Tag Archive for: Grindavík

Húshólmi

Ætlunin var að berja þetta fágæta og jafnframt dýrmæta svæði auga og skoða hinar merkilegum minjar á því. Nú er ljóst að vegstæði svonefnds Suðurstrandarvegar mun ekki liggja yfir Hólmann, eins og ein möguleg tillagan af þremur kvað á um. Átti það m.a. að liggja yfir fjárborgina, sem síðar verður nefnd. Vegir eru mikilvægir nútíðinni, en hinar áþreifanlegu minjar eru verðmæti framtíðarinnar

Húshólmi

Gerði við hraunkant Ögmundarhrauns.

Með í för var m.a. áhugasamur bæjarstjóri Grindvíkinga, Ólafur Örn Ólafsson, auk fleiri fjölfróðra samsveitunga hans. Farið var niður með austurjarði Ögmundarhrauns og litið á gróið skeifulaga gerði utan í hrauninu. Gæti verið aðhald fyrir fé er varslað var í Hólmanumum tíma, sbr. stelstöðuminjarnar, sem þar eru, og verið í tengslum við fjárborgina á Borgarholti. Hún gæti einnig hafa verið notuð fyrir hesta við rekaflutninga úr Hólmanum, sbr. tóftina við rekagötuna niðru að Hólamsundi.
Ofar og inn í hrauninu er varða. Við hana eru Mælifellsgrenin svonefndu sem og hlaðið byrgi refaskyttu.

Húshólmi

Húshólmastígur.

Haldið var yfir í Hólmann vestur eftir Húshólmastígnum. Um er að ræða góðan stíg, u.þ.b. 1.2 km, í gegnum hraunhaftið. Nokkrar sagnir eru til um tilurð hans. Sumir hafa jafnvel ruglast á honum og svonefndum Ögmundarstíg í gegnum Ögmundarhraun á móts við og Mælifellið. Þar, við austurjarðar hraunsins, er Ögmundardys og tengist sögunni af Ögmundi og vegagerð hans fyrir bóndann í Krýsuvík (aðrar sögur segja í Njarðvíkum). Aðrar sagnir kveða á um að stígurinn sé svo áberandi vegna þess að kirkjan í Hólmanum hafi verið nýtt eftir að hraunið kólnaði. Hraunþyrmingin hafi skapað verulega átrúnað á hana. Enn aðrir, þ.e. þeir raunsærri, segja að hún sé svo gróin og aðgengileg vegna selstöðunnar, sem Hólminn var nýttur til um aldir.

Húshólmi

Húshólmi – minjasvæðið. Kirkjulágar efst.

Þegar komið var niður í Hólmann er þar fyrir hlaðinn vörslugarður. Nokkru innan hans er hleðslur í norðurhluta Hólmans þar sem fé hefur haldið til haga; tvískiptur stekkur, gróið gerði og forn fjárborg, auk tveggja grenja. Við annað þeirra er hlaðið byrgi refaskyttu.
Þá var gengið að efsta garðinum, sem nær yfir Hólmann frá vestri til austurs. Reyndar er garðurinn rofinn á miðkaflanum, en hann hefur að mestur verið úr torfi. Haldið var að neðri garðinum, sem liggur í boga úr suðri til norðurs og beygir síðan til vesturs inn undir hraunið. Sjá má í enda hans undir hrauninu þar sem það hefur brennt torfið á kafla. Í pælunni af garðinum er landnámsöskulagið.

Húshólmi

Skáli við Húshólma.

Haldið var inn í hraunið til vesturs af Kirkjuflöt, fornum grafreit, og að hinum fornu minjum, gamla Krýsuvíkurbænum og tóttunum þar í kring, görðum og hinum forna skála. Útlínur skálans eru sveigðir líkt og gerðist með fornaldaskála. Um er að ræða heit hús með rými til endans. Þá tekur við tóft og hleðslur við enda hans. Ofar eru sérkennilegir hraunkatlar er benda til hringlaga húsa er hraunið hefur runnið að og brennt. Norðvestan þeirra er bátslaga tóft, sem hraunið hefur brennt. Í miðju þess er röð af stoðarholum.
Komið var við í hinni fornu Krýsvíkurkirkju eða hofi, en minjarnar eru a.m.k. taldar frá því fyrir rennsli Ögmundarhrauns, sem talið er hafa runnið árið 1151 (skömmu áður en Kapelluhraunið rann). Jafnvel er talið að minjarnar kunni að vera jafngamalt eða eldri en norrænt landnám hér á landi. Hér er um nær órannsakað svæði að ræða frá hendi fornleifafræðinnar.

Brúnavörður

Brúnavörður að baki.

Þátttakendum var bent var á hinn flóraða Brúnavörðustíg, sem liggur til suðvestur í átt að Brúnavörðum, yfir hraunhaftið og inn á götu er liggur með brún þess upp í og með Óbrennishólma. Talið er að sonur Krýsuvíkur-Gvendar, og menn með honum, hafi rutt og flórað stíginn á kafla.

Húshólmi

Húshólmi – kirkjutóft.

Gengið var frá kirkjutóftinni út á Kirkjulágina, skoðaður hlaðinn þvergarður sem og jarðlægt hringlaga gerði vestast í henni. Loks var litið á sjóbúðartóftina syðst í Hólmanum (gæti líka hafa verið afdrep fyrir þá er drógu að sér reka) og á rekagötuna niður að Hólmasundi.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg – útsýni af sjávargötunni.

Loks var sjávargatan gengin út úr hólmanum til austurs. Við hana eru einnig fornar minjar í gróðurvin inn í hrauninu. Neðar eru Þyrsklingasteinar og sjá má í hluta gamla bjargsins þar sem nýja hraunið hefur runnið fram af og allt um kring. Frá þessumstað er mjög fagurt útsýni austur eftir Krýsuvíkurbjargi.
Gangan tók u.þ.b. 3 klst.

Húshólmi

Húshólmi – uppdráttur ÓSÁ.

FERLIR fór um Reykjanestá í sinni ferð nr. 1530.
Á Nesinu er ýmislegt fróðlegt að finna, Gunnuhverhvort sem lýtur að jarðsögu, náttúru eða minjum. Þa er m.a. stærsti leirhver landsins, Gunnuhver. Svæðið hefur gjörbreyst við hverinn frá því sem var fyrir þremur árum og hefur myndast þar stærsti leirhver á Íslandi með gígop sem er 20 metrar í þvermál. Mikið gufuútstreymi er á háhitasvæðinu með fjölda gufu- og leirhvera sem hafa myndast. Gufan leitar til yfirborðsins í gufuaugum og hvínandi gufuhverum en þéttist líka í yfirborðsvatni og myndar með því leirhveri.
Þarna er líka Gráa lónið sem hefur myndat á sama hátt og Bláa lónið. Á háhitasvæðinu við Gunnuhver stundaði danskur maður, Höyer að nafni, og lettnesk kona hans blómarækt og pottagerð á fjórða áratug síðustu aldar en leifar eru af íbúðarhúsi þeirra við Kísilhól.

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

 

 

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar, fyrrum lögregluvarðstjóra í Hafnarfirði, segir m.a. um Folaldadalina í Sveifluhálsi og nágrenni: „Landamerkjalínan milli Krýsuvíkurlands og upprekstrarlands Álftaneshrepps hins forna liggur um vestanverðar Undirhlíðar, rétt um Háuhnúka eða Rakka.
Sveifluhals-30Vatnsskarð skiptir nöfnum á þessum móbergshálsum og heitir Sveifluháls fyrir vestan. Um skarðið lá Vatnsskarðsstígur og má enn sjá móta fyrir honum á melum vestanvert við Krýsuvíkurveginn. Eru nú engin örnefni fyrr en komið er nokkuð vestur á Hálsinn. Hellutindar eða Skriðutindar eru fyrstir fyrir. Þá Stapatindur eystri og þá Stapatindur vestri og milli þessara tinda eru svo Tindaskörðin. Þá er komið í Ólafsskarð, en um það liggur Ólafsstígur. Örnefnin eru kennd við Ólaf trésmið Magnússon, en hann fór hér oft um þegar hann heimsótti föður sinn Magnús Ólafsson í K-vík. Há rís upp hér á hálsinum hæsti hnúkurinn, Miðdegishnúkur. Mun heita svo af því hann er eyktamark úr Hraunum. Hér vestar nokkurn spöl er Arnarnýpa, og þar á Arnarhreiður. Sér nýpuna víða að. Til hliðar, norðan við tindana er hálsinn sprunginn að endilöngu. Austast er Sandfellsklofi. Þar eru eldvörp og eins upp á hálsinum. Vestar taka við Folaldadalir. Foladadalur eystri með Folaldadalstjörn. Þá er Mið-Folaldadalur og Folaldadalur vestri og er þar Folaldadalstjörn vestri. Tjarnir þessar þrjóta venjulega á sumrin.
Sveifluhals-31Þá er komið á Ketilstíg þar sem hann kemur upp úr Katlinum og liggur framhjá Arnarvatni. Í vestur eru tveir hnúkar. Annar að sunnan heitir Hattur kúflaga en framan í honum eru Krýsuvíkurnámurnar og Seltún. Beint framundan er Hetta. Hattsmýri liggur milli hnúka þessara, en klofnar um Hattsmýrargil. Vestan undir Hettu er Hettuskarð og Hettuskarðsvegur eða Hettuskarðsstígur. Nokkrir nafnlausir tindar eru hér fyrir vestan og vestan þeirra er komið á Drumbsdalastíg. Á sunnanverðum hálsinum er Stóri-Drumbur, en norðar er Litli-Drumbur) og milli þeirra Drumbsdalir. Hér fram undan eru Borgarhólar og Borgin. Þess er vert að geta, að Sveifluháls ber nokkur nöfn, svo sem Austurháls og Móháls eystri.“

Sveifluháls

Folaldadalir í Sveifluhálsi.

Hvalur

Í hópinn bættust á annan tug Grindvíkinga, sem virðast hafa mikinn áhuga á sögu og umhverfi bæjarins.

Hvalur

Leitin að Hvalnum.

Ætlunin var m.a. að reyna að staðsetja Hvalinn í Arnarseturshrauni og kíkja síðan á nokkra staði. Fyrir lá gamall gps-punktur af hellinum og var hann notaður til að staðsetja svæðið. Á leiðinni var komið við í einu hlöðnu byrgjanna frá gerð Grindarvíkurvegarins á árunum 1914-1918. Það stendur svo til heilt örskammt vestan við veginn skammt sunnan stigann vestan Hestshellis.
Eftir svolitla leit fannst opið á Hvalnum. Komið er niður í hvalsginið, farið inn fyrir þrengingu og þar er opinn flór í gólfinu. Farið er ofan í flórinn og hellirinn var eltur u.þ.b. 30 metra. Fallegasti hlutinn er um og í kringum flórinn og síðan inn undir hann. Alls er hellirinn um 50 metrar. Hlaðin var lítið varða vestan við opið.

Kubbur

Op Kubbs.

Þá var haldið til suðurs að Kubbnum. Hann er í enda hraunrásarinnar miklu er liggur til vestur frá Arnarsetri á Gíghæð. Hægt er að fara inn í hann í hraunrásinni, en þá þarf að hoppa niður í kjallara þegar inn kemur. Ef hins vegar, eins og gert var nú, farið inn skammt vestan við stórt jarðfall vestan við opið í rásinni, er fljótlega komið inn í heillegan helli. Gólfið er slétt og bæði hátt til lofts og vítt til veggja á kafla. Alls er neðri rásin um 60 metra löng.
Á leiðinni upp með norðanverðum gjárbarminum var bent á op Nadda, en inngangur í hann er hola ofan í jörðina. Hellirinn er um 30 metra langur. Ekki var farið ofan í hann að þessu sinni.

Dollan

Dollan.

Einnig var skyggnst niður í Dolluna, en hún er örskammt vestan við Grindavíkurveginn á Gíghæð. Stiga þarf til að komast niður og upp aftur með góðu móti. Dollan er einnig um 30 metra löng.
Þá var haldið yfir veginn og komið við í vegavinnubúðunum á hæðinni. Hlaðið hesthús er þar austar, en hesthús, geymsla og smiðja í meginhraunrásinni. Þar má einnig sjá fallega hestagötu og sléttuð svæði fyrir tjöld.

Hvalur

Við opið á Hvalnum.

Gengið var norður með girðingunni og komið við í Dátahelli og síðan áfram með henni til norðurs uns komið var í Hestshelli. Fallegar hleðslur eru fyrir opinu. Hellirinn er hæstur og víðastur fremst, en lækkar og þrengist eftir því sem innar dregur. Þar greinist hann í tvær þröngar rásir og er hellirinn lengstur um 160 metrar. Þátttakendum var bent á hvar Hnapp (Geirdal) væri að finna ef einhver þeirra hefði áhuga á að skoða þann helli við tækifæri. Opið er nokkuð mjótt og þröngt, en þegar niður er komið tekur við gott rými. Þaðan liggur rást til norðvesturs og greinist í tvennt. Rásin til vinstri hallar niður á við og er þá komið í nokkuð rúmgóðan sal. Út frá honum liggja rásir í ýmsar áttir. Hægt er að komast upp úr hellinum á a.m.k. tveimur stöðum.

Arnarseturshraun

Hellisop í Arnarseturshrauni.

Veður var þokkalegt þegar lagt var af stað og góður veðuruppgangur varð á svæðinu þegar á leið. Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á ónotað súrefni beint frá Suðurheimskautinu.
Í næstu ferð á svæðið verða fleiri hellar staðsettir.
Gangan tók um 2 og ½ klst. Sjá meira HÉR.

Hestshellir

Hestshellir.

Kastið

Í bókinni Flugsaga Íslands – í stríði og friði – eftir Eggert Norðdahl er m.a. getið um tvö flugslys í Fagradalsfjalli á árinu 1941.

Langihryggur

Langihryggur – slysavettvangur.

„Aðfaranótt fimmtudagsins 24. apríl klukkan 05:45 rakst breski Short Sunderland Mk.I flugbáturinn N9023 „KG-G“ úr 204 flugsveit RAF á austurhlið Fagradalsfjalls [í svonefndum Langhól] í Reykjanesfjallgarði í þoku og dimmviðri. Flugbáturinn hafði bækistöð á Skerjafirði og var að koma úr herflugi undir stjórn flugstjórans F/Lt Huges. Áður hafði áhöfn hans reynt að ná stefnumiðun á Reykjavík en ekki tekist. Flugmaður flugbátsins sá fjallshlíðina á síðustu stundur og náði að lyfta nefi hans þannig að hann rakst ekki beint inn í hlíðina. Þegar hann rakst á fjallið var hann í flugstefnu frá Reykjavík. Flugvélin brotnaði mikið og í henni kviknaði. Einn úr áhöfninni, P/O. J. Dewar aðstoðarflugmaður, kastaðist í gegnum þakið á flugstjórnarklefanum. Þrátt fyrir sprengingar í skotfærum og vitneskju um djúpsprengjur í flakinu fór hann félögum sínum til hjálpar en þrír þeirra voru mikið slasaðir. Einn þeirra var yfirmaður hans. Bjó hann um sár þeirra og gekk síðan 20 km yfir illfært hraun heim að Vogum á Vatnsleysuströnd þar sem hann gat hringt til Reykjavíkur eftir aðstoð. Samkvæmt heimildum lést einn í slysinu og tveir úr brunasárum á sjúkrahúsi en aðrir tíu slösuðust meira og minna.“

Langihryggur

Á slysstað í Langahrygg.

Hitt flugslysið varð suðaustar í Fagradalsfjalli. „Sunnudaginn 2. nóvember fórst stór tveggja hreyfla bandarískur flotaflugbátur á Langahrygg norðaustan Grindavíkur. Hann var Martin PBM-I Mariner og hafði auðkennið „74-P-8“ hjá VP-74 flugsveitinni í Reykjavík. Hann var sendur ásamt tveimur öðrum Mariner flugbátum frá Skerjafirði klukkan 03:30 um nóttina til að finna skipalestina ON.30 sem í voru 41 skip. Skipalestin hafði tafist í slæmu veðri og lélegu skyggni á vesturleið. Þetta verndarflug var líka til að fylgja 7 flutningaskipum og 5 bandarískum tundurspillum frá Íslandi til móts við hin skipin. Flugbátarnir töfðust á leiðinni vegna veðurs og komu fyrst að minni skipalestinni (08:15). Komu áhafnirnar auga á stóru skipalestina löngu síðar (09:45) og vernduðu skipalestirnar að mætingarstað.
Þar tóku bandarísku tundurspillarnir frá Íslandi við fylgd skipalestarinnar frá Bretum. Vegna versnandi veðurs urðu flugbátarnir að hætta verndarfluginu og snúa heim kl. 11:00. Á heimleiðinni versnaði veðrið enn til mikilla muna. Til aðstoðar flugbátunum á heimleið voru því hafnar útsendingar radíómerkja frá bandaríska herskipinu USS George E. Badger við Reykjavík… Fljótlega eftir að flugbátarnir yfirgáfu skipalestina flugu þeir allir blindflug vegna þoku og lágskýja hver í sínu lagi. Mariner flugbátarnir „74-P-3“ og „74-P-9“ lentu á Skerjafirði klukkan 14:35. Ekkert heyrðist til þess þriðja eftir kl. 14:10.
SlysstaðurÖllum sveitum á svæðum nálægt Reykjavík og á Suðurnesjum var tilkynnt um að flugbáts væri saknað en lágskýjað og leiðinlegt veður kom í veg fyrir leit úr lofti. Herflokkar leituðu í landi aðfaranótt 3. nóvember og um morguninn fann flugmaður bandarískrar Curtiss P-40C Warhawk orrustuvélar flak flugbátsins utan í fjallshrygg nálægt Grindavík. Allir 11 mennirnir, sem verið höfðu um borð, höfðu farist þegar flugbáturinn sprakk og brann við að rekast á fjallið. Bráðið álið hafði runnið niður brekkurnar og var eftir á að líta eins og snjó hefði fest í hlíðina að sögn manna sem komu á slysstaðinn. Flugstjóri flugbátsins var Ensign G.N. Thornquist og var Ensign G. Bialek flugmaður. Einni farþegi var um borð. Það var 2/Lt. William P. Robinson úr bandaríska landhernum. Þetta var mesta flugslys sem orðið hafði á Íslandi fram til þess tíma.“
Þriðja flugvélaflakið í Fagradalsfjalli (Kastinu) er úr B-24 sprengjuflugvél er fórst 3. maí 1943. Með henni fórust 14 manns.

Heimild:
-Eggert Norðdahl, Flugsaga Íslands – í stríði og friði – I, Örn og Örlygur 1991, bls. 153 og 246.

Kastið

Á slysavettvangi í Kastinu.

Arnarseturshellir

 FERLIR ákvað að gera könnun á aðgengi upplýsinga á Netinu um áhugaverð og aðgengileg útivistarsvæði á Reykjanesskaganum.
Skrifuð voru 111 nöfn á jafn mörgum merkilegheitum á seðla og þeim síðan komið fyrir í Óþekktur hellir í Arnarsetriskjóðu. Ætlunin var að draga eitt nafn út og skoða það síðan með hliðsjón af umfjöllun helstu miðla, er hafa gefið sig út fyrir slíkt á svæðinu. Bundið var fyrir augu þess, sem átti að draga, honum snúið í hring og síðan leiðbeint í skjóðuna. Örnefnið „Arnarsetur“ var letrað á miðann, sem dreginn var.
Við skoðun eftirfarandi vefsíðum var getið um „Arnarsetur“:
1.Ferðamálasamtök Suðurnesja: „Eldvörp rétt austan vegarins til Grindavíkur, suður af Vogastapa.  Er yngsta hraunið á því svæði runnið þaðan en eldvarpið sjálft er dyngja. Í Arnarsetri urpu fyrrum ernir að sögn Bjarna Sæmundssonar.“
2. Nat.is/travelguide: „Eldvörp rétt austan vegarins til Grindavíkur, suður af Vogastapa.  Er yngsta hraunið á því svæði runnið þaðan en eldvarpið sjálft er dyngja. Í Arnarsetri urpu fyrrum ernir að sögn Bjarna Sæmundssonar.“
3. Grindavik.is: „Eldvörp rétt austan vegarins til Grindavíkur, suður af Vogastapa.  Er yngsta hraunið á því svæði runnið þaðan en eldvarpið sjálft er dyngja. Í Arnarsetri urpu fyrrum ernir að sögn Bjarna Sæmundssonar.“
4. Víkurfréttir.is: Alls ekkert um Arnarsetur.
5. Sveitarstjórnarvefir: Ekkert um Arnarsetur.
6. Ferlir.is: Fjallað er um Arnarsetur ánokkrum síðum vefsíðunnar.
Í Kubbnum í ArnarseturshrauniNiðurstaðan er sérstaklega áhugaverð, en jafnframt sláandi. Arnarsetur er ein merkilegasta jarðfræðimyndun á nútíma (1226), hún er að mestu óröskuð að gígnum sjálfum undanskildum, auk þess sem í afurðinni; hraunmyndunni, er að finna marga fagra hella og stórkostlegar hraunmyndanir, að mannvistarleifum meðtöldum. Að ekkert skuli t.a.m. vera minnst á Arnarsetur í Víkurfréttum, sem gefur sig út fyrir að vera alhliða miðlun fyrir svæðið, segir sína sögu um áhuga á viðfangsefninu á þeim bænum. Þá verður lítil hlutdeild og mjög takmarkaður áhugi hjá Ferðamálasamtökum Suðurnesja að teljast sérstaklega aumkunarverður.
Þótt Arnarseturs sé getið í 15 umfjöllunum FERLIRs koma auk þess fram upplýsingar um svæðið í 21 stað á vefsíðunni – ef vel er að gáð. Hér verður enn reynt að bæta um betur:

Eftirfarandi fróðleikur um erni má sjá á www.fuglavernd.is (skoðað 17. okt. 2007); „Ernir helga sér óðal (varpsvæði) sem nefnt er arnarsetur og eru á hverju óðali einn eða fleiri varpstaðir. Alls er vitað með vissu um 168 arnarsetur í landinu og eru þau langflest á núverandi varpslóðum arna, sem ná frá sunnanverðum Faxaflóa til Húnaflóa. Líklegt má telja að arnarsetrin hafi verið mun fleiri, því skipuleg söfnun upplýsinga um arnarstofninn hófst ekki fyrr en um 1920 þegar flest setrin voru löngu komin í eyði.
Hnappurinn í ArnarseturshrauniVitað er með vissu um arnarvarp á rúmlega 100 stöðum á síðustu öld og fram yfir aldamót. Sumir þessara varpstaða fóru í eyði á síðari hluta 19. aldar og ólíklegt er að ernir hafi orpið á öllum setrunum samtímis. Á móti kemur að mörg arnarsetur komust aldrei á spjöld sögunnar. Varlega áætlað hafa því orpið hér a.m.k. 100 pör áður en ofsóknir gegn örnum hófust fyrir alvöru í lok 19. aldar. Pörin gætu þó hafa verið mun fleiri, jafnvel 150.
Þegar ernir voru friðaðir árið 1914 er talið að í landinu hafi verið innan við 40 pör. Fuglunum hélt áfram að fækka fram yfir 1920, þrátt fyrir friðun, og útbreiðslan dróst saman. Stofninn var því aðeins um 25 og síðan 20 pör fram undir 1970, og innan við helmingur þeirra komu upp ungum árlega.
Á vordögum 2003 var vitað um 57 arnarpör í landinu og hafa fuglarnir ekki verið fleiri síðan þeir voru friðaðir. Þrátt fyrir það er einungis þriðjungur þekktra arnarsetra í ábúð og er útbreiðslan takmörkuð við vestanvert landið. Staða arnarstofnsins er því sterkari en um langt skeið.
Hestshellir í ArnarseturshrauniEnn er þó langt í land að arnarstofninn hafi náð sér eftir þær ofsóknir sem dundu yfir hann á þar síðustu öld. Ef allt væri með felldu ættu pörin að vera 100–200 og dreifð um land allt. Ef stofninn heldur áfram að vaxa með líkum hætti og undanfarin ár mun það taka meira en hálfa öld héðan í frá að ná því marki. En það mun aðeins takast ef friðun arnarins verður virt og búsvæðum ekki raskað frekar.
Þrátt fyrir að ernir hafi ekki orpið á sumum setrum í 100-150 ár eru enn ummerki um dvöl þeirra þar; hvanngresi og blómstóð vegna áburðar um aldaskeið. Á síðustu árum (1994-2003) hefur arnarstofninn vaxið um 15 pör (úr 42 í 57). Oftast nær hafa þessi “nýju” pör” orpið á stöðum þar sem öruggar heimildir eru um arnarvarp áður fyrr; sum þessara setra höfðu verið í eyði í allt að 120 ár er ernir tóku sér þar bólfestu að nýju. Það má því telja líklegt að ernir muni smám saman nema land á sínum gömlu heimaslóðum, svo fremi sem stofninn haldi áfram að dafna og setrunum verði ekki raskað eða þau gerð óbyggileg með Arnarseturshellir í Arnarsetriátroðningi og mikilli umferð. Það er því afar mikilvægt fyrir framtíð arnarstofnsins að vernda þessi gömlu setur.
Haförninn, sem oftast er kallaður örninn, er stór ránfugl, vænghafið um 220 cm og lengdin frá goggi aftur á stélenda er um 90 cm. Kvenfuglinn er nokkru stærri og þyngri (5–6 kg) en karlfuglinn (4–5 kg). Ernir hafa gular klær, goggurinn er dökkur á ungfuglum en lýsist og verður gulur á kynþroska örnum. Ungir ernir á fyrsta ári eru dökkbrúnir en stél hvítt á fullorðnum örnum. Háls, herðar og höfuð lýsast og verða rjómagul með aldrinum. Latneskt heiti arnarins er Haliaeetus albicilla.
Fullorðnir ernir halda sig að mestu leyti í grennd við varpstöðvarnar. Sums staðar erlendis eru ungir ernir farfuglar eða flakka um. Ernir ferðast þó fremur lítið samanborið við marga aðra fugla og eftir að útbreiðslan dróst saman í kjölfar fækkunar þeirra á síðustu öld, einöngruðust margir arnarstofnar. Ernir á Íslandi og Grænlandi hafa sennilega verið algjörlega einangraðir í mjög langan tíma og ekkert bendir til þess að ernir annars staðar frá flækist þangað.
Nýfundið skjól í ArnarsetriAlls hafa verið merktir um 238 ernir hér á landi, aðallega stálpaðir ungar í hreiðrum. Þeir tiltölulega fáu fuglar sem hafa endurheimst fundust flestir innan 50 km frá merkingastað en ungir ernir hafa sést um land allt og flakka því víða um.
Í 160 ára gamalli ritgerð eftir Jónas Hallgrímsson segi að örninn verði 100 ára eða meira og geti flogið þrjár þingmannaleiðir á klukkustundinni. Ernir geta að vísu orðið mjög gamlir, það er að segja þeir sem komast yfir erfiðasta hjallann – fyrsta veturinn. Merkingar á örnum erlendis gefa til kynna að sumir þeirra komist á fertugsaldurinn og í dýragörðum hafa ernir lifað fram undir sextugt.
Fram undir aldamótin 1900 var örninn tiltölulega algengur og útbreiddur varpfugl um land allt. Vitað er um 170 arnarsetur, forn og ný, flest við sjávarsíðuna á Vesturlandi en þar er útfiri mest og grunnsævi gjöfult af fugli og fiski. Í dag er útbreiðslan bundin við vestanvert landið: Vestfirði, Breiðafjörð og norðanverðan Faxaflóa.

Örn - DB

Yfir 60% af þekktum arnarsetrum eru innan núverandi varpsvæðis arnarins, þar af þriðjungur við Breiðafjörð. Við fjörðinn halda nú til um 66% allra arnarpara á Íslandi. Það er engin tilviljun að höfuðstöðvar arnarins skuli ávallt hafa verið á Vesturlandi og þá aðallega við Breiðafjörð. Örninn lifir að langmestu leyti á fæðu sem hann sækir í fjörur og á grunnsævi. Möguleikar arna til fæðuöflunar eru því nátengdir þessum strandsvæðum og ráðast m.a. af lífríki þeirra og hversu aðgengileg þau eru fyrir örninn árið um kring. Í frosthörkum á veturna nýtast sum svæðin illa vegna ísalaga, sérstaklega innfjarða. Sterk jákvæð fylgni er milli fjölda þekktra arnarsetra í einstökum landshlutum og flatarmáls fjöru.
Því fer fjarri að Breiðafjarðarsvæðið sé fullsetið örnum. En standa mörg gömul arnarsetur auð, til dæmis í Flateyjarhreppi hinum forna. Þar urpu nokkur á síðustu öld og stöku pör hafa reynt þar varp á seinni árum. Sennilega hafa arnarungar ekki komist upp á þessu svæði síðan Flateyjar Framfarastiftun byrjaði að greiða mönnum verðlaun fyrir arnardráp árið 1844.
Áður fyrr voru ernir litnir hornauga vegna barnsrána, lambadráps og tjóns á æðarvarpi. Hin seinni ár hefur svo til Örn - DBeingöngu verið kvartað undan örnum í æðarvörpum. Ágangur og meint tjón af völdum arna á nytjafuglum er svo til óþekkt erlendis og hefur því nær ekkert verið rannsakað þar.
Fjölmargar heimildir skýra frá meintu lambadrápi arna hér á landi fyrr á öldum og fram yfir 1960. Síðan þá hafa fáir borið örnum þetta á brýn og virðist lambadráp arna því vera að mestu úr sögunni. Rannsóknir Agnars Ingólfssonar kringum 1960 leiddu í ljós að ernir gátu aðeins hafa tekið lítinn hluta þeirra lamba sem þeim var kennt um að hafa drepið. Reyndar eru langflestar fullyrðingar um að ernir hafi tekið lifandi lömb byggðar á veikum forsendum; lömb hafa horfið á óskýranlegan hátt, kindur sem jafnan voru tvílembdar hafa nú verið einlembdar; lambshræ hafa fundist við arnarhreiður og ernir hafa sést éta hræ. Lambshræ finnast nú öðru hverju við arnarhreiður hér á landi og af útliti þeirra að dæma eru þau flest af sjálfdauðu. Lambadráp hafarna heyrir því til algerra undantekninga, hér á landi sem annars staðar. Hið sama verður þó ekki sagt um fjarskyldan ættingja: gullörninn; hann er vargur í véum.
Örn - DBErnir hafa sótt í æðarvörp frá fyrstu tíð og fræg er frásögnin um örninn í Viðey sem tókst ekki að hemja fyrr en heitið var á fulltingi Þorláks helga. Þá gómuðu menn gripfuglinn og förguðu honum. Örn og æður nýta sama kjörlendi til varps og fæðuöflunar og hafa gert alla tíð. Ernir drepa talsvert af æðarfugli sér til matar en mestu munar þó um þann usla sem þeir geta valdið í æðarvörpum.
Fjárhagslegt tjón af völdum arna er þó fremur fátítt og æðarvarp hefur verið í mikilli aukningu við Breiðafjörð á undanförnum árum í mikilvægustu heimkynnum arna og æðarfugls hér á landi. Fyrir kemur að ernir eru taldir valda miklu tjóni og vilja því sumir bændur að ríkið beri skaðann sem hlýst af friðun arnarins. Nær fjörtíu ára gamall Hæstaréttardómur (1966) tók undir þau sjónarmið en ríkisvaldið hefur hins vegar ekki viðurkennt bótaskyldu sína.
Þeirri skoðun virðist vaxa fylgi meðal æðarbænda við norðanverðan Breiðafjörð að koma eigi í veg fyrir arnarvarp í Björn Hróarsson segir frá Arnarseturshraunsmyndunum í bók sinni - Íslenskir hellargrennd við æðarhlunnindi og því eigi að heimila mönnum að reka erni burt af slíkum svæðum. Um þetta mátti m.a. lesa í blöðum í kjölfar hæstaréttardómsins vorið 2003. Ef slíkt yrði leyft, mætti telja víst að arnarstofninn biði varanlegan skaða af. Tillaga þessa efnis var reyndar flutt á Alþingi árið 1978 af tveimur þingmönnum Vestfjarða, en hún var felld. Ef heimila á mönnum að reka erni burt úr Breiðafjarðareyjum er víst að varp margra arnarpara mun misfarast árum saman og þar með mun draga verulega úr viðkomu arnarins. Slíkt þýðir einungis eitt: hnignun stofnsins og kastað verður á glæ 90 ára þrotlausri baráttu við að koma erninum úr útrýmingarhættu. Þá skýtur þetta skökku við þá vistvænu ímynd sem æðarbændur hafa verið að byggja upp á undanförnum árum og er m.a. forsenda þess að dúnmarkaðir virðast nú vera að opnast að nýju í Bandaríkjunum.
Ekki er nóg að friða erni, egg þeirra og unga ef varpstaðir þeirra eru berskjaldaðir fyrir truflunum, og fuglunum verður meinað að verpa á gamalgrónum varpstöðum.
Fylgst hefur veri ítarlega með arnarstofninum og hann vaktaður um margra áratugaskeið og er vöxtur hans og þróun betur þekkt en hjá nokkurri annarri fuglategund hér á landi. Örninn hefur verið stranglega friðaður í 90 ár og er á válista sem tegund í hættu (EN) vegna lítils stofns (<250 fuglar).
Örnum var útrýmt víða í Evrópu, fyrst með beinum fækkunaraðgerðum, en á síðustu áratugum hefur efnamengun og eyðilegging búsvæða reynst örnum skeinuhætt. Arnarstofnar í Norður-Evrópu eru víðast hvar í örum vexti, m.a. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Póllandi. Alþjóða fuglaverndarráðið flokkar örninn meðal „sjaldgæfra fugla“ sem vernda þarf sérstaklega en hann er ekki talinn í útrýmingarhættu. Ernir eiga í vök að verjast víða á útbreiðslusvæði sínu og eru því stranglega friðaðir. Nýlega var samþykkt sérstök verndaráætlun um örninn í Evrópu.

Heimild m.a.:
-www.fuglavernd.is/arnarvernd/html/orninn/setur

Arnarsetur - hrauntröð

Eldvörp

Hitaveita Suðurnesja hyggur á stórtækar framkvæmdir í Eldvörpum.
ÁlveriðRétt er þó strax í upphafi að geta þess að FERLIR er hvorki á móti vel ígrunduðum virkjunum er kunna að hafa í för með sér lágmarksröskun né nýtingu þeirra í þágu almennings og samríkisins. Þá er FERLIR alls ekki í neinum pólitískum þankagangi. Umhyggjan er fyrst og fremst fyrir landinu sem fóstrar fólkið okkar – hina íslensku þjóð – hverju sinni.
Eldvörpin sem heild eru einstök náttúruperla; falleg gígaröð á sprungusveimi á mótum meginlandsfleka Ameríku og Evrópu, nánast óröskuð af mannavöldum. Gígaröðin og nágrenni hennar eru friðuð náttúruvætti, enda skal engan undra. Landið er í umdæmi Grindavíkur, en Hitaveita Suðurnesja er eigandi þess. Sveitarstjórn Reykjanesbæjar og helmingur ríkisstjórnar Íslands þrýstir nú á Grindvíkinga að gefa eftir gildandi aðalskipulag svo hægt verði að stinga álverinu í Helguvík í samband við fyrirhugaða jarðvarmavirkjun utan við bæinn – þá og þegar undirbúningsframkvæmdum í Helguvík lýkur. „Suðurorka“, samtök sveitarfélaga á Reykjanesskaganum hafa að undanförnu viljað spyrna við fæti þegar línur og aðliggjandi leiðir eru annars vegar, enda felur hvorutveggja í sér umtalsverða umhverfisröskun í meira lagi. Allt er þetta skiljanlegt ef tekið er mið af tímamörkum fyrir nærtækustu aðstæður. Nú, í ljósi breyttra tíma ber hins vegar að hafa í huga hugtökin tvö – „Tímann og vatnið“.
Undirbúningur að virkjun svæðisins hefur farið afar hljótt, svo hljótt að jafnvel ráðherra umhverfismála hefur ekki enn áttað sig á hvað er að gerast. Forstjóranum hefur gættþess að segja sem allra minnst. Síðasta alvöru opinbera viðtalið við hann var nýlega í Vf um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Það var í svo miklum véfréttastíl að jafnvel Véfréttin sjálf í Delfí hefði getað verið stolt af. Hafa ber í huga að svo oft hefur forstjórinn talað umbúðarlaust fyrir virkjunarframkvæmdum á svæðinu (án þess að umhverfið og náttúran ættu sér þar nokkrar viðreisnar von) að viðtalið gæti hafa verið tekið á leikskóla.

Hrauntröð

Það ber með sér að Reykjanesbær eigi þarna heilmikilla hagsmuna að gæta og Vf tekur þátt í því – að venju. Hernaðaráætlun HS er sú að ljúka undirbúningsvinnunni með tilheyrandi formlegheitum, s.s. breytingu á deili- og aðalskipulagi Grindavíkur, án þess þó að raska ró íbúa Grindavíkur með sérstakri íbúakosningu líkt og samflokksmenn meirihluta bæjarstjórnar gerðu í Hafnarfirði um fyrirhugaða stækkun álverins fyrir u.þ.b. bil ári síðan. (Reyndar voru þar um að ræða blekkingaleik því ætlunin var ekki bara að fá íbúana til að heimila stækkun álvers heldur og ekki síður að samþykkja undir rós breytingu á aðalskipulagi bæjarins.)
HS á landið í Eldvörpum, s.s. fyrr er getið. Fyrirtækið HS lítur svo á Myndast hefur verulegur undirþrýstingur á virkjun í Eldvörpum ofan við Grindavík – og þá með tilheyrandi umhverfisspjöllum.
Hitaveita Suðurnesja hyggur á stórtækar framkvæmdir í Eldvörpum. Rétt er strax í upphafi að geta þess að FERLIR er hvorki á móti vel ígrunduðum virkjunum er kunna að hafa í för með sér lágmarksröskun né nýtingu þeirra í þágu almennings og samríkisins. Þá er FERLIR alls ekki í neinum pólitískum þankagangi. Umhyggjan er fyrst og fremst fyrir landinu sem fóstrar fólkið okkar – hina íslensku þjóð – hverju sinni.
Eldvörpin sem heild eru einstök náttúruperla; falleg gígaröð á sprungusveimi á mótum meginlandsfleka Ameríku og Evrópu, nánast óröskuð af mannavöldum. Gígaröðin og nágrenni hennar eru friðuð náttúruvætti, enda skal engan undra. Landið er í umdæmi Grindavíkur, en Hitaveita Suðurnesja er eigandi þess. Sveitarstjórn Reykjanesbæjar og helmingur ríkisstjórnar Íslands þrýstir nú á Grindvíkinga að gefa eftir gildandi aðalskipulag svo hægt verði að stinga álverinu í Helguvík í samband við fyrirhugaða jarðvarmavirkjun utan við bæinn – þá og þegar undirbúningsframkvæmdum í Helguvík lýkur. „Suðurorka“, samtök sveitarfélaga á Reykjanesskaganum hafa að undanförnu viljað spyrna við fæti þegar línur og aðliggjandi leiðir eru annars vegar, enda felur hvorutveggja í sér umtalsverða umhverfisröskun í meira lagi. Allt er þetta skiljanlegt ef tekið er mið af tímamörkum fyrir nærtækustu aðstæður. Nú, í ljósi breyttra tíma ber hins vegar að hafa í huga hugtökin tvö – „Tímann og vatnið“.

Eldvörp

Undirbúningur að virkjun svæðisins hefur farið afar hljótt, svo hljótt að jafnvel ráðherra umhverfismála hefur ekki enn áttað sig á hvað er að gerast. Forstjóranum hefur gættþess að segja sem allra minnst. Síðasta alvöru opinbera viðtalið við hann var nýlega í Vf um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Það var í svo miklum véfréttastíl að jafnvel Véfréttin sjálf í Delfí hefði getað verið stolt af. Hafa ber í huga að svo oft hefur forstjórinn talað umbúðarlaust fyrir virkjunarframkvæmdum á svæðinu (án þess að umhverfið og náttúran ættu sér þar nokkrar viðreisnar von) að viðtalið gæti hafa verið tekið á leikskóla. Það ber með sér að Reykjanesbær eigi þarna heilmikilla hagsmuna að gæta og Vf tekur þátt í því – að venju. Hernaðaráætlun HS er sú að ljúka undirbúningsvinnunni með tilheyrandi formlegheitum, s.s. breytingu á deili- og aðalskipulagi Grindavíkur, án þess þó að raska ró íbúa Grindavíkur með sérstakri íbúakosningu líkt og samflokksmenn meirihluta bæjarstjórnar gerðu í Hafnarfirði um fyrirhugaða stækkun álverins fyrir u.þ.b. bil ári síðan. (Reyndar voru þar um að ræða blekkingaleik því ætlunin var ekki bara að fá íbúana til að heimila stækkun álvers heldur og ekki síður að samþykkja undir rós breytingu á aðalskipulagi bæjarins.)
HS á landið í Eldvörpum, s.s. fyrr er getið. Fyrirtækið HS lítur sv
að það sé ÞESS að ákveða nýtinguna að skipulagsformlegheitunum loknum. Fulltrúar Reykjanesbæjar kætast sjálfsagt því þeir telja sig þarna hafa hið ágætasta tromp upp í erminni þar sem Eldvarpavirkjun er. Hingað til hefur málið flækst í Suðurorkulindaferli Grindvíkinga, Hafnfirðinga og Vogabúa, sem eðlilega hafa ekki viljað hleypa háspennulínulögnum að Helguvík svo auðveldlega um sitt landssvæði. Reykjanesfulltrúar hafa sannfært sjálfa sig um að ríkisvaldið muni, á þessum síðustu og verstu tímum (skrifað í okt 2008 þegar allar áætlanir í efnahagsmálum hafa orðið að engu), sjá til þess að tillögur þeirra um nýtingu auðlinda til öflunar raforku muni auðveldlega ganga eftir. Sjávarútvegsráðherra sagði reyndar að það væri líkt og að pissa í skóinn sinn að auka fiskveiðikótann við þær aðstæður því þar með væri verið að ganga á auðlindir kynslóða framtíðarinnar. Líkt er og komið fyrir náttúruauðlindunum, þ.e. þeim náttúruverðmætum er komandi kynslóðir munu þurfa að nýta. Þar verður ósnortið umhverfi öllu öðru verðmætari söluvara. Þá staðreynd á nú að hunsa í algleymi peningahyggjunnar.
Stöldrum þó við um stund – og rifjum upp orð máttarstólpanna; ráðherranna. Hvar hafa þeir sagt að hin raunverulegu verðmæti liggi? Í fólkinu, samstöðu þess og Eldvörpsamheldni – þjóðararfinum! Og hvar liggur undirstaðan annars staðar en í landinu, sem fóstrað hefur kynslóðir forfeðranna um aldir? Án þess væri einfaldlega engin kynslóð Íslendinga til í dag – hugsum um það!
Staðreyndin er sú að HS er hvorki með nýtingararleyfi í Eldvörpum né rannsóknarleyfi (vafi leikur þó á hinu síðarnefnda). Hinsvegar hefur fyrirtækið verið að vinna með Grindavík að skipulagsmálum á svæðinu (Eldvörpum) svo og í Svartsengi þar sem önnur af tveimur virkjunum HS er.
Hugmyndir HS hf. hafa alla tíð gengið út á að rannsaka Eldvörpin og fyrir því hafa einhverjir aðilar í Grindavík talað. Hlýtur það að tengjast vinnu við rammmaáætlun þ.e. ef umhverfis“ráðuneyti“ telur að svæðið falli undir óröskuð svæði þá verður væntanlega ekki gefið út rannsóknarleyfi af stjórnvöldum.
Forvinna HS hf. ætti þá að vera ómerk á fyrirhuguðu skipulagssviði með Grindavík.
Framangreindu til staðfestingar má geta þess að á fundi EldvörpByggingar og skipulagsnefndar Grindavíkur í byrjun árs 2008 var m.a. tekið fyrir erindi H.S. um byggingu virkjunar við Eldvörp: „17. Breytingar á aðalskipulagi dreifbýlis og þéttbýlis Grindavíkur, ósk um breytingu á aðalskipulagi Grindavíkur2000 – 2020. Hitaveita Suðurnesja fer fram á að Grindavíkurbær sbr. bréf dags. 15.10.2007 setji af stað vinnu við breytingu á aðalskipulagi bæjarins til samræmis við óskir HS, vegna áætlana um virkjun í nágrenni við Eldvörp. Einnig er farið fram á að stækkað verði skilgreint iðnaðarsvæði í Svartsengi vegna hugsanlegra stækkunar á orkuöflunarsvæðinu fyrir virkjun þar.“
Í framhaldi af því sendi FERLIR núverandi bæjarstjóra í Grindavík eftirfarandi fyrirspurn: „Sæl, mig langar að biðja þig að upplýsa mig um eftirfarandi; 1. Eftir fund Byggingar- og skipulagsnefndar í byrjun árs 2008 var tekið fyrir erindi Hitaveitu Suðurnesja, beiðni um breytingar á aðalskipulagi Grindavíkur til samræmis við óskir HS, vegna áætlana um virkjun í nágrenni við Eldvörp. Einnig er farið fram á að stækkað verði skilgreint iðnaðarsvæði í Svartsengi vegna hugsanlegra stækkunar á orkuöflunarsvæðinu fyrir virkjun þar.”
Í tilefni þessa sendi FERLIR núverandi bæjarstjóra Grindavíkur eftirfarandi fyrirspurn: „Hver er staðan núna (okt. 2008) um fyrirhugaðar áætlanir og heimildir til handa Hitaveitunni um virkjun í Eldvörpum? Ekki þarf að taka það fram að Eldvörpin sem slík eru eitt dýrmætasta djásn Grindavíkur hvað varðar mótun og sögu jarðfræði svæðisins, enn að mestu ósnert náttúruperla. Á svæðinu eru t.a.m. minjar, sem aldrei hafa verið skráðar sem fornleifar, en eru óneitanlega hluti af búsetu og atvinnusögu byggðalagsins.“

Byrgi

Ekkert svar hefur enn borist frá hlutaðeigandi. Ef og þegar svarið kemur verður það birt hér. Þó hefur verið hlerað að ætlunin er að staðsetja fyrirhugaða mikla virkjun við þröskuld Grindvíkinga, skammt vestan Járngerðarstaðahverfis. Skábora á niður í Eldvarpasveiminn. Ætlunin er að „reyna“ að hlífa gígunum í Eldvörpum, en óhjákvæmilega þarf að leggja þar vegi og slóða, pípur og línur með tilheyrandi raski.
Í lýsingu Freysteins Sigurðssonar af Eldvörpum segir m.a.: „Jarðhitasvæðið er í nær miðri Eldvarpa-gígaröðinni, sem er frá sögulegum tíma og teygir sig langa vegu með unga, úfna og undurfagra gíga sína. Jarðhitaummerki á yfirborði voru lítil, aðeins gufutjásur í góðu veðri og smáskellur á hrauninu við gufuaugun. Boraðar hafa verið rannsóknarholur á svæðinu, sem þó ber furðu lítið á. Mikil sjónmengun yrði hins vegar að háspennulínum yfir gígaröðina, eða í nánd við hana.“
Þegar hafa verið boraðar tilraunaborholur í Eldvörpum. Þar hefur Hitaveita Suðurnesja nú þegar leikið sama leikinn og svo oft áður; spillt fyrirhugu virkjunarsvæði skipulega með það fyrir augum að geta síðar bent á að ástæðurlaust væri að hlífa svæðinu þar sem því hefði þegar verið raskað. Þetta gæti hljómað sem brandari, en er það í rauninni alls ekki.

Í ritgerð Málfríðar Ómarsdóttur (apríl 2007) er ber yfirskriftina „Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp“ er m.a. getið um Eldvörp og samhengi þeirra við jarðsögumótun Reykjanesskagans í heild.

Eldstöðvarkerfin

„Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu sem liggur þvert í gegnum Ísland og er í raun ofansjávarhluti af Reykjaneshryggnum en hann liggur neðansjávar suðvestur í haf og er hluti af Atlantshafshryggnum. Eldvirkni hefur verið mikil á þessu svæði, bæði ofansjávar og í hafi, frá því að síðasta kuldaskeiði lauk. Þessi eldvirkni er enn mjög virk í dag. Jarðvísindalega er Reykjanesskaginn afar merkilegur því hann er einn af fáum stöðum þar sem hluti hins virka gosbeltis er aðgengilegur og þar má auðveldlega sjá hvernig slíkir hryggir byggjast upp. Náttúrufar á Reykjanesskaga hefur um langt skeið dregið að sér athygli náttúrufræðinga og hefur hún aðallega beinst að þeim þáttum sem mest setja svip sinn á landslagið eins og eldvörp, gígar, hraun, sprungur, jarðhiti og misgengi.
Eldstöðvarkerfi á Reykjanesskaga eru fjögur talsins og eru þekkt tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Töluvert mikið er um eldvörp á svæðinu og er náttúrufar Reykjanesskaga afar sérstætt og því ekki furða að áform liggi nú á borðum Landverndar að auka náttúruverndargildi hans og jafnvel að gera
Reykjanesskaga að eldfjallagarði.

SnæfellsnesrekbeltiðEldvirkni
Reykjanesskagi, ásamt Íslandi, liggur á Atlantshafshryggnum en hann er mörk plötuskila Evrasíuflekans og Norður Ameríkuflekans sem mjakast í sitthvora áttina. Þessi hreyfing veldur tíðum umbrotahrinum á hryggnum sem einkennast af jarðskjálftum og eldgosum. Hryggurinn brotnar upp í rekbelti sem tengjast um þverbrotabelti. Slíkt rekbelti er að finna við suðvesturhorn Íslands og nefnist Reykjanesrekbeltið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Reykjanesrekbeltið tengist Atlantshafsrekbeltinu beint og er um 30 km að breidd (Jón Jónsson, 1967). Framhald rekbeltisins er á landi og liggur eftir Reykjanesskaganum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) en hann er einn af tveimur stöðum í heimum þar sem hafshryggur rís úr sjó (mynd 1) en það gerir hann að kjöraðstæðum til að rannsaka myndun og mótun hafshryggja á landi (Ármann Höskuldsson, Richard Hey, Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson, 2007). Reykjanesskagi er afar sérstakur hluti af Atlantshafshryggnum því hann er tengiliður milli heits reits og djúpsjávarhryggs (Fleischer, 1974).
Reykjanesrekbeltið er einkennandi fyrir Reykjanesskaga og þar er að finna fjölmargar sprungur, misgengi og mjóa sigdali sem stefna í norðaustur-suðvestur átt (Jón Jónsson, 1967).
Á Reykjanesskaganum beygja plötuskilin til austurs en það eru fjögur eldsstöðvarkerfi sem liggja skálægt á plötuskilunum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Þekkt eru tvö gosskeið á síðustu tvö þúsund árum þar sem öll eldstöðvarkerfin urðu virk. Hvert gosskeið stóð í allt að fjórar aldir með um þúsund ára hléi á milli. Í ljósi þeirrar vitneskju og rannsóknum á eldri gosum, er líklegt að eldvirkni hafi verið svipuð, á fyrri hluta nútíma (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Þessi eldstöðvarkerfi eru Reykjaneskerfið, Trölladyngjukerfið, Brennisteinsfjallakerfið og Hengilskerfið (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Rekbeltin fyrir 2-7 millj. áraReykjaneseldstöðvarkerfið liggur í suðvestur-norðaustur stefnu frá Reykjanesi og inn að Vatnsleysuströnd. Neðan sjávarmáls suðvestur af Reykjanesi er það um 9 km langt en í heildina er það um 45 km langt og um 5-15 metra breitt (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Það tilheyrir vestara rek- og gosbeltinu eins og öll kerfin á Reykjanesskaga. Það hafa komið um 50 rek- og goshrinur úr því ásamt 14 dyngjum. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldunum frá 1211-1240 en þar síðast sennilega fyrir um 1500-1800 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvirkni er takmörkuð við syðstu 15 km kerfisins. Þótt Reykjanesið sé að mestu leyti þakið úfnum hraunum og fokösku þá ber það þess skýr merki að eldgos hafa verið tíð. Yngstu hraunin þekja meginhluta Reykjaness og því erfitt að áætla fjölda gosa sem orðið hafa frá myndun þess. Eldvirkni er mikil á þessu svæði vegna plötuskilanna sem eru mörkuð af gjám og misgengjum. Talið er að gliðnunin sé um 2 cm á ári (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004).
EldvörpTrölladyngjueldstöðvarkerfið er um 40-50 km langt og 4-7 km breitt. Úr kerfinu hafa komið um 40-50 rek- og goshringur og 3 dyngjur. Síðast gaus í því 1151-1180 sem í gosi sem kallaðist Krýsuvíkureldarnir en þar á undan fyrir um 2000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Brennisteinsfjallaeldstöðvarkerfið er næst austasta kerfið á Reykjanesskaganum. Það er 45 km langt og 5-10 km breitt. Það hafa komið um 30-40 rek- og goshrinur úr því ásamt 3 dyngjum. Það varð einnig virkt, á sama tíma og Reykjaneskerfið, í Reykjaneseldunum árin 1211-1240.
Hengilseldfjallakerfið er austasta eldstöðvarkerfið og er sérstætt að því leyti að þar eru vísbendingar um þrjú kvikuhólf þ.e. tvö virk og eitt gamalt og óvirkt. Hengilseldstöðvarkerfið er 100 km langt og 3-16 km breitt. Úr því hafa komið 20 rek- og goshrinur og 6 dyngjur. Síðast gaus í Hengli fyrir um 2000 árum í svokölluðum Nesjavallaeldum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Á sama tíma myndaðist Sandey í Þingvallavatni (Orkuveita Reykjavíkur, 2006). Þar áður gaus fyrir um það bil 5000 árum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Hengilssvæðið er með stærstu háhitasvæðum á Íslandi (Orkuveita Reykjavíkur, 2006).
EldvörpEldstöðvarkerfin fjögur raðast skástígt með stefnu í norðaustur, á bogin plötuskilin. Innan þeirra finnast misgengi og gígaraðir. Plötuskilin eru í raun samblanda af gliðnun og sniðgengishreyfingum. Sniðgengið verður öflugra eftir því sem austar dregur. Norður- og suðurhluti hvers eldstöðvarkerfis einkennist af eingöngu af brotalínum en mesta eldvirknin er þar sem plötuskilin liggja um miðbik hvert þeirra. Þess vegna er upphleðsla þar hröðust og þar hafa myndast hálendi. Hálendið verður hærra eftir því sem austar dregur.
Reykjaneshryggurinn hækkar almennt til norðausturs vegna þess að gosefnaframleiðsla á Íslandi eykst eftir því sem nær dregur heita reitnum á miðju landsins. Um miðbik eldstöðvakerfanna eru háhitasvæðin að finna og hitagjafar þeirra eru grunnstæð innskot (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Það má skipta bergtegundum, bæði nútíma og eldri bergmyndanna, á Reykjanesskaga í þrjá meginflokka eftir samsetningu þeirra. Landslag á Reykjanesskaga hefur að nokkru leyti mótast af þessum flokkum. Sýni, úr eldri bergmyndunum frá jökultíma og síðjökultíma, benda til þess að engin breyting hafi orðið á eldvirkninni á Reykjanesskaga frá myndun hans og til dagsins í dag. Erfitt er þó að segja til um hvort skipst hafi á tímabil með dyngjugosum og önnur með sprungugosum eins og komið hefur í ljós um eldvirknina á nútíma.

Eldvörp

Sprungugosin, sem áttu sér stað á jökulskeiðum og mynduðu móbergshryggina Sveifluháls og Núpshlíðarháls, hefðu eflaust myndað dyngjur ef landið hefði verið íslaust. Þess í stað mynduðust stapar (Jón Jónsson, 1978).
Nútímahraunum og gosstöðvum má skipta í þrjá flokka þ.e. gossprungur og dyngjur en dyngjunum má svo skipta aftur skipta í tvo flokka eftir samsetningu hraunanna. Þessa flokka má svo nánar aðgreina út frá aldri og stærð.
Jón Jónsson (1978) telur að hraun runnin á nútíma á Reykjanesskaga nái yfir 1064 km2 og rúmmál þeirra sé um 42 km 3. Af því nái hraun runnin eftir landnám yfir 94 km 2 og hafa um 1,8 km 3 rúmmál. Nánar verður fjallað um hraun á Reykjanesskaga hér á eftir í kaflanum um hraun.

Eldvörp
Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga framleiða öll þóleískt berg og aðeins kemur þar upp basalt að Hengilseldstöðinni slepptri. Á Hengilssvæðinu er að finna súrt og ísúrt berg en annars er mest berg á Reykjanesskaganum ólivínþóleít.
Eldstöðvar eru ýmist dyngjur eða gjallog klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur.
Elstu og minnstu Eldvörpdyngjurnar eru úr ólivín pikríti sem runnið er á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km. Stærri og yngri dyngjurnar eru úr ólivín þóleíti og eru þær allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Kerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004).
Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). EldvörpNeðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Við Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma (Jón Jónsson, 1967).
ÁEldvörp yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það (Jón Jónsson, 1967).
Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið gráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar.

Eldvörp

Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga. Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við síendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið á gosið (Þorleifur Mynd 3: Eldey er gott dæmi um gígey. Einarsson, 1968).
EldvörpStærsta dyngja innan Reykjaneseldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500-13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni.
Eldborg undir Geitahlíð fyrir austan Krýsuvík er dæmigerð eldborg (Þorleifur Einarsson, 1968). Þegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir.
Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld. Eldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis.

Eldvörp

Erlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla (Þorleifur Einarsson, 1968).
Ösku- og sprengigígar myndast í sprengi- og þeytigosum. Upp hlaðast nær eingöngu laus gosefni eins og vikur og aska eða eingöngu bergmolar. Á kringlóttu gosopið hlaðast upp fagurlagaðir öskugígar en við þeytigos á sprungum myndast öskugígaraðir. Í sprengigosum eru megingosefnin vatnsgufa og gosgufur. Gígkatlarnir verða oft mjög djúpir þannig að þeir ná niður fyrir grunnvatnið og myndast því vatn innan í gígnum. Gott dæmi um sprengigíg er Grænavatn í Krýsuvík. Eldstöðvar sem gjósa líparítösku eru sjaldgæfari en þær sem nefndar voru hér að framan. Líparítkvika er seigari og því hrúgast hún oft upp yfir gosrásinni og rennur lítið til þaðan. Þannig gos eru nefnd troðgos og í þeim myndast hraungúlar sem geta verið mjög stórir. Troðgos verða á stuttum sprungum eða kringlóttum gosopum og verða hraungúlarnir því oftast nær hringlaga.

Eldvörp

Eldvörp mynduð við gos í sjó eru svipuð móbergsfjöllum og verða þau ýmist hrygg- eða keilulaga í samræmi við lögun gosopanna og hlíðarbrattinn um 20-35%. Þegar hraunbunga hefur svo myndast ofan á gosmalarbinginn þá verður eldvarpið mjög álíkt móbergsstapa (Þorleifur Einarsson, 1968).

Hraun
Flest helluhraun á Reykjanesskaga eru frá fyrri hluta nútíma og eru flest komin frá dyngjum eins og Skálafell og Háleyjarbunga. Frá síðari hluta nútíma en fyrir landnám eru til dæmis Eldborg og Búrfell. Nokkur stór og viðamikil hraun hafa runnið á Reykjanesskaga eftir landnám. Á meðan kristnitakan fór fram árið 1000 þá rann mikið hraun úr gossprungu á vestanverðri Hellisheiði og hefur það verið nefnt Kristnitökuhraun. Yst á Reykjanesi eru tvö hraun sem koma frá gígaröðunum Eldvörpum og Stömpum. Þau þekja stórt svæði milli Reykjanestár og Grindavíkur (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Eldvörp

Ögmundarhraun vestan Krýsuvíkur er frá 1151 og rann í svokölluðum Krýsuvíkureldum (Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, 1991). Hraunið rann úr gígaröðum rétt austan undir Núpshlíðarhálsi og er samanlögð lengd þessara gíga um 5 km (Jón Jónsson, 1983). Í Krýsuvíkureldum rann einnig Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar, sama ár og Ögmundarhraun. Þessi eldgosahrina er talin hafa komið úr Trölladyngjum og hefur henni lokið líklega árið 1188 með myndun Mávahlíðarhrauns (Sigmundur Einarsson o.fl., 1991). Oftast hefur þó gosið í sjó undan Reykjanesskaganum á sögulegum tíma. Síðast gaus þar 1879. Aðalgoshrinan í Reykjaneseldstöðvarkerfinu hófst sennilega í sjó árið 1211 og stóð til 1240 og nefnist hún Reykjaneseldar. Yngra-Stampahraunið rann í Reykjaneseldunum og mynduðust þar tvær eldborgir sem nefnast Stampar Yngri (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).

Mannvistarleifar

Yngra Stampagosið hefur sennilega orðið á 12-13. öld. Sérstætt við þetta gos er að gossprunga þess lá bæði í sjó og á landi og eru þeir yngsta myndunin á Reykjanesi og gígaraðirnar standa á um 4,5 km langri gossprungunni (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995). Stampar Eldri mynduðust í Eldra-Stampahrauni fyrir 1500-1800 árum. Það gos byrjaði sennilega í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldri Stampagígaröðin liggur til norðausturs og er mjög slitrótt vegna þess að hún kaffærist á stöku stað af Yngra Stampahrauninu. Skammt austan við Eldra Stampahraun er víðáttumesta hraun á Reykjanesi sem nefnist Tjaldstaðagjárhraun. Það er úr 1 km langri sprungu sem liggur í norðaustur í framhaldi af Stampagígaröðinni og er það aðeins yngra en Stampahraunið (Jón Jónsson, 1983). Um 1227 aðeins austar við Stampa Yngri gaus í gígaröðinni Eldvörp. Þaðan rann Eldvarparhraun (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvarparhraunið er talið vera um 2100 ára gamalt (Jón Jónsson, 1983).
Trölladyngjueldstöðvarkerfið hefur tvö háhitasvæði þ.e. Krýsuvík og Trölladyngja.

Hellir

Dyngjur eru aðeins þrjár en tvær þeirra, sem eru jafnframt nafnlausar, hverfa í skuggann af Hrútagjárdyngjunni sem er stærst þeirra. Hún myndaðist fyrir um 5000 árum. Gjall- og klepragígar eru algengastu gígarnir innan kerfisins. Hjá suðvesturenda Sveifluhálsar eru
sprengigígarnir Grænavatn og Gestsstaðarvatn ásamt Augum. Þar hefur verið snörp eldvirkni með mikilli gufu og gastegundum. Í mörgum hraunkúlum við Grænavatn eru hnyðlingar úr gabbrói sem bendir til slíks innskots í berggrunninum (Ari Trausti Guðmundsson, 2001) og gerir það svæðið afar merkilegt því gabbró hefur ekki fundist annars staðar á Suðvesturlandi. Grænavatn fékk nafnið sitt af græna litnum sem er tilkominn vegna brennisteinssambanda. Þetta vatn er meðal merkustu náttúrufyrirbrigða í sinni röð (Sigurður Þórarinsson, 1950).
EldvörpFrægasta eldstöðin úr Trölladyngju er sennilega Eldborg sem reyndar er nú sundurgrafin. Í Brennisteinseldstöðvarkerfinu er Eldborg undir Geitahlíð en hún er stærsti gígurinn á þessari stuttu gossprungu sem gaus rétt fyrir landnám. Hún er djúpur og reisulegur gígur ásamt nokkrum minni. Nokkru sunnan við miðju kerfisins er að finna Brennisteinsfjöll sem draga nafn sitt af brennisteinsnámum sem þar voru á háhitasvæði sem hefur varma sinn frá innskotum í jarðskorpunni. Það eru þrjár dyngjur í kerfinu þ.e. Heiðin há við suðurenda Bláfjalla og er langstærst með 3,6 km í þvermál og 516 metrar að hæð. Hún er sennilega um 7000-9000 ára. Hvirfill er dyngja frá síðasta frá síðasta jökulskeiði og Leitin er yngsta dyngjan og er um 4700 ára. Í Leitarhrauninu mynduðust Rauðhólar einnig. Fyrir um 2000 árum reið goshrina yfir Reykjanesskagann og myndaðist þá gígaröðin með Stórabolla og Eldborg við Drottningu sem er einkar glæsileg eldborg og stendur hún við Bláfjallaveginn (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
EldvörpÍ Hengilseldstöðvarkerfinu er að finna þrjár dyngjur frá fyrrihluta nútíma. Stærst þeirra er Selvogsheiði sem er úr ólivínþóleíti en hinar eru minni og kannski eldri og nefnast þær Búrfell við Hlíðarenda og Ásadyngjan hjá Breiðabólsstað og eru þær úr pikríti. Gossprungur frá nútíma ná frá Stóra-Meitli í suðri að Sandey í Þingvallavatni í norðri og kerfið er stærsta eldstöðvarkerfið á Reykjanesskaganum. Margir gjall- og klepragígar liggja á gossprungunum og eru goseiningarnar um 20 talsins. Stærsti gjallgígurinn er Eldborg undir Meitli en hún er um 2000 ára. Gossprungurnar í Hengilseldstöðvarkerfinu eru yfirleitt þó ekki afkastamiklar (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Samkvæmt Jóni Jónssyni (1983) þá hefur gosið á Reykjanesskaga allt að 12-13 sinnum frá því að landnám hófst en eins og áður segir þá hefur oftast gosið í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).“
Í dag er Reykjanesskagi aðeins friðaður sem fólkvangur en fólkvangur, samkvæmt Umhverfisstofnun (2004), er svæði sem talin er ástæða til að vernda vegna útivistar og almenningsnota. Mikið hefur verið talað um að auka ætti verndargildi Reykjanesskagans og stofnun eldfjallagarðs hefur verið mikið í umræðunni þessa dagana. Það er víst að á Reykjanesskaga myndi eldfjallagarður sóma sér vel og varla annað svæði sem myndi henta betur til þess þótt víða væri leitað.

Á Reykjanesskaga má finna flestar tegundir eldfjalla og einstakt tækifæri til þess að skoða myndun og mótun hafshryggja á landi, ásamt því að hann er nálægt þéttbýlasta svæði landsins, sem gerir hann tilvalinn kost til frekari náttúruverndar og útivistarmöguleika. Eldvirknin með þessum stóru háhitasvæðum gerir hann jafnframt að eftirsóknarverðum kosti fyrir jarðhitavirkjanir. En það er stór og ekki síður mikilvæg spurning, hvor kosturinn sé meira virði, þegar til lengri tíma er litið.

Hér má sjá vandaða fornleifaskráningu fyrir Eldvörpin.

Heimild m.a.:
-Málfríður Ómarsdóttir – „Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp“, apríl 2007.

Gígur

Skálavegur

Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum Suðurstrandarvegar var gerð af Bjarna F. Einarssyni árið 2003. Ástæða er til að vekja athygli á eftirfarandi atriðum er vantar í skráninguna.

Krýsuvíkurheiði

Hlaðið hús í Krýsuvíkurheiði.

Í fornleifaskráningu við Arnarfell vantar skjól austan undir fellinu, brunn suðvestan undir fellinu, skjól norðan í fellinu og tvö vörðubrot sunnan undir fellinu á gamalli leið frá Arnarfellsbænum austur fyrri Bleiksmýrartjörn, áleiðis að Jónsbúð og um Klofninga.
Ögmundarvegur hinn forni er færður suður í Ögmundarhraun þar sem Húshólmastígur liggur frá austurjarðri Ögmundarhrauns inn í Húshólma. Norðar er Ögmundardys við hinn forna Ögmundarstíg. Árið 1932 var lögð vagngata ofan í stíginn fyrir tilstuðlan Hlínar Johnsen í Krýsuvík. Vegagerðin var greidd af henni. Þó sést sumstaðar í hinn forna Ögmundarstíg þar sem ofaníburðurinn hefur fokið burt.

Hraun

Sigurður Gíslason sýnir refagildru ofan Hrauns.

Sæluhúsið undir Lat er nefnt fjárskjól og dundursvörður fóstbræðranna á Skála, Bergs og Brands, á fyrri hluta 20. aldar eru sagðar vera við forna þjóðleið. Þjóðleiðin lá mun sunnar enda sjást þess glögg merki í hrauninu. Vörðurnar hlóðu drengirnir hins vegar af gamni sínu – fjarri öllum leiðum.
Gömlu vagngötunnar um Siglubergsháls er hvergi getið, enda er hún nú komin að hluta undir hinn nýja Suðurstrandarveg um Siglubergsháls. Ekki er minnst á Gamlabrunn og ekki er að sjá að krossrefagildrunnar ofan við Sandleyni sé getið í skráningunni. Og þá ber að telja að “Tyrkjahellisins” á sunnaverðum Húsfellshálsi, Efri-Hellum, er hvergi getið í fornleifaskáningunni, en vegurinn á á liggja um hálsinn. Þar segir þjóðsagan að Grindvíkingar hafi ætlað að flýja undan Tyrkjanum, ef og þegar hann sneri aftur.

Þrátt fyrir vel meinta fornleifaskráningu er ljóst að taka ber slíkar skráningar með varúð. Svæði sem þetta verður seint fullkannað, enda erfitt yfirferðar á köflum. Hellar, sem víða leynast í hraununum, eru ágætt dæmi um vandmeðferðina. Ef vel ætti að verki staðið tæki skynsamleg fornleifakönnun á svæði sem þessu 2-3 ár.

Ögmundarstígur

Ögmundarstígur.

Huldur

FERLIR hafði nokkrum sinnum leitað að nákvæmri staðsetningu flugslyss er hafði orðið í austanverðum Stapatindum í Sveifluhálsi þann 19. desember 1944. Brak úr vélinni mátti bæði sjá í Huldum sunnan við Hulstur svo og vestan í hálsinum norðan við syðsta Stapatindinn.
Nú var stefnan tek

Canso

Áhöfnin.

in enn og aftur á austurhlíð Sveifluhálsins með stefnuna í skarð sunnan við Huldur. Neðan við skarðið eru skriður, en gróningar á millum. Sunnan þeirra er gróin hlíð, en skarðið sjálft, sem virtist aðgengilegt var gróðurlaust að mestu. Þegar komið var upp í efri hluta skriðu mátti sjá smálegt brak á dreif. Þegar ofar dró stækkuðu hlutirnir. Ofan við móbergsbrún, undir hábrúninni, voru leifar af leiðslum og smámálmhlutum. Efst voru nokkrir steinar á kletti og á millum þeirra ryðgaður „járnkross“, greinilega hlutur úr flugvélinni.
Kanadískur flugbátur, svonefndur „Canso“ (systur Catalinaflugbátsins), fórst í Stapatindum á Sveifluhálsi þennan 19. desemberdag árið 1944 á leið til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Átta manna áhöfn flugvélarinnar beið bana þarna á hálsinum þennan örlagaríka dag.
Brak ofarlega í hlíðinniFlugvélin var úr 162. flugsveit Hins konungslega kanadíska flughers, RCAF. Einkennisnúmer hennar var 11061 „L“ Vélin var að koma úr eftirlitsflugi og áhöfnin var að búa sig undir lendingu á Reykjavíkurflugvelli þegar slysið varð. Talið var að flugvélin hafi lent í niðurstreymi við Fjallgarðinn. Flakið fannst dreift yfir snarbratta fjallshlíðina. Hafði vélin rekist utan í fjallið um það bil 80 metra frá fjallsbrúninni. Höggið var svo mikið að djúpsprengjurnar og eldsneytið hafði sprungið og brunnið og áhöfnin látist samstundis. Leitarflokkur fann lík áhafnarinnar, sem voru jarðsett með hernaðarlegri viðhöfn í Fossvogskirkjugarði.

Canso

Canso.

FERLIR hafði áður, sem fyrr sagði, gert leit að leifum vélarinnar í tindunum ofan við svonefnt Hulstur skammt sunnan við Huldur. Upp úr því liggur bjúglaga dalur (vinstra megin) svo til upp á toppa. Ofarlega (nær efst í gróðurþekjunni) í dalnum fundust þá leifar af vélinni. Annað, það litla, sem þar var, er komið undir mosa. Vitað var að varla væri mikið eftir af flugvélinni því í það var sótt mikið af hlutum eftir slysið, sem síðan voru notaðir í varahlut. Þá hefur fólk verið að taka með sér brot og þá getur veðrið verið slíkt á þessu svæði að þar þolir ekkert lauslegt við. Vélin gat því verið horfin öllum öðrum en þeim sem eru að leita sérstaklega að henni.

Slysstaðurinn efst í Sveifluhálsi

Auk þess var vitað að búkurinn var dreginn yfir hálsinn til Hafnarfjarðar og álið notað til að stansa úr hluti. Á leiðinni féll m.a. neyðarútgönguhurð af búknum. Hún fannst síðar við op hellis, sem nefndur var Neyðarútgönguhurðarhellir og er vestan við Hrútagjárdyngjuna.
Nú var stefnan tekið á hliðina sunnan við fyrrgreinda svæðið. Þá kom í ljós brak þess eðlis að nánast var hægt að ganga að slysstaðnum undir hamraveggjunum.
Góð ganga upp á við, en síðan niður aftur. Greiðfærast er að ganga upp Huldur og síðan til suðurs efst undir hamrabrúnunum. Þar er gróður og auðvelt að fylgja bergveggnum upp með gilinu að slysstað. (Sjá meira um Stapatinda hér).
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Sævar Þ. Jóhannesson

Huldur

Brak úr flugvélinni.

Arngrímshellir/Gvendarhellir

HINN 25. ág. 1838 skrifaði Jónas Hallgrímsson stjórn Bókmenntafjelagsins í Kaupmannahöfn og stakk upp á því að fjelagið kysi nefnd manna til þess að safna öllum fáanlegum skýrslum, fornumog nýjum, er lýsi Íslandi eða einstökum hjeruðum þess, og undirbúa svo til prentunar nýja og nákvæma lýsing á Íslandi. Stjórn var kosin og sendi hún prestum landsins 70 spurningar um efnið og óskaði svara. Í lýsingu Jóns Vestmanns frá Strönd segir m.a. um Krýsuvíkurhraun:

Opið á fjárhelli Arngrímshellis/Gvendarhellis.

„Vestur undir Krýsuvíkurhrauni er stór hellir og besta hagaland í kring, í og með hrauninu, samt víðar út um heiðina,“ svo alltíð má beita fje undir vind af hverri átt sem hann er. Hellir þessi er langt frá bæjum, er því erfitt að nota hann í vetrarharðindum.

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli / Arngrímshelli.

Fyrir hjer um bil 100 árum, eða máske nokkuð meir, var bóndi í Krýsuvík að nafni Arngrímur, mig minnir Jónsson. Hann tíundaði jafnan 50 hundruð.

Hann hafði fje sitt við helli þenna, en skyldi hafa átt 99 ær grá kollóttar. Systir hans átti eina á eins lita, og hætti hann ei fyr að fala hana af systur sinni, en hún eftirljet honum ána sárnauðug. Sama veturinn seint gerði áhlaupabyl, sem stóð 6 dægur. Hrakti þá alt hans fje fram af Krýsuvíkurbergi hjer og þar til dauðs og algjörs taps, því sjórinn tók við fyrir neðan bergið en vindurinn rak til hafs. Í hengisfönninni framan í bergsbrúninni stóð grákolla alein er hann fjekk hjá systur sinni, þegar hann eftir bylinn fór að leita að fjenu. Tekur hann ána þá og reynir í 3gang að kasta henni fram af berginu, en gat aldrei kastað henni svo langt, að hún færi niður fyrir. Og jafn ótt og hún losnaði í hvert sinn við hendur hans, brölti hún upp að knjám honum. Loksins gaf hann frá sjer, og skal hafa sagt löngu seinna, að út af þessari á hefði hann eignast 100 fjár. Þetta hef jeg af sögusögn og gef það ei út sem áreiðanlegan sannleik. Ævilok Arngríms urðu þau, að steinn datt á hann úr Krýsuvíkurbergi og marði hann í sundur og 2 manneskjur aðrar. Þetta er víst.*

Gvendarhellir (Arngrímshellir).

Árið 1827 kom gamall bóndi til Krýsuvíkursóknar, Guðmundur Bjarnason, bygði nýbýlið Læk aldeilis að stofni, átti margt fje, helt því við áðurnefndan helli. En þar honum þótti langt að hirða það þar, bygði hann þar annan bæ dásnotran sem hinn, með glergluggum, sængurhúsi alþiljuðu með 2 rúmum; í hinum karminum geymslu hús. Bygði hann hús þetta framan við hellisdyrnar og rak fjeð gegnum göngin út úr og inn í hellinn, hlóð af honum þvervegg, bjó til lambastíu, gaf þeim þar þá henta þótti, bjó til jötur úr tilfengnum hellum alt í kring. Í stærra parti hellisins gaf hann fullorðna fjenu í innistöðum (sem verið mun hafa alt að 200 eftir ágiskun manna) flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn á einu sári. Þarna var hann 10 vetur samfelt yfir kindum sínum aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp yfir sjötugt og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár að baki.“
Frábært veður. Þrátt fyrir -8°C reyndust vera um +10°C í hellinum þennan þriðja dag desembermánaðar 2011.

*) Arngrímur þessi var Bjarnason, sonarsonur Arngríms lærða, og hafði lengi verið ráðsmaður í Skálholti. Hinn 9. ágúst 1724 fór hann á báti í sölvafjöru undir Krýsuvíkurbergi „og með honum karlmaður einn og kvenmenn tveir. Og er þau voru farin til að taka sölin, sprakk hella mikil fram úr berginu og kom á þau, svo að hún laust Arngrím í höfuðið til bana, og undir henni varð karlmaðurinn er honum fylgdi og önnur konan, en önnur komst lífs undan; tók hellan þó hælinn af öðrum fæti hennar, og skaðaði hana ekki að öðru. Var hella þessi 13 faðma löng og 11 faðma breið. Náðust lík allra þeirra þriggja, er ljetust (Vallaannáll). Öðrum annálum ber saman um hve margir hafi farist þarna, en Hítardalsannáll segir: — „Vinnukona hans mjög lömuð komst af og aðrir tveir sem af ofboði hlupu fram í sjó og náðu til skipsins“.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1945, (Úr sóknarlýsingu Jóns Vestmanns) bls. 646.

Hleðslur inni í Arngrímshelli/Gvendarhelli.

Hleðslur í hellinum.