Tag Archive for: Reykjanes

Staðarvör

Guðsteinn Einarsson lýsir Grindavíkurfjörum „Frá Valahnúk til Seljabótar“ í bókinni „Frá Suðurnesjum“ árið 1960. Hér á eftir fer frásögnin í þremur köflum:

valahnukur-139

„Það mun rétt, að fróðlegt sé að halda við örnefnum, nú þegar þeir umbrotatímar eru með þjóðinni, að mjög fækkar því fólki, sem stundar starf úti í sjálfri náttúrunni, svo sem smalamennsku, göngu á reka o.fl. – Við þessi störf voru örnefnin nauðsynleg, svo sem hvar kind hefði tapast, hvar fundist hefði reki, sem þyrfti að bjarga undan sjó o.s.frv.
Það sem jög fækkar fólki við þessi störf og þau að verða sem aukaatriði í afkomu fólksins, má og gera ráð fyrir, aðverulegur partur örnefnanna gleymist fljótlega, nema reynt sé að skrásetja þau, áður en til gleymsku kemur.
Vegna þess vil ég nú gera tilraun að því að taka upp öll örnefni, sem þekkt eru í fjörum og meðfram sjó fyrir Grindavíkurlandi. Þetta er löng leið, utan af Reykjanestá og alla leið austur að Selvogi eða að landi Herdísarvíkur, sennilega 70-80 km leið öll strandlengjan. Vitanlega væri það fljótlegast að byrja á öðrum hvorum endanum og þylja svo nöfnin eftir röð til austurs eða vesturs. En svo vill til að einmitt þessi strönd á sér mikla sögu, sem má og telja þess virði, að ekki falli alveg í gleymsku. Frá því er siglingar hófust til landsins, mun það vera ein fjölfarnasta skipaleið meðfram þessari strönd, og „í Húllið er allra vegur“, segir í vísunni, en það. Húllið, er sundið milli Eldeyjar og Reykjaness.
Strönd meðfarm svo fjölfarinni siglingaleið hlýtur því að eiga mikla sögu, þar sem örlög hafa oft og tíðum ráðist á skömmum tíma, örlög, sem ekki aðeins hafa snert okkur hér á ströndinni, heldur hafa náð langt út í heim og í aðrar heimsálfur.
Vegna þessa mun ég því reyna, um leið og ég tel upp örnefnin, að geta þeirra atburða, skipstranda eða björgunar, sem bundin eru við örnefni og gerst hafa síðustu 60-70 árin.
Valahnuksmalir-139Þegar ég byrja á örnefnum, tel ég eðlilegast að byrja á landmerkjum milli Hafna og Grindavíkur eða jarðanna Kalmanstjarnar og Staðar í Grindavík. Ekki eru sjálf merkin milli jarðanna ágreiningslaus, því máldagar munu fyrir, að þau séu á þremur stöðum, í Valahnúksmöl, austast, vestast og í miðja möl. Án þess að slá nokkru föstu um landamerki ætla ég að byrja við Valahnúkinn – sem óumdeilanlega mun vera í Kalmanstjarnar-landi, en það er örnefni, sem sker sig úr umhverfinu.
Valahnúksmöl er þá fyrsta örnefnið í Grindavíkurlandi. Frá henni taka við básar og hleinar. Í aðalbásnum, rétt austan við mölina, varð eitt af stærstu sjóslysum, sem orðið hafa á þessum slóðum, þegar olíuskipið „Clam“ strandaði þar og 27 menn drukknuðu. Þetta mun vera með hörmulegri slysum, sem orðið hafa, þannig, að menn þessir fórust allir vegna hreinna mistaka. Eitthvert ofboð hlýtur að hafa gripið skipshöfnina, eftir að skipið hafði strandað. Vitanlega gengu þarna stórir sjóir á skipið, svo það hefir sennilega látið illa meðan það var að festast í fjörunni, og þá var gripið til þess ráðs að setja út björgunarbáta. Það mun og hafa aukið slysið, að smá-var var undir síðunni andmegin, og fyrir það komust fleiri menn í bátana. En þegar aðeins nokkra metra var komið frá síðunni, náðu holskeflurnar þeim og veltu um á augabragði. Meðan skipið var að stranda, hafði verið dælt miklu af jarðolíu í sjóinn; hún myndar húð á sjónum, ekki ólíka tjöru. Þegar svo mennirnir lentu þarna í sjónum bæði í brimgarðinn og olíubrákina var ekki að undra, þó illa færi. Ekki voru nema 20-30 m í land, en alls staðar klettar í landtökunni. Þrátt fyrir allar þessar aðstæður skolaði þremur mönnum lifandi upp í klappirnar, og var þeim öllum bjargað. Bátarnir höfðu verið settir á flot, áður en björgunarsveitin héðan úr Grindavík kom á vettvang, svo þá var þetta allt um garð gengið. 

Reykjanes-239

Það voru 24 menn eftir í skipinu, þegar björgunarsveitin kom, og var þeim öllum bjargað, við einhverja bestu aðstöðu, sem sveitin hefir nokkru sinni haft, þar sem skipið lá undir kletti, álíka háum og skipið sjálft og rúmlega 20 m á milli. Þegar búið var að koma línusambandi á milli skips og lands, voru skipverjar dregnir í land hátt fyrir ofan sjó, svo enginn þeirra vöknaði í fót, hvað þá meira. Skipshöfnin var sögð 54 manns, og réttur helmingur af hvorum, Bretum og Kínverjum. Það var og talið, að um helmingur af hvorum hefði farist, svo ekki virtist þá orðinn mikill munur á kynþáttunum, þegar í þetta óefni var komið. Sama ofboðið eða hræðslan getur gripið jafnt, hvort maðurinn er hvítur eða gulur á litinn. Það sýndi sig og við að fara um vistarverur skipshafnarinnar að hugaðarefnin voru svipuð hjá báðum litunum; víðast hvar var mikið af fjölskyldumyndum, ýmist uppstillt eða í geymslum, myndir af konum og börnum og heilum fjölskyldum.
Það sýndi sig allt á eftir, hversu hörmulega hafði tiltekist hjá skipshöfninni, að ryðjast í bátskeljarnar úr hina stóra skipi, einu hina stærsta, sem strandað hefir hér við land, um 10 þúsund tonn, því það stóð að mestu óhaggað í fjörunni fram á næsta haust.
Austan við hleinarnar kemur Blásíðubás. Það er klettabogi undir stórgrýtiskampi undir klettunum. Uppi á klettunum stendur viti, kallaður Litli viti, og mun þar staðsettur, vegna þess að stóri vitinn á Reykjanesi er í hvarfi við Skálafellið á kafla nokkuð austur í Grindavíkursjó. Í Blásíðubás er vitað, að þrisvar hafa skipshafnir lent og bjargast þar á síðustu stundur frá því að lenda í Reykjanesröst og sogast þannig til hafs, út í stórsjó, og þá vafasamt um björgun.
Litliviti-139Fyrst hinn 24 mars 1916 lenti bátur þar með 11 manna áhöfn, formaður var Einar Einarsson frá Merki í Grindavík. Áhöfnin bjargaðist í land, en báturinn brotnaði að heita mátti í spón í lendingunni. Umgetinn mánaðardagur er mjög minnisstæður öllum eldri Grindvíkingum, vegna þess að þann dag urðu hinir mestu hrakningar, sem vitað er um í sjóferðasögu Grindavíkur; aðeins einn bátur af 26 náði sinni lendingu; hina hrakti alla, svo að þeir lentu þar sem þá bar að landi, með því að áhafnir, með þeim tækjum, sem þá voru árar og segl, réðu ekki við neitt. Upp úr hádegi þennan dag, þegar allir bátar voru í veiðifærum sínum á miðunum, skall á, að heita mátti allt í einu, norðanveður, sem nú mundi talið 10-12 vindstig. Umgetinn bátur, sem lenti í Blásíðubás, var sá utasti, sem lenti á Reykjanesinu, en þeir bátar, sem ekki náðu landi á Nesinu höfðu þá jafnframt tapað öllum skilyrðum til að ná landi, og þeir voru fjórir, bátarnir úr Grindavík, sem þannig fór með þannan dag, að þeir náðu ekki Reykjanestá og hrakti því undan sjó og vindi til hafs.
Hamingjan var hliðholl Grindavík þennan dag, því í þessu veðri urðu engir mannskaðar, og var það allt að þakka því að s.a. af Reykjanesinu, seinni part hins eftirminnilega dags, var staddur kútter Ester frá Reykjavík, einmitt á þeim tíma, sem hina fjóra báta tók að hrekja beint til hafs, eftir að þeir höfðu ekki náð Reykjanestánni. Skip þetta mun haaf verið að fara til lands með fullfermi af afla, en hikað við að leggja á „Húllið“ og fá hið mikla norðanveður beint á móti, þegar komið væri fyrir Reykjanesið. Þrátt fyrir að skipið hafi verið hlaðið, bjargaði það öllum af þeim fjórum bátum, sem þarna var að hrekja til hafs, það er um 40 mannslífum, sem um var að ræða. Það segir sig sjálft, hver aðstaða hefir verið að taka á móti svona stórum hóp manna um borð ís kip, sem var innan við 100 tonn að stærð og fullhlaðið. En þegar einbeitur vilji ásamt framsýni er til framkvæmda, er oft hægt að gera það sem lítt sýnist framkvæmanlegt. En þetta heppnaðist allt hjá skipstjóra og skipshöfn á kútter Ester hinn eftirminnilega dag, og þeir skiluðu heilu og höldnu hinum fjórum skipshöfnum, eftir að hafa annast allan hópinn í þrjá daga.
Þetta mun með mestu björgunarafrekum, sem unni hafa verið við strendur landsins. Það er staðreynd, að þegar taka þarf skjótar og mikilsverðar ákvarðanir um borð í skipi, er allt undir skipstjóranum komið, að hann sé nógu úrræðagóður. Maður sá, sem þarna stjórnaði, var Guðbjartur Ólafsson, sem lengi hefir verið forseti Slysavarnarfélags Íslands, en Grindvíkingar telja þar vera réttan mann á réttum stað.
ESkemmur-139kkert örnefni er svo fyrr en kemur á s.a. horn Reykjanessins. Það er klettagjögur, sem heitir Skarfasetur, þá beygir ströndin inn á svo kallaðar Víkur. Skemmur heita klettarnir frá Skarfasetri og þar til þeir lenda í malarbás. Í Skemmum eru hellar og skútar nokkrir, þar sem sjórinn hefir skolað mýrki bergtegund á burtu, en þær harðari standa eftir. Það eru oft þungar drunur, þegar úthafsaldan sogast um skútana.
Malarbás sá, er byrjar við skemmurnar, heitir Básinn. Þar strandaði vélskipið Búðaklettur frá Hafnarfirði hinn 23. desember 1943 eða 44, í s.a. stórviðri og vitanlega veltubrimi. Með skipinu voru, auk skipshafnar, tveir farþegar. Brimið mun hafa skolað skipinu alveg upp í fjöru, því allir mennirnir komust úr því og niður í fjöruna, skömmu eftir að það strandaði, En svo slysalega tókst til, að sjórinn náði báðum farþegunum, og fórust þeir þar, en hinir björguðust. Daginn eftir var skipið brotið í parta, og þannig hefir það verið með þau skip, sem strandað hafa að utanverðu á Reykjanesinu, að hin þunga alda hefir sundrað þeim fljótlega.
Þá tekur við Krossavíkurberg, sem ég hefi heyrt einnig kallað Rafnskelsstaðaberg, en geri ráð fyrir að fyrra nafnið sé rétt. Þetta er nokkuð mishátt berg, 10-40 m á hæð, en hægt að ganga undir því alltaf á fjörum þegar lítið er í sjó. Undir þessu  bergi lenti til botns einn bátur hinn umtalaða dag, 24. mars, með 10 eða 11 manna áhöfn; formaður á honum var Ívar Magnússon frá Görðum í Grindavík. Sumir af skipshöfninni töldu, að Kristján Jónsson frá Eri-Grund hefði sennilega bjargað allri skipshöfninni með því að halda skipinu föstu í klettunum, meðan skipshöfnin var að komast úr því, og það síðan dregist út og brotnað. Þetta kom þó skipshöfninni ekki ssman um, og töldu sumir þeirra það fjas eitt. Eitt er það í minni manna hér, frá því er skipshöfn þessi var laus úr sjónum og komin upp í urðina undir berginu, sem sýnir þess tíma hugsunarhátt. Einn af skipshöfninni, sá hét Bárður Jónsson, var orðinn nokkuð fullorðinn og hafði það að aukastarfi að hirða gemlinga sem húsbjóndi hans, Dagbjartur Einarsson, átti. Er Bárður leit upp eftir berginu og sá hvergi upp af brúninni fyrir bylkafaldi, átti hann að hafa sagt: „Seint verður það, sem þeir fá gjöfina sína í kvöld, gemlingarnir hans Dagbjartar“.

jon baldvinsson-139

Þarna undir Krossavíkurberginu, þar sem það er farið að lækka að innanverðu, skeði og það hrapallega slysa, að togarinn Jón Baldvinsson strandaði þar. Sem betur fór, varð þó mannbjörg þarna, enda sæmilega góð aðstaða, sem alltaf telst vera, þegar hægt er að festa dráttartaugina í landi á heldur hærri stað en hið strandaða skip er. Togarinn brotnaði ekki strax, en þá skeði annað, sem sýnir best þunga og afl öldunnar á þessum slóðum. Hann fór bara á hvolf, þannig að kjölurinn vissi beint upp í loftið.
Þá taka við Krossvíkur, fyrst mölin, þar lenti til brots hinn 24. mars bátur með sex mönnum; formaður á honum var Magnús Guðmundsson frá Akraból. Áhöfnin bjargaðist, en báturinn brotnaði í spón.
Krossvíkurbásar eru að norðan – innan – við Mölina. Í berghlein innst á básunum rak upp hinn 14. apríl 1926 vélbátinn Öðling frá Eyrarbakka, um 12 tonn að stærð. Talsvert varð utan um þetta rek bátsins, vegna þess að upp úr hádegi greindan dags sást báturinn á reki framundan Staðarmölum og var á tímabili gert ráð fyrir, að hann ræki þar upp. Hann hafði flagg uppi í afturmastri og lá alltaf eins í sjónum, „hálsaði“ hverja öldu svo fallega, að sjánlega kom varla dropi á dekk. Vegna flaggsins, sem hann hafði uppi, var búist við því, að menn væri um borð og því sendur mannafli á fjöruna til að reyna að bjarga, ef með þyrfti. Báturinn slapp fyrir Staðarmalir og rak svo vestur yfir Víkurnar. Um leið og sent var á fjörurnar, var og sendur maður í síma, sem þá var á einum stað éi hreppnum, í Járngerðarstaðahverfinu. Ekki fékkst vitneskja um bátinn fyrr en kl. 5 að kvöldi þessa dags. Þá fréttist lokksins, að báturinn mundi vera frá Eyrarbakka og mannlaus, með því daginn áður hafði snögglega gengið í mikið austanveður, svo tveir bátar þaðan höfðu orðið að snúa frá lendingu, en úti fyrir hafði og útfallið verið svo slæmt, að þeir höfðu leitað til togara, sem var grunnt á Selvogsbankanum. Höfðu þeir bjargað áhöfnunum, en ekki getað ráðið við að bjarga bátunum. Þá var og vitað að í öllum flýtinum við að komast um borð í togarann hafði gleymst að draga niður fánann á Öðling.
haleyjar-toft-139Að fengnum þessum upplýsingum sneri sendimaður til baka, og þegar út í Staðarhverfi kom, varð hann að halda áfram út í Víkur, því þar var hópur manna að bíða eftir að taka á móti bátnum, og reyndust þeir vera komnir alla leið á Krossvíkur. Þar var og báturinn fram undan og kominn fast að brimgarðinum, en lá alltaf jafn fallega, hálsaði hvern sjó. En svo kom sá aflmesti fyrir Öðling og sá stærsti og tók sig upp utar en aðrir. Öðlingur tók hann jafn fallega og hina, en náði ekki upp í toppinn á sjónum, áður en hann féll, heldur lenti í lykkjunni á sjónum, sem velti honum eins og kefli alla leið til lands, ca. 400-500 metra, og að síðustu skellti honum á réttum kili niður á klapparsyllu, svo hátt uppi, að hann hreyfðist ekki meira.
Það þótti og merkilegt, að þegar farið var að skoða ofan í bátinn, sem var eftir litla stund, kom í ljós, að enginn sjór var í lúkarnum og fatnaður og veiðarfæri í lúkar allt þurrt. Virðist hafa fengið svo fljótar veltur, að enginn sjór fór í hann.
Þá tekur við Háleyjaberg, 10-20 m hátt, með stórgrýttri möl undir. Í þeirri möl rak lík þess óþekkta sjómanns, sem jarðaður er í Fossvogskirkjugarði undir minnismerkinu.
Háleyjar eru næst, og er talinn merkisstaður, kannske mest fyrir það, að þar voru talin góð fiskiið fram undan, í þá daga, sem eingöngu voru notuð handfæri, sbr. vísupartinn: „…á Háleyjum er hugurinn Hafnaformannanna“. En í landi er það og sérstakt, að þar er eini staðurinn, sem heitið geti að lendandi sé á, frá Grindavík og út á Reykjanes. Þó er þarna ekki lendandi nema í góðu verði og tiltölulega öldulitlum sjó.
Haleyjahlein-139Þarna mun hafa verið eitthvert útræði, því tóftarbrot er þar á bakka fyrir ofan kampinn, sem sagnir eru um að hafi verið til viðlegu. Landslagi er þarna þannig háttað, að hár stórgrýtiskampur liggur frá norðurenda Háleyjabergs að Sandvíkurbásum, sem er lágt klettabelti. Þar sem kampurinn kemur að klettunum, kemur klettahlein, kölluðu Háleyjahlein, sem liggur út í sjóin og um fjöru ca. 400 m út á móti Háleyjakampinum. Þannig myndast nokkuð djúp renna á milli hleinarinnar og kampsins. Háleyjahlein er þannig eins og bryggja út í sjóinn, þvertnípt báðum megin, og sjómegin er svo djúpt, að hvergi sér til botns um fjöru.
Þarna á Háleyjum lentu fjórir bátar hinn eftirminnilega dag, 24. mars. þeim var öllum bjargað undan sjó án skemmda. Þá mætti það og gjarnan geymast, að tveir af bátunum, sem þarna lentu, voru settir af handafli einu saman alla leið austur í Staðarhverfi, ca. 8-10 km leið, mest yfir apalhraun. Alls voru fjórir bátar settir þannig; aðrir tveir, sem lentu á svo nefndum Kletti. Þannig var farið að, að settir voru tveir bátar, saman hvor á eftir öðrum, svo tvær skipshafnir voru þannig saman. Timbur var mikið á fjörunum þarna og var það notað fyrir „hlunna“, en það voru spýtur kallaðar, sem notaðar voru við setningu báta. Stóra staura varð að nota til að tæki vel upp yfir standana í hrauninu, svo síður bátanna rækjust ekki í þá, enda minnist ég þess, að margir kvörtuðu um aumar axlir, sem voru við þennan stauraburð. En þetta heppnaðist, og ekki var verið nema rúman dag með hverja tvo báta.
Einhvern tíma um árið 1930 vildi það til, er báturinn Elliðaey frá Vestmannaeyjum var við dragnótaveiði austan við Reykjanesið, að í honum kviknaði, svo að bátverjar réðu ekki við eldinn, og tóku þeir það til ráðs að sigla bátnum upp og fóru inn á Háleyjar og björguðust þar í land, en báturinn eyðilagðist alveg.
Stadarberg-kort-139Fyrir austan Háleyjar taka við Sandvíkurbásar, klettarani með básum í. Þá kemur Sandvíkin sjálf; fyrir austan hana koma klappir; austast í þeim er nefndur „Klettur“, þar sem Mölvíkin tekur við. Fyrir austan „Klettinn“ er og talið hægt að lenda í góðu veðri, og þar lentu þrír bátar í hrakningunum 26. mars og voru tveir af þeim „settir“ austur í Staðarhverfi, sem áður er sagt.
Mölvíkin sjálf er nokkur hundruð metra malarkampur. Fyrir austan hana eru Hróabásar. Þá taka við Sölvabásar og er þá komið austur að Staðabergi vestanverðu. Í því eru tvö örnefni: Vestri- og Eystri-Fiskivörður, þær skera sig úr þannig, að þær er klapparnípur, sem standa upp úr berginu og er að jafnaði hvítar af fugladriti en umhverfið um kring.
Austarlega í Staðarbergi eru svo kallaðar „Klaufir“ og sjálfur austurendinn kallaður Bergsendi. Þar í Bergsendanum er gatklettur mikill. Fyrir austan Staðarberg taka við Staðarmalir og ná þær langleiðina austur undir byggðina, en eru svo með mörgum örnefnum og minningum válegra viðburða. Bergsendaker er vestasta örnefnið á Staðarmölum. Skagar úr kampinum og nokkuð út í sjóinn. Þarna skeði það á sumardaginn fyrsta 1933 eða 34, að trillubátur lenti upp á klettana, og þrátt fyrir að á þessum slóðum virðist helst aldrei kyrrt, en alltaf þannig úthafsalda við klettana, þá skeði það þó í þessu tilfelli að mennirnir björguðust allir og báturinn einnig, svo til óskemmdur. Aðdragandi að þessu var sá, að þennan dag var ágætisveður og ágætis fiskafli. Margir bátar í Grindavík lögðu á sjó um miðjan dag, þegar búið var að draga fyrra kastið, sem kallað var. Þar á meðal var trillubáturinn „Gísli Jónsson“, sem Gunnar Gíslason frá Vík var formaður á. Undir kvöldið gekk í snögga austanátt með stormi og snjókomu. Nokkru eftir að bylurinn skall á, bilaði vélin í Gísla Jónssyni, og varð þá að yfirgefa línuna og setja upp segl og sigla til lands. Þá var byrjað að skyggja að nóttu og einnig vegna bylsins; vissu þeir ekki fyrr en komið var fast að landi; höfðu aðeins svigrúm til að fella seglið og leggja út árar, þegar sjórinn tók bátinn sem skilaði honum fyrir hátt sker, sem þeir voru framan við…
Stadarberg-139Þegar í land var komkið gátu mennirnir, fimm að tölu, í rólegheitum stigið úr bátnum og upp á kampinn. Sjórinn náði ekki bátnum neitt að ráði meira, enda var útfall. Bátnum var síðan bjargað af fjölmenni fyrir næsta flóð. Þegar bátnum var bjargað, kom í ljós, að hann hafði lent á klapparnefni, sem stóð upp úr kampinum, og svo mjúklega, að varla sást á byrðing bátsins, sem ekki var þó nema 3/4″ á þykkt. Þannig geta hin trylltu náttúruöfl tekið mjúklega á hinum ósjálfbjarga mannim þegar því er að skipta, en það er því miður ekki oft á þessums lóðum sem slíkt hefir skeð. Ofar að það hafi kostað farið og stundum alla ahöfnina að lenda þarna í fjörunni. Og slíkur viðburður er og bundinn við þetta Bergsendasker.
Hinn 1. apríl 1924, var að ganga niður mikið s.v. veður. Þann dag varð vart við eitthvert rekald úti á Staðarmölum og þegar farið var að athuga, reyndist þar hafa farist með öllu saman færeyskur kútter að nafni Anna frá Tofte. Það benti til, að skipið hefði farist á Bergsendaskerinu, að framundan því var afturmastrið á floti og hékk þar fast í botni fram á sumar, en losnaði þá og rak vestur á Sandvík. Þegar skipið fannst, var það þegar brotið í spón og dreift meðfram öllum Staðarmölum. T.d. var stórmastrið í fjórum eða fimm bútum. Ekki man ég, hve margir emm voru á skipi þessu, en 14 eða 15 lík rak úr því, og voru þau jörðuð í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík.
Stadarhverfi-uppdrattur-139Næst fyrir austan Bergsendasker er Ræningjasker. Það er nokkru stærra og skagar út í sjóinn frá kampinum eins og hitt. Þar segja munnmælin að Tyrkinn hafi gengið á land í ránsförinni 1627, en prestuinn á Stað hafi kunnað nokkuð fyrir sér og hann snarast upp á hæðirnar fyrir vestan Húsatóftir, hlaðið þar í snatri 3 vörður og gengið svo frá, að Tyrkjanum sýndist það her manns. Jafnframt hafi hann mælt svo um, að Staðarhverfi skyldi ekki verða rænt, svo lengi sem steinn stæði yfir steini í vörðunum, enda hafði Tyrkinn snúið við hið skjótasta.
Um vörðurnar er svo aftur það að segja, að þær voru hið meta þarfaþing. Fyrir utan það að vera ræningjavörn voru þær notaðar sem eyktarmörk frá Húsatóftum og kallaðar Nónvörður. Fyrir austan Ræingjasker kemur smávik inn í Malirnar. Það heitir Olnbogi (í daglegu tali Albogi). Þarna hefir verið skammt stórra höggva á milli með slysin, því í þessu viki strandaði Skúli fógeti hinn 10 apríl 1933. Þarna fórust 17 manns, en 26 var bjargað. Með það slys var eins og allt hneigðist að því, að það yrði sem stórkostlegast, þar sem skipið strandaði fullhlaðið, á strórstarumsfjöru, í brimi og vaxandi austanátt og fjaran eintómir klettar. Skipið lagðist strax á botninn, svo sjórinn féll yfir það eins og sker. Býst ég við, að það muni seint gleymast þeim, sem viðstaddir voru um það leyti sem verið var að skjóta línunni um borð, nálægt háflóði um morguninn. Þá gengu sjóirnir alveg yfir skipið, og hvalbakurinn, þéttsettur mönnum, fór í kaf í löðrið, svo búsist var við á hverri stundi, að eitthvað bilaði og áhöfnin sópaðist í hafið. Það fór þó betur en á horfðist, enda batnaði ástandið fljótlega, þegar fór að falla út. Það þótti rösklega gert af öðrum stýrimanni, Kristni Stefánssyni, og bátsmanni, Guðjóni Marteinssyni, að þegar búið var að bjarga mönnunum, sem voru á hvalbaknum, fóru þeir í stólnum út í skipið aftur, með heitt kaffi til að hressa þá tvo menn, sem allt aðfallið höfðust við í afturmastrinu og urðu að bíða þar, þangað til meira lækkaði í. Menn þeir, sem voru í afturmastrinu, voru fyrsti stýrimaður og einn háseti. Höfðu þeir verið að opna lifrar- eða lýsistunnur, en orðið að flýja frá því upp í mastrið og binda sig þar fasta. Undir fjöruna komast þeir fram á hvalbakinn og voru síðan dregnir í land í björgunarstólnum. Ekki vissi ég til, að komist hefði verið um borð í Skúla fógeta, frá því hann strandaði og þar til hann hvarf alveg í maímánuði næsta á efir.
Stadarhverfi-uppdrattur II-139Fyrir austan Olnboga eru Stekkjarklappir, þá Stekkjarnef – lítill tangi út í sjóinn, og þar fyrir austan Malarendi, og er það austurendinn á Staðarmölum. Þar í Malarendanum strandaði í ársbyrjun 1924 þýskur togari, Schluttup að nafni. Þetta var allra rólegasta strand. Skipið lenti um háflóð upp á kampinn, svo ekki voru meira en ca. 15-20 m út í dallinn. Skipshöfnin henti kastlínu í land, og á kaðli handlangaði sig einn lipur drengur í land; hinir biðu svo, þangað til féll út, og gátu þá gengið þurrum fótum í land. Skipstjórinn var mjög feitur og þótti víst óefnilegt að feta sig upp í hála fjöruna, svo það var tekið til ráðs að leggja planka úr dallinum eftirfjörunn handa skipstjóra að ganga eftir.
Skipshöfnin var flutt samdægurs til Reykjavíkur og skipstjóri fór fyrir sjórétt í Hafnarfirði hjá Magnúsi Jónssyni sem þá var sýslumaður Gullbringusýslu, Magnús sagði, að skipstjórinn hefði í réttinum mikið lofað Grindvíkinga fyrir þá dirfsku og dugnað, sem þeir hefðu sýnt við björgunina. „Margur fær af litlu lof og last fyrir ekki parið“. Þá var það og við þetta strand, að mikil vinna var við að bjarga úr skipinu. Allt, sem einhvers virði var, var losað og flutt upp á græn grös og geymt fram á næsta sumar, að það var flutt sjóleiðis til Reykjavíkur. En skipsskrókkurinn sjálfur lá eftir í malarendanum, en veltist svo um allar fjörur, þannig, að hann færðist alltaf til í hverju stórflóði, sem gerði til ársins 1938 eða 30, að hann var rifinn sundur og seldur sem brotajárn til Englands.
Fyrir innan Malarendann heitir Fæðikrókur, þá Móakotssandur, Staðarból, Brunnklettur og Kvíadalssandur. Fyrir austan Kvíadalssand kemur Skítaklettur, þá Litla-Gerðisfjara og Stóra-Klöpp; hún er framan við túngarðinn, á móti þar sem bærinn í Stóra-Gerði stóð. Framundan Stóru-Klöpp, nokkuð úti í sjónum, sér  skerstand með lágum sjó. Það heitir Skuggi. Austan við STóru-Klöpp tekur við Gerðismölin, þar út af Gerðistangar; innan undir henni að innanverðu er Kasalón. Á árunum 1880-90 hafði frönsk skúta siglt í góðu veðri upp á Gerðismölina – eða í Kasalónskjaftinn, að sagt var vegna leka. Engar sagnir veit í sérstakar um það strand, aðrar en að gamalt fólk í Staðarhverfinu taldi, að klukka sú, sem nú er í sáluhliðinu í Staðarkirkjugarði, væri skipsbjalla úr því skipi. Að innanverðu við Kasalónið er Staðarklöpp. Að norðanverðu í Staðarklöpp eru tvær varir, ar sem skip lentu að losa aflann; hétu Skökk og Litla-Vör. 

Bindisker-139

Fiskhjallur eða þeirra tíma söltunarhús var á klöppinni; tóftin að því stóð fram um 1930 og var þá undir því moldarjarðvegur, ca. 2 m. á hæð, en er nú öllu skolað í burtu og klöppin ber. Innan undir Staðarklöpp er Staðarvör, þar sem bátarnir voru settir í land. Utan við Staðarklöpp er lítil klöpp, Vatnstangi, slétt að ofan og í henni miðri stendur járnbolti, ferkantaður, ca. 6″ á kant og með ca. 4″ gati í uppendanum. Utan um boltann hefir verið rennt blýi. Bolti þessi er talinn vera frá Kóngsverslunar-tímanum, þegar skipin voru, sem kallað var, svínbundin. Innan við Staðarvörina er Bjarnasandur. Þá koma Hvirflar; þar eru merki fyrir grunnleiðina inn á víkina. Þau sundmerki eru og landamerkjavörður milli Staðar og Húsatófta, og tekur þá við Húsatóftaland. Í Hvirflum, rétt norðan við landamerkin, var árið 1933 byggð bátabryggja fyrir Staðarhverfið. Þá kemur Búðarsandur, og er þar talið að verslunarhús kóngsverlsunarinnar hafi staðið. Frá þeim tímum er og fleira þarna af örnefnum. Í Búðasandinum man að við krakkarnir fundum múrsteina, sérstaklega eftir stór flóð, allt til ársins 1910. Fyrir austan Búðarsand er stórt skerjasvæði eða tangi út í víkina, sem heitir einu nafni „Garðafjara“, en í henni eru nokkur örnefni. Uppi í sandinum er fyrst Búðarsandsklöpp; utar er svo Kóngsklöpp, þá Kóngshella og utast á tanganum heitir Barlest eða Ballest; þar hafði hinn bindisboltinn verið, móti þeim, sem áður er getið utan undir Staðarklöppinni. Sá bolti hafði verið losaður og fluttur heim að Húsatóftum og hafður fyrir „hestastein“. Kóngsverslunin eða hús hennar eru talin hafa farið í sjó og verslunin lagst niður í hinu svo nefnda Básendaflóði 1799, en ekki veit ég til, að þess sé getið í annálum. Hæsta klöppin í Garðafjörunni heitir Tóftaklöpp; þar hafði lengi staðið sjávarhús frá Húsatóftum, en þau voru farin fyrir síðustu aldarmót og þá komin upp á bakkann fyrir ofan. Að norðanverðu í Garðafjöru eru tvö sker með nafni, Selsker og út af því Bryggjan.
Gardafjara-139Í prestskapartíð séra Kristjáns Eldjárns á Stað, frá 1871-1878, vildi það til í góðu veðri, að fólk, sem var við heyvinnu ofarlega á Húsatóftatúninu, tók eftir svartri þúst út við sjóndeildarhring, s.a. í hafi. Þústa þessi sýndíst alltarf vera að breyta um lögun, verða stærri eða minni um sig í sífellu, fljótlega skýrðist hún, virtist fara nokkuð hratt og stefna beint til lands.
Þegar upp undir landið kom, þóttist fólkið sjá, að hér væru höfrungar á ferðinni, en því sýndist og, að einhver stór skepna væru þarna á ferðinni, sem höfrungarnir eltu og berðu á. Hópverð þessi hélt beinustu leið til lands og stoppaði ekki fyrr en uppi í Garðfjöru að innanverðu. Þarna reyndist stór steypireyður að vera á ferðinni að flýja undan höfrungunum; hún hafði nokkuð verið rifin og tætt eftir höfrunguna, sérstaklega á hausnum.
Flestir sem rólfærir voru í Staðarhverfinu, höfðu verið komnir á fjöruna, þar sem hvalurinn lenti, og þar á meðal séra Kristján Eldjárn. Hann hafði átt „korða“, og strax og hvalurinn var „landfastur“ hafði prestur lagt hann undir bægslið öðrum megin. Í þennan tíma þótti það merkur atburður, þegar hvalreki varð, gilti mikinn mat, sem venjulega var of lítið til af. En þarna var sagt að hefði farið eins og fyrri daginn, þegar átti að fara að skipta verðmætunum, því eitthvert ósætti hafði orðið milli prestsins og jarðeigandans, út úr því, hvað stóran hlut prestur skyldi fá fyrir sverðlagið í hvalinn. Jarðeigandinn hafði talið það óþarfa, því hvalurinn hefði drepist án hans.
Það gamla fólk, sem sagði mér þessa sögu, vissi ekki hvernig hvalskiptin höfðu orðið endanlega, en taldi, að þetta ósætti hefði flýtt fyrir því, að séra Kristján sótti frá Stað nokkru síðar.
Husatoftir-139Norður af Garðafjöru er Tóftarvikið. Þar er ægisandur, og var þar mikið grafið eftir fjörumaðki til beitu. Þá taka við „Þvottaklappir“. Á lágum sjó er þar mikið vatnsrennsli niður fjöruna, og þangað var farið með þvott frá Húsatóftum og hann skolaður þar, kallað „að fara í Vötnin“. Þá tekur við Vatnslón, eiginlega tvö sandvik, sem skiptast af klappabelti, kallað Vatnslónsklappir. Milli Vatnslónsklappa og Garðafjöru þvert fyrir Tóftavikinu eru tvö sker, sem heita Flæðiklettar. Þar varð í alla stórstrauma að líta eftir að sauðfé færi ekki út í, því venjulega hafði það ekki af að synda til lands; drapst á leiðinni.
Árið 1896 eða 97 bar það við, að þarna á Flæðaklettinum innri sást ein ferleg skepna, sem reyndist vera rostungur. Til atlögu við rostunginn lagði bóndinn á Húsatóftum, sem þá var Helgi Þóraðarson, vopnaður byssu (framhlaðning) og hafði af að drepa hann með henni. Ekki hafði þótt mikið varið í kjötið af rostungnum, bæði lítið og seigt; þótti vera mjög horaður, hefir sennilega verið kominn verulega frá sínu umhverfi og lifnaðarháttum. Hins vegar höfðu tennurnar þótt dýrgripir miklir, og húðin hafði öll verið notuð í reipi og þótt góð til þeirra hluta, sérstaklega að þau hörnuðu minna í þurrkum en önur ólarreipi, sem kölluð voru.
Í kringum 1890 sigldi frönsk skúta, „Fransari“, inn á milli Flæðiklettana og strandaði þar. Þetta hafði verið í austan golu, en sæmilegu veðri. Nafn þess var „Bris“. Mikill matur, línur og kaðlar hljíta að hafa verið í þessum skipum, sem áttu að halda úti marga mánuði samfleytt, með 30-40 manna áhöfn, enda töldu strandbyggjarnir slík strönd með stórhöppum, þegar þau lentu á kyrrum og góðum stöðum, þar sem ekkert fór til spillis, en öllu var hægt að bjarga. Þarna höfðu og unnið við björgunina allflestir rólfærir karlmenn, sem þá hafa verið margir í Grindavík, þar sem þetta var seinni part vertíðar. Allt var borið á bakinu og hægt að komast að skipshliðinni á lágum sjó, en langt þurfti að vaða og höfðu flestir verið í skinnbrókum, sem voru þeirra tíma hlífðarföt. Ekki heyrði ég gamla menn segja sérstakar sögur um þessi verðmæti.

Skuli fogeti-139

En um borð í „Frönsurunum“ var líka kóníak og um það heyrði ég gamla menn tala og segja sögur af með lifandi áhuga. Aðal sögnin var það, að þegar verið var að bjarga koníakstunnunum, vildi það óhapp til, að annar botninn bilaði í einni tunnunni, svo mikið að rétt þegar hún var komin undan sjó, fór hann alveg. egar svo var komið, hafði þótt eðlilegast að karlarnir fengi hressingu, og tóku víst margir hraustlega til drykkjarins. En þrátt fyrir að flestir drukku sem þeir gátu, var enn eftir í tunnunni. Þá var ekki siður, að menn hefðu með sér kaffi eða aðra drykki til vinnu og því voru engin ílátin til nú þegar vökvunin bauðst. En ekki voru menn ráðalausir, því þá var gripið til brókanna og kóníakið látið í brókarskálm og þannig bjargað úr tunninni. Leiðin austur í hverfi, Járngerðar- og Þórkötlustaða, hafði sóst seint hjá mörgum með hinn dýrmæta dropa, og voru margar sagnir um það sem ég kann ekki að segja í einstökum atriðum. En margir höfðu lagt sig á leiðinni og nokkrir ekki náð heim fyrr en næsta dag.
Sérstaklega man ég eftir Þorgeir Björnssyni frá Staðarhverfi. Það var léttlyndur karl, sem virtist ekki taka lífið mjög alvarlega. Hann kunni margar sögur um Brisstrandið og talaði um það sem mestu óhamingju lífs síns, að nokkrum dögum áður en hún strandaði, hafði hann lagst í lungnabólgu, legið fram yfir alla björgun og þannig orðið af öllu koníakinu.
Flaedisker-139Austan við Vatnslónið kemur Vörðunestanginn. Frá Hvirflum og austur að Vörðunestaknfa eru sendnir grasbakkar, fyrir neðan Húsatóftir, það heitir Arfadalur, daglega kallaður „Dalur“. En víkin öll, milli Vörðunestanga og Gerðistanga, hét Arfadalsvík, nú venjulega kölluð Staðarvík, leiðina inn í víkina, „sundið“, hefi ég heyrt kalla annað en Staðarsund.
Austan við Vörðunestangann er sjálft Vörðunesið. Þá taka við „Karfabásar“ og austan við þá Jónsbásaklettar. Þar varð það slys árið 1902, snemma í janúarmánuði, að enskur togari strandaði og fórust allir, sem á honum vour, 11 manns. Þetta strand átti að heita nokkuð sögulegt. Skipið hét Alnaby, og skipstjórinn á því var einn rómaðasti landhelgisbrjótur, sem hefir verið hér við land fyrr og síðar á enskum togurum, og er þá mikið sagt. En hann var með togara þann, er rétt um aldamótin varð þremur mönnum að bana vestur á Dýrafirði. Hannes Hafstein, þáverandi sýslumaður, fór um borð í togarann, sem var að veiðum uppi í landsteinum. var grunur á að sleppt hefði verið vír úr tolla á togaranum, sem hefði hvolft bátnum. Ekki hafði verið sýnd tilraun frá togaranum að bjarga mönnum þeim, sem voru að hrekjast í sjónum, svo hér hefir verið u verulegan þrjót að ræða. Ekki var hann tekinn þarna, en kæra hafði verið send út af verknaði þessum til hinna dönsku yfirvalda í Kaupmannahöfn. En sennilega hefði það ekki komið að miklu gagni, ef þessi sami skipstjóri hefði ekki svo víða komið við, að hann var tekinn í landhelgi við Jótlandsstrendur ekki löngu seinna, og fyrir tilviljun mun hann hafa fengið dóm fyrir þennan verknað sinn í Dýrafirðinum. Sagt var, að hann hefði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og verið í sinni fyrstu ferð hingað til landsins eftir að hafa tekið út sína fangelsisvist.
Skipstjóri þessi hafði heitið Carl Nilson og verið kallaður Sænski Carl. Það voru og sagnir um, að hann hefði verið búinn að heita því að velgja Íslendingum undir uggum, þegar hann kæmi þar á miðin aftur, en hvað sem því líður, var það staðreynd, að þarna í Jónsbásarklettum átti þessi þjarkur sitt síðasta uppgjör við tilveruna….
Sjá framhald.

Heimild:
-Guðsteinn Einarsson: Frá Valahnúk til Seljabótar – Frá Suðurnesjum 1960, bls. 9-52.

Sjóslysaskilti

Sjóslysaskilti á Þórkötlustaðanesi.

Skipsskaðar

Svo sem oft vil vera í sambandi við vofveifleg slys, varð nokkuð til af draumum og fyrirbærum í sambandi við strand þetta. Merkastur þótti draumur frú Helgu Ketilsdóttur, konu séra Brynjólfs Gunnarssonar, prests á Stað, sem hana hafði dreymt nokkru fyrir hátíðar, áður en strandið varð, og hún sagt hann þá strax.
Draumurinn var á þá leið, að henni þótti vera knúið dyra og einhver fara fram, sem kallað var, en koma aftur og segja, að hópur manna sé úti, sem vilji fá að tala við hana. Hún fór fram og Stadur - klukknaport-139þarna stóðu, að hún hélt, 9 eða 10 menn. Þeir báru upp erindið, og var það að fá hjá henni gistingu. Eitthvað leist henni illa á að hýsa svona stóran hóp manna og færðist undan því, en þeir sóttu fast á og sögðu á þá leið, að þeir yrðu að fá að gista á Stað. Þá þóttist hún segja, að hún vissi ekki, hvernig hún hefði rúm handa þeim öllum, en þeir þá svarað, að hún þyrfti ekki að hugsa um au, því hann Einar mundi sjá um það. Ekki var draumur þessi lengri, en þótti passa við strandið, því Einar Jónsson, hreppstjóri á Húsatóftum, sá um alla björgun og einnig um útför mannanna.

Úr skipinu rak tíu lík á rúmri viku. Þá var lítið um húsrými, og voru líkin öll flutt í Staðarkirkju og lögð þar til á bekkjum í kórnum. Um leið og þau voru þvegin var leitað eftir öllum merkjum, tatoveringu, hringjum og öllu, sem sérkenndi þau og var það gert samkvæmt beiðni. Þegar sjö lík voru rekin og búíð að ganga frá þeim, eins og áður er lýst, vildi það til snemma morgun, að maður kom til Einars hreppstjóra. Sá hét Bjarni frá Bergskoti; hann tjáði Einari, að þá nótt hefði sig dreymt sama drauminn aftur og aftur, þannig, að hann hefði vaknað á milli. Dramurinn var þannig að Bjarna þótti maður koma til sín og biðja sig að fara til Einars hreppstjóra og segja honum, að hann vilji fá aftur það, sem tekið hafði frá sér, og að hann sé norðast í kórnum. Bjarni vissi ekkert, hvað um gæti verið að ræða, en setti drauminn þá í samband við hina drukknuðu menn. Einar hreppstjóri tók draum þennan bókstaflega, því einmitt hafði verið tekinn hringur af því líki sem utast var í kórnum að norðanverðu, og var hann látinn á það aftur.
Eftir að jarðarför þeirra tíu, sem rak, hafði farið fram og send höfðu merki og lýsingar á líkunum, þótti það sannað, að sá, sem vantaði, væri skipstjórinn sjálfur, Carl Nilson.
Eitt fyrirbæri, sem sett var í samband við strand þetta, ætla eg og að geta um. Tveir ungir menn um tvítugt áttu þá heima á Húsatóftum. Þeir stunduðu mikið fuglaveiðar og höfðu haft það fyrir sið að fara á báti út í áðurnefnda Flæðakletta á kvöldin, þegar tungsljós var, því á lagum sjó gat verið ládeyða inni í Vikinu fyrir innan klettana, þótt hafrót væri úti fyrir og fugl kom oft í var þar í rysjutíðarfari.
Stekkholl-139Þann vetur sem Alnaby strandaði, nokkru fyrir jólin, fóru menn þessir, sem oftar, út í Flæðakletta í s.v. -éljagangi. Er þeir höfðu verið nokkra stund úti á klettunum, heyra þeir hljóð eitthvert, að þeir héldu austur með Vörðunestanga. Þeir fóru að taka um hljóð þetta, hvað það hefði verið og hvort selir mundu geta hljóðað svona. Svo nokkru seinna heyrðu þeir aftur sama hljóðið, þá nokkru ær og snöggt um hærra og skýrarar. Aftur tóku þeir upp sama talið, hvort selir gætu virkilega hljóðað svona, en varla höfðu þeir sleppt þessu tali, en upphófst rétt hjá þeim, utan við klettana, eitt óskaplega langdregið og ámátlegt hljóð, svo þeim fannst þeir vera umluktir mjög óhugnanlegum og skerandi hljóðöldum, en ekki mjög háum. Þegar þetta var afstaðið, stóðu þeir upp og flýttu sér að bátnum, hrundu honum á flot og reru í land. Höfðu þeir aldrei farið frá út í Flæðakletta að kvöldlagi eftir þetta. Þetta fyrirbæri var vitanlega sett í samband við Alnabystrandið og var kallað „náhljóð“.
[Þess má geta að klukkan fyrrnefnda í klukknaportinu í Staðarkirkjugarði, er frá þessu strandi, þrátt fyrir aðrar alhæfingar, enda er klukkan merkt togaranum].
Austur við Jónsbásakletta tekur við Jónsbás; þá koma Hvalvíkurklettar og Hvalvík. Það hefði og mátt segjast í sambandi við Alnaby-strandið, að enginn vissi, þegar skipið fór upp. Sá, sem fyrstu varð þess var, hét Björn, vinnumaður í Garðhúsum. hann var að ganga til kinda og er hann kom út í Hvalvík, sá hann þar rekald ýmislegt og þar á meðal dauðan mann. Nokkrar líkur þóttu til, að sá hefði verið með lífsmarki er á land kom, því hann hafði legið ofan við flæðamálið í öllum fötum, færður úr öðru stígvélinu og það legið við hliðina á honum; belgur hafði verið bundinn við hann. Nóttina áður hlaut þó skipið að hafa strandað, því um fjörurnar hafði verið farið daginn áður og ekkert verið þar þá.
Gerdavellir-139Þá kemur Markhóll og er hann mörk milli Húsatófta og Járngerðarstaða; austan við Markhólinn er Katrínarvík, þá Sandvik. Í fjörunni fyrir neðan Sandvikið strandaði kútter Resolut, sem H.P.Duus átti, það mun hafa verið árið 1917, um miðjan október. Skipið var með flutning austur til Vestmannaeyjar, er þetta vildi til. Mannbjörg varð, og minnir mig, að það væri mikið þakað stýrimanninum, að hann hafi synt í land með taug, sem hinir komust svo eftir í land. Það þótti furðulegt, hversu vel tókst þarna með björgun, því skipið strandaði um nótt og á fjöru, í austanstormi, en brim er nú reyndar er alltaf á þessum slóðum. Fjaran þarna er skerjótt með lónum á milli, svo að það hljóta að hafa verið nokkrir örðugleikar að komast upp fjöruna, eftir að komið var upp í fyrstu skerin. En þetta komust þeir allt, án utanaðkomandi hjálpar, og komu til byggða að Járngerðarstöðum um morguninn. Það er svo önnur saga, sem kemur seinna, að þessi stýrimaður, sem svo vel gekk fram við björgunina, átti eftir að heilsa aftur upp á fjörurnar í Grindavík og þá sem skipstjóri.
Ekkert sérstakt er hægt að segja frá þessu strandi, en smáatburði langar mig þó að segja frá, sem þá líka sýnir, hvað vínið getur ofy létt upp gráan hversdagsleikann og skapað smá eða stóra viðburði, stundum alvarlega, en sem betur fer þó oftar þá, sem hægt er að hlæja að.
Eitthvað tveimur dögum eftir að Resolut strandaði voru nokkrir menn að bera ýmislegt dót upp úr fjörunni, tilheyrandi strandinu. Þar á meðal voru þrír kompásar. Svo slysalega tókst til, að glerið á einum þeirra brotnaði. Sá var nokkur stór, sennilega tekið 4-5 potta af spíritus. Þetta var á þeim góðu gömlu tímum, þegar ekki var banvæn ólyfjan á kompásnum. Í hópnum voru aðeins tveir menn, sem heitið gátu fullorðnir; hinir allir innan við tvítugt. Þeim fullorðnu fannst vitanlega, að þeir yrðu að taka að sér varðveislu spíritusins, enda gerðu þeir það; og annar fór þegar í gjá, sem þarna var skammt frá, að sækja vatn til að blanda. Þetta endaði svo þannig, að strákarnir urðu undir kvöldið að sækja hesta til að koma þeim fullorðnu til byggða. Og ekki gat nema annar setið á klárnum; þó snöggt um léttara yfir strákunum, þegar þeir komu með flutninginn, en körlunum, sem tóku að sér spíritusinn.
skyggnir-139Fyrir austan Sandvikið koma Hásteina, næst Hellan og þá Malarendi. Austan við hann kemur lítil vík inn í landið, kallað Stórabót; í henni miðri er sker, sem verður að mestu á þurru um fjörur; það heitir Miðbótarklettur. Næsta örnefndi við Malarenda er Skyggnir. Þá er ásin; það er læmi, sem sjórinn rennur um á stórstraumsflóðum upp í Gerðavallabrunna. Fyrir austan Rásina er Ytri-Hestaklettur, þá Eystri-Hestaklettur, Kampur, Hvítisandur, Stakibakki og Litlabót. Á fjörum er Litlabót aðeins lón, sem rennur úr fram í sjó; það er kölluð Litlubótar-rás. Frá Litlubótar-rás og út að Ytri-Hestakletti eru miklar fjörur, sem fellur út af á lágum sjó, kallaður einu nafni „Flúðir“; á þeim eru þessi örnefni vestast; Stakabakagrót, Önnulónstangi og Flúðagjá.
Flúðirnar eru einn hinn annálaðasti strandstaður á öllum Grindavíkurfjörum, því á þessari 8-9 hundruð metra strandlengju hafa fimm skip strandað, sem vitað er um.
Árið 1899, í desember, strandaði þarna norskt vöruflutningaskip, „Rapit“. Var það með salt í lest og olíutunnur á dekki. Skip þetta hafði fengið mjög vont veður í hafi og hafði ýmist tapað tunnunum fyrir borð eða þær verið brotnar til að lægja sjói með olíunni, svo dekklestin var að mestu farin. Þegar skipið strandaði kom fljótlega gat á það og þannig fór saltið, án þess nokkru væri bjargað. Mannbjörg varð.
Storabot-139Einhverntíma á árinu 1900 strandaði þar togari, Engenes. Sá var eign hinnar svonefndu Vídalíns-útgerðar. Mannbjörg varð og ekkert, sem geymst hefir sögulegt við strandið.
Árið 1911, snemma í janúar strandaði þarna enskur togari, Varonil. Sá var talinn hafa „togað“ í land, þannig að hann hafi verið með vörpuna úti, er hann strandaði. Við þetta strand varð slys; drukknuðu þrír menn, eingöngu fyrir mistök, þannig,  að þeir réðust í að setja út björgunarbát, sem voru tveir, en  brim var nokkurt og tóku sjóirnir bátana hvorn á eftir öðrum. Hvolfdi þeim og slitnuðu frá skipinu. Í fyrri bátinn höfðu komist tveir menn, en einn í þann síðari. Þeir, sem eftir voru af skipshöfninni, svour svo kyrrir í skipinu, þar til morguninn eftir, að taug varð komið um borð, með því að láta belg reka með hana frá landi, svo hún náðist frá skipinu.
Vindur var n.a.ðstæður og stóð af landi, svo ekki var hægt að láta belg reka í land frá skipinu. Einhverja nasasjón virtust skipverjar hafa á útbúnaði til að draga menn í land af strönduðu skipi, því bjarghring höfðu þeir útbúið eins og björgunarstólarnir eru nú; og í honum eru þeir dregnir í land. Mennirnir voru dregnir nokkuð langt í sjó, og þar sem 10-13° frost var, voru þeir mjög kaldir og svo dofnir, að varla gat heitið að þeir bæru fæturna fyrir sig, þegar í land kom. En þarna var nægur mannafli til að taka á móti þeim, og fóru fjórir með hvern strandmann, leiddu eða hálfbáru heim að Járngerðarstöðum og Garðhúsum sem voru næstu bæir og einnig þeir, sem á þeim tíma höfðu mest húsrými. Mennirnir hresstust fljótlega, þegar þeir komu í hlýjuna, og vissi ég ekki til að þeim yrði ment af volkinu. Hinn 4. apríl 1926 strandaði svo þarna á Flúðunum togarinn Ása frá Reykjavík, eign Duus-verslunar. Það var sérstakt við þetta strand, að skipið var alveg nýtt eða svo, að aldrei hafði verið landað úr því afla; var að fara inn með fullfermi úr fyrstu veiðiferð, er það lenti þarna.
Gerdavellir-virkid-139Á þessum tímum voru ekki komin tæki þau til björgunar, sem nú er, enda var erfitt að koma sambandi milli skips og lands, það var þá álandsvindur á s.s. og nokkur stormur, en í land var löng leið, því útgrynni er þarna. Fysrt vildi línan festast í botni, þar til haft var nógu stutt á milli flotholta á henni; þá fékkst hún til að reka vestur á Stórubót. Og á lága sjónum var hægt að fara á bát út á Bótina og ná þannig í belginn. Þá var eftir að bera línuna þangað, sem styst var í land frá skipinu, en það var í Eystri-Hestaklettinum. Eftir að það hafði tekist, var fljótlega gengið frá tækjum, svo hægt var að draga mennina í land. Mátti heita það gengi vel; allir björguðust, og ekki vissi ég til að neinn yrði fyrir meiðslum. Þar sem hér var um nýtt skip að ræða, var nokkuð gert til að ná því út aftur, til þess kom hingað danskt björgunarskip, Uffe. Það mun hafa verið í máimánuði, sem Uffe byrjaði á björgunarstafnin og var við það nokkuð fram í júnímánuð. Mestur tíminn mun hafa farið í að létta skipið og steypa í göt, sem komin voru á botninn og einnig að sletta fjöruna, sem draga átti skipið eftir. Þegar þessi udnirbúningur var búinn, var á stórstreymsflóði farið að taka í skipið og var það dregið 2-3 lengdir sínar út. Einhverra hluta vegna var þá hætt að draga skipið þannig út, með afturendann á undan, og farið að snúa því þarna í fjörunni. En þegar það var komið nokkurn veginn þversum, þ.e. lá flatt fyrir sjónum, hreyfðist það ekki meira, og þannig var skilið við það litlu seinna. Það hélt margur hlutlaus áhorfandinn, að hægara hefði orðið að snúa skipinu þegar það hefði verið komið á flot, en að gera það meðan það lá í fjörunni.
Jarngerdarstadir-kort-139Fyrstu dagana í júlí gerði svo nokkurt s.s.-kast, storm og brim og þá, á einu flóðinu hvarf Ása algerlega, svo ekkert sást eftir, nema brak í fjörunni og ketillinn, þar sem skipið var.
Það virðist verka eins og dynamítsprengja, þegar brimsjóir falla ofan í skip með opnar lúgur; þunginn svo mikill á sjónum með samþjappað loft inni í skipinu, að þótt járnskip séu, tætast þau í sundur undan nokkrum sjóum.
Hinn 6. september 1936 strandaði svo síðast á Flúðunum. Það var enskur línuveiðari, Trocadiro. Nú var hægara með björgun manna, en verið hafði áður á þessum slóðum, því nú voru fyrir hendi nýtísku björgunartæki ásamt æfðri björgunar svit, enda gekk björgun greiðlega. Skip þetta var að fara til lúðuveiða hér s.v. af Íslandi, en kom þarna við á leiðinni og ílentist þar á Flúðunum.
Austast við Litlubót, uppi á kampinum, taka við Lönguklettar, vestri og eystri Þanghólar, Draugalóm, Sjálfkvíarklöpp, Fornavör, Kvíahúsakampur, Akurhúsakampur og Stokkavör. Niðri í fjörunni, talið frá Litlubót, eru svo þessi örnefni: Fúlalón, Sölvalón, Sjálfkvíalón, Kvosir, Langitangi, Helgubás og Akurhúsanef. Innan við Akurhúsanefið koma gömlu varirnr (uppsátrin) í Járngerðarstaðahverfinu; þær voru tvær og hétu Suðurvör og Norðurvör. Suðurvararsker var á milli varanna, og Brúnkolla er sker fas við leiðina inn í varirnar. Á lágum sjó vildi það oft til, að bátar lentu á eða utan í Brúnkollu, og þótti það heldur klaufarskapur hjá formönnum þeim, sem þar lentu. Árið 1928 eða 29 var byggð bryggja þarna á klappirnar á milli varanna, svo ekki þurfti eftir það að seila fiskinn, sem kallað var, úr bátunum. Var þá kastað upp á bryggjuna og þaðan ekið á bílum á aðgerðarstaðina. etta bætti mjög aðstöðu með aflann að geta ekið honum upp, í stað þess að bera á bakinu, se, frá fyrstu tíð hafði tíðkast. Varanna þurfti með áfram til að bjarga bátunum undan sjó, eftir hvern róður, – setja þá -, sem kallað var, og hélst það allt til ársins 1939, að vísir var gerður að uppgreftri á bátaleið inn í Hópið.
Hop-loftmynd-139Þarna 
á milli varanna rak þýska skonnortu, „Minnu“. var hún að sækja járnið úr „Oddi“, er kallaður var Bakka-Oddur, frá Eyrarbakka, sem einnig hafði slitnað upp af legunni og lent nokkru innar og verið rifinn. Rétt þegar járninu úr Oddi hafði öllu verið skipað um borð í „Minnu“, gerði s.a.-veður með nokkru brimi, svo hún slitnaði upp og rak í land, svo Oddur strandaði þannig aftur. Ekki var gefist upp við svo búið, því Minna var og rifin og síðan járnið úr báðum skipunum flutt í burtu.
Fyrir innan varirnar er svo Staðarvör; hún er talin vera frá tímum Skálholts-útgerðar.
Þar hafa tvö skip farið upp í klettana og brotnað. Hið fyrra hét Flóra. Það mun hafa verið rétt eftir aldamótin síðustu, að Einar G. Einarsson í Garðhúsum hafði fengið skip etta til að sækja saltfarm fyrir sig til Englands, eftir að það hafði fært honum farm af vörum frá Noregi. Það mun hafa verið upp úr miðju sumri, dag nokkurn í s.a.-kalda og góðu veðri, að skipið sást koma siglandi fyrir Hópsnesið úr þessari Englandsferð. Uppi var fótur og fit í landi, og Einar fékk þegar einn af helstu formönnum staðarins, Gísla Jónsson frá Vík, til að fara um borð.
Eðlilega var hópur manna í landi að horfa á siglinguna inn víkina, eftir að lóðsinn var kominn um borð. En heldur þótti þeim Einar fara að ókyrrast, þegar skipið hafði siglt undr fullum seglum inn á leguna, en hélt svo áfram, án ess að fækka seglum, beint til lands. Hann fór vitanlega að veifa og kalla, skipa þeim að sigla ekki lengra og láta akkerið falla, en ekkert dugði; skipið hélt áfram, þar til það stóð í botni í Staðarvörinni.
Heldur þótti þetta ámátleg sigling að fara þarna beint upp í fjöru í besta veðri. En skýring fékkst fljótlega, egar áhöfnin kom í land. Skipið var orðið svo lekt, að skipstjóri taldi ekki mögulegt að halda því á floti lengur og tók því það ráð að sigla því þarna upp. Það hafði og dottið í sundur, klofnað skömmu eftir að það strandaði og saltið fór allt í sjóinn.
Hop-ornefni-139Hinn 6. september 1921 slitnaði og upp af legunni 5-60 tonna vélbátur, frá Hafnarfirði. Sá var í saltflutningum fyrir Edinborgar-verslun og búinn að fara nokkrar ferðir á milli, þegar þetta vildi til. S.a. rok var og mikið brim. Báturinn fór upp á háum sjó og því hátt upp í kampinn í Staðarvörinni. Fjórir menn voru í bátnum og björguðust þeir allir, en báturinn brotnaði í spón á sama flóði og hann strandaði á. Bátur þessi hét Henry Reid.
Innan við Staðarvör kemur Staðarhúsakampur, á Svartiklettur. Hjá Svartakletti hafði Oddur strandað, sem áður var sagt frá í sambandi við Minnu. Oddur þessi var eign Lefolií-verlsunar á Eyrarbakka, sem hafði skip þetta í förum meðfram ströndinni yfir sumarmánuðina, en hafði það í öruggu lægi á vetrurna í Hafnarfirði eða Reykjavík. Það hafði átt að vera á leið í vetrarlægim er það strandaði þarna, komið inn með eitthvað smávegis, en fengið á sig s.a.-veður á legunni, svo það slitnaði upp. Mannafli hafði verið fenginn til að bera grjót að skipinu sjávarmegin, til að verja það fyrir sjávarágangi. En það mannvirki hafði lítið duga, og sjórinn fljótlega brotið skipið niður. það er talið, að Oddur hafi aðeins verið 30 tonn að stærð, en gufuketillinn úr honum, sem ennþá er þarna í fjörunni, bendir til að hann hafi verið eitthvað stærri. Það hafði heitið „Glytner“ og talin norskur galeas. Um það hefi ég ekki getað fengið neina greinilegar sagnir, en líkur eru til, aðs kip þetta hafi verið með vörur til pöntunarfélags, sem verið var að stofnsetja hér í Grindavík, en lenti við þetta áfall líka í strandi. Þetta mun hafa verið um síðustu aldamót.
Fyrir innan Svartaklett er Svíri. Fyrir innan hann kemur Hópið, með því að urðarkampur hefir hlaðist upp, milli sjávar og Hópsins. Sá kampur liggur frá Svíra að vestan og í Rifshaus að austan og heitir einu nafni Rif.
Nú er Hópið orðið höfn fyrir alla Grindavík, með því að grafinn var skurður í gengum Rifið, en það – Rifið – ver Hópið að mestu fyrir úthafsöldunni; hún brotnar þar, svo kyrrt er á Hópinu, þótt veltubrim sé fyrir utan.
Nordurvor-139Á Rifinu voru þrjár lægðir eða ósar, sem hétu Barnaós, vestast, þá Miðós og austast Hópsós; sá var dýpstur. Þegar farið var að grafa skipgengan skurð gegnum Rifið, var lagt í Miðsósinn að dýpka hann, fyrst árið 1939, eins og fyrr var sagt, með handverkfærum. Það var vitanlega ekki að búast við miklum árangri af því, en varð þó til þess að 10-15 tonna bátar gátu komist þar inn á öllum flóðum og notað Hópið fyrir legu. Sumarið 1945 var síðan fengið dýpkunarskip það, sem Reykjavíkurhöfn á, til að gera tilraun að grafa skurð gegnum Rifið. Tilraun efndi ég þetta, vegna þess að vitamálastofan taldi sig ekki geta rannsakað til fulls, hvort klapppir væru þarna ofarlega eða bara laust stórgrýti. Þetta heppnaðist vonum betur, því í þessari fyrstu atrennu var gerður 30 m. breiður skurður og 7-8 feta djúpur. Síðan má heita, að eitthvar hafi verið unnið að hafnarbótum, meira og minna, á hverju ári. Er keppt að því, að fá 14 feta dýpi í ósinn til að fiskiskipaflotinn geti farð þar óhindrað um á öllum fjörum, en á háum sjó má fullyrða, að flot fyrir allt að 1000 tonna skip. Því má og bæta við hafnar málin, að það hefði ekki mátt dragast mikið lengur, að úr rættist með höfn fyrir stærri báta, því sýnilegt var, að menn voru verulega að hverfa frá því að stunda róðra á trillubátum, svo það hefði þýtt algjöran fólksflótta frá Grindavík, hefðu þeir átt að verða ríkjandi lengur.
Innan á Svírann hafa svo verið byggðar bryggjur og bólverk með viðbætur innan í Hópið.
Þá eru örnefni í Hópinu. Innan undir Svíranum var Kvíavík, Rafnshúsarif, Krosshúsa-Vikradalur, Álfsfit og Eystri-Vikradalur. Þessi örnefni öll eru nú ýmist alveg eða að hverfa undir mannvirki við höfnina. Næst við Eystri-Vikradal kemur Hóllinn, þá Draugur. Fyrir neðan Draug eru Vötnin, og Vatnatangi; í Vötnunum hafði verið þveginn þvotta frá Hópi.
Sadvikið, fyrir neðan bæina á Hópi, fyrir austan það Lágin, þá Stekkjarbakki og fyrir utan hann Síkin. Þau eru lægð, sem sjórinn fellur upp í, langt inn með kampinum landmegin. Fyrir utan Síkin kemur svo Rifshaus eystri.
Hop-139Þá er búið að fara í kringum Hópið og komið á Rifshausinn, sem er austurendinn á Rifinu.
Upp á Rifið hafði eitt af þeim skipum rekið sem slitnaði upp af legunni. Þetta mun hafa verið rétt fyrir aldamótin. Skipið hét Fortuna, dönsk forenact. Þetta var kallað „Spekulantskip“. Það voru þau skip kölluð, sem voru með alls konar varning og versluðu við íbúana á höfnum hingað og þangað, dvöldu viku til 1/2 mánaðartíma á hverjum stað, eftir því hvað mikið var hægt að versla. Þarna var vitanlega um vöruskiptaverslun að ræða, þannig, að varningurinn var borgaður með framleiðslu á staðnum, þ.e. fiski, lýsi, ull o.s.frv. Eigandi eða forráðamaður skips þessa var Eyþór Felixson frá Reykjavík.
Næst utan við Rifshausinn er Hópsvör, þá Stekkjarvarða og Hellir. Þessi Hellir er klettahlein út úr kampinum. Utan við hleinina er samnefndur boði, sem beygt er utan við, þegar komið er inn fyrir svo kallaðan Sundboða og inn á lónið eða grunnleiðina inn á Hópið. Þrengsli eru því þarna á sundinu milli Sundboða og Hellisboða.
Um sundin á Járngerðarstöðum og Þórkötlustöðum er til gömul þjóðsaga, sem hér fer á eftir:
Í fyrndinni voru aðalhöfuðbólin í Grindavík, hvort við sitt sund, Járngerðarstaðir við samnefnt sund og Þórkötlustaðir við sitt sund. Ekki er getið nafna bændanna á höfuðbólum þessum, en konurnar hétu, Járngerður á Járngerðarstöðum og Þórkatla á Þórkötlustöðum.
Engir aukvisar munu bændurinir þó hafa verið, þótt nafna þeirra sé kki getið, því þeir höfðu mannaforráð, sem sem betri menn höfðu, og stjórnaði hvor sínum bát, af kappi miklu, þannig, að þeir fóru lengra og sátu lengur en fjöldinn.
Hopsnes-139Einhverju sinni, þegar flestir Grindvíkingar voru á sjó, bar það til, að sjó tók að brima, sem kallað var, þ.e. þegar aldan vex svo að hún fer að brotna yfir leiðina (sundin). Bátarnir höfðu fljótlega farið að leita lands og allir verið komnir í land. þegar þeir heimabændurnir komu hvor að sínu sundi. Þá gerðist það, að bóndi Járngerðar fórst með allri áhöfn á Járngerðarstaðasundi, en bóndi Þórkötlu hafði komist klakklaust inn Þórkötlustaðasund.
Hitnað mun þeim frúnum hafa í hamsi við að bíða eftir afdrifum bænda sinna, því eftir að séð var, að maður Járngerðar hafði farist á Járngerðarstaðasundi, lagði hún það á, að á því sundi skyldu farast 20 bátar. Aftur á móti lagði Þórkala það á, að á Þórkötlustaðasundi, réttförnu, skyldi enginn bátur farast.
Þetta þykur allt hafa orðið að áhrínsorðum, annig að enginn bátur hefir farist á Þórkötlustaðasundi, en talið er að 20 bátar hafi farist á Járngerðarðastaðasund og enginn eftir að komið var í þá tölu.
Þarna á kampinum fyrir ofan Hellinn lenti árið 1940? vélbáturinn Aldan frá Vestamannaeyjum. Bátur þessi reri frá Vestamanneyjum deginum áður, en seinnipart þessa dags gekk í mikið s.a.-veður.

thorkotlustadanes-139

Báturinn náli ekki lendingu vegna vélarbilunar og rak því alla nóttina undan sjó og vindi. Það vildi þeim bátsverjum til lífs, að bjart var orðið, þegar þá hafði rekið vestur að Þórkötlustaðanesi, því austan á því var brimið svo stórkostlegt, að engin lífsvon gat verið að lenda þar. Þeim heppnaðist að draga upp fokkuna og sigla á henni fram fyrir nesið. Einn maðurinn á bátnum hafði verið á vertíð í Grindavík nokkru áður og rataði inn Járngerðarstaða- sund. Þegar báturinn hafði náð fyrir Þórkötlustaðanesið, tók hann til að sigla inn sundið, sem varla gat þó heitið sund, þar sem víkin var öll enn brimgarður. Em einhvern veginn heppnaðist þetta svo, að báturinn mjakaðist á fokkunni inn eftir sundinu. Enginn maður í landi trúði á, að þetta gæti gerts, því þegar báturinn hvarf alveg tímum saman milli hinna háu sjóa, bjuggust flestir við, að hver væri síðastur. En hann kom uppá öldutoppana og bar þá við loft, og áfram kom hann inn, þar til kom í áðurgetin þrengsli milli Sundboða og Hellisboða. Þá tók einn mikill brotsjór bátinn og færði hann svo hátt upp á kampinn, að bátverjar gátu á næsta útsogi gengið þurrum fótum á land úr bátnum.
Þegar farið var að athuga bátinn sjálfan, kom í ljós, að hann var mjög lítið brotinn, hann var því þéttaður og náð út fljótlega.
Fyrir utan Hellinn kemur Heimri-Bás, þá Syðri-Bás og Sölvaklappir þar fyrir utan. Fram af Sölvaklöppum er kerstandur úti í sjónum; sá heitir Bóla. Sigga heitir stór og mikil varða, þarna uppi á Kampinum; ekki veit ég önnur deili á henni, en hún var notuð sem mið á sjó. Þá koma Hópslátur; það eru klettarnir með malarbásum framan á Þórkötlustaðanesi. Austan við Hópslátur halda áfram svipaðir Klettaranar, sem heita Kotalátur. Mörkin milli þessara klettalátra eru landmörk milli Hóps og Þórkötlustaða. Fram af þessum látrum, beint fram af Nesinu, kemur nokkur hundruð metra langur skerjatangi fram í sjóinn, er kallast Nestá; fer á kaf á flóðum, en upp úr á fjörum.
thorkotlustadahverfi-129Þarna á Nesinu varð hinn 18. janúar 1952 eitt hið hörmulegasta sljóslys, sem orðið hefir í Grindavík, þegar mb. Grindvíkingur fórst þar með allri áhöfn, fimm ungum og hraustum mönnum. Það má segja, að þegar hin ótömdu náttúruölf eru í sínum mestu hamförum, eins og var í þetta skipti, megi alltaf bbúast við slysum. En þarna fórst  stærsti og besti báturinn, að talið var þá í Grindavík.
Gamalt máltæki segir, „að Guð fleyti jafnt grátitlingum sem gamalálftinni“. Og víst er um það, að náttúruöflin virðast í öðru tilfellinu leggja sig fram um að bjarga öllu sem best, en í hinu að tortíma og eyðileggja. Þennan dag reru allir bátar í Grindavík, í sæmilegu veðri, en upp úr hádegi fór að hvessa, með slyddubyl. Kl. 7-8 um kvöldið var svo komið fárviðri og alltaf sama slyddan. Vegna slyddunnar mun Hópsnesviti ekki hafa sést, fyrr en komið var vestur fyrir hann, því áveðurs hefir hlaðist á rúðurnar. Grindvíkingur mun hafa verið um 20 mílur austru frá vitanum, svo ekki er hægt að segja að miklu munaði, ca. 100-200 metrum, sem hann hafði orðið innan við nestána, en það dugði til að valda slysinu.
Fyrir austan Kotalátur koma Austurbæjarlátur; þá Þórkötlustaðalátur. Sagnir eru um, að einhverfs staðar í þessum látrum hafi skip strandað á árunum milli 1880-90. Þetta hafði verið kútter og heitið Vega – verið með saltfarm. Mannbjörg hafði orðið, en skipið brotnaði. Sumarið 19?? í norðan kalda og slétum sjó sigdli og þarna upp á nestána þrímastrað briggskip; var að koma til landsins með saltfarm. Það flaut uppi á næsta flóði, barst undan kaldanum frá landi og losnaði þannig úr strandinu. Einhver leki kom að skipini og var fenginn mannafli úr landi og öflug dæla frá Reykjavík til að halda skipinu þurru. Þetta hepnaðist og skipið komst burtu. Austan við Látrin er Leiftrunarhóll. Frá honum liggja svo kölluð Rif austur og út á Þórkötlustaðarvíkina. Í fjörunni niður undan hólnum lenti enskur togari hinn 23, mars 1932. Veður var gott, s. kaldi og lítið brim, en svarta þoka. Bátar reru seint frá Grindavík þennan morgun vegna þokunnar. Fyrstur á sjó frá Þórkötlustöðum þennan morgun varð Guðmundur Sloki-ornefni-139Benónýsson frá Þórkötlustöðum.
Er þeir komu út fyrir sundið, sáu þeir þúst mikla undan leiftrunarhól og einnig bát með áhöfn. Þetta var hinn strandaði togari uppi í fjöru, en skipshöfnin var komin í björgunarbátinn og út á hættulausan sjó. Guðmundur fór til bátsins og bauðst til að draga hann til lands, og þáðu þeir það. Sem fyrr er sagt var ágætis veður, og fljótlega fóru skip að hópast að strandinu. Upp úr hádegi voru komin þarna enskt eftirlitsskip, tveir eða þrír enskir togarar, danska varðskipið Fylla, og með þeim síðustu kom svo varðskipið Ægir á strandstaðinn. Einar M. Einarsson, skipstjóri Ægis, var þá orðinn frægur fyrir sín björgunarafrek á strönduðum skipum. heyrði ég sagt að Ægir hefði og náð þessum togara út með því að koma taug í togarann, þannig að hún festist ekki í botni. En Guðmundur Benónýsson telur, að hið enska eftirlitskip hafi endanlega kippt togaranum á flot. Þarna nálægt þessum Leiftrunarhól hafa þá tvö skip strandað, sem náðsta út aftur, en það eru líka einu skipin, sem vitað er um við Grindavíkurfjörurnar hafi sleppt aftur.

Innan undir Leifrunarhól, víkurmegin, strandaði í maímánuði 1917 ensk skonnorta með saltfarm og eitthvað af síldartunnum. Sú hét Scheldon Abby. Dag þann, sem strandið varð, hafði verið gott veður, s.a. andvari, súld og svarta þoka. Um hádegisbilið vissi fólk ekki fyrr en að í þokunni birtist ferlíki mikið inni á víkinni, sem greint varð að væri þrísiglt skip, er kom siglandi inn eð Slokkunum og vestur á víkina. Þegar kom á víkina virtist skipshöfnin fyrst verða landsins vör og gerði hún þá tilraun að venda skipinu út um. Það misheppnaðist vegna lognsins, og skipið seig á hliðina upp í kletana þarna. Skipshöfnin fór fljótlega í skipsbátinn og kom í land. Þess er sérstaklega innst í sambandi við skipshöfnina, 8 eða 9 menn, að það voru eingöngu gamlir menn. Stríðið, sem þá var búið að standa í þrjú ár, hefir verið farið að segja til sín og taka þá yngri til sín. Með því að nokkur hreyfing var á skipinu þarna á skerjunum fór það fljótlega að gefa sig, og undir kvöld stranddaginn fékk hreppstjórinn mannafla til að bjarga tunnunum og öðru verðmæti, sem hægt var að ná.
thorkotlustaðanes-uppdrattur-139Þegar um borð kom, þótti sýnt, að skipshöfnin hefði verið að byrja máltíð, en truflast snögglega, því lagt var á borð í káetu og borðsal og nóg á borðum. Björgunarmennirnir töldu sig fyrst hafa tekið til við að ljúka máltíð skipshafnarinnar og ar byrjað björgunarstarfið, enda mun það hafa orðið síðasta máltíðin í skipinu því. Það liðaðist í sundur næstu daga.
Innan Leiftrunarhóls koma Drítarklappir, þá Stekkjarfjara og varirnar í Þórkötlustaðanesi. Þar var þriðja bryggjan, byggð 1930. Allar þessar bryggjur, sín í hverju hverfi, má segja að hafi komið að miklum notum með því að losa menn við það hroðalega erfiði að bera allan aflann á bakinu upp úr fjörunni. Fyrir þá bættu aðstöðu hefir og eitthvað meiri afli komið á land, svo og þannig, bæði beint og óbeint, hefir fé það, sem í þær fór, fengist endurgreitt, þótt nú séu þær allar ónotaðar og einskis virði.
Hið eina, sem telja má, að óhönduglega hafi farið í sambandi við þessar bryggjurgerðir, var lenging og stækkun á þessari bryggju. Í raun og veru var peningum kastað þar í sjóinn, því að verk þetta var unnið sama árið og ósinn inni í Hópið var grafinn, svo eftir stækkunina var hin endurbætta bryggja aðeins notuð næstu vertíð á eftir af tveimur trillubátum og síðan ekki söguna meir.
Innan við varirnar er klettur, sem heitir Draugur, þá Draugsklappir, Herdísarvík – upp af henni í kampinum eru hólar kallaðir Kóngar -, þá Miðmundarflöt og Syðri-Heimri-Bót. Þarna í Bótinni er sögn um, að eftir miðja 18. öld hafi frönsk skúta strandað þar. Ekki er vitað um annað að miða tímatal við en að bóndinn, sem þá bjó í Einlandi í Þórkötlustaðahverfi, hét Hannes. Einhvern tíma seinni part vertíðar í landlegu hafði  hann vaknað í rúmi sínu við hávaða úti á hlaðiinu, heyrðist þar manna mál, en gat ekkert orð gripið. Hann klæddi sig og fór út að vita, hvað um væri að vera. Þegar út á hlað kom, var þar stór hópur manna. Hópurinn var allur á barmi hlandforar, sem var þar á hlaðinu. Þar höfðu þeir umsvif mikil og tal, svo honum fannst þeir helst vera óðamála. Hannes fór í hópinn að vita, hvað um væri að vera, og reyndust þeir þar að vera að braska við að draga einn stóran og feitan félaga sinn upp úr hlandforinni. Þetta reyndist að vera skipshöfn af franskri skútu, sem strandað hafði þar í Bótinni, en það var sjálfur skipstjórinn, sem verið var að bisa við að draga upp úr hlandforinni. Hann hefir sennilega gengið á undan hópnum, en eitthvað verið óklár á staðhætti og sennilega verið nær því að drukkna þarna en við sjálft strandið….
Sjá framhald.

Heimild:
-Guðsteinn Einarsson: Frá Valahnúk til Seljabótar – Frá Suðurnesjum 1960, bls. 9-52.

Grindavík

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes.

Reykjanes

Eftirfarandi grein birtist í Lesbók MBL 13. júní 1926:  “Fæstir Reykvíkingar þekkja hið eiginlega Reykjanes, þó undarlegt megi virðast. Er óhætt að fullyrða, að  margir hafi dvalið hjer langvistum í höfuðstaðnum, án þess að vita, hvar á Reykjanesskaga hið einkennilega Reykjanes er; en það er skagatotan syðst og vestast á Reykjanesskaga, þar sem vitinn mikli, þar sem Vigfús Grænlandsfari var vitavörður um langt skeið. En hann hröklaðist þaðan í fyrra, og er sagt að hann, eða einkum fjölskylda hans, hafi verið búin að fá nóg af þarvistinni, jarðskjálftunum og erfiðleikunum á Reykjanesi.
Grindavík á fyrri hluta 20. aldarÁ Reykjanesi er einhver einkennilegasta og stórfenglegasta náttúra, sem þekkist hjer í nágrenni. Þar er land alt hrauni þakið, gígar margir og gróður lítill eða enginn. Þar eru þverhnýptir fuglaklettar í sjó fram. – Í sjávarhamrana eru hellrar miklir og merkilegir. Á felli einu bröttu stendur vitinn, hár og reisulegur, en úr umhverfinu rýkur, þegar kyrr veður, eins og það væri alelda.
Þar er litli Geysir. Hann gýs hátt með mikilli gufu, og hinn heljarmiklu leirhver, Gunna, sem verið hefir spök um hríð, en er nú að rífa sig. Og þar eru jarðskjálftar svo tíðir, að heimafólk á vitavarðar-bústaðnum tekur eigi til þess, þó að húsgögn leiki þar á reiðskjálfi, og rúður skrölti í gluggum.

Strönd Reykjaness

Frá Reykjanesi er rösk tveggja tíma ferð til bygða, hvort heldur er farið austur á bóginn til Grindavíkur, eða norður til Hafna. – Sjaldan er gestkvæmt á Reykjanesi, enda þess eigi að vænta að vetri til; en á sumrin væri ætlandi, að margir Reykvíkingar kysu, heldur að skussast með bifreið suður í Grindavík eða Hafnir og ganga síðan um hin einkennilgegu hraun, 2-3 tíma ferð út á Reykjanes, heldur en gleypa hjer göturykið í Reykjavík um helgar og góna á náungann. Þeir, sem eru allra fótlatastir, gefa fengið sjer hest, þar sem akveg þrýtur. En að því er lítill flýtisauki, því vegurinn er ljelegur.
Margur farkostur hefir strandað á suðurströnd Reykjaness, og margur sjógarpur látið líf sitt í þeim ægilega brimgarði, þar sem öldur úthafsins skella á sundurtættum hraunhömrunum.
Í vetur sem leið drukknuðu margir vaskir drengir í lendingunni í Grindavík. Það var á björtum sólskinsdegi; og gátu menn notið góðviðris og sleikt sólskinið hjer inni í Reykjavík, þó svona væri þar.
Skamt frá Járngerðarstaðahverfinu liggur togarinn Ása, fáar skipslengdir frá fjöruborði. Er búist við, að hún náist út með stórstarum. Það er að segja, eftir því sem björgunarmenn segja. En Grindvíkingar voru lengi vel vantrúaðir á, að hægt væri að ná skipi á flot, sem hefði haft þar jafn náin kynni af ströndinni, eins og Ása.
Á rekafjöru frá Grindavík vestur að Reykjanesi, verður fyrir augum manns margskonar hrygðarsjón. En í því umhverfi, sem þar er, blandast hrygðin lotningu fyrir stórfenglegum náttúruöflunum.
Fyrir ströndinni er víða hár sjávarkambur, þar sem eigi hamrar ganga í sjó fram. En þeim, sem aldir eru upp við norðlenska firði, þykir hjer vera allmjög á annan veg, en þar er títt. Þar eru sjávarkambar úr smágrjóti og möl, svo greiðfærir, að hægt er að ríða þá í fleng, á hvötum, fótvissumhesti. En hjer er kamburinn margra metra hár úr stórgrýti, sem hestar geta vart fótað sig á, hvað þá heldur meira.
Gígur HáleyjarbunguSlíkur er aflsmunur brimsins, er hefi verið að verki hjer og norður þar, enda er reynsla fyrir því, að sunnlenska brimið rótar björgum til, sem eru tugir tonna að þyngd.
Í túnfætinum í Staðarhverfi skamt vestan við Járngerðarstaði, er skrokkur af enskum togara. Spölkorn þaðan, vestan við, fórst færeyska skútan í hitteðfyrra, þar sem allir skipverjar týndust og ekki fanst örmul af, nema þóftubátur með nafni skútunnar og annað smábrak. -Svona mætti víst lengi telja.
Meðfram allri ströndinni liggur mikið vogrek, og mest er það unninn viður, og á því sennilega hver spýta sína sögu, í sambandi við slys og tjón. Þar eru á hverju strái allskonar skarn; beiglaðar, ryðgaðar járnplötur, dunkar, tunnur, skipskörfuræflar, og á löngu svæði er nú meðfram götuslóðinni við ströndina sáld af flöskutöppum. Einkennileg tilbreyting í viðurstygð eyðileggingarinnar, sem lýsir sjer í öllu brakinu. Ósjálfrátt rennir maður huganum til íslensks sjávarútvegar, til þess, hve lífskjör og lífsbarátta er hörð, þar sem hver fjölskyldumaður á lífsuppeldi sitt og sinna að sækja yfir brimgarð sem þenna.
Skömmu áður en komið er út að Reykjanesvita, er farið fram hjá gígbungu einni, Háleyjarbungu. Er gígur þessi, (að sögn Þ.Th), um 440 fet að þvermáli, og tæp 150 fet á dýpt.
Gunna á ReykjanesiÞegar þangað kemur, blasa við reykir hverasvæðisins. Er vegurinn sæmilega greiðfær, sem eftir er, og er maður brátt kominn inn á hverasvæðið. Til vinstri handar við götuna er Litli-Geysir. Hann gýs ört, og fer vatnsstrókurinn stundum 3 til 4 metra í loft upp. Hann gýs sjávarvatni, og er þó um 100 fet yfir sjávarmál. Rjett við hann er leirhver einn mikill. Í honum vellur gráleit eðja og gýs upp úr skálinni, en slkákkar á milli, og er skálin eða gjótan þá þur og alt með kyrrum kjörum stundar korn, uns nýtt gos byrjar.
Spölkorn norðar er hin nafntogaða Gunna, einhver mesti og “helvítlegasti” leirhver á landinu, í  orðsins upprunalegu merkingu, enda valdi hinn fjölkunnugi Eiríkur á Vogsósum Gunnu sem hentugast sáluhlið handa þeim, sem hann útbjó greiðan gang niður til þess neðsta.
Gunna er eigi ein samfeld hveraskál, heldur er það mikill leirpyttaklasi, sem ber þetta nafn. Er jörðin þar öll sundursoðin, og þarf að gæta varúðar, til þess að sleppa ekki ofaní sjóðheita eðjuna. Er hitinn svo mikill þarna í jörðinni, að þó eigi sjeu nema smágöt á hraunskorpu, sem eimir úr, er sem maður bregði hendi í eld logandi, þegar brugðið er fingri fyrir holuna.
Jarðvegur er mjög lítill á hverasvæðinu. Blóðberg er aðalplantan, sem þar vex, – þar sem annars nokkuð getur vaxið fyrir brennisteini eða hita.
Reynt hefir verið eitthvað að leita þarna að verðmætum efnum, en um árangur er mjer ekki kunnugt. En margt er þar í jörðu merkilegt að skoða. Sagt er, að námurjettindi hafi þar verið seld fyrir 50 krónur.
ValahnúkurSögusögn er um það, að um þessar slóðir sje einhversstaðar hin víðfræga jarðskjálftagjá Páls Torfasonar; en á því veit jeg eigi deili. En gjár eru þar svo margar, og jarðskjálftar sennilega óvíða tíðari í heiminum, svo mjög er eðlilegt, að velja slíkum merkisgrip þar samastað.
Gamli Reykjanesvitinn stóð á hinum svo nefnda Val[a]hnúki. Er það móbergshóll, eð aöllu heldur leifar af hól, því ekki er nema endinn eftir, sem eigi á langt eftir ólofað á jarðfræðivísu, því sjávarbrimið er langt komið að eyða honum.
Uppi á röndinni, skamt frá sjávarhamrabrúninni, var vitinn reistur, áttstrendur turn úr hraungrúti, segir Þ.Th., og loftsvalir yfir, en þar upp af voru ljóskerin, er Danir gáfu, og kostuðu 12 þús. kr.
En sífelt hrundi úr berginu, því um sjávarborð er bergið lint. Eru þar því hellar miklir og merkilegir. Jarðgöng hafa þannig myndast gegnum einn hluta Valahnúks. (sjá mynd). Er afar einkennilegt um fjöru, að standa niðri í stórgrýtinu framanvið bergið, með hafrótið hvítfyssandi á aðra hönmd, og gínandi hellisskúta á hina.
Mávar verpa í berginu, og eru gæfir um þessar mundir.
Það þótti eigi tryggt að hafa vitann lengur á Valahnúk. – Bergið gat hrunið í sjó fram við einhvern jarðskálftakippinn; – því var ráðist í það að byggja annan vita á Vatnsfelli. Er það hóll álíka að gerð og Valahnúkur, nema hvað hann er heill, því hann sendur inni í landi. Heill er e.t.v. of mikið sagt, því þarna er helst alt sprungið og vitinn sá nýi hefir sprungið, – þó hann sje hinn rambyggilegasta smíði. Hann er um 30 metra hár. Hellir í ValahnúkUppi undir ljóskeri er vitavarðaherbergi. Þar verður að vera vörður alla stund meðan ljós er á vitanum. Má geta nærri, að það er eigi viðkunnanleg staða þegar jarðskjálftar eru mjög tíðir og regnskúrir, að kúldast þarn uppi í 30 metra háum turninum, uppi á 40 metra háum hólnum, þegar turninn diglar eins og “reyr af vindi skekinn.”
Eins og nærri má geta, er hið ágætasta útsýni úr vitanum inn yfir Reykjanesskaga og langt á haf út.
Undir Vatnsfelli er Vitavarðabústaðurinn. Þar er nú Ólafur Sveinsson vitavörður. Hann var ekki heima er við komum þangað fjórir um daginn, Þjóðverjar tveir, málarinn Wedepohl, Lubinski blaðamaður, Ragnar Ásgeirsson garðyrkjumaður og jeg.
Er við höfðum virt fyrir okkur það helsta, sem markvert er í umhverfinu, komum við þar heim og fengum hinar bestu viðtökur.
-Mikið höfðu útlendingarnir undrast öll þau náttúrufyrirbrigði, er fyrir augu voru bar; hefir Lubinski nýverið farið um Sahara, Túnis, Algier, Spán, Frakkland og víðar. – Aldrei kvaðst hann hafa komið á jafn undraverðan stað og þenna. Ein eitt var undrunarefni hans enn, og það var að finna þarna úti í auðninni, aðra eins framleiðslu við kaffiborðið og hjá konu vitavarðarins, og jafn skýran og frjálsmannlegan pilt og son vitavarðar, 13 ára gamlan, er fylgdi okkur um nágrennið. Svona er ekki unglingarnir í Nýi vitinn og gamla vitavarðahúsiðborgunum okkar á Þýskalandi, sagði hann, enda fá þeir annað uppeldi en hjer fæst í þessu mikilúðga umhverfi.
Er við voru að standa upp frá kaffiborðinu, heyrðust alt í einu drunur miklar svo undir tók, og á vetfanfi ljek alt á reiðskjálfi. Útlendingarnir skimuðu og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en við Ragnar þóttumst heimavanir og sögðum rjett sísona, að þetta væri ekki annað en jarðskjálfti, rjett eins og við hefðum pantað hann sem síðasta númer í skemtiskránni.
Til allrar hamingju voru þeir ekki búnir að heyra um gjána hans Páls, annars hefðu þeir haldið, að nú hefði einhver dengt í hann grjóti þeim til skemtunar.”

Heimild:
– Reykjanes – Einhver einkennilegasti staður í nágrenni Reykjavíkur. Lesbók Morgunblaðsins 13. júní 1926, bls. 4-6 (V.St).

Reykjanes

Reykjanes – JÓH.

Fugl

„Reykjanes er alveg einstakur staður á jörðinni því þar má sjá flekaskil milli meginfleka jarðskorpunnar, Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, á þurru landi.

pall E

Páll Einarsson.

Flekaskilunum fylgir landmótun, eyðing, eldvirkni, jarðhitavirkni, sprungur, misgengi og jarðskjálftar. Flekarnir fjarlægjast hver annan um tvo sentímetra á ári “sagði Páll Einarsson, prófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins í jarðskjálftum við upphaf 6 klst ferðar um Reykjanesið. „Þegar ný kvika kemur ekki upp úr iðrum jarðar, eins verið hefur s.l. 800 árin verða afleiðingarnar þær að landið lækkar og sjórinn nær að éta smám saman af landinu, einkum á sunnanverðum Skaganum. Í þessari ferð var m.a. ætlunin var að skoða bæði jarðsöguna, – mótunina og kíkja á mögulega þróun í þeim efnum í nánustu framtíð. Páll var annar tveggja leiðsögumanna í skoðunarferð sem farin verður um Reykjanesið sem lið í afmælisdagskrá Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Hinn var Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur, og er fjallað um hans þátt hér á eftir.

gja-22

Svæðið er stöðugt viðfangsefni vísindamanna, bæði innlendra og erlendra, sem koma til að rannsaka þau ferli sem skapa nýja jarðskorpu á flekaskilum. Í ferðinni voru m.a. skoðuð þversnið í gegnum eldgíga og gossprungur sem og mismunandi gerðir sprungna athugaðar. Sérstök stopp voru áætluð ofan við Sandvík og á Reykjaneshæl.
Strax í upphafi ferðar fjallaði Páll um flekaskil Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Sagði hann líta mæti t.d. á Keflavík sem „ameríska borg“ en Grindavík aftur móti sem „evrópska borg“. Skilin væru um 5 km breið, en þau væru hvergi skýrari en yst á Reykjanesi.

Flekaskil

Flekaskil.

Flekarnir rækju í burt frá hvorum öðrum sem næmi að jafnaði 18-19 mm á ári. Þannig mætti greina 18 cm rek á 10 ára tímabili, 1.80 m á einni öld og 18 m á þúsund árum. Það samsvarði nokkurn veginn breidd svonefndrar gjáar á milli meginlenda, sem væri einungis skemmtileg framsetning á efninu, en fjarri lagi. Jaðar Ameríkuflekans væri nokkurn veginn þarna, en eins og fyrr sagði, er jaðar Evrópuflekans í u.þ.b. 5 km fjarlægð í austri. Þegar um hreint frárek væri að ræða færðust flekarnir beint í sundur, en þegar flekarnir hliðruðust kallaðist það hliðrek.

Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa.

Þannig væri ysti hluti jarðar samsettur úr nokkrum geysistórum bergflekum sem ná djúpt niður í seigan möttul jarðar. Flekarnir eru 100–200 km þykkir og „fljóta“ ofan á möttlinum. Efsti hluti flekanna kallast jarðskorpa og er hún 5-70 km þykk. Við flekamót rekur fleka saman, líkt og sjá mátti afleiðingarnar af nálægt Japan nýlega, en við flekaskil rekur þá í sundur.
Við flekaskil valda iðustraumar í möttulbráðinni því að flekar færast í sundur. Þar þrýstist bráðin hraunkvika upp og bætist á jaðra flekanna. Eldgos verða þar sem hraunkvikan brýst alla leið upp á yfirborð. Flekaskil eru að langmestu leyti á botni úthafanna og mynda þau geysilangt net af neðansjávarhryggjum, alls um 60 þúsund km að lengd.

Sprunga

Hraunsprunga.

Aðeins um 1% af úthafshryggjum jarðar eru ofansjávar og það gerir Reykjanesið sem og Ísland allt svo sérstakt. Úthafshryggurinn sem liggur um Ísland og sker það í tvennt kallast einu nafni Norður-Atlantshafshryggur og er hann hluti af jöðrum flekanna tveggja.
Svæði þar sem flekana tvo rekur hraðast í sundur eru kölluð gliðnunarbelti eða rekbelti. Utan rekbeltanna eru tvö hliðarbelti og liggja þau í eldri jarðskorpu en rekbeltin. Tvö þverbrotabelti tengja saman hliðrun sem er á Norður-Atlantshafshryggnum um mitt Ísland.
Hliðrun úthafshryggjarins stafar líklega af miklum möttulstrók, svokölluðum heitum reit með sérstaklega heitu, léttu og miklu kvikuuppstreymi, sem er undir Íslandi. Miðja möttulstróksins er undir Vatnajökli og togar strókurinn hrygginn eða gliðnunarbeltin til sín.
AtlantshafshryggurinnTil eru þrjár gerðir af hreyfingum við flekamæri, svæðin sem tveir flekar liggja saman. Sú fyrsta er tveir samliggjandi flekar færast í átt hvor frá öðrum á svæði sem nefnist flekaskil, önnur er að flekar færast hvor í átt til annars á svæði sem kallað er flekamót og sú þriðja er sniðgeng flekamæri (þverbrotabelti, hliðrunarbelti) þar sem tveir flekar færast meðfram hvor öðrum. Við flekaskil, þar sem plöturnar færast í sundur, eins og t.d. á Íslandi, er uppsteymi í möttli jarðar og ný jarðskorpa myndast stöðugt þar sem flekarnir skilja eftir sig gliðnunina. Við flekamót gerist  annaðhvort það að þar sem flekar rekast hvor á annan eyðist jarðskorpan hjá þyngri flekanum en léttari flekinn byggist upp eða þá að tveir jafnþungir flekar rekast hvor á annan en þá geta þeir ekkert annað en þrýst upp á við. Við sniðgeng flekamæri geta verið miklar jarðskjálftahreyfingar þar sem mikill þrýstingur myndast við mismunandi hreyfingar tveggja fleka.

Atlantshafshryggurinn-2

Frá því að Atlantshafið byrjaði að opnast, í lok Miðlífsaldar og upphafi Nýlífsaldar, hefur Norður-Ameríkuflekann og Evrasíuflekann rekið í gagnstæðar áttir. Á gliðnunarsvæðinu í miðju Norður-Atlantshafi hefur byggst upp hryggur og þessi hryggur skýtur kollinum upp úr hafinu hér á Íslandi. Fljótlega eftir að endurbætt landrekskenning varð viðurkennd á 7. áratugnum
var ljóst að tilvera Íslands er mjög tengd landrekinu og í raun afleiðing þess og samspils við möttulstrókinn. Ísland gnæfir um 2-4 km yfir venjulega hæð Norður-Atlantshafshryggjarins.

Landris

Landris.

Það sem skapar Íslandi þessa sérstöðu, er að undir landinu er óvenjumikið uppstreymi heits efnis úr möttlinum, svokallaður möttulstrókur eða heitur reitur. Þessi heiti reitur hefur verið virkur að minnsta kosti síðustu 55 milljónir árin og virkni hans virðist ekki fara minnkandi enn sem komið er.

Sandfellshaed

Talið er að fyrir um 20 milljónum ára hafi flekaskilin rekið yfir heita reitinn og þar með hafi myndun Íslands hafist.
Páll sagði megineldfjöllin eftir síðustu ísöld, dyngjurnar, hafa gefið af sér undirlendi það er Reykjanesskaginn byggist á nú. Í raun væru þau ekki líkar hinum gríðarstóru dyngjum er þekkjast víða um heim, heldur mætti fremur kalla þær dyngjuskyldi. Á leið um Reykjanesbrautina var ekið yfir hraun frá Hrútargjárdyngju vestan við Straum. Dyngjan gaus fyrir ca. 7.000 árum og hefur, líkt og aðrar dyngjur, gosið samfleitt í nokkra áratugi eða jafnvel í eina öld. Hrútagjárdyngjan hefði gefið af sér apalhraun. Þegar litið væri yfir slík hraun mætti víða sjá flatar ójöfnur og hraunkýli (hraunhveli). Þegtta gerðist þegar fljótandi efsti flötur hraunkvikunnar storknaði en fljótandi hraunið streymdi fram undir. Þá safnaðist það stundum í þrær eða hólf, lyftu storknuðu þakinu um stund, en rynni síðan áfram ef og þegar kvikan næði að bræða sér áframhaldandi leið – og landið sigi á ný. Við þessar aðstæður spryngi storknuð hraunkvikan ofan á glóðinni.

Berggangur a reykjanesi

Apalhraun, lík Afstapahrauni, gerðu sig á annan hátt; yltu fram seigfljótandi undan þunga straumsins og mynduðu gróf hraun sem jafnan væru síðar erfið yfirferðar.
Þráinsskjöldurinn væri dyngjuskjöldur allt frá því í lok síðustu ísaldar. Sjá mættu leifar þessa efst við gígbrýnina. Sandfellshæðin væri litlu yngri, en frá henni hefði runnið mikið magn hraunvikur er myndaði núverandi undirlag ysta hluta Reykjanesskagans, stranda á millum. Tvo hliðarskyldi mætti sjá á dyngjuskyldinum; annars vegar Berghóla og Hafnarbergs og hins vegar Langhól miklu mun ofar. Einn væri þó sá dyngjuskjöldur, sem ekki  væri ætlunin að heimsækja að þessu sinni, þ.e. Heiðin há. Hún væri dæmigerður dyngjuskjöldur, líkt og Skjaldbreið og Trölladyngja.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Páll lýsti Kapelluhrauni (rann 1151) og Afstapahrauni (ca. 1700 ára) þegar ekið var í gegnum þau. Auk þess fjallaði hann nánar um nýhraunin á Skaganum. Fram kom að kortlagning og aldursgreiningar á hraunum á Reykjanesskaga hafi leitt í ljós að eldvirknin síðustu 10.000 árin einkennist af gosskeiðum sem vara í 400-600 ár. Á milli gosskeiðanna eru um 600-800 ára goshlé. Á hverju gosskeiði verða flest eða jafnvel öll eldstöðvakerfin á skaganum virk. Gossaga síðustu tveggja gosskeiða er allvel þekkt og myndin af því þriðja síðasta óðum að skýrast. Um eldri gosskeið liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar enn sem komið er, þó bætist smám saman við ný vitneskja.
Tímasetning hrauna á Reykjanesskaga Atlantshafshryggurinn-23byggir annars vegar á C-14 aldursgreiningum á gróðurleifum undan hraunum og hins vegar á gjóskulagatímatali.
Gjóskutímatalið byggir á Heklu- og Kötlulögum ásamt gjóskulögum sem eiga upptök í sjó við Reykjanes. Landnámslagið (LNL), frá því um 870 e.Kr., finnst um allan skagann og er eitt mikilvægasta leiðarlagið. Á seinni hluta nútíma, síðustu 4500 árin, er stutt á milli gjóskulaga í jarðvegssniðum og tímatalið því notadrjúgt en neðar verður það hins vegar mun gisnara, sem takmarkar notagildi þess. Frá síðasta gosskeiði eru þekktir þrennir eldar, þeir fyrstu á 10. öld og hinir síðari á 12. og 13. öld. Hraun frá fyrstu eldunum eru í Brennisteins-fjallakerfinu, s.s. Tvíbollahraun, Breiðdalshraun, Húsfellsbruni, Selvogshraun og Kristnitökuhraunið. Þrjú fyrstnefndu hraunin hafa verið aldursgreind af Jóni Jónssyni (1983). Mögulegt verður að teljast að einhver þessara hrauna hafi brunnið á 11. öld. Öll liggja þessi hraun ofan á Landnámslaginu og undir Miðaldalaginu (ML) frá 1226.

Atlantshafshryggurinn-24

Við kortlagningu hrauna í Brennisteinsfjöllum og í Krýsuvíkurkerfinu kom í ljós að þar er að finna hraun sem liggja fast undir Landnámslaginu. Lítill sem enginn jarðvegur er sjáanlegur þar á milli. Næsta þekkjanlega gjóskulag undir þessum hraunum, eða gjalli frá upptakagígum þeirra, er Heklulag sem er 1400-1500 ára gamalt (kallað „Gráa lagið“ vegna sérstaks litar). Yfirleitt er nokkur jarðvegur á milli „Gráa lagsins“ og hraunanna. Út frá afstöðu hraunanna til gjóskulaga teljum við að þau séu frá 8.-9. öld.

gja-22

Ljóst er að hraunin tilheyra síðasta gosskeiði en ekki því næsta á undan sem varð fyrir um tvö þúsund árum. Síðasta gosskeið lengist því um allt að 200 ár og spannar tímabilið frá um 750-1240 e.Kr., eða um 500 ár. Hraunin sem um ræðir er annars vegar að finna í Brennisteinsfjalla-kerfinu og hins vegar í Krýsuvíkurkerfinu. Í Brennisteinsfjöllum eru það Hvammahraun og Vörðufellsborgahraun. Upptök þess fyrrnefnda eru í gígaröð efst í Brennisteinsfjöllum. Stærsti gígurinn heitir Eldborg. Síðarnefnda hraunið kemur frá gígaröð nokkru sunnar, vestan undir Vörðufelli, sem nefnd er Vörðufellsborgir. Skammur tími hefur liðið á milli gosanna. Hraunin eru ungleg og hafa stundum verið talin meðal sögulegra hrauna. Jón Jónsson taldi þau ekki með í þeim hópi en þó vera mjög ung. Hraunin þekja til samans ríflega 40 km2 og runnu ofan úr fjöllunum á nokkrum stöðum, s.s. um Hvamma í átt að Kleifarvatni og fram af Herdísarvíkurfjalli um Lyngskjöld og nokkur fjallaskörð þar fyrir austan.

Nutimahraun

Í Krýsuvíkurkerfinu er hraun frá líkum tíma í Móhálsadal. Upptök þess eru á um sjö kílómetra langri gígaröð, talsvert slitróttri. Á nýlegu jarðfræðikorti af Reykjanesskaga er hraunið nefnt Hrútafellshraun. Stærstu gígarnir eru Lækjarvallagígar austan við Djúpavatn. Lítill hraunfláki sem aðgreinist frá meginhrauninu er á risspildu Hrútagjárdyngju. Ofan á henni, skammt norðvestur af gíg dyngjunnar, hefur opnast tveggja kílómetra löng gossprunga sem gefið hefur frá sér hraun sem er um 0,66 km2 að flatarmáli. Meginhraunið er hins vegar um 6,8 km2 að lágmarki en syðsti hluti þess er hulinn af Ögmundarhrauni, sem er frá 12. öld.

Valahnúkar

Tröllin á Valahnúkum.

Út frá afstöðu hraunanna til gjóskulaga verður ekki annað séð en að þau séu öll mynduð á mjög svipuðum tíma. Ekki er þó víst að eldar hafi verið uppi í báðum eldstöðvakerfunum samtímis, en skammt hefur liðið á milli þeirra. Úr þessu mætti mögulega fá skorið með aldursgreiningum á koluðum gróðurleifum og mó undan hraunum og gjalli. Slík sýni hafa nýverið náðst frá tveimur stöðum. Annar staðurinn er norðan við rissvæði Hrútagjárdyngju og hinn í Sogum. Sýnin hafa verið send til greiningar.

Móhálsadalur

Móhálsadalur.

Á báðum svæðunum, þ.e. í Móhálsadal og í Brennisteinsfjöllum, hafa hlaðist upp stórir gjall- og klepragígar sem bendir til að gosin hafa verið kröftug og staðið nokkuð lengi. Hraunin í Brennisteinsfjöllum ná yfir stórt svæði. Gosvirknin þar hefur smám saman færst í einn megingíg sem gefið hefur frá sér mikið af hrauninu. Hvammahraun er að mestu úfið og illfært apalhraun en umhverfis gígasvæðið er helluhraun. Talsverð hraunbunga með dyngjulögun er við aðalgíginn.

Sveifluhals-22

Eldarnir á 8.-9. öld bæta nokkru við þá mynd sem við höfum af eldvirkni á Reykjanesskaga. Til dæmis er nú ljóst að á sama gosskeiðinu hefur gosið tvisvar í sama eldstöðvakerfi. Einnig bendir nú flest til að gosskeiðin séu nokkru lengri en talið hefur verið, en vísbendingar um það hafa einnig komið fram varðandi gosskeiðið fyrir um 2000 árum. Eldgos á Reykjanesskaga á næstunni kæmi ekki á óvart.
brennisteinsfjoll-222Vísindamenn sem voru við rannsóknir á Reykjaneshrygg síðasta sumar rak í rogastans þegar þeir uppgötvuðu gríðarstóra megineldstöð á hryggnum en fræðilega ætti hún ekki að geta verið þar. Er hún líklega sú eina sinnar tegundar í heiminum. Fullyrt er að þetta sé með merkustu uppgötvunum í jarðvísindum í áratugi. Auk eldfjallsins fundu þeir tvö gömul rekbelti sem stjórnuðu upphleðslu Vestfjarðarkjálka og Snæfellsness. Á meðal þess sem finna mátti á hafsbotninum voru greinileg ummerki eftir borgarísjaka og fornir árfarvegir.
Megineldstöðin, sem fengið hefur nafnið Njörður, er á stærð við Reykjanes, eða um 50 km í þvermál. Í toppi hennar má greina öskju, eða sigketil sem er um 10 km í þvermál. Núverandi rekás Reykjaneshryggjar liggur í gegnum Njörð. Reykjanes-sprungukrefiAðstæður við Njörð eru því svipaðar og í Kröflu, þar sem að megineldstöðin og sigketill hennar er klofin af Kröflusprungu-sveimnum.
Reykjaneshryggurinn er því um margt stórmerkilegur jarðfræðilega. Einnig Reykjanesið, sem er eini staðurinn á jarðkringlunni þar sem glögglega má sjá úthafshrygg ganga á land.
Sprengigígur er á Reykjaneshæl og 6-7 slíkir í Krýsuvík, þ.e. Gestsstaðavatn, Grænavatn, Stamparnir og Augun og a.m.k. einn norðan við Grænavatn. Þeir hefðu orðið til vegna kvikuuppleitunar undir bergvatn, sem sprenging hafi hlotist af með tilheyrandi afleiðingum.
Páll taldi að Sveifluháls (Austurháls) hefði orðið til í nokkrum gosum, bæði undir snemmjökli og undir lok síðasta jökulsskeiðs þegar íshettuna var að leysa. Mætti sjá þess glögg merki á einstaka hnúkum hálsins.
Greanavatn-22Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10 000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
nedansjavargosNeðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. Þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.
Á Krýsuvíkursvæðinu má víðast hvar sjá túff, brotaberg, móberg og bólstraberg. Sumstaðar er þessu öllu hrært saman líkt og í risastórum grautarpotti. Landlyfting hefur orðið í Krýsuvík síðustu par ára. Landið suðvestan við Kleifarvatn hefur risið um 5-15 cm sem getur gefið vísbendingu um að ekki verði langt að bíða eftir einhvers konar hraunuppstrymi þar. Einkennin eru dæmigerð fyrir aðdraganda goss, þ.e. landlyfting og tíðir litlir skjálftar í langan tíma. Að vísu seig landið um tíma, en hefur nú verið að rísa á nýjan leik. Svona goshrinur eru taldar koma eftir öllu Reykjanesinu á um 1000 ára fresti og standa í um 300 ár með hléum. Síðasta hrina hófst fyrir um 1100 árum.

bolstraberg-22„Ég vildi gjarnan sjá Hafnfirðinga taka tillit til staðreynda tilverunnar eins og íbúar snjóflóðahættusvæða gera. Það er þó alls ekki raunhæf hætt á að sprunga opnist inn í byggðina þarna – en ansi nálægt (það er verið að moka gjallinu úr gígunum í burtu þarna rétt fyrir ofan) og það ætti að gera fyrirfram ráð fyrir varnar-mönum til að stýra hugsanlegu hraunflóði því þau munu koma og eru fremur þunnfljótandi á Reykjanesi – þarna ættu ekki síður að vera hraunvarnar-manir fyrir ofan byggðina en að menn reisa hljóðvarnar-manir meðfram götum og hraðbrautum til að verja hús fyrir hávaða. Það er engin hætta á miklum sprengigosum á Reykjanesi og fyrir ofan Hafnarfjörð heldur fyrst og fremst hraungosum. –

Sundhnúkur

Sundhnúkur ofan Grindavíkur.

Grindavík æti að huga að þessu líka – þó aldir geti liðið þá getur það líka gerst á morgun. Menn byggja háhýsi með hliðsjón af miklum jarðskjálftum þó líkur á að stór jarðskjálfti ríði yfir Reykjavík (með upptök við eða undir Reykjavík) séu nær engar – þegar aftur víst er að fyrr að síðar mun hraun renna þar sem Vallahverfi er nú og víðar. Því ætti að skipuleggja byggð frá upphafi þannig að byggðin þoli það, rétt eins og að gera þarf ráð fyrir að hús þoli jarðsjálfta af stærð sem aldrei eða nær aldrei kemur í Reykjavík. Einföld en nægilega efnismikil og öflug efnis-mön ofan byggðar stýrir hrauninu frá byggðinni“

Gunnar thor-2Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur annaðist leiðsögnina ásamt Páli. Gunnar hefur unnið að doktorsverkefni um máfa og tófur á Reykjanesi ásamt því að rannsaka fuglalíf svæðisins fyrir  Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði. „Á Reykjanesi er eitt fjölbreyttasta fuglalíf á landinu yfir vetrartímann og það er viðkomustaður fjölmargra farfugla á haustin og vorin. Þar eru  líka nokkur fuglabjörg þar sem finna má mikinn fjölda sjófugla,“ segir Gunnar og bætir við. „Í ferðinni sjáum við flesta þá vetrargesti sem enn eru til staðar og einnig fyrstu farfuglana, eins og sílamáv og lóu.“
Gunnar Þór Hallgrímsson er líffræðingur frá Háskóla Íslands og er í doktorsnámi við sama skóla. Helstu verkefni Gunnars eru á sviði fuglafræði en mörg verkefni eru í vinnslu á því sviði. Þannig fylgist Gunnar mjög náið með sílamávavarpinu á Miðnesheiði en samkvæmt gögnum frá 1995 er það eitt hið stærsta í heimi.

Sílamávur

Sílamávur.

Athuganir á sílamávavarpinu felast meðal annars í að skoða aðferðir sem nota megi til fækkunar máfsins en bent hefur verið á vandamál tengdu svo stóru varpi í nágrenni alþjóðaflugvallar. Samhliða rannsóknum á sílamávi sem unnar eru í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskólans vinnur Gunnar m.a. að athugunum á sendlingum í samstarfi við skoska aðila, æðarfugli í samstarfi við Háskólann í Glasgow, eiturefnavistfræði í samstarfi við Stokkholmsháskóla og vöktun arnarstofnsins í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vestfjarða, Náttúrustofu Vesturlands og Fuglavernd.

loa-12

Undanfarin tvö ár hefur mikið borið á mávum í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum og hafa margir kvartað undan átroðningi fuglsins inn í mannabyggðir. Fuglafræðingar benda á að ástandið sé mjög óvenjulegt og að það tengist atferlisbreytingum hjá fuglategundinni. Fæðuskortur rekur máva frá varpstöðvum inn í þéttbýlið.
„Mávarnir eru að segja okkur að það er ekki allt í lagi í sjónum,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur hjá Náttúrustofnun Reykjaness, í samtali við mbl.is „Það er alvarlegt ástand í gangi sem við skiljum ekki og mávarnir eru að minna okkur á það.“  Sílamávurinn hefur til að mynda verið mjög aðgangsharður í ætisleit við Reykjavíkurtjörn og jafnvel veitt sér andarunga til matar. Gunnar segir stofn sílamávsins hafa fjölgað mjög mikið undanfarin ár en árið 2004 virðist sem að hann hafi náð hámarki. Ári síðar hafi farið að halla undan fæti í varpi hjá mávnum og það varð algjör viðkomubrestur, þ.e. fáir ungar komust á legg úr varpinu.

Fjöruspói

Fjöruspói.

Gunnar Þór benti þátttakendum á sílamáva, bjartmáva (sem eru vetrargestir hér, en verpa á Grænlandi), urtönd (sem er smæst anda), skúfönd, stokkendur, tjald (sjá má aldur hans bæði á gogg og fótum), fjöruspóa (sem er sjaldgæfastur fugla hér á landi, telur einungs ca. 10 fugla), lóu (sem nýkominn var til landsins, m.a. sást hópur slíkra með ca. 30 fuglum koma inn yfir ströndina), geirfuglinn og margt fleira.

geirfuglar

Gunnar benti reyndar á að síðustu tveir geirfuglarnir í heiminum hefðu verið veiddir  á syllu í Eldey þann 3. júní 1844. Þar með hefði þeirri merkulegu fuglategund verið útrýmt endanlega. Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins. Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna. Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar.

Geirfugl

Geirfulg á Náttúruminjasafninu.

Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands.
Gunnar Þór fjallaði auk þess m.a. um sendil, súlu og fýl, en síðastnefndi er ekki mávategund þó svo að flestir teldu svo vera. Í Eldey væri ein af stærstu súlubyggðum í heimi og sú stærsta hér við land. Þar væri fjöldinn orðin svo mikill að fáar fleiri kæmust þar að.
Þá fjallaði Gunnar Þór um tófuna og tilvist hennar á Skaganum, ekki síst til að stemma stigu við fjölda máva við flugbrautirnar á Miðnesheiði.
Frábært veður. Ferðin tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Páll Einarsson, prófessor við HÍ.
-Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur.
-Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 26. nóvember 2010.
-Magnús Á. Sigurgeirsson og Kristján Sæmundsson, Íslenskar Orkurannsóknir, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Eldey

Eldey.

Gunnuhver

Djúpborun er framtíðin í háhitarannsóknum, a.m.k. sú nánasta. Hér er um merkilegt þróunarverkefni að ræða, en hafa ber í huga að enginn árangur hefur orðið í orkurannsóknum hér á landi síðustu áratugina nema vegna tilrauna, vonbrigða og sigra á að því er virtist – óyfirstíganlegum vandamálum. Ef ekki hafi verið vegna mistaka, fórna, tilheyrandi kostnaðar og óþrjótandi þolinmæði, færi lítið fyrir núverandi háhitavirkjunum á Suðurnesjum.
Hér á eftir er stuttur útdráttur úr erindi sem flutt var á Orkuþingi 2001. Erindið var flutt af Guðmundi Ómari Friðleifssyni, Orkustofnun, en fleiri komu að gerð þess.
Kynnt var hugmynd um að bora 4 til 5 km djúpa rannsóknarholur í háhitasvæði landsins. Markmiðið er að finna yfirkrítískan jarðhitavökva djúpt í rótum háhitasvæðanna, rannsaka hann og kanna nýtingarmöguleika hans. Vitað er að yfirkrítískan jarðhita er að finna á þessum stöðum en ekki er vitað hvort hann er í vinnanlegu magni. Hreint vatn sýður við 100°C við yfirborð jarðar en með auknu dýpi og þar með auknum þrýstingi sýður það við stöðugt hærra þar til komið er að krítískum mörkum við tæplega 375°C og rúmlega 222 bara þrýsting. Við hærra hitastig og þrýsting er vatnið í einum fasa, einskonar gasfasa, og hvorki sýður né þéttist við hita- eða þrýstingsbreytingar ofan krítísku markanna. Neðan krítískra marka skilst vatn hins vegar í tvo fasa við suðu, þ.e. vatn og gufu.
Ljóst er að orkuinnihald vökva í þessu ástandi er firnahátt, en óljóst er hvort tekst að nýta það með hagkvæmum hætti. Til að átta sig á því hvert orkuinnihaldið er hefur verið nefnt að því megi helst jafna við orku í jafnþyngd af dýnamíti. Grundvallarspurningin er hvort vinna megi margfalt meiri orku úr háhitasvæðum en unnt er með hefðbundinni tækni. Með djúpvinnslu má væntanlega auka líftíma jarðhitakerfanna, draga úr umhverfisáhrifum, auka nýtni vinnslunnar umtalsvert og jafnvel vinna verðmæt steinefni og málma úr djúpvökvanum. Áhersla verður lögð á heildstæða vinnslu auðlindanna sem þýðir að fléttað verður saman framleiðslu á raforku, framleiðslu á varmaorku fyrir iðnað, lífrænni og ólífrænni efnavinnslu og skipulagðri fræðslu og ferðamennsku. Verkefnið er ekki einvörðungu áhugavert fyrir Ísland, heldur einnig í alþjóðlegu tilliti þar sem líklega má yfirfæra reynsluna héðan á háhitasvæði vítt og breytt um heiminn bæði á landi og á hafsbotni.
Talið hefur verið að Ísland henti vel til slíkra rannsókna þar sem landið er staðsett á miðju rekbelti jarðskorpuplatna á úthafshrygg. Hér er bæði hægt að skoða háhitakerfi sem flytja varmaorku til yfirborðs með missöltu sjávarættuðu vatni eins og á Reykjanesi og með tiltölulega fersku úrkomuvatni eins og á Hengilssvæðinu og á Kröflusvæðinu.
Til þessa hafa Hitaveita Suðurnesja hf., Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur staðið að þessu verkefni með ráðgjöf frá Rannsóknasviði Orkustofnunar. Leitað hefur verið eftir alþjóðlegu samstarfi um rannsóknir aðrar en nýtingarrannsóknir og hefur miðað vel í þeim efnum. Ef áætlanir um verkefnið ganga eftir má búast við að ýmsum undirbúningi, svo sem hagkvæmniathugunum og umhverfismati, verði lokið á næstu tveimur árum þannig að boranir geti hafist árið 2004.
Á ársfundi Orkustofnunar 2003, sem haldinn var 20. mars, kom fram að margfalda mætti nýtingu úr háhitasvæðum Íslands með djúpborunum. Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur, fjallaði um efnið:
“Undanfarin tvö ár hafa þrjár stærstu orkuveitur landsins, Hitaveita Suðurnesja, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, staðið að forathugun á því hvort orkuöflun úr háþrýstum 5 km djúpum borholum, 400-600°C heitum, geti verið álitlegur virkjanakostur. Athugunin hefur tekið til jarðvísindalegra og verkfræðilegra þátta. Ein grundvallarspurningin hefur snúist um það hvort yfirleitt sé hægt að bora holu sem þolir svo háann hita og þrýsting. Önnur spurning hefur snúist um það hvernig
skynsamlegast gæti verið að meðhöndla borholuvökvann meðan á prófunum stendur.
Þriðja spurningin hefur svo snúist um það að velja bestu borholustæðin fyrir fyrstu djúpu holurnar. Vegna mikils kostnaðar við djúpar borholur þarf að kappkosta að
fyrstu borholurnar heppnist vel og svari því hvort háhitavökvi í yfirkrítísku ástandi sé hagkvæmur og hugsanlega betri virkjunarkostur en sá hefðbundni. Þar skiptir höfuðmáli að virkjun yfirkrítísks vökva standist samkeppni við aðra virkjunarkosti. Kostnaður við borun fyrstu 5 km djúpu borholunnar og tilrauna á henni verður þó óhjákvæmilega hærri en kostnaður við borun vinnsluholna síðar meir. Forhönnunarskýrslunni var skilað til orkuveitnanna í byrjun febrúar 2003.

Aðdragandi
Forsögu málsins má rekja til greinar sem birtist á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu í Japan árið 2000. Þar var kynnt hugmynd um borun 4-5 km djúprar borholu eftir jarðhitavatni í svokölluðum yfirmarksham (eða yfirkrítískum ham) og verkefnið kallað Iceland Deep Drilling Project (IDDP). Reykjanes, Nesjavellir og Krafla voru nefnd til sögunnar sem hugsanleg borsvæði. Boðið var upp á alþjóðlegt samstarf um málið.
Hugmyndin hlaut góðar viðtökur enda eru Íslendingar ekki einir um að renna hýru auga til eiginleika vatns í yfirkrítískum ham. Orkufyrirtækin, ásamt Orkustofnun, höfðu í byrjun sama árs sett á fót samstarfsnefndina Djúprýni (DeepVision) sem stýrir verkefninu. Í byrjun árs 2001 ákváðu orkufyrirtækin síðan að ráðast í hagkvæmniathugunina og verja til þess um 30 Mkr, sem síðar var aukið um 15 m.kr. Sérfræðingar frá veitufyrirtækjunum sjálfum, Rannsóknasviði Orkustofnunar, verkfræðistofunni VGK hf., Raunvísindastofnun Háskólans og Jarðborunum hf. hafa starfað að athuguninni. Um mitt ár 2001 var jaframt komið á fót ráðgjafahóp íslenskra og erlendra
sérfræðinga (SAGA-hópurinn), eftir að styrkur hafði fengist frá International Continental Scientific Drilling Program (ICDP). Ísland gerðist aðili að ICDP sama ár og kostar Rannsóknarráð Íslands aðildina. Með tilstyrk ICDP hafa þrír fjölþjóðlegir
vinnufundir verið haldnir hér á landi, með alls um 160 þátttakendum. Fyrsti fundurinn var haldinn í júní 2001 og markaði sá fundur upphaf alþjóðlegs samstarfs um íslenska
djúpborunarverkefnið (IDDP). Haldinn var sérstakur bortæknifundur á Nesjavöllum í mars 2002, og jarðvísindafundur um hálfu ári síðar eftir að viðbótarstyrkur hafði fengist frá ICDP. Samtals nema styrkir frá ICDP um 10 m.kr. Á þeim fundi kynntu
fjölmargir erlendir sérfræðingar rannsóknartillögur og lýstu áhuga sínum til þátttöku í djúpborunarverkefninu. Þátttaka erlendu sérfræðinganna og SAGA hópsins, og þátttaka innlendu ráðgjafanna á umræddum vinnufundum, hefur að mestu leyti verið orkufyrirtækjunum að kostnaðarlausu. Metinn heildarkostnaður fram til þessa er vel yfir 100 milljónir Ikr, þar af hefur um helmingur farið í hagkvæmniathugunina.
Iðnaðarráðuneytið hefur sýnt verkefninu áhuga og velvild.

Framtíðarsýn
Djúpborunin er hafin á Reykjanesi. Einn til tveir áratugir gætu hins vegar liðið áður en endanlegt svar fæst við því hvort hagkvæmt sé að nýta háhitann í yfirkrítísku ástandi. Reynist svarið jákvætt er ljóst að nýtanlegur orkuforði þjóðar-
innar myndi stóraukast og ávinningur fyrir þjóðarbúið gæti orðið umtalsverður. Áleitin spurning er hvort margfalda megi nýtingu úr vinnslusvæðunum, t.d. 3-5 sinnum? Í dag er verið að vinna um 100 MWe úr hverju svæði. Ekki er vitað hvað háhitasvæðin geta staðið undir mikilli vinnslu og því verður ekki svarað í bráð. Með djúpborunarverkefninu er horft til hugsanlegs orkugjafa framtíðar. Ein vel heppnuð borhola gæti þó í einni svipan fleytt okkur ártugi fram á við í orkuvinnslutækni við nýtingu háhitasvæða. Vel heppnuð tilraun hér myndi að sama skapi gagnast alþjóða samfélaginu við nýtingu háhitasvæða vítt og breitt um heiminn.

Bortækni og kostnaður
Ósk um að tekin verði samfelldur borkjarni frá 2,4 til 5 km í IDDP borholunni, í tveimur áföngum, hefur komið fram á öllum alþjóðlegu fundunum í tengslum við IDDP. Með borkjörnum er unnt að afla ganga sem varpa skýru ljósi á það hvernig
varmaskipti milli hitagjafa og jarðhitavatns eiga sér stað í náttúrunni, og tengja þær vinnslutæknirannsóknum á jarðhitavökvanum. Borkjarnataka hleypir hins vegar upp
borkostnaði umfram venjulega hjólakrónuborun. Í ljós hefur komið að kostnaður með venjulegri boraðferð í 5 km dýpi er um 3 sinnum hærri en borun venjulegrar 2 km háhitaholu. Þá tvo kosti þarf að bera saman við ávinning af djúpum holum. Kjarnataka hleypir hins vegar kostnaði upp eins og fyrr segir, og því er ekki óeðlilegt að margir hagsmunaaðilar sameinist um tilraun af þessu tagi. Þekkingaraukinn verður allra en holan gagnast þeim best er svæðið virkjar. Borun holu með kjarnatöku frá 2,4 km í 3,5 km og síðan áfram, eftir rýmingu og fóðringu, frá 3,5 km niður í 5 km dýpi tekur um 8 mánuði. Borun venjulegrar háhitaholu niður í 5 km dýpi myndi hins vegar taka um 5 mánuði. Borun venjulegrar holur niður í 2-2,5 km tekur um 2 mánuði. Áætlaður kostnaður við holu með tvöfaldri kjarnatöku er 13-14 milljónir dollara, en venjulegrar vinnsluholu í 5 km um 8-9 milljón dollara. Kostnaður við venjulega háhitaholu í 2,5
km dýpi er um 3 milljónir dollara.

Ávinningur
Í forhönnunarskýrslunni er lagt mat á hugsanlegan ávinning orkuvinnslu úr yfirkrítískum vökva, og er þar reiknað með að nota þurfi varmaskipta. Niðurstaðan bendir til að ávinningur geti orðið allt að tífaldur við hagstæð skilyrði. Raforkuframleiðsla úr háhitaholum á Íslandi er að meðaltali um 4-5 MWe á holu. Ein djúp hola gæti þannig jafnast á við allt að 10 meðalholur, svo dæmi sé tekið. Slíkan ávinning þarf að bera saman við þrefaldan borkostnað.

Óvissa ríkir um áhrif efnasamsetningar á vinnslueiginleika vökvans. Vitað er að uppleysanleiki steinefna eykst með hækkandi hita og þrýstingi og því er hugsanlegt að yfirkrítískur vökvi geti reynst efnaríkur og erfiður í vinnslu? Flestir eru þó sammála um það að íslensku ferskvatnskerfin séu líklegri til að hafa hagstæðri vinnslueiginleika en önnur háhitakerfi, sem flest eru sölt og sum hver margfalt saltari en sjór. Skilyrði á Íslandi til að kanna vinnslueiginleika náttúrlegs jarðhita í yfirkrítísku ástandi eru því óvenju hagstæð. Þökk sé mikilli úrkomu og vel lekum jarðhitakerfum í rekbeltunum. Að auki finnast hér bæði ísölt og sölt háhitakerfi á Reykjanesskaga, sem kjörin eru til djúpborana og ýmiskonar vinnslutilrauna. Hagstæð skilyrði ættu að vera Íslendingum frekari hvatning til dáða.
Djúpborunarverkefnið hefur í för með sér margvíslegan óbeinan ávinning. Stærsti óbeini ávinningurinn felst í því að komast að hvort dýptarbilið milli 2 og 4 km dýpis sé vinnsluhæft til hefðbundinnar orkuframleiðslu. Hingað til hafa háhitasvæðin
einungis verið nýtt niður á um 2 km dýpi og ekki er vitað hversu mikill orkuforði er í berginu á næstu 2 km þar fyrir neðan. Líklegt er að svæðin séu nýtanleg með hefðbundnum hætti niður á 3–4 km dýpi. IDDP borholur verða fóðraðar af niður á 3,5-4 km dýpi. Ef vitað væri um góða vatnsæð utan við steyptu fóðringuna, þá er bortæknilega auðvelt að skábora út úr fóðringunni og einfaldlega sækja vatnsæðina.
Loks mætti nota IDDP holu til niðurdælingatilrauna. Tiltölulega köldu vatni yrði þá dælt niður í heitt berg neðan 4 km dýpis í þeim tilgangi að brjóta það upp og auka við lekt og vatnsforða í viðkomandi svæði. Varminn yrði síðan nýttur í grynnri háhitaholum þar ofan við. Mikilvægt er að orkuframleiðendur átti sig á ávinningi af þessu tagi þegar fjárhagslegt áhættumat er lagt á IDDP djúpborun. Góðar líkur eru á að verulegur hluti fjárfestingar í djúpum borholum myndi nýtast viðkomandi
orkuveitu, hvernig sem á málið er litið.

Vinnslutækni
Í því skyni að forðast vandamál vegna hugsanlegra útfellinga eða tæringarhættu meðan á IDDP vinnslutilraunum stendur, hefur verið hönnuð sérstök pípulögn eða tilraunarör niður í holuna, um 3,5 km langt. Rörið á að vera hægt að taka upp úr holunni eftir þörfum og í því eiga að vera hita og þrýstiskynjarar og útfellingaplötur af ýmsu tagi, sem skoða má nákvæmlega meðan á tilraununum stendur. Eftir upptekt má setja rörið niður aftur, eða nýtt í stað þess gamla og þannig koll af kolli þar til tilraunum lýkur. Að tilraunum loknum á fóðraði hluti borholunnar að vera jafngóður og í upphafi og tilbúinn til vinnslu. Að líkindum myndum menn kjósa að rýma vinnsluhluta holunar út áður en holan færi í vinnslu, en vinnslunni yrði síðan hagað í samræmi við niðurstöðu tilraunarinnar. Vökvinn sem til stendur að vinna er
einfaldlega yfirhituð háþrýst gufa sem ætti að vera skraufþurr, ef gufan blandast ekki við kaldara vatnskerfi ofar í holunni, eða kólnar ekki of mikið á leiðinni upp á yfirborð. Holan er fóðruð mjög djúpt til að koma í veg fyrir slíka blöndun. Áætlað er að vinnslutilraun taki nokkra mánuði og kosti um 5-6 milljón dollara.

Staðsetning borholna
Að mörgu hefur þurft að hyggja varðandi staðsetningu á IDDP borholum. Fjögur til fimm álitleg svæði fyrir borteiga hafa þó verið valin á virkjanasvæðunum á Nesjavöllum, í Kröflu og á Reykjanesi. Þeim var forgangsraðað í sömu röð.
Mikilvægt er að fyrsta holan sé boruð þar sem líklegast er að holan skili tilætluðum árangri og þar sem auðveldast er talið að fást við jarðhitavökvann. Uppstreymissvæðin rétt austan við Kýrdalssprunguna á Nesjavöllum, í Hveragili í Kröflu, og í miðju
Reykjaneskerfinu, eru öll álitin vænleg til árangurs. Orkuveiturnar þurfa að heimila borun á eigin svæðum áður en lengra er haldið. Yfirstandandi virkjunaráform orkufyrirtækjanna kunna að hafa áhrif á þá ákvörðun, svo og umhverfimál og fleira.
Hár borkostnaður varð til þess að nýr valkostur um djúpboranir var talsvert ræddur á ráðstefnunni í október og skoðaður nánar í framhaldi af því. Hann var um borun einskonar æfingaholu (pilot hole), þar sem einhver gömul hola yrði einfaldlega dýpkuð með kjarnabor. Hola KJ-18 í Kröflu var m.a. nefnd til sögunnar, en hún er ófóðruð niður í 2,2 km dýpi. Byrjað yrði á því að fóðra holuna niður í botn og kjarnabora síðan niður í allt að 4 km dýpi. Borun æfingaholu hefur marga góða kosti í för með sér og veitir
mjög mikilvægar upplýsingar, en kemur þó ekki í staðinn fyrir “fullvaxna” djúpborunarholu.

Á ráðstefnu Orkustofnunar þann 17. apríl árið 2004 flutti iðnðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, erindi um nýja möguleika til orkuöflunar. Hún sagði m.a.: “Öll umræða um orkumál í heiminum í dag snýst eins og kunnugt er um sjálfbæra orkuvinnslu og nýtingu og krafa er um að allar þjóðir kanni möguleika sína á endurnýjanlegri orku.
Um þessar mundir höfum við horfst í augu við mikla hækkun á olíu á heimsmarkaði, sem margir sérfræðingar telja að geti orðið varanleg um lengri tíma. Við Íslendingar búum góðu heilli svo vel að hafa aðlagað okkur að þessum aðstæðum fyrir 20-30 árum þegar sérstakt átak var gert hér á landi við að draga úr olíunotkun landsmanna með því að auka hlut hitaveitna og raforku þar sem því var við komið. Árangurinn er alþekktur, húshitun landsmanna með þessum orkugjöfum er um 99% og raforkuframleiðsla okkar byggist alfarið á þeim. Segja má að allar innfluttar olíuvörur fari til samgangna og skipaflota landsmanna og við eigum ekki möguleika á að draga úr notkun þeirra nema með aukinni tækniþróun við að nýta endurnýjanlega orku til samgöngutækja og skipaflotans.
Enn sem komið er eru nýir endurnýjanlegir orkugjafar erlendis ósamkeppnisfærir við hefðbundna orkugjafa, t.d. jarðgas og kjarnorku. Einna mest hefur þróunin orðið í virkjun vindorku í Vestur-Evrópu, aðallega í Þýskalandi og Danmörku. Verð frá þessum orkuverum er þó enn ríflega tvöfalt hærra en við þekkjum til hér á landi, en það fer hægt lækkandi.
Rannsóknir á nýjum orkugjöfum hér á landi eru eðlilega skemur á veg komnar en víða erlendis. Skýringin er vitaskuld sú að við höfum einbeitt okkur að rannsóknum jarðhita og vatnsafli, sem við eigum góðu heilli enn gnægð af. Hugmyndir manna um lífræna orkuframleiðslu í Evrópu hafa ekki staðist á undanförnum árum, en þar hafa hins vegar önnur lönd eins og Brasilía verið í farabroddi við að framleiða ethanol sem eldsneyti á bifreiðar. Íslenska lífmassafélagið hefur undirbúið á síðustu árum nýtingu ethanols sem orkugjafa hér á landi, sem verður forvitnilegt að fylgjast frekar með. Rannsóknir hafa einnig verið gerðar hér á landi á því hvort unnt væri að framleiða etanol eða metanol með rafgreindu vetni sem blandað væri saman við kolefnissambönd frá Járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði, en það virðist enn sem komið er of dýr kostur til eldsneytisframleiðslu miðað við hefðbundið olíueldsneyti.
Á sviði jarðhitaleitar og vinnslu fleygir tækninni fram eins og á flestum öðrum sviðum. Okkur hefur í síauknum mæli tekist á farsælana hátt að virkja jarðhitann til hitunar og raforkuframleiðslu. Sífellt færri svæði landsins teljast nú vera „köld“ svæði þar sem ekki hefur tekist að finna heitt vatn. Leit á slíkum svæðum er hins vegar mun dýrari en hefðbundin jarðhitaleit á heitari svæðum og þarf að öðru jöfnu að leggja í langtum meiri kostnað við þær rannsóknarboranir. Þó svo að vel hafi tekist til um það átaksverkefni um jarðhitaleit á köldum svæðum, sem staðið hefur yfir frá árinu 1998, hefur skort fjárhagslegan grundvöll fyrir því að skipulega væri unnt að standa að rannsóknum á þessu sviði.
Nefna má nokkra aðra nýja möguleika til orkuöflunar. Í annan stað vil ég nefna djúpborunarverkefnið, ekki er hægt annað en að minnast á það þegar rætt er um nýja möguleika til orkuöflunar hér á landi til framtíðar. Hér er um að ræða rannsóknarverkefni á alþjóðamælikvarða sem kosta mun hundruð milljóna í upphafi og milljarða er yfir lýkur. Djúpborun er tilraunaverkefni að því markmiði að nýta háhitasvæði okkar mun betur en hingað til hefur verið gert og bora tilraunaholu niður að rótum jarðhitauppsprettunnar á 4-5 þús. metra dýpi. Líkur benda til að með djúpborun verði unnt að margfalda orkugetu ákveðinna háhitavæða sem ligga nærri Atlantshafshryggnum. Þetta er hins vegar langtíma rannsóknarverkefni sem erlendir aðilar munu vinna að í samstarfi orkufyrirtækja og stjórnvalda hér á landi, enda geta slíkar rannsóknir skipt sköpum varðandi möguleika á orkuvinnslu á næstu áratugum.
Í þriðja lagi vil ég nefna orkunýtni. Bæði orkusparnaður og orkunýtni eru lykilorð í umræðu um orkumál meðal almennings erlendis vegna þess hve orkuverð þar er hátt. Hér hugsum við lítið um þetta enda er ekki lögð nein rækt við það af seljendum orkunnar að spara hana. Við höfum hafið og munum enn auka framleiðslu raforku með jarðvarmavirkjunum sem aðeins nýta 11-12% af orkunni, en 85-90% af virkjaðri orku er kastað út í umhverfið. Bætt nýting orkunnar er því eitt form af orkuöflun..
Eins og ég hef rætt um er efni þessa fundar hvergi nærri tæmt með þeirri dagskrá er fyrir liggur. Okkar bíða því fleiri fundir sem fjalla munu um nýja orkuöflunarmöguleika. Ég vonast til þess að fundurinn verði til þess að við höldum áfram að hugsa og horfa fram á veginn til nýrra tækifæra í orkusamfélagi framtíðarinnar.”

Kinnaberg

Ætlunin var að ganga að Kistu og fylgja síðan ofanverðri Reykjanestánni um Kinnaberg, um Kinnabás, að Önglabrjótsnefi. Sunnan við það er Kerlingarbás. Ofan við hann eru þverskornir gígar úr einni Stampagíga-röðinni er myndaðist í goshrinu árið 1226, en gígaraðirnar eru a.m.k. fjórar á svæðinu frá mismunandi tímum. Önnur greinileg er úr gosi fyrir um 2000 árum síðan. Haldið var áleiðis að Kerlingavogsbás og einni Stamparöðinni fylgt yfir tábergið að upphafsstað. Atlantshafið lék listir sínar við ströndina.
BrimReykjanesskaginn dregur nafn sitt af Reykjanesi á suðvesturhorni skagans. Mest af skaganum er innan gosbeltis Íslands og yst á skaganum skríður Mið-Atlantshafshryggurinn á land. Gosbeltið liggur eftir miðjum skaganum frá vestri til austurs þar sem það tengist svo aðalgosbeltum landsins.
Í örnefnalýsingu fyrir Hafnir (Reykjanes vestanvert) segir m.a.: „Helstu örnefni á suðvestanverðu Reykjanesi eru; Kistuberg, Þyrsklingasteinn og Augnabrjótur (öðru nafni Kinn), hvasst bergnef. Þá koma Streng(ja)lög. Í Strenglögum er Lárentíusarbás og Kerlingabás. Út frá Reykjanesi eru klettarnir Karl og Kerling. Vestar er Selhella. Fram undan Valahnúk er Kirkjuvogsbás og Valahnúksmöl. Þar er og Selhella syðri, er hún fram af Valahnúksmöl. Hjá Valahnúk er Valahnúkshamar“.
Í annarri örnefnalýsing
u segir um sama svæði: „Þaðan er ströndin í boga frá suðri til suðvesturs – lágaberg með sandgontum í milli að Kistubergi. Rétt áður en kemur að Kistubergi skerst lítill bás inn í klappirnar og til suðvesturs úr básnum skerst gjá, svo sem lítil bátslengd. Þetta heitir Kista.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Þegar núverandi viti var byggður, var öllu efni skipað upp þarna í gjánni og varð að halda bátnum þarna báðum megin frá. Skammt upp frá sjónum var geymsluhús, sem notað var til geymslu á vörum til vitans fram undir 1930, því enginn vagnvegur var til Reykjaness, en vagnbraut var rudd frá húsi þessu til vitans. Oft var erfitt og tafsamt að koma vörum þarna upp, því sjór varð að vera vatnsdauður, ef það átti að takast. Ekki er vitað til, að slys yrði við þetta.
Kistuberg er hraunhöfði, hrjúfur og illur yfirferðar. Frá Kistubergi suðvestur að Kinnarbergi liggur ákaflega stórgrýttur kampur hið efra, en klappaströnd hið neðra.  Þetta svæði heitir Þyrsklingasteinar. Ströndin frá Þyrsklingasteinum heitir Kinn. Þetta er berg ca. 15-20 m hátt, óskaplega úfið og illt yfirferðar. Því lýkur með skörpum stalli, en lægri tangi gen
gur fram í sjóinn með dálítilli hæð miðsvæðis, sem nefnist Bunga.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Stallurinn er mikið notaður sem mið á sjó og er þá kallaður Hakið. Nesið, sem þessar tvær nafngiftir eru á, heitir einu nafni Önglabrjótsnef. Fram af nefi þessu myndast ströng straumröst, sem kallast Norðurstrengur. Í hvilftinni við Hakið er nefnt Kinnarbás. Sunnan megin við nefið er breið, bogamynduð vík, sem heitir Kerlingarbás. Ofan við Kinnaberg eru forn fiskibyrgi, sem ekki hafa verið fornleifaskráð, þrátt fyrir framkvæmdir í næsta nágrenni þeirra.
KinnabergKirkjuvogsbás er djúp klauf, er gengur inn í Valahnjúk vestanverðan. Að sunnanverðu er hár hnúkur og er brött brekka allt upp á brún. Þarna er standberg, ca. 45 metra hátt niður í sjó. Hér var reistur fyrsti ljósviti á Íslandi 1878.  8-9 [árum] seinna gerðust miklir jarðskjálftar og hrundi mikið úr hnjúknum og þrjár sprungur mynduðust í topp hnjúksins. Þótti þá auðsætt, að byggja þyrfti annan vita á öruggari stað. Var viti því byggður á svokölluðu Vatnsfelli, og tók hann til starfa 1908. Fellið, sem vitinn stendur á, er talið 73 metrar á hæð yfir sjávarmál. Sjálfur er vitinn um 40 metra hár, en meira þurfti til, því fell eitt, sem heitir Skálarfell (Grindavíkurhr.), skyggir á ljósið á nokkru svæði, þegar komið er sunnan að, og var því annar (lítill) viti reistur utast á svokölluðu Austurnefi (Grindavíkurhr.).
Og þá aftur að jarðfræði Reykjaness. Fjórar sprungureinar eru á skaganum: Reykjanes-, Krýsuvíkur-, Brennisteins-, fjalla og Hengilsreinar. Hver þeirra samanstendur af hundruðum opinna spungna. Þá er þar einnig fjöldi gíga og gígaraða. Önnur gerð af eldfjöllum á Reykjanesskaga eru dyngjur, skjaldarlaga bungur sem eru svipaðar og eldfjöllin á Hawaii nema mun minni.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Gosbergið er að mestu af tveimur gerðum. Annars vegar er móberg sem er samanþjöppuð gosaska sem myndaðist við eldgos þegar landið var að mestu hulið jöklum. Hins vegar eru hraun; apalhraun með úfnum karga á yfirborði og helluhraun sem eru slétt og oft með hraunreipum. Eldri hraun hafa verið slípuð af jöklum, og er yfirborð þeirra því jökulrákað.
Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu vegna eldvirkninnar og stöku sinnum valda þeir tjóni. Flestir eru þó minni háttar og finnast sem titringur.
Kinnaberg  Jarðsaga Reykjanesskaga er tiltölulega vel þekkt og hefur verið rakin nokkur hundruð þúsund ár aftur í tímann.
Elsta bergið á skaganum er í grennd við Reykjavík og er talið vera um 500 þúsund ára gamalt. Mest af jarðlögum á skaganum eru hins vegar innan við 100 þúsund ára gömul. Á þessum tíma hefur loftslag verið mjög breytilegt og óstöðugt. Á vissum tímabilum var Ísland hulið mikilli íshellu. Á milli voru tímabil með svipuðu loftslagi og nú er. Kuldatímabilin eru nefnd jökulskeið og hlýrri tímabilin eru nefnd hlýskeið. Við lifum á hlýskeiði.
Þau hraun sem runnið hafa síðan síðasta jökulskeiði lauk eru ekki slípuð af jöklum.
Á jökulskeiðum áttu sér stað gos undir jökli, og móbergsfjöll mynduðust í geilum sem gosin bræddu upp í ísinn. Þegar jöklarnir hopuðu stóðu eftir óregluleg móbergsfjöll. Á hlýskeiðum runnu hraun svipað og nú þ.e.a.s. frá gosstöðvum undan halla og oft til sjávar. Kappelluhraun og Ögmundarhraun eru dæmi um slík hraun.
Allt gosberg á Reykjanesskaganum er basalt (gosberg með lágt kísilsýrumagn).
Loftslag hefur verið mjög sveiflukennt síðustu þrjár milljónir ára. Á því tímabili hafa komið um 30 jökulskeið. Meðalhiti var þá 8 gráðum lægri en nú. Hvert jökulskeið stóð í um 100 þúsund ár en hlýskeiðin á milli aðeins í um 10 þúsund ár. Síðasta jökulskeiði lauk fyrir um 10 þúsund árum. Tímabilið sem síðan er liðið nefnist Nútími.
Jöklarnir skófu og hefluðu landið sem þeir skriðu yfir og mýktu það. Þeir mynduðu U-laga dali, rispuðu berggrunninn sem undir var og skildu eftir sig hvalbök og jökulrispur.
Á jökulskeiðunum var gríðarlegt vatnsmagn bundið í jöklum, og meðan þau stóðu yfir lækkaði yfirborð sjávar á jörðinni um allt að 130 m miðað við núverandi sjávarmál. Aftur á móti fergðu jöklarnir landið undir næst sér.
Jökulskeið enda snögglega og meðalhitastig hækkar undrahratt. Þá bráðna jöklar á tiltölulega stuttum tíma. Sjávarborð hækkar og sjór gengur á land. Fornar strandlínur eru því allhátt yfir núverandi sjávarmáli. Munar þar um 110 m á Suðurlandi. Skeljar og bein sávarspendýra finnast í gömlum sjávarsetlaögum. Einn slíkur staður er við Pattersonflugvöll á Njarðvíkurheiði.
Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
Eldgosin hegða sér þannig að í upphafi þeirra opnast spunga og landrek á sér stað. Rekið er nokkrir metrar í hverri hrinu. Hvert gos er líka í hrinum. Það stendur í fáeina daga eða vikur og síðan er að draga úr virkninni í mánuði eða ár áður en næsta gos verður.
Neðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.

Kinnaberg

Fiskbyrgi á Kinnabergi.

Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga, þ.e.a.s. í yfir 1100 ár. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos.
Það elsta eru: Bláfjallaeldar. Það hófst um árið 950 og stóð fram yfir árið 1000 í þessu gosi myndaðist feiknarmikið hraun.
Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151 en minniháttar gos varð 1188. Í því fyrra opnaðist um 25 km löng gosspunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan heitir hraunið Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krísuvík sem stóð niður á sjávarbakka. Hraunið rann allt um kring kirkjuna á staðnum.
Þriðja gosið voru svonefndir Reykjaneseldar sem urðu á árabilinu 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó. Þá reis upp eyja sem heitir Eldey í fárra sjómílna fjarlægð frá stöndinni.
Aðalgosið var árið 1226 við Reykjanestána, að mestu í sjó. Mikil aska kom upp og dreifðist hún undan suðvestanvindi yfir Reykjanesskagann. Sést öskulagið víða greinilega í jarðvegs-sniðum. Í kjölfarið jókst mjög jarðvegseyðing á Reykjanesskaga.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118. Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584. Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum“ árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey. (Athygli er vakin á því að í ljósi niðurstaðna jarðfræðirannsókna á svæðinu, m.a. á vegum HÍ, hafa tímasetningar eldsumbrota verið endurskoðaðar 2005 og er stuðst við þau ártöl hér).
Jarðhiti er mjög algengur á Íslandi og er Reykjanesið þar engin undantekning. Jarðhitasvæðum má skipta í lág- og háhitasvæði. Á þeim fyrri eru volgar eða heitar uppsprettur sem nefnast laugar eða hverir sem sumir eru goshverir.
Þegar komið var að Öngulbrjótsnefi var tekin fram lýsing Kristjáns Sæmundssonar, jarðfræðing, sem hann sendi FERLIR í tilefni ferðarinnar: „Ég kannast við gíginn þverskorna. Það er gjall í honum. Hann tilheyrir eldra Stampagosinu, þ.e. aldur hans er um 2000 ár. Ef þið gangið fjöruna suðaustan frá sjáið þið tvo ganga sem skerast upp í gegnum lagskiptan túffstabba (illfærir hnullungar og grjótblokkir þegar nálgast gangana). Það eru 20-30 m á milli ganganna ef ég man rétt. Það eru þeir sem eru frá gosinu 1226. Þeir enda hvor í sínu hraunbeltinu ofan á túffinu. Þverskorni gígurinn er norðar. Ég man ekki hvort fært er alla leið að honum þarna megin frá, en það eru ekki nema um 100 m á milli 1226-ganganna og 2000 ára gígsins. Hraunið vestan við gjallgíginn alveg vestur á Öngjabrjótsnef er um 2000 ára, en 1226-hraunið kemur svo skammt ofan við það. Það er allstór gjall- og klepragígur um 300 m inn af fjörustálinu. Hann er frá 1226 gosinu og heitir Eldborg grynnri (miðanafn, sást fyrr þegar siglt var suður fyrir Hafnaberg. Eldborg dýpri er um 1 km innar á sömu gossprungu).“
Einkenni háhitasvæða eru gufuaugu, leir- og brennisteinshverir. Á Reykjanesskaganum er mest af jarðhitanum háhiti. Í Krýsuvík eru bæði leirhverir og gufuaugu. Í gufuaugunum sést gulur brennisteinn.
Vatnið í hverunum er oftast upprunalega úrkoma sem hefur falið sem regn eða snjór. Það hefur síðan sigið niður í heit berglög á nokkurra kílómetra dýpi og hitnað þar upp í 200 – 300 gráður á Celsíus. Þegar vatn hitnar stígur það aftur upp á yfirborð jarðar, ýmist sem vatn eða gufa.
Á flestum háhitasvæðunum á utanverðum Reykjanesskaga er það hins vegar aðallega sjór sem sígur inn í berglögin og hitnar þar.
Önnur helsta orkulind Íslendinga er vatnsorka. Í byrjun 2008 mánaðar lauk skáborunút úr holu RN-17 nærri Reykjanesvita, og varð skáholan 3077 m löng en endi hennar er á 2800 m neðan yfirborðs. Áður en botni var náð fékk Íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP), sem hitaveitan er aðili að, heimild til að prófa nýja gerð af kjarnabortæki. Tilraunin heppnaðist í alla staði vel og fékkst fullt rör (um 9,5 m langt) af borkjarna úr móbergsetlagi, vel samanbökuðu í 300°C hita sem þar ríkir. Fyrir nokkrum árum fékk IDDP verkefnið að gera sambærilega tilraun í holu RN-19 og náðist þá einungis 2,7 m af kjarna, sem ekki þóttu nógu góðar heimtur því kjarninn er orframkvæmdum til að endurvinna holu RN-17 er lokið og standa nú yfir örvunaraðgerðir sem lýkur væntanlega fyrir jól. Boraður var leggur til SSV út úr gömlu holu RN-17. Farið var út úr gömlu holunni á um 930 m rétt neðan vinnslufóðringar. Borað var í 3077 m og fer leggurinn rúma 1000 m út frá holutoppnum í stefnu um 200° (SSV). Þannig sker holan misgengið um Valbjargagjá og nokkrar sprungur austan þess. Lóðrétt dýpi holunnar er um 2800 m. Enn er gamla RN-17 holan lengsta og dýpsta holan sem hefur verið boruð á Reykjanesi, en hún bar boruð nær lóðrétt í 3082 m. Vinnsluhluti þeirrar holu hrundi við eftirminnilega upphleypingu hennar í nóvember 2005. Við endurvinnsluna fær holan heitið RN-17b. Vatnsæðar sáust í mælingum niður á 2600 m, en opnust var æð á um 1300 m. Skoltap við borlok var um 50 l/s og miðast núverandi örvunaraðgerðir að því að auka það.

Kinnaberg

Hraunmyndun við Kinnaberg.

Sem kunnugt er þá stóð til árið 2005 að hola RN-17 á Reykjanesi yrði fyrsta IDDP holan á Íslandi, og átti hún að verða um 5 km djúp. Borholan hrundi hins vegar saman í blástursprófun í lok árs 2005 en þá var hún 3082 m djúp. Reynt var að hreinsa hana í byrjun árs 2006, sem ekki tókst, og ónýttist holan þar með sem IDDP-djúpborunarhola. IDDP verkefnið ákvað í framhaldi af því að bora djúpt í Kröflu, og koma síðan aftur á Reykjanesið eftir að djúp hola hefur líka verið boruð á Hengilssvæðinu. Hitaveitan hefur sett þá borun á dagskrá 2011-2012. Vísindaheimurinn er ákaflega spenntur fyrir djúpborun á Reykjanesi því jarðhitakerfið þar líkist mest jarðhitasvæðum á hafsbotni á úthafshryggjum um öll heimsins höf. Í tengslum við fyrirhugaða djúpborun í RN-17 á sínum tíma fékk alþjóðlega vísindasamfélagið heilmikið af bergsýnum og jarðhitavökva til rannsókna og eru fjölmargar vísindagreinar nú að líta dagsins ljós, sem einskonar undirbúningsvinna fyrir væntanlega 5 km djúpborun á Reykjanesi.
Þó hola RN-17 hafði ónýst djúpborunarverkefninu þá var alltaf vitað að skábora mætti út úr holunni og nýta þannig fjárfestingu sem liggur í mörgum  steyptum stálfóðringum allt niður á um 900 m dýpi. Í síðasta mánuði ákvað Hitaveitan því að lagfæra holu RN-17 með skáborun, og var stærsti jarðbor landsins, Týr frá Jarðborunum hf fenginn til verksins. Borað var út úr holunni á 930 m dýpi, og síðan á ská í átt til sjávar eins og sýnt er á meðfylgjandi korti og heppnaðist borholan ágætlega. Á leiðinni voru skorin nokkur misgengi og margir skoltapsstaðir komu fram í borun. Holan tekur við um 220 tonnum af köldu vatni á hverri klukkustund, sem nú er látið renna í hana í tilraunaskyni til að sjá hvort búa megi til nokkrar kælisprungur, en síðan verður holunni leyft að hitna upp og reiknum við með að hún verði ágætis vinnsluhola, svo sem fram kemur í annarri frétt í þessu blaði. Auk þess gefur holan okkur skýra vísbendinu um að nýtanlegt jarðhitasvæði neðanjarðar á Reykjanesi sé talsvert stærra en áður var talið.
Eins og sjá má hér að framan er umrætt landssvæði hið fróðlegasta yfirferðar, en sérstaklega fáfarið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur HS.
-www.leomm.com
-wikipedia.com
Kinnaberg

 

Reykjanes

Í Lesbók Mbl. þann 31. janúar 1954 fjallaði Árni Óla um „Lífið fyrir aldamótin 1900„. Um var að ræða frásögn sem hann hafði eftir Stefáni Filippussyni um fyrstu langferð hans, 18 ára gamall, frá Fljótshverfi vestur að Höfnum á Reykjanesi.
Drykkjarsteinninn“Þetta gerðist árið 1888. Þá hafði foreldrum mínum enn eigi tekizt að koma sér upp nægilegum bústofni eftir felliveturinn 1882. Var oft þröngt í búi á þessum árum, því að börnin voru mörg og sjaldnast færra en 12 manns í heimili. Það var því afráðið að senda mig suður í Hafnir til Sigurðar Benediktssonar í Merkinesi, sem var hálfbróðir móður minnar. Skyldi ég vera hjá honum á vertíðinni sem matvinnungur…
Seinni hluta dags náðum við tíu saman Þorlákshöfn í grenjandi stórhríð og treystumst ekki að fara lengra. Okkur var vísað til gistingar í sjóbúð og var þar köld aðkoma, jafnmikið frost inni sem úti og marhálmurinn í bælunum gaddaður. Við spurðum fólkið hvort við gætum ekki fengið eitthvað heitt að láta í okkur, en því var dauflega tekið….
Snemma var lagt á stað næsta morgun. Þegar upp á Selvogsheiðina kom, var þar talsverð ófærð. Færðin fór að skána þegar vestur fyrir Herdísarvík kom. Þar úti í hrauninu komm við að dys, og var svo sem sjálfsagt að hver maður kastaði steini í hana. Mér þótti þetta ófagur leikur, en varð þó að gera sem hinir. Seinna frétti ég að þetta ætti að vera dys þeirra Herdísar og Krýs, sem fyrstar bjuggu á bæum þeim, sem við þær eru kenndir, en spurngu þarna af geðofsa út af beit. Skammt þaðan var mér sagt að héti Mjöltunnuklif. Að Krýsuvík komum við um kvöldið og gistum hjá Árna Gíslasyni sýslumanni, sem nýlega var fluttur þangað frá Kirkjubæjarklaustri. Þá var nýkominn til hans í fóstur frændi minn, Stefán Stefánsson, sem síðar varð alkunnur ferðamaður og nú er sagt að haldi vörð um Kleifarvatn…
Nú var haldið á stað til Grindavíkur. Ekkert rennandi vatn er á þeirri leið og tók marga að þyrsta illilega. En á melhól nokkrum um miðja vega stendur stór steinn, sem Drykkjarsteinn er nefndur. Honum fylgir sú blessun, að aldrei þrýtur vatn í holi, sem í hann er og hefir mörgum ferðamanninum komið sér vel.
Seinna hluta dags komum við til Þorkötlustaðahverfis í Grindavík. Þar voru allir félagr mínir ráðnir í skiprúm, svo ég varð nú eins og staki hrafninn á haustþingi. En úr þessu rættist betur en á horfðist, því að Jón Benónýsson bauðst til að fylgja mér út í Hafnir eftir tvo daga.
Merkines - tóftÁ leiðinni komum við að einhverju koti í Staðarhverfinu og var okkur boðið kaffi, Þarna áttu heima karl og kerling og virtist mér þau ánægð með hlutskipti sitt í lífinu, en á annað eins heimili hefi ég aldrei komið á ævi minni. Þarna var baðstofugreni með moldargólfi. Innst við stafn hafði verið lagður timburfleki á gólfið og þar hamaðist karl á þófi, svo að svitinn bogaði af honum. Voðin hafði verið undin upp úr stækri keitu, svo hún skyldi þæfast betur, og á ég engin orð til að lýsa þeim þef, sem þarna var inni, því ofan í keituþefinn bættist, að reyk lagði inn göngin framan úr eldhúsinu, þar sem kerling var að elda við þang. Mér varð þegar óglatt er ég kom inn, en ekki vildi ég þó fara út. Svo kom kerling með kaffið, og tók þá ekki betar við, því að það var gert úr brimsöltum sjó. Sá ókostur var á brunnum í Grindavík að sjór flæddi inn í þá með flóði og varð að sæta sjávarföllum þegar vatn var sótt. Um leið og ég bragðaði á kaffinu, ætlaði að líða yfir mig. Þó komst ég einhvern veginn út á hlað og þar kom spýan upp úr mér og engdist ég sundur og saman. Aumingja konan kom þá út og skildi ekkert í hvað að mér gengi og var víst hrædd um að ég mundi enda ævi mína þarna við bæardyr hennar.
Smátt og smátt hresstist ég af útiloftinu, en ekki áræddi ég að fara inn aftur, því að ég þóttist vita að þá mundi líða yfir mig. Vildi ég því komast sem fyrst af stað.
Heldum við Jón nú út á Reykjanes. Þar vildi hann að ég hvíldi mig, því að enn var ég fárveikur, Þarna bjó þá Jón Gunnlaugsson, vitavörður, og tók okkur opnum örmum. Þar fengum við góðan mat og gott kaffi, og náði ég mér þá að mestu eftir áhrifin af keituþefnum og sjókaffinu.
Að Merkinesi náðum við svo um kvöldið til Sigurðar frænda. Þótti þá fótabragð mitt heldur krumfengið, því að ég var með skóvörpin um öklana, enda hafði ég ekki lagt upp í ferðina nema með eina leðurskó.”
Reykjanesviti 1908Stefán lýsir síðan vist sinni að Merkinesi. Þar var m.a. Ingigerður Jónsdóttir, bróðurdóttir Ketils eldra í Kotvogi. Hún var matselja og harðdugleg. Vildi löngum slá í brýnu milli hennar og sjómannanna, þegar hver heimtaði sitt lúðustykki upp úr pottinum. Stefán var duglegur að afla eikar. Hann reri yfir að Ósabotnum og reif þar upp eik úr stórum skipskrokk, sem allir Hafnamenn sóttu í eldivið. Stundum varð hann að flytja eikina á hesti. Ef ekki náðist í eik varð að brenna þurrkuðum þönglum, en það var lélegt eldsneyti og gekk þá illa að koma suðunni upp á 12 fjórðunga potti. Oft varð Stafán að fara upp í heiði til þess að rífa lyng handa kúnni og kindunum. Kúnni eini var ætlað hey, en í harðindum vildi slæðast nokkuð af því í hesta og kindur, og varð því að rífa lyng líka handa kúnni. “Mér þótti þetta leið atvinna, enda var það sú mesta rányrkja, sem hugsast gat, að rífa lyngið þangað til svart flag var eftir. Það er ekki von að Reykjanesskagi sé gróðurríkur, þar sem lyngið hefur verið rifið öldum saman jafnskjótt og það reyndi að festa rætur og skapa gróðurmold.”
Stefán fór frá Merkinesi á lokadaginn og lagði land undir fót. “Ég gekk yfir túnin í Staðarhverfinu og þótti mér þar ljótt um að litast. Vetur gamli hafði haft gripageymsluna fyrir bændur. Þar voru grindhoruð hross og eitt fallið úr megurð eða sandsótt. Strigi var saumaður utan um töglin á hrossunum svo að fé skyldi ekki naga allt hár af stertunum á þeim vegna hungurs. Þar sá ég líka fé, sem klætt hafði veið í striga, því að það hefði etið ullina hvað af öðru.”
Tóftir við ÞorkötlustaðiÁ Þorkötlustöðum fékk Stefán fylgd þriggja karlmanna og sjóbúðar ráðskonu er ætluðu austur í Fljótshlíð. “Svo vorum við beðin fyrir 4 tryppi að reka þau upp á heiði. Þau voru svo horuð og lúsug að við gátum ekki látið þau bera pokana okkar og losuðum okkur því fljótt við þau.” Gruggugt vatn var í tveimur holum í Drykkjarsteini. “Þurrtæmdum þær og fengum þó ekki nóg. Ekkert gátum við talað saman fyrir þorsta, en þegar við komum til Krýsuvíkur fengum við sýrublöndu, – og mikill himnaríkisdrykkur var það. Síðan var haldið áfram austur í Herdísarvík. Þar ætluðum við að matast, en það var ekki hægt fyrir mývargi og enginnn maður heima, svo ekki komumst við í bæinn. Við héldum svo fyrir ofan vatn, til þess að losna við Vogsósana og komum að Stakkahlíð. Þar hvíldum við og átum. Þar lá á hlaðvarpanum tryppi svo horað að það gat ekki staðið á fótunum, en annað skjögraði þar í kring um það. Svo var haldið austur að Ölfusá í sama steikjandi hitanum uns farið var á ferju yfir frá Óseyrarnesi og haldið yfir að Eyrarbakka.” Þetta var ein dagleið.

Heimild:
-Lesbók Mbl, sunnudaginn 31. janúar 1954, Árni Óla, bls. 54 – 58.
Torfbær

Eldvörp

Vefurinn „VisitReykjanes“ gaf út „göngukort„; Reykjanes-HikingMap, sem leiðbeina átti áhugasömu fólki um útivist að dásemdum Reykjanesskagans. Kortið og upplýsingarnar eru sæmilegar til síns brúks:

1. Arnarsetur

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – hrauntjörn.

Fremur stutt gossprunga (2 km) með gjall- og klepragígum. Hraun frá henni (um 20 ferkm) er stórskorið og þar eru hraunhellar og ummerki um mannvistir. Eldgosið er úr seinni hluta rek- og goshrinunnar Reykjaneseldar á árabilinu 1210-1240.

2. Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – Kistufellsgígur.

Stór þyrping móbergsfjalla frá síðari hluta ísaldar. Efst er hraundyngjan Kistufell. Fjöllin eru skorin nokkrum gossprungum með nútíma gígaröðum en þó ekki yngri en landnám. Háhitasvæði er norðan í fjöllunum. Þar var numinn brennisteinn nálægt 1880.

3. Djúpavatn/Spákonuvatn/Arnarvatn

Djúpavatn

Djúpavatn.

Þrjú stöðvötn í móbergshryggjunum Vesturhálsi og Sveifluhálsi, að mestu með grunnvatni. Djúpavatn er við samnefnda ökuleið, að hluta eldgígur. Spákonuvatn við Sogin er sprengigígur, eins og Arnarvatn við göngustíg yfir Sveifluháls.

4. Eldborg við Höskuldarvelli

Eldborg

Eldborg undir Trölladyngju.

Norðvestur af Höskuldarvöllum, sléttu graslendi við rætur Grænudyngju og Trölladyngju, rís stór gjall- og klepragígur, eldri en landnám. Gígurinn er skemmdur eftir efnisnám. Jarðhitagufur stíga upp við gíginn.

5. Eldborg við Geitahlíð

Eldborg

Eldborg undir Geitahlíð.

Forsöguleg gossprunga skerst inn móbergsstapann Geitafell með fimm gígum. Eldborg er þeirra langstærstur og brattastur, úr gjalli en einkum kleprum. Austur úr honum liggur myndarlegur hraunfarvegur, hrauntröð.

6. Eldvörp

Eldvörp

Í Eldvörpum.

Um 10 km löng gígaröð í skástígum hlutum úr gos- og rekhrinunniReykjaneseldum 1210-1240, ásamt um 20 ferkm hrauni. Jarðhiti er á yfirborði við miðbik raðarinnar og ein rannsóknarborhola. Mannvistarleifar eru hér og var við Eldvörp.

7. Grænadyngja/Trölladyngja

Trölladyngja

Trölladyngja á Reykjanesskaga.

Brött móbergsfjöll vestan við Sog. Ungar gossprungur umlykja þau og háhitasvæði eru þar nálæg. Apalhraun runnu frá gosstöðvum suður til sjávar við Reykjanesbraut, t.d. Afstapahraun.

8. Hafnarberg

Hafnarberg

Hafnarberg.

Há og löng sjávarbjörg, að mestu úr hraunlögum, sunnan við gömlu verstöðina Hafnir. Nokkrar tegundir sjávarfugla verpa í þverhnípinu. Merkt og vinsæl gönguleið liggur þangað frá vegi að Reykjanesi.

9. Háleyjarbunga

Háleyjarbunga

Háleyjarbunga.

Lítil og flöt hraundyngja með stórum toppgíg, 20-25 m djúpum, eftir flæðigos. Hún er 9.000 ára gömul eða eldri, og úr frumstæðri basalttegund úr möttli sem nefnist pikrít. Grænir ólivínkristallar eru áberandi.

10. Hrafnagjá

Hrafnagjá

Hrafnagjá.

Siggengi á togsprungu, 12 km langt og allt að 30 m hátt. Það er lengsta brotalínan af þeirri gerð á Reykjanesskaga og sést af Reykjanesbraut. Gjáin er hluti dæmigerðs sigdals skammt frá Vogum.

11. Hrólfsvík

Hrólfsvík

Hrólfsvík.

Lítil vík, þekkt sem fundarstaður hraunmola með hnyðlingum, þ.e. grófgerðum djúpbergsmolum úr gabbróinnskoti. Hraunið er af óvissum aldri og uppruna.

12. Hrútagjáardyngja

Hrútargjárdyngja

Hrútargjárdyngja.

Hraundyngja, 6.000-6.500 ára, ásamt 80- 100 ferkm hrauni; alls rúmir 3 rúmkílómetrar. Hún er með stórum toppgíg og skorin djúpum gjám sem kunna að vera merki um ris vegna kvikuinnskota.

13. Hvassahraunskatlar

Hvassahrauns

Hvassahraunskatlar.

Hraundrýli í hrauni úr Hrútagjárdyngju. Þau myndast jafnan við öflugt gasútstreymi nálægt eldgíg en í þessu tilviki um 10 km frá dyngjuhvirflinum.

14. Katlahraun

Katlahraun

Í Katlahrauni.

Hraun sem rann í sjó fram fyrir um 2.000 árum, hlóðst upp við ströndina vegna fyrirstöðu. Stór, hringlaga hrauntjörn myndaðist en tæmdist eftir að hlutar hennar höfðu storknað. Eftir standa margvíslegar hraunmyndanir.

15. Kerlingarbás

Önglabrjótsnef

Berggangur í Kerlingarbás.

Leifar þriggja stórra gjóskugíga, 800 til 2.000 ára gamalla. Ofan á þeim liggja hraunlög, það efsta úr Yngri Stampagígum, úr Reykjaneseldum, eins og tvö yngstu gjóskulögin. Berggangar skera gjóskuna.

16. Lambafellsgjá

Lambafellsgjá

Í Lambafellsgjá.

Lambafell myndaðist sennilega á næst síðasta jökulskeiði. Toghreyfingar vegna plötuskriðs hafa klofið fellið. Í norðri opnast 150 m löng og 50 m djúp gjá en aðeins 3-6 m breið, með veggjum úr bólstrabergi. Gjáin er vel fær.

17. Méltunnuklif

Méltunnuklif

Méltunnuklif.

Lágt klettabelti með ólíkum jarðlögum, móbergi (palagónít túffi), gamalli jökulurð, millilögum, hraunlögum og einum roffleti; samtals ágætt yfirlit yfir helstu þætti í myndunarsögu Reykjanesskagans.

18. Rosmhvalanes

Rosmhvalanes

Á Rosmhvalanesi.

Stórt flatlendi með elstu jarðlögum Reykjanesskagans. Yfirborðslögin eru úr dyngjuhraunum, mjög jökulsorfnum. Myndunartíminn er talin vera tvö síðustu hlýskeið ísaldar sem gengu yfir fyrir 120.000 (Eem) til 240.000 árum (Saale).

19. Sandfellshæð

Sandfellshæð

Sandfellshæð.

Ein stærsta hraundyngja Reykjanesskagans. Hraunbreiðan úr henni nær vel yfir 100 ferkm. Toppgígurinn er stór en grunnur. Eldstöðin er um 14.000 ára en þá stóð sjór 30 m lægra en nú.

20. Skálafell

Skálafell

Skálafell á Reykjanesi.


Samsett eldstöð sem hlóðst upp fyrir 3.000 til 8.000 árum í fáeinum eldgosum. Efst er reglulegur gjall- og klepragígur. Misgegngi í grendinni mynda austurjaðar Reykjaneseldstöðvakerfisins og gos- og rekbeltisins á Suðvesturlandi.

21. Sog

Sog

Í Sogum.

Fáein vatnssorfin gil og lágir hryggir suðvestan við Trölladyngju mynda sundursoðið, myndbreytt og litríkt svæði eftir virka háhitahveri. Þar er töluvert um gufuaugu, vatnshveri og leirhveri.

22. Stampar

Stampar

Gígar í Yngra- Stampahrauni.

Tvær samsíða gossprungur með fjölda gjall- og klepragíga á Reykjanesi, nálægt Reykjanesvirkjun. Eldri gígarnir og hraun eru 1.800 til 2.000 ára en hinir urðu til í Reykjaneseldum, langri gos- og rekhrinu 1210-1240, ásamt 4,6 ferkm hrauni.

23. Sundhnúkaröð

Sundhnúkar

Sundhnúkar.

Gígaröð sem reis á gossprungu fyrir um 2.300 árum. Hraun frá henni rann til sjávar, m.a. þar sem nú er Grindavík. Þar voru ágætar bátalendingar í lóni sem smám saman þróaðist til góðrar hafnar og þéttbýlisins.

24. Sveifluháls

Sveifluháls

Á Sveifluhálsi.

Einn af lengstu og stærstu móberghryggjum jarðvangsins. Hann geymir góðan þverskurð af ásýndum móbergsmyndunar; lagskipt móberg (túff), þursaberg (breksju) og bólstraberg. Allt ber þetta vitni um átök kviku, jökulíss og vatns.

25. Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – gígurinn.

Stór og flöt hraundyngja, vel sjáanleg af Reykjanesbraut. Hún liggur langan veg yfir helluhraun hennar. Það er yfir 130 ferkm að flatarmáli og rúmmál gosmyndunarinnar a.m.k. 5,2 rúmkm. Dyngjan er talin um 14.000 ára gömul.

26. Ögmundarhraun

Ögmundarhraun

Ögmundarhraun – dys Ögmundar.

Stór hraunbreiða frá 1151. Hún er syðsti hluti nokkru yngri hrauna úr rek- og goshrinunni Krýsuvíkureldum (1151-1180). Gossprungan nær sundurslitin um 25 km til norðausturs. Ögmundur var sagður berserkur sem lagði veg um hraunið.

27. Brimketill

Brimketill

Brimketill – Oddnýjarlaug.

Lítil náttúrulaug í rofdæld með sjó, án jarðhitavirkni, við ströndina vestan við Grindavík. Þarna á skessan Oddný að hafa setið á góðum stundum.

28. Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa.

Táknræn göngubrú liggur yfir togsprungu sem rekja má til gliðnunar jarðskorpu vegna plötu-(fleka-)reks um Mið-Atlantshafshrygginn. Meðalrekhraðinn er um 2 cm/ár en hreyfingarnar verða í hrinum með mislöngu bili.

29. Eldey

Eldey

Eldey.

Eldey reis úr sjó í gjóskugosi og er gerð úr lagskiptu móbergi, 77 m há, um 15 km frá landi úti á Reykjaneshrygg sem er hluti Mið-Atlanshafshryggjarins. Aldur hennar er óþekktur. Um 18.000 súlupör halda sig á 0,3 ferkm flötu landi.

30. Gunnuhver

Gunnuhver

Gunnuhver.

Þyrping ólgandi leir- og gufuhvera á Reykjanesi. Þeir breytast með tíma. Þyrpingin varð til að nokkru eftir jarðskjálftahrinu 1967. Heitið vitnar um sögu af illræmdum draug, Gunnu, sem sökkt var með blekkingum ofan í hver.

31. Festarfjall/Hraunsvík

Festarfjall

Festarfjall og Hraunsvík.

Móbergsfjall eftir eldgos undir jökli, sennilega á síðasta jökulskeiði ísaldar. Sjávararof hefur afhjúpar háan þverskurð af móbergi, brotabergi og bóstrabergi ásamt aðfærslugangi kviku. Hann er sagður vera silfurfesti tröllskessu.

32. Hópsnes

Grindavík

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes.

Lítið nes við Grindavíkurbæ, myndað við hraunrennsli frá gígaröð kenndri við Sundhnúk. Hraunið á hlut í góðum hafnarskilyrðum við bæinn.

33. Húshólmi

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Óbrinnishólmi (kipuka), land sem Ögundarhraun náði ekki af kaffæra árið 1151. Þar getur að líta rústir býlis og kirkju, auk hlaðinna veggja. Hluti húsanna og mest allt ræktarland hvarf í hraunið.

34. Keilir/Keilisbörn

Keilir

Keilir.

Keilulaga móbergsfjall tengt við lágan hrygg, Keilisbörn. Gosmyndunin kom undan ísaldarjökli á sínum tíma. Keilir er einkennisfjall Reykjanesskagans, vegna lögunar, og það er gamalt mið af sjó.

35. Kleifarvatn

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Stærsta stöðuvatn Reykjanesskagans, 9,1 ferkm og 97 m djúpt. Það fyllir í dæld milli Brennisteinsfjalla og móbergshryggjarins Sveifluhálss. Smálækir renna í það en aðeins grunnvatn úr því. Sagt er að þar búi svartur
risaormur.

36. Mannvistarleifar við Eldvörp

Eldvörp

Eldvörp – byrgi.

Ýmsar mannvistarleifar er af finna í Eldvarpahrauni; þrjá þjóðstíga milli byggða og þyrpingu kofa úr hraungrýti. Óvíst er um tilgang þeirra en varla unnt að samþykkja sögusagnir um útilegumenn.

37. Ósar

Ósar

Ósar.

Vogur með mörgum skerjum og hólmum við Hafnir. Í þorpinu er uppgrafnar rústir af norrænni eða keltnskri útstöð. Ósar eru verndarsvæði vegna fuglalífs og áhugaverðs sjávarvistkerfis.

38. Pattersonflugvöllur

Patterssonsvöllur

Lífsstöðugrjót við Patterssonsvöll.

Undir gömlum flugvelli er að finna þjappað sjávarset með lítið steingerðum skeljum. Algengasta tegundin er sandmiga (smyslingur), 20.000 –
22.000 ára gamlar leifar vistkerfis frá því skömmu fyrir hámark síðasta jökulskeiðs.

39. Selatangar

Selatangar

Selatangar – sjóbúðir.

Lágir hrauntangar með rústum af verbúðum, að mestu úr hraungrýti. Auk þeirra eru þar fiskibyrgi, bæði til að þurrka fisk og geyma. Verstöðin var notuð frá því á miðöldum allt til 1884.

40. Snorrastaðatjarnir/Háibjalli

Snorrastaðatjarnir

Snorrastaðasel við Snorrastaðatjarnir.

Háibjalli er 10 m hátt siggengi næst Snorrastaðatjörnum. Þarna er gróskumikið og vinsælt útvistarsvæði, og farfuglar hvílast þar á leið sinni.

41. Sogasel

Soagsel

Sogasel í Sogaselsgíg.

Rústir af seli (sumarkofa þar sem fólk hafi auga með sauðfé á beit); skammt frá Grænudyngju og Sogum. Selið er sérstætt vegna þess að það var byggt inni í stórum gjallgíg.

42. Svartsengi

Svartsengi

Háhitasvæðið í Svartsengi.

Eitt af helstu háhitasvæðum á Reykjanesskaga. Þar er framleitt rafafl á landsnetið og heitt vatn til byggða á skaganum. Afrennsli frá virkjuninni er notað í Bláa lónið en auðlindagarðurinn er fyrirtaks dæmi um heildræna nýtingu jarðvarma.

43. Valahnúkar/Valabjargargjá/Valahnúksmöl

Valahnúkur

Valahnúkar og Valahnúkamöl.

Hér mætast þurrlendið og Mið-Atlantshafshryggurinn. Valahnúkur er rofið móbergsfell með bólstrabergi og þursabergi. Valabjargargjá er stórt siggengi og Valahnúksmöl, úr hnullungum, girðir fyrir lítinn sigdal austan við Valahnúk.

44. Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn).

Stakt móbergsfjall norður af Grindavík. Misgengi þvera það og mynda grunnan sigdal. Hluti hans kallast Þjófagjá eftir 15 misyndismönnum sem þar eiga að hafa dvalist.

45. Básendar

Básendar

Básendar – húsgrunnur.

Gríðarmikil fárvirðri, við háflóð, olli versta sjávarflóði í manna minnum á Suðvesturlandi árið 1799. Heitið, Básendaflóð, er komið af lítilli verslunar- og verstöð. Þar breyttist ströndin til mikilla muna og byggðin eyddist að
mestu.

46. Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn.

Stór steinn við þjóðleiðina milli Krýsuvíkur og Grindavíkur. Í honum eru þrjár holur. Sagnir herma að ein sé fyrir hunda, önnur fyrir menn og sú þriðja handa hestum. Ferðalangar áttu að geta treyst á að komast þarna í drykkjarvatn.

47. Garðskagaviti

Garðskagaviti

Garðskagaviti.

Eldri vitinn er reistur 1897 en hinn var byggður 1944. Áður hafði stóra varða verið hlaðin á skagatánni og 1884 var sett í hana ljósker. Svæðið er mikilvægt fyrir farfugla.

48. Gálgaklettar

Gálgaklettar

Gálgaklettar í Hagafelli.

Efst á Þorbjarnarfelli við Grindavík eru háir móbergsklettar með þessu heiti. Þjóðsaga hermir að þar hafi staðbundnir þjófar verið teknir af lífi.

49. Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Vel viðhaldin kirkja og kirkjugarður frá árinu 1887. Kirkjan er byggð úr tilhögnu grágrýtishrauni (basalti) sem fengið var í nágrenninu. Hluti innviða
eru úr rekatimbri. Systurkirjkuna er að finna í Njarðvík.

50. Reykjanesviti

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Vitinn er elsti viti í fullri notkun á landinu, frá 1908. Lengst af var þar vitavörður og bóndi að störfum og má sjá ummerki eftir búskap víða í nágrenninu. Nú er vitanum að mestu fjarstýrt.

51. Skagagarðurinn

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Leifar af mjög löngum og háum garði síðan á fyrri hluta Þjóðveldisaldar (870-1000). Hann var byggður úr tofi og grjóti til að aðskilja húsdýr, tún og akra. Garðurinn er mjög siginn og hefur víða horfið með öllu.

52. Staðarborg

Staðarborg

Staðarborg.

Hringlaga fjárgeymsla en án þaks. Hún er rúmlega 2 m há, 8 m í þvermál og 35 m að ummáli og vandlega hlaðin úr flötu hraungrýti. Aldurinn er óþekktur en talinn í nokkrum öldum.

53. Vigdísarvellir

Vigdísarvellir

Vigdísarvellir – Krýsuvíkur-Mælifell fjær.

Víðir, flatir grasvellir við rætur móbergshryggja. Þar sjást rústir tveggja smábýla sem minna á forna búskaparhætti á hálendi. Yngri bærinn var yfirgefinn eftir harða jarðskjálfta 1905.

54. Vogur í Höfnum

Hafnir

Skálinn í Höfnum.

Rústir elstu byggðar á Reykjanesskaga. Aldursgreind til 9. aldar. Þarna eru hefðbundinn skáli og smáhýsi. Ef til vill er um að ræða útstöð landkönnuða, svipaða byggingum norrænna manna á Nýfundnalandi.

55. Þórshöfn

Þórshöfn

Áletrun á klöpp við Þórshöfn.

Einn helsti 15. og 16. aldar verslunarstaður Þjóðverja á Íslandi. Á 18. öld tóku skip að nýta höfnina að nýju, en smám saman varð þar fáfarnara eftir því sem höfnin í Sandgerði batnaði.

Heimild:
-https://www.visitreykjanes.is/static/files/pdf/Reykjanes_HikingMap.pdf

Göngukort

Göngukortið.

Reykjanesviti

Í Lesbók Morgunblaðsins í september 1926 má lesa eftirfarandi lýsingu á skemmtiferð í Reykjanesvita þann 22. ágúst sama ár.
Reykjanesvegir-34Þessi lýsing er birt til að koma að ljósmyndum frá ferð FERLIRs í leit að vagngötunni milli Grindavíkur og Reykjanesvita er lögð var á árunum 1926-1928 (sjá HÉR). Þessarar götu er hvergi getið í nýlegri lýsingum af svæðinu.

„Þegar komið er vestur á Vogastapa kemur vegur sunnan úr hraunum þvert á Keflavíkurveginn. Það er akbrautin góða til Grindavíkur, áreiðanlega einhver allra besti og skemtilegasti vegur á landinu. Stutt fyrir ofan Stapa er tjörn sem nefnist Seltjörn. — Eigi markar bar fyrir mannvirkjum neinum, en til þess bendir nafnið að þar hafi verið haft í seli áður. Þó er þar auðnarlogt og rjett fyrir sunnan byrjar hraunið, eða hraunin, því að einu nafni eru þau nefnd Illahraun. Kalla má, að þar sje engum yfir fært nema fuglinum fljúgandi. Í gegnum þessa ófæru hefir mannshöndin rutt veg, brotið niður hraunstrýtur, fylt upp gjár og gjótur og mulið sjáift hraunið ofan í veginn. Hefir það runnið þar saman í eina hellu, svo að hrautin er eins og fjalagólf. Að vísu er vegurinn mjór, en það er líka eini ókosturinn á honum.
Reykjanesvegir-35Til beggja handa er hraunið, líkast gríðarmiklum sullgarði á Góu. — Urðir og eggjagrjót, hellur reistar á rönd og í óteljandi stellingum, gjótur og gígir, hellar og holur og háar strýtur á milli í líkingu manna, dýra og allskonar óvætta. — Fram undan gnæfa Grindavíkurfjöllin. sem sjást hjeðan í suðvestri þegar bjart er veður. Á hægri hönd, eða vestan vegarins, er fyrst Stapafell, þá Súlur, þá Þórðarfell, Svartsengi og hið einkennilega fjall, sem á sjer hið einkennilega nafn Þorbjörn. Það er 243 fet a hæð. Efst á tindinum og þvert í gegn um hann, er gjá ein mikil. sem nefnd er Þjófagjá. Þar voru þjófar hengdir fyrrum. Gæti jeg trúað því að útsýn af Þorbirni sje furðufögur og einkennileg. Öll eru fjöllin grasi gróin upp á brúnir og stingur það mjög í stúf við hraunið, sem er grátt af gamburmosa.
Reykjanesvegir-36Er það eini gróðurinn þar, því að hvergi sjest stingandi strá. Einu skepnurnar, sem hætta sjer út í hraunið, eru rjúpur, en þó hafast þær ekki við þar. Þegar komið er suður fyrir Þorbjörn blasir Grindavík við, eða öllu heldur nokkur hluti hennar, Járngerðarstaðnhverfið og bygðin í Hópi. Nokkuð þar fyrir austan er Þórkötlustaðahverfi, en vestur að prestsetrinu Stað er stundargangur frá Hópi. Öll Grindavíkurbygðin mun vera 7—8 km. á lengd. Margir ætla að Grindavík sje leiðinlegur staður og ljótur, en því fer fjarri. Þar eru gríðarmikil tún og bygging góð. Og þótt gindhveli hlaupi þar ekki á land líkt og fyrrum (af þeim dregur bygðin sjálfsagt nafn), þá sækja Grindvíkingar sjó af kappi og hafa jafnan mikinn fisk eftir vertíð hverju. — Er það þó ekki heiglum hent að sækja þar sjó. Verður það eigi gert nema á opnum bátum. En bygðin er fyrir opnu hafi og er þar opt ógurlegt um að litast, þegar hafið fer hamförum.

Reykjanesvegir-37

Er þar skemst á að minnast, er hafrótið braut þar allar lendingar í fyrravetur og æddi yfir byggðina, svo að fólk varð að flýja úr flestum húsum, en sum húsin tók brimið, þar á meðal fulla heyhlöðu, og færði langt úr stað. — Mörg hús braut hrimið, og mælt er, að þegar flóðinu slotaði hafi fundist keila inni í einun húsræflinum, og hefir þá brimið skolað henni þangað. Hjer skal ekki lýst leiðinni frá Stað og út á Reykjanes, því að henni hefir verið lýst áður í „Lesbók“. En segja má, að það sje  ömurleg leið og erfið. Sunnan við aðalhraunið verpir mikið af kríu og voru þær enn þar með unga sína fullvaxna. En sumar hafa þó orðið seint fyrir. Fundum við þarna hreiður með volgum eggjum og; er hætt við að ungarnir, sem úr þeim koma, fái að bera beinin þar.
Reykjanesvegir-38Á Reykjanesi er margt að sjá. Þar brennur jörðiu undir fótuni manns, en drunur og blástur heyrist í goshverunum. Annar er leirhver allvíður og spýtir mórrauðu. Hann er í rauninni nafnlaus, kallaður „1910″, vegna þess að hann myndaðist þá. Rjett við hliðina á honum er Litli Geysir“ og gýs silfurtæru vatni. Eru þeir vanalega samtaka og er einkennilegt að sjá kolmórautt gosið rjett hjá hvítum stróknum úr „Geysi“. — Annars naut „Geysir“ sín ‘ekki, því að einhver skemdarvargur hafði fundið upp á því að yelta steini yfir gosholuna, og verður honum eigi náð nema með verkfærum, því að gufan upp úr hvernum er svo heit að hún mundi brenna hvern, sem nærri kæmi. Þarna fyrir norðan en „Gunna“, kúptur leirhóll og kraumar allur. Handan við hólinn er postulínsnáma mikil, Hefir þar verið grafið 28 fet niður og þó eigi komið í botn á námunni. Niðri í jörðunni er postulínið gljúpt eins og linur ostur, en harðnar og steingjörfist er það komur undir bert loft.

Reykjanesvegir-39

Sýnishorn af því geta menn sjeð í glugga Morgunblaðsins. Fyrir vestan hverina er lægð nokkur allstór og sljett. Eru þar óteljandi leirhverir og sýður og bullar í þeim öllum. Er sá grautur misjafnlega þykkur og marglitur. Í sumum hverunum er hann rauður, í öðrum brúnn, blár, grænn, gulur, hvítur o.s.frv. Er mikið gaman fyrir þá, sem eigi hafa sjeð leirhveri, að skoða þessa. Tilbreytingin er afar mikil, því að tæplega munu tveir hverir vera eins að lit op lögun. — Er þetta svæði líkast því, sem er í Námaskarði í Þingeyjarsýslu, en þó eru hjer fjölbreyttari litir í leirnum. Mætti eflaust takast að fá þarna mikið og marglitt dufi til málningar, Zinnoberrautt, okkurgult, stálgrátt, hvítt, ehromhrænt o.s.frv. Austur af vitanum er hnúkur einn sem heitir Skálarfell, 78 metrar yfir Reykjanesvegir-40sjávarflöt. Þegar gott og kyrt er veður eimir úr honum öllum og eru þar þó engir hverir. Má af því marka hvað mikill er jarðhitinn. Vestan við fell þetta og suður af vitanum er gjá, sem nefnd er Valbjargargjá, á korti herforingjaráðsins, en þar fyrir vestan er djúp lægð, sem nefnd er Vilborgarkelda. Er sennilega annað hvort nafnið rangt, og líklega bæði. Sjávarkamburinn fyrir framan kelduna, sem er allhá; nefnist Valahnúksmöl og Valhnúkur heitir þar rjett fyrir vestan, þar sem gamli vitinn stóð. Er þá eigi ólíklegt að heitið hafi Valabjörg þar nærri, og keldan og gjáin dragi nafn af því. Með flóði gengur sjórinn upp í þessa keldu og hitnar þar svo af jarðhitamvm, að hann verður um 30 stig. Er því þarna sá allra ákjósanlegasti baðstaður, sem til er á landinu. Þyrfti að vísu að dýpka kelduna dálítið, en það er vinnandi vegur.
Væri svo komið þarna sumargistihús mundu Reykjanesvegir-41áreiðanlega færri komast en vildu þar til dvalar. Yrði þetta jafnframt hið allra besta heilsuhæli og hressingarhæli, sem völ væri á hjer. Hvergi er loftslag hollara en þarna, hreint sjávarloft kryddað eimi hvera og neðanjarðar ölkeldna.
Á Bæjarfelli (eða Vatnsfelli),  sem er 50 metra hátt, gnæfir vitinn við ský. Er um 100 tröppur upp að ganga þangað, sem ljósaspeglarnir eru. Þar uppi eru svalir og er eigi holt fyrir þá, sem er svimahætt, að ganga út á þær. Eigi er vitavörður heldur öfundsverður af því, að vera uppi í vitanum þegar jarðskjálftar eru, því að þá ruggar vitinn eins og skip í stórsjó. Geta menn getið nærri hvernig muni vera uppi í 30 metra háum vitanum, þegar bærinn. sem er lágur, „ruggar“ svo rækilega að stólar og borð stökkva um gólf, en myndir á veggjum standa þvert út frá þeim. Það hefir borið við.
Reykjanesvegir-42Á aðfangadagskvöld jóla í vetur sem leið, bilaði vitinn. Hafði kvikasilfur, sem haft er í stórri skál og vitaljósið snýst í, skvetst út úr skálinni í jarðskjálfta og át sjer síðan framrás og bunaði niður. Vitavörður tók þegar eftir þessu eg fór að stöðva lekann, en við það kom kvikasilfur á hendur hans. Þegar hann hafði gert við þetta eins og föng voru á, saknaði hann hringa síns og lá hann hann á gólfinu í fjórum hlutum og voru þeir snjóhvítir. Sýndi vitavörður okkur brotin og voru þau ólík því, að þau væru úr gulli. Þannig hafði kvikasilfrið farið með hringinn.
Hver sá, sem vill fá að skoða vitann, verður að greiða fyrir það 25 aura, er leggjast í styrktar og sjúkrasjóð vitavarða. Flestir greiða talsvert meira eins og sjá má á gestabókinni, sem jafnframt er sjóðbók. Aldrei hefir verið jafn gestkvæmt á Reykjanesi og í sumar.
Árið 1922 konu þangað 87 gestir, en annars hefir gestatalan á Reykjanesvegir-43undanförnum árum verið 45—71. Nu höfðu rúmlega 160 menn skoðað vitann á þessu ári, eða nær helmingi fleiri en þá er flest hefir verið áður.
Frá Reykjanesi að Litlu-Sandvík er akvegur, um 3 km. langur. Þar í víkinni er lending og þar stendur geymsluhús, sem vitamálastjórnin hefir látið reisa. Þaðan og til Hafna (Kalmanstjarnar) er erfiður vegur, ægisandur alla leið, og er þungt að kafa hann. — Í Stóru-Sandvík gengurr brimið langt á land upp og er rekaldsröst innan við sandana og á víð og dreif. Er þar dapurlegt um að litast og rifjast upp fyrir manni margar sorgarsögur. Árar og árabrot, þóftur og þóftabrot, styrsisræflar, tunnur, körfur, lósdufl og spýtnarusl úr bátum og skipum mætir auganu hvarvetna, en hingað og þangað standa Upp úr sandinum ryðguð brot úr skipsskrokkum.
Þannig er annars um allan Reykjanesvegir-44Reykjanesskann og á einum stað (rjett hjá Stað í Grindavík) stendur þýskur botnvörpungur, „Sehlutup“ frá Lübeek, í heilu lagi uppi á þurru landi. Innan við Sandvíkina á söndunum, þar sem sjórinn var að byrja að ganga upp, sáum við stórar hvítar breiður, er við vissum eigi hvað vera mundi. En er nánar var að gætt, voru þarna þúsundir af ritum og veiðibjöllum, svo þjett saman sem kindur í rjett. Var eins og ský drægi fyrir sól er allur skarinn hóf sig til flugs.
Í Höfnum er fallegt, þótt heldur sje lítill gróðnr þar, og sjerstaklega kvað vera fallegt í Ósabotnum inn af Kirkjuvogi. – Hafnahverfið er um 5 km. á lengd Og er akvegur kominn nærri Kirkjuvogi. Kemur hann á aðaveginn hjá Innri Njarðvík.
Þar er gaman að aka í myrkri gegnum hraunin frá Vatnsleysisströnd til  Hafnarfjarðar. Á báðar hendur gilllir í  hraundranga og strýtur og er nærri því að manni finnist það vera þröng lifandi vera og skrýmsla, sem skrumskæla sig allavega framan í mann um leið og bifreiðin þýtur áfram. Alt hraunið virðist vera kvikt, en sú missýning stafar af því, að maður er sálfur á fleygiferð. Framundan varpa ljósker bifreiðarinnar birtu yfir stuttan kafla af veginum og sjer maður eigi betur, en en veginn þrjóti þar sem birtuna þrýtur og manni finst, að bifreiðin muni óhjákvæmilega þjóta út í úfið hraunið og fara þar í þúsund mola.“

Heimild:
-Lesbók morgunblaðsins, 12. september 1926, bls. 4-5.

Kinnaberg

Kinnaberg – tóft.

Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur Thoroddsen ritaði m.a. ýmislegt fróðlegt um Reykjanesið í Ferðabók sinni (1913-1915). Hann fæddist 6. júní 1855 í Flatey á Breiðafirði. Hann var frumburður foreldra sinna, Jóns Thoroddsens skálds og sýslumanns og Kristínar Þorvaldsdóttur. Þekktustu verk Jóns eru skáldsögurnar Piltur og stúlka (1850) og Maður og kona (1876).

Þorvaldur Thoroddesn

Þorvaldur Thoroddsen.

Þorvaldur gekk í Lærða skólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1875, tvítugur að aldri, og hélt samsumars til háskólanáms í Kaupmannahöfn. Í fyrstu hugðist hann leggja stund á dýrafræði en á öðru námsári sneri hann sér að jarðfræði og landafræði.
Þegar starf losnaði á Íslandi hætti hann námi að ráði kennara sinna til þess að tryggja sér lifibrauð. Hann stundaði kennslu framan af, fyrst á Möðruvöllum og síðan í Reykjavík til ársins 1895 er hann fluttist til Kaupmannahafnar. Þar gaf hann sig mest að ritstörfum og er Landfræðissaga Íslands hið fyrsta í röð stórverka hans.
Þorvaldur var vísindamaður í náttúrufræði. Hann orti ekki ættjarðarljóð og hann gekk ekki fram fyrir skjöldu í stjórnmálabaráttu Íslendinga, en hann setti sér það mark að kanna og kynna ættjörðina sem frelsishetjur og skáld börðust fyrir og sungu lof.

Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur Thoroddsen – Ferðabókin.

Hann vildi ekki að útlendingar einir ferðuðust til þess að rannsaka náttúru Íslands og lýsa henni. Það særði þjóðarmetnað hans. Þess vegna varði hann nærfellt 20 æviárum sínum til þess að ferðast um Ísland og rannsaka það, og næstu 20 árum varði hann til þess að rita um það, náttúru þess og sögu.
Einna kunnastur er Þorvaldur fyrir þessar ferðir sínar um Ísland og rannsóknir á landinu. Afrakstur þeirra eru m.a. grundvallarritin tvö, Ferðabók (ný útgáfa 1958) og Lýsing Íslands (1908-1911).
Síðla árs 1895 fluttist Þorvaldur Thoroddsen með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar og átti þar heima til dauðadags, 28. september 1921. Hann varð því aðeins 66 ára gamall. Banamein hans var heilablæðing.

Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur lést 28. september 1921. Hann og kona hans, Sigríður Thoroddsen, eru grafin í Solbjerg Parkkirkegård, Frederiksberg.