Finnsstaðir

Norðan Vífilsstaðavatns eru rústir á lágum hól; Finnsstekkur. Í örnefnalýsingum er einnig getið um Hálshús og Finnstaði.
FinnsstadirÞessar tóftir eru „þegar farið er inn með Vífilsstaðavatni. Er þá komið í vog eða krika, sem nefnist Hálshúsakriki. Hafa Hálshús verið þarna nálægt. Þarna eru rústir á lágum hól, nefnist þar Finnstekkur (ÖS-GS). Stekkur var í eina tíð við voginn Hálshúskrika sem er í nyrsta hluta Vífilsstaðavatns (ÖS).“ Þá segir: „Í gömlum skjölum er þess getið að þarna hafi verið hjáleiga nefnd Finnsstaðir (ÖS). Þarna eru rústir í lágum hól, en í fornu bréfi og Jarðabók Árna og Páls eru Finnastaðir hjáleiga frá Vífilsstöðum, þá niðurlögð fyrir nokkru (ÖS, 1971).“
Tóftirnar gætu einnig um tíma hafa þjónað sem beitarhús sbr..: „Björn Konráðsson ráðsmaður á Vífilsstöðum taldi að þarna hefði verið býli og peningshús, sem var seinna breytt í beitarhús“. Ásýnd tóftanna benda til þessa, en undir þeim eru greinilega eldri búsetuminjar, hugsanlega Finnsstaða.

Heimildir:
-Örnefnastofnun, Ari Gíslason og Örnefnastofnun, 1971.
-Örnefnastofnun, Gísli Sigurðsson.

Finnsstaðir

Finnsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Breiðabólstaður

Eftirfarandi viðtal við Gísla Sigurðsson birtist í Þjóðviljanum árið 1967:
Gisli Sigurdsson 1967„Mig grunar að fjöldi Reykvíkinga viti lítið um Álftanes, annað en að þar situr forseti íslenzka lýðveldisins og að áður fyrr sátu á Bessastöðum óvinsælir útlendir umboðsmenn hans hátignar danakóngs. En sagan um Álftanesið er ekki einungis sagan um kóngsins menn og kúgara, heldur líka sagan af hinum kúguðu, þrælakistunni og aftökum fyrir misjafnar sakir, stundum engar, Ég fékk Gísla Sigurðsson lögregluþjón í Hafnarfirði til fylgdar um nesið nú á dögum, en hann er einn kunnasti maður þar um slóðir og hefur safnað ógrynni örnefna af Álftanesi og víðar.
Kóngsnes er gamalt uppnefni á Álftanesi, enda sölsaði kóngur það snemma undir sig ásamt ölflu kviku, bændum og búaliði. Þannig voru Álftnesingar i nánara sambýli við hið veraldlega vald en flestir aðrir landsmenn og kvaðir þær, sem hans hátign þóknaðist að leggja á menn, komu harðar niður á þeim en nokkrum öðrum. Má því með nokkrum rétti segja, að þeir hafi um aldir lifað í hreinni ánauð umboðsmanna kóngs á Bessastöðum. Þeir skyldu róa á kóngsskipum, leggja til menn og hesta í hvert sinn er umboðsmaður krafðist, ásamt óteljandi öðrum kvöðum. Benedikt Gröndal, sem var alinn uþp á Bessastöðum og Eyvindarstöðum á Álftanesi, segir svo frá í Dægradvöl sinni, að oftsinnis hafí menn verið kallaðir frá róðrum tiil að sigla höfðingjum og kvinnum þeirra um sundin. Þá var oft vani þeirra, þá er þeir báru kvinnurnar út í bátana, að hrasa með þær í sjóinn og misstu þær við það löngun til nánari kynna af þeirri hráblautu höfuðskepnu. Kóngur gerði út nær öll, ef ekki öll skip af Álftanesi, en þaðan var mikið útræði og varir framundan hverjum bæ að heita mátti. Þannig varð hans hátign mesti útgerðarmaður á Íslandi næstur á eftir Guði almáttugum og ekki síður harður húsbóndi.
Nú mun það vera nokkuð almenn skoðun að Álftnesingar hafi verið kúgaður kotalýður, frugtandi sig fyrir Breidabolsstadur og AkrakotBessastaðavaldinu með kollhúfuna í annarri hendinni, en hálftóma pontuna í hinni. Gísli vill ekki viðurkenna þessa mynd af Álftnesingum fyrri alda. Hann segir þvert á móti að það bera vott um talsverðan mannsbrag, að þeir skyldu yfirleitt hafa tórt og skilað landinu eftirkomendum við svo hroðalegar aðstæður.
Til þess að gera langa sögu Bessastaða stutta verður hér tilfærður kaflinn um þá úr bók Þorsteins heitins Jósepssonar, „Landið þitt“.
„Bessastaðir (GK) forsetasetur og fornt höfuðból á Álftanesi. Fyrst þegar Bessaataða er getið í fornum heimiidum, eru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, eins kunnasta sagnfræðings og rithöfundar á Norðurlöndum á sínum tíma — sjá Reykholt (BO). Skömmu síðar kemst jörðin i konungseign og verður brátt að höfuðsetri æðstu valdsmanna konungs á islandi og það allt til loka 18. aldar.

Landakot og Deild

Þá hafa allan þann tíma verið teknar ákvarðanir um ýmsa þá atburði sem hvað örlagaríkastir hafa orðið fyrir íslenzku þjóðina og ekki ætíð á sem beztan veg. Í byrjun 19. aldar er lærði skólinn, þá æðsta menntastofnun Íslendinga, fluttur að Bessastöðum og starfar þar undir handleiðslu mikilhæfra og góðra kennara um 40 ár, þar til hann flytzt til Reykjavíkur 1846.
Á seinni hluta 19. aldar eða frá 1867, eru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum 19. aldarinnar, Gríms Thomsens (1820-1896). Eftir hann liggur fjöldi ritsmíða, einkum um fagurfræði og bókmenntir og mikið af því var birt á erlendum tungumálum, en kunnastur er hann fyrir ljóðaskáldskap sinn, sem í ýmsu skipar sérstöðu í íslenzkri ljóðagerð. Grímur Thomsen lét sig landsmál allmiklu skipta og sat á Alþingi Íslendinga um fjölda ára.
Á Bessastöðum fæddist Benedikt Sveinbjarnaron Gröndal (1826-1907), eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á síðari hluta 19. aldarinnar. Hann hefur skrifað fjölda skáldrita, auk kennslubóka og bóka og ritgerða um náttúrufræði.
Svidholt 1967Eftir lát Gríms Thomsens hafa Bessastaðir verið lengst í eigu einstakiinga, unz Sigurður Jónasson forstjóri í Reykjavík gaf ríkinu staðinn fyrir þjóðhöfðingja-setur. Síðan hafi báðir forsetar Íslands dvalið þar, Sveinn Björnsson frá því hann varð ríkisstjóri 1941 og síðan forseti 1944 til dánardægurs og sáðan Ásgeir Ásgeirsson, sem hefur setið þar frá 1952.
Forsetabústaðurinn á Bessastöðum er með elztu húsa á Íslandi, byggður 1763 sem amtmannssetur, síðan hefur húsinu verið nokkuð breytt og byggt við það.
Á Bessastöðum er kirkia, líka gamalt hús, en hún var í smíðum frá 1780 títt 1823. Fyrir fáum árum hafa verið settir í hana nýir gluggar með litglerjum eftir íslenzka listamenn. Í Bessastaðakirkju eru tveir legsteinar, annar yfir Pál höfuðsmann Stígsson d. 1566, hinn yfir Magnús amtmann Gíslason d. 1766.
Í Bessastaðalandi var gert virki á 17. öld (Skansinn) til að verjast sjóræningjum og óvinaher, ef þeir gerðu sig líklega til að ráðast á staðinn. Skansinn er í Bessastaðalandi með háurn veggjum, nú grasi gróinn. Gegnt Bessatöðum er Gálgahraun. Í því er Gálgaklettur, þar sem sakamenn voru hengdir — sjá Kópavogur (GK). Voru líkin urðuð í klettaskoru skammt frá aftökustaðnum, og sagt er að þar hafi fundizt mannabein á sl. öld.“ Svo mörg eru þau orð og má af þeim ráða að þarna eru miklar söguslóðir þrungnar miklum örlögum bæði einstaklinga og þjóðar okkar sem heildar.

Bjarnastadir - barnaskoli

Gísli kann sögu af manni nokkrum, sem dæmdur hafði verið af lífi og skyldi hengjast í Gálgahrauni. Manninum fannst sér milkil virðing sýnd, að hann skyldi hengjast að höfðingjaboði við hátíðlega opinbera athöfn og hagaði klæðaburði sínum í samræmi við það. Hann fór í sparifötin og voru gylltir hnappar á jakkanum. Líkið var síðan látið hanga uppi um nóttina, eins og þá var siður, en um morguninn var búið að reyta skarthnappana af jakkanum fangans. Það var gott að njóta leiðsagnar Gísla um Áltftanesið, en ekki verður sagt í stuttri blaðagrein að gera sagnfræði eða örnefnum nein skil, svo að gagn verði að. Við munum því fara fljiótt yfir sögu og reyna að kynna fólki þetta fallega nes við bæjardyr Revkvíkinga, Kópavogsbúa, Garðhreppinga og Hafnfirðinga.
Maður hefur strax á tilfinningunni að maður sé kominn langt upp í sveit, þegar hrauninu sleppir og við tekur hið eiginlega Álftanes. Úti á nesinu er allt gróðri vafið. tún við tún og myndarleg býli hvert sem augum er rennt. Þar eru Breiðabólsstaðir, Eyvindarstaðir. Sviðholt, Langbolt, Bjarnastaðir, Skógtjörn að ógleymdum Bessastöðum. en þangað snerum við fyrst fararskjótum okkar.
Litlibaer - sumarhusÆtlunin var fað fara út á Skansinn, en þegar til átti að taka var öll umferð þangað út stranglega bönnuð, og nenntum við ekki að þiðja leyfis að fara þangað. Tveir hólmar eru þarna við landið og heitir annar Bessahólmi. Enginn veit hvernig það nafn er til komið, en sagnir enu um að þar sé haugu í Bessa þess er fyrstum mun hafa byggt á Bessastöðum, en þeir eru ekki taldir með landnámsjörðum í Landnámu. Þar fyrir er svo sem engan veginn víst að svo sé ekki. Í hólmanum er æðarvarp og eins í öðrum hólma nær landi.
Það er fallegt á Bessastöðum í góðu veðri eins og var þennan dag. Heyskapur var þar í fullum gangi og heyjað fyrir þjóðina, þvtí að öll eigum við þessa vildisjörð. Eyvindarstaðir eru skammt þar frá. Þangað er búsældarflegt heim að líta og þar bjó Sveinbjörn Egilsson skáld, meðan hann var refctor Bessastaðaskóla. Þar bjó líka Benedikt Gröndal um tíma. Þarna ekki alllangt í burtu er steinn einn mikill og mæla fjórar jarðir land sitt í hann. Um hann er sú saga, að skólapiltar á Bessastöðum hafi setið þar fyrir Jðni Jónssyni meðan hann var lektor við skólann og hýtt hann þar. Út af því var kveðinn gamansamur bragur, eins og títt var í þá daga, er stóratburðir gerðust.
Helguvik - skurarÍ þessu bjarta og fagra veðri var viðsýnt af nesinu, þótt það sé lágt, en sagt er að af Garðaholti megi sjá til byggða þar sem meira en helmingur þjóöarinnar er saman kominn. Sjálft er nesið lágt, eins og fyrr er sagt og sjórinn hefur sífellt verið að eyða af því stórum skikum og eru heimildir til um, að eítt kotið hafi sex sinnum verið fært undan sjávarágangi. Það er því ekki undarlegt að víða er hægt að sjá fyrir sjóvarnargörðum, sem hlaðnir hafa verið á undangengnum öldum. Í landi hvers stórbýlis hefur verið fjöldinn allur af kotum og hjáleigum ásamt þurrabúðum. Nöfn þeirra margra lifa enn í dag, þó að þau sjálf sáu löngu horfin. Þannig er um örreitiskot úr Sviðholtslandi. Það hét Friðrikskot, en var uppnefnt „Friðriksgáfa“ eftir stórhýsi á Möðruvöllum norður. Þarna var og Bakkakot og þar var glímuvöllur, sem nefndur var Bakkakotsbakki, en á honum var mikið glímt á árunum 1880-1884. Upphaflega var kotið hjáleiga frá Sviðholti, en kóngsumboðsmaður gerði það að sjálfstæðu býli og tók fyrir það fulla leigu. önnur kot hétu Gesthús, Hákot, Sveinskot, Marmarakot og Glerhöll, og eru fáein talin.
Nafnið á síðastnefnda kotinu er þannig til komið að settar voru tvær glerrúður í glugga og hefur ÁlBessastadir 1967ftnesingum þótt slíkt nokkurt oflæti hjá kotkarli. Ein af kvöðum Álftnesinga sem leiguliða hans hátignar, var að róa á skipum hans. Umboðsmaður sá hag sinn og kóngs í því að hafa skipin sem flest og smæst, til að fá því fleiri skipshluti.

Eitt sinn stóð hjáleigan Litlibær niðri undir sjó hjá Bjarnastöðum, þar sem nú stendur barnaskóli hreppsins. Árið 1918 tók Gísli þátt i því ásamt fleirum að rífa niður tætturnar af kotinu og rakst þá á hellu eina, og var klöppuð vangamynd af manni á hana. Myndin var nauðalík vangamynd þeirri sem til er af Jónasi Hallgrímssyni. Gísli lagði helluna til hliðar, en hafði ekki rænu á að tilkynna þjóðminjaverði fundinn og er hellan nú sennilega glötuð með öllu, nema hún hafi lent einhversstaðar í hleðslu. Mé nærri geta hvílíkur missir er af líkum gripum, svo fátækir sem við erum af steinmyndum frá fyrri öldum, ef legsteinar eru ótaldir. Nú stendur í landi Litlabæjar sérkennilegur sumarbústaður. Hann er alllur hlaðinn úr grjóti þaðan úr fjörunni og ákaflega skemmtilegt mannvirki.
Það er hægt að aka um nesið þvert og endilangt, en þar sem höfund þessara skrifa skortir bæði ritsnilld og þekkingu til að gera nesinu nokkur afgerandi skil i svo stuttu máli, getur hann ekki annað en ráðlagt íbúum þéttbýlisins hér í suðvesturhorni Faxaflóans að líta út á Álftanes, áður en þeir fara að skokkast eitthvað út í buskann í sumarleyfinu sínu, jafnvel til útlanda. Að vísu ferst höfundi ekki að liggja fólki á hálsi fyrir að Heita að vatni handan lækjarins, því u.þ.b. eitt hundrað metra frá heimili hans er einn af alvíðsýnustu útsýnisstöðum hér í nágrenninu. Þangið hefur hann komið nákvæmlega tvisvar og í fyrra skiptið eftir að hafa búið í námunda við hann í átta ár. Svona er mannfólkið skritið að horfa ævinlega út í blámann en aldrei niður fyrir tærnar á sér og svo er sagt að við séum skammsýn!
Undirritaður vill hérmeð þakka Gísla Sigurðssyni samfylgdina um Álftanesið og afsaka hve sorglega lítið hefur orðið úr þeim fróðleik, sem hann reyndi að miðla höfundi á leiðinni.“

Heimild:
-Þjóðviljinn 30. júlí 1967, bls. 6-7. Gísli Sigurðsson.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Urriðakot

„Tún og tóftir eyðibýlisins „Urriðakots“ þekkja margir sem þarna eiga leið um, en eðlilega er saga býlisins minna kunn.
Urridakot-22Til að bæta nokkuð úr því fer hér á eftir lýsing á mannlífi í Urriðakoti á meðan það var og hét. Um er að ræða hluta úr lengri ritgerð um þetta svæði, sbr. eftirmála. Tölur í svigum vísa til heimildaskrár aftast í textanum. Urriðakot var áður konungseign og síðar ríkiseign, en komst í einkaeign 1890. Alþingishátíðarárið 1930 bjuggu þar og höfðu búið í áratugi hjónin Guðmundur Jónsson (1866-1941), frá Urriðakoti, og Sigurbjörg Jónsdóttir (1865-1951), frá nágrannabænum Setbergi og áttu þau jörðina. Þau eignuðust 12 börn og er frá þeim mikill ættbogi kominn. Samkvæmt Fasteignabók 1932 var bústofn þeirra 140 sauðkindur og 5 kýr og auk þess 2 hross. Voru þá einungis fjórir bændur í Garðahreppi og aðliggjandi hreppum (Seltjarnarneshreppur, Bessastaðahreppur og Vatnsleysu-strandarhreppur), sem voru fjárríkari en þau hjón og þar af einungis tveir, sem áttu að marki fleira fé en þau. Fimm kýr þótti og álitleg nautgrtipaeign í þá daga.
Urridakot-23Er því nokkuð ljóst, að Urriðakotshjón hafa orðið að halda vel á spöðunum til þess að sjá bæði bústofni sínum og sér og sínum börnum farborða. Í Urriðakoti og nágrannabæjunum þar, sem sauðfjáreign var umtalsverð, byggðist sá búskapur mjög á útibeit. Voru þá höfð fjárhús ýmist heima við bæ eða beitarhús frá bæ þar, sem útibeit þótti góð. Sauðaeign var einnig veigamikill liður í fjárbúskap í þá tíð, en sauðir voru jafnan látnir ganga nær sjálfala úti árið um kring. Jón Guðmunds-son á Setbergi (1824-1909), faðir Sigurbjargar í Urriðakoti, var einn mesti fjárbóndi, sem sögur fara af hér um slóðir. Hann átti og fleiri sauði en allir aðrir. Í æviþætti af honum segir: “Allt fé á Setbergi í tíð Jóns bjargaðist á útigangi nema lömb og hrútar.”  

Urridakot-24

Guðmundur í Urriðakoti hafði á vetrum lömb og hluta af ánum í fjárhúsi heima við tún og beitti ánum með gjöf. Hluti af ánum var hafður fram eftir vetri við beitarhús í hraunjaðrinum þar nærri, sem nú er golfvöllurinn. Þegar snjóþyngsli voru, fór Guðmundur með hey í stórum poka upp eftir að hygla ánum. Guðmundur átti einnig um það bil 20 sauði, þegar mest var. Gengu þeir sjálfala, einkum í austanverðri Vífilsstaðahlíð, Selgjá, Búrfellsgjá og á Tungum, og gátu haft afdrep í hellum og skútum, sem þar eru víða.
Á síðari árum notaði Guðmundur skúta í jaðri Urridakot-25Búrfellshrauns undir Vífilsstaðahlíð, sunnan við Kolanefsflöt og örskammt frá grillstæðinu og bílastæðinu, sem nú er til þess að gefa við sauðum sínum í harðindum. Hann bar heyið í pokum yfir hraunið frá beitarhúsunum. Áður hafði mundur vanið sauði síns við veglegra fjárbyrgi, sem er skammt sunnan línuvegarins í hrauninu. Ef Guðmundur í Urriðakoti mætti nú rísa úr gröf sinni og skunda um Urriðakotsland, myndi honum án efa finnast púttarar í námunda við beitarhús sín og grillarar í námunda við sauðaskúta sinn framandlegir menn og óvelkomnir á sínu landi. Ef þeir Tóftabrot í Urriðakoti. Tóftir Urriðakots, Urriðakotsvatn og Hrauntangi.
Setbergshamar ber við loft til vinstri. Horft til Hádegisholts frá bæjarstæðinu í Urriðakoti. hinir sömu skyldu hins vegar sjá mann Urridakot-26koma hlaupandi við fót (Guðmundur í Urriðakoti var með afbrigðum léttstígur), er eins víst, að þeim yrði líkt við. Og þó! Þeim myndi án efa falla allur ketill í eld, þótt ekki væri nema vegna klæðaburðar mannsins. (“Þótt snjór væri eða bleyta var hann alltaf á kúskinnsskóm og án yfirhafnar hvernig sem viðraði“).
Mjólkin úr kúnum var mjög spöruð heima fyrir og var hún vafalaust drýgsta tekjulind búsins. Var mjólkin seld til Hafnarfjarðar og flutt á reiðingi allt fram undir 1930, að ökufær vegur var lagður milli Urriðakots og Setbergs. Um líkt leyti var tekið að nota heygrind til heyflutninga, en sláttuvél eignaðist Guðmundur aldrei.
Eitt var sérlega athyglisvert í tengslum við Urridakot-29heyskap í Urriðakoti, en það var nýting fergins (tjarnarelftingar), sem óx í vatninu. Fergin er nú horfið í vatninu og því miður er engin mynd til af því sérstaka verklagi, sem tengdist nýtingu þess. Um þetta farast Guðmundi Björnssyni svo orð: “Ferginið stóð ca. 30 cm upp úr vatninu og glitti í það á köflum. Við sláttinn voru menn á þrúgum úr tunnustöfum eða klofháum stígvélum og höfðu nót á milli sín. Með gaffli var því skóflað í land og síðan þurrkað á svokallaðri Ferginisflöt. Það var svo gefið kúm sem fóðurbætir.” Svo mikill var þessi ferginsheyskapur í vatninu, að hann nam 40-50 hestburðum (ekki tíundað sérstaklega í Fasteignabók 1932). Voru kýrnar sólgnar í þennan “fóðurbæti” og hafa án hafa verið vel haldnar og í góðri nyt. Ferginið í Urriðakotsvatni var með vissu slegið 1952. Engin bein skýring er hinsvegar á því hvers vegna fergin er nú horfið úr vatninu. Talið er, að það hafi horfið eftir 1973-1974 og orsökin hafi verið breytingar á frárennsli vatnsins. Önnur skýring kann þó að liggja beinna við, sem sé að vöxtur og viðgangur fergins í vatninu hafi verið háður því að það hafi verið slegið reglulega.

Lok búskapar í Urriðakoti.

Urriðakot

Urriðakot – túnakort frá 1908.

Þau Guðmundur og Sigurbjörg hættu búskap í Urriðakoti 1935. Þau voru þó áfram í Urriðakoti með 20-30 kindur. Jörðina leigðu þau dóttur sinni og tengdasyni. Um mitt ár 1939 seldu þau tveimur sonarsonum sínum jörðina og fluttust alfarin frá Urriðakoti 1941. Að heimsstyrjöldinni lokinni komst jörðin í eigu Oddfellowa. Eftir það bjuggu ýmsir á jörðinni fram undir 1960. Þá fór jörðin endanlega í eyði og skömmu síðar brann bærinn þar. Sú verðbólga, er hófst í landinu í kjölfar hernáms Breta, gleypti andvirði jarðarinnar og urðu Guðmundur og Sigurbjörg þá eignalaus. Auður þeirra fólst því í börnum þeirra og öðrum afkomendum líkt og hefur orðið hlutskipti fjölmargra annarra, sem hafa séð eignir sínar furða upp í verðbólgubáli.“
Framangreind lýsing Þorkels Jóhannssonar er að mörgu leyti skemmtileg. Öllu áhugaverðara, en óljósara, er að við Urriðavatn var selstaða frá landnámstíð; að öllum líkindum frá Hofstöðum, bæ Vífils ferðafélaga Ingólfs þess er fyrstur var skráður til heimilis hér á landi. Nýlegur uppgröftur á staðnum varpar nýju ljósi á upphaf og þróun selstöðva, sem verður að teljast til tímamóta í fornleifafræði hér á landi.

Heimild:
-http://www.ismennt.is/not/ottarkjartans/skrif/Horfin%20t%C3%AD%C3%B0%20%C3%AD%20Urri%C3%B0akoti.pdf

Urriðakot

Urriðakot – uppgröftur.

Bieringstangi

Árni Óla fjallar um „Tanga-Hvíting“ í bók sinni „Strönd og Vogar„:

Strönd og Vogar„Sú er sögn, að eitt sinn hafi komið erlent skip til Voga, seint á vetri eða að vorlagi. Var þá harðindatíð og frost mikil, svo allar fjörur voru sem klakabólstur og lagís víða með ströndum fram. Þrír menn af skipi þessu ætluðu að fara inn á Bieringstanga. Gengu þeir á skipsbátinn og reru inn eftir. En fram undan tanganum lentu þeir í lagíshröngli. Munu þeir ekki hafa verið ís vanir, enda fór svo, að bátnum hvolfdi og drukknaði einn þeirra.
Þessi maður gekk þegar aftur og gerði af sér ýmsan óskunda á tanganum og voru menn hræddir við hann. Var hann kallaður Tanga-Hvítingur, vegna þess að hann var með hvíta húfu á kolli. Mun og ekki hafa verið trútt um, að menn héldi að hann drægi að sér fleiri sjódauða menn, og að draugarnir yrði margir um skeið.
Símon Dalaskáld reri margar vertíðir syðra og mun það hafa verið veturinn 1865, eða þar um bil, að hann reri á Bieringstanga, og mun þá hafa verið á útgerð Bjama á Esjubergi. Þótti þá draugagangur þar með meira móti. Út af því orkti Símon „Rímur af Bieringsborgar-bardaga“. Þær sem til í Landsbókasafni, en þó eigi heilar, því að 14 vísur vantar framan af fyrstu rímu, en alls voru rímurnar átta. Símon gerir þar draugana að Tyrkjum, er komið hafi á flota miklum til að herja á „Bieringsborg“. En kempurnar, sem fyrir voru, lögðu til orustu við þá.
Fyrir þeim voru tveir konungar, Magnús á Lykkju á Kjalarnesi og Bjarni á Esjubergi, en hinn þriðji var hersir, Þórður Þórðarson frá Kistufelli. Þar sem og nefndir synir Magnúsar, Tómas og Eyjólfur.

Þessir höfðu mikla makt,
málma tamir sköllum.
Borgin stóð með býsna prakt
blómlegum á völlum.
Um þann tíma ekki rór
— eyddist friður blíður —
upp á ríki Strandar stór
stríddi Tyrkjalýður.

BieringstangiOrustan varð hin grimmasta og er getið margra manna, er vel gengu fram, svo sem Erlings hreppstjóra á Geitabergi, afa Ásmundar Gestssonar kennara, Halldórs frá Kollafirði, Þorsteins frá Þúfnalandi, Þórðar frá Snartarstöðum. Símon kemur þar og sjálfur við sögu. Taldi hann fyrst úr að barizt væri, en er orustan var sem mannskæðust, varð hann hræddur:

„Ekkert stendur illum fjendum mót,
föllum vér í banabað,
bölvað er að vita það.“
Síðan kastar sverði hastarlega,
og af klökkum öldujó
ofan sökk í djúpan sjó.

Bieringstangi

Bieringstangi – tóft.

Gat hann þó svamlað til lands, en vermenn unnu frægan sigur á illþýðinu.
Eigi lauk þó draugaganginum á Bieringstanga með þessu. Tanga-Hvítingur var þar enn á sveimi og gerði mönnum glettur. Vildu menn þó fegnir losna við hann. Eitt sinn skaut Gunnar bóndi í Halakoti silfurhnapp á hann, og var það talið óyggjandi, ef um venjulega drauga var að ræða. Hvíting mun og hafa brugðið illilega er hann fékk í sig silfurhnappinn, því að hann sundraðist við það í tómar eldglæringar. En svo skreið hann saman aftur og hélt uppteknum hætti allt fram um 1890. En þá hvarf hann.“

Heimild:
-Strönd og Vogar – Árni Óla, Tanga-Hvítingur, 1961, bls. 266.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.

Sjómaður

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1955 er m.a. fjallað um „Kolaveiði í Dugguósi við Bessastaði“: „Í ósnum, sem er milli Bessastaðatjarnar og sjávar og nefndur er Dugguós, var ákaflega mikil kolaveiði og einnig fyrir utan hann. Var kolinn venjulega veiddur þar frá því hálfum mánuði fyrir fardaga og allt til Mikjálsmessu.
Bessastadatjorn-221Var kolinn veiddur í svokölluð kolanet. Var alltaf vitjað um net þessi einu sinni á dag. Aflinn var misjafn, þetta frá 60 og mest upp í 150 fiska. Þætti slíkt nú daglega góður fengur. — Var þetta spikfeitur skarkoli, til jafnaðar rúmlega pund að þyngd. Stundum kom fyrir að smálúða kæmi í netin, og voru þær frá fimm og allt að tólf pundum. Þótti kolaveiðin einhver indælustu hlunnindi sem fylgdu Bessastöðum og Breiðabólsstöðum. Ári eftir að fyrstu togararnir komu hér í Faxaflóa, hurfu þessi dýrmætu hlunnindi frá þessum tveimur jörðum og verður sá skaði alltaf ómetanlegur. – (Sjósókn).“
Í Lögbergi-Heimskringlu árið 1963 er jafnframt fjallað um Dugguós: „Þar sem áður flæddi sjór, eru nú ræktaðar karlöflur.
Við brugðum okkur í vikunni suður á Álftanes og litum þar á kartöflugarð, sem segja má, að unninn hafi verið úr greipum Ægis, því fyrir nokkrum árum lá þar allt undir sjó. Nú er á nesinu fimm hektara kartöfluakur, og er uppskeran ágæt, því jarðvegurinn virðist auðugur af öllum efnum, og heppilegur til kartöfluræktar.
Bessastadir - sjobudÁrið 1952 og ’53 var hlaðinn varnargarður í hinn svonefnda Dugguós, eða Bessastaðaós á Álftanesi, og fékkst við það mikið land, sem áður hafði allt verið undir sjó, en fyrir innan þennan garð myndaðist einnig tjörn sú, sem kölluð er Bessastaðatjörn og ræktaður er í lax.
Það var Sveinn Björnsson fyrrverandi forseti, sem lét hefjast handa um gerð garðsins, og hélt Ásgeir Ásgeirsson forseti áfram verki hins látna forseta. Þar sem nú er kartöflugarðar voru einu sinni mógrafir norðurbæjanna á Álftanesi aðallega Landakots og Breiðabólstaðar, en í stórstreymi gekk sjórinn alla leið þangað upp. Svo var einnig gerður varnargarður fyrir vestanáttinni fyrir nokkrum árum, og á enn eftir að framlengja hann nokkuð svo hann nái að garðinum, sem er fyrir Dugguósi, en við það fæst enn nokkurt land til ræktunar.
Sett var niður í garðinn, sem er eign Erlends Sveinssonar lögregluþjóns, 6. júní og hefur verið unnið við upptöku undanfarna viku. Jarðvegur er þarna auðugur af öllum efnum og hefur uppskeran verið góð. — Í fyrra, en þá var fyrst sett niður í þennan garð, varð uppskeran sumsstaðar í honum 16 til 17 föld, og þykir víst ekki ónýtt að fá svo góða uppskeru. Auk kartaflanna eru þarna ræktaðar rófur og hafa þær sprottið mjög vel í sumar. – Tíminn 5. okt.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 27. febrúar 1955, bls. 124.
-Lögberg-Heimskringla 31. okt. 1963, bls. 8.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – örnefni.

Grænaflöt

Eftirfarandi er úr viðtali sem Jóhann Davíðsson tók við Lárus getur sá síðarnefndi m.a. um svonefndan Sængurkonuhellir í Herdísarvíkurlandi.
Þar segir Lárus: “Ég er fæddur 03.01.1931 í Stakkavík, flutti að GrænaflötBrunnastöðum 29. ágúst 1944. Dótinu var jafnað á hestana, sem voru 6 að tölu. Erfiðlega gekk að koma þessu öllu á hestana því þetta var svo mikið drasl. Við vorum t.d. með 50 hænur. Um 100 kg. fóru á hvern hest. Reiðhestur Einars Ben og farskjóti Elínar, Faxi, voru m.a. notaðir. Ekkert var skilið eftir, en þetta var alls um 300 kg, sem tínt var til. Lagt var af stað frá Stakkavík kl. 10:00 að morgni. Þrjú korter tók að komast upp á Selstíg, en farið var yfir fjöllin og um Grindarskörð. Ekkert var tekið af hestunum á leiðinni, þeir einungis hvíldir á leiðinni. Ferðin gekk mjög vel. Allir báru líka eitthvað. Mamma var t.d. með rokkinn sinn. Pabbi reiddi tveggja ára son Elínar, Svavar. Þegar komið var í Hafnarfjörð kl. 20.00 um kvöldið var staðnæmst á Öldugötunni þar sem tekið var af. Lagt var stað aftur kl. 11:00 morgunin eftir og komið að Brunnastöðum kl. 22:15. Búfénaðurinn var hins vegar rekin út með hlíðunum, um Kerlingadal, Eldborgarskarð, með Veggjum og um Kálfadali uns komið var að Lambatjörn. Þar var hann tekinn á bíl.

Rót

Það var stúlka í Selvogi, líklega í Bartakoti, Litla-Leðri eða  Stóra-Leðri. Hún var mjög lagin við að hjálpa dýrum. Maður kom til hennar í svefni og vakti hana og bað hana að fylgja sér vestur í Herdísarvík til að hjálpa konunni sinni því hún væri þar í barnsnauð, þar í Sængurkonuhelli sem talin var vera í Herdísarvíkurlandi. Hún var í fyrstu hrædd, en þegar hún kom út og sá tvo gráa hesta brá af henni. Fylgdi hún manninum vestur að Grænulaut og gekk þar inn í hellinn. Bjart var þar í stóru herbergi. Þar lá konan sem hafði legið þar í tvo sólrahringa, illa farin. Hún gat bjargað bæði konu og barni vegna þess hversu lagin hún var. Að launum fékk hún skartklæðnað, skautbúning, sem margar konur i Selvogi öfunduðu hana af. Konurnar vildu gjarnan fá klæðin lánuð hjá henni, en hún var nísk á þau. Fór hún jafnan í þeim til Strandarkirkju.
Opið er skammt vestan við Grænuflöt, utan í fjallhlíðinni, þúfa út úr hlíðinni svona ójöfnun, opið blasir við. Hellirinn er mjög gróinn því hann var notaður af útigangsfé sem var mikið notað á veturnar. Opið snýr að sjó. Það sést vel, 1 m á hæð og 1/2 m á vídd. Ég hef ekki farið inn í hann sjálfur. En margir hafa farið inn í hann og þóttu hann rúmgóður.“

MosatáknÍ örnefnalýsingum fyrir Herdísarvík er getið um Sængurkonuhelli, sbr. hjá Gísla Sigurðssyni: „Á brunanum voru svo Ingimundarhæðir og þar upp af Hrísbrekkur, Litla-Hrísbrekka og Stóra-Hrísbrekka. Litlu vestar en Sýslusteinn lá alfaraleiðin gamla um Klifið, sem eiginlega var vestan landamarka. Það nefndist ýmsum nöfnum, svo sem Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur verið hlaðin varða í Illaklifi, nefnist Klifsvarða. Sunnan yngra hraunsins er hellisskúti, nefnist Sængurkonuhellir. Þar leitaði kona einu sinni skjóls og fæddi þar barn.“
Í annarri lýsingu eftir Gísla segir: „Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.“

Heimild:
-Viðtal Jóhanns Davíðssonar við Lárus Kristmundsson 1. febr. 2006.

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

Krýsuvík

Í „Rauðskinna hin nýrri“ skrifar Jón Thorarensen um Ræningjahól í Krýsuvík.
Krýsuvíkurbærinn 1898„Þegar ég var 18 vetra gamall, átti ég heima í Krýsuvík. Ég var þar vinnumaður ásamt fjórum öðrum. Tuttugu manns voru á heimilinu, kátt fólk og skemmtilegt. Vorið 1898 stundaði ég þar veiðar í berginu, náði fugli og eggjum. Ég fór á morgnana niður á berg og var þar allan daginn fram á kvöld.
Krýsuvík var stórbýli, túnið afar stórt og hæðótt, svo ekki sást yfir það allt frá bænum. Í túninu er hæð, sem heitir Ræningjahóll. Þegar komið er sunnan í hól þennan, sét ekki heim að bænum. Hæð þessi er slétt tún og skammt fyrir innan túngarðinn.
Það var, að mig  minnir, í níundu viku sumars 1898, að ég svaf hjá einum vinnumanninum, sem heitir Jón Ívarsson. Rúmið okkar var inni við gluggann, og svaf ég fyrir ofan Jón. Þá dreymdi mig draum þann, sem nú skal greina: Mér þótti maður koma inn gólfið, inn að rúmi mínu. Mann þennan hafði ég ekki séð áður; var hann á að gizka um þrítugt. Hann var meðalmaður á hæð. Hann var í stuttbuxum og skóm úr íslensku skinni, sem voru svo djúpir, að þeir náðu upp á ökla, dregnir saman með skinnþvengum. Ég hafði aldrei séð mann með þannig fótbragð. Hann var í svartri prjónapeysu, með prjónahúfu á höfðinu, sem var eins og alpahúfur þær, sem nú eru notaðar. Mér þótti hann heilsa mér  og biðja mig um að koma með sér heim til sín.

Krýsuvíkurbærinn 1910

Föt mín lágu á kofforti, sem stóð við rúm mitt. Mér fannst ég fara fram fyrir Jón og klæða mig í flýti og ganga með manninum út og vestur bæjarhlað og suður að Ræningjahól, og þegar við vorum þangað komnir, erum við allt í einu komnir að bæ, sem ég hafði aldrei fyrr þar séð, því að ég bjóst við að sjá þar aðeins slétt tún. Þessi bær var með tveim húsum, hlið við hlið, og gengið þversum inn í bæinn um hleðsluna. Þegar við komum inn í fremra bæinn, voru gömul hjón þar fyrir, sem sátu á rúmum sínum og sitt barnið hjá hvoru. Voru þau að gefa börnunum að borða skyr eða graut úr tréskálum. Við héldum svo inn í innra bæinn. Þar inni var kona mannsins, sem ég var með. Mér virtist hún vanfær og að því kominn að veikjast og ala barn. Rúmstæði var á gólfinu, sem var brotið, og það bað maðurinn mig að gera við, um leið og hann fékk mér verkfæri, og fór ég að fást við þetta, eins og ég væri vanur smiður.

Ræningjahóll og túnbletturinn sunnan hans

Þegar ég hafði lokið viðgerðinni, lét konan f´öt í rúmið, en maðurinn hafði orð á því við mig, að hann gæti ekki borgað mér þetta, en hann skyldi minnast mín síðar. Ég hélt því næst heim, og fylgdi maðurinn mér alveg inn að rúmi mínu. Þar kvaddi hann mig og fór út, en mér fannst ég hátta aftur og sofna. Þannig var draumurinn.
Þennan morgun svaf ég fram að fótaferðatíma. Klæddist þá og hélt til veiða niður á berg. Þegar ég  var kominn suður með túngarðinum, þá verður mé rlitið upp að Ræningjahól, og þá mundi ég, hvað mig dreymdi um nóttina. Ég hugsaði sem svo, að þetta væri allt tóm vitleysa, þarna gæti enginn bær verið, og svo hvarf þessi draumur alveg úr minni mínu. Ég var allan daginn frammi á bergi, og veiddi ég með mesta móti þennan dag. Ég kom heim klukkan níu um kvöldið; þá var fólkoð að borða kvöldverðinn, margt við sama borð, og ég fór að borða líka.
Þá spyr Jón Ívarsson mig, hvað ég hafi verið að gera út í nótt. „Ég fór ekkert út“, var mér að orði. Þá svaraði hann: „Júm ég sá þig klæðast, og þú varst lengi úti“. „Það getur ekki verið“, svaraði ég. Rétt í þessu kom húsbóndinn inn, heyrði samtal okkar og segir: „Jú, ég  var úti og var að reka fé úr túninu um klukkan tvö, og sá þig koma sunnan frá Ræningjahól og fara inn í bæinn“.
Mér þótti þetta nokkuð skrítið og minntist þess þá aftur, er mig dreymdi um nóttina, og sagði fólkinu drauminn, en það varð alveg undrandi af frásögn minni. En aldrei hefir mig dreymt manninn í Ræningjahól aftur.  (Handrit Guðmundar Guðmundssonar trésmiðs í Reykjavík).“

Heimild:
-Jón Thorarensen – Rauðskinna hin nýrri, þjóðsögur, sagnaþættir, þjóðhættir og annálar, II. bindi, 1971, bls. 54-56.

Krýsuvík

Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.

Virki

Eftirfarandi er úr erindi Ómars Smára Ármannssonar um „Tyrkjaránið“ á Sagnakvöldi í Saltfisksetrinu í Grindavík.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir.

Í byrjun sumars 1627, eða fyrir 380 árum síðan, gekk allt sinn vanagang hjá Grindavíkurbændum. Vorverkunum var lokið og fé hafði verið fært til selja. Fólkið var að dytta að húsum og görðum á milli róðra, spjalls og sagna. Útvegsbændurnir voru vanir báts- og skipaferðum enda Grindavík þá einn helsti útgerðar- og verslunarstaður landsins. Þess vegna er kannski ekki svo víst að sigling skips (sumir segja tveggja skipa), sem nálgaðist snemmmorguns þann 20. júní, hafi vakið svo mikla athygli, venju fremur. Grindvíkingar áttu ekki von á neinu nema góðu úr þeirri áttinni, a.m.k. ekki síðustu 95 árin.
Viðburðurinn mikli ofan við Bótina aðfaranótt 11. júni 1532 er Bessastaðavaldið leiddi heimamenn ásamt Njarðvíkingum, Hafnfirðingum og þýskum frá Básendum mót Engendingum og drápu á þriðja tug þeirra hefur eflaust verið flestum gleymdur. Og ekki má telja líklegt að Grindvíkingar hafi reiknað með óvinum í þeim tilgangi, sem raunin varð á, eftir svo langa friðsemd.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir fyrrum.

Hansakaupmenn höfðu haft aðstöðu við þorpið og Grindavík hafði haldið stöðu sinni sem einn helsti verslunarstaður landsins. Hansakaupmenn keyptu hér fjölbreyttari vörur en Englendingar, til dæmis vaðmál, refaskinn, fjaðrir, rafabelti og skötubörð auk skreiðar og mun þetta hafa mælst vel fyrir. Þeir voru fyrst og fremst kaupmenn og má því ætla að þeir hafi kunnað betur að umgangast viðskiptavini en fiskimennirnir ensku. Tilskipun Danakonungs vegna Íslandsverslunarinnar 1602 hafði líka gefið ákveðin fyrirheit um friðsemd: „Svo og skulu þeir halda sig vingjarnliga, saktmóðugliga með góðri umgengni við landsins innbyggjara, bæði andliga og veraldliga, að enginn hafi með réttu yfir þeim að klaga.“
Framangreint er úr íslenskri þýðingu tilskipunar konungs frá 20. apríl 1602 um upphaf einokunarverslunar á Íslandi. Greinin fjallar um erlenda kaupmenn.
Með einokunarversluninni er átt við sérstaka gerð af verslunartilhögun sem var komið á fót á Íslandi árið 1602 og stóð í tæpar tvær aldir, fram til ársins 1787. Á árunum 1620-1662 hafði „Elsta íslenska verslunarfélagið“ Íslandsverslunina undir höndum í umboði Dankonungs. Að vísu varð hagnaður af vöruskiptaversluninni mikill, eða um 60%, en inni í þeirri tölu má telja flutningskostnað og mannahald. Þegar upp er staðið má segja að verslunin fyrir 400 árum hafi verið með svipuðum hætti og nú, að vöruúrvaldinu undanskyldu.
Það var sem sagt þann 20. júní 1627 að skip kom að Grindavíkurströndum. Annað skip gæti hafa haldið sig utar á meðan hitt leið að höfninni. Segir sagan að þá hafi skipverjar áður komið við í Krýsuvík, haldið upp Ræningjastíg í Heiðnabergi, hitt fyrir selsstúlkur í seli ofan við bjargið og síðan fylgt smala eftir upp að kirkju þar sem síra Eiríkur á Vogsósum var við messu. Það var á sunnudegi.
Íbúafjöldinn í Grindavík hefur verið nálægt 180 manns. Búðir kaupmannsins danska stóð þá í Járngerðarstaðalandi, eða fram til 1639 er hann flutti að Básendum eftir að hafís hafði skemmt hafnaraðstöðuna. Áður hafði kaupmaðurinn haldið verslun við Húsatóftir þar sem hann síðan endurreisti búðir sínar ofan Búðarsands að nýju eftir 1664. Verslunarhús var reist á Búðarsandi 1731.
Flestir voru uppteknir við morgunverkin þennan júnímorgun árið 1627. Á Járngerðarstaðasundinu, sennilega utan við Suðurvör (Fornuvör) og Norðurvör frekar en í Stóru-Bót, lá danskt kaupskip. Aðkomumenn sendu þangað bát til að meta aðstæður. Á meðan sendi Lauritz Bentson, Grindavíkurkaupmaður, átta Íslendinga á báti að aðkomuskipinu. Þeir fóru um borð í skipið. Upplýst varð að fátt væri um varnir í landi. Foringi „Tyrkjanna“, Amorath Reis, fór með þrjátíu vopnaða menn í land. Þeir byrjuðu á því að hertaka danska skipstjórann og tvo menn með honum, rændu kaupmannsbúðina, en kaupmaður flúði og með honum aðrir Danir. Þá sneru „Tyrkir“ sér að Grindvíkingunum.

Tyrkjabyrgi

Svonefnd „Tyrkjabyrgi“ í Sundvörðuhrauni.

„Tyrkirnir“ skunduðu eftir sjávargötunni heim að Járngerðarstöðum. Þeim lá á því þeir gátu alveg eins átt von á að kaupmaðurinn snéri aftur með lið manns. Í bænum gripu þeir Guðrúnu Jónsdóttur, konu Jóns Guðlaugssonar. Hún var borin nauðug frá bænum. Í götunni kom þar að bróðir Guðrúnar, Filippus. Þegar hann reyndi að koma henni til hjálpar var hann barinn og skilinn eftir hálfdauður. Annar bróðir Guðrúnar, Hjálmar, bar þá þar að ríðandi. Tóku „Tyrkir“ hestinn af honum og stungu. Lá hann óvígur eftir.
„Tyrkir rændu fé úr bænum á Járngerðarstöðum, tóku Halldór Jónsson, bróður Guðrúnar og þrjá sonu hennar, Jón, Helga og Héðinn, en bróðir hennar, Jón, hafði verið einn af þeim átta, sem fóru að finna skipið í upphafi. Jón Guðlaugsson, bónda á Járngerðarstöðum ráku „Tyrkir“ til strandar með sonum hans og Halldóri, en vegna þess að Jón var þá orðinn aldraður maður og veikur gáfu þeir hann lausann er hann féll við í fjörunni. Stúlku eina, Guðrúnu Rafnsdóttur, tóku þeir og með húsfrúnni á Járngerðarstöðum og færðu til skips.

TyrkirFólkið hafði ekki talið að ræningjarnir myndu sækja í fólkið heldur einungis að fjárstuldir myndu verða. Raunin varð hins vegar önnur.
Á útleið ginntu „Tyrkir“ hafskip á leið til vesturs til sín með fölsku flaggi. Þeir hertóku það skip, sem var kaupfar er sigla skyldi á Vestfjörðu. Kaupmaðurinn hét Hans Ólafsson. Fólkið var allt rekið ofan í skip, íslenskt og danskt, og sett í hálsjárn með hlekkjarfestum. Áður en „Tyrkir yfirgáfu Grindarvíkursjó gáfu þeir tveimur mönum, sem höfðu verið um borð í skipsbátnum, burtfararleyfi. Þeir náðu bát sínum og réru til lands. Eftir þetta fóru ræningjarnir burt frá Grindavík.
Þennan morgun var 12 Íslendingum, þarf af helmingur Grindvíkingar, og þremur Dönum rænt í Grindavík, auk áhafnarinnar á kaupfarinu utan við víkina. Af Íslendingunum hertóku ræningjanir húsfrúnna á Járngerðarstöðum, bróðir hennar og þrjá syni, auk stúlkubarnsins, allt heimilisfast fólk á Járngerðarstöðum. Afdrif Grindvíkinganna, sem rænt var, urðu með ýmsu móti. Þau Guðrún Jónsdóttir og Halldór bróðir hennar voru aðeins skamma hríð í þrældómi í Alsír. Komust þau til Danmerkur 1628 og heim til Íslands með vorskipunum sama ár.

Sögukort við Járngerðarstaði

Guðrún giftist nokkru síðar síra Gísla Bjarnasyni á Stað, en þá var maður hennar, Jón Guðlaugsson látinn. Halldór, bróðir hennar samdi rit um Tyrkjaránið. Um afdrif Guðrúnar Rafnsdóttur er ekki vitað. Árið 1630 skrifuðu þeir bræður Jón og Helgi foreldrum sínum bréf og vour þeir þá vegnir þrælar. Helgi varð frjáls eftir fjársöfnun 1936. Komst hann heim og kvæntist Guðbjörgu Gísladóttur. Settur þau saman bú á Járngerðarstöðum og bjuggu þar þangað til Helgi lést árið 1664.
Jón bróðir hans, Héðinn og Jón Jónsson, móðurbróðir þeirra, hvíla sennilega í afrískri mold. Sama gildir um bátsverjana fimm, sem reru út að ræningjaskipinu örlagamorguninn 20. júní 1627.
Eftir atburðina í Grindavík, á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum urðu Íslendingar mjög óttaslegnir næstu aldir á eftir yfir mögulegri endurkomu ræningjanna.

Grindvíkingar hafa m.a. minnst þessa með því að setja upp söguskilti á vettvangi atburðanna 20. júní 1627. Á því má lesa um atburðarrásina og afdrif þess fólks, sem þar kom við sögu.

Sýnilegar minjar:

-Fornavör (Suðurvör)

Grindavík

Grindavík.

Fyrsta víkingaskipið kom til Grindavíkur 20. dag júnímánaðar og varpaði akkerum á grunninu úti fyrir Járngerðarstaðahöfninni. Var sendur frá því bátur að dönsku kaupskipi er þar lá og létust víkingar vera hvalveiðimenn í þjónustu Danakonungs og báðust vista, en fengu ekki.

-Skipsstígurinn
Ræningjarnir hófu að ræna búðirnar og síðan byggðarlagið. Flest fólk fór að dæmi kaupmanns, nema Járngerðarstaðafólkið, er féll í hendur þeim. Ræningjarnir drógu húsfrúna ásamt þremur börnumhennar og bróður stíginn niður að skipinu og særðu bræður hennar tvo á leiðinni. Eiginmaðurinn, aldraður og veikur, var skilinn eftir í fjörunni.

-Járngerðarleiði
Ræningjarnir hafa líklega gengið framhjá leiði Járngerðar við Sjávargötuna.

-Járngerðarstaðir
Dæmigerð bæjarhús frá byrjun 17. aldar. Útlendingar hafa varla borið mikla virðingu fyrir því sem fyrir augu bar þótt húsin hafi eflaust verið vegleg á íslenskan mælikvarða.

-Staður
„Tyrkirnir“ virðast hafa haft augastað á Stað og Húsatóftum, enda bæirnir sennilega vel greinilegir frá frá. Ræningjasker bendir til þess að þeir hafi a.m.k. reynt landgöngu, en engar heimildir erum um að þeir hafi komist alla leið, enda um drjúgan veg að fara fyrir þá sem reynt hafa.

-Ræningjasker

Staðarberg

Staðarberg – Bergsendi ofan Ræningjaskers.

Þar sem Staðarberg endar að austanverðu eru Bergsendasker. Litlu austan við þau eru Ræningjasker. Herma sagnir að þar hafi sjóræningjarnir frá Alsír gengið á land.

-Nónvörður
Upp af austanverðu Staðarbergi, ofan og vestan við Húsatóptir eru þrjár vörður, sem kallaðar hafa verið Nónvörður og voru eyktarmark frá bænum. Hermir sagan að þær hafi Staðarklerkur, sem þá var síra Gísli Bjarnason, hlaðið, er sást til ræningjanna. Á hann að hafa mælt svo um, að Staðarhverfi skyldi aldrei rænt á meðan vörðurnar stæðu, auk þess sem hann ku hafa gengið svo frá þeim, að „Tyrkjum“ sýndist þar vera her manns og sneru frá hið bráðasta. Er þarna vitnað í Guðstein Einarsson og Gísla Brynjólfsson.

-Gíslavarða

Gíslavarða

Gíslavarða utan við Stað.

Aðrir segja að varða sú, sem er á hraunhól vestan við Stað og gefur hið ágætasta útsýn, sé varða sú er síra Gísli lét hlaða til varnar „Tyrkjunum“. Mælti hann svo á um að meðan hún stæði óröskuð myndi Grindvíkingum óhætt. Svipuð álög munu hafa verið á Eiríksvörðu á Svörtubjörgum ofan við Selvog og sagan svipuð.
Skammt fyrir austan Staðarberg í Grindavík er sker eitt hér um bil landfast sem heitir Ræningjasker. Nafnið á það að hafa fengið af því að einhvern tíma á 17. öld kom ræningjaskip að landi í Grindavík og lentu ræningjarnir í skerinu og gengu þaðan á land. Þá var prestur á Stað er Gísli var nefndur og var talinn fjölkunnugur. Þá er byggðarmenn urðu varir við ferð ræningjanna, fóru þeir sem skjótast á fund prests og sögðu honum tíðindin. Brá prestur skjótt við og fór á móti ræningjunum og stökkti þeim á flótta þó að sagan segir ekki með hverjum hætti. Hlóð hann síðan vörðu til minja um þennan atburð spölkorn fyrir ofan prestssetrið og lét svo um mælt að meðan nokkur steinn væri óhruninn í vörðunni, skyldu ræningjar ekki granda Grindavík. Varðan nefndist Gíslavarða.
Sú saga hefur jafnan fylgt vörðunni, sem af sumum er nefnd Tyrkjavarða, að henni megi ekki raska. (Rauðskinna)

-Sundvörðuhraunsbyrgin

Hraun

Dys við Hraun.

Til eru gamlar sagnir af Staðhverfingum er nýttu Eldvörpin til brauðgerðar. Bæði er að þarna hefur verið miklu mun meiri hiti fyrrum auk þess sem stígurinn í gegnum hraunið að þessum hluta Eldvarpa heitir Brauðstígur. Ummerki inni í hellinum benda og til brauðgerðar.
Í krikanum og upp á hraunöxlinni að sunnanverðu eru um tugur hlaðinna byrgja. Þau fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.
Sumir segja að byrgi þessi hafi verið aðsetur útilegumanna, en aðrir segja að í þeim hafi fólk dulist um sinn eftir að Tyrkirnir komu til Grindavíkur 1627. Byrgin eru fremur lítil, aflöng og þröng. Eitt kringlótt byrgi er uppi á hraunbrúninni og önnur þar hjá. Hlaðin refagildra er framan við syðstu byrgin.
Ef einhver eða einhverjir hafa viljað dyljast þarna um sinn væri það tiltölulega auðvelt. Fyrir ókunnuga er mjög erfitt að finna staðinn, auk þess sem hann fellur vel inn í landslagið. Þótt mosinn hafi sest á byrgin og hraunið í kring er líklegt að þau hafi engu að síður fallið vel inn í landslagsmyndina þá og þegar þau voru gerð.

Tyrkjabyrgi

Byrgin í Sundvörðurhrauni.

Eftir að hafa skoðað mörg byrgi á nokkrum stöðum á Reykjanesskaganum, s.s. ofan við Húsatóttir, í Strýthólahrauni, í Slokahrauni, austan við Ísólfsskála, á Selatöngum, við Herdísarvík og við gömlu Hafnabæina er að sjá sem margt sé líkt með þeim. Svipað lag er á þessum byrgjum og t.d. í Slokahrauni og við Herdísarvík. Því er ekki útilokað að byrgin undir Sundvörðuhrauni hafi um tíma verið ætlað eða þjónað þeim tilgangi að varsla þurrkaðan fisk eða annan varning frá Húsatóttum. Á móti mælir að önnur þurrkbyrgi á Skaganum eru við sjávarsíðuna, en þessi talsvert langt uppi í landi. Hins vegar má geta þess að hreppsstjórinn hafði aðsetur á Húsatóptum og eitt helsta verkefni hans var fátækrahjálp og samtrygging ef eitthvað bar út af. Þarna gæti því hafa verið forðabúr hreppsins. Refagildran við byrgin, sem að öllum líkindum er jafngömul þeim, segir þó sína sögu.
Engin ástæða er til að draga úr tilgátum manna um aðra notkun og tilgang, sbr. framangreint, enda má telja líklegt að fólk hafi dvalið, eða hafi ætlað að dvelja þarna í skjóli hraunsins, ekki síst í ljósi þess að mannvistarleifar hafa fundist þar á öðrum stöðum í nágrenninu.

Hraun

Dys við Hraun.

-Útilegumannahellir Eldvörpum

Brauðhellir

Hleðslur í Brauðhelli í Eldvörpum.

Mannvistarleifar eru í svonefndum „útilegumannahelli“ í Eldvörpum. Þar eru nokkrar yfir 20 metra langar hraunrásir. Á einni þeirra er lítið gat, hleðsla, rásir upp og niður og inni greinilegar mannvistaleifar. Í efri rásinni er steinum raðað skipulega eins og þar hafi verið mynduð tvö fleti. Sjálf rásin er mjög aðgengileg og náði upp hraunið um 15 metra. Hliðarrás er í henni, falleg rás. Niðri er góð hraunbóla og inni í henni hleðslur. Hlaðið hefur verið fyrir op og framan við það er skeifulaga hleðsla. Bólan er um 6 metrar þannig að þessi rás er yfir 20 metrar. Ummerki í þessum helli er svipuð og í Brauðhellinum svonefnda. Hraunhellurnar eru ekki úr hellinum sjálfum. Þær hafa greinilegar verið færðar þangað og raðað upp í einhverjum tilgangi. Eflaust mætti finna fleiri mannvistarleifar á þessu svæði ef vel væri að gáð og hugsanlega komast að því til hvers og hvenær það var notað.

-Skipsstígur
Þjóðleiðin minni Grindavíkur og Njarðvíkur. Þá leið mun kaupmaðurinn danski í Grindavík sem og lið hans að öllum líkindum hafa flúið, enda ókunnugt staðháttum við ofanverða byggðina.

-Dýrfinnuhellir

Dýrfinnuhellir

Dýrfinnuhellir.

Norðan og vestan við Lágafellið er Dýrfinnuhellir. Segir Tómas Þorvaldsson frá því í einni bóka sinna að sögn hafi verið um að samnefnd kona hafi flúið þangað með börn sín eftir að „Tyrkirnir“ komu að Grindavík og fóru ránshendi um byggðalagið. Á hún að hafa hafst við í hellinum um tíma. Þá er ekki ólíklegt að vegavinnumennirnir á Skipsstíg hafi nýtt hellinn sem skjól. Gegnumgeng braggalaga hraunbóla er þarna skammt norðar, vinstra megin við stíginn. Hleðsla er við annan endann. Ekki er ólíklegt að ferðalangar og vegagerðamenn hafi einnig nýtt sér það sem skjól um tíma.
Dýrfinnuhellir er hins vegar rúmgóður, en ekki mjög hár til lofts. Hann hefur hins vegar veitt ágætt skjól þeim, sem í honum dvöldu. Þykkt lag af sandi er í gólfinu. Skammt frá honum er annar hellir, ekki síður ákjósanlegt skjól. Innhellar hans eru víða lágir. Sandur er í botninum.
Handan við stíginn, skammt frá er hins vegar mjög fallegur hellir, eða m.ö.o. stór hraunbóla. Botninn er alveg sléttur og hlaðið hefur verið upp í kantana. Opið er fremur lítið og að mestu þakið mosa. Mjög góður felustaður. Niðurstigið hefur verið lagað til. Þarna er mjög gott skjól fyrir marga menn. Ef lýsingin hefði ekki verið svo nákvæm af staðsetningu Dýrfinnuhellis væri raunhæft að ætla að þarna hafi fólk getað hafst við um tíma og það með góðu móti.

-Gíslhellir

Gíslhellir

Gíslhellir.

Í örnefnalýsingu Innri-Njarðvíkur segir: „Suður af tjörninni (Seltjörn) eru tættur, sem heita Sel. (Í gamalli sóknarlýsingu Njarðvíkursóknar segir: „… vestur af Rauðamel er Stapagjá og Vörðugjá, og suður af henni eru Gíslhellislágar kenndar við Gíslhellir, sem er þarna ofan við Rauðamel.“
Gíslhellir er fundinn.
Í hellinum er heil, mikil (yfir mannhæðahá) og falleg fyrirhleðsla, Gólfið er nokkuð slétt. Mannvistarleifar eru inni í honum (hleðsla). Athyglisvert (og ekki óhugsandi að hellirinn hafi verið notað sem skjól fyrir Tyrkjum á sínum tíma) er m.a. hlaðinn bekkur utan í veggnum. Þegar staðið er upp á honum sést yfir hleðsluna og beint í toppinn á Þórðarfelli, en sagan segir einmitt að þar hafi átt að vera maður er veifa átti til merkis um að Tyrkirnir væru farnir. Eins og kunnugt er voru Grindvíkingar í felum víða í hraununum þarna í kring. Ekki er t.d. svo langt í Dýrfinnuhelli eða „Tyrkjabyrgin“ í Sundvörðuhrauni.
Í einum endanum er falleg rás inn og upp á við og síðan niður aftur. Í henni eru dýrabein, nokkuð stór. Gætu verið af miðlungsstóru dýri.
Samtals er hellirinn (með rásinni) um 40 metra langur. Heila rásin sjálf er 15-20 metrar.

Grindavík

Bær í Grindavík.

Ef hellirinn væri nefndur eftir Gísla myndi hann hafa verið nefndur Gíslahellir, en nafnið gæti þó hafa breyst, eins og mörg dæmi eru um. Hellirinn gæti heitir eftir prestinum á Stað, Gísla Bjarnasyni, er uppi var á tímunum um og eftir Tyrkjaránið. Gæti það tengst einhverri sögu svæðisins, s.s. væntanlegum felustað ef þurfa þætti. Einnig samkomu- og felustaður þeirra, sem tóku þátt í Grindarvíkurstríðinu árið 1532, en þeir söfnuðust áður saman við Þórðarfell, sem er ekki langt frá.

-Efri-Hellir

Tyrkjahellir

Sigurður Gíslason sýnir op Tyrkjahellis á Efri-Hellu.

Segir sagan að í helli þennan hafi Grindvíkingar ætlað að flýja kæmi Tyrkir aftur. Var talið að hellirinn myndi rúma alla Grindvíkinga. Opið, eða öllu heldur opin, eru vandfundin suðvestan Húsafjalls.

-Hraunsdysin / kapellan

Það er alkunnugt að þegar Tyrkjar rændu hér á landi 1627 gjörðu þeir landgöngu í Grindavík. Segja menn þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir ofan varirnar.
Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. Karlsson heyrði talað um að Tyrkjar væru í Grindavík. Hann bað föður sinn lofa sér að fara þangað til að sjá þá. Karl var tregur til þess, en sonurinn sókti fast eftir. Karl lét það þá eftir og setti hann á bak Rauðku og bað hann ríða hægt þangað til hann sæi Tyrkja og snúa þá aftur og flýta sér sem mest.

Kapella

Kapellan austan Hrauns.

Hann fór nú og segir ekki af honum fyrr en hann sá Tyrkja þar sem þeir börðust við landsmenn. Þá stukku tveir strax og ætluðu að taka hann. Hann varð dauðhræddur, reið undan og barði á báða bóga, en Rauðka var ekki viljugri en svo að Tyrkjar voru alltaf í nánd við hana. Þó dróst svo austur á Hraunssand að þeir náðu henni ekki. Ofan til á miðjum sandi náðu báðir undir eins í taglið á henni, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir, en Rauðka hljóp nú svo hart að karlssyni þótti nóg um og kom hann heill heim á Skála.
Leiði Tyrkjanna sést enn á Hraunssandi, hlaðið úr grjóti og lítið grasi vaxið ofan, næstum kringlótt, nálega einn faðm á hvurn veg. Slétt er fram á það því sandinum hallar, en undan brekkunni er það nálega tveggja feta hátt. Sumir kalla það Kapellu.
Tekið var hús á Sigurði Gíslasyni á Hrauni við Grindavík. Gengið var með honum um svæðið. Þegar komið var að hleðslum á grónum hraunhól norðan þjóðvegarins skammt vestan heimkeyrslunnar að bænum sagði Siggi aðspurður að þar væri líklega um dys að ræða. Hann kvaðst ekki kunna frekari deili á dysinni, en sagði dr. Kristján Eldjárn hafa haft mikinn áhuga á að skoða hana. Þá hafi hann rætt við gamlan mann, fæddan á svæðinu. Sá sagði að dysin væri frá því í Tyrkjaráninu. Hennar væri getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
Kristján Eldjárn gróf í “dysina” á Hraunssandi 1958. Þar reyndist vera kapella frá 14. eða 15. öld. Hann hafði mikinn áhuga á manngerðum hól vestan við Hraun, en gafst ekki tími til frekari rannsókna.

-Blóðþyrnir

Blóðþyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík.

Í bardaganum veitti landsmönnum miður. Særðu Tyrkjar suma, en tóku suma; þó féllu margir af Tyrkjum.
Helgi hét maður; hann barðist með kvíslarfæti og drap fimmtán Tyrkja, en var síðan tekinn. Hann var keyptur út löngu seinna og er sú sögn eftir honum höfð, að hann hafi drepið tvo eigendur sína, hvorn eftir annan, þá hann hlóð múrvegg, en þeir fundu að verkinu, og hafi hann hlaðið þeim í vegginn svo þeir fundust ekki og engan grunaði að Helgi hefði ollið hvarfi þeirra.
Engin dys sést þar sem bardaginn var eða þar nálægt. En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið, en það er raunar þistill, en ekki þyrnir.
Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir m.a. um Tyrkina í Grindavík “En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið, en það er raunar þistill, en ekki þyrnir.”

-Heiðanberg
-Ræningjastígur
-Selið
-Selstígurinn – varða
-Ræningjahóll
-Ræningjadys
-Krýsuvíkurkirkja
-Eiríksvarða

Annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurbergi og gengu upp, þar sem heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu, og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík. Þá var sunnudagur, og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir, að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara, að hann væri í ræðustól, er smalinn kom hlaupandi í kirkjuna og mælti: “Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað”.
Prestur mælti: “Viljið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar, góðir menn?” Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja kom á túninu. Hann mælti til þeirra: “Farið nú ekki lengra, drepið þarna hver annan. Væri annar dagur eða ég öðruvísi búinn, munduð þið éta hvern annan”. Þar börðust þeir og drápust niður, og heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll, en Ræningjaþúfur, þar sem þeir eru dysjaðir. Eftir það hlóð Eiríkur vöðru á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni (á Svörtubjörgum), að meðan hún stæði, skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík. Sú varða stendur enn (1859).

Heimildir:
-Saga Grindavíkur – Jón Þ. Þór – 1994.
-Öldin okkar – Öldin sautjánda; 1601-1800; 1966.
-Guðsteinn Einarsson – 1960.
-Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson
-Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar, Mál og menning, Reykjavík, 1999.
-Þorsteinn Helgason, „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn“, Saga 1995, bls. 110-34.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Frásagnir Brynjúlfs frá Minna-Núpi.
-Rauðskinna.
-Rit Björns Jónssonar frá Skarðsá um Tyrkjaránið.
-Sagnir, munnmæli, frásagnir og leiðbeiningar elstu núlifandi manna í Grindavík.

Svörtubjörg

Við Eiríksvörðu á Svörtubjörgum.

Stakkavíkurhraun

Gengið var um Stakkavíkurhraun milli Herdísarvíkurvegar (þjóðvegarins) og strandar.
Áður höfðu Herdisarvikurvegurhinar fornu djúptklöppuðu götur verið skoðar þar sem þær liggja um Hellurnar vestur að Háahrauni. Í örnefnalýsingum er götunum lýst, bæði neðri leiðinni með sjónum og hinni efri. Í annarri lýsingunni er efri leiðin nefnd Herdísarvíkurvegur og sú neðri Stakkavíkurvegur.
Þegar neðri leiðin var skoðuð núna hafði sjórinn sópað stórgrýtinu af hraunhellunni ofan við ströndina svo sjá mátti hvar gamla gatan, ennþá mörkuð í helluna, hefur legið svo til á núverandi bjargbrún áleiðis að Mölvíkurvatni. Þeirri leið er lýst svo: „Milli sjávar og Hlíðarvatns, þar vestur af, liggur klapparhraun mikið og slétt, kallast Hellur. Um Hellur liggja gamlar reiðgötur, enda var þarna um hinn gamla alfaraveg að ræða. Reyndar eru þeir tveir; liggur annar neðar. Alfaravegurinn neðri liggur um klappirnar því nær niður við sjó, og eru markaðar götur í klappirnar allt vestur að Draugagjám, þar hverfa þær undir brunahraun.  Svo segja Selvogsingar, að götur þessar stefni í sjó fram í Draugagjár og liggi upp á Alboga.
Við götur þessar upp af Happasælaviki er Hundaþúfuhóll, sem allt eins er kallaður Hulduþúfuhóll.  Þaðan liggur gatan um klappirnar ofan við Bergdali. Alfaravegurinn efri liggur um Hellurnar upp á brunann allmiklu ofar.  Gata þessi er ekki eins glögg og hin neðri, en aftur á móti er hún vörðuð Helluvörðum allt austur á Víðisand.“
MolvikurvatnEfri leiðinni, Herdísarvíkurvegi er lýst svo: „Frá bæjarhliðinu lá vegurinn heiman frá bæ og um hlið þetta, austur með Túngarði, framhjá Kátsgjótu, með Langagarði, um Herdísarvíkurbruna og áfram austur, milli Fiskigarðanna á Brunanum, um Mölvíkurklappir, yfir Háa-Hraun vestra og yfir brunann og niður á Hellurnar ofarlega og austur þær, upp Sandhlíð og upp á Háahraun eystra (sem er annað nafn á Stakkavíkurhrauni), um gróna sléttu litla í Hrauninu, Hvítubakka, um Borgartungur ofanvert við Fjárborgina og niður á Flötina og á Stakkavíkurveg.“

Herdísarvíkurgötur

Herdísarvíkurgötur. ÓSÁ

Báðar göturnar, sú neðri og sú eftir, eru mjög vel greinilegar enn þann dag í dag. Greinilegt er að báðar hafa í fyrstu þjónað fótgangandi vegfarendum, en síðar hafi efri leiðin verið gerð vagnfær. Enn má sjá sporrennuna í henni víðast hvar. Þá sést hvar Borgin hefur verið í Borgartungum. Slóði liggur að svæðinu þar sem Borgin var, notaður til að fjarlægja grjótið úr henni, væntanlega undir þjóðveginn.
Gengið var fram á greni austan við Háa-Hraun. Nýleg tófuspor voru allt umleikis.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Herdísarvíkurleið

Herdísarvíkurvegir. ÓSÁ

 

Hóp

Nú er svo komið að efri innsiglingarvarðan við Hóp þarfast aðhlynningar.
Varðan laskaðist í jarðskjálfta fyrr á árinu og æ síðan hefur grjót Neðri Sundavarðanverið að hrinja smám saman innan úr henni.
Innsiglingarvörðurnar inn í Hópið eru tvær, auk Hópsheiðarvörðu. Þær eru bæði miklar um sig og háar eftir því. Þegar Hópsrifið var grafið inn 1939 svo nota mætti Hópið sem lægi fyrir stærri skip (árabáta og vélbáta) voru vörðurnar hlaðnar. Þær hafa æ síðan verið eitt af meginkennileitum Grindavíkur – gulmálaðar í seinni tíð. Margir nafngreindir Gindvíkingar komu að hleðslunum. Þær er þó einungis ysta lagið, þ.e. það sýnilega, en að innanverðu eru vörðurnar kasthlaðnar. Það er ástæðan fyrir svo skjótri forfáun efri innsiglingarvörðunnar (skammt neðan við Austurveg). Í fyrstu hrundi ysta hleðslulagið og þá var ekki að sökum að spyrja – innvolsið fylgdi á eftir. Nú er svo komið að meir og meir hrinur innan úr vörðunni. Skammt er því að bíða að efri hluti hennar falli niður í heilu lagi – nema eitthvað verði að gert, t.d. með því að endurhlaða sárið og fylla að nýju.
Nokkru eftir að framangreint var skrifað hrundi úr neðri Hópsvörðunni, líkt og sjá má á myndinni hér að neðan.

Hópsvarða

Hópsvarðan neðri.