Tag Archive for: Kópavogur

Sandskeið

Í Sunnudagsblaði Tímans árið 1966 er m.a. fjallað um hellarásir á Mið-Bolöldu ofan Sandskeiðs:
bolalda„Sunnan við þjóðveginn á Mið-Bolaöldunni er hellir, sem ég veit ekki til, að hafi verið rannsakaður. Við, símalagningar-menn 1909, urðum til þess að sprengja göt tvö niður í gegnum þakhvelfingu hellisins og reistum síðan í þeim tvo símastaura með 50 metra millibili, en op hans, sem er mjög lítið og sést varla, er um 25 metra fyrir vestan vestara staurgatið. Hann náði fyrir víst um 30 m. austur fyrir eystra staurgatið. Þar beygði hann eitthvað til suðurs. Ljóslausir vorum við og gátum því ekki athugað hann lengra heldur en skíman frá stauragötunum í loftinu leyfði. Hann var nálægt mannhæðar hár, hvelfingarmyndaður til beggja hliða og virtist vera þannig alla leið þessa rúma 100 metra.
Þetta var nú innskot, sett hér til þess, að upplýsingar um helli þennan verði til handa einhverjum þeim, er sjá kynnu og vildu athuga hellinn nánar og vera útbúnir til þess.“
bololduhellir-1Einn FERLIRsfélaga hafði leitað nokkrum sinnum að framangreindum stauraopum eftir að honum hafði tekist að rekja leifar línunnar meðfram gamla þjóðveginum upp frá Sandskeiði um Mið-Bolöldu með Fossvallaklifi.
„Er ekki búinn að gefast upp að finna hellinn. Held að staurarnir sem ég fann í dag séu gamla línan það passar við Herforingjakortið og ef hann er að segja rétt um að hellirinn er fyrir sunnan veginn þarf ég að leita neðar því línan krossar veginn rétt fyrir neðan staurana og fer suður fyrir hann. Held ég sé líka búin að sjá á landslaginu hvar þessar öldur eru og þá ætti þetta að passa.“
Úr sömu lýsingu og sagt er frá hellinum segir:
Rétt er að minnast á það hér, að þar, sem lagði vegurinn lá, á sínum tíma, upp af Fossvöllunum, upp í Fossvallaölduna — dálítið sunnar (til hægri á austurleið)— stóð nokkuð stór steinn á klöppum,og var á hann höggvið (klappað) ártal það, þegar lagði þjóðvegurinn var kominn það langt frá Reykjavík.
Ekki man ég nú átalið, en minnir það vera 1884 eða 1886.
Heryði ég sagt, að  norskur verkstjóri, er stjórnað hafði vegarlagningunni þangað, hefði klappað ártalið á steininn, er hann hætti þarna það haust.
bololduhellir-2„Værir þú til í að tékka hvort fjallað er um þennan helli í stóru hellabókinn? Nyrðri endinn er það stór og rétt við þjóðveginn að hann hlýtir að heita eitthvað. Við opið á þakinu er lítil varða (og staur í) örugglega til að vara við þar sem gatið er ekki nema rúml meter í þvermál og svo eru e.t. v. þrír til fjórir metrar niður í botn hellisins. Það var líka vitað um þann syðri þegar síminn var lagður 1909 þannig mér finnst skrítið ef ekki er fjallað um hellana í þessari hraunrás. Samkvæmt lýsingu mundi ég halda að ég hefði fundið vestara stauragatið en það austara sennilega skemmt vegna vegarins upp í námurnar. Þætti ágætt ef þú mundir kíja á þetta með mér við tækifæri og þannig gætum við áttað okkur á þessu.“
Í stórvirkinu Íslenskir helllar segir Björn Hróarsson svo frá hellinum þegar hann fjallar um Leitarhraun (Skari (LET-07)): „Sunnan vegarins nær miðja vegu milli Sandskeiðs og Litlu-kaffistofunnar er yfir 300 metra langur hellir. Hann er mjög bololduhellir-3hruninn um miðbikið og efsti hluti hans er fylltur jarðvegi. Efsti og neðsti hluti hellsisins standa vel uppi. Í neðri hlutanum má skríða inn um þröngan munna nálægt gamla bílveginum. Fyrstu 40 metrarnir eru ógreiðfærir. Um 50 metrum innan við munnann er um þriggja metra djúpt niðurfall sem er um 2 metrar í þvermál. Staur er á brún niðurfallsins. Hellisgöngin neðan við niðurfallið eru lítið hrunin allt í botn en þangað er um 40 metrar og lofthæðin á þeim kafla er tveir til þrír metrar. Efsti hluti hellisins stefnir til suðvesturs frá munna og er mjög lítið hruninn. Framan til er hellirinn hálffullur af aur sem eykst eftir því sem innar dregur. Um 50 metrum innan við munnan er hann orðið svo lágt undir loft að ekki verður lengra skriðið. Göngin ná þó sýnilega miklu lengra og fyrir skófluglaða bíður því þarna pennandi verkefni. Hellisgólfið er hvergi sjáanlegt en breidd þess er vart undir tíu metrum. Faðir Inga Óskarssonar hellismanns sýndi Inga þennan helli fyrir margt löngu og nefndi Ingi hellinn Skara eftir karli föður sínum.“
Ef finnandinn hefði áttað sig á að „niðurföllin“ inni í hellinum væru eftir símastaura hefði hann án efa skírt hann „Staurahelli“. En honum til vorkunnar má geta þess að stauragötin sjást ekki ofanjarðar, þó svo sjá megi púkkið með staurunum, sem nú eru horfnir á þessum tilgreindu stöðum, en búta þeirra má sjá bæði ofar og neðar í stauralínunni.

Heimild:
-Tíminn Sunnudagsblað 30. okt. 1966, bls. 932-933.
-Íslenskir hellar, bls. 279.

Bolöldur

Bolöldur – kort. Lega gamla vegarins að Svínahrauni um Bolöldur.

Vatnsendahæð

Í dagbók lögreglunnar í Gullbringu- og Kjósarsýslu (lögreglunnar í Hafnarfirði) er þann 16. júlí 1944 skráð eftirfarandi: „Kl. 01:20 var tilkynnt um að mikill eldur sæist nálægt Vífilsstaðavegi, er liggur frá Reykjanesbraut. Lögregluþj. nr. 90 fór, ásamt U.S.A. lögreglu á staðinn. Hafði herflugvél hrapað þarna, og kviknað í henni. Hún brann alveg upp.“
SlysstaðurinnÍ skýrslu ameríska hersins (Record of Events) frá þessum degi árið 1944 má sjá eftirfarandi bókun: „At 0202 hours an RAF „Hudson“ aircraft crashed and burned about fine miles Southeast of Reykjavik airport. The crew of five were all killded.“
Þegar leitað var eftir fólki, sem kynni að muna eftir atvikinu fyrir 65 árum (skrifað 2009) var úr vöndu að ráða því það fólk væri nú a.m.k. á níræðisaldri. Reynt var að staðsetja vettvanginn m.v. framangreind viðmið. Af loftmyndum að dæma virtist staðsetningin vera á eða við Vatnsendahæð.
Á vettvangiLeitað var til fólks frá Vatnsendabænum, en allt kom fyrir ekki – þangað til FERLIR hitti fyrir fyrrum vinnumann á bænum. Aðspurður um hvort hann þekkti vel til staðhátta á svæðinu sagðist hann gjöra það öðrum fremur því hann hefði smalað svæðið meira og minna frá árinu 1973. Vildi hann jafnframt geta þess að svonefnd Vatnsendahæð væri ekki sú þar sem fjarskiptamöstrin hefðu verið heldur héti það Vatnsendahvarf þrátt fyrir það sem stæði jafnan á landakortum. Vatnsendahæðin væri í suður frá bænum, en Vatnsendahvarf í vestri. Þá hefði suðurhluti Elliðavatns ekki heitið það framan af heldur Vatnsendavatn – og hana nú.
SkotfæriHér var greinilega kominn maðurinn, sem leitað var að. Aðspurður um hvort hann hefði séð brak úr flugvél á svæðinu sagðist hann vissulega hafa gert það. Á fyrstu árum sínum að Vatnsenda hefði hann stundum farið út í Vatnsendahæð til að leita að braki og skotfærum úr flugvélinni. Eftir rigningar hefði glampað á brakið svo auðveldara var að leita á svæðinu. Brakið hefði verið mjög dreift um afmarkaðan stað í hlíðinni. Þar hefðu fyrrum verið berir melar, en nú væru þar gróningar með lúpínu á milllum. Sjálfur hefði hann hirt nokkur skothylki af tveimur stærðum. Eitt hefði verið ósprungið með öllu, 29 árum eftir óhappið, en önnur báru þess greinileg merki að hafa brunnið. Þau voru án kúlu.
Viðkomandi bauðst til að fylga FERLIR á vettvang. Þegar þangað var komið gekk hann öruggum skrefum upp á mela í hlíð Vatnsendahæðar, staðnæmdist, benti og sagði: „Hér var þetta, gæti verið spölkorn ofar, en brakið var dreift hér um svæðið“.
Þegar svæðið var leitað sáust engin ummerki eftir slysið, enda 36 ár liðin frá því að viðkomandi var á svæðinu, auk þess sem bæði mold var í undirlagi og sáð hafði verið á yfirborðið, bæði lúpínu og öðrum yfiborðsþekjandi gróðri.
Hnit voru tekin á staðinn með það fyrir augum að leita svæðið betur síðar. Hlutaðeigandi fylgdi FERLIR heim á leið, náði í fyrrgreind skothylki og bauðst til að lána þau til frekari skoðunar. Á minna hylkinu, 8,5 cm langt, mátti á botni sjá bókstafina „L“ og „C“ og tölustafina „42“. Skothylkið var óskemmt. Á stærra skothylkinu, 13,0 cm langt, mátti á botni sjá bóktafina „L“ og „C“ og tölustafinn „4“.
SkotfærinÞar með virtist hafa tekist að staðsetja enn eitt flugvélaflakið (slysstaðinn) á Reykjanesskaga frá stríðsárunum. Enn er þó eftir að staðsetja tvö, þ.e. Douglasvél, sem fór niður á „hraunssléttu SA Helgafells“ 1944 og aðra, sem fórst í Lönguhlíðarfjöllum, Hudson eða Douglas sama ár. Líklega er þó um eitt og sama atvikið að ræða. Sævar sagðist muna eftir vélbyssum um þessu slysi. Þær væru í höndum tiltekins aðila, sem auðvelt væri að nálgast. Það gat hins vegar stangast á við flugvélartegundina.
Þegar FERLIR leitaði til Eggerts Norðahls og bar þetta undir hann stóð ekki á svari: „Vélin sem fór niður á austanverði Vatnsendahæð var bandarísk orrustuvél, Curtis P-40C Warhawk 30. júní 1943 (fann staðinn sjálfur löngu áður en byggt var á svæðinu og þar var enn smá brak þá) en ekki Hudson 16. júlí 1944. Hann fór niður þar sem er Maríulaut, nú er þar Klaustrið í Garðabæ.“
P-40Skv. upplýsingum Eggerts Norðdahls mun P-40C flugvélin í Vatnsendahæð að öllum líkindum hafa komið niður talsvert sunnar og vestar, í kartöflugarð, sem þar var. Hann hafi talað við eiganda kartöflugarðsins og skoðað vettvang árið 1977, en ekkert fleira hefði komið í ljós við það.
Þegar skothylkin voru borin undir hann var svarið: „Ef þessi skothylki eru .303 og .50 Cal þá var P-40C Warhawk með 2 x 2 byssur af þessum stærðum. Hudson var einungis með 4 x .303 (7,62 mm) byssur, hafði því ekki .50 cal eins og mér sýnist stærri gerðin vera.“
Hér var sem sagt um ameríska orrustuvél að ræða afgerðinni Warhawk 40C. Í skýrslu ameríska hersins (Record of Events) segir um atvikið 30. júní 1943: „A P-40, flown by Major Theodore J. Lemke, 33d Fighter Sq. crashed athet north end of Vatnsendi Ridge at 1122 hours. The plane, out of control in a flat spin, crashed from approximately 6000 feet and was competely destryed. Major Lemke was killed instantly“.
WarhawkÞá var ætlunin að skyggnast eftir flugvél, sem hrapað hafði átt í hraunið suðaustur af Hafnarfirði, sbr. „11. júní 1944: Íslenskur fjárhirðir tilkynnti um hrap flugvélar í hraunið u.þ.b. 8 mílur suðvestur af Hafnarfirði. Um var að ræða breska flugvél, C-47, er saknað var síðan 7. mars sama sama ár.“ Sennilega er þetta sama vélin og sögð er hafa farist efst í Kerlingargili. Sú vél átti að hafa verið Douglasvél, en leifar hennar má m.a. sjá í Óbrinnishólabruna norðvestan Lönguhlíða.
Frábært veður. 

Heimild m.a.:
-Eggert Norðahl.
-Sævar Jóhannsson.
-HH.
-Lögregluskýrslur lögreglunnar í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
-Dagbókafærslur ameríska hersins hér á landi 1944 og 1945.

Vatnsendi

Svæðið.

Lögberg

Í Ísafold árið 1908 má lesa eftirfarandi um „Stofnun nýbýlis á Lögbergi“: „Lögberg nefni eg greiðasöluhús mitt, nýtt og vandað steinhús, bygt við Fossvallaklif, fyrir ofan Lækjarbotnabæinn sem eg hefi lagt í eyði. – 15. des. 1908. – Guðni H. Sigurðsson.“
logberg 1958Í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins árið 1963 er fjallað um Lögberg: „Sögu Lögbergs er lokið. Síðustu árin hefur húsið staðið autt og yfirgefið, það hafa margir átt leið um veginn eins og áður, en enginn ber að dyrum, enginn á þangað erindi lengur. Ekki alls fyrir löngu átti ég leið þarna framhjá. Það var á sunnudegi. Veður var kyrrt og bjart og fagurt til fjalla. Þó mátti sjá, að haustið var á næstu grösumum. Lyngið í Selfjallinu var orðið eldrautt í brekkum og kvosum, grasviðurinn gulur, það sló brúnleitum blæ á ásana í heiðinni. Hengillinn og Esjan höfðu líka skipt um lit og fengið hvítan koll um nóttina. Undanfarnar vikur hafði verið unnið að. því að rífa Lögbergshúsið gamla. Verkinu var langt komið og þennan morgun hafði verið kveikt í tróði og rusli í hústóttinni og steig reykurinn frá rústunum hátt til lofts í góðviðrinu. Framundan dyrunum lá spýtna brakið úr húsinu í hrúgu. Sú var tíðin, að öðruyísi var hér um að litast og meiri reisn yfir staðnum, sól skein á þil og glugga, blár eldhúsreykur liðaðist vingjarnlega upp frá bænum undir Fossvallaklifinu, dyrnar stóðu opnar, en húsráðendur biðu á hlaði úti og fögnuðu gestum af alúð og innileik. Ei framar spyr að föllnum garði.
Strætisvagninn á Lögbergsleiðinni er auðkenndur Lækjarbotnar. Sumir hafa furðað sig á þessu. Þetta er þó. ekki út í hött. Býlið heitir Lækjarbotnar frá fprnu fari, og nafnið er líklega talsvert gamalt. Það er dregið af nokkrum lækjum og sytrum, sem eiga upptök sín þarna í heiðinni eða spretta fram undan hrauninu og sameinast í eina á, sem nokkru neðar liðast fram milli grænna bakka norðan og vestan við Rauðhóla og heitir Bugða. Lögbergsnafnið er hinsvegar nýtt af nálinni að kalla, orðið til eftir síðustu aldamót þegar íbúðarhúsið, sem nú er nýrifið, var reist. Hálfgerð tilviljun réði nafngiftinni.
Guðmundur Helgi Sigurðsson, sem lét reisa húsið, ætlaði upphaflega að kalla það Berg, enda á bjargi byggt og klappir allt um kring. Hann fékk Stefán nokkurn Eiríksson til að skera nafnið á fjöl til að festa á húsið. Stefáni mun hafa þótt nafnið stuttaralegt og stakk upp á því að kalla húsið Lögberg og á það féllst Guðmundur.  Saga Lögbergs hefst því í raun og veru ekki fyrr en eftir að Guðmundur flytur á jörðina og reisir húsið. Enda er það einmitt hann, sem gerir garðinn frægari.
logberg-2Leiðin suður yfir Hellisheiði og austur fyrir fjall er jafngömul byggð landsins. „Ingólfur fór um várit ofan um Heiði“, segir í Landnámu. Leiðin um heiðina þótti löngum erfiður og hættusamur fjallvegur að vetrarlagi í snjó og hríðarveðrum, áður en akvegur var lagður milli byggða, og ótaldir eru þeir, sem villzt hafa þar af réttri leið eða örmagnast í ófærðinni og sofnað á heiðinni svefninum hinum langa. En áreiðanlega hefur margur, sem af fjallinu kom, orðið skjólinu feginn, þegar hann náði Lækjarbotnum, sem var efsta byggt ból vestan heiðar, þangað til gistihús var reist á Kolviðarhóli. Þó mun vegurinn fyrrum hafa legið nokkru norðar og var þá komið í byggð hjá Elliðakoti í Mosfellssveit.
Elzta heimild um sæluhús á þessum fjallvegi er hinsvegar frá 1703, en þá getur Hálfdán Jónsson lögréttumaður um sæluhús á norðanverðum Hvannadölum. Sæluhús þetta mun hafa staðið skamt framan við Húsmúlann við tjörn eina, sem nefnd er Draugatjörn! Átakanlegt dæmi úr slysasögu þessa fjallvegar er eftirfarandi saga, sem bundin er við þetta sælu hús og lifir hann í minnum manna austan fjalls. Skúli Gíslason hefur ekið hana upp í Kolviðarhólssögu sína og er hún þar á þessa leið:
logberg-3„Gömul sögn úr Ölyesi hermir að eitt sinn hafi ferðamaður um vetur í vondu veðri komið austan yfir Hellisheiði. Hann hafði náttstað í sæluhúsinu, lokaði dyrum að sér og lagðist til svefns. Áð nokkurri stundu liðinni heyrði hann að komið var við hurðina og gerð tilraun að komast inn. Sá, er inni var, hugði það draug ytra og opnaði ekki. Heyrði hann um hríð þrusk utan við hurðina, en svo þagnaði það. Um morguninn, þegar maðurinn leit út, brá honum ónotalega við. Utan dyra lá dauður maður. Var það sá, er um kvöldið hafði knúið hurðina og maðurinn haldið vera draug. —“þetta spurðist víða og þóttu hörmuleg mistök. Eftir það „hafði alvarlega yerið brýnt fyrir ferðamönnum að loka aldrei húsinu að sér um nætur.“
Nokkru fyrir 1840 var svo byggt sæluhúsið neðan við Sandskeið eða skammt frá Fóelluvötnum, sem ýmsir núlifandi menn muna og um svipað leyti var Hellukofinn reistur, sunnanvert á miðri heiðinni, þar sem áður stóð svokölluð Biskupsvarða og stendur hann enn í dag. Árið 1844 yar svo loks reist sæluhús á Kolviðarhóli undir Hellisskarði, en gistihúsið þar rís hinsvegar ekki af grunni fyrr en haustið 1877.

Lögberg

Lögberg – stríðsminjar norðan Suðurlandsvegar.

Ekki fara margar eða miklar sögur af Lækjarbotnum á fyrri tímum, enda ekki um stóran stað að ræða. Jörðin túnlítil og slægnalaus að kalla, reytiskot langt uppi í heiði. Þó er talið, að þar hafi verið a. m. k. sex eða sjö ábúendur á undan Guðmundi Sigurssyni, en upphaflega var kotið byggt sem nýbýli úr afréttarlandi Seltirninga. Hallbera nokkur byggði fyrst í Lækjarbotnum og stóð bær hennar allmiklu sunnan við ferðamannagötuna gömlu, sem lá af Sandskeiði meðfram Selfjalli og Hólshrauni og til Hafnarfjarðar. Er um stundarfjórðungsgangur þangað frá Lögbergi. Seinna var bærinn færður, þegar nýr vegur var lagður austur, og byggður sunnan vegarins á grasi grónum hól þar sem fjárhúsin nú standa.
Fróðlegt er að lesa frásögn Willam Lord Watts, Vatnajökulsfara, um ferðalag hans austur yfir fjall árið 1875, en þá liggur leið hans einmitt um Lækjarbotna. Hann segir m. a.:“ „Fyrst er þá“ farið um gömul hraun, þar sem kindaskjátur í tvennum reyfum voru að kroppa í sig reytingslegan gróður. Þær höfðu rifið af sér ullina á hraunnibbunum svo að hún hékk á þeim í óhreinum dræsum og gerði þær ámóta ömurlegar ásýndum og landið, sem þær gengu á, enda var mesta leiðindaveður þennan dag. Um hádegi bar okkur að örreytiskoti, sem kallast Lækjarbotnar. Þar var ekkert að sjá nema örbirgð, harðfisk og óhreina krakka.

Lögberg

Lögberg – loftmynd 1953.

Ég veit ekki, hverju það sætir, að öll býli í næsta nágrenni Reykjavíkur eru fátækari og niðurníddari en nokkru tali tekur. Að vísu eru heimalönd þeirra lélegri en gengur og gerist í öðrum héruðum en fólkið er líka allt öðruvísi. Enginn kemst hjá því að taka eftir hinni sinnulausu nægjusemi í svip þess, enda vart við öðru að búast, eins og högum þess er háttað, en hvergi hef ég séð eins bláskínandi armúð og á þessu heimili.
En allt um það, hestarnir okkar grípa niður, og við vözlum forina framan við þessi hrúgöld úr grjóti, torfi og grjóti sem virðist með öllu óhugsandi að kalla heimili, hvernig svo sem það hugtak væri teygt eða túlkað. Hestarnir urðu að feta niður bratta og sleipa forarbrekku, sem ekki gerir aðkomuna eða brottförina frá Lækjarbotnum aðgengilegri. Þannig létum við þetta aðsetur eymdarinnar að baki og lögðum á heiðina í þoku svækju og kuldastrekkingi, hvar sem smugu var að finna.“

lögberg

Lögberg.

Ég brá mér einn daginn nýlega upp að Lögbergi og hitti að máli Guðfinnu Sigríði Karlsdóttur, en hún hefur átt þar heima samfleytt í meira en hálfa öld, lengst af ráðskona Guðmundar eða þangað til að hann lézt fyrir tæpum sex árum. Nú býr hún í litlu, snotru húsi, sem stendur í hlýlegri brekku ofan við Fossvallakvíslina, örskammt frá Lögbergshúsinu gamla. Þarna er símstöð og endastöð strætisvagnanna, sem ganga í Lækjarbotna, og eiga vagnstjórar vísan kaffisopann hjá gömlu konunni, þegar uppeftir kemur, því að gestrisnin er enn hin sama og áður. En hún ber þeim líka vel söguna.
Guðfinna er fjölfróð um Lækjarbotna og Lögberg sem vænta má, og varð ég margs vísari um sögu staðarins og ábúendurna, meðan ég sat þarna yfir rjúkandi kaffibolla og kökum. Guðmundur Sigurðsson var fæddur að Gröf í Mosfellssveit 17. des. 1876. Foreldrar hans voru Sigurður Guðmundsson og Guðrún Þorleifsdóttir, bæði ættuð að austan. Hann var yngstur af sautján systkinum. Hann missti heilsuna á unglingsárum sínum og lá þá rúmfastur um sex ára skeið og beið þess aldrei bætur. Eftir að hann komst til sæmilegrar heilsu, fluttist hann til Reykjavíkur og fékkst þar við ýnis störf, m. a. blaðaafgreiðslu hjá Einari Benediktssyni skáldi og síðar Sig. Júl. Jóhannessyni skáldi, en eftir það lærði hann rakaraiðn og stundaði hana um skeið. En starfið átti ekki vel við hann, enda þoldi hann illa stöðurnar til lengdar, svo hann venti sínu kvæði í kross og keypti landspildu uppi við Rauðavatn með aðstoð góðra manna, reisti þar skála, sem hann nefndi Baldurshaga og rak þar kaffistofu um tveggja ára skeið. Árið 1907 leigði hann síðan Baldurshagann, en keypti Lækjarbotna af Erasmusi Gíslasyni bróður Gísla Gíslasonar silfursmiðs í Reykjavík.

Fossvallaklif

Fossvallaklif.

Guðmundur var alla tíð mikill áhuga- og framkvæmdamaður, þrátt fyrir vanheilsu sína. Hann hófst þegar handa um byggingu íbúðarhúss í Lækjarbotnum og aðrar jarðabætur, enda voru kofarnir að falli komnir og kotið túnlaust að heita mátti. Gömlu bæjarhúsin stóðu, eins og áður er sagt, á hólnum sunnan vegarins, en með tilliti til umferðarinnar ákvað hann að velja nýja húsinu stað norðan við veginn, á klöppinni rétt sunnan við Fossvallarkvíslina. Hann lét kljúfa grágrýti í veggina á húsinu og felldi þar síðan í steinlím í hleðslunni. Þetta var erfitt verk og seinunnið og kostaði mikið fé. En húsið reis af grunni og Lögberg blasti við öllum, sem um veginn fóru að sunnan og austan. Þetta varð allmikið hús áður en lauk méð endurbótum og viðbyggingum, í því voru hvorki meira né minna en tuttugu vistarverur, þegar allt var talið. Enda varð þetta fljótlega fjölsóttur staður. Kolviðarhóll og Lögberg voru á þessum árum fastir áningarstaðir flestra þeirra, sem um Hellisheiði fóru, og náttstaður margra. Erfitt er um túnrækt í Lækjarbotnum, samt tókst Guðmundi að tífalda töðufallið og koma því upp í um 150 hesta. En auk þess falaði hann sér heyja annarsstaðar að, m. a. austan yfir fjall enda hafði hann 12 kýr í fjósi og á annað hundrað fjár á jörðinni, þegar flest var. Jafnframt búskapnum rak hann svo greiðasölu.- Framan af búskapartíð Guðmundar var mikil gestakorma að Lögbergi.
raudholl-229Fjárrekstrarmenn kormu á haustin austan úr sveitum á leið til Reykjavíkur og vermenn á veturna og vorin. Þeir komu venjulega nokkrir saman, gangandi, með þungar byrðar á baki, í misjafnri færð og veðri, sumir hráktir og illa til reika, og áttu stundum líf sitt að launa húsaskjóli og aðhlynningu heimilisfólksins á Lögbergi. Varð bft iitið um svefriihn hjá heimafólkinu, þegar vakið var upp, stundum tvisvar þrisvar á nóttu. Mikið var líka um vöruflutningá um heiðina, en um helgar á sumrin brugðu bæjarmenn sér upp að Lögbergi á hestum og var þá stundum glatt á hjalla. Svo gekk bílaöldin í garð og með henni fækkaði þeim, sem viðkomu höfðu á Lögbergi. Snemma á hernámsárunum settust Bretar að 4 Lögbergi, en seinna Bandaríkjamenn við veginn, þegar komið er upp úr skarðinu.
Höfðu þeir þarna heljarmikið bakarí. Þeir tóku allmikla spildu af túninu undir byggingarnar, en annars fór vel á með þeim og heimafólkinu á Lögbergi. Þeir létu líka byggja skjólvegginn mikla, sem er norðan við húsin. Vann 40 manna flokkur að hleðslunni í fullar sjö vikur og er þetta talinn einhver dýrasti veggur sinnar tegundar sem hlaðinn hefur verið á Íslandi. En vel er veggurinn hlaðinn, svo að Steinar í Hlíðum undir Steinahlíðum hefði jafnvel verið fullsæmdur af verkinu, enda voru vegghleðslumennirnir íslenzkir og sjálfsagt ættaðir að austan. Samt hefur þessi veggur aldrei áunnið sér virðingu í hlutfalli við fyrirhöfn og tilkostnað. Enn standa þarna leifar af varðturninum og nokkrir ryðgaðir braggaskrokkar frá hernámsárunum.

Guðmundur var mjög heilsulítill síðustu árin, sem hann lifði, og leigði þá öðrum jörðina, en dvaldi þar þó áfram sjálfur til dauðadags. Hann andaðist 4. nóv. 1957, rúmlega áttræður að aldri. Hann var jarðsettur í heimagrafreit á túnhólnum sunnan við veginn, þar sem gamli Lækjarbotnabærinn stóð.

Tröllabörn

Tröllabörn – loftmynd 1953.

Fannveturinn mikla 1919—1920 var gífurlegur snjór á Hellisheiði sást hvergi á dökkan díl að kalla. Þá var allt í kafi á Lögbergi pg gengt af húsþakinu upp á hæðina fyrir ofan, en snjógöng grafin frá dyrunum. Í vorleysingunum verða þarna mikil umskipti. Bláar skúrir leiðir með fjöllunum og allt bráðnar og rennur sundur, nýtt líf kemur í Fossvallakvíslina, sem annars er gersamlega þurr, og fellur hún þá beljandi rétt meðfram bæjarveggnum á Lögbergi en neðar flæðir hún út yfir alla bakka og ber með sér aur og leir fram á jafnlendið fyrir neðan. Mörgum finnst sumarfrítt í Lækjarbotnum, þótt Vatnajökulsfaranfum gætist ekki allkostar að landinu, þegar hann fór þar um í þoku og rigningssudda, enda lætur það lítið vfir sér við fyrstu kynni. Þar eru þó margar hlýlegar og vinsælar dældir og kvosir, vaxnar grasi og lyngi, og mosagrænt hraunið lumir á ýmsri óvæntri fegurð. Þetta er ákaflega rólegt og notalegt landslag, enda er þarna krökkt orðið af sumarbústöðum út um allt. Ég er ekkert hissa á því, þótt gamla konan, sem bráðum hefur átt hér heima samfleytt í 54 ár, eigi erfitt með að slita sig héðan, og er henni þó ekki sársaukalaust að horfa upp á eyðileggingu gamalla mannvirkja á staðnum. En umhverfið er þó altént hið sama, Nátthaginn og Selfjallið, ám og hraunið og allt þetta nafnlausa í náttúrunni, sem yljar og hlýjar um hjartaræturnar. Það er ósköp auðvelt að skilja sjónarmið og tilfinningar gömlu konunnar. „Ég vil helzt ekki flytja héðan fyrr en ég fer alfarin.“

trollaborn-221

En Lækjabotnar eiga sér einnig aðra sögu en hér hefur verið rakin, miklu eldri sögu, sem skráð er á klappirnar og klungrin umhverfis Lögberg. Ísaldarjökullinn, sem á sínum tíma þakti meginhluta landsins hefur skriðið þarna fram um heiðina og sorfið og rispað grágrýtisklappirnar og loks skilið eftir heljarmikil grettistök á víð og dreif, þegar aftur tók að hlýna. Slíkar jökulminjar sjást víðsvegar á holtunum og hæðunum upp af Lögbergi, sunnan og norðan vegarins. Löngu seinna, eftir að ísöld lauk og jökullinn var horfinn eða fyrir um það bil fimm þúsund árum, hefur orðið mikið hraungos þarna austur með fjöllunum á báða bóga, til austurs og vesturs. Hraunelfan, sem til vesturs leitaði, hefur fundið sér farveg niður um skarðið milli grágrýtisholtanna ofan við Lækjarbotná, þar sem vegurinn nú liggur, og runnið allt til sjávar í Elliðavog. Í þessu hraunflóði er talið, að Rauðhólar haft myndazt og Tröllbörnin orðið til, en.svo heita nokkrir smágígar meðfram veginum rétt neðan við Lögberg. Þannig hafa eldur og ís á sínum tíma merkt og mótað landið í Lækjarbotnum eins og víða annarsstaðar á Íslandi. Bakgrunnurinn að sögusviði þeirrar f arsælu lífsbaráttu, sem gerði garðinn frægan og hér hefur verið lítillega lýst, er stórfenglegur og eftirminnilegur. En það er einnig ákveðin reisn yfir þeim, sem settust að þarna við veginn í trássi við öll afkomulögmál, græddu bera klöppina, reistu skála að segja um þjóðbraut þvera, af myndarskap, en litlum efnum, hýstu gest og gangandi og áunnu sér þakklæti og virðingu vegfarenda. Nú er sviðið autt og yfirgefið og spýtnabrakið á bæjarhellunni, hinni fimm þúsund ára gömlu klöpp, staðfestir í raun réttri einungis það, sem áður var nokkurn veginn ljóst, að sögu Lögbergs er lokið.“ – Gestur Guðfinnsson.

Í Vísi árið 1962 er frétt: „Lögberg selt til niðurrifs„:

Lögberg

Lögberg 1931-1935. Í forgrunni er nokkuð stór fólksbíll af eldri gerð og er barn að hlaupa að honum. Í bakgrunni er stórt hús og viðbyggingar frá því, aðallega t.h. Á húsinu má lesa nafnið LÖGBERG. Á bakhlið myndarinnar er skrifað: Erik körte med Adam til Stokkesyer (Stokkseyri) med bilen fra mejeriet, skulle hente varer til mejeriet.

„Fyrir nokkru auglýsti bæjarverkfrœðingur Kópavogs bygginguna Lögberg að Lækjarbotnum til sölu til niðurrifs og brottflutnings.
Lögberg, eða Lækjarbotnar, eins og staðurinn hét forðum, er gamall áningar- og greiðasölustaður, en síðustu árin hefir staðurinn eiginlega ekki þjónað öðrum tilgangi en að vera endastöð fyrir Strætisvagna Reykjavíkur, sem hafa þjón að íbúum í Kópavogskaupstað, er nær þarna upp eftir, með því að flytja þá úr bænum og í.

Lækjarbotnar

Lækjarbotnar – Friðrik VIII. á för sinni um landið 1907.

Bæjarverkfræðingur Kópavogs, Páll Hannesson, hefir skýrt Vísi svo frá, að allmargir aðilar hafi látið í ljós áhuga á Lögbergi, er það var auglýst, en niðurstaðan verður sú, að tveir menn úr Kópavogi, Jóhann Kristjánsson og Sigurður Jakobsson, hafa hreppt húsið, og munu þeir fá húsið fyrir að rífa það og flytja á brott, en ætlun þeirra mun vera að nota efnið til innréttingar á vinnuskála, sem þeir nota.
Engin bygging mun koma í stað gamla hússins, sem þarna verður rifið, því að vegagerð ríkisins mun fá hússtæðið til sinna þarfa. Ætlunin er að gera breytingu á lagningu þjóðvegarins austur yfir fjall, þar sem hann kemur niður brekkuna við Lögberg, svo að vegarstæðið flytzt til og fer yfir þann stað, þar sem húsið stendur nú.“

Í Morgunblaðinu árið 1966 fjallar Guðmundur Marteinsson í Velvakanda um „Aðeins eitt Lögberg“:

Lögberg

Lögberg – athöfn.

„Í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins (25. 8.) er sagt frá nýbyggingu Suðurlandsvegar vestan Svínahrauns, og er skýrt frá því, að nýr vegur verði lagður frá vegarendanum við hraunið og niður að Lögbergi, og einnig að nýi og gamli vegurinn eigi að koma saman við Lögberg.
Það var fyrir rúmlega hálfri öld, að norðan við veginn, gegnt býlinu Lækjarbotnum, var reist hús, sem var gefið heitið Lögberg, rétt um svipað leyti og Lækjarbotnar fóru í eyði. Þetta hús var rifið fyrir nokkrum árum, og er því ekkert sem heitir Lögberg á þessum stað lengur.
Ráðamenn Strætisvagna Reykjavíkur breyttu fyrir nokkrum árum heitinu á strætisvagninum, sem fer þangað upp eftir, úr Lögberg í Lækjarbotnar, og þótti mörgum það smekkvíslega gert. Það var raunar gert áður en húsið Lögberg var rifið.
Ég sendi þér þessar línur, Velvakandi góður, og bið þig að koma þeim á framfæri. sem ábendingu til blaðamanna og amnarra um að afmá nafnið Lögberg á þessum stað. Það á aðeins heima á einum stað — á Þingvöllum.“ – 27. 8. 1966; Guðmundur Marteinsson.

„Kirsten Henriksen einn gefanda er fædd 1920 og lést 2009.“ (VHP 2018)

Í Skátablaðinu árið 1985 segir Reynir Már Ragnarsson frá „Væringjaskálanum í Lækjarbotnum„, sem þá hafði verið fluttur á Árbæjarsafnið.

Lögberg

Lögberg – hestamenn á leið austur. Væringjaskálinn í bakgrunni.

„Einn er sá staður í nágrenni Reykjavíkur sem margir skátar eiga eflaust góðar minningar frá en það eru Lækjarbotnar. Þar hefur verið skátaskáli síðan 1920 og eru þeir því orðnir nokkuð margir skátarnir sem hafa verið þar í útilegu. Minningar tengjast oft skálanum, því andrúmslofti sem þar er og stemmingunni sem þar myndast. Oftar en ekki halda menn tryggð við skálann sem minningarnar eru tengdar við.

Væringjaskálinn

Væringjaskálinn á Lögbergi.

Líflaus og tómur með hlera fyrir gluggum í sumar fór ég að skoða Árbæjarsafn og tók þá eftir litlu húsi sem
stendur skammt frá safnhúsunum. þetta einmana hús reyndist vera gamli Lækjarbotnaskálinn – Væringjaskálinn. Hann má nú muna sinn fífil fegri. Söngurinn er þagnaður og leikir og ærsl eru víðs fjarri. Mætti hann tala hefði hann frá mörgu að segja. En nú er hann einn og yfirgefinn, hurðin læst og hlerar fyrir gluggum. Ég gisti þennan skála aldrei sjálfur en fyrir hönd þeirra sem það hafa gert og reyndar fyrir hönd skátahreyfingarinnar skammaðist ég mín. Af hverju er hann ekki opnaður og komið einhverju lífi í hann?

Væntanlegt útileguminjasafn eða tómur áfram?

Væringjaskálinn

Væringjaskálinn á Árbæjarsafni – mynd: Saga Væringjaskálans – Sumarið 1919 fór stjórn Vœringjafélagsins að leita að stað undirfyrirhugaðan skála. Eftir nokkra leit komst stjórnin að þeirri niðurstöðu að Lækjarbotnar vœru heppilegasti staðurinn. Þar hafði áður verið býli, sem var áningarstaður ferðamanna sem voru á leið austurfyrirfjall. Bygging skálans hófst snemma sumars 1920 og 5. september sama ár var hann vígður þótt byggingunni væri ekki að fullu lokið. Fáni var þá í fyrsta sinn dreginn að hún á stönginni við skálann.
Í byrjun voru hliðarveggir skálans hlaðnir úr grjóti og torfi, en það þótti slæmt til lengdar og voru því hlöðnu veggirnir rifnir burt. Sumarið 1929 var byrjað að girða lóðina kringum skálann og gróðursett voru tré og aðrar jurtir. Þessu verki var lokið 1931. Skálinn kostaði alls uppkominn nær 7000 krónum.

Ég hafði samband við Ragnheiði Þórarinsdóttur, borgarminjavörð og sagði hún að skálanum væri haldið við og áætlað væri að flytja hann nær safnhúsunum. Mikill áhugi væri fyrir að opna hann almenningi, en áður þyrfti að safna hlutum sem tengdust útilegustarfi fyrri ára og koma þeim fyrir í skálanum. Hún taldi best að skátarnir hefðu frumkvæði að þeirri söfnun. Árbæjarsafn væri tilbúið að varðveita hlutina og lagfæra ef með þyrfti.“

Heimildir:
-Ísafold 19. desember  1908, bls. 315
-Sunnudagsblað Alþýðublaðsins 20. október 1963, bls. 74-75 og  86-87.
-Vísir, 278. tbl. 10.12.1962, Lögberg selt til niðurrifs, bls. 7.
-Morgunblaðið, 199. tbl. 02.09.1966, Aðeins eitt Lögberg – Guðmundur Marteinsson, bls. 4.
-Skátablaðið, 1. tbl. 01.02.1985, Væringjaskálinn í Lækjarbotnum – Reynir Már Ragnarsson, bls. 34-35.

Tröllabörn

Tröllabörn.

Víkingaskip

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 fjallar Árni Óla um „Skilnað Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps“ í sögulegu samhengi. Spurning Árna er hvers vegna, þrátt fyrir allar tilfæringarnar á landamerkjum, geti landnámið Vík ekki verið í dag eitt og hið sama.

Árni Óla

Árni Óla.

„Upphaflega var Reykjavík stærsta jörð, sem nokkru sinni hefir verið á Íslandi. Land hennar náði yfir Kjósarsýslu, Gullbringusýslu og fjóra hreppa Árnessýslu, Wngvallasveit, Grafning, Ölfus og Selvogshrepp. En brátt saxast á land þetta, þyí að Ingólfur var óspar á að miðla öðrum af landnámi sínu. Eru táldir 18 landnámsmenn, er hann fekk lönd, og er þá svo komið að land Reykjavíkur nær ekki yfir meira en Seltjarnarneshrepp og vestasta hluta Mosfellssveitar. Og enn skerðist þetta land, því að sjálfstæðar jarðir rísa þar upp snemma, svo sem Nes við Seltjörn og Laugarnes. Örlyndi Ingólfs, sem kemur fram í því hvernig hann brytjar niður landnám sitt, verður trauðlega skýrt á annan veg en þann, að hann hafi ætlað sjer og afkomendum sínum að vera höfðingjar í þessu landi. En höfðingi gat enginn orðið nema sá, er hafði mannaforráð. Og að þeir feðgar hafi haft mannaforráð um alt landnámið, sjest á því er Þorsteinn Ingólfsson stofnar Kjalarnesþing.
Landnám Ingólfs
Reykjavík var enn góð jörð, þrátt fyrir alt, og höfuðból hefir hún verið fyrstu aldirnar. Hafa þar um ráðið hin miklu hlunnindi hennar, svo sem selalátur í Örfirisey, trjáreki, æðarvarp í eyjunum, laxveiði í Elliðaánum. Þá hafa og verið hjer ágæt fiskimið og fiskur oft gengið inn í Sundin. Þess vegna hefir jörðin getað framfleytt fjölda fólks og þess vegna rísa stöðugt upp nýar jarðir í landi hennar, þangað til svo er komið, að þetta höfuðból er orðið að kotjörð, hlunnindin hafa lent hjá öðrum eða farið forgörðum, og avo verður Danakonungur eigandi jarðarinnar. Niðurlægingarsagan er löng og ömurleg. Og þegar konungur gefur svo verksmiðjunum heimajörðina, þá er það ekki annað en kvosin, þar sem Miðbærinn stendur nú. Reykjavík var þá jörð í Seltjarnarneshreppi. En árið 1803 er hún gerð að sjerstöku lögsagnarumdæmi og fær sjerstakan bæjarfógeta. Lögsagnarumdæmið var miklu stærra en verslunarlóðin, því að innan þess voru Þingholt, Stöðlakot, Skálholtskot, Melshús, Melkot, Götuhús og Grjótaþorpið, og brátt bættist Landakot við.

Landnám Ingólfs

Landnám Ingólfs.

Þrátt fyrir þetta helst enn sambandið við Seltjarnarnes að nokkru leyti, því að fátækramálin voru sameiginleg og voru til þess alveg sjerstakar ástæður. Þegar eftir að verksmiðjurnar voru reistar hjer, og þó einkum eftir að verslunin var gefin frjáls og Reykjavík fekk kaupstaðar rjett indi, fór fólk að flykkjast þangað í atvinnuleit og margir settust þar að og komu sjer upp tómthúsbýlum, eða hinum svonefndu kotum. Margt af þessu fólki var blásnautt og upp á aðra komið hvenær sem versnaði í ári. Jukust því sveitarþrengsli óðum af þessum sökum.

Sölvhóll

Sölvhóll á Arnarhóli. Teikning eftir Árna Elfar.

Kotin voru ekki öll innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur, því að mörg höfðu verið reist í löndum Hlíðarhúss, Sels og Arnarhóls, en þær jarðir voru í Seltjarnarneshreppi. Þeir, sem í þessum kotum bjuggu, höfðu aðalatvinnu sína hjá kaupfnönnum bæjarins, og það var sú atvinnuvon, sem hafði dregið þá hingað. En þegar nú þessir menn gátu ekki sjeð fyrir sjer og sínum og urðu bónbjargarmenn, þótti það ekki sanngjarnt, að Seltjarnarneshreppur kostaði framfærslu þeirra. Myndi það hafa orðið honum ofraun fjárhagslega, ef hann hefði orðið að setja þessu bjargþrota fólki farborða. Þótti því sanngjarnt að Reykjavík tæki þátt í framfærslu þess, þar sem hún naut vinnukrafta þess. Þessi var megin ástæðan til þess að bær og hreppur höfðu sameiginlegt fátækraframfæri um langt skeið.
Seltjarnarnes
Það er dálítið einkennilegt, að vaxandi bygð varð upphaflega til þess að þröngva svo kosti Reykjavíkur, að höfuðbólið varð að kotjörð. Og nú þegar Reykjavík er orðin sjerstakt lögsagnarumdæmi, þá er það vaxandi bygð, sem þröngvar enn kosti hennar. Óáran og fiskleysi hjálpaði þar einnig til. Og árið 1806, eða þremur árum eftir að bærinn var gerður að sjerstöku lögsagnarumdæmi, er ástandinu hjer lýst á þennan hátt: „Fjöldi tómthúsmanna er hjer allrar bjargar laus, jafnvel bændur og það ekki einn, heldur allur fjöldi, sem við vissum að fyrir fáum árum voru velmegandi og áttu drjúga peninga fyrirliggjandi, eru nú ekki alleina fjelausir, heldur komnir í stórskuldir. Verslun öll hin versta. Kaupmenn neita um lán og halda vörum sínum dýrum, sjer í lagi móti peningum, sem þeir nú hafa sett niður um 10—20% móti sveitar og sjávarvörum“. Þá voru innan lögsagnarumdæmisins 446 íbúar, þar af ekki nema 134 vinnufærir menn. Þótti forráðamönnum nú þunglega horfa og var gripið til þess ráðs, sem enn þykir hið mesta þjóðráð á ýmsum stöðum, að reyna að hefta aðflutning fólks, og þá einnig að koma þurfamönnum af höndum sjer.

Finnur magnússon

Finnur Magnússon.

Finnur Magnússon var þennan vetur settur bæjarfógeti í stað Frydensberg, sem var ytra. Hann gaf út auglýsingu í mars og var hún kynt almenningi með því að lesa hana í prjedikunarstóli kirljunnar. Þar er öllu útánveitarfólki í kaupstöðum og tilheyrandi kotum“ skipað að hafa sig á burt fyrir fardaga, ef það geti ekki sannað að það sje sjálfbjarga. Ennfremur er öllum húsráðendum í kaupstaðnum og kotunum stranglega bannað að hýsa utansveitarfólk, nema með samþykki bæjarfógeta. Afleiðingin af þessu varð sú, að á næstu tveimur árum fækkaði fólki hjer um 90 manns, eða rúmlega 20 af hundraði. En þrátt fyrir það jukust sveitarþyngsli meira en um helming.

Um þessar mundir var það að Gunnlaugur Briem sýslumaður kom frarn með þá uppástungu að leggja Seltjarnarneshrepp undir Reykjavík. Vildi hann að embættismenn fengi jarðirnar á Seltjarnarnesi til afnota, svo að þeir gæli haft þar búskap og framleitt landbúnaðarafurðir. Jafnframt yrði þá lokið allri óánægju út af fátækramálunum. En þeir Frydensberg bæarfógeti og Trampe stiptamtmaður snerust báðir öndverðir gegn þessari tillögu.

Gunnlaugur Briem

Gunnlaugur Briem.

Trampe var algjörlega mótfallinn því að embættismenn fengi bújarðir, en Frydensberg óttaðist að sveitarþyngsli mundu mjög aukast. Er líklegt að hann hafi þá borið fyrir brjósti hag hinna dönsku kaupmanna, því að þeir voru altaf að rífast út af því að þurfalingar settust hjer að. Er álit Frydensberg mjög í samræmi við álit kaupmannanna, að til Reykjavíkur og Seltjarnarness flykkist allskonar hrakmenni (Uuskud) þegar vel fiskast, hlaði þar niður börnum, og þar sem fæðingarhreppur hafi framfærslu skyldu, þá sitji hreppurinn og bærinn uppi með það alt þegar harðnaði í ári. Tveimur árum seinna hófst ófriðurinn milli Dana og Englendinga og var þá alt á hverfandi hveli hjer og menn höfðu um annað að hugsa en þessa smámuni, sem samband Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps um framfærslu þurfamanna. Dýrtíð og vöruskortur svarf meir og meir að fólkinu og eru þar um hörmulegar sögur.
Árið 1813 segir bæjarfógeti svo í skýrslu til stjórnarinnar, að þá gangi neyðin nær mönnum heldur en hann viti til af eigin reynd og nú stórsjái á 2/3 af íbúunum í Reykjavík. Castenskjöld var þá orðinn stiftamtmaður, og hóf hann nú máls á því, að rjett væri að slíta sambandi Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps. En bæjarfógeti var því andvígur og kvað það ekki geta komið til mála, því að aldrei hefði ástandið verið alvarlegra en nú. Og við það sat í það skifti.

Arnarhóll

Arnarhóll.

Leið nú og beið fram til ársins 1834. Á því ári öndverðu voru gefnar út reglur um fátækramálefni. Segir þar að hver hreppur skuli vera sjerstök framfærslusveit, með þeirri undantekningu að Reykjavík skuli vera í sambandi við Seltjarnarnesshrepp um fátækramál. Segir þó, að ef ráðlegt teljist að þessu sje breytt þá skuli amtmaður senda álit og tillögur um það til Kansellí.
Árið eftir gerist svo það, að lögsagnarumdæmi Reykjavíkur er stækkað að mun. Er þá bætt við það Hlíðarhúsum, Ánanaustum, Seli, Örfirisey, Arnarhóli og Rauðará, ásamt öllum kotum í landi þeirra. Urðu þá takmörk lögsagnarumdæmisins þessi: Að vestan lönd Eiðis og Lambastaða, að sunnan Skildinganesland, að austan Laugarnessland. Með þessari breytingu fékk Reykjavík í sinn hlut flesta þá tómthúsmenn, er hjer höfðu sest að.

Landnám

Landnám Ingólfs – skipting.

Reykjavík var nú orðin svo stór, að full ástæða þótti til að hún fengi reglugerð um bæjarmálefni sín. Því var það á öndverðu ári 1839 að amtmaðurinn í Suðuramtinu skrifaði Kansellíbrjef um þetta og sendi með frumvarp að slíkri tilskipun. Var hún alveg sniðin eftir tilskipun um bæjarmálefni í Danmörk, nema hvað gert var ráð fyrir því að enn heldist samband kaupstaðarins og hreppsins um fátækramálefni. Kansellí sendi frumvarpið til embættismannanefndarinnar, sem settist á rökstóla þá um sumarið, og bað um álit hennar. Nefndin varð sammála um að gera þá höfuðbreytingu á frumvarpinu, að sambandi Reykjavíkur og Seltjarnarness skyldi slitið og fjárskifti fara fram að bestu manna yfirsýn. Nefndin rökstyður þetta á þann hátt, að ástæðan fyrir fjelagi bæar og hrepps um fátækramál hafi fallið niður um leið og lögsagnarumdæmi Reykjavíkur var stækkað. Áður hefði það ekki verið nema sanngjarnt að Reykjavík tæki þátt í fátækraframfærslu tómthúsmanna, sem bjuggu utan lögsagnarumdæmisins en stunduðu vinnu í bænum.

Landnámið

Landnám Ingólfs – sveitarfélög.

Áður en tillögur embættismannanefndar væri sendar Kansellí, leitaði stiftamtmaður álits bæjarstjórnar Reykjavíkur og hreppstjórans í Seltjarnarnesshreppi. Álit bæjarstjórnar fór í þveröfuga átt við skoðanir embættismannanefndarinnar. Segir svo í því: „Áður en lögsagnarumdæmi Reykjavíkur var stækkað var fult af þurfamönnum á næstu bæjum, Hlíðarhúsum, Ánanaustum, Sauðagerði, Seli, Rauðará o.s.frv. Voru þeir aðallega hjer úr sýslunni, en þó víðs vegar að af landinu. Það gerði ekki svo mikið til á meðan fátækraframfærslan var sameiginleg, þótt lögsagnarumdæmi Reykjavíkur væri stækkað, en hefði menn þá grunað að aðskilnaður fátækramálefnahreppsins og bæjarins væri aðsigi, hlutu menn að sjá að stækkun lögsagnarumdæmisins yrði til tjóns fyrir bæinn og mjög þungbær, því að á þessu svæði býr fjöldi þurfamanna úr sýslunni.
Reykjavík
Það hefði því verið happadrýgst fyrir Reykvíkinga, að lögsagnarumdæmið hefði ekki verið stækkað, því að þótt hreppurinn tæki nú við öllum þeim þurfamönnum, sem þar eru, þá er hætt við að fátæktin verði þar svo arfgeng, að fjöldinn allur af þeim tómthúsmönnum, sem eftir verða, muni þurfa á mikilli fátækrahjálp að halda, einkum ef harðnar í ári. Vjer teljum því, að skilnaður bæjar og hrepps muni verða bænum mjög þungbær þegar fram í sækir, nema því aðeins að lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verði aftur minkað, og látið vera eins og það var fyrir breytnguna 1835“, Hjer kemur allgreinilega fram sú einangrunarstefna, sem þá ríkti hjer í bænum, og átti eflaust upptök sín hjá hinum dönsku kaupmönnum, sem sáu eftir hverjum eyri til almenningsþarfa, þótt þeir lifðu sjálfir í sukki og sællífi. Bænum var orðin hin mesta nauðsyn á því að færa út kvíarnar en samt vildi bæarstjórn nú vinna það til fyrir meðlag nokkurra þurfamanna að marka bænum sinn upphaflega bás á landi jarðarinnar Víkur. Þetta var þó aðeins fljótfærni hjá bæjarfulltrúunum, eins og þeir sáu síðar.

Arnarhóll

Arnarhóll og nágrannajarðir 1703.

Vegna þessarar afstöðu bæjarfulltrúanna þótti Kansellí viðsjárvert að fara fram á skilnað bæjar og hrepps. Sendi það því frumvarpið aftur til embættismannanefndarinnar og bað hana að taka það til athugunar að nýju. Jafnframt ljét Kansellí þess getið að það teldi að Seltjarnarneshreppur mundi bíða tjón af skilnaðinum, er Reykjavík græða á honum. Hœtta væri og ef til vildi á því, að Reykjavík reyndi að stjaka mönnum frá sjer og fá þá til að setjast að í Hreppnum, og geta þannig haft hagnaðinn af vinnu þeirra, en varpað framfærsluþunganum yfir á hreppinn.
Áður en stiftamtmaður lagði frumvarpið að nýju fyrir embættismannanefndina (1841), leitaði hann álits bæjarfulltrúa og fátækrastjórnar bæjar og hrepps. Og nú brá svo undarlega við, að þeir æsktu allir eftir skilnaði. Hafði fátækrastjórnin athugað útgjöld bæar og hrepps til þurfamanna seinustu 12 árin, og á þeim tíma höfðu Reykvíkingar greitt 5181 rdl., en hreppurinn 2220 rdl. Eftir því gæti skifting farið fram eftir hlutfallinu 26:11 og væri sú tala líka rjétt, ef tekið væri tillit um mannfjölda í hrepp og bæ.

Seltjarnarnes

Mörk Seltjarnarness og Reykjavíkur árið 1700. Eiði og Örfirisey.

Með þessu var hnúturinn leystur að kalla, áður en málið kæmi til embættismannanefndarinnar. Ræddi hún því aðallega um hvernig skilnaðinn skyldi framkvæma að öðru leyti. Taldi hún víst að í fyrstu myndi rísa upp ýmis vafamál, en á hitt bæri fremur að líta, að eftir skilnaðinn yrði stjórn fátækramálanna einfaldari og óbrotnari og „stjórnendur fátækramálefnanna fengi meira ráðrúm og næði og meiri festu í störf sín en ella.“

Mosfellssveit

Mosfellssveit og Mosfellsheiði – mörk (rauð) 2022.

Eitt af vandamálum skilnaðarins var það, hvar ætti að lenda þeir þurfamenn, sem dvalist höfðu sitt á hvað í hreppnum og bænum. „Nefndin áleit að leysa mætti þetta þannig, að bæinn og hreppinn væri í tilliti til annara hreppa að álíta hin fyrstu árin eftir skiftin sem eitt, en að því leyti vafi væri á hvort hreppur eða bær ætti að annast einhvern þurfaling, þá skyldi þessi vera þar sveitlægur er hárin hefði dvalist hinn mesta hluta af 5 árum, ellegar þó heldur sjerhver þurfamaður verða sveitlægur þar sem hann væri, þó hann eftir skilnaðinn þyrfti á styrk að halda, þegar hann fyrir og eftir skilnaðinn hefði dvalist til samans í bænum og hreppnum um 5 ára tíma“. Lagði nefndin svo til að sjerstakri nefnd yrði falið að sjá um skilnaðinn og skiftin og ætti í henni að vera þáverandi fátækrastjórn og nokkrir dánumenn, sem amtmaður tilnefndi.

Reykjavík

FYRIR nær réttum 160 árum, í október, var kveðinn upp úrskurður sem leiddi af sér að torfbæir hurfu úr miðbæ Reykjavíkur. Það var Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti sem kvað upp þennan dóm í framhaldi af því að Jóhannes Zoëga ætlaði að laga hesthúskofa og torfbæ sinn. Faðir þessa Jóhannesar var Jóhannes Zoëga eldri sem að sögn Árna Óla í bókinni, Reykjavík fyrri tíma, var ættaður frá Slésvík. Frá honum og konu hans, Ástríði Jónsdóttur, er Zoëgaættin komin. Hinn 29. maí 1839 hafði Friðrik VI gefið út opið bréf um stofnun byggingarnefndar í Reykjavík, sem ekki var vanþörf á, því áður höfðu menn getað byggt þar sem þeim sýndist. Það var í verkahring byggingarnefndar að sjá um skipulag bæjarins, ákveða hvar götur og torg skyldu vera og úthluta lóðum undir byggingar. Í Suggersbæ Jóhannesar Zoëga, 90 ára torfbæ, var þakið tekið að leka og vildi eigandinn gera við það en hóf framkvæmdir án þess að bíða álits byggingarnefndar. Byggingarnefnd skaut málinu til yfirvalda sem kváðu upp fyrrnefndan úrskurð. Út af þessu máli var svo bannað að byggja torfkofa í miðbænum í Reykjavík og jafnframt ákveðið að uppistandandi torfbæir skyldu rifnir þegar þeir þörfnuðust viðgerðar.

Það er sennilega Stefáni Gunnlaugssyni mest að þakka að svo hljóðalítið náðist samkomulag um þetta mál. Hann var einn í þeirri nefnd er embættismannanefndin fól að athuga málið, og hann var einnig bæjarfógeti hjer og formaður bæjarstjórnar. Hann hafði frá öndverðu talið að báðir aðilar hefði hag af skilnaðinum og gat beitt áhrifum sínum í embættismannanefndinni og bæði gagnvart bæarfulltrúum og fátækrastjórn. Hitt hefir hann ekki látið sig neinu skifta hvað kaupmannaklíkan í bænum vildi.
Málið var nú aftur sent Kansellí. Það ráðgaðist við Rentukammer um það, og var Rentukammer því fylgjandi að skilnaður færi fram. En málið var þó saltað um sinn, vegna þess að nú stóð til að endurreisa Alþingi og mun Kansellí hafa þótt rjett að málið kæmi til þess kasts.
Alþingi kom svo saman sumarið 1845. Stjórnin lagði þá fyrir það frumvarp til reglugerðar um stjórn bæarmálefna í Reykjavík, og segir svo í 1. gr. þess: Kaupstaðurinn Reykjavík skal framvegis eins og áður eiga þing sjer með takmörkum þeim, sem þinghánni eru sett í konungsúrskurði 24. febr. 1835. Skal þó sambandi því, sem er á milli fátækrastjórnar kaupstaðarins og Seltjarnarnesshrepps slitið. Skal skilnaður þeirra hefjast um byrjun hins fyrsta reikningsárs eftir að þessi tilskipun vor er flutt til Reykjavíkur. Upp frá þessum tíma skal fátækramálefnum í Seltjarnarneshreppi stýrt á sama hatt, sem í öðrum hreppum, en í Reykjavík skal stjórn á fátækramálefnum löguð samkvæmt reglum þeim, sem settar eru í reglugerð um fátækrastjórnir hvorutveggja, þó skulu í nefnd þeirri, er stjórn hefir á hendi, einungis sitja dómkirkjuprestur, bæjarstjóri og 2 fátækrastjórar. — Fje því, er fátækrahrepparnir eiga saman, svo og álögum, skal skift eftir hlutfalli 26:11. — Þessi skifti skulu gerð af nefnd þeirri, er hefir haft sameiginlega fátækrastjórn í báðum hreppum, ásamt 5 dánumönnum, 2 úr Reykjavík og 3 úr Seltjarnarneshreppi og skal amtmaður kjósa þá.

Arni Helgason

Árni Helgason.

Þingið kaus þegar í upphafi nefnd 5 kunnugra manna til þess að athuga málið og voru í henni Þorgr. Thomsen skólaráðsmaður, Árni Helgason stiftprófastur, Helgi G. Thordersen prófastur, J. Johnsen assesor og Jón Sigurðsson stúdent. Var og farið fram á það að Jón Guðmundsson veitti nefndinni aðstoð sem sá maður er best vit hefði á þessu. Helstu breytingar sem nefndin gerði voru þær, að fátækrafulltrúar í Reykjavík, yrði þrír, og að amtmaður tilnefndi ekki menn í skilanefndina heldur yrði þeir kosnir af bæjarstjórn og hreppsbúum, „þar eð vjer getum ekki treyst amtmanni eins vel og hverjum þessara fyrir sig til að kjósa þá, sem best sje kjörnir til þessa starfa“. Konungsfulltrúi lagðist fast á móti því, að Seltirningar fengi sjálfir að kjósa fulltrúa sína, en því var ekki skeytt og frv. samþykt með þessum breytingum. Konungur staðfesti síðan frv. eins og Alþingi gekk frá því (27. nóv. 1846).

Helgi G. Thodrarensen

Helgi G. Thodrarensen.

Þá lá næst fyrir að kjósa skilanefndina. Reykvíkingar kusu þá Jón Markússon kaupmann og Sveinbjörn Jakobsen kaupmann, en Seltirningar kusu Helga G. Thordersen, Þórð Sveinbjörnsson háyfirdómara og Pjetur bónda Guðmundsson í Engey. Sjálfkjörnir í nefndina voru bæarfógeti, bæjargjaldkeri, Moritz Biering kaupmaður, Ásgeir Finnbogason í Bráðræði og Sigurður Ingjaldsson í Hrólfsskála, en þeir höfðu fram að þessu stjórnað sameiginlegum fátækramálum.
Nefndin hélt fyrsta fund sinn á Jónsmessu 1847 og varð þegar nokkurn veginn ásátt um það hvernig skiftum skyldi haga. Þá voru hjer 33 ómagar, en auk þess fengu 12 heimilisfeður nokkurn styrk. Alls var fátækraframfærið 106% tunna af rúgi, og tók Seltjarnarneshreppur að sjer ákveðna ómaga og heimilisfeður, sem fengið höfðu 32 tunnur af rúgi, en Reykjavík sat með hina. Um haustið (5. nóv.) fóru svo fullnaðarskifti fram. Sameiginlegar eignir voru taldar 2650 rdl. 12 sk. Urðu menn vel ásáttir um skiftin og komu 1862 rdl. 24 sk. í hlut Reykjavíkur, en 787 rdl. 84 sk. í hlut hreppsins. Var samningur þessi staðfestur af stjórninni og þar með var fullkomnaður skilnaður Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps.

Seltjarnarnes

Seltjarnarnes – herforningjaráðskort frá 1908.

En svo hafa örlög þeirra verið nátengd, að skiftingin hlaut að leiða til margskonar árekstra. Seltjarnarnesshreppur varð mesta uppgangssveit, en Reykjavík óx henni þó yfir höfuð og varð æ voldugri og ágengari nágranni, vegna þess að henni var lífsnauðsyn á útþenslu. Hefir þetta aðallega bitnað á Seltjarnarnesshreppi og er nú svo komið að manni verður á að spyrja hvort ekki hefði verið happadrýgst fyrir báða aðila að tillaga Gunnlaugs sýslumanns Briem um sameiningu kaupstaðar og hrepps hefði náð fram að ganga fyrir tæpum 150 árum. Eftir öllum sólarmerkjum hlýtur þessi sameining að fara fram. Viðburðarásin stefnir öll að því og skal hjer drepið á hið helsta.

Reykjavík

Reykjavík – lögbýli 1703.

Þegar hið forna Kjalarnesþing skiftist í tvær sýslur fengu þær ný nöfn og var önnur nefnd Gullbringusýsla en hin Kjósarsýsla. Sýslumörkin voru Elliðaár, Hólmsá upp í Vötn og þaðan í Lyklafell að sýslumörkum Árnessýslu. Halda margir enn í dag að þessi sje sýslumörkin og þar mætist þrjár sýslur. En svo er ekki. Sýslumörkin færðust vestur í Bláfjöll, vegna þess að Seltjarnarneshreppi var svo að segja rænt frá Gullbringusýslu og honum skeytt við Kjósarsýslu. En um það er þessi saga.
Sýslurnar höfðu um nokkurt skeið verið sameinaðar og var sýslunefnd þannig skipuð að í henni voru 3 fulltrúar frá Kjósarsýslu en 9 frá Gullbringusýslu. Urðu stundum ýmsar greinir í með fulltrúunum vegna þess hvað atvinnuhættir voru ólíkir í sýslunum. Í Kjósarsýslu stunduðu allir landbúnað, en í Gullbringusýslu var mest treyst á sjóinn. Og er nú kom að því að útlend skip spiltu svo veiðum í Faxaflóa að afli brást á opna báta og bágindi urðu meðal Suðurnesjamanna, þá tóku Kjósarmenn að ókyrrast. Út af því var það, að sjera Þórarinn Böðvarsson bar fram á Alþingi 1877, að þeirra ósk, frumvarp um skilnað sýslanna.

Mosfellsbær

Mosfellsbær.

Það féll í Neðri deild með jöfnum atkvæðum og varð því það að fótakefli að málið hafði ekki verið borið undir sýslunefnd. Tveimur árum seinna kom frv. aftur fram á Alþingi, en dagaði uppi. Þá var farið með málið til sýslunefndar og felst hún á það 1880 að skilnaðurinn færi fram og skyldi hin gömlu sýslumörk haldast. Enn kom málið fyrir Alþingi 1881 og var fyrst tekið til meðferðar í neðri deild. Þingmenn litu svo á að Kjósarsýsla yrði alt of lítil, aðeins 3 hreppar og bættu því inn í frumvarpið að Seltjarnarshreppur skyldi leggjast við Kjósarsýslu. Þegar til efri deildar kom var frumvarpið felt vegna þessarar breytingar og sýslunefnd tjáði sig einnig mótfallna því að hinum gömlu sýslumörkum væri raskað.

Kópavogur

Kópavogur – umdæmismörk 2020.

Nú lá málið niðri þangað til árið 1903. Þá bar Björn Kristjánsson fram frv. á Alþingi um skilnað sýslanna og skyldu ráða hin gömlu sýslumörk. En þá reis landshöfðingi og sagði að það væri fásinna að gera 3 hreppa að sýslu. Kvaðst hann mundu verða á móti frv. ef Seltjarnarnesshreppi væri ekki bætt við Kjósarsýslu. Var svo farið að vilja hans og málið afgreitt sem lög. Sýslunefnd var nú alls ekki spurð hvort henni þætti betur eða ver, og enginn mælti gegn frv. nema Skúli Thoroddsen. Vildi hann að hreppsbúar á Seltjarnarnesi væri að því spurðir hvort þeir vildu heldur vera í Kjósarsýslu eða Gullbringusýslu, en því var ekki sint.

Kjósarhreppur

Kjósarhreppur – bæir og mörk (rauð lína).

Þannig skeði það rjettum 100 árum eftir að Reykjavík var gerð að sjerstöku lögsagnarumdæmi, að Seltjarnarnes, sem altaf hafði verið í Gullbringusýslu, var lagt undir Kjósarsýslu án þess að sýslunefnd og hreppsbúar fengi þar neitt um að segja.

Seltjarnarnes

Nes og Neskirkja fyrrum.

Upphaflega voru þrjár kirkjusóknir í Seltjarnarnessókn, Nessókn, Víkursókn og Laugarnessókn. Víkurkirkjan var aðalkirkja, hitt voru annexíur. Árið 1794, þegar byrjað var á dómkirkjusmíð í Reykjavík, var birt konungleg tilskipun um að leggja niður Laugarnesskirkju, vegna þess að hún væri komin að hruni, og bæta sókninni við Víkursókn. Þremurr árum seinna kemur svo annar Konunglegur úrskurður um það að Neskirkja skuli lögð niður og sókninni bætt við Víkursókn. Segir Jón biskup Helgason að Seltirningar hafi tekið þessu dauflega, en ekki fengið við ráðið, Neskirkja hafði þá verið endurbygð fyrir skömmu og var hið stæðilegasta hús. En í ofviðrinu mikla hinn 9. janúar 1799 (þegar sjávarflóð sópaði burt Básendakauptúni) fauk Neskirkja.
Upp frá því var Dómkirkjan eina guðshúsið á Seltjarnarnesi og þangað áttu allir hreppsbúar kirkjusókn upp frá því, svo að í kirkjumálum hefir samband hrepps og kaupstaðar haldist síðan.

Reykjavík

Reykjavík – Laugarnes 1836.

Næst er svo að segja frá útþenslu Reykjavíkur.
1894 voru sett lög um það, að jarðirnar Laugarnes og Kleppur skyldu lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur frá fardögum. Höfðu Seltirningar þó barist með hnúum og hnefum gegn því.
1923 voru sett lög um það, að jarðirnar Breiðholt, Bústaðir og Eiði skyldu lagðar undir lögsagnarumdæmi og bæarfjelag Reykjavíkur, og jafnframt heimilaðist Seltjarnarneshreppi vatn og rafmagn frá Reykjavík, gegn því að greiða kostnað við að koma því þangað. „Frá sama tíma var og rafmangsstöðin við Elliðaár ásamt íbúðarhúsi og lóð, svo og Elliðaárnar með árhólmanum, árfarvegunum og landi á austurbökkum ánna er þarf til byggingar þeirra mannvirkja, er þurfa þykir framvegis til hagnýtingar vatnsorkunnar að fullu og vegna laxveiðinnar og starfrækslu hennar, úr landi jarðanna Ártúns og Árbæjar í Mosfellssveit, lögð undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur“.

Seltjarnarnes

Nesstofa – Esja í bakgrunni.

Eftir þessa breytingu var Seltjarnarnesshreppur orðinn einhver einkennilegasti hreppur á landinu, vegna þess hvað hann var í mörgum molum. Fyrst var nú Framnesið sjálft, svo var Skildinganes umlukt Reykjavíkurlandi, svo voru bæirnir Digranes, Kópavogur og Fífuhvammur á einni skákinni, á fjórðu skákinni voru bæirnir Vatnsendi, Elliðavatn, Hólmur og Lækjarbotnar, og svo voru eyjarnar hjer úti fyrir.
1929 voru svo jarðirnar Ártún og Árbær að fullu innlimaðar lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.

Elliðavatn

Elliðavatn – bærinn.

1931 voru enn sett lög um stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Þá voru undir hana lagðar jarðirnar Þormóðsstaðir og Skildinganes „ásamt öllum lóðum og löndum, sem seldar hafa verið frá þeim, svo og verslunarstaðurinn Skildinganes við Skerjafjörð“. Var svo ákveðið að fyrir árslok 1932 skyldu fara fram endanleg fjárskifti milli Reykjavíkur og Seltjarnarnesshrepps, þar á meðal væntanleg skaðabótagreiðsla til hreppsins og Kjósarsýslu vegna laga þessara, og Reykjavík var gert að skyldu að kaupa vatnsveitu Skildinganesskauptúns.

Vatnsendi

Vatnsendi.

1942 voru sett lög um að Reykjavík mætti taka eignarnámi spildu af landi jarðarinnar Vatnsenda í Seltjarnarnesshreppi til þess að auka við fyrirhugað friðland Reykvíkinga á Heiðmörk.
1943 fer svo fram mesta stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur. Þá eru undir hana lagðar jarðirnar Elliðavatn og Hólmur í Seltjarnarnesshreppi, „ásamt lóðum og löndum, er úr þeim hafa verið seldar, svo og spilda sú úr landi Vatnsenda, er Reykjavík kann að taka eignarnámi“. Ennfremur jarðirnar Grafarholt (að svo miklu leyti sem eignarnámsheimild nær til), Gufunes, Keldur, Eiði, Knútskot, Korpúlfsstaðir, Lambhagi, nýbýlið Engi, Reynisvatn og jarðarhlutinn Hólmsheiði í Mosfellssveit ásamt öllum lóðum og löndum, sem seldar hafa verið úr þeim.

Landnám

Landnám Ingólfs – hluti af Íslandskorti 1550.

Skömmu eftir að þetta var, fer Digranesháls að byggjast, alt út á Kársnes. Ríkissjóður á þetta land og úthlutaði því til ræktunar, en ekki var til þess ætlast upphaflega að þar risi bygð, nema hreppsnefnd Seltjarnarness leyfði. Mikil eftirsókn var að löndum þarna og fengu færri en vildu. Sýnir það best hvað Reykvíkingar eru sólgnir í að fá land til ræktunar og komast í samband við gróðurmoldina, því að það voru Reykvíkingar, sem lögðu Digranesháls undir sig. Til þess að geta hagnýtt löndin urðu þeir að byggja þar skýli, og vegna húsnæðiseklunnar í Reykjavík, urðu brátt úr skýlunum íbúðarhús. Þau þutu þarna upp, hvað sem hreppsnefndin sagði, og hún rjeði ekki neitt við það hverjir fluttust inn í hreppinn á þennan hátt. Út af þessu varð svo óánægja, sem leiddi til þess, að nýbýlahverfið sagði sig úr lögum við Seltjarnarnesshrepp. Var þar stofnaður sjerstakur hreppur árið 1947 og heitir Kópavogshreppur, og undir hann lagðar jarðirnar Digranes, Kópavogur, Fífuhvammur, Vatnsendi, Geirland, Gunnarshólmi og Lögberg (Lækjarbotnar). Hreppur þessi er í þremur skákum, nesið sjálft, Vatnsendaland umkringt Reykjavíkurlandi og efst þrjú býli út af fyrir sig. En Seltjarnarnesshreppur er nú ekki orðinn annað en totan fyrir framan Lambastaði og svo eyjarnar.
Þess getur áreiðanlega ekki orðið langt að bíða, að lögsagnarumdæmi Reykjavíkur verði látið ná yfir alt Seltjarnarnes, og hverfur þá Seltjarnarnesshreppur úr sögunni. En Kópavogshreppur hinn nýi á líka að sameinast Reykjavík. Hann er hvort sem er ekki annað en úthverfi Reykjavíkur og verður að byggja tilveru sína á Reykjavík. Þar eru engin atvinnufyrirtæki, er geti veitt íbúunum atvinnu. Hana verða þeir að sækja til Reykjavíkur. Þeir eru og algjörlega upp á Reykjavík komnir með vatn og rafmagn, og eðlilegast er að Reykjavík sjái þeim fyrir bættum samgöngum.

Íslandskort

Íslandskort (Nova et accurata Islandiæ delineatio) frá árinu 1670, gert af Þórði Þorlákssyni biskupi í Skálholti. Fyrir neðan Íslandskortið er Lofkvæði til Kristjáns konungs V, skrifað í fjóra dálka, á latínu, dönsku og íslensku með venjulegu letri og rúnaletri. Efst á kortinu eru myndir af sjávardýrum og skjaldarmerki Íslands, sem er flattur þorskur borinn af tveimur fuglum, í hægra horni, þar fyrir neðan er titill. Í neðra horni vinstra megin er skjöldur með táknmyndum og tileinkun til Kristjáns V. Danakonungs. 

Rás örlaganna verður ekki stöðvuð. Sá búhnykkur Magnúsar Stephensen landshöfðingja, að taka Seltjarnarnesshrepp af Gullbringusýslu og skeyta honum við Kjósarsýslu, hefir ekki reynst haldbært nje heppilegt fyrirtæki. Lögsagnarumdæmi Reykjavíkur er komið sem fleygur milli sýslanna, alt suður að takmörkum Árnessýslu í Bláfjöllum, en með smáblettum inn á milli, sem enn teljast sjerstakir hreppar. Að því hlýtur að koma, áður en langt um líður, að þessir blettir allir hverfi inn í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Innilokunarstefnan hefti mjög vöxt og viðgang Reykjavíkur fyrrum. Sumum finst nú nóg um frjálsræðið, þar sem svo virðist að hver sem vill geti sest hjer að. En þetta tímanna tákn hefir haft endaskifti á fyrri reynslu. Aðstreymi fólks og vaxandi bygð er áður kom Reykjavík í kútinn, hefir nú reist hana á legg til meiri virðingar en nokkuru sinni áður. Hún hefir þurft og þarf enn aukið alnbogarúm. Og alt bendir til þess, að þess verði ekki langt að bíða, að land hennar nái yfir alt land jarðarinnar Víkur, eins og það var á Ingólfs dögum, eftir að hann hafði skift landnámi sínu milli þeirra manna, er seinna komu.“ – Á.Ó.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 4. tbl. 28.01.1951, Skilnaður Reykjavíkur og Seltjarnarneshrepps – Árni Óla, bls. 45-51.
Landnám

Lækjarbotnar

Eftirfarandi frásögn af Eyvindi og Magréti má lesa í Frjálsri þjóð árið 1962:
laekjarbotnar-992„Á
rið 1677 voru dæmd til líkamlegrar refsingar á Kópavogsþingi hjú tvö úr Árnessýslu, karl og kona. Var maðurinn kvæntur, en hafði strokið frá heimili sínu og lagzt út með stúlku, er hann lagði hug á. Maðurinn hét Eyvindur Jónsson, stundum kallaður Eyvindur eldri, til aðgreiningar frá alnafna sínum, hinum víðkunna Fjalla-Eyvindi. Alþingisbókin 1678 segir í stuttu máli hina dapurlegu örlagasögu þessara tveggja mannvera, sem virðast hafa lagt allt í sölurnar til að mega njótast. Sú frásögn er á þessa leið:
„Í sama stað og ár og dag (29. júní 1678) auglýsti valdsmaðurinn Jón Vigfússon eldri þann héraðsdóm, sem hann hafði ganga látið í Bakkárholti í Ölfusi í Árnessýslu það ár 1677 2. nóvembris undir 12 manna útnefnd áhrærandi þær stórbrotamanneskjur Eyvind Jónsson og Margrétu Símonardóttur, sem úr þeirri sýslu burthlaupið höfðu vel fyrir tveimur árum og í opinberum hórdómi orðið sín á millum með barneign, hann eigingiftur, en hún í einföldum hórdómi áður fundin. Höfðu téðar persónur á þessum tveggja ára tíma saman haldið sig fyrir ektahjón… urðu svo höndlaðar í einum helli suður undir Örfiseyjarseli í Kjalarnesþingi og teknar þann 20. oktobris með fola og nautakjöti og öðrum hlutum. Voru þá ofanskrifuðum Eyvindi og Margrétu dæmdar þrjár refsingar hvoru um sig á Bakkárholtsþingstað fyrir þeirra hórdómsbrot og burthlaup úr héraðinu sem og heilagrar aflausnar og sakramentis forröktun, hverjar þrjár refsingar valdsmaður Jón Vigfússon rigtuglega bevísaði á þær lagðar vera.
laekjarbotnar-993Einnig auglýsti velaktaður Oluf Jónsson Klou, að fyrrnefndar persónur, Eyvindur og Margrét, hefðu úttekið líkamlega refsing í Kópavogi 3. decembris 1677 fyrir útileguna og þar að hnígandi þjófnaðar atburði, svo sem dómur þar um auglýstur útvísar, og svo hefði kona Eyvindar Ingiríður hann til hjónabands aftur tekið. Að því gerðu voru þessar manneskjur afleystar af æruverðugum biskupinum mag. Þórði Þorlákssyni undir þeirra sakramentis meðtekning í dómkirkjunni að Skálholti. Nú er síðan svo til fallið upp á ný, að þessar vandræða persónur tóku sig aftur til útilegusamvista og fundust báðar í einni rekkju og einu hreysi undir bjargskúta í Ölvesvatnslandeign af Þorsteini Jónssyni og öðrum átta mönnum. Voru svo teknar og síðan í fangelsi forvaraðar á valdsmannsins heimili Stórólfshvoli og nú hingað til Öxarárþings í járnum færðar með fimm fiskum og tveim mathnífum, sem í hreysinu fundust.“
Eyvindur og Margrét voru síðan bæði dæmd til dauða á Alþingi, og fór aftakan fram á Þingvöllum 3. júlí.“

Heimild:
-Frjáls þjóð, 11. árg. 1962, 43. tbl., bls. 4.

Lækjarbotnar

Aðsetur útilegumanna fyrrum – Hellisopið.

Kópavogskirkja
Í Kópavogi eru nokkrir staðir, sem hafa skírskotun til sagna og munnmæla. Þeim hefur flestum verið hlíft við raski. Má þar nefna stekk nálægt Fífuhvammsvegi og sel í Rjúpnahæð. Jafnframt eru í bænum nokkrir staðir s.s. Álfhóll, Víghólar, Borgarholt, Latur og Þinghóll þar sem fyrrum er talinn hafa verið þingstaður. Kórsnesið eða Kársnesið, þar sem ormurinn langi bjó í helli, er þó horfið undir landfyllingu – og þar með gull hans.
Mikilvægt er að gæta þess vel að spilla ekki sagnatengdum stöðum, hvorki með jarðraski né skógrækt, eins og svo allt of mörg sorgleg dæmi eru um. Ástæðulaust er þó að sýta súrt, en gleðjast yfir því sem til er og nýta það til fróðleiks og ánægju.

Álfhóll

Álfhóll

Álfhóll í Kópavogi.

Álfhóllinn er líklega kunnasti bústaður álfa í Kópavogi. Hann stendur sunnanvert við Álfhólsveg skammt þar frá sem Digranesskóli er nú. Hóllinn, sem er nokkuð aflíðandi, mun vera um það bil þriggja metra hár ef mælt er frá götu.
Álfhóll er jökulsorfinn klapparhóll sem nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa. Hóllinn er dæmi um þjóðtrú Íslendinga og hve sterk hún hefur verið allt fram á þennan dag. Því er haldið fram að álfar hafi fjórum sinnum haft áhrif á framkvæmdir við hólinn.
Hann er að miklu leyti hulinn grasi og mosagróðri, sérstaklega að norðan og austan. Í Álfhólnum er nokkurt stórgrýti sem líkist litlum klettastöllum og liggja þessir smáklettar að mestu um sunnanverðan og vestanverðan hólinn.

Kópavogur

Álfhóll.

Lengi hefur verið talað um að álfar hafi tekið sér búsetu í Álfhólnum og margir segjast hafa séð þá með vissu. Ekki er ljóst hve gamlar þær sögusagnir eru; engar heimildir eru til um atburði fyrr en nokkuð er liðið á þessa öld.
Seint á fjórða áratug þessarar aldar var hafist handa við að leggja Álfhólsveginn. Byrjað var á honum við Hafnarfjarðarveg og ætlunin var að halda áfram í austurátt þar til komið væri að Álfabrekku sem skyldi tengja Álfhólsveginn við Nýbýlaveg. Vegurinn átti að liggja þar um sem Álfhóllinn er en hann yrði jafnaður við jörðu eftir því sem framkvæmdum miðaði. Vel gekk að leggja veginn austur eftir Digranesinu að Álfhólnum.

Kópavogur

Álfhóll.

Þegar kom að því að sprengja hólinn gerðust atburðir sem leiddu til þess að ekkert varð af sprengingu. Vildi svo til að fjármagn það, sem veitt hafði verið til lagningar Álfhólsvegarins, var á þrotum. Féllu þá framkvæmdir niður við ólokið verk og Álfhóllinn stóð óhaggaður.
Árið 1947 var á ný hafist handa og átti að leggja veginn áfram í gegnum Álfhólinn. Þegar vinna hófst á hólnum komu upp vandamál sem áttu sér ókunnar og dularfullar orsakið að margra áliti. Vinnuvélar biluðu og ýmis verkfæri skemmdust eða hurfu jafnvel. Varð það úr að vegurinn var lagður í bugðu fram hjá hólnum norðanverðum en ekki í gegnum hann eins og ætlunin hafi verið. Sagt er að þá hafi framkvæmdir gengið eins og venja var til og hafi álfarnir ekki gert vart við sig að sinni.
Talið er að áhrifa álfa hafi einnig gætt við uppbyggingu lóðarinnar nr. 102 við Álfhólsveg en hún liggur næst hólnum. Eigandi lóðarinnar skilaði lóðinni og vildi ekki byggja þar og fellur lóðin ásamt hólnum nú undir bæjarvernd.

Borgarholt

Kópavogur

Kópavogskirkja á Borgarholti.

Holtið þar í kring, sem Kópavogskirkja stendur nú, hefur verið nefnt Borgarholt. Þar hefur álfabyggð verið talin hvað blómlegust í Kópavogi.
Þegar Borgarholtsbraut var lögð á sínum tíma þurfti að sprengja nokkuð í Borgarholtinu á þeim slóðum sem álfar bjuggu. Um það leyti er fréttist að fyrirhugað væri að leggja veg um Borgarholtið mun maður að nafni Sveinn hafa gengið út á holtið og aðvarað álfana.
Segir sagan að íbúar Borgarholtsins hafi tjáð honum að þeir myndu ekki hindra framkvæmdir heldur flytja sig um set. Kom það á daginn að greiðlega gekk að leggja Borgarholtsbrautina og urðu þar engin óhöpp eða undarlegir atburðir.
Nokkrar heimildir eru um álfabyggðina í Borgarholti og segjast skyggnir menn hafa séð þar bústaði og byggingar álfanna. Hefur húsum álfanna verið lýst nokkuð nákvæmlega og eru til teikningar af þeim eftir lýsingu hinna skyggnu. Þá hefur það borið við að börn frá leikskóla þar í grenndinni hafi séð álfa í holtinu og jafnvel tekið þá tali.

Latur

Latur

„Gamlar“ sagnir eru um að steinninn sé
álfabústaður. Einnig kemur hann nokkuð við sögu Jóns bónda Guðmundssonar í Digranesi. Mun hann hafa setið við steininn og sungið þegar hann kom heim úr sollinum í Reykjavík á fyrri helmingi tuttugustu aldar.

Latur er nokkuð stór steinn í sunnanverðum Digraneshálsi þar sem nú liggur gatan Hlíðarhjalli. Stendur steinninn enn óhreyfður innst í einum af botnlöngum Hlíðarhjalla en áður mun Digranesbærinn hafa verið skammt norðan við steininn.
Sagnir um stein þennan tengjast fremur Jóni Guðmundssyni bónda í Digranesi en álfum en sagt er að á steininum hafi Jón hvílt sig á ferðum sínum um jarðeignina. Þá mun Jón einnig hafa setið eða staðið á steininum og sungið allt hvað af tók er hann var drukkinn sem oft kom fyrir.
Gamlar sagnir eru til um að steinninn Latur hafi verið álfabústaður og mun það sérstaklega hafa verið á vitorði manna er bjuggu í Fífuhvammslandi. Eitt sinn gerðist það að börn, sem voru á ferð við steininn, sáu huldukonu þar á sveimi en er hún varð þeirra vör hvarf hún þeim sjónum við steininn.
Annars er Latur hinn ágætasti drykkjarsteinn.

Þinghóll

Þinghóll

Þinghóll.

Þinghóll er hóllinn sem stendur við Kópavogsbotn hjá gamla þingstaðnum í Kópavogi. Helsta sögnin af Þinghólnum er tengd nafni hans. Það hefur verið trú manna að á hólnum hafi álfar haldið sitt eigið þing á svipuðum tíma og mannfólkið. Eiga álfarnir að hafa komið þar saman og þingað en ekki fóru aftökur þar fram enda þekkist það ekki á meðal álfa.
Til er önnur sögn tengd Þinghólnum en hún segir að þar í grennd hafi sést til huldukonu einnar og mun það hafa verið á sama tíma á hverjum degi. Sást hún ganga frá Þinghólnum í átt að Borgarholtinu.
Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjöldi mála voru tekin fyrir á Kópavogsþingi og dómar felldir. Mun nálægð við Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um.

Þinghóll

Afhjúpun upplýsingaskilta við Þinghól.

Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523. Árið 1574 gaf Friðrik II Danakonungur út tilskipun þess efnis að Alþingi skyldi flutt í Kópavog en til þess kom þó aldrei. Merkasti atburður sem tengist þingstaðnum er erfðahyllingin 28. júlí 1662. Þá neyddi danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke íslenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Friðriki III Danakonungi hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir. Síðasta aftakan sem fór fram á þinginu í Kópavogi var þann 15. nóvember 1704. Þá voru Sigurður Arason og Steinunn Guðmundsdóttir frá Árbæ tekin af lífi fyrir morð. Var hann höggvinn skammt norðan við þinghúsið en henni drekkt í Kópavogslæk. Árið 1753 var þinghald aflagt í Kópavogi.

Þinghóll

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Þinghól.

Á fyrri hluta aldarinnar bjó sérkennileg kona á Skjólbraut í vestanverðum Kópavogi. Var hún komin nokkuð á efri ár en heilsuhraust þó og skörp í hugsun. Ekki var hún þekkt fyrir annað en að vera góðhjörtuð og hjálpleg á allan hátt en mörgum þótti hún dularfull enda vissu menn að hún var skyggn. Sagði hún stundum sögur af sérkennilegum atburðum og var fullviss um tilvist huldufólks.
Það var á flestra vitorði að gamla konan hefði séð álfa og huldufólk. Eitt þótti öðru merkilegra en það var að um sama leyti hvern einasta dag sá hún huldukonu á gangi. Var huldukonan í svörtu pilsi og með gráa hyrnu á höfði. Ætíð gekk hún sömu leið sem lá frá Þinghól og upp að Borgarholtinu í austri þar sem Kópavogskirkja stendur nú. Hvarf hún gömlu konunni þar sjónum.
Ekki hefur heyrst af öðru fólki sem sá þessa dularfullu konu á gangi og ekki eru allir á sama máli um hver hún var. Telja sumir að hún tengist dysjum sem eiga að vera víða í grenndinni. Þeir eru þó fleiri sem segja að þarna hafi verið huldukona á ferð og hafi hún annaðhvort búið í Þinghólnum sjálfum eða í Borgarholtinu.

Einbúi

Einbúi

Einbúi.

Einbúi er hóll sem rís austan í Digraneshálsi í austasta hluta Kópavogsbæjar fast við Reykjanesbraut. Við hólinn eru stakir steinar en þar hjá munu áður hafa legið landamerki.
Hólnum tengist sú saga að þar hafi búið álfur eða huldumaður. Ekki skal hér fullyrt um hvort hann búi þar enn. Þegar framkvæmdir stóðu yfir við byggingu iðnaðarhúss sem þar átti að rísa skammt frá er sagt að íbúi hólsins hafi látið á sér kræla. Hafi hann séð til þess að vélar biluðu með þeim hætti að ómögulegt var að beita þeim á hólinn.
Sagan segir að þegar lóðaúthlutun stóð sem hæst í Kópavogi var húsbyggjanda fengin lóð við hól í austurbæ Kópavogs sem kallaður var Einbúi. Fékk hann lóðina með því skilyrði að hann kæmi ekki nærrri hólnum er hann færi að grafa fyrir húsinu. Þótti húsbyggjanda sjálfsagt að verða við þeirri bón.
Einhvern tíma á föstudegi var komið að því að grafa fyrir grunni og fékk húsbyggjandinn jarðýtu á staðinn til að sinna því verki. Gekk verkið vel og var langt komið þegar vinnu var hætt um kvöldið. Næsta dag var haldið áfram þar sem frá var horfið en þegar nokkuð var lliðið á daginn þurfti lóðareigandinn að bregða sér frá. Varð það að samkomulagi að ýtustjórinn lyki verkinu en húsbyggjandinn tók honum vara fyrir því að fara of nærri hólnum.

Einbúi

Einbúi.

Ekki hafði ýtustjórinn verið lengi að er honum varð það á að bakka utan í hólinn. Stöðvaðist jarðýtan þar við hólinn og bilaði vél hennar svo að ekki var hægt að koma henni í gang. Kallaði stjórnandi ýtunnar til viðgerðarmenn sem komu þar á staðinn. Eftir að hafa skoðað vélina voru viðgerðarmennirnir sammála um að bilunin væri mikil og alvarleg. Var því kallað á dráttarvagn og ýtan færð á verkstæði til viðgerðar.
Þegar húsbyggjandinn hafði lokið verkum sínum í bænum og kom á staðinn sá hann enga jarðýtu og greinilegt var að ekkert hafði þokast við bygginguna síðan hann fór. Segir ýtustjórinn honum hvernig komið er og verður húsbyggjandinn óánægður með gang mála. Fara þeir saman á verkstæðið. Þegar þangað kom sneri húsbyggjandinn sér að ýtustjóranum og bað hann að setjast í ýtuna og kanna hvort hún færi ekki í gang. Þrátt fyrir vantrú sína verður ýtustjórinn við óskinni og ræsir vélina. Við það hrekkur hún í gang eins og ekkert hafi í skorist. Urðu menn þá mjög undrandi en þó mest viðgerðarmennirnir sem höfðu skoðað ýtuna.
Er nú aftur farið með ýtuna út að Einbúa þar sem framkvæmdum er haldið áfram. Reyndist hún þá í góðu lagi. Fór lóðareigandinn aldrei frá verkinu eftir það og urðu upp frá því engin vandræði. Þóttust menn vissir um að íbúi hólsins hefði hér átt hlut að máli og séð til þess að Einbúinn fengi að standa óhreyfður.

Víghólar

Víghólar

Víghólar.

Víghólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1983. Þeir eru í um 70 m hæð yfir sjó og er víðsýnt af þeim. Víghólar eru jökulsorfnar grágrýtisklappir með ávölum hvalbökum og jökulrákum sem bera vitni um legu og skriðstefnu jökulsins sem lá yfir Kópavogi fyrir um tíu þúsund árum. Bergið tilheyrir yngri grágrýtismyndun Íslands, en þær jarðmyndanir runnu einkum sem dyngjuhraun á hlýskeiðum ísaldar fyrir um 100.000– 700.000 árum. Upptök grágrýtisins í Víghólum eru óviss, en gætu verið á Mosfellsheiði. Aldurinn er líklega 300.000–400.000 ár. Af hvalbökum og jökulrákum á Víghólum má ráða að jökullinn sem síðast gekk yfir Kópavog hafði stefnuna NV-SA. Líklega hafa ísaskil jökulsins legið austan Bláfjalla og skriðjöklar gengið frá honum bæði út í Faxaflóa og niður í Ölfus.

Kórsnesormurinn

Kársnes

Kársnes.

Skammt undan ysta odda Kársness er sker sem vel má greina þegar fjarar. Sögur eru til sem segja frá miklum ormi er bjó í skerinu. Lá hann þar á gulli og beit í sporðinn á sér. Mun skerið hafa verið nokkru stærra og meira en nú er og hafi þá frekar talist hólmi. Hólmi þessi var heimili ormsins en þar hélt hann til í hellisskúta einum sem kallaður var kór. Þar lá hann ófrýnilegur mjög og gætti fjársjóðs síns.
Sagt er að nesið allt hafi verið kennt við kór þennan. Hafi það því ekki alltaf verið nefnt Kársnes heldur kallað Kórsnes. Þá var oftar en ekki talað um kórinn í nesinu.
Nú er Kórsnesið/Kársnesið horfið undir landfyllingu – og sennilega hvílir ormurinn undir henni.
Sjá meira HÉR og HÉR.

Heimild m.a.:
-http://www.ismennt.is/
-http://www.kopavogur.is/

Þinghóll

Þinghóll – minjar.

Skútaklettur

Skútaklettur var fyrrum hornmark á landamerkjum Fífuhvamms og Arnarness. Kletturinn, eða steinninn öllu heldur, er skammt vestan gatnamóta Dalssmára og Arnarsmára í Kópavogi. Í bókinni „Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar“ eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson er fjallað um „landamerkjalýsingar og örnefnaskrár„. Þar segir um Skútaklett:
„Hornmark Arnarness, Kópavogs og Fífuhvamms er í öllum lanamerkjalýsingum þessara jarða Skútuklettur og á hann að vera merktur stöfunum L.M. Skútinn (sem Skútaklettur er kenndur við) er norðan í Nónhæðinni.“

Skútaklettur

Skútaklettur.

Í „Örnefnalýsingu fyrir Arnarnes„, sem Ari Gíslason skráði, er getið um Skútaklett:
„Jörð í Garðahreppi næst norðan Hofstaða. Upplýsingar gaf Gísli Jakobsson á Hofstöðum og Guðmundur Ísaksson frá Fífuhvammi.
Móti Garðakirkjulandi eru merkin Arnarneslækur upp undir Stórakrók, úr því keldudragi, sem þar er, svo beint yfir mýrina upp í Dýjakrók. Arnarnes heitir svo nesið, sem gengur hér fram milli Arnarnesvogs að sunnan og Kópavogs að norðan. Litla-Arnarnes heitir svo nefið sunnan við brúna á Kópavogslæk; þar var móhellubakki.

Skútaklettur

Skútaklettur – LM.

Svo eru merki móti Kópavogi varða á Skotmóa, þar sem hann er hæstur, sunnan við brúna á Kópavogslæk, svo um holtið norðanvert, sem er sunnanvert við Grænadý. Þar á miðri hæðinni er á merkjum Skútaklettur, en upp undir hann nær Skotmóinn. Skútaklettur er suður af svonefndri Engjaborg. Þegar landið hækkar, tekur við Nónhæð. Á henni eru Tvísteinar að sunnanverðu; þar undir, norðan við Arnarneslæk, er Borgarmýri. Þar var tekinn mór. Gvendarbrunnur er á há-Arnarneshálsi.“

Í „Fornleifaskrá Kópavogs„, endurskoðuð 2019, er sagt að hornmarkið sé horfið. Þó segir að „Skútaklettur er oft nefndur í landamerkjaskjölum 1870 – 1890.“ (Örnefni í bæjarlandi Kópavogs).

Heimildir:
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar, landamerkjalýsingar og örnefnaskrár, Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, bls. 26-28.
-Örnefnalýsing fyrir Arnarnes – Ari Gíslason skráði.
-Fornleifaskrá Kópavogs, endurskoðuð, 2019.

Skútaklettur

Skútaklettur – staðsetning.

Vatnsendi

Stefnan var tekin á Vatnsendahlíð. Ætlunin var að skoða þar sitt hvora fornleifina, báðar leifar breitarhúsa.

Beitarhúsatóftin

Beitarhús frá Vatnsenda á Vatnsendaheiði.

Árið 1807 var með konungsboði sett á laggirnar nefnd til varðveislu fornminja í Danmörku og nýlendum hennar. Árni Helgason (1777 – 1869), dómkirkjuprestur í Reykavík árin 1814 – 1825, svaraði nefndinni árið 1821. Í fornleifaskýrslu sinni telur hann upp þrjá gripi, alla tilheyrandi Dómkirkjunni í Reykjavík. Í bréfi til Finns Magnússonar, dags. 1. mars sama ár, barmar Árni sér yfir fátækt sóknarinnar. Hann segir: „Hún er fyrst ein sú fátækasta á landinu af gömlum Menjagripum, þad sem hingad hefur komid, er jafnodum burtflutt til Kaupenhavnar af þeim utlendu er hellst hafa reist um sudurland. Af Sogum vorum er ecki ad ráda ad her á Nesi hafi nockud Hof verid i fornöld, þes siást ej heldur Menjar. Eingin veit her til Hauga, nema Óbóta manna sem dysiadir eru nálægt Kopavogi, Þingstad fornum her i Sveit. Þad er furdulegt ad í þeim stad sem fyrst bygdist á landinu skuli hvérgi siást neitt þeirra handaverk og nærri hvergi í Sögum getid þeirra sem hér hafa búid.“

Beitarhúsatóftin - syðsti hlutinn

Beitarhús frá Vatnsenda á Vatnsendaheiði.

Lýsingar af þessu tagi voru algengar um allt land og ekkert einsdæmi að prestar teldu sínar sóknir skorta fornaldarminjar jafnt sem önnur gæði. Í bréfi sem Árni prestur sendi með skýrslu sinni dagsettu þann 20. júní 1821 skýrir hann nánar út ástæður þess að á hans ófrjósama landshorni finnist ekkert markvert, þrátt fyrir að sjálfur Ingólfur Arnarson hafi numið þar land. Hafa ber í huga þegar þetta var skrifað í byrjun 19. aldar voru þær minjar, sem nú eru friðlýstar og þykja merkilegar, hluti af „nútímanum“ og því lítt merkilegar. „Til eru aðrar heimildir en skriflegar um byggð í Kópavogi, en það eru fornleifarnar sem þar finnast. Margt er enn ósagt um þær, aðeins nokkrar þeirra hafa verið rannsakaðar og engar þeirra alveg til fulls.“

Vatnsendaheiði

Beitarhús á Vatnsendaheiði.

Í Fornleifaskrá Kópavogs, 2000, eftir Bjarna F. Einarsson, er getið um tvær fornleifar á hæðum ofan Vatnsenda, auk tveggja varða, á og við Vatnsendahlíð. Hin fyrrnefnda er „rúst (stekkur?) undir Vatnsendahvarfi. Rústin er fornleg að sjá. Ekki er sennilegt að um stekk sé að ræða, mun heldur beitarhús frá Vatnsenda. Uppblástur er einhver við rústina og tryggja þarf að hún verði honum ekki að bráð, annaðhvort með því að stöðva uppblásturinn eða rannsaka rústina. Með vaxandi byggð mun rústinni stafa ákveðin hætta og áður en að hún fer að verða fyrir spjöllum þarf að rannsaka hana til að komast að tegund hennar og aldri.

Vatnsendi

Beitarhús frá Vatnsenda við Litlabás.

Fallegar hleðslur

Vegghleðsla í beitarhúsinu á Vatnsendaheiði.

Hin er beitarhús suður af Litlabás. „Eins og algengt er þá er beitarhúsið ekki langt frá landamerkjum Vatnsenda og Vífilsstaða. Þannig var hægt að nýta betur sitt eigið land og jafnvel land nágrannans einnig. Húsið er eitt tveggja beitarhúsa í Kópavogi (eða á hinu skráða svæði) og það elsta. Svæðið í kring um beitarhúsið er kjörið útivistarsvæði og mætti hugsa sér að nýta það til að segja sögu fjárbúskapar fyrr á öldum.“ Um þessa fornleif ofan við Litlabás segir ennfremur: „Beitarhús, engin hætta á raski, ágætt ástand, aldur 1550-1900 og minjagildi talsvert.“
Rústin stendur nokkuð hátt í grasi gróinni hæð. Af byggingarlagi að dæma má telja líklegt að rústin, sem er þrískipt; tvö fjárhús og heimkuml, sé frá því á seinni hluta 19. aldar. Veggir eru vandlega hlaðnir og tiltölulega sléttu mógrjóti, sem líkega er meginástæða staðsetningarinnar, auk þess sem vænlegt hefur þótt að hafa hana á vinsælum stað svo snjó festi síður við húsin. Þá hefur svæðið allt og verið kjarri vaxið og því ekki mörgum öðrum stöðum til að dreifa en þarna á hæðinni. Veggir standa nokkuð vel og má vel sjá byggingarlagið. Hlaðinn garður er eftir miðju syðstu tóftarinnar. Vandað hefur verið til verka. Fróðlegt væri að vita hver, eða hverjir, hafi verið þarna að verki. Líklegt má telja að fjárhús þetta hafi verið frá Vatnsenda. Mun stærri fjárhústóftir frá Elliðavatni er ekki svo langt frá, suðaustan við Vatnsendavatn, sjá HÉR.

Vatnsendi

Beitarhúsið við Litlabás.

Í skýrslunni (frá 2000) kemur m.a. fram að í Kópavogi eru nú; „22 fornleifar á 19 stöðum horfnar, þ.m.t. þær sem voru rannsakaðar og fjarlægðar. Flestar, ef ekki allar, hafa horfið á þessari öld og aðeins tvær þeirra eru rannsakaðar, en það eru Hjónadysjarnar við ósa Kópavogslækjarins og Kópavogsþingsstaður. Ástæður fjarlægingar eru m.a. athafnir setuliðsins á stríðsárunum og vöxtur bæjarins.
GuðmundarlundurEins og fram hefur komið eru fornleifar sbr. lögum 100 ára eða eldri. Af þessu leiðir að fljótlega munu fleiri minjar teljast til fornleifa svo sem minjar um fyrstu þéttingu byggðarinnar upp úr 1936, minjar um hersetuna,samgönguminjar o.s.frv. Trúlega verða fleiri minjar skilgreindar sem fornleifar síðar enda á það sama við okkur sem lifum í dag og Árna prest Helgason upp úr 1800, við sjáum ekki lengra en skilningur og þekking okkar leyfir.“
„Í hugum margra er Kópavogur tiltölulega sögulaust sveitarfélag, sem á upphaf sitt að rekja til 20. aldar. Það má vissulega til sanns vegar færa þar sem sveitarfélagið sjálft er ekki stofnað fyrr en 1948, en þétting byggðar hafði hafist nokkrum árum áður eða um 1936 (Lýður Björnsson 1990:46 og 146). Kaupstaðarréttindi fengust svo árið 1955. Á seinustu tveimur öldum var Kópavogur ekki í brennidepli og þótti jafnvel ekki búsældarlegt um að litast. Segir danski fræðimaðurinn Kristian P.E. Kålund svo frá jörðinni Kópavogi í ferðalýsingu sinni er birtist á prenti árin 1877-82: „Bærinn er á leiðum og ömurlegum stað; umhverfis hann eru lág grýtt hæðardrög eða dökkleitar þýfðar mýrar.“ (Kålund 1984:15).
SitkagreniðKópavogsjörðin var lang rýrasta jörðin af þeim jörðum sem eru í Kópavogslandi. Ekki er víst að jarðirnar hafi talist eftirsóknarverðar til ábúðar (Magnús Þorkelsson 1990(a):160). Það að nafnið á Hvammi breyttist í Hvammkot árið 1552 gefur vísbendingar um það. Hvammkotsnafninu var svo breytt um 1875 af Þorláki Guðmundssyni alþingismanni í Fífuhvamm (Guðlaugur R. Guðmundsson 1970:26 og 29).
Elsta ritaða heimild um byggð í landi Kópavogs er frá árinu 1234. Þá bregður Vatnsenda fyrst fyrir í Máldagaskrá um eignir Maríu kirkju og staðar í Viðey. Segir m.a. svo í skránni: „hvn a oc Elliðavatz land hálft. Oc allt land at vatzenda. Með þeim veiðvm oc gæðvm er þeim hafa fylgt at fornv. … Hamvndur gaf til staðarins holm þann. Er liggr j elliða am. niðr fra Vatzenda holmi.“ (Ísl. fornbréfasafn I 1857-76:507). Heimildir segja svo ekkert um svæðið fyrr en árið 1313, í skrá um leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá eru nefndir til sögunnar bæirnir Hvammur og Digranes, auk Vatnsenda. Segir m.a. svo um leigumálana í skránni: „At vatz ennda iij merkur. J hvamme c leigv. J digranesi iij merkur:“ (Ísl. fornbréfasafn II 1888:377).
Nafnið Kópavogur kemur fyrst fyrir í heimildum árið 1523. Er þar átt við Kópavogsþingstaðinn og tilefnið var dómur yfir Týla Péturssyni hirðstjóra, sem fundinn var sekur um morð o. fl. (Ísl. fornbréfasafn IX 1909-13:139-142). Bærinn Kópavogur kemur ekki fyrir í rituðum heimildum fyrr en 1553, þá í afgjaldareikningum Eggerts hirðstjóra Hannessonar á Bessastöðum. Er þar afgjald Þorsteins ábúanda tilgreint, en það var „viij alne vatmell.“ (Ísl. fornbréfasafn XII 1923-32:577).
Danska nefndin fyrrnefnda fékk nafnið Commissionen for oldsagers opbevaring. Nefndin sendi spurningalista til allra sókna konungsveldisins og til Íslands bárust þessir listar árið 1809, á dönsku.

Í Guðmundarlundi

Í bréfi sem Árni prestur Helgason sendi með skýrslu sinni dagsettu þann 20. júní 1821 skýrir hann nánar út ástæður þess að á hans ófrjósama landshorni finnist ekkert markvert, þrátt fyrir að sjálfur Ingólfur Arnarson hafi numið þar land. Árni skrifar: Vel tog Ingolf den förste Landnamsmand sig Boepæl i Reykevig; men baade dadlede hans Folkl da strax, denne hans Beslutning, og sagde de havde reist over alt for frugtbare Strækninger for at nedsætte sig her paa den nögne Kyst; og tillige fortælles at Jngolf siden efter, fandt det raadeligt at flytte her fra til Ølveset i sine ældre Aar, hvor hans Gravhöj ogsaa er at see. … Hof eller Tingstæd tales ikke heller om i dette Sogn; de som boede her sögte först Kialarnes, og siden til Hofstad på Alftenes … Her af synes jeg det er rïmeligt at paa dette Sted skulle man ikke vænte at finde Oldsagers Levninger.
GuðmundarlundurÁ þessum árum var skilgreining manna á fornleifum talsvert önnur en í dag og rústir í venjulegum skilningi ekki taldar til fornleifa. Yfirleitt áttu menn við leifar frá hinum glæsta þjóðveldistíma, sérstaklega tengdar þinghaldi og trúarbrögðum.“
Skammt frá Litlabás er Stóribás. Þar er nú hinn myndalegasti skógræktarlundur. Á skilti við Lundinn segir: „
Guðmundur Halldór Jónsson varð snemma áhugasamur um ræktun landsins.
Hann er vaxinn úr grasi í fallegri sveit noðrur í Fljótum í Skagafirði, þar sem vetur eru snjóþungir og harðir, en jörð vaknar gjarnan iðagræn að vori undan hvítum feldi. Sú náttúrusýn hefur án efna haft sterk og mótandi áhrif á Guðmund. Hann hleypti ungur heimdraganum, en ann sínum bernskustöðvum og hefur á síðari árum kostað kapps að græða sárin foldar norður þar með umsvifamikilli skógrækt á jörð sinni Minna-Grindli.
GuðmundarlundurÞað er óhætt að segja að aðdragandi stofnunar Byggingavöruverslunar Kópavogs árið 1962, sem Guðmundur reisti og rak ásamt Hjalta Bjarnasyni mági sínum, hafi verið ræktunarstarf hans í landi Vatnsenda. Þar tók Guðmundur á leigu landspildu snemma á sjöunda áratugnum. Ásamt fyrri konu sinni Önnu Bjarnadóttur og börnum braut hann ófrjóa jörð og setti niður kartöflur og rófur. Uppskeran var síðan seld og ágóðanum varið í uppbyggingu verslunarrekstursins.

Guðmundarlundur

Guðmundarlundur.

Árið 1967 voru fyrstu trjáplöntur gróðursettar í Stórabásinn eins og þetta land heitir, þar á meðal sitkagrenisplanta, sem Guðmundur hljóp með upp í hlíðina og gróf niður mót suðvestri. Þetta tré er í dag mjög áberandi og gróskumikið þar sem það breiðir út sígrænar greinar og býður gesti og gangandi velkomna í Guðmundarlund. Af brennandi áhuga og óbilandi elju ræktaði Guðmundur upp þetta örfoka land, sem nú er orðið að sannkallaðri vin. Þegar illa áraði og harðir vetur brutu niður og eyðilögðu fyrri ræktunarstörf eða frostnætur á sumri felldu viðkvæmar plöntur, þá var horft til grenitrésins góða og byrjað upp á nýtt af tvíefldum krafti.

Guðmundarlundur

Guðmundarlundur.

Um árabil var plastgróðurhús í Stórabási eða Garðinum, því innan fjölskyldunnar var alltaf talað um að fara upp í Garð. Í þessu gróðurhúsi var eplatré ásamt perutré, sem bæði náðu að bera ávöxt og einnig heilmikil jarðaberjaræktun. Það er Guðmundi og fjölskyldu hans mikils virði að vita af þessum reit í höndum Skógræktarfélags Kópavogs og megi hann vaxa og dafna og veita bornum og óbornum ómældar yndisstundir.“
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a:
-Skilti Skógræktarfélags Kópavogs við Guðmundarlund.
-Bjarni F. Einarsson – Fornleifaskráning Kópavogs 2000.

Í Guðmundarlundi

Þríhnúkar

Áætlanir eru um að gera stærsta hraunhelli í heimi, Þríhnúkahelli, aðgengilegan ferðamönnum. Að þessu sinni var gengið um Þríhnúka og athyglinni séstaklega beint að gígaröð, gjám og misgengi suðaustan við þá. Við athugun á berglögum við Þríhnúka komu í ljós fjögur misgömul hraun. Grágrýtishraunin eldri eru 4000-4500 en þau yngri 2900-3400 ára. Síðarnefndu hraunin eru úr Þríhnúkagígunum, en þau eldri úr gígaröðinni fjær. Þar eru góðir gróninga, fallegir gígar og dulin op.
ThrihnukagígurHellirinn í Þríhnúkum er um 115 m djúpur niður á grjótbing, en um 200 m djúpur að meðtöldum rangala sem gengur til SV niður úr aðalhvelfingunni. Þríhnúkar eru gjarnan kallaðir Vesturhnúkur, Miðhnúkur og Þríhnúkagígur sá austasti. Á skilti við Þríhnúkagíg segir að gosið hafi í gígnum um landnám.
Í jarðfræðirannsókn Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings um Þríhnúkagíg og nágrenni kemur m.a. eftirfarandi fram:
„Berggrunnur kringum Þríhnúka er móberg (elst), grágrýti og hraun. Hraunin eru ber eða mosavaxin, en þó eru sums staðar á þeim jarðvegsflákar, jafnvel þýfðir, í raklendum flögum og eins í lægðum, lautum og jarðföllum. Norðvestan undir fjallinu eru þessi sömu hraun lynggróin í brekkum og lautun, en þykkar mosaþembur á milli. Þar er um að ræða aðallega Þríhnúkahraun I. Þótt bratt sé niður af fjallinu vestan megin eru fjallskriður óvíða nema niður undan móbergi í Vesturhnúknum. Innar er brekkan að mestu þakin hrauni og lausaskriðan á því þunn og ekki samfelld.
Þríhnúkagígur er á gosrein með nokkrum samsíða gígaröðum sem ná yfir um 500 m breitt bil og síðan eru 750 m austur að næstu gosrein sem byrjar við Kóngsfell. Á Þríhnúkareininni koma hér við sögu 4 hraun með gíg og gígröðum. Ef gera skal upp á milli gosmenja er þar merkast Þríhnúkahraunin og gígarnir í þeim með hellishvelfingunni miklu undir þeim yngri, en aflöng hrauntjörn í þeim eldri og hraunrás frá henni.
ÞríhnúkarÞrjár móbergseiningar koma fyrir í nánd við gígasvæðið, og tvær í viðbót allangt norðaustan þess. Bergið í þeim er mismunandi að gerð, en í öllum er það ferskt. Vestastur Þríhnúka er stuttur móbergshryggur með NA-SV-stefnu (Vesturhnúkur).
Frá Þríhnúkagíg eru 250 m að brekkufæti hans. Hann er úr móbergs-breksíu og túffi, nokkuð feldspatdílóttu, en bólstraberg kemur einnig fyrir, t.d. vestan í honum undir breksíunni. Breksían er fremur laus í sér þar sem mest er af basaltbrotum í henni (kjarninn í hnúknum), en fastari í sér þar sem hún er túffrík.

Gígaröðin

Gangar eru norðaustan í háhnúknum og kambinum norðaustur af honum. Grágrýti er efst utan í háhnúknum, en einnig á tveim stöðum þar sem lægra er, þ.e. sunnan í honum á smástalli, og austan í kambinum norðaustan hans, dílótt eins og móbergið. Móberg kemur fram neðarlega í vesturhlíð hnúksins undan lausaskriðu og myndar þar dálítinn stall. Þriðja móbergseiningin kemur fram miðhlíðis og ofarlega í vesturhlíð fjallsins norður frá Þríhnúkagíg. Líklega sér þarna í kaffærðan móbergshrygg. Móbergslag kemur fram í hlíðinni neðan undir suðvestasta gígnum í gígaröð H-147 nyrst á Spors-stapanum. Loks sést í móberg eða öllu heldur bólstraberg neðst í brekkunni austan við gígaröð H-147. Það myndar smáhól sem hraun frá gígunum hylur alveg nema á kafla austan megin.
Grágrýti kemur fram á nokkrum stöðum í nánd Þríhnúkagíg. Upptök þess eru í stórri gígskál sem Jón Jónsson (1978) nefndi Spor. Grágrýtið er ekki mjög rofið uppi á hásléttunni. Efsta frauðið er þó af, en víða eru varðveittir á því skafnir hraunhólar (push ups), annars er það uppbrotið af frostveðrun og lausagrjót og blokkir á yfirborðinu.

Þríhnúkar

Jökulrákir eru lítt sýnilegar, finnast þó sé eftir þeim leitað. Stórgrýtisbjörg úr móbergi og jökulbergi liggja ofan á grágrýtinu í brekkunni og ofan brúnar austan við H-147-gígana. Þau eru jökulborin, en ekki úrkast úr gígum. Frá Þríhnúkagíg er styst í grágrýtisopnur 600 m austar og sunnar, en fleiri eru fjær norðan og norðaustan hans. Frá grágrýtisfláka norðaustan við Spor teygir sig álma vestur í átt að Þríhnúkagíg svo einungis vantar 200 m að hugsanlegum gangamunna.
Suðvestan við Vesturhnúkinn er grágrýtið stöllótt. Skilin fara lækkandi þaðan vestur í Kristjánsdalahorn. Skil þessi marka stöðu vatnsborðs í jökullóni á þeim tíma sem grágrýtishraunið rann. Hæðin á skilum sem þessum getur verið nokkuð breytileg eftir því hversu bræðsluvatn rennur greiðlega burt.
Fullvíst má telja að grágrýtið sé yngra en móbergshryggirnir. Hvort tveggja er að lítið stendur af þeim upp fyrir grágrýtið, en þó fremur hitt að Þríhnúkagígurvik kemur í stapann þar sem Vesturhnúkurinn og kaffærði hryggurinn norðaustan hans stóðu fyrir rennslinu sunnan frá. Líklega er Spors-stapinn yngri en stóru staparnir vestar á Reykjanesskaga, þ.e. yngri en Fagradalsfjall og Lönguhlíðar-stapinn, líkast til frá síðasta jökulskeiði og myndaður við töluvert minni jökulþykkt en hinir tveir.
Elst hraunanna er það sem Jón Jónsson (1978) auðkennir H-143. Það er býsna gamalt, fáð af veðrun og uppbrotið. Það rann úr gígaröð sem byrjar um 500 m suðaustur af Þríhnúkagíg og liggur þaðan til suðvesturs yfir Sporsgíginn. Hraunbrúnin er mjög lág, 10-30 cm á grágrýtinu norðan og austan við. Hraunið er eftir því þunnt þarna nyrst þar sem það endar. Hraun þetta gæti hafa náð að Þríhnúkagíg og væri þá næst ofan á grágrýtinu. Næst að aldri er hraun sem Jón Jónsson (1978) auðkennir H-144. Það rann úr gígaröð sem er í tveim pörtum og byrjar 500 m suðvestan við Þríhnúkagíg, rétt suðvestan við hrauntjörnina í Þríhnúkum.

Þríhnúkar

Hraunið er uppbrotið af veðrun og mjög þunnt til jaðranna sem vel sést þar sem það hefur runnið út á H-143-hraunið og grágrýtið. Hraun þetta gæti náð til Þríhnúkagígsins. Þá er komið að Þríhnúkum sjálfum. Í þeim hafa komið upp tvö hraun sem Jón Jónsson (1978) auðkenndi H-145 og H-146. Upptök þess eldra, Þríhnúkahrauns I, eru í hrauntjörn sem er 400 m löng og sveigist lítið eitt til í meginstefnu NA-SV. Gígop hefur verið austan undir gjallhól, íhvolfum þeim megin sem snýr að hrauntjörninni. Gíghóllinn (Miðhnúkurinn) er úr ólivíndílóttu rauðagjalli og kleprum. Þótt mestallt hraunið sem nú sést hafi komið upp í gíghólnum (Miðhmúknum) hefur gosið hafist á sprungu með NA-SV-stefnu. Stubbur af henni sést norðan í móbergshryggnum M-2 með gjalldrílum og ganghlein sem stendur upp úr móberginu og sjást af henni um 50 m. Jón Harðarson o.fl. (1983) nefna þessa gíga.

Kristján

Austan í Miðhnúknum sést neðarlega hraunborð, jafnhátt barmi hrauntjarnarinar, greinilegt þó aðeins nyrst. Innveggir hennar eru annars úr 10-15 cm þykkum hraunskánum og bergið ólivínríkt, svo til án feldspatdíla eins og í gjallhólnum. Bunga hefur hlaðist upp kringum gígtjörnina og hraunrás, sem liggur austur frá henni. Hún hefur byggst upp er hraun vall yfir barmana og má telja víst að hún sé öll úr þess háttar hraunskánum, ella hefði hún ekki byggst upp, jafnbrött og hún er, úr þunnfljótandi hrauni. Fyrir utan hraunskvetturnar hefur nokkuð runnið úr hrauntjörninni til norðurs og fram af fjallinu þar, en meira þó eftir hraunrásinni til austurs og síðan áfram til NA uns hún þverbeygir til NV. Hraunrásin er efst í endilangri, ávalri og jafnhallandi hraunbungu sem hlaðist hefur upp út frá rásinni við skvettur líkt og bungan kringum hrauntjörnina sjálfa. Hraunrásin er mjó á NA-SV-kaflanum, þ.e. á bilinu 10-20 m yfir barma, og mesta dýpi hennar 15-20 m. Ofan til eru hraunskánirnar eða -beltin einnig þunn í veggjum rásarinnar, mældust algeng á bilinu 15-50 cm, en niðri í henni eru þau þykk, oft 1-2 m. Hraunrásin endar spölkorn norðvestan við þverbeygjuna. Þaðan hefur hraunið breiðst út og síðan vestur af fjallinu. Á þverbeygjunni og þar sem hraunrásin endar eru hraunbólur þar sem flætt hefur upp úr henni. Í fjallshlíðinni sem er um 120 m há er hraunið víða samfellt, jafnvel þar sem bratt er, annars sundurlaust, en lausahroðinn á því er hvergi þykkur nema þá neðst þar sem grjót hefur borist niður með leysingavatni og við hrun.

Merking

Talað hefur verið um hraunrásina sem hrauntraðir og þannig er hún sýnd á kortum. Það er þó ekki alveg rétt, því að hún hefur verið lokuð, alla vega á síðustu stigum. Þetta sést á því að víða eru heil höft yfir hana, en kaflarnir á milli fallnir niður. Það sem sést af eldstöðinni sjálfri er gjall- og klepragígur. Kleprabrynja utan á kambinum sem gengur norðaustur frá vesturhnúknum vitnar um strókavirkni. Dyngjulögun hefur hraunið ekki, en yfirborð þess er þó með eindregnum dyngjueinkennum, þ.e. helluhraun með klofnum hraunhólum þegar kemur niður undir Kristjánsdalahorn. Grafið var á hraun þetta á nokkrum stöðum, bæði uppi á fjallinu og neðan undir því þar sem jarðvegur er þykkri og lynggrónar lautir og brekkur. Þar þekktust neðst í
moldinni tvö Kötlulög (mynd 2) sem víða má finna á þessum slóðum. Aldur þeirra er allt að 2900 ár og 3400 ár (Bryndís G. Róbertsdóttir (1992).

Skilti

Þríhnúkagígur er fast austan við hrauntjörnina. Ekki er að sjá hraunborð utan í honum þar sem veit að henni. Hún hefur verið komin áður en gaus og gíghóllinn hefur byggst upp yfir barm hennar.
Ljóst er því að það hraun (H-146) tilheyrir sérstöku gosi. Í jarðvegssniði sunnan við Þríhnúkagíg fannst aðeins efra Kötlulagið, ofan á Þríhnúkahrauni II. Á eldra hrauninu er neðra og þykkara Kötlulagið einnig að finna (mynd 2) og undir því 5-7 cm þykkt moldarlag. Aldursmunur hraunanna gæti verið um eða yfir 1000 ár. Aldur Þríhnúkahrauns I má áætla um 4500-5000 ár, en Þríhnúkahrauns II amk. 3500 ár. Í skýrslu Helga og Magnúsar (2001) er “Þríhnúkahraun yngra” sem svo er kallað sýnt eldra en Heklulagið HA (um 2500 ára). Í athugasemd í hraunatöflu kemur fram að þeir grófu á það við Kristjánsdalahorn, en þar nokkru austar eru bæði Kötlulögin ofan á Þríhnúkahrauni I sem eitt nær vestur að Kristjánsdalahorni.

Í Þríhnúkagíg

Misgengi og gjár Misgengi og gjár í nánd við Þríhnúkagíg sjást aðeins í grágrýtinu og elsta hrauninu (H-143). Svo er að sjá sem sprunguhreyfingar hafi ekki orðið á þessum hluta Brennisteinsfjallakerfisins eftir að Þríhnúkahraun I og II runnu fyrir 3500-5000 árum. Gjár sjást hins vegar í Þríhnúkahrauni I vestan undir fjallinu í NA-framhaldi af brotunum í Kristjánsdalahorni. Eftirtekjan varðandi gjár og misgengi sem orðið gætu á gangaleiðum er rýr. Þar er fyrst að nefna misgengi/gjá í framhaldi af gígum og gjá í H-143 hrauninu, en hún stefnir nærri gangamunna eða öllu heldur skurði ef komið yrði austan frá (sjá meðfylgjandi kort). Brot gæti komið fram í NA-framhaldi af gígaröðunum í H-144 hrauninu. Hliðrun er á þeim suðvestan við Þríhnúkagíg og stefnir eystri greinin nánast beint á gíginn. Brot í framhaldi hinnar myndu verða fyrir á gangaleið vestan frá.

Þríhnúkagígur

Þríhnúkagígur er yngsta eldstöðin á ~500 m breiðri gosreinin sem framar greindi, en aldur hans er nokkuð yfir 3000 ár. Yngri hraun eru vestur við Brennisteinsfjöll og austur við Kóngsfell. Þau yngstu, þ.á.m. Kóngsfellshraun, runnu fyrir 1000-1100 árum (Jón Jónsson 1978). Eldvirkni á Reykjanesskaga kemur í lotum sem ganga yfir eldstöðvakerfin á um það bil 300 ára tímabili. Þar á milli er hlé á gosum en skjálftavirkni á plötuskilunum. Eina hléið sem er bærilega vel tímasett er það síðasta sem stóð í um það bil 800 ár (Kristján Sæmundsson og Haukur Jóhannesson 2006). Núverandi goshlé hefur staðið í ~750 ár. Í Brennisteinsfjallakerfinu hefur síðasta goshlé varað í um það bil 1000 ár. Aðrir kaflar í Brennisteinsfjallakerfinu en Þríhnúkareinin myndu teljast líklegri til að gjósa í næstu goslotu ef álykta mætti að gosin endurtækju sig á sömu reinum og í síðustu goslotu, og raunar þeirri næstsíðustu líka.
Það var nefnt hér að framan að gjár og misgengi koma ekki fram í yngstu hraununum í Þríhnúkareininni. Þar hafa brotahreyfingar af því tagi ekki átt sér stað í meira en 3000 ár. Hins vegar eru opnar gjár og misgengi í Þríhnúkahrauni I, á sprungurein sem liggur frá Brennisteinsfjöllum yfir Kristjánsdalahorn og hraunin norðan undir Þríhnúkum og Spors-stapanum. Fjarlægðin milli jaðarsins á henni og Þríhnúkagígs er um 1 km. 

Í Þríhnúkagíg

Ekki er vitað um norð-suðlægar sprungur, virkar á skjálftatímabilum, nær en norður frá Hvalhnúkum og austur við Rjúpnadalahnúka. Á þeirri fyrrnefndu varð skjálfti yfir 6 að stærð árið 1929. Hún stefnir um það bil 2 km vestan við Þríhnúkagíg. Hin er álíka langt austan við hann (austan í Kóngsfelli). Óefað verður hrun úr hellishvelfingunni í slíkum skjálftum. Líklegt er að grjótbingurinn á botninum sé fyrst og fremst þannig myndaður.
Athugum þá hvaða berglög myndu koma fram í hellinum undir Þríhnúkagíg. Hann er um 115 m djúpur niður á grjótbing, en um 200 m djúpur að meðtöldum rangala sem gengur til SV niður úr aðalhvelfingunni Árni B. Stefánsson (1992).
Í hellinum Í Þríhnúkagígættu skil á milli hrauna og grágrýtis að vera í rétt rúmlega 480 m h.y.s. eða 65-70 m neðan við topp gígsins (sjá jafnhæðarlínur á korti og teikningu Árna B. Stefánssonar (1992). Reikna má með að Þríhnúkahraun I nái niður í 510-515 m hæð, en þar taki við Þríhnúkahraun II niður í rúmlega 480 m hæð og síðan hugsanlega H-143-hraunið, etv um 1 m þykkt með þunnu moldarlagi ofan á. Hraunin eru líkast til þunnbeltótt næst gígnum og hrauntjörninni, en beltin líklega þykkari næst hraunrásinni. Þykkt grágrýtisins er ekki þekkt en skiptir efalaust nokkrum tugum metra. Skv. því sem séð verður í grágrýtinu vestur frá gígasvæðinu eru hraunbeltin í því nokkuð þykk, algeng rúmir 2 m. Árni B. Stefánsson (1992) sýnir þau hins vegar miklu þykkri í hellinum sjálfum. Neðst í honum að norðvestan er móberg sem nær frá 433 m hæð um það bil 10 m upp í vegginn og því hallar bratt til suðausturs (Árni B. Stefánsson 1992).

Í Þríhnúkagíg

Innveggir hellisins eru húðaðir hraunskel þar sem hann er mjóstur, og raunar töluvert þar niður fyrir. Neðst er hún 10-30 cm þykk (Árni B. Stefánsson 1992). Talað er um að illa sjáist út í veggina þar sem hvelfingin er víðust (50-60 m?), stundum amk. vegna þokuúða af vatni sem drýpur úr lofti hennar. Botninn er þakinn stórgrýti og grjót mylsnu sem myndar lága bungu í miðjum hellinum og skriðu sums staðar með veggjum, hallandi upp að þeim. Mest er það hrun úr slútandi hvelfingunni.
Nokkrar hugmyndir hafa komið upp um gangaleiðir að hellinum. Sú raunhæfasta gerir ráð fyrir aðkomuvegi og lögnum (rafmagn og vatn) frá Bláfjöllum. Hún verður skoðuð hér á eftir sem besti kostur, en einnig fjallað um aðkomu norðaustan og norðvestan frá. Stefnt er að því að göngin opnist inn í hellinn þar sem hraunskel er á innvegg hans og ekkert hefur hrunið frá síðan þarna gaus. Skelin er líkast til viðkvæm. Verði ákveðið að velja innkomu þar sem hún þekur þarf að standa þannig að verki að hún brotni ekki frá kringum opið. Innkoma í hellinn er hér við það miðuð að hafa sem mest af göngunum í hrauni (Þríhnúkahrauni I) sem að miklu leyti mætti líklega vinna án sprenginga. Síðasti spölurinn er hugsaður niðri við skilin milli grágrýtis og hrauns. Innkoma í hellinn yrði þá í kringum 480-485 m hæð y.s.“
Gangan tók 4 klst og 4 mín. Frábært veður.

Heimild:
-Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, Jarðfræðirannsókn á Þríhnúkagígum, 2006.

Þríhnúkur

Þríhnúkahellir

Lagt var af stað frá Bláfjallavegi neðan við Eyrað. Reyna átti að komast niður í Þríhnúkarásarhelli. Hellirinn er u.þ.b. 10 djúpur og verður ekki komist niður í hann – og upp aftur – nema á bandi eða með aðstoð stiga.
Þríhellir Ekki vitað til þess að farið hafi verið niður í rásina, en hún er hluti af mikilli hrauntröð er liggur til austurs sunnan austasta Þríhnúkagígsins og austan þess í miðið – frá kvikutjörn, sem þar hefur verið milli gíganna. Spurningin er hvort þar kunni að liggja leið áleiðis að Svartholinu. Einnig var ætlunin að reyna við Þríhelli, sem er um 700 m langur. Fleiri hellar eru á svipuðum slóðum, enda komu nokkur op í ljós á leiðinni. GPS-punktar voru teknir jafnóðum – og skráðir samviskusamlega.
Þegar staðið er uppi í hlíðinni norðvestan við gíganna má vel sjá hvernig hraunið hefur runnið þar niður á tveimur stöðum. Vestari hraunstraumurinn hefur verið þunnfljótandi og lagst yfir Þjófadalina fyrir neðan þar sem Kristjánsdalahornið beindi því til norðurs. Þar í miðju helluhrauninu hefur myndast kvikutjörn. Rás sú er Úr ÞríhelliÞríhellir er í rann með jaðri hraunsins, þ.e. milli þess og hlíðarinnar, en smám saman hefur hraunið lagst þéttar að hlíðinni. Rásin greinist í tvennt nokkru neðar, en kemur síðan saman á ný. Austari hrauntaumurinn rann eftir stóru hrauntröðinni til austurs og beygði síðan til norðurs og norðvesturs þar sem hann féll fram af hlíðinni. Þar var um kaldari hraunkviku að ræða er legið hafði um stund í kvikutjörninni milli gíganna áður en hún náði nægilegu fóðri til að mata tröðina. Hraunið var úfnara þegar það loksins kom niður á sléttlendið undir hlíðinni, enda sjást skilin mjög vel. Ekki er líklegt að langur tími hafi liðið milli laganna því trúlega er um sama gosið að ræða. Kvikutjörnin er nú aflangur dalur milli gíganna, sem fyrr segir, en gígarnir sjálfir eru Þríhnúkagígur og félagi hans milli hinna Þríhnúgagíganna tveggja. Hraunin hafa þó verið skilgreind sem Þríhnúkahraun I og II. Um aldur þeirra er ekki vitað, en talið er að þau séu frá því skömmu eftir landnám, líkt og Tvíbollahraun. Um er að ræða sömu sprungurein.
Þríhellir hefur nokkur op. Neðsta opið er u.þ.b. 15 metrum sunnan við „hið opinbera“ op. Við það er gamall tréhæll. Þegar inn er komið má sjá tvær heilar rásir til vesturs. Þær koma síðan saman skammt neðar. Í þeirri syðri eru fallegir dropsteinar og fleira flúr. Til austurs er nokkuð hrun, en sjá má bein af löngu dauðri kind á milli steina. Hægt er að feta sig upp eftir hruni og heillegum ráshlutum um ca. 150 metra, en skemmtilegra er að færa sig yfir í næsta jarðfall. Þar er heilleg rás, sem Þríhellirgreinist í nokkra anga. Þröngt niðurfall er í rásinni, síðan hrun, skrið og hrun – þá heill kafli með rýmilegum helli. Skammt norðar eru tvö jarðföll þar sem komast má niður í hliðarrásir. Stærsti geimurinn er í þriðja efsta opinu – í stóru og aðgengilegu jarðfalli. Þar er lofthæðin um 12 metrar og lengd milli veggja um 10 metrar. Þar þrengist rásin til vesturs. Efra er um lágar rásir að ræða. Þessi mikli geimur bendir til þess að safnast hafi mikið kvikumagn við fyrirstöðu áður en hún hefur náð að bræða sig áfram, t.d. að kvikuþrónni fyrrnefndu.
Það verður að segjast eins og er að óhefðbundin gangan upp bratta hlíðina var „þrautarganga“, en jafnframt kærkomin áskorun. Að öllu jöfnu er þessi leið ekki valinn. Hún er þó vel fær – og sennilega sú stysta að Þríhnúkum. „Þríhnúkamóðir“, steinvaxin, vakir efra.
Þegar komið var upp að gígbörmum Þríhnúka mátti vel sjá yfir kvikutjörnina í kvöldskímunni. Austasti gígurinn er sá merkilegasti – þessa stundina a.m.k. – einfaldlega vegna þess að hann er aðgengilega opinn. Eldstöðin rís um 40 metra yfir yfirborðið. Þessa stundina var hún böðuð í kvöldsólinni og skær regnbogi myndaði listskrúðuga umgjörð um hann. Rautt gjall er í börmunum og víða má sjá hraunklepra og -klessur. Gígopin eru tvö, en einungis annað er nú opið og sýnilegt. Nú er búið að marka göngustíg um opið og koma fyrir aðgengilegum upplýsingum um gíginn.
Þríhnúkagígurinn er næststærsta og dýpsta hraunhvelfing heims og eitt merkasta náttúruundur landsins.Guðmundur Löve Útsýnifjallar um Þríhnúkagíg í MBL. 7. júlí 1991, bls. 15-16. Árni B. Stefánsson er höfundur mynda með greininni. Í henni segir m.a. að „stærsti þekkti hraunhellir landsins og jafnvel sá rúmtaksmesti í heiminum var fullkannaður og mældur í vor. Þar voru að verki áhugamenn um hellarannsóknir, sem sigu í Þríhnúkagíg nálægt skíðalöndunum í Bláfjöllum á Reykjanesi. ÞríhnúkagígurFyrir þeim vakti að svipta hulunni af leyndardómum gígsins er hafði verið þekktur lengi en aldrei fullkannaður. Niðurstöðurnar voru vægast sagt mikilfenglegar“.
Jafnframt segir að „Þríhnúkar standa á hálendisbrúninni, 3 kílómetra norðvestan skíðalandanna í Bláfjöllum. Þeir eru ekki ýkja áberandi þar sem þeir standa 250 metra upp fyrir Búrsfellsbrunann og Heiðmörkina fyrir neðan, en hafa engu að síður að geyma stórbrotið náttúruundur. Austasti hnúkurinn er yngstur, sennilega um 1000-2000 ára gömul eldkeila, og í honum er Þríhnúkagígur sem einnig hefur verið nefndur Svartholið eða Gatið í Þríhnúkum…
Þríhnúkagígur er í raun tóm eldstöð. Þegar gosi lauk hefur hraunkvikan sigið niður, jafnvel alla leið niður í sjálft kvikuhólfið, og eldgígurinn tæmst. Það er merkilegt að hann skuli ekki hafa fallið saman við þetta eins og yfirleitt gerist, en þó hefur orðið töluvert hrun úr veggjunum sem safnast hefur fyrir á botni gígsins. Mér er hins Þríhnúkarvegar ekki kunnugt um að til séu aðrar eldstöðvar af þessari stærðargráðu sem hafa tæmst á þennan hátt og er þetta því sennilega einstakt fyrirbæri í heiminum.
Ástæðan til þess að hvelfingin féll ekki saman er fyrst og fremst sú að geysilega þykk hraunlög, allt að 15-20 metrar á þykkt, styrkja veggina og hafa að einhverju leyti varnað hruni. Þar fyrir utan er hér um að ræða tiltölulega litla eldstöð, svo átökin hafa verið takmörkuð… Það sem gerir hraunhvelfinguna í Þríhnúkagíg einstaka í sinni röð er því fyrst og fremst stærðin.
Samkvæmt útreikningum okkar myndi Víðgelmir, hraunhellir sá er Íslendingar telja stærstan í heimi, rúmast allur í aðalhvelfingu Þríhnúkagígs, og er þá ótalið rúmmál hliðarganga og gosrása út frá henni. Af þessu leiðir að hellirinn í Þríhnúkagíg er sennilega stærsti hraunhellir í heiminum. Aðalhraunhvelfingin er margfalt stærri en nokkur þekkt hraunhvelfing, og er mér heldur ekki kunnugt um aðra dýpri hraunhella.Fyrsta tilraun til að síga í gíginn var gerð árið 1958, en hætt var við eftir nokkra tugi metra þegar slokknaði á ljóskeri sem var haft meðferðis til að meta hættu á koltvísýringseitrun. Félagar úr hjálparsveitum lóðuðu síðan dýpið árið 1967 eða ´Opið68, en hættu við tilraunir til að síga í hann vegna erfiðra aðstæðna… Eftir að Bláfjöllin opnuðust upp úr 1970 fór Einar Ólafsson að sýna fólki hella á þessums lóðum, sem hann hafði sjálfur fundið, og í leiðinni benti hann fólki á Þríhnúkana og minntist á gatið…
Svæðið er einstakt í sinni röð og tel ég bráðnauðsynlegt að friða Þríhnúkana. Auk þess er rétt að koma upp nokkrum upplýsinga- og aðvörunarskiltum umhverfis gígopið, því það getur verið hættulegt ókunnugum, þó aldrei hafi orðið slys… Auk þess má ætla að eftir þá kynningu sem nú hefur átt sér stað megi búast við aukinni umferð fólks um þetta svæði, og er rétt að brýna fyrir fólki að fara varlega og ganga vel um. Hér er um að ræða stórmerkilega og um leið stórhættulega náttúrumyndun sem ber að umgangast með tillýðilegri virðingu“.
Í grein Árna B. Stefánssonar í MBL 4. janúar 2004 fjallar hann um Þríhnúkagíg. Þar segir hann að Þríhnúkagígur sé stærsta hraunhvelfing í heimi og eitt merkilegasta náttúrundur á Íslandi. Gígurinn var ókannaður þangað til á Jónsmessu 1974. Þá seig árni niður á botn gígsins. „Ofnar siglínur voru farnar að koma á markað á þessum tíma, en voru stjarnfræðilega dýrar. Frændi minn og félagi, Páll Gunnlaugsson, hafði samband við Magnús Gústafsson, forstjóra Hampiðjunnar, og útvegaði Magnús 200 metra langan 20 mm kaðal. Ég smíðaði létt stálkefli fyrir kaðalinn, hannaði öflugt sigbelti og það sem var mest um vert, segulnagla á Í Þríhnúkahellibeltið sem varnaði því að sigmaður snerist með þegar yndist ofan af kaðlinum. Mótorhjólahjálmur og bólstur á axlir var til varnar hugsanlegu hruni. Við ætluðum okkur svo í Tintron á Gjábakkahálsi vorið 1974.Með þetta í farteskinu, járnkarl, bjartsýni og tvær UHF-talstöðvar, héldum við af stað á Jónsmessunótt 1974, tíu frændur, vinir og kunningjar. Auk mín þeir Ólafur Stefánsson, bróðir minn, Jón Ingi Haraldsson, Páll Gunnlaugsson, Gylfi Gunnarsson, Sveinbjörn Garðarsson, Bjarni Björnsson, Örn Magnússon og tveir félagar hans (að mig minnir). Við ókum upp í Bláfjöll og gengum í björtu veðri móti sólarlaginu þá 4-5 km sem eru að gígnum…
Það varálveg ólýsanleg tilfinning að síga þarna niður. Einkennileg tómleikakennd fyllti mig neðarlega í gíghálsinum, tilfinning blönduð sérkennilegri gleði og eftirvæntingu þegar risavaxin gíghvelfingin opnaðist fyrir augum mér. Ef til vill ekki ósvipað þeirr heimnesku sælu sem þeir sem vaktir eru úr dái lýsa. sálin svífur þá yfir eigin líkama, horfir á skrokkinn ofanfrá og er í þann mnd að hverfa á vit eilífðarinnar og ljóssins. Ég varð bergnuminn í orðsins fyllstu merkinu. Dinglaði eins og dordingull úr hlöðulofti, á leið niður í þetta ótrúlega stóra gímald.“
Þegar niður var komið lýsir Árni aðstæðum: „Söðullaga hrun var í botni, hallaði það niður til Na og SV og upp til NV og SA. Er það tilkomið vegna hruns úr langveggjum elsprungunnar.
Vonbrigðin voru mikil. Að vísu eru efri 60-70 metrar gígrásarinnar fagurlega skreyttir með upprunalegri Í Þríhnúkahellihraunhúð. Rauðleitt hraunfoss, sem lekið hefur niður í dropasteina sömu gerðar, skreytir lóðrétta hliðarrás, eða stromp, upp til NA og umhverfi hans. Í meginrásinni litlu ofan við strompinn opnaðist þröng hraunrás frá NA. Neðst í gígpyttinum voru aðeins berir klettaveggir, tugi metra upp, engar upprunalegar hraunmyndanir. Í botni var aðeins grjóturð. Þetta var hreinlega eins og grjótnám. Þvílík vonbrigði. Engin afrennslisrás, engar hraunmyndanir. Aðeins ómerkilegur risastór klettapyttur. Í mínum augum var þetta bara djúp ljót hola og alls ekki ferðarinnar virði. Engar myndir voru teknar, enda áttum við ekki myndavélar. Eitthvað spurðist út, en við gerðum ekkert úr þessu. Það sem eftir sat og situr enn í huganum er tilfinningin einkennilega; eigin smæð og þessi hrikalega – hrikalega stærð.“Annar leiðangur var farinn í Þríhnúkagíg 17. júní 1977. Það voru félagar úr Hjálparsveit skáta í Vestmannaeyjum. Árni fór öðru sinni í gíginn vorið 1991.
„Í gegnum tíðina hef ég og fleiri oft leitt að því hugann hvernig gera má hellinn aðgengilegan svo almenningur og ferðamenn geti notið þessarar einstæðu myndunar án skaða á hellinum eða mynduninni sjálfri. Við ritun orðanna „að hanga þar eins og dordingull“ fæddist raunhæf hugmynd sem hér er kynnt. Að setja þar, á 56-60 m dýpi, útsýnispall á hellisvegginn. Aðgengi að honum yrði um jarðgöng upp á yfirborð jarðar. Pallurinn yrði úr stálgrind og kleift að horfa niður í gegnum grindina og af grindinni niður og upp. Á þessum stað, í miðju eldgígsins, er upplifun þessa tröllaukna gímalds svo sterk, að með ólíkindum er. Hæðin niður á urðarsöðulinn er svipuð og séð niður úr Hallgrímskirkjuturni, eða af þaki 20 hæða háhýsis. Er hæðin meiri til hliðanna. Gígrásirnar beint upp eru álíka. Eða eins og að horfa af Skólavörðuholti upp á útsýnissvalir kirkjunnar.
Vídd gígráÍ Þríhnúkahellisarinnar er á þessum stað nægileg til að rúma töluverðan fjölda fólks. Upprunalegar hraunmyndanir eru þarna hvað sérstæðastar. Engin hætta er að fólk skaði þarna viðkvæmar myndanir. Jarðgöngin, eitt eða tvö pínulítil 3-4 metra op á gígveggnum, skaða gíginn ekki miðað við stærðargráðu hans, svalirnar ekki heldur. Frá þessu sjónarhorni nýtur lokaði strompurinn upp af NA hluta hvelfingarinnar sín afar vel. Hann er skreyttur rauðleitu hraunfrussi sem hangir fagurlega niður í stuttum dropasteinsdrönglum á stóru svæði. Hvergi í veröldinni er hægt að horfa upp um gosrásir af þessari stærðargráðu. Þó stærri hvelfingar finnist í kalksteinshellum er þetta aldeilis engu líkt. Nákvæmlega á þessum stað er gígurinn svo magnaður að vart verður með orðum lýst. Upplifunin slík, að ólíklegt er að nokkur, sem af fréttir, muni vilja láta slíkt fram hjá sér fara, hafi hann færi á.Ekki má raska norðaustasta Þríhnúknum, eða upprunalegum hraunmyndunum í gígrásunum, á nokkurn hátt, ef undan eru skilin jarðgangaopin og svalirnar í gíghálsinum. Satt að segja þarf að lagfæra nokkuð. Hreinsa þarf til á yfirborði og girða kringum opið. Gera þarf stíg á hnúkinn að norðan og afmarka hann með stikum, línum eða keðjum. Sjá þarf til þess að viðkvæmur gróður í hlíðum hnúksins jafni sig. Setja þarf upp skilti með helstu upplýsingum um gíginn á viðeigandi stað. Útsýn frá Þríhnúkum til Reykjavíkur og Snæfellsness er hreint frábær. Rétt er að geta þess að þarna er á takmörkuðu svæði mikið af skoðunarverðum náttúruminjum, eldgígum, hrauntröðum og fleiru. Gosminjarnar eru margar hverjar innan við 1000 ára, eða frá því eftir landnám.
Að standa inni í miðjum eldgíg af þeirri stærðargráðu sem Þríhnúkagígur er, er einfaldlega með ólíkindum. Líklegt er að mikill fjöldi Íslendinga og stÍ Þríhnúkahelliór hluti erlendra ferðamanna muni heimsækja tröllaukna gíghvelfinguna. Með nálægð sinni við Reykjavík er gígurinn innan seilingar. Líklegt er að bæði gíghvelfingin sjálf og það afrek sem framkvæmdin í raun er, muni hafa ófyrirséð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Þetta fyrirbæri gæti mögulega haft meira aðdráttarafl en nokkuð annað náttúrufyrirbrigði á landinu. Varðveisla myndunarinnar verður að sitja í fyrirrúmi og mannvirki að standast ýtrustu kröfur um öryggi og útlit. Tilfinning sú sem hver upplifir við gígopið og í gígnum mun gera þann sama næmari fyrir eigin smæð og forgengileik. Hún mun um leið auka virðingu hans fyrir þeirri jörð sem hann byggir. Náttúruvernd er ekki alltaf fólgin í því að gera ekkert, þó slíkt geti vissulega átt við, í völdum tilvikum. Náttúruvernd er að sýna náttúrunni virðingu og skilja ætíð svo við, að hún og þeir sem landið erfa, njóti.
Sú hugmynd sem hér er sett fram um aðgengi Þríhnúkagígs byggist á persónulegri reynslu við könnun gígsins og er ávöxtur áratugapælinga. Vinir höfundar, frændur hans, kunningjar og fjöldi annarra lagði hönd á plóg. Þeim sé þökk. Án þeirra hefði þessi hugmyÍ Þríhnúkahellind ekki orðið til.Mér fannst rétt að varpa hugmyndinni fram á þann hátt sem raun ber vitni og án þess að vinna henni fyrst fylgis á annan hátt. Hún hefur verið kynnt í handriti fyrir einstaklingum í Hellarannsóknafélagi Íslands, við Náttúrurfræðistofnun, Norrænu Eldfjallastöðina og hjá Bláfjallanefnd og þeir beðnir um athugasemdir. Fróðlegt verður að fá viðbrögð, sérstaklega þeirra sem eru tilbúnir að koma að framkvæmdinni, stuðla að fjárveitingum eða koma að málinu á annan hátt. Þetta er vel framkvæmanlegt. Verði af framkvæmdum er rétt að geta þess að höfundarréttur gildir um myndir, teikningar og þær hugmyndir sem hér eru settar fram.
Varðveisla gígsins sjálfs og umhverfis hans er í fyrirrúmi. Þannig og aðeins þannig má njóta hans til fullnustu. Sé fyrir þessu pólítískur vilji og fáist grænt ljós á lagningu vegar og rafmagns er undirritaður ásamt félögum sínum tilbúinn að koma að þessu. Hann hefur ásamt þeim, næga þekkingu til að koma að verkefni sem þessu og ljúka því. Alþjóðleg tengsl í hellarannsóknum og varðveislu hella eru fyrir hendi. Hafa þarf samvinnu og samráð við Náttúruvernd Ríkisins, Hellarannsóknafélag Íslands, sem höfundur er auðvSkiltiitað meðlimur í, og fjölda annarra aðila.
Þríhnúkagígur og nánasta umhverfi hans á fullt erindi á heimsminjaskrá. Mikilvægi hans nær langt út fyrir landsteinana. Okkur Íslendingum ber að varðveita hann í þágu mannkyns.
Varðveisla gígsins og aðgengi almennings að þessu stórkostlega náttúruundri fer vel saman í þeim hugmyndum sem hér hafa verið kynntar.“ Árni B. Stefánsson ritaði grein um Þríhnúkagíg í Náttúrufræðinginn (61:229-242). Þar lýsir hann ítarlega jarðfræðiupplýsingum um svæðið og framangreindum ferðum sínum í gíginn. Helsta viðbótin þar eru útskýringarmyndir af gígnum, sem nú má sjá á útskornar við hann.
Árni skrifaði einnig grein um „Þríhnúkagígsferðina“ í Surt, ársrit 1991, 10-15, 1991. Þegar staðið var við Þríhnúka þessa kvöldstund var litadýrðin einstök – útvortis. Rauðleit kvöldsólin myndaði baksvið Keilis og Trölladyngu í suðvestri. Hún beindi geislum sínum að efstu brún Þríhnúkagígsins og næsta umhverfis. Snæfellsjökull sást í fjarska sem og ljósum baðað höfuðborgarsvæðið nær. Regnboginn fyrrnefndi vildi líkt og undirstrika litadýrðina við þessa tilkomumiklu kvöldstund.
Frá Þríhnúkagíg mátti vel sjá hvernig hrauntröðin lá úr kvikuþrónni og í sveig fram af hlíðarbrúninni. Þríhnúkarásarhellir er því einungis hluti af henni. Dýptin vekur athygli, en ekki er vitað til þess að sigið hafi verið þangað niður þrátt fyrir að nokkrum sinnum hafi verið farið með sigbúnað á svæðið. Hann er því enn ókannaður.
Á leiðinni til baka, niður austanverða hlíðina var gengið fram á vænlegt op (6400288-02142172). Það var ekki skoðað að þessu sinni.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.
   Þríhnúkar