Skútuöldin í Hafnarfirði – Fyrstu ár fríhöndlunar.
Með tilskipun frá 1786 var einokunarverslunin afnumin og öllum þegnum Danakonungs heimilað að stunda verslun á Íslandi. Jafnframt var ákveðið að stofna sex kaupstaði í landinu, til að efla verslun og iðnað. Reykjavík var gerð að kaupstað, svo sem minnst hefur verið á þessu ári, og féll Hafnarfjörður þar með endanlega í skuggann af nýrri höfuðhöfn í landinu. Verslun var þó áfram stunduð í Firðinum, og enn átti hann eftir að vera í forystu í sjávarútvegi landsmanna. Ekki gekk vel að selja verslunina í Hafnarfirði eftir 1787. Kaupmaður frá Altona, Dultz að nafni, leigði vörugeymslu verslunarinnar árið 1788 og keypti einnig tvær af fiskiskútum konungsútgerðar. Altona var mikil verslunarborg syðst í Holtsetalandi nálægt Hamborg, en Holtsetar lutu á þessum tíma dönsku krúnunni. Altonakaupmenn nýttu sér einna fyrstir aukið verslunarfrelsi á Íslandi og tóku upp verslun víðar um Vesturland. Dultz virðist þó ekki hafa verslað lengi í Hafnarfirði, því engum sögum fer af honum eftir þetta. Árið 1790 tók Mullox, fyrrverandi starfsmaður konungsverslunar, yfir verslunina í Hafnarfirði. Kaupmennska hans varð hins vegar ekki langlíf, því hann varð gjaldþrota tveim árum seinna. Kenndi hann lausakaupmönnum um erfiðleika sína og sagði þá hafa sprengt upp fiskverð í Firðinum úr 7-9 ríkisdölum skippundið í 24 – 27 ríkisdali.
Bændur og hásetar hafa því hagnast vel á aukinni samkeppni í verslunarmálum. Annað sem orðið hefur Mullox að falli var að hann átti ekkert skip í förum til útlanda, svo hann átti örðugt um vik að fá nægilegt verð fyrir útflutningsvörur sínar. En það voru fleiri sem stunduðu verslun og fiskveiðar í Hafnarfirði um þetta leyti. Tveir danskir kaupmenn tóku á leigu fiskgeymsluhúsið á Langeyri, en 1792 keypti það Manöe nokkur, nefndur skipstjóri. Annar skipstjóri, Dyrekjær að nafni, keypti íbúðarhúsið á Langeyri. Íbúðarhúsið á Hvaleyri keypti hins vegai Knud Petersen, en ekki er getið um atvinnu hans, sem trúlega hefur þó eitthvað tengst útgerð og verslun. Það er því ljóst að verslun var fjörug í Hafnarfirði fyrstu ár fríhöndlunar 1788-93, og þilskipaútgerðin hefur haldið áfram að einhverju leyti. Heimildir eru hins vegar mjög litlar um athafnir þessara manna svo ekki er hægt að segja hve lengi eða mikil útgerð þilskipa var í Hafnarfirði um þetta leyti. Kaupmenn þeir sem tóku við eigum einokunarverslunarinnar, eins og Mullox, kvörtuðu sáran undan lausakaupmönnum sem komu á hafnirnar öllum að óvörum og buðu hærra verð fyrir fisk en föstu kaupmennirnir og tóku þá stóran hluta afurðanna sem þeir höfðu ætlað sér. Yfirvöld ákváðu að takmarka umsvif lausakaupmanna, og tóku þannig afstöðu með kaupmönnum gegn landsmönnum. Árið 1793 voru tveir kaupmenn reknir frá Hafnarfirði með verslun sína og fiskverkun sem þeir starfræktu á Langeyri. Hétu þeir Kyhn og Lund og var sá síðarnefndi norskur. Hin fjörlega verslun í Firðinum var því mjög takmörkuð eftir þetta, og óvíst um framhald þilskipaútgerðar. En sama ár og þetta gerðist keypti Hafnarfjarðarverslun Íslendingur sem varð atkvæðamikll kaupmaður og útgerðarmaður, sá mesti sem landið hafði fóstrað um aldir. Hann er oft nefndur faðir Hafnarfjarðar.
Bjarni riddari Sívertsen.
Um það leyti sem einokunar-versluninni var aflétt, bjó í Nesi í Selvogi ungur bóndi, Bjarni Sigurðsson. Hann var kvæntur Rannveigu Filippusdóttur, kostakonu og vel menntaðri. Hún var nokkru eldri en hann og ekkja er hún giftist. Sagt er að Rannveig hafi bæði kennt Bjarna lstur og reikning eftir að þau hófu sinn búskap, og víst er að sá lærdómur reyndist vel. Hinn ungi bóndi hóf að þreifa fyrir sér með verslun í sinni heimasveit ásamt tveimur nágrönnum sínum. Útveguðu þeir sér borgarabréf í vestmannaeyjum, sem var einn hinna nýju kaupstaða, og nefndist Bjarni eftirleiðis Sívertsen, svo sem fyrirmanni sæmdi. Kaupmaðurinn á Eyrarbakka leit tiltæki þeirra Selvogsmanna óhýru auga og linnti ekki látum með klögum og kærum, fyrr en borgarabréfin voru tekin af þeim. Bjarni Sívertsen sigldi þá beint í höfuðstöðvar verslunar og stjórnsýslu, til kóngsins Kaupmannahafnar, og rak mál sín þar. Kom hann ár sinni þar svo vel fyrir borð, að árið eftir, 1794, kom hann heim með kaupsamning fyrir Hafnarfjarðarverslun og 4000 ríkisdala lán að auki. Hóf hann þegar verslunarrekstur. Átti Bjarni samstarf við stórkaupmanninn Wolf í Kaupmannahöfn allt til þess að Wolf andaðist árið 1809. Blómgaðist verslunin vel og opnaði hann útibú í Reykjavík árið 1897. Og þó árangur Bjarna væri glæsilegur á verslunarsviðinu, þá er það þó útgerð hans sem haldið hefur frægð hans á lofti. Bjarni átti og rak bæði millilandaskip og fiskiduggur og skal nú það helsta rakið sem vitað er um skipaeign hans.
Þegar Bjarni var úti í Kaupmannahöfn 1894 setti hann skipið Johanne Charlotte að veði fyrir láninu sem hann fékk. Fátt er vitað um þetta skip, en það hefur áreiðanlega verið notað bæði til flutninga innanlands og fiskveiða.
Fljótlega eignaðist Bjarni svo allstórt skip, De tvende Sostre, sem notað var til vöruflutninga milli landa. Það var einmitt á þessu skipi sem Bjarni varð innlyksa í Bretlandi árin 1807-9 vegna Napóleonsstyrjaldarinnar í Evrópu. Seinna eignaðist hann fleiri hafskip og var ejtt þeirra Anna Casia, sem var sögð 37 commerisiallestir (ca. 150 brúttótonn). Anna þessi sigldi sumarið 1820 beint suður til Barcelona á Spáni með fullfermi af saltfiski og lestaði salt í Frakklandi á heimleiðinni. Næstu ár sendi Bjarni fleiri skipsfarma beint til Spánar og Ítalíu og var þannig í beinu sambandi við saltfiskmarkaðinn í Suður-Evrópu. Annars fór mestallur útflutningur íslendinga um danskar hafnir. Sýnir þetta vel hversu Bjarni Sívertsen var burðugur í verslun sinni. í þessum förum eru nafngreind tvö skip auk Önnu Casiu, og hétu þau, Tingöre og De tre Söstre.
Þilskipaútgerð og fiskverkun.
Stundaði Bjarni samhliða verslun og útflutningi, svo sem venja varð á skútuöldinni hjá stærstu verslunum. Getiðer um þrjárfiskijaktir í eigu Bjarna: Havnefjords pröven, Foraaret og Flynderen. Foraaret kom til landsins árið 1800, en Havnefjords pröven lét Bjarni sjálfur smíða í Hafnarfirði, svo sem nafnið bendir á. Yfirsmiður þess var Ólafur Árnason sem bjó á Hvaleyri. Skútan rann af stokkunum árið 1803 og voru þá mannsaldrar síðan slíkt skip var smíðað hér á landi.
Eftir þetta reisti Bjarni skipasmíðastöð í landi Jófríðarstaða, sem hann keypti undir fyrirtækið árið 1804. Auk þess keypti hann jörðina kringum verslun sína, Akurgerði, sem og jarðirnar Hvaleyri og Óseyri. Átti Bjarni þar með nær allan fjörðinn. Um skipasmíðastöðina er vitað að 1817 höfðu verið smíðuð þar þrjú þilskip.
Útgerð sinni hélt Bjarni áfram allt til þess að hann andaðist í Kaupmannahöfn árið 1833. Verslun hans var seld á 3900 ríkisdali í silfri. Voru það jörðin Akurgerði, íbúðarhús, verslunarhús og tvær vörugeymslur, skipakví og hlutar í saltgeymsluhúsum á Álftanesi og í Þorlákshöfn. Auk þess átti hann þá Havnefjords proven og fleiri fiskiskip og aðrar jarðeignir. Bjarni Sívertsen var tvímælalaust sporgöngumaður íslenskrar skútuútgerðar.
Kaupmenn og verslanir.
Framan af 19. öld. Þilskipaútgerð og verslun voru alla tíð nátengd. Kaupmenn áttu hægast um vik á þessu sviði. Þeir réðu yfir fjármagni og þekkingu til atvinnureksturs, auk þess sem verkun og verslun með fisk var jafnan það sem mestan arðinn gaf. Útgerð þilskipa var því eðlilegt framhald á verslunar-rekstrinum. Flestir tóku upp þann hátt að senda kaupskip sem komu til landsins á vorin til fiskveiða á sumrin. Þá voru fengnir íslenskir hásetar í dráttinn, en erlendir skipstjórnendur stýrðu. Hins vegar var lítið um að menn fylgdu dæmi Bjarna Sívertsen og gerðu út fiskiskútur til veiða. Þó Vestfirðingar stunduðu slíka útgerð varð hún engin að ráði við Faxaflóa, fyrr en eftir 1870.
Kaupmenn voru margir í Hafnarfirði á síðustu öld. Sama ár og Bjarni Sívertsen tók við verslunareignum í landi Akurgerðis,
reist önnur verslun í landi Jófriðarstaða við sunnanverðan fjarðarbotninn. Voru þar á ferð kaupmenn frá Flensborg í SlésviK bar verslunin og staðurinn nafn þeirri borg og gerir enn. Er leið öldina fjölgaði verslunum enn.
Hans Linnet stofnaði verslun árið 1836 og var hún rekin af afkomendum hans til ársins 1914. Árið 1841 var svo þriðja verslunarlóðin stofnsett í Hafnarfirði á Hamarskotsmöl miðja vegu milli Flensborgar og Akurgerðis.
Um miðja öldina voru starfræktar fjórar verslanir í Hafnarfirði. Þeirra stærst var verslun P.C. Knudtzon, sem einnig rak verslanir í Reykjavík og síðar í Keflavík. Knudtzonsverslun keypti allar verslunareignir Bjarna Sívertsen, og rak umfangsmikla fiskverkun og útflutning. Var verslunin einhver hin mesta á öllu landinu á sinni tíð. Keypti hún upp verslanir í nágrenninu, til dæmis Flensborgarlóðina, og varð nálægt því að vera einráð með verslun í Firðinum eftir miðja öldina. Svo varð þó ekki því rými var nóg til útgerðar og fiskkaupa í Hafnarfirði á þessum tíma. Verslun P.C. Knudtzon var starfrækt allt fram til síðustu aldamóta. Litlum sögum fer af útgerð Knuszonsverslunar, þó hún hafi sjálfsagt sent flutningaskip sín á handfæri yfir sumarið eins og aðrir kaupmenn. Það voru bændur og sjósóknarar úr nágrenninu sem lögðu afla sinn upp hjá þeim Knudtzonsmönnum og stóðu undir verslunarveldi þeirra. Og það voru miklir sósóknarar í nágrenninu, sem sumir hverjir sóttu sjó á þiljuðum skútum.
Útvegsbændur á skútum.
Nokkrir útvegsbændur á Suðurnesjum gerðu út lítil þilskip til fiskveiða á fyrstu áratugum 19. aldar. árið 1918 gerðu Ari Jónsson í Njarðvík, Jón Daníelsson Stóru-Vogum og Jón Sighvatsson Ytri-Njarðvík hver út sína skútu. Tveir þeirra síðarnefndu létu smíða skip sín í eigin garði, en verið getur að skip ara hafi veriðs míðað í stöð Bjarna Sívertsen í Hafnarfirði.
Áaður var það nefnt að kaupmenn héldu úti skipum til fiskveiða, og er þess getið að 1839 gengju 12 þilskip til veiða frá Hafnarfirði. Eftir það fer litlum sögum af skipum í Hafnarfirði fram til 1860, en upp úr því fer að færast fjör í þilskipaútgerðina sem nær hámarki síðustu tvo áratugi síðustu aldar og fyrstu ár þessarar.
Árabátaútvegur-inn og afkoma alþýðu.
Fiskveiðar áopnum bátum voru aðalatvinnuvegur Hafnfirðinga á síðustu öld, og hefur svo líklega verið á fyrri öldum. Landgæði eru ekki mikil í Firðinum og nágrenni hans, þó bændur stæðu yfirleitt jöfnum fótum í báðum undirstöðuatvinnugreinum landsmanna, landbúnaði og sjávarútvegi. Við sjávarsíðuna bjuggu svo fjölskyldur sem að mestu eða öllu leyti áttu afkomu sína undir fiskveiðunum. Hjáleigubændur og tómthúsmenn voru þeir nefndir, eftir því hvort þeir höfðu einhverja grasnyt eða ekki. Þeir sem slíkt höfðu héldu þá örfáar kindur eða eina kú, en flestir höfðu þó einhvern matjurtagarð, er komið var fram á síðustu öld. Annars var það sjórinn. Byggðin í Hafnarfirði, sem og á Vatnsleysuströnd og Álftanesi lifði því á sjósókn og styrktist við nálægð öruggrar hafnar og öflugrar verslunar. Hefðbundin útgerð sjávarbænda og tómthúsmanna tók litlum breytingum um aldir. Bátar, veiðafæri, vertíðir og vinnubrögð voru að mestu hin sömu allt frá fyrstu öldum byggðar, þó einhverjar nýjungar fylgdu hverri öld. Raunar má telja víst að útgerðinni færi hrakandi á 17. og 18. öld, með minnkandi skipastól og óhagstæðu verslunarlagi.
Afkoma manna fór mjög eftir fiskgengd á grunnmið Faxaflóa, sem voru aðalmið Hafnfirðinga. Ef fiskisæld var fjölgaði búðsetumönnum og byggðin lifnaði við. En yrði fiskileysi fóru þurrabúðirnar fljótt í eyði og fólkið hvarf. Vergangur og hungurdauði urðu þá örlög sumra. Þetta fólk var því oft á mörkum þess að komast af og lifði upp á náð landeigenda, sem áttu jarðnæðið og bátana, og kaupmanna, sem keyptu fiskhlutinn og létu í té matvæli til uppihalds. Ef fiskurinn brást var náðin ekki mikil á þessum stöðum. Sagan geymir dæmi um hvort tveggja, góðæri og harðæri. Þegar Jarðabókin þeirra Árna og Páls var í smíðum upp úr 1700 voru flestallar búðir í Hafnarfirði í eyði við sjóinn, vegna undangenginsfiskileysis. Þetta hlýtur að hafa verið breytt árið 1734, því þá var fiskirí mjög gott hjá Hafnfirðingum og hlutir á vetrarvertíð milli 7 og 10 hundruð fiskar. Þrem árum seinna var hins vegar ástandið slikt að alger bjargræðisskortur var orðinn í Firðinum og voru verslanir brotnar upp af fógeta konungs og mjöl lánað til fátæklinga. Aftur voru búðir kaupmanna brotnar upp og matvælum útbýtt veturinn 1769-70. Harðæri var þá mikið og uppflosnað fólk flúði úr sveitum og til sjávarsíðunnar í von um mat. Næsta áratug á eftir var hinsvegar talað um mokveiði og góða afkomu.
Árið 1781 voru íbúar í Garðakirkjusókn 385 og hafði þá fjölgað um 125 frá því í upphafi aldarinnar. Garðakirkjusókn náði yfir Hafnarfjörð, ÁlftaneS og núverandi Garðabæ. Þar voru 32 býli árið 1781 og átti Garðakirkja 19 þeirra, konungur 11, en 2 voru í einkaeig. 41 bóndi bjó á þessum jörðum, að meðtöldum prestinum, sýslumanni og kaupmanni. Grashúsmenn og þurrabúðarmenn voru 48. Bátaeign sóknarmanna voru 5 fjögramannaför og 62 tveggjamannaför. Á þeim reru 102 heimamenn en 34 utansveitamenn, flestir af Suðurnesjum og Suðurlandi. Veitt var bæði á færi og í net. Net munu fyrst hafa verið lögð í Hafnarfirði árið 1753 að undirlagi Skúla Magnússonar, en lóðir höfðu þá tíðkast allt frá 17. öld. Netaveiðar jukust fljótt og ollu þær miklum deilum á Suðurnesjum og við Faxaflóða, því menn töldu þau hindra reglubundnar göngur þorksins á grunnmið. Fljótlega eftir 1780 voru því settar reglur sem takmörkuðu netaveiðar. Voru þær bundfnar við ákveðin mið, ákveðinn tíma ársins og fjöldi neta takmarkaður. Þá mátti ekki láta netin liggja að deginum og ekki leggja á laugardögum.
Vertíðir Hafnfirðinga voru með þeim hætti, að vetrarvertíð hófst í byrjun mars og stóð til 11. maí. Mest var sótt á grunnmið, en þó var sótt suður á Svið á stærri bátum, sexæringum og stærri sem aftur tóku að tíðkast á 19. öld. Á færum bar beitt innyflum eða hrognkelsum, en hrognkelsaveiðar voru árvissar frá vetri og fram eftir sumri. Vertíðarafla, aðallega þorski, var skipt í fjöru og hlutur hvers og eins merktur. Þá var hann flattur og saltaður í birgjum eða skúrum og þurrkaður. Yfirleitt var aflinn verkaður sameiginlega af hverri skipshöfn, en skipt að henni lokinni eftir uggamörkum og lagður inn í reikning hjá kaupmanni. Allt fram á 19. öld var mestallur fiskur þurrkaður til útflutnings, en eftir 1780 fór saltfiskverkun að aukast og varð einráð á nítjándu öld og fram eftir þeirri tuttugustu.
Vetrarvertíðin var aðalveiðitíminn, en á öðrum tímum voru róðrareinnigstundaðir. Á sumrin reru menn á minni bátum og sóttu ýsu og þyrskling, mest í soðið. Annars fóru margir í kaupavinnu austur í sveitir, eða réðu sig á skútur kaupmanna, einkum er leið á 19. öld. Haustróðrar hófust í október og stóðu til jóla. Fyrst var róið á grunnmið en síðan á stærri bátum suður í Garðsjó og víðar. Eftir áramót héldu þessir róðrar áfram, og lágu Hafnfirðingar þá oft við suður í Garði eða Leiru. Voru menn þá að heiman frá tveim eða þrem sólarhringum og upp í viku í einu, eftir aflabrögðum og gæftum. Veitt var á færi og með línu í þessum róðrum. Í mars gekk svo þorskur inn á Flóann og hófst þá vetrarvertíð, svo sem áður sagði.
Skútubærinn.
íbúum í Hafnarfirði fjölgaði nokkuð jafnt og þétt á síðustu öld og helst það í hendur við aukna verslun og útgerð í Firðinum.
Þannig var íbúafjölgunin í tölum:
Ár: íbúar:
1821 155
1830 223
1840 317
1850 334
1860 343
1870 363
1880 420
1890 616
1901 599
Árabátaútvegurinn var aðalatvinnuvegur Hafnfirðinga fram eftir öldinni, en upp úr 1870 færist vöxtur í þilskipaútgerðina og á áratugnum 1880-1890 má segja að þilskipin taki við forystuhlutverki í sjávarútvegi bæjarins sem þá hafði myndast meðfram sjávarbakkanum í Hafnarfirði.
Áður var skilið við þilskipaútgerðina um 1840 og virðist þá nokkur deyfð hafa lagst yfir hana allt fram til 1860 og þá lítið um skútur í Hafnarfirði, sem og í öllum Faxaflóa. Það sem eftir lifði aldarinnar jókst þilskipaútgerðin hröðum skrefum, skútum fjölgaði og jafnframt varð mikið um stærri skip en áður, svonefnda kúttera, sem flestir voru keyptir frá Englandi. Reykjavík varð höfuðstaður skútutímans við Faxaflóa, en Hafnarfjörður fylgdi í kjölfarið sem fjörugur skútubær. Skal nú vikið að helstu útgerðum og útgerðarmönnum í Firðinum á blómatíma skútualdar.
Uppgangur skútuútgerðarinnar hófst um 1870 en hámarki náði hún á tímabilinu 1890-1913. Þá tók verulega að draga úr henni, en vélbátar og togarar tóku við forystuhlutverki í sjávarútvegi. Nokkrar skútu voru þó gerðar út frá Hafnarfirði allt fram yfir 1920. Hinni öflugu þilskipaútgerð fylgdi blómlegt atvinnulíf og íbúafjöldinn í Hafnarfirði óx í réttu hlutfalli. Árið 1870 íbúar við fjörðinn 363,en tuttugu árum seinna 616. Þá var þilskipaútgerðin orðin mikilvægasti atvinnuvegur í Hafnarfirði. Síðasta áratug aldarinnar var mikið aflaleysi hjá opnum bátum í hreppnum og fækkaði þá íbúunum talsvert. Um alda varð hins vegar mikil uppsveifla með nýjum og afkastameiri vinnutækjum í sjávarútveginum, auknum afla og þá fjölgaði mjög í Hafnarfirði. Á árunum 1901 til 1908 fjölgaði íbúum úr 599 í 1469. Hafnarfjörður var þá í hópi mestu útgerðarbæja í landinu, og þótti tími til kominn að bærinn við fjörðinn fengi sjálfur að ráða sínum eigin málum.
Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi 1. júní 1908.“
Heimild:
-Ægir, 79. árg. 1986, bls. 460-468.