Tag Archive for: Grindavík

Járngerðarstaðir

Hér er birtur hluti af viðtali Jökuls Jakobssonar við Tómas Þorvaldsson, forstjóra, er þeir gengu saman um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þetta er fyrsti þáttur frá 25. febrúar 1973.

Tómas„Í dag leggjum við leið okkar til Grindavíkur – um Járngerðarstaðahverfið. Við höfum fengið kunnugan leiðsögumann, sem er Tómas Þorvaldsson, forstjóri, en hann er fæddur hér og alinn upp eins og raunar ætt hans, mann fram af manni. Við hefjum göngu okkar á Sölvhóli þar sem við erum staddir þessa stundina.
Nú, héðan sjáum við plássið allt, Tómas, en þó helst plássið sem þú mannst best – það er gata æsku þinnar, sem við ætlum nú að rifja upp.“
„Eins og þú segir á ég ættir mínar hér nokkuð aftur eftir, a.m.k. 3-4 ættliði, en það þarf meira til svo einstaklingur verði til. Ættfróður er ég ekki. Við stöndum hér á Sölvhól, það er rétt, og hér sjáum við raunverulega yfir allt gamla Járngerðarstaðahverfið eins og það var þegar ég fór fyrst að muna eftir mér eða í kringum 1922-23 og upp úr því fer minnið að skýrast. Þessi blettur hér er álagablettur, en mér ekki kunnugt um að hafi nokkru sinni verið nytjaður svo aldrei hefur komið til vandræða af þeim sökum.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – teikning dr. Bjarna Sæmundssonar 12. apríl 1895.

Nú, það má segja að á þessum tíma var byggðalagið ekki stórt. Það voru einungis 33 íveruhús hér, en ef við förum lengur aftur í tímann, og styðst ég þá við það sem hefur verið sagt, að um aldarmót [1900] mun byggðalagið hafa verið innan nokkurs konar girðingar sem takmarkast af þessu sem við sjáum hér, þ.e. girðingu frá sjó hér til hægri handar, hér vestan við þennan hól, í hlið sem er hér rétt fyrir ofan og úr því hliði í tjörn sem heitir Vatnsstæði, og austur fyrir byggðina sjálfa að Krosshúsum (við sjáum hér Krosshús sem þau eru í dag, en þá var þar torfbaðstofa). Þar var annað hlið og þar gekk það til sjávar. Þetta var ekki stórt svæði.
SölvhóllÞetta svæði hefur náttúrulega sína sögu og hér lifði fólk og hrærðist og hafði sína drauma. Við sjáum hér beint fyrir framan okkur tjörn, sem heitir Dalurinn. Þetta var leikvettvangur ungra yfirleitt þegar ég var krakki, á veturnar á skautum og á vorin og fram á haustin þá var þetta okkar úthaf. Og þá siglu við okkar skipum og svo mun hafa verið gert af ungu fólki, sérstaklega ungum dengjum, alla tíð.
Það fór nú oft þá eins og verða vill í lífinu, sumir lentu í strandi, en aðrir komust betur af. Hér byggðum við okkar hafnir og lifðum í okkar stóra hugarheimi. Hérna höfum við þúfnakoll, sem við höfum beint fyrir framan okkur.
Ég minnist Dalurinnþess í bernsku að Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, sat hér oft og horfði yfir byggðalagið, en hann var fæddur og uppaldinn hér á Járngerðarstöðum. Þegar hann sat þarna var hann að jafnaði að koma úr löngum gönguferðum. Hann var kominn nokkuð við aldur þegar þetta var og hafði hann þá gengið aðra leiðina með sjó eftir fjörunni og var hann þá að kynna sér allt líf sem þar hrærðist og hina leiðina eftir heiðinni til baka. Og þá var hann að leita eftir því lífi er hrærðist uppi á þurru landi, hvíldi sig svo hér og horfði yfir staðinn.“
Tíðahlið„Hafði Bjarni eitthver samneiti við ykkur unglingana er þið lékuð ykkur hér við tjörnina?“
„Já, hann hafði það mjög mikið því við voru oft með honum í þessum ferðum, unglingarnir frá Járngerðarstöðum, frændfólkið hans af yngri kynslóðinni, og ég held að hann hafi haft gaman af því að hafa okkur með og  við vorum að sniglast í kringum hann og verða honum úti um ýmislegt sem hann síðan kom fyrir á Náttúrugripasafninu í Reykjavík.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – Tjörnin/Dalurinn.

En það er nú svo að í þessari tjörn var mikið líf. Það var áll hér. Mér er sagt að örninn hafi oft tekið hér lifandi ála áður og fyrr og það hafi verið daglegur viðburður en ég, en aðeins eftir því að veiðibjalla var hér yfir og tók einn og einn og við fylgdumst með því krakkarnir, en nú hef ég ekki neinar sagnir af því seinustu árin. Sennilega er lífið búið hér í Tjörninni. Það er einhver mengun, hún kemur alls staðar inn.
Ef við skoðum þetta aðeins hér – Tíðarhliðið sem ég nefndi. Nafnið bendir til að það hafi verið í sambandi við kirkjuferðir og að vissu leiti hefur það verið það því allir sem bjuggju hér í Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi þurftu í gegnum aldirnar að fara í gegnum þetta hlið til að fara til tíða út í Staðarhverfi, kirkjan var þar alveg til 1909 eða þangað til hún var flutt hingað í Járngerðarstaðahverfi.

Járngerðarstaðir

En svo þjónaði það líka svipuðu hlutverki fyrir Staðhverfinga þegar þeir þurftu aftur að fara að sækja kirkju hingað í Járngerðarstaðahverfið þá man ég eftir þeim þegar þeir komu gangandi eftir hæðunum hérna utan – það voru að vísu tvær leiðir, önnur eftir hrauninu og hin með sjónum, og leiðirnar voru farnar eftir því hvernig stóð á sjó því það er flæði á neðri leiðinni sem ekki er hægt að komast nema þannig stendur á. Þá stoppaði það yfirleitt í þessu hliði og skipti um skó og ég er ekki grunlaus um að það hver hafi átt sína holu þarna í garðinum til að geyma skóna sína og oft mun það skipt um eitthvað af ytri klæðum einkum þegar gott var veður og oft kom það við á Járngerðarstöðum þegar þannig stóð veður og skipti þar um föt. Við áttum mikið samneiti við þetta fólk sem lifði þarna og hrærðist á þessum árum og allt þar til það lagðist í eyði og þetta eru vinir og kunningjar og maður telur sér það til ágætis að eiga það að vinum og kunningum enn þann dag í dag.“
„Ykkur hefur aldrei dottið í hug að rugla skónum þeirra Staðhverfinga meðan þeir voru við messu?“
„Nei, ekki var maður svo mikDalurinnill prakkari – það var eitthvað í manni í sambandi við kirkjuferð að maður vildi ekki láta prakkaraskapinn ganga út fyrir það. Hér sjáum við þessa götu, sem við keyrðum hér út úr – það er bílvegur. Í mínu ungdæmi voru þetta traðir og lágu hér í gegnum plássið milli þessara tveggja hliða. Það voru vallgrónir grjótgarðar sem hlaðnir voru þannig að það var grjót annað lagið og torf hitt. Þetta voru svo þröngar traðir að fullorðnir menn gátu jafnvel spyrnt í báða garða og látið hrossið fara í burtu undan sér. Þetta var svona hér á milli þessara tveggja hliða þegar ég man fyrst eftir mér og bílvegur kom ekki fyrr en löngu seinna, það mun hafa verið 1928 eða 29 sem bílvegur fór hér í gegnum byggðarlagið. Annars voru hérna tvær götur í gegnum byggðalagið, það var þessi og önnur sem lá hérna frá Járngerðarstöðum og það var sjávargata. Við komum nú til að fara eftir þessum götum tveim og við þær eru flest þessi hús sem ég nefndi áðan, þessi 33, en nokkur af þeim eru þó þar fyrir utan og við munum leggja okkar leið að þeim.“
Frá Grindavík„Við kveðjum þá álagablettinn. Við höfum ekki raskað hér neinu svo við eigum ekki yfir okkur neinar hörmungar. Við göngum þá götur Tómasar.“
„Það hefur verið hér í Grindavík, eins og annars staðar, að það hafa skipst á skin og skúrir í atvinnulífi og það segir til sín í fólksfjölda því það er með fólkið eins og aðrar lífverur, hvítfuglinn og annað, að það flýgur að ætinu og frá því og það er oft þeir duglegustu sem jafnvel koma sér best að ætinu og það sýnir t.d. best ef við förum á árið 1910 að þá eru hér 358 manneskjur í þessum þremur hverfum. Krýsuvíkin fylgdi áður með, en hún telur ekki neina íbúa á þessum tíma. En svo verða smáhreyfingar. Árið 1920 eru hérna 438 manns, en svo milli 1920 og 30 eru í þessu hverfi yfirleit 260 og upp í 300, Járngerðarstaðahverfi. Í heild eru hér í byggðalaginu 1930 505 og 1940 509 og 1950 hefur talan lítið breyst því þá er talið 492, en svo tekur þetta að breyast upp úr 1950 og í dag eru hér 1250 manns, ef það er ekki orðið aðeins meira (þetta er talan um áramót).
GrindavíkEn í Jarðabók Árna Magnússonar þá er talið í Grindavík allri, sem eru með með töldum höfuðbólum og hjáleigum með Krýsuvík meðtaldir, eru 39 íveruhús með 184 manneskjum. Það sýnir talan á fólksfjöldanum sem við tókum hér upp 1930 og 1940 að þá er hér mikil lægð yfir öllu. Það er ekki fyrr en eftir þann tíma að við förum að ná okkur virkilega upp og hér fara að verða breytingar sem virkilega fóru í kjölfar þeirrar hafnargerðar sem gerð var hér inni í Hópinu.
Áður en við förum héðan af Sölvhól lítum við hér í allar áttir. Allir þessir hólar, hæðir og dældir hafa öll sín nöfn eða örnefni. Eins minnist ég þó sérstaklega, þ.e. Þanghóll. Það er þessi græni hérna til hægri handar niðri við sjóinn, en hann ber nafn af því er þangskurður var hér mikill og var smávegis eftir að ég fæddist þó ég minnist þess þó ekki, en hann ber nafn sitt af því að þang var borið hér upp á þennan hólinn, þurkkað og notað til eldsneytis. Enda kemur það mjög fram í bók Árna Magnússonar, Jarðabókinni, að þang var hlesta eldsneyti hér um slóðir og hefur verið allt fram yfir 1920.“
garðhus-2„Grindvíkingar hafa ekki  lengur hitann úr þanginu. Við yfirgefum þá Sölvól og göngum eftir götunni sem Tómas nefndi áður, förum í gegnum Tíðarhliðið sem Staðhverfingar geymdu skóna sína meðan þeir voru í kirkju. Fyrst verða fyrir okkur þrjú gömul hús sem standa hér í röð. Þetta munu vera hinir gömlu Járngerðarstaðir, sem hverfið dregur nafn sitt af. Getur þú, Tómas, sagt okkur deili á þessum húsum?“
„Við eru staddir á Járngerðarstaðahlaði og það hefur sjálfsagt langa sögu, hana kann ég ekki. Í mínu minni bjó hér Margrét Sæmundsdóttir, ekkja Tómasar Guðmundssonar og sitt til hvorrar handar við hana í austurhúsi, bjó Stefanía Tómasdóttir, dóttir hennar og Þorvaldur Klemensson og í vesturbænum Jórunn Tómasdóttir og Tómas Snorrason. Þetta býr hér þegar ég man eftir.
GrindavíkÁður en mitt minni hefst bjó hér Sæmundur Jónsson frá Húsatóftum. Einnig hafði búið hér Jóhanna Einarsdóttir, sem var bróðurdóttir Sæmundar. Ef við höldum okkur við þann tíma sem ég man eftir þá er hér tvíbýli og margt um manninn. Barnahópurinn var stór. Ég minnist margra góðra stunda er við lékum okkur við Dalinn. Hér bjó um og yfir 30 manns. Tvö skip voru gerð út héðan og aðkomendur voru inni á heimilunum. Því var hér oft fjör og kátt. Um Járngerðarstaðina sjálfa er ekki mikið að segja frá þessum tíma. Ekki var bílvegur hingað, bara þessi gata, sem við stöndum á sem og hólar og dældir.“
„Þú hlýtur Tómas að eiga margs að minnast þar sem hér var mikið fjölmenni og margt aðkomufólk. Varla hefur allt gengið snuðrulaust fyrir sig. Oft hlýtur að hafa verið glatt á hjalla?“

Grindavík

„Já, það er mikið rétt. Ef snuðra hljóp á þráðinn jafnaði það sig fljótt aftur. Það var sama á hvaða heimili maður sofnaði á kvöldin, maður var jafnsettur á þeim öllum. Allar deilur jöfnuðust. Auðvitað hljóp mönnum stundum kapp í kinn.
Ég heyrði sagt að einu sinni hefðu orðið ýfingar milli áhafna Sæmundar og Einars í Garðshúsum hérna niður við sjóinn. Þetta var nefnt „Hlunnaslagurinn“. Þetta minnti svolítið á víkingana í gamla daga.“
„Nafnið Hlunnaslagur segir væntanlega um vopnin sem notuð voru í þessari orrustu?“
„Já, munu hafa verið hlunnarnir sem notaðir voru til að setja skipin á bæði til sjávar og upp aftur þegar komið var að landi. Eitthvað mun skipverjum þótt að ekki væri farið með uppsátrið sjálft. Það átti þessi uppsátur, blett sem skipin stóðu á og einhverjar deilu stóðu milli háseta er leiddu til þess arna“.
„Þú hlýtur að eiga einhverjar bernskuminningar tengdar sjónum?“
Já, það er ekki frá því að maður eigi það, en við komum nánar að því er við komum að lendingunni sjálfri, þar sem hún var á sínum tíma og var allt fram að Seinni heimsstyrjöld.
GrindavíkHingað upp að görðunum við Járngerðarstöðum, gekk sjór upp á árið 1924. Hér niður á túnunum fyrir neðan, stóðu tvö býli, Vellir og Vallarhús. Ég man eftir því að aldan skall hér kolmórauð yfir húsin og fjósið með beljunum í fór hér langt upp á tún. Vellir lögðust af fljótlega eftir þetta flóð. Sömuleiðis man ég eftir því í Vallarhúsum að fólkið var leitt hér eftir hæstu rimunum á túnunum og yfir að bæjunum, að Garðhúsum og Járngerðarstöðum. Fara þurfti á bátum til að bjarga fólki út um loftglugga á Eiði. Þetta var geysilegt fljóð. Það lagði mikið af ræktuðu landi undir sig og eyðilagði og braut báta.
Garðhús„Við göngum nú í áttina að stóru steinsteyptu tvílyftu húsi með háu risi og sambyggt er við það er hlaða eða einhvers konar birgðageymsla. Þetta hús hefur verið reist af stórhug og ríkidæmi. Hvað heitir þetta hús, Tómas?“
Þetta eru Garðhús.
[Byggt 1914.] Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Einar G. Einarsson og Ólafía Ásbjarnardóttir. Áður bjó hér Einar Jónsson, bróðir Sæmundar á Járngerðarstöðum. Einar í Garðhúsum var þekktur maður á sinni tíð og maður sem mikið kvað að um langan aldur og átti mikinn þátt í atvinnulífi hér. Um alla mikla menn standa stormar og það duldist engum að hér fór maður er gerði mikið og hafði stóran hug. Maður var alltaf velkominn hér á heimilið og aldrei fékk maður bágindi frá þeim hjónum þrátt fyrir prakarastrik. Einar kom hér á fót fyrstu verslun, frjálsri verslun. Við munum síðar koma að sjálfu verslunarhúsinu, sem nú er orðið hrörlegt og gamalt.
GrindavíkFyrri lýsingar eru af verslun hér í Járngerðarstöðum, en það var verslun Skúla Magnússonar, sem mun hafa verið hér við bæina… Einar í Garðhúsum var einnig í byrjun útgerðarmaður. Hann gerði út mörg skip. Þegar ég man fyrst eftir mér gerði hann út tvö skip og síðar fjögur. Geysimikið atvinunlíf var í kringum þetta. Syndir hans, Ólafur og Einar, stunduðu þetta. Hér var geysilega stórt hænsnabú, sennilega það stærsta á landinu, sem Einar kom upp, fleiri hundruð hænsni. Á þetta hlað og í þetta hlað, Garðhús, komu allir gestir sem til Grindavík komu. Þetta var höfuðból. Einar var aðalhvatamaður að Kaldalóns læknir kom hingað í byggðina. Hann tók hann inn á sitt heimili og var aðalhvatamaður að byggt var yfir Kaldalón.
GrindavíkurkirkjaÞað var margt fólk hér í heimili og systkinin mörg. Ég minnist sérstaklega Jóns Þorkelssonar, smiðs. Hann var með smiðju á bak við húsið. Hann stuggaði okkur oft frá, en var oftar okkur hjálpsamur. Ingibjörg Jónsdóttir var hér í Garðhúsum, ættuð austan úr Hreppum. Hún var hé rbarnakennari og lét sig margt skipta. Var hér mikið í félagsmálum, m.a. formaður Kvenfélagsins um áratugi. Hún stóð fyrir mikilli leikstarfi og alls kyns félagsstarfi fyrir Kvenfélagið. Á sumardaginn fyrsta tygjuðu Kvenfélagskonur sig til og komu að sjó og gerðu sjálfar að aflanum í húsi sem Einar lagði til. Þessi afli var styrkasta stoð og sennilega sú helsta að byggja upp  Kvenfélagshúsið og hefur verið okkar helsti samkomustaður. Ingibjörg átti áreiðanlega stærsta þáttinn í þessu.
Ingibjörg af sérstaklega laginn við dýr og menn.“
„Við höldum frá Garðhúsum, upp brekku. Við stöndum fyrir framan myndarlegt kastalalaga hús sem mikið hefur verið í borið.“
„Hér var torfbær. Þetta eru Krosshús. Hér utan við var svonefnda Krosshúsahlið, sem ég nefndi í upphafi. Vilborg og Eyjólfur bjGarðhúsuggu hér, starfssamt fólk. Hann var rólegri, en hún hugmikil. Dóttir þeirra, Guðrún, var farinn að búa hér með Aðalgeir Flóventssyni.
Það eru margir afkomendur þeirra hér.
Lifibrauð var ýmiss konar. Þar sem kýr voru þurfti að hafa þarfanaut. Það var okkar skemmtun stundum að horfa á athafnir manna og skepna. Síðan skeður það að þessi gamli torfbær var rifinn og allt þurrkað út. Einar Einarssonar, sonur Einars í Garðhúsum, byggði þetta stóra og myndarlega hús. Ekkja hans býr hérna ennþá. Það var hann sem byggði þetta stóra og myndarlega hænsnahús. Hann kom hér upp fyrsta bíóinu, sem líka var notað fyrir templarana. Hann var á undan sinni samtíð og fáir áttu jafn mikið og gott myndasafn af ýmsu héðan úr byggðalaginu frá því að hann var ungur drengur og allt til síðustu daga. Það eru örugglega töluverð verðmæti í því“.

Heimild:
-rúv – Jökull Jakobsson, Gatan mín – viðtal við Tómas Þorvaldsson 25. febrúar 1973.

Grindavík

Járngerðarstaðir fyrrum.

Grindavík

Um var að ræða menningar- og sögutengda ferð í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins.

Söguskilti

Ferðin hófst við Saltfisksetrið, Hafnargötu 12a. Gengið var að tóftum gamla Hópsbæjar og Neðri-sundvörðu. Þar var vígt fimmta söguskiltið sem sett er upp í Grindavík og nú í Hópshverfi. Þar mátti má sjá ýmsar minjar, s.s. tóftir gamla torfbæjarins á Hópi og jafnvel minjar um landnámsskála Molda-Gnúps, landnámsmanns Grindavíkur.
Gengið var með strandlengjunni að Eyjagarði, hafnarbakkanum sem reistur var í Vestmannaeyjagosinu, og að minjum á Hópsnesi. Í ferðinni var og ýmislegt skoðað sem fyrir augu bar á leiðinni.

Hóp

Hóp og Hópsnes – uppdráttur ÓSÁ.

Á söguskiltinu við Hóp stóð m.a: „Þú ert ofan við Vatnstanga norðan við Hópið, núverandi hafnarlægi Grindvíkinga. Til hægri handar eru tóftir gamla bæjarins á Hópi. Í Manntali 1880 var bæjarstæðan nefnd Stóra-Hóp og Litla-Hóp, en í Manntali 1910 nefndist hún Austur-Hóp og Vestur-Hóp. Þar var þríbýli frá 1850 og fram í byrjun 20. aldar. Gamli bærinn mun hafa verið rifinn um 1930. Tröð lá upp með vestanverðum bænum upp að túngarðinum. Önnur tröð lá frá bænum áleiðis niður á Vatnstanga. Fjaran var rétt neðan við bæinn, en gerð var uppfylling á henni eftir miðja 20. öld þar sem nú er vegurinn (Bakkalág).
Við MiðaftanshólHúsið Hóp var byggt árið 1935 af Einari Einarssyni í Garðhúsum og húsið Sjónarhóll var byggt af Guðmundi Þorsteinssyni árið 1951.
Á túnakorti frá 1918 var hlaðin sundvarða þar sem íbúðarhúsið er nú. Rétt neðan við húsið Hóp er rúst. Hún mun vera leifar þurrabúðar sem byggð var ábúanda um tíma frá Þórkötlustöðum fyrir aldamótin 1900. Útihús var þarna skammt vestar.
Í Manntölum frá ýmsum tímum má sjá bæði tengsl og nöfn íbúanna á ýmsum tímum. Frændsemi hefur löngum verið mikil og náin milli íbúa hverfanna í Grindavík. Fremsta tóftin (suðvestanvert) við gamla Hóp er svonefnt Goðhús eða Goðatóft. Hún var friðlýst 1930. Nafnið bendir til þess að tóftin sé mjög gömul. Hún hefur verið endurbyggð til annarra nota líkt og flest önnur mannvirki á svæðinu.

Hóp

Líkleg bólfesta fyrsta landnámsmannsins í Grindavík. Uppdráttur ÓSÁ.

Í túninu við Hóp eru leifar gamalla mannvirkja, s.s. gerðið og Gerðishúsið (Gerðatóft), sem ekki hafa verið rannsökuð, svo og gamlar götur. Enn má sjá leifar gömlu Hópsbæjanna, Melbæjar, Hópskots, Hópsness og Ness (síðasta íbúðarhúsið var flutt yfir Hópið á bát og er nú Túngata 9), auk minja verbúðar frá Hópi ofan við Hópsvör, þurrkgarða og ískofa. Elsta bryggjan neðan við Hópskot er sýnd á uppdrættinum, en hún er nú horfin og aðrar nýrri teknar við hlutverki hennar.
Auk örnefnanna má sjá ýmiss gömul mannvirki í Hópinu á þessu sögu- og minjakorti.

Landnám

Hóp

Hóp – minjar gamla bæjarins.

Molda-Gnúpur nam land í Grindavík, en hvar…..? Bjó Molda-Gnúpur að Hópi? Eða kannski einhver sona hans?

Hóp

Hóp – efri innsiglingarvarðan.

Í Landnámu segir að „Maður hét Hrólfur höggvandi; hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur; þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir …. Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra… En um vorið eftir fóru þeir  Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjaldi.“

Hóp

Hóp – túnakort 1918.

Hér að framan er einungis sagt Grindavík en ekki nákvæmlega hvar. Í önefnalýsingu um Hóp í Grindavík sem Ari Gíslason skráði segir m.a. um jörðina Hóp, „sem hefur um langt skeið hefur verið miðsvæðis og ein af lykiljörðum byggðalagsins: Hóp í Grindavík er næsta jörð vestan við Þórkötlustaðahverfi. Bærinn stendur niður við sjó, við Hópið, sem hann dregur nafn af. Sagt er, að hann hafi upphaflega verið nefndur Hof, og er hér gömul goðatóft til. Sagt er, að Hofsnafnið finnist og í gömlum heimildum.
Vestan við túnið á Hópi er Eystri-Vikradalur. Vestan hans er stór hóll, sem heitir Miðaftanshóll. Hann er eyktamark frá gamla bænum.“
HópskotÁ túninu umhverfis gamla bæinn eru jarðlægar tóftir og garðar svo til við hvert sjónmál. Garðarnir eru greinilega misgamlir og hafa flestir þeirra eldri verið sléttaðir út. Ofan við gamla bæjarhólinn, norðvestan fjárhúsanna má greina 5 tóftir, auk matjurtargarða. Heimtröðin sést vel vestan við hólinn og suðvestan við Goðatóftina fyrrnefndu. Jarðlægur vörslugarður hefur verið í boga ofan við gamla bæinn, en hann síðan verið færður út og stækkaður og auk þess hefur verið hlaðinn garður til norðurs. Innan gamla garðsins og ofan gamla bæjarhólsins er forvitnileg jarðlæg rúst með görðum til beggja átta er teygja sig að gamla garðinum. Við norðvesturhornið hefur verið hlið. Nokkru vestar í túninu eru tóftir nýrri útihúsa. Forvitnilegasta rústin er þó sú minnst sýnilega í túninu. Hún virðist vera leifar af fornum skála er snýr til SV og NA. Stærðin á mannvirkinu er svipuð skála þeim er sjá má í Húshólma og lögunin er áþekk. Um er að ræða áhugaverðar minjar, sérstaklega með hliðsjón af framangreindri lýsingu í Landnámu.

Hóp

Skiparétt í Nesi

Í Jarðabókinni 1703 segir að „öngvar engjar“ séu á Hópi. Þar var þá tvíbýli. „Flæðihætt er fyrir sauð, og líka brýtur sjófargángur túnið, og er hætt við enn meira landbroti.“ Þá eru þarna kýr, hestar og fé hjá báðum ábúendum. „Heimræði árið um kring og lending hin besta sem hjer í sveit er, en ærið lángt að setja, nema með flóði verði lent. Þar gánga vetur og sumar skip heimabænda. Item áttrætt skip stólsins og fylgir því búð og vergögn, sem hvorutveggja er innkomið í tíð Mag. Brynjólfs, en var ekki fyrr.“ Þá segir að „fjörugæði eru mikil til beitar fyrir fje á Hópi.“

Hóp

Hóp í Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.

Bærinn varð snemma eign Skálholtsstaðar. Verminjarnar ofan við Hópsvör virðast skv. þessu því geta tengst útveri Skálholtsstóls á staðnum. Árið 1840 er „Miklar innnytjar eru við jörð þessa af Hópinu, ef notkaðar væru. Í því veiðist mergð hrognkelsa eftir Jónsmessu, einnig silungur og mikill áll, en við ekkert þetta er sú ástundun höfð sem skyldi, og engir viðburðir við tvennt það síðarnefnda. Veiðst hefir þar líka selur og lax, þótt minna fengist með jafnri viðleitni sem hið þrennt fyrst talda; þegar fiskur gengur grunnt, hefir þar inni þorskur fengist og þyrsklingur, en sú veiði er samt ekki teljandi.“

 

Í Landnámi Ingólfs segir að „á bæ þessum bagar vatnsleysi til neyslu.“ Þar stingur skökku við því ferskvatnsuppspretta kemur undan landinu í fjörunni við Vatnstanga. Í fjöruborðinu hefur því verið mikið og fjölbreytt lífríki frá náttúrunnar hendi þar sem ferskvatnið kemur undan berginu og sameinast sjónum.
Í NesiÁrið 1847 var jörðin seld í tvennu lagi (Stóri- og Litliparturinn) eftir afsalsbréfum 8. ágúst 1787 og 26. janúar 1791. Tvíbýli var á Hópi alla 19. öldina, en frá 1850 þríbýli og var þriðji parturinn nefndur Litla-Hóp frá 1880, sem fyrr er lýst.
Inn á Túnakort 1918 er býlið Hópsnes merkt. Bærinn mun hafa staðið á hól, sem notaður var í vegagerð á 7. áratugnum og er bæjarstæðið sjálft því horfið. Skv. lýsingu Huldu D. Gísladóttur (f:1918) stóð bærinn ofan við núverandi smábátahöfn, sunnan við Skiparéttina. Hann hafi jafnan verið nefndur Hópsnes, en ábúandinn í hennar tíð gjarnan kenndur við „Nes“, t.d. Guðmundur í Nesi.

Nes á Hópsnesi

Í bréfi um byggingu jarða Skálholtsstóls í Grindavík frá 1563 er boðið að breyta bænhúskúgildum þeim sem voru á Hrauni, Þórkötlustöðum og Hópi í leigukúgildi. Gæti það verið vísbending um bænhús á Hópi. Í manntali 1703 er getið um hjáleigu á Hópi, en hennar er ekki getið í Jarðabók frá sama ári eða öðrum heimildum.
Melbær er merktur inn á túnakort frá 1918. Þar var um 160 m norðnorðvestan við bæ. Bærinn stóð rétt norðan við þar sem gamalt bárujárnshús stendur nú, rétt norðan við íbúðarhúsið á Hópi I. Nú er þar sléttað tún. Gerðatóft, útihús, er fast norðan við bæjarhólinn. Það er merkt á túnkort 1918. Þrátt fyrir að sléttað hefur verið yfir húsið má greinilega merkja útlínur þess. Það hefur verið 12×18 m að stærð og virðist hafa verið einfalt. Út frá vesturhlið má grein garðlag sem og út frá austurhlið þess. Mun þetta vera gerðið sem húsið var kennt við.
Gengið um borðAustanvert við túnið er svonefnt Vatnsstæði. Milli þess og Skiparéttar er hraunhryggur eða strýta, sem heitir Álfakirkja. Kletturinn er í mosa- og grasigrónu hrauni. Hann er aflíðandi og grasivaxinn að norðan en að sunnan skín í klöppina. Frá jafnsléttu er kletturinn um 3 m á hæð. Skiparéttin er suður af Vatnsstæðinu. Þetta var grjótrétt, sem skipin voru sett upp í. Hún sést enn og er 12×12 m að stærð. Veggir hennar eru nokkuð hrundir. Tóftin er einföld ef frá er talinn krókur, sem er á henni austarlega. Loftur Jónsson segir um Vatnsstæðið: „Þar sem mýrin sunnan við þar sem fyrirtækið Stakkavík er nú var vatnsstæði þar sem sjór rann í á flóði. Þetta var þó nokkuð stór tjörn. Ósinn inn í vatnsstæðið var það mikill að ekki var hann fær þurrum fótum á flóði. Einhverntíma þegar dýpkun fór fram í höfninni var botndrullu dælt í þetta vatnsstæði og það fyllt upp. Smám saman greri þetta upp.“
Einn sjóvarnargarðurinnLanghóll er austan við Síkin, fast vestan við veginn er liggur suður á Hópsnes. „Álfarnir sem þar bjuggu, sóttu kirkju í Álfakirkjuna,“ segir í örnefnaskrá. Nyrst á Langhól er tóft og bogadregin grjóthleðsla liggur yfir Síkið. Önnur tóft er sunnar á hólnum. Þetta eru leifar frá því að Hóp hafði útgerð ofan við Hópsvör. Hleðsluleifar eru í hrauninu á Hópsnesi. Þetta voru herslugarðar. Fyrir neðan Hóp eru Vötnin og Vatnatangi (Vatnstangi), en í Vötnunum var þveginn þvottur frá Hópi. Í Vatnatanga sóttu húsfreyjur að Hópi vatn í kaffið og þótti hvergi betra vant á þessum slóðum,“ segir í Sögu Grindavíkur.
Öskuhóll er hóll, fullur af gamalli ösku. Hann er beint norðan við eystri Hópsbæinn. Hóllinn er í sléttuðu túni, grasi gróinn. Hann er 25×15 að stærð. Gömul rudd leið liggur úr túni á Hópi til austurs óræktina, í átt að Þórkötlustöðum. Leiðin liggur til austurs í svipaðri hæð í túninu og Hópsbæirnir standa nú. Slóðinn liggur í jarðri túnsins og í um 50 m áður en hann kemur að girðingu, sem girðir af Hópstún, og vegi sem liggur þar til suðurs að Bakkavör. Slóðinn er svo aftur greinilegur austan vegarins og þar liggur hann út hraunið til austurs.

Hús

Gömul þjóðleið liggur ofan við Hóp áleiðis í Voga. Um var að ræða svonefnda Skógfellsleið, sem einnig var nefnd Vogavegur. Leiðin milli byggðalaganna liggur að mestu um hraunlendi, en kaflinn milli Skógfellanna er djúpt markaður í slétta hraunklöppina. Hann er um 16 km, en bæði greiðfær og áhugaverð gönguleið.

Hafnargerð
Á fyrri öldum, og allt undir síðari heimsstyrjöld, ýttu Grindvíkingar bátum sínum á sjó og lentu í vörum. Var þá oftast svo, að ein vör a.m.k. fylgdi hverju lögbýli. Þær voru flestar við vík eða víkur, sem gengu inn í ströndina. Í þeim var eilítið meira skjól en utar, brimaldan sumstaðar lítið eitt minni og setningurinn nokkru hægari. Í flestum þeirra var þó lending bæði bág og hættuleg.

Grindavík

Grindavík – seilað í Norðurvör.

Engum sögum fer af lendingabótum í Grindavík fyrir 1800. Bændur hafa vafalaust hreinsað varirnar eftir því sem þörf krafði og kostur var, en meira gátu þeir ekki. Gefur og auga leið, hve mikil og erfið vinna það hefur verið að halda vörunum sæmilega hreinum. Hafið er á sífelldri hreyfingu og skolar sandi og grjóti upp á ströndina, og þegar gerði stórbrim og flóð, bárust oft stórgrýtisbjörg upp í varirnar svo þær urðu ónothæfar.
Engar heimildir eru um að hugað hafi verið að hafnargerð fyrr en kom fram á síðari hluta 18. aldar. Þá lét Guðmundur Runólfsson, sýslumaður, mæla Hópið og ósinn, en ekkert varð af framkvæmdum. Hefur verkfæraleysi og e.t.v. skortur á mannafla, að líkindum valdið mestu.
Gamla bryggjanÁ 20. öld hafa gríðarlegar breytingar orðið í hafnarmálum í Grindavík og mun vart ofsagt, að hvergi annarsstaðar á landinu hafi skipt svo mjög um til hins betra í þessum efnum. Árið 1902 fól hreppsnefnd þeim Einari Jónssyni, hreppsstjóra, og Erlendi Oddsyni, að mæla dýpi og stærð Járngerðarstaðavíkur og ef unnt er að gera uppdrátt af höfninni. Ári síðar ákvað hreppsnefndin að skoða Hópið og kanna hvað mundi kosta að gjöra innsiglingu fyrir haffær skip svo þar gæti orðið öruggt skipalægi. Ljúka átti því verki fyrir alþingi 1905.
HópsnesFjórtán árum síðar (1917) komust hafnarmálin aftur á dagskrá í Grindavík. Einar G. Einarsson, kaupmaður í Garðhúsum, tók sér penna í hönd og skrifaði Stjórnarráði Íslands. Í bréfinu óskaði hann eftir því, að varðskip yrði fengið til að gera frumkönnun á innsiglingu og höfn í Grindavík. Sumarið 1919 voru gerðar mælingar í Járngerðarstaðavík og lagt til að byggður yrði lítill steypugarður á rifið suðaustur af Akurhúsanefi til skjóls fyrir lendinguna. Þessari álitsgerð fylgdi uppdráttur, er sýndi legu garðsins. Dýrara var talið að dýpka Hópið og gera innsiglingu inn í það, og reyndar óvíst, hvort hugmyndin væri framkvæmanleg.

Klöpp

Gamla Klöpp – uppdráttur ÓSÁ. Bæjarstæðið var umflotið sjó 1925. Timburhúsið Teigur flaut þá upp.

Árið 1925 gerði mikið sjávarflóð í Grindavík er eyðilagði allmikið af húsum og skemmdi stórkostlega uppsátrið. Einar G. Einarsson hélt áfram að ýta á Stjórnarráðið um úrbætur. Athuganir voru gerðar og tillögur lagðar fram. Einar lét gera teikningu af bryggju við varirnar í Járngerðarstaðahverfi og sendi Alþingi með beiðni um fjárstyrk. Benti hann m.a. á að allar vörur, sem fluttar voru til Grindavíkur sjóleiðis hafi orðið að bera á bakinu og klöngrast með langa leið yfir hált og óslétt fjörugrjót. Bryggjusmíði hófst þó ekki fyrr en á árunum 1931-1933, en þá voru gerðar þrjár bátabryggjur, ein í hverju hverfi. Þörf fyrir bryggju hafði vaxið mjög í víkinni er vélbátaútgerð hófst þar árið 1928.

Bryggjan í Járngerðarstaðahverfi var byggð á árunum 1931-1932. Hún var með steyptum veggjum og þekju, grjótfyllt og hallaði í sjó fram.
Hópið 1945Náði endi hennar u.þ.b. einn metra út fyrir stórstraumsfjöruborð. Alþingi greiddi þriðjung kostnaðarins en heimamenn tvo þriðju hluta. Þrátt fyrir mikinn fögnuð Grindvíkinga með bryggjuna þótti hún helst til of stutt. Árið 1933 var bryggjan lengd.
Sem fyrr varð að setja bátana í naust að kvöldi. Næsta skref var að gera varanlega höfn, þar sem allur bátaflotinn ætti öruggt lægi í öllum veðrum. Enn tók Einar G. Einarsson sig til árið 1938 og ritaði vitamálsstjóra bréf. Bað hann um hæfan mann til að athuga hvort tiltækilegt væri að grafa skurð í gegnum grjót og malarrif það, sem lokar Hópinu. Einnig lagði hann til endurbætur á bryggjunni.
ÁHópið 1955rið 1939 hófust framkvæmdir við að opna Rifósinn. Get var ráð fyrir að reisa bráðabirgða stíflugarð við efra mynni væntanlegrar rásar, þannig að vatnið héldist inni í Hópinu um fjöru svo hægt væri að vinna 4-5 tíma að dýpkun um hverja fjöru. Handverkfæri voru notuð til að losa grjót og handbörur til að flytja það til. Í september var búið að gera 10 m breiða rás í gegnum eiðið og svo djúpt niður, að fiskibátarnir flutu inn og út um hálffallinn sjó. Hinn erfiði setningur bátanna eftir hvern róður heyrði þá sögunni til. Eftir affermingu voru bátarnir færðir inn í Hópið og lágu þar til næsta róðurs.

Grettir

Grindavík – dýpkunarskipið Grettir.

Árið 1945 var “grafvél” Reykjavíkurhafnar notuð til að breikka og dýpka innsiglinguna og um leið grafin renna upp að bryggju í Hópinu, sem gerð var 1944. Árið 1947 var gerður skjólgarður frá svonefndum Svíra og fram á Rifið, auk þess sem byggð var ein bryggja af þremur, sem áætlun hafði verið gerð um í Hópinu. Fé til framkvæmdanna var tekið að láni og þótti sumum nóg um. Aðkomubátum fjölgaði hins vegar svo ört við úrbæturnar að krafa var gerð um enn frekari framkvæmdir í höfnini. Síðan hefur stöðugt verið unnið að úrbótum og betrumbótum á hafnaraðstöðinni í Grindavík.
InnsiglinginByggingar- og framkvæmdarsaga Grindavíkurhafnar er ævintýri líkust. Árið 1939, þegar hafist var handa um dýpkun innsiglingarinnar, bjuggu grindvískir sjómenn enn við hafnleysi. Frá árinu 1939 hefur hver stórframkvæmdin rekið aðra, og þegar lauk því tímabili, sem hér er til umfjöllunar, áttu Grindvíkingar eina bestu og fullkomnustu höfn á suðurströnd landsins.

Sjávarútvegur og fiskvinnsla

Grindavík

Tvíæringur.

Fyrstu grindvísku bátarnir hafa sjálfsagt verið mjög litlir. Jafnvel aðeins fyrir tvo til fjóra enda ekki ætlunin að veiða mjög mikið heldur aðeins í soðið. Skipin hafa verið smátt og smátt að stækka og talið er að um miðbik 14. aldar hafi tólfæringar verið mjög algengir í Grindavík. Strax á 15. öld sóttust erlendir menn mjög eftir fiski í Grindavík og lögðu útvegsmenn mikið kapp á að auka útgerð sína. Mikið var um að bændur í öðrum landshlutum sendu vinnumenn sína í verið á Suður-og Vesturlandi á vetrarvertíð. Fiskur var allur þurrkaður og ef ekki viðraði til að þurrka var fiskurinn settur í kös og var þá fiskinum staflað á ákveðinn hátt.
Árið 1780 gengu til veiða úr Grindavík á vetrarvertíð 27 heimabátar, 8 áttæringar, 13 sexæringar og 6 feræringar. Aflinn hjá þessum bátum voru 105.280 fiskar. Upp úr 1860 fór bátum að fjölga verulega í Grindavík og sést það á að 1871 voru 18 bátar í Grindavík, en árið 1898 voru þeir orðnir 62.
AðkomanEftir 1900 voru menn farnir að veiða í net og jókst aflinn til mikilla muna. Ekki eru netin aðalástæðan fyrir auknum afla, heldur er talið að óvenjumikill þorskur hafi verið á miðum Grindvíkinga á árunum 1912- 1927.
Vélbátaútgerð hófst í Grindavík árið 1924 og er það langt á eftir öðrum. Ástæðan fyrir því að Grindvíkingar tóku ekki vélbáta fram yfir árabátana fyrr, var sú að lendingarskilyrði voru mjög slæm. Fyrstu vélbátarnir voru áttæringar sem breytt var og vél sett í. Það hefur verið gífurleg bylting fyrir sjómenn að komast á vélbát og losna við allann róðurinn.
Árið 1928 var síðasta árið þar sem árabátar voru notaðir við veiðar í Grindavík og nú voru vélbátar eingöngu við líði og aflabrögð voru mjög góð. En eitt skyggði þó á og það var hafnleysið sem fyrr er lýst.
Með öllum eftirfarandi Hópiðframkvæmdum gjörbreyttust aðstæður til útgerðar í Grindavík og nú risu upp fyrirtæki sem keyptu og ráku stóra báta. Hafist var handa við að byggja Hraðfrystihús rindavíkur og var fyrsta  verkefni þess frysting beitusíldar. Nokkrum árum síðar var svo stofnað hraðfrystihús í Þórkötlustaðahverfi. En með auknum fiski að landi fylgdi meiri úrgangur og eitthvað varð að gera við hann. Þörfin jókst til muna þegar var farið að salta síld í Grindavík, en fyrsta síldin var söltuð þar hinn 19 september 1945. Úr varð að byggð var beinavinnslu og lýsisbræðsla sem hlaut nafnið Fiskimjöl og Lýsi og var það almenningshlutafélag.

Grindavík

Grindavíkurhöfn 1954 – loftmynd.

Miklar framkvæmdir urðu í hafnargerð á næstu árum. Sumarið 1957 var byggð 80 metra bryggja. Var hún hugsuð sem viðlegukantur fyrir báta sem þegar hafði verið landað úr. Hafnargarðurinn var líka lengdur um fimmtíu metra árið 1958. Þetta hélt svo áfram smátt og smátt. Haldið var áfram við bryggjusmíði og eins við gerð skjólgarða. Árið 1969 var viðlegu bakkinn orðinn 276 metrar samtals og bryggjurými í höfninni 560 metrar. Í janúar 1973 þurfti að finna Eyjaflotanum höfn í kjölfar eldgoss á Heimaey og varð Grindavík fyrir valinu. Árið 1973 var gerð viðlegubryggja og árið 1974 var svo gerð bryggja við svonefndan Eyjabakka.
Eftir allar þessar framkvæmdir á fimmta áratugnum var orðið mögulegt að koma stærri bátum inn í höfnina. Öll helstu útgerðarfyrirtæki á Grindavík ráku síldveiðar og söltun.
ÞorbjörnEinnig lögðu aðkomubátar upp afla sinn í Grindavík. Þegar mest var lönduðu yfir hundrað bátar í Grindavík á degi hverjum. Á árunum 1975-1988 voru Grindvíkingar meðal umsvifamestu síldarsaltenda sunnanlands. En það var ekki bara síld sem barst til lands í Grindavík. Mikið var um loðnuveiði og þegar humarveiðar hófust voru Grindvíkingar fljótir að senda báta á vettvang. Allt þetta gerði það að verkum að Grindavík breyttist úr litlu svávarplássi í ört vaxandi útgerðarbæ.
Við gerð uppdráttarins var m.a. stuðst við „Örnefni á Hópi“, sem séra Ari Gíslason skráði, Örnefnalýsingu Lofts Jónssonar, Jarðabók ÁM 1703, Manntöl frá 1880 og 1910, örnefni skv. upplýsingum Guðsteins Einarssonar, hreppsstjóra, sóknarlýsingu Geirs Backmanns frá 1840, Sögu Grindavíkur og upplýsingum og heimildum núlifandi Grindvíkinga.

Grafið

Sérstakar þakkir eru færðar þeim Lofti Jónssyni, Tómasi Þorvaldssyni, Guðmundir Þorsteinssyni, Birgi Guðmundssyni, Huldur Dagmar Gísladóttur og Jóni Guðlaugssyni fyrir aðstoðina við gerð uppdráttarins. Þá er Gunnari Tómassyni þökkuð afnot af meðfylgjandi ljósmyndum.“

Frá „Nesi“ var siglt með Oddi V. Gíslasyni út Hópið, um Ósinn og út á Járngerðarsundið. Þar var stefnan tekin á Bótina utan við Þórkötlustaðanes. Sjólag var eins og best getur orðið. Útsýnið til landsins var ekki síðra. Vel var hægt að ímynda sér heimleiðir útvegsbændanna fyrrum. Aldan virtist há, en útlegð. Þótt handtök stjórnenda og áhöfnar Odds væru bæði örugg og traustvekjandi var auðvelt að sjá fyrir hvernig forfeður vorir fyrrum hafa þurft að hafa vara á sér og afl til að komast síðasta sjólagið að vörinni á öldum áður, hvort sem um var að ræða Fornuvör, Suðurvör, Norðurvör, Staðarvör eða Hópsvör (Gvendarvör).

Uppdráttur af svæðinu er á skiltinu, sem er allt hið vandaðasta. Eins og fram kom hér að framan er um að ræða fimmta Minja- og söguskiltið af sex slíkum í Grindavík. Segja má með sanni að þetta framtak Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar verður bæði að teljast til mikillar fyrirmyndar og á án efa eftir að efla til muna vitund bæjarbúa sem og annarra á sögu Grindavíkur og hinum miklu minjum sem sveitarfélagið hefur að geyma.

Frábært veður.

Hóp

Hóp – tóftir gamla bæjarins.

Sundhnúkur

Eldgos hófst af miklum krafti við Sundhnúk ofan Grindavíkur klukkan 12:46 í dag, 29. maí 2024.

Sundhnúkur

Sundhnúkur, eldgos 29. maí 2024.

Gosmökkurinn var mikill í upphafi goss og náði upp í um 3,5 km hæð. Gosið er greinilega stærst gosanna í þessari hrinu. Umfangs hraunsins gæti orðið um 5-5,5 ferkílómetrar. Væntanlega mun draga úr gosinu fljótlega. Nú þegar er kominn upp meira en helmingur þeirrar kviku sem hafði safnast á svæðinu.

Þetta er áttunda hrinan í röð eldgosa á sama sveimi síðan 2021. Þrjú hinna áttu uppruna sinn í Fagradalsfjalli skammt norðaustar – hæfilega fjarri byggð. Eða eru þetta bara eitt og sama gosið – með hléum?

Sundhnúkur

Sundhnúkur – eldgos 29. maí 2024.

Fyrsta eldgosalotan ofan Grindavíkur var 18. desember 2023, önnur 14. janúar 2024, þriðja 8. febrúar 2024 og það fjórða 16. mars 2024. Fyrstu goshrinurnar þrjár voru skammvinnar, vöruðu einungis í rúman sólarhring og sú fjórða varði í u.þ.b. tvo mánuði – lauk þann 9. maí sama ár, eftir 54 daga dugnað.

Líklegt er að þessi hrina verði svolítið langlífari í tíma talið, þótt skammvinn verði, að mati sérfræðinga. Eitt er þó víst – við getum átt von á nýju landslagi ofan Grindavíkur með nýjum ófyrirséðum  framtíðarmöguleikum.

Sundhnúkur

Sundhnúkur – eldgos 29. maí 2024.

Gosið er nokkrun veginn á sömu slóðum og fyrri gos á þekktri sprungureininni. Það ætti að þykja heppileg staðsetning m.t.t. byggðarinnar í Grindavík og að merkilegri megininnviðum standi tiltölulega lítil ógn af gosinu. Fyrstu klukkustundirnar munu þó skera úr um það. Hraunið er óvenju þunnfljótandi og rennur því hratt undan hallandi landinu í átt að mikilvægum innviðum, s.s. ratsjárstöð sjóhers Bandaríkjanna.  Eyði hraunflæðið stöðinni hefur farið fé betra. Hún er byggð í áður eyddum Eldvörpum er nýst geta til uppbyggingar bæjarins til lengri framtíðar litið.

Náttúruöflin eru ólíkindatól. Þótt þetta eldgos, líkt og hin fyrri, hafi virst óálitlegt tilsýndar, við fyrsti sýn, getur það boðið upp á nýja og óvænta möguleika. Spurningin er bara, fyrir okkur hin, að reyna að hugsa til lengri framtíðar og nýta það sem í boði verður…

Sjá myndir úr eldgosunum fimm við Sundhnúk.

Sundhnúkur

Sundhúkur – eldgos…

Járngerðarstaðir

Í tilefni að uppsetningu söguskiltis á atburðarsviði „Tyrkjaránsins“ við Járngerðarstaði var efnt til menningar- og sögutengdrar göngu um gamla Járngerðarstaðahverfið (2006). Skiltið, sem staðsett er við horn Verbrautar og Víkurbrautar, á auk þess að minna á sögulegt upprunahlutverk Járngerðarstaða í þróun byggðar í Grindavík. Ætlunin er að setja svipuð skilti upp á fleiri sögustöðum í byggðarlaginu, s.s. Þórkötlustaðahverfi, Hópi, Stórubót og jafnvel Þórkötlustaðanesi og Staðarhverfi. Allt eru þetta staðir, sem telja verður til þeirra markverðari í forsögu bæjarins, auk þess sem vonandi fást sérstök tækifæri síðar til að vekja athygli á hinu merka mannlífi, búskap, útgerð og verslun í Grindavík áður fyrr.
JárngerðarstaðahverfiGangan var í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins. Eftir stutta athöfn þar sem forstöðumaður Saltfisksetursins, Óskar Sævarsson, kynnti tilurð og tilgang skiltisins var tekið til við að lýsa atburðarrás „Tyrkjaránsins“ um Jónsmessubil árið 1627. Rifjaður var upp sá hluti hennar er gerðist þarna á sjónrænu sögusviði. Oft koma upp efasemdaraddir um nákvæma staðsetningu atburðarrásarinnar, einkum vegna þess að staðhættir hafa breyst á þeim nær 380 árum, sem liðnir eru frá atburðinum. Það er þó aðallega þrennt, sem styrkir fólk í þeirri trú að þetta geti verið staðurinn; a) frásögn þátttakenda og heimildamanna við skráningu atburðarrásarinnar, b) lýsing Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi þar sem sagt er frá því að „barist hafi verið í fiskigörðum Járngerðarstaða“ og c) þjóðsagan um Tyrki í þjóðsögusafni Jóns Árnasonar þar sem segir að „þyrnir hafi sprottið upp þar sem blóð heiðinna manna og kristinna blönduðust“ eftir bardagann. Þyrnir þessi, sem reyndar er þystill, vex einmitt við gatnamót Verbrautar og Víkurbrautar.
Í tilefni afhjúpunar upplýsingarskiltisins var talið vel við hæfi að þakka Guðjóni í Vík og Tómasi frá Núpi sérstaklega fyrir þeirra þátt við gerð þess. Báðir sýndu áhuga á verkinu og voru fúsir til að gefa allar þær upplýsingar er dygðu til að ljúka því með sómasamlegum hætti. Fleirri komu að verkinu. Eiga þeir allir verulegar þakkir skyldar.
Á nýja skiltinu eru m.a. eftirfarandi upplýsingar:

Þú ert hér
Járngerðarstaðahverfi„Þú stendur á slorþró Hafrenningshússins. Það var einnig nefnt Grindvíkingahúsið um tíma. Aftan við þig eru nokkur gömul hús (byggð um og eftir aldarmótin 1900). Elst er Flaggstangarhúsið (Flagghúsið), byggt 1890. Nokkur hús eru horfin, t.a.m. Einarsbúð.
Framundan eru Járngerðarstaðir og nálægir bæir. Svæðið, sem þú hefur nú yfirsýn yfir, var vettvangur “Tyrkjaránsins” í júnímánuði árið 1627.
Uppdrátturinn byggir á örnefnalýsingu frá árinu 1967, lýsingum Guðjóns Þorlákssonar í Vík, Tómasar Þorvaldssonar o.fl. á staðháttum. Hafa ber m.a. í huga að heiti túnbletta og einstakra húsa hafa tekið breytingum frá einum tíma til annars.

Járngerðarstaðir
Járngerðarstaðahverfið er einn þriggja byggðakjarna í Grindavík. Austast er Þórkötlustaðarhverfi og vestast er Staðarhverfi.
Talið er að Grindavík hafi byggst mjög snemma. Í landnámsbók er talað um að Molda-(G)Núpur Hrólfsson hafi numið hér land (í kringum 934). Gera má ráð fyrir því að bæjarkjarnar hafi byrjað að myndast á 10. eða 11. öld. Ekki er ólíklegt að staðsetning þeirra hafi ráðist af graslendi, aðgengi að vatni og aðstöðu til sjósóknar á þessum stöðum.
Talið er að þingstaður Grindvíkinga hafi frá upphafi verið á Járngerðarstöðum. Það bendir til þess að búið hafi verið þar allt frá landnámsöld.

Járngerðarstaðahverfi Heimildir um um sögu jarðarinar og ábúendur fyrir 1700 eru mjög af skornum skammti. Helst er getið um fjöruréttindi, en þó er sýnt, að jörðin hefur komist í eigu Skálholtsstaðar ekki síðar en um miðbik 15. aldar.
Grindavík var verslunarstaður allt frá miðöldum og fram á 18. öld. Þjóðverjar og Englendingar höfðu aðstöðu við Járngerðarstaði á 15. og 16. öld. Sögulegur atburður gerðist hér aðfaranótt 11. júni 1532 við virki Englendinga ofan við Stóru bót. Þá voru 15 þeirra vegnir vegna ágreinings. Sá atburður breytti verslunarsögu landsins.
Af Jarðabókinni 1703 má sjá að Járngerðarstaðir voru taldir hin mesta kostajörð, en hún var þá enn í eigu Skálholtsdómkirkju.

Strax um aldamótin 1800 var þegar kominn vísir að þéttbýli. Það samanstóð af tveimur býlum, sem þar voru, auk hjáleiganna sem byggðar voru í landi jarðarinnar. Um aldarmótin 1900 bjuggu flestir í Járngerðarstaðarhverfi, 59 manns, en mun færri í hinum hverfunum. Á árunum 1840 og 1841 voru aðeins 7 aðalbýli í sókninni og 13 hjáleigur.
Á 19. öld hélt byggðin áfram að vaxa og Járngerðarstaðahverfi varð miðstöð byggðar í Grindavík. Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til Einars Einarssonar frá Garðhúsum en hann setti upp verslun í húsi sem hann byggði árið 1897. Einarsbúð var síðan reist hér skammt frá 1917.

Um aldamótin 1900 voru íbúarnir 357 talsins en árið 2006 voru þeir um 2600. Árið 1931 var gerð bryggja hér niður undan gömlu húsunum. Leifar hennar sjást enn. Árið 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið þar sem aðalhöfnin er nú. Árið 1974 fékk bærinn kaupstaðarréttindi.
Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins með fjölda báta og togara og sterkum sjávarútvegsfyrirtækjum.

“Tyrkjaránið”
JárngerðarstaðahverfiAtburðurinn hafði mikil áhrif á alla landsmenn. Í langan tíma á eftir voru Íslendingar mjög á varbergi. Þeir óttuðust endurkomu sjóræningjanna.
Það var um Jónsmessuna 1927 að skip kom að Grindavíkurströndum. Íbúafjöldinn var nálægt 180 manns. Búðir kaupmannsins danska stóðu þá í Járngerðarstaðalandi.
Á Járngerðarstaðavíkinni lá danskt kaupskip. Lauritz Bentson, Grindavíkurkaupmaður, sendi átta Íslendinga að aðkomuskipinu. Þegar þeir komu um borð voru þeir umsvifalaust herteknir. Upplýst varð að fátt væri um varnir í landi. Foringi „Tyrkjanna“, Amorath Reis, fór frá skipi sínu með þrjátíu vopnaða menn. Þeir byrjuðu á því að hertaka danska skipstjórann og tvo menn með honum, rændu kaupmannsbúðina, en kaupmaður flúði og með honum aðrir Danir.

Þá gerðist margt á örfáum klukkustundum. „Tyrkirnir“ snéru sér að Grindvíkingunum. Þeir skunduðu eftir sjávargötunni heim að Járngerðarstöðum. “Tyrkjunum” lá á því þeir gátu alveg eins átt von á að kaupmaðurinn sneri aftur með lið manns. Í bænum gripu þeir Guðrúnu Jónsdóttur, konu Jóns Guðlaugssonar. Hún var borin nauðug frá bænum. Í götunni kom þar að bróðir Guðrúnar, Filippus. Þegar hann reyndi að koma henni til hjálpar var hann barinn og skilinn eftir hálfdauður. Annar bróðir Guðrúnar, Hjálmar, bar þá þar að ríðandi. Tóku „Tyrkir“ hestinn af honum og stungu. Lá Hjálmar óvígur eftir.
„Tyrkir” rændu fé úr bænum á Járngerðarstöðum, tóku Halldór Jónsson, bróður Guðrúnar og tvo sonu hennar, Helga og Héðinn, en bróðir hennar, Jón, hafði verið einn af þeim átta, sem fóru út í skipið í upphafi. Jón Guðlaugsson, bónda á Járngerðarstöðum ráku „Tyrkir“ til strandar með sonum hans og Halldóri, en vegna þess að Jón var þá orðinn aldraður maður og veikur gáfu þeir hann lausan er hann féll við í fjörunni. Stúlku eina, Guðrúnu Rafnsdóttur, tóku þeir með húsfrúnni og færðu til skips.
Þennan örlagaríka morgun var 12 Íslendingum, þarf af helmingur Grindvíkingar, og þremur Dönum, rænt í Grindavík.

Járngerðarstaðahverfi Á útleið ginntu „Tyrkir“ hafskip á leið til vesturs til sín með fölsku flaggi. Þeir hertóku það skip.. Áður en „Tyrkir yfirgáfu Grindarvíkursjó gáfu þeir tveimur mönum, sem höfðu verið um borð í skipsbátnum, burtfararleyfi. Þeir náðu bát sínum og réru til lands. Eftir þetta fóru ræningjarnir burt frá Grindavík. Loks héldu þeir til heimahafnar í borginni Salé í Marokkó.
Afdrif Grindvíkinganna, sem rænt var, urðu með ýmsu móti. Þau Guðrún Jónsdóttir og Halldór bróðir hennar voru aðeins skamma hríð í þrældómi í Alsír. Komust þau til Danmerkur 1628 og heim til Íslands með vorskipunum sama ár. Halldór samdi rit um Tyrkjaránið. Um afdrif Guðrúnar Rafnsdóttur er ekki vitað. Árið 1630 skrifuðu þeir bræður Jón og Helgi foreldrum sínum bréf og voru þeir þá þrælar. Helgi varð frjáls eftir fjársöfnun 1636. Komst hann heim setti ásamt eiginkonu sinni saman bú á Járngerðarstöðum.
Jón bróðir hans, Héðinn og Jón Jónsson, móðurbróðir þeirra, hvíla sennilega í afrískri mold. Sama gildir um bátsverjana fimm, sem reru út að ræningjaskipinu þennan morgun 1627.

Þótt sjóræningarnir hafi jafnan verið nefndir “Tyrkir”, sem var þá samheiti yfir alla múslima í grennd við Miðjarðarhafið, hafa þeir að öllum líkindum verið Evrópubúar.

Þyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík. Bakki fjær. (Því miður hafa Grindvíkingar vanrækt þetta svæði á síðari tímum).

Sagan segir að: “Í bardaganum veitti landsmönnum miður. Særðu Tyrkjar suma, en tóku suma; þó féllu margir af Tyrkjum.
Helgi hét maður; hann barðist með kvíslarfæti og drap fimmtán Tyrkja, en var síðan tekinn. Hann var keyptur út löngu seinna og er sú sögn eftir honum höfð, að hann hafi drepið tvo eigendur sína, hvorn eftir annan.” Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir auk þess: “En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið.”

Tyrkjaránið
Á árinu 2007 eru, sem fyrr segir, liðin 380 ár frá þessum sögulega atburði í Grindavík. Það væri því vel við hæfi að minnast hans sérstaklega, t.d. með því að gera þá staði, sem gætu hafa tengst atburðinum, sýnilega og aðgengilega áhugasömum íbúum og gestum þeirra.
ÓSÁ hannaði útlit upplýsingaspjaldsins, Martak í Grindavík bjó til standinn og Stapaprent annaðist prentun. Skiltagerðin er styrkt af Pokasjóði og Grindavíkurbæ.

Járngerðarstaðahverfi Genginn var hringur um hverfið, þangað sem “blóðþyrnirinn” vex og síðan að dys Járngerðar og Járngerðarstaðabæjunum. Gengið var til baka meðfram strandlengjunni, með Járngerðarstaðavíkinni og vörunum að gömlu bryggjunni og ýmislegt skoðað sem fyrir augu bar á leiðinni. Reynt var að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Uppákomur s.s harðfisks- og hákarlamakk o.fl. var í boði á leiðinni. Gangan endaði síðan við gamla Flaggstangarhúsið (Flagghúsið, sem verið er að endurreisa og var til sýnis í tilefni dagsins. Einn eigandi þess, Erling Einarsson, bauð gesti velkomna, sagði frá forsögu hússins, lýsti tilkomu nafngiftarinnar sem og notkun þess. Fram kom að ætlunin er að hýsa krambúð í húsinu, sem verður að teljast bæði áhugavert, einkum í ljósi þess að Einarsbúð, afurð og afkoma forfeðra hans, var lengi framan af í næsta húsi að vestanverðu, og áskorun, bæði til bæjarstjórnarfólks er þarf nú að taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu og nýtingu þessa fyrrum upphafs byggðaþróunar í Grindavík og viðhalds hennar til lengri framtíðar. Ljóst er að allflest húsanna á svæðinu eru í niðurníðslu. En þegar haft er í huga að þarna uxu fáeinir bæir og nokkur ver fyrrum upp í hverfi og síðan heilt samfélag kaupstaðar verður ekki hjá því komist að meta þetta afmarkaða svæði með tilliti til lengri framtíðar. Ekki verður langs að bíða að kaupstaðurinn (unglingurinn) verði borg (fullorðinn). Þá er ekki verra að til verði áþreifanleg merki upprunans – hjartans.

Og þá aftur að göngunni. Eftir að hafa gengið að „blóðþyrninum“
var Verbrautinni fylgt að „Járngerðardys“. Hún mun vera í vestanverðri (túnmegin) beygjunni á milli Hliðs og Víkur. Tómas Þorvaldsson, 85 ára, tók á sínum tíma á móti FERLIR í Grindavík. Þegar staðsetja átti dys Járngerðar, sbr. söguna, gekk hann hikalust að framangreindum stað. Gatan liggur til suðurs frá Garðhúsum, sem Einar kaupmaður byggði 1918.
Járngerðarstaðahverfi Brynjúlfur Jónsson lýsir dysinni í frásögn sinni (1903). Segir hann að gamla sjávargatan hafi fyrrum legið til suðurs frá Járngerðarstöðum, en það var samheitið á torfunni, og yfir þar sem nú er Helgavöllur. Vergatan er yfir gömlu götunni. Þar sem gatan beygir á móts við Garð, á milli Víkur og Hliðs, var Járngerður dysjuð. Í þjóðsögunni segir að dysin hafi verið einn faðmur á breidd og þrír á lengd. Hafi dysin hækkað til austurs. Framhjá henni hafi vermenn gengið til skips. Vergatan hefur verið lögð yfir dysina, sem fyrr segir, en ef grannt er skoðað má sjá í suðvesturhorn dysjarinnar, sjávarmegin, undan veginum.
Brynjúlfur segir frá því að hann hafi grafið í dysina en þá hafi þar visrt vera gamall öskuhaugur. Hafa ber í huga að Rafnshús voru þarna skammt suðaustar, Syðri Gjáhús skamt norðar og Gjákot fast við. Gamli Víkurbærinn var svo örskammt norðar. Þarna gæti því verið um að ræða öskuhól frá hverjum þessara bæja, hvort sem hóll (dys) hafi verið þar fyrir eður ei.
Þjóðsagan segir að „Þorkatla bjó á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar.
Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.“

Járngerðarstaðahverfi Vestan við Garðhús eru Járngerðarstaðir. Næsta hús að vestan er Valdabær, síðan Járngerðarstaðir og loks Vesturbær.

Gamla kirkjan var reist árið 1909 (-1982), að mestu leyti úr efni kirkjunnar að Stað (1858). Hún var afhelguð 1982 og nýtt sem barnaheimili eftir 1988. Nálægt henni er Krosshús, þar sem Halldór Laxnes skrifaði Sölku Völku, læknisbústaður Sigvalda Kaldalóns og Garðhús Einars G. Einarssonar, fyrsta kaupmanns Grindavíkur.
Árið 1803 var Nyrðra-Garðshorn orðin hjáleiga frá Járngerðarstöðum. Í Landnámi Ingólfs III, segir m.a. að 1840 er „eigi fagurt á Járngerðarstöðum, því þó þar ei sé ýkja illa húsað, þá stendur bærinn og allt hverfi þetta nema Krosshús niður í dæld eða dalverpi, og er þaðan hvergi víðsýnt. Þýfð hafa tún verið á Járngerðarstöðum, en eru mikið sléttuð í seinni tíð af bóndanum Þórði sál. Einarssyni og þar núverandi bónda sr. Einari Jónssyni. Hafa og nokkrir hjáleigubændurnir í seinni tíð þessa jarðarbót eftir þeim upp tekið. Bæði í túninu og utanhúss eru djúpar vatnsgjár, í hverjar sjór fellur að í og út; í sumum þeirra er oft veiddur áll, og mætti þó mikið meira veiða, ef atorka og rækt við höfð. Það hafa Járngerðarstaðir til landkosta fram yfir Stað og Húsatóptir og meiri en nokkurt annað býli í þessari sókn, að fyrst er þar nóg vatn í gjám þessum handa fénaðinum, og svo í öðrum smá stöðutjörnum, eins líka þar er grasgefnast utantúns, þó eigi megi hagar heita. Mætti þó halda þar fáum skepnum heima á sumardag, hvað ekki má heita mögulegt á Stað og Húsatóptum.“

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir.

Árið 1847 voru hjáleigurnar; Kvíhús, Rafnshús, Akurhús, Krosshús, Hóll, Lángi, Gjáhús, Garðhús og Vallhús. Stundum er þá talað um Járngerðarstaðahverfi.
Árið 1840 var skv. sóknarlýsingu tvíbýli á heimajörðinni og fylgdu hverjum parti 5 hjáleigur. Elsta úttekt bæjarins er af Vesturbænum frá 1882. Þar voru þá baðstofa, göng, bæjardyr, skáli, eldahús, búr í norðurenda baðstofu, fjós með 3 básum, hesthús fyrir 3 hesta, heyhús, smiðja, sjómannabúð, fiskhjallur, húsagarður með bæjarrönd, túngarður 160 fðm, traðargarður 85 fðm og kálgarður. Fyrir sumu þessu mótar fyrir enn í dag.
Járngerðarstaðahverfi Íbúðarhúsið, sem nú stendur á Járngerðarstöðum (Vesturbær) var byggt á síðasta áratug 19. aldar. Húsið er nýlega uppgert og byggt hefur verið við það. Um er að ræða járnbáruklætt timburhús með hlöðnum kjallara. Að sögn eiganda er húsið elsta hús Grindavíkur, sem enn er búið í.
Hlaðhús voru hjáleiga árið 1703. Hennar er ekki getið í tali Johnsens 1847. Ekki er vitað hvar Hlaðhús stóðu og örnefnið er nú týnt. Helst er að giska á að húsið hafi verið í námunda við hlað Járngerðarstaða þar sem nú er malbikaður vegur.

Dalurinn er tjörn í suðaustanverðu heimatúni Járngerðarstaða. Í henni eru brunnar á a.m.k. tveimur stöðum, frá Vallarhúsum og Hólshúsi, jafnan nefndir holur. Sölvhóll er gróin hraunhæð sunnan Dalsins. Jórunn í Njarðvík, uppalin á Járngerðarstöðum, sagði Guðmundi Finnbogasyni þá sögu að húsfreyjan í Vallarhúsum (Vallhúsum) hafi bent á að huldufólk byggi í Sölvhól. Hann mætti ekki slá. Eitts inn sló bóndinn í Vallarhúsum Sölvhól og rapst þá kýrin á bænum.

Staðnæmst var við Tíðarhliðið, bent á hin ýmsu örnefni, s.s. Píkuskarðsklett, Vatnsstæðið, Bóndastakkatún, Hliðartún, Kjöthól o.fl., auk þjóðsagnakennda staði, t.a.m. Þjófagjá í Þorbjarnarfelli, Silfru, Junkaragerði, Sölvhól, Járngerðardys, „blóðþyrnirinn“ og fleiri staði þarna í nágrenninu eða í sjónmáli.
Við girðinguna sunnan við Tíðarhliðið eru strompleifar af togaranum Ásu sem fórst utan við Litlubót 1926. Togarinn var í eigu Duus-verslunar. Fyrirtækið átti þrjú skip með Ásunafninu og fórust þau öll, en mannbjörg varð í öll skiptin. Þau voru í raun undirstaðan undir veldi Duus, en sagan segir að þegar átti að reis hús fyrir verslunina í Kaplaskjóli í Reykjavík hafi eiganda hennar birst kona í draumi. Sú hafi sagst heita Ása. Bað hún hann um að reisa ekki hús á þessum stað, ella myndi hann hafa verra af. Húsið var reist og afleiðingarnar urðu framangreindar.

Járngerðarstaðahverfi Vatnsstæðið er afurð gjánna er liggja við grindavík ofanverða, en lágu einnig fyrrum í gegnum þorpið. Þær hafa nú verið fylltar.
Þetta voru (og eru) hyldjúpar gjáarsprungur með vatni í sem á yfirborði er að mestu ósalt og flæðir og fjarar í þeim eins og í sjónum. Silfurgjáin er einna stærst, skammt fyrir ofan túngarðinn á Járngerðarstöðum. Í gjá þessari segir sagan, að fólgin sé kista full af silfurpeningum. Hafa allar tilraunir til þess að hefja þennan fjársjóð upp strandað á því að þá er menn hafa náð kistunni upp á gjáarbarminn, þá hefir mönnum sýnzt allt Járngerðarstaðaþorpið standa í björtu báli og hafa menn því jafnan sleppt kistunni aftur. Síðasta tilraunin fór á þá leið að þeir slepptu ekki einungis kistunni heldur fylltu gjána upp með mold. Svo að nú er yfir kistunni grasi gróin brekka.

Skaldan var kynnt til sögunnar. Hún var orðið eyðikot 1840. Í sóknarlýsingu segir að það hafi legið í útnorður út við túngarðinn. Líklegast er að Skjalda hafi verið þar sem seinna var byggt steinhlaðið útihús við túngarð. Útihúsið var sambyggt við túngarðinn vestan við bæinn, norðvestan við heimreiðina. Enn má greina hvar húsið hafði staðið þó að sléttað hafi verið yfir það. Tómas Þorvaldsson, sem fæddur er á Járngerðarstöðum sagði Skjöldu hafa verið eitt fyrsta fátækraskjólið í Grindavík og til merkis um velvild Járngerðisstaðabænda sem og samfélagsins, sem þá var.

Tómas segir Hraunstekki vera austan við Gerðisvallabrunna. Sunnan við þá er hlaðinn stekkur og tótt undir grónum hól. Þar voru lömbin höfð um vorið þegar ærnar voru reknar í sel innan við Þorbjörn (Baðsvallasel).

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Við Gerðisvallabrunna eru garðar hlaðnir í ferkantað gerði. Þar er Junkaragerði. Þýskir og heimamenn áttu í gerðinu með sér marga glettuna fyrr á öldum. Innan þess má sjá gamlar tóttir. Eftir að Englendingar höfðu verið hraktir frá Grindavík 1532 sátu Hansamenn nánast einir að verslun við Íslendinga um sjö áratuga skeið, eða þangað til Danir tóku að sauma að þeim og einokuðu verslunina. Líklegt má telja að Hansamenn hafi sest að þarna í búðum Englendinga eftir að þeir voru flæmdir á brott. Gerðið sést vel og gaman er að ganga um svæðið með hliðsjón af sögunni.
Járngerðarstaðahverfi Junkarar bönnuðu t.d. heimamönnum að fara inn fyrir gerðið á meðan þeir voru í róðrum, en þeir læddust nú samt þar inn fyrir og náðu sér í ýmislegt nýtanlegt. Junkarar reyndu að hefna sín á Grindvíkingum, en þeir svöruðu fyrir sig með því að saga í sundur árar, gera gat á báta o.s.frv.
Einar Ól. Sveinsson segir svo frá því í útgáfu sinni á Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum:
„Einhvern tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn – tólf eða átján – hafst við í óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma í skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavík, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé og vindur standi af landi. En Junkarar reru heldur aldrei nema þar, sem vindur stóð af landi og þá er svo var hvasst, að aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru þeir á landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar.
Og þó að menn kæmust í gerði þeirra, þá er þeir voru eigi þar, þorðu menn eigi að láta Junkara sjá þess nein merki; þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmsra bragða til þess.
Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en Junkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björgðust svo til lands.
Járngerðarstaðahverfi Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á aftur. Naglarnir brustu þá, er í land skyldi róa, því að þá var mótvindur. Þá reru Junkarar við hné sér til lands.
Í þriðja sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu. Nú reru Junkarar, er vindur stóð af landi; en í það sinn komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er, að hverjir fyrir sig; Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi Junkarar verið af dögum ráðnir.“
Í upphafi sögunnar er getið um stað í „óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíkur“, sem Junkarar höfðust við í. Ekki er ólíklegt að hér geti verið átt við byrgin í Sundvörðuhrauni þar sem þeir hafi geymt byrgðir sínar. Hafa þeir getað flutt og falið þær þar og verið jafnlagt fyrir alla að sækja þangað aðdrætti þegar þurfa hefur þótt.
Staldrað var ofan við Litlubót, Hvítisandur barinn augum sem og Fúlatjörn og önnur örnefni austur með ströndinni. Af Hádegishól var litið yfir sögusviðið, rifjuð upp nöfn hinna gömlu bæja, bæði þeirra sem enn sjást sem og þeirra er hafa horfið. Vellir flutu t..a.m. upp í flóðinu mikla 1925. Hólsgarður, hlaðinn úr grjóti, við hjáleiguna Hól er enn svo til óraskaður. Þá sést Hólsholan enn í Dalnum.
Þeginn var hákarl hjá Óskari við hákarlahjall Gísla og Guðjóns. Þá var „reykofn“ (reykgámur) Víkurbænda kynnt til sögunnar. Verið er að endurnýja kyndinguna, en í hana er einungis notað úrvals tað, þriggja ára gamalt, úr Víkurfjárhúsunum. Þarna er því að mörgu leyti rekin einn sjálfbærasti búskapur bæjarfélagsins. Heimaslátrun var ekki hafin þegar gangan átti sér stað, sem betur fer.
Járngerðarstaðahverfi Ofan við gömlu varirnar var farið yfir nöfnin á þeim frá vestri til austurs; Fornavör, Suðurvör, Stokkavör og Norðurvör (Skökk) innan við gömlu bryggjuna, sem byggð var 1931. Átta árum síðar var grafið inn í Hópið og varanleg bryggja gerð þar um 1950.
Ofan við gömlu bryggjuna eru enn nokkur gömul hús, s.s. Varir, Sæmundarhús, Bakki og Flagghúsið.
Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur, talið vera byggt árið 1890. Erling Einarsson, einn eiganda hússins, áformar að koma húsinu í upprunalegt horf og eru framkvæmdir vel á veg komnar. Hann hafði húsið opið í tilefni dagsins og bauð þátttakendur velkomna. Ljóst er að mikið verk er enn fyrir höndum. Erling er þegar búinn að endurbyggja skemmda hluta burðarvirkis hússins, skipta um gólf beggja hæða einnig er búið að skipta um þak og þaksperrur einangra húsið utanvert á gömlu klæðninguna og bárujárnsklæða að utan. Alla nýja viðarhluta hefur Erling gert gamla í útliti með sérstakri bæsunaraðferð.
Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af því að það þjónaði sjófarendum á Járngerðarstaðasundi. Dagbjartur Einarsson frá Ásgarði (1876-1944) hætti formensku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum leiðbeiningar ú landi um veðurhofur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft erfið og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um.
Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn. Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddi aðgát á sundi og brim í lendingu.
Járngerðarstaðahverfi Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járngerðastaðahverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessum starfa sem viðukenningu fyrir hjálp á hættustundum.
Húsnúmer í Grindavík eru miðuð við þann stað, sem Flagghúsið er nú. Flagghúsið hefur gegnt marg­víslegum verkefnum meðal annars verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, beitu­skúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna sögusvið nóbels­verðlauna­skáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar “Sölku Völku”. Þarna er upp­spretta myndlistar málarans Gunnlaugs Scheving enda miðja margra mynda hans.
Erling hafði séð til þess að gestir gengu ekki beint inn á gólf Flagghússins á skítugm skónum. Hann hafði farið ásamt nokkrum öðrum á heimalendur Íslólfsskálalands, inn á Hraunssnes vestan Mölvíkur, og sótt þangað stóra og slétta hraunhellu. Mjög var haft fyrir því og mikið vandað við að koma henni heilli á þar til sniðna kerru. Þegar stöðvað var síðan við áfangastaðinn kom í ljós að stóra slétta hellan hafði brotnað í tvennt – ekki þolað flutninginn í kerrunni. Það er sem sagt skýringin á sprungunni í dyrahellu Flagghússins. Þetta þurfti að skrá því bæði er það að heimildir þurfa jú að vera fyrir öllu, ekki síst ef einhverjum dytti í hug að spyrja síðar.
Í máli Erlings, eftir að hafa boðið, innkomna gesti velkomna, kom fram að Flagghúsið, sem var byggt árið 1890, varð að pakkhúsi verslunar Einars í Garðshúsum eftir að Einarsbúð var byggð norðan við það árið 1917.

Flagghúsið

Flagghúsið 1910 og Einarsbúð.

Á milli hennar og pakkhússins var vegur milli húsanna. Afgirt port var austan Einarsbúðar. Sunnan við pakkhúsið var lítill kofi, jafnan nefndur Lubbi. Erling kvaðst hafa áhuga á að endurbyggja hann svo hann geti gegnt þar nýju hlutverki salernisaðstöðu og fleiru frá Flagghúsi framtíðarinnar. Ekki stæði til að breyta neinu í Flagghúsinu sjálfu, enda mátti þar innan dyra sjá hinar gömlu áletranir pakkhússhlutverksins á veggjum, súðum og bitum.
Loft er í Pakkhúsinu. Því er haldið uppi með hluta af mastri og bugtspjóti skútu er strandaði við Þórkötlustaðavík út frá Leifrunarhól, sama ár og húsið var endurbyggt. Hvorutveggja eru hinar ágætustu minjar um skútuöldina, afleiðingar sjósóknar og þá samtvinnuðu sögu er var óhjákvæmileg hlutdeild í lífi fólks í Grindavík fyrrum.
Járngerðarstaðahverfi Erling benti á gamlar bækur er tilheyrðu bókhaldi Einarsverslunar og hafa varðveist. M.a. er þar um að ræða færslur er varða lagningu Grindavíkurvegarins á árunum 1913-1918. Þá fengu Grindvíkingar, að þeirra frumkvæði, fé frá Alþingi til vegalagningarinnar gegn því að formenn Grindavíkurbátanna legðu hluta lifrapeninga áhafnar þeirra á móti. Það varð til þess að vegurinn var lagður.
Sami háttur var hafður á er kvenfélagshúsið í Járngerðarstaðahverfi var byggt á sínum tíma.
Með endurbyggingu Flagghússins er kominn grundvöllur til að endurgera hluta gamla bæjarins, ofan við gömlu Norðurvörina, í Járngerðarstaðahverfi. Það myndi án efa setja mikinn svip á bæinn, fylla bæjarbúa stolti og jafnframt gera Grindavík að áhugaverðari kosti fyrir ferðamenn – ekki síst innlenda.
Aðgengið og umhverfið þarfnast lagfæringar, sem fyrr sagði. Vel væri við hæfi að steinleggja helstu samgönguæðar og gangstéttir, gerða ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa á svæðinu (að sjálfsögðu að uppfylltum nútímakröfum) frá „Resikó“ að Hópsnesi og gera þarna lítið þorpsgildi er um leið yrði nokkurs konar minnismerki um það sem var – og verður.
Flagghúsið mun nú ganga í endurnýjun lífdaga. Þar verður krambúð og e.t.v. eitthvað fleira áhugavert. Mikilvægt er að ráðafólk í Grindavík skoði, meti og ákveði hver eigi að verða framtíð þess gamla byggðakjarna er ávöxtur bæjarfélagsins er sprottin upp af, leifum þess liðna, en jafnframt áþreifanlegum minnismerkjum er sýna þarf tilhlýðilega virðingu – þar sem gömlu húsin eru annars vegar.
Grindavík, líkt og önnur byggðalög landsins, á sér merka sögu.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Einar Ól. Sveinsson – Íslenskar þjóðsögur og ævintýri – 1952.
-Guðjón Þorláksson.
-Tómas Þorvaldsson.
-Erling Einarsson.
-Færslubækur Einarsverslunar 196 og 1917.
-Saga Grindavíkur – Jón Þ. Þór – 1994.
-Öldin okkar – Öldin sautjánda; 1601-1800; 1966.
-Guðsteinn Einarsson – 1960.
-Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson.
-Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar, Mál og menning, Reykjavík, 1999.
-Þorsteinn Helgason, „Hverjir voru Tyrkjaránsmenn“, Saga 1995, bls. 110-34.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Frásagnir Brynjúlfs frá Minna-Núpi.
-Rauðskinna.
-Rit Björns Jónssonar frá Skarðsá um Tyrkjaránið.
-Sagnir, munnmæli, frásagnir og leiðbeiningar elstu núlifandi manna í Grindavík.

Skiltið

Tyrkjaránið

Bókin „Tyrkjaránið á Íslandi„, útgefin 1906, fjallar, líkt og titillinn gefur til kynna, um heimildir og sögu Tyrkjaránsins hér á land í byrjun 17. aldar. Hér verður drepið niður í tvo kafla bókarinnar; „Lítill annáll um Tyrkjans herhlaup á Íslandi Anno 1627“ og „Tyrkjaránssaga Björns á Skarðsá„:

Tyrkjaránið á Íslandi„Rán það og manndráp þau, sem tyrkneskir sjóreyfarar frá Algier og Kyle á norðurströnd Suðurálfunnar frömdu hér á landi, í Austfjörðum, Vestmannaeyjum og Grindavík, 1627, og venjulega er nefnt Tyrkjaránið, hefir orðið mönnum minnisstætt á landi hér, og margt verið um það ritað, bæði af þeim, sem herleiddir voru af Tyrkjum og aptur komust hingað til lands, og svo af öðrum. Þó hafa frásagnir þessar og gögn hingað til að eins að litlu verið útgefin, og hvergi verið að þeim að ganga á einum stað, heldur hefir þessara frásagna, kvæða og skjala verið að leita í óvissu á víð og dreif í opinberum handritasöfnum og hjá einstökum mönnum. Og sumt hefir fyrst verið að koma fram nú hin síðustu árin.

Árni Magnússon

Árni Magnússon.

Sá, sem fyrstur safnaði saman öllum frásögnum og skýrslum um Tyrkjaránið, var Árni Magnússon, en það safn hans brann allt hjá honum eins og fleira 17281). Hefir hann þá verið búinn að þrautsafna svo, að þá hafa líklega eingar afskriptir verið eptir á Íslandi af sumum frásögnunum, svo sem af riti Einars Loptssonar úr Vestmannaeyjum og Halldórs Jónssonar úr Grindavík, sem bæði voru til fyrrum, en reynast nú glötuð, eins og margt af skjölum hlýtur að vera liðið undir lok, er snertir þetta efni.

Handritasýning

Skarðsbók – Tyrkjaránið.

Um 1830-40 hafði Finnur Magnússon í hyggju að gefa út helztu frásagnir og skýrslur um Tyrkjaránið eptir því sem hann ritar etazráði Engelstoft 8. apr. 1833; hafði Engelstoft þá í áformi að rita eitthvað um þetta efni, en af því varð þó ekki. Aldrei varð og heldur af því að Finnur gæfi út neitt af Tyrkjaránsritunum, enda var þá enn hörgull á afskriptum sumra þeirra í opinberum söfnum, síðan brunann hjá Árna.
Það fyrsta, sem séð verður, að gefið hafi verið út á prent um Tyrkjaránið, er dönsk þýðing af ferðasögu síra Ólafs Egilssonar, prentuð í Kaupmannahöfn 1741 (og önnur útgáfa síðar), en ekki var ferðasaga þessi gefin út á íslenzku fyrri en 1852. Bæði frá þýðingu þessari og útgáfu var lélega gengið.

Tyrkjaránið

Annálar Björns frá Skarðsá.

Betur var varndað til útgáfunnar af Tyrkjaránssögu Björns á Skarðsá, sem út kom í Reykjavík 1866. Allar þessar bækur eru nú orðnar ófáanlegar fyrir löngu.
Árið 1899 skrifaði meistari Sigfús Blöndal merka yfirlitsgrein um Tyrkjaránið í tímariti einu dönsku. Annað hefir ekki á prent komið um þetta efni sérstaklega, en bæði er Tyrkjaráns getið í Annálum Björns á Skarðsá, Árbókum Espólíns, Kirkjusögu Finns biskups og enn víðar.
Jón prófastur Haldórsson hefir ritað um Tyrkjaránið í Biskupasögum sínurn og Hirðstjóraannál, sem hvorttveggja er áður prentað ekki alls fyrir löngu. Í Biskupasögunum segir hann svo frá1:
Tyrkjaránið»Um ránið i Vestmannaeyjum í tíð herra Odds biskups. Á hans dögum voru Vestmannaeyjar rændar tvisvar. Í fyrra sinni Anno 1614 af þeim eingelska sjóreyfara Jóni Gentelmann, hver með sínum reyfaraflokki gekk um eyjarnar í hálfan mánuð, sem settu knífa og sverð sín á hálsa og harka þeim íslenzku og stuttar byssur fyrir þeirra brjóst, með spotti og skellihlátri; drápu þó hvorki né særðu nokkurn mann né smánuðu ærlegt kvenfólk, en ræntu og rupluðu öllu, sem þeir vildu nýta, en skemmdu og fordjörfuðu það þeir vildu ekki.

Tyrkjaránið

Íslandskort frá 1600.

Þeir tóku burt þá stóru Landakirkjuklukku. En þá Jón kom fram til Einglands var hann tekinn og drepinn með sínum selskap. Bókstafir, sem steyptir stóðu á klukkunni, hermdu frá hverri kirkju á Íslandi hún var tekin; var hún þremur árum síðar send aptur til Vestmannaeyja eptir skipun Jacobs kongs á Einglandi.
Hið síðara ránið gerðu Tyrkjar Anno 1627. Komu þeir fyrst á einu skipi þann 12. júní í Grindavík og rændu þar fé og peningum og XII eða fleiri mönnum, konum og körlum, en skáru og skammarlega særðu suma.

Grindavík

Grindavík – Tyrkjaskipin.

Danska kaupskipið tóku þeir á höfninni með gózi og fólki; kaupmaðurinn gat flúið undan. Þar tóku þeir og annað kaupskip, sem sigla átti upp á  Skutulsfjarðareyrarhöfn. Síðan lögðu þeir á tveimur skipum til Bessastaða, hvar Holger Rosenkranz höfuðsmaður hafði búizt til varnar, ef svo mætti kalla, með nokkrum íslenzkum. Þá skotið var á móti þeim, er þeir lögðu inn á Seyluna, kom stanz á ræningjana, sneru við, en þá stóð annað skip þeirra fast á grunni; fluttu þeir þá af því á hitt, þar til flaut út aptur, því logn var og ládeyða; fóru svo burt. Ekkert hrós fékk hirðstjóri af sinni hugdirfsku og framkvæmd í þessu.

Tyrkja-Gudda.

Tyrkja Gudda – málverk eftir Jóhannes S. Kjarval.

Á sama sumri komu tvö önnur Tyrkja skip inn á Djúpavog fyrir austan; tóku þessi ræningjar þar danska kaupskipið á höfninni með fólki og gózi, hlupu með hrinum og háhljóðum um bygðina alt í kring að Heydölum, hertóku landsfólkið, en börðu sumt og drápu, ræntu kirkjur á Hálsi og Berufirði og öllu því, er þeir náðu og nýta vildu, en fordjörfuðu hitt, er þeir vildu ekki. Síra Jón Þorvarðsson á Hálsi tóku þeir í sæng hans um nótt og burtfluttu ásamt CX manneskjum öðrum, en drápu IX menn, sem menn vissu og fundu.

Tyrkjaránið

Vestmannaeyja – aðkomu ræningjanna.

Þaðan héldu þeir undir Vestmannaeyjar; tóku þeir eingelska duggu; þeir friðkeyptu sig með því að vísa ræningjum uppgöngu á eyjarnar, hvað helzt gerði Þorsteinn nokkur íslenzkur, sem áður hafði verið í eyjunum. Að kvöldi þess 17. júlí lögðu þessir ræningjar sunnan að eyjunum, hlupu þar upp óvanalegan veg CCC vopnaðir menn eður fleiri, skiptu sér í þrjá flokka, hlupu með hrópi og ofsahljóðum um alla bygðina, inn í hverja krá og afkyma, börðu fólkið, konur og karla, börn og gamahnenni, drápu sumt og sundurhjuggu í smátt með alls kyns háðungum, ráku það hópum saman eins og fé í kvíar ofan í Dönskuhúsin, völdu þar úr því þá, sem þeirn leizt bezt á, og fluttu frarn á skip sín. Björg og hamra runnu þeir upp og klifruðu eins og léttfærustu bjargmenn, og gripu fólkið, sem sig hafði falið þar, en skutu niður með byssum það, sem þeir náðu ekki. Sóknarprestinn annan, síra Jón Þosteinsson, með hans konu, börnum og heimafólki, fundu þeir í afviknum stað; fyrrgreindur Þorsteinn þekti hann og sagði; »Síra Jón! Því ertu nú ekki í kirkju þinni?«

Tyrkjaránið

Tyrkir í Vestmannaeyjum.

Prestur svaraði:
»Eg hefi verið þar í morgun«; hjó hann þrisvar i höfuðið hvað eptir annað; presturinn befalaði sig og sína sálu guði og dó svo, en konu hans og börn, svo og hinn prestinn, síra Ólaf Egilsson, með hans konu, börnum og fólkinu, börðu þeir og keyrðu í skip. CCXLII manneskjur hertóku þeir, en XXXIV fundust dauðar, fyrir utan þær, sem þeir brenndu þá í Dönskuhúsunum veikar og vanfærar; þeir brendu og Landakirkju upp til ösku, ræntu öllu, sem þá girnti, en fordjörfuðu hitt. Þann 19. júlí sigldu þeir burt fram í Barbaríið með fólkið og allt það ránsfé«.
Í Hirðstjóraannál farast séra Jóni svo orð, og er hann nú heldur skorinorðari um frammistöðu hirðstjórans og Dana á Bessastaðaskanzi:

Skansinn

Bessastaða-Skansinn.

»Anno 1627 kom Rosenkranz höfuðsmaður hingað í öndverðum Junio. Og er hann heyrði ránskap Tyrkjanna í Grindavík, sem byrjaðist þann 12. júní, stefndi hann kaupförunum úr Hafnarfirði og Keflavík til sín í Seyluna, hvar hans sjálfs skip lá, en Hólmsskipið dvaldist inn í Leiruvogum; lét hann þar búast til varnar bæði á sjó og landi; lét (hann) gera virki eður skanz, sumir segja af fiskböggum, — upp á skop, að eg meina, eður þó réttara að segja, að virkið hafi ei gagnast meira en þótt hlaðið hefði verið af fiskaböggum. Var í þeirri virkisnefnu varla rúm fyrir fáeina menn, miklu síður fyrir heilan flokk manna eður varnarlið; voru þangað færðar feltbyssur — ef svo mætti kallast — þær, sem til voru, og þó varla nokkur af þeim til gagns».

Frásögn Björns á Skarðsá

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – Málverk eftir flæmska málarann Andries van Eertvelt (1590-1652) af seglskútu frá Algeirsborg í Barbaríinu, eins og Norður-Afríka var þá kölluð. Málverkið er frá sama tíma og svonefnt Tyrkjarán var framið hér á landi.

„Hér segir frá komu Tyrkjanna og þeirra ránum og skemdum í Grindavík.
Þegar liðin voru 1627 ár frá vors herra Jesu Christi fæðingu og sá loflegi herra kóngur Kristján, fjórði þess nafns, stýrði Danmerkur- og Noregsveldi, en hirðstjóri var yfir Íslandi sá herramann Holgeir Rosenkranz, falla til þessi tíðindi, sem eptir fylgir. Og eru það upptök þessara atburða, að suður í heimsálfunni, sem nefnist Africa, hverjum heims þriðjungi, sem og miklum parti austurálfunnar Asiœ, ásamt nokkrum hluta norðvestur heimsins, Europœ, sú nafnfræga þjóð hefir að ráða, sem kallast Tyrkjar, hver óþjóðalýður er ófrægur af illskuverkum og ódáðum, sem kristnu fólki má helzt kunnugt vera, hvert fólk þessi þjóð helzt á sækir, og til sinnar óguðlegrar trúar þvingar, eður og hefir það í æfinlegum þrældómi, nema þeir, sem aptur kunna að kaupast með stóru gjaldi peninga.

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – hollensk skip við Barbaríið frá byrjun 17. aldar.

Hafa þessir Tyrkjar við sjávarhafið herskip úti á hverju ári að herja upp á kristindóminn i norðurálfunni og ræna mönnum og fjárhlutum, hvar þeir kunna, sem og að hertaka þau skip, er þeir um sjóinn finna, er sér ætla til kaupskapar, næringar til annarra landa, og þetta er sífeldleg iðja þessara Tyrkja í landsálfum Lijbiœ hinnar ytri, er Harbaria heitir.
Kom til tals með yfirherrunum, hvert til kristinna landa halda skyldi, þar mannránin mætti helzt verða og svo fjárvænur væru. Var nefnd hjá þeim sú ey í norðvestursjónum, sem heitir Ísland; en hinn æðsti yfirmaður Tyrkja sagði það ómögulegt vera, að sækja til Íslands þaðan frá þeim hinn minsta stein, þess síður mannfólk, en annar kvað það vinnanlegt væri, og veðjuðu hér upp á stóru gjaldi, því að þetta mannrán, þá það tekst, fær þeim mikinn ábata, svo að nokkrir segja, að eitt ungbarn fáist selt fyrir 300 dali í þeirra löndum.

Tyrkjaránið

Kort frá um 1630 – Kortið er eftirmynd af yfirlitskorti Willems Janszoons Blaeus af vesturströndum Evrópu. Kort Blaeus, sem birtist fyrst 1623 var síðan gefið út endurbætt.

Og nú sem þessi umræða var með yfirherranum og kapteinunum, bar svo við, að á meðal þeirra var einn hertekinn maður danskur, hver lengi hafði hjá þeim verið í þrældómi, þó með sinni kristilegri trú; sá hét Páll. Þessi maður hugfesti það að fá sér fríun og frelsi úr ánauð og þrældómi með því að vísa þeim þangað, er auðveldlegt vera mundi kristnu fólki að ná. Á þessu bryddi hann við Tyrkjana. Það féll þeim vel í geð og lofuðu honum lausn og frelsi. Þessi danski Páll segir þeim, að Íslands innbyggjarar séu ekki vanir hernaði eður bardögum; því mundi lítið fyrir verða það fólk að hertaka; svo og væri sér kunnug sigling til Íslands, því hann hefði opt þangað með dönskum mönnum farið. Hér af mega Íslendingar þekkja sitt manndómsleysi, þar guð hefir þó gefið (þeim) burði og hug til að verja líf sitt, ef vopn til væru.

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – hollenskt skip frá fyrri hluta 17. aldar.

Nú strax eptir þessar viðræður bjuggust Tyrkjarnir af stað með mesta hasti til Íslandsferðar, og vilja nokkrir svo segja, að tólf hafi herskipin þaðan lagt, svo ekki skyldi hjá sleppa framkvæmd ránanna, [hvernig sem vor guð hefir því hamlað], að ekki komust hér að landi nema 4 af þeim, sem greina skal. Þessi skip komu í tvennu lagi að landinu og svo einnig af tveimur borgum úr Barbariinu. Og vil eg nú fyrr tala um það eitt skip, sem af þeirri borg var, er Kyle heitir, á hverju skipi nefndir eru þrír yfirmenn; admírállinn hét Amorath Reis, og kapteinarnir Arciph Reis og Beyram Reis. Þessir gerðu minna skaðann og slógu sér hvergi út um byggðina, þar sem þeir í land komu, hverjum vor drottinn náðarsamlega frá stýrði skaðann að gera, sem eftir fylgir.

Grindavík

Járngerðarstaðir fyrrum.

Þann 20. dag júnímánaðar kom sunnan til á Íslandi að því litla sjávarplássi, sem heitir Grindavík, eitt tyrkneskt herskip, og það beitti upp undir landið, þar sem danska kaupskipið lá inni fyrir á höfninni í Járngerðarstaðasundi. Þessir skipsmenn köstuðu þar út streing grunnt um dagmál, létu út bát og sendu til kaupskipsins nokkra menn til njósnar, hvort varnir væru á skipinu, en föluðu af þeim kost; sögðust menn kóngsins af Danmörk, og ættu að veiða hvali og hefðu í hafinu hrakizt í níu vikur.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – bæir og sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Þetta greindu þeir skipherranum í þýzku máli, en hann kvaðst ekki kost til sölu hafa, og svo fór báturinn burtu aptur. Þessu jafnframt sendi kaupmaðurinn Lauriz Bentson átta menn íslenska fram til þess nýkomna skips, að vita hverir þeir væri. Bárður hét sá Teitsson, er fyrir þeim var. Þeir komu á Tyrkjaskipið og fengu ekki aptur þaðan í land að fara. Í þessu sama bili sendi yfirkapteinninn 30 menn á báti, þrívopnaðan hvern, sem voru byssur, skotvopn og korðahnífar. Þeir stungu sköptum niður í bátinn, en létu oddana upp standa; þeir inn tóku strax kaupskipið. Þar var ekki manna þá, nema skipherrann. Þeir fluttu síðan úr því, hvað hafa vildu, og fram í herskipið. Kaupmaðurinn, sem í landi var, sendi strax tvo bátsmenn fram til skipherrans; [þeir voru strax ásamt honum herteknir].

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Síðan fóru víkingar í land og ræntu búðir kaupmannsins, en hann var flúinn [á land upp] og allir þeir Dönsku [með honum] er á landi voru, og höfðu áður falið nokkuð af vöru sinni, því, sem þeir gátu undan komið. Hér næst fóru víkingarnir heim til bæjarins á Járngerðarstöðum, tóku þar Guðrúnu Jónsdóttur, kvinnu Jóns Guðlaugssonar, er þar bjó. Þeir báru hana nauðuga frá bænum, hraklega með farandi, og á veginum kom þar að bróðir hennar, er Filippus hét, og vildi hafa liðsinnt henni. Hann særðu þeir og hörðu, og lá hann þar eptir hálfdauður. Einnig kom þar að litlu síðar annar hennar bróðir, Hjálmar að nafni. Hann var ríðandi. Af honum tóku þeir hestinn, og reiddu hana ofan að sjónum.

Blóðþyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík – ofan við Kaupmannsvörina. Sú saga hefur varðveist að þyrnir þessi hafi sprottið upp af blóði þeirra Grindvíkinga er drepnir voru í Tyrkjaráninu.

Hjálmar sló þá einn Tyrkjann nokkur högg með járnsvipu, sem hann hafði i hendi, en sá hjó til hans aptur með hnífnum, og svo annar og hinn þriðji, og stungu hann jafnframt, en Hjálmar var vopnlaus og féll hann síðan óvígur. Tyrkjar ræntu fé úr bænum á Járngerðarstöðum, því er þeir vildu.
Þeir tóku Halldór Jónsson bróður Guðrúnar. Hann og aðrir flýðu ekki, því þeir meintu, að ekki mundu mannrán gerast, þótt fjárstuldir mættu verða. Einnig tóku Tyrkjarnir þrjá sonu Guðrúnar: Jón, sem elztur var, skólagenginn, Helga og Héðinn, en hróðir hennar einn, er Jón hét, var einn af þeim átta, er sjálfkrafa fram fóru að finna skipið. Jón Guðlaugsson ráku þeir til strandar með sonum sínum og Halldóri, og var Jón þá orðinn aldraður maður og hafði þá um stund veikur verið, og gáfu þeir hann lausan; féll hann þar í fjörunni, og sögðu Tyrkjar þá ekki um hann varða. Stúlku eina unga tóku þeir með Guðrúnu, og fluttu svo fram til skips þessa menn alla.

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – skip undan Grindavík.

Á þessum sama degi sigldi fyrir framan Grindavík til vesturs eitt hafskip. Það gintu Tyrkjar að sér með flaggi eður merki dönsku, er þeir upp festu. Þeir hertóku síðan það skip, sem var kaupfar, er sigla skyldi á Vestfjörðu. Kaupmaður á því hét Hans Ólafsson. Þetta fólk var alt rekið ofan í skip, íslenzt og danskt, og sett í hálsjárn með hlekkjafestum, og voru hverjar festar fjögurra manna byrði. Í þessum járnum sat fólkið optast á allri þeirri Tyrkjanna reisu.
Áðurnefndum Bárði Teitssyni með öðrum manni, er Þorsteinn hét Pétursson, gaf admirállinn Amorath Reis hurtfararleyfi. Þeir náðu bát sínum og fóru til lands. Eptir þetta héldu þessir ræningjar burt frá Grindavík, [sem betur fór].

Grindavík

Grindavíkurhöfn fyrrum.

Þeir tyrknesku hermenn, sem ræntu í Grindavík, héldu samflota skipum sínum fyrir Reykjanes, og gerðu ráð sín að taka skip það, sem lá í Hafnarfirði. Nú sem Holgeir Rosenkranz, hirðstjóri yfir Íslandi, er þá var á kóngsgarðinum Bessastöðum, og hafði kaupskip þar nærri, þó varnarlítið — hver höfn að nefnist Seila —, spurði Tyrkja ránin manna og fjár í Grindavík, sendi hann til kaupmannanna í Keflavík og Hafnarfirði, bjóðandi þeim, að þeir legði inn þangað sínum skipum með hasti, hvað yfirmenn skipanna jafnskjótt gerðu, og urðu þá þar í Seilunni þrjú hafskip til samans, en það danska skipið, sem lá [inn við kaupstaðinn Hólm, lagði inn á Leirur] sem grynnst í Leiruvogs skjóli nokkurt.

Bessastaðir

Bessastaðir – fallstykki frá Skansinum í kjallara Bessastaðastofu.

Þá bjóst hirðstjórinn við á landi í Seilunni og svo á skipunum, hvað þeir gátu, ef víkingarnir þar koma kynnu. Var til búið virki, og þó af torfi, við sjóinn, og þar á settar byssur þær, er þar til voru. Þá voru á suðurferð menn af norðurlandinu, einkum þeir, sem sýslur höfðu, og komnir voru lil Bessastaða, og fóru þeir til virkisins með þeim Dönsku til varnar. Þar var Jón frá Reynistað Sigurðarson, er lögmaður hafði verið. Einnig var þar síra Þorlákur Skúlason, skólameistari frá Hólum, er kjörinn var til biskups á þessu ári. Þar voru og einnig þeir bræður, Þorbergur og Sigurður Hrólfssynir, er sýslu höfðu í Þingeyjarþingi. Þessir voru allir með sínum mönnum í virkinu.

Skansinn

Skansinn á Bessastaðanesi – uppdráttur ÓSÁ.

Sem nú Tyrkjaskipin voru komin vestur og inn fyrir Garðinn, sigldu þeir inn um og sáu kaupskipin |á burt og komin inn] á Seiluhöfnina, og þar voru þrjú skip á einum stað. Glöddust þeir næsta, og þá sagði admírallinn, að svo framt hann kæmist inn á höfnina, þá skyldi þau þrjú skip öll í hans valdi og eign vera, og svo héldu þeir inn fyrir Álptanes réttleiðis að Seilunni.
Það var hinn næsta dag fyrir Jónsmessu móti kveldi. Skutu þá Tyrkjarnir af nokkrum byssum að boða ófrið og svo hinir Dönsku á móti. Um þenna tíma var uggur og ótti á fólki um Suðurnesin, fluttar kvinnur, börn, fé og búsmali til selja og upp um hraun til fjalla. Nú sem víkingarnir héldu beinleiðis inn að höfninni, og herskipið tyrkneska undan, bar svo til fyrir guðs mildi verk, er hindraði þeirra skaðlega ásetning, að skipið renndi í sundinu framan upp á flúð nokkra og stóð svo. Þar voru á allir fangarnir danskir og íslenzkir og voru þeir um nóttina varðveittir, en á Jónsmessumorgun sem var sunnudagur, voru þeir leystir úr járnunum og upp á þilfar leiddir, þrír hverir í einu, síðan tekin mjó lóðarfæri og bundnar sérhvers hendur aptur á bak um bera úlfliði.

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – fangarnir fengu óvægna meðferð.

Þá meintu bandingjarnir, að þeim mundi eiga fyrir borð að kasta, og biðu svo, en það var ekki, heldur var bundinn kaðall um hvern, og látnir síga fyrir borð í bátinn og fluttir á hið danska vestanskipið, þar upp dregnir og bönd af skorin, ofan í skipið hneptir og í járn settir sem fyrr. Hér eptir ruddu þeir upp barlest og út úr skipinu |og fleira öðru það fánýtt þótti, svo það mætti flotast af skerinu. Þann næsta dag eptir Jónsmessu losaðist skipið af flúðinni, og sigldu víkingarnir þá nokkuð burt frá landinu þessum tveimur skipum og [skiptu þá aptur gózinu sem henta þótti]; voru þá með öllu frá horfnir inn aptur að Seilunni að leggja, hvað þó með fyrsta var þeirra harðlegur ásetningur, hirðstjóranum að ná [ásamt kaupskipunum, einnig síðan stela og ræna, hvað þeir gætu yfir komizt.

Tyrkjaránið

Skansinn og Seylan – kort.

Ámæli stórt fengu Danir af því, að þeir lögðu ekki að víkingunum, meðan Tyrkjaskipið stóð á skerinu [og þeir vömluðu með gózið og mennina milli skipanna, því vitanlegt mátti vera, að skipið hefði gilt, hefði þeir fallstykkjum að því hleypt, meðan á klettinum slóð, hvað Íslendingar höfðu þó til orða haft.

Eptir þetta svo framkvæmt sigldu þessir ránsmenn vestur fyrir Snæfellsjökul og höfðu í ráðslagi að halda á Vestfjörðu og þar að ræna. Fundu þeir þar tvær eingelskar duggur, hverra skipsmenn Tyrkjum sögðu, að fjögur orlogsskip þess einelska kóngs lægju fyrir Vestfjörðum.

Skansinn

Skansinn við Bessastaði. Seylan framundan.

Við það urðu víkingarnir mjög felmtsfullir og sigldu vestur i haf í [fjögur dægur], sem af tók, svo þeir skyldu þess síður verða á slóðum þeirra eingelsku stríðsskipa. Þar eptir lögðu þeir til útsuðurs og hið beinasta heimleiðis.
Nokkrum sinnum voru þeir kristnu lausir látnir á reisunni, þó manna munur á því gerður; en altíð, þegar þeir öldrykkjur höfðu, voru þeir fjötraðir. Einn blíðan veðurdag var það, að þeir voru lausir Íslendingar, Haldór og Jón, hans systurson. Sat Jón á kaðli fram undir gallioni, en einn hollenskur bátsmaður gaf þann kaðal lausan, svo Jón datt útbyrðis ofan í sjó. Síðan heyrðist kall hans á skipið, og var hann óskaddaður upp dreginn fyrir sérlega guðs hjálp, – þannig bevarar drottinn sína, sem á hann vona.
TyrkjarániðÚr því á leið framsiglinguna, liðu fangarnir mikið hungur, svo að hver einn íslenzkur fékk eigi meira mat á dag en hálfa brauðköku danska, og hálfan bjórkút tíu menn á dag til drykkjar. Nú sem liðnar voru sex vikur frá því ránin skeðu, komu þeir undir Tyrkjanna veldi í Barbaría, mitt undir þá höfn, er kjósa vildu, nær liggjandi þeirra höfuðhorg Tyrkjanna, er Kyle heitir, 700-mílur vegar frá Íslandi, einn mánudag, sem var 30. júlí, og þar lágu þeir tvo daga úti fyrir, sakir þess að brim var furðumikið, álíka og alltíðum við Ísland. Og eingir landsmenn komu þá út til þeirra.

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – admíráll í Barbaríinu á skipi þess tíma.

Eptir liðna þá daga komu landsmenn fram og vildu ránsmenn þá á höfnina leggja. Voru þá fangarnir aptur á skipið færðir ofan í barlest, og sátu þar í járnum, meðan hafnast skyldi, og þar voru tveir Tyrkjar til gæslu. Admírallinn sjálfur stóð á þilfarinu, og hann átti einungis að hafa forsögn og annar enginn orð að mæla, meðan sundið tækist á höfnina. En sem skipið hafnaðist, skutu þeir af tólf fallhyssum sér til virðingar og fagnaðar frama. Þar næst var blásið í trompet og belgpípur; hrósuðu svo sigri sínum; komu síðan landshöfðingjarnir og vinir þeirra, hverir með þeim samglöddust, er þeir sáu herfang þeirra. Þar eptir voru þeir kristnu fangarnir á land látnir 2. dag ágústsmánaðar og reknir upp á kastala borgarinnar Kyle, að frá tekinni Guðrúnu Jónsdóttur og hennar yngsta syni og [lítilli stúlku, er Guðrún hét Rafnsdóltir], þar í eitt hús látnir og einn heimilis-Tyrki settur til gæzlu. Þar voru þeir í þrjár nætur. Brauð var þeim fært að eta, en vatn sóttu þeir sér sjálfir með geymslu-Tyrkjans leyfi, og fékk hann þá aðra Tyrkja að fylgja þeim altíð, er slíks þurfti við.

Tyrkjaránið

Tyrkjaránið – Aleirsborg á 17. öld.

Margt landsfólk kom þangað í húsið til fanganna, kristnir menn til að gleðja þá og hugga, en Tyrkjar til að skoða þá og spotta. Þar eptir voru þeir leiddir út á kauptorg staðarins, og til settir menn að bjóða þá fram til sölu sem önnur ferfætt kvikindi, og þessir gengu um strætin með óhljóðum og miklu kalli, [svo sölu orðin]: þrœldóms-bandingjar. Þeim var fyrir sett að ganga berhöfðuðum eptir kallaranum til merkis, það þeir kristnir væru. Þessi gangur, kall og uppboð gekk um strætið, þar til sérhver einn var seldur, og fór svo hver einn af þessum raunamönnum til sinna yfirmanna undir þrældóms-ánauðarok, eptir sem gamalt mál fyrri manna hljóðar, að þvílíkir herteknir menn nefnast ánauðugir, ánauðarmenn eða nauðokar.

Tyrkir

Tyrkir voru ljótir andskotar.

Þessi áður sögðu skip höfðu feingið ofurmikinn storm í heimsiglingunni og sleit í sundur í hafinu, og kom Tyrkjaherskipið þremur dögum seinna en það danska kaupskipið, og hét kapteinninn, sem á því var, Beiram Reis, hver einn var af þeim þremur kapteinum, sem í Grindavík komu. Þessi eignaðist Halldór Jónsson til þrældómsvinnu, þá er hann kom, þótt hann væri af öðrum Tyrkja áður keyptur. Hjá honum var Halldór þann tíma, hann var úti í Barbaría. Halldór var angurlaus látinn.  Sömuleiðis má lesa þar um Guðrúnu, hans systur, hennar þarveru, og hvernig þau voru þaðan keypt af hollenzkum manni, komu svo til Kaupinhafnar, þáðu þar miklar velgerðir og gjafir, fluttust svo hingað til Íslands á kaupmannafari ári síðar 1628.

Tyrkir

Tyrkjaránið – Sjóræningjarnir eignuðust nokkur börn með hinum herteknu Íslendingum, sem segir nokkuð til um meðferðina.

Sjötti og síðasti partur þessa máls er um bréf Jóns Jónssonar, hingað send úr Barbaríenu, hvernig þar til gengur, og um útlausn nokkurra íslenzkra þaðan:
Anno 1633 í hvítadögum skrifar Jón, sonur Jóns Guðlaugssonar, sem tekinn var í Grindavík með Guðrúnu Jónsdóttur, móður sinni, hingað til lands bréf foreldrum. Það kom ári seinna. Það bréf var merkilega samsett: af stórum trúarinnar krapti nákvæmlega beðið fyrir hans foreldrum, vinum og vandamönnum, herrum hér andlegum og veraldlegum, kennivaldinu og almúganum, óskandi af öllum fyrir sér að hiðja og því hertekna auma fólki. Segist hann vera og sinn bróðir Helgi fyrir guðs náð í meinleysi og góðri heilsu [með sömu húshændum] í sama stað, borginni Artel [[eður Alger í Barberíinu Barharorum í landsálfu Lybiæ hinnar ytri [í Africa].

Tyrkjarán

Tyrkjaránið – veggmynd við Grindavíkurkirkju.

Segir hann þar nagg og narrari á þrælunum og háðungaryrði, þau sem ekki síður svíði, sem sárið eldist, og það sé bezt að yfirvinna með góðu, því það sé eigi vondur djöfull, sem saunleikann þoli. Menn sé þar ekki í dispiitazíu-stað, því ef þeir geti ekki forsvarað sitt rmál og þyki þeim fyrir, að ein klausa yfírvinni þá, þá sé að hlaupa til kaðla og keyra, báls og brenniviðar. Það halda þeir þægt verk guði þann af dögum ráða, sem rétt talar og forsvarar hið góða. Þetta viti nú sínir Íslendingar, og óskar hann, að Tyrkjar skuli fara eptir því sem hann trúi, og fái laun eptir því, sem þeir geri, því þeir sé óvinir krossins Christi og geri kristnum mönnum og þeirra æfilok sé fordæmingin og nema svo hefði verið, að guð hefði af oss borið eldlegar pílur djöfulsins, þá hefði þessir morðingjar fyrir ári eður tveimur, já, árlega síðan, hingað til Íslands farið skaða og skemdarverk að gera; hafi guð hamlað þeirra ásetningi í sérhvert sinn mjög furðanlega og mildilega, og ef guð hindraði þá ekki, þá mundu þeir ganga yfir lönd og lýði; þeir skuli sækja mjög eptir því íslenzka fólki og hafi við leitast stundum með þrjú skip, líka fjögur skip á þeim umliðna mánuði Maio.
TyrkirSegir hann, þeir sig saman tekið hafi á sex skipum, en það hafi hindrazt, hví kapteinarnir hafi allir þurft í stríð að fara. Þeir Tyrkjar segja, að það íslenzka fólk sé betra en annað fólk, strákskaparlaust, hlýðið og trúfast við sína húsbændur. Þar fyrir hafa þessir kapteinar ráðslagað að taka ekki annað en ungmenni um tvítugsaldur, hvers blóðs og sálna mest þyrstastur verið hafi sá bannsettur eiturdreki Morath Fleming, hvers minning sé í helvíti.“

Eldvörp

Eldvörp – „Tyrkja“byrgi.

Af framangreindri lýsingu, þ.e. „Síðan fóru víkingar í land og ræntu búðir kaupmannsins, en hann var flúinn [á land upp] og allir þeir Dönsku [með honum] er á landi voru, og höfðu áður falið nokkuð af vöru sinni, því, sem þeir gátu undan komið„, mætti ætla, án nokkurrar sönnunar, að felustaður hinna dönsku hafi verið byrgin í Sundvörðuhrauni, er síðar týndust, en fundust á ný um 1820. Mikil dulúð hefur hvílt yfir tilgangi byrgjanna alla tíð síðan. Lengi vel var álitið að þarna væru felubyrgi, sem Grindvíkingar ætluðu að flýja í ef Tyrkirnir kæmu aftur (sem verður að teljast ósennilegt) og einnig hefur verið talið að um væri að ræða felustaði Grindvíkinga á fiskundanskoti vegna nauðþurfta í harðindaárum fyrr á öldum. Fyrstnefnda skýringin er ekki ólíklegri en aðrar.

Heimild:
-Tyrkjaránið á Íslandi, Sögufélagið gaf út, Reykjavík 1906, bls. 223-233 og 289-290. Lítill annáll um Tyrkjans herhlaup á Íslandi Anno 1627, bls. 1—5. V. Tyrkjaránssaga Björns á Skarðsá, samin 1643, bls. 204—299.

Eldvörp

„Tyrkjabyrgin“ í Sundvörðuhrauni ofan Grindavíkur.

Grindavík

Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri skrifar um „Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing“ – í Sveitarstjórnarmál árið 1974:

Saga
Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri Grindavíkur„Maður hét Hrólfur höggvandi. Hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur. Þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir. Gnúpur fór til íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver allt. Þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.
Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu og gerðist þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, sonur Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar. En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík, og staðfestust þar.“
Svo segir í Landnámu.
Synir Molda-Gnúps voru þeir (Hafur)-Björn, Gnúpur, Þorsteinn Hrungnir og Þórður Leggjaldi. Munu þeir bræður hafa stundað landbúnað og sjósókn jöfnum höndum.

Atvinnuvegir
GrindavíkÞessir búskaparhættir héldust síðan í Grindavík allar götur fram til loka fimmta áratugs þessarar aldar. Var sjávarútvegur undirstöðuatvinnuvegur, stundaður á árabátum allt til ársins 1926, en landbúnaður var annar aðalatvinnuvegurinn þannig, að þeir, sem áttu jarðir í hreppnum, höfðu hvort tveggja. Fyrst og fremst sjávarútveg, en einnig landbúnað.
Upp úr síðustu aldamótum færðist landbúnaðurinn frekar í aukana, og var þá farið að auka ræktun túna. Eftir 1920 þótti t. d. sjálfsagt að nota landlegudaga, sem oft voru margir, til að skera ofan af ræktanlegu landi og gera úr því tún. Verkfæri voru ristuspaði, skófla og haki.
Til sömu tíðar jókst og útgerðin, og um  1920 munu 24 bátar hafa verið gerðir út frá Grindavík frá hinum 3 aðallendingarstöðum í hreppnum, sem þá voru í Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þorkötlustaðahverfi.

Grindavík

Árabátar ofan varar í Grindavík.

Sem áður er sagt, voru árabátar notaðir frá landnámstíð allt til ársins 1926. Þá fyrst voru vélar settar í 2 báta, sem notaðir voru á vetrarvertíð, og hétu þeir eftir það trillubátar. Þetta lánaðist svo vel, að í árslok 1927 var búið að setja vélar í alla báta í hreppnum nema einn. Á vetrarvertíð árið eftir mátti segja, að trillubátaöldin væri gengin í garð í Grindavík, þar sem þá voru allir bátar komnir með vél.
Eins og allir vita, liggur Grindavík fyrir opnu hafi, þar sem brimaldan gengur óbrotin á land. Stærð og þyngd bátanna takmarkaðist þess vegna löngum af því, að hægt væri að setja þá á land. M. a. af þeirri ástæðu komu vélar mun seinna í báta í Grindavík en víða annars staðar á landinu, þar sem hafnarskilyrði voru betri frá náttúrunnar hendi.
GrindavíkFljótlega upp úr aldamótunum komu spil til sögunnar til að draga bátana á land. Spil þessi voru smíðuð úr tré, og gengu menn umhverfis þau og sneru þeim þannig, að dráttartaugin vatzt upp á lóðrétt kefli. Spil þessi voru seinna endurbætt, svo að hægt var að nota þau við setningu trillubátanna, og síðan voru þau látin duga til að draga dekkbátana, sem voru 7-8 lestir að stærð.
Sem sögur herma, mun kóngsverzlun hafa verið í Staðarhverfinu fram til ársins 1745, en hana tók af í náttúruhamförum. Þessi staður mun því frá upphafi hafa verið talinn líklegust lega fyrir báta. Af þeim sökum mun útgerð dekkbáta fyrst hafa verið reynd frá Staðarhverfinu, og á árunum 1920-24 voru 2 dekkbátar gerðir út þaðan, en sú útgerð lagðist þó niður af ýmsum ástæðum.

Grindavík

Grindavík – Grafið inn í Hópið 1939.

Upp úr 1930 er svo farið að dekka stærri trillubátana og olli það vaxandi erfiðleikum við að setja þá með þeim frumstæðu spilum, sem áður er lýst. Varð það til þess, að menn fóru að gera því skóna að grafa ós í gegnum rifið, sem lokaði Hópinu í Járngerðarstaðahverfi, og menn sáu að gæti orðið gott skipalægi, hvernig sem viðraði.
Á árinu 1939 er svo ráðizt í að grafa ósinn með handverkfærum og eftir þá framkvæmd gátu þeir bátar, sem þá voru til, komizt inn í Hópið á hálfföllnum sjó og fengið þar örugga legu.

Grindavík

Dýpkunarskipið Grettir.

Árið 1945 var fengið dýpkunarskip, Grettir, sem Reykjavíkurhöfn átti, til að grafa ósinn, og má þá segja, að útgerðarsaga Grindavíkur í nútímastíl væri hafin. Síðan hefur nær óslitið verið unnið að endurbótum í Hópinu og hafnarmannvirki verið byggð, svo að nú er Grindavíkurhöfn orðin ein öruggasta bátahöfn á landinu. Innsiglingin (sundið) er þó enn eins og á dögum Molda-Gnúps, erfið og varasöm. Gengur úthafsaldan óbrotin inn á grynningar í víkinni, og verður hún stundum ein samfelld brimröst, sem engri fleytu er fært um. Með stærri og betri skipum verða landlegudagar vegna brima þó sífellt fátíðari.
GrindavíkÁ árunum 1939—1942 varð mikill afturkippur í athafnalífi og þróun Grindavíkur. Voru þar að verki áhrif frá heimsstyrjöldinni síðari 1939-1945, sem þá geisaði. Markaðir lokuðust fyrir fisk í Miðjarðarhafslöndum Evrópu þegar í byrjun stríðsins, svo að saltfiskurinn, sem var aðalframleiðslan, lá óseldur fram eftir ári 1939.
Þegar svo úr rættist í árslok og Bretar fóru að kaupa allan saltfisk af Islendingum og síðan alla okkar fiskframleiðslu til stríðsloka, var hin svokallaða setuliðsvinna komin til sögunnar. Mannaflinn fór í hana, en útgerð dróst mjög saman. Ýmsir fluttu þá í burtu og fólkinu fækkaði. Þetta lagaðist þó aftur fljótlega upp úr 1945 með tilkomu betri hafnarskilyrða í Hópinu, sem áður er getið.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi.

Landbúnaður var lengst af annar aðalatvinnuvegur Grindvíkinga og stundaður af kappi fyrst og fremst sem hliðargrein við sjávarútveginn.
Upp úr síðustu aldamótum færðist svo nýtt fjör í búskapinn með aukinni ræktun túna, eins og fyrr er sagt. Samkvæmt landbúnaðarskýrslum er búfjáreign Grindvíkinga árið 1930 63 nautgripir, 2781 sauðkind og 67 hross. Árið 1940 eru samsvarandi tölur 92 nautgripir, 2857 sauðkindur og 51 hross, og virðist búskapur þá vera í hámarki.

Grindavík

Grindavík – beðið í fjörunni.

Eftir að höfn er byggð í Hópinu og grundvöllur skapaðist fyrir útgerð stærri báta, má segja, að mikil breyting verði á atvinnuháttum hreppsbúa. Fleiri og fleiri fara að byggja afkomu sína eingöngu á útgerð og fiskiðnaði, en landbúnaði hrakar til sömu tíðar. Árið 1945 virðist þessi neikvæða þróun vera hafin, en þá eru 80 nautgripir, 2386 sauðkindur og 78 hross til í hreppnum. Nautgripum fækkaði mjög á næstu árum, og 1963 er síðustu kúnni fargað. Enn er þó sauðfjárrækt nokkuð stunduð, en aðallega af eldri mönnum í hjáverkum. Nú eru 1429 sauðkindur og 26 hross í hreppnum og fækkar með hverju ári.

Fiskibátar
GrindavíkFrá því er sögur hófust og allar götur fram til ársins 1945 eru fiskveiðar stundaðar á smáfleytum; opnum árabátum til ársins 1926 og síðan á hálfopnum eða dekkuðum trillum. Stærstu trillurnar voru líklega um 9 lestir að stærð. Fjöldi bátanna hefur sjálfsagt verið breytilegur á hinum ýmsu tímum, en eins og áður er getið, voru 24 bátar gerðir út frá Grindavík um 1920 frá öllum hverfunum þremur.
Árið 1919 var byggð fyrsta bryggjan í Grindavík í Járngerðarstaðahverfi. í Þorkötlustaðahverfi var svo byggð bryggja árið 1930 og í Staðarhverfi þremur árum síðar. Voru þetta miklar framfarir frá því, sem áður var, en eftir sem áður varð að setja bátana á land. Með tilkomu hafnarmannvirkjanna í Hópinu lögðust svo róðrar fljótlega niður frá Staðar- og Þorkötlustaðahverfi, og síðan hefur útgerð eingöngu verið stunduð frá Járngerðarstaðahverfinu.

Grettir

Grindavík – dýpkunarskipið Grettir.

Eftir afturkipp stríðsáranna fer heldur að rofa til í útgerðarmálum Grindavíkur um og eftir 1945. Og með frekari dýpkun og mannvirkjagerð í höfninni árið 1949 er þróuninni alveg snúið við og nýtt líf færist í atvinnulífið á staðnum. Upp úr 1950 hefst svo hið stórkostlega framfaraskeið í sögu Grindavíkur, sem hefur staðið óslitið síðan. Til dæmis um ótrúlega aukningu á sjósókn og aflabrögðum síðustu árin má nefna, að árið 1967 bárust á land í Grindavík 24.753 lestir af bolfiski í 2830 sjóferðum, árið 1970 öfluðust 46.077 lestir í 5522 sjóferðum og árið 1973 44.525 lestir í 6380 sjóferðum. Frá Grindavík er nú gerður út 51 bátur frá 10 og upp í 363 lestir, þar af eru 7 bátar 10-50 lestir, 16 bátar 50-100 lestir, 20 bátar 100-200 lestir og 8 bátar 200 lestir og þar yfir.

Fiskverkun

Grindavik

Verkun aflans var lengi vel einhæf, eins og annars staðar á landinu. Fram eftir öldum verkuðu Islendingar aðallega skreið, og var hún ásamt prjónlesi aðalútflutningsvara landsmanna. Eftir að Íslendingum lærðist að nota salt, varð saltfiskverkun fljótlega aðalframleiðsluaðferðin ásamt skreiðarframleiðslunni. Eins og allir vita, voru ýmsar fiskafurðir meðhöndlaðar á annan hátt, en þá í smærri stíl og aðallega til innanlandsneyzlu. Þó er rétt að geta um lýsisframleiðsluna, sem alltaf hefur verið mikil að vöxtum, og hefur lýsið löngum verið Íslendingum nytsamt bæði sem heilsulind, ljósmeti og útflutningsvara.

Sloki

Fiskgarðar í Slokahrauni.

Lengst af fór verkun aflans fram sem heimilisiðnaður eða með þeim hætti, að hlutasjómenn verkuðu hver sinn hlut, eftir að í land var komið. Seinna, með tilkomu trillubátanna, verkuðu svo skipverjar í sameiningu aflann hver af sínum báti, og fóru hlutaskipti fram eftir því verði, sem fékkst fyrir aflann, eftir að hann hafði verið seldur. Nú tíðkast varla annað en að aflinn sé seldur upp úr sjó, eins og það er kallað, og fiskverkunarstöðvar í landi kaupi aflann og sjái um verkun hans. Fjölbreytni í verkunaraðferðum er nú meiri en áður gerðist.

Grindavík

Grindavík – hraðfrystihúsið.

Fyrsta hraðfrystihúsið var reist í Grindavík árið 1941, Hraðfrystihús Grindavíkur h.f., og 5 árum síðar var Hraðfrystihús Þorkötlustaða h.f. stofnað. Eru bæði þessi fyrirtæki enn starfandi og hafa eflzt með árunum og eru nú með stærstu fyrirtækjum í Grindavík. Þriðja hraðfrystihúsið rekur svo Arnarvík h.f.
Saltfiskverkunarfyrirtæki eru samtals 14, bæði stór og smá, og er Þorbjörn h.f. þeirra stærst. Eru þá hraðfrystihúsin 3 meðtalin, en þau reka einnig saltfiskverkun. Mestur hluti aflans, sem á land berst, er saltaður, frystur fiskur er í öðru sæti, en skreiðarframleiðsla hefur að mestu legið niðri seinustu árin af markaðsástæðum erlendis. Þá er eftir að geta um beina- og fiskimjölsverksmiðju, sem er 1 á staðnum. Vinnur hún úr því slógi og beinum, sem til fellur frá fiskverkunarstöðvunum og einnig síld og loðnu eftir því sem aflast.

Verzlun og viðskipti
GrindavíkEins og áður er sagt, var kóngsverzlun í Staðarhverfinu fram til ársins 1745, að hana tók af í náttúruhamförum. Frá þeim tíma og allt fram undir síðustu aldamót er mér ókunnugt um verzlunarhætti að öðru leyti en því, að svokallaðir spekúlantar eða fríhöndlarar komu hér við á skipum og ráku vöruskiptaverzlun við íbúana. Einnig má geta þess, að fyrir og upp úr aldamótunum síðustu gerði Lefóliisverzlun á Eyrarbakka út skip, sem hún sendi til Grindavíkur og allt vestur fyrir Reykjanes með vörur að sumrinu til. Var hér einnig um vöruskiptaverzlun að ræða. Verzlunarskip þessi munu hafa verið með gufuvél og gekk það fyrsta, sem vitað er um, undir nafninu „Den lille“. Á eftir honum kom bátur, sem hét Oddur, kallaður Bakka-Oddur. Sá slitnaði upp af legunni í Grindavík í einni verzlunarferðinni í suð-austan stormi og stórsjó og varð þar til á fjörunum. Til sömu tíðar hafði Lefoliisverzlun saltfiskmóttöku hér á staðnum á vetrarvertíðum.

Einar G. Einarsson

Einar G. Einarsson í Garðshúsum.

Fyrir og um aldamótin mun Duusverzlun í Keflavík hafa haft nokkur viðskipti við Grindvíkinga. Voru þau á þá leið, að menn sóttu úttekt sína til Keflavíkur ýmist á hestum eða á sjálfum sér og greiddu hana aftur með verkuðum saltfiski að sumrinu, sem Duusverzlunin lét sækja á sínum skipum.
Rétt fyrir aldamótin byrjaði Einar G. Einarsson í Garðhúsum að verzla í húsi, sem hann lét byggja fyrir ofan lendinguna á Járngerðarstöðum, og má það teljast fyrsta verzlunarhús okkar tíma í Grindavík. Verzlun Einars í Garðhúsum þróaðist fljótlega svo, að aðkomuverzlanirnar lögðust niður. Lengst af var nær eingöngu um vöruskiptaverzlun að ræða eins og áður, en breyttist smátt og smátt í nútímahorf. Fram til ársins 1932 var verzlun Einars í Garðhúsum eina verzlunin á staðnum og fullnægði þörfum Grindvíkinga að mestu, enda má segja, að vöruúrval væri mikið og fjölbreytt. Árið 1932 stofnaði Ólafur Árnason verzlun í húsi sínu að Gimli, og var það fyrsta samkeppnin, sem Einar í Garðhúsum fékk á staðnum. Næsta áratuginn urðu litlar breytingar á verzlunarháttum, en upp úr 1940 byrjar Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hér verzlun í smáum stíl, en stofnar hér formlega deild árið 1944.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – gamli bærinn.

Árið 1946 er sú deild lögð niður, en verður upp frá því útibú frá Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík. Kaupfélagið hefur rekið hér verzlun síðan og er nú stærsta verzlunarfyrirtækið á staðnum með allumfangsmikinn verzlunarrekstur.
Verzlun Einars í Garðhúsum hætti rekstri árið 1957 og Verzlun Ólafs Árnasonar þremur árum síðar.
Nú eru í Grindavík auk Kaupfélagsins 6 verzlanir; 2 matvöruverzlanir, bókaverzlun byggingarvöruverzlun, vefnaðarvörubúð og smávörubúð. Ein veitingastofa er á staðnum, og einnig má geta þess, að nokkrar fiskvinnslustöðvarnar hafa um skeið rekið verbúðir sínar sem gisti- og matsölustaði. Með tilkomu félagsheimilisins Festi á árinu 1972 hefur verið unnt að bjóða upp á þjónustu í mat og drykk þar. Þá eru í Grindavík 2 vélsmiðjur með nokkuð umfangsmikinn rekstur, bæði viðgerðir og nýsmíði, aðallega í sambandi við bátaflotann, og 2 lítil trésmíðaverkstæði.

íbúa- og byggðaþróun

Grindavík

Grindavík – innsiglingin.

Grindavík er talin frá ómunatíð að hafa verið í 3 hverfum: Staðarhverfi vestast, Járngerðarstaðahverfi í miðið og Þorkötlustaðahverfi austast. Milli þessara hverfa voru svo taldir einstaka bæir: Húsatóftir milli Staðar- og Járngerðarstaðahverfis. Hóp milli Járngerðarstaða- og Þorkötlustaðahverfis og Hraun rétt austan við Þorkötlustaðahverfi, en ísólfsskáli nokkru austar.
Krýsuvíkurhverfi var einnig tilheyrandi Grindavíkurhreppi allt til ársins 1936, að hluti af Krýsuvíkurlandi var lagður undir Hafnarfjarðarbæ.
Grindavík - Gamli bærinnSögur herma, að í öndverðu hafi helztu jarðir í hreppnum verið Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir og Hraun. Með nýjum og nýjum kynslóðum í aldanna rás skiptust heimajarðirnar, og bændum, þ.e.a.s. jarðeigendum, fjölgaði, og jarðir urðu fleiri og smærri. Einnig hafa jarðirnar gengið kaupum og sölum, ýmist verið konungs-, kirkju- og síðar ríkisjarðir eða bændajarðir.
Nú eru lóðir og lendur í hreppnum ýmist í eigu ríkis, sveitarfélags eða hinna ýmsu landeigenda. Frá landnámstíð og allt framá þessa öld var íbúunum gjarnan skipt eftir því, hvort þeir áttu land eða voru landlausir.

Húsatóftir

Vindheimar – tómthús við Húsdatóftir.

Þeir, sem land áttu, nefndust bændur, en hinir þurrabúðar- eða tómthúsmenn. Eftir að þéttbýliskjarnar fóru að myndast fyrir alvöru, leið þessi skilgreining undir lok.
Byggðin var frá upphafi í þremur hverfum, eins og oft hefur verið að vikið. Risu þessi hverfi umhverfis lendingarstaðina. Tók enginn lendingarstaðurinn öðrum fram, svo að nokkra úrslitaþýðingu hefði fyrir byggðaþróunina. íbúafjöldinn hefur því fremur ráðizt af öðrum ástæðum, s.s. framtaki fólksins, húsakosti o.s.frv.
Árið 1890 er tekið manntal í Staðarprestakalli, þ.e.a.s. í Grindavíkurhreppi að Krýsuvík undanskilinni. Þá eru samtals 302 íbúar í sókninni. í Staðarhverfi búa þá 63 íbúar, í Járngerðarstaðahverfi 145 og í Þorkötlustaðahverfi 94 íbúar.

Gríndavík

Grindavík – höfnin.

Með byggingu hafnar í Hópinu í Járngerðarstaðahverfi skapast fyrst þær breyttu aðstæður, sem valda því, að útgerð leggst með öllu niður frá Staðar- og Þorkötlustaðahverfunum og hefur fljótlega þau áhrif, að byggðin dregst saman á þessum stöðum og þó sérstaklega í Staðarhverfinú, sem er fjær. Enda fór svo, að Staðarhverfið fór fljótlega í eyði. Lengst var búið á Stað eða til ársins 1964. Örlög Þorkötlustaðahverfis urðu nokkuð á annan veg. Byggð hefur að vísu ekki aukizt síðan höfnin var gerð, en heldur ekki minnkað verulega, sumpart mun þetta stafa af tiltölulega lítilli fjarlægð frá höfninni og sumpart af því, að hraðfrystihús var reist þar árið 1946 og veitti mikla atvinnu, einmitt um sama leyti og róðrar lögðust niður frá hverfinu sjálfu.

Grindavík

Grindavík 1958.

Eins og áður er getið, stóðu atvinnuvegir með nokkrum blóma á fyrstu áratugum þessarar aldar og fjölgaði íbúunum þá nokkuð. Árið 1900 eru íbúarnir 357, og árið 1938 eru þeir orðnir 553. Á stríðsárunum kom svo afturkippurinn, sem áður er lýst, svo að árið 1945 er íbúatalan komin niður í 489. Það er svo ekki fyrr en 1950 sem íbúatölunni frá 1938 er aftur náð eða því sem næst. Eftir það heldur fjölgunin áfram jafnt og þétt, þannig að árið 1960 eru íbúarnir 734, fimm árum síðar eru þeir orðnir 913, og árið 1968 fara þeir yfir 1000. Árið 1970 voru þeir 1169, hinn 1. desember 1973 voru Grindvíkingar 1456, og nú, hinn 1. desember 1974 munu þeir vera alveg um 1600.

Staðarlýsing

Grindavík 1968

Eins og flestum er kunnugt, er Grindavíkurland að mestu leyti þakið hraunum, sem runnið hafa eftir lok síðustu ísaldar. Þó er nokkurt graslendi meðfram sjónum, þar sem byggðin var, en hún hefur nú á síðari árum þokazt upp á hraunin í Járngerðarstaðahverfi. Þá eru og í landi hreppsins sérstakir gróðurblettir í hinum víðlendu hraunum, og má þar sérstaklega nefna Selsvelli vestan í Núphlíðarhálsi innarlega, sem er sérstaklega fallegur staður. Um vellina rennur lækur, og mun vatn hvergi renna ofanjarðar annars staðar svo utarlega á skaganum, enda hverfur hann fljótlega, þegar kemur í hraunið. Annar skemmtilegur gróðurblettur er á Vigdísarvöllum, sem er austan í Núphlíðarhálsinum. Þar var áður búið og lengi tvíbýlt. Mun síðasti bóndinn hafa farið þaðan árið 1907.

Grindavík

Grindavík 1974.

Norðan í Þorbirni er nokkurt graslendi. Þar hefur verið afgirt svæði til skógræktar og virðist ræktunin þrífast þar mjög vel. Norðan undir Svartsengisfelli er og fallegur gróðurblettur, og hafa Grindvíkingar haldið þar útiskemmtanir til margra ára.
Bæjarland Grindavíkur er mjög víðlent og nær alla leið frá Reykjanestá austur í Selvog. Ef Iandamörkin eru rakin nákvæmlega frá vestri til austurs, eru þau úr miðri Möl við Reykjanes í Sýrfell. Þaðan beina línu í miðja Hauksvörðugjá í Súlur. Úr Súlum í Stapafellsþúfu. Þaðan í Arnarklett fyrir sunnan Snorrastaðatjarnir. Úr Arnarkletti í Litla-Skógfell og þaðan í Kálffell í Kálffellsheiði. Þaðan í Fagradals-Hagafell og þaðan í Litla-Keili. Frá Litla-Keili í Sog (Sogaselsdal) undir Trölladyngjuhlíðum og með þeim í Markhelluhól. Frá Markhelluhól, norðanvert við Fjallið eina í Markrakagil, þaðan í Markraka í Dauðadölum og þaðan í Stóra-Kóngsfell. Úr Stóra-Kóngsfelli í Litla-Kóngsfell og þaðan suður heiðina beina línu í Sýslustein og síðan í Seljabót.

Fiskidalsfjall

Útsýni af Fiskidalsfjalli yfir Festarfell og Lyngfell. Lambastapi fjær.

Sjóndeildarhringur Grindvíkinga takmarkast víða af fjöllum, sem flest eru í landi bæjarins. Þau eru fremur lág, en setja þó mikinn svip á umhverfið. Öll munu þau vera gosmyndanir og ekki eldri en frá því seint á síðustu ísöld. Þessi eru helzt: Sýrfell, Sandfell, Súlur, Þórðarfell, Stapafell, Þorbjörn (Þorbjarnarfell), Svartsengisfell, Hagafell, Fagradalsfjall, Húsafell, Fiskidalsfjall, Festarfjall, Slaga, Skála-Mælifell, Krýsuvíkur-Mælifell og Geitahlíð austast. Ströndin liggur fyrir opnu úthafinu, víðast hvar lág og lítið vogskorin. Nokkrar litlar víkur ganga þó inn í hana á stöku stað, og eru Staðarvík, Járngerðarstaðavík og Hraunsvík þeirra helztar, og við þær hefur byggðin staðið alla tíð, þegar Krýsuvík er undanskilin. Inn af Járngerðarstaðavíkinni er svo Hópið, eina örugga skipalægið á allri strandlengjunni. Á milli Járngerðarstaðavíkur og Hraunsvíkur er lítið nes, sem heitir Hópsnes, en gengur líka undir nafninu Þorkötlustaðanes.

Jarðhitinn í Svartsengi

Svartsengi

Jarðhitasvæði eru mikil og virk innan bæjarlandsins, og eru jarðhitasvæðin á Reykjanesi og í Krýsuvík þeirra mest. Á svæðinu þar á milli má víða sjá merki um hita í jörðu. Haustið 1971 og fram í janúar 1972 voru boraðar tvær holur við Svartsengi í Grindavík á vegum Grindavíkurhrepps. Var tilgangurinn tvíþættur: Annars vegar að freista þess að fá upp varma til hitaveitu í Grindavík og hins vegar til þess að fá úr því skorið, hvers eðlis hitinn væri (háhiti eða lághiti) í sambandi við þær miklu umræður, sem fram höfðu farið um nýtingu jarðvarma til stóriðju s.s. sjóefnavinnslu. Árangurinn lét ekki á sér standa. Áformað hafði verið að bora eina holu 700-800 m djúpa, en þegar holan var orðin 240 m djúp, var hætt, því þá var hitinn kominn í rúmar 200° C og afl holunnar um það bil 60 kg/sek.

Svartsengi

Svartsengisvirkjun.

Var þá síðari holan boruð. Varð hún 400 m djúp, lítið eitt heitari en sú fyrri og afl hennar um 70 kg/sek. Ókostur var það hins vegar, að vatnið í holunum var salt og ekki unnt að virkja það til hitaveitu, án þess að um varmaskipti yrði að ræða, þ. e. að gufan yrði notuð til upphitunar á fersku vatni. Boranir þessar sönnuðu einnig, að Svartsengissvæðið var háhitasvæði, svipað og á Reykjanesi, og síðan hafa athuganir leitt í ljós, að það er ekki minna en 4 km2 að stærð.
Á fundi sínum 7. apríl 1972 samþykkti hreppsnefnd Grindavíkurhrepps að bjóða hinum sveitarfélögunum á Suðurnesjum til samvinnu um nýtingu jarðhitans í Svartsengi. Það tók sveitarfélögin nokkuð langan tíma að ákveða sig, þar sem áhugi var þá mikill hjá þeim að freista þess að bora eftir varma í landi Keflavíkur.

Svartengi

Svartsengi.

Seint á árinu 1973 var loks ákveðið að snúa sér að Svartsengi, og hefur samfleytt verið unnið síðan að undirbúningi hitaveitu á Suðurnesjum undir forystu Samstarfsnefndar sveitarfélaganna þar.

Á árinu 1974 hefur Orkustofnun verið athafnasöm á Svartsengissvæðinu. Hafa nú verið boraðar þar tvær hitaholur til viðbótar með gufubornum. Eru þær 1500 og 1700 m á dýpt, 230°—240° C heitar og afl þeirra samanlagt um 180 kg/sek. Einnig hefur verið boruð 1 kaldavatnshola, sem gefur mikið og gott vatn til upphitunar. Varmaskiptatilraunir voru einnig gerðar á árinu, og gáfu þær góða raun.
Á vegum sveitarfélaganna hefur talsvert verið unnið að hönnun og áætlanagerð varðandi hitaveituna og núna rétt fyrir jólin samþykkti Alþingi lög um Hitaveitu Suðurnesja, sem er sameign sveitarfélaganna á Suðurnesjum (60%) og ríkisins (40%), en ríkið fékk snemma áhuga á fyrirtækinu vegna Keflavíkurflugvallar.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Binda Suðurnesjamenn miklar vonir við, að framkvæmdir geti nú farið að hefjast innan tíðar.
Svartsengissvæðið er í eigu einkaaðila. Er það óskipt sameign ýmissa landeigenda í Grindavík. Samningaviðræður standa yfir, en er ólokið enn. Vonandi verða þeir ekki til þess að tefja þessar þýðingarmiklu framkvæmdir.

Fengin kaupstaðarréttindi
Grindavíkurhreppur öðlaðist kaupstaðarréttindi með lögum nr. 18, 10. apríl 1974.“

Heimild:
-Sveitarstjórnarmál, 34. árg. 1974, Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing – Eiríkur Alexandersson, bls. 255-265.

Grindavík - Einarsbúð

 

Hraun

Sigurður Gíslason á Hrauni er manna kunnugastur um örnefni og staðhætti á jörðinni Hrauni skammt austan við Þórkötlustaðahverfi í Grindavík.

Sigurður

Rætt var við Sigga þar sem hann dvelur um þessar mundir á Hjúkrunarheimilinu að Víðihlíð við góða umönnun. Sigurður fæddist á Hrauni 5. maí árið 1923 og hefur búið þar fram til þessa.
„Ég veit sjálfsagt eitthvað um örnefnin á Hrauni, en þekki þau ekki endilega öll“, segir Siggi. „Krókur hét t.d. krikinn vestast í túninu, norðan Vatnagarða. Þar eru tóftir. Draugagerði eru leifar garða eða gerðis austan við Tíðarhliðið, innan garðs. Bakki eða Bakkar voru norðan við Gamla bæinn. Bóndinn þar vildi nefna það Litlahraun, en fékk ekki. Hrauntún var vestan við Gamla bæinn. Sunnuhvoll var norðan við Hrauntún og Gamla bæinn. Sauðagerði var austast í túninu og sjást tóftir þess enn. Vatnagarður (-ar) lýsti ég áður, en Gamli bærinn var vestan og sunnan við núverandi hús; tvíbýlið.

Hraun

Hraun um 1940 – hér sést gamli bærinn og sjóbúðin.

Fjárhús tóftir eru á a.m.k. tveimur stöðum er enn sjást. Gamlibrunnur er ofan við Hrólfsvík. Krókshellir er í Krókstúninu. Suðvestan þess lá Eyrargatan út á Nes. Hraunkotsgatan lá upp úr Króknum yfir að Haunkoti og Þórkötlustaðagatan lá upp um Fremra-Leiti út í Þórkötlustaðahverfi. Allar þessar götur sjást enn, nema kannski Eyrargatan. Á götum þessum voru hlið í túngarðinum. Hraunsvegur var nýjasta gatan áður en núverandi þjóðvegur kom. Hann lá um Efra-Leiti, framhjá Hvammi og um Tíðarhliðið á Hrauni. Markhóll er upp á Efra-Leiti, hlaðinn. Hraunsleynir er austar.

Hraun

Vatnagarðar – tóftir.

Ofan hans er hlaðin refagildra og leifar af fleirum í Leyninum sjálfum. Hraunsvörin var þrískipt; Suðurvör (Hraunsvör), Norðurvör og Bótin. Þú þekkir svo Hraunsbrunninn og hvar líklegt er að kirkjan til forna gæti hafa staðið austan við Gamla bæinn.
Ekki má gleyma Dysinni ofan við bæinn þar sem karlsson er sagður hafa verið grafinn eftir Tyrkjaránið  og Ræningjadysinni, eða Kapellunni, á Hraunssandi, sem Kristján Eldjárn gróf í og fann þar eitthvað að gripum. Tyrkjahellirinn er svo uppi á Efri-Hellum, en þar var alltaf gott vatn fyrir kýrnar. Og ekki má gleyma Guðbjargarhelli, en hann var löngum athvarf öm
mu minnar fyrst eftir að hún kom að Hraunu, vildi hún vera í næði.“ 

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar, sem Gísli Hafliðason, bóndi, Hrauni (Vestur-Hrauni) og Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Ísólfsskála (fyrrum bóndi á Austur-Hrauni (Manntal 1910)), gáfu kemur eftirfarandi fram: „Fram af túninu gengur þangivaxinn tangi fram í sjó, sem fer í kaf um flóð.
SunnuhvollÞegar Jón Jónsson, afi Gísla Hafliðasonar, var hér, var á tanganum grasflöt. Sunnan við Skarfatanga í bás, sem þar er, strandaði franskur togari. Einnig strandaði kútter Hákon hér 1926 milli 8. og 9. maí.
Næst austan við Skarfatangann er Markabás, sem fyrr getur. Hann gengur þannig inn í bergið og fer alveg í kaf um flóð. Þar flæðir allt, sem þar kann að vera. Í túninu eru engin nöfn, en gerðið austur af túninu er nefnt Sauðagerði. Túnið sjálft er nafnalaust.
Næsta vík við Skarfaklett er Hvalvík, svo er Hrólfsvíkin fyrrnefnda. Síðan er Vondafjara eða Vindfjara. Utan hennar gengur fram Skeljabótarklöpp. Er þá komið heim undir bæ, og er þar vík, sem heitir Skeljabót. Út af Skeljabót heitir Barnaklettur. Vestan við Barnaklett er Hraunsbót og fjaran þar heitir Hraunsvör. Þá taka við, niðri á túninu, Vatnagarðar. Þar var eitt sinn býli.
SunnuhvollHúsafell er vestan við Fiskidalsfjall. Skarð á milli fellanna er einungis nefnt Skarð. Grasbrekkur framan í Húsafelli heita: Langigeiri og er austast; Djúpigeiri, Litli-Skotti og Stóri-Skotti er vestast. Kvos upp á Húsafelli fyrir ofan Stóra-Skotta heitir Húsafellsdalur. Austur af hrauninu framan við Húsafell er hellisskúti sem nefndur er Guðbjargarhellir. Hann er kenndur við Guðbjörgu ömmu Magnúsar Hafliðasonar en hún hafði þarna afdrep í leiðindum sínum fyrst eftir að hún kom að Hrauni.

Húsafell

Húsafell ofan Hrauns.

Landamerki Hrauns og Þórkötlustaða eru um hæstu bungu Innstuhæðar frá hól á Hraunsleiti framan við Hraunsleyni. Úr Innstuhæð eru landamerkin í norðaustur í svonefnda Vatnskatla í Fagradals-Vatnsfelli.“

Loftur Jónsson skráði örnefni í Hraunslandi:

Guðbjargarhellir

„Jörðin Hraun í Grindavík á land að Ísólfsskála og Krýsuvík að austan, Vatnsleysuströnd að norðan og Þórkötlustöðum að vestan. Bærinn stendur við sjó utarlega við Hraunsvík að vestanverðu.
Eftirfarandi hjáleigur voru í Hraunslandi: Vatnagarður syðst í túninu. Þar bjó eitt sinn ekkja á 17. öld og hafði allt upp í 8 kýr þegar flest var. Bakkar (eða Litla-Hraun) norðan núverandi túns. Sunnuhvoll norðvestan við Hraun og Hrauntún þar vestur af. Óljósar sagnir eru um hjáleiguna Draugagerði vestur við túnhlið. Þar stóðu fjárhús sem elstu menn muna. [Á túnakorti frá 1918 eru merktar þar „gamlar rústir“.]

Slok

Hraunsgarðar í Slokahrauni.

Örnefni sem mér eru kunn í landi Hrauns eru eftirfarandi: Með sjó er Markabás vestast. Hann er austan við svonefnd Slok og skiptir löndum á milli Þórkötlustaða og Hrauns. Austan við Markabás er Hádegistangi. Hádegisklettur er þar ofan og sunnan við. Hann hét öðru nafni Klofaklettur, tvær strýtur voru upp úr honum en önnur er nú brotin af fyrir mörgum áratugum.
Þetta var hádegismark frá gamla bænum á Hrauni. Þar Sauðagerðinorðan við er Skarfatangi. Það er smátá sem skagar út í sjóinn en fer í kaf á flóði. Magnús Hafliðason segist muna eftir grasi á Skarfatanga og þegar hann var ungur hafi gamlir menn sagt sér að grasbakki hafi verið á Skarfatanga. Skip hafa strandað sitt hvoru megin við Skarfatanga. Franski togarinn Cap Fagnet að sunnan og kútterinn Hákon að norðanverðu. Vikið norðan við Skarfatanga heitir Vatnagarður og sama nafn ber syðsti hluti túnsins þar upp af. Sker út af Vatnagarði kemur aðeins upp úr á stórstreymisfjöru og er kallað Klobbasker. Sagt er að það hafi komið upp þegar bænahús var aflagt á Hrauni (sennil. Á 17. öld). Gamla sundið lagðist þá einnig af. Vatnstangi er norðan við Vatnagarð. Þar rennur fram ferskt vatn.
Fast norðan Vatnstanga er Suðurvör Hraunog var þar aðallending á Hrauni. Norðan við Suðurvör er sker og var farið fa
st með því þegar lent var og var það nefnt Rolla. Norðurvör er í þröngum klöppum þar norður af og þar var aðeins hægt að lenda í mátulega sjávuðu. Baðstofa er stór klöpp fast fyrir norðan Norðurvör. Þar norður af er Bótin og þar var nyrsta lendingin. Þaðan var hægast að fara út í vondu. Efst í Bótinni er klettur sem fer í kaf á flóði og heitir Barnaklettur. Þar áttu að hafa flætt og síðan drukknað tvö börn.

Túnið upp af Bótinni er nefnt Sauðagerði. Bóndagerði var líka til í túninu en er komið undir kamp fyrir löngu síðan. Önnur örnefni eru ekki kunn í túninu.

Markhóll

Skeljabót er næst fyrir norðan Bótina. Þar eru klappir sem nefndar eru Skeljabótarklappir. Vondafjara er þar fyrir norðan. Síðan kemur Hrólfsvík, Efri- og Fremri- með skeri á milli. Í Hrólfsvík strandaði breskur togari (Luis). Upp af Efri-Hrólfsvík er grjóthrúga og kölluð Ræningjabæli. Þar gróf dr. Kristján Eldjárn þegar hann var þjóðminjavörður og taldi hann að þetta hafi verið enskur verslunarstaður.
Hvalvík er norðan við Hrólfsvík. Hvalhóll er á kampinum milli þeirra. Fram undan hamrabelti ofan Hvalvíkur er stór klettur laus við landið og heitir Skarfaklettur. Hellir í hamrabeltinu rétt ofan Skarfakletts heitir Dunkhellir. Hann er nú að mestu fullur af grjóti.

Festarfjall

Festarfjall – Hraunssandur nær.

Fjaran undir Festarfjalli heitir Hraunssandur. Skora hét rauf í bergið fyrir norðan Dunkhelli en er nú horfin. Stígurinn var gata niður á sand og var hún upp við fjallsræturnar. Þar er nú bílfært niður. Klettarani skagar fram á sandinn og heitir Vestrinípa. Eystrinípa er töluvert austar og skilur hún á milli Hraunsands og Skálasands og þar af landamerki. Ekki er hægt að komast fram hjá þessum klettum nema þegar lágsjávað er. Við Eystrinípu er áberandi lóðrétt blágrýtisstuðlabergslag í berginu kallað Festin. Þjóðsaga segir þetta vera gullhálsfesti tröllkonu sem bjó í fjallinu.
Hún lét svo um mælt að þegar ábúendum á Hrauni tækist að Túnakortláta dóttur heita í höfuð sér og stúlkan gengi á sandinum þarna fyrir neðan mundi festin falla um háls henni. Þetta virðist ekki hafa tekist enn.
Festarfjall er fyrir botni Hraunsvíkur. Í daglegu tali er það kallað Festi. Norðan við Festi og á milli fjallsins Hrafnshlíðar er Siglubergsháls. Skökugil heitir gil með grasgeira í suðvestan í Hrafnshlíð. Þar ofar í hlíðinni heitir Vondaklif. Djúpidalur er norðaustan í Hrafnshlíð.
Vestan við Hrafnshlíð er Fiskidalsfjall. Þar sem fjöllin mætast er Skökugil að framan en að norðan er djúpt gil eða geil inn á milli fjallanna og heitir Svartikrókur. Við rætur

Fiskidalsfjall

Útsýni af Fiskidalsfjalli yfir Lyngfell. Lambastapi t.h.

Fiskidalsfjalls að norðan var mikið af stórum björgum sem hrunið höfðu úr fjallinu en eru nú farin, voru notuð við byggingu hafnargarðs í Grindavíkurhöfn. Þetta var kallað Stórusteinar. Framan í fjallinu að austanverðu eru grasbrekkur sem kallaðar eru Hálsgeirar og grasbrekka að vestanverðu heitir Berjageiri.“

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar.
-Örnefnalýsing Lofts Jónssonar.
-Sigurður Gíslason, Hrauni.
Hraun 1924

Slokahraun

Gengið var um Slokahraun milli Þórkötlustaðahverfis og Hrauns austan Grindavíkur. Slokahraun er líklega um 2400 ára. Hraunið er hluti af Sundhnúkahrauni. Önnur nafngreind hraun í sama gosi eru Blettahraun og Klifhólahraun.

Garðar í Slokahrauni

Slokahraun rann í mjórri ræmu til suðsuðausturs frá gígunum sunnan Sundhnúks, milli Vatnsheiðar og Hópsheiðar. Getið er um Slok í tveimur örnefnaskrám Þórkötlustaða í Grindavík:  „Utar er tangi fram í sjóinn, sem heitir Slok, og upp af honum er hraunspildan nefnd Slokahraun“ og „síðan taka við Slok og er austast Slokatá. Slokin draga nafn af áberandi soghljóði, sérstaklega undir austanátt.“ Innfæddir Grindvíkingar austanverðir þekkja hljóðið. Þegar aldan skellur undir hraunhellunni slokrar í henni svo um munar.

Hraun

Hraun í Grindavík.

Að austanverðu eru mörk hraunsins við ströndina við vesturtúngarðinn á Hrauni. Garðurinn liggur uppi á hraunbrúninni, sem nú er gróin að innanverðu. Sigurður Gíslason, bóndi á Hrauni, sagði hraunið, séð frá bænum, jafnan hafa verið nefnt Hraunið. Um það hefðu legið þrjár götur fyrrum, áður en akvegirnir voru lagðir yfir það, fyrst með ströndinni og síðar um Tíðarhliðið á norðvestanverðum túngarðinum. Enn mótar fyrir síðarnefnda veginum, bæði innan garðs og utan. Hann lá yfir að Hvammi og þar áfram til vesturs. Sjást leifar hans bæði austan við Hvamm og vestan við Efra-Land. Um hinar göturnar þrjár verður nánar fjallað um hér á eftir. Þeirra er hvorki getið í örnefnalýsingum né fornleifaskráningarskýrslum.
Byrgi í SlokahrauniÍ Sögu Grindavíkur segir að Slokin séu “austan við Buðlungavör; út af þeim samnefndur skerjatangi, sem gengur vestur og út í Þórkötlustaðavík, og er sundið inn í víkina á milli þessara tanga og þeirra, sem liggja út frá Leiftrunarhól [á Þórkötlustaðanesi]. Þarna á Slokunum er álitið að eitt af stóru slysunum hafi orðið. Það var nóttina áður en mb. Aldan rá Vestmannaeyjum rak upp í Nesið að vestanverðu… að annan vélbát frá Vestamannaeyjum, Þuríði formann, sem einnig varð fyrir vélarbilun í sama veðrinu, rak þar upp. En þar tóku höfuðskepnurnar öðru vísi á hlutunum. Þegar fólk kom á fætur á Þórkötlustöðum, varð það vart við óeðlilega mikið brak í fjörunni, og þótt allt væri mjög maskað niður, sást þó, að þarna hafði Þuríði formann rekið upp og hún farizt með allri áhöfn.

Hraun - kort

Hraun í Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.

Hinn 8. desember 1923 gerðist það í austan veðri og snjókomu, að þýskur togari strandaði einhvers staðar hjá Grindavík, að því er skipstjórinn hélt. Togarinn losnaði sjálfur fljótlega úr strandinu, en hafi laskazt svo mikið, að hann fór fljótlega að síga niður og sökk svo eftir lítinn tíma. Áhöfnin komst í björgunarbátinn og hélt síðan undan sjó og vindi, þar til þá allt í einu bar að landi og upp í stórgrýtiskamp. Mennirnir komust allir ómeiddir í land…
Skiptar eru skoðanir manna um, hvar togari þessi hafi strandað, en Þórkötlustaðamenn töldu, að eftir strand þetta hafi komið festa á veiðarfæri þeirra, sem ekki hafði verið þar áður, á leirbotni skammt út af víkinni, og veiðarfærin oft ryðlituð, er þau komu upp. Því er gizkað á, að togarinn hafi lent annaðhvort á Slokunum eða nálægt Leiftrunarhól, þ.e. öðru hvoru megin við Þórkötlustaðavíkina.”
HraunkotsgataVertíðir settu löngum svip á atvinnulífið í Grindavík. Tvær verbúðir voru um tíma í Þórkötlustaðalandi, ein á Ísólfsskála og fleiri í Járngerðarstaðalandi. Hraunsmenn gerðu út á Þórkötlustaðanesi og gengu á milli. Þá var Eyrargatan jafnan farin, en hún lá með ströndinni, í gegnum Slokahraun framhjá Sögunarhól og eftir fjörunni neðan við Klöpp, Buðlungu og Þórkötlustaði. Ströndin var þá sandfjara líkt og enn má sjá að hluta innst í Bótinni. Sandurinn náði dágóðan spöl út. Þar voru góðar lendingar fyrrnefndra bæja. Vestan Þórkötlustaða, þar sem nú er Sólbakki, kom gatan upp á bakkann við bæ, sem hét Skarð og þar var. Síðan liðaðist hún ofan strandarinnar, yfir Kónga og að naustunum vestan þeirra.

Hraunkot

Hraunkot.

Eyrargatan sést enn í hrauninu innan landamerkja Þórkötlustaðahverfis. Austar hefur sjórinn kastað grjóti yfir hana, auk þess sem vegur var lagður að hluta til yfir hana. Nánar er sagt frá Eyrargötunni annars staðar á vefsíðunni.
Önnur gatan hét Hraunkotsgata. Hún lá upp frá austanverðri hraunbrúninni, í gegnum túngarðinn á Hrauni og svo til beina stefnu yfir það til vesturs, að Hraunkoti, sem var austast bæja (kota) í Þórkötlustaðahverfi. Stór gróinn hraunklettur er norðan götunnar skammt frá Hraunstúngarðinum. Þessi gata sést enn mjög vel, enda gróin. Sigurður sagði það varla geta talist undarlegt því þessa götu hefðu vermennirnir gengið til baka með fiskinn á bakinu. Áburðurinn hafi því verið ágætur og nyti gatan góðs af því enn í dag.

Hraunkot

Hraunkot.

Þriðja gatan, sem enn sést, er Þórkötlustaðagata. Hún liggur, líkt og Hraunkotsgatan, í gegnum hlaðinn túngarðinn á Hrauni, um hlið þar sem sem garðurinn myndar 90° horn. Gatan, sem er sú nyrsta þeirra þriggja, liggur nú um gróið hraunið, en hinar fyrrnefndu liggja enn um úfið mosavaxið apalhraunið. Lítill hraunhóll er norðan götunnar. Frá honum beygir gatan lítillega í átt að norðurtúngarðshorni Hraunkots. Þar lá hún samhliða garðinum með svo til beina stefnu á Þórkötlustaði. Enn sést móta fyrir honum á sléttuðu túninu sem þar tekur nú við.

ÞórkötlustaðagataÍ Slokahrauni eru miklir þurrkgarðar. Vegna þess hversu fáir vita af mannvirkjunum hafa þau fengið að vera í friði og því varðveist vel. Á þessa garða var flattur fiskurinn lagður og hann þurrkaður. Einnig hausar og annað er nýta mátti af fiskinum. Auk garða má sjá nokkur þurrkbyrgi, sem fiskurinn hefur verið geymdur í milli þurrkálagninga. Eins byrgi má bæði sjá í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, vestan Húsatófta, við Nótarhól austan Ísólfsskála og á Selatöngum. Einnig austan við Herdísarvík.

Buðlunga

Buðlunguvör.

Þegar bátar komu úr róðri var aflinn færður á skiptivöll, þar sem skipt var í hluti. [Einn slíkan má enn sjá neðan við Klöpp]. Því næst var gert að, á skiptivellinum ef aðstæður þar leyfðu, annars á öðrum hentugum stað. Í Grindavík mun víðast hafa verið gert að á skiptivelli. Á vetrarvertíð, þegar ekki var þerrisvon, var fiskurinn lagður í kös, eða kasaður sem kallað var. Það var gert eftir sérstökum reglum. Fiskurinn var lagður þannig í kösina, að dálkurinn sneri niður, svo að blóð sem síga kynni úr honum færi síður í hinn helminginn; fiskurinn var kýttur, en það var gert með því móti að beygja hann saman í hnakkann, svo að fiskurinn fyrir framan dálk myndaði ¼ úr hring.

Sloki

Fiskgarðar í Slokahrauni.

Næsta lag var svo sett ofan á það, sem fyrir var, þannig að hnakkinn af þeim fiski læki móts við gotraufina á þeim, sem undir var, og með sama hætti koll af kolli. Helzt þurfti kösin að vera á sléttum halla, svo að ekki sæti vatn í henni. Að lokum myndaðist hringur og komu sporðar allra neðstu fiskanna saman. Kösin stóð misjafnlega lengi, stundum svo vikum skipti, þar sem sjaldnast viðraði vel fyrr en undir vor. Í frosti skemmdist kasarfiskurinn ekki að ráði, en ef skiptist á vætutíð og frost vildi hann vera maltur, jafnvel grútmaltur.
Hraun - tóftir Vatnagarðs framarÞegar komið var fram á vor og veður fór batnandi, var fiskurinn tekinn úr kösinni og byrjað að þurrka hann. Fyrst var hann þveginn og himnudreginn, en síðan breiddur á garða, möl eða grjótghryggi, og var roðinu snúið niður á daginn en upp á nóttunni. Á meðan á þurrkuninni stóð, var fiskinum snúið hvað eftir annað, en er hann þótti orðinn hæfilega þurr, var honum hlaðið í stakka og þeir fergðir, svo að sléttaðist úr fiskinum. Þegar þurrkur var, var fiskurinn síðan breiddur úr stökkunum, uns hann var orðinn sprekaður, en þá þótti loks fært að vigta hann og flytja.

Slokahraun

Slokahraun – fiskgarðar.

Nokkur tími gat jafnan liðið frá því fiskur var fullþurkkaður og þar til hægt var að flytja hann, og reið þá á miklu í stórum verstöðvum, þar sem margir gerðu út, að ekki ruglaðist fiskurinn. Af þeim sökum höfðu menn sérstök fiskmerki, og umsvifamiklir aðilar höfðu sérstakt brennimark.
Á meðan fiskurinn beið flutnings, var hann tíðast geymdur í fiskbyrgjum. Þau voru hlaðin úr grjóti, strýtu- eða stróklaga, en þannig var best að verja fiskinn gegn vætu. Á sumum jörðum í Grindavík munu einnig hafa verið sérstök fiskgeymsluhús, en ekki er ljóst hvernig þau voru byggð.

Grindavík

Grindavík – Þórkötlustaðir.

Frá 17. öld eru heimildir um slík hús frá Hópi, sem voru í eigu Skálholtsstaðar. Þá var hús á Þórkötlustöðum, sem gekk undir nafninu “staðarhúsið”, og var það sýnilega fiskgeymsluhús í eigu Skálholtsstóls. Hugmyndir eru uppi um að einu fiskgeymsluhúsin, sem varðveist hafa í Grindavík, megi finna undir rótum Sundvörðuhrauns, svonefnd “tyrkjabyrgi”. Fleiri slík byrgi má finna í upplandi bæjarins, ósnert með öllu. Staðsetning kemur vel heim og saman við heimildir þess efnis að annar aðalútflutningsstaður Grindvíkinga um tíma var frá Básendum.

Hraun

Hraun – tóftir Vatnagarða.

Með vorinu er ætlunin að fylgja Sigurði Gíslasyni um Vatnagarð og Slokahraun að Sloka.
Frábært veður. Gangan tók 1. klst og 11 mín.

Heimildir m.a.:
-Sigurður Gíslason, bóndi á Hrauni.
-Örnefnaskrá Þórkötlustaða.
-Örnefnaskrá Hrauns.
-Saga Grindavíkur. J.Þ.Þ 1994.

Sloki

Sloki – uppdráttur ÓSÁ.

Kapella

Kristján Eldjárn skrifaði um fornleifarannsóknir í Kapelluhrauni vestan Hafnarfjarðar og Kapellulág austan Grindavíkur í „Árbók hins íslenska fornleifafélags“ árið 1955:

Kristján Eldjárn

Kristján Eldjárn.

„Á tveimur stöðum á Reykjanesskaga eru örnefni dregin af kapellu. Þau eru Kapelluhraun í landi Lambhaga í Garðahreppi og Kapellulág hjá Hrauni í Grindavík. Báðum örnefnunum eru tengdar sagnir, sem snúast um mannvirki á stöðunum. Verður hér skýrt frá árangri rannsókna, sem gerðar hafa verið á þessum fyrirferðarlitlu en forvitnilegu mannaverkum.

Kapellan í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð (fornleifarannsókn 1950)
Fyrir sunnan Hafnarfjörð er hraunfláki mikill, sem upptök á í gígaröð meðfram Undirhlíðum og hefur runnið þaðan allt norður í sjó. Hraun þetta heitir nú í daglegu tali Bruninn, nema neðsti eða nyrzti hluti þess heitir Kapelluhraun. Það er mjög úfið og lítt gróið apalhraun, og eru jarðfræðingar á einu máli um, að það hafi runnið eftir að land byggðist. Ráða þeir það af útliti og ástandi hraunsins, en auk þess er talið víst, að þetta sé hraun það, sem í gömlum heimildum er nefnt Nýjahraun.

Kapelluhraun

Kapellan í Kapelluhrauni – herforingjaráðskort 1903.

Í landamerkjaskrám er sagt, að mörkin milli Hvaleyrar og Straums séu í norðurbrún Nýjahrauns. Kjalnesinga saga, sem talin er rituð á 14. öld, nefnir og Nýjahraun, og í annálum er þess getið, að skip, er lét út úr Hvalfirði, hafi brotið við Nýjahraun fyrir utan Hafnarfjörð, og á þetta að hafa gerzt árið 1343. Nafnið Nýjahraun sýnir ótvírætt, að hraunið hefur runnið eftir landnámsöld, en heimildirnar, að það sé eldra en frá 1343.
Þegar Nýjahraun rann, hefur það orðið ófær farartálmi á leiðinni suður með sjó. Hefur eflaust þá þegar verið ruddur um það vegur sá, sem síðan var notaður, unz bílvegur var gerður.

Keflavíkurvegur

Hleðslur við gamla Suðurnesjaveginn gegnt Gerði ofan Péturskots, skammt vestan kapellunnar.

Gamli vegurinn var mikið mannvirki. Hann liggur þar sem skemmst er yfir hraunið (á ská yfir akveginn, sem nú er, 1955), mjög krókóttur, eins og slíkir hraunvegir eru, sem þurfa að þræða milli hárra hraunhóla og djúpra katla, en nóg er af hvoru tveggja í Kapelluhrauni. En vegurinn er sæmilega sléttur og breiður, enda mátti skeiðríða hann. Fast við veginn sjávarmegin, um miðju vegu milli hraunjaðra, er mannvirki, sem kallað er Kapellan, og dregur neðsti hluti hins gamla Nýjahrauns nafn af henni á síðustu tímum.

Kapellan

Kapellan – sjá má leifar Alfaraleiðarinnar, sem lá framhjá henni áður en Suðurnesjavegurinn kom til.

Ekki er mér kunnug eldri heimild um Kapelluna en sóknarlýsing séra Árna Helgasonar um Garðaprestakall frá 1842. Séra Árni segir svo: „Nálægt í miðju þessu hrauni er upphlaðin grjóthrúga rétt við veginn, sem fólk kallar Kapellu og segir þar séu dysjaðir þeir menn frá Bessastöðum, sem drepnir hafi verið í hefnd eftir Jón biskup Arason 1551, er ólíklegt þykir satt geti verið“.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er stutt frásögn um Kapelluhraun og Kapelluna, og er henni lýst þannig: „Hún er að norðanverðu við veginn, hlaðin upp af hellugrjóti í lögun eins og borg.
KapellaDyrnar hafa snúið móti suðri, en nú eru þær fullar af mold og mosa. Kapellan er og hærri að norðan en sunnan. Sagt er, að í Kapellunni sé grafinn einn af umboðsmönnum þeim, sem áður voru á Bessastöðum. Var honum gert umsátur þarna í hrauninu, drepinn þar og grafinn“. Þessi frásaga mun eiga rætur að rekja til séra Jóns Þórðarsonar á Auðkúlu.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi segir þannig frá Kapellunni: „Kapellutóftin í Kapelluhrauni, þar sem sagt er, að lík Kristjáns skrifara hafi verið náttsett, stendur enn að mestu. Raunar er hún nokkuð hrunin utan, einkum vesturgaflinn, og eru dyrnar hrundar saman. Innan er tóftin að öðru leyti hér um bil heil. Er hún hlaðin úr smáum, flötum hraunhellum. Hún er nálægt jöfn á lengd og breidd, ekki fullar fjórar álnir. Þakið er dottið ofan í tóftina. Það mun hafa verið hlaðið saman í topp, einnig úr hraunhellum“.
KapellaLoks má geta þess, að Bjarni Sæmundsson hermir þau munnmæli að í Kapellunni hafi verið dysjaður einn af mönnum Kristjáns skrifara. Kallar Bjarni mannvirkið grjótdys.

Hinn 21. maí 1950 var Kapellan rannsökuð, eftir því sem kostur var á. Auk mín unnu að rannsókninni Gísli Gestsson safnvörður, Jóhann Briem listmálari og dr. Jón Jóhannesson. Þegar við hófum rannsóknina, var húslag rústarinnar svo skýrt, að engum gat blandazt hugur um, að þarna hefði staðið hús og ekkert annað. Hið sama kemur berlega fram í lýsingum Brynjúlfs Jónssonar og þjóðsagnanna. Séra Árni Helgason kallar rústina hins vegar „upphlaðna grjóthrúgu“, og bendir það orðalag til þess, að hún hafi litið öðruvísi út á hans dögum, verið líkari hrúgu en hústóft.
KapellaHúslagið hefði eftir þessu átt að koma fram seinna við það, að einhver hefði rifið upp grjót innan úr tóftinni, enda þóttumst við sjá þess ótvíræð merki, að tekið hefði verið mikið grjót við austurgafl, bæði stærri steinar, sem oltið höfðu úr veggjum, og smásteinar úr gólfi, og hafði þessu grjóti verið varpað yfir í vesturendann. Lá þar dyngja mikil, og sá ekki fyrir dyrum eða dyrakömpum að vestan. Einhver hefur þannig grafið niður með austurgafli og alveg niður á gólf eða jafnvel niður úr gólfi, og líklega hefur þetta gerzt um miðja 19. öld, ef marka má orðalagsmun höfundanna, sem til var vitnað hér að framan. Við tíndum það sem eftir var af grjóti út úr tóftinni, og kom þá lögun hennar skýrt fram.

Jóhann Briem

Jóhann Briem.

Kapellutóftin snýr austur-vestur, þó ekki alveg eftir áttavita, heldur veit framstafninn ögn til suðvesturs. Hann er þó kallaður vesturhlið hér og aðrar hliðar eftir því. Tóftin er öll lögulega hlaðin úr hraunsteinum, og halda veggir sér furðu vel, einkum að innan. Lengdin er 2,40 m, breidd við vesturgafl 2,20 m, en við austurgafl 2,10, og má það í rauninni heita sama breidd austast og vestast. Hæð veggja að innan er 1,80 m við austurgafl, 1,20 í norðausturhorni, 1,35 í suðausturhorni, 0,95 í norðvesturhorni og 1,0 í suðvesturhorni.

Gísli Gestsson

Gísli Gestsson, safnvörður. tók fjölmargar myndir, en fáar eru tila f honum sjálfum. Hér er hann við kumlarannsóknir í Þjórsárdal.

Þar sem hægt er að mæla veggþykkt, er hún um 1,0 m. Á vesturgafli eru dyrnar, og eru dyrakampar meira hrundir en aðrir veggir, einkum þó syðri dyrakampur, en þó eru þeir mjög skýrir. Ekki grófum við alveg út úr dyrum, og var það gert í því skyni, að auðveldara væri að koma rústinni í samt lag eftir rannsóknina. Inn úr dyrum hússins voru flatar hraunhellur í gólfi, enda einnig lítils háttar í suðausturhorni, og virðist svo sem allt hafi gólfið verið flórað, en hellur að miklu leyti rifnar upp, þegar gert var rask það, er að framan getur. Á gólfinu sást töluvert af rauðbleikri ösku og viðarkolabútar í, einkum neðst. Miklu meira bar þó á öskunni en kolamolunum. Langmest var af öskunni í suðvesturhorni tóftarinnar. Í öskunni voru naglarnir og leirkerabrotin, sem talin verða hér á eftir, en þó strjálingur þessara hiuta um gólfið allt.

Kappella

Kapellan í Kapelluhrauni endurgerð.

Ekki tel ég auðið úr því að skera nú, hvort hús þetta hefur verið borghlaðið, eins og Brynjúlfur Jónsson telur. Fremur þykir mér það ólíklegt. Hornin eru að vísu bogadregin, en þó verður húsið að kallast greinilega ferhyrnt að lögun. Hins vegar hafa veggir allir verið hiaðnir í fullri hæð úr hraungrýti, einnig gaflar alveg upp úr, a. m. k. austurgafl með vissu og sennilega einnig vesturgafl. Þakið sjálft tel ég líklegt, að hafi verið uppreft og tyrft, þó að hugsanlegt sé, að það hafi að einhverju leyti verið gert af hraunhellum án þess að vera borghlaðið.

Kapella

Kapellan með friðlýsingaskilti framan við.

Eftir rannsóknina var reynt að ganga frá tóftinni sem líkastri því, sem hún var áður. Ég kom aftur að Kapellunni 26. nóv. 1955. Hún hafði farið vel að stöfnum eftir rannsóknina, ekki hrunið, en klæðzt mosa eðlilega. Hins vegar hefur umhverfi hennar stórum verið spillt við stórkostlega töku hraunsalla í vegi og húsgrunna. Hafnarfjarðarbær hefur keypt þennan hluta hraunsins. Á því friðlýsingarskjal Kapellunnar að vera í hans vörzlu, og hafa ráðstafanir verið gerðar til að koma því í rétt horf.
[Lambhagi (181125 167). Kapellutóft (181125 167-1) forn úr grjóti í Kapelluhrauni. Sbr. Árb. 1903: 34. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938.]

KapellaÍ Kapellunni reyndust vera fjölskrúðugri mannvistarleifar en búizt var við að órannsökuðu máli. M.a. fannst mynd af heilagri Barböru, telgd úr grágulum leirsteini, aðeins efri hluti eða vel niður fyrir mitti, fannst í þremur hlutum, sem auðvelt var að fella saman. Myndin eða líkneskið er nú aðeins 3,3 sm á hæð, en hefur líklega verið um 5,5 sm heilt. Það er haglega telgt, andlitið nokkuð máð, hár mikið og hrokkið og nær niður á herðar og sveigur um yfir ennið. Barbara er í flegnum kjól, aðskornum í mitti, barmurinn hvelfdur, kjóllinn í miklum fellingum neðan beltis. Hún grípur hægri hendi i kjólinn, og sést, að hann er ermalangur. Skikkju slegna hefur hún yfir um axlir, og fellur hún með stórum, mjúkum fellingum á baki.

Kapella

Endurgerð stytta af heilagri Barböru í kapellunni.

Í vinstri hendi heldur Barbara á einkunn sinni, turninum, og hvílir hann við vinstri öxl og upp með vinstri vanga hennar. Turninn er ferstrendur með undirstöðu neðst, síðan nokkru grennri bol, þar sem tveir gluggar sjást, sinn á hvorri hlið, slær sér síðan aftur út líkt og neðst, en upp úr hefur loks verið toppur, sem nú er að miklu leyti brotinn af. Sýnilegt er, að einhvern tima hefur verið brugðið knífi á líkneskinu, sennilega til að kanna efnivið þess, eins og menn gera oft fyrir forvitni sakir. — Lítið brot úr sams konar eða mjög líkum steini fannst einnig í tóftinni skammt frá Barbörulíkneskinu. Það er tiltelgt og mætti vel vera úr neðri hluta myndarinnar, þótt ekki sé hægt að koma því í samhengi nú.

Kapellan

Kapellan – líklenski heilagrar Barböru endurgert.

Ekki virðist ástæða til að efa, að Barbörulíkneskið sé frá kaþólskum tíma, en ekki treysti ég mér til að tímasetja það nánar. Líkneskið sýnir þá, að húsrúst þessi mun vera síðan fyrir siðaskipti, því að óhugsandi virðist með öllu, að það hafi borizt í rústina á seinni öldum. Þá bendir og líkneskið eindregið til þess, að nafn rústarinnar segi rétt til um upphaflega notkun hússins. Það hefur að líkindum verið kapella, þar sem vegfarendur gátu staðnæmzt til að gera bæn sína.
Húsið hefur verið alveg við gamla veginn og vitað við áttum eins og kirkja. Mætti hugsa sér, að kapellan hafi verið reist þarna um leið og vegurinn var gerður yfir nýja hraunið, sem þvergirti fyrir leið manna suður með sjó. Eflaust hafa þau tíðindi þótt mikil og ill og ekki hættulaust að ryðja veginn og fara hraunið, meðan það var nýrunnið. Gat hætta sú og óhugnaður, sem hrauninu fylgdi, verið ástæða þess, að kapella var reist einmitt þarna. Stoðar þó að vísu lítt að gizka á slíkt, en hitt má vera því nær víst, að hús þetta hafi í raun og veru verið kapella, eins og nafn þess bendir til.

Kapella

Kapellan – misvísandi skilti frá mismunandi aðilum…

Líkneski Barböru er af þeirri tegund smálíkneskja, sem menn báru á sér sem verndargripi. Dýrkun heilagrar Barböru meyjar hefur sjálfsagt verið allmikil hér á landi eins og annars staðar. Þó var hún ekki nafndýrlingur neinnar kirkju hér á landi, en meðal verndardýrlinga tveggja, kirknanna í Reykholti og Haukadal. Barbörulíkneski áttu að minnsta kosti fjórar kirkjur, í Reykholti, Vestmannaeyjum, Holti í Saurbæ (Stórholti) og Möðruvöllum í Eyjafirði.
Myndir af Barböru hafa auk þessa auðvitað verið á mörgum kirkjugripum, svo sem altaristöflum og skrúða, og má nefna sem dæmi þess saumaða mynd á kórkápu Jóns Arasonar, Barbörumyndir á útskornum altaristöflum frá Reykholti og Síðumúla og á sjálfri stóru altaristöflunni í Hólakirkju, en fleira mætti sjálfsagt nefna. Barbörumyndin í Kapellunni er vitanlega ekki full sönnun þess, að rúst þessi hafi í raun og veru verið kapella á kaþólskum tíma. En hún bendir þó til þess, að menn hafi haft þar tilbeiðslu um hönd öðrum stöðum fremur.

kapella

Leirkersbrot, nagla og skeifubrot treysti ég mér ekki til að tímasetja, en ekkert er óeðlilegt að rekast á þetta dót þarna, þó aldrei nema húsið hafi verið kapella í pápísku. Líklega hefur það verið eins konar sæluhús öðrum þræði, menn hafa farið þar inn til að gera bæn sína, en einnig til þess að hvílast eða leita skjóls í vondu veðri, jafnvel til að matast. Þetta kann að hafa verið frá upphafi ellegar ekki fyrr en eftir siðaskipti, því að sennilega hefur húsið staðið a.m.k. fram á 17. öld. Krítarpípuleggurinn sýnir það. Þarna hafa menn verið á ferð eftir að tóbak komst í notkun hér á landi. Og eldur hefur verið gerður á gólfi til þess að orna sér við, sjóða mat eða hvort tveggja. En ekkert af þessu þarf að mæla því í gegn, að húsið hafi upprunalega verið bænahús vegfarenda á óhugnanlegum stað.

Kapella

Kapella á Helgafelli á Snæfellsnesi.

Í ýmsum kristnum löndum eru enn til smákapellur, sem reistar hafa verið við vegi á miðöldum, ætlaðar vegfarendum til bænagerðar. Þá voru og stundum reistir krossar úti á víðavangi í sama skyni. Slíkur hefur verið krossinn, sem lengi stóð við hættuleiðina í Njarðvíkurskriðum, milli Njarðvíka og Borgarfjarðar eystra. Við hann áttu menn að lesa faðirvor. Af slíkum krossum kunna og að vera dregin sum örnefni af krossi eða krossum. Nefna má og í þessu sambandi hústóft litla úr grjóti, sem er uppi á Helgafelli á Snæfellsnesi og kölluð er „kapellan“. Víst mun hún hafa verið bænahús í kaþólskum sið. Hana má bera saman við Kapelluna í Kapelluhrauni, þótt ekki standi hún við veg. Fleiri sambærilegar menjar er mér ekki kunnugt um hér á landi, úr því að rústin í Kapellulág verður að dæmast úr leik, svo sem fram kemur hér að aftan.

Kapellulág hjá Hrauni í Grindavík (fornleifarannsókn 1954)

Kapella

Hraunssandur og nágrenni – herforingjaráðskort 1903.

Austur frá Hrauni í Grindavík og allt til Festarfjalls heitir Hraunssandur, enda er þar mjög blásið og sér lítinn sem engan gróður á heilum flákum. Þó sagði Gísli Hafliðason, gamall bóndi á Hrauni og átti þar heima alla ævi (d. 1956), að allt sé þarna heldur að gróa upp, sandurinn sé að festast, og mun það eflaust rétt athugað.
Um Hraunssand hefur frá fornu fari legið vegur, og var um hann áður fyrri mikil umferð af mönnum austan úr sýslum, lestamönnum haust og vor og vermönnum um vetur.

Kapella

Kapellan á Hraunssandi 2023.

Frumstæður bílvegur liggur nú mjög þar sem gamli vegurinn var áður. Um það bil 1 km fyrir austan bæinn á Hrauni er lægðardrag allmikið í sandinum, hefst í hæðunum hið efra og nær niður að sjó, víkkar niður eftir og virðist myndað af rennandi vatni, þó að nú sé hvergi vatn á þessum slóðum. Lægð þessi heitir Kapellulág. Rétt neðan við bílveginn, sem nú liggur þvert yfir lægðina á sama stað og gamli vegurinn lá fyrrum, er töluvert áberandi þúst eða grjóthrúga, auðþekkt mannaverk í sandauðninni.

Kapella

Kapellan í Kapellulág 2000.

Þessi grjóthrúga er í daglegu tali kölluð Dysin, og hermir Brynjúlfur Jónsson um hana eftirfarandi sögu: „Þá er Tyrkir rændu í Grindavík (1627), flýði drengur einn undan þeim, ríðandi á rauðri meri, og hleypti upp veg. Einn af Tyrkjum elti hann og var svo fljótur á fæti, að hann náði honum í Kapeliulág. Þreif hann þá í tagl merarinnar. En hún sló báðum afturfótum fyrir brjóst honum svo hart, að hann lá dauður eftir. Var hann þar dysjaður, og á rústin að vera dys hans“.
Á sjávarbakkanum um 200 m suðaustur frá dysinni er grasi gróinn hóll, sem heitir Hvalhóll. Menn taka mið af þessum hól, þegar hann ber í dysina frá sjónum séð, og heitir þetta mið Húsið. Í því nafni felst sjálfsagt réttari bending um uppruna þessa mannvirkis en í munnmælasögunni.

Festarfjall

Festarfjall frá sunnanverðum Hvalhól.

Fleira er eftirtektarvert í umhverfi dysjarinnar. Fyrir austan hana er allmikil hæð, og af henni er skammt austur að sjó, þar sem Hraunsvík nær lengst inn undir Festarfjall. Þar er mjög hár sjávarbakki, og grefur sjór hella inn í móbergið. Þar var hellir, sem nú er mjög lítið eftir af, og hét Dúnknhellir. Þannig bar Gísli á Hrauni þetta fram mjög greinilega. Magnús bróðir hans sagði Dúknhellir, en Jón Engilbertsson á Hrauni sagði Dúnkshellir. Á korti herforingjaráðsins stendur Dúknahellir. Þannig skrifar einnig séra Geir Bachmann í sóknarlýsingu Grindavíkur 1840— 41 (Landnám Ingólfs III, bls. 142).

Hraunsvík

Hraunsvík – Dúknahellir.

Á skerjum nokkrum undir Festi segja þeir á Hrauni, að áður hafi verið járnhringar til þess að festa skip, og hafi írar fest þar skip sín. Þessir járnhringar munu ekki sjást lengur, og enginn þeirra á Hrauni hafði sjálfur séð þá, en þeir þóttust þó vita fyrir víst, að þessir hringar hefðu verið þarna. (Sbr. og Jón Þorkelsson, Þjóðsögur og munnmæli, Reykjavík 1899, bls. 1.)
Dysin í Kapellulág var rannsökuð dagana 13. og 14. maí 1954. Auk mín unnu við rannsóknina Gísli Gestsson safnvörður og Jóhann Briem listmálari fyrri daginn, en Gísli og Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi seinni daginn). Báða dagana nutum við gestrisni Gísla Hafliðasonar á Hrauni og konu hans. Veður var gott báða dagana, skúrir þó seinni daginn, en vinnufriður sæmilegur.
KapellaBrynjúlfur Jónsson lýsir dysinni svo árið 1903, að hún sé „dálítil grjótrúst, nokkuð grasgróin, svo sem 3 al. í þvermál að ofan, en fláir utan og virðist vera nokkuð hrunin. Naumast er hún yfir 1 al. á hæð“. Þessi lýsing á sæmilega við dysina, eins og hún leit út, áður en við byrjuðum að grafa í hana. Hún var að sjá eins og hver annar blásinn hóli, steinar oltnir út úr á allar hliðar, en nokkuð gróið á milli. Einkum var kollurinn vel gróinn, og vottaði þar ekki fyrir neinni laut eða lægð. Að ógröfnu mátti þó aðeins greina steinaraðir, sem stóðu upp úr þessum gróna kolli og virtust sýna innri brúnir veggja í litlu húsi.
[Hraun (181010 10). Lítil rúst í Kapellulág (181010 10-1), við veginn upp á Siglubergsháls. Sbr. Árb. 1903: 46-47. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938.]

kapellaÞegar við vorum búnir að mynda dysina, fórum við að grafa innan úr henni, eftir því sem þessar steinaraðir eða veggbrúnir sögðu til. Mold létum við sér og grashnausa sér til þess að geta komið öllu í sama fallega lagið aftur, þegar rannsókninni væri lokið. Efsta rekustungan eða vel það var eingöngu foksandur moldarblandinn. Í honum voru nokkur stórgripabein og fuglabein nýleg. Á hér um bil 50 sm dýpi varð vart við fyrstu mannvistarleifar, koladrefjar, sem ekki voru tilkomumeiri en það, að þær héngu ekki saman svo að lag myndaðist. Við hreinsuðum upp alla tóftina við þetta lag, gerðum uppdrátt og tókum myndir. Niðri við lagið eða um 45 sm frá yfirborði. Inni undir húsgafli (þ. e. austurgafli), fundum við eina stappaða látúnsþynnu.
KapellaNú skal lýsa húskofa þessum, eins og hann kemur fyrir sjónir uppgrafinn. Það varð þegar í stað ljóst við rannsóknina, að við höfðum fyrir okkur lítið hús eða hústóft, sem var barmafull af mold, sandi og grjóti, innveggir lítið sem ekki hrundir, en útveggir mjög hrundir og steinar úr þeim skriðnir út á alla vegu. Af því skapaðist dysjarútlitið og þá einnig nafnið og loks munnmælasagan um Tyrkjann. Í miðnafninu Húsið hefur hins vegar geymzt minning um, að þetta hafði í upphafi verið hús. Það hefur verið ótrúlega lítið, 2,20 m að lengd og 1,20 m að breidd. Veggirnir eru hlaðnir úr grjóti í 1 m hæð og standa vel að innan, lítið eitt fláandi upp eftir, þ.e. hallast út.

Grindavík

Grindavík – dys við Hraun. Kristján Elján hafði meiri áhuga á þessum manngerða hól, en entist ekki aldur til.

Ekkert bendir til þess, að hús þetta hafi verið kapella, annað en nafnið Kapellulág. Rústin sjálf var ekki kölluð Kapella, heldur Dysin. Miðnafnið Húsið er fremur bending um, að hús þetta hafi ekki verið kapella. Ekki er þarna heldur neinn svo hættulegur staður, að eðlilegt væri að hafa þar bænhús fyrir vegfarendur, enda örstutt að Hrauni, þar sem áður var kirkja. Þrátt fyrir þetta hefðu þó getað verið einhverjar ástæður til þess að þarna væri reist kapella, en heimildir eða staðhættir mæla ekki sérstaklega með því, og fornleifafundurinn mælir því mikið heldur í gegn, þótt hann afsanni það ekki að fullu. Til dæmis snýr húsið í vestur án þess að sjáist, hvernig á því stendur, jafnvel snýr það dálítið skakkt upp á móti brekku, eins og nokkuð hafi þótt við liggja, að það snéri einmitt þannig. En ekki er þetta nógu veigamikið til þess að halda megi fram þess vegna, að húsið hafi verið bænhús.

Hraun

Signingasteinn (skírnarsteinn) við Hraun. „Sigurðarhús“ h.m.

Þegar hinir mörgu smáhlutir komu fram á svo litlum bletti og loks enskur peningur í þokkabót, hvarflaði hugurinn óneitanlega að verzlun Englendinga hér á miðöldum. Eins og kunnugt er, var Grindavík einmitt einn sá staður, þar sem þeir stóðu hvað föstustum fótum. Gat það verið, að þarna væri beinlínis fundin svolítil ensk búðarhola, þar sem einkum hefði verið verzlað með kvenlegan glysvarning? Hugmyndin virtist góð í fyrstu, en ekki get ég þó haldið þessari skýringu til streitu.
Að öllu athuguðu held ég helzt, að hús þetta hafi verið verkstofa málmsmiðs. Því til sönnunar tel ég fyrst og fremst það, að sumir smáhlutirnir virðast greinilega ekki fullgerðir. Afklippur úr látúni og tini benda og í sömu átt. Skylt er þó að vekja athygli á, að ekki fundust nein merki um, að bræddur hefði verið málmur á þessum stað, hvorki málmdropar né gjall, deiglubrot eða þess háttar. En ekki afsannar það, að þarna hafi hafzt við maður, sem hafði að atvinnu að smíða hluti þá ýmsa, sem þarna fundust.

Kapella

Kapellan á Hraunssandi í dag (2024).

Einkennilegast er staðarvalið. Að vísu er ekki ljóst, hvernig umhverfi hússins hefur verið á miðöldum, þó að trúlegt sé, að þá þegar hafi það verið mjög blásið, og hefði það þó ekki þurft að gera smiðnum neitt til. Hitt er torskýrðara, hversu einangrað þetta hús er og snautt að öllum mannvistarleifum öðrum.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenzka fornleifafélags – 01.01.1955, Kapelluhraun og Kapellulág; fornleifarannsókn 1950 og 1954, Kristján Eldjárn, bls. 5-34.

Kapella

Kapellan á Hraunssandi.

Sogaselsgígur

Bæirnir Kálfatjörn og Þórustaðir höfðu áður í seli á Fornaselshæð, vestan Rauðhóls norðan Keilis og síðan vestur undir Oddafelli, en fengu síðan mun betri selsstöðu í Sogaseli í skiptum við Krýsuvík fyrir uppsátur á Ströndinni.

Sogasel

Sogasel – tóftir einnar stöðunnar.

Enn má sjá leifar selstöðvanna, ekki síst í Sogagíg. Elsta selstöðin, frá Krýsuvík, er reyndar utan við gíginn, neðarlega í Sogadal. Tóftarhóllinn sést vel og enn má, ef vel er að gáð, greina þar rými.

Í Sogagígnum eru leifar þriggja selstöðva. Sú elsta er í miðjum gígnum. Þar má enn greina rými, en þær, sem eru austar og norðar undir gígveggjunum eru augljósar. Þar eru rýmin augljós, s.s. eldhús, baðstofa og búr. Rétt er í gígnum sem og stekkir og kvíar. Gerði norðan nyrstu selstöðunnar hefur nú orðið fyrir áhrifum nýlegrar jarðskjálftarhrinu.

Soagsel

Sogasel í Sogaselsgíg.

Þegar farið er til suðurs frá Höskuldavöllum upp Sogaselsdal eða Sogadal, er þar stór og víður gýgur á vinstri hönd. Hann heitir Sogaselsgígur eða Sogagígur. Op hans snýr til suðurs, að Sogalæk, sem rennur niður dalinn og áfram niður á Höskuldarvellina, allt niður í Sóleyjarkrika. Lækurinn hefur í gegnum tíðina myndað gróðið undirlendi vallanna. Gígurinn, gróinn, er girtur skeifulaga hamrabelti og myndar því ágætt aðhald fyrir skepnur. Þarna var Sogasel frá Kálfatjarnarhverfi og enn fyrrum Krýsuvík um tíma, sem fyrr sagði.

Sogasel

Sogasel.

Í samantekt Orra Vésteinssonar um menningarminjar í Grindavíkurkaupstað frá árin 2001 segir m.a. að “Sogaselsdalur sé grasigróinn gýgur vestast í Sogunum og þar var sel frá Flekkuvík”, segir í örnefnaskrá fyrir Vesturháls. Guðrún Gísladóttir getur Sogasels í skýrslu frá 1993 og birtir af því uppdrátt: “Seljarústirnar eru þrjár. Sú austasta er í bestu ásigkomulagi. Þarna var haft í seli um 1703 frá Kálfatjörn í Vatnsleysustrandarhreppi, en síðar einnig frá Bakka”.

Sogasel

Í Sogaseli.

Gígurinn er mjög skjólgóður og þar hefur verið góð selsstaða. Frá honum liggur selsstígur niður og norður yfir vellina og áfram á milli nyrstu hluta Oddafellsins þar sem farið hefur verið framhjá Oddafellsseli, yfir hraunið á Oddafellsselsstíg og áfram norður Þórustaðastíg heim að bæjum.

Sogasel er skjólsæl selstaða í grónum gíg. Utan hans eru einnig góðir gróningar, auk Sogalækjarins, sem hefur verið grundvöllur selstöðunnar. Skiljanlegt er að Krýsuvíkurbændur hafi gefið hana eftir fyrir útræði á Vatnsleysuströnd, enda selsstígurinn þaðan æði langur. Sogasels er getið í Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík: „Vestast í Sogunum er sel, sem heitir Sogasel“. Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík er hins vegar ekki minnst á selstöðuna, einungis á örnefnið „Sogaselshrygg“. Í örnefnalýsingu fyrir Kálfatjörn má finna örnefndið „Krýsuvíkurvör“ skammt austan Kálfatjarnarvararinnar.

Sogasel

Sogasel – uppdráttur ÓSÁ.