Tag Archive for: fornleifar

Þingvellir

Í skrifum Birgirs Hermannssonar um „Þingvelli og íslenska þjóðernishyggju“ fjallar hann m.a. um staðsetningu Lögbergs á Völlunum:

Birgir Hermannsson

Birgir Hermannsson.

Ein augljós vandkvæði við upphafningu þjóðveldisins var skortur á mannvistarleifum frá þessum tíma. Í samanburði við nágrannaríkin er Ísland óvenju fátækt af gömlum byggingum frá öllum tímum sögu sinnar. Hér eru engir gamlir herragarðar sem minna á ríkidæmi, vald eða afrek í menningarefnum. Engir eru hér kastalar frá miðöldum, gamlar kirkjur eða augljósar rústir. Íslensk menningararfleifð felst í bókmenntum, en þær hafa dugað vel sem aflvaki þjóðlegrar vakningar og sköpunar. Bókmenntir verða þó mun áhrifaríkari, í pólitísku samhengi, ef sögusviðið er annað og meira en ímyndaður heimur. Til þess þarf að jarðtengja þær. Með Íslendingasögurnar er þetta oftast auðvelt: hetjur riðu um tiltekin héröð og bjuggu á bæjum með nöfn. Það er einnig ljóst að Íslendingar tengdu tóftir og hugsanlegar mannvistarleifar í ríkum mæli við stofnanir þjóðveldisins: hof, þing, lögréttur og dómhringir eru næsta algeng nöfn á hugsanlegum fornleifum, en segja oft á tíðum meira um hugarfar þeirra sem gefa fornleifunum nafn en það sem leynist undir yfirborði jarðar.

Þingvellir

Örn yfir Lögbergi á Þingvöllum.

Þingvellir eru í algjörum sérflokki þegar kemur að því að tengja saman bókmenntir, landsvæði, fornleifar og sögu. Þegar þjóðveldið var gert að gullöld Íslandssögunnar og Alþingi þar með miðpunktur athyglinnar, urðu tengslin við Þingvelli sjálfgefin. Á Þingvöllum voru þjóðveldið og Alþingi tengd með áþreifanlegum og sýnilegum hætti við ákveðið landssvæði, landslag, ummerki um mannvistir og örnefni. Það var því tilvalið að gera Þingvelli að sögulegu minnismerki.
Það er þó einnig ljóst að tengsl sjáanlegra mannvistarleifa á Þingvöllum og Alþingis á þjóðveldistímanum eru ekki skýr, enda erfitt að bera saman frásagnir frá 13. öld um enn eldri atburði og stofnanir við sýnilegar mannvistarleifar sem eru líklega flestar frá 18. öld. Umræða um forn mannvirki á Þingvöllum hefur því að miklu leyti snúist um ágiskanir og jafnvel hreinan tilbúning. Það sem skiptir máli hér er viðhorfið til staðarins fremur en staðurinn sjálfur.

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Hugmyndir og viðtekin söguleg þekking hefur mótast af þeim gleraugum sem Þingvellir voru skoðaðir í gegnum. Umræðan um staðsetningu Lögbergs er ágætt dæmi um vandkvæðin við að festa horfna sögulega stofnun við afmarkaðan stað á Þingvöllum. Íslenska lýðveldið var „endurreist“ að Lögbergi 1944. Þar blaktir nú ríkisfáni lýðveldisins og er án efa helgasti staður Þingvalla. Lögberg var ekki notað við þinghald eftir 1271 og með árunum munaði minnstu að staðurinn týndist, eins og Björn Th. Björnsson kemst að orði. Allnokkur umræða var meðal fræðimanna á nítjándu öld og fyrri hluta tuttugustu aldar um tilvist Lögbergs og hvar hin rétta staðsetning þess væri. Vinsæl og lífsseig skoðun var að Lögberg væri á Spönginni milli Flosagjár og Nikulásargjár. Þessi staður hefur oft verið kallaður Heiðna-Lögberg eða Gamla-Lögberg og því haldið fram að Lögberg hafi síðar verið flutt. Sigurður Vigfússon gróf eftir fornminjum 1879, bæði á Spönginni og á Hallinum þar sem margir töldu Lögberg vera, en fann engar afgerandi vísbendingar.

Þingvellir

Þingvellir.

Matthías Þórðarson þjóðminjavörður átti drjúgan hlut í því að „festa“ Lögberg við núverandi staðsetningu. Í ritgerðum í Árbók Hins íslenska forleifafélags frá 1911, 1921-22 og 1943 færir hann rök fyrir máli sínu og gagnrýnir nokkuð fræðimenn fyrri tíma. Í merkri bók sinni um Þingvelli frá 1945 finnur hann sig enn knúinn til að ræða staðsetningu Lögbergs með ýtarlegum hætti: „Á þessum stað á gjábakkanum […] var lögberg, – og er enn“. En af því að það virðist hafa verið orðið óljóst mönnum, „fallið í gleymsku og þá,“ á hinni síðustu öld, og af því að svo virðist enn fremur hins vegar, sem ýmsum sé enn ekki orðið það fullkomlega ljóst, að lögberg var á þessum stað, verður að gera hér nokkru frekari grein fyrir því, hvaða rök liggja fyrir þeirri vissu og fullyrðingu, að lögberg hafi verið einmitt þarna á gjábakkanum.

Þingvellir

Þingvellir – minjakort.

Þessi orð – sér í lagi sá tónn sem sleginn er – segja langa sögu um þá óvissu sem ríkir um staðsetningu Lögbergs, sérstaklega ef haft er í huga að íslenska lýðveldið var stofnsett á þessum helga stað einu ári fyrr. Matthías færir skýr og skilmerkileg rök (fornar sögur, fornleifar og örnefni) fyrir máli sínu, þó hann sé á hálum ís í því að fullyrða að fornleifar – „þetta einkennilega og mikla mannvirki frá fornöld“ – veiti „hina áþreifanlegustu, óhrekjandi sönnun“ fyrir staðsetningu Lögbergs.80 Fornleifafræðin hefur enn sem komið er ekki veitt neina slíka vitneskju. Öll röksemdafærsla Matthíasar byggist á misjafnlega sannfærandi líkindum sem eðli málsins samkvæmt eru opin fyrir efasemdum og gagnrýni. Um örnefnin segir Matthías: „Ýmsir menn á vorum dögum hafa viljað líta svo á, að það sé ótrúlegt og jafnvel óhugsandi, að það hafi gleymzt, hvar lögberg var, eða að örnefnið Lögberg á Alþingis-staðnum hafi glatazt, og síðan hafi fengið það nafn annar staðar þar, sem aldrei var lögberg. Þessi skoðun manna hefur sennilega átt drjúgan þátt í því, að halda við, jafnvel allt fram á þessa öld […] þeirri trú, að lögberg hafi verið á Spönginni“.

Þingvellir

Þingvellir – Alþingi til forna.

Niðurstaða Matthíasar var sú að örnefnið hafi „horfið af þeim stað, sem átti hann einn með réttu, horfið og dautt af vörum þjóðarinnar“ og „tímans tönn látin níða og naga bótalaust hið sýnilega minnismerki fullkomins frjálsræðis þjóðar vorrar.“ Með tilstuðlan fræðimanna á borð við Matthías hefur þó örnefnið Lögberg verið sameinað „heimastað“ sínum að nýju og lifir í huga þjóðarinnar, verndað og upphafið af íslenska ríkinu sem hinn upprunalegi helgistaður frelsis og sjálfstæðis þjóðarinnar. Þar blaktir nú ríkisfáninn íslenski sem endanleg staðfesting þessa. Fræðimenn og aðrir áhugasamir geta eflaust deilt lengi enn um staðsetningu Lögbergs, en það breytir litlu um opinbera staðsetningu staðarins. Staðsetning og merking Lögbergs hefur verið „fryst,“ enda geta opinberir helgistaðir þjóða ekki þolað óvissu um hugmyndalegan og landfræðilegan miðpunkt sinn.“

Heimild:
-Bifröst Journal of Social Science — 5-6 (2011-2012), Hjartastaðurinn: Þingvellir og íslensk þjóðernishyggja, Birgir Hermannsson, bls. 37-39.

Þingvellir

Horft til norðurs yfir þingstaðinn.

Víkursel

Í „Fornleifaskrá, Borgarhluti 3 – Hlíðar“ árið 2024 segir m.a. um Víkursel (Öskjuhlíðarsel):

Víkursel

Víkursel – loftmynd frá 1946.

„Neðarlega í suðvesturhlíðum Öskjuhlíðar er tóft sem talin er hafa verið Víkursel. Um 70 m norðaustur af Háskólanum í Reykjavík og um 20 m austur af gangstígnum Bæjarleið, sem liggur norður-suður með vestanverðri Öskjuhlíð. Norðaustan við tóftina er lækjarfarvegur. Suðaustan við er rás sem sést vel á gömlum loftmyndum, sennilega eftir herinn, sem hefur raskað suðurgafli.

Víkursel

Víkursel?

Í Jarðabók Árna og Páls segir: „Selstaða er jörðinni eignuð þar sem heitir Víkursel undir Undirhlíðum; sumir kalla það gamla Víkursel; þar hefur jörðin brúkað hrís til eldiviðar fyrir selsins nauðsyn.“ Undirhlíðar voru í Öskjuhlíð að sunnan- og vestanverðu. Í lýsingu Reykjavíkur og Seltjarnarness segir: „En Seljamýri var kennd við sel frá Hlíðarhúsum, sem var undir Öskjuhlíð.“ Hlíðarhús var hjáleiga frá Vík en var orðin sjálfstæð jörð um 1600.
Síðasta selráðskonan í Öskjuhlíð var Elín Þórðardóttir, Sighvatssonar úr Hlíðarhúsum, og segir í örnefnalýsingu frá selinu sem faðir hennar sagði að stæði í Reykjavíkurlandi: „Sel hafði faðir minn og allir hans forfeður vestan og sunnan undir Öskjuhlíð.“

Víkursel

Víkursel.

Lýsing: Jarðlæg sporöskjulaga tóft. Inngangur er ekki greinilegur, gæti hafa verið á suðausturgafli sem hefur raskast vegna rásar sem liggur um 15 m suður af henni. Veggjahæð 20 𝑥𝑥 50 cm. Tóftin er mikið skemmd af trjágróðri og liggur undir skemmdum vegna hans. Stórt grenitré vex í henni miðri og annað við suðurgafl hennar. Lítið gróin, sviðin af barri.“

Áður hefur verið fjallað um Víkursel hér á vefsíðunni (sjá leit). Þær lýsingar passa ekki alveg, hvorki við framangreinda lýsingu né staðsetningu nefndra selsminja! Hins vegar mætti vel skoða þær með hliðsjón af nálægum minjum sem og niðurstöðum annarra fornleifafræðinga varðandi „Víkurselið“ í gegnum tíðina.

Sjá meira um Víkursel HÉR.

Heimild:
-Fornleifaskrá, Borgarhluti 3 – Hlíðar, Reykjavík 2024.
-https://skraning.minjastofnun.is/Verkefni_2645.pdf

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð (FERLIR).

Þingvellir

Í seinni tíð hefur æ meir verið rætt um mögulega aðkomu fornleifafræðinga að kynningum og leiðsögn um minjastaði, hvort sem um er að ræða óraskaða eða staði sem er verið að rannsaka. Vaxandi áhugi er á meðal fornleifafræðinga að skoða hvort og hvernig er hægt að tengja saman starf þeirra og áhuga almennings á því. Þeir virðast hafa áhuga á að nýta sér hugmyndir og reynslu annarra í þeim efnum.

Gjásel

Gjásel í Vogaheiði.

Við upphaf nútíma ferðamennsku á 17. og 18. öld voru fornleifar eitt af því sem fyrstu ferðamenn til Íslands bjuggust við að sjá. Óskýr greinarmunur var hins vegar á fornleifum og sögustöðum fram á 20. öld. Náttúran er og hefur ávalt verið í fyrsta sæti. Þó voru Þingvellir, vegna sögulegs samhengis, og Snorralaug, eiginlega hin eina sýnilega þekkta fornleif hér á landi, sjálfsagðir viðkomustaðir. Gullfoss og Geysir hafa og haft aðdráttarafl.
Áhyggjur af kaupum ferðamanna á íslenskum forngripum leiddu (ásamt öðru) til stofnunar Forngripasafnsins 1863. Ríkir Bretar komu hingað til lands til laxveiða og áhugi útlendinga á íslenskum forngripum fór vaxandi. “Eptir að Íslendínga sögur verða meir og meir þekktar í útlöndum, geta menn búizt við á hverri stund að menn búi til drama, hvar í Þíngvöllur er “leikflöturinn”. Það var a.m.k. skoðun og réttlæting Sigurðar málara fyrir að framkvæma rannsóknir á Þingvöllum. Hann dró m.a. upp hugmyndir sína um hvernig þinghaldið hafi gengið fyrir sig og aukin áhugi á fornsögunum þrýsti á aðgerðir. Áhugi útlendinga á íslenskri menningu leiddi og til þess að Íslendingar fóru að telja hana einhvers virði sjálfir.
Rannsóknir ferðamanna (fyrir ferðamenn) fóru smám saman að sjá dagsins ljós. Ferðabækur með almennum lýsingum (sérílagi Snorralaug) voru samdar og “Fyrsti vísindatúristinn”, Angus Smith, sem hingað kom til laxveiða í Elliðaánum, gerði rannsókn í Þingnesi 1872. Hann teiknaði m.a. upp svæðið og skrifaði um hvað það sem fyrir augu bar.

Stöng

Stöng í Þjórsárdal.

Collingwood kom hingað til lands í fylgd Jóns Stefánssonar, “Íslendingsins í London”. Þeir skoðuðu sögustaði, Collingwood dró upp og málaði marga þeirra. Afurðin kom út í bók hans “Pilgrimage to the Saga-Steads of Iceland (1899)”, sem í dag þykir meistaraverk þótt ekki hafi alltaf verið farið rétt með staðreyndir, s.s. meint leiði Kjartans Ólafssonar.
Á 20. öldinni dró úr fornleifarannsóknum, einkum eftir aldamótin 1900. Fjöldi erlendra ferðamanna jókst smátt og smátt. Íslensk ferðaþjónusta þróaðist fyrst og fremst í kringum kynningu á íslenskri náttúru, en nánast engar sýnilegar fornleifar voru aðgengilegar, auk þess sem lítið var að sjá á sögustöðum. Framan af öldinni takmarkaðist opinberar aðgerðir í menningartengdri ferðaþjónustu við Þingvöll (merkingar á búðum) og Þjóðminjasafnið gaf út “Leiðarvísi 1914”. Guide á ensku var fyrst gefinn út 1960. Fyrstu leiðbeiningarnar miðaðu fyrst og fremst að innlendum ferðamönnum? Áhersla var þó lögð á verndun minja og staða fremur en kynningu. Friðlýsingar voru aðalatriðið og hugmyndafræði verndunar allsráðandi. Sýnilegar minjar hér á landi voru bæði óskýrar og flestum óskiljanlegar – og er það jafnvel fyrir flestum enn þann dag í dag. Liltar sem engar merkingar hafa verið settar upp á sögustöðum og þar hefur yfirleytt ekkert verið að sjá, ekki einu sinni sjoppa.

Öxarárfoss

Öxarárfoss.

Þjóðfélagsbreytingar urðu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar. Batnandi samgöngur innanlands og Íslendingar fóru í auknum mæli að ferðast um eigið land. Ferðafélög urðu algengari, “Árbók FÍ” kom fyrst út 1928 og síðan rit eins og “Landið þitt Ísland” (1966-68). Byggðasöfn voru stofnuð í flestum héruðum. Er bæjartóft á Stöng varð aðdráttarafl eftir uppgröft 1939 var hlífðarþak sett yfir strax um haustið, leiðarvísir var gefinn út 1947 (English summary) og þakið síðan endurnýjað 1957. Þjóðminjasafnið eignaðist gamla torfbæi og torfkirkjur, gerði hvorutvegggja upp og opnaði fyrir almenningi, s.s. Laufás, Glaumbæ, Burstafell, Gröf, Saurbæ og Núpsstað. Leiðarvísar um Hólakirkju var gefinn út 1950, Grafarkirkju 1954 og um bænhús á Núpsstað 1961 (English summary).
Pópúlarísering fornleifafræðinnar fór fram við nýja sýningu Þjóðminjasafnsins, sem opnuð var 1952-54, ritstörf og sjónvarpsþættir Kristjáns Eldjárns vöktu athygli og vaxandi áhugi almennings varð á verndun, einkum gamalla húsa. Fornleifauppgreftir á 8. áratugnum vöktu og eftirtekt, en lítil sem engin tenging var við ferðaþjónustu. Stigvaxandi fagmennska sérstakra leiðsögumanna varð almennt í kynningu náttúrustaða, s.s. við Geysi, Mývatn og á miðhálendinu. Þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli 1967 og áhersla varð á verndun Laxár og Mývatns. Þar varð minjaskráning Helga Hallgrímssonar frumkvæðisverk í fornleifaskráningu og Þjóðgarður var stofnaður í Jökulsárgljúfrum 1973. Vaxandi útgáfa myndabóka varð á erlendum málum um íslenska náttúru, en eina minjaritið í þeim flokki var bók Björns Þorsteinssonar um Þingvelli (1961, mikið breytt endurútg. 1986). Stangarbærinn var endurgerður við Búrfell 1977 á grundvelli rannsókna Harðar Ágústssonar. Landsvirkjun kostaði og hefur ekið húsið. Rústir í Herjólfsdal voru gerðar sýnilegar ferðamönnum að uppgrefti loknum, en eru nú orðnar hluti af golfvelli þeirra Vestmannaeyinga. Uppgrafnar rústir fyrir 1990 voru almennt ekki gerðar aðgengilegar ferðamönnum eða öðrum en fornleifafræðingum.

Þingvellir

Búð á Þingvöllum.

Nýjar áherslu urðu eftir 1990. Rústakjallari var gerður í framhaldi af uppgreti og endurgerð Bessastaðastofuá Bessastöðum, þó með takmarkað aðgengi. Vaxandi umræða og meðvitund meðal fornleifafræðinga og safnamanna varð um gildi þess og nauðsyn að kynna minjastaði, en ekki var sýnilegt fjarmagn til þess og lítið frumkvæði og áhugi var meðal ferðaþjónustuaðila, a.m.k. til að byrja með.
Sem dæmi um hugmyndir og aðgerðir síðustu 15 ára má nefna að rústir voru jafnan gerðar sýnilegar að rannsókn lokinni, s.s. Hofstaðir í Garðabæ og Neðri Ás og tilgátuhús voru reist, t.d. Eiríksstaðir og kirkja í Vestmannaeyjum. Sýningar voru í Reykholti, Aðalstræti, Hofstöðum í Garðabæ og kynning á uppgrefti urðu algengir, m.a. með leiðsögumönnum (Gásir, Skriðuklaustur og Aðalstræti). Merking og kynning ógrafinna minja urðu regla og skilti voru sett upp við gönguleiðir og á leiðum hestamanna. Niðurstöður fornleifarannsókna hafa orðið aðgengilegar á veraldarvefnum og kynntar á almennum sýningum. Fastasýning hefur verið sett upp í Þjóðminjasafni og sögusýning í Perlunni, auk landafundasýningar í Þjóðmenningarhúsi. Vaxandi áhersla er og á kynningu (á meðan og á eftir) við hönnun fornleifarannsókna.
Viðhorf stjórnvalda hefur verið að mótast í gegnum “Menningartengda ferðaþjónusta” (tíu ára gamalt lykilhugtak) og þau hafa opinberað vaxandi viðurkenningi á gildi og nauðsyn minjanýtinga. Skýrsla samgönguráðuneytis um menningartengda ferðaþjónustu kom út 2001 þar sem lögð er áhersla á tungumálið og bókmenntir, en minjarnar sjálfar urðu þar afskiptar. Þó er fornleifafræði talin hafa þýðingarmikið (en ómótað) hlutverk í þágu ferðaþjónustunnar hér á landi. Lagt er til að horft verði til tilgátuhúsa og nauðsyn rannsókna þar sem forgangsröðun staða er í fyrirrúmi.

Íslandskort

Íslandskort (Nova et accurata Islandiæ delineatio) frá árinu 1670, gert af Þórði Þorlákssyni biskupi í Skálholti. Fyrir neðan Íslandskortið er Lofkvæði til Kristjáns
konungs V, skrifað í fjóra dálka, á latínu, dönsku og íslensku með venjulegu letri og rúnaletri.
Efst á kortinu eru myndir af sjávardýrum og skjaldarmerki Íslands, sem er flattur þorskur borinn af tveimur fuglum, í hægra horni, þar fyrir neðan er titill. Í neðra horni vinstra megin
er skjöldur með táknmyndum og tileinkun til Kristjáns V Danakonungs. Kortið er á pappír (95 cm x 69 cm). Í handritaskrá Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (AM 477 fol.) eru nefnd
fleiri kort með þessu sem ekki finnast lengur í safni Árna Magnússonar.

Mörg álitamál eru um þátttöku fornleifafræðinga í tengslum við ferðaþjónustuna. Ættu fornleifafræðingar t.d. yfirhöfuð að skipta sér af ferðaþjónustu? Margir myndu svara því neitandi, m.a. vegna þess að þeir eru ekki sérfræðingar í því – fornleifafræðingar eru ekki skemmtikraftar – aðrir eru betur til þess fallnir, þeir hafa nóg með sína peninga að gera í rannsóknir, þeir bera ábyrgð gagnvart vísindasjóðum sem styrkja rannsóknir og mega ekki sólunda fé og þeir verða að varðveita fræðilegan hreinleika greinarinnar. Aðrir eru jákvæðir og telja að fornleifafræðingum beri siðferðileg skylda til að veita almenningi (þ.m.t. ferðamönnum) aðgang að rannsóknum sínum og rannsóknaniðurstöðum, rannsóknafé komi (eftir ýmsum leiðum) úr vasa almennings, vísindi séu skemmtileg og vísindamenn þar með skemmtikraftar, það gæti haft jákvæð áhrif á rannsóknarstarf – skerpir sýn á hvað er áhugavert og mikilvægt – og gæti verið grundvöllur áframhaldandi og aukins stuðnings við fornleifarannsóknir. Þar þurfi ekki síst að koma til beinn stuðningur ferðaþjónustunnar.
Ferðaþjónustan og fornleifarannsóknir hafa ólíkar þarfir. Ferðaþjónusta vill t.a.m. svör við spurningum sem ferðamenn hafa (Ingólfur og Leifur heppni), hún vill skýrar línur og einfaldanir – engar vífilengjur eða varnagla, geta sýnt skiljanlegar fornleifar og telur að endurgerðir séu betri en óskiljanlegar rústir. Þá séu leikarar betri en tafsandi prófessorar. Fornleifafræðingar vilja helst ekki segja neitt sem þeir geta ekki staðið við og þeir vilja ekki fjalla um fyrirbæri sem ekki eru fornleifafræðileg (Ingólfur og Leifur heppni). Þeir geta og vilja miðla flóknum hugmyndum og sýna fornleifar eins og þær eru (brotakenndar og óskiljanlegar).

Hnadritasýning

Handrit.

Hægt væri að fara bil beggja. Millileiðir eru til þar sem bæði krefjandi og skemmtilegt væri að finna aðferðir til að miðla raunverulegum rannóknarniðurstöðum sem samt nýtast ferðaþjónustu. Þar þarf gæði að vera grundvallarhugtak. Gæði rannsókna og miðlunar geta þó vel farið saman og hluti gæðanna gæti falist í því hvernig rannsóknin nýtist til kynningar og fyrir ferðaþjónustu. Gæði myndi aukast meðal ferðamanna og þekking þeirra á menningu og sögu aukast. Ferðamaður sem ekkert veit getur sætt sig við og haft gaman af lélegri/ósannri kynningu, en vel upplýstum ferðamanni er misboðið með lélegri/ósannri kynningu. Gæði ferðaþjónustu hlýtur að felast í metnaði Íslendinga til að bjóða upp á vandaða afþreyingu fyrir ferðamenn. Þá verður ábyrgð ferðaþjónustu í menntun þjóðarinnar/erlendra ferðamanna að teljast einhver. Ferðalag er menntun og því hlýtur fræðlsan að vera praktísk álitamál. Mest nauðsyn að mennta ferðamenn áður en þeir koma á staðinn? Margvísleg form miðlunar eru fyrir hendi, s.s. heimasíður sérstaklega ætlaðar ferðamönnum, almennar heimasíður, fræðirit fyrir almenning. kennsla í grunn- og framhaldsskólum, námsefni, námsferðir og sýningar. Kannski að framangreint geti orðið aðalvettvangur einhverra fornleifafræðinga í framtíðinni?

Hafnir

Hafnir – uppgröftur í skála fyrir norrænt landnám.

Praktísk álitamál lúta einnig að uppgrefti. Meta þarf hvernig aðgangur að uppgrefti eigi að vera á meðan á honum stendur. Ferðamenn eiga að geta horft á uppgröftin, geta etv lesið á skilti, og ferðamenn eiga að geta fengið leiðsögn og aðra þjónustu (salerni, bílastæði, póstkort, pulsa og kók) á vettvangi. Ganga þarf þannig frá uppgraftarstað að gestir geti séð hvað þar var – og að hægt verði að nýta staðinn í ferðaþjónustu. Tyrfa þarf yfir svo útlínur sjáist. Leysa þarf vandamál við aðgengi, koma í veg fyrir troðning og skemmdir á fornleifum og eða truflun á rannsókn svo eitthvað sé nefnt. Þá þarf að gera ráð fyrir kostnaði er af kann að hljótast svo undirbúa megi og veita góða þjónustu.
Ljóst er að fornleifafræðingar eða sérstakir leiðsögumenn munu í framtíðinni koma að kynningum og leiðbeiningum til áhugasamra ferðamanna starfa sinna vegna. Þeir búa yfir mikilli þekkingu á viðfangsefninu og gat nýtt sér það, bæði til að efla þekkingu annarra á störfum þeirra og ekki síður til að fá viðbrögð fólks á þeim. Hvorutveggja gæti orðið greininni til framdráttar.
Það hefur jafnan verið haft á orði að ef heimamenn hafa ekki áhuga á sögu sinni og minjum geta þeir varla ætlast til að aðrir hafi það.

-Byggt á yfirliti Orra Vésteinssonar við kennslu í fornleifafræði við Háskóla Íslands 2006.

Elliðavatn

Elliðavatn.

Bessastaðir

„Fornleifauppgrefti á Bessastöðum, vegna framkvæmda sem þar eiga að fara fram, er nú senn að ljúka (18. september, 1991). Verkið hefur staðið í tvö ár með hléum og hafa fundist leifar um mannvist undir gjóskulagi frá því seint á 9.öld. Fornleifafræðingarnir Sigurður Bergsteinsson og Guðmundur Ólafsson hafa stýrt rannsóknunum.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Fornleifarannsóknir hófust á Bessastöðum árið 1987 þegar verkamenn sem unnu við viðgerðir á gólfi Bessastaðastofu komu niður á húsarústir. Leiddi rannsókn í ljós að hér væri um konungsgarð að ræða, þ.e.a.s. bústað æðsta embættismanns konungs, og voru rústirnar varðveittar í kjallara Bessastaðastofu þar sem þær eru almenningi til sýnis.

Bessastaðir

Bessastaðir – fyrirhuguð uppbygging.

Tveimur árum seinna var ákveðið að endurbyggja staðinn en í kjölfar þeirrar ákvörðunar var Þjóðminjasafninu falið að rannsaka þann hluta lóðarinnar sem yrði fyrir hnjaski vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Hafa þessar rannsóknir að sögn Sigurðar Bergsteinssonar staðið með hléum frá árinu 1989 en þeim lýkur sennilega eftir tvo til þrjá mánuði. Sigurður segir að komið hafi verið niður á rústir alls staðar þar sem borið hefði verið niður. Væru þær elstu frá því snemma á miðöldum (10.öld) en leifar hefðu fundist allt til dagsins í dag.

Bessastaðir

Þá sagði hann að leifar eftir mannvist hefðu fundist undir svokölluð landnámslagi sem er gjóskulag frá því seint á 9. öld. Væri um að ræða móösku og torfusnepla en hvorki hefðu fundist hlutir né leifar af byggingum. Af þeim sökum væri ekki hægt að slá neinu föstu um búsetu fólks á staðnum enda væri ekki getið um landnámsbæ á Bessastöðum í Landnámu. Leifar hafa fundist undir landnámslagi í Suðurgötu í Reykjavík og Vestmannaeyjum.

Bessastaðir

Undir Bessastaðastofu.

Í samtali við Sigurð kom fram að fáir hlutir hefðu fundist í rústunum. Þó nefndi hann sem dæmi að fundist hefði snældusnúður frá því á miðöldum og fjögur sáför (stór matarílát grafin í gólf). Árið 1987 fundust á Bessastöðum meðalaglös frá því á 18. öld þegar Apótek Íslands var staðsett þar um tíma. Leifar frá skólahaldi hafa einnig fundist á Bessastöðum, meðal annars skriftarspjöld skólapilta.“

Heimildir:
-MBL miðvikudaginn 18. september, 1991 – Innlendar fréttir -Bessastaðir: Leifar um mannvist frá því á 9. öld. Sigurður Bergsteinsson.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Langihryggur

Hér á eftir, líkt og svo margsinnis fyrrum,  verður fjallað um meintan „þjófnað“ á tilteknum minningarmörkum stríðsáranna á Reykjanesskaga. Fjallað verður sérstaklega um einn staðinn af öðrum fjölmörgum, og það að gefnu tilefni.

Kistufell

Hreyfillinn, sem fjarlægður var úr Kistufelli.

Lög um minjavernd árið 2012 virðast hafa verið samþykkt af mikilli skammsýni. Am.k. var ekki í þeim hugað að mikilvægum fornleifum framtíðarinnar.
Hingað til hefur minjasamfélagið t.d. horft framhjá því að svonefndir „safnarar“ hafi farið ránsferðir um stríðsminjasvæðin, hirt upp einstaka hluti, komið þeim fyrir í einkageymslum eða jafnvel boðið þá upp á Ebay í hagnaðarskyni. Fyrrum var í „þjóðminjalögum“ bann við einstaklingsbundinni notkun málmleitartækja, eins vitlaust og það nú var, en fátt í núgildandi lögum hamlar „söfnurum“ að fara ránshendi um sögustaði framtíðarinnar.

Langihryggur

Langihryggur- flugslysið er birtist þeim er fyrstir komu á vettvang.

FERLIR hefur nokkrum sinnum áður fjallað um mikilvægi varðveislu stríðsminja á Reykjanesskaganum til framtíðar litið, ekki síst sem hluta af sögu svæðisins. Nefna má t.d. frásögnina um „Minjar stríðs„, Stríðsminjar,  stríðsminjar sminjar-2/II og  auk þess umfjöllun um „Helgi flugvélaflaka„.

Kastið

Kastið – gripur, sem hirtur var úr flugvélaflakinu.

Eitt dæmið um hirðusemi „safnara“ er t.d. þegar nokkrir þeirra fóru á þyrlu upp að Kistufelli í Brennisteinsfjöllum og fjarlægðu þaðan hreyfil af flugvél er þar fórst á stríðsárunum. Hreyflinum komu þeir fyrir framan við aðstöðu þeirra á Leirunum í Mosfellsbæ og þar hefur hann síðan verið að grotna þar niður, fáum öðrum en þeim til fróðleiks í hinu sögulegu samhengi.

Í „Lögum nr. 80 29. júní 2012 – lögum um menningarminjar“ er litlum gaum gert að „verðandi fornleifum“ hér á landi. Í 20. gr. er reyndar fjallað um „Skyndifriðun“ þar sem segir: „Minjastofnun Íslands getur ákveðið skyndifriðun menningarminja sem hafa sérstakt menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi“, en í huga forsvarsmanna þeirrar stofnunar hafa þó ekki verið friðlýstar framangreindar „fornminjar“ eða þær notið  lögbundinnar friðunar, sé hætta á að minjunum verði spillt, þær glatist eða gildi þeirra rýrt á einhvern hátt, líkt og segir.

Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti. Ákvörðun er bindandi eftir að tilkynning um hana er komin til aðila og gildir í allt að sex vikur.

Gamla Grána

Gamla Grána – slysavettvangur í Bláfjöllum.

Ráðherra ákveður hvort friðlýsa skuli viðkomandi menningarminjar áður en skyndifriðun lýkur að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands.“ Svona einfalt er það?! Núgildandi „lög um menningarminjar“ vernda augljóslega ekki verðandi fornleifar með sögulegt gildi utan áhugasviðs forsvarsfólks stofnana ríkisins, a.m.k. virðist það ekki hafa haft hinar minnstu  áhyggjur af slíkum minjum á Reykjanesskagnum hingað til.

Njarðvík

Nýlega var auglýst STRÍÐSMINJASÝNING á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar í Rammahúsinu – Njarðvík; „Safnahelgi á Suðurnesjum 16-17. október“ (2021). Uddirskriftin var „Stærsta sýning af þessu tagi sem haldin hefur verið á íslandi. Um tíu aðilar víðs vegar af landinu sýna muni úr einkasöfnum. Skotvopn – skotfæri, Orður, Skjöl, Ökutæki og fleira verður á staðnum. EKKI MISSA AF ÞESSU.“

Skoðum forsöguna, sem m.a. má sjá á https://ferlir.is/fagradalsfjall-langihryggur-flugvelabrak-3/

Langihryggur

Langihryggur – flugslys.

“Sunnudaginn 2. nóvember fórst stór tveggja hreyfla bandarískur flotaflugbátur á Langahrygg norðaustan Grindavíkur. Hann var Martin PBM-I Mariner og hafði auðkennið “74-P-8” hjá VP-74 flugsveitinni í Reykjavík. Hann var sendur ásamt tveimur öðrum Mariner flugbátum frá Skerjafirði klukkan 03:30 um nóttina til að finna skipalestina ON.30 sem í voru 41 skip. Skipalestin hafði tafist í slæmu veðri og lélegu skyggni á vesturleið. Þetta verndarflug var líka til að fylgja 7 flutningaskipum og 5 bandarískum tundurspillum frá Íslandi til móts við hin skipin. Flugbátarnir töfðust á leiðinni vegna veðurs og komu fyrst að minni skipalestinni (08:15). Komu áhafnirnar auga á stóru skipalestina löngu síðar (09:45) og vernduðu skipalestirnar að mætingarstað.

Langihryggur

Langihryggur – slysavettvangur.

Þar tóku bandarísku tundurspillarnir frá Íslandi við fylgd skipalestarinnar frá Bretum. Vegna versnandi veðurs urðu flugbátarnir að hætta verndarfluginu og snúa heim kl. 11:00. Á heimleiðinni versnaði veðrið enn til mikilla muna. Til aðstoðar flugbátunum á heimleið voru því hafnar útsendingar radíómerkja frá bandaríska herskipinu USS George E. Badger við Reykjavík… Fljótlega eftir að flugbátarnir yfirgáfu skipalestina flugu þeir allir blindflug vegna þoku og lágskýja hver í sínu lagi. Mariner flugbátarnir “74-P-3” og “74-P-9” lentu á Skerjafirði klukkan 14:35. Ekkert heyrðist til þess þriðja eftir kl. 14:10.

Langihryggur

Langihryggur – slysavettvangur.

Öllum sveitum á svæðum nálægt Reykjavík og á Suðurnesjum var tilkynnt um að flugbáts væri saknað en lágskýjað og leiðinlegt veður kom í veg fyrir leit úr lofti. Herflokkar leituðu í landi aðfaranótt 3. nóvember og um morguninn fann flugmaður bandarískrar Curtiss P-40C Warhawk orrustuvélar flak flugbátsins utan í fjallshrygg nálægt Grindavík. Allir 11 mennirnir, sem verið höfðu um borð, höfðu farist þegar flugbáturinn sprakk og brann við að rekast á fjallið. Bráðið álið hafði runnið niður brekkurnar og var eftir á að líta eins og snjó hefði fest í hlíðina að sögn manna sem komu á slysstaðinn. Flugstjóri flugbátsins var Ensign G.N. Thornquist og var Ensign G. Bialek flugmaður. Einni farþegi var um borð. Það var 2/Lt. William P. Robinson úr bandaríska landhernum. Þetta var mesta flugslys sem orðið hafði á Íslandi fram til þess tíma.”

Njarðvík

Langihryggur – hreyfillinn í langri fjarlægð frá upprunanum. Gísli Sigurðsson horfir agndofa á dásemdina.

Í skrám hersins um slysið segir:
Martin Mariner PMB 3D
Flugvélin flaug í 800 feta hæð og brotlenti í suðausturhlíð Fagradalsfjalls, Langahrygg og gjöreyðilagðist í árekstrinum og eldi. Skyggni var slæmt.
Allir um borð létust í slysinu:
-Ens. G.N. Thornquist catpt.
-Ens. C. Bialek, pilot

Langhryggur

Langihryggur – Gísli í viðtali við einn þeirra er fjarlægði vettvangsminnismerkið – í óþökk landeigenda…

-2/Lt. William P. Robinson, pass (US Army 10th Infantry)
-Aviation Machhinists´s Mate 1st Class, Vern H. Anderson
-Aviation Machinists´s Mate 1st Class, Walter V. Garrison
-Radioiman 1st Class, Oran G. Knehr
-Seaman 2nd Class, M. Ground
-Seaman 2nd Class, E.L. Cooper
-Aviation Machinists´s Mate 1st Class (Naval Pilot), Coy. M. Weerns
-Radioman 2nd Class, Joseph S. Wanek
-Aviation Machinists´s Mate 3rd Class, Andrew R. Brazille
-Aviation Ordnanceman 3rd Class, W. Gordon Payne

Langihryggur

Hreyfillinn að grotna niður í geymslu „safnaranna“….

Flugvélin:
-Framleiðandi: Glenn L. Martin Company, PBM-3D Mariner
Skráningarnúmer: 74-P-8
Bu.No: 1248
Tilheyrði: Us Navy, Squadron VP-74

Í umfjöllun á https://ferlir.is/langihryggur-fagradalsfjall-dalssel/ segir frá slysinu í Langahrygg.

Langihryggur

Langihryggur – þeir er létust í slysinu…

Í annarri frásögn á vefsíðunni segir: „Gengið var um Hrútadali og austur Drykkjarsteinsdal norðan Slögu. Fylgt var gömlu leiðinni frá Ísólfsskála, framhjá grettistaki og inn á Hlínarveginn. Kíkt var í Drykkjarsteininn, sem Símon Dalaskáld orti um á sínum tíma og getið er um í annarri FERLIRslýsingu. Skárnar voru stútfullar af tæru regnvatni.
Haldið var áfram upp með Bratthálsi og Lyngbrekkur og stefnan tekin á Langahrygg. Gengið var upp gil, sem þar er. Ofan þess er flak af bandarískri flugvél er þar fórst með 12 manna áhöfn. Allir létust. Í gilinu er einnig talsvert brak, m.a. hreyfill.

Langihryggur

Langihryggur – hreyfillinn á slysavettvangi.

Einn áhafnameðlima var liðsforingi í landhernum sem var með sem farþegi. Flugvélin var tveggja hreyfla flugbátur af gerðinni PBM-1 Mariner (flugsveit: VP-74) og var að koma aftur til Skerjafjarðar eftir fylgd með skipalest SV af landinu. Vélin flaug á fjallið í dimmviðri þann 2. nóvember 1941. Ennþá má glögglega sjá hvernig flugvélin hefur lent efst í brúninni, tæst í sundur, brunnið að hluta og vindur og vatn síðan séð um að hrekja það sem eftir varð smám saman niður á við.
Gengið var inn með efstu hlíðum hryggsins að Stóra Hrút. Stóri Hrútur er fallega formað fjall otan í austanverðu Fagradalsfjalli. Vestar er sendinn slétta, en norðar sér niður í Merardali. Handan þeirra er Kistufell, einnig fallega formað. Landslagið þarna er stórbrotið og ekki var verra að veðrið gat ekki verið betra. Undir Stóra Hrút eru hraunbombur, sem hafa orðið til er hraunkúlur runnið seigfljótandi niður hlíðar fjallsins í frumbernsku.

Geldingadalur

Í Geldingadal – Dys Ísólfs.

Gengið var í “dyraop” Geldingadals þarna skammt vestar. Dalurinn er gróinn í botninn að hluta, en moldarleirur mynda fallegt mynstur í litaskrúði hans norðanverðan. Hraunhóll er í nær miðjum dalnum. Gróið er í kringum hann. Sagan segir að Ísólfur gamli á Skála hafi mælt svo fyrir um að þarna skyldi hann dysjaður eftir sinn dag “því þar vildi hann vera er sauðir hans undu hag sínum svo vel”. Segir það nokkuð um gildi sauðanna og virðinguna fyrir þeim fyrrum.

Þann 17.10.2021, í „Landanum“ skoða 21;24 mínútuna, var m.a. fjallað um framangreindan „þjófnað“ á hreyflinum í Langahrygg, án þess að þáttarstjórnandinn virðist kveikja hið minnsta á „perunni“, a.m.k. ekki hvað forsöguna né staðarminjagildið varðaði.

Hafa ber í huga að minjar er lúta að lífslokum þeirra þátttakenda er gerðu sitt besta til að uppfylla skilyrðislausar kröfur yfirmanna sinna á stríðsárununum ber að varðveita að verðleikum á vettvangi, þótt ekki væri til annars en til að minnast þeirra þar er hlut áttu að máli hverju sinni…

FERLIRsfélagar hafa t.d. fylgt afkomendum slyss í Núpshlíðarhálsi og öðrum slíkum á slysavettvangá Sveifluhálsi. Allir þeir voru afskaplega ánægðir með að að fá dvelja um stund með leifum flugvélanna á vettvangi. Einn afkomendanna í Sveifluhálsi hafði borið með sér gyltan hnapp, sem herstjórnin hafði sent fjölskyldunni að honum látnum. Hann dró  hnappinn fram úr vafningi, gróf hann niður í svörðinn, hélt stutta bæn og rótaði síðan yfir. Ólíklegt má telja að safnarar mubu finna gripinn þann, sem betur fer….

Heimildir m.a.:
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/landinn/30779/95h066< – (21:24 mín)

Langihryggur

Hreyfillinn í Langahrygg – helsta minningarmerkið um atburðarrásina á vettvangi þessa sögulega slyss, áður en það var fjarlægt og fyrirkomið i innilokaðri geymslu í Njarðvík er fáir koma til að berja það augum í framtíðinni…

Lækjargata

Grjóthleðsla og torf, sem fannst við framkvæmdir nýs hótels á lóð Íslandsbanka við Lækjargötu, er talið vera ummerki eftir torfbæinn Lækjarkot sem byggður var árið 1799 og var fyrsta íbúðar­húsið sem reist var á þessum slóðum.

Lækjarkot

Uppgraftarsvæðið við Lækjargötu.

Bærinn á sér merka sögu, af honum eru til teikningar og málverk frá fyrri árum og Kristján konungur IX. kom þar inn í Íslandsheimsókn sinni 1874, að því er fram kemur í umfjöllun um uppgröft þennan í Morgunblaðinu.
Sýni voru tekin á svæðinu og eru þau nú til rannsóknar hjá Fornleifastofnun. Sé um bæinn að ræða, er líklegt að svæðið verði rannsakað og grafið upp, að mati Lísabetar Guðmundsdóttur, fornleifafræðings hjá Fornleifastofnun Íslands.

Fornleifagröftur við hornið á Lækjargötu og Vonarstræti, sem hófst í maí síðastliðnum vegna fyrirhugaðrar hótelbyggingar, hefur leitt í ljós það sem virðist vera skálabygging frá tímum landnáms. Lísabet Guðmundsdóttir fornleifafræðingur, sem stýrir uppgreftrinum, segir þennan fund breyta miklu um það sem við töldum okkur vita um byggðasögu Reykjavíkur.

Aðalstræti

Skálar í Aðalstræti.

„Við höfum náttúrulega vitað um þessa elstu byggð í Reykjavík þar sem Aðalstrætið er,“ segir Lísabet, en þær bæjarrústir komu í ljós við uppgröft á áttunda áratugnum. „Við töldum okkur vita að aðalbyggðakjarninn hafi verið á því svæði, en okkur bara datt ekki í hug að það væri eitthvað þarna við Lækjargötuna. Og það var eiginlega það sem var svolítið skemmtilegt.“

Áfram var grafið í sólinni í dag.Vísir/Andri MarinóUppgröfturinn átti upphaflega að taka um fjórar vikur en sú áætlun breyttist skiljanlega þegar skálinn fannst í síðasta mánuði. Fyrir var vitað að bærinn Lækjarkot, sem byggður var árið 1799, hafði staðið á lóðinni, sem og timburhús sem reist var árið 1887.

„Þegar við vorum búin að klára að grafa þær byggingar upp, þá var náttúrulega slatti eftir,“ segir Lísabet.
Lækjarkot.„Það var með svona ofsalega flottu landnámstorfi í veggjum, þannig að það virtist vera frekar gamalt. Við erum náttúrulega ekki komin með aldurinn á hreint ennþá,en það kemur bara þegar við förum í úrvinnsluna.“

Lísabet segist búast við því að uppgröfturinn muni standa yfir í um tvær til þrjár vikur til viðbótar. Hún telur ekki líkur á að áform um hótelbyggingu raskist nokkuð vegna fundarins en segir viðræður þegar hafnar við framkvæmdaraðila um varðveislu grjóts, hellna og varðeldar úr skálanum.

Heimildir:
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/05/06/merkur_baer_ur_felum_vid_laekjargotu/
-https://www.visir.is/g/2015314513d
-http://www.torfbaeir.com/Tomthus/T-Laekjarkot.html

Lækjarkot

Mynd Jóns Helgarsonar af Reykjavík árið 1836, trúlega máluð nálægt 1890. Lækjarkot sést lengst til vinstri á myndinni suðaustan við Dómkirkjuna. Efst á myndinni má sjá Hlíðarhús og torfbæi i Grjótaþorpi og við Vesturgötu. Lækjarkot var reist árið 1799 austast á Austuvelli. Runólfur forstjóri Innréttinganna bjó þar en drukknaði í Tjörninni 1811 „aðeins mjög lítið drukkinn“ samkvæmt annálum. Meðal seinni ábúenda má nefna Þórð malakoff, sem var um margt sérkennilegur og bjó þar um 1870. Bærinn var rifinn árið 1887. Bærinn stóð þar sem nú er Lækjargata 10a sem er óbyggð lóð í dag. Fornleifauppgröftur árið 2015 sýndi ekki aðeins merki um bæinn Lækjarkot heldur einnig áður ókunnan landsnámsbæ.

Reykjanesskagi

Þegar forleifaskráningar einstakra svæða eru skoðaðar mætti ætla að forfeður og -mæður hefðu farið í þyrlum frá einum stað til annars því sjaldnast er þar getið um vegi, götur eða leiðir þeirra á millum.

Kristborg Þórsdóttir

Kristborg Þórsdóttir.

Í grein Kristborgar Þórsdóttur,í riti Fornleifafræðingafélags Íslands árið 2012 má m.a. lesa eftirfarandi um “Fornar leiðir á Íslandi: tillaga að skilgreiningu, flokkun og skráningu“:
„Landslag Íslands er afar fjölbreytt. Það hefur vafalaust mótað Íslendinga og haft mikil áhrif á það hvernig þeir ferðuðust og höfðu samskipti hver við annan. Strax eftir komu manna hingað til lands hafa þeir þurft að sigrast á helstu farartálmunum og finna hentugar leiðir milli sveita og landshluta.

Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur samgöngukerfið verið í stöðugri þróun. Það hefur smám saman þéttst eftir því sem íbúunum fjölgaði og línur skýrst eftir því sem búseta, valdamiðstöðvar og stofnanir festust í sessi.

Reykjanes - fornar leiðir

Reykjanesskagi – fornar leiðir (ÓSÁ).

Þær leiðir sem Íslendingar hafa þrætt í gegnum aldirnar geyma fjölbreytilegar og mikilvægar upplýsingar um heim fortíðar, hvernig fólk hefur sigrast á hindrunum í vegi sínum, hvert farið var og í hvaða tilgangi.
Rannsóknum á fornum leiðum á Íslandi hefur hingað til verið lítið sinnt. Leiðir hafa ekki verið skráðar nægilega markvisst eða skipulega en það má að hluta til rekja til skorts á hentugri aðferðafræði við öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Þetta efni hefur þó ekki verið hundsað með öllu og hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir, bæði af fornleifafræðingum og sagnfræðingum, sem lúta að leiðum og samgöngum fyrri alda.

Reykjanes

Reykjanes og Rosmhvalanes – fornar leiðir (ÓSÁ).

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því hvaða ávinning má hafa af því að skrá leiðir með skipulegum og samræmdum hætti og hvaða rannsóknir er hægt að gera sem byggja á skráningunni. Augljóst er að leiðir á að skrá eins og aðrar fornminjar. Þær eru áhugaverðar í sjálfu sér og jafnréttháar öðrum fornminjum. Það sem leiðir geta sagt okkur um fortíðina er margþætt þar sem þær hafa tengt öll athafnasvæði manna og ættu að endurspegla mikilvægi áfangastaða og breytingar á því. Samgönguminjar á leiðum eru spennandi rannsóknarefni og er hægt að kanna gerð þeirra og aldur.

Grindavíkurvegir

Varðaðar leiðir til og frá Grindavík frá fyrstu tíð.

Við höfum litla vitneskju um hvernig samgöngumannvirki voru gerð og úr hverju, hverjir stóðu fyrir framkvæmdum við þær og hverjir unnu við þær. Rannsóknir á leiðum geta hjálpað okkur við að finna svör við spurningum á borð við: Hvernig endurspeglar samgöngukerfið völd? Hvert var fólk að fara og til hvers?
Hvernig hafa breytingar á loftslagi og landslagi breytt samgöngukerfinu? Hvernig hefur gerð og viðhald vega og samgöngumannvirkja breyst í gegnum tíðina?
Rannsóknir á samgöngum fyrri alda má byggja á heildstæðu gagnasafni um allar þekktar leiðir og vísbendingar um þær. Slíkt gagnasafn verður ekki til nema með því að taka aðferðir við skráningu fornra leiða til gagngerrar endurskoðunar.

Vegagerð

Vegagerð.

Leiðir eru flóknar minjar og ýmsar ástæður eru fyrir því að þær hafa ekki verið skráðar með fullnægjandi hætti. Leið er minjastaður á sama hátt og sel og þingstaður að því leyti að henni tilheyra ýmsar staðbundnar minjar sem geta haft ólík hlutverk og verið ólíkar að gerð. Leið er hins vegar ólík flestum öðrum minjastöðum að því leyti að hún er línuleg og teygir sig oft um mjög langa vegu, yfir margar jarðir, auk þess sem hún er oft illgreinanleg eða ósýnileg á löngum köflum. Um leiðir ættu þó að gilda sömu reglur og um aðra minjastaði. Svo virðist sem í flestum tilfellum séu leiðir ekki skráðar sem minjastaðir, heldur séu staðbundnar samgönguminjar sem eru hluti af tilteknum leiðum skráðar innan hverrar jarðar. Það virðist ekki vera algengt að þessar minjar séu tengdar við skilgreindar leiðir og eru þær því teknar úr samhengi við minjastaðinn – leiðina.

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða. framundan.

Ekki er vænlegt til árangurs að búta minjar sem ná yfir fleiri en eina jörð niður eftir landamerkjum og hengja þær á jarðirnar sem þær tilheyra því að það gefur ranga mynd af fjölda minja í landinu og slítur þær úr samhengi við aðrar minjar sem þær tengjast. Það á einnig við um minjar sem ná yfir sýslumörk.
Hverskonar staðbundnar minjar eru til vitnis um samgöngur? Fljótt á litið virðast samgönguminjar á Íslandi vera harla fátæklegar; vörður á stangli, óljósar götur og leifar af kláfferju eða gamalli brú. En hvers konar minjar er hægt að telja til samgönguminja? Þær minjar sem tengjast samgöngum á sjó eru fyrst og fremst hafnir, lendingar og siglingamið. Þær minjar sem eru til vitnis um samgöngur á landi eru vörður sem vísa veg, götur, upphlaðnir og ruddir vegir, brýr af öllum gerðum, göngugarðar, ferjustaðir, vöð, traðir og þannig mætti áfram telja.

Þingvallavegur

Varða við gamla Þingvallaveginn – með vegvísi til norðurs.

Þetta eru ekki svo fáir minjaflokkar þegar nánar er að gáð. Það sem gerir það að verkum að samgönguminjar virðast vera fátæklegar er að þær eru sjaldan mjög sýnilegar, þær eru brotakenndar og strjálar. Sumar þessara minja eru ekki mannvirki (t.d. götur, vöð og ferjustaðir) og getur það gert skráningarmönnum erfitt fyrir þar sem oft sést lítið til slíkra minja.
Fornleifar eru oft óhlutbundnar í þeim skilningi að engin mannaverk eru sýnileg á þeim. Slíkar fornleifar eru staðir sem hafa menningarlega tengingu vegna þess að þar hafa átt sér stað ákveðnir atburðir, endurteknar athafnir, þar hafa ákveðin verk verið unnin eða þeim fylgir trú eða sögn.
Aðrar minjar sem tengjast samgöngukerfinu og geta gefið vísbendingar um ferðalög og legu leiða verða hér einnig taldar til samgönguminja.

Hvað er leið?

Fornaselsstígur

Fornasels og Gjáselsstígur.

Forsenda þess að hægt sé að fjalla um fornar leiðir og skráningu þeirra á marktækan hátt er að hafa skýra skilgreiningu á því hvað fyrirbærið leið er og hvaða leiðir teljast til fornleifa. Í víðasta skilningi er það leið sem farin er milli tveggja staða þó hún sé ekki farin nema af einum manni í eitt skipti.
Leiðir sem skráðar eru sem fornleifar þurfa þó að uppfylla fleiri skilyrði. Hlutverkið leið er í leiðbeiningum um fornleifaskráningu skilgreint þannig: Leið er hverskyns skilgreinanleg leið milli tveggja staða sem farin var að jafnaði.
Lykilhugtök í þessari skilgreiningu eru skilgreinanleg leið, milli tveggja staða, farin að jafnaði. Hlutverkið leið sem þessi skilgreining á við er oftast notað þar sem tegund er annaðhvort heimild eða gata/vegur, þ.e. þar sem sýnileg ummerki um umferð hafa myndast eða verið gerð af mönnum og gefa til kynna að leið hafi verið farin reglulega um nokkurt skeið.

Stakkavíkuselsstígur

Stakkavíkurselsstígur á brún Stakkavíkurfjalls.

Leið þarf að vera skilgreind sem slík af einhverjum og þarf þá að vera heimild um slíkt, munnleg, rituð eða á korti. Leiðin þarf að liggja milli tveggja staða og tengja þá. Leið getur varla talist fornleif nema hún sé farin oftar en einu sinni; að það hafi verið venjan að fara tiltekna leið þegar farið var milli staðanna sem hún tengir hvort sem það hafi verið oft eða sjaldan, af mörgum eða fáum. Orðalagið að jafnaði er helst til loðið en verður látið duga enn um sinn.
Þær leiðir sem talist geta til fornleifa eru leiðir sem farnar voru fótgangandi og ríðandi fyrir tíð bílsins og mannvirkja tengdum honum. Þessi mörk geta verið óskýr þar sem fyrstu bílvegirnir voru oft á lítið breyttum leiðum sem áfram voru farnar á gamla mátann eftir komu fyrstu bílanna.
Leiðir þurfa ekki að vera sýnilegar og þær þurfa ekki að hafa verið farnar oft til að geta talist til fornleifa.

Selvogsgata

Selvogsgata undir Setbergshlíð.

Til þess að hægt sé að skrá fornar leiðir þarf samt eitthvað að gefa vísbendingu um þær. Vísbendingarnar geta verið ýmist á kortum, í rituðum eða munnlegum heimildum, sýnilegar slóðir eða mannvirki á leiðunum. Ef leiðar er getið í heimildum á þann hátt að legu hennar er lýst, staðirnir sem hún tengir eru nefndir eða nafns hennar er getið, er um skilgreinda leið að ræða sem telja ætti til fornleifa.
Þegar það sem hér hefur verið sagt er dregið saman er niðurstaðan sú að leiðir sem talist geta fornleifar eru leiðir sem farnar voru að jafnaði af ríðandi og fótgangandi fólki fyrir tíð bílsins og a) eru skilgreindar sem slíkar í heimildum eða af heimildamanni þannig að þeirra er getið með nafni, legu þeirra er lýst eða staðir nefndir sem leiðirnar tengja eða b) er hægt að skilgreina sem slíkar út frá sannfærandi minjum og staðháttum.

Hvernig eru leiðir ólíkar öðrum fornleifum?

Méltunnuklif

Gamli Krýsuvíkurvegur – Méltunnuklif.

Leiðir eru samkvæmt ofansögðu að miklu leyti huglæg fyrirbæri. Miðað við hversu víða leiðir liggja er mjög lítill hluti þeirra manngerður. Það sem greinir leiðir frá mörgum öðrum fornleifum er að innan þeirra eru minjar – minjar sem tilheyra leiðinni, minjar innan minjanna. Hægt er að segja að leiðir eigi þetta sameiginlegt með t.d. seljum og bæjarhólum en þeir minjastaðir eru mjög afmarkaðir í rúmi og auðveldara að sjá þá í samhengi.
Leiðir geta hins vegar teygt sig um langan veg og erfitt er að hafa yfirsýn yfir leiðir í heild ef þær eru ógreinilegar og flóknar.

Flokkun leiða

Fornagata

Fornagata í Selvogi.

Gagnlegt er að skoða orðanotkun um samgöngur í gömlum heimildum til þess að átta sig á skilningi þeirra sem á undan hafa farið á leiðum og flokkun þeirra.
Líklegt er að orðið gata hafi verið notað um slóðir og troðninga sem myndast hafa milli bæja fyrst eftir landnám Íslands. Þetta orð hafði mjög almenna merkingu, það gat táknað troðninga eftir skepnur, en það var einnig notað um slóðir og stíga sem urðu til af umferð manna í samsetningum á borð við alþýðugata, almenningsgata, reiðgata o.s.frv. Á þjóðveldistímanum virðist orðið braut vera notað um rudda eða hlaðna vegi, sbr. þjóðbraut og akbraut en einnig í örnefnum á borð við Brautarholt. Orðið vegur er hins vegar ekki mikið notað um götur fyrr en í Jónsbók en til forna hefur það oftast verið notað í almennri merkingu; koma um langan veg, vegalengd. Orðið leið er að sama skapi notað í almennri merkingu; fara sína leið.

Alfaraleið

Alfaraleið um Draugadali.

Snemma hefur verið farið að gera greinarmun á leiðum sem voru fjölfarnar og almennar og þeim sem sjaldnar voru farnar. Fyrrnefndu leiðirnar voru kallaðar þjóðleiðir í merkingunni alfaraleið. Einnig voru höfð um alfaraleiðir orðin þjóðbraut, þjóðgata, þjóðvegur eða almannavegur. Þessi orðnotkun hefur haldist óbreytt og hafa þessi orð lengi verið notuð um helstu vegi innan héraða og milli þeirra.

Skipsstígur

Skipsstígur – endurbættur skv. „nútíma“ kröfum.

Í Jónsbók (2004) er kveðið á um það hvernig þjóðgata eigi að vera en hún átti að vera 5 álna breið (um 3 m) og vera þar sem hún hafði verið að fornu fari. Með réttarbót Eiríks Magnússonar frá 1294 varð það hlutverk lögmanna og sýslumanna að ákveða hvar almannavegur var mestur (þjóðgata) og áttu bændur að vinna við að gera þær leiðir færar.

Flokkun leiða í lögum á 18. og 19. öld
Af heimildum að dæma virðist lítið hafa farið fyrir opinberum afskiptum af samgöngumálum á Íslandi fyrr en seint á 18. öld er svokölluð Landsnefnd sem skipuð var af Danakonungi árið 1770 lagði grunninn að tilskipun um samgöngur sem var gefin út af konungi árið 1776.

Skipsstígur

Skipsstígur – vagnvegurinn.

Í þessari tilskipun er vegum skipt í byggðavegi og fjallvegi (Lovsamling for Island IV, 1854). Mönnum var skylt að vinna við vegabætur án kaups og var vinnukvöðin mjög misjöfn eftir því hversu mikil umferð var á hverjum stað (Lovsamling for Island IV, 1854). C.E. Bardenfleth stiftamtmaður flutti frumvarp um vegabætur árið 1839 þar sem hann leggur til að vegir skuli flokkaðir í þjóðbrautir (lestavegi) og aukavegi (stigu). Einn þjóðvegur (þjóðbraut) átti að vera um hverja sýslu og áttu allir sýslubúar að vinna við þjóðvegi.

Breiðagerði

Breiðagerði – gamli vagnvegurinn (Almenningsvegurinn) að Knarrarnesi. Í fornleifaskráningu er vegagerðin skráð sem „garður“?

Þetta fyrirkomulag átti að jafna vinnukvöð manna óháð því hvar þeir voru í sveit settir (Tíðindi frá nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík árin 1839 og 1841). Skipting Bardenfleths í þjóðvegi og aukavegi var tekin upp í tilskipun um vegi 15. mars 1861. Þjóðvegur var skilgreindur sem leið sem íbúar eins eða fleiri héraða fóru um í kaupstað, fiskiver eða annan samkomustað manna. Einnig áttu alfaravegir milli sýslna (þó ekki væru fjölfarnir) og almennir póstvegir að teljast þjóðvegir (Lovsamling for Island VIII, 1854). Í kjölfar vega tilskipunarinnar frá 1861 urðu fjallvegir að mestu útundan þar sem ekki var gerður greinarmunur á þeim og vegum í byggð og minni ástæða þótti að gera bætur á þeim en byggðavegum (Alþingistíðindi II 1875).

Bollastaðir

Bollastaðir í Kjós – atvinnubótavegabútur án áframhalds.

Í stað vinnukvaðar við þjóðvegi greiddu menn nú þjóðvegagjald og vinnu við þjóðvegi átti að bjóða út (Lovsamling for Island VIII, 1854). Við það að vinnukvöðinni var aflétt við þjóðvegi varð ákveðin tilhneiging í þá átt að fleiri vegir væru flokkaðir með þjóðvegum en áður þar sem kostnaður við þá var greiddur af almannafé en áfram var vinnukvöð á aukavegum (Alþingistíðindi II 1875).
Áfram var skilgreiningum á leiðum breytt og því hver skyldi standa straum af kostnaði við vegaframkvæmdir. Með lögum frá 1875 var vegum skipt í fjall- og byggðavegi og þeim síðarnefndu í sýsluvegi og hreppavegi. Sýsluvegir hétu þeir vegir sem lágu milli sýslna og voru í það minnsta hálf þingmannaleið. Einn sýsluvegur átti að vera um hverja sýslu og ef sýslur voru víðlendar skyldu þeir jafnvel vera tveir.

Svínaskarðsvegur

Svínaskarðsvegur.

Fjallvegir töldust þeir vegir sem lágu milli landsfjórðunga eða sýslna og voru þingmannleið eða lengri. Kostnað við fjallvegi greiddi Landssjóður en vinna við alla byggðavegi var nú greidd af almannafé og síðar einnig með framlögum frá Landssjóði (Alþingistíðindi II 1875, 1875-1876). Í aðalatriðum hélst þessi skipting næstu árin og fram á 20. öld en með lögum 1894 var vegum skipt í fjallvegi, flutningabrautir (helstu vöruflutningaleiðir héraða), þjóðvegi (aðalpóstleiðir), sýsluvegi og hreppsvegi (Stjórnartíðindi fyrir Ísland 1894 A, 1874).
Stöðugar endurskilgreiningar á leiðum og endurmat á mikilvægi þeirra orsakaðist af því að mikill kostnaður fór í vegabætur og vegagerð og vanda þurfti valið á þeim leiðum sem úthlutun fengu úr sjóðum.

Orðanotkun um leiðir í Sýslu- og sóknalýsingum

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin millum Hafnarfjarðar og Voga.

Í Sýslu- og sóknalýsingum Hins íslenzka bókmenntafélags sem safnað var á árunum 1839-1873 er spurt um samgöngur í sýslum og sóknum landsins. Var spurningin um samgöngur í sóknum á þessa leið: Hvar liggja alfaravegir um sóknina og úr henni í aðrar sóknir á alla vegu (fjallvegalengd eftir ágizkun)? – Vegabætur: ruðningar, brýr, vörður, sæluhús o.s.frv.? – Torfærur: hvernig þeim sé varið, og hvort úr þeim verður bætt (áfangastaðir á fjallvegum)? Hverjir bæir standa næstir fjallvegum báðum megin?
Svipuð spurning um alfaravegi í sýslum og úr þeim í aðrar var lögð fyrir sýslumenn. Hér er orðið alfaravegur notað og mun það hafa verið almennt hugtak um leið sem farin var af mörgum. Líklegt er að það nái að minnsta kosti yfir þær leiðir sem flokkaðar eru til þjóðvega í tilskipun um vegi frá 1861 enda er það nokkuð víð skilgreining.

Almenningsvegur

Almenninsgvegurinn um Vatnsleysuströnd.

Lausleg athugun á hugtakanotkun um vegi í sóknalýsingum nokkurra sýslna leiddi í ljós að flestir tala um alfaravegi (enda spurt um þá) eða almannavegi og leggja þá oft að jöfnu við þjóðvegi. Aðrir gera greinarmun á alfaravegi og þjóðvegi en það kann að vera af því að frá 1861 eru í gildi lög þar sem skýrt er kveðið á um hvaða vegir skuli kallast þjóðvegir. Á a.m.k. einum stað (Lýsing Árnessóknar, 1952) er dregið í efa að leið sem farin er af fáum öðrum en sóknarmönnum geti kallast alfaravegur.
Það virðist því hafa verið svipaður skilningur milli manna á hugtakinu alfaravegur – að það hafi verið fjölfarin og almenn leið íbúa eins eða fleiri héraða.“

Framangreind skrif eru ágætt innlegg í umræðuna um mikilvægi samgangna fyrrum sem og varðveislu þeirra sem fornminja til framtíðar.

Heimild:
Kristborg Þórsdóttir. “Fornar leiðir á Íslandi: tillaga að skilgreiningu, flokkun og skráningu, rit Fornleifafræðingafélags Íslands 2012, bls. 34- 47.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fornar leiðir.

Hellisheiði

„Frá örófi alda gengu menn að mestu þangað sem þeir þurftu að fara, það má því segja að tveir jafnfljótir hafi verið fyrsta samgöngutæki mannkynsins. Svo var farið að nýta hesta og önnur dýr til að bera menn á milli staða og loks komu annarskonar samgöngutæki, svo sem hestvagnar og bílar komu enn síðar.

Fornagata

Fornagata í Selvogi – hluti leiðar.

Eitt af sérkennum samgangna á Íslandi er að það urðu almennt ekki til vegir sem gátu annað umferð vagna fyrr en fyrir rúmri öld síðan. Á meðan að góðir, vagnfærir vegir voru í nánast öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við, voru hér troðningar sem eingöngu voru færir gangandi og ríðandi umferð.
Vegir sem hlykkjuðust á milli hrauntraða eða þræddu sig eftir þægilegustu leiðinni á milli bæja. Stærri flutningar, sem ekki var hægt að flytja á hestbaki, fóru nánast alfarið fram á sjó.
Fyrsti grunnur að skipulagðri vegagerð á Íslandi varð til með tilskipun árið 1861. Það var svo árið 1904 sem fyrst var hafist handa við að leggja það sem kallast gæti akvegur til Suðurnesja, en það var ekki fyrr en árið 1912 sem Suðurnesjavegurinn var tilbúinn og hægt var að fara með hestvagn frá Reykjavík til Keflavíkur.

Vatnsleysuströnd

Almenningsvegur – Eiríksvegur ofan Vatnsleysu. Fyrsti vagnvegurinn milli Hafnarfjarðar og Voga.

Ári síðar tókst að koma bíl eftir þeim vegi í fyrsta sinn. Allt fram að því voru ekki vagnfærir vegir sem heitið gat á milli byggðarlaga á Íslandi þrátt fyrir rúmlega þúsund ára búsetu.
Út um allar jarðir má finna gamlar götur sem lágu um langan eða skamman veg, sumar voru á milli húsa og til nausta og selja, meðan aðrar lágu á milli landshluta. Á Reykjanesskaganum er margar slíkar götur að finna, en þar liggur ein megingata, í daglegu tali kölluð almenningsvegurinn, meðfram sjónum að norðanverðu og Krýsuvíkurleiðin að sunnanverðu. Það er þó ekki svo einfalt að einungis sé um tvær götur að ræða því að net gönguleiða liggur um öll Suðurnes. Í raun má skipta þessum gömlu götum í tvennt, annars vegar eru það götur sem urðu til á milli bæja og upp til selja. Hins vegar eru verleiðir, götur sem lágu á milli verstöðva víðsvegar um nesið. Þegar skoðuð eru kort af þessum gömlu götum sem lágu á milli verstöðva virðast þær flestar liggja til Grindavíkur.

Kristborg Þórsdóttir

Kristborg Þórsdóttir.

Í ritverkinu „Fornar leiðir á Íslandi“ skilgreinir Kristborg Þórsdóttir, fornleifafræðingur, meðal annars að gömul leið sé „Leið [sem] er hverskyns skilgreinanleg leið milli tveggja staða sem farin var að jafnaði“.
Kristborg segir í grein sinni hvaða skilyrði leið þurfi að uppfylla til þess að teljast til fornleiða. Þær leiðir sem talist geta til fornleiða eru leiðir sem farnar voru fótgangandi og ríðandi fyrir tíð bílsins og mannvirkja tengdum honum. … Leiðir þurfa ekki að vera sýnilegar og þær þurfa ekki að hafa verið farnar oft til að geta talist til fornleiða. Til þess að hægt sé að skrá fornar leiðir þarf samt eitthvað að gefa vísbendingu um þær. Vísbendingarnar geta verið ýmist á kortum, í rituðum eða munnlegum heimildum, sýnilegar slóðir eða mannvirki á leiðunum. Ef leiðar er getið í heimildum á þann hátt að legu hennar er lýst, staðirnir sem hún tengir eru nefndir eða nafns hennar er getið, er um skilgreinda leið að ræða sem telja ætti til fornleifa. Ekki er hægt að skrá leið sem byggir eingöngu á vitnisburði um stakar samgönguminjar án þess að sjá hvert leiðin hefur legið – milli hvaða staða.
Minjarnar gefa til kynna að þær séu hluti af arfleifð.“

Heimild:
-Helgi Valdimar Viðarson Biering, MA ritgerð í Hagnýtri menningarmiðlun – Gamlar og nýjar götur á Reykjanesskaga. Samanburður á fornum þjóðleiðum og nýrri gönguleiðum með áherslu á leiðina um Brúnir. HÍ 2024.
-www.ferlir.is
-Kristborg Þórsdóttir. “Fornar leiðir á Íslandi; tillaga að skilgreiningu, flokkun og skráningu, rit Fornleifafræðingafélags Íslands. (2012).

Selvogsgata

Gengið um Selvogsgötu ofan Grindaskarða.

Hólmsborg

Selin á Reykjanesskaganum, mannvirki þeim tengdum og leiðir að þeim teljast til fornleifa.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Á heimasíðu Fornleifastofnunar Íslands á Netinu er m.a. fjallað um fornleifar. Þar segir að “fornleifar séu efnislegar minjar genginna kynslóða. Sjálfar kynslóðirnar hverfa ein af annarri og hugsanir þeirra að mestu leyti með þeim. Fornleifarnar voru hluti af veruleika forfeðranna sem mikilvæg mannvirki, kennileiti eða staðir og þær skiptu þá miklu máli. Gátu þær meira að segja verið þeim lífsnauðsynlegar. Án þessara fornleifa væri sagan harla óáþreifanleg og jafnvel álitamál hvort við værum sjálfstæð þjóð yfirleitt. Er hægt að byggja land og halda uppi menningu án beinna tengsla við söguna?

Húshellir

Í Húshelli.

Íslendingar eru stoltir af sögu sinni. Áþreifanlegar leifar þessarar sögu eru fornleifarnar. Þess vegna eigum við að gera þeim hátt undir höfði, varðveita þær og vernda.

Landslagið er mikilvægur hluti af veruleika manneskjunnar og einn þeirra þátta sem skapa hana. Skilgreiningin á því að vera Vestfirðingur er t. d. að hluta til fólgin í því landslagi sem einkennir Vestfirðina og Vestfirðingar kalla heimaslóðir. Í þessu landslagi eru fornleifarnar mikilvægur þáttur með sínum formum og sögnum og þær eru gjarnan úr sömu efnum og landið sjálft. Það er því mikilvægt að standa vörð um fornleifar landsins, vegna þess að þær útskýra að sumu leyti skilgreiningar okkar á sjálfum okkur.

Garðastekkur

Garðastekkur – fjárborg.

Á bak við allar fornleifar liggur ákveðin hugmyndafræði og segja má að oftast sé það hin ríkjandi hugmyndafræði samfélagsins hverju sinni. Hús átti að byggja á ákveðinn hátt, úr ákveðnum efnum og á ákveðnum stöðum. Þessir þættir stýrðust af hugmyndafræðinni og var ekki sjálfgefið að ætíð hafi verið byggt á sem bestan máta, bestu efnin notuð eða besta staðsetningin valin. Inn í myndina komu hefðir og hugmyndir sem voru afrakstur aldalangrar aðlögunar og reynslu. Reynslan var sótt í umhverfið og hugarfylgsni mannanna svo sem trúarlegar hugmyndir og jafnvel hindurvitni ýmiskonar. Allt þetta er falið í fornleifunum.

Sel vestan Esju

Sel vestan Esju.

Eins er dreifing fornleifa í landslaginu ekki afleiðing tilviljana, heldur lágu þar að baki ákveðnar reglur og venjur samfélagsins. Því eru fornleifar einnig vitnisburður um þessa hluti”.

Hvaleyrarvatn

Beitarhús í Húshöfða við Hvaleyrarvatn.

Ef við tökum sem dæmi fornleifar eins og beitarhús, þar sem kindur voru hafðar yfir veturinn og þeim beitt á landið (kjarrið eða sinuna), þá eru beitarhúsin leifar ákveðinna búskaparhátta sem eru löngu horfnir. Þessum húsum var gjarnan komið fyrir nálægt landamerkjum á milli bæja svo að kindurnar gætu skroppið yfir til nágrannans og náð þar í eina og eina tuggu svona rétt til að létta bónda sínum byrðina. Því eru beitarhús jafnframt nokkurskonar vitnisburður um tilfinningu manna gagnvart lögunum og kannski eilítið gagnvart hvor öðrum. Jófríðarstaðir áttu t.d. beitarhús í Húshöfða við norðanvert Hvaleyrarvatn, mjög fjarri Jófríðarstaðarlandi. Tóftin er enn vel greinanleg sunnan í Höfðanum. Önnur beitarhústóft er í Hólmshrauni austan við Hólmsborgina.

Hellisheiðarvegur

Hellisheiðarvegur við Þrívörður.

Í Ísafold árið 1883 er fjallað um umhirðu búfjár og þar eru nefndir ´einhölukofar´ en slíkir kofar tóku við af fjárborgunum „ þ.e. mjó hús með einni jötu langsetis öðrum hliðarveggnum.“ Seinna voru svo byggð ´tvístæðuhús´, sem voru með jötum til beggja hliða, og loks ´garðahúsin´ eins og við þekkjum þau. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar skoðaðar eru tóftir þó svo að vísast séu fáar svona einhölukofatóftir til því menn hafa líklega notað grjótið í nýrri byggingar. Þessi hús þurfa auðvitað ekki að vera gömul, út af fyrir sig, því fjárhús voru yfirleitt ekki byggð fyrr en á 18. öldinni”.

Hin mörgu hlöðnu fjárskjól á Reykjanesi virðast hafa verið “milligerð”, þ.e. skjól þangað til sérstök hús voru byggð yfir féð. Hlaðið var fyrir skúta eða hraunbólu og þannig myndað betra skjól fyrir veðrum og vindum.

Hlíðarborg

Hlíðarborg í Selvogi.

Sjá má dæmi þessa víða á Reykjanesi, bæði í og við selin sem og víðar. Þannig eru hlaðin fjárskjól bæði vestan við Óttarstaði og Lónkot (hafa ekki verið skráð fyrr en nú), ofan við Hvassahraun, í Katlahrauni (skjól frá Vigdísarvöllum (hlaðið um 1910 af fólki frá Vigdísarvöllum) ), í Ögmundarhraunsgígum sunnan Vigdísarvalla, Efri-hellar og Neðri hellar við Gerðisstíg, Kolbeinshæðaskjól, Straumssel Efri-hellar, Straumssels Neðri-hellar, Óttarstaðafjárskjólin (Sigurðarskúti, Sveinsskúti, Norðurskúti, Tóhólaskúti og Rauðhólsskúti) og við Lónakotssel, auk fjárskjóla í Álfakirkju og í Kálfelli.

Eyri

Eyri – tóft.

Fyrsta vinnuregla minjavörslunnar er að allar fornleifar beri að varðveita, enda er það tekið fram í lögum. Ef fornleifar glatast eru þær horfnar að eilífu. Þær er ekki hægt að laga eða endurgera. Þær eru horfnar veruleikanum og þær eru horfnar vísindunum.

Þéttbýlissvæði eru mörg hver að vaxa út um landið og sú þróun mun vonandi halda áfram í náinni framtíð. Margar fornleifar verða á veginum, sumar jafnvel alveg óþekktar í dag. Þó að svæði kunni að vera skráð einu sinni og jafnvel tvisvar, er það aldrei trygging fyrir því að ekkert meira kunni að leynast undir yfirborðinu.

Dalurinn

Fjárskjólið í Dalnum 2019. Nú horfið.

Því er mikilvægt að fara nákvæmlega yfir þau svæði sem raska á til að minnka hættuna á óvæntum uppákomum fornleifa eins og framast er unnt. Slíkar uppákomur eru yfirleitt dýrar og tímafrekar. Það getur verið þarft að minnast þess að oft finnast skemmtilegustu fornleifarnar við óvæntustu aðstæðurnar.

Saga okkar er að hluta til skráð í umhverfi okkar, umhverfi sem við höfum skapað smátt og smátt í aldanna rás. Sjálf skilgreinum við okkur sem einstaklinga í gegnum umhverfið og þjóðin sem slík skilgreinir sig út frá þessu umhverfi og það sem þar kann að leynast. Við berum öll ábyrgð á sögu okkar og menningu og þar eru fornleifarnar engin undantekning. – ÓSÁ

Vigdísarvellir

Fjárskjól við Vigdísarvelli.

Ásfjall

Þegar farið er yfir Fornleifaskráningar fyrir Hafnarfjörð er ljóst að þar er margt miskráð eða jafnvel rangt.

Ásfjall

Ásfjall – meint fjárborg.

Tökum dæmi: Í Fornleifaskráningunni fyrir Ásland má lesa eftirfarandi um skráða fjárborg í norðurhlíðum Ásfjalls, skammt ofan húsa nr. 8-10 við Brekkuás. Þar segir m.a.;
Sérheiti: Borgin.
Tegund: Hleðsla.
Hlutverk: Fjárborg.
Hættumat: Engin hætta.
Ástand: Illgreinanleg/hrunin.
Aldur: 1550-1900.
Lengd: 17.2m.
Breidd: 14.4m.

Ásfjall

Ásfjall – meint fjárborg.

Vegghæð: 0 – 0.4m.
Breidd veggja: 1.2m.
Lýsing: Fjárborgin er hrunin. Ytra lag hennar er enn greinanlegt en er ógreinilegra innan í henni. Inngangur hefur að öllum líkindum verið í NV horni. Veggjahæð er frá 0 – 0.4m og veggjabreidd þar sem hún er greinanleg er að jafnaði um 1.2m.
Heimildir: Katrín Gunnarsdóttir. (2005). Fornleifaskráning í landi Áss Hafnarfirði. Hafnarfjörður: Byggðasafn Hafnarfjarðar.
Örnefnaskrá – Ás.

Ásfjall

Ásfjall – uppdráttur úr fornleifaskráningunni 2005.

Í tilvísaðri Fornleifaskráningu í landi Áss, Hafnarfirði, árið 2005 er getið um „Borgina“; „Fjárborgin er miðja vegu milli hesthúshverfis við Kaldárselsveg og nýrar íbúðabyggðar“ og vísað í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Ás. Gísli minnist hins vegar ekkert á þessa „fjárborg“ í sinni lýsingu, ekki frekar en hin skotbyrgin 6 á fjallinu.

Þegar „Borgin“ er skoðuð er augljóst að um herminjar er að ræða. Hleðslunum er hrófað upp án röðunar og innan þeirra eru hlaðin skjól. Ekkert gras er í eða við fjárborgina, sem er jú sterk vísbending. Mannvirkinu svipar mjög til skotbyrgisins á Flóðahjalla þarna skammt norðar. Hlutverk þess hefur auðsýnilega átt að vera varðstöð gegn mögulegri ógn úr norðri.

Mikilvægt er að skrá fornleifar og ekki síður að skráningin sé rétt.

Ásfjall

Ásfjall – meint fjárborg.