Tag Archive for: Hafnarfjörður

Brunntorfur

Eitt af því er vekur jafnan athygli þeirra sem aka um Krýsuvíkurveginn er myndarlegur skógur sunnan vegarins í og ofan við svonefndar Brunatorfur.
Brunatorfur -7Eftirfarandi fróðleik um skóginn í Brunatorfum er að finna í BS-ritgerð Kristbjargar Ágústsdóttur, Skógræktarsvæði í fortíð, nútíð og framtíð -skipulagstillaga-, sem hún vann í Landbúnaðarháskóla Íslands, Umhverfisdeild. Skógurinn, sem nú er orðinn hinn myndarlegasti og ágætasta útivistarperla í nágrenni Hafnarfjarðar, varð ekki til af engu. Hér má m.a. sjá hvað þurfti til.

Ég vil þakka öllum þeim sem komu með mér í „Hraunið“ hvort sem var til að fá sér góðan göngutúr í fallegu umhverfi eða til að taka fyrir mig punkta á staðsetningartæki. Sérstakar þakkir fá viðmælendur mínir Kristinn Skæringsson, Arngrímur Ísberg og Bergljót Thoroddsen Ísberg. Þau lögðu til ómetanlegar heimildir bæði til verkefnisins og til mín persónulega. Að lokum vil ég þakka Ómari Smára Ármannssyni, Jónatani Garðarssyni, Áslaugu Traustadóttur og Þresti Eysteinssyni fyrir þeirra framlag til verkefnisins.
Nú á árinu 2006 eru 20 ár síðan Björn Þorsteinsson afi minn dó. Þessi ritgerð er tileinkuð honum og arfleið hans „Hrauninu“. 

Fortíð – Upphaf og þróun
Björn ThorsteinssonÍ upphafi 6. áratugarins féll hluti jarðarinnar Straums, um 2000 ha, til Skógræktar ríkisins. Var það Bjarni Bjarnason skólastjóri Héraðsskólans á Laugarvatni sem gaf landið en á þessum tíma var hann á Laugarvatni og tók þar meðal annars þátt í stofnun Menntaskólans á Laugarvatni 1953. Straumur var landstór jörð og þar hafði verið fjárbúskapur til margra ára (munnleg heimild, Kristinn

Skæringsson, 2. mars 2006). Landið var því mikið beitt, hrjóstrugt og ófrjótt, það kallaði á friðun og gróðursetningu. Svæðið kallast Almenningur og er sunnan við Kapelluhraun í Hafnarfirði. Í bók Hákonar Bjarnasonar, Ræktaðu garðinn þinn, sem fyrst kom út árið 1979 segir um þetta svæði: „Trjárækt hefst að nýju í Reykjavík, þegar Sigríður Bogadóttir, kona Péturs biskups Péturssonar, og Árni Thorsteinsson landfógeti flytja til bæjarins um og eftir miðja 19. öld. Létu þau sækja reyniviði suður í Almenninga og gróðursetja í garða sína“ (Hákon Bjarnason, 1987:14). Þessi tilvitnun sýnir að landið var áður gróðursælt. Svæðið var það fyrsta sem skógræktin eignaðist nálægt höfuðborginni. Það er enn í eigu Skógræktar ríkisins fyrir utan um 200 ha sem voru seldir (munnleg heimild, Þröstur Eysteinsson, 7. mars 2006).

Björn Thorsteinsson-2

Skógræktin hóf árið 1953 að girða um 200 ha af svæðinu og var því lokið ári síðar (munnleg heimild, Kristinn Skæringsson, 2. mars 2006). Með nýjum skógræktarlögum sem tóku gildi 1955 var skógræktarstjóra heimilt að leigja land til einstaklinga, félaga eða stofnana innan girðinga Skógræktar ríkisins, gegn því að leigutakar gróðursettu barrskóg í landið. Þessi leigusvæði voru með erfðafestu og gerðir voru sérstakir samningar um þau (lög nr.3/1955). Þetta voru kallaðar landnemaspildur og fengu landnemar allar plöntur gefins en ekki mátti byggja á landinu.

Þrátt fyrir að svæðið í Straumi væri ókræsilegt til gróðursetningar voru fjórir félagar sem gerðu samning við skógræktina um leigu á landi. Þeir fengu hver 10 ha svæði í suðvestur hluta girðingarinnar. Þessir menn voru: Björn Þorsteinsson (1918-1986), Broddi Jóhannesson (1916-1994), Marteinn Björnsson (1913-1999) og Þorbjörn Sigurgeirsson (1917-1988). Það sem þessir menn áttu sameiginlegt, auk þess að vera tengdir fjölskylduböndum, voru hugsjónir þeirra, eldmóður og áhugi á náttúrunni. Farið verður hér yfir stutt æviágrip hvers og eins.
Björn Þorsteinsson fæddist á Þjótanda í Villingaholtshreppi. Hann ólst upp á Hellu og í Selsundi undir Heklurótum. Hann tók doktorspróf árið 1971, var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands en hafði áður kennt bæði við Menntaskólann við Hamrahlíð og Gagnfræðiskóla Vesturbæjar. Margar bækur og greinar voru gefnar út eftir hann meðal annars Íslandssaga til okkar daga sem kom út eftir andlát hans. Björn var einlægur sósíalisti og mikill hugsjónamaður, hann tók þátt í allskyns félagsstarfi meðal annars formaður í Tékknesk-íslenska vináttufélaginu og í Félagi íslenskra fræða sem og forseti Sögufélagsins. Vorið 1985 hlaut hann viðurkenningu fyrir ræktunarstörf sín í „Hrauninu“ frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir merkilegt framlag til umhverfismála á höfuðborgarsvæðinu. Björn lést árið 1986, 68 ára gamall.

brunatorfur-7Broddi Jóhannesson fæddist í Litladalskoti í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hann lauk doktorsprófi í sálarfræði í Munchen 1940 og fór þá að kenna við Kennaraskólann. Árið 1962 tók hann við skólastjórastöðu við Kennaraskólann. Árið 1971 varð skólinn að Kennaraháskóla Íslands og varð Broddi rektor hans til ársins 1975. Broddi setti sitt mark á þróun kennaramenntunar á Íslandi með hugsjónum sínum og dug. Hann var mikill náttúrunnandi og náttúruverndarsinni löngu áður en talað var um menn sem slíka. Broddi lést árið 1994, 78 ára gamall.
Marteinn Björnsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann lauk prófi í verkfræði við Danmarks Tekniske Højskole árið 1944 og vann sem verkfræðingur meðal annars hjá Bæjarverkfræðingnum í Reykjavík og Almenna byggingarfélaginu en einnig var hann með sjálfstæðan rekstur. Lengst af starfaði Marteinn sem byggingarfulltrúi Suðurlands með aðsetur á Selfossi (1958-83). Í því starfi vann hann mikið brautryðjandastarf við gerð leiðbeininga um gæði bygginga. Marteinn lést árið 1999, 86 ára gamall.

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist að Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var doktor í eðlisfræði og frumkvöðull greinarinnar á Íslandi. Hann var meðal annars forstöðumaður Eðlisfræðistofnunar frá upphafi hennar árið 1958 til ársins 1966 og stjórnaði uppbyggingu nýrrar verkfræði- og raunvísindadeildar við Háskóla Íslands. Þorbjörn starfaði fyrst og fremst sem tilraunaeðlisfræðingur og jarðeðlisfræðingur og varð þjóðkunnur á svipstundu fyrir hraunkælingu við eldgos í Heimaey árið 1973. Þorbjörn lést árið 1988, 70 ára gamall.

Í upphafi höfðu menn ekki mikla trú á að hægt væri að rækta skóg í „Hrauninu“ og var það í raun tilraunastarfsemi hjá Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóBrunatorfur-8ra að láta þá félaga hafa landið til að sjá hvort það væri hægt. Á Hákon að hafa sagt við Björn eitt sinn að þetta hafi gengið betur en hann hafði búist við þar sem hann hafði talið landið vera alltof þurrt. Í bók Markúsar Á. Einarssonar, Veðurfar á Íslandi, sést á korti að svæðið er í jaðri 1200 mm úrkomusvæðisins og því var oft rigning í „Hrauninu“ en þurrt í Hafnarfirði (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006). Þrátt fyrir að búið væri að girða svæðið var ekki friður fyrir sauðfé, þarna voru frekar og heimavanar kindur sem fóru í gegnum allar girðingar. Suðurhluti girðingarinnar var að auki lélegur, þoldi illa snjó og var til vandræða. Girðinguna var reynt að laga á hverju vori í stað þess að endurgera þar sem dýrt og erfitt var að komast að með girðingarefni og aðeins þá dró úr ágangi sauðfjár, nægjanlega til að í ljós kæmu ýmis fjölgresi sem ekki höfðu sést áður (munnleg heimild, Kristinn Skæringsson, 2. mars 2006). 

Brunatorfur - 9

Aðkoma Kristins Skæringssonar að „Hrauninu“ var tengd starfi hans hjá skógræktinni, fyrst sem starfsmaður í plöntuafgreiðslu og síðar sem skógarvörður Suðvesturlands. Kristinn fylgdist með þeim félögum við skógræktarstörfin og gaf þeim ráðleggingar. Þegar fyrst var tekið jólatré í „Hrauninu“ fór Kristinn með Þorbirni suður eftir en Þorbjörn var tregur við að höggva tré sem hann hafði gróðursett. Það var aðallega stafafura sem var gróðursett enda landið rýrt og hentaði fyrir furuna. Einnig voru gerðar tilraunir með margar tegundir. Plönturnar voru til reiðu hjá skógræktinni svo lengi sem þeir tóku við og þeir voru dugmiklir, landið kallaði á það (munnleg heimild, Kristinn Skæringsson, 2. mars 2006).

Brunatorfur-80Mikið var gróðursett í upphafi og þétt en ekki mikið klippt frá þar sem verið var að hugsa um skjólið. Eftir að Marteinn hóf störf á Suðurlandi árið 1958 og flutti á Selfoss fékk hann svæði fyrir austan og lagði áherslu á ræktun þess. Broddi gróðursetti heilmikið í „Hrauninu“ en fékk síðar land á Silfrastöðum í Skagafirði þar sem hann gróðursetti. Það voru því Björn og Þorbjörn sem sinntu „Hrauninu“ langmest. Þeir gengust upp í þessu og hrifu fólk með sér. Einn af þeim sem hreifst var Arngrímur Ísberg og fékk hann úthlutað svæði við hlið Marteins árið 1980 (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006).

Borgin

Landið hafði verið ofbeitt í langan tíma og því illa farið. Það var ekki fyrr en uppúr 1980 sem girðingin varð loks fjárheld. Í gegnum árin gengu félagarnir um svæðið og báru á áburð en einnig voru gerðar tilraunir með lífrænan heimilisúrgang. Auk þessa var gróðursett lúpína í leirflög til að undirbúa jarðveg betur. Þessi vinna bar þann árangur að allskonar gróður fór að spretta sem enginn vissi að væri til staðar eins og blágresi og fleiri blómategundir (munnleg heimild, Bergljót Thoroddsen Ísberg, 6. mars 2006). Félagarnir reyndu að gróðursetja Bæjarstaðabirki en einhverra hluta vegna gekk það ekki, það þreifst illa og lognaðist út af. Náttúrulega birkið tók aðeins við sér þegar kindin, eða ókindin eins og „Hraunverjar“ kölluðu hana, fór en eftir árið 1990 tók það virkilega við sér. Einirinn tók einnig við sér og reis upp og burknar sýndu sig í hellisskútum. Fuglalíf er að auki orðið töluvert í „Hrauninu“ (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006).

Fornasel

Stafafura er ríkjandi tegund í „Hrauninu“ en einnig má þar finna sitkagreni, rauðgreni, broddfuru, lindifuru (alpa-afbrigði), alaskaelri og þöll en ekki í miklum mæli. Mikið var reynt við lerki en því virtist ekki líka vel vistin, hvorki rússalerki né síberíulerki. Þar er einnig að finna tvo silfurreyni og töluvert af ilmreyni en hjónin Arngrímur og Bergljót týndu reyniber, dreifðu yfir birkikjarr og létu svo fuglana um afganginn. Einnig voru teknir sprotar af öspum og þeim stungið niður í leirflögin og gekk það vel. Aftur á móti þrifust ekki öll afbrigði. (munnleg heimild, Arngrímur Ísberg, 6. mars 2006). Í viðtali orðaði Arngrímur afraksturinn á þann hátt að: „þegar maður lítur yfir þessi ár sem við höfum verið þarna þá finnst mér að ávöxturinn hafi verið meiri og betri en maður bjóst við“.

Í ritgerðinni koma auk þessa fram tillögur og hugmyndir um nýtingu skógarins til framtíðar. Kristbjörgu er sérstaklega þökkuð afnotin af framangreindu efni.
Í Brunatorfum eru ýmsar fornleifar, bæði minjar og fornar götur. 

Heimild:
-Kristbjörg Ágústsdóttir, Skógræktarsvæði í fortíð, nútíð og framtíð -skipulagstillaga-, BS-ritgerð v/Landbúnaðarháskóla Íslands,  Umhverfisdeild.
Brunatorfur-4

Hafnarfjörður

Fiskaklettur í Hafnarfirði stendur traustur í hjarta framkvæmda á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. Skammt ofar er Huldukonuklettur. Á honum er lítil varða. Enn ofar er varða við Vörðustíg. Þessar vörður, ásamt nokkrum öðrum, vörðuðu land Akurgerðis fyrrum, allt að Hamarskotslæk. Aðrar vörður en þessar tvær eru nú horfnar undir óskipulega byggð þess tíma. Skammt austan við Vörðustígsvörðuna er Álfaklettur við Merkugötu.

Fiskaklettur

Fiskaklettur – Jónatan Garðarsson við Fiskaklett 1905.

Í Morgunblaðinu árið 2005 fjallar Svavar Knút Kristinsson um Fiskaklett; „Einn af framvörðum hafnfirska hraunsins„:
„Vegfarendur sem eiga leið um athafnasvæði við höfnina í Hafnarfirði, þar sem gamla bæjarútgerðin áður stóð, reka margir augun í undarlegan klett sem stendur dálítið eins og óboðinn gestur innan um rymjandi gröfur, lyftara og jarðýtur. Kletturinn, sem nefnist Fiskaklettur, er alls ekki óþekktur meðal Hafnfirðinga, en hann skipar mikilvægan sess í sögu bæjarins frá upphafi byggðar.
Fiskaklettur er í raun ysti oddi hraunsins í Hafnarfirði og lá hann dálítið út í sjó. Nú stendur hann í miðju landfyllingar sem byggingarnar á höfninni voru reistar á.
„Fiskaklettur var lengi eins konar útvörður Hafnarfjarðar, á meðan bærinn var lítill kaupmannsbær,“ segir Jónatan Garðarsson, dagskrárgerðarmaður og ferðamálaráðgjafi hjá Hafnarfjarðarbæ. „Það var mjög aðdjúpt við klettinn og fiskigöngur áttu það til að lóna við hann og því var hann kjörinn veiðistaður. Þaðan er nafnið dregið.“

Gamalt og merkilegt kennileiti

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarhöfn 1776-1778 skv. mælingum H.E. Minor.

Fiskaklettur er merktur inn í uppdrátt sem gerður var eftir mælingum sjóliðsforingjans H.E. Minor frá árunum 1776–78. Á uppdrættinum eru merkt inn þau fáu hús sem stóðu við Hafnarfjörð ásamt þeim kennileitum sem markverðust þóttu. Fiskaklettur er þar sýndur rétt vestan við verslunarhúsin í Akurgerði.
Þegar stjórnvöld ákváðu að reisa tvo vita í Hafnarfirði árið 1900 var annar þeirra byggður hátt uppi á hraunbrúninni, þar sem Vitastígur er nú, en hinn vitinn settur niður vestur með sjó. Fyrstu árin voru vitarnir reknir á kostnað landstjórnarinnar, en eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi, 1. júní 1908, óskaði Stjórnarráð Íslands eftir því að bærinn tæki við rekstri vitanna. 1. janúar 1911 tók bærinn alfarið við rekstri vitanna.

Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarvitinn efri.

Árið 1913 var fyrsta hafskipabryggja landsins tekin í notkun í Hafnarfirði, rétt innan við Fiskaklett við Hellyershúsin, en þar höfðu mikil bólvirki verið hlaðin upp og steypt á klettabrúninni. Þá var Fríkirkjan risin og skyggði hún á ljósgeisla vitans á hraunbrúninni. Þess vegna var ákveðið að stækka hann og færa hinn vitann innar í fjörðinn. Var vitinn endurreistur á Fiskakletti, en þar stóð hann til ársins 1931 þegar hann var rifinn.
Verndaður „óvart“

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2003.

Um 1960 var hafnarbakkinn í norðurhöfninni gerður og stálþil rekið niður á rúmlega 170 metra kafla. Á næstu árum var haldið áfram með landfyllingar í áttina að Norðurgarði. Á þessum árum komst efsti hluti Fiskakletts á þurrt land. Þrátt fyrir margs konar framkvæmdir, byggingu stórra vöruskemma og að gömlu fiskverkunarhúsin væru rifin í áföngum var Fiskakletti jafnan hlíft, enda talinn náttúrlegur minnisvarði sem bæri að vernda.

Fiskaklettur

Fiskaklettur – skilti.

„Það má segja að Fiskaklettur hafi verið friðaður óvart,“ segir Jónatan og bætir við að menn hafi ætíð sýnt klettinum mikla nærgætni enda mikil virðing borin fyrir honum. „Þegar menn hafa verið að vinna hér í einhverjum framkvæmdum hafa þeir alltaf gætt mjög vel að því að raska ekki klettinum. Þeir hafa meira að segja raðað gámum í kringum klettinn til að vernda hann þegar mikið er um að vera. En hann virðist alltaf hafa verið verndaður hér fyrir einhverja meðvitund Hafnfirðinga sjálfra frekar en opinbera friðun.
Það var ekki fyrr en fyrir einhverjum árum sem hann fór inn á deiliskipulag sem friðaður staður. Nú hafa verktakarnir sem byggja hér gert ráð fyrir honum í hönnuninni.“
Fegrunarnefnd Hfj. merkti klettinn 1981 og lét setja á hann koparskjöld sem á stendur: „Þetta er Fiskaklettur einn af framvörðum hafnfirska hraunsins, sem mikil fiskimið voru við hér fyrr á árum.“

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar I frá árinu 2020 er m.a. fjallað um Fiskakett og svæðið ofan hans:

Hafnarfjörður
„Hafnarfjörður hefur ætíð byggt afkomu sína af því sem kom úr hafinu og því sem kom af því. Í kring um 1400 komu norsk skip að landi og er elsta heimildin um slíka komu árið 1391 og aftur 1394. Fjórtánda öldin er gjarnan kölluð norska öldin, en við henni tók öld sem kölluð hefur verið enska öldin frá því um 1400. Og enskir tóku að venja komur sínar til Hafnarfjarðar og varð Hafnarfjörður ein helsta höfn Englendinga allt fram til um 1480, en þá tóku þýskir Hansakaupmenn við keflinu og ekki alltaf án átaka. Ítök þýskra varði allt til þess er einokunarverslunin var í lög sett árið 1602, en þá tóku Danir alfarið yfir. Skreiðin var sú vara sem allir þessir aðilar sóttust eftir, en aðrar vörur voru einnig eftirsóttar, t.d. lýsi og brennisteinn.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1902.

Árið 1677 kaupir Hans Nansen kaupmaður land Akurgerðis, sem þá var hjáleiga frá Görðum frá ómunatíð, og við það leggst búskapur endanlega af á býlinu og í staðinn rísa þar þurrabúðir, tvær árið 1703 og ein eyðibúð. Þeim hefur væntanlega fjölgað smám saman, en við tóku betri húsakynni í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. og standa mörg hver enn. Þetta er hluti af því sem nú er kallað Vesturbærinn og því hluti af verkefninu Verndarsvæði í byggð. Þó engin þessara þurrabúða hafi lifað fram á daginn í dag, er líklegt að dreifing þeirra hafi verið sama marki brennd og byggðin varð síðar, „… aðhúsaskipun og götulagning þar væri í mesta ólagi, enda byggði þar hver eftir sínum eigin geðþþótta, óátalið, og væri auðsýnt, að ef svo búið stæði til lengdar, mundi bæjarstæðið skemmast til þeirra muna, að engin tiltök yrði að lagfæra það.“ (Sigurður Skúlason 1933). Þetta var í nefndaráliti nefndar um bæjarstjórn í Hafnarfirði þann 25. febrúar árið 1903.

Hafnarfjörður 1925

Hafnarfjörður 1925 – uppdráttur Jóns Víðis. Hér sjást hinir gömlu garðar vel.

Dreifing húsa sem nú standa hefur tekið mið af hinu sérstæða hraunlandslagi. Húsin hafa gjarnan fundið sér stað í skjóli í hraunbollum eða grasblettum hlémegin við hraunhóla. Utan um þau hafa verið byggðir grjótgarðar sem afmörkuðu lóðirnar frá hvor annarri. Engar eiginlegar götur hafa verið lagðar svo að heitið geti, en slóðar og troðningar legið á milli húsanna. Um 1890 var enginn upp hlaðinn vegur í Hafnarfirði og svo var að mestu leyti fram yfir aldamótin. „Milli húsa eru víðast engar götur og engin fráræsla frá húsum.“ Þetta var í bréfi Guðmundar Björnssonar héraðslæknis í Reykjavík, síðar landlæknis, til Valtýs Guðmundssonar árið 1903.
Innan lóðarmarkanna hafa stundum verið dálitlir ræktunarreitir. Útlendur ferðamaður lýsti Hafnarfirði svo árið 1907: „Geysimikill hraunveggur verndar bæinn gegn bitrum austanvindinum, og húsin eru beinlínis greypt milli hraunklettanna og eru á hlýlegum stöðum.“ (Poulsen, Sven o.fl. 1907).
Opinbert skipulag leit ekki dagsins ljós fyrr en 1926 (Sigurður Júlíusson 1933).“

Í Fornleifaskránni segir auk þessa:

Huldukonuklettur – þjóðsaga

Hafnarfjörður

Huldukonuklettur – varðan sést vel upp á klettinum.

Kletturinn er nánast uppvið Vesturbraut 26b. „Í klettnum neðst við Vesturbraut býr huldukona […]. Hún er stundum sögð eiga tvo uppkomna syni.“ (Bryndís Björgvinsdóttir & Svala Ragnarsdóttir (2018). Krossgötur: Álfatrú, álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi).

Álfaklettur – þjóðsaga

Hafnarfjörður

Álfaklettur við Merkurgötu.

Við Merkurgötu. Á milli húsa 9 og 9a. Vegurinn sveigir framhjá klettinum og innkeyrsla fast sunnan við hann.
„Við Merkurgötu er stór álfaklettur eða álfasteinn […]. Vegurinn sveigist hinsvegar og þrengist við steininn áður en hann breiðir úr sér aftur. Sagan segir að til hafi staðið að brjóta klettinn niður árið 1937 vegna framkvæmda […]. Járnkarl sem notaður var til verksins festist í klettinum og „mikil ógæfa helltist yfir vinnumenn þá sem áttu að fjarlægja hann.“
Járnkarlinn situr enn á sínum stað og kletturinn nýtur nú hverfisverndar […].“ (Bryndís Björgvinsdóttir & Svala Ragnarsdóttir (2018). Krossgötur: Álfatrú,
álfabyggðir og bannhelgi á Íslandi).

Fiskaklettur – örnefni

Fiskaklettur

Fiskaklettur 2022.

Kletturinn er á milli húsanna Norðurbakki 15 og 17.
„Fiskaklettur. Krosssprunginn klettur vestur frá Gestshúsum í sjó fram. Allmikið dýpi var við klettinn og þar fiskaðist vel.[…] Í skjölum og sögnum síðari alda kemur Fiskaklettur oft við sögu. Þetta mun oftast vera vegna þess, að hann var endimark hinnar fornu verzlunarlóðar (Akurgerðislóðar) að vestan með sjó.“
Kletturinn hefur verið varðveittur á milli bygginga. (Guðlaugur Rúnar Guðmundsson. (2004). Örnefnalýsing Hafnarfjarðarlands).

Varða við Vörðustíg – landamerki

Hafnarfjörður

Vörðustígur – Landamerkjavarðan; Bragi Brynjólfsson stendur við vörðuna 2022.

Á lóð Vörðustígs 2. Varðan er 1-1,2m við botn, nær ferhyrnd og 1,9 m há. Úr hraungrýti með steypu á milli steina. (Bjarni F. Einarsson, 2018).

Heimildir:
-Morgunblaðið, 228. tbl. 25.08.2005, Fiskaklettur; einn af framvörðum hafnfirska hraunsins – Svavar Knút Kristinsson, bls. 18.
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar I, 2020.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Kirkjuvegur 1925.

Baðstofa

Eftirfarandi skrif um brennisteinsnámur í Krýsuvík og víðar í landnámi Ingólfs birtust í „Ný félagsrit“ árið 1885. Höfundur er J.H. (Jón Hjaltalín). Frásögnin lýsir vel jarðfræði og skoðun Jóns á brennisteinsnámum á svæðinu.
Brennisteinn„Eg fór fyrst, eins og ráð var fyrir gjört og stjórnin hafði lagt fyrir, til Krýsuvíkur. Leið mín lá, sem þú veizt, um Hafnarfjarðar-kaupstað, og því gafst mér þá þegar tækifæri á að skoða móbergið (Palagonif) í Fossvogi og Hafnarfjarðar-steininn (Havnefjordit) fyrir ofan Hafnarfjörð. Hin fyrsta af þessum steinategundum er fyrst fundin af barúni von Waltcrshausen og hefir prófessor Bunsen sagt svo, að hann þæktist sannfærður um, að þetta væri hin elzta steinategund á landi hér, og mundi hún hafa myndað grundvöll landsins áður því skaut úr sjó. Eg skal á sínum tíma geta þessa nákvæmlegar, en hér vil eg að eins taka það fram, að undireins og eg fór að skoða móbergið í Fossvogi, varð það ljóst fyrir mér, að þessa hina sömu steintegund hefi eg séð í uppvexti mínum víða um land, og jafnan nærri sjáfarmáli, en sjaldnar upp til fjalla. Steintegund þessi er saman sett af tinnusýru (Silicia) kalki, álúnsjörð, tveimur lútar söltum (Natron og Kalí) og hérumbil 14 hundruðustu pörtum af járnryði.

Brennisteinn

Hafnarfjarðar-steinninn er nokkurskonar Feldspat’s-tegund, sem etazráb Forchhammer fyrstur manna hefir prófað; finnst steintegund þessi ekki neinstaðar, að menn viti, nema hér á landi, en eptir lýsíngu ýmsra steinategunda í Suðurameríku þykir mér líklegt, að mjög líkur steinn finnist sumstaðar í Andesfjöllum.
Mörg holt, sem liggja í suðurátt frá Hafnarfirði, eru saman sett af þessari steintegund, og er steinninn allvíða dáindis glæsilegur. Sumstaðar sá eg í honum smá-æðar af gulamálmsjárni (Chromjerri) og hér og hvar smá-eitla af brennisteins-kopar og brennisteinsjárni. Hraunategundirnar við Hafnarfjörð voru og mjög athugaverðar, og er ein þeirra frábærlega fögur og fáséð, og hana vil eg á voru máli kalla gulasteinshraun (Olivin-Lava), því hún hefir í sér fjölda af gulasteinum, en svo nefni eg stein þann, er steinafræðingar kalla Olivin eða Chrysolith, og er steinn þessi, þegar hann er með fegursta móti og nógu stór, talinn með gimsteinategundum; en til þess honum geti borið það nafn, þarf hann að vera gallalaus, eigi alllítill og vel myndaður (krystalliseret).
BrennisteinnÞegar eg fór úr Hafnarfirði lá ferð mín yfir holtin fyrir sunnan fjörðinn, og yfir þann svo kallaða almenníng, sem ekki er annað en stallagrjótshraun (Trap-lava), en í mörgu mjög ólíkt hraununum fyrir sunnan og norðan fjörðinn. Vegurinn yfir holt og hraun þessi var býsna ógreiður, en þó sá eg, að við hann mátti gjöra með nokkurri fyrirhöfn, svo hann yrði allgreiður þegar ekki er farið nema lestagáng, og það fullyrti fylgdarmaður minn, sem var gagnkunnugur veginum, að með hérumbil 40 dala kostnaði mætti gjöra nógu góban lestaveg úr Krýsuvík í Hafnarfjörð.
LitadýrðEg kom að áliðnum degi að brennisteins-námunum við Krýsuvík, eptir hérumbil 5 tíma reið frá Hafnarfirði. Sú fyrsta náma, sem fyrir mér varð, var hin svokallaða „Baðstofunáma*, sem til aðgreiníngar frá nöfnu sinni, er liggur nokkuð sunnar, kallast „Baðstofunáman nyrðri“; hún er, eins og 
Henchel segir frá, hérumbil 180 álna laung og víðast hvar 40 álna breið, og gengur þannig að breidd og lengd næst Hlíðarnámu við Reykjahlíð. Náma þessi er einka rík af brennisteinsjörð, sem vestan til í henni myndar stóran búnguvaxinn hól. Brennisteinninn er og víða hreinn, og sumstaðar er lagið svo þykkt, að það nemur 12 þumlúngum, einkum þar sem steinar eða þúfur hafa verið brennisteinsgufunni til skjóls. Menn sjá af þessu, að Jónas heitinn Hallgrímsson hafði rétt að mæla, þegar hann sagði, að auka mætti brennisteininn í námunum með því, að byrgja yfir þær á laglegan hátt; hefi eg og jafnan haft þá sömu ímyndan, áður en eg sá námurnar, og er stór skaði að þetta hefir ekki verið við haft við námurnar nyrðra, á meðan tími var til og þær voru í blóma sínum. Allir brennisteinskatlarnir — svo kalla eg dældir eða holur þær er brennisteinninn myndast í — voru mjög heitir allstaðar í Krýsuvík, bæði í nyrðri Baðstofunámunni og í hinum, er nú skal nefna.
BrennisteinnVestari Baðstofunáman liggur í suðvestur frá þeirri námu, er nú var um getið. Hún er nokkuð minni en sú hin norðlægari, hérumbil 60 faðma laung og 8—10 faðma breið. Brennisteinsmoldin í þessari námu er mikið minni en í þeirri fyrst-töldu, en sjálfur brennisteinninn í kötlunum er þó eins hreinn, og álíka þykkur víðast hvar, sem í hinni. Það eru nú þessar tvær námur, sem menn alltaf hafa verið að skýrskota til, þegar talað hefir verið um brennisteininn við Krýsuvík, og ekki er það að sjá á ritgjörð Henchels, að þar sé fleiri en þessar tvær námur; sýnir það ljósast, hvað mikið far menn hafa gjört sér um brennisteininn á Islandi, því eg fann allnærri þessum alkunnu námum fjórar nýjar, sem eg hefi gefið nöfn, og eru þær þessar:
Engjafjallsnáma, hérumbil 40 faðma laung og 20 faðma breið.
BrennisteinnKetilstígsnáma, 18 faðma laung og hérumbil 9 faðma breið, með 10 brennisteinskötlum.
Hveradalsnáma, 26 faðma laung og 16 faðma breið.
Hattfjallsnáma, með 6 brennisteinskötlum, og hér að auk 2 stórir brennisteinskatlar norðvestanvert í Hettufjalli.
Allar þessar námur liggja í sama höfuðfjalli, en örnefnin eru tekin af tindum og hnúkum þeim, sem í fjallgarðinum eru. Mér þykir ekki ólíklegt, að nokkrar af þessum námum sé komnar upp á seinni tímum, en þó eru sumar af þeim auðsjáanlega eldri, og að vísu eins gamlar og Baðstofunámurnar, en athugaleysi manna hefir gjört, að þær hafa allt híngað til verið ókunnar.

Brennisteinn

Þegar útlendir náttúrufræðíngar ferðast hér um land, hvort heldur Danir eða aðrir, svo fara þeir gjarnast sem leiðir liggja, og hafa aðeins mann með sér sem ratar veginn. Slíkir menn eru ekki vanir að gánga í kletta, eða fara yfir klúngur og fyrnindi, og þeir þykjast gjarnan gjöra vel ef þeir geta fundið það, sem eldri ferðabækurnar vísa þeim á. Þeir eru vanir að rita hjá sér úr ferðabók þeirra Eggerts og Bjarna, það helzta af því sem þar er um getið, og fara að mestu eptir þessara og annara fyrri náttúruskoðara ávísun. Hér við bætist nú, að flestir af slíkum ferðamönnum eru svo ókunnir fólki og máli landsins, að þeir geta ekkert spurt sig fyrir til hlítar, og höggva svo jafnan ofan í sama farið, þareð þeir að mestu leyti einúngis finna það, sem eldri ferðamenn fundu áður. Af þessum rökum verður það skiljanlegt, að slíkir menn hver eptir annan nú um lángan aldur hafa farið yfir Krýsuvíkur land og aldrei fundið þar nema 2 námur, þó þar í raun og veru sé 6 eða jafnvel 7, ef menn telja námuna norðan í Hettufjalli, sem vel má, þar hún liggur í sömu landareign.
Til að geta fengið sem nákvæmasta skýrslu, bæði um Krýsuvíkur landareign, og líka um veginn millum Hafnarfjarðar og brennisteinsnámanna við Krýsuvík, tók eg með mér gagnkunnugan ferðamann, Guðmund Guðmundsson frá Setbergi við Hafnarfjörð. Hann var ötull og öruggur ferbamaður, og gagnkunnugur í Krýsuvík, því þar hafði hann verið nokkur ár. Hann er og mjög kunnugur námunum, því þegar störkaupmaður Knudtzon var að fást við brennisteininn þaðan hérna um árið, þá gróf og flutti þessi sami Guðmundur brennisteininn fyrir hann.

Engifjallsnáman

Eptir sögusögn Guðmundar voru námur þessar nú, þegar eg skoðabi þær, í fullt svo góðu standi, eða jafnvel betra, en þegar Knudtzon lét flytja úr þeim, en á meðan hann hafii þær mun ekki hafa verið tekið meir en úr þeim tveimur er þá voru alþekktar, og þó voru á hverju ári í 2 ár fluttar úr þeim sex kaupfarslestir á ári hverju. Eg veit ekki með vissu, á hverjum árum þetta hefir verið, því það fer tvennum sögunum um það. Barún Sartorius von Walterskausen segir það hafi verið á árunum 1839 og 1840, en þeir hérna segja það hafi verið nokkrum árum áður. Að brennisteinninn var tekinn og fluttur, og það sem svaraði rúmum 6 lestum á hverju ári, er áreiðanlegt, en hvort það hefir verið 1839 og 40 eða fyrri læt eg ósagt.
Nyrðri BaðstofunámanBanín S. von Waltershausen talar um, að „PaIagonítinn“ finnist í Krýsuvíkurfjöllum. Eg get ekki verið honum samdóma í þessu með öllu, því mér sýndust þau fjöll að mestu samansett af blendíngi „Tuft), stallagrjóti og járnstallasteini (Trapeisenerts), eða réttara sagt mjög járniblöndnum „Trapp,“ þó þar fyndist og „Palagonít.“ Eg er hræddur um, að barúninn víða hafi blandað saman „palagonítnum“ og járnsteininum, því í fyrsta áliti líkjast þeir nokkuð hvor öðrum. En svo eru að öðru leyti ýmsar steinategundir í Krýsuvíkurfjöllunum járni meingaðar, að eg skil ekki annað, en að úr þeim mætti bræða mikið járn, ef laglega væri að farið, og svo mjög eru þeir segulmagnaðir, að þeir snúa leiðarsteininum (Compas), þegar þeir eru bornir að honum (það er og alkunnugt, að Trapp-járnmálmur) finnst helzt í hinum nýjari eldlöndum, og vel mundu forfeður vorir hafa getab notað hann við rauðablástur sinn, hefðu þeir þekkt hann.

Vestari Baðstofunáman

Þess er getið á seinni tímum meðal steinafræðínga, að etazráb Forchhammer hafi uppgötvað kopar eða eir-málm í steinum þeim, er hann hefir fengið frá Krýsuvík, og kallar hann eirstein þenna Krysuviyit. Segir hann svo, að sá steinn líkist eirmálmi þeim, er finnst í Ural-fjöllum, og kallaður er Brochantit og hefir í sér 70 hundruðustu parta af eiri. Eg sá að vísu steinategund þessa við námurnar í Krýsuvík, en ekki er þar svo mikið af honum, að það mundi einhlítt til eirbræðslu; þó er eg ekki fjarri því, að nokkurt gagn mætti af honum hafa, þegar brennisteinsnámurnar verða réttilega meðhöndlaðar. Þegar eg var búinn að skoða námurnar, fór eg að grennslast eptir, hvort ekki mundi vera mótak í grennd við þær, og fekk eg bóndann, sem nú býr í Krýsuvík, til að vísa mér á mótak það, er væri í landareigninni og næst lægi námunum. Hann gjörði sem eg beiddi, og kom það þá bráðum upp, að þar er bæði mikið og gott mótak rétt neðan undir fjalli því, er námurnar liggja í.

Eirsteinn

Skoðaði eg móinn, og er það einhver sá ágætasti mór sem eg hefi séð hér á landi; er og þar til slík óþrjótandi gnægð af honum, að ekki er að óttast að menn yrðu eldiviðarlausir, þó eima þyrfti hálfu meiri brennistein en þann, en finnst í öllum Krýsuvíkurfjöllum, því bæði er það, að mýrin, sem mótakið liggur í, er ákaflega víðlend, enda liggur mórinn sjálfur 10 til 14 páltorfur niður. Mógrafirnar liggja ekki lengra en svari rúmum 1000 föðmum frá námunum, svo ekki þarf að verða örðugleiki eða mikill kostnaðarauki að eldsneytis-aðflutníngunum, ef ráðlega er á haldið, þegar unnið verður í námunum. Mér þykir þetta mikið góður kostur við Krýsuvíkurnámur, og það er næstum óskiljanlegt, hvernig nokkur heilvita maður hefir viljað taka það fyrir sig, að flytja óhreinsaðan brennistein til Hafnarfjarðar, þegar gnægð eldsneytis, til að bræða eða eima hann við, er rétt við sjálfar námurnar; sýnir þetta, ásamt öðru, hve ófimlega mönnum tekst, þegar rétta þekkíng vantar, og hefir það verið almennt á landi hér og víðar í Danaríkjum, að því hafa mörg fyrirtæki fyrirfarizt, að byrjunin og framhaldið hafa verið með litlu ráfði gjörð.

Litadýrð námanna felst ekki bara í gula litnum

Á þennan hátt hafa brennisteinsnámurnar og „saltverkin“ hér á landi, ásamt mörgu öðru, liðið undir lok, því endirinn hefir orðið að samsvara upphafinu.
Þegar eg var búinn að skoða Krýsuvíkurnámurnar, sem mér þókti hlýða, lagði eg leið mína niður í Trölladýngjur, því svo höfðu sumir mælt, að þar mundu finnast brennisteinsnámur, og drógu það til, að þar væru margir hverír. Þetta varð samt sem áður ónýtisferð fyrir mér því eg fann þar engan brennistein, þó nóg sé þar af vatnshverunum, því ekki þykir mer það teljanda, þó hér og hvar við vatnshveri kunni að finnast ofur þunn brennisteins-skán, sem að öllu samanlögðu kynni að verða nokkrar merkur. Slíkur samtíníngur út um allt land gæti aldrei orðið til neins liðs, þegar fara ætti að safna brennisteini sem vöru. Trölladýngjur eru að öðru leyti fagurt eldfjall, og úr þeim hefir komið mikill hluti hrauna þeirra, er liggja um Suðurnes. Sjálft er fjallið samsett af stallagrjóti, þussabergi og móbergi, og efst finnst býsna mikið af vikurhrauni, en ekki gat eg fundið þar vikurkol, er brúkanleg væri.

Hengillinn

Svo var fyrir lagt í erindisbrefi mínu, að eg skyldi fara frá Krýsuvík upp í Henglafjöll, og Ieita þar að brennisteini, því þar höfðu þeir Jónas og Steenstrup átt að finna brennisteinsnámur nokkrar, þegar þeir ferðuðust hér um land. Fylgbarmaður minn, sá er áður var um getið, var ættaður úr Grafníngi; hafði hann upp-alizt þar, og var því mjög kunnugur þessum fjöllum; hann kvaðst ekkert geta sagt um þetta efni, en réði mér til að tala við Jón á Elliðavatni og Guðmund, fyrrum bónda á Reykjum í Ölfusi, því hann mundi mjög kunnugur Henglinum, þar hann hefði opt farið þángað til að skjóta hreindýr. Eg gjörði nú svo, og hafði viðtal við báða þessa menn, sem bæði eru mjög greindir og líka gagnkunnugir flestum suðurfjöllum.
Jón á Vatni kvaðst hafa heyrt, að brennisteinn væri í Henglinum, en ekki vissi hann gjörla hvar það væri, þó þókti honum mestur grunur á Sleggjubeinsdölunum, en hann spurði mig, því eg færi ekki út í Brennisteinsfjöll, því það segði margir, að þar væri brennisteinn, og líka vissi hann, að brennisteinn fyndist á Hverahlíð. Guðmundur var samhljóða Jóni í þessu, og kvaðst hafa beztu von um Hverahlíð því þar hefði hann sé brennistein, og líka vissi hann til, að mikið væri af hverum sunnanvert í Henglinum.

Brennisteinn

Eptir þessara manna ávísun lagði eg nú leið mína upp í Hengilinn, og nam fyrst staðar í Sleggjubeinsdölum; þar fann eg jafnskjótt tvær brennisteinsnámur; önnur þeirra, sem liggur neðst, er 60 álna laung og 18 álna breið; hin, sem liggur nokkuð hærra í fjallinu, er 40 álna laung og 16 álna breið; í báðum þessum námum er góður brennisteinn og nægur hiti, einkum í þeirri efri, sem lítur út til að vera nýmynduð. Dalir þeir, sem námur þessar liggja í, eru vestanvert í Henglinum; þeir eru grasgefnir og má sjá upp í þá þegar maður ríður að sunnan yfir Bolavelli, og eru þeir á vinstri hönd þegar riðið er neðan að upp í Hellisskarð. Ekki fann eg neinstaðar fleiri námur í grennd við þær, er nú var getið, og leitaði eg þó vandlega, bæði norðvestan og vestan til í fjallinu. Eg reið þá norður fyrir Hengilinn og hafði hann á hægri hönd og komum við þá að einstigi nokkru, er Dyravegur heitir, og mátti skammt þar frá sjá yfir allt fjallið að austanverðu, en hvergi sást þar heldur líkindi til brennisteinsnáma. Þá reið eg ofan að Nesjavöllum, því svo var mér sagt, að bóndinn þar ætti land sunnanvert í Henglinum, og þókti mér því líkur til, að hann mundi geta sagt mér, hvort nokkrar námur fyndist í landi hans. Bóndinn, sem nú býr á Nesjavöllum, heitir Grímur, skytta góð, röskur maður og góður drengur; eg bað hann fylgja mér upp í fjallið og tók hann vel undir, og var þó mjög liðið á dag, en við vissum að við mundum vel geta notað nóttina, því veður var bjart og blíðviðri hið fegursta.

Í Hveragili

Við fundum þegar skammt frá garði bónda eina brennisteinsnámu, og var hún allgóð, en þó ekki mjög stór. Lengra upp í fjallinu og nokkru sunnar liggja 3 gil eða dældir, og voru brennisteinsnámur í þeim öllum. Lítur svo út, sem námur þessar hafi myndazt á seinni tímum og sé nú í vexti, því ekki hafa brennisteinslögin enn náð töluverðri þykkt í allflestum af þeim. Hitinn í þeim og brennisteinsgufan eru þó svo megn, að hvergi hefi eg séð það eins hér á landi; þykir mér mjög að líkindum að þær kunni að vera upp sprottnar við seinustu eldgosin, sem nú um fullan mannsaldur hafa gengið hér um suðurkjálka landsins, og mun eg síðar, þá er eg hefi sagt frá námunum fyrir norðan, tala um þau rök, er lúta að því.
BrennisteinnHvað nú Henglafjöllum viðvíkur, þá er það að segja, að bæði eru þau falleg og líka mjög grasgefin að sunnanverðu. þau eru að mestu leyti mynduð af þussabergi, og hafa aðeins að norðaustanverðu stallasteinslög, og víða má sjá í þeim uppskotna veggi (Gangé) af stublagrjóti, sem flestallir liggja frá suðaustri til norðvesturs, og er það almennast á landi hér, að stuðlabergsveggir liggja á þenna hátt, eins og barún von Waltershausen hefir frá skýrt. Sunnan og suðaustan í Henglinum er graslendi eitthvert hið bezta, er eg hefi sé á fjöllum uppi, og er það allvíða fjalldrapa og víði vaxið. Mótak finnst og sunnanvert í fjallinu, upp undan Grafníngshálsi, en hvorki er það nærri eins mikið eða gott sem það, er um var getið við Krýsuvík; þó hygg eg það vera notanda til brennisteinshreinsunar, því ekki þarf vandaðan eða hitamikinn eldivið til þess.“
Í frásögn Jóns vantar lýsingar hans á mannvirkjum er notuð voru áður við brennisteinsvinnsluna í Krýsuvík, bæði við Seltún og Baðstofu. Þar voru hús er hýstu námumenn sem og ofnar, hreinsunarbúnaður o.fl. Ekki minnist hann á Seltúnsnámuna, en nefnir hana Ketilsstígsnámuna. Þá minnist hann hvorki á Köldunámur né Leynihver vestan í Sveifluhálsi eða Hverinn eina, en á öllum þessum stöðum hefði mátt finna brennistein. Smá meira um brennisteininn HÉR.

Heimild:
-Ný félagsrit – 12. árg. 1885  – Jón Hjaltalín – II. FJÖGUR BRÉF FRÁ ÍSLANDI TIL JÓNS SIGURDSSONAR – FYRSTA BRÉF.Brennisteinn

Fyrir utan fyrrum Listamiðstöðina í Straumi stendur myndarlegt listaverk úr ryðfríu stáli; Þórsvagninn. Höfundurinn er Haukur Halldórsson, en hann fagnaði sjötugsafmæli sínu fyrir stuttu.
ListaverkiðÍ Straumi er nú í gangi þróun og vinnsla geysimikilla hugmynda um heim goðafræðinnar, s.s. bygging módels af EDDUGARÐINUM, möglegum fróðleiks- og skemmtigarði sem byggir á goðafræði. Af af yrði þyrfti garðurinn aðstöðu á ca. 1200x1200m landssvæði.
Listaverkið utan við Straum er hugsað sem kynning á Goðheimum, safninu og starfseminni, sem er öllum opin.
Að sögn Friðriks Brekkans, upplýsingafulltrúa, er meiningin að fá leyfi til að setja verkið upp á hæð á milli þjóðvegarins og hússins. Væri verið að vinna í því máli. Listaverkið muni sóma sér vel þar og verða landinu góð auglýsing.
Höfundurinn, Haukur Halldórsson, sýndi FERLIR aðstöðuna í Straumi sem og aðdragandann að listaverkinu. Hann hannaði það smátt í tré, síðan var gert járneintak, það síðan stækkað og útfært uns verkið spratt fullspakað upp í fulla stærð. Hugmyndin er að það fái sess á hraunhæð skammt suðvestan við afleggjarann að Straumi, ofan við Straumsréttina norðan Brunntjarnar. Þar á vagninn, með þrumuguðinum Þór og geithöfrunum tveimur, að trjóna líkt og ferðast væri um himinhvolfið.
Vegna þess að listaverkið er úr spegilsléttu stáli tekur það til sín öll litbrigði veðrahvolfanna.

Þórsvagn

Þórsvagninn.

 

Helgafell
  1. Vestan Hvaleyrarvatns – Selhóll
    Hraunhveli eru einnig nefnd Troðhólar. Þau myndast vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á Selhóllmilli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku þar undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins. Eitt dæmi þessa er stakt hraunhvelið vestan Hvaleyrarvatns. Vestan í því er gamalt tófugreni.
  2. Selhöfði
    JökulklappirÁ Selhöfða, líkt og á flestum höfðunum ofan Hafnarfjarðar má sjá hvalbök; jökulrispaðar klappir.
    Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum grágrýtissvæða sem skriðjöklar hafa farið yfir. Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega lögun. Á þeirri hliðinni sem vísar móti skriðstefnunni, slithliðinni, en þar mæddi jökulþunginn mest á, eru þeir fremur sléttir og aflíðandi og oft fagurlega rákaðir eða rispaðir. Hliðin, sem vissi undan straumi, varhliðin, er hins vegar stöllótt og brött og oft með þverhnípt stál, enda hefur jökullinn plokkað þar úr berginu. Jökulsorfnar klappir af þessari gerð nefnast hvalbök. Þau eru mjög algeng hér á landi og setja stundum svip á landslagið. Í Hafnarfirði og nágrenni eru hvalbök algeng, t.d. efst í Fremstahöfða, á Svínahöfða og víðar. Hvalbök gefa, ásamt jökulrákum, skriðstefnu jökla mjög vel og áreiðanlega til kynna og veita vitneskjum um stærð og skriðstefnu ísaldarjökla. Nafnið sjálft vísar að sjálfsögðu til þess hve líkir jökulsorfnir klapparhólar geta verið baki stórhvelis sem rekur kryppuna upp úr sjónum.
  3. 3. Stórhöfði
    StórhöfðiHöfðinn er að mestu úr móbergi. Móberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstraberg, sem myndast djúpt undir vatni. Rétt undir yfirborðinu er þrýstingurinn ekki nægur til að halda kvikunni niðri heldur brýst hún upp á yfirborðið í gufusprengingum og verður að gosösku, sem er glersalli. Oft hefjast neðansjávargos eða gos undir jökli með bólstrabergsmyndun ef gosopið er á nægilegu dýpi en þegar á líður grynnkast á opinu og gufusprengingar hefjast með samfarandi gjóskumyndun. Í móberginu má gjarnan finna bólstrabergsbrot eða framandsteina, sem kvikan hefur hrifið með sér á leið upp á yfirborðið. Ef gosopið kemst upp úr vatninu, þannig að gufuspreningum lýkur, hefst hraunrennsli og myndast þá stapar með hraunlagi ofan á móbergsmynduninni, líkt og sjá má á Fjallinu Eina (sjá nr. 224).

    4. Setbergsselsfjárhellir
    SetbergsselsfjárhellirVíða ofan byggða á Reykjanesskaganum, þ.á.m. ofan Hafnarfjarðar, má sjá hvernig fólk fyrrum nýtti sér umhverfið til hinna ýmsu nytja, s.s. hella og skjól. Hlaðið var fyrir munna og op til skjóls fyrir skeppnur – og jafnvel fólk á löngum leiðum. Setbergsselshellir er dæmi þessa. Hann er í stuttri hraunrás. Um hana miðja liggja landamerki (sjá ofanverða vörðu); annars vegar Setbergs og hins vegar Hamarkots. Í hraunrásinni er hleðsla er aðskilur selsfjárskjól Setbergs og Hamarskots. Stekkir seljanna eru beggja vegna opanna.
  4. 5. Selvogsgata
    Selvogsgata

    Selvogsgata.

    Fyrir um tæplega 8000 árum varð eldgos sem myndaði eldborgina Búrfell fyrir suðaustan Hafnarfjörð. Í heild sinni nefnast þau Búrfellshraun, en þó bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn, svo sem Smyrlabúðarhraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Urriðakotshraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun.
    Einn taumurinn, Gráhelluhraun, rann til sjávar í Hafnarfirði. Selvogsgatan (Suðurferðavegur) liggur með vestanverðum hraunkantinum vestan Smyrlabúða, um Setbergssel og niður með Setbergshlíð (Stekkjarhrauni).

    6. Leið

    Kaldárselsvegur

    Kaldárselsgata.

    Fornar götur og leiðir lágu jafnan um slétt hraun og hraunkanta. Ein slík  lá á með Stórhöfða frá Ási upp að Kaldársseli. Kaldárssel var fyrrum sel frá Görðum, síðar frá Setbergi. Í millitíðinni hýstu bæði Krýsuvíkur-Gvendur og Þorsteinn Þorsteinson fé sitt um skamma tíð í selinu. Á þessari leið má sjá ýmsar fágætar jarðminjar, s.s. Hreiðrið og Kaðalhellir er nefndur var svo af innanbúðarkrökkum í sumarbúðum KFUKogK í Kaldárseli.

    7. Lambagjá
    LambagjáLambagjá er stórbrotið dæmi um hrauntröð. Hún hefur nú verið friðuð.
    Í Lambagjá eru hlaðnar þverfyrirhleðslur á a.m.k. tveimur stöðum og einnig er hlaðið fyrir þar sem auðvelt hefur verið að komast upp úr gjánni miðsvæðis. Líklegt má telja að gjáin hafi verið notuð sem aðhald fyrrum og jafnvel sem nátthagi um tíma. Hraunhaft er í hrauntröðinni er ganga má í gegnum.

  5. 8. Helgadalur
    Helgadalur

    Helgadalur.

    Í Helgadal er áberandi misgengisveggur. Misgengi verður þar sem jarðlög haggast og fletir brotsins ganga á misvíxl á brotalínu með tímanum. Sniðgengið verður þegar misgengisfletir renna lárétt fram hvor með öðrum. Sniðgengi geta gengið til hægri eða vinstri og heita þá hægra eða vinstra sniðgengi. Siggengi verður þegar slútveggur sígur niður miðað við flávegg. Samgengi verður á hallandi misgengisflötum þegar slútveggurinn færist upp miðað við flávegginn. Misgengisstallur er sá hluti misgengisflatar, á fláveggnum, sem nær uppfyrir slútvegginn.
    Framangreindar fyndnar og flóknar útskýringar má m.a. bera augum í Helgadalsmisgenginu.

    9. Fosshellir
    Fosshellir er dæmigerð hraunrás innan við jarðfall í þeirri sömu og Rauðshellir og Hundraðmetrahellir milli Helgadals og FosshellirBúrfellsgýgs.
    Um tíma var Rauðshellir nefndur Pólverjahellir, að sögn eftir pólskri áhöfn báts, sem dvaldist um tíma í Hafnarfjarðarhöfn, en fengu ekki inni í bænum. Nafnið mun hinsvegar vera komið vegna þess að börnin í Pólunum í Reykjavík fóru þangað í sumarferðir og höfðu gaman af.
    Önnur heimfærð sögn um tilurð nafnsins er sú að skipshöfn af pólsku skipi í Hafnarfirði hafi gist í hellinum vegna þess að enga slíka var þá að fá í Hafnarfirði. Það ku jú vera tómur tilbúningur.
    Hraunrásin, sem slík, er vel þess virði að ferðast um hana milli aðgengilegra opanna.

  6. 10. Réttarklettar
    Réttarklettar

    Réttarklettar.

    Vestan Lónakost er strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur eru klettastrýtur; Réttarklettar. Milli þeirra eru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól. Eldri heimildir herma að þarna hafi um tíma verið kot, svonefnt Svínakot.
    Réttarklettar eru afmörkuð klettahraunborg, tilkomumikil á að líta. Allt umhverfis hana er hlaðnir garðar og gras þar fyrir innan. Stekkur er norðaustan við klettana og grónar tóftir norðvestan undir þeim. Vestar er Grænhólsfjárskjólið; dæmigert fjáskjól í hraunum. Vestar eru hinar fallegu Dulatjarnir. Í þeim gætir fljóðs og fjöru.

    11. Óttarsstaðafjárborg

    Óttarsstaðaborg

    Óttarsstaðaborg (Kristrúnarborg).

    Óttarsstaðafjárborgin er heilleg menninigararfleifð. Hún hefur einnig verið nefnd Kristrúnarborg eftir samnefndri konu Sveinsdóttur frá Óttarsstöðum, sem hafði forgöngu um byggingu hennar um 1870.
    Í Smalaskálahæðum eru sprungur. Ein þeirra kom við sögu í nýlegu sakamáli. Í hæðunum er falleg hraunskál með rauðamölshæð. Á henni var listaverk, Slukaríki, sem skemmt var af veðrum og vindum, en hefur nú verið heimfært.
    Norðan við borgina má sjá námu. Í þverskurði námunnar, hvað svo sem segja má um námuvinnslu yfirleit, má berlega sjá berglögin er skópu landið fyrrum….12. ÞorbjarnastaðarauðamelurMelatíglar
    Rauðamelurinn sá er leifar af eldvarpi, sem myndaðist í sjó á sama hátt, líkt og svo margir aðrir í ágrenninu, s.s. Stóri Rauðamelur (nú eyðilagður vegna námuvinnslu) og Litli-Rauðamelur þar skammt frá.
    Melatíglar eru net fjölhyrninga sem myndast þannig að smásteinar raðast upp í reglulegt mynstur á gróðurvana melum, í loftslagi þar sem tíðum skiptist á frost og þíða. Á grónu landi myndast þúfur, sem ásamt melatíglum eru algengustu íslensk dæmi um frostmyndanir af þessu tagi. Á hallandi landi myndast melarendur í stað melatígla og paldrar (þúfnastallar eða -garðar) í stað þúfna og jafnvel doppur á stökum stað.

    13. Smyrlabúð
    Austanverð Smyrlabúð er dæmigert misgengi er verður til þar sem jarðlög haggast og fletir brotsins ganga á misvíxl á Smyrlabúðbrotalínu o.s.frv. , sbr. framangreint.
    Í ratleiknum er vísað til nokkurra sambærilegra misgengissvæða, s.s. í Helgadal og í Sauðabrekkum. Fjölmörg sambærileg má finna víðs vegar á landinu, t.d. í Hrafnagjá vestan Þórðarfells sem og austan Almannagjár á Þingvöllum.

    14. Nýjahraun – Kapelluhraun – Bruninn
    Samkvæmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi NýjahraunÖgmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvarkerfi Trölladyngju. Hraunið var nefnt Nýjahraun, en var jafnan nefnt Brunininn af heimamönnum, síðar Kapelluhraun.
    Elstu heimildir um nafnið Nýjahraun er annars vegar í annálum og hins vegar í Kjalnesingasögu. Annálar greina frá skiptapa við Hafnarfjörð árið 1343 og fórust með skipinu 23 eða 24 menn. Annálar segja þannig frá slysinu: “Braut Katrínarsúðina við Nýja hraun.” (Annáll Flateyjarbókar). Í Gottskálksannál, bls. 352 segir: “Braut Katrínar súðina fyrir Hvaleyri, drukknuðu þar iiij menn ogg xx.”
    Í Kjalnesingasögu (1959) er tvívegis minnst á Nýjahraun. Þar segir senmma í sögunni að Þorgrímur Helgason hafi reist bú að Hofi (á Kjalarnesi) og “hafði hann mannforráð allt il Nýjahrauns og kallað er Brunndælagoðorð”. Undir lok sögunnar segir svo frá því er Búi Andríðsson tók við mannaforræði eftir Þorgrím og “hafði hann allt út á Nýjahrauni og inn til Botnsár”.

    15. Litluborgir – gervigígar og hraunborgir

    Litluborgir

    • Skammt vestan við Litluborgir eru a.m.k. tveir gervigígar.
       Gervigígur er náttúrufyrirbæri sem líkist eldgígi en er án gosrásar. Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir votan jarðveg á borð við mýri eða grunnt stöðuvatn. Vatnið nær að lokast inni í eða undir hrauninu og skapa mikinn gufuþrýsting. Að lokum springur hraunþekjan og eftir verður gíglaga hóll.
      Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Gervigígar eru ekki í neinu frábrugðnir öðrum gígum í útliti ef þeir ná að gjósa nokkrum sinnum. Aðal munurinn á gervigígum og öðrum gígum liggur í því að þeir fyrrnefndu hafa engar rætur, það er að segja það eru engar aðfærsluæðar (gangar) að þeim eins og í öllum öðrum gígum.

    16. Skúlatún – Skúlatúnshraun – hraunreipi
    SkúlatúnHelluhraun eru jafnan slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu undirlaginu. Við það gárast skánin þannig að yfirborðið verður alsett fíngerðum gárum sem líkjast helst kaðalhönk og kallast gárurnar hraunreipi. Dæmi þessa eru sérstaklega áberandi í helluhrauninu ofan Skúlatúns.

    17. Gullkistugjá
    GullkistugjáGullkistugjá er löng sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um hraunið. Séra Friðrik Friðriksson stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá. Manngerð brú er þvert yfir miðja gjána. Þar skammt frá hafði lóan jafnan verpt eggjum sínum.
    Ásbjörn Özurarson, bróðursonur Ingólfs Arnarsonar, er í Landnámu sagður hafa búið á Skúlastöðum. Han nam land milli Hraunsholtslækjar og Hvassahrauns og Álftanes allt. Munnmæli munu vera um að Skúlastaðir hafi verið þar sem Skúlatúnshraun sé, norðan við Lönguhlíðarhorn, sbr. umfjöllun í ritinu Garðabær – byggð milli hrauns og hlíða. Árni Helgason minnist á Skúlastaði og menjar þeirra í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 (bls. 211). Hafi Skúlastaðir staðið þar sem munnmæli segja, eru líkur fyrir því að Almenningsskógalandið og Garðaland hafi verið hluti af landnámsjörð Ásbjörns heitins. Ekki er vitað til þess að fornleifarannsókn hafi farið fram í Skúlatúni.

    18. Gvendarselssgígar

    Gvendarselshæðargígar

    Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.

    Gvendaselsgígar kallast hraungígar á stuttri gossprungu í bakhlíðum Undirhlíða milli Kaldárbotna og Gvendarselshæðar. Talið er að gosið hafi um miðja 12 öld. Hraunið rann annarsvegar á milli Helgafells og Undirhlíða og niður með Kaldá en hinsvegar í hraunfossi norður yfir Undirhlíðar þar sem þær liggja lægst.

    19. Helgafell

    Helgafell

    Helgafell – steinbogi.

    Gatið í vestanverðu Helgafelli er til komið vegna ágangs vatns og vinda í kjölfar yfirgangs ísaldarjökulsins. Guðni, ratleiksleiðbeinandinn, ákvað að koma merkinu fyrir ofarlega í neðanverðu „gatinu“. Fara þarf þarna varlega um fótstigu…

    20. Kerið
    Kerið

    Kerið er dæmigert sem einn af hinum fjölmörgu gígum á sprungurein er varð til í afgerandi eldgosinu árið 1151. Sprungureinin náði allt frá suðurströnd Reykjanesskagans, þar sem elsta frumbyggjabyggð landsins  laut undir hraun, á um 25 km langri gossprungu – allt að litlum gíg er nú má líta vestan Helgafells.

  7. 21. Fjallsgjá
    Fjallsgjá er dæmigert dæmi um gliðnun jarðsskorpunnar. Slíka gliðnun má sjá víða í gömlum hraunum á Skaganum. Hún er einka greinilegust á Vogaheiðinni.22. Fjallið eina

    Fjallið eina

    Fjallið eina.

    „Fjallið eina“ er í landamerkjalínu milli Krýsuvíkurlands og fyrrum Garðalands, annars vegar Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Það þykir þó öllu merkilegra vegna bergstapans ofanverðan. Við gos undir jökli fyrrum jökulskeiðs náði goshrinan endrum og eins upp úr jökulhellunni. Skýr dæmi þess má sjá á Fjallinu eina.23. Sauðabrekkur
    Meginhluti Almennings er hraun úr Hrútargjárdyngju. Þó má sjá yngri hraun þar inni á milli, s.s. hraun úr gígum SauðabrekkugígarSauðabrekkugjár. Hraunið hefur verið þunnfljótandi og líklega tekið fljótt af. Meginhluti hraunsins er, líkt og gígarnir, norðan gjárinnar, en hún er auk þess sprunga er mótar Sauðabrekkugjármisgengið. Það er mest áberandi efst í gjánum, upp undir austanverðum Sauðabrekkuunum. Lítill hrauntaumur hefur runnið til austurs, myndað þunnfljótandi tjörn og m.a. fyllt upp samhliða djúpa sprungu austan Sauðabrekkugjár. Einungis lítill hluti, sennilega sá dýpsti og breiðasti, hefur „lifað af“ fljóðið, en á veggjum hans má sjá hvernig þunnfljótandi hraunið hefur náð að smyrja veggina. Um merkilegt jarðfræðifyrirbæri er þar um að ræða.

    24. Sauðabrekkugjá

    Sauðabrekkugjá

    Sauðabrekkugjá.

    Sauðabrekkugjá er afskekktur staður. Þegar gott er veður við Sauðabrekkugjá er veðrið hvergi betra en þar. Hamraveggurinn er tilkomumikill. Smyrill á sér árlegt hreiður í gjáveggnum.
    Gjáin er dæmigert misgengi, sjá nr. 8.

    25. Draughólshraun
    Draughólshraun er dæmigert apalhraun.
    Apalhraun er skilgreint sem úfið hraun er verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri, ísúrri eða súrri kviku.
    Apalhraun er myndast þar sem seigfljótandi kvika flæðir í opnum rásum (hrauntröðum). Þar myndast í eldgosum þar sem kvikustrókavirkni er mikil. Yfirborð hraunanna er úfið, þakið gjalli og er verulega erfitt yfirferðar.

  8. 26. Óttarsstaðselsrétt – nátthagi
  9. Óttarsstaðasel - nátthagiÍ seljum fyrrum, er lögðust af hér á Reykjanesskaganum í kringum 1870, var magvíslegastur húsakostur, auk meðfylgjandi nytjastaða, s.s. vatnsból, fjárskjól, stekki o.m.fl.
    Nátthagahleðslurnar ofan við Óttarsstaðasel verða að teljast til hinna markverðustu í þeim u.þ.b. 400 þekktum á svæðinu.
    27. Urðarás
    Urðarás - brothringurUrðarás er merkilegt jarðfræðifyrirbæri.
    Um er að ræða svonefndan „brothring“. Hraunið hefur fallið niður á nokkrum kafla eftir að neðanjarðarhrauná, sennilegast úr Hrútagjárdyngju, hefur stíflast og glóandi hraunkvikan með þrýstingi sprengt sér leið upp með þeim afleiðingum að rásþakið hefur brotnað upp og síðan sigið niður aftur þegar glóandi hraunið flæddi undan. Sambærileg fyrirbæri má sjá á og við stærstu hella landsins. Ólíklegt, enda var það ekki að sjá, að hraunkvikan hafi náð upp á yfirborðið, en hins vegar náðst að tæmast eftir öðrum leiðum eftir að þakið brast. Nokkurn veginn jafnslétt er neðan brothringssins, en svolítill halli ofan hans. Þessar aðstæður gætu skýrt það að ekkert hraun hafi komið upp úr annars djúpri rásinni. Eftir stendur stórbrotinn „brotadalur“ í miðju hrauni. Gaman er að eiga a.m.k. eitt slíkt á Reykjanesskagnum, og það eitt hið merkilegasta á landinu.

 Helstu heimildir:
-www.ferlir.is, Wikipedia, Jarðfræðiglósur GK og Vísindavefur HÍ.

Gervigígur við Litluborgir

Gervigígur við Litluborgir.

 

Húshólmi

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 1972 er umfjöllun með yfirskriftinni „Hvert munduð þér helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi?“ þar sem nokkrir valdir einstaklingar eru spurðir svara:

„Enga íþrótt — ef íþrótt skyldi kalla — er eins auðvelt að iðka og gönguferðir — og þær eru sannarlega ekki síður skemmtilegar að vetri en sumri. Til þeirra þarf engan útbúnað annan en hlý föt og góða skó en hollustan af þeim er ómæld. Læknar hafa um árabil hvatt menn til gönguferða, ekki einungis vegna þess, að þær eru hollar líkamanum í heild, heldur og vinna þær gegn hjartasjúkdómum, sem eru eins og allir vita, einn tíðasti sjúkdómur meðal siðmenntaðra þjóða.

Arnarvatn

Arnarvatn.

Margir hafa svo sem stundað gönguferðir án þess til þyrfti hvatningarorð lækna en enginn vafi er, að þær hafa orðið almennari á síðari árum eftir að fólk fór almennt að gera sér ljóst hvílíkir vágestir kransæðastífla og aðrir hjartakvillar er. Þannig hafa fjölmargir kynnzt umhverfi sínu á nýjan hátt, séð staði, sem voru þeim áður ókunnir og einnig séð gamalkunna staði nýjum augum.
Til gamans höfðum, við samband við nokkra menn og konur á höfuðborgarsvæðinu og báðum þau að segja okkur í fáum orðum, hvert þau mundu helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi, þegar þau ættu frí frá amstri og erfiði hversdagsins.

Hlíðar Heiðmerkur (Jónas Haralz, bankastjóri)
Jónas HaraldzVið sem búum í Reykjavík og nágrenni höfum þá einstöku aðstöðu að finna fagurt, tilkomumikið og marg breytilegt landslag eftir 10—15 mínútna akstursleið — og jafnvel- enn nœr bústöðum okkar. Þarna getum við verið algerlega út af fyrir okkur — er víða sem sjaldnast sést nokkur maður á vetrardegi. Við hjónin notum okkur þetta oft og eftirlætisstaður okkar er með hlíðunum í Heiðmerkurlandinu.

Á Helgafell eða fjörur (Halldóra Thoroddsen, skrifstofustjóri)
Það er vandi að velja á milli, því að margir skemmtilegir staðir eru í nágrenni Reykjavíkur og óþarfi að aka langt burt úr bænum til að finna fallegar gönguleiðir. Til dæmis er einkar gaman að ganga fyrir sunnan Heiðmörkina og Hafnarfjörð og minnist ég þá sérstaklega skemmtilegrar leiðar, sem Eysteinn Jónsson lýsti fyrir nokkrum áratugum, það er göngu ferð á Helgafell. Ég gekk einu sinni eftir hans fyrirsögn og er viss um að sú leið svíkur engan.
Halldóra Thoroddsen
Skemmtilegast finnst mér þó að ganga með sjó fram og þá er ekki langt að aka suður í Krýsuvík eða Grindavík — nú — svo standa fjörurnar á Stokkseyri og Eyrarbakka alltaf fyrir sínu. Þessum gönguferðum fylgir sá kostur, að maður þarf ekki að kjaga upp eða niður brekkur. Helzt mundi ég þó kjósa á góðviðrissunnudegi að setjastá hestbak og ríða inn með Esjunni og upp að Tröllafossi — það er mátuleg sunnudagsferð fyrir mann og hest.

Kaldársel (Gísli Sigurðsson, varðstjóri)
Ég hef haft þann sið frá þvi fyrir 1930 að ganga um nágrennið og upp úr 1950 fór ég að safna örnefnum hér í kring og hef verið að ganga á þessa staði. Það er því um margt að velja. Úr Reykjavík er til dæmis gott að ganga upp að Elliðavatni og Vatnsendavatni og þar um kring, m.a. i Heiðmörkinni. Svo ég tali nú ekki um að bregða sér í fjöllin í Mosfellssveitinni, þar er indælt að vera og horfa yfir sundin, eyjarnar og nesin.
Gísli SigurðssonÚr Garðahreppi er einfaldast að fara beint inn hjá Vífilsstöðum, inn á hálsana, inn með Vífilsstaðahlíð, inn í Grunnuvötn og inn á Hjalla.
Úr Kópavogi er sjálfsagt að ganga inn úr byggðinni, upp og umhverfis Vatnsenda hæð, inn í Selás, inn fyrir Geitháls, — ég tala nú ekki um að fara inn á Sandskeiðið og þar í kring.
Við Hafnfirðingar eigum ekki langt að fara, getum gengið umhverfis bæinn, um Urðarfosshraunið, Setbergshlíðina inn að Kaldárseli og kringum Helgafell, suður um Ásfjall og þar um kring. Þetta eru svona tveggja til þriggja tíma leiðir, sem er gott að ganga eftir hádegi. Þarna er víða ónumið land, sem er indælt til hvíldar og gönguferða. Mér finnst ekkert taka þeim fram.

Gamla Krýsuvík (Björn Steffensen, endurskoðandi)
Björn SteffesenFerðinni er heitið í Húshólma til þess að skoða tóftir „Gömlu Krýsuvíkur“: Ekið er sem leið liggur suður Reykjanesbraut þar til komið er suður fyrir Hvaleyrarholt að beygt er til vinstri, á Krýsuvíkurveg. Ekið um Kapelluhraun og austur jaðar Almennings, yfir Vatnsskarð að Kleifarvatni. Haldið áfram suður með vatninu; farið fram hjá hverasvæðinu við Ketilstíg og áfram fram hjá Grænavatni. Tæpum 1 kílómetra sunnar eru, til hægri handar, vegamót Grindavíkurvegar. Er ekið eftir honum gegjnum túnið í Krýsuvík og áfram, um 4 kilómetra í vestur, þá er komið að austurjaðri Ögmundarhrauns. Þá er Mælifell á hægri hönd.
Hér hefst gönguferðin og er þá fyrst farið niður með jaðri hraunsins. Auðvelt er að aka jeppa niður með hrauninu, en við förum þetta gangandi.
Þegar gengið hefur verið um 2 kílómetra niður með hraunjaðrinum verða fyrir tvö vörðubrot á hraunbrúninni. Hér liggur stígur upp á hraunið. Er þessum stíg fylgt yfir að hraunrima, sem er sem næst 1/2 kílómetri á breidd og er þá komið í Húshólma.
Húshólmi er gróin spilda, nokkrir tugir hektara að stærð, umlukt apalhrauni, nema við sjó er dálítil fjara.

Húshólmi

Skálatóft í Húshólma í Gömlu-Krýsuvík.

Haldið er vestur yfir Húshólmann og stefnt dálítið ská hallt í átt til sjávar. Þegar komið er að hraunbrúninni vestan við gróðurspilduna er stefna tekin suður með hrauninu unz fyrir verður gróið túngarðsbrot, sem liggur skáhallt út undan hrauninu. Er þetta brot af túngarði „Gömlu Krýsuvíkur“. Sunnan við túngarðsbrotið er gengið upp á hraunið og verða þá fyrir tóftirnar af húsum „Gömlu Krýsuvíkur“.
Hér gefur á að líta tóftir af bæjarhósum, sem hraun (Ögmundarhraun) hefur runnið allt í kringum og að nokkru yfir. Ég held að hvergi á Íslandi sé hægt að sjá þessu líkt, nema ef vera kynni í Reykjahlíð við Mývatn. Talið er að Ögmundarhraun hafi runnið um miðja 14. öld.
Munnmæli herma að hér hafi Krýsuvík upphaflega verið. Þetta mun að vísu aðeins vera tilgáta til að skýra nafn bœjarins, sem eftir hraunflóðið á að hafa verið fluttur á þann stað, þar sem hann nú er, um 4 kílómetra frá sjó og engin vík í landi jarðarinnar. Krýsuvík er nú í eyði, bæjarhús fallin, en lítil timburkirkja stendur.

Básendar

Básendar – festarhringur.

Orð fer af því hve nágrenni Reykjavíkur sé hrjóstrugt. Þar á móti kemur að kannski er hvergi á Íslandi jafn fjölbreytt náttúra. Auk þess eru hér á næstu grösum margvíslegar minjar frá liðnum öldum, sem gaman er að kynnast, svo sem seljatóftirnar í hrauntungunni milli Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar, sunnan Kapelluhrauns (Almenningur), festarjárnin digru á Básendum, sjóbúðatóftirnar og fiskbyrgin á Selatöngum, og fallegar fjárborgir á víð og dreif, svo að nokkuð sé nefnt. Er ómaksins vert fyrir þá, sem eiga ráð á bíl og eru rólfærir, að gefa þessu gaum.

Hlíðar Esjunnar (Áki Jakobsson, lögfræðingur)
Áki JakobssonÍ haust sem leið var tíðin rysjótt og fá tækifæri gáfust til þess að fara í gönguferð í þurru veðri.
Sunnudag einn hringdi til mín kunningi minn og spurði hvort ég væri ekki til í að koma í göngutúr. Ég játaði því með þökkum og fór í gönguskó og svo lögðum við af stað. Við ókum upp að Stardal og lögðum bílnum þar en lögðum land undir fót. Gengum við svo til vesturs frá Stardal meðfram undirhlíðum Esjunnar. Síðan sveigðum við til norðurs og stefndum að Móskarðshnúkum. Leiðin lá yfir allvíðlend an mýrarslakka, sem grafinn hefur verið í sundur með skurðum, sem virðist vera orðin árátta, þó að ekki eigi að fullrækta. Á leiðinni yfir mýrina, sem var mjög blaut eftir rigningarnar í sumar, og því ekki beint þægileg til göngu, rákumst við á mink, sem faldi sig i skurði. Þegar hann varð var mannaferða tók hann til fótanna og hafði sýnilega engan áhuga á að kynnast okkur frekar. Við veittum honum nokkra athygli og virtist augljóst, að þarna væri um hlaupagikk að ræða, nýsloppinn út, enda er þarna skammt frá eitt af hinum nýju minkabúum, sem stofnuð voru eftir að minkabannið var afnumið illu heilli. Við vorum ekki í neinum minkaveiðihugleiðingum og kvöddum hann því og héldum leið okkar. Stefndum við nú á vestasta Móskarðshnúkinn. Veður var bjart þessa stundina, þó ekki sól, en líparitið í hnúkunum gerði þetta að sólskinslandslagi og fjallasýnin var heillandi.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Stefndum við nú upp til fjallanna og ekki leið á löngu þar til við komum upp á veginn úr Kjósinni, sem liggur um Svínaskarð. Fylgdum við nú veginum til vesturs, þar til hann sveigir til suðurs við vestasta hnúkinn. Þá fórum við af veginum og stefndum upp á leið, upp á mjög einkennilega klettaborg, sem stendur upp úr skriðunum neðanvert í fjallinu. Nú gerði á okkur skyndilega rigningu og er ekki að orðlengja það, að við urðum holdvotir á nokkrum mínútum. Við létum þetta þó ekki aftra okkur og héldum áfram. Eg er nú ekki orðinn mikill fjallgöngumaður, en upp á klettaborgina komst ég þó. Þá bregður svo við, að það er eins og risahönd sópi burt rigningarskýjunum og við fáum sólskin. Við fengum alveg stórkostlega útsýn, einkum til Esjunnar, en þar blasir við auganu hæsti tindur hennar. Þessi fjallasýn var svo heillandi, að mér fannst við í henni einni fá ríkuleg laun fyrir erfiði okkar. Því hefur ekki einhver af málurum okkar sett þetta stórkostlega „motiv“ á léreft, varð mér á að hugsa. Það get ur nú verið að það hafi verið gert, þó að ég hafi ekki séð þá mynd.

Móskarðshnúkar

Móskarðshnúkar.

Sólskinið stóð ekki lengi. Þung rigningarský lögðust að á ný og aftur var komin hellirigning. Eftir þessa útsýn á hamraborgunum, gerði þetta að sól inni, fannst okkur ekki vera hægt að vænta nýrra ævintýra í þessari ferð og hröðuðum okkur nú niður og vildum komast úr rigningunni sem fyrst. Við fórum niður á veginn úr Kjósinni og fylgdum honum, en komum þá að girðingu, sem liggur meðfram veginum og beinir honum í aðra átt en við þurftum að komast.
Brugðum við nú á það ráð að fara yfir girðingu þessa, til þess að stytta okkur leið. En við höfðum ekki lengi gengið þegar við gengum fram á tvö heljarmikil naut. Við höfðum sem sagt lent í nautagirðingu. Við höfðum engan kjark til þess að fara að kljást við naut. Nautin höfðu ekki orðið vör við okkur, svo við læddumst til baka sömu leið og komum okkur út úr girðingunni. Við fórum svo krókinn af mestu þolinmæði og komum að bílnum aftur eftir röskra fjögurra tíma göngu. Við vor um að vísu holdvotir, en höfðum átt mjög skemmtilegan dag.

Yfir Sveifluháls (Bergþóra Sigurðardóttir, læknir)
Bergþóra SigurðardóttirSveifluháls eða Austurháls nefnist hæðardragið norðan Kleifarvatns og eru hæstu tindar hans tæpir 400 m á hæð. Er hann innan þess svæðis, sem Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur og borgarráð leggja til að verði fólkvangur.
Reyndar kæmi sér vel fyrir okkur gönguglöð, að fá til fylgdar einhvern fótfúinn, sem sætti sig við að aka okkur í átt að Djúpavatni og biða okkar síðan í Krýsuvík. Gætum við þá gengið þvert yfir hálsinn, sem er þarna um 2,5 km á breidd. En ekkert er á móti því að ganga í hring og koma niður sömu megin. Við ókum Krýsuvíkurveg í átt að Kleifarvatni, en beygjum til hægri áður en við komum í Vatnsskarð, þar sem heitir Móhálsaleið. Ruðningsvegur liggur yfir hraunið með nyrðri hlíð Sveifluháls í átt að Djúpavatni. Þar er silungsveiði og snoturt veiðihús stendur við vatnið. Yfirgefum við farartækin, þar sem vegurinn sveigir að Djúpavatni.
Sveifluháls er móbergshryggur, sem hlaðizt hefur upp í sprungustefnu (SV—NA) á siðasta jökulskeiði. Hann er því lítið rofinn og landslag tilbreytingaríkt. Aðallitir landsins þarna eru rauðbrúnn litur móbergsins og grámi gamburmosans. Göngum við suður og upp á við yfir urð og grjót. Í maí sjást þarna í mosa og móabörðum bleikar breiður sem minna fákunnandi á lambagras, en þarna skartar vetrarblómið sínum fegursta skrúða. Er upp á hálsinn er komið er fallegt að sjá til norðurs yfir hraunið og Djúpavatn, en handan þess Grænadyngja og Trölladyngja. Í suðaustri sjást gufustrókar frá hverum milli Hatts og Hettu, en það eru hæstu hnúkarnir á hálsinum í suðri.

Grænavatn

Grænavatn.

Á miðjum hálsinum er tjörn, sem Arnarvatn nefnist. Við göngum vestan hennar í sendnu fjöruborðinu, en reiðvegurinn til Krýsuvíkur liggur austan megin. Móbergskambur skýlir okkur á aðra hönd, en handan hans tekur við flatlent mýrlendi og norðaustan þess gnæfir Arnarnípa 340 m á hæð. Er yfir mýrina kemur tekur við holt, en síðan fer að halla undan fæti og við sjáum suður á sjálft Atlantshafið. Lítið fell, Arnarfell, sunnan Krýsuvíkur er fallegt til að sjá. Við sjáum að Grænavatn er réttnefni, en það glitrar eins og smaragður séð frá hálsinum.
Við fikrum okkur svo niður gilið að hverasvæðinu, þar sem hitaveita Hafnarfjarðar hefur um árabil bullað út í loftið.
Þar sem Grænavatn var svona fallegt til að sjá, hyllumst við til að skoða það nánar. Er það rétt sunnan við akveginn. Grænavatn er dýpsti sprengigígur á landinu, 44 m á dýpt og á barmi þess getum við fundið hnyðlinga úr gabbró. Gestastaðavatn, vestan vegarins er einnig í gömlum sprengigíg, en aðeins 2,6 m á dýpt. Enn sunnar eru tvær smátjarnir eru Augu nefnast og myndaðar á sama máta. Liggur veg urinn milli Augnanna og ljúkum við þar göngu okkar.“

Heimild:
-Morgunblaðið-sunnudagsblað 26.11.1972, Hvert munduð þér helzt halda í gönguferð á góðum sunnudegi?, bls. 36-37.

Arnarfell

Arnarfell.

Gerði

Starfsmannafélag álversins í Straumsvík ákvað að halda góðan vorfagnað í sumarbyrjun. Að sjálfsögðu varð Gerði, starfsmannahús fyrirtækisins, fyrir valinu sem vettvangur blótsins. Leitað var til FERLIRs um upphitunina – því hvað er lystugra en góð gönguferð fyrir lambalundirnar. Gengið var um nágrennið og rifað upp ýmislegt það er tengdist minjum, íbúum, sögu og náttúru þess. Enda af fjölmörgu var að taka. Svæðið sem slíkt er heilstætt búsetuminjasvæði, eitt hið ákjósanlegasta á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu – og jafnframt það nærtækasta.

Gengið af stað

Gerði og Péturskot voru hjáleigur frá Þorbjarnastöðum. Guðjón Jónsson frá Setbergi reisti Gerði skömmu fyrir aldarmótin 1900.  Bárujárnshúsið í Gerði (starfsmannafélagshúsið) stendur nú þar sem bærinn var.  Um var að ræða þrætu[sumar]bústað. Eigandinn lenti í þeirri aðstöðu að fá, án þess að fá nokkru um það ráðið, heilt álver ofan í náttúrudýrðina. Álfélagið gerði samkomulag við eigandann og fékk bústaðinn í því ástandi sem hann var og færði starfsmannafélaginu til endurbóta. Þá var þar einungis norðvesturhorn núverandi húss, en síðar var bætt við það litlu húsi við suðausturhlutann. Starfsmannafélag Álfélagsins endurgerði húsið af fórnfýsi um 1990 og bætti þá við forstofu og salerni að austanverðu. Útihúsin, hlaðin, eru vestan við bæjarhúsið. Péturskot var einnig fyrst byggt skömmu fyrir aldamót af Pétri Péturssyni, Helgu konu hans og Signýju dóttur þeirra.
Norðurtakmörk Þorbjarnastaða er, samkvæmt máldaga Hvaleyrarkirkju frá 15. öld, norðurbrún Nýjahrauns milli fjalls og fjöru. Af þessari landareign á hver jörð sitt umgirta tún, en utantúns á Þorbjarnarstaðir 3/4 en Stóri-Lambhagi 1/4.“ Þetta er skráð eftir örnefnalýsingu frá árinu 1978 og m.a. byggt á bréfi dags. í Hafnarfirði 1890 og lýsingum fólks, sem fætt er og/eða uppalið í Hraunum.
Þorbjarnarstaðir eru jörð í Hraununum svonefndu. Þeir tilheyrðu áður Álftaneshreppi, en eru nú innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar.
Byrjað var á því að fylgja kirkjugötunni upp á Alfaraleið og síðan elta áhugaverða minjastaði beggja vegna leiðarinnar, s.s. fiskagildrur, skotskjól, brunna, ker, stekkiog fjárskól. Við tóftir Þorbjarnastaða var staldrað og reynt að gera viðstöddum í hugarlund hvernig bærinn hefur litið út þegar allt var þar í blóma; bæjarhúsin, traðirnar, brunngatan og réttargatan, heiti dalanna, hólanna og hæðanna. Mikið hafði breyst á tæplega 70 árum.
Gangan heldur áfram„Bærinn stóð í túninu því nær miðju, og sneru stafnar við suðvesturátt. Túnið var umgirt túngörðum á alla vegu. Frá bænum lágu traðir austur túnið og skiptu því í tvennt. Norðan traðarveggsins nyrðri var í túninu Dalurinn nyrðri, smádalur, sem dýpkaði og endaði með hamravegg og hálfgerðum skúta. Kringum dalinn var Flötin nyrðri, lítil lægð í túninu. Hér um lá Lambhúsgatan eða Sjávargatan út í gegnum Lambhúshliðið eða Sjávarhliðið. Frá norðurhlið bæjarins lá svo Réttarstígur út í Réttarhliðið. Við Réttarhliðið er klettur, nefndur Sölvhóll. Þar voru söl þurrkuð. Sölvhóll er háhóllinn, sem réttin stendur norðan undir. Þegar búizt var við halastjörnunni 1910, vildi Þorkell Árnason á Þorbjarnarstöðum safna öllum Hraunamönnum upp á þennan hól, áður en jörðin færist, og láta þá mæta þar örlögum sínum. Sunnan í þessum hól voru Sölvhólsklettar. Þá kom lægð, sem nefnd var Sölvhólsstykki. Innst inni á stykkinu er lítill skúti. Vestar kom Háaklöpp, vestan við sprunguna, sem þarna er í klettunum. Þar sunnar komu Vonduhólar, klappir margsprungnar, sem lágu að nokkru inn í túnið.“
Í skrá Gísla Sigurðssonar segir: „Heiman frá bænum í suðvestur lá Mosastígur út í Mosaskarð, sem þar var á garðinum.“ Mosinn var sóttur út í Kapelluhraun (sjá síðar), sem er í annarri átt. Konur báru mosann heim í pokum eða jafnvel sátum. Hann var notaður í eldinn og einnig í einangrun, m.a. í Gerðishúsið. Mosi var sóttur frá Lambhögum, Gerði, Þorbjarnarstöðum og Péturskoti.
Í suðurtúninu var lægð, sem nefnd var Dalurinn syðri. Kringum hann lá Flötin syðri, allt upp að traðargarðinum syðri. Frá traðarhliðinu lá Brunngatan út í Brunninn, sem var í Brunntjörninni.
og áfram...Meðfram austurtúngarðinum lá Straumsstígurinn, og fylgjum við honum norður með garði. Er þá fyrst komið að Lambhúsinu, sem er rétt utan við Lambhúshliðið. Við norðurtúngarðinn var Þorbjarnarstaðarétt, vel hlaðin rétt af grjóti. Þar var haustrétt fyrir Innhraunin eða Austur-Hraunabæi, þ.e. Litla- og Stóra-Lambhaga, Gerði, Þorbjarnarstaði og Péturskot. (Þess má geta, að í Hraunum voru um 60 manns 1918.) Eitt örnefni enn er hér nálægt túninu, Mosaflesjur, þar sem mosinn var þurrkaður til eldiviðar. Í skrá Gísla segir, að þær séu út frá Mosaskarði. Litlu norðar var Péturskotsstígur. Hann lá yfir að Péturskoti, sem var þurrabúð í Þorbjarnarstaðalandi. Þarna var ofurlítið tún, og var túngarður umhverfis það. Háatún nefndist nokkur hluti túnsins sunnan bæjarins og ofan, oftast þá nefnt Fagrivöllur. Kotið var í spaugi nefnt Hosiló, en það festist aldrei við sem örnefni.

Norðan Balanna var Gerðistjörn. Í henni var Gerðisvatnsból og vestur frá henni Stakatjörn. Í tjörnum þessum lifir dvergbleikja, allsérstök tegund. Stígur, sem lá upp á Brunabrúnina, var kallaður Kirkjustígur. Hann sést enn, liggur upp frá túninu norðan við Gerði og upp á alfaraleið. Þessi stígur var mest genginn, er sóttur var mosi í Kapelluhraun.

Gerðistjörn

Gerðistjörn.

Sunnan Gerðistúns var tjörn, er nefndist Gerðistjörn syðri, en sameiginlega voru allar tjarnirnar nefndar Gerðistjarnir  eða Þorbjarnarstaðatjarnir.
Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur. Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins. Þegar komið er yfir Seljahraun, blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur. Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellar eða Litlu-Hellar. Rauðimelur var einnig nefndur Rauðhólar.

og áfram...

Úr skarðinu liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur. Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins. Þegar komið er yfir Seljahraun, blasir við á hægri hönd mikill melur, Rauðimelur eða Þorbjarnarstaðarauðimelur. Rétt fyrir norðan Rauðamel eru Neðri-Hellar eða Litlu-Hellar. Rauðimelur var einnig nefndur Rauðhólar.
Suðvestan Þorbjarnarstaðatúns er Miðmundahæð, eyktamark frá Þorbjarnarstöðum. Þar er stór varða.
Búskapur lagðist af á Hraunabæjunum um 1930, en síðast var búið á Þorbjarnastöðum árið 1939. Þá höfðu bæði Gerði og Péturskot lagst af. Sverrir, kaupfélagsstjóri í Hafnarfirði, byggði síðan sumarbústað á tóftunum.
Hér mun og vera staður, sem nefnist Himnaríki. Tilefnið er það, að bóndi nokkur í Hraunum ætlaði að fara á Rauð sínum til himnaríkis – eftir viku drykkju. Hann lagði upp undir rökkur með nesti og nýja skó (en kvaðst ekki þurfa sokka, því að nóg væri af þeim í himnaríki). Hesturinn skilaði sér fljótt heim, og sjálfur kom bóndi undir vökulok. Í skrá G.S. segir, að hnakkurinn og beizlið hafi fundizt vestarlega í Draugadölum, en heimildarmenn sr. Bjarna segja, að þetta hafi legið í Stekkatúninu. Síðan er þarna kallað Himnaríki.
Gengið var um Draugadali, Slunkaríkið skoðað sem og Kristrúnarborgin (Óttarstaðaborgin). Mæting í grillið við Gerði varð á matréttarslaginu.
Frábært veður. Gangan (með leiðsögn) tók 2 klst og 2 mín.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – tilgáta ÓSÁ.

 

Hafnarfjörður

Í Fjarðarpóstinum 29. maí 2008 birtist eftirfarandi fróðleikur um aðdraganda kaupstaðaréttinda Hafnarfjarðar.  Reyndar fylgdi dagskrá um væntanlega afmælishátíð, en þar var ýmsu sleppt, sem ákveðið hafði verið – og varð.

Hafnarfjörður 1860

„Árið 1786 var gefin út tilskipun um kaupstaði áÍslandi, réttu eftir afnám einokunarverslunar. Sex íslenskum vesrslunarstöðum var veitt kaupstaðarréttindi og var Hafnarfjörður ekki þar á meðal þó verslun þar hafi þrifist og blómstrað um aldir. Var þessi tilskipun talin sýna hversu ókunnug danska stjórnin var um íslenska staðhætti enda voru tveir staðanna sviptir kaupstaðaréttindum 1807, Vestmannaeyjar og Grundarfjörður. Nálægð Hafnarfjarðar við Reykjavík, sem Skúlu Magnússon og félagar völdu sem höfuðstað fram yfir Hafnarfjörð, var nú til trafala.
Landrými var talið of lítið og erfitt og í bréfi Þórðar Jónassonar sýslumanns til stiftamtmanns árið 1851 taldi sýslumaður enga von til þess að Hafnarfjörður öðlist kaupstaðaréttindi en bréfið var ritað að ósk stiftamtmanns vegna fyrirspurnar frá danska innanríkisráðuneytinu sem vildi kanna hvort Hafnarfjörður gæti verið meirháttar verslunarstaður í framtíðinni þar sem skip frá útlöndum gætu komið til  og landað. Um álit Skúla og Þórðar segir í Sögu Hafnarfjarðar eftir Sigurð Skúlason: „Það er ekki alls kostar geðfelld tilhugsun, að Hafnarfjörður, sá verzlunarstaðurm sem öldum saman hafði verið ágætastur og frægastur á öllu Íslandim skyldi verða út undan vegna hlutdrægni og þröngsýni einstakra manna, er nokkuð tók að rofa til á sviði íslenskra atvinnumála.“

Hafnarfjörður 1890

Hafnarfjörður var frá alda öðli í Álftaneshreppi en 23. júní 1876 ögðu 49 íbúar í Hafnarfirði beiðni fyrir hreppssnefnd Álftaneshrepps um að Hafnarfjörður fengi kaupstaðaréttindi. Hreppsnefndin tók vel í málið og var málið undirbúið af 14 manna hópi. Þann 22. febrúar 1878 var samþykkt að hreppnum skyldi skipt í Bessastaðahrepp og Garahrepp og var hreppsnefndin hlynnt því að skipta honum í þrennt, að Hafnarfjörður yrði skilinn frá Garðahreppi en taldi ekki unnt að gera þá breytingu þá. Fundur um kaupstaðaréttindi Hafnarfjarðar var haldinn í Templarahúsinu 7. apríl 1890 og í kjölfar hans var sýslumanni ritað bréf og óskað eftir því að hann boðaði til almenns fundar um málið.

Hafnarfjörður 1906

Sýslumaður vék sér undan beiðninni og vísaði á síra Þórarinn Böðavarsson um fundarboðun og var sá fundur haldinn 14. júní 1890 og undirbúningsnefnd kosin sem hóf strax vinnu. Á fundi 27. febrúar 1891 var meirihluti fundarmanna andvígur aðskilnaði við Garðahrepp!
Féll málið niður um nokkurn tíma en eftir uppgang í byrjun nýrra aldar ákvað hreppsnefnd Garðahrepps á fundi 1. mars 1903 að fara þess á leir við löggjafarvaldið að Hafnarfjörður fengi kaupstaðaréttindi. Frumvap til laga var lagt fyrir efri deld Alþingis 1903. Felldi þingið frumvarpið við aðra umræðu. Á ný var frumvarp lagt fram 1905 og kom það til umræðu í neðri deild. Efti 2. umræður í efri deild var frumvarpinu vísað til sveitarstjórnarnefndar og var frumvarpið fellt þar með nafnakalli. Aftur var frumvarpið lagt fram 1907. Loksins var frumvarpið samþykkt og lög um bæjarstjórn í Hafnarfirði voru staðfest af konungi 22. nóvember 1907 með gildistöku 1. júní 1908 og öðlaðist Hafnarfjörður þá loks kaupstaðaréttindi.“

Heimild:
-Saga Hafnarfjarðar – Sigurður Skúlason 1933 (Fjarðarpósturinn 30. maí 2008).Hafnarfjörður

Hafnarfjörður fyrrum.

Hafnarfjörður

Frá smábátahöfninni í Hafnarfirði. Sama sjónarhorn og að ofan.

Komið hefur verið fyrir þjónustu- og salernishúsi við Seltún í Krýsuvík.
Það mun hafa verið HúsinGrindvíkingurinn Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfiskseturs Íslands og fulltrúi Grindavíkur í Reykjanesfólksvangsnefnd, sem af einskærri atorkusemi stuðlaði manna helst að uppsetningu húsanna.
FERLIR var við Seltúnið þegar komið var með þau á tveimur pallbílum frá Grindavík í dag kl. 10:35, laugardaginn 29. maí, en formleg opnun hefur verið ákveðin þriðjudaginn 15. júní n.k.
Hafnarfjarðarbær og Óskar Sævarsson, fyrir hönd stjórnar Reykjanesfólk-vangs, hafa gert samkomulag um reksturinn. Reykjanesfólkvangur tók að sér Húsin -2að koma upp þessari bættri aðstöðu fyrir ferðamenn við Seltún. Annað húsanna er 40 fermetra skáli og hitt er salernishús þar sem verða fjögur salerni. Áður voru hús þessi staðsett á „Reykjavegi“ gönguleið frá Reykjanestá til Þingvalla og hugsuð sem aðstaða fyrir göngufólk. Húsin voru smíðuð með tilliti til þess að falla vel að náttúrulegu umhverfi. Fólkvangurinn mun næstu þrjú sumur samkvæmt samkomulaginu sjá um rekstur á mannvirkjunum og þjónustu við gesti staðarins. Starfsmaður Reykjanesfólksvangs mun m.a. hafa aðstöðu þarna.

SeltúnFerðamálastofa styrkti flutninginn og standsetningu húsanna. Hafnarfjarðarbær greiðir síðan á samningstímanum ákveðna upphæð á ári til Reykjanesfólkvangs sem sér um allan rekstur á umræddum húsum og nýtir þau til umbóta fyrir ferðamenn á Seltúnssvæðinu með áherslu á hreinlætis- og salernisaðstöðu. Reykjanesfólkvangur sér um viðhald á húsunum og ber kostnað vegna skemmda. Framlag Hafnarfjarðarbæjar byggir m.a. á núverandi rekstarkostnaði vegna þurrsalerna sem fram að þessu hafa verið flutt til svæðisins á hverju sumri. Skemmdarvargar hafa leikið þau grátt, en vonir standa til að allir leggi sig fram við að umgangast þessa stórbættu aðstöðu með vinsemd og virðingu. Seltúnið er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.
Næsta verkefni verður væntanlega að ganga frá í kringum húsin, fjölgera stíga um svæðið og lagfæra merkingar, sbr. Seltúnsselið og námutóftirnar.
Á meðfylgjandi myndum má m.a. sjá þegar húsin voru flutt á vettvang.

Seltún

Upplýsingaskilti við Seltún.

 

Svunta

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík segir um Krýsuvíkurveg: „Þegar kemur niður úr Seltúninu niður á láglendið, er leiðin til Krýsuvíkur um Vaðla.“.
Krysuvik Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar um sömu leið segir: „Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli þriggja tjarna lítilla, sem nefnast Augu. Þjóðvegurinn liggur nú milli tveggja.“
Ætlunin var að reyna að rekja Krýsuvíkurgötuna frá gamla Krýsuvíkurbænum að Ketilsstíg og rekja síðan Steinabrekkustíg til baka um Steinabrekkur. Við hann átti að vera Fagraskjól, fjárbirgi.
Þegar gluggað var nánar í fyrirliggjandi örnefnalýsingar með það fyrir augum að reyna að glöggva sig á framangreindum götum kom eftirfarandi í ljós:
Ari Gíslason: „Austan undir Hatti er hvammur sá, sem heitir Seltúnshvammur. Er komið niður í hann, þegar Ketilstígur er farinn, er síðar getur. Í hvamminum er Seltúnið. Þar eru nokkrir leirhverir, sumir dauðir, en í öðrum kraumar. Úr gili milli Hatts og Seltúns kemur Seltúnslækur, sem rennur um alldjúpt gil á jafnsléttu, Selgil. Þarna eru Seltúnshverir. Framan við Seltúnið eru Brennisteinshúsarústir. Eru þær á Seltúnsbarði, sem er sunnan gilsins. Þar höfðu enskir menn brennisteinstöku á 19. öld. Voru þeir líka í Brennisteinsfjöllum. Þegar kemur niður úr Seltúninu niður á láglendið, er leiðin til Krýsuvíkur um Vaðla.“
Og í örnefnalýsingu
Gísla Sigurðssonar: „Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli þriggja tjarna lítilla, sem nefnast Augu. Þjóðvegurinn liggur nú milli tveggja. Hér litlu ofar og austar er komið að Grænavatni. Kring um það að norðan, vestan og sunnan eru Grænavatnsmelar. Að því liggja Grænavatnsbakkar klettastallar. Suður frá Grænavatni eru alldjúpir bollar, nefnast Stampar. Stóri Stampur og Litli Stampur grösugir og þar hafði fólk í Krýsuvíkurhverfi trú á að yxu lifgrös betri, en annarsstaðar. Á austurbakka Grænavatns er skarð, þar fellur inn lækur vatnslítill, nefnist Flóðalækur. Hann kemur úr Flóðunum, sem eru vestasti hluti Vesturengjasvæðisins, sem liggur milli Lambafellanna og Hálsins að norðan. Austasti hluti flóðanna nefnist Teitsflóð. Sunnan flóðanna upp undir holtinu og Lambafelli Litla voru engjasvæði, nefndust Teigarnir Álfsteigur neðri með holtinu, og Álfsteigur efri norðan í fellinu. Þá er Grófarteigur vestan Grófarlækjar. En austan Grófarlækjar voru Gullteigur neðri og Gullteigur efri og liggja vestan í Stóra-Lambafelli. En Grófarlækurinn fellur austur undir hlíðum fellsins. Af Grænavatnsmelnum liggur 

Krýsuvíkurgötur

Vesturengjastígurinn upp nokkuð og austur. Þar er komið að svo kölluðum Vöðlum og lækur kemur ofan úr dölunum og nefnist Vaðlalækur og rennur niður í Flóðin. Þegar yfir Vaðlana kemur tekur við Vesturengjahæð með Vesturengjamóa eða Engjamóa og nær þetta svæði allt að Fúlapolli eða Leirpolli. Þá er komið í Seltún, Seltúnslækur skiptir Seltúni. Vestan við hann eru Seltúnsbörð. Á Seltúnslækjarbakka vestari stóð í eina tíð Námahúsið. Frá Fúlapolli rennur vatn lítill lækur, nefnist Svuntulækur. Neðarlega á engjunum tengist hann, rennur hann saman við Seltúnslæk. Myndast þarna engjateigur, sem nefnist Svunta. Neðan við þetta engjasvæði er Suðurkotsnes og Gvendarrimi. Austan við Seltúnslæk, sem einnig er kallaður Engjalækur, er Vesturengjalækur, er engi, er nefnist Flatengi og liggur niður með læknum.
SteinabrekkustígurÞar neðst er svo Norðurkotsnes. Lengra niður með læknum er mikið land sem fer undir vatn þegar vex í Kleifarvatni, en kemur undan því er út fjarar, og var þarna oft gott slægjuland. Svæði þetta var nefnt Nýjaland. Að austan takmarkast það af Rifinu lágu sandrifi, sem þó fór ekki í kaf er flæddi. Við syðri hluta Rifsins var Refanes. Suður og upp frá Nýjalandi voru svo Hvammarnir, Stórihvammur með Laugina öðru nafni Hvammalaug og Hvammagil. Hér í hvamminum hafa skátar frá Hafnarfirði byggt sér Skátaskála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur.
FagraskjólSeljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Selgil kemur ofan úr Selásum eða Selhæðum og Selgilslækur nefnist hann. Frá Stórahvammi liggur Hvammholt niður á Rifið. Eftir Rifinu liggur akvegur með vatninu, neðan Hvamma út á svo nefndan Geithöfða suður af honum og inn með vatninu.“
Í örnefnalýsingu Gísla fyrir Krýsuvík segir ennfremur um Steinabrekkur og Steinabrekkustíg: „Annar Hveradalalækur vestri kemur úr Hveradölum og rennur fram milli melanna. Lækur þessi er aðaluppistaðan í Krýsulæk vestri. Fram undan melnum vestan lækjarins munu hinir fornu Gestsstaðir hafa staðið, sér þar móta fyrir rústum tveggja bygginga.
GestsstaðirVestan þessa mela er lítill lækur og mætti nefna hann Gestsstaðalæk. Gestsstaðamói liggur fram undan rústunum, fram á mýrina. Vestur héðan frá læknum litla liggur stígur um Steinabrekkur og nefnist Steinabrekkustígur. Alllangt hér vestur með hálsinum er svo komið að móbergskletti, sem nefnist Skuggi mun vera gamalt fjárskjól. Uppi á Hálsinum er fjárbirgi, sem einhverntíma hefur verið reft yfir. Fagraskjól nefnist það. Nokkru vestar er komið að öðrum klettum nefnast Svörtuklettar. Niður undan þeim er komið á Alfaraleiðina frá Krýsuvík til Grindavíkur.
VesturengjavegurEn þarna eru líka Vegamót, því héðan liggur upp á hálsinn Drumbsdalastígur, sem var kirkjustígur Vigdísarvallamanna.“
Hérna er getið um Fagraskjól, fjárbirgi í austanverðum Sveifluhálsi.
Þegar komið var að Krýsuvíkurtorfunni var götunni fylgt áfram um Bæjarfellstaglið og áleiðis að Einbúa. Þar var götu fylgt undir Sveifluhálsi til norðurs, Steinabrekkustíg. Hann er augljós ofan við Skugga og áfram inn að Hveradalalæknum vestari. Fagraskjól fannst eftir svolitla leit. Á leiðinni var komið við í rústum Gestsstaða sem og útíhúsi frá bænum skammt frá, uppi í Sveifluhálsi. Hvorki sú tóft né Fagraskjól er getið í fornleifaskráningu fyrir Krýsuvíkursvæðið.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Krýsuvík.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.