Tag Archive for: Kópavogur

Kópavogskirkja

Kópavogur dregur nafn af voginum sunnan Kársness og samnefndu býli sem stóð norðan Þinghóls þar sem var annar af tveimur þingstöðum í heimalandi Kópavogsbæjar. Ekki er vitað til að þar hafi verið Þinghóllþinghald á þjóðveldisöld en þar fór erfðahyllingin fram 1662. Á gamla þingstaðnum er friðlýst þinghústótt og skammt frá henni er minningarsteinn um erfðahyllinguna, reistur 1962.
Kópavogur var einn af fjórum þingstöðum Gullbringusýslu og fyrir margar sakir þeirra frægastur. Mikill fjöldi mála voru tekin fyrir á Kópavogsþingi og dómar felldir. Mun nálægð við Bessastaðavaldið hafa ráðið þar miklu um. Elstu varðveittu rituðu heimildirnar um þing í Kópavogi eru frá 1523. Árið 1574 gaf Friðrik II Danakonungur út tilskipun þess efnis að Alþingi skyldi flutt í Kópavog en til þess kom þó aldrei. Merkasti atburður sem tengist þingstaðnum er erfðahyllingin 28. júlí 1662. Þá neyddi danski höfuðsmaðurinn Hinrik Bjelke íslenska forystumenn til að undirrita einveldisskuldbindingu og að sverja Friðriki III Danakonungi hollustueiða meðan hermenn hans hátignar stóðu yfir þeim alvopnaðir. Síðasta aftakan sem fór fram á þinginu í Kópavogi var þann 15. nóvember 1704.

Digranesbærinn

Þá voru Sigurður Arason og Steinunn Guðmundsdóttir frá Árbæ tekin af lífi fyrir morð. Var hann höggvinn skammt norðan við þinghúsið en henni drekkt í Kópavogslæk. Árið 1753 var þinghald aflagt í Kópavogi.
Upphaf byggðar í Kópavogi var í landi jarðanna Kópavogs og Digraness sem voru í eigu ríkisins uns búskap var hætt. Í sveitarstjórnarkosningum sumarið 1946 náðu íbúar Kópavogs meirihluta í hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps og öll stjórnsýsla fluttist til Kópavogs.
Digranes er sennilega elsta bújörð í Kópavogi. Búskapur hófst á jörðinni á árunum 1300 og 1313 en lagðist af árið 1936. Digranes var stór jörð en hefur sjálfsagt ekki verið eftirsóknarverð, eins og gæðum hennar er lýst í úttektarbók 

Kópavogur

Jarðabókarnefndar frá október 1703. Konungur var skráður eigandi jarðarinnar og landsskuld hennar var 90 álnir sem ábúandinn greiddi með fiski í kaupstað, leigukúgildi í smjöri eða fiski til Bessastaða. Árið 1950 var búið að úthluta 10 löndum undir nýbýli og 146 smábýlalöndum úr landi Digraness. Smábýlalöndin voru fyrst og fremst ætluð sem ræktunarlönd en ekki til fastrar búsetu. Á þessu varð þó fljótlega breyting og lönd þjóðjarða urðu fyrsti vísir þéttbýlismyndunar í Kópavogi.
Íbúar Seltjarnarness knúðu á að eigum Seltjarnarneshrepps yrði skipt upp. Skipting sveitarfélagsins fór fram um áramótin 1947-48 og efnt var til kosninga í hinum nýja Kópavogshreppi í janúar 1948. Sama ár var reytumMerki Seltjarnarneshrepps skipt. Jarðirnar Kópavogur, Digranes, Hvammkot (Fífuhvammur), Vatnsendi, Geirland, Gunnarshólmi og Lögberg (Lækjarbotnar) voru lagðar undir Kópavogshrepp.
Fyrri hluta árs 1955 var Kópavogshreppur gerður að kaupstað með sérstökum lögum á Alþingi. Kópavogskaupstaður keypti Fífuhvammsland árið 1980 af ríkinu en þar og á Nónhæð, í Digraneshlíðum og Kópavogsdal hefur hin síðari ár verið aðalbyggingarsvæði Kópavogs.
Kópavogur hefur vaxið afar hratt á stuttum tíma – þróast frá því að vera nokkur hús án nokkurrar þjónustu í að verða næststærsta sveitarfélag landsins með alla þjónustu.
KvöldÁrið 1945 voru íbúar í Kópavogi 521 að tölu. 11. maí 1955, þegar Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi, voru íbúar 3.783. 1. desember árið 2000 voru íbúar Kópavogs 23.578.
Merki bæjarins er sótt til fyrstu kirkjunnar á staðnum, Kópavogskirkju.
Kópavogskirkja var teiknuð af Herði Bjarnasyni, húsameistara ríkisins. Hún var vígð árið 1962, fögur bygging og sérstæð, þar sem hún stendur hátt í Borgarholtinu í miðjum bænum. Steindir gluggar í kirkjunni eru eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara.
Um þjóðsögur og sagnir, sem eiga rætur í Kópavogi, hefur lítið verið ritað. Það var því mjög þarft verk sem þær Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir tóku sér fyrir hendur er þær söfnuðu þjóðsögum og sögnum úr Kópavogi og gáfu síðan út í samnefndri bók árið 1995.
Örfáar þjóðsögur úr Kópavogi hafa áður komist á prent . Í bókinni Þjóðsögur og sagnir úr Kópavogi eru sögur um álfabyggðir og huldufólk, draugasögur, sögur um álagabletti og „reynslusögur“, en það eru sögur fólks af atburðum úr eigin lífi eða annarra.

Heimild:
-www.ismennt.is

Kópavogur

Kópavogur.

Einbúi

„Einbúi er hóll austan í Digraneshálsi. Um hólinn lágu landamerki jarðanna Breiðholts, Bústaða, Digraness og Fífuhvamms. Í hólnum sjást leifar tilhöggvinna grágrýtissteina sem ætlaðir voru í undirstöður undir járnbraut sem fyrirhugað var að leggja þar sem Reykjanesbrautin liggur nú. Um var að ræða atvinnubótavinnu á kreppuárunum.

Einbúi

Einbúi.

Talið er að í hólnum hafi búið álfur eða huldumaður. Því til stuðnings er eftirfarandi frásögn frá því þegar verið var að grafa fyrir grunni á aðliggjandi lóð.
Þegar verið var að grafa fyrir húsgrunni á lóð við hólinn Einbúa var húsbyggjandinn beðinn að fara ekki nálægt hólnum. Það vildi samt svo óheppilega til að jarðýtustjórinn bakkaði að hólnum en í því draps á vélinni. Það var sama hvað hann reyndi, ýtan vildi ekki í gang aftur og var flutt á verkstæði. Þar varð þó ekkert um viðgerðir því ýtan rauk í gang í fyrstu tilraun.“

Einbúi

Einbúi.

Gálgaklettar

Í ritinu Keflavíkurgangan, 1. tbl. 19.06.1960, er „Samtíningur um Suðurnes“ eftir Björn Þorsteinsson:

Landið
„Helztu jarðfræðileg atriði á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur. — Að mestu samkvæmt frásögn Guðmundar Kjartanssonar jarðfræðings.

Grímshóll

Á Grímshól.

Eitt helzta kennileiti á leiðinni er Vogastapi; hann er úr grágrýti, svipuðu Hafnarfjarðar- og Reykjavíkurgrágrýtinu. Á hæstu bungu hans, Grímshól, stefna jökulrispur til norðurs, en yzt á kjálkanum til vesturs, og eru þær eldri. Þær jökulrákir sýna, að á ísöld hefur Faxaflói verið hulinn jökli, en í lok hennar hefur flóinn myndazt og jöklar ekizt út af Suðurkjálkanum til norðurs og suðurs. Upp af Njarðvíkum sjást skýr fjörumörk á stapanum í um 20 metra hæð yfir núverandi sjávarmál. Á Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð eru slík fjörumörk í 33 m hæð, en 45 m hæð við Reykjavík. Þetta sýnir, að landið hefur risið úr sjó því meir sem innar dregur, en jökulfargið hefur auðvitað hvílt þyngra á miðbiki þess en útnesjum.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – gígurinn.

Inn af stapa taka við Vatnsleysustrandarhraun. Þau eru einna forlegust hrauna á Suðurkjálka, sennilega um 8000 til 9000 ára; helztu aldursmerki eru m. a. fjörumörk hjá Kúagerði í um 10 m hæð. Það er eini staðurinn á Íslandi, þar sem þess sjást merki, að sjór hafi staðið hærra en nú á hrauni, sem runnið er eftir ísöld. Hrafnagjá og Aragjá, stóra og litla, vitna einnig um aldur hraunsins, því að þær hverfa undir önnur hraun yngri. Vatnsleysustrandarhraun eru runnin frá mikilli dyngju nafnlausri suður af Keili. Hún er mjög flöt, svo að ófróðum mönnum sést yfir, að hér er um eldfjall að ræða.

Kúagerði 1912

Í Kúagerði 1912.

Um Suðurkjálka liðast engar ár, þar falla ekki einu sinni lækir; regn hripar í gegnum hraunin, og jarðvatn fellur eftir neðanjarðaræðum til sjávar. Við Straum eru miklar uppsprettur í fjörunni, en Vatnsleysuströndin ber nafn með rentu, því að þar er víða ekkert ferskt vatn að fá nema regnvatn af þökum. Við Kúagerði er dálítil tjörn; þar er forn áningarstaður, en betra þótti ferðamönnum að hafa eitthvað meðferðis til þess að blanda drykkjarvatnið.
Norður af Höskuldarvöllum við Trölladyngju er snotur eldborg, en úr henni hefur Afstapahraun runnið. Höskuldarvellir eru eitt mesta graslendi Suðurkjálka, og var vegur lagður þangað fyrir nokkrum árum og tekið að rækta vellina; því miður var þá gígnum spillt með malarnámi.

Víkingaskip

Víkingaskip í Afstapahrauni.

Afstapahraun mun runnið nokkru fyrir landnámsöld, og hefur þá sennilega nefnzt Hvassahraun, samnefnt bæ sem stendur austan við hraunið. Vafasamt er, hvernig heitið Afstapahraun er til orðið. Handan Afstapahrauns taka við fornleg hraun að nýju, þó hvergi nærri jafngömul og Vatnsleysustrandarhraunin. Þau munu runnin frá ýmsum eldstöðvum undir Sveifluhálsi, m. a. við Mávahlíðar.
Við Straum er einna náttúrufegurst á leiðinni sunnan af strönd. Þa r eru miklar uppsprettur í fjöru, eins og áður segir.

Kapellan

Kapellan – sjá má leifar Alfaraleiðarinnar, sem lá framhjá henni.

Kapelluhraun nefnist hraunflákinn norðan vegar austur af Straumi, en heildarnafn á hrauni þessu er Bruninn. Það nefnist Nýjahraun í Kjalnesingasögu og máldögum fornum og mun runnið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Það er komið upp í um 7 km langri gossprungu við Undirhlíðar norðaustur frá Vatnsskarði.

Kapelluhraun

Kapelluhraun (rauðlitað).

Kapelluhraun dregur nafn af kapellu, dálitlu byrgi við gamla veginn í hrauninu. Við rannsókn fyrir fáum árum fannst þar lítið líkneski heilagrar Barböru. Á þeim stað hefur voveiflegur atburður gerzt fyrir siðaskipti, en engar öruggar sögur greina þar frá tíðindum. — Hraunið hefur steypzt fram af sjávarhömrum, en ægir lítt unnið á því til þessa, af því hve það er ungt.
Milli Hvaleyrarholts og Brunans er Hvaleyrarhraun, fremur flatt helluhraun og mjög ellilegt. Til marks um aldur þess eru bergstallar, sem sjór hefur klappað í hraunið í flæðarmáli, þar sem heitir Gjögrin. Þar eru miklar lindir, sprettur fram vatn 4.3° heitt sumar og vetur. Trúlegt er, að þar komi fram vatnið úr Kaldá, sem hverfur í hraunið upp af Hafnarfirði, eins og kunnugt er.

Austast í Hvaleyrarhrauni við vegamót Krísuvíkurvegar er gryfja, sem nefnist Rauðhóll. Þarna var áður lítið snoturt eldfjall, eflaust eitt hið minnsta hér á landi, og er víst réttar að tala um gíghól. Hann hefur nú verið numinn burt til vegagerðar, en gígtappinn stendur þó eftir. í miðju eldvarpinu, hefur reynzt mokstrarvélum of harður undir tönn.

Hvaleyri

Hvaleyri t.v., Holtið í miðið og Hraunhóll lengst t.h.

Rauðhóll er eða raunar var eldri en Hvaleyrarhraun, því að það lá utan á honum á alla vegu og ofan á rauðamölinni, en þunnt moldarlag og brunnir lyngstönglar finnast á mótum malar og hrauns. Undirlag rauðamalarinnar er barnamold, sem myndazt hefur í ósöltu vatni. Þarna hefur því verið tjörn endur fyrir löngu, en undir barnamoldinni er ægisandur með skeljabrotum, svo að hingað hefur ægir einhverntíma teygt arma sína.
Þá hefst Hvaleyrarholt með fjörumörkum í 33 m hæð. Er þar komið í Hafnarfjarðarblágrýtið, en það nær austur yfir Hamarinn að Hamarskotslæk, sem fellur með suðurjaðri Hafnarfjarðarhrauns. Það er runnið úr Búrfellisgíginn af Helgadal og greinist að nöfnum í Vífilsstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun og Gálgahraun. Ef til vill var Álftanes eyja, áður en Hafnarfjarðarhraun rann og fyllti sundið milli lands og eyjar. Hraunsholtslækur, sem fellur úr Vífilsstaðavatni fylgir norðurbrún hraunsins.

Sagan

Oddur. Gíslason

Séra Oddur V. Gíslason.

Um aldaraðir hafa Íslendingar lagt leið sína suður með sjó, þrammað þar eftir götutroðningum oft með drápsklyfjar í illri færð um miðjan vetur á leið í verið og haldið til baka með mikinn eða lítinn afla að vori. Á síðustu öld var ein ferð suður á nes öðrum frægari. Haustið 1870 fór Oddur Vigfús Gíslason prestaskólakandidat gangandi úr Reykjavík suður í Njarðvíkur eins og margir aðrir og kom þar að Þórukoti til Björns vinar síns síðla dags. Oddur var 34 ára og hafði lagt gjörva hönd á margt, meðal annars unnið við lýsisbræðslu suður í Höfnum. Þar hafði hann kynnzt Önnu Vilhjálmsdóttur, 19 ára heimasætu í Kirkjuvogi, og felldu þau hugi saman. Svo kom, að Oddur bað meyjarinnar, en Vilhjálmur Hákonarson, faðir hennar, synjaði honum ráðahagsins, taldi Odd lítinn reglumann, efnalausan og eigi Iíklegan til auðsælda. Vilhjálmur var héraðshöfðingi suður þar, þótti ráðríkur og bar ægishjálm yfir sveitunga sína.
Erindi Odds kvöldið góða var að fá Björn í Þórukoti til þess að aðstoða sig við að nema Önnu í Kirkjuvogi að heiman næstu nótt. Björn léði honum tvo röska menn til fararinnar. Þeim tókst að ná önnu og komast með hana inn í Njarðvíkur undir morgun. Þegar þangað kom, hafði Björn hrundið fram sexæringi albúnum til siglingar. Þau Oddur stigu strax á skip, en í sömu svifum bar þar að eftirreiðarmenn Vilhjálms bónda, en þeir fengu ekkert að gert. Oddur sigldi með heitmey sína til Reykjavíkur og voru þau þar gefin saman af dómkirkjuprestinum á gamlársdag 1870.

Erlendar bækistöðvar, ofríki og orustur

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – Klaustrið ofar á Ófriðarhæð.

Fæstar ferðir manna suður með sjó hafa verið jafnrómantískar og séra Odds. Þótt Suðurkjálkinn sé ekki ýkjafrjósamur, þá hefur hann um langan aldur haft töluvert seiðmagn sökum auðsældar. Þar og í Vestmannaeyjum hafa erlend ríki og erlendir menn verið ásælnastir og ágengastir á Íslandi, og eru af því langar frásögur. Á 15. öld settust Englendingar að i hverri krummavík á Suðurnesjum og sátu þar sums staðar innan víggirðinga eins og til dæmis í Grindavík. Eftir nærfellt 150 ára setu tókst að lokum að flæma þá burt, en það kostaði blóðfórnir. Hæðin, sem klaustrið í Hafnarfirði stendur á, hét að fornu Ófriðarhæð. Eigi er vitað, hve sú nafngiftar mötur koma til Njarðvíkur eftir skipan umboðsmannsins á Bessastöðum fluttar með bændanna kostnað bæ frá bæinn að Bessastöðum, en flytjast frá Ytri Njarðvík á hestum til Stafness yfir heiðina. — En nú að auki — setti umboðsmaður bát hingað — í fyrstu með bón og síðan með skyldu, tveggja manna far, sem ganga skyldi um vertíð, en ábúandinn að vertíðarlokum meðtaka skipsábata, verka hann og vakta til kauptíðar, ábyrgjast að öllu og flytja í kaupstað. Item hefur ábúandinn til þessa báts svo oft sem nauðsyn hefur krafið, orðið að leggja árar, keipla, drög, dagshálsa og austurtrog, og fyrir allt þetta enga betaling þegið“. — Við Innri-Njarðvík segir m. a.: „Kvaðir eru mannslán um vertíð suður á Stafnes. — Hér að auk að gegna gisting þeirra á Bessastöðum, umboðsmannsins, sýslumannsins og þeirra fylgdarmanna, hvenær sem þá að ber, vetur eða sumar, vor eða haust, og hvað fjölmennir sem eru, hafa þeir í næstu 16 ár með sjálfskyldu þegið mat, drykk og hús fyrir menn, hey, vatn og gras fyrir hesta svo langa stund og skamma, sem sjálfir þeir vilja“, auk margra annarra kvaða. Þannig voru álögurnar á hverri jörð nema kirkjustaðnum.

Kaupþrælkun

Hólmfastskot

Tóftir Hólmfastskots.

Á dögum illræmdrar kaupþrælkunar voru Suðurnesjamenn oft hart leiknir af hálfu kaupmanna. Alkunn er sagan um Hólmfast Guðmundsson, hjáleigumann á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, en bærinn stendur milli Kálfatjarnar og Voga. Hann drýgði það ódæði að selja 3 löngur, 10 ýsur og 2 sundmagabönd í Keflavík árið 1698, en samkvæmt kaupsvæðaskiptingu átti hann að verzla í Hafnarfirði, en kaupmaður hans þar vildi ekki nýta þessa vöru. Fyrir þennan glæp var Hólmfastur húðstrýktur miskunnarlaust, bundinn við staur á Kálfatjarnarþingi í viðurvist Múllers amtmanns, af því að hann átti ekki annað til þess að greiða með sektina en gamalt bátskrifli, sem kaupmaður vildi ekki líta við. Hinn dyggðum prýddi Hafnarfjarðarkaupmaður, sem stóð fyrir málshöfðun og refsingu hét Knud Storm. Nokkru siðar lét hann menn á sama þingstað veita sér siðferðisvottorð, þar sem segir m. a., „að Knud Storm hafi umgengizt frómlega og friðsamlega við sérhvern mann og sína kauphöndlun haldið og gjört í allan máta eftir Kgl. Mts. taksta og forordningum og sérhvers manns nauðsynjum jafnan góðviljuglega gegnt og tilbærilega hjálpað og fullnægt með góðri kaupmannsvöru í allan máta, svo sem sérhver óskað hefur og sérhverjum af oss er vitanlegt. Hvers vegna vér sklduglega viljum gjarna óska, að fyrr vel nefndur kaupmaður mætti vel og lengi með lukku og blessun sömu höndlan fram halda og hljóta (bæði hér á landi og annars staðar) guðs náð og gleðileg velfelli til lífs og sálar æ jafnan fyrir Jesum Kristum“.

Návígi

Jón Thorkellis

Jón Thorchilius – minnismerki.

Ekkert hérað á Islandi hefur jafnrækilega fengið að kenna á alls konar erlendri áþján og siðspillingu að fornu og nýju og Suðurnesin. En allir dagar eiga kvöld. Suðurnesjamenn hafa skapað þessari þjóð mikinn auð með afla sínum og alið henni marga ágætismenn á ýmsum sviðum. Sveinbjörn Egilsson rektor var frá Innri-Njarðvíkum, Jón Thorchillius rektor frá sama stað, svo að tveir afburðamenn séu nefndir. Hér hafa Íslendingar löngum staðið í návígi við ofureflið, en ávallt unnið sigur að lokum, þess vegna er íslenzk þjóð til í dag. Það eru til margs konar orustuvellir á Íslandi, en utan Suðurnesja eru þeir eingöngu tengdir minningum um bræðravíg, hryggilega sundrungu Islendinga sjálfra, sem leiddi til þess að þeir fóru flokkum um landið og drápu hverir aðra. Hér réðust þeir gegn erlendum óvinum og báru ávallt að lokum sigur úr býtum.

„Gullkista“

Vogastapi

Kvíguvogabjarg.

Suðurkjálkinn eða Reykjanesskaginn eins og sumir kalla hann skagar eins og tröllaukinn öldubrjótur út á einhver beztu fiskimið veraldar. Hann er þakinn eldhraunum, flestum runnum nokkru fyrir landnámsöld, hrjóstrugur og grettur, en þó einhver mesta landkostasveit á Islandi. Um Suðurkjálkann liðast engar ár, og þar er jarðvegur svo grunnur, að engjalönd eru nær engin og túnrækt hefur verið miklum erfiðleikum bundin til þessa; hér þarf jafnvel að flytja mold að til þess að hægt sé að hylja kistur í kirkjugörðum. Engu að síður eru kjarngóð beitilönd á Suðurkjálkanum og bújarðir góðar. Þar hefur búpeningur gengið sjálfala á vetrum allt frá dögum Ingólfs Arnarsonar, þangað til Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir hundum og mönnum sællar minningar. En skorti hér túnstæði og akurlönd, þá hafa löngum verið hér gullkistur í hafinu við túnfótinn. Eitt frægasta kennileiti á leiðinni suður á nes er Vogastapi, sem nefnist Kvíguvágabjörg í Landnámu, en Gullkista í sóknarlýsingu frá 19. öld „af því mikla fiskiríi, er tíðkað var á færi á hrauninu þar rétt upp undir í útilegum á nóttum“. Skúli Magnússon landfógeti segir í Lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu: ,,Nú á tímum eru beztu fiskimið í Gullbringusýslu á vetrarvertíð á svæðinu frá Keflavík um Njarðvík, Stapa og inn eftir ströndinni til Brunnastaða. En bezt eru þau talin undir stapa, þar sem þorskurinn gýtur jafnvel á þriggja faðma dýpi; tekur hann þar beztu beitu að næturlagi, þegar dimmt er. Þarna hafa fiskiveiðar tekið miklum framförum síðan 1756, vegna þess að þorskanet hafa verið tekin
í notkun“.
Löngum hefur margs konar hjátrú verið tengd stapanum, hann verið talinn bústaður álfa, og þar hefur þótt reimt; einhverra þeirra sagna verður siðar getið.
Undir Vogastapa eru Njarðvíkur, einn af þeim fáu stöðum á landi hér, sem kenndur er við auðsæla siglingaguðinn Njörð. Sennilega hefur þeim, sem nafnið gaf, þótt guð auðsældarinnar eiga hér nokkurn samastað. En tímarnir breytast og mennirnir með. Botnvörpungar eyðilögðu miðin á flóanum og menn tóku til við vígvallargerð á Miðnesheiði og mál er að linni.

Stapadraugur og steinar

Stapadraugurinn

Stapadraugurinn.

Löngum hefur verið talið reimt mjög á Vogastapa, en afturgöngur þar eru taldar drauga kurteisastar, taka jafnvel ofan höfuðin fyrir tækni nútimans. Á fyrri helmingi 19. aldar bjó Jón Daníelsson hinn ríki á Stóru-Vogum. Þá voru þar miklir reimleikar. Þeir voru þannig til komnir, að bóndinn, sem bjó á Vogum á undan Jóni, úthýsti manni, köldum og svöngum í misjöfnu veðri, en sá var á leið út í Njarðvíkur.
Þessi maður varð úti á Vogastapa nærri Grímshól. Líkið var borið heim að Vogum, og varð bónda svo bilt, er hann leit það, að hann hneig niður. Sumir segja, að hann hafi rankað við aftur, en aldrei orðið jafngóður og andazt skömmu síðar, en aðrir, að hann hafi orðið bráðkvaddur. Sá er úti varð gekk aftur og gerði mönnum skráveifur, en að lokum flæmdi Jón Daníelsson draugsa að búð einni í Vogum, sem hét Tuðra.
„Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta og versta helvítis, þaðan sem hann væri kominn, og gera aldrei framar mein af sér í Vogum“. Eftir það hurfu reimleikarnir, og telja menn draugsa hafa hlýtt fyrirmælunum.
Voga-Jón var talinn framsýnn og margfróður. Eitt sinn á gamalsaldri kom til hans maður, sem jafnan var óheppinn með afla, og bað hann kenna sér ráð gegn óheppninni. Jón sagði honum að fara með austurtrog út í Mölvík undir Vogastapa, en hún er niður undan Grímshól, og koma með það fullt af malarsteinum, og færa sér. Sá óheppni gerði svo. Jón leitaði í austurtroginu, brá steinunum í munn sér og þefaði af þeim. Loks fann hann einn stein, sem honum líkaði, og fékk manninum, og sagði að hann skyldi jafnan hafa hann með sér er hann réri til fiskjar. Eftir þetta brá svo við, í hvert skipti, sem maðurinn reri, að hann dró stanslausan fisk með háseta sínum, en hann var jafnan við annan mann. Þegar svo hafði gengið um hríð, sagði karl hásetanum, hvað Jón Daníelsson hefði gefið sér og sýndi honum steininn. Eftir það brá svo við, að hann fékk aldrei bein úr sjó, og kenndi hann það mælgi sinni.

Hafnarfjörður

Hvaleyri

Minnismerki um Hrafna-Flóka á Hvaleyri.

Til Hafnarfjarðar bar Herjólf og Hrafnaflóka fyrsta manna endur fyrir löngu og fundu þeir hvali á eyri einni, er við þá er kennd. Ekki er vitað hvort Flóki hefur skírt fjörðinn, en þar hefur löngum þótt góð höfn. Hafnarfjörður er í senn eitt elzta og yngsta kauptún landsins. Þar var höfuðbækistöð Englendinga hér á 15. öld og helzti verzlunarstaður landsins. Um 1470 tóku Þjóðverjar eða Hansamenn, eins og kaupmenn þeirra nefndust í þann tíð, að venja hingað komu sína og boluðu Englendingum smám saman burt úr Hafnarfirði. Talið er, að úrslitaorustan hafi staðið um 1518. Eftir það réðu Þjóðverjar einkum frá Hamborg mestu í Hafnarfirði um skeið, og þar mun siðabót Lúthers fyrst hafa fest rætur hér á landi. Árið 1537 stendur þar vönduð kirkja, sem Þjóðverjar höfðu reist. Um þær mundir og lengi síðan var Reykjavik bóndabýli, venjulega nefnd Vík á Seltjarnarnesi.
Bjarni SívertsenFram til loka 18. aldar var utanríkisverzlun Íslendinga og aðflutningur til landsins nær eingöngu í höndum útlendinga, sem sátu hér í helztu verzlunarhöfnunum. Íslenzk borgarastétt á upphaf sitt í Hafnarfirði eins og svo margt annað.

Fyrsti íslenzki kaupmaðurinn, Bjarni Sivertsen, hóf verzlun í Firðinum 1793. Hann stundaði einnig útgerð og skipasmíðar, og hljóp fyrsta skipið af stokkunum í skipasmíðastöð hans árið 1803. Atvinnusaga Íslendinga var um skeið mjög tengd Hafnarfirði. Allt um það er borgin ung, því að kaupstaðarréttindi fær hún fyrst árið 1907.
Flensborgarskólinn er elzti gagnfræðaskóli landsins, stofnaður 1877, kenndur við verzlunarhús kaupmanna frá Flensborg. Þau stóðu út með firði að sunnan, og var skólinn þar fyrst til húsa. — Í Hafnarfirði var sett fyrsta rafmagnsstöðin hér á landi, 1904.

Milli Hafnarfjarðar og Kópavogs

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir fyrrum.

Þegar kemur út úr Hafnarfjarðarhrauni við Engidal, hefst Garðahreppur og hverfið Silfurtún. Uppi á ásnum við Vífilsstaðaveg standa Hofstaðir. Þar hefur verið hof í heiðni; Ingólfur Arnarson og niðjar hans hafa gengið þar að blótum. Þarna er sennilega elzti helgistaður i nágrenni höfuðborgarinnar. Þaðan blasir Helgafell vel við, en menn trúðu því sennilega hér um slóðir, að þeir settust þar að eftir dauðann.
Vífilsstaðir eru kenndir við leysingja Ingólfs, en sá fann að lokum öndvegissúlur húsbónda síns reknar fyrir neðan heiði.

Vífilsfell

Vífilsfell.

Þjóðsögur herma, að hann hafi brugðið sér á morgnana upp á Vífilsfell til þess að skyggnast til veðurs, en litist honum það bærilegt, tók hann annað Maraþonhlaup út á Gróttu til róðra. — Vífilsstaðahælið tók til starfa 1910.
Hraunið gegnt Bessastöðum austan Lambhúsatjarnar nefnist Gálgahraun, en Gálgaklettar eru allháir nær hraunbrúninni. Þeir blasa vel við úr stofugluggum á Bessastöðum, og er sagt, að þessi aftökustaður hafi verið ákveðinn, til þess að höfðingjar staðarins þyrftu ekki að ómaka sig að heiman, en gætu fylgzt með athöfnum við Gálgakletta úr híbýlum sínum. Í nágrenni klettanna hefur fundizt mikið af mannabeinum.

Dysjar sakamanna

Arnarnes

Gamla þjóðleiðin frá Kópavogi yfir Arnarnesháls. Litla-Arnarnes t.v. og Kópavogsþingstaður þar fyrir ofan.

Arnarneslækur fellur í Arnarnesvog, en býlið Arnarnes stóð við vogsbotn. Uppi á nesinu stendur steinstólpi mælingamanna, en skammt frá er dálítil þúst; þar er huslaður Hinrik nokkur Kules, þýzkur maður, en hann drap mann nokkurn á Bessastöðum á jólanótt 1581, og var sjálfur tekinn af „á almennilegu þriggjahreppa þingi“ í Kópavogi.
Arnarnes, Hofstaðir og Vífilsstaðir eru í Garðahreppi, en Kópavogur og Fífuhvammur í Kópavogskaupstað, og verða mörk kaupstaðar og hrepps á landamerkjum þessara jarða.

Þorgarðsdys

Þorgarðsdys.

Nokkru utar við Hafnarfjarðarveg liggur „gamli vegurinn“ yfir Arnarnesið, en kotið Litla-Arnarnes stóð við Kópavog, og sér þar móta fyrir tóftum. Austan gamla vegar ofan við Litla-Arnarnes er dys, sem nefnist Þorgarður. Þar á að liggja vinnumaður frá Bústöðum, er Þorgarður hét. Talið er að vingott hafi verið með honum og húsfreyju, nyti Þorgarður góðs atlætis heima í koti er húsbónda mæddi vosbúð við gegningar.
Þegar bóndi fannst drukknaður í Elliðaám, var Þorgarður tekinn og kærður fyrir morð. Ekkert sást á líkinu og Þorgarður þrætti. Hann var þó dæmdur til dauða af líkum, en leyfðist að leysa höfuð sitt með allhárri fjárhæð, af því að sönnunargögn skorti. Ekki átti Þorgarður fé, og í nauðum leitaði hann til bóndans á Seli á Seltjarnarnesi og hét að þjóna honum og niðjum hans af trú og dyggð meðan sér ynnist aldur og orka, ef hann leysti líf sitt. Bónda gekkst svo hugur við vandræðum Þorgarðar, að hann tók fram sjóði sína, en hann var ríkur, og fór að telja fram lausnargjaldið. Í því kom kona hans inn í stofuna og spurði, hvað hann vildi með allt þetta fé. Bóndi segir sem var. Gekk þá konan að borðinu, tók upp bæði svuntuhorn sín að neðan og sópar með annarri hendinni öllum peningunum þar ofan í og segir: „Líði hver fyrir sínar gjörðir.“ Þorgarður segir: „Ekki mun hér skilið með okkur, því að ekki er það meira fyrir mig að sjá svo um, að kveðja mín fylgi ykkur hjónum og ætt ykkar í níunda lið.“ — Hann var tekinn af, en gekk aftur og fylgdi Selsfólkinu og hlaut afturgangan af því nafnið Sels-Móri.

Kópavogseiðar

Kópavogur

Kópavogsþingstaður – skilti.

Þingstaður við Kópavog lá undir handarjaðri danska valdsins á Bessastöðum; þess vegna bauð Friðrik II. 1574 að flytja alþingi frá Þingvelli til Kópavogs, en Islendingar hlíttu aldrei þeim konungsboðskap. Hér voru hinir illræmdu Kópavogseiðar unnir, mánudaginn 28. júlí 1662. Þar setti Árni lögmaður Oddsson þing, en Hinrik Bjelke höfuðsmaður, sem þá var nýkominn til landsins á herskipi, lét vopnaða hermenn standa hringinn í kringum þingheim. Höfuðsmaður beiddist af þingheimi, að hann hyllti Friðrik konung III., og virðist það hafa gengið fram mótspyrnulítið. Þá lagði Bjelke fram eiðyaldsskuldbindinguna til staðfestingar, en þar „staðfestum og styrkjum vér (Íslendingar) honum (konungi) allir og einhver til samans með öðrum hans Majestatis trúum undirsátum með þessu voru opnu bréfi háverðugri hans Majst sem einum fullkomnum einvaldsstjóra og arfaherra hans arfsrétt til Íslands og þess undirliggjandi insuler og eyjar, sem og allan Majestatis rétt og fullkomna stjórnun og allt konungsvald, sem hans konungl. Majst. og hans Majst. skilgetnum lífserfingjum og skilgetnu afkvæmi og eftirkomendum svo lengi sem nokkur af þeim er til í karllegg eða kvenlegg, er í fyrrnefndum act og gjörningi bæði af Danmerkur og Norvegsríkis stéttum er gefið og eftir látið.

Kópavogur

Minningarsteinn um erfðahyllinguna á Kópavogsþingstað.

Hér með afleggjum vér fyrir oss og vora erfingja og eftirkomendur allt það, sem í fyrri vorum fríheitum, landslögum, Recess og Ordinanzíu kann finnast stríða í móti Majestatis rétti ellegar maklega má þýðast að vera í mót Majestatis réttri einvaldsstjórn og fullkomnum ríkisráðum.“

Brynjólfur biskup Sveinsson virðist fyrstur hafa orðið fyrir svörum af hálfu landsmanna, og tjáði hann Bjelke höfuðsmanni, að Íslendingar væru ófúsir að afsala sér öllum réttindum í hendur annarra. Bjelke svaraði biskupi einungis með því að spyrja, hvort hann sæi ekki hermennina. Eftir það fara ekki sögur af neinum mótþróa biskups eða klerka hans gegn staðfestingu einveldisins. Árni Oddsson lögmaður stóð þá á sjötugu. Hann neitaði að skrifa undir og stóð svo allan daginn. Loks kom svo, að hann lét undan hótunum höfuðsmanns og skrifaði undir tárfellandi. — Var þá slegið upp ypparlegri veizlu, sem stóð langt fram á nótt. Þeir sýsluðu upp á hljóðfæri til veizlunnar, trometa, filur og bumbur og hleyptu skotum af feldstykkjum 3 í senn. — Þá gengu rachetter og fýrverk af um nóttina. —

Kópavogur

Kópavogur – minjar.

Neðst í túninu á Kópavogi við veginn eru rústir hins fræga Kópavogsþings: Þinggerði og Þinghústóft. Fyrstu sögur af Kópavogsþingi eru frá fyrri hluta 16. aldar og tengdar landsölumáli. Kristján II. Danakonungur hafði lagt sig allan fram um það að selja hinum fræga Hinriki VIII. Englandskonungi eyjuna Ísland með öllum gögnum, gæðum og réttindum. Einhverjir samningar virðast hafa tekizt laust eftir 1520. Þá kemur hingað Týli Pétursson frá Flensborg og telur sig hafa eitthvert umboð yfir landi. Ekki leizt Íslending- […?] fullkominni óbótamaður á Kópavogsþingi og síðar tekinn af lífi; sumar heimildir segja, að aftakan hafi verið framkvæmd heima á Bessastöðum. Þegar Hinrik frétti þetta, sendi hann vini sínum, Kristjáni II. orðsendingu þess efnis, að hann væri afhuga öllum Íslandskaupum, af því að sér væri orðið kunnugt, að Íslendingar væru búnir að drepa alla styrktarmenn þeirrar höndlunar.
Kópavogur
Við vegbrúnina austur af Þinghústóft er aflöng dys, gróin grjóthrúga, og nefnist Hjónadysjar, en þar rétt norðaustur af voru svonefnd Systkinaleiði. Þau hafa nú lent undir húsum við Fífuhvammsveg. Í Hjónadysjum er talið, að þjófar tveir liggi, maður og kona, sem Árni Magnússon segir, að legið hafi í Hraunhelli fyrir sunnan gamla örfiriseyjarsel um 1677, en náðust og voru tekin af. Engar áreiðanlegar sagnir eru um, hverjir hafi átt að hvíla í Systkinleiðum, en ágizkanir greina frá sakafólki frá Árbæ. Um 1700 bjó þar ungur og ókvæntur maður með móður sinni, Sigurður Arason að nafni. Á móti honum sátu jörðina Sæmundur Þórarinsson og Steinunn Guðmundsdóttir. Er ekki orðlengja, að ástir takast með Sigurði og Steinunni. Þann 21. sept. 1704 fannst Sæmundur örendur í Skötufossi í Elliðaám; Sigurður var grunaður um morð, tekinn og meðgekk hann að hafa unnið á Sæmundi að undirlagi konu hans. Steinunn játaði hlutdeild sína og voru þau tekin af 15. nóv. 1704, „Sigurður höggvinn skammt frá túngarði í landnorður frá þinghúsinu, en Steinunni drekkt í læknum þar fyrir austan. Hafði höggstaðurinn ávallt áður verið uppi á hálsinum, en drekkt i Elliðaá syðri,“ segir í gömlum annál.
Árbæjarmálið minnir óneitanlega mjög á þjóðsögurnar um Þorgarð.
Allmiklar heimildir eru til um fólk, sem lét lífið á þessum stað á dögum erlendrar harðstjórnar og kaupþrælkunar, sumt fyrir engar sakir að okkar dómi. Þannig fæddi Guðrún Oddsdóttir vinnukona í Kirkjuvogi andvana barn, en faðir þess var giftur maður. Hún reyndi að leyna fæðingunni, en upp komst og var hún tekin af lífi, drekkt sennilega í Elliðaám.
Hér var fjallað um hin illræmdu Hvassafellsmál og Swartskopfsmál, morðmál á Bessastöðum. En það skiptir ávallt nokkru hverjir glæpina drýgja. Höfðingjarnir, sem létu sálga Appolloniu Swartskopf voru auðvitað sýknaðir. Um þetta mál fjallar Guðmundur Daníelsson í skáldsögunni Hrafnhetta.“

Heimild:
-Keflavíkurgangan, 1. tbl. 19.06.1960, Samtíningur um Suðurnes – Björn Þorsteinsson, bls. 42-50.

Latur

Í Tímanum 1996 er grein um „Frumbyggja í Kópavogi og yngri kynslóðir sem eiga sér þjóðsögur líkt og aðrir“. Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir segja frá:

Latur

„Gamlar“ sagnir eru um að steinninn sé
álfabústaður. Einnig kemur hann nokkuð við sögu Jóns bónda Guðmundssonar í Digranesi. Mun hann hafa setið við steininn og sungið þegar hann kom heim úr sollinum í Reykjavík á fyrri helmingi
tuttugustu aldar.

„Rótarýklúbburinn í Kópavogi hefur gefið út bókina „Þjóðsögur og sagnir úr Kópavogi„, sem Anna Hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir söfnuðu af elju meöal eldri Kópavogsbúa. Einnig fengu þær að láni spólur frá Stofnun Árna Magnússonar með viðtölum Hallfreðar Arnar Eiríkssonar við eldri Kópavogsbúa, sem tekin voru upp árið 1967. Bókin er unnin upp úr lokaritgerb Önnu og Ingu úr Kennaraháskóla Íslands og eru sögurnar býsna
fjölbreyttar. Þar má finna sögur af hinum fræga Jóa á hjólinu, draugum, karlinum sem býr orðið einn í Álfhólnum, Jóni í Digranesi, Kársnesorminum og huldufólki, svo eitthvað sé nefnt. Hér á síðunni birtist ein huldufólkssagan. Hún segir frá huldukonunni á peysufötunum sem safnararnir höfðu eftir Kristni Hallssyni.

Huldukonan á peysufötunum

Latur

Latur.

Á fyrri hluta þessarar aldar var byggð ekki mikil í Kópavogi. Mátti þó sjá bústaði, sem fólk hafði reist sér til sumardvalar, og einnig var farið að bera á því að bústaðir þessir væru nýttir sem íbúðarhúsnæði árið um kring. Í Digraneslandi stóðu nokkrir þessara bústaða neðst í sunnanverðri Digraneshlíð þar sem Digraneslækur rennur.
Þá bjó í Reykjavík ungur drengur ásamt fjölskyldu sinni og hét Kristinn Hallsson. Drengurinn þótti söngvinn með eindæmum og síðar varð hann landsfrægur söngvari. Foreldrar Kristins áttu sumarbústað niðri við Digraneslækinn og dvöldu þar jafnan sumarlangt með börnum sínum.
Áslaug Ágústsdóttir hét móðursystir Kristins, hávaxin kona og grönn. Hafði hún þann sið að heimsækja fjöskylduna og kom þá ætíð fótgangandi eftir Fossvogsdalnum og yfir Digraneshálsinn sem leið lá að sumarbústaðnum. Brá hún aldrei af þeirri leið.
Dag nokkurn um miðsumar var von á Áslaugu til Kópavogs. Börnin voru þá úti við leiki. Láta þau fljótlega af þeirri iðju og halda af stað til móts við Áslaugu. Fara þau hægt yfir og tína upp í sig ber á leiðinni upp hæðina. Uppi á hæðinni var mikill steinn, sem eldri menn sögðu vera álagastein. Mun þetta hafa verið steinninn Latur, sá sami og Jón bóndi í Digranesi var vanur að sitja á þegar hann var kenndur og syngja, sem frægt var á hans tíma. Var steinninn á gönguleið Áslaugar.

Latur

Latur.

Barnahópurinn var nú staddur skammt frá honum og var Kristinn Hallsson í broddi fylkingar eins og venjulega. Sjá börnin öll hvar kona ein birtist skammt undan steininum. Var hún í peysufötum líkum þeim sem Áslaug klæddist jafnan. Há var hún og grannvaxin líkt og Áslaug og taldi Kristinn að móðursystir sín væri þar á ferð, enda ekki von á öðrum mannaferðum. Þegar ekki er lengra en tíu fet á milli konunnar og barnanna, sér Kristinn að þetta er ekki Áslaug eins og þau áttu von á.

Latur

Latur í Kópavogi.

Þá fyrst er sem konan verði þess vör að börnin veiti henni athygli. Nemur hún snögglega staðar, setur upp undrunarsvip og síðan hræðslusvip. Snýr hún snögglega á braut og tekur til fótanna upp hlíðina og hverfur sjónum skammt frá steininum. Fylgja börnin konunni eftir uns þau koma upp á hálsinn þar sem útsýni er allgott yfir Fossvoginn. Ekki var þar sálu að sjá svo langt sem augað eygði. Fátt var um felustaði og var engu líkara en að jörðin hefði gleypt konuna. Leituðu þau þá allt í kringum steininn, en án árangurs.
Gengu nú börnin heim á leið og sögðu fólki frá atburðinum og konunni í peysufötunum. Flestir urðu undrandi yfir þessum tíðindum, en margir hinna eldri létu sér fátt um finnast. Sögðu þeir að þarna á Digraneshálsinum hefði verið á ferð huldukona. Mun henni hafa brugðið er hún varð þess vör að börnin sáu hana. Í það sinnið hefur hún gleymt að setja upp huliðshjálminn, eins óg kallað var.“

Heimild:
-Tíminn, 131. tbl. 13.07.1996, Frumbyggjar í Kópavogi og yngri kynslóðir eiga sér þjóðsögur líkt og aðrir, Anna hedvig Þorsteinsdóttir og Inga Þóra Þórisdóttir, bls. 6.

Digranes

Digranes – gamla bæjarstæðið t.h.

Hólahjalli

Eftirfarandi spurning var send til FERLIRs þann 1. ágúst 2021. Sendandinn nefndi sig Björgvin.

„Góðan daginn.

Hólahjalli

Hólahjalli – göngustígur og skúr framundan.

Vitið þið söguna á geymslunni hjá rólóvellinum fyrir neðan Hólahjalla? – hnit: 64°06’31.3″N – 21°52’57.4″W.
Bestu kveðjur og takk fyrir fróðleikinn hérna inn á.“

FERLIRsfélagar fóru á vettvang og skoðuðu aðstæður. Þarna, neðan Hólahjalla og ofan Heiðarhjalla í Digraneshæð (-hlíð) í Kópavogi, er trjágróið svæði á milli. Lítill róluvöllur er á því vestanverðu. Göngustígur gengur langsum eftir því neðan og ofan húsaraðanna. Skammt austan og ofan við róluvöllinn eru læsta dyr á steyptum skúr þöktum torfi. Svo virtist sem skúrinn væru leifar af eldri byggð í hæðinni, en þarna voru á frumbýlisárum Kópavogs u.þ.b. 15 smábýli eða „blettir“.

Send var fyrirspurn til skipulags Kópavogsbæjar.
„Sæl, getið þið upplýst hvað mannvirki er hérna um að ræða – á grónu svæði neðan Hólahjalla (gulur hringur) – sjá meðfylgjandi mynd. Á það sér einhverja sögu?“
Ólíkt öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þegar sambærilegar fyrirspurnir eru sendar á vefföng þeirra, barst fljótlega svar frá Karlottu.

„Sæll FERLIR.
Skúrinn er á bæjarlandi og er læstur, það eru í raun einu upplýsingarnar sem ég hef fyrir þig núna en ég ætla að áframsenda fyrirspurn þína til garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar sem kemur úr sumarfríi eftir helgi. Mér þykir líklegast að hann hafi upplýsingar um mannvirkið.“

„Sæl Karlotta,
og þakka viðbrögðin. Líklega er þarna um að ræða hluta af einu smáhýsanna 15 sem voru þarna í hlíðinni fyrrum, en voru látin víkja fyrir nýrri byggð. Spurningin er um hvort vitað sé hvaða smábýli það tilheyrði og á það sér einhverja skráða sögu fyrst þessi hluti fékk að standa óhreyfður?“

Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri, brást vel við:

Hólahjalli

Hólahjalli – skúrinn.

„Sæl verið þið.
Skemmtilega útgáfan er að þetta sé inngangur í neðanjarðabyrgi frá kaldastríðsárunum en raunveruleikinn er sá að þetta var víst byggt sem kartöflugeymsla af þeim sem þarna fengu úthlutað sk. ræktunarreit á fimmta áratug síðustu aldar, þar sem nú er Hólahjalli og Heiðarhjalli.“

„Sæll,
þakka kærlega fyrir upplýsingarnar. Getur þú nokkuð frætt okkur hverjum ræktunarbletturinn tilheyrði á meðan var?“

„Sæl aftur.

Hólahjalli

Uppdráttur frá 1990. Hús nr. 2 er Digranesblettur 73.

Sjá meðfylgjandi uppdrátt frá 1988 sem ég skannaði. Grunnurinn gæti samt verið eitthvað eldri því sum þessara húsa voru horfin 1988.
Þarna var Digranesblettur 73, kallaður Hraun, sem var 0,71 ha að stærð. Erfðafestusamningur var gerður um landið við Axel H. Sölvason 9. ágúst 1938.
Skv. grófmælingu stóð húsið þar sem rólan er núna og kartöflugeymslan hefur þá verið aftan við húsið.
Hér að neðan er svo annar uppdráttur gerður 1990, áður en gatnagerð hófst á svæðinu, þar sem gróður er innmældur. Hús merkt nr. 2 er Digranesblettur 73 og nr. 1 er Digranesblettur 61A.“

Kveðja,
Friðrik Baldursson.

FERLIR þakkar framangreindu fólki sérstaklega góð viðbrögð og fróðleikinn.
Skúrinn, sem spurt var um, er sem sagt hluti leifa af Digranesbletti 73, nefndur Hraun. Ef einhver lesandinn kann nánari skil á smábýlinu og því fólki, sem þar bjó, væri gaman að geta þess í framhaldinu. Veffangið er ferlir@ferlir.is.

Hólahjalli

Digranesblettir 73 – uppdráttur frá 1988.

Vífilsfell

Þeir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson fjölluðu um Vífilsfell í Fréttablaðinu árið 2020 undir fyrirsögninni „Gáð til veðurs á Vífilsfelli„:

„Eitt tignarlegasta fjall í nágrenni Reykjavíkur er Vífilsfell (655 m) en margir líta á það sem nyrsta hnjúk Bláfjalla. Fjallsins er getið í Landnámu þar sem sagt er frá Vífli, sem ásamt Karla var þræll Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins.

Vífilsfell

Vífilsfell.

Þeir voru sendir frá Ingólfshöfða vestur með sjó að leita öndvegissúlna Ingólfs og fundu þær loks reknar í Reykjavík. Ingólfur kættist við fundinn og segir svo í Landnámu: „Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum [Vífilsstöðum]; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó [hann] lengi, varð skilríkur [áreiðanlegur] maður.“ Vífill virðist hafa verið í fantaformi því sagt er að hann hafi skotist frá Vífilsstöðum upp á Vífilsfell til að gá til veðurs og ef veðurútlit var gott hélt hann út á Gróttu og reri til fiskjar. Vífilsfell er talið hafa myndast í að minnsta kosti tveimur gosum á mismunandi jökulskeiðum ísaldar. [Þá hvíldi um 700 m þykk íshellan yfir svæðinu.] Langmest ber á móbergi en um mitt fjallið er stallur sem skartar blágrýti og er því talinn stapi eins og Herðubreið og Hlöðufell. Efst á Vífilsfelli er sérlega fallegt móberg úr síðara gosinu og minnir veðrað bergið á abstrakt listaverk.

Vífilsfell

Vífilsfell.

Ganga á Vífilsfell er frábær skemmtun og flestum fær. Hefðbundin gönguleið liggur að norðanverðu, upp á öxl sem gengur út úr fjallinu. Þarna eru malarnámur og má leggja bílum fyrir framan þær, en stikuð leið liggur alla leið upp á hátindinn. Þetta eru 6 km báðar leiðir og má reikna með að gangan taki 3-4 tíma. Meira krefjandi gönguleiðir liggja að vestanverðu upp gil sunnan tindsins eða úr Jósepsdal að austanverðu. Á hefðbundnu gönguleiðinni er stíg fylgt upp á áðurnefndan stall, en síðan taka við móbergsklettar sem yfirleitt eru auðveldir uppgöngu nema á veturna. Því er skynsamlegt að hafa með mannbrodda og ísöxi í vetrarferðum á Vífilsfell. Í efstu klettabeltunum eru kaðlar á tveimur stöðum sem auðvelda uppgönguna og á tindinum er útsýnisskífa sem Ferðafélag Íslands setti upp. Útsýnið yfir höfuðborgina er frábært og sést til Gróttu í 25 km fjarlægð, þar sem Vífill stundaði útræði. Einnig blasa við Esja, Móskarðshnjúkar, Skjaldbreiður og Hengill. Flestir ganga sömu leið niður, en sprækt göngufólk getur þrætt endilöng Bláfjöllin í suður að lyftusvæðinu, 15 km leið, sem Vífli hefði þótt þrælléttur göngutúr.“

Fjallað er um ferð á Vífilsfell í Morgunblaðinu 1979 í dálkinum „Spölkorn út í buskann„:
Vífilsfell„Eitt þeirra fjalla, sem blasa við augum manna héðan frá höfuðborginni, er Vífilsfellið. Það er ekki stórfenglegt að sjá úr fjarskanum, en þegar nær er komið, breytir það um svip og ýtir undir þá löngun, að ganga þangað upp. Og í dag skulum við framkvæma það verk.
Hægt er að ganga á fjallið frá öllum áttum, en stysta leiðin er úr skarðinu í mynni Jósefsdals og þar skulum við hefja gönguna. Frá kaffistofunni, sem er á mótum hins nýja og gamla vegar um Svínahraunið, ökum við afleggjarann sem liggur inn í Jósefsdal. Við ökum um Sauðadali, meðfram Draugahlíðum og Þórishamri og brátt erum við komin í skarðið, en það er suð-austan undir Vífilsfelli. Hér skulum við skilja bílinn eftir, og hefja gönguna.
Framundan er brött skriða þakin lausum jarðvegi. Best er að velja leiðina milli tveggja grunnra vatnsrása, sem liggja þar niður, ofan frá brún, eða ganga eftir annarri hvorri rásinni, því þar er fastara undir fæti. Þegar komið er upp á brúnina fyrir ofan, tekur við sléttur meíur. Hann er kærkominn, því brekkan er erfið og hefur komið mörgum hraustum kappanum til að blása og svitna örlítið. Við hvílum okkur nokkra stund á brúninni og litumst um, því landslagið hefur breytt um svip og útsýnið aukist að miklum mun. Síðan tekur við annar áfangi. Handan melsins rís móbergsklettur allbrattur, sem fer lækkandi til austurs. Okkur finnst hann óárennilegur í fyrstu, en tökum samt stefnuna á hann og fikrum okkur upp eftir honum. Er á reynir, er hann auðveldari viðfangs en okkur sýndist. Þegar efstu brún klettsins er náð, blasir við útsýnið til vesturs yfir Bláfjöllin og út á Flóann. En ekki höfum við enn náð efsta tindi. Einn stallur er eftir og sá brattasti. Hér hefur Ferðafélagið komið fyrir kaðalspotta, þeim til styrktar, sem smá aðstoð þurfa, en flestir hlaupa upp án nokkurrar aðstoðar. Þegar við höfum klifið stallinn, er „hæsta tindi náð“ og ekki annað eftir en „rifja upp og reyna að muna, fjallanöfnin, náttúruna“ með aðstoð útsýnisskífunnar, sem Ferðafélagið lét setja hér upp árið 1940. (Tilvitnanir eru úr Fjallgöngunni, kvæði eftir Tómas Guðmundsson.)

Vífilsfell

Vífilsfell.

Meðan við dveljum hér við útsýnisskoðun og fleira, rifjast upp sagan un nafn fjallsins. Í þjóðsögu segir, að Ingólfur Arnarson hafi gefið Vífli þræli sínum bústað, sem síðan var nefndur Vífilsstaðir. Á miðju Álftanesi er Sviðsholt. Þar bjó Sviði. Vífill og Sviði stunduðu mjög sjó, og segir sagan, að þeir hafi tveir einir róið til fiskjar á áttæringi.
Í þjóðsögunni segir síðan: „Langt fyrir ofan Vífilsstaði er fell eitt, sem Vífilsfell heitir. Þó það sé snöggt um lengri vegur upp að felli þessu frá Vífilsstöðum, en til sjávar, gekk Vífill allt um það á hverjum morgni upp á fellið, til að gá til veðurs, áður en hann fór að róa, og reri ekki, ef hann sá nokkra skýskán a lofti af fellinu, og tók því fellið nafn af honum. En ef honum leist róðrarlega á loftslag gekk hann til skips og reri með Sviða.“ Og nú stöndum við á sömu steinunum og Vífill forðum, hér uppi á fellinu, ef marka skal sannleiksgildi sögunnar. En tæplega myndu margir á okkar öld geta leikið það eftir honum, að skjótast þessa leið frá Vífilsstöðum fram og aftur, áður en hann ýtti frá landi. En nú skulum við huga að heimferð. Sjálfsagt er að leggja smá lykkju á leiðina og skjótast niður í Jósefsdalinn. Þá förum við til hægri þegar við erum komin ofan fyrir efstu klettana, og göngum vestur brúnirnar.

Vífilsfell

Vífilsfell.

Gott er að komast niður gilið, sem merkt er leið A á kortinu, eða ganga alla leið vestur fyrir dalbotninn og þar niður í dalinn (leið B). Jósefsdalur er mjög sumarfagur, fjöllum luktur, en rennisléttur í botninn. Suður úr honum er Ólafsskarð, kennt við Ólaf bryta í Skálholti, sem ég sagði frá, þegar við gengum á Lyklafellið. Fyrrum var alfaraleið um Ólafsskarð og sjást götuslóðirnar enn. Dalurinn dregur nafn af Jósef bónda, sem þar bjó fyrrum. Hann var góður smiður, en forsmáði guð svo með blóti og formælingum, að bærinn sökk og Jósef með. En líklega hefur verið bætt fyrir brot Jósefs, því til skamms tíma voru hér aðalskíðalönd Ármenninga, skíðaskáli þeirra og fleiri byggingar og gekk vel.
Við göngum austur úr dalnum, fram hja Grettistaki, stórum stökum steini við veginn og upp í skarðið. Þar bíður bíllinn okkar.“

Heimildir:
-Fréttablaðið, 231. tbl. 29.10.2020, Gáð til veðurs á Vífilsfelli, Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson, bls. 16.
-Morgunblaðið, 196. tbl. 30.08.1979, Spölkorn út í buskann – Vífilsfell, bls. 11.

Vífilsfell

Vífilsfell.

Hádegishóll[ar].

Í „Fornleifaskrá Kópavogs – Enduskoðuð 2019“, segir m.a. um rúst í Hádegishólum:

„Hádegishólar – rúst
Norðan undir malarvegi, um 60 m SSV af stupu á Hádegishól. Í holti.
Fífuhvammur (Hvammur/Hvammskot).

Rúst.

Hádegishóll

Hádegishóll – minjar.

4,5 x 8 m (NNV – SSA).
Veggir úr grjóti og torfi, um 1 – 1,5 m breiðir og 0,2 – 0,5 m háir. Tvö hólf eru á rústinni (A og B) og jafnvel það þriðja (C). Dyr eru á hólfi A til N og á hólfi C í sömu átt.
Gólf í hólfi B er niðurgrafið.
Hólf C er á kafla niðurgrafið og aðeins er veggur við hólfið norðanvert sbr. teikningu.
Rústin er vel gróin og víða sér í grjót.
Yfir rústina sunnaverða liggur nýlegur vegur og hylur hann austurgaflinn.
Í Örnefnaskrá (undir Hádegishól) segir að þarna við hólinn hefði verið brunnur og tættur sem gamlar sagnir hefðu verið til um. Svæðið fyrir neðan hólinn til NV hét Stekkatún, en mýrin norðan við hét Stekkatúnsmýri. Á Stekkatúni var fjárhús sem var rifið og fellt árið 1983. Rústin var rannsökuð árið 2018.“

Hádegishóll

Hádegishóll – minjar. Brunnur fremst.

Haustið 2018 voru rústir undir Hádegishólum rannsakaðar vegna stígagerðar í nágrenninu. (Bjarni F. Einarsson 2018).
Niðurstöðurnar bentu til þess að um stekk hafi verið að ræða frá 1550-1650. Vísbendingar voru um að eldri minjar væru að hluta undir stekknum og vestan við hann.

Kópavogur

Fífuhvammur/Hvammskot.

Í Jarðabókinni 1703 er fjallað um „Huammkot“, síðar Fífuhvamm. Þá var þar tvíbýli. Ekki er minnst á selstöðu, enda lítt tíundað um möguleg hlunnindi á þeim tíma frá Kópavogskotunum því miklar kvaðir hvíldu þá á þeim, bæði af hálfu Bessastaða og Viðeyjar, líkt og lesa má um í Jarðabókinni.

Ljóst er á ummerkjum við Hádegishól[a] að þar hefur verið selstaða fyrrum. Þegar líða tók á 19. öldina gæti selsstekkurinn hafa verið byggður upp úr eldri tóftum og hann síðan notaður sem heimasel um tíma. Framan við stekkinn sést móta fyrir brunni sem og jarðlægum tóftum skammt sunnan undir hólnum. Mannvirkin eru í skjóli fyrir austanáttinni, sem var dæmigert fyrir selstöður á þessu landssvæði fyrrum. Ástæða væri til að gaumgæfa svæðið betur m.t.t. framangreinds.

Heimildir:
-Fornleifaskrá Kópavogs – Enduskoðuð, Fornleifafræðistofan, Bjarni F. Einarsson – 2019.
-Bjarni F. Einarsson. Rúst undir Hádegishólum. Rúst 31:1 í Kópavogi, Gullbringusýslu. Skýrsla um rannsókn á skepnuhúsi. Fornleifafræðistofan. Reykjavík 2018.
-Örnefni í bæjarlandi Kópavogs. Jarðirnar Digranes, Fífuhvammur, Kópavogur og Vatnsendi. Guðlaugur R. Guðmundsson skráði og staðsetti örnefnin. Handrit. Örnefnastofnun. 1990.
-Jarðabókin 1703, ÁM og PV.

Hádegishóll

Hádegishóll – minjar.

Engjaborg

Engjaborg“ var landamerki milli jarðanna Kópavogs, Digraness, Fífuhvamms og Arnarness.
Borgin er við endann á Lindasmára 59 og 57. Við hana er skilti það, sem sjá má hér að ofan.

Engjaborg

Engjaborg.

Engjaborgin var stutt fyrir vestan býlið Smárahvamm, en það var nýbýli frá Fífuhvammi. Á þessum stað fundust tóftir af fjárhúsi og heygarði, sem líklegast er að hafi tilheyrt Fífuhvammsjörðinni, þar sem Smárahvammur er ekki byggt sem nýbýli fyrr en árið 1940, en tóftirnar töluvert eldri en það. Rústin er hringlaga með 2-3 m breeiðum veggjum og út frá henni ganga leifar gerðis sem er um 1 m. á breidd og 0.3 m á hæð.

Í Fornleifaskrá Kópavogs – Enduskoðuð frá árinu 2019, segir um Engjaborgina:

Engjaborg

Engjaborg – uppdráttur.

Rúst (fjárborg) og gerði (Engjaborg):
7,5 x 8 m (A – V). Veggir úr grjóti og torfi, 2-3 m breiðir og 0,3 – 0,9 m háir.
Dyr eru hugsanlega mót suðri.
Í NA hluta rústarinnar er hæðarpinni úr kopar steyptur niður í steypt rör. Eitthvað hefur verið fiktað við rústina í seinni tíð.
Út úr suður hluta rústarinnar gengur gerði, ca. 4 x 5 m (NNA – SSV). Vestur hlutinn er greinilegur og þar er veggur úr grjóti og torfi, ca. 1 m breiður og 0,3 m hár. Austur hluti gerðisins er ógreinilegur og þar virðist vera grafið niður.
Skv. örnefnalýsingu var hér fjárhús og heygarður. Einnig kemur fram að staðurinn er á landamerkjum Fífuhvamms og Arnarness. Þessi staðreynd og nafnið Engjaborg gæti bent til þess að hér sé um fjárborg að ræða og/eða að hér hafi beitarhús staðið einhverntíman (þau liggja gjarnan á eða nálægt landamerkjum).

Heimild:
-Fornleifaskrá Kópavogs – Enduskoðuð, Fornleifafræðistofan, Bjarni F. Einarsson – 2019.

Engjaborg

Engjaborg.

Vatnsendahæð

Sigurður Harðarson, rafeindavirki, sendi FERLIR eftirfarandi stórmerkilega samantekt um „Íslensku útvörpin“ í framhaldi af heimsókn á Langbylgjustöðina á Vatnsenda, sem nú stendur til að rífa – sjá HÉR.
FERLIR þakkar Sigurði fyrir þennan mikilsverða fróðleik….

Íslensku útvörpin

LW sendir 1965

LW sendir 1965 á Vatnsendahæð.

„Íslendingar framleiddu útvarpstæki á árunum 1933 til 1949 þegar erfitt var að flytja inn vörur vegna kreppunnar og seinni heimsstyrjaldarinnar. Þessi merkilega saga verður rakin hér í stuttu máli. Ekki hafa fundist haldbærar heimildir um þessa framleiðslu nema nokkur viðtöl við menn sem unnu við þetta á þessum árum, auglýsingar og verðlistar yfir lampa og íhluti. Skoðuð hafa verið tæki sem enn eru til og þau borin saman við innflutt til að gera sér grein fyrir smíðinni. Hvergi hefur fundist verðlisti yfir íslensku tækin, aðeins þau innfluttu.

Jónas Þorbergsson

Jónas Þorbergsson (1885-1968).
Fyrsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins 1930–1953.

Saga útvarpsins er heillandi því útvarpið rauf einangrun og færði mönnum strax í upphafi fréttir og fróðleik. Við vitum kannski ekki með vissu hver setti saman fyrsta útvarpstækið, en vitum þó að árið 1893 sýndi uppfinningamaðurinn Nikolai Tesla þráðlaust útvarp í St. Louis, Missouri.
Þrátt fyrir þessa sýningu er Guglielmo Marconi sá aðili sem oftast er álitinn faðir og uppfinningamaður þráðlausra útvarpssendinga.
Fyrstu útvarpssendingar í heiminum eru taldar vera þegar Bandaríski uppfinningamaðurinn Lee De Forest útvarpaði tveim óperum í tilraunaskyni 1910. Þá notuðu menn kristaltæki sem þurftu aðeins loftnet og gott jarðsamband ásamt heyrnatóli. Aðeins einn gat hlustað í einu.
Daglangar útsendingar nokkurra útvarpstöðva í Bandaríkjunum hófust 1916 og stóðu allt upp í sex tíma samfleytt í tilraunaskini. Frakkar gerðu fyrstu opinberar tilraunir með útsendingar útvarps 24. des. 1921. Frá París hófust síðan reglulegar fréttasendingar 1925. Effelturninn var notaður sem loftnet útvarpsstöðvarinnar.
Í Bretlandi hófust útvarpsútsendingar árið 1922 með stofnun breska ríkisútvarpsins BBC í London. Útsendingarnar dreifðust fljótt um Bretland.
29. október 1923 var fyrst sent út útvarpsdagskrá í Þýskalandi frá Vox-Haus í Berlín.

Loftnetsstaugin á Seyðisfirði

Útvarp

LW Vatnsendir 1965 – stjórnborð.

Fyrstir Íslendinga til að hafa þráðlaus fjarskipti eru félagarnir Þorsteinn Gíslason og Friðbjörn Aðalsteinsson á Seyðisfirði á heimasmíðuð sendi og viðtæki árið 1913.
Þorsteinn varð síðan fyrstur Íslendinga til að ná útvarpssendingum frá Þýskalandi, London og París. Árið 1919 reisir Þorsteinn 25 m hátt mastur við íbúðarhús sitt á Seyðisfirði og náði þá tilraunasendingum útvarpsstöðva í Evrópu og sendingum loftskeytastöðvarinnar í Reykjavík á sín heimasmíðuðu viðtæki. Tæki þessi eru ennþá til á Tækniminjasafninu á Seyðisfirði.

Útvarp

Marconi sendirinn frá 1951 á Vatnsendahæð.

Veturinn 1920 gerir Otto B. Arnar loftskeytafræðingur fyrstur manna tilraun með útvarpssendingar á Íslandi, þá nýkominn frá námi hjá uppfinningamanninum Lee De Foster í Bandaríkjunum. Fyrst er vitað til þess að hér á landi hafi verið seld útvarpstæki 1924.

Útvarp

Fyrstu útvarpssendingar í heiminum eru taldar vera þegar Bandaríski uppfinningamaðurinn Lee De Forest útvarpaði tveim óperum í tilraunaskyni 1910. Þá notuðu menn kristaltæki sem þurftu aðeins loftnet og gott jarðsamband ásamt heyrnatóli. Aðeins einn gat hlustað í einu.

1926 tekur til starfa fyrsta útvarpsstöð Íslendinga. Otto B. Arnar stofnaði félagið HF útvarp og útvarpaði í tvö ár, en varð að hætta vegna fjárskorts.
Útsendingar náðust langt út á haf og allt austur í Rangárvallasýslu.
Sendirinn var staðsettur í húsi Loftskeytastöðvarinnar á Melunum í Reykjavík. Ekki er vitað hvað varð um þennan sendi eftir að stöðin hætti starfssemi.
1927 setur breski trúboðinn Arthur Gook upp útvarpsstöð á Akureyri með styrk frá breskri ekkju. Stöðin var það aflmikil að sendingar náðust í Kanada, Kaliforníu og í Ástralíu þegar skilyrði voru hagstæð.

Útvarp

Mynd frá 1930- fyrsti sendirinn á Vatnsendahæð.

Gook flutti inn talsvert af útvarpstækjum fyrir Akureyringa, bæði kristaltæki og lampatæki. Stöðin hætti útsendingum eftir tvö ár þar sem leyfi fyrir útsendingum hennar fékkst ekki framlengt. Loftnetsstangir Cook. Þá var búið að samþykkja lög á Alþingi um stofnun RUV.

Vatnsendi

Vatnsendahæð – loftskeytastöðin.

Innflutningur á viðtækjum var ekki mikill enda kostaði útvarp á bilinu 260 til 550 krónur á meðan verkamannalaun voru aðeins 1 kr. á tímann og bændur fengu 40 til 80 aura fyrir eitt kíló af nautakjöti. Það hefði því tekið verkamanninn tvo til þrjá mánuði að vinna fyrir einu útvarpstæki og bóndinn þurft að selja rúmlega hálft tonn af kjöti.
Ríkisútvarpið er stofnað 1930 og hóf útsendingu 20. desember sama ár. Upphaflega átti að senda út dagskrá frá Alþingishátíðinni en vegna tafa á afhendingu búnaðar var það ekki hægt.
Fyrsti langbylgjusendirinn á Vatnsendahæð við Reykjavík var 16 Kw en stækkaður í 100 Kw 1938.
RUV fékk sama ár einkarétt á innflutningi og sölu viðtækja og stofnuð var Viðtækjaverslun Ríkisins 1931. Árið eftir er sett á laggirnar Viðtækjavinnustofa Ríkisins til að sjá um viðhald útvarpstækja og tók hún til starfa 1. október það ár. Tveim árum síðar, eða 1933 bætist við Viðtækjasmiðja.
Þar voru hönnuð og smíðuð ódýr útvarpstæki til að mæta Langbylgjustöðin Vatnsenda þörfum landsmanna svo ná mætti sendingum RUV.
Fyrst voru framleidd mjög einföld tæki sem náðu aðeins endingum RUV í Reykjavík og nágrenni. Tækin voru eingöngu drifin af rafhlöðum sem hægt var að hlaða. Flestir sveitabæir voru án rafmagns. Á örfáum bæjum voru þó komnar lágspenntar vindmyllur á þessum tíma. Menn fóru því jafnvel fótgangandi dagleið með rafgeymi á bakinu til að fá hann hlaðinn.

Útvarp á hvert heimili
Útvarp.Viðtækjastofa Ríkisútvarpsins var með sérstaka þjónustu í mörg ár til að hlaða rafgeyma fyrir útvarpsnotendur. Þetta ár 1933 er mikið auglýst slagorðið “Útvarp á hvert heimili“. Í blöðum og bæklingum.
Algengasta gerð tvöfaldrar rafhlöðu voru 1,5 v. og 90 volt.Í Árbók Félags útvarpsnotenda í janúar 1932 er kynnt að Viðtækjaverslun Ríkisins ætli að gefa mönnum kost á að kaupa útvarpstæki með afborgunum. „Sömu leiðis verði rafgeymar og þurrafhlöður á kostnaðarverði“. Í sömu grein segir „Þá mun Viðtækjaverslunin taka upp þá nýbreytni að flytja inn tæki óuppsett. Geta menn þá sjálfir ráðið gerð skápanna. Geta þá með þessum hætti tækin orðið notendum ódýrari og jafnframt skapast vinna í landinu sem óþarft er að borga útlendingum fyrir“.
ÚtvarpÁrið eftir er rifist um hátt afnotagjald sem var kr. 30 á ári. Skrifað er um í blöðum að nær væri að hafa þetta lágan nefskatt. Almennasta verð ódýrra tækja sé 140 til 170 kr. Rekstrakostnaður slíkra tækja sé á ári með afnotagjaldi 75 til 90 kr. „Þá upphæð geti fátækur fjölskyldufaðir með mikla ómegð ekki greitt. Útvarp geti því ekki orðið það menningartæki sem því sé ætlað“.
Þar sem útvarpstæki kostuðu mikið var oft lagður strengur milli húsa frá útvarpstæki í hátalara næsta húss. Eigi að síður þurfti að greiða fullt afnotagjald eins og af útvarpstækinu.
Þegar fyrsta útvarpstækið kom til Húsavíkur var lögð lína milli fimm húsa frá tækinu.
Fyrstu útvörpin sem smíðuð voru hjá Viðtækjasmiðjunni höfðu tvo lampa og voru aðeins fyrir heyrnartól.

Tveggja lampa tæki fyrir heyrnatól

Útvarp

Þessi fyrsta útgáfa náði ekki sendingum RUV til dæmis á Vestfjörðum. Þá var bætt við einum lampa í viðbót sem gerði tækið næmara og um leið komu þau með innbyggðum hátalara. Til að auðkenna tækin var fyrsta gerðin skýrð Suðri og næsta gerð fékk nafnið Vestri. Mest var framleitt af þeirri gerð. Árið 1938 var búið að framleiða 550 tæki og 200 fyrir skip, en þau tæki voru í málmkassa á meðan hin voru í trékössum. Eftirspurnin var mikil en erfitt var að fá íhluti frá Evrópu í smíðina þegar nær dró stríðsbyrjun sem hamlaði framleiðslunni. Þá var brugðið á það ráð að fá íhluti frá Ameríku og því eru tækin eftir 1940 blönduð evrópskum og amerískum íhlutum. Að jafnaði unnu 3–5 menn að þessari smíði. Viðtækjasmiðjan hætti störfum 1949 og þá var búið að framleiða nálægt 2000 viðtækjum eftir því sem næst verður komist.
Á Austfjörðum var erfitt að nota Vestra því þar voru sendingar erlendra útvarpsstöðva mjög sterkar og því var brugðið á það ráð að smíða vandaðri tæki sem gátu frekar einangrað sendingar RUV frá erlendu stöðvunum. Sú útgáfa fékk nafnið Austri. Þau tæki voru framleidd að mestu eftir pöntunum. Áfram var smíðin þróuð eftir því sem á leið. Smíðuð voru sérstök lítil tæki sem fengu heitið Sumri og var ætluð fyrir sumarhús í nágrenni Austri Reykjavíkur, enda fjölgaði þeim mikið upp úr 1940. Ástæða þess í mörgum tilfellum var að menn byggðu sér þessa bústaði til að eiga athvarf ef loftárás yrði gerð á Reykjavík.

Útvarp

Tvö tæki eru til í dag sem keypt voru eingöngu í slíka bústaði sem voru rétt ofan við Reykjavík. Allt voru þetta tæki sem gengu fyrir tvískiptum rafhlöðum, annar hlutinn var fyrir glóð og hinn fyrir háspennuna á lampanna. Með því að skoða öll þau tæki sem vitað er um kemur í ljós að hönnun Vestra var seinna notuð við smíði Suðra og Sumra sem fyrst voru aðeins tveggja lampa tæki. Sumarbústaður ofan við Rauðhóla Síðustu árin sem þessi framleiðsla var í gangi kom þriggja lampatæki sem heitir Sindri. Það var svipað uppbyggt og Vestri, en með vibrator spennugjafa sem gekk fyrir rafgeymi 6 – 12 eða 32 volta eftir auglýsingum að dæma frá þessum tíma. Þurfti þá ekki lengur tvískiptar rafhlöður. Nú dugði einn rafgeymir. Á þessum tíma var eingöngu farið að notast við efni frá USA vegna stríðsins, þétta, viðnám og lampa.

Sumri, tveggja lampa
Útvarp

Auglýsing í blaðinu „Útvarps tíðindi“ í ferbrúar 1947 er svohljóðandi: „Viðtækjasmiðja Ríkisútvarpsins smíðar eftir pöntun eftirfarandi gerðir af viðtækjum: Þriggja lampa tækið „Sindri“, fyrir 6, 12 og 32 volta rafgeyma, sparneytið og traust viðtæki sem gefur góð tóngæði. Þriggja lampa tækið „Suðri“ fyrir þurrrafhlöður með spari stilli sem gefur 30% möguleika á sparnaði rafhlöðunnar. Fjögra lampa super viðtækið „Austri“ fyrir 6, 12 og 32 volta rafgeyma spennu“. Eitt tæki hefur fundist af Sindra og er það fyrir 12 volta spennu.

Vatnsendi

Útvarpslampar í langbylgjustöðinni á Vatnsendahæð.

Sama ár og smíði íslensku tækjanna hófst veitti Alþingi Blindrafélagi Íslands styrk til að eignast 10 útvarpstæki til að lána eða leigja blindum gegn vægu verði svo þeir gætu notið dagskrár RUV. Styrkurinn var kr.1500 sem gefur okkur vísbendingu um að hvert tæki hafi kostað kr.150.- Þetta er það eina sem hefur fundist um verð þessara íslensku tækja, ef rétt er. Á aðalfundi Blindrafélagsins 1935 er kynnt ákvörðun Alþingis að afhenda félaginu önnur 10 viðtæki og blindir fái undanþágu frá greiðslu afnotagjalda.
Eftir að innflutningur hófst frá Bandaríkjunum og Kanada komu tilbúnar einingar sem flýtt hafa fyrir samsetningu tækjanna. Vibrator spennugjafinn er ein af þeim, en hann framleiddi háspennu fyrir lampana. Við það losnuðu menn við tvískiptar rafhlöður. Ekki hafa fundist heimildir né tæki frá þessari íslensku framleiðslu sem hafa haft spennugjafa fyrir 220 volta rafmagn þéttbýlisins. Vibrator eining í útvarpi Á fyrstu árunum var sérstaklega tekið fram þegar innflutt tæki voru auglýst að lampar fylgdu með ásamt hátalara, sem hét „GELLIR“ í þá daga. Sendistöðin á Vatnsenda var stækkuð 1938 úr 16 kw. í 100 kw. Það breytti miklu fyrir afskekkta sveitabæi á landinu. Þrátt fyrir að erlendum útvarpsstöðvum fjölgaði eftir stríð með auknum sendistyrk nýttust þessi einföldu útvarpstæki ágætlega, sérstaklega inn til sveita. Ég veit dæmi þess að svona tæki var í notkun til ársins 1955 á sveitabæ í Húnavatnssýslu. Öll þessi tæki, hvort sem þau voru innflutt eða heimasmíðuð, þurftu loftnet sem var langur vír, 30 – 50 m ýmist milli húsa eða frá húsi í staur. Sumir notuðu efsta vír í nærliggjandi girðingu og fl. Í einstaka tilfellum stálust menn til að nota aðra símalínuna sem lá að bænum fyrir loftnet.

Útvarp

Vestri.

Ein gerðin af Vestra er einmitt með þéttum í seríu við loftnetsinntakið sem hefur verið bætt við, hugsanlega til að deyfa ekki sambandið á símalínunni. Það er þó ágiskun undirritaðs.

Vatnsendi

Í langbylgjustöðinni á Vatnsendahæð.

Einnig seldi Viðtækjaverslunin lausa þétta sem hægt var að tengja milli loftnets og útvarpsins, kannski í þessum tilgangi. Seldir voru einnig svokallaðir „Ljósnetsþéttar“ sem ætlaðir voru til að nota mætti rafleiðslur hússins sem loftnet. Þetta var ekki hættulegt því tækin voru eingöngu tengd við rafhlöður, ekki rafstraum hússins. Í blöðum og bæklingum eru víða góðar leiðbeiningar hvernig best er að ganga frá loftneti fyrir útvörpin. Hjá Viðtækjavinnustofunni starfaði maður að nafni Gunnar Sörensen í mörg ár, eingöngu við uppsetningu loftneta.
Margar sögur eru til af því hvernig menn björguðu sér í þeim málum. Jóhann Örn símaverkstjóri sagði undirrituðum frá að á bæ innarlega í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu var útvarpið tengt inn á símalínuna og truflaði sambandið, sérstaklega þegar spiluð var tónlist. Þá heyrðist jafnvel betur í sendingum RUV en á milli símtækja. Skúli Pálson símaverkstjóri á Blönduós var oft búinn að reyna að standa bóndann að verki en tókst ekki því hann var ávalt búinn að aftengja tækið þegar Skúli kom á staðinn. Á endanum fékk Skúli þessi Jóhann Örn til að fara á ómerktum bíl og þá sást hvað var í gangi. Ekki fylgdi sögunni hvort bóndinn setti upp sérstakt loftnet eftir þetta.

Þéttir fyrir afturverkun
Útvarp
Tæknilega ástæðan fyrir þessu er að tækin eru mjög einföld og merkið var látið fara tvisvar í gegnum sama stigið. Þetta er kallað „Afturverkun“.
Þegar styrkur útsendingar og skilyrði voru góð gat í útvarpstækinu magnast upp styrkur sem lak svo til baka út í loftnetsrás tækisins sem heyrðist þá vel í símtækjum nærliggjandi bæja.
Þar sem ekki var útvarpað allan sólahringinn var slökkt á tækjunum milli dagskráliða og loftnetin oftast aftengd með sérstökum rofa sem Viðtækjaverslunin seldi og hétu „Grunntengisnari“.
(Í dag köllum við þetta hnífrofa). Því var útvarpið ekki að trufla símasambandið nema einstaka sinnum. Önnur ástæða rofans var til að verja tækin skemmdum í eldingaveðri.

Vatnsendi

Í langbylgjustöðinni á Vatnsendahæð.

Þó svo Langbylgjusendirinn á Vatnsenda hafi verið stækkaður 1938 úr 16 Kw í 100 Kw dugði það ekki fyrir norður og austurland þar sem útvarpstöðvum fjölgaði ört í Evrópu og styrkur sendanna jókst. Því var gripið til þess ráðs að setja upp á Eiðum útvarpssendi á miðbylgju, 488 metra tíðni. Byggt var hús útbúið vönduðu viðtæki og sérstöku loftneti fyrir viðtöku frá Reykjavík um 700 metra frá sendinum á Eiðum. Sendirinn var tekinn í notkun 27. sept.1938 og breytti miklu fyrir austfirðina, sérstaklega á Djúpavogi og Þórshöfn. Þá hafði Viðtækjasmiðjan framleitt Vestra með bæði lang og miðbylgju. Þannig Vestrar hafa fundist og eru til á söfnum. Vestrarnir heita því, Vestri L3 og Vestri ML. Vestrinn, ML er með aukarofa umfram hinn til að skipta milli bylgjusviða. Austrarnir sem smíðaðir voru fyrir Austfirðinga eru bæði með lang- og miðbylgjum. Á framhlið þeirra er stilliskífa sem er ekki á neinum af hinum gerðunum.
Í blaðinu Útvarpstíðindi í mars 1940 er viðtal við Jón Alexandersson yfirmann Viðtækjasmiðjunnar. Hann segir frá því að sérstakur Vestri sé nú framleiddur fyrir Austfirði. Einnig kemur fram í viðtalinu að tilbúinn sé hönnun á Austra, en framleiðsla sé ekki hafin vegna skorts á íhlutum til smíðinnar.
Undirritaður á Austra sem framleiddur er í lok sama árs, eingöngu með íhlutum frá USA.
Það virðist því hafa ræst úr þessum skorti þegar leið á árið.

Útvarp

Sindri.

Í auglýsingu frá árinu 1942 kemur fram að Austri sé framleiddur eftir pöntunum. Hægt sé að fá hann bæði í eikar eða mahóní kössum Sennilega hefur dregið úr framleiðslu íslensku tækjanna fljótlega eftir að stríðinu lauk. Nokkur þeirra tækja sem undirritaður hefur skoðað eru stimpluð eða skrifuð dagsetning og ártal þegar tækin eru prófuð. Það eru viðgerðamiðar á botni tækjanna sem sýna hvenær þau voru í viðgerð hjá V.R. Síðasta ártalið sem fundist hefur er frá desember 1946.
Útvarp

Undirritaður og útvarpsvirkinn Helgi Jóhannesson sem býr á Akureyri hafa gert könnun og skoðað flest öll tæki sem vitað er um, bæði á söfnum og í einkaeigu. Helgi hefur einnig verið duglegur við að safna og gera upp gömul tæki sem hafa orðið eins og ný á eftir. Hann hefur því gott vit á þessum hlutum. Það hefur verið hægt að aldursgreina tækin að einhverju leyti eftir smíðinni og hvaða lampar ásamt íhlutum sem eru notaðir, þar sem við vitum að efniviður í smíðina fékkst ekki frá Evrópu eftir árið 1939. Viðtækjasmiðja Ríkisútvarpsins smíðaði fleira en útvarpstæki.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – fornleifar…

Ári áður en smiðjan er stofnuð formlega 1933 var Viðtækjaverkstæðið beðið að framleiða litlar talstöðvar fyrir fiskibáta. Tveimur árum síðar, 1934 er búið að smíða 45 talstöðvar með 4 w sendiorku í loftnet. Þessar talstöðvar reyndust mjög vel og breyttu miklu fyrir sjómenn. Þegar hér var komið er hafin smíði útvarpstækjanna og því var ákveðið að Radioverkstæði Landsímans tæki við þessari framleiðslu. Til er viðtæki frá þessum tíma sem er merkt viðtækjasmiðjunni og bætt svo við merki Landsímans sem segir okkur að Landsíminn hafi fengið hálfkláruð tæki og klárað þau. Ástæðan fyrir þessu öllu var að ekki voru framleiddar erlendis hentugar litlar talstöðvar fyrir fiskibáta. Landsíminn framleiddi talstöðvar til ársins 1980, aðallega fyrir báta og fiskiskip.
Árið 1958 var einnig hafin framleiðsla talstöðva til að nota í bílum. Landsíminn leigði út tækin sem smíðuð voru hjá þeim og er því ekki til verðskrá yfir þeirra framleiðslu frekar en íslensku útvarpstækin. Vitað er að leiga á talstöð var kr. 40 á ári 1945 en var kominn í 3 til 6 þúsund árið 1960, eftir hverslags tæki var um að ræða.

Útvarp

Austri.

Smíðasaga þessara íslensku viðtækja, Suðra, Vestra L3 og ML, Austra, Sumra og Sindra er stórmerkileg að því leyti að erfitt var að fá tæki erlendis frá og gjaldeyrir lítill í landinu. Þetta hefur því flýtt verulega fyrir að almenningur gæti notið dagskrár RUV svona snemma eftir stofnun þess.
Tækin voru framleidd í smá skömmtum eftir því sem komið hefur fram í viðtölum við starfsmenn Viðtækjavinnustofunnar. Þegar mikið var að gera við viðgerðir voru menn teknir úr smíðinni og öfugt þegar lítið var að gera var þeim fjölgað við smíðina.
Viðtækjasmiðjan og Viðtækjavinnustofan voru í raun eitt og sama fyrirtækið. Það var kannski efnað niður í 15 til 20 tæki og þau smíðuð í áföngum, útgangshlutinn fyrst og loftnetshlutinn síðar. Í lokin voru tækin sett í kassana og prófuð.
ÚtvarpHúsgagnasmiður sem vann hjá RUV á þeim tíma smíðaði alla kassana utan um þessi tæki. Kassarnir breyttust með tímanum og eru til dæmis fyrri gerðir Vestra í stærri kassa en seinni gerðirnar. Sama er með Sumra og Austra. Þar eru kassarnir ekki alltaf eins.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – viðtæki.

Eins og áður hefur komið fram virðist sem frumgerðin af Suðra sem var tveggja lampa tæki í upphafi hafi verið notuð óbreytt en endurbætt með þriðja lampanum og þá var kominn Vestri. Sú hönnun er síðan notuð áfram við smíði yngri tækjanna af Suðra, Sumra og Sindra.
Fyrst eru þessi tæki eingöngu fyrir langbylgju, enda smíðuð aðeins til að ná sendingum RUV. Seinna kemur svo Vestri með miðbylgju. Við sem erum að skoða þetta teljum að Vestri L3 þýði, „eingöngu langbylgja“ og Vestri ML sé auðkennið þar sem hann er með bæði mið og langbylgju. Hjá Helga á Akureyri er til kassi utan af Sumra með fjórum tökkum og er merktur Sumri ML 123. Það þýðir sennilega mið og langbylgja en við vitum ekki hvað 123 stendur fyrir. Einnig höfum við fundið Sumra með tveimur lömpum og annan með þremur lömpum. Þessi tveggja lampa Sumri er með raðnúmerinu 3002 sem þýðir að hann er nr. tvö í framleiðslunni og framleiddur 1943. Sama ár var hann keyptur til að hafa í sumarbústað við Rauðhólana ofan Reykjavíkur. Hinn Sumrinn er þriggja lampa og hefur raðnúmerið 3041og framleiddur í maí 1945. Það tæki var einnig í sumarbústað rétt ofan Reykjavíkur alla tíð. Íhlutir og lampar þeirra beggja er upphaflega efni frá USA. Skipt hefur verið um lampa í þeim yngri og settir Evrópulampar sem framleiddir voru eftir stríðsárin.
Útvarp
Í mörgum af þessum gömlu tækjum er sambland af Evrópu og USA lömpum eftir því hvenær þau biluðu og hvað til var á lager hérlendis.
Í flestum tilfellum er merkt við sökkla lampanna á tækjunum nöfn þeirra lampa sem notaðir voru í upphafi. Það eitt staðfestir svolítið hvenær tækið var smíðað ef ekki er stimpill eða skrifað framleiðsluárið. Sami lampi getur heitið mismunandi nöfnum eftir því frá hvaða framleiðanda.
Útvarp
Menn björguðu sér á aðdáanlegan hátt í kreppunni. Þegar lampi bilaði og ekki var til lampi með samskonar sökkli, en var að öðru leyti eins, mixuðu þeir einfaldlega nýjan lampa ofan í sökkul þess gamla til að þurfa ekki að skipta um sökkul í tækinu og umvíra það. Austri er Superheterodyne , mjög frábrugðinn öllum hinum. Hin tækin öll kallast Straight. Munurinn í stuttu máli er að Straight tækin eru nokkurs konar magnarar. Í inngangi þeirra er loftnetsaðlögunin stillt inn á tíðni sendistöðvarinnar og merkið síðan magnað í endastigið sem drífur hátalarann.
Rétt áður en það fer síðasta spölinn er merkið sent til baka inn í fyrstu rás og fer þá í gegnum sömu lampana aftur og endar með meiri styrk til hátalarans. Þetta kallast „Afturverkun“. Með þessari einföldu útfærslu er tækið ekki eins varið fyrir truflunum frá stöðvum nálægt tíðni t.d. RUV. Sem sagt, bandbreiðari en hin útfærslan. Þetta gerði ekkert til fyrstu ár útvarpsins þar sem erlendar stöðvar voru fáar.
Útvarp
Austri er með einum lampa í viðbót sem kallast ocillator (sveifluvaki). Fremsti hluti tækisins er samskonar og í hinum. Þessi ocillator býr til sína eigin tíðni sem blandast síðan tíðni sendistöðvarinnar í næsta lampa. Þar fyrir aftan eru mjög þröngar rásir sem magna mismunatíðni innkomumerkisins og ocillator merkisins sem fer áfram til hátalarans. Þar af leiðandi er tækið ekki að magna sendingar annarra stöðva til hátalarans, en bara hljóðið frá stöðinni sem stillt er á hverju sinni. Engin afturverkun er í þessari gerð. Í smíði Austra fara því talsvert fleiri íhlutir en í hin tækin. Sindri er þriggja lampa Straight tæki eins og Vestrinn, nema hann var ekki fyrir tvískiptar rafhlöður eins og komið hefur fram.
útvarpÍ honum er vibrator spennugjafi. Erlendir framleiðendur komu fyrst fram með Superheterodyne tækin árið 1933 og eftir 1934 finnast ekki Straight tæki auglýst, enda hefur það ekki gengið erlendis að nota slík tæki þó það hafi verið í lagi hér inn til sveita mikið lengur.
Í þeim hremmingum sem landinn bjó við í upphafi stríðsáranna er yfirmaður Viðtækjaverslunar Ríkisins sendur til Bandaríkjanna 1942 til að gera innkaup á amerískum útvarpstækjum þar sem ekkert fékkst frá Evrópu. Hann telur sig hafa náð samningum um kaup á 2700 tækum en ekki er vitað hvort þau skiluðu sér öll. Hörgull var á tækjum fyrir almenning vegna stríðsins við Japani og í Evrópu. Lítill hluti þeirra tækja sem til eru í dag hér á söfnum og í einkaeign eru frá USA. Flest eru Evrópu tæki framleidd fyrir og eftir stríð. Tækjunum sem komu frá USA þurfti að breyta til að ná RUV því eingöngu var notuð miðbylgja þar í landi.
Á hernámsárunum var mikið eftirlit með tæknimönnum sem höfðu eitthvað vit á sendi og viðtækjum. Til dæmis gerði herinn kröfu um að viðgerðamenn tækju mið og stuttbylgjur úr sambandi ef tæki kæmi til viðgerðar á stríðsárunum.
útvarpÞegar undirritaður hóf nám 1961 voru að koma í viðgerð tæki sem þannig var ástatt með. Það fór því smá tími í að lagfæra og breyta til baka tækinu ásamt því að gera við þau. Við þessa eftirgrennslan um hvernig framleiðslu íslensku tækjanna var háttað hefur margt fróðlegt komið í ljós.
Í Lesbók Morgunblaðsins 18. apríl 1926 er talað um að Víðvarp, (Útvarp) geti verið mikill friðarspillir þar sem fólk komi sér ekki saman um sömu dagskrá. Í sömu grein er vitnað er í viðtal við yfirmann lögreglunnar í Gautaborg sem heldur því fram að glæpum unglinga hafi fækkað mikið eftir að útvarp hóf starfsemi þar í landi. Menn hafa því ekki verið sammála um ágæti útvarps frekar en árið 2021.

Útvarp

Lampi.

Snorri B.P. Arnar auglýsir Philips B-Spennutæki með nýjum lömpum 26. jan. 1928. Lamparnir eiga að vera miklu betri en eldri lampar og fleira er minnst á. Ekki er gefið upp verð.
Auglýsing 19. mars 1929 byrjar eftirfarandi: „Hvers vegna MENDE? Vegna þess að það eru sterkustu, ódýrustu, hljómfegurstu og bestu radioviðtækin. Þau eru samt 270 kr. ódýrari en önnur sambærileg tæki“. Áfram hélt lofið og auglýsingin endar síðan á að leita skuli upplýsinga hjá Jóni Gunnarsyni hjá Eggerti Kristjánssyni og Co. 1930 koma fyrst á markað í Bandaríkjunum bílútvörp. Tveggja daga verk var að setja tækið í bíl, Taka þurfti mælaborðið í sundur til að koma fyrir tækinu og hátalara. Klippa þurfti gat á þakið fyrir loftnetið og þar sem tækin gengu fyrir eigin rafhlöðum varð að saga gat í gólfið fyrir auka rafgeyma. Handbókin sem fylgdi til leiðsagnar var 28 síður.
Fyrstu tveir bílarnir með útvarpstæki komu til landsins sama ár, 1930.
Bifreiðastöð Reykjavíkur auglýsir 30. nóv.1930. „B.S.R hefur fengið sér tvær bifreiðar með 5 lampa útvarpsviðtæki. Heyrist ágætlega á viðtækin þó bifreiðin sé á ferð. Bifreiðarnar eru báðar af gerðinni Studebaker“. Seinna var flutt mikið inn af útvarpstækjum sem smíðuð voru fyrir Buick bíla og ávallt kölluð hér „Buick tækin“. Þessi tæki voru þægileg að því leyti, allt tækið er í einu boxi og því auðveldara að setja í hvaða bíltegund sem var.
1931 er talið að til séu um 3000 útvarpstæki á landinu. Þar af 1360 í Reykjavík. 1932 eru skráðir um 5000 notendur.
Útvarp
Viðtækjaverslun Ríkisins auglýsir 21. sept. 1933. „Margar nýjar gerðir viðtækja fyrir bæjarspennuna eru nú komnar. Snúið ykkur til umboðsmanna“.
(Á sama ári hófst smíði Íslenskra útvarpstækja hjá sama aðila, eingöngu fyrir rafhlöður).
Árið 1933 voru aðeins þrír útvarpsvirkjar með réttindi. Það voru þeir Otto B. Arnar, bróðir hans Snorri P.B.Arnar og Jón Alexandersson.
ÚtvarpHjá Viðtækjaverkstæði Ríkisútvarpsins voru haldin námskeið og margir fengu réttindi þaðan.
1938 er síðan stofnað Félag Útvarpsvirkja í Reykjavík. Stofnfélagar voru 19.
20. des.1934 auglýsir Viðtækjaverslun Ríkisins í blaðinu Degi. „Nýjar tegundir útvarpstækja. Verðið er lægra en nokkru sinni áður. Fyrirliggjandi 3-4-5-6-7 lampa tæki“. (Geta má þess að þá kostuðu innflutt tæki frá 175 upp í 820 krónur. Verkamaður var með 1 krónu á tímann á þessum árum.)
Viðtækjaverslun Ríkisins auglýsir í Fálkanum 19. des. 1936. „Viðtæki á lægra verði hér á landi en í öðrum löndum álfunnar“. Myndin í auglýsingunni er af erlendu tæki.
Það kemur fram í texta auglýsingarinnar að Viðtækjaverslunin sé ekki rekin með hagnað í huga og takmarkið sé „ Viðtæki inn á hvert heimili“.
Undirrituðum dettur í hug hvort ekki sé verið að vitna í íslensku framleiðsluna án þess að þess sé getið sérstaklega þar sem áður hafði komið fram að þau væru 60% ódýrari en innflutt tæki. Hvergi hefur enn fundist verðlisti yfir þessi íslensku tæki.
Fyrstu árin er ekki viðgerðarþjónusta á landinu fyrir útvörp nema í Reykjavík. Komið var upp viðgerðarverkstæði á Akureyri 1934 og sá Grímur Sigurðsson um það verkstæði lengst af. Hann hafði starfað við útvarpsstöð Cook og var því vanur. Ísfirðingar kvarta mikið í dagblöðum um mitt árið 1940 að ekki sé þjónusta á staðnum þar sem þeir greiði 100 þúsund í afnotagjöld og 40 þúsund til Landsímans fyrir leigu á talstöðum.
„Hve lengi eigum við Vestfirðingar að vera afskiptir í þessum málum“, skrifa þeir.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – langbylgjustöðin.

Útvarpið kom sér fljótlega upp umboðsmönnum víða á landinu og gátu sumir þeirra gert við einfaldar bilanir, ráðlagt meðferð tækjanna og sett upp loftnet.Í útvarpstíðindum 2. tölublaði 1946 er verið að afsaka að fyrstu útvarpstæki sem eru á leið til landsins frá Evrópu eftir stríð séu í raun úrelt hönnun. Það sé 10 mánaða bið í að nýrri útgáfur verði á markaði hérlendis. Framleiðsla viðtækja til afnota fyrir almenning hafi ekki verið leyfð á Englandi og í Ameríku fyrr en eftir uppgjöf Japana á síðastliðnu sumri, en þó með miklum takmörkunum.

Vatnsendi

Búnaður í geymslu á Vatnsendahæð.

Í Útvarpstíðindum 1948 er sagt frá þeim nýungum að útvarpsframleiðendur á Englandi hafi fengið húsgagnasmiði í lið með sér við að hanna kassa utan um tækin. Þessi samvinna leiddi til fjörbreyttara útlits tækja árin á eftir.
Á fyrstu árum útsendingar útvarpsins þurfti nokkrum sinnum að skipta um senditíðni vegna truflana frá erlendum stöðvum. Einkum voru það rússneskar stöðvar og þegar stöðin í Luxemburg var stækkuð. Þetta olli sérstaklega gömlu fólki erfiðleikum sem ekki kunni að breyta stillingum tækja sinna. Fyrst var sent út á 1100 metrum, síðar á 1400,1638, 1639 og 1648 metrum. Viðtækjasmiðjan var lögð niður 1949 og framleiðslu útvarpstækja þar með hætt. Viðgerðavinnustofu Ríkisins var lögð niður 1960.
1967 er einkasala ríkisins á innflutningi og sölu útvarpstækja afnumin og Viðtækjaverslun Ríkisins þar með lögð niður á sama tíma, eftir 37 ára starfssemi.

Vatnsendahæð

Útvarpshúsið á Vatnsendahæð – teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

Haldin var útsala á þeim lager sem til var og sagt er að valdir vinir hafi fengið tæki fyrir lítið.
Hugmyndin af þessari samantekt varð til þegar nokkrir eldri rafeindavirkjar stofnuðu „Hollvinafélag um sögu útvarpstækni á Íslandi“ í þeim tilgangi að bjarga útvarpstækjum og öðrum búnaði sem notaður hefur verið við útvarpssendingar frá því RUV var stofnað 1930, finna þeim varanlegan stað til varðveislu og sýningar fyrir almenning um ókomna framtíð.

Vatnsendi

Stjórnborð í langbylgjustöðinni á Vatnsendahæð.

Svar Sigurðar við viðleitni FERLIRs til birtingar efnisins var eftirfarandi: „Þú mátt nota þetta efni að vild því ég er bara ánægður að hafa getað náð þessum upplýsingum saman. Hvergi hefur verið skrifað um þessa merkilegu smíði svo ég viti og ég ekki fundið neitt nema smá brot sem ég tíndi saman ásamt því að vera  búinn að ræða við nokkra gamla menn sem unnu við þessi tæki en eru nú eru látnir. Ég og vinur minn höfum gert upp tæki sem við höfum komist yfir og þannig getað lýst þeim. Ég hef hjá mér nú allar gerðirnar og ætla að hafa tækin til sýnis á Skógarsafni í sumar. Útvarpið hefur ekki sýnt þessu neinn áhuga og kannski vita þeir sem ráða ekki af þessu þó ég hafi gefið safnstjóra RUV eintak.
Ef þig vantar fleiri myndir á ég mikið safn. – Kv. SH.

Apríl 2021.
F.h. Hollvinafélagsins,
Sigurður Harðarson, rafeindavirki

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð 2000.

Vatnsendahæð

Sendistöðin á Vatnsendahæð“ hefur verið aflögð og rekstri Útvarpsins hætt. Stöðin var upphaflega byggð árið 1929 og tók til starfa 20. desember 1930.

Guðjón Samúelsson

Guðjón Samúelsson.

Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði húsið, sem nú er áætlað að rífa til að rýma til fyrir nýrri byggð á hæðinni.
FERLIRsfélagi tók vettvangshús á Sigurði Harðasyni, rafeindavirkja. Hann sýndi þann búnað, sem þar er enn til staðar og lýsti því sem fyrir augu bar, enda þrælkunnugur öllum tækjabúnaði og staðháttum sem og rekstri hússins. Húsið sjálft er margbrotið. Þar var íbúð stöðvarstjórans og kjallari þar sem m.a. annað starfsfólk bjó í kojum í neyðartilvikum. Gert var ráð fyrir öllum mögulegum skakkaföllum; varatækjalampar t.d. tilbúnir upphitaðir til notkunar í sérstökum gerðum ef út af myndi bregða svo sem minnsta röskun yrði á útsendingum o.s.frv.

Vatnsendahæð

Útvarpshúsið á Vatnsendahæð – teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

Hér á eftir verður fjallað svolítið um þetta merkilega hús og margþætta starfsemina þar í gegnum tíðina. Ljósmyndarnar voru margar hverjar teknar í framangreindri húsvitjun.

Í Morgunblaðinu 15. sept. 2020 segir í fyrirsögn; Lýsa áhyggjum af framtíð Útvarpshússins:

„Húsið verður rifið, það er ekkert flóknara en það. Húsið er enda ónýtt, það lekur og þetta er asbestbygging,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, um fornfrægt hús sem kennt er við Ríkisútvarpið og stendur á Vatnsendahæð.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – langbylgjustöðin.

Neyðarlínan tók nýverið við mannvirkjum á Vatnsendahæð eftir að sendibúnaður RÚV þar var fluttur á Úlfarsfell. Húsið er nú í eigu ríkisins en óvissa hefur skapast um framtíð þess eftir að hlutverki þess lauk. Þórhallur segir aðspurður í samtali við Morgunblaðið að GSM-sendir verði áfram á svæðinu en stefnt sé að því að stóru fjarskiptamöstrin verði tekin niður á næsta ári. Ekki séu áform um nýtingu hússins. Kópavogsbær áformar íbúabyggð á svæðinu á næstu árum.

Vatnsendahæð

Langbylgjustöðin á Vatnsendahæð – inngangur.

Útvarpsstöð Íslands var reist á árunum 1929-1930 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins og hefur alla tíð hýst tæknibúnað útvarpsins, að því er fram kemur í fundargerð húsafriðunarnefndar um stöðu mála þar sem áhyggjum af stöðu mála er lýst.

„Húsið tengist stofnun og sögu Ríkisútvarpsins auk þess að vera áberandi kennileiti á höfuðborgarsvæðinu. Í kjölfar fyrirspurnar til Neyðarlínunnar um framtíðarnot hússins fóru fulltrúar Minjastofnunar í vettvangsskoðun þann 11. ágúst sl. Unnið er að því að fjarlægja úr húsinu tæki og muni sem eru í eigu RÚV og hafa verið geymdir þar undanfarin ár. Er sú vinna gerð í samráði við Þjóðminjasafnið. Viðræður eru hafnar milli ríkisins og Kópavogsbæjar um framtíðarnýtingu Vatnsendahæðar undir íbúðarbyggð. Húsafriðunarnefnd tekur undir sjónarmið Minjastofnunar um sögulegt gildi útvarpshússins á Vatnsendahæð og mikilvægi þess að varðveita það og ætla því verðugan stað í nýju skipulagi,“ segir í fundargerð húsafriðunarnefndar.

Í Verslunartíðindum 1935 er fjallað um „Talsamband við útlönd„:

Vatnsendahæð„Þann 1. ágúst s. 1. var opnað talsímasamband það við útlönd, sem hefur verið í undirbúningi all-lengi undanfarið. Hófst sú athöfn á því, að fyrst var opnað sambandið við Danmörku og síðan við England, en samband við önnur lönd verður fyrst um sinn aðeins hægt að fá gegnum þessar dönsku og ensku stöðvar.
Talsímaopnunin fór fram með talsvert hátíðlegum blæ og var allmörgum gæstum boðið að vera viðstöddum við þetta tækifæri.
Þessi nýja talsímastöð, sem vandað hefur verið til eftir föngum, er tvískift. Er sendistöðin á Vatnsendahæðinni, en móttökustöðin í Gufunesi, en þaðan liggja jarðsímar til landsímastöðvarinnar hjer í bænum.
Eftir því, sem ráða mátti af þeim opinberu samtölum, er áttu sjer stað, er stöðin var opnuð, er sambandið í besta lagi og voru samtölin svo skýr og greinileg, sem best varð á kosið.“

Í Útvarpstíðindum árið 1938 fjallar Gunnlaugur Briem, verkfræðingur um „Stækkun útvarpsstöðvarinnar„:

Vatnsendahæð„Útvarpsstöðin á Vatnsendahæð tók til starfa 21. des. 1930. Afl hennar var þá 16 kílówött í loftneti og öldulengdin 1200 metrar. Alþjóðaráðstefna í Prag 1929 hafði úthlutað þeirri öldulengd til Íslands. Útvarpið heyrðist þá um allt landið.
Í fjárlögum 1935 veitti Alþingi ríkisstjórninni heimild til þess að láta auka og endurbæta senditæki útvarpsins svo, að þau fullnægðu þörfum landsmanna. Þessi heimild var svo endurtekin í fjárlögum, síðari ára.
Fyrri hluta árs 1937 ákvað ríkisstjórnin að leysa málið þannig, að afl útvarpsstöðvarinnar skyldi aukið upp í 100 kv.“

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – viðtæki.

Í fyrstu voru útvarpsviðtæki mjög dýr hér á landi og ekki á allra færi að eignast slík tæki. Venjulegt viðtæki kostaði ca. kr. 150, en þá voru daglaun verkamanns u.þ.b. 1 króna. Brugðið var á það ráð að framleiða einfaldari tæki hérlendis undir ýmsum nöfnum eftir styrkleika, s.s. Suðri, Austri o.fl.

Í Fálkanum 1938 segir af „Vígslu útvarpsstöðvarinnar„:

Vatnsendahæð
„Fyrir alla útvarpsunnendur er það mikið gleðiefni að íslenska útvarpsstöðin hefir verið stækkuð úr 16 kilówöttum í 100 kw. Með þessari stækkun er hún komin í tölu sterkustu útvarpsstöðva á Norðuröndum. Stærstar eru Motala í Svíþjóð og Lahti í Finnlandi en svo kemur útvarpsstöðin íslenska sem þriðja i röðinni ásamt tveim stöðvum í Suður-Svíþjóð, sem eru að verða fullgerðar. — Sterkasta útvarpsstöð í heimi er í Moskva (500 kw.)
Vígsla hinnar nýju stöðvar fór fram með allmikilli viðhöfn síðastliðinn mánudag að viðstöddum krónprinshjónunum, ráðherrum, sendiherrum erlendra ríkja og fleiri virðingamönnum. Sjáf vígsluathöfnin fór fram í hinum stóra útvarpssal og voru þar um eitt hundrað gestir. — Útvarpsstjóri og kona hans tóku á móti krónprinshjónunum og afhenti kona útvarpsstjóra Ingrid krónprinsessu blómvönd.
Þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í tvö stóð krónprinsessan upp úr sæti sínu í salnum og veitti raforkunni á hinar nýju vjelar með því að þrýsta á hnapp einn. Gestirnir sem staddir voru í útvarpssalnum heyrðu stöðina fara í gang, því að gjallarhorn í salnum höfðu verið sett i samband við hljóðnema í sjálfri sendistöðinni á Vatnsendahæð. Nú kviknaði á rauðu ljósi, en það var merki þess að stöðin var í fullkomnu lagi.
VatnsendahæðFriðrik krónprins gekk nú að hljóðnemanum er var komið fyrir i stúku út frá útvarpssalnum og lýsti yfir því að hin nýja sendistöð væri opnuð. Hann notaði tækifærið að þakka Íslendingum hinar ágætu viðtökur, sem krónprinshjónin hefðu fengið á ferð sinni um landið.
Talaði krónprinsinn á íslensku og þótti honum vel takast, Er krónprinsinn hafði lokið máli sínu hjeldu þeir stuttar ræður Hermann Jónasson forsætisráðherra og Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. En að lokum söng útvarpskórinn undir stjórn Páls Ísólfssonar þjóðsöng Íslendinga. Þar með var dagskrá lokið. Á eftir fóru fram veitingar í útvarpssal, en því næst var ekið með gestina upp að útvarpsstöð á Vatnsendahæð.
Sjerstök útsending á stuttbylgjum fyrir danska hlustendur átti sjer stað af allri athöfninni. Var henni endurvarpað frá danskri útvarpsstöð. Var athöfnin tekin upp á plötur og endurtekin í danska útvarpinu um kvöldið. —
Hin nýja stöð kemur til með að hafa geysimikla þýðingu fyrir allar útsendingar til annara landa, þar eð hún er svo sterk að minni vandkvæði verða framvegis á því að heyra Ísland í nálægum löndum. Auk þess veitir hún íslenskum hlustendum er fjærst búa tryggingu fyrir því að þeir þurfa ekki að fara á mis við dagskrá sakir þess hve útvarpsstöðin sje veik.
Og þegar endurvarpsstöðin, sem nú er verið að byggja á Eiðum á Austurlandi er komin upp, þá ætti Austfirðingum að vera borgið, en þeir hafa ekki notið útvarpsins sem skyldi enn sem komið er.
Sendistöðin nýja mun hafa kostað um 700 þúsund krónur og endurvarpsstöðin á Eiðum 100—200 þúsund krónur væntanlega, svo að ekki verður annað sagt en hin litla íslenska þjóð fórni miklu fje til endurbóta á útvarpsstöð sinni. Mr. Thomas verkfræðingur frá Marconi-fjelaginu sá um uppsetningu stöðvarinnar og hófst verkið um miðjan síðastl. vetur.“

Í Útvarpstíðindum 1939 fjallar Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, „Um veðurfregnir„:

Vatnsendahæð„Útvarpið flytur veðurfregnir þrisvar á hverjum degi, sem virkur er, en tvisvar á helgum dögum. Fluttningurinn tekur 20—25 mín. á, dag, en til samans yfir árið verða þetta hart nær 150 útvarpsklst.
Af þessu er auðsætt, að veðurfregnir eru talsverður liður í dagskrá útvarpsins, enda þótt útvarpið beri enga ábyrgð á þeim efnislega.
Við Íslendingar höfum skuldbundið okkur til þess að senda héðan veðurfregnir frá 5 stöðum 3—4 sinnum á dag. Þær eru sendar frá stuttbylgjustöðinni á Vatnsendahæð og síðan endursendar frá aflmiklum loftskeytastöðvum í Englandi, Þýzkalandi og víðar.“

Í Sjómannadagsblaðinu 1941 fjallar Friðk Halldórsson um „Drauminn sem rættist„:

„Útvarp&starfsemi hófst hér á landi árið 1926 er h.f. Útvarp undir forustu Ottó B. Arnars loftskeytafræðings, reisti útvarpsstöð sína í Reykjavík. Stöð þessi, sem að vísu var ófullkomin og orkulítil, aðeins 0,5 KW í loftnet, varð þó ástsæl meðal landsmanna þann tíma, sem hún starfaði, en vegna fjárskorts og annara örðugleika lagðist starfsemi hennar niður eftir tveggja ára tímabil.
Á Akureyri var reist um svipað leyti 5 KW útvarpsstöð fyrir atbeina Arthur Gook trúboða.
Höfðu áhugamenn í Bretlandi aflað samskota til stöðvarkaupanna og annazt að öllu leyti uppsetningu hennar. Raunveruleg útvarpsstarfsemi hófst aldrei frá þeirri stöð.

Eiðar

Eiðar – langbygljumastur.

Árið 1930 byrjaði Ríkisútvarpið starfsemi sína, með nýrri og fullkominni stöð, er var reist á Vatnsendahæð við Reykjavík. Afl stöðvarinnar var upphaflega aðeins 17 KW., en var aukið árið 1938 upp í 100 KW, Samtímis var reist að Eiðum endurvarpsstöð fyrir Austfirðinga, vegna truflana, er gætt hafði hjá þeim frá erlendum útvarpsstöðvum.
Með starfsemi Ríkisútvarpsins hefst nýr þáttur í menningarsögu okkar Íslendinga og hefur útvarpsstarfsemin síðan tekið hröðum framförum hér á landi. Útvarpshlustendur eru nú orðnir rúml. 18.200 á landinu og er Ísland í þeim efnum 9. landið í heiminum, í hlutfalli við fólksfjölda, miðað við árslok 1939.
Árið 1935 var að lokum stigið úrslitaskrefið í sambandsmálum okkar við umheiminn, er talsambandið var opnað við útlönd yfir stuttbylgjustöðina að Vatnsenda.
Með þeim atburði má segja, að ræst hafi fullkomlega þær vonir, sem litli fregnmiðinn frá Rauðarárstöðinni hafði vakið hjá þjóðinni fyrir 30 árum síðan.“

Jónas Þorbergsson

Jónas Þorbergsson (1885-1968).
Fyrsti útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins 1930–1953.

Í Útvarpstíðindum 1948 er birt úrdráttur úr ræðu útvarpsstjóra, „Íslendingar að verða fremstir meðal þjóðanna um útvarpsafnot„:

„Í upphafi máls síns gaf útvarpsstjóri stutta lýsingu á vexti stofnunarinnar. Gat hann þess, að haustið 1930, þegar fyrstu dagskrár útvarpsins voru færðar, hefðu talizt vera 450 útvarpsnotendur í landinu. En talan hækkaði fljótt og ört fyrstu árin, og er 1935 orðin rösk 12 þúsundir. Árið 1940 voru útvarpsnotendur orðnir rösklega 1-8 þúsund, 1943 voru þeir orðnir 26 þúsund og við árslok 1946 er tala útvarpsnotenda komin upp í 32 þúsund.
Á styrjaldarárunum seldi Ríkisútvarpið setuliðsherjum Bandaríkjanna nokkur afnot stöðvartækjanna á þeim tíma dags, sem þau voru ekki notuð vegna íslenzkrar dagskrár. Af þessu áskotnaðist nokkurt fé, og var þeim tekjum varið til stofnunar hins svonefnda framkvæmdasjóðs útvarpsins, sem stofnaður var 1944.“

Í Útvarpstíðindum 1949 eru upplýsingar frá skrifstofu útvarpsstjóra, „Endurbætur og aukningar á sendistöðvum Ríkisútvarpsins„:

Vatnsendahð

Vatnsendahæð – hluti tækjabúnaðrins.

„Vegna kaupa á varasendi til Vatnsendastöðvarinnar verður ekki hjá því komist að stækka stöðvarhúsið og umbæta það að öðru leyti. Hefir fjárhagsráð þegar veitt fjárfestingarleyfi til þessara framkvæmda, og standa vonir til að þær geti hafist í sumar, ef aðrar ástæður leyfa.“

Magnús Jóhannsson skrifaði í Iðnaðarmál 1956 um „Fræðslumyndir og segulhljóðritun“. Magnús var útvarpsvirkjameistari og stöðvarvörður við Útvarpsstöðina á Vatnsendahæð á árunum 1933—43.

Í Íslendingaþáttum Tímans 09.03.1974 er minningargrein um Dagfinn Sveinbjörnsson:

Dagfinnur

Dagfinnur Sveinbjörnsson.

„Dagfinnur vann ásamt Englendingum að uppsetningu útvarpsstöðvarinnar á Vatnsendahæð, og var við það þar til því verki lauk. Síðan gegndi hann yfirmagnarastarfinu við útvarpsstöðina í 3 1/2 áratug, þar til hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir.“

Í Fálkanum 1951 segir; „Nýr útvarpssendir tekin í notkun„.

„Meðal ýmissa stórtíðinda, sem gerðust á þjóðhátiðardaginn, síðastl. sunnudag, er sérstaklega vert að geta þess, að þann dag var tekinn í notkun nýr sendir á ríkisútvarpsstöðinni á Vatnsendahœð. Með því er stórlega aukið öryggið á tryggum rekstri stöðvarinnar. Því að gamli sendirinn, sem notaður hefir verið alla tíð síðan Vatnsendastöðin tók til starfa, var orðinn úr sér genginn og bilanir ekki fátíðar.
Á föstudaginn var bauð yfirverkfræðingur Ríkisútvarpsins, Gunnlaugur Briem, blaðamönnum og útvarpsráði upp að Vatnsendahæð til þess að skoða hinn nýja sendi. Hann er frá Marconifélaginu, eins og sá gamli, sem notaður hefir verið síðan 21. des. 1930. Miklar framfarir hafa orðið í útvarpstækninni síðan þá, og nýi sendirinn er bókstaflega „allra nýjasta nýtt“ í þessari grein, því að hann er sá fyrsti af sinni gerð, sem Marconifélagið setur upp.
Sendirinn er 4 kw. sterkari en sá gamli, en þó svo miku fyrirferðarminni, að hann tekur ekki nema tæpan helming af rúmi gamla sendirsins. Meginmunurinn er sá, að hinn nýi er loftkældur en sá gamli var vatnskældur. Er mikið rekstursörggi og sparnaður að henni.En auk þess eru margar endurbætur á þessum sendi, ekki síst í þá átt að bæta tóngæðin.
Vatnsendahæð
Tveir menn frá Marconifélaginu hafa annast uppsetningu og prófun hins nýja sendis. Fyrst var hann prófaður í verksmiðjunni í tvo mánuði og siðan hafa prófanir farið fram á honum á Vatnsenda álíka langan tíma. Meðal annars var hann látinn starfa samfleytt i 24 tíma fyrir nokkru, einkum til þess að ganga úr skugga um hvort loftkælikerfið stæðist slíkt „Maraþonhlaup“. Hafa verkfræðingarnir A. T. Dunk og Stuart S. Spraggs annast allar þessar prófanir einkum sá síðarnefndi, sem hefir „fylkt“ sendinum síðan fyrstu prófanirnar byrjuðu í Chelmsford.
Árið 1930 kostaði útvarpsstöðin á Vatnsenda — hús og vélar — um 750.000 krónur. Það er til dæmis um „tæringu“ krónunnar, að nýi sendirinn kostar um 1,4 milljón krónur, en í þeim eru að vísu innifaldar um 300.000 krónur í tolla! Nú verður gagnger viðgerð og endurnýjun látin fara fram á gamla sendinum. Hún mun taka nokkra mánuði og síðan verður hann notaður til vara, ef eitthvað kynni að bjáta á með hinn. Öryggið fyrir útvarpsrekstrinum er þannig orðið hið besta, og Vatnsendastöðin mun framvegis jafnan getað skilað öllu því, sem í hana er látið.“

Í Degi 1960 er rætt við elsta starfsmann Útvarpsins, Davíð Árnason:

DavíðHvenær tók svo Ríkisútvarpið til starfa?
Í október 1930 byrjuðu tilraunaútsendingar frá stöðinni á Vatnsendahæð, en 20. desember um kvöldið, var stöðin hátíðlega opnuð og lýst yfir að Ríkisútvarpið væri tekið til starfa.
Manstu fyrstu dagskrána?
Já, hún er nú hérna, segir stöðvarstjórinn og réttir mér blað með fyrstu dagskránni. Hún var á þessa leið sunnudaginn 21. desember 1930.
Kl. 11,00: Messa í Dómkirkjunni (séra Friðrik Hallgrímsson).
Kl. 14,00: Messa í Fríkirkjunni (séra Árni Sigurðsson).
Kl. 16,10:  Barnasögur (frú Martha Kalman).
Kl. 19,25:  Grammofónn.
KI. 19,30: Veðurfregnir.
Kl.  19,40: Upplestur (Jón Pálsson).
Kl.  20,00: Tímamerki. Orgelleikur (Páll Ísólfsson).
Kl.  20,30: Erindi: Útvarpið og bækurnar (Sig. Nordal).
Kl.  20,50: Ýmislegt.
Kl.  21,00: Fréttir.
Kl.  21,10: Hfjóðfærasláttur (Þórarinn Guðmundsson fiðla, Emil Thoroddsen slagharpa). Leikin verða íslenzk þjóðlög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.

En nú í vetur var sunnudagur, 20. desember. Hófst útvarp kl. 9,10 og var samfellt til kl. 23,30.
En þú varst á Eiðum. Hvenær fluttirðu þangað?
Árið 1938. Þá voru miklar framkvæmdir hjá Útvarpinu. — Stöðin á Vatnsendahæð, sem byggð var með 16 kw. orku í loftneti, var stækkuð í 100 kw.“

Á Mbl.is 09.03.2001 segir frá gömlum draug; „Nýting var í samræmi við eignarnámsheimild“:

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – loftmynd.

„Hæstiréttur hefur sýknað Landssíma Íslands hf. af kröfum um að fellt yrði út gildi eignarnám á spildu úr landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogi, sem fram fór árið 1947.

Erfingjar þáverandi jarðareiganda töldu að fullnægjandi lagaheimild hefði skort fyrir eignarnáminu, en jafnvel þótt hún hefði verið fyrir hendi bæri að ógilda eignarnámið þar sem fyrirhuguð nýting á jörðinni hefði ekki gengið eftir.
Ríkissjóður keypti land af bóndanum á Vatnsenda, fyrst árið 1929 og síðar stærri hlut, og var þar reist langbylgjustöð útvarpsins. Árið 1947 var stærri spilda úr jörðinni tekin eignarnámi og á sama tíma voru einnig teknar eignarnámi spildur úr Fífuhvammslandi og landi Vífilsstaða, sem báðar lágu að Rjúpnahæð. Alls var land Landssímans innan lögsagnarumdæmis Kópavogs þá tæpir 160 hektarar.

Vatnsendi

Vatnsendi.

Árið 1997 falaðist Kópavogskaupstaður eftir samningum við Landssímann um kaup á landi hans á Rjúpnahæð og Vatnsendahæð. Landssíminn hafnaði kauptilboði í landareignina, en í framhaldi af því voru teknar upp viðræður, að frumkvæði Kópavogskaupstaðar, um að hluti landsins yrði tekinn undir skipulagt íbúðarsvæði og voru tilnefndir þrír mats­menn til að gefa álit á verðmæti landsins, ef til skipulagðrar byggðar kæmi. Tók matið til um það bil 100 hektara lands, en eingöngu að hluta til þess lands úr jörð Vatnsenda sem tekið var eignarnámi árið 1947. Samkvæmt matsgerðinni frá 1998 var verðmæti landsvæðisins alls metið 315 milljónir króna miðað við staðgreiðslu.

Vatnsendi

Vatnsendahæð – loftskeytastöðin.

Núverandi eigandi Vatnsenda hélt því fram að ef yrði af sölu á spildunni til Kópavogsbæjar undir íbúðarbyggð væru brostnar forsendur fyrir eignarnáminu, því það hefði verið framkvæmt á þeirri forsendu og með þeim skilyrðum að nota skyldi landið eingöngu í sambandi við lagningu og rekstur fjarskiptavirkja ríkisins. Sala landsins með margföldum hagnaði miðað við eignarnámsbætur fæli í sér grófa misnotkun á eignarnámsheimildinni.

Fyrir héraðsdómi kom fram, að Landssíminn hefði ekki áhuga á að selja landið til Kópavogsbæjar. Hins vegar gerði fyrirtækið sér grein fyrir að heimildir skipulagslaga geti leitt til þess að landið kunni að verða tekið eignarnámi án samþykkis fyrirtækisins, enda óhjákvæmilegt um síðir að þrengt verði að starfsemi þess á Rjúpnahæð og Vatnsendahæð með einhvers konar íbúðarbyggð.

Skilyrðislaus eignayfirfærsla

Vatnsendi

Vatnsendahæð – loftskeytastöðin.

Hæstiréttur bendir á í dómi sínum að í afsalinu frá 1947 komi fram að umræddri landspildu sé afsalað eignarnema, að eignarnámsbætur hafi verið greiddar og að eignarnemi sé þar með lýstur fullkominn eigandi spildunnar. „Með eignarnáminu, eftirfarandi afsali og greiðslu eignarnámsbóta fór fram skilyrðislaus eignayfirfærsla á því landi sem hér um ræðir. Telja verður að sýnt hafi verið nægilega fram á að landið hafi eftir það verið tekið til notkunar í eðlilegu samræmi við tilgang eignarnámsins undir fjarskiptamannvirki eða sem verndar- og öryggissvæði þeim tengt. Verður því ekki fallist á með áfrýjanda að landið hafi ekki verið nýtt til þeirra þarfa, sem ákvörðun um eignarnám var réttlætt með. Eignarnámsþola verður ekki veittur réttur til að endurheimta eignarnumið land nema á grundvelli lagaheimildar eða vegna sérstakra aðstæðna,“ segir Hæstiréttur og bætir við að þar sem hvorugs njóti við í þessu máli séu ekki efni til að verða við kröfu um að Landssímanum verði gert að afhenda og afsala landeigendanum spildunni.“

Í Vísi 1965 segir af aðdraganda að komu Sjónvarps Útvarpsins; „Sjónvarpið sendir út„:

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – dyrahúnn frá fyrstu tíð.

„Í dag verður ef til vill gerð fyrsta tilraun með útsendingu kyrrstæðrar myndar frá lánssendi íslenzka sjónvarpsins á Vatnsendahæð. Er þessi kyrrstæða mynd, sem er misbreiðar línur og misdökkir fletir, til þess ætluð að sjá hvort útsending þessi næst á þau tæki sem í notkun eru í landinu.
Sent verður út á rás númer 11 samkv. Evrópukerfi en reglulegur útsendingartími hefur enn ekki verið ákveðinn.“

Í Dagblaðinu Vísi 1982 er umfjöllun um Vatnsendahæðarstöðina eftir rúmlega hálfrar aldar notkun; „Ný Langbylgjustöð kostar 100 milljónir„.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð.

„Ný langbylgjustöð fyrir Ríkisútvarpið kostar 100 milljónir króna. Menntamálaráðherra mun beita sér fyrir því að framkvæmdir við hana hefjist á næsta ári. Ætíar hann að leita fulltings Alþingis og fjárstuðnings úr ríkissjóði.

Gufuskálar

Gufuskálar – langbylgjumastur.

Gamla langbylgjustöðin á Vatnsendahæð er orðin 50 ára gömul og tæknimönnum þykja það mestu undur, að möstur hennar skuli enn hanga uppi.
Þetta kom fram i svari menntamálaráðherra, Ingvars Gíslasonar, á Alþingi. Í gær, þegar hann svaraði fyrirspurn Þorvaldar Garðars Kristjánssonar um málið. Í máli beggja, svo og Eiðs Guðnasonar, bar á miklum ugg vegna hins hrörlega ástands mastranna á Vatnsendahæð. Var vitnað i skýrslur sérfræðinga frá 1978, þar sem talið var furðulegt að möstrin stæðu og því lýst að þau gætu hvenær sem væri fallið í snörpum vindi.
Fyrirspyrjandi og Eiður Guðnason lögðu áherzlu á að ef möstur gömlu stöðvarinnar féllu, myndi taka ófyrirsjáanlegan tíma að koma aftur á langbylgjusendingum. En það myndi svipta marga landsmenn og sjómenn útvarpsnotum á meðan.
Ráðherrann kvað það sína skoðun, að enda þótt FM stöðvar þjónuðu æ stærri hluta landsins, dygði það ekki og langbylgjustöð yrði ómissandi til öryggis í útsendingum útvarps, ekki sízt til sjómanna. Þess vegna teidi hann að ríkissjóður ætti að koma til skjalanna og létta Ríkisútvarpinu byggingu nýrrar langbylgjustöðvar. Tók Eiður undir það, en Þorvaldur Garðar kvað litlu skipta hvaðan fé kæmi, það kæmi að lokum úr vösum skattborgaranna.
Aðalatriðið væri að koma nýju stöðinni upp áður en áföll dyndu yfir.“ – HERB

Í Tímanum 1983 er umfjöllun; „Vatnsendastöðin sífellt hrörlegri„:

Langbylgjustödin áfram fjarlægur draumur – Vatnsendastöðin sífellt hrörlegri

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – ljósdarofar.

„Þetta er eitt af þeim þarfaverkum sem bíða síns tíma,“ sagði Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri Ríkisútvarpsins þegar Tíminn spurði hann hvað miðaði með byggingu nýrrar langbylgjustöðvar fyrir útvarpið austan fjalls, sem hugmyndir hafa lengi verið uppi um.

Útvarp

Marconi sendirinn frá 1951 á Vatnsendahæð.

„Til að koma á fót þessari stöð þarf gífurlegt fjármagn og við höfum ekki séð hana sem viðráðanlegt verkefni ennþá.
Það hafa farið fram nokkrar undirbúningsrannsóknir, en meira hefur ekki gerst í málinu. Hins vegar er þetta ákaflega brýnt verkefni og sameiginleg þörf sem á það kallar frá mörgu tilliti.
Fyrst er að nefna að þetta myndi opna útsendingarleið ef FM kerfið brygðist, en það byggir eins og kunnugt er á nokkurs konar þrepaflutningi frá einum sendi til annars um landið. Langbylgjustöð yrði hins vegar svo langdræg að hún myndi nýtast öllum landsmönnum ef FM og örbylgjukerfið færi út. Þannig er hún mjög mikilvæg vegna öryggismála þjóðarinnar og eins vegna miðanna í kringum landið.“
Hvernig er ástandið á langbylgjustöðinni á Vatnsenda?
„Stöðin þar var reist árið 1929 og nú hefur ekkert verið gert fyrir hana í mörg ár. Möstrin halda áfram að ryðga og eru orðin mjög illa farin af ryði. Þetta felur í sér vissa áhættu. En ein ástæðan fyrir því að viðhald á möstrunum er í algeru lágmarki er kannske sú að menn eru alltaf að gæla við hugmyndir um nýja langbylgjustöð“. – -JGK

Í Dagblaðinu Vísi 1991 er fyrirsögnin; „Sá mastrið liggja lárétt í loftinu„:

Annað stórmastrið á Vatnsenda féll til jarðar – dæmt til falls fyrir 20 árum

Vatnesndahæð
„Mér var litið upp á Vatnsendahæðina skömmu eftir hádegi og skyndilega sá ég annað stórmastrið feykjast af undirstöðunni og liggja eins og lárétt í loftinu. Síðan endastakkst það með miklum látum er það féll til jarðar. Þetta var ansi tilkomumikil sjón,“ sgði Guðjón Hilmar Jónsson, íbúi við Yrsufell; í samtali við DV. Annað stórmastrið, langbylgjumastrið á Vatnsenda, féll til jarðar í verstu rokunum eftir hádegi í gær. Féll mastrið klukkan 13.20. Stóð aðeins neðsti hluti þess eftir og stögin í hann.

Vatnsendi

Vatnsendahæð 1967.

Mastrið var reist fyrir 1930 og því orðið rúmlega 60 ára gamalt. Að sögn Eyjólfs Valdimarssonar, framkvæmdastjóra tæknideildar Ríkisútvarpsins, voru menn í mörg ár búnir að búast við falli Vatnsendamastranna. Fyrir 20 árum varaði verkfræðiskrifstofa alvarlega við ástandi þeirra og lagði til að þau yrðu tekin niöur. Uppfylltu möstrin engan veginn kröfur um styrkleika og burðarþol. Með mastrinu er langbylgjustöð Ríkisútvarpsins óvirk þannig að á afskekktum stöðum og úti á sjó, þar sem eingöngu er notuð langbylgja, heyrist Ríkisútvarpið ekki lengur.
„Við munum kanna uppsetningu bráðabirgðasendis strax í dag en hann mun ekki senda út með sama styrkleika. Þá munum við senda út á stuttbylgju, þeirri sömu og fréttasendingar til útlanda hafa farið um. Langbylgjusendirinn á Eiðum er enn virkur og sinnir Austurlandi áfram.“
Eyjólfur sagði að bygging nýrrar langbylgjustöðvar tæki 2-3 ár og yrði hún sennilega reist austur í Flóa. Hann sagði Vatnsenda löngu úreltan stað fyrir langbylgjustöð og hefði aldrei staðið til að byggja þar nýja stöð.“ -hlh

Í Morgunblaðinu 1991 er fjallað um „Langbylgjustöðina á Vatnsendahæð„:

Vatnsendahæð„Talið er að það muni kosta um fimm til fimmtán milljónir að gera við langbylgjustöð Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð til bráðabirgða. Ákveðið hefur verið að byggja nýja langbylgjustöð á næstu árum.
Svavar Gestsson menntamálaráðherra lagði í gær fyrir ríkisstjórnina hugmyndir um hvað gera þurfi til að koma langbylgjusendinum í samt lag.

Undirbúa þarf kostnaðaráætlun
vegna byggingar nýrrar langbylgjustöðvar. Fara þarf yfir forsendur lánsfjárlaga fyrir árið 1991, en þar er gert ráð fyrir því að fella niður fastan tekjustofn sem Ríkisútvarpið hafði til 1986, og sjá til þess að þessar tekjur gangi aftur til Ríkisútvarpsins í stað ríkissjóðs. Einnig er áætlað að grípa til ákveðinna bráðabirgðaráðstafana á Vatnsendahæð á meðan beðið er eftir að endanleg úrlausn fáist, en það er talið taka nokkur ár.
Svavar sagði að ekki hefði verið kannað hvort hagkvæmara væri að leigja rás í gervihnetti og útvarpa þannig á langbylgju. „Ég held að þjóðir sem eru mjög gervihnattavæddar séu allar með langbylgjumöstur af þessu tagi þannig að ég hygg að það verði ekki hjá því komist að reisa nýja langbylgjustöð,“ sagði menntamálaráðherra.

Býður hættunni heim“ – segir starfsmaður „Skyldunnar
Hrun langbylgjustöðvarinnar hefur skapað erfiðleika enda ná örbylgjusendingar útvarpsins (FM) ekki út á miðin. Að sögn Arna Sigurbjðrnssonar, starfsmanns Tilkynningaskyldunnar, er ástandið slæmt, þótt sjómenn geti nálgast veðurfregnir með öðrum hætti. Erfitt væri að lýsa eftir bátum sem ekki gefa upplýsingar til Tilkynningaskyldunnar.
„Ástandið er ekki alvarlegt núna enda meirihluti flotans í landi,“ sagði Árni. Hann sagði að ástandið gæti orðið alvarlegt ef skyndilega gerði óveður. „Þetta býður hættunni heim og það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að koma upp langbylgjustöð,“ sagði Árni.

Gunnlaugar H. Jónsson skrifar grein í Morgunblaðið 1991 undir fyrirsögninni „Langbylgjusendir, fortíð eða framtíð„:

Vatnsendahæð

Hús langbylgjunnar á Vatnsendahæð.

„Rúm sextíu ár eru liðin síðan íslenska þjóðin réðst í það stórvirki að reisa langbylgjustöð á Vatnsendahæð austan Reykjavíkur. Það var upþhafið að þeirri fjölmiðlabyltingu sem við nú upplifum.
Í áratugi var „Útvarp Reykjavík“ (nú rás 1) eini ljósvakafjölmiðill Íslendinga og mörg kvöld sátu landsmenn sem límdir við viðtækin og hlustuðu á upplestur á sögum eins og „Bör Börson“ eða á spennandi framhaldsleikrit, svo sem „Með kveðju frá Gregory“.
En nú er öldin önnur. Landsmenn geta flestir valið úr einni eða fleiri FM-steríó-rásum, einni eða tveim sjónvarpsrásum og sumir hafa gervihnattamóttakara, sem tekur á móti tugum sjónvarpsrása. Fæstir hafa þeir hlustað á langbylgju á viðtækinu sínu svo árum skiptir. Raunar er vafamál að þeir eigi viðtæki með langbylgju. Síðustu tíu árin hef ég keypt stereó-viðtæki í bílinn, útvarpsvekjara í svefnherbergið, stereó-græjur í stofuna og lítið útvarp í eldhúsið, auk þeirra viðtækja sem börnin hafa eignast. Öll eiga þessi viðtæki það samgeiginlegt að það er engin langbylgja á þeim.
VatnsendahæðÉg vaknaði því upp við vondan draum þegar ég uppgötvaði að helsta öryggistæki landsmanna, langbylgjusendirinn á Vatnsendahæð, sem hafði verið helsta skemmtun mín í æsku, var hrunið. Þá skildi ég að ég hafði stofnað mér og mínum í verulega hættu árum saman með því að kaupa ávallt viðtæki án langbylgju. Eina huggun mín er sú að í gamla bílnum er enn viðtæki með langbylgju. Sá bíll er hins vegar ávallt skilinn eftir heima því einu stöðvarnar sem hægt er að hlusta á í þeim bíl eru „gamla gufan“ og „kaninn“.
Þegar Íslendingar reistu langlínusendinn á sínum tíma voru þeir að fjárfesta í framtíðinni, sendirinn hefur dugað í rúm sextíu ár, enda þótt mikilvægi hans fari ört minnkandi. Spurning dagsins er hvort 700-1.000 milljóna fjárfesting í nýjum landbylgjusendi er fjárfest

Öryggistækni fortíðarinnar eða framtíðarinnar
Á þeimn 20 árum sem rætt hefur verið um að endurnýja langlínusendinn hefur fjarskiptatækni breyst ótrúlega mikið hér á landi. Í stað koparvíra á staurum og langbylgjusenda, sem fluttu lágtíðni rafsegulbylgjur, hafa komið ljósleiðarar í jörðu og gervihnattasendar. Þessi nýja tækni bíður upp á margfalda flutningsgetu, sem öll nýrri viðtæki eru gerð til að nýta með steró-hljómi og/eða sjónvarpi. Það er skoðun mín að enda þótt enn megi finna framleiðendur sem geta framleitt langbylgjusenda þá sé þess ekki langt að bíða að almenningur í landinu geti ekki hlustað á langbylgjuna vegna þess að viðtækin sem seld eru í heiminum í dag eru almennt ekki gerð fyrir langbylgju. Hvers virði er almannavarnakerfi sem almenningur hlustar ekki á?

VatnsendahæðÍ Dagblaðinu Vísi 6. febrúar var birt viðtal við skipstjóra á millilandaskipi þar sem fram kom að eftir að langbylgjan datt út hafi stórbatnað skilyrði til þess að hlusta á veðurfregnir, sem sé nú útvarpað á stuttbylgju. Bandaríkjamenn eru mjög áhugasamir um öryggi og almannavarnir og búa í landi sem er nær 100 sinnum stærra en Ísland. Þeir hafa valið að nota svo til eingöngu miðbylgju og FM-bylgju til útvarpssendinga, enda er vandfundið viðtæki í því landi sem hefur langbylgju.
Áður en íslenska þjóðin leggur fram 1.000 milljónir, eða sem samsvarar milljón á hvert skip í flotanum, ættu Íslendingar að staldra við og íhuga hvernig öryggi í fjarskiptum verður best tryggt næstu 60 árin. (Þetta samsvarar 16.000 kr. á hverja vísitölufjölskyldu og má fá fyrir þann pening vandað stereó-viðtæki með FM-bylgju, miðbylgju og stuttbylgju, sem blaðamenn nota á ferðalögum til að hlusta á stuttbylgjusendingar úr öllum heimshornum.) Á næstunni verður lokið við að hringtengja ljósleiðara um landið.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – fornleifar…

Þróun á sjálfvirku tilkynningakerfi fyrir skip er að ljúka. Næsta skref er að koma því upp hringinn í kringum landið ef það er tæknilega og fjárhagslega hagkvæmt. Mörg skip hafa aðstöðu til að taka á móti upplýsingum, þar á meðal veðurkortum og GPS-staðsetningum frá gervihnöttum.

Útvarp

LW Vatnsendi 1965 – stjórnborð.

Fyrir 1.000 milljónir má gera mikið í öryggismálum þjóðarinnar bæði til sjós og lands og til að styrkja ljósleiðara- og FM- og sjónvarpsdreifikerfið. Hægt væri að koma upp stuttbylgju- eða miðbylgjusendi á hverju landshorni (kannski í tengslum við radarstöðvarnar.)
Í guðana bænum landar, ekki taka ákvörðun daginn eftir fall langlínumasturs, sem enginn hefur nennt að halda við í 20 ár með þeim afleiðingum að ein festing ryðgar í sundur niðri við jörð. Það má vera að alþingismenn hafi móral yfir því að hafa á undanförnum árum haft fé af ríkisútvarpinu, og vilji nú bæta úr fyrir kosningar. Hafi Alþingi nú úr digrum sjóðum að spila, skulum við nýta þá peninga í þágu framtíðarinnar, þannig að þeir komi að sem bestum notum, að bestu manna yfirsýn, næstu 60 árin. Leggjumst undir feld í þrjá daga að minnsta kosti og tökum ákvörðun að íhuguðu máli.“ – Höfundur er eðlisfræðingur og rekstrarhagfræðingur, starfar hjá Háskóla Íslands.

Nokkur atriði úr sögu Útvarpsins:

1928 Lög um heimild handa ríkisstjórninni til einkarekstrar á útvarpi.
1929 Fyrsta útvarpsráð skipað.
1930 Jónas Þorbergsson skipaður útvarpsstjóri. Ný lög um útvarp ríkisins.
Settur upp langbylgjusendir á Vatnsendahæð við reykjavík (16 kW), og dagskrársending Ríkisútvarpsins hafin.
1931 Ríkisutvarpið flytur úr Hafnarstræti 10 í Reykjavík í hús Landssímans við Austurvöll.
1934 Ný útvarpslög.
1938 Tekinn í notkun nýr sendir á Vatnsendahæð (langbylgja – 100 kW).

Vatnsendahæð

Stálþráðsupptæki útvarpsins á Vatnsendahæð.

1947 Ríkisútvarpið eignast stálþráðatæki, sem breytti mjög aðstöðu til upptöku útvarpsefnis.
1950 Enn gagngerðari varð þó breytingin þegar segulbandstækin komu til sögunnar 1950.
1952 Hafði endurvarp frá sendi á Hornarfirði (miðb. 1 kW).
1953 Vilhjálmur Þ. Gíslason skipaður útvarpsstjóri.
1958 FM-útsendingar hafnar frá Vatnsendahæð.

Vatnsendahæð

Landssímahúsið við Austurvöll.

1959 Ríkisútvarpið flytur úr húsi Landssímans í hús Rannsóknarstofnunnar sjávarútvegsins að Skúlagötu 4 í Reykjavík.
1964 Ríkisútvarpinu falið að hefja undirbúning að íslensku sjónvarpi.
1965 Nýr langbylgjusendir (100 kW) settur upp á Vatnsendahæð.
1966 Ríkisútvarpið kaupir meginhluta húseignarinnar Laugavegur 176 í Reykjavík fyrir sjónvarpsrekstur. Hafin útsending sjónvarpsdagskrár (30.09.).
1970 Stofnaður Framkvæmdarsjórður Ríkisútvarpsins.
1971 Ný útvarpslög.
1974 Birt ný almenn reglugerð um Ríkisútvarpið.
1975 Útvarpslögunum breytt.
1977 Hafnar útsendingar í lit.
1978 Gengið frá samningum um lóð fyrir útvarpshús við Efstaleiti.
1980 Hafnar víðómsútsendingar í útvarpi.
1981 Fyrsta fréttasending Sjónvarpsins um gervitungl.
1982 Fyrsta móttaka knattspyrnuleiks í gegnum gerfitungl.
1985 Markús Örn Antonsson skipaður útvarpsstjóri.
1986 Ný reglugerð sett um Ríkisútvarpið.

Vatnsendahæð

Útvarpshúsið við Efstaleiti.

1987 Útvarpið flytur í eigið húsnæði í Efstaleiti 1.
1991 Heimir Steinsson skiðapur útvarpsstjóri.
1994 FM-sendum Útvarps og Sjónvarps fjölgað til muna.

Nánast allt framangreint, utan skipan útvarpstjóra, hefði sennilega aldrei orðið að veruleika nema fyrir tilstuðlan langbylgjustöðvarinnar á Vatnsendahæð?

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – loftmynd.

Rekstri langbylgjustöðvarinnar á Vatnsendahæð hefur nú verið hætt. Hluti starfseminnar hefur verið flutt í aðra senda, s.s. á Úlfarsfelli, en meginstarfsemin verður áfram rekin á Gufuskálum. Um afdrif fyrirliggjandi uppsafnaðs tækjabúnaðar er óljós. Ýmis söfn munu þó njóta góðs af, s.s. Herminjasafnið í Hvalfirði, Minjasafnið á Skógum, Þjóðminjasafnið og safn Rafniðnaðarsambandsins. Þá mun leik- og kvikmyndageirinn njóta góðs af ýmsum heimilistækjabúnaði, sem safnað hefur verið í gegnum tíðina.
Húsnæðið á Vatnsendahæð er ekki eins illa farið og Þórhallur Ólafsson, forstjóri Neyðarlínunnar, vill vera láta. Vandað var til byggingarinnar í upphafi og hún er alls ekki asbestbygging. Hliðarbyggingar; geymslur og skúrar, voru reyndar byggðar af vanefnum.
Húsnæðið geymir ekki einungis sögulegar minjar, sem ástæða er til að varðveita. Það er í raun vitnisburður um þróun samfélagsins frá nýlegri fortíð til nútíðar. Vonandi verður byggingunni fundið nýtt og viðeigandi hlutverk í framtíðinni er endurspeglar merkilega sögu þess í íslensku samhengi.

Heimildir:
-Mbl.is 09.03. 2001 – https://www.mbl.is/frettir/innlent/2001/03/09/nyting_var_i_samraemi_vid_eignarnamsheimild/
-Dagblaðið Vísir, 81. tbl. 07.04.1982, Ný Langbylgjustöð kostar 100 milljónir, bls. 3.
-Morgunblaðið, 30. tbl. 06.02.1991, Langbylgjustöðin á Vatnsendahæð, bls. 18.
-Dagblaðið Vísir, 29. tbl. 04.02.1991, Sá mastrið liggja lárétt í loftinu, bls. 33.
-Morgunblaðið, 42. tbl. 20.02.1991, Langbylgjusendir, fortíð eða framtíð. Gunnlaugur H. Jónsson, bls. 34.
-Tíminn, 119. tbl. 27.05.1983, Vatnsendastöðin sílefflt hrörlegri, bls. 2.
-Vísir, 293. tbl 22.12.1965, Sjónvarpið sendir út, bls. 16.
-Fálkinn, 31. tbl. 06.08.1938, Vígsla útvarpsstöðvarinnar, bls. 14
-Fálkinn, 24. tbl. 22.06.1951, Nýr útvarpssendir tekin í notkun, bls. 2.
-Íslendingaþærrir Tímans, 9. tbl. 09.03.1974, Dagfinnur Sveinbjörnsson, bls. 10.
-Útvarpstíðindi, 4. tbl. 07.11.1938, Stækkun útvarpsstöðvarinnar, Gunnlaugur Briem, verkfræðingur, bls. 56-57.
-Verslunartíðindi, 7. tbl. 01.07.1935, Talsamband við útlönd, bls. 76-77.
-Útvarpstíðindi, 21. tbl. 06.03.1939, Um veðurfregnir, Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, bls. 320-321.
-Útvarpstíðindi, 1. tbl. 12.01.1948, Íslendingar að verða fremstir meðal þjóðanna um útvarpsafnot, Úrdráttur úr ræðu útvarpsstjóra, bls. 5-6.
-Útvarpstíðindi, 10. tbl. 13.06.1949, Endurbætur og aukningar á sendistöðvum Ríkisútvarpsins, Frá skrifstofu útvarpsstjóra, bls. 220.
-Sjómannadagsblaðið, 1. tbl. 08.06.1941, Draumurinn sem rættist, Friðrik Halldórsson, bls. 30.
-Iðnaðarmál, 1. tbl. 01.01.1956, Fræðslumyndir og segulhljóðritun, Magnús Jóhannsson, bls. 6.
-Dagur, 14. tbl. 23.03.1960, Rætt við elsta starfsmann Útvarpsins, Davíð Árnason, bls. 2.
-Morgunblaðið 15.09.2020, Lýsa áhyggjum af framtíð Útvarpshússins.

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – einn af sendunum…