Tag Archive for: Hafnarfjörður

Hafnarfjörður

Skútuöldin í Hafnarfirði – Fyrstu ár fríhöndlunar.
Með tilskipun frá 1786 var einokunarverslunin afnumin og öllum þegnum Danakonungs heimilað að stunda verslun á Íslandi. Jafnframt var ákveðið að stofna sex kaupstaði í landinu, til að efla verslun Hafnarfjordur-301og iðnað. Reykjavík var gerð að kaupstað, svo sem minnst hefur verið á þessu ári, og féll Hafnarfjörður þar með endanlega í skuggann af nýrri höfuðhöfn í landinu. Verslun var þó áfram stunduð í Firðinum, og enn átti hann eftir að vera í forystu í sjávarútvegi landsmanna. Ekki gekk vel að selja verslunina í Hafnarfirði eftir 1787. Kaupmaður frá Altona, Dultz að nafni, leigði vörugeymslu verslunarinnar árið 1788 og keypti einnig tvær af fiskiskútum konungsútgerðar. Altona var mikil verslunarborg syðst í Holtsetalandi nálægt Hamborg, en Holtsetar lutu á þessum tíma dönsku krúnunni. Altonakaupmenn nýttu sér einna fyrstir aukið verslunarfrelsi á Íslandi og tóku upp verslun víðar um Vesturland. Dultz virðist þó ekki hafa verslað lengi í Hafnarfirði, því engum sögum fer af honum eftir þetta. Árið 1790 tók Mullox, fyrrverandi starfsmaður konungsverslunar, yfir verslunina í Hafnarfirði. Kaupmennska hans varð hins vegar ekki langlíf, því hann varð gjaldþrota tveim árum seinna. Kenndi hann lausakaupmönnum um erfiðleika sína og sagði þá hafa sprengt upp fiskverð í Firðinum úr 7-9 ríkisdölum skippundið í 24 – 27 ríkisdali.
Bændur og hásetar hafa því hagnast vel á aukinni samkeppni í verslunarmálum. Annað Hafnarfjordur-302sem orðið hefur Mullox að falli var að hann átti ekkert skip í förum til útlanda, svo hann átti örðugt um vik að fá nægilegt verð fyrir útflutningsvörur sínar. En það voru fleiri sem stunduðu verslun og fiskveiðar í Hafnarfirði um þetta leyti. Tveir danskir kaupmenn tóku á leigu fiskgeymsluhúsið á Langeyri, en 1792 keypti það Manöe nokkur, nefndur skipstjóri. Annar skipstjóri, Dyrekjær að nafni, keypti íbúðarhúsið á Langeyri. Íbúðarhúsið á Hvaleyri keypti hins vegai Knud Petersen, en ekki er getið um atvinnu hans, sem trúlega hefur þó eitthvað tengst útgerð og verslun. Það er því ljóst að verslun var fjörug í Hafnarfirði fyrstu ár fríhöndlunar 1788-93, og þilskipaútgerðin hefur haldið áfram að einhverju leyti. Heimildir eru hins vegar mjög litlar um athafnir þessara manna svo ekki er hægt að segja hve lengi eða mikil útgerð þilskipa var í Hafnarfirði um þetta leyti. Kaupmenn þeir sem tóku við eigum einokunarverslunarinnar, eins og Mullox, kvörtuðu sáran undan lausakaupmönnum sem komu á hafnirnar öllum að óvörum og buðu hærra verð fyrir fisk en föstu kaupmennirnir og tóku þá stóran hluta afurðanna sem þeir höfðu ætlað sér. Yfirvöld ákváðu að takmarka umsvif lausakaupmanna, og tóku þannig afstöðu með kaupmönnum gegn landsmönnum. Árið 1793 voru tveir kaupmenn reknir frá Hafnarfirði með verslun sína og fiskverkun sem þeir starfræktu á Langeyri. Hétu þeir Kyhn og Lund og var sá síðarnefndi norskur. Hin fjörlega verslun í Firðinum var því mjög takmörkuð eftir þetta, og óvíst um framhald þilskipaútgerðar. En sama ár og þetta gerðist keypti Hafnarfjarðarverslun Íslendingur sem varð atkvæðamikll kaupmaður og útgerðarmaður, sá mesti sem landið hafði fóstrað um aldir. Hann er oft nefndur faðir Hafnarfjarðar.

Bjarni riddari Sívertsen.
Hafnarfjordur-303Um það leyti sem einokunar-versluninni var aflétt, bjó í Nesi í Selvogi ungur bóndi, Bjarni Sigurðsson. Hann var kvæntur Rannveigu Filippusdóttur, kostakonu og vel menntaðri. Hún var nokkru eldri en hann og ekkja er hún giftist. Sagt er að Rannveig hafi bæði kennt Bjarna lstur og reikning eftir að þau hófu sinn búskap, og víst er að sá lærdómur reyndist vel. Hinn ungi bóndi hóf að þreifa fyrir sér með verslun í sinni heimasveit ásamt tveimur nágrönnum sínum. Útveguðu þeir sér borgarabréf í vestmannaeyjum, sem var einn hinna nýju kaupstaða, og nefndist Bjarni eftirleiðis Sívertsen, svo sem fyrirmanni sæmdi. Kaupmaðurinn á Eyrarbakka leit tiltæki þeirra Selvogsmanna óhýru auga og linnti ekki látum með klögum og kærum, fyrr en borgarabréfin voru tekin af þeim. Bjarni Sívertsen sigldi þá beint í höfuðstöðvar verslunar og stjórnsýslu, til kóngsins Kaupmannahafnar, og rak mál sín þar. Kom hann ár sinni þar svo vel fyrir borð, að árið eftir, 1794, kom hann heim með kaupsamning fyrir Hafnarfjarðarverslun og 4000 ríkisdala lán að auki. Hóf hann þegar verslunarrekstur. Átti Bjarni samstarf við stórkaupmanninn Wolf í Kaupmannahöfn allt til þess að Wolf andaðist árið 1809. Blómgaðist verslunin vel og opnaði hann útibú í Reykjavík árið 1897. Og þó árangur Bjarna væri glæsilegur á verslunarsviðinu, þá er það þó útgerð hans sem haldið hefur frægð hans á lofti. Bjarni átti og rak bæði millilandaskip og fiskiduggur og skal nú það helsta rakið sem vitað er um skipaeign hans.

Hafnarfjordur-305

Þegar Bjarni var úti í Kaupmannahöfn 1894 setti hann skipið Johanne Charlotte að veði fyrir láninu sem hann fékk. Fátt er vitað um þetta skip, en það hefur áreiðanlega verið notað bæði til flutninga innanlands og fiskveiða.
Fljótlega eignaðist Bjarni svo allstórt skip, De tvende Sostre, sem notað var til vöruflutninga milli landa. Það var einmitt á þessu skipi sem Bjarni varð innlyksa í Bretlandi árin 1807-9 vegna Napóleonsstyrjaldarinnar í Evrópu. Seinna eignaðist hann fleiri hafskip og var ejtt þeirra Anna Casia, sem var sögð 37 commerisiallestir (ca. 150 brúttótonn). Anna þessi sigldi sumarið 1820 beint suður til Barcelona á Spáni með fullfermi af saltfiski og lestaði salt í Frakklandi á heimleiðinni. Næstu ár sendi Bjarni fleiri skipsfarma beint til Spánar og Ítalíu og var þannig í beinu sambandi við saltfiskmarkaðinn í Suður-Evrópu. Annars fór mestallur útflutningur íslendinga um danskar hafnir. Sýnir þetta vel hversu Bjarni Sívertsen var burðugur í verslun sinni. í þessum förum eru nafngreind tvö skip auk Önnu Casiu, og hétu þau, Tingöre og De tre Söstre.

Þilskipaútgerð og fiskverkun.
Hafnarfjordur 307Stundaði Bjarni samhliða verslun og útflutningi, svo sem venja varð á skútuöldinni hjá stærstu verslunum. Getiðer um þrjárfiskijaktir í eigu Bjarna: Havnefjords pröven, Foraaret og Flynderen. Foraaret kom til landsins árið 1800, en Havnefjords pröven lét Bjarni sjálfur smíða í Hafnarfirði, svo sem nafnið bendir á. Yfirsmiður þess var Ólafur Árnason sem bjó á Hvaleyri. Skútan rann af stokkunum árið 1803 og voru þá mannsaldrar síðan slíkt skip var smíðað hér á landi.
Eftir þetta reisti Bjarni skipasmíðastöð í landi Jófríðarstaða, sem hann keypti undir fyrirtækið árið 1804. Auk þess keypti hann jörðina kringum verslun sína, Akurgerði, sem og jarðirnar Hvaleyri og Óseyri. Átti Bjarni þar með nær allan fjörðinn. Um skipasmíðastöðina er vitað að 1817 höfðu verið smíðuð þar þrjú þilskip.
Útgerð sinni hélt Bjarni áfram allt til þess að hann andaðist í Kaupmannahöfn árið 1833. Verslun hans var seld á 3900 ríkisdali í silfri. Voru það jörðin Akurgerði, íbúðarhús, verslunarhús og tvær vörugeymslur, skipakví og hlutar í saltgeymsluhúsum á Álftanesi og í Þorlákshöfn. Auk þess átti hann þá Havnefjords proven og fleiri fiskiskip og aðrar jarðeignir. Bjarni Sívertsen var tvímælalaust sporgöngumaður íslenskrar skútuútgerðar.

Kaupmenn og verslanir.
Hafnarfjordur 310Framan af 19. öld. Þilskipaútgerð og verslun voru alla tíð nátengd. Kaupmenn áttu hægast um vik á þessu sviði. Þeir réðu yfir fjármagni og þekkingu til atvinnureksturs, auk þess sem verkun og verslun með fisk var jafnan það sem mestan arðinn gaf. Útgerð þilskipa var því eðlilegt framhald á verslunar-rekstrinum. Flestir tóku upp þann hátt að senda kaupskip sem komu til landsins á vorin til fiskveiða á sumrin. Þá voru fengnir íslenskir hásetar í dráttinn, en erlendir skipstjórnendur stýrðu. Hins vegar var lítið um að menn fylgdu dæmi Bjarna Sívertsen og gerðu út fiskiskútur til veiða. Þó Vestfirðingar stunduðu slíka útgerð varð hún engin að ráði við Faxaflóa, fyrr en eftir 1870.
Kaupmenn voru margir í Hafnarfirði á síðustu öld. Sama ár og Bjarni Sívertsen tók við verslunareignum í landi Akurgerðis,
reist önnur verslun í landi Jófriðarstaða við sunnanverðan fjarðarbotninn. Voru þar á ferð kaupmenn frá Flensborg í SlésviK bar verslunin og staðurinn nafn þeirri borg og gerir enn. Er leið öldina fjölgaði verslunum enn.
Hans Linnet stofnaði verslun árið 1836 og var hún rekin af afkomendum hans til ársins 1914. Árið 1841 var svo þriðja verslunarlóðin stofnsett í Hafnarfirði á Hamarskotsmöl miðja vegu milli Flensborgar og Akurgerðis.
Um miðja öldina voru starfræktar fjórar verslanir í Hafnarfirði. Þeirra stærst var verslun P.C. Knudtzon, sem einnig rak verslanir í Reykjavík og síðar í Keflavík. Knudtzonsverslun keypti allar verslunareignir Bjarna Sívertsen, og rak umfangsmikla fiskverkun og útflutning. Var verslunin einhver hin mesta á öllu landinu á sinni tíð. Keypti hún upp verslanir í nágrenninu, til dæmis Flensborgarlóðina, og varð nálægt því að vera einráð með verslun í Firðinum eftir miðja öldina. Svo varð þó ekki því rými var nóg til útgerðar og fiskkaupa í Hafnarfirði á þessum tíma. Verslun P.C. Knudtzon var starfrækt allt fram til síðustu aldamóta. Litlum sögum fer af útgerð Knuszonsverslunar, þó hún hafi sjálfsagt sent flutningaskip sín á handfæri yfir sumarið eins og aðrir kaupmenn. Það voru bændur og sjósóknarar úr nágrenninu sem lögðu afla sinn upp hjá þeim Knudtzonsmönnum og stóðu undir verslunarveldi þeirra. Og það voru miklir sósóknarar í  nágrenninu, sem sumir hverjir sóttu sjó á þiljuðum skútum.

Útvegsbændur á skútum.
Hafnarfjordur 311Nokkrir útvegsbændur á Suðurnesjum gerðu út lítil þilskip til fiskveiða á fyrstu áratugum 19. aldar. árið 1918 gerðu Ari Jónsson í Njarðvík, Jón Daníelsson Stóru-Vogum og Jón Sighvatsson Ytri-Njarðvík hver út sína skútu. Tveir þeirra síðarnefndu létu smíða skip sín í eigin garði, en verið getur að skip ara hafi veriðs míðað í stöð Bjarna Sívertsen í Hafnarfirði.
Áaður var það nefnt að kaupmenn héldu úti skipum til fiskveiða, og er þess getið að 1839 gengju 12 þilskip til veiða frá Hafnarfirði. Eftir það fer litlum sögum af skipum í Hafnarfirði fram til 1860, en upp úr því fer að færast fjör í þilskipaútgerðina sem nær hámarki síðustu tvo áratugi síðustu aldar og fyrstu ár þessarar.

Árabátaútvegur-inn og afkoma alþýðu.
Hafnarfjordur 312Fiskveiðar áopnum bátum voru aðalatvinnuvegur Hafnfirðinga á síðustu öld, og hefur svo líklega verið á fyrri öldum. Landgæði eru ekki mikil í Firðinum og nágrenni hans, þó bændur stæðu yfirleitt jöfnum fótum í báðum undirstöðuatvinnugreinum landsmanna, landbúnaði og sjávarútvegi. Við sjávarsíðuna bjuggu svo fjölskyldur sem að mestu eða öllu leyti áttu afkomu sína undir fiskveiðunum. Hjáleigubændur og tómthúsmenn voru þeir nefndir, eftir því hvort þeir höfðu einhverja grasnyt eða ekki. Þeir sem slíkt höfðu héldu þá örfáar kindur eða eina kú, en flestir höfðu þó einhvern matjurtagarð, er komið var fram á síðustu öld. Annars var það sjórinn. Byggðin í Hafnarfirði, sem og á Vatnsleysuströnd og Álftanesi lifði því á sjósókn og styrktist við nálægð öruggrar hafnar og öflugrar verslunar. Hefðbundin útgerð sjávarbænda og tómthúsmanna tók litlum breytingum um aldir. Bátar, veiðafæri, vertíðir og vinnubrögð voru að mestu hin sömu allt frá fyrstu öldum byggðar, þó einhverjar nýjungar fylgdu hverri öld. Raunar má telja víst að útgerðinni færi hrakandi á 17. og 18. öld, með minnkandi skipastól og óhagstæðu verslunarlagi.
Hafnarfjordur 313Afkoma manna fór mjög eftir fiskgengd á grunnmið Faxaflóa, sem voru aðalmið Hafnfirðinga. Ef fiskisæld var fjölgaði búðsetumönnum og byggðin lifnaði við. En yrði fiskileysi fóru þurrabúðirnar fljótt í eyði og fólkið hvarf. Vergangur og hungurdauði urðu þá örlög sumra. Þetta fólk var því oft á mörkum þess að komast af og lifði upp á náð landeigenda, sem áttu jarðnæðið og bátana, og kaupmanna, sem keyptu fiskhlutinn og létu í té matvæli til uppihalds. Ef fiskurinn brást var náðin ekki mikil á þessum stöðum. Sagan geymir dæmi um hvort tveggja, góðæri og harðæri. Þegar Jarðabókin þeirra Árna og Páls var í smíðum upp úr 1700 voru flestallar búðir í Hafnarfirði í eyði við sjóinn, vegna  undangenginsfiskileysis. Þetta hlýtur að hafa verið breytt árið 1734, því þá var fiskirí mjög gott hjá Hafnfirðingum og hlutir á vetrarvertíð milli 7 og 10 hundruð fiskar. Þrem árum seinna var hins vegar ástandið slikt að alger bjargræðisskortur var orðinn í Firðinum og voru verslanir brotnar upp af fógeta konungs og mjöl lánað til fátæklinga. Aftur voru búðir kaupmanna brotnar upp og matvælum útbýtt veturinn 1769-70. Harðæri var þá mikið og uppflosnað fólk flúði úr sveitum og til sjávarsíðunnar í von um mat. Næsta áratug á eftir var hinsvegar talað um mokveiði og góða afkomu.
Árið 1781 voru íbúar í Garðakirkjusókn 385 og hafði þá fjölgað um 125 frá því í upphafi aldarinnar. Garðakirkjusókn náði yfir Hafnarfjörð, ÁlftaneS og núverandi Garðabæ. Þar voru 32 býli árið 1781 og átti Garðakirkja 19 þeirra, konungur 11, en 2 voru í einkaeig. 41 bóndi bjó á þessum jörðum, að meðtöldum prestinum, sýslumanni og kaupmanni. Grashúsmenn og þurrabúðarmenn voru 48. Bátaeign sóknarmanna voru 5 fjögramannaför og 62 tveggjamannaför. Á þeim reru 102 heimamenn en 34 utansveitamenn, flestir af Suðurnesjum og Suðurlandi. Veitt var bæði á færi og í net. Net munu fyrst hafa verið lögð í Hafnarfirði árið 1753 að undirlagi Skúla Magnússonar, en lóðir höfðu þá tíðkast allt frá 17. öld. Netaveiðar jukust fljótt og ollu þær miklum deilum á Suðurnesjum og við Faxaflóða, því menn töldu þau hindra reglubundnar göngur þorksins á grunnmið. Fljótlega eftir 1780 voru því settar reglur sem takmörkuðu netaveiðar. Voru þær bundfnar við ákveðin mið, ákveðinn tíma ársins og fjöldi neta takmarkaður. Þá mátti ekki láta netin liggja að deginum og ekki leggja á laugardögum.
Hafnarfjordur 314Vertíðir Hafnfirðinga voru með þeim hætti, að vetrarvertíð hófst í byrjun mars og stóð til 11. maí. Mest var sótt á grunnmið, en þó var sótt suður á Svið á stærri bátum, sexæringum og stærri sem aftur tóku að tíðkast á 19. öld. Á færum bar beitt innyflum eða hrognkelsum, en hrognkelsaveiðar voru árvissar frá vetri og fram eftir sumri. Vertíðarafla, aðallega þorski, var skipt í fjöru og hlutur hvers og eins merktur. Þá var hann flattur og saltaður í  birgjum eða skúrum og þurrkaður. Yfirleitt var aflinn verkaður sameiginlega af hverri skipshöfn, en skipt að henni lokinni eftir uggamörkum og lagður inn í reikning hjá kaupmanni. Allt fram á 19. öld var mestallur fiskur þurrkaður til útflutnings, en eftir 1780 fór saltfiskverkun að aukast og varð einráð á nítjándu öld og fram eftir þeirri tuttugustu.
Vetrarvertíðin var aðalveiðitíminn, en á öðrum tímum voru róðrareinnigstundaðir. Á sumrin reru menn á minni bátum og sóttu ýsu og þyrskling, mest í soðið. Annars fóru margir í kaupavinnu austur í sveitir, eða réðu sig á skútur kaupmanna, einkum er leið á 19. öld. Haustróðrar hófust í október og stóðu til jóla. Fyrst var róið á grunnmið en síðan á stærri bátum suður í Garðsjó og víðar. Eftir áramót héldu þessir róðrar áfram, og lágu Hafnfirðingar þá oft við suður í Garði eða Leiru. Voru menn þá að heiman frá tveim eða þrem sólarhringum og upp í viku í einu, eftir aflabrögðum og gæftum. Veitt var á færi og með línu í þessum róðrum. Í mars gekk svo þorskur inn á Flóann og hófst þá vetrarvertíð, svo sem áður sagði.

Hafnarfjordur 320Skútubærinn.
íbúum í Hafnarfirði fjölgaði nokkuð jafnt og þétt á síðustu öld og helst það í hendur við aukna verslun og útgerð í Firðinum.
Þannig var íbúafjölgunin í tölum:
Ár: íbúar:
1821 155
1830 223
1840 317
1850 334
1860 343
1870 363
1880 420
1890 616
1901 599
Árabátaútvegurinn var aðalatvinnuvegur Hafnfirðinga fram eftir öldinni, en upp úr 1870 færist vöxtur í þilskipaútgerðina og á áratugnum 1880-1890 má segja að þilskipin taki við forystuhlutverki í sjávarútvegi bæjarins sem þá hafði myndast meðfram sjávarbakkanum í Hafnarfirði.
Hafnarfjordur 316Áður var skilið við þilskipaútgerðina um 1840 og virðist þá nokkur deyfð hafa lagst yfir hana allt fram til 1860 og þá lítið um skútur í Hafnarfirði, sem og í öllum Faxaflóa. Það sem eftir lifði aldarinnar jókst  þilskipaútgerðin hröðum skrefum, skútum fjölgaði og jafnframt varð mikið um stærri skip en áður, svonefnda kúttera, sem flestir voru keyptir frá Englandi. Reykjavík varð höfuðstaður skútutímans við Faxaflóa, en Hafnarfjörður fylgdi í kjölfarið sem fjörugur skútubær. Skal nú vikið að helstu útgerðum og útgerðarmönnum í Firðinum á blómatíma skútualdar.
Uppgangur skútuútgerðarinnar hófst um 1870 en hámarki náði hún á tímabilinu 1890-1913. Þá tók verulega að draga úr henni, en vélbátar og togarar tóku við forystuhlutverki í sjávarútvegi. Nokkrar skútu voru þó gerðar út frá Hafnarfirði allt fram yfir 1920. Hinni öflugu þilskipaútgerð fylgdi blómlegt atvinnulíf og íbúafjöldinn í Hafnarfirði óx í réttu hlutfalli. Árið 1870 íbúar við fjörðinn 363,en tuttugu árum seinna 616. Þá var þilskipaútgerðin orðin mikilvægasti atvinnuvegur í Hafnarfirði. Síðasta áratug aldarinnar var mikið aflaleysi hjá opnum bátum í hreppnum og fækkaði þá íbúunum talsvert. Um alda varð hins vegar mikil uppsveifla með nýjum og afkastameiri vinnutækjum í sjávarútveginum, auknum afla og þá fjölgaði mjög í Hafnarfirði. Á árunum 1901 til 1908 fjölgaði íbúum úr 599 í 1469.  Hafnarfjörður var þá í hópi mestu útgerðarbæja í landinu, og þótti tími til kominn að bærinn við fjörðinn fengi sjálfur að ráða sínum eigin málum.
Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi 1. júní 1908.“

Heimild:
-Ægir, 79. árg. 1986, bls. 460-468.

Hafnarfjörður

Frá smábátahöfninni í Hafnarfirði.

Gráhella

Í Íslenskum fornbréfum er m.a. getið um landamerkjabréf Setbergs í Álftaneshreppi frá árinu 1523. Í rauninni hafa landamerki jarðarinnar lítið breyst í gegnum tíðina:
Ketshellir-21„Þad medkennum vier epterskrifader menn Jon Jonsson-[Runolfur1) biarnason2) og3) Runolfur Oddsson med þessum vorum eigein vitnisburde þad vier vorum vidstadder i skilldinganese á seltiarnarnese vm vorid epter fardaga þan 64) dag Junij.5) Arum epter lausnarans fæding 1523 saum vier og heyrdum6) á vidurtal þessara manna Peturs biörnssonar og Halls biornssonar. en af annare alfu Thomas Jonssonar vm arfaskipte á jordunne setberge. gafv þesser firnefnder menn Thomas Jonson frijan og kuittan fýrer sig sijna arfa med fullnadar handsölum vm jerdina setberg í Alftaneshrepp i Garda kirkju sokn liggiande. og medkiendust fyrer oss ad þeir hefde7) fullnadar betaling8) med tekid af firnefndum thomase jonsyne. handsoludu þesser firnefnde menn petur biornsson og hallur biornsson thomase Jonssyne ]ordena setberg til fullkomlegrar eignar og forraada9) med öllum hennar10) gögnum og giædum sem greindre jordu filger og fýlgt hefur ad fornu og nyu. sem er inan þessara takmarka. Vr midium kietheller og i stein [þan er stendur Urridakot-229i fremsta tiorn11) hollte. vr honum og i flodhalsin12). vr flodhalsinum13) og i alftatanga. vr honum og i Hellvu4) ef stendur i lambhaga. þadan og i [nedstu jardbru15). so epter þui sem lækurinn af skier [j tungards endan16). þadan i silungahellu. so þadan og i þufuna sem17) sudur á holltenu stendur. vr henne og i sidre18) lækiarbotna. vr þeim og i Grahellu. vr henne og i midian kietheller. hier ad auk a Garda stadur tolf19) hesta [reidings ristu20) i setbergs landfe. en opt nefnt21) setberg budarstödu vid skipaklett22) i garda lande. og ad öllu þessu sem hier er fyrir ofan skrifad gafu þesser firnefnder menn huörier adra kuitta [med fullnada“ handsölum1) fyrer sig og sijna erfingia2). Og til meire stadfestu setium vier vor incigle hier vnder. skrifad sama3) stad og dag sem fir seiger.
skilldinganese4) 1523 þan 6 dag Junij. [Undersrifader vitna og medkena ad soleidess ordrett seded hafe þad gamla Pergam entzbref Setbergs i Alfftaesshrepp. so sem hier ad ofan og framan skrifad stendr ad undanteknu þvi er Eydan ordana eda bokstafana til vijsar. ad þetta satt sie stadfesta ockar eigen handnskrifter og hiaþryckt Signet a Saurbæ a Kialarnese þan 27. Aprilis Anno 1723.
Sigurdur Sigurdsson mppria Hans Biarnason mppria
landsþingsskrifare (L. S.)
Birt a mantalsþingi ad Gordum 18 Juni 1852.
Th. Jónasson.5)“

Heimild
-Íslenskt fornbréfasafn, Setbergsbréf 1532, bls. 146-147.

Setberg

Setbergsbærinn- tóftir.

Hvaleyrarvatn

„Sagt er að nykur sé í Hvaleyrarvatni annað árið, en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftanesi.
Kasthusatjorn - kortSelstaða var áður fyrr við Hvaleyrarvatn, og sér enn tættur af selinu við vatnið. Eitt sinn voru í selinu karl og kona og gættu búpenings.- Konan fór sem oftar að sækja vatn, en kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið skaddað rekið upp úr vatninu, og þótti líklegt, að nykurinn hafi drekkt konunni.
Eldri menn hafa oft heyrt mikinn skruðning og hávaða út í Hvaleyrarvatni, einkum þegar ísa leysir, og þykir líklegt, að það starfi af völdum nykursins.
Sagt er, að einu sinni hafi börn úti á Alftanesi, fjögur að tölu, verið að leika sér við Kasthúsatjörn og hafi þá séð dýr eitt, grátt áð lit, sem þau héldu að væri hestur og lá við tjörnina. Þau settust öll á bak nema eitt barnið; það sagðist ekki nenna á bak. Þegar barnið sagðist ekki nenna á bak, hristi dýrið börnin af sér og stökk út í tjörnina. Þóttust menn af þessu sjá, að þarna hefði nykurinn verið.“

Heimild:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar. 14. árg. 1955, 2. tbl., bls. 8.

Hvaleyrarvatn-kvold

Kvöld við Hvaleyrarvatn.

Krýsuvík

Í „Rauðskinna hin nýrri“ skrifar Jón Thorarensen um Ræningjahól í Krýsuvík.
Krýsuvíkurbærinn 1898„Þegar ég var 18 vetra gamall, átti ég heima í Krýsuvík. Ég var þar vinnumaður ásamt fjórum öðrum. Tuttugu manns voru á heimilinu, kátt fólk og skemmtilegt. Vorið 1898 stundaði ég þar veiðar í berginu, náði fugli og eggjum. Ég fór á morgnana niður á berg og var þar allan daginn fram á kvöld.
Krýsuvík var stórbýli, túnið afar stórt og hæðótt, svo ekki sást yfir það allt frá bænum. Í túninu er hæð, sem heitir Ræningjahóll. Þegar komið er sunnan í hól þennan, sét ekki heim að bænum. Hæð þessi er slétt tún og skammt fyrir innan túngarðinn.
Það var, að mig  minnir, í níundu viku sumars 1898, að ég svaf hjá einum vinnumanninum, sem heitir Jón Ívarsson. Rúmið okkar var inni við gluggann, og svaf ég fyrir ofan Jón. Þá dreymdi mig draum þann, sem nú skal greina: Mér þótti maður koma inn gólfið, inn að rúmi mínu. Mann þennan hafði ég ekki séð áður; var hann á að gizka um þrítugt. Hann var meðalmaður á hæð. Hann var í stuttbuxum og skóm úr íslensku skinni, sem voru svo djúpir, að þeir náðu upp á ökla, dregnir saman með skinnþvengum. Ég hafði aldrei séð mann með þannig fótbragð. Hann var í svartri prjónapeysu, með prjónahúfu á höfðinu, sem var eins og alpahúfur þær, sem nú eru notaðar. Mér þótti hann heilsa mér  og biðja mig um að koma með sér heim til sín.

Krýsuvíkurbærinn 1910

Föt mín lágu á kofforti, sem stóð við rúm mitt. Mér fannst ég fara fram fyrir Jón og klæða mig í flýti og ganga með manninum út og vestur bæjarhlað og suður að Ræningjahól, og þegar við vorum þangað komnir, erum við allt í einu komnir að bæ, sem ég hafði aldrei fyrr þar séð, því að ég bjóst við að sjá þar aðeins slétt tún. Þessi bær var með tveim húsum, hlið við hlið, og gengið þversum inn í bæinn um hleðsluna. Þegar við komum inn í fremra bæinn, voru gömul hjón þar fyrir, sem sátu á rúmum sínum og sitt barnið hjá hvoru. Voru þau að gefa börnunum að borða skyr eða graut úr tréskálum. Við héldum svo inn í innra bæinn. Þar inni var kona mannsins, sem ég var með. Mér virtist hún vanfær og að því kominn að veikjast og ala barn. Rúmstæði var á gólfinu, sem var brotið, og það bað maðurinn mig að gera við, um leið og hann fékk mér verkfæri, og fór ég að fást við þetta, eins og ég væri vanur smiður.

Ræningjahóll og túnbletturinn sunnan hans

Þegar ég hafði lokið viðgerðinni, lét konan f´öt í rúmið, en maðurinn hafði orð á því við mig, að hann gæti ekki borgað mér þetta, en hann skyldi minnast mín síðar. Ég hélt því næst heim, og fylgdi maðurinn mér alveg inn að rúmi mínu. Þar kvaddi hann mig og fór út, en mér fannst ég hátta aftur og sofna. Þannig var draumurinn.
Þennan morgun svaf ég fram að fótaferðatíma. Klæddist þá og hélt til veiða niður á berg. Þegar ég  var kominn suður með túngarðinum, þá verður mé rlitið upp að Ræningjahól, og þá mundi ég, hvað mig dreymdi um nóttina. Ég hugsaði sem svo, að þetta væri allt tóm vitleysa, þarna gæti enginn bær verið, og svo hvarf þessi draumur alveg úr minni mínu. Ég var allan daginn frammi á bergi, og veiddi ég með mesta móti þennan dag. Ég kom heim klukkan níu um kvöldið; þá var fólkoð að borða kvöldverðinn, margt við sama borð, og ég fór að borða líka.
Þá spyr Jón Ívarsson mig, hvað ég hafi verið að gera út í nótt. „Ég fór ekkert út“, var mér að orði. Þá svaraði hann: „Júm ég sá þig klæðast, og þú varst lengi úti“. „Það getur ekki verið“, svaraði ég. Rétt í þessu kom húsbóndinn inn, heyrði samtal okkar og segir: „Jú, ég  var úti og var að reka fé úr túninu um klukkan tvö, og sá þig koma sunnan frá Ræningjahól og fara inn í bæinn“.
Mér þótti þetta nokkuð skrítið og minntist þess þá aftur, er mig dreymdi um nóttina, og sagði fólkinu drauminn, en það varð alveg undrandi af frásögn minni. En aldrei hefir mig dreymt manninn í Ræningjahól aftur.  (Handrit Guðmundar Guðmundssonar trésmiðs í Reykjavík).“

Heimild:
-Jón Thorarensen – Rauðskinna hin nýrri, þjóðsögur, sagnaþættir, þjóðhættir og annálar, II. bindi, 1971, bls. 54-56.

Krýsuvík

Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.

Hellishraunsskjól

Fornt fjárskjól, Hellishraunsskjól, er í gróinni lægð í Hellishrauni við Ásflatir milli Hamraness og Ásfjalls. Tvö önnur slík skjól, Grófarhellir og Grísanesskjól, eru í nágrenninu:
Í Örnefnalýsinu Ara Gísasonar um Ás segir m.a.:  „Þá fer að nálgast jafnsléttuna, og taka þar við Ásflatir. Þær eru fyrir botni dals þess, er myndast milli Grísaness og Hamraness.“ Skýrslan fjallar einungis um Hvaleyri, en svæðið er að hluta til í Áslandi og þar er eina skráða fornleifin í skýrslunni; fjárhellirinn. Um hann segir Gísli Sigurðsson m.a. í Örnefnalýsingu sinni um ÁS: „Línan liggur af hálsinum yfir svonefnt Hellisdalshraun, sem liggur í Hellisdal, en austast, innst í hrauntungunni, er Hellirinn eða Hellishraunsskjól.  Hann var í eina tíð vel upp hlaðinn, en er nú saman hruninn“.

Hellishraunsskjól

Hellishraunsskjól.

Út frá frá hrauntungunni eru svo Ásflatir.  En fram á þær syðst rennur Grófarlækur ofan úr Grófunum.  Þær liggja norðan við Bláberjahrygg.  En stígur liggur um Ásflatir vestur á Grísanesháls, en þar er Hrauntungustígur, sem þarna er að byrja.“ Landamerkja línan liggur s.s. í vörður á Grísaneshálsi og  Hamraneshálsi (Bleiksteinshálsi). Báðar þessar vörður verða að teljast fornleifar sem og leiðirnar verða að teljast til fornleifa skv. Þjóðminjalögum. Þarna lá um Skarðið  vegurinn frá Ási upp á Hrauntungu- og Stórhöfðastíg. Auk þess sem selstígarnir frá Ási og Hvaleyri lágu um Ásflatir og skáhallt yfir Hamraneshálsinn að Hvaleyrarvatni.
Við þetta má bæta að í örnefnalýsingum Hvaleyrar segir, sbr.  Örnefnalýsingu Ara Gíslasonar: „….), „Vestur frá Ási og vestur frá Ástjörn ganga fram í hraunið tvær hæðarbungur óbrunnar. Sú sem er nær Ási heitir Grísanes, og þaðan beint í suður er annað nes, sem heitir Hamranes. Það þekkist á, að í því eru hamrar. Suðvestur af eða í Grísanesi er smáhellir, sem heitir Grísanesskjól, en efst uppi milli nesjanna, upp undir svonefndum Ásflötum, heitir Grófarhellir. Hamranesið er skógi vaxið, brekkur sunnan og vestan, háir hamrar að vestan en aflíðandi að ofan. Þá er næst Bleikisteinn í norðanverðum Bleikisteinshálsi.“

Hellishraunsskjól

Hellishraunsskjól.

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hvaleyrir segir um svæðið: „Hér vestur af undir hraunhól er hellisskúti, nefnist Grísanesskjól. Landamerkjalínan liggur um Grísanesháls, niður af honum og inn um Ásflatir. En undir brekkunni við hraunið, sem hér nefnist Hellisdalshraun og Hellisdalur, liggur Hrauntungustígur suður yfir að Hamranesi. Þar spretta fram tvær lindir, Hamraneslindir. Frá Hamranesi lá Hrauntungustígurinn vestur yfir hraunið út að Háabruna og vestur yfir hann í Hrauntunguna.“ Þarna er getið um Hrauntungustíginn um Ásflatir og Helludal.

Hellishraunsskjól

Hellishraunsskjól

Hellirinn sem er norðan í hraunrana, er í smá sveig um 8 m langur og opinn á móti norðaustri. Hleðslur sem hafa verið veggjahleðslur í hellinum hafa hrunið inn í hellinn og er hann illfær. Í athugasemdum Katrínar Gunnarsdóttur í fornleifaskýrslunni „Fornleifaskráning í landi Hvaleyrar og Grísaness“ frá árinu 2005 segir: „Þar sem hleðslur fjárhellisins hafa hrunið niður og varla mögulegt að segja til um hvar og hvernig þær hafa verið, er ekki ástæða til að varðveita hellinn sem heimild um búsetuhætti fyrri tíma.“

Þrátt fyrir framangreinda umsögn er full ástæða til að varðveita fjárskjólið sem og svæðið þar umleikis, ekki síst vegna þess að þarna er um að ræða eitt af fáum fjárskjólum, þeim mikilvægu mannvirkjum frá fyrri tíð, í landi Hafnarfjarðar, auk þess sem skjólið er hluti af búsetuminjum svæðisins, sbr. stekkinn í Skarðinu skammt norðar.

Heimild:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar fyrir Ás og Hvaleyri.
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Ás og Hvaleyri.
-Katrín Gunnarsdóttir: Fornleifaskráning í landi Hvaleyrar og Grísaness Hafnarfirði. Byggðasafn Hafnarfjarðar. 2005.
Dalurinn

Dalurinn – fjárskjólið 2023.

Kerin

Gengið var frá Vatnsskarði til norðurs með vestanverðum Undirhlíðum, áleiðis að Kaldárseli. Undirhlíðar og Sveifluháls mætast í Vatnsskarðinu. Fylgt var nokkurn veginn gömlu þjóðleiðinni, Undirhlíðarvegi, sem lá frá Krýsuvík að Kaldárseli vestan við Sveifluháls og Undirhlíðar.

Vatnsskarð

Vatnsskarð og Undirhlíðar – kort.

Haldið var inn með hlíðunum eftir slóða, sem liggur með þeim að Bláfjallavegi um Óbrinnisbruna. Markrakagil er á hægri hönd. Aðrar lýsingar segja Markrakagil og Vatnsskarð vera eitt og hið sama. Landamerki Hafnarfjarðar liggja um gilið og í beina línu í Markraka ofan við Dauðadali suðaustan við Helgafell. Mörkin eru reyndar óviss vegna þessa álitamáls, en samhengi er í nöfnunum á þessum tveimur stöðum. Markraki er eitt af mörgum nafngiftum refsins, melrakkans.

Stóri-Skógarhvammur

Piltar í Vinnuskólanum í Krýsuvík við skógræk í Undirhlíðum undir leiðsögn Hauks Helgasonar.

Í Skógarhvammi er skógrækt Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Nú eru liðin u.þ.b. hálf öld síðan byrjað var að gróðursetja tré þarna í hlíðunum og hefur af hlotist hinn myndarlegasti skógur, líkt og í Ingvarslundi nokkru norðar með þeim. Utan í gíg skammt sunnan við Bláfjallaveginn vottar fyrir fornum hleðslum.
Stakur er á vinstri hönd og fær má sjá Óbrinnishólana.
Óbrinnishólar er röð gígaraða í hæð sem stendur upp úr hraunhafinu, um 700 metra vestan við Undirhlíðar, og tæpum 2 km sunnan við Kaldársel. Hólaröðin sjálf er um 900 metrar á lengd. Hæsti gígurinn er um 44 metra hár yfir næsta umhverfi og 124 metrar yfir sjó. Óbrinnishólar tilheyra Krýsuvíkureldstöðvakerfinu, sem var virkt á u.þ.b. 25 km langri sprungurein frá Gvendarselsgígum við norðurenda Undirhlíða að Ögmundarhraunsgígunum suðaustan í Núpshlíð í suðri.

Kerin

Kerin í Undirhlíðum.

Talið er að um tvö gos hafi verið að ræða sem sést af gróðurleifum sem fundust milli gosmyndanna. Um fyrra gosið í Óbrinnishólum er lítið vitað eða hvenær það gaus, en frá því eru a.m.k. 3 gígir og virðist gosið hafa verið á sama stað þá og í því síðara. Hraun frá þessu gosi er nú hulið yngri gosmyndun. Það er aðeins á einum stað sem fundist hefur hraun frá fyrra hosinu og var það í sjálfum gíghólnum. Þetta hraun er frábrugðið hinu hrauninu að það inniheldur verulega meira ólivín.
Síðara gosið hófst fyrir 1800 árum í og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum. Hæðin sem Óbrinnishólar eru á er að mestu úr bólstrabergi og grágrýti. Eftir endilangri hæðinni er um 50 metra breiður sigdalur. Að vestan takmarkast hann af 4-6 m háu misgengi. Rétt austan við sigdalinn rísa gígirnir og stefnir röðin eins og dalurinn. Óbrinnishólahraun er undir Kapelluhrauni við Straumsvík. Í hrauntröð sunnan við hólanna er fallegt fjárskjól.

Ker

Kerin.

Gengið var yfir Bláfjallaveginn og framhjá Kerjunum. Þau eru tveir fallegir gígar utan í Undirhlíðum og munu vera hluti af fyrrnefndu eldstöðvarkerfi. Sjá má slétt helluhraun framundan, en það mun hafa komið úr gígum þessum.
Gengið var framhjá Kýrskarði og Kúadal og síðan haldið eftir Kúastígnum áleiðis í Kaldársel.
Selfarir voru lengi tíðkaðar við Kaldá og voru hjónin Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir á Hvaleyri síðust til að hafa þar í seli. Selförum var hætt í Kaldárseli árið 1865 eða 1866 og lögðust þar með af í Álftaneshreppi og líkast til á öllu Reykjanesi.

Óbrinnishólahellir

Óbrinnishólahellir.

Eftir það var reynd búseta í Kaldárseli sem lagðist fljótlega af vegna rýrra landkosta. Við Kaldársel eru m.a. bæjarrústir, fjárhústóft og gerði sem eru friðlýstar fornminjar. Nær friðlýsingin einnig yfir hleðslu undir vatnsveitustokk sem lagður var frá Kaldárbonum áleiðis til Hafnarfjarðar 1917 – 1918.

Var 1600 m löng trérenna látin flytja vatnið og því sleppt niður í Gráhelluhraun við Sléttuhlíð. Það rann síðan um 3 km neðanjarðar og kom upp í Lækjarbotninum við norðurenda hraunsins. Vatnsból Hafnfirðinga er nú við Kaldárbotna og er vatnasvæðið girt af þ.á.m. Helgadalur, sem var áður vinsæll útivistastaður. Kaldá sprettur fram undar Kaldárhöfða og streymir um 1100 m leið ofanjarðrar áður en hún hverfur ofan í gljúpt hraunið. Talið er að hún renni í sjó fram við Straumsvík og hraunin sunnan Hafnarfjarðar. Vestan við Karlársel eru Gjárnar, merkileg náttúrusmíð.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Undirhlíðar

Undirhlíðar – Stóri-Skógarhvammur.

Krýsuvík

Gengið var um svæðið í kringum Krýsuvíkurkirkju og tóftir bæjanna Snorrakots, Norðurkots, Lækjar, Suðurkots og Hnausa skoðaðar. Krýsuvíkurkirkja á sér langa sögu. Athyglinni var því einkum beint að kirkjunni að þessu sinni, sögu hennar að fornu og nýju. Til hliðsjónar var lýsing Ólafs Þorvaldssonar er hann ritaði í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1961. Í henni segir hann m.a.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

“Eftir öllum líkum mun óhætt að segja, að kirkja hafi verið í Krýsuvík í átta til níu aldir. Ég held, að sögu Krýsuvíkurkirkju sé þannig farið, að erfitt sé að rekja hana, í það minnsta fyrstu aldirnar, svo öruggt samhengi fáist. Ég held, að margur myndi hnjóta um það spursmál, hvar fyrsta kirkja Krýsuvíkur hafi verið reist, hvenær, og hver hana lét gera. Við þessum spurningum höfum við hvergi getað fengið fullnægjandi svar.
Í Landnámabók Ara Þorgilssonar segir svo: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík.” Einar Arnórsson prófessor telur líklegt, að Þórir haustmyrkur hafi komið nokkuð seint út. Fyrir þessu færir hann þau helst rökum að “Súgandi”, þriðji maður frá Þóri, ætti að vera uppi um 1000.
Landnám Þóris er því að nokkru í Gullbringusýslu, en sýslumörkin telja, að kirkjan hafi ekki löngu eftir kristnitöku verið byggð í Krýsuvík. Yfir hinu mun hvíla algjör óvissa, svo sem fyrr er á minnst, hvar og af hverjum sú kirkja var byggð.
Elsta heimild, sem mér er kunn um kirkju í Krýsuvík er, að um 1200 er hennar getið í kirknaskrá Páls biskups. Kirkjan er talin Maríukirkja, og á heimaland allt, ásamt Herdísarvík og níu mæla lands á Þorkötlustöðum, auk ítaka.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja um 1940.

Eftir það er Krýsuvíkurkirkju getið í ýmsum máldögum allt fram undir 1600. Flestir máldagarnir fjalla um eignir kirkjunnar fastar og lausar, ítök o.fl., og ber víðast fátt á milli, utan þá orðalag. Á tíma þeim, sem máldagarnir ná yfir, hefur lausafé kirkjunnar ekki ávallt verið það sama, munir gengið úr sér, og stundum aðrir komið í þeirra stað, lifandi peningi fækkað, þar til horfinn var með öllu, og segja má, að svo hafi farið um flesta muni kirkjunnar.
Allt bendir til, að Krýsuvíkurkirkja hafi aldrei rík verið af lausafé. Hitt mun helur mega telja, að fram eftir öldum hafi hún eftir öllum bréfum að dæma mátt teljast allveg á vegi stödd í föstum eignum, þar sem hún hefur átt allt land sóknarinnar, byggt og óbyggt, og meira þó, það er hún átti einnig Herdísarvíkina, bestu verstöð í Selvogi, landríka vildisjörð, og lágu lönd saman. Auk þessa ýmis ítök.

Hitt er ljóst, bæði af íslenskum heimildum svo og ferðabókum erlendra, sem um landið reistu og til Krýsuvíkur fóru, flestir til athugunar jarðhita og brennisteini, að meðal sóknarmanna hafi þar oftar ríkt fátækt en auður, jafnvel svo, að til landauðnar dró á tímabili.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1940 – Sigríður Hansen Guðmundsdóttir.

Ég skal nefna hér eitt dæmi þessu til stuðnings. Árið 1553-’54 telur Marteinn biskup “kirkju þar góða, – en enginn bær er þá í sókninni”. Eitthvað hefur þetta ömurlega hlutskipti þess byggðarlags varðað, því að með bréfi 27. Sept. 1563 leggur Páll Stígsson hirðstjóri, í samráði við Gísla Jónsson biskup í Skálholti, niður sóknarkirkju í Krýsuvík, og leggist hún og eitt kot “sem þar er hjá”, til Strandarkirkju í Selvogi. Þó skal í Krýsuvík standa lítið húskorn, Guðs vegna og þess heimilisfólks, sem þar kann að vera sjúkt eða gamalt. “Og herra Gísli skyldi nokkur kúgildi til leggja, svo að Guðs orðs þénari mætti þar hvíld nætursakir hafa, þá hann þar kæmi eða þyrfti þar að koma guðlegrar hjarðar að vitja.”
Krýsuvíkurkirkja virðist þó standa eftir sem áður. Árni Magnússon telur hana útkirkju frá Strönd. Svo er og í kirkjuskrá 1748, og enn í prestakallaskipunarlögum frá 1880.
Krýsuvíkurkirkja
Með prestakallalögum 1907 er Krýsuvíkursókn lögð ti Staðarprestakalls í Grindavík. Loks er með stjórnarráðsbréfi 21. október 1929 Krýsuvíkurkirkja lögð niður og sóknin sameinuð Grindavík (Stjt. 1929 B. 305).
Með þessari síðustu ráðstöfun mætti ætla, að lokið væri sögu Krýsuvíkurkirkju hinnar fornu. Þó má segja enn sem fyrr, að kirkjan stendur eftir sem áður, – en mennirnir viðurkenna hana ekki lengur. – Ég fæ ekki betur séð en við þetta yfirgefna hús, sem einu sinni var guði vígt, hafi komið fram hinn sami “huldi verndarkraftur”, sem Jónas kveður um í Gunnarshólma, um “hólmann, þar sem Gunnar sneri aftur”, og forðaði því frá að afmást með öllu, svo enginn sæi þess lengur stað.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja 1964.

Það má segja, að frá 1563-1929 hafi Krýsuvíkurkirkjusókn verið í útlegð, eða í 366 ár. Í 344 ár var hún á vist hjá Strandarkirkju í Árnessýslu og í tuttugu og tvö ár hjá Staðarkirkju í Grindavík, þ.e. frá 1907-1929. Það ár er kirkja lögð niður í Krýsuvík. Eftir það eiga Krýsvíkingar kirkjusókn til Grindavíkur. Löng kirkjugata það.
Árið 1929, þegar kirkjan var lögð niður, eru þrjár fjölskyldur í sókninni, ein mannmörg, tvær miðlungi stórar. Þá mun hafa verið búið að ákveða vegarlagningu um Krýsuvík, ef hún hefur ekki þegar verið hafin.
Og vegurinn kom. Með veginum kom fólkið og nokkrar framkvæmdir, þótt eitthvað af þeim hafi farið nokkuð á annan veg en skyldi, – en þetta kemur í hendi, sagði karlinn.

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson í Krýsuvík. Síðasti bóndinn.

Svo fóru gömlu Krýsvíkingarnir alfarnir. Flestir fóru þeir eftir hinum aldagömlu slóðum, sem þeir höfðu farið margir alla ævina, aðrir skemur. Svo kom nýtt fólk eftir nýja veginum, sumir til búsetu, aðrir sem farfuglar. Það var því enn komið fólk í hina fornu Krýsuvíkursókn, – en “kirkja fyrirfinnst engin á staðnum”.
Eftir að síðasti ábúandinn var fluttur veikur burt frá Krýsuvík og átti þangað ekki afturkvæmt, var lokið allri umhirðu um hina fornu kirkju, er hann hafði búið í mörg síðustu árin þar. Það beið heldur ekki lengi, þar til þar fyrirfannst hvorki gluggi né hurð. Hurðarleysið kom sér líka betur fyrir þá hjörð, sem þá tók að sækja þetta forna guðshús. Þar inni fann skjól í hrakviðrum fjöldi nautgripa og hesta, er þarna voru til hagagöngu á sumrin.
Flestir, sem þarna voru kunnugir, töldu víst, að um þetta forna, vanhirta hús færi þá og þá sömu leiðina sem önnur hús staðarins, það hryndi í rúst eða fyki burt. Nei, hin forna, yfirgefna kirkja fauk hvorki né hrundi. Hún stóð af sér öll stórvirði og alla “hverakippi”.

Krýsuvík

Krýsuvíkurkirkja 2010.

Hún bara beið, beið eftir sveini, er leysti hana úr böndum. Og sveinninn kom. Fyrir hans tilverknað stendur í dag á hlaði hinnar fornu stórjarðar fegurra hús en þar hefur áður staðið og bíður þess að vígjast í kirkju eða kapellu Krýsuvíkursóknar.
Vonandi bíður þess húss aldrei önnur eins niðurlæging sem hinnar síðustu kirkju staðarins.
Þessi síðasta Krýsuvíkurkirkja, sem hér um ræðir, mun að öllum líkindum vera fyrsta kirkja þar, er byggð var úr timbri einu saman.

Krýsuvíkurkirkja

Innansmíð Krýsurvíkurkirkju teiknað árið 1810 – Holland.

Þessi kirkja var byggð 1857. Síðan er henni getið í mörgum prófastavisitasíum og ávallt nefnd “timburhús”.

Í biskupsvísitasíu árið 1875 er Krýsuvíkurkirkju lýst allnákvæmlega. Þar kvartar biskup yfir, að ekki hafi þá verið gert við galla þá, sem á kirkjunni hafi verið við síðustu vísitasíu hans. Sér í lagi er það ytri klæðning á þaki, sem sé orðin léleg og þurfi endurnýjunar við. Telja má fullvíst að aðalsmiður hafi verið Beinteinn Stefánsson bóndi að Arnarfelli í Krýsuvík, og má heita skemmtileg tilviljun, að dóttursonur hans var til þess að gera nú upp hina gömlu kirkju af nákvæmni og hagleik, sem þeim frændum hefur báðum verið í blóð borinn.”
Staldrað var við hjá leiði Sveins Björnssonar, málara og yfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, en hann var síðastur grafinn í kirkjugarðinum í Krýsuvík.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Arnarfell

Gengið var umhverfis Arnarfell í Krýsuvík. Skoðaðar voru tóftir Arnarfellsbæjarins sunnan undir fellinu, útihúsatóftir í fellinu miðju, litið á Arnarfellsvatnið suðaustan við fellið og síðan skúta og stekk norðan við það. Að Arnarfelli að vestanverðu liggja miklir garðar er tengast Suðurkoti og Læk. Frægastur ábúanda á Arnarfelli var Beinteinn Stefánsson, sá er byggði Krýsuvíkurkirkju þá er nú stendur, 1857.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – tóftir gamla bæjarins framar.

Þegar gengið er frá kirkjunni er fyrst fyrir Ræningjahóll sunnan henar, handan þjóðvegarins. Hóllinn, sem og gróinn hóll austan hans, Ræningjadys, tengjast sögnum af Tyrkjunum er komu upp Ræningjastíg á Krýsuvíkurbergi og áleiðis að kirkjunni þegar þeir mættu séra Eiríki á Vogsósum, sem hafði verið þar við messu. Ræningjunum var komið fyrir í dysinni eftir að þeir höfðu vegið hvorn annan að áhrínan séra Eiríks.
Syðri vörslugarðinum, sem nær milli Bæjarfells og Arnarfells, var fylgt áleiðis yfir að síðarnefnda fellinu. Sunnan undir fellinu eru tóftir bæjarins.
Beinteinn var maður nefndur suður í Krýsuvík, bjó hann að Arnarfelli. Eitthvert sinn var hann að smíða skip við sjó frammi, þar sem heitir á Selatöngum. Hafðist hann þar við í verskála. Þar hafði hann alltaf hjá sér hlaðna byssu. Hannn lét einatt loga ljós í skálanum þegar kveldaði.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Sagan segir að eitt kvöld, er hann hefur kveikt í skálanum, heyrir hann allt í einu mjög mikinn brest og skarkala í skáladyrum. Lítur hann þangað og sér þá að ógurlegt skrímsli treður sér inn úr dyrunum; það hafði brotið tréð úr þeim, hafði dyraumbúninginn á herðunum og tróð sér svo áfram. En þröngt varð um það á milli grjótveggjanna. Það var eins og maður neðan en mjög ófreskjulegt eða dýrslegt ofan. Beinteinn var harðfær maður og alleinbeittur. Hann þrífur því byssu sína, lætur sér ekki bilt við verða og hleypir af á ófreskjuna. Henni bregður hvergi og treður sér því meir áfram. Beinteinn hleður aftur byssuna og hleypir af. Þá stansar þetta en ekkert sér á því. Enda var það allt að sjá hulið skeljarögg utan.

Selatangar

Tanga-Tómas á Selatöngum með FERLIRsfélögum.

Beinteinn var í silfurhnepptri millifatapeysu. Hann man nú allt í einu að hann hefir heyrt sagt að þótt engin kúla vinni á skeljastakk skrímsla þá geri þó silfurhnappar það. Slítur hann því hnappana af peysunni sinni, hleður byssuna og hefur á fyrir högl eða kúlu og skýtur enn á skrímslið. Þá tók það snarpt viðbragð, reif sig út og hvarf til sævar. En Beinteinn hljóp út. Þá fyrst greip hann hræðsla. Tók hann til fóta og hægði eigi á sprettinum fyrr en heima við bæ, óður af hræðslu og nærri sprunginn af mæði og sagði söguna. Að morgni sáust aðgerðir skrímslisins en sjálft var það með öllu horfið.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Sagan af viðureign Beinteins og Tanga-Tómasar á Selatöngu er mörgum kunn. Í Rauðskinnu, sem gefin var út 1929, var sagan eftirfarandi [með innskotum vegna mismunar í öðrum frásögnum af sama atburði]:
“Á Selatöngum, miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, var fyrrum verstöð og útræði mikið. Gengu þaðan m.a. biskupsskip frá Skálholti. Þar sér enn allmikið af gömlum búðartóftum og göðrum, er fiskur og þorskhausar voru fyrrum hengdir á til herslu.

Selatangar

Sögunarkór í Katlahrauni.

Hjá Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs, og notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. Í einum þeirra höfðu þeir kvörn sína, og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór, í öðrum söguðu þeir, og kölluðu hann því Sögunarkór o.s.frv. Reki var mikill á Selatöngum, og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum. Á Selatöngum mun ort hafa verið margt um manninn, eins og ráða má af vísu þessari um sjómenn þar:

Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Árna, Þorkel, Svein,
fimm Guðmunda og Þorstein þá,
þar með Guðlaug, Freystein,
Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Vilhjálmur Gesti verður jafn,
Selatanga sjóróðramenn;
sjálfur guð annist þá.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

[Hér er um að ræða stytt afbökun á vísunni. Hún mun vera til í nokkrum útgáfum]. Á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar Sæmundsson hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mælt, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur.

Arnarfell

Tóftir Arnarfellsbæjarins.

Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá, er Beinteinn hét. Var talið, að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans: “Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini”.
Einu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeita. var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt, er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefnið. Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki, fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini, að hann hélst loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hrökklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina.

Arnarfellsvatn

Arnarfellsvatn.

[Í annarri sögu af sama atviki kemur fram að þegar Beinteinn hafi ætlað að ganga til náða, gert krossmark fyrir dyrum, lagt hurðina aftur og stein fyrir svo Tanga-Tómas héldist úti, hafi draugsi rumskað, séð að hann hafði verið lokaður inni, ráðist á Beintein og þeir slegist úti sem inni. Hafi Beinteinn komist berfættur og við illan leik heim að Arnarfelli og þurft að liggja þar næstu daga til að jafna sig]. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi, og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður.

[Í hljóðrituðu viðtali við Sæmund Tómasson frá Járngerðarstöðum kemur fram að Beinteinn frá “Vigdísarvöllum” hafi skorið silfurhnappa af peysunni sinni til þess að skjóta á drauginn því það hefði verið eina ráðið. Í enn annarri frásögn kemur hins vegar fram að silfurhnappar hefðu ekki dugað á Tanga-Tómas, einungis lambaspörð].

Arnarfell

Tóft í Arnarfelli.

Um viðskipti draugsa og Beinteins er ekki fleira kunnugt, svo að sögur fari af. Þess má geta, að þá er Beinteinn var spurður, hvað hann héldi, að um draugsa yrði, er sjóbúðin yrði rifin, þá svaraði hann: “Og hann fylgir staurunum, lagsi”.
Nokkuru eftir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu að líta til kinda og ganga á reka; jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæu ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð.
Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert; fóru þeir inn í þá einu verbúð, sem eftir var þar þá, og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttunni, en fara á fætur með birtu og ganga þá fjöru og vita, hvort nokkuð hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum, og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig, að Einar svaf við gaflhlaðið, en Guðmundur andfætis. Þá er þeir höfðu lagst niður, töluðu þeir saman dálitla stund, og segir þá Guðmundur meðal annars: “Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar”? Kvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætla að sofna, en er þeir hafa legið litla stund, þá heyra þeir, að ofan af ytra bálkanum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað, Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið; voru þeir þó hundlausir, er þeir komu þangað, og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna: “Þarna er hann þá núna”, en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli, sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, einn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekar til sín heyra.

Arnarfell

Arnarfellsrétt.

Eftir 1880 lagðist útræði niður frá Selatöngum. Um það leyti var seinasta sjóbúðin rifin, og hafa menn eigi hafst þar við síðan.”
Ofar í Arnarfelli eru tóftir útihúsa. Efst á því er Eiríksvarða, sögð hlaðin af séra Eiríki með þeim orðum að á meðan hún stendur munu Tyrkir ekki koma í Krýsuvík. Suðaustan við Arnarfell er Arnarfellsvatn. Vel gróið er við það sunnanvert. Þar munu hestalestarnar á leið austur yfir hafa áð fyrrum. Enn mótar fyrir tóftum við vestanvert vatnið. Nokkru suðvestar er Arnarfellsréttin.
Gengið var norður fyrir Arnarfell. Uppi í því norðaustanverðu er nafngreindur skúti, fremur lítill þó, kenndur við kvenmann frá bænum. Norðan fellsins er hlaðinn stekkur utan í grettistaki. Skammt vestar er hlaðinn garður er nær áleiðis að bænum Læk, austan á austanverðri Krýsuvíkurtorfunni. Honum var fylgt þangað og á leiðinni voru rifjaðar upp sagnir af Arngrími frá Læk og veru hans með fé sitt í fjárhellinum í Klofningum (sjá aðrar FERLIRslýsingar).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Arnarfell

Arnarfell – uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvík

Magnús Ólafsson í Krýsuvík
Krýsuvík er sennilega landnámsjörð. Segir Landnáma að Þórir haustmyrkur hafi numið Selvog og  MagnúsKrýsuvík. Eftir að kristni var lögtekin var þarna kirkja og helguð Maríu mey. Voru prestar búsettir í Krýsuvík fram yfir 1600, séra Eiríkur í Vogsósum þjónaði Krýsuvíkur prestakalli (margar sögur fara af síra Eiríki í Vogsósum og göldrum hans).
Stóri Nýibær lagðist síðastur í eyði í Krýsuvík og var það árið  1938, en eftir það var ekki mannlaust þarna. Einn maður var eftir og bjó í kirkjunni í Krýsuvík þegar allir höfðu flúið af hólmi. Með órjúfandi tryggð við staðinn gafst hann aldrei upp þraukaði fjarri mannabyggðum aleinn og ósveigjanlegur og barðist þar áfram með hinn einstöku íslensku seiglu.  Þessi maður var Magnús Ólafsson.
Magnús Ólafsson var nauðugur sendur í vist 18 ára gamall til Árna sýslumanns Gíslasonar, í kringum 1895 (bærinn lagðist í eyði 1938).  Ætlunin var að senda Magnús í verbúðir sem að Árni sýslumaður átti í Herdísarvík.  Enn Magnúsi var ekki um sjóinn gefið og vonaðist eftir starfi í Krýsuvík. Betur fór en áhorfðist og fékk Magnús fjárhirðastöðu í Krýsuvík, á Nýjabæ.

Magnús Ólafsson, einsetumaður í Krýsuvíkurkirkju
Magnús bjó í kirkjunni í Krýsuvik sem var úr timbri og óþétt, svo óþétt að skór hans frusu oft á köldum vetrarnóttum.  Kirkjan var 22×14 fet og svo lág að ekki var manngengt undir bita.  Ekkert tróð var í veggjum, gólfið sigið og gisið.
Spurður hvers vegna hann hafi ekki flutt til Hafnarfjarðar eftir að búskapur lagðist af á Nýjabæ svararði hann: “ Vinnan var stopul í Hafnarfirði og ég hafði meiri löngun til þess að hugsa um kindur heldur en að snapa eftir vinnu þar.“  Eitt sinn var Magnús spurður hvort ekki væri hann myrkfælinn á því að búa í kirkju og hafa kirkjugarð sem sinn næsta garð.
„Myrkfælinn, – nei ég veit ekki hvað það er.  Og óþarfi að óttast þá, sem hér liggja. Sumt af þessu hefur verið kunningjafólk mitt.  Þeir gera engum manni mein, og ég hef aldrei orðið var við neina reimleika. Þeir dauðu liggja kyrrir.“
Þóra

Magnús vann sem fjárhirðir  hjá Árna sýslumanni og bjó í vestri enda  bæjarins. Eftir að hann kvæntist Þóru Þorvarðardóttur, bjuggu þau bæði í vestri enda húsins ásamt öðru vinnufólki. Eftir að þau eignuðust börn, var þröngt í búi og bjuggu þau í Krýsuvík á Nýjabæ þar til elsta barnið var komið á skólaaldur og flutti þá frú Þóra Þorvarðardóttir til Hafnarfjarðar með börnin.
Magnús átti erfitt með að aðlagast bæjarlífinu í Hafnarfirði og flutti aftur í Krýsuvík. Þar dvaldi hann í 50 ár í og mestan hluta þeirra sem einbúi.

Þóra Þorvarðardóttir, eiginkona Magnúsar Ólafssonar
Þóra bjó með Magnúsi í vestri enda Nýjabæja ásamt öðru vinnufólki á bænum. Þegar elsta barn (Ólafur Magnússon) þeirra hjóna var komið á skólaaldur flutti Þóra búferlum til Hafnarfjarðar. Magnús unni sér hins vegar ekki í Hafnarfirði og flutti aftur í Krýsuvík. Þóra bjó eftir sem áður í Hafnarfirði og heimsótti hún ásamt börnum sínum Magnús í Krýsuvík.  Hún var atorkusöm kona sem bjó við lítil efni, en kom börnum sínum í gegnum skólagöngu og til mennta með sóma.
Þóra var dugleg kona og nýtin, börn þeirra hjóna komust vel á legg og skorti ekki andlega næringu né líkamlega. Hún kenndi börnum sínum að njóta lífsins án þess að þurfa mikið af veraldlegum gæðum. Frú Þóra gat gert veislumat úr hverju sem var og var þakklát fyrir góða heilsu og þá reynslu sem að lífið gaf henni. Gestir voru ævinlega velkomnir og bauð frú Þóra ævinlega til borðs er gesti bar að garði þótt efni hafi verið lítil.
Þorvarður

Sonur þeirra hjóna sem er yngstur Þorvarður Magnússon varð húsasmiðameistari í Hafnarfirði og kvæntist Áslaugu Einarsdóttur klæðskeradóttur í Hafnarfirði.

Þorvarður Magnússon
Þorvarður Magnússon, sonur Magnúsar einbúans í Krýsuvík.  Þorvarður er um þrítugt á þessari mynd og vinnur sem húsasmíðameistari í Hafnarfirði.
Þorvarður kveðst ekki hafa búið með foreldrum sínum á Nýjabæ enda yngstur systkina sinna sem komin voru á skólaaldur er hann fæddist.  Hann heimsótti þó föður sinn í Krýsuvík þegar að hann bjó á bænum og einnig í kirkjunni. Þorvarður man ekki mikið frá Nýjabæ enda var hann kornungur þegar faðir hans bjó enn þar.  Bærinn lagðist í eyði árið 1938 og var Þorvarður einunigs 11 ára gamall þá.
Hann heimsótti hins vegar föður sinn í kirkjuna í Krýsuvík og man eftir henni og hvernig faðir hans bjó.  Einsetumaðurinn í Krýsuvík var því fjölskyldumaður þó svo að hann hafi kosið að búa fjarri mannabyggðum. Þorvarður man eftir fátæktinni sem var á þessum árum, atvinnuleysinu og hvað húsakostur var misjafn eftir efnum manna. Faðir hans var vinnumaður allt sitt líf og þekkti ekki annað.
Húsasmiðameistarinn í Hafnarfirði Þorvarður Magnússon segir frásögnina rétta sem er í bókinni Landið er fagurt og frítt, sem að var gefin út árið 1944 og er rituð af Árna Óla og gefin út Bókafellsútgáfunni.  Í bókinni er viðtal við einbúann í Krýsuvík.

Krýsuvík

Kóngsfell

Gengið var upp frá gígunum í Strompahrauni norðvestan við suðurmörk Bláfjalla.

Kerlingarhnúkur

Göngusvæðið – kort.

Ætlunin var að ganga yfir á Kerlingarhnúk og fylgja síðan Heiðarveginum niður að Grindarskörðum, kíkja á Kóngsfell og fylgja síðan götunni um Kerlingargil niður á Bláfjallaveg (Selvogsötu).
Þegar gengið var upp Strompana í Strompahrauni mátti vel sjá hvernig hraunið hefur breytt úr sér til norðurs. Í hrauninu eru allnokkrir hellar, sem vert er að skoða.
Kerlingarhnúkur var framundan, vestast í Bláfjöllum, 613 m.y.s. Af honum er fagurt útsýni yfir svæðin neðanverð. Stefnan var tekin til vesturs í von um að hitta á Heiðarveginn, sem liggur um Heiðina há vestanverða.

Heiðarvegur

Á Heiðarvegi.

Vegurinn liggur frá Ólafsskarðsvegi ofan við Leitin í austanverðum Bláfjöllum og niður á Selvogsgötu ofan Grindarskarða í vestri. Eftir stutta göngu var komið inn á gamla götu. Vörðubrot mátti sjá á stangli. Götunni var fylgt niður með Stórkonugjá og áleiðis niður að gatnamótum Selvogsgötu. Þar eru vörður. Stefnan var tekin á Kóngsfellið ofan við Stórabolla, það skoðað, og síðan haldið áfram að Kerlingarskarði milli Miðbolla (Litla-Kóngsfells) og Syðstubolla. Eftir að hafa litið á drykkjarsteininn efst í skarðinu var götunni fylgt niður skarðið, skoðuð tóft brennisteinsnámumanna undir því og síðan gengið áfram niður á Bláfjallaveg.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Bollar

Tvíbollar.