Færslur

Staður

Stofn lýsingar um “Örnefni í Staðarlandi” í Grindavík, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði og eru á bls. 25-34 í bók hans: Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók. Einnig eru fleiri upplýsingar fengnar úr þeirri bók.

Staður

Staður árið 1925.

Heimildir Gísla hafa verið frásagnir kunnugra manna og örnefnalýsing Staðar eftir Ara Gíslason, þótt ekki geti Gísli þess. Lýsing Ara er geymd á Örnefnastofnun og er einnig höfð hliðsjón af henni við gerð þessarar lýsingar. Heimildarmenn Ara voru: Gamalíel Jónsson, bóndi á Stað (d. 1964), Guðsteinn Einarsson, hreppstjóri í Grindavík og Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.

Báðar framangreindar lýsingar voru bornar undir þá Sigurð V. Guðmundsson (S. V. G. ) og Árna Vilmundsson (Á. V. ) á Örnefnastofnun 15. janúar 1977. Þeir gerðu miklar athugasemdir við lýsingarnar og juku við upplýsingum, þótt ekki fjölguðu þeir nöfnum verulega. – Sigurður Víglundur

Stóra-Gerði

Stóra-Gerði í Staðarhverfi.

Guðmundsson er fæddur á Þingeyri við Dýrafjörð 22. júní 1910. Hann kom að Stað sumarið 1914 og ólst þar upp til nítján ára aldurs. Sigurður býr nú í Efstasundi 27, Rvík.

Árni Vilmundsson er fæddur 22. janúar 1914 á Löndum í Staðarhverfi og er þar til tuttugu og fimm ára aldurs. Hann býr nú í Smáratúni 11, Keflavík.

Hér er stuðst við lýsingu Gísla, en aukið inn í hana og leiðrétt samkvæmt frásögn heimildarmanna minna, án þess að þess sé getið sérstaklega. Sums staðar hefur og verið fellt úr frásögn, þar sem vafi þótti leika á sannleiksgildi og nákvæmni.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

Þá ber að geta þess, að stuðzt hefur verið við Jarðabók Árna Magnússonar og Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41 eftir síra Geir Bachmann, en hún er prentuð í Landnámi Ingólfs III. Fyrir framan sjálfa lýsinguna er orðrétt afrit af landamerkjabréfi Staðar frá 1890.

Kristján Eiríksson skráði lýsingu þessa á Örnefnastofnun í janúar 1977.

Athugasemd: Rétt er að geta þess að lokum, að í bókinni “Frá Suðurnesjum” er grein eftir Guðstein Einarsson, sem heitir “Frá Valahnúk til Seljabótar.” Ekki hefur verið stuðst við þá grein hér að framan, en í henni er getið um einstaka örnefni, sem ekki kemur fram í þessari lýsingu…

Staðarhverfi

Staðarhverfi – örnefni.

Staðarhverfi

Gengið var um Staðarhverfi undir leiðsögn Helga Gamalíassonar í ágætisveðri.

Staðarvör

Staðarvör.

Helgi, sem er fæddur og uppalinn á Stað, er margfróður um svæðið, sýndi þátttakendum og lýsti m.a. rústum kóngsverslunarinnar ofan við Búðarsand, aðsetri Hansakaupmanna og Englendinga, Húsatóttir, gömlu bryggjuna, Stóra-Gerði, Litla-Gerði og Kvíadal. Hann lýsti mannlífinu í Staðarhverfi fyrr á öldum, ströndum og björgun áhafna báta og skipa, sem leituðu upp að ströndinni eða fórust þar fyrir utan. Þá sýndi hann gamla brunninn við Hiyrfla, við Stóra-Gerði og við Stað (merkilegt, en hulið mannvirki frá 1914), lýsti gömlu bæjarhúsnum á Stað, sýndi kennileiti í kirkjugarðinum, gömlu bæina við Húsatóftir, að Dalbæ, Vindheimum og Hamri, gamla veginn í Staðarhverfi, naust og flórgólf ofan við Staðarbót, nokkur hundruð ára ára gamlan keng á flæðiskeri vestan bótarinnar, fiskibyrgi á Stöllum, lýsti hellum innan við Sundvörðuhraun og í Ögmundarhrauni (verða leitaðir uppi síðar) o.s.frv. o.s.frv.

Staður

Staður – uppdráttur ÓSÁ.

Helgi sagði að einn hóllinn í Staðartúninu, ofan við Hundadal, innihéldi gamlan bæ, Krukku, sem fór í eyði þegar sandfokið ætlaði allt að drepa. Bærinn væri væntanlega nokkuð heillegur í hólnum og því væri forvitnilegt að grafa hann út til að kanna hvort þar væri eitthvað áhugavert að finna.
Mikil byggð og mannlíf var í Staðarhverfi fyrr á öldum. Hverfið var eitt af þremur byggðakjörnum Grindavíkur, sem stundum hefur verið nefnd Greindarvík vegna hinna mörgu mannkostamanna og -kvenna, sem þar hafa alið manninn – oftast þó í kyrrþey fyrir sjálfa sig og samfélagið.

Staður er nú eyðibýli. Prestssetur og kirkjustaður var á Stað frá fornu fari og allt fram á síðustu öld. Þar var kirkja helguð með guði Maríu guðsmóður, Jóhannesi postula, heilögum Stefáni, Ólafi konungi, Blasíusi biskupi, Þorláki biskupi og heilagri Katrínu mey.

Staðarhverfi

Óli Gam. sýnir FERLIRsfélögum brunn á Stað.

Staðarkirkja var flutt inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1909 og nefnd Grindavíkurkirkja. Hún hýsir nú leikskóla bæjarins þar sem lagður er grunnur að góðum Grindvíkingum.
Í kirkjugarðunum á Stað má t.d. sjá skipsklukkuna úr Alnaby, torgarnum er fórst utan við Jónsíðubás skömmu eftir aldamótin 1900. Með honum fórst skipstjórinn, Nilson, sá hinn sami og hafði verið valdur að láti Íslendinga í Dýrafirði er Hannes Hafsteinn ætlaði að koma lögum yfir hann þar fyrir ólöglegar veiðar.
Helgi sagði að sú saga hafi gengið á Stað að venja hafi verið að ganga rekann. Vegna veðurs þennan dag var það ekki gert. Daginn eftir fannst stígvéli ofan við fjöruna er benti til þess að einn áhafnameðlima hafi komist lífs af, en orðið úti. Vildu menn að nokur kenna sé rum að hafa ekki gengið rekann að venju og þar með getað bjargað skipsbrotsmanninum. Um söguna af Nilson og strandið í Grindavík hefur Árni Óla m.a skrifað sem og fleiri. Hún er t.d. í Staðhverfingabókinni.

Staðarhverfi

Staðarbrunnurinn hefur nú verið endurhlaðinn.

Stóra-gerði

Ætlunin var að ganga um Staðarhverfi í Grindavík, rekja staðsetningar einstakra bæja, sem þar voru, sem og önnur gömul mannvirki á svæðinu. Má þar nefna útgerðarminjarnar á Hvirflum, konungsverslunarminjarnar við Kóngshellu og Hvirfla, Staðarhverfi-loftmyndhreppsstjórasamfélagsminjarnar á Húsatóftum o.fl. o.fl.
Gangan var liður í undirbúningi að gerð sögu- og örnefnaskiltis, sem fyrirhugað er að setja upp í Staðarhverfi. Með í fartaskinu var örnefnalýsing fyrir Húsatóftir og Stað sem og fornleifaskráning fyrir Stað frá árinu 1999 auk fleiri gagna.
Haldið var rangsælis um hverfið, frá Húsatóftum að Stað. Skoðaðar voru tóftir tómthúsanna Hamra, Blómsturvalla, Dalbæjar, Vindheima og Reynisstaðar (Reynivalla). Öll þessi hús voru byggð eftir 1910. Sunnar eru leifar dönsku konungsverslunarinnar, alls sex hús og brunnur.
Fyrrum bæjarstæðið á stað var skoðað, einkum eldri bæjarins. Bergskot var austan við bæinn, upp á svonefndum Bringum. Leifar þess þess sjást enn. Einnig tóftir Nýjabæjar, u.þ.b. 100 metra norður af þeim.
Íbúðarhúsið að Móakoti var rifið nýlega svo þar sjást enn ummerki eftir það svo og garða og tún. Lönd voru austan við Stað og Merki á Hvirflum, á ystu  mörkum.
Hjáleigan Kvíadalur var suður af Stað. Þar sjást enn heillegar tóftir. Austar var Litla-Gerði og enn austar, á miðjum Gerðistöngum, var Staðargerði eða Stóra-Gerði öðru nafni. Þar sjást enn vegglegar vegghleðslu bæjarins, garða og sem og falleg heimtröð.
Staðarbrunnurinn hefur nú verið lagaður, en hann var upphaflega hlaðinn árið 1914. Dýptin á honum er 23 fet. Hóll er sunnan við brunninn. Sagt er að þar hafi fyrir löngu verið hjáleigan Krubba, eða Krukka eins og sr. Geir Backmann nefnir hana. Annar hóll er skammt suðaustar, líklega leifar hjáleigunnar Króks.
Tóftir KvíadalsMelstaður var sunnan við Hvirfla, nýbýli frá Stað frá árinu 1936. Þá má nefna hjáleiguna Sjávarhús, sem áður stóð á Staðarklöppinni, rétt við Staðarvörina. Þau munu hafa farið í eyði í sjávarflóðinu mikla árið 1799.
Hlaðnir brunnar eru nokkrir í Staðarhverfi, s.s. við Stað, Stóra-Gerði, Melstað, Hústóftir  og Kóngshelluna. Gamla réttin sést að hluta til enn ofan við Gerðistanga. Með ströndinni eru víða grunnar og ker síðan frá saltfiskverkuninni, einkum eftir 1930. Nokkrir grunnanna eru ofan við gömlu brygguna við Hvirfla, í Húsatóftarlandi. Vestan í Hvirflum er Vatnstangi yst

ur. Á honum er gróin tóft. Vestan við hana er lítil vík. Í henni leysir ferskvatn. Vegna seinni tíma bygginga sést orðið lítið af verslunarstaðnum, sem þar var fyrr á öldum. Á einokunartímabilinu kom t.d. öll sigling á þessa vík, en mun hafa lagst endanlega af í tíð Hörmangara. Víkin hefur ekki sérstakt nafn svo vitað sér, en hefur stundum verið nefnd Staðarvík því Staðarsundið er þarna utan við hana.

Staðarvör

Hvirflavörður eru tvær; neðri varðan er ofan við efsta flóðfar og hin 150 metrum ofar. Vörðurnar eru leiðarmerki á Staðarsund og landamerki milli Húsatófta og Staðar með stefnu um Skothól í Hauga við Haugsvörðugjá. Steinbryggjan austan við neðri vörðuna var reist árið 1933, en hún er í landi Húsatófta þrátt fyrir að lending hafi verið betri í Staðarvíkinni. Ástæðan er ágreiningur, sem var, um gjald fyrir bryggjuaðstöðuna.
Þótt landið sunnan Kóngshellunnar sé komið undir sjó, má þó enn sjá leifar á skerjum, m.a. hluta af flóraðri götu. Barlestasker er syðst sunnan Garðafjörðu. Þar munu verslunarskipin fyrrum hafa tekið barlest. Upp af þeim er stór og mikil klöpp, Kóngshellan, sbr. framangreindar minjar.
Brunnur við KóngshellunaÖrnefni á þessu svæði eru fjölmörg. Við gerð sögu- og örnefnaskiltis í Staðarhverfi er m.a. stuðst við “Örnefni í Staðarhverfi”, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði, örnefni skv. upplýsingum Guðsteins Einarssonar, hreppsstjóra, sóknarlýsingu Geirs Backmanns frá 1840, lýsingum Einars, Jóns og Þórhalls Einarssona frá Húsatóftum, “Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók”, heimilda Gamalíels Jónssonar bónda á Stað, Árna Vilmundasonar, Þorsteins Bjarnasonar o.fl., auk þess sem Loftur Jónsson mun gæta samræmis. Þá verður og byggt á lýsingum bræðranna Helga og ÓLafs Gamalíelssona frá því er þeir gengu með FERLIR um svæðið fyrir nokkrum misserum og lýstu örnefnum, minjum og staðháttum á svæðinu. Loks verður tekið mið af nýjum uppgötvunum við þéttriðna vettvangsleit á svæðinu. Nú þegar er uppkast uppdráttarsins svo þakin örnefnum og minjum að varla sést í auðan díl. Líklega verður að grisja uppdráttinn eitthvað áður en hann kemur endanlega fyrir almenningssjónir.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Staðarkirkjugarður - gamli bærinn var ofarlega fyrir miðri mynd

Staðsetning gamla bæjarins m.v. gamla ljósmynd

Staðarhverfi

Í tilefni af 60 ára afmæli Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík 2007 var gefið út sérstakt afmælisblað “Útkall rauður”. Þar segir m.a. um björgun áhafnarinnar á togaranum Skúla fógeta þann 10. apríl 1933:
“Laust eftir miðnætti klukkan 0:40 strandaði togarinn Skúli fógeti vestanvert við Staðarhverfiið í Grindavík, í kafaldsbyl og austan hvassviðri. Strax eftir að skipið strandaði var sent út neyðarskeyti og heyrðist það í loftskeytastöðinni í Reykjavík, er náði fljótlega sambandi við togarann Haukanes sem var á veiðum á Selvogsbanka og fór þegar áleiðis til strandstaðarins.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Einnig gerði loftskeytastöðin SVFÍ viðvart um strandið, er reyndi að ná símasambandi við Grindavík, en tókst ekki. – Var þá lagt af stað til Grindavíkur á bíl frá Reykjavík, en það reyndist ófært vegna fannkyngi og kafaldsbys, er var svo dimmur, að vegurinn sást ekki. Þegar veðurfréttu var útvarpað kl. 1:45, hugkvæmdist þeim manni, er vörð hafði á loftskeytastöðinni í Reykjavík, að segja frá strandinu og fékk símstöðvarstjórinn í Grindavík á þann hátt vitneskju um strandið og tilkynnti það formanni slysavarnarsveitarinnar á staðnum, Einari Einarssyni í Krosshúsum. Brá hann skjótt við og lét kalla saman björgunaliðið, sem hélt af stað til að leita að skipinu, en menn höfðu ekki vissu hvar það var. Klukkan var þá um þrjú. Björgunarsveitin lagði af stað á bílum og hafði með sér línubyssu, 14 eldflaugar, 2 skotlínur í pökkum og eina grind, 170 faðma líflínu, um 400 faðma tildráttartaug með halablökk, björgunarstól, þrífót og fjórskorna talíu. Auk þessara áhalda hafði formaður sveitarinnar til vara tekið með sér 2 stk. 5 lbs. línur, 3 stk. 31/2 lbs. línur, gaslukt, 2 handluktir og 4 brúsa með lýsi, er hve rtók 25 lítra, svo og bensín og tvist.

Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933

Sökum fannkyngi og ýmiss konar ergiðleika kom björgunarliðið ekki að starndstaðnum fyrr en rúmlega fimm og var þá lítilsháttar farið að birta af degi, en um háflóð og gekk stórsjór látlaust á skipið.
Þegar skipið strandaði fengu þeir sem ekki voru á verði ráðrúm til að klæða sig í olíuföt og taka á sig lífbelti. Litlu síðar slengdi stórsjór skipinu til, svo það fór að aftan út af flúðinni, er það hafði fyrst staðið á. Seig það þá mikið niður og brotnaði jafnskjótt svo strórt gat kom á það í vélarrúminu, að það fyllti og eyðilegaði ljósavélina og þar með sendistöð loftskeytanna, og var ekki eftir það mögulegt að hafa símasamband við skipið. Þegar brimið skellti skipinu niður af klettinum, er það fyrst stóð á, var það með svo skjótri svipan, að stýrimimaður og háseti, er voru aftur á að mölva lýsistunnur til aðleggja brimið, höfðu engin ráð önnur en að klifra upp í aftursigluna og halda sér þar. 

Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933

Aðrir skipverjar, um 12 að álitið var, komust í brúnna og um 23 á hvalbakinn. Gengu svo ólögin lukt yfir skipið, að leið ekki á löngu þar til brimið sópaði mönnunum, sem voru í brúnni, fyrir borð. Aftur á míti stóðust felstir, sem á hvalbaknum voru, ólögin, nema einn maður, sem skolaðist þaðan í einu ólaginu, vegna þess að ketja sem hann hélt sér í slitnaði.
Um háflóð gekk sjórinn svi að segha stanslaust yfir þá sem á hvalbaknum voru. Voru margir þeirra mjög þjakaðir og máttfarnir en þegar sást til björgunarliðsins óx þeim hugrekki og þrek, svo þeir fengu betur staðist ólögin en ella. Enginn getur gert sér í hugarlund hvílík aflraun það hefur verið að standa þarna í 5-6 klukkustundir í sliku veðri sem þá var, stormi með frosti og blindhríðarbyl. Að frásögn stýrimannsins sem ásamt einum hásetanum hékk á aftursiglunni gekk brimlöðrið á fætur þeirra.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Þegar björgunarliðið kom á strandstaðinn og hafði komið björgunartækjunum fyrir, var skotið úr eldflugu með línu, en fyrsta skotið misheppnaðist. Í næsta skoti lenti eldflugan í bómu um borð í skipinu og náðu þá skipverjar sem á hvalbaknum voru í skotlínuna.
Drógu þeir nú halablökkina með tildráttartauginni til sín, þar sem þeir urðu að halda sér meðan ólögin riðu yfir. Þegar þeir höfðu náð í halablokkina var hún fest í framsigluna og gerði það Kristinn Stefánsson, 2. stýrimaður. Sömuleiðis festi hann líflínuna þegar hún var drefin út. Eftir að samband var þannig fengið milli skips og lands tókst björgunin fljótt og vel og var öllum bjargað sem lifandi voru þegar björgunarsveitin kom á vettvang. Fyrsti stýrimaður og sá sem með honum var í aftursiglunni urðu að bíða nokkuð lengur en hinir þar sem ófært var að komast fram á skipið fyrr en komið var fast að fjöru. Uðru þeir að sæta lagi til að komast fram á hvalbakinn, sem tókst að lokum og komust þeir einnig lifandi í land.
Frá björgun áhafnar Skúla fógeta 1933Jafnóðum og mönnunum var bjargað var þeim fylgt heim að Móakoti og Stað í Grindavík og voru undir umsjón hérðaslæknisins Sigvalda Kaldalóns og nutu þeir hinnar vestu aðhlynningar sem kostur var eftir að í land kom.
Alls tókst að bjarga 24 mönnum úr Skúla fógeta en 12 fórust, en þeir voru allir drukknaðir áður en björgunarsveitin kom á vettvang.”
Við þetta má bæta að “rúmum þremur árum síðar eða 6. september 1936 strandaði enski línuveiðarinn Trocadero á fjörum Járngerðisstaðahverfis. enda þótt skipið væri langt frá landi tókts að koma línu yfir í það og draga alla 14 skipverja að landi.
Á fyrstu sex árum Slysavarnardeilarinnar Þorbjörns var því hvorki meira né minna en 76 sjómeönnum bjargað með fluglínutækjum. Því má segjha að stofnun SVFÍ og kaup á tækjum sem þessum hafi valdið straumhvörfum í björgunar- og sjóslysasögu Íslendinga.”
Meðfylgjandi myndir, sem teknar voru á vettvangi, verða að teljast einstakar. Þær voru sennilega teknar af Einari Thorberg.

Heimild m.a.
-Útkall rauður – Afmælisblað bjsv. Þorbjörns 2007, bls. 32-33.

Grindavík

Grindavík.

Staður

Eftirfarandi er skráð í tilefni af aldarafmæli gömlu Grindavíkurkirkjunnar í Járngerðarstöðum 26. september 2009.

StaðurÍ Chorographica Islandica tilgreinir Árni Magnússon (1663 – 1730) sjö bæi vestan Staðar, áður en nesið brann (1210-1240). Þeirra á meðal var kirkjustaðurinn á Skarfasetri, þar sem Árni segir kirkju Reyknesinga hafa staðið fyrir eldana, en þá hafi hún verið færð að Stað.

Elsta örugga heimildin, sem nefnir kirkju í Grindavík, er kirknaskrá Páls biskups (1195-1211) Jónssonar frá því um 1200. Þar er sagt  að prestskyld kirkja sé á Stað. Í máldaga Staðarkikrju, sem talinn er gerður árið 1397, segir m.a.: “Kirkja að Stað í Grindavík er vígð með Guði sælli Maríu og Jóni postula…”

AltaristaflaÞar sem kirkjan á Stað var helguð Blasíusi biskupu mætti halda að hann væri verndari fiskimanna og sæfara. en svo var þó ekki, heldur var á hann heitið af þeim, sem stunduðu landbúnað. Við biskup þennan er kenndur Blasíuboði í Reykjanesröst, “hættulegur jafnvel stærri skipum í þoku og brimi, þar á honumer yfrið grunnt um fjöru. Samt munu þar fáir hafa farist, segir í sóknarlýsingu Grindavíkur.

Í máldaga 1477 er allt Staðarland orðið kirkjueign. Biskup fékk allt forræði jarðarinnar og þeir, sem hana sátu, urðu landsetar Skálholtsdómkirkju, staðarhaldarar. Á miðöldum (í kaþólskri tíð) er lítt getið um kirkjuna, eða þangað til 1. maí 1519. Þá er Guðmundur Ingjaldsson, landseti, ásakaður um ólögmætan hvaldrátt er tilheyra átti Viðeyjarklaustri.
PredikunarstóllÁ dögum Stefáns biskups (1491-1518) var Staðarkirkju settur máldagi. Árið 1657 voru hjáleigur Staðar orðnar sjö; Krókur, Beinróa og Vestur-Hjáleiga, Krukka og þrjár aðrar kenndar við ábúendur.

Meðal merkisklerka á stað var síra Gísli Bjarnason (prestur á Stað 1618-1656). Hann var ósigldur, en þýddi m.a. Veðurfarsbók, sem er að stofni til Díarium eftir Jens Lauritzen, en aukin af sr. Gísla eftir “reynslu hans og þekkingu”. Þar kemur t.d. fram að þegar brimlaus sjór í logni gefur hljóð af sér, merkir það regn og storm í vændum. Ef bylgjur og brim vaxa í logni yfir eðli, boðar það storm og kulda. Ef sjór sýnist gruggugur og mórauður að lit með moski og ögnum í, boðar það storm. Óvenjulegt stórflóð í brimlausu fögru veðri boðar hafviðri. Sjái maður sjóinn óstilltan, gjálfmikinn og úfinn í góðu veðri og logni, er það víst erki til rosa og óstilltrar veðráttu. Ef þang frýs mjög í fjöru, eða frostgufa sést inni á fjörðum, boðar það mikinn kulda.

 

Staðarkirkja

Síra Rafn Ólafsson tók við af Gísla 1656. Kom fljótlega í ljós að hann virtist ekki með réttu ráði. Eftir stríð við söfnuð og fulltrúa kirkjunnar dröslaði hann prédrikunarstólnum norður í hraun og gróf kirkjuklukkurnar niður í kirkjugólfið fyrir framan altarið. Rafn var í framhaldinu sviptur öllum kennimannlegum réttindum og afhentur hinu veraldlega valdi og því treyst til þess að koma honum brott frá Grindavík. Í framhaldinu, vorið 1688, skipaði biskup hinn nafnkunna galdraklerk, sr. Eirík í Vogsóum, til að gera úttekt á Staðarkirkju.
Við brauðinu tók síra Stefán Hallkelsson. Í tíð hans hrakaði Stað og kirkjunni verulega.

Hraun

Ekki er vitað, hve margar kirkjur hafa verið á Stað í aldanna rás, en af vísitasíugerð frá árinu 1642 má sjá, að þá hafði síra Gísli Bjarnason nýlega látið reisa þar kirkju 1640. Hún er elsta Staðarkirkjan, sem eitthvað er vitað um að gagni, og var lýst í vísitasíugerðinni. Kirkjan hefur skv. lýsingu greinilega verið veglegt guðshús að þeirrar tíðar hætti. Hún hefur sýnilega verið torfkirkja líkt og fyrirrennarar hennar, en þiljuð innan, sem að öllum líkindum hefur verið hluti af reka staðarins. Í lýsingu kirkjunnar segir m.a.: “Hún á tvær klukkur og þriðju sem kom frá Hrauni”. Kirkjan á Hrauni var aflögð um aldamótin 1600 og hefur klukkan þá sýnilega verið flutt að Stað.

Enginn vafi leikur á því að kirkja var á Hrauni á miðöldum og allt fram yfir 1600, og virðist hún hafa gegnt mikilvægu hlutverki. Ekki er vitað með óyggjandi hætti hvenær kirkjan var reist, en líklegt má telja að hún hafi verið risin 1397 og vafalaust allnokkru fyrr. Engar heimildir eru um kirkjuna á Hrauni frá 15. og 16. öld. Árið 1602 skýtur henni skyndilega upp í annálum, en við það ár segir í Fitjaannál: “Þá drukknuðu á stóra farmaskipi Skálholtsstaðar 24 manneskjur með einni stúlku, fyrir framan Þorkötlustaði í Grindavík.. og voru þeir flestir jarðaðir í bænhúsinu í Grindavík á Hrauni.”

Signing

Í Chorographica Islandica, sem rituð var um 1700, segir Árni Magnússon: “Á Hrauni í Grindavík hefur verið kirkja. Sér enn nú til kirkjugarðs og stendur þar nú í staðinn skemma. Þessi kirkja er úr fallin fyrir 100 árum.” Þannig virðist kirkja (bænhús) hafa verið á Hrauni í u.þ.b. þrjár aldir.
Um 300 árum eftir sjóslysið, eða skömmu eftir aldamótin 1900, var skóflu stungið niður að Hrauni. Vertíðarfiskur hafði verið saltaður í sjóhúsi suðaustan við bæinn. Um vorið fór pækillinn að renna úr stíunni út á túnið. Á Hrauni, eins og allsstaðar, var hvert strá dýrmætt í þá daga, og til þess að saltvatnið brenndi ekki grasið var tekið á það ráð að garfa holu utan við húsvegginn. átti að veita pæklinum í hana. En þegar búið var að stinga fyrstu skóflustunguna komu upp mannabein. Var þá fljótt hætt við gröftinn. Sýnt þótti, að hér var grafreitur hins forna kirkju eða bænhúss, þar sem útróðrarmenn Skálholtsstaðar höfðu hlotið leg eftir sjóslysið mikla á þorranum 1602.
Á Hrauni má enn sjá signingarfont frá kaþólskri tíð. Sigurður Gíslason fann gripinn er hann var að grafa við framangreinda “skemmu”. Kom fonturinn þá upp og gætti Sigurður þess að halda honum til haga. Skammt þar frá er tóft er talin er hafa verið fyrrnefnd kirkja.
Í vísitasíugjörðum frá 1646 og 1652 kemur fram, að síra Gísli Bjarnason hefur haldið áfram að bæta kirkjuna og búnað hennar. Árið 1652 er þess getið að höfuðsmaðurinn Henrik Bjelke hafi gefið kirkjunni “málað spjald með olíufarfa, sem er crucifix. Var sá gripur í kirkjunni um 1800.
Gamla GrindavíkurkirkjanKirkjan hans síra Gísla virðist hafa staðið í tæpar tvær aldir, eða allt til ársins 1836, er timburkirkja var reist á Stað. Er kirkjan var vísiteruð árið 1769, var hún mikið farin að láta á sjá, og var ástandi hennar lýst svo að hún hafi nánast verið komin að falli. Kirkjan virðist hafa verið endurgjörð því biskupar gerðu aldrei umtalsverðar athugasemdir við hana á þrem síðustu áratugum 18. aldar.
Við vísitasíu 2. júlí árið 1800 virðist kirkjan á Stað hafa verið farin að ganga úr sér, enda kirkjan orðin gömul. Þegar prestaskipti urðu árið 1822 vísiteraði Árni Helgason, prófastur, Stað og tók þá út kirkjuna. Í hana vantaði þá glugga og dyr.
KirkjanRáðagerðir urðu til um nýja kirkju á Stað. Sumarið 1836 munu sóknarmenn í Grindavík hafa gefið umtalsvert af borðvið til kirkjunnar og fengið smiðinn Jörund Illugason til að  byggja nýja kirkju. Nam kostnaðurinn 716 ríkisdölum.

Í timburkirkjunni á Stað, sem reist var 1836 var m.a. 200 ára gamall prédikunarstóll með fögrum myndum, kirkunni gefinn af konungshöndlaninni. Altaristaflan átti sér all-merkilega sögu. Hún kom frá Laugarneskirkju, sem aflögð var 1794. Tafla þessi hafi kirkjunni verið gefin af Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni sem þakklætisvott fyrir gistingu á rannsóknarferðum þeirra á árunum 1752-54. Gistu þeir þá jafnan á kirkjuloftinu.

Sálmaskjöldur

Fyrsta timburkirkjan á Stað varð ekki gömul. Þegar síra Geir Backmann lét af störfum í Staðarprestakalli árið 1850, var hin nýja kirkja þegar farin að láta á sjá. Hún stóð einungis í 22 ár því söfnuðurinn virtist ekki hafa áttað sig á að að nýja timurkirkjan þyrfti viðhald líkt og gömlu torfkirkjurnar.
Fyrir milligöngu síra Þorvalds Böðvarssonar var byggð ný kirkja sumarið 1858. Var hún svipuð þeirri fyrri, en nokkuð stærri, og “altimburhús” skv. lýsingu 25. júlí 1859. Þótti sérlega vandlega gengið frá þessari kirkju, þrátt fyrir að vera bláfátæk því skuldir hennar voru 586 ríkisdalir og 75 skildingar. Kirkjan stóð allt til ársins 1910. Árið 1979 segir svo um hana: “Litur innan á kirkjunni er farinn að skemmast og þiljur að gisna. listar að ytra börðum eru á stöku stað farnir að fúna eða gisna. Í loptglug 
ga vatnar 2 rúður og niðri í kirkjunni er ein brotin”.
AltaristaflanÁ safnaðarfundi í júni 1888 var rætt um, hvernig stuðla mætti að betri kirkjusókn. Töldu menn nauðsynlegt, að kirkjan yrði flutt í miðja sveit, og var fimm manna nefnd kosin til að athuga málið. Vorið 1900 voru allir nefndarmenn sammála um að láta gera við gömlu kirkjuna á Stað. Á almennum safnarfundi þremur árum síðar var hins vegar samþykkt með öllum atkvæðum að fá kirkjuna flutta sem allra fyrst. Í formlegri atkvæðagreiðslu safnaðarins árið 1906 var samþykktur flutningur Staðarkirkju í Járngerðarstaðahverfi.
Með prestakallalögum 1907 er Krýsuvíkursókn lögð til Staðarprestakalls í Grindavík. Loks er með stjórnarráðsbréfi 21. ok
tóber 1929 Krýsuvíkurkirkja lögð niður og sóknin sameinuð Grindavík.

Kirkjan

Í júní 1909 samþykkti sóknarnefndin að láta rífa gömlu kirkjuna á Stað þá um haustið og selja timbrið úr henni. Árið áður hafði verið samþykt að ný kirkja yrði reist á flötunni fyrir norðan barnaskólann (Templarann).  Lagt var til að vegur yrði gerður frá sjónum að skólahúsinu til að hægara yrði að flyta efniðvið að kirkjustæðinu. Hönnuðurinn var Rögnvaldur Ólafsson. Tryggvi Árnason, trésmiður úr Reykjavík, bauðst til að reisa kirkjuna og útvega allt efni til hennar að frádregnum ofni, málningu og málverki. Kostnaður yrði 44475 krónur. Verkið hófst um vorið 1909 og um haustið var kirkjuhúsið við Kirkjustíg tilbúið. Var kirkjan vígð af þáverandi biskupi, Þórhalli Bjarnasyni, þann 26. september 1909. Sonur hans, Tryggvi Þórhallsson, lék á orgel og stjórnaði kirkjusöng, og mun það eitt með öðru hafa sett eftirminnilegan svip á kirkjuvígsluna. Kirkjan þótti “einkar snotur” og bæði rismikil og björt. Var hún byggð úr timbri og klædd að utan með járni. Altaristafla úr Staðarkirkju, sem áætlað hafði verið að setja í nýju kirkjuna, var hins vegar flutt á “fornmenjasafnið”.  Einar Jónsson í Garðhúsum gaf t.a.m. 200 krónur til kaupa á nýrri altaristöflu. Fyrir valinu varð mynd eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Krist stilla vind og sjó. Einar  G. Einarsson, kaupmaður í Garðshúsum, hét því og að gefa kirkjunni orgel. Hann stóð við orð sín og eignaðist hún orgelið árið 1912.
Grindavíkurkirkja“Þann 17. júlí 1910 urðu prófastur, prestur og sóknarnefnd ásátt um, að hin nýja kirkja sóknarinnar, er kom frá Staðarkirkju hinnar fornu og byggð hefur verið austur í Járngerðarstaðahverfi (1909), skuli heita Grindavíkurkirkja og sóknin þá Grindavíkursókn.”
Þegar Grindavíkurkirkja var vísteruð af prófasti vorið 1950, höfðu miklar viðgerðir farið fram á húsinu, og þótti prófasti kirkjan “í alla staði hið fegursta og vandaðsta guðshús vel hirt og vel um gengið”. Um 1960 var skipt um járnklæðningu á kirkjunni og hún máluð að utan og innan, settir í hana nýir gluggar og mátarviðir endurnýjaðir. En kirkjan var þá þegar orðin of lítil fyrir söfnuðinn.
Nú hefur ný kirkja úr steinsteypu verið vígð  í Grindavík horni Austurvegar og Ránargötu, vígð þann 26. september 1982. Undirbúningur að smíði nýju kirkjunnar hófst 1966 og var Ragnar Emilsson, arkitekt, fenginn til þess að teikna kirkjuna.

Grindavíkurkirkja

Fyrsta skóflustungan var tekin 1972. Byggingameistari var Guðmundur Ívarsson. Kirkjan er að grunnfleti 538 fermetrar og að auki er 49 fermetra kjallari. Kirkjuskipið sjálft er 255 fermetrar. Í kirkjuskipi eru þrjátíu bekkir úr oregonfuru og rúmast þar 240 manns. Í norðausturhorni kirkjunnar er skrúðhús. Safnaðarheimilið, 112 fermetrar að grunnfleti, kemur hornrétt á kirkjuna út úr suðurhlið hennar, þar geta kirkjugestir setið við fjölmennar athafnir.
Gamla kirkjan í Járngerðarstaðahverfi fékk um skeið hlutverk leikskóla og má sjá handbragð barnanna á inngarðsveggnum umhverfis hana. Nú, árið 2009, eru haldnir AA og FFO fundir í kirkjunni. Um þessar mundir stendur yfir viðhald á henni í tilefni að væntanlegu aldarafmælinu 26. september n.k.; hún verður m.a. máluð að utan og umhverfið fegrað.

Heimildir m.a.:
-Árni Magnússon: Chorographica Islandica. Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta. Annar flokkur, I.2. Reykjavík 1955.
-Geir Backmann; Lýsing Grindavíkursóknar 1840-41.
-Þ.Í. Kirknas. D 2 Gb. sóknarnefndar 1808-1926.
-Stjt. 1929 B. 305.
-Lesbók Mbl 11.02.1968, bls. 10-14 – Staðarkirkja og Staðarklerkar, sr. Gísli Brynjólfsson
-Jón Þ. Þór – Saga Grindavíkur, 1994.
-Staðhverfingabók, Mannfólk mikilla sæva, 1975.

Kirkjugatan

Grindavík
Fyrirlestur Jón Þ. Þórs, fluttur í tilefni af 20 ára afmæli Grindavíkurkaupstaðar 10. apríl 1994.
(Birtist í Árbók Suðurnesja 1994, VII. árangi).

Skálholt

Skálholt fyrrum.

Í almennum ritum um sögu Íslands á fyrri öldum eru þrír staðir nefndir öðrum oftar: Skálholt, Hólar og Þingvellir. Í sömu ritum er okkur tjáð, að biskupsstólarnir hafi verið mestu menningarsetur landsins og jafnframt auðugustu og valdamestu stofnanir á landi hér. Allt er það satt og rétt. Öll vitum við að völd fylgja auði, en jafnframt að auður verður ekki til af engu. Hann skapast því aðeins að menn, fyrirtæki eða stofnanir hafi tekjur, helst miklar og tryggjar tekjur umfram útgjöld í langan tíma. En hér er, að minni hyggju, brotalöm í frásögnum almennra rita um íslenska sögu. Í þeim er þess sjaldan getið hvaðan auður íslensku biskupsstólanna kom, hvernig hann varð til, hver voru tengsl stólanna við byggðir landsins, hver var þýðing einstakra staða og plássa fyrir valda- og menntasetrin. Í þessu stutta erindi verður rætt lítillega um tengsl Grindavíkur og Skálholts á öldum áður, ef það mætti verða til þess að varpa nokkru ljósi á þetta forvitnilega viðfangsefni.
Þegar Jarðabókin, sem tíðast er kennd við Árna Magnússon og Pál Vídalín, var saman tekin árið 1703, voru allar jarðir í Grindavík, aðrar en Húsatóttir, í eigu Skálholtsstóls. Húsatóttir voru konungseign, en höfðu verið eign Viðeyjarklausturs fyrir siðaskipti. Þegar hér var komið tilsögu, hafði biskupsstóll staðið Skálholti í hálfa sjöundu öld og mikinn hluta þess tíma höfðu ítök og eignir stólsins í Grindavík verið að eflast og aukast. Í því viðfangi er athyglisvert, að elsta skjalfesta heimild, sem greinir frá ítökum og fjárhagslegum réttindum í Grindavík er rekaskrá Skálholtsstaðar frá 1270. Þar er kveðið á um skiptingu reka í Víkinni og er ljóst af skránni að Skálhyltingar hafa fengið umtalsverðan reka úr Grindavík – jafnt matreka sem viðreka – allt frá því snemma á 13. öld.

Húsatóftir

Brunnur við Húsatóftir – Erling og Helgi Gam.

Þegar kom fram á 14. öld efldust og jukust ítök og eignir stólsins í Víkinni jafnt og þétt og á 15. öld bendir flest til þess að Grindavíkurjarðir hafi allar með tölu orðið kirkjueign. Að vísu er ekki vitað nákvæmlega hvenær þetta gerðist eða hvernig, og varla von, því á ofanverðri 17. öld vissu Skálhyltingar það ekki sjálfir. Eldsvoðar léku skjalasöfn Skálholtsbiskupa grátt fyrr á öldum og eyddust þá margar jarðabækur og skjöl, sem nú myndu veita ómetanlegar upplýsingar. En fleira kom til. Árið 1684 risu deilur vegna rekamála á Ísólfsskálafjörum. Af því tilefni ritaði Þórður biskup Þorláksson bréf, þar sem hann kvartaði undan því, að fátt væri um skjöl er greindu frá eignarhaldi Skálholtsdókmirkju á jörðum í Grindavík. Þar kenndi hann um eldsvoðunum og því að staðarskipið hefði farist á leið til Grindavíkur og með því jarða- og skjalabók, sú besta, er hann jafði heyrt getið um. Þarna átti biskup vafalaust við farmaskip Skálholtsstaðar, sem fórst við Þórkötlustaðanes árið 1602 og með því liðlega tuttugu manns.
Flest rök hníga að því að Skálholtsstóll hafi eignast Grindavíkurjarðir á 15. öld, nánar tiltekið á tímabilinu frá því Vilkinsmáldagi var settur árið 1397 og þar til Magnús biskup Eyjólfsson setti Staðarkirkju í Grindavík nýjan máldaga 1477. Á þessu skeiði voru mikil umbrot og átök í íslensku samfélagi. Á 14. öld varð bylting í atvinnuháttum og utanríkisverlsun landsmanna, er sjávarafurðir urðu verðmætasta útflutningaafurðin og sjávarútvegur arðsamasta atvinnugreinin. Á sama tíma hófu Englendingar stórfelldar fiskveiðar hér við land og á öndverðri 15. öld olli Plágan mikla stórfelldri röskun á mannfjölda og búsetu í landinu. Þessum atburðum verða ekki gerð nánari skil hér, en afleiðing þeirra varð sú, að byggðin færðist nær sjávarsíðunni en áður hafði verið, eftirspurn eftir sjávarjörðum jókst og þær hækkuðu í verði. Sama máli gegndi um sjávarafurðir, einkum skreið. Hefur dr. Þorkell Jóhannesson reiknað út, að skreiðarverð hafi hækkað um samtals 141 prósent á tímabilinu frá 1350 og fram til 1550. Tilkostnaður við útveginn fór vitaskuld hækkandi á sama tíma, en þó hvergi nærri jafn mikið. Við þessar aðstæður var eðlilegt að fjársterkir og valdamiklir aðilar í samfélaginu renndu hýru auga til góðra sjávarjarða, eins og þeirra í Grindavík, og svo mikið er víst, að um miðja 16. öld voru allar jarðir í Víkinni komnar í kirkjueign og hélst svo framundir aldamótin 1800, er biskupsstóll var lagður niður í Skálholti og stólsjarðirnar seldar.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

En hvaða arð hafði biskupsstóllinn af þessum jörðum, hvern þátt áttu þær í viðhaldi stólsins og stofnana hans? Þessum spurningum verður að sönnu ekki svarað af þeirri nákvæmni að við getum áttað okkur á arði stólsins af jörðunum frá einu ári til annars, en tiltækar heimildir gefa þó nokkra mynd af gangi mála.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Bygging stóljarðanna fór þannig fram að biskup byggði þær bændum, sem þar með urðu landsetar dómkirkjunnar. Þeir greiddu ákveðið afgjald af jörðunum á ári hverju. Það var nefnt landskuld og fór eftir mati jarðarainnar. Við vitum ekki með fullri vissu hver landskuldin var á 15. og 16. öld, er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var saman tekin árið 1703 var landskuld af jörðum í Grindavík samtals 17 hundruð og 40 álnir. Þessar upplýsingar segja nútímamönnum kannski ekki mikið, en greiðsla landskuldar fór fram í verkuðum fiski, harðfiski, og voru 240 fiskar, svonefndir gildingar, í hverju hundraði. Gildingur vó að jafnaði fjórar merkur, þ.e. eitt kíló, og voru þannig 240 kíló í hverju hundraði, en í hverri alin voru tvö kíló. Landskuld af jörðum Skálholtsstóls í Grindavík árið 1703 nam þannig 4.140 kílóum af fullþurrkuðum harðfiski og vilji fólk reikna það magn til peningaverðs á okkar dögum nægir að skreppa út í búð og athuga hvað harðfiskurinn kostar. Á þessum tíma, þ.e. um aldamótin 1700, var almennt reiknað með því að fullverkaður fiskur vægi um fjórðung af þyngd fisks upp úr sjó. Það þýðir að bændur í Grindavík hafi þurft að afla um það bil hálfa sautjándu smálest af fiski til þess eins að hafa upp í landskuldina.
En landskuldin var aðeins hluti af tekjum Skálholtsstóls af jörðunum í Grindavík. Stóllinn hafði umtalsverða útgerð á eigin vegum í Víkinni. Sú útgerð var vitaskuld mismikil frá einu ári til annars og arður af henni réðst af aflabrögum og árferði. Mest var stólsútgerðin í biskupstíð Brynjólfs Sveinssonar á 17. öld og má nefna sem dæmi um afraksturinn að árið 1674 fluttu faramenn biskups alls 15.357 fiska, þ.e. gildinga, af afla stólsskipanna frá Grindavík, auk lýsis og landskuldafisks. Þetta ár var afraksturinn af stólsútgerðinni þannig um 15 smálestir af fulþurrkuðum fiski, sem samsvarar 60 smálestum upp úr sjó. Gefur það nokkra hugmynd um umsvifin og við þetta bættist lýsi, reki og fleiri sjávar- og fjörunytjar.

Strýthólahraun

Fiskibyrgi í Strýthólahrauni.

Tekjurnar vor þannig miklar og tilkostnaðurinn við að afla þeirra fremur lítill. Biskupsstóllinn átti að sönnu vergögn í Grindavík, báta, verbúðir o.fl., en landsetar, þ.e. bændurnir, urðu að lána menn til skipsáróðurs á stólsskipunum, auk þess sem þeim bar að annast verkun á fiski stólsins.
En nú kynni einhver að spyrja: Hvaða þýðingu hafði sjávaraflinn úr Grindavík fyrir biskupsstólinn? Þessari spurningu verður best svarað með því að líta á fiskþörf Skálhyltinga og er þá einvörðngu miðað við neyslu þar heima á staðnum.
Af varðveittum heimildum er svo að sjá sem árleg fiskþörf í Skálholti hafi verið 10-11 smálestir. Á árunum 1547-1563 fluttust þangað liðlega 10 smálestir af skerið á ári að meðaltali, minnst 8 en mest 13 smálestir á einu ári. Á fyrri helmingi 18. aldar virðist fiskneyslan hafa verið lítið eitt minni, en á árabilinu 1730-1743 var flutt heim til staðarins hálf níunda smálest á ári að meðaltali. Er athyglisvert, að á þessum árum hefur landskuldarfiskurinn úr Grindavík numið nálægt helmingi af árlegri harðfiskþörf Skálhyltinga og segir það nokkra sögu um þýðingu jarðanna í Víkinni fyrir rekstur biskupsstólsins.
Í Skálholti var jafan fjölmenni, um og yfir eitt hundrað manns þegar allt er talið, og fiskur var meginuppistaðan í fæði vinnufólks og skólapilta. Má í því viðfangi minna á, að á fáfiskisárunum 1685-1704 gerðist það oftar en einu sinni, að illa horfði um skólahald í Skálholti sökum fiskileysis, og eitt árið, 1698, varð að fella niður skóla í marsmánuði og senda pilta heim vegna þess að ekki var til nægur fiskur. Sést mikilvægi harðfisksins í mataræði heima í biskupssterinu ef til vill best af því að á síðari hluta 18. aldar fékk hver skólapiltur harðfisk í tvö mál á rúmhelgum dögum, eða einn gilding yfir daginn. Piltarnir voru að vísu mismargir frá einu ári til annars, en yfirleitt um 30 þegar skóli var fullskipaður.

Slokahraun

Fiskgarðar í Slokahrauni.

Árið 1770 voru skólapiltar 33, og voru þá skammtaðir 33 fiskar alla rúmhelga daga í þær 35 vikur, sem skóli stóð. Það voru 5-6 smálestir yfir skólatímann og lætur nærri að landskuldarfiskurinn úr Grindavík hafi dugað skólapiltum yfir veturinn. Um þetta leyti fengur skólapiltar 1/5 hluta úr fiski í morgunverð á sunnudögum og öðrum bæna- og helgidögum, og urðu það 363 fiskar á 35 vikum. Í Skálholti var jafnan að störfum sérstakur barsmíðamaður og hafði hann það hlutverk að berja harðfisk. Hann barði 32-360 fiska á viku hverri, og á tímabilinu 29. janúar til 26. febrúar 1723 barði hann t.d. 1670 fiska.
Auk alls þess fisks, sem fluttist frá Grindavík til Skálholts var vitaskuld mikið af afla stólsins í Víkinni flutt í kaupstað og selt utan. Fyrir andvirði þess fisks keyptu biskupar ýmsar nauðsynjar, en þótt fiskurinn hafi verið verðmætasta afurðin sem biskupsstóllinn fékk af jarðeignum sínum í Grindavík má ekki gleyma öðru, t.d. viðrekanum, sem notaður var í húsagerð og viðhald heima í Skálholti.
Jarðirnar í Grindavík voru vitaskuld aðeins brot af öllum jarðeignum Skálholtsstóls. Hér verður þess ekki freistað að meta hve mikill hluti af tekjum stólsins á ári hverju kom úr Grindavík, enda skortir nauðsynleg gögn til að það megi gera af skynsamlegu viti. Engum getur þó dulist, að Grindavík var um aldir ein af styrkustu stoðunum undir auðlegð Skálholtsstóls og þeirri menningariðju, sem þar var stunduð.

Ísólfsskáli

Fiskbyrgi við Nótarhól á Ísólfsskála.

Staðarhverfi

Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Hér er gengið um hið síðastnefnda (seinni hluti).

Staðarhverfi

Helgi Gamalíasson sýnir Staðarbrunninn.

Staður, þar sem kirkjugarður Grindvíkinga er nú, var önnur stóra jörðin í Staðarhverfi. Hin var Húsatóptir.
Staður hefur verið kirkjustaður um langa tíð. Árið 1657 voru 7 hjáleigur á Stað; Krókshjáleiga, Beinróa og Brykrukka, Hús Ólafs Sighvatssonar, Hús Daða Símonarsonar, Vestur-Hjáleiga og ein ónafngreind, auk ónafngreindrar í eyði. Árið 1703 voru Sjávarhús, Krókur og Beinrófa hjáleigur og Bergskot 1803. Líklega hefur hjáleigan Sjávarhús áður staðið á Staðarklöpp, hjá lendingunni, en tættum á henni skolaði brott á miklu flóði 1798. Staðarklöpp er svört hraungrýtisklöpp með smá grasbrúsk í kollinn en ógróin að öðru leyti. Hægt er að ganga út í hana á lágsjávuðu, en hún er umflotin á flóði.

Staðarhverfi

Stóra-Gerði.

Krókur stóð vestan við Móakot. Þar eru nú gróin tún, en engar tóftir.
Krukka er forvitnilegt býli. Í sóknarlýsingu 1840 segir: ” Krukka veit ég ei hvernær var lögð í eyði, en þar e rnú lambhús. Eigi er býlið af sandi né sjó eyðilagt og er það í túninu, sem nú er ræktað milli Móakots og Staðar.” “Krubbhóll er fast sunnan við Dægradvöl (lægð neðan við Bring). Sagt er, að á honum hafi fyrir löngu staðið hjáleigan Krubba og dragi hann nafn sitt af henni. Er þar líklega um að ræða sömu hjáleiguna og séra Geir Backman nefnir Krukku í sóknarlýsingu sinni. “Sú staðsetning kemur heim og saman við að Krukka hafi staðið á Krubbhól”, segir í örnefnalýsingu. Brykrubba var ein af hjáleigum Staðar í úttekt frá 1657, segir í Sögur Grindavíkur. Krubbunafnið var einnig til á bæ í Járngerðarstaðahverfi.
Bringur heitir gróinn hryggur, sem liggur í austur-vestur fyrir norðvestan kirkjugarðinn, fast sunnan við þjóðveginn. Lægðin sunnan við hann heitir Dægradvöl og eru í henni steyptar leifar útihúsa frá síðasta bænum á Stað. Fast sunnan við Dægradvöl er hæð eða hóll í túninu, það er Krubbuhóll eða Krukkhóll. Hann er um 70 m vestur af norðvesturhorni kirkjugarðsins, þar sem gamli bærinn á Stað stóð.

Gíslavarða

Gíslavarða.

Beinrófu er getið í úttekt frá 1657 og hjá Árna Magnússyni 1703. Ekki er vitað hvar hún stóð.
Blómsturvellir voru austan í túni skv. sóknarlýsingu 1840. “Þeir voru af sandi eyðilagðir 1800, og sést þar nú lítt til rústanna.” “Skammt austur af kirkjugarðinum var bakki, allstór, nefndur Blómsturvöllur. Hann var fast austan við túnið. Húsatóptir voru austast á Blómsturvelli. hafa þær líklega verið af samnefndu býli. Nú hefur verið sléttað úr Blómsturvelli og var þar nú bílastæði við kirkjugarðinn og tóftirnar því alveg horfnar. Þá nær nýi kirkjugarðurinn aðeins úr á Blómsturvöll.” Blómsturvellir eru taldir í byggð í úttektargerð árið 1774. Þar bjó Jón nokkur Knútsson árið 1783.
Bergskot stóð á háum bala norðan við Stað, og er það nú sjóbúð, segir í sóknarlýsingu 1840. “Bergskot var á Bringnum, í norðvestur frá Stað. Þar voru tveir bæri, sambyggðir, þegar Árni Vilmundarson, f: 1914, og Sigurður V. Guðmundsson, f: 1910, mundur eftir.” Hjáleigan var komin í eyði 1840, en byggðist á ný 1845 til 1848, þá í eyði til 1855 og aftur frá 1866 til 1870. Á síðasta áratug 19. aldar var þríbýli um skeið í Bergskoti, en býlið fór endanlega í eyði 1927.

Túnakort

Staðarhverfi – túnakort 1918.

“Nýibær var utan við Bringinn, nálægt 100 m norður af Bergskoti”, segir í örnefnalýsingu. Á túnkorti frá 1918 er getið um Nýjabæjatættur á blásnu hrauni. Óvíst er hvar bærinn var.
Staður var prestsetur til 1928, en fór í eyði 1964 og þar með Staðarhverfi. “Til forna átti Staður rétt til vatnssóknar í Baðstofu í Húsatóptarlandi. Til endurgjalds áttu Húsatóptir þangfjörutak á Stað.” Á tuttugustu öld byggðust eftirfarandi tómthús í landi Staðar; Merki (1908-43), Lönd (1911-46) og Melstaður (1936-50). Merki stóð á Hvirflum, á mörkum Húsatópta og Staðar, Melstaður skammt vestar og Lönd þar sem nú er ofan við fjárhúsið skammt vestar.
Árið 1840 var á Stað “mikið slétt og gróandi yfrið fögur tún; eru þau sandoprin afarmiklu sandfoki af öllum vindum frá útnorðri til landsuðurs, við hvað þau árlega skemmast og til þurrðar ganga.

Staðarvör

Staðarvör.

Við aldamótin voru af þeim vel fóðraðar 4 kýr, en nú á dögum gefa þau ekki af sér fóður fyrir 1 kú, þó vel í ári láti, og verður því að afla þess, á vantar, kjarna úr fjöru og lyngi úr heiði. Af sjóar ágangi er túninu líka mikill skaði búinn að sunnnaveðrum og brimi. bera þau enn að sönnu menjar eftir mikla flóðið 1799, og munu þó aðrar enn yngri vera. Fáir eru kostir við jörð þessa, nema ef telja skal trjáreka, að hverjum eru þó mikil áraskipti, og allgóða fjárgöngu á vetrardag í fjörunni. En þess fleiri mætti telja hennar ókosti, t.d. í áföllum af feykilegum foksandi, sem og líka sjóargangi í stórflóðum. Aldeilis engin hagabeit á sumardag, hvorki fyrir sauðfé, kýr né hesta, hverjir við minnstu brúkun horast niður af hagaleysi, en búsmali allur þá í sel rekinn, að eigi tapist hé rheima né verði mönnum ónýtur fyrir fóðurleysi eða gangi á túnum manna. Vatnsskortur er hér líka mikill, og eigi vatn að fá handa fénaði nema úr undir Staðarbergi, í gjá, sem fellur að og út í.”

Staðarhverfi

Gengið um Staðarhverfi.

Árið 1925 gekk sjór langt upp á Staðartún, flæddi næstum upp að kirkjugarði, braut stórt skarð í malarkambinn og gróf sig þar niður í mold “svo túnið er nú með öllu varnarlaust fyrir hverju venjulegu stórstraumsflóði.”
Bærinn á Stað stóð eina 4-500 metra upp (norðvestur) frá sjó og var túnið að mestu sjávarmegin við hann. Gamli torfbærinn var við norðvesturhorn kirkjugarðsins austan við steyptar rústir, sem þar eru.
“Grunnur og tröppur steinhússins (byggt 1938) sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð (endurbyggður 2005). Skv. munnlegri heimild (Ólafur Gamalíelson, uppalinn á Stað) stóð síðasti torfbærinn bið NV-horn núverandi kirkjugarðs. Tóftirnar eftir torfbæinn voru sléttaðar út fyrir nokkrum árum, en traðirnar eru enn greinilegar norðan við kirkjugarðinn.” Úttekt á bænum Stað frá 1657 er pr. í Sögu Grindavíkur og fylgir tilgátuteikning af húsaskipan. Á sama stað og bæjarhóllinn var var byggt steinhús árið 1938 og hefur það líklega raskað hólnum, ef nokkur hefur verið.

Staðarhverfi

Klukknaport í Staðarkirkjugarði. Gamla kirkjuportið h.m.

“Kirkjugarðurinn er í túni suðaustan við bæinn og er ekki nema 2-3 m á milli skemmunnar og hans.” Þann 26. september 1909 var ný kirkja vígð að Járngerðarstöðum og tók sú við af Staðarkirkju, sem þá var aflögð.
Garðurinn var sléttaður að hluta, en mörg leiðanna sjást vel. Kirkjan, sem var í norðvesturhorni kirkjugarðsins, þar sem nú er greinileg bunga á honum. Hún er um 8×8 m að stærð og á henni miðri eru tveir flatir legsteinar. Á eystri steininum má greina letur, þó svo afmáð að ómögulegt er að lesa það. Á hinum vestari er ekki að sjá neitt letur. Engar leifar eru af sjálfri kirkjunni. Umhverfis kirkjugarðinn er torf- og grjóthlaðinn garður. Hann er mest um 0,7 m á hæð og umför grjóts eru um fjögur. Klukknaportið er úr timbri, en hefur nú verið endurnýjað (2005). Í því er klukka, sem á er letrað; SS. Anlaby 1898 Hull. Það er skipsklukkan úr Anlaby, togara frá Hull, sem fórst með allri áhöfn við Jónsbásakletta aðfaranótt 14. janúar 1902. Saga skipstjórans tengist átökum Hannesar Hafsteins við landhelgisbrjóta í Dýrafirði, manntjóni og vofleiflum dauðdaga hans ofan við Jónsbása.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – brunnur. Helgi Gam.

Í Brunndal er brunnur. Í sóknarlýsingu 1840 segir; “..en brunnur er grafinn syðst í túninu, hvar af neyzluvatn er tekið; er það vatnsslæmur sjóblendingur.” Í örnefnaskrá segir: “Skammt suður af (Hundadal) er Brunndalur, slétt flöt neðst í túni. Liggur hann frá austri til vesturs næst sjávarkambinum. Lægðin nefnist Dægradvöl. Þótti góð dægradvöl að slá hana. Í suðurjaðri Dægradvalar lét Brynjólfur Magnússon grafa mikinn brunn árið 1914. Í úttekt, sem gerð var á Stað 16. júli 1948 er brunninum lýst þannig: “Brunnur byggður og tilbúinn ár 1914 að dýpt 23 fet, að þvermáli 6 fet, mjókkandi niður, hringhlaðinn að innan og hleðslan sementeruð ofan frá og niður að klöpp, en tekur við fyrir neðan miðju. Steynsteyptur kragi er í kringum brunninn ofan jarðar og yfir sjálfu brunnlokinu þar úr plönkum með hlera. Öflug vinda er til upphölunar á vatninu. Brunnurinn með öllum útbúnaði er í óaðfinnanlegu lagi.” Brunnurinn hefur nú verið gerður upp.

Staðarhverfi

Letursteinn í kirkjustað.

Kvosin vestan við rústirnar af Kvíadalsbænum heitir Brunndalur. Þarna var fyrrum Kvíadalsbrunnurinn, sem Staðarbændur sóttu áður vatn sitt í, en hann er nú löngu horfinn í sjávarkambinn.
Móakot var hjáleiga frá Stað. Kastalalaga steinhúsið í Móakoti (byggt 1931), sem margir núlifandi muna eftir, var nýlega rifið. Fyrst er getið um byggð í Móakoti 1822, en býlið fór í eyði 1945. Árin 1869-70 voru tvö Móakot; efra og neðra. Móakot stóð á svipuðum stað – þó ekki sama – og Krókur á 18. öld og má líta á Móakot sem framhald byggðar í Króki, eins og segir í Sögu Grindavíkur.
Móakot var vestur af Staðartúni. Garður var á milli túnanna, en hann er nú að mestu horfinn og túnin sameinuð. Enn sést þó í suðurendann á honum, en gróið er yfir hleðslurnar. Eftir standa garðhleðslur og tóftarbrot útihúsa.

Staðarhverfi

Litla-Gerði.

Garðar voru hjáleiga frá Stað. Getið er um mann fæddan í Stóragerði 1745, en búskapar þar er fyrst getið 1786 og var búið þar til 1919. Litlagerði hét hjáleiga, sem braut í Básendaveðrinu 1799, en 1851 er aftur byggð hjáleiga með því nafni og var þar búið til 1914. Garðabæirnir, eða Gerðabæirnir, eru á Gerðistöngum suðaustur af Stað.
Staðargerðir eða Stóragerði stóð niður á Gerðistöngum. Venjulega var það bara nefnt Gerði. Tóftir Stóragerðis eru enn bæði miklar og greinilegar. Norðan við þær eru gróin tún, en sunnan við þær tekur við stórgrýttur sjávarkambur. Bæjarrústirnar bera enn glöggan vott um híbýli og húsaskipan. Heim að þessum fornu, grónu rústum liggja fagurlega hlaðnar traðir í mjúkum boga. Fram af bænum hefur verið traustlega hlaðinn kálgarður. Á bæjartóftunum sést að þetta hefur veruð reisulegur bær og rúmgóður. Steinlímdir kampar baðstofunnar standa að nokkru leyti enn og bera þögult en greinilegt vitni um mannfólk fortíðarinnar á þessum bæ, segir í Staðhverfingabókinni “Mannfólk mikilla sæva”. Útihús er austast í Stórageristúninu.

Staðarhverfi

Við Stóra-Gerði.

Brunnur er um 10 m norðaustan við þar sem traðirnar sveigja suður á milli kálgarðsins og Stóragerðistóftanna. Hann er um 1,5×1 m aðs tærð og tæplega 1 m á dýpt. Hann er grjóthlaðinn, en hleðslurnar eru mikið hrundar.
Við norðurenda traðanna að Stóragerði eru leifar túngarðs, sem liggur austur-vestur. Að vestan er hleðslan um 12 m löng, en sveigir þá til norðurs um 100 m. Hleðslurnar eru fallnar að mestu leyti.
Við Staðarbæina voru miklir, háir og breiðir steingarðar. Þeir voru flestir fluttir á brott með vörubifreiðum þegar höfnin í Járngerðarstaðarhverfi var byggð.
Litlagerði braut, sem fyrr sagði, í Básendaflóðinu 1799. Tóftir af bænum má þó enn sjá á töngunum fyrir vestan Stóragerði. Í Litlagerði var þurrabúð. Aðeins er lítið tóftarbrot eftir af býlinu, en sjórinn hefur að mestu eyðilagt aðrar minjar.

Staðarhverfi

Kvíadalur.

Kvíadalur var hjáleiga og tómthús frá Stað. Getið er um menn fædda í Kvíadal 1767 og 1786 og þar var búið skv. manntali 1801, en býlið virðist hafa lagst í eyði eftir það og ekki verið byggt á ný fyrr en 1829 til 1833, en þá aftur í eyði til 1845. Sú byggð stóð aðeins í eitt ár, en aftur var búið í Kvíadal 1847 og svo samfleytt til 1919 að býlið lagðist endanlega í eyði. Tóftir Kvíadals eru allnokkrar og standa suður af Stað. Norðan við þær eru gróin túnin á Stað. Tóftirnar eru um 15×12 m að stærð og skiptast í a.m.k. sex hólf. Op eru greinileg á öllum hólfunum, þrjú til vesturs, tvö til suðurs og eitt til norðurs.
Hvirflavörður eru á Hvirflum, hæðardragi milli Staðar og Húsatópta. Sypsta sundvarðan er á sjávarbrúninni fast vestan við bryggjuna. Hin er um 150 m ofar. Vörðunar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli fyrrnefndu bæjanna.

Staðarhverfi

Bryggjan í Staðarhverfi.

Draugagjá er annað nafn á Sandgjá, svartri og dimmri er liggur þvert yfir Hvirflana (á merkum Staðar og Húsatópta). Nú er hún nær full afs andi. “Þjóðvegurirnn um Reykjanes liggur þvert á gjána, en lítið mótar fyrir henni þar sem hún er nær full af sandi. Þó sést til hennar um 300 m norðaustur af bæjarstæðinu, fast norðan vegarins, sem lítið kletabelti í norðaustur-suðvestur.”
Bindiskeri er lýst í sóknarlýsingu 1840: ” …þriðji boltinn, úr hverjum hringurinn er farinn, er á Staðarlóð í skeri austur af Sjávarhúsum. Var kaupskipið þannig bundið á þrjá vegu, en atkerum varpað fram af því, og horfði svo á sjó út í landsuður.” Norður af eystri enda Staðarklappar er Vatnstangi, kúptur hryggur út í sjó, og braut á honum þegar alda var. Bolti með hring í er í Vatnstanga, í skeri, sem heitir Bindisker. Er hann á móti þeim, sem var í Barlestarskerjum í landi Húsatópta,” segir í örnefnalýsingu. “Utan við Staðarklöpp er lítil klöpp, Vatnstangi, slétt að ofan og í henni miðri stendur járnbolti, ferkantaður, ca. 6″ á kant og með ca. 4″ gati í uppendanum. Utan með boltanum hefur verið rennt blýi.” Bolti þessi er talinn vera frá kóngsverslunartímanum, þegar skipin voru, sem kallað var, svínbundin. Hann var friðlýstur 1930.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Þvottaklappir nefnist þar sem ferskt vatn vætlar undan klettunum norðaustan Bjarnasands. Þar skoluðu húsfreyjurnar í Merki og á Löndum þvott sinn og þvoðu ullina. Voru klappirnar því nefndar Þvottaklappir. Þær eru fast suðvestan við Hvirflavörðuna.
Norðan í Staðarklöpp er Skökk, lítil vör. “Mun nafnið dregið af því að ekki er hægt að róa beint inn í hana úr Staðarsundinu, heldur verður að taka á sig mikinn sveig,” segir í örnefnalýsingu. “Þar var fiskurinn stundum tekinn á land þegar vel stóð á sjó,” segir Gísli Brynjólfsson í riti sínu um Staðhverfinga. Að norðanverðu í Staðarklöpp voru í raun tvær varir; Skökk og Litla-Vör. Staðarklöpp er svört grágrýtisklöpp með smá grasbrúsk í kollinn, en algerlega ógróin að öðru leyti. Skökk er norðan í henni.

Staðarvör er fast norðan við Staðarklöpp, flórlögð upp í sandinn. Ekki er vitað með vissu hvenær hún var gerð, en talið er sennilegast, að það hafi verið rétt upp úr aldamótunum 1900.

Staður

Festarkengur.

“Í Staðarvör voru bátarnir settir upp á land,” segir Guðsteinn Einarsson. Austan við Staðarvör er sandfjara. Flórinn er hellulagður stórum flötum steinum. Hann er um 50 m langur og um 10 m breiður. Eftir flórnum voru bátar dregnir á land.
Flæðikrókar eru ofan við Staðarmalirnar. Í framhaldi af Flæðikrókunum er nokkurt graslendi. Þar eru tveir hólar, nefndir Stekkjarhólar. Fram af þeim eru klappir fram í sjó, nefndar Stekkjarnef, allbreitt. Sjór flæðir upp á það framan til. “Norðvestan við Stekkjarhóla er dálítill pollur, nefndur Vatnsstæði,” segir í örnefnalýsingu. Nöfnin benda til þess að þarna hafi stekkur Staðarprests verið fyrir eina tíð þótt nú sjái þess engin merki. Engar tóftir eru við Stekkjarhóla og ekki ólíklegt að þær séu fyrir löngu komnar undir sjávarkampinn.

Staðarberg

Staðarberg – Bergsendi ofan Ræningjaskers.

Ræningjasker er fram af Staðarmölum, alltaf upp úr sjó. “Þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627 lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker,” segir í örnefnaslýsingu. Ræningjasker er skammt austan við eystri Staðarbergsendann, stakt, stórt og mikið.
Tyrkjavarðan er á hraunhól ofan og vestan við Stað. Við hana er kennd sú sama þjóðsaga um Tyrkjana og um Nónvörður skammt austar. Segir sagan að á meðan varðan stendur mun Grindavík óhætt.
Hróabásar eru við vestari Staðarbergsendann, austan við Mölvík. Í þeim var flóruð vör, sem bendir til þess að þarna hafi eitt sinn verið útræði, en um það eru engar skráð heimildir.

Háleyjar

Háleyjar – tóft.

Fyrir innan Krossvíkur tekur við Háleyjaberg og þá Háleyjar. Þar voru talin góð fiskimið skammt undan landi. Rústir eða tóftarbrot er upp á kampinum. Þær gætu bent til þess að þarna hafi fyrrum verið útræði. Um sjósókn frá Háleyjum eru þó engar öruggar heimildir. Húsatóptamenn áttu sölvatekju í Háleyjum og gætu minjarnar verið eftir þá. Í skýrslu Brynjúlfs Jónssonar frá árinu 1903 segir: “Þar er ágætur lendingarstaður. Skammt vestur frá Krossvíkum, en á landi er þar hraun eitt og ekkert einkennilegt. Að eins er þar ofurlítil rúst eftir sjóbúð, sem byggð var seint á 18. öld. Þá gjörði Grindvíkingur einn, er Jón hét, bæ í Vatnsfelli, þar sem nú er bær vitavarðar, og hafði útræði frá Háleyjum. En það er langt frá Vatnsfelli, og gat hann ekki sótt sjó aðheiman. Því byggði hann búðina. En honum reyndist ókleyft að lifa á þessu nýbýli sínu, og fór þaðan aftur eftir 2 ár. Síðan hefir Háleyjalending ekki verið notuð.” Í Háleyjum átti Staðarkirkja hálfan viðreka við Viðeyjarklaustur og “hefur sá helmingur fylgt Húsatóptum fyrir þá almennilegu leiguna, sem annars af jörðinni gengur.” “Í Háleyjum skal hafa verið bær”, hafði Árni Magnússon eftir Ryjólfi Jónssyni á Þórkötlustöðum og öðrum gömlum Grindvíkingum árið 1703.

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga. Mölvík ofar.

“Skarfasetur heitir hin ysta tá á Reykjanesi. Þar austur frá er kallað Rafnkelsstaðaberg og þá Háeyjahæð,” segir Magnús Grímsson í ritgerð sinni um fornleifar á Reykjanesi. Annað nafn á Rafnkelsstaðabergi er Krossvíkurberg. Ekki er vitað til þess að bæjarnafnið Rafnklesstaðir hafi verið til í Grindavíkurhreppi.
Í Mölvík er 1703 sagður hafa staðið bær og vatnsból þar hjá. Í Mölvík er fiskeldisstöð í eyði. Engar minjar hafa fundist þar.
Í Chorographiu Árna Magnússonar 1703 segir að Sandvík hafi verið eign Staðarkirkju og þar “skal hafa verið bær”. Um 1860 segir Gísli Brynjólfsson að þar sé “talið að hafi verið verbúð, jafnvel bær, fyrir eina tíð, enda má þetta kallast eitt af fáum byggilegum stöðum á þessum sandauðnum.”

Krossavíkur

Krossavíkur.

“Í Krossvík skal hafa verið bær”, hafði Árni Magnússon og eftir gömlum Grindvíkingum. Brynjúlfur Jónsson telur að örnefnið bendi til byggðar þar áður en hraun runnu þar.
Herkistaðir er næst Skarfasetri. Þá á að hafa verið bær. Þar er þó engin fjara, en á Skarfasetri halfa menn að hafa verið kirkja Reyknesinga og það fremst á nesinu. Segja menn kirkjuna þaðan færða til Staðar í Grindavík og Grindvíkinga til forna hafa sótt kirkju til Hrauns. “Þess bæi meina menn til hafa verið alla áður en nesið brann. En nú er ekkert til baka nema brunahraun og sandar og þar engum manni byggjandi.” Þetta hafði Árni Magnússon eftir Eyjólfi Jónssyni á Þórkötlustöðum og fleiri gömlum Grindvíkingum 1703. Ljóst er að enn vita gamlir Grindvíkingar ýmislegt um byggðalagið, sem öðrum er hulið eða ókunnugt um.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning 2002 – FÍ.
-Saga Grindavíkur.
-Örnefnalýsing.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur – ÓSÁ.

Húsatóptir

Gengið var frá Markhól austast í landi Húsatópta vestan Grindavíkur, um Stekkjartún, Vörðunes, Arfadal og Kóngshellu út að Hvirflum. Þá var ofanlandið skoðað, s.s. Nónvörður, Hjálmagjá og Baðstofa, auk hinna gömlu tófta á Húsatóptum.

Húsatóftir

Nónvarða ofan Húsatófta.

Austast í Tóptarlandi eru brunnarnir, s.s. Tóptarbrunnur og Stakibrunnur, en vestast í Járngerðarstaðahverfi eru Gerðabrunnar eða Gerðavallabrunnar. Grindvíkingar kölluðu og kalla ferksvatnstjarnirnar ofan við sjávarkambinn brunna. Sjávarfalla gætir í brunnum þessum sem og í nálægum gjám, s.s. Bjarnagjá, sem er á mörkunum, og Baðstofu.
Hverfin í Grindavík eru þrjú; Þórkötlustaðarhverfi austast, Járngerðarstaðarhverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Hér er gengið um hið síðastnefnda (fyrri hluti).

Húsatóptir

Húsatóptir -Vindheimar; túnakort.

Húsatóptir, þar sem golfvöllur Grindvíkinga er nú, var önnur stóra jörðin í Staðarhverfi. Hin var Staður. Árið 1703 voru Húsatóptir konungsjörð og lá til Viðeyjarklausturs. “Selstöðu hefur jörðin lángvaranlega haft þar sem heitir á Selsvöllum, er þángað bæði lángt og erfitt að sækja.” Hjáleigur voru Kóngshús og Garðhús. Árið 1936 var jörðin seld “með fleiri kóngsjörðum þetta ár, fyrir 630 ríkisdali í silfri til þáverandi landseta. Höfðu Viðeyingar hér áður útræði (1847). Til forna átti Staður rétt til vatnssóknar í Baðstofu í Húsatóftalandi. Til endurgjalds áttu Húsatóftir þangfjörutak á Stað. Kaupstaður var á Húsatóptum og var lent við Kóngshellu. Jörðin fór í eyði 1946. Fimm tómthúsbýli voru byggð í landi Húsatópta á árunum 1906-1934; Dalbær (1906-46), Vindheimar (1911-34), Blómsturvellir (1914-22), Hamar (til 1930) og Reynistaður (1934-38). Vel má sjá móta fyrir öllum þessum býlum í vesturjaðri golfvallarins sunnan Húsatópta.

Húsatóftir

Húsatóftir – byggt 1930.

Árið 1703 var túnið á Húsatóptum mjög spillt af sandi og “enn hætt við meiri skaða”. Engvar öngvar og mestallt landið hraun og sandi undirorpið. Árið 1840 var hins vegar önnur lýsing gefin af Húsatóptum: “Mörgum þykir fallegt á bæ þessum því þar eru stór tún, slétt og fögur, þegar í blóma standa, eru þau og allvel ræktuð.”
“Bærinn stóð spottakorn frá sjó, á háum og víðsýnum fleti”, segir í sóknarlýsingu. Á túnkorti frá 1918 eru sýndar tvær húsaþyrpingar, en tvíbýli var á Húsatóptum. Tóftir gömlu bæjanna eru þar sem nýrra íbúðarhúsið stendur nú, uppi á brekkunni ofan vegarins. Annars eru tóftir fyrir austan húsið og hins vegar um 15 m vestan þess. Tóftirnar eru enn greinilegar að hluta, en sléttað hefur verið fyrir golfvellinu allt umhverfis þær. Nýja húsið er stendur neðar, var byggt 1930 af Einar Jónssyni og sonum hans. Það hýsir nú Golfklúbb Grindavíkur.

Húsatóptir

Húsatóptir – sjá má torfbæinn v.m.

“Frá þeim tíma [þ.e. verslunarinnar] er gólfið þar í bæjardyrunum steinlagt með tígulsteini. Er líklegt að Kaupmannshúsin hafi verið rifin þegar verzlunin lagðist niður, en svo aftur byggður bóndabær í “tóptum” þeirra, og fengið þar af nafnið, sem hann hefur nú”, segir Brynjúlfur Jónsson í grein frá árinu 1903. Íbúðarhús úr steini var byggt á bæjarhólnum 1930, en fram að því hefur verið þar toftbær. Hús voru byggð 1777 með “binding úr torfi og grjóti að utan en göflum úr timbri”. Einnig var þar íbúðarhús beykisins, byggt 1779, “með veggjum úr torfi og grjóti, enm þaki úr timbri”. Eldra íbúðarhúsið er nú stendur að Húsatóptum, byggt 1930, stendur neðar og vestar en tóftirnar. Það hýsir nú golfskála Grindvíkinga. Tóftirnar fast austan við nýja íbúðarhúsið eru á hól. Þær eru tveggja hólfa, en á milli hólfanna er steyptur pallur. Um 20 m norðaustan við tóftirnar eru leifar húss eða kálgarðs.

Húsatóftir

Efri-Sundvarða austan Húsatófta.

“Hjáleigan Kóngshús stóð niður við Húsatóptarvör”, segir í Sögu Grindavíkur. Fast vestan Tóptarvarar er stór klöpp, sem á standa rústir sjóhúss. Er líklegt að hjáleigan hafi verið á svipuðum stað. Klöppin er alltaf upp úr sjó, en getur verið mikið umflotin á flóði. Hún er grasi gróin að hluta. Ekki eru aðrar tóftir á klöppinni en steypurústin, en sunnan í klöppinni standa tveir fúnir timburstaurar úr sjó.
Hjáleigan Garðhús var til 1703. Í Sögu Grindavíkur segir að ekki sé ljóst hvar hjáleigan, sem nefnd var Garðhús, stóð.
Stekkjatún er norðan Jónsbásakletta. Í örnefnaskrá segir að Markhóll, gróinn hóll, sé austast á mörkum, en vestan við hann er Hvalvík. Vestan Hvalvíkurkletta er Jónsbás, u.þ.b. 80 m breiður. Vestan Jónsbáss er hár malarkambur, kallaður Stekkjatúnskambur. Tóftabrunnar, sjóvatnstjarnir, eru fast vestan við gamla veginn, vestan við Bjarnagjá, vatnsfyllta gjá fast austan við Markhól. Þá er Stekkjartúnsbarð og þá kemur Stekkjatún vestan þess. Ofan við Stekkjatún er Stakibrunnur.

Húsatóftir

Baðstofa.

Þann 14. janúar 1902 sigldi enski togarinn Anlaby í strand við Stekkjartúnskamp og fórst öll áhöfnin.Vestan við Stekkjartúnskamp eru klettabásar, nefndir Sölvabásar. Vestan við Sölvabása skagar tangi fram í sjó. Heitir hann Vörðunes, en er í daglegu tali nefndur Vörðunestangi. Beint upp af honum, u.þ.b. 1 km, er stór hlaðin varða. Tvær vörður með dálitlu millibili stóðu á bakkanum tæpum 200 austan við Vatnslón. Vörður þessar heita Sundvörður. Efri varðan er um 800 m austan við bæjarhólinn á Húsatóptum, í uppgrónu hrauni.  Í örnefnaskrá segir að “þegar þær bar í háan hraunstand í háhrauninu og í Höskuld, hnjúk austan í Þórðarfelli, þá var verið á réttu Djúpsundi. Var því miði haldið, þar til Hvirflavörður bar saman á Snúningnum. Þá var sveigt til vinstri inn á Staðarvík, en þaðan var greið leið inn í Staðarvör og Tóptarvör, þótt brimhroði væri. Snúningur var nefnt, þar sem beygjan var tekin, og talað var um að vera komin á Snúning.” Varðan er hlaðin úr hraungrýti og er um 2 m á hæð. Hún er mest um 1,5 m í þvermál og umför grjóts eru um tíu. Neðri varðan er skammt austan við þar sem hús fiskeldisins standa nú (suðvestar).
Þvottaklappir eru vestan við Vatnslónsvík, vestan við Vatnslónskletta. Á þeim eru daufar uppsprettur. Þær draga nafn sitt af því, að þegar lágsjávað var, rann þarna mikið vatn niður í fjöruna og var farið þangað með þvott frá Húsatóptum og hann skolaður. Var það kallað “að fara í Vötnin”. Vatnslónsvík er fyrir suðvestan fiskeldið.

Húsatóftir

Húsatóftir – fiskibyrgi.

Tóptarklöpp er stærst klappanna. Hún er um 100 metra norðaustur af steyptri bryggju og er vestasti hluti skerjatangans, austan við grónu klöppina, sem steypta sjóhúsarústin stendur á. Á henni voru fiskhjallar áður fyrr. Guðsteinn Einarsson segir að þar hafði lengi staðið sjávarhús frá Húsatóptum, en þau voru farin af fyrir síðustu aldamót (1900) og þá komin upp á bakkann fyrir ofan. Tóptarvör er vestan Tóptarklappar, vestast í Garðsfjöru. Búðasandur tekur við af henni til vesturs. Vörin er á milli Tóptarklappar og grónu klapparinnar, sem steypta rústin er á.
Barlestarsker er beint niður af Húsatóptum, millli Þvottaklappa og Garðsfjöru, í Vikinu. Skerið er skerjatangi syðst í Garðsfjörunni. Ef tekið er mið af klöppinni með steyptu rústinni er Tóptarklöpp austan við hana, en Barlestarsker sunnan við hana. Þau eru tvö. Þar munu verslunarskipin hafa tekið barlest. Í öðru Barlestarskerinu var festarbolti gegnt öðrum í Bindiskeri í Vatnstanga í landi Staðar.

Staður

Staður í Grindavík. Hafnarkort Dana frá einokunartímanum.

Keðja mun hafa legið þvert yfir víkina milli festarboltanna og voru verslunarskipin á dögum kóngsverslunarinnar svínbundin við keðjuna, þar sem þau lágu á víkinni. Svínbundið var þegar skip var bundið bæði aftan og framan langsum á keðjuna, þannig að hlið lægi að henni.
Boltinn í Barlestarskeri var stór, fleygmyndaður með auga í efri endanum. Hann var lengi notaður sem hestasteinn á hlaðinu á Húsatóptum, en er nú sagður vera í garði húss í Járngerðarstaðahverfi. Festarboltinn á Bindiskeri er enn á sínum stað. Í lýsingu Brynjúlfs Jónssonar frá 1903 segir “að skipin hafi verið bundin á þrjá vegu við járnbolta, sem festir voru í klappir. Tveir af þeim voru í Húsatóptalandi, en einn í Staðarlandi. Jón bóndi Sæmundsson á Húsatóptum lét, nálægt 1850, taka upp báða þá boltana, sem í hans landi voru og færa heim til bæjar. Var annar hafður sem hestasteinn”.

Húsatóftir

Brunnur við Húsatóftir – Erling og Helgi Gam.

Búðarhella er upp af Kóngshellu. Næstur er Búðasandur er tekur við af Garðsfjöru allt frá Tóptarvör. Danska verslunarhúsið stóð á litlum hól, u.þ.b. 80 m upp af Tóptarvör. Ennþá sést móta fyrir grunni þess. Í sóknarlýsingu1840 segir: “Stóðu höndlunarhúsin niður við sjó nálægt Hvirflunum, en kaupmenn bjuggu heima á Húsatóptum.” Á innri klöppinni (ofan við Kónshellu), sem er mun hærri, hafði krambúðin síaðst staðið. Þar stóð enn fisksöltunarhús Húsatóptarmanna er þar var róið 1865 og 1866. Þar á klöppini var aflanum skipt eftir róðra og gjört að fiskinum. Líklega er hóllinn, sem talað er um hóll sá, sem sumarbústaðurinn Staðarhóll stendur nú. Fast sunnan við hann er Búðasandur.

Verslun var í Grindavík áður, en hætt var við hana snemma á 18. öld. Höfnin var rétt við prestsetrið Stað, við hólma, sem hjallur var á.

Húsatóftir

Minjar dönsku einokunarverslunarinnar á Húsatóftum.

Skipin lágu milli hans og Barlestarskers. Verslunarhúsin stóðu á Búðartanga, en nú er tanginn að mestu brotinn af brimi. Þegar grafið var þar fyrir löngu fannst þar lóð, 100 pund að þyngd, sem bar merki Kónsghöndlunar. Þar finnast enn krítarpípur ef vel er leitað. Búðin var byggð 1779, einnig eldhús með múraðri eldstó og Gamla pakkhúsið (sennilega eldri verslunarbúð). Verslun var tekin upp á ný í Grindavík árið 1664, en hafði fram til 1639 verið í Járngerðarstaðalandi. Kaupmenn “fluttu sig um set vestur í Arfadal í landi Húsatópta. Þar var ráðist í umtalsverðar framkvæmdir og á uppdrætti, sem Kristófer Klog gerði af Grindarvíkurhöfn árið 1751 má sjá verslunarhús niðri við ströndina. Þau stóðu skammt frá svonefndum Hvirflum, sem heita Búðarsandur…”, segir í Sögu Grindavíkur. Á uppdrættinum sést tvílyft hús, talið vera krambúðin, sem reist var 1731, og minna hús sambyggt við austurendann. Þetta hús mun hafa staðið fram undir lok 18. aldar, en 1779 hafði ný krambúð verið byggð.
Kaupsigling var í Staðarvík til 1745, en eftir það var aðeins siglt til Básenda, þó ennþá væri verslað í húsunum í grindavík. Árni Jónsson keypti húsin á Búðasandi 1789, krambúð, eldhús og “gamla pakkhús”, en hann varð gjaldþrota 1796 og lagðist þá verslun alveg af í Grindavík. Verslunarhúsin voru rifin 1806.

Prestastígur

Prestastígur.

Í Arfadal, neðan við túnið á Húsatóptum, eru Pípuklettar. Neðan þeirra, með sjávargötu frá Húsatóptum, er lítill klettur (gróinn hóll), sem Pústi heitir. Þar hvíldu menn sig gjarnan, er sjófang var borið heim. Nú er Pústi í golfvellinum.
Út undir Hvirflum eru klettar, sem heita Háavíti og Lágavíti. Í þeim eru mörg grjótbyrgi, og var fiskur þurrkaður a þeim, áður en söltun kom til. Í hrauninu fast norðan við þjóðveginn eru margir greinilegir grjóthlaðnir hleðslugarðar. “Þá notuðu m.a. Skálholtsmenn til að herða fisk sinn”, segir Þorvaldur Thoroddsen í Ferðabók sinni.
Vestur af Húsatóptum er landið nokkuð hærra og heita Hæðir suðvestur af bænum. Á þeim eru Nónvörður, eyktarmark frá Húsatóptum. Vörðurnar eru tvær og standa á hárri ógróinni hraunbungu norðan við þjóðveginn. Fremri varðan sést greinilega frá veginum.

Húsatóftir

Húsatóftir – ein Nónvarðan.

Sagan segir að “þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo fyrir um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini.” Hefur það orðið að áhrínisorðum, enda standa Nónvörður enn, auk vörðunnar á Nónhól skammt vestar, í Staðarlandi.
Árnastígur er sunnan við Klifgjá, vestast í jarði hennar, austan við túnið á Húsatóptum, vel rudd braut um apalhraun. Gamli vegurinn milli Staðarhverfis og Keflavíkur lá um Árnastíg og Klifgjá, þar norð-austur af er Þórðarfell. Um gjána lá svokallað Klif, snarbratt niður í hana. Er það hálfgert einstigi og illt yfirferðar með klyfjahesta, segir í örnefnaskrá. Syðsti hlutinn var bæði kallaður Staðar- og Tóptarvegur. Norðan Stapafells, kom gatan inn á svonefndan Járngerðarstaðaveg á landamerkjum Njarð- og Grindvíkinga. Leiðin er um 16 km löng.

Húsatóptir

Fuglaþúfa ofan við Húsatóptir.

Prestastígur er gömul þjóðleið milli Húsatópta og Hafna. Hrafnagjá er vestur af Grýtugjá undir jaðri Eldborgarhrauns. Yfir gjána er hlaðin brú þar sem hún er um 2 m á dýpt. Hleðslan er úr hraungrýti og mjög heilleg, um 2 m breið og um 4 m löng. Frá Hrafnagjá er einstigi um hraunið frá Sauðabæli út í Óbrennishóla.
Líklega er þar að finna svonefndan Hamrabóndahelli, sem mikið er búið að leita að. Troðningur þessi er fær öllum þótt slæmur sé, segir í örnefnaskrá. Gatan liggur í norðvestur upp frá vestanverðu túninu á Húsatóptum. Nú er upphaf götunnar sett við þjóðveginn austan Húsatópta, en golfvöllurinn hefur verið lagður yfir hana næst bænum.
Frá túninu túninu á Húsatóptum að Eldvörpum liggur gatan um mosagróið hraun, mjög úfið á köflum. Norðan Eldvarpa er landið sléttara, grónara og auðveldara yfirferðar. Leiðin er vörðuð svo til alla leiðina og eru flestar vörðurnar miklar og breiðar og vel uppistandandi. Hún er um 12 km.

Húsatóttir

Refagildra við Húsatóttir.

Skothóll, allhár og gróinn með fuglaþúfi í toppinn, áberandi í landslaginu. Hann er vestast í Tóptarkrókum. Hóllinn er á mörkum Húsatópta og Staðar. Skothólsgjá liggur eftir endilöngum hólnum (um 1 m djúp). Á Skothól hefur líklega verið legið fyrir tófu.
Útilegumannabyrgi eru í sunnanverðu Sundvörðuhrauni. Um þau er fjallað sérstaklega í annarri FERLIRslýsingu.
Byrgjahólar eru vestan við Tóptartúnið. Eru þar mörg hlaðin byrgi frá þeim tímum er allur fiskur var hertur. Byrgin, sum heilleg, eru ofan við Hjálmagjá. Þau eru yfirleitt kringlótt og hlaðin í topp. Á þeim voru lágar dyr, vafalaust til að stórgripir kæmust ekki inn í þau. Byrgin voru hlaðin úr stórgrýti og blés vel í gegnum þau. Fiskurinn var hengdur upp á slár inni í byrgjunum. Aðeins eitt byrgjanna er enn vel heillegt og uppistandandi að hluta.

Húsatóptir

Fiskbyrgi ofan Húsatópta.

Baðstofa er norðaustur af Tóptartúni, mikil gjá, 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar um 9 faðmar, segir í örnefnaslýsingu. Baðstofa er um 300 m austur af bæjarhólnum. Í gjána var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott.

Húsatóftir

Refagildra við Húsatóftir.

Svo sagði Lárus Pálsson hómapat, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestur hafi fengið að sækja vatn í Baðstofu gegn því, að Húsatóptarbændur fengju að taka söl í landi Staðar. Gjáin er mjög djúp niður á vatnsborðið, en ekki nema um 3 m breið. Mikill gróður er í henni víða. Brú liggur yfir gjána þar sem vatni er dælt úr henni, en vatnið er bæði notað til vökvunar á golfvellinum og í fiskeldinu sunnan vegarins. Gegnumstreymi er á vatninu í gjánni. Skammt ofan gjárinnar er hlaðin refagildra.

Hjálmagjá er norðvestast (efst) í túni Húsatópta, grasi gróin í botninn. Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsa með dýrlegum ljóshjálmum, sem bárum mjög af lýsiskolum í mannheimi. Sást þá oft huldufólkið úr Hjálmagjá leika listir sínar á skautum í tungsljósinu (.þe.a.s. í lægð í Húsatóptatúni, sem kallast Dans, og þar mynduðust góð svell í frosthörkum á vetrum), segir í örnefnaskrá.

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni – ÓSÁ.

Sunnan við Dans (sem er norðaustast í túninu) er Kvíalág og Fjósskák sunnan hennar. Næst er Harðhaus. Hann er ósleginn túnpartur um 120 m norður af bænum, fast utan golfvallarins. Þar hraktist aldrei hey. Í óþurrkatíð var Harðhaus sleginn til að fá þurrkt. Fjósaskák og Harðhaus náðu alveg heim að gamla bænum.

Þangggarðar voru suðaustan við bæjarhlaðið þar sem nú eru gamlar veggtóftir. Þar var þurrt þang geymt til vetrarins. Var því hlaðið þar upp og tyrft yfir það eins og hey. Á veturna var það svo notað til eldiviðar. Þangið var skorið í fjörunni, helst þegar stórstreymt var, og reitt á hestum upp á sjávarbakkann til verkunar. Þegar sterkur álandsvindur var, þá var þang of skorið “undir straum”, vafið um það gömlum netariðli ogmeð flóði fleytt í efsta flóðfar og þaðan reitt á hestum á þurrkvöll. Þá var breitt úr þanginu eins og heyi til þurrkunar. Nú var nauðsynlegt að rigndi vel á þangið, svo úr færi selta. Næst var þangið þurrkað vel, bundið í bagga eins og hey og flutt í geymslur til vetrarins. Oftast var þungu þangi hlaðið í bing í eldhúsinu og brennt á hlóðum. Vel þurrt þang logaði vel, með snarki og neistarflugi, en heldur þótti það léttur eldiviður. Kom sér þá vel að hafa “rekaspýtu í augað”.
Skipadalur er neðst í túninu. Þangað munu vertíðarskipin til forna hafa verið sett í vertíðarlok. Golfskálinn stendur í raun í Skipadal. Þar er nú sléttað malarplan. Skammt vestar er Húsatóptarbrunnurinn, sem enn sést móta fyrir.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Saga Grindavíkur
-Fornleifaskráning 2002 – FÍ
-Örnefnalýsing fyrir Húsatóftir

Húsatóptir

Refagildra ofan Húsatópta.

Staðarhverfi

Grindavík á sér bæði merka og mikla sögu. Menningar- og sögutengd ganga var um Staðarhverfi, sögusvið verslunar-, kirkjustaðar- og útgerðar í Grindavík, mannfólk mikilla sæva. Gangan hófst ofan við kirkjugarð Grindvíkinga með vígslu á fjórða söguskiltinu sem sett hefur verið upp í Grindavík, og nú í Staðarhverfi, eitt af fjölmennustu hverfunum þremur í Grindavík.
Nokkrir þátttakenda nálgast söguskiltið á HoluhólGengið var frá Holuhól að Staðarbrunni, að gamla Staðarbænum, hinum nýrri, kirkjustæðinu í garðinum, klukknaporti, sem þar er og síðan haldið um Sandskörð, að Hvirflum og með ströndinni yfir að Stóragerði, Kvíadal og Krukku. Á leiðinni voru rifuð upp bæjarnöfn 28 bæja, staðsetningar þeirra og tilvist í tíma. Bæði gamlir Staðhverfingar mættu við þessa athöfn sem og afkomendur þeirra.
Kirkja var á Stað allt frá 13.öld til 1907. Í Staðarhverfi var konungsverslun á 18. öld, eða þangað til hún var flutt til Básenda. Árið 1703 var Staðarhverfið fjölmennast í Staðarsókn (Grindavík). Áttatíu árum seinna var þar orðið fámennast. Í dag er enginn íbúi skráður í Staðarhverfi, en þar má sjá tóftir tveggja lögbýla, eldri og nýrra á báðum stöðum, og 24 hjáleiga frá mismunandi tímum. Ýmislegt annað var skoðað, sem fyrir augu bar á leiðinni.
Í lok göngu var stefnt að því að hafa heitt á könnunni [að Stað] í Dúukoti.

Staðarhverfi

Horft yfir Staðarhverfi.

Á Holuhól var rifjuð upp tilurð skiltisins, þ.e. frumkvæði og aðkomu Saltfiskseturs Íslands að því verki, líkt og hinna þriggja, stuðningi Pokasjóðs og jákvæðni fulltrúa Grindavíkurbæjar og Grindvíkinga. Í raun má með þessu segja með allnokkrum sanni að þarna hefur bæjarfélagið í raun sýnt mikla framsýni og lagt varanlegri grunn að varðveislu helstu menningarminja þess sem og staðsetningu örnefna og kennileita. Íbúar bæjarfélagsins munu eiga auðveldara í framtíðinni að staðsetja slík kennileiti og það mun jafnframt gera þeim kleift að sjá hið sögulega samhengi í raunverulegra ljósi en margir aðrir.
Þetta virðist kannski ekki svo merkilegt nákvæmlega Staðarbrunnurinn, byggður 1914 - útihúsin á Stað og kirkjugarðurinn fjærnúna – þ.e. NÚNA, en mun án nokkurs vafa verða komandi kynslóðum ómetanlegt þegar fram líða stundir. Það gleymist stundum að gera ráð fyrir arfleifðinni í amstri og hita hverdagsins. Sagt hefur verið, að sá sem þekkir fortíðina eigi bæði auðveldara með að skilja nútíðina og spá í framtíðina.

Á Bringum, milli Holuhóls og Staðarbrunns, var ekki hægt að halda lengra án þess að þakka öllum þeim er komu að örnefnaskráningunni, staðsetningu þeirra sem og sýnilegra minja (sjá í lokaorðum á skiltinu), en þar höfðu Ólafur (heitinn) Gamalíelsson, Helgi, bróðir hans, og systir, Guðrún, hönd á plóginn. Loftur Jónsson hafði haldið utan um örnefnaþáttinn og staðið sig með mikilli prýði. Hafa ber í huga að það er ekki heiglum hent að rata rétt á alla slíka staði, sem jafnvel hafa getið tekið breytingum á hinum ýmsu tímum. Á örnefna- og minjaskiltinu stendur m.a. (og er þá vitnað m.a. í Sögu Grindavíkur, Staðhverfingabók, lýsingar Gísla Brynjólfssonar, Geirs Bachmann og Guðsteins Einarssonar):

Þú ert á Holuhól og horfir yfir Staðarhverfið.
Tóftir KvíadalsÁ kortinu sjást staðsetningar 28 bæja, hjáleiga og nýbýla, sem heimildir eru til um að hafi verið í Staðarhverfi, á mismunandi tímum. Öll býlin eru í eyði. Breytt samfélagsgerð og búskaparhættir höfðu þar mest áhrif.
Staður (9 og 10) var lögbýli og kirkjujörð. Kirkjan á Stað var innan kirkjugarðsins, en var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfið 1908 og endurvígð þar ári síðar. Búið var á Stað fram til ársins 1964.  Eldri hjáleigur voru Krókur (1), Beinrófa (8), Sjávarhús (12), Krukka (6), Móakot eldra (2) og Blómsturvellir eldri (11). Þær fóru í eyði á 18. öld, síðast Sjávarhús í Básendaflóðinu 1799. Búseta á öðrum bæjum í Staðarlandi lagðist af sem hér segir; Móakot (3) árið 1945, Stóra-Gerði (15) 1918 (hafði byggst 1789), Kvíadalur (13) 1919 (hafði byggst 1789), Bergskot (5) 1927, Litla-Gerði (14) 1914, Nýibær (4) 1910, Merki (17) 1943, Lönd (16) 1946 og Melstaður (18) 1950.
Húsatóftir (25 og 26) fóru í eyði 1946. Fimm tómthúsbýli voru byggð í landi Húsatófta á árunum 1906-1934. Búseta á þeim lagðist af sem hér segir: Dalbær (21 og 22) árið 1946, Vindheimar (20) 1919, Hamrar (24) 1930 og Reynistaður (19) 1938. Í Jarðabókinni 1703 er getið um hjáleigurnar Garðhús (27) og Kóngshús (28). Ekki er vitað með vissu hvar Garðhús var.
Löndunarbryggja var byggð í hverfinu 1933. Ofan við hana má sjá leifar af fiskverkunar-, lifrabræðslu- og salthúsum. Auk örnefnanna má sjá ýmis gömul [og áður óskráð] mannvirki á kortinu.

Hverfin
Staðnmæst við gamla kirkjustæðið í StaðarkirkjugarðiMargt er á huldu um aldur og upphaf hverfanna þriggja í Grindavík, Þórkötlustaðahverfi austast, Járngerðarstaðahverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Sitthvað bendir til þess, að rekja megi hverfaskiptinguna allt aftur undir landnámsöld.
Þegar þungamiðja byggðar í landinu færðist nær sjónum og mikilvægi sjávarútvegs og útflutnings sjávarafurða jókst er hugsanlegt að byggð í hverfunum hafi breyst nokkuð, jafnvel strax á 13. öld, einkum þó í Staðarhverfi. Munnmæli herma, að Staðarhverfi hafi eitt sinn verið stærst allra hverfa í Grindavík.
Staðarhverfi hafði nokkra sérstöðu að því leyti, að þar var kirkjustaðurinn og grafreitur sveitarinnar, og því munu flestir Grindvíkingar hafa átt tíðari erindi að Stað en öðrum bæjum í sveitinni. Þá hafði Grindavíkurhöndlun lengi aðsetur í Staðarhverfi, og varð það enn til að auka mönnum erindi þangað.
Árið 1703 var íbúafjöldinn í Staðarsókn 214 (þar af 72 í Staðarhverfi). Árið 1762 var fámennast orðið í Staðarhverfi og íbúar þess aðeins 44. Árið 1783 hafði heimilum í Staðarsókn fækkað um tæpan fjórðung, og má telja næsta öruggt, að sú fækkun hafi að öllu leyti orðið með þeim hætti, að byggð hafi lagst af á hjáleigum og þurrabúðum, einkum í Staðarhverfi.

Staður
Hin flóraða StaðarvörStaður var önnur stóra jörðin í Staðarhverfi. Torfhús voru á Stað fram á 20. öld, en 1923 var byggt steinhús, sem var nýtt þangað til búi var brugðið (1964).
Prestsetrið Staður hafði takmarkaða landkosti og þurfti að sæta ágangi sjávar og sandfoks, en var samt ein hæst metna jörðin í sókninni. Heimræði var árið um kring, skammt að róa og mikinn afla að fá, þegar fiskur gekk á miðinn og gæftir voru góðar. Rekanum var skipt niður milli staðar og kirkju. Selstöðu fyrir búfénað hafði Staður á Selsvöllum undir Núpshlíðarhálsi.
Fyrr á öldum var fjörugrasa- og sölvatekja næg. Hrognkelsaveiði var allmikil alla tíð meðan hér var byggð. Beita, bæði sandmaðkur og skel, var drjúg. Sauðfénaður kunni vel að meta fjörubeitina. Á veturna var fjaran eina bjargræði hrossanna. Maríukjarni var skorinn fyrir kýrnar á ystu skerjum, látinn rigna, þurrkaður og geymdur í töðunni til vetrarins. Þá var eldsneytið, þang, sótt í fjöruna því hvorki var mór né skán í fjárhúsum fyrir að fara. Höfnin var kennd við prestsetrið Stað og ýmist nefnd Staðarvík, Staðarhöfn eða Staðarsund.
Geir Bachmann segir í lýsingu sinni árið 1840 að á Stað sé “mikið slétt og gróandi yfrið fögur tún; eru þau sandorpin afarmiklu sandfoki af öllum vindum frá útnorðri til landsuðurs, við hvað þau árlega skemmast og til þurrðar ganga. Af sjóar ágangi er túninu líka mikill skaði búinn að sunnanveðrum og brimi. Bera þau enn að sönnu menjar eftir mikla flóðið 1799.” Árið 1925 gekk sjór langt upp á Staðartún, flæddi næstum upp að kirkjugarði, braut stórt skarð í malarkambinn og gróf sig þar niður í mold.
Gamli torfbærinn var við norðvesturhorn kirkjugarðsins austan við steyptar rústir, sem þar eru. Grunnur og tröppur steinhússins (byggt 1938) sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð (endurbyggður 2005).
Brunnurinn á Stað var hlaðinn árið 1914[, 23 fet á dýpt og kostaði 300 kr]. Efsti hluti hans hefur verið endurhlaðinn (2006).

Kirkja
Klukkan af Anlaby í klukknaportinuHeimildir eru um kirkju á Stað í Vilkinsmáldaga 1397. Þá ber henni að gjalda til Skálholts “6 hundruð skreiðar hvert ár og flytja til Hjalla [í Ölfusi]”.
Allt fram til ársins 1836 var torfkirkja á Stað. Þá var reist timburkirkja, en hún stóð þó einungis í 22 ár. Sumarið 1858 var reist ný kirkja sömu gerðar, alþiljuð og traustleg, uns hún var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfi (1908) og endurreist þar (1909). Trúlega hefur Staðarkirkja ávallt verið á þeim stað, sem síðasta kirkjan stóð, inni í kirkjugarðinum.
Í kirkjugarðinum er klukkuturn og í honum bjalla. Á hana er letrað; SS. Anlaby 1898 Hull. Það er skipsklukkan úr Anlaby, togara frá Hull, sem fórst með allri áhöfn (11 manns) við Jónsbásakletta aðfaranótt 14. janúar 1902.
Þekktir prestar á Stað voru t.d. séra Oddur V. Gíslason, brautryðjandi í slysavarnarmálum sjómanna, séra Geir Bachmann og séra Gísli Brynjólfsson.

Húsatóftir
Húsatóftir-neðriHúsatóftir (-tóptir/-tóttir) er hin stórða jörðin í Staðarhverfi. Árið 1703 voru Húsatóftir konungsjörð og lá til Viðeyjarklausturs skv. Jarðabókinni. “Selstöðu hefur jörðin lángvaranlega haft þar sem heitir á Selsvöllum”.
Árið 1840 lýsti Geir Bachmann Húsatóftum: “Mörgum þykir fallegt á bæ þessum því þar eru stór tún, slétt og fögur, þegar í blóma standa, eru þau og allvel ræktuð.”  Á túnkorti frá 1918 eru sýndar tvær húsaþyrpingar, en tvíbýli var á Húsatóftum. Tóftir gömlu bæjanna eru þar sem nýrra íbúðarhúsið stendur nú, uppi á brekkunni ofan vegarins.
“Frá þeim tíma [þ.e. verslunarinnar] er gólfið þar í bæjardyrunum steinlagt með tígulsteini. Er líklegt að Kaupmannshúsin hafi verið rifin þegar verzlunin lagðist niður, en svo aftur byggður bóndabær í “tóptum” þeirra, og fengið þar af nafnið, sem hann hefur nú”, segir Brynjúlfur Jónsson í grein frá árinu 1903.
Hús voru byggð 1777 með “binding úr torfi og grjóti að utan en göflum úr timbri”. Einnig var þar íbúðarhús beykisins, byggt 1779, “með veggjum úr torfi og grjóti, en þaki úr timbri”. Eldra íbúðarhúsið sem nú stendur að Húsatóftum, byggt 1930, stendur neðar og vestar en tóftirnar. Þar er golfskáli Grindvíkinga.
Við gömlu sjávargötuna frá Húsatóftum, er lítill klettur (gróinn hóll), sem heitir Pústi. Þar hvíldu menn sig gjarnan, er sjófang var borið heim. Ofar eru gróningar, sem heita Háavíti og Lágavíti. Í þeim eru leifar grjótbyrgja. Þar eru og greinilegir grjóthlaðnir hleðslugarðar. “Þá notuðu m.a. Skálholtsmenn til að herða fisk sinn”, segir Þorvaldur Thoroddsen í Ferðabók sinni.

Vörður og leiðir
Hvirflavörður eru á Hvirflum. Syðsta sundvarðan er á sjávarbrúninni rétt vestan við bryggjuna. Hin er um 150 m Ein Nónvarðanna á Hæðumofar. Vörðunar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli bæjanna.
Nónvörður eru eyktarmark frá Húsatóftum. Vörðurnar standa á hárri ógróinni hraunbungu norðan við þjóðveginn. Fremsta varðan sést greinilega frá veginum. Sagan segir að “þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo fyrir um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini.” Hefur það orðið að áhrínisorðum.
Árnastígur er austan við túnið á Húsatóptum, vel rudd braut um apalhraun. Gamli vegurinn milli Staðarhverfis og Keflavíkur lá um Árnastíg. Syðsti hluti stígsins var bæði kallaður Staðar- og Tóftarvegur. Norðan Stapafells, kom gatan inn á svonefndan Járngerðarstaðaveg [Skipsstíg] á landamerkjum Njarð- og Grindvíkinga. Leiðin er um 16 km löng.
Önnur gömul þjóðleið milli Húsatófta og Hafna var Prestastígur.

Verslun

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Aðalaðsetur Grindavíkurverslunarinnar fyrr á öldum var á Húsatóftum. Jörðin virðst hafa komist að fullu í eigu Viðeyjarklausturs á 15. öld, og eftir siðaskiptin sló konungur eign sinni á hana eins og aðrar eigur íslensku klaustranna.  Verslun hófts á ný í Grindavík árið 1664, en hafði fram til 1639 verið í Járngerðarstaðalandi. Grindavíkurverslunin hafði bækistöð sína hér fram til 1742. Í Staðarhverfi var “sumarhöfn konungsskipsins” segir Skúli Magnússon í lýsingu sinni um Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þegar sigling  lagðist niður fluttu Grindvíkingar vörur sínar til Básendahafnar og úttekt sína frá henni sjóleiðis eða á hestum. Síðan versluðu Grindvíkingar í Keflavík áður en þeir fóru sjálfir að höndla á nýjan leik.
Lengi voru glögg ummerki eftir siglingu kaupskipanna í Arfadalsvík, þ.e. festarhringir á Bindiskerum. Höndlunarhúsin stóðu niður við sjó nálægt Hvirflum, en kaupmenn bjuggu á Húsatóftum.  Barlest, Kóngshella og Búðasandur eru örnefni er benda til verslunarinnar. Verslunarhúsið, sem reist var á Búðarsandi árið 1731, stóð allt framundir eða framyfir lok einokunar. Síðustu verslunarhúsin voru rifin 1806.

Við gerð uppdráttarins var m.a. stuðst við “Örnefni í Staðarhverfi”, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði, Jarðabók ÁM 1703, örnefni skv. upplýsingum Guðsteins Einarssonar, hreppsstjóra, sóknarlýsingu Geirs Backmanns frá 1840, bókina “Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók”, lýsingar Gamalíels Jónssonar bónda á Stað, Árna Vilmundasonar og Þorsteins Bjarnasonar, Sögu Grindavíkur o.fl., auk örnefnalýsingar Lofts Jónssonar frá 1976.
Hafa ber huga að heiti túnbletta og einstakra húsa gætu hafa tekið breytingum frá einum tíma til annars.
Sérstakar þakkir eru færðar þeim Lofti Jónssyni, Helga Gamalíelssyni, Ólafi Gamalíelssyni, Guðrúnu Gamalíelsdóttur, Kristni Þórhallssyni og Kristínu Sæmundsdóttur fyrir aðstoðina við gerð uppdráttarins.”

Hermann í Stakkavík og féðÁ sérhverjum stað var staðnæmst og reynt að gera svolitlu af sögunni skil, sem og skyldu efni. Hermann Ólafsson í Stakkavík, sonur Gamalíelssonar, færði fínan fénað sinn fram fyrir börnin og gaf þeim kost á að fóðra féð á brauði. Nokkur léttfætt tryppi trítluðu umleikis.
Stóra-Gerði, sem fyrrum hét Gerði, er einstaklega heillegur 19. aldar bær að meginefni til. Enn má t.d. sjá bæjargöng milli vistarvera bakhúsa þar sem voru fjós og búr. Nálægt eru tóftir útihúsa, brunnur, fallega hlaðnir garðar, einstök heimtröð o.fl. Um er að ræða tóftir, sem stefna ætti að varðveita til lengri framtíðar. Auk þess mætti, til efla áhuga á svæðinu, reisa þar verstöð líkt og gert var við Bolungarvík.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – loftmynd 1954.

Undirbúningurinn að söguskiltinu í Staðarhverfi hefur tekið allnokkurn tíma, eins og sjá má að hluta til  HÉR, og HÉR og HÉR, og ótaldar ferðir hafa verið farnar á umliðnum áratug með það að markmiði að safna upplýsingum og fróðleik um svæðið. Þá er rétt að hafa í huga að Gamalíel Jónsson, síðasti bóndinn í Staðarhverfi, fæddist í vitavarðahúsinu við Reykjanesvita í okt. 1908. Eiginkona hans varð Guðríður Guðbrandsdóttir. Þau eignuðust 5 mannvænleg börn, sem fyrr sagði. Í ár (2008) er því 100 ár frá fæðingu hans. Það var því vel við hæfi að setja þetta sögu- og örnefnaskilti upp í Staðarhverfi. Eftir er að setja upp 2 skilti til að tengja saman allan þéttbýliskjarna Grindavíkur sem og sögu og minjar hennar, þ.e. við Hóp (landnámsminjar og hafnagerð) og Stórubót (Grindavíkurstríðið og Junkarar í Grindavík). Hægt er að nálgast örnefna- og minjakortin í Saltfisksetrinu – gegn hóflegu gjaldi.
Gangan tók rúman  klukkutíma. Lögð hafði verið inn pöntun á gott veður þennan dag fyrir alllöngu síðan – og gekk það eftir. Frábært veður.
Við endurbyggt klukknaportið í Staðarkirkjugarði

Jónsbásar

Eftirfarandi er úr erindi Sigrúnar Jónsdóttur Franklín, sem hún hélt á Sagnakvöldi í Saltfisksetrinu 16. ferb. 2006 og nefndist “Sök bítur sekan”:

Staður

Klukknaportið í Staðarkirkjugarði.

Við strandlengjuna austast í landi Húsatótta skammt utan við Hvalvíkina eru Jónsbásaklettar en þar strandaði breski togarinn Anlaby 14. janúar 1902 og fórust allir sem á honum voru, 11 manns. Skipstjóri á Anlaby var Svíinn Carl August Nilson, og var þetta fyrsta ferð hans til Íslands að aflokinni fangelsisvist, sem honum var gert að afplána fyrir aðförina frægu að Hannesi Hafstein og mönnum hans á Dýrafirði árið 1899. Af þessum atburðum og af Carl Nilson spunnust margar sögur sem ég ætla að segja ykkur frá hér í kvöld og þá einkum þær sögur sem tengjast Grindavík og lítið hafa verið í sviðsljósinu fram til þessa. Við öflun heimilda styðst ég aðallega við kaflann frá Valahnúk til Seljabótar sem Guðsteinn Einarsson skrifaði í bókina Frá Suðurnesjum og kemur inn á þennan atburð og Staðhverfingabókina, Mannfólk mikilla sæva sem séra Gísli Brynjólfsson skrifaði. Feður beggja þessa höfunda koma við sögu. Faðir Guðsteins var Einar hreppstjóri á Húsatóftum og foreldrar séra Gísla voru séra Brynjólfur á Stað og frú Helga Ketilsdóttir.

Staður

Staðarströndin.

Árið 1999 þegar 100 ár voru liðin frá ódæðisverkinu á Dýrafirði var þess minnst þar og reistur minnisvarði um þá þrjá menn sem fórust í aðförinni. Eins var minnst á þetta ódæðisverk í fjölmiðlum 2004 þegar 100 ár voru liðin frá því að Íslendingar fengu heimastjórn og Hannes Hafsteinn varð fyrsti ráðherra Íslands. En fæstir þekkja söguna eftir að Carl Nilson kemur aftur til Íslands og ætlar að hefna sín á Íslendingum að talið var.Fyrir þá sem þekkja ekki fyrri söguna þá ætla ég í stuttu máli að rifja upp atburðinn á Dýrafirði. Carl Nilson var þá skipstjóri á breskum togara Royalist. Hann var við botnvörpuveiðar innan landhelgi, sem þá var 3 mílur, á miðjum Dýrafirði. Hannes sem þá var sýslumaður Norður-Ísfirðinga fór ásamt 5 öðrum til að ráðast til uppgöngu í togarann. Á þeim tíma voru varnir Íslendinga í landhelgismálum litlar og Englendingar notfærðu sér það. Nilson á að hafa komið til verslunarstjórans á Þingeyri nokkrum dögum áður og tekið út varning og ætlaði að borga síðar sem hann gerði ekki. Hann málaði yfir nafnið á togaranum Royalist svo aðeins sást oyalist til þess að blekkja menn. Skipsmenn á Royalist slepptu togvírnum að talið var þannig að báturinn sem Hannes var á hvolfdi og þeir lentu í sjónum og þrír drukknuðu en Hannesi ásamt tveimur öðrum var bjargað á síðustu stundu. Ekki samt að talið var fyrr en að menn í landi sem að sáu aðfarirnar með sjónauka réru að togaranum komu að. Sjónauki þessi er nú geymdur á Byggðasafninu á Ísafirði og kallaður lífgjafi Hannesar. Báturinn sem þeir Hannes voru á nefnist Ingjaldur og var síðast þegar ég vissi á sjóminjasafninu í Hafnarfirði. Um borð í Royalist var sjómaður frá Keflavík. Eftir atvikið sigldu þeir til Keflavíkur áður en þeir héldu til Englands og talið er að sjómaðurinn hafi tekið með sér fjölskyldu sína og flutt út. Nilson var síðan um haustið aftur tekinn við landhelgisbrot þá við Jótlandsskaga.
Hann var færður til Kaupmannahafnar. Fyrir tilviljun var póstbáturinn Laura sem var í ferðum milli Íslands og Danmerkur þar á ferð og Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri sem var um borð í áttaði sig á því að um sama skipstjóra var að ræða og í atvikinu á Dýrafirði. Nilson var dæmdur í fangelsisvist fyrir atburðinn á Dýrafirði en óljóst er hvort hann sat af sér dóminn eða ekki.

Jónsbásar

Jónsbásar.

Tveimur árum síðar var hann á leið til Íslands á nýjan leik er hann strandar við Jónsbáskletta við Grindavík. Svo sem oft vill vera í sambandi við voveifleg slys, varð nokkuð til af draumum og fyrirbærum í sambandi við strand þetta. Merkastur þótti draumur frú Helgu Ketilsdóttur, konu séra Brynjólfs Gunnarssonar, prests á Stað, sem hana hafði dreymt nokkru fyrir hátíðar, áður en strandið varð, og hún sagt hann þá strax. Draumurinn var þannig að henni fannt að knúð væri dyra og 10 menn báðu um gistingu á Stað. Eitthvað leist henni illa á að hýsa svona stóran hóp og færðust undan því. En þeir sóttu fast á og svöruðu henni að Einar Jónsson hreppstjóri á Húsatóftum myndi sjá um þá. En þannig vildi til að Einar hreppstjóri sá um alla björgun og einnig um útför mannanna í Staðarkirkjugarði.

Enginn vissi þegar skipið fór upp. Sá sem fyrstur varð þess áskynja, var Björn, Sigurðsson vinnumaður í Garðhúsum. Hann var að ganga til kinda þegar hann sá rekald og dauðan mann. Talið var að han hafi verið með lífsmarki er í land kom, því hann lá ofan við flæðarmálið. Björn lét Einar hreppstjóra strax vita.

Staður

Jónsbás.

Helgi Gamalíelsson á Stað sagði að eftir ákveðna átt eins og var í þessu tilviki þá höfðu Staðhverfingar það til siðs að ganga á reka. Þennan dag var leiðindaveður og af einhverri ástæðu var það ekki gert en það hefði ef til vill geta orðið manninum til lífs. Höfðu Staðhverfingar það á samviskunni og fyrir vikið var ekki mikið talað um þennan atburð.

Úr skipinu rak 10 lík á rúmri viku en eitt líkið fannst ekki og var það talið vera af Nilson skipstjóra. Líkin voru flutt í Staðarkirkju og búið um þau þar og leitað eftir öllu til að bera kennsl á þau. Einn morguninn kom maður til Einars hreppstjóra, Bjarni frá Bergskoti; hann tjáði Einari að þá nótt hefði sig dreymt sama drauminn aftur og aftur, og þótti honum maður koma til sín og biðja sig að fara til hreppstjóra og segja honum að hann vildi fá aftur það sem hafði verið tekið frá sér og hann sé norðast í kórnum. Einar tók drauminn bókstaflega þvi einmitt hafði verið tekinn hringur af því líki sem utast var í kórnum í kirkjunni og var hann látinn á hann aftur.

Anlaby

Brak úr Alnaby ofan Jónsbáss.

Eitt fyrirbæri var sett í samband við strand þetta. Tveir ungir menn áttu þá heima á Húsatóftum. Þeir voru vanir að fara á kvöldin til fuglaveiða á báti út í Flæðikletta. Eitt skiptið heyra þeir undarlegt hljóð og þeir veltu því fyrir sér hvort að selir mundu geta hljóðað svona. En varla höfðu þeir sleppt orðinu er upphófst óskaplega langdregið og ámátlegt hljóð. Þeir flýttu sér í land og fóru aldrei út í Flæðikletta að kvöldlagi eftir þetta. Þetta fyrirbæri var sett í sambandi við Anlaby strandið og kallað ”náhljóð”.

Annað fyrirbæri var einnig sett í samband við strandið. Eitt kvöldið var Júlíus Einarsson frá Garðhúsum að fara að finna heitmey sína Vilborgu, dóttur presthjónanna síra Brynjólfs og frú Helgu Ketilsdóttur og var Júlíus ríðandi á þeirri leið. Þegar hann var kominn út fyrir síkið fyrir neðan og vestan túnið á Járngerðarstöðum nam hesturinn staðar, og var ekki unnt að koma honum úr sporunum, hvernig sem hann reyndi. Hesturinn gerði ekki annað en að prjóna og ganga aftur á bak. Hann stökk af baki og teymdi hestinn á eftir sér. Varð honum litið til hægri handar og sá þar gríðar stóran mann sem ógnaði honum eins og hann hygðist reka hann í sjóinn. Júlíus blótaði manninum og stóð honum mikill stuggur af honum. Maðurinn fylgdi honum mest alla leiðina en hvarf svo skammt austan við túnið á Stað. Júlíus var náfölur og brugðið við þennan atburð er hann kom á Stað. Flestum kom saman um að tengja þennan förumann við skipstrandið.

Staður

Klukka Anlaby í klukkuportinu.

Nilson gerði vart við sig á eftirminnilegan en jafnframt gleðilegri hátt. Þennan vetur 1902 eftir skipstrandið var vinnukona á Stað, sem ekki fór ein saman. Hana fór að dreyma Nilson, sem lét það ótvírætt í ljós að hann vildi vera hjá henni. Var ekki um að villast að hann var að vitja nafns. Vinnukonan ól son og hann var látinn heita Karl Nilson og fæddist á Stað 31. júlí 1902 og foreldrar hans voru Jón Tómasson og Guðbjörg Ásgrímsdóttir. Karl hinn íslenski var gæfumaður að því að ég best veit.

Flakið af Anlaby sást lengi út af Jónsbásklettum. Nú er það horfið með öllu nema ketillinn sem kemur upp úr við útsog á stórstraumsfjöru. Við útfarir í Staðarkirkjugarði er ennþá hringt úr skipsklukkunni úr Anlaby. Klukknaportið er nýuppgert og sómir sér vel í garðinum. Eins og þið hafið heyrt þá hafa ótrúlegar margar sögur spunnist út frá Nilson skipstjóra bæði við atburðinn á Dýrafirði og hér við Grindavík ég vona að þið hafið haft gagn og gaman af þessari samantekt.
Nilson átti ekki afturkvæmt til Íslands og má segja að hann hafi fengið makleg málagjöld er brimaldan við Jónsbáskletta söng honum sitt dánarlag og sannast þar máltækið sök bítur sekan í bókstaflegri merkingu.
Í ævisögu Hannesar Hafsteins (eldri útgáfu) vitnar höfundurinn, Kristján Albertsson. til skrifa í Lögréttu 1933 þar sem hann sgeir að “eitt lík rak höfuðlaust, og var talið vera Nilson; “hafði sennilega hákarl klippt af honum hausinn, en almenningur lagði út sem “æ´ðri stjórn”, og með réttu.”
Þessi saga Nilsons varð yrkisefni Jóns Trausta er hann orti kvæðiðVendetta en það þýðir blóðhefnd þ.e.a. vættirnir hefndu fyrir ódæðisverkið.
Að lokum flutti Áki Erlingsson ljóðið Vendetta er fjallar um atburðinn á Dýrafirði.

Togari

Svipaður togari og Alnaby.