Tag Archive for: Reykjanesskagi

Eldgos

Í Bæjarblaðinu, útgefnu af Stapaprenti, árið 1991 er fjallað um mögulegan „Suðurlandsskjálfta árið 2020“ sem og „Drauma og fyrirboða um náttúruhamfarir á Reykjanesi„:

Sprunga

Sprunga á Reykjanesi.

„Eigum við á suðvesturhorninu yfir höfði okkar það gífurlegar náttúruhamfarir, að Reykjanesskaginn klofni frá landinu? Allir hafa einhvern tímann heyrt minnst á hinn svokallaða Suðurlandsskjálfta; stóra jarðskálftann, sem talið er að snarpur og öflugur, að af hljótist þær gífurlegu hamfarir sem að ofan greinir. Og það sem meira er; stóri skjálftinn gæti venð á næsta leiti.
Við skulum til fróðleiks líta örlítið á jarðfræðilega gerð Reykjanesskagans annars vegar og hins vegar á drauma og fyrirboða um stóra skjálftann.

Glöggt samband á milll sprungureina og jarðskjálfta

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – sprungureinar.

Sagt er að hugsanlegur stórskjálfti muni kljúfa Reykjanesskagann austan frá Grindavík að Hafnarfirði en þar liggur stór sprungurein. Eins er líklegt að skaginn klofni frá Önglabrjótsnefi, skammt norður af Reykjanestánni, en þar liggur sprungurein í Norðaustur til Suðvesturs, og glöggt samband er á milli þessara sprungureina og jarðskjálfta á Reykjanesi. Þegar skoðað er jarðfræðikort af svæðinu kemur þetta betur í ljós. Telja má líklegt að þessi gliðnun muni frekar gerast á löngum tíma en í einu vettfangi.

Sprungur

Hraunsprungur millum Vatnsleysustrandar og Grindavíkur.

Draumspakt fólk segir hins vegar að þetta gerist í einu vettvangi, fyrirvaralaust, eins og fram kemur á eftir.
Á Reykjanesi eru sex aðskildar sprungureinar, en ein þeirra er hin svokallaða Eldeyjarrein. Hún liggur norðan Sandvíkur og nær norðaustur undir Vogaheiði. Þetta er norðurendi reinar sem teygir sig suðvestur fyrir Eldey. Miðja hennar er að líkindum á Eldeyjarsvæðinu. Engar gosmyndarnir hafa fylgt þessari rein uppi á landi, en oft hefur gosið á henni neðansjávar undir Reykjanesi, nú síðast í haust. Í lok októbermánaðar mældist gífurleg jarðskjálftahrina u.þ.b. 150 kílómetra suðvestur af Reykjanestá. Stóð hrinan yfir í sólarhring og mældust skjálftarnir allt að 4,8 stig á Richterskvarða.

Jarðskjálftar

Jarðskálftasvæði Reykjanesskagans.

„Þetta er það mesta sem við höfum sé í áratugi“, sagði Ragnar Stefánsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við DV þann 2. nóvember 1990. Önnur óvenjulega kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshryggnum stóð yfir dagana 8. – 9. september síðastliðinn.

Grindavík

Sprunga í íþróttahúsinu í Grindavík 2023.

Þeir skjálftar áttu upptök sín um 100 kílómetra suðvestur af Reykjanestá. Sterkustu kippirnir mældust 5,5 – 6 stig. Svipað gerðist í maí 1989 á stað milli hinna tveggja framangreindra eða á 900 – 1000 metra dýpi um 500 kílómetra frá Íslandi Þeir kippir mældust 5 stig á Richter. Þessar þrjár óvenjukröftugu jarðskjálftahrinur hafa því mældst í beinni línu suðvestur af landinu á rúmlega 800 kílómetra belti út frá Reykjanesskaga, og þessi virkni færist nær og nær landi.
Fjórða og síðasta hrinan mældist síðan um miðjan nóvember í aðeins 50 kílómetra fjarlægð frá landi. Sterkustu kippirnir í þeirri hrinu mældust 4,5 á Richter.

Samfelld sprungubelti

Karlsgígurinn

Stampahraunið á Reykjanesi.

Lítum aðeins á sprungukerfin á Reykianesskaganum. Þar kemur ýmislegt athyglisvert í ljós sem styður kenninguna um gliðnunina. Í skýrslu eftir Hauk Jóhannesson jarðfræðing segir: NA-SV sprungureinarnar eru mest áberandi á skaganum og ráða mestu um jarðfræðilega gerð hans. Þegar betur er að gáð, koma í ljós aðrar sprungur sem einnig gegna þýðingarmiklu hlutverki í sama tilliti.

Grindavík

Grindavík – gjár, sprungur og misgengi.

Þetta eru sprungur sem stefna norður – suður og eru yfirleitt lítið áberandi. Þær raða sér saman í stuttar reinar sem ekki eru skýrt afmarkaðar en skera sig þó nokkuð úr NA-SV-sprungunum. Þær eru tiltölulega stuttar eins og áður er nefnt, um 5-10 km. Þessar N-S reinar virðast vera framhald af þeim sprungum sem Suðurlandsskjálftarnir eiga upptök sín í og má e.t.v. líta svo á að þessar sprungur myndi nær samrellt belti frá Suðurlandsundirlendi og út á Reykjanes, þótt ekki sjáist sprungur á því öllu.
Þegar dreifíng N-S sprunganna er borin saman við dreifingu jarðskjálfta á Reykjanesi, kemur mjög glöggt samband í íjós. N-S sprungurnar falla nær alveg saman við skjálfta á Reykjanesi á árabilinu 1971-75. Skjálftarnir raða sér á mjótt belti sem liggur nær austur-vestur þvert á NA-SV reinarnar. Af þessu má draga þá ályktun að N-S brotabeltið sé í orsakasambandi við skjálftana.

Sprungur

Hraunsprunga Við Kaldársel.

Á Suðurlandsundirlendi er einkar glöggt samband milli „-Sprungureinanna og jarðskjálfta. Slíkt samband er einnig hægt að sjá á Reykjanesi. Í skjálftahrinu sem varð á tímabilinu 3. ágúst til 13. september 1972 yst á Reykjanesi, urðu flestir skjálftanna á Reykianesrein en þar sem NS-sprungurein sker hana austan á Reykjanestánni leiddu skálftarnir út í N-S sprungurnar.
Reykjanesskaginn er hluti af sprungukerfi, sem liggur um Atlandshaf endilangt og tengir saman svonefndan Reykjaneshrygg, þar sem áðurnefndir skálftar voru í haust, og gosbelti Íslands. Sprungureinarnar einkennast af opnum sprungum og gjám. Þær eru mislangar, 25 – 50 km og yfirleitt 5-7 km. breiðar. Svæðið er því allt „sundurskorið“ og sprungubeltin eru stærst þar sem talið er að Reykjanesskaginn muni klofna frá meginlandinu.
Þá er ónefnd ein sprungurein, sem veita ber athygli með hliðsjón af draumafrásögnunum hér til hliðar. Það er hin svonefnda Krýsuvíkur – Trölladyngjurein. Reinin er mjög löng, eða a.m.k. 60 km og nær allt upp í Mosfellssveit.

Draumar og fyrirboðar -um náttúruhamfarir á Reykjanesi

Jarðfræði

Jarðfræði Reykjaness.

Fjölmargt fólk með dulskyggnigáfu hefur fengið vitranir eða draumfarir um stórbrotnar náttúruhamfarir á Reykjanesi og benda draumarnir allir í sömu átt.

Í bókinni Framtíðarsýnir sjáenda, sem kom út árið l987, er sérstakur kafli um þetta. Þar skýra sjáendur frá upplýsingum sem þeim hefur vitrast í draumi, og það er einkar athyglisvert hvað draumum fólksins ber saman.

Náttúruhamfarir árið 2020

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – hraun.

Draumspakur maður og dulskyggn með forspárgáfu, segir frá draumi sínum, sem er á þá leið að farið var með hann í flugferð “ um svæðið næst höfuðborginni“. Honum var sagt að þáverandi tímatal væri 2020 og honum voru sýndar breytingarnar sem orðnar voru. Hið helsta úr lýsingunni var það, að Hafnarfjörður var kominn undir hraun að miklu leyti.

Sprunga

Hraunsprunga á Reykjanesskaga.

Byggðin á Seltjarnarnesinu öllu var eydd og gamli miðbær Reykjavíkur sokkinn í sæ. Þéttasta byggðin átti hins vegar að vera kominn í Mosfellsdalinn.
Reykjanesið klofnar frá meginhluta landsins. Annar maður varð fyrir svipaðri reynslu í draumsvefni. Hann segir svo frá:
„Draumurinn var á þá lund, að ég þóttist sjá landabréf af Íslandi, sem var svarthvítt og flatt að öðru leyti en því, að Reykjanesið var marglitt og upphleypt eins og plastkortin líta út.
Þetta var reyndar í fyrsta sinn að ég sá upphleypt kort, þ.e. í draumnum. Mörkin milli litaða svæðisins og þess svarthvíta á kortinu voru lína sem lá í suðvestur-norðaustur og lá nokkurn veginn með Kleifarvatni endilöngu og síðan í norður í átt til Straumsvíkur. Eftir því sem ég heyrði fleiri frásagnir af draumum varðandi þetta mál allt, þýddi ég drauminn á þann veg að Reykjanesið muni klofna frá meginhluta landsins í stórbrotnum náttúruhamförum“. Sami aðili segir að atburðarrásin verði þannig: „Eftir Vestmannaeyjagosið verður gos í Kröflu. Þar á eftir verður svo Suðurlandsskjálfti og Kötlugos. Nokkru síðar verður gos í Bláfjöllum“.

Grindavík horfið með öllu

Grindavík

Grindavík – loftmynd.

Kona sem er skyggn sá Reykjavík og nágrenni í framtíðarsýn. Henni virtist Reykjanesið hafa orðið fyrir stórfelldri jarðfræðilegri röskun.

Reykjavík

Reykjavík og Seltjanarnes.

Hún segist ekki geta fullyrt hvenær þetta verði, né hvort breytingarnar gerist með snökkum hætt eða smám saman. Frásögn hennar er á þessa leið: „Stór hluti Reykjavíkur er kominn undir sjó. Öskjuhlíðin og Langholtið eru óbyggðar eyjar.
Valhúsarhæðin og ýmsir aðrir staðir standa líkt og sker upp úr sjónum. Það er byggð í útjaðri Breiðholts, en þó fyrst og fremst við Úlfarsfell, upp Mosfellsdalinn og meðfram Kjalarnesinu. Égsé að það hafa orðið miklar jarðhræringar og eldsumbrot á Bláfjallasvæðinu. Það leggur hraunstraum niður Elliðaárdalinn. Hafnarfjörður er í eyði og Grindavík hefur horfið með öll. Það er engu líkara en að Reykjanesið hafi færst til í gífurlegum náttúruhamförum“.

Gerist fyrirvaralaust – stutt í atburðinn

Reykjavíkursvæðið

Reykjavíkursvæðið – Viðeyjargígur.

Ung kona sem er berdreyminn og hefur margsinnis orðið fyrir sálrænum viðburðum, segir frá reynslu sinni á þennan veg:
„Áður en Vestmannaeyjagosið varð dreymdi mig það í þrjár nætur samfellt. Síðustu nóttina sá ég hvernig fólkið flúði í átt að bryggjunni og þegar ég vaknaði um morguninn leið mér vel því ég vissi að enginn hafði farist.

Eldgos

Eldgos ofan Grindavíkur.

Skömmu síðar var ég á ferð um landið og var þá bent á þá staði þar sem yrðu eldsumbrot. Ég vissi að eftir Vestmannaeyjagosið yrði gos í Kröflu og því næst í Heklu. Þá verður einnig mikið eldgos nálægt Reykjavík.
Rúmlega tvítug bjó ég í Efra-Breiðholti og dreymdi á þennan draum: Mér rannst ég rísa úr rúmi mínu og ganga fram í stofu, að stofuglugganum. Þá sá ég sjón sem ég gleymi ekki á meðan ég lifi. Ég sá fólk flýja skelfingu lostið í átt að Mosfellssveit. Í áttina að Hafnarfirði var eldur og óhugnanlegur reykjamökkur, sem færðist nær með braki og brestum. Vegna þess að flest af því sem mig hefur dreymt um framtíðina hefur komið fram, varð ég mjög óttaslegin vegna þessa draums. Í margar vikur á eftir hafði ég alltaf til taks það allra nauðsynlegasta, ef til þess kæmi að ég þyrfti að flýja.
Í nóvember árið 1987 dreymdi mig aftur Reykjavíkurgosið. Í Elliðaám sá ég glóandi hraunstraum. Þetta gerist að nóttu til án nokkurs fyrirvara. Rafmagnið fer og og ég skynjaði hvernig undarleg og óþægileg lykt mengaði andrúmsloftið. Margir verða að flýja heimili sín. Mér finnst vera stutt í þennan atburð“.

Suðurlandsskjálftinn 2000

Afleiðingar Suðurlandsskjálftans 17. júní árið 2000.

Í Árbók VFÍ/TFÍ árið 2001 er sagt frá Suðurlandskjálftunum 17. júní og 21. júní 2000:
„Suðurlandsskjálftarnir 17. júní og 21. júní 2000.

Jarðskjálfti

Suðurlandsskjálftinn árið 2000.

Í júní 2000 urðu tveir stórir jarðskjálftar á Suðurlandi með upptök nálægt Þjórsárbrú. Fyrri skjálftinn var 17. júní, kl. 15:40. Hann var af stærðinni 6,6 (Mw) með upptök nálægt Skammbeinsstöðum í Holtum (63,97°N og 20,36°V) um 16 km norðaustur af brúarstæðinu. Upptakadýpi var um 6,3 km. Jarðskjálftinn var svokallaður hægri handar sniðgengisskjálfti og mátti sjá merki um yfirborðssprungur á um 20 km löngum kafla.“

Ekki er minnst á svipuðan jarðskjálfta undir Sveifluhálsi við Kleifarvatn nokkrum mínútum á eftir framangreindum skjálfta.

„Seinni jarðskjálftinn var 21. júní, kl. 00:51. Þessi skjálfti var af stærðinni 6,5 (Mw) og með upptök rétt sunnan við Hestfjall á Skeiðum (63,97° N og 20,71° V) um 5 km norðvestur af brúarstæðinu. Upptakadýpi skjálftans var 5,1 km. Jarðskjálftinn var eins og sá fyrri hægri handar sniðgengisskjálfti og mátti sjá merki um yfirborðssprungur á um 23 km löngum kafla.“

Heimildir:
-Bæjarblaðið. 4. tbl. 30.01.1991, Suðurlandsskjálfti árið 2020? og Draumar og fyrirboðar um náttúruhamfarir á Reykjanesi, bls. 10-11.
-Árbók VFÍ/TFÍ, 1. tbl. 01.06.2001, Suðurlandskjálftarnir 17. júní og 21. júní 2000, bls. 302.

Viðeyjareldstöðin

Viðeyjareldstöðin.

Jarðskjálfti

Stærsti jarðskjálfti á sögulegum tíma á Íslandi er gjarnan talinn vera skjálftinn á Suðurlandi 14. ágúst 1784. Stærð hans hefur verið metin 7,1. Þessi stærð er að sjálfsögðu ekki fengin með mælingum enda komu skjálftamælar ekki til sögunnar fyrr en rúmri öld síðar. Stærðin er fengin með því að bera áhrif skjálftans saman við áhrif annarra skjálfta á sama svæði sem mælingar eru til á. Það er einkum jarðskjálftinn á Rangárvöllum árið 1912 sem hefur verið notaður í þessum tilgangi. Hann mældist 7 stig að stærð og áhrifasvæði hans var nokkru minna en skjálftans 1784. Ætla má að byggingar hafi verið sambærilegar á Suðurlandi í báðum skjálftunum.

Jarðskjálftar

Margir bæir hafa hrunið í jarðskjálftum hér á landi.

Skjálftinn 1784 átti upptök í Holtum. Þar varð tjónið mest og í nágrenni Eystra-Gíslholtsvatns má finna sprungur sem telja má að hafi orðið til í upptökum skjálftans. Finna má vísbendingar um þetta upptakamisgengi til norðurs og teygir það sig í átt til Skálholts. Þar varð einmitt tilfinnanlegt tjón í skjálftanum. Varð það mönnum tilefni til vangnavelta um að flytja biskupsstólinn og Skálholtsskóla til Reykjavíkur.

Stærstu skjálftar á Íslandi sem mælst hafa eru skjálfti undan norðurströndinni 1910, fyrrnefndur skjálfti á Rangárvöllum 1912, og skjálfti sem varð fyrir mynni Skagafjarðar árið 1963. Allir mældust þeir 7 stig að stærð. Nýlegri skjálftar hafa mælst nokkru minni, til dæmis voru skjálftarnir 17. og 21. júní 2000 af stærðinni 6,5, sömuleiðis Kópaskersskjálftinn 1976.

Jarðskjálftar á Reykjanesskaga

Jarðskjálftar

Jarðskálftabelti landsins.

Í kjölfar atburða á Reykjanesskaga hefur Páll Einarsson, prófessor emeritus við Jarðvísindadeild, tekið saman yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á svæðinu og byggir þar á nýlegri grein Sveinbjörns Björnssonar o.fl. höfunda.

Að sögn Páls byggja gögn fyrir árið 1900 á samantekt Þorvaldar Thoroddsen, meðan skýrsla Kjartans Ottóssonar er helsta heimildin fyrir tímabilið 1900-1930 og skýrslur Eysteins Tryggvasonar fyrir áratugina 1930-1960. „Frá 1960 er stuðst við lista frá International Seismological Centre, Veðurstofu Íslands og Sveinbirni Björnssyni o.fl. Eftir að mælitæki koma til sögunnar eru skjálftar á listanum einungis tilgreindir ef stærðin er 5 eða meira, eða ef þeir ollu tjóni, tengdust sprunguhreyfingum eða breytingum á hveravirkni.“

Sögulegt yfirlit

Jarðskjálftar

Jarðskálftasvæði Reykjanesskagans.

1151: „Eldur uppi í Trölladyngjum, húsrið og manndauði“.

1211: „Eldur kom upp úr sjó fyrir utan Reykjanes. Sörli Kolsson fann Eldeyjar hina nýju, en hinar horfnar er alla æfi höfðu staðið. Þá varð landskjálfti mikill hinn næsta dag fyrir Seljumannamessu og létu margir menn líf sitt. … og féllu ofan alhýsi á fjölda bæjum og gjörðu hina stærstu skaða.“

1240: „Landskjálftar miklir fyrir sunnan land. Sól rauð. Eldur fyrir Reykjanesi.“ Þetta er talið vera síðasta eldgosið í hviðu slíkra atburða á Reykjanesskaga. Hviðan er talin hafa byrjað stuttu eftir 870 AD og voru flest gosin hraungos (Kristján Sæmundsson og Magnús Sigurgeirsson, 2013).

1724: Jarðskjálfti í ágústmánuði. Hrapaði bærinn í Herdísarvík og maður fórst við sölvatekju undir Krýsuvíkurbjargi.

1754: Jarðskjálfti í Krýsuvík, og kom þar upp hver, 6 faðma víður og 3 faðma djúpur.

1785-1886: Jarðskjálftar fundust mörgum sinnum í Reykjavík og nágrenni, en ekki er getið um tjón. Sterkustu skjálftarnir voru 1868.

1879: „Allharðir landskjálftakippir á Reykjanesskaga um lok maímánaðar, harðastir voru þeir í nánd við Krýsuvík, sterk baðstofa á Vigdísarvöllum féll og í Nýjabæ við Krýsuvík flýði fólk úr húsum. Um sama leyti hófst eldgos á mararbotni fyrir utan Reykjanes nærri Geirfuglaskeri.“

Jarðskjálftar

Nýleg jarðskálftahrina á Reykjanesskaga.

1887: Jarðskjálftahrina gekk yfir Reykjanes og fundust margir kippir um Suðvesturland. Valahnúkur, sem Reykjanesviti stóð á, klofnaði og féllu úr honum stykki. Leirhverinn Gunna nærri Reykjanesvita breyttist töluvert.

1889: Sterkur jarðskjálfti olli minni háttar tjóni í Reykjavík og nærliggjandi byggðum. Nokkur hús hrundu á Vigdísarvöllum og í Krýsuvík.

1899: Skjálftahrina gekk yfir Reykjanes og varð tjón á vitanum. Við Gunnuhver opnaðist sprunga og breytingar urðu á hvernum.

1900-1910: Vægir skjálftar fundust oft við Reykjanesvita á þessum árum. Umtalsvert tjón varð í janúar 1905 á Litla Nýjabæ, Vigdísarvöllum og Ísólfsskála.

1919: Reykjanesviti skemmdist í jarðskjálfta sem fannst víða á Reykjanesskaga. Nýr hver myndaðist á Reykjanesi.

1920: Skjálfti varð 14. maí sem líklega átti upptök í Krýsuvík, fannst í Reykjavík. Mældist 5,2 að stærð.

1924: Sterkur jarðskjálfti varð 4. september í Krýsuvík, fannst víða. Nýr hver, Austurengjahver, myndaðist, sprungur opnuðust og grjót hrundi úr fjöllum. Stærðin mældist 5,1.

1924: Í desember varð áköf hrina á Reykjanesi sem olli minni háttar tjóni á vitanum. Stærsti skjálftinn metinn 4,7 stig.

1925-1928: Tíðir jarðskjálftar fundust á Reykjanesi. Vitinn skemmdist 25. október 1926. Sprungur mynduðust í jörð og breytingar urðu á hverum.

1929: Hinn 23. júlí varð stærsti skjálfti sem vitað er að hafi orðið á Reykjanesskaga. Upptök hans voru nálægt Brennisteinsfjöllum, líklega á hinu svokallaða Hvalhnúksmisgengi. Stærðin var 6, 3 og skjálftinn fannst víða um land og olli umtalsverðu tjóni í Reykjavík og nágrenni.

Jarðskjálftar

Vegsummerki eftir jarðskálfta.

1933: Skjálfti sem varð 10. júní fannst víða á Suðvesturlandi. Upptökin voru líklega suður af Keili og vestan Núpshlíðarháls. Rétt við Vigdísarvelli hrundi og mikið rót varð á yfirborði jarðar, sprungur og viðsnúnir steinar. Mælingar erlendis gáfu stærð skjálftans tæplega 6 stig.

1935: Skjálfti 9. október átti upptök á Hellisheiði. Minni háttar tjón varð, en grjót hrundi úr fjöllum og vörður á Hellisheiði féllu á nokkru svæði. Mælingar gefa stærð um 6 stig.

1952: Skjálfti að stærð 5,2 átti upptök nærri Kleifarvatni. Hann fannst víða en olli engu tjóni.

Jarðskálfti

Ummerki jarðskálfta.

1955: Skjálfti ad stærð 5,5, sem varð 1. apríl, átti upptök austarlega á Hellisheiði. Hann fannst víða en olli litlu tjóni.

1967: Kröftug skjálftahrina átti upptök á Reykjanesi 28.-30. september. Miklar breytingar urðu á jarðhitasvæðinu þar og sprungur mynduðust. Stærsti skjálftinn var af stærðinni 4,9 en alls urðu 14 skjálftar af stærðinni 4,0 og stærri. Skjálftarnir fundust víða en tjón var óverulegt.

1968: Jarðskjálfti af stærðinni 6,0 varð 5. desember og átti hann upptök í Brennisteinsfjöllum, líklega á Hvalhnúksmisgenginu, líkt og skjálftinn 1929. Brotlausn hans sýnir að hann varð vegna hægri handar sniðgengishreyfinga á misgengi með N-S stefnu. Skjálftinn fannst víða og olli minniháttar tjóni í Reykjavík.

Jarðskálfti

Afleiðingar jarðskálfta innanhúss.

1973: Skjálftahrina gekk yfir Reykjanesskaga 15.-17. september. Fimm skjálftar voru stærri en 4, þar af þrír stærri en 5, sá stærsti 5,6. Virknin byrjaði í Móhálsadal, austan Djúpavatns og færðist síðan til vesturs, allt vestur að Eldvörpum. Stærsti skjálftinn varð vegna hægri handar sniðgengishreyfinga á misgengi með N-S stefnu.

1974: Jarðskjálftahrina varð 8. desember skammt undan ströndinni á Reykjanesi. Fjórir kippir voru á stærðarbilinu 4,0-4,5.

2000: Jarðskjálftinn 17. júní á Suðurlandi hleypti af stað röð skjálfta á flekaskilunum sem liggja um Reykjanesskagann, allt vestur að Núpshlíðarhálsi. Þrír skjálftanna voru stærri en 5. Sá stærsti (5,9) átti upptök undir Kleifarvatni. Vatnsborð Kleifarvatns féll um 4 metra á næstu vikum. Þá voru FERLIRsfélagar á göngu í Sveifluhálsi, en sakaði ekki.

Grindavík

Grindavík – jarðskjálftar í nóv. 2023.

2003: Jarðskjálfti að stærð 5,0 varð 23. ágúst og átti upptök nálægt Krýsuvík. Honum fylgdu margir smærri eftirskjálftar sem röðuðu sér á N-S línu.

2013: Skjálfti að stærð 5,2 með upptök skammt austan Reykjaness varð 13. október. Ekkert tjón varð en sprungur sem hreyfðust á svæði austan jarðhitasvæðisins gáfu til kynna færslur á vensluðum sniðgengjum með stefnur í norður og aust-norð-austur.

Sjá meira um jarðskjálfta á Íslandi fyrrum.

Heimildir:

-https://is.wikipedia.org/wiki/Jar%C3%B0skj%C3%A1lftar_%C3%A1_%C3%8Dslandi
-Eysteinn Tryggvason, 1978a. Jarðskjálftar á Íslandi 1930 – 1939. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-78-21, 92 pp.
-Eysteinn Tryggvason, 1978b. Jarðskjálftar á Íslandi 1940 – 1949. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-78-22, 51 pp.
-Eysteinn Tryggvason, 1979. Earthquakes in Iceland 1950 – 1959. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-79-06, 90 pp.
-International Seismological Centre, 2014.
-Kjartan Ottósson, 1980. Jarðskjálftar á Íslandi 1900 – 1929. Raunvísindastofnun Háskólans, Skýrsla RH-80-05, 84 pp .
-Sveinbjörn Björnsson, Páll Einarsson, Helga Tulinius, Ásta Rut Hjartardóttir, 2018. Seismicity of the Reykjanes Peninsula 1971-1976. J. Volcanol. Geothermal Res., https://doi.org/10.1016/j.jvolgeores.2018.04.026.
-Þorvaldur Thoroddsen, 1899. Jarðskjálftar á Suðurlandi. Hið íslenska bókmenntafélag, Kaupmannahöfn, 197 bls.
-Þorvaldur Thoroddsen, 1905. Landskjálftar á Íslandi, II. Jarðskjálftar við Faxaflóa. Hið íslenska bókmenntafélag. Kaupmannahöfn. bls. 201-269.-
Þorvaldur Thoroddsen,1925. Die Geschichte der isländischen Vulkane, Det Kongelige Danske Videnskabernes Selskab, Köbenhavn 1925, 18+458 p.
-https://jardvis.hi.is/sogulegt_yfirlit_um_jardskjalftavirkni_reykjanesskaga

Jarðskálftar

Yfirlit yfir styrk jarðskjálfta á Íslandi aftur til 1734.

FERLIR

FERLIRstóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.

Ferlir

Ferlir í Selvogi.

Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu í tilbreytingu frá hversdagslegum önnum, krefjandi rannsóknum og kyrrsetu þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta í kringum sig utan starfstöðvanna – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta úthverfi. Reykjanesskaginn varð fyrir valinu, bæði vegna nálægðarinnar og ekki síður vegna lítils áhuga fólks almennt á því svæði (þótt undarlega megi teljast) þrátt fyrir fjölbreytileikann.

Ferlir

Ferlir á Sveifluhálsi.

Eftir að þátttakendur höfðu kynnt sér og rannsakað gaumgæfilega margvíslegar heimildir, -bæði gamlar og nýjar, skráðar og óskráðar – kom í ljós að Skaginn hafði upp á ótrúlega mikla fjölbreytni að bjóða; allt frá fornum minjum um búsetu frá því fyrir upphaf norræns landsnáms til áþreifanlegrar atvinnuþróunarsögu frá fornöld til vorra tíma, þjóðsagnakennda staði, fornar þjóðleiðir, stórkostlega og síbreytilega náttúrufegurð, tímasetta jarðsögu, fjölbreytta flóru og fánu, sendnar strandir jafnt sem rísandi björg, magnþrungið brim, langa fjallgarða, formfögur fjöll, gróna dali, tifandi læki, fjölskrúðug jarðhitasvæði og svo mætti lengi telja.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fornar leiðir.

Til að gera langa sögu stutta er rétt að nefna að þegar hafa verið farnar rúmlega 4000 gönguferðir um Reykjanesskagann, sem markast af hinu forna landnámi Ingólfs, vestan línu milli Hvalfjarðarbotns og Ölfusárárósa. Hópurinn, breytilegur frá einum tíma til annars, hefur notið leiðsagnar frábærs fólks á einstökum afmörkuðum svæðum. Því fólki verður seint fullþakkað fyrir móttökurnar.

Ferlir

Ferlir við Markastein.

Árangurinn má sjá á vefsíðunni. Auk texta má sjá fjölda mynda og uppdrætti af yfir 200 minjasvæðum. Margt mjög áhugasamt fólk hefur verið með í ferðum. Sumt af því hafði áður skoðað og skráð merkilegar upplýsingar á einstökum svæðum. Þátttaka þess hefur gert hópnum kleift að auka víðsýnið og fræðast um ýmislegt það, sem áður virtist óþekkt. Við leitir hefur hópurinn og fundið áður óþekktar minjar og staðsett aðrar, sem heimildir voru um en virtust týndar. Alls staðar, þar sem bankað hefur verið að dyrum, hefur hópnum verið mjög vel tekið. Þátttakendur hafa einnig átt frábært samstarf við ágæta fulltrúa Hellarannsóknarfélagsins (Björn Hróarsson), Ferðamálafélags Grindavíkur (Erling Einarsson), kirkjuverði, skólastjórnendur, staðkunnugt heimafólk, innfædda leiðsögumenn og marga fleiri á ferðum sínum.

Ferlir

Ferlir í Bálkahelli.

Sem dæmi má nefna að bæjarstjórinn í Grindavík, Ólafur Ólafsson, hefur verið áhugasamur um sitt umdæmi og mætt í margar ferðir er farnar hafa verið innan umdæmisins. Verður það að teljast einkar virðingarvert því talsverður tími hefur farið í ferðir um það víðfeðma umdæmi. Safnað hefur verið miklum fróðleik um Skagann, skráðir GPS-punktar á minjar, hella, skúta, sel, sögulega staði, flugvélaflög, vörður, fornar þjóðleiðir og annað er merkilegt hefur þótt. Þá hafa einstök minjasvæði, s.s. Gömlu Hafnir, Básendar, Húshólmi, Selatangar, Krýsuvík, Selalda, Strandarhæð, Kaldársel o.fl. staðir verið dregnir upp skv. lýsingum eldra fólks, en fróðleiksmiðlun þess verður seint metin að verðleikum. Viðtöl hafa og verið tekin við þekkingarfólk, sem enn man hvaða minjar voru hvar, af hvaða tilefni og hvað var gert á hverjum stað á hverjum tíma.

Áhugasömu fólki um Reykjanesskagann hefur jafnan verið boðið velkomið í hópinn.

Jarðfræðikort af Reykjanesskaga.

Merkinesbrunnur
Nafn: Fjöldi: Fundið: Staðsetn:
-Arngrímshellisbr. 1 x v/Arngrímshellisop
-Auðnabrunnur 1 x N/v Auðnir
-Básendabrunnur 1 x a/við Básenda
-Bergvatnsbrunnur 1 x s/v við Bergvötn
-Bessastaðabrunnur 1 x Bessastöðum
-Bjarnastaðabrunnur 1 x v/Bjarnastaði
-Bolafótsbrunnur 1 Ytri-Njarðvík
-Brandsbæjarbrunnur 1 x Suðurbæjarlaug
-Brekkubrunnur 1 x s/Brekku
-Brekkubrunnur 1 x Brekka/Garði
-Brunnastaðabrunnur 1 x Efri-Brunnastöðum
-Brunnur 1 x Selatöngum
-Búðarvatnsstæði 1 x Almenningum
-Bæjarbrunnur 1 x Litlalandi
-Djúpmannagröf 1 x Þórustöðum
-Duusbrunnur 1 x í Duushúsi Keflav.
-Eyrarhraunsbrunnur 1 x Mölum
-Flekkuvíkurbrunnur 1 x n/húss
-Fornaselsbrunnur 1 x ofan v/Fornasel
-Fornaselsbrunnur 1 x ofan v/Fornasel
-Fornaselsbrunnur 1 x n/við Fornasel
-Fuglavíkurbrunnur 1 x vs/við Fuglavík
-Gamla-Kirkjuvogsbr. 1 x neðan v/tóttir
-Gamlibrunnur 1 x Hrauni
-Garðalind – hleðslur 1 x v/Garða
-Garðhúsabrunnur 1 x v/Garða
-Garðskagabrunnur 1 x n/v vitann
-Gerðisvallabrunnar 1 x v/Járngerðarstaða
-Gesthhúsabrunnur 1 x Gesthús Álftan.
-Gjáréttarbrunnur 1 x n/réttar
-Goðhólsbrunnur 1 x v/Goðhóls
-Góðhola 1 x Hafnarfirði
-Guðnabæjarbrunnur 1 x v/Guðnabæjar
-Gvendarbrunnur 1 x Alfaraleið
-Gvendarhola 1 x Arnarneshæð
-Gvendarbrunnur 1 x Vogum
-Halakotsbrunnur 1 x Halakoti
-Hausthús 1 x a/Grænuborgar
-Herdísarvíkurselsbr. 1 x Herdísarvíkursel
-Hnúkavatnsstæði 1 x N/Hnúka
-Hólmsbrunnur 1 x n/ við St.-Hólm
-Hólmsbrunnur – lind 1 x s/við St.-Hólm
-Hólmsbrunnur II 1 x s/a við S-Hólm
-Hrafnagjá 1 x v/Járngerðarstaða
-Hraunsbrunnur 1 x s/bæjar
-Hrólfsvíkurbrunnur 1 x ofan við Hrólfsvík
-Húsatóftarbrunnur 1 x Húsatóftum
-Hvirflabrunnur 1 x Staðahverfi
-Innri-Njarðvíkurbr. 1 x v/Tjörn g/kirkjunni
-Ísólfsskálabrunnur 1 x undir Bjöllum
-Jónsbúðarbrunnur 1 x Jónsbúð
-Kaldadý 1 x Hafnarfirði
-Kálfatjarnarbrunnur 1 x n/v við kirkjuna
-Kálfatjarnarbr. II 1 x v/v Kálfatjörn
-Kálfatjarnarvatnsst. 1 x a/Helgahúss
-Kirkjuvogsbrunnur 1 x s/v Kirkjuvog
-Knarrarnesbrunnur I 1 x Knarrarnes
-Knarrarnesbrunnur II 1 x Minna-Knarrarnes
-Kvíadalsbrunnur 1 x Staðarhverfi
-Landabrunnur 1 x Staðarhverfi
-Landabrunnur 1 x Kálfatjörn
-Landakotsbrunnur 1 x Landakoti
-Langhólsvatnsstæði 1 x Fagradalsfjall
-Leirdalsvatnsstæði 1 x Leirdal
-Leirubrunnur 1 x s/a í Leiru
-Litli-Nýjabæjarbr. 1 x v/Litla-Nýjabæ
-Merkinesbrunnur I 1 x Merkinesi
-Merkinesbrunnur II 1 x Merkinesi
-Merkiselsbrunnur II 1 x v/yngra Merkin.sel
-Miðengisbrunnur 1 Miðengi
-Móakotsbrunnur 1 x v/Móakot v/Kálfatj.
-Móakotsbrunnur 1 x n/Móakots
-Móvatnsstæðið 1 x s/v Urðarfells
-Mýrarhúsabrunnur 1 Álftanesi
-Nesbrunnhús 1 x v/við Nes
-Norðurkotsbrunnur 1 x n/Norðurkots
-Óttastaðabrunnur I 1 x n/Óttastaða
-Óttastaðabrunnur II 1 x v/Óttastaði
-Óttastaðaselssbr. 1 x v/Óttast. sel
-Rafnstaðabrunnur 1 x Kistugerði
-Reykjanesbrunnur 1 x v/Bæjarfells
-Staðarbrunnur 1 x v/v kirkjugarðinn
-Staðarvararbrunnur 1 x Staðarhverfi
-Stafnesbrunnur 1 x s/v Stafnes
-Stapabúðabrunnur 1 x v/Stapabúðir
-Stóra-Gerðisbrunnur 1 x a/Stóra-Gerðis
-Stóru-Vatnsleysubr. 1 x a/v St.-Vatnsleysu
-Straumsselsbrunnur 1 x Straumsseli
-Suðurkotsbrunnur 1 x n/húss v/veginn
-Sælubuna 1 v/v Svörtubjörg
-Torfabæjarbrennur 1 x Selvogi
-Tófubrunnar 1 x Selatangar
-Urriðakotsbrunnur 1 x n/v bæinn
-Varghólsbrunnur 1 x v/Herdísarvík
-Vatnaheiðavatnsst. 1 Grindavík
-Vatnsskálar 2 x á Vatnshól
-Vatnssteinar 1 x Borgarkot
-Þorbjarnastaðabr. 1 x a/bæjar
-Þorkelsgerðisbrunnur 1 x v/Þorkelsgerði
-Þorlákshafnarbr. 1 x s/verbúðargötu
-Þórkötlustaðabr. 1 x a/v Þórk.staði
-Þórkötlustaðanesbr. 1 x norðan við HöfnÁ bak við nafn er falinn GPS-punktur.
Reykjanes
Hér er getið nokkurra heimilda um sagnir og minjar á Reykjanesskaganum, sem FERLIR hefur m.a. stuðst við:
-Á refaslóðum – Theodór Gunnlaugsson.
-Áður en fífan fýkur – Ólafur Þorvaldsson.
-Ægir 1936 – bls. 194.
-Aftökustaðir í landi Ingólfs – Páll Sigurðsson.
-Ágúst Guðmundsson f. 1869: Þættir af Suðurnesjum – Akureyri : Bókaútgáfan Edda, 1942. 113 s.
-Ágúst Jósefsson. 1959. Örnefni í Viðey. Minningar og svipmyndir úr Reykjavík, bls. 229-231
-Álftanessaga.
-Álög og bannhelgi.
-Annálar 1400-1800.
-Árbók F.Í. – 1936 – 1984 – 1985.
-Árbók hins íslenska fornleifafélags – 1998-1994-1981-1979- 1978-1974-1971-1966-1955-1956-1903.
-Árbók Suðurnesja 1983-1998. Sögufélag Suðurnesja
-Árbók Suðurnesja 1984-1985 og 1986-1987.
-Ari Gíslason. 1956. Örnefni. Eimreiðin 62:279-290.
-Árni Magnússon & Páll Vídalín: Jarðabók. Gullbringu og Kjósarsýsla III. Reykjavík, 1982.
-Árni Óla f. 1888: Strönd og Vogar : úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs. – Reykjavík : Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1961. 276 s.
-Árni Óla. 1961a. Rúnasteinn í Flekkuvík. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík,[Um nafnið Flekka.]
-Árni Óla. 1961b. Örnefni á Vogastapa. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík.
-Árni Óla. 1961c. Heiðin og eldfjöllin. Í: Strönd og Vogar. Úr sögu einnar sveitar í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Reykjavík.
-Árni Óla. 1976. Grúsk V. Greinar um þjóðleg fræði. Reykjavík. [Örnefni sanna írskt landnám, bls. 45-52; Örnefni kennd við Gretti]
-Ársrit Sögufélag Ísfirðinga 1978, Ísafirði, bls. 136-142.
-Ásgeir Ásgeirsson f. 1957: Við opið haf : sjávarbyggð á Miðnesi 1886-1907. – [Sandgerði] : Sandgerðirbær, 1998. 309 s.
-Ásgeir Jónasson. 1939. Örnefni í Þingvallahrauni. Árbók hins íslenska Fornleifafjelags 1937-1939, bls. 147-163. [Í möppu Þingvallahrepps í örnefnasafni.]
-Átthagalýsingar (Saga Grindavíkur, Staðhverfingabók, Mannlíf og mannvirki …)
-Baldur Hafstað. 1986. Örnefni í Engey. Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 3:78-85.
-Benedikt Gíslason. 1974. Íslenda. Bók um forníslenzk fræði. 2. útg. Reykjavík. [Arnarbælin, bls. 169-172; Kirkjubólin, bls. 173-182; Nafngiftirnar, bls. 183-190.]
-Benediktsson, Einar, í Herdísarvík. Lesbók Morgunblaðsins 9. okt. 1999.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1766-1890. -Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1992. 302 s.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1890-1920.
-Bjarni Guðmarsson f. 1961: Saga Keflavíkur : 1920-1949. -Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1999. 448 s.
-Guðmundur Björgvin Jónsson: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi [án staðsetningar] 1987
-Björn Bjarnarson. 1914. Um örnefni. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1914, bls. 9-16. [Mosfellssveit.]
-Björn Hróarsson. 1990. Flokkun og nafngiftir á íslenskum hraunhellum. Surtur, ársrit Hellarannsóknafélags Íslands, bls. 23-24.
-Björn Hróarsson. 1990. Hellanöfn síðustu ára – tilurð nafngifta. Lesbók Morgunblaðsins 41:2.
-Björn Þorsteinsson. 1964. Nokkrir örnefnaþættir. Sunnudagsblað Tímans III:609-611, 621-622, 628-630, 646, 664-666, 669, 681-683, 693.
-Björn Þorsteinsson. 1966. Blaðað í örnefnaskrá. Lesbók Morgunblaðsins 41,39:4 og 12-13; 41,40:4 og 13; 41,41:4 og 9-10; 41,42:4 og 6.
-Bláfjöll – Tómas Einarsson.
-Blanda, I, II, III og IV.
-Bréf og bækur Jónasar Hallgrímssonar.
-Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1895. Ölfus = Álfós?. Tímarit Hins íslenzka bókmenntafjelags 16:164-172. [Leiðrétting í sama tímariti 1896, bls. 236.]
-Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. 1911. Hvar voru Óttarsstaðir?. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1911, bls. 63-64.
-E[inar] F[riðgeirsson]. 1918. Á Nesi. – Í Nesi. Skírnir 92:288.
-Egon Hitzler: Sel – Untersuchungen zur geschichte des isländschen sennwesens seit der landnahmzeit, gefið út á vegum Institutt for sammenlignende kulturforskning af Universitetforlaget, Oslo – Bergen – Tromsö, 1979, 280 bls. með myndum og uppdráttum.
-Einar Jónsson. 1979. Nöfn og nafngiftir utan fjörumarka I. Sjómannablaðið Víkingur 41,9:31-34.
-Einar Ólafur Sveinsson. 1960. Samtíningur 7. Skírnir 134:189-192. [Um keltnesk nöfn.]
-Einar Þ. Guðjohnsen f. 1922: Gönguleiðir á Íslandi : Reykjanes –Reykjavík : Víkingur, 1996. 96 s.
-Einar Þ. Guðjohnsen f. 1922: Gönguleiðir á Íslandi : Suðvesturhornið.
-Elín Ósk Hreiðarsdóttir: Sumarbústaðaland í Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Fornleifakönnun Fornleifastofnun Íslands FS171-02031 Reykjavík 2002
-Ellingsve, Eli Johanne. 1983. Hreppanöfn á Íslandi. Prófritgerð í Íslensku fyrir erlenda stúdenta í Háskóla Íslands, Reykjavík, 30 bls. Óprentuð.
-Erlendir leiðangrar (Horrebow, Stanley, hendersen….).
-Exploring Suðurnes. – Keflavík : Enviromental Div. Of the Public Works Dept., NAS, 1998.
-Faxi – 62. ágr. 2. tbl.
-Ferðabók – Þorvaldur Thoroddsen.
-Ferðasögur (Eggert og Bjarni, Olavius 1777, SvPá, Þorv. Th, Jón Th….).
-Fimmtán gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur – Kristján Jóhannsson.
-Flugsaga Íslands í stríði og friði.
-Fornar Hafnir á Suðvesturlandi – Jón Þ. Þór.
-Fornleifakönnun á Reykjanesi 1998.
-Fornleifaskrá á Miðnesheiði – Ragnheiður Traustadóttir.
-Fornleifaskráning í Grindavík – Elín Ósk Hreiðarsdóttir – 2002. Einnig eldri fornleifaskráning, einungis til á bæjarskrifstofunum.
-Fornleifaskráning í Ölfushreppi II – Svæðisskráning í Ölfus- og Selvogshreppi – Hildur Gestsdóttir og Orri Vésteinsson.
-Fornleifaskráning í Selvogi.
-Fornritin – Fornbréfasafn (máldagar, jarðasölur).
-Frá Suðurnesjum – Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík.
-Frá Suðurnesjum : frásagnir frá liðinni tíð. – Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, 1960. 384 s.
-Frásagnir (æviminningar – staðkunnugir).
-Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 I-II, Reykjavík 1983.
-Friðrik K. Magnússon. 1960. Fiskimið í Grindavíkursjó. Í: Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð. Reykjavík, bls. 56-60.
-Frjálsa glaða líf – Guðmundur Bjarnason.
-Fræðirit (Landnám Ingólfs, Árna Óla, Jónas Hallgrímsson…).
-Gamlar minningar – Sigurður Þorleifsson.
-Gerðahreppur 90 ára.
-Gísli Brynjólfsson f. 1909: Mannfólk mikilla sæva : Staðhverfingabók. – [Reykjavík].
-Gísli Brynjólfsson. 1975. Mannfólk mikilla sæva. Staðhverfingabók. [Reykjavík.] [Örnefni á Húsatóftum, bls. 20-24; örnefni í Staðarlandi, bls. 25-34. (Grindavík).]
-Gísli Sigurðsson – handrit í Bókasafni Hafnarfjarðar.
-Gísli Sigurðsson – leiðarlýsingar – handrit.
-Gömul landakort – herforingjakort – leiðakort.
-Gönguleiðir á Íslandi – Reykjanesskagi – Einar Þ. Guðbjartsson.
-Gráskinna hin meiri, útg. af Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni, Rvík, Bókaútgáfan Þjóðsaga 1983; “Sagnir úr Hafnarfirði”.
-Grúsk, I, II, III og IV.
-Guðlaugur R. Guðmundsson. 2001. Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Safn til sögu Garðabæjar III. Garðabær, 166 bls.
Guðmundsson 2001.
-Guðmundur A. Finnbogason f. 1912: Í bak og fyrir : frásagnir af Suðurnesjum.
-Guðmundur A. Finnbogason f. 1912: Sagnir af Suðurnesjum : og sitthvað fleira sögulegt. – Reykjavík : Setberg, 1978. 200 s.
-Guðmundur Björgvin Jónsson f. 1913: Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandahreppi. – Guðmundur Björgvin Jónsson, 1987. 436 s.
-Guðmundur Einarsson. 1945. Uppruni norrænna mannanafna. Eimreiðin 51:124-127.
-Guðmundur Finnbogason. 1931. Íslendingar og dýrin. Skírnir 105:131-148.
-Guðmundur Jónsson: Frá síðustu árum Einars Benediktssonar. Lesbók Morgunblaðsins 20. apríl 1941.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir, grein í Acta Archaeologica 62 frá 1992? Þetta er sérhefti um rannsóknir á Norður Atlantshafssvæðinu.
-Gunnar Haukur Ingimundarson. 1982. Örnefni í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd. B.S.-ritgerð. Háskóli Íslands. Verkfræði- og raunvísindadeild. Jarðfræðiskor. 105 bls.
-Gunnar M. Magnúss f. 1898: Undir Garðskagavita. – Reykjavík : Ægisútgáfan, 1963. 360 s.
-Hannes Þorsteinsson: “Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjarnöfnum á Íslandi” Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1923, 1-96.
-Harðsporar – Ólafur Þorvaldsson.
-Heiðmörk – Páll Líndal.
-Helgi Hallgrímsson. 1999. Landnámsbærinn Bessastaðir. Lesbók Morgunblaðsins 6. nóvember 1999, bls. 10-12. [Bæjarnafnið Hamborg, bls. 12.]
-Helgi Hallgrímsson. 2004. Um íslenskar nafngiftir plantna. Náttúrufræðingurinn 72:62-74.
-Hengilssvæðið – Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson.
-Hildur Harðardóttir f. 1943: Þjóðsögur af Suðurnesjum. Ópr. B.Ed ritgerð frá KHÍ.
-Horfnir starfshættir – Guðmundur Þorsteinsson.
-Hraunhellar á Íslandi – Björn Hróarsson.
-Hraunin sunnan Straumsvíkur.
-Hreindýr á Íslandi – Ólafur Þorvaldsson.
-Húsatóftaætt . – Reykjavík : Sögusteinn, 1985. 247 s.
-Islandske Annaler indtil 1578, Kristjania 1888.
-Í bak og fyrir – Guðmundur A. Finnbogason.
-Ísland fyrir aldarmót – Frank Ponzi.
-Íslandshandbókin – Örn og Ölygur.
-Íslendingaþættir – vor- og sumarvinna.
-Íslenzk fornrit I. Íslendingabók & Landnáma, Reykjavik 1986.
-Íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur III og X.
-Íslenskir sjávarhættir – Lúðvík Kristjánsson.
-Íslenskir þjóðhættir – Jónas Jónasson.
-Íslenskir þjóðhættir eftir séra Jónas Jónasson, III. útg. 1961 – bls. 62-64 og 163-177.
-Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – Daniel Bruun – Steindór Steindórsson þýddi – 1987 – bls. 367-370.
-Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár – Steindór Steindórsson.
-Jarðabréf frá 16. og 17. öld. Útdrættir, Kaupmannahöfn 1992.
-Jarðabækur ( 1686 – 1695 – 1703 – 1874 ).
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (1703), annað og 3ja bindi. – Útg. Kbh. 1923-1924.
-Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – Jón Jónsson, jarðfræðingur.
-Járngerðarstaðarætt 1-3 : niðjatal Jóns Jónssonar bónda á Járngerðarstöðum. – Reykjavík : Þjóðsaga, 1993
-Járngerðarstaðir í Grindavík og hjáleigur – fornleifaskráning –Agnes Stefánsdóttir 2001.
-Jochens, Jenny. 1997. Navnet Bessastaðir. Í: Frejas psalter. En psalter i 40 afdelinger til brug for Jonna Louis-Jensen. Kbh., bls. 85-89.
-Johnsen, J: Jarðatal á Íslandi, Kaupmannahöfn 1847.
-Jóhannes Björnsson. 1981. Örnefnaflutningur og örnefnasmíð. Náttúrufræðingurinn 51,3:141-142.
-Jón Böðvarsson f. 1930: Suður með sjó. – Keflavík : Rótarýklúbbur Keflavíkur, 1988. 152 s.
-Jón Gíslason. 1991. Fjarðaheiti á Íslandi. Námsritgerð í nafnfræði. 15 bls. Í eigu Málvísindastofnunar Háskóla Íslands.
-Jón Oddur Hjaltalín: “Lýsing Kjósarsýslu 1746” Landnám Ingólfs III, 1937-1939, 25-34.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Hafnir á Reykjanesi : saga byggðar og mannlífs í ellefu hundruð ár.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Saga Grindavíkur : frá 1800-1974. – Grindavík, Grindavíkurbær, 1996. 293 s.
-Jón Þ. Þór f. 1944: Saga Grindavíkur : frá landnámi til 1800. –Grindavík : Grindavíkurbær, 1994. 282 s.
-Jón Thorarensen f. 1902: Rauðskinna hin nýrri : þjóðsögur, sagnaþættir, – þjóðhætti og annálar. 1-3. – [Reykjavík] : Bókaútgáfan Þjóðsaga, 1971
-Kålund, Kristian: Íslenzkir sögustaðir. Sunnlendingafjórðungur I, Reykjavík 1986.
Lovsamling for Island : : indeholdende Udvalg af de vigtigste ældre og nyere Love og Anordninger, Resolutioner … III, Kaupmannahöfn 1853-1889.
-Konráð Bjarnason: Hér fer allt að mínum vilja. Í vist hjá Einari
-Kort (16. og 17. öld, Herfk. (1902), amerík. (1955), túnkort.
-Kristín Geirsdóttir. 1995. Hvað er sannleikur?. Skírnir 169:399-422. [Um örnefni, bls. 402-413.]
-Kristján Eldjárn. 1957. Kapelluhraun og Kapellulág. Fornleifarannsóknir 1950 og 1954. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1955-1956, bls. 5-34.
-Kristján Eldjárn. 1963. Örnefnasöfnun. Í: Hundrað ár í Þjóðminjasafni. Reykjavík, bls. xxvi.
-Kristján Eldjárn. 1974b. Örnefni. Í: Saga Íslands I. Reykjavík, bls. 108-109.
-Kristján Eldjárn. 1980b. Athugasemd um Kapellulág í Grindavík. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1979, bls. 187-188.
-Kristján Eldjárn. 1982. Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álftanesi. Árbók hins íslenzka Fornleifafélags 1981, bls. 132-147.
-Kristján Sveinsson f. 1960: Saga Njarðvíkur. – Reykjanesbær : Þjóðsaga, 1996. 504 s.
-Landnám Ingólfs – Félagið Ingólfur.
-Landnám Ingólfs : nýtt safn til sögu þess 1-5. [Reykjavík] : Félagið Ingólfur, 1983-1996.
-Landnám Ingólfs 1-3 : lýsing Gullbringu- og Kjósasýslu : ýmsar ritgerðir : sýslulýsingar og sóknarlýsingar. – Reykjavík : Félagið Ingólfur, 1935-1939.
-Landnámsbók – Sturlubók.
-Líf og þjóðhættir í Hafnarfirði á 14. öld – Gísli Sigurðsson – handrit, greinar og útvarpserindi.
-Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu – Skúli Magnússon.
-Mannfólk mikilla sæva, Staðhverfingabók – Gísli Brynjólfsson –1975.
-Mannlíf og mannvirki á Vatnsleysuströnd- Guðmundur Jónsson.
-Mannvirki við Eldvörp.
-Marta Valgerður Jónsdóttir f. 1889: Keflavík í byrjun aldar 1-3 : minningar frá Keflavík. – Reykjavík : Líf og saga, 1989.
-Matsáætlanir vegna vegagerðir, t.d. Suðurstrandarvegur.
-Menningaminjar í Grindavikurkaupstað – Svæðisskráning – Orri Vésteinsson – 2001.
-Náttúrfræðingurinn – 1972 og 1973 (Búrfellshraun).
-Náttúrufræðistofnun Íslands : Náttúrufar á sunnarverðum Reykjanesskaga. -Reykjavík : Samvinnunefnd um skipulagsmál á Suðurnesjum, 1989. 85 s. Náttúruminjaskrá.
Ólafsdóttir.
-Oddgeir Hansson: Fornleifakönnun v/Reykjanesbrautar, Fornleifastofnun Íslands FS149-01141, Reykjavík 2003
-Ólafur Jóhannsson: Selvogur og umhverfi hans. Lesbók Morgunblaðsins 23. jan. 1938.
-Ólafur Lárusson. 1944a. Byggð og saga. Reykjavík, 384 bls.
-Ólafur Lárusson. 1944d. Guðmundur góði í þjóðtrú Íslendinga. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 244-279. [Um Gvendarörnefni.] [Áður pr. í Skírni 116:113-139.]
-Ólafur Lárusson. 1944e. Kirkjuból. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 293-347. [Áður pr. í Árbók hins íslenzka Fornleifafjelags 1937-1939, bls. 19-56.]
-Ólafur Lárusson. 1944f. Hítará. Í: Byggð og saga. Reykjavík, bls. 348-359.
-Ólafur Þorvaldsson: Eitt ár í sambýli við Einar Benediktsson (í Herdísarvík). Húsfreyjan 31:4 (1980), bls. 20-21.
-Ólafur Þorvaldsson: Herdísarvík í Árnessýslu. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-1948, bls. 129-140.
-Óprentaðar heimildir (eftir 1570, bún.skýrslur, bygg.bréf, úttektir, landamerkjaskjöl, erfðaskjöl, útsvarsreikbingar, Jarðamat, brunabótamat, Manntöl).
-Orðabók Háskólans – ritmálsskrá.
-Örn og Örlygur, 1975. 239 s.
-Örnefni í Ölfusi – Selvogur.
-Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi. – [Keflavík]: Lionsklúbburinn Keilir, [1995]. 152 s. Sesselja Guðmundsdóttir 1995.
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2002.
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – Guðlaugur Rúnar
-Öskjuhlíð – Náttúra og saga – Helgi M. Sigurðsson og Yngvi Þór Loftsson 1993.
-Páll Sigurðsson. 1984. Athuganir á framkvæmd líflátshegninga og á aftökustöðum og aftökuörnefnum á Íslandi – utan alþingisstaðarins við Öxará. [Reykjavík], 130 bls. [Fjölrit.] [Um m.a. Aftöku-, Drekkingar-, Gálga-, Hanga- og Þjófa-nöfn.]
-Prestaskýrslur frá 1817.
-Ragnar Guðleifsson: “Örnefni á Hólmsbergi” Faxi. 27. árg, 8. tbl 1967, 126
-Rannsóknarleiðangrar (Gaimard 1836…).
-Rauðskinna hin nýrri.
-Rauðskinna I.
-Reglugerð um fornleifaskráningu.
-Reglugerð um þjóðminjavörslu.
–Reykjanes. – Reykjavík : Almenna bókafélagið, 1989. 91 s.
-Reykjanesbær : Reykjanesbær, 2003. 271 s., örnefnakort.
Reykjanesbær: Reykjanesbær, 1997. 371 s.
-Reykjanesför 1796.
-Reykjanesskagi vestan Selvogsgötu. – Reykjavík : Ferðafélag Íslands, 1984. (Ferðafélags Íslands, Árbók; 1984).
-Saga Bessastaðahrepps.
-Saga Grindavíkur.
-Saga Hafna, 2003.
-Saga Hafnarfjarðar, eldri og nýrri.
-Saga Njarðvíkur – Kristján Sveinsson.
-Sagnir af Suðurnesjum – Guðm. A. Finnbogason.
-Selatangar – verstöð og verkun.
-Selatangar – verstöð og verkun.
-Selvogsgata og Krýsuvíkurleiðir – Ólafur Þorvaldsson.
-Sesselja G. Guðmundsdóttir: Örnefni og gönguleiðir í Vatnleysustrandarhreppi [1995]
-Sigurður Ægisson. 1992. Sagnir og minjar um Völvuleiði á Íslandi. Lesbók Morgunblaðsins 67,41 21. nóv. 1992:6-8.
-Sigurlína Sigtrygssdóttir – Handrit er birtist í “Göngur og Réttir”, Bragi Sigurjónsson, Bókaútgáfan Norðri, 1953, bls. 253-256.
-Skammir – Skuggi.
-Skipulag byggðar á Íslandi – Trausti Valsson – 2001
-Skrá um friðlýstar fornleifar 1990 – Fornleifanefnd og Þjóðminjasafnið.
-Skrá um friðlýstar fornminjar 1989.
-Skúli Magnússon: “Lýsing Gullbringu- og Kjósarsýslu” Landnám Ingólfs I, 1935-1936, 1-96.
-Söguslóðir – afmælisrit helgað Ólafi Hanssyni sjötungum.
-Sölvi Helgason.
-Staður í Grindavík – Fornleifaskráning – Agnes Stefánsdóttir 1999.
-Steinabátar – Sturlaugur Björnsson.
-Strönd og Vogar – Árni Óla 1961.
-Sturlaugur Björnsson f. 1927: Steinabátar : í máli og myndum.[Keflavík] Sturlaugur Björnsson, 2000. 141 s.
-Sturlunga saga I-II, Reykjavík 1946.
-Suður með sjó – leiðsögn um Suðurnes – Jón Böðvarsson.
-Suðurnes. Reykjavík : Náttúrurfærðistofnun Íslands, 1982. 82 s.
-Svavar Sigmundsson: “Íslensk örnefni” Frændafundur 2 Þórshöfn 1997, 11-21
-Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta, 2. útg., Reykjavík 1950.
-Sædís Gunnarsdóttir: Fornleifaskráning í landi Minni-Voga og Austurkots. Deiliskráning Fornleifastofnun Íslands FS314 -02134 Reykjavík 2006
-Sædís Gunnarsdóttir: Svæðaskráning í Vatnsleysustrandarhreppi – Forleifastofnun Íslands 2006
-Teikningar (málverk, bæjarteikningar, uppmælingar, riss).
-Þematísk heimildarsöfn (Ísl. sjávarh., Útilegumenn og auðar
-Þjóðminjalög.
-Þjóðsögur – ýmsar.
-Þjóðsögur á Reykjanesi.
-Þjóðsögur í heimabyggð.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Þjóðsögur og þættir.
-Þorgrímur Eyjólfsson, viðtal 1978.
-Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók, skýrslur um rannsóknir á Íslandi 1882-1898 I Kaupmannahöfn 1913-1915.
-Tillaga til alþýðlegrar fornfræði.
-Tímarit Máls og menningar – 1966.
tóftir…).
-Tyrkjaránið.
-Um sel og selstöðu í Grindavíkurhreppi 1979 – Guðrún
-Um sel og selstöður í Grindavíkurhreppi – Guðrún Ólafsdóttir.
-Undir Garðskagavita – Gunnar M. Magnús.
-Útilegumenn og auðar tóttir – Ólafur Briem.
-Útivist 1 og 6.
-Við opið haf – Ásgeir Ásgeirsson.
-Viðeyjarklaustur – Árni Óla.Auk þess:

•Sýslu- og sóknarlýsingar
•Átthagalýsingar (Saga Grindavíkur, Staðhverfingabók, Mannlíf og mannvirki…)
•Tímarit sögufélaga (Sjómannablaðið Ægir, Árbók Ferðafélagsins….)
•Fræðirit (Landnám Ingólfs, Árni Óla, Jónas Hallgrímsson…..)
•Ferðasögur (Eggert og Bjarni , Olavius 1777, SvPá, Þorv. Th, Jón Th…)
•Erlendir leiðangrar (Horrebow, Stanley, Hendersen…)
•Rannsóknarleiðangrar (Gaimard 1836…..)
•Árbækur o.s.frv.

•Örnefnalýsingar / Örnefnaskrár
•Jarðabækur (1686, 1695, 1703, 1847)
•Manntöl (1703, 1801, 1816, 1845, 1910)
•Kort (16. og 17. öld, Herfk. (1902), amerík. (1955), túnkort o.fl.
•Loftmyndir
•Fornritin – Fornbréfasafn (máldagar, jarðasölur)
•Fornbréf – http://www.heimildir.is/vefur
•Annálar (miðalda, 1400-1800, 19. aldar)
•Samtíðasögur
•Blaðagreinar (Tíminn, Þjóðviljinn, Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Alþýðublað Hafnarfjarðar o.fl.)
•Frásagnir (æviminningar – staðkunnugir)
•Hljóðupptökur (Stofnun Árna Magnússonar)

•Corographia Árna Magnússonar
•Prestaskýrslur frá 1817
•Sóknarlýsingar
•K. Kaalund
•Árbók hins ísl. fornleifafélags
•Prentaðar skráningarskýrslur
•Fjölritaðar skýrslur um afmarkað efni eða staði, t.d. vegna framkvæmda
•Óprentuð skráningargögn á Þjms
•Aðfangaskrá Þjms og annarra safna
•Þjóðsögur (Jón Árnas., ÓD, SS, Gríma, Rauðskinna, Gráskrinna…)
•Þematísk heimildarsöfn (Ísl. sjávarh., Útilegumenn og auðar tóftir..)
•Óprentaðar heimildir (eftir 1570, bún.skýrslur, bygg.bréf, úttektir, landamerkjaskjöl, erfðaskjöl, útsvarsreikningar, Jarðamat, Brunabótamat, Manntöl)
•Teikningar (málverk, bæjarteikningar, uppmælingar o.fl.)
•Ljósmyndir
•Frásagnir
•Munnmæli
•Arena vefgáttin www.instarch.is/arena/fsidata/htm
•Erlend söfn (danska Þjóðminjasafnið).
•Fornleifastofnun Íslands.
•Ísleif – Grefill (gagnakerfi Fornleifast. Ísl.). Opnað almenningi í júlí.
•Sarpur (gagnakerfi ísl. safna).
•Skjalasafn Þjóðminjasafnsins
•Skjalasöfn byggðasafna.
•Örnefnastofnun.

Auk þess hefur FERLIR stuðst við viðtöl og ábendingar fjölmargra v/einstaka staði og/eða minjar.
ÓSÁ tók saman.

Skógarnefsgreni

Heiti: Fjöldi: Fundið:x Staðsetning:
Eldborgargreni 3 x vestast í Eldborgum
Gjágreni 1 ofan v/Bergsenda
Húshólmagreni 1 x Húshólma
Klofningsgreni 1 ofan v/Keflavík
Mælifellsgrenið efra 1 x Ögmundarhrauni
Mælifellsgrenið neðra 1 x Ögmundarhrauni
Seljabótagreni 3 x Seljabót
Stakkavíkurfjallsgreni 1 x Stakkavíkurfjalli
Stóru-Aragjárgreni 1 x beint neðan Stapaþúfu
Þrætugreni 1 ofan v/Sýslustein
Kristjánsdalagreni 1 x Kristjánsdölum
Hvaleyrarvatnsgreni 1 x Stórhöfðahrauni
Vatnaheiðagreni 1 x Vestast í Vatnaheiði
Hrafnkelsstaðaborg 3 x ofan við bergið
Stórholtsgreni 2 x Stórh. ofan Hafurbjarnarholts
Hásteinsgrenin 3 x Vestan við Hásteina í Selvogsheiði
Þingvallagrenin 6 x Þingvallahraunum/Þjófahrauni

Á bak við nafn er falinn GPS-punktur.
Grenjum verður smám saman bætt inn á listann.

Almenningsvegur
Heiti: Frá: Til: (eða öfugt)
Alfaraleið- Hafnarfjörður Útnes
Alfaraleið- Hellisskarðsleið Elliðavatn
Alfaraleið- Reykjavík Hvalfjarðarbotn
Alfaraleið- Hvassahraun Hafnarfjörður
Alfararleið- Hraunsholt Elliðavatn
Almenningsvegur- Vogar Hvassahraun
Arnarseturshraunsst.-Svartsengisfjall Arnarsetur
Auðnaselsstígur- Auðnir Auðnasel
Álftanesg. (Fógetag.)- Bessastaðir Reykjavík
Álftanesstígur- Álftanes Hafnarfjörður
Árnastígur N/Þórðarf.-Mótum Skipsstígs Húsatóttir
Bakkastígur- Bakki að sjó
Brennisteinsfjallast.- Grindarskörð Brennisteinsfjöll
Dalaleið- Kaldárbotnar Breiðdalur
Eiríksvegur- Akurgerðisslakkar Vatnsleysa
Eldborgarstígur- Krýsuvík Hlíð
Engidalsstígur- Engidalur Gamla Fjarðargata
Eyrarvegur Hraun Klöpp
Flatahraunsgata- Engidalur Hafnarfjörður
Fógetastígur- Garðabæ Bessastaðir
Fuglavíkurvegur- Fuglavík Keflavík
Gamli-Stapavegur- Vogar Njarðvík
Gamlivegur- Breiðagerði Strandarvegur
Gamli-vegur- Vestan Fuglav. stubbur
Gamli-vegur- Vatnsleysu Nes
Garðagata- Garðar Álftanesgata
Garðsvegur- Keflavík Garður
Gálgahraunsstígur- Álftanesgata Fógetastígur
Gálgahraunsstígur n.- Gálgaklettar Troðningar
Gálgastígur (Sakam.)-Álftanesgata Gálgaklettar
Gjáarréttargötur- Þingnesslóð Gjárrétt
Grásteinsstígur- Hraunhornsflöt Kolanefsflöt
Grunnavatnsstígur- Vífilstaðalækur Vatnsendaborg
Gvendarstígur- Lækur Gvendarhellir
Hafnarbergsgata- Sandhöfn Valahnjúkar
Hagakotsstígur- Hagakot Urriðakot
Hausastaðasjávarg.- Hausastaðir að sjó
Hálsagötur- Núpshlíðaháls
Heiðarvegur- Ólafsskarðsvegur Grindarskörð
Heljarstígur- yfir Hrafnagjá
Hellisheiðavegur- Hveragerði Kolviðarhóll
Herdísarvíkurstígur- Herdísarvík Herdísarvíkursel
Hetturstígur- Vigdísavellir Krýsuvík
Hjallatroðningar- Hjallar Gjárrétt
Hlíðarvegur- Kaldársel Krýsuvík
Hlíðarvegur- Stakkavíkurvegur Hlíðarvatn
Hraunselsstígur- Hraunssel Grindavík
Hraunsholtsstekksst.- Stekkjarlaut stekkur
Hrauntungustígur- Ófriðastaðir Norlingagata
Hrauntungustígur- Hrauntunga Stórhöfðastígur
Hrísatóarst. – Selt.st.- Seltó Rauðhólsselsstígur
Hrísatóustígur- Tóustígur Rauðhólsselsstígur
Húshólmsstígur- Húshólmi Krýsuvík
Hvalsnesvegur- Hvalsnes Keflavík
Hvammahraunsstígur- Vatnshlíð Gullbringa
Hvassahraunsselsst.- Hvassahraun Hvassahraunssel
Höskuldarvallastígur- Oddafell Keilir
Jónshellastígur- Lækjarbrú Jónshellar
Kaldárselsstígur- Hafnarfjörður Kaldársel
Kaldárselsstígur- Ófriðastaðir Norlingagata
Kaldárselsvegur- Kaldársel Undirhlíðavegur
Keflavíkurvegur- Keflavík Sandgerði
Ketilsstígur Seltún- Móhálsadalur
Kirkjubólsvegur- Kirkjuból á Garðsveg v/Leiru
Kirkjubraut- Hafnarfjörður Garðar
Kirkjustígur- Stórikrókur Garðar
Knarranesselsstígur- Knarrarnes Knarrarnessel
Kúadalastígur- Kúadalir Urriðakotshraun
Kúastígur- Kaldársel Kúadalur
Kúastígur- Vogar Hrafnagjá
Kúastígur- Brunnastaðir Kúadalir
Lambafellsstígur- Sóleyjarkriki Lambafell
Lágaskarðsleið- Hveragerði Reykjavík
Lindargata- Garðar Garðalind
Löngubrekkustígur- Vífilsstaðir Kaldársel
Melabergsvegur- Melaberg Keflavík
Mosastígur- Herdísarvík Herdísarvíkurfjall
Mosastígur- Straumur Dyngjur
Nessvegur að Hvalsnesi
Norðlingagata- Hraunsholtslækur Hafnarfjörður
Oddafellsstígur- Höskuldavellir Selsvellir
Ólafsskarðsvegur- Ölfus Reykjavík
Ólafsskarðsvegur- Ölfus Hellisskarðsleið
Ósastígur - Básendar – Gamli-Kirkjuvogur
Óttastaðaselsstígur – Óttastaðir – Óttastaðasel
Prestsstígur – Hafnir – Húsatóttir
Rauðamelsstígur – Þorbjarnastaðir – Almenningar
Rauðhólsselsstígur – Vatnsleysu – Rauðhólssel
Reykjanesvegur – Grindavík – Reykjanes
Reykjavíkurvegur – Reykjavík – Hafnarfjörður
Sandakravegur – Skógfellav. – Selatangar
Sanddalavegur – Selvogur
Sandgerðisvegur- Sandgerði á Garðsveg að Keflav.
Sandhálsavegur – Selvogur
Seljadalsvegur-  Alfaraleið – Leirvogsvatn
Selsstígur – Hlíðarvatn – Herdísarvíkurfjall
Selsstígur – Hraunsholt - Hraunsholtssel
Selsstígur – Maríuflöt - Vílfilstaðasel
Selsstígur – Hvassahraun – Hvassahraunssel
Selsstígur – Flekkuvík – Flekkuvíkursel
Selvogsg. (Grindarsk)- Hafnarfjörður – Selvogur
Selvogsstígur – Selvogur – Ölfus
Setbergsstígur – Setberg – Norlingagata
Setbergsstígur – Setberg – Hafnarfjörður
Skagagarðstígur – Útskálar Kirkjuból
Skálastígur – Ísólfsskáli – Hraun
Skipsstígur – Njarðvík – Staðarhverfi
Skógargatan- Óttastaðaselsstígur Sveifluháls
Skógfellavegur – Vogar - Járngerðarstaðir
Sköflungur – Þingv.sveit – Hafnarfjörður
Stafnesvegur – Stafnes Keflavík
Stakkavíkurvegur – Selsstígur Selvogsgata
Stapagata – Vogar Suðurnesjavegur
Stekkjargata – Alfaraleið Hofstaðatraðir
Stórhöfðastígur – Ás – Ketilstígur
Stórkrókastígur – Kaffigjóta – Stórikrókur
Straumsstígur – Straumur – Straumssel
Suðurnesjavegur – Grímshóll – Njarðvík
Sveiflustígur – Sveifluháls Krýsuvík
Tóastígur – Kúagerði – Hrístóarstígur
Troðningar – Álftanesgata – Hraunsholt
Undirhlíðavegur – Grindavík – Innnes
Vífilstaðagata – Arnarnes – Vífilstaðir
Vífilstaðarvegur – Vífilsstaðir – Hafnarfjörður
Vogsósavegur – Vogsós að hraunkanti
Þórustaðastígur – Þórustaðir – Núpshlíðarháls
Ögmundahraunsv. – Méltunnuklif Núpshlíðarhorn
Kambsrétt
Heiti: Fjöldi: Fundið:x Staðsetning:
Arnarfellsrétt 1 x Arnarfelli
„Arnarbælisstekkur“ 1 x Vatnsl.str.
Álaborg – nyrðri 1 x Miðnesheiði
Álaborg – syðri 1 x Miðnesheiði
Ásláksstaðarétt 1 Strandarrétt
Ásrétt 1 Miðnesheiði
Básendarétt 1 x Básendum
Bergvatnarétt 1 x s/v við Bergvötn
Bjarnastaðarétt 1 Selvogi
Bjarnastaðaselsst. 1 x Selvogsheiði
Borgarhraunsrétt 1 x Ísólfsskála
Borgarklettarétt 1 horfin Selvogi
Bóndastakkstúnsrétt 1 x v/Járngerðarstaði
Bæjarfellsstekkur 1 x Krýsuvík
Bæjarskersrétt 1 x Bæjarsker
Dísuréttir 1 x Kötluhraun
Draugatjarnarrétt 1 x Draugatjörn
Finnsstekkur 1 x Vífilsstaðir
Fjárréttin gamla 1 x Herdísarvík
Fjárréttin nýja 1 x Herdísarvík
Fornistekkur 1 x Vatnsl.str.
Fornuselsstekkur 1 x Milli Fornuselja
Flóðahjallaréttin 1 x Svínhöfða
Gamlarétt 1 x Flatahrauni
Gamlaréttin 1 x Stakkavík
Garðarétt 1 x Garðahrauni
Gapstekkur 1 x v/Gapið
Girðingarréttir 1 x Selv.heiði
Gjáarrétt 1 x Réttargjá v/Geitaf.
Gjáarrétt 1 x Búrfellsgjá
Grísanesrétt (Ásrétt) 1 x v/Grísaness
Grjóthólarétt 1 Krýsuvík
Grjótréttin – e. og n. 2 x Urriðakot
Gömluþúfurétt 1 x Straumsseli
Hafliðastekkur 1 x Krýsuvík
Hafnarétt 1 norðan v. Berghóla
Hamradalsrétt 1 x Stóra-Hamradal
Háaleitisrétt 1 Njarív./Keflav.
Herdísarvíkurrétt 1 x Herdísarvík
Hestagerði 1 x Ísólfsskála
Hestarétt 1 x Einbúi
Hrafnhólarétt 1 x n/a Fornasels
Hraunsholtsrétt 1 x Flatahrauni
Hraunsholtsstekkur 1 x Flatahrauni
Hraunsrétt 1 Hafnarfirði
Hvassahraunsrétt 1 x Hvassahrauni
Hvasshr. (Virkið) 1 x Hvassahrauni
Imphólarétt 1 x Selvogi
Ísólfsskálastekkur 1 x sunnan Einbúa
Járngerðarstaðarrétt 1 x Járngerðarstöðum
Kambsrétt 1 x Seljadal
Kampsstekkur 1 x Bæjarskeri
Kleifarvatnsrétt 1 x v/Lambhagatjörn
Krókamýrisrétt 1 x Krókamýri
Krýsuvíkurrétt 1 x Eldborg
Krýsuvíkurrétt 1 x Krýsuvík
Kúarétt 1 x Straumi
Litlistekkur 1 x Vatnsl.str.
Miðvogsrétt 1 x Selvogi
Mosaskjólgerðar 1 Stafnesi
Neðri-hellagerði 1 x N/Neðri-hella
Neðri-hellaaðhald 1 x s/Neðri-hella
Nesgerði 1 x Nesi
Nesrétt 1 x Selvogi
Nesstekkur 1 x Nesi
Óttarstaðarétt 1 x Óttarstöðum
Óttarstaðaselsnátth. 1 x Óttarstaðaseli
Rauðamelsrétt 1 x v/Kapelluhraun
Rauðshellisstekkur 1 x n/Rauðshellis
Rauðsstekkur 1 x Vatnsl.str.
Seljabótarrétt 1 x Seljabót
Selvogsrétt 1 x v/Hnúka
Selvogsrétt 1 x v/Hlíðarvatn
Skálaréttir 1 x Ísólfsskála
Skyggnisrétt 1 x Járngerðarst.hverfi
Staðarrétt 1 x a/Staðar
Staðarstekkur 1 x Vatnsl.str.
Stakkavíkurselsst. 1 x Herdísarv.fjalli
Stekkjartúnsrétt 1 x Flatahrauni
Stekkurinn 1 x Flatahrauni
Stekkurinn 1 x Bali
Strandarhellisgerði 1 x n/Strandarhellis
Strandarselsstekkur 1 x Selvogsheiði
Straumsnátthaginn 1 x n/Straums
Straumsrétt 1 x Straumi
Suðurbæjaréttin 1 Höfnum
Toppuklettar – rétt 1 x ofan við Selshraun
Urriðakotsrétt 1 x Urriðakotshrauni
Urriðakotsnátthagi 1 x Urriðakotshrauni
Útvogsréttir 1 Selvogi
Virkisrétt 1 x Grindavík
Víghólsrétt 1 Selvogi
Vorréttin 1 x v/Kapelluhraun
Vörðufellsrétt 1 x Vörðufelli
Þorbjarnarsstaðarétt 2 x Þorbjarnarstöðum
Þorkelsgerðisselsst. 1 x Selvogsheiði
Þorkelsgerðisréttir 1 x ÞorkelssgerðiAth. Sumar réttir hétu fleiru en einu nafni.Á bak við nafn er falinn GPS-punktur.

Tag Archive for: Reykjanesskagi