Tag Archive for: Ölfus

Eimuból

Gengið var í fylgd Guðmundar Óskarssonar upp frá Hásteinum eftir að tóttirnar undir þeim höfðu verið skoðaðar sem og LM-merkið á landamerkjasteini er skipti löndum Bjarnastaða og Þorkelsgerðis.

Bjarnastaðasel

Í Bjarnastaðaseli.

Komið var í Bjarnastaðaból og skoðaðar tóttirnar þar sem og hlaðinn stekkur vestan við selið. Selið hefur verið nokkuð stórt. Haldið var til vesturs að Þorkelsgerðisseli, en þar er m.a. að finna tóttir fimm húsa og hlaðinn stekk í hraunhól norðan við selið. Þá var lagt í ´ann til norðvesturs um Selvogsheiði, upp í Eimuból þar sem selið var skoðað, eldri tóttir í grónu jarðfalli sem og Eimuhellir. Einn hluti hans hefur verið notaður sem fjárskjól og í öðrum hluta eru miklar hleðslur. Sá hluti hellisins gæti hafa verið notaður við fráfærur og einng sem stekkur. Skammt austan við Eimuból eru tóttir Vindássels. Norðan þess er hlaðinn stekkur.

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt.

Gengið var til suðurs á Vörðufell þar sem hin mikla Vörðufellsrétt var skoðuð. Þá var litið á Smalavörðurnar og krossmarkið í steini sunnan undir stóru Vörðufellsvörðunni. Strikið var loks tekið niður á Strandarhæð og komið við í Strandarhelli. Á leiðinni bættist tvennt í hópinn. Hringlaga hleðsla er allt í kringum jarðfallið á Strandarhelli og er hellirinn þar ofan í. Hlaðið gerði er í kringum hól norðvestan við hellinn og einnig er hlaðið stórt hringlaga gerði vestan og sunnan við jarðfallið. Norðan þess eru tveir stórir skútar í hraunhól.

Strandarhellir

Strandarhellir.

Strandarhellir var skoðaður vel og vandlega. Fyrirhleðslur eru á tveimur stöðum inn í honum. Hægt er að fara yfir hleðslurnar og skríða áfram inn eftir rásunum. Hægri rásin virðist vera vænlegri, en vegna bleytu á gólfum var ekki farið þangað innfyrir nú. Þægilegra er að gera það þegar gólfið verður orðið frosið í vetur. Hægra megin í hellinum er hleðsla fyrir mjórri hraunrás. Innan við hleðsluna beygir hún til hægri og stækkar. Hægt er að fara inn eftir rásinni, en eftir um 10-15 metra þrengist hún alveg og lokast. Í suðvestanverðu jarðfallinu virðist hins vegar hægt að komast inn undir hraunið og eitthvað áfram. Skríða þarf þar inn, en hvað tekur við þar fyrir innan er ómögulegt að segja. Þetta þarf einnig að skoða nánar.

Gapi

Gapi.

Strandarhellir er í um 15 mín. gangi frá þjóðveginum svo auðvelt ætti að vera að kíkja í hann aftur við tækifæri og þá með viðhlítandi búnað.
Komið var við í Bjargarhelli og hann skoðaður. Fyrirhleðslur eru í honum innanverðum á tveimur stöðum.
Loks var gengið niður á þjóðveg, framhjá Árnavörðu.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Ekki var komið við í Gaphelli að þessu sinni, en hann er u.þ.b. 300 metrum vestan við Bjargarhelli. Suðvestan við Bjargarhelli er hola í gróinn hraunhól og þar ofan í er skúti. Við opið er hraunhella. Sagan segir að í þennan skúta hafi Selvogsbúar ætlað að flyja ef Tyrkir létu sjá sig. Einnig eru tveir litlir skútar suðvestan af hólnum – Litli Skolli og Stóri Skolli.
Ljóst er að bæði Selvogsheiði og Strandarheiði hafa upp á fjölmarg forvitnilegt að bjóða þeim, sem það nenna að skoða.

Strandarhellir

Strandarhellir – uppdráttur ÓSÁ.

Strandarsel

Farið var með Guðmundi Þorsteinssyni og Magnúsi Brynjólfssyni í Hellholtið. Þeir eru kunnugir á svæðinu og ætluðu m.a. að benda á hella og tóttir, sem þeir hafa orðið varir við.

Girðingarrétt

Girðingarrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var frá Girðingarréttinni niður á holtið, u.þ.b. 10 mínútna gangur. Byrjað var að líta á fjárhelli utan í vestanverðu Hellholtinu og síðan á hellinn Hafra. Varða er ofan við opið, sem horfir mót norðri. Stór og rúmgóður hellir, en fremur stuttur.
Gengið var vestur að Strandarseli (Staðarsel), sem er sunnan við austanverð Svörtubjörg. Á leiðinni var kíkt í nokur göt. Í einu þeirra vex hár burkni er teygir sig móti sól. Er greinilega búinn að vera þarna lengi. Í öðru voru kindarbein. Þarna er greinilega um sömu rásina að ræða er teygir sig til vesturs frá Hellholti. Önnur sambærileg teygir sig til suðurs. Annars virðist Hellholtið hafa vera dyngja eða þunnfljótandi gígop.

Staðarsel

Strandarsel (Staðarsel).

Í Strandarseli eru tóttir tveggja selja. Utan í hól eru stekkir og lambakró suðvestan við hann. Samkv. upplýsingum Þórarins á Vogsósum var þarna um fráfærusel að ræða. Það gæti verið skýringin á því sem síðar kom í ljós. Vestar er hraunhóll. Vestan undir honum er hlaðinn stekkur. Enn vestar er op, Hellholtshellir. Þetta er bæði fallegur og merkilegur hellir. Hann er u.þ.b. 70 metra langur og svo alveg heill. Hann hefur ekki verið notaður sem fjárskjól, þótt hann hafi verið ákjósanlegur til þess. Í hellinum eru bæði dropasteinar og hraundrýli, auk hraunstráa. Innst í öðrum enda hans er hlaðin fyrirhleðsla.

Strandarsel

Stekkur í Strandarseli.

Sunnar var komið að hleðslur fyrir hellisopi. Greinilegt er að þar hefur verið hlaðið fyrir opið og síðan gangur niður, en þakið fallið að hluta. Inni er fallegasti hraunhellir, víður og hár. Gólfið er slétt. Vel sést hlaðinn niðurhleðslan. Þetta mannvirki er ekki á örnefnaskrá svo vitað sé. Gæti hafa verið forðabúr Staðarsels eða átt að vera athvarf ef tyrkirnir kæmu aftur. Hver veit? Fallegt að minnsta kosti.
Ofan við opið ert ótt, sem ekki heldur er á örnefnaskrá. Enn austar eru enn tvær tóttir, Sunnan við þær er op á fjárhelli. Innan við það er mikil hleðsla. Við suðurenda hellsins er op og ofan þess enn ein hleðslan. Þar hefur greinilega verið gengið niður í þennan fjárhelli. Þarna eru sem sagt á litlu svæði ein tvö sel og sérstakur hellir, sem vert væri að skoða nánar.

Selvogsheiði

Selvogsheiði – óþekkt sel.

Hvaða seltættur eru þarna um að ræða er ekki vitað. Gætu hafa tilheyrt einhverjum Selvogsbæjanna eða jafnvel hjáleigum Strandarkirkju því skv. landamerkjum virðast þau innan lands Strandar. Eða verið eldri sel Strandar því greinilegt er að þessi tvö sel eru mjög gömul, mun eldri en þau sem ofar eru.
Tækifærið var notað og svæðið rissað upp, auk þess sem GPS-punktar voru teknir á sérhverjum stað. Í fjarlægð virðist heiðin auð og tóm. En í nálægð eru þar minjar við hvert fótmál.

Strandarsel

Strandarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Brennisteinsfjöll

Einn sunnudag í nóvember ákváðu félagar í Climbing.is að skreppa í hellaferð í Brennisteinsfjöll.
Fjallgarðurinn liggur suður-norður á Reykjanesskaga og er stysta leið að honum frá Kleifarvatni. ferlirGengum við uppúr Gullbringu og haldið inn hraunið í átt að fjöllunum. Til að byrja með var gönguleiðin nokkuð slæm, þykkur mosi og miklar mishæðir en skánaði stórum þegar komið var upp á heiðina. Við gengum í talsverðum vindi en hita yfir frostmarki inn að fjöllunum og skoðuðum þónokkra smáhella á leiðinni en talsvert hellakerfi virðist liggja í austur-vestur en er þó mikið hrunið og grunnt.
Þegar komið er í Brennisteinsfjöll er nokkuð áberandi gígaröð til suðurs og gengum við upp á einn gíginn sem heitir Eldborg og er útsýni af honum mikið og fagurt eftir gígaröðinni og niður í Selvog. Um 1 kílómeter sunnan við gíginn er opið niður í hellinn Ferli sem var áætlunarstaður okkar. Í munnanum eru 2 op, annað beint áfram niður og annað til hægri og talsvert þrengra. Fyrst var valið að fara beint niður og mætti okkur þar smá gangakerfi með hraunflór í miðju sem er mjög rauðleitur og fallegur.
FerlirEftir smá ljósmyndun þar var snúið við og farið í göngin sem liggja niður til hægri. Þau skiptast strax í tvennt, önnur liggja til hægri og enda mjög fljótt en fallegar myndanir eru í gólfi þar. Göngin til vinstri eru mun lengri en þrengri. Þar hefur þunnur hraunstraumur runnið og eru veggirnir ótrúlega fagrir með beinum rennslismyndunum og öðru megin er bakki sem er eins og bekkur. Þau göng eru cirka 40 metrar og enda svo snarlega.
Þegar við kláruðum að skoða það sem við fundum af hellinum var ljóst að stutt væri í myrkur og því haldið af stað til baka um 7 km leið að bílnum. Var myrkur skollið á á miðri leið en þar sem allir voru vel ljósum búnir reyndist það ekki vandamál, leiðsögutæki sett í hönd og haldið áfram að labba. Nokkuð lengri leið var valin til baka þar sem enginn nennti aftur að klöngrast um hraunið aftur og lá sú leið niður í lítinn dal rétt norðan Gullbringu en þar hefur stór og úfin hrauntunga runnið um. Við tókum stefnuna fyrir hana á þægilegum göngustíg sem liggur niður á veginn fyrir suðurenda Kleifarvatns.
Gangan reyndist vera 15 km samkvæmt GPS og er þetta frábært svæði að ganga um.

Ferlir

Í FERLIR í Brennisteinsfjöllum.

 

Í örnefnalýsingu GS fyrir Herdísarvík segir m.a. af gömlu alfaraleiðinni til vesturs; „Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn:  Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif.
KlifshaedarhellirNú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.“
Áður hafði Klifshæðin verið skoðuð og þá fannst hellir í grónu jarðfalli. Við opið var emileraður koppgjörningur. Nánari skoðun á þessum helli gaf til kynna áhugaverða yfirborðshraunrás með þrengingum og ýmsum sætindum, litadýrð og dropsteinum.
Við nánari leit í Klifhæðinni austanverði kom í ljós tilgreindur hellisskúti er reyndist vera um 30 m Hruthraunrás. Opið er tiltölulega lítið (um 1.00×0.60 cm), nokkra metra austan við götuna og er það greinilega merkt með litlum skófvöxnum vörðum. Skjólið er manngegnt undir opinu, en lækkar er
inn dregur. Þetta skjól virðist hafa verið þekkt fyrrum þótt það sé alls ekki augljóst í dag, þrátt fyrir vörðunefnurnar.
Með í för var Guðni Gunnarsson, núverandi formaður Hellarannsóknarfélags Íslands.

Heimildir m.a.:
Gísli Sigurðsson -Örnefnalýsing fyrir Herdísarvík.

Herdísarvíkurvegir

Herdísarvíkurvegir. ÓSÁ

 

Stakkavík

Í þessari ferð var 130. selið á Reykjanesi skráð (af ~400), en ekki er þó svo langt síðan að FERLIR flaggði á 100. selinu, sem skoðað var á svæðinu (Merkinesseli).

Stakkavíkurborg

Stakkavíkurborg.

Gengið var um “Hellisvörðustíg” vestan við Víðisand í Stakkavíkurhrauni, sunnan Hlíðarvatns. Stígurinn, sem er augljóslega mjög gamall, er varðaður á helluhrauninu og víða greyptur djúpt í klappirnar þar sem hann liggur skammt ofan við ströndina. Hraunið skammt vestar rann um 1350 og rann þá að hluta yfir stíginn vestan við Stakkavíkurhraunið. Stuttu áður en komið var að hraunkantinum skiptist stígurinn. Neðri stígurinn liggur á klöppunum skammt ofan við ströndina. Þar er hann einnig greyptur í bergið. Nýrri stígur, sá sem farinn var á síðari öldum, liggur ofar í gegnum nýrra hraunið og upp fyrir það milli Stakkavíkur og Herdísarvíkur.

Fornagata

Fornagata.

Gamli stígurinn (Fornagata) í gegnum apalhraunið nýrra hefur þó legið alveg við ströndina, en sjórinn tekið hann að hluta. Þó má sjá hvar hann kemur undan sjávarbarningnum neðst í gróinni kvos skammt austan Mölvíkurtjörn og liggur síðan áfram úr henni áfram áleiðis að tjörninni. Þar eru víða minjar, bæði tóftir og hleðslur, s.s. byrgja og garða.
Frá nýrri hraunkantinum var gengið að Hlíðarvatni og áfram upp að Stakkavíkurborg. (Stakkavíkursvæðinu er lýst í annarri FERLIRslýsingu). Borgin er heilleg og fallega hlaðin og um hana er hlaðið gerði. Frá henni var gengið upp á Selstíginn ofan við Höfða. Neðar í höfðanum eru tóftir tveggja fjárhúsa frá Stakkavík. Í Höfðanum er Álfakirkjan, stór steinn, sem Stakkavíkurbræður hafa lýst og tengist draumi eins þeirra.
Upp frá Höfðanum liggur Selsstígurinn upp á brún Stakkavíkurfjalls. Gangan upp tók um stundarfjórðung.

Stakkavíkursel

Í Stakkavíkurseli.

Þegar upp var komið tók varða á móti göngufólkinu. Við hana greinist stígurinn, annars vegar til austurs að austurjarðri hraunbrúnarinnar og hins vegar áfram upp tiltölulega greiðfært apalhraun. Öllu hærra og úfnara hraun er þarna skammt vestar. Stígnum var fylgt áfram upp í gegnum hraunið eða þangað til stígarnir sameinuðust við hraunröndina. Stakkavíkurselstígnum var þá fylgt áfram upp með honum til norðurs. Efst á holti í fjarska sást í vörðu. Undir því átti Stakkavíkurselið að vera skv. lýsingu Þórarins á Vogsósum, en hann hafði bent á vörðuna og að nægilegt væri að stefna á hana til að finna selstöðuna.

Stakkavíkursel

Stakkavíkursel.

Stígnum var fylgt upp í Dýjabrekkur og áfram upp í Grænubrekkur. Þar var beygt út af stígnum til austurs og stefnan tekin á vörðuna. Fallegur stekkur er í brekkunum neðan við selið, sem er utan í grónum hól. Í því eru tvær tóftir og við þær holur hraunhóll með hlöðnum stekk framan við. Í hólnum er hin ágætasta vistarvera. Sennilega er hann ástæða þess að selstöðunni var valin þessi staður. Vestan selsins er hlaðin kví og nýlegra skotbyrgi refaskyttu. Ofar í holtinu er hlaðinn stekkur sem og hleðslur fyrir opi í klofinni hraunbólu.
Á leiðinni niður brekkurnar, vestan stekksins, var gengið fram á tóftir enn eldra sels, svo til fast við Stakkavíkurselstíginn., en hann liggur þarna áfram uppeftir og beygir síðan áleiðis að Vesturásum, að Hlíðarvegi (vetrarvegi Selvogsgötu). Við gatnamótin eru þrjár vörður. Þessar seinni tóftir eru greinilega mjög gamlar.

Nátthagi

Við op Nátthaga.

Frá selinu var gengið til suðvesturs yfir Selvogshraunið. Það er ekki auðgengið vegna þess hve grámosinn er þykkur og hraunið bugðótt og hólótt. Þegar komið var út úr því að vestanverðu var gengið hiklaust að neðra opi Nátthaga og það varðað. Síðan var gengið að efra opinu, stórtu jarðfalli og það einnig varðað. (Sjá aðra lýsingu af ferð um Nátthaga). Haldið var niður í jarðfallið og upp eftir hellinum vinstra megin. Hann var mjög víður og hár í fyrstu, en talsvert hrun er fremst í efri hluta hans. Neðri hlutinn er svipaður, en öllu umfangsmeiri. Rásinni var fylgt upp að rásmótum, Þar var beygt til hægri, niður með fallegri hrauná. Hellirinn víkkar aftur og liggur í boga að jarðfallinu. Nátthagi er fallegur hellir, sem er vel þess virði að skoða.
Á bakaleiðinni áleiðis niður Nátthagaskarð (næsta skarð vestan við Selskarð) var kíkt inn á “Annar í aðventu” sem og í Halla (Stakkavíkurhelli) ofan við skarðið að vestanverðu.
Frábært veður – sól og blíða. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Stakkavíkursel

Stakkavíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Eimuból

Gengið var að Hásteini þar sem Kristófer Bjarnason, kirkjuvörður í Strandarkirkju, tók á móti þátttakendum. Með í för var einnig Guðmundur G. Þorsteinsson, hellafræðingur með meiru.

Áni

Áni – fjárhellir.

Kristófer vísaði m.a. á Svarthól, sem er þarna vestan við Hástein (Hásteina). Undir Svarthól eiga að vera tóttir. Ætlunin er að skoða þær síðar. Þá lýsti hann landamerkjum og fl. með vísan til væntanlegra selfunda á og við Selvogsheiði. Þessi ferð var sérstök að því leyti að ætlunin var að finna nokkra staði, sem hingað til hafa ekki verið merktir inn á kort og aðeins örfáir núlifandi menn vita hvar eru.

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðaból – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var eftir leiðarlýsingu Snorra með stefnu til norðausturs að Hnúkunum, en þar undir brekkunum, u.þ.b. kílómeter ofan við Háststein, átti Bjarnastaðaból að vera. Það reyndist líka vera þar. Uppi á og vestan undir hól áður en komið var að efsta hólinn undir brekkunum var stórt sel með allmörgum tóttum. Hlaðinn stekkur var vestan af selinu, einnig á hól.

Þorkelsgerðissel

Þorkelsgerðissel – uppdráttur ÓSÁ.

Suðvestan við Bjarnastaðaból, í svipaðri fjarlægð frá Hásteini, í norður frá honum, var gengið fram á Þorkelsgerðisból, einnig stórt sel með mögum tóttum.
Stekkurinn var á hól skammt norðan við selið. Á kortum hefur Þorkelsgerðissel ranglega verið sýnt norðan til við Vörðufell, nálægt Eimubóli.

Selvogsheiði

Selvogsheiði – sel.

Línan var tekin norður fyrir Vörðufell, um tveggja kílómetra leið, þar sem komið var að Eimubóli. Tóttirnar eru austan við stórt gróið jarðfall, en í því eru hellisop til suðurs og norðurs. Hlaðinn gerður er ofan og umhverfis opið. Í öðru jarðfalli skammt sunnar er gömul tótt og kví. Hellir þar í suður hefur verið notaður sem fjárhellir. Hleðsla er inn í honum miðjum. Op er upp úr þeim helli skammt sunnar. Að sögn Guðmundar eru Eimuhellar, eða Eimuhellir því um eina sundurslitna hraunrás er að ræða, um 400 metrar í heildina. Norðan við stóra jarðfallið er hlaðinn stekkur og einnig er hlaðinn lítill stekkur ofan á syðsta opinu, ofan við fjárhellinn.
Tóttir eru skammt austan við Eimuból, Vindássel. Landamerki Eimu og Vindáss liggja í vörðu syðst á Vörðufelli og í vörðu á Hellholti. Frá Vindásseli mátti vel sjá gömlu réttina ofan á Vörðufelli.

Hlíðarborg

Hlíðarborg

Gengið var að Einbúa vestan Vörðufells. Um 200 metrum vestan við hólinn er gróið jarðfall. Niður í því er gamalt tófugreni. Guðmundur kannaði hraunrás, sem þar er og virtist hún ná eitthvað til norðurs og einnig til suðurs. Rásin mun verða skoðuð nánar síðar. Botninn í rásinni er hrjúfur. Loftið innan við munnann stendur á hraunsúlum.
Þá var gengið til norðurs í átt að Hraunhól í mið Svörtubjörg, vestan við Hellholt. Á meðan aðrir leituðu að tóttum, sem áttu að vera þar í slakka miðsvæðis, en þó vestar, kíkti Guðmundur í Bólið, helli austan í Hellholti. Við opið er lítil tótt og inni í hellinum eru litlar hleðslur. Í leiðinni var litið ofan í hraunrás suðvestan Hellholts, en hún reyndist vera um 10 metra löng.
Eftir nokkra leit fannst tóttin, sem nefnd hefur verið Strandarsel uns annað vitnast. Stór varða er á hæð austan við tóttina og liggur gömul leið úr suðri í átt að vörðunni, en sunnan hennar beygir gatan til vesturs að selinu. Suðvestan við tóttina er fallega hlaðinn stekkur.

Hlíðarborg

Hlíðarborg í Selvogi – síðar stekkur.

Gengið var í átt að Hlíðarborg, en þar sunnan borgarinnar átti skv. lýsingu að vera önnur hlaðinn fjárborg, svonefnd Valgarðsborg. Hún var þar líka, hringlaga og hefur verið allnokkuð mannvirki á sínum tíma.

Hlíðarsel

Hlíðarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Svo gerðist hið furðulega. Á leið frá Valgarðsborg að Hlíðarborg í norðvestri gengu þátttakendur fram á stórt sel. Það er að öllum líkindum Hlíðarsel, en bein sjónlína er að frá selinu að bænum Hlíð norðan við Hlíðarvatn. Selið er efst í brúninni í austur séð frá Hlíð.
Skammt norðan við selið, handan girðingarinnar, er Hlíðarborg, mikið mannvirki vestan undir háum hraunhól.
Frá Hlíðarborg var gengið að hellinum Ána, en við op hans eru talsverðar hleðslur. Ennig er hlaðinn lágur garður skamma leið til suðurs frá hleðslunum.
Loks var haldið yfir að Vogsósaseli, sem er skammt austan við Vogsósaréttina. Selið eru tvær tóttir efst á hraunhrygg sunnan Vatnaása.

Valgarðsborg

Valgarðsborg í Hlíðarseli.

Herdísarvíkurhraunshellir
Stefnan var tekin suður og niður Herdísarvíkurhraun frá Sængurkonuhelli. Með í för var rúmlega 8 metra langur stigi sem og Björn Hróarsson, hellafræðingur, sá Íslendingur, sem ásamt félögum sínum, hafa hvað oftast fyrstir manna, skoðað hina ýmsustu staði undir yfirborði skagans.
HerdísarvíkurhraunshellirÆtlunin var að komast niður í Herdísarvíkurhraunshelli, sem SG kom auga á fyrir skömmu. Um er að ræða tiltölulega lítið op á sléttri hraunhellu skammt ofan við ströndina, en niðri virtist ókannað gímald. Hvað þar kynni að vera vissi enginn því ekki er vitað um nokkurn mann, hvorki lifandi né dauðann, sem þangað hefur komið. Þó er ljóst, að ef sá hinn sami hefur komist niður, hefur hann örugglega ekki komist lifandi sömu leið til baka. Og þótt landssvæðið sé ekki langt frá þéttbýlinu á Suð-Vesturlandi er þarna um algerlega ókannaðan stað að ræða á jarðkringlunni. Hér var því um frumkvöðlaför að ræða og líklega yrðu þeir, sem „innvolsið“ litu augum, þeir fyrstu sem það gerðu. Það eru ekki margir ókannaðir staðir á Íslandi, en þó er vitað um nokkra, sem þarf að berja augum, suma reyndar með svolítilli fyrirhöfn.
Hellirinn er, sem fyrr segir, skammt ofan við Herdísarvíkurbjargið, svo aldrei var að vita hversu langt sjórinn gæti hafai náð að honum.
Opið er í rauninni vandfundið. Vörðubrot er þó norðan við það, líklega til að vara við hættunni, sem það gæti haft í för með sér. Í snjó eða lágrenningi gæti sá, sem væri þarna á ferð, auðveldlega horfið niður um gatið, án þess að nokkur yrði þess var – og allra síst hann sjálfur.
Þegar farið er niður í „gímald“ sem þetta er mikilvægt að gera sér grein fyrir tilgangum, huga vel að öllum aðstæðum sem og öllum búnaði. Gera þarf ráð fyrir því að komast upp aftur að könnun lokinni. Lántakanda stigans var best treystandi til þessa því á honum hvíldi sú kvöð að koma honum samviskusamlega til skila.
HerdísarvíkurhraunshellirStiginn var útbúinn til niðurhals. Að því búnu fetuðu leiðangursmenn sig niður á við, þrep af þrepi. Snjóskafl var í botninum. Ýmsar tegundir mosa þöktu berg og steina. Í rauninni gæti þetta vel verið ævintýraheimur gróðurfræðinga því þarna voru ýmsar skuggsælar plöntur. Fallegur burkni óx t.d. undir opinu. Hreiður voru á syllum. Undir bergveggjunum féllu dropar í grunnar tjarnir. En hvorki var að sjá ummerki túpu eða hraunrása. Svo virtist sem þarna væri um að ræða tæmda kvikuþró undir storknaðri hraunhellu. Grjótið, sem fallið hafi niður úr þakinu gæti hafa lokað fæðurásinni, en ekki var að sjá glerjung eða merki um mikinn hita á veggjum.
Þótt Herdísarvíkurhraunshellir hafi ekki opnast inn í hraunrásir er hvelfingin merkileg út af fyrir sig. Og hún er ekki síst merkilegt fyrir það að hafa nú verið könnuð, 1132 árum eftir að fyrstu norrænu mennirnir fetuðu sig þarna með ströndinni í leit að öndvegissúlum þess fyrsta landnámsmanns, sem skv. seinni tíma ritum, er sagður hafa tekið sér fasta bólfestu ekki alllangt frá. Líklegt má þó telja að þá hafi ströndin verið mun utar en nú er og „gatið“ því ekki verið í alfaraleið, hvorki þá né síðar. Og ólíklegt er að nokkur maður fari þarna niður næstu árin eða áratugina – jafnvel næstu 1132 árin.
„Landkönnun“ voru fyrrum álitið bæði þarft og mikilvægt framlag til „sameignamyndunar“ þjóðar. Flest fólk vildi vita sem mest og best um umhverfi sitt. En það var fyrrum… Í dag eru gildin önnur.

Herdísarvíkurhraunshellir

Herdísarvíkurhraunshellir.

Herdísarvík

„Herdísarvík er býli í Selvogi, vestast Selvogsjarða og allra jarða í Árnessýslu. Er nú í eyði. Jörðin var lengi eign Krýsuvíkurkirkju.

Herdísarvík

Herdísarvíkurtjörn.

Herdísarvíkurbær stóð vestarlega í Herdísarvíkurtúni, Vesturtúni svonefndu, undir svonefndum Skyggni, sem var klöpp, aflöng, og sneri suðaustur-norðvestur. Neðst bæjarhúsanna voru stofan og bæjardyrnar undir einu og sama þaki. Bak við stofuna var búrið, en fram af bæjardyrunum var eldhúsið. Þar framan við á vinstri hönd voru göngin og þrjú þrep upp að ganga í baðstofuna, sem var fimm stafgólfa, en hlutuð í þrennt. Miðhlutinn, sem var eitt stafgólf, frambaðstofan, er var á hægri hönd, er inn var komið, og aðalbaðstofan á vinstri hönd. Baðstofurnar voru hver fyrir sig tveggja stafgólfa, langar og rúmgóðar. Bak við eða norðan við eldhúsið var fjósið fyrir tvær kýr og kálf.

Herdísaarvík

Herdísarvík um 1900.

Á lágum hól nær vatninu voru þessi hús: Smiðja, hjallur og austur af þeim var pakkhús.
Þegar komið er yfir Rásina, blasa við rústir gamla Herdísarvíkurbæjarins, en hann lagðist af í miklum flóðum 25. febrúar 1925. Fram undan bænum var vik, er nefnist Heimavör. Hér mun hafa verið um að ræða aukanafn á Rásinni. Þá er í Vesturtúninu eykta-markið Nónklöpp. Fram undan bænum var hóll, er gekk undir ýmsum nöfnum, svo sem Smiðjuhóll, þar var smiðjan; Hjallhóll, þar stóð hjallur, og geymsla var þar ýmiss konar matfanga; Öskuhóll var hóll þessi einnig kallaður, því þangað var askan borin frá bænum og kastað í tjörnina.

Herdísarvík

Herdísarvík – þurrkgarðar.

Eins og áður segir, gerði mikið flóð í Selvogi og Herdísarvík 25. febrúar 1925. Flæddi þá inn í bæinn og gerði flóðið mikinn usla. Bæinn tók þá af, hjallinn og smiðjuna. Fór þá margt til spillis, bæði matvara, áhöld ýmiss konar og mikill hluti innbús þeirra hjóna, Þórarins Árnasonar og konu hans, Ólafar. Frú Ólöf hafði af sjálfsdáðum lært esperanto, og skiptist hún á bréfum og póstkortum við ýmsa esperantista víða um heim. Átti hún dragkistu, þar sem hún geymdi allt þetta. Fór það allt til spillis í flóði þessu. Mátti um árabil finna bréf og bréfspjöld á esperanto upp um allt hraun, í holum og hellisskútum. Fór þar mörg vinarkveðjan forgörðum.

Herdísarvík

Herdísarvík – Stoðhola í elstu bæjartóftinni.

Upp frá Kattatjörn stóðu útihúsin. Efst var hesthúsið, sem eftir flóðið var breytt í fjós fyrir þessar tvær kýr, sem hægt var að fóðra af túninu. Þá kom Stóra-Lambhúsið og Litla-Lambhúsið, sem einnig var notað sem heyhlaða. Þá kom hrútakofi, sem síðar var breytt í sjóbúð, Krýsuvíkursjóbúð eða Guðmundarbúð, kennd við Guðmund Jónsson bónda í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvíkurhverfi. Guðmundur var lengi formaður á skipi, er reri frá Herdísarvík á vetrarvertíðum.
Í þessa sjóbúð fluttust þau Þórarinn og Ólöf eftir flóðið mikla 1925. Byggðu þá upp baðstofu, tveggja rúma langa með eldhúsi vestur af. Litla-Lambhúsið varð þá að bæjardyrum og göngum.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur ÓSÁ.

Frá bænum, milli Skyggnis og Hjallhóls, lá heimreiðin, gata ofan frá aðaltúngarðshliðinu. Til hægri við heimreiðina var svo aðalvatnsbólið, nefndist Kattatjörn. Þar þraut oft vatn í miklum þurrkasumrum. Upp af vatnsbólinu var svo Urðin, lábarin stórgrýtisurð, til vitnis um, að þangað hefur sjór fallið einhvern tíma á löngu liðnum öldum. Urð þessi liggur síðan vestur og út, vestur fyrir túngarð og þar langt vestur á hraun.

Heimagarðurinn var matjurtagarður ofanvert og lítið eitt framan bæjarins. Stígurinn lá norður milli bæjarhúsanna og smiðjunnar að útihúsunum, sem stóðu spölkorn norðan bæjarins. Þar voru þessi hús: Fjós og hesthúskofi, Lambhúsið stóra, Lambhúsið litla, sem líka var notað sem hlaða, og síðan kom hrútakofi, sem seinna var stækkaður, og þar var sjóbúð, sem kölluð var Krísuvíkursjóbúð.

Herdísarvík

Herdísarvík – gamli bærinn.

Þar norður af er svo Herdísarvíkurhúsið, en þar bjó síðast Einar skáld Benediktsson, og var húsið allt eins kallað Einarshús, eða þá kennt við seinni konu hans og nefnt Hlínarhús, og voru ekki fleiri byggingar í Herdísarvíkurtúni.
Túnið var lítið og lá um klappir og lægðir, mun ekki hafa verið grasgefið, því jarðvegurinn var grunnur. Túnið var að ofan girt grjótgörðum, en skiptist um túnhliðið bak við bæinn í Vesturtún og Austurtún eða Háatún, þó lítill munur væri á hæðinni. Auk aðalhliðsins var vesturhlið og austurhlið. Fram undan túninu var svo Herdísarvíkurtjörn. Rétt innan við vesturtúngarðinn var Sauðatangi. Rétt innan við þennan tanga lágu hólmar tveir fram í tjörnina.

Herdísarvík

Vatnshólmi.

Vatnshólmi nefndist sá ytri, en hinn innri Þvottahólmi, Þvotthóll eða Brúarhólmi. Milli hólma og lands var svo Rásin og yfir hana brúin. Séra Jón Vestmann [prestur í Selvogi 1811-1843] nefnir í sóknarlýsingu sinni Varghól og Varghólsbrunn. Mun hér vera um sömu staði að ræða. Túngarðar lágu um túnið, vesturtúngarður að vestan, norðurtúngarður ofan bæjarins og austurtúngarður að austan. Skarðið var á vesturtúngarði. Bæjarhliðið var ofan bæjarins. Fjárhúshlið var rétt við útihúsin, og svo var hlið ofan Einarshúss, sem ég kalla Jöfurshlið. Þar um gekk skáldjöfurinn, er hann tók sér hressingargöngur um nágrennið.

Herd´siarvíkurtjörn

Brú og gerði í Herdísarvíkurtjörn.

Herdísarvíkurtjörn lá framan túnsins, milli þess og Kampsins, og var nefnd Tjörnin ekki síður, stundum var í henni veiði. Vestri tjarnarendinn náði nokkuð vestur fyrir túngarðsendann vestari. Rétt innan við hann var lítill tangi, er lá fram í Tjörnina, hét Sauðatangi. Þar austan við var lítið vik, og þar í tveir litlir hólmar, Vatnshólminn og hinn, sem Þvottahóll var nefndur eða Brúarhóll, en milli hólma og lands var Rásin og yfir hana brúin.
Varghólsbrunnur er nefndur í sóknarlýsingu séra Jóns Vestmanns, og þá hefur þar verið Varghóll og var í Tjörninni. Þá kom vik fram af bænum, og var þar Heimavörin, þá kom Öskuhóll, og var þangað borin askan.

Herd´siarvík

Herdísarvík – tóftir elsta bæjarins.

Þá kom Hjallhóllinn, öðru nafni Smiðjuhóllinn, og Tungan þar fyrir innan með lágu garðlagi. Austan við hana Hestaklettur, þar austan við Hestavik og upp af því Hestaviksvör og Hestahvammur. Þar austur af var Bolaklettur og þá tjarnarendinn eystri, sem lá nokkuð austur fyrir túngarðsendann eystri.
Í Vesturtúni var Nónklöpp, en bak við Skyggni var Kattatjörn, sem þraut í þurrkum á sumrum. Milli Kattatjarnar og útihúsanna var Urðin með lábörðu stórgrýti. Sýnilega hefur sjávarkampurinn forðum tíð verið þarna, því bæði grjótið í Urðinni og klettarnir, sem ganga fram í Tjörnina, er mjög lábarið.

Herdísarvík

Herdísarvík – Langsum og Þversum í Austurtúninu.

Austurtúnið var allt eins kallað Hátún. Stígurinn frá bænum að útihúsunum lá áfram austur túnið, og var þá nefndur Sjávarstígurinn, út um Austurtúngarðshliðið, sem lá alveg niður við austurtjarnarendann. Hér fyrir austan taka við Gerðin, sem voru tvö, Vestragerði og Eystragerði. Einnig var talað um Vestragerðistún og Eystragerðistún. Herdísarvíkurgerðin var líka nafn á þessu svæði. Gerðin voru umgirt miklum grjótgarði, sem kallaður var Langigarður. Hlaðinn að mestu af manni, er Arnór hét, austan frá Ási í Ytri-Hrepp. Á garðinum var svo Langagarðshlið. Garður þessi var stundum kallaður Vitlausigarður eða Langavitleysa.

Herdísarvík

Herdísarvík

Krókur myndaðist, þar sem saman komu eystri túngarður og Langigarður, þar stóð Fjárréttin nýja og er enn notuð. Niður með eystri túngarði var sjóbúð, kölluð Ólabúð, og við hana Ólabúðarbyrgi. Sjávarstígurinn lá með austurtjarnarenda niður á Kamp, en af honum lá annar stígur, Gerðisstígurinn, austur um Gerðin. Búðirnar gömlu voru rétt við stíginn, en þar eru nú rústir einar. Lítið eitt austar er lágur klapparhryggur, sem heitir Hryggur, og þar á tvær gamlar sjóbúðir, Hryggjarbúðir, og stóð önnur framar en hin, kallaðar Hryggjarbúðin fremri, sú er stóð nær sjónum, og Hryggjarbúðin efri. Austan við Hrygginn var lægð, slétt, kölluð Dalurinn. Þar var skiptivöllur. Á Dalnum var vestar Skiparéttin, þar sem skipin voru höfð milli vertíða, og Fjárréttin gamla. Má enn sjá góðar hleðslur þessara mannvirkja.

Herdísarvík

Herdísarvík – sjóbúðir.

Herdísarvíkursjóbúðir stóðu saman sunnan í hrygg, lábörðum, norðan Dalsins. Þær voru nefndar ýmsum nöfnum eftir formönnum, sem þær byggðu ár hvert. Aðeins ein er nú með þaki, en hinar vel stæðilegar. Bjarnabúð, Guðmundarbúð, kennd við Guðmund Jónsson í Nýjabæ í Krísuvík. Halldórsbúð, kennd við Halldór í Klöpp í Selvogi og var einnig nefnd Dórabúð. Guðmundarbúð var einnig kölluð Gamlabúð og þá Stórbúð. Þá var Símonarbúð og Hjálmholtsbúð og Krísuvíkurbúð önnur en sú, sem stóð heima við útihúsin. Bjarnabúð mun einhvern tíma á árum 1920 eða þar um kring hafa verið gerð að fjárhúsi og garði hlaðinn eftir búðinni endilangri, sem enn sér merki. Nú er aðeins ein þessara búða með þaki.

Herdísarvík

Herdísarvík 1940-1950.

Gerðisgarður skipti Gerðunum í tvennt, og þar á var Gerðisgarðshlið. Í Eystragerðinu voru tvö stór fjárhús. Það vestra hét Þversum og lá þvert suður-norður og hitt lengra burtu, Langsum, lá austur-vestur.

Herdísarvíkurkampur liggur milli Herdísarvíkurtjarnar og sjávar. Hann er lægstur vestur undir hrauni, og þar flæðir sjór yfir og stundum inn í Tjörn, en svo hækkar hann austur. Sjávarkampur er hann nefndur eða aðeins Kampur.
Fram undan kampinum voru í fjörunni Básar austast, þá komu Gjögrin. Þar er fjaran mjög óslétt með Gatklettinum. En vestan Gjögra, milli þeirra og Herdísarvíkurkamps, var svo Herdísarvíkurvör. Hér var allgott til lendingar skipum. Þau stóðu efst í kampinum upp undir Hryggjarbúðum. Rétt utan við vörina tók við Bótin eða Herdísarvíkurbót. Þá kom Leiran. Austarlega á henni var blindsker, sem nefndist Prettur. Þar utar kom svo Herdísarvík, þar var jafnan fiskisæld mikil og því stutt að róa að jafnaði.

Herdísarvík

Herdísarvík.

Upp af Vörinni var Herdísarvíkurnaustið. Þar voru fiskabyrgin, þar sem fiskurinn var kasaður, má þar enn sjá hleðslur. Það var einnig í eina tíð Sundtréð, en sunnan vararinnar Vararklöppin. Yfir í Básum var hlykkjótt renna, sem nefndist Skökk. Þar var oft skipum lent í lá-deyðu, en austast í Básum voru svokölluð Löngusker, en svo tók við Breiðibás með Markakletti fram í sjó og Breiðabásarkampi áðurnefndum. Á hraunbrúninni ofan Breiðabásarkamps er Hellir eða Fjárhellir, þar leitaði fé sér skjóls oft og tíðum. Á brunanum var mikið um fiskigarða. Þangað báru vermenn fiskinn úr kösunum til þurrkunar. Þeir eru sjálfsagt nokkrir kílómetrar að lengd, ef mældir væru, því þeir eru bæði ofan og neðan vegarins. Þarna gefur einnig að líta gömlu alfaraleiðina, hestaslóð aldanna, fjölfarin fram um 1950. Austur undir landamerkjum stóð í eina tíð Sundvarðan eystri. Þegar sundvörðuna á kampinum og þessa bar saman, þá var rétt tekin leiðin inn í Vörina.

Herdísarvík

Hlínargarður.

Í klöppunum ofan húshliðsins, Jöfurshlið, var í hrauninu Kátsgjóta. Frá aðaltúngarðshliðinu lá Kýrgatan eða Kúavegur. Miðja vegu milli túns og fjalls var Kýrvarðan eða Kúavarðan. Út og upp frá Vesturtúngarði var gjóta með vatni í, kölluð Hvolpatjörn. Þegar komið var út úr Vesturtúngarðshliði, var á hægri hönd svokallaður Nýigarður, matjurtargarður. En stígurinn nefndist Brunnastígur, þegar hér var komið. Hér voru tjarnir út frá vesturenda Herdísarvíkurtjarnar, og nefndust þær Brunnar. Yfir þá lágu Stiklurnar, sem einnig nefnast Steinbogi. Vestan úr hrauninu lá Langitangi út í Brunna. Úr Herdísarvík liggur Brunnrásin inn í Brunna. Í stórstraumi og við sjávarflóð mikil flæðir sjór hér inn, og hækkar þá vatns- eða sjávarborðið í Herdísarvíkurtjörn að miklum mun, samanber flóðið mikla 25. febrúar 1925.

Herdísarvík

Herdísarvík – yngri bærinn.

Rétt sunnan við Brunna eru fjárborgirnar tvær, nefnast Borgin efri og Borgin neðri. Kartöflugarðar voru í Borgunum og nefndust Borgagarðar. Á klöppum rétt utar var svo varða, eyktamark, Hádegisvarða, einnig nefnd Sundvarða. Þá var rétt tekin stefna í Vörina, þegar skutur skips sneri í vörðu þessa, en stafn í Sundvörðuna á kampinum upp af Vörinni.
Nú taka við gjögur mikil og klappir, en ofan við eru Flatirnar allt út á Alboga, þar um liggja fjárgöturnar, sem líka voru Selsgötur til Herdísarvíkursels í Seljabót. Frá Alboga beygir ströndin til vesturs, og nefnist þar Háaberg.

Herdísarvíkurbjarg

Herdísarvíkurbjarg.

Spölkorn vestan Alboga er Háabergsgjóta, mikið gjögur, þar sem sjórinn spýtist upp í stórbrimi, líkt og gos úr hver. Háaberg er eggslétt hraunklöpp, en uppi á klöppinni liggja víða gríðarstórir steinar, sem brimið hefur brotið úr berginu og velt upp á klappirnar. Í norðvestur og upp frá Alboga eru Langhólar, Langhóll fremri og Langhóll efri.
Á Alboga beygir ströndin til Háabergs. Ofanvert við það er djúp gjóta, Háabergsgjóta. Eftir berginu eru Háabergsflatir allt vestur í Seljabót. Á Seljabót eru landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krísuvíkur og sýslumörk milli Gullbringusýslu og Árnessýslu. Seljabótarnef er staður þessi nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar, og þarna rétt hjá er hellir, Seljabótarhellir. Þá er þess að geta, að í máldaga Strandarkirkju má finna nafnið Selstaður, og hygg ég þar sé átt við þennan stað.

Herdísarvík

Herdísarvík – túngarður.

Norðvestur og upp frá Alboga eru Langhólar, Langhóll fremri og Langhóll efri. Þá er Hvíthóll upp af Háabergi. Gamlivegur er götuslóði, er liggur upp frá Seljabót, upp undir austurhorn Geitahlíðar. Milli Kolhrauns og Seljabótarbruna, en yfir suðurenda þess, liggur landamerkjalínan.
Selvegur er slóði, sem liggur út af Gamlavegi upp undir Löngubrekkum, sem eru nokkrir hraunhryggir uppi í hrauninu. Austur með Selvegi er Selhóll og Selhólsbruni. Þá eru Ingimundarhæðir ofanvert við Selhól og þá Hrísbrekkur þar enn ofar og skiptast í Litlu-Hrísbrekku og Stóru-Hrísbrekku.

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.
Herdísarvíkurhraun eru mikil og ná ofan frá fjalli allt niður að sjó, og er rétt að deila þeim nokkuð. Herdísarvíkurhraunið eldra er klapparhraun og er fornt mjög. Herdísarvíkurhraunið yngra er það hraun, sem runnið hefur fram vestan Lyngskjaldar, og Herdísarvíkurbruni, sem liggur austan bæjarins og hefur runnið ofan um Mosaskarð í sjó fram. Þar eru fiskigarðarnir. Herdísarvíkurfjall rís hátt yfir hraunbreiðuna með bröttum skriðum og ókleifum hömrum ofan þeirra.

Herdísarvík

Herdísarvíkurgata til austurs.

Lyngskjöldur er vestast í fjallinu, en hann er nefndur Skjöldur í gömlum landamerkjalýsingum. Þá er Fálkageiri, gróðurtunga í skriðunum, og Fálkahamar. Þar er og Fálkageiraskarðsstígur; Fálkagil er nafn, sem finna má á landakortum. Breiðigeiri er austar í fjallsbrekkunum. Grænaflöt liggur undir fjallsrótunum, og upp af henni er Grænuflatarskarð, og liggur fjárgata um skarðið. Herdísarvíkurfjallsskriður liggja þar austar allt að Mosaskarði. Þar upp af er Bæjarhamar, og ofan brúna er Geldingatorfa. Þá kemur Klaufhamar og austar Sundhamar. Þar eru bryggjur, sem fé fór eftir, og lenti þá oft í sjálf-heldu. Stallar voru þessar bryggjur kallaðar. Varð oft að síga þar eftir fénu. Brúnir voru Herdísarvíkurfjallsbrúnir nefndar. Mosaskarð var austan fjallsins með Mosaskarðsstíg. Þar rann fé niður, er fjallið var smalað. Austast í Mosaskarði var svo Hamragerði, þar um lá landamerkjalínan úr Breiðabás. Svörtubjörg kölluðu útróðrarmenn fjallið af sjó, var þangað oft dimmt að líta.

Herdísarvíkurvegir

Herdísarvíkurvegir. ÓSÁ

Eru þá nefnd örnefni þau, sem Herdísarvík tilheyra, nema uppi á fjallinu, en þau heyra undir afrétt og verða þar talin.
Svartbaksklettur er klettur í fjöru við Alboga. Fálkageiraskarð er skarðið, sem stígurinn liggur um.
Herdísarvík liggur við sjó, vestust allra jarða Árnessýslu.
Vesturmörk Herdísarvíkur eru þessi: Seljabótarnef í Seljabót við Seljabótarhelli. Þar eru hreppamörk Selvogshrepps og Grindavíkurhrepps, landamerki Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, sýslumörk Árnessýslu og Gullbringusýslu. Þaðan liggur landa-merkjalínan upp flatt klapparhraun upp um Herdísarvíkurhraun vestra í Sýslustein, rétt ofan vegarins. Þaðan í Lyngskjöld eða Skjöld, lyngvaxna brekku, bratta og umflotna hraunum á báðar hendur. Þaðan um Sandfellið neðra og Sandfellið efra og þaðan í Eldborg, fagurgerðan gíg, þaðan í Kistufell, sem einnig er gígur mikill og sérkennilegur, þaðan um Draugahlíðar vesturenda þeirra, í Kóngsfellið, Litla-, eldvarp, sem snýr útrennslisdyrum til suðausturs.

Herdísarvík

Herdísarvík – markasteinn.

Að austan eru landamerkin sem hér segir: Merkisteinn í fjöru, þaðan um mikinn malarkamp, sem nefnist Breiðibás eða Breiðabásarkampur, upp um Herdísar-víkurhraunið eystra upp í Mosaskarð, um svonefnt Hamraskarð, þaðan upp um Mosaskarðsbrúnir, þaðan um Vesturása og síðan, sem leið liggur, í Litla-Kóngsfell.
Eru þá talin örnefni þau, sem tilheyra Herdísarvíkurlandi eftir því, sem mér hefur tjáð það fólk, sem bezt mátti vita, Ólafur Þorvaldsson, er bjó í Herdísarvík á árunum 1928 til 1934.“

-Gísli Sigurðsson skráði.

Herdísarvík

Herdísarvík – uppdráttur gefinn af FERLIR.

Kerlingarskarð

Ætlunin var að feta Selvogsgötuna (Suðurfararveg) um Kerlingarskarð og skoða mögulegar leiðir námumanna inn í Námuhvamm í Brennisteinsfjöllum á árunum 1883-1885.
Brennisteinsvinnsla var Kerlingarskardtekin upp á svæðinu á þessum tíma í framhaldi af endalokum Krýsuvíkurnámanna 1880. Bretar þeir er þar voru við stjórn undir handleiðslu Patersons ákváðu að reyna Fjöllin til þrautar, en torleiðið reyndist þeim fjötur um fót. Allar minjar brennisteinsnámsins í Fjöllunum (en svo voru þau nefnd fram að vinnslunni) eru frá þessum tveimur árum. FERLIR hefur um áratug reynt að staðsetja götur inn í námurnar ofan Skarða með takmörkuðum árangri. Þó má, ef vel er að gáð, bæði sjá götukaflann upp með sunnanverðum Kerlingarhnúk, kafla milli Draugahlíða og Kerlingahnúks (-a), upp ás að Lönguhlíðarfjallstjörn og síðan á ská til suðurs áleiðis að Námuhvammi.

Brennisteinsnamur

Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Krýsuvík segir m.a.: „Eftir lægð norðan Draugahlíðar liggur Námastígurinn stígur sem liggur af Grindaskarðavegi [hér eru Skörðin sögð vera fleiri en eitt] í vestur um ónafngreinda staði, utan hvað hann liggur hjá Lönguhlíðarfjallstjörn, sem er lítið vatnsstæði og þrýtur þar aldrei vatn. Stígurinn liggur niður í Námahvamm sem er fallegur hvammur snýr móti suðri. Austast um hvamminn rennur lítill lækur Námahvammslækur. Á bala í hvamminum sér enn rúst Námamannaskálans. Á brún þessa hvamms eru Námahvammshverirnir, allmargar volgrur með svolitlu rennsli. Neðar eru svo Brennisteinsnámurnar, í hraunkvosum og má enn sjá nokkurt magn brennisteins, sem ekki hefur verið fluttur til Hafnarfjarðar. Gjallhaugar eru hér miklir frá námunum.“
Konráð Bjarnason 1993 lýsir Suðurfararveginum milli Selvogs og Hafnarfjarðar: „Vestan við apalhrauntunguna lá vegurinn upp á Kerlingarskarð í allsnörpum halla, vel ruddur á tímum lestarferðanna sem og vegurinn yfir nefnda hrauntungu. Þá verður að taka fram að girðing sú sem títt er nefnd í nútíma var enn í þekkt á tímum lestarferðanna því hún var uppsett vegna mæðiveikivarna á stríðsáratugnum.

Brennisteinsnamur-2

Þá verður að minnast þess að hér skárust saman í sömu uppgöngu á Kerlingarskarð, Eystri leið eftir Katlahrauni og Vestri leið upp Selsstíg frá Herdísarvík og Stakkavík. En rétt áður en við beygðum upp á Skarðið blöstu við á vinstri hönd Draugahlíð og framhjá þeim í vestur sér til Eldborgar. En nær nefndri hlíð er að finna leifar af brennisteinsvinnslu Breta á púðurskots- og hernaðarárum þeirra.
Þegar lest okkar er komin á norðurbrún Grindarskarða rétt ofan við Kerlingarskarð blasir við augum víð og fögur sýn allt til þéttbýliskjarna á strönd hins fagurbláa Faxaflóa og til Akrafjalls og Esju í norðri, nær okkur Helgafell og Húsfell. Og enn nær okkur hið mikla helluhraun sem verður illþyrmislega úfið neðan undir Kerlingarskarði.
DraugahlidargigurÞað er í fyrsta sinn sem nú við 12 ára aldur lít augum hina kvöldfögru strandbyggð Faxaflóans og óraði ekki fyrir því að þar myndi um hálfraraldar skeið æfi minnar renna. Á háskarði höfðum við verið um 5 klukkustundir á ferð úr heimabyggð.
Fyrir niðurgöngu Kerlingarskarðs er litið eftir klyfburði á hestum og gjarðir enn hertar. Við niðurgöngu var sýnt að gatan var vel valin í sveigum og nú vel rudd og vel tókst hinum vönu burðarhestum að spyrna framfótum sínum til móts við aðstæður. Lestinni farnaðist því vel niður aðalbrattann.“
Ólafur Þorvaldsson segir í Árbók Hins íslenska fornleifafélags eftirfarandi um brennisteinsnámið í Fjöllunum: „Austur af Stórkonugjá skammt fyrir norðan veginn er Kóngsfell. Þar koma saman lönd Gullbringusýslu og Árnessýslu.
Þegar komið er austur af Brennisteinsnamur-3fjallshryggnum er komið að afarstórri hraunbreiðu. Tvær vörður eru þar við götuna og skiptast þar leiðir, liggur austasta leið til Selvogs, miðleiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur, ens ú þriðja, sem nú er sjaldan farin, liggur til Brennisteinsfjalla suðurmeð Draugahlíð. Var það leið þeirra manna sem brennisteinsnám stunduðu í Brennisteinsfjöllum þegar þeir fóru um helgar til Hafnarfjarðar, því að flestir af þeim áttu þar heima, en mest var þessi leið farin af þeim sem fluttu brennisteininn til Hafnarfjarðar, og var hann fluttur á klökkum. Hafnfirðingum, sem hesta áttu, svo og bændum þar í grennd, var að einhverju leyti gefinn kostur á þessum flutningum og skyldu þeir fá eina krónu á hestburðinn í flutningsgjald. Ferðin mun hafa tekið 12-14 klst. Eitthvað mun þessu hafa verið sinnt, þrátt fyrir þetta lága gjald, sem að lokum reyndist samr félaginu ofvaxið. Þetta var á síðari hluta nítjándu aldar.“
Brennisteinsnamur-4Eftir að hafa skoðað námurnar var gengið til baka um
eðlilegan framangreindan ofanlegg á sunnanverðum Draugahlíðum frá Námuhvammi. Leiðin er mjög greiðfær, en nokkru lengi en ef farið væri beint upp úr Námuhvammi og inn með vestanverðum Drauga-hlíðum. Ekki markar fyrir götu á þessum kafla, en horfa verður til þess að námutímabilið í Brennisteinsfjöllum varði einungis í örfá misseri á árunum 1883 til 1885, líklega þó bara í eitt og hálft ár í mesta lagi. Umrótið í námunum sem og lítil ummerki að öðru leyti gefa það a.m.k. til kynna.
Á göngunni upp með austanverðum Draugahlíðum var gengið fram á eina vörðu á lágum hraunhól í stefnu til austurs af Draugahlíðargíg (Bláfeldi). Varðan vakti upp þá vitund að varla hafi gefist tími til vörðugerðar á framangreindum leiðum inn í námurnar nema á lykilsstöðum, s.s. við Lönguhlíðarfjallstjörn (sumir hafa nefnt hana Kerlingarpoll). Leiðirnar, hvort sem farið er neðan Draugahlíðar, eru mjög greiðfærar bæði hestum og mönnum.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir:
-Kornráð Bjarnason, Suðurfararvegur, Selvogi 1993.
-Ólafur Þorvaldsson, Árbók fornleifafélagsins 1943-48, Grindaskarðsvegur (Selvogsleið), bls. 98-99.

Námuhvammur

Tóft í Námuhvammi.

Herdísavíkursel

Sel ofan Selvogs. Byggt á Fornleifaskráningu Hildar Gestsdóttur og Orra Vésteinssonar um sel í Selvogi.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

Um Herdísarvíkursel segir: “Á Seljabót er landa- og sýslumörk. Landamörk milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur og sýslumörk milli Gullbringu- og Árnessýslu. Seljabótanef er þessi staður nefndur. Þarna má sjá selrústir gamlar…” [Tóftirnar eru undir sunnanverðum hraunkantinum ofan Seljabótar, skammt austan sýslugirðingarinnar. Vatnsstæðið er skammt vestar, í krika svo til alveg við girðinguna. Í Seljabótinni má sjá hlaðið gerði og skammt ofan hennar var selshellir, sem nú er að mestu fylltur af sandi].

Eimuból

Stekkur í Eimubóli.

Fyrir norðan Vörðufell er Eimuból, alveg við mörkin. Þar eru hellar með húsveggjum. [Eimuból er greinilega mjög gömul selstöð. Bæði er tóft á bakka gróins jarðfalls sem og í jarðfallinu sjálfu. Inn úr því er fjárskjól með allnokkrum hleðslum í].
Austan við Strandarhæð eru miklar lægðir, kallaðar Djúpudalir, og tilheyra Útvogi. Norðaustur af þeim er Þorkelsgerðisból eða –sel. Við Þorkelsgerðissel er Skyrhóll, hellisskúti, þar sem skyrið átti að hafa verið geymt. [Margar tóftir eru í Þorkelsgerðisseli].

Vogsósasel

Vogsósastekkur (heimasel).

Ekki er getið heimilda um Sel frá Vogsósum, en Þórarinn Snorrason sýndi ritgerðarhöfundi það árið 2000. Það sem skammt austan við þjóðveginn, sunnan fjárgirðingarinnar upp frá réttinni, ofan við svonefnda Grænudali. Þar er tóft á hæðinni. Á hæðinni er varða. Seldalur heitir gróin lægð norðan selsins. Vestan hæðarinnar, handan þjóðvegarins, á hól eru þrjár fjárborgir (Borgirnar þrjár). Borgirnar  gætu að hluta verið leifar nýrra heimasels frá Vogsósum, enda bærinn aldagamall – þjónaði m.a. sem prestssetur Selvogsbúa um tíma. Verður því að telja líklegt að þá hafi verið vel búið að Vogsósum.

Ólafarsel

Ólafarsel.

Í örnefnalýsingu fyrir Selvog, er m.a. fjallað um Ólafarsel. Þar segir m.a.: “ Í örnefnalýsingu fyrir Ölfuss má m.a. sjá eftirfarandi: Ólafarsel er austan og sunnan við Vörðufell í Vörðufellshrauni. Í því er hiti og rýkur úr hólnum. Framan í hrauninu er Ólafarsel, er enn sér fyrir. Það tilheyrði um tíma Eimu.
Ekki er getið um heimildir fyrir sel frá Strönd, þeirri stóru jörð. Selsins undir suðausturhorni Svörtubjarga er heldur hvergi getið og gæti það verið ástæðan. Þar er nokkuð stórt sel með lambastekk, fjárskjóli í helli og vatnsbóli í skúta.
Í heimildum um Nessel segir: “Spölkorn fyrir ofan Kvennagönguhóla eru aðrir hraunhólar og kringum þá grösugar flatir. Þarna var Nessel, og sést enn fyrir tóftum þess. Selið er innan sandgræðslugirðingarinnar. Nú hafa verið reist fjárhús á móti selinu”.

Nessel

Nessel.

[Nessel er nú vel gróið. Tóftir eru í selinu og gróið jarðfall. Líklegt er að reft hafi verið yfir það því það er hálffullt].
Litlalandssel er “uppi á fjallinu, ofan Lyngbrekkna og Grislingahlíðar, er hraun austur frá Búrfelli. Það heitir Litlalandshraun. Í því austarlega er Litlalandssel, í stefnu frá Búrfelli á Kerlingarberg. [Selið er utan í grónum hraunhól í hrauninu. Hóllinn er holur innan og á honum dyr. Annars er vel gróið í kringum selið].

Bjarnastaðaból

Bjarnastaðaból.

Um Bjarnstaðasel segir: “Norður eða norðvestur af Klöppinni Fótalaus í Neslandi er Bjarnastaðaból eða –sel. Uppi í heiðinni voru sel eða ból frá flestum bæjum”. [Þrjár hjáleigur voru frá Bjarnastöðum og ber selið þess merki. Margar tóftir eru þar og greinilega verið haft í seli frá fleiri en einum bæ. Þar er og að finna a.m.k. tvo stekki].
Ekki er getið heimilda um sel frá Breiðabólstað, en það er í Krossfjöllum. Ekki heldur er getið heimilda um sel frá Götu, en ekki er ólíklegt að Gata og Eima hafi annað hvort haft saman í seli eða í nálægð.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel.

Hlíðarendasel er “á miðri leið fá Búrfelli inn að Geitafelli, í stefnu af Búrfelli á Hrútagil. [Selið er ofarlega í grónu hrauninu og gengur Ólafsskarðsvegur um það mitt. Þrjár tóftir eru í því auk stekkjar á hraunhól].
Skammt austar er Litlalandssel; þrjár tóftir og stekkur í kringum hraunsskúta.
Ekki er getið heimilda um sel frá Vindheimum (Vindási), en grónar tóftir selsins má sjá vestan við Eimuból [Kristófer Bjarnason]. Vindásselið er gróinn upphækkaður hóll svo telja má að þarf hafi verið selsstaða um alllangt skeið; endurgerð ítrekað.

Bjarnastaðasel

Bjarnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.