Tag Archive for: Hafnir

Þórshöfn
Farið var í Þórshöfn með Jóni Borgarssyni í Höfnum. Ætlunin var að finna og skoða festarhringina. Jón hafði séð hringina fyrir allmörgum árum ásamt Þóroddi Vilhjálmssyni frá Merkinesi og fleirum.
ÞórshöfnÁður en lagt var í’ann þurfti að sækja um leyfi til gegnumaksturs um Vallarverndarsvæðið. Með góðum skilningi og aðstoð góðra manna fengu nokkrir FERILRsfélagar heimild til að aka inn á Völlinn, í gegnum hann, út af honum að handan og inn á svonefnt DEY-5 svæði. Þar voru fyrrum stórir radarskermar sjóhers Bandaríkjanna sem og önnur hlustunarmannvirki. Nú hafa þau verið fjarlægð.
Við 100 milljóna króna aðallhliðið utan við varnarsvæðið fengust dvalarpassar fyrir þátttakendur eftir allnokkra, skemmtilega, en flókna rekistefnu. Ameríkanarnir vildu tala sitt tungumál, en innlendir, sem stóðu þarna á íslenskri grundu utan við sprengiheldan varðturninn, héldu sig við íslenskuna af grundvallarástæðum og það þrátt fyrir að sumir þeirra hafi bæði dvalið og numið ýmislegt af þarlendum í Ameríku um allnokkurt skeið. „Í Róm gera menn sem Rómverjar“, segir forn málsháttur – og FERLIR er þekktur fyrir að halda sig við fornar meðvitaðar venjur. Á sama hátt má lögjafna að á Íslandi geri menn sem Íslendingar. Á Íslandi tala menn íslensku og þar ráða Íslendingar ríkjum, þrátt fyrir og með fullri virðingu fyrir öllum gestkomandi. Frakkar tala t.d. ekki ensku í Frakklandi við Englendinga eða Ameríkana. Þeir tala frönsku þegar þeir eru í Frakklandi. Annars staðar tala þeir þarlend tungumál – af kurteisisástæðum. Mikilvægt er að Íslendingar og aðrir séu vel meðvitaðir hverjum landið tilheyrir (to whom the land belongs to). Sjálfstæði þjóðar byggir m.a. á meðvitundinni. Ef hún er ekki til staðar má gleyma öllu öðru.
Að frágenginni pappírsvinnunni undir byssubröndum og öllum mikilvægum formsatriðum var ferðinni haldið áfram. Jón Borgarson sat í framsætinu.
ÞórshöfnLæst hliðið að Þórshafnarsvæðinu varð hins vegar ekki auðopnað. Leitað var að lykli meðal varnarliðsins. Skotið var á samráðsfundi. Lykillinn fannst loks eftir nokkur símtöl og nokkrar komur og að mestu vinsamlegar athugasemdir varðliða meðan beðið var. Fyrst kom kurteis dökkur maður í hermannabúningi á hvítri Mitsubishi-jeppabifreið og sagðist eiga von á manni með lykilinn. Hann hafði úrið á hægri hendi. Þá komu gulur maður ásamt öðrum hvítum, á miklum hraða meðfram girðingunni í Mitsubishi-jeppabifreið, staðnæmdist og hrópaði að viðstöddum: „What in focking are you doing here“. Með kunnri yfirvegun FERLIsmanna tókst auðveldlega að útskýra viðveruna. Hermennirnir héldu för sinni áfram. Loks komu tveir vopnaðir ameríkanar, annar hvítur og hinn litaður, í hermannabúningum á staðinn. Sá litaði hafði úrið á hægri handlegg. Að loknum aðfinnslum og samningagerðum tóku þeir upp lykil, ýttu frá hindrunum og opnuðu lásinn á hliðinu. Við verkið notaði annar hermannanna framdregna lögreglukylfu.
Ferðalangarnir héldu að lokinni þessari skemmtulegu töf för sinni áfram áleiðis niður að Þórshöfn. Í umræðum á leiðinni var vakin athygli á því að sennilega væri þetta eitt stærsta og flóknasta viðfengsefni varnarliðsins í langan tíma – að hleypa nokkrum Íslendingum í gegnum varnarsvæðið (eigið land) og í gegnum hlið, sem enginn virtist vita um. Ekki er ólíklegt að skrifað verði um atburðinn í næstu útgáfu af „White Falcon“. Ef þessir, einna mestu Íslandsvinir er um getur, hefðu hugsanklega verið hryðjuverkamenn gegndi öðru máli. En þá hefðu þeir aldrei látið sér detta í hug að sækja um leyfi til gegnumaksturs um varnarsvæðið. Þeir hinir sömu hefðu einfaldlega ekið inn á það frá Hafnavegi eða með girðingunni frá Stafnesi. Þaðan væri leiðin greið inn á varnarsvæðið hvert sem þeir kysu.
ÞórshöfnÞegar komið var niður að Þórshöfn (þakka ber sérstaklega fyrir gegnumaksturinn því hann sparaði hlutaðeigendum þrátt fyrir allt umtalsverðan tíma) fannst Jóni Borgarssyni hann ekki alveg á eftirminnilegum grösum. Í innanverðri Þórshöfn stóð fyrrum stór ferhyrndur tréstöpull, grafinn djúpt niður í sandinn. Þar var fremsta festi hinna fornu verslunarskipa fyrirkomið. Nú hafði varnarliðið fjarlægt staurinn, enda var þarna um tíma einn ábyggilegasti hlustunarkafbátakapall NATOhersins. Enn má sjá stálhólka honum tengdum, en búið er að rífa allar byggingar og mannvirki ofan við Þórshöfn er þeirri sögu tengdist.
Gengið var bæði um sunnanverða og norðanverða Þórshöfn í leit að þeim festarhringjum er fyrrum staðfestu hin gömlu verslunarskip enskra og þýskra í höfninni.
Jón sagði að minni sitt frá því á áttunda áratugnum segði til um festarhringi á klöppum beggja vegna hafnarinnar. Í hans minni hafi hringirnir verið í festarhringjum á klöppum beggja vegna víkunnar. Margir hefu séð þá þarna sama sinni.

Þórshöfn

Áletranir á Köpp við Þórshöfn.

Höfnin í Þórshöfn er við austanverða Ósa þar niðurundan er fyrrum var athafnasvæði sjóhersins. Skammt norðar voru hinir eftirminnilegu radarskermar og það ekki af minni gerðinni. M.a. er þar áletrunin HP á sléttri jarðfastri klöpp undir klapparholti. Sumir vilja halda því fram að sammstöfunin eigi við Hallgrim Pétursson, prest í Hvalsnesi er einnig þjónaði Höfnum um tíma (eftir 1644). Skammstöfunin er á miðri jarðfastri klöpp utan í jökulsorfnu klapparholti. Umhverfis áletrunina eru síðan aðrar skammstafanir og jafnvel ártöl. Ofan við hlöppina eru áletrnir og útflúr. Til hliðar eru nýrri áletranir, m.a. frá 20. öld.
Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga.
ÞórshöfnMeð einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Ofan við Þórshöfn er varða og á hana fest upplýsingaspjald um Ósasvæðið. Þar segir m.a. af áletrununum og hugsanlegum fornminjum á svæðinu er komið gætu í ljós ef það væri kannað nánar,
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum. Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.
Á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður.
ÞórshöfnÍ Suðurnesjaannál Sigurðar Sívertsen er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.
Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: ,,Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Málmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.“
ÞórshöfnLágsjávað var þegar gengið var um hálar þaraklappirnar beggja vegna Þórshafnar, en án árangurs að þessu sinni. Bráðlega verður farið aftur sömu leið að Þórshöfn, enda ærin ástæða að staðsetja fyrrnefna festarhringi í þessari merkilegu verslunarhöfn forðum daga.
Litið var á álertunina á klöppununum ofan Þórshafnar. Á skilti í nýlegri vörðu ofan við Þórshafnarsvæðið er m.a. áletrað að „steinar með áletrunum er m.a. steinn með áletruninni HP. Engar fornminjar tengdum honum hafa fuundist, en mögulegt er að frekari fornleifarannsóknir myndu með öllum líkindum leiða ýmislegt í ljós á þessum slóðum“.
Ekki er ólíklegt að Jón Borgarson og félagar muni nú í framhaldi af þessu samræma minningar sýnar um festarhringina í Þórshöfn og að næsta ferð muni þá skila einhverjum árangri umfram það sem verið hefur.
Í bakaleiðinni var komið við í Gálgum. Roðagyllt kvölsskíman myndaði fagurfræðilegan bakgrunn fyrir dökka klettaborgina. Ljóst er að efst á henni virðist trjóna gróinn hóll, hugsanlega ókönnuð dys eða fornmannahaugur, enda staðurinn tilvalinn sem grafstæði. Utan í hólinn hefur verið lagt seinni tíma drasl. Eitt er þó deginum auglósara; þetta svæði þarf að gaumgæfa enn betur en gert hefur verið.
Frábært veður. Gangan um Þórshöfn tók 1 klst og 1 mín.

Þórshöfn

Þórshöfn – loftmynd.

Kirkjuvogskirkja

Gott er að hefja gönguna við vitann á Stafnesi, þar sem Reykjanesskaginn skagar lengst til vesturs. Gengið er með ströndinni til suðurs. Á þessari leið eru margir áhugaverðir staðir að skoða. Fjaran er mjög falleg með öllu sínu lífríki. Þegar gengið hefur verið um 1 km er komið fram á nokkrar tóftir í þyrpingu, þar voru Básendar, verslunar- og útgerðarstaður á 15.öld. Verslun lagðist þar af eftir mikið sjávarflóð aðfararnótt 9. janúar 1799, þá missti kaupmaðurinn á staðnum allar eigur sínar og ein kona drukknaði. Áfram er gengið með ströndinni. Gálgar nefnast tveir háir klettar um 1 km suður af Básendum örlítið ofar í heiðinni, en á milli þeirra er nokkurra faðma breitt sund. Gamlar sagnir herma að sakamenn hafi verið hengdir þar og ef það á við rök að styðjast, má gera ráð fyrir að í nágrenninu hafi verið héraðsþing til forna.

Stafnesviti

Stafnesviti.

Margar víkur og vogar ganga inn í skagann á þessu svæði og þótti bátalægi þar gott fyrr á öldum. Einna þekktust er Þórshöfn, sem var einn helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún þá af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en af því varð ekki.
Næsta vík við Þórshöfn nefnist Hvalvík þar má sjá hólma úti í sjó sem nefnist Hvalvíkurhólmi.

Þegar komið er lengra inn í Ósana er komið að tóftum sem nefnast Gamli Kirkjuvogur, forn kirkjujörð sem talin er hafa farið í eyði á 16.öld, hugsanlegt er að það hafi verið landnámsjörð Herjólfs Bárðarsonar.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.

Mikill og djúpur vogur gengur inn í landið þegar komið er enn innar og nefnist Djúpivogur. Þegar komið er fyrir Djúpavog er gengið fyrir Seljavog sem er öllu styttri. Á milli Djúpavogs og Seljavogs má sjá virðulegann klett uppi í heiðinni sem nefnist Hestaskjól. Þegar komið er fyrir Seljavog taka við margir litlir vogar sem nefnast Stóruselhelluvogur, Litluselhelluvogur og Brunnvogur, þar sveigir gangan til vesturs í átt að Höfnum.

Hafnir
HafnirUm miðja 18.öld hófst uppgangstími í Höfnum sem stóð fram á öndverða 20.öld. Á þessu tímabili bjuggu stöndugir útvegsbændur stórbúi í Kotvogi og Kirkjuvogi, þeir ráku þar mikla útgerð stórra áraskipa og húsuðu bæi sína með þeim hætti, að ekki var reisulegra um að litast í öðrum plássum. Á þessu tímabili fjölgaði fólki stöðugt í Höfnum, og margir fluttust þangað úr öðrum byggðarlögum á Reykajnesi. En blómaskeiðið tók enda þegar að ný tækni tók að riðja sér til rúms í íslenskum sjávarútvegi. Vélbátarnir þurftu betri hafnarskilyrði og meiri þjónustu en áraskipin, en þar stóðu Hafnarmenn höllum fæti. Þess vegna dróst útgerðin saman í Höfnunum á meðan að hún efldist annarsstaðar á svæðinu, í kjölfarið fór fólki að fækka. Má segja að Hafnir hafi orðið fórnarlamb vélvæðingar.

Margt áhugavert er að skoða í Höfnum:

Hafnir

Hafnir – uppgröftur.

• Fornleifauppgröft, árið 2002 fundust leifar af landnámsskála á túninu fyrir aftan Kirkjuvogskirkju. Við rannsóknir kom í ljós að þessi bústaður er frá því fyrir árið 900.
Í Landnámu segir að Herjólfur Bárðarson, frændi og fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar hafi fengið land á milli „Vágs ok Reykjaness,“ sem þýðir líklegast að Herjólfur hafi átt land frá Ósum í Höfnum og alveg að Reykjanestá. Vegna þessara tengsla við orðið „vágr“ og nálægðar skálans við Kirkjuvogskirkju, Kirkjuvog og Kotvog var ákveðið að kalla bæjarstæðið Vog.
• Ankeri sem stendur á túni á móts við kirkjuna en það er úr skipi sem nefndist Jamestown sem rak inn Ósabotna árið 1881 eftir að áhöfnin hafði yfirgefið það úti á Atlantshafi, skipið var álíka stórt og fótboltavöllur, skipið var þríþilfarað, fullt af eðalvið og öðrum verðmætum. Varð þessi fengur til þess að farið var að byggja timburhús í Gulbringusýslu.

Jamestown

Annað ankeri Jamestown í Höfnum.

• Kirkjan í Höfnum var byggð af óðalsbóndanum í Kotvogi Vilhjálmi K. Hákonarsyni árið 1861 og er elsta kirkja á Suðurnesjum. Altaristöfluna málaði Sigurður Guðmundsson árið 1865. Kirkju á þessum stað er fyrst getið á ofanverðri 14.öld, en áður hafði kirkja verið norðan Ósabotna í Vogi (gamla Kirkjuvogi), gæti hafa verið þar fram á 16.öld.
Óhætt er að ætla sér 6-7 klst í þessa göngu.

Heimildir:
-www.sandgerdi.is ,Jón Þ. Þór, Hafnir á Reykjanesi.
-Skoðum kirkjur á Reykjanesi (bæklingur).

Kotvogur

Kotvogur í Höfnum.

Þórshöfn

Gengið var að Hunangshellunni er tengist þjóðsögunni um finngálknið (Rauðskinna) og viðureign mannanna við það. Á hellunni, sem er orðin nokkuð gróin, er vörðubrot. Ekki langt frá því lá alllangt etinn fugl (ekki ólíklegt að það geti verið eftir finngálknið forðum).

Hafnarvegur

Hafnarvegur.

Hafnagötunni gömlu var fylgt spölkorn til norðurs, en stefnan síðan tekin óhikað til norðvesturs, yfir móana, framhjá nokkrum vörðum og að áberandi vörðu ofan Djúpavogs. Ef spara á langan útidúr er nauðsynlegt að taka mið af henni því annars þarf að krækja fyrir nefndan Djúpavog, sem er alllangur.

Hunangshella

Hunangshella.

Við Djúpavog eru tóftir, brunnur, gerði o.fl., líkt og út á Selshellunni skammt sunnar. Einnig er tóft efst á austurbakkanum á móts við miðjan voginn. Gengið var upp eftir voginum og gömlu götunni fylgt, Ósabotnagötunni (Kaupstaðaleiðinni). Stafnesselið hefur skv. heimildum verið sagt týnt, en FERLIR gekk samt sem áður hiklaust fram á það. Tóftirnar eru á grónu barði á efstu hæð, líkt og títt var um selstöður fyrrum.
Kaupstaðaleiðin er falleg vagngata á melhálsi upp af Djúpavogi, en gamla þjóðleiðin liggur sunnar, að Gamla-Kirkjuvogi. Enn önnur leið, greinilega minn farin, liggur frá Djúpavogstóftunum og rétt ofan við strönina að Gamla-Kirkjuvogi. Þar á leiðinni er slétt flöt og gerði. Liggur veggur þess út í sjó, en land mun hafa sigið þarna verulega á umliðnum öldum (nokkra millimetra á ári skv. mælingum).

Gamli-Kirkjuvogur

Manngerður hóll (dys?) við Gamla-Kirkjuvog.

Gamli-Kirkjuvogur er sagður vera mjög gamall, forveri bæjanna handan Ósa. Sumir segja það þar hafi verið landnámsjörð. Sjá má þar tóftir, garða, gerði o.fl. og virðast þær allar mjög komnar við aldur. Mörg dæmi eru um að leiðsögumenn hafi farið um þetta svæði og kynnt Djúpavogsminjarnar sem Gamla-Kirkjuvog. Um hefur verið að ræða útræði og ekki er með öllu útilokað að það hafi tengst gamla býlinu með einhverjum hætti.

 Ósar

Steinhjartað í Ósum.

Gengið var yfir að Þórsmörk, en Þórshöfn var verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld. Á leiðinni þangað var gengið fram á merkilegt náttúrfyrirbæri. Í einni klöppinni var rauðleit hola og var líkt og hún gréti. Fyrirbærið var nefnt steinhjarta. Vatnið í henni gæti verið allra meina bót. Við Þórshöfn er m.a. letrað á klappir, m.a. „HP“ (Hallgrímur Pétursson?). Þar fyrir utan kom timburflutningaskipið Jamestown upp áður fyrr, mannlaust, en fullhlaðið timbri. Segja má að flest merkilegri hús á Reykjanesskaganum og jafnvel víðar hafi verið byggð úr því timbri. (Sjá meira HÉR). Sum standa enn.

Kaupstaðagatan

Kaupstaðagatan norðan Ósa.

Gengið var yfir melholtin vestan Þórshafnar, framhjá Básendum og yfir að Stafnesi með viðkomu í Gálgum.
Rösk ganga með milliliðalausa sjávaranganinnöndun svo til alla leiðina. Gangan tók 3 klst og 2 mín. Frábært veður.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur og nágrenni – uppdráttur ÓSÁ.

 

Hafnavegur

Ætlunun var að rekja hina gömlu leið „Hafnaveg“ milli Hafna og Ytri-Njarðvíkur. Vörður og vörðubrot eru við leiðina.
Gatan sést enn vel sunnan Ósa og Ósabotna (innsta hluta Ósa) og um Bringur og Ketilsbrekku. Þar var byggður Vindmyllustandurherkampur (Camp Hopkins)
 ofan á götuna á stríðsárunum seinni. Hún sést norðan hans og áfram undir varnargirðinguna. Innan hennar taka við gamlir sorphaugar, en handan þeirra sést gatan á kafla. Reyna átti að rekja götuna í gegnum Vallarsvæðið og áfram um Háaleiti, en svæðinu hefur verulega verið raskað þar, að því er virðist algerlega að óþörfu.
Þegar á enda var komið og upphafsreiturinn endurmetinn var ljóst að „Hafnavegur“ er tvískiptur; annars vegar gamla gatan (göngu- og reiðleiðin) og hins vegar vagngata (gæti verið frá því rétt fyrir 1900). Síðarnefnda gatan hefur verið lögð ofan í elstu götuna á köflum, einkum næst Höfnum/Kirkjuvogi (vestan Ósabotna) og í Bringum. [Gamlir kallar hér í Kirkjuvogshverfi töluðu um Bringa (ofan við „í vötnum’’) – flt. Bringar, þ.e. í karlkyni – hef séð báðar útgáfurnar notaðar.] Ofan við Ósabotna (austan Hunangshellu) greinist gatan í þrennt; götu áfram út með Ósum, elstu götuna og vagnveginn (syðst). Ofan við Ketilsbrekku greinist gatan aftur í tvennt og er vagngatan þá ofan (norðan) við hina.
StrokkhóllHin forna þjóðleið milli Rosmhvalaness (Keflavíkur/Ytri-Njarðvíkur) og Hafna lág um Hafnaveg. Gatan er glögg þar sem hún liggur frá Höfnum austan þorpsins ofan við eyðibýlið Teig, út með Ósum að Ósabotnum, um Bringur áleiðis upp í Ketilsbrekku og að varnargirðingunni. Innan hennar voru gerðir sorphaugar svo gatan hverfur þarna undir þá.
Í frásögn Leós M. Jónssonar í Höfnum kemur eftirfarandi fram um svæðið frá Þrívörðuhæð að Höfnum: „Af veginum á Þrívörðuhæð, beint af augum, sjást Ósar, eða Kirkjuvogur, en svo nefnist fjörðurinn sem talinn er hafa myndst vegna landsigs. Vísbendingar um það er að minnst er á 50 kúa flæðiengi, sem lægi undir jörðina Vog sem var norðan Ósa, í Vilkinsmáldaga frá 1397. Ósar eru eitt af náttúruverndarsvæðum landsins. Þar er óvenjuleg fjölbreytni í lífríki fjöruborðsins auk fuglalífs. Ofan af Þrívörðuhæð liggur vegurinn niður slakka og nefnist hann Bringar. Þegar komið er niður á jafnsléttu eru vegamót á hægri hönd. Þar er Suðurstrandarvegur og liggur hann til Sandgerðis.

Hafnavegur

Stuttum spöl lengra, næst veginum, er vík sem nefnist Ósabotn. Hún liggur á milli Þjófhellistanga að vestanverðu og Steinboga sem er lítill klettatangi að austanverðu (nær Bringum). Spölkorni lengra er Hunangshella klöpp norðvestan vegarins (á hægri hönd). Gamall niðurgrafinn vegur í Hafnir lá í gegn um skarð sem er í klöppinni – nú grasi gróið. Sjálf Hunangshellan er stærri hluti klapparinnar sjávarmegin, nokkuð löng klöpp sem hallar móti norðvestri. Á háflóði eru 25-30 metrar frá Hunangshellu til sjávar. Þjóðsagan segir að á þessum stað hafi skrímsli legið fyrir ferðamönnum í myrku skammdeginu og gert þeim ýmsa skráveifu. En þessi meinvættur var svo vör um sig að engin leið reyndist að komast í færi til að vinna á henni – ekki fyrr en einhverjum hugkvæmdist að smyrja hunangi á klöppina.
Á meðan dýrið sleikti hunangið skreið maður með byssu að því og komst í skotfæri. Sagt er að hann hafi til öryggis Vagngatanrennt þrísigndum silfurhnappi í hlaup framhlaðningsins en fyrir slíku skoti stenst ekkert, hvorki þessa heims né annars.
Þegar ekið er áfram og nú í vestur meðfram Ósum er komið að gamalli heimreið. Á hægri hönd sést eins konar steyptur strompur. Það mun vera það eina sem eftir er af mannvirkjum býlis sem hét Teigur og er reyndar ekki strompur heldur gömul undirstaða vindrafstöðvar sem framleiddi rafmagn fyrir loðdýra- og síðar svínabú sem þar var sett á stofn snemma á 6. áratug síðustu aldar. Það var rekið fram á síðari hluta 8. áratugarins og mun hafa verið eitt fyrsta stóra svínabú landsins og sem slíkt merkilegur áfangi í nútímaiðnvæðingu en fóðrið var matarúrgangur frá mötuneytum í herstöðinni á Miðnesheiðinni (en með honum streymdu hnífapör og annað dót í Hafnir). Bóndinn í Teigi hét Guðmundur Sveinbjörnsson, var frá Teigi í Fljótshlíð, lærður skósmiður og hafði rekið skósmíðastofu í Reykjavík þegar hann setti upp búið í Teigi. Og þótt það sé aukaatriði má geta þess að Guðmundur í Teigi mun hafa verið einna fyrstur manna til að kaupa og nota japanskan ,“pikköpp-bíl“ hérlendis – en Guðmundur í Teigi mun hafa verið á undan sínum samtíðarmönnum í ýmsu sem laut að tækni. [Við leifar útihúss má t.d. sjá nokkur járnherfi frá byrjun síðustu aldar.]

Hafnavegur

Þá er komið í Kirkjuvogshverfi sem nú nefnast Hafnir í daglegu tali en þar hafa búið 80-130 manns s.l. 3 áratugi. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 hverfi (lendingar), þ.e. Kalmanstjörn, Merkines og Kirkjuvog.“
Hafnavegurinn er mjög greinilegur, sem fyrr sagði. Kastað hefur verið upp úr götunni svo hún sést vel þar sem hún liðast upp lágheiðina (Bringurnar). Nokkrar heilar vörður (sennilega endurhlaðnar) eru við götuna og auk þeirra má víða sjá fallnar vörður. Herkampur, Camp Hopkins, var settur yfir götuna á kafla. Má enn sjá ummerki eftir mannvirkin, ekki síst „vörðu“ glerbrota bjórflaska. Hlutaðeigendur virðast því hafa notið dvalarinnar meðan á stóð.
Tvær vörður hafa nýlega verið hlaðnar á kampssvæðinu. Á þær eru fest upplýsingaspjöld um tilkomu Bandaríkjahers hér á landi 1941 er þeir tóku við af breska hernámsliðinu. Ýmsir kampar voru vítt og breitt um Suð-Vesturland.
HafnavegurÍ fyrstu var búið í skálum Bretanna. Bandaríkjamenn reistu síðan aðra tegund af bröggum, Nissen-bragga, sem þóttu bæði reisulegri og betri mannabústaðir. 

Um Ketilsbrekku segir m.a. í gamalli þjóðsögu: „Eitt sumar var Ketill í Kotvogi á heimleið frá Keflavík. Hann hvíldi sig í brekku einni á Hafnaheiði, sem kölluð er Ketilsbrekka. Þar hafði hann skamma viðdvöl en lagði síðan af stað aftur.
Skömmu áður en að hann kom að Þrívörðum á miðri heiðinni, sá hann stúlku koma gangandi móti sér sunnan að. Honum varð nokkuð starsýnt á stúlkuna, af því að búnaður hennar allur og fas var með nokkurum öðrum hætti en þá tíðkaðist. Litla tágakörfu hafði hún í hendi, fulla af margvíslega litum, skrautlegum blómum.
Stúlka þessi var svo Glerbrot grönn í vexti að það vakti sérstaka athygli Ketils. Er hún varð Ketils vör virtist koma á hana hik og ókyrrð nokkur. Hún hélt þó áfram eftir veginum þar til á að giska 30 metrar voru á milli þeirra. Þá nam hún skyndilega staðar og blíndi á hann, en vék síðan af vegi og gekk á svig við hann svo að alltaf var jafn langt á milli.
Katli fannst kona þessi undarleg mjög og þegar hún vék úr vegi kallaði hann til hennar og heilsaði henni. Ekki svaraði hún einu orði, en hélt áfram að stara unz hún var komin jafn langt aftur fyrir og hún hafði verið fyrir framan hann er hún fór út af veginum. Gekk hún þá aftur inn á götuna og hélt áfram austur eftir henni. Alltaf horfðumst þau í augu, en eftir að hún kom á þjóðveginn aftur virtist hún ekki hafa eins mikinn beyg honum. Þó leit hún oft um öxl. Ketill reyndi ekki frekara að ná tali af henni eða grennslast eftir hver hún væri. En ekki kannaðist hann við hana úr nærsveitunum því að þar þekkti hann hvert mannsbarn.“
Á leiðinni frá Höfnum er farið fyrir ofan Stekkjarnes og framhjá Hunangshellu. Um hana segir ein þjóðsagan: „Finngálkn Hunangshellaer það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.
Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annara þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki. Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni. Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta.
Hellan er síðan kölluð Hunangshella og er hún við landsuður-horn Ósanna hjá alfaraveginum milli Keflavíkur og Hafna.“

Varða

Ofar, ofan núverandi þjóðvegs, eru Þríhólar og Strokkhóll vestar. Í honum eru álfar eða huldufólk sagt búa. Hæðin norðar, þaðan sem fyrst sést að Höfnum er núverandi þjóðvegur er ekinn, heitir Þrívörðuhæð – (Þrívörður skv. örnefnalýsingu fyrir Hafnir).
Þótt auðvelt sé fyrir vana sporgöngumenn að rekja Hafnaveginn er hann ekki sjálfgefinn. Augljóst er þó að vagngatan frá því í lok 19. aldar hefur verið lögð ofan á gömlu leiðina á köflum, sem fyrr sagði, en eldri leiðina má vel greina þar sem hún liggur hlykkjóttari með vöngum lágra hjalla. Báðar leiðirnar stefndu þó augljóslega að sama marki – til byggðalaganna beggja enda. Ein varðan stendur ein í lægð undir Bringum. henni hefurverið haldið við til langs tíma einhverra hluta vegna. Frá henni liggur vörðuð gata til norðurs, áleiðis að enda Djúpavogs. Þar gæti verið um að ræða hluta „Kaupstaðaleiðarinnar“. Vegna vanhugsaðra framkvæmda á svæðinu millum Ósabotna og Bringa hefur vagngatan verið eyðilögð að hluta. Í raun er hér um að ræða eina merkilegustu einstöku fornleif svæðisins – sem þó virðist vera á fárra vitorði og lítill sómi hefur verið sýndur.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Rauðskinna I 4, Þjóðsagnabókin I 30.
-Jón Árnason I 611.
-Örnefnalýsing fyrir Hafnir.
-leoemm.com

Hafnavegur

Hafnavegur

Tveimur vel hlöðnum vörðum, yfir mannhæða háar, hefur verið komið fyrir á svæði á Þrívörðuhæð við Hafnaveg sunnan Keflavíkurflugvallar. Vörðurnar eru við herkampana Camp Hopkins og Camp Rising, sem þarna var á stríðsárunum, og lýsa komu hersveita Bandaríkjamanna hingað til lands 1941, vinnu hermannanna við að koma sér fyrir hér á landi í Nissenbröggum og herbúðalífinu sem við tók.
Á þessum vörðum eru upplýsingaskilti. Á öðru þeirra er eftirfarandi texti:

Bandaríski herinn á Íslandi
VörðurnarVorið 1941 kom Churchill forsætisráðherra Breta fram með þá tillögu við Fanklin Roosevelt forseta Bandaríkjanna, að bandarískur her leysti sveitir Breta af. Roosevelt var tregur til að senda hermenn án þess að ósk um slíkt kæmi frá íslenskum stjórnvöldum. Engu að síður þá var snemma í júní tekið til við að udnirbúa för bandarísks herliðs til Íslands. Bandarískar könnunarsveitir voru sendar til landsins til að skoða hugsanlega staði fyrir eftirlitsflugvelli og safna gögnum um húsnæði og lífskjör; loftvarnir, varnir við ströndina og við hafnir; og ástand hernaðarmannvirkja.
Bandaríkjamenn fengu formlegt boð frá Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra Íslands, í júlí 1941. Þann sama dag tilkynnti bandaríkjaforseti þinginu um ráðstöfun sveita úr loft-, land- og sjóher til Íslands.

Bandarískir sjóliðar fyrstir á staðinn
Annað upplýsingaspjaldiðFyrsta stórfylki sjóhersins, undir stjórn John Marston, hershöfðingja, var fyrsta bandaríska herliðið sem kom til Íslands. Það lenti við Reykjavíkurhöfn 7. júlí og fékk brátt liðsauka frá flugher, flota og landher.
Sjóliðarnir bjuggu upphaflega til bráðabirgða í Nissenskálum sem bresku hersveitirnar höfðu reist og hófust brátt handa við að byggja nýjar herbúðir. Victoria Park og Camp MacArthur, tvær samliggjandi herbúðir í Mosfellssveit norðaustur af Reykjavík, voru teknar í notkun af fyrsta herfylki. Annað herfylki kom sér fyrir í Camp Baldurshagi. Þriðja herfylki tók yfir breskar búðir, Camp Brautarholt, sem voru staðsettar á klettanesi nálægt innsiglingunni í Hvalfjörð. Þetta voru litlar ókláraðar búðir án rafmagns eða pípulagna. Hlöðu hafði verið breytt í matsal yfirmanna. Fimmta varnarherfylki, loftvarnasveit, var dreift í nokkrar búðir nálægt höfninni og fyrir austan borgina. Stórskotaliðið sá um að manna byggingarflokka sem reistu marga Nissenskála og önnur herbúðarmannvirki og byssustæði.
Nissen-braggiSjötta sjóliðasveit sem var hreyfanleg sveit, fékk það verkefni að byggja nýjar herbúðir til að hýsa sveitir landhersins. Litlar búðir með Nissenskálum höfðu áður verið reistar af Bretum, en pípu- og raflagnir og aðra aðstöðu átti enn eftir að útbúa. Sjóliðarnir reistu þess bráðabirgðaskála með hraði sem svefnskála, spítala, kirkjur, matsali, bíósali, vöruhús og skrifstofur. Í janúar 1942 fékk Sjóherinn skipun um að láta Landhernum eftir herbúðir sínar og snúa aftur til Bandaríkjanna þar sem þeim yrði fengin önnur verkefni. Í mars höfðu stórar sveitir bandaríska flotans. landhersins og flugsveita landhersins (AAF) komið sér fyrir á Íslandi.“

Á hinu er eftirfarandi texti:

Bandaríkjaher tekur við stjórninni
Nissan-braggiÍ apríl 1942 var skiptingunni frá bresku herliði yfir í bandaríkst herlið að mestu lokið. 22. apríl tók Bandaríkjaher við yfirstjórn herliðsins á Íslandi, undir stjórn Charles H. Bonesteel majórs. Boonesteel setti upp aðalstöðvar í Camp Tadcaster (sem var endurskírður Camp Pershing) við Elliðaár í Reykjavík, og var þá 3 km fyrir utan borgina og 1.5 km fyrir austan fyrrum höfuðstöðvar breska hersins í Camp Alabaster.
Hersveitirnar voru dreifðar um fjöldan allan af herbúðum innanbæjar, fyrir austan borgina, í Hafnarfirði í suðri og í Mosfellsbæ í norðaustri. Aðalstöðvar bandaríska flotans voru staðsettar í Camp Knox í norðvesturhluta Reykjavíkur og flugstöðvar flotans tóku yfir tvær stórar herbúðir við norðurströnd Fossvogs nálægt flugvellinum sem Bretar höfðu byggt. Flestar þessara búða hafa nú horfið vegna stækkunar borgarinnar. Þær fáu byggingaleifar sem enn standa eru vel varðveittar steinhleðslur, skorsteinar, vegir, stígar og stöku virki.

Herbúðabyggingar og herbúðalíf
Nissan-braggiLiðsafli verkfræðisveita sem áttu að sjá um byggingu herbúða var lítill og var oft aukinn með mönnum frá öðrum sveitum auk innlendra verkamanna. Verkið sóttist seint vegna óblíðs veðurfars og upp komu alvarleg tæknileg vandamál. Aðflutningar byggingarefnis voru mikið vandamál þar sem Ísland var langt frá birgðastöðvum hersins.
Stórskotalið sem áttu að byggja fleiri herbúðir sendu vinnuflokka á valda staði til að reisa Nissenskála undir verkstjórn fárra manna úr sveit konunglegra verkfræðinga. Ekki var óalgengt að mennirnir ynnu 16 stundir á sólarhring og fjöldinn allur af herbúðum var reistur á nokkrum vikum. Hópur sex eða fleiri manna gat reist skála á nokkrum klukkustundum. Hóparnir luku 16 skálum á dag.

Nissan-braggi

Nissenskálarnir var einfaldur í smíði. Endar hvers skála voru gerðir úr þremur viðareiningum sem mhægt var að setja saman á nokkrum mínútum. Klæðningin að innanverðu var gerð úr viðarplötum á 4×2 stálgrind. Bogadregnir veggirnir og þakið voru klæddir bárujánsplötum. Tvö lög að málmplötum voru sett neðst í hliðarnar en þakið var með einfaldri klæðningu. Byggingunni var haldið uppi af sveigðum burðarbitum (T-bitum) úr stáli. Hverjum skála fylgdi fullkomið sett af verkfærum og tækjum. Það eina sem þurfti að gera á staðnum var að útbúa grunn úr steinsteypu eða hraunkubbum.“

Fyrrnefndir braggar voru nefndir eftir hönnuðinum, Bjorn Farlein Nissen, en hann fæddist í Gjorvik nálægt Osló 1863, fluttist til Ameríku og starfaði þar við hönnun.Upplýsingaskilti

Hafnavegur

Hin forna þjóðleið milli Rosmhvalaness (Keflavíkur) og Hafna lá um Hafnaveg. Enn í dag má sjá götuna þar sem hún liggur frá Höfnum austan þorpsins neðan við eyðibýlið Teig, út með Ósabotnum, um Bringur áleiðis upp í Ketilsbrekku og að varnargirðingunni. Innan hennar voru gerðir sorphaugar svo gatan hverfur þarna undir þá.
HafnavegurHafnavegur er mjög greinilegur. Kastað hefur verið upp úr götunni svo hún sést vel þar sem hún liðast upp lágheiðina (Bringurnar). Nokkrar heilar vörður (sennilega endurhlaðnar) eru við götuna og auk þeirra má víða sjá fallnar vörður. Herkampur, Camp Hopkins, var settur yfir götuna á kafla. Má enn sjá ummerki eftir mannvirkin.
Tvær vörður hafa nýlega verið hlaðnar á kampssvæðinu. Á þær eru fest upplýsingaspjöld um tilkomu Bandaríkjahers hér á landi 1941 er þeir tóku við af breska hernámsliðinu. Ýmsir kampar voru vítt og breitt um Suð-Vesturland. Í fyrstu var búið í skálum Bretanna. Bandaríkjamenn reistu síðan aðra tegund af bröggum, Nissen-bragga, sem þóttu bæði reisulegri og betri mannabústaðir.
Um Ketilsbrekku segir m.a. í gamalli þjóðsögu: „Eitt sumar var Ketill í Kotvogi á heimleið frá Keflavík. Hann hvíldi sig í brekku einni á Hafnaheiði, sem kölluð er Ketilsbrekka. Þar hafði hann skamma viðdvöl en lagði síðan af stað aftur.
Skömmu áður en að hann kom að Þrívörðum á miðri heiðinni, sá hann stúlku koma gangandi móti sér sunnan að. Honum varð nokkuð starsýnt á stúlkuna, af því að búnaður hennar allur og fas var með nokkurum öðrum hætti en þá tíðkaðist. Litla tágakörfu hafði hún í hendi, fulla af margvíslega litum, skrautlegum blómum. Stúlka þessi var svo grönn í vexti að það vakti sérstaka athygli Ketils. Er hún varð Ketils vör virtist koma á hana hik og ókyrrð nokkur. Hún hélt þó áfram eftir veginum þar til á að giska 30 metrar voru á milli þeirra. Þá nam hún skyndilega staðar og blíndi á hann, en vék síðan af vegi og gekk á svig við hann svo að alltaf var jafn langt á milli.

Hafnavegur

Katli fannst kona þessi undarleg mjög og þegar hún vék úr vegi kallaði hann til hennar og heilsaði henni. Ekki svaraði hún einu orði, en hélt áfram að stara unz hún var komin jafn langt aftur fyrir og hún hafði verið fyrir framan hann er hún fór út af veginum. Gekk hún þá aftur inn á götuna og hélt áfram austur eftir henni. Alltaf horfðumst þau í augu, en eftir að hún kom á þjóðveginn aftur virtist hún ekki hafa eins mikinn beyg honum. Þó leit hún oft um öxl. Ketill reyndi ekki frekara að ná tali af henni eða grennslast eftir hver hún væri. En ekki kannaðist hann við hana úr nærsveitunum því að þar þekkti hann hvert mannsbarn.“
Á leiðinni frá Höfnum er farið fyrir ofan Stekkjarnes og framhjá Hunangshellu. Um hana segir ein þjóðsagan: „Finngálkn er það dýr kallað sem köttur og tófa geta saman. Er það grimmt mjög og öllum vargi skaðlegri fyrir sauðfé manna og skotharðast allra dýra. Vinnur engin kúla á finngálknið og verður það ekki skotið nema með silfurhnapp eða silfurkúlu. Það er og styggt mjög og ákaflega frátt á fæti.

Hunangshella

Einu sinni lagðist finngálkn á sauðfé Hafnamanna og annara þar nærlendis. Hélt það sig mest umhverfis Ósana, sem kallaðir eru og gjörði tjón mikið. Reyndu menn á allar lundir að drepa finngálknið en það tókst ekki. Gekk svo lengi þangað til loksins að maður einn sem vissi jafnlangt nefi sínu hitti upp á því að hann makaði hellu eina við Ósabotnana með hunangi. Vissi hann að finngálkn er mjög sólgið í sætindi, helzt hunang. Síðan lagði maðurinn sig í leyni skammt frá hellunni. Dýrið rann á hunangslyktina og fór að sleikja helluna. Skaut þá maðurinn dýrið og hafði silfurhnapp af bol sínum fyrir kúlu. Þótti öllum mjög vænt um verk þetta.
Hellan er síðan kölluð Hunangshella og er hún við landsuður-horn Ósanna hjá alfaraveginum milli Keflavíkur og Hafna.“
Ofar, ofan núverandi þjóðvegs, eru Þríhólar og Strokkhóll vestar. Í honum eru álfar eða huldufólk sagt búa. Hæðin norðar, þaðan sem fyrst sést að Höfnum er núverandi þjóðvegur er ekinn, heitir Þrívörðuhæð – Þrívörður skv. örnefnalýsingu fyrir Hafnir.

Heimild m.a.:
-Rauðskinna I 4, Þjóðsagnabókin I 30.
-Jón Árnason I 611.
-Örnefnalýsing fyrir Hafnir.

Fallin varða

Hafnir

Á haustmánuðum árið 2002 var ákveðið af Byggðasafni Reykjanesbæjar og Umhverfis- og skipulagssviði bæjarins að ráðast í fornleifaskráningu fyrir bæjarfélagið. En skylt er samkvæmt skipulagslögum að vinna slíkt verkefni.

Skálinn

Í október var hafist handa og dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur sem rekur Fornleifafræðistofuna ráðinn til þess að stýra verkefninu og Sandra Sif Einarsdóttir þjóðfræðingur til að sinna skráningunni. Við fornleifaskráningu er mikið notast við loftmyndir. Þegar ein slík var skoðuð í nóvember 2002 sá Bjarni form landnámsskála í túninu fyrir aftan Kirkjuvogskirkju í Höfnum og styrktist sá grunur þegar hann fór og kannaði svæðið. Í lok nóvember gerði Bjarni prufuholur í miðju hins meinta skála. Það  var gert í von um að finna langeld til þess að staðfesta að hér væri um skála að ræða (langeldar finnast einungis í skálum). Gerðar voru tvær holur og í þeirri seinni fannst langeldurinn á tæplega 1 m dýpi. Bjarni tók viðarkolasýni sem send voru í C-14 aldursgreiningu. Niðurstaðan úr þeirri greiningu var sú að það er hægt að segja með 95% vissu að skálinn sé frá árunum 690-900 e. Kr. Með öðrum orðum skálinn var við lýði á því tímabili.
Í Landnámu segir að Herjólfur Bárðarson, frændi og fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar hafi fengið land á milli „Vágs ok Reykjaness“, sem þýðir líklegast að Herjólfur hafi átt land frá Ósum í Höfnum og alveg að Reykjanestá. Vegna þessara tengsla við orðið „vágr“ og nálægðar skálans við Kirkjuvogskirkju, Kirkjuvog og Kotvog var ákveðið að kalla bæjarstæðið Vog. Í skýrslu sem Bjarni skrifaði svo um niðurstöður sínar segir hann frá þeim gruni sínum að fleiri rústir séu í kringum skálann, bæði vegna hóla á svæðinu sem gætu verið merki um rústir og vegna þess að í kringum skála frá þessum tíma eru gjarnan fleiri byggingar og aðrar mannvistarleifar, t.d. fjós, jarðhýsi og öskuhaugar.

Landnámsbærinn

Til þess að fá þetta staðfest var ákveðið að jarðsjámæla svæðið. Þær aðferðir á jarðsjámælingum sem í boði eru á Íslandi henta fornleifafræðirannsóknum ekki alltaf nógu vel og eru viðnáms- og segulmælingar venjulega notaðar við slíkt erlendis. Tim Horsley doktorsnemi í jarðeðlisfræði á fornleifafræðisviði háskólans í Bradford, Englandi var því fenginn til þess að framkvæma viðnáms- og segulmælingar á svæðinu. Rannsókn Tim á svæðinu í Höfnum ásamt öðrum sem hann hefur framkvæmt á Íslandi verða hluti af doktorsritgerð hans. Ritgerð hans fjallar um hvort hægt sé að framkvæma slíkar mælingar á Íslandi, en það hefur lengst af ekki verið talið hægt vegna sérstakrar jarðfræði landsins. Rannsóknir Tim hafa hins vegar leitt annað í ljós, þó verða svona mælingar líklega alla tíð mjög erfiðar sökum jarðfræði landsins. Þar sem að frekar djúpt er á fornleifarnar í Höfnum, eða tæpur 1 m þá var ákveðið að fara tvær umferðir með mælitækjunum og eftir þá fyrri taka u.þ.b. 0.5 m ofan af svæðinu til þess að nákvæmari niðurstöður gætu fengist úr rannsókninni og hægt yrði að bera saman niðurstöðurnar úr báðum mælingunum.

Kirkjuvogskirkja

Tim viðnáms- og segulmældi 60 x 60 m stórt svæði í kringum landnámsskálann. Niðurstöðurnar sem Tim fékk úr mælingunum voru að auk skálans eru trúlega fimm rústir á svæðinu sem mælt var. Þrjú lítil „hús“ austan við skálann og tvær ógreinanlegar rústir vestan og norðvestan við skálann Eftir að mælingum Tims var lokið var hafist handa við að tyrfa yfir svæðið sem opnað var. Þar sem skálinn liggur var hlaðið upp nokkrum lögum af torfi til þess að líkja eftir útlínum hans. Hraunhellur voru settar nálægt miðju skálans til þess að tákna langeldinn og ein hraunhella sem táknar bæjarhelluna sett við hugsanlegan inngang. Þannig geta gestir og gangandi virt fyrir sér hvernig skálinn getur hafa litið út.
Vogur - tilgátaÁ skilti við minjarnar stendur: „Árið 2003 fundust á þessum stað tóftir langhúss sem er 18m að lengd og 8 m að breidd. Þá eru greinilegar tóftir fleiri smáhýsa á svæðinu. Við C14 aldursgreiningu fornleifasýna kom fram sterk vísbending um að bærinn hafi verið reistur fyrir árið 900. Frekari rannsóknir eiga eftir að fara fram á svæðinu. Mögulega er hér kominn bústaður Herjólfs Bárðarsonar.
Svo segir í Landnámu: „Herjólfr… var frændi Ingólfs ok fóstbróðir. Af því haf Ingólfs honum land millum Reykjaness og Vágs. Hann sonr var Bárðr, faðir Herjólfs, þess er fór til Grænlands ok kom í hafgreningar.“. Herjólfur, landnámsmaður í Vogi, hefur því verið langafi Bjarna Herjólfssonar sem fyrstur Evrópumanna sá meginland Ameríku.
Reykjanesskaginn allur fellur undir Landnám Ingólfs Arnarssonar. Síðar gaf hann þeim sem hann vildi úr landnámi sínu. Þannig hefur landið sem Herjólfur fékk náð yfir allan Hafnahrepp.
Örnefnið „Vogur“ er væntanlega eldri mynd af „Kirkjuvogi“. Einnig er þekkt örnefnið „Lögrétta“ úr nágrenninu sem talið er að sé undir norðaustur horni kirkjugarðsins.“
Við Kirkjuvogskirkju er annað ankerið af Jamestown, sem náðst hefur upp af strandstaðnum við Ósa. Austan þess var Lögréttan.

Heimild:
-Sigrún Ásta Jónsdóttir forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar.
-Upplýsingaskilti við „landnámsbæinn“ í Vogi (Höfnum).

Hafnir

Skilti við „Vog“ í Höfnum.

Kirkjuvogskirkja

„Hafnir eru á vestanverðu Reykjanesi, sunnan Miðness. Í bókinni „Landið þitt Ísland„, eftir Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson segir að Hafnir skiptist í þrjú hverfi, Kirkjuvogshverfi, Merkineshverfi og Kalmans-tjarnarhverfi. 

Kirkjuvogur 1900

Einnig segir í sömu bók að stórbýli sveitarinnar hafi verið þrjú, Kirkjuvogur, Kotvogur og Kalmanstjörn. Sandhöfn og Kirkjuhöfn voru einnig stórbýli á árum áður og mun nafnið Hafnir vera dregið af þeim.
Vitað er að kirkja var í Kirkjuhöfn um 1350 en talið er að hún hafi lagst af nokkru síðar. Síðar var sóknarkirkja Hafnanna að Vogi. Þegar Svarti dauði geisaði 1402 var kirkja í Vogi. Heimildir herma að kirkjan hafi verið flutt að Kirkjuvogi laust fyrir 1575 en frá því ári eru heimildir um að Gísli biskup hafi vísiterað þar. Þegar kirkjan var flutt frá Vogi að Kirkjuvogi voru bein flutt frá Kirkjuhöfn í Kirkjuvogsgarð. Þegar Brynjólfur biskup í Skálholti vísiteraði í Höfnum árið 1642 segir hann að kirkjan í Kirkjuvogi sé að mestu ný, með sex stafgólfum og kapellu inn af. Þá áttu sókn að kirkjunni nokkur stórbýli sem mest hlunnindin höfðu eins og Vogar, Ytri-Njarðvík, Innri-Njarðvík, Narfakot, Merkines, Gálmatjörn, Sandhöfn og Kirkjuhöfn.
Hákon Vilhjálmsson fæddist í Kotvogi árið 1753, sonur Vilhjálms Hákonarsonar og Ingiríðar Tómasdóttur sem ólst upp í Miðbænum í Kirkjuvogi. Hann var hreppstjóri og hafnsögumaður á Básendum. Hann byggði nýja kirkju í Kirkjuvogi árið 1805 fyrir 239 ríkisdali. Í ofsaveðrinu mikla 1799 þegar Bátsendakaupstað  ók af, skemmdist kirkjan í Kotvogi mikið sem líklega hefur orðið til þess að ný kirkja var reist.
Kirkjan í Höfnum var annexía frá Útskálum, áður lá hún til Hvalsnesprestakalls. Prófasturinn á Kjalarnesi skoðaði kirkjuna 24. ágúst árið 1862. Þá er byggingu hennar lokið og tekið fram að hún sé öll máluð að innan. Árið 1866 Iét Vilhjálmur byggja kór og fordyri við kirkjuna.“

Heimild:
-Dagur, 18. desember 1999, bls. 1 og 3.

Kirkjuvogskirkja

Kirkjuvogskirkja – Jón Helgason 1920.

Prestastígur

Gengið var þvert yfir vestanverðan Reykjanesskagann um Prestastíg frá Húsatóftum (Húsatóttum/Húsatóptum) á sunnanverðum skaganum yfir í Hundadal ofan við Kalmannstjörn á honum norðanverðum með viðkomu í fiskgeymslubyrgjum í Sundvörðuhrauni og öðrum sambærilegum í Eldvörpum, auk þess sem skyggnst var inn í útilegumannabælu í hraununum. Þessi kafli Prestastígsins er að jafnaði u.þ.b. 16 km, en að þessu sinni var ætlunin að nýta nálægt 20 km í þágu göngunnar.

Eitt af nýfundnum byrgjum í Eldvörpum

Prestastígsnafngiftin er tiltölulega nýlegt heiti á þessari annars fornu þjóðleið, sem um aldir hefur verið nokkuð fjölfarin milli Staðahverfis og Hafna. Sú skýring á nafninu er þó líkleg að með prestakallalögum frá 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fyrrum fornu leið. Presthóll á hæstu hæð Hafnamegin undirstrikar nafngiftina. Annars er leiðin ágætt dæmi um seinni tíma prestaleið því gatan er bæði vel og þétt vörðuð, auk þess sem hún er unnin víðast hvar, bæði með brúargerð í gjám og úrkasti í móum og melum. Yfirvaldið hafði í hendi sér að nýta þegnskylduánauðina og hvernig gat verið nýtanlega en við vörðu- og vegagerð? Þegar horft er á vörðurnar má sjá mismunandi handbragð, auk þess þær geta verið ólíkar að stærð og lögun. Efnið í þeir er einnig mismunandi því það tók óneitanlega mið af aðstæðum á hverjum stað. Handbragðið og útlitið gæti hafa breyst frá því að vörðurnar voru fyrst hlaðnar því búið er að endurhlaða margar þeirra á leiðinni. Meginlínan hefur þó haldið sér, þ.e. að vörðurnar eru vestan stígsins. Þó má sjá stakar vörður á leiðinni, sem virðast ekki vera í röðinni. Ein þeirra er t.a.m. landamerkjavarða á mörkum Hafna og Grindavíkur vestan götunnar og önnur var hlaðin austan hans eftir að maður varð úti eða bráðkvaddur á leiðinni. Sumar varðanna eru nú fallnar og hafa ekki verið endurhlaðnar, einkum á miðkafla leiðarinnar, vestan Sandfellshæðar.
Í seinni tíð hefur þessi fornu þjóðleið verið nefnd Prestastíg en hvergi finnast þess merki í gömlum heimildum. Geir Bachmann lýsir þeim þjóðleiðum sem frá Grindavík liggja í sóknarlýsingu frá 1840. Hann nefnir með nafni fyrstu þrjá aðalvegi yfir hraunin (Árnastíg, Skipsstíg og Skógfellastíg) en segir svo: „Sá fjórði og síðasti vegur sem úr sókninni liggur og alþjóðarvegur má kallast, liggur upp frá Húsatóftum í útnorður ofan í Hafnirnar og er hann sá eini sem héðan farinn verður þangað“. Þetta er eini vegurinn frá Grindavík sem Geir nefnir ekki með nafni.
Annað nýfundið byrgi í EldvörpumGengið var upp frá Húsatóftum. Nú er gatan vörðuð upp af brún Hjálmagjáar norðan við Harðhaus og Dansinn, en hún lá áður upp frá Nónvörðu suðvestan við Húsatóftir. Þar voru gatnamótin að Stað og Húsatóftum/Járngerðarstaðahverfi til austurs. Við þann kafla leiðarinnar má enn sjá fallnar vörður að Gerðisvöllum ofan við Stóru-Bót. En þar sem engin varða er á leiðarkaflanum frá Nónvörðu að gatnamótum þessarra hlöðnu varða upp frá Hjálmagjá má ætla að gatan hafi fyrrum ekki verið jafn vel vörðuð og nú má augum líta.
Þjóðsögur eru tengdar bæði Harðhaus og Hjálmagjá, en þær má sjá annars staðar á vefsíðunni þar sem umhverfi Húsatófta er lýst.
Ofan við Hjálmagjá er Byrgishæð. Á henni má sjá leifar nokkurra fiskbyrgja frá Húsatóftum. Móar eru ofan gjárinar. Þegar komið er upp fyrir gatnamót „Staðarvegar“ skýrist gatan verulega. Ofar, örlítið til vinstri, er Skothóll (með fuglaþúfu á) og til hægri handar eru 
Tóftarkrókar inn í apalhraunbrúnir, sem þar eru. Hraunið er hluti af einu Eldvarpahraunanna. Gengið var yfir Miðgjá og síðan Hrafnagjá. Í hana hefur verið hlaðin myndarleg hraunbrú.
Leifar útilegumanna?Þegar tilteknu miði var náð var stefnan tekin til austurs, að fiskigeymslubyrgjunum undir jaðri Sundvörðuhrauns. Byrgi þessu féllu í gleymsku, en fundust aftur á seinni hluta 19. aldar. Vildu menn meina að þarna hefði verið tilbúnir felustaðir Grindvíkinga ef Tyrkirnir kæmu aftur (þeir komu til Grindavíkur í júnímánuði 1627 og tóku 12 íbúa og 3 Dani herfangi) eða að þarna hefðu útilegumenn leynst um tíma. Fjallað er um Tyrkjaránið I og Tyrkjaránið II sem og „Tyrkjabyrgin“ á annarri vefsíðu FERLIRs].
Þá var stefnan tekin á sambærileg byrgi, ósnert í Eldvörpum. FERLIR fann þau fyrir stuttu. Byrgin er sambærileg hinum fyrri og bíða rannsóknar áhugasamra fornleifafræðinga. Sú rannsókn gæti upplýst tilurð og notkun byrgjanna á báðum stöðunum.
Eldvarpagígaröðinni var fylgt yfir á Prestastíg og stefnan tekin á Hundadal. Rauðhóll var á vinstri hönd og síðan Sandfellshæð á þá hægri.
EGatvarða við Prestastígldvarpahraunið er yngsta hraunið á svæðinu, rann árið 1226. Þá gaus á u,þ.b. 10 km langri sprungurein. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku. Eldsumbrotin á þrettándu öld yst á Reykjanesskaganum stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226. Þessi hrina er nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Rauðhóll er hluti af eldri gígaröð sem Eldvarpahraunið hefur hulið að allnokkrum hluta. Rauðhólshraunið er talið 2000-3000 ára. Vestan við Sandfellshæð ævagamall hóll, Einiberjahóll. Hann er stakur gígur sem Rauðhólshraunið hefur umlukið.
Í Sandfellshæð er stór gígskál, Sandfellsdalur, og þar á hið mikla hraunflæmi dyngjunnar upptök sín. Hraunið er talið hafa runnið fyrir um 12 þúsund árum. Þegar norrænir menn komu til Íslands, síðla á níundu öld, var svæði þetta allt vel gróið en eftir mikil eldsumbrot og öskufall á Reykjanesi á öðrum fjórðungi þrettándu aldar hófst uppblástur á svæðinu. Ef grafið er niður í sandbollana í hrauninu þá er komið niður í jarðveg. Önnur gatvarða við Prestastíg
Norðvestan við Sandfellshæðina breyttist landlagið. Nú tóku við móar og síðan, þegar komið var yfir sigdæld milli dyngjunnar og Haugsvörðugjár, varð fínn basaltsandur ráðandi. Sandurinn er upprunninn í Stóru-Sandvík, en eftir að fok hans var heft um miðja 20. öld, snarminnkaði ángurinn á heiðina. Áður hafði honum þó tekist að leggja alla bæina vestan Kalmanstungu og Junkaragerðis í eyði. Gjáin dregur nafn sitt af hól vestast við gjána, Haug. Í kringum hólana er þunnt gjallkennt hraun og er það eldra en 8000 ára. Norðan þeirra taka við Stampahraunin með sínum fjórum sprungureinagígaröðum. Syðsta röðin nefnast Hörsl.
Prestastígur liggur um flekaskilin milli Evrópu- og Norðurameríkuflekanna. Í rauninni eru flekaskilin á öllu miðsvæði landsins frá SV til NA, allt frá norðvestanverðu Reykjanesi austur að Heklu. En ef menn vilja hafa einhver tiltekin mörk þar sem skilin eru nákvæmlega er ekkert verra að hafa þau við Haugsvörðugjá en einhvers annars staðar.
Þá tók við Kinnin og Presthóll sást framundan. Handan hans sást heim að Merkinesi og yfir til Hafna. Tvær gatavörður eru á þessum kafla er stinga í stúf við annars hefðbundnari vörðugerð á leiðinni. Hugsanlega hefur sá, sem falið var vörðugerðin á þessum kafla, viljað annað hvort breyta til eða tjá hug sinn til verksins með þessu framtaki. Og eflaust hefur handverkið fengið mikla umfjöllun í sveitinni og hverjum sýnst sitthvað um framtakið. Þessar vörður eru reyndar táknrænar fyrir það hvað allt öðruvísi getur verið eftirminnilegt.
Þá sást heim að Kalmannstjörn. Heiðin er tekin að gróa upp með staðbundum plöntum, sem er ánægjuleg þróun á vistkerfinu.
Þegar komið var niður í Hundadal var látið staðar numið, en stígurinn liggur áfram til austurs norðan Hafnavegar. Nokkrar vörður við hana standa enn, en aðrar eru fallnar.
Ánægður hópur að leiðarlokumÖll þessi leið er, sem fyrr segir, vel vörðuð og ber þess merki að þar hefur verið fjölfarið um aldir. Víða sést hvar umferðin hefur markað alldjúpar götur í hraunið og lausagrjót hefur verið tínt úr götunni og lagt til hliðar. Þetta var aðalleið vermanna af Suðurlandi, sem sóttu sjó frá Höfnum og af Rosmhvalanesi og þar hafa skreiðarlestir verið á ferð. Eins hafa Grindvíkingar lagt leið sína þarna um á þeim tíma sem þeir þurftu að sækja verslun til Básenda og öfugt, því Hafnamenn þurftu áður að sækja verslun til Grindavíkur um aldir.
Hafnir voru fyrr á öldum blómlegur útgerðarstaður og var þar stundaður umfangsmikill búskapur bæði til lands og sjávar. Vermenn fjölmenntu þangað á vertíðum og eru sagnir til um stórfellda útgerð Ketils Ketilssonar í Kotvogi, en hann gerði út þrjú skip á árunum 1870 – 1880 og voru þá um 50 sjómenn á hans vegum auk 22 annarra heimilismanna. Ketill var meðal auðugustu manna landsins á sínum tíma. Hann byggði steinkirkju þá sem enn stendur á Hvalsnesi, en Ketill átti m.a. alla Hvalsnestorfuna og Járngerðarstaði í Grindavík.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín.

Heimildir m.a.:
-Kristján Sæmundsson

Prestastígur

Prestastígur

Arnarbæli

Upp með Arnarbælisveggjum innan við Kirkjuvogslágar ofan Ósabotna í Höfnum liggur vörðuröð.
Varda-33Auk hennar má sjá fallnar vörður, sem verið hafa allstórar á meðan þær stóðu heilar. Ein þeirra er nánast grasi gróin, líklega mið frá Kirkjuvogi eða Kotvogi í Súlur. Nokkrar vörður standa þó enn heilar. Ætlunin er að reyna að fylgja þessum vörðum áleiðis upp í heiðina og sjá hvert þær leiddu. Í leiðinni var stefnan tekin á Arnarbæli, áberandi klapparhól. Á honum er varða.
Þegar skoðuð er örnefnalýsing Vilhjálms Hinriks í Merkinesi um Hafnir má sjá eftirfarandi um göngusvæðið: „
Nú ökum við til baka og tökum veginn, sem liggur til Hafna. Þegar kemur niður fyrir Bringa, sem áður eru nefndir, sjáum við litla tjörn á vinstri hönd, Vötn (í Vötnunum). Í leysingum getur verið þarna vatnsagi talsverður, því landi hallar þarna alls staðar að og verður stór slakki milli Arnarbælis að vestan og Selsins og Gjáhóla að austan. Ofarlega í hvilft þessari, sem er að mestu basaltklappir, eru þrír talsverðir hólar, og heita þeir einu nafni Hvalhólar. Ef við horfum til Arnarbælis, sjáum við bríkur og brúnir, sem lækka til norðvesturs, Arnarbælisveggir, en lægðin kölluð einu nafni Kirkjuvogslágar.
ArnarbaeliÍ nærri beinni línu frá Arnarbæli til norðvesturs eru þrír hólar. Hinn efsti heitir Sjónarhóll. Sá í miðið heitir Torfhóll og er hann þeirra stærstur, með rofhnubb uppi á toppnum. Neðst er strýtumyndaður, grasi vaxinn hóll, sem heitir Grænhóll.“
Skotæfingasvæði Keflavíkur er þarna í heiðinni. Skothvellir heyrðust af og til þegar gengið var samsíða skotstefnunni áleiðis upp í Arnarbæli. Hrunin varða, áður stór, var þar fremst á lágu klapparholti. Þegar komið var upp og inn fyrir skotbrautina kom í ljós stór heilleg varða. Gul málning var á einum steininum. Hún gat því verið landamerkjavarða, líklega á gömlum hreppamörkum.
Varda-34Önnur minni var skammt ofar, með stefnu á Stapaþúfu. Skammt frá henni var minni varða, með stefnu á Arnarbæli. Þegar horft var upp að Hvalhólum, mátti sjá vörðu hægra megin ofan þeirra. Þar er lægð í landið er liggur síðan niður með vestanverðu Arnarbæli.
Á Arnarbæli er varða á hraundrangi. Af honum er hið ágætasta útsýni yfir nágrennið, allt niður í Hafnir. Ekki er erfitt að álíta að Össur hafi gert sér bæli þar fyrrum.
Neðan Arnarbælis eru vörðubrot, en allt umleikis hefur verið tiltölulega greiðfært um heiðina, hvaðan og hvert svo sem ferðinni hefur verið heitið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Hafnir (Hafnahreppur) Vilhjálmur Hinrik Ívarsson skráði; fæddur 12/8 1899, Eyvík, Grímsnesi, Árnessýslu; flytur að Merkinesi í Höfnum 1934.

Arnarbælisgjá

Arnarbælisgjá.