir stekk, en skammt er úr selinu niður í ána. Þessar tóftir eru u.þ.b. 100 metrum austan við Varmársel, eða miðja vegu milli þess og beitarhúsatóftanna, skammt innan girðingar, sem þarna er.
Þá var stefnan tekin upp undir sunnanverða Þríhnúka. Gengið var beint inn á svæðið, sem Magnús hafði lýst. Það er mjög gróið, en hefur verið mun grónara og samfelldara fyrrum. Grastorfur er nú beggja vegna Esjubergslækjar. Mun grasgefnara er sunnan lækjarins, en hann beygir þarna til vesturs, rétt eins og Magnús hafði lýst. Þúfnakargi er þarna svo að segja um allt og mjög erfitt að segja til ákveðið selstæði. Líklegt má telja að það hafi verið staðsett undir bakka eða hlíð, en austan kargans er stór og langur hóll er gefur gott skjól fyrir austanáttinni. Ekki var að sjá nein ummerki eftir tættur þar heldur. Staðurinn er hins vegar hinn fallegasti og einstaklega skjólgóður, með lækinn sírennandi. Selstaðan þarna gæti hafa verið frá Lágfelli eða Helgafelli.
Loks var reynt að skyggnast enn og aftur eftir öruggum ummerkjum eftir Jónsseli. Gengið var til suðurs með skurðinum fyrrnefnda, alla leið upp í gróinn hvamm er liggur milli Bringna og Geldingatjarnar. Sést niður að tjörninni þar sem hann rís hæst. Gengið var til baka eftir gamalli götu nokkru vestar, en allt kom fyrir ekki. Þó kom einn staður, ofan og austan girðingar til greina umfram aðra. Hann er á grónu svæði svo til beint ofan við upphaf Jónsselslækjar. Þar mótar fyrir gróinni, nokkuð stórri, tóft.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.

Garðar

Við bifreiðastæði á Garðaholti, við Garðaveg, eru tvær tóftir, misstórar. Þær eru leifar er tengdust „Garðavita“. Á holtinu var höfð lukt á tímum Séra Þórarins Böðvarssonar og séra Jens Pálssonar (19. öldin). Nefndist lukt þessi Garðaviti.
Skammt innar á holtinu eru sex járnfestingar og leifar af keðjum á fjórum stöðum umhverfis. Um er að ræða minjar fyrsta flugleiðsögubúnaðar á Íslandi. Þarna voru 4 möstur með 2-300 m bil á milli.  Líklega hefur hann verið reistur á árunum 1942-1951.

Garðaviti

Garðaviti.

Í Örnefnalýsingu 1958 segir: „Á háholtinu er viti, Garðaviti. Þar var áður torfvarða og kveikt á lugt“ (bls. 2). Örnefnaskrá 1964 bætir við: „Hann mun hafa verið reistur um 1870. Hann stóð á holtinu norður frá Garðahliði.“ (B29).
Örnefnalýsing 1976-7 hefur svo þetta: „Á klöpp fyrir ofan Háteig var viti hér áður, Garðaviti“ (bls. 6). Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóftir séu „uppi á háhólnum […] svo til beint upp af Háteigi“, alveg við veginn, ofan og austan hans og er hæðin grýtt allt um kring. Leifar sjást af tveimur tóftum hlið við hlið og virðast þær samfastar. Sú austari er stærri og greinilegri, innanmálið um 5,8 x 2 m. Hún er nokkuð niðurgrafin og um 1,1 m á dýpt. Stefnan er norður-suður. Sú vestari er öll ólögulegri, um 2,5 x 2 m að innanmáli.
Aðrar upplýsingar: Vitinn var í notkun sem ljósgjafi á tímabilinu 1868-1912 (G.R.G: 95). Tryggvi Gunnarsson í Grjóta (f. 1899) mundi eftir honum og sagði hann hafa verið notaðan sem mið af sjó fyrir fiskibáta en á stríðsárunum notuðu Bretar hann sem virki. Húsið var síðan „selt og flutt heim að Hlíð, þar sem það var notað sem kamar“.

Heimildir:
-Ari Gíslason: Örnefnalýsing Garðahverfis. 1958.
-Gísli Sigurðsson: Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna.
-Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum: 1964. Garðahverfi A39/Garðaland B29.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar Safn til sögu Garðabæjar III. Garðab. 2001.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir: „1300-39“. Fornleifaskráning í Garðabæ 1984. Þjóðminjasafn Íslands.
-Kristján Eiríksson: Örnefnalýsing Garðahverfis skráð eftir lýsingu heimamanna. 1976-7.

Garðahverfi

Garðaviti.

Þegar gengið var upp í Vogasel í Vogaheiði fyrir skömmu var sérkennilegur hlutur fyrir fótum fólks; grár ílangur hólkur með amerískri áletrun.
Af áletruninni að dæma gæti þarna verið um einhvers Dufliðkonar mælitæki að ræða. Ekki var að sjá snúrur eða tauma er gátu gefið til kynna tengsl þess við uppihaldið, en tækið virtist hafa fallið af himnum ofan og það ekki alveg nýlega. Þetta virðist vera einhverskonar dufl þar sem dýptin er stillt. Stærðin er ca. 100 x 12 cm og í annan andann er skrúgangur fyrir einhverja viðbót (sést illa á myndinni). Þetta liggur við Vogaselsstíginn nokkru ofan við Stóru-Aragjá.
Á duflinu er áritunin „DIFAR“ sem og tölustafir og leiðbeiningar. Skv. því hefur hér verið um að ræða dufl frá ameríska hernum til að leita að og hlusta eftir ferðum kafbáta. Ólíklegt verður þó að telja að kafbátar hafi nokkru sinni átt leið um Vogaheiði.
Duflið, eða leifarnar af því,  mun hafa verið svonefnt Sonobuoys tæki búið sendi og mótakara til Dufliðað nema hljóð í sjó. Reyndar munu vera til þrjár tegundir af Sonobuoy;  viðbregðin, gagnvirk og til sérstakra nota. Fyrstnefnda er búið nema er hlustar eftir hljóði „skotmarksins“. Gagnvirka tegundin sendir merki og hlustar eftir endurkomu þess frá hlut. Síðastnefnda tegundin er notað til að safna tilfallandi upplýsingum, s.s. um hitastig sjávar, ölduhæð o.s.frv.
Duflunum er kastað frá flugvélum úr u.þ.b. 30.000 feta hæð. Staðsetningarbúnaður segir til um hvar duflin eru staðsett á hverjum tíma. Frá þeim má síðan lesa þær nákvæmu upplýsingar, sem þau safna á meðan á líftíma þeirra varir. Að honum loknum er viðkvæmum tækjabúnaði eitt og duflin falla til botns.
DufliðDuflin virka allt upp í 8 klst notkun allt niður á 1000 feta dýpi. Venjulega eru þau stillt með sérstökum rekbúnaði inn á að dvelja um stund á ákveðnu dýpi, s.s. 60, 90 eða 900 fetum í tiltekinn tíma; t.d.  eina klst, þrjár klst eða átta klst til að safna upplýsingum. Þau hafa einnig verið notuð til að fylgjast með og rekja ferðir hvala sem og staðsetja eldvirkni á hafsbotni.
Duflið í heiðinni mun vera hluti af slíkum hlustunarduflum.
En hvernig er kafbátahlustunardufl komið alla leið upp í ofanverða Vogaheiði? Fleiri en ein skýring getur verið á því. Ein er sú að duflið hafi fallið úr eða verið kastað út úr flugvél á leið yfir svæðið. Hugsanlega hafi verið um gallað tæki að ræða. Duflunum er komið fyrir í sérstökum „sleppurum“ og gæti það hafa „sloppið“ þaðan þegar flogið var yfir svæðið, t.d. inn til lendingar á Keflavíkurflugvöll.

 

Hver svo sem ástæðan kann að vera fyrir tilkomu tækisins þarna í Vogaheiðinni þá er eitt alveg víst; það er þarna enn.

Duflið í Vogaheiði

 

Gráhella

Gráhelluhraun.
GrahelluhraunGráhelluhraun kom úr Búrfelli. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er Búrfell um 7240±130 ára. Í heild sinni eru öll hraunin þaðan  Búrfellshraun, en í dag bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn. Fyrst rann taumur niður í Straumsvík – en hann er nú grafinn undir yngri hraunum (Stórabolla- og Tvíbollahrauni, Óbrinnishólahrauni og Kapelluhrauni) utan smáskækils sem stendur þar upp úr og nefnist Selhraun. Næst rann taumurinn sem nú heitir Gráhelluhraun til sjávar í Hafnarfirði. Þú stendur nú við norðaustanverðan hraunjaðarinn. Nafnið er dregið af aflöngum hraundranga skammt suðvestar. Undir honum eru tóftir fjárskjóls frá Setbergi.
Tveir megin hraunstraumar komu frá Búrfelli. Hraunið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Urriðakotshraun, Svínahraun, Vífilstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Hraunholtshraun, Flatahraun, Garðahraun, Gálgahraun og Balahraun.

Kjóadalur.
KjoadalurHafnarfjörður hefur jafnan verið nefndur „bærinn í hrauninu“. Í og við bæinn má þó víða finna frjóan jarðveg sem bæjarbúar hafa löngum notað sér til ræktunar. Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. öld en ekkert var ræktað að ráði fyrr en eftir miðja 18. öld. Árið 1754 sendi Friðrik V. boð til Íslands um að bændur ættu að láta sér annt um að útbúa kálgarða þar sem matjurtir gætu þrifist. Þrátt fyrir boð yfirvalda var það ekki fyrr en í upphafi 19. aldar að garðyrkja, og þar með talin kartöflurækt, varð almenn í landinu. Íslenskum bændum var illa við að stinga upp tún sín til að rýma fyrir matjurtagörðum. Á tíu ára tímabili, frá árinu 1801 til 1810, fjölgaði matjurtagörðum í landinu. Síðan hefur landanum smám saman lært að meta næringargildi kartöflunnar.

Í austanverðum Kjóadal sjást leifar kartöflugarða Hafnfirðinga, en í dag er dalurinn notaður til hrossabeitar.

Stekkjarhraun.
tekkjarhraunStekkjahraun var friðlýst árið 2009. Ástæðan var ekki síst stekkurinn, sem þú stendur nú í. Markmið með friðlýsingu svæðisins er að vernda útivistar­svæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar í miðri íbúðabyggð. Stekkjarhraun er hluti af hraunum sem runnu í Búrfellseldunum fyrir rúmlega 7000 árum. Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a. horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir í þéttbýli.

Lambagjá.
HelgadalurLambagjáin, sem reyndar er hrauntröð, er bæði löng og breið. Til marks um mikilfengleik hennar má geta þess að hún er nú friðlýst sem náttúruvætti. Áberandi mannvirki liggur þvert á Lambagjá vestarlega – há steinhleðsla. Þetta eru leifar af undirhleðslu fyrsta vatnsstokksins sem var lagður úr Kaldárbotnum um 1918. Vatninu var fleytt í opnum tréstokk að suðurenda Sléttuhlíðar þar sem það rann fram af brúninni og hripaði ofan í hraunið en kom upp í Lækjarbotnum. Þú ert núna við eina „gegnumganginn“ í gjánni; svonefnda Steinbrú. Yfir hann liggur gömul fjárgata. Önnur brú yfir gjánna er skammt austar.

Helgadalur.

Helgadalur

Helgadalur.

Um Helgadal gengur sveimsprunga. Sprungukerfið er í misgengi, sem eru  mörg á svæðinu. Má þar nefna Hjallamisgengið.  Vatnsstreymið í gegnum hraunin ofan dalsins staðnæmast við sprungurnar og vatn safnast saman í gjánum. Á vatnasviðinu er Kaldárbotnar, er tengist væntanlega m.a.  Vatnsgjánni sem er í Búrfellsgjá. Frá þessu vatnasviði fá Hafnfirðingar og fleiri hið daglega neysluvatn sitt – hið sjálfsagða, en jafnframt eina dýrmætustu lífsnauðsyn samtímans.

Kringlóttagjá.
KringlottagjaKringlóttagjá er fornt hrauntjarnarstæði  frá afrennsli Búrfells. Hún líkist Gjánum norðvestan við Kaldársel – enda varð hún til í sömu goshrinu. (Búrfell). Barmarnir eru 5-10 metra háir og mynda óreglulega skál sem er um 200-300 metrar að ummáli með formfagra klettadranga á stangli. Glóandi kvikan rann neðanjarðar frá hrauntjörninni áður en botninn storknaði og myndaði skálina. Þeir/þær/þau er geta fundið afrennslið, sem væntanlega er þá í formi hraunhellis, líkt og Hundraðmetrahellirinn í Helgadal, eru beðin um að tilkynna það Fjarðarpóstinum.

Víghóll.
VighollÖrnefnið „Víghóll“ er og hefur verið torræðni. Það er víðar til, en kunnugt um fjóra aðra Víghóla á Suðvesturlandi: einn í Selvogi, tvo í Garðabæ og einn í Mosfellssveit, auk fleiri á landinu öllu. Engra þessara nafna er getið í fornum heimildum. Í örnefnaskrá óbyggðarinnar suður frá Hafnarfirði segir, að Víghóll heiti norðan við Mygludali milli Valahnúka og Húsfells. Selvogsgata eða Grindaskarðavegur liggur milli Valahnúka og Víghóls. Getgátur hafa verið um að nefndir „Víghólar“ hafi áður haft örnefnin „Veghólar“, enda virðast þeir nánast allir í nálægt við þekktar alfaraleiðir. Ef rétt er til getið, má Víghóllinn hafa verið vegvísir á hinni gömlu vermannaleið og er þá jafnframt minnismerki um hana. Á Víghól er varða.

Valahnúkar.

Valahnúkar

Tröllin á Valahnúkum.

Valahnúkar eru móbergshryggir mynduðust fyrir um 120 þúsund árum. Víða er þar úfið og afrúnað og efst á þeim eru drangar miklir sem sumir telja vera tröll sem þar hafi steinrunnið við sólarupprás, en aðrir segja að séu valirnir sem hnúkarnir beri nafn sitt af.  Valahnúkar urðu til við gos undir jökli á síðustu ísöld líkt og Helgafell, Húsfell og Víghóll sem eru í næsta nágrenni. Strýturnar þrjár, sem líkjast steinrunnum tröllum eða jafnvel ránfuglum. eru afurðir langtíma móbergsveðrunar þar sem vatn, vindur og regnið hafa leikið sér að því að móta landslagið.  Í Valahnúkum er hrafnslaupur.

Sel(hrauns)hóll.
SelhraunshollSunnan við Hvaleyrarvatn eru m.a. leifar stekkjar. Skammt sunnan hans er stakt klofið hraunhveli í annars sléttu Hellnahrauninu (Selhrauninu). Sunnan í hólnum eru tvö op; tófugreni.
Hraunhveli myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins og storkin kvikan sígur og sprungur myndast í skorpunni.

Hamranes.

Hamranes

Hamranes.

Hamranes er ein nokkurra úthæða (lágra hamra) Ásfjalls ofan Hafnarfjarðar.  Grísanes er ein þeirra, skammt norðvestar. Norðan í Hamranesinu, þ.e. þeirri hlið er snýr að Dalnum, má sjá hvernig ísaldarjökullinn hefur sorfið ofan af hamrinum og jafnframt brotið  niður brúnirnar með öllum sínum þunga svo eftir stendur mulningurinn, gríðarstórir aldarskófsmálaðir hnullungar frá náttúrunnar hendi. Grjótið hefur verið eftirsótt í garða bæjarbúa, en reynt hefur verið að hamla við efnistökunni með því að takmarka aðgengi vinnuvéla að því, enda um einstakar náttúrumyndir að ræða – nánast í miðri byggð.

Hrauntungur.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Hrauntunga (Hrauntungur) er geil inn í Brunann (Nýja Hraun – Kapelluhraun), sem nánast hafði tekist að króa af vinina og útrýma henni. Hraunið í tungunni er frá Hrútargjárdyngju og því árþúsundum eldra, enda stangast þétt birkið og fjölbreyttur gróðurinn þar við gráleitan hraungambran í nýja hrauninu. Áhugavert er að standa í botngróinni sprungu við hraunskilin og berja augsýnilegan muninn með eigin augum. Um Hrauntungur liggur Hrauntungustígur, gömul þjóðleið milli Ketilsstígs og Áss.

Snókalönd.

SnokalondSnókalöndin, sem eru tveir grónir óbrennishólmar inni í Brunanum (Nýjahraun/-Háabruna), sem nú heitir Kapelluhraun og rann árið 1151.
Gömul gata liggur inn í Snókalöndin frá Stórhöfðastíg skammt sunnan Brunabrúnarinnar, milli hlaðins garðs á henni og hlaðins gerðis utan í hraunsnefi skammt sunnar. Varða, við götuna þar sem hún liggur inn á Brunann, vísar leiðina. Frá henni er gatan augljós yfir nýja hraunið og inn í vestari Snókalöndin. Snókalöndin eru þakin kjarri og lyngi. Þau eru hvað fegurst á haustin þegar litadýrðin er hvað mest.

Ólafur Þorvaldsson segir frá Snókalöndunum í grein sinni um „Fornar leiðir…“ í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48: „Hvað liggur til grundvallar þessu nafni veit víst enginn lengur en á tvennt mætti benda. Í fyrra lagi að þarna hafi vaxið villihvönn, snókahvönn – geitla. Í öðru lagi að blettir þessir, sem hafa verið miklu gróðurríkari en umhverfið, hafi fengið nafnið land af töngum þeim og hornum sem hinn ójafni brunakantur myndar þarna í grennd og gæti því þýtt „Krókalönd“.  Í orðabók Blöndals segir að snókur sé angi eða útskiki út frá öðru stærra.
„Snókur“ táknar einfaldlega eitthvað stakt eða einstakt.

Óbrinnishólaker.

ObrinnisholakerÓbrinnishólakerið er í Óbrinnishólum – röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu vestan við Undirhlíðar. Þeir tilheyra Krýsuvíkureldstöðvakerfinu. Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða. Um fyrra gosið í Óbrinnis­hólum er lítið vitað eða hvenær það gaus, en frá því eru a.m.k. 3 gígir og virðist gosið hafa verið á sama stað þá og í því síðara. Síðara gosið hófst fyrir 1800 árum í og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum.
Í kerinu er Óbrinnishólahellir. Hellirinn er í gjárbarminum að sunnanverðu, sunnan syðri Óbrinnishólanna. Hlaðið er gerði fyrir framan munnan, en rásin er opin inn að öðru leyti. Hún er um 15 metrar, björt og rúmgóð. Gólfið er flórað fremst, en innanvert gólfið er nokkuð slétt. Hellirinn rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum, sem nýttu sér vetrarbeitina utan í Stak og Undirhlíðum öldum saman.

Gullkistugjá.

GullkistugjaGullkistugjá er löng, en aðgengileg, sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um Skúlatúnshraun þar sem hún „deyr út“ áður en kemur að Undirhlíðum. Sprungan er dæmigerð á Reykjanesskaganum, liggur í NA/SV. Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli, gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá. Að öllum líkindum er nafngiftin vísan til ótal þjóðsagna um sama efni.

Selgjá – Búrfellsgjá.
Svæðið umhverfis Helgafell, Húsfell og Búfell er þakið hraunum sem eru á þekktri gosrein og þar er  misgengislægð sem nefnist Hjallamisgengið. Það er greinilegast í Heiðmörk milli Elliðavatns og Vífilsstaðahlíðar, en nær töluvert lengra til suðvesturs, allt að Kaldá. Við Búrfell eru einnig mikil misgengi og saman myndar þetta misgengja- og sprungukerfi sigdal með stefnu NA-SV sem teygir sig frá Krýsuvík og upp í Úlfarsfell.
Reykjanesskaginn er í raun allur mjög sprunginn. Á liðnum öldum hafa miklar jarðskorpuhreyfingar átt sér stað á skaganum. Þessar hreyfingar eiga sér enn stað og munu einnig eiga sér stað í framtíðinni. Mikið er um misgengi og gjár í hraununum í kringum Hafnarfjörð.
Stöðug og hæg hreyfing í jarðskorpunni veldur spennu í bergi. Spennan getur orðið svo mikil að bergið þolir hana ekki lengur og berglögin bresta. Sprungubarmarnir sem koma fram við hreyfinguna kippast þá yfirleitt til í gagnstæðar áttir og standa mishátt. Sprungur sem myndast á þennan hátt nefnast misgengi.

Strandartorfur.
StrandartorfurStrandartorfur eru tvær. Þær eru ílangar tóur undir aflöngum klettaborgum. Allt umleikis eru nýrri hraun. Selvogsgatan forna liggur skammt austan við þær.  Augljóst er að þarna hafa verið áningarstaðir fyrrum – sem og hrístaka. Neðri Strandartorfan hefur stundum  verið nefnd Kaplatór á kortum. Selvogsgatan jafnan nefnd Suðurfararvegur meðal Selvogsbúa – og gerir enn.
Kaplatóur (Strandartorfur/-Strandartóur) eru innan umdæmis Hafnarfjarðar. Í ritinu Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar segir svo (bls. 56): „Sunnan við Mygludali og Valahnúka er farið yfir norður og austurendann á melöldu og þar telja þeir Þorkell og Óttar að Strandartorfa neðri [Kaplatór] sé en skammt sunnan við sé Strandartorfa efri (Strandartorfu efri)“. Í raun kemur Garðabæ þetta ekkert við, hvorki hvar eða hver eru nöfn einstakra tóa því þær eru allar innan umdæmismarka Hafnarfjarðar. Áningarstaðurinn stendur þó enn fyrir sínu. Ofan Strandartóu er áberandi varða.

Leynir.

LeynidalirLeynir er í Leynidölum. Örnefnið er algengt, oftast gefið þeim stöðum eru voru í hvarfi frá bæ eða alfaraleið. Landamerki Hvaleyrar og Stóra Lambhaga (nú að mestu horfið undir álverið) má sjá í Leynidölum; merkin má sjá í óskráðum vörðum, sem liggja um dalina. Ofarlega í dölum er hraunhóll og á honum hlaðið byrgi. Svæðinu hefur nú verið meira og minna raskað vegna vegagerðar og lóða. Byrgið hefur væntanlega verið skjól fyrir refaskyttu, sem beðið hefur lágfótu á ferð hennar með háum hraunkantinum. Af því er örnefnið væntanlega sprottið.

Bruninn.

Kapelluhraun

Tóur í Kapelluhrauni (Brunanum).

Megineldgígarnir sem Nýjahraun rann frá árið 1151 voru sitthvoru megin við Krýsuvíkurveginn skammt frá Vatnsskarði, s.n. Rauðhólar. Eldarnir voru hluti af Ögmundarhraunseldgígaröðinni er náði frá strönd Reykjanesskagans í suðri að Helgafelli í norðri. Hinum tilkomumiklu Rauðhólagígum hefur nú verið eytt að mestu með efnistöku, en mikilfenglega hrauntröðin, sem stærstur hluti Nýjahrauns rann frá, er enn ágætlega varðveitt ofan Bláfjallavegs. Þegar staðið er þarna á brún hrauntraðarinnar má vel gera sér í hugarlund hið mikla efnismagn, sem þarna hefur streymt fram um skeið,allt  áleiðis til sjávar austan Straumsvíkur. Tröðin, sem og hraunið, eru þakin hraungambra. Í þurrkatíð tekur hann á sig gráleitt yfirbragð, en grænt í vætutíð.

Gamla Afstapahraun.

Gamla-AfstapahraunGamla Afstapahraun rann frá eldvörpunum norðan Trölladyngju, alla leið niður að Selhrauni ofan Þorbjarnarstaða. Að vísu hefur verið talsverður ruglingur á þessu öllu saman í gegnum tíðina því svonefnt Afstapahraun, sem við þekkjum, var talið hafa verið eitt hraunanna er rann frá eldunum miklu árið 1151 – og þá frá nú eyðilagðri Eldborginni undir Trölladyngjunni. Síðan hefur komið  í ljós að áður hafði komið upp hraunlæna frá eldstöðvunum  í  Trölladyngjurana. Víða í þessu hrauni, sem rann um langan veg, má sjá myndræna hraundranga.

Skálin – Smalaskálaker.
SmalaskalaskalÍ Smalaskálahæð er „Skálin“ (Smalaskálaker), skjólgóður rauðamalarhóll í einu af fjölmörgum hraunbollum Hrútagjárhrauns.  Árið 1974 var þarna komið fyrir „listaverki“;  „Húsbyggingin“ (Das Haus Projekt) eftir Hrein Friðfinnsson. „Húsbyggingin“ byggði á sannri sögu eftir Þórberg Þórðarson, Íslenskum aðli, um sérvitring sem afræður að byggja hús þar sem innihliðin snýr út. Hreinn ákvað að taka þessa hugmynd upp og byggði húsið þannig að veggfóður þess og gardínur lágu utan á – s.s. á röngunni.

Með tímanum varð Slunkaríki að braki á víð og dreif um Smalaskálakerið. Í framhaldinu var komið þar fyrir „grind“ af listaverkinu til minningar um það – er sést enn.
Rauðhóllinn í Smalaskálakeri er merkilegastur fyrir það að þessi „litli“ rauðamelshóll skuli hafa áorkaði að stöðva framrás hrikaleika Hrútagjárdyngjuhraunsins á þessu svæði – gagnvart honum sjálfum. Þrátt fyrir álagið hefur rauðhóllinn staðið fyrir sínu og ekki látið hið mikla hraunálag yfir sig ganga.

Litli-Rauðamelur.
Rauðmalarhólar myndast þegar hraun renna út í stöðuvötn eða mýrlend – eða gos verður í sjó Litli-Rauðamelureða vatni. Nánast allir rauðhólar í nágrenni byggðarinnar eru nú horfnir því afrakstur þeirra hefur verið verið notaður í húsbyggingar og vegagerð. Á þessum stað voru Stóri- og Litli-Rauðamelur, en sá fyrrnefndi hvarf vegna námuvinnslu þegar sækja þurfti efni í vegi og húsgrunna. Eftir stendur óálitlegt djúpt ker með grunnvatni.Jarðmyndunum á Reykjanesskaga má skipta í fjóra flokka eftir gerð og aldri: 1) Elstu jarðmyndanir á yfirborði skagans eru grágrýtishraun mynduð á hlýskeiðum ísaldar eða íslausum svæðum á jökulskeiðum, yngri en 780 þúsund ára. Elsta bergið á skaganum er raunar mun yngra, en það er talið um 500 þúsund ára gamalt. Grágrýtið er að mestu leyti myndað við dyngjugos og er einkum á þremur svæðum, þ.e. á Rosmhvalanesi og Vogaheiði, Krýsuvíkurheiði og svæðinu milli Lönguhlíðar og Undirhlíða. 2) Móberg myndað á jökulskeiðum ísaldar myndar nærri allt hálendi skagans og er eins og grágrýtið yngra en 780 þúsund ára. Mest er af því í Sveifluhálsi og sunnan Kleifarvatns, í Núpshlíðarhálsi, sunnarlega í Brennisteinsfjöllum og Lönguhlíð, Bláfjöllum og Fagradalsfjalli, en einnig standa stöku móbergsfell upp úr yngri hraunum vestar á nesinu, t.d. Þorbjarnarfell, Þórðarfell og Stapafell.

Móbergið er að mestu myndað við gos undir jökli á jökulskeiðum, en móbergsfellin vestast og syðst gætu þó verið mynduð við gos í sjó.  3) Hraun frá lokum síðasta jökulskeiðs og nútíma þekja mestan hluta skagans. Þeim hefur verið skipt í þrjá flokka eftir gerð og aldri. Elstar eru frekar litlar dyngjur, en þær eru taldar 11.000-13.000 ára, þá eru stórar dyngjur, taldar 8.000-10.000 ára, og yngst eru sprunguhraun yngri en 8.000 ára og sprungureinagosin frá því fyrir ca. 3000 árum. Litli-Rauðamelur, þótt lítill hafi verið, er nánast eina ummerkið eftir hina fornu „rauðameli“ á Reykjanesskaganum. Fyrirhugað er að leggja hluta hinnar nýju Reykjanesbrautar yfir hann.

Þorbjarnarstaðaker.
ThorbjarnarstaðakerÍ örnefnalýsingu Þorbjarnarstaða segir: „Rétt sunnan við „Skarðið“ var vik í „Brunann“. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin.“
Þorbjarnarstaðakerið, sem er dæmigert jarðfall, þótt lítið sé, er vandfundið, líkt og önnur mannvirki í Hraununum. Það er þó þarna. Hleðslan er áþreifanlegur minnisvarði um Þorkel bónda – og burkninn, sem þar vex nú, er hinn ágætasti minnisvarði um þann ágæta mann. Þorkell, sem var frá Guðnabæ í Selvogi, og Ingveldur, dóttir Jóns Guðmundssonar hreppsstjóra á Setbergi (Guðmundar Jónssonar hins fjárglögga úr Tungunum), einnig þá í Garðahreppi, áttu 11 börn. Þorkell var löngum við róðra eða vinnumennsku annars staðar, en Ingveldur annaðist bæði uppeldi barnanna og búreksturinn. Segja má því með sönnu að Ingveldur Jónsdóttir hafi verið dæmigerð móðir, dugnaðarkona og því verðug að minnast – ekki síst í ljósi síðari tíma krafna um jafnrétti versus ábyrgð og skyldur.
Sá einn sem fær tækifæri til að standa á barmi Þorbjarnarstaðakersins, staldra við og horfa niður á hleðslurnar og gróðurinn, veit hvaða mikilvægi fortíðin hefur fyrir nútíðina. Hleðsla Þorkels sést enn og er táknræn – henni var ætlað fyrir fé er rataði óvart niður í kerið í snjóum, en hefði ella orðið þar til. Fyrir tilstuðlan hleðslunnar komst það upp úr jarðfallinu – og lifði.

Vatnsskarð.
VatnsskardBerggangar eru sprungufyllingar, aðfærslukerfi bergkviku frá eldstöð upp á yfirborðið.  Með segulmælingum á gömlum göngum má stundum ákvarða hvort kvikan hafi streymt lárétt eða lóðrétt. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Einn slíkur sveimur er áberandi í Vatnsskarði.  Um er að ræða bæði aðgengilegan og dæmigerðan berggang. Við óvarfærnar lagningu rafmagnsjarðstrengs á síðasta ári var berggangurinn því miður skemmdur að hluta – og liggur brotið neðan við hann. Ef vel er að gáð má sjá borför í bergganginum. Vísindamenn voru þarna á ferð til að afla jarðvegssýnishorna varðandi breytilega segulvísun bergsins.

Hrútagjá.

Hrútagjá

Hrútagjá.

Hrútagjá umleikur Hrútagjárdyngju. Líklega er gjáin í heild.þ.b. 5 km löng – og  hrikaleg á köflum. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hraunið hafi myndast fyrir u.þ.b.  5000 árum.  Áður en dyngjan sjálf gaus myndaðist gífurlegur undirþrýstingur svo yfirborðið lyftist smám saman og myndaði loks háa bergveggi allt umhverfis  – með tilheyrandi sprungu – og gjármyndunum. Hraunsskjöldurinn hlóðst  upp og gígbarmarnir risu yfir umhverfið. Gos hófst og gríðarstór hrauntjörn myndaðist – og tæmist.
Ógurlegur þrýstingur frá innskotinu myndaðist undir kvikuhólfinu. Storknað yfirborðið hefur verið tiltölulega þunnt svo landið reis enn meira en ella. Við það lyftist svæðið um 10-15 metra og myndaði nokkurs konar skál, sem fyrr er lýst. Upplyftingin sést allt umleikis.

Hrútagjárdyngja.
Hrútagjárdyngjugosið gaf af sér stærstu hraunmyndunina vestan Hafnarfjarðar. Annað Hrutagjardyngjasambærilegt dyngjugos eru Þráinsskjöldur. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Hraunin ná yfir 80 km2 svæði.
Ljóst er, þegar gengið er um Dyngjuna og umhverfis hana, að hér hefur ekki verið um eina goshrinu að ræða heldur a.m.k. tvær eða fleiri – þrátt fyrir álit jarðfræðinga. Nýjustu ummerkin sjást hvað best suðaustast í Hrútagjárdyngjunni. Þar er gígur og hrauntröð. HrutagjaVerksummerki eftir miðkaflann sjást hins vegar gleggst vestan við mikla hrauntjörn sunnarlega á dyngjusvæðinu og í hrauntröð út frá henni til norðurs. Þar hefur glóandi hraunkvikan leitað sér leiðar út úr gamla dyngjusvæðinu nyrst í henni. Á leiðinni hefur kvikan smurt eldra hraunið upp í u.þ.b. 3 metra hæð.

Hrútagjárbróðir. 

Hrútagjá

Hrútagjá.

Allt umleikis Hrútagjárdyngju eru mikilfenglegar gjár og sprungur, engu ómerkilegri en gerist á Þingvöllum. Ef gjánni er fylgt má sjá hvar hún klofnar, dregst saman og breiðir úr sér með stórkostlegum bergmyndunum. Viðkomandi er bent á að fara varlega við hvert fótmál.

Hrútagjár-dyngjuskjól.
HrutagjarskjolÁ Reykjanesskaganum eru þekktir yfir 600 hellar og skjól. Rúmlega fjórðungur þeirra með einhverjum mannvistarleifum, enda náttúrulegir skútar og skjól jafnan verið notuð undir fé eða annað frá upphafi byggðar hér á landi. Einnig má finna í hellum bæli, hleðslur og annað, sem telja má mannanna verka.

Mörg skjólanna hafa hins vegar aldrei verið skráð sem fornleifar þrátt fyrir skilgreiningu í Þjóðminjalögum, þar sem segir að „til fornleifa teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, svo sem byggðaleifar í hellum og skútum, staðir með þjóðsagnahefð og áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum.“
Þetta óþekkta skjól er með mannvistarleifum, þ.e. hleðslu fyrir munna og annarrar fallinnar fyrir endaopi. Líklega er um að ræða skjól manna á refa-, rjúpna- eða hreindýraveiðum fyrrum.

Burfell

Austurengjahver

Ætlunin var að skoða umhverfi Austur-Engjahvers (Nýjahvers / Engjahvers), sem birtist skyndilega með eftirminnilegum látum nótt eina árið 1924 – og er enn að. Svo mikil var krafturinn í nýmynduninni að stór stór steinn, sem staðið hafði syðst í Austur-Engjum, tókst á loft og kom ekki niður fyrr en allnokkru sunnar.

Leirhver við Austurengjahver

Um er að ræða eitt virkasta hverasvæði landsins. Áhugi hefur verið að virkja svæðið til raforkuframleiðslu. Við Austurengjar er örnefnið Seljamýri, líkt og í Seltúni og sunnan Hvammahryggs er Litla-Nýjabæjarhvammur. Um hann segir svo; „Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð“. Skv. lýsingum af svæðinu munu vera leifar selja á a.m.k. þremur stöðum. Þarna eru og ummerki eftir Austurengjagötuna og Vesturengjastíginn.
Eftir að hafa skoðað selrústina í Seltúni var gengið var upp frá Grænavatni, sem er sprengigígur. Aðrir minni slíkir sjást sunnan við vatnið, svonefndir Stampar. Framundan var Tindhóll. Við hann komu Engjagöturnar saman. Vaðlalækur kemur úr hlíðinni norðan Tindhóls. Haldið var yfir Vesturengjahæð og upp á Öldur. Þá sást að Austurengjahver og yfir Austur-Engin. Mikil gróðureyðing hefur orðið þarna á seinustu áratugum, einkum syðst á Engjunum og í hlíðum.
Eftir að hafa skoða hverasvæðið var sest niður og fyrirliggjandi heimildir um hann sem og nágrennið skoðaðar.

Við AusturengjahverÍ örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir m.a. um göngusvæðið: „
Norður frá Nýjabæ, austan nýja vegar, er vatn það, sem heitir Grænavatn. Norðan þess tekur svo við láglendi og graslendi norður að Kleifarvatni, sem er allstórt vatn með allmerka sögu, en ekki fullrannsakaða og því ekki til umræðu hér. Svæðið þarna á milli má segja, að sé engjar og þá með ýmsum nöfnum. Fyrst má þá segja, að upp af þessum bæjum gengur hæðarrani fram í graslendið, sem skiptir engjunum í Vestur-Engjar og Austur-Engjar. Hæðarrani þessi heitir Litla-Lambafell nyrzt, og aðskilið af smálægð er þar norðar Stóra-Lambafell. Bezt er, áður en farið er lengra, að setja númer á það, sem varð eftir heima í Krýsuvík.“
Þá segir: „
Nokkuð norðaustur frá Grænavatni, uppi í hæðinni, er svonefndur Austur-Engjahver. Var þar lítill vatnshver, en 1924 myndaðist þar stór leirhver, sem svo heldur nafninu. Austan við þennan hver heita Ásar.
Á engjunum er þá fyrst næst Stóra-Nýjabæ, Giltungur (líklega er það, áður en komið er á engjarnar). Þá er Höfði og Höfðamýri og Kringlumýri. Allt er þetta á Austurengjunum, sem fyrr eru nefndar.

Við Austurengjahver

Sá hluti engjanna, sem næst liggur vatninu að sunnan, heitir Nýjaland, og skiptist það í Innra-Nýjaland og Fremra-Nýjaland. Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjastykki þessi liggja stundum undir vatni, svo árum skiptir. Það, sem skiptir þeim í Fremra- og Innra-Nýjaland, er malarhryggur mjór, sem liggur til vesturs frá norðurenda Hvammholts. En holt það er við suðurenda vatns austanverðan. Meðfram vatninu vestan holtsins eru svo Hvammar, engjastykki. Fremra-landið er miklu lengur slægt en hitt.“
Annars er örnefnalýsing þessi ótrúlega nákvæm. Það átti eftir að koma í ljós eftir að svæðið hafði verið gengið. Auk þessa var örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar af svæðinu höfð til hliðsjónar. Saman gáfu þær mjög heilstæða mynd af, að því er virtist, annars nafnvana svæði. Með því að nota örnefnalýsingarnar og fylgja þeim í hvívetna fæddust ótrúlega margar nefnur á leiðinni, hvort sem um var að ræða hóla, lægðir gil, læki, flatir eða minjar.
Í örnefnalýsingu Gísla segir m.a.: „
Austur frá Stóra-Nýjabæ eða nánar tiltekið austur frá Dýjakrókum eru Ásarnir. Þar upp af er Dagmálavarðan.
Við AusturengjahverAustur og upp frá Stóra-Nýjabæ lá Austurengjagatan meðfram Dýjakrókum og vestan til við Tindhólsgil um Tindhólsbrekku sunnan undir Tindhól móbergshól nokkrum strýtum. Héðan lá leiðin um Öldurnar sunnanhalt við Austurengjahver, Engjahver eða Nýjahver eins og hann var kallaður 1924, er hann kom upp eftir jarðskjálfta í Krýsuvík. Þá tóku við Austurengjarnar, sem munu hafa tilheyrt Nýjabæjunum að mestu eða öllu. Þar voru Nýjabæjarengjar. Þrætustykki. Kringlumýrar tvær, Kringlumýrin efri og Kringlumýrin neðri og þá Seljamýri. Suður frá Engjunum var Litla-Fell. Hveralækurinn eða Austurengjalækur rann norðan mýranna með Litla-Lambafelli og niður milli þess og Stóra-Lambafells um Grófirnar og nefndist þá Grófarlækur.
Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli þriggja tjarna lítilla, sem nefnast Augu (308). Þjóðvegurinn liggur nú milli tveggja. Hér litlu ofar og austar er komið að Grænavatni. Kring um það að norðan, vestan og sunnan eru Grænavatnsmelar. Að því liggja Grænavatnsbakkar klettastallar. Suður frá Grænavatni eru alldjúpir bollar, nefnast Stampar. Stóri Stampur og Litli Stampur grösugir og þar hafði fólk í Krýsuvíkurhverfi trú á að yxu lifgrös betri, en annarsstaðar. Á austurbakka Grænavatns er skarð, þar fellur inn lækur vatnslítill, nefnist Flóðalækur. Hann kemur úr Flóðunum, sem eru vestasti hluti Vesturengjasvæðisins, sem liggur milli Lambafellanna og Hálsins að norðan. Austasti hluti flóðanna nefnist Teitsflóð. Sunnan flóðanna upp undir holtinu og Lambafelli Litla voru engjasvæði, nefndust Teigarnir, Álfsteigur neðri með holtinu, og Álfsteigur efri norðan í fellinu. Þá er Grófarteigur  vestan Grófarlækjar. En austan Grófarlækjar voru Gullteigur neðri og Gullteigur efri og liggja vestan í Stóra-Lambafelli. En Grófarlækurinn fellur austur undir hlíðum fellsins. Af Grænavatnsmelnum liggur Vesturengjastígurinn upp nokkuð og austur. Þar er komið að svo kölluðum Vöðlum og lækur kemur ofan úr dölunum og nefnist Vaðlalækur og rennur niður í Flóðin.

Við Austurengjahver

Þegar yfir Vaðlana kemur tekur við Vesturengjahæð með Vesturengjamóa eða Engjamóa og nær þetta svæði allt að Fúlapolli eða Leirpolli. Þá er komið í Seltún, Seltúnslækur skiptir Seltúni. Vestan við hann eru Seltúnsbörð. Á Seltúnslækjarbakka vestari stóð í eina tíð Námahúsið. Frá Fúlapolli rennur vatn lítill lækur, nefnist Svuntulækur. Neðarlega á engjunum tengist hann, rennur hann saman við Seltúnslæk. Myndast þarna engjateigur, sem nefnist Svunta. Neðan við þetta engjasvæði er Suðurkotsnes og Gvendarrimi. Austan við Seltúnslæk, sem einnig er kallaður Engjalækur, er Vesturengjalækur, er engi, er nefnist Flatengi og liggur niður með læknum. Þar neðst er svo Norðurkotsnes. Lengra niður með læknum er mikið land sem fer undir vatn þegar vex í Kleifarvatni, en kemur undan því er út fjarar, og var þarna oft gott slægjuland. Svæði þetta var nefnt Nýjaland. Að austan takmarkast það af Rifinu lágu sandrifi, sem þó fór ekki í kaf er flæddi. Við syðri hluta Rifsins var Refanes. Suður og upp frá Nýjalandi voru svo Hvammarnir, Stórihvammur, með Laugina, öðru nafni Hvammalaug og Hvammagil.

Við Austurengjahver

Hér í hvamminum hafa skátar frá Hafnarfirði byggt sér Skátaskála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur. Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Selgil kemur ofan úr Selásum eða Selhæðum og Selgilslækur nefnist hann.“
Þar sem horft var yfir Austurengjahverasvæðið þótti við hæfi að draga eftirfarandi upplýsingar fram í sólarljósið:
Skipulagsstofnun gaf fyrir stuttu úrskurð um fyrirhugaða Bitruvirkjun á Ölkelduhálsi. Í raun gildir framangreindur úrskurður um öll lítt eða óröskuð svæði Reykjanesskagans. Við sérhvert þeirra eru bæði landslagsheildir sem og/eða friðuð nútímahraun. Og á hvaða svæði skagans myndi slík virkjun ekki hafa „verulega neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu, þar sem um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins“?
Austurengjahverasvæðið í Krýsuvík er ágætt dæmi um óraskað hverasvæði hér á landi, í nánd við þéttbýli.
Um er að ræða háhitasvæði. Vestan við svæðið eru nokkrir hverasprengigígar, sem reyndar eru algengir á háhitasvæðum. Þeir verða til þegar vatn hvellsýður á litlu dýpi.
Hverabollarnir eru fáeinir metrar á dýpt og 30 til vel yfir 50 m í þvermál þeir stærstu. Nokkur nýleg dæmi eru um hverasprengingar,  sem allar hafa orðið í tengslum við jarðskjálfta, s.s. nefndur Austurengjahver í Krýsuvík) og þá á upptaka-sprungunum.
„Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær frá Austurengjahver norður í Kleifarvatn. Töluverð ummyndun sést í bergi alllangt út frá beggja megin. Auk jarðhitans eru á þessari hitarák nokkrir sprengigígar sem gosið hafa gjalli og smáhraunum með úrkastinu. Sá stærsti er um 100 m í þvermál skammt norðaustur af Stóra-Lambafelli og mikil gjalldreif austur frá honum. Gígar þessir eru frá því snemma á nútíma. Ein 600 m djúp borhola er við Kleifarvatn um 150 m vestan við hverarákina. Hæstur hiti í henni er um 160°C.

Við Austurengjahver

Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver við jarðskjálfta, var áður lítilfjörlegur. Stórir hverasprengigígar eru norðurfrá honum en eldri, sem bendir til að grunnt sé á jarðhitakerfi nærri suðu líkt og í Krýsuvík.“
Við Austur-Engjar er mikil litadýrð og hveraummyndanir. Þar er votlendisvæði sem er hallamýri. Grófarlækurinn, sem rennur langsum eftir miðju engjasvæðinu hefur í raun ræst engin fram . Vestur-Engjar eru samfellt votlendi sem ekki hefur verið ræst fram, enda flatmýri.
Við Austur-Engjar er leirhver, gufuhver,  vatnshver, brennisteinsútfellingar, heit jörð og gufuaugu,  jarðhitagróður og hveramýri norðar með Grófarlæknum.
Hverinn myndar allstóra hveratjörn upp í hæðinni austan við Litla–Lambafell. Jarðhitinn er að mestu bundinn við tiltölulega afmarkað umhverfis hverinn. Stór vatnshver er í vestur jaðri tjarnarinnar en einnig eru leirhverir og gufuaugu til staðar.
Á svæðinu er mikið um hveraleir og ummyndanir. Hitinn í vatnshvernum mældist um 50°C og er vatnið súrt (pH 2.5). Við gufuaugu á vatnsbakkanum var hiti við suðumark og eru víða brennisteinsútfellingar við þau. Þegar svæðið var skoðað var vatnsborð óvenju lágt og því sáust leirhverir sem höfðu verið undir vatni. Afrennsli úr hveratjörninni rennur til norðurs. Ekkert var sjáanlegt rask af mannavöldum.

Tóft suðvestan við Engjasvæðin

Haldið var áfram niður með Austurengjalæk (Grófarlæk) og stefnan tekin að Nýjabæjarhvammi. Þarna raða engjateigarnir sér undir Ásunum; Nýjabæjarengjar, Kringlumýri, Seljamýri, Nýjabæjarengjar og Gullteigar. Engja seljarúst var að sjá við Seljamýrina. Ekki heldur í Nýjabæjarhvammi. Ef rúst hefur verið í Seljamýri gæti lækurinn hafa grafið undan henni eða lækur úr gili ofan mýrarinnar fært hana í kaf með framburði sínum, en hann virðist hafa verið iðinn við að draga mold ofan úr hlíðinni. Varðandi selrústina við Nýjabæjarhvamm, nokkru norðar, er sennilega um prentvillu að ræða í örnefnalýsingunni því slíka rúst er að finna „norðan“ við Hvammahrygg, eins og honum hefur verið lýst.
Í bakaleiðinni var Austurengjagötunni fylgt með Tindhól niður að Stóra-Nýjabæ. Nefndri Dagmálavörðu austan við bæinn var ekki fyrir að fara lengur – nema hún hafi verið uppréttur stór steinn á holtinu. Uppi á honum vatr steinn og aðrir fallnir lágu hjá. Lokst var skoðuð rúst í gróinni lægð sunnan við Stampa. Hugsanlegt er að þar hafi verið hjáleigan Fell.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Krýsuvík.
-Kristján Sæmundsson.

Við Austurengjalæk (Grófarlæk) - Stóra-Lambafell fjær

Hwellukofinn

Í Morgunblaðinu 1980 fjallar Tómas Einarsson um  „Gömlu götuna á Hellisheiði„:

Hellisheiði
„Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur Hellisheiði verið fjölförnust allra fjallvega á Íslandi. Það er því vel við hæfi að eyða dagsstund til þess að ganga þessar gömlu götur, sem blasir við sjónum, þegar ekið er yfir heiðina, en svo fáir þekkja af raun. Þegar komið er upp á heiðina nokkru fyrir austan Skíðaskálann í Hveragerði kemur í ljós, vestast á heiðinni, fyrir norðan Stóra-Reykjafell, röð af vörðum, sem liggja í beinni röð austur á bóginn. Þessar vörður fylgja gömlu götunni yfir heiðina. Þeim munum við kynnast betur í ferðinni.
Við ökum austur á Hellisheiðina, allt þar til við erum komin á móts við Hurðarás eða Urðarás eins og stendur á kortinu, förum þar út úr bílnum og fylgjum síðan alla leið vestur í Hellisskarð, sem er fyrir ofan Kolviðarhól, en þann stað þekkja flestir. Á meðan við göngum leiðina, skulum við rifja upp brot af þeirri vitneskju, sem kunn er um þessa leið.

Hellisheiði

Hellisheiði – vörður.

Árið 1703 ritaði Hálfdan Jónsson lögréttumaður að Reykjum Ölfusi grein um Ölfushrepp og þar stendur þetta um Hellisheiði: “Vestan Varmár liggur almenningsvegur yfir fjallgarðinn, á Suðurnes og í Kjalarnesþing, síðan vestur yfir Hellisheiði, hver að austanverðu hefur mikla mosa með mjög litlu grasi, allt þar til Þrívörður heita og heiðin sjálf meinast mið vera, en hennar vestari partur er víða með sléttum hellum og hraungrjóti, án gatna, nema þar sem hestanna járn hafa gjört, og auðsjáanlegt er, þeim athuga. Þessar sléttu hellur ná allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri vörður eru og víða við veginn, hlaðnar til leiðarvísis”.

Hellisheiði

Gatan um Hellisheiði fyrrum.

Þannig hljóðar þessi lýsing, sem rituð var fyrir 277 árum. Við þræðum nú slóðina meðfram vörðunum. Þær standa margar mjög vel, þrátt fyrir lítið sem ekkert viðhald á þessari öld. Ekki er vitað hver var upphafsmaður að þessari vörðuhleðslu, eða hver hlóð fyrstu vörðuna, en líklega hefur það gerst löngu áður en Hálfdan Jónsson ritaði fyrrnefnda lýsingu.
Er vestar kemur á heiðina minnkar mosinn því þar er hún.. “víða með sléttum hellum og hraungrjóti, án gatna nema þar sem hestanna járn hafa gjört…”. Þar liggja sönnunargögnin er sýna hversu fjölfarin heiðin hefur verið, því víða sjást djúpar götur markaðar ofan í stálharða klöppina, og eru þær dýpstu allt að ökkla djúpar. Þetta er rannsóknarefni sem forvitnilegt er að skoða. En brátt ber okkur að sérkennilegri byggingu, sem stendur á hæð skammt frá götunni hægra megin. Þetta er hellukofinn, gamla sæluhúsið á heiðinni. Hann ber við loft í skarðinu milli Stórareykjafells og Skarðsmýrarfjalls þegar ekið er eftir þjóðveginum og er til að sjá eins og kúptur, stór steinn.

Hellisheiði

Hellisheiði – Hellukofinn.

Hellukofinn var gerður á árunum milli 1830 og 1840 og stendur skammt þar frá, sem Biskupsvarðan fyrrnefnda stóð. Var grjótið úr vörðunni notað í kofann. Þórður Erlendsson, sem síðar bjó að Tannastöðum í Ölfusi hlóð kofann og ber hann meistara sínum fagurt vitni. Kofinn er ferhyrndur að lögun, 1.85 m á hvern veg og hæðin upp í mæni um 2 m. Hann er einvörðungu byggður úr hraunhellum. Eftir að fullri veggjarhæð er náð dregst hleðslan saman og myndar þakið. Eru sömu vinnubrögð viðhöfð og Grænlendingar nota, þegar þeir byggja snjóhús. Efst er stór hraunhella sem lokar opinu. Dyrnar eru um 60 cm á breidd og 1 m á hæð. Til að þétta veggina var mosa troðið í glufurnar. Kofinn stendur nærri 45. vörðu. Talið austanfrá. Hann veitti oft hröktum mönnum skjól og til er rituð frásögn, er greinir frá því að veturinn 1884 hafi gist þar 6 ferðamenn nótt eina í hríðarbil. Er tekið fram að þeim hafi liðið ágætlega.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – horft frá Hellisskarði 2010.

Frá Hellukofanum hallar vestur af og innan stundar stöndum við á efstu brún Hellisskarðs (eða Uxaskarðs smbr. Kjalnesingasögu). Þaðan sjáum við heim að Kolviðarhóli. Er þá ekki annað eftir en rölta niður brekkuna ofan úr skarðinu heim að Hólnum. Þar endar þessi gönguferð.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 141. tbl. 26.06.1980. Gamla gatan á Hellisheiði, Tómas Einarsson, bls. 22.
-https://www.fi.is/static/files/gongur/a_slodum_tomas_einarsson/gamla-gatna-yfir-hellisheidi.pdf
Hellisheiði

Ísólfsskáli
FERLIR bregst jafnan skjótlega við berist tilkynningar um áhugaverð og aðkallandi efni. Einn félaganna hafði haft spurnir að því að hellir hefði opnast við framkvæmdir við svonefndan Suðurstrandarveg austan Grindavíkur. Upplýsingarnar bárust svo til í beinu framhaldi af opinberuninni.
ÍsólfsskáliVegaframkvæmdir stóðu yfir á Suðurstrandarveginum ofan Grindavíkur, milli Hrauns og Ísólfsskála orið 2006. Þegar Arnar Helgason, stjórnandi stórrar (65 tonna) gröfu verktakans Háfells var [23. maí 2006] að grafa í Bjallarbrúnina vestan við Bólið, fyrrum fjárskjól frá Ísólfsskála, þar sem vegurinn á að liggja niður hann samhliða og austan núverandi vegstæðis, greip skóflan skyndilega í tómt. Í ljós kom að hún hafði verið rekin niður í geysistórt holrúm og stóð grafan uppi á miðju hvolfþakinu. Arnari brá skiljanlega í brún, dró þó andann djúpt og færði gröfuna varlega á örugga undirstöðu. Þarna hefði getað farið illa.
Verktakinn tilkynnti atvikið til jarðfræðings Vegagerðarinnar, sem á eftir að skoða fyrirbærið. Vegfarandi, sem leið átti þarna hjá um það leyti er jörðin opnaðist undan gröfukjaftinum, hafði þegar samband við þá er einna mestan áhuga hafa sýnt á svæðinu.
Þegar Björn Hróarsson, jarð- og hellafræðingur, og einn FERLIRsfélaganna, áhugamaður um útivist, minjar og náttúru- og jarðfræðifyrirbæri á Reykjanesskaganum, komu á vettvang skömmu eftir atvikið, blasti gímaldið við, 12-15 metra djúpt. Angar virtust liggja til norðurs og suðurs, m.a. undir núverandi vegstæði.
Gímaldið hefur myndast sem holrúm í blöndu af gjósku, jökulruðningi og sjávarmöl. Það er í jaðri móberghryggs ofan við Bjallann. Giskað er á að það hafi myndast er gos varð undir jökli er myndaði Slöguna. Risastórt klakastykki hefur þá brotnað úr jöklinum og jarðefni safnast umhverfis það. Ísstykkið hefur síðan bráðnað hægt og skilið þetta mikla holrúm eftir. Sjávarstaðan hefur þá verið þarna í brúninni. Vegna ísfargsins hefur landið legið mun lægra en nú er, en það síðan lyft sér við bráðnun jökulsins.  Einnig gæti verið um gamlan sjávarhelli að ræða, en það mun væntanlega upplýsast við nánari skoðun. Reynt var að nota arm og skóflu gröfunnar til Ísólfsskáliað koma manni til botns, en þrátt fyrir lengd hans náði hann einungis hálfa leið að botni.
Hér er að öllum líkindum um mjög sérstakt jarðfræðifyrirbæri að ræða, sennilega einstakt, jafnvel á heimsvísu. Það mun þó koma í ljós við nánari skoðun, sem væntanlega mun fara fram fljótlega. Þá þarf að taka ákvörðun um afdrif þess því það er í núverandi vegstæði.
Ekki ósvipuð myndun er á Höfðabrekkuafrétti við veginn upp í Lambaskarðshóla.
Benda má á að viðundirbúning Suðurstrandarvegar bentu félagar í Hellarannsóknarfélaginu m.a. á mikilvægi þess að vegstæðið yrði gaumgæft m.t.t. hella á svæðinu, því öruggt mætti telja að á því væru margir hellar og fleiri til viðbótar myndu koma í ljós þegar farið yrði að grafa fyrir veginum. Má segja að opinberun þessi séu sönnun þeirra orða og reyndar ekki sú fyrsta. Enn er verkið skammt á veg komið. Aðilar eru þó sammála um að vilja eiga með sér gott samstarf ef og þegar ástæða verður til eða gaumgæfa þarf eitthvað er finnst, líkt og í þessu tilviki.
Í örnefnaskrá fyrir Ísólfsskála, skráða af Ara Gíslasyni eftir heimildarmanninum Guðmundi Guðmundssyni, þáverandi bónda á Ísólfsskála, kemur m.a. eftirfrandi fram um þetta svæði og næsta nágrenni:
„Bjallinn er ofan við Ísólfsskála. Hjálmarsbjalli er fremstur. Rétt innan við bæinn skagar klapparnef fram úr Slögunni, sem heitir Skollanef. Skollahraun er suður af því. Niður af, austur af túni, út í hrauni, er klettur, sem sker sig úr að lögun og heitir Kista. [Kistan sést vel úti í Skollahrauni þegar komið er að Bjallnum eftir Ísólfsskálavegi úr vestri]. Fremst í Slögunni, rétt við túnið innanvert, er Fjárból, við alllangan hamravegg.
Vestur af Slögunni er gróðurlítið svæði, sem nefnt er Melar. Vestan við þá heitir Lágar. [Lágar eru ofan við Bjallan]. Þær eru vestan við veginn og langur grjótgarður hlaðinn þeim til varnar. Er mikið Ísólfsskálihér af slíkum görðum og víða með mjög fallegu handbragði.“
Loftur Jónsson skráði einnig örnefi á og við Ísólfsskála. Um þetta svæði segir hann: „Bjallinn er klettastallur og nær frá Hjálmarsbjalla og inn í Ból sem er undir fellinu Slögu vestast. Hæðarbunga vestan undir Slögu heitir Slögubringur. Stór klettur er þar sem Hattur heitir en er skráður á kort Grettistak.
Austan við Bólið eru smálautir sem heita Bólkvosir. Lengra austur með Slögu að sunnan, ofan við skriður, er bergstallur sem heitir Hrafnshreiður. Stórusteinar er stórgrýti sem fallið hefur hæst úr Slögu. Þar innan við er Langakvos. Upp af Löngukvos er móklettur sem kallaður er Móklettur. Fyrir austan Löngukvos er Skollanef og er nokkurs konar öxl eða klapparnef fram úr Slögu. Skollahraun er þar suður af. Í hrauninu austan við túnið er sérstæður klettur sem heitir Kista.“ Og þá erum við komin hringinn um nærsvæðið þar sem vegurinn kemur niður Bjallann vestan við Bólið.
Hér eru jafnframt tilfærð svör Ísólfs Guðmundssonar, Ísólfsskála, Grindavíkurhreppi, sem hann veitti við fyrirspurnum (ódagsettum) Örnefnastofnunar og dagsetti 20. apríl 1983 í Grindavík. Við spurningunni „Hvernig er Ból?“ svarar hann: „Hellisskúti þar sem fé var geymt í.“ Meðfylgjandi mynd er úr fjárskjólinu Ból undir Bjallnum.
Forvitnilegt verður að fylgjast með sérfræðingum er rannsaka munu gýmaldið nýopinberaða og skýringum þeirra á tilurð þess. Það mun þó kýrskýrt að þarna er um að ræða enn eina „dularperlu“ Grindavíkur, en sannlega má segja að fleiri slíkar séu enn óopinberaðar í umdæmi hennar.
[Nokkrum dögum síðar var gýmaldið fyllt og þannig gert að engu. Líkast til var það óhjákvæmilegt, bæði vegna þess að ekki var um annað vegstæði að ræða á þessum stað og auk þess var um talsvert grjóthrun að ræða úr opi þess. Því var vettvangurinn varhugaverður og beinlínis hættulegur fyrir óvana].
Framangreint efni varð einungis til vegna glöggskyggni FERLIRsfélaga og markvissra viðbragða hans – þökk sé honum. Í raun er fyrirbærið dæmigert fyrir hellamyndanir á móbergssvæðum, s.s. á Suðurlandi þar sem margir „manngerðir“ hellar ku vera.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Keldur

Eftirfarandi fróðleikur um örnefni í Keldnalandi eru tekin saman af Halldóri Vigfússyni laugardaginn 27. ágúst 1949 í viðræðum við við Björn gamla Bjarnarson (93 ára) í Grafarholti. Þar kemur m.a. fram staðsetning á hringmyndaðri rúst er nefnd hefur verið Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft.
Síldarmannagarður„Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir Snæfellsáss og sótt sér í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi“. Helgusel í Helguhvammi neðan við Helgufoss undir Bringum heitir einnig eftir henni. Auk þess Helguhóll í Viðey og Helgusker í Kollafirði. Helgustekkur hefur verið látinn óáreittur og er nú við göngustíg er liggur aftan (austan) við háu fjölbýlishúsin við Frostafold. Fleiri minjar, sem minnst er á, má enn sjá í Keldnalandi. Þá kemur fram að Kaldá sé afrennsli Kleifarvatns.
„Slöðrið eða slakkinn milli holtanna Grafarholts og Keldnaholts heitir Klofningur. Þar niður vildi Einar skáld Benediktsson veita Úlfarsá [þetta er hið forna og upphaflega nafn árinnar (sbr. Landnámu) en hún er nú oftast nefnd Korpólfsstaðaá, Korpa, eða eftir öðrum bæjum sem eiga land að henni, einkum þar sem vöð voru á ánni.
GröfBjörn segist hafa átt hlut að því að nafni Kálfakots var breytt í Úlfarsá til þess að festa hið forna nafn], svo að hún félli í Grafarvog og mætti verða að góðri laxveiðiá í líkingu við Elliðaárnar. Einar eða faðir hans hafði keypt lönd á þessu svæði (Gröf og Keldur) og fengu þeir feðgar Björn, sem var þá ekki enn farinn að búa í Gröf, til að mæla fyrir þessari vatnsveitingu. Birni mældist að skurðurinn þyrfti að vera 11 feta djúpur, þar sem þurfti að grafa dýpst. Var verkið hafið og nokkur dagsverk unnin, en aðrir, sem lönd áttu að Úlfarsá, munu hafa amast við þessari röskun og bannaði Benedikt þá frekari framkvæmdir.

 

Gröf-2

Áður en sneiðin norðan af Keldnalandi var seld undir Korpólfsstaði (Thor Jensen), áttu Keldur slægjuland uppi við Úlfarsá, sem hét Tjarnengi [samnefnt slæguland var einnig frá Grafarholti litlu ofar. Á þeim slóðum byggði tengdasonur Bjarnar (Hreiðar Gottskálksson) nýbýlið Engi. Þar er hvylft mikil, sem heitir Flykkisgróf, og segir Björn, að hún sé norðaustur endinn á langri gjá, sem muni mega rekja við og við allt suðvestur að Kleifarvatni. Í gjá þessari hyggur Björn að vera muni afrennsli Kleifarvatns og komi fram í Kaldá. (Hann hefur þó að vísu ekki komið lengra suður en í Gjárétt)] .
Lautin austan [vestan] við túnið á Keldum, þar sem sumarhús Einars Pálssonar stendur nú, heitir Kúalág. Það nafn er frá þeim tímun er kýr voru látnar liggja úti á nóttum og lágu þær þá einna helst þar.

 

Keldur

Keldnakot.

Fyrir norðan Keldnabæinn og upp af honum er Keldnaholt. Vestan í því er Keldnakot. Þar var búið fram á seinni hluta síðastliðinnar aldar. Utan í Keldnaholti, norður af Kotinu, er hóll sem heitir Skyggnir [enn má sjá hlaðinn garð, nú kominn inn í skógrækt, frá Keldnakoti, allstóra tvískipta fjárhústóft og fleiri mannvirki skammt þar frá sem kotið var].
Suðvestur af kotinu gengur grjóthóll út úr holtinu. Suður og niður af honum var svo kallaður Lambarimi, nú sléttaður og ræktaður í tún, nyrsta nýræktin. Nafnið kom til af því að riminn var áður sleginn næst á eftir túninu og þótti hey af honum gott og var ætlað lömbum.
Gröf-3Mýrardragið upp með Keldnaholti að vestan heitir Keldnasund eða Sundið.
Á hábungunni beint vestur af Keldum er hringmynduð rúst, kölluð Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir Snæfellsáss og sótt sér í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi.
Niðri við Grafarvog, í mörkum Keldna- og Gufunesslands, heitir Kattarnef. Góðan spöl innar gengur lítil og lág eyri út í voginn. Hún heitir Naustatangi. Þar höfðu Keldnamenn lendingarstað og uppsátur fyrir báta, sem voru aðallega notaðir til hrognkelsaveiða. Voru þær veiðar stundaðar nokkuð frá bæjunum við Grafarvog, þó óhentugt væri vegna útfiris, en netalagnir voru út undan Gufuneshöfða.
Gröf-4Í fjöruborði milli Kattarnefs og Naustatanga skagar allmikil eyri út í voginn frá suðurlandinu (Grafarholtslandi). Á þessari eyri og síðan þvert yfir voginn er gamall grjótgarður, sem sést vel um fjöru. Þetta mannvirki segir Björn, að heiti frá fornu fari Síldarmannagarður. En síðustu not, sem hann veit til, að menn hafi reynt að hafa af garðinum, voru þó til laxveiði. Um það hafði hann fyrir sér frásögn Ólafs Stephensens frá Viðey, sem hafði sjálfur verið við þá veiðitilraun. Það mun hafa verið á árunum 1870-80.

 

Um flóð eða með byrjandi útfalli var dregið net í hlið, sem var á garðinum, og var ætlunin að króa fiskinni inni, svo að hann fjaraði uppi. Var mikill lax fyrir innan og enda selur. En undan útfallinu settist slý og þaraslæðingur í netið, og fiskurinn lagðist fast á, og undan þessum þunga öllum sprakk netið, svo að afli varð lítill eða enginn. Þessi garður er nú allmikið raskaður af sjávarfangi og af völdum veiðimanna, er voru þar með laxakláfa um og eftir síðustu aldamót. [Sem hliðstæðu við þennan garð bendir Björn á, að inni í Hvalfjarðarbotni er til örnefnið Vogargarðslág, þó að garður sjáist þar nú enginn. Þar eru og Síldarmannagötur. Garður þessi virðist nú alveg horfinn í leirunar í voginum].
KeldnakotÍ botni Grafarvogs eru grjótgarðar, sem mynda litla kví við ós Grafarlækjar. Þar hagar þannig til, að Keldnamegin við ósinn gengur fram smáeyri eða hryggur, og þar hefur því ekki þurft mikla hleðslu, aðeins að raða steinum ofan á. Grafarholtsmegin hefur hleðslan þurt að vera hærri, og þar er mjótt hlið á garðinum fyrir lækjarrennslið og sjávarföll. Þetta heitir Króargarður og mun hafa verið gerður kringum 1870 til laxveiði.
Landarmerki milli Grafarholts og Keldna segir Björn, að sé bein lína frá Grafarvaði á Úlfarsá í Grafarlæk, þar sem hann beygir fyrir Svartabakka. Þaðan ræður lækurinn til sjávar.
Örnefnatalningunni má ljúka með því að geta þess, að holtið þar sem nýi vegurinn að Keldum kemur á aðalveginn, heitir Nónholt og var eyktarmark frá Gröf. En ekki kvaðst Björn kunna að skilgreina með vissu eyktarmörk frá Keldum.“

Heimildir m.a.:
-http://www.keldur.hi.is/um_ornefni.htm?detail=1003119&name=frettasida

Grafarkot

Grafarkot, Grafarholt, Gröf og Keldur – kort 1908.

Hrafn

Hrafninn er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári.
Þegar FERLIR var Laupur í Heiðmörká ferð um Heiðmörk nýlega náði sérkennileg hegðun tveggja hrafna athyglinni um stund. Að vísu virtust þeir með rólegra móti, en héldu sig ávallt í nálægð, en jafnframt í hæfilegri fjarlægð. Þegar að var gáð kom ástæðan í ljós. Laupur (hreiður) var á klettasyllu ofan við einn hellismunnann, sem þarna var. Einn ungi virtist vera í laupnum, en gætu verið fleiri. Ekki er vitað til þess að laupur hafi verið á þessum stað áður. Þeir eru gjarnan þannig staðsettir að nánast er óframkvæmanlegt fyrir mann og ref að komast að þeim, en sá síðarnefndi gæti sætt hér lagi ef til væri á svæðinu.
Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa útliti hans í smáatriðum, en hann orðið um 1,5-1,8 kg á þyngd. Hrafninn er svartur á lit en þegar sólargeislarnir endurkastast af honum við ákveðnar aðstæður má sjá fjólubláan blæ á honum.
HrafnslaupurHrafinn er af spörfuglaætt og er langstærstur íslenskra spörfugla. Ennfremur er hann af ætt hröfnunga og ættkvíslinni Corvus ásamt nokkrum tegundum kráka. Hjúskap hrafnsins er þannig háttað að hann er alger einkvænisfugl og heldur tryggð við maka sinn. Þegar maki fellur frá, fyllir annar fljótt í skarðið. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að hrafnar geta orðið gamlir í villtri náttúru og er hæsti staðfesti aldurinn 20 ár og fjórir mánuðir. Í haldi manna er talið að elsti hrafninn hafi orðið 69 ára gamall.
Hérlendis fara hrafnar að undirbúa varp snemma á vorin og verpa þeir 4-6 eggjum í hreiðrið, sem oftast er kallað laupur (einnig bálkur). Undanfarin ár hafa fyrstu ungarnir komið úr eggjum í maí en núna, þegar veðurfar fer hlýnandi á norðurhjaranum, kann að vera að þeir fari fyrr af stað á vorin, líkt og merki eru um að ungar annarra fugla gera. Á vorin tekur hrafninn mikið af eggjum og ungum annarra fugla. En þegar fæðuhættir hans eru skoðaðir yfir allt árið kemur í ljós að hann er alæta. Hrafninn étur mikið af berjum á haustin, er afræningi og hrææta, eða með öðrum orðum étur allt það sem hann kemst í, enda er það eina leiðin fyrir fugl sem þarf að draga fram lífið allt árið um kring hér á norðurhjara.

lau

Á haustin og veturna breytist atferli hrafnsins nokkuð. Þá sækja hrafnar oft í byggð í von um að finna eitthvað matarkyns yfir köldustu mánuðina. Þegar dimma tekur safnast þeir tugum eða hundruðum saman á náttstaði. Kunnir náttstaðir suðvestan lands eru hlíðar Esjunnar og Ingólfsfjall.
Mikið er drepið af hröfnum hér á landi og telja fuglafræðingar að þeim hafi fækkað eitthvað á nokkrum svæðum. Stofnstærðin er álitin rúmlega 2.500 pör og að hausti er fjöldi hrafna um 12 þúsund fuglar. Fálkinn er sennilega helsti óvinur hrafnsins hér við land og er óhætt að segja að þessum fuglum sé illa hvor við annan. Hljótast oft af miklir loftbardagar þegar þessir skemmtilegu fuglar takast á. Oftast hefur fálkinn betur. 

laup-2

Fálkar hafa það fyrir venju að ræna hrafninn hreiðurstæði og sitja sem fastast á laupnum enda er fálkinn ekki mikið fyrir hreiðurgerð og dyttir í mesta lagi að laupnum að vori.
Margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum eru kunnar í íslenskum heimildum, svo ekki sé minnst á fjölda vísna, ljóða og söngtexta um þennan skemmtilega fugl sem öðrum fremur mætti kalla þjóðarfugl Íslendinga.
Margvísleg þjóðtrú er tengd hrafninum. Sumir segja að þeir sem skilji hrafnamál séu gáfaðri en aðrir. Aðrir segja að ef hrafn hoppi hingað og þangað uppi á húsum, skipti um hljóð og krunki upp í loftið, hristi vængina og yppti fiðrinu, boði það að einhver maður sé að drukkna. Velþekkt er að flug hrafna boði annaðhvort feigð eða fararheill, eftir því í hvaða átt þeir fljúga yfir mann.
Þess má geta að hrafninn forðaðist að fljúga yfir FERLIR, hélt sig hins vegar þétt að honum. Líklega má lesa það sem vilja hans til verndar.
Þó svo að krummi þreyi þorrann með okkur landsmönnum, og hafi gert það síðan byggð hófst hér á landi, höfum við ofsótt hann og hann verið talinn réttdræpur hvar sem hann finnst. Margir hafa amast við ungadrápi og grimmd krumma en til að komast af í harðbýlli íslenskri náttúru verður hver skepna að taka það sem gefst.
Þrátt fyrir nálægð laupsins í Heiðmörkinni er ástæða til að láta hann í friði, sem og alla aðra laupa á landinu.

Heimildir m.a.:
-http://visindavefur.is/svar.php?id=3375

Hrafninn