Tag Archive for: Hafnarfjörður

Straumssel

Ratleikur Hafnarfjarðar verður fljótlega lagður út – fjórtánda árið í röð, að undanskyldu árinu 2009. Í ár verður leikurinn helgaður steinhleðslum. Upphafsmaður hans var Pétur Sigurðsson, útivistarkappi. Hann kynntist svipuðum leik á ferð sinni um Noreg. Jónatan Garðarsson, hinn fjölfróði um inn- og uppsveitir Hafnarfjarðar, hefur lagt leikinn undanfarin ár ásamt Guðna Gíslasyni.
Frá upphafi hefur markmiðið með leiknum verið að efla áhuga almennings á útivist og vekja athygli á þeim fjölmörgu náttúruperlum sem bíða handan við bæjardyrnar. Leikurinn hefur verið í stöðugri þróun og nú á 12 ára afmælinu er boðið upp á breytilega styrktarflokka. Það ættu því allir að geta fundið verkefni við sitt hæfi.
Fjárhústóft og gerði við GráhelluNánar verður fjallað um ratleikinn er nær dregur miðjum júní n.k.
Hér á eftir má sjá upplýsingar um einstaka staði er getið var um í ratleiknum 2007, myndir og frekari umfjöllun um þá.

Gráhella

1. Gráhella er klettaborg í austanverðu Gráhelluhrauni. Um hana sunnanverða liggja landamerki Setbergs. Tóft er norðvestan undir hellunni. Friðþófur Einarsson, bóndi á Setbergi, segir líklegt að tóftin hafi fyrrum verið fjárhús að hluta, annað hvort frá Setbergi eða kotbýlunum við Stekkjarhraun. Staðurinn nýtur hverfisverndar. Ekkert rask má eiga sér stað innan 50 metra frá klettinum.

Kershellir

Kershellir

Kershellir.

2. Að sögn Friðþófs á Setbergi er Kershellir nafnið á fyrrum selshelli Setbergsmanna. Afi hans, Jóhannes Reykdal, notaði hellinn sem fjárhús eftir aldarmótin 1900 uns hann byggði fjárhús uppi á Húsatúni þar skammt frá. Þegar hætt var að nota Húsatúnsfjárhúsið var féð fært í nýrra hús í Fjárhúsholti, skammt austan við bæinn á Setbergi. Ofan við Kershelli er Hvatshellir í stóru jarðfalli. Hann opnaðist í jarðskjálfta á 19. öld.
Kershellir, sem er á landamerkjum. Hann er tvískiptur; nyrðri helmingurinn tilheyrði Setbergi og sá syðri Hamarskoti. Hellirinn hefur stundum verið nefndur Ketshellir.
Hellirinn mun fyrst hafa verið skoðaður 1906 af fjórum piltum; Helga Jónassyni, Matthíasi Ólafssyni, Sigurbirni Þorkelssyni og Skafta Davíðssyni, sem allir voru félagar í Ungmennafélaginu Hvöt. Nafnið Kershellir hefur í seinni tíð færst yfir á Hvatshelli.
Klifsholt
Útsýni frá Klifsholti - Búrfell3. Í auglýsingu um Reykjanesfólkvang segir m.a. um mörkin: „Lína dregin.. á mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar við Kershelli. Þaðan eftir þeim mörkum inn fyrir sumarbústaðahverfi í Sléttuhlíð á hæð er Klifsholt heitir, þaðan beint í Steinshús, sem er glöggt og gamalt eyktamark.“ Frá Klifsholti er einstaklega falleg fjallasýn, allt frá Vífilsfelli í norðaustri og að Fagradalsfjalli í suðvestri.

Steinhús
Steinhús4. Steinhús er náttúrulegt „hús“ á landamerkjum. Í eiginhandarbréfi séra Árna Helgasonar í Görðum til sýslumanns, dags. í Görðum 1848, segir m.a.: „Á sydri hraunbrúnina hjá Nordurhellrum og so sudur eptir Smillubúdar hraunsjadri og I midjan Kjötshellir og so hraunid allt fram ad Steinhusinu, og so beint ur steinhusinu og upp sydri Kaldárbotna; þadan, og allt Helgafell, I Markraka, úr Markraka og í Daudadali úr Daudadölum og í Strandartorfu, úr Strandartorfu rettsýnis í Húsfell, so úr Husfelli og I Hnífhól úr Hnífhól og heim í Arnarbæli“.
Steinhús er holur gasuppstreymishóll á hraunrás í Gjáahrauni. Í hraunrásinni má m.a. finna Kaðalhelli.

Ingvarslundur

Ingvarslundur

Minnisvarði í Ingvarslundi.

5. Í Undirhlíðum er minnisvarði um fyrsta formann Skógfræktarfélagsins, Ingvar Gunnarsson. Sumarið 1930 plantaði Ingvar fyrstu barrtrjánum þarna ofarlega í Litla-Skógarhvammi, kjarri vöxnum unaðsreit í Undirhlíðum. Vorið 1934 var hvammurinn girtur og skólabörn og drengir í Vinnuskólanum í Krýsuvík bættust síðar í hóp trjáræktenda. Lundurinn hefur einnig verið nefndur Skólalundur.

Gjár
Hleðsla fyrir helli í Gjánum6. Gjár eru milli Klifsholts og Fremstahöfða. Uppruni hraunsins er í Búrfellsgíg, 1-2 km fjær. Hraunið er talið vera í kringum 7200 ára. Það er bæði innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn; Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og Flatarhraun. Garðabæjarmegin er Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun. Í Gjáahrauni eru fallegar grónar hrauntraðir og stuttar rásir.

Arnarklettar

Arnarklettar

Arnarklettar.

7. Kapellu- og Óbrinnishólahraun (-bruni) eru með þeim yngstu í Hafnarfirði og skilja sig greinilega frá öðrum þar sem þau eru að miklum hluta úfin kargahraun með samfelldri mosaþembu. Óbrinnishólabruni rann 190 f. Kr. og Kapelluhraun (Nýjahraun/Bruninn) rann 1151 e.Kr. Hraunsvæðið suðaustan við Stórhöfða hefur stundum verið nefnt Arnarklettabruni í Stórhöfðahrauni. Upp úr því rísa þrír klettastandar; Arnarklettar.

Selhóll
Selhóll8. Sunnan við Hvaleyrarvatn eru m.a. leifar stekkjar. Skammt sunnan hans er klofið hraunhveli í annars sléttu Hellnahrauninu. Sunnan í hólnum eru tvö op; tófugreni.
Hraunhvel myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins og storkin kvikan sígur.

Litluborgir

Hraunsúlur í Litluborgum

9. Litluborgir eru fallegar hraunborgir austan Helgafells. Þar eru í Tvíbollahrauni tveir gervigígar og aðrar fallegar jarðmyndanir, sem hafa myndast við það að hraun hefur runnið út í stöðuvatn. Svipuð jarðfræðifyrirbæri má þó sjá í Dimmuborgum og í Katlahrauni við Selatanga. Svæðið hefur stundu verið nefnt Minni-Dimmuborgir eða Hraungerði.
Ástæða er til að benda fólki á viðkvæman mosagróðurinn í Litluborgum. Hann er fljótur að sporast út ef illa er um gengið. Ástæða er til að fara hérna með gát og gæta varfarnaðar og tillitsemi í hvívetna.

Dauðadalahellar

Flóki

Í Dauðadalahellum.

10. Tvíbollahrauns og Hellnahraun yngra runnu um 950 e. Kr. Í hraununum norðvestan við Markraka eru Dauðadalahellar, fallegar og jafnvel flóknar hraunrásir. Þarna gætu hafa runnið fyrstu hraunin á Íslandi eftir að búseta hófst og hellar þess þá fyrstu hellar sem mynduðust hér á landi á sögulegum tíma.

Útvörður Helgafells

Helgafell

Riddarinn á Helgafelli.

11. Segja má að móberg sé eitt af aðalsmerkjum íslenskrar jarðfræði. Helgafell er ágætt dæmi um slíka myndun. Móberg myndast þegar eldgos verður undir jökli eða í vatni. Við það að gosefnin komast í snertingu við vatn eða ís kólna þau með slíku offorsi að þau hreinlega splundrast og úr verður fínkorna gjóska. Hraðkæld gjóskan hleðst svo upp í hrauka eða hryggi, eftir því hvort eldgosið er um eitt afmarkað gosop eða sprungu. Móbergið myndast svo þegar gjóskan tekur að ummyndast fyrir tilstuðlan hita. Við ummyndunina límist gjóskan saman og myndar áberandi brúnleitt móberg með ávöl veðrunarform.

Aukahola
Horft niður í Aukaholu

12. Landið stendur á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans í vestri. Flekana rekur um 1 cm í hvora átt á ári að meðaltali. Ummerki þessa mátti sjá í misgengisgjá, mikilli sprungu vestan Undirhlíða. Þegar gos varð í Óbrinnishólum og í sprungurein undir hlíðunum náði þunnfljótandi kvikan að fylla gjána að mestu. Þó má enn sjá niður í djúpa gjána þar sem Aukahola er (12 m djúp) og Aðalhola (17 m djúp) um 900 m sunnar.
Lesa má meira um Aukaholu og Aðalholu í stórvirkinu „Íslenskir hellar“ eftir Björn Hróarsson, bls. 157.

Markhelluhóll
Markhelluhóll13. Á Markastein (Markhelluhól/-Markhellu) eru klappaðir bókstafir;  “ÓTTA” – “STR” – „KRYSU“. Áletrunin á að undirstrika landamerki jarðanna Óttarsstaða, Straums og Krýsuvíkur. Landamerkjabréf milli Óttarstaða og Hvassahrauns, sem var ritað 1890 og undirritað vegna Óttarstaða, Hvassahrauns og Krýsuvíkur, kveður hins vegar á um að Markhelluhóll hafi verið rétt suðvestan við Búðarvatnsstæðið, sem er þarna norðvestan við fyrrgreinda Markhellu. Segja má því að áletrunin á Markhellu hafi ekki alltaf verið þrætulaus, ekki frekar en önnur landamerki.

Straumsselshellar syðri
Straumsselshellar syðri14. Í Straums(sels)hellum-syðri er allgott fjárskjól, og hafði Tjörvi, sem um tíma bjó í Straumsseli, þarna fé um sinn. Við syðri hellana er Gerðið, sem notað var til samrekstrar. Straumselshellar-syðri eru rúmgóður fjárhellir og vel  manngengur. Hlaðið er fyrir munnann, en hellisopið er innan við fallega hlaðið gerði í hraunbala. Það var um tíma notað sem rétt. Ofan við gerðið að norðanverðu er hlaðið byrgi eftir refaskyttu. Grjótið var tekið úr réttarveggnum og hlaðið sem skjól um miðja 20. öld.

Straumssel

 

Straumssel

Straumssel.

15. Straumssel er merkur staður. Það hefur upphaflega verið sel frá Straumi, en selið þróaðist síðan í bæ, eitt fárra af u.þ.b. 250 seljum á Reykjanesskaganum, sem þess heiðurs urðu aðnjótandi. Tóftirnar bera þess líka merki. Þær eru stærri og rúmbetri en í öðrum seljum á svæðinu. Garðar eru allt í  kringum túnin og er fallega hlaðinn stekkur sunnan við tóftirnar. Vatnsstæði er í jarðfalli norðan við þær.
Í Straumsseli var búið stundum á 19. öld. Síðast á árunum 1890-1895. Bæjarhúsin eyddust af bruna og hefur ekki verið búið þar síðan.

Sveinshellir
Sveinshellir16. Við Skógargötuna, rétt suður af Bekkjahrauninu, er hellir, sem nefndur er Sveinshellir. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Hellirinn er nokkuð rúmgóður, en sést ekki, fyrr en að er komið, því að opin er þröngt og fyrir munnann er vaxin birkihrísla mikil. Hellirinn er hvergi manngengur. Myndarleg varða, sem nefnd er Sveinsvarða, er á klapparbrún yfir hellisopinu.

Brenniselshellrar

Brennisel

Brennisel.

17. Í Brenniselshæðum eru tveir fjárskútar í kvos, kallaðir Brenniselshellrar. Annar er með mikla fyrirhleðslu og var yfirreftur. Hinn er litlu norðaustar og er hlaðið við opið. Í kvosinni eru hríslur. Undir þeim er tóft; brennisel. Hérna virðist hafa verið aðstaða til kolagerðar. Slík aðstaða hlýtur að hafa verið víða frá Hraunbæjunum því mikil hrístekja og skógarhögg hefur átt sér stað í grónum hraununum og uppi í Almenningum.

Smalaskálaskjól
Smalaskálafjárskjólið18. Norðvestan undir Smalaskálahæð er Smalaskálaskúti, hellir, sem fé lá inni í. Þar var skógarhrísla stór, sem óx fyrir hellismunnann. Hér má sjá dæmigert fjárskjól í Hraununum; hlaðið fyrir skúta, venjulega í skjóli fyrir austanáttinni, og síðan reft yfir. Nú er þakið fallið, en eftir standa hleðslurnar á skjólgóðum stað.

Réttarklettar

Réttarklettar

Rétt við Réttarkletta.

19. Vestan Lónakot hefur legið vagnfær gata, framhjá Nípu og að Réttarklettum, fallegum stökum klettastrýtum. Milli þeirra eru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól. Fjárskjól eru skammt frá. Talið er að þarna hafi fyrrum verið bær, sem nefndur var Svínakot.

Óttarsstaðarétt

Óttarsstaðaréttin

20. Túnið á Óttarsstöðum var allstórt og var því deilt milli bæjanna í Vesturbæjartún og Austurbæjartún. Umhverfis Óttarsstaðabæina er eina umtalsverða og samfellda graslendið í Hraunum, enda var byggðin þéttust þar. Enn standa margir túngarðar og veggir óhaggaðir í Hraununum. Eru þeir hlaðnir af Guðmundi Sveinssyni frá Óttarsstöðum, sem var mikill hleðslumaður. Við Klofa, suðvestan undir Miðmundarhæð, vestan við Vestari-Óttarsstaði, er Óttarsstaðaréttin, heilleg heimarétt á skjólgóðum stað. Í henni er m.a. með lambakró.

Þorbjarnarstaðaborg

Þorbjarnastaðaborg

Þorbjarnastaðaborg.

21. Á austanverðri hraunbrún Kapelluhrauns (Nýjahrauns/Brunans) við Brundtorfur er Fjárborgin, eða Þorbjarnarstaðafjárborgin. Hún stendur enn nokkuð heilleg. Innanmál hennar um 7 m. Fjárborgin var hlaðin af börnum Þorbjarnarstaðahjónanna um aldamótin 1900. Greinilegt er að borgin hefur átt að verða topphlaðinn líkt og Djúpudalaborgin ofan við Selvog, en Þorkell, bóndi á Þorbjarnastöðum, var einmitt frá Guðnabæ í Selvogi.

Strýtur

Strýtur í Kapelluhrauni við Stórhöfðastíg

22. Kapelluhraun, eða Nýjahraun, eins og það var nefnt, mun hafa runnið um 1150. Það er mun grónara hraun en Hrútagjárdyngjuhraun vestan þess, sem er um 4000-5000 ára gamalt. Þar sem Stórhöfðastígur liggur til suðausturs upp með hraunskilunum má sjá fallegar hraunmyndanir á vinstri hönd. Ekki mun vera til opinbert nafn á þessum strýtum. Undirliggjandi þrýstingu storknandi hraunkvikunnar hefur reist hér storknaða hraunfleka lóðrétt upp í loftið og standa þeir nú sem eitt helsta kennileitið á þessari fornu þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur.

Háuhnúkar

Háuhnúkar

Háuhnúkar.

23. Háuhnúkar, móbergsstapar, eru hæstu ásar Undirhlíða suðvestan Markrakagils og skammt frá Vatnsskarði, allt að 263 metra háir. Bergtegundir veðrast mjög mishratt. Þegar móbergið sem kemst í snertingu við gufuhvolfið veðrast það auðveldlega. Vindur og vatn eru mikilvægir þættir veðrunar. Glögg ummerki þessa má glögglega sjá hér í Háunúkum.

Óbrinnishólaker

Fjárskjól í Óbrinnishólakeri

24. Óbrinnishólaker er í Óbrinnishólabruna. Hraunið rann um 190 f. Kr. Þar er myndarleg mosavaxin hrauntjörn. Í honum er Óbrinnishólahellir. Hellirinn er í gjárbarminum að sunnanverðu, sunnan syðri Óbrinnishólanna. Hlaðið er gerði fyrir framan munnan, en rásin er opin inn að öðru leyti. Hún er um 15 metrar, björt og rúmgóð. Gólfið er flórað fremst, en innanvert gólfið er nokkuð slétt. Hellirinn rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum, sem nýttu sér vetrarbeitina utan í Stak og Undirhlíðum öldum saman.

Smyrlabúð

Smyrlabúð

Smyrlabúð.

25. Hérna var gamla lestamannaleiðin um Selvogsgötu (Suðurferðaveg) um aldir og allt fram undir 1940 á meðan henni var haldið við ruðningi sem sýsluvegi. Allnokkru norðar Selvogsgötu rís upp allhár bergkambur sem ber nafnið Smyrlabúðir. Hleðslur má sjá við hraunkantinn að baki Sléttuhlíðar, þar sem gatan liggur þrengst milli hans og hlíðarinnar. Ekki er ólíklegt að Selvogsbúar á leið sinni í Hafnarfjörð hafi staldrað þarna við, slegið upp tjöldum og dvalið yfir nótt til að komast árla í kaupstaðinn. Gerðið gæti hafa verið fyrir hesta eða fé.
Hafa ber í huga að enn er ýmislegt á huldu um tilurð örnefnisins „Smyrlabúðar“.

Garðaflatir
Tóft við Garðaflatir26. Í Gráskinnu er sagt að “Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt þegar hraunið rann. Sagan segir að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður.“ Tóftir við Garðaflatir eru greinilega mjög gamlar, jafnvel jarðlægar. Þeirra er ekki getið í örnefnaskráningu Garðabæjar.

Fosshellir

Fosshellir

Í Fosshelli.

27. Fosshellir er innan við jarðfall í sömu hraunrás og Rauðshellir og Hundraðmetrahellir milli Helgadals og Búrfellsgýgs, spölkorn ofar (austar). Um tíma var Rauðshellir nefndur Pólverjahellir, að sögn eftir pólskri áhöfn báts, sem dvaldist um tíma í Hafnarfjarðarhöfn, en fengu ekki inni í bænum. Nafnið mun hins vegar vera komið vegna þess að börnin í Pólunum í Reykjavík fóru þangað í sumarferðir og höfðu gaman af.

Gígur

Helgafell

Nyrsti gígurinn í gígröð Ögmundarhrauns vestan Helgafells.

28. Úr gíg hér norðaustan Undirhlíða hefur runnið hraun sem Jón Jónsson, jarðfræðingur, nefnir Gvendarselshraun. Í eldgosinu á tólftu öld rann örþunnt hraun úr Gvendarselsgígum að Helgafelli og niður í Kaldárbotna og þaðan niður fyrir Kaldársel og nam þar staðar. Þetta hraun hefur verið mjög heitt og þunnfljótandi því að það fyllti í allar lægðir. Gýgur þessi nyrst í 25 km langri gígaröð. Hann stendur stakur og er ákjósanlegur til að sjá og fræðast um tilurð klepramyndunar í dæmigerðum gosgíg.
Sumir vilja hafa einfalt „í“ í gígur, en því er til að svara að gígur er og verður alltaf gígur. þ.e. gap. 

Fróðleiksmolarnir eru fengnir víðsvegar af vefsíðunni – www.ferlir.is. Þar er og að finna ýtarlegri fróðleik um staðina.

Horft um gat á gýgnum - Kaldárbotnar fjær - höfundurinn

 

Vorrétt

1. Mógrafarhæð.
Ratleikur 2017Mógrafarhæð nefnist öxlin sem gengur suðaustur frá hábungu Ásfjalls í áttina að Bláberjahrygg. Austarlega í hæðinni er skotbyrgi sem breskir hermenn hlóðu sumarið 1940. Þeir stóðu vaktina með riffla en þar var einnig gervifallbyssa úr gildum trjálurk sem leit út eins fallstykki úr lofti.

2. Selhóll.
Við austanvert Hvaleyrarvatn má sjá tættur tveggja selja; Hvaleyrarsels og Ássels. Upp af þeim er Selhöfði og handan þess Seldalur. Sunnan við vatnið eru m.a. leifar stekkjar. Skammt sunnan hans er klifið hraunhveli í annars sléttu Hellnahrauninu. Sunnan í hólnum eru tvö op; tófugreni. Hraunhvel myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins og storkin kvikan sígur.

3. Við Stórhöfða.
Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Hvaleyri segir m.a.: „Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er falleg réttarhleðsla.

4. Fjárborg.
Ratleikur 2017Fjárborg og fjárhúshleðslur í vestanverðri Heiðmörk. Misvísandi óljósar upplýsingar hafa verið um staðsetningu fjárborgarinnar og var jafnvel talið að hún hefði farið undir nýja veginn í gegnum Heiðmörk vestan Vífilstaðahlíðar. En nú er hún fundin – á ólíklegasta stað. Augljóst er að grjót hefur verið tekið úr borginni og fært í nálæg fjárhúsin, enda er hún miklu mun eldri.

5. Hellir.
Spottakorn norðan jarðfallsins er hrauntröð sem er hluti gamallar götu. Hún tengdi saman tvær þekktar þjóðleiðir, Selvogsgötu og Kaldárselsleið. Leiðin liggur frá Selvogsgötu norðan Kershellis og Sléttuhlíðarhorns í áttina að þessari grónu hrauntröð. Hún kemur inn á Kaldárselsleið og sameinast henni við Fremstahöfða.

6. Kaðalhellir.
Kaðalhellir er skammt norðvestan við Kaldársel. Börnin í sumarbúðum KFUM og-K leika sér jafnan í hellinum. Kaðalhellir er í háum hraunkanti. Hann er í rauninni hluti af Gjánum svonefndu norðnorðvestan Kaldársels. Í þeim eru hrauntraðir og ná þær út fyrir Gjárnar. Kaðalhellir er að hluta til bæði opin og lokuð hraunrás og að hluta til sprunga í hraunjaðrinum. Hann er tvískiptur. Efri hlutinn er á tveimur hæðum. Til að komast upp í efri hluta rásarinnar þarf aðstoð kaðals.

7. Rauðshellir.
Ratleikur 2017Rauðshellir er vestasti hluti sömu rásar og Fosshellir og 100 m hellir í Helgadal. Hann dregur nafn sitt af lit þeim er einkennir hellinn. Fyrir munnanum eru hleðslur í grónu jarðfalli. Ummerki eru þar eftir selstöðu. Stekkurinn er skammt norðar. Hellir þessi hefur einnig verið nefndur Pólverjahellir. Það nafn er tilkomið vegna þess að fyrrum fóru börnin í Pólunum í Reykjavík í árlega ferð í Helgadal, þ.á.m. í hellinn. Önnur sögn er sú að áhöfn af pólsku skipi í Hafnarfjarðarhöfn hafi gist í hellinum eftir að hafa verið hafnað um gistingu í Hafnarfirði, en sú sögn mun ekki eiga við rök að styðjast.

8. Skúti.
Í skúta þessum undir hrauninu hafa fundist gróðurleifar sem koluðust þegar hraunið rann yfir gróið land. Gróðurleifar sem þessar eru notaður til að aldursgreina hraun sem í þessu tilfelli reyndist vera frá því um  950 og hefur runnið frá Tvíbollum við Grindarskörð.

9. Dauðadalahellar.
Ratleikur 2017Tvíbollahraun og Hellnahraun yngra runnu um 950 e. Kr. Í hraununum norðvestan við Markraka eru Dauðadalahellar, fallegar og jafnvel flóknar hraunrásir. Þarna gætu hafa runnið fyrstu hraunin á Íslandin eftir að búseta hófst og hellar þess þá fyrstu hellar sem mynduðust hér á landi á sögulegum tíma.

10. Aukahola.
Landið stendur á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans í vestri. Flekana rekur um 1 cm í hvora átt á ári að meðaltali. Ummerki þessa mátti sjá í sniðgengi, mikilli sprungu vestan Undirhlíða. Þegar gos varð í Óbrinnishólum og í sprungurein undir hlíðunum náði þunnfljótandi kvikan að fylla gjána að mestu. Þó má enn sjá niður í djúpa gjána þar sem Aðalholan er (17 m djúp) og Aukahola (12 m djúp) skammt sunnar.

11. Snókalönd.
Snókalönd eru tveir hrísvaxnir hólmar sem Bruninn rann ekki yfir á sínum tíma. Nafnið tengist trúlega snókahvönn en orðið snókur þýðir kriki eða rani. Einstigi liggur frá Stórhöfðastíg í Blettina sem er annað nafn yfir þessa hólma.

12. Rétt.
Ratleikur 2017Þorbjarnar- staðir fóru í eyði um 1939. Tóftir Þorbjarnastaða eru ekki einungis verðmætar vegna þess að þær eru einu ummerkin eftir hinn dæmigerða íslenska torfbæ í núverandi landi Hafnarfjarðar, heldur og vegna þess að þær segja sögu þess fólks, sem þar lifði og dó. Tóftirnar eru einnig, því miður, ágætt dæmi um þörfina á auknum áhuga og dug núlifandi fólks um gildi og nýtingu þessarra fornminja. Heimaréttin er ein þeirra. Ráðgjafi ratleiksins undanfarin ár, Ómar Smári Ármannsson, er einn af mörgum afkomendum Þorbjarnarstaðahjónanna.

13. Óttarsstaðaborg.
Fjárborgin er stundum nefnd Kristrúnarborg eftir Kristrúnu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hlóð hana ásamt vinnumanni sínum, Guðmundi Sveinssyni, um 1870.

14. Lónakotssel.
ÍRatleikur 2017 Örnefnalýsingu fyrir Lónakot segir: „Eins og segir í landamerkja- lýsingu Lónakots og Óttarsstaða, liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða Klett austan til við Lónakotssel. Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár aðgreindar seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð.“

15. Rauðamelsrétt.
Skammt vestan við Rauðamelskletta er víð hraunsprunga, gróin í botninn. Í henni er heilleg há fyrirhleðsla. Þarna hefur annað hvort verið nátthagi eða gerði. Skammt suðaustan sprungunnar er fallegt, nokkuð stórt skjól með op mót norðvestri. Skammt suður þaðan í Brunabrúninni var Þorbjarnarstaðarétt eða vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum. Í réttinni eru tveir dilkar auk almennings.

16. Draughólshraun.

Ratleikur 2017Draughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilega þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að ganga um það. Hraunið heitir eftir efsta stóra hólnum í hrauninu; Draughól. Það er dæmigert apalhraun. Líklega hefur nafngiftin komið til af því að fæla fólk frá því að fara um svæðið af ástæðu, eða sem vísbending um að þangað væri ekki óhætt að fara. Í raun er hraunið hluti af stærra hrauni, eða hraunum, á svæðinu. Meginhraunið umhverfis er Hrútagjárdyngjuhraunið.

17. Kolbeinsshæðarhellir.
Kolbeinshæð er mitt á milli Efrihella og Gjásels. Þar var haglendi sauða árið um kring. Búsmalinn átti öruggt skjól á sumrin í Kolbeinshæðarskjóli og góða vetrarvist í Kolbeinshæðarhelli, sem var með fyrirhleðslu og reft yfir til að verjast austanáttinni.

18. Laufhöfðavarða.
Ratleikur 2017Laufhöfðavarða stendur á klettasnös og vísar leiðina á milli Þorbjarnarstaða og Gjásels, Fornasels og Fjárborgarinnar. Vestan vörðunnar eru þrjár smávörður sem vísa á Illuholu, jarðfall sem gat reynst hættulegt mönnum og búfénaði, sérstaklega að vetrarlagi.

19. Straumssel.

Sel frá Straumi þróaðist um tíma í bæ, eitt fárra af u.þ.b. 350 þekktum seljum á Reykjanes- skaganum. Búið var þar með hléum á 19. öld en húsin brunnu í lok aldarinnar. Selið fór eftir það í eyði en bæjartóftirnar eru all myndarlegar og vel greinilegar ásamt hlöðnum görðum umhverfis Seltúnið. Norðan við selið er vatnsból þar sem finna má merkið.

20. Nátthagi.
Nátthaginn skammt suðaustan við Óttarsstaðaselstóftinar er einn sá myndarlegasti á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu; vandlega hlaðnir veggir er umlykja skjólgott jarðfall.

21. Þorbjarnarstaðaborg.
Þessa stóru og heillegu fjárborg hlóðu börn hjónanna frá Þorbjarnastöðum í Hraunum um aldarmótin 1900. Borgin er fallega innhlaðinn að ofan, hringlaga með leiðigörðum út frá dyrum til suðausturs. Inni í borginni er hár beinhlaðinn veggur. Líklegt má telja að topphlaða hafi átt borgina og að veggurinn inni í henni hafi átt að halda undir þakið þegar það lokaðist. Svipuð fjárborg, topphlaðin, er í Djúpadal í Selvogi, en bóndinn á Þorbjarnarstöðum, Þorkell Árnason, var einmitt frá Guðnabæ í Selvogi og því verið kunnugur þeirri borg.

22. Gjárop.
Gjárop í hraunbrún: Margar djúpar gjár og misgengissprungur er að finna í Hrútagjárdyngjuhrauni. Þar á meðal er sprungurein sem er spölkorn norðvestan við Fjallið eina en meðfram henni lá áður ein af mörgum leiðum um Almenninginn. Gjáin virkar eins og hellisop inn í Hrútagjárdyngjuhraunið séð frá Krýsuvíkurveginum.

23. Efri-Straumsselhellir.
Ratleikur 2017Guðmundur Guðmundsson sem keypti jörðina Straum af Páli Árnasyni setti byggð í Straumsseli 1849, en hafði þá búið þar í tvö ár. Fyrsta árið  bjó hann í selinu ásamt föður sínum, Guðmundi Bjarnasyni, sem var oft nefndur Krýsuvíkur-Gvendur. Hann skyldi eftir sig miklar hleðslur víða, m.a. þessar í Efri-Straumsselshelli.

24. Sauðabrekkuskjól.
Sauðabrekkugígar eru falleg gígaröð með fallegum hraunmyndunum. Þar má finna lítið skjól með flóruðu gólfi og glugga með hellu fyrir og litlum þakglugga. Þar er merkið. Á svæðinu eru stórar og djúpar gjár, m.a. Sauðabrekkugjá. Skjólið hefur að öllum líkindum verið nýtt sem „sæluhús“ annars vegar, ferðalanga um Hrauntungustíg, og/eða smala er gættu fjár umhverfis Sauðabrekkuhella, þarna skammt ofar.

25. Húshellir.

Ratleikur 2017Húshellir opnast í grunnu jarðfalli ofarlega í Hrútagjárdyngjuhrauni. Um er að ræða rúmgóða hraunbólu í annars lokaðri rás. Þegar inn er komið má sjá hlaðið hús, sem hellirinn dregur nafn sitt af. Til beggja hliða eru rásir er lokast. Í þeirri til vinstri má sjá forn bein á gólfinu. Sumir vilja meina að þarna hafi útilegumenn haft aðstöðu um tíma, en líklegra er að hún hafi verið gerð af mönnum er eltust við hreindýr, allt frá því að þeim var sleppt á svæðinu árið 1777 þar til það síðasta var skotið árið 1926.

26. Búðarvatnsstæði.
Búðarvatnsstæðið virðist vera mótað af manna höndum og þar er staðið regnvatn sem er varla drykkjarhæft nema í hallæri. Um mitt vatnsstæðið liggur hleðsla sauðfjár- veikigirðingar sem markaði landaskil milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, og þar með á milli Hafnarfjarðar og Voga.

27. Urðarás.
Urðarás varð væntanlega til þegar neðanjarðar hraunrás stíflaðist og braut sér leið upp á yfirborðið vegna ógnarþrýstings. Þegar rásin tæmdist féll þakið niður í rásina og myndaði brothring með grjóturð. Oft eru stórir hellar tengdir slíkum jarðfræðifyrirbærum en á þessum slóðum hafa einungis fundist smáhellar.

Sjá má meira um ratleikinn HÉR.

Húshellir

Í Húshelli.

Gjár

Gjár eru milli Klifsholts og Fremstahöfða, skammt ofan við Hafnarfjörð – norðan Kaldársels. Um er að ræða fjölbreytilegt hraunlandslag og sérstaklega afmarkað sem náttúruverndarsvæði. Hraunið virðist afmarkað og stakt, jafnvel einstakt – og það er það líka, ef betur er að gáð.

Inngangurinn í Gjáaskjólið

Uppruni hraunsins er í Búrfellsgíg, 1-2 km fjær. Búrfell er eldborg, u.þ.b. 7,5 km frá Hafnarfirði. Þaðan rann hraun niður í Hafnarfjörð og Skerjafjörð. Heildarflatarmálið er u.þ.b. 18 ferkílómetrar. Hraunið er talið vera í kringum 7200 ára (m.v. sýni, sem tekið var við Bala á Álftanesi).
Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík. Fellið sjálft er hringlaga gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Búrfellið gaus aðeins einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst fyrrnefnt Búrfellshraun. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Hraunið er bæði innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar.
Hrafnslaupur í GjánumTveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellið gengur, líkt og hraun þess, undir ýmsum nöfnum. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun (kennt við fuglinn smyril sem gerði sér hreiður þarna), Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun. Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Í öðru eldgosi, sem líklega varð á tólftu öld, rann örþunnt hraun úr Gvendarselsgígum (nyrstu gígunum á 25 km langri sprungurein er fæddi m.a. Ögmundarhraun, Afstapahraun og Nýjahraun (Kapelluhraun)) niður í Kaldárbotna sjálfa og þaðan niður fyrir Kaldársel og nam þar staðar. Þetta hraun hefur verið mjög heitt og þunnfljótandi því að það fyllti í allar lægðir á leið sinni og storknaði án þess að í því mynduðust kólnunarsprungur og gjótur. 

Hleðsla fyrir vesturenda Gjáaskjóls

Þegar grunnvatnsborð í Kaldárbotnum lækkar niður fyrir efri brún hraunsins hverfur Kaldá undir hraunyfirborðið. Þegar grunnvatnsyfirborðið er hærra í Kaldárbotnum rennur Kaldá hins vegar ofan á þessu þétta hraunlagi. Þar sem hraunið endar, fyrir neðan Kaldársel, hverfur Kaldá ofan í hraunin þar fyrir neðan. Það hraun er einmitt hluti af Búrfellshrauni, líkt og Gjárnar.
Þegar gengið er um Gjár má sjá allnokkra hella og skúta. Hér verða hins vegar einungis tveir þeirra gerðir að umtalsefni, báðir í sömu hrauntröðinni. Í rauninni má sjá allmiklar hrauntraðir á tveimur stöðum Gjánum, við Nátthaga og á Gjáabrúnum. Utan við Nátthaga eru t.a.m. Gróin hrauntröð í GjánumHreiðrið, Kaðalhellir og Gjáhús, en í Gjáabrúnum eru Gjáaskjólið og Gjáahellir. Sá fyrrnefndi er um 20 m löng hraunrás í myndarlegri hrauntröð. Fyrir austurendann hefur verið hlaðinn veggur. Einnig í vesturendann, sem er allnokkru þrengri. Svo virðist sem ætlunin hafi verið að nýta rýmið þar á millum. Einhverju sinni hefur fallið úr þunnu loftinu og gat myndast. Hellirinn er rúmgóður og greiðfær. Að vestanverðu tekur við opin hrauntröð, nú gróin og birkitrjáum þakin. Hún greinist skammt vestar og hefur meginstraumurinn runnið til norðurs undan hallanum. Áður hefur þó mikið gengið á um skamman tíma. Svo er að sjá að þar fyrir ofan hafi fyrst orðið nokkur kvikusöfnun um skeið. Bráðið hraunið hefur staðnæmst um stund, blásið frá sér gasefnum og myndað uppstreymi. Loks hefur bráðin kvikan náð að bræða grannbergið og finna sér leið áfram, bæði um hrauntröðina og einnig um rás, sem nú hefur lokast. Neðar birtist það sem Gráhelluhraun og síðan sem Stekkjarhraun neðan Setbergs. Í þeim hraunum er ekki að finna hraunrásir, enda á tiltölulega sléttu landi.
Gasuppstreymisopið í Gjánum má enn berja augum. Dýptin niður á botn geymisins er um 8 metrar. Hægt er að komast inn í hann (fyrir grannt fólk) um þröng op í hrauntröðinni. Í veggjum uppstreymisopsins má sjá tvo hrafnslaupa.
Svæðið í kringum hrauntröðina lætur ekki mikið yfir sér, en hefur upp á fjölmargt að bjóða. Sunnar er t.a.m. myndarleg hrauntröð. Við enda hennar er enn einn skútinn, enn ókannaður.

 

Gjár

Gjár – hleðslur.

 

Helgafell

Helgafell ofanvið Hafnarfjörð er 340 m hátt. Ein sjö samnefnd fell eru til í landinu; þetta suðaustur af Hafnarfirði, ofan Kaldárbotna, klettótt og bratt á flesta vegu, í Mosfellssveit, fjall og bær sem sama nafni, á Þórsnesi á Snæfellsnesi, ávalt að sunnan og vestan en mjög þverhnípt að norðan og austan (einnig samnefndur kirkjustaður), hátt fjall yst sunnan Dýrafjarðar, fell í Strandasýslu vestan Hrútafjarðar, í Þistilfjarðarfjallgarði norðaustan Öxarfjarðarheiðar og í Vestmannaeyjum.

Riddarinn á Helgafelli

Hugsanlega er nafnið tengt lögun þessara fjalla, en þau eru að minnsta kosti sum hver regluleg eða heilleg að útliti. Af einhverjum ástæðum var talin helgi á Helgafelli á Snæfellsnesi. Nú er og helgiblær á Helgafellinu ofan við Hafnarfjörð eftir að fólk frá KFUMogK í Kaldárseli reisti trékross á Kaldárhnúkum vestari.
„Orðið helgur er samandregin mynd úr heilagur, sem er skylt orðinu heill. Örnefni með Helga- að fyrra lið geta einnig verið dregin af mannsnafninu Helgi. Nafnið Helgafell gæti vísað til helgi á fjallinu til forna. Þar uppi er varða. Vísir menn á borð við Þórarinn Þórarinsson arkitekt hafa tengt saman vörður á fjöllum í nágrenni Reykjavíkur á kort, t.d. á Helgafelli, Ásfelli og Sandfelli, og fundið líkindi til þessa að þær hafi markað tímatal eftir gangi sólar. Gæti því verið að fjall eins og Helgafell hafi notið sérstaks álits í heiðnum sið? Enn aðrir segja að á Helgafelli kunni að vera grafinn Hinn heilagi bikar.
MálverkiðÁ mynd af málverkinu Síðustu kvöldmáltíðinni eftir Leonardo da Vinci sést hvar Kristur 
bendir á borðið og virðist segja: „Hvar er bikarinn?“, og lærisveinar reyna að útskýra fyrir honum hvar honum hafi verið komið fyrir. Einn bendir t.d. upp og þar virðast vera vísbendingar um staðsetninguna.
Helgafell er ein af mörgum, smáum móbergsmyndunum Reykjanesskagans og myndað við gos undir jökli mjög seint á ísöld. Það stendur upp af hraunum Trölladyngjukerfisins, sem sum hver eru frá sögulegum tíma en melar liggja að því í norðri og ásar tengja það við Valahnúka sem eru mun lægri móbergshryggir. Fjallið er sérkennilega kúpt og minnir helst á risastóra, brúna þúfu.“

Veðrað móberg á Helgafelli

Reyndar er „varðan“ efst á Helgafelli berggangur, sem grjóti hefur verið hróflað utan í á seinni árum. Auk þess hafa nýlega verið hlaðnar litlar vörður uppi á fjallinu, skammt frá, svona til minningar um fólkið, sem þær hlóð.
Eftirfarandi lýsing á gönguferð í kringum Helgafell er úr grein í Mbl frá árinu 1980: „
Helgafell er algengt örnefni á Íslandi. Margt bendir til að þessi nafngift hafi upphaflega verið í tengslum við heiðinn átrúnað, smbr. sögnina um Helgafell á Snæfellsnesi, sem sagt er frá í Landnámabók og margir kannast við. Í nágrenni Reykjavíkur veit ég um tvö Helgafell. Annað fyrir norðan Reykjalund í Mosfellsbæ, en hitt er fyrir austan Hafnarfjörð. Þangað er förinni heitið að þessu sinni.
Kaldársel er forn selstaða sem og fornt býli og var í ábúð fram til 1886. Nú er þar starfrækt barnaheimili á sumrin. Kaldársel skipar sess í bókmenntasögu okkar því þar Útsýni til Grindarskarðavar Sölvi látinn alast upp, en hann er aðalpersónan í samnefndri sögu eftir sr. Friðrik Friðriksson og margir hafa lesið. Framhjá íbúðarhúsinu rennur Kaldá, ein stysta á landsins, því hún hverfur í hraunið skammt fyrir vestan barnaheimilið. Segja sumir, að hún komi aftur upp í Straumsvík.
Helgafell er úr móbergi, hlaðið upp við gos undir ísaldarjöklinum og því með eldri jarðmyndunum hér um slóðir. Þegar við erum komin upp á hæðirnar fyrir austan Kaldársel, tekur við rennislétt helluhraun, sem liggur upp að fellinu að vestan. Hér er gott að ganga, því fast er undir fæti og ekki spillir það fyrir ánægjunni að víða verpa smáhellar og hraungjótur á vegi okkar, sem sjálfsagt er að kanna nánar og ekki síst, ef einhver af yngstu kynslóðinni er með í för.
Við höldum suður með fellinu og beygjum fyrir suðvesturhorn þess. Þar opnast nýtt útsýni, því nú blasir fjallgarðurinn við, sem er framhald Bláfjallanna til vesturs. Við greinum m.a. Grindaskörðin, en um þau lá aðalleiðin frá Hafnarfirði austur í Selvog og Ölfus fyrr á tímum þegar hesturinn var aðalfararskjóti þjóðarinnar.

Vatns- og vindrof á Helgafelli

Nú fara fáir um þessar gömlu götur, en þær eru fyllilega þess virði að kynnast þeim nánar. En gangan milli þessara staða fram og til baka er stíf dagleið.
Leiðin meðfram Helgafellinu að austanverðu er mjög greiðfær, gatan liggur þar milli hrauns og hlíðar og er fær bilum með drifi á öllum hjólum. Þegar komið er norður fyrir svonefndan Riddara (sjá kort), getur að líta gatklett einn mikinn hátt uppi í hlíðinni og er ekki úr vegi að skreppa þangað, ef tíminn er nægur.
Fyrir norðan Helgafell eru Valahnúkar, og er greiðfært skarð á milli þeirra og Helgafells. Við skulum lengja gönguna og skreppa norður fyrir hnúkana. Leiðin er eins greiðfær og fyrr. Við förum rólega og njótum augnabliksins. Innan skamms komum við að voldugri girðingu, sem gerð hefur verið um skjólgóðan hvamm norðan í hnúkunum. Þetta er Valaból, sem Farfuglar hafa helgað sér. Þar hafa þeir hlúð að gróðri, sáð grasfræi og og gróðursett tré. Enda eru þeir nú að taka við launum þessa erfiðis síns. En það er annað og meira að skoða hér. Innan girðingarinnar er Músarhellir, gamall næturstaður gangnamanna, rjúpnaskyttna og ferðamanna fyrr á tímum. Farfuglarnir hafa sett hurð fyrir hellinn og lagfært margt þar inni, enda hafa þeir oft gist þar í hópferðum sínum. Við komumst yfir girðinguna á göngustiga og sjálfsagt er að staldra þarna við og skoða staðinn nánar.
Frá Valabóli höldum við svo í áttina að Kaldárseli. Leiðin liggur meðfram girðingunni sem umlykur Helgadalinn, en þar eru miklar lindir, Kaldárbotnar, sem Hafnfirðingar taka úr sitt neysluvatn og þurfa að vernda. Og þar eru upptök Kaldár. Nokkru áður en við komum að bílnum verður garðhleðsla á vegi okkar. Liggur hún frá þessum vatnsbólum og í áttina að Hafnarfirði. Þetta eru undirstöðurnar af gömlu vatnsleiðslu Hafnfirðinga.
Í stað þess að leggja vatnið í lokuðum leiðslum til Veðrun á Helgafellibæjarins, eins og nú er gert var vatnið leitt í lokuðum stokk yfir hraunið og vestur undir Sléttuhlíð. Þar rann það ofan í hraunið en skilaði sér aftur í Lækinn, sem rennur um Hafnarfjörð, en þá höfðu bæjarbúar nýtt lækinn að fullu. Tilraunin heppnaðist fullkomlega og dugði þetta viðbótarvatn Hafnfirðingum í rúmlega 30 ár eða fram að1950. Þá var lögð fullkomin vatnslögn ofan frá Kaldárseli sem dugar enn.“
Gengið var upp á Helgafell að vestanverðu. Aðkoman liggur yfir slétt helluhraun. Gangan upp er greiðfær og tiltölulega auðveld. Á leiðinni er komið upp í bergsal og upp úr honum liggur leiðin upp hann innanverðan til suðausturs. Þegar upp var komið, eftir 15 mín göngu, voru skoðaðar veðraðar móbergsmyndanir með alls kyns stílbrögðum. Utan í fellinu að suðaustanverðu eru listaverkasalir vatns og vinda. Heilsað var upp á Riddarann syðst á ofanverðu fellinu, en hann átti sér tvo bræður (vörður, sem mið af sjó) á suðvestanverði Brunabrúninni skammt ofan við Straumsvík. Þær hafa nú verið eyðilagðar.
Víðsýnt er af Helgafelli, bæði yfir höfuðborgarsvæðið sem og til fjalla og fjallgarða allt umleikis.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-visindavefurinn.is
-Mbl. 10.júlí 1980.

Útsýni af Helgafelli yfir höfuðborgarsvæðið

Brúsastaðir

Á Brúsastöðum við Malirnar standa tvö hús, gamli Brúsastaðabærinn nærri sjónum og ofar í landinu stendur nýbýlið Brúsastaðir 2. Nú er verið að endurbyggja og stækka gamla Brúsastaðabæinn við Litlu-Langeyrarmalir.
Neðan bæjarins ganga hraundrangar í sjó fram, sem sjórinn Stifnishólarhefur brotið á síðustu áratugum. Nefnast þeir Stifnishólar og segir sagan að þar hafi verið kveðinn niður draugur um 1800. Ofan þeirra er hlaðinn garður og bátarétt skammt vestar. Brúsastaðir voru eins og hvert annað hafnfirskt grasbýli með smá túnskika í kringum bæjarhúsin, litla matjurtargarða í gjótum og vatnsbrunn í nálægri hrauntjörn. Fólkið sem byggði þessi grasbýli lifði af því sem landið og sjórinn gaf, hafði fáeinar kindur og mjólkandi kú, reri til fiskjar og vann tilfallandi störf til sjós og lands.

Stifnishólar

Stifnishólar og Brúsastaðir.

Á heimasíðu Brúsastaðaættar er sagt að nafnið tengist fuglum af ætt Brúsa, þ.e. Himbrimum og Lómum. Þessi nafnahugmynd er nýleg en til er eldri og sennilegri skýring á nafninu.
Í eina tíð stóðu margar verbúðir í landi Garðakirkju við norðanverðan Hafnarfjörð. Þegar einokunarverslunin lagðist af 1787 fjölgaði lausakaupmönnum og versluðu m.a. á Langeyri. Kaupmennirnir stóðu ekki lengi við en grasbýli tóku að byggjast þar sem kaupbúðir og verbúðir stóðu áður.

Getið er um Litlu-Langeyri í manntali 1801. Þetta kot var í eyði þegar Jón Oddsson kom þangað 1890 og tók Stifnishólar og Brúsastaðavörinað endurbyggja bæinn. Þegar hann var að grafa fyrir grunni hússins fann hann brot úr leirbrúsa og kallaði bæinn þar eftir Brúsastaði. Sigurgeir Gíslason vegaverkstjóri [sá er hafði m.a. verkstjórn á Grindavíkurveginum 1914-1918, tengdasonur Jóns Oddsonar lýsti nafngiftinni á þennan hátt fyrir Gísla Sigurðssyni lögregluþjóni og örnefnasafnara á sínum tíma. Það má ímynda sér að leirbrúsinn hafi verið frá þeirri tíð er lausakaupmenn versluðu á Langeyri seint á 18. öld, þó skýringin geti verið önnur.

Brúsastaðir

Brúsastaðir.

Oddur Jónsson og kona hans Sigríður Guðrún Eiríksdóttir sem komu frá Brynjudal í Hvalfirði tóku við Brúsastöðum af Jóni, en Eyjólfur Kristjánsson Welding og Ingveldur Jónsdóttir fluttu í Brúsastaðabæinn frá Hraunhvammi 1915. Það eru afkomendur þessara hjóna sem tilheyra Brúsastaðaættinni. Sonur þeirra Þórður Kristinn tók við búskapnum árið 1932 og eftir hans dag 1965 bjó Unnur dóttir Þórðar á Brúsastöðum ásamt Birni Kristófer Björnssyni eiginmanni sínum.
Margir, sem ganga með ströndinni neðan Brúsastaða, hafa mikla ánægju af fuglalífinu í fjöruborðinu sem og hinu hljómfagra samspili sjávar og steina.

Heimild:
-fp-2002.

Fjöruskil við Stifnishóla

 

Selvogsgata

Gengið var áleiðis upp Grindarskörð millum Kristjánsdalahorns og Kerlingarhnúka (Kerlingarskarðs).
Ætlunin var að ganga gömlu Selvogsgötuna (Suðurfararveginn) milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Ferðafélög og leiðsögumenn síðustu Selvogsgata um Grindarskörðáratuga hafa gjarnan fetað aðra götu upp Kerlingarskarð og síðan fylgt vörðum frá því á sjötta áratug síðustu aldar niður að Hlíðarskarði – og kynnt þá leið sem hina einu sönnu „Selvogsgötu“. Í rauninni eru nú um þrjár götur að velja og er „túrhestagatan“ nýjust, eins og síðar á eftir að minnast á. „Túrhestagatan“ er seinni tíma „gata“, beinvörðuð. Um var að ræða vetrarsýsluveg Selvogsmanna um þann mund er fyrri tíma þjóðleiðir voru að leggjast af (um 1940). Vörður við leiðina hafa síðan verið endurhlaðnar og virðist leiðin þess vegna við fyrstu sýn „sú eina“ millum Selvogs og Hafnarfjarðar. Raunin er hins vegar allt önnur.
Að baki var úfnasti hlutu Hellnanna. Líklega það sem kallað var Flár. Þar er víðsjál vegferð með bröttum klifum niður í svonefnda Mosa, einnig ótrygg vegferð. Að baki voru sjálfar Hellurnar með vel ruddri og varðaðri hestagötu í beinstefnu ofan við Strandartorfur. Þegar komið var upp Hellurnar sást vel til hinna grösugu Kristjánsdala er liggja norðan undir fjallshlíðum þeim er sveigjast í suðaustur frá Kerlingarskarði í átt að Kristjánsdalahorni.
Tvær vörðuleifar eru á þessum hluta Selvogsgötu (Eystri), en annars er yfir slétt helluhraun að fara. Leiðin er nokkuð eðlileg, bæði með hliðsjón af lestarferðum og vatnsöflun. Undir Grindarskörðum er öllu jafnan ágætt vatnsstæði. Nú var það þurrt líkt og öll önnur vatnsból við götuna, önnur en Rituvatnsstæðið millum Litla-Leirdals og Hliðardals.
Gatan upp Grindarskörðin er augljós þar sem hún liggur í sneiðinga. Vörðubrot eru á stefnumiðum. Þrátt fyrir þarf að lesa hlíðina vel, nú tæplega 70 árum eftir að síðasta lestarferðin var farin þessa leið milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Bæði hefur vatn fært jarðveginn til á köflum og gróðureyðingin sett svip sinn á leiðina. Með góðri athygli má þó sjá hvernig lestarstjórarnir hafa leitt stóð sín ákveðið og óhikað upp sneiðingana, allt upp á efstu brún á hálsinum. Þar er varða og augljóst hvar gatan hefur legið vestan hennar.
Efst í GrindarskörðumÞegar lestirnar komu frá Selvogi fram á norðurbrún Grindarskarða blasti við augum víð og fögur sýn allt til þéttbýliskjarna á strönd hins fagurbláa Faxaflóa og til Akrafjalls og Esju í norðri, nær okkur Helgafell og Húsfell. Á háskarðinu höfðu lestirnar jafnan verið um 5 klukkustundir á ferð úr heimabyggð í Selvogi. Ferðin frá Mosum og upp á skarðsbrúnina hafði tekið um þrjá stundarfjórðunga (án lestarinnar).
Frá brúninni liggur gatan á ská niður hálsinn (Grindarskörðin) og þaðan svo til beint að augum. Tvær vörður eru áberandi framundan. Fyrri varðan vitnar um gatnamót; annars vegar Selvogsgötu og hins vegar Heiðarvegar niður  að Hrauni í Ölfusi. Næsta varða er á þeirri leið, upp á og niður með Heiðinni há. Við fyrri vörðuna var beygt til hægri og stefnan tekin milli gígs á vinstri hönd og hraunbrúnar á þá hægri. Framundan voru vörðubrot við götuna, sem annars virðist augljós. Þegar komið var að gatnamótum norðvestan við Litla-Kóngsfell var staðnæsmt um stund. Í norðvestri blöstu Stóri-Bolli, Miðbolli, Kerlingahnúkar og Syðstu Bollar við. Norðaustan við Kelringahnúka er Kerlingarskarð, sem leið FERLIRsferðalanganna átti síðar eftir að liggja um.
Dæmigert vörðubrot við SelvogsgötunaHér reis slétt hraunhella upp úr móðurhrauninu; táknræn varða. Skammt sunnar voru tvö vörðubrot sitt hvoru megin götunnar. Vestar voru vörður og síðan tvær beggja vegna götu er lá millum þessarar og „Selvogsgötu Vestari“ og Hlíðarvegar (hinna beinvörðuðu vetrarleiðar). Gatan lá yfir að „Hliðinu“ á sýslugirðingunni, sem lá þarna upp að sunnanverðum Grindarskörðum. Leifar hennar sjást enn vel.
Gömlu Selvogsgötunni var fylgt um Grafninga neiður með Litla-Kóngsfelli og áfram niður í Stóra-Leirdal. Á leiðinni verður fyrir þurr foss á vinstri hönd og uppþornaður lækjarfarvegur, sem stundum fyrrum hefur þótt óárennilegur. Þess vegna liggur gatan yfir hann (en ekki eftir) og upp á hraunbrúnina að vestanverðu. Þar liðast gatan skamman veg niður af henni aftur að austanverðu. Eftir það liggur gatan um Stóra-Leirdal, vel gróinn slátturdal ofan við Hvalskarð. Þar mátti sjá á sumardögum á beit 50-100 sauðfjár, en að þar hafi verið heyjaðir hundruð hestburðar, eins og sagnir eru til um, verður að teljast vafasamt. Hestar lestanna fyrrum urðu hér léttari í spori niður á grasvöll dalsins, enda hefðarlöggiltur áningastaður á hinni löngu lestarleið yfir Grindarskörð. Hér eru hestburðir ofan teknir og hestar leystir úr lestarbandi og þeim leyft að grípa niður með reiðing sínum og beisli um háls. Þar spenntu lestarmenn töskur sínar frá hnakki og tóku fram nesti sitt.
„Lestargatan milli skarða var allgóður lestarvegur með árlegu viðhaldi í ruðningi á árum áður, einnig í skorningunum milli hrauns og hlíðar er Grafningar nefndust. Sumsstaðar var sýnt að gamalt hraun ofan af heiðinni hafði hnigið undir vegferð lestargötunnar. Þarna gæti veri það sem kallað hefur verið Hrauntraðir. Ferð lestarinnar milli skarða miðar vel og er komin um hálftíma ferð frá Stóra-Leirdal norður úr Grafningum og að beygja sunnan við Litla-Kóngsfell“.
„Lestargangur í Stóra-Leirdal var um 4 klukkustundir á fótinn frá Selvogi. Sunnan við dalinn liggur gatan í sneiðing upp Vestari leiðinlágt skarðið. Þegar upp er komið blasir vitinn í Nesi við sem og Selvogur vestan hans. Hér er leiðin tæplega hálfnuð (gengnir höfðu verið 14 km) niður á Strandarhæð (og er þó Selvogsheiðin eftir).
Handan Hvalskarðins liggur gatan eftir lágbrekkuhalla og sveigist brátt í suðaustur að hraunmóa með grasdrögum hér og þar, einnig með klifum sem voru á tímum lestarferðanna þannig gerðar að þær yrðu hestum sem best færar. Hinir mörgu svigar á vegferð þessari eru vegna hraunhólanna neðan við Hvalskarðsbrekkur.“
Þegar komið var niður fyrir Hvalskarð var látið staðar numið. Héðan er gatan augljós niður í Litla-Leirdal, Hlíðardal, Strandardal og um Standarmannahliðið að Selvogsheiði, allt niður á Strandarhæð (Útvogsskála[vörðu]).
Staldrað var við í aðalbláberjahvammi og horft var eftir Hvalhnúk og Austurási, allt vestur að Vesturási. Kjói lét öllum illum látum. Líklega var hreiðurstæði hans í nánd. Sólin baðaði allt og alla og lognið umlék þátttakendur á alla vegu. Í dag var 17. júní, þjóðhátíðardagurinn sjálfur. Líklega var hvergi betra að vera en einmitt hér í tilefni dagsins. Fánar blöktu við götuna á hverjum bakpoka í tilefni af merkilegheitum dagsins.
Eftir stutta hvíld var gengið vestur með Hvalhnúk og vestur fyrir Austurása. Líklega eru nafngiftirnar augljósari en einmitt sunnan við fellin. Ásarnir; Austurás og Vesturás, eru móbergshæðir á sprungureinum (gos undir jökli), en Hvalfell er grágrýtisbrotafell frá upphaf nútíma (í lok ísaldar). Með fellunum eru, þrátt fyrir gróðureyðingu síðustu áratuga, fjölbreytilegt blómaskrúð.

Drykkjarsteinn í Kerlingarskarði

Milli hnúkanna eru gatnamót; annars vegar Hlíðarvegar og hins vegar Stakkavíkurvegar. Þrjár vörður (og vörðubrot) á hraunbrúninni undirstrika það. Hér var stefnan tekin til baka upp Hlíðarveginn velvarðaða. Selvogsgatan Vestri er skammt vestar. Þar liggur hún upp úfið apalhraun. Eftir skamma göngu eftir slóða austan við „Hlíðarveginn“ lá gata inn á úfið hraunið. Yfir stutt hraunhaft var að fara. Þegar þeirri götu var fylgt áleiðis að vörðunum þráðbeinu var komið inn á Vestari leiðina. Hún liggur upp frá Vesturásum, inn á hraunbreiðuna og upp fyrir hans. Hér var hægt að velja um tvennt; annars vegar að fylgja Hlíðarvegnum með vörðunum eða beygja af og fylgja „Selvogsgötunni Vestri“. Í raun er hér ekki um Selvogsgötu að ræða. Selvogsgatan er þar sem fyrstneftnt var lýst; upp Grindarskörð og niður með Litla-Kóngsfelli, um Grafninga, Stóra Leirdal, Hvalskarð og dalina áleiðis að Strandarheiðinni.
Ákveðið var að fylga „Vestri“ leiðinni. Hún er öllu greinilegri og fótmeðfærilegri en „túrhestagatan“. Fallnar vörður eru við götuna. Ofan við og móts við Gráhnúk sker hún Hlíðarveginn og liggur svo til beint upp að hinum tveimur vörður á millileiðinni er fyrr var minnst á. Annars vegur liggur leiðin til hægri að Selvogsgötunni um Grindarskörð, er fyrr hefur verið lýst, eða til vinstri, að Kerlingarskörðum.
„Ekki var nú lestarferð löng vestur að uppgöngu austanmegin Kerlingarskarðs. En rétt austan við uppgönguna fórum við yfir örmjóa apalhrauntungu er runnið hefur niður Skarðahraun. Þar standa Tvívörður við vegferð og frá þeim í beinlínu eru hinar vel hlöðnu vetravegsvörður í stefnu á vesturenda Hvalhnúks Vestri. Þær höfðu þann kost að út úr sérhverri þeirra stóð steinn í átt þeirrar næstu sem var mikið öryggi þegar hin svarta þoka lá yfir Skarðahrauni sem oft var. Nefndust steinar þessir Vegvísir.
Vestan við apalhrauntunguna lá vegurinn upp á Kerlingarskarð í allsnörpum halla, vel ruddur á tímum lestarferðanna sem og vegurinn yfir nefnda hrauntungu. Þá verður að taka fram að girðing sú sem títt er nefnd í nútíma var enn í þekkt á tímum lestarferðanna því hún var uppsett vegna mæðiveikivarna á stríðsáratugnum. Þá verður að minnast þess að hér skárust saman í sömu uppgöngu á Kerlingarskarð, Eystri leið eftir Katlahrauni og Vestri leið upp Selsstíg frá Herdísarvík og Stakkavík. En rétt áður en við beygðum upp á Skarðið blöstu við á vinstri hönd Draugahlíð og framhjá þeim í vestur sér til Eldborgar. En nær nefndri hlíð er að finna leifar af brennisteinsvinnslu Breta á púðurskots- og hernaðarárum þeirra.“
Gengið um SelvogsgötuAf ummerkjum að dæma má telja líklegt að „Vestri“ leiðin hafði verið framhald af Stakkavíkurselstígnum, enda mjög svipuð leið og önnur leið þess fólks um Brennisteinsfjöll framhjá Eldborg, vetrarleið þess til Hafnarfjarðar. Hvorugur stígurinn er varðaður, en þó hafa einhverjir á seinni tímum lagt sig fram við að rekja þá og merkja með litlum vörðum er það bara hið besta mál.
Líklegt má telja að frá hraunbrúninni við Vesturása hafi sameinast Stakkarvíkurstíg fyrrum Hlíðarvegur áleiðis niður að Hlíðarskarði ofan við Hlíð við Híðarvatn. Umferðin um þær götur hafa varla verið jafnmikil og um sjálfa Selvogsgötuna (Eystri).
„Vestri“ leiðin liggur um slétt helluhraun og er auðfarin. Á einstaka stað hefur gatan verið unnin, sem verður að teljast óvenjulegt, því hvergi er gatan mörkuð í hraunhelluna. Það staðfestir fyrrnefna ályktun. Það er ekki fyrr en upp undir gatnamótunum „tvívörðuðu“ að forn gata fær staðfestu. Þar eru greinileg gatnamót; annars vegar um Grindarskörð og hins vegar um Kerlingarskarð.
„Að götunni vestan megin liggur hið mikla Skarðahraun fast upp að götunni og sumsstaðar yfir hana en það liggur fast að Hvalhnúk Vestri í suðri og til Draugahlíðar og Kerlingarskarðs í norðri en í vestur allt til Brennisteinsfjalla.
Með beygju þessari mildast vegferðin með snögggrónum lautum, ásamt pollum í dældum. Hér verður þessari vegferð lestarinnar í vesturátt til Grindarskarða en hið einkarfallega hringlaga fell Litla-Kóngsfell á hægri hönd. Það er borglaga gígsfell hæst á suðurbarmi og með grasgeira neðantil. Norðaustur af því er gjá mikil, Stórkonugjá. Það er talið að fjall þetta sá á markalínu Gullbringu- og Árnessýslna með stefnu á Vílfilsfell, enda var Jósepsdalir sunnan þess smalaðar á haustdögum sem afréttarland Selvogshrepps um aldir.“
Í þessari lýsingu kemur m.a. fram að Litla-Kóngsfell sé á markalínu. Í dag er Stóra-Kóngsfell, allnokkru norðaustar, notað sem slíkt viðmið. Verður það að teljast athyglisvert í ljósi þessa (sem og annarra vitnisburða).
Gengið var niður Kerlingarskarð, framhjá drykkjarsteininum sögufræga og niður að Mosum – þar sem gangan endaði (eftir 24 km).
Sjá lýsingu af leiðinni (frá suðri til norðurs) HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 8 klst og 8 mín.
Sjá MYNDIR.

Heimild:
-Byggt á heimild Konráðs Bjarnasonar um Selvogsgötuna til norðurs – 1993.

Miðbolli og Litla-Kóngsfell

Litluborgir

1. Útihús v/ Ástjörn.

Ástjörn

Ástjörn – útihús.

Upp og austur frá bænum Ási rís upp fjall, sem heitir Ásfjall. Það er raunverulega framhald af Hvaleyrarholti, (er fyrr getur). Á Ásfjalli er varða, sem heitir Ásvarða. Bærinn Ás stendur í brekku vestan undir fjallinu. Vestur frá bænum er tjörn í lægð, sem heitir Ástjörn. Norður frá henni er býli, sem heitir Stekkur. Þar mun hinn gamli stekkur frá Ási hafa verið. Þótt bærinn Ás hafi verið rifinn má enn sjá margar minjar húsa og annarra búsetuleifa.

2. Ingvarslundur.
Ingvarslundur-221Í Undirhlíðum er minnisvarði um fyrsta formann Skógræktarfélagsins, Ingvar Gunnarsson. Sumarið 1930 plantaði Ingvar fyrstu barrtrjánum þarna ofarlega í Litla-Skógarhvammi, kjarri vöxnum unaðsreit í Undirhlíðum. Vorið 1934 var hvammurinn girtur og skólabörn og drengir í Vinnuskólanum í Krýsuvík bættust síðar í hóp trjáræktenda. Lundurinn hefur einnig verið nefndur Skólalundur.

3. Höfðaskógur.

Höfðaskógur

Höfðaskógur.

Starfsstöð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar er í svonefndum Höfðaskógi. Félagsaðstaða og ræktunarstöð félagsins er á Beitarhúsahálsi sem dregur nafn sitt af Jófríðarstaðaseli sem varð að beitarhúsi þegar selfarir lögðust af. Þar sem selið stóð eru nú tóftir beitarhúss sem var sennilega byggt rétt fyrir aldamótin 1900. Höfðinn suðaustan við Beitarhúsaháls og er sennilega nefndur eftir beitarhúsinu, en eldra nafn á höfðanum er Heimastihöfði. Nokkrir höfðar til viðbótar falla undir Höfðaland. Höfðarnir heita auk Húshöfða, Selhöfði, Stórhöfði, Miðhöfði og Efstihöfði sem var allt eins nefndur Fremstihöfði. Einn höfði til viðbótar var tilgreindur í gömlum skjölum og nefndur Þormóðshöfði. Hann heitir í dag einu nafni Langholt enda frekar um holt eða ás að ræða en eiginlegan höfða.

4. Skátalundur.

Skátalundur

Skátalundur við Hvaleyrarvatn.

Skátaskálinn var byggður árið 1968 og landið girt og uppgræðsla hófst 1973. Inni í greniskógi vestan við skálann má finna leifar af birkikjarri fyrri tíma.

5. Rétt við Stórhöfða.
storhofdarettÍ örnefnalýsingu Ara Gíslasonar um Hvaleyrir segir m.a.: „Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur , sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla.

6. Bruni.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Efri hluti Nýjahrauns er nefndur Bruni, og nær það nokkuð suður á móts við Stórhöfða. Sunnan og neðan við Stórhöfða er hraunið nefnt Stórhöfðahraun. Upp að  Brunanum vestan Stórhöfða heitir hraunið Selhraun. Kapelluhraun, en svo nefnist neðsti hluti Nýjahrauns, var í daglegu tali fólks í Hraunum einnig nefndur Bruninn og enn ofar Háibruni. Talsvert var um mosatekju í Kapelluhrauni.

7. Gráhelluhraun.
Gvendarlundur - skiltiFyrsta verk stjórnar eftir að Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, sem stofnað var haustið, 1946 var að útvega hentugt land til skógræktar. Upphaflega hugmyndin var að hefja trjárækt í örfoka brekkunum norðan Hvaleyrarvatns, en vegna kulda vorið 1947 var leitað að skjólsælla svæði. Forvígismenn félagsins töldu nyrsta hluta Gráhelluhrauns henta vel til ræktunar og fengu leyfi bæjaryfirvalda til að girða 7 hektara reit í hrauninu upp af Lækjarbotnum. Gróðursetning hófst við hátíðlega athöfn 27. maí 1947 og fyrsta sumarið voru 2.300 trjáplöntur settar niður. Næsta áratug var aðal starfsemi félagsins tengd skógrækt í Gráhelluhrauni.

8. Klifsholt.

Smalaskáli

Listaverk við Smalaskála.

Sléttuhlíð og hluti Gráhelluhrauns tilheyrðu áður fyrr upplandi Hamarskots, sem var ein af hjáleigum kirkjustaðarins í Görðum. Sumarið 1945 fékk Jón Magnússon í Skuld úthlutað land við syðsta Klifsholt. Hann reisti þar bústað sinn sem hann nefndi Smalaskála og hóf mikið ræktunarstarf. Landið sem Jón fékk til afnota var nánast örfoka hvammur sem stendur nokkru sunnar og ofar í landinu en bústaðirnir í Sléttuhlíð. Í auglýsingu um Reykjanesfólkvang segir m.a. um mörkin: „Lína dregin.. á mörkum Garðahrepps og Hafnarfjarðar við Kershelli. Þaðan eftir þeim mörkum inn fyrir sumarbústaðahverfi í Sléttuhlíð á hæð er Klifsholt heitir, þaðan beint í Steinshús, sem er glöggt og gamalt eyktamark.“ Frá Klifsholti er einstaklega falleg fjallasýn, allt frá Vífilsfelli í norðaustri og að Fagradalsfjalli í suðvestri.

9. Valaból.
Valabol-221Í Valabóli var gangnamannahellir fyrrum, sem leitarmenn notuðu áður fyrr. Hann heitir Músarhellir, en er í daglegu tali nefndur Valaból eftir að Farfuglar lagfærðu hellinn um 1940 og tóku svæðið umhverfis hann til ræktunar. Þar hafa þeir hlúð að gróðri, sáð grasfræi og gróðursett tré.  Músarhellir hefur auk þess í gegnum tíðina verið næturstaður rjúpnaskyttna og ferðamanna. Farfuglarnir settu hurð fyrir hellinn og lagfærðu margt þar inni, enda gistu þeir þar oft í hópferðum sínum.

10. Stórhöfði.
Vel má sjá hversu landið hefur blásið burt, en Skógrækt Hafnarfjarðar hefur plantað talsverðu af trjám með vegslóðanum inn dalinn. Úr Stórhöfða kom Stórhöfðahraun vestan og sunnan við höfðann. Stórhöfði er léttur uppgöngu, alveg upp á hæstu bungu (128 m.y.s.). Misgengi gengur í gegnum höfðann með stefnu að Hjallamisgenginu í gegnum Smyrlabúð.

11. Húsfell.

Húsfell

Húsfell.

Húsfell sem stendur í mörkum Húsfellsbruna, Rjúpnadyngnahrauns og Helgadalshrauns. Mygludalir eru vestan Húsfell og austan þeirra blasir Víghóll við. Bæði þessi nöfn Víghóll og Mygludalir eru einkennileg en ekki er vitað um uppruna þeirra. Munnmæli herma að hryssa Ingólfs Arnarsonar sem Mygla hét hafi haldið sig í Mygludal, en líklegri skýring á nafninu tengist einkennilegu náttúrufyrirbæri sem myndast í hringjum og dælum og minnir á mygluskán. Farið er yfir Húsfellsgjá sunnan hólsins á leiðinni að Húsfelli og síðan getur hver og einn valið sér uppgönguleið eftir getu. Húsfell er 288 m.y.s. eða um 50 m lægra en Helgafell. Engu að síður er víðsýnt af toppi fjallsins í góðu skyggni.

12. Helgafell.

Helgafell

Helgafell.

Helgafell er 338 metra hár móbergsstapi. Venjulega tekur gangan um einn til einn og hálfan klukkutíma. Fjallið myndaðist, líkt og Húsfell, við gos undir jökli seint á ísöld. Efst uppi á fjallinu er varða, sem er í raun berggangur sem grjóti hefur verið hlaðið í kringum. Í suðaustri er klettadrangur í fjallinu, sem heitir Riddari. Þaðan er færar gönguleiðir niður af fjallinu; önnur liggur í gegnum stóran steinboga og hin er stikuð til vesturs. Nafn fjallsins kann að vera komið til vegna einhvers konar helgi á fjallinu til forna. Fjallið er er tiltölulega auðvelt uppgöngu. Útsýnið af toppnum er gott, þó að fjallið sé ekki mjög hátt. Þaðan sést vel yfir höfuðborgarsvæðið og vestanverðan Reykjanesskaga.

13. Valahnúkar.

Valahnukar-221Valahnúkar eru taldir hafa myndast í gosi fyrir um 120 þúsund árum. Nafngiftin er ekki á hreinu en en gæti verið komin af nafni Fálka sem eru stundum kallaðir valir. Eins gæti nafnið komið af ávalir og þá vísað til hnjúkkanna á toppi fjallsins, víð og dreif. Aðrir vilja þó meina að hnjúkarnir séu steinrunnin tröll og er það mun betri skýring.

14. Gvendarsel.

Gvendarsel

Gvendarsel.

Gömul gata liggur frá Kaldárseli um Kúadal og Kýrskarð, upp með norðanverðri Gvendarselshæð og áfram til suðurs með henni austanverðri, um Slysadal, Leirdal og Fagradal. Selið er vestan í hæðinni, undir háum klettavegg þar sem hann er hæstur. Klettur slútir þar fram og myndar þak á eina tóftina. Önnur tóft er skammt ofar undir veggnum. Á bak við og inn á milli er skarð í klettana og er hleðsla í enda þess. Norðvestan við selið er hlaðinn stekkur að hluta.

15. Fjallið eina.

Fjallið eina

Fjallið eina.

Fjallið eina er stapi norðan undir Hrútagjárdyngju (223 m.y.s.). Það hefur myndast í gosi undir jökli, en af stapakollinum að dæma virðist sem jarðeldurinn hafi náð upp úr íshellunni í lok gossins. Fjallið er dæmigerð slík gosmyndun. Auðvelt er að ganga á það að norðanverðu.

16. Fremsti-höfði.

Fremstihofdi - varda

Fremsti-höfði hefur einnig verið nefndur Efsti-höfði (103 m.y.s.). Hann er einn nokkurra höfða í Höfðalandi. Efst á honum, ofan við kjarri vaxnar hlíðar, er hlaðin varða. Auðvelt er að ganga á höfðann norðaustanverðan, af veginum inn í Seljadal um sunnanverðan Kjóadal.

17. Fjárhústóft.

Kaldársel

Kaldársel – hálfköruð fjárhústóft Kristmundar.

Austan undir Fremstahöfða er hálfhlaðið fjárhús, líklega frá Kaldárseli. Er eins og hætt hafi verið við húsagerðina í miðjum klíðum. Handbragðið er ekki ólíkt því að þarna hafi Kristmundur Þorláksson, kenndur við Stakkavík og síðan Brunnastaði, verið að verki. Árin 1906-1908 fékk Kristmundur Kaldársel til afnota. Hann kom upp smáheyhlöðu í Kaldárseli fyrir sínar 50 kindur með því að byggja yfir hina gömlu baðstofutótt, sem þá stóð enn ófallinn. Þá byggði hann þar lambahús. Ekki hafði hann not af gömlu tóttunum að öðru leyti en því að hann gat nýtt úr þeim hraunhellurnar, sem hann gerði af miklum dugnaði. Kristmundur lá við í Hafnarfirði, en fór fótgangandi um veturinn beitarhúsaveginn í Kaldársel í myrkri kvölds og morgna. Ærnar hafði hann við gömlu hellana, sem eru skammt norður af Selinu. Lömbin voru í húsi, en músin vildi leggjast á þau. Kristmundur flutti loks fé sitt í Hvassahraun þar sem honum bauðst vist. Hann var því síðasti bóndinn í Kaldárseli.

18. Smyrlabúð.
Smyrlabud - vardaSmyrlabúð er nafn á bergkambi (125 m.y.s). Vestan við það var gamla lestamannaleiðin um Selvogsgötu (Suðurferðaveg) um aldir og allt fram undir 1940 á meðan henni var haldið við með ruðningi sem sýsluvegi. Hleðslur má sjá við hraunkantinn að baki Sléttuhlíðar, þar sem gatan liggur þrengst milli hans og hlíðarinnar. Ekki er ólíklegt að Selvogsbúar á leið sinni í Hafnarfjörð hafi staldrað þarna við, slegið upp tjöldum og dvalið yfir nótt til að komast árla í kaupstaðinn. Gerðið gæti hafa verið fyrir hesta eða fé. Best er að ganga á kambinn að sunnanverðu.

19. Hrútárgjárdyngja.

Hrútagjá

Hrútagjá.

Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móhálsdal. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem heitir Hrútagjá og við hana er dyngjan kennd. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir um 5000 árum.

20. Draughólshraun.
Draugholshraun - vardaDraughólshraun er að öllum líkindum eitt fáfarnasta hraunið á Reykjanesskaganum. Reyndar er hraunið ekki víðfeðmt, en nægilega þó til þess að bæði fólk og skepnur, nema kannski refurinn, hafa löngum lagt lykkju á leið sína til að forðast að þurfa að ganga um það. Hraunið heitir eftir efsta stóra hólnum í hrauninu; Draughól. Það er dæmigert apalhraun. Líklega hefur nafngiftin komið til af því að fæla fólk að fara um svæðið af ástæðu, eða sem vísbending um að þangað væri ekki óhætt að fara. Í raun er hraunið hluti af stærra hrauni, eða hraunum, á svæðinu. Meginhraunið umhverfis er Hrútagjárdyngjuhraunið.

21. Hafurbjarnarholt.

Hafurbjarnaholt

Varða á Hafurbjarnaholti.

Hafurbjarnaholt er hæð austan í Almenningi, kennt við Björn Gnúps-Bárðarson, Hafur-Björn, sem samninginn gerði við bergbúann forðum. Gerðu þeir helmingaskipti í fjáreign. Segir sagan að þá hafi komið hafur og hrútur í féð og var þá sem tvö höfuð væru á hverri skepnu. Gerðist Björn þá fjárríkasti bóndi á Suðurnesjum og því kallaður hafur-Björn. Hafur-Bjarnarstaðir eru á Rosmhvalanesi — og má líklega telja að báðir þessir staðir séu kenndir við áðurnefndan Hafur-Björn. 

22. Litlu-borgir.
Litluborgir-221Svo nefnast hraunborgir austan Helgafells. Þar eru í Tvíbollahrauni tveir gervigígar og fallegar jarðmyndanir, sem hafa myndast við það að hraun hefur runnið út í stöðuvatn. Sérstæðar jarðmyndanir þar á meðal dropasteinsmyndanir eru eina kunna dæmið um jarðmyndanir af þessu tagi í landi Hafnarfjarðar. Svipuð jarðfræðifyrirbæri má þó sjá í Dimmuborgum og í Katlahrauni við Selatanga. Svæðið hefur stundu verið nefnt Minni-Dimmuborgir eða Hraungerði. Borgirnar eru á tiltölulega afmörkuðu svæði og erfitt að finna þær. Hraunsúlur í skútum og helli hafa fengið að vera að mestu ósnertar. Mosinn er mjög viðkvæmur fyrir átroðningi og ber því að ganga um svæðið með varfærni.

14. Markrakagil.

Markrakagil

Markrakagil.

Allt frá fyrstu landamerkjalýsingu frá 2. degi jóla árið 1603 var Markrakagil eitt af landamerkjum Garðakirkjulands, sbr: „Úr Steinhúsi við neðri Kaldárbotna þaðan í Markrakagil í Undirhlíðum, sem er norðanvert við Fjallið Eina, þaðan til Markraka í Dauðadölum og þaðan í mitt Húsfell.
Árið 1959 þegar Hafnarfjörður varð lögsagnarumdæmi út af fyrir sig með áunnum kaupstaðarréttindum, voru mörk þess m.a. mið við gilið: „…Þá lína i markaþúfu við gömlu sandgryfjurnar. Þaðan í Lækjarbotna. Þá í Gráhellu. Þaðan í miðjan Ketshelli. Eftir Selvogsmanna- eða Grindaskarðavegi í Kaplator (Strandartorfur). Þaðan bein lina í Markraka. Þaðan bein lína um Melrakkagíl (Markrakagil) að Krýsuvíkurvegi. Meðfram Krýsuvikurvegi, þar til kemur að norðurbrún Kapelluhrauns. Með norðurbrún Kapelluhrauns að Keflavikurvegi. Meðfram Keflavíkurvegi suður fyrir Kapelluhraun til sjávar.“

24. Óbrinnishólar.
obrinnisholar - namurÓbrinnishólar er röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu um 700 metra vestan við Undirhlíðar og tæpum 2 km sunnan við Kaldársel. Hólaröðin sjálf er um 900 metrar á lengd. Hæsti gígurinn er um 44 metra hár yfir næsta umhverfi og 124 metrar yfir sjó. Óbrinnishólar tilheyra Krísuvíkureldstöðvakerfinu. Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða. Um fyrra gosið í Óbrinnis­hólum er lítið vitað eða hvenær það gaus, en frá því eru a.m.k. 3 gígir og virðist gosið hafa verið á sama stað þá og í því síðara. Hraun frá þessu gosi er nú hulið yngri gosmyndun. Það er aðeins á einum stað sem fundist hefur hraun frá fyrra gosinu og var það í sjálfum gíghólnum. Síðara gosið hófst fyrir 1800 árum í og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum.

25. Óbrinnishólahraun (-bruni).

Óbrinnishólar

Óbrinnishólahraun.

Hraunið er með yngstu hraunum í Hafnarfirði og er að miklum hluta úfið kargahraun með samfelldri ráðandi mosaþembu. Óbrinnishólabruni á að hafa runnið 190 f. Kr. Í hrauninu stendur Stakur, blásinn malarhóll sem var vaxinn kjarri í hlíðum og allgróinn. Smalakofi frá Hvaleyrarbændum var á Stak og má sjá móta fyrir tóft hans.

26. Fornasel. 

Fornasel

Fornasel – tóft.

Aðaltóttin er vestan í hólnum. Sunnan við hana er stekkur. Aftan við hólinn er lítil tótt og hjá henni vatnsstæði, sem hlaðið hefur verið í kringum. Skammt sunnan þess er önnur tótt, sennilega frá eldra seli. Þótt Fornasel geti varla talist til stærri selja hefur það allt er prýtt getur fallegt sel.

27. Gamla þúfa.
Gamla-thufa-221Svo nefnist hæsta hæðin í Almenningi. Um er að ræða gróna þúfu efst á þversprungnum hraunkletti í u.þ.b. 110 m hæð yfir sjó. Hún sést vel frá Straumsseli og áður fyrr var hún þekkt kennileiti á Straumsselsstíg áleiðis að Fjallinu eina. Skammt vestan við „þúfuna“ er hlaðin varða.

Góða skemmtun.

valabol-2013

Skógarnefsgreni

Í örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun segir að Skógarnefsskúti, fjárskjól, sé á mörkum Hvassahrauns og Óttarsstaða, í beina línu milli Hrauns-Krossstapa og Klofningskletts ofan Skógarnefs. Í skilgreiningunni er skógur sagður í Skógarnefi, kjarri vaxinni hlíð. Skógarnefsgren eru sögð neðar. Samkvæmt þessu á skútinn, sem svo mikið hefur verið leitað að, að vera svo til í beinni línu ofan við efsta Krossstapann, í gegnum grenin (sem hleðslur sjást við neðan norðurbrúnar Skógarnefs) og í sömu línu milli þeirra og Klofningskletts norðan Búðarvatnsstæðis. Hann leynist því, skv. þessu, í Skógarnefinu sjálfu, ofan við grenin.

Skógarnef

Hreiður í Skógarnefi.

Til eru a.m.k. þrjár örnefnalýsingar fyrir Hvassahraun er varða austurmörk jarðarinnar. Þar á hún land að Lónakoti upp að Krossstöpum, en ofan við þá á Hvassahraun land mót Óttarsstöðum, allt upp í Búðarvatnsstæði og Markhól þar fyrir ofan, að mörkum Krýsuvíkur.
Í upplýsingum gefnum af Sigurði Sæmundssyni frá Hvassahrauni og þá aðallega kona hans, sem Ari Gíslason skráði, segir m.a. um þessi austurmörk jarðarinnar:
„Á veginum, rétt þegar komið er inn í Hvassahraunsland að austan, er hraunlendi nokkuð greiðfært og slétt af hrauni að vera, þar heitir Sprengilendi, nær það alllangt niður fyrir veginn. Þar rétt neðar, aðeins vestan merkja, er hóll sem heitir Grænhóll. Þar enn neðar er hraunhóll eins og miðsvæðis milli sjávar og vegar, sá heitir Skógarhóll. Upp við veg og um veg er Sprengilendið, það er hæð ofan vegar, er þar nafnlaus lægð. Neðan við Skógarhól á merkjum er svo nes það sem heitir Hraunsnes.“ Þarna er sem sagt verið að lýsa mörkunum neðan hins gamla Keflavíkurvegar, sem nú sést þarna skammt ofan núverandi Reykjanesbrautar. Síðan segir:
„Svo byrjum við aftur við þjóðveginn við merki Lónakots. Þar er varða sem heitir Markavarða, upp af henni er með mörkum Taglhæð. Neðsti-Krossstapi er á merkjum móti Lónakoti og Mið-Krossstapi er hornmark þar sem þrjár jarðir mætast.“ Lengra til suðurs nær þessi lýsing ekki.
Í lýsingu Gísla Sigurðssonar koma hins vegar fram ítarlegri lýsingar á mörkunum:

Skógarnef

Í Skógarnefi.

„Landamerki milli Hvassahrauns í Vatnsleysustrandarhreppi og Lónakots í Álftaneshreppi, síðar Garðahreppi, eru talin þessi (1889): Markaklettur á innanverðu Hraunsnesi; úr Markakletti í Skógarhól uppi á hrauninu, úr Skógarhól í Stóra-Grænhól ofar á hrauninu, úr Stóra-Grænhól í Taglhæð, úr Taglhæð í Hólbrunnshæð, úr Hólbrunnshæð í Skorásvörðu, úr Skorásvörðu í Mið-Krossstapa.“ Hér erum við komin að þeim stað, sem hin fyrri lýsing endaði. Þá heldur áfram: „Landamerki milli Hvassahrauns og Óttarsstaða eru þessi (1889): Mið-Krossstapi, þaðan í Hraun-Krossstapa, úr Hraun-Krossstapa í Klofningsklett, úr Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, úr Búðarvatnsstæði í Markhelluhól, og eru þar klappaðir stafirnar Ótta. Hvass. Krv.“
Í enn einni örnefnalýsingunni, sem fela í sér upplýsingar, sem Guðmundur Sigurðsson gaf í viðtali á Örnefnastofnun 16. júlí 1980, en hann hafði áður borið lýsingu Hvassahrauns undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti, segir m.a.:
„Sunnan Einihlíða lá landamerkjalína Hvassahrauns og Krýsuvíkur í Markaklett, sem er austur af Búðarvatnsstæði. Hann er nefndur Markhelluhóll í landamerkjalýsingu. Stafirnir Hvassa.- Ótta. – Krv. eru þar markaðir á hellu, sem snýr við norðaustri. Á hólnum er varða, sem mun heita Markhelluhólsvarða. Þaðan liggur landamerkjalínan í norður um mitt Búðarvatnsstæði og Búðarhól, sem er hraunhóll. Þar vestur af er lægð í hrauninu, sem nefnist Helgulaut. Þar hafði kona að nafni Helga orðið úti. Þaðan úr Búðarhól liggur línan um Klofningsklett, Skógarnef, Skógarnefsskúta, sem er fjárskjól, og Skógarnefsgren. Skógur er í Skógarnefi.“

Skógarnef

Vatnsból í Skógarnefi.

Skv. framanskráðu ætti Skógarnefsskúti að vera ofan við grenin og neðan við Klofningskletts. Vandinn virtist einungis vera sá að feta sig eftir línunni milli þessarra tvegga staða (efsta Krossstapans) með stefnu á Búðarvatnsstæðið (WGA84 – 6359064-2201878). Í örnefnalýsingunni segir að „norðar er Snjódalaás, hraunás með keri, sem kallast Snjódalir. Þá tekur við Hraun-Krossstapi, Mið-Krossstapi og Krossstapi eða Neðsti-Krossstapi. Þá liggur lína um Skorás með Skorásvörðu. Þar norðar er svo Hólbrunnur, vatnsból í klöpp, sem heitir Hólbrunnshæð. Á henni er Hólbrunnsvarða, Þá er Taglhæð með Taglhæðarvörðu. Þá er Markavarða rétt við þjóðveginn.“ Og þá er hringnum lokað.
En nánar að leitinni sjálfri. Byggt var á þessum fyrrum skráðum upplýsingum. Hafa ber í huga að FERLIR hefur þegar gert nokkrar „atlögur“ að svæðinu með það að markmiði að finna og staðsetja nefndan skúta (sem hingað til hefur látið lítið yfir sér). Þorkell Kristmundsson á Efri-Brunnastöðum (nú látinn) í Vatnsleysustrandarhreppi, sem oft hafði smalað þetta svæði, taldi skútann vera heldur inni á Óttarsstaðalandi (að það hann minnti). Ekki mundi hann hvort sjást ættu hleðslur í eða við skútann. Skógarnefsskúta er hins vegar ekki getið í örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði. Af því mætti ætla að skútinn væri heldur til „vestlægur“, þ.e. inni í Hvassahraunslandi.
Mófuglasöngurinn hljómaði um kjarr, kvosir og kletta.
Haldið var upp frá Kristrúnarborg (Óttarsstaðaborg), gengið hiklaust framhjá Litluhellum, skoðað þrastarhreiður í brún lítils jarðfalls ofan Alfaraleiðar, fornrar þjóðleiðar milli Innnesja og Útnesja, haldið um Taglhæð og síðan austan Hólbrunnshæðar að Skorási. Austan við hann kúra tóftir Lónakotssels.

Skógarnef

Varða við vatnsból í Skógarnefi.

Gengið var framhjá Krossstapagrenjunum og upp að Hraunkrosstapa, efsta krossstapanum. Landamerkjahæll er í honum. Þaðan var línan tekin á Skógarnefsgrenin. Löngu fallin girðing, sem vera átti á mörkunum, er þarna skammt austan við „örnefnalýsingarmörkin“. Þegar komið var upp á norðurbrún Skógarnefnsins sást til vörðunnar á Klofningskletti í suðri, sem og vörðu á Krossstapanum og Skorási. Í þessari línu er svæðið nokkuð grasi gróið í skjólum. Á fremsta ásnum var fallin gömul varða. suðaustan við hana var vatn í grónum hraunbolla, það eina sem sást á þessu svæði. Önnur fallin gömul varða var norðvestan við hina. Norðan hennar var stórt gróið jarðfall. Þegar komið var niður reyndist þarna vera hið ákjósanlegasta skjól. Stórt, litskrúðugt, aðmírálsfiðrildi flögraði um að vild. Þegar grannt var skoðað virtist móta fyrir hleðslum, sem gróið var yfir, bæði í því austanverðu og einnig í því vestanverðu. Sú síðarnefnda virtist greinilegri. Í svo til beina stefnu til norðurs frá þessu skjóli liggur stígur yfir grannt mosagróið apalhraun, að Krossstöpunum.
Svæðið ofar var einnig skoðað, í þessari sömu línu, en ekkert fannst er gat gefið mannvistarleifar til kynna. Líta verður á framangreindan stað sem fyrrnefndan Skógarnefsskúta, m.v. örnefnalýsinguna – þangað til annað kemur í ljós.
Í bakaleiðinni var m.a. gengið fram á lóuegg og nýfædda sólskríkjuunga í hreiðri – og það á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Frábært veður. Gangan (og leitin) tók 4 klst. og 4 mín.

Skogarnefsskuti-231

Skógarnefnsskúti?

Hafnarfjörður

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 segir svo um lönd Akurgerðis og Garða:
Akurgerdi 221„Akurgerði hjet jörð inst í Hafnarfirði og var hún eign Garðakirkju. Árið 1677 var hún tekin handa kaupmönnum, en Garðakirkja látin fá í staðinn 1/2 Rauðkollsstaði í Hnappadalssýslu, en vegna fjarlægðar varð kirkjan að selja þá jörð. Akurgerðisland eyddist smám saman af sjávargangi, og segir sjera Árni Helgason í sóknarlýsingu um 1840: ,,Enginn veit nú hve mikið land Akurgerði fylgdi, það hefur dankað svona, að kaupmenn sem eiga Akurgerði, eigna sjer ströndina frá Fiskakletti og inn að Hamarskotslæk, og prestar í Görðum hafa ei ákært.“ Eftir þessu að dæma virðist hann hafa álitið að kaupmenn hafi sölsað undir sig meira land en þeim bar, jafnharðan og Akurgerðisland eyddist.
Kirkjuland heitir fyrir ofan bygðina, frá Elliðavatns og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi, og upp undir fjöllin. Þar áttu Garðar selstöðu og þar var haft í seli fram um 1832. Um 1840 var sett þar rjett fyrir Garðahrepp, hin svonefnda Gjáarrjett, sem enn stendur.
Garðakirkja átti um miðja fyrri öld alt Garðahverfi og auk þess þessi býli: Hamarskot, Vífilsstaði, Hraunsholt og Selskarð. Hamarskotsland fekk Hafnarfjarðarkaupstaður keypt árið 1913, samkvæmt lagaheimild.
gardar-999Skúli Magnússon segir í sýslulýsingu sinni að þá sje 32 býli í Garðakirkjusókn, þar af voru 11 konungseign, 19 eign Garðakirkju og aðeins 2 bændaeign… Syðsta býlið í sókninni var Lónakot, en það hafði eyðst af sjávargangi 1776. Gekk þá sjór yfir túnið, reif upp allan grassvörð, fylti bæjarhúsin og vörina með grjóti og möl. Sjera Árni Helgason segir að þau munnmæli gangi að út af þessu hafi bóndinn þar orðið svo sturlaður að hann hafi fyrirfarið sjer, og síðan hafi enginn þorað að búa þar. En Skúli Magnússon segir að margar skoðunargerðir hafi farið fram á jörðinni, og þar sje hvergi 30 ferálna stór blettur, sem hægt sje að gera að túni. Þó var bygð tekin upp aftur í Lónakoti um 1840.
Árið 1781 eru áhöld um fólksfjölda í Garðasókn og Reykjavík. Þá eru taldir 385 íbúar í Garðasókn en 394 í Reykjavík. En talsverður munur virðist hafa verið á lífskjörum manna í þessum tveim ur sóknum, hvað þau hafa verið betri í Garðasókn. Þar var þá 41 bóndi, 14 hjáleigumenn og 34 þurra búðarmenn. En í Reykjavíkursókn voru 8 bændur, 24 hjáleigubændur og 59 þurrabúðarmenn. Kvikfjáreign þessara manna var samtals (tölurnar fyrir Reykjavík í svig um): kýr 112 (69), kvígur 5 (1), naut 2 (1), kálfar 3 (2), ær 200 (20), sauðir 116 (9), hross 146 (106).
Samkvæmt þessu eru rúmlega 3 Skerseyri-221menn um hverja kú í Garðasókn, en 5 1/2 um hverja kú í Reykjavík. Í Garðasókn eru tæplega tveir um hverja á, en nær 20 í Reykjavík. Og þegar þess er nú gætt, að þá var altaf fært frá, sjest best hvað viðurværi hefur verið betra í Garðasókn vegna þess að þeir höfðu miklu meiri mjólk en Reykvíkingar. Og svo eiga þeir í Garðasókn sauði til frálags, en Reykvíkingar sama sem sauðlausir.
„Vestast á hraunbrúninni í Garðahverfi stendur Bali, þá kemur Hraunhvammur, austar er Skerseyri, þá Brúsastaðir, en síðan Eyrarhraun. Þar næst koma Langeyrarmalir… Í kring um húsin er sléttur malarbás undir hraunbrúninni. Litlu austar er Langeyri… en síðan tekur við samfelld byggð kaupstaðarins allt frá Fiskakletti og suður undir Flensborg.“
Það er ekki nema svo sem fjögurra rasta vegur frá Hamarskotslæk út að Görðum, og Hafnarfjarðarbær hefur nú teygt sig hálfa leiðina. Vegurinn liggur út með ströndinni. Út á móts við Skerseyri liggur vegurinn yfir djúpa gjá eða hraunhvos og er þar hátt ofan af honum til beggja handa. Niðri í gjótunni liggja stórir steyptir steinar, þrístrendir og toppmyndaðir og líklega um metra á hæð. Steina þessa ljet herstjórnin steypa hjer á árunum og raðaði þeim á veginn. Var ætlunin að þvergirða veginn með þeim, ef til bardaga kæmi á landi. Eftir að herinn var farinn var þessum ferlíkjum velt ofan í gjótuna, en þeir eru, ásamt svo fjölda mörgu óðru, talandi tákn um það, að hernámsliðið bjóst við því í alvöru, að Þjóðverjar mundu gera innrás hjer.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 24. desember 1951, bls. 585-591.
-Vikan, 7. árg. 1944, 5. tbl., bls. 3.

Garðar

Garðar.

Arnarfell

„Í Arnarfelli skammt frá Krýsuvík var draugur sá er Arnarfellslabbi var nefndur.
Var hann svo kallaður Arnarfell-23af því að þeir er skyggnir voru gátu að líta strákhvelping með svartkollótta húfu staglaða með hvítu lopbandi koma ofan úr fellinu og á labbi þar umhverfis til og frá um Krýsuvíkurmýrar, en þar var almennur áfangastaður og lágu menn þar með lestir, flestir nálægt Arnarfelli.
Labbi gjörði ferðamönnum þar ýmsar glettingar. Svipti hann stundum tjaldi ofan af mönnum eða hann þeytti farangri þeirra út í allar áttir eða fældi burt hestana úr haganum og helti suma. Fór enginn maður þann veg eða lagðist þar í áfanga svo að hann hefði ekki heyrt Labba getið. Hann hafði og helt og lamað fé og færleika fyrir Krýsvíkingum og þótti þeim hann sér ærið amasamur í nágrenni, en gátu þó ekki að gjört. Smalamaður Krýsuvíkurbóndans hafði og orðið bráðdauður og var það eignað Labba.
Arnarfell-25Samkvæmt konunglegri tilskipun 1772 skar Björn sem aðrir bændur allt sitt sauðfé. Ætlaði hann nú að róa vetrarvertíðina og réði hann sér far suður í Garði. Býst hann nú í ákveðinn tíma með öðrum vermönnum; voru þeir nótt í Krýsuvík. Bóndi kenndi Björn þegar því þeir voru kunningjar.
„Mörg ár held ég nú liðin síðan þú hefur róið út Björn minn,“ segir bóndi; „get ég að sauðleysið valdi því að þú ferð nú að róa.“
„Rétt getur þú til,“ segir Björn, „sveltur sauðlaust bú. Ég hef ekki róið síðan ég fór að búa, enda hef ég nú orðið litla lyst til sjóróðra.“
„Kaup vilda ég eiga við þig,“ segir bóndi; „vilda ég biðja þig að fyrirkoma Arnarfellslabba, en ég býst til að taka við færunum þínum og róa þér svo hlut.“
Þeir sömdu nú þetta með sér; reri bóndi honum hlut um vetrinn og fiskaði vel, en Björn varð eftir í Krýsuvík. Fer hann nú að hitta Labba og er ekki sagt frá viðskiptum þeirra; hitt er ljóst að Björn kom Labba fyrir og varð aldrei framar vart við hann.“

Heimild:
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar III, bls. 593.

Krýsuvíkurvegur

Krýsuvíkurvegur – Arnarfell framundan.