Tag Archive for: Grindavík

Tyrkjabyrgi

Gengið var með Eldvörpum að nýfundnum „Tyrkjabyrgjum“ (fundust 2006), skoðað í „útilegumannahelli“ (fannst 2004), leitað að hlöðnu byrgi við Rauðhól skv. ábendingu Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðings, og gígurinn í Sandfellshæðardyngju skoðaður. Þá var skoðað í „útilegumannahelli“ (fannst 1982) við Eldvörp. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur.

Eldvörp

Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar stundum bökuð brauð. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora við Eldvörp um sumarið brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með greinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum.
Fyrst var þó haldið um Sundvörðuhraunið (sem reyndar er eitt Eldvarpahraunanna) að áður þekktum „Tyrkjabyrgjunum“ (fundust 1872). Ætlunin var m.a. að skoða alla þá staði er tengja má vangaveltum manna í meira en hundrað ár um tilgang og tengsl þeirra.
Byrgin, sem fundust 1872, eru í einum krika þess mót vestri og fundust fyrir tilvikjun þenna vetur, líkt og þær nýrri, sem einnig fundust í Eldvörpum fyrir tilviljun 134 árum síðar. Á fyrrnefnda staðnum eru 10 tóftir (sú 11. fannst reyndar í þessari ferð), en á þeim síðari eru þær tvær. Tóftirnar eru mjög svipaðar á báðum stöðum. Stærsta tóftin í hraunkrikanum er t.d. 4.0 m að lengd og stærri tóftin í Eldvörpum er 4.2 m á lengd. Sum byrgjanna eru mun minni og er eitt þeirra t.a.m. þrískipt.
Stígur liggur nú úr Eldvörpum suður yfir Sundhnúkahraunið, niður af því að sunnanverðu og áfram áleiðis að Húsatóftum. á leiðinni má berja augum fallið byrgi, sennilega refaskyttu, og hlaðinn leiðigarð.
„Tyrkjabyrgin“ eru skammt norðaustan við stíginn eftir að komið er út úr apalúf Sundhnúkahrauns og niður á sléttari öldung Eldvarpahraunanna. Þetta eru 10 tóftir, en tvær þeirra eru uppi á hraunbrúninni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4.0 x 1,5 m á stærð. Hæðin er um 1.3 m. Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.
EldvörpÍ Sögu Grindavíkur (1994) segir á bls. 118 (I) að „Það var vetur inn 1972, að rústir af mörgum smáum kofum, hlöðnum úr grjóti, fundust af tilviljun í hraunkvos skammt vestur af Sundvörðuhrauni… Sumarið 1902 kom Brynjúlfur Jónnson frá Minna-Núpi til Grindavíkur (bjó m.a. í Klöpp) og skoðaði þá rústirnar. Hann brirti lýsingu á þeim í skýrslu sinni í árbók Fornleifafélagsins árið 1903 og taldi tóttirnar vera alls sjö, en of litlar til að menn gætu hafa dvalið þar nema skamman tíma í einu. Löngu síðar rannsakaði Ólafur Briem rústirnar, og taldi hann alls tíu tóttir, auk þess sem hann fann í hraunviki skammt frá þeim manngert aðhald, augljóslega til að handama fé. Lýsing Ólafs af tóttunum er ýtarleg, en ekki kemst hann, fremur en Brynjúlfur og Þorvaldur, að ákveðinni niðurstöðu um það, til hvers kofarnir hafai verið notaðir. Þar virðast einkum tveir möguleikar koma til greina; að þarna hafi útilegumenn hafst við skamma hríð, eða að byggðamenn hafi útbúið þarna fylgsni, sem flýja mætti í ef ófrið eða ræningja bæri að höndum. Væri þá trúlegast að kofarnir hafi verið hlaðnir á 17. öld, eftir Tyrkjaránið.´“Útilegumannabælið“ í Sundvörðuhrauni er á Fornleifaskrá, sem friðlýstar fornleifar.
Hér verður ekki reynt að skera úr um tilgang þeirra, sem kofana hlóðu í öndverðu, en bent skal á, að árið 1982 fannst hellir við Eldvörp, skammt vestur af Þorbirni, og virðst svo sem þar hafi útilegumenn átt fylgsni. Frá þessum helli að rústunum í sundvörðuhrauni er aðeins um 1 km, og er ekki loku fyrir það skotið að sambadn hafi verið á milli þessara tveggja felustaða.“
EldvörpEkki er að sjá að Þorvaldur, Brynjúlfur eða Ólafur hafi skoðað hlaðna, mosagróna, refagildru, sem þarna er örskammt frá rústunum. Þá má sjá vörðu ofan við byrgin, skófvaxna líkt og veggir byrgjanna. Enn ofar í úfnu og óárennilegu hrauninu má sjá a.m.k. enn eitt byrgi, fallið saman, en með greinilegu hleðslulagi. Ekki er ólíklegt að ætla að fleiri slík kunni að leynast þar efra – ef grannt væri skoðað.
Ef rústirnar eru skoðaðar – hver af annarri – má sjá að fjórar þeirra eru með sama lagi (þrjár í krikanum og ein á hraunbrúninni). Þær eru og svipaðar að stærð þó ein sé sýnum stærst (4.0 m á lengd). Gluggaop eru á neðri byrgjunum, en ekki því efra. Inngangsopin snúa að hraunkantinum eða hrauninu. Hleðsluhæð veggja er svipuð á þeim öllum. Ekki hefur verið lögð áhersla á að þakið héldi vatni, a.m.k. benda sléttar þunnar hraunhellur í gólfum til þess að þær hafi einungis verið lagðar yfir og væntanlega mosi ofan á þær. Þó skal bent á að þrátt fyrir friðlýsingu og vangaveltur um notkun húsanna hefur engin vísindaleg rannsókn farið fram á þeim, ekki einu sinni á gólfum þeirra, sem mögulega gætu gefið vísbendingu um tilgang þeirra og jafnvel aldur.
Tvö lítil byrgi eru sunnar með vestanverðum hraunkantinum. Annað er þrískipt þar sem öll rýmin eru lítil, innan við 0.6 m, og hitt hefur annað lag en fyrrnefnd byrgi. Það er líkara húslagi, en miklu mun minna í sniðum.
Eldvörp Upp á hraunbrúninni er, auk byrgisins, sem fyrr er lýst, er hringlaga lítið skjól. Í fyrstu virðist þar vera um skjól fyrir mann að ræða er gæti hafa verið þar á „útkikki“, en ef betur er að gáð virðist þar fremur hafa verið einhvers konar geymsla. Norðar er fallna byrgið, sem fyrr er lýst, og varðan.
Önnur mannvirki þarna eru norðan og norðvestan við byrgin þrjú í krikanum. Eitt þeirra er gerðið fyrrnefnda og síðan má sjá hleðslur með kantinum, sem virðast hafa verið lítil gerði eða aðhald, t.d. fyrir fé.
Refagildran vestan við byrgin tvö í suðvestanverðum hraunkrikanum, er svo til alveg heil. Fallhellan er fyrir opinu. Stuðningssteinarnir eru enn á sínum stað. Gangurinn á gildrunni er heill og þakhellurnar á sínum stað. Hið eina, sem ekki fyllir heildarmyndina er að sá, sem síðastur fjarlægði dauðan ref úr gildrunni, setti hana ekki upp að nýju, þ.e. hann lét fallhelluna á sinn stað, en setti ekki farg á þakið. Steina, sem til þess hafa verið ætlaðir, eru í mosanum við hliðina á gildrunni. Gildran gæti hvort sem er verið jafngömul byrgjunum eða jafnvel yngri – allt eftir því til hvers þau hafa verið notuð. Ef þau hafa verið ómannaðar birgðastöðvar vegna yfirvofandi árásar ræningja er gildran væntanlega jafngömul byrgjunum. Ef um útilegumannaskjól hefur verið að ræða gæti gildran verið yngri – eða jafngömul.
Ein kenning, sem ekki hefur verið skráð, er sú að þarna gætu hafa verið um mjög skamman tíma hugmynd í framkvæmd um varasjóð Húsatóftahreppstjóra í tengslum við þurfamannahjálp þess tíma. Fleiri hugmyndir og tillögur um tilvist byrgjanna haf og komið fram, en einungis sem vangaveltur.
Eldvörp Þá skal um stund horfið frá byrgjunum í „Sundvörðuhraunskrika“ og velt vöngum yfir umhverfinu og svæðinu sem merkilegu jarðfræðifyrirbæri.
Reykjanes er framhald Reykjaneshryggjarins – ofanjarðar. Flest sjávargos á sögulegum tíma hafa verið undan Reykjanesi. Eldvörpin eru afraksturs stórbrotinnar jarðsögu um langan tíma. Þau eru í raun afleiðingar dæmigerða gosa á sprungurein Norður-Atlantshafshryggjarins þar sem hann gengur fyrst á land á sunnanverðu landinu. Sambærilegar gígaraðir eru Stampar (Hörsl) skammt vestar, gígaröð Ögmundarhrauns (Afstapahrauns og Nýjahrauns), gígaröð eldborga í Brennisteinsfjöllum, Bláfjöllum og Hengli, auk eldri systkina þar sem eru Fagradalsgígaröðin (Festisfjall, Vatnsfellin og Keilir), Núpshlíðarhálsin og Sveifluhálsin sem og Geitarhlíð, Sandfell, Vörðufell, Kistufell og Draugahlíðar er urðu til fyrir nútíma, þ.e. undir jökli).
Dyngjurnar Skálafell, Háleyjarbunga og Sandfellshæð mynda undirstöðu Reykjanesskagans að vestanverðu. Gos úr þeim urðu eftir að jökla leysti, eða fyrir og eftir 10.000 f.Kr.
Ævagamlar heimildir segja að árið 1000 hafi mest allt Reykjanes sokkið í sjó og Geirfuglasker komið upp. Þá átti landið að hafa legið langt út fyrir Eldey í norðvestur en Eldey og drangar við hana hafi áður verið fjöll á Reykjanesskaganum.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118.
Eldvörp Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum“ árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey.
Skoðaðir voru nokkrir gígar Eldvarpanna. Einn þeirra er dýpri en aðrir, sem jafnan standa hátt sem „hörsl“ (ójöfnur). Stiga þarf til að komast niður í hann, en dýptin niður á botn virðist verða ca. 8.0 m. Þegar staðið er upp á einhverjum gíganna má vel sjá hvernig gígarnir hafa raðað sér á sprungureinina. Þeir eru áþreifanlegur vottur um uppstreymisop hraunkvikunnar er myndað hafa hraunin umhverfis, sem ýmist hafa storknað þunnfljótandi (helluhraun) eða seigfljótandi (apalhraun). Af ummerkjum er ljóst að hraunflæðin hafa orðið með einhverju millibili og gosið varað í nokkurn tíma, jafnvel nokkur ár. Grindavíkureldarnir eru t.a.m. taldir hafa orðið á árabilinu 1220-1240, þótt mesta virknin muni hafi verið á árinu 1226.
Út frá gjall- og klepragígum Eldvarpa eru víða miklar og fallegar hrauntraðir, auk hraunæða.
Eldvörp „Tyrkjabyrgin“ í vestanverðum Eldvörpum eru mjög svipuð hinum fyrrnefndu. Um km er á milli byrgjasvæðanna. Um tvö byrgi virðist vera að ræða, en þó gætu fleiri reynst þarna í þykku gamburmosahrauninu. Efra byrgið er stærra, eða 1.2 m x 4.2 m. Hitt er 3.0 m x 1.2 m. Hæð á veggjum niður á núverandi gólf er 1.3 m Gólfin eru gróin, en undir eru sléttar hellur, sem notaðar hafa verið fyrir þak. Sumar liggja upp með veggjum.
Umhverfi byrgjanna er sérstakt. Byrgin, sem eru þarna í mjög góðu skjóli, eru þakin þykkum mosa að utanverðu svo mjög erfitt er að koma auga á þau. Þegar betur er að gáð má vel sjá hversu heilleg þau eru; veggir standa heilir og þakhellur liggja við veggi eða eru undir mosa í gólfum. Ekki voru ummerki um að maður hafi stigið þarna niður fæti um langan tíma.
Opið á efra byrginu snýr í norður (á langvegg). Opið á því neðra snýr hins vegar í vestur (á endavegg).
Þar sem byrgin hafa að öllum líkindum verið ósnert í langan tíma má ætla að mögulegt væri að áætla aldur þeirra með vísindalegri rannsókn. t.a.m. með því að athuga gólfin. Í þeim gætu falist upplýsingar um notkun byrgjanna og jafnvel áætlaður aldur. Sú niðurstaða gæti einnig varpað ljósi á tilgang og aldur byrgjanna í hraunkrika Sundvörðuhraunsins.
Og þá var komið að „útilegumannahellinum“ við Eldvörp. Sá er einungis nokkra tugi metra frá síðastnefndum byrgjum. Þótt FERLIR hafi komið þar að og skoðað hellinn nokkrum sinnum virðist alltaf jafnerfitt að finna opið. Það tókst þó að þessu sinni, líkt og áður, eftir nokkra leit.
Opið er lítið. Það er beint niður í hraunhelluna í hraunbrekku traðar. Æðar eru allt um kring. Í miðju opinu er þverhleðsla, mosavaxin, um 0.6 m há og um 0.8 m breið. Ef farið er niður á við (í vestur) er komið inn í rýmilega hraunrás. Í henni er hlaðið hringlaga bæli. Megintilgangur hennar virðist hafa verið tvíþættur; annars vegar að veita skjól umhverfis bæli og hins vegar að fela „innra rýmið“, þ.e. skúta er skýlt gæti hafa einum eða tveimur mönnum. Sá, sem af einhverri einskærri heppni eða tilviljun, liti inni í rásina gæti því ekki (ljóslaus) hafa séð þann eða þá, sem þar leyndust.
Tyrkjabyrgi Í efri hluta rásarinnar er fyrirhleðsla og síðan hlaðið undir bæli. Sama fyrirkomulag er þar og í neðri hlutanum; ef einhver leit þar upp að tilviljun gat hann ekki séð ef einhver leyndist þar efra.
Óneitanlega er hægt að setja fyrrnefnd byrgi og þetta skjól í ákveðið samhengi. Og þegar við bætast mannvistarleifar (svipaðar hleðslur) í helli nokkur norðar aukast líkur á ákveðinni niðurstöðu (sem þarf alls ekki að vera rétt).
Frá „Tyrkjabyrgjunum“ vestan Eldvarpa var haldið eftir Reykjavegi að Prestastíg. Prestastígur (Hafnaleið) er gömul þjóðleið á milli Húsatótta í Grindavík og Kalmanstjarnar. Þessi leið er greinileg og vel vörðuð. Henni var fylgt um hraunið norðan Rauðhóls þar sem víða má sjá hana djúpt markaða í slétta hraunhelluna.
Frá Rauðhól hefur runnið hraun til suðurs og suðvesturs og er Prestastígur milli hrauns og hlíðar, þ.e. liggur um slakkann þar sem Rauðhólshraunið rennur upp að Sandfellshæð. Rauðhólshraun er 2000-3000 ára.
Gengið er framhjá Rauðhól. Norðan við hann eru mosagróin og nokkuð slétt apalhraun. Það er yngsta hraunið á svæðinu og rann um 1226. Þá opnaðist fyrrnefnd 10 km löng gossprunga. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku.
Eldvörp Stefnt var á Sandfellshæð. Á toppi Sandfellshæðar (sem er dyngja) er gríðarlega stór gígur sem er um 450 m í þvermál og að minnsta kosti 20 m djúpur og vel þess virði að ganga upp á hæðina. Talið er að hæðin sé um 12500 ára gömul. Hraun hennar þekja um 120 km2. Til samanburðar má geta þess að Þráinsskjöldur er talinn vera 13000 ára og þekur um 130 km2 svæði. Þótt Sandfellshæð sé ekki nema um 90 m y.s. er gríðarlega víðsýnt af henni. Í norðri blasa við fellin Sandfell, Lágafell, Þórðarfell, Súlur og Stapafell sem reyndar er að mestu horfið vegna efnistöku. Í austri blasa Eldvörpin við og lengra Þorbjarnarfell.
Þá var stefnan tekin til austurs, áleiðis að Eldvörpum. Gengið var yfir tiltöluelag slétt apalhraun. Sums saðar var fyrrum skriðdrekaslóða fylgt, enda svæðið verið æfingarsvæði fyrir varnarlið um áratuga skeið. Víða má sjá rafmagnsþræði og lágreist skyttuskjól.
Komið var að Eldvörpum rétt vestan við borholuna. Þar undir er “útilegumannahellir”. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.
Í hellinum er hlaðið lítið skjól, eða (að sumra áliti) umgjörð brauofns. Þarna var til skamms tíma allnokkur hiti, en það breyttist þegar borðar var á svæðinu. Líklegt má telja, vegna nálægðar við fyrrum mannvistarleifar, að þar hefðu einhver tengsl verið á millum, einkum minjanna sunnar með vestanverðum Eldvörpum. Um 1.0 km er á milli minjasvæðanna. Ekki er loku fyrir það skotið að fleiri minjar kunni að leynast þarna á millum.
Eldvörp Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar fyrrum stundum bökuð brauð sem vafalítið hefur komið sér vel í eldiviðarskorti. Örstutt vestan við borholuna er hellir í hrauninu. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.
Eldvörðin eru í raun einstakt jarfræðifyrirbæri. Á Íslandi eru einstök skilyrði til að sjá og rannsaka flest sem varðar jarðfræði, eldvirkni og jarðhita því landi er ungt og enn í mótun. Hér á Íslandi eru stærstu jöklar og þar með jökulár Evrópu, mestu há – og lághitasvæðin, óvenjumikið eld- og jarðskjálftavirkni auk stórbrotinnar náttúru. Talið er að Ísland hafi myndast eins og Surtsey sem er suðvesturundan Vestmannaeyjum. Gosið uppgötvaðist 14. nóvember 1963 þegar gosmökkur myndaðist og reis í 3.500 m hæð. Slíkur gosmökkur er að mestum hluta vatnsgufa og mismunandi stór gjóskukorn sem þeytast upp í loftið. Mestur hluti gjóskunnar fellur niður við gosopið og þar myndast stórt hrúgald sem smám saman nær upp fyrir sjávarmál. Strax á öðrum degi gossins náði gjóskuhrúgan 10 m upp fyrir sjávarflötinn og Surtsey var fædd. Það var þó ekki fyrr en 4. apríl 1964, sem gosopið var orðið nægilega vel lokað fyrir innrennsli sjávar.
Virkt gosbelti Íslands liggur eftir flekaskilunum endilöngum. Landið vestan megin við flekaskilin tilheyrir Ameríkuflekanum en landið austan megin tilheyrir Evrópuflekanum.
Flekana rekur í sundur frá flekaskilunum um það bil 1 cm á ári þannig að bergið sem einu sinni myndaðist þar hefur flust austur og vestur á firði.
Eldvörp Á Íslandi gýs að meðatali á 5 ára fresti og verða eldgos eingöngu á virka gosbeltinu.
Smám saman dragast Eldstöðvarnar út af gosbeltinu þannig að það gýs æ sjaldnar úr þeim þar til þær deyja að lokum.
Síðasta stóra umbrotahrinan undan var á árunum 1724-1729.
Á síðustu árþúsundum hafa gengið yfir gostímabill með rúmlega 1000 ára millibili. Síðast gekk goshryna yfir Reykjanesskagann fyrir 800-1000 árum. Orkuverið í Svartsengi stendur á einu af yngstu hraununum.
Þegar Reykjanesskaginn er athugaður má lesa þar ákveðna jarðsögu. Greinilega má sjá hvar Reykjaneshryggurinn kemur í land hjá Reykjanestá en þar er stór sigdalur sem sýnir hvar flekaskilin eru.
Ennfremur gefa stórar sprungur til kynna hvernig landið rifnar í sundur. Flest gos á Reykjanesskaga, og raun á Íslandi öllu, verða þannig að fyrst opnast sprunga og gýs hún öll í byrjun. Síðan takmarkast eldvirknin við einstaka staði þar sem gígbarmar hlaðast smám saman upp. Gos getur varað allt frá nokkrum klukkustundum upp í nokkrar vikur.
Reykjanes er á plötuskilum. Sjálf skilin eru á yfirborði mörkuðu eldvirkni og háhita. Háhitasvæðin verða til þar sem mest er um innskot ofarlega í jarðskorpunni.
Á síðustu árþúsundum hafa gengið yfir gostímabil með rúmlega 1000 ára millibili. Svæðin eru jafnan virk í um 300 ár, en síðan hjaðnar virknin næstu 700 árin. Segja má því, út frá tölfræðinni, að kominn sé tími á nýja goshrinu á virka gosbeltinu í gegnum landið.
Á Reykjanesskaga eru umfangsmikil jarðhitasvæði. Þau öflugustu liggja eftir skaganum frá Reykjanestá um Eldvörp, Svartsengi, Trölljadyngju og Krýsuvík og síðan má segja að í beinu framhaldi þvert yfir landið til norðaustuhornsins, séu hitasvæði, þar á meðal Nesjavellir við Þingvallavatn þar sem Hitaveita Reykjavíkur hefur virkjað.
Eldvörp Ef velta ætti fleiri vöngum yfir áætluðum aldri byrgjanna í Sundhnúkahrauni og við Eldvörp má telja víst að þau séu eldri en frá 13. öld því eldvirknin á svæðinu þar á undan hefði annað hvort komið í veg fyrir byggingu þeirra eða fært þau að hluta til í kaf í ösku. Og ef einhver byrgi hafa verið á þessu svæði fyrr væru þau nú komin undir hraun og öllum ósýnileg. Þessi byrgi eru hins vegar vel sýnileg – og heilleg. Það bendir til þess að þau séu ekki mjög gömul, varla eldri en frá 17. öld. Mosi er á hleðslunum og í gólfi og skófir á veggjum. Það gefur til kynna að byrgin séu a.m.k. aldar gömul.
Um meintan tilgang „tyrkjabyrgja“ og „útilegumannaskjóla“ er erfitt að fjölyrða. Þegar hafa komið fram kenningar um tilgang þeirra, þ.e. annað hvort hafi þau verið hlaðin af útilegumönnum eða sem skýli fyrir fólk er þyrfti að forða sér undan endurkomu Tyrkjanna og þá væntanlega til skemmri dvalar.
Báðar framangreindar tilgátur gætu komið til greina. Mikil hræðsla var á meðal fólks í Grindavík og víðar við aðsteðjandi árás Tyrkja (sjóræningja) og því ekki óraunhæft að ætla að það hafi viljað getað flúið með engum fyrirvara ef sú yrði raunin. Þá var gott að geta átt sér skjól á stað, sem erfitt var að finna. Þá kemur vel til greina að ætla að í byrgjunum hafi verið einhverjar nauðsynjar, s.s. vatn, geymslumatur og skjólflíkur. Ef byrgin hafa verið ætluð til þessara nota er ólíklegt að þau hafi nokkrun tímann verið notuð því Tyrkirnir sneru ekki aftur til Grindavíkur. Þó gæti fólk hafa hræðst aðkomuskip fyrst á eftir og talið sig öruggt þarna upp frá uns upplýstist um erindi þeirra.
Eldvörp Og þá eru það útilegumannatilgátan. Fjögur húsanna í Sundvörðuhrauni gæti hafa hýst einn mann hvert, jafnvel tvo það stærsta (með gluggunum). Sama á við um byrgin við Eldvörp. En ef svo hafi verið þá hefur það verið í skamman tíma. Við Eldvörp eru mannvistarleifar í a.m.k. tveimur hellum. Reyndar fundust hleðslur í þeim þriðja í þessari ferð.
Í helli vestan við byrgin við Eldvörp er hlaðið hringlaga skjól og einnig veggur ofan við opið. Þar mótar og fyrir bæli. Í helli austan við byrgin eru hleðslur í helli, líkar byrgjunum en miklu mun minni. Hafa ber í huga að þarna var mikill jarðhiti fyrrum svo um getur verið að ræða aðhald utan um brauðbakstur enda herma gamar sagnir að fólk frá Húsatóftum hafi bakað þarna brauð.
Ljóst er að fólk hefur séð ástæðu til að hlaða þarna mannvirki. Það þurfa þó ekki að hafa verið útilegumenn heldur gætu þessar hleðslur átt að þjóna sama tilgangi og byrgin, þ.e. skýla fólki í skamman tíma. Mjög erfitt hefur verið að finna opin. Til marks um það þá fannst austari hellirinn ekki fyrr en jarðýta braut niður hluta af þakinu. Opið á vestari hellinum er alltaf jafnerfitt að finna, hversu oft sem farið er á svæðið.
Enn ein tilgáta um byrgin í Sundvörðuhrauni og vestan við Eldvörp hefur og komið fram. Hún er sú að byrgin hafi verið hlaðin af „njósnurum“. Hvaða?, kann einhver að spyrja. Jú, árin fyrir hinn afdrifaríka atburð er varð ofan við Stóru bót í Grindavík aðfararnótt 11. júní 1532 er 15 fullir Englendingar voru drepnir þar á nokkrum mínútum fylgdust Þjóðverjar og Bessastaðavaldið vel með ástandi mála í Grindavík vegna sífelldra kvartana íbúanna um yfirgang enskra.
Eldvörp Foringi þeirra, Jóhann breiði, hafi tekið konur traustataki til eigin nota, flutt þær í skip sitt, misboðið eiginmönnum þeirra, tekið hross heimamanna til eigin brúks og sýnt af sér alls kyns hroka og mikilmennsku. Fyrrgreindir, stoltir menn, reyndu því eðlilega að sæta lagi til að færa hlutina til betra horfs. Færið gafst loks 10. júní er Englendingar ætluðu að gera sér glaðan dag í Virkinu ofan við Bótina. Um nóttina réðust Hafnfirðingar, Njarðvíkingar, menn frá Básendum og Bessastöðum auk fleiri að þeim með fyrrgreindum afleiðingum. Fimmtán lágu dauðir, þ.á.m. Jóhann breiði. Ekki var einu sinni talin ástæða til að skifa skýrslu um málið – svo sjálfsögð þótti afgreiðslan og er það til marks um undangengnar þrengingar Grindvíkinga. Afleiðingarnar snérust því ekki um atvikið heldur um það hver skyldi hreppa hvaða herfang. En meira um aðdragandann.
Áður en hinn mikli liðsafnaður, er kom saman við Þórðarfell skv. sögunni, hélt til Grindavíkur hafa forkólfarnir vafalaust viljað hafa öruggar spurnir af ferðum Englendinga því að öllu óbreyttu gátu þeir búist við mikilli mótspyrnu og þar með mannfalli. Ekki er því ólíklegt að svo stór atlaga hafi verið vandlega undirbúin. Einn þáttur hennar gæti hafa verið að hafa menn til að fylgjast með ferðum Englendinga. Þeir gætu hafa haft dvalarstaði á fyrrnefndum stöðum, þ.e. í Sundvörðuhrauni og við Eldvörp, þaðan sem mannaferða var síst að vænta. Þegar staðið er í gíg Eldvarpa ofan við byrgin má vel sjá niður að Stóru bót og reyndar um svo til allt Grindarvíkursvæði Járngerðarstaða. Gígskálin er sú eina í gígaröðinni, sem nú er gróin.
Ef þessi tilgáta er rétt eru byrgin margnefndu a.m.k. frá því um 1532.
Um fleiri möguleika kanna að vera að ræða varðandi tilurð og tilgang byrgjanna sem og annarra mannvistarleifa við Eldvörp.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Ólafur Briem (1883); Útilegumenn og auðar tóttir, 161.
-Saga Grindavíkur I (1994), 119.
-Brynjúlfur Jónsson (1903), 45-46.
-Þorvaldur Thoroddsen (1913), ferðabók I, 174.
-Um rústirnar og kenningar um tilgang þeirra og notkun, Ólafur Briem (1983), 163-169.
-Markviss leit – FERLIR.
-Árni Hjartarson – vorráðstefna JÍ 2003,

Gígur

Hóp

Gengið var með Tómasi Þorvaldssyni, útgerðarmanni í Grindavík, um Hóp og Nes.
Fyrst var farið að Fornuvör neðan Járngerðarstaða. Vörin sést enn vel og er skammt vestan við Brimbrjótinn (neðan við fjárhúsin). Þá leið fóru m.a. Tyrkir þegar þeir komu til Grindavíkur 1627 og hnepptu allt heimilsfólkið á Járngerðastöðum í fjötra. Fólkið var rekið niður sjávargötuna og niður í Fornuvör. Þá var litið á lifrapressuna úr lifrabræðslu Einars í Einarsbúð, en hún stendur undir gafli eins húsanna niður við sjó.

Hóp

Hóp – minjar gamla bæjarins.

Við Hóp eru gömul hús og fornar tóttir. Talið er að einn sona landsnámsmanns Moldar-Gnúps hafi sest þar að og þá nefnt staðinn Hof, sem síðan hafi breyst í Hóp. Í nágrenni staðarins má sjá margt minja. Þar eru t.d. tóttir forns átrúnaðar, auk þess sem gamla austurleiðin er þar vel mörkuð á kafla. Reyndar eru leiðirnar tvær, svo til hlið við hlið, sem bendir til að þar hafi verið talsverð umferð um tíma. Gróið er yfir göturnar, en þær sjást þó vel.

Hóp

Hópsvörin.

Neðan við Hóp sést enn móta fyrir gamalli bryggju, sem þar var gerð við Hópsvörina innri. Bátar komust inn yfir eiðið, Barnasundið, á flóði og var þessi vör þá notuð. Ofan við vörina er tótt af gömlu fiskhúsi.

Í Nesi var býli. Enn má sjá sjóbúð, bátarétt og mjög heilleg hús – svo heilleg að nægilegt væri að refta yfir og setja framgafl á þau til að koma þeim í gagnið aftur. Svæðið býður upp á mikla möguleika. Þarna eru mjög heillegar minjar svo til inni í miðjum bæ er auðvelt væri að endurgera. Búið er þó að þrengja verulega að svæðinu með greftri og jarðraski hingað og þangað, auk þess sem búið er að sturta möl og rusli svo til alveg að minjunum. Ofar eru heilir þurrkgarðar og byrgi. Utar var Hópsvörin ytri. Enn markar fyrir henni utan við varnargarðinn.

Grindavík

Varðan Sigga austan Síkis.

Öllum sjóbúðum, sem voru uppi á kampinum, hefur verið rutt um kolli. Notað var tækifærið og svæðið rissað upp eftir lýsingu Tómasar.
Sigga, eða Digra-Sigga, var skoðuð. Hún er varða er þótti mikil um sig hér áður fyrr. Nú er hún ekki svipur hjá sjón. Sigga og varða nær kampinum, Sundvarðan, voru merki skipverja, sem komu að austan, að nú væri komið inn á djúpsundið og venda ætti að leiðinni inn. Þá tóku við Svíravarða og Stamphólsvarða, en þær hafa báðar verið vel varðveittar.
Frábært veður.

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.

Grindavík

Þrætur um landamerki eru alþekktar hér á landi. Reykjanesskaginn er þar alls ekki undanskilinn.
FERLIR forvitnaðist nýlega [2010] um eina slíka, þ.e. þrætur Vatnsleysustrandarmanna Trolladyngja-2gagnvart ómeðvituðum Krýsvíkingum (ríkinu) og Grindavík. Þessar tilbúnu deilur, settar fram af ein-drægnum ásetningi, virðast hafa þann eina tilgang að reyna að hnyka til áður staðfestum og viðurkenndum landamerkjum milli jarða með það fyrir augum að fá þeim breytt þannig að land viðkomandi aukist á kostnað annars. Tilgangurinn virðist við fyrstu sýn frekar léttvægur ef ekki kæmu til mögulegur gróðaávinningur. Vitað er að undir yfirborði svæðisins kraumar jarðhiti sem ætlunin er að reyna að nýta til raforkuframleiðslu. Reyndar er gjörningurinn sem slíkur alls ekki nýr af nálinni því Vatnsleysustrandarbændur hafa um aldir ásælst hluta af Grindavíkurlandi, að þessu sinni Hrauns, þrátt fyrir fyrirliggjandi skýr samþykkt jarða- og hreppamörk er jafnan hafa ráðið úrslitum í deilum sem þessum.
Í þessari tilbúnu „deilu“ virtist öllu máli skipta að staðsetja örnefnið „Selsvallafjall“, sem á löngum að hafa verið á Dagonreiki og langt frá því að hafa verið verið staðfest í seinni tíð. Á kortum má hins vegar sjá að örnefnið nær yfir hæsta hrygginn á Núpshlíðarhálsi næst Sogadal, auk þess sem augljóslega viðurkennd landamerkjavarða stendur enn í minni Sogadals gegnt Sogagíg til marks við Trölladyngjurætur. Þrætan sem slík er þó allrar athygli verð og er bara skemmtileg, ekki síst í ljósi annarra slíkra tilgangslausra þrætna í gegnum tíðina.
Landamerki Hrauns samkvæmt landamerkjabréfi dagsettu 17.06.1890 og þinglýstu hinn 20.06.1890 er sem hér segir: „… úr miðjum ,,markabás” (punktur nr. 1) í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell (punktur nr. 3) og yfir Vatnsheiðin (/punktur nr. 4), þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum (punktur nr. 5) fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selvallafjall (punktur 6) upp af Sogaselsdal, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum jarðarinnar Krýsuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett (punktur nr. 7) við götuna á Móklettum (punktur nr. 8) .

Festarfjall-23

Skal sú sjónhending ráða merkjum frá landi jarðarinnar Ísólfsskála, þaðan til suðurs fram yfir festargnípu (punktur 9) í fjöru … “ Landamerkjabréfið er áritað fyrirvaralaust um samþykki m.a. af Kálfatjarnar-prestinum Árna Þorsteinssyni fyrir Kálfatjarnar-kirkjuland. Samþykki hans bendir eindregið til að Strandarmenn hafi almennt talið merkjum Hrauns rétt lýst í landamerkjabréfinu.
Punktur nr. 2 á landakorti er ekki nefndur í landamerkjabréfinu 1890, en við hann hefur verið miðað svo lengi sem elstu menn muna og er hann í svokölluðum Leitishól, en merki milli Hrauns og Þórkötlustaða hafa svo lengi sem elstu menn muna og lengur verið miðuð við hól þennan. Þetta álitaefni skiptir þó ekki máli hér. enda ljóst hvar hóll þessi er á Efra-Leiti.

Hreppamork-1

Í úrskurði óbyggðanefndar er tilvísun í greinargerð í fasteignamati Gullbringusýslu 1916, að finna lýsingu á merkjum Hrauns. Þar segir: „Landamerki að vestanverðu, svonefndur markabás á Slokatá þaðan beina línu vestan í Vatnsheiði í Kálffell, þaðan í Vatnskatla (steinker) fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan að Sogaseli fyrir norðan Selsvelli í Selsvallafjalli, þaðan til suðurs eftir háfjallinu í göngumannaskarð á Núp[s]hlíð, þaðan í götuna hjá móklettum, þaðan yfir há-Festarfjall á sjó út.“ Höfundur þessarar lýsingar hefur ekki haft landamerkjabréf  jarðarinnar við höndina en lýsingunum ber að mestu saman.
Landamerkjabréf Hrauns á sér stuðning í eldri gögnum. Á manntalsþingi Gullbringusýslu 31. maí 1920 mótmælti bóndinn á Hrauni, Hafliði Magnússon, landamerkjalýsingu fyrir Auðnahverfi 12. júní 1886 og þinglesinni yfirlýsingu um landamerki fyrir Knarrarnes, Breiðagerði, Auðna, Landakot, Þórustaði, og Kálaftjörn frá maí 1920, en það eru einkum eigendur þessara jarða, sem gera tilkall til eignarréttinda yfir landi innan þinglesinna merkja jarðarinnar Hrauns, þ.e. norðurhluta landsins.

Sveitarfelagsmork

Og þá að landamerkjum Krýsuvíkur. Í landamerkjaskrá fyrir Krýsuvík dags. 14. maí 1890 lesinni á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum hinn 20. júní 1890 segir: „Landamerki Krýsuvíkur eru: „1. að vestan: sjónhending úr Dágon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum, í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi; þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindranga við Búðarvatnsstæði. 2) að norðan: Úr Markhelluhól sjónhending norðanvert við Fjallið Eina, í Melrakkagil (=Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu. 3) að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur: sjónhending úr Kóngsfelli sem er lág mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum, í Seljabótarnef, klett við sjó fram. 4) að sunnan nær landið allt að sjó.“ Landamerkjabréfið er samþykkt  af  Hvassahraunshverfi með einni athugasemd um Markhellu-/Markhelluhól.

Reykjanesskagi-kort

Merkin eru samþykkt m.a. af eigendum  Vatnsleysulands, Þórustaða, Auðnarhverfis, Knarrarness, Ásláksstaða, Hlöðunestorfunnar, Kálfatjarnarkirkju-lands og Brunnastaða-torfunnar.“
Á þessum tíma hefur því ekki neinn vafi á því leikið, að land Krýsuvíkur næði í  Trölladyngjurætur að vestan og er lýsingin afar skýr og ótvíræð að þessu leyti og engin hætta á að Strandarmenn hafi misskilið merkjalýsinguna. Hafa ber í huga að örnefnið „Markhelluhóll“ við Búðarvatnsstæði og „Markhella“ eru sitthvað. Skeikar þar tæplega kílómetra til vesturs m.v. núverandi línu. Merki jarðarinnar eru nú einnig samkvæmt lögbundnum gerðardómi uppkveðnum 4. nóvember 1936 og afsali íslenska ríkisins á landi Krýsuvíkurtorfunnar til sýslunefndar Gullbringusýslu  dags. 29. september 1941 og þinglýstu 18. nóvember 1941, svo og samkvæmt dómi landamerkjadóms Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnarfjarðar í málinu nr. 329/1964 uppkveðnum 14. desember 1971, sem hér segir: „Að vestan eru landamerkin sjónhending úr Dágon, (punktur 1) sem er klettur við sjó á Selatöngum, og í rætur Trölladyngju (punktur 2) að vestan og  þaðan í Markhelluhól (punktur 3) svonefndan við Búðarvatnsstæði.

Kongsfell-2

Þaðan að norðan sjónhending norðanvert við Fjallið eina í Melrakkagil í Undirhlíðum (punktur 4) og þaðan sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur í punkt, sem ákveðinn er í dómi landamerkjadóms 14. desember 1971 (punktur 5).  En að austan vesturmörk Herdísarvíkur, og eru þau sjónhending úr Kóngsfelli í Seljabótarnef (punktur 7), sem er klettur við í sjó fram. Að sunnan nær landið að sjó. [Síðastgreind lína er nú á korti dregin frá punkti 5 í svonefndan Sýslustein (punktur 6) og þaðan í Seljabótarnef (punktur 7).“

Sogadalur

Samkvæmt fyrrgreindu afsali er undanskilið land, sem íslenska ríkið afsalaði Hafnarfjarðarkaupstað með afsalsbréfi dags. 20. febrúar 1941 og er þannig afmarkað: „Að vestan, beina stefnu í norður úr Hælsvík (punktur 8)  í Borgarhól (punktur 9), þar sem hann er hæstur, úr Borgarhóli eftir Sveifluhálsi í vestustu vík Kleifarvatns (punktur 10), að bera í ysta odda Hvammholtstanga. Að norðan  ræður Kleifarvatn, í syðsta odda víkur þeirrar, er gengur úr vatninu vestan við Geithöfða (punktur 11) og að austan þaðan beina stefnu í réttvísandi suður til sjávar, í Keflavík (punktur 12). Að sunnan ræður sjór þó þannig, að óhindraður umferðarréttur áskilst Gullbringusýslu fyrir búpening og til annarrar umferðar, um svæði upp frá sjó, er sé a.m.k. 60 metrar á breidd, enda séu engar girðingar eða umferðarhindranir á þeirri leið.“

Selsvallafjall

Landamerki þessi voru ákveðin af matsnefnd skv. lögum nr. 11/1936, sem skipuð var til að meta jarðirnar Krýsuvík og Stóra-Nýjabæ. Ríkisstjórnin, sýslunefnd Gullbringusýslu og bæjarstjórinn í Hafnarfirði óskuðu eftir því að nefndin ákvæði merki milli lands þess í Krýsuvík, sem féll til Hafnarfjarðar og þess sem féll til sýslunnar. Var það gert á fundi nefndarinnar 1. nóvember 1939. Merkjunum er lýst með orðum nákvæmlega eins og í fyrrgreindu afsali. Jafnframt afmarkaði nefndin merkin á kort, sem fylgir fundargerð fundarins. Eins og kort þetta ber með sér ber að draga beina línu úr Borgarhóli í vestustu vík Kleifarvatns (punktur 10). Merki lands sýslunefndarinnar  gagnvart landi Hafnarfjarðar er því ranglega dregið að þessu leyti og leiðréttist þar með.
Landamerki Krýsuvíkur til vesturs eru skýr og ótvíræð og ókleift að draga legu þeirra í efa. Krýsuvíkurlandið hefur því verið talið víðlendara og um það verið heimildir, en presturinn hefur talið affarasælast að fara sáttaleið í stað þess að gæta ýtrustu réttinda jarðarinnar.
Sveitarfélögin Vatnsleysu-strandahreppur og Grindavík eiga sér sameiginleg mörk og eru Krýsuvík og Hraun austan merkjanna. Mörkin eru á landamerkjum jarða Hrauns og Vatnsleysu, en svo sem alkunna er eru hreppamörk dregin þannig að hver jörð um sig eigi einungis land innan eins sveitarfélags. Hreppamörk eru því ekki dregin um lönd jarða heldur um ytri merki jarða og falla því saman sveitarfélagamörk og landamerki aðliggjandi jarða.
Hraun-220Kröfur Strandarmanna um land í Krýsuvík og Hraunslandi eru afar ósannfærandi því vitað er hvar mörk sveitarfélaganna liggja. Í landamerkjabréfum jarða Strandarmanna eru iðulega sagt að land þeirra nái svo langt sem land Vatnsleysustrandahrepps nær eða að land jarðanna nái að landi Krýsuvíkur í Grindavíkurhreppi. Hreppamörk ráða því merkjum Strandarjarðanna gagnvart jörðum Grindvíkinga og Krýsvíkinga. Óþarfi er því að leita staðfestingar á sveitamörkum.
Sveitarfélagamörk eru mikilsvert sönnunargagn um landamerki jarða. Þegar svo stendur á að gögn um hreppamörk og landamerki jarða falla  saman er því sem næst útilokað að hnekkja landamerkjabréfum jarðanna. Minnt er á að merkjum jarða Krýsuvíkur og Hrauns til austurs er ekki lýst í landamerkjabréfum jarðanna, heldur er látið nægja að treysta á merki jarða sem við taka. Merki Hrauns og Krýsuvíkur og sveitarmörk ráða því merkjum jarðanna.
Um  eignarrétt héraðsnefndar Suðurnesja að jörðinni Krýsuvík má segja þetta: Íslenska ríkið tók jarðirnar Kýsuvík og Stóra-Nýjabæ eignarnámi skv. heimild í l. nr. 11/1936.
Skipuð var matsnefnd til að ákveða bætur og er mat hennar dagsett 4. nóvember 1936. Segir þar mSelsvellir.a. að afhenda skuli Gullbringusýslu beitiland jarðarinnar (þ.e. lítt ræktanlegt land jarðarinnar) sem afréttaland. Matsnefndin mat það land sértaklega til kaupverðs kr. 5.000. Hinn 20. febrúar 1941 seldi ríkið Hafnarfjarðarbæ úrskiptan hluta jarðarinnar ofl.  Hinn 29. september 1941 afsalaði ríkið sýslunefnd Gullbringusýslu öllu beitilandi Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar að undanskildu landi sem afsalað hafði verið Hafnarfirði. Tekið er fram að afsalað sé landi. Sýslunefndin greiddi fullt verð fyrir landið skv. mati matsnefndar. Um heimild til sölunnar er vísað til l. nr. 101/1940, sbr. l. nr. 11/1936. Tekið er fram í afsali að sýslan ,,greiði alla skatta og skyldur af landinu sem falla í gjalddaga eftir 1. janúar 1941.“ Undanskilin sölunni til sýslunnar voru ítök og ýmis hlunnindi. Stefndi, Héraðsnefnd Suðurnesja, hefur tekið við réttindum og skyldum sýslunefndar Gullbringusýslu, þar á meðal eignarráðum yfir Krýsuvíkurjörðinni.

Krysuvik

Afsalinu var þinglýst 18. nóvember 1941 og hlaut það sömu meðferð og önnur afsöl fyrir landareignum og greidd voru þinglýsingar- og stimpilgjöld í samræmi við það.  Héraðsnefndin er talin eigandi landsins skv. veðmálabókum. Hið afsalaða land er talið eign sýslunnar í Fasteignabók 1942-43.
Í landamerkja-dóminum frá 1971 fara bæði Jarðeignadeild ríkisins og sýslusjóður Gullbringusýslu með fyrirsvar fyrir Krýsuvíkurjörðina. Íslenska ríki hafði mikilsverðara hagsmuna að gæta sem eigandi hlunninda innan marka jarðarinnar og sýslunefndin sem handhafi grunneignarréttarins. Í landamerkjabréfi frá 16. febrúar 1980, og undirritaða af íslenska ríkinu er skýrt tekið fram að sýslunefndin er eigandi Krýsuvíkurlandsins, en íslenska ríkið er eigandi ýmissa réttinda í Krýsuvíkurlandinu. Því er ljóst að íslenska ríkið fer ekki með hlutdeild í grunneignarréttinum að Krýsuvíkurlandinu.

Hraunssel

Um sönnunargildi landamerkjabréfa og landakort má geta þess að  eigendur jarða í Vatnsleysustrandar-hreppi búa ekki yfir landamerkjabréfum fyrir jarðir sínar né öðrum sönnunargögnum,  sem styðja kröfur um aukið land á kostnað Krýsvíkinga og Grindvíkinga. Þeir eiga því ekkert eignartilkall til lands innan þinglesinna landamerkja jarðanna Hrauns og Krýsuvíkur. Austurmörk jarðanna eru í engu tilviki staðsett t.d. með tilvísun í þekkt örnefni. Ýmist er vísað til þess að jarðirnar nái jafnt langt og land hreppsins er talið eða að landi Krýsuvíkur. Meðal sönnunargagna sem vitnað hefur verið til eru landakort af þrætusvæðinu frá ýmsum tímum, en þó öll yngri en landamerkjabréfin fyrir Hraun og Krýsuvík.  Sönnunargildi þeirra er lítið sem ekkert í þeim tilvikum, þar sem þau eru í andstöðu við viðtekin og lögbundin sönnunargögn eins og þinglesin landamerkjabréf, sem gerð eru skv. fyrirmælum laga undir eftirliti sýslumanns. Sjaldnast er vitað eftir hvaða heimildum mörk milli sveitarfélaga eru dregin á landakort. Sönnunargildi þeirra um slík mörk eru því afar takmörkuð. Þrátt fyrir það er rétt að vekja athygli á því að á fjölmörgum þeirra landabréfa, sem vitnað hefur  verið til eru vesturmörk Grindavíkur og Krýsuvíkur dregin fyrir vestan Trölladyngju, svo sem landamerkjum Krýsuvíkur er lýst í landamerkjabréfinu  frá 14. maí 1890.
Yngri landakort geta Selsvellir-21ekki hrundið þinglýstum landamerkjabréfum. Hæstiréttur hefur fjallað um sönnunargildi landamerkjabréfa með þessum hætti í málinu nr. 48/2004: „Við mat á gildi landamerkjabréfa og því hvert sé inntak eignarréttar á svæði, sem þar er lýst, skiptir almennt máli hvort um er að ræða jörð eða annað landsvæði, en þekkt er að landamerkjabréf hafa ekki eingöngu verið gerð fyrir jarðir, heldur einnig til dæmis afrétti, sem ekki tengjast sérstaklega tiltekinni jörð. Felur landamerkjabréf fyrir jörð í sér ríkari sönnun fyrir því að um eignarland sé að ræða þótt jafnframt verði að meta gildi hvers bréfs sérstaklega.“ Samkvæmt þessu sjónarmiði Hæstaréttar er þarf mikið til að koma til að landamerkjabréfi um jörð verði hnekkt sem sönnun um merki jarðar. Að því er best er vitað hafa dómstólar ekki vikið landmerkjabréfi til hliðar á grundvelli upplýsinga á landabréfum. Hafna verður t.d. með öllu niðurstöðum Ágústs Guðmundssonar, sem eru beinlínis rangar. Síðari tíma landmerkjabréf eru ekki samþykkt af eigendum og umráðamönnum Hrauns og Krýsuvíkur. Þau eru einunngis þinglesin á manntalsþingi Vatnsleysustranda-hrepps.
Fram hefur komið að málsástæður séu að mestu sóttar í skrif Sesselja Guðmundsdóttur. Sjónarmið hennar voru og borin fram í óbyggðanefndarmáli nr. 1/2004. Sesselja telur að Grindvíkingar hafi verið að eigna sér hluta hreppslands Vatnsleysustrandarhrepps. Hún segir m.a. um Selsvelli ,,… þar með ein fegursta náttúruperla Reykjanesskagans, Selsvellir.“  Gengur  Sesselja út frá því, að líklegt sé, að Krýsuvíkurbréfið sé fullgilt ,,… því allir aðilar skrifuðu undir það“.

Sogin

Á bls. 5-6 vísar Sesselja til þess að umráðamenn tiltekinna jarða stefnenda láti í ljósi álit (,,teljum vjer“) sitt á merkjum gagnvart Krýsuvík. Þar er því ranglega haldið fram að landamerkjabréf greindra jarða hafi verið þinglesin í Grindavíkurhreppi og að séra Árni Gíslason í Krýsuvík hafi staðfest þessi merki. Þetta er allt rangt. Ennfremur því að Knarrarnes sé fyrsti bærinn á Ströndinni sem eigi land að Krýsuvíkurlandi en ekki Hraunslandi. Hugleiðingar hennar ganga í berhögg við landamerkjabréf Hrauns og Krýsuvíkur.  Þær eru því bæði rangar og þýðingarlausar hvað varðar merki Strandarmanna að landi Krýsuvíkur og Hrauns (Grindavíkur). Sama er að segja um aðrar framlagðar greinargerðir hennar hvað þetta varðar.
Ekki verður heldur byggt á seinni tíma landamerkjabréfum Strandarmanna þar sem í þeim er endimörkum jarðana ekki lýst sjálfstætt. Þá er á því byggt að þinglesin landamerkjabréf Hrauns og Krýsuvíkur séu einhliða yfirlýsingar eigenda jarðanna, sem hafi ekki hlotNupshliðarhalsið samþykki allra eigenda jarða stefndu. Krýsuvíkurbréfið er samþykkt af  öllum eða flestum umráðamönnum jarða í Vatnsleysustrandar-hreppi. Hraunsbréfið er staðfest af sóknarpresti Strandarmanna og hefur upphaflega verið litið svo á af Hraunsmönnum, að hann væri í fyrirsvari fyrir þá að þessu leyti og því ekki talin ástæða til að afla fleiri áritana. Sú kenning að landamerkjabréfin fyrir Hraun og Krýsuvík séu óskuldbindandi á sér ekki stoð í réttarreglum. Því betur sem bréfin eru úr garði gerð því meira verður sönnunargildi þeirra. Sönnunargildi landamerkjabréfa Strandarmanna er hins vegar nánast ekkert samkvæmt þessu þar sem þau eru ekki samþykkt af nokkrum manni í Grindavíkurhreppi. Landeigendur geta ekki aukið við land sitt með einhliða landamerkjabréfum, sem fari í bága við eldri heimildir. Landmerkin eru ekki einhliða ákveðin heldur með samþykki Strandarmanna og þau eru ekki í andstöðu við eldri heimildir sem sönnunargildi hafa.
Bent hefur verið á að taka þurfu tillit til eldri heimilda og landfræðilegra aðstæðna og örnefna. Ekki hefur verið sýnt framá að merki jarða Krýsuvíkur og Hrauns styðjist ekki við eldri heimildir og örnefni. Og þar sem réttindin styðjast við þinglesin og samþykkt merki hafa Strandarmenn sönnunarbyrðina um að þau lýsi ekki réttilega merkjum milli jarðanna.

Keilir-220

Gildi vitnisburða þeirra sem sönnunargagna er ekkert þegar ekki er tekið fram hverjir hagsmunir þeirra eru eða hversu kunnugir þeir eru (voru) staðháttum. Þannig eru t.d. afrit af vitnisburðum frá 1603/4 og 1790 eru með öllu ólæsileg. Þannig má auðveldlega mótmæla hugleiðingu um Dyngju sem Grænudyngju. Sama er að segja um túlkanir á öðrum örnefnum og staðsetningu þeirra i því skyni að færa merki Krýsuvíkur til austurs og auka þannig land Strandarmanna.
Sú röksemd að miða beri landamerkin við hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum skv. landmerkjabréfi Þórustaða er ekki á rökum reist. Orðrétt segir: ,,… þaðan beina stefnu alla leið að landi Krýsuvíkur í Grindavíkurhreppi, eftir sjónhendingu úr Hrafnafelli í hæsta hnjúkinn á Grænavatnseggjum.“ Hér er lýst stefnu merkjalínu en tekið fram að hún endi þar sem land Krýsuvíkur tekur við. Hnjúkurinn er ekki landamerkjapunktur.

Spakonuvatn

Upplýsingar um selstöðu breytir engu um landamerki milli jarða, enda geta menn átt rétt til selstöðu í annars manns landi t.d skv. samningi. Jarðabókin hefur ekki sönnunargildi um að Sogasel hafi verið í landi Stóru-Vatnsleysu, enda var hún upphaflega í Krýsuvíkurlandi.
Rétt er að vekja athygli á að landamerkjabréf Hrauns er lesið á manntalsþingi Grindavíkurhrepps, en ekki á manntalsþingi Vatnsleysustrandar-hrepps. Sama á við um landamerkjabréf fyrir Krýsuvík. Landamerkjabréf fyrir jarðirnar í Vatnsleysustrandarhreppi eru þinglesin á manntalsþingi fyrir hreppinn að Brunnastöðum. Almennt var látið nægja að þinglýsa landamerkjum á manntalsþingi þess hrepps, sem jörð tilheyrði. Ekki var algengt að afla samþykkis á merkjum hjá eigendum í öðrum hreppum, enda þótt jarðir lægju saman á hreppsmörkum. það var þó gert í tilviki Krýsuvíkur og að hluta í tilviki Hrauns.  Strandarmenn öfluðu ekki samþykkis eigenda jarða í Grindavíkurhreppi, enda þótt jarðir lægju saman. Veikir þetta mjög sönnunargildi landamerkjabréfa Strandarmanna, en styrkir að sama skapi sönnunargildi bréfa Hrauns og Krýsuvíkur.

Vordubrot

Dregið er í efa réttmæti þeirra orða í landamerkjabréfi Hrauns þar sem segir: „… þaðan til austurs á Selsvallafjall, upp af Sogaselsdal“. Stefnendur gera ágreining um hvaða fjall beri heitið Selsvallafjall. Vilja þeir flytja fjallið til suðurs og auka þannig verulega við land sitt úr landi Hrauns. Strandarmenn hafa jafnan ásælst Selsvelli og með staðhæfingum um legu fjallsins sunnar falla Selsvellir utan merkja Hrauns. Á Selsvallafjalli eru landamerkin klöppuð í stein. Ekki er ágreiningur um hvar Sogaselsdalur eða Sogin eru. Eina fjallið upp af Sogunum sem til greina kemur er Selsvallafjall. Annað fjall kemur ekki til greina. Útilokað er með öllu að lýsa stað fjalls þess, sem Strandarmenn telja vera Selsvallafjall, sem ,,upp af  Sogaselsdal“. Engin tengsl eru milli fjallsins sem Strandarmenn nefna til sögunnar og Sogaselsdal. Það fjall er langt suður af Sogaselsdal.  Af landamerkjabréfi Hrauns er ljóst við hvaða fjall landamerkin miðast. Sogaselsdalur stendur mun lægra en Selsvallafjall og því er eðlilegt að segja að fjallið sé upp af dalnum. Ekki er um áttatilvísun að ræða.
Með öllu er útilokað að minnst hefði verið á Sogaselsdal í Selsvallafjall-3merkjalýsingunni, ef verið var að lýsa Selsvallafjalli á þeim stað. Þar sem þeir telja Selsvallafjall vera er ekkert fjall, heldur Núpshlíðarháls, sem nefnist Selsvallaháls þegar norðar dregur.
Með öllu er óljóst hvar Framfell er réttilega. Þó er ljóst að Vesturfell frá Vigdísarvöllum er eitt og hið sama fellið.
Staðhæfingar um að það, að Hraunsmenn hafi haft í seli í Hraunsseli en ekki á Selsvöllum bendi til að Selsvellir hafi ekki verið innan merkja Hrauns eru ekki réttar og val á selstöðu Hrauns getur átt sér búskaparlegar skýringar.
Merki Krýsuvíkur liggja ekki um Trölladyngju helur í rótum hennar vestan til. Landssvæði Hrauni og Krýsuvík hafa verið nýtt frá jörðunum svo lengi sem vitað er og lengur en hefðartíma fullan. Ekkert hefur verið gert til að slíta hefðartímann með málssókn og er það nú of seint.
Landamerki nefndra jarða er rétt lýst í 120 ára gömlum landaSelsvallafjall-4merkjabréfum. Hafi einhver haft einhvern tíma réttmæta ástæðu og þar með rétt til að véfengja merkin, þá hafi aðgerðarleysis þeirra þau réttaráhrif, að hafna beri kröfum þeirra til landvinninga af þeirri ástæðu. Merkjum jarðanna er skýrlega lýst í þinglesnum landamerkjabréfum og öðrum gögnum og leikur því ekki vafi á legu merkjanna. Þá hafi merkin verið samþykkt af öllum eða  a.m.k. flestum forverum gagnvart Krýsuvík og sóknarprestinum á Ströndinni að því er merki Hrauns varðar. Engum hefur hingað til tekist að sanna að landamerkjabréfin um Krýsuvík og Hraun  séu röng og að þeir hafi óyggjandi betri rétt til annarrar rökfærslu. Öðrum hefur a.m.k. ekki tekist að framvísa landamerkjabréfum til sönnunar um austurmerki jarða þeirra gagnvart Hrauni og Krýsuvík séu annars staðar en landamerkjabréf þeirra jarða segja til um, enda séu ekki sjálfstæðar lýsingar á austurmerkjum jarðanna í landamerkjabréfum þeim, sem gerðar voru fyrir jarðirnar skv. landamerkjalögum.

Hrutar

Ekki nægir að hugleiða um óljósar líkur þess að landmerkin kunni að liggja annars staðar en greint er frá í landamerkjabréfum og þeim uppdráttum sem vísað er til og lýsa legu merkjanna. Sönnunarkröfur á hendur þeim sem vill véfengja landamerkjabréf jarða gagnvart nágrannajörðum er afar ströng. Auk þess er erfitt að draga í efa hefð á landi innan merkja með útilokandi afnotum landsins.
Hér að framan er hvorki tekin afstaða til eignarhalds landsins né tekin afstaða til réttmætis fyrirliggjandi krafna, enda óþarfi. Hins vegar verður ekki hjá því komist, í umfjöllun um landamerki, að geta um augljós kennileiti sem enn eru til staðar með hliðsjón af fyrri umfjöllun og tilvísun til fyrirliggjandi gagna er áður hafa verið lögð til grundvallar staðfestum landamerkjum.

Heimildir m.a.:
-Dómsmál.
-Þjóðlendur.is
-Örnefnalýsingar fyrir Vatnsleysu, Hraun og Krýsuvík.
-Landamerkjabréf.
-Vitnisburður SG, ÁG og fleiri.
-Vettvangsathuganir.

Markhelluhóll

Búðarvatnsstæði og Markhelluhóll. Á honum er mosavaxin varða.

 

Eldvörp
Enn og aftur var gerð leit að Hamrabóndahelli nálægt Eldvörpum. Samkvæmt lýsingu Helga Gamalíassonar frá Stað, sem nú er um sjötugt og sá hellinn er hann var á fermingaraldri er hann var á ferð með föður sínum og bróður á leið upp frá Húsatóttum að Þórðarfelli, á hellirinn að vera á sléttu hraunssvæði norðan við Sundvörðuhraun skammt austan við Eldvörp. Leitað var gaumgæfulega á svæðinu á meðan birtu naut, en allt kom fyrir ekki. (Sjá ófundið).

Eldvörp

Eldvörp.

Næst þegar farið verður á svæðið verður leiðin, sem farin var á sínum tíma, gengin í fylgd Helga. Þá verður gengið frá Sundvörðuhrauni á móts við Sundvörðuna og slóðanum fylgt að hraunkantinum þar sem hann endar utan í Sandfellshæð. Gamli slóðinn sést ágætlega í hrauninu þrátt fyrir tilkomu nýja vegarins út í Eldvörp. Vitað er að hellirinn er í lægð skammt frá slóðanum og á opið að snúa á mót suðri. Bræðurnir höfðu hlaupið frá dráttarvélinni þegar hlé var gert á akstrinum og þá séð hellisopið. Hlaðið er fyrir það og er dyragatið reglulegt. Hellirinn var notaður af bóndanum á Hömrum er hann skyrraðist við hreppstjórann á Húsatóttum er meinaði honum fjörubeit. Hamrabóndi fór þá með sauði sína inn á hraunið og fóðraði þá þar um veturinn. Alls ekki er útilokað að nýi Eldvarparvegurinn hafi verið lagður yfir hellisopið – annað eins hefur gerst í vegagerð hér á landi.
Frábært veður þrátt fyrir takmarkaðan árangur. Hafa ber þó í huga að „mottó“ FERLIRs er að „læra meira og meira, meira í dag en í gær“.

Árnastígur

Árnastígur.

Reykjanesviti

„Sjólaug þessi er þegar orðin mörgum kunn síðustu árin, síðan ferðafólk fór að leggja leið sína út á Reykjanes. Þar geta menn tekið bað í sjó, sem er álíka heitur og við baðstaðina á ítalíu og Suður-Frakklandi við Miðjarðarhaf. Þessar volgu sjávaruppsprettur koma fram í hraunjaðri bak við Valahnúkamöl, 1—200 m. frá sjó. —
Sjólaugin

Þar hefir myndast mjótt lón bak við malarkambinn, er hækkar í við flæði. í og við norðurenda þess koma uppspretturnar fram. Streymir volgur sjór þar í lónið og verður laugin þar 17—20° (C.) heit. Sunnar í lóninu er sjórinn mun kaldari, og í syðsta hluta þess, eigi heitari en sjórinn við ströndina (ca. 10°). — Árið 1928 sprengdi Ólafur Sveinsson vitavörður op á hraunið norðanvert við lónið, og kom þar niður á volgar uppsprettur; gjörði hann þar þró í hrauninu, sem má synda í um flæði og hálffallinn sjó, og þakti yfir, svo þar er komið baðhús, sem nota má, hvernig sem viðrar.
Í október síðastl. haust mældi eg hitann, bæði í laugarhúsinu og aðaluppsprettunni í norðurenda lónsins. Er fyrsta mælingin gerð, þegar aðfall var að byrja. Í laugarhúsinu var um 28°C.
StaðsetninginÞegar kl. var 4, var svo hátt orðið í lóninu, að eigi varð komist að aðaluppsprettunni til að mæla hitann. 1 dálitlu keri, ofanvert við grjótgarðinri, austanvert við lónið, var hitinn kl. 41/2 21° (C), og í uppsprettu undan grjótstíg frá túnjaðrinum fram á grjótgarðinn, 25°. Lofthitinn inni í laugarhúsinu var 17°, en lofthitinn úti 5—6°. Því miður var selta sjávarins í uppsprettunum ekki mæld, en eg tel líklegt, að hún sé hin sama og í sjónum við ströndina.
Við aðfallið kemur sjórinn með allstríðum straumi úr uppsprettunum, og er vatnsmagnið talsvert mikið. Sjórinn er tær og hreinn í uppsprettunum. Stöku sinnum hefi eg þó séð marflær í sjónum í laugarhúsinu; þær voru dauðar, en heilar og óskaddaðar, eins og þær væru nýdauðar, og hefðu látið lífið á leiðinni í gegnum hraunið. Af hraðstreymi sjávarins úr uppsprettunum um aðfallið, virðist mega ráða, að sjórinn hafi greiða rás í gegnum hraunið. Á þeirri leið hitnar hann allt að því um 20 stig.

Reykjanesviti

Sjór sá, sem fyrst kemur inn um aðfallið, er lítið eitt hlýrri en síðar á aðfallinu. Stafar það líklega af því, að sjórinn sem kemur með fyrsta rennslinu, hafi staðið lengur í hrauninu, þar sem hitastöðvarnar eru. Skammt frá laugarhúsinu er ylur í sprungum í hrauninu, vottar fyrir gufum niðri í sprungunum. Sýndi hitamælir þar 20 stig. Annaðhvort mun sjórinn fá innrásfrá ströndinni um sprungur, eða um rásir milli hraunlaga.
Geysir á Reykjanesi, sem er 13—1400 m. spöl frá sjó, hefir undanfarin ár gosið sjóðheitu saltvatni*, sem var eins salt eða saltara en sjórinn við ströndina. Orsökin til þess er án efa sú að sjónum hafi verið opin leið neðanjarðar gegnum hraunin, frá ströndinni, inn að hverastöðvunum.
Á Reykjanesi er jarðhitasvæðið minnst 3—4 ferkílómetrar. Víða á þessu svæði, í nánd við hverina, þar sem eigi sést gufa úr jörðu, og jörðin er þakin gróðri, er svo grunnt á hitanum, að eigi þarf að stinga nema 1—2 skóflustungur niður til að ná 80-90° hita. Væri nóg rennandi vatn hér nærri, sem leiða mætti um jarðhitasvæðið, myndi mega hita hér vatn, er nægja myndi stórri borg til híbýlahitunar. En hér í nánd er engin lækjarsitra. Öll úrkoma hripar niður í gegnum hraunin og hraunsprungurnar, og kemur hvergi fram aftur á yfirborði sem ferskt, rennandi vatn. —
Aðstreymi vatns neðanjarðar virðist aðeins mögulegt úr sjónum, og þess gætir aðeins í GeyReykjanesvitisir og í leirhver þar rétt hjá, sem myndaðist 1919, og heldur hefir eflst síðan Geysir hætti að gjósa. Allir aðrir hverir þar í nánd, eru gufuhverir. Er Gunnuhver mestur þessara gufuhvera. Þeytir hann gufustrókum með miklu afli í loft upp, og heyrist gnauð og dunur í blástursholinu eða gufurásinni neðanjarðar. Væri hægt að leiða vatn í hver þennan, myndi hann að öllum líkindum breytast í voldugan goshver.
Sjólaugin á Reykjanesi virðist ágætur stofn að baðstað. Væri volga sjónum safnað í steyptar þrær, og þakið yfir þær, mætti nota þessi böð, hvernig sem viðraði. Þá mundi og læknum erlendis takast að nota sér hveragufurnar og heita hveraleirinn á þessu jarðhitasvæði til lækninga á ýmsan hátt, og takast að laða þangað sjúklinga víða að. Þegar sólar nýtur, eru þarna líka hentugir staðir til sólbaða í gjám og kvosum í hraununum. — Gígarnir og gosmyndanirnar þarna umhverfis eru margskonar og sérkennilegar, og mundi mörgum útlendingum, er þar dveldu, þykja þar margt nýstárlegt að sjá, enda þótt staðurinn sé afskekktur og eyðimörk umhverfis að kalla má.“

4./5. 1931.
G. G. B.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 01.05.1931.

Reykjanes

Sundlaugin á Reykjanesi.

Húshólmi

„Enskur sagnfræðingur, A. L. Rowse, segir á einum stað, að sá, sem vilji kynnast sögu lands síns, eigi ekki að byrja á því að lesa þykkar bækur. Hann eigi að fá sér góða gönguskó, blýant, vasabók og landabréf.
husholmi-267Um hverja helgi leita Reykvíkingar þúsundum saman úr bænum, og hafa einatt lítinn fróðleik upp úr ferðunum. Oftast vill brenna við, að menn fari sömu leiðina og þeir hafa farið ótal sinnum áður, (t.d. Þingvallahringinn), eða menn keppast við að komast sem lengst burtu, en þá vill allur tíminn fara í bílakstur. Af þessum sökum má búast við, að ýmsum yrði þökk á uppástungum og leiðsögn um skemmtilegar og fróðlegar bíl- og gönguferðir um nágrenni bæjarins.
Að þessu sinni skulum við halda af stað í bíl kl. 1 e.h. á laugardegi eða sunnudegi og aka sem leið liggur til Krýsuvíkur, beygja út af þjóðveginum til hægri og aka heim að gamla bænum í Krýsuvík. Þaðan er unnt að aka spölkorn suður fyrir túnið eftir melum, allt að braggarúst einni frá stríðsárunum. Síðasta spottann verður þó að fara varlega vegna stórgrýtis.
Hér förum við út bílnum og göngum í suðvesturátt, meðfram bæjarlæknum í Krýsuvík. Þarna er hægt að fylgja bílförum, en þau liggja þó í fullmiklum krókum. Þegar komið er suður undir fellið Stráka og bæjarlækurinn beygir í hásuður, höldum við þvert í vestur frá læknum og göngum í áttina að Ögmundarhrauni, yfir mela og móa. Þegar við komum að hraunjaðrinum, verðum við að gæta vel að til að finna stíginn, sem  liggur inn í hraunið. Hann er merktur með tveimur litlum vörðum í hraunbrúninni.
Stígurinn er fallega grænn í gráum husholmi-345mosanum, og er greiðfær fárra mínútna gangur eftir honum, þar til komið er í Húshólma, grænan óbrennishólma inni í hrauninu.
Við göngum í suðvestur yfir hólmann. Í jaðri hans að suðvestan sjáum við glögglega mikla túngarða forna, sem hverfa undir hraunið. Skammt sunnan við þá sjáum við tvo græna bletti lítið eitt inni í hrauninu. Þar heita Kirkjulágar. Þegar þangað er komið, rekum við upp stór augu, því að hér eru afar greinilegar bæjarrústir, sem hraunið hefur hlaðizt allt í kringum og sums staðar runnið inn í. Í syðri rústunum er austasta tóftin e.t.v. kirkjurúst, en í nyrðri rústunum er vesturtóftin sennilega skáli með setum meðfram báðum veggjum (sjá Árbók Fornleifafélagsins 1903, bls. 49).Talið er, að hér hafi upphaflega verið höfuðbólið Krýsuvík, þar sem Þórir haustmyrkur nam land, enda er staðurinn stundum nefndur Gamla Krýsuvík. En bærinn hefur verið fluttur, þegar Ögmundarhraum rann. Jónas Hallgrímsson telur það hafa gerzt árið 1340, en það er óvíst. Getið er um eldsumbrot á Reykjanesskaga í fornum heimildum bæði á 12. og 14. öld.
Ef við göngum nú niður að sjónum, sjáum við ljóslega, hvað gerst hefur. Ofan frá fjöllunum (frá gígum skammt sunnan við Vigdísarvelli, sbr. Ferðabók Þorvalds Thoroddsens I, 187) hefur ógurlegt  hraunflóð runnið suður til sjávar og breiðzt austur Og vestur yfir feiknamikið flæmi. Það helfur umlukt bæinn í Krýsuvík, en skilið eftir allstóran hólma austan hans og annan allmiklu vestar (Óbrennishólma).
Framan við bæinn hefur krysuvik-teikninghraunflóðið náð saman og steypzt fram af sjávarbökkunum alllangt út í sjó og fyllt hina gömlu Krýsuvík. Þar með hefur útræði frá víkinni verið úr sögunni. Má enn sjá hinn gamla sjávarkamb syðst í Húshólma. Margur num nú spyrja, hvort ekki væri vert að rannsaka fræðilega hinar fornu rústir Krýsuvíkur. Það væri sjálfsagt mjög forvitnilegt og verður eflaust gert, áður en langt um líður. Þangað fóru fundarmenn „víkingafundarins“ í Reykjavík í fyrra til að athuga rústirnar. Óþarft er að taka fram, að óheimilt er almenningi að hreyfa við rústunum.
Frá Húshólma er greiðfærast að ganga sömu leið til baka, eftir hraunstígnum. Aðrir mundu vilja klöngrast yfir hraunið með sjónum, en það er mjög ógreiðfært og betra að vera á góðum skóm með gúmsólum. En hvor leiðin sem farin er, er sjálfsagt að ganga nú austur á Krýsuvíkurberg. Það er allt að 30—40 metra hátt fuglabjarg, þar sem verpir svartfugl og ryta. Þarna með sjónum má víða sjá kynlegar klettamyndir, og stórfenglegt getur verið að sjá brimið þeytast tugi metra upp um alls konar glufur í hrauninu. Að þessu sinni látum við nægja að ganga þangað austur, sem bæjarlækurinn fellur í litlum fossi fram af berginu. Síðan höldum við upp með læknum, fram hjá eyðibýlinu að Fitjum, vestan við Stráka, og loks sömu leið til baka vestan með læknum.
Hæfilegt mun að ætla fjóra tíma til þessarar gönguferðar með hvíldum, en gönguleiðin er alls 12—13 km, og er þá klukkan orðin 6 þegar komið er að bílnum aftur. Gott er að hafa með sér nesti til að borða í Húshólma. Þeir, sem í ferðina leggja, ættu að klippa þennan leiðarvísi og hafa með ser. Góða ferð! – H.“

Heimild:
-Frjáls þjóð 31. ágúst 1957, bls. 4

Húshólmi

Húshólmi – skálar.

Krýsuvík

Skoðaður var fjárhellir Krýsuvíkurbænda í Bæjarfelli, rakin kennileiti og gengið eftir vörslugarðinum mikla á milli Bæjarfells og Arnarfells, yfir Vestari læk og framhjá Arnarfellsbænum. Tóftir hans eru vel greinilegar sunnan undir fellinu. Auk þeirra eru tóftir miðja vegu uppi í fellinu. Efst er Eiríksvarðan, nefnd eftir Eiríku galdrapresti í Selvogi. Nokkrar sögur honum tengdum gerðust í Krýsuvík, s.s. viðureign hans við Tyrkina, sem nú eru dysjaðir í svonefndum Ræningjahól neðan kirkjunnar, en allar eru þær því miður rangfeðraðar í tíma.

Bæjarfell

Bæjarfell.

Haldið var yfir ísilagða Bleiksmýrina og stefnt á heiðina. Eftir stutta göngu var komið að Jónsvörðuhúsi, stórri tótt á miðri Krýsuvíkurheiði. Sagt er að Magnús í Krýsuvík hafi verið hafður þar fyrrum yfir sauðum sumarlangt.

Jónsbúð

Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði.

Þaðan var haldið að hlöðnu húsi, sem gæti annað hvort hafa verið sæluhús (smalabyrgi) eða húsi tengt mannvirkjunum í Litlahrauni og öðrum nytjum í og við Krýsuvíkurbjarg (-berg), sem þarna er suðaustan undan hæðinni.

Krýsuvíkurheiði

Smalabyrgi í Krýsuvíkurheiði.

Húsið er sunnan í heiðinni með útsýni um Krýsuvíkurberg frá Keflavík að Selöldu. Þá var haldið á Litla-hraun, skoðaðar minjarnar þar (tóft, hlaðið fjárskjól og rétt) og yfir í Klofninga þar sem komið var við Arnsgrímshelli, fornum fjárhelli, sem þar er á sléttlendi sunnan undir hraunkanti. Arngrímur, bóndi á Læk, hafði fé í hellinum fram undir 1700, er sylla úr berginu féll á höfuð hans – með tilheyrandi afleiðingum.

Gvendarhellir

Hústóft framan við Gvendarhelli.

Þar gerist þjóðsagan um Grákollu o.fl. góðar sögur. Í hellinum eru hleðslur sem og fyrir opum hans. Við eitt opið er tótt undan húsi Krýsuvíkur-Gvendar, sem einnig nýtti hellinn sem fjárhelli um 1830. Gengið var í gegnum Bálkahelli, sem var klakaprýddur og skartaði sínu fegursta. Leitað var tveggja fjárskjóla efst í Eldborgarhrauni. Vitað er nú hvar þau eru og er ætlunin að finna þau óvænt síðar.

Dysjar

Dysjar Krýsu, Herdísar og smalans í Kerlingadal.

Loks var staldrað við hjá dysjum Herdísar og Krýsu og rifjuð upp þjóðsaga þeirra kvenna.
Veðrið var gott – sól og lognið í bakið.
Gvendarhellir

Í Gvendarhelli.

Tvíbollar

Einfarinn, einn áhugasamasti hellakoðunarmaðurinn um þessar mundir, gekk fyrir skömmu áleiðis upp í Brennisteinsfjöll. Leiðin lá um Tvíbollahraun um Kerlingarskarð og upp með Syðstubollum. Á þeirri leið var gengið fram á tvo áður óskráða hella, í Tvíbollahrauni og við Syðstubolla.

Hellir

Tvíbollahraun, stundum nefndt Miðbollahraun, er talið hafa runnið ~950. Það er blandhraun; helluhraun að ofanverðu en apalhraun eftir því sem neðar dregur. Líklegast er því að finna rásir, hella eða skúta í því ofanverðu.
EE fór í hellaferðina fyrrnefndu, frjáls eins og fuglinn vegna frestunar á verkefni. Hann lagði upp í ferð í Brennisteinsfjöll, en stórlega vanmat náttúrufegurðina og vegalengdina og náði ekki lengra en upp að Draugahlíðum. Veðrið var hins vegar eins og best verður á kosið.
Eins og góðum hellamanni sæmir var auðvitað leitað í hverri holu og fundust við það tvær sem ekki höfðu leitað á hellalistann hingað til. Fyrri hellirinn er í Tvíbollahrauni rétt ofan við veginn upp í Bláfjöll og seinni upp á hæðinni rétt þegar komið er upp á fjallið. Báðir hellarnir eru stuttir og teljast kannski frekar til skúta, en eru þó um 20 metra langir. Báðir eru hluti af lengri hraunrásum.
Áður fyrr var einungis talað um Bollana og/eða Grindaskarðshnúka, sem reyndar er rangnefni því Grindaskörð eru utar (norðan við Stóra bolla), en Kerlingarskarð þar sem nefndir Grindarskarðshnúkar eru. Reyndar hafa menn kallað Kerlingarskarðið Grindarskörð í seinni tíð.
Á landakortum eru tilgreindir Stóribolli, Miðbollar og Syðstubollar. Stóribolli er greinilegur úr fjarlægð sem og Miðbollar. Um er að ræða nokkra gíga utan í aðalgígnum (Miðbolla), einum þeim fallegasta á brúninni.
HellisopUm Syðstubolla gildir annað því þeir sjást ekki neðan frá. Þeir eru minni og rétt innan (ofan) við Grindarskarðshnúka. Þeir koma í ljós þegar komið er upp á brúnina, vestan við Hlíðarveginn og beygt er til vesturs, að ofanverðum Draugahlíðum. Grindarskarðshnúkarnir eru hins vegar tindarnir vestan Kerlingarskarðs og  eru ekki gígar. Um þá liggur leið (styttingur) ofan frá námusvæðinu í Brennisteinsfjöllum.
Í einni lýsingunni segir: „Á leiðinni upp í skarðið blasir Stóri bolli, Tvíbolli og Þríbolli við, en eru einu nafni nefndir Bollar eða Grindaskarðshnúkar.“ Hér er talað um Tvíbolla og Þríbolla, auk Stóla bolla. Hægt væri að tala um, líkt og Jón gerði, Tvíbolla vestan Stórabolla. Miðbolli og Syðstubollar eru þó aðskilin gígasvæði, bæði með nokkrum gígum (3-5). Kóngsfellið (sunnan Miðbolla) er hluti af þessum gígum og mætti því vel teljast til Bollanna. Þar hittust fjárkóngar Grindvíkinga, Hafnfirðinga (Seltjerninga) og Ölfusmanna við upphaf leita á haustin.
Hér eru framangreindir hellar nefndir Tvíbolli í Tvíbollahrauni og Syðstibolli við Syðstubolla. Fyrrnefndi hellirinn er dæmigerð hraunrás frá afurð upprunans, rauðleit í bland við gulgrátt. Síðarnefndi hellirinn er eftirbreytileg yfirborðsrás þar sem hægt er að láta ímyndunaraflið ráða framhaldsför um þrengri anga.
Annars var útsýnið ofan frá Kerlingarhnúkum stórkostlegt þessa haustblíðu.
Framangreindir hellar eru nr. 612 og 613 á hellaskrá FERLIRs á Reykjanesskagnum.

Tvíbolli

Bollar.

Kistufellsgígur

Ætlunin var að berja augum hina sjaldgæfu hákolla Brennisteinsfjalla snævislausa, jarðfastar eldborgir, mannvistarleifar (sem fáir vita af) og helstu undirheima þessa ómetanlega og jafnframt ósnortna náttúrundurs við fótskör höfðuborgarsvæðisins, s.s. dropsteins-, litabrigða- og jökulhella. Líklegt má telja að svæðinu verði fórnað innan fárra missera á altari sjóndaprar stóriðjustefnu vegna áhugaleysis meirihluta „hinna 63. bekkjarsystkina“, sem ættu þó skv. ákvæðum stjórnarskráar landsins og allra annarra skynsemissjónarmiða að standa einarða vörð um varðveislu þess. Brennisteinsfjallasvæðið er ómetanlegt, jafnvel á heimsvísu, ekki síst út frá náttúru- og jarðfræði þess. Einhverjir hafa tjáð sig um svæðið, en sumir þeirra hafa ekki komið þangað.

Leiðin

Gengið var upp frá Sýslusteini við Herdísarvíkurveg og stefnan tekin á Jafndægur suðvestan við Sandfell. Þaðan átti að ganga um Vörðufellsgíg, Vörðufellsborgir, Eldborg, Kistu, Kistufell, niður í Námuhvamm að brennisteinsnámunum og síðan um Kerlingahnúka og Kerlingarskarð niður að Bláfjallavegi. Í leiðinni átti og að skoða nokkra hella og önnur sjaldséð náttúrufyrirbæri.
Spáð hafði verið sól á svæðinu, en auk þess hafði að semja um sérstaklega áhrifarík áttaskil þar (meðan á göngunni stóð), lygnu og 16° hita.
Nafnið Brennisteinsfjöll er tiltölulega ungt eða frá því á 18. öld. Áður var hryggurinn, sem mynda þau, nefndur Fjallaháls og jafnvel fleiri nöfnum. Hann er myndaður á sprungurein (oft talað um Brennisteinsfjallareinina) líkt og Sveifluháls (Austurháls) og Núpshlíðarháls (Vesturháls) undir jökli að hluta, en síðan gosið víða eftir honum á nútíma eins og sjá má hinum mörgu eldborgum og gígum. Kistufellsgígurinn er sá stærsti. Miklar hrauntraðir liggja frá gígunum og víða eru langar rásir undir hraunhellunni. Vitað er að gos varð í Kistu árið 1000, en síðast er talið að hafi gosið í Brennisteinsfjöllum um 1340 (Draugahlíðagígshraunið/Stakkavíkurhraunið). Í Kistu má sjá gíga frá öllum tímabilum nútímans, grónar hrauntraðir og berar, mosavaxin hraun og hraun án mosa.

Aðkoman að Brennisteinsfjöllum fer eftir því hvað á að skoða hverju sinni. Nú var haldið inn Fagradal til austurs með suðurjaðri Breiðdalshrauns, sem rann úr Kistu á sínum tíma (árið 1000), og síðan fetaður stígur upp hlíðina innanverða. Þegar komið var upp á brún var vent til vinstri eftir stíg rjúpnaveiðimanna inn á úfið apalhraun. Eftir stutta göngu var komið inn á slétt helluhraun. Þaðan var leiðin greið upp í Brennisteinsfjöll.
Í leiðinni upp var m.a. kíkt á hraunskjól í Fagradal. Hleðsla er við opið. Frá skjólinu er ágætt útsýni yfir dalinn. Ekki er ólíklegt að þarna hafi refaskytta átt athvarf. Slitrur úr dráttartógi, mosavaxið, lá innan við munnann.
Þegar staðnæmst var á hraunbrún á miðri sléttu Kistuhraun sást vel til Brennisteinsfjallanna; eldborgirnar í suðaustri, Kistu í austri og Kistufells í norðaustri, var ekki hjá því komist að rifja upp ásókn virkjunarverktaka í þessa dásemd.
Hjá iðnaðarráðuneytinu liggja fyrir umsóknir frá orkufyrirtækjum um rannsóknarleyfi á þremur svæðum á suðvesturhorninu sem ekki hafa verið virkjuð. Eitt þeirra eru Brennisteinsfjöllin. Um þessar mundir virðast þau eftirsóttasti virkjunarkosturinn.
Forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hefur m.a. gagnrýnt seinagang í umsóknarferli vegna rannsóknarleyfa og undraði sig á því að staðið skildi á umsögn umhverfisráðuneytisins. „Í lögum sé kveðið á um skjóta afgreiðslu en ráðuneytið virðist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því að brjóta lög með því að draga að klára sína umsögn, mun hann hafa látið út úr sér vegna þessa.“
Á svæðinu eru merkar gosminjar sem nánast eru ósnortnar, t.d. gígar, hraun, sprungur og hellar. Í Brennisteinsfjöllum er háhitasvæði sem er nánast ósnortið. Á svæðinu má rekja opnar jarðskjálftasprungur og misgengi. Eldvirkt svæði nær frá sjó norður í Rauðuhálsa ofan við Sandskeið.
Víðáttumikil dyngjuhraun eru á svæðinu. Frá gíg sunnan í Draugahlíðum hefur runnið hraun niður að Hlíðarvatni. Gos á sögulegum tíma. Í Herdísarvíkurhrauni er kjarrlendi fyrir opnu Atlantshafi og er það eitt heilsteyptasta kjarrið sem eftir er á Reykjanesskaga. Meðal menningarminja á svæðinu er hluti Selvogsgötu, sem liggur frá Hafnarfirði í Selvog og brennisteinsnámur í Brennisteinsfjöllum.
Verndartillögur ná yfir austasta hluta þess háhitakerfis sem kennt er við Krýsuvík en ákvörðum um nýtingu liggur ekki fyrir.
Brennisteinsfjöll eru sunnan Lönguhlíðar á Reykjanesi. Þau eru mjög eldbrunnin og hraunfossar frá þeim liggja niður fjallahlíðar í átt að Herdísarvík. Þessi fjallshryggur hefur verið eldvirkur fyrir og eftir landnám.
Englendingar hófu brennisteinsnám austanverðum Brennisteinsfjöllum í kringum 1880 fyrir atbeina Skotans W.C. Spence Paterson, sem kenndi á Möðruvöllum í tvo vetur og varð síðan ræðismaður í Hafnarfirði (sjá umfjöllun á annarri FERLIRssíðu). Það þurfti að brjótast í gegnum 3-4 m þykka hraunskorpu til að komast að brennisteininum og flutningar voru erfiðir, þannig að þessi starfsemi varð ekki langvinn. Flutningaleiðin var um Grindaskörð til Hafnarfjarðar. Enn má sjá brennisteinskjarnana, göturnar og afkastið í námunum, auk ofnsins, sem notaður var til að móta afurðirnar áður en þær voru fluttar til hafnar.
Umhverfisstofnun vakti athygli á að í bréfi, dagsettu 26. nóvember 2003, fór rektor Háskóla Íslands þess á leit við umhverfisráðherra að auglýsingu um friðland í Herdísarvík verði breytt á þann veg að mögulegt verði að rannsaka og nýta jarðhita sem er að finna í Brennisteinsfjöllum.
Umhverfisráðuneytið óskaði eftir afstöðu Umhverfisstofnunar til málsins með bréfi dagsettu 20. janúar sl. Fram kom að „í Brennisteinsfjöllum er jarðfræðileg fjölbreytni mikil, þar er að finna merkar og nánast ósnortnar eldgosaminjar, jarðskjálftasprungur, misgengi og háhita. Brennisteinsfjöll, og raunar allt Herdísarvíkurfriðland, eru hluti af stærra svæði sem fjallað er um í tillögu Umhverfisstofnunar um náttúruverndaráætlun, þ.e. Brennisteinsfjöll-Herdísarvík, en lagt er til að svæðið allt verði friðlýst sem náttúruvætti eða friðland.“
Í þingsályktunartillögu var svæðum meðal annars forgangsraðað með tilliti til jarðfræðilegra minja með einkunnagjöf. Þar fékk svæðið Brennisteinsfjöll-Herdísarvík næsthæstu einkunn og á eftir Geysi, en Reykjanes-Eldvörp-Hafnarberg og Grændalur fengu þriðju hæstu einkunnina. Þegar vinnuhópur umhverfisráðuneytis var að störfum lág fyrir að umhverfisráðuneyti hafði með bréfi dags 13. júní 2003, til iðnaðarráðuneytis, lagst gegn því að veitt yrði rannsókna- og nýtingarleyfi í Brennisteinsfjöllum. Í þingsályktunartillögunni var einungis fjallað um Geysi og Reykjanes- Eldvörp-Hafnarberg en ekki þótti ástæða til að fjalla um Brennisteinsfjöll-Herdísarvík að sinni, þar sem ekki voru áform uppi um nýtingu þessa svæðis.

Í ljósi framangreindrar beiðni um breytingu á auglýsingu um friðland í Herdísarvík, telur Umhverfisstofnun æskilegt að fjallað verði um Brennisteinsfjöll-Herdísarvík í náttúruverndaráætlun 2004-2008.
Umhverfissamtökin Landvernd hafa sett fram sýn til framtíðar um verndun Reykjanesskagans og að frá Þingvallavatni út á Reykjanestá verði stofnaður „Eldfjallagarður og fólkvangur“. Framtíðarsýnin grundvallast á náttúruvernd samhliða fjölbreyttri nýtingu á auðlindum skagans. Hvatt er til nýtingar jarðvarma til orkuframleiðslu þar sem þegar hefur verið virkjað en ósnortin jarðhitasvæði verði vernduð. Þar er horft til tilrauna sem sýna að með djúpborunum sé jafnvel hægt að tífalda þá orku sem fæst úr hverri borholu í dag.
Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir að í framtíðarsýn samtakanna sé rými fyrir allt og alla, en bara ekki á sama stað. „Menn verða að taka frá svæði fyrir ólíkar nýtingarleiðir. Það hafa þegar verið tekin frá svæði til orkuvinnslu en það hafa hins vegar ekki verið tekin frá svæði til náttúruverndar með fullnægjandi hætti.“ Bergur segir að Brennisteinsfjöll séu ósnortið víðerni sem þurfi að taka frá fyrir náttúruvernd og koma þurfi í veg fyrir rannsóknaboranir þar. „Á Reykjanesi eru fjögur eldstöðvakerfi. Tvö af þessum kerfum hafa þegar verið virkjuð að talsverðu leyti og það eru komnar af stað rannsóknaboranir á þriðja svæðinu sem er Trölladyngjusvæðið.
Brennisteinsfjöllin eru síðasta kerfið sem er ósnortið. Við leggjum áherslu á rannsóknir og djúpboranir á þeim svæðum sem þegar eru nýtt til orkuvinnslu með jarðvarma því hver virkjun; Hellisheiðarvirkjun, Reykjanesvirkjun og Svartsengi, getur orðið ígildi Kárahnjúkavirkjunar.“
Ólafur G. Flóvenz, forstjóri Íslenskra orkurannsókna, segir að hafa beri í huga að djúpboranir muni ekki leysa einhvern bráðavanda en staðfestir að yfirgnæfandi líkur séu á að mögulegt sé að margfalda orkuframleiðslu úr borholum sem fyrir eru með nýrri tækni í framtíðinni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt til að gera Brennisteinsfjöll að friðlandi en Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagðist í viðtali við Fréttablaðið nýlega ekki geta tjáð sig um þær hugmyndir á meðan umsóknir Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um rannsóknaboranir í Brennisteinsfjöllum eru til afgreiðslu hjá iðnaðarráðuneytinu??? Það ætti a.m.k. að gefa ákveðna vísbendingu um það sem ætlað er.
Þegar horft er til Brennisteinsfjalla (sem sjást vel víðasthvar af Reykjanesskaganum) má með sanni segja að sjaldan hafi jafn merkilegu svæði verið jafn lítill gaumur gefinn. Á svæðinu er að finna merkar gosminjar sem nánast eru ósnortnar, t.d. gígar, hraun, sprungur og hellar. Í Brennisteinsfjöllum er háhitasvæði sem er nánast ósnortið. Náttúrustofa Íslands telur að á svæðinu megi “rekja opnar jarðskjálftasprungur og misgengi. Eldvirkt svæði nær frá sjó norður í Rauðuhálsa ofan við Sandskeið. Víðáttumikil dyngjuhraun eru á svæðinu. Frá gíg sunnan í Draugahlíðum hefur runnið hraun niður að Hlíðarvatni. Gos hafa orðið þarna á sögulegum tíma, sbr. Kistuhraunið og Draugahlíðagígshraunið, sem neðst hefur fengið nafnið Stakkavíkurhraun. Stærð þessa svæðis er um 198,7 km.” Drög hafa verið lögð að því að friðlýsa hluta Brennisteinsfjallasvæðisins.
Á Brennisteinsfjallasvæðinu eru nánast ósnortnar og merkar eldgosaminjar, jarðskjálftasprungur og misgengi. Þar er og háhitasvæði. Það mun hafa alþjóðlegt náttúruverndargildi. Fjölbreyttur gróður er og á svæðinu. Eldgosaminjar eru og miklar í Brennisteinsfjöllum, s.s. opnar jarðskjálftasprungur og misgengi. Eldvirki hlutinn nær frá sjó og norður í Rauðuhálsa ofan við Sandskeið. Oft hefur gosið á þessari sprungurein og hafa hraunin runnið niður í Heiðmörk í vestri, á Sandskeið í norðri og suður til Herdísarvíkur. Austurhlutinn er markaður af Bláfjöllum og Vífilsfelli sem mynduðustu við gos á ísöld. Á heildarsvæðinu eru ummerki um 3-4 eldgos á sögulegum tíma. Mikið er um hrauntraðir, hrauntjarnir, hraunæðar, niðurföll, hraunfossa, hraunhella og aðrar jarðminjar í eldstöðvakerfinu.
Kistufellsgígurinn er sérkennilegur, girtur háum hömrum og liggja nokkrar hrauntraðir frá honum til vesturs. Eldborg á Brennisteinsfjöllum er hæsti gígurinn í gígaröð sem kemur í beinu framhaldi af Kistufelli til suðvesturs. [Hér er reyndar um misvísun að ræða. Augað blekkir. Elborgargígurinn svonefndi stendur hæst eldborganna í Brennisteinsfjöllum, en Eldborgin (drottningin) sjálf er skammt vestan hennar, rislítil en með drjúgum stærri gígskál. Úr henni hefur meginhraunið runnið til vesturs].

Háhitasvæði í Brennisteinsfjöllum er nánast ósnortið. Merki um háhitann sjást ekki mikið á yfirborði. Umhverfið er þó stórbrotið, með ósnortnum gígum, eldhraunum og opnum sprungum. Leifar námuvinnslu eru enn til staðar, ef vel er að gáð. Ofninn í brennisteinsnámunum er falinn undir moldarbakka. Einungis þarf að skafa ofan af ofninum og þá kemur hann í ljós.
Búðir námumanna voru skammt ofar og sjást tóftir þeirra enn.
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur fjallað um Brennisteinsfjöll í tengslum við Herdísarvíkurfriðland. Þar segir m.a. “Á svæðinu eru háhitasvæði í Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og Hengli. Innan þeirra er mikil eldvirkni og háhitasvæði tilheyrir hverri rein. Brennisteinsfjöll eru eina sprungureinin og háhitasvæðið sem enn er að mestu er ósnortið – öllum hinum hefur verið raskað að meira eða minna leyti vegna jarðhitanýtingar. Í Brennisteinsfjöllum og nærliggjandi svæði eru einstakar gos- og jarðminjar, þar á meðal stakir eldgígar (t.d. gígurinn í Þríhnjúkum), gígaraðir, dyngjugígar, eldborgir og a.m.k. níu nútímahraun oft með fallegum hrauntröðum og einstökum hraunfossum þar sem hraunin hafa flætt fram af fjöllunum til suðurs.

Vörðufellsborgir

Brennisteinsfjöll og svæðið þar í kring eru síðasta ósnortna víðernið á Reykjanesi þangað sem þéttbýlisbúar á SV-horninu o.fl. geta sótt afdrep, innblástur og menntun – verðmæti ósnortinna útivistarsvæða sem þessa munu vafalítið aukast á næstu árum og áratugum. Umrætt svæði er nú þegar friðað að stærstum hluta innan Herdísarvíkurfriðlands. Í tillögum Umhverfisstofnunar að náttúruverndaráætlun 2004-2008 er lagt til að Herdísarvíkurfriðland verði stækkað verulega til vesturs og austurs til að tryggja vernd mikilvægra jarðminja og landslags.”
Náttúrufræðistofnun Íslands gerir ekki lítið úr gildi rannsókna en bendir á að fyrirhugaðar jarðhitarannsóknir í Brennisteinsfjöllum, eins og þeim er lýst í greinargerð, munu skaða náttúruminjar og ímynd hins ósnortna svæðis verulega. Við fyrirhugaðar rannsóknir, sem byggja á borunum, þarf að leggja vegi og slóða um úfin nútímahraun inn á svæðið, byggja 2–3 borplön (hvert um sig u.þ.b. 1 ha), bora eftir grunnvatni til skolunar því ekkert yfirborðsvatn er á svæðinu, farga skolvatni, flytja inn eða taka efni úr gígum og hraunum á svæðinu til ofaníburðar og byggingar borpalla. Ef virkjanlegur jarðhiti finnst er stefnt að því að fjölnýta svæðið svipað og gert er í Svartsengi og á Nesjavöllum til framleiðslu á rafmagni, hitaveituvatni, grunnvatni, iðnaðargufu og til útivistar. Slík fjölnýting kallar á enn meiri mannvirki svo sem varanlega vegi og byggingar, hitaveituleiðslur og raflínur.

Að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa Brennisteinsfjöll og nærliggjandi svæði mikið verndargildi og eru til langs tíma mun verðmætari þjóðinni og þéttbýlinu á SV-landi ósnortin en sem fjölnýtt orkuvinnslusvæði. Í því sambandi má benda á að innan seilingar verða a.m.k. þrjú fjölnýtt orkuvinnslusvæði, þ.e. Svartsengi, Nesjavellir og Hengilssvæðið.
Eftir jarðhitarannsóknir, eins og fyrirhugaðar eru í Brennisteinsfjöllum, verður svæðið ekki lengur ósnortið og forsendur fyrir frekari vernd þess breyttar að sama skapi.
Rannsóknaleyfi jafngildir því stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Þess vegna er brýnt, áður en farið er í að breyta friðlýsingu Herdísarvíkurfriðlands, að umhverfisyfirvöld marki stefnu um framtíð svæðisins m.a. hvort ástæða sé til að taka frá og friða a.m.k. eina sprungurein og háhitasvæði í vestra gosbeltinu.
TóftÍ samtölum Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisráðuneytis haustið 2003 í aðdraganda að gerð þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun 2004–2008 var spurt um forsendur fyrir vali á jarðfræðisvæðum á Reykjanesi – m.a. hvers vegna ákveðið hefði verið að velja Reykjanes fremur en Brennisteinsfjöll. Í svari ráðuneytisins kom m.a. fram að orkuvinnsla í Brennisteinsfjöllum væri framtíðarmál og nægur tími til ákvarðanatöku varðandi landnýtingu þar. Í ljósi þessa telur Náttúrufræðistofnun Íslands ekki tímabært að breyta friðlýsingu Herdísarvíkurfriðlands í þá veru að leyfa
umræddar jarðhitarannsóknir.”
Í ritgerð fyrir meistaranám í umhverfis- og auðlindafræðum, Háskóla Íslands, er fjallað um Reykjanesskagann og Brenisteinsfjöll. “Reykjanesskagi er eldbrunninn og hrjóstrugur með fjölbreyttu landslagi sem minnir um margt á miðhálendið. Þar eru hraun, sandar, vötn, hverasvæði, móbergshryggir og stök fjöll en fuglabjörg við sjóinn.
Landið er lítt til ræktunar fallið og byggð að mestu bundin við sjávarsíðuna. Stór hluti skagans er án mannvirkja s.s. uppbyggðra vega, bygginga eða háspennulína. Á skaganum eru tvö friðlýst útivistarsvæði, Bláfjallafólkvangur (84 km²) sem fyrst og fremst þjónar sem skíðaland höfuðborgarsvæðisins, og Reykjanesfólkvangur (300 km²). Reykjanesfólkvangur tekur m.a. yfir Kleifarvatn, Brennisteinsfjöll, Ögmundarhraun, Krýsuvík og Krýsuvíkurberg. Þrátt fyrir nálægð við mesta þéttbýli landsins eru víðáttumikil lítt snortin svæði innan fólkvangsins en Brennisteinsfjöll og nágrenni eru stærsta óbyggða víðernið á suðvesturhorni landsins.
Aðdráttarafl Reykjanesfólkvangs liggur ekki síst í fjölbreyttu og sérstæðu landslagi en lega fólkvangsins í útjaðri höfuðborgarsvæðisins eykur útivistargildi hans. Hvort tveggja gerir svæðið að áhugaverðum efnivið til rannsókna á landslagi. Landslag hefur á undanförnum áratugum fengið síaukið vægi í þjóðmálaumræðu og sem viðfangsefni rannsókna. Fimmtán þjóðir, þar á meðal allar Norðurlandaþjóðirnar nema Íslendingar, hafa undirritað evrópska landslagssáttmálann (frá árinu 2000) og þannig viðurkennt mikilvægi landslags sem þjóðararfleifðar og sem uppsprettu lífsgæða fyrir almenning. Kannanir sýna að sérstök og óspillt náttúra landsins, einkum í óbyggðum, er það sem dregur langflesta erlenda ferðamenn til landsins. Ákaflega litlar rannsóknir hafa þó enn farið fram á íslensku landslagi, einkennum þess og verðmætum.

Spenar

Rannsóknum á landslagi má skipta í þær sem taka til náttúrufars (eðlisrænna þátta) annars vegar og upplifunar hins vegar. Kerfi til flokkunar á landslagi byggja fyrst og fremst á eðlisrænum þáttum en matskerfi þurfa að taka tillit til samspils eðlisrænna og huglægra þátta. Mörg flokkunarkerfi fyrir landslag eru til erlendis en fæst þeirra henta fyrir íslenskt landslag vegna þess hve óvenjulegt það er. Lítið hefur verið reynt að aðlaga þessi kerfi að íslensku landslagi eða vinna fræðilegan grunn að íslensku matskerfi. Slík vinna er þó brýn, m.a. til að meta verndargildi svæða, fyrir skipulagsvinnu tengda stórframkvæmdum, og vegna hagsmuna útivistar. Markmið þessarar rannsóknar er að greina og flokka helstu drætti og breytileika í landslagi innan Reykjanesfólkvangs. Byrjað verður á því að skilgreina helstu landslagsgerðir út frá kortum en sérkennum hverrar gerðar verða síðan lýst að loknum rannsóknum á vettvangi. Að lokum verður beitt mismunandi flokkunarkerfum (áströlsku, ensku, norsku, svo og matskerfi Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma) til að flokka helstu landslagsgerðir en slík vinna gæti nýst sem grunnur að almennu kerfi sem hentar íslensku landslagi.”

Kistufellsgígur

Á 126. löggjafarþingi (2000–2001) er m.a. fjallað um Brennisteinsfjöll (Þskj. 816 — 520. mál). Þar segir m.a: að markmið Hitaveitu Suðurnesja er að: „– að stuðla að nýtingu jarðhitaauðlinda á Reykjanesskaga, þar með talið í Krýsuvík, við Trölladyngju, Brennisteinsfjöll og eftir atvikum víðar á landinu.“
Varabæjarfulltrúi í Reykjavík, Dofri Hermannsson, fjallar einn fárra meðvitaðra um Brennisteinsfjöll á vefsíðunni http://www.samfylking.is/.
Yfirskriftin er „Einkavædd stóriðjustefna“. „Inni á borði nýja ráðherrans bíða umsóknir um rannsóknarleyfi á 13 stöðum á landinu [m.a. í Brennisteinsfjöllum]. Þessir staðir bíða þess að ráðherra gefi leyfi til orkurannsókna.“
Í BrennisteinsfjöllumÞað er ljóst að margir bíða spenntir eftir að láta greipar sópa. Stóriðjustefnan hefur skotið rótum fyrir utan veggi ráðuneytisins og lifir nú sjálfstæðu lífi á hinum frjálsa markaði. Lagaramminn sem vernda á náttúruperlur Íslands er hins vegar engan veginn tilbúinn fyrir frelsið. Hann er líka ófær um að segja stopp vegna skuldbindinga Íslands um losun gróðurhúsalofttegunda. Það er ekki heldur kominn lagarammi sem kveður á um afnotagjald þeirra sem vinna orkuauðlindabingó ríkisstjórnarinnar.“ Orkuveitan reiknað með því að orka fáist í fyrsta lagi úr Brennisteinsfjöllum árið 2010, sbr. árskýrslu hennar árið 2002.
TröllabarnHelgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson gerðu eftirfarandi grein fyrir svæðinu árið 2001: „Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 40–500 m hæð yfir sjó. Virkur jarðhiti kemur fram sem gufur í um 450 m hæð, en köld ummyndun er á fjórum stöðum og vitnar um meiri virkni á fyrri tíð. Jarðhiti á yfirborði er óverulegur og miðað við útbreiðslu jarðhita og ummyndunar er svæðið um 3 km2. Viðnámsmælingar benda til þess að svæðið sé um 18 km2 á 700 m dýpi undir sjávarmáli, um 1200 m undir yfirborði þar sem jarðhita verður vart.  Háhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í samnefndri sprungurein og hefur gosið þar a.m.k. 30–40 sinnum eftir að ísöld lauk. Brotalínur eru ungar á svæðinu frá sjó og norður á Mosfellsheiði og verða oft jarðskjálftar á um 5 km breiðu og um 40 km löngu belti.
Jarðskjálftar í Brennisteinsfjöllum geta orðið nokkuð stórir. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.“

Í Brennisteinsfjöllum

Ljóst er að Brennisteinsfjöllin búa yfir miklum verðmætum, ekki síst náttúruverðmætum. En reynslan hefur sýnt að þegar ásókn í jarðvarma og von um arðsemi fjármagns er annars vegar mega gildi náttúruverðmætanna sín lítils – og sérfræðingar slá feilnótur.
Í þessari ferð var m.a. gengið fram á stórt op á þykkri hraunhellu Kistufellshrauns. Af ummerkjum að dæma virðist jörðin þarna hafa opnast nýlega. Um 10 metrar eru niður á gólf. Rásin þar undir er um 6 m breið og virðist heilleg. Til að komast niður þar u.þ.b. 6 m langan stiga eða kaðal til að komast niður á hrunið. Þarna er um að ræða eitt af verkefnum nánustu framtíðar.
Frábært veður. Gangan tók 9 klst og 51 mín. (þar af 7.07 á göngu). Gengnir voru 23.3 km.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll.

Selatangar

„Við vorum á leið suður á Reykjanesskaga, ætluðum að koma við hjá Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni, þeirri kempu. Ferðinni var heitið að Selatöngum, þar sem gamlar búðatóttir standa enn og vitna um lífsbaráttu fólks með seltu í blóði. Nú hafa þeir safnazt til feðra sinna, sem fundu kröftum sínum viðnám í Tangasundi.

Magnús Hafliðason

Magnús Hafliðason.

„Þarna er Þorbjörn,“ sagði Eyjólfur, „fjall þeirra Grindvíkinga.“
„Þá er nú Esja tilkomumeiri,“ sagði ég.
„Ég reri eina vertíð í Grindavík,“ hélt Eyjólfur áfram, „þú varst þar líka, Jóhannes.“
„Já, ég reri þaðan eina vertíð. Það gekk ágætlega. Eg reri frá Nesi – það hefur verið 1927. Við höfðum útræði um Járngerðarstaðastund. Það gat verið varasamt á opnum árabátum.“
„Hvenær rerir þú frá Grindavík, Eyjólfur?“
„Ég man það nú ekki, jú, það hefur líklega verið 1904. Eg reri úr Þórkötlustaðahverfinu.“
„Það var aldrei stórbrim þessa vertíð,“ sagði Jóhannes.
„Ekki man ég heldur eftir því,“ sagði Eyjólfur.
„Eyjólfur sagði: „Eg þekkti vel Gísla, bróður Magnúsar á Hrauni, og Margréti konu hans Jónsdóttur frá Einlandi. Þetta var ágætisfólk. Ég var heimilisvinur á Einlandi. Við strákarnir vorum allir skotnir í Möggu.“
„Þau eru bæði dáin,“ sagði Jóhannes.
„Já, þau Gísli eru bæði farin,“ sagði Eyjólfur og bætti við: „Hún var glæsileg stúlka. Ég hélt að Margrímur Gíslason ætlaði að ná í hana. Hann varð seinna lögregluþjónn í Reykjavík, mesti myndarmaður. Þá datt engum í hug að keppa við hann. En hún giftist Gísla.“
Jóhannes sagði: „Þeir bjuggu báðir á Hrauni, bræðurnir Gísli og Magnús. Hafliði, faðir þeirra, var lengi formaður.“
selatangar-224„Hann var eftirminnilegur karl,“ sagði Eyjólfur. „Eitt sinn þegar gefin voru saman hjón, bæði ósköp lítil fyrir mann að sjá, var Hafliði svaramaður. Þegar prestur snýr sér að konunni og spyr, hvort hún vilji manninn, svarar hún ekki. Þá er sagt að Hafliði hafi hnippt í hana og sagt: „Segðu já – segðu já – segðu bara já.“
Og hún álpaðist til að segja já.“
„Ætli þetta hafi verið Hákon í Bakka,“ sagði Jóhannes. „Það var kot í túnjaðrinum á Hrauni. Ég held að rústirnar standi ennþá. Hákon reri hjá Hafliða og síðan hjá Magnúsi. Eg held þeir hafi naumast róið nema Hákon væri með.“
Við vorum komnir að Hrauni. Ég snaraðist út úr bílnum, gekk upp tröppurnar og bankaði. Magnús kom til dyra. Hann var ekki eins hress og oft áður. Þegar ég hafði hitt hann, var hann alltaf nýr eins og Passíusálmarnir.
„Nú erum við komnir,“ sagði ég.
„Komnir, hverjir?“
„Eg er með tvo gamla sjómenn úr Grindavík, Eyjólf Eyfells og Jóhannes Kolbeinsson.“
„Jæja,“ sagði Magnús.
„Við erum að fara að Selatöngum. Þú ferð með.“
„Það efast ég um. Það er víst einhver illska hlaupin í mig. Læknirinn segir að það sé eitthvað í öðru nýranu.“
selatangar-226„Nú, finnurðu til,“ spurði ég.
„Onei, ég hef aldrei fundið til.“
„Þetta eru skemmtilegir karlar,“ sagði ég.
„Ha, já er það,“ sagði Magnús og klóraði sér á hvirflinum. Svo strauk hann yfirskeggið og fór í gúmmískóna. Eyjólfur kom í gættina. Þeir heilsuðust. Magnús virti hann fyrir sér. Þeir tóku tal saman. Það var selta í Eyjólfi, hann var ekkert blávatn. Það hefur Magnús fundið. Einu sinni munaði mjóu að Eyjólfur drukknaði í Loftsstaðasundi.
Karlarnir gengu út í bílinn. Ég á eftir. Svo héldum við af stað.
„Eg var hrifinn af Margréti mágkonu þinni á Einlandi, þegar ég var á vertíð hér strákur,“ sagði Eyjólfur.
„Hún hefur verið ung þá,“ sagði Magnús.
„Já, um fermingu,“ sagði Eyjólfur.
„Og varstu skotinn í henni strax,“ sagði Magnús og hló.
Við ókum sem leið lá að Selatöngum.
„Ég sé ekki betur en þú sért sæmilegur til heilsunnar, Magnús,“ sagði ég. Því að nú kjaftaði á honum hver tuska, ekki síður en okkur hinum.
„Ég er alveg stálhraustur,“ fullvissaði hann okkur og sjálfan sig, „mér hefur aldrei orðið misdægurt. En ég á að fara í rannsókn til Snorra Hallgrímssonar. Það er gott að eiga góða menn að. Við hófum farið í rjúpu saman.“
selatangar-226„Þú varst oft á sjó með Hákoni á Bakka,“ sagði ég.
„Ojá,“ sagði Magnús. „En af hverju dettur þér hann í hug?“
„Þeir muna eftir því, þegar hann var giftur.“
„Ha? Hann giftist aldrei.“
„Hvað segirðu?“
Og nú sperrtu Jóhannes og Eyjólfur eyrun.
„Nei, hann bjó með konu, en þau voru aldrei gefin saman í hjónaband.“ Eyjólfur segir honum nú söguna um giftingu litlu hjónanna. Magnús slær á lær sér: „En þetta er ekki rétt. Það voru gift þarna hjón, en þau sögðu bæði nei.“
„Ha?“
„Eg sagði að þau hefðu bæði sagt nei.“
„Nú, og hver voru þau,“ spurði Eyjólfur.
„Það voru Einar Árnason póstur og Katrín Þorkelsdóttir.“
„Var sú gifting ekki ólögleg?“
„Nei, nei. Þetta var látið duga í þá daga. Menn voru ekki að gera veður út af öllum hlutum. Það þótti skrítið. En Hákon bjó með konu sem hét Guðmunda Gísladóttir, þau komust vel af.“
Fagradalsfjall blasti við okkur. Þangað höfðum við Magnús eitt sinn farið, gengið upp á fjallið, litazt um eins og landnámsmenn. Eg benti í áttina þangað.
„Það dregur undir sig,“ sagði Magnús. „Þetta er lengri leið en maður heldur.“
selatangar-228Mig rak minni til þess.
„Einar póstur og Katrín, voru þau lítil,“ spurði Eyjólfur hugsi.
„Já,“ sagði Magnús.
„En Hákon og Guðmunda?“
„Guðmunda var há kona og snör. Hún var köttur þrifinn, og prýðilega útlítandi baðstofan, þó hún væri lítil. En þau Einar bjuggu í moldarkofa.“
„Það hefur þá ekki verið Hákon,“ sagði Eyjólfur. „Það hafa verið Einar og Katrín.“
„Það hafa verið þau,“ sagði Magnús.
„Er Einland uppistandandi?“ spurði Eyjólfur.
„Já, þekkirðu ekki Ísleif Jónsson, verkfræðing í Reykjavík?“
„Við erum skyldir,“ sagði Eyjólfur.
„Jæja,“ sagði Magnús og virti Eyjólf fyrir sér. „Nú sé ég, að það er sami bjarti svipurinn. Hann er að skinna Einlandið upp,“ bætti hann við.
„Já, einmitt,“ sagði Eyjólfur.
Við ókum fram hjá Ísólfsskála, Selatangar eru skammt þar fyrir austan.
Á leiðinni töluðu þeir um sitthvað. Og það var engu líkara en maður væri kominn hálfa öld aftur í tímann. Þeir töluðu um karl einn sem „þótti gott að smakka það“, um fólk, sem „hafði orðið bráðkvatt“.
selatangar-229Og margt fleira skröfuðu þeir, sem ómögulegt var fyrir ókunnugan að henda reiður á. Magnús minntist á konu, sem hafði átt hálfsystur, „og hún varð sama sem bráðkvödd líka.“ Og síðan barst talið að Jóni heitnum á Einlandi, föður Margrétar, og hann varð einnig bráðkvaddur.
„Hann var dugandi sjósóknari,“ sagði Magnús, ,,-áður en hann varð bráðkvaddur.“
„Já og myndarmaður,“ sagði Eyjólfur.
„Og aðsækinn við sjó,“ bætti Magnús við. „En viljið þið ekki sjá leiðið hans Ögmundar, sem hraunið er kennt við. Það stendur norðan við veginn.“
„Förum fyrst niður að Selatöngum.“
„Heyrðu Eyjólfur, lenturðu nokkurn tíma í Stokkseyrardraugnum,“ spurði Magnús.
„Nei, ég var svo ungur. Þegar við strákarnir heyrðum fyrst af honum, treystum við á, að hann kæmist ekki yfir mýrarnar, því að þær voru á ís og flughálar.“
„Hvað ætli þetta hafi verið?“ spurði Magnús.
„Þetta voru engir aumingjar, sem urðu fyrir barðinu á draugnum,“ skaut Jóhannes inn í samtalið. „Fólk var með margvíslegar skýringar,“ sagði Eyjólfur. „Sumir töluðu um kolsýrueitrun í andrúmsloftinu, en það veit enginn.“ „Það flýðu allir úr einni verbúðinni,“ sagði Jóhannes, um leið og bíllinn stöðvaðist við Selatanga.
selatangar-230Við lituðumst um. „Hvar er Magnús?“
„Hann skrapp niður á kampinn að tala við veiðibjölluna,“ sagði Jóhannes.
„Þeir þekkjast, mávurinn og Magnús. Hann er búinn að skjóta þá svo marga um dagana.“
„Honum er ekki fisjað saman,“ sagði Eyjólfur. „Hann er líkur föður sínum, kempukarl.“
Við skoðuðum tóttirnar af verbúðunum og fiskhjöllunum. Í fyrravor var jörðin algræn, þar sem fiskurinn hafði legið við byrgin.
Tólf til fimmtán menn hafa verið við hvern bát, hafði ég lesið mér til. Bragur er til um alla útróðrarmenn, sem eitt sinn voru á Selatöngum, og eru þeir taldir með nafni og hafa þá verið yfir 60. Tóttirnar eru litlar og ég gizkaði á, að þrír til fjórir hefðu verið í hverri verbúð. Þeir sögðu það hefðu minnsta kosti verið sjö, ef ekki fleiri. Af tóttarbrotunum að dæma er hver búð um fimm metrar að lengd og tveir á breidd. Sumar búðirnar hafa jafnvel verið minni. Kannski þeir hafi haft verbúðirnar svona litlar til að halda á sér hita, datt mér í hug. Þarna sáum við einnig hellisskúta. Jóhannes sagði að hellarnir væru reyndar tveir, og hefði annar verið kallaður Sögunarkór, þar sem var smíðað, en hinn Mölunarkór, þar var malað korn.
selatangar-231Selatangar eru skarð eða afdrep í Ögmundarhrauni. Þar fundu Krýsuvíkurmenn hentugt athafnasvæði eftir hraunflóðið mikla.
Dákon var hraunstandur uppi í kampinum á Selatöngum. Í honum voru landamerki milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Næst austan við Dákon er Vestrihlein, en þá Eystrihlein. Sundið hefur líklega verið vestan undir Eystrihlein og uppsátrið þar beint upp af. Þar upp með hleininni voru bátarnir settir undan sjó. Vegalengdin frá Krýsuvík á Selatanga er um 6-7 km, og um þriðjungur þess vegar apalhraun, svo það hefur ekki verið skipsganga, sem kallað var, að fara þá leið kvölds og morgna. Þess vegna hafa verbúðirnar verið reistar þar. Og enn tala þær sínu máli.
Magnús var kominn í leitirnar. Við horfðum yfir kampinn og sundið. Ólög riðu yfir hleinarnar, en ekki á sundið. Það var hreint.
„Þeir þekktu sjóina, karlarnir,“ sagði Magnús.
„Ungt fólk nú á dögum mundi líklega deyja af einni saman tilhugsuninni að eiga að sofa í svona hreysum,“ sagði ég og virti fyrir mér tóttarbrotin.
„Manneskjan gerir það, sem hún verður að gera,“ sögðu þeir.
„Verbúðirnar hafa verið vindþéttar,“ sagði Eyjólfur.
Ég hryllti mig ósjálfrátt í herðunum. „Þeir hafa sótt í þetta hey og mosa,“ sagði Magnús.
selatangar-234Svo benti hann út á sundið. „Þeir hafa lent eitthvað eftir áttum,“ sagði hann. „Í útsynningi hafa þeir lent vestar, en austar í landnyrðingnum. Það er ekki mikil lá við hleinina núna. Þeir hefðu lent í svona sjó. Þarna er eystri hleinin og þarna sú vestri. Þeir lentu á milli hleinanna, í Tangasundi. Og nú er Dákon horfinn.“
„Það er talsvert brim núna,“ sagði ég. „Þú segir að þeir hefðu lent í þessu.“
„Ætli ekki það, þetta er svaði,“ sagði Magnús. „Þeir kunnu svo sem að bíða eftir lagi. En hafið þið ekki heyrt að hér átti að vera draugur,“ og hann sneri sér að Eyjólfi.
„Jú,“ sögðu þeir.
„Hann var kallaður Tanga-Tómas,“ sagði Magnús.
„Hefurðu séð hann Eyjólfur?“ spurði ég.
„Nei,“ sagði Eyjólfur, „séð hann – nei, nei.“
„Þú ættir að spyrja hann Þórarin Einarsson um hann,“ sagði Magnús. „Hann býr í Höfða á Vatnsleysuströnd. Hann er sonur seinasta formannsins hér á Seljatöngum. Þórarinn er faðir Þorvalds Þórarinssonar, lögfræðings í Reykjavík, svo hann á ekki langt að sækja það, að vera þéttur fyrir!

selatangar-236

Einar, faðir Þórarins, var óbágur að segja frá Tanga-Tómasi. Einu sinni var Einar að smíða ausur úr rótarkylfum hjá okkur á Hrauni, þá sagði hann okkur þessa sögu: Guðmundur, bróðir hans, svaf fyrir framan hann og lá með höfuðið útaf koddanum, en sneri sér við í svefnrofunum, og færðist upp á koddann, en í sömu andránni kom vatnskúturinn, sem þeir höfðu með sér á sjóinn en geymdur var í verbúðinni, af alefli þar sem Guðmundur hafði legið með höfuðið. Þetta bjargaði auðvitað lífi hans.“
„Það var gott að draugurinn drap ekki Guðmund,“ sagði Jóhannes. „Hann átti eftir að eignast 18 börn.“
„Nei, það var ekki hann, þú átt við Guðmund í Nýja Bæ,“ sagði Magnús.
„Já,“ sagði Jóhannes, og áttaði sig. „Guðmundur í Nýja Bæ var Jónsson, hann reri 1917 úr Húshólma, en þeir urðu að lenda hér á Töngunum.“
„Guðmundur í Nýja Bæ var skírleikskarl,“ sagði Magnús, „það var gaman að vera með honum einum. En þegar fleiri voru, varð hann öfgafullur. Lífsbaráttan varð honum þung í skauti, hann varð að treysta á útigang. Tvö barna hans dóu í vetur.“
Við vorum komnir upp á þjóðveginn aftur, og ætluðum sem snöggvast að skreppa að gröf Ögmundar. Á leiðinni þangað segir Magnús allt í einu: „Þessi klettur þarna í hrauninu heitir Latur.“
„Hvers vegna,“ spurði ég.
„Það gekk erfiðlega að miða hann – hann gekk illa fyrir, eins og sagt var. Hann bar lengi í sama stað.“
Og nú blasti við Ögmundarhraun milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og fyllir hálfan dalinn. Niður við sjó stóð bærinn Krýsuvík, en uppi í dalnum Vigdísarvellir, fjallajörð í hvammi með hlíðinni norðvestan við Mælifell. Þar sjást tóttir.
„Ég man vel eftir byggð þar,“ sagði Magnús. „Gömul sögn segir, að smali hafi, þegar hraunið brann, bjargazt upp í Óbrennishólma, sunnarlega í hrauninu, vestan við Húshólma.“
Jóhannes sagði að þjóðsagan um Ögmund væri á þá leið, að hann hafi átt að vinna sér það til kvonfangs að ryðja veg yfir hraunið, en var drepinn að verki loknu. Aðstandendur konunnar treystu sér víst ekki til að vinna á honum fyrr en hann var orðinn örmagna af þreytu. Þá hertu þeir upp hugann og drápu hann. „Ögmundur sofnaði við hraunbrún, þar sem leiðið er og þar drápu þeir hann,“ bætti Magnús um frásögn Jóhannesar. „Nú er hrunið úr leiðinu. Þeir ættu að varðveita það betur. Ég er að vísu ekki fylgjandi því að raska ró þeirra dauðu, en það mætti vel ganga betur um leiðið.“
Ég ætlaði eitthvað að fara að minnast frekar á Ögmund, en þeir fóru þá að tala um sjómennsku í gamla daga og ég komst ekki upp með moðreyk. Það var eins og bíllinn breyttist skyndilega í gamlar verbúðir. Það er munur að róa nú eða áður, sögðu þeir.
ogmundardys-231„Þá var alltaf andæft á árunum,“ sagði Magnús til að uppfræða mig.
„Þá var línan tvö til þrjú pund og geysisterk og vont að draga hana. Einhverjum hefði minnsta kosti þótt það sárt í dag. Sumir fengu blöðrur.
„Betur á bak og báðum áfram“ var sagt þegar austanátt var og vesturfall, og þegar línan festist sló alltaf á bakborðið. Það þurfti alltaf manni meira á bakborða í andófi. Þess vegna var sagt, Betur á bak, þá þurfti að nota árarnar til að róa að línunni.“ Og svona héldu þeir áfram að tala saman um löngu liðna daga. Ögmundur var gleymdur. Eg var að hugsa um að koma við hjá Þórarni gamla í Höfða.
Eyjólfur hafði, okkur öllum á óvart, komið með flösku af líkjör.
Hann var farinn að hvessa, eða setja í, eins og karlarnir hefðu sagt. Eg sá verbúðirnar gömlu fyrir mér, og skinnklædda karlana. Eg hugsaði um það sem Magnús hafði sagt: „Það er ekki mikil lá við hleinina; það heitir öðru nafni: sogadráttur og þar er lending stórháskaleg. Eg mundi vel eftir lýsingum Magnúsar Þórarinssonar, sem oft kom niður á Morgunblað, á meðan hann var og hét. Hann var einbeittur og ákveðinn, með auga á hverjum fingri. Hann var fyrsti mótorbátsformaður í Sandgerði. Það var eins og sjór og reynsla hefðu lagzt á eitt um að tálga persónu hans inn að hörðum kjarnanum.
Magnús tók saman bók, sem heitir „Frá Suðurnesjum“. Merkisrit. Þar segir, að ef skip tók niður að framan, þegar mikil lá var, stóð það strax svo fast, að ómögulegt var að ýta því út aftur, svo þungu. Sogaði þá óðara undan, svo að skipið varð á þurru og lagðist á hliðina. Næsta aðsog fyllti þá skipið, og allt var í voða. Það varð því sífellt að halda þeim á floti og ýta frá fyrir hvert útsog, en halda í kollubandið. Næsta ólag kom svo með skipið aftur, en þrekmennin settu axlirnar við, svo að ekki tæki niður; stóðu þeir oft í þessum stympingum, þó að sjór væri undir hendur eða í axlir, en klofbundnir voru þeir oftast, er þetta starf höfðu.
Þetta hugsaði ég um og myndin skýrðist í huga mínum. Eg sá karlana standa í kampinum á Selatöngum í brók og skinnstakk, hvorttveggja heima saumað úr íslenzkum skinnum. Brókin upp á síður, en stakkurinn niður á læri. Mátti vel svalka í sjó þannig búinn án þess að verða brókarfullur, eins og kallað var ef ofan í brókina rann. Stundum kom fyrir að láin var svo mikil að ólendandi var á venjulegan hátt. Þá var fiskurinn seilaður úti á lóninu, seilarnar bundnar saman og færi hnýtt við, en einum manni falið að gefa út færið og annast seilarnar að óllu leyti.

Dagon-231

Og svo var beðið eftir lagi til að lenda skipinu tómu, tóku þá allir til ára eftir skipun formanns, á þriðju stóröldunni, sem var jafnan hin síðasta í ólaginu, eftir hana kom dálítið hlé á í stórbrotum; var það kallað lag. Þá var róið með fullum krafti, árar lagðar inn í skipið í fljótheitum. Þegar krakaði niður, hlupu allir útbyrðis og brýndu skipinu upp úr sjó, áður en næsta ólag kæmi.
Stundum komu aðrir, sem tækifæri höfðu og hjálpuðu til. Þannig stóðu Selatangar mér fyrir sjónum. Hver myndin tók við af annarri, reis og hneig í huga mínum eins og úthafsaldan við ströndina.
„Ég var oftast aðeins með eitt skinn,“ sagði Magnús upp úr þurru.
„Jæja,“ sagði Eyjólfur.
„Ég var oft holdvotur,“ sagði Magnús.
„Það vorum við aldrei fyrir austan,“sagði Eyjólfur.
„Ojú, maður var oft þvalur, þetta var helvítis vosbúð,“ sagði Magnús. Aftur hljóp í mig hrollur.
Ég var farinn að hlakka til að koma heim og leggjast eins og hundur við sjónvarpið.
selatangar-240Við höfðum ekið fram hjá Ísólfsskála á heimleið. Körlunum hafði ekki orðið orðs vant. Nú töluðu þeir um Guðmund á Háeyri.
Magnús sagði: „„Rólegir drengir, ekki liggur mér á,“ sagði hann þegar var að verða ófært, hann vissi hvað það gilti.“
Eyjólfur sagði: „Guðmundur var kominn að Eyrarbakkasundi og búið að flagga frá, talið ófært. Þá sagði hann: „Við skulum stöðva snöggvast hér rétt utan við sundið,“ og stendur upp og horfir þegjandi fram á brimgarðinn og segir svo enn: „Nei, sko andskotans brimið“ – og rétt í sömu svifum: „Takið brimróður inn,“ og þeir höfðu lífið. Hann umgekkst ólögin eins og leikföng. En þau voru það ekki fyrir óvana,“ bætti Eyjólfur við og vissi af eigin reynslu, hvað hann söng.
Magnús sagði að Guðmundur hefði stundum hikað við að fara inn af ótta við að önnur skip kæmu kannski á eftir og mundu ekki hafa það. Þá segir Eyjólfur: „Jón Sturlaugsson á Stokkseyri hikaði stundum líka, vegna þess að hann bjóst við að aðrir mundu fylgja sér eftir. Hann var einnig afbragðs sjómaður. Og honum var ekki heldur fisjað saman, honum Hafiiða föður þínum. „0, þetta er bara þurraslydda, þurraslydda,
sagði hann…
selatangar-241„Þetta hefur þú heyrt,“ sagði Magnús og glaðnaði við.
Svona göntuðust karlarnir, meðan myrkrið datt á. Þeir töluðu um Berg í Kálfhaga og söðgu, að Guðmundur á Háeyri hefði haft hann handa körlunum sínum til að grínast með. Einhvern tíma segir Bergur, „það er óhætt upp á lífið að róa hjá Guðmundi á Háeyri, en aðköllin ósköpin.“ „Róðu nú Bergur, róðu nú Bergur, og róðu nú helvítið þitt Bergur,“ sagði Guðmundur víst eitt sinn í róðri.
Og í annað skipti bar það til tíðinda, eins og oft var, að bóndi ofan úr sveit fékk að róa hjá Guðmundi tfl að fá í soðið fyrir heimfli sitt. Þegar þeir höfðu ýtt á flot var venja að taka ofan sjóhattinn og lesa sjóferðabæn. Bóndinn hafði bundið á sig hattinn og átti erfitt með að ná honum af sér. Þá kallar Guðmundur formaður og segir: „Ég held þú getir lesið Andrarímur eða einhvern andskotann, þó þú sért með helvítis kúfinn á hausnum.“
Og nú blasir við Hraun. Þarna á ströndinni hafa orðið skipstapar. Magnús hefur áður sagt mér af þeim: Franska togararnum Cap Fagnet, sem strandaði sunnan undir Skarfatöngum aðfaranótt 24. marz 1931, og St. Louis, enskum togara, sem strandaði senmma í janúar 1940 í Vondu fjöru. Öll skipshöfnin var dregin í land í björgunarstól, nema skipstjórinn. Hann kom ekki út úr brúnni nærri strax. Björgunarmenn biðu eftir honum í allt að 10 mínútur áður en hann sást á brúarvængnum. Hann fetaði sig niður á dekkið og fram að vantinum. En þegar hann var kominn að björgunarstólnum, féll hann allt í einu aftur yfir sig og ofan í ólgandi brimlöðrið. Þar varð hann til.
Magús á Hrauni hefur margt séð og margt lifað. Hann hefur marga fjöruna sopið.“

Heimild:
-Morgunblaðið 3. janúar 2000, Matthías Johannessen bls. 95-98.

Selatangar

Sjóbúð og byrgi á Selatöngum.