Daniel Bruun

Daniel Bruun var Dani. Hann ferðaðist um Ísland fyrir og um aldamótin 1900, skoðaði og skráði ógrynni staða og örnefna, auk þess sem hann teiknaði, ljósmyndaði og ritaði greinagóða lýsingu á íslensku þjóðlífi.

Möngusel

Möngusel ofan Hafna.

Daniel fjallaði ekki sérstaklega um sel í einstökum landshlutum, en um selstöður og afréttir segir hann: “Auk þeirra sömu haga, sem allt frá landnámsöld hafa verið nýttir umhverfis bæina, úhaga jarðanna, þá voru fjarlægari beitilönd hagnýtt til selstöðu. Sellöndin eru eign jarðanna, en liggja langt frá bæjum, ef til vill allt að tveimur dönskum mílum. Enn fjær eru afréttarlöndin, sem ná langt inn á öræfin og eru sameign hvers byggðarlags.

Selin voru til forna ýmist kölluð sumar eða sumarhús. Þangað voru allar kvíær, kýr og margt af hestum flutt, til að hlífa högunum heima fyrir.

Kaldársel

Teikning Daniels Bruun af baðstofunni í Kaldárseli 1882.

Selstíminn var skemmtileg tilbreyting. Húsbóndinn fluttist oftast sjálfur í selið, en selin voru víða vel hýst, svo að þau líktust litlum bæjum, aðeins vantaði þar túnið. Bæirnir tæmdust að mestu, þar voru kannski einn eða tveir menn eftir. Eftir því sem kúm fækkaði og minna þurfti að hlífa högunum fækkaði selstöðum óðum. – Árið 1734 var gefin út tilskipun, þar sem hvatt var til þess að hafa í seli, þar sem mögulegt væri, til að hlífa túnum og engjum heima undir bæjunum. Alla nautgripi skyldi flytja til selja, þegar tveir mánuðir voru af sumri eða 60 dögum frá sumardeginum fyrsta.
Seltíminn skyldi standa til ágústloka. Ég hef séð gamlar seltóttir á allnokkrum stöðum. Venjulegast voru þrjú sambyggð hús, eldhús, selbaðstofa og mjólkurbúr, þar sem gert var skyr og smér til vetrarins. Kvíarnar voru í grennd við húsin”.
Selstöðurnar á Reykjanesskaganum lögðust af um og eftir 1870, en höfðu þá verið nýttar um þúsund ára skeið…

Teikningar, sem Daniel Bruun gerði af selsmannvirkjum, eru að finna í bók hans – Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár (Úr bók Daniel Bruun).

Merkinessel

Merkinessel – uppdráttur ÓSÁ.