Kálfatjörn – Klif – refagildra

Kálfatjörn

Haldið var Kálfatjörn og farið þar niður í fjöru með fyrrum leturstein (hornstein) úr sjóbúð þar í huga. Ofan við Kálfatjarnarvör hafði verið steinhlaðið sjóbyrgi, sem sjórinn hafði tekið. Í birginu átti að vera ártalssteinn með áletruninni 1677 skv. Ægi, 9. tbl. árg. 1936.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – letursteinn/hornsteinn í fjörunni.

Á göngunni kom í ljós „Steinninn“. Hann lá efst í fjörunni og hafði jarðýtu nýlega verið ekið yfir hann. Á steininum stóð áletrað „A° 1674. Hann var ljósmyndaður og birtist frásögn um þann merkilega fund í MBL. Þá var skoðaður ártals- og skósteinn í brú vestan Kálfatjarnarkirkju. Á honum átti að vera ártalið 1776, en á honum er áletrunin A°1790. Loks var skoðaður gamall fallega hlaðinn brunnur norðvestan við kirkjuna.
Frá Kálfatjörn var haldið á Vatnaheiði og síðan farið að Vesturbæ á Þórkötlustöðum.

Heródes

Heródes – álaga- og rúnasteinn.

Vestan við Vesturbæinn er álagasteinn, Heródes, sem þar hefur verið óhreyfður í margar kynslóðir. Á meðan hann fær að vera í friði er íbúunum óhætt.

Þá var haldið vestur fyrir Járngerðarstaði og skoðað fjárskjól við vegkantinn og loks haldið að Klifi þar sem Helgi Gamalíasson tók á móti hópnum. Leiddi hann hópinn um gamla Reykjanesveginn (sem ekki var vitað að væri til) að Básum þar sem leitað var að ævargamalli steinrefagildru. Þjálfað liðið fann gildruna í hraunkanti skammt ofan við ströndina. Um er að ræða einstakar og heillegar minjar.
Frábært veður.

Kálfatjörn

Kálfatjörn – ártalssteinninn.