Tag Archive for: Mosfellsbær

Grímannsfell

Við Grímannsfell í Mosfellsbæ er skilti. Á því má lesa eftirfarandi texta:

Halldór Laxnes

Halldór Laxnes við Köldukvísl.

„Kaldakvísl er dragá sem á upptök sín austan Grímannsfells og fellur eftir endilöngum Mosfellsdal. Suðurá sameinast ánni neðst í dalnum en Kaldakvísl fellur til sjávar í Leirvog.
Handan árinnar rís Grímannsfell 484 metra yfir sjávarmáli og er eitt hæst þeirra fella sem prýða sveitarfélagið. Fjallið, sem er að mestu úr móbergi og grágrýti, er einnig nefnt Grímarsfell og hafði Halldór Laxnes skýringu á þeirri nafnbreytingu. Hann ritaði í bókinni „Grikklandsárið“ sem kom út árið 1980: „Frá Laxnesi lokar Grímarsfell sjóndeildarhringnum til suðausturs og horfa klettabelti fjallsins í norður mót okkur, og safna skugga; fjallið hefur upphaflega verið kennt við Grímar sem síðan breyttist í Grímann uppá dönsku eins og annað hér. Efst í klettabeltunum klofnar fjallið fyrir miðju, en fyrir neðan kluftina byrja grænar hlíðar og hallar niðrað á þeirri sem fellur meðfram fjallinu ofan dalinn, Köldukvísl.“

Kaldakvísl

Foss í Köldukvísl.

Þormóðsdalur

Um gullnámuna í Þormóðsdal segir m.a. í Árbók VFÍ/TFÍ 1994-1995:
gull-13„Saga steiningar og tilrauna til gullnáms á Íslandi er nátengd. Lengi voru gamlar sagnir um að gull væri fólgið í jörðu í landi Miðdals í Mosfellssveit. Einar Guðmundsson lét á fyrsta áratug aldarinnar greina hversu mikið gull væri í sýnishorni úr kvartsæð sem lá yfir Seljadalsá. Niðurstöðurnar reyndust jákvæðar og í framhaldi af því var rannsóknum haldið áfram. Einar Benediktsson kom þar mikið við sögu og stóð hann ásamt öðrum fyrir stofnun nokkurra hlutafélaga um gullvinnslu í landi Þormóðsdals og Miðdals.
Aktieselskabet Pluto Limited var stofnað 1911 með bresku og norsku fjármagni og stóð það félag fyrir ítarlegum rannsóknum árin 1912 og 1913. Grafnar voru geilar í kvartsæðina niður sitt hvoru megin við Seljadalsá, en niðurstöður rannsókna þóttu ófullægjandi og rétt þótti að kanna málið enn frekar.
gull-1Fyrri heimsstyrjöldin tafði framgang rannsókna, en Norræna námufélagið vann við rannsóknir í Miðdal árin 1923-1924. Hlutafélagið Arkturus sem var stofnað með Þjóðverjum vann á svæðinu árin 1924-1925. Þessi félög réðust í kostnaðarsamar rannsóknir og grófu námugöng eftir kvartsæðinni sitt hvorum megin við Seljadalsá. Niðustöður rannsókna sem þessir aðilar stóðu fyrir voru nokkuð samhljóða. Gull var vissulega í kvartsinu og sýndu mælingar það var á bilinu 11-315 grömm í hverju tonni af grjóti. I mörgum gullnámum í Suður-Afríku, þar sem námuvinnsla þótti arðbær fengust aðeins 8-10 grömm af gulli úr hverju tonni af málmgrýti. Ætla má að að lengd kvartsæðarinnar, tæpir tveir kílómetrar og takmarkað umfang námunnar í Miðdal hafi verið helsta ástæðan fyrir því að álitið var að vinnsla á gulli borgaði sig ekki.
Ekki var þar með öll sagan sögð með námuvinnslu á gullkvartsi. Guðmundur Einarson frá
frá Miðdal (sonur Einars Guðmundssonar) hafði kynnst því erlendis, hvernig ýmsar bergtegundir voru notaðar til skreytinga við utanhúðun og kynnti Guðjóni Samúelssyni hugmyndir sínar. Á þessum árum var Þjóðleikhúsið í byggingu og var erfitt að fá gjaldeyri til að flytja inn erlend steinefni. Það þótti því tilvalið að nota kvars úr námunni í Miðdal og í framhaldi af því þróaði Guðjón aðferðir við hrafntinnukvartshúðun, fyrst á útveggi Þjóðleikhússins.

Þormóðsdalur

Þormóðsdalur – gullnámuvinnslan gaf góð fyrirheit.

Námuvinnsla í landi Miðdals og Þormóðsdals hélt þannig áfram en með öðrum formerkjum, þar sem fyrst og fremst var unnið kvarts úr haugunum sem urðu eftir gullgöftinn. Kvartsmulningur úr þessari námu hefur líklegast verið ríkjandi efni á fyrsta áratug steiningarinnar. Vorið 1933 var byrjað á utanhúðun útveggja á Þjóðleikhúsinu, með aðferð sem var nefnd hrafntinnu-kvartshúðun, eftir fyrirsögn Guðjóns Samúelssonar, sem þá var húsameistari ríkisins. Verkið var unnið af nokkrum múrurum undir stjórn Kornelíusar Sigmundssonar múrarameistara. Þjóðleikhúsið var fyrsta byggingin sem var múrhúðuð að utan með þessari aðferð, sem fólst í því að þrýsta eða kasta steinmulningi í límlag utan á afréttingarlag. Í múrhúðina utan á Þjóðleikhúsinu var notuð hrafntinna, kvarts, silfurberg og kalksteinn að hluta. Aðferðin sem slík er séríslensk og var Guðjón um tíma skráður fyrir einkaleyfi á aðferðinni, m.a. á Íslandi og í Danmörku.“

gull-2

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1999 er einnig sagt frá gullnámunni: „Fyrstu athugun á því hvort þarna væri að fmna gull gerði Einar H. Guðmundsson bóndi í Miðdal er hann sendi Benedikt Gröndal kvarzmola og bað hann að rannsaka gullinnihald hans. Niðurstaða Gröndals var sú að lítið gull væri í molanum. Steingrímur J. Þorsteinsson segir svo frá því í bók sinni um Einar Benediktsson að Einar bóndi í Miðdal hafi sent Steingrími Tómassyni frænda sínum sýnishorn af jarðvegi úr landi sínu en Steingrímur var búsettur í Ástralíu og fékkst við gullleit fyrr á árum. Steingrími Tómassyni þóttu sýnishornin álitleg og kom hann heim árið 1908 til frekari rannsókna að tilhlutan Einars Benediktssonar. Niðurstaða Steingríms var gull væri að finna beggja vegna Seljadalsár bæði í landi Miðdals og Þormóðsdals.
gull-3Í ævisögu sinni segir Tryggvi Einarsson frá Miðdal að Steingrímur Tómasson hafi ekki komið sérstaklega til landsins til að rannsaka gullið heldur var hann þegar hér var komið sögu orðinn aldraður og illa farinn af fyrra líferni. Þeim Miðdalsbræðrum þótti mikið til gamla mannsins koma og sýndu honum steina úr ánni sem þeir kölluðu draugasteina því að á þá glampaði þegar þeim var núið saman í myrkri. Steingrímur bað strákana að sýna sér hvar þeir hefðu fundið steinana. Eftir að hafa rannsakað þá komst hann að þeirri niðurstöðu að þetta væri gullkvarz. Steingrímur dvaldist hér á landi á annað ár en hélt síðan aftur til Ástralíu og hafði með sér sýnishornin úr Miðdal. Ári síðar sendi hann svo Einari Guðmundssyni niðurstöður úr nákvæmari rannsóknum sem sýndu að svo mikið væri þarna af gulli að það gæti borgað sig að vinna það. Hver svo sem ástæðan var fyrir heimkomu Steingríms þá sendi hann sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu beiðni um gullleitarheimild þann 17. ágúst 1908 og segist hafa fundið vott þess að málmur sé í landi Þormóðsdals „Hjerumbil 100 faðma fyrir vestan við bæinn, rétt fyrir utan túnið og hjerumbil 130 faðma frá ánni.“
gull-4Nokkru áður eða 14. ágúst höfðu borist aðrar málmleitarumsóknir og ekki leið á löngu þar til þær fóru að streyma inn í stórum stíl. Ekki var það þó svo að gullæði hefði gripið um sig meðal almennings því að flestar umsóknirnar komu frá sömu mönnunum. Þetta var hópur kringum Björn Kristjánsson kaupmann og ber mest á umsóknum frá honum, Hannesi S. Hanssyni og Sturlu Jónssyni en í tengslum við þá voru Tryggvi Gunnarsson bankastjóri, Eggert Claessen, Sveinn Björnsson lögmaður og síðar forseti, Sighvatur Bjarnason bankastjóri og fleiri góðborgarar. Um þetta leyti voru mældir út námuteigar í landi Þormóðsdals eftir námulögunum frá 1907, alls 77 teigar. Hver teigur var 100 000 m2.

Steingrímur J. Þorsteinsson segir að 21. maí árið 1909 hafi Námufélag Íslands gert samning um námaréttindin við Einar Guðmundsson og Gísla Björnsson mág hans en þeir áttu hvor sinn hlutann af Miðdal. Óvíst er hvernig afskiptum félagsins af námunni lauk og ekki var Einar Benediktsson í stjórn þess en gerði tilraun til að afla fjár fyrir félagið erlendis en hún endaði heldur snautlega.

Þormóðsdalur

Gullgrafari í Nýja Sjálandi.

Mikill áhugi var á námuvinnslu meðal Íslendinga á þessum árum og tengdist hann þeim framfarahug sem gegnsýrði allt samfélagið.
Að sögn Valgerðar Benediktsson hófust afskipti Einars Benediktssonar af Miðdalsnámunni þegar nafni hans Guðmundsson skrifað honum til London og bað hann að vera umboðsmaður sinn í Englandi. Fyrstu skjalfestu heimildir um afskipti Einars er hins vegar skýrsla sem hann skrifar til hinna bresku samstarfsmanna sinna 23. maí 1910 og bréf sem hann sendir til sýslumannsins í Gullbringu- og Kjósarsýslu 16. september sama ár þar sem hann tilkynnir að kaupmaður H.S. Hansson sé umboðsmaður þeirra hjóna og barna þeirra og hafi leyfi til að sækja um námateiga fyrir þau. Einar virðist hafa tekið til óspilltra málanna í London og vitnar Steingrímur J. Þorseinsson í áðurnefnda skýrslu þar sem ekki var dregið úr ágæti gullæðarinnar og er hún sögð liggja þvert yfir landareignina og langt út um héraðið. Árið 1911 tekur dótturfyrirtæki British North-Western Syndicate Miðdalsnámurnar á leigu og var ákveðið að fá Norðmenn með sérþekkingu á málmvinnslu til samstarfs um rannsóknir og vinnslu.

gull-5

Til þessa verks var stofnað Aktieselskabet Pluto Limited með 100.000 punda hlutafé sem að langmestum hluta var í eigu British North-Western Syndicate. Norðmennirnir lögðu aðeins fram um 2000 pund af hlutafénu. Auk Einars sem var fulltrúi British North-Western Syndicate sátu sex Norðmenn stofnfundinn og auk Einars voru þrír Norðmenn í stjórn Pluto þeir Sigurd Kloumann, E. Wettre og Fredrik Hjort sem var formaður. Pluto gerði svo samning við landeigendur um nýtingu námunnar. Það er skemmst frá því að segja að strax árið 1911 komu tveir norskir verkfræðingar hingað til rannsókna á vegum félagsins og næstu tvö ár 1912 og 13 voru gerðar víðtækar athuganir á jarðveginum við ána. Tryggvi Einarsson segir að vísu að verkfræðingarnir hafi verið breskir og er lýsing hans á þessum rannsóknum er allævintýraleg. Verkfræðingarnir komu nefnilega ekki einir heldur með námuverkamenn með sér og voru það Finnar og Lappar frá Norður-Noregi.
Einnig voru í hópnum Norðmaður og Svíi. Síðan segir Tryggvi: gull-7„Lapparnir voru ansi skrítnir útlits, miklu lægri vexti en hinir og hausinn á þeim alveg snarkringlóttur. Þeir héldu alltaf hópinn. …Það var byrjað Miðdalsmegin við Seljadalsána, en kvarzlagið liggur undir hana. Grafin var djúp hola beint niður og hún timbruð að innan með þriggja tommu plönkum. Við Axel Grímsson vorum alltaf að sniglast í kringum verkamennina. Þeir voru góðir við okkur og lofuðu okkur stundum að húrra niður í námuna í tunnu, en allur uppgröfturinn var halaður upp í tunnu á spili. Þetta spil sem Englendingarnir notuðu, er til enn, að ég held, vestur í Gróttu…. Þetta var vandað spil og tunnan geysistórt eikarkerald, járnslegið. Ekki mátti láta vatn safnast í holuna. Þarna var því dæla, og við hana var unnið allan sólarhringinn. Við námuna var byggt allstórt skúrmyndað hús, og þar var líka eldhús. Þarna bjuggu sumir mennirnir í nokkur ár og sáu alveg um sig sjálfir. Það var grafið alveg eins og kvarzlagið lá, fyrst beint niður, en þegar komið var niður á nokkurt dýpi, fór laginu að halla töluvert til vesturs, tók svo á sig beygju og lá svo aftur beint niður, næstum út undir Seljadalsána.
Svo fór að lokum að ekki varð ráðið við vatnsagann í göngunum. Þá fluttu námamennirnir sig yfir á hinn bakkann en allt fór á sömu leið. Á svipuðum tíma hófst fyrri heimsstyrjöldin og gerði alla aðdrætti mjög erfiða. Þetta hvort tveggja varð til þess að hætt var við framkvæmdir en fjöldi sýnishorna náðist úr jarðlögunum.
gull-8Á þessum árum gerðu þeir nafnar Benediktsson og Guðmundsson ýmsar ráðstafanir til að tryggja námuréttindi sín í Þormóðsdal og Miðdal og eru varðveitt á Þjóðskjalasafni fjöldi beiðna um málmleitarheimildir frá þeim og samstarfsmönnum þeirra bæði fyrir sig, börn sín og annað skyldfólk. Öll börn Einars ogValgerðar og Einars Guðmundssonar sóttu um málmleitarheimildir í Þormóðsdal. Þessi athafnasemi varð tilefni til fréttar í blaðinu Reykjavík þar sem sagði að lögreglustjórinn í Hafnarfirði hafi látið mæla út 12 námuteiga handa félögum í Námafélagi Íslands og að 104 aðrir hafi lagt fram beiðnir um að mældir yrðu út handa þeim námuteigar. Beiðnirnar voru að sönnu fjölmargar en þær voru flestar frá þeim nöfnum, skyldmennum þeirra og fólki sem tengdist þeim. Fátt er sagt um námagröftinn í blöðunum í Reykjavík. Eina fréttin um Miðdalsnámuna er smáfrétt í Vísi þess efnis að fjöldi manna vinni við námuna en ekkert er getið um þjóðerni þeirra.
Í apríl árið 1912 barst svo sýslumanninum í Gullbringu- og Kjósarsýslu tilkynning dagsett 2. apríl þar sem Þorsteinn Kjarval, Einar Guðmundsson, Sigurður Sigurjónsson, Gísli Þorbjörnsson, Finnbogi Jóhannsson og Sveinn Gíslason afsala sér námuleigurétti sínum í löndum Leirvogstungu, Mosfells, Þormóðsdals og Óskots til Iceland Minerals Syndicate Limited, Charing Cross, London. Þetta félag hefur líklega verið í eigu Einars Benediktssonar og hefur hann haft þennan hátt á til að styrkja stöðu sína gagnvart hinum bresku og norsku samstarfsaðilum. Ekki voru allir uppnæmir yfir gullfundinum og í Vísi birtust tvær greinar undirritaðar af Búa þar sem þess var krafist að stjórnvöld létu rannsaka hvort hér væru finnanleg nýtanleg jarðefni og varað við glæframönnum sem haldi uppi trú manna á gullnámur.

gull-9

Annars er þögn blaðanna um Miðdalsævintýrið einkennileg. Ef til vill hafa gullleitarmenn látið fátt uppi og passað vandlega upp á alla leka eða þá að bæjarbúar hafa vitað upp á hár var að gerast á svæðinu og það því ekki þótt fréttnæmt. Er það síðarnefnda óneitanlega líklegra ef tekið er mið af Íslendingseðlinu. Ljóst er þó af frásögn Morgunblaðsins um námagröftinn 1924-25 að mikið hefur verið rætt um málið og sumir óttuðust gullæði á borð við það sem geysað hafði í Ameríku og Ástralíu og að hingað flykktust misindismenn af ýmsu tagi. Blaðið hafnar öllum slíkum vangaveltum og segir að náman sé ekki af því tagi að menn geti labbað upp í Miðdal með tvær hendur tómar og fyllt vasa sína af gulli.
Á stríðsárunum lágu allar rannsóknir á námunni niðri og varð ekki af framkvæmdum fyrr en árið 1921. Eftir stríð keypti Einar Benediktsson hluta Gísla Björnssonar í Miðdal og styrkti þá enn stöðu sína. Það ár voru þeir nafnar í Englandi og áttu í samningaviðræðum við enska fjármálamenn, þar á meðal Neville Chamberlain, síðar forsætisráðherra Breta. Katrín Hrefna Einarsdóttir getur þess að Einar Guðmundsson hafi ekki síður vakið athygli hina bresku viðsemjenda en nafni hans Benediktsson. Í kjölfarið komu hingað menn á vegum félagsins og sendu þeir sýnishorn til Englands en þá kippti félagið að sér hendinni og meira varð ekki úr framkvæmdum í það skiptið.
Árið 1922 var Einar í Þýskalandi og komst þar í samband við Nordische Bergbau Gesellschaft í Hamborg. Þetta félag vann að rannsóknum í námunni á árunum 1923-24. Meðal þeirra þriggja sérfræðinga sem rannsökuðu námurnar var prófessor Konrad Keilhack, sem mun hafa verið mjög kunnur námafræðingur. Félagið lagði of fjár í rannsóknina (170 þús. íslenskar krónur) og segir Valgerður Benediktsson að félagið hafi greitt Einari 140 þús. gullmörk fyrir þær eignir sem hann hafi lagt fram. Jafnframt seldi Einar Benediktsson síðustu jarðirnar sem hann átti til að fjármagna framkvæmdir.24 Sigfús Blöndahl þáverandi aðalræðismaður Þýskalands í Reykjavík staðfesti þetta.

gull-10

Sumarið 1924 hætti Nordische Bergbau Gesellschaft við rannsóknir sínar en Einar var ekki tilbúinn að leggja árar í bát. Haustið 1924 stofnar hann ásamt nýjum þýskum samstarfsmönnum námafélagið Arcturus og stóð það að framkvæmdum í Þormóðsdal árin 1924-25. Ýmsum sögum fer af framkvæmdum á svæðinu þessi ár frá 1923 til 1925. Til dæmis verður ekki betur séð en Valgerður Benediktsson og Tryggvi Einarsson slái þessum félögum saman í eitt. Þær fatæklegu heimildir sem til eru benda til að það hafi þó fyrst og fremst verið Arcturus sem stóð fyrir miklum framkvæmdum í Þormóðsdal.
Um allar fjármálaflækjurnar kringum félögin má lesa í ævisögu Einars Benedikssonar III eftir Guðjón Friðriksson, einkum 10.-13. kafla. Ekkert er minnst á framkvæmdirnar í dagblöðunum árið 1923 en hinn 3. febrúar árið 1925 kom smáfrétt í Morgunblaðinu þess efnis að í Miðdalsnámunni vinni nú milli 10 og 20 manns, grafin hafi verið 60 m löng göng og 10 metra djúp og von sé á þýskum verkfræðingi með vorinu og þá verði verkamönnum fjölgað. Verkfræðingurinn hét W.E Swinburne og reyndist þegar til kom vera Englendingur. Í viðtali við Morgunblaðið var hann ákaflega varkár og sagði að langur tími muni líða þangað til hægt sé að segja til um hvort vinnsla í námunni sé möguleg hvað þá heldur að vinnsla hefjist.28 Annar verkfræðingur, sem var þýskur og hét Marburg, starfaði við námuna og Tryggvi Einarsson segir að þar hafi einnig starfað amerískur yfirverkfræðingur.
Þann 3 maí gull-11birti Morgunblaðið svo samantekt úr þýska blaðinu Hamburger Nachrichten, þar sem fjallað er um námuna. Í upphafi greinarinnar er tekið fram að lítið hafi verið fjallað um framkvæmdirnar í Miðdal undanfarið og ástæðan sögð sú að oft áður hafi menn gert sér vonir um námugröft en orðið fyrir vonbrigðum. Greinin er eftir Dr. R. Friedrich Franz Grunow, einn af forgöngumönnum félagsins í Þýskalandi, og er bjartsýnin ríkjandi og námugangurinn sagður vera orðinn yfir km á lengd og einn m á þykkt. Hér er þó varla verið að tala um lengd ganganna heldur að öllum líkindum það svæði sem gull hefur þegar fundist á. Greinarhöfundur hefur eftir áðurnefndum dr. Keilhack að í námunni væru um 80 þús. tonn af námugrjóti en bætir síðan við að breskur verkfræðingur hafi talið að þar væru 160 þús. tonn. I greininni er fullyrt að í sýnishornum sem rannsökuð hafi verið í Þýskalandi hafi fundist 315 gr. af gulli í tonni en í lökustu sýnunum hafi magnið farið alveg niður í 11 gr. Til samanburðar nefnir höfundur námur í Suður-Afríku og Evrópu þar sem gullinnihald í tonni sé mun minna en vinnsla borgi sig samt vel. Að síðustu er þess getið að settar verði upp vélar til vinnslunnar með haustinu, búið sé að tryggja landareignir og námuréttindi og verið sé að undirbúa félagsstofnun með þýsku, hollensku og svissnesku fé.
Morgunblaðið er mjög varkárt í niðurlagsorðum sínum, staðfestir að mikið sé unnið í Miðdal en bendir jafnframt á það sem haft var eftir Breymann verkfræðingi í viðtalinu 23. apríl. Síðan bætir blaðið við að nokkuð kveði við annan tón í greininni í Hamburger Nachrichten?
Í áðurnefndum skjölum Einars á handritadeild Landsbókasafns er að finna teikningu af íbúðarhúsi sem hann hugðist reisa í Miðdal.
gull-12Tryggvi Einarsson segir í ævisögu sinni að faðir sinn hafi verið búinn að fá í hendur teikningar af verksmiðjuhúsinu. Hann segir að síðasti hluti vinnslunnar hafi verið að láta steinsallann sem búið var að mylja renna yfir silki og átti gullið að festast í því. Tryggvi segir líka að Þjóðverjarnir hafi verið búnir að mæla fyrir járnbraut sem hafi átt að leggja niður á Gufunesklöpp og einnig hafi verið uppi áætlanir u m virkja foss ofar í ánni. Ekki minnist Tryggvi á Einar Benediktsson í sambandi við þessar framkvæmdir heldur segir aðeins að Þjóðverjarnir hafi samið við föður sinn og hann átt að fá 10% af hagnaðinum af námunni.
Í Morgunblaðinu birtist svo frétt u m Miðdalsnámuna 2. júlí. Þar segir að Þjóðverjarnir séu til búnir til að afhenda hollenskum aðilum námuréttindin og hér sé staddur hollenskur lögfræðingur, Fokker að nafni, í þeim tilgangi að ganga frá þessum málum. Síðan er tekið fram að ekki hafi verið allskostar rétt með farið í greininni í þýska blaðinu og of mikið gert úr gullmagninu í námunni. Breyman verkfræðingur hikaði samt ekki við að leggja til að rannsóknum og undirbúningsvinnu verði haldið áfram. Til að komast að fullnægjandi niðurstöðu þurfi meiri tækjakost og víðtækari rannsóknir. Í greininni er fullyrt að þegar sé búið að leggja eina milljón gullmarka í framkvæmdina og þurfa muni annað eins áður en frumrannsóknum sé lokið. Hollendingarnir séu tilbúnir að leggja fram þetta fé.
Síðan segir: „Nokkrir menn hafa verið við vinnu í Miðdal í alt vor. En þeir hafa verið alt of fáir til þess að verkinu miði nokkuð verulega áfram. Hvað veldur töfinni? … Eftir því sem næst verður komið hefir þeim námumönnum engar hindranir verið lagðar í götu frá yfirvaldanna hendi. Gildandi lög gefa heldur enga átyllu til þess að svo verði gert. Almenningsálitið mun og vera á sama máli.“ Morgunblaðið fullyrðir hins vegar að hollenska félagið hafi ekki enn fengið í hendur þau skilríki sem forsvarsmenn þess telji nauðsynleg til að leggja fram fé til vinnslunnar.

gull-14

Þetta voru síðustu fréttirnar af Miðdalsnámunni. Tryggvi Einarsson fullyrðir að Þjóðverjarnir hafi orðið að gefa vinnsluna upp á bátinn þegar þýsk yfirvöld breyttu markinu til að vinna bug á óðaverðbólgunni 1923. Steingrímur J. Þorsteinsson segir að sýnishornin hafi verið svo misjöfn að gæðum að Þjóðverjarnir hafi gefist upp. Af ævisögu Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson er þó ljóst að ýmis konar klúður hefur ekki síður átt þátt í að námaævintýrinu lauk. Tryggvi Einarsson segir og frá því að 1938 hafi sömu aðilar og stóðu að Arcturusi haft samband við íslensk stjórnvöld og sótt um leyfi til námuvinnslu en fengið neitun. Þeir hafi svo enn haft samband við Guðmund Einarsson eftir heimsstyrjöldina en ekkert varð af framkvæmdum. Þjóðverjarnir voru þó ekki þeir einu sem höfðu trú á Miðdalsnámunni. Þann 26. júní árið 1928 skrifar Einar Benediktsson Matthíasi Rohde og Co. í Hamborg bréf þar sem hann segir meðal annars að íslenskt fjármálalíf sé að verða tilbúið undir tæknibyltingu og hægt sé að nota gullið í Miðdal sem grunn að traustri bankastarfsemi í Reykjavík og öðrum bæjum á Íslandi.
En lítum að lokum á námuna sjálfa. Hún er eins og áður sagði í gili sem Seljadalsá hefur grafið. Flest mannvirkin eru á eystri bakka árinnar. Þar hafa íslensku jarðfræðingarnir fundið nokkrar leitarholur frá fyrri tilraunum og ein göng sem eru uppistandandi (göng A) og op annarra sem fallin eru saman eða full af jarðvegi en þau eru nokkru fyrir sunnan göng A, ofar í hlíðinni. Á vestari bakka árinnar eru göng B. Þar hafa fyrri gullleitarmenn grafið á ská inn í bergið meðfram leirlagi sem gullkvarzið er í. Þetta leirlag er um 60 cm þykkt með kísilúrfellingum næst grjótinu og þar mun gullið að finna.
Þormóðsdalur er í útjaðri Stardalseldstöðvarinnar svonefndu, á svæði þar sem jarðlög hafa brotnað mjög mikið og umturnast. Gullið er líklega þannig til orðið að heitt vatn hefur streymt í hringrás í sprungum og brotum milli berglaga og tekið í sig ýmis jarðefni, þar á meðal gullútfellingar, sem það síðan hefur skilið eftir. Bergið þarna er laust í sér og flagnar auðveldlega og veðrast. Gullið fmnst á takmörkuðu svæði þvert yfir ána og er alsendis óvíst að heildarmagnið sé nægjanlegt til að réttlæta vinnslu, þrátt fyrir bætta tækni í þeim efnum á síðustu áratugum.
gull-15Göng A eru á eystri bakka árinnar. Fyrst hefur um tveggja metra breið opin renna verið grafin inn í klettavegginn og síðan gerð göng hvor til sinnar handar. Göng A eru á hægri hönd, um 11 m löng, tveir metrar á hæð og um metri á breidd, þó víðast hvar aðeins þrengri við loftið. Í þeim er um 50 cm djúpt vatn.Við opið er moldarhaft, um 1,60 m á þykkt. Þessi göng eru óregluleg og þegar innar dregur eru útskot í veggjum (sjá teikningu snið A).
Beint á móti göngum A er dálítill klefi. Hann er svipaður á hæð og göngin en nokkru rýmri. Í gólfi hans, innst vinstra meginn, er hola sem virtist full af grjótmulningi og jarðvegi. Verið getur að þar hafi önnur göng legið niður á við en ógerningur er að kanna það án viðamikilla framkvæmda.
Bergið austan megin árinnar virðist mun harðara í sér en vestan megin, Göng B eru í botninum á djúpum skurði og ólík göngum A. Þau eru um 10 m löng, regluleg og burstlaga. Hæðin er einnig regluleg, um 2,10 m undir mæni. Göngin eru um 1,70 m á breidd við gólf. Á gólfinu er nokkuð af lausagrjóti sem flagnað hefur úr veggjum og borist inn í göngin með vatni en það er um meters djúpt. Um þrjá metra frá opi hægra megin hefur hrunið úr gangaveggnum og myndast dálítið útskot inn í vegginn. Gullleitarmenn hafa lokað göngunum með moldarhafti enda engin ástæða til að óviðkomandi fari að troða sér inn í þau. Á vestari bakkanum má og sjá leifar af járnbrautarteinum sem notaðir hafa verið til að flytja jarðefni frá námugöngunum.

Þormóðsdalur

Fyrirtækið Iceland Resources hyggst hefja rannsóknarboranir í Þorlmóðsdal í Mosfellsbæ í sumar, með það að markmiði að kanna fýsileika þess að sækja þar gull í greipar jarðar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu 2021.

Líklegt er að þessi tvenn göng séu frá framkvæmdum Arcturusmanna enda eru þau í samræmi við lýsingu Tryggva Einarssonar. Hann segir að Þjóðverjarnir hafi grafið inn í jarðlögin og látið vatnið renna út enda hafi þeim gengið betur en fyrirrennurum sínum. Eins og áður sagði fundu gullleitarmenn op þriðju ganganna nokkur sunnar og ofar í hlíðinni. Það eru líklega göngin frá 1913-14, grafm beint ofan í bergið og opið klætt með timbri. Eins og áður sagði þá er heildarlengd námaganganna nokkuð á reiki. Morgunblaðið segir göng Arcturusfélagsins hafa verið 60 m á lengd. Steingrímur J. Þorsteinsson segir göngin hafa verið um 150 m ogValgerður Benediktsson segir þau 200 m. Ekkert hefur fundist sem staðfestir neina af þessum fullyrðingum. Ljóst er hins vegar af þeim göngum sem fundist hafa að rannsóknargöngin hafi verið hér og þar í hlíðinni, grafm þar sem gullæðarnar fundust og síðan hætt þegar komið var að enda þeirra því að allar æðarnar eru stuttar og dreifðar um svæðið. Þegar talað er um tuga eða jafnvel hundruða metra löng göng hlýtur því að vera átt við samanlagða lengd ganganna. Mat heimildarmanna á lengd ganganna er hins vegar svo mismunandi að það er augljóslega byggt á sögusögnum og verður því ekkert fullyrt um raunverulegt umfang framkvæmdanna fyrr en gögn frá námufélögunum koma í leitirnar hvar svo sem þau eru niðurkomin.“

Heimildir:
-Árbók VFÍ/TFÍ, 7. árg. 1994-1995, 2. tbl., bls. 183.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 95. árg. 1999, bls. 111-126.

Þormóðsdalur

Gullnáman í Þormóðsdal.

Korpúlfsstaðir

Korpúlfsstaðir
er „Jörð í Mosfellssveit næst við Eiði.
KortKjalnesingasaga minnist fyrst á Korpúlfsstaði og skýrir frá Korpúlfi bónda, sem var orðinn gamall maður og fremur forn í brögðum. Korpúlfsstaðir vor sjálfstæð jörð 1234, eign Viðeyjarklausturs, en komust undir konung við siðaskiptin. Jörðin var seld 1810 og lítið af henni að frétta fyrr en kemur fram á 20. öldina.
Á síðari hluta 19. aldar átti Benedikts Sveinsson, yfirdómari og alþingismaður, jörðina. Einar, sonur hans, eignaðist hana að honum látnum og hann seldi Thor Jensen hana árið 1922. Thor hóf mikinn búrekstur og byggði húsið, sem enn stendur, árið 1929. Þar voru m.a. ráðsmannsíbúð, 39 herbergi fyrir vinnufólkið og matsalur fyrir 70 manns. Á þessum tíma var fjósið hið fullkomnasta á Norðurlöndum. Thor lét framkvæma gríðarlegar jarðarbætur, þannig að túnið var orðið 106 ha árið 1932, hið stærsta á landinu. Í árslok 1934 voru 300 kýr í fjósinu og mjólkurframleiðslan 800.000 l á ári. Mjólkin var gerilsneydd í mjólkurbúinu á staðnum. Mjólkursölulögin frá 1934 voru eins og hengingaról á mjólkurframleiðendur í Reykjavík og nágrenni og brátt dró úr búskapnum á Korpúlfsstöðum.
Reykjavíkur bær keypti Korpúlfsstaði og fleiri jarðir af Thor Jensen árið 1942 og búskap þar var haldið áfram fram undir 1970. Síðan voru húsin notuð sem geymslur og listamenn fengu þar inni til að iðka listir sínar. Margt verðmætt eyðilagðist í bruna 1969. Árið 1943 voru Korpúlfsstaðir og fleiri jarðir í Mosfellssveit innlimaðar í Reykjavík. Árið 1999 var hluti hússins innréttaður sem grunnskóli vegna mikillar fjölgunar íbúa á svæðinu. Golfarar þeytast nú um vellina, sem Thor lagði svo mikla vinnu í að rækta.
Þegar farið var eftir gamla þjóðveginum, sem lá meðfram túninu á Korpúlfsstöðum neðanverðu, var Korpúlfsstaðirfyrst Litlaklif, lækjarskorningur sunnan við túnið.  Rétt sunnan við það var móhellukafli í veginum nokkurra metra langur, sem alltaf vætlaði upp úr og var nefnt Bláavað. Vegurinn lá áfram suður Fossaleynismela eftir Stórapolli og áfram utan í Keldnaholti vestanverðu og suður yfir Hallsholt, sem er fram af Keldnaholti, en mun lægra. Egilsvörðumýri hét allur samfelldi gróðurhallinn gegnt bænum niður að Keldu, en hún náði alla leið úr Sundabörðum niður að sjó. Egilsvörðuás var vestan við Egilsvörðumýri, en vestan við hann tóku við Ásarnir. Þar var Ásamýri, og hvammur niður af henni heitir Stórajarðfall, en vestan við það var Rauðabásás, fremsti hluti langa ássins ofanvert við jörðina Eiði. Syðsti hluti þess áss heitir Hádegisás (hádegi frá Eiði) og annar hlutinn Veifuás.

Bugða

Úr svonefndri Nónvörðu, sem er viðurkennt hornmark milli fjögurra jarða, Gufunes, Eiðis, Korpúlfsstaða og Keldna; bein lína í sjó fram, er skeri aðra línu dregna frá svonefndri Miðaftansþúfu, 100 föðmum fyrir innan áðurnefnda þúfu. Skurðpunktur þessara lína sé í beinni stefnu við hábrún svonefnds Hádegisáss, en Hádegisás er hæðin fyrir ofan Eiðisbæinn og hæst á honum er svonefnd Miðaftansþúfa.
Thor Jensen ræðir um landamerki Korpúlfsstaða í bókinni Framkvæmdaár sem er annað bindi minninga hans. Hann keypti jörðina árið 1922 af Einari Benediktssyni, en hún hafði verið eign föður hans, Benedikts Sveinssonar sýslumanns og fallið í arfahlut Einars. Þegar 1922 hóf Thor Jensen framkvæmdir á Korpúlfsstöðum. (Á Korpúlfsstöðum) hafði þá um mörg ár búið ekkjan Kristbjörg Guðmundsdóttir, ættuð frá Knútskoti, en sonur hennar, Guðmundur Þorláksson staðið fyrir búinu.

Bugða

Eitt fyrsta verk Thors var að láta mæla fyrir framræsluskurðum í mýrinni norður af Korpúlfsstaðatúninu sem hann nefnir Sjávarmýri. Þegar Thor ætlaði að láta girða landareignina vorið 1923 komu í ljós annmarkar og lýsir hann því í bókinni:„Eitt sjálfsagðasta verkið var að girða alla landareignina. Skyldi það gert vorið 1923, en þegar að því kom að ákveða girðingarstaði, kom í ljós, að landamerkin voru ekki sem gleggst á hinu ræktaða landi, þar sem búpeningur margra jarða valsaði um. Einkum átti þetta við um landamerkin milli Korpúlfsstaða og Keldna. Fór því fjarri, að hugmyndir manns um þau merki gætu samrýmzt. Sá ég, að til þess að endanlega úr þessu skorið, myndi þurfa áreið á landamerkin og langan málarekstur. Tók ég því það ráð að semja við eiganda Keldna um kaup á þrætulandinu, og mátti þá hver hafa þær hugmyndir, sem hann vildi um það, hver hin réttu landamerki hefðu verið áður. Vorið 1923, áður en girðingunni utan um landið var lokið, var landareignin smöluð og rekin þaðan 50 aðkomutryppi. Kotið hafði sem sé verið hið mesta fótaskinn til beitar.“ Landstærð Korpúlfsstaða var þá 450 ha.

Korpúlfsstaðir

Um leið og ræktunarframkvæmdir byrjuðu var hafizt handa með byggingar. Fyrst voru byggð fjós en síðan byrjað á aðalbyggingunni á Korpúlfsstöðum í apríl 1925. Grunnflötur byggingarinnar er 30 x 80 m = 2400 m, eða nær 4/3 úr vallardagsláttu. Thor Jensen tókst að ljúka við nýbyggingarnar á Korpúlfsstöðum fyrir Alþingishátíðina 1930. Auk Korpúlfsstaða keypti Thor Lágafell og Varmá 1925, Lambhaga 1926 og Arnarholt 1927. Árið 1941 seldi hann Reykjavíkurbæ jarðeignir sínar, aðrar en hluta af Lágafelli.
Þjóðvegurinn vestur lá um Korpúlfsstaðaland og lá aðalleiðin um Ferðamannavað en að vetri til var oft ekki hægt að fara þar yfir og var þá farið Króarvað sem er nær sjónum.
Áin sem nefnd er Korpúlfsstaðaá þar sem hún fellur með landi Korpúlfsstaða er 4 km á lengd og kemur úr Hafravatni. Efri hluti árinnar er Úlfarsá og er notað sem heildarheiti árinnar þótt fleiri nöfn séu kunn. Hún er sambland af dragá og lindá og er vatnasvið hennar 45 km2. Nú er Korpúlfsstaðaá oft nefnd Korpa og segir Guðmundur Þorláksson að Emil Rokstad hafi fyrstur nefnt ána þessu nafni.

Blikastaðir
er „Jörð í Mosfellssveit, uppl[ýsingar] gaf þar Helga Magnúsdóttir, húsfreyja þar á staðnum. Fjallið fyrir Blikiofan bæinn, austur frá bæ, heitir Hamrahlíð. Þar nokkuð norðarlega er skarð, klettalaust upp á fjallið, er blasir við, þegar komið er austan veginn. Þetta skarð heitir Kerlingarskarð, og eftir því, hve kvöldsett er, myndar skuggi klettanna karl eða kerlingu.
Neðan við þjóðveginn undir fjallinu og hitaveitustokkinn heitir Börð, og í þeim neðan þessa er klettahóll, sem sprengdur var burt og nefndur var Sauðhóll. Þar bjó huldufólk, og mýrin þar upp af, ofan við veginn, heitir Sauðhólsmýri. Efst í óræktaða landinu við afleggjarann heim að Blikastöðum stóð býli, sem hét Hamrahlíð. Þetta er utar og neðan við veginn. Þar neðar tók svo við nokkuð samfelldur flói niður að Blikastaðaá. Á Blikastaðaá voru þrjú vöð, sem höfðu nafn: Blikastaðavað var á götunni að Korpúlfsstöðum þar beint á milli bæjanna; svo þar sem gamli vegurinn var niður við sjó, var nefnt Ferðamannavað, og það neðsta, niður við sjó en ofan klettanna, var nefnt Króarvað.  Í túninu er Þúfnabanaflöt. Var hún unnin með fyrsta þúfnabananum, sem hér kom.

Blikastaðir

Blikastaða er fyrst getið í máldaga Maríukirkjunnar í Viðey frá árinu 1234. Þar stendur að kirkjan og staðurinn í Viðey eigi land á „Blackastoðum“. Næst er Blikastaða getið í leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs frá árinu 1313:  „Af bleikastodum hellmingur heyia þeirra sem fast“.  Í skrá um kvikfé og leigumála jarðar Viðeyjarklausturs frá árinu 1395 segir: „aa bleikastodum ij merkur“. Í Fógetareikningum áranna 1547-1552 kemur fram að land á Blikastöðum eða „Bleckestedom“ eins og jörðin er kölluð, er komið í konungs eigu um miðja 16. öld.  Í Jarðabók Árna og Páls frá 1704 er jörðin nefnd Blikastader og þá enn í konungseign.  Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er jörðin sögð 14 hundruð, kúgildi 3 og einn leigjandi.

Geldinganes

Nokkur umræða hefur verið um nafn jarðarinnar.  Finnur Jónsson prófessor og Hannes Þorsteinsson cand. theol. og þjóðskjalavörður ræddu um það á þriðja áratugnum hvort upprunalegra hafi verið Blakkastaðir eða Blikastaðir. Taldi Hannes Blakkastaðir vera hið upprunalega heiti jarðarinnar og vitnar í elsta Viðeyjarmáldagann frá 1234 máli sínu til stuðnings.  „Eflaust er Blakkastaðir upprunalega heitið, en hefur færzt smámsaman úr lagi.  Blakkur og Blakki eru mannanöfn eða viðurnefni, og bæjanöfn kennd við Blakk og Blakka eru alltíð í Noregi (sbr. Lind).“

Hamrahlíð

Finnur Jónsson dró hins vegar mjög í efa að Blakkastaðir væri hið upprunalega heiti. Telur hann að vissulega komi það fyrir í máldaga frá um 1234 en í uppskriftum af því sé skrifað Bleika- eða Blika- eins og bærinn heitir nú. Telur hann að um misskrift eða mislestur gæti verið að ræða og þar með öllu óvíst að Blakka- sé hin upprunalega mynd enda erfitt að útskýra hvernig Blakka- yrði Blika-. Lúðvík Kristjánsson telur nafnið dregið af því að blikar setjist upp í landi jarðarinnar. Sigsteinn Pálsson bóndi á Blikastöðum telur nafnið einnig dregið af æðarblikum. Alla þessa öld hefur verið æðarvarp á svonefndu Gerði.  Það er þó ekki fyrr en á síðustu árum sem því hefur verið sinnt og gefur það nú af sér um eina dúnsæng á ári.
Eitt þekktasta örnefni í landi Blikastaða er Hamrahlíð sem er austur af Blikastöðum og er í raun vesturbrún Úlfarsfells. Í Hamrahlíð er mikið fuglalíf. Býlið Hamrahlíð var við rætur samnefndrar hlíðar og mun hafa staðið fyrir neðan veginn á móts við hlið á girðingu Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Rústir þessa býlis sjást enn. Fjós og útihús stóðu neðar.  Um bæinn segir séra Stefán Þorvaldsson í lýsingu Mosfells- og Gufunesssókna árið 1855: „Hamrahlíð.  Afbýli eitt lítið, byggt fyrir 4-5 árum úr Korpúlfsstaðalandi, norðvestan undir Lágafellshömrum, skammt í suður frá Blikastöðum, er lítt byggilegt sökum landþrengsla og töðuleysis.“ Hamrahlíðar er ekki getið í Jarðatali J. Johnsens 1847, né í Jarðabók 1861.
Bærinn Hamrahlíð var í byggð 1890. Í Árbók Ferðafélags Íslands frá 1936 stendur: „Fellið, sem til hægri handar er við veginn, kalla Reykvíkingar stundum Hamrahlíð.  Þetta er ekki réttnefni á því.  Kotbýli, sem stóð nærri norðvesturhorni fellsins og minjar sjást af rétt neðan við veginn, hét Hamrahlíð, en fellið sjálft heitir Úlfarsfell.  Norðan í því er hamrabelti, sem Lágafellshamrar heita og af þeim er Hamrahlíðarnafnið dregið.“

Hamrahlíð

Í brekkum Hamrahlíðar og hlíðunum þar suður af er skógræktargirðing Skógræktarfélags Mosfellssveitar. Á vegum þess var fyrst plantað trjám þar um 1957, en Ungmennafélagið Afturelding hafði nokkru áður sett niður skógarplöntur á þessu svæði. Þar suður af er Hrossadalur. Helga Magnúsdóttir á Blikastöðum sagðist einnig hafa heyrt nafnið Krossadal og Kristín Sigsteinsdóttir talaði um Krossagil. Þar sat hún yfir kvíaám sem lítil stúlka og þangað var farið í berjamó frá Blikastöðum. Hætt var að færa frá á Blikastöðum um 1916.

Kerlingarskarð

Hrossadalsgil, sem nefnt er í landamerkjaskrá, liggur úr samnefndum dal og í átt til sjávar. Hrossagilsbrún er á þessu gili. Aðeins örnefnið Hrossadalur er notað á Blikastöðum.
Í austurhluta Hamrahlíðar er Kerlingarskarð. Það blasir við þegar ekið er frá Mosfellsbæ og í átt til Reykjavíkur. Sagt er að eftir því hve kvöldsett er, myndi skuggar klettanna karl eða kerlingu. Lágafellshamrar taka við austan við Kerlingarskarð. Þeir hafa m.a. verið notaðir til að staðsetja fiskimið (Þúfu, Álftaskarðsþúfu eða Þúfuál) á Faxaflóa. Það er hugsanlegt að Lágafellshamrar hafi einnig náð yfir hamrabeltið sem nú er nefnt Hamrahlíð. Séra Magnús Grímsson á Mosfelli (1825-1860) segir t.d. í Safni til sögu Íslands „… allt umhverfis Lágafell og Lágafellshamra (en svo kallast nú vestr-endinn á Úlfarsfelli).“ Festi er örnefni sem er á landamerkjum Blikastaða og Lágafells uppi í Lágafellshömrum. Í hömrunum skammt þar fyrir austan er Arnarnípa. Sagan hermir að þar hafi örn verpt, ekki þó á þessari öld.

Blikastaðakró

Björn Bjarnarson í Grafarholti getur þess í lýsingu á Kjósarsýslu að á nokkrum stöðum öðrum en á jarðhitasvæðunum að Reykjum í Mosfellssveit  séu laugar og volgar uppsprettur 20-40 °C og nefnir m.a. Blikastaði.  Um 20 °C heit Laug var vestan við heimreiðina að Blikastöðum um 200 metra frá bænum.  Þar voru þvegin sokkaplögg o.fl. og stundum var vatnið notað til að skúra gólf. Hætt var að nota hana þegar hitaveita kom að Blikastöðum en skömmu áður hafði hún spillst þegar borað var í hana.
Þegar (Þorlákur) Magnús Þorláksson kom að Blikastöðum árið 1908 fengust um 80 hestar af heyi af túnum þegar vel áraði. Hann fór þegar að rækta og smám saman var melum og mýrum breytt í tún. Þegar Sigsteinn Pálsson og Helga Magnúsdóttir tóku við búi að Blikastöðum árið 1942 voru tún 42 hektarar en þegar þau hættu kúabúskap árið 1973 þá voru tún um 70 hektarar. Nöfn á túnunum eru úr tíð Helgu og Sigsteins.

Úlfarsá

„Úlfarsá kemur úr Hafravatni, rennur til vesturs sunnan við Úlfarsfell, beygir síðan til norðurs vestan við Lambhaga og fellur í litla vík, sem nefnist Blikastaðakró. Úlfarsá breytir síðar um nafn, nefnist Korpúlfsstaðaá eða Korpa, fyrst sennilega aðeins neðri hlutinn í grennd við Korpúlfsstaði. Er algengt, að litlar ár nefnist fleiri nöfnum en einu, einkum þá kenndar við bæi, er þær renna hjá.“
Áin milli Korpúlfsstaða og Blikastaða nefnist Korpúlfsstaðaá. Nafnið Korpa og Úlfarsá, eru þau nöfn sem notuð eru af heimafólki á Blikastöðum. Þá er veiðifélag árinnar kallað Veiðifélag Úlfarsár og eiga Blikastaðir 14% í ánni. Guðmundur Þorláksson segir að Emil Rokstad hafi fyrstur nefnt hana Korpu. Í Jarðabók Árna og Páls segir á bls. 309: „Laxveiði þriðja hvörn dag í Kortúlfstaðaá. … Skipsuppsátur við sjó og heimræði á haust, þá fiskur gekk inn á sund.“  Korpúlfsstaðir eru þó stafsettir á venjubundinn hátt í sömu jarðabók.

Skilti við Blikastaðanes

Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 1752-1757 er talað um Kortólfsstaðaá og það gerir Skúli Magnússon einnig í sinni lýsingu á Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1785. Séra Magnús Grímsson á Mosfelli varpar fram nokkrum vangaveltum um Úlfarsá og Korpúlfsstaðaá í „Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju“. Þar segir: „Eg felli mig vel við getgátu Gísla Brynjólfssonar, viðvíkjandi nöfnunum Korpúlfr og Korpúlfstaðaá, sem stendr í neðanmálsgrein í ritgjörð hans um goðorð í „Nýjum Félagsritum“, 13. ári, 48. bls.  Nöfnin Úlfr og Úlfar eru svo lík, að vel má vera að áin, fellið og bærinn sé allt kennt við Úlf (Korpúlf = Hrafnúlf) þann, sem Korpúlfstaðir eru kenndir við.  En af því það er ekki nema eitt handrit Landnámabókar (Landnámab. I, 10. í orðamun), sem hefir Úlfsá fyrir Úlfarsá, þykir mér vissara að áin og fellið hafi hvorttveggja verið kennt við einhvern Úlfar (Úlfarsfell, Úlfarsá), en bærinn við Úlf, ef það er þá ekki afbakað úr Úlfar (Úlfstaðir fyrir Úlfarstaðir, þ.e.: Korpúlfstaðir fyrir Korpúlfarstaðir), sem mér virðist hæglega geta verið  En hvað sem nöfnum þessum viðvíkr, ætla eg víst, að á sú, sem nú heitir Korpúlfstaðaá, sé hin forna Úlfarsá, og það er aðalatriðið sem hér ræðir um.“
Í sóknarlýsingu séra Stefáns Þorvaldssonar er vikið að laxveiðinni. „Laxveiði er nokkur í … Korpúlfsstaðaá, einkum við mynni þesarrar ár í Blikastaðakró.“  Þar er Blikastaðakró lýst enn frekar: „Þessi jörð hefir … notalega laxveiði í svonefndri Blikastaðakró, sem er fjörubás einn lítill með standklettum á 3 vegu og með garði fyrir framan með hliði á, sem sjór fellur út og inn um með útfalli og aðfalli, en með flóðinu er net dregið fyrir hliðið á garðinum, svo það byrgist inni, sem inn er komið.“
LeifarÞá segir: „Á Korpúlfsstaðaá milli Blikastaða og Korpúlfsstaða voru a.m.k. fjögur vöð, talin til sjávar: Stekkjarvað sem var á merkjum milli Hamrahlíðar, Blikastaða og Korpúlfsstaða. Nokkru neðar í ánni er Merkjafoss. Blikastaðavað sem var á götunni að Korpúlfsstöðum beint á milli bæjanna, Ferðamannavað fyrir neðan Efriásinn; þar lá þjóðleiðin áður. Veiðifoss er nokkru fyrir neðan Ferðamannavað. Króarvað er neðst, ofan við kletta. Skammt fyrir neðan Króarvað er Króarfoss einnig nefndur Sjávarfoss.
Neðan við Þúfanabanaflöt er holt með grjótgarði, er nefnist Efriás, og þar neðar er annar klettaás sem heitir Neðriás. Inn af Efraás neðan túns er Hrossaskjólsás; nær hann inn á merki. Fyrir neðan Neðriás er lítið nes fram í sjóinn er heitir Gerði. Björn Bjarnarson í Grafarholti nefnir það Blikastaðagerði í Árbók Fornleifafélagsins 1914. Það hefur einnig verið nefnt Blikastaðanes. Neðst á því er Gerðistá einnig nefnd Blikastaðatá. Fyrir austan Gerðið er Dýjakrókalækur, og mynni hans kallast Dýjakrókalækjarmynni. Fornar rústir og grjótgarður frá verslunarstað eða útræði eru niðri á sjávarbakkanum yst á fyrrnefndu Gerði. Staðurinn var friðlýstur 8. nóvember 1978 og friðlýsingarmerki sett upp sama ár. Helga og Sigsteinn telja að fornminjarnar hafi ekki mikið laskast frá því þau komu að Blikastöðum. Ásgeir Bjarnþórsson frá Knarrarnesi á Mýrum gerði út á grásleppu frá Blikastaðakró á fyrstu áratugum þessarar aldar.

Heimildir um Blikastaði má nefna:

Viðtöl:
-Helga Magnúsdóttir f. 1906, hefur búið að Blikastöðum frá 1909.
-Sigsteinn Pálsson f. 1905, hefur búið að Blikastöðum frá 1942.
-Magnús Sigsteinsson f. 1944 á Blikastöðum og hefur búið þar alla tíð síðan.
-Kristín Sigsteinsdóttir f. 1945 á Blikastöðum og hefur búið þar alla tíð síðan.

Ritheimildir:
-Björn Bjarnarson: 1936-1940, „Kjósarsýsla (1937)“, Landnám Ingólfs.  Safn til sögu þess II. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.
-Björn Bjarnarson: 1914, „Um örnefni“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags.
-Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752-1757. I. bindi. Reykjavík 1943.
-Ferðafélag Íslands. Árbók 1936, Ólafur Lárusson: „Innnesin.“
-Finnur Jónsson: 1924, „Nokkur orð um íslenzk bæjanöfn“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Fornbréfasafn. Diplomatarium Islandicum I., 1857-76, II. 1893, III. 1896, og XII. 1923-32, Hið Íslenzka Bókmenntafélag.  Kaupmannahöfn.
-Hannes Þorsteinsson: 1923, „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Hannes Þorsteinsson: 1924, „Kvittun til dr. Finns Jónssonar“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafjelags. Reykjavík.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu- og Kjósarsýsla. Þriðja bindi. Reykjavík 1982.
-Johnsen, J.: 1847, Jarðatal á Íslandi. Kaupmannahöfn.
-Kålund, P.E.K.: 1984, Íslenskir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur. Reykjavík. [Bidrag til en historisk-topografisk Beskrivelse af Island. 1877].
-Kristján Eldjárn: 1980, „Leiruvogur og Þerneyjarsund“, Árbók Hins Íslenzka Fornleifafélags. Reykjavík.
-Lúðvík Kristjánsson: Íslenzkir sjávarhættir V., Reykjavík,1986.
-Magnús Grímsson: 1886, „Athugasemdir við Egils sögu Skallagrímssonar“,
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju II. bindi, Kaupmannahöfn.
-Mosfellshreppur. Aðalskipulag 1983 – 2003.  Mosfellssveit 1983.
-Skúli Magnússon: 1935-1936 „Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu.“ Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess I. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.
-Sýslulýsingar 1744-1749. SÖGURIT XXVIII. Reykjavík 1957.
-Stefán Þorvaldsson: 1937-1939 „Lýsing Mosfells- og Gufunesssókna 1855“.
-Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess III. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík.

Óprentaðar heimildir
-Þjskjs. Landamerkjaskrá fyrir Blikastaði.
-Þjóðminjasafn Íslands. Fornleifaskrá. Mosfellshreppur.
-Örnefnastofnun Þjóðminjasafns Íslands. Ódagsett örnefnalýsing Blikastaða eftir Ara Gíslason, 20 örnefni.
-Örnefnalýsing Korpúlfsstaða eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson frá 1984. Örnefnakort af Blikastöðum eftir Guðlaug Rúnar Guðmundsson.

Korpúlfsstaðir

Korpúlfsstaðir gömlu.

Illaklif

Í Nýjum vikutíðindum árið 1969 er sagt frá „Munnskaðanum mikla á Mosfellsheiði“ í marsmánuði árið 1957:
„Einhver hin átakanlegasta og slysalegasta ferð í verið. sem um getur, var farin fyrir rúmum hundrað árum, í öndverðum marzmánuði 1857, er fjórtán útróðramenn úr Biskupstungum og Laugardal í Árnessýlu börðust við dauðann á Mosfellsheiði í blindbyl og frosti.
laufdaelingastigur-221Segir nú ekki af ferðum þeirra félaga fyrr en kemur utarlega í svonefnda Vilborgarkeldu. Sjá þeir þá draga upp ský yfir Esjunni. Litlu síðar fór að hvessa, og að vörmu spori var skollin á þá grimmasta norðanhríð. Jafnframt herti frostið óðfluga, svo að hálfblaut föt þeirra manna, er gist höfðu á Þingvöllum, stokkgödduðu, og torvelduðu þeim mjög að komast áfram. Réðust þeir nú um, hvað til bragðs skyldi taka. Vildu sumir snúa aftur og leita bæja. Aðrir töldu það óráð, og þótti lítil von til að finna bæi í Þingvallasveit, þar sem þeir eru strjálir, en dauðinn vís ef þeir villtust út á vatnið eða í hraunið. Þótti þeim meiri von að takast mætti að finna sæluhús kofa þann, sem var á svo nefndum Moldbrekkum, austan til á miðri Mosfellsheiði. Gætu þeir látið þar fyrir berast, meðan verst væri veðrið. Ef það brygðist, myndu þeir að öllum líkindum finna Mosfellsdalinn. Mundi hríðin þar vægari og meiri von, að þeir hittu þar einhvern bæinn. Var þetta ráð tekið og halda þeir nú áfram vestur heiðina. Hríðin var svo svört, að ekkert sá frá sér, og sterkviðrið og frostharkan að sama skapi. Fuku höfuðfötin af sumum, og var engin kostur að elta þau. Gekk ferðin afar seint, bæði vegna ófærðar, veðurs og eigi sízt þess, hve klæðin frusu að þeim og gerðu þeim stirt um ganginn. Þegar á leið daginn, tóku þeir mjög að þreytast og sumir að gefast upp. Hinir, er færari voru, reyndu að hjálpa þeim eftir megni. Egill frá Hjálmstöðum hafði gengið fyrir um hríð. Þótti félögum hans sem hann mundi hafa haldið of mikið í veðrið og stefna of norðanlega. Ekki fundu þeir sæluhússkofann, enda sá vart út úr augum fyrir hríðinni. Þar á heiðinni er klif nokkurt, er verða átti á leið þeirra. Það urðu þeir eigi varir við. Kom þeim nú saman um, að snúa meira undan veðrinu, svo sem þeir hugðu stefnu vera á Mosfellsdalinn.

illaklif-223

Þótti þeim sem helzta lífsvonin væri sú, úr því sem komið var, að reyna að ná til bæjar í Gullbringum, en þangað var enn löng leið fyrir höndum. Gengu þeir nú enn um hríð, unz fimm voru svo þrotnir, að enginn var þess kostur, að þeir mættu lengra komast. Flestir hinna voru og mjög þjakaðir orðnir. Vildu sumir halda áfram og láta þá hvern þar eftir, er hann mátti eigi lengra komast.
Þó varð það úr, að þeir ákváðu að láta allir fyrir berast um nóttina, þar sem þeir voru komnir. Var þó ekki álitlegt til þess að hugsa, því að þarna var ekkert afdrep, allt slétt af jökli og veðrið svo ofsalegt, að ekki var stætt. Þeir, sem mest voru af sér gengnir, fleygðu sér þegar niður á hjarnið, en hinir stóðu uppi yfir þeim. Sumir reyndu að pjakka með stöfum sínum holu niður í harðfennið, til að reyna að fá eitthvert skýli, lögðust svo þar niður og létu skefla yfir sig. Þá félaga tók nú suma mjög að kala. Klakahúð var komin yfir andlit þeirra og öll föt voru stokkfreðin. Á Agli bónda á Hjálmstöðum var allt andlitið orðið hvítt af kali. —
Leið svo fram um dagsetur. Stóðu þá enn nokkrir uppi. Þá heyrðu þeir yngsta manninn í hópnum, Þorstein frá Kervatnsstöðum, reka upp hljóð þrisvar, og hneig hann niður við hið síðasta.
„Hörmulegt er að heyra,“ mælti Kristján.
„Ef þú getur ekki að gert,“ mælti Pétur, „þá er bezt að þegja.“
illaklif-224Gerði nú myrkt af nótt, svo að enginn sá annan. Þar kom, að enginn stóð uppi, nema Einar og Pétur. Sömdu þeir það þá með sér, að þeir skyldu aldrei niður leggjast, meðan þeir mættu uppi standa. Áttu þeir nóg að vinna að verjast sterkviðrinu, að eigi hrekti þá burt frá hinum. Þeir voru þá báðir ókalnir enn. Ekkert sást fyrir náttmyrkri og snjódrífu. Öðru hvoru heyrðust hljóð frá félögum þeirra, er lágu þar umhverfis í skaflinum, huldir í snjónum. Þá er langt var liðið á nótt, heyrði Pétur að kallað var í snjónum fyrir fótum honum og beðið í guðs nafni að rífa snjóinn, því að sér lægi við köfnun. Pétur þreifaði fyrir sér og fann þar Þorstein frá Kervatnsstöðum örendan. Hafði hann hnigið ofan á höfuðin á þeim Bjarna og Ísak. Voru þeir báðir á lífi, en máttu sig hvergi hræra, vegna líksins, sem lá yfir þeim, og svo voru þeir frosnir niður við hjarnið. Pétur snaraði burt líkinu, og tóku þeir Einar svo báðir að losa þá Bjarna og Ísak. Vöknuðu nú fleiri í skaflinum, er niður höfðu lagzt, en fæstir máttu upp standa, svo voru þeir frosnir. Hafði snjórinn þiðnað lítið undir þeim, er þeir lögðust niður, en frosið síðan við klæði þeirra. Þegar þeir heyrðu, að einhverjir voru uppi standandi, kölluðu þeir á þá og báðu þá hjálpar. Þeir Pétur tóku þá hvern af öðrum og svo hjálpaði hver, sem á fætur komst eftir megni. Guðmundur frá Hjálmsstöðum hafði lítt eða ekkert sofið. Hafði hann á sér þá hreyfingu, sem hann mátti, til að halda á sér hita. Heyrði hann nú angistaróp í snjónum hið næsta sér, og fór að huga frekar að því. Var það mágur hans, Egill Jónsson frá Hjálmstöðum. Var hann fastur í fönninni, berhöfðaður og berhentur á annarri hendinni. Eftir mikla erfiðismuni tókst Guðmundi að ná honum á fætur, batt tveimur vasaklútum um höfuð honum, en reyndi að koma hendinni í buxnavasann.

Mosfellsheidi-221

Var hún þá stálgödduð og ósveigjanleg og kvaðst hann ekkert finna til hennar. Enn heyrði Guðmundur hrópað nálægt sér. Var það Þiðrik Þórðarson frá Útey. Var hann einnig fastur í fönninni og búinn að fá brjóstkrampa, sem hann átti vanda til. Að lokum tókst Guðmundi að ná honum á fætur. Héldu þeir, sem eitthvað gátu, áfram að losa hina úr skaflinum, en það var torsótt mjög. Urðu þeir að beita höndum einum, því að eigi var þorandi að neyta stafbroddanna, þar sem bæði var niðamyrkur og handastjórn tekin að fatast, er flestir voru kalnir og varla hægt að ráða sér fyrir ofviðrinu. Sveinn frá Stirtlu hafði pikkað laust í hjarnið og lagzt þar niður aflangur. Var lengi strítt við að losa hann, og tókst að lokum. Var hann lítt kalinn eða ekki. Örðugast var að losa þá, er lagzt höfðu endilangir, en hægar þá, er lagzt höfðu krepptir. Í þessari svipan kól þá báða, Pétur og Einar, mjög á höndum og fótum.
Að lyktum voru allir komnir á fætur, nema Þorsteinn. Gátu sumir þó naumast staðið, og voru að detta niður öðru hvoru, en hinir hressari reistu þá upp aftur og reyndu að styðja þá. Undir dögun slotaði veðrinu lítið eitt. Töluðu þeir félagar þá saman, og mælti enginn æðruorð.
Þegar hálfbjart var orðið af degi gerði þann feiknasvip, og herti svo frostið, að langt bar af því, er verið hafði. Skullu þeir þá niður hver af öðrum, en nokkrir þeir, sem færastir voru, leituðust við að reisa þá á fætur aftur. Til marks um frosthörkuna er það, að á Pétri var orðin svo þykk  klakaskán yfir öll andlitinu, að hann gat eigi brotið hana frá. Var hvergi gat á, nema fyrir öðru munnvikinu, og frosið allt saman hár og skegg og klæði. Bað hann þá Kristján að brjóta klakann og lagðist niður á bakið. Kristján pikkaði með staf sínum rauf fyrir enninu. Þreif Pétur þar í og reif frá allt saman. Svo var veðrið nú mikið og frostið, að þeim félögum fannst sem stæðu þeir alveg berir og hröktust þeir undan veðrinu í hvössustu hryðjunum. Gekk á þessu um hríð, unz Jón frá Ketilvöllum, Þiðrik, Ísak og Egill hnigu niður í höndum félaga sinna. Var naumast hægt að merkja, hvort þeir væru með lífsmarki eða þegar örendir.
mosfellsheidi-222Harðasta hrynan hafði staðið um það bil klukkustund. Hefði hún staðið aðra klukkustund í viðbót, má fullvíst telja, að enginn hefði komizt lífs af. Veðrið dró niður um það leyti, sem albjart var orðið. Var þó enn rok og hörkubylur. Sáu þeir þó á milli hryðjanna höggva fyrir toppnum á Grímmannsfelli. Voru þeir rétt fyrir neðan Leirvogsvatn, heldur nær Stardal en Bringunum, og höfðu lítið sem ekkert farið afvega.
Þeim, sem eftir stóðu, níu samtals, kom nú saman um að halda af stað og leita byggða. Skildu þeir eftir poka sína alla og stafi. Er þeir höfðu skamma stund gengið, kallaði Guðmundur frá Múla til Péturs og bað hann að leiða sig. Gerði Pétur svo. Brátt fann hann, að sér mundi verða það of þungt einum. Kallaði hann þá til Einars og bað hann að leiða Guðmund með sér. Einar var fús til þess. Í sama bili þraut Gísla Jónsson. Reyndu þeir Pétur að hjálpa honum áfram, en varð nú seinfarið, er þeir urðu að draga tvo aðra máttfara með sér, enda misstu þeir í þessum svifum sjónar á félögum sínum öðrum.
Frá þeim er það að segja, að þeir héldu saman allir fimm og komust um miðjan morgun ofan að bænum Gullbringu, til Jóhannesar Lund, er þar bjó. Voru þeir þá svo aðfram komnir, að enginn þeirra var fær um að standa upp hjálparlaust, þegar þeir settust eða duttu.
Jóhannes bóndi og fólk hans tók þeim hið bezta, og fengu þeir þegar þá aðhlynningu og hjúkrun, sem framast voru föng á. Svo voru þeir rænulausir, að þeir gátu ekki um þá félaga sína, sem á eftir voru, fyrr en eftir drjúga stund, er einhver heimamanna var að aumka þá, hve bágt þeir ættu. Rankaði þá einn þeirra við og sagði: „Bágt eigum við, en bágara eiga þeir, sem eru á eftir.“
Þegar húsbóndinn heyrði þetta, bjóst hann þegar að leita þeirra, er á eftir væru, og var það jafnsnemma og upp stytti hríðinni.
Bringnavegur-221Í Gullbringum bjó fátækt fólk. Voru þar lítilfjörleg húsakynni og knappt um bjargræði og eldivið. Hinir hröktu menn fengu þegar kaffi og nýmjólk, voru færðir úr vosklæðum og að þeim hlynnt eftir fremsta megni. Síðan fóru þeir niður í vatnsílát með hendur og fætur, og voru í vatninu fram eftir degi.
Nú er að segja frá þeim Pétri og Einari, er þeir voru viðskila orðnir við alla félaga sína, nema þá tvo, er þeir leiddu. Höfðu þeir Guðmund á milli sín, en Gísli hélt sér í þá. Héldu þeir svo fram ferðinni langa hríð. Lítt skiptust þeir orðum við félagar, nema einu sinni segir Guðmundur: „Ætlarðu að yfirgefa mig, Pétur?“
„Nei, aldrei!“ svaraði í því kipptist Guðmundur við svo hart að hann ýtti þeim frá sér. Það voru dauðateygjurnar, er hann tók fyrsta andvarpið. Báru þeir hann þó enn góða stund á milli sín, unz þeir skildu, að það kom fyrir ekki.
Þá var stytt upp hríðinni, og var það eins snögglega og hún hafði skollið á. Létu þeir nú lík Guðmundar eftir, og er þeir höfðu skamma stund farið, sýndust þeim koma þrír menn á móti sér. Það var Jóhannes bóndi í Gullbringum einn saman, er kominn var að leita þeirra. Stefndu þeir þá fyrir austan endann á Grímmannsfelli, er Jóhannes kom að þeim. Komust þeir nú allir heim með honum, en svo voru þeir máttfarnir, að Jóhannes varð að lyfta undir þá, til þess að þeir kæmust upp baðstofutröppurnar. Var Pétur verst farinn. Þegar þeir voru komnir inn á baðstofugólfið var spurt, hvort þeir vildu kaffi.
thingvallavegur-221Pétur svaraði: „Því ætli ég vilji ekki kaffi.“
Hann stóð á gólfinu, meðan hann drakk úr bollanum og meðan bóndi náði af honum fötunum. Hann talaði allt af ráði, en stutt og reiðilega, en sjálfur vissi hann ekki af sér, frá því að hann kom inn, til þess er stund leið frá.
Það var litlu fyrir hádegi, er þeir þremenningarnir komu til bæja. Voru nú sóttir menn og hestar til að flytja mennina á bæi, þar sem hægt var að hjúkra þeim. Voru sex þeirra fluttir þaðan. Bjarni og Guðmundur þóttu eigi flutningsfærir, og voru kyrrir um nóttina í Gullbringum.
Daginn eftir voru þeir fluttir niður í byggð. Allir voru þeir meira og minna kalnir, en urðu allir græddir að lokum, þótt sumir yrðu aldrei örkumlalausir. Einar lá lengi með óráði, en varð þó heill að lokum. Pétur var mest kalinn og lá mjög lengi í sárum og varð aldrei jafngóður.
Samhliða þessum flutning um voru þrír menn með duglega hesta sendir svo skjótt sem verða mátti til að leita hinna látnu og farangursins. Fundu þeir brátt lík Guðmundar frá Múla skammt frá Smalaskála nokkrum.
Því næst fundu þeir Ísak allmiklu norðar. Var hann enn með lífsmarki, þá er að var komið. Fluttu þeir hann strax að Stardal, því að þangað var skemmst, en hann dó á leiðinni. Byggðamenn sneru síðan aftur upp á heiðina og fundu brátt farangurinn og hina mennina fjóra sunnan til við Leirvogsvatn, hjá svonefndum Lómatjarnarlæk. Höfðu þeir lagzt rétt við lækinn og sumir þeirra legið í vatni úr læknum. Jón frá Ketilvöllum var þá enn með lífsmarki. Fluttu þeir hann að Stardal, en hann dó einnig á leiðinni.
Líkin voru öll lögð í snjó og vakað yfir þeim, en ekki leyndist líf með neinu þeirra. Voru líkin flutt til greftrunar að Mosfelli, en kistur gerðar að þeim í Rvík. Pétur kvaðst leggja til líkklæði utan um vin sinn og félaga, Guðmund frá Múla, og það gerði hann. —
Nokkru síðar dreymdi hann að Guðmundur komi til sín. Þóttist hann spyrja, hvernig honum liði — og fá þetta svar:
„Ekki vel. Mér er svo kalt.“
Frétti Pétur síðar, að líkklæðin höfðu orðið eftir í Reykjavík í ógáti, og þótti þá draumurinn benda til þess.“

Heimild:
-Ný vikutíðindi, 10. árg., 39. tbl, 1969, bls. 4, 5, 6 og 7.

Illaklif

Varða ofan Illaklifs.

Vilborgarkelda

Svarthöfði skrifaði í Vísi árið 1981 um Nýja og Gamla Þingvallvegina undir fyrirsögninni „Vilborgarkeldan og vegamálin„:
thingvallavegur-230„Þótt enn sé snemmt og sumardagurinn fyrsti ekki alveg kominn, bauð tíðarfarið upp á margvíslegar ferðir um páskana. Flestir munu hafa lagt leið sína um nágrenni Stór-Reykjavíkursvæðisins og látið sig hafa það að aka nokkurn óþarfa í bíl, þótt bensínið sé dýrt. Dýrara á það eftir að verða. Nú er olíutunnan í 32 dollurum, en talið er að hún verði komin í áttatíu dollara árið 1985. Þá mætti ætla að bensínlítrinn hér verði um fimmtán hundruð krónur gamlar. Þýðir lítið í slíku árferði að tala um sparneytna bíla einfaldlega vegna þess að bensin verður ekki kaupandi, hvorki á þau tæki, sem eyða tíu lítrum á hundraðið eða tæki sem eyða tuttugu lítrum.
Miðað við slíka þróun má ætla að svonefnd helgidagakeyrsla falli niður að mestu nema á móti komi mikil lagfæring vega, sem sparar í raun mikið bensín. Þó eru góðir vegir ekki nema hluti af lausn vandans, en engu að síður sú lausn sem við ráðum yfir. Um verðlag á bensíni ráðum við hins vegar engu. Fólk sem býr í þéttbýli og vinnur langan vinnudag, eins og dæmið um rúmlega milljón króna verkamannalaun sýnir, þarf að eiga þess kost að komast út í náttúruna um helgar. Úr þessari þörf hefur verið leyst með ökuferðum austur yfir fjall, eins og það er kallað, kaffidrykkja í Eden og Þingvallahringnum.
thingavallavegur-231Um hundrað þúsund manns búa á þéttbýlissvæðinu við Faxaflóa, og mikill hluti þess mannsafnaðar telur eitt helsta útivistarsvæði sitt vera á Þingvöllum og þar í grennd. Aftur á móti bendir vegalagning til Þingvalla ekki til þess að þar hafi hundrað þúsund manns hagsmuna að gæta. Lengi vel hefur það verið svo, að fé til Þingvallavegar hefur verið falið í vegafé til Suðurlands alls, og hafa þá svonefndir „nauðsynjavegir“ verið látnir ganga fyrir. Þess vegna hefur í raun aldrei verið unnið neitt að ráði að lagfæringum á Þingvallavegi nema fyrir Þjóðhátíðir, og hefur það þó orðið að hávaðamáli í hvert sinn. Fyrir Alþingishátíðina 1930 var gerð tilraun til að leggja nýjan veg alla leið til Þingvalla. Nýi vegurinn náði eftir það að Vilborgarkeldu. Síðan hefur ekki verið bætt við hann.
Vilborgarkelda er mýrardrag austast í Mosfellsheiði áður en stefna er tekin beint niður af heiðinni. Á þeirri beygju mættust gamli Mosfellsheiðarvegur og nýi vegurinn 1930. Fyrir þjóðhátíðina 1974 náðu framkvæmdir á Þingvallaleið ekki austur fyrir Vilborgarkeldu heldur, þótt unnið væri að lagfæringu vega á Þingvallasvæðinu sjálfu. Þannig er Vilborgarkelda orðið eitt helsta kennileiti íslenskra vegamála í dag, og að þvl er virðist hreint óyfirstíganleg kelda. Ætti raunar að reisa af henni lóðrétt minnismerki, svona eins og „acupuncture“ kríuna um hann Ragnar í Mundakoti, sem reist var við Eyrarbakka á dögunum. Ekki er við þvi að búast að Þingvallavegur komist í lag áður en bensínlítrinn fer í fimmtán hundruð krónur. Þó gæti það skeð ef bæjarfélög á þéttbýlissvæðum við Faxaflóa gripu inn i málið og segðu sem svo: Þingvellir eru okkar útivistarsvæði og þess vegna leggjum við í sameiningu varanlegan veg þangað, þó gegn því skilyrði að ríkið leggi varanlegan veg frá Þingvöllum og um Sog niður á Grímsnesveg. Þannig mætti með sameiginlegu átaki flýta fyrir vegarlagningu á þessari vinsælu og fjölförnu sumarleið, og komast fram úr Vilborgarkeldunni, þar sem framkvæmdir hafa setið fastar síðan sumarið 1930.
Enginn veit lengur hver þessi Vilborg [Þorgerður] hefur verið. En þetta hefur að líkindum verið ein herjans kerling, fyrst kelda hennar hefur orðið slíkur farartálmi á leiðinni austur á gamla þingstaðinn. – Svarthöfði.“

Heimild:
-Vísir 21. apríl 1981, bls. 31.

Þingvallavegur

Mílusteinn við gömlu Þingvallaleiðina.

Gamli Þingvallavegur

Tómas Einarsson skrifaði grein í Morgunblaðið árið 1990 um „Leiðir á Mosfellsheiði„:
„Gamli Þingvallavegurinn og sá nýi koma saman við Vilborgarkeldu austast á Mosfellsheiðinni. Líklegt er að þessi leið milli Þingvalla og Reykjavíkur hafi verið fjölfarin frá fornu fari. Hún er greiðfær, laus við torfærur ogvíða gátu menn „skellt á skeið“.
thingvallavegur-222Á árunum 1890-96 voru gerðar miklar  vegabætur á leiðinni og hún gerð vagnfær frá Suðurlandsvegi við Geitháls að Þingvöllum. En þegar von var á Friðriki 8. konungi til landsins  árið 1907 var vegurinn endurbættur mjög, því farið var með konunginn austur að Gullfossi og Geysi um Þingvöll.
Frá vegamótunum liggur leiðin fyrst upp allbratta brekku og skömmu síðar er komið að lítilli dalkvos, sem liggur sunnan við veginn.
Þetta er Djúpidalur. Þar er skjólgott og mun dalurinn hafa verið grösugur áður fyrr, en það hefur breyst á síðari árum. Árið 1907 komst dalurinn á spjöld sögunnar, því á austurleið áði konungsfylgdin þar og snæddi hádegisverð. Var slegið upp miklu veitingatjaldi innst í dalnum og krásir bornar á borð ásamt viðeigandi vínföngum. Þar var veitt ríflega, svo ríflega, að mörgum landanum ofbauð bruðlið, kannske mest þeim sem ekki fengu aðgang. Þegar komið er lengra upp á brekkubrúnirnar austan við Djúpadal víkkar útsýnið að mun.
Grímarsfell (af sumum nefnt Grimmannsfell) blasir við í norðri, Mosfellsheiðin er framundan og þar ber Borgarhóla hæst, en í suðaustri rís Hengill upp frá sléttlendinu, hömrum girtur hið efra. Þar sést hæsti tindurinn, Skeggi (805 m y.s.). Að vestan við veginn er lítið stöðuvatn sem nefnist Krókatjörn. Vegna lögunar sinnar hefur hún stundum verið nefnd Gleraugnatjörn. Sunnan undir Grímarsfelli liggur alldjúp dalkvos, sem nær þaðan og langleiðina að Hafravatni. Þetta er Seljadalur og liggur vegurinn eftir suðurbrúnum hans. Vestasti hluti hans nefnist Þormóðsdalur. Dalurinn er hlýlegur, grasi vaxinn, enda var haft þar í seli áður fyrr, eins og nafnið gefur til kynna. Það sel var frá Nesi við Seltjörn og sjást rúsir þess enn. Við svonefndan Kambhól í miðjum dal eru tóttir af rétt, sem notuð var á vorin, þegar fé var smalað til rúnings. Seljadalsá rennur eftir dalnum og í Hafravatn. Fremst í honum er Silungatjörn. Vestan við tjörnina er lítil hæð, sem heitir Búrfell. Um 1910 fannst þar gull. Næstu árin var unnið að frekari rannsóknum á svæðinu, grafin tilraunagöng, sýni tekin og send utan til rannsóknar og fyrirtæki stofnuð til frekari framkvæmda. En þetta rann allt út í sandinn þegar heimsstyrjöldin hófst. Eftir stríðið vaknaði áhuginn ekki aftur og gullið bíður því enn í Búrfelli, kyrrt á sínum stað.
thingvallavegur-223Frá Djúpadal er gatan nokkuð á fótinn allt að Háamel, sem er á móts við Borgarhóla vestanverða. Þar liggur leiðin hæst, um 340 m y.s. Áður en ráðist var í vegarbæturnar, sem fyrr eru nefndar, lá reiðgatan eftir Seljadalnum endilöngum, utan í austurhlíðum Grímarsfells, um Leirdal og upp á Háamel, þar sem göturnar komu saman. Frá Leirdal hallar vötnum til norðurs. Þar eru efstu drög Köldukvíslar, ársprænunnar, sem rennur um Mosfellsdalinn fram hjá Gljúfrasteini, húsi Halldórs Laxness.
Borgarhólar eru skammt austan við Háamel. Þeir eru nokkrir talsins (sá hæsti þeirra 410 m y.s.), auðveldir uppgöngu og því sjálfsagt að leggja smá lykkju á leiðina og ganga þangað. Af þeim er mikið útsýni; til Esju og um Kjöl til Botnssúlna, fjallaklasinn sem umlykur Þingvallasveit að norðan og austan blasir við og þar fyrir sunnan taka við Sköflungur, Dyrafjöll, Hengill, Húsmúli, Vífilsfell og síðan fjöllin vestan þess allt til hafs.
thingvellir-224Þegar vísindamenn fóru að brjóta heilann um myndun Mosfellsheiðar og nágrennis, ályktuðu þeir að hraunið, sem hana þekur hafi komið frá Borgarhólum. En við nánari athugun á síðari árum hefur komið í ljós, að svo er ekki. Borgarhólar eru eldri. Hallast menn að því að upptök hraunsins séu vestur af svonefndum Eiturhól, sem er austur á heiðinni. Hóllinn fékk þetta nafn vegna þess að þar var oft eitrað fyrir refi. Um hann liggja mörk Árnes- og Kjósarsýslna.
Frá Háamel hallar austur af. Fátt er um kennileiti nærri veginum, en ýmislegt er samt að skoða. T.d. handaverk gömlu vegargerðar-mannanna sem eru víða sýnileg í vegarbrúnum, ræsahleðslum og vörðum. Austarlega á heiðinni, á sýslumörkum, er tótt af sæluhúsi, sem eitt sinn hafði hlutverki að gegna, en er nú fallið og aðeins minjar um liðna sögu. Örnefni, eins og Sæluhússbrekka og Þrívörður, sem er að finna á þessum slóðum hafa einnig sögur að segja, sem aldrei verða skráðar.
Eftir umbæturnar á veginum um síðustu aldamót óx umferð yfir heiðina að miklum mun. Hestvagnar voru þá komnir til sögunnar, nokkru síðar reiðhjól og síðast bílarnir, en fyrsta bílnum var ekið austur á Þingvöll yfir Mosfellsheiði sumarið 1913. Til marks um hve umferðin hefur þá verið mikil, má geta þess, að um 1920 byggði danskur maður lítinn veitingaskála sunnan við Háamel, sem hann nefndi Heiðarblómið. Ekki er vitað hvernig þetta fyrirtæki gekk meðan það var og hét, en þegar bifreiðaumferð lagðist niður eftir þessum vegi um það bil áratug síðar var starfseminni sjálfhætt.
Þegar farið var að undirbúa Alþingishátíðina á Þingvöllum sem haldin var 1930, töldu menn hyggilegra að leggja nýjan veg norðar, þ.e. frá Mosfellsdal til Þingvalla. Unnið var að þessum framkvæmdum á árunum fyrir hátíðina og þá lagður vegurinn sem allir þekkja.
thingvallavegir-235Gamla veginum var ekki haldið við og varð hann því fljótlega ófær bílum. Síðan eru liðin rúmlega 60 ár og komast nú ekki aðrir bílar þessa leið en öflugar torfærubifreiðar. Þetta sýnir og sannar að flest mannanna verk eru forgengileg. Flestum ber saman um það, er hafa farið gömlu Þingvallaleiðina, að hún sé miklu skemmtilegri en hin nýrri. Hún liggur hærra, er styttri og af henni er meira víðsýni. Það er því ekki út í hött að koma með þá tillögu hér, að gera þessari fornu, áður fjölförnu leið svo til góða, að hún verði sumarfær öllum farartækjum. Með þeim afkastamiklu tækjum, sem nú eru notuð við vegargerð, ætti það ekki að kosta stórar fjárhæðir. Vestan við vegamótin þar sem gamli og nýi Þingvallavegurinn mætast er blautlend lægð. Um hana fellur Vilborgarkelda, sem löngum þótt ill yfirferðar, áður en nýi vegurinn var lagður yfir hana. Engar heimildir eru til um ástæður þessarar nafngiftar, en nafnið er gamalt, því það kemur fyrir í sögu Harðar og hólmverja. Annað örnefni, kennt við konu, er nærri vegamótunum skammt austan við Vilborgarkeldu. Það er Þorgerðarflöt. Kona með þessu nafni mun hafa látist þar með voveiflegum hætti einhvern tímann á fyrri tíð. Hafa menn talið sig verða þar vara við slæðing, þótt engum hafi orðið það að meini enn. Á Þorgerðarflöt var oft áningarstaður ferðamanna, því þangað þótti hæfileg dagleið frá Reykjavík með hestalest.“

Heimild:
-Morgunblaðið 16. maí 1990, bls. 18-19.

Mosfellsheiði

Gluggvarða við Illaklifsleið.

Gamli Þingvallavegur

Í byrjun ágúst árið 1907 hefði verið vandalaust að feta sig slóð Friðriks 8. og 200 manna fylgdarliðs hans. Fyrst var riðið á Þingvöll, svo austur að Laugarvatni, að Geysi og Gullfossi, yfir Hvítá á nýrri brú við Brúarhlöð. Síðan niður Hreppa hjá Álfaskeiði, yfir Stóru- Laxá og að Þjórsárbrú. Þaðan um Ölfusárbrú í Arnarbæli í Ölfusi, upp Kambana, yfir Hellisheiði á Kolviðarhól, niður hjá Lækjarbotnum og til Reykjavíkur aftur. Vandlætingafólk þess tíma taldi að fikra mætti sig Kóngsveginn svonefnda eftir tómum kampavínsflöskum.

Þingvallavegur

Brú á Gamla Þingvallaveginum.

Víst er um það að ríkisþingmenn fengu fyrir brottför silfurslegna svipu að gjöf frá Alþingi og ferðabikar í ól til að smeygja um öxl sér. En að þetta hafi verið einhver fyllirístúr er af og frá, menn kannski fengið sér í annan fótinn en ekki mikið meira, flestir. Sérstök gullplata var á svipu konungs og hafði Árni Gíslason grafið á hana – Ísland 1907.
Ferðin á Þingvöll hófst 1. ágúst og var lagt af stað frá Latínuskólanum í Reykjavík.
Friðrik VIIIKonungur reið gráum hesti og var í búningi sjóliðsforingja með derhúfu að hætti aðmiráls og í uppháum leðurstígvélum. Hannes Hafstein Íslandsráðherra var á léttvígum, rauðskjóttum gæðingi Glæsir að nafni, kallaður Ráðherra-Skjóni. Seinna í ferðinni reið hann brúnum hesti en konungur hélt sig við gráa litinn enda hafði honum verið ætlaðir fjórir í þeim lit í ferðina. Þegar til kom líkaði honum aðeins við tvo þeirra. Eggert Benediktsson bóndi í Laugardælum, stórbýli rétt fyrir austan Selfoss, skaffaði þessa gráu hesta. Haraldur prins var í húsarabúningi. Þarna voru líka Axel Tulinius sýslumaður Suður-Múlasýslu, aðalskipuleggjari ferðarinnar, Rendtorff yfirhestasveinn konungs í rauðum búningi, J.C. Christensen forsætisráðherra og Rosenstand leyndaretatsráð svo að einhverjir séu nefndir.

Mosfellsheiði

Gamli Þingvallavegurinn.

Leiðsögumenn voru m.a. þeir Guðmundur Björnsson landlæknir og Jón Magnússon skrifstofustjóri, síðar forsætisráðherra. Jón var hæglætismaður og frekar orðfár, en hvar sem hann sýndi sig fóru hjólin að snúast.
Það þurfti töluverða skipulagshæfileika til að henda reiður á öllu því hafurstaski sem fylgdi þessu liði, kerrur með tjöld og matföng og trússhestar, klyfsöðlar, hnakkar, beisli, lyfjaskrín, hattaöskjur og ferðakoffort. Að morgni fyrsta dags voru allir að ganga af göflunum og þá var notalegt að hafa Jón Magnússon með sína góðu nærveru. Hófaskellirnir á götum Reykjavíkur þennan dag komu öllum í ferðaham og góðhestarnir sem bændur sunnanlands og norðan höfðu lánað af þessu tilefni voru ekki af verri endanum. Flestar sýslur landsins lögðu til 18 hesta hver landssjóði að kostnaðarlausu, en einnig voru fjöldinn allur af leiguhestum.

Gamli-Þingvallavegur

Gamli-Þingvallavegur – ræsi.

Af lista yfir íslenska alþingismenn sem varðveist hefur er svo að sjá, að flestir þeirra hafi fengið tvo hesta til afnota. Númer 13 á listanum er Hannes Hafstein, 1. þingmaður Eyfirðinga, Tjarnargötu. Hann fékk bara einn hest enda lagði hann sjálfur til Ráðherra-Skjóna. Björn M. Olsen, 3. konungskjörinn þingmaður, Lækjargötu 8, fékk 3 hesta. Tryggvi Gunnarsson 1. þingmaður Reykvíkinga fékk 2 hesta og sömuleiðis Þórhallur Bjarnarson, þingmaður Borgfirðinga, síðar biskup yfir Íslandi.
Þar sem riðið var upp Hverfisgötu blakti danski fáninn við hún. Farið var upp hjá Rauðavatni og Geithálsi og síðan Hafravatnsveg í Djúpadal á Mosfellsheiði, en þar byrjar hinn eiginlegi gamli Þingvallavegur. Svipusmellir fylltu loftið og öllum mátti vera ljóst að þetta var enginn venjulegur reiðtúr. Á leiðinni bættust í hópinn bændur sem höfðu hlaupið frá búum sínum til að skoða kónginn. Þegar til kom gátu þeir ekki stillt sig um að slást í för á Þingvöll. Sumir voru ekki einir á ferð heldur með allt sitt hyski, konu og krakka. Í Djúpadal var framreiddur hádegisverður.

Þingvallavegur

Gamli Þingvallavegurinn – ræsi og varða framundan.

Eins og allir vita þá eru Danir fyrst í essinu sínu þegar matur er annars vegar. Þeir borða ekki eingöngu til að lafa á fótunum. Virkilega siðaður Dani getur rifjað upp matseðla áratugi aftur í tímann af jafn mikilli nákvæmni og veðurglöggur Íslendingur lýsir skýjafari.
Nema hvað í Djúpadal hafði Franz Håkansson, bakari og conditori, Austurstræti 17 látið senda 150 rúnstykki, 7 rúgbrauð og 12 franskbrauð. Pagh veitingastjóri var staðráðinn í því, að hvað sem öðru liði þá myndi Friðrik 8. Danakonungur ekki verða hungurmorða í ferðinni og þyrstur yrði hann ekki, enda sést í skjölum að Thomsens Magasin lét senda 4000 flöskur vestur að Rauðamel. Þar var tappað ölkelduvatni á flöskurnar. Þetta ölkelduvatn var haft til hressingar í heimsókn konungs. Að loknum málsverði þumlungaðist hersingin áfram fyrir norðan Borgarhóla í áttina að Þrívörðum og sunnan við Vilborgarkeldu á Mosfellsheiði, sem er forn áningarstaður. Þaðan var ekki langt í Ferðamannahorn, en það heitir svo vegna þess að þar sést fyrst til langferðamanna að koma á Þingvöll. Svo lá leiðin um Kárastaðastíg og niður í Almannagjá.

Þingvallavegur

Þingvallavegur – ræsi.

Þegar konungur reið niður gjána hrópaði fólkið sem hafði raðað sér þar upp nífalt húrra, ég endurtek nífalt, minna mátti ekki gagn gera.
Ekki er minnst á sæluhúsin við Gamla Þingvallaveginn á Mosfellsheiði.
Friðrik 8. var fæddur árið 1843 og dó árið 1912. Hann ríkti frá árinu 1906 til 1912. Faðir hans var Kristján 9. Þann stutta tíma sem Friðrik var við völd ferðaðist hann mikið um ríki sitt og komst í nána snertingu við þjóð sína. Hann beitti sér m.a. fyrir bættum samskiptum við Íslendinga.

Heimild m.a.:
-http://www.847.is/index4.php?pistill_id=35&valmynd=3
-Höfundur: Örn H. Bjarnason.

Gamli Þingvallavegur

Varða við gatnamót Gamla Þingvallavegar og Seljadalsvegar.

Bringnavegur

Bringnavegurinn var rakinn frá Laxnesi upp á Háamel á Mosfellsheiði.
Vegurinn var lagður af tilstuðlan Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness árið 1910. Á göngunni var m.a. komið að Bringnavegur-221upptökum Köldukvíslar, reiðleið frá Bringum yfir í Seljadal,
veginum um Illaklif, Grafningsvegi og reið- og vagnveginum frá Seljadal yfir að Vilborgarkeldu auk Þingvallavegarins frá 1894 og konungsveginum frá 1907.
Á skilti við gamla Bringubæinn stendur m.a.: „Búseta hófst í Bringum árið 1856, bærinn varstundum nefndur Gullbringur á fyrri tíð og nafn hans komst á hvers manns varir þegar mannskaðinn á Mosfellsheiði varð í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu aðhlynningu.
Á æskuárum Halldórs Laxness voru Bringur efsti bærinn í Mosfellsdal og kom hér eitt sinn í heimsókn ásamt móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur. Halldór og Móðir hans hafa væntanlega farið svonefndan Bringnaveg í þessari ferð. Sú þjóðleið lá úr Mosfellsdal, framhjá Bringum og tengdist síðan svokölluðum Þingvallavegi hjá Borgarhólum á Mosfellsheiði. Bringnavegur var lagður að undirlagi Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness, árið 1910 og má allvíða sjá leifar vegarins.
Bringur fóru í eyði á 7. áratugi 20. aldar og hét síðastaði ábúandinn Hallur Jónsson (1891-1968). Enn mótar fyrir bæjarstæðinu ofarlega í túninu.“

Bringnavegur

Bringnavegur.

 

Guddulaug

Í Mosfellsdal var lítil laug…

Laxnestungulækur

Laxnestungulækur neðan Guddulaugar.

Halldór Laxness var mikill útivistarmaður og gekk mikið í nágrenni Gljúfrasteins enda umhverfið fagurt. Tíðum hefur hann gengið niður með Köldukvísl, yfir Laxneslæk og upp með litlum læk neðar, Laxnestungulæk. Í lækinn rennur (rann) vatn úr kaldavermsl norðan hans. Þau voru nefnd Guddulaug. Halldór segir frá lauginni í einni bóka sinna og taldi vatnið sérlega heilnæmt. Vatnsveita Mosfellsbæjar tekur vatn úr Guddulaug og öðru nálægu vatnsbóli, Laxnesdýjum.
Formlegur vatnsveiturekstur hófst í Mosfellssveit árið 1966. Vatnsveitan rekur nú eigið vatnsból í Laxnesdýjum. Vatni úVatnr Laxnesdýjum er dreift um Mosfellsdal, Helgafellshverfi og til Reykjalundar. Auk Laxnesdýja ræður Vatnsveitan yfir fyrrnefndu vatnsbóli, Guddulaug, sem aðeins er notað þegar vatnsbólið í Laxnesdýjum fullnægir ekki þörfum. Annað neysluvatn er keypt af Vatnsveitu Reykjavíkur.
Á skilti nálægt „Guddulaug“ segir: „Guddulaug er kaldavermsl, sem gefur af sér um 10 sekúndulítra af 4 gráðu heitu vatni, og var laugin virkjuð af Mosfellshreppi um 1980. Skammt hér fyrir austan stóð kotbýlið Laxnestunga en engar menjar sjást lengur um þann bæ.
Skilti

Í endurminningasögunni „Í túninu heima“ gerir Halldór Laxness Guddulaug að himneskum heilsubrunni og segir: „Í dalnum trúðu allir á þessa lind; einlægt ef einhver var hættulega sjúkur var sótt vatn í þessa lind. Faðir minn trúði á þessa lind. Ég trúði líka á þessa lind. Þegar faðir minn var hætt kominn í lúngnabólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja vatn handa honum í þessa lind tvisvar á dag og honum batnaði. Þegar hann fékk lúngnabólgu næst, átta árum síðar, þá var ég í bænum að láta prenta Barn náttúrunnar og einginn til að sækja honum vatn í þessa lind og hann dó…
Afrennslið úr Guddulaug var neðanjarðar, jarðvegurinn gróinn yfir lækinn. en sumstaðar voru holur niður gegnum jarðveginn oní lækinn; þar dorguðum við lángtímum saman og drógum lítinn fallegan fisk; sem betur fór ekki of oft.“

Í túninu heima

Á þessu nesi
á þessu túni
stóð bær.
Brúnklukka í mýri?
Nei, ekki meir. En altær lind og ilmur af reyr.
Og þegar þú deyr þá lifir reyr
á þessu nesi
við þessa lind
í þessu túni þar sem stóð bær.

Halldór Laxness.

Guddulaug

Guddulaug.

Sauðhóll

Fjallað er m.a. um Sauðhól í bókinni Mosfellsbær – Saga byggðar í 1100 ár.
Þar segir: „Það var um Sauðhóllveturnætur að bóndinn á Helgafelli í Mosfellssveit fór fram í Skammadal til að smala heim fé sínu. Veðurútlit var slæmt, kafaldskóf og skyggni því ekki gott. Bónda gekk vel að ná saman fénu, enda undan veðrinu að sækja heim til bæja, því vindur var af austri. Bónda fannst fé fleira en hann átti, en sá það ekki vel fyrir snjómuggunni. Hélt hann að þetta ókunna fé væri annaðhvort frá Reykjum eða Varmá.
Segir ekki af ferðum bónda fyrr en hann kom fram, á Hrísholt fyrir ofan Sauðhól. Þá taka sig útúr nokkrar kindur og sveigja niður að hólnum. Bóndi ætlar að hlaupa fyrir kindurnar og reka þær tilbaka, en nær ekki að stöðva þær. Kindurnar hlaupa beint að hólnum. Sér bóndi þá að dyr opnast á hólnum og renna kindurnar þar inn og svo lokast hóllinn.“

Heimild:
-Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson, Mosfellsbær, Saga byggðar í 1100 ár, Pjaxi 2005, bls. 135.

Mosfellsbær

Mosfellsbær.