Fyrir neðan bæinn Laxnes í Mosfellsdal er upplýsingaskilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:
“Laxnes er gömul bújörð og fyrst getið í heimildum á 16. öld. Seint á 19. öld reis hér stórt íbúðarhús. Það varð bernskuheimili Halldórs Laxness sem flytti hingað með forledrum sínum voru 1905. Hér átti hann björt benskuæar sem hann hefur lýst ítarlega, einkum í endurminngabókinni “Í túninu heima”.
Halldóri voru bersnkustöðvarnar sérlega hugleiknar og ungur að árum hóf hann að kenna sig við bæinn. Hann skrifaði á efri árum: “Oft er ég í draumi aftur staddur í þessu túni bernskunnar, Laxnestúninu, og nú er ekki lengur til. Ég var eitt af grösunum sem uxu í túninu.”
Bernskuheimili Halldórs stendur enn og er eitt elsta íbúðarhúsið í Mosfellsbæ. Í Laxnesi var rekið stórt kúabú, sem kallað var Búkolla, um miðja síðustu öld og hestaleiga tók hér til starfa árið 1968.”