Tag Archive for: Grindavík

Grindavík

Í Ægi 1985 fjallar Jón Ó. Ísberg um „Sjómennsku í Grindavík„:

Veiðar
„Eitthvað er það á reiki í gömlum heimildum hvenær vetrarvertíð átti að hefjast, en samkvæmt úrskurði lögréttumanna á Alþingi 1578, skyldi vetrarvertíð eigi byrja síðar en á Pálsmessu þ.e. 25. jan. Í Píningsdómi 1490 segir að vetrarvertíð skuli lokið á föstudegi þegar níu nætur eru af sumri. Vetrarvertíð til forna við Suðurland hefur því staðið yfir í 14 vikur.

Grindavík

Grindavík – tíæringur í lendingu.

Þegar hið gregorianska tímatal var lögleitt á Alþingi árið 1700 breyttust dagsetningar er vörðuðu upphaf og lok vertíða. Eftir 1700 skyldi vetrarvertíð hefjast á Kyndilmessu þ.e. 2. febrúar og standa til 12. maí. Sú venja skapaðist að telja 11. maí lokadag því þann dag var farið í síðasta róðurinn.
Við Faxaflóa og víðar gilti sú regla, að úr lokadagsróðri átti að vera lent fyrir kl. 12 á hádegi. Ef formenn hirtu ekki um þessa venju, gátu þeir átt á hættu að hásetarnir sneru skipinu rétt fyrir utan lendinguna, og reru því með skutinn að landi. Var það til mikillar háðungar fyrir formann að ljúka vertíð með þessum hætti.
Grindavík
Öldum saman var færið eina veiðarfærið sem Íslendingar notuðu. Veiðiskapurinn var þá ekki flókið fyrirbæri, menn reru út á miðin beittu sín færi og drógu uns nóg þótti og sneru þá í land.
Með tilkomu annarra veiðarfæra, línu og neta breyttist veiðiskapurinn all verulega. Í Grindavík byrjuðu menn ætíð vetrarvertíð með færaveiðum en er loðnan kom miðin var skipt yfir á net, sumir voru einnig með lóð. Róður hófst vanalega um kl. 5 að morgni. Menn fengu sér eitthvað í svanginn áður en lagt var af stað, vanlega kaffi og brauð. Skipið var sett niður með þessum orðum formannsins: „Setjum nú hendur á það í Herrans nafni“.

Grindavík

Grindavík – Í Norðurvör.

Hver maður hafði sitt rúm og var rúmið stjórnborðsmegin í andófinu talið það virðingarmesta og í því besti maðurinn, að undanskildum formanninum. Þegar skipinu hafði verið ýtt frá, var tekið í á bak og því snúið sólarsinnis til has, þá tóku menn ofan höfuðföt og fóru með sjóferðarbæn. Misjafnt var hvað róður stóð lengi og fór það eftir veðri og fiskdrætti, ef vel fiskaðist var stundum farið í fleiri en einn róður á dag, yfirleitt var þá róðri (róðrum) lokið seinnipart dags (17:00-18:00). Er komið var að landi þurfti fyrst að seila fiskinn á land og síðan setja skipið upp, því höfn var engin. Venja var að menn fengju sér að borða er þessu var lokið. á meðan skipti formaður fengnum.

Grindavík

Árabátur neðan verbúðar.

Að þessu loknu var allur fiskur borinn í verbúðir þar sem hann var þveginn, hausaður, flattur og saltaður. Söltun hófst á 18. öld, en áður var fiskurinn breiddur á klappir og garða og hengdur upp til þerris. Veiðarfæri voru einnig borin til verbúða að kvöldi. Vinnudagurinn vildi oft verða í lengra lagi og stritið mikið, margur slitnaði því fyrir aldur fram.
Vorvertíð hófst er vetrarvertíð lauk og stóð hún til Jónsmessu. Á vorvertóð var róið á smærri batum, sexmannaförum og þaðan af minni, aðkomumenn voru því færri en á vetrarvertíð. Veiðarfæri var annað hvort færi eða lóð og eitt var ræksni eða krækling. Grindvíkirngar beittu yfirleitt lóð sín í landi og voru þau því einbeitt, en á móti kom að lóð þeirra voru lengri en hjá þeim er beittu um borð. Venja var að fara út að kvöldi til, um eða upp úr miðnætti, legið var við fram undir morgun, en þá dregið og síðan siglt í land.

Grindavík

Bátar ofan varar.

Haustvertíð hófst í lok september og stóð til jóla, róðra stunduðu þá eingöngu heimamenn og var yfirleitt róið á sexmannaförum. Veiðarnar gengu svipað fyrir sig og á vorvertíð, sömu veiðarfæri voru notuð, en róið síðar um nóttina og verið styttra að.
Á sumrin milli vertíða var ekki verið á sjó, nema hvað menn skruppu öðru hvoru til að fá sér í soðið.

Grindavík

Vélbátur.

Með tilkomu vélbáta urðu litlar breytingar á veiðum Grindvíkinga, skipan vertíða og veiðiaðferðir héldust að mestu óbreytt. Það var ekki fyrr en með tilkomu dekkbáta í kringum seinna heimsstríð að breytingar urðu.
Nýrri og fullkomnari veiðarfæri komu á markaðinn ásamt gjörbreyttum tækjabúnaði um borð, bæði í brú og á dekki. Í kjölfar þessa riðlast öll vertíðarskipan, að undanskilinni vetrarvertíð, sem enn er með hefðbundnum hætti og á sama tíma. Í dag eru vertíðir frekar kenndar við þá fisktegund sem veidd er hverju sinni, s.s. humarvertíð og síldarvertíð.
Nokkuð er því árstíðarbundið hvaða veiðarfæri eru notuð hverju sinni og fer það eftir því í hvað er sótt. Aðalveiðarfærin á vetrarvertíð eru sem fyrr net og lína. Á sumrin fara vertíðarskipin yfirleitt á fiskitroll eða humartroll, en á haustin á síldveiðar, með nót eða reknet, nokkur fara á línuveiðar, en útilega hefur lítið verið stunduð. Á síðustu árum hafa nokkur vertíðarskip farið á úthafsrækju yfir sumartímann, hafa þau þá stundað veiðar fyrir norðan og yfirleitt landað hjá rækjustöðvum við ísafjarðardjúp. Meðan á loðnuvertíð stendur, þ.e. frá október fram í mars, elta loðnuskipin gönguna. Þessi skip hafa mjög lítinn bolfiskkvóta en þeim litla kvóta sem þau hafa, ná þau í troll á sumrin.
Fiskiskip Grindvíkinga stunda veiðar með flestum þeim veiðarfærum sem Íslendingar nota yfirleitt, enda hefur útgerð frá Grindavík verið hvað blómlegust á landinu á síðustu árum og áratugum.

Bátar

Grindavík

Árabátar ofan varar.

Höfundur Laxdælasögu byrjar á að lýsa íslandi þannig, að þar sé veiðistöð á öllum misserum og er auðsýnt að hann telur það góða kosti. Orðið veiðistöð merkir stað þar sem meira en einum bát er haldið til fiskjar, og samkvæmt lögum Jónsbókar merkir orðið stað, þar sem um er að ræða veiði á landi eða við land.
Lúðvík Kristjánsson telur upp í riti sínu Íslenskir sjávarhættir II 326 verstöðvar, allt í kringum landið. Verstöðvarnar eru síðan flokkaðar niður eftir aðstæðum ogfyrirkomulagi.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir gerðu út frá Þórkötlustaðanesi.

Heimaver var það kallað, er róið var úr heimavör. Gagnstætt því var útver, en þá fóru menn með báta sína og áhafnir að heiman og dvöldu í verbúðum meðan á vertíð stóð. Í sumum verstöðum voru aldrei verbúðir þótt þar væru aðkomubátar og aðkomumenn, var það kallað viðleguver. Viðleguver gátu verið með tvennum hætti. Annars vegar viðlegubátar, þ.e. aðkomubátar með áhöfnum, en hins vegar viðleguhafnir, þ.e. aðkomumenn, er reru á heimabátum verstöðvarinnar. Áhafnirnar bjuggu í heimahúsum í stað verbúða meðan á vertíð stóð og höfðu þar þjónustu.
Grindavík var dæmigerður staður fyrir blandað ver, þar sem löngum var allt í senn, heimaver, útver og viðlegurver, enda var Grindavík ein mikilvægasta verstöð landsins um aldir, önnur aðalverstöð Skálholtsstaðar, og hvergi á landinu var uppsátur metið sérstaklega nema í Grindavík.

Grindavík

Tvíæringur.

Frá aldaöðli hafa íbúar Grindavíkur haft aðallífsbrauð sitt frá sjónum. Þeim skipum er þaðan var róið svipar mjög til annarra er notuð voru í öðrum verstöðvum. Á vetrarvertíð var róið á tólf-, tein- og áttæringum. Á vor og haustvertíð var notast við minni báta, sexæringa og þaðan af minni, allt niður í skektur.
Um miðbik 18. aldar voru nálgæt 60 skip í Grindavík, sexæringar upp í teinæringa. Frá sjötta áratug 19. aldar fram á þann áttunda var mikið eymdarástand í Grindavík. Lítið fiskaðist og var Grindavík talin aumasta veiðiplássið á Suðurlandi, útróðrarmenn vildu ekki lengur róa þaðan og lagðist þá útgerð stærri skipanna niður en smærri bátum fjölgaði. En Grindavík náði sér aftur á strik er veiði fór að glæðast á ný. Árið 1896 eru gerð þaðan út 30 skip flest áttæringar. Algengt var í Grindavík, að áttæringarnir væru tírónir, enda voru þeir margir hverjir í stærra lagi af áttæringum að vera.
Grindavík
Grindavík liggur fyrir opnu hafi, þar sem brimaldan gengu óbrotin á land. Stærð og þyngd bátanna takmarkaðist því lengstum af því, að hægt væri að setja þá á land. Meðal annars af þeirri ástæðu komu vélar mun seinna báta í Grindavík en víða annars staðar á landinu, þar sem hafna skilyrði voru betri frá náttúrunna hendi.
Framtil 1910 var róið á árabátum frá Suðurnesjum, en þá var farið að setja vélar í bátana, allsstaðar nema í Grindavík. Þangað kom fyrsta vélin ekki fyrr en 1926 og 1929 var sett vél í síðasta áraskip Grindvíkinga. Þessir bátar voru uppistaða í flota Grindvíkinga fram yfir stríð, lítið var um nýja báta en nokkrir voru endurbyggðir, og þá dekkaðir. Upp úr stríði er farið að byggja nýja dekkbáta ca. 10 lestir.

Grindavík

Grindavík – Grafið inn í Hópið.

Það sem gerði útgerð þeirra mögulega frá Grindavík var, að 1939 var hafist handa við að grafa leið inn í Hópið þar sem höfnin er nú. Með tilkomu hafnarinnar þurfti ekki lengur að setja bátana, enda var það ekki mögulegt með dekkaða báta vegna þyngdar þeirra. Annað er breyttist með höfninni var að þá lögðust róðrar niður frá Staðar- og Þórkötlustaðahverfi og síðan hefur útgerð eingöngu verið stunduð frá Járngerðarstaðahverfinu. Höfnin var frumskilyrði þess að Grindavík fengi þrifist sem útgerðarbær og að ekki færi þar sem í Höfnum en þar lagðist niður blómleg útgerð sökum hafnleysis.
Upp úr 1955 tekur útgerð í Grindavík mikinn fjörkipp og var þar mikið blómaskeið allt fram til 1967. Á þessu tímabili voru keypt fjölmörg ný skip. Orsakir þessa blómaskeiðs eru þær helstar að síldveiði jókst mjög fyrir Norður- og Austurland og gerðu Grindvíkingar mikið út á þær. Fiskigengd var og mikil við suðvesturströndina á þessu tímabili, og raunar allt fram til 1972. Skipin stækkuðu sífellt á þessum árum og urðu stöðugt tæknilega fullkomnari.

Grindavík

Grindavík – innsigling í Hópið.

Hér á eftir kemur tafla yfir fjölda báta í Grindavík á tímabilinu 1945-1985, tekinn er bátafjöldinn á 5 ára tímabili. (Samkvæmt skipaskrá Siglingamálastofnunar).
1945 – 15
1950 – 13
1955 – 12
1960 – 17
1965 – 15
1970 – 24
1975 – 47*
1980 – 43*
1985 – 48

*Togararnir Guðsteinn og Jón Dan meðtaldir.

Grindavík

Jón Dan GK 141.

Skipta má Grindavíkurskipunum í tvo meginhópa, vertíðarskip og lonuskip. Vertíðarskipin voru flest byggð sem síldarskip á árunum 1956-1967, en síðan 1980 hefur farið fram gagnger endurbygging vertíðarflotans og mörg skipanna hafa nú verið yfirbyggð þ.e. tvídekkuð. U.þ.b. helmingur vertíðarflotans eru skip á bilinu 150-200 lestir, hinn helmingurinn þar fyrir neðan. Minni skipin eru flest úr tré en þau stærri stálskip. Loðnuskipin eru mun stærri en vertíðarskipin. Flest þeirra hafa um 600 tonna burðargetu og eitt þeirra, Grindvíkingur GK-606, ber t.d. 1100 tonn.
Fjölbreytni í stærð og búnaði skipa er nauðsynleg til að hægt sé að nýta alla þá möguleika er gefast til veiða. Skuttogaraútgerð hefur þó lítt átt upp á pallborðið hjá Grindvíkingum. Er það bæði vegna þess, að bátarnir hafa alla tíð getað séð fiskvinnslufyrirtækjunum fyrir hráefni, og að fyrirgreiðsla opinberra sjóða, svo sem Byggðasjóðs náði ekki til þessa landshluta.

Grindavík

Guðsteinn GK 140 – fyrsti togari Grindvíkinga.

Fyrsti togarinn sem Grindvíkingar eignuðust var Guðsteinn GK-140, hann var sameign þriggja fyrirtækja í Grindavík, Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og Barðans h.f. í Kópavogi. Einnig áttu Grindvíkingar hlut í togaranum Jóni Dan GK 141. Reynslan af togaraútgerðinni var ekki nógu góð og hafa Grindvíkingar því selt sinn hluta íbáðum skipunum.

Kjör

Grindavík

Grindvísk aflakló.

Frá upphafi byggðar stunduðu bændur við sjávarsíðuna róðra, aflinn gekk til heimilisins og var einnig notaður í skiptum fyrir landbúnaðarafurðir. Þeir menn er stunduðu róðra, en áttu ekki bát voru ráðnir upp á hlut. Venja var að formaður fengi tvo hluti en báturinn þrjá, þó voru á þessu undantekningar.
Er tímar liðu og kirkja, kóngur og höfðingjar efldust og sölsuðu undir sig sífellt meira jarðnæði versnuðu kjör sjómanna, sem og annarra. Vinnumenn og landsetar voru með kvöðum ýmiss konar látnir róa fyrir húsbændur sína fyrir smánarkaup, en hluturinn varð eign húsbóndans. Á bessu verður breyting til batnaðar með afnámi einokunarverslunarinnar og sölu stólsjarða. Flestir fara að róa fyrir hlut sínum sem áður og afkoman skánar verulega.
Með tilkomu vélbáta var nokkuð um að menn væru ráðnir fyrir fast kaup, líkt og á þilskipunum, sérstaklega átti þetta við ef um aðkomumenn var að ræða, þessi háttur lagðist þó fljótt af. Í kreppunni versnuðu kjör bátasjómanna mikið, sem og hjá öðrum.

Grindavík

Grindavík – síldarbræðslan á fullu.

Er síldveiðin brást 1935 gengu margir allslausir í land eftir vertíðina, og voru ekki einu sinni taldir matvinnungar. Þessi kollsteypa varð til þess að sjómenn settu kröfuna um hlutatryggingu á oddinn. Tryggingin komst fyrst á 1936, hún var að vísu lág, en þó betri en engin. 1958 voru gerðar þær breytingar á kjarasamningum bátasjómanna, er gjörbreyttu aðstöðu beirra, en þá var afnumin sú regla að útgerðarkostnaður bátanna væri greiddur af óskiptum afla. Um svipað leyti komst sú skipan á, að hafa kokka um borð í dagróðrarbátum, en áður höfðu menn haft með sér skrínukost. Næsta stóra breytingin hvað varðar kjörin, verður í samningunum 1977, en þá verður hver mánuðum að sérstöku tryggingartímabili. Áður höfðu tímabilin verið þrjú, þ.e. 1/1-15/516/5-15/9 og 16/9-31/12. Í samningunum 1982 var svo skrefið stigið til fulls, en þá var um það samið að sjómenn hefðu rétt á að fá kauptrygginguna greidda vikulega.

Grindavík

Grindavík – bátar í höfn.

Í dag eru kjör sjómanna á hefðbundnum vertíðarbát 50- 110 rúml. þannig að skipverjar fá 28,5% af brúttóafla miðað við 11 menn, kauptrygging á mánuði fyrir háseta er 27.000 kr. að frádregnum ferðakostnaði. Vinnuskyldan er 18 t. á sólarhring, sex daga vikunnar og skal frídagurinn ætíð vera sunnudagur á tímabilinu 1/4-31/12 en frá 1/1 31/3 annað hvort laugardagur eða sunnudagur. Ýmsa félagsmálapakka hafa sjómenn einnig sem aðrir launþegar, og verða þeir ekki taldir hér, enda verða fáir feitir af þeim pökkum. Sjómennskan getur gefið góðar tekjur ef vel fiskast en ekki er tímakaupið hátt ef einungis er róið fyrir trygginguna, eins og oft vill verða.

Konungsbréf um fiskútveg frá 1758

Grindavík

Magnús á Hrauni í vör.

Nú á dögum fer jafnan um viðskipti sjómanna og útvegsmanna eftir kjarasamningum milli aðila.
En hvernig færi ef kjarasamningar væru ekki fyrir hendi? Þá yrði að fara eftir gildandi lögum að svo miklu leyti sem þau ættu við hverju tilviki. Vegna kjarasamninganna eru mjög fáar lagasetningar um þessi samskipti. Ein slík lög er að finna í Konungsbréfi til stiftamtmanns og amtmanna frá 28. febrúar 1758.

Hér birtast nokkrar glefsur úr þessu bréfi sem enn eru í gildi.

1. Allir formenn og hásetar sem hafa látið sig leigja eður festa til að róa nokkrum fiskibát um vertíðina skulu án forsómunar koma í þann áskilda vissa tíma á þann stað, hvar þeir ætla að róa, og það allir í einu undir það straff að bæta fyrir þann tíma sem þeir koma eigi.

2. Þegar formaðurinn hefur snúið skipinu upp og fengið allar þær tilheyrandi tilfæringar, má enginn af hásetum á nokkurn hátt hindra hann frá því að sækja sjóinn, hvenær sem tækifæri gefst til þess, heldur skal sérhver skyldur vera þegar hann er af formanninum kallaður aðláta sig án dvalar finna við bátinn og á honum róa.

3. Ef nokkur háseti er burtu eina klukkustund, eftir það honum hefur verið sagt til og hinir aðrir eru komnir til bátsins, skal hann gjalda þrjá fiska í sekt fyrir það, nema hann geti sannað lögleg forföll.

4. Enginn háseti má á sjónum á nokkurn hátt kúga formanninn til að fara tillands, fyrr en hann skipar það sjálfur.

5. Hver sá háseti er sýnir sig hyskinn eða latan til að fiska og lætur ekki að formannsins áminningu og skipan, sem hann gerir honum í því tilliti, skal gjalda 2 fiska í hvert sinn.

6. Eins og formennirnir eru skyldir til að hafa gætur á, að hásetar verki afla sinn sem best þeim er mögulegt. Í sama máta skal og formaðurinn hafa vakandi auga á, að hásetar sínir haldi sjóklæðum þeirra í góðu standi, svo að enginn þurfi, ef það brestur, að hindrast frá róðri og vera ónýtur til sjósóknarinnar.

7. Enginn háseti má yfirgefa þann fiskibát, á hvern hann er ráðinn, fyrr en formaðurinn hefur sagt upp vertíðinni, nema hann hafi fengið formannsins leyfi þar til vegna mikilvægra orsaka. En strjúki þar á móti nokkur burt án formannsins vitundar og samþykkis, þá skal sá hinn samti takast af sýslumanni og bæta fyrir það fjárlátum eða straffi á líkamanum, eftir málavöxtum.

8. Sérhver formaður skal kostgæfilega sækja fiskveiðar, þegar verðurátt og sjór leyfa það, og má enginn af þeim vera í landi þann dag, sem einn fjórði partur af bátum þeirrar veiðistöðu, hvar hann rær, eru á sjó, nema hann geti sannað, að hann hafi gilda orsök til þessa.

9. Formaðurinn skal einnig hafa vakandi auga á, að fiskibát hans sé altíð haldið í góðu standi með veiðarfærum og öðru tilheyrandi, sem og að hann í hvert sinn verði settur svo hátt upp frá sjónum og skorðaður, að honum geti hvorki grandað sjór eða stormur. Líka skal hann halda sínum hásetum til að gera bátinn jafnaðarlega hreinan. Hann skal og nákvæmlega gæta þess, að hver og einn fari varlega með árar og önnur bátsins og fiskifangsins áhöld.

Verbúð
Grindavík
Líklegt er að verbúðir hafi í öndverðu verið sömu gerðar víðast hvar á landinu, og gerð þeirra hélst svo til óbreytt allt fram undir síðustu aldamót. Teikning sú sem hér er, er af verbúð sem var á Járngerðarstöðum um aldamótin síðustu. Verbúðin var ca. 20 m2 (5,6×3,6). Veggir voru tvöfaldir, annað lagið var grjót en hitt torfstrengir, á milli var troðið mold. Þak var úr torfi, tvöfalt, í sumum búðum var haft þrefalt lag, mold var í gólfi. Svefnbálkar voru með hliðum þrír hvorum megin, í þeim var grjót og urðu vermenn því að finna eitthvað mýkra og var ýmist til notað hey, skeljasandur, lyng eða þang. Eldstæði voru í hverri verbúð, en oft voru erfiðleikar með eldivið, einnig var vatn víða takmarkað.
Grindavík
Vermenn höfðu með sér kost að heiman, smjör og annað feitmeti, einnig sýru eða sýrublöndu. Soðningu höfðu þeir og oftast kaffi, en lítið var um kjöt, helst voru það rifrildi er nýttust best í súpu. Kornmatur var af skornum skammti, sérstaklega hjá þeim er voru fjarri kaupstað. Ekki er þetta þó algild lýsing um mataræði, og undantekningamar æði margar.
Yfirleitt var reynt að búa vel að vermönnum hvað varðar mat, og bjuggu þeir vart við lakari kost en margur annar er ekkert átti nema vinnuaflið.“

Heimild:
-Ægir, 6. tbl. 01.06.1985, Sjómennska í Grindavík – Jón. Ó. Ísberg, bls. 334-342.

Grindavík

Grindavík 2021.

Járngerðardys

Í þjóðsögunni „Þórkatla og Járngerður“ eptir handriti Brynjólfs Jónssonar frá Minnanúpi 1861 í Landsbókasafni 542. 4to. má lesa eftirfarandi:
thorkotludes-3„Þórkatla bjó á Þórkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar vora þær giptar. Einu sinni sem optar voru bændur þeirra báDir á sjó. Nú gerði mikið brim, og héldu þeir því báðir til lands. lióndi Þórkötlu fékk gott lag á Þórkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þórkatla feigin mjög, og mælti svo fyrir, að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast, ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og vita menn ekki til, að þar hafi farizt skip á réttu sundi. En það er að segja frá bónda Járngerðar, að hann drukknaði á Járngerðastaðasundi. Þá varð Járngerður afarreið og grimm í hug, og mælti svo um, að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú (1861), sé fyrir víst nítján farin, og er þá eitt eptir, og má búast við, að það farist þá og þá. Á götu þeirri, sem til skips er geingin frá Járngerðarstöðum, er leiði Járngerðar, nálega einn faðmur á breidd og þrír á leingd frá austri til vesturs, og er austurendinn hærri. Ganga sjómenn opt yfir það.“

Heimild:
-Þjóðsögur og munnmæli, Sigfús Eymundsson 1899, bls. 206-207.

Grindavík

Grindavík.

Hópefli

Kári Jónason skrifaði um útivistar- og virkjanamöguleika á Reykjanesskaga í Fréttablaðið þann 8. september 2006:
Svartsengi„Landshættir hér á landi eru gjarnan þannig að á sömu stöðunum fara saman mikil náttúrufegurð og álitlegir virkjunarkostir. Á þetta bæði við um jarðvarmavirkjanir og vatnsaflsvirkjanir, eins og öllum ætti að vera kunnugt núorðið.
Kárahnjúkavirkjun hefur mikið verið í umræðunni sem eðlilegt er, og þar sýnist sitt hverjum. Sú umræða hefur svo leitt til þess að augu manna hafa beinst að öðrum vatnsaflsvirkjunarkostum á landinu, sem reyndar er bæði gömul umræða og ný. Minna hefur hins vegar verið tekist á um jarðvarmavirkjanir fyrr en nú á allra síðustu misserum, en því er ekki að leyna að þær hafa einnig í för með sér breytingar á umhverfinu, þótt með öðrum hætti sé.

Hengill

Hengill.

Í næsta nágrenni við höfuðborgina og nálægar byggðir eru mikil eldfjallasvæði, sem jafnframt eru upplögð útivistarsvæði, þótt þau sé mörgum íbúum á Suðvesturlandi ókunn. Það er oft þannig að menn leita langt yfir skammt til að komast í ósnortna náttúru. Reykjanesskaginn allur býður upp á mikla möguleika bæði sem útivistar- og náttúrusvæði og svo virkjunarkosti fyrir jarðvarmaveitur. Nú þegar eru miklar virkjanir á vestasta hluta skagans og svo á Hengilssvæðinu. Stór svæði um miðbik hans eru hins vegar tiltölulega ósnert, utan þess að þar hafa á nokkrum stöðum verið boraðar tilraunaholur til að kanna hvað felst þar í iðrum jarðar, og síðan hefur verið óskað eftir að fara í frekari tilrauna- eða rannsóknaboranir, þar sem eru óspillt svæði.
HellurÞað eru þessi ósnortnu svæði á Reykjanesskaganum, sem menn þurfa nú að fara að taka ákvörðun um hvað gert verður við. Þeim ætti eindregið að hlífa við hvers konar raski, nema að gera eitthvað til að þau verði aðgengilegri fyrir gesti og gangandi. Þeim má alls ekki spilla með virkjunum og því sem þeim fylgir.
Nesjavallavirkjun er austast á þessu svæði og með virkjun og vegalagningu þangað má segja að opnast hafi nýr heimur fyrir marga. Mikill fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna leggur leið sína þangað árlega og það er eiginlega fastur liður að fara þangað með erlenda tignarmenn sem koma hingað í heimsókn, til að kynna fyrir þeim á auðveldan og aðgengilegan hátt þær orkulindir sem eru hér í jörðu.

Hellisheiðavirkjun

Við Hellisheiðavirkjun.

Íslendingar gera sig nú æ meira gildandi varðandi nýtingu á jarðvarma í öllum heimshlutum og þar er byggt á reynslunni af slíkum verkefnum hér heima. Svipaða sögu er að segja af nýtingu jarðvarmans vestast á Reykjanesskaganum – það kemur varla nokkur útlendingur til landsins án þess að heimsækja Bláa lónið.
Það er því miðja skagans sem fyrst og fremst þarf að verja og vernda frá strönd til standar, jafnframt því að svæðið verði gert aðgengilegt fyrir þá sem vilja njóta þess. Þarna eru miklir möguleikar fyrir hendi til útivistar, ekki aðeins á þeim svæðum þar sem jarðhiti er talinn nýtanlegur heldur ekki síður við og upp af suðurströndinni. Nægir þar að nefna Krísuvíkurbjarg, Ögmundarhraun og Seltanga, að ógleymdum Selvogi og svæðinu þar í kring.“

Heimild:
-Útivistar- og virkjanamöguleikar geta farið saman – Reykjanesskagi – Kári Jónasson skrifar – Fréttablaðið 8. september 2006, bls. 24.

Reykjanesvirkjun

Í Reykjanesvirkjun.

Krýsuvík

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir frá Krýsuvík:

Krýsuvík
KrýsuvíkElstu heimildir um Krýsuvík má finna í Hauksbók Landnámu, þar sagði að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og Krýsuvík.
Þarna er þó verið að tala um Gömlu-Krýsuvík sem líklega hefur staðið í Húshólma en þar má sjá fornar tóftir innan um hraunið sem rann yfir þær um 1151.
Ein kenningin er að eftir að Ögmundarhraun rann yfir Gömlu-Krýsuvík hafi bærinn verið fluttur þar sem Krýsuvíkurkirkja stendur enn í dag, inn á land Gestsstaða, sem var þá í eigu Krýsuvíkurkirkju. Við það hafi nytjar Gestsstaða rýrnað eftir því sem Krýsuvík þurfti meira land undir sinn búskap og Gestsstaðir á endanum lagst í eyði.
Næst var minnst á Krýsuvík í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar, sem er frá því um 1200, og sagt að kirkja hafi verið í Krýsuvík.
Krýsuvík var einnig nefnd í máldögum Viðeyjarklausturs árin 1234 og 1284 í sambandi við hvalreka, ef hvalreka varð vart í Krýsuvík ætti að festa hvalinn þannig að hann ræki ekki aftur út og senda orð um rekan til Viðeyjar innan þriggja daga.
Í rekaskrá Strandakirkju 1275 var sagt: „fra mijgander grof og til bergs enda eiga strendur allan reka ad helminge vid stadenn j krijsevijk: Sa ger mældage æ herdijsarvijkur fiorum ad stadur j skalhollte a halfann vidreka. allan annan enn auxar talgu vid j millum Selstada oc hellis firer austan riett til marks vid strandar land.
Stadur j skalhollte og herdijsarvijk eigu iiij vættar huals og skal vega enu fiordu med brioske og beine: enn þridiung i öllum ef meire kiemur. Enn strandarmenn tuo hlute.
Skalhollt oc krijsevijk æ halfann allann reka under fuglberge vi strandar land.
Millum wogs og hellis´strandur land iiij vætter en ef meire er þa æ skalhollt oc krijsevijk flordung j öllum hval.
Enn firer austan wog til vindass æ stadur j skalhollte oc krijsevijk halfan tolftung i hual ef meire er enn iiij vætter enn ecke ellegar.“
Svo sagði í máldaga Maríukirkju í Krýsuvík: „Maríu kirja í Krýsuvík á heimaland allt. Herdísarvík. ix. mæla land á Þórkötlustöðum. Hálfan hvalreka í Raunnesi millum Rangagjögurs og marks við Bedstædinga [Bessastaðamenn] og eingja grasnautn með. Þrjá hluta hvals enn Viðeyingar fjórðung. Enn frá migandi gröf til kirkju fjöru eiga staðir í Skáholti og Krýsuvík helming hvals og viðar og alla grasnautn. Krýsuvík á allan reka á kirkjufjöru. Enn frá kirkjufjöru og til marks við Herdísarvík hálfan hval og viðreka og alla grasnautn.

Krýsuvíkurkirkja

Enn í Herdísarvík á staðurinn í Skálholti helming viðar við Krýsuvík. Þriðjung hvalreka eigu staðir báðir saman til marks við Strandarmenn. Enn fjórðung hvals við Strandamenn til Vogs. Hálfan tólftung hvals á Krýsuvík í Strandar hluta. Ein messuklæði, kaleik, klukkur, ij bjöllur, ij glodarkier, altaraklæði, iij kross steindur, sacrarium, munnlaug, paxspjald, vij kýr, xvj ær og xx iij hross. Kúgildi viijc, j metfie, iij merkur vax, c vadmála, item iiij ær.“
Í bréfi dagsettu 13. maí 1367, sem voru vitnisburðir Þorbjarnar Högnasonar um máldaga og eignir Strandarkirkju í Selvogi, var einnig talað um hvalreka sem var í eigu Krýsuvíkur og Skálholts.35 Og í máldaga Þorlákskirkju á Skeggjastöðum á Ströndum frá sama ári var sagt að Maríukirkja í Krýsuvík ætti heima land allt „herdijsarvijk, ix mæaland á þorkotlustodum.“
1397 reiknaðist kirkjunnar góss í Krýsuvík „að auk fornra máldaga, vc, portio vmm, ij, är hälf, viiij alin.“37 Einnig var sagt í máldaga Viðeyjarklausturs árið 1413 að staðurinn í Viðey ætti fjórðung í hvalreka í Krýsuvík.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur.

Í máldaga Maríukirkju í Krýsuvík frá 1477 var sagt að kirkjan ætti heimaland allt Herdísarvík, ix mæla land á Þórkötlustöðum, hálfan hvalreka í Raunnesi milli Rangagjögurs og mark við Bessastaðamenn, svo voru eigur kirkjunnar taldar upp.39 Í bréfi frá 1479, sem var vitnisburður Arngerðar Halldórsdóttur um ítök upp í Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd, var sagt að kirkjan í Krýsuvík ætti þar j x hrundruð í jörðinni.
1487 var svo gerður vitnisburður um reka Viðeyjarklausturs á Krýsuvíkurfjörum og var hann svipaður og áður.
Í máldaga Kaldaðarneskirkju í Flóa frá 1491-1518 sagði að viðarhögg í Geldingasteini, fjöru í Keflavík að helmingi við Krýsuvíkurstað að öllum reka. Sauðhöfn í Krýsuvík og húsrúm manna í að geyma þar sauðfé.42 Biskup var svo fenginn til að meta kirkjuna í Krýsuvík árið 1496 og virtist honum kirkjan x hundruðir og staðin allan með hjáleiguhúsum innan garða xv hundruðir. Árið 1525 sagði Ögmundur biskup að Viðeyjarklaustur skyldi eignast þann part í Vatnsleysulandi sem Krýsuvíkurkirkja hafði átt.

Krýsuvík

Krýsuvík 1881.

Í bréfabók Gizurar frá 1539 stóð að vitrir menn hafi sagt að sigla skyldi í suðvestur undan Krýsuvíkurbergi til að komast til Nýjalands. Ekki er víst hvaða land er átt við en ein kenning er að Nýjaland hafi verið partur af austurströnd Grænlands.
Í máldaga Kaldaðarneskirkju í Flóa 1553-54 var sagt það sama og í máldaganum 1491-1518, og máldagi Maríukirkju í Krýsuvík 1553-54 var mjög svipaður máldaganum 1477.
Árið 1563 var sóknarkirkjan í Krýsuvík lögð niður af hirðstjóra eftir beiðni Gísla biskups Jónssonar: „Það meðkennumst ég Páll Stígsson kongleg Maiestatis Bidalningzmann yfir öllu Íslandi, að á Bessastöðum um haustið mánudaginn næstan fyrir Michaelsmessu, kom fyrir mig herra Gísli Jónsson Superintendes Skálholts Sticktis. Spurði mig ráða og tillagna hver nauðsyn mér þætti á þeirri kirkju sem haldin hafði verið í Krýsuvík. Þá tók ég með mér þessa heiðurs dánimenn Jón Bjarnason, Loft Narfason og Jón Loftsson prestmenn. Item Orm bónda Jónsson Gísla, Sveinsson og Níels skrifar Ólafsson. Þótti mér með þessum fyrrnefndum dánimönnum í fyrstu engin þörf eða nauðsyn vera eður verið hafa að í þessari nefndri Krýsuvík alkirkja væri. Því það má enginn sóknarkirkja kallast sem engin samkunda til liggur. Því leist oss svo best fara og sannlega staðfestum að þessi

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvíkurkirkja aflagðist enn lægi til Strandar kirkju bæði tolla og tíundir og alla aðra rentu svo sem aðrir almenningsbæir skyldugir eru sínum sóknarkirkjum að veita. Enn umboðsmenn dómkirkjunnar í Skálholti skyldu Krýsuvík byggja til fulls landgildis og aftekta Skálholts dómkirkju vegna. Svo og líka Herdísarvík og annað það fleira sem þessum Krýsuvíkur stað hefur fylgt. Enn sökum þess að þessi oftnefnda Krýsuvík liggur nokkuð í fjarska að vegalengd til Strandarkirkju þá þótti oss vel fara þó í Krýsuvík stæði lítið húskorn Guðs vegna og þess heimilisfólks sem þar kann að vera sjúkt eða gamalt: Og herra Gísli skyldi nokkur kúgildi til leggja svo að Guðs orðs þjénari mætti þar huld nætur saka hafa þá hann þar kæmi eða þyrfti að koma Guðlegrar hjarðar að vitja. Skyldi þetta vort álit og gjörningur óbregðanlega standa hér eftir.“

Selalda

Krýsuvíkursel í Selöldu og bærinn Eyri – uppdráttur ÓSÁ.

1627 áttu hin svokölluðu Tyrkjarán sér stað. Eiga þeir að hafa komið á land í Krýsuvík og sagt var frá því í Þjóðsögum Jóns Árnasonar hvernig séra Eiríkur í Vogósum, sem sagður var göldróttur, hrakti þá í burt: „Annað sinn komu Tyrkjar undir Krýsuvíkurberg og gengu upp þar sem síðar heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík. Það var sunnudagur og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara að hann væri í ræðustól er smalinn kom hlaupandi inn og mælti hátt: „Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað.“ Prestur mælti: „Viljið þið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar góðir menn?“ Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja koma á túninu. Hann mælti til þeirra: „Farið nú ekki lengra! Drepið þarna hvur annan! Væri annar dagur eða ég öðruvís búinn, mundu þið éta hvur annan.“ Þar börðust þeir og drápust niður, og heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll er þeir börðust, en Ræningjaþúfur þar sem þeir eru dysjaðir. Þar eftir hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni að meðan hún stæði skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík. Sú varða stendur enn nú (1859).“

Eyri

Tóftir Eyris undir Selöldu.

Eitt sel var skráð í suðaustur hlíðum Selöldunnar, ekki skal fullyrt um að Tyrkir hafi drepið þar matseljuna en þjóðsagan virðist staðfesta selið. Einnig stendur Eiríksvarða enn á Arnarfelli, þó hún hefur verið bætt á seinni tíð.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var Krýsuvík sögð kirkjustaður og var hún annekteruð til Selvogsþinga. Jarðardýrleikinn var óviss og eigandinn dómkirkjan í Skálholti. Landskuldin var i hundraðir þrjátíu álnir og borgaðist með fiski ef hann var til, annars með peningum eða landaurum upp á danskan taxta. Ábúandi átti rekavið frjálsan til uppbóta á húsum nema ef um stór tré var að ræða, þá tók dómkirkjan í Skálholti helminginn. Þá sagði Jarðabókin einnig frá sex hjáleigum, Nýjabæ, Litla Nýjabæ, Norðurhjáleigu (seinna Norðurkot), Suðurhjáleigu (seinna Suðurkot) Austurhús og Vesturhús.
Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson voru á ferð um Krýsuvík á árunum 1752 – 1757 og sögðu að Krýsuvík væri kunn á Íslandi og meira að segja erlendis vegna brennisteinsins sem hafði verið safnað þar til útflutnings og gerðu þeir greinagóða lýsingu á hverasvæðinu í Seltúni.

Selalda

Selalda – uppdráttur ÓSÁ.

Henry Holland kom til Krýsuvíkur árið 1810 og lýsti staðarhaldi þar sem heldur slæmri upplifun: „Til Krýsuvíkur komum við kl. 5. Þetta er ömurlegur staður, sex eða átta kofar standa þar á víð og dreif á ósléttu svæði við ræturnar á stakri hæð. Stolt og prjál staðarins er timburkirkja, 18 fet á lengd og 8 á breidd, en hæðin er 5 fet og 8 þumlungar undir bita. Við höfðum ráðgerðt að búa í kirkjunni, meðan við dveldumst í Krýsuvík, og í því skyni fengum við kirkjulykilinn léðan. En við höfðum naumast litið inn í hana, er við hurfum frá því ráði. Svo mátti heita, að þar kæmu saman öll þau ógeðugheit, sem framast væri að hugsa sér, skítur, myrkur og óþefur af fiski á öllum mögulegum herzlustigum o.s.frv. Gólfið var óslétt, að við hefðum naumast getað skorað tjaldsængina okkar þar, og ofan á allt annað var svo hið litla gólfrými fyllt með kössum, timbri og alls konar skrani.“
Árið 1818 svaraði séra Jón Vestmann, prestur í Selvogi, bréfi konunglegu nefndarinnar, Commissionen for oldsagers opbevaring, sem hafði sent fyrirspurn um fornleifar í landinu. Þar skrifar hann um þær fornminjar sem hann þekkir en nefnir engar í núverandi landi Krýsuvíkur.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Þó minnist hann á fornminjar í Ögmundarhrauni: „Húshólmi niður við sjóinn í hama hrauni; hefur þar verið mikil byggð áður en brann, sem sést af húsa tófta brotum, að hvar um hraunið gengið hefur, að norðan – vestan – sunnan, og næstum saman að austan-verðu; er þar 1 tóftarform 12 feta breitt, og 24 feta langt, innan niður fallinna veggja rústa; húsið hefur snúið líkt og kirkjur vorar, meinast gamalt goða-hof; fundið hafa menn þar nokkuð smávegis af Eyrtægi; þar er tvísett túngarðs form með 20 faðma millibili, hvar nú er lyng mói; enn graslendi innan innri garðs, austanvert við hraunið.“

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja hin nýja.

Krýsuvíkurkirkja brann til grunna eftir íkveikju þann 2. janúar 2010 og í framhaldi á því fór fram fornleifarannsókn á kirkjugrunninum vegna undirbúnings fyrir nýju kirkjuna sem Iðnskólinn í Hafnarfirði smíðaði og stendur sú kirkja þar í dag.

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021 – Krýsuvík. https://byggdasafnid.is/wp-content/uploads/2021/10/Fornleifaskra%CC%81-Hafnarfjardar-XII-Kry%CC%81suvi%CC%81k.pdf

Selalda

Selalda – Strákar; fjárskjól.

Grindavík

Grindavík og umhverfi bæjarins er hraun, mismunandi gömul. Flest hraunin mynduðust umleikis hraun frá ísaldarskeiðum fyrir 14000 – 8000 árum. Önnur eru yngri, þau yngstu frá því á 13. öld.

Grindavík

Grindavík – Þorbjörn. Illahraun fremst og Þórkötlustaðanes fjærst.

Þorbjörn, bæjarfjallið, er úr móberg frá eldri jökulskeiðum Bruhnes. Þvert í gegnum það liggur misgengi.

Hagafell austan Þorbjarnar er einnig úr móberg frá fyrri hluta síðasta jökulskeiðs.

Jón Jónsson

Jón Jónsson; jarðfræðikort – Arnarsetur efst og hraun ofan Grindavíkur.

Húsafell og Fiskidalsfjall ofan Hrauns eru úr móberg frá seinni hluta síðasta jökulskeiðs. Grágrýishetta þekur efsta lag móbergsins.

Siglubergsháls, á milli Fiskidalsfjalls og Festarfjalls er úr grágrýti á stöpum og móbergshryggjum. Grágrýtishetta á móbergi.

Grindavík

Grindavík – Festarfjall.

Festarfjall er úr móbergi frá fyrri hluta síðasta jökulskeiðs. Á því er grágrýti á stöpum og móbergshryggjum. Sjávarmegin, neðst, má sjá ummyndað móberg frá fyrra jökulskeiði.

Fagradalsfjall norðan Festarfjalls er úr móberg frá fyrri hluta síðasta jökulskeiðs. Á því er stapagrágrýti.

Slaga

Slaga að sunnanverðu.

Slaga ofan Ísólfsskála er úr móbergi frá fyrri hluta síðasta jökulskeiðs, þakið grágrýti á stöpum og móbergshryggjum. Ísólfsskáli stendur á Borgarhrauni neðanverðu.

Höfði austan Fagradalsfjalls er úr móbergi frá eldri jökulskeiðum Bruhnes. Grágrýti er ofan þess.

Vatnsheiði er dyngja ofan Húsafells. Aldur: <14.500 >12.500. Bærinn Hraun stendur m.a. á Vatnsheiðahrauninu. Hraunið er Pikrít.

Grindavík

Grindavík – Gerðavellir fremst.

Gerðavellir vestan Járngeðarstaða er hraun frá Sandfellshæð. Aldur: ~13.600 ára. Hæðin er dyngja.

Staðarhverfi er einnig úr hrauni frá Sandfellshæð. Berghraunið/Klofningahraunið er bæði vestan og austan við Stað, Eldvarpahraunið rann síðan yfir það að hluta.

Strýthólahraun

Strýthólahraun.

Hópsness- og Hópsheiðarhraun kemur úr heiðinni ofan Hóps. Hraunið myndaði m.a. Hópsnes- og Þórkötlustaðanes, auk núverandi bæjarstæði Grindavíkur. Á Þórkötlustaðanesu austanverðu er Strýthólahraun. Aldur: <11.500 >8000.

Eldra Beinavörðuhraun milli Sundhnúka og Fagradalsfjalls kom úr gígun undir Sundhnúkahrauni. Aldur: <11.500 >8000.

Yngra Beinavörðuhraun liggur aað hluta til ofan á Eldra Beinavörðuhrauni. Aldur: <11.500 > 8000 ára.

Grindavík

Grindavík – Fagradalsfjall. Merardalir.

Hraun austan við Einihlíðar milli Fagradalsfjalls og Höfða. Aldur: <11.500 >8000.

Klifhólar/Selháls/Svartsengisfell (Sílingarfell) sunnan og austan Þorbjarnar er hraun og kleprar. Aldur: ~4500 cal yrs B.P.

Þorbjörn

Þorbjörn – Klifhólahraun.

Hraun á Lágafelli og í Lágafellsheiði er dyngjuhraun. Aldur: <11.500 >8000.

Borgarhraun sunnan Fagradalsfjalls og Borgarfells. Aldur: <11.500 > 8000 ára.

Dalahraun austan Sundhnúka. Aldur: <8000 >>3000.

Grindavík

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes fremst.

Skollahraun og yngra Afstapahraun (Katlahraun) austan Ísólfsskála. Aldur: ~2000.

Sundhnúkshraun/Háahraun/Blettahraun austan og vestan við Sílingarfell.  Sundhnúkahraun myndaði auk þess Slokahraunið til suðausturs. Aldur: <3000 >2000.

Eldvörp

Eldvarpahraun.

Berghraun/Klofningahraun austan Þorbjarnar. Aldur: ~2100 ára.

Arnarseturshraun/Illahraun/Eldvarpahraun norðan Sílingarfells og norðan og vestan Þorbjörns. Aldur: 1210-1240 AD.

Heimild:
-Ísor.is – jarðfræðikort.

Jarðfræðikort

Grindavík – jarðfræðikort; ÍSOR.

Reykjanesskagi

Í Morgunblaðinu 1984 er viðtal við Einar Sigurðsson í Ertu um  „Skrímsli í Kleifarvatni„:

Einar Sigurðsson

Einar Sigurðsson í Ertu.

„Ég sé enga ástæðu til þess að Kleifarvatnsskrímslinu sé minni sómi sýndur en Lagarfljótsorminum og tel að hér í Hafnarfirði þurfi að gera átak í þessum skrímslamálum hið fyrsta. Hvers vegna skyldi Kleifarvatnsskrímslið sætta sig við að það sé látið liggja milli hluta þegar alltaf er verið að hampa Lagarfljótsorminum? Ég skrapp norður á Egilsstaði á dögunum og þá sá ég að það var komin flannastór mósaíkmynd af Lagarfijótsorminum á einn útvegg Kaupfélags Héraðsbúa. Svona ættu Hafnfirðingar líka að hirða um sitt skrímsli og láta af að vanvirða það með þögn og þumbaraskap.“
Viðmælandi okkar er enginn annar en Einar frá Ertu og umræðuefnið skrímslið í Kleifarvatni í Krýsuvík. Einar Sigurðsson heitir hann fullu nafni, er múrarameistari og hefur um langt skeið búið í Hafnarfirði. Hann hefur hins vegar lengst af kennt sig við bæinn Ertu í Selvogi þar sem hann sleit barnskónum. Áhugi Einars fyrir Kleifarvatnsskrímslinu á sér langan aldur. Föðurbróðir hans bjó í Krýsuvík og var nokkur samgangur milli bernskuheimilis Einars, í Selvogi, og Krýsuvíkur. Þegar Krýsuvíkurfólkið kom í heimsókn að Ertu var það alltaf spurt: „Hafiði nokkuð séð skrímslið?“ og virtist enginn efast um tilvist Kleifarvatnsskrímslisins.
Síðan Hafnarfjörður eignaðist Kleifarvatn álitur Einar að vegur skrímslisins hafi farið minnkandi og hafi Hafnfirðingar alls ekki gert nógu mikið til að halda merki þess á lofti. Einar vann í eitt ár að byggingu skólahússins sem reist var í Krýsuvík og þekkir þar vel til.

Skrímsli í hefndarhug

Skrímsli

Þekkt skrímsli á uppdráttum fyrri tíma.

Hann telur jafnvel að skrímslið hafi spillt fyrir framkvæmdum í Krýsuvík oftar en einu sinni, og sé þar að finna skýringu þess hve flestum fyrirtækjum hefur gengið illa þar á liðnum árum. Ég byrja á því að spyrja Einar hvort hann trúi því virkilega að það sé skrímsli í Kleifarvatni.
Mér hefur verið sagt að þetta skrímsli sé til og sé ekki neina ástæðu til að vera með efasemdir, sagði Einar. Það er nefnilega þannig með skrímsli að þau eru til þangað til einhver afsannar þau eða útskýrir þau vísindalega. Og þannig verður Kleifarvatnsskrímslið til þangað til einhver afsannar það eða útskýrir það.
— En hefurðu séð skrímslið?
Nei, en það afsannar ekkert. Ég fór einu sinni í ferð til Sovétríkjanna en þó sá ég ekki Bréfsnef — og samt getur vel verið að hann hafi verið til og kannski hefur hann séð mig. Eins er þetta með skrímslið — kannski sér það okkur þó við höfum ekki auga fyrir því.
— En er þá ekki alveg nóg fyrir skrímslið að vera til, þarf nokkuð að vera að dedúa í kringum það sérstaklega?

Kaldrani

Kleifarvatn.

– Já, Kleifarvatnsskrímslið á alveg sama rétt á viðurkenningu og Lagarfljótsormurinn. Og það er engum blöðum um það að fletta að Hafnfirðingar bera ábyrgð á skrímslinu — Hafnarfjarðarbær keypti Krýsuvík árið 1941 og þá hefur skrímslið auðvitað fylgt með í kaupunum. Það er ekki lítill búhnykkur að komast yfir slíka skepnu — máttarvöldin hér í Hafnarfirði hafa bara alls ekki gert sér ljóst hversu mikið gagn má hafa af skrímslinu og þeir hafa ekki sýnt því þá virðingu sem það á skilið.
Það þykir mikill skaði ef fiskur hverfur úr vatni eða á, en það er miklu meira áfall að tapa skrímsli — það er reyndar alveg óbætanlegt tjón að missa skrímsli, skal ég segja þér, því það verður ekki endurnýjað.
— Meinarðu þá að Hafnfirðingar gætu hugsanlega komið skrímslinu í peninga?
Það er ekki nokkru vafi á því, ef maður hefur það í huga hvernig aðstæðurnar eru við Kleifarvatn, landslagið meina ég. Þarna er „mánalandslag“ og hverir, og þegar skrímslið í vatninu bætist við gefur augaleið að þarna er tilvalinn ferðamannastaður. Það mætti með öðrum orðum trekkja upp ferðamannastraum með skrímslinu.

Miklir möguleikar með skrímslið

Sveinshús

Bústjórahúsið í Krýsuvík, nú Sveinshús.

Hafnfirðingar gætu jafnvel haft full not af Krýsuvíkurskólanum — honum mætti breyta í ferðamannahótel fyrir þá sem kæmu til að forvitnast um skrímslið. Það mætti leigja út sjónauka og selja ferðamönnunum teikningar og bækur með skrímslinu. Það mætti hafa upp úr þessu stóra peninga! Ferðaskrifstofurnar ættu að taka skrímslið upp á sína arma og auglýsa það erlendis — þá myndi ekki standa á ferðamannastraumnum hingað.
Þetta hafa Skotarnir gert með þessu Loch Ness-skrímli sínu, sem í alla staði er þó miklu ómerkilegra en Kleifarvatnsskrímslið — það hefur aldrei sést í sólbaði og það eru ekki til neinar merkilegar sögur um það. Það fer ekki á milli mála að Hafnfirðingar gætu haft stóra peninga upp úr skrímslinu — þess vegna verður að viðurkenna það hið bráðasta og sjá til þess að það drepist ekki út.
— Heldurðu sumsé að skrímslið sé óánægt með þetta ræktarleysi Hafnfirðinga og hyggi jafnvel á hefndir?

Krýsuvík

Krýsuvíkurbúið. Bústjórahúsið h.m.

Já, ég er ekki fjarri því. Það er að vísu ekki auðvelt að gera útaf við skrímsli en það – er hægt að þegja þau í hel, eða nærri því. Maður getur hugsað sér að skrímslið sé óánægt með þá þögn sem um það hefur verið og hafi verið að hefna sín á Hafnfirðingum með því að láta flest mistakast sem gert hefur verið í Krýsuvík. Það er a.m.k. ekki einleikið hvernig allt hefur gengið fyrir sig þar. Hugsaðu þér bara kúabúið sem þar var reist á sínum tíma með miklum tilkostnaði — það hafa aldrei komið kýr í fjósið og bústjórinn flutti aldrei inn í einbýlishúsið sem reist var handa honum.

Krýsuvík

Fjósið í Krýsuvík.

Þarna var reistur einhver stærsti skóli landsins en hann hefur aldrei verið brúkaður til neins. Þarna er kirkja sem varla hefur verið messað í, o.s.frv. Það hefur fátt heppnast sem átt hefur að gera í Krýsuvík.
Nei, þarna hlýtur eitthvað dularfullt að hafa gripið inní og skrímslið hefur fulla ástæðu til að vera óánægt, því Hafnfirðingar hafa aldrei sýnt því neinn sóma.
— Veistu til að einhver hafi orðið var við þetta skrímsli?
Já, hér áður fyrr sýndu menn því tilskylda virðingu og það má muna fífil sinn fegri. Í ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna segir um Kleifarvatnsskrímslið árið 1749 á þessa leið:

Skrímslið í sólbaði

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Á Kleifarvatni hefur lengi legið það orð, að þar sé ormur svartur á lengd við stórhveli af meðalstærð, og þykjast ýmsir hafa séð hann, þótt ekki sé hans vandi að vera uppi nema stutta stund í einu. Nú fyrir skemmstu bar það við, að fólk, sem var á engjum sunnan við vatnið í sólskini og kyrrviðri, sá þetta skrímsli betur en nokkur hefur áður talið sig sjá það, því að það skreiddist, að sögn fólksins, upp á sandrif, sem gengur út í vatnið. Bakaði það sig þar í sólskininu í meira en hálfa eykt, en hvarf síðan aftur í vatnið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Indiáninn.

Engjafólkið varð svo skelkað, að enginn í hópnum þorði að nálgast ófreskjuna. Lá við, að það hlypi í ofboði frá amboðum sínum í besta þerri, en með því að ófreskjan bærði ekki á sér, eftir að hún var komin upp á eyrina, harkaði það af sér. Þó var það þvílíkri skelfingu lostið, að enginn getur lýst því að neinu gagni, hvernig þessi kynjavera hagaði sér.
— Veist þú um einhvern sem telur sig hafa orðið varan við skrímslið nýverið?

Grétar Þorleifsson

Grétar Þorleifsson, formaður byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði.

Ég þekki mann sem segist hafa séð skrímslið — hann heitir Grétar Þorleifsson og er formaður Félags byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði. Hann var þarna við Kleifarvatnið að degi til og sá þá einkennilegar hræringar í vatninu og einhverja stóra skepnu, að honum sýndist. En ef til vill hefur það verið skrímslið eða það sem fólk í gamla daga kallaði skrímsli. Hann er vel kunnugur þarna við vatnið en hefur enga haldbæra skýringu á þessu — nema þá að þarna hafi skrímslið verið á ferð.
Annars er margt dularfullt við Kleifarvatn, skal ég segja þér. Enginn veit t.d. hvers vegna hækkar og lækkar í vatninu til skiptis á tuttugu ára fresti. Jarðvísindamenn hafa rannsakað þetta árum saman en ekki fundið viðhlítandi skýringu.
En mér hefur sjálfum dottið í hug að ef til vill mætti skýra þetta með skrímslinu — það hækkar auðvitað í vatninu þegar skrímslið er í því, rétt eins og gerist í baðkeri.

Göng frá Kleifarvatni til Snæfellsness

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Ég hef líka heyrt að til séu gamlar sagnir um göng sem liggi úr Kleifarvatni alla leið til Snæfellsness. Það er hugsanlegt að skrímslið noti þessi göng og sé stundum á Snæfellsnesi. Hafnfirðingar mega þá vara sig á að Snæfellingar taki sig ekki til og ræni af þeim skrímslinu, með því að hæna það að sér.
— En er þetta nú ekki heldur ótrúlegt með göngin?
Jú, það getur svo sem vel verið og ég er ekki að biðja neinn að trúa þessu. Ég er orðinn langþreyttur á að halda mig við raunveruleikann — því er einhvern veginn þannig varið að það trúir mér enginn ef ég geri það. Trúir þú því t.d. þegar ég segi að Hafnfirðingur sem ég þekki hafi skriðið eins og ormur alla leið frá Hafnarfirði upp í Kaldársel og aftur til baka afturábak, um 10 kílómetra leið?
-Nei!

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Þetta er nú satt engu að síður. Hann skreið alla leiðina í pípum. Hann var að yfirfara samskeytin. Það þarf enginn að trúa þessu frekar en hann vill — það trúa manni fæstir þegar maður segir satt. Trúirðu því að ég fer til Reykjavíkur til þess að viðra hundinn minn, hér í Hafnarfirði má hann ekki vera til frekar en skrímslið. Þetta er nefnilega grínistaþjóðfélag sem við lifum í, það hef ég alltaf sagt. Jafnvel þó maður sé ráðherra má maður ekki eiga hund — en svo er alltaf verið að tala um frelsi. En hvar er svo þetta frelsi?
Um daginn heyrði ég að talað var um ófrjálsar kartöflur í útvarpinu — úr því að það eru til ófrjálsar kartöflur hljóta líka að vera til frjálsar kartöflur. Þessar frjálsu kartöflur eru áreiðanlega það eina sem er frjálst hér á landi, ef þær eru þá til. En ætli það séu íslenskar kartöflur, þessar frjálsu kartöflur, — það hljóta að vera góðar kartöflur sem eru frjálsar. – bó.

Heimild:
-Morgunblaðið, 142, tbl. 24.06.1984, Skrímsli í Kleifarvatni – rætt við Einar Sigurðsson frá Ertu, bls. 66-67.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Arnarsetur

Í Náttúrufræðingnum 1983 fjallar Jón Jónsson, jarðfræðingur, um „Arnarseturshraun“ á Gíghæð ofan Grindavíkur og reynir að áætla aldur þess. Arnarseturshraun, sem rann úr gígum efst í Arnarsetri, nefnast ýmsum nöfnum, en hafa þó það sameiginlegt að hafa runnið úr sömu goshrinum (-hrinum):

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – kort.

Hraun þetta hefur komið upp í tveim gígum og ber sá þeirra sem hæstur er nafnið Arnarsetur. Hraunið hefur ótvíræða dyngjulögun, einkum séð vestan frá, en bergfræðilega er það skyldara sprunguhraunum. Þetta hefur verið allmikið gos.

Jón Jónsson

Jón Jónsson; jarðfræðikort – Arnarsetur efst og hraun ofan Grindavíkur.

Hraunið þekur sem næst 22 km2 og telst samkvæmt því 0,44 km\ en sennilega er sú tala talsvert of lág því hraunið er greinilega mjög þykkt á stóru svæði kringum eldvarpið. Eldra hraun, sem aðeins sést í smá óbrennishólma bendir til þess að áður hafi gosið á þessum sama stað. Í sambandi við jarðfræðikortlagningu kom í ljós að Arnarseturshraun hlaut að vera yngst allra hrauna á þessu svæði. Það vakti grun um að það gæti verið frá sögulegum tíma.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun.

Út frá þeim skráðu heimildum, sem til eru, virtist liggja beinast fyrir að ætla að gos þetta hafi orðið 1660 og sé það, sem getið er um í annál Gunnlaugs Þorsteinssonar fyrir árið 1661, Vallholtsannál, (Annálar 1400-1800) sem getur um eldgos í Grindavíkurfjöllum þetta ár. Sú var og niðurstaða mín (Jón Jónsson 1978, bls. 258-9). Hins vegar hafa nú rannsóknir leitt í ljós að svo getur ekki verið, og er hraunið talsvert eldra, en eigi að síður frá sögulegum tíma.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – óbrennishólmi, norðan Litla-Skógfells.

Óbrennishólmi einn lítill er skammt fyrir neðan Litla-Skógfell og eftir árangurslausa leit á nokkrum stöðum fórum við Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og grófum þar við hraunröndina. Fundum við þar bæði landnámslagið og Kötlulagið, hið fyrra undir, hið síðara ofan á hrauninu. Af jarðvegssniðinu má ráða að talsvert lengri tími hafi liðið frá því að landnámslagið féll til þess að hraunið rann, en frá því til þess að Kötlulagið féll. Sýnist því að þetta gos gæti vel hafa orðið eitthvað nálægt 1300, samanber töflu I.“

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn, 1.-4. tbl. 01.05.1983, Eldgos á sögulegum tíma á Reykjanesskaga – Jón Jónsson, bls. 134-135.
Afstapahraun

Krýsuvíkurbjarg

Í Morgunblaðinu 1951 skrifar Kjartan Sveinsson minningarorð um Ingibjörgu Sigurðardóttur. Ingibjörg bjó ásamt eiginmanni sínum, Jóni Magnússyni, í Krýsuvík á árunum 1907-1914. Of sjaldan hefur kvennanna fyrrum verið minnst með svo sanngjörnum hætti.
Hér á eftir verður í framhaldinu endurbirtar lýsingar tveggja manna á ferðum þeirra um Krýsuvíkurberg (-bjarg) eftir miðja síðustu öld. Lýsingarnar þarf að skoða á takmörkuðum áhuga á huldum minjum fyrri tíða, en þess meiri á sögnum og upplifun ferðalangsins á náttúru svæðisins.

Krýsuvík

Krýsuvíkurbærinn 1909. Bæjarfell fjær.

„Góð kona er horfin úr þessum bæ, frú Ingibjörg Sigurðardóttir. Hún var í heiminn borin 13. mars 1877 að Esjubergi á Kjalarnesi.
Ingibjörg var elsta barn foreldra sinna og var vart meir en unglingur að árum, þegar lífið lagði á hana hinar fyrstu kvaðir. Móðir hennar missti heilsu á besta aldri og lá oft rúmföst og þjáð síðustu sex árin er hún lifði, Og kom því aðallega í hlut Ingibjargar að stunda hana og jafnframt að standa fyrir búi föður síns. Ingibjörgu vannst þó tími til skólagöngu í hinum íslenska kvennaskóla.
Árið 1903 þann 31. maí giftist hún Jóni Magnússyni, ættuðum frá Syðra-Langholti, sem nú er nær 87 ára að aldri. Hófu þau þá búskap á eignarjörð sinni, Reykjum í Mosfellssveit. Árið 1907 fluttu þau búferlum til Krýsuvíkur og bjuggu þar til 1914 að þau fluttu alfarin til Reykjavíkur. Þeim varð sex barna auðið og eru fjögur þeirra á lífi.

Krýsuvík

Krýsuvíkurbærinn um 1910.

Krýsuvík var stór jörð og erfið. Þá var um átta stunda lestagangur til Reykjavíkur og yfir fjall að fara, en nú má aka þessa leið á 2—3 stundarfjórðungum. Þau hjón ráku þarna búskap með hinum mesta myndarbrag, og jafnvel hið erfiða Krýsuvíkurbjarg var nytjað hvert vor. Þar við bættist að fjöldi ferðamanna erlendra og innlendra sótti staðinn heim, þó sú leið væri hvorki greiðfær nje góðviðrasöm, að mestu hraun og öræfi. Og mitt í þessari auðn reis Krýsuvík sem hof íslenskrar gestrisni, enda kom það sjer betur, því þarna var ekki um aðra gististaði að ræða.
Það beit sig í mig atvik frá tímum, sem eru löngu liðnir. Jeg var staddur hjá tveim kunningjum mínum í gamla skálanum á Þingvöllum og hjá þeim sat síðskeggjaður þýskur háskólakennari. Hann var að teigja ýmsar ferðaminningar sínar frá Íslandi.

Krýsuvík

Krýsuvík 1923.

Eitt sinn hafði hann á leið frá Heklu, komið til Krýsuvíkur í haustmyrkri og óveðri og „Þá var jeg bæði þreyttur og svangur“, bætti hann við. Það kom bókstaflega einhver andakt yfir þetta gamla andlit þegar hann minntist á móttökurnar þar. Svona var landkynning þeirra tíma. Mjer varð það ljósara en áður, vegna hvers þessi útlendingur hafði tekið slíka tryggð við land og þjóð.
En í Krýsuvík átti frú Ingibjörg marga ónæðisama nótt við að hlynna að þreyttum ferðamönnum, jafnframt því sem hin venjulegu skyldustörf kölluðu að morgni. — Þannig var öllum tekið, sem til Krýsuvíkur komu, með djörfung og hjartahlýju, hvort heldur gesturinn var þýskur fræðaþulur, íslenskt skáld, enskur náttúrufræðingur eða göngumóður fjárleitarmaður úr Grindavík.

Krýsuvík

Krýsuvíkurkirkja brann á nýársnótt 2910. Legsteinn Árna Gíslasonar, sýslumanns.

Einn skugga bar á líf þessara hjóna í Krýsuvík. Þar misstu þau ungan dreng, einkar efnilegan, og var hann þeim harmdauði alla tíð. Hann var jarðsettur hjá leiði Árna sýslumanns við austurgafl á kirkjuhrófi því, sem enn stendur þar uppi. Og jeg held jeg megi segja, að þegar frú Ingibjörg flutti alfarin frá Krýsuvík, þá hafi hugur hennar orðið eftir hjá þessari þúfu. Hún kvartaði aldrei yfir missi þessa drengs, hún kvartaði aldrei yfir neinu.
Það var jafnan hljótt um þessa konu. Hún kunni kyrrðinni best, því þar var hvorki hugað nje spurt til launa. Heimilið, stundum mannmargt og ávallt gestkvæmt, var fyrst og fremst hennar starfssvið. Að því vann hún vakin og sofin meðan kraftar entust hvern dag allan ársins hring, með stöðugri umhyggju með öllum og öllu, sem lifði og lífsanda dró. Jeg skildi það aldrei til fulls hvernig henni vannst tími til allra sinna starfa og að rækja þau jafnvel og raun varð á, ekki síst uppeldi barna sinna.
Jeg skal hreinskilningslega játa, að það er sannfæring mín, að Ingibjörg Sigurðardóttir hafi skipað sess með hinum bestu konum þessa lands, bæði fyr og síðar, þeim sem hafa hlúð að nýgræðingnum í þessu landi, líknað og lýst í kringum sig á alla vegu og byggt upp þessa þjóð í meir en þúsund ár. – Í því ljósi hverfur þessi kona, ástsæl og jafnan mikils metin af öllum sem henni kynntust, vanmetin af engum nema þá helst af sjálfri sjer.“ – Kjartan Sveinsson.

Í Vísi 1962 er eftirfarandi lýsing Sv. Þ.; Undir Krýsuvíkurbergi:

Eldborgarrétt

Gamla Krýsuvíkurréttin (Eldborgarrétt).

„Góður vinur minn, stangaveiðimaður oo náttúruskoðari mikill bauð mér í ágústmánuði. Í sumar er leið í stutta skemmtiferð suður á Krýsuvíkurbjarg. Ég þykist vita, að þú hafir aldrei komið fram á bergið, en þar er margt merkilegt að sjá, sagði hann. Eg myndi vilja opna Krýsuvíkurbjarg, sem ferðamannaatraksjón, bætti hann við. Það er rétt að blaðamenn veki á þessu athygli, ef þeir telja þetta mál til sín taka, athuguðu allar hliðar þess vandlega.
Ég kem á bílnum á eftir og við skulum skjótast, því nú er veðrið svo gott. Og að lítilli stundu liðinni voru við lagðir af stað. Það bar margt á góma í þessari ferð suður á bjargið. Vinur minn, kom með marga athyglisverðar ábendingar um þetta mál og hann nam stöku sinni staðar við sögu sögusviðsins, á langri göngu okkar þennan sólfagra dag.
Um daginn fór ég að rifja þetta ferðalag upp aftur. Það er eftirtektarvert, að þúsundir manna skuli á hverju sumri aka eftir Krýsuvíkurveginum, án þess að vita það, að hálftímagang frá þessum vegi er eitt af mestu náttúruundrum landsins.

Eystri-Bergsendi

Horft vestur yfir krýsuvíkurbjarg frá Eystri-Bergsenda.

Fyrir neðan Eldborg, austan við Krýsuvík er fjárrétt, en þaðan liggur vegslóði í suðaustur, í átt til strandarinnar nokkuð niður eftir. — Frá þjóðveginum og niður á Krýsuvíkurbjarg er aðeins hálftíma hægur gangur.
Þarna koma menn að austurenda bergsins, þar sem komast má niður að sjó og sjá bergið opnast. Um varptímann er þarna ótrúlegt ævintýraland, hundruð þúsunda af lunda, álku og langvíu verpa þarna á sillum og skútum í berginu. Fuglinn er spakur á þessum slóðum, svo víða má komast næstum því að efstu hreiðrunum, enda má heita að bjargið hafi verið í friðun allt að því hálfa öld. Bjargið er hátt og tilbreytingamikið. Höfðar og snasir skaga fram, en milli þeirra beygja hamravíkur sig inn.

skarfur

Skafur neðan Krýsuvíkurbjargs.

Beint niður af hinni fornu Krýsuvík er lítil eyja framan við bergið, er nefnist Fuglasteinn, og það er næsta ótrúlegt hvílík mergð fugla getur þar rúmast. — Um fjöru koma flasir og klappir sumstaðar upp. Þar má sjá skarfa í stórhópum baða vængum, til að þurrka þá.
Frá hinni fornu Krýsuvík, þar sem kirkjuhrófið stendur eitt eftir, má líka ganga niður í bjarg, og liggur skemmsta leiðin milli tveggja hóla, sem sjá má niðri á sléttunni, sú ferð er klukkustundargangur.
Við vesturenda bjargsins eru Selatangar, forn veiðistöð, en þangað er stundargangur frá austustu byggð í Grindavík. Verstöðin í Selatöngum lagðist niður af mögnuðum draugagangi. — Fróðir menn telja að þar hafi verið sjódraugar á ferð.
Krýsuvíkurbjarg
Ferðafélag Íslands þarf þegar á næsta vori að hefjast handa og hlutast til um að nefndur vegslóði, frá Eldborg og niður að bjargi, verði gerður greiðfærari og skilti sett við veginn til þess að vísa ókunnugum á rétta leið.
Svo mátti heita, að Krýsuvík væri í eyði um langan tíma. Síðasti bóndinn bjó þar rausnarbúi frá 1907—1914. En jörðin var fólksfrek til fullrar nýtingar. Sérstakur bjargmaður var sóttur austur í Mýrdal á hverju vori. Gerði hann ekkert annað en stunda bjargið, safna eggjum framan af sumri, en síðan veiða fugl. Vann hann þar einn á daginn, en var á kvöldin sóttur niður á bjarg, eggjakassar og fuglakippur dregnar upp á vaði og reiddar heim. — Á hverjum stað er síga varð í bjargið, hringaði sigmaðurinn enda vaðsins á bjargbrúnina og kastaði nokkrum steinvölum yfir, rakti síðan vaðinn fram af brúninni og las sig niður. Þessar steinahrúgur liggja þarna enn og eru þær ótrúlega léttar. —

Krýsuvíkurbjarg

Sigið í Krýsuvíkurbjarg 1983.

Eggjatekjan fór allt upp í tíu þúsund á vori. Voru þau þvegin og aðgætt og reidd á klökkum til Hafnarfjarðar og seld á 10 aura stykkið. Eri leiðin frá Krýsuvík, eftir Ketilsstíg sunnan við hverina, yfir Sveifluháls til Hafnarfjarðar, var þá um það bil 8 tíma lestargangur.
Mikill straumur erlendra ferðamanna lagði á þessum árum leið sína til Krýsuvíkur og niður á bjarg, og ekki dró það úr, að Krýsuvíkurheimilið var annálað fyrir gestrisni og höfðingsskap.“ – Sv. Þ.

Í Morgunblaðinu 1982 er lýsing Tómasar Einarssonar „Á ferð um Krýsuvíkurbjarg„:

Litla-Hraun

Krýsuvíkursel í Litla-Hrauni ofan Krýsuvíkurbjargs.

„Mörgum þykir gaman að ganga með sjó til að fylgjast með hreyfingum úthafsöldunnar. Heyra öldugjálfrið við fjörusteininn eða hlusta á brimniðinn og sjá öldufaldana þeytast hátt í loft upp eftir fangabrögðin við hina brimsorfnu kletta. Við slíkar sýnir er unnt að dvelja löngum stundum. Þeim fylgir einhver seiðandi kraftur sem iætur fáa ósnortna, sem hafinu kynnast á annað borð.
Í nágrenni höfuðborgarinnar er víða unnt að kynnast hafinu á þennan hátt en samt er óhætt að fullyrða að sá staður er vandfundinn þar sem leikur þess er stórkostlegri en undir Krýsuvíkurbjargi. Í þessum pistli leggjum við leið okkar á þær slóðir.

Krýsuvíkurheiði

Jónsbúð á krýsuvíkurheiði. Geitahlíð fjær.

Fyrir sunnan byggðina í Krýsuvík er landið flatt og greiðfært yfirferðar. Það nefnist Krýsuvíkurheiði og liggur hún milli Ögmundarhrauns að vestan og Krýsuvíkurhrauns að austan. Syðsti hluti heiðarinnar nær fram að sjó. Þar endar hún í þverhníptu bjargi sem víða er allt að 40 m hátt.

Krýsuvíkurheiði

Athvarf í Krýsuvíkurheiði.

Við yfirgefum bílinn hjá gamalli fjárrétt, sem er neðan við veginn gegnt Geitahlíð og tökum stefnuna niður á bjarg. Réttarsvæðið er athyglisvert, því frá Stóru-Eldborg, sem er þar fyrir ofan, liggur eldtröð niður fyrir veg. Í enda traðarinnar hefur þessi rétt verið gerð og mynda traðarbarmarnir réttarveggina að nokkru leyti. Við höfum Krýsuvíkurhraunið á vinstri hönd. Þí.ð hefur komið frá eldvörpunum sunnan undir Geitahlíð, bæði Stóru- og Litlu-Eldborg og mun vera nokkur þúsund ára gamalt. Það hefur runnið í sjó fram við Keflavík og þar fyrir austan og myndað landauka í seinni tíð.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg – loftmynd.

Þegar komið er fram á bjargbrún tökum við stefnuna til hægri og höldum vestur eftir. Brún bjargsins er grasi gróin og mjög greiðfær yfirferðar. Ætti gangan því að sækjast greitt, en hætt er við að hún verði nokkuð tafsöm, því það er svo ótal margt sem vekur forvitni og krefst nánari skoðunar. Fyrri hluta sumars er bjargið kvikt af fugli og bera syllurnar þess glögg merki. Þar er svartfuglinn mest áberandi og svo ritan. Þá er þröng á þingi og þegar garg þessara bjargbúa blandast við sjávarniðinn hljómar svo sannarlega stef úr „Íslandslagi“. En lögun og gerð bjargsins er ekki síður athyglisverð því þar liggur hvert grágrýtislagið ofan á öðru og gefa þau glöggt til kynna gerð þess og myndun. En það hefur gerst fyrir mörg þúsund árum.

Eystri-lækur

Eystri-lækur.

Margir halda að vatn sé ekki að finna á bjarginu, en það er rangt, því brátt verður Eystri-lækur á leið okkar. Hann á upptök sín í Bleiksmýri austan undir Arnarfelli og fellur fram af bjargbrúninni beint ofan í sjó í fallegum, lóðréttum fossi. Er sá foss sannarlega augnayndi.

Krýsuvíkurbjarg

Við vitann á Krýsuvíkurbjargi.

Nokkru vestan við lækinn komum við að litlum vita er stendur frammi við bjargbrún. Þar er tilvalið að setjast niður um stund og fá sér bita af nestinu, því drjúgur spölur er enn eftir af göngunni.
En svo breytir bjargið um svip. Hin lagskiptu berglög hverfa um stund en slétt berg með rauðum gjalllögum á milli tekur við. Þetta er suðurhluti Skriðunnar, en svo nefnist smáhæð sem gengur fram að sjó nokkru fyrir vestan vitann.
Skriðan er forn eldstöð, sem hafaldan hefur sorfið og fægt þeim megin er að sjónum snýr. Og þar á einum stað er unnt að ganga alla leið niður í fjöru. Er þá farið skáhallt eftir syllum utan í bjarginu. Nefnist þessi gata Ræningjastígur. Segir þjóðsagan að forðum daga hafi Tyrkir komið þar að landi og gengið upp á brún eftir þessum stíg. Síðan sóttu þeir heim að Krýsuvíkurbæ og hugðust vinna þar á fólki og ræna. En svo vel vildi til, að galdraklerkurinn kunni, séra Eiríkur í Vogsósum var þar staddur. Er hann sá þennan voða nálgast beitti hann kunnáttu sinni með þeim afleiðingum, að Tyrkirnir réðust hver á annan og drápust þeir þar allir. Nú liggur kaðall niður stíginn þeim til styrktar er hyggja á fjöruferð.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg – horft frá Skriðunni til vesturs.

Vestan við Skriðuna er Hælsvík og þar fyrir ofan er Selalda og Strákar. Selalda er eldstöð eins og Skriðan, en Strákar eru veðraðir bergdrangar sérkennilegir að gerð. Á sléttum bala vestan undir Strákum eru rústir af eyðibýlinu Fitjum. Standa veggir þess furðu vel og er fróðlegt að virða þar fyrir sér húsaskipan á kotbýli fyrri tíma.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegurinn 1961.

Við Fitjar lýkur þessari leiðarlýsingu. Að vísu er bjargið vestan Hælsvíkur skoðunarvert og ekki myndi það spilla að skreppa að Húshólmanum í Ögmundarhrauni og virða fyrir sér rústirnar af býlinu sem þar var einu sinni en mun hafa eyðst þegar Ögmunarhraun brann. En fyrir ókunnuga er það nokkrum erfiðleikum háð að finna rústirnar og svo lengir krókurinn þangað gönguna allmikið. Því er best að snúa við hjá Fitjum og ganga frá Strákum beinustu leið yfir Krýsuvíkurheiðina að bílnum er bíður hjá gömlu réttinni neðan undir Stóru-Eldborg.
Þangað verður svo komið aftur eftir 5—6 klst. rólega gönguferð.“ – Tómas Einarsson.

Krýsuvíkurberg

Krýsuvíkurberg (Hælsvík/Heiðnaberg).

Reyndar vantar talsvert upp á að Krýsuvíkurbjargi (-bergi) sé gerð tæmandi skil í framangreindum lýsingum. Mögulega stafar það af ókunnugleik hlutaðeigandi eða takmörkuðu ritplássi. Vestan við Eystri-Bergsenda, austasta hluta Krýsuvíkurbjargs, er t.d. Litla-Hraun. Í því er að finna minjar sels frá Krýsuvík, réttar, fjárhúss og athvarfs þar sem stundaðar hafa verið bæði refa- og fuglaveiðar. Ofar í heiðinni er Jónsbúð, fjárhús frá bænum.

Selalda

Minjar við Selöldu; Krýsuvíkursel og bærinn Eyri – Uppdráttur ÓSÁ.

Ofan Skriðu eru minjar Eyris, bæjar frá 17. öld, og hið gamla Krýsuvíkursel er segir frá í þjóðsögum af Tyrkjum er komu upp frá Heiðnabergi (Hælsvík) – svo fátt eitt annað sé nefnt.

Heimildir:
-Morgunblaðið, 80. tbl. 11.04.1951, Ingibjörg Sigurðardóttir – minningarorð, Kjartan Sveinsson, bls. 2 og 7.
-Vísir, 18. tbl. 21.01.1962, Undir Krýsuvíkurbergi, Sv. Þ., bls. 9 og 10.
-Morgunblaðið, 182. tbl. 21.08.1982, Á ferð um Krýsuvíkurbjarg, Tómas Einarsson, bls. 31.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg – horft frá Bergsenda vestari til austurs. Reynir Sveinsson skreytir forgrunninn.

Geldingadalir

Í frétt RÚV þann 19. mars 2021 segir frá eldgosinu í Geldingadölum í Fagradalsfjalli:
„Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um klukkan korter í níu föstudagskvöldið 19. mars 2021. Í fyrri hluta apríl hafa fleiri gossprungur opnast. Engin hætta steðjar að byggð vegna gossins. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosinu.“

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – staðsetning eldgoss í Geldingadölum.

Framangreint gos í Geldingadölum kom svolítið á óvart hvað staðsetninguna varðar, en nokkrum mánuðum fyrr höfðu mælst verulegir jarðskjálftar norðan og norðvestan við Grindavík (Þorbjörn). Fargradalsfjall er hins vegar norðaustan og austan við Grindavík (Þorbjörn).

Í Wikipedia er fjallað um eldgosið í Fagradalsfjalli 2021 frá upphafi til loka:

Geldingadalur

Gígur í Geldingadal eftir gosið 2021.

„Eldgos hófst við Fagradalsfjall þann 19. mars 2021 kl. 20:45 í kjölfar jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá Keili að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í Geldingadölum við austanvert Fagradalsfjall nærri Stóra-Hrúti. Eldgosið hefur einnig verið kallað Geldingadalagos eða Geldingadalsgos (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið er flokkað sem dyngjugos en slík gos eru fátíð. Kvikan er frumstæð kemur úr 17-20 kílómetra dýpi. Tegund hraunsins er helluhraun og apalhraun. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda hafa skoðað gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.Fagradalsfjall

Gígurinn nyrst í Fagradalsfjalli.

Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á Reykjanesskaga þegar Reykjaneseldar geysuðu. Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann Beinavörðuhraun.

Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.

Geldingadalir

Geldingadalir – eldgos.

Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla Landhelgisgæslunnar náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo Páll Einarsson sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá Suðurstrandarvegi. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis.

Reykjanesskagi

Geldingadalur; eldgos 2021.

Upphafi gossins er líkt við Fimmvörðuhálsgosið. Krýsuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar. Mengunarviðvörun var send til Árnessýslu þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.

Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast. Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.

Fólk gekk frá Svartsengi þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttri.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – jarðýtur voru mættar til að stýra hraunflæðinu.

21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar (Magnús Tumi Guðmundsson).
22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – glóandi hraun.

27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.
28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.
31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar. Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana. Þekja hraunsins er um 0,3 ferkílómetrar.
2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan vikur. Nornahár fannst einnig.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – margir skemmtu sér vel við hraunjaðarinn.

5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í Meradali. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti.
7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.
8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – eldgos.

13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim.
16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum. Um fjórðungur landsmanna hefur gert sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.
19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður. Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – eldgos.

10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en Empire State-byggingin.
11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við Elliðavatn) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður Nafnlausi dalurinn af sumum) suðaustur af gígnum.
14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af Nátthaga til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – hraunmyndun.

4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir Gónhól og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn. Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – eldgos.

26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.
23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum. Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
16. ágúst: Nýr gígur opnast við hliðina á aðalgígnum.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – eldgos.

5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.
11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
1. nóvember: Gosinu í Geldingadölum er formlega lokið. Leitarþyrst hellaáhugafólk þarf þó að bíða enn um stund til að geta metið og skoðað aðstæður í hrauninu.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – eldgos.

Á Vísindavef HÍ var spurt: Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?
„Gos í Geldingadölum hófst 19. mars 2021 og tveimur mánuðum síðar, 17. maí, birtist á Vísindavefnum svar við spurningunni Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi? Í svarinu voru færð að því rök, byggt á gefnum forsendum, að ólíklegt væri að gosið yrði langvinnt eða hraunið rúmmálsmikið. Öll eru þessi hugtök – langt og stutt, lítið og stórt – afstæð og merkingarlítil án tiltekins viðmiðs. Því fylgir hér til samanburðar þríein tafla yfir lengd, rúmmál og afl 14 gosa þar sem þessir þættir eru þekktir eða áætlaðir. Töflunni er sem sagt raðað upp á þrjá vegu eftir vaxandi gildi hvers hinna þriggja þátta.
Samkvæmt töflunni hlýtur gosið í Geldingadölum að teljast nokkuð langt meðal samfelldra gosa á 20. og 21. öld – aðeins Heklugosið 1947-48, Surtseyjargosið 1963-67 og Kröflueldar 1975-84 vöruðu lengur; Heklugosið 1980-81 mætti virðast lengra, en var í rauninni tvö stutt gos (3 og 7 dagar) með 7 mánaða hléi á milli og Kröflueldar voru röð smærri gosa með hléum á milli.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – megingígurinn.

Gosið í Geldingadölum telst nokkuð langt meðal samfelldra gosa á 20. og 21. öld. Það er hins vegar neðarlega á lista yfir rúmmál gosefna og næstaftast á lista þar sem miðað er við meðalafl 14 þekktra gosa.

Geldingadalur

Geldingadalur; gígur eftir eldgosið 2021.

Hvað varðar rúmmál gosefna eru Geldingadalir neðarlega á lista, aðeins hraun flæðigosanna úr Öskju 1961, Heklu 1981 og Fimmvörðuhálsi 2010 eru minni. Og hvað meðalafl (m3/sek) gossins snertir voru Geldingadalir raunar næstaftastir á merinni – aðeins afl 7–daga flæðigoss Heklu 1981 var minna. Lágar tölur fyrir afl Kröfluelda og Heklu 1980-81 stafa af því að tímalengdin er talin frá upphafi eldsumbrotanna til enda.
Öflugustu gosin á listanum eru annars vegar flæðigosin miklu, Skaftáreldar 1783-84 og Holuhraun 2014-15, og hins vegar sprengigos, hrein (Hekla 1980) eða með „stuttum flæðigoshala“ (Hekla 1991 og 2000) – sprengihluti Heklu 1947 var gríðarlega öflugur en honum fylgdi langvarandi hraunflæði.
Samkvæmt þessu reyndist höfundur svarsins á Vísindavefnum 17. maí 2021 ekki sannspár um væntanlega lengd gossins í Geldingadölum, en um hin atriðin tvö – hvort gosið marki upphaf nýrra Reykjaneselda, og hvort gossprungurnar muni teygja sig langar leiðir – mun framtíðin ein eiga svör.“

Hér má sjá MYNDIR af eldgosinu í Geldingadölum.

Heimildir:
-https://www.ruv.is/frett/2021/03/18/eldgosid-i-geldingadolum-i-beinni-utsendingu
-https://is.wikipedia.org/wiki/Eldgosi%C3%B0_vi%C3%B0_Fagradalsfjall_2021
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=82586

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – fjölmargir lögðu leið sína að gosstöðvunum á meðan var.

Saltfiskur

Veiddur fiskur hefur verið verkaður með ýmsum aðferðum í gegnum aldirnar hér á landi.
Í „Þurrkhandbók“ Matís; Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um þurrkun á fiski, segir m.a.:

Skreiðalest

Skreiðalest.

„Þurrkun eða hersla fisks er ævaforn aðferð og er enn í dag mikilvæg aðferð til að lengja geymsluþol fiskafurða víða um heim.
Skreið og þurrkaðar fiskafurðir hafa verið verslunarvara í árhundruð í Evrópu og víðar. Fyrr á öldum var skreið mikilvæg verslunarvara í innlendum og erlendum vöruskiptum Íslendinga. Erlendir kaupmenn komu til landsins og fengu skreið í skiptum fyrir ýmsar nauðsynjavörur.
Skreiðar er nokkrum sinnum getið í Íslendingasögum og Sturlungu. Fyrst er hún nefnd um 1200 og eftir það kemur hún ítrekað fram í heimildum. Á fimmtándu öld er talað um að skreið sé orðin mikilvæg verslunarvara hjá þýskum og enskum kaupmönnum. Á verslunarmáli nefndist útflutningsskreiðin allmörgum nöfnum svo sem „plattfiskur“, „malflattur fiskur“, „kviðflattur fiskur“, „reithertur fiskur“, „hengifiskur“, „hnakkafiskur“, „ráhertur fiskur“ og „ráskerðingur“.
Mörg þessara orða vísa til tiltekinna verkunaraðferða og er rétt að benda á að mikinn fróðleik um skreið og skreiðarverkun fyrr á öldum er að finna í Íslenskum sjávarháttum eftir Lúðvík Kristjánsson.

Skeiðahjalli

Skreiðahjalli á Vestfjörðum.

Algengasta heitið á hertum fiski meðal landsmanna var harðfiskur eða skreið og víða var þetta meginuppistaða fæðu hér á landi. Algengast var að berja fiskinn og neyta hans með smjöri ef það var á boðstólum, en ekki mun það hafa verið algengt að bleyta upp fiskinn og sjóða eins og víða var gert erlendis.
Það þótti ekki gott ef fiskur sem hengdur hafði verið upp frysi, enda var það skemmd á vörunni í augum erlendra kaupmanna, en landanum þótti aftur á móti besta skreiðin vel verkuð freðýsa. Sýnir þetta m.a. að það sem okkur þykir gott er endilega ekki það sem öðrum hentar, enda er neysla landans á harðfiski með öðrum hætti en gerist almennt í helstu viðskiptalöndum okkar.

Hjallur

Dæmigerður fiskhjallur, til vinstri,  við býli fyrrum. Slíkur hjallar þóttu sjálfsagðir á nánast hverjum bæ allt fram til loka 20. aldar.

En það voru fleiri tegundir en þorskur þurrkaðar og má eiginlega segja að nánast allar tegundir væru þurrkaðar með einum eða öðrum hætti, enda litlir möguleikar á öðrum aðferðum til að verja fiskinn skemmdum hér á landi þar sem salt var lengi vel af skornum skammti og kæling og frysting ekki möguleg fyrr en á síðustu öld.
Það eru til frásagnir af þurrkun mjög margra tegunda, sumar voru þurrkaðar að fullu meðan aðrar þóttu betri signar eða kæstar fyrir þurrkun, svo eru til frásagnir af því að háfur hafi verið þurrkaður og nýttur sem eldiviður.

Skreið

Skreiðalest.

Þar sem þorskurinn var og er enn verðmætasta og best nýtta fisktegundin hér við land, þá eru til mestar upplýsingar um verkun og vinnslu hans. Skreiðarverkun var mjög mikilvæg atvinnugrein langt fram á síðustu öld þar sem heill hausaður spyrtur fiskur var hengdur á hjalla í öllum sjávarþorpum landsins. Aðrar tegundir eins og ufsi, langa og keila voru einnig nokkuð algengar tegundir sem fóru svipaða leið og þorskurinn.
Þegar leið á tuttugustu öldina og aflasamdráttur var orðinn staðreynd þá dró umtalsvert úr framleiðslu og útflutningi á skreið, einnig voru ýmsar blikur á lofti á stærsta markaðnum, Nígeríu, á þessum árum. Einhverra hluta vegna þótti hæfa að nota lakara hráefni í þessa vinnslu, jafnvel hráefni sem ekki þótti hæft til frystingar eða söltunar.
Með minni afla og hækkandi verðs á ferskum, frystum og söltuðum afurðum hefur hefðbundin skreiðarverkun minnkað verulega.“

Skreið

Selatangar

Selatangar – verminjar.

Í framangreint yfirlit vantar fiskinn, sem verkaður var í verum landsins allt frá landnámi til loka 19. aldar. Verin voru og eru órjúfanlegur hluti sögu þjóðarinnar. Hjallar voru víða að vísu, en í litlum mæli. Réðst umfang þeirra yfirlit af nálægum aðdráttum rekaviðs. Á hjöllunum var fiskurinn hengdur upp óflattur, þ.e. með haus og sporð. Annars var fiskurinn flattur og vind- og sólþurrkaður á hlöðnum grjótgörðum. Þess á milli var hann geymdur í hlöðnum steinbyrgjum þar sem loft var látið leika um hann svo sem kostur var. Verin voru jafnan mönnuð að vetrarlagi, þ.e. frá byrjun febrúar til lokadags 11. maí. Kuldinn skaðaði ekki verkunina, heldur þvert á móti,  og svartir hraungarðarnir auðvelduðu hana með aðstoð dagshitans frá sólinni.
Leifar mannvirkja, sem notuð voru við þessa vinnsluaðferð má enn finna víða á Reykjanesskaganum, einkum á honum sunnanverðum, s.s. á Selatöngum, í Slokahrauni, í Strýthólahrauni, ofan Húsatófta og í Eldvörpum. Síðastnefndi staðurinn var reyndar ekki verkunnarstaður, heldur geymslustaður. Ummerki má einnig finna á skaganum norðanverðum, s.s. ofan við Krossavíkurbjarg, við Juknkaragerði, Hafnir og Stafnes.

Hjallar/trönur

Trönur

Trönur ofan Grindavíkur.

Þegar Íslendingar uppgötvuðu trönubúskapinn má segja að fjandinn hafi náð að fanga tækifærið. Trönusvæðin spruttu allt umleikis þéttbýlisstaðina á Suðvesturlandi og útflutningur á skreiðinni jókst til mikilla muna. Heilu hjarðsveitirnar voru gerðar út með striga, pressur og sótstrimla… Í dag má sjá heilu hraunssvæðin þakin föllnum trjáspýrum með tilheyrandi rotnun.

Harðfiskur

Harðfisakur

Verðandi harðfiskur; skreið…

Harðfiskur var unninn úr framangreindri fiskverkun. Hann var þurrkaður og barinn fiskur, oftast unninn úr ýsu, steinbít eða þorski, en einnig þekkist harðfiskvinnsla úr ufsa, kolmunna og lúðu. Harðfiskur var áður fyrr einn helsti matur Íslendinga, og var hann gjarnan borðaður með smjöri eða sölvum. Er harðfiskur sérlega próteinrík næring, harðfiskur (ýsa) inniheldur 80-85% prótein.
Í seinni tíð hefur harðfiskur verið flakaður og síðan forunninn með heit loftþurrkun eftir að hafa verið baðaður upp úr 5% saltpækli, fiskurinn er síðan frystur, skorinn í bita og raðað á grind sem sett er inn í þurkklefa. Heita loftið veldur því að fiskurinn hitnar, en við það gufar vatn upp úr honum. Tekur þessi vinnsluaðferð um 36-48 klst.
Einnig hefur kæliþurrkun verið beitt, þar sem fiskurinn er handflakaður, flökin snyrt og hreinsuð og sjáanleg bein og blóð fjarlægð. Þá er fiskurinn látinn liggja í 2% saltpækli í um 30 mínútur. Loks er fiskurinn þurrkaður í þurrklefa, þar sem þurrkað er við -5 °C-0 °C.
Einungis um 10% af upphaflega hráefninu skilar sér í seljanlegri vöru eftir þurrkun. Endurspeglar hátt söluverð á harðfiski í dag þessa staðreynd.

Saltfiskur

Fiskverkun

Saltfiskverkun við útgerðarhús.

Saltfiskur er fiskur, oftast þorskur sem búið er að meðhöndla með söltun til að hann geymist betur. Salti er stráð á nýjan fisk og það dregur til sín vatn úr fiskholdinu, leysist upp og myndar pækil. Pækillinn þynnist eftir því sem hann dregur meira af vatni úr fiskinum og saltið fer smán saman inn í fiskholdið þangað til saltupplausnin í fiskinum er orðin jafnsterk og í pæklinum. Því meira salt sem er í pæklinum, þeim mun saltari verður fiskurinn og með minna vatnsinnihald. Söltunin breytir líka bragði fisksins.

Einarsreitur

Einarsreitur. Einn af fjölmörgum satfiskreitunum ofan Hafnarfjarðar fyrrum.

Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar við saltfiskvinnslu. Nú á tímum er fiskur oftast forsaltaður í 2-3 daga með sprautun og pæklun eða pæklun eingöngu. Eftir það er fiskurinn þurrsaltaður eða kafsaltaður í ker og þá mettast fiskurinn af salti. Við söltun fer saltstyrkur í fiskvöðva úr 0,2% NaCI sem er náttúrulegt í rúm 20% í saltaðri afurð. Söltun breytir próteinum fisksins og það verða við það breytingar á bragði og lykt og áferð. Nauðsynlegt er að útvatna saltfisk fyrir neyslu vegna þess hve hátt saltinnihald hans er. útvötnun fer þannig fram að fiskurinn lagður í vatn í nokkra daga og vatnið endurnýjað með vissu millibili. Við útvötnunina flæðir salt úr fiskvöðva út í vatnið og vöðvinn tekur í sig vatn. Eftir útvötnun er vatnsinnihald fisksins svipað og í ferskum fiski en saltinnihaldið er 1-2% hærra. Fisk sem á að steikja eða nota í ofnrétti þarf að útvatna meira en ef sjóða á fiskinn því salt fer út í vatn sem fiskur er soðinn í. Útvötnun saltfisks þarf að fara fram í kæli.

Fiskreitur

Fiskreitur við Ljósutröð-Sólvangur fjær.

Algengast er að nota þorsk sem hráefni til saltfiskvinnslu en einnig má nota aðra bolfiska eins og ufsa, löngu, keilu, blálöngu og ýsu og er prótein og fituinnihald þessara tegunda svipað. Bolfiskar safna ekki fitu í holdið heldur lifrina.

Löng hefð er fyrir neyslu saltfisks í Suður-Evrópu og Rómönsku-Ameríku.

Fyrr á öldum var saltfiskverkun ekki mögulegt vegna þess að ekki var aðgangur að nægjanlegu miklu salti og var þá fiskur þurrkaður á ýmsan hátt, sem fyrr sagði. Elstu heimildir um saltfiskverkun á Íslandi eru frá því skömmu eftir 1600. Á 17. öld var mest um að saltað væri í tunnur eða fiski staflað beint í lestar skipa. Á 18. öld hófst saltfiskvinnsla á nokkrum stöðum á landinu en samkvæmt konungsbréfi frá 1760 þá skyldu kaupmenn sjá um að í hverri fiskihöfn dveldust í eitt eða tvö ár útlendir menn sem skyldu kenna verkun saltfisks.

Þegar leið á 18. öld var aðferð sem kölluð var „Terraneuf-aðferðin“ eða sú nýfundlenska mest notuð við saltfiskvinnslu en þá var fiskur blóðgaður og útflattur strax og hann var veiddur og þveginn úr vatni eða sjó. Eftir þvottinn átti fiskur að liggja nokkrar klukkustundir í kös áður en hann var saltaður til að vætan rynni úr fiskinum.

Saltfiskssetur

Saltfiskssetur Grindavíkur – Sögusýning saltfiskvinnslunnar.

Saltfiskverkun og saltfisksala var mikilvæg atvinnugrein á 19. og 20. öld og sá grunnur sem sjávarþorp byggðu á. Framleiddur var þurrkaður saltfiskur sem var saltaður í stæður og síðan oftast umsaltað áður byrjað var á vöskun og þurrkun. Það tók fjórar til sex vikur að þurrka fiskinn og þessi aðferð var vinnuaflsfrek því breiða þurfti fiskinn út að morgni ef veður leyfði og taka hann síðan saman um kvöldið. Saltfiskvinnslan stóð vanalega frá vori til hausts. Konur, börn og gamalmenni verkuðu fiskinn í landi en karlarnir voru á sjó. Vöskunarkonur tóku við fisknum þegar búið var að landa aflanum og þær snyrtu og hreinsuðu og himnudrógu og þvoðu fiskinn með strábustum. Fiskurinn var svo skolaður áður en hann var fluttur á fiskreitina til söltunar.

Kirkjusandur

Kirkjusandur – saltfiskþurrkun.

Alveg til 1900 var fiskurinn vaskaður utandyra en síðar voru reist vöskunarhús sem þó voru ekki upphituð. Á fiskireitunum tóku saltarar við fisknum og hlóðu honum í stæður og söltuðu. Fiskurinn var geymdur þar í um tvær vikur en þá hófst útbreiðsla sem fór þannig fram að fiskur var lagður á reitina ofan á grjót eða litlar trégrindur. Hann var þar allan daginn ef veður var gott en á kvöldin var honum aftur hlaðið í stakk og segldúkur breiddur yfir. Eins þurfti að taka hann strax saman ef það gerði rigningu. Fiskur taldist fullþurr ef greina mátti hendi hinnar handar í gegnum hann ef honum var haldið móti sól og hann hélst beinn ef haldið var í sporðinn og honum haldið láréttum. Þegar þurrkun var lokið var fiskur fluttur í hús og skipt eftir stærðum í málfisk, millifisk og smáfisk. Þaðan var honum skipað út á kaupskip og fluttur aðallega til Spánar og Portúgal. Spánarmarkaður lokaðist við borgarastyrjöldina þar 1936.

Það var skortur á vinnuafli á Íslandi eftir seinni heimsstyrjöldina og þá var farið að flytja út blautverkaðan fisk sem síðan var oft þurrkaður af kaupendum á Spáni og Portúgal þar sem vinnuafl var ódýrara. Stöðug aukning var í framleiðslu saltfisks allt fram undir 1930 og var útflutningur mestur 80 þúsund tonn á ári en oftast 30-50 þúsund tonn. Þegar líða tók á 20. öld gerðu bætt tækni og betri skipakostur kleift að flytja út ísfisk og saltfiskframleiðsla minnkaði.

Heimildir:
-https://is.wikipedia.org/wiki/Har%C3%B0fiskur
-https://is.wikipedia.org/wiki/Saltfiskur
-Þurrkhandbókin – Fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um þurrkun á fiski, Matís.

Sloki

Fiskgarðar í Slokahrauni utan Grindavíkur.