Færslur

Fálkageiraskarð

“Stórkostlegasti hellir, sem ég hef séð. Sáuð þið litadýrðina, skærgult, rautt, blátt, grænt og allt þar á milli. Ekki rykkorn á gólfinu, Óendanlegur. Hef ekki séð gulan björgunarbát í helli áður. Það tekur a.m.k. viku að skoða hann allan”. Þetta voru viðbrögð FERLIRs félaga og félaga úr HERFÍ eftir að hafa fundið helli í Brennisteinsfjöllum eftir langa göngu og allnokkra leit. Áður höfðu þeir fundið nokkra hella til viðbótar, reyndar heilt hellakerfi, en það reyndist einungis sýnishorn af því sem koma skyldi.

Fálkageiraskarð

Efst í Fálkageiraskarði.

Gengið var upp Fálkageiraskarð (Falskageiraskarð skv. örnefnalýsinigu) með það fyrir augum að kanna hvort um væri að ræða hellagöt á ókönnuðu svæði í Brennisteinsfjöllum. Áætlaðir voru þrír tímar í göngu og síðan tvo tíma í leit á svæðinu því ganga þurfti til baka sömu leið. Hálfa klukkustund tók að ganga upp skarðið, en það er í sjálfu sér ekki erfitt uppgöngu. Leiðin upp er þakin fjölskúðugum plöntum, og utan í því er fallegur hraunhóll, sem (þegar upp var komið) kom í ljós að hafði runnið í þunnfljótandi hraunæð fram af brúninni og storknað jafnóðum utan í og neðan við bergbrúnina.  Síðan hafði brotnað út hömrunum efst og þeir fjarlægst hraunstandinn, sem stendur þarna einn og tignarlegur. Efst í skarðinu er hár klettadrangur, Fálkaklettur. Undir honum eru grasbrekkur og jafnframt fyrir ofan þegar komið er upp.

Fálkageiraskarð

Standur efst í Fálkageiraskarði – Fálkaklettur.

Ofan við skarðið tók við langt misgengi. Því var fylgt, haldið yfir apalhraun að ísaldarskyldi. Suðaustur úr honum lá þriggja metra breiður stígur áleiðis niður að Mosaskarði. Sennilega er hér um að ræða hluta leiðarinnar, sem Stakkavíkurbræður gengu þaðan yfir að Fagradalsmúla og niður í Hafnarfjörð með rjúpur á vetrum, sbr. frásagnir Eggerts og Þorkels undir viðtöl hér á vefsíðunni. Gengið var yfir ísaldarskjöldinn og síðan úfin apal- og helluhraun uns komið var í hraunið, sem átti að skoða. Strax fundust nokkur op. Rásirnar voru hverri annarri fegurri. Þunnfljótandi hraunlag hafði slétt út gólfin og myndað þunna skán á því. Afhellar voru hingað og þangað. Ein rásin lá þvert á meginrás og úr henni nokkrar aðrar. Fallegir bálkar með veggjum og litardýrð. Gljáfægðir separ í loftum.

Ferlir

Í Ferli.

Tvær hraunsúlur héldu loftinu uppi á einum stað og svona mætti lengi telja. Nokkrar 100 metra rásir voru þarna og fjölmargar styttri eða hringrásir. Þarna væri hægt að vera klukkustunum, eða jafnvel dögum saman og alltaf finna eitthv nýtt. GPS-punkar voru teknir af þremur opanna.
Á leiðinni til baka var haldið ofar í hlíðina og strikið þvert á hana því einn FERLIRsfélagi hafði veitt athygli gati þar á leiðinni upp eftir. Um er að ræða sæmilegt jarðfall. Sjá má lýsingarinnar á innihaldinu í upphafinu hér að framan. Hægt er að far niður rásina og þar greinist hún í margar nokkrar aðrar.

Ferlir

Í Ferli.

Fremst er bergið bláglerjað, hárrauð þverrás gengur inn úr henni og hægt er að ganga í hringi um ýmsa ganga. Ofar virðist rásin ekki mjög merkileg. Hún virðist enda eftir um 100 metra, en þegar betur er að gætt er rás upp undir lofti. Þegar skriðið er eftir henni opnast “konfektkassi” hellaháhugamanna í öllum litum og litbrigðum. Tvær fallegar súlur eru í rásinni. Allar rásir eru heilar og varla steinn á gólfi. Hliðarrásir ganga inn úr hverjum gangi, stundu í allar áttir. Sá litur, sem sker sig mest úr er skærgulur, en jafnframt má sjá silfurliðar berg. Þegar þessi hluti verður skoðaður þarf að hafa spotta er merkilínu.

Ferlir

Storknun í Ferli.

Varið var tveimur klukkustundum í skoðun á hellinum, en sýnt er að gefa þarf sér góðan tíma til að skoða hann allan.
Stungið var upp á nafni á hellinn og gengur hann framvegis undir vinnuheitinu FERLIR (beygist eins og HELLIR).
Gengið var niður með ísaldaskyldinum og austan misgengisins, en síðan var bjargbrúninni fylgt að Fálkageiraskarði. Blankalogn var svo auðvelt var að fylgjast með fýlnum í berginu og tilburðum hans. Sauðamergur, geldingahnappur, ljónslappi og burknategundir eru dæmi um jurtir í gilinu.

Ferlir

Í Ferli.

Skammt ofan við jökulskjöldinn fyrrnefnda fannst skarlatbikar (cladonic borealis), en hann vex á jarðvegi og mosa, oft yfir klettum og er algengur um land allt, en askhirslurnar, skærrauðar, sem voru á þessari einu litlu plöntu víðáttunni, eru fremur sjaldséðar.
Áætluð er fljótlega fer með HERFÍ á hellasvæðið. Þá verður farið með allan nauðsynlegan búnað og ljós, sem og það markmið að reyna áætla umfang þess nýfundna hellis. Mjög erfitt er að að koma auga á opið, auk þess sem það er á einu fáfarnasta svæði landsins. Slík svæði eru “veiðilendur” FERLIRs.
Það var vel við hæfi að ferð nr. 666 tengdust undirheimunum.
Gangan tók 8 klst og 12 mín, eins og áætlað var. Fábært veður – sól og blíða.
Sjá MEIRA.

Ferlir

Jarðmyndanir í hellinum Ferlir.

Jafnan er leitað til FERLIRs um leiðsögn um hin og þessi svæði Reykjanesskagans, bæði í styttri og lengri gönguferðir – enda óvíða um meiri uppsafnaðan fróðleik og reynslu að finna um svæðið.
Prestastigur-911Reykjanesskagann má njóta til útivistar allan ársins hring, hvort sem áhugi er á fornminjum eða náttúruminjum. Segja má að hann endurspegli bæði sögu búsetu- og atvinnusögu þjóðarinnar frá upphafi landnáms, auk þess sem náttúran með öllum sínum tilbrigðum hefur upp á nánast allt að bjóða, sem aðrir landshlutar hafa. Á svæðinu má t.d. finna leifar u.m.b. 400 selstöðva, 130 rétta, 80 fjárborga, 67 refagildra, auk allra annarra minja sem og fornra þjóðleiða. Hellar og skjól eru yfir 300 talsins, auk námusvæða og tilkomumikilla hverasvæða.
Fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, Suðurnesja, Grindavíkur og Þorlákshafnar er hvergi styttra að fara á kyngimögnuð útivistarsvæði. Í stað þess að verja tímanum í akstur að göngusvæðinu er hægt að nota hann til ánægjulegrar útivistar svo til allan daginn – og njóta síðan eigin rúms um kvöldið í stað þess að kaupa gistingu.
Hægt er að sníða gönguferðir að óskum og getu hvers og eins, hvort sem hann er einn á ferð eða í hóp…

Hafið samband við ferlir@ferlir.is – og við skoðum málið.

thorbjorn-221

FERLIR hefur nú farið 2000 vettvangsferðir um Reykjanesskagann (fyrrum landnám Ingólfs). Það eitt verður a.m.k. að teljast til virðingarverðrar þrautseigju – ef ekki umtalsverðs árangurs.

Táknrænasta FERLIRsmyndin - frá árinu 2000Ef sérhver ferð hefur krafist að meðaltali 5 km þá er vegarlengdin, sem lögð hefur verið að baki um 20.000 km, eða sem nemur rúmlega 9 hringferðum um landið. Margfalda má þá tölu með fjölda þátttakenda. Fyrir liggur þó að margar ferðir eru enn ófarnar (mikið magn uppsafnaðra upplýsinga bíða úrvinnslu). Allar fyrri ferðalýsingar hafa þó verið skráðar og má lesa fjölmargar þeirra á vefsíðunni – og færðar til varanlegrar varðveislu. Í upphafi voru ljósmyndir t.a.m. framkallaðar á pappír. Þær fylltu tugi albúma. Nú er búið að skanna myndirnar og er upprifjunin einstaklega ánægjuleg og skemmtileg. Eftir að stafræn tækni ruddi þeirri staðbundu úr vegi hefur um 50.000 ljósmyndum af svæðinu, náttúru, minjum og óvæntum afbrigðum, verið komið fyrir á minnislyklum. Þær áhugaverðustu fá væntanlega að birtast í prenttækri Reykjanesskinnu.
FERLIRshúfa - viðurkenning fyrir þátttöku Í heild munu nú vera um 6.000 síður um ýmsan áhugaverðan fróðleik um Reykjanesskagann á vefsíðunni. Fá, ef nokkur, landssvæði getað státað af slíkum margþættum tölvutækum fróðleik á einum stað. FERLIhefur jafnan haft það að leiðarsljósi að birta það sem hefur boðist og upplýst hefur verið um. Tæknin hefur þó sín takmörk. Ekki hefur t.a.m. enn fundist leið til að gera aðgengilega á vefsíðunni 220 síðna ritgerð um “Sel vestan Esju” – með ljósmyndum, uppdráttum, staðsetningum, exeltöflum og tilheyrandi, en unnið er að úrlausn þess. Ef  áætlunin gengur eftir mun verða hægt að upplýsa bæði um öll þekkt “Sel í landnámi Ingólfs” sem og um allar aðrar minjar, hvort sem þær lúta að búsetu- eða atvinnusögu svæðisins frá upphafi.
Minjar um búsetu- og atvinnusögu ReykjanesskagansFERLIR  hefur ekki tíundað sérstaklega þátttöku á kynningarfundum og ráðstefnum um málefni Reykjanesskagans, sem tekið hafa drjúgan tíma. Ákveðið hefur verið að hætta öllu slíku – vegna tímaleysis. FERLIR hefur ekki krafist greiðslu vegna þátttöku sinnar í einstökum viðburðum. Vefsíðan hefur verið fjármögnuð af þeim aðilum er auglýst hafa af velvilja á forsíðunni. Hverjum og einum eru færðar sérstakar þakkir.
Á síðasta ári (2009) voru um 2 milljónir heimsókna á vefsíðuna. Segir það nokkuð til um áhugann á viðfangsefninu. Ótal margir lesendur hafa haft samband, bæði í gegnum tölvupóstfangið ferlir@ferlir.is og hringt. Reynt hefur verið að upplýsa og greiða úr fyrirspurnum og umleitunum svo sem nokkur kostur hefur verið.

Ferlir

Ýmislegt óvænt hefur komið upp á í FERLIRsferðum.

 

Í morgun var vinsælasti morgunsjónvarpsþáttur Bandaríkjanna, NBC Today show, sendur út héðan frá Íslandi.
Útsendingar fóru fram í Bláa Ásdís Dögg Ómarsdóttirlóninu, við Gullfoss, á jökli og víðar. Um 6-8 milljónir manna horfa jafnan á þennan þátt. Að þessu sinni bar hann þemayfirskriftina “Ends of the earth”. Auk Íslands var Belize, Ástralía og Afríka fyrir valinu. Á myndinni hér til hliðar er Al Roker, þáttastjórnandi, að ræða við fulltrúa FERLIRs í þættinum, Ásdísi Dögg Ómarsdóttur, um bráðnun jökla, uppruna jökulánna, John Wayne-stílinn, grunnatriði ferðalanga, jökla, eldgos og dýrð sólarlagsins.
Sjá slóðina HÉR (sittu róleg/ur – upptakan spilar sig sjálf).
Sjá má meira HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.
Ásdís er alinn upp á Reykjanesskaganum. Á myndinni að ofan má sjá Ásdísi á Indíánanum í Kleifarvatni fyrir áratug.

FERLIR fær margar póstsendingar; ábendingar og fyrirspurnir, bæði frá áhugafólki um minjar og sögu sem og öðrum er einfaldlega vilja njóta alls fróðleiksins (texta og ljósmynda) á vefsíðunni.

FERLIR

FERLIR – húfa, sem þaulsetnir þátttakendur fengu sem viðurkenningarvott.

Hér er ein ágæt ábending er lítur að tæknihliðinni: “Reynir heiti ég og hef nú nokkrum sinnum sent þér póst í leit að upplýsingum. Ég les nú flest allar færslurnar og langar að koma með smá innskot. Myndirnar sem að fylgja textunum eru oft ansi áhugaverðar og langar manni að skoða þær nánar. Það væri gaman að geta smellt á myndirnar til að geta stækkað þær svolítið til að geta séð þær nánar. Bara svona smá vinsamleg ábending….”
FERLIR sendi vefþjónustufulltrúanum ábendinguna með eftirfarandi fyrirspurn: “Spurning hvort þetta er eitthvað, sem hægt er að framkvæma?”
Svar kom um hæl: “Þetta er ekkert mál, tekur okkur um 1 tíma í vinnu að gera þetta.”
Niðurstaðan: Ef smellt er á myndina hér að ofan má sjá árangurinn. Einnig eru myndasíður (Myndir) búnar þessum möguleika.

Rebbi

Myndanir í Rebba.

Ferlir

FERLIR-900: Arnarfell – vettvangsskoðun.

FERLIR-901: Grófin – Vatnsnesviti.

FERLIR-902: Gamla Keflavík.

FERLIR-903: Básendar.

FERLIR-904: Orrustuhóll.

FERLIR-905: Básendar.

FERLIR-906: Hallgrímshellan – leit.

FERLIR-907: Þórshöfn I – Ósar.

FERLIR-908: Kaldársel – Helgadalur – Valaból.

FERLIR-909: Hraunssandur – Skálasandur.

FERLIR-910: Árnastígur – Tyrkjabyrgi – Eldvörp – Prestastígur.

FERLIR-911: Skerðingarhólmi.

FERLIR-912: Þórshöfn II – Ósar.

FERLIR-913: Reykjadalur – Ölkelduháls – Kattatjarnir.

FERLIR-914: Grænhólshellir – Loftsskúti – Grændalahellir (Grendalaskúti).

FERLIR-915: Loftsskúti II.

FERLIR-916: Hraunssandur – Festisfjall – Skálasandur.

FERLIR-917: Hvassahraunsskúti – Virkishólahellir – Loftsskúti – Skógarnefsskúti.

FERLIR-918: Herdísarhraunshellir.

FERLIR-919: Hallgrímshellan í Þjóðminjasafninu.

FERLIR-920: Knarrarnes – letursteinn.

FERLIR-921: Vatnsleysa – letursteinn.

FERLIR-922: Fuglavík – letursteinn.

FERLIR-923: Svartsengishellir.

FERLIR-924: Sundhnúkahellar.

FERLIR-925: Brugghellir Húsatópum.

FERLIR-926: Urðarás – brothringur.

FERLIR-927: Bieringstangi.

FERLIR-928: Rebbi – Nátthagi.

FERLIR-929: Varmi – Skálabarmshellir.

FERLIR-930: Kistuhraun – Kistufellshraun.

FERLIR-931: Völundarhúsið.

FERLIR-932: Þríhellir – Litli-Brúnn.

FERLIR-933: Snorri III.

FERLIR-934: Kópavogsdalur – Fossvogsdalur – Elliðaárdalur.

FERLIR-935: Kálfatjörn – sagnaferð.

FERLIR-936: Sogin.

FERLIR-937: Grindavík – sagnaferð.

FERLIR-938: Stamphólsgjá.

FERLIR-939: Þormóðsdalur – gullnáma.

FERLIR-940: Þormóðsleiði – Hraðaleiði.

FERLIR-941: Jónssel.

FERLIR-942: Selshellar – Svörtubjörg.

FERLIR-943: Bolasteinn – Draugatjörn.

FERLIR-944: Selsvellir – útilegumannaskjól.

FERLIR-945: Varmársel – Þerneyjarsel – Esjubergssel.

FERLIR-946: Mosfellssel.

FERLIR-947: Sundvörðuhraun – byrgi.

FERLIR-948: Rauðhólsgil – Ömt – Haukafjöll.

FERLIR-949: Klofningahraun – Rauðhóll.

FERLIR-950: Blettahraun – Bræðrahraun.

FERLIR-951: Dýrfinnuhellir.

FERLIR-952: Hnúkar – hellar – hraundrýli.

FERLIR-953: Sandgerði – Lágin.

FERLIR-954: Hraunssel – Selbrekkur – Efrafjall – flugvélaflak.

FERLIR-955: Eldvörp – Hamrabóndahellir.

FERLIR-956: Sundhnúkahraun – Rauðhóll.

FERLIR-957: Sandakravegur – Skógfellavegur – fornleifar.

FERLIR-958: Rauðhóll – Sundhnúkagígaröðin – Arnarsetursgígaröðin.

FERLIR-959: Kleifarvatn – hringferð.

FERLIR-960: Hvammahraun – Vörufellsborgir – Eldborg.

FERLIR-961: Eldvarpahellar efri.

FERLIR-962: Dalaleið – Fagridalur – Hvammahraun.

FERLIR-963: Skógarnefsskúti.

FERLIR-964: Hvammahraun – götur.

FERLIR-965: Esjubergssel – Sumarkinn – Svínaskarð.

FERLIR-966: Sundhnúkagígaröðin efri.

FERLIR-967: Bláa Lónið – umhverfi.

FERLIR-968: Silungapollur – Hólmsá – Suðurá – gamlar götur.

FERLIR-969: Knarrarnessel – Auðnasel – Fornasel.

FERLIR-970: Gjásel – Vogasel – Brunnastaðasel – Hlöðunessel – Hólssel.

FERLIR-971: Litlalandssel – Hlíðarendasel – Breiðabólstaðasel.

FERLIR-972: Njarðvíkursel – heiðarvarða/markavarða.

FERLIR-973: Brugghellir – Grindavík.

FERLIR-974: Skipsstígur.

FERLIR-975: Óbrennishólmi – Húshólmi.

FERLIR-976: Dollan – Gíghæð.

FERLIR-977: Hrísbrúarsel – Markúsarsel.

FERLIR-978: Bringur – Helgusel – Mosfellssel – Jónssel.

FERLIR-979: Keldnasel.

FERLIR-980: Geldingatjarnarsel.

FERLIR-981: Keldur.

FERLIR-982: Suðurstrandarvegur – hellir.

FERLIR-983: Þerneyjarsel.

FERLIR-984: Kópavogur – fornleifar.

FERLIR-985: Núpafjall – herbúðir – flugvélaflak.

FERLIR-986: Húshólmi – áburðardreifing.

FERLIR-987: Sandfell – Hraunssel – Merardalir.

FERLIR-988: Núpafjall – herminjar – C64.

FERLIR-989: Ísólfsskáli – hellir.

FERLIR-990: Mosfell – Kýrgil.

FERLIR-991: Straumsvík – hellir.

FERLIR-992: Torfdalur – tóftir.

FERLIR-993: Brennisteinsfjallahellar.

FERLIR-994: Seljadalur – Nærsel.

FERLIR-995: Helgafellssel.

FERLIR-996: Búrfellskot.

FERLIR-997: Seljadalssel.

FERLIR-998: Landnámsratleikur Grindavíkur 2006.

FERLIR-999: Grindavík – álagablettir.

ATH: Á bak við hvert nafn er falinn GPS-punktur.

Ferlir

FERLIR-1300: Miðmundahólar – tóft

FERLIR-1301: Selatangar – rekagata að Ísólfsskála

FERLIR-1302: Sandakravegur – Skógfellavegur

FERLIR-1303: Heiðin há – gata

FERLIR-1304: Núphlíðaháls – landamerki III?

FERLIR-1305: Hádegisgil – Miðmundagil

FERLIR-1306: Eldborg – Drottning – Stóra-Kóngsfell

FERLIR-1307: Skipsstígur innan loftskeytastöðvarinnar ofan Grindavíkur

FERLIR-1308: Reykjaneshringur

FERLIR-1309: Hvatshellir

FERLIR-1310: Bálkahellir – Bjössabólur

FERLIR-1311: Steinbogahellir (Hellirinn eini) – Húshellir – Maístjarnan

FERLIR-1312: Litlahraun – Krýsuvíkurheiði

FERLIR-1313: Hafnavegur

FERLIR-1314: Sandskeið – Vatna-Sæluhús – Fóelluvötn

FERLIR-1315: Fóelluvötn – Gamla rústin

FERLIR-1316: Brimnes – Hofsvík – Esjuberg

FERLIR-1317: Hetta – Keltahellir?

FERLIR-1318: Keflavíkurflugvöllur – minjar

FERLIR-1319: Mælifell

FERLIR-1320: Bjarnastaðastekkur – skósteinn

FERLIR-1321: Alnbogi – Háaberg – Seljabót

FERLIR-1322: Hóp – sögu og örnefnaskilti

FERLIR-1323: Eldvörp – fyrirhuguð virkjun I

FERLIR 1324: Vatnsleysuheiði – Flekkuvíkurheiði

FERLIR-1325: Kálfatjarnarheiði I

FERLIR-1326: Saurbær – Brautarholt

FERLIR-1327: Kálfatjarnarheiði II

FERLIR-1328: Knarrarnesholt I

FERLIR-1329: Brunnastaðalangholt

FERLIR-1330: Ósmelur – Hvalfjarðareyri

FERLIR-1331: Vilborgarkot – Elliðakot

FERLIR-1332: Knarrarnesholt II

FERLIR-1333: Höskuldarvallarvegur – Einihlíðar – Mávahlíðar

FERLIR-1334: Geitháls

FERLIR-1335: Krikar

FERLIR-1336: Eldvörp – fyrirhuguð virkjun II

FERLIR-1337: Ófeigskirkja – Skyggnir

FERLIR-1338: Þerrir – Brandsleiði

FERLIR-1339: Gálgahraun – Klettahraun

FERLIR-1340: Garðastekkur – Fógetastígur – Móslóði – Garðagata

FERLIR-1341: Skollanefn – Skollahraun

FERLIR-1342: Myllulækjartjörn – Myllulækur

FERLIR-1343: Esjuberg – kirkjutóft

FERLIR-1344: Sjálfkvíar

FERLIR-1335: Hafurbjarnastaðir – Kirkjuból -Flankastaðir

FERLIR-1336: Botnsdalur – Hvalskarð – Hvalvatn

FERLIR-1337: Botnsdalur – Holukot – Kattarhöfði

FERLIR-1338: Litli-Botn og Stóri-Botn – selstöður og hellar

FERLIR-1339: Kirkjugata milli Staðarhverfis og Járngerðarstaðahverfis

FERLIR-1340: Fuglavíkurgata – Sandgerðisgata

FERLIR-1341: Kirkjugatan milli Bæjarskerja og Hvalsness

FERLIR-1342: Fuglavíkurstekkir

FERLIR-1343: Sandsgerðissel

FERLIR-1344: Uppsalir – Kumblhóll – Álfhóll

FERLIR-1345: Krossbrekka – Kampastekkur – Einbúi

FERLIR-1346: Sloki – Slokahraun

FERLIR-1347: Melaberg – Másbúðir – Hvalsnes – Stafnes

FERLIR-1348: Selsvellir – Selsvallavegur

FERLIR-1349: Skjótastaðir

FERLIR-1350: Sængurkonuhellir III – Herdísarvík

FERLIR-1351: Þríhnúkar – gígaröð

FERLIR-1352: Þingvellir – Stekkjargjá – Snókagjá

FERLIR-1353: Rjúpnadyngjuhraun – jarðsagan

FERLIR-1354: Kirkjustígur – frá Reynivöllum að Fossá

FERLIR-1355: Skeggjastaðir – tóftir

FERLIR-1356: Blikastaðanes – Þerneyjarsund

FERLIR-1357: Vörðufell – Jafndægur

FERLIR-1358: Stóra-Lambafell – sprengigígur

FERLIR-1359: Kinnaberg – Önglabrjótsnef

FERLIR-1360: Alfaraleið – Hvassahraun

FERLIR-1361: Gufunes

FERLIR-1362: Þormóðsleiði

FERLIR-1363: Illaklif – Guðnahellir

FERLIR-1364: Búrfellshraun – Maríuhellar

FERLIR-1365: Stekkjarhraun – Nónklettar

FERLIR-1366: Gráhraun

FERLIR-1367: Gerðavellir – sögu og örnefnaskilti

FERLIR-1368: Fremra-Hálssel

FERLIR-1369: Hækingsdalssel

FERLIR-1370: Gíslagata – Sandfellsleið – Svínaskarðsvegur

FERLIR-1371: Vatnsskarð – Blesaflöt

FERLIR-1372: Fógetastígur

FERLIR-1373: Lakar – Lákastígur – Lakadalur

FERLIR-1374: Móslóði

FERLIR-1375: Stakkavíkurgötur

FERLIR-1376: Geldinganes I

FERLIR-1377: Geldinganes II

FERLIR-1378: Arnarseturshraun – Benediktshellir

FERLIR-1379: Vatnsendahæð – flugvélaflak

FERLIR-1380: Lönguhlíð – flugvélaflak I

FERLIR-1381: Selstígur – Sognssel

FERLIR-1382: Sandfellsvegur – Gíslagata – Svínaskarðsvegur

FERLIR-1383: Lönguhlíð – flugvélaflak II

FERLIR-1384: Seljadalur – Vindássel

FERLIR-1385: Eldvörp

FERLIR-1386: Seljavogur – Stafnessel – Hvalsnessel

FERLIR-1387: Hvassahraun – innanvert

FERLIR-1388: Lakadalur – brak

FERLIR-1389: Lónakot – Magnúsardys – Sjónarhóll

FERLIR-1390: Lónakot – Réttartangar

FERLIR-1391: Skógfellastígur – landamerki

FERLIR-1392: Lágafell – Helghóll

FERLIR-1393: Reiðskarð – Hellirinn (Skútinn)

FERLIR-1394: Svartiklettur – Svíri og Bakka-Oddur

FERLIR-1395: Hraunagata I

FERLIR 1396: Hraunagata II

FERLIR-1397: Leynidalir – Grófir

FERLIR-1398: Afstapahraun – Kúagerði

FERLIR-1399: Suðurfararvegur

Ferlir

Í Morgunblaðið árið 2008 er fróðleg grein undir fyrirsögninni “Í fótspor fjár og feðra“.

Lögreglumennirnir og -konurnar eru ekki á slóðum afbrotamanna, heldur forfeðranna þegar þau ganga á Reykjanesinu. Þar njóta þau líka útiverunnar, lesa í minjar lífs- og atvinnuhátta og kynnast kostum landsins frá nýju sjónarhorni.
Hallgrímur Helgi Helgason fór um Reykjanesskagann með göngugarpnum Ómari Smára Ármannssyni og Gönguhópnum Ferli.

Ferlir

Hraun, mosi og kargaþýfi Þegar gengið er utan troðninga liggur leiðin yfir hraun, mosa og kargaþýfi. Í hópnum voru að þessu sinni Ómar Smári Ármannsson, Jóhann Davíðsson, Jón Svanþórsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Birgir Bjarnason og Eyþór Borgþórsson, auk blaðamanns. (Ljósm. Júlíus)

Gönguhópurinn Ferlir var stofnaður 1999 fyrir ferðahóp rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavík, en síðan hafa margir slegist í hópinn. Reykjanesskaginn varð snemma fyrir valinu, bæði vegna nálægðar og þess að þorri fólks er þar ókunnugur. Þótt mörgum finnist svæðið bert og ófýsilegt, er reynsla hópsins sú að Reykjanesið sé einkar gjöfult og fjölbreytilegt til útivistar. Hópurinn hefur farið rúmlega 1.200 gönguferðir um skagann, sem markast af hinu forna landnámi Ingólfs, vestan línu milli Hvalfjarðarbotns og Ölfusárárósa.

Selvogsgata

Selvogsgatan á Hellunum. Helgafell fjær.

Göngufólk hefur safnað þar kynstrum af efni, ekki síst um fornar götur sem liggja þar þvers og kruss og vitna um lífshætti og kjör fyrr á öldum, fornar byggðir og umferð sem þeim fylgdi. Slóðirnar sjást þó misvel í úfnu landslaginu; sumar eru löngu grónar en aðrar hafa lent undir hrauni eða síðari tíma framkvæmdum og raski.
Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, hefur verið í gönguhópnum Ferli frá upphafi. Hann segir að þeim sem gangi um fornar götur Reykjaness opnist einkar rík saga allt aftur til landnáms – og jafnvel lengur.

Listin að lesa veg

Skógfellavegur

Skógfellastígur.

„Götur hafa myndast hér frá fyrstu tíð manna og búfénaðar og er oft erfitt að greina á milli, hvaða götur voru notaðar af hverjum, hvenær og í hvaða tilgangi. Sumar göturnar eru nú horfnar, en aðrar hafa verið endurheimtar. Á seinni tímum hefur gróður náð að hylja slóðirnar eða gróðureyðing hefur afmáð þær, jarðvegur hefur færst til, skriður og snjóflóð hlaupið, ár og lækir breytt farvegi sínum, vatn runnið í þeim og breytt, eldgosaaska hulið þær og hraun runnið yfir þær. Dæmi eru líka um að gamlar leiðir hafi færst til.“

Sandakravegur

Sandakravegur.

Allur gangur er á því hver lagði göturnar í upphafi: „Þegar við endurrekjum gamla leið setjum við okkur iðulega í spor þeirra sem fóru hana áður,“ segir Ómar Smári. „Það má greina götur eftir fólk frá götum eftir búfénað þótt stundum hafi leiðirnar legið saman. Kindurnar leita bithaga og skjóls og því liggja kindagötur eða fjárgötur oft utan í hlíðum, hæðum og hólum eða í lægðum. Þar sem féð hefur unað hag sínum vel er jafnan vel gróið. Fólk fór hins vegar greiðfærustu leiðina og hugsaði um að „halda hæð“. Þá var ekki farið upp og niður hæðir og dali að óþörfu. Þótt fólk þyrfti að taka á sig krók var það gert, því „betri var krókur en kelda“.
Um allt land má finna mikilvægar þjóðleiðir frá liðnum öldum, sem sumum hefur verið haldið við. Þá hafa verið búnar til nýjar gönguleiðir um fallega náttúrustaði. Nokkrar slíkar má finna á Reykjanesskaganum. Mikilvægustu leiðirnar áður fyrr eru ekki endilega vinsælustu gönguleiðirnar í dag. Sumar eru nýlegar, eins og Reykjavegurinn svonefndi milli Reykjaness og Nesjavalla.“

Til ýmiss brúks

Kapella

Alfaraleiðin við kapelluna.

Ómar Smári segir að reyna megi að flokka leiðirnar eftir sennilegu notagildi þeirra áður fyrr. „Þjóðleiðir lágu milli byggðalaga, eins og Alfaraleiðin eða Almenningsleiðin milli Innnesja, nú Hafnarfjarðar, og Útnesja, þar sem nú er Reykjanesbær. Hún sést að mestu ennþá frá jaðri Brunans (Kapelluhrauns) til Innri-Njarðvíkur. Selvogsvegur eða Suðurfararvegur lá milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Hann sést vel frá Lækjarbotnum í Hafnarfirði að Strönd í Selvogi.

Skálavegur

Gamli vegurinn að Skála um Siglubergsháls – nú horfinn vegna framkvæmda.

Þessar leiðir voru fjölfarnar allt til þess að vegagerðin fór að miðast við bifreiðar. Verleiðir má sjá við verin á norðan- og sunnanverðum Reykjanesskaganum. Leiðirnar ofan við Selatanga, verstöð, sem notuð var allt til byrjunar 20. aldar eru þrjár, hvort sem var heim til bæja, Skála og Krýsuvíkur, eða inn á þjóðleiðirnar. Byggðakjarnar á landsvæðinu, svo sem Grindavík, Garður, Hafnir og Vatnsleysuströndin, voru mikilvægar verstöðvar.
Lengri aðalleiðirnar lágu milli stjórnsýslustofnana, höfuðbóla og byggðakjarna, verstöðva, verslunarmiðstöðva, náttúrustaða, þingstaða eða kirkna, hvort sem var með ströndum landsins, yfir fjallgarða, heiðar, ása eða úfin eða slétt hraun. Leiðirnar voru mjög mislangar. Segja má að fyrrum hafi allar leiðir um tíma legið til og frá Þingvöllum. Við þessar leiðir finnast víða misgamlar minjar, svo sem hlaðin skjól, sæluhús, bæli í hellum og skútum eftir menn og hreindýr, og vörður, bæði sem leiðarmerki og til minningar um fólk, sem varð úti, eða sögulega atburði. Dauðsmannsvörðurnar og dánarstaðir eru ófáir við og hjá götunum, en sem betur fer sluppu margir lifandi þrátt fyrir miklar raunir, eins og Prestsvarðan ofan við Leiru er til vitnis um.

Árnastígur

Árnastígur.

Leiðir á milli bæja eru jafnmargar og bæirnir voru margir – og þeir voru miklu fleiri en fólk gerir sér í hugarlund, t.d. voru 28 bæir í Staðarhverfi, sem er vestast Grindarvíkurhverfanna, en nú standa þar tóftir einar. Í Staðarhverfi var millilandaverslun um tíma, kirkjustaður og hreppstjórasetur. Frá hverfinu lágu samskiptagötur til Hafna, Njarðvíka og hinna byggðarkjarnanna í Grindavík. Þær sjást enn vel.

Fornaselsstígur

Fornasels og Gjálselsstígur.

Selstígar lágu upp í selstöðurnar, sem voru fjölmargar í landnámi Ingólfs. T.a.m. má sjá leifar af um 250 slíkum á svæðinu.
Kirkjugötur voru mikilvægar menningarleiðir og er Hvalsnesleiðin milli Ytri-Njarðvíkur og Hvalsness ágætt dæmi, en gatan var jafnframt notuð sem þjóðleið milli byggðakjarna og sem verslunarleið. Líklega er hluti leiðarinnar sá best varðveitti hér á landi því varnargirðing Varnarliðsins umlukti hana.“
Sumar slóðir frá því fyrir landnám Ómar Smári segir að sumar leiðirnar séu áfangaleiðir og tengist öðrum eða greinist út frá þeim. Dæmi um vinsæla gönguleið hópsins er leið í Ögmundarhrauni á suðurströnd nessins austur af Grindavík, en hraunið hefur runnið yfir bæ, garða og umlukið önnur mannvirki, s.s. fjárborg og grjótgarða, sem sjást í hraunjaðrinum.
„Víða eru gömlu þjóðleiðirnar klappaðar í harða hraunhelluna, svo sem sjá má á Sandakra- og Skógfellaveginum eða á Hellunum vestan Hlíðarvatns. Þar hefur yngra hraun runnið yfir eldra hraun, sem gatan er í. Gatan er ágætt dæmi um hversu mikil umferð hefur verið hér allt frá fyrstu tíð, sem reyndar gæti þess vegna hafa verið eldri en norrænt landnám segir til um.“
Hefurðu sjálfur mótað þér skoðanir á lífi í landinu fyrir landnám?

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

„Vísbendingar gefa til kynna að hér kunni að hafa verið önnur byggð en rannsóknir hafa enn ekki staðfest það með óyggjandi hætti. T.d. á eftir að rannsaka mannvistarleifar í og við Húshólma og Óbrennishólma í Ögmundarhrauni.“
En auðvitað hefur þróun byggðar og lífshátta í landinu leikið hina fornu vegi með ýmsum hætti. „Leiðakerfið hefur þróast og götur hafa verið lagfærðar eða færst til,“ segir Ómar Smári. „Þegar ferðast var á fótum, eigin eða hestsins, mótuðust göturnar af sjálfu sér. Á fjölfarnari leiðum var kastað úr hluta gatnanna og leiðarmerki reist. Um tíma varð það hluti af þegnskylduvinnu eða atvinnubótavinnu.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur – vagnvegurinn.

Með tilkomu vagnsins voru gerðar vegabætur á mikilvægustu leiðunum og með bílnum mótuðust nýjar leiðir yfir holt og mela, og eldri leiðirnar voru lagfærðar. Þegar leiðin milli Grindavíkur og Krýsuvíkur var gerð ökufær 1932 var hin forna þjóðleið yfir Ögmundar-hraun, þar með talinn Ögmundarstígur, bæði breikkuð og lögð ofaníburði. Í dag er gjarnan farið beint af augum, ekki bara yfir fjöll og hálsa, heldur í gegnum hvort tveggja. “

Varðveisla mikilvæg
fótsporÓmar Smári segir mikilvægt að varðveita gömlu leiðirnar, en með því að ganga þær eru minni líkur á að þær falli í gleymsku. En hvaða hætta steðjar þá einkum að þeim?
„Það er áhugaleysi sveitarstjórnarfólks, skipulagsaðila og verktaka. Við nýtt hverfi í Sandgerði var ekkert tillit tekið til þess að Sandgerðisvegurinn gamli liggur um svæðið og er enn mjög greinilegur. Grindvíkingar ákváðu hins vegar að hafa göngustíg í gegnum Hópshverfið nýja og leyfðu Skógfellaleiðinni þannig að halda sér um bæjarhlutann. Í Reykjavík og víða eru dæmi um að hús hafi verið byggð á gömlum þjóðleiðum, en fólki ekki orðið svefnsamt í þeim vegna mikillar umferðar fólks að næturlagi.“
Í ljósi þess að saga Reykjanessins er átakamikil, fá frásagnir af slysum, mannsköðum og afturgöngum nýtt líf í ferðum ykkar?
„Sérhver saga og sérhvert atvik tengist óhjákvæmilega ákveðnum leiðum og stöðum. Merking þeirra verður önnur fyrir vikið líkt og leiðin og/eða staðurinn. Helsti skaðvaldur þessara gömlu leiða er virðingarleysið sem birtist m.a. í vegagerð og utanvegaakstri. Nýrri vegir hafa af misgáningi verið lagðir yfir þær og stórvirkum vinnutækjum ekið eftir og yfir leiðirnar, rusli hent á þær, námur settar þvert á leiðirnar og trjám plantað í þær. Með svolítilli hugsun mætti koma í veg fyrir þessa eyðileggingu.“

Að aka minna en ganga meira

Ferlir

FERLIRsganga að vetrarlagi.

Farið þið annars á Reykjanesið á öllum árstímum og í öllum veðrum?
„Veðrið hefur aldrei stöðvað för. Hægt er að undirbúa og velja göngustað á Reykjanesskaganum eftir áttum og veðri. Hálsarnir skipta oft veðrum. Þótt það sé rigning og rok hér þá getur verið sól og jafnvel logn handan við hæðina.“
Eru hraunsprungurnar ekki varasamar ef snjór er yfir jörðu?
„Við förum ekki um sprungusvæði þar sem snjór þekur jörð og ekki er augljóst hvernig landið liggur. Enda óþarfi þar sem nægir aðrir kostir eru í boði. Svæðið býður upp á ótrúlega útivistarmöguleika. Fólk getur gengið hinar gömlu leiðir, skoðað landmótun á flekaskilunum og jarðmótunina frá upphafi með a.m.k. 15 hraun frá sögulegum tíma, gengið um hraunhellana, virt fyrir sér litaskrúð hverasvæðanna og notið ómótstæðilegrar náttúrufegurðar. Fótspor
Fána og flóra eru fjölbreyttari en ætla mætti.
Það er mjög gott fyrir byrjendur að ganga með öðrum sem geta leiðbeint þeim til að glöggva sig á umhverfinu og lesa það. Síðan fer fólk að rekast á minjar við hvert fótmál.
Á þessum síðustu tímum aðhalds og ráðdeildar ættu áhugasamir borgarbúar að spyrja sig: Hvers vegna ekki að aka í 15 mínútur og nýta svo 1-5 tíma til göngu í þessu margbreytilega og stórkostlega umhverfi í stað þess að aka í 1-5 klukkustundir og hafa síðan einungis tíma til að ganga í 15 mínútur?“
Gönguhópurinn heldur úti vefsíðunni ferlir.is.

Heimild:
-Morgunblaðið, 162. árg. 15.06.2008, Í fótspor fjár og feðra, bls. 24-25.

FERLIR

FERLIRsfélagar í Bálkahelli. (Ljósm. Júlíus)

Ferlir

FERLIR-1000: Keflavík – Hvalsnesleið – Hvalsnes.

FERLIR-1001: Vatnsleysustrandarhreppur – saga.

FERLIR-1002: Nýjabæjarbrunnur – Hábæjarbrunnur – Vogaréttir – Bræðrapartabrunnur – Stóru-Vogabrunnur – Grænuborgarrétt.

FERLIR-1003: Kirkjuholt – Neðri-Brunnastaðabrunnur (steintröppur) – Halakotsbrunnur – Skjaldarkotsbrunnur – Grundarbrunnur – Suðurkotsbrunnur.

FERLIR-1004: Kristmundarvarða – Grundarbrunnur – Suðurkotsbrunnur – Austurkotsbrunnur – Skjaldarkotsbrunnur – Gestsrétt – Skiparétt – Taglhæðarvarða.

FERLIR-1005: Hlöðversleiði – Hlöðunesbrunnur – Ásláksstaðaleiði – Narfakotsbrunnur – Móakotsbrunnur – Hallandabrunnur – Áslákstaðabrunnur – Sjónarhóll (álfhóll) – Rauðstekkur.

FERLIR-1006: Krosshólar (Kirkjuhólar) – Gamlibrunnur – Nýibrunnur – Árnastekkur – Breiðagerðisbrunnur – Litlistekkur.

FERLIR-1007: Höfðabrunnur – Auðnabrunnur – Bergkotsbrunnur – Landakotsbrunnur – Tjarnarbrunnur (syðri og nyrðri) – Bakkarétt – Klapparvatnsstæði – Þórustaðarétt – Hliðsbrunnur.

FERLIR-1008:Heimristekkur – Flekkuvíkurstekkur – Borgarkotsstekkur – Kirkjuhólar – Arnarvarða – Vesturbæjarbrunnur – Austurbæjarbrunnur – Mundastekkur.

FERLIR-1009: Fúli – Danska – Minni-Vatnsleysubrunnur – Stekkhólsrétt – Stóri-Vatnsleysubrunnur – Fjósbrunnur – Kotbrunnur – Vatnsleysustekkur.

FERLIR-1010: Keilir – Litlikeilir – flugvélaflak.

FERLIR-1011: Grindavík – refagildrur.

FERLIR-1012: Húsatóptir – Þorbjarnarfell.

FERLIR-1013: Stórkonusteinar – Stórihvammur – Leirdalir – Háuhnúkar – Móskarðsgil – Markrakagil – Stóri-Skógarhvammur – Brunahryggur.

FERLIR-1014: Laufhöfðavarða – Fornaselsvarða -Steinninn – Klofaklettsvarða – Fjallsgrensvarða.

FERLIR-1015: Kista FERLIR-1016: Brunntorfur.

FERLIR-1017: Kistuhraunshellir.

FERLIR-1018: Ögmundarhraun – Moshóll – Sængurkonuhellir.

FERLIR-1019: Gestsstaðir – Hetta – Drumbur.

FERLIR-1020: Garðsstígur.

FERLIR-1021: Bláa lónið – Húsatóftir.

FERLIR-1022: Ísólfsskáli – refagildrur.

FERLIR-1023: Vogar – Stapagata – Innri-Njarðvík.

FERLIR-1024: Gerði – Hellar – Kolbeinshæðarskjól – Gránuskúti – Kápuhellir – Þorbjarnastaðir.

FERLIR-1025: Sandgerðisgata.

FERLIR-1026: Smalaskáli – smalahús.

FERLIR-1027: Hausthellir – Magnúsardys.

FERLIR-1028: Smalaholt – kapella – Vífilstaðahlíð – garður.

FERLIR-1029: Hrauntungustígur – norðan Sauðabrekkugjár.

FERLIR-1030: Bæjarsker – Arnarbæli – Álaborg – Bæjarskersgata.

FERLIR-1031: Langahlíð – Fagradalsmúli – Kerlingargil.

FERLIR-1032: Hellnahraun – Tvíbollahraun – Leiðarendi.

FERLIR-1033: Rósel.

FERLIR-1034: Hvalsnesvegur – vetrarleiðin.

FERLIR-1035: Leiðarendi III.

FERLIR-1036: Grafarsel – rétt (letursteinn).

FERLIR-1037: Helgusel – Bringur.

FERLIR-1038: Mosfell – bátslag.

FERLIR-1039: Úlfarsá / Kálfakot.

FERLIR-1040: Hrauntungustígur – Hrauntunga – Almenningur.

FERLIR-1041: Söðulsteinn.

FERLIR-1042: Hrauntungustígur – Ketill – Hrauntunga.

FERLIR-1043: Járngerðarstaðir – örnefni.

FERLIR-1044: Kerlingarskarð – tóft.

FERLIR-1045: Stórhöfðastígur – Undirhlíðavegur – Stórhöfði.

FERLIR-1046: Þórkötlustaðahverfi – Hraun.

FERLIR-1047: Rauðamelsstígur – Hrútafell – Alfaraleið.

FERLIR-1048: Snókalönd – Stórhöfðastígur – gerði.

FERLIR-1049: Straumsselsstígur – Sauðabrekkur.

FERLIR-1050: Brunntorfur.

FERLIR-1051: Skammaskarð – skammidalur.

FERLIR-1052: Katlagil.

FERLIR-1053: Tvíbolli – Syðstibolli.

FERLIR-1054: Brennisteinsfjöll.

FERLIR-1055: Eldvörp -Rauðhóll – Sandfellshæð.

FERLIR-1056: Hrútargjárdyngja – Húshellir – Maístjarnan – Stórhöfðastígur.

FERLIR-1057: Járngerðarstaðir – Tyrkjaránið.

FERLIR-1058: Spenastofuhellir – Völdundarhúsið.

FERLIR-1059: Þríhellir – Þríhnúkahellir – Þríhnúkarásarhellir.

FERLIR-1060: Skálafell – Hverahlíð – Norðurhálsar – Tröllahlíð – Trölladalur.

FERLIR-1061: Eldborg – Sanddalir – Stóra- Sandfell – Lakadalir – Lakakrókur.

FERLIR-1062: Bláfjöll – flugvélaflak I.

FERLIR-1063: Fagradalsfjall – Langihryggur – flugvélabrak.

FERLIR-1064: Völdundarhúsið – Rósaloftshellir.

FERLIR-1065: Skemmdarverk 1968.

FERLIR-1066: Litli Meitill – flugvélaflak.

FERLIR-1067: Bláfjöll – flugvélaflak II.

FERLIR-1068: Bollar – flugvélaflak.

FERLIR-1069: Selvogur – Þórður Sveinsson.

FERLIR-1070: Bláfjöll – Gamla grána.

FERLIR-1071: Mosfell – silfur Egils I.

FERLIR-1072: Kistufellshraun – hellir (nýfundinn).

FERLIR-1073: Óttarsstaðir – bein.

FERLIR-1074: Annálar 1400 – 1800.

FERLIR-1075: Vatnsheiði – op.

FERLIR-1076: Fagradalsfjall – Geldingadalur – tóft.

FERLIR-1077: Núpshlíðarháls – gígaröð.

FERLIR-1078: Mosfell – Silfur Egils II.

FERLIR-1079: Selsvellir – Þórustaðastígur – Vigdísarvellir – eldflaugaskot.

FERLIR-1080: Búrfell – Búri.

FERLIR-1081: Fjárhöfðar – Skinnhúfuhellir.

FERLIR-1082: Fagradalsfjall – Kastið.

FERLIR-1083: Búri – efri hlutinn.

FERLIR-1084: Eldvörp – byrgi – rannsókn.

FERLIR-1085: Búrfell – Búri – Hlíðarendasel – Geitafell – Þúfnavellir – Hrossaflatir – Leiti – Eldborgir.

FERLIR-1086: Nauthóll.

FERLIR-1087: Selfjall – Lækjarbotnar – Selvatn.

FERLIR-1088: Móðhóla.

FERLIR-1089: Grísanesskjól – Grófarhellir.

FERLIR-1090: Sængukornuhellir (Víkurhellir).

FERLIR-1091: Suðurreykjasel – Æsustaðasel.

FERLIR-1092: Blikdalur – Brautarholtssel.

FERLIR-1093: Seljadalur – Reynivallasel.

FERLIR-1094: Melaseljadalur – Melasel.

FERLIR-1095: Seldalur – Skálafell.

FERLIR-1096: Steinhús – Kaldársel.

FERLIR-1097: Kaldranasel – Litli-Nýjabæjarhvammur.

FERLIR-1098: Nípuskjól – Nípurétt

FERLIR-1099: Búri – Svelgurinn – áframhald?

ATH: Á bak við hvert nafn er falinn GPS-punktur.

Viðfangsefni FERLIRs er og hefur verið “landnám Ingólfs”, þ.e. allt tiltekið (og afmarkað) svæði landsins í vestur frá Hvalfjarðarbotni og Ölfusárósum.
 Á vefsíðunni er þegar að finna áhugaverðar upplýsingar um mjög nærtæka staði (í u.þ.b. 20 mínútna fjarlægð íbúanna, ef sjálfrennireiðin er notuð). Úrvalið er ótrúlegt. Sagan spannar tímabilið allt frá landnámi til nútíma. Vanþekkingin ein hefur hingað til takmarkað áhuga njótendanna. Þeir, sem þekkja til, vita að varla verður þverfótað fyrir mannvistarleifum og sagnastöðum á svæðinu. Fornleifarnar eru hin áþreifanlegu tengsl okkar við forfeður og -mæður okkar – líkt og hin verðmætu handrit, sem varðveitt eru bæði vel og vandlega. Líklega geta fá önnur landssvæði (og þá er átt við allt Ísland) státað af gagnmerkari upplýsingaveitu um sögu sína og áþreifanlegar minjar og finna má á vefsíðunni.

FERLIR

FERLIR – húfa, sem þaulsetnir þátttakendur fengu sem viðurkenningarvott.