Staðarhverfi

Gengið var um Staðarhverfi undir leiðsögn Helga Gamalíassonar í ágætisveðri.

Staðarvör

Staðarvör.

Helgi, sem er fæddur og uppalinn á Stað, er margfróður um svæðið, sýndi þátttakendum og lýsti m.a. rústum kóngsverslunarinnar ofan við Búðarsand, aðsetri Hansakaupmanna og Englendinga, Húsatóttir, gömlu bryggjuna, Stóra-Gerði, Litla-Gerði og Kvíadal. Hann lýsti mannlífinu í Staðarhverfi fyrr á öldum, ströndum og björgun áhafna báta og skipa, sem leituðu upp að ströndinni eða fórust þar fyrir utan. Þá sýndi hann gamla brunninn við Hiyrfla, við Stóra-Gerði og við Stað (merkilegt, en hulið mannvirki frá 1914), lýsti gömlu bæjarhúsnum á Stað, sýndi kennileiti í kirkjugarðinum, gömlu bæina við Húsatóftir, að Dalbæ, Vindheimum og Hamri, gamla veginn í Staðarhverfi, naust og flórgólf ofan við Staðarbót, nokkur hundruð ára ára gamlan keng á flæðiskeri vestan bótarinnar, fiskibyrgi á Stöllum, lýsti hellum innan við Sundvörðuhraun og í Ögmundarhrauni (verða leitaðir uppi síðar) o.s.frv. o.s.frv.

Staður

Staður – uppdráttur ÓSÁ.

Helgi sagði að einn hóllinn í Staðartúninu, ofan við Hundadal, innihéldi gamlan bæ, Krukku, sem fór í eyði þegar sandfokið ætlaði allt að drepa. Bærinn væri væntanlega nokkuð heillegur í hólnum og því væri forvitnilegt að grafa hann út til að kanna hvort þar væri eitthvað áhugavert að finna.
Mikil byggð og mannlíf var í Staðarhverfi fyrr á öldum. Hverfið var eitt af þremur byggðakjörnum Grindavíkur, sem stundum hefur verið nefnd Greindarvík vegna hinna mörgu mannkostamanna og -kvenna, sem þar hafa alið manninn – oftast þó í kyrrþey fyrir sjálfa sig og samfélagið.

Staður er nú eyðibýli. Prestssetur og kirkjustaður var á Stað frá fornu fari og allt fram á síðustu öld. Þar var kirkja helguð með guði Maríu guðsmóður, Jóhannesi postula, heilögum Stefáni, Ólafi konungi, Blasíusi biskupi, Þorláki biskupi og heilagri Katrínu mey.

Staðarhverfi

Óli Gam. sýnir FERLIRsfélögum brunn á Stað.

Staðarkirkja var flutt inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1909 og nefnd Grindavíkurkirkja. Hún hýsir nú leikskóla bæjarins þar sem lagður er grunnur að góðum Grindvíkingum.
Í kirkjugarðunum á Stað má t.d. sjá skipsklukkuna úr Alnaby, torgarnum er fórst utan við Jónsíðubás skömmu eftir aldamótin 1900. Með honum fórst skipstjórinn, Nilson, sá hinn sami og hafði verið valdur að láti Íslendinga í Dýrafirði er Hannes Hafsteinn ætlaði að koma lögum yfir hann þar fyrir ólöglegar veiðar.
Helgi sagði að sú saga hafi gengið á Stað að venja hafi verið að ganga rekann. Vegna veðurs þennan dag var það ekki gert. Daginn eftir fannst stígvéli ofan við fjöruna er benti til þess að einn áhafnameðlima hafi komist lífs af, en orðið úti. Vildu menn að nokur kenna sé rum að hafa ekki gengið rekann að venju og þar með getað bjargað skipsbrotsmanninum. Um söguna af Nilson og strandið í Grindavík hefur Árni Óla m.a skrifað sem og fleiri. Hún er t.d. í Staðhverfingabókinni.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.