Tag Archive for: Seldalur

Kaldársel

Gengið var frá Ásvöllum um Grísanes, um Hádegisskarð yfir Dalinn norðan við Hamranes og skoðuð fjárskjól, sem þar hafa verið. Haldið var áfram yfir Hamranesið, um selhraun vestan Hvaleyrarvatns, upp á Selhöfða, niður í Seldal, um Stórhöfða og síðan áfram áleiðis inn í Kaldársel með norðurbrún Stórhöfðahrauns, beygt til norðurs gegnt Langholti og síðan gengið um Fremstahöfða inn í Gjárnar norðan Kaldársels.

Hádegisskarð

Stekkurinn við Hádegisskarð.

Norðvestan við Grísanesið er lítil rétt. Hlaðið mannvirki er skammt sunnar, sennilega leifar af fjárhúsi. Þegar gengið var frá henni austur um norðanvert nesið mátti sjá tvær tóftir á vinstri hönd, gætu verið sauðakofar frá Ási eða jafnvel frá Hvaleyri eða Hjartarkoti, sem var sunnan undir Hvaleyrarholtinu.
Um Hádegisholtið, sem er milli Grísaness og Ásfjallsaxlar, lá gamla leiðin frá Ási um Stórhöfðastíg og Hrauntungustíg. Gengið var suður Dalinn og litið á fallin fjárskjól í grónum dal í honum innanverðum. Enn sést móta fyrir hleðslum við innganginn, en hraunþakið hefru falli að hluta. Drasl hefur síðan safnast fyrir í jarðfallinu.
Gengið var yfir Hamranesið og áleiðis framhjá Hvaleyrarvatni á leið upp á Selhöfða.

Hvaleyrarvatn

Stekkur í Seldal.

Hvaleyrarvatn er umlukin lágum hæðum á þrjá vegu. Vestan vatnsins er Selhraun sem lokar fyrir afrennsli þess úr kvosinni. Áður fyrr höfðu Hvaleyrarbændur í seli við vatnið og sjást tóftir undir Selhöfða þar sem selstöðin mun hafa verið.
Það er fremur létt að ganga upp á Selhöfðann og fæst þá góð sýn yfir svæðið. Við vesturenda vatnsins blasir Selhraun við í nokkrum fjarska.
Sunnan við Selhöfða er Seldalur. Sunnan hans er Stórhöfði. Á Selhöfða eru leifar gamallar fjárborgar, auk annarrar minni skammt austar, en uppi á hálsinum sunnan undir höfðanum, vinstra megin við veginn þegar komið er að Seldal, er tótt.

Kaldársel

Hálfhlaðið hús við Fremstahöfða.

Veginum var fylgt framhjá Stórhöfða og síðan stigið út af honum uppi á öxlinni. Gengið var austur með úfnu Stórhöfðahrauninu þangað til komið var á móts við Miðhöfða. Þá var gengið áleiðis að honum, en síðan stefnan sett á Fremstahöfða. Sunnan undir honum er hálfhlaðið fjárhús, sennilega frá Kaldárseli. Þar fyrir austan taka Gjárnar við, merkilegt og stórbrotið jarðfræðifyrirbæri; hrauntraðir og stöplar. Í þeim má m.a. finna hlaðinn nátthaga þar sem heitir Nátthagi.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 22 mín.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn.

Hvaleyrarsel

Í „Svæðisskráningu fornleifa í Hafnarfirði 1998“ er m.a. sagt frá „Hvaleyrarseli“:

Hvaleyrarsel

Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.

Svæðisskráning fyrir Hafnarfjörð 1998.

1703: „Selstöðu á jörðin þar sem heitir Hvaleyrarsel, þar eru hagar sæmilegir og vatnsból gott.“ „Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru mikla rústir eftir Hvaleyrarsel.“ „Héðan liggur svo línan suður á Seljahraun. Þar er Seljahraunsskjól skammt vestan Hvaleyrarvatns, en inn með því er lágur hóll, þar sem Hvaleyrarsel stóð, og má þar enn sjá móta fyrir byggingum. Línan liggur um Selhöfða, rétt hjá Borginni, fjárborg, sem er hæst á höfðanum.“ „Rústirnar eru vestan í klöppum í jarðsygi í austurjaðri Selhraunsins, hraunið er mjög gróið, aðallega mosa og lyngi.“

Rústunum má skifta í tvö hólf. Sunnanmegin er hlaðinn veggur úr grjóti og e.t.v. torfi, en veggurinn er mjög gróinn. Veggur þessi liggur samsíða hraunhellu sem hefur risið nokkuð upp fyrir jarðsigið og slútir undir sig. Veggurinn nær að löngum hellisskúta í suðri.

Hvaleyrarsel?

Meint Hvaleyrarsel.

Skútinn er fullur af grjóti nú en hugsanlega hefur hann verið nýttur sem hluti af mannvirkinu. Veggur þessi er 11.2 m langur og 1.5-2m breiður. Rýmis milli hans og hraunhellu er 2-4 m á breidd, allt eftir hvort mælt er frá efri brún hellunnar eða þeirri neðri. Rými undir hellunni er mjög lágt eða um 0.3-0.5m á hæð og hefur því væntanlega ekki geta nýst mikið nema til geynslu. Vel getur verið að reft hafi verið yfir en engin merki er að finna um það. Inngangur er á vesturveggnum.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – uppdráttur ÓSÁ.

Syðst, milli þess mannvirkis og veggja tóftarinnar, sem er þarna sunnan við. Hæsta hæð veggjar er 1.1-1.2 m. Syðsta tóftin er einnig hlaðin utan í klöpp og eru 3 veggir hennar hlaðnir úr grjóti sem nú er mjög gróið. Inngangur hefur líklega verið á norðurvegg við vesturhornið og hefur því verið innangengt úr nyrðri tóftinni. Innanmál tóftarinnar eru; um 3.5 m frá A-V og 2.4m frá N-S. Veggjaþykktir eru 1.3-1.5m þar sem ekki er hrun. Vestur og norðurveggur er nokkuð hrundir en suðurveggur stendur þokkalega. Suðurveggurinn er 1.3m á hæð þar sem hann er hæstur. Vestur frá SV-horni syðri tóftarinnar liggur einföld steinröð þvert yfir jarðsigið. Þetta munu vera leifar garðs sem hjálpað hefur við aðrekstur fjársins.“

Hvaleyrarsel

Fjárborg á Selhöfða.

Framangreind umfjöllun er miklum annmörkum háð. Ef vel er skoðað hefur þarna aldrei verið selstaða, einungis hluti selstöðu, þ.e. stekkur. Þessar minjar munu hafa tilheyrt eldri selstöðu Hvaleyrar vestan við Hvaleyrarvatn, skammt frá Seljahraunsskjóli (gróið jarðfall), en heimildir um selstöðuna þar fyrrum virðast ekki hafa varðveist. Þó má þar sjá minjar hennar enn í dag, ef vel er skoðað, s.s. vanhirtar vegghleðslur með skógræktanlegu ívafi og tilheyrandi eyðileggingu. Annars er umrædd „Svæðisskráning“ lesendum einstaklega ruglingsleg; hlaupið er úr einu í annað án nokkurs samhengis. Meira um það síðar…

Hvaleyrarsel

Stekkjartóft í Seldal.

Áþreifanlegustu minjar Hvaleyrarsels við Hvaleyrarvatn, áður en það fluttist upp í Kaldárssel, eru á tanga norðan undir Selhöfða. Þar má enn sjá móta fyrir baðstofu, búri, eldhúsi og stekk. Tilvist selsins er m.a. staðfest með frásögninni, sem hér má lesa HÉR, HÉR og HÉR.

Rétt 

Hvaleyrarsel

Réttin (nátthagi) undir Stórhöfða.

„Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðan er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni austan og vestur á brún, þar sem landið lækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla.“

Sjá meira um Hvaleyrarsel HÉR.

Heimildir:
-Svæðisskráning fornleifa í Hafnarfirði, fornleifastofnun Íslands 1998, bls. 99-100.
-JÁM III, 168; Ö-Hvaleyri A, 2; Ö-Hvaleyri B,5; Þjóðminjaskráning í Hafnarfirði 154.

Hvaleyrarsel

Réttin (nátthagi) undir Stórhöfða.

Seldalur

Gengið var frá Bleiksteinshöfða norðvestan við Hvaleyrarvatn, um Kaldársel og endað við Kershelli.

Selhöfði

Selhöfði – fjárborg.

Bleiksteinshöfði ber nafn af hinum bleika lit er slær á brekkuna. Hún er í rauninni melar. Höfðinn er einn af mörgum á þessu svæði, s.s. Húshöfði, Selhöfði, Stórhöfði, Fremstihöfði og Miðhöfði. Að þessu sinni var gengið niður að Hvaleyrarseli suðaustan við Hvaleyrarvatn. Þar höfðu Hvaleyrrabændur í seli fram undir aldamótin 1900, en þá varð þar hörmulegur atburður er selsráðskonan fannst illa leikin við vatnsborðið. Var talið að nykur, sem bjó í vatninu, hafi orsakað lát stúlkunnar. Ássel er þarna skammt austar.
Gengið var yfir að tóftum vestan í Húshöfða, beitarhúsi frá Ófriðarstöðum, og síðan haldið upp á Selhöfða. Á honum eru leifar fjárborgar og væntanlega stekks. Sunnan undir höfðanum, í Seldal, er hlaðið gerði, gæti hafa verið stekkur. Seldalur hefur verið vel gróinn áður, en er nú að mestu flag.

Rauðshellir

FERLIRsfélagar við Rauðshelli.

Gengið var upp á Húshöfða. Af honum er ágætt útsýni yfir Stórhöfðastíginn þar sem hann liggur suður um hraunið sunnan fjallsins. Haldið var niður af höfðanum sunnanmeginn og hraunkantur Stórhöfðahrauns rakinn upp í Kaldársel.
Í Kaldárseli var litið á staðinn þar sem gamla selið hafði staðið norðan við Kaldá, haldið austur með Lambagjánni að Helgadal og kíkt í Rauðshelli. Þar var þá mannfagnaður mikill, enda hellirinn tilvalinn staður til samkomuhalds.
Selvogsgatan var rakin niður Mosa og með suðurbrún Smyrlabúðarhrauns að Kershelli norðan Sléttuhlíðar.

Rauðshellir

Rauðshellir.

Tjarnhólatjörn

 Lagt var af stað í FERLIRsferð nr. 1185. Markmiðið var að finna „síðasta selið í dalnum“, sel frá Fremri-Hálsi í Kjósarhreppi.
FERLIR hafði áður leitað uppi, skoðað og skráð 250 selstöður í fyrrum landnámi frumbyggjans, Ingólfs Fellsendi - tóftir gamla bæjarins nærArnarssonar, á Reykjanesskaganum; frá ósum Ölfusár í austri, Botnsdal í norðri, Garðskagatáar í vestri og Reykjaness í suðri. Það var því lengi von á a.m.k. einu enn. Skv. fyrri upplýsingum núlifandi fólks var talið að eyðibýlið Sauðafellskot hafi verið sel frá bænum, en við nánari leit (og aðstoð Örnefnastofnunnar) komu fram óljós vísbending um að seltóftir kynnu að leynast við svonefnt Selgil innan við Hrútagil, efst í Seldal. Þar, efst í dalnum, mátti einnig sjá örnefnið Selskarð. FERLIR hafði, þegar hér var komið, dregið þann lærdóm af örnefnaskrám, að ástæðulaust væri að véfengja vísbendingarnar (að öllu jöfnu). Þá hefur það allnokkrum sinnum komið fyrir að minjar, sem ekki er getið um í lýsingum, hafa fundist við leitir og það jafnvel þrátt fyrir að staðkunnugir hafi fullyrt að engar mannvistarleifar væru að finna. Oftar en ekki hefur FERLIR þó notið liðsinnis heimafólks, sem gat gengið að tilteknum minjum á sínu landssvæði vísum, án þess að reynt hafi verið að festa staðsetningu þeirra á blað – enda enginn spurt um þær.
Merkjavarða ofan FellsendaSeldalur er milli Stóra-Sauðafells og Skálafellshálsar. Efst í dalnum eru Tjarnhólar ofan við Tjarnhólatjörnina. Vestan þeirra er Selskarð. Ólíklegt er að nafngiftirnar hafi komið af engu. Ætlunin er að ganga um svæðið og athuga hvort þar kynnu að leynast selminjar.  Skv. þegar fyrirliggjandi upplýsingum áttu í Seldal bæði að vera gömul rétt og tóftir í nátthaga.
Í örnefnaskrá Stardals í Kjalarneshreppi segir: „Frá Rjúpnagili austur eru flóar með smáhólum og tjörnum. Þetta svæði heitir Tjarnhólar. Úr þeim tjörnum kemur Selgil, sem rennur norður í Fremra-Hálsland í Kjós. Þar neðar, austan merkja, eru gamlar tættur eftir sel. Í Selgilið kemur Hrútagil frá vinstri. Seldalur heitir lægðin með gilinu.“
Í örnefnalýsingu um Fremri-Háls segir m.a. að „skammt fyrir vestan Réttarlæk er Réttarhóll. Þar var lengi rétt, nú aflögð“. Einnig er næsta nágrenni lýst til nánari viðmiðunar; „Beint upp af Þórufossi, austan Grafarmýrar, er Pyttaflói. Á milli eru nafnlausir mosaflákar. Í Laxá er Sýsluhólmi. Haraldur telur, að því nafni hafi heitið hólmi skammt austan við Sýslulæk, en sá hólmi er nú horfinn. Leifar réttar við Réttarhól
Sýslulækur kemur úr Selflóa og Pyttaflóa og rennur í Laxá nálægt sýslumörkum. Þar sem lækurinn fellur í Laxá, eru smáhólmar, sem breyta sér í sífellu. Þeir eru stundum nefndir Sýsluhólmar. Selflói liggur meðfram Stóra-Sauðafelli, sem er sunnanvert við Kjósarskarð, en svo nefnist láglendið allt milli fjalla. Milli Selflóa og Pyttaflóa eru grámosavaxnar hæðir, nafnlausar. Allt áðurnefnt mýra- og flóasvæði, þ.e. Grafarmýri, Pyttaflói og Selflói, er oft nefnt einu nafni Hálsflói. Flóalækur kemur upp í Selflóa og rennur eftir honum vestur í Hálsá. Upp af Selflóa er Stóra-Sauðafell, sem áður getur. Það afmarkast af Seldal. Vesturendi fellsins er nefndur Sauðafellstagl. Þar hjá eru tóftir gamals eyðibýlis, sem hét Sauðafellskot (Sauðafell). Skammt neðan við, þar sem Flóalækur kemur í Hálsá, er Uppspretta, þar sem sprettur upp hálfskolplitað, kalt vatn, stundum af nokkrum krafti. Uppspretta þessi er kringlótt, u. þ. b. 1 m. í þvermál. Um 4-500 m. þar neðar með Hálsá er Háavarða. Vestan við Háuvörðu, meðfram Hálsá, er Langalaut. Hún nær að Hvömmum, grasivöxnum brekkum meðfram ánni. U.þ.b. 200 m norðan Háuvörðu er Stekkur undir KastalaTvívörðuholt, sem dregur nafn af tveimur vörðum, sem þar standa. Norðvestur af því er Kýrholt. Nyrzt á brún Hvammanna eru tóftir Margrétarkots.“
Og þá er aftur komið að fyrsta viðmiðinu; Sauðafellskot við norðurmynni Seldals. Í fyrstu var ætlunin að ganga upp (suður) dalinn, en við nánari lestur var ákveðið að ganga upp frá bæjarhlaðinu á Fellsenda.
„Fyrir vestan Stóra-Sauðafell er Seldalur. Við botn hans eru Tjarnhólar. Þar er tjörn og upptök Hálsár, sem síðan rennur niður Seldal. Laugin er volg uppspretta við Hálsá í Seldal, um 200 m. sunnan við Hrútagil, það gil gengur í boga úr Seldal í suður og síðan í vestur. Eftir því rennur lækur, sem ekki er nefndur sérstaklega. Botnar eru mýrarflóar suðvestur af Tjarnhólum og Seldal.“
Í örnefnalýsingu fyrir Fellsenda segir m.a. um Tjarnhóla og nágrenni: „Nokkru austar eru fjórir hólar, er heita Tjarnhólar.  Þeir standa þétt, tveir og tveir, og sund á milli. Vestan við þá er Tjarnhólasund. Ef komið er frá Einbúa, er fyrst komið í sundið, það er næst honum. Norðan hólanna er Tjarnhólatjörn og austur og norður af henni Tjarnhólaflói.  Í austurátt frá Tjarnhólum eru brekkur, sem Háubrekkur heita.“
Fremri-Hálslýsingin heldur áfram: „Næsta gil fyrir norðan Hrútagil, við mynni Seldals, heitir Grímugil. Það er grösugt. Vestan þess tekur við Fannahlíð, sem nær vestur að Þvergiljum í landi Írafells. Fjallið allt vestan Seldals, sem Hrútagil skerst inn í, nefnist Skálafellsháls. Háfjallið, upp af Hrútagili er nefnt Efribrún. Neðan hennar að norðaustanverðu er Fannahlíð, sem að framan getur. Neðan Fannahlíðar er Neðribrún. Vestast í Fannahlíð er Fannahlíðarhorn. Frá Hálsá, þar sem hún kemur úr Seldal, eru þessi nöfn fyrir neðan brún (Neðribrún): Frá Hálsá fyrir neðan Seldal og heim að Eystrihæð heitir Steinshlíð. Eystrihæð Forn rétt við Bæjargiliðer fyrir sunnan ána á móti Háuvörðu. Réttarlækur kemur úr fjallinu heiman við Eystrihæð. Í því gili er Háifoss (gilið hefur ekki sérstakt nafn). Þar upp undir brún heitir Kór, því að hamraveggurinn þar minnir á kór í kirkju. Skammt vestan við Réttarlæk er Réttarhóll. Þar var lengi rétt, nú aflögð. Við réttina var Nátthagi. Þar var torfhleðsla, sem nú hefur verið sléttuð. Fyrir ofan Nátthaga, nær fjalli, er Nátthagahóll. Fyrir vestan hann er Nátthagagil. Fyrir vestan það er Kastalinn, allmikill grjóthóll. Þá tekur við Kastalagil. Beint niður undan Kastala er Heimrihæð. Einbúi er stakur klettahóll neðarlega á Heimrihæð, u. þ. b. 100 m. frá ánni…. Margrétarkot er á hæðarrana austan við ána. Mótar þar fyrir tóftum.“
Framangreint gæti virst ágætt vegarnesti og greinargóð vísbending hvar minjar væri að finna á svæðinu. En þar reyndist þrautin þyngri. Bæði var það vegna þess að landslagið er svolítið sérstakt og auk þess höfðu þátttakendur ekki komið áður inn á svæðið. Reynslan hefur sýnt að ákjósanlegast er að fara a.m.k. þrisvar sinnum um tiltekið svæði, skoða staðhætti, bera saman ritaðar skrár og heimildir við kennileiti og huga að fjarlægðum.

Dýralíf við bæjarlækinn að Fremra-Hálsi

Oft er nauðsynlegt að lesa örnefnalýsingar mjög vandlega með hliðsjón af því að þær eru jafnan ritaðar við eldhúsborðið heima í bæ og þá jafnan af gömlu fólki, sem hefur ekki um allnokkurt skeið farið um svæðið, sem það er að skrá. Oft verða því fjarlægðir misvísandi og orð eins og „spölkorn“ eða „handan“, „ofar“ og „innar“ verða að miklum vafamálum þegar á vettvang er komið, auk þess sem áttir vilja misritast. Þannig eru t.d. lækir stundum sagðir á pappírnum renna í vestur, en á vettvangi renna þeir í austur. Áreiðanlegustu og nákvæmustu upplýsingarnar koma jafnan frá fólki, sem gengið er með um svæðin og skráð eftir þeim jafnóðum. Þannig verða hólar réttvísandi hver við annan, en ekki „handan“ við eitthvað óljóst.

Möguleg tóft í Seljadal gegnt Hrútagili

Jæja, hvað um það. Fellsendi mun hafa byggst í kringum 1848-1849 enda er hans ekki getið í Jarðabókinni 1703. Öll hús eru orðin hrörleg, enda virðist jörðin ekki lengur vera í ábúð. Haldið var upp hálsinn eftir gömlum götusneiðingi, framhjá tóftum gamla bæjarins ofan (norðan) núverandi bæjarstæðis. Bæjarlækurinn rennur þar í aflíðandi flúðum, en neðan þeirra kemur Djúpiskurður í hann. Skv. örnefalýsingu áttu þar að vera óljósar tóftir af Vigdísarkofa, gamalli rúst. „Talið var, að þar hafi verið einsetumaður um skeið“. Árið 1981 bar lítið á rústinni, en sást þó enn. Nú virtist hún horfin í kargaþýfið.
Ofar blöstu Tjarnhólar við. Suðaustan þeirra var varða á steini, líklega landamerkjavarða á mörkum Fellsenda og Fremra-Hálsar. Önnur var á aflíðandi hól alllangt í norðvestri, á markalínu Kjósarsýslu og Árnessýslu. Þegar komið var upp að austasta hólnum blasti Tjarnhólatjörn við og Tjarnhólaflói vestan, norðan og austan hennar.
Haldið var fyrst upp að vörðunni á hólnum í vestri og síðan niður flóann, áleiðis niður Seldalinn. Á móts við Hrútagil, austan Hálsár, virtist móta fyrir tóft í grónum fláa. Erfitt var að fullyrða hvort um mannvistarleifar hafi verið að ræða, en vestan árinnar hefur legið gömul þjóðleið, enda auðveld yfirferðar. Henni hefur nú verið að hluta til spillt með slóða er gerður var þegar háspennulína um dalinn var sett upp.
Hornmörk Stardals, Fellsenda og Fremri-Hálsar, auk sýslumarkaÞegar komið var niður í Sauðafellskot virtist af aðstæðum að dæma að þar væri hinn ákjósanlegasti staður fyrir selstöðu; við læk, í skjóli og gróinn hóll að baki, tilvalinn fyrir stekk og kví. Haldið var áfram niður að Fremra-Hálsi eftir gamla Kjósaskarðsveginum.
Tekið var hús á Ingibjörgu Jónsdótturr og Jóni Steinari Vilhjálmssyni að Fremra-Hálsi. Ingibjörg er fædd og uppalin á staðnum. Foreldrar hennar fluttu að Fremra-Hálsi árið 1927. Þá var fráfærum hætt, að hennar sögn. Benti hún þátttakendum bæði á Réttarhól og Kastalann, sem þeir höfðu gengið framhjá á leið sinni niður að bænum.
Réttarhóll er innan girðingar, á ystu (syðstu) mörkum. Norðan í honum eru leifar af hlöðnum garði, réttinni. Augljóst var að túnið hafði verið sléttað að hólnum og þar með aðrir hlutar réttarinnar farið undir túnið. Skammt ofar, utan girðingar, mátti sjá stutt veggbrot.
Kastalinn er milli Réttarhóls og bæjarhúsanna, að vestanverðu, ofan og utan girðingar. Um er að ræða myndarlegan bólstabergsstand, mikið brotinn. Ingibjörg hafði upplýst að undir honum væri stekkur, sem ekki væri getið um í heimildum. Svo reyndist vera. Mannvirkið er ílangt, um 7 metrar að lengt, og mjótt, um 1.20 m. Efst er ferkantað gerði, lítið. Af mannvirkinu að dæmi hefur ekki verið fjármargt að Fremra-Hálsi fyrrum.
Tóftir Sauðafellskots (Sauðafells), sels frá Fremra-HálsiÁ leiðinni til baka að bænum var kíkt í bæjargilið. Þar kom í ljós hlaðið gerði (rétt) undir bergstalli, sunnan lækjarins. Ingibjörg sagði mannvirkið ævagamalt og þess væri heldur ekki getið í örnefnaskrám, einhverra hluta vegna.
Aðspurð um þann hluta lýsingar Stardals er segði að „þar neðar, austan merkja, eru gamlar tættur eftir sel“, sagði hún að lýsingin gæti verið rétt að hluta. Sauðafellskot hefði líklega verið sel áður en það óx upp í kot. Það fór snemma í eyði. Þess er t.a.m. ekki getið í heimildum frá 17. öld. Tóftirnar eru ekki ólíkar seltóftum, auk þess sem staðsetningin gæti vel passað við selstöðu frá Fremra-Hálsi. Ummerki um aðra slíka annars staðar í landi bæjarins hefði a.m.k. ekki fundist.
Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um Fremriháls; „Selstöðu á jörðin í heimalandi„. Einnig segir um býlið Sauðafell; „Hefur verið hjáleiga í þessarar jarðar landi. Bygð í manna minni á fornu eyðibóli, þar sem halda áður hafi lögbýlisjörð verið, en nær eyðilögð vita menn eigi, og hefur þetta land fyrir hundrað ár Hálsi átölulaust eignað verið…. Eyðilagðist fyrir þá grein, að bóndanum á Fremrahálsi þótti sú bygð of mjög að sjer og sínum peningi þrengja, og eru snú síðan yfir 40 ár, sem það hefur ekki bygst; þar með er það vetrarríki mesta fyrir fannlögum, og því örvænt að aftur byggjast muni. ÞAR ER NÚ SELSTAÐA FRÁ HÁLSI.“ Í örnefnalýsingu fyrir Fremra-Háls segir m.a.: „Selflói liggur meðfram Stóra-Sauðafelli, sem er sunnanvert við Kjósarskarð, en svo nefnist láglendið allt milli fjalla“. Hér er átt við flóasvæðið austur af Sauðafellskoti.
Niðurstaðan er að nokkru athyglisverð. Venjulega óx selstaða upp í það að verða að koti, s.s. Straumssel, Vigdísarvellir og Selkot, en hér er komið dæmi um að kot hafi orðið að selstöðu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín. 

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Fremri-Háls.
-Örnefnalýsing fyrir Fellsenda.
-Hluti úr örnefnalýsingu Stardals.
-Ingibjörg Jónsdóttir – Fremra-Hálsi.
-Jón Steinar Vilhjálmsson-Fremra-Hálsi.
-Magnús Jónason – Stardal.
-Jarðabók ÁM 1703 (417-418) og (419).

Stóra-Sauðafell

Þurárrétt

Tómas Jónsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, ættaður og trjáuppræktandi í gegnum árin á Þóroddsstöðum í Ölfusi, nú búsettur á Selfossi, hafði samband.
thorddsstadaselTómas er mikill áhugamaður um örnefni og minjar á svæðinu. Í framhaldinu mætti FERLIRsfélaginn á hlaðið á Þoroddsstöðum daginn eftir á umsömdum tíma. Tómas og sonur hans, Hjalti, skipuðu móttökunefndina. Viðfangsefnið var örnefnið „Seldalur“ suðvestast á Núpafjalli. Vegur lá þangað á stríðsárunum síðari – en nú getur hann varla talist nema jeppaslóði. Loftskeyta- og eftirlitsstöð var á fjallinu ofan við Urðarástjörnina. Vestan hennar, alveg við hraunkantinn, mótar glögglega fyrir gamalli selstöðu, væntanlega frá Saurbæ í Ölfusi. Örnefnið „Seldalur“ gefur vísbendingu um að þar hafi verið selstaða fyrrum – og þá væntanlega frá Núpum.

Tilgangur ferðarinnar að þessu sinni var að staðsetja Seldalinn og minjar, sem þar mætti finna. Bæði Tómas og Hjalti voru greinilega vel kunnugir á svæðinu. Staðnæmst var við gólf fyrrum bragga. Útsýni frá honum yfir Atlantshafið sunnan strandarinnar var óvéfengjanlegt. Vestan við braggagólfið voru leifar af ferhyrndu gerði. Svo virtist sem það gæti verið eldra en braggaleifarnar, en hluti úr vegghleðslunum hafi verið teknar í undirbyggingu hans, líkt og torfskurðurinn neðanundir gaf til kynna.
nupasel-991Skammt vestar var öskuhaugur byggðarinnar, sprengigýgur o.fl. Veðrið að þessu sinni gaf ekki tækifæri til nákvæmrar skoðunnar í dalnum; þoka, rigning og hvassvirðri. Seldalurinn er afmarkaður af skornum hlíðum að norðaustanverðu og austurbrún Þurárhrauns að vestanverðu. Mögulegir minjastaðir virtust hvarvetna, en ljóst var að lækjarskornar hlíðarnar gætu reynst villugjarnar. Sennilega væri svarsins að leita undir brúnum hraunsins. Ákveðið var að skoða það nánar síðar.

Þegar niður að Þóroddsstöðum var komið benti Tómas upp eftir frá hlaðinu til norðvesturs, að hinum „efri brúnum“. Sagði hann þær geyma tóftir, sem ekki hafi verið skilgreindar, en örnefnin þarna væru Stekkatúnshólar og Stekkatún. Lýsingin gaf til kynna heimaselstöðu.
Þegar FERLIR var næst á leið um Þóroddsstaði var staðnæmst ofan við bæinn og mögulegur selsstígur fetaður áleiðis að Stekkatúnshólum. Gatan var augljós uns komið var upp í hólana. Þegar upp fyrir það var komið þurfti ekki nánari sannana við; leifar hlaðins stekks og gróinnar tóftar austan hans; dæmigert heimasel, sennilega frá 18. og 19. öld. Hleðslurnar voru heillegar, en hliðsett tóftin óljósari. Mögulega gæti þarna hafa verið endurbyggð selstaða upp úr annarri eldri. Um það verður þó ekki hægt að fjölyrða nema með frekari rannsóknum.
FagurlindargilAð uppdrætti loknum var stefnan tekin upp á Hnúkamosa ofan Seláss með það að markmiði að finna hlaðna rétt inni í hrauninu. Loftmynd hafði gefið til kynna hvar hana var að finna, auk þess sem réttarinnar er getið í einni örnefnalýsingu; fyrir Þurá: „Uppi á Hnúkum er heiðlendi nokkurt sem heitir Hnúkamosar. Inn af þeim er allstór hóll eða ás sem heitir Selás, og eru lægðir allt í kring um hann. Í hraunbrúninn rétt austan Selás er ógreinilegar rústir, sem gætu verið selrústir. Við Selás voru setin lömd, meðan fært var frá. Við afréttargirðinguna skammt fyrir inna Selás er Fjárrétt, byggð um 1930 fyrir vorsmalanir. Hún hlaut aldrei nafn.“ Tómas segir að réttin hafi verið lagfærð árið 1927, en hluti hennar er miklu mun eldri.
Nefndar seljarústir austan Seláss voru staðsettar að þessu sinni þótt það hafi áður verið gert að hluta árið 2006. Þó má vel vera að enn ein ferðin verði farin þangað inn eftir á grundvelli framangreindra gagna – en ekki síst í ljósi upplýsinga er þessi gönguferð um heiðina gaf til kynna. „Sá lærir, sem les… – landið“.

Stekkurinn-thuraÞegar gengið var til baka var komið niður um Fagurlindarskarð. Ætlunin var að koma niður Smalaskarð, en vegna ókunnugleika varð þetta raunin (sem í rauninni skipti engu máli að þessu sinni. Í næstu ferð frá Þóroddsstöðum og Þurá er ætlunin að ganga Suðurferðargötuna um fyrrnefnda skarðið með það fyrir augum að skoða fleiri mögulegar selstöður á tilgreindum stað, sbr. örnefnaskrá Núpa: „Selás: Lítil hæð, grasbrekkur í kring, Selásbrekkur. Seldalur: Gróin dæld upp frá Núpastíg. Þar lá gata. Stundum var slegið og flutt á klökkum niður Núpastíg“.
Um suðurferðargötuna um Smalaskarð upp frá Þóroddsstöðum og Þurá segir: „Suðurferðagata (Skógargata), sjá nánar við Þóroddsstaði, liggur rétt innan, norðan, við Selás að Hlíðarhorni, suðaustur yfir hraunið, brunahrauntunguna, og austur á þjóðveginn á Hellisheiði hjá 40 km-steininum, rétt fyrir vestan Loftin.
Smalaskarð er stærsta skarðið í efri hlíðina. heita Hnúkar vestan þess. Austan við Smalaskrað er Fagurlindarhnúkar og austan hans Fagurlindargil. Austar í brúninni er bratt skarð en grunnt. Það heitir Folaldaskarð.“
Stekkurinn, fallega hlaðinn undir sléttum smáhömrum, er nú í landi Þurár. Ekki er ólíklegt að hann hafi áður verið í landi Þóroddsstaða ef tekið er mið af fyrri landamerkjum og sýnilegum girðingum. Þarna gæti vel hafa verið heimaselsstaða fyrrum.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Þóroddsstaði, Þurá og Núpa.
-Tómas Jónsson og sonur, Hjalti.

Núpar

Rétt við Núpastíg.

Hvaleyrarsel

„…Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi.
Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði.
Selhraun - rettHraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun. Niðri í því er réttarhleðsla. Efri hluti Kapelluhrauns er nefndur Bruni, og nær það nokkuð suður á móts við Stórhöfðann. Sunnan og neðan við Stórhöfða er hraunið nefnt Stórhöfðahraun, upp með Brunanum fyrrnefnda.“

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – stekkur.

Framangreind selsrúst „sunnan“ undir Selhöfða hefur löngum verið talið beitarhús, en við nánari skoðun virðst hún fremur vera leifar selstöðu. Rýmið er tvískipt; baðstofa og búr, en ekki mótar með góðu móti fyrir eldhúsi. Mikið graslendi er bæði norðan og vestan við rústina.
Réttin framangreinda stendur enn í Selhrauninu, mjög heilleg og svo er að sjá að þangað hefur enginn komið um langa tíð.“

Umfjöllun um Hvaleyrasel og nágrenni þess má sjá víða á vefsíðunni.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Hvaleyri – Ari Gíslason – ÖÍ.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn og nágrenni – minjar (ÓSÁ).

 

Selflatir

 Ætlunin var að leita minja er getið hefur verið í FERLIRslýsingum nr. 1095 og 1104, þ.e. mögulegra minja selja við Selá, við Selsvelli og neðst í Seldal í Kjósinni.
ÞórufossÍ skráðum heimildum er einungis getið um selstöðu, löngu aflagða og í móa horfin, á Selflötum sunnan Hækingsdals, en ekki er getið um minjar á hinum stöðunum. Einungis örnefnin benda á hugsanlega tilvist slíkra minja þar. FERLIR hefur jafnan nýtt sér skráðar heimildir, sem á stundum hafa reyndar verið misvísandi, en þá jafnframt leitað uppi og gaumgæft betur, bæði vettvanginn og aðrar fyrirliggjandi upplýsingar. Niðurstaðan hefur síðan verið færð jafnóðum í nákvæma hnitaskrá. Skráin byggist á fyrirframákveðnu „pússluspilskerfi“, sem sérhver ferð fyllir upp í. Stundum virðast þær samhengislausar, en smám saman skýrist myndin – un hún birtist loks fullsköpuð. Verkefnið krefst bæði mikillar þolinmæði og þrautseigju. Heildarskráin er svo varðveitt í einu eintaki; Reykjanesskinnu. Nú, árið 2007, fylla fylgiskjöl, minnisblöð og afrit eina 12 pappakassa og u.þ.b. 5000 blaðsíður tölvutæks efnis. En hvað um að – framundan er alltaf það sem skiptir mestu máli – þá stundina.
Að þessu sinni var lagt af stað frá Þórufossi í Laxá. Fossinn er með þeim fegurstu hér á landi, um 18 metra hár og eftir því breiður. Kennileitið var jafnframt miðsvæðis í leitinni að þessu sinni. Skammt austar eru Selflatir, norðar er Hækingsdalur. Norðan hans er Selá. Vestan árinnar er Stóra-Sauðafell utan í austanverðu Skálafelli. Norðan og millum fellanna til norðurs er Seldalur.
Laxá vaðinLandamerki Kjósarinnar að sunnanverðu liggja m.a. um Þórufoss. Þessi takmörk landmegin eru frá Botnsvogi innanverðum suður og upp á (Hrísháls) Múlann, er nú er nefndur Múlafjall, en er endi Hrísháls, þá eftir Hríshálsi sunnanverðum (þar sem hallar vötnum norður) upp eftir Súlnahrygg og upp á  Súlnatind, þá suðvestur niður til Sandvatns, er Brynjudalsá fellur úr (litlum spöl sunnar er Myrkavatn, er Öxará fellur úr), þá suðvestur um Kjalfjall (Kjölinn) og vestur af því ofan í efra hluta Kjósardalsins um Þórufoss í Laxá skammt fyrir neðan Stíflisvatn, sem Laxá fellur úr, þá yfir Seldal vestur í Rjúpnagilsbotna. Halda sýslumörkin áfram, en er þá komið í Mosfellsbæ og síðan eru mörk milli Kjalarness og Kjósar frá þessum stað og eftir háeggjum Skálafells, Móskarðshnjúka, Esju og niður í Miðdal við landamerkin hjá Tindstöðum.
Gamla leiðin í Kjósina frá Þingvöllum lá norðan Stíflisdalsvatns, niður með Stýfingum, austan ár, niður með Þórufossi og norður að Hækingsdal. Hún er vel greinileg þars em hún liggur með Brattafellinu undir Stóröxl og niður í Þrengslin neðan við Þórufoss. Neðan Þrengslanna er gatan vörðuð að vaði á ánni.
Haldið var yfir Laxá á vaði skammt ofan við Þórufoss. Áin kemur úr Stíflisdalsvatni og fellur í Laxárvog. Hún er um 20 km á lengd, meðalrennsli um 15m/3 á sek og vatnasvið um 150 km/2 ( um 211 km/2 ef  vatnasvið Bugðu, sem fellur úr MSelflatireðalfellsvatni, er talið með). Í leysingum og stórrigningum geta komið ofsaflóð í ána flæðir hún þá yfir bakka sína og er dalurinn þá yfir að líta sem stórt stöðuvatn. Laxá er með gjöfulustu laxveiðiám landsins og veiðast þar jafnan hátt í tvö þúsund fiskar hvert sumar. Í ánni eru nokkrir fossar. Má þar nefna m.a. Þórufoss í Kjósarskarði, sem er þeirra stærstur og Pokafoss, en hann er rétt ofan við bugðu á ánni austan við Vindáshlíð. Brú er á Laxá neðanundir Vindáshlíð. Á lágum klettastalli vestan við brúna er skilarétt sveitarinnar. Neðan við réttina er Norðlingavað, en á því vaði liggur þessi forna þjóðleið yfir ána. Óefað hafa orðið mörg slys á svo fjölfarinni leið í aldanna rás . Eitt hefur verið fært í annála. Árið 1556 drukknaði þar Oddur Gottskálksson lögmaður. Var hann á leið til Alþingis. Að sögn var áin talin ófær. En lögmaður skeytti því ekki heldur reið út í. Hesturinn hrasaði, losnaði Oddur þá úr hnakknum og flaut undan straumi. Hann rak upp á eyri í ánni, komst þar á fjóra fætur, en yfirhöfnin slóst fram yfir höfuð hans og færði hann aftur í kaf. Hann náðist þó lifandi. Var tjaldað yfir hann við ána en um nóttina andaðist hann.
Um það bil miðja vegu milli Þórufoss og Stíflisdalsvatns er Sýsluhólmi, einnig nefndur Þinghólmi fyrr á tímum; þar er og gamalt vað, sem HÚtsýni að Sandfelliólmavað heitir. Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal, sagði að Laxá hefði fyrrum runnið beggja vegna hólmans, en nú hefði hún breytt sér þannig að  nú rennur áin einungis austan hans.
Stefnan var tekin á Selflatir. Um er að ræða sléttar flatir neðan við Brattafellsgil. Gróðureyðingin hefur herjað á þær líkt og annars staðar með hlíðunum. Skriður hafa hlaupið úr battri hlíðinni, en enungis ofan við flatirnar. Mjög gamlar jarðlægar tóftir virðast vera á tveimur stöðum, annars vegar á norðanverðum árbakkanum neðan við gilið og hins vegar uppi í gilinu. Á báðum þessum stöðum gætu hafa verið mannvirki. Fallegur 12-15 m hár foss er uppi í skjólgóðu gilinu. Þar kúrðu fjórar rjúpur.
Hækingsdalur er í Jarðabókinni 1703 sagður eiga „selstöðu í sínu eigin landi góða, þar sem heita Selsvellir á Geitahlíð.“
Guðbrandur, bóndi í Hækingsdal, segir að bærinn hafi haft selstöður við Selá norðan við bæinn og á Selsvöllum sunnan við hann. Selsvellir hafa einnig  verið nefndir Selflatir. Hann taldi að skriða hefði hlaupið yfir selstöðuna á ÞrengslinSelsvöllum og þar væru því engar greinanlegar minjar lengur. Hlíðin ofan við flatirnar hefði verið nefnd Geitahlíð, Þrengslin norðar og þá Hríshvammur. Faðir hans hefði farið með háskólafólki þangað, en það ekkert séð að hann myndi. Tóftir væru hins enn vel sjáanlegar við Selá sem og gömul hlaðin rétt.
Gömlu leiðinni úr Kjós upp á Þingvelli var fylgt til norðurs, niður í Þrengslin um hið eiginlega Kjósarskarð og áfram með þeim austanverðum. Undir Grenhlíð er Hríshvammur, nú grasi gróið sléttlendi. Grindargil er í hlíðinni, en árfarvegur þess var þurr. Handan hans tóku við grónar selslegar sléttur. Varða er á hól við gömlu götuna og önnur norðar, fallin. Hlíðin er ekki ólík því sem gerist á Vestfjörðum og Austfjörðum, stallar og tilkomumikil þvergil. Fíllinn hafði sest upp í björgunum. Ásalækur kemur úr Dagmálafelli. Norðar er Þverárgil og Þverá er kemur ofan úr Þverárdal. Bærinn Hækingsdalur er við Þverána.
Á sömu blaðsíðu og nefnd var í Jarðabókinni segir um Sauðhús: „Sauðhús hefur til forna í Hækinsdalslandi kallað verið þGömul leiðar sem stundum hefur í manna minni selstaða brúkast og halda menn bygt ból hafi í gamalli tíð verið, og hafa til líkinda þar um girðinga og tófta leifar; ekkert vita menn til þess annað og kann ei aftur að byggjast, því túnstæði allt að er komið í mosa, mó og mýri, og mjög brotið á þeirri, sem þar rennur, kölluð Selá.“
Selá er skammt austan við Vindás og norðan Hækingsdals, sem fyrr sagði. Norðar er Skálafell og Seljadalur handan þess. Sagnir eru um selstöðu frá Vindási fremst í Seljadal. Jörðin hafði selstöðu  sem tilheyrir [Reynivöllum] á Seljadal. Jafnframt er þess getið að selstöðu eigi jörðin í eigin landi. Guðbrandur, sem smalað hefur svæðið í tugi ára, sagðist ekki muna eftir öðrum tóftum í Seljadal en á þeim stað er bærinn Seljadalur var austan í dalnum. Hins vegar væru tóftirnar við Selána enn vel greinilegar.
Guðbrandur sagði Háls (Fremri-Háls) hafa haft selstöðu neðst í Seldal, sem væri norðan við Stóra-Sauðafell. Þar mætti enn sjá selstóftir á bakka Hálsár.
Í Laxá rétt ofan við ármót Selár er Pokafoss, sem er sérkennilegur foss.
Að þessu sinni var farið aftur yfir Laxá á ís og stefnan tekin á Fremri-Háls, vestan í dalnum. Vinarlegur bóndinn þar leiðbeindi FERLIRsfélögum inn á gamla Kjósarskarðveginn (akveginn) suður með hlíðinni. Fyrst vildi hann þó sína aFjárhúsðkomumönnunum gamlar tóftir norðaustan við bæinn. Hafði hann á orði að óljóst væri hvaða tilgangi þær hefðu þjónað. Við skoðun á tóftunum komu í ljós heilleg hlaðin fjárhús, líklega frá lok 19. eða byrjun 20. aldar. Tvö rými er í tóftinni, sem er allheilleg á stað er auðvelt væri að varðveita. Aftara rýmið er hlaða eða heystæði, en í fremra rýminu er hlaðinn garður eftir miðju húsinu. Dyr eru við suðvesturhornið. Hleðslurnar standa, eru heillegar og grónar að utanverðu. Hæð á þeim er um 160 cm. Ummál húsanna var ekki mælt að þessu sinni.
Gamla akveginum var fylgt upp í Seldal. Þar eru tún, sem foreldrar núverandi húsfrúar sléttuðu. Vestan við þær, fast við gamla veginn eru tóftir. Þær eru tvískiptar, en auk þess eru ógreinilegar tóftir vestan þeirra. Vegurinn hefur verið lagður í gegnum tóftarsvæðið. Dyr snúa mót austri. Þegar komið er inn eru rými á báðar hendur, mun stærra þó á vinstri hönd.
Hér gæti verið um tóftir kots að ræða, jafnvel kots, sem vaxið hefur upp úr seli sbr. örnefnið Seldalur, sem er þarna beint fyrir ofan, milli Stóra-Sauðafells og Skálafells.
Tóft í SeldalÍ suðausturhlíðum Skálafells er Seldalur. Reynsla FERLIRs er að þar sem sels- eða seljanafngiftin kemur við sögu – þar hefur verið sel. Ætlunin er a.m.k. að skoða svæðið m.t.t. þess. Tímaáætlun FERLIRs er að ljúka meginseljaleit í landnámi Ingólfs fyrir haustdaga 2007. Þegar liggja fyrir upplýsingar og staðfestingar á 186 seljum og selstöðum á svæðinu, en þegar upp verður staðið má áætla að þær verði nálægt 250 talsins. Og eru þá ótaldar aðrar fjölummargar og -þættar menningarminjar á svæðinu, allt frá upphafi norræns landnáms hér á landi, sem og fyrrumleitum (keltneskum) er síðar verður vikið að – ef tími vinnst til.
Ingibjörg Jónsdóttir á Fremra-Hálsi sagði fjórbýli hafa verið fyrrum á Hálsi; Háls, Margrétarkot, Huldstaðir og Sauðafellskot. Sennilega væru tóftirnar af síðastnefnda bænum fremst í Seldalnum. Foreldrar hennar hefðu ræktað tún við tóftirnar og þá hefðu komið fram minjar þar. Ætla mætti að  Sauðafellskot hafi vaxið upp úr seli þar sem ekki er getið um selstöðu í örnefnalýsingu fyrir bæinn. En í örnefnalýsingu fyrir Stardal er getið um tóftir sels efst í Seldal, „austan marka“. Líklega er þar um að ræða sel frá Fremra-Hálsi. Ætlunin er að skoða minjar í Seldal fljótlega.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Séra Gunnar Kristjánsson sóknarprest á Reynivöllum, sérprent með Árbók Ferðafélags Íslands árið 1985.
-Óbyggðanefnd – Kjalarnes og Kjós.
-Örn H. Bjarnason – Gamlar götur.
-Ingibjörg Jónsdóttir – Fremra-Hálsi.
-Jón Steinar Vilhjálmsson-Fremra-Hálsi.

Þórufoss

Þórufoss.