Tag Archive for: Reykjanes

Reykjanesviti

„Sjólaug þessi er þegar orðin mörgum kunn síðustu árin, síðan ferðafólk fór að leggja leið sína út á Reykjanes. Þar geta menn tekið bað í sjó, sem er álíka heitur og við baðstaðina á ítalíu og Suður-Frakklandi við Miðjarðarhaf. Þessar volgu sjávaruppsprettur koma fram í hraunjaðri bak við Valahnúkamöl, 1—200 m. frá sjó. —
Sjólaugin

Þar hefir myndast mjótt lón bak við malarkambinn, er hækkar í við flæði. í og við norðurenda þess koma uppspretturnar fram. Streymir volgur sjór þar í lónið og verður laugin þar 17—20° (C.) heit. Sunnar í lóninu er sjórinn mun kaldari, og í syðsta hluta þess, eigi heitari en sjórinn við ströndina (ca. 10°). — Árið 1928 sprengdi Ólafur Sveinsson vitavörður op á hraunið norðanvert við lónið, og kom þar niður á volgar uppsprettur; gjörði hann þar þró í hrauninu, sem má synda í um flæði og hálffallinn sjó, og þakti yfir, svo þar er komið baðhús, sem nota má, hvernig sem viðrar.
Í október síðastl. haust mældi eg hitann, bæði í laugarhúsinu og aðaluppsprettunni í norðurenda lónsins. Er fyrsta mælingin gerð, þegar aðfall var að byrja. Í laugarhúsinu var um 28°C.
StaðsetninginÞegar kl. var 4, var svo hátt orðið í lóninu, að eigi varð komist að aðaluppsprettunni til að mæla hitann. 1 dálitlu keri, ofanvert við grjótgarðinri, austanvert við lónið, var hitinn kl. 41/2 21° (C), og í uppsprettu undan grjótstíg frá túnjaðrinum fram á grjótgarðinn, 25°. Lofthitinn inni í laugarhúsinu var 17°, en lofthitinn úti 5—6°. Því miður var selta sjávarins í uppsprettunum ekki mæld, en eg tel líklegt, að hún sé hin sama og í sjónum við ströndina.
Við aðfallið kemur sjórinn með allstríðum straumi úr uppsprettunum, og er vatnsmagnið talsvert mikið. Sjórinn er tær og hreinn í uppsprettunum. Stöku sinnum hefi eg þó séð marflær í sjónum í laugarhúsinu; þær voru dauðar, en heilar og óskaddaðar, eins og þær væru nýdauðar, og hefðu látið lífið á leiðinni í gegnum hraunið. Af hraðstreymi sjávarins úr uppsprettunum um aðfallið, virðist mega ráða, að sjórinn hafi greiða rás í gegnum hraunið. Á þeirri leið hitnar hann allt að því um 20 stig.

Reykjanesviti

Sjór sá, sem fyrst kemur inn um aðfallið, er lítið eitt hlýrri en síðar á aðfallinu. Stafar það líklega af því, að sjórinn sem kemur með fyrsta rennslinu, hafi staðið lengur í hrauninu, þar sem hitastöðvarnar eru. Skammt frá laugarhúsinu er ylur í sprungum í hrauninu, vottar fyrir gufum niðri í sprungunum. Sýndi hitamælir þar 20 stig. Annaðhvort mun sjórinn fá innrásfrá ströndinni um sprungur, eða um rásir milli hraunlaga.
Geysir á Reykjanesi, sem er 13—1400 m. spöl frá sjó, hefir undanfarin ár gosið sjóðheitu saltvatni*, sem var eins salt eða saltara en sjórinn við ströndina. Orsökin til þess er án efa sú að sjónum hafi verið opin leið neðanjarðar gegnum hraunin, frá ströndinni, inn að hverastöðvunum.
Á Reykjanesi er jarðhitasvæðið minnst 3—4 ferkílómetrar. Víða á þessu svæði, í nánd við hverina, þar sem eigi sést gufa úr jörðu, og jörðin er þakin gróðri, er svo grunnt á hitanum, að eigi þarf að stinga nema 1—2 skóflustungur niður til að ná 80-90° hita. Væri nóg rennandi vatn hér nærri, sem leiða mætti um jarðhitasvæðið, myndi mega hita hér vatn, er nægja myndi stórri borg til híbýlahitunar. En hér í nánd er engin lækjarsitra. Öll úrkoma hripar niður í gegnum hraunin og hraunsprungurnar, og kemur hvergi fram aftur á yfirborði sem ferskt, rennandi vatn. —
Aðstreymi vatns neðanjarðar virðist aðeins mögulegt úr sjónum, og þess gætir aðeins í GeyReykjanesvitisir og í leirhver þar rétt hjá, sem myndaðist 1919, og heldur hefir eflst síðan Geysir hætti að gjósa. Allir aðrir hverir þar í nánd, eru gufuhverir. Er Gunnuhver mestur þessara gufuhvera. Þeytir hann gufustrókum með miklu afli í loft upp, og heyrist gnauð og dunur í blástursholinu eða gufurásinni neðanjarðar. Væri hægt að leiða vatn í hver þennan, myndi hann að öllum líkindum breytast í voldugan goshver.
Sjólaugin á Reykjanesi virðist ágætur stofn að baðstað. Væri volga sjónum safnað í steyptar þrær, og þakið yfir þær, mætti nota þessi böð, hvernig sem viðraði. Þá mundi og læknum erlendis takast að nota sér hveragufurnar og heita hveraleirinn á þessu jarðhitasvæði til lækninga á ýmsan hátt, og takast að laða þangað sjúklinga víða að. Þegar sólar nýtur, eru þarna líka hentugir staðir til sólbaða í gjám og kvosum í hraununum. — Gígarnir og gosmyndanirnar þarna umhverfis eru margskonar og sérkennilegar, og mundi mörgum útlendingum, er þar dveldu, þykja þar margt nýstárlegt að sjá, enda þótt staðurinn sé afskekktur og eyðimörk umhverfis að kalla má.“

4./5. 1931.
G. G. B.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 01.05.1931.

Reykjanes

Sundlaugin á Reykjanesi.

Hraun

Þann 1. júlí opnaði „Markaðsstofa Suðurnesja“ nýja skrifstofu ferðamála í Reykjanessbæ á afskekktum stað. Um var að ræða nýtt látún á eldri stöpul. Samhliða opnuninni var ný vefsíða opinberuð. Með því var verið, skv. kynningu, að bæta vefsíðuna www.reykjanes.is (enda ekki vanþörf á). Vefsíðan sú hefur hvorki verið fugl né fiskur um langt skeið. Við fyrstu sýn lofar nýja vefsíðan reyndar litlu umfram það sem var, en ekki skal vanmeta viljann… Reyndar á slíkt hið sama um aðrar sambærilegar vefsíður hér á landi.
BæklingurHér var sem sagt verið að sameina Ferðamálsamtök Suðurnesja og Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjanesbæ á einum stað. En hvers vegna? Og hvað með hin sveitarfélögin á svæðinu, sem hvert um sig gera sér miklar vonir um frambærilega markaðssetningu – t.d. Grindavík með alla sína fjölbeytilegu og margvíslegu möguleika, eða Garður með allar sínar áþreifanlegu mannvistarleifar og sögu, eða Sandgerði með allt sjónumrýdda dýraríkið, eða Hafnir með alla sjósóknarsöguna, þjóðsögurnar og selstöðurnar.
Opnunin var skv. bókinni; bæjarstjóri Reykjanesbæjar mætti við athöfnina, en aðrir bæjarstjórar á Suðurnesjum féllu í skuggann. Líklega verður að telja það thingsins tákn. Reyndar er sárt til þess að vita því svæðin – allra bæjarstjóranna í heild sinni – bíður upp á eina áhugaverðustu ferða- og afþreyingamöguleika sem ÍSLAND hefur fram að færa; stórbrotna náttúru, óraskað umhverfi, víðerni sem á sér fáa líka, hraunhella, minjar frá upphafi landnáms og veðurfar til þess að njóta alls þessa allt árið um kring.
FrásögnÍ litskrúðugum, og eflaust rándýrum, kynningar- og ferðapésum einstakra landshluta er getið um fjölmargt fánýtið sem gleymst hefur að tengja við nándina, fólkið og vettvangsraunveruleikann sjálfan. Til er þó dæmi um hið gagnstæða. Ekki má gleyma því að á Suðurnesjum liggur raunveruleiki ferðamannavaxtarins þegar horft er til landsins í heild. Um svæðið fer mikill meginhluti allra ferðamanna til og frá landinu. Ferðaþjónustuaðilar miða á krepputímum í auknum mæli tilboð sín við að nýta umhverfi dvalarstaða gestanna á sem hagkvæmastan hátt. Svæðið í heild bíður því margfaldrar nýtingar frá því sem verið hefur – ef rétt er að málum staðið.
Í kynningu með fréttinni um opnun MS segir m.a.: „Markaðsstofa Suðurnesja var stofnuð í byrjun þessa árs að frumkvæði Ferðamálasamtaka Suðurnesja. [Hafa ber í huga að fyrrum formaður Ferðamálasamtakanna er nú í forsvari fyrir Markaðasstofuna.] Tilgangur hennar er að innleiða faglegt og samræmt markaðsstarf meðal ferðaþjónustuaðila á Suðurnesjum, byggja upp öflugan gagnabanka um hvaðeina er lýtur að þjónustu við ferðamenn og markaðssetja Suðurnes og Reykjanesið fyrir ferðamönnum. Er upplýsingamiðstöðin liður í þeirri áætlun. Markaðsstofan mun einnig hafa með höndum samskipti við opinbera aðila eins og Ferðamálastofu um markaðssetningu svæðisins erlendis og innanlands.“
Svo mörg voru þau orð… Í rauninni eru bæði Ferðamálastofa og Samtök ferðamálasamtaka lítið annað en hjóm eitt þegar horft er til nýtingar þeirra fjármuna, sem til þeirra er varið. Þess vegna er ekki bara þörf heldur og nauðsyn á að endurskoða margt og betrumbæta frá því sem verið hefur.
MosaskarðshellirF
ERLIR vill að því tilefni minna á a.m.k. þrennt; í fyrsta lagi ætti það að vera hlutverk svæðisbundinnar „Markaðsstofu“ að sýna frumkvæði við að leita uppi áhugaverð viðfangsefni og virkja einstaklinga er hafa eitthvað áhugavert og markvert fram að bjóða, styðja þá og styrkja. Í öðru lagi að koma á framfæri og kynna áhugaverða möguleika og nýtingu svæðisins til áhugasamra sem og ferðamanna er vilja nýta sér svæðið með einum eða öðrum hætti, og í þriðja lagi að samhæfa alla þá, hvort sem um er að ræða fagaðila, opinbera styrktaraðila eða áhugasamt fólk um svæðið í sameiginlegri viðleytni til að koma upplýsingum og fróðleik um það til væntanlegra neytenda. Á allt þetta skortir verulega eins og staðan er í dag. Litskrúðugur og rándýr kynningarbæklingur gerir lítið fyrir Suðurnesin ef áður lýst bæklun hráir ferðamálaferlið í heild.
FERLIR hefur kynnt sér hvað aðrir landshlutar hafa verið að gera – og hafa áhuga á að gera til að kynna og laða að ferðamenn, innlenda og útlenda. Af viðtölum við ferðaþjónustuaðila er augljóst að mikil vakning er fyrir ferðalögum landsmanna innanlands. Í Skaftafellli hefur ferðamönnum t.a.m. fjölgað til mikilla muna á milli ára. Sömu sögu er að segja af öðrum helstu áfangastöðum ferðamanna á landinu. Ferðaþjónustuaðilar nýta sér í auknum mæli nándina og allt sem hún hefur upp á að bjóða.
ÞórunnarselÞegar skoðaðar eru aðstæður og möguleikar einstakra landshluta í samhengi hlutanna má segja að möguleikar Reykjanesskagans séu bæði einstaklega stórkostlegir og stórlega vanmetnir. Sú vitund og vitneskja, ef tekið er mið af frumkvæði og eftirfylgni, virðist ekki hafa skilað sér til aðstandenda „Markaðsstofu Suðurnesja“ – hingað til að minnsta kosti. Að vísu má geta einstakra frumkvæðisverkefna, sem vakið hafa athygli, s.s. útgáfa heilstæðs gönguleiðakorts af svæðinu, sem notið hefur æ meiri vinsælda, stikun á mörgum þeirra, útgáfa bæklinga um einstakar fornar þjóðleiðir og styrki til einstakra verkefna því tengdu – en miklu mun betur má gera í þeim efnum.
Hafa ber í huga að Reykjanesskaginn hefur upp á allt að bjóða, sem aðrir landshlutar eru hvað stoltastir af. Ef áhugi væri t.d. að auka verðmæti Húshellirsvæðisins sögulega séð m.t.t. þess að laða að ferðamenn framtíðarinnar, mætti með tiltölulega litlum tilkostnaði byggja upp eina selstöðu (af þeim 255 er finna má leifar af) og eina verstöð (af þeim 87 er finna má leifar af), eina fjárborg (af u.þ.b. 90) til að gefa innlendum og útlendum ferðamönnum svolitla innsýn í aldargamla búskaparsögu þjóðarinnar. Verstöðin við Bolungarvík og aðsóknin að henni ætti varla að letja hlutaðeigandi til verkefnanna.
Þegar framangreint er lesið ber að hafa í huga að markmið FERLIRs hefur um áratuga skeið fyrst og fremst að leita heimilda og fróðleiks, skoða vettvang, upplýsa og leggja sitt af mörkum til að ferðaþónustan á Reykjanesskaganum megi eflast og dafna. Allt efnið á vefsíðunni, u.þ.b. 3000 síður, er lesendum að kostnaðarlausu. Telja verður það a.m.k. svolítið verðugt framlagt í framangreindri viðleytni.

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

 

Hvaleyrarvatn

Í ritgerð Daníels Páls Jónassonar; Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu – Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða“, hjá Háskóla íslands 2012 má m.a. lesa eftirfarandi um um jarðfræði Reykjanesskagans:

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi vestanverður – jarðfræðikort.

„Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum öldum byggt upp Reykjanesskaga og verður ekki enn séð nokkurt lát á þeirri starfsemi (Jón Jónsson, 1983, 127).

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Reykjanes er það svæði þar sem Reykjaneshryggurinn nær yfirborði en fyrir suðvestan skagann er hryggurinn undir sjávarmáli (Ármann Höskuldsson, Hey., Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson, 2007). Jarðfræðileg lega skagans nær frá Reykjanestá í suðvestri og að þrígreiningu plötuskilanna fyrir sunnan Hengilinn (Kristján Sæmundsson, 2010a) en á því svæði mætast Reykjanesgosbeltið, Suðurlandsbrotabeltið og Vesturgosbeltið (Weir o.fl., 2001). Á skaganum er sniðrekbelti og fer gliðnunin fram í eldstöðvakerfum sem liggja frá suðvestri til norðausturs (Kristján Sæmundsson, 2010a). Heildarlengd þessa rekbeltis á skaganum eru um 65 kílómetrar (Peate o.fl., 2009).

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – gosskeið.

Allt eldgosaberg á yfirborði skagans er yngra en 700.000 ára (Peate o.fl., 2009) en stór hluti yfirborðs Reykjaness þakið hraunum frá nútíma. Hraunin eru ýmist úr dyngjugosum eða sprungugosum en móberg frá fyrri og seinni hluta síðasta jökulskeiðs mynda fjallgarða og hryggi á skaganum auk móbergs frá eldri jökulskeiðum Brunhes (Kristján Sæmundsson o.fl., 2010). Síðasta jökulskeið, Weichsel, er almennt talið hafa náð frá því fyrir um 10.000 til 100.000 árum en segulskeið Brunhes, sem nær yfir önnur jökulskeið, byrjaði fyrir um 780.000 árum (Elsa G. Vilmundardóttir, 1997).

Reykjanesskaginn

Reykjanesskaginn.

Líkt og á Íslandi öllu kemur nær eingöngu upp basaltkvika á Reykjanesi (Páll Imsland, 1998). Á skaganum hafa basalthraungos samtals verið um 111 á nútíma, og þar af 15 á sögulegum tíma, og 33 sprengigos. Úr öllum þessum gosum hafa samtals myndast 26 km3 af hrauni og 7 km3 af gjósku eða sem samsvarar 29 km3 af föstu bergi (e. Dry Rock Equivalent, DRE) (Þorvaldur Þórðarson & Ármann Höskuldsson, 2008). Sé gengið um Reykjanes sjást ummerki þessarar eldvirkni afar vel og mörg eldvörp eru í steinsnar frá byggð og samgöngum. Eru þessi eldvörp enn greinanleg meðal annars sökum þess að eftir að ísaldarjökullinn hvarf hefur rof á skaganum minnkað verulega. Mörg ummerki eldvirkni eru einnig undir nýrri hraunum sem sífellt mynda ný lög ofan á skaganum en sem dæmi má nefna að síendurtekin hraunflæði hafa fært ströndina í Straumsvík fram um 1,5 til 2 kílómetra frá ísaldarlokum. Þar að auki eru fjöldi hrauna grafin undir yngri hraunum og sjást þau því ekki á yfirborði en þeirra verður aftur á móti vart í borholum (Haukur Jóhannesson & Sigmundur Einarsson, 1998).“

Traðarfjöll

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Á vefsíðunni ferlir.is segir auk þess um aðstæður á svæðinu: „Þar sem hraun þekur mest af yfirborði á sunnanverðum Reykjanesskagans er lítið um jarðvatn er fjölbreytni gróðursins ekki mikil. Mikil úrkoma nægir ekki til að mynda þykkan jarðveg ofan á hrauninu vegna þess hve það er ungt.
Algengasta plantan er gamburmosi, síðan koma krækilyng og beitilyng. Nokkuð má sjá af birki í hraununum. Hér eru engin há og stór fjöll sem mynda skjól fyrir vindi svo að trén nái að vaxa vel. Því er gróðurinn mjög lágvaxinn á Reykjanesinu.

Reykjanesskagi 1944.

Reykjanesskagi 1844.

Stór samfelld grassvæði eru t.d. á Selsvöllum, Vigdísarvöllum, Krýsuvík, Baðsvöllum og víða með ströndinni. Birki og kjarr er víða í hraunum, sem mynda dágott skjól víða á Reykjanesinu. Þá er víða snjólétt í hraunum og snjó tekur fljótt upp vegna sólarhitans frá dökku grjótinu. Sum svæðin hafa látið mjög á sjá á seinni öldum vegna gróðureyðingar, s.s. Vatnsleysustrandarheiðin, Selvogsheiðin og Krýsuvík, og uppblásturs. Þá hefur orðið verulegt sandfok í Selvogi og á Hafnaheiði. Eitt seljanna, sem þar var tilgreint [frá Gálmatjörn (Kalmannstjörn)], undir Stömpum, er t.d. með öllu horfið. Sum selin á Vatnsleysustrandarheiði (undir þráinskyldi) sjást enn vel frá Reykjanesbrautinni þar sem þau kúra á gróðurtorfum og þráast enn við fyrir áburðinn frá selstímanum.“
Um gróður á Reykjanesskaganum segir jafnframt: „Venja er að fjalla um kjarr- og skóglendi sem eina heild, þó að á þessu tvennu sé þó nokkur munur.
Birki er eina íslenska trjátegundin sem myndar skóga. Hæstu birkitré verða rúmir 10 metrar á hæð, s.s. við Kerið í Undirhlíðum, og á ýmsum stöðum eru 5 -10 metra háir skógar. Mörg tré í skógum eru einkar fögur, beinvaxin með ljósan börk. Í gömlum bókum, eins og fornsögum, annálum og ferðabókum, eru víða til frásagnir um mjög vöxtulega skóga fyrr á öldum. Eyðing skóga á að verulegu leyti rót sína að rekja til ágengni manna og búsmala hans.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi 1879 – Kålund.

Birki myndar einnig víðáttumikið kjarr, sem er að stærstum hluta innan við tveir metrar á hæð og oft mjög kræklótt og margstofna. Margir álíta að kjarrlendið sé leifar af fornum birkiskógum og er það án efa rétt. Á hinn bóginn verður birki sem vex á útkjálkum vart miklu hærra. Meginhluti alls kjarr- og skóglendis er fyrir neðan 250 metra hæð yfir sjó en þó hefur birki fundist í um 600 metrum ofan sjávarmáls.
Aðrar trékenndar tegundir, eins og gulvíðir og loðvíðir, mynda sums staðar kjarr einnig. Botngróðri í kjarr- og skóglendi svipar oft til gróskumikils valllendis eða mólendis. Mólendi er yfirleitt þýft þurrlendi, vaxið grasleitum plöntum eða lágvöxnum runnagróðri.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – Innnes.

Berangur setur sterkan svip á landið. Í kjölfar búsetunnar átti sér stað mikil eyðing jarðvegs og gróðurs sem erfitt hefur verið að hemja allt til þessa dags. Auðnir landsins eru samt ekki með öllu gróðurlausar þó að jarðveg skorti. Plönturnar búa yfir sérstökum hæfileikum til þess að ræta sig og kljást við óblíð skilyrði.

Elliðaárdalur

Elliðaá og Blesaþúfa framundan.

Vötn, ár og lækir eru víðast hvar, hvort sem litið er á norðanverðan Skagann; Hvalvatn, Meðalfellsvatn, Fossá, Laxá,  Bleikdaslá, Bugðu, Köldukvís, Leirvogsá o.s.frv., eða á honum sunnanverðum; Ölfusá, Elliðaár, Rauðará, Rauðavatn, Elliðavatn, Urriðavatn, Hvaleyrarvatn, Ástjörn, Kaldá, Djúpavatn, Grænavatn, Gestsstaðavatn, Eystri-Lækur, vestri-Lækur, Seltjörn o.s.frv.
Seljabúkapurinn hefur ekki síst stuðlað að viðhaldi og útbreiðslu plantna sem og nýgróðurs. Þegar leitað er leifa fyrrum seljabúskapsins á Reykjanesskaganum má a.m.k. ganga út frá tvennu sem vísu; grasi í móa í skjóli við hól, hæð, misgengi eða gjá, fyrir austanáttinni (rigningaráttinni), og á, læk, vatni eða vatnsbóli. Báðir staðirnir bjóða því jafnan, auk minjanna, upp á fölskrúðuga flóru allt umhverfis.“

Heimildir:
-Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu – Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða; Daníel Páll Jónasson, Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2012.
-https://ferlir.is/grodur-a-reykjanesskaganum-2/
-https://ferlir.is/grodur-a-reykjanesskaganum/

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

Geirfugl

Mannhæðarhár bronsskúlptúr af geirfuglinum sáluga verður afhjúpaður í dag við Valahnjúk á Reykjanesi.
Geirfuglinn er gjöf frá bandaríska listamanninum Todd McGrain en hann sóttist eftir því Listamaðursjálfur að fá að koma fuglinum fyrir í fjörunni neðan við Valahnjúk á Reykjanesi. Verkið er hluti af stærra verkefni sem kallast Lost Bird Project og er tileinkað fimm útdauðum fuglategundum.
„Ég hef unnið að þessu verkefni undanfarin fimm ár og hef gert fimm skúlptúra af fimm útdauðum fuglategundum, þar á meðal geirfuglinum. Geirfuglinn var einn fyrsti fuglinn sem ég stúderaði en segja má að það séu um tíu ár síðan fuglinn „kom“ fyrst til mín,“ segir Todd McGrain.
ListaverkiðListamaðurinn eyddi meðal annars sex mánuðum á Ítalíu, í Róm, þar sem hann grandskoðaði fuglinn, sem verður afhjúpaður í dag klukkan 14. Listaverkið er gert í minningu geirfuglsins en 3. júní árið 1844 voru tveir síðustu geirfuglarnir í heiminum drepnir á syllu í Eldey, suðvestur af Reykjanesi. McGrain kom til landsins fyrir ári til að skoða aðstæður og sá geirfuglinn strax fyrir sér í fjörunni neðan við Valahnjúk. Þá heimsótti hann meðal annars Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem uppstoppaður geirfugl er geymdur.
„Við höfum myndað allt ferlið í kringum smíði fuglsins, flutning og uppsetningu og ætlum að vinna heimildarmynd út frá því og ég er viss um að þessi innsetning muni færa gróskufullt menningarlíf bæjarins upp á við. Veður og vindar í fjörunni munu svo gera fuglinn enn fegurri með tímanum en staðsetningin hefur bæði sögulega tilvísun og minnir á dramatísk örlög fuglsins.“

Heimild:
-Fréttablaðið 2. sept. 2010, sérblað bls. 10.

Geirfugl

Geirfuglar á Reykjanesi.

Eldvörp

Á háhitasvæðum Reykjanesskagans má víða sjá ummerki jarðhita.
Í Eldvörpum eru ummerkin þó ekki alveg augljós í mosagrónu hrauninu umleikis. Yngsta hraunið er frá árinu 1226. Þá opnaðist Hahitasvaediliðlega 10 km löng gossprunga og nefnist hún Eldvörp. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir. Gígaröðin er ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku. Goshrinan varð á árunum 1210 til 1240 hefur verið nefnd Reykjaneseldar. Í Eldvörpum má einnig sjá leifar af eldri gígaröð, um 5000 ára gamalli.
Eftirfarandi upplýsingar um jarðminjar á vestanverðum Reykjanesskaga er að finna í skýrslu um „Jarðminjar á háhitasvæðum Íslands – Jarðfræði, landmótun og yfirborðsummerki jarðhita“ eftir Kristján Jónasson og Sigmundur Einarsson frá árinu 2009:

Eldvorp-102

Jarðhitasvæði á Íslandi skiptast í háhitasvæði og lághitasvæði. Lághitasvæði finnast víða um landið og tengjast oftast sprungum í eldri berggrunni. Háhitasvæði eru bundin við gosbeltin og flest þeirra eru í rekbeltunum. Gosbeltin skiptast í eldstöðvakerfi sem eru samsett úr gosreinum og megineldstöðvum. Í gosreinunum verða eldgos í löngum sprungukerfum. Í megineldstöðvum gýs ítrekað á miðlægum svæðum. Þar eru innskot tíð og bergtegundir aðrar en basalt geta þróast, svo sem líparít. Þar geta einnig myndast öskjur. Almennt má segja að öflugustu háhitasvæðin fylgi megineldstöðvum. Orka háhitakerfa stafar af heitum kvikuinnskotum í jarðskorpunni. Hún flyst til yfirborðs með hringrás vatns. Þetta vatn getur komið til yfirborðs sem gufa annars vegar og hins vegar sem vatn. Samspil þess við aðstæður á yfirborði, svo sem landslag og yfirborðsvatn ræður miklu um það hvaða gerðir hvera myndast á yfirborði.
Eldvorp-24Almennt er litið svo á að varmi háhitasvæðanna komi frá heitum innskotum í rótum eldstöðvakerfanna. Þaðan flyst varminn til yfirborðs með vatni eða gufu. Reiknað er með að þetta eigi sér stað þannig að vatn sem seytlar niður eftir sprungum í skorpunni nái að komast í návígi við heit innskot. Vatnið hitnar og flytur með sér varma úr innskotinu til yfirborðs og þar verður til jarðhitasvæði. Varmaflutningur til yfirborðs veldur því að með tímanum kólnar innskotið og virkni dvínar á jarðhitasvæðinu nema til komi meiri varmi frá nýjum innskotum.
Alþekkt er að á mörgum af jarðhitasvæðum landsins er jarðhitavirkni á yfirborði breytileg þar sem hverir ýmist koma eða fara og virkni í einum og sama hvernum á það til að breytast með tímanum, jafnvel frá ári til árs.
Hverasvæði geta þannig dvínað um lengri eða skemmri tíma og að sama skapi eykst virkni þeirra á milli. Til að viðhalda jarðhitakerfum þarf varmagjafinn annars vegar að endurnýjast reglulega og hins vegar þarf berggrunnurinn að brotna upp reglulega til að mynda nýjar sprungur í stað þeirra sem þéttast af útfellingum. Þegar nýjar sprungur myndast í berggrunni fylgja því iðulega jarðskjálftar. Frá öndverðu hafa menn séð samband á milli hveravirkni og jarðskjálfta á hverasvæðum enda alþekkt að virkni svæðanna aukist eða minnki við jarðskjálftakippi. Því hafa jarðskjálftar á slíkum svæðum löngum verið nefndir hverakippir. Gott dæmi um hver með breytilega virkni er hverinn Pínir í Sveifluhálsi við Seltún í Krýsuvík. Síðustu áratugina hefur hann átt það til að liggja að mestu niðri um nokkurra ára skeið en þess á milli eru gufustrókarnir frá honum þeir öflugustu á svæðinu.

Eldvorp-25

Á háhitasvæðum eru víða flákar af ljósleitum leir umhverfis hverasvæðin. Við jarðhitasvæði er algengt að sjá slíkar leirskellur sem virðast hafa kólnað og eðlilegt er að líta á sem kulnaðan jarðhita. Leirskellurnar verða til við ferli sem nefnt er ummyndun.
Ummyndun bergs við yfirborð verður fyrst og fremst við suðu bergsins í brennisteinssúru umhverfi. Við ummyndunina leysast frumsteindir og gler í bergi upp í frumeindir eða jónir. Sumar skolast burt með vatni eða rjúka með gufu en aðrar verða eftir og endurraðast í svonefndar ummyndunarsteindir, þ.e. steindir sem eru í jafnvægi við ríkjandi hita- og sýrustig. Við yfirborð háhitasvæðanna verða þannig til nýjar steindir, aðallega svonefndar leirsteindir sem birtast sem hvítur, grár, gulur eða rauður leir en einnig sem hluti af upprunalegu bergi sem ekki hefur ummyndast að fullu. Slíkt berg er nefnt ummyndað berg.

Eldvorp-26

Við fyrstu sýn er Reykjanes lágreistur, eldbrunninn og hrjóstrugur útkjálki við ysta haf. Basalthraun frá nútíma þekja mestan hluta svæðisins en lágar móbergshæðir eru við jaðra þess. Jarðhitasvæðið er á miðju Reykjanesi, milli lágra fella, og það er eitt minnsta háhitasvæði landsins. Hveravirkni á yfirborði einkennist af leirhverum, gufuhverum og heitri jörð. Á síðustu öld urðu oftar en einu sinni verulegar breytingar á hveravirkni í kjölfar jarðskjálfta. Vegna nálægðar við strönd og gropins berggrunns á sjór greiðan aðgang inn í jarðhitakerfið. Vatnshverir á svæðinu hafa því verið mjög saltir. Myndarlegir goshverir voru virkir á svæðinu á síðustu öld.

Eldvorp-27

Um Reykjanes liggur sprungukerfi með opnum gjám og misgengjum með norðaustlæga stefnu. Hér rís Mið-Atlantshafshryggurinn upp fyrir sjávarmál og eru sprungurnar hluti af eldstöðvakerfi sem er að hálfu í sjó og að hálfu á landi. Það er kennt við Reykjanes og teygir sig til norðausturs í átt að Vatnsleysuströnd. Sprungur eru lítt sýnilegar á sjálfu jarðhitasvæðinu en sjást glögglega skammt suðvestan og vestan við það, m.a. í Valbjargagjá. Vestan til á Reykjanesi liggur gossprunga frá 13. öld og önnur um 2000 ára gömul. Skammt austan við hitasvæðið er kerfi af sprungum sem hafa töluvert norðlægari stefnu en ofangreindar sprungur. Þær eru taldar tilheyra framhaldi jarðskjálftabeltisins á Suðurlandi sem teygir sig vestur allan Reykjanesskaga en jarðskjálftabeltið einkennist af skástígum sprungum með heildarstefnu nálægt N-S.

Eldvorp-28

Reykjanes hefur lengi verið á náttúruminjaskrá, m.a. vegna stórbrotinnar jarðfræði og allmikils hverasvæðis. Í náttúruverndaráætlun 2004–2008, sem samþykkt var á Alþingi 28. maí 2004, var lagt til að svæðið yrði verndað sem náttúruvætti vegna jarðfræðilegs mikilvægis (Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2004–2008) en af því hefur ekki enn orðið. Stór hluti svæðisins nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd.

Eldvorp-29

Reykjanesvirkjun hóf starfsemi á svæðinu árið 2006 auk þess sem önnur og eldri verksmiðjustarfssemi er í grenndinni. Aðgengi var til skamms tíma auðvelt að hverasvæðinu en það er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Í kjölfar starfsemi Reykjanesvirkjunar hefur hveravirkni aukist mikið á svæðinu og hverir hafa breyst. Allmikið rask hefur orðið á jarðhitasvæðinu en það hófst með rannsóknarborunum eftir 1950. Leifar sjóefnaverksmiðju eru við jarðhitasvæðið og fiskiðjuver. Verulegt rask er vegna efnistöku á svæðinu, nýtt og gamalt. Auk breytinga á jarðhitasvæðinu hefur Reykjanesvirkjun valdið miklu raski á svæðinu auk þess sem hún er staðsett u.þ.b. í línu Stampagígaraðarinnar.
Eldvorp-30Austan við eldstöðvakerfi Reykjaness tekur við sprungu- og eldstöðvakerfi sem kennt hefur verið við háhitasvæðin í Eldvörpum og Svartsengi eða jafnvel eingöngu við Svartsengi. Mörk milli eldstöðvakerfanna eru ekki skýr og stundum eru þau talin eitt og hið sama. Allmikil eldgos urðu í kerfinu á 13. öld líkt og á Reykjanesi. Allmikið sprungukerfi teygir sig frá sjó við Mölvík til norðausturs í átt að Vatnsleysuvík og Straumsvík.
Norðan og vestan við Þorbjarnarfell við Grindavík taka við miklar og lítt grónar hraunbreiður í um 20 m hæð. Í apalhrauninu norðan við fellið stigu áður fyrr upp heitar gufur sem nú eru líklega að mestu horfnar. Í móberginu í Svartsengisfelli og Þorbjarnarfelli er nokkur ummyndun sem og í Selhálsi sem tengir fellin.

Eldvorp-31

Áður fyrr hefur útbreiðsla jarðhitans því verið önnur og hugsanlega meiri en síðar varð. Vegna gropins berggrunns og nálægðar við sjó á sjór greiðan aðgang inn í jarðhitakerfið. Flatlendið er að stórum hluta þakið hraunum frá 13. öld en sprungur og misgengi eru áberandi í eldri hraunum og móbergi. Austasti hluti svæðisins er á náttúruminjaskrá undir merkjum Sundhnúksraðarinnar og Fagradals. Stór hluti svæðisins nýtur auk þess sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd. Boranir hófust á svæðinu 1976 og varmaorkuver tók til starfa 1976. Þar er nú varma- og raforkuver með tilheyrandi búnaði. Kaldavatnsleiðsla liggur að orkuverinu úr norðri og heitavatnsleiðslur liggja frá verinu til norðurs og suðurs. Þá liggur háspennulína frá orkuverinu að spennistöð við Rauðamel. Affallsvatn frá orkuverinu myndar Bláa lónið í hrauninu. Svæðið er mikið raskað eftir mannvirkjagerð.
Í hraunflákanum vestur af Þorbjarnarfelli liggur gígaröðin Eldvörp frá 13. öld. Hún samanstendur af fjölmörgum lágum gjallgígum sem umluktir eru hrauni frá gosinu. Í og við tvo af gígunum er lítið jarðhitasvæði í um 60 m hæð. Gufur stíga upp úr hrauni og gjalli á svæði sem er um 100 m í þvermál. Hraunið og gígaröðin eru að mestu ósnortin sem er fátítt á Reykjanesskaga.
Eldvörp eru innan þess svæðis sem afmarkað er í náttúruminjaskrá undir merkjum Reykjaness. Svæðið í heild nýtur sérstakrar verndar samkvæmt liðum a og d í 37. gr. laga nr. 44/1999, um náttúruvernd. Borhola er á jarðhitasvæðinu ásamt tilheyrandi vegi. Þá hefur efni til vegagerðar verið tekið úr gígum norðaustan við jarðhitasvæðið.“

Heimild:
-Jarðminjar á háhitasvæðum Íslands – Jarðfræði, landmótun og yfirborðsummerki jarðhita, Kristján Jónasson og Sigmundur Einarsson. Unnið fyrir Orkustofnun 2009.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – jarðfræði. ISOR

Jarðfræði

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af Wikipedia, frjálsa alfræðiritinu:

Forsöguleg gos;
-fyrir um 16 000 000 árum – elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.
-200.000 ára – elsta berg á Reykjanesi – Rosmhvalanes og Stapi.
-um 1000 f.Kr. – Katla. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.
-um 250 e.Kr. – Snæfellsjökull

Gos á sögulegum tíma;

Eldborg

Eldborg í Kristnitökuhrauni.

-um 900 – Afstapahraun.

-934 – Katla og Eldgjá. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. Landnámu. Landnáma segir einnig frá myndun Sólheimasands í miklu hlaupi Jökulsár.

-999 eða 1000 – Svínahraun.

-1151 – Krýsuvíkureldar. Gos í Trölladyngju; Ögmundarhraun og Kapelluhraun renna.

-1188 – ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu.

-1210-11 – undan Reykjanesi. Eldey myndaðist.

-1223 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1225 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

-1226-27 – nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, Tjaldstaðagjárhraun, Klofningahraun, Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi og mikið mannfall í kjölfarið.

-1231 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1238 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1240 – undan Reykjanesi, staðsetning óviss.

-1340 – Brennisteinsfjöll.

-1422 – undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.

-1582 – við Eldey.

-1783 – á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. Nýey reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.

-1879 – Geirfuglasker .

-1884 – nálægt Eldey. Óljósar heimildir.

-1926 – við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.

Sjá meira undir „Eldgosaannáll Íslands“ á vefslóðinni:
-//is.wikipedia.org/wiki/Eldgosaann%C3%A1ll_%C3%8Dslands“

Jarðfræði

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Heilaheill

Heilaheill er félag fyrir fólk sem hefur lent í heilablóðfalli, eða sambærilegum sjúkdómi, og aðstandendur þeirra.
Við Duus-húsFélagsmenn fóru í sína árlegu sumarferð að þessu um Reykjanesið. „Við reynum að fara eina dagsferð á hverju sumri og þátttakan hefur yfirleitt verið góð,“ sagði Kristján Eiríksson, meðlimur í ferðahópi Heilaheilla. Reykjanesið varð fyrir valinu vegna þess að þar eru margar söguslóðir tengdar landnámi Íslands, auk þess sem jarðsaga þess er afar merkileg. Gert var ráð fyrir góðu aðgengi fyrir alla. Vel var gætt að því að allir sem vildu kæmust með í ferðina. „Við vorum í rútu sem var með lyftum fyrir hjólastóla. Þannig gátu þeir sem það vildu komið á hjólastólum,“ sagði Kristján.
Lagt var af stað frá höfuðstöðvum Heilaheilla að Hátúni 12 klukkan 10:00 að morgni og stefnt var að því að koma til baka klukkan 18:00. Farið var sem leið lá frá Hátúni suður á Vatnsleysuströnd, í Voga og til Keflavíkur þar sem snæddur var hádegisverður.

Við Saltfisksetur Íslands

Því næst var haldið áfram suður í Garð, Sandgerði, Stafnes, Ósbotnaveg, Hafnir (Kirkjuvogskirkju), Reykjanesvita og til Grindavíkur. Þar var drukkið kaffi en svo haldið til Krýsuvíkur og loks í Hafnarfjörð. Reynt var að haga leiðsögninni þannig að góð lýsing fengist af upphafi, þróun og merklegheitum á hverjum stað – og allt þar á millum. Komið var á endastað kl. 18:08.
Þessi káti hópur Heilaheilla var greinilega mjög áhugasamur um sögu og náttúru Reykjanesskagans. Þegar á leiðarenda var komið var augljóst að félagar höfðu bæði betri yfirsýn um vorutveggja og voru staðráðnir að leggja fljótlega land undir fót að nýju með það að markmiði að skoða meira, enda hefur svæðið upp á óteljandi möguleika í þeim efnum að bjóða.

Duushús

Duushús.

Garðsskagaviti

18. Keflavík – Garður

Í Garðinum var m.a. fylgst með Prestsvörðunni ofan við Leiru, sagð frá mannlífinu þar, Gufuskálar kynntir til sögunnar sem og Ellustekkur, komið við í Kisturgerði, bent á hinar 14 varir milli Rafnkelsstaða og Garðskaga, kíkt inn í keramikfabrikuna, fornmannleiðið barið augum og letursteinninn þar, staldrað við Skagagarðinn og minjasafnið á Garðskaga skoðað.
Í Sandgerði var m.a. saga Skagagarðsins rakin, atburðirnir að Kirkjubóli, bæði er varðaði Jón Gerekkson og Kristján skrifara í framhaldi af aftöku Jóns Arnasonar, biskups, kumlin á Hafurbjarnarstöðum kynnt, Vikivakakvöld á Flankastöðum, Efra-Sandgerði (elsta uppistandandi hús í bænum – 1883), komið við í Fræðasetrinu, einstök hús einblínd, fjallað um uppbyggingu miðbæjarins, Sandgerðisvita 1908 og viðbót ofan á hann 1944, komið við í kertagerð og keramikgalleríum, Sandgerðishverfin sjö tíunduð (Kirkjubólshverfið, Flankastaðahverfið, Sandgerðishverfið, Býjaskerjahverfið, Fuglavíkurhverfið, sagt frá skipssköðum og mannfórnum til sjós, Hvalsneshverfið og Stafneshverfið), komið við í Hvalsneskirkju og saga kirkjunnar rakin, haldið að Stafnesi og saga þess sögð ásamt lýsingum á umhverfi Básenda, Gálga, Þórshafnar og Ósabotna. Þá var sagt frá Hvalsnesgötunni til Keflavíkur, villum fólks á Miðnesheiðinni og helstu mannvirkjum á henni, svo eittvað sé nefnt.

Saga Garðs
Byggðarlag á nyrsta odda Reykjanesskagans, þó aðeins með austurströndinni sem veit inn að Faxaflóa. Garðurinn nær frá Rafnkelsstaðabergi að innanverðu og út á Skagatá þar sem vitinn stendur. Í daglegu tali er honum skipt í inn- og út-Garð en milli þeirra er Gerðahverfið. Þar er allstór þéttbýliskjarni er tók að myndast skömmu eftir síðustu aldarmót. T.d. má telja 14 varir milli Rafnkelsstaða og Garðaskaga, s.s. Kópu og Vararós.

Garðurinn er í Sveitarfélaginu Garði. Mörkin liggja frá Garðskagatá um Skálareykjar að flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Eystri mörk liggja frá flugstöðvarbyggingunni að mörkum heiðinnar fyrir ofan Sandgerði og þaðan í vitann á Hellisgnípu. Garðurinn dregur nafn af Skagagarði.
Það var löngum mikið um manninn en árið 1703 voru alls 185 heimilisfastir í Garðinum.
Gegnum aldirnar hefur óefað verið mikið útræði í Garði enda stutt á fengsæl fiskimið. Þaðan munu venjulega hafa gengið 50-60 skip á vetrartíð en yfir 100 skip úr allri Útskálasókn þegar best lét. Margt aðkomumanna stundaði sjó úr Garðinum og komu þeir úr öllum landshlutum. Árið 1780 voru taldir 120 manns í Garði en þá voru 288 manns heimilisfastir í Útskálasókn. Á vertíðinni þetta ár voru gerðir út í skókninni 9 sexæringar, 25 fjögurra manna för og 21 tveggja manna far, alls 55 skip auk þess tveir aðkomubátar.
Hafnarskilyrði voru slæm rétt eins og í dag. Það fórust 76 manns úr Garðinum á árunum 1664-1695 í sjólslysum.
Á fyrri hluta þessarar aldar tóku opnir vélbátar að ryðja áraskipunum úr vegi. Fyrsti trillubáturinn kom í Garðinn 1922. Þegar þilfarsbátarnir komu til sögunnar minnkaði atvinnan í Garðinum því Garðmenn áttu ekki nógu stóra og góða bryggju fyrir slíka báta. Árið 1910 var Gerðahreppur fjölmennasta sveitafélgið á Suðurnesjum með 647 íbúa en minnkaði niður í 396 á fjórum áratugum.

Með bættum samgöngum tóku Garðmenn að flytja fisk af bátum sínum, sem gerðir voru út í öðrum byggðarlögum, til verkunar heima fyrir. Á kreppuárunum eftir 1930 jukust fiskflutningar í Garðinn og var hann verkaður þar til útflutnings. Alls var þurrkað á um 30 reitum þegar best lét og á árunum 1938-1939 var þurrkuð um 9 þúsund skippund af fiski í hreppum.
Þrátt fyrir þetta fækkaði fólki í Garðinum á þessu tímabili, en það var ekki fyrr en árið 1943 að fólksflóttinn stöðvaðist þegar Hraðfrystihús Gerðabátanna tók til starfa og eftir það kom hvert frystihúsið af öðru til starfa og á árunum 1950-1960 voru yfir 20 fiskverkunarstöðvar.
Rafvæðing hófs í Garðinum 1933 og var orka fyrst frá ljósavélum. Vindstöðvar urðu mjög algengar um tíma en rafmagn frá Sogsvirkjunum var leitt um Garðinn 1946. Holræsi var leitt um byggðina á árunum 1950-1960.

Gerðaskóli er einn elsti skóli á landinu en hann var stofnaður 1872 af séra Sigurði Sívertsen.
Stúkan framför var stofnuð1889 og reistu félagar hennar samkomuhúsið í Garði. Kvenfélag var stofnað í Garðinum 1917. Ungmennafélagið Garðar var stofnað 1932 en það hefur ekki verið starfandi um langa hríð. Íþróttafélagið Víðir var stofnað 1936. Verkalýðsfélagið í Garðinum var stofnað 1937. Tónlistafélag Gerðahrepps var stofnað 1979.

Garðskagaviti
Ysti hluti skagans sem gengur til norðurs af vestanverðu Reykjanesi. Viti var fyrst reistur á Garðskagatá 1897 en áður hafði verið þar leiðarmerki, varða frá 1847, með ljóskeri frá 1884. Nýr viti var byggður 1944. Gamli vitinn var notaður sem flugathugunarstöð á vegum Náttúrufræðarstofnunar Íslands á árunum 1962-1978.

Sunnudaginn 17. ágúst sl. var haldið upp á 100 ára afmæli Garðskagavita. Siglingastofnun og Gerðahreppur stóðu sameiginlega að því að bjóða almenningi að koma og skoða vitana og Byggðasafn Gerðahrepps. Gefinn var út bæklingur af þessu tilefni um vitana og í honum er einnig umfjöllun um byggðasafnið. Talið er að um 600-700 manns hafi komið þennan dag út á Garðskaga í ágætu veðri. Slysavarnarfélagskonur buðu gestum upp á kaffi og meðlæti í vitavarðarhúsinu. Aðsókn var fram úr björtustu vonum aðstandenda.

Starfsmenn Siglingastofnunar eru nýlega búnir að gera upp eldri vitann. Einnig er búið að helluleggja göngustíga á svæðinu. Svæðið er því allt til fyrirmyndar og Garðskagavita sómi sýndur á aldarafmælinu.

Útskálakirkja
Kirkjan að Útskálum var reist árið 1861 að frumkvæði sóknarprestsins síra Sigurðar B. Sívertsen (1808-1887). Árið 1907 heyrðu Hvalsnes-, Njarðvíkur- og Kirkjuvogssóknir til Útskálaprestakalls og hélst sú skipan fram til ársins 1952.
Útskálakirkja er byggð úr timbri og járnvarin. Árið 1975 var forkirkjan stækkuð og komið þar fyrir snyrtiherbergjum, geymslu og skrúðhúsi. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Granz, málarameistara, hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu sem nær var horfin. Prédikunarstóll kirkjunnar var keyptur úr Dómkirkjunni í Reykjavík árið 1886. Altaristaflan sýnir boðun Maríu, stór mynd, gefin kirkjunni árið 1878.

Aðrir staðir áhugaverðir staðir:
-Kistugerði
-Draughóll
-Fornmannaleiði
-Gufuskálar
-Vatnagarður
-Leiran
-Prestsvarða
-Skagagarðurinn

-http://www.gerdahreppur.is

Sandgerði

19. Garður – Sandgerði

Staðhættir
Sandgerðisvík skerst inn í vestanvert Rosmhvalanes. Víkin afmarkast að sunnan og vestan af skerjaklasa sem nefnist einu nafni Bæjarskerseyri. Landið umhverfis Sandgerði er láglendi og að austan er Miðnesheiði, víða grýtt og gróðurlítil. Minjar eftir mikinn uppblástur sjást víða, stór rofabörð, sem sýna að fyrrum var jarðvegur mun meiri í heiðinni en nú er. Nú er sauðfjárhald að mestu afnumið en landið friðað. Norðan Sandgerðis eru Flankastaðir. Þar myndaðist snemma byggðarhverfi. En með vaxandi byggð hefur Sandgerði náð þangað og er nú skammt á milli hverfa. Að sunnan liggur land Bæjarskerja að Sandgerði. Seinustu árin hefur byggðin í Sandgerði teygt sig þangað og nú eru þessi gömlu hverfi sambyggð. Sjávarströndin er lág, víða sendin og mjög skerjótt. Sandfok herjaði áður á byggðina og eyðilagði oft fisk sem breiddur var til þurrkunar. En á árunum 1930-1950 var gert stórátak í baráttunni gegn sandfokinu og það heft með melgresi. Landbrot hefur verið geysimikið á Miðnesi. Sést það á hinu mikla útfirri meðfram landinu, t.d. fram undan Kirkjubóli skammt norðan Flankastaða

Bærinn Sandgerði
Um 1935 var steyptur mikill sjóvarnargarður fyrir landi Sandgerðis. Bærinn Sandgerði (1883) stóð við litla tjörn norðan til í hverfinu sem myndaðist snemma upp af Sandgerðisvörinni. Er tjörnin kennd við bæinn og heitir Sandgerðistjörn. Á seinni hluta síðustu aldar var byggt stórt timburhús í stað gamla Sandgerðisbæjarins. Stendur húsið enn á tjarnarbakkanum. Þar bjó Sveinbjörn Þórðarson og seinna sonur hans, Einar. En þeir feðgar voru eigendur Sandgerðis.

Sandgerðisvör
Sandgerðisvör var við svokallaðan Hamar, þar sem nú er aðalgarður hafnarinnar. Til að komast inn á Sandgerðisvík þarf að fara í gegnum Hamarssund, en það er norðan við Bæjarskerseyri. Sundið er fremur þröngt og getur verið vandratað fyrir ókunnuga. Eru um 800 metrar frá mynni sundsins að höfninni sjálfri. Á tímum árabáta var sund þetta þrautarsund. Það var notað við landtöku þegar önnur sund lokuðust vegna brims og urðu ófær bátum.

Sandgerði telst ekki til stærri bæja landsins með rúml. 1.400 íbúa en margt bendir til þess að bærinn hafi samt sem áður alla burði til að verða í fremstu röð sveitarfélaga á landinu. Sandgerði er fyrst og fremst útgerðarbær og er ánægjulegt að segja frá því að stöðugt er verið að bæta hafnaraðstöðuna og búa í haginn fyrir þau útgerðarfyrirtæki sem hér starfa.

Fræðasetrið Rannsóknarstöðin NáttúrustofanÍ Sandgerði er starfrækt Botndýrarannsóknarstöðin BioIce og þar stunda virtir fræðimenn, innlendir og erlendir, botndýrarannsóknir. Náttúrustofa Reykjaness starfar þar undir sama þaki og hafa þessi fyrirtæki gefið bæjarfélaginu nýjan og ferskan blæ. Ekkert eitt verkefni hefur haft eins mikil áhrif á stöðu bæjarfélagsins út á við. Gestum sem heimsækja Fræðasetrið fjölgar stöðugt. Stórir hópar, innlendir jafnt sem erlendir heimsækja setrið árið um kring, kynna sér starfsemi þess og skoða þar m.a. uppstoppuð sjávardýr og fugla.
Undanfarin ár hefur Sandgerði tekið örum breytingum sem hafa miðað að því að gera bæjarfélagið betra og þjónustuvænna til að búa í. Má þar m.a. nefna byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara, stækkun grunnskólans og leikskólans, bætt aðstaða við sundlaugina, stækkun á anddyri íþróttahússins. Risin er ný og glæsileg verslun og mikið átak hefur verið gert í umhverfismálum. Margt fleira mætti nefna, eins og t.d. að tekin hefur verið ákvörðun um að reisa myndarlegan miðbæjarkjarna í samvinnu við Búmenn, þar sem gert er ráð fyrir ráðhúsi, íbúðum og þjónustufyrirtækjum í hjarta bæjarins til hagsbóta fyrir bæjarbúa. Sú framkvæmd mun gera bæinn fegurri og meira aðlaðandi og auðvelda íbúunum að sækja alla þjónustu.

Félagslíf æskulýðsins
Skýjaborg er félagsheimili æskulýðsins, og þar fer fram blómlegt og uppbyggjandi félagsstarf þar sem unga fólkið nýtur sín undir leiðsögn fagfólks. Mikil rækt hefur verið lögð við tónlistina og unglingarnir tekið þátt í söngvakeppnum og náð verulega góðum árangri. Einnig hefur verið kennd fatahönnun í grunnskólanum og í framhaldi af því hefur starfsfólk Skýjaborgar aðstoðað hina ungu hönnuði við að taka þátt í hönnunarsamkeppni þar sem árangur hefur einnig verið frábær.
Í tengslum við Skýjaborg er svo mjög góð útivistaraðstaða ásamt fótboltavelli þar sem fram fara heimaleikir Reynis í Sandgerði. Körfuboltinn er einnig öflugur og keppt er bæði í meistaraflokki og yngri flokkum en æfingar eru stundaðar í hinu glæsilega íþróttahúsi bæjarins.
Í sundlauginni sem tengist íþróttahúsinu stunda yngri krakkarnir sundæfingar. Búið er að lagfæra umhverfi laugarinnar og koma fyrir vaðpolli fyrir yngstu börnin. Þar hefur verið sett upp nýtt gufubað og einnig stendur til að stækka og dýpka sjálfa sundlaugina. Þegar þeim framkvæmdum er lokið verður öll aðstaða þar til fyrirmyndar.
Aðrir áhugaverðir staðir eru Ný-Vídd; listagallerí þar sem áhugafólk um listsköpun hefur vinnuaðstöðu og í sama húsi er kertaverksmiðjan Jöklaljós sem framleiðir kerti af öllum stærðum og gerðum. Loks má nefna Púlsinn, sem er nýr staður, en þar er boðið upp á nám í leiklist, jóga, leikfimi og ýmsu öðru áhugaverðu.
Ýmislegt fleira er í boði fyrir unga sem aldna, s.s. kór- og kirkjustarf, skátar, unglingadeild björgunarsveitarinnar, golfkennsla o.fl.
Eldri borgarar
Í Miðhúsum eru íbúðir eldri borgara. Þar er einnig blómlegt félagslíf við hæfi. Íbúðirnar sem eru nýjar og glæsilega voru byggðar af byggingafyrirtækinu Búmönnum. Má segja að þar sé bæði hátt til lofts og vítt til veggja og hafa íbúar þar sannarlega kunnað að búa híbýli sín á smekklegan hátt.

Bókasafn
Sandgerðisbær á myndarlegt bókasafn sem er til húsa í grunnskólanum. Þar sameinast skólabókasafnið og bæjarbókasafnið og nýtast bæði söfnin íbúum á öllum aldri.
Höfnin
Hafnarframkvæmdir hafa verið miklar og má þar nefna dýpkun innan hafnar, bygging varnargarðs og miklar fyllingar við norðurbryggju. Varanlegt slitlag hefur verið lagt á alla norðurbryggju með nýjum kanttrjám. Einnig hefur norðurbryggjan verið lengd og hafnarsvæðið verið stækkað til mikilla muna frá því sem áður var. Á hafnarsvæðinu og í tengslum við það hafa risið nokkur fyrirtæki í glæsilegum byggingum. Þar má nefna Fiskmarkað Suðurnesja, og fiskvinnslufyrirtækin Tros og Ný-fisk ásamt fleiri fyrirtækjum.

Álög
Vart er hægt að hugsa sér stórfenglegri sýn en þá sem blasir við þegar keyrt er inn í Sandgerði. Þar mætast himinn og haf og útsynningurinn lemur skerjagarðinn með brimföldum sem tóna við hið fagra listaverk Álög sem stendur við innkeyrsluna í bæinn. Verkið er eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og þar gefur að líta þrjár rústfríar öldur sem tákna að hafið er eilíft en maðurinn sem stendur þar hjá er úr pottstáli því hann er forgengilegur. Verkið var sett upp á 100 ára afmæli Miðneshrepps 1986 til minningar um látna sjómenn.

Hunangshella
Hunangshella er löng klöpp á þjóðveginum norðan við Ósabotna. Sagan segir að eitt sinn hafi þar hreiðrað um sig finngálkn ( afkvæmi tófu og kattar) og varnað ferðamönnum vegar. Dýrið var afar styggt en loks tókst að skjóta það meðan það sleikti upp hunang sem hellt hafði verið yfir helluna.

Þórshöfn
Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs.
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum. Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.

Básendar / Gálgar
Básendar urðu verslunar- og útgerðarstaður strax á 15. öld. Framan af voru þeir í eigu Viðeyjarklausturs en eftir siðaskiptin tók konungsvaldið útgerðina í sinar hendur og máði hún hámarki að fyrstu tugum 18. aldar en um þær mundir voru konungsbátar í Gullbringusýslu milli 80 og 100 talsins. Rekstur konungsútgerðarinnar var þó ekki burðugri en svo að árið 1769 var hún lögð niður.
Enn um sinn héldu þó danskir einokunarmenn áfram að stunda verslun frá staðnum og voru margir þeirra afar illa þokkaðir. Í kvæðinu Básendapundarinn eftir Grím Thomsen segir frá útistöðum Skúla fógeta við einn slíkan. Verslun lagðist af á Básendum eftir gríðarlegt sjávarflóð aðfaranótt 9. janúar 1799, þar sem kaupmaðurinn á staðnum misti allar eigur sínar og ein kona drukknaði.

Gálgar nefnast tveir háir klettar skammt fyrir ofan gönguleiðina. Milli þeirra er nokkurra faðma breitt sund sem ævagamlar sagnir herma að sakamenn hafi verið hengdir í. EF þetta á við rök að styðjast, má gera ráð fyrir að á næstu grösum hafi verið héraðsþing til forna.

Stafnes
Stafnes var fjölmennasta verstöð Suðurnesja á 17. og 18. öld, enda var það ásamt Vestmannaeyjum miðstöð konungsútgerðarinnar. Áfram var róið af kappi frá Stafnesi fram undir miðja þessa öld, þrátt fyrir fjölmörg háskaleg sker sem grandað hafa ófáum skipum og bátum. Meðal skipa sem strönduðu var togarinn Jón forseti sem fórst þar árið 1928, en til þess slyss má rekja stofnun slysavarnardeildarinnar Sigurvonar í Sandgerði.Â

Hvalsnes
Hvalsnes hefur frá fornu fari verið kirkjustaður. Þar hafa setið ýmsir þekktir prestar en frægastur er þó vafalaust Hallgrímur Pétursson. Í kirkjunni er varðveittur legsteinn Steinunnar Hallgrímsdóttur sem talið er að skáldið haf sjálft höggvið. Núverandi kirkja var vígð árið 1887 og er einhver allra fegursta steinkirkja landsins. Fyrir byggingu hennar stóð Ketill Ketilsson hreppstjóri í Höfnum en altaristaflan er eftir Sigurð Guðmundsson málara.

Melaberg
Á Melabergi bjó samkvæmt þjóðsögunni fátæk ekkja ásamt syni sínum. Eitt sinn henti soninn það ólán að verða strandaglópur við eggjatínslu í Geirfuglaskeri og tókst ekki að bjarga honum fyrr en ári síðar. Allt var á huldu um hvað á daga mannsins hefði drifið á eyjunni, uns álfkona nokkur gaf sig fram við messu í Hvalsneskirkju og vildi kenn honum barn sitt. Maðurinn sór fyrir að vera faðir barnsins en við það féllu á hann álög huldukonunnar svo hann steyptist í hafið og breyttist í rauðhöfða illhveli. Hvalur þessi grandaði mörgum bátum, uns fjölkunnugur maður náði með göldrum að hrekja hann inn Hvalfjörð og upp í Hvalvatn, en þar hafa fundist hvalbein sem menn höfðu til sannindamerkis um söguna.
Neðan Melabergs er Lindarsandur, en þar kemur upp ferskt vatn undan klöppunum.

Másbúðarhólmi
Í Másbúðarhólma voru mikilvægar bækistöðvar konungsútgerðarinnar og eru þar enn miklar verminjar. Másbúðir voru einnig vetvangur fyrsta byssubardaga Íslandssögunnar árið 1551. Þá sóttu norðlenskir hefnendur að tveimur fylgdarsveinum Kristjáns skrifara, drápu annan en hinn slap eftir að hafa skotið einn norðanmanna á flóttanum.

Fuglavík
Fuglavík var fyrr á tímum stórt útgerðarhverfi og voru þar einkum vermenn frá öðrum landshornum. Samhliða fiskveiðunum var þar mikil sölvatekja en Íslendingar treystu um aldir mjög á söl, bæði til manneldis og sem skepnufóður.

Sandgerði
Sandgerði er með elstu höfuðbólum á Suðurnesjum. Þaðan hefur alla tíð verið stunduð mikil útgerð enda Sandgerði einhver mikilvægasta verstöð landsins, á sama tíma og dró úr mikilvægi flestra annarra verstöðva á Rosmhvalsnesi.
Árið 1990 fékk Sandgerði kaupstaðarréttindi og er með yngstu kaupstöðum landsins.

Bæjarsker
Bæjarsker er ef til vill elsta höfuðból Suðurnesja en margt bendir til þess að þar hafi búið Steinunn gamla, sem Ingólfur Arnarson gaf mestallan norðanverðan Reykjanesskaga. Væntanlega hefur Steinunn stundað útgerð af kappi, en Bæjarskerseyrin þótti lengi ein besta veiðistöð Suðurnesja. Landbrot vegna ágangs sjávar hefur þó leikið eyrina grátt og eftir ofsaflóð veturinn 1769 og síðar Básendaflóðið 1799 hnignaði útgerð þar mjög.

Flankastaðir
Að Flankastöðum voru fyrr á tímum haldnir vikivakar og jólagleði. Ýmsir kirkjunnar þjónar höfðu horn í síðu þessara dans- og gleðisamkoma sem þeir töldu ýta undir drykkjuskap og lauslæti. Voru þessar samkomur því bannaðar um 1745. Var því spáð að prestinum Árna Hallvarðssyni ætti eftir að hefnast fyrir tiltækið og gekk það eftir þegar hann drukknaði á voveiflegan hátt.

Kirkjuból
Kirkjuból var forðum þar sem nú heitir Gamlaból. Þar var áður höfðingjasetur og vetvangur sögulegra atburða. Árið 1433 gerðist það að hópur manna úr lífverði Jóns Gerrekssonar Skálholtsbiskups, undir forystu Magnúsar kæmeistara,bryta í Skálholti, brenndi bæinn til ösku. Með því vildu þeir hefna fyrir niðurlægingu Magnúsar, en heimasætan á bænum , Margrét slap þó úr eldinum ein manna og sór þess dýran eið að giftast hverjum þeim manni er kæmi fram hefndum. Sá maður reyndist vera Þorvarður Loftsson höfðingjasonur frá Möðruvöllum. Árið 1551 dró svo aftur til tíðinda að Kirkjubóli, en þá hefndu norðlenskir vermenn aftöku Jóns Arasonar Hólabiskups árið áður. Fóru þeir fjölmennu liði að umboðsmanni konungs, Kristjáni skrifara og mönnum hans,myrtu alla og svívirtu líkin. Því næst héldu þeir út á Álftanes, handsömuðu böðulinn sem tekið hafði biskupinn af lífi og neyddu hann til þess að drekka bráðið blý. Tókst danska konungsveldinu að koma lögum yfir fæsta þessara manna.

Skagagarðurinn

Skagagarðurinn forni sést enn skammt norð-austur af Kolbeinsstöðum. Garðurinn er sennilega frá 10. öld og girti nyrsta hluta Rosmhvalsness frá öðrum hlutum Reykjanesskaga. Garðurinn er aðlíðandi norðanmeginn en hár og lóðréttur til suðurs, enda hefur honum væntanlega verið ætlað að halda sauðfé frá miklum kornökrum sem voru nyrst á skaganum.

Hafurbjarnastaðir
Að Hafurbjarnarstöðum hefur verið bær allt frá landnámsöld. Þar fannst árið 1868 kumlateigur úr heiðni sem telja verður einn merkasta fornleifafund Íslandssögunnar, en dr. Kristján Eldjárn lauk rannsóknum á honum árið 1947. Í teignum voru bein sjö eða átta manna auk ýmissa gripa. Heillegasta beinagrindin er varðveitt í glerkassa á Þjóðminjasafni Íslands eins og margir munu kannast við.

-www.sandgerdi.is

Hvalsnes

Hvalsneskirkja.

Gunnuhver

„Ekki er það ný bóla, að eldur komi upp í sjé úti í grennd við Ísland, og telur Þorvaldur Thoroddsen, að það hafi komið níu sinnum fyrir, sem sögur fari af, fyrst árið 1211 og síðast 1879, þangað til nú Sögulegast var það gosið, er eyja reis úr sjó undan Reykjanesi, en hvarf áður en langt leið. Þegar átti að fara að kanna eyna var hún horfin.
Reykjanes-991Langoftast urðu neðansjávareld gosin út af Reykjanesi, flest á svipuðum slóðum. Í eldgosatali Þorvalds Thoroddsens er nokkrum sinnum aðeins sögð þessi orð: Eldur fyrir Reykjanesi. En fyrst 1226 segir þó fleira: Eldur í sjó fyrir Reykjanesi. Myrkur um miðjan dag. Sandfellsvetur á Íslandi. — Árið 1422 kom upp eldur útsuður undan Reykjanesi og skaut upp landi, sem nú er horfið. Árið 1830: Eldur fyrir Reykjanesi. Hann sást fyrst hinn 6. og 7. marz (aðrir segja 13.), og var uppi þangað til í maímánuði, þá rak mikið af vikri að næstu ströndum. Uppvarpið var nærri Eldeyjarboðum. Árið 1879: Gos fyrir Reykjanesi. Hinn 30. maí sáu menn frá Kirkjuvogi í Höfnum eldsuppkomu nálægt Geirfuglaskerjum hér um bil 8 mílur undan landi og eins sást til hennar næsta dag, en fjórtán daga framan af júlí var svört þoku bræla yfir sjónum út af Reykjanesi, en þokulaust alls staðar fyrir innan. Rétt áður en þokan hvarf, Kom öskufall, sem sá vel á grasi, en ekki urðu menn eldsins varir eftir það. Vikur sást heldur ekki, og engir jarðskjálftar fundust.
Vorið 1733 gerðist það, sem þóttu teikn mikil, að alldjúpt út af Reykjanesi reis rjúkandi eyja úr sænum, og gizkuðu menn ýmist á, að hún hafi verið ein míla eða míluþriðjungur ummáls. Annars beið hún ekki eftir því að vera mæld eða rannsökuð nánar, sem áður segir, heldur hvarf aftur í hafið. Skipverjar á húkkortunni Boesand komu fyrstir auga á eyjuna, og gerði skipstjórinn, Jörgen Mindelberg, teikningu af henni. Eftir honum eru höfð þessi orð í sambandi við gos þetta: „Það var guðs undur, sem við höfðum ekki fyrr séð, að sjór logaði!“
Ey - JorgenÍ Öldinni átjándu stendur eftirfarandi um gosið 1783, dagsett í maímánuði: „Um síðustu mánaða mót urðu menn þess áskynja, að eldur er uppi í hafi djúpt út af Reykjanesi. Stigu þar reykjarmekkir úr sjó og nú hafa áhafnir þriggja kaupskipa séð þar rjúkandi eyju rísa úr sæ, en stórt svæði umhverfis hana er þakið vikri og ösku. Mönnum ber saman uim það, að þarna sé komið upp allhátt hraunhrúgald, með úfnum klettum, en þá greinir á um stærð hínnar nýju eyjar. Telja sumir, að hún sé míla ummáls, en aðrir hafa orpið á, að svo sem þriðjungur mílu muni umhverfis hana. Sævardýpi hefur breytzt til muna umhverfis eyna, og nýr boði, sem mjög brýtur á, er kominn upp alllangt frá henni í norðvesturátt. Það voru skipverjar á húkkortunni Boesand, sem fyrst sáu eyna.
Klukkan þrjú að morgni hins fyrsta dags maímánaðar bar fyrir augu þeirra sjón, sem fyllti þá undrun og skelfingu: Reykjarmekkir miklir stigu upp af sjónum. „Það var guðs undur, sem við höfðum ekki fyrr séð, að sjór logaði“, segir reykjanes-kort-IIskipstjórinn, Jörgen Mindelberg.
Klukkan sjö var skútan komin svo nærri gosstöðvunum, að skipverjar sáu rjúkandi eyju í hafinu hálfa níundu mílu suðvestur af Geirfuglaskeri. Lét skipstjóri sigla í námunda við hana, en sneri frá, er hann átti ófarna hálfa mílu að henni, því að gosfýlan var orðin svo megn, að hann sveðsí hafa óttazt að áhöfnin félli í öngvit. Var þá og sjór allur þakinn vikri.

Nú síðar í maímánuði komu Hans Petersen á Hvíta svaninum og Peder Pedersen á Þorskinum, til hafnar við Faxaflóa, og höfðu þeir báðir séð þessa nýju eyju, er hlaðizt hefur upp úr rjúkandi eimyrkju og gjallstorku út af Reykjanesi“.
Sex vikum síðar hófust Skaftáreldar. Í júlí segir: „Konungurinn hefur mælt svo fyrir að eyjan út af Reykianesi skuli Nýey heita og falið stiftamtmanni að fara hið fyrsta út í hana á einhverju af skipum konungsverzlunarinnar, draga danskan fána að húni á henni og helga hana veldi Dana. Til frekara öryggis skal reisa þar stein og höggva á hann nafn konungs og ártal, og verður steinn sá, sem til þessa er ætlaður, sendur hingað með póstskipinu“.
Í ágúst 1784 segir: „Það fórst fyrir, að stiftamtmaður helgaði Danakonungi Nýey í fyrra og voru boð stjórnvalda um þetta ítrekuð í vetur. Var svo fyrir mælt, að Hafnarfjarðarskip sem flytja átti Levetzov kammerherra og Magnús stúdent Stephensen til Kaupmannahafnar, kæmi við á eynni, ef þess væri nokkur kostur, eða sigla að minnsta kosti svo nærri henni, að viðhlítandi athugun gæti farið fram á henni. En mönuum brá nokkuð í brún, þegar átti að fara að kanna Nýey. Hún var nefnilega hvergi sýnileg, þegar gera átti gangskör að því að helga hana konungi“.

Heimild:
-Tíminn 15. nóvember 1963, bls. 8-9.

Stampahraun

Stampahraun. Í dag má sjá leifar hraunsins undan ströndinni, þ.e. Karlinn. Strákur, Stelpa og Kerling eru horfin í sjáinn. Þó má enn sjá móta fyrir gíg Kerlingar í Kerlingarbás.