Tag Archive for: Hafnarfjörður

Krýsuvíkurkirkja

Þann 2. janúar 2010 brann Krýsuvíkurkirkja til kaldra kola.
Mörgum þótti mikill missir í þessari litlu Krysuvikurkirkja endurbyggd-1sveitakirkju enda hafði henni verið haldið sæmilega vel við síðustu ár. Aðeins nokkrum dögum eftir brunann, voru stofnuð samtökin Vinafélag Krýsuvíkurkirkju og ákveðið að kirkjan skyldi endurbyggð. Kennarar og nemendur við Iðnskólann í Hafnarfirði tóku verkið að sér. FERLIR heimsótti Iðnskólann til að sjá hvernig verkið gengi þar sem grindaruppbyggingin var langt komin framan við gamla Álhaldahús Hafnarfjarðarbæjar við Flatahraun.
Upprunalega kirkjan, sem brann, var byggð árið 1857. Kirkjuhúsið var bæði notuð fyrir helgihald og síðar búsetu. Um aldarmótin 1900 var hún orðin illa farin. Kirkjan var síðan afhelguð árið 1929, en búið í henni um tíma. Um 1960 var kirkjan svo lagfærð og endurvígð 1964.
Eftir brunann var stofnað VinaKrysuvikurkirkja endurbyggd-2félag Krýsuvíkurkirkju er hafði það m.a. að markmiði að endurgera kirkjuna á sínum stað. Nemendur við Iðnskólann í Hafnarfirði tók verkið af sér og endurbyggingin unnin í samstarfi við Þjóðminjasafnið, sem hafði umsjón með gömlu kirkjunni á meðan var og hét.
Krysuvikurkirkja endurbyggd-3Hrafnkell Marinósson er deildarstjóri byggingadeildar Iðnskólans. „Notast er að mestu leyti við handverkfæri. Engar skrúfur eru notaðar, ekkert lím heldur fyrst og fremst gamaldags samsetningar. Allt er gert á gamla mátann. Höggnar eru holur og grópir gerðar. Notaðir eru trétappar og reynt að virða gamlar samsetningar.

Krysuvikurkirkja endurbyggd-4Verkið er m.a. unnið í samvinnu við Tækniskóla atvinnulífsins, t.d. varðandi flesta málningar-vinnu. Þetta er sérlega gott verkefni til að viðhalda gömlu handverki“.
Stefnt er að því að koma „nýju“ kirkjunni fyrir á grunni þeirrar gömlu í Krýsuvík n.k. sumar
.


Heimild:
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4565168/2011/03/27/1/

Krysuvik 1810

Krýsuvík 1810.

Hafnarfjörður

Dvergasteinar eru margir á landinu. Má t.d. nefna Dvergastein við norðanverðan Seyðisfjörð. Niðri í fjöru þar við fjörðinn, neðan bæjar, er stór steinn, sem líkist húsi í lögun. Sagan segir, að þessi steinn og kirkja hafi staðið hlið við hlið sunnan fjarðar. Þegar kirkjan var flutt norður yfir, kom steinninn siglandi á eftir henni yfir fjörðinn. Annar Dvergasteinn er í Álftafirði fyrir Vestan. Og í Hafnarfirði eru a.m.k. tveir nafngreindir Dvergasteinar með sögu.

Dvergasteinn undir Hamrinum
Dvergasteinn-12„Á austanverðri grasflötinni milli Hafnarfjarðarkirkju og safnaðarheimilisins Strandbergs er steinn sem kallast Dvergasteinn. Þegar kirkjan var byggð árið 1914 fékk hann að standa óhaggaður. Stein þennan vill enginn hreyfa, því verði honum haggað munu hin huldu verndaröfl steinsins ekki láta þess óhengt. Stendur Dvergasteinn í skjóli kirkjunnar rétt neðan Hamarsins og lætur lítið yfir sér. Við þennan stein stóð húsið Dvergasteinn þar sem Emil Jónsson fyrrum bæjarstjóri og ráðherra fæddist og ólst upp.“
Dvergasteinninn er nú í öruggi skjóli kirkjunnar, en fyrir vikið er hann fáum kunnugur. Gera mætti þar bragarbót á, t.d. með merkingu (húsamynd) og setbekk til að setjast á í skjóli húsanna með útisýni til austurs þar sem húsið Dvergarsteinn stóð.

Dvergasteinn/Markaklettur við Merkurgötu
Dvergasteinn-13„Við Merkurgötu í Hafnarfirði þrengist vegurinn mjög við klett sem skagar út í götuna og uppúr klettinum stendur járnkarl pikkfastur. Munnmælasaga hermir að í kringum 1920 hafi staðið til að brjóta niður klettinn vegna húsbyggingar en að það hafi ekki gengið og að ástæðan væri sú að í klettinum byggi dvergur sem vildi ekki flytja.“
Dvergasteinninn við Merkurgötu er dæmigerður kletta er setja svip sinn á Hafnarfjörð (eða m.ö.o. sem bærinn tekur svip af innan gömlu byggðarinnar). Álfhóll er skammt sunnar. Honum tengjast álfasögur (sjá síðar).

Dvergasteinn

Dvergasteinn við Hafnarfjarðarkirkju.

 

Krýsuvík

Eftirfarandi frásögn birtist í Í Lesbók MBL 1987. Í henni fjallar Ólafur E. Einarsson um „Krýsuvík„.
Krýsuvík 1923„Svo segir í fornum ritum, að Grindavík eða Grindavíkursókn, takmarkist að vestanverðu af Valahnúk á Reykjanesi, sem aðskilur bæði land og reka Hafna og Grindavíkur en að austanverðu Seltangar, stuttur tangi í sjó fram vestan við Krýsuvíkurberg. Á Selatöngum er klettur nokkur, bergdrangur kallaður Dagon, og aðskilur hann bæði land og reka Grindavíkur og Krýsuvíkur að austanverðu.
Þótt ofangreind landamerkjalýsing sé tekin upp úr riti síra Geirs Bachmann frá 1840, veit ég ekki betur en að landamerki Grindavikur og Grindavíkursóknar að austanverðu séu þar sem jarðirnar Krýsuvík og Herdísarvík mætast og þótt Hafnarfjarðabær hafi á árunum um 1930 fest kaup á Krýsuvíkinni, tilheyrir hún eigi að síður Grindavík landfræðilega séð.

Maríukirkja
Í embættisbókum Gullbringusýslu er landamerkjum Krýsuvíkur lýst þannig: „Maríukirkja í Krýsuvík í Gullbringusýslu á samkvæmt máldögum og öðrum skilríkjum heimaland allt, jörðina Herdísarvík í Árnessýslu og ítök, er síðar greina.
Landamerki Krýsuvíkur eru:
Krýsuvíkurkirkja 19641. Að vestan: Sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum í Trölladyngjufjallrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi, þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindrang við Búðarvatnsstæði. [Hér er athyglinni beint að „hinum háa steindrangi þétt við Búðarvatnsstæðið“. Hér er greinilega ekki átt við Markhelluna, sem er tæpan kílómeter frá vatnsstæðinu. Samkvæmt þessu eru Selsvellir og óumdeilanlega innan marka Grindavíkur – og stækkar umdæmið sem því nemur].
2. Að norðan: Úr Markhelluhól, sjónhending norðanvert við Fjallið eina, í Melrakkagil (Markrakkagil) í Undirhlíðum [hér er átt við skarð að sem síðar var nefnt Vatnsskarð] og þaðan sama sjónhending að vestur-mörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu.
3. Að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg, á hægri hönd við þjóðveginn, úr Selvogi til Hafnarfjarðar, örskammt frá veginum í Seljabótarnef, klett við sjó fram. [Þessi lýsing gefur til kynna að mörkin séu skráð af ókunnugleika því ekki er vitað til þess að Kóngsfell sé á nefndum stað er lýst er heldur miklu mun norðar. Jafnan hefur verið getið um Sýslustein(a) í þessu sambandi].
4. Að sunnan; nær landið allt að sjó.“
Dagon við Selatanga - hvorum megin sem erÞessu næst eru talin ítök þau, sem kirkjan á og loks „ítök sem aðrir eiga í landi kirkjunnar“.
Í jarðabók sinni geta þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín til þess, að ágreiningur nokkur sé um landamerki milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála, en ekki skýra þeir neitt frá því, um hvað sá ágreiningur sé. Báðar þessar jarðir eru þá (1703) í eigu dómkirkjunnar í Skálholti.
Í máldögum og öðrum skjölum, sem rituð eru löngu fyrir daga Páls og Árna, er svo sgat, að hraundrangurinn, eða kletturinn Dagon (Raufarklettur), sé landamerki og þá auðvitað fjörumerki millum jarða þessara, en hitt mun lengi hafa orkað tvínælis hor af tevim brimsorfnum hraundröngum sem standa í flæðamáli á Selatöngum, sé Dagon (Raufarklettur). Og eigi eru enn full 50 ár liðin (árið 1897) síðan þras varð nokkurt og málaferli risu út af því, hvor þessara tveggja kletta væri Dagon. Um þetta mál sýndist sitt hverjum og mun svo enn vera. Vísast um þetta mál í bækur Gullbringusýslu.
Á korti herforingjaráðsins danska er Dagon sýndur mjög greinilega, en hér kemur til greina, – eins og reyndar víða annars staðar, – hversu öruggar heimildir þeirra mælingamannanna hafi  verið.
Bilið hinna tveggja hraundranga, eða fjöruræma sú, sem deilurnar hafa verið um, mun eigi lengra en það, að meðalstóran hval getur fest þar.

Nakin fjöll og hraunbreiður
KrýsuvíkurtorfanUmmál Krýsuvíkurlandareignarinnar er milli 60 og 70 km, en flatarmálið eitthvað á þriðja hundrað ferkm. Er stórmikill hluti af þessu víða flæmi ýmist ber og nakin fjöll og smáar og strjálir grasteygingar upp í ræturnar, eða þá víðáttumiklar hraunbreiður, þar sem sáralítinn gróður er að finna, annan en grámosa gnógann og svo lyng á stöku stað. Aðalgraslendið í landareigninni er í sjálfu Krýsuvíkurhverfinu og þar í nánd; má segja, að takmörk þessa svæðis séu: Ögmundarhraun að vestan, Sveifluháls að norðvestan, Kleifarvatn að norðan, gróðurlitlar hæðir og melásar að norðaustan og Geitahlíð, eldborg og Krýsuvíkurhraun að austan, en bjargið og hafið að sunnan. Þessi óbrunna landspilda er nálega 6 km breið syðst, eða sem svarar allri lengd Krýsuvíkurbergs, frá Ytri-Bergsenda til hins eystri – en mjókkar svo jafnt og þétt, allt norður að Kleifarvatni og verður þar ekki breiðari en suðurendi vatnsins, – 1-2 km. En frá bjargbrún og inn að Kleifarvatni eru um 9 km. Á svæði þessu skiptast á tún (sem raunar mætti nú orðið frekar kalla gömul túnstæði), engi, hagmýrar og heiðlendi vaxið lyngi og lítilsháttar kjarri, en víða er gróðurlendi þetta sundurslitið af gróðurlausum melum og grýttum flögum. Geta mætti þess til, að valllendið og mýrarnar á þessu svæði mundi vera um 10 ferkm.
Ýms fell og hæðir rísa úr sléttlendi þessu, svo sem Lambafellin bæði, sem aðskilja Vesturengi og Austurengi, Bæjarfellið, norðan við Krýsuvíkurbæinn og Arnarfell, suður af bænum; bæði þessi fell eru móbergsfjöll. Sunnar nokkru er hálsdrag eitt, er liggur austur af Fitjatúninu; eru þar vestastir móbergstindarnir Strákar, þá Selalda, Selhóll og Trygghólar austastir. Það er talinn hádegisstaður frá Krýsuvík, þar sem mætast rætur eystri Trygghólsins og jafnsléttan austur af honum.

Bali og Vigdísarvellir

Suður af Selöldu og fremst á brún Krýsuvíkurbjargs er hæð sú er Skriða heitir. Mun þar vera hinn eini staður í berginu, sem nokkurs móbergs gætir, en vestanvert við hæð þessa er basaltlag eitt, eða fleiri, efst í bjargbrúninni; skagar basaltlagið þar lengra fram en móbergið (af skiljanlegum ástæðum), svo að loftsig er alla leið niður í urðina, sem þar er neðan undir. Er þar einn hinna fáu og fremur smáu staða á allri strandlengju Krýsuvíkur, sem vænta má, að nokkuð reki á fjörurnar.
Framan í Skriðunni er Ræningjastígur (hans er getið í Þjóðsögum J.Á. og e.t.v. víðar). Stígur þesi er gangur einn, sem myndast hefir í móberginu og liggur skáhalt ofan af bjargbrún og niður í flæaðarmál. Ræningjastígur hefir verið fær til skamms tíma, en nú er sagt, að svo mikið sé hrunið úr honum á einum stað, að lítt muni hann fær eða ekki.

Fjórtán hjáleigur
Krýsuvík, með hjáleigum sínum öllum, hefir um langan aldur verið sérstök kirkjusókn og mun kirkja jafnan hafa haldist Fitar og nágrenniþar frá ómunatíð, þar til nú fyrir fáeinum árum; nokkur fyrr en Hafnarfjarðarbær keypti Krýsuvíkurtorfuna, að kirkjan var lögð niður. Líklegt má telja, að það hafi gerst í kaþólskum sið, að Krýsuvíkurkirkja eignaðist jörðina Herdísarvík í Árnessýslu, en eftir að kirkjan í Krýsuvík var lögð niður, var ekkert því til fyrirstöðu að jarðirnar yrðu aðskildar eignir, enda er og nú svo komið. Herdísarvík hefur jafnan talist til Selvogshrepps og fólk þaðan átt kirkjusókn að Strandarkirkju.
Sé Stóri-Nýjabær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun verið hafa, fram undir síðastliðin aldamót, og sé ennfremur trúað, að nokkurn tíma hafi verið byggð á Kaldrana; verða hjáleigur Krýsuvíkur 14 að tölu, þar sem menn vita nú um, að byggðar hafi verið, og heita þær svo: Stóri-Nýjabær (austurbærinn), Stóri-Nýjabær (vesturbærinn), Litli-Nýjabær, Norðurkot, Suðurkot, Lækur, Snorrakot, Hnaus, Arnarfell, Fitar, Geststaðir, Vigdísarvellir, Bali og Kaldrani (?).
Óvíst er og jafnvel ekki líklegt, að hjáleigur þessar hafi nokkurn tíma verið allar í byggð samtímis. Þeir Árni Magnússon og Páll lögmaður Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu og má telja vafalítið, að það séu sömu hjáleigurnar, sem nú kallast Norðurkot og Suðurkot.

Fjárskjól við Stráka

Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt, að Austurhús hafi verið þar, sem nú er Lækur, en engum getum skal að því leitt hér, hvar Vesturhús hafi verið [þótt sennilegast hafi þar verið um Snorrakot að ræða].
Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, eru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur eru suð-austan undir Núpshlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá Aðalhverfinu, en þar um slóðir er Sveifluháls einatt kallaður Austurháls, eða „Hálsinn“. Í Jarðabók sinni, telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi 7 af hjaáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum; telja þeir, að 41 sá sé í söfnuðinum; en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar voru um 70 manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinga, þá hefir hún verið næsta lítilfjörleg, á slíkri afbragðs hagagöngujörð, Hrossafjöldi er og af mjög skornum skammti, en mjólkurkýr telja þeir vera 22.
Fiskbyrgi á SelatöngumSem hlunnindi telja þeir; fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláss til sölvatekju“. Þá geta þeir þessm að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa „en lending þar, þó merkilega slæm“. En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu, mun þó útræðu á Selatöngum hafa haldizt fram um 1870, a.m.k. alltaf öðru hvoru. Er til gömul þula, þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má“ o.s.frv. En endar svona: „Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá.“
Á Seltaöngum hafðist við um eitt skeið, hinn nafnkunni Tangadraugur (Tanga-Tumi), sem talinn var hversdagslega fremur meinlítill, en þá er á hann rann jötunmóður, gat hann orðið svo fyrirferðamikill, að hann „fyllti út í fjallaskörðin“, að því er Beinteini gamla í Arnarfelli sagðist frá: En hér mun bú vera komið út fyirr efnið.

Eggjataka og fugl

Tóptir Geststaða

Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó aðeins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins; austan heimabergsins en vestan Strandabergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki, að taka fleiri egg en 150 og ekki að veita meir en 300 fugla (svartfugl, álku og lunda). Ekki fylgdu heldur neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum. Á flestum þessar 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign, munu engin ákvæði hafa verið, né þótt þurfa. Þegar Nýjalöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni, úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta hluta. Í góðu grasári, gat hver hjáleiga fengið i sinn hlut, af hvoru Nýjalandi, um 50 hestburði, af nautgæfu heyi.
Vigdíarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar, er og um nokkuð langan veg og einar torsóttan að sækja þaðan á Krýsuvíkurengjar.

Tóptir Fitja

Langt mun nú síðan Geststaðir voru byggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, bæði ú Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í handriti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein, eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún, er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en 3 til 4 töðukapla, þegar bezt lætur.
Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um, eða fram yfir 1870, en túnið þar, var jafna slegið, frá höfuðbólinu, fram undir 1890 og þá er túnið í rækt, var talið að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).
Á Fitum voru nokkuð stæðilegar bæjartóptir fram yfir síðastliðin aldamót, þar var og safngryfja, sem óvíða sáust merki til, annars staðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitjum og útslægjur hefði mátt þaðan hafa; á Efri-Fitum, á Lundatorfu, eða í Selbrekkum; eigi var og heldur heybandsvegur þaðan í Trygghólamýrina.
Utan þessa svæðis, sem hér er nefnt, má telja til gróðurlendis hin svonefndu Klofninga í Krýsuvíkurhrauni; þar er sauðfjárbeit góð. Þá er Fjárskjóslhraun sunnan í Geitahlíð, austarlega, og hólmarnir tveir í Ögmundarhrauni, þeir Húshólmi og Óbrennishólmi. Er á öllum þessum stöðum lynggróður mikill og dálítið kjarr, sprottið úr úr gömlum hraunum. Þá eru hjáleigurnar tvær, autan við Núpshlíðarháls, Vigdísarvellir og Bali, með túnstæðum sínum og mýrarskikum í nágrenninu, og svo að lokum „Dalirnir“ og valllendisflatirnar fyrir Kleifarvatn, ásamt grasbrekkum nokkrum, sem ganga þar upp í hlíðarnar.

Sævarströndin

Krýsuvíkurbjarg

Strandlengja landareignarinnar, frá Dagon á Selatöngum og austur í sýslumörk á Seljabót er 15-16 km. Frá Dagon og á austrujaðar Ögmundarhrauns er 5-6 km, er það óslitin hraunbreiða allt í sæ fram, að undantekinni Húshólmafjöru, sem vart er lengri en 300-400 metrar.
Austan Ögmundarhrauns tekur við þverhnípt bjargið (Krýsuvíkurberg) og er það talið þrítugt eða fertugt að faðmatali. Ekki er ólíklegt, að þessi áætlun um hæð bjargsins sé nokkuð rífleg, því að á korti Herforingjaráðsins eru sýndar tvær hæðarmælingar á bjargbrúninni og er önnur 33 metrar en hin 36. E.t.v. gæti það átt viðhérm það sem Páll Ólafsson kvað forðum: „Þeir ljúga báðir, held ég megi segja“. Fyrir austan Eystri-Bergsenda tekur við Krýsuvíkurhraunið, allt austru á Seljabót, og þar fyrir austan Herdísarvíkurhraun, en þá er komið austur fyrir sýslumörk og skal því staðar numið í þá átt.
Þar sem hraun þessi, Ögmundarhraun og Krýsuvíkurhraun, ganga fram á sævarströndina og verða víðast hvar hamrar nokkrir, en þó ekki nægiulega háir til þess, að bjargfugl geti haldist þar við um varptímann.
Þrátt fyrir þessa miklu strandlengju eru þó furðulega fáir staðir á henni, þar sem reka getur fest og munu rekasvæðin öll til samans vart nema meiru en einum km að lengd. Af þessum stuttu fjörustúfum eru helztir: Selaatangar, Húshólmi og Skriða, sem áður er nefnd, en þar er bjargsig allmikið og verður að hala upp í festum hvern þann hlut, sem þar rekur á fjöru og að nokkrum notum skal koma. Sama máli gegnir og um Bergsendana báða, þá sjaldan nokkuð slæðist þar á fjörurnar.

Keflavík

Í Keflavík.

Á Keflavík erða Kirkjufjöru í Krýsuvíkurhrauni og eins á Miðrekunum, milli Selatanga og Húshólma, er og lítilsháttar reki, en um illan veg er að sækja, ef afla skal fanga af öðrum hvorum þessara tveggja staða. Austarlega í Ögmundarhrauni verða tveir básar upp í hraunbrúnina, fram við sjóinn, Rauðbás og Bolabás, en ekki er fjaran í hvorum þeirra nema fáeinir metrar.
Eitt er það um Krýsuvík, sem fástaðar mun vera til á Íslandi, en það er; að heiman frá höfuðbólinu og reyndar frá flestum öðrum bæjum í hverfinu, sést engin skák af landi, né fjall, svo að ekki sé innan landareignarinnar, nema ef telja skyldim að „þegar hann er óvenju austanhreinn“, þá sjást Vestmannaeyjar hilla uppi. Er svo talið, að jafnan viti „Eyjahillingar“ á mjög mikla úrkomu. Dr. Bjarni Sæmundsson getur þess einnig í ritu sínum,a ð í Grindavík sé það trú manna, að „Eyjahillingar“ boði hálfsmánaðar rigningu. Frá Krýsuvík eru rösklega tíu tigir km sjónhending til Vestmannaeyja, en nálega stórthundrað km úr Grindavík. Eyjarnar eru að sjá frá Krýsuvík, sem sex mistórar þúfur, yzt við hafsbrún.“
(Höfundurinn er Suðurnesjamaður að uppruna, en nú kaupsýslumaður í Reykjavík).

Heimild:
-Ólafur E. Einarsson – Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess – Lesbók MBL 7. mars 1987.

Krýsuvíkurstrandlengjan í suðri

Fjóla Eiðsdóttir

Í Fjarðarfréttum árið 1969 birtist fróðlegt viðtal við Fjólu Eiðsdóttur undir fyrirsögninni „Af sjónarhóli húsmóður – Að standa einn í stríði lífs er sterkra manna dyggð„. Viðtalið er ekki einungis athyglisvert vegna dugnaðar og elju einstæðrar móður við uppeldi sex barna, sem henni tókst að halda að sér þrátt fyrir mótlæti þar sem lítils stuðnings samfélagsins var að vænta, heldur og vegna þess að í því koma fram gildin um veru barnanna bæði í Vinnuskólanum í Krýsuvík og á Barnaheimilinu Glaumbæ í Hraunum á þeim tíma. Um báða staðina er fjallað ítarlega hér á vefsíðunni.

Fjarðarfréttir

Fjarðarfréttir 1969.

„Fjarðarfréttir rabba að þessu sinni við Fjólu Eiðsdóttur, Hún fluttist til Hafnarfjarðar fyrir átta árum. Hún var þá þegar fyrirvinna sex barna á aldrinum eins til sjö ára. Í þessi átta ár hefur hún barizt ein áfram af slíkum dugnaði og myndarskap, að aðdáun hefur vakið hjá öllum, sem til þekkja.
Hvenær fluttist þú til Hafnarfjarðar?
— Það eru nákvæmlega átta ár síðan, á Jónsmessunni 24. júní, ég man það svo vel. Þá fluttist ég hingað með börnin, sem voru þá á aldrinum 1 til 7 ára.
Mestu erfiðleikarnir voru, að maður hafði ekkert húspláss. Ekkert. Ég kalla það ekki húspláss, eitt herbergi og eldhús fyrir sjö manna fjölskyldu. Það var svo erfitt, að það var ekki hægt að búa við það, þó að við værum tilneydd. Þegar ég svo fékk það húsnæði, sem ég er nú í, fyrir tveimur árum, fannst mér öllum erfiðleikum vera lokið.
Áttir þú ekki við veikindi að stríða fyrstu árin þín hér?
Fjóla Eiðsdóttir— Jú, það voru afleiðingar taugaspennu, ég ætlaði að hafa réttinn mín megin, og ég tel veikindin ekki hafa verið mjög alvarleg, enda náði ég mér strax og ég hafði náð rétti mínum. Það gera sér ekki allir grein fyrir því, að það eru til lög, og ég þurfti að berjast harðri baráttu fyrir rétti mínum og barnanna. Ég var alveg gallhörð á því, að það væru til lög og ég skyldi fara eins langt eins og ég kæmist, og það hef ég gert og skammast mín ekkert fyrir það.
Það hefur oft á tíðum verið erfitt hjá þér og þröngt í búi?
— Já ég gat sjaldan hugsað lengra en að eiga til dagsins, hitt þýddi ekkert. Ég var alveg ánægð, ef ég átti einhvern bita til morgundagsins. Ég vissi alltaf að okkur myndi leggjast eitthvað til. Það voru miklu meiri erfiðleikar að eiga ofan í sig að borða, þegar ég var í Grindavík en eftir að ég flutti í Hafnarfjörð. Grindavík var þá annað verðlagssvæði hjá tryggingunum en Hafnarfjörður og það munaði töluvert miklu, hvað ég fékk meira til að lifa af, þegar ég kom hingað. Fjölskyldubætur fékk ég ekki fyrstu árin. Það eru aðeins rúm tvö ár síðan konur, sem eru einar með börnin sín fóru að fá fjölskyldubætur greiddar.
Fjóla Eiðsdóttir
Ég þurfti að liggja á sjúkrahúsi um skeið nokkru eftir að ég kom til Hafnarfjarðar. Það var að vísu erfitt að skiljast við börnin, en ég vissi, að ég varð að gera það til að jafna mig eftir taugaspennuna. Ég vissi líka, að það væru til lög og gott fólk, svo að það færi ekki illa um börnin þann tíma.
Eftir að þú komst í betra húsnæði og náðir fullri heilsu aftur, hefur þú þá unnið úti?
— Já ég vinn í Reykveri frá kl. 7.20 f.h. til 7 á kvöldin. Ég hef unnið þar síðan fyrirtækið var stofnað.
Er þá ekki geysileg vinna eftir, þegar komið er heim að lokinni vinnu?

Krýsuvík

Krýsuvík – Vinnuskólinn (HH).

— Jú, það er nú oft mikil vinna eftir. Ég verð að byrja á því að elda matinn og sameina fjölskylduna yfir einni heitri máltíð á dag. Ég verð alltaf að fara á fætur kl. 6.00 og taka til fötin, sem þau eiga að fara í, og segja þeim alveg hvað þau eiga að gera yfir daginn. Það bregst varla, að þau fari eftir því. Þegar þau voru í Glaumbæ og vinnuskólanum í Krýsuvík lærðu þau að brjóta saman fötin sín og ganga frá þeim. Mér finnst það hafa hjálpað okkur geysimikið allt, sem þau lærðu þar, auk þess, sem það var mikill hjálp að geta komið þeim þangað á sumrin. í hádeginu hef ég oft getað lagt mig, því að þau taka sjálf til hádegismatinn og elzti sonurinn, sem nú er kokkur á bát hefur stjórnað eldamennskunni.
Á kvöldin er föst regla, að hver gengur frá sínu. Þau brjóta fötin sín vel saman og laga til í herberginu. Það verður að vera föst regla og góð samvinna á heimilinu. Það eru margir, sem hneykslast á því, að ég skuli vinna úti og halda, að þetta sé ekki hægt. Já, það hneykslast margir. Fólk heldur, að maður vanræki börnin mikið með þessu, en ég vil meina, að þetta sé bæði skóli fyrir mig og krakkana líka. Þau læra mikið af þessu. Fyrst ætluðu þau að fara að klaga öll í einu, eitthvað sem hafði skeð yfir daginn, en nú kemur það aldrei fyrir, að það sé neitt. Ég þarf aldrei að skipta mér af heimanáminu hjá þeim. Þau eru samvizkusöm, sem betur fer og ég held, að ég fengi þau ekki í skólann, ef þau væru ekki búin að læra.
Hvað ræða börnin um framtíðina?

Glaumbær

Glaumbær í Hraunum.

— Þau náttúrulega ræða um framtíðina. Þessi ætlar að verða þetta og hinn hitt, en maður veit aldrei hvað verður. Ég ætlaði t. d. að verða kennari, en það fór allt á annan veg. Föðurbróðir minn kenndi mér í barnaskóla, og ég og dóttir hans vorum alltaf að keppa. Hún hafði það af að verða kennari, en ekki ég. Ég sagði oft, að það gæti verið, að ég kæmist í skóla, þegar ég væri orðin gömul og hef alltaf huggað mig við það, en krakkarnir verða nú að sitja fyrir, svo að ég kemst sjálfsagt aldrei í skóla,
Nú hefur þú barizt áfram ein með þín sex börn í átta ár. Hvaða hugsun er það, sem grípur þig, þegar þú lítur til baka?
— Ég hugsa bara ekkert um það. Ekki neitt. Það er nokkuð, sem ég forðast alveg að fara að hugsa um. Þá getur maður farið að hugsa margt. Ég hugsa fyrir morgundeginum. Ég set mér mark að keppa að, og þegar ég er búin að ná því, set ég mér annað mark, og svo koll af kolli. Ég hef lögin með mér, og ég hef notfært mér það, en um það, sem liðið er, hugsa ég ekki.“

Heimild:
-Fjarðarfréttir, 3. tbl. 02.06.1969, Af sjónarhóli húsmóður – „Að standa einn í stríði lífs er sterkra manna dyggð“, bls. 9.

Fjóla Eiðsdóttir

Fjóla Eiðsdóttir og börn 1960.

Vatnshlíð

Í umfjöllun um Höfðana við Hvaleyrarvatn er getið um Bliksteina, öðru nafni Bleiksteina eða Bleikstein.
SvæðiðÞegar örnefnalýsing fyrir Ás er lesin og reynt að staðsetja Bliksteina eftir henni er það næsta ómögulegt með nokkurri vissu þegar á vettvang er komið. Í örnefnalýsingunni (AG) fyrir Ás segir: „Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri.“
Ef hins vegar er skoðuð
örnefnalýsing fyrir Hvaleyri segir um þetta: „“Línan móti Ási er á þessa leið: Úr Fuglstapaþúfum beina línu rétt fyrir sunnan Ásstekk í þúfu fyrir vestan skarð, sem er austast á Grísanesi, þaðan í Bleiksstein (svo) á Bleikisteinshálsi norðanverðum, þaðan um Hvaleyrarselhöfða, svo Þormóðshöfða og Fremstahöfða upp í Steinhús. Þetta er norðausturhlið landsins, sú sem veit að Ási.“ Síðar segir í sömu lýsingu: „Þá er næst Bleikisteinn í norðanverðum Bleikisteinshálsi.“
LandamerkjavarðaEftir að hafa skoðað síðarnefndu örnefnalýsinguna var tiltölulega auðvelt að staðsetja Bleikstein. Á honum er gróin fuglaþúfa, sem einhverju sinni hefur verið lítil varða á jarðfastri klöppinni. Önnur klöpp er skammt norðar, en hefur verið raskað vegna grjótnáms í Hamranesi. Framan við Bleiksteinshálsinn (Bleiksteinahálsinn) er Hamranesið. Norðan undir því eru mikil björg, fagurlega skófum skreytt – trúlega álfabyggð. Dalurinn er í kvos norðan Hamradals og vestan við Bleiksteinsháls.
Nú hefur mikilli uppfyllingu verið hrúgað á hálsinn ofanverðan og austan í honum eru gamlir sorphaugar, sem nú er verið að nota sem tipp fyrir jarðvegsúrgang. Á ofanverðum Bleiksteinshálsi er óröskuð landamerkjavarða Áss og Hvaleyrar. Tippurinn er að nálgast vörðuna og vantar nú einungis 5-6 metra að henni.
BleiksteinnAllt umleikis á holtinu hafa verktakar sætt lagi og tekið holtagrjót á víð og dreif til að selja garðeigendum, eflaust með leyfi bæjaryfirvalda.
Enn norðar er Vatnshlíðarhnúkur ofan Vatnshlíðar er hallar að Hvaleyrarvatni. Á honum er varða.
Fyrrnefndir Bliksteinar, Bliksteinn eða Bleiksteinn er sennilega eina þekkta örnefnið þeirrar merkingar á landinu (svo vitað sé). Því er ógnað þessa stundina; annars vegar með hinni miklu uppfyllingu að austanverðu og Hamranesnámunni að vestanverðu.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri.
-Örnefnalýsing fyrir Ás.

Bleiksteinsháls

Bleiksteinsháls – kort.

 

Garðakirkja

Árni Óla skrifaði um „Rústir Garðakirkju“ í Lesbók Morgunblaðsins ári 1951:

„Nú var það einn góðan veðurdag í sumar, að jeg hitti kunningja minn á götu og hann sagði: „Þú ættir að fara og skoða Garðakirkju, jeg er viss um að þjer þykir hún merkileg.“
Jeg ljet ekki segja mjer þetta tvisvar, steig upp í Landleiðabílinn og ók til Hafnarfjarðar. Og svo lagði jeg land undir fót, eins og svo ótal margir kirkjugestir höfðu áður gert. En nú eru gömlu göturnar horfnar og akvegir komnir í staðinn.

Landleiðir

Landleiðavagn.

Það er ekki nema svo sem fjögurra rasta vegur frá Hamarskotslæk út að Görðum, og Hafnarfjarðarbær hefur nú teygt sig hálfa leiðina. Vegurinn liggur út með ströndinni. Hjer hefur hrauntlóðið fallið fram í sjó og má enn, eftir margar aldir sjá hverjar hamfarir hafa átt sjer stað, þegar glóandi hraunið og sjórinn mættust og alt varð hjer í eima og mökk, en ógurlegar gufusprengingar tættu hraunbreiðuna sundur, mynduðu gíga og turnuðu hálfstorknuðu hrauninu upp í hrannir og hrauka. Sumir þessir sprengjugígar eru nú grasi grónir í botninn, skemtilegar hvosir, þar sem er skjól í öllum áttum. En fram í sjóinn ganga svipill sker á aðra hönd og bera enn vitni um hver ákefð og þungi hefur verið í áhlaupi hraunstraumsins. Sjórinn varð að þoka undan því og um aldir hefur hann lamið þessar klappir og reynt að brjóta þær niður, en ekki tekist.

Garðavegur

Garðavegur – steinn frá stríðstímum í götukanti.

Út á móts við Skerseyri liggur vegurinn yfir djúpa gjá eða hraunhvos og er þar hátt ofan af honum til beggja handa. Niðri í gjótunni liggja stórir steyptir steinar, þrístrendir og toppmyndaðir og líklega um metra á hæð. Steina þessa ljet herstjórnin steypa hjer á árunum og raðaði þeim á veginn. Var ætlunin að þvergirða veginn með þeim, ef til bardaga kæmi á landi. Eftir að herinn var farinn var þessum ferlíkjum velt ofan í gjótuna, en þeir eru, ásamt svo fjölda mörgu óðru, talandi tákn um það, að hernámsliðið bjóst við því í alvöru, að Þjóðverjar mundu gera innrás hjer.

Árni Óla

Árni Óla.

Jeg er að svipast um hvort jeg sjái ekki turninn á Garðakirkju. En hann er hvergi sýnilegur. Þegar jeg kem út á móts við Bala hitti jeg unga og fallega stúlku og jeg dirfist að spyrja hana:
Er langt út að Garðakirkju?
— Nei, hún er þarna, eða rústirnar af henni. Og hún bendir mjer á grátt hús og þaklaust fram undan.
Hvenær var hún rifin? spurði jeg.
— Það eru mörg ár síðan, sagði hún. Turninn var orðinn svo ljelegur, að menn voru hræddir um að hann mundi hrynja. Og svo var hann rifinn og alt innan úr kirkjunni. En steinveggirnir standa enn.
Til hvers var kunningi minn að segja mjer að skoða kirkju, sem er alls ekki til? hugsaði jeg. Og í hálfgerðum vandræðum sagði jeg svo upphátt:
Hvernig stóð á því að kirkjan hjer var lögð niður?
Það kom gletnissvipur á stúlkuna: — Þeir stofnuðu fríkirkju í Hafnarfirði og þá varð sóknarnefndin dauðhrædd um að allir Hafnfirðingar mundu verða fríkirkjumenn. Þeir mundu ekki nenna að ganga út að Garðakirkju, þegar kirkja væri komin í Hafnarfirði, og því ekki um annað að gera en flytja Garðakirkju til þeirra.

Fríkirkjan

Fríkirkjan í Hafnarfirði í smíðum. Kirkjan var vígð þann 14. desember 1913 af séra Ólafi Ólafssyni presti safnaðarins og hafði hún þá verið reist á aðeins 3-4 mánuðum af nýstofnuðum söfnuðinum. Síðan hefur fjórum sinnum verið byggt við kirkjuna og síðast var henni breytt að innan við gagngerar endurbætur árið 1998.

Já, stundum kemur fjallið til Múhameds. Fyrir hundrað árum rúmum voru ekki nema fjögur eða fimm timburhús í Hafnarfirði. En smám saman tók hann að seiða til sín fólk. Jafnvægið í sókninni raskaðist. Garðahverfið, þar sem áður var mest þjettbýli, hvarf í skugga Hafnarfjarðar þegar hann reis á legg. Árið 1910 eru talin 228 hús í Hafnarfirði. Það var því eðlilegt að Hafnfirðingar gætu ekki unað því að sækja kirkju að Görðum, en vildu koma upp kirkju hjá sjer.
Garðakirkja
En þá var of dýrt fyrir Garðhverfinga að standa straum af sinni kirkju. Þeir kusu heldur að sækja kirkju til Hafnarfjarðar. Fólkinu fór líka fækkandi eftir því sem Hafnarfjórður óx. Þeir höfðu reist sjer skólahús skamt frá kirkjustaðnum. Nú eru skólaskyld börn svo fá í hverfinu, að það borgar sig ekki heldur að halda þar uppi skóla, svo börnunum er komið til kenslu að Bjarnastöðum eða í Hafnarfjörð og skólahúsið stendur autt. Þetta er eitt af tímanna táknum um þá þjóðflutninga, sem fara fram hjer innan lands.
En þetta breytist. Fólkið kemur aftur. Hafnarfjörður á fyrir sjer að þenjast út. Bygðin færist út með firðinum og gleypir einhvern tíma Garðahverfið. Og þegar svo er komið og mikil bygð er risin þar upp, þá þarf að koma þar bæði kirkja og skóli. Þá verður Garðakirkja endurreist og þá rís þar stórt og fagurt skólahús.
Garðakirkja
Jeg er kominn að Görðum. Þar hefur eitt sinn verið voldugur grjótgarður umhverfis túnið, en liggur nú hruninn og utan við hann er komin vírgirðing. Akbraut liggur heim túnið og skamt fyrir vestan hana stendur kirkjurústin gnapandi og einstæðingsleg, því að kirkjan hefur ekki staðið í kirkjugarðinum heldur utan við hann. Hún horfir tómum gluggatóftum út og suður og burstháir stafnar gnæfa yfir umhverfið. Veggirnir eru eitthvað um fjögurra metra háir, en stafnarnir helmingi hærri, því að rishæðin hefur verið álíka og vegghæð. Að innanmáli er kirkjutóftin 17 metrar á lengd og 8 á breidd. Öll er hún hlaðin úr íslensku grjóti og er hleðslan tvöföld, höggnir steinar í ytri hleðslu en óhöggnir í innri hleðslu og bundnir saman með steinlimi. Svo hafa allir veggir verið sljettaðir að utan og eins inni í aðalkirkjunni. Sjest enn á austurgafli boglína svo hátt uppi sem hvelfingin hefur náð.

Garðakirkja

Garðakirkja 1940.

En að innanverðu á vestri burstinni er hleðslan ber. Er snildar handbragð á henni og sýnir að þar hafa verið menn að verki, sem enn kunnu að hlaða sljetta og lóðrjetta veggi úr óhöggnu grjóti. Það munu fáir leika nú orðið og þess vegna er þessi bygging stórmerkileg, og þykir mjer ólíklegt að hún eigi nokkurn sinn líka hjer á landi. Hjer er byggingarlag, sem þyrfti að varðveitast, ef þess er nokkur kostur. Lítið á þennan háa og sljetta stafn, hlaðinn úr smáu grjóti, eins og það kom fyrir. Lítið á hleðsluna umhverfis dyrnar og hina bogadregnu glugga. Og segið mjer svo hvort þjer eruð mjer ekki sammála um að hjer sje íslensk byggingarlist, er sje þess virði að bún sje varðveitt. Að vísu er hún ekki svo gömul, að hún geti talist forngripur. En sje hún varðveitt, verður hún forngripur með tímanum, og mun þá þykja mjög merkilegur forngripur, er menn mundu ekki vilja missa fyrir nokkurn mun.

Um Garðapresta

Holger Rosenkrans

Holger Rosenkrantz höfuðsmaður.

Garðakirkja var upphaflega helguð Pjetri postula. Prestatal hennar nær aftur til ársins 1284 og hafa þar setið margir merkir menn. Þar var Böðvar prestur Jónsson, er druknaði i Ölfusá 1518 ásamt dóttur sinni og fjölda manns (sumir segja 30, aðrir 40 eða 50). Var fólk þetta að koma úr pílagrímsför til krossins helga í Kaldaðarnesi. Þar var sjera Jón Ólafsson (um 1527—30) afi Jóns Egilssonar annálaritara og sjera Ólafs í Vestmannaeyum, er Tyrkir handtóku.
Eftir hann kom sjera Þórður Ólafsson, er dreymdi drauminn um Hannes hirðstjóra Eggertsson. — Hannes hafði látið taka Týla Pjetursson af lífi 1524 fyrir rán og gripdeildir. Árið 1530 varð Hannes bráðkvaddur í náðhúsinu á Bessastöðum. Þá dreymdi sjera Þórð að maður kom til hans og mælti: „Furðar yður hversu snögglega Hannes dó?“ Prestur kvað já við.
Ekki skal yður undra það,“ mælti draummaður, „því að Hannes drap Týla og Týli drap Hannes.
Sjera Jón Kráksson, hálfbróðir Guðbrands biskups (þeir voru synir Helgudóttur Jóns Sigmundssonar lögmanns) var kominn að Görðum 1569. Hjá honum dó Gísli biskup Jónsson á vísitatiuferð hinn 30, ágúst 1587.

Garðakirkja

Garðakirkja 1892.

Árið eftir tók Knútur Steinsson hirðstjóri Hlið á Álftanesi ásamt hjáleigum undan Garðakirkju, en ljet hana fá Vífilsstaði í staðinn. Í makaskiftabrjefinu lofaði hann að Garðakirkju skyldi árlega greidd ein tunna mjöls, vegna afgjaldsmismunar á þessum jörðum. En þegar Enevold Kruse varð valdsmaður, kom upp fjandskapur á milli hans og sjera Jóns Krákssonar, og til þess að hefna sín á presti, tók hann þessa mjöltunnu af Garðakirkju og hefur hún ekki goldist síðan. Sjera Jón Kráksson var grafinn í Garðakirkjugarð. Á legsteini hans var þessi áletrun: „Hjer hvílir sá frómi mann sjera Jón Kráksson, sem lifði trúlega, kendi siðlega, deyði loflega, ljóma mun eilíflega. Rjettlatir fara frá ógæfu og hvílast í sínum svefnhúsum.“ Hann dó 3. mars 1622, 89 ára að aldri. Dóttir hans var Margrjet kona Gísla lögmanns Hákonarsonar. Móðir hennar var Jarþrúður Þórólfsdóttir Eyólfssonar, en kona Eyólfs var Ásdís, systir Ögmundar biskups Pálssonar. — Biskup gaf Þórólfi systursyni sínum jarðirnar Laugarnes og Engey. Þess vegna komust þær jarðir í eigu Gísla lögmanns.

Garðakirkja

Garðakirkja 1956.

Eftir sjera Jón varð prestur í Görðum; Ólafur sonur hans, er jafnan skrifaði sig Ólaf Jónsson Kráksson. Hann var einlægur maður og bersögull og kom sjer því ekki vel við valdsmenn á Bessastöðum. Einu sinni er hann messaði í Bessastaðakirkju, kom vín og brauð ekki svo skjótt á altarið sem hann vildi, og sendi hann þá eftir hvoru tveggja heim að Görðum. Þá var Holger Rosenkrantz höfuðsmaður og notaði hann þetta tækifæri til þess að skylda Garðapresta að leggja framvegis vín og brauð til Bessastaðakirkju.
Þorkell Arngrímsson var prestur í Görðum 1658—1677. Hann var sonur Arngríms lærða á Melstað og Sigríður Bjarnadóttir, er kölluð var „kvennablómi“ af friðleik sínum. Þorkell prestur stundaði kálgarðarækt og þótti það nýlunda á þeim dögum. Hann var góður læknir og segir sagan að hann gæti læknað sár fjarverandi manna, ef honum væri sent blóð úr sárinu. Sonur hans var Jón biskup Vídalín, og var hann fyrst prestur í Görðum 1696—98.
Björn Jónsson Thorlacíus var prestur í Görðum 1720—1746. Laundóttir hans hjet Steinunn. Árið 1737 eignaðist hún barn og kendi það Skúla Magnússyni, er þá var sýslumaður í Skagafjarðarsýslu, en hann vildi ekki gangast við því. Þá varð sjera Björn reiður og kvað honum eigi skyldi hlýða að gera dóttur sinni vansæmd. Gekk hann svo fast að Skúla að hann giftist Steinunni 15. sept. 1737. Má af slíku marka hver skörungur sjera Ólafur hefur verið, því að Skúli landfógeti ljet ekki sinn hlut fyrir neinum miðlungsmönnum.
Guðlaugur Þorgeirsson var prestur í Görðum 1747—1781. Hann tók að sjer að gera veðurathuganir fyrir þá Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson, og helt því síðan áfram til æviloka, eða um nær 30 ára skeið. Munu það vera hinar fyrstu samfeldu veðurathuganir, sem gerðar voru hjer á landi.

Árni Helgason

Árni Helgason bisku – 1777-1869.

Markús Magnússon var næsti prestur í Görðum (1781—1825). Hann var stiftprófastur og því bar honum að þjóna biskupsembætti þegar Hannes biskup Finnsson féll frá, og var það þá eitt af biskupsverkum hans að hann vígði dómkirkjuna í Reykjavík. Svo var hann í biskupskjöri, en féll fyrir Geir Vídalín. Hann stofnaði ásamt Jóni Sveinssyni landlækni fyrsta lestrarfjelag hjer á landi, og var það fyrir Gullbringusýslu, Kjósarsýslu, Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Hann hafði mikla garðrækt hjá sjer og árið 1787 fekk hann 10 rdl. verðlaun hjá landbústjórnarfjelaginu fyrir garðahleðslu. Munu það vera garðar hans sem enn sjer rústirnar af umhverfis túnið.
Síðan sátu jafnan þjóðkunnir menn í Görðum: Árni biskup Helgason 1825—1858, Helgi Hálfdanarson 1858—1867, Þórarinn Böðvarsson 1868—1895, Jens Pálsson 1895—1912.

Helgi Hálfdánarson

Helgi Hálfdánarson prestur – 1826-1894.

Við prestkosningu þá er fram fór eftir fráfall sjera Jens Pálssonar, voru fimm prestar í kjöri. Voru þeim greidd atkvæði eins og hjer segir: Þorsteinn Briem 505, Björn Stefánsson 152, Guðmundur Einarsson 64, Árni Þorsteinsson 13 og Árni Björnsson 9. Þetta var í marsmánuði 1913. En mánuði seinna var haldinn fundur í Hafnarfirði og samþykkt að stofna þar fríkirkjusöfnuð. Þetta taldi sjera Þorsteinn Briem vera vantraust á sig og afsalaði sjer því embættinu. Um sumarið fór því aftur fram prestkosning og voru enn 5 umsækjendur. Þá fellu atkvæði svo, að sjera Árni Björnsson á Sauðárkróki var kosinn með 113 atkvæðum, Guðmundur Einarsson fekk 98, Björn Stefánsson 80, Sigurbjörn Á. Gíslason 5 og Hafsteinn Pjetursson ekkert atkvæði. Hinum nýkjörna presti var þá jafnframt gert að skyldu að flytjast til Hafnarfjarðar, ef kirkja yrði reist þar fyrir söfnuðinn. Sjera Árni var seinasti prestur í Görðum. Hann sat þar til 1928, en fluttist þá í Hafnarfjörð.

Ýmislegt um Garðakirkju

Fiskaklettur

Fiskaklettur.

Akurgerði hjet jörð inst í Hafnarfirði og var hún eign Garðakirkju. Árið 1677 var hún tekin handa kaupmönnum, en Garðakirkja látin fá í staðinn 1/2 Rauðkollsstaði í Hnappadalssýslu, en vegna fjarlægðar varð kirkjan að selja þá jörð. Akurgerðisland eyddist smám saman af sjávargangi, og segir sjera Árni Helgason í sóknarlýsingu um 1840: „Enginn veit nú hve mikið land Akurgerði fylgdi, það hefur dankað svona, að kaupmenn sem eiga Akurgerði, eigna sjer ströndina frá Fiskakletti og inn að Hamarskotslæk, og prestar í Görðum hafa ei ákært.“ Eftir þessu að dæma virðist hann hafa álitið að kaupmenn hafi sölsað undir sig meira land en þeim bar, jafnharðan og Akurgerðisland eyddist.

Gjáarrétt

Gjáarrétt.

Kirkjuland heitir fyrir ofan bygðina, frá Elliðavatns og Vatnsendalandi, suður að Krýsuvíkurlandi, og upp undir fjöllin. Þar áttu Garðar selstöðu og þar var haft í seli fram um 1832. Um 1840 var sett þar rjett fyrir Garðahrepp, hin svonefnda Gjáarrjett, sem enn stendur.

Skúli Magnússon

Skúli Magnússon.

Garðakirkja átti um miðja fyrri öld alt Garðahverfi og auk þess þessi býli: Hamarskot, Vífilsstaði, Hraunsholt og Selskarð. Hamarskotsland fekk Hafnarfjarðarkaupstaður keypt árið 1913, samkvæmt lagaheimild. Skúli Magnússon segir í sýslulýsingu sinni að þá sje 32 býli í Garðakirkjusókn, þar af voru 11 konungseign, 19 eign Garðakirkju og aðeins 2 bændaeign…

Lónakot

Lónakotsbærinn um 1940.

Syðsta býlið í sókninni var Lónakot, en það hafði eyðst af sjávargangi 1776. Gekk þá sjór yfir túnið, reif upp allan grassvörð, fylti bæjarhúsin og vörina með grjóti og möl. Sjera Árni Helgason segir að þau munnmæli gangi að út af þessu hafi bóndinn þar orðið svo sturlaður að hann hafi fyrirfarið sjer, og síðan hafi enginn þorað að búa þar. En Skúli Magnússon segir að margar skoðunargerðir hafi farið fram á jörðinni, og þar sje hvergi 30 ferálna stór blettur, sem hægt sje að gera að túni. Þó var bygð tekin upp aftur í Lónakoti um 1840.

Garðahverfi

Garðahverfi – bæir.

Árið 1781 eru áhöld um fólksfjölda í Garðasókn og Reykjavík. Þá eru taldir 385 íbúar í Garðasókn en 394 í Reykjavík. En talsverður munur virðist hafa verið á lífskjörum manna í þessum tveim ur sóknum, hvað þau hafa verið betri í Garðasókn. Þar var þá 41 bóndi, 14 hjáleigumenn og 34 þurrabúðarmenn. En í Reykjavíkursókn voru 8 bændur, 24 hjáleigubændur og 59 þurrabúðarmenn. Kvikfjáreign þessara manna var samtals (tölurnar fyrir Reykjavík í svigum): kýr 112 (69), kvígur 5 (1). naut 2 (1), kálfar 3 (2), ær 200 (20), sauðir 116 (9), hross 146 (106). Samkvæmt þessu eru rúmlega 3 menn um hverja kú í Garðasókn, en 5 1/2 um hverja kú í Reykjavík. Í Garðasókn eru tæplega tveir um hverja á, en nær 20 í Reykjavík. Og þegar þess er nú gætt, að þá var altaf fært frá, sjest best hvað viðurværi hefur verið betra í Garðasókn vegna þess að þeir höfðu miklu meiri mjólk en Reykvíkingar. Og svo eiga þeir í Garðasókn sauði til frálags, en Reykvíkingar sama sem sauðlausir.

Þórarinn Böðvarsson

Þórarinn Böðvarsson prestur – 1825-1895.

Lengstum mun hafa verið torfkirkja í Görðum. En timburkirkja er komin þar fyrir 1853. (Það ætti að vera kirkjan, sem Vellýgni Bjarni bjargaði. Hann var að koma úr róðri í dimmviðri og sá þá einhverja svarta flyksu í loftinu. Hann náði í hana og var þetta þá Garðakirkja. Hafði hún fokið. En Bjarni flutti hana í land og skilaði henni á sinn stað). Þessi kirkja var orðin ófær til messugerðar árið 1878, og heíur hún því sjálfsagt verið orðin nokkuð gömul, líklega bygð snemma á 19. öld. Um þetta leyti var sjera Þórarinn Böðvarsson prestur í Görðum. Vildi hann að kirkjan væri rifin og ný sóknarkirkja reist í Hafnarfirði, þar sem meginþorri sóknarbarnanna var. En því fekst ekki framgengt. Og svo var steinkirkjan bygð í Görðum 1879. Þótti hún þá veglegt hús.
Upp úr aldamótunum fór íbúum Hafnarfjarðar að fjölga mjög ört, og komu þá upp raddir um að þangað skyldi kirkjan flutt. Var sjera Jens Pálsson því meðmæltur, en það fórst þó fyrir. En árið 1910 afhenti hann sóknarnefnd Garðakirkju til umsjónar og fjárhalds.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1910. Kirkjan var byggð á túnblettinum miðsvæðis ofanverðum.

Eins og fyr getur höfðu Hafnfirðingar stofnað fríkirkjusöfnuð 1913 og sama árið reistu þeir veglega kirkju handa sjer. Leist þjóðkirkjusöfnuðinum þá ekki á blikuna, svo að þá um sumarið var fengið leyfi til þess að Garðakirkja yrði lögð niður og ný kirkja reist í Hafnarfirði. Var byrjað að grafa fyrir grunni hinnar nýu kirkju þá um haustið og komst hún upp ári síðar en fríkirkjan. Þá var talað um að selja Garðakirkju, en það fórst fyrir og var hún látin standa, en gripir hennar fluttir í hina nýju kirkju í Hafnarfirði. Tveimur árum seinna (1916) bundust 10 menn samtökum um að kaupa hina gömlu Garðakirkju og ætluðu að halda henni við. Flestir þeirra eru nú dánir og af kirkjunni er ekki annað eftir en steinveggirnir.

Gamlar kirkju í Hafnarfirði

Fríkirkjan

Fríkirkjan í Hafnarfirði.

Nú voru risnar upp tvær nýar kirkjur í Hafnarfirði, eftir að staðurinn hafði verið kirkjulaus í hartnær tvær aldir. En áður höfðu verið þar tvær kirkjur.
Á Hvaleyri var kirkja í kaþólskum sið. Jörðin hafði snemma verið gefin Viðeyarklaustri, en kirkjunnar er fyrst getið á dögum Steinmóðs ábóta Bárðarsonar í Viðey (1444—1481). Hún á þá Hvaleyrarland. Í vísitatiubók Gísla biskups Oddssonar á árunum 1632—37 er lýsing á kirkjunni og segir að hún hafi verið með þremur bitum á lofti auk stafnbita. Í Jarðabók Árna og Páls er talin hálfkirkja á Hvaleyri og sögð liggja undir Garða og þar messað þrisvar á ári. Þetta var graftarkirkja og sást til skamms tíma móta fyrir kirkjugarðinum. Hún var lögð niður með konungsboði 17. maí 1765 og er þá nefnd bænhús. Mun hún seinast hafa verið svokölluð fjórðungskirkja og aðeins fyrir heimafólk.

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja. Kirkjan var vígð 20. desember 1914. Áður áttu Hafnfirðingar kirkjusókn að Görðum á Álftanesi.
Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðar-réttindi árið 1908 komst skriður á kirkju-byggingarmálið, þótt sú hugmynd hefði reyndar komið fram áður, t.d. um miðja 19. öld að byggð yrði kirkja í Firðinum. Hafnfirðingar leituðu til Rögnvalds Ólafssonar um teikningu að kirkju og skilaði hann teikningu í febrúar 1909. Samkvæmt henni var kirkjan úr steinsteypu og átti að taka 500 manns í sæti eða þriðjung íbúa kaupstaðarins.
Var kirkjunni valinn staður í landi sem bæjarfógeti hafði til umsjónar við Strandgötu. Framkvæmdir við kirkjugrunninn hófust haustið 1913 og lauk smíðinni á aðventu 1914. Yfirsmiður var Guðni Þorláksson, en hann andaðist úr lungnabólgu um það leyti sem smíði kirkjunnar lauk og var lík hans borið í kirkjuna á Þorláksmessu. Biskupinn, hr. Þórhallur Bjarnason, vígði kirkjuna 20. desember 1914.

Hina kirkjuna reistu Hamborgarkaupmenn þegar þeir versluðu í Hafnarfirði og er hennar fyrst getið 1537. Ekki vita menn nú hvar hún hefur staðið, en talið sennilegt að hún hafi verið á Óseyri, sunnan við fjörðinn. Kirkja þessi hefur verið timburkirkja og vönduð, því að þess er getið að hún hafi verið með koparþaki. Þessi kirkja var auðvitað óháð Skálholtsstól og þess vegna eru litlar heimildir um hana. Þó finst getið þriggja presta, sem þar voru á árunum 1538—1552.
Hinn 24. apríl 1608 skipaði Kristján IV. svo fyrir, að öll hús Þjóðverja hjer á landi, þau er stæði á jarðeignum kirkju eða konungs, skyldu rifin, og sennilega hefur þá kirkjan líka verið rifin.

Kirkjugarður í eyði
Garðakirkja
Kirkjugarðurinn í Görðum er umgirtur grjótgarði á þrjá vegu, en trjegirðingu á einn veg. Hann er nokkuð stór, þegar miðað er við kirkjugarða í sveit. En hann varð þó of lítill vegna þess hvað sóknarfólkið er margt. Um átta ára skeið eftir að Garðakirkja var lögð niður, voru öll slík frá Hafnarfirði flutt þangað til greftrunar. En þá var svo komið, þrátt fyrir það að kirkjugarðurinn hafði verið stækkaður, að hann var út grafinn. Og þá rjeðust Hafnfirðingar í það að gera nýan kirkjugarð hjá sjer á svokölluðum Öldum, sunnan og ofan við bæinn, og fór fyrsta greftrunin fram þar í mars 1921. Síðan er Garðakirkjugarður í eyði, eins og kirkjan, en samt hefur verið jarðað í honum við og við, vegna þess að menn hafa viljað láta ættingja hvíla saman.
Garðakirkja
„Nautgæfa fóðurgrasið grær“ á leiðunum í Garðakirkjugarði eins og í öðrum kirkjugörðum. Og hann hefur verið sleginn og taðan er komin í bagga, sem liggja þar í garðinum. Það er verið að hirða túnið og þessir baggar verða fluttir til hlöðu fyrir kvöldið.“

Sjá fróðleik um endurreisn Garðakirkju HÉR og HÉR.
Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 47. tbl. 24.12.1951, Rústir Garðakirkju – Árni Óla, bls. 585-591.

Garðakirkja

Garðakirkja og kirkjugarðurinn 2014.

Hvaleyrarvatn

Þegar skoðað er svæðið meðfram Hvaleyrarvatni má sjá þar nokkra nafngreinda höfða að austanverðu; Húshöfða, Selhöfða, Miðhöfða (Þormóðshöfða) og Efstahöfða (Fremstahöfða), auk Stórhöfða að suðaustanverðu. Auk þess eru þarna tveir hálsar; Kjóadalaháls og annar ónafngreindur í vestur frá Fremstahöfða (Efstahöfða).

Efsta

Alla þessa höfða og hálsa prýða vörður, hér nefndar Höfðavörður, reyndar tvær á Húshöfða er virðast greinast í Húshöfðavörðu (vestar) og Kjóadalsvörðu (austar). Sumar eru landamerkjavörður. Kjóadalsháls er einnig nefndur Langholt. Þetta þarfnaðist nánari skýringa. Spurning vaknaði og um hvort tilgangur varðanna hefði einungis verið sem kennileiti efst á annars áberandi stöðum eða ávísun á Fjárhús í Seldaleitthvert annað. Spurningin fékk áhugaverð svör.
Skoðum fyrst skráðar heimildir um svæðið. Í örnefnalýsingu AG fyrir Ás segir m.a.: „Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri. (Í örnefnalýsingu Hvaleyrar er getið um Bleikstein, landamerki á norðanverðum Bleiksteinshálsi.)
Fjárborg á SelhöfðaSunnan við Vatnshlíðarhnúkinn fyrrnefnda er hlíð með giljum og skógarbörðum, sem hallar niður að Hvaleyrarvatni, og heitir hlíð þessi Vatnshlíð. Að norðan eru merki Jófríðarstaða svo nærri vatninu, að þegar hátt er í vatninu, getur Jófríðarstaðabóndinn vatnað hesti sínum í því.
Sunnan við vestri endann á vatninu er gríðarstór höfði eða hóll, sem heitir Selhöfði. Á honum er merki móti Hvaleyri. Sunnan við vatnið er dálitill hryggur, sem nefndur er Kjóadalsháls. Svo er landið mjótt, því nú ná nöfnin þvert yfir land jarðarinnar. Svo er gríðarstór dalur, helmingur grasflöt, hitt moldarflag; heitir hann Miðhöfði. Þar upp
af er svo Efstihöfði, og svo skerst landið í odda við svonefnt Steinhús, neðst í gjánni, rétt fyrir neðan túnið í Kaldárseli. Þar myndar það tungu.“ Hér er hvorki varðan á „Húshöfða“ austanverðum né aðrar slíkar nefndar.

Fremsthöfðavarða

Í örnefnalýsingu GS fyrir Ás segir m.a.: „Landamerkjalína liggur úr gilinu um Vatnsendann og þaðan upp Kjóadalaháls í Kjóadalahálsvörðu. Frá Markavörðunni liggur lína um Kjóadali upp í Miðhöfðavörðu á Miðhöfða, þaðan í Fremstahöfðavörðu á Fremstahöfða og þaðan í Steinhús, sem í gömlum skjölum nefnist Steinhes, og er þar hornmark margra landa.

Efstahöfðavarðan

Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun.“ Hér er „Húshöfðavarðan eystri“ nefnd „Kjóadalsvarða“. Ef vel er skoðað er það bara eðlilegt því Húshöfðanum sleppir þar sem hann er hæstur að handan og önnur óskilgreind hæð, Kjóadalsháls, vestan Kjóadals, tekur við. Það er því bæði eðlilegt og sjálfsagt að hæðin sú fengi sérstakt nafn. Svo virðist sem Langholtið sé efsti hluti Kjóadalshálsar. Þá er að sjá að Fremstihöfði og Efstihöfði séu einn og hinn sami.

Varðan á Selhálsi

Gengið var að vörðunum, fyrst á Fremstahöfða. Varðan sú er enn heilleg. Austan undir höfðanum eru mannvistarleifar; hálfhlaðið fjárhús. Líklega er hér um að ræða ætlaðar hleðslur frá Kaldárseli, enda eru bæði fjárskjól, gerði, rétt, fjárborg og selstaðan  ekki víðs fjarri.
Lítið er um stöðuvötn og læki á Reykjanesi en Kleifarvatn sem er mest allra vatna á Reykjanesskaganum er á sjálfu gosbeltinu. Þó eru víða smávötn (Djúpavatn, Grænavatn, Seltjörn, Snorrastaðatjarnir, Hvaleyrarvatn og Urriðavatn) og tjarnir (Augun í Krýsuvík, Hraunsfells-Vatnsfells vatnstæðið, Fagradals-Vatnsfells vatnstæðið), bæði í lægðum og gígum. Vatnsstæðin og sum vötnin hafa þótt aðlaðandi selstæði, t.a.m. Hvaleyrarvatn, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir sem og Kaldá við Kaldársel.

Skammt sunnan við Miðhöfðavörðuna eru hleðslur lítils skjóls, sennilega fyrir smala eða til yfirsetu. Skjólið hverfur í lúpínu.
Í örnefnalýsingu Hvaleyrar segir m.a.: „Miðhöfði eða Þormóðshöfði Skjólið öðru nafni. Hann er allmiklu lægri en Selhöfðinn. Þar suðaustar er svo þriðji höfðinn, sem heitir Efstihöfði.“
Varðan á Langholti við Kjóadalaháls (Kjóadalshálsvarða, ef tekið er mið af lýsingu GS), virðist hafa verið byggð upp úr fyrrum fjárborg eða skjóli. Sunnan vörðunnar má enn sjá leifar af hringlaga hleðslu, ef vel er að gáð (áður en lúpínan nær að þekja umhverfið).
Varðan á Kjóadalahálsi vísar á hlaðið skjól skammt sunnar. Skjólið hefur verið endurbyggt að hluta. Óvíst er hvaða öðrum tilgangi hleðslur þessar hafa þjónað.

Hleðslur af skjóli

Á Selhöfða er varðan augljós vísbending á fjárborg, gerði eða litla rétt (jafnvel stekk) efst á honum. Skammt frá má sjá leifar af öðrum mannvistum á höfðanum. Fjárborgin, ef um slíkt hefur verið að ræða, er orðin nánast jarðlæg. Hún virðist hafa verið hlaðin úr torfi og grjóti, en veðrun eytt torfinu svo grjótið féll smám saman bæði inn og út frá veggjunum. Niður  undir sunnanverðum höfðanum eru leifar af stekk, skjóli eða tvískiptu fjárhúsi.
Kort af HúshöfðasvæðinuVarðan á Stórhöfða virðist einungis hafa þjónað tvennum tilgangi; annars vegar hafi hún verið gerð einhverjum til minningar og/eða skemmtunar eða sem leiðarmerki á vörðuðum Stórhöfðastígnum; gamalli þjóðleið millum Áss og Krýsuvíkur.
Varðan efst á Húshöfða virðist vera ábending um gamla beitarhúsatóft frá Jófríðarstöðum suðvestan í höfðanum. Þar í nágrenninu má og sjá fleiri mannvistarleifar tengdum fjárbúskap.
Merkt gönguleið liggur nú um svæðið sem tiltölulega auðvelt er að fylgja milli höfðanna. Minjarnar eru flestar skammt frá gönguleiðinni. Þá er hið ágætasta útsýni af höfðunum yfir umhverfið.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Ás.

Miðhöfðavarða

Glaumbær

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1957 er stutt grein undir yfirskriftinni „Ávarp“ og fjallar um áhuga hóps fólks að stofna sumardvalarheimili fyrir börn í bænum:

Vilbergur Júlíusson

Vilbergur Júlíusson. Vilbergur var fæddur Hafnfirðingur að Eyrarhrauni og bjó þar lengst af í æsku sinni (20. júlí 1923-1. júlí 1999).
Vilbergur brautskráðist úr Kennaraskóla Íslands vorið 1944. Hann kenndi í Barnaskóla Hafnarfjarðar og Flensborgarskóla í samtals tíu ár áður en hann réðst skólastjóri við Barnaskóla Garðahrepps, þegar hann hóf göngu sína haustið 1958.

„Nokkrir áhugasamir menn og konur í Hafnarfirði hafa bundizt samtökum um að koma á fót sumardvalarheimili í nágrenni bæjarins, fyrir hafnfirzk börn, á aldrinum 5—8 ára. Hefur, í þessu skyni, verið ákveðið að festa kaup á sumarbústað Theódórs heitins Mathiesen suður í Óttastaðalandi. Sumarbústaðurinn er um 70 m2 að stærð, stór matsalur, tvö herbergi, eldhús, salerni og forstofa. Ennfremur er svefnloft yfir öllu húsinu.
Með nauðsynlegum endurbótum, má hafa þarna milli 25—30 börn, yfir sumarmánuðina. Snyrtilega unnin lóð fylgir sumarbústaðnum, og þykir staðsetning hans og húseignin öll vera hinn ákjósanlegasti stofn að barnaheimili.
Húseign þessi kostar 80 þúsund krónur. Hefur sérstakur barnaheimilissjóður verið stofnaður og fjársöfnunarnefnd verið kjörin.
Jafnframt hefur verið ákveðið að hefja skyndifjársöfnun meðal bæjarbúa. Hafa þegar borizt myndarleg fjárframlög, en ljóst er, að margir þurfa hér að leggja hönd á plóginn. Er þess fastlega vænst, að Hafnfirðingar bregðist nú fljótt og vel við og leggi fram, hver sinn skerf, svo að nauðsynjamál þetta nái fram að ganga og starfsemin geti hafizt nú þegar á þessu vori. Nöfn gefenda verða skráð í sérstaka bók, sem þegar hefur verið gefin bamaheimilissjóði, og mun hún verða látin liggja frammi í barnaheimilinu. Ennfremur verður gefið yfirlit yfir fjársöfnunina í blöðum bæjarins, jafnóðum og fjárframlögin berast. Fjárframlög má senda til einhvers úr fjársöfnunarnefndinni eða til barnaheimilissjóðs, pósthólf 2, Hafnarfirði.
Virðingarfyllst; Hjörleifur Gunnarsson (9366, 9978), Kristinn J. Magnúss. (9274), Selvogsgötu 5. Urðarstíg 3. Vilbergur Júlíusson (9285), Sunnuvegi 8.“

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar síðar þetta sama ár er viðtal við Vilberg Júlíusson, kennara, undir fyrirsögninni „Merkum áfanga náð í barnaverndarmálum – Barnaheimili í Glaumbæ bætir úr brýnni þörf„:

Glaumbær

Glaumbær sem sumarhús.

„Tíðindamaður blaðsins kom nýlega að máli við barnaverndarfulltrúa, Vilberg Júlíusson, kennara, og innti hann frétta af hinu myndarlega barnaheimili, er tók til starfa sl. sumar í Glaumbæ. Það var Vilbergur Júlíusson, sem átti hugmyndina að stofnun barnaheimilis á þessum stað, og barðist manna mest að framgangi þessa mannúðarmáls. —
Hafi hann þökk allra bæjarbúa fyrir farsæla forgöngu sína í þessu merka máli. Hér fer á eftir viðtal við Vilberg Júlíusson:

Hver voru tildrög þess, að barnaheimilið í Glaumbæ var stofnað?

Glaumbær

Glaumbær – sumardvalarheimili.

Barnaverndarnefnd hafði oft á fundum sínum rætt nauðsyn þess, að komið yrði á fót sumardvalarheimili fyrir hafnfirzk börn á aldrinum 6—8 ára. Mjög erfitt hefur reynzt fyrir foreldra að koma þessu aldursskeiði fyrir í sveit á sumrin. Hafnfirðingar hafa aldrei átt neitt barnaheimili fyrir þennan aldur. K.F.U.M. í Káldarsseli hefur öðru hverju bætt að nokkru úr mestu vandræðum fólks og tekið börn til dvalar, stuttan tíma í einu en aldrei sumarlangt. —

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður.

Rauði krossinn hefur hka unnið gott verk á þessu sviði, og kvenfélagið Hringurinn hefur árum saman kostað börn á sumardvalarheimili víðs vegar um landið. Er þetta hinn merkasti þáttur í starfsemi félagsins, og liafa framkvæmdir að mestu hvílt á formanninum, frú Guðbjörgu Kristjánsdóttur. — Öll nefnd félög eiga miklar þakkir skildar fyrir óeigingjarnt starf í þágu barnanna. Nú á síðust árum hefur kreppt æ meir og meir að Hafnfirðingum, og á sl. vori var vitað að t.d. Hringurinn fengi ekki inni fyrir börn úr Hafnarfirði á sumardvalarheimilum Rauðakross Íslands Börnum á fyrrgreindum aldri fjölgar ár frá ári eins og öðru fólki í bænum. Börn á þessum aldri eru tápmikil og sjálfbjarga. Þau ganga næstum sjálfala um göturnar í bænum, og má öllum vera ljós sú mikla hætta og óhollusta, sem fylgir því. Og á meðan lifa foreldrarnir í stöðugum ótta um börnin allan heila daginn. — Dagheimili Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar að Hörðuvöllum tekur til dvalar börn á aldrinum 2ja—6 ára og á vinnuskólann í Krýsuvík komast aðeins 9—12 ára drengir. Barnaverndarn. hefur verið ljós nauðsyn þess að brúa bilið þarna á milli og hlaut að vinna að því, að komið yrði á fót sumardvalarheimil fyrir 6—8 ára aldurinn. Síðla vetrar hafði nefndin pata af því að til sölu væri hinn ágæti sumarbústaður Theódórs heitins Mathiesen læknis, suður í Hraunum, og skrifaði hún þá bæjarráði um málið og óskaði eftir fyrirgreiðslu þess í sambandi við kaup á fyrrgreindu húsi. Tók bæjarráð málaleitun nefndarinnar vel og lofaði ábyrgð bæjarins, ef nefndinni tækist að útvega lán til húskaupanna. Ennfremur skrifaði barnaverndarnefnd þeim félögum í bænum, sem hafa barnavernd og líknarstarfsemi fyrir börn á stefnuskrá sinni, og óskaði eftir samvinnu þeirra um lausn þessa vandamáls. Þetta bréf er dagsett þann 28. marz sl.

Hvað er um undirtektir félaganna að segja, og hvernig var aflað peninganna til kaups á húsinu?

Glaumbær

Glaumbær í Hraunum.

Undirtektir félaganna urðu strax mjög góðar. Tvö þeirra, Barnaverndarfélagið og Rauðakrossdeildin, tæmdu þegar sjóði sína. Þau gáfu 10 þúsund krónur hvort til þess að hægt væri að hrinda málinu í framkvæmd. Síðar jók Barnaverndarfélagið framlag sitt um 15 þús. krónur og Rauðakrossdeildin bætti 20 þús. krónum við sitt framlag. Styrkur þessara félaga til Glaumbæjar er því orðinn myndarlegur. Barnaverndarnefnd útvegaði, með aðstoð Axels Kristjánssonar, forstjóra, 40 þús. króna lán í Iðnaðarbanka Íslands og einnig tókst að fá 10 þús. kr. lán hjá Líftryggingarfélaginu Andvöku, samtals 50 þús. kr., sem Hafnarfjarðarbær ábyrgist og greiðir á sínum tíma. Er þetta styrkur bæjarins til barnaheimilisins í Glaumbæ.

Glaumbær

Glaumbær sem barnaheimili.

Kvenfélagið Hringurinn gaf síðan 20 þús. krónur. Loks skal þess getið, að fyrir frumkvæði Óskars Jónssonar, framkvæmdarstjóra, var hafin almenn fjársöfnun meðal bæjarbúa. Gekk söfnunin vel og söfnuðust um 45 þús. krónur. Sýndu fyrirtæki, einstaklingar og bæjarbúar almennt málinu mikla vinsemd.
Auk peninga gáfu bæjarbúar efni, áhöld og tæki. Fjáröflun gekk mjög að óskum, og á sumardaginn fyrsta var barnaheimilissjóður Hafnarfjarðar stofnaður. Fyrrnefnd félög og barnaverndarnefnd eiga fulltrúa í stjórn sjóðsins og mynda stjórn hans. Tilgangur sjóðsins er að kaupa hús og reka barnaheimili fyrir hafnfirzk börn. Sjóðurinn keypti síðan Glaumbæ, sumarbústað Theodórs heitins Mathiesen við Óttastaði, þann 16. maí sl. fyrir 80 þús. krónur. Barnaheimilið í Glaumbæ er því sjálfseignarstofun.

Uppfyllti staðurinn og húsið þær kröfur, sem gerðar verða til barnaheimilis?
Glaumbær
Já og nei. Staðurinn heillaði áhugamenn strax. Hann er kyrrlátur, skammt frá Hafnarfirði, stutt frá þjóðvegi en þó úr alfaraleið. Húsið stendur á fögrum stað, í skemmtilegu umhverfi, í snyrtilegum vel ræktuðum lautarbolla, með klettaborgir gnæfandi við himinn allt um kring. Staðurinn hefur mikið aðdráttarafl og marga kosti.
Og hinn 11. júní hófust framkvæmdir í Glaumbæ. Húsið var lengt með 9×6 metra viðbyggingu. Fékkst þar mjög rúmgott og skemmtilegt svefnloft fyrir meira en 20 börn. Niðri er svefnstofa fyrir stúlkur, björt og góð, ágætt snyrtiherbergi, með salernum og steypiböðum, svo og rúmgóður gangur og pláss fyrir miðstöðvarketil. Þessi viðbygging eykur mjög verðmæti eignarinnar, og það sem mestu máli skiptir, hún gerir barnaheimilið í Glaumbæ fullnægjandi fyrir 25—30 börn. —
Hús þetta reisti Hilmar Þorbjörnsson, húsasmíðameistari og kappar hans á 14 dögum, og var vel unnið. Einnig var byggt rafstöðvarhús og rotþró og unnið að ýmsum fleiri framkvæmdum.

Hvenær tók barnaheimilið til starfa, og hvemig gekk starfsemin í sumar?

Glaumbær

Glaumbær.

Barnaheimilið tók til starfa 10. júlí og lauk störfum 20. ág. Í Glaumbæ dvöldu í sumar 24 börn, 3 aðeins fáa daga, en hin öll nær allan tímann. Starfsemin í sumar gekk mjög vel, og var það ekki sízt þeim hjónum, Guðjóni Sigurjónssyni íþrótta- og söngkennara og konu hans frú Steinunni Jónsdóttur að þakka, en stjórn barnaheimilissjóðs var svo heppin að fá þau hjón til þess að veita heimilinu forstöðu. Þeim til aðstoðar var frú Ólöf Kristjánsdóttir. Má hiklaust þakka það starfsfólkinu, hve barnaheimilið í Glaumbæ fór giftusamlega af stað, og vil ég fyrir hönd stjórnarinnar flytja þessu fólki alúðarþakkir fyrir vel unnin störf. Börnin dvöldu þarna í bezta yfirlæti, við leik og starf, undir handleiðslu Guðjóns og í umsjá kvennanna, en börnin þyngdust öll, og nokkur komu fjórum kílóum þyngri í bæinn eftir þessa stuttu veru sína í Glaumbæ. Má það teljast all góð framför!
Veður var hið bezta allan tímann. Staðurinn brást ekki vonum manna.

Hvenær verður heimilið fullgert?

Glaumbær

Glaumbær – báturinn, sem var leiktæki á lóðinni er nú horfinn, kominn án samþykkis upp í Grafarvog.

Það er ekki gott að segja. Við erum að safna kröftum fyrir næsta sumar. Tími reyndist naumur í sumar, — og peningarnir voru búnir í bili. Allt fer fram úr áætlun. Sjóðurinn kom mjög skuldugur undan sumrinu, eftir allar framkvæmdirnar og reksturinn. Slíkar framkvæmdir sem þessar kosta ekki aðeins tugi heldur hundruð þúsunda. En það er brýn nauðsyn fyrir Hafnarfjörð að eiga svona heimili, og það verður æ kostnaðarsamara að leysa þetta vandamál með hverju ári, sem líður.
Því fyrr því betra. Með aðstoð Bjarna Snæbjörnssonar læknis fékk barnaheimilissjóður nú fyrir skömmu 60 þús. króna lán í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Getur hann því greitt niður mestu skuldirnar. Enn vantar mikið fé, enn er mikið ógert. Ættu bæjarbúar að efla barnaheimilssjóðinn. — Fjársöfnunin heldur áfram. Gjafir og áheit eru alltaf að berast til sjóðsins, eins og skýrslan í dagblöðunum sýnir.
Barnaheimilissjóður átti ekki krónu til í upphafi, en e.t.v. eru eignir hans 350 þús. króna virði. Svona hefur þetta gengið vel. Sjóðsstjórnin er þess fullviss, að bæjarbúar halda áfram að styrkja barnaheimilið í Glaumbæ. Hún gerir sér því vonir um að hægt verði að fullgera húsið fyrir næsta vor.

Hvað viltu svo að lokum segja um framtíð barnaheimllisins?

Glaumbær

Glaumbær – umhverfið var allt hið ævintýralegasta.

Ég er mjög bjartsýnn á framtíð þess. Í sjóðstjórninni er einhuga fólk, sem er ákveðið að fylgja þessu máli fast eftir og koma því heilu í höfn. Þetta hefur í rauninni allt gengið eftir áætlun. Samvinna félaganna er mjög heilladrjúgt og merkilegt spor. Árangur í svona starfi verður oft minni, þegar hver er að pukra í sínu horni, heldur en þegar dreifðir kraftar eru samstilltir og einlæg samvinna er höfð um framkvæmd mannúðarmála.
Ég vona, að barnaheimilissj. Hafnarfj. eigi eftir að vinna að lausn verkefna, sem miða að auknu öryggi og aukinni lífshamingju þeirra barna, er helzt þurfa á samhjálp og liðveizlu skilningsríka og góðra samborgara að halda.
Í stjórn barnaheimilissjóðs Hafnarfjarðar eiga sæti: Ólafur Einarsson, héraðslæknir, formaður, Hjörleifur Gunnarsson, gjaldkeri (Rauðakrossdeild Hafnarfj.), Árni Gunnlaugsson, Sigríður Sæland (barnaverndarnefnd Hafnarfj.), Jóhann Þorsteinsson, Ingibjörg Jónsdóttir (barnaverndarfélag Hafnarfj.), Björney Hallgrímsdóttir, Sólveig Eyjólfsdóttir (Kvenfélagið Hringurinn), Kristinn J. Magnússon og Vilbergur Júlíusson, kennari.“

Sjá einnig Glaumbær í Hraunum II.

Heimildir:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 4. tbl. 01.05.1957, Ávarp, bls. 4.
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 8. tbl. 12.10.1957, Merkum áfanga náð í barnaverndarmálum – Barnaheimili í Glaumbæ bætir úr brýnni þörf, rætt við Vilberg Júlíusson, bls. 3.

Glaumbær

Glaumbær í dag – 2021; loftmynd. Grunnurinn af sumardvalarheimilinu stendur einn eftir.

Lambhagarétt

Gengið var frá Vatnsskarði og áleiðis umhverfis Kleifarvatn; um Sveifluháls, Hellutinda, Stapatinda, Miðdegishnúk (Hádegishnúk), gengið niður að Kaldrana, elstu minjum í ofanverðri Krýsuvík að talið er, austur með sunnanverðu vatninu ofan við Hvamma, undir Geithöfða, til norðurs vestan Gullbringu og yfir Hvammahraun með viðkomu í Gullbringuhelli.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Þá var gengið með vatninu undir Vatnshlíðinni, sem verður að teljast nokkuð óvenjulegur möguleiki. En skýring er þó á því, eins og flestu öðru. Þá var haldið vestur um Lambhaga, litið á rétt og athvarf smala fyrrum, og síðan gengið áfram eftir eyðinu milli Lambhagatjarnar og Kleifarvatns norðan þess, uns staðnæmst var við hellisskútann undir Hellunni. Fagurt útsýni var yfir Kleifarvatn alla gönguna. Á leiðinni var rifjaður upp ýmiss fróðleikur um vatnið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – dýpi.

Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,1 km², og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli, a.m.k. ekki ofanjarðar. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel, þannig að veiði (er) var um tíma ágæt. Sumir telja að besti veiðistaðurinn er syðst í vatninu þar sem heitt jarðvatn frá hverasvæðum sytrar út í vatnið, en reyndir veiðimenn vita að besti veiðistaðurinn er undan norðanverðu Hvannahrauni (Hvammahrauni) austan við vatnið.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hveravolgrur.

Kleifarvatn er mjög kalt frá náttúrunnar hendi, en volgrur þessar skapa bleikjunni ákjósanleg skilyrði. Eldbrunnið og hrjóstrugt umhverfi vatnsins er bæði sérstakt og fagurt. Í jarskjálftunum 17. og 21. júní 2000 opnuðust sprungur á vatnsbotninum og vatnsborðið lækkaði verulega, en byrjaði að hækka aftur árið 2004.

Krýsuvíkurland sunnan Kleifarvatns tilheyrir landi Hafnarfjarðar, sem í rauninni er forgangssök því í vitund landvætta vorra tilheyrir það umdæmi Grindavíkur. Núverandi ráðstöfun er afleiðing klækja mannanna í valdastöðum þess tíma.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Umhverfisráðuneytið ákvað ekki alls fyrir löngu að veita Náttúrufræðistofu Kópavogs 300.000 kr. styrk vegna fyrirhugaðra lífríkisrannsókna á Kleifarvatni. Ástæðan er sú að Kleifarvatn er afskaplega áhugavert vatn. Það er mjög djúpt og tært, í því er verulegur jarðhiti, það er án afrennslis á yfirborði og í því geta orðið verulegar vatnsborðssveiflur. Þrátt fyrir þetta hafa litlar rannsóknir farið fram á lífríki þess og vistkerfi. Fróðlegt verður að skoða niðursstöðurnar þá og þegar þær liggja fyrir.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnsyfirborð 2000-2004 (Vatnamælingar Orkustofnunar).

Vatnið er (var og er þess á milli) þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 km2 og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97 m djúpt. Það hefur lítilsháttar aðrennsli en ekkert frárennsli nema gljúpan jarðveg. Jarðhitinn er einkum syðst í vatninu og einnig út af Innristapa.
Munnmæli herma að skrímsli hafi haldið sig við Kleifarvatn og sést þar endrum og eins. Á það að hafa verið ormskrímsli, svart að lit og á við meðal stórhveli að stærð.

Sveifluháls

FERLIR á Sveifluhálsi 17. júní 2000.

Síðan í jarðskjálftanum mikla (þeir reyndust vera tveir) í júní 200 lækkaði vatnsborð Kleifarvatns um 4 metra. Sprungur í vatnsbotninum opnuðust í Suðurlandsskjálftanum sem svo var nefndur og olli auknum leka úr vatninu. Við lækkaði vatnsborðið og flatarmál Kleifarvatns minnkaði um 20% eða úr 10 km2 í 8 km2, og sandur og leir, sem áður var undir vatnsborðinu, varð nú á þurru. Tanginn norðan í vatninu, undan Lambhagatanga, kom upp úr undirdjúpunum og þurrgegnt varð með vatninu að norðaustanverðu.

Sveifluháls

Á Sveifluhálsi.

FERLIR var staddur á Sveifluhálsi er jarðskjálftarnir riðu yfir 17. júni 2000 með nokkurra mínútna millibili. Fyrst heyrðist vaxandi hvinur úr suðri og siðan má segja með sanni að Sveifluhálsinn hafi risið undir nafni; hann gekk í bylgjum líkt og um öldugang væri um að ræða. Í kjölfarið fylgdi annar og öflugri jarðskjálfti, beint undir fótum. Þá var eins og lamið væri með sleggju upp undir yfirborðið. Grjót hrundi úr nærliggjandi hlíðum í báðum tilvikum, en þegar einn félaganna horfði niður á skóna sína tók hann eftir að þeir voru hálfgrafnir í sendinn jarðveginn.
Síðastliðið hálft ár hefur vatnshæð Kleifarvatns verið nokkuð stöðugt, en hefur þó sveiflast með veðurfari að venju, hækkað við úrkomu, en lækkað í þurrkatíð.
Ef til vill er Kleifarvatn að ná jafnvægi við grunnvatni en of snemmt er að fyllyrða að ekki lækki meira í Kleifarvatni að sinni. Vatnsborð Kleifarvatns mun smám saman þéttast á ný með leir og öðru seti, og vatnsborððið hækka. Það mun þó taka Kleifarvatn ár eða áratugi að ná þeirri vatnshæð, sem var fyrir Suðurlandskjálftann í júní 2000.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Kleifarvatn liggur í djúpri dæld milli tveggja móbergshryggja í sprungustefnu landsins NA-SV. Við vatnsborðshæð 140 m y.s. er meðaldýpi þess 29,1 m, flatarmál Kleifarvatns 10 km2, sem fyrr sagði, og rúmmál þess er 290 Gl. Nú er vatnsborðshæðin 136,3 m y.s., flatarmálið er um 8 km2 og rúmmál þess hefur minnkað niður í um 255 Gl.
Aðrennsli í vatnið á yfirborði er nokkrir smá lækir að sunnanverðu. Auk þess rennur úr hlíðunum í kring í rigningu og er snjó leysir á vorin. Kleifarvatn er að öðru leyti afrennslislaust á yfirborði og gert hefur verið ráð fyrir að vatnsborðið falli saman við grunnvatnsflötinn í umhverfinu og sé háð sömu sveiflum og hann, en rannsaka þarf nánar tengsl þess við grunnvatn í nágrenninu. Kleifarvatn hefur um allnokkurt skeið verið notað sem úrkomumælir á suðvesturlandi. Mælirinn er (var) í litlu húsi vestan við vatnið, undir Hellunni.

Kaldrani

Kleifarvatn.

Kleifarvatn liggur í djúpri dæld milli tveggja móbergshryggja. Vatnsbotn Kleifarvatns hefur þéttst í áranna rás með leir og öðru seti. Lekt vatnsbotnsins var því minni en jarðlaganna í kring og því stóð vatnsborðið hærra en grunnvatnið. Þegar sprungur opnast í botni Kleifarvatns þá breytist lekt þ.e. viðnám jarðlaganna og vatnið hripar niður um sprungurnar. Smám saman nær Kleifarvatn á ný jafnvægi við grunnvatnið í kring, sem fyrr segir.
Af nálægum ummerkjum að dæma hefur Kleifarvatn einhverju sinni, jafnvel oftar en einu sinni, risið hærra en þekkist. Þegar grant er skoðað má lesa lækjarfarveg til suðurs frá vatninu. Fremst varð Nýjaland til með tilheyrandi afleiðingum fyrir hinn mikla dyngjugýg norðan Stóra-Lambafells. Farvegurinn hefur legið yfir núverandi Grænavatn og mótað landslagið allt niður á Krýsuvíkurberg.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Indjáninn.

Kleifarvatn er án afrennslis á yfirborði. Fyrir jarðskjálftana árið 2000 rann lækur úr vatninu norður í Lambhagatjörn og seig vatnið þaðan í gegnum móbergshryggina og hraunin til sjávar norður í Straumsvík. Sumarið 2000 opnaðist 20-40 cm víð sprunga við norðurenda vatnsins og þar streymir vatnið niður. Tvö hverasvæði hafa síðan komið í ljós suðurenda vatnsins og nú er manngengt í hella í Syðristapa sem áður voru í vatnsborðinu

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Í gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Í vatninu eru nefnilega góðar aðstæður fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa sig. Vatnið er frekar tært svona 10-15 metrar og skyggnið breytist ekki líkt og það gerir í sjónum. Þess vegna geta kafarar nánast alltaf gengið að aðstæðum vísum. Þó bera að geta þess að í miklum vindum og þá sérstaklega í austanátt getur vatnið átt það til að gára og öldurnar verða þó nokkuð háar í slíkum aðstæðum. Gallinn við vatnið er sá að dýralíf í því er fábreytt. Þarna eru stangveiðar algengar en að sjá fiska undir ydirborðinu er sjaldgæfara. Köfurum finnst það því hálfpartinn skrítið að nokkuð veiðist þarna yfirleitt.
Eflaust er besti köfunarstaðurinn staðsettur við Indjánann en það er auðþekkjanlegur steinstapi sem stendur við Stefánshöfða. Indíáninn fer ekki á milli mála þegar komið er á staðinn því ef hann er grannt skoðaður má sjá andlitsmynd í honum sem svipar til indíána. Piltar á leið í Vinnuskólann í Krýsuvík um og eftir 1960 höfðu jafnan það að venju að reka upp indíánaöskur í rútunni þegar ekið var fram hjá steinstöpli þessum – svona til að minna á að nú væri komið að því að takast á við viðfangsefni sumarsins.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Botn vatnsins er sandbotn og þegar komið er u.þ.b 60 metra frá landi fer þessi botn að breytast í gróðursælan botn allt að brekkunni sem liggur niður á hyldýpi eða um 97 metrana, en hún er aurbrekka sem auðvelt er að þyrla upp.
Fræg skáldsaga ber nafn vatnsins. Kleifarvatn er áttunda skáldsaga Arnaldar Indriðasonar. Bækur hans hafa notið gríðarlegra vinsælda og verið þaulsætnar á mestöluslistum hér heima og erlendis á undanförnum árum og tvö ár í röð hlaut Arnaldur Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaunin, fyrir Mýrina og Grafarþögn. Kleifarvatn gefur bestu bókum hans ekkert eftir. Hún fjallar m.a. um beinagrind, sem fannst í vatninu er lækkaði í því í kjölfar jarðskjálfta.

Miðdegishnúkur

Miðdegishnúkur.

Um Kleifarvatn gengu þó enn þá fleiri sögur. Árið 1755 sást undarleg skepna líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni. 1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

Kleifarvatn

Kleifarvatn að kvöldi.

Maður nokkur kvaðst oft, bæði einn og með öðrum, hafa séð hana og aðgætt vel því hún hefði oft verið uppi tvær mínútur. Hann bætti því líka við að menn og konur sem voru að vinnu við vatnið í stilltu veðri og sólbjörtu 1749 í ágústmánuði hefði allt séð þennan orm miklu betur en nokkrir aðrir áður þegar hann skaut sér upp úr vatninu og skreið upp á mjóan tanga eða nes og lá þar hér um bil tvo tíma uns hann fór aftur í vatnið. Fólkið þorði eigi að honum en flýði eigi heldur af því hann lá kyrr. Þó gat það eigi lýst hversu hann hreyfði sig frá og í vatnið, dróst saman og rétti úr sér á mis.

Stefánshöfði

Stefánshöfði – minningarskjöldur.

Stefán Stefánsson var kunnastur leiðsögumaður útlendra ferðamanna á landi hér. Hann gerþekkti landið af löngum ferðalögum á hestum hvert einasta sumar. Þó mun Krýsuvík hafa verið honum kærari en flestir aðrir staðir. Við Kleifarvatn hefur skjöldur verið felldur í klett til minningar um hann og höfði, áður Innristapi, verið nefndur eftir honum. Á þeim stað var ösku hans dreift út á vatnið að fyrirlagi hans sjálfs.
Kaldrani er talinn elstur bæja í Krýsuvík. Honum tengist þjóðsagan af Herdísi og Krýsu, sem gerð hefur verið góð skil í annarri leiðarlýsingu um svæðið sunnan og austan undir Stóru-Eldborg. Enn má sjá móta fyrir garðlagi og jafnvel tóftum undir lítilli hæð neðan við einn gíganna, sem þarna eru. Í þeim er friðlýsingarmerki Þjóðminjasafnsins.

Kleifarvatn

Ytristapi, öðru nafni Stefánshöfði.

Stefán Stefánsson sagði í skrifum sínum að “svo sem mörgum er kunnugt liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar, og þegar komið er sunnan við vatnið, virðist sem fjöll þessi nái saman við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Í landamerkjalýsingu er m.a. talað um Kleifina norðan við vatnið og virðist átt við kleif þá er gengur upp á Vatnshlíðarhornið, sbr. Kleifarhorn. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum, og skal því ekki farið út í þá sálma hér.
Sá hluti af Krýsuvíkurengjunum, sem lægst liggur og næst vatninu að sunnan, heitir Nýjaland (hið inna og fremra). Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjasvæði þessi liggja oft svo árum skiptir í senn undir ágangi Kleifarvatns, en mjór malarhryggur, sem gengur til vesturs frá norðurenda Hvammholtsins, skiptir Nýjalandinu í tvennt, hið innra og fremra, og kallast tangi sá Rif.

Hellan

Hellan vestan Kleifarvatns.

Vestan við Fremralandið og við vesturenda Rifsins rennur lækur sá, er nefnist Ós inn á Innralandið og í vatnið sjálft. Á Ósinn upptök sín að mestu á Vesturengjunum og í Seltúnshverfunum, en smálindir koma þó í hann af Austurengi, úr Hvömmunum og Lambafellum.

Nýjaland

Nýjaland.

Svo er landslagi háttað, að Fremralandið var miklu lengur slægt en hið innra, og nam sá tími einatt nokkrum sumrum. Mátti í góðu grasári heyja um sex hundruð hestburði á hvoru Nýjalandi, þegar vatnið var svo þorrið, að unnt var að slá þau bæði. Ekki er það fátítt, að stararstráin á Nýjalandi verði rúmlega álnarhá, því að oftast nær flæðir Ósinn yfir að vetraræagi, hvað sem vexti Kleifarvatns líður.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Hverir eru í vatninu, og sjást reykir nokkrir leggja upp úr því í logni, en á vetrum eru þar jafnan vakir. Sjaldan leggur vatnið fyrir vetrarsólstöður.
Þegar lítið var í vatninu, var jafnan “farið með því”, þá er sækja þurfti til Hafnarfjarðar. Lá sú leið eftir allri vesturströnd vatnsins, milli þess og Sveifluháls, þar sem seinna var gerður akvegur. Er sá vegur greiðfærari miklu og talsvert skemmri en sá að fara Ketilsstíg og síðan “með hlíðunum”.

Hellurhellir

Smiðjuhellir undir Hellunni.

Það mun mega teljast hæpið hvort örnefnið Gullbringa sé sýnt á alveg réttum stað á korti herforingjaráðsins, þar sem það er sett á hæð eina, 308 metra háa, sunnarlega í Vatnshlíðinni. Þeir, sem kunnugir eru á þessum slóðum, hafa jafnan kallað Gullbringu lyngbrekku þá, sem er vestan í Vatnshlíðinni og nær niður undir austurströnd Kleifarvatns. Ýmsir telja, að sýslan dragi nafn sitt af þessari brekku. Mætti í því sambandi benda á það, að ekki eru þeir allir fyrirferðarmiklir staðirnir á Íslandi, sem heilar sýslur draga nafn sitt af.
Leirhver mikil í Krýsuvík, sá er myndaðist við sprengjugosið, er þar varð haustið 1924 og olli landskjálftum nokkrum víða um Surðurland, er þar, sem áður var vatnshver lítill og hét Austurengjahver. Virðist svo, að leirhverinn megi og vel halda sama nafninu. Austurnegjahver, eða Stórihver, eins og hann er stundum nefndur, sést vel frá sunnanverðu Kleifarvatni.
Fúlipollur er næstum á miðjum Vesturengjum, og er hann eitthvert stærsta hverastæðið, sem til er í Krýsuvík, við Seltún. Endur fyrir löngu mun hafa þarna orðið sprengigos líkt því, er varð þá, er Austurnegjahver endurmagnaðist. Auðsætt er, að hverinn er á hrörnunarskeiði. Ýms merki virðast og benda til þess, að Austurengjahver muni ekki heldur verða neinn Ókólnir.
Vægar jarðhræringar voru ekki sjaldgæfar í Krýsuvíkurhverfinu og voru þær kallaðar hverakippir þar.”

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vegurinn undir Hellunni.

Árni Óla fjallar um nýja Krýsuvíkurveginn undir Hellunni. Þar segir hann m.a. að “hinn nýi vegur til Krýsuvíkur, sem nú er í smíðum, hefur vakið mikið umtal, og hefur fyrirtæki þetta að mestu sætt áfellisdómum. Er því einkum borið við, að vegagerð þessi verði vitleysislega dýr, en gagnið af henni óvíst.
Hér á Íslandi er vegagerð svo dýr, að nauðsyn er á að hver vegarspotti komi sem flestum að notum. En með þessu vegi virðist sú stefna þverbortin, því að þessi dýri vegur liggur um óbyggðir einar. Á allri leiðinni frá Hafnarfirði og austur í Selvog – um 50 km. – er engin byggð nema Herdísarvík. Frá Selvogi og inn í Ölfus er svo 20 km. Alls verður þá þessi nýja Suðurlandsbraut rúmir 70 km., eða snöggum mun lengri heldur en leiðin yfir Hellisheiði. En þetta á að verða vetrarvegur þegar Hellisheiði er ófær. Sumir hafa ekki mikla trú á því, að það sé miklum mun snjóléttara þarna suður í fjöllunum heldur en á Hellisheiði, og verður reynslan að skera úr því hvort réttara reynist.

Gullbringuhellir

Gullbringuhellir – bæli.

En hitt er öllum ljóst, að þetta verður dýrasta vegargerð hér á landi, þar sem ekki eru brýr á leiðinni. Í Vatnsskarðinu verður vegurinn að Keifarvatni lang dýrastur og örðugast að leggja hann. En þó voru örðuleikarnir ekkert á móts við það, sem tekur við, þegar farið er að leggja veginn meðfram vatninu að vestan.
Rétt innan við norðurlónið hefur verið reistur veitingaskáli, og það er fyrsta framkvæmdin í sambandi við Krýsuvíkurveginn. Þangað sækir fólk skemmtanir um helgar á sumrin, eða safnast þar saman til að skemmta sér. Þar við vatnsbotninn þrýtur hinn lagða veg.
En þar eru tjöld í brekkunum, og hafast þar við vegavinnumenn þeir, sem vinna að því að halda veginum áfram suður með vatninu. Taka þarna þegar við klettar við vatnið og gangur ekki á öðru en sprengingum. Er klettunum rutt niður í vatnið og hafðir fyrir undirstöðu vegarins. Þetta er erfitt verk og seinlegt, því að það er svo sem ekki að það sé almennilegt grjót þarna.
Vegurinn á fyrst að liggja undir klettunum suður í vikið fyrir norðan Stapann innri. Þarf hann að vera hár yfir vatnsborð það, sem nú er, ef duga skal. Er það að vísu ekki nema 3 km. Leið, en þarna er eitthvert hið argvítugasta vegarstæði, sem hugsast getur.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Innristapi.

Víðast hvar er hliðhalli og verður að höggva veginn niður í móberg og móhellur, annars staðar verður að hlaða hann upp margra mannhæða háan, svo að hann verður tilsýndar þegar búið er að hlaða grjóti utan að honum, líkastur brimbrjóti eða hafnargarði. Móhellan er ekki lambið að leika sér við. Hún virðist í fljótu bragði ósköp auðunnin þar sem hægt er að tálga hana með hníf og mylja hana undir fæti. En hún er ekki öll þar sem hún er séð. Þegar hún blotnar má hún heita óvinnandi. Það er svo sem sama hvaða verkfæri er þá beitt á hana. Það er eins og hún verði ólseig. Og þess vegna stendur móhellan í vegavinnumönnunum, þar sem grágrýti hefði ekki staðið þeim snúning.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Landnám 2002; Litla Grindavík numin.

Það er von að mörgum ofbjóði þessi dýra vegarlagning, Og það er hreint ekki von að mönnum geti skilist það, að samgönguerfiðleikar yfir “fjallir” á vetrum geti réttlætt það, að ráðist er í svo dýrt og tvísýnt fyrirtæki, sem þetta, allra helst þegar góður vetrarvegur er kominn yfir Mosfellsheiði og frá Þingvöllum niður í Grímsnes.”
Reyndar segir einnig af skrímsli í Kleifarvatni. 1755 sást undarleg skepna líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni.

Gullbringa er nafn á “fjalli” austan við Kleifarvatn. Aðrir segja að það sé nafnið á hlíðinni að baki henni, enda er hún er jafnan roðagylt af kvöldsólinni þar sem hún gæist yfir og til hliðar við Miðdegishnúk á fögru sumarkvöldi. Gamla þjóðleiðin lá um Hvannahraun (Hvammahraun). Við hana er Gullbringuhellir, gott skjól í vondum veðrum. Í hellinum er flórað bæli.

Kleifarvatn

Vatnshlíðarhorn.

Í Vatnshlíðinni eru sérstakar jarðmyndanir, s.s. hraunfoss, sem “frosið” hefur efst í einu gili hennar svo undrum sætir. Undir Lambhaga er hlaðin rétt og hvíluskúti smalanna er þeir komu með féð af fjalli. Lambhagatjörni er sérstakt jarðfræðifyrirbæri, sem og skútinn undir hellunni. Hann er til kominn, líkt og skútinn bak við Indíánann, vegna ágangs vatnsins. Þeir, sem og aðrir skúta við norðanvert vatnið, eru ágætir vitnisburðir um fyrrum hærri vatnsstöðu þess, en skútarnir eru tilkomnir vegna ágangs vatns á móbergið til lengri tíma.
Skútinn undir Hellunni er brotabergskenndur, en þar mun Þorsteinn frá Hömrum við Húsatóftir haft smiðju um tíma. Smíðaði hann það fyrir vegavinnumenn og aðra það er þeir þurftu. Þá var skútinn um nokkurt skeið afdrep veghefilsstjóra, er unnu að því að bæta Krýsuvíkurveginn, enda ekki vanþörf á oft á tíðum.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 05 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.nat.is/
-http://www.reykjanes.is/
-http://www.os.is/
-http://www.natkop.is/
-Úr sunnudagsblaði Tímans 2. júlí 1967 – Stefán Stefánsson.
-Úr Sunnudagsblaði Tímans 25. júní 1967 – Stefán Stefánsson.
-Úr Landið mitt er fagurt og frítt – Árni Óla – 1944.
-Dulheimar 97.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – norðurljós.

Árnahellir

 Að þessu sinni var gengið mót fyrri gönguleið um Undirhlíðar, þ.e. frá Kaldárseli í Ingvarslund (Skólalund) í Undirhlíðum.
Gamla þjóðleiðin um Undirhlíðar frá KaldárseliForvitnilegt er að skoða leifar hins gamla Kaldársels, vestan og sunnan við núverandi skála KFUMogK. Flaggstönginni var stungið nyrst í tóftirnar og hleðslur úr þeim notaðar til að hlaða með henni (sem nú er gróið yfir). Ytri mörk selsins eru svo sunnan við húsið. Eina tóft má þó enn sjá á sunnanverðum bakka Kaldár. „Kaldársel (sjá meira hér) tilheyrði Garðakirkju á Álftanesi. Leiguliðar Garðaklerka nýttu selið til 1842 þegar ábúandinn á Hvaleyri tók selið á leigu 1866. Búseta var reynd í Kaldárseli 1867-1886 og 1906-1908. Hafnarfjarðarbær keypti hluta Garðakirkjulands, þ.á.m. Kaldársel, árið 1912. K.F.U.M kom þar upp sumarbúðum fyrir börn 1925 og hafa verið þar allar götur síðan.“ Á þessum tímamótum hefðu frumkvöðlar safnaðarstarfsins mátt vera svolítið víðsýnni. Setbergsbóndinn hafði áður keypt húsakostinn í Kaldárseli og notað hann undir það síðasta sem skjól fyrir smala og ferðamenn. Lýsingar eru til frá þessum tíma af ástandi húsanna. Ef einhver, sem seinna kom þar að, hefði haft hinn minnsta áhuga á öðru en æskulýðnum (sem þó og þá var góðra gjalda vert), t.a.m. tóftunum með mögulega varðveislu þeirra að markmiði, hefði hinn sá sami afmarkað selstöðuna og byggt hinn nýja skála litlu fjær, enda plássið gnægt. Fyrsti skáli K.F.U.M. í Kaldáseli var lítill, en stækkaði ört, m.a. vegna stuðnings Hafnarfjarðarbæjar. Fulltrúar hans virtust fjarri vitund um mikilvægi hinna gömlu mannvirkja, sem þarna höfðu verið.
Kaldá var grimm að þessu sinni, meinaði yfirferð þurrfætlinga um hið forna Kaldárvað. Vaðið var því sniðgengið, þ.e. gengið framhjá ánni neðanverðri þar sem hún rann niður á neðri hraunlög. Síðan var sléttu Kaldárhrauninu fylgt upp á hina gömlu þjóðleið milli Kaldárssels og Undirhlíða. Hraunið er helluhraun og er talið að það hafi runnið um 950 úr Tvíbollagígum í Grindaskörðum. Af loftmyndum má vel sjá hvar hraunið hefur fyllt lægðina vestan Helgafells og myndað Helgafellshraun og síðan runnið niður um Kýrskarð þar sem það myndaði Kaldárhraun.
Kýrskarð - loftmyndFylgt var svonefndum Undirhlíðavegi (-leið), hinni gömlu þjóðleið millum Hafnarfjarðar (Kaldársels) og Krýsuvíkur. Gatan sést vel í fyrstu þar sem hún er mörkuð í klöppina, en síðan fylgir hún hlíðinni með gróningum og mölbornu helluhrauni.
Undirhlíðarnar eru um 7 km hæðrahryggur úr bólstrabergi, sem nær frá Kaldárbotnum að Vatnsskarði (Markraka). Kaldárhnúkar syðri eru nyrstu hæðirnar á Undirhlíðum, einnig nefndir Undirhlíðahnúkar. Þegar Undirhlíðunum er fylgt til suðurs er fljótlega komið í Kúadal, hvamm þar sem kýr seinni tíma ábúenda í Kaldárseli var haldið til haga.
Kýrskarðið er hrauntröðin norðaustan við Múla, þann er skagar lengst út frá Undirhlíðunum framundan. Framan við hann, við gönguleiðina, er Árnahellir, kenndur við Árna Gíslason frá Brekkubæ í Hafnarfirði. Handan við Múla er Litli-Skógarhvammur (Litli-Hríshvammur), kjarri vaxinn hliðarhvammur sem var girtur af 1934. Í Litla-Skógarhvammi er Skólalundur, skólareitur þar sem börn hófu gróðursetningu sama ár. Ingvarslundur er eldra nafn á Skólalundi. Þar er nú minnisvarði um Ingvar Gunnarsson, fyrsta formann Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Nú hefur verið komið fyrir hinni ágætustu aðstöðu til nestissnæðingar í lundinum. Með í för var maður, sem eitt sinn var ungur. Á þeim árum tók hann þátt í að planta trjám á svæðinu. Nú voru trén orðin tífalt hærri en hann.

Aðstaðan í Skólalundi

„Kúadalur og Litli-Skógarhvammur í Undirhlíðum tilheyrðu beitilandi Garðakirkju og leiguliða kirkjunnar um aldir, en landið koms í eigu Hafnarfjarðarkaupstaðar 1912. Haglendið var illa farið af hrístöku, beit og uppblæstri 1926 er skógræktarstjóri vakti athygli bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á að tímabært væri að girða nokkra skógi vaxna runna í Undirhlíðum og friða skóglendið. Málið fór fyrir girðinganefnd bæjarins sem ákvað að láta girða gróskumesta skógarhvamminn. Birkið og víðitrén áttu í vök að verjast þegar Ingvar Gunnarsson kennari plantaði fyrstu barrtrjánum ofarlega í Litla-Skógarhvammi 1930. Framtakið leiddi til þess að nemendur Barnaskóal Hafnarfjarðar hófu reglulega gróðursetningu í Skólalundi undir stjórn Ingvars 1934. Þeir aðilar sem áttu að annast viðhald allra girðinga í upplandinu hortu lítt um að halda skógræktargirðingunni í horfini. Þegar Skógræktarfélag Hafnarfjarðar tók við Undirhlíðareitnum var fyrsta verkið að girða Skólalund. Girðingin var stækkuð 1961 í norðaustur fyrir Kúadal að Syðri-Kaldárhnúkum, lúpínu var sáð í örfoka landið og hafist var handa við að klæða það skógi. Sitkagreni í Skóalundi er þau hæstu í Undirhlíðum. Aðrar tegundir dafna agætlega, s.s. sitkabastarður, rauðgreni, blágreni, stafafura, fjallafura, bergfura og fjallaþinur auk birki og víðikjarrs. Kúadalsgirðingin var fjarlægð 2005 og Útivistarskógur í Undirhlíðum opnaður í ágúst 2006 í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags Hafnarfjarðar“.
Hafa ber í huga að þótt hér hafi verið komið upp hinni ágætustu aðstöðu fyrir gangandi þurfa þeir hinir sömu að muna vel eftir því að ganga vel um svæðið, hlífa viðkvæmum gróðri og alls ekki skilja ekki eftir sig rusl.

Hluti hins forna Kaldársels

Árni Óla skrifaði grein í Lesbók MBl 15. sept. 1957 undir heitinu „Um hraun og hálsa“. Þar fjallar hann m.a. um Kaldársel og nágrenni: „Í sumar fór ég ásamt Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra um nágrenni Hafnarfjarðar, til þess að sjá þá breytingu, sem þar er að verða á… Við ókum suður í Kaldársel. Þar er úfið hraun og berar og blásnar hlíðar. Skógarnir sem þar voru áður, eru gjörsamlega horfnir. Við gengum þaðan suður með Undirhlíðum. Þar kom Skógræktarfélag Hafnarfjarðar upp skógræktargirðingu fyrir nokkrum árum. Voru þar þá enn nokkrar skógarleifar í brekkunum og var þeim bjargað á þennan hátt. en þar hefir fleira gerzt.
Þegar brekkurnar blöstu við okkur, voru þær fagurbláar tilsýndar, allt frá jafnsléttu og upp á brúnir. Ég spurði Hákon hvernig stæði á þessum bláa lit.
-Þarna vex blágresi, sagði hann, síbreiða af því alls staðar milli skógarrunnanna. en líttu á brekkurnar hér um kring utan girðingar. þar sést ekki neitt einasta blágresi. Hvenig heldurðu að standi á því?
Ég gat ekki gizkað á það.
-Þetta er hið einfaldasta og augljósasta dæmi um þau spell unnin af jarðabótum þar og þess vegna sýnir þessi blettur ljóst hvernig fer þegar ágangi sauðfjár er af létt. Þar er allt að gróa af sjálfu sér og blágresið hefir numið þar land.-“
Í Lesbók Mbl 1. sept. 1946 hafði Árni Óla ritað grein „Um hraun og hálsa“. Þar er m.a. tekið hús á Kaldárseli og lýsir leiðum þaðan, m.a. upp í Brennisteinsfjöll. Sú grein verður e.t.v. efni í aðra innskotsumfjöllun síðar.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Skilti við Skólalund frá SH
-Árni Óla, Lesbók Mbl 15. sept. 1957, bls. 457-459.

Minnisvarði um Ingvar Gunnarsson í Litla-Skógarhvammi