Tag Archive for: Ölfus

Snorri

Upplýsingar höfðu fengist um jarðfall austan Geitahlíðar. Jarðfallið átti að vera nokkrir metrar í ummál og um sex metra djúpt. Þar ofan í sást í rásir.

Snorri

Haldið upp í Snorra.

Haldið var upp slóða, sem liggur upp með girðingunni vestan Sýslusteins og honum síðan fylgt upp hraunhlíðina. Á slóðanum er einn og einn girðingastaur á stangli, en hann hefur verið ruddur þarna upp með það fyrir augum að leggja girðingu eftir fjallgarðinum. Þegar komið var upp á hæðina heldur slóðinn áfram uns hann beygir til vinstri við beygju á girðingunni. Úr hornstaurnum liggja strengir í henni áfram til norðurs, upp grasbrekkur. Ekið var slóðann upp brekkuna. Þegar komið var upp beygir girðingin og slóðinn enn til vinstri og heldur áfram yfir hraunbreiðu. Þarna vinstra megin, við hornið, er melhóll. Af honum á að taka mið á jarðfallið.

Snorri

Á leið í Snorra.

Ekið var áfram eftir slóðanum, en útsýni er þarna allfagurt; Geitahlíð til suðurs, fjórir fallegir eldgígar til vesturs, Sveifluháls norðar, Sandfell og Vörðufell til norðurs, Austurásar, Vesturásar og Herdísarvíkurfjall til austurs. Inni í hrauninu beygir girðingin enn í nær 45° til vinstri. Litið var á einn gíginn, næst slóðanum, en hann er mosagróinn og opnast til suðvesturs. Þegar komið er út úr hrauninu beygir girðingin til norðausturs með hraunkantinum. Slóðinn liggur þar að mestu í grasi og virðist liðast með honum langleiðina að Vörðufelli. Mikil vinna og mikill kostnaður hefur legið í bæði vegavinnunni og girðingavinnunni, en strengirnir liggja víðast hvar niðri og er girðingin því ónothæf með öllu.

Snorri

Leitin að Snorra.

Haldið var aftur að melhólnum og gengið út frá honum til vesturs, eins og lýsingin sagði. Þarna er nýtt hraun á eldra hrauni á kafla, en nýja hraunið er mjög mosagróið. Jarðfallið átti að vera þarna í 50-100 metra fjarlægð frá melhólnum, en það fannst ekki þrátt fyrir leit.

Haft var samband við upplýsingagjafann. Hann sagðist hafa farið að rifja staðsetninguna betur upp, en nokkuð er um liðið síðan hann var þarna á ferð. Sagðist hann hafa verið að koma frá Vörðufelli, komið að hæsta melhólnum vestan girðingarinnar og ætlað að stytta sér leið yfir hraunið því hann hafi ætlað niður í Sláttudal á milli Æsubúðar-Geitahlíðar og Geitahlíðar. Hann hafi gengið ofan hraunbrúnarinnar áður en hraunið tekur að halla undan til suðurs. Þegar hann hafi verið kominn 50, 100 eða 200 metra inn í hraunið hafi hann allt í einu staðið á barmi jarðfallsins. Hann hefði ekki séð það tilsýndar. Steinbogi er yfir því. Hann taldi að hægt væri að fara ofan í jarðfallið án búnaðar. Rétt væri því að ganga frá melhólnum með stefnu á Geitahlíð, þ.e. meira til suðvesturs og fara með hraunbrúninni.

Björn Hróarsson

Björn Hróarsson við Snorra.

Á leið til baka sást op vinstra megin við slóðann þar sem hann liggur niður hraunhlíðina. Þarna er um hraunrás í katli að ræða. Í katlinum er gat, ca. 3×4 metrar að ummáli og er um 6 metrar niður á botn. Ekki er hægt að komast þar niður nema á stiga eða síga. Rás virðist liggja þar til suðvesturs. Uppi liggur rás til norðurs, u.þ.b. 20 metra löng. Hún endar í hruni og lausu hrauni. Í katlinum má einnig sjá inn í reglulega fallega, en mjóa rás. Innan hennar sést í þrifalega hraunrás. Neðri rásina þarf að skoða síðar með viðeigandi búnaði.

Ætlunin er að gera aðra tilraun fljótlega með það fyrir augum að finna jarðfallið – FERLIR er þekktur fyrir allt annað en að gefast upp.

Snorri

Snorri – kort.

Sýslusteinn

Gengið var framhjá bæ Einars Benediktssonar, skálds, og Hlínar Johnson í Herdísarvík.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Dyttað hafði verið að húsinu daginn áður og lítur það bara nokkuð vel út núna. Þegar farið var eftir heimtröðinni að gamla bænum mátti sjá gamla netasteina, steinum með mörkum í sem og gamla myllusteina. Framan við gamla bæinn er sjórinn að brjóta bakka og undan honum er smám saman að koma ýmislegt, sem einhvern tímann hefur tilheyrt smiðjunni við bæinn. Sjá má gólfborð undan bakkanum og einstaka málmhlut, s.s. fötuhald, nagla, stangir o.fl. Sjá má móta fyrir útlínum hússins á klöppunum framan við bakann.

Herdísaarvík

Herdísarvík um 1900.

Gengið var suður með Herdísarvíkurtjörninni. Sunnan hennar eru góðir beitihagar auk þess sem vatnsbollar eru þar á víð og dreif. Lítið sést þar af minjum.
Haldið var vestur með ströndinni, sem hækkaði smám saman. Gróið er ofan við bakkann, en þar fyrir ofan tekur við lyng og kjarrivaxið Herdísarvíkurhraunið. Gengið var framhjá sandlóuhreiðri með þremur eggjum í, skammt vestar var stelkshreiður auk hreiðra nokkurra annarra fugla. Tófuspor sáust í sandinum ofan við bergið. Á nokkurum stöðum mátti sjá greni og voru sumhver merkt með hefðbundnum hætti; tveir steinar, annar ofan á hinum. Kjói flaug lágt yfir mosahrauninu, greinilega í leit að eggjum eða öðru ætilegu. Kríur sáust svo að sjálfsögðu ýmsar mávategundir. Gata liggur ofan við bergið, en hún er ógreinileg á köflum. Sjá má einstaka heila vörðu á leiðinni ef vel er að gáð, en einnig má sjá vörðurnar á leiðinni að Herdísarvík austan við selið, þá er liggur upp á og sameinast gömlu þjóðleiðinni skammt austan við Sláttudal.

Herdísarvík

Herdísarvík- hnyðja.

Víða var mikill reki ofan rekamarka og mátti innan um sjá fallegar hnyðjur og hnoðja, kúlur og keilur.
Gullkollur hafði skotið upp kollinum á nokkrum stöðum, en hann er eitt af einkennisblómum Reykjanessins. Hrafnaklukka, brjóstagras og smjörgras sáust einnig á stangli. Hluti hrossaleggjar lá í götunni, hauskúpa af selskóp, sakka og sérkennilegir steinar, sem sjórinn hafði kastað hátt á land.

Sjórinn var tiltölulega ládauður og virtist ekki abbast mikið upp á bergið. Gott tóm gafst því til að skoða bergsylluraðirnar, en þær voru sumstaðar allt að sex talsins, hver ofan á annarri. Skiptist á grágrýti og gjall.

Herdísarvíkurbjarg

Herdísarvíkurbjarg – brotgangur.

Á einum stað hafði sjórinn í einhverju reiðiskastinu brotið gat upp í gegnum bergið, en nú mátti sjá hann leika ljúft við það undir niðri. Á öðrum stað mátti sjá bergþursa ræðast við fyrir opinni vík. Litadýrð bergsins á kafla var einstök. Sjá mátti rautt innan um svart og grátt sem og gula og bleika steina, sem sjórinn hafði brotið úr berginu fyrir neðan og kastað upp á bakkann.

Skammt austan Seljabótar eru leifar af hlöðnum refagildrum. Hafa þær mjög látið á sjá. Einungis ein er nú með einhverju lagi og má vel sjá hlaðinn ganginn og hleðsluna utan um hana.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

Haldið var að Herdísarvíkurseli. Ró hvíldi yfir tóftunum undir hraunkantinum. Upp úr einni þeirra stakk sér svartur hyrndur haus. Reyndist það vera rolla með lamb. Hafði hún leitað næðis í stærstu tóftinni. Þegar komið var nær sást þar önnur ær, þríhyrnd, með golsótt lamb. Þriðja hornið stóð svo til beint upp úr höfði kindarinnar og var það kindarlegt á að líta, líkara einhyrningi. Greyin voru ekki það styggar að ekki væri hægt að virða þær fyrir sér nokkra stund. Þá gengu þær í hægðum sínum út með hraunkantinum og fylgdu lömbin á eftir. Ær og lömb í seli tilheyra víst liðinni tíð.

Herdísarvíkurvegir

Herdísarvegir – ÓSÁ.

 Vatnsstæði selsins reyndust tóm, enda varla komið dropi úr lofti í marga daga. Megintóftin er undir hraunbrúninni, einn skammt sunnar, önnur austar og tvær sunnan hennar. Gerði eða kví er í hraunkantinum vestan megintóftarinnar. Herdísarvíkursel hefur verið myndarlegt sel á meðan var.
Gengið var upp með Seljabótagirðingunni að Sýslusteini. Í bakaleiðinni bauð fótgangandi álftapar ferðalöngum að virða fyrir sér tvo unga þess. Mátti varla á milli sjá hvort faðirinn eða móðirin væru stoltara af afkvæmunum sínum.

Grænavatn

Grænavatn.

Grænavatn var óvenjugrænt og Krýsuvíkurhverirnir skörtuðu sérkennilegri skerpu undir sólstöfunum; rautt, blátt, grænt, grátt, hvítt og svart. Svæðið allt, sem reyndar allt tilheyrir Hafnarfirði nú af einhverjum óskiljanlegum nútímaástæðum (var reyndar ekki heldur skiljanlegar í þá daga er koma átti rauðum kúm þar til mjalta), en ætti með réttu að tilheyra Grindavík, enda í lögsagnarumdæmi þess, býður upp á mikla útivistarmöguleika, enda landslagið bæði fjölbreytt og fagurt. Hafnfirðingar hafa sýnt þessu sagnaríka og mikilfenglega svæði tilsýndaráhuga um nokkurt skeið. Á meðan hefur það slegið í eðlislægum takti við hjarta Grindvíkinga. Nafnið Krýsuvík (Deiluvík) er ekki komið af engu.
Veður var frábært – sólstafir og sætukoppar, en rigning í bænum.
Gangan tók 2 klst og 53 mín.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Herdísavíkursel

Haldið var niður frá Sýslusteini, eftir slóðanum með sýslugirðingunni, og staðnæmst við Gamla veg, er liggur þarna á milli hrauna, þvert á girðinguna. Önnur gömul gata, líklega angi af hinni, er þarna litlu norðar. Gengið var eftir veginum með hraunjaðrinum, líklega Krýsuvíkurhrauns, framhjá vatnsstæði og áfram niður og suður með austanverðum hraunkantinum. Þegar komið var að horni hans var beygt til vesturs og hraunkantinum og veginum fylgt áfram. Einn angi hans liggur þarna áfram til suðurs.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

Skammt vestan við hornið eru nokkrar tóttir Herdísarvíkursels. Fyrst er langur stekkur ofan við graslægð, annar minni stekkur vestan hans og ein tótt aðeins lengra til vesturs. Norðan þeirra er meginselið, tóttir með tveimur rýmum, en beggja vegna þess eru minni tóttir.

Seljabót

Í Seljabót.

Skammt vestan við selið, uppi í skjóli, eru hleðslur eða tótt undir steini. Enn vestar, handan gamallar girðingar, eru brunnar og skammt vestan girðingarinnar er skjól undir hraunrana.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – byrgi refaskyttu. Geitahlíð fjær.

Niður við Seljabótanef er hlaðin rétt sunnan og innanundir því. Austan við nefið er skúti og gat ofan hans. Þessi skúti gæti verið svonefndur Seljabótahellir, sem m.a. Gísli Sigurðsson lýsir. A.m.k. passar lýsingin við staðsetningu skútans. Talsverður sandur hefur lekið inn í skútann. Hann virðist nú vera notaður sem greni. Austan skútans er lægð og í henni hraunrani. Í honum er einnig greni. Enn eitt grenið er norðan lægðarinnar, í hraunhól. Þar norðaustanvið er hlaðið skotbyrgi refaskyttu. Sunnan þess er einnig skúti er virðist hafa verið greni. Allnokkru austar með ströndinni má sjá hlaðin refabyrgi, ef vel er að gáð, en ágangur sjávar hefur leikið þær illa.
Gangan frá Sýslusteini niður í Seljabót tekur um 20 mínútur eftir aðgengilegum slóða með girðingunni. Frábært veður.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Sýslusteinn

Farið var að Sýslusteini á mörkum Gullbringusýslu og Kjósarsýslu. Þaðan var haldið niður í Seljabót með viðkomu við brunn Herdísarvíkursels. Ætlunin var að leita að helli “framan í berginu”, sem getið er um í landamerkjalýsingu jarðanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur (eða sýslumarkanna). Mörk jarðanna eru/voru önnur en sýslumörkin eða u.þ.b. einum kílómetra vestar, sbr. dysjar Herdísar og Krýsu í neðst í Kerlingardal.

Herdísarvíkurvegir

Eftir að hafa skoðað selið og greni ofan við Seljabótina var gengið áleiðis niður með berginu. Mann gróinn hóll er þar á hraunhól. Austan undir henni er hellisop, en sjálfur hellirinn er nú nær fullur af sandi. Í gömlum sögnum er hans á einum stað getið sem „Krýsuvíkurshellis“, en á öðrum stað sem 

Seljabótahellis. Í hraunkrika þarna fyrir innan er hlaðin rétt eða gerði, sennilega frá Herdísarvíkurseli.

Herdísarvíkurbjarg

Gatklettur í Herdísarvíkurbjargi.

Gengið var að Torfu. Undir því er stór hellir í berginu og ofan og vestan við opið er “steinn í sjónhendingu við Sýslusteini“. Skammt vestar á berginu er gat líkt og Dyrhólaey og enn vestar er annað stórt gat inn í bergið. Innan þess er stór og djúpur ketill, sem sjórinn hefur sprengt upp. All þetta svæði er hið fallegasta, en jafnframt hið hrikalegasta, á að líta. Ofan ketilsins er Skyggnisþúfa og á henni Skilaboðavarða. Ofan og vestan þúfunnar er Fjárskjólshraunið, en ofarlega í því er m.a. Bálkahellir og Arngrímshellir (Gvendarhellir), sá sem segir frá í þjóðsögunni. Í bakaleiðinni var gengið skáhallt til norðausturs upp hraunið. Þar fannst m.a. greni , auk þess sem sást hvar gamall stígur liggur með hraunkanti upp á Seljaleiðina, skammt vestan við Gamla veg.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

 

Litlalandssel

Fyrst var skoðuð Breiðagerðisborg á hól norðan þjóðvegarins skammt austan Breiðagerðis.

Hlíðarendasel

Í Hlíðarendaseli.

Þá var gengið upp með Búrfelli vestan Hlíðarenda og Ólafsskarðsvegi fylgt áleiðis að Geitafelli. Þegar farin hafði verið ca. 2/3 af leiðinni (u.þ.b. ½ klst) birtist Hlíðarendaselið á milli hóla þar sem leiðin ber efst í brúnina. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin og síðan er hlaðinn stekkur norðan. Á bak við selið að austanverðu er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður.
Haldið var til austurs yfir heiðina og síðan hallað aðeins til suðurs.

Litlalandssel

Litlalandssel – skúti.

Eftir u.þ.b. 25 mínútna gang var komið að Litlalandsseli. Reyndar munaði litlu að gengið væri framhjá því. selið sést best frá suðri, en erfitt er að koma auga á það þegar komið er úr gagnstærði átt. Það er utan í hól þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóttin er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er stekkur. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu. Það sést þó betur þegar komið er neðan frá Litlalandi.

Imphólarétt

Imphólarétt.

Ætlunin var að leita einnig að Breiðagerðisseli, sem er þarna undir klettavegg nokkru austar, en ákveðið var að láta það bíða og reyna fremur að nálgast það frá Hlíðardalsskóla við tækifæri.
Komið var við í Nesseli og staðnæmst við Impólaréttina. Réttin, sem greinilega er mjög gömul er í Imphólum, eða Impuhólum (Imbuhólum), neðan Hellisþúfu. Þjóðvegurinn liggur nú í gegnum hólana og eru meginummerkin eftir réttina sunnan vegar.
Frábært veður.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Vörðufell

Frá Gapinu var gömlu þjóðleiðinni fylgt þangað til komið var á móts við Strandarhelli. Hann er í norður frá götunni.

Gapi

Gapi.

Hellirinn er gamall fjárhellir, stærstur þeirra, í stóru fjarðfalli. Umhverfis jarðfallið hafa verið hlaðnar miklar hleðslur og umhverfis þær eru vítt hlaðið gerði.
Þegar komið er ofan í gróið jarðfallið eru hleðslur fyrir hellismunnanum. Skammt norðan af hellinum er hlaðið stórt gerði umhverfis hól. Þaðan blasir Vörðufellið við. Haldið var í átt að því, en skammt sunnan fellsins er Ólafarsel, mjög gamalt sel í grónum hraunkrika Vörðufellshrauns. Skammt austan við selið er hlaðinn stekkur utan í kletti.

Vörðufell

Markavarðan á Vörðufelli.

Á Vörðufelli er Markavarða, landamerkjavarða. Undan henni er fornt krossmark á jarðföstum steini. Marks þessa er getið í mjög gömlum heimildum, en þá sem stafurinn „M“. Ástæðan er sprungur í steininum beggja vegna krossins. Ofar eru Smalavörðurnar, en þeim fylgdi sú þjóðtrú að hlæði smali vörðu á fellinu myndi hann umsvifalaust finna það sem týnt væri. Á Vörðufelli er líka stór hlaðinn rétt, Vörufellsrétt. Norðan út af henni er hlaðinn leiðigarður. Réttin var lögð af seint á fjórð áratug 20. aldar og önnur nýrri þá hlaðinn ofan við Hellsholtið nokkru ofar á heiðinni.
Austan við Vörðufell eru þrjú sel. Fyrst er komið að Þorkelsgerðisseli, miklum tóttum á hól.

Vindássel

Vindássel í Strandarheiði.

Norðar  er Vindássel á bakka jarðfalls. Hefur hellir, sem þar er verið nýttur sem fjárhellir, enda má sjá hringlaga hleðslur á og ofan við opið.
Skammt austar, í grónu ílöngu jarðfalli, er forn tótt, Eimuból. Við það er fjárhellir.
Skammt sunnar er Skyrhellir í hraunhól, en þar var skyr seljafólks geymt fyrrum.
Gangan tók um 2 klst. Veðrið var í einu orði sagt frábært í bland við söng mófuglanna.

Selvogsheiði

Hluti Selvogsheiðar – uppdráttur ÓSÁ.

Mosaskarðshellir

Gengið var með Stakkavíkurfjalli að Náttahagaskarði, upp skarðið og inn með brún fjallsins.

Stakkavíkurhellir

Stakkavíkurhellir.

Þar er Stakkavíkurhellir í jarðfalli. Neðra opið er skammt fyrir ofan brúnina þar sem hallar undan til austurs að skarðinu. Hann er stór að neðan, en talsvert hrun er í honum. Efri rásin er mjórri og opnast í minna jarðfall skammt ofar. Úr því heldur mjó rás áfram til vesturs inn á hraunið, í átt að öðru Annars í aðventu. Fy opið er rétt innan við fjallsbrúnina á móti suðri. Báðum megin við það eru litlar vörður. Hrun er skammt fyrir innan innganginn. Annað opið er í litlu jarðfalli skammt norðar. Þar fyrir innan er heilleg og falleg hraunrás nokkurn spöl upp hraunið. Tvö önnur op eru á hraunrásinu ofar í hrauninu.

Nátthagi

Við op Nátthaga.

Í sömu stefnu enn ofar er Nátthagi, stærstur og fallegastur þessara hella. Neðra opi hans er í jarðfallið rétt neðan við hraunbrúnina, þar sem hún tekur að hækka. Gengið var upp eftir hra. Talsvert hraun er í hellinum og allnokkur ísing var á grjótinu. Stórkostleg litbrigði eru í hellinum og í miðri rásinni er fallegur flotsteinn. Þessi rás opnast í miklu jarðfalli nokkru ofar og heldur síðan áfram til norðurs, enn stærra en áður. Gengið var alllangt upp rásina uns komið var að þverrás.

Mosaskarð

Í Mosaskarði.

Ákveðið var að láta þarna staðar numið og koma aftur síðar með betri ljós því þarna er margt að skoða. Litið var á greni við brún Stakkavíkurfjalls. Skammt vestan þess fundu leiðangursmenn fallegan helli skammt ofan við brún fjallsins. Var hann nefndur Brúnahellir.

Þaðan var haldið áfram vestur með fjallinu og gengið niður Mosaskarð að Mosaskarðshelli. Sigið var ofan í hellinn og hann skoðaður, bæði upp og niður á við. Um mjög fallegan hellir er að ræða. Var greinilegt að þarna hafði enginn lifandi vera stigið fæti sínum á undan FERLIRsfólkinu. Hann var myndaður hátt og lágt.
Litið var á greni í Mosaskarði og síðan haldið niður að Draugatjörn og umhverfi hennar skoðað í lygnunni.
Frábært veður.

Nátthagi

Í Nátthaga.

Mosaskarð

Gengið var frá Herdísarvík að Mosaskarði og síðan gamla Herdísarvíkurleiðin efri (Hlíðarleiðin) með Herdísarvíkufjallinu yfir að Lyngskyldi. Haldið var frá Herdísarvík með vesturjarði Stakkavíkurhrauns að Mosaskarði og síðan beygt inn á gömlu Hlíðarleiðina með fjallinu til vesturs. Háir hamrar voru á hægri hönd og sléttgróið mosahraunið á þá vinstri. Á leiðinni voru skoðaðir 4 drykkjarsteinar og fjárskjól uppi í hlíðinni.

Drykkjarsteinninn

Drykkjarsteinn við Herdísarvík.

Fyrsti drykkjarsteinninn, og sá stærsti, er hægra megin við leiðina, í lægð svo til beint fyrir ofan Herdísarvík. Tekur skálinn á annað hundrað lítra af vatni. Við hann hefur hefur verið hlaðinn stallur svo auðveldara væri fyrir ferðalanga að nálgast vatnið. Skammt þar vestar, vinstra megin er annar drykkjarsteinn, minni. Hallar annar steinn sér utan í hann. Skálin er nokkuð djúp. Miðja vegu, þó nær Grasbrekkunum, er fjárskjólið upp í hlíðinni, sést það vel þar sem grasbrekka er undir.

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn við Grænuflöt.

Skammt austan við Brekkurnar, hægra megin við leiðina, er drykkjarsteinn, svipaður þeim síðasta og þar skammt vestar, einnig hægra megin við leiðina, er annar stærri. Ofan í hann er klofi og er þar vatn í. Suðvestan við steininn er skrokkur af nýdauðri rollu. Vestar er Fálkageiraskarð það er Einar Ben. ætlaði að fara um á leið sinni í „sollinn í Reykjavík“ er hann var stöðvaður þar af nafna sínum að kröfu Hlínar. Skammt vestan við Brekkurnar er Lyngskjöldur. Mótar þar vel fyrir gömlu þjóðleiðinni.
Eftir þetta var einn FERLIRsfélaga að grúska í gömlum sögnum og fann þá sögu um drykkjarsteininn austan við Lyngskjöld. Sagði þar m.a. að sá, sem drykki úr steininum, skyldi gæta þess að tæma aldrei skálina, en skilja eftir vatn fyrir næsta förumann, annars kynni illa að fara.

Herdísarvík

Drykkjarsteinn í Herdísarvík.

Sængurkonuhellir

Farið var með fulltrúum Hellarannsóknarfélagsins. Í för voru fjórir áhugasamir Ítalir, samtals 14 manns. Byrjað var að skoða holuna í Brunntorfum. Hún er um sex metra djúp. Innundir henni er skúti. Í honum var talsvert af drasli, s.s. nokkrir plastpokar og krossviðsferðataska.

Sængurkonuhelir

Sængurkonuhellir.

Þaðan var haldið í Tvíbollahraun. Neðan undir hlíðinni, vestan Kristjánsdala, rakst FERLIR fyrir skömmu á holu í hrauninu. Stigi var látinn síga niður, en dýpið var um 7-8 metrar. Kom í ljós að þarna var um op á fallegri hraunrás að ræða. Lá hún upp á við spölkorn til suðurs, en neðri hraunrásin var á tveimur hæðum. Var skriðið eftir rásunum, en þær enduðu eftir nokkra tugi metra.
Þá var haldið í “Sængurkonuhelli” á Klifshæð í Herdísarvíkurhrauni. Þar er jarðfall. Vestan í því er skúti, sem vel gæti verið svonefndur Sængurkonuhellir, sem lýst er í gamalli sögu. Þar á kona á leið á milli bæja að hafa alið barn.

Sængurkonuhellir

Hraunstrá í Sængurkonuhelli.

Í einni örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík (GS I) segir m.a.: „Litlu vestar en Sýslusteinn lá alfaraleiðin gamla um Klifið, sem eiginlega var vestan landamarka. Það nefndist ýmsum nöfnum, svo sem Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur verið hlaðin varða í Illaklifi, nefnist Klifsvarða. Sunnan yngra hraunsins er hellisskúti, nefnist Sængurkonuhellir. Þar leitaði kona einu sinni skjóls og fæddi þar barn. Niður frá Geitafellsendanum eystri lá stígur milli Krýsuvíkurhrauns eða Krýsuvíkurbruna og Herdísarvíkurbruna, neðan brunans austur í Brunna. Þótti hann betri en að fara um Háaklif. Neðrileið var hún nefnd.“

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir í Klifinu við Herdísarvíkurgötuna gömlu.

Í annarri örnefnalýsingu fyrir Herdísarvík (GS-II) segir einnig: „Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.“
Þegar FERLIR var þarna á ferð nokkur áður, leitaði á Klifshæðinni og fann fyrst nefndan skúta lá ryðbrunnið emelerað vaskafat í honum – tákn um mannvistir. Kanturinn á nýrra hrauni er skammt ofan við jarðfallið, sem hellirinn er í.
Sunnan í jarðfallinu eru tvö op. Fyrir eystra opinu er steinn, en þegar inn fyrir hann kemur má sjá göng undir hraunið. Eftir m 30 metra þrengist hellirinn, en innan þrengingarinnar greinist hann í þrennt. Þar fyrir innan eru falleg hraunkerti og hraunstrá. Hæg er að fara inn í þessar rásir um gat á milli skútans og austasta opsins, en þþá þarf að skíða yfir lítið jarðfall. Framan við jarðfallið eru mannvistarleifar; m.a. hleðslur á tveimur stöðum.
Hinn þjóðsagnakenndi Sængurkonuhellir, sem nefndur er í örnefnalýsingum er í Klifinu skammt sunnar, eins og áður sagði.

Mosaskarðshellir

Í Mosaskarðshelli.

Loks var haldið í Mosaskarð. Þar í skarðinu er op uppi á hraunhól. Um 4 metrar eru niður í hraunrás í hólnum. Rásin liggur nokkra metra upp á við, en þegar haldið var niður á við var komið að, því er virtist, sendinni holu í gólfinu. Þegar mokað var upp úr holunni með sléttri nálægri hraunhellu, var hægð að stinga sér ofan í hana – og þá opnaðist gat áfram – að því er virtist. Eftir að hafa skriðið niður í holuna og upp úr henni aftur að handan var komið inn í mannhæða hraunrás, rislaga með tiltölulega sléttum brúnleitum veggjum. Ekkert hrun var í rásinni og gólfið heilt. Það hallaði undan og rásin beygði aflíðandi uns komið var að þeim stað þar sem gólf og loft komu saman. Þetta er með eftirminnilegri hellum, sem farið hefur verið í, bæði fallegur og þurr.

Krúsvíkurhellir

Við op Krýsuvíkurhellis.

Á næstunni er ætlunin að fara með fulltrúum Hellarannsóknarfélagsins í Krýsuvíkurhelli, en í honum eru einnig hleðslur á nokkrum stöðum, auk þess sem alveg er eftir að skoða efri huta hans. Hann er skammt fyrir ofan Krýsuvíkurbergs austan Bergsenda.
Þá er ætlunin að fara í Leiðarenda í Tvíbollahrauni, auk þess sem stefnt er að ferð fljótlega í Hrútardyngjuhellana, s.s. Maístjörnuna, Hýðið, Húshelli, Þumal, Aðventuna, Langhelli, Neyðarútgöngudyrahelli, Steinbogahelli og fleiri hella á svæðinu.

Mosaskarðshellir

Í Mosaskarðshelli – fyrsta sinni.

Kistan

Ásgeir Jakobsson skrifaði um síðustu æviár Einars Benediktsson, „Herdísarvíkurdramað“, í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972:
„Undarleg örlög, sem hér skal ekki farið út í að rekja, hafa hagað því svo, að komandi kynslóðir munu undrast hversu lítinn opinberan sóma íslenzku þjóðinni hugkvæmdist að sýna þessu höfuðskáldi í lifanda lífi.“
heerdisarvik-999Svo segir Sigurður Nordal í útfarargrein um Einar Benediktsson og þetta eru orð að sömnnu, eins og vænta mátti úr þeirri átt. Það á margur eftir að undrast stórlega. Ævi og örlög Einars Benediktssonar munu er tímar líða, verða skáldum og rithöfundum yrkisefni og lærðum mönnum efni í þykka tíndsdoðranta..
Hér verður fjallað lítillega um Herdísarvíkurárin, síðasta ævikaflann. Myndin, sem ég og jafnaldrar mínir höfum búið við af þessum lokaþætti í ævi Einars, er sú, sem Steingrímur J. Þorsteinsson bregður upp í lok ævisöguþáttarins í Ljóð og laust mál, II. bindi. Þar segir svo, eftir að höfundur hefur sagt frá komu þeirra Einars og Hlínar til Herdísarvíkur 10. júlí 1932: „Reist var síðan lítið hús, einlyft og hentugt og vannst verkið svo vel, að Einar og Hlín gátu flutt í það 8. september. Þarna er m.a. allstór stofa með glugga mót suðri, þar sem hafið blasir við og öðrum mót vestri, en bókaskápar með veggjum fram, skrifborð Einars, útvarpstæki, hægindagstóll og legubekkur, hvort tveggja skinnklætt. Var þetta aðalsetuherbergi Einars og var eftirlætissæti hans lágur en djúpur hægindastóll í suðvesturhorni stofunnar.“ … og síðar segir …: „í Herdísarvík var Einari gjarntt að grípa bókk úr skáp, fletta upp í henni, að því er virtist af handahófi og lesa nokkrar línur, en ekki langt mál í samfellu, og lagði síðan bókina frá sér aftur.

herdisarvik-1932

Hann tíðkaði mjög að ganga um gólf í stofu sinni, stóð oft við suðurgluggann og horfði til hafs, einkum þegar brim var, en löngum sat hann í hornstól sínum. Fyrri árin fór hann, iðulega í göngur um lamdareignina, en þar eru hvammar og gjótur og kjarri vaxið hraun undir hárri og snarbrattri fjallshlíð í norðri en framundan útsærinn, sem Einar hafði ort um: „Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýrðar“.
Síðan koma nokkrar tilvitnanir í bréf Hlínar Johnson, þar sem Einar er alltaf að verða frískari og frískari, glaðari og glaðari og prófessorinn klykkir út með þessum hugljúfu orðum: „Hann lifði mjög kyrrlátu lífi í Herdísarvík, var fáskiptin og fámáll, en því ljúfari og hýrari, sem fleiri ár færðust yfir.“
herdisarvik-einarshusHuggulegra gat það nú ekki verið og lítil ástæðatæða fyrir mig eða aðra siðborna aðdáendur skáldsins til að fara að gera sér rellu út af síðustu æviárum þess, meðan enginn varð til að hrófla við þessari elskulegu mynd. Ég hefði gjarnan viljað eiga þessa mymd í friði af eftirlætisskáldi mínu sitjandi þarna í öllum huggulegheitum síðustu árin, en (það átti nú ekki fyrir mér að liggja.
Það var einn bjartan sumardag fyrir fjórum árnum að ég kom fyrst til Herdísarvíkur og staldraði þar við stundarkorn. Þegar ég hafði gert mér fyllilega ljósa staðhætti, eins og þeir mymdu hafa verið áður en vegur, sími og rafmagn kom — og virt fyrir mér húsakynnin og umhverfið,  fylltist ég mikilli og sárri reiði — hafði skáldið mitt verið kviksett?
Hið „hentuga hús“, er timburkofi á að gizka 50 fermetrar að flatarmáli, „aðalaðsetursherbergið“ er  stofukytra, og um annað aðsetursherbergi er ekki að ræða, (því að hin herbergin tvö og eldhúsboran eru nánast skápar, rétt pláss fyrir rúmstæði í hvoru herbergjanna.
Kofinn stendur á berangri í þúfnakarga og þar sést hvorki blóm mé hrísla ekki einu sinni lækjarsytra og „kjarrivaxna hraunið“ er herdisarvik-229illgengur hraunfláki, þakinn hraunmosa yfir lífshættulegum gjótum. Kotið er inni í miðju þessu stóra hrauni, og það var mjög erfið og torsótt gönguleið til næstu bæja áður en vegurinn var lagður, sem ekki var fyrr en löngu eftir daga Einars. Illlendandi er af sjó nema í blíðuveðri því oft er þung undiralda við suðurströndina.
Herdísarvík var á dögum Einars eitt afskekktasta kot á landiu, enda játar Jónas Jónsson frá Hriflu það fullum fetum, og þekkti hanm þó vel til ýmissa alfskekktra kota.
Nú er margt, sem við þyrftum að spyrja samtímamenn Einars að, og þá vitaskuld fyrst og fremst, af hverju var farið með þjóðskáldið, því að það var Einar óumdeilanlega eftir að Matthías dó, heilsuveilt og við aldur, út í þessa eyðimörk, þar sem engin leið var að ná til læknis nema á löngum tíma og með ærna erfiði, enda kom enginn læknir til Einars, þegar hann lá banaleguna, og yfirleitt hlaut að verða mjög erfitt að má í hjálp, hvað sem upp á kom. Í annan stað, hvernig gat samtímamönnum Einars dottið í hug, að maður eins og hann, mymdi haldast andlega heill við þá þrúgandi einveru sem honoum var búin þarna.
En það er rétt að halda áfram söguninni af þeirri ógæfu minni að rekast þarna suðureftir. Það leiddi náttúrulega af sjálfu sér að það tóku að rifjast upp svipmyndir úr lífi Einars meðan ég stjáklaði þarna í kringum kofann. Glæsilíf hans, þegar hann leigði heilar hallr í útlöndum og hélt konunglegar veizlur, rifjuðust ósjálfrátt upp við að horfa á kofaræsknið, og myrkfælni hans við að horfa á svartan klettin ofan við bæinn og síðast en ekki sízt varð mér það hugstætt hversu einveran hlýtur að hafa verið yfirþyrmandi fyrir þennan mann, sem einn vina hans lýsti svo fyrir mér: — „Einar Benediktsson þurfti fólk í kringum sig til að hlusta á sig og deila geði við, jafnnauðsynlega og hann þurfti súrefni til að anda að sér.“
herdisarvik-230Það er svo alkunna, að skáldið var síðustu árin farið að tala við stokka og steina; þannig lék einveran það að lokum. Mér fannst ég þurfa að vita hið sanna í málinu og koma því til skila.
Ég byrjaði fyrst á því að ganga á vit ýmissa merkismanna í Reykjavík, sem ég vissi að höfðu þekkt skáldið vel og verið vinir þess. Þessir menn sögðu mér allir sitthvað um ástæður Einars árin áður en hann fór ti Herdísarvíkur, það er frá 1927 að Þrúðvangsheimilið leystist upp og þar til hann fór suðureftir í júlí 1932, en enginn þeirra hafði nokkra hugmymd um líðan skáldsins í Herdísarvík. Það mál hafði enginn þeirra kannað. Það var nú að vísu erfitt um ferðir þarna suður eftir, en samt þarfnast nú þetta skýringar. Mér fannst á samræðum við þessa menn, að þeir hafi hreinlega ekki viljað vita neitt um þetta. Ósjálfrátt hafa þeir sennilega óttazt að hlutur skáldsnis væri ekki eins góður og þeir hefðu kosið honum, en jafnframt, að þeir myndu engu fá umþokað úr því sem komið var, og þá væri bezt að vita sem minnst. Það var þó auðfundin önnur skýring á afskiptaleysi þessara manna, sem vildu Einari allt það bezta. Þeir vildu muna Einar eins og hann var við sína fyllstu andlegu og líkamlegu reisn. Þeim var það óbærileg tilhugsun, að sú mynd kynni að breytast í huga þeirra.
Þegar ég varð engu vísari um Herdísarvíkurár Einars af þessum vinum hans, leitaði ég uppi sambýlismann þeirra Einars og Hlínar fyrsta árið í Herdísarvík. Þessi maður hafði ábúð á jörðinni til mnæstu fardaga og inn í gamla bæinn til hans fluttust þau og bjuggu meðam verið var að reisa timburhjallinn og bjuggu þá í herbergi, sem var 2×2 metrar eða svo.
herdisarvik-231Einnig heimsótti ég bóndann í Vogsósum, sem var öllum högum kunnugur í Herdísarvík öll ár Einars þar. Þegar ég hafði rætt við þessa menm, þá vissi ég að þau áhrif sem ég hafði orðið fyrir í Herdísanvík voru síður en svo fjarri sanni og líkast til eini sannleikinn í málinu — heilinn greinir skemmra en nemur taugin — stundum.
Einar Benediktsson undi sér illa í Herdísarvík strax eftir að hann kom þangað. Hann hafði ekki verið ófús að fara þangað, og gerði sér ekki ljóst í hvaða sjálfheldu hann var að koma sér. Úti í París á heimleið miklar hann þennan stað fyrir sér, og fer að tala um, að þarma sé gott til hafnargerðar og staðurinn liggi vel við fiskimiðum „og svo megi hafa 10 þúsund hænsni, sem gangi sjáfala í hrauninu“ — Einar var sem sé þá enn sjálfum sér líkur. Einair var algerlega andlega heill, þegar hann fór suðuretftir, þó að fjörið væri farið að dvína til sjálfsbjargar. Hann orti Jöklajörð og Bláland í Hammamet í Marokko í  utanlandsreisunni áður en hann fór til Herdísarvíkur, og sneri Spánarvísunum á dönsku, og orti í París á heimleið ekki ómerkari vísu en: — Gengi er valt, þar fé er falt … auk þess, sem hann skrifaði mikla ritgerð, sem hét Norræn menning. Eftir að hann steig fótum á jörð í Herdísarvík, orti hann ekki hendngu, svo sannað verði, og sannar sú staðreynd, kannski betur en nokkuð annað, hvaða áhrif Herdísarvíkurdvölin hafði strax á skáldið.
herdisarvik-232Það votta allir vinir Einars, sem ég hefi haft tal af, að það hafi ekki borið á nokkrum andlegum vanheilindum, þegar skáldið fór suður eftir. Hins vegar er það staðreynd, að það var farið að bera á því, áður en fyrsta árinu lauk þar syðra, að það slægi útí fyrir skáldinu í samræðum. Það ágerðist síðan með ári hverju, og loks var hann sem fyrr segir, farinn að tala við sjálfan sig og dauða hluti og ímynda sér lalls kyns firrur. Að hann væri síðast orðinn „ljúfari og hýrari“, er aldeilis rétt, en það var bara sinnuleysisviðmót manns, sem ekki er lengur fyllilega í sambandi við lífið í kringum sig.
Einar reyndi þrisvar sinnum að strjúka, en máðist tiljótlega í öll skiptin og var færður til baka, enda var það algjör ofætlan manni á hans aldri og stirðum til gangs að flýja fótgangandi frá Herdísarvík. Sem dæmi um hversu erfitt var að komnast frá Herdísarvík, má nefna söguna af því, þegar vinir hans í Reykjavík efndu til samskota á sjötugs afmæli Einars til þess, að hann gæti farið utan í síðasta sinni, en Hlín hafði sagt þeim að til þess langaði hann mjög. Einhverjar vomur reyndust þó á skáldinu, þegar til kom, því að hann ætlaði ekki að fást á bakk hestinum, þegar halda skyldi af stað. Það var alltaf beygur í honum við að setjast á hestbak, eftir að hann meiddi sig, þegar hann var sýslumaður Rangæinga. Ekki tjóaði homum þó að mögla, og var honum hjálpað á bak. Það var slagveðursrigning þennan haustdag og skáldið í gamla þykka frakkarum, sem sjá má á styttunni á Klambratúninu. Einar vat þá enn vel í holdum, þegar þetta var.

herdisarvik-233

Á hlaðinu á Vogsósum lagðist hesturinn undir skáldinu og því varð mammhjálp af baki. Það var ekki þurr þráður á gamla manninum. En áfram var haldið á öðrum og frískari hesti og náð til Hveragerðis um kvöldið. Einar gekk þar í stofu þegjandi og settist á stól á miðju gólfi, og er sögumanni mínum minnisstæður pollurinn á stofugólfinu, sem myndaðist strax og tók að renna úr fötum Einars. Kannski þetta hafi líka verið elskulegt ferðalag fyrir mann, sem þjáðist af berklum framan af ævi og var alla tíð brjóstveill? Ferðin frá Reykjavík og til Herdísarvíkur að lokinni utanlandsreisunni, varð þó enn ömurlegri og læt ég niður falla þá sögu nú.
Við þurfum áreiðanlega margt að ræða við samtímamenn Einars Benediktssonar um síðustu æviár hans í Herdísarvík og þá einnig um næstu árin áður en hann fór þangað. Framkoma við Einar á Alþingishátíðinni sem hér verður sagt frá á eftir varpar kannski ljósi á, hvað ég er að fara . . . „komandi kynslóðir eiga eftir að undrast …“
Einar Benediktsson andaðist 12. janúar 1940, eftir nokkurra daga rúmlegu. Engan hef ég hitt, sem veit til að læknis hafi verið vitjað, og dálítið væri fróðlegt — af því að um þjóðskáld er að ræða, sem deyr komið undir miðja tuttugustu öld, að vita hver gaf út dánarvottorðið og hvenær. Að morgni þess dags sem hann andaðist mælti hann svo síðastra orða: — Þá er það búið. — Hann var svo meðvitundarlaus um daginn og andaðist undir miðnætti um kvöldið.
herdisarvik-234Ég hef nefnt dæmi um það hér að framan, hversu erfitt skáldinu reyndist að komast lifandi frá Herdísarvík. Það ætlaði ekki að reynast honum betra dauðum. Það var send þung og mikil eikarkista frá Reykjavík og ekkert til sparað að hafa hana sem veigamesta. Bíll fór eins langt og hann komst niður frá Hveragerði — það var niður á Heiðina há, en eftir það varð að bera kistuna á höndum alla leið út í Herdísarvík. Það segir Snorri bóndi í Vogsósum, að sé einhver mesta þrekraun sem hann hafi lent í um dagana. Þetta hefur verið um 10 km leið yfir torfærur og kistan var svo þung, að burðarmennirnir fundu næstum engan mun á henni með líkinu í til baka, enda hafði Einar verið orðinn grannur áður en hann dó. Líkið komst þó um síðir til skila og var því tekið með miklum virktum í Reykjavík. Það er ekki hægt að segja, að það hafi verið hörgull á ástinni á Einari Benediktssyni, þegar hann kom til manna í þessu ástandi. Ríkisstjórn og höfðingjar andlegir sem veraldlegir fylltu dómkirkjuna og daginn eftir var ekið með Einar austur á Þingvelli til að jarðsetja í grafreit þjóðarinnar þar.
Og nú liggur beint við að segja frá næstu ferð Einars á undan, austur á Þingvelli. Þá var hann lifandi.
Einar hafði ort alþingishátíðarljóðin, mikinn kvæðabálk, og fengið 1. verðlaun fyrir ásamt Davíð Stefánssyni. Ljóð Davíðs voru valin til söngs, en ákveðið var að segja fram kvæði Einars. Einar var þá af leikum sem lærðum viðurkenndur sem höfuðskáld þjóðarinnar, þó að það reyndist meir í orði en á borði. Hann þótti orðið vangæfur við skál, og fyrirmenn báru ugg í brjósti yfir því, hvað út úr honum kynni að hrjóta í kóngsveizlunni miklu, þegar hann væni orðin þéttur.
einar ben-221Sjálfsagt hefur þetta verið ástæðulaus ótti, Einar kunni sig vel í veizlum og hefði vafalaust gætt sóma síns vel undir þessum kringumstæðum, þó að í einhverri minni háttar veizlu, áður en þetta var, hafi honum orðið það á að kneyfa mjög. En höfðingjarnir vildu ekkert eiga undir Einari og gripu til einfaldasta úrræðisins til að losna við hann — þeir buðu honum ekki til veizlunnar. Einar fór þó austur á eigin vegum, og var ódrukkinn á Þingvöllum, enda aldrei við öðru að búast en Einar Benediktsson gætti sóma síns sjálfs og þjóðar sinn ar, þegar mikið var í húfi. Hann hefur sjálfsagt gert ráð fyrir, að þó honum væri ekki boðið til veizlunnar, myndi hann lenda eitthvað í sviðsljósinu, þegar kvæði hans væri flutt. Hann reikaði einn um vellina framan af degi, en síðla dagsins rakst Kristján Albertsson á hann í tjaldi, þar sem hann sat einn sér úti í horni og sötraði kaffi. Kvæði hans hafði ekki verið flutt og var aldrei flutt. Kristjáni ofbauð þessi framkoma við skáldið, eins og reyndar fleiri vinum þess, sem minnast þessa enn með hryllingi, svo nærri gekk það þeim sumum, að sjá skáld sitt svo hart leikið og fá ekki að gert.
Kristján leitaði uppi Benedikt Sveinsson og sagði honum að skáldið væri á Þingvöllum, en líkast til hafa ráðamenn reiknað með að Einar kæmi ekki, fyrst honum var ekki boðið. Benedikt sem var mikill vinur Einars, beitti sér þá fyrir því, að einhverra úrræða væri leitað til að draga eitthvað úr þeirri vansæmd, sem skáldinu var sýnd, og varð það að ráði, að Kristján minntist Einars sér staklega daginn eftir með ávarpi frá Lögbergi, sem hann og gerði. Þá var Einar farinn af Völlunum, hann fór um kvöldið hins fyrra dags, einn, eins og hann kom og án þess að nokkur hlutaðist til um ferðir hans.
Flest getum við, þó minni séum í sniðum en Einar, látið okkur renna grun í hugrenningar hans á heimleiðinni til Reykjavíkur, — enda hefndi skáldið sín grimmilega og orti Öklaeld, þar sem hann risti ráðamönnum þjóðarinnar níð. Enginn maður hafði séð Einar bregða svip þennan dag og hann hélt reisn sinni í fasi og allri framkomu. Einar bar ekki sorg sína á torg, jafnvel ekki við vin, þó að margt væri honum andstætt þessi árin og hann gerðist gamlaður.
Ég hef aðeins eina sögn um það, að hann hafi sýnt merki klökkva á þessum árum, þegar heimili hans hafði leystst upp, konan yfirgefið hann og honum var fjárvant, þó að hann ætti enn nokkrar eignir og aldurinn færðist yfir hann. Hann sat að drykkju með nokkrum stúdentum og þeir sungu eða sögðu fram kvæðið um rjúpuna eftir Jónas Hallgrímsson. Á eftir sat Einar keikur í sætinu að vanda og mikilúðlegur og tautaði fyrir munni sér í sífellu: — Á sér ekkert hreysi, útibarin rjúpa — en tárin streymdu niður kinnarnar.—“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 29. desember 1972, bls. 34-36 og 63.

Herdísarvík

Herdísarvík.