Tag Archive for: Kjalarnes

Þingnes

“Heimildarritin geta eigi nema tveggja þinga hér á landi áður en alþingi var sett á stofn, Þórsnesþing og Kjalarnesþing. En að leiða út af þessu þá ályktun, að fleiri þing hafi eigi verið til hér á landi fyrir 930, virðist nokkuð hæpið. Það er auðvitað, að þinganna hér á landi er eigi getið nema í sambandi við einhverja atburði, eða þá af einhverjum öðrum sérstökum ástæðum. Að öðrum kosti er gengið þegjandi fram hjá þeim, eins og gengið er þegjandi fram hjá svo mörgum öðrum merkum atburðum, því fornsagan er fyrst og fremst viðburðasaga, en eigi réttarsaga eða þjóðmenningarsaga.

Þingnes

Þingnes – upplýsingaskilti.

Ari fróði, sem bezt og og áreiðanlegast þræðir réttarsögu landsins og framvaxtarsögu þjóðfélagsins, þótt fljótt sé yfir farið, minnist eigi einu sinni á Þórsnesþing. Aftur á móti getur hann um Kjalarnesþing á talsvert einkennilegan hátt. Hann segir svo frá: “Alþingi vas sett at ráþi Ulflíótz oc alra lanzmanna, þar es nú es, en áþr var þing á Kialarnesi, þat es Þorsteinn Ingólfssonr lannámamannz, faþeer Þorkels mána lögsögumannz, hafþi þar, oc höfþingiar þeir es at þuí hurfu”. Beinast liggur við að skilja orð þessi þannig, að eigi hafi verið til nema eitt þing hér á landi áður alþingi var sett á stofn, – Kjalarnesþing. Nú vitum vér með fullri vissu, að Þórsnesþing að minsta kosti, var sett löngu fyrir þann tíma, og þar er sjálfsagt, að Ara fróða var fullkunnugt um það líka, því hann var ættaður að vestan, afkomandi Þórðar gellis, er deiluna jafnaði [með liðum á Þórsnesþingi]. Hlýtur þá eitthvað og sérstakt að hafa verið einkennilegt við Kjalarnesþing, úr því hann minnist á það með þannig löguðum orðum, og getur það varla eftir atvikum verið annað en það, að Kjalarnesþing hafi haft líka þýðingu fyrir landið í heild sinni eins og alþingi hafi síðar, eða með öðrum orðum, að það hafi verið eins konar allsherjarþing, og verðum vér að hallast að þeirri skoðun. Þangað var skotið málum úr öðrum héruðum, sektarfé það, sem þar var dæmt, var gert að almannafé, þvert ofan í allar venjur, hefði þingið verið skoðað eingöngu sem héraðsþing, og goði sá, sem Kjalarnesþingi stýrði, var síðar við stofnun alþingis gerður að allsherjargoða. Allt bendir þetta í þá átt, að Kjalarnesþing hafi verið sameiginlegt fyrir land allt, og var þá engin furða, þótt endurminningin um það geymdist bæði vel og lengi”.

Esjuberg

Esjuberg – Leiðvöllur 1946.

Á öðrum stað (bls. 62-63) segir um Kjalarnesþing: “Kjalarnesþing hefir eflaust eins og nafnið bendir á verið haldið á Kjalarnesi, þótt nú sjáist þess lítil eða engin merki. Kjalnesingasaga segir, að það hafi verið haldið “suðr við sjóinn”, og þótt hún sé í flestum greinum á áreiðanleg, er eigi ólíklegt að hún hafi rétt fyrir sér í þessu, því endurminningin um hið forna, merka Kjalarnesþing hlaut að geymast lengi í minnum manna. Skammt út frá Mógilsá undir kleifunum við sjóinn er nefnt “Leiðvöllur”, og bendir það nafn á, að þar hafi einhvern tíma verið þing haldið. Leiðvöllur er breið grjóeyri, sem gengur út í sjóinn. Fyrir ofan eyrina liggur síki, og þar upp af að austanverðu er lítill grasgeiri, sem nú heitir Kirkjuflötur. Á henni sjást leifar af lítilli tóft, og þó mjög óglöggt. Önnur mannvirki sjást þar nú eigi, og mun sjórinn hafa rótað til og brotið af. Upp af eyrinni er brekka, víða grasi vaxin; hefur það eflaust verið “Þingbrekkan”. Slíkar þingbrekkur eru víða nefndar í fornsögunum, og hyggjum vér, að fornmenn hafi jafnan valið sér þingstað með tilliti til þess, að brekka eða hæð væri í nándinni, þaðan er vel mætti heyra mál manna, því frá þingbrekku fóru fram löglýsingar allar og tilkynningar”.

Esja

Esja – stekkur ofan Leiðvalla.

Af framangreindum skrifum að dæma virðist Kjalarnesþing upphaflega verið sem önnur hinna 13 vorþinga, en vegna tengslaleysis þeirra við setningu laga og dómauppkvaðningu virðist hafa orðið þörf fyrir samræmt þing þegar fyrir árið 900. “Víða í sveitum var orðið svo þéttbýlt þegar laust eftir 900, að brýn nauðsyn var á þingum eða einhverju öðru í þeirra stað til að ræða nauðsynjamál héraðanna og jafna deilur, og má nærri geta að örðugt hefir þótt að leita í aðra landsfjórðunga með hvert smáræði. Vér höfum því fyrir satt, að þing hafi risið smám saman víðsvegar um land, þótt eigi sé þess getið í sögunum.

Þingvellir

Þingvellir – kort.

Í hverju þingi fyrir sig hafa menn komið sér saman um helztu lagaákvæði og reglur, er fylgja skyldi, og hafa þær sjálfsagt verið nokkuð mismunandi í ýmsum héruðum landsins og sóttar sitt í hverja áttina. Meðan um innanhéraðsdeilur einar var að ræða, hefir þetta sjálfsagt getað bjargast og eigi orðið svo mjög að meini. En þegar landsbúum tók að fjölga og viðskifti og samgöngur á milli héraða að aukast, þá hlutu menn von bráðar að festa sjónir á annmörkum þeim, sem á þessu voru. Þegar sækja skyldi mál í önnur þing, kom það upp úr kafinu, að þar var allt öðrum reglum fylgt um málatilbúnað, sókn og vörn, eiðspjöll og sakarvætti, en í varnarþingi málshefjanda, og úrskurðir ef til vill byggðir á allt öðrum lagagrundvelli. Þetta hefir gert mönnum ókleift eða að minnsta kosti mjög örðugt að ná rétti sínum, er leita skyldi í önnur þing. Hlaut það því að verða eitt af brýnustu nauðsynjamálum landsins, að koma föstu skipulagi á þingin og mynda sameiginlega löggjöf fyrir allt land”.
Þetta gæti hafa verið hlutverk þingsins á Þingnesi, þ.e. að vera undanfari Alþingis, sem síðar var sett á Þingvöllum.

Efnið er úr Gullöld Íslendinga eftir Jóns Jónsson, alþýðufyrirlestrar með myndum, Reykjavík 1906, bls. 26-28.

Þingnes

Minjasvæðið á Þingnesi.

Blikdalur

FERLIR fær jafnan ábendingar um ýmislegt áhugavert. Sumt er birt, annað geymt til betri tíma. Hér kemur ein ábendingin.

Blikdalur

Blikdalur.

Í Blikdal í Esju eru leifar a.m.k. selja frá Brautarholti, Saurbæ, Hjarðarnesi og Ártúni. Dalurinn er lengstur Esjudala. Hann er milli sex og sjö km langur og ku vera stífur tveggja tíma gangur inn í Fossurðir, innst í dalnum. Dalurinn er um 2 km. breiður milli fjallsbrúna um miðjan dal, en þrengist nokkuð þegar innar dregur og dýpkar þar sem hann klýfur Há-Esjuna milli Dýjadalshnjúks og Kerhólakambs. Svo virðist sem fjöllin á báðar hendur hækki, en í raun og veru hækkar dalurinn jafnt og þétt inn í dalbotn. Blikdalur er nokkuð grösugur, einkum norðurhlíðarnar, sem vita á mót suðri, neðst er mýrlendi, ætið forblautt og illt yfirferðar, en hærra taka við valllendisbrekkur og grónar skriður en þar fyrir ofan mosaþembur og hálendisgróður sem nær á stöku stað upp á fjallsbrúnir.
Fremst er Ártúnsá (Blikdalsá), við kletta sem heita Sneiðingaklettar. Innst eru Fossurðir. Blikdalur er hömrum girtur að sunnan og suðaustanverðu og steypist Blikdalsá í mörgum sprænum niður úr hömrunum. Í kringum 1970 féll stór skriða úr hömrunum innarlega í dalnum þar sem heita Skollabrekkur. Hún byrjaði sem lítil aurskriða en endaði 400 metra breið neðst í dalnum.
Einn FERLIRsfélaganna var að lesa bók um jólin, eins og gengur. Hann sendi eftirfarandi fróðleik um efnið: „Í gær var ég að lesa eina af jólabókunum þ.e. Upp á Sigurhæðir, saga Matthíasar Jochumsonar eftir Þórunni Erlu Valdimarsdóttur og rakst þá á eftirfarandi texta á bls 259: „Matthías segir frá því þegar Guðrún (dóttir Runólfs óðalsbónda í Saurbæ [viðbót sendandi]) sendi honum úr selinu í Blikdal ber í skjólu og fáeinar línur með. Matthías nefnir ekki hvað Guðrún skrifaði, en bregst svo glaður við að hann ríður fram á dal til að þakka henni sendinguna. Sól skein „hlæjanda í heiði“ og Blikdalurinn var hinn hýrasti. Í fyrri útgáfunni að Söguköflum Matthíasar hefur allt er varðar þetta tildragelsi verið fellt niður. Þessi stund í dalnum leið í algleymi svo auðvelt er að ímynda sér hvað þau Guðrún gerðu. Eftir þetta fór samdráttur þeirra að „verða hljóðbær““.
Á bls. 260 segir ennfremur: „Annað ástarkvæði, „Daladrósin„, er skrifað í sömu stílabók og því greinilega um Guðrúnu uppi í selinu:

Matthías Jockumsson

Matthías Jockumsson.

Hátt í dalnum, sólarsalnum,
situr stillt og þýð,
snotur, hýr og hnellin,
há og grönn og smellin
dala-drósin blíð.

Hún er þar innan um lömbin; ástin rís með yndisþrá í ungu brjósti hennar, en rósin hnígur og hún er ein eftir í dalnum þegar sá sem hún elskar fer frá henni…., en hann kemur loks aftur úr austri. Lok þessa kvæðis er bara í stílabókinni en ekki í Ljóðmælum Matthíasar. Þar er sá sem hún elskar úti á hafi, ann henni heitt og biður fjallavindinn að færa sér koss „eldheitrar meyjar“ við „úrsvalan foss“.

Blikdalur

Tóft í Blikdal.

Raunveruleikinn var nokkurn veginn eins og í kvæðinu nema hvað hann varð mun svartari þegar samdráttur þeirra Matthíasar og Guðrúnar varð lýðum ljós. Dagurinn sæli í Blikdalnum er á berjatíma haustið 1872 en barn þeirra fæðist í janúar 1874. Samband þeirra virðist því hafa staðið í marga mánuði. Það er ekki fyrr en Guðrún verður þykkari sem skelfingin vaknar.“
Það hefur ýmislegt gerst í seljunum fyrrum þó ekki séu til margar frásagnir af lífinu þar. Það verður þó að geta þess að Matthías og Guðrún giftust sumarið 1875 eftir að Matthías hafði stungið af úr hempu og sókn frá henni óléttri haustið 1873.
Áhugavert verður að rifja framangreint upp viðð seljarústirnar í Blikdal, en ganga er fyrirhuguð þangað með hækkandi sól.
Matthías fæddist 13. nóvember árið 1835 að Skógum í Þorskafirði. Hann varð stúdent í Reykjavík 1863 og lauk prestaskólanámi tveimur árum síðar. Hann var eitt af ástsælustu ljóðskáldum Íslendinga, auk þess að vera mikilvirkur þýðandi erlendra bókmennta á íslenska tungu. Í dag er hann sennilega þekktastur fyrir þjóðsönginn ,,Ó Guð, vors lands”, sem hann orti úti í Skotlandi og Sveinbjörn Sveinbjörnsson gerði lag við. Honum var veitt ýmiskonar viðurkenning á langri ævi. Hann varð t.a.m. riddari af Dannebrog 30. nóvember 1899, dannebrogsmaður 1. maí 1906, heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands 1920 og heiðursborgari á Akureyri 11. nóvember 1920. Matthías var þríkvæntur. Hann lést 18. nóvember árið 1920, nýorðinn 85 ára. Þá hefur Blikdalurinn, tæpri hálfri öld fyrr, verið honum gleymdur – að mestu – líkt og selin okkur.

Blikdalur

Selin í Blikdal – uppdráttur ÓSÁ.

Árvellir

Ætlunin var að skoða fornminjar við Grundará undir Kerhólakambi Esju, öðru nafni Búa. Þar mun móta fyrir görðum Grundar, Esjubergs og Árvalla sem og tóftum bæjanna og öðrum mannvirkjum frá fyrri tíð. Þessar minjar virðast vera lítt þekktar þrátt fyrir að skammt frá hafi um langan aldur verið ein fjölfarnasta þjóðleið landsins (Vesturlandsvegurinn).

Forn gata ofan Esjubergs - Búi fjærÍ Kjalnesingasögu segir frá Esju á Esjubergi. Ofan núverandi bæjarstæðis þess bæjar er að sjá bæði forna garða og tóftir. Tilgangurinn var m.a. að skoða hvorutveggja og auk þess átti að freysta uppgöngu um einstigi þess fræga Búahellis (sem sumir segja að sé ekki til) í Búa.
Þá lágu fyrir heimildir um kirkju að Esjubergi. Sumir segja hana hafa verið þá fyrstu hér á landi. Á túninu átti, skv. fyrirliggjandi upplýsingum, að móta fyrir ferköntuðum garði og tóft.
Áður en lagt var af stað var auk þessa lagst yfir örnefnalýsingar af Esjubergi með góðri aðstoð frá Jónínu Hafsteinsdóttur á Örnefnastofnun Íslands. Í þeim kemur m.a. fram að (hafa ber í huga að þjóðvegurinn hefur verið færður, t.d. liggur hann nú undir Leiðhamra, en ekki upp Kleifina svonefndu og inn með Esjurótum eins og áður var): „
Vesturmörkin, milli Esjubergs og Skrauthóla, eru um Gvendarbrunn í Flóðará og beint upp Esju. Milli Móa og Saltvíkur eru merkin Móalækur um Gvendarbrunn og upp í há-Esju um Laugarnípu, sem er há nípa upp af Árvelli. Leiðhamrar eru þrír talsins. Austasti hluti þeirra tilheyrir Esjubergi, en hitt Móum. Úr honum er línan í Varmhóla, þar sem þeir eru hæstir, en það er hólaþyrping hér upp af. [Aths. Odds Jónssonar við Esjuberg.

 

Stekkur frá Grund neðan GljúfurdalsDys var upp af Varmhólum.] Upp af Leiðhömrum er mýri, þar sem tekinn var upp mór frá Esjubergi. Upp af Leiðvelli er flöt, er nefnist Kirkjuflöt. Þar var sagt, að hefði verið bænhús eða kirkja. Viðurinn í hana átti að hafa verið fluttur um Leiðvöll. [Hér er komin önnur vísbending um hugsanlega staðsetningu kirkju í landi Esjubergs.]
Ofan við veg er landið miklu breiðara, enda á Esjuberg land ofan vegar með Flóðará. Við gamla veginn, þegar kemur upp úr Kleifunum í Mógilsárlandi, er dys, sem nefnd er Dyngja. Þar átti að kasta steini í, er farið var framhjá. [Athugasemdir Sigríðar Gísladóttur, húsfreyju á Esjubergi við örnefni jarðarinnar. Sigríður er uppalin á Esjubergi og hefur átt þar heima óslitið frá árinu 1957. Dysin er/ var í landi Esjubergs. Var eyðilögð með stórvirkum vinnuvélum vorið 1981.]
Holtið, sem það er í, heitir Dyngjuholt. Austur af Dyngjuholti er mýri, sem kölluð er Dyngjumýri. Þar var tekinn mór, fyrst frá Grund og síðar frá Esjubergi, og sjást grafirnar þar vel ennþá.
Stekkur frá Árvöllum - Lauganípa fjærEinu sinni endur fyrir löngu stálu tveir strákar messuklæðum úr Móakirkju og skáru þau niður í skóna sína. Þeir voru síðan hengdir í Sjálfkvíum í Móanesi og dysjaðir þar allri alþýðu til viðvörunar. Sjálfkvíar eru klettar niður við sjó [skammt neðan við núverandi þjóðveg]. Dálítið bil er á milli þeirra, og fellur sjór þar inn um flóð.
Austur af bænum á Esjubergi er hóll í túninu, sem heitir Bænhúshóll. Rétt hjá, var sagt, að væri kirkjugarður, og mótaði fyrir honum í æsku G. S.  Austur af bænum og túninu er eyðibýlið Grund. Það tók af í skriðuhlaupi seint á 19. öld. Á Grund var byggt fjárhús og fjárrétt, þar sem fjósið hafði áður staðið.
Mýrin fyrir vestan melinn, niður af Stekkjarhól, heitir Grundarflóð. Þar vestur af heitir Hólmi. Austan og neðan við Esjuberg er Laug. Úr henni kemur lækur, sem heitir Laugarlækur, en heitir Móalækur, þegar kemur niður að Móum. Austur af Grund er hóll, sem heitir Grundarhóll, rétt austur af Grundarbæ.
Neðan við gamla veginn uppi í brekkunni rétt utan við Stekkjarhól er Rauðistígur og Rauðastígsbrekkur, 3 brekkur niður af Rauðastíg. Um Rauðastíg er hægt að fara upp klettana um smágil. Er þá komið upp á Skörð upp á Gljúfurdal. Farið er á tveim stöðum upp á Gljúfurdal, upp af Grund  um Grundarsneiðingu og upp af Árvelli um Árvallasneiðingu. Í Gljúfrinu er grjótdrangur, sem nefnist Hryggur.
Kirkjutóftin á Esjubergi?Vestur af bæ og heldur ofar er eyðibýlið Árvöllur. Utan við Árvöll er dalur, sem heitir Árvallardalur. Í honum er blettur, sem kallaður er Jarðföll, eins og uppgrónar torfur og vatnspyttir á milli. Austan við bæinn heita Skörð og Skarðabrún. Skörðin ná frá Festi í Mógilsárlandi að Búa, sem er hnúkurinn austan við Gljúfurdalsmynnið rétt upp af Grund. Þar undir er Búahellir framan í klettunum, en niðri í Gljúfrunum heitir Litlibúi. Það er hólhnúkur upp af Stórabúa, en þaðan er nokkuð langt upp í Þverfell.
Að vestan var línan um Gvendarbrunn, sem var uppsprettulind rétt neðan við gamla veginn fyrir vestan Árvallardal. Þar eru merki milli Esjubergs og Skrauthóla.“
Í Jarðabókinni 1703 kemur fram að skriða hafi spillt jörðinni og auk þess að; „Skriður fordjarfa tún, engjar og úthaga merkilega, so að hætt er bæði mönnum, húsum og fjenaði… Selstöðu á jörðin undir Svínaskarði að sunnan, og er þar berjalestur góður… Afbýlismaður heima við bæinn þar sem kallast Litla Esjuberg.“ Um Arvöllur segir m.a.: „Skriða fordjarfar so sem sagt er um heimajörðina“.
Bræðurnir Árni og Gísli Snorrasynir eru aldir upp að Esjubergi. Gísli sagði tóftir Árvalla vera ofan við Esjubergsbæinn, en leifar Grundar væru varla sýnilegar því bærinn hefði farið undir skriðu.  Tóftin við Grundarána væri sennilega rétt.

Túngarður á Esjubergi

Árni sagði bæjartóftirnar ofan við Esjuberg standa í svonefndu Árvallatúni. Tóftirnar beggja vegna Grundaáar væru sennilega leifar Grundar. Áin hefði áður runnið til vesturst með fjallsrótunum, en í miklum skriðum um 1830 hefði hún breytt sér og Grund þá lagst í eyði. Þá sagði hann máttlitla fornleifarannsókn hafa farið fram í garðinum vestan við Esjuberg, en hann vissi ekki hvað hefði komið út úr því. Gísli taldi hins vegar að þar hefðu fundist bein.
Í  Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkum að nafnið sé írskt að uppruna. Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er einnig nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið er að skýringu á nafninu.
Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi.
Brautarholtskirkja á Kjalarnesi telja menn afkomanda fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar.
Í samantekt um „Rannsóknir og rannsóknaskýrslur fornleifadeildar og Þjóðminjasafns 1974 – 2004“ kemur fram að GÓ hafi annast rannsóknir 1981 á Esjubergi á Kjalarnesi. Um hafi verið að ræða rannsókn á svonefndri kirkju Örlygs. Að þessum upplýsingum fengnum var leitað til Guðmundar og hann spurður um niðurstöður rannsóknarinnar. Þær helstu eru tíundaðar hér á eftir.
Í Landnámu (Sturlubók segir í 12. kafla: „Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga) Patreki byskupi í Suðureyjum.  

Minjar í túninu suðvestan Esjubergs

(Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba.
Með Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Þeir Örlygur létu í haf og fengu útivist harða og vissu eigi, hvar þeir fóru; þá hét Örlygur á Patrek byskup til landtöku sér, að hann skyldi af hans nafni gefa örnefni, þar sem hann tæki land. Þeir voru þaðan frá litla hríð úti, áður þeir sáu land, og voru komnir vestur um landið. Þeir tóku þar, sem heitir Örlygshöfn, en fjörðinn inn frá kölluðu þeir Patreksfjörð. Þar voru þeir um vetur, en um vorið bjó Örlygur skip sitt; en hásetar hans námu þar sumir land, sem enn mun sagt verða.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað.
Árvellir - loftmyndHann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður.
Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið nam hann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var.
Örlygur átti margt barna; hans son var Valþjófur, faðir Valbrands, föður Torfa, annar Geirmundur, faðir Halldóru, móður Þorleifs, er Esjubergingar eru frá komnir. Þeir Örlygur frændur trúðu á Kolumba. Dóttir Örlygs hins gamla var Vélaug, er átti Gunnlaugur ormstunga, sonur Hrómundar í Þverárhlíð; þeirra dóttir var Þuríður dylla, móðir Illuga hins svarta á Gilsbakka.“
Esjuberg er, eins og að framan er lýst, getið í Landnámu sem jörð landnámsmannsins Örlygs Hrappssonar. Á Esjubergi stóð kirkja samkvæmt kirknaskrá Páls biskups Jónssonar frá því um 1200. Esjuberg var á meðal jarða Viðeyjarklausturs eins og sjá má af skrá frá árinu 1395 um kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins. Jarðarinnar er getið í fógetareikningunum frá 1547-1552 og er þá komin í eigu konungs.
Lögfesta fyrir Esjuberg var lesin upp á manntalsþingi þann 9. júní 1801 en inntak hennar ekki skráð.
Björn Stephensen dómsmálaritari bjó á Esjubergi frá því um 1814 til dauðadags, þann 17. júní 1835. Eftir hann liggur Grund - loftmyndlýsing á landamerkjum Esjubergs og Mógilsár. Í Jarðatali Johnsens frá 1847 kemur fram að hjáleigur Esjubergs eru tvær; Grund (Austurbær) og Árvöllur, báðar 10 hundruð að dýrleika. Neðanmáls er greint frá því að engar upplýsingar er að finna í jarðabókum um hjáleigurnar nema hvað 1802 er Austurbæjar getið getið sem Johnsen telur að sé sama jörð og sýslumaður og prestur kalla Grund.
Í fasteignamatinu 1916-1918 eru Árvellir og Grund taldar með Esjubergi.
Í opinberri Skrá um friðlýstar fornleifar frá 1990 segir um framangreindar kirkjuminjar að Esjubergi: „Esjuberg. I) Kirkjugrunnur forn, skamt austur frá bænum
. Sbr. Árb. 1902: 33-35. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 17.11.1938. II).“
Einnig er tiltekin „Grjótdys, sem kölluð hefur verið Dyngja, við gamla reiðveginn, á mel 2 km austur frá bænum. Skjal undirritað af KE 28.07.1964. Þinglýst 04.08.1964.“ [Þá dys segir SG hafa verið eyðilagða 1981, líkt og að framan greinir].
Gísli upplýsti í samtalinu að framangreind Dyngja hefði verið mokað í burtu á örskotsstund þegar byrjað var að nota malarnámusvæðið austan við Leiðhamra við norðanverðan Kollafjörð. Hann vissi ekki til þess að nokkur maður, hvað þá stofnun, hefði æmt eða skræmt vegna þessa.
Örnefnalýsingarnar af Esjubergi gáfu von um hugsanlega lausn að aldagamalli gátu, þ.e. hvar hin fyrsta kirkja hér á landi var reist.

Malartökusvæðið ofan við Leiðhamra - gamla þjóðleiðin sést til hægri

Svæðið umhverfis Bænhúsahól hefur verið rannsakað (GÓ 1981), en svo virðist sem ekkert hafi verið litið á Kirkjuflöt ofan Leiðhamra. Þar á loftmynd er að sjá gamla tóft. Þá staðfesta bræðurnir Árni og Gísli Snorrasynir frá Esjubergi tilvist Grundar, er mun hafa farið undir skriðu um 1830. Við hana sjást enn minjaleifar, auk þess sem Grundarhóll (41) staðfærir fyrrum bæjarstæðið nokkuð örugglega. Leiðinlegast er þó að Dyngjunni, gamalli vegdys á friðlýsingarskránni, var raskað með einu vélskóflutaki, án þess að nokkur æmti né skræmti, hvorki fólk né tilheyrandi stofnun (sjá athugasemdir við örnefnalýsinguna). Dæmigert – jafnvel nú á dögum.
Í grein Brynjúlfs Jónssonar í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1902 er rakin frásögnin í 12. kafla Landnámu. Þá segir: „Í túninu á Esjubergi, austur frá bænum er rúst, sem frá ómunatíð hefur verið kölluð kirkjutóft eða stundum bænhústóft. Og girðing sem, sem er áföst við hana, er kölluð kirkjugarður. Rústin snýr frá austri til vesturs, nál. 4 fðm. löng og nær 3 fðm. breið. Hornin eru hér um bil rétt. Utantil er hleðsla, eigi mjög aflöguð; enda er hæðin aðeins tvö steinalög, eð sumstaðar þrjú, hvert ofan á öðru. Grjótið er hnöllungagrjót, en þó eigi mjög hnöttótt og sumt er með nokkrum köntum.
Að ofan er rústin ávöl af grjóti. Lítur út fyrir, að ofan á hana hafi verið kastað lausum steinum, annaðhvort sem fallið hafi úr henni sjálfri – Grjóthraukur í gerðinuhafi hún verið hærri, – eða sem skriðuhlaup hefði kastað þangað. Eigi haggaði eg við rústinni, er eg skoðaði hana í voru (1901). Var það bæði, að þá var annríkt hjá mönnum og verkamenn óhægt að fá, enda ilt að gjörða vegna rigninga. Þóttist eg sjá, að það mundi mikið verk, en ósýnt um árangur. Þó lét eg grafa með öllum vesturgaflinum, í þeirri von, að þar sæi merki dyra. En þeirra sást enginn vottur. Undirstaðan sýndist óhögguð yfir um þvert og lá á skriðugrjóti – sem þar er alstaðar undir jarðvegi… eins og rústin kom mér fyrir sjónir, gat eg varla talið hana líklega til að vera hústóft. Hitt gæti verið, að hér hefði verið hærri bygging; hústóft, nfl. staðið ofan á því sem nú er eftir. Þó leizt mér svo á brúnir rústarinnar að þær mundu ójafnari en þær eru, ef ofan á þeim hefði verið hærri hleðsla, sem hefði fallið. Eg hefi síðan hugsað um þetta, og hefir nú komið í hug, að rústin muni vera upphækkun eða „grunnur“ undan kirkjunni Örlygs, og hafi hún verið gjör af viði einum, – eins og t.a.m. skáli Gunnars á Hlíðarenda…
Girðingin, sem kölluð er kirkjugarður, er fyrir austan rústina; er austurgafl hennar áfastur suðvesturhorn girðingarinnar. Hún er 11 faðma breið frá austri til vesturs, og 12 fðm. löng frá norðri til suðurs. Sér glögt til hennar öllum megin; hefir þó skriða runnið fram á norðurvegg hennar. Framhald af honum gengur vestur á móts við kirkjutóftina og verður þar smá-girðing við norðurgafl tóftarinnar, 4 fðm. frá austri til vesturs og 6 fðm. frá norðri til suðurs, en gengur að sér vestantil…“.
Uppkast úr gerði austan EsjubergsGuðmundur Ólafsson gróf í þessa tóft, eins og fram hefur komið. Þegar hann var spurður um niðurstöður rannsóknarinnar svaraði hann eftirfarandi: „
Ég byrjaði á smá rannsókn þarna árið 1981. Tilefnið var ósk um rannsókn frá kirkjunnar mönnum í tilefni af því að þá var kristniboðsár. Ég flaug líka yfir svæðið og tók myndir. Rannsóknarsvæðið var í skriðum nokkru austan við bæinn, þar sem talið var að væru leifar kirkjunnar. Fljótlega kom í ljós að rústirnar voru mun yngri en frá landnámsöld, þannig að þetta gátu ekki verið leifar af Kirkju Örlygs.  Steinhleðslurnar sem sagðar voru vera leifar kirkjunnar voru að öllum líkindum frá 16. eða 17. öld.  Nokkru neðar voru mannvistarlög sem bentu til eldri byggðar, eða allt frá 11. – 12. öld, en það voru leifar sem bentu frekar til íveruhúsa en kirkju (móöskudreif og viðarkolaaska). Það var líka augljóst að skriður höfðu farið yfir allt þetta svæði og að það yrði afar erfitt að finna og grafa upp frekari minjar á þessu svæði. Þá var líka ljóst að rústin væri ekki leifar af  kirkju Örlygs og að hennar yrði að leita annars staðar. Rannsókn var því hætt.“
Af ummerkjum á vettvangi að dæma er ljóst að hver skriðan á eftir annarri hefur hlaupið yfir það úr Gljúfurdal. Eldri minjar eru og verða því grafnar undir þeim yngri. Líklegt er því að niðurstaða Guðmundar sé skynsamleg, auk þess sem hún er byggð á rannsóknum.
Tóft norðan gerðisinsÞegar FERLIR gekk um svæðið „austan“ Esjubergs með hliðsjón af lofmyndum af svæðinu virtist áhugaverðasta svæðið samt sem áður vera órannsakað. Hafa ber í huga að munnmæli sögðu kirkjutóftina vera austan við bæinn og jafnan var bent á líklegustu staðsetningu hennar m.v. eðlilegt sjónarhorn frá bænum. Ekki er vitað hversu glöggar upplýsingar seinni tíma ábúendur höfðu fengið frá fyrri ábúendum um nákvæma staðsetningu tóftarinnar og annarra örnefna eða hvort einhverju sinni hefði einhver giskað á hana að þeim óvörðuspurðum, líkt og dæmi eru um. Hafa ber í huga að í lýsingum er gjarnan notuð önnur viðmið en eiginlegar höfuðáttir. Var t.d. gjarnan miðað við útnorður á Reykjanesskaganum, þ.e. beint út á sjó. Ef tekið er mið af því ætti „austur“ af bænum Esjubergi að vísa á fyrrnefnt svæði. Þegar gengið var um það mátti vel sjá að „grundvöllurinn“ lá lægra en landið umhverfis.

Esjuberg um 1900

Óljóst mótaði fyrir leifum af hlöðnum veggjum, ferningslaga. Beygur fylgdi göngunni yfir reitinn. Upphleyingar voru á stöku stað – og niðurgróningar á öðrum. Hlaðnir grjóthraukar voru auk þess á stangli, mögulega uppsöfnun úr gröfum. Hvorutveggja bentu því til gamalla grafstæða. Norðan garðsins var forn tóft með vestur/austur legu. Við austurenda hennar var þvertóft er gæti gefið heykuml til kynna. Samt sem áður kom vöknuðu efasemdir um að þarna hafi verið fjárhús. Þau voru einfaldlega ekki með þessu lagi fyrrum og auk þess samræmdist byggingarlagið ekki slíkum mannvirkjum frá seinni tíð. Það virtist líkara skálum þeim er reistir voru til forna.
Jarðirnar Grund og Árvellir fóru í eyði eftir skriðuföll 2. september árið 1886. Þá urðu 9 jarðir á Kjalarnesi fyrir stórskemmdum.
Ákveðið var að freysta ekki uppgöngu í Búahelli að svo komnu máli. Slíkt þrekvirki krefst mun meiri undirbúnings – og áræðis.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Landnáma (Sturlubók), 12. kafli.
-Kjalnesingasaga, 2. kafli.
-Árni Snorrason.
-Gísli Snorrason.
-Páll Eggert Ólason.
-Fasteignamat.
-Skrá um friðlýstar fornleifar 1990.
-Ari Gíslason – Örnefnastofnun Íslands – Esjuberg.
-Kjalnesingar – frá 1890, 1998.

Garður í túninu Esjubergi

Esja

Esja er fjall við ofanvert Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennunum á norðanverðu höfuðborgarsvæðisins. Fjallið ræður veðri og vindum auk þess sem útsýni yfir fjallið hefur í gegnum tíðina haft áhrif á fasteignaverð á svæðinu. Til er fólk sem segist geta spáð fyrir um veðrið út frá litunum í fjallinu svo hvernig þaulsetnir snjóskaflar haga sér í giljum.
Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar y.s. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistarsvæði. Það er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi.
Búahellir ofan við EsjubergÍ Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkum að nafnið sé írskt að uppruna. Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er einnig nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið er að skýringu á nafninu.
Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var kona, Esja að nafni, og var hún sögð ekkja og mjög auðug. Hún tók við bæ Örlygs og bjó að Esjubergi. Fjallsnafnið er þar ekki nefnt.
Vegna þessara sagna hefur sú tilgáta komið fram (W. Craigie) að nafnið Esja sé af keltneskum uppruna, dregið af Ésa eða Essa (sjá Hermann Pálsson: Keltar á Íslandi. Reykjavík 1996:170).
Flestir hafna þó þessari skýringu og telja að kvenmannsnafnið sé til orðið á eftir bæjarnafninu og fjallsheitinu. Helgi Guðmundsson (Um haf innan 1997:193-94) hefur bent á að í Lewis (Ljóðhúsum) í Suðureyjum séu varðveitt norræn örnefni í gelísku sem komi heim og saman við röð örnefna frá Akranesi og suður í Kollafjörð. Meðal þeirra er Esjufjall. Hugsanlega hafa örnefnin verið gefin um sama leyti á báðum stöðum og flust með norrænum mönnum vestur á bóginn.
Esjan - nafngiftin hefur jafnan verið þjóðsagnakenndLíklegasta skýringin á Esja er því sú að um norrænt nafn sé að ræða. Ásgeir Blöndal Magnússon (Íslensk orðsifjabók 1989:157) bendir á að í eldra máli hafi verið til orðið esja í merkingunni ‘flögusteinn, tálgusteinn’. Í norsku er til esje í sömu merkingu. Af sama uppruna eru norska orðið esje í merkingunni ‘eimyrja’, sænska orðið ässja í sömu merkingu en einnig í merkingunni ‘smiðjuafl’ og síðastnefnda merkingin kemur fram í danska orðinu esse ‘smiðjuafl’. Ásgeir Blöndal telur upphaflega merkingu orðsins esja í íslensku vera ‘eldstæði’ og ‘steintegund höfð til eldstæðis- og ofngerðar’. Fjallsnafnið væri þá af sama stofni.
Í 2. kafla Kjalnesingasögu segir m.a.frá írskum manni, Andríð, sem kemur til landsins og fær að reisa sér bæ í landi Helga og skammt frá honum. Fer vel með honum og sonum Helga þeim Þorgrími og Arngrími og sverjast þeir í fóstbræðralag. Með sama skipi og Andríður kemur Esja, kona forn í brögðum og sest að á bæ Örlygs.“ Í 3. kafla segir að Esja bjóði Búa, einni aðalpersónu sögunnar, til fósturs og elst hann upp hjá henni. Í 4. kafla segir frá því er Búi kemur heim til Esju eftir átökin við þá Þorstein og hún brýnir hann til dáða og lofar að hjálpa honum. Búi ákveður því að láta til skarar skríða gegn Þorsteini; drepur hann í hofinu og brennir hofið. Búi lýsir víginu á hendur sér og heldur til Esju sem felur hann í helli skammt frá bænum þar sem erfitt er að sækja að honum. Esja býr sig svo undir eftirreið Þorgríms með því að fylla hús sín af reyk og remmu.
Í 5. kafla er sEsjuberg - hér mótar fyrir fornum görðumagt frá því er Þorgrímur safnar liði og heldur að Esjubergi til að hafa hendur í hári Búa. Að sjálfsögðu mætir honum þar ekkert nema reykjarsvæla og enginn Búi. Þorgrímur sakar Esju um undirferli, en Esja nýr Þorgrími það um nasir að hann sé enginn jafningi Helga föður síns. Þorgrímur verður að láta reiði sína koma einhvers staðar niður og fer og drepur Andríð föður Búa og fóstbróður sinn. Fer það gegn ríkjandi siðferði að drepa fóstbróður sinn og verður það Þorgrími til minnkunnar.
Í 6. kafla víkur sögunni að Austmanni einum sem Örn nefnist. Kemur hann í Kollafjörð og verður hrifinn af Ólöfu dóttur Kolla. Esja hefur sitthvað við það að athuga og vill að Búi fari og geri hosur sínar grænar fyrir Ólöfu. Hún hafi nefnilega ætlað Búa hana fyrir konu. Eins og fyrri daginn kvað Búi hana ráða skyldu og fer til Kolla og gerist þar þaulsetinn. Sátu þeir tveir Örn og Búi svo um grey stúlkuna að hvorugur fékk neitt sagt við hana án þess að hinn heyrði. Í 7. kafla bætist bætist enn einn galgopinn við í umsátrið um Ólöfu. Er það Kolfinnur, sonur Þorgerðar á Vatni [Elliðavatni], sem fram að því hafði verið álitinn stórskrýtinn vitleysingur. Eins og Búi þá er það móðir Kolfinns, Þorgerður sem brýnir hann af stað. Er hún fjölkunnug eins og Esja en þó engin jafnoki hennar í þeim efnum. Gengur þetta þannig fyrir sig allan veturinn að þeir sitja þrír um Ólöfu. Ólöf greyið virðist ekki hafa verið manneskja til að taka af skarið og segir að hún hafi svarað þeim öllum kurteislega.
Í 8. kafla fer Erni Austmanni að leiðast þetta þóf allt saman og ákveður að ráðast gegn Kolfinni og drepa hann. Fer það ekki betur en svo að Kolfinnur drepur Örn. Kolfinnur verður sár í átökunum og leitar á náðir móðurbróður síns Korpúlfs sem hjúkrar honum til heilsu. Esja segir Búa frá viðureign þeirra Arnar og Kolfinns og vill að hann klæði sig betur. 

Tóftir í Esjuhlíðum ofan Esjubergs

Það sama ráðleggur Korpúlfur Kolfinni, sem ákveður að nú skuli sverfa til stáls með honum og Búa. Í 9. kafla segir Kolfinnur Búa að hætta að finna Ólöfu eða ganga á hólm við sig ella. Búi tekur áskoruninni og er ákveðið að hólmgangan fari fram daginn eftir. Þegar Kolfinnur segir Korpúlfi hvað standi til líst honum ekki á blikuna. Segir hann fáa hafa riðið feitum hesti í glímu við Esju. Hann fær honum sverð fyrir átökin. Esja undirbjó Búa eftir kúnstarinnar reglum og sú tilfinning magnast hjá lesandanum að átökin standi ekki milli Kolfinns og Búa, heldur Esju annars vegar og þeirra systkina Korpúlfs og Þorgerðar hinsvegar. Það fer svo að Búi særir Kolfinn og gerir han óvígan. Eftir hólmgönguna heldur Búi rakleitt til Kollafjarðar, sækir Ólöfu og fer með hana heim í hellinn sinn. Hreyfir hún engum mótmælum við en ekki kemur heldur fram nein gleði hjá henni.

Tóftir Grundar við Grundará í Esjuhlíðum

Í 10. kafla grær Kolfinnur sára sinna, safnar liði og heldur við fimmtánda mann að helli Búa við Esjuberg og vill sækja Ólöfu. Leggja þeir þó ekki í að fara upp einstigið að sjálfum hellinum. Kolfinnur reynir að storka Búa með því að kalla hann Berkvikindi og Búi er næstum rokinn út í opinn dauðann, en þá grípur Esja í taumana og setur að Búa þvílíkan augnverk að hann fær sig hvergi hrært. Kolfinnur og menn hans snúa á braut og undi hann illa við sína ferð. Í 11. kafla kemur fram að Esja vill að Búi haldi utan og viti hvað þar bíði hans, enda dæmdum skóggangsmanninum varla vært heima fyrir. Ólöf skyldi bíða hjá föður sínum Kolla í þrjú ár eftir honum.
Í 17. kafla snýr Búi aftur til Esjubergs þar sem Esja fagnar honum og fer síðan og hittir móður sína. Þorgrímur er orðinn gamall maður og góðir menn koma á sáttum á milli hans og Búa. Búi kvænist Helgu dóttur Þorgríms og Helgi Arngrímsson fær Ólafar Kolladóttur. Og nú verður aftur tvöfalt brúðkaup í að Hofi. Þegar Esja deyr sest Búi að á Esjubergi. Þau Helga og Búi eignast þrjú börn, Ingólf, Þorstein og Hallberu. Þegar Þorgrímur deyr tekur Búi við sem höfðingi héraðsins.
Af fornsögunum að dæma virðist fjallið fá nafn sitt frá fyrrnefndri Esju, sem verður að teljast til marks um mikilleik hennar því sjaldan munu svo stór fjöll hafa heitið eftir konum í upphafi landnáms hér á landi. Bær hennar var nefndur eftir henni skv. sögunni, enda sjálf bústýran. Ekki er ólíklegt að ætla að Búi hafi að henni genginni nefnt fjallið eftir henni, sem hafði reynst honum svo vel er raun bar vitni. Líklegt má því telja að lík hennar hafi verið brennt undir rótum þess eða það verið sett þar í haug á efstu mörkum eftirlifendum til ævarandi verndar.
Fornar tóftir bæjarins Grundar eru á suðurbakka Grundaráar er kemur ofan úr Gljúfurdal undir Kerhólakambi í Esjunni vestanverði, ofan við Esjuberg. Ofan þeirrar jarðar, í Esjuhlíðum, má einnig sjá móta fyrir fornum tóftum. Þangað verður ferðinni heitið innan skamms.

Heimildir m.a.:
-Vísindavefurhi.is
-Wikipedia.org
-kjalarnes.is
-Kjalnesingasaga, 2. – 17. kafli.

Esjan

Kollafjarðarrétt

Kollafjarðarrétt er hlaðin fjárrétt ofan Kollafjarðar á Kjalarnesi. Auk gerðis eru þar 15 dilkar. Þegar FERLIR heimsótti réttina [2007] var ekki að sjá að hún hafi verið notuð um skeið. Veggir eru hlaðnir úr mógrjóti af vettvangnum, vel þykkir og standa enn vel.

Kollafjarðarrétt

Kollafjarðarrétt – loftmynd.

Ekki er kunnugt um aldur réttarinnar,  Steinunn Guðmundsdóttir, húsfreyja á Heiðarbæ í Þingvallasveit, fæddist í Kollafirði, en flutti þaðan árið 1961. Hún kvaðst muna eftir réttinni, en líklega væri Magnús í Stardal fróðari um hana.  Aðspurður kvaðst Magnús Jónasson muna eftir því að réttin lagðist af um það  leiti sem Kjalarnes sameinaðist Reykjavík [1998]. Faðir hans, Jónas Magnússon, hefði verið þar réttarstjóri og auk þess Oddur gamli í Þverákoti (kom þangað 1916- eða ’17). Kjalarnesrétt hefði legið mjög vel við Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós, auk þess sem bændum úr Þingvallasveit hafi verið skipað til réttar þar. Magnús kvaðst ekki vita hversu gömul réttin væri, en hún væri a.m.k. frá 19. öld. Eftir að hætt var að rétta þar hefðu hestamenn notað réttina og hefðu þá hleðsluveggirnir skemmst talsvert vegna ágangs hrossanna. Vonaðist hann til að réttin yrði einhvern tímann hlaðin upp að nýju.
Úr KollafjarðarréttUndir réttarveggnum voru rifjuð upp skáldsöguleg tengsl hennar við frumburð skáldsögunnar hér á landi. Rétt þessi þykir nefnilega ekki síst merkileg fyrir það að hún kemur fyrir í skáldsögunni Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen (1818-1868) frá árinu 1850, sbr. meðfylgjandi: „
Það var einn dag um þetta leyti og skömmu eftir að Ormur var suður kominn, að veður var fagurt, en vegir þurrir, og var réttað upp í Kollafjarðarrétt, og reið margt fólk úr Víkinni sér til skemmtunar upp í réttirnar, bæði konur og flestar gervistúlkur bæjarins, svo og margir karlmenn, sem við voru látnir. Gjörðist þá mikill skortur reiðskjóta í bænum, og urðu margir að setjast aftur, sem höfðu ætlað að fara. Kaupmaður Á. og kona hans fóru. Guðrún hafði einhvers staðar getað aflað sér hests, en Sigríði vantaði reiðskjóta, og leit út fyrir, að hún yrði heima að sitja, en þó langaði hana til að fara, því hún hafði aldrei komið þar upp eftir. Möller átti hest gráan, það var gæðingur, norðlenskur að kyni, af Bleikáluætt úr Skagafirði, er þá var mest orðlögð um landið. Hesturinn var stríðalinn á hverjum vetri, en lítið riðið á sumrin, því sjaldan kom nokkur annar maður honum á bak en eigandi, og ekki hlýddi nokkrum að biðja um hann til láns, hvað sem við lá. Líður nú fram að hádegi, og ríða allir á stað, sem hesta höfðu fengið, en ekki hafði Sigríður enn getað útvegað sér neinn reiðskjóta, en Guðrún beið hennar þó, ef verða mætti, að eitthvað réttist úr fyrir henni.

Kollafjarðarrétt

Í Kollafjarðarrétt.

Nú er hvergi fyrir sér að leita, Sigríður mín! Ég býst við, að þú verðir að sitja kyrr, nema þú viljir biðja hann kaupmann Möller um hann Grána hans; ég held það sé eini hesturinn, sem til er hérna eftir í Víkinni, sagði Guðrún.
Það gjöri ég ekki, og ég get ekki ætlast til þess, að hann ljái mér hann, þar sem hann vill ekki ljá nokkrum öðrum hann.
Veit ég það, að hann hefur afsagt þeim þremur eða fjórum hérna í morgun um hann, en hvar kemur það þá fram, sem hann segir um þig, ef hann gjörir sér ekki mannamun? Og farðu, Sveinki litli, og skilaðu við hann kaupmann Möller, að hún Sigríður, sem er hjá honum kaupmanni Á., biðji hann að ljá sér hann Grána sinn upp að réttunum í dag.

Sveinn litli fór og kom aftur að lítilli stundu liðinni og teymdi þá Grána og sagði, að kaupmaður hefði beðið sig að skila, að hann hefði ekki vitað, að hún ætlaði að fara, ella mundi hann hafa boðið henni hann að fyrra bragði.
KollafjarðarréttSér þú nú, góða mín, sagði Guðrún, hvernig Möller er, þar sem hann tekur því, enda vissi ég það, hvernig fara mundi, ef hann fengi boð frá þér, en ekki hefði hann gjört það fyrir aðrar hérna í Víkinni; því það er eins og ég segi þér, þó þú trúir því ekki.
Ekki trúi ég því nú heldur fyrir að tarna, sagði Sigríður, en nú er þá best að ríða á stað, fyrst reiðhesturinn er fenginn.
Síðan ríða þær stöllur, og með því hestarnir voru góðir, náðu þær flokknum, sem á undan var riðinn, skammt fyrir innan Hellisárnar; og brá þá mörgum í brún, er þeir sáu Sigríði koma þeysandi á Grána Möllers og varð mönnum harla fjölrætt um það, hverju það sætti, að Sigríður hefði orðið fyrir þeirri mildi að fá hann. Um daginn skemmtu menn sér við réttirnar, en sneru heim um kvöldið, og var þá komið fram á nótt, er menn komu aftur til Reykjavíkur.“
Svo mörg voru þau orð, en myndirnar segja kannski svolítið meira um það sem allflestir eru ómeðvitaðir um í „örskotsfjarlægð“ frá fjölmennstu byggðasvæði landsins.

Heimild m.a.:
-Piltur og stúlka – skáldsaga – Jón Thoroddsen.

Kollafjarðarrétt

Kollafjarðarrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Sjálfkvíar

Gerð var leit að Sjálfkvíum á Kjalarnesi.
Í örnefnalýsingu fyrir Esjuberg segir frá því að; „einu sinni endur fyrir löngu stálu tveir strákar messuklæðum úr Móakirkju og skáru þau niður í skóna sína. Þeir voru síðan hengdir í Sjálfkvíum í Móanesi og dysjaðir þar allri alþýðu til viðvörunar. Sjálfkvíar eru klettar niður við sjó [skammt neðan við núverandi þjóðveg]. Dálítið bil er á milli þeirra, og fellur sjór þar inn um flóð.“
SjálfkvíarStröndin á þessu svæði er við skorin og því erfitt að staðsetja Sjálfkvíarnar utan við Leiðhamra. Þá kom bargvættur skyndilega til sögunnar, Sigurður Einarsson, ábúandi á svæðinu. Hann sagðist vel þekkja til staðarins. Hann væri skammt vinstra megin við yfirgefinn sumarbústað er verið væri að endurbyggja ofan við ströndina. Um væri að ræða klof eða klettaskorning, sem tré hefði verið látið yfir og staðurinn notaður sem aftökustaður – að því er heimildir herma.
Eftir þessa lýsingu var auðvelt að staðsetja Sjálfkvíar. Þær eru ómerktar líkt og önnur merkisörnefni á Kjalarnesi.
Heitið Sjálfkvíar er þekkt víðar á Suðvesturlandi, t.d. í Leirunni við Garð og Innri-Hólm við Akranes og þá ekki alltaf í sömu merkingu orðsins. „Svo virðist sem lífsviðurværi fólksins í Leirunni hafi að langmestu leyti verið sótt til sjávar, en fátt verið af skepnum. Sel frá bæjunum voru engin, enda kannski heiðarlandinu ekki fyrir að fara. Skepnuhaldið fór því nær eingöngu fram við bæina, fjöruna og næsta nágrenni.
Á Leirunni mátti hafa sauðfé með Innri-Hólmurnákvæmri aðgæslu fyrir sjó. Misstu bændur  oft fé sitt í sjóinn, því fyrir utan Hólm og innan Gufuskála er bás, sem Sjálfkvíar heita, er fé vildi oft flæða, en ómögulegt að bjarga, því þverhnýptir klettar eru fyrir ofan.“ Hér eru Sjálfkvíar notaðar í merkingu „sjálfhelda“.
Innri-Hólmur var einnig nefndur Ásólfshólmur. Þar bjó fyrstur írskur maður, Þormóður Bersason. Hann byggði líklega kirkju á staðnum. Árið 1096, þegar tíundarlögin voru sett, var þar kirkja. Illugi rauði, sem bjó á Hofsstöðum í Hálsasveit, skipti á búi, fé og konu við bóndann að Innra-Hólmi. Þetta féll konu hans, Sigríði svo illa, að hún hengdi sig í hofinu. Konan, sem hann fékk í skiptum, entist ekki lengi og hann kvæntist Þurðíði, systur Harðar Grímkelssonar, sem varð góður vinur mágs síns framan af eða þar til Illuga fékk nóg af yfirgangi Harðar. Eitt sinn lenti Hörður við 23. mann í Sjálfkvíum í landi Illuga og smöluðu Akrafjallið. Illugi safnaði liði og barðist við Hólmverja á meðan þeir slátruðu fénu og fluttu á skip. Svo sagði a.m.k. í Harðar sögu og Hólmverja, 28. kafla.
Frábært veður. Gangan tók 10. mín.

Leiðhamrar

Kort af svæðinu frá 1903.

 

Esjuberg

Gengið var um land Esjubergs með það fyrir augum að skoða leifar hinnar fyrstu kirkju á Íslandi sem og að skoða tóftir korbýlanna Árvalla og grundar. Með í för verður m.a. Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur. Hann gróf í kirkjutóftina, er bent hafði verið á sem þá elstu hér á landi að talið var, árið 1981. Niðurstöðurnar reyndust áhugaverðar.
ÁrvellirÍ Jarðabókinni 1703 kemur fram að skriða hafi spillt jörðinni [Esjubergi] og auk þess að; „Skriður fordjarfa tún, engjar og úthaga merkilega, so að hætt er bæði mönnum, húsum og fjenaði… Selstöðu á jörðin undir Svínaskarði að sunnan, og er þar berjalestur góður. Afbýlismaður heima við bæinn þar sem kallast Litla Esjuberg.“ Um Árvöllur segir m.a.: „Skriða fordjarfar so sem sagt er um heimajörðina“.
Bræðurnir Árni og Gísli Snorrasynir eru aldir upp að Esjubergi. Gísli sagðist aðspurður tóftir Árvallar vera ofan við Esjubergsbæinn, en leifar Grundar væru varla sýnilegar því bærinn hefði farið undir skriðu. Tóftin við Grundarána væri sennilega leifar réttar. Í þessari ferð átti sitthvað óvænt eftir að koma í ljós, ekki síst varðandi Grundarbæinn.
Árni sagði bæjartóftirnar ofan við Esjuberg standa í svonefndu Árvallartúni. Tóftirnar „beggja vegna Grundaáar“ væru sennilega leifar Grundar. Áin hefði áður runnið til vesturst með fjallsrótunum, en í miklum skriðum um 1830 hefði hún breytt sér og Grund þá lagst í eyði.
Framangreind orð hans bentu til þess að finna mætti bæjarleifar norðan árinnar, en slíkar minjar höfðu ekki fundist í fyrri ferð um svæðið.

Kirkjutóftin

Fyrst að megintilgangi ferðarinnar; kirkjutóft við Esjuberg. Í opinberri „Skrá um friðlýstar fornleifar frá 1990“ segir um kirkjuminjarnar að Esjubergi: „Esjuberg. I) Kirkjugrunnur forn, skamt austur frá bænum. Sbr. Árb. 1902: 33-35. Skjal undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 17.11.1938. II).“ Einnig er tiltekin í skránni  „Grjótdys, sem kölluð hefur verið Dyngja, við gamla reiðveginn, á mel 2 km austur frá bænum. Skjal undirritað af KE 28.07.1964. Þinglýst 04.08.1964.“ [Þá dys segir SG hafa verið eyðilagða 1981, líkt og að framan greinir]. Gísli upplýsti í samtalinu að framangreind Dyngja hefði verið mokað í burtu á örskotsstund þegar byrjað var að nota malarnámusvæðið austan við Leiðhamra við norðanverðan Kollafjörð.
KirkjutóftinGuðmundur Ólafsson gróf í kirkjutóftina, eins og fram hefur komið. Þegar hann var spurður um niðurstöður rannsóknarinnar upplýsti hann eftirfarandi: „Ég byrjaði á smá rannsókn þarna árið 1981. Tilefnið var ósk um rannsókn frá kirkjunnar mönnum í tilefni af því að þá var kristniboðsár. Ég flaug líka yfir svæðið og tók myndir, bæði ljósmyndir og innfrarauðar myndir. Ekkert markvert kom fram á þeim. Rannsóknarsvæðið var í skriðum nokkru austan við bæinn, þar sem talið var að væru leifar kirkjunnar, sbr. lýsingu Brynjúlfs. Tekin voru snið þvert í gegnum garð, sem þarna er afmarkaður, sem og tóftina sjálfa.

Kirkjutóftin

Við rannsóknina kom í ljós að rústirnar voru mun yngri en frá landnámsöld, þannig að þetta gátu ekki verið leifar af Kirkju Örlygs. Steinhleðslurnar sem sagðar voru vera leifar kirkjunnar voru að öllum líkindum frá 16. eða 17. öld. Nokkru neðar voru mannvistarlög sem bentu til eldri byggðar, eða allt frá 11. – 12. öld, en það voru leifar sem bentu frekar til íveruhúsa en kirkju (móöskudreif og viðarkolaaska). Það var líka augljóst að skriður höfðu farið yfir allt þetta svæði og að það yrði afar erfitt að finna og grafa upp frekari minjar á þessu svæði. Þá var líka ljóst að rústin væri ekki leifar af  kirkju Örlygs og að hennar yrði að leita annars staðar. Rannsókn var því hætt.“
Guðmundur sagði að sennilegra væri að kirkjan hafi staðið nær bænum, sem væntanlega hafi verið á núverandi bæjarstæði. Þar hafi nú öllu verið raskað með byggingu nýrra íbúðar- og útihúsa. Líklegt má því telja að tilviljun ein muni ráða því hvort staðsetning kirkjunnar hinnar fyrstu muni einhvern tímann opinberast.
Af ummerkjum á vettvangi að dæma er ljóst að hver skriðan á eftir annarri hefur hlaupið yfir það úr Gljúfurdal. Eldri Tóftminjar eru og verða því grafnar undir þeim yngri. Líklegt er því að niðurstaða Guðmundar sé skynsamleg, auk þess sem hún er byggð á rannsóknum.
Hin fyrsta heimild um kirkjubygginguna er að finna í 
12. kafla Sturlubókar (afskrift Landnámu) segir m.a. um kirkju að Esjubergi á Kjalarnesi: Örlygur hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann var að fóstri með hinum (helga) Patreki byskupi í Suðureyjum. (Hann) fýstist að fara til Íslands og bað, að byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa með sér kirkjuvið og járnklukku og plenárium og mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina. Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjöll tvö af hafi, og byggja undir hinu syðra fjallinu, og skyldi dalur í hvorutveggja fjallinu; hann skyldi þar taka sér bústað og láta þar kirkju gera og eigna hinum helga Kolumba.
ListaverkMeð Örlygi var á skipi maður sá, er Kollur hét, fóstbróðir hans, annar Þórólfur spör, þriðji Þorbjörn tálkni og bróðir hans, Þorbjörn skúma; þeir voru synir Böðvars blöðruskalla.
Þeir Örlygur létu í haf og fengu útivist harða og vissu eigi, hvar þeir fóru; þá hét Örlygur á Patrek byskup til landtöku sér, að hann skyldi af hans nafni gefa örnefni, þar sem hann tæki land. Þeir voru þaðan frá litla hríð úti, áður þeir sáu land, og voru komnir vestur um landið. Þeir tóku þar, sem heitir Örlygshöfn, en fjörðinn inn frá kölluðu þeir Patreksfjörð. Þar voru þeir um vetur, en um vorið bjó Örlygur skip sitt; en hásetar hans námu þar sumir land, sem enn mun sagt verða.
Örlygur sigldi vestan fyrir Barð; en er hann kom suður um Snæfellsjökul á fjörðinn, sá hann fjöll tvö og dali í hvorutveggja. Þar kenndi hann land það, er honum var til vísað.
Hann hélt þá að hinu syðra fjallinu, og var það Kjalarnes, og hafði Helgi bræðrungur hans numið þar áður.
Örlygur var með Helga hinn fyrsta vetur, en um vorið nam Mannvirkihann land að ráði Helga frá Mógilsá til Ósvíf(ur)slækjar og bjó að Esjubergi. Hann lét þar gera kirkju, sem mælt var.“
Í grein Brynjúlfs Jónssonar í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1902 er rakin frásögnin í 12. kafla Landnámu. Þá segir:
„Í túninu á Esjubergi, austur frá bænum er rúst, sem frá ómunatíð hefur verið kölluð kirkjutóft eða stundum bænhústóft. Og girðing sem, sem er áföst við hana, er kölluð kirkjugarður. Rústin snýr frá austri til vesturs, nál. 4 fðm. löng og nær 3 fðm. breið. Hornin eru hér um bil rétt. Utantil er hleðsla, eigi mjög aflöguð; enda er hæðin aðeins tvö steinalög, eð sumstaðar þrjú, hvert ofan á öðru. Grjótið er hnöllungagrjót, en þó eigi mjög hnöttótt og sumt er með nokkrum köntum.  Að ofan er rústin ávöl af grjóti. Lítur út fyrir, að ofan á hana hafi verið kastað lausum steinum, annaðhvort sem fallið hafi úr henni sjálfri – hafi hún verið hærri, – eða sem skriðuhlaup hefði kastað þangað. Eigi haggaði eg við rústinni, er eg skoðaði hana í voru (1901). Var það bæði, að þá var annríkt hjá mönnum og verkamenn óhægt að fá, enda ilt að gjörða vegna rigninga. Þóttist eg sjá, að það mundi mikið verk, en ósýnt um árangur. Þó lét eg grafa með öllum vesturgaflinum, í þeirri von, að þar sæi merki dyra. En þeirra sást enginn vottur.

Grund

Undirstaðan sýndist óhögguð yfir um þvert og lá á skriðugrjóti – sem þar er alstaðar undir jarðvegi… eins og rústin kom mér fyrir sjónir, gat eg varla talið hana líklega til að vera hústóft. Hitt gæti verið, að hér hefði verið hærri bygging; hústóft, nfl. staðið ofan á því sem nú er eftir. Þó leizt mér svo á brúnir rústarinnar að þær mundu ójafnari en þær eru, ef ofan á þeim hefði verið hærri hleðsla, sem hefði fallið. Eg hefi síðan hugsað um þetta, og hefir nú komið í hug, að rústin muni vera upphækkun eða „grunnur“ undan kirkjunni Örlygs, og hafi hún verið gjör af viði einum, – eins og t.a.m. skáli Gunnars á Hlíðarenda…
Girðingin, sem kölluð er kirkjugarður, er fyrir austan rústina; er austurgafl hennar áfastur suðvesturhorn girðingarinnar. Hún er 11 faðma breið frá austri til vesturs, og 12 fðm. löng frá norðri til suðurs. Sér glögt til hennar öllum megin; hefir þó skriða runnið fram á norðurvegg hennar. Framhald af honum gengur vestur á móts við kirkjutóftina og verður þar smá-girðing við norðurgafl tóftarinnar, 4 fðm. frá austri til vesturs og 6 fðm. frá norðri til suðurs, en gengur að sér vestantil…“.
Klettur Þegar gengið var um svæðið ofan og vestan Árvallar (bærinn hét Árvöllur) komu í ljós þau hinu ótrúlegustu skóflitbrigði er sérhver málameistari í líkingu við Kjarval gæti auðveldlega hænst að. Á einum stað, undir fjallsrótum Esju, mátti sjá stórt bjarg. Undir því var skúti. Við hann voru hleðslur. Gróið var umleikis. Hér var hið ágætasta skjól, t.d. fyrir Búa er segir af í Kjalnesingasögu (sjá HÉR). Staðsetning hellisins hefur ekki verið ákvarðaður af neinni nákvæmni.
Í lok ferðar var tal tekið af Erni Kærnested, staðarhaldara á Esjubergi. Framtíðarhugmyndin er að byggja þétta smáíbíðabyggð á svæðinu, þ.e. innan við 100 m2. Eins og stendur er óvissa um þá áætlan. Nóg af köldu vatni virðist vera á svæðinu, sbr. uppsprettuna góðu utan Árvalla og heimilir eru um heitt vatn í Grundardal skammt vestar. Ljóst er þó hér að Örn mun ekki flasa að neinu er stefnt getur minjum svæðisins í hættu.
Sjá meira um svæðið HÉR. 
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Í grein Brynjúlfs Jónssonar í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1902.
-Landnáma – Sturlubók 12. kafli.

Grund

Ártún

Þegar ekið er um Vesturlandsveginn má sjá á Kjalarnesi tóftir bæjar austan við veginn stuttu áður en komið er að Hvalfjarðargöngunum. Þetta eru leifar bæjarins Ártúns.
Artun-22„Ártún á Kjalarnesi var talin lítil og kostarýr jörð. Hún var lengst af kirkjujörð frá Saurbæ, afbýli úr þeirri jörð og jafnframt ysti bær í Saurbæjarsókn. Jörðin fór í eyði á fardögum árið 1956 þegar síðustu ábúendur fluttu þaðan burt. Ártúns er getið í Gíslamáldögum frá 1570 og síðar, en þá átti Saurbæjarkirkja þrjátíu hundruð í heimalandinu ásamt tveimur kotum „…enn thad eru ij kot. Artun og Hiardarnes. X. Aura Landskylld af huorre.“13 Árið 1695 er Ártún kirkjujörð í bændaeign með fjögur og hálft kúgildi, 90 álnir í landleigu og skattálagningu 15 hundruð. Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls frá 1705 þá er Ártún kirkjujörð sem liggur til Saurbæjarkirkju, og þar til proprietarius, eða eiganda sem var hr. lögmaður Sigurður Björnsson og bjó í Saurbæ. Einn ábúandi, Þórarinn Hallsson, er þá í Ártúni og galt hann í landskuld níutíu álnir með landaurum í fríðu eða dauðu, fóðri eða öðru. Áður galst hún í fiski að hluta þegar fiskgengd var góð í Hvalfirði og galst heim til eiganda. Leigukúgildi jarðarinnar eru þrjú og hálft og átti kirkjan í Saurbæ þau, en kúgildin höfðu áður verið fimm. Kvikfénaður var fimm kýr, tvær kvígur veturgamlar, tveir kálfar, tólf ær með lömbum, ein geld, tíu sauðir veturgamlir og tveir hestar.

Artun-23

Jörðin hafði selstöðu og beit fría í Blikdal um sumar og vetur í landi Saurbæjar. Torfrista og stunga var talin bjargleg en reiðingsrista lítt nýtandi. Móskurð hafði jörðin eftir nauðsyn í Saurbæjarlandi. Hvorki var hvannatekja eða rótargröftur teljandi. Sölvafjöru og fjörugrös nýtti jörðin fyrir Saurbæjarlandi og þang til eldiviðar var talið nægilegt auk þess sem talin var nokkur rekavon fyrir landi jarðarinnar. Skipsuppsátur var ekkert og engin lending, vatnsból erfitt um vetur og búpeningi var flæðihætt. Í Jarðamati J. Johnsens frá 1847 var Ártún enn kirkjujörð og metin til fimmtán hundruða. Árið 1861 er Ártún metið á 15 forn hundruð og 8,7 ný hundruð. Í landamerkjabréfi frá 1890 fyrir Saurbæ, með Hjarðarneskoti og Ártúni, kemur fram að á Bleikdal eigi Ártún óskipta beit en slægjur fyrir neðan götu frá Selgilslæk að Heygilslæk. Árið 1896 búa í Ártúni Guðmundur Guðmundsson og Margrét Ólafsdóttir og búa þar til ársins 1898, en eftir það og til ársins 1913 búa þar Þorkell Ásmundsson og Guðrún Jónsdóttir.

Artun 24

Frá 1914 til 1955 búa þar Gunnlaugur Sigurðsson og Guðrún Bjarnadóttir. Árið 1921 er heildarmat á Ártúni 31 hundrað. Árið 1932 er heildarverðmat 38 hundruð, bæjarhús úr torfi og grjóti og miðstöð sögð komin í bæinn. Túnið er 2,2 hektarar og girt í kring og bústofninn er þrjár kýr, fimmtíu kindur og þrjú hross. Árið 1942 er fasteignamat Ártúns 42 hundruð, bústofn er þrjár kýr, þrjátíu kindur og fjórir hestar, og jörðin í einkaeign en leigð til ábúðar.
Síðustu ábúendur í Ártúni voru þau Böðvar Eyjólfsson og Anna Margrét Sigurðardóttir sem bjuggu þar í eitt ár, frá 1955 til 1956, en fóstri Önnu, Ólafur Eyjólfsson í Saurbæ, var eigandi Ártúns. Vorið 1956 var Ártún selt Lárusi Lúðvíkssyni í Reykjavík sem fékkst við fiskeldi í ánni. Sjá má minjar um framkvæmdir hans á bökkum Ártúnsár, austur af Kringlumýri. Nú er mestur hluti jarðarinnar eign bændanna á Bakka. Í Fasteignabók frá 1956-70 er jörðin Ártún sögð auð en heildarmat er 15.500 krónur.

Artun-26

Tóftir síðasta bæjarins í Ártúni eru vel greinanlegar á bæjarhólnum þar sem röð bæjarhúsa snýr fram á hlað í suðvestur með tveimur húsum að baki. Framan við bæinn sér enn í kálgarð með greinilegri garðhleðslu austanmegin. Heimatúnið er líka vel greinanlegt í muni á gróðurfari og hafa útlínur lítið breyst frá því sem sjá má á túnakorti frá 1916. Þó hefur Vesturlandsvegurinn verið lagður í gegnum túnið í tvígang og á spildu á milli gamla og nýja vegarins hefur nú verið plantað trjám. Töluvert er einnig af stríðsminjum á melunum fyrir norðan bæjarhólinn en á stríðsárunum var setuliðið með aðstöðu víðsvegar á Kjalarnesinu og var með aðstöðu öll stríðsárin í Dalsmynni sem er næsti bær við Ártún. Þar voru byggð braggahverfi sem og í landi Stekkjarkots og í Tíðarskarði.
Kristrún Ósk Kalmansdóttir er fædd 23. mars í Ártúni. Þar ólst hún upp hjá hjónunum Gunnlaugi Sigurðssyni og Guðrúnu Bjarnadóttur en móðir hennar var uppeldisdóttir þeirra hjóna. Gunnlaugur, Guðrún og Kristrún voru síðustu íbúar torfbæjarins sem nú er orðinn að tóftum á bæjarhólnum í Ártúni. Leitað var til Kristrúnar um upplýsingar varðandi Ártún og greindi hún frá ýmsu sem varðaði búskap í Ártúni í hennar tíð og til hvers húsakynni voru síðast notuð.
Artun-27Bærinn samanstóð af nokkrum samhliða húsum á bæjarhólnum. Að sögn Kristrúnar var skemma vestast í bæjarröðinni, þá baðstofa, bæjargöng og búr. Austast voru fjós og hænsnahús. Í bæinn var aldrei leitt vatn, rafmagn eða sími en sími var á næsta bæ, Dalsmynni, ef á þurfti að halda. Í skemmunni voru geymd matvæli og reiðtygi. Baðstofan var tveggja stafgólfa og voru tvö rúm hvorumegin, en þriðja stafgólfið í húsinu var inngangur og eldhús. Á þaki baðstofunnar var að sögn Kristrúnar bárujárn sem tyrft var yfir. Í eldhúsinu var kolaeldavél sem hitaði húsið og eldað var á. Í Fasteignabók frá 1932 kemur fram að miðstöð sé komin í bæinn og er þá trúlega átt við kolaeldavélina. Kristrún sagði að áður en kolaeldavélin kom til hefði verið notað hlóðaeldhús sem var bakatil inn af bæjargöngum, eins og sjá má á túnakorti frá 1916, en lítil ummerki eru eftir hlóðaeldhúsið nema inngangurinn. Um 1940 var hlóðaeldhúsið fyllt upp og jafnað út til að bæta aðgengi heyvagna að hlöðunni.

Artun-30

Kristrún minnist þess ekki að eldaður hafi verið matur í hlóðaeldhúsinu en man að þar var stöku sinnum soðinn þvottur í stórum potti sem einnig var notaður til að þvo í ull niður við á. Næst komu bæjargöng en úr þeim var einnig gengið inní búrið sem var til vinstri handar. Þar var geymdur matur í trétunnum, korn og fleira. Þar var einnig geymdur vatnsforði en allt vatn þurfti að sækja niður í á. Næsta hús var sex bása fjós og austast var svo hænsnahús sem hafði áður verið notað sem lambhús. Á milli fjóssins og hænsnahússins var settur niður kamar í tíð Kristrúnar. Bakatil austan megin á bæjarhólnum var niðurgrafin hlaða og vestan megin að baki skemmunni var hesthús. Tóftir þessara húsa eru nú grasigrónar og vel greinanlegar. Efst og norðaustan í heimatúninu er fjárhústóft með hlöðnum grjótgarði eftir miðju og sagði Kristrún að húsið hefði tekið fimmtíu kindur. Á túnakort frá 1916 er teiknað hús við traðirnar nyrst í heimatúninu sem ekki sér til í dag og hefur tóft þess sennilega farið undir núverandi Vesturlandsveg.

Artun-29

Að sögn Kristrúnar var það lítið hesthús sem tók fjóra hesta og var það helst notað til að hýsa hesta ferðalanga. Traðirnar austur af bænum sem liggja niður að Ártúnsá sagði Kristrún að hefðu í hennar tíð eingöngu verið notaðar til að sækja vatn í ána. Aðkoma að bænum hefði verið norðvestan megin, hlaðvarpi við skemmuna og traðir sem lágu í norður framhjá litla hesthúsinu. Við traðirnar sagði hún að hefði verið lítill hóll sem kallaður var Traðarhóll og sumir notuðu til að komast á bak. Þessi slóði lagðist af þegar Vesturlandsvegurinn kom og myndaðist þá nýr slóði.
Í árdaga íslenskrar kvikmyndagerðar var Ártún mikið notað sem kvikmyndaver eða eins og segir í grein í Morgunblaðsins frá 1970: „Þetta var einskonar Hollywood Íslands um tíma og má muna fífil sinn fegri.“ Kvikmyndin Milli fjalls og fjöru er fyrsta íslenska kvikmyndin sem gerð var í fullri lengd og jafnframt fyrsta íslenska talmyndin.

Artun-31

Loftur Guðmundsson gerði myndina árið 1949 og frumsýndi það sama ár. Myndin er trúlega elsta myndin sem er kvikmynduð í Ártúni en bærinn í myndinni er Ártún. Bærinn kom einnig við sögu í tökum á kvikmyndinni Síðasti bærinn í dalnum eftir Loft Guðmundsson sem frumsýnd var árið 1950. Þá bjuggu Bakkabræður í Ártúni í kvikmyndinni Reykjavíkurævintýri Bakkabræðra en það var gamanmynd eftir Loft Guðmundsson sem frumsýnd var árið 1951. Ártún kom einnig lítillega við sögu í kvikmyndinni Sölku Völku sem Edda-film gerði og frumsýnd var árið 1954. Kvikmyndin Gilitrutt var frumsýnd árið 1957 en í myndinni eldar tröllskessan Gilitrutt matinn í Ártúni.
Skýringu á því hvers vegna Ártún kom svo mikið við sögu við upptöku á kvikmyndum um miðja síðustu öld má kannski finna í því að Loftur Guðmundsson ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður byggði sér sumarbústað í Ártúni árið 1945 eða 1946.

Artun-32

Loftur var fæddur í Hvammsvík í Kjós árið 1892 og þekkti vel til á Kjalarnesinu. Sumarbústaðinn reisti Loftur rétt fyrir ofan heimatúnið og klettinn Hæring þar sem bústaðurinn stóð til ársins 1955 en Loftur lést árið 1952. Þegar hjónin Anna Margrét Sigurðardóttir og Böðvar Eyjólfsson fengu jörðina til ábúðar árið 1955, fluttu þau bústaðinn niður fyrir bæinn og bjuggu þar í honum í eitt ár. Bústaðinn seldu þau seinna í Bergvík á Kjalarnesi.
Blikdalurinn er nú allur í eigu Reykjavíkurborgar en skiptist áður á milli kirkjujarðanna í Saurbæ og Brautarholts. Blikdalur skiptist eftir ánni sem rennur eftir honum miðjum og átti Saurbær dalinn að norðanverðu en
Brautarholt að sunnanverðu. Dalurinn hefur löngum verið nýttur til uppreksturs búfjár frá bæjum á Kjalarnesi og áður fyrr voru þar einnig nokkrar selstöður sem enn má sjá minjar um.“

Heimild:
-Margrét Björk Magnúsdóttir, Fornleifaskráning jarðarinnar Ártúns á Kjalarnesi, Reykjavík 2010 – Minjasafn Reykjavíkur.

Ártún

Ártún – túnakort frá 1916.

Blikdalur

Haldið var í Saurbæjarsel í Blikdal (Bleikdal) á Kjalarnesi.
Með í för var Þorvaldur Bragason og Matthias-2fjölskylda (eiginkona og sonur). Tilgangurinn var að skoða selið, sem svo eftirminnilega kom við sögu í aðdrætti forföður Þorvaldar, Matthíasar Jockumssonar, skálds, og Guðrúnar Runólfsdóttur, dóttir bóndans í Saurbæ, á síðari hluta 19. aldar. Í framhaldi af heimsókn Matthíasar upp í selstöðuna í miðjum fjallasalnum norðanverðum eignaðist Guðrún dóttur. Guðrún varð síðar eiginkona Matthíasar. Eða eins og Guðbergur Bergsson, skáld, gæti síðar hafa sagt: „Þegar aðdrættir eru góðir verða þeir hvergi betri en í Blikdal“.
Dagurinn var 18. nóvember 2011, en dánardagur Matthíasar var einmitt þann 18. nóvember árið 1920 (fyrir 91 ári). Hann fæddist 11. nóvember 1835 og var því 85 ára þegar hann lést (og viku betur).
Matthías orti m.a. ljóð (daladrósin) til selsmatsseljunnar í Blikdal:

„Hátt í dalnum,
sólarsalnum
situr stillt og þýð,
snotur, hýr og hnellin,
há og grönn og smellin
dala-drósin blíð.“

Þegar komið var upp í Blikdalinn þennan fagra lognumstillta nóvembersdag virtist í loftinu liggja hátíðlegt boð um minningu Matthíasar – slíkt var lognið og kyrrðin.
Matthías Jochumsson (11. nóvember 1835 – 18. nóvember 1920) fæddist á Skógum sem stóð um Gudrun Runolfsdottir100 metra frá sjó í austurhlíðum Þorskafjarðar undir Vaðalfjöllum. Átti hann heima á Skógum til 11 ára aldurs hjá foreldrum sínum. Matthías stundaði síðan ýmis störf, aðallega sjómennsku og sveitavinnu, en einnig verslunarstörf í Flatey. Matthías aðhylltist únítarisma.
Í Latínuskólann fór hann 24 ára gamall. Eftir Matthías liggja mörg ritverk og kvæði, t.d. leikritið „Skugga-Sveinn“ og hann samdi ljóðið „Lofsöngur“ sem síðar var notað sem þjóðsöngur Íslands. Hann var ritstjóri Þjóðólfs um tíma og síðari hluta ævi sinnar bjó hann í Sigurhæðum á Akureyri, en húsið reisti hann sjálfur. Áður var hann prestur í Odda á Rangárvöllum og um tíma bjó hann í Móum á Kjalarnesi þar sem Blikdalsævintýrið framangreinda gerðist eitt fagurt miðsumarssíðdegi þegar selfarir tíðkuðust enn (þær lögðust af um 1870 og þar með lauk þeim þúsund ára söguþætti þjóðarinnar).
Saga séra Matthíasar Jochumssonar byggir á sjálfsæfisögu hans og útgefnum bréfum.
Matthías Jochumsson var lykilpersóna í trúar- og menningarlífi Íslands á árunum 1874-1920, sem ritstjóri, mikilvirkur greinahöfundur, þjóðskáld, afkastamikill þýðandi heimsbókmennta, leikritahöfundur og síðast en ekki síst ,,huggari“ þjóðar sem enn bjó við skelfileg kjör, á öld efahyggju í trúmálum sem leysti upp aldagamla heimsmynd. Hann orti marga bestu sálma þjóðarinnar og ógrynni minningarljóða og erfiljóða. Hann vann ötullega að því í sálmum sínum, fyrirlestrum, greinaskrifum og bak við tjöldin að koma á framfæri nýjum trúarhugmyndum sem samræmdust tíma biblíurannsókna. Matthías var úthrópaður fyrir guðlast en lifði það 85 ára gamall að verða sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í guðfræði við Háskóla Íslands, svo mikið höfðu tímarnir breyst frá því hann hóf baráttu sína fyrir siðbót kirkjunnar. Hann var frumkvöðull í því að ráðast gegn bókstafstrú og gömlum trúarkreddum og draga þannig úr spennunni milli vísinda og trúar. Hann vann mikilvægt verk í því að gera íslenska kristni víða og umburðarlynda og færa hana í nútímabúning, og átti mikinn þátt í því að miklu stærri hluti fólks telur sig nú trúaðan eða er sáttur við trúarhefðina hér á landi en í nágrannalöndunum.

Matthias og Gudrun

Saga hans mun hjálpa þjóðinni að endurmeta trúararf sinn og jafnvel örva ,,heilastöð trúarinnar“ sem samkvæmt nýlegum fréttum hefur nú verið kortlögð á rannsóknarstofu í Bandaríkjunum.
Þótt Matthías hefði lítið gert annað en að semja þjóðsöng Íslendinga og vinsælasta leikrit allra tíma hér á landi (Útilegumennina) nægði það eitt til þess að gefa ævisögu hans gildi, en eftir hann liggur gífurlegt magn texta, í þýðingum, kvæðum, blaðagreinum, sjálfsæfisögu, ferðasögu, bréfasöfnum, leikritum og sálmum. Á þjóðhátíðinni 1874 varð Matthías Jochumsson stjarna, var fenginn til að yrkja minni konungs og „Lofsöngur“ hans sem varð, sem fyrr sagði, þjóðsöngur Íslendinga 1918 var þá frumfluttur við hátíðamessu í dómkirkjunni.
Matthíasi var fyrirgefið áhugaleysi á stjórnmálum þjóðfrelsis á ritstjórnarárunum 1874-1880, því að hann var svo mikilvægur liðsmaður í hinum ,,trúar“ þáttum sjálfstæðisbaráttunnar: trúnni á tunguna, skáldskapinn, söguna og guð. Mæddur af lestri heimspekirita sem boðuðu algjöra efnishyggju orti hann eins og kraftaskáld í sig og aðra þá trú að guð væri þrátt fyrir allt einhvernveginn til. Það væri galdur í lífinu og trúarleg skynjun, hrein efnishyggja væri bæði dapurleg og óholl Saurbaejarsel-23og jafnvel óskynsamleg.
Séra Matthías var sonur hjónanna þar, Jochums bónda Magnússonar og Þóru Einarsdóttur, sem bæði voru komin af merkum breiðfirzkum ættum. Þau voru andlegt atgervisfólk hvort á sína vísu, en bjuggu lengstum við þröngan kost, þar sem ómegð var ærin og harðindi tíð, en margförult um Skóga og mikil gestrisni.
Matthías var hinn þriðji að aldri bræðranna þar á bænum og ólst upp með foreldrum sínum fyrsta áratug ævinnar, en fór þá í vistir, fyrst í nágrenninu, en síðan til séra Guðmundar móðurbróður síns, sem um þær mundir fluttist að Kvennabrekku í Dölum. Þar dvaldi hann fram yfir fermingu, en ekki prísaði hann sig með öllu sælan undir handarjaðri frænda síns, því enda þótt hann kynni vel að meta mannkosti hans, var klerkur kappsmaður um búsýslu, að hann hélt drengnum meir til vinnu en náms. Sextán ára gamall hvarf svo Matthías vestur í Flatey, þar sem hann hóf störf við verzlun föðurfrænda síns, Sigurðar Jónssonar, en hann var tengdasonur Brynjólfs Bogasonar, sem þá var einn ástsælasti höfðingi þar vestra. Skipti nú heldur en ekki um hagi, því hér var hann kominn sem í ný foreldrahús, auk þess sem hann naut góðvildar og fyrirgreiðslu þess ágæta menntafólks sem búsett var þar í eynni. Kom loks þar, að það styrkti hann til utanfarar, þegar hann var ári betur en tvítugur og dvaldi hann þá vetrarlangt í Kaupmannahöfn. Á þessum árum hafði honum vaxið svo andlegt ásmegin, að næsta haust bauðst Brynjólfur kaupmaður til að kosta hann í skóla – og það raunar ekki síst fyrir tilstilli Þuríðar Kúld, sem fljótt hafði séð hvað í pilti bjó og studdi hann til frama sem hún mátti.

Saurbaejarsel-24

Stundaði hann nú undirbúningsnám hjá séra Eiríki, manni Þuríðar, næstu tvo vetur, en verzlunarstörf eða sjómennsku á sumrin. Síðan settist hann í þriðja bekk latínuskólans haustið 1859 – þá orðinn 24 ára gamall.
Snemma hafði borið á skáldskaparhneigð hjá Matthíasi, en nú tvíefldist hún er í skólann var komið og gerðist hann þar brátt mestur hagsmiður bragar og kvað ótrauður fyrir minnum.
Sumarið 1861 ferðaðist hann með kvekurum vítt um byggðir og öræfi landsins og mun sú reynsla hafa orðið kveikjan að Útilegumönnunum, sjónleiknum um Skugga-Svein, sem sýndur var í skólanum veturinn eftir og varð honum síðar einna drýgstur til vinsælda og þjóðfrægðar um langa hríð.

Saurbaejarsel-245

Stúdentsprófi lauk Matthías á sínu þrítugasta aldursári, sat þar næst tvo vetur í prestaskólanum og vígðist síðan til Kjalarnessþinga á hvítasunnudag 1867. Settist hann að í Móum ásamt konu sinni, Elínu Sigríði Knudsen, sem hann hafði kvongast árið áður. Hún hafði aldrei orðið fullheil eftir höfuðmein, sem hún tók á unga aldri, enda lézt hún á jólum eftir aðeins tveggja ára sambúð þeirra hjóna.
Tveim árum síðar kvæntist séra Matthías að nýju og nú Ingveldi, dóttur Ólafs E. Johnsens prófasts á Stað á Reykjanesi, en hann var náfrændi Jóns forseta og náinn heimilisvinur þess Skógafólks. Það hjónaband entist enn skemur, því Saurbaejarsel-246þessa konu missti hann úr lungnabólgu eftir tæpt ár.
Eftir þessi miklu áföll undi hann eigi fyrir harms sakir þar heima í Móum, heldur byggði jörðina og fékk leyfi til að hverfa frá brauðinu um sinn. Hélt hann síðan utan, fyrst til Englands, en þar næst til Danmerkur og Noregs, og var nær árlangt í þeirri för.
Ekki hafði honum þó auðnazt það jafnvægi að hann mætti staðnæmast til lengdar á Kjalarnesi og sagði hann lausu brauðinu árið eftir og lét enn í haf til Englands. Dvaldi hann þar að mestu þann vetur. Eins og nærri má geta urðu þessar utanfarir slíkum manni sem séra Matthíasi í senn reynslubrunnur og harmabót. Hann eignaðist vini hvar sem hann fór og kynntist ýmsum helztu frumkvöðlun mennta og lista í gistilöndum sínum, sem og ýmsum stofnunum og stefnum samtíðarinnar úti í hinum stóra heimi.

Saurbaejarsel-247

Séra Matthías kom heim úr þessari þriðju utanför sinni þjóðhátíðarsumarið 1874 og varð þá eitt af fyrstu verkum hans að yrkja sjö minni í tilefni af hátíðinni – ,,og flest sama daginn“ eins og hann segir sjálfur í minningum sínum.
Árið eftir kvæntist hann í þriðja sinn. Hét sú kona Guðrún Runólfsdóttir og var frá Saurbæ á Kjalarnesi, en bróðir hennar var giftur systur séra Matthíasar. Lifði Guðrún mann sinn og eignaðist með honum ellefu börn.
Það hafði orðið að ráði með tilstyrk vina séra Matthíasar erlendis að hann festi kaup á blaðinu Þjóðólfi og gerðist ritstjóri þess. Settist hann nú að í Reykjavík og varð blaðamennskan aðalstarf hans þar næstu sjö árin, en auk þess fékkst hann nokkuð við tímakennslu og sitthvað fleira, þar til hann seldi blaðið og gerðist prestur að Odda á Rangárvöllum. Bjó hann þar við allmikla rausn um sex ára skeið.
En er harðæri kreppti mjög að þar eystra, tók að hvarfla að honum að skipta um set og að ráði landshöfðingja sótti hann um Akureyrarbrauð og fékk það. Kostaði sá tilflutningur ærna örðugleika og einnig urðu fyrstu ár hans Saurbaejarsel-248þar nyrðra með ýmsum hætti heldur óyndisleg. En smám saman rættist úr um hag hans og frægðarorð og um aldamótin sagði hann lausu kallinu, en naut eftir það skáldalauna frá Alþingi.
Hann bjó þó áfram á Akureyri til æviloka og fór svo, að á efri árum sínum hlotnaðist honum óskoruð ástsæld bæjarbúa, sem og þjóðarinnar allrar, er nú taldi hann nær einróma höfuðskáld sitt og andlegan höfðingja. Kom þetta meðal annars ljóslega fram á 75 og 80 ára afmælum hans, er honum voru haldin samsæti og auðsýnd margvísleg önnur sæmd.
Auðvelt var þennan frábæra nóvemberdag árið 2011 að feta selstíginn frá Saurbæ að selstöðunni góðu í miðjum Blikdalnum. Þegar þangað var komið mátti glögglega sjá seltóftirnar er Guðrún hafði hafst við fyrrum. Aftan þeirra mátti „lesa“ skálatóft (sjá uppdrátt) af enn eldri selstöðu. Tóftin stendur nokkuð hátt svo ætla má að undir henni kúri nokkrar eldri seljakynslóðir fornra minja, jafnvel allt frá landnámstíð. Tóft, sem gefur vísbendingu um kúafjós frá fyrstu tíð er ofan selstöðunnar. Hún er a.m.k. góður leiðarvísir þessa efnis. Ljóst virðist vera að fyrstu selin í þúsund ára sögu þeirra hafi verið kúasel með tilheyrandi beitargæðum og aðgengi að vatni. Með breyttum búskaparháttum; heimaræktun túna og slægjum, færðist kúabúskapurinn heim að bæjunum. Fjárselin tóku við hlutverki kúaseljanna. Sú þróun varði í u.þ.b. 800 ár – með tilheyrandi breytingum. Staðsetning seljanna frá einum tíma til annars er ekki síst áhugavert viðfangsefni… 

Heimildir m.a.:
-Þessi grein er eftir Jóhannes úr Kötlum og birtist sem formáli í kvæðakverinu „Gullregn“ – úr ljóðum Matthíasar Jochumssonar.

Blikdalsselin

Selin í Blikdal (samþjöppuð í réttri röð) – uppdráttur ÓSÁ.

Saurbær

Höfuðbólin og kirkjujarðirnar Saurbær og Brautarholt deildu með sér Blikdalnum. Selsminjarnar þar bera þess glögg merki. Nú var ætlunin að ganga lönd bólanna, allt frá Saurbæ í norðri að Brautarholti í suðri. SaurbæjarkirkjaMillum mátti m.a. sjá tóftir Bjargs, Melavalla, Bakka Bakkaholts, Brekku, Mýrarholts og Bala. Andriðsey er þarna skammt undan landi.
Tilgangurinn með ferðinni var ekki síst að berja augum jarðmyndanir á utanverðu Kjalarnesinu, en þar eru óvíða gleggri en einmitt á fyrrgreindu svæði. Mannabein hafa komið undan sjógangi á gamla kirkjugarðinn að Saurbæ svo sjá mátti nokkur slík á leiðinni. 

Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi, sem nú er nokkuð farin að láta á sjá, er í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Saurbær er ævaforn kirkjustaður og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri.
Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri Brautarholtskirkjakirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum.
Hún er lítil (8 x 6 m) en snotur; setloft er yfir framkirkju. Hún var bændakirkja til 1950 þegar söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan á merka gripi, sem flestir komu til hennar í tíð Sigurðar sýslumanns Björnssonar, sem bjó í Saurbæ 1687-1723. Í katólskum sið var þar kirkja helguð Jóhannesi skírara.
Hin Kjalarneskirkjan,
Brautarholtskirkja, er einnig í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún má teljast afkomandi fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar. Kirkjur hafa verið í Brautarholti frá fornu fari. Kirkjan, sem þar er nú, var reist árið af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi 1857 og er henni lýst í fyrstu prófastsvísitasíu árið eftir sem vönduðu og snotru húsi. 

Bein

Litlar breytingar hafa orðið á henni síðan. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið síra Matthías Jochumsson til þjónustu í kirkjunni (1867-73). Kirkjan er að innanmáli 18,15 m 5,65 m á breidd; á hvorri hlið er tveir jafnstórir gluggar, upphaflega með sex rúðum hvor en auk þes lítill tveggjarúðu gluggi yfir prédikunarstóli og var hann frá upphafi. Þessi kirkja var einnig upphaflega byggð með turni. Yfir kirkjudyrum er fjögurra rúðu gluggi. Á sönglofti voru upphaflega tveir langbekkir en langt er síðan loftinu var lokað og orgelið flutt niður. Prédikunarstóllinn er frá 17. öld. Rúðuþil var og er í kór. Kórgrindur milli sönghúss og framkirkju hafa hins vegar verið teknar niður fyrir löngu. Enn sem fyrr eru tvær klukkur í turni, hin stærri frá 1740. Skírnarsár er sérkennilegur, ítalskur að gerð, úr marmara, tvíhólfa.

Berggangur

Þegar kirkjan var byggð var hins vegar í henni skírnarfat úr tini og komið til ára sinna. Ekki er vitað, hver örlög þess urðu. Altaristaflan sýnir Jesúm á bæn í Getsemane, kom í kirkjuna árið 1868.Klukkur eru tvær í turni. Önnur frá 1740, hæð 23 cm en þvermál 34. Hin er án áletrunar og mun minni: hæð 17 cm en þvermál 22,5. Árið 1958 fór fram gagnger viðgerð á kirkjunni, en 1967 var gerð breyting á henni að innan með því að innstu bekkir báðum megin voru teknir brott og gangur milli bekkja breikkaður. Haustið 1987 hófust gagngerar viðgerðir á kirkjunni, var þá m.a. grafið undan henni og steyptar nýjar undirstöður svo og sökklar. Þá var kirkjan klædd að nýju yst sem innst. Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari sá um smíðina en Hörður Ágústsson hafði umsjón með verkinu.

Fjaran

Brautarholti frá fornu fari. Kirkjan,sem þar er nú, var reist árið af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi 1857 og er henni lýst í fyrstu prófastsvísitasíu árið eftir sem vönduðu og snotru húsi. Litlar breytingar hafa orðið á henni síðan. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið síra Matthías dlmvsson til þjónustu í kirkjunni
Jarðfræði Kjalarness er áhugavert efni og ástæða til að kynna sér hana enn frekar. Jarðfræðin; landmótunin og veðrunin, kemur einkar glögglega í ljós þegar gengið er um fjöruna milli Saurbæjar og Brautarholts. Víða má sjá setlög, ýmsar bergtegundir, bergganga, innskot, kristalla, holufyllingar og hnyðlinga.
Kjalarnes er útkulnuð eldstöð. Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset.

Tóft

Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.
Esjan hefur myndast á einni milljón ára. Í henni eru 3 megineldstöðvar og í henni má greina 10 jökulskeið. Í fjallinu skiptast á hraun- og móbergslög og hafa efstu lögin samsvörun í yfirborðslögum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði eru vel sýnileg í fjallinu og upp á Esju eru til margar skemmtilegar gönguleiðir. Gönguleiðir með ströndinni eru ekki síður áhugaverðar.
Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaganum; Kjalarnes- og Stardalseldstöðina, hefur rekið út af gosbeltinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Ströndin skammt frá Brautarholti