Færslur

Lónakot

Kornelíus Jónsson (1915) úrsmiður og gullsmiður í Reykjavík byggði fjárhús fyrir ofan Lónakot um 1960 þegar hann keypti hluta Lónakots jarðarinnar af Sæmundi Þórðarsyni kaupmanni. Sæmundur keypt jörðina 1939 af Guðlaugi Engilbert Sveinssyni (1883-1955). Guðlaugur sem ætíð var nefndur Laugi Lóna, flutti þá búferlum frá kotinu inn í Hafnarfjörð.
lonakot-245Guðlaugur tók við Lónakoti árið 1902, en þá hafði jörðin verið í eyði í tvö ár eftir að Hallgrímur Grímsson og seinni kona hans Rannveig Ólafsdóttir fluttu þaðan ásamt fjórum börnum sínum. Fimmta barnið höfðu þau misst úr skarlatsótt aldamótaárið 1900. Þeim var gert ókleift að búa í Lónakoti eftir að bæjarhúsin voru brennd í kjölfar farsóttarinnar sem kom upp á bænum. Þegar Guðlaugur tók við jörðinni hófst hann handa með að byggja nýjan bæ á Bæjarhólnum. Hann bjó í Lónakoti ásamt sambýliskonu sinni Guðríði Jónsdóttur og þeim fæddist dóttirin Jónína Björg 1904. Þegar Guðlaugur og Guðríður fluttu frá Lónakoti á þriðja áratug 20. aldar eins og svo margir aðrir Hraunamenn, héldu þau áfram að nýta jörðina fyrir búfénað sinn. Þau bjuggu þá í litlu bakhúsi við Krosseyrarveg.
Þegar einir 30 metrar eru eftir að Suðurgarði Lónakots, tvíhlaðið túngerði sem er að mestu fallið, er sprunga á vinstri hönd sem búið er að fylla af grjóti. Þetta er Yrðlingabyrgið sem Hallgrímur Grímsson útbjó til að ala upp tófuyrðlinga nokkru fyrir aldamótin 1900, væntanlega í þeim tilgangi að slátra þeim og selja skinnin. Hallgrímur var bóndi í Lónakoti frá 1888 til 1900, en stundaði einnig róðra frá Suðurnesjum, m.a. frá bænum Kalmannstjörn í Höfnum.
Rétt innan suðurhliðsins, austanvert við götuna er þúfnakargi og lítil fjárhústóft með hlöðnum einföldum garði umhverfis, lonakot-246Kotagarði. Þetta svæði nefnist Kofinn eða Dys í Koti og rétt austar er fjárgerði sem kallast Kotagerði. Þarna mun gamli Lónakotsbærinn hafa staðið áður en Landlæknir lét brenna kotið eftir að skarlatssótt kom upp. Tveimur árum síðar voru bæjarhúsin byggð upp á Bæjarhólnum, sprungnum hól í miðju túni við Norðurtjörn.
Austur af Bæjarhólnum er Vökhóll, einnig nefndur Krumfótur og Sönghóll. Efst á honum er Vökhólsþúfa eða Sönghólsþúfa. Sunnan hólsins var syðra túngarðshliðið og frá því lá Lónakotsgatan syðri í áttina að Brunntjörn vestan Straums og suður á Alfaraleið. Nyrðra túnhliðið var norðan hólsins, milli hans og Norðurfjárhúsanna, en tóftir þeirra standa enn á sjávarbakkanum. Þar austur með sjónum lá Lónakotsgatan nyrðri að Óttarsstöðum, einnig nefnd Sjávargatan.
lonakot-247Fyrir ströndu eru Lónakotsfjörur og út frá Norðurfjárhúsum eru sléttar hraunklappir sem nefnast Lónakotsnef. Þar vestur af er Gráasker, sem áður var grasi gróið og þurfti að vakta fé sem þangað sótti svo það flæddi ekki í skerinu.
Til austurs frá Lónakotsnefi liggur Gjögur allt austur að Sönduvík eða Sandavík og Söndu, sem er sendinn kafli innan við lábarið stórgrýti sem sjórinn hefur slípað af mikilli einurð. Söndugrjót nefnist þessi stórgrýtti sjávarkampur og innan hans er Söndutjörn. Innan við Söndugrjótið er Markhóll, krosssprunginn hóll með Markhólsþúfu. Markaklettur stendur fram í fjörunni þar sem mörkin milli Lónakots og Óttarsstaða eru. Þessi klettur er að mestu horfinn í grjótið. Línan liggur síðan í gegnum Markhólinn sem áður er nefndur, um austasta hluta Lónakotsvatnagarða rétt vestan Vatnagarðafjárskjóls og þaðan lonakotssel-245suður í Sjónarhól sem er áberandi sprunginn hraunhóll sem sést víða að. Þaðan er línan í kletta austan Lónakostssels og í Mið-Krossstapa.
Með sjávarbakkanum frá Norðurfjárhúsum til vesturs var mikill tvíhlaðinn grjótgarður nefndur Norðurtúngarður eða Sjóvarnargarður. Miklar skemmdir urðu á honum í stórflóði og áhlaupi veturinn 1958. Þótt reynt hafi verið að halda honum við eftir það hefur sjórinn haldið áfram af seiglu sinni og nú er garðurinn að mestu horfinn og Norðurtúnið hefur spillst verulega af sjávargangi. Sunnan Norðurtjarnar er Suðurtúnið en vestan hennar Seltúnið. Þar eru tóftir fjárhúss Sæmundar Þórðarsonar, en þakið fauk af húsinu stuttu eftir að hann hætti að nýta það og nú er þar tóftin ein eftir.
Frá Norðurtúngarðshliði til vesturs lá Sjávargatan sem enn markar fyrir. Þessi gata var gerð vagnfær um 1920 til að hægt væri að nypuskjol-245sækja rekavið sem töluvert var af á þessum slóðum. Enn er hægt að sjá hvar gatan hefur verið hlaðin og rudd en hún er ekki vagnfær lengur því mikið stórgrýti þekur svæðið að stórum hluta.
Lónakotsvör, sumarvörin var vestan túngarðsins, en hún var með öllu ófær í illviðrum og á vetrum. Nokkru vestar er Brimþúfa uppi á kletti en í fjörunni er Mávahella, þar sem Mávar og Skarfar viðra sig gjarnan þegar svo ber undir.
Þó nokkru vestar er strýtulagaður hraunhóll sem nefnist Nípa. Suðaustan Nípu er einskonar jarðfall með skúta sem snýr til suður. Þar var í eina tíð hlaðið fyrir og reft yfir því sauðfé var haldið til beitar á vetrum á þessum slóðum. Enn er hægt að sjá hleðslurnar og fúna rafta sem eru löngu fallnir, þar sem áður var fjárskjólið Nípuskjól. Nær sjávarbakkanum er Nípurétt, nátthaginn þar sem smalinn bældi fé sitt að næturlagi.
Þegar komið er framhjá Nípu blasa við klettar upp af ströndinni með grösugum bölum sem umkringdir eru hlöðnum túngörðum. Þar eru einnig hlaðnar réttir sem klettarnir bera nafn af því þeir kallast Réttarklettar. Sauðfé sækir mjög í fjörubeit á þessum slóðum þegar það er látið ganga sjálfala í hrauninu á vetrum. Nokkru vestar er áberandi klettar sem nefnast Dulatjarnir-245Dulaklettar og umhverfis þá eru grastór og tjarnir sem kallast Dulatjarnir. Þar gætir flóðs og fjöru og þorna tjarnirnar þegar lágsjávað er. Duli er gamalt fiskimið í Lónakotsdjúpi sem Seltirningar notuðu gjarnan og þar þótti mjög fiskisælt. Miðið er Keilir um Dula, sem þýðir að menn tóku mið af strýtulöguðum kletti og þúfu á öðrum kletti ofan við hann í fjallið Keili.
Nokkru vestan við Dulakletta eru Selasteinar og þegar komið er steinsnar vestar er Markaklettur á innanverðu Hraunsnesi, sem gengur hér í sjó fram. Þar eru mörkin milli Lónakots og Hvassahrauns, sömuleiðis sveitafélagamörk milli Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps. Áður fyrr var varða á Markaklöpp og sjást enn merki um hana. Frá henni er stefnan í Markaklett sem er sprunginn klettur, þaðan í Skógarhól og síðan í Stóra-Grænhól suður um Grænhólsker í Hólbrunnsvörðu, þaðan í Skorásvörðu og suður í Mið-Krossstapa.
Þegar komið er framhjá Markakletti tekur Hvassahraunsland við. Hér skerst vik inn í landið sem nefnist Hvassahraunsbót og er á milli tveggja nesja, Hraunsness að austan og Stekkjarness að vestan. Utar er Vatnsleysuvík sem nær milli Hvassahrauns og  Stóru-Vatnsleysu. Sjávargatan liggur ofan fjörunnar Hvassahraun-245um Látur sem þykir merkilegt náttúrufyrirbæri og er friðað samkvæmt Náttúruminjaskrá. Gatan liggur ofan sjávarbakkans í áttina að Stekkjarnesi. Þegar þangað er komið er stekkurinn austan og neðan Stekkjarhóls sem er myndarlegur sprunginn hóll sem skartar áberandi fuglaþúfu, eins og svo margir hraunklettar á þessum slóðum. Stekkurinn er að mestu fallinn því löngu hætt að nota hann og viðhald ekkert. Lábarið sjávargrjót hefur hlaðist upp og er komið allnærri stekknum þar sem landbrot er töluvert á þessum stað.
Hægt er að fylgja annarri leið sem liggur ofar í landinu en Sjávargatan, í áttina að Hvassahraunsbæjunum. Það var fjórbýlt í Hvassahrauni á 19. öld þegar hægt var að lifa að því að láta búsmalann ganga sjálfala um hagana árið um kring og drýgja tekjurnar með sjósókn. Bæirnir voru Hvassahraun I og II, auk kotanna Hvassahraunskots og Sönghóls.
Frá Stekkjarnesi blasir Bæjarvíkin við og vestan hennar er Fagravík. Enn standa bæjarhúsin í Hvassahrauni, en þar eru einnig þó nokkuð mörg sumarhús sem byggð voru um miðja 20. öldina og eitt heilsárshús sem byggt var í lok 20. aldar. Síðast var búskapur í Hvassahrauni um 1960, en í seinni tíð hafa frístundabændur haft sauðfé sitt í gömlu fjárhúsunum. Kornelíus í Lónakoti er nú eigandi Hvassahraunstúnsins en aðrir jarðapartar skiptast á margar hendur.
Gengið er í áttina að Hvassahraunsbænum og snúið til baka þegar komið er að steinhlöðnum Norðutúngarði. Þar er gömlu Alfaraleiðinni fylgt að hluta til þar til hún sveigir til suðurs, þá er haldið beint af augum til austurs og í áttina að Lónakotsfjárhúsum og gömlu Vetrarleiðinni fylgt. Leiðin var vörðuð áður en Suðurnesjavegurinn var lagður uppúr aldmótunum 1900, en þegar hann var orðinn akfær voru vörðurnar á gömlu leiðinni felldar. Það getur því verið erfiðleikum bundið að rata þessa leið, sem er að mestu gróin upp. Ratvísum ferðalöngum ætti samt ekki að verða skotaskuld úr því að feta þessa fornu slóð og fylgja henni. Þegar komið er nokkurn spöl sést steypt Landmælingamerki rísa við sjóndeildarhring efst á Grænhól. – Jónatan Garðarsson.

Heimildir:
-Örnefnaskrá Lónakots, Gísli Sigurðsson, Ari Gíslason.
-Horfinn heimur – Árið 1900 í nærmynd, Þórunn Valdimarsdóttir.

Lónakot

Lónakotsbærinn undir það síðasta.

Lónakot

Gengið með ströndinni frá Hvassahrauni að Lónakoti. Byrjað var við gamla Keflavíkurveginn skammt ofan við gömlu Hvassahraunsréttina. Í þessari lýsingu er ekki ætlunin að lýsa örnefnum sérstaklega heldur fyrst og fremst því sem fyrir augu bar á leiðinni.

Lónakot

Rekaviðarhnyðja við Nípurétt.

Réttin er hlaðin, ferningslaga, norðaustan utan í hraunhól vestan í hæðinni þar sem vegurinn er hæstur austan Hvasshrauns. Gengið var skáhalt niður lyngvaxið hraunið. Lóuhreiður á mosa og þrastarhreiður í kjarri, en síðan blasti skyndilega við hinn blákaldi veruleiki; sundurtættur mávur og einungis fjaðrinar eftir. Refurinn þarf jú sitt til að geta skrimt.
Bergmyndanirnar með ströndinni eru bæði fjölbreytilegar og stórbrotnar. Sumstaðar eru þverfallnir stuðlar, annars staðar hefur hraunið runnið lagskipt í sjó fram. Aldan hefur síðan dundað við að brjóta það upp, hnoða það í grágrýtiskúlur og varpa upp á land. Víða má sjá holu- eða bráðnunarmyndanir í annars hörðu berginu. Fjölbreytileikinn virðist ótakmarkaður. Um er að ræða forsögulega hraunmyndun, líklega frá fyrra hlýskeiði, milli síðustu ísalda. Sjórinn hefur dundað sér við að brjóta upp hraunflekana og fagurgera hraunyndanirnar áður en hann skellti þeim upp á sjávarbakkann.
Hrafnklukka, lambagras, bláberja- og krækiberjalynd, ljónslappi og fleiri tegundir hafa tekið sér svæðisbundna búsetu; hver tengundin tekur við af annarri.

Réttarklettar

Rétt við Réttarkletta.

Á Hraunsnesi og ofan við það eru fallega lygnartjarnir milli stórbrotinna hraunhóla. Botninn er gróinn því þarna gætir fljóðs og fjöru. Græni liturinn undir blámanum setur sjarmerandi svip á svæðið. Þannig skiptast litirnir í tjörnunum eftir því hvernig birtan fellur til.
Á leiðinni var fjölmargt að sjá; hnyðjur, rekaviður, brúsar, kúlur, ryðgað járn, garða, fjárskjól, selsstaða, fjárskjól, flöskuskeyti og hvaðaneina er prýtt getur fallega fjöru.
Fjárskjól er í Hraunsnesi og einnig skammt austar. Þar eru garðar, stekkur og tóftir. Grunur er um að þarna hafi Lónakot haft selstöðu um tíma, en að öllum líkindum hafa mannvirkin verið nýtt til útróðra þess á millum. Gerðið er afgirt hleðslugörðum og sæmileg lending er neðan við klettaborgina, sem selsstaðan hefur verið mynduð í kringum. Skammt suðvestan við hana eru hlaðið fjárskjól í hraunkrika.
Myndarlega hlaðið gerði er skammt austar. Þarna gæti verið um bátarétt að ræða er rennir enn frekar stoðum undir nýtinguna á svæðinu. Áður en komið er að Réttarklettum er farið með Dularklettum og -tjörnum, framhjá Grænhólsskjóli (fjárskjól) og Réttarklettum með allnokkrum görðum og gerðum umleikis, Nípa, Nípuskjól og Nípurétt eru skammt austar.

Lónakot

Lónakot – uppdráttur ÓSÁ.

Lónakot er svolítið austar. Þegar svæðið var skoðað komu í ljós gerði, garðar, tóftir útihúsa, bæjarhóllinn og tóftir hans, brunnurinn sunnan við hann, heimagarðurinn og tjarnirnar (lónin) allt um kring.

Lónakot

Lónakotsbærinn.

Lónakot fór í eyði á 20. öldinni, en sumar minjanna gætur verið nokkuð eldri. Heimagarðurinn er líkur öðrum slíkum, en víða með tjörnunum má greina hleðslur og gömul mannvirki. Leiðir að Lónakoti eru varðaðar (sjá háar vörður ofar í hrauninu). Liggja þær að Straumi (til austurs) og að Hvasshrauni (til vesturs).

Gengið var upp gamla veginn frá Lónakoti. Sjá mátti fallegar hleðslur utan í honum sumstaðar þar sem hann liggur um jarðföll og gjár.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 10 mín.
Réttarklettar

Lónakot

Leitað var að og skoðaðir Grænhólsskjól og Hausthellir í landi Lónakots og Sjónarhólshellir í landi Óttarsstaða.
SjónarhólshellirSjónarhólshellir eru nálægt mörkum jarðanna og Grænhólsskjól nálægt mörkum Hvassahrauns, en Hausthellir skammt vestan við heimatúnið í Lónakoti. Því hefur verið haldið fram að Sjónarhólshellir hafi einnig verið nefnt Smalaskálaskjól, en það er norðvestan í Smalaskálahæð, sbr. örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði: „
Vestan við Rauðamel stóra er mikil klapparhæð, sem nefnist Smalaskáli. Uppi á hæðinni er skotbyrgi. Syðst í hæðinni er Smalaskálaker, sporöskjulaga jarðfall með rauðamelshól í botni. Norðvestan undir hæðinni er Smalaskálaskúti, hellir, sem fé lá inni í. Þar var skógarhrísla stór, sem óx fyrir hellismunnann. Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, frá því fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.“ Síðastnefnda skjólið hefur verið staðsett á fyrrgreindum stað. Einnig var reynt að staðsetja Magnúsardys í Lónakotslandi í þessari ferð.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot minnist hann m.a. á Hausthelli og Magnúsardys, sbr.: „Markaklettur [er] Hausthellirá innanverðu Hraunsnesi. Af Markakletti lá landamerkjalínan milli Lónakots og Hvassahrauns upp í Skógarhól, þaðan í Stóra-Grænhól. Suður frá Grænhól var svo Grænhólsker, hættulegt fé. En í austur frá hólnum var Grænhólsskjól. Vestur [á væntanleg að vera austur því að vestan er land Hvassahrauns, auk þess Brunnhólar eru austan markanna, í Lónakotslandi] frá Sjónarhól var Brunnhóll. Í hrauninu niður frá Hádegishæð var sprungin klöpp, nefndist Magnúsardys. Maður að nafni Magnús varð þarna úti og var urðaður í sprungunni. Suður og upp frá Magnúsardys var Hraunsnesþúfa og Hausthellir, fjárskjól gott.“
Örnefni þau, sem hér hafa verið nefnd, liggja öll neðan Suðurnesjavegar og nú Reykjanesbrautar og alfaraleiðar, sem áður er nefnd.“
Fram kemur að Hádegishæð er skammt ofan við túngarðinn: „Umhverfis þennan þúfnakarga var Kotagarðurinn, hlaðinn, einfaldur grjótgarður. Nokkru lengra uppi í hrauninu var Hádegishæð.“ Nokkrar sprungur eru neðan Hádegishæðar og því erfitt að staðsetja Magnúsardysina þar með einhverri vissu. Það var því ekki gert að þessu sinni. Sjá meira
HÉR. Vestan við heimatúnið er Hausthellir í gróinni kvos. 

Grænhólsskjól

Grónar hleðslur eru framan við opið og dyr á þeim. Hellirinn sjálfur er fremur lítill, en reft hefur verið yfir tóftina framan við hann. Skjólgóður nátthagi er suðvestan við hellinn og hlaðinn brunnur austan hans (í Brunnhóll).
Þegar leitað var að framangreindu var gengið fram á afvelta lamb. Reynt var að færa það á fætur, en þá lagðist það út af. Augun lýstu ótta og uppgjöf. Blóð virtist vera aftan við vinstri afturfót. Tófan kann að hafa verið þarna að verki (enda búandi greni í hraunhól skammt frá). Veikindi gætu einnig hafa verið orsökin.
SkotbyrgiAugljósasta skýringin kom í ljós í hrauninu skammt vestar. Skolli rak skyndilega út trýnið upp úr skúta og „hvopsaði“ áður en hann hvarf inn aftur. Eftir stutta bið sást hann á ferðinni innan við opið – órólegur.
Haft var samband við Bjarnferð, fjárumsýslumann svæðisins, og honum kynnt ástand lambsins. Þá var Helgi Gam. í Grindavík fenginn til að takast á við dýrbítinn enda ekki forsvaranlegt að hafa hann þarna svona skammt frá fjárhúsunum í Lónakoti, vomandi yfir fénu nótt sem dag.
Í örnefnalýsingu SG (með leiðréttingum) fyrir Óttarsstaði kemur eftirfarandi fram um Sjónarhólshelli: „Fyrir ofan fjörukampinn var uppgróinn sandbakki, sem nefndist Sandar. Þar Sjónarhólshellir-2vestast eru landamerki milli Óttarsstaða og Lónakots. Ofan við Sanda er Sandatjörn, skiptist milli Óttarsstaða og Lónakots. Úr Söndum liggur landamerkjalínan í Markhól, sprunginn klapparhól skammt fyrir ofan kampinn. Þaðan liggur línan suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónahólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður (sjá meira
HÉR).“
Hleðslur við Sjónarhólshelli, líkt og við Hausthelli, eru enn nokkuð heillegar. Gróið er framan við bæði skjólin og vatnsstæði í nágrenni beggja.
Þegar nágrenni „Haustshellis“ var skoðað betur kom í ljós enn eitt fjárskjólið; vandlega hlaðin fyrirhleðsla með ágætu rými fyrir innan. Opið sneri mót austri (sem þótti ónentugt að vetrarlagi). Gólfið var gróið og sjá mátti þar rekavið er benti til þess (sem reyndar þykir sjálfsagt) að reft hafi verið yfir milli fyrirhleðslunnar og þakveggjar hraunsins. Fjárskjól þetta er hvergi getið í örnefnalýsingum né hefur þess verið getið í fornleifaskráningum af svæðinu – ekki frekar en lambaskjólið ofar í hrauninu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Lónakot.
-Örnefnalýsing fyrir Hvassahraun.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstari.
-Gísli Sigurðsson.

Mæting var við Straum. Gengið var um Óttarsstaði að Lónakoti. Eftir að hafa skoðað Lónin og Lonakot-23Vatnshelli var gengið til baka um Ingveldar, Jakobsvörðuhæð og Kúadal. Rifjuð voru upp helstu örnefni og á leiðinni var litið á 6 spjöld í Ratleik Hafnarfjarðar 2010. Þema leiksins að þessu sinni er „hleðslur“.
Núverandi hús í Straumi (burstabærinn) var byggður 1927. Hafnarfjarðarbær keypti húsið 1986. Jónsbúð, hjáleiga frá Straumi, var í ábúð frá 16. öld fram til 1910. Búskapur í Eyðikoti lagðist af um miðja 20. öld. Núverandi hús að Óttarsstöðum eystri var byggt 1885 og var búið í því fram til 1952. Óttarsstaðir vestri fóru úr byggð 1965.

Sjá meira um svæðið m.a. undir Lýsingar.

Réttarklettar

Stefnan var tekin niður að Lónakoti með gamlar örnefnalýsingar í öðrum vasanum og nýmóðins gps-tæki í hinum. Veðrið var frábært; +19°C.
BæjarhóllinnFarið var nákvæmlega eftir örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar. Heimildarmenn hans voru m.a. Gústaf Sigurðsson frá Eyðikoti í Hraunum, nú í Reykjavík, og Ólafía Hallgrímsdóttir, f. í Lónakoti (nú dáin), svo og Guðjón Gunnlaugsson [Gaui Lóna], alinn upp í Lónakoti, f. í Hafnarfirði (nú dáinn). Ætlunin var m.a. að skoða Lónin suðaustanverð, svæðið nyrst á Austurtúninu og halda síðan út í Réttarkletta með áframhaldandi för yfir hraunið að upphafsstað. Við skoðun á því svæði kom ýmislegt skemmtilegt í ljós.

Í nefndri lýsingu segir m.a.: „Landamerki fyrir jörðina Lónakot í Garðahreppi. Lónakot, jörð í Álftaneshreppi hinum forna, síðar í Garðahreppi, fyrr og nú syðsta jörð þessara hreppa. Nú innan lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðar. Er í eyði síðan um 1930. Lónakotsbærinn stóð á Bæjarhólnum, sem var sprunginn klettur, því sem næst í miðju Lónakotstúni, sem skiptist í Austurtún, Norðurtún og Vesturtún, öðru nafni Seltún.
LónakotTúnið lá innan Lónakotstúngarðs, en hann skiptist aftur á móti í suðurtúngarð með suðurtúngarðshliði, en þessi hluti túngarðsins lá um nyrztu hólma og granda Lónakotsvatnagarða, sem eru hólmar og lón í suðsuðaustur frá bænum, með fersku vatni jafnaðarlegast. Austurtúngarður lá á austurkanti túnsins frá einu lónanna um Krumfót, sem er klapparhóll, er einnig nefnist Vökhóll og Sönghóll. Á heimasta hluta hólsins var Vökhólsþúfa eða Sönghólsþúfa, sígræn hundaþúfa.“
KotagerðiÞegar svæðið í norðvesturhorni Lónakotstúnanna var skoðað var augljóst hvar nefndan Sönghól (Vökhól eða Krumfót) var að finna. Á honum er nefnd þúfa, stór og vel gróin. Neðan undir hólnum er ágætt skjól í gróinni kvos og enn neðar, á sjávarbakkanum, er Norðurfjárhúsið. Örnefnið Sönghóll er einnig til við Hvassahraun. Spurning er hvort heimafólk eitt sér eða í fagnaði með öðrum hafi safnast saman við þessa hóla og einhver þá tekið lagið.
SönghóllÞá var haldið yfir að bæjarhólnum. Í lýsingunni segir m.a. um það svæði: „Suðurtjörnin lá aftur á móti sunnan við Bæjarhólinn og þar í brunnurinn, en frá bænum lá Brunnstígurinn niður á Brunnstéttina, sem lá út í tjörnina að brunninum, sem var niðurgrafinn í mjúkan leirbotninn. Lónakotsvatnagarðar, hólmarnir og lónin suðsuðaustur frá Lónakoti, voru einnig nefndir Vatnagarðar eingöngu, Lónin Lónakotslón, Hólmarnir, Lónakotshólmar, og syðst í Vatnagörðunum er Vatnagarðahellir eða Vatnagarðafjárskjól, sem eiginlega liggur í landi Óttarsstaða, og nokkrar tjarnanna.“
Þá var haldið yfir að túngarðshliðinu suðvestan við bæinn. „Þegar haldið var suður úr suðurtúngarðshliði, var þar við Lónakotsselsstíginn, sem seinna varð Lónakotsvegur, alldjúp gjóta, Grjótsem nú er fyllt með grjóti, Yrðlingabyrgi. Þar ól Hallgrímur Grímsson, bóndi í Lónakoti um aldamótin 1900, upp tófuyrðlinga. Byrgið er um 30 metra frá túngarðshliðinu. Suður frá því er svo Lónakotsréttin. Austur þar frá, á vinstri hönd við Lónakotsstíginn, er þúfnakargi með fjárhúskofa og kallast hér Kotið, einnig Dys í Koti. Austar þar var Kotagerði, fjárgerði. Allt lá þetta vestan hólma Vatnagarðanna. Sagnir voru um, að upphaflega hafi Lónakotsbærinn staðið þarna. Umhverfis þennan þúfnakarga var Kotagarðurinn, hlaðinn, einfaldur grjótgarður.“
Allar framangreindar tóftir eru enn vel greinilegar. Dys í Koti er stutt frá veginum og Kotagerðið austan hans. Kotagerðið er hringlaga, allstórt og vel gróið. Í því norðaustanverðu er Stekkurtvískipt kofatóft. Annað gerði er undir hraunhól vestan við veginn, vestan við Dys. Skoðað var í Yrðlingabyrgið. Enn má sjá inn í byrgið. Í því er samansafn af alls kyns leifum, s.s. af vasafötum, netum o.fl. Það hefur verið notað sem ruslakista áður en urðað var yfir, en eftir að sigið hafði í gjótunni opnaðist það aftur.
Þá var haldið niður í Lónakotsfjörur og til vesturs með ströndinni. Gata liggur frá Seltúninu yfir í Réttarkletta, sem eru þar allnokkru vestar. „Gata þessi vestur með sjónum var gerð fær hestvagni eftir 1920 og eftir henni ekið með reka af fjörunum. Lónakotsvör var vestan og neðan vesturtúngarðsins, en mun sjaldan hafa verið notuð nema að sumri til. Hér nokkru vestar var Brimþúfa, þúfa uppi á kletti. Niðri í fjörunni var Mávahella, þar sátu mávarnir og skarfarnir [og] viðruðu sig.“
NípuskjólÍ fjörunni austan við vörina eru sérstakar grjótmyndanir, lábarið grjót sem brotnað hefur úr hrauni, sem streymt hefur fram og umvelkst í gjósku og ösku. Sjórinn hefður síðan séð um að hreinsa lausmélið utan af og skilað þessu sérkennilegu grjótmyndunum þarna á land. Brimþúfa sést enn. Einnig fallin varða, sundvarða, ofan við vörina með stefnu í Keili.
„Vestar var strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur voru klettastrýtur, nefndust Réttarklettar. Milli þeirra voru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól.“
GerðiRéttarklettar eru afmörkuð klettaborg, tilkomumikil á að líta. Allt umhverfis hana er hlaðinn garður og gras fyrir innan. Stekkur er norðaustan við klettana og grónar tóftir norðvestan undir þeim. Vestar er Grænhólsfjárskjólið.
Gata liggur frá Réttarklettum til suðurs. Þegar henni var fylgt var komið að hlöðnu fjárskjóli austur undir klapparhól, Brunnhól. Engin varða var við skjólið, sem virðist hafa verið ósnert alllengi. Að öllum líkindum er hér um að ræða svonefndan Hausthelli, „fjárskjól gott“, sem Gísli Sigurðsson lýsir í örnefnalýsingu sinni og átti að vera á þessu svæði. Skammt ofar er varða við götu, sem liggur frá austri til vesturs, sennilega á milli Óttarsstaða og Hvassahrauns, Jakobsvarða. Í örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði segir um þetta Brunnhóllsvæði: „Austur af Ingveldi er Jakobsvörðuhæð og á henni Jakobsvarða. Norðan undir hæðinni var eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.“
Ofan við hana eru sérkennilegar hleðslur í og ofan við klapparsprungu á hól. Sennilega er hér um nefndan Brunnhól að ræða. Hlaðið er í sprunguna í báða enda miðsvæðis og síðan eftir börmunum milli fyrirhleðslanna. Erfitt er að sjá til hverra nota þetta mannvirki hefur verið – nema þar hafi verið brunnur.
Eflaust eru fleiri minjar faldar þarna í tilkomumiklu hrauninu. Og gaman hefði verið að birta hér rmyndir af öllum örnefnum og minjum á framangreindri leið, en rýmið leyfir það ekki. Ætlunin er að skoða svæðið betur á næstunni.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar AG og GS fyrir Lónakot.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði.
-Leifur Sörenssen.Klettar

Magnúsardys

Áður hefur verið gerð leit að örnefninu „Magnúsardys“ í Lónakotslandi. Leitað hafði m.a. verið undir Hádegishæð, sem er eyktarmark frá Lónakoti, en miðað við lýsinguna virtist það svæði lítt sannfærandi.
KlettaborgÍ tilefni þess má vel koma fram að þótt hér hafi verið leitað að einstöku örnefni í heilum örnefnalýsingum getur slíkt orðið jafn tímasamt og ef leitað er eftir fleirum á stærri svæðum.
FERLIR ræddi við kunnuga á svæðinu áður en haldið var enn einu sinni á vettvang í Hraununum. Kom þeim saman um að Magnúsardys ætti að vera neðan við Hádegishæðina. Á hæðinni væri varða og ætti nefndur Magnús að hafa verið dysjaður í klapparsprungu, sem þar er. Ekki voru þeir fáanlegir til að vísa á staðinn. Að að sumra sögn átti Magnús að hafa verið sakamaður af Innnesjum, sem ferja átti að Bessastöðum. Á leiðinni átti hann að hafa sloppið frá gæslumönnum sínum ofan við Lónakot, en þeir náð honum, drepið og dysjað í hraunsprungu, sem þar var.
LónakotOg þá var að kanna örnefnalýsingar. Gísli Sigurðsson segir eftirfarandi um Magnúsardys í sinni ítarlegu lýsingu um Lónakot: „Í hrauninu niður frá Hádegishæð var sprungin klöpp, nefndist Magnúsardys. Maður að nafni Magnús varð þarna úti og var urðaður í sprungunni. Suður og upp frá Magnúsardys var Hraunsnesþúfa og Hausthellir, fjárskjól gott.“
Hér er maðurinn nafngreindur og Hádegishæð nefnd til sögunnar, sem og sprungin klöpp. Reyndar er hraunið allt klappasprungið, líka undir Hádegishæð. Á henni er varða, eyktarmark frá Lónakoti, sem undir það síðasta var tvíbýli þótt það komi ekki fram í lýsingunni. Síðari hluti lýsingarinnar verður að teljast „út og suður“ því Hraunsnesþúfa er nálægt vesturmörkum Lónakots, allfjarri (ofan við Hraunsnes á mörkum Hvassahrauns) og Hausthellir er í Hraunsnesinu, hvorutveggja í vestur frá Hádegishæð. Það var því úr vöndu að ráða.
LandamerkiÁður hafði verið reynt að staðsetja dysina og Hausthelli m.v. framangreinda lýsingu (sjá HÉR).
Ekki var um annað að ræða en að fá einhvern enn staðkunnugri á svæðinu til að álykta um staðháttu og líklega staðsetningu. Haft var samband við Leif Sörensen og varð hann gófúslega við beiðni FERLIRs um samfylgd um svæðið. Svo vel vildi til að þann daginn í maí skall á 19°C hiti með tilheyrandi blíðviðri. Róleg síðdegisgangan um Lónakot varpaði því ljósi á fjölmargt í örnefnalýsingunum, sem ekki verður rakið hér því markmiðið var jú að staðsetja Magnúsardys umfram annað. Hitt geymist því þangað til Vatnagarðafjárskjólsíðar.
Eftir að Hádegishæðin og nágrenni hennar neðanvert hafði verið gengið fram og til baka virtist staðsetningin á Magnúsardys lítt trúverðug.
Gengið var inn á Vesturtún (Seltún) Lónakots. Líklega hefur Seltúnsnafnið komið af því að fráfærur Lónakots voru um tíma við Réttarkletta, vestarlega í landareigninni (sjá HÉR).
Gengið var um Norðurtúnið ofan við Vörina (austast á því eru tóftir útihúsa) og yfir á Austurtúnið. Þar er tóft af hrútakofa. Sunnar eru Vökhóll og Sönghóll. Á þeim eru Vökhólsþúfa og Sönghólsþúfa.
Stefnan var hins vegar tekin að klapparhól á neðanverðum mörkum Lónakots og Óttarsstaða því skv. stuttri örnefnalýsiningu Ara Gíslasonar segir eftirfarandi um Magnúsardys: „Þar heita við sjóinn Vatnagarðar, og upp af þeim, á merkjum, er hóll, sem heitir Sjónarhóll. Niður og vestur af honum er dys í gjá. Dys þetta heitir Magnúsardys.“
KvosAð sögn Leifs eru Vatnagarðar austan og ofan við Lónakotslónin. Í stórstreymi fyllast garðarnir af vatni, sem líkt og annars staðar í Hraununum er ferskt yfirborðsvatn, en salt undir. Sagði hann það vera í fersku minni þegar Hraunamenn komu á aðra bæi og þar fengu kaffi að þeim fannst kaffið bragðvont. Í það vantaði saltbragðið.
Á  leiðinni má víða sjá jarðföll þar sem hlaðið hafði verið niður í svo fé gæti sjálfala komist upp ef svo illa færi. Bein í þeim gáfu til kynna hvernig til tókst.
Ofan við Vatnagarða er myndarlegt fjárskjól í stóru jarðfalli; Vatnagarðafjárskjól eða Vatnagarðahellir. Um Vatnagarðsfjárhellir segir Gísli Sigurðsson: „Lónakotsvatnagarðar, hólmarnir og lónin suðsuðaustur frá Lónakoti, voru einnig nefndir Vatnagarðar eingöngu, Lónin; Lónakotslón, Hólmarnir, Lónakotshólmar, og syðst í Vatnagörðunum er Vatnagarðahellir eða Vatnagarðafjárskjól, sem eiginlega liggur í landi Óttarsstaða, og nokkrar tjarnanna.“
SjónarhóllHér rataðist Gísla á réttan stað því fjárskjólið er augljóst þarna austan landamarkanna.
Áberandi kennileiti frá Vatnagarðafjárskjóli í suðaustri eru tvær háar vörður. Um þær segir Ari Gíslason í örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði: „Tvær ævafornar vörður eru neðan Sjónarhóls. Þær Varðaheita Ingveldar, og neðan þeirra eru hraunhólar, sem heita Tindhólar. Þeir eru ofan við Vatnagarðana, sem fyrr voru nefndir. Neðan þeirra er lægð með vatni í, sem heitir Leirlág.“
Leirlág er augljós. En stefnan hafði verið tekin á Sjónarhól. Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar af Óttarsstöðum um Sjónarhól segir: „Rétt norður af Sjónarhól eru tvær vörður, er hétu Ingveldur og stóðu á Ingveldarhæð. Ekki er vitað, hvernig á Ingveldarnafninu stendur. Vestur og niður af Ingveldi voru kallaðir Tindhólar.“
Örnefnalýsingarnar eru skráðar á sjöunda áratugi 20. aldar. Hafa ber í huga að á Þorbjarnarstöðum í Hraunum bjuggu um tíma um aldarmótin 1900, tvær Ingveldar; annars vegar Ingveldur Jónsdóttir, Guðmundssonar, hreppstjóra á Setbergi, og nafna hennar Þorkelsdóttir, Árnasonar frá Guðnabæ í Selvogi. Þær mæðgur, eða dugmiklir synir og bræður, gætu auðveldlega hafa hlaðið vörður þessar á hæðinni, enda bæði forfeður og afkomendur þeirra beggja þekkt fyrir hleðsluverk, sbr. Þorbjarnarfjárborgina á Brunanum (sjá meira HÉR). Vörðurnar vísa augljóslega á nálæg greni. Þriðja varðan, sem nefna mætti Grenvörðu, er skammt suðaustar og með sama hleðslulagi. Þar er líka greni. Auk þeirra er sambærileg varða við greni allnokkru norðvestar í hrauninu, suðvestan við Lónakot.
IngveldarNú var komið upp að nefndum Sjónarhól, háum klapparhól í hraunfletinu. Frá honum mátti auðveldlega sjá upp að Lónkotsseli og í Krossstapana er tilgreindir eru í landamerkjalínum. Neðan og vestan hólsins er varða við klapparsprungu. Þegar horft var yfir hraunlendið virtist augljóst að þarna gæti Magnúsardys verið. Við skoðun á vettvangi var að sjá mikið af smágrýti í sprungunni – og gróið yfir að hluta. Varðan virtist allgömul og ekki hafa verið hlaðin af engu tilefni. Telja mætti því líklegt að þarna sé tilnefnt örnefni (Magnúsardys), eða hvað?
SjónarhóllÍ örnefnalýsingunni segir um Sjónarhól: „Þaðan [frá Markhól] liggur landamerkjalínan milli, eða um, austustu lónanna og hólmanna, upp þaðan hraunið í Sjónarhól, sem er stór, sprunginn hraunhóll, sem víða sést að, bæði neðan frá sjó, vestan úr hrauni og austan og sunnan langt að.  Landamerkjalínan lá um Sjónarhólsvörðu, sem er efst á Sjónarhólshæð, og þaðan áfram suður og yfir Högnabrekkur. Þar kom Lónakotsvegurinn á suðurveginn. En Lónakotsselsstígurinn lá áfram suður á alfaraleiðina, gömlu hestaslóðina á Suðurnes.“
Framangeind lýsing skiptir nefnilega meginmáli þegar staðsetja átti Magnúsardys. Þegar staðið er á Lónakotsvegi og horft til austurs (m.v. lýsinguna) má vel sjá Sjónarhólshæðina, aflanga frá norðri til suðurs. Suðurendi hennar leggur nú rétt norðan við núverandi Reykjanesbrautar, en Högnabrekkur ofan hennar. Á landakortum hefur nyrsti hluti hæðarinnar jafnan veriði nefndur „Sjónarhóll“. Þar er gróið vörðubrot, Sjónarhólsvarða. Girðing á mörkum Lónakots og Óttarsstaða liggur um norðurenda hæðarinnar og síðan áfram til suðurs vestan hennar. Þessi hluti hæðarinnar sést vel neðan frá Lónakotsbænum og af sjó. Aftur á móti þegar staðið er á Sjónahólshæð og horft er til upplandsins, að Lónakotsseli, stendur önnur gróin varða hærra, þ.e. syðst á hæðinni. Hún er sérstaklega áberandi þegar komið er ofan frá, eftir selsstígnum eða gengið eftir alfaraleiðinni. Þaðan er líka ágætt útsýni heim að Lónkotsbænum.
MagnúsardysEf tekið er mið að því að síðastnefna varðan væri Sjónarhólsvarðan og horft til þess að Magnúsardys ætti að vera neðan og vestan við hana er þar stakur klofinn hóll, kjörinn gálgi sbr. söguna hér á eftir. Suður undir og fast við hann er gróin gjóta. Efst á hólnum er hlaðin skófvaxin varða. Þegar komið var á vettvang fór hundur, sem var með í för, hiklaust niður í gjótuna, krafsaði í svörðin og lagðist síðan þar hinn rólegasti. Varla væri hægt að finna betri stað til að husla dauðan mann eftir það sem á undan var gengið.

MagnúsardysÞegar FERLIR var að undirbúa þessa ferð um Lónakot var m.a. rætt við gamlan fjárbónda á svæðinu. Hann sagðist hafa heyrt eldri menn tala um sakamannadys á þessu svæði. Sagan hefði verið þessi: “ Fyrr á öldum, ekki er vitað nákvæmlega hvenær, átti að flytja mann, Magnús að nafni, sem sakaður var um að hafa stolið snærispotta á Vatnsleysuströnd, til Bessastaða. Fangarar höfðu reitt hann á taglhnýttum hesti í lest um gömlu götuna millum Nesja. Þegar undir hæð (Taglhæð) eina var komið hefði fanginn fallið af baki. Hann hefði þá náð að smeygja af sér höftunum og hlaupa hraðfóta niður hraunið, áleiðis að Lónakoti. Fylgdarmenn veittu manninum eftirför á hestum.
SjónarhóllÞrátt fyrir hraðfygli Magnúsar hefði verið um ójafnan leik að ræða. Hann hefgur náð að fela sig í klapparspurngu neðan og vestan við Sjónarhól, en eftirfylgdarmennirnir, spennuhlaðnir, móðir og másandi, náðu honum þar. Við eftirförina hafði þeim hlaupið svo mjög kapp í kinn svo þeir ákváðu að ljúka verkinu á staðnum; þar og þá, án dóms og frekari laga, þ.e. hengt hann við kjöraðstæður. Líkið hefðu þeir síðan urðað í klapparsprungu á vettvangi.
Að sögn hefur vitneskjan jafnan verið um staðinn því einn afkomenda Magnúsar hefði hlaðið litla vörðu ofan við dysið, eins og það hefur gjarnan verið nefnt.
Þegar vettvangurinn var skoðaður komu í ljós nokkur lítil en djúp jarðföll. Í sum þeirra hafði verið hlaðið svo fé, sem leitaði niður í þau, kæmist upp aftur. Í öðrum var grjót. Líklegt má telja að dysið sé eða hafi verið í einu jarðfallanna. Hafi einhver Magnús fallið niður í þau, líkt og fram kemur í lýsingu Gísla, t.d. á snjó að vetrarlagi, er ólíklegt að hann hafi komist upp aftur af sjálfsdáðum.
Sjá meira um Lónakot HÉR.
Frábært veður.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar AG og GS um Lónakot og Óttarsstaði.
-Leifur Sörensen, fæddur og uppaldinn á Óttarsstöðum vestri.
-NN.Lónakot

Óttarsstaðir

Gengið var í rólegheitum um ströndina hjá Óttarsstöðum og yfir að Lónakoti. Víða sáust fótspor eftir minka í snjófölinni, fiðurþæfingur á stangli og veiðitæki.
Paintball-kúlur neðan við EyðikotAnnars  var það helst fréttnæmt úr ferðinni að vaða þurfti yfir ógrynni af ósprungnum „paintball-kúlum neðan Eyðikots, „hlaðinn brunnur fannst norðan við Óttarsstaði eystri og nýmóðins minkagildrur við Lónakot. Þá voru skoðaðar nánar verbúðarminjarnar norðan Óttarsstaða, en það munu vera elstu sýnilegu mannvistarleifarnar á þessu svæði. Hafa ber í huga að goðhúsið á kirkjuhól hefur enn ekki verið grafið upp.
Hafnarfjarðarbær hefur haft það að markmiði að gera þetta fallega útivistarsvæði að hafnarsvæði, þ.e. valta yfir allar hinar sögulegu minjar á svæðinu, utan Jónsbúðar, sem gera á að nokkurs konar „vin“ inni á miðju hafnarsvæðinu. Sennilega er tilgangurinn með því að heimila nefnda „paintballstarfsemi“ á svæðinu liður er miða á að eyðileggingu þess. Bæði er átroningurinn á friðaðar minjar, s.s. hlaðna garða, mikill, og gróðursvæðum hefur verið spillt með utanvegaakstri. Enginn fulltrúi bæjarins virðist, þrátt fyrir þetta, hafa æmt Brunnur norðan Óttarsstaða eystrihið minnsta. Í sem stystu máli er því sagt við þá hina sömu (bæjarfulltrúana alla), skv. gömlum íslenskum áhríningsorðum, er hafa framangreint í hyggju, þetta: „Svei ykkur öllum – og hana nú!“.
Minkur er rándýr af marðarætt sem lifir um alla Norður-Ameríku og nú á Íslandi þangað sem hann var fluttur til loðdýraræktar árið 1931. Kvikyndið slapp fljótlega út og breiddist hratt út um allt land. Almennt er litið á minkinn sem aðskotadýr og meindýr á Íslandi og kerfisbundið reynt að halda honum í skefjum. Minkurinn er lítill (um 40 cm á lengd), langur og grannur með lítið höfuð, svartan feld, langt og loðið skott og hvítan blett undir hökunni. Minkurinn er mjög fær að synda með ströndum, í ám og vötnum þar sem hann veiðir fisk og fugla.
Minkurinn er eina marðartegundin hér á landi. Hann varð vinsæl útbreiðsluvara til annarra landa í byrjun 20.aldar vegna skinnsins. Landnám hans hér á landi má segja að sé eitt af stærri umhverfisslysum okkar. Minkurinn var fluttur hingað til lands með það fyrir augum að hefja loðdýraræktun og var fyrsta minkabúið Foss í Grímsnesi og þaðan er talið að fyrsti minkurinn hafi sloppið. Betur hefði mátt standa að þeirri ræktun bæði þá og síðar.
Í fyrstu voru þrjú dýr keypt af norskum loðdýrabændum og flutt að Fossi. Nokkrum mánuðum síðar voru 75 minkar fluttir á nýstofnað bú á Selfossi. Minkabúum fjölgaði síðan á næstu árum og var meðal annars stofnað bú að Selási við Reykjavík.
Á næstu árum sluppu minkar einnig úr öðrum búum, meðal annars úr Selásbúinu. Fyrsta minkagrenið fannst árið 1937 og var það við Elliðaárnar í Reykjavík. Vorið eftir fannst minkagreni við Leirvogsá í Mosfellssveit og á næstu árum veiddust stöðugt fleiri villtir minkar.
Þegar leið á 5. áratuginn fór ekki á milli mála að villtur minkur hafði náð öruggri fótfestu umhverfis minkabúin á Suðvesturlandi. Þaðan nam hann svo land bæði í norður og austurátt. Við lok 6. áratugarins voru minkar komnir nyrst á Vestfirði og farnir að sjást á Norðausturlandi. Afkomendur minka sem haldið höfðu í austurátt voru komnir að Minkagildra við LónakotSkeiðarársandi. Lengra komust þeir þó ekki austur á bóginn því víðátta sandanna sunnan Vatnajökuls reyndist óyfirstíganleg hindrun enda lítið þar um fæðu og fylgsni.
Landnámi minks á Íslandi lauk í Öræfasveit þegar fyrstu dýrin komu þangað um 1975. Voru það afkomendur minka sem fyrst námu Vesturland, síðan Norðurland og höfðu að því búnu lagt land undir fót suður Austfirði.
Landnámssaga minks á Íslandi spannaði því rúma sjö áratugi. Í dag lifir minkur alls staðar á landinu þar sem lífvænlegt er fyrir tegundina. Þó verður að undanskilja hér nokkrar eyjar sem liggja það fjarri landi að minkar geta hvorki synt né komist þangað á ís.
Fljótlega eftir að minkar tóku sér bólfestu í íslenskri náttúru áttuðu menn sig á því að í sumum tilfellum gátu dýrin valdið töluverðu tjóni. Árið 1937 var byrjað að greiða verðlaun úr opinberum sjóðum fyrir að drepa minka. Fjöldi veiddra dýra hefur sveiflast nokkuð á milli ára. Árið 2001 var t.d. 6.961 minkur veiddur á Íslandi.
Minkagildra við LónakotLandnám minka á Íslandi er ekki einsdæmi því víðast hvar þar sem minkaeldi hefur verið stundað að einhverju marki hafa minkar fyrr en síðar sloppið úr búrum og fjölgað sér úti í náttúrunni.
Minkurinn er oftast dökkbrúnn með hvítar skellur á neðanverðum kjálkanum og hálsi og milli fram- og afturfóta.  Karldýrið er oftast u.þ.b. 1,2 kg og læðurnar helmingi léttari.  Dýrin eru upprunalega komin frá Norður-Ameríku um Evrópu á fyrstu árum 20. aldar.  Þeir voru aldir vegna skinnanna, en margir sluppu og lifa villtu lífi víða í álfunni norðanverðri.
Árið 1943 kom fram tillaga um að banna það með lögum.  Það var ekki fyrr en 1949, að sveitarfélögum var heimilað að banna minkahald í lögunum um eyðingu minka og refa. Þessum lögum var breytt 1955 og 1957. Villiminkur var kominn austur undir Skeiðarársand 1958 og hann dreifðist norður um Vesturland, Norðurland og Austurland. Skeiðarársandur virðist hafa verið náttúruleg hindrun og Öræfingar hafi aðallega fengið mink að austan eftir Minkagildra við Lónakotað samgöngur bötnuðu. Minkurinn dreifðist seinna og hægar um útkjálka, s.s. Vestfirði og norðanlands.
Minkurinn verður kynþroska á fyrsta ári og tímgast strax.  Fengitíminn er í marz og byrjun apríl og meðgöngutíminn 6-11 vikur, að meðaltali 7 vikur. Læðurnar makast með 7-10 daga millibili og öll fóstrin fara að þroskast samtímis, þótt feðurnir geti verið margir. Got fer oftast fram í fyrri hluta maí og fjöldi hvolpa er 4-10.  Þeir eru blindir, hár- og tannlausir og nærast á mjólk fyrstu 5 vikurnar. Sjónin kemur eftir mánuð og tennur litlu fyrr. Karldýrin koma ekki nálægt uppeldinu.
Minkurinn helgar sér óðul eins og margar aðrar rándýrategundir og merkir með þvagi og skít. Grenin hafa marga útganga, stundum beint út í vatn, því að dýrin synda og kafa vel. Karldýrin eru aðallega á ferðinni á nóttunni en læðurnar eru á ferðinni allan sólarhringinn eftir got.
Fæðan er fjölbreytt, bæði úr sjó og af landi, s.s. marhnútur, sprettfiskur, keilubróðir, hrognkelsi, hornsíli, ufsaseiði, Minkursandsíli, karfi, loðna, síld, skötuselur, tindaskata,  keila og krabbadýr. Fuglar, egg, mýs og hunangsflugur eru meðal þess, sem minkurinn étur af landdýrum. Á veturna eru ferskvatnsfiskar einkum á matseðlinum.
Í dag er minkur aðallega veiddur í gildrur. Ýmsar tegundir eru til, s.s. fótbogi, hálsbogi, húnbogi, vatnsgildra, glefsir, þríhyrnugildra, stokkar, búrgildrur, Sverrir, röragildra og tunnugildra. Einungis þær fjórar fyrstnefndu hafa öðlast samþykki sem lögleg veiðitæki.
FERLIR tók myndir af gildrunum, sem fylgja umfjölluninni á ferðinni um Lónakot. Talsvert af agni hafði verið komið fyrir utan við og inni í gildrukassanum, en innan við opið var gildra, líkt og stór rottugildra. Um leið og minkurinn stígur á plötu á henni spennist armur utan um höfð hans. Gildrurnar gætu verið hættulegar börnum, sem stungið gætu hendi inn um opið af forvitni og ókunnugleik. Svo er eins gott að minkurinn kunni ekki að lesa umfjöllun sem þessa.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Eyðikot - paintball

Lónakot
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot má sjá tilgreind nokkur mannvirki vestan vesturtúngarðsins og austan Réttarkletta. Þar segir m.a. að gata liggi vestur með sjónum og að „gata þessi vestur með sjónum var gerð fær hestvagni eftir 1920 og eftir henni ekið með reka af fjörunum.

Vagngata

Lónakotsvör var vestan og neðan vesturtúngarðsins, en mun sjaldan hafa verið notuð nema að sumri til. Hér nokkru vestar var Brimþúfa, þúfa uppi á kletti. Niðri í fjörunni var Mávahella, þar sátu mávarnir og skarfarnir [og] viðruðu sig. Vestan var strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur voru klettastrýtur, nefndust Réttarklettar. Milli þeirra voru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól.“
Ætlunin var að staðsetja framangreinda staði m.v. lýsinguna.
Lónakotsvörin sést enn vestan og neðan við vesturtúngarðinn. Túngarðurinn sjálfur var reyndar færður utar, en ef miðað er við leifarnar af hlaðna garðinum liggur vörin þar neðan við. Fast vestan hennar er Mávahella, stór flöt hraunklöpp er stendur upp úr sjónum við meðalsævi.
NípuskjólBeint upp og vestan við Mávahellu er Brimþúfan. Frá henni er ágætt útsýni yfir að Nípu. Hún er strýtumyndaður hóll svo til alveg niður við ströndina og eina verulega kennileitið með henni uns komið er að Réttarklettum.
Til að gera leitina að Nípurétt og Nípuskjóli ekki allt of auðvelda var svæðið næði neðan og ofan við kannað gaumgæfilega – ef ske kynni að einhverjar mannvistarleifar kynnu að leynast þar.
Við Réttarkletta eru gerði, garðhleðslur, skjól og tóftir. Gróið er í kring. Skammt vestra og svolítið ofar er hlaðið fjárskjól fyrir skúta.
Austan við Réttarkletta, ofan garðs, er hlaðið með grunnu, en ílöngu, jarðfalli. Þarna hefur væntanlega verið aðhald um tíma. Svo til beint norðvestur af því er Nípurétt. Annars sést réttin vel þegar gengið er eftir stígnum ofan við ströndina milli Lónakots og Réttarkletta. Hún er skammt austan við hraunhrygg austan Réttarkletta. Réttin hefur verið ferköntuð. Austurveggurinn stendur heillegur, en aðrir veggir eru að mestu fallnir. Réttin hefur verið vel staðsett m.t.t. fjárrekstra ofan við ströndina, en féð hefur væntanlega þá, líkt og nú, sótt talsvert í fjöruna. Engin hólf eða dilkar eru í réttinni.
NípuréttSkammt suðvestar, sunnan undir klapparhæð, og syðst í lægðinni sem þarna er sunnan Nípu, er Nípuskjól. Veggir hafa verið hlaðnir út frá klapparbakkanum og reft yfir. Dyr snúa mót suðri.
Ef gömlu vagngötunni er fylgt milli Lónakots og Réttarkletta má vel sjá hvernig hún hefur verið unnin. Bæði hefur verið hlaðið í kanta við bakka og brotið úr skörðum. Að vísu hefur sjórinn kastað grjóti upp á og yfir götuna á köflum, en tiltölulega auðvelt er að feta sig eftir henni enn þann dag í dag.
Tækifærið var notað til að skoða tóftir Lónakotsbæjarins, Norðurfjárhúsanna, brunnsins sunnan bæjarhólsins og Lónakotsréttina suðaustan við túnhliðið.
Strandsvæðið milli Straums og Hvassahrauns, þ.m.t. Lónakotssvæðið, er tilvalið til útivistar. Það hefur að geyma fjöldan allan af minjum fyrri tíma. Það sem þyrfti að gera er að merkja þær helstu svo gönguferðir um svæðið gætu bæði verið fólki til fróðleiks og ánægju. Umhverfið þarna má segja að sé einstakt og það einungis í örskotsfjarlægð frá mesta þýttbýli landsins.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnaskrá fyrir Lónakot. Gísli Sigurðsson skráði. Örnefnastofnun Íslands.Nípa

Lónakot

Leitað var að og skoðaðir Grænhólsskjól og Hausthellir í landi Lónakots og Sjónarhólshellir í landi Óttarsstaða.

Sjónarhólshellir

Sjónarhólshellir eru nálægt mörkum jarðanna og Grænhólsskjól nálægt mörkum Hvassahrauns, en Hausthellir skammt vestan við heimatúnið í Lónakoti. Því hefur verið haldið fram að Sjónarhólshellir hafi einnig verið nefnt Smalaskálaskjól, en það er norðvestan í Smalaskálahæð, sbr. örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði: „Vestan við Rauðamel stóra er mikil klapparhæð, sem nefnist Smalaskáli. Uppi á hæðinni er skotbyrgi. Syðst í hæðinni er Smalaskálaker, sporöskjulaga jarðfall með rauðamelshól í botni. Norðvestan undir hæðinni er Smalaskálaskúti, hellir, sem fé lá inni í. Þar var skógarhrísla stór, sem óx fyrir hellismunnann. Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, frá því fyrir aldamót. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.“ Síðastnefnda skjólið hefur verið staðsett á fyrrgreindum stað. Einnig var reynt að staðsetja Magnúsardys í Lónakotslandi í þessari ferð.

Hausthellir

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Lónakot minnist hann m.a. á Hausthelli og Magnúsardys, sbr.: „Markaklettur [er] á innanverðu Hraunsnesi. Af Markakletti lá landamerkjalínan milli Lónakots og Hvassahrauns upp í Skógarhól, þaðan í Stóra-Grænhól. Suður frá Grænhól var svo Grænhólsker, hættulegt fé. En í austur frá hólnum var Grænhólsskjól. Vestur [á væntanleg að vera austur því að vestan er land Hvassahrauns, auk þess Brunnhólar eru austan markanna, í Lónakotslandi] frá Sjónarhól var Brunnhóll. Í hrauninu niður frá Hádegishæð var sprungin klöpp, nefndist Magnúsardys. Maður að nafni Magnús varð þarna úti og var urðaður í sprungunni. Suður og upp frá Magnúsardys var Hraunsnesþúfa og Hausthellir, fjárskjól gott.

Grænhólsskjól

Örnefni þau, sem hér hafa verið nefnd, liggja öll neðan Suðurnesjavegar og nú Reykjanesbrautar og alfaraleiðar, sem áður er nefnd.“
Fram kemur að Hádegishæð er skammt ofan við túngarðinn: „Umhverfis þennan þúfnakarga var Kotagarðurinn, hlaðinn, einfaldur grjótgarður. Nokkru lengra uppi í hrauninu var Hádegishæð.“ Nokkrar sprungur eru neðan Hádegishæðar og því erfitt að staðsetja Magnúsardysina þar með einhverri vissu. Það var því ekki gert að þessu sinni. Sjá meira
HÉR. Vestan við heimatúnið er Hausthellir í gróinni kvos. Grónar hleðslur eru framan við opið og dyr á þeim. Hellirinn sjálfur er fremur lítill, en reft hefur verið yfir tóftina framan við hann. Skjólgóður nátthagi er suðvestan við hellinn og hlaðinn brunnur austan hans (í Brunnhóll).
Sjónarhólshellir-2Þegar leitað var að framangreindu var gengið fram á afvelta lamb. Reynt var að færa það á fætur, en þá lagðist það út af. Augun lýstu ótta og angist. Blóð virtist vera aftan við vinstri afturfót. Veikindi gætu einnig hafa verið orsökin.
Hugsanleg skýring kom í ljós í hrauninu skammt vestar. Skolli rak skyndilega út trýnið upp úr skúta og „hvopsaði“ áður en hann hvarf inn. Eftir stutta bið sást hann á ferðinni innan við opið.
Haft var samband við Bjarnferð, fjárumsýslumann svæðisins, og honum kynnt ástand lambsins. Þá var Helgi Gam. í Grindavík fenginn til að takast á við dýrbítinn enda ekki forsvaranlegt að hafa hann þarna svona skammt frá fjárhúsunum í Lónakoti, vomandi yfir fénu nótt sem dag.
SkotbyrgiÍ örnefnalýsingu SG (með leiðréttingum) fyrir Óttarsstaði kemur eftirfarandi fram um Sjónarhólshelli: „Fyrir ofan fjörukampinn var uppgróinn sandbakki, sem nefndist Sandar. Þar vestast eru landamerki milli Óttarsstaða og Lónakots. Ofan við Sanda er Sandatjörn, skiptist milli Óttarsstaða og Lónakots. Úr Söndum liggur landamerkjalínan í Markhól, sprunginn klapparhól skammt fyrir ofan kampinn. Þaðan liggur línan suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónahólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður (sjá meira
HÉR).“
Hleðslur við Sjónarhólshelli, líkt og við Hausthelli, eru enn nokkuð heillegar. Gróið er framan við bæði skjólin og vatnsstæði í nágrenni beggja.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Lónakot.
-Örnefnalýsing fyrir Hvassahraun.
-Örnefnalýsing fyrir Óttarsstari.
-Gísli Sigurðsson.
Lonakot