Færslur

Herdísarvík

Eftirfarandi frásögn Ólafs Þorvaldssonar um jörðina Herdísarvík birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1948:
Herd-991“Jörðin Herdísarvík er vestasti bær í Selvogshreppi og þar með vestasti bær í Arnessýslu með sjó fram. Jörðin liggur fyrir botni samnefndrar víkur, og er hún vestast í vogi þeim, er Selvogur heitir, allvíður og bogamyndaður, gengur inn í landið frá suðri. Takmörk hans eru: Selvogstangar að austan, en Olnbogi, austan Háabergs í Herdísarvíkurlandi, að vestan. Tún jarðarinnar er í suðurjaðri Herdísarvíkurhrauns, hólótt og dældótt, jarðvegur grunnur því að víðast er grunnt á hrauni. Með beztu umhirðu gefur túnið (heimatúnið) af sér um tvö kýrfóður, ca 80 hesta. Fyrir öllu túninu að sunnan er smátjörn, og er dálítil silungsveiði í henni, fáu fólki til smekkbætis og nokkurra búdrýginda, en skynsamlega verður að fara að þeirri ve;ði, ef ekki á að uppræta stofninn, þar sem líka utanaðkomandi, óviðráðanleg atvik geta stórfækkað silungnum á nokkrum klukkutímum, og er það
þegar stórflóð koma í tjörnina af völdum stórviðra af hafi, en þeim fylgir þá ævinlega stórbrim.
Herd-993Annars er saga Herdísarvíkur-silungsins þannig: Fyrir um sjötíu árum lét Árni Gíslason, fyrrv. sýslumaður í Skaftafellssýslum, sem þá bjó í Krýsuvík og átti báðar jarðirnar, flytja um eða innan við 100 silunga, fullþroskaða, sem hann fékk úr Hlíðarvatni, út í Herdísarvíkurtjörn. Voru þeir bornir í bala og fötum með vatni í. Flestir munu þessir silungar hafa komizt lifandi í tjörnina, og kona, sem þá var unglingur í Herdísarvík, sagði þeim, er þetta ritar, að morguninn eftir hefðu nokkrir silungar legið dauðir við landið, þar sem þeim var sleppt í tjörnina, en hinir verið horfnir út í vatnið. Eftir nokkur ár fór að veiðast þarna við og við silungur til matar fyrir heimafólk. Þegar fram liðu stundir, kom í ljós, að þarna náði silungurinn miklu meiri þroska en hann nær yfirleitt í Hlíðarvatni, og mun aðalorsök þess vera meira og betra æti, t. d. er þar um mikla marfló að ræða, svo og mikinn botngróður.
Spölkorn fyrir austan túnið var áður fyrr hjáleiga, Herdísarvíkur-gerði, og sjást nú fáar minjar þess, að þar hafi bær verið, en tún er þar nokkurt enn; þó hefur sjór brotið eitthvað af því. Tún þetta mun aðallega hafa gróið upp undan sjófangi; fiskur borinn þangað upp til skipta, kasaður þar áður en upp var borinn til herzlu; þorskhöfuð og hryggir þurrkaðir þar, og öðrum fiskúrgangi kastað þar út, — en undan honum grær jörð fljótast. Útræði var mikið úr Herdísarvík og hafði verið öldum saman, og var talið með beztu verstöðvum austanfjalls, og við og við var gert út þaðan fram á þriðja tug tuttugustu aldar.
Herd-992Fiskisælt var þar í bezta lagi og lending góð; þó var oft nokkur lá í bótinni, þar sem lent var, þótt útsjór væri allgóður. Fiskurinn var yfirleitt hertur til útflutnings, og má enn sjá þurrkgarða á allstóru svæði í brunabelti uppi undir fjalli. Var fiskurinn, eftir að hafa legið í kös, jafnvel í fleiri vikur, borinn á bakinu eða í laupum eða kláfum til þurrkgarða. Þetta, að kasa fisk undir herzlu, var talsvert vandaverk, enda formenn vandlátir þar um, því að ef illa var gert, gat meira eða minna af fiski, sem í kösinni var, stórskemmzt, en þetta er önnur saga og því ekki sögð nánar hér.
Herdísarvík

Hlunnindi Herdísarvíkur voru talin: Sauðfjárbeit góð, svo að af bar, bæði til fjalls og fjöru. Útræði ágætt, og er þá aðallega átt við góða lendingu og fiskisæld. Viðarreki var, þegar reka-ár komu, oft allmikill, og nú, um síðastliðin 50—60 ár, silungsveiði til skemmtunar og nokkuð til búdrýginda. Fiski og hrognkelsum skolaði þar stundum á land til muna seinni part vetrar, þegar fiskur var í göngu. Flæðihætta við sjó engin fyrir sauðfé, og er það mjög mikill kostur, þar sem fé gekk svo mikið sjálfala allan ársins hring. Fjöruskjögur í unglömbum þekktist ekki, og mun þar um valda, að fjaran er ekki mjög sölt sökum vatna, sem um hana renna, — en sér í lagi þó kjarnamikill gróður til landsins, strax upp frá fjörunni, og í þriðja lagi mætti nefna, að fjörubeitin er fyrir það mesta bitfjara, en ekki rekafjara.
Til galla má helzt telja, að mjög sterk veður af norðri koma þar stundum, og kom fyrir, að skaði hlytist af, ef hey voru á túnum, og máttu búendur illa við, þar eð heyskapur er enginn utan túns, en þau heldur lítil. – Reykjavík, síðasta vetrardag 1948. Ólafur Þorvaldsson.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 49. árg. 1943-1948, bls. 129-139.

Herdísarvík

Herdísarvík um 1950.

Herdísarvík

Eftirfarandi fróðleikur um örnefni í Herdísarvíkurlandi eftir Ólaf Þorvaldsson birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1948:
Herd-994“Austasta örnefni í Herdísarvík með sjó er Breiðibás. Hann er að finna með því, að ganga um 8 mínútur austur með sjó frá eystra túninu. Vestar en í miðjum Breiðabás, sem er allvítt malarvik milli hraunflúða, sem ganga í sjó fram beggja megin, er steinn í lögun svipaður saumhöggi á steðja, með sýlingu í miðju. Steinn þessi er á þurru með lágum sjó, og er landamerkjasteinn milli Herdísarvíkur og Stakkavíkur, úr honum bein lína í vörðu á brún Mosaskarðs, austarlega, sem síðar mun getið verða. Af Breiðabás er haldið vestur á bóginn, og verður þá fyrst fyrir eyðibýlið Herdísarvíkurgerði. Þar á túninu stóðu fram á seinustu ár tvö stór fjárhús, Langsum og Þversum, nú sennilega rústir einar. Eystra húsið snéri gaflhlöðum til austurs og vesturs, hitt til suðurs og norðurs. Niður undan miðju túninu eru malarvik í flúðirnar, og heita þau Básar. Vestast í fyrrnefndum flúðum er gömul vör (lending), Skökk. Ekki var hægt að fara í vör þessa nema ládautt væri. Þar má enn sjá kjalarför í klöppunum eftir setningu skipa. Í norður frá Gerðistúninu, ofan garðs, er Sundvarða eystri, og átti hún, þegar sundið var tekið, að bera í Sundhamar, sem er austast í Herdísarvíkurfjalli, og síðar mun nefndur (á austanverðu sundinu er blindsker, sem Prettur heitir og brýtur á í brimi).

Herd-995

Vestan við Gerðistúnið er Dalurinn, gamall skiptivöllur, þar sem formenn skiptu afla í ,”köst”. Norðan við hann voru sjóbúðir, byggðar hlið við hlið. Símonarbúð, þá Bjarnabúð og austast Gíslabúð. Þá vestar og nær sjó Hryggjabúð. Búðir þessar eru víst engar uppi standandi lengur. Vestur af síðast talinni búð var Skiparéttin, umgirt háum og þykkum grjótveggjum á fjórar hliðar. Þar gengu sjómenn frá skipum sínum milli vertíða. Framan undan búðunum er Bótin, aðallending Herdísarvíkur, en upp af henni er hár og þykkur malarkambur, Herdísarvíkurkambur. Liggur hann sem gleiður bogi um Bótina, en svo lágur er hann vestan til, að í aftakaveðrum af hafi gengur sjór yfir hann og fyllir tjörnina, sem er innan við og liggur upp að túninu, svo að stundum fyllti öll hús, sem við tjörnina stóðu, svo að úr þeim varð að flýja með allt, sem komizt varð með, lifandi og dautt. Aldrei mun þetta hafa valdið slysum á mönnum eða skepnum, en tjóni olli það oft bæði á húsum og munum, svo og matbjörg.
Herd-996Nú fyrir nokkrum árum hafa öll hús verið flutt efst á túnið, en þar eru þau í minni hættu. Innan við Kambinn er, eins og fyrr segir Herdísarvíkurtjörn. Milli heimatúns og Gerðistúns er grjótgarður mikill, Langigarður, ætlaður sem aðhald fyrir stórgripi Herdísarvíkur á graslendi því, sem er milli túna. Sá garður mun hafa verið hlaðinn af sjómönnum í landlegum. Við hlið, austur úr heimatúninu, við tjörnina, var sjóbúð, Ólabúð, nú sennilega ekki lengur til. Austarlega í túninu er klettastapi, sem gengur fram í tjörnina, Hestaklettur, austan við hann Hestavik.

Herdísarvík

Sjóbúðir í Herdísarvík.

Vestast og efst í túninu, þar sem nú eru gripahús og heyhlaða, var Krýsuvíkurbúð, en hún var, eins og nafnið bendir til, sjóbúð Krýsuvíkurmanna. Heimajarðarbændur í Krýsuvík gerðu þar (í Herdísarvík) út tvö skip og áttu því sem aðrir útgerðarmenn sína búð. Sunnan undir heyhlöðu og gripahúsum er Urðin. Þar er sem saman hafi verið safnað á lítinn blett mikilli dyngju af lábörðum steinum, nokkuð misstórum, en mest af þeim má teljast björg svo stór, að enginn mun hafa fært þau þar saman nema Ægir karl, en athyglisvert virðist það, að þau skuli hafa hlaðizt þarna upp í mörg lög á smábletti, en sjást hvergi svipuð, fyrr en niður við sjó. Milli Urðarinnar og gamla bæjarstæðisins er smátjörn, Kattartjörn. Þornar hún upp að mestu á sumrin; sést þá, að botninn er að mestu gróinn; vex þar upp þétt og kröftug gulstör, og stingur þessi stararblettur mjög í stúf við annan gróður þar og allt umhverfi. Bendir þessi litli stararblettur á, að þarna hafi starengi verið áður en elzta hraunið rann? Sem fyrr er sagt, stóð gamli bærinn á tjarnarbakkanum, nærri vestast í túninu. Framan undan bænum er smáhólmi í tjörninni, Vatnshólmi. Lítil trébrú var út í hólmann, og var vatn sótt þangað fyrir bæ og fjós, þar sem vatnið bullaði upp undan hólmanum á alla vegu, kalt og ferskt úr iðrum jarðar. Suðvestur af Vatnshólmanum gengur smátangi út í tjörnina, Sauðatangi. Þá eru talin örnefni í næsta umhverfi bæjarins og austan við hann. Suðvestur af Herdísarvíkurtjörn eru nokkrar smátjarnir og heita Brunnar. Milli þeirra og tjarnarinnar er Steinboginn, steinstillur, sem settar hafa verið þarna niður til að stytta leið niður á vesturkambinn, ef hátt var í tjörnunum. Spölkorn suður af Brunnum, nær sjó, er Sundvarða vestri. – Reykjavík, síðasta vetrardag 1948. Ólafur Þorvaldsson.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 49. árg. 1943-1948, bls. 129-139.

Herdísaarvík

Herdísarvík um 1900.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson lýsir hýsingu jarðarinnar Herdísarvík í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1948:
Herd-998“Nú skal minzt gömlu bæjarhúsanna, ásamt útihúsum, sem stóðu vestast á túninu á bakka tjarnarinnar. Öll eru hús þessi nú horfin. Á þessum umgetna stað við tjörnina mun Herdísarvíkurbærinn, ásamt fleiri og færri útihúsum hafa verið búinn að standa um aldir. Þess sjást hvergi merki, að bærinn hafi annars staðar verið, en vitað er, að byggð í Herdísarvík er mjög gömul. A þessum staö í túninu við tjörnina var Herdísavík. Á þessum stað lifði og starfaði fólkið, — og dó, kynslóð eftir kynslóð. Þarna bjó fólkið í nýjum bæ eða gömlum bæ, byggði upp og endurbætti. Þarna bjuggu oft stórbændur til lands og sjávar, og flestum mun hafa vegnað þar vel efnalega, enda var haft að orðtaki austur þar, að „Herdísarvíkin fæddi sofandi sína.”
Mun ég nú lýsa bæjar- og útihúsum, sem á áðurnefndum stað stóðu, eins og þau litu út, þegar ég tók við þein 1927, og voru svo, þar til þau voru rifin eða féllu, eftir að ég fór þaðan 1933. herd-1000Bæjarhúsin þrjú snéru stöfnum mót suðri. Vestast stóð baðstofan, hliðarveggir úr grjóti, hlaðin undir syllur, framslafn úr timbri nokkuð niður fyrir glugga, sem var með sex rúðum, norðurstafn úr timbri, jafn risi, en sléttur grasbali fyrir neðan í tóftarstað, á þeim stafni gluggi með fjórum, stórum rúðum, annar helmingur hans á lömum. Þessi gluggi var, auk þess sem opnanlegir gluggar eru ætlaðir til, öryggis-útkomustaður fyrir fólkið, þegar svo bar við, að sjór gekk á land og fyllti svo bæjarhús, að útgöngu var ekki auðið um bæjardyr, þar eð þær ásamt frambænum öllum lágu mun lægra en baðstofa. Öll var baðstofan þiljuð í hólf og gólf, skarsúð úr þykkum og breiðum borðum á sperrum, þiljur og gólf sömuleiðis af breiðum og plægðum borðum. Þessi baðstofa var rifin 1934, þá um sjötíu ára gömul, ófúin, nema eitthvað af undirviðum, sem sjór var svo oft búinn að leika um öll þessi ár. Inni var baðstofunni skipt í þrennt: til endanna afþiljuð herbergi, tveggja rúma lengd hvort, en í miðju var gangur, sem svaraði til einnar lengdar, var þar lítill kvistur á vestursúð, undir honum stór skápur, á honum var tekinn til matur og kaffi skenkt. Úr þessum gangi lágu fjórar tröppur til bæjardyra. Austan við baðstofu var frambærinn, með heilu þili.
Vestast á þilinu voru háar dyr og inn af þeim afþiljaður gangur, og úr honum miðjum göng til baðstofu, en innst úr ganginum var gengið inn í stórt eldhús, og var í því stór eldavél. herd-1001Utarlega í ganginum voru dyr til hægri, sem lágu til stofu, stóð þar alltaf uppbúið gestarúm. Loft var uppi yfir frambænum, vel til hálfs. Fjögurra rúðna gluggi var á stafni ofarlega fyrir loftið, en sex rúðna niðri fyrir stofu. Þriðja húsið, með stafni mót suðri, var búrið, með litlu hálfþili, og tók ekki eins langt fram og hin húsaþilin. Öll voru hús þessi byggð af rekaviði að öllu leyti, öll voru þau járnvarin utan, en torf á járni á frambæ og búri. Veggir allir þykkir, hlaðnir úr grjóti. Þá voru aðeins sunnar á hlaðinu, nær tjörninni, tvö hús, sem snéru stöfnum til vesturs. Var syðra húsið smiðja, en hið nyrðra hjallur; hliðarveggir hlaðnir af grjóti, þiljaðir stafnar jafnt sperrum, en minna klæddir hið neðra. Loft var yfir hjallinum óllum: Norðan við hjallinn var stór grunnur undan húsi, hlaðinn af grjóti, og stóð þar áður geymsluhús, venjulega nefnt „pakkhús”. Eitt milliþil var í húsi þessu og var minni karmurinn notaður sem smíðahús, en sá stærri fyrir matarforða heimilisins, aðallega kaupstaðarvarning, sem oft var nokkuð mikill, þar eð venja var að fara aðeins eina kaupstaðaríerð á ári. Hús þetta tók af grunni með öllu sem í var í aftaka sunnanveðri með óvenjulega miklu stórbrimi hinn 25. febrúar 1925, og var talið, að sjór hefði ekki í marga áratugi, jafnvel frá því er Bátsenda tók af, gengið svo á land hér sunnanlands sem í þessu flóði. Sjórinn tók húsið í heilu lagi af grunni, því að vel var viðað og traustlega byggt, og setti niður fyrir fjósdyrum úti (fjósið stóð þá austan undir bænum), svo að ekki var hægt að koma kúnum úr fjósinu, fyrr en út féll og hægt var að fara með þær út um bæjardyr. Það, sem bjargaði kúnum frá drukknun, var það, að þær náðu fótfestu með framfótum uppi í veggnum, fyrir básunum, og stóðu þar með upp úr sjó að framan, en svo mikill var sjór í fjósinu, að á básunum náðu þær ekki niðri, og var svo meira en eina stund. Semi dæmi þess, hve hafrótið var mikið og að sjór, sem á land gekk, hefur átt rætur langt undan landi, má geta þess, að þegar sjór féll út, kom í ljós, að mikið af smákarfa og keilu, hafði skolað á land, og keila fannst í bæjardyrum og öðrum húsum, sem sjór braut upp og flæddi inn í.
herd-1002Eftir þetta flóð var „pakkhúsið” flutt upp og norður fyrir tún og sett á sléttan hraunbala og stóð þar enn fyrir fáum árum, en mun hafa lítið verið notað nú í seinni tíð. Nýtt fjós var byggt næsta vor og fært vestast á túnið, fjær tjörninni.
Vestan undir baðstofunni var matjurtagarður, annars voru kartöflur aðallega ræktaðar í gömlum fjárréttum og borgum, svo og í Skiparéttinni, sem nefnd er í örnefnalýsingunni. Eins og fyrr segir, eru öll þessi hús, sem hér hafa verið talin, rifin eða fallin, en rústir sumra þeirra munu lengi enn sjást.

Hið nýja íbúðarhús, sem byggt var á jörðinni 1932, var sett niður, ekki “utan garðs”, en nyrzt og efst á túnið, mjög skammt frá útihúsum, sem þar voru fyrir. Í þessu nýja húsi dó skáldið Einar Benediktsson eftir nokkurra ára veru þar, farinn mjög að heilsu og kröftum.
Hér hefur náttúran skrifað sína sögu sem annars staðar, hér hefur hún mótað myndir og rúnir á steintöflur sínar, og hér hefur fólkið, öld eftir öld, lesið og ráðið þær rúnir og lifað eftir. Hér hefur fjármaðurinn reikað með hjörð sína um haga úti, talað við fé sitt og talað við náttúruna, og oft fengið svar við hljóðum spurningum. Nú er svo komið hér sem víða annars staðar á afskekktum jörðum, að nú er enginn orðinn eftir til að tala við náttúruna, svo að nú talar hún “ein við sjálfa sig.” – Reykjavík, síðasta vetrardag 1948. Ólafur Þorvaldsson.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 49. árg. 1943-1948, bls. 129-139.

Herdísarvík

Herdísarvík – byggt 1932.

Herdísarvík

Strandarkirkja

Jón Helgason, biskup, skrifaði grein “Um Strönd og Strandarkirkju” í Lesbók Morgunblaðsins árið 1926:
strandarkirkja - jon helgason
Árni biskup á fyrstur að hafa vígt kirkju á Strönd. Hið sannasta, sem sagt verður um uppruna Strandarkirkju, er, að vjer vitum ekkert um hann með vissu. Má vel vera, að hún hafi verið reist þegar í fyrstu kristni, og eins má vel vera, að hún hafi ekki verið reist fyr en í tíð Árna biskups á síðari hluta 13. aldar. Um það verður ekkert fullyrt. En um máladag kirkju þessarar er ekki að ræða eldri en frá 13. öld. — Strönd í Sel-Selvogi er höfðingjasetur eins lengi og vjer höfum sögur af. Situr þar hver höfðinginn fram af öðrum að stórbúum af mestu rausn.
Í lok 13. aldar bjó þar Erlendur sterki lögmaður Ólafsson, og eftir hann mun sonur hans, sá ágæti fræðimaður Haukur Erlendsson lögmaður, hafa búið þar, uns hann fluttist búferlum til Noregs eftir 1308. Síðar á 14. öld kunnum vjer að nefna Ívar Vigfússon Hólm hirðstjóra sem búandi á Strönd og eftir hans dag Margrjeti Össurardóttur, ekkju hans. Vigfús hirðstjóri, sonur þeirra, hafði þar eitt af fjórum stórbúum sínum og með dóttur hans Margrjeti Vigfúsdóttur eignast Þorvarður Loftsson (ríka á Möðruvöllum) Strandar-eignina og varð Strönd eitt af höfuðbólum hans. Um aldamótin 1500 býr þar dóttursonur þeirra Þorvarðar og Margrjetar, Þorvarður lögmaður Erlendsson og eftir hann sonur hans Erlendur lögmaður Þorvarðarson (d: 1575), „stórgerðasti maðurinn, sem þar hefir búið. Var hann alt í senn yfirgangsmaður, ofstopamaður, vitur maður og þjóðrækinn maður” (dr. J. Þ.). Má að vísu telja, að Strönd hafi verið með helstu stórbýlum og höfðingjasetrum sunnanlands í fullar fjórar aldir og ef til vill lengur. En hafi þar stórbændur setið lengst af, mætti ætla, að þar hafi og kirkja verið lengst af, því að auk þess, sem hverjum, er vildi, var heimilt að gera kirkju á býli sínu, ef landeigandi legði fje til, „svo að biskup vildi vígja fyrir þeim sökum”, eins var það mörgum stórbónda nokkuð metnaðarmál að hafa kirkju reista á óðalsjörð sinni. Jafnsnemma og vjer vitum um kirkju á Strönd, er, eins og vikið var að, um aðra kirkju talað þar í Vognum, sem sje að Nesi. Hvor þeirra hefir talist höluðkirkja þar í sveit, vituni vjer ekki. En bent gæti það á Neskirkju sem höfuðkirkju, að Erlendur sterki fær leg í Nesi, en ekki á Strönd, þótt vitanlega hafi einhverjar aðrar orsakir getað verið því valdandi. En því meiri sem vegur Strandar varð, því eðlilegra varð og, að Strandarkirkja yrði höfuðkirkja bygðarinnar, enda er hún það lengstan tímann, sem vér þekkjum til.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1884.

En á síðari hluta 17. aldar tók Strandarland að eyðast af sandfoki og þar kom um síðir, að þessi gamla vildisjörð og höfðingjasetur lagðist algerlega í eyði. Og svo hefir verið um þessa jörð síðan. En þótt alt annað færi í svartan sandinn, fjekk kirkjan að standa þar áfram og með henni hefir nafn þessa forna stórbýlis varðveist frá gleymsku.
Elsta lýsing Strandarkirkju, sem til er, er frá dögum Odds biskups Einarssonar. Þar er kirkjunni lýst á þessa leið: „Kirkjan nýsmíðuð; fimm bitar á lofti að auk stofnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn prjedikunarstóll; óþiljuð undir bitana, bæði í kórnum og framkirkjunni, einnig fyrir altarinu utan bjórþilið. Þar fyrir utan blýþak ofan yfir bjórþilið — og ofan á öllum kórnum er sagt sje blýlengja hvoru megin og eins ofan yfir mæninum, líka svo á framkirkjunni.” Á þessari lýsingu má sjá, að kirkjan hefir verið vandað hús, en að sjálfsögðu torfkirkja eins og flestar kirkjur hjer á landi voru í þá daga.
Eftir að alt Strandarland var komið í sand, var eðljlegt að mönnum dytti í hug að flytja kirkjuna úr sandinum beim að prestsetrinu Vogsósum. En Selvogsmenn voru ekki á því, þótt hvað eftir annað yrði að byggja kirkjuna upp, svo illa sem fór um hana þar á svartri sandauðninni. Þó segir í vísitasíu Mag. Jóns biskups Árnasonar frá 1736, er kirkjan hafði verið endurreist fyrir einu ári, að nú sje kirkjan „betur á sig komin en hún hafi nokkurntíma áður verið,” og svo um hana búið að utan, að „sandurinn gangi ekki inn í hana.” En 15 árum síðar vísiterar Ólafur biskup Gíslason kirkjuna og er hvergi nærri jafnánægður með hana. „Húsið stendur hjer á eyðisandi, svo hjer er bágt að fremja guðsþjónustugerð í stormum og stórviðrum, er því mikið nauðsynlegt, hún sje flutt í annan hentugri stað.” Og haustið 1751 skipar biskup, með samþykki Pingels amtmanns, að kirkjan sje rifin og endurreist á Vogsósum, enda hafði óglæsileg lýsing hennar borist amtmanni í umkvörtunarbrjefi frá sóknarprestinum sjera Einari Jónssyni. Segir þar m. a. á þessa leið: „Hver sandur, sem í stórviðrum fýkur að kirkjunni af illum áttum engu minna foreyðir og fordjarfar bik, kirkjunnar, viði og veggi en vatnságangur, því það fer dagvaxandi, sjerdeilis á vetrartíma í snjófjúkum, að sandfannirnar leggjast upp á veggina því nær miðja. — — Eins fordjarfar sandurinn læsing, saura og hurðarjárn kirkjunnar, svo það er stórþungi hennar utensilía og ornaraenta að ábyrgjast og hirðing að veita á eyðiplássi. Til með er skaðvænleg þætta, helst á vetrartíma, í þessari kirkju að forrjetta kennannlegt embætti, einkanlega það háverðuga sacramentum (sem ekki má undan fellast), þá stórviðri upp á falla meðan það er framflutt. Fólkið teppist þá í kirkjunni ásamt prestinum, sem ekki kann við halda þar hesti sínum skýlislausum nær svo fellur, hvar fyrir, þá veðurlegt er á sunnu- eða helgidagsmorgni, ei vogar alt fólk til kirkjunnar að fara, helst heilsulint og gamalt fólk, ekki heldur ungdómurinn, sem uppfræðast skal í eatechisationinni og öðrum guðsorða lærdómi.”

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

En ekkert varð úr kirkjuflutningnum. þeim mönnum, sem þar höfðu helst haft forgöngu, varð það atferli þá líka meira en dýrt spaug, því að „áður en sá frestur væri útrunninn er kirkjan skyldi flutt vera” hafði Pingel amtmaður hröklast úr embætti, Ólafur biskup og Illugi prófastur í Hruna orðið dauðanuni að herfangi og Einar Vogsósaprestur flosnað upp! Þótti mönnum sem þeim hefði komið greipileg hefnd fyrir afskifti sín af því flutningsmáli. Enda stóð kirkjan áfram á sama staðnum. Og heldur en að eiga það á hættu, að valdamenn kirkjunnar þröngvuðu sóknarmönnum til að flytja húsið, ljetu þeir um langt skeið ósint öllum skipunum frá hærri stöðum um að endurbyggja húsið, þótt hrörlegt væri orðið og lítt við unandi, en reyndu í þess stað að ditta að húsinu eftir þörfum. Fjekk það því að hanga uppi full 113 ár, eða þangað til 1848, er alt tal um flutning var löngu þagnað.
Hið síðasta, sem vjer vitum gjört hafa verið til þess að fá kirkjuna flutta, það gjörði sjera Jón Vestmann. Er að því vikið í vísum hans, sem áður eru nefndar: „Hann mig hafa vildi heim að Vogsósum og byggja í betra gildi, en bráðum mótsögnum hlaut hann mæta af hjátrúnni, meinar hún standi megn óheill af mínum flutningi.” Flutningurinn fórst þá líka fyrir. Varð prestur að láta sjer nægja að „setja kirkjuna í sæmilegra stand en fyr” og síðan hefir því, svo kunnugt sje, alls ekki verið hreyft, að kirkjan væri flutt burt úr sandinum.
Árið 1848 var gamla torfkirkjan (frá 1735) loks rifin til grunna af sjera Þorsteini Jónssyni frá Reykjahlíð (síðast presti að Þóroddsstöðum í Kinn) er fullgerð; þar nýja kirkju ..úr tómu timbri” og stóð sú kirkja til 1887. Mynd af þessari Strandarkirkju gefur að líta á póstkorti, sem Ísafoldar-bókaverslun hefir fyrir skemstu prenta látið.. En sú kirkja sem nú er á Strönd, mun myndarlegri. Ljet sjera Eggert Sigfússon, er varð síðastur prestur í Selvogsþingum, reisa hana 1887 og er það mynd af henni, eins og hún er nú, sem birtist hjer í blaðinu. Þá kirkju smíðaði Sigurður Árnason trjesmiður hjer í Reykjavík, en ættaður úr Selvogi.

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1948.

Hve snemma tekið hefir verið að heita á Strandarkirkju, vita menn nú ekki. Áheit á kirkjur var mjög algeng í kaþólskum sið hjer á landi sem annarstaðar. En þegar í Vilkins-máldaga er beint tekið fram um þessa kirkju, að henni gefist „heitfiskar” og það tilfært sera tekjugrein, mætti sennilega af því ráða, að meiri brögð hafi verið að heitagjöfum til hennar en annara kirkna.
Hvort siðaskiftin kunna að hafa haft nokkur áhrif á trúnað manna á Strandarkirkju, um það verður ekkert sagt. Heimildir allar þegja um það. En ekkert er því til fyrirstöðu, að sá trúnaður alþýðu hjeldist áfram, ekki síður en margt annað, sem frá katólsku var runnið, þótt ekki hefði hátt um sig. Og áreiðanlega gerir sjera Jón gamli Vestmann ráð fyrir því í Strandarkirkju-vísunum, að áheitin sjeu ekki síður frá eldri tíð en yngri. Sjerstaklega álítur hann, að öllum þeim forsvarsmönnum kirkjunnar, sem bygðu hana eða bættu, hafi fyrir það borist „—. höpp og bjargir bú sem styrktu” mest” og lifað við hagsæld upp frá því, meðan þar dvöldust. Sjerstaklega þakkar presturinn mikla hagsæld Bjarna riddara Sívertsens (sem var upprunninn í Selvogi) því örlæti hans við kirkjuna, að hann 1778 gaf henni skriftastól. Víst má telja, að meðfram liggi leifar hins forna trúnaðar á kirkjuna tit grundvallar samúð sóknarmanna með kirkjunni, er þeir máttu ekki hugsa til þess að hún væri flutt burt úr sandinum við sjóinn. En til þess voru og þær raunhæfar ástæður, að þar hafði kirkjan staðið um aldaraðir, og af sjó að líta, var kirkjan þar á sandinum róðrarmönnum besta sjómerki, þegar leituðu lendingar. — Hins vegar kynnu líka tilraunir kirkjuvaldsins til að fá kirkjuhúsið flutt í óþökk sóknarmanna, hafa orðið til að auka og efla samúð þeirra með þessu gamla guðshúsi, er auk þess sem svo margar gamlar endurminningar voru tengdar við kirkjuna, stóð þarna svo sem minnisvarði fornrar frægðar höfuðbólsins og höfðingjasetursins á Strönd, en var nú orðin eins og einstæðingur þar á sandinum, eftir að alt annað, sem þar hafði áður verið, var horfið burtu. En með vaxandi samúð almennings með þessari kirkju sinni má gera ráð fyrir, að lifnað hafi aftur yfir gömlum trúnaði á hana, og sú sannfæring náð enn meiri festu með alþýðu manna að það, sem vel væri til kirkjunnar gert, yrði þeim til hagsældar og hamingju, sem gerði, af því að það væri gert til hans þakka, sem húsið var helgað. — Sá, er þetta ritar, lítur svo á, að með þessu sje gefin nægileg skýring þess, hversu trúnaðurinn á Strandarkirkju hefir haldist með alþýðu fram á vora háupplýstu daga. Mun engin ástæða til að setja það í nokkurt samband við trúnað manna á kyngikraft sjera Eiríks „fróða” á Vogsósum Magnússonar, sem var Selvogsþingaprestur 1677—1716 eða full 39 ár, þrátt fyrir allar þær sagnir, sem mynduðust um hann, enda er eftirtektarvert, að ekki er nein þjóðsaga kunn um sjera Eirík, þar sem Strandarkirkju sje að nokkru beint getið. Og sennilega hefir sjera Jóni Vestmann ekki verið neitt kunnugt um samband þar á milli; því að naumast hefði hann látið þess ógetið í vísum sínum, ef á hans vitorði hefði verið, svo víða sem hann kemur við; en sjera Jón var prestur þar eystra í 32 ár.

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Sjera Jón Vestmann var uppgjafaprestur í Kjalarnesþingabrauði er faðir minn sál. byrjaði þar prestskap 1855. Hafði sjera Jón setið að Móum, sem var ljensjörð prestsins í þingunum. Vildi faðir minn ekki hrekja hann burtu þaðan hálfníræðan og fjekk sjer því verustað á Hofi og dvaldist þar árin, sem hann var á Kjalarnesinu. Oft heyrði jeg föður minn sál. minnast á þessi gömlu prestshjón. Þótti honum þau ærið forn í framgöngu og háttum. En sjera Jón kunni frá mörgu að segja og þótt föður mínum því gaman og spjalla við hinn aldraða klerk, enda mun hann sjaldan hafa átt þar leið um svo að hann ekki skrippi af baki til að heilsa upp á gamla manninn. Sjera Jón dó 1859, en þá var faðir minn kominn að Görðum.
Átrúnaður manna á Strandarkirkju, er á allra vitorði, sem blöðin lesa, enda hafa verið svo mikil brögð að áheitunum á kirkju þessa hin síðari árin, að auðtrygni manna í sambandi við hana hefir aldrei komist á hærra stig. Kirkja þessi er nú orðin ríkust allra kirkna á þessu landi, á tugi þúsunda á vöxtum og er sjálf hið stæðilegasta hús, er getur enst lengi enn. Er því síst um gustukagjafir að ræða, þar sem áheitin eru. En svo er auðtrygnin rík, að kirkjunni berast áheit frá mönnum, sem ekki hafa hugmynd um hvar í landinu kirkja þessi er. Hingað hafa einatt borist áheit í brjefum, sem fyrst hafa farið — norður á Strandir, af því hlutaðeigandi áleit kirkju þessa vera þar nyrðra!
Þeim sem þetta ritar, er það síst á móti skapi, að gefið sje til guðsþakka og að einnig kirkjur hjer á landi njóti góðs af því örlæti manna. En þegar menn hugsa til þess, að annarsvegar á hjer í hlut ríkasta kirkja landsins, en hinsvegar eru hjer starfandi ýms nytsemdar fjelög og þarfan stofnanir, sem vegna fjárskorts eiga örðugt uppdráttar, þá er ekki að furða þótt þeim fyndist tími til þess kominn, að menn hættu að færa fórnir á altari auðtrygninnar með Strandarkirkju-áheitum sínum, en ljetu heldur örlæti sitt í tje stofnunum, sem áreiðanlega eru gjafaþurfar og starfa fyrir góð málefni í almennings þarfir og alþjóð til heilla. Það má vera auðtrygni á mjög háu stigi, sem álítur, að minni blessun fylgi því að lofa gjöfum til Stúdentagarðsins eða Elliheimilisins eða Sjómannastofunnar eða Sumargjafarinnar, svo að jeg nefni aðeins nokkur fyrirtæki frá allra síðustu árum, en að láta þær renna sem áheit til Strandarkirkju, sem alls ekki er neinn gjafaþurfi.”

Heimild:
Lesbók Morgunblaðsins 17. janúar 1926, bls. 1-4.

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.

Herdísarvík

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1948 er lýsing Herdísarvíkur eftir Ólaf Þorvaldsson. Hér lýsir hann svæðinu frá Olnboga að Seljabót, auk Gamlavegi:
herdisarvik-997“Olnboginn sprengir allar öldur, sem að honum sækja, og leysir þær upp í brimúða, sem stígur hátt til lofts eins og ægilegur goshver, og er oft tilkomumikið á að horfa. Þegar hvasst er af suðvestri og vestri og sjór stór, er talið, að Olnboginn “verji víkina”, — hann er brimbrjótur Herdísarvíkur, hann þarf ekkert viðhald, og ólíklegt, að úr sér gangi fyrst um sinn. Norðvestur af Olnboganum, nokkuð uppi á hrauninu, sem má teljast slétt þar um slóðir, eru tveir langir, en lágir hólar, Langhólar. Á Olnboganum sveigist ströndin til vesturs, og er samfellt berg á alllöngum kafla, Háaberg. Skammt frá brún þess, austar en á miðju, er stakur hóll, Hvíthóll. Þegar Háabergi sleppir, sem mun láta nærri að sé um 20 mín. gang vestan Hvítháls, lækkar bergið, og landið breytist, er sléttara og samfelldari gróður, og er þá komið á Seljabót. Vestan hennar gengur hár brunahryggur í sjó fram, Seljabótarnef. Þar eru landamerki milli Gamlivegur-21Herdísarvíkur og Krýsuvíkur, þaðan beina línu í Sýslustein, sem síðar mun nefndur. Nyrzt á Seljabót uppi við háa brunabrún, eru nokkrar gamlar húsarústir, og eru það leifar húsa frá þeim tíma, að haft var þarna í seli frá Herdísarvík. Á sléttum hellum á Seljabót sjást enn fornar refagildrur úr hraunhellum. Af Seljabót held ég svo austur hraun og fer Gamlaveg, sem liggur frá eystra horni Geitahlíðar, “niður á milli hrauna”, niður á Seljabót austast; er þá Seljabótarbruni á hægri hönd, en Kolhraun á vinstri. Gamlaveg hefur að mestu verið hætt að fara eftir að rudd hafði verið gata gegnum tvö brunabelti austan Geitahlíðar, og þar með vegur sá, sem enn er farinn, tekinn sem aðalvegur. Báðir bera þessir vegir merki mikillar umferðar, enda önnur aðalleið úr Árnes- og Rangárvallasýslum sem skreiðarvegur til Suðurnesja. Frá Kolhrauni, sem er löng brunabreiða austur af Seljabótarbruna, liggur gamli vegurinn austur hraunið. Þá er austarlega kemur á hraunið, ber mest á nokkuð grónum hryggjum eða hæðum, sem liggja frá NV til SA, og eru það Löngubrekkur. Nokkru austar og nær fjalli, þar sem hraunið er hæst og austur af sér, er allstór hóll, Selhóll. Nafn þetta mun hann hafa hlotið af fornri götu, sem er skammt norður af honum, og hefur verið selgata út á Seljabót, en sést nú orðið óglöggt. Norðaustur af Selhól er dálítill blettur af mjög brunnu hrauni, sem virðist miklu yngra en hraunið þar umhverfis, og heitir þessi brunablettur Selhólshraun. Frá Selhól er stutt heim að Herdísarvík og engin örnefni á þeirri leið.”

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 49. árg. 1943-1948, Herdísarvík í Árnessýslu eftir Ólaf Þorvaldsson, bls. 133-134.

Herdisarvik-998

Herdísarvíkurfjall.

Strandarkirkja

Sveinn Sigurðsson fjallaði um heimsókn í Selvog í Eimreiðinni árið 1948 undir fyrirsögninni “Heimsókn á helgan stað”.
Strandarkirkja-251“Helgisögnin um verndarengil sjómannanna, þann er birtist á ströndinni í Selvogi, er ævagömul. Enginn veit, hve gömul hún er. En eina dimma ofviðrisnótt á hafinu rak skip fyrir stormi og stórsjó upp að þessari strönd. Skipverjar vissu ekki, hvar þeir voru, en þeir treystu guði og báðu hann verndar, í skilyrðislausu trúnaðartrausti, eins og börn. Foringinn hét að láta reisa þar kirkju sem þá bæri að landi, ef þeir fengju að halda lífi. Og sjá! Framundan rofaði til, frá einhverri annarlegri og undursamlegri birtu. Þeir sáu land fyrir stafni. Og engill stóð á ströndu í ljómandi birtu þess bliks, sem af honum stafaði. Það blik vísaði sjómönnunum leiðina gegnum brim og boða — og þeir komust heilu og höldnu til lands. En á hólnum ofan við víkina, þar sem engillinn birtist, var síðan reist kirkjan til dýrðar honum, sem leitt hafði sjómennina hrjáðu og hröktu heila að landi — og í þakklætisskyni fyrir bænheyrsluna og verndina. En víkin, þar sem bjarta veran birtist, neðan Strandarkirkju, heitir síðan Engilsvík.
Strandarkirkja-552Eitthvað á þessa leið er helgisögnin um það, hvernig Strandarkirkja í Selvogi varð til. Um aldir hefur verið heitið á þessa kirkju, þegar hætta var á ferðum. Þau áheit voru og eru gerð af farmönnum og fiskimönnum, sem um höfin fara, og einnig af öðrum, sem á landi lifa og sjaldan eða aldrei koma á sjó. Menn og konur úr öllum stéttum heita á Strandarkirkju. Og mjög er sú trú útbreidd og almenn, að gott sé á hana að heita. Enda nema áheitin orðið mikilli upphæð á íslenzkan mælikvarða. Og nú er Strandarkirkjuhóllinn að verða fjölsóttur staður. Menn fara þangað pílagrímsferðir á öllum árstímum, en einkum þó á sumrin. Og þær ferðir munu aukast mjög, þegar vegurinn um Krýsuvík og Selvog er fullgerður.
Ég kom í Strandarkirkju 8. ágúst, á þessu sumri, í fyrsta sinn. Við vorum sjö í hóp — og veðrið var fagurt. Einn úr hópnum var fæddur á Vogsósum og hafði alizt þar upp bernskuárin, en farið ungur utan og ekki vitjað þessara bernskustöðva í hálfa öld — fyrr en nú. Ferðin varð honum því sannnefnd pílagrímsför — en okkur hinum einnig. Það varð ekki komizt hjá því, að Við yrðum þess vör, er við nálguðumst hólinn, þar sem kirkjan stendur hvít og látlaus — og einmanaleg, — að við vorum að koma á helgan stað. Og þegar inn í kirkjuna kom, varð þessi helgikennd enn ákveðnari. Strandarkirkja-553
Altaristaflan í Strandarkirkju er eftirmynd altaristöflunnar í Reykjavíkurdómkirkju, og stendur á henni ártalið 1865. Í horni töflunnar standa stafirnir S. G., en Sigurður Guðmundsson málari gerði myndina. Á silfurskjöld, sem festur er á umgerð myndarinnar, standa þessi orð á latínu: »Sit tibi nomen Jesu pectori infixum”, að því er bezt varð séð, e n letrið er ekki vel skýrt. Sé rétt lesið, myndu orðin út leggjast eitthvað á þessa leið: „Nafn Jesú sé greypt í brjóst þér ” eða „nafn Jesú sé þér fast í huga”. Er taflan falleg, þó að myndin sé ekki tiltakanlega vel máluð, enda ef til vill eitthvað máð af raka, sem gætir nokkuð í kirkjunni, svo sem bezt mátti sjá í gluggakistúm. Á kirkjulofti fundum við gamla hreppsnefndargerðabók frá árunum 1885—’89, með margskonar fróðleik, og ætti bók sú heima Þjóðskjalasafninu, og verður vafalaust þangað send úr kirkjunni áður en langt um líður. Þá höfðu og leiðin í kirkjugarðimim á hólnum, þar sem kirkjan stendur, sína sögu að segja, þó að leiðarvísar um þau væru alltof fáir.
Bílvegurinn í Selvog, um Ölfus og vestur Selvogsheiði, var greiðfær í sumar nema síðasti kaflinn, stuttur spölur, sem vafalaust verður fullgerður á þessu hausti. Frá endimörkum vegarins á Nesi er aðeins um tíu mínútna gangur að Strandarkirkju. Heim að Vogsósum er einnig bílfært svo að segja alla leið. Bærinn stendur við Hlíðarvatn og ósinn, sem skiptir sveitinni í tvennt. Vestan óssins og vatnsins, yzt í sveitinni, er hið forna stórbýli Herdísarvík, þar sem Einar skáld Benediktsson lifði síðustu ár ævi sinnar. Austan óssins og vatnsins stendur Vogsósabærinn og byggðin á Strönd og Nesi. Frá Vogsósum séð ber Strandarkirkju við hafsbrún í suðri. Þar stendur hún hvítmáluð og snotur til að sjá, en eyðisandar umhverfis, sem nú hafa verið græddir upp að nokkru fyrir fé úr hennar eigin sjóði, hinum langstærsta, sem til er í eigu nokkurrar einnar kirkju á landinu. Sjóður þessi nemur nú um 600 þúsund krónum. Svo er áheitunum fyrir að þakka.
Hlidarvatn-221Silungsveiði var mikil í Hlíðarvatni áður fyrr — og fuglalíf- varp var þar í hólma til skamms tíma, og sagði okkur bóndinn á Vogsósum, að fyrir ári síðan hefðu í hólmanum verið mörg æðarhreiður. En í vor, þegar gætt var í hólmann, sást þar ekki einn einasti fugl á lífi. Afklipptir vængir, fuglshausar og -lappir lágu þar á víð og dreif. Hefur minkur grandað fuglinum og lagt varpið í auðn. Sömu söguna er allsstaðar að heyra af þeim vágesti, þar sem hann hefur náð að setjast að villtur og auka kyn sitt.
„Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík, en Heggur, sonur hans, bjó að Vogi”, segir í Landnámu. Ýmsar ósamhljóða sagnir eru til um það, hvenær kirkja var fyrst sett á Strönd. Ein sögnin er sú, að Gizur hvíti hafi fyrstur reist þar kirkju, samkvæmt heiti, er hann vann í sjávarháska um að gera þar kirkju sem hann næði landi heill á húfi. önnur sögn er, að kirkjan á Strönd hafi fyrst verið reist í tíð Árna biskups Þorlákssonar (Staða-Árna, 1269—1298), og vegna áheita skipbrotsmanna, sem náðu landi í Selvogi að tilvísan hvítklædds manns, er stóð á ströndu og benti þeim réttu leiðina í land. Segja sumar sagnir, að formaður skipbrotsmanna hafi verið Árni biskup Þorláksson sjálfur. Sagan er ekki líkleg, því á dögum Staða-Árna átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson Strönd, ásamt fleiri jörðum í Selvogi, og er ósennilegt að þeir hafi átt nokkra samvinnu um að reisa þar kirkju, þar sem þeir voru andstæðingar miklir í staðamálum. Enda er til vitnisburður Þorbjarnar Högnasonar, út gefinn á Strönd 13. maí 1367, fyrir því, að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir löngu. Segist Þorbjörn fyrir 60 vetrum og áður oft hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strandarkirkju, sem hafi þá verið orðin svo rík, að hún átti 30 hundraða í heimalandi og „alla veiði i fuglbergi”, o. fl. Vel má vera, að upphaf Strandarkirkju sé að rekja alla leið til papa, þó að ekki verði nú færðar sönnur á þá tilgátu.
Selvogur-551Jörðin Strönd var í fjórar aldir, eða frá 1300 og fram um 1700, eitt af höfuðbólum sömu höfðingjaættarinnar. Var það ætt Erlends lögmanns sterka, en hann andaðist árið 1312, og er að líkindum grafinn á Strönd. Einn afkomenda hans og þeirra aðsópsmestur var Erlendur, lögmaður sunnan og austan, Þorvarðarson. Hann varð lögmaður 1521, rak stórbú á Strönd, bjó þar sjálfur öðru hvoru, lézt þar árið 1575 og er grafinn í Strandarkirkjugarði. Byggð var fjölmenn í Selvogi um margar aldir. Á árunum 1677—1680 eru þar 42 búendur, en eftir 1700 tekur heldur að fækka fólki þar. Séra Eiríkur á Vogsósum, hinn fjölkunnugi, Magnússon, var þar prestur frá 1667—1716, og hafa sögurnar um hann gert garðinn frægan. Um annan Vogsósaklerk, sem uppi var löngu síðar, séra Eggert Vigfússon (1840—1908), eru og ýmsar sögur, þó 30 ekki væri hann fjölkunnugur talinn sem séra Eiríkur, fyrirrennari hans.
Fyrstu skjalfestu sannanirnar fyrir því, að mjög snemma á öldinni hafi verið tekið að heita á Strandarkirkju, eru í Vilchinsmáldaga frá 1397. Þar er tekið fram, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða”. Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups Einarssonar, eftir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp árið 1624. Árið 1696 leggst jörðin Strönd í eyði, en kirkjan stóð ein eftir á sandinum. Árið 1703 skipar Jón biskup Vídalín að byggja upp kirkjuna, sem orðin sé þá hrörleg mjög. Frá vísitazíuferð Jóns biskups Árnasonar til Strandarkirkju, 15. júní 1736, er til lýsing hans á kirkjunni, þá nýlega endurbyggðri. Sjálfur verður Jón biskup eigandi jarðarinnar Strönd um þessar mundir. En með gjafabréfi ekkju hans frá 15. júlí 1749 er Strönd gerð að ævinlegu „beneficio” Selvogsprestum til uppeldis.
Strandarkirkja-555Oft hafa verið gerðar tilraunir til að fá kirkjuna flutta frá Strönd, en allar hafa þær tilraunir mistekizt. Um miðja 18. öld verður séra Einar Jónsson prestur í Selvogsþingum. Vill hann láta flytja kirkjuna og ritar um það bréf Pingel amtmanni og Ólafi biskupi Gíslasyni. Í bréfinu, sem er sent með vilja og vitund Illuga prófasts Jónssonar, lýsir séra Einar því, hversu óheppilegt sé að hafa kirkjuna þar sem hún stendur, á eyðisandi og langt frá bæjum. Féllust ráðamenn algerlega á tillögu Einars um að láta flytja kirkjuna, og skipaði biskup svo fyrir, að verkið skyldi hafið vorið 1752. En hér fór öðruvísi en ætlað var. Séra Einar flosnaði upp frá prestsskap, biskup lifði stutt eftir að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, Illugi prófastur Jónsson, sem mælt hafði eindregið með flutningunum við biskup, lézt skömmu síðar — og Pingel amtmaður missti embættið vegna vanskila 8. maí 1752. Allir þeir, sem að því unnu að fá kirkjuna flutta, urðu þannig í vitund almennings fyrir refsivendi máttarvaldanna, en kirkjan stóð sem áður óhagganleg á Strandarsandi. Aftur átti að flytja kirkjuna að boði Finns biskups sumarið 1756, en úr framkvæmdum varð aldrei neitt. Aftur á móti var gert við kirkjuna, þar sem hun stóð, bæði 1758 og aftur 1763. Þannig var haldið áfram að halda kirkjunni við á sama staðnum, því sóknarmenn vildu ekki hlýðnast skipunum valdamanna um að færa hana úr stað. Stóð sama kirkjan á Strönd, með mörgum umbótum, í 113 ár, frá 1735 og til 1848, að séra Þorsteinn Jónsson lét rífa hana og reisa timburkirkju í staðinn.
Eftir það hættu allar tilraunir til að Strandarkirkja-556láta flytja kirkjuna, enda höfðu þær jafnan mistekizt. Með flestum menningarþjóðum mundi fornfrægt guðshús sem Strandarkirkja vera undir stöðugri gæzlu kirkjuvarðar og kirkjunni haldið sem bezt við, en þess þó jafnframt gætt að varðveita sem bezt gömul einkenni hennar. Hvergi er önnur eins vernd um þjóðfræga staði og sagnríka sem í Englandi. Slíkir staðir eru í opinberri gæzlu, og allt er gert til að friða um þá og varðveita frá glötun. Í Westminster Abbey eru verðir þann tíma, sem kirkjan er opin almenningi, en það er venjulega frá kl. 10—6 daglega. Þessi fræga kirkja, full af sögulegum minjum, er talin upp runnin frá aldamótunum 500—600 e. Kr. Helgisögn er til um það, að sjálfur Pétur postuli hafi vígt hina fyrstu kirkju þarna á Tempsároakkanum, þar sem Westminster Abbey nú stendur. St. Páls dómkirkjan í London er opin almenningi daglega, en leiðsögu veita verðir, ef óskað er. Sagan segir, að Díönuhof hafi verið á staðnum löngu áður en kristnin kom til sögunnar. En snemma a 7. öld lætur Aðalbert konungur í Kent reisa þarna guðsbús, og til þeirra tíma er rakinn uppruni kirkjunnar. Í báðum þessum kirkjum eru varðveittar leifar margra beztu sona þjóðarinnar og minningar um þá.
Kirkjugarðurinn umhverfis Strandarkirkju geymir leifar margra merkismanna, svo sem Erlends lögmanns og Eiríks prests hins fróða, sem einna vinsælastur mun, úr þjóðsögum, allra íslenzkra kunnáttumanna fyrr og síðar. Litlar eða engar upplýsingar eru nú til um legstaði merkra manna í garðinum. Kirkjan sjálf er að vísu snotur, bæði innan og utan, en henni mætti halda betur við. Gluggakistur eru votar af sagga, og málningu þyrfti að endurnýja. Ýmislegt mætti gera til að auka prýði kirkjunnar og umhverfis hennar. Einnig þyrfti að koma fyrir í kirkjudyrum áheitaskríni, hvar í menn gætu lagt skerfi sína án þess að þurfa að leita uppi hlutaðeigandi kirkjuyfirvöld. Því áheitin á Strandarkirkju munu halda áfram. Þau hafa jafnvel aukizt undanfarinar – Margra alda reynsla kynslóðanna fyrir því, að áheitin verði til gæfu og óskir og þrár þeirra uppfyllist, sem á náðir hins helga verndarengile kirkjunnar á Strönd leita, hefur látið eftir sig glögg merki. Frásagnirnar um tákn þau og stórmerki, sem tengd eru Strandarkirkju og áheitunum á hana, myndu fylla margra binda bók, ef saman væru komnar í eina heild. Og þó yrði alltaf margfalt meira eftir, sem engar sagnir eru um og enginn kynni frá að greina. Strandarkirkja er fyrir löngu orðin í vitund íslenzkrar alþýðu helgur jarðteiknastaður, þar sem dásamlegir hlutir gerast. Því á að sýna henni alla þá lotningu og ræktarsemi, sem henni ber. Látum hana njóta þess friðar og þeirrar fegurðar, sem í mannanna valdi stendur að veita og með öðru getur stuðlað að því, að vitranir geti gerzt og hlið himinsins megi opnast yfir vorri ófullkomnu jörð.
Strandarkirkja-557En til þess að friðað verði áfram um Strandarkirkju, ekki síður en verið hefur allan þann tíma, sem hún hefur staðið einmana á afskekktri strönd, er nauðsynlegt að hafa um hana alla þá gæzlu, er firri hana átroðningi og skemmdum. Vegurinn um Krýsuvík og Selvog er nú langt kominn. Gert er jafnvel ráð fyrir, að honum verði lokið á þessu ári. Enginn vafi er á því, að mikið af þeirri gífurlegu umferð, sem nú er um Hellisheiði, færist þá yfir á þenna veg. Að minnsta kosti verður svo yfir vetrartímann.
Þá verður fjölsótt að Strandarkirkju og fullrar gæzlu og leiðsagnar þörf á þeim fjÖlsótta stað. Og einhverntíma kemur að því, að vegleg ný kirkja verði reist á hólnum, í stað þeirrar litlu og lágu, sem nú er þar. Það verður þegar Ísland er orðið þess megnugt að eiga sér háreist musteri. Hingað til hafa landsmenn verið of fátækir af jarðneskum auði til að reisa slík sýnileg tákn um lotningu sína og þökk til hins æðsta. En að koma til Strandarkirkju er að lifa upp í anda kvöl kynslóðanna og leit þeirra að líkn og náð. Það er sem maður skynji umkomuleysi þeirra, en jafnframt vonarneistann, sem lýsti í myrkrinu og hefur bjargað lífi þjóðarinnar til þessa dags.
Að koma til Strandarkirkju er að sjá sögu lands og þjóðar í leiftursýn líðandi stundar. – Sveinn Sigurðsson”

Heimild:
-Eimreiðin, 54. árg. 1948, 3-4. hefti, bls. 252-258.

Strandarkirkja

Klukka Strandarkirkju.

Grindarskörð

Eftirfarandi lýsing á Grindarskarðsvegi (Selvogsleið) eftir Ólaf Þorvaldsson birtist í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1943-1948:
Grindarskord-223“Leiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogshrepps í Árnessýslu gekk venjulega undir nafninu Grindaskarða- eða Kerlingarskarðsvegur. Leið þessi mun vera jafngömul fyrstu byggð í Selvogi, enda aðallega af Selvogsmönnum farin, þar eð lega hreppsins er þannig, að fáir aðrir áttu þar leið um. Legg ég svo upp frá Hafnarfirði.
Þegar upp að fjalli er komið, eru til norðurs með fjallinu grasflatir allstórar, sem heita Kristjánsdalir. Norðan þeirra gengur hæðarskagi fram úr fjallinu: Kristjánsdalahorn.
Upp af kerlingarskard-221Kristjánsdölum rís landið sem í öldum, og heitir þar Kristjánsdalabrúnir. Norðaustur af þeim eru Þríhnjúkar. Til suðurs sér alllangt með Lönguhlíð og til Dauðadala. Upp fjallið liggur vegurinn í krókum og sneiðingum, unz upp er komið á Kerlingarskarð. Allbratt er upp að fara, einkum neðst og efst. Þegar komið er undir efstu brekkuna, er dalverpi litið í fjallið norðan götu. Þar sést enn kofarúst, leifar af skýli, sem byggt var í tíð brennisteins-vinnslunnar í Brennisteinsfjöllum, og var „sæluhús” þeirra, sem fluttu brennisteininn á hestum til Hafnarfjarðar. Vegur sá, sem nú um langt árabil hefur verið farinn þarna yfir fjallið, liggur um Kerlingarskarð. Annar slóði er nokkru norðar og var nefndur Grindaskarðavegur. Fyrir löngu mun vera hætt að fara þann veg nema helzt lausgangandi menn að vetri til, ef harðfenni var mikið í brún Kerlingarskarðs, því að þar eru hærri og skarpari brúnir en á nyrðri slóðinni. Þegar upp á brún er komið, eru þrír hnjúkar til hægri handar, skammt frá vegi, kúlumyndaðir og allir svipaðir að stærð. Hnjúkar þessir eru á uppdrætti herforingjaráðsins nefndir Grindaskarðahnjúkar, aðrir nefna þá Bolla einu nafni, sennilega eftir lagi bolla á hvolfi. Nokkurn spöl norðan gamla Grindaskarðavegar er allstór hnjúkur, sem á korti frá 1908 er nefndur Kóngsfell, en á korti frá 1932 Bolli.
Alþekkt fiskimið frá tíð áraskipanna við Faxaflóa er Bollasvið eða Bollaslóð. Þá voru Bollarnir, syðsti, mið- og Selvogsgata-618nyrzti, yfirmið, en Helgafell undirmið. Vitneskju hef ég reynt að afla mér frá gömlum sjó- og formönnum, sem sóttu mikið á þessar slóðir, en ekki ber þeim að öllu leyti saman um Bollana. Nokkrir þeirra telja þá alla sunnan Kerlingarskarðs, en aðrir beggja megin, og er ekki óhugsandi, að þessi sagnamunur stafi af því, að margir af þessum mönnum eru algjörlega ókunnugir á landi þar um slóðir. Allir þessir menn þekkja eflaust Bollana af sjó, en ef til vill gera þeir sér ekki grein fyrir þeim af landi eða þegar nær er komið, þar sem ýmis kennileiti taka breytingum í augum manna, eftir því hvaðan horft er og úr hvaða fjarlægð. Hæsti hryggur fjallsins er mjór, og fer rétt strax að halla austur af, en ekki er það undanhald langt, svo sem hálfrar stundar gangur, þar til landið liggur jafnhátt, og nær það að Hvalhnjúk og Ásum. Á háfjallinu norðan vegar er Stórkonugjá.
Er það Selvogsgata-616hraungjá mikil, sem hraun hefur runnið eftir frá gömlum eldgíg þar uppi. Austur af Stórkonugjá, skammt fyrir norðan veginn, er Kóngsfell. Þar koma saman lönd Gullbringusýslu og Árnessýslu. Þegar komið er austur af fjallshryggnum, er komið að afarstórri hraunbreiðu. Tvær vörður eru þar við götuna, og skiptast þar leiðir, liggur austasta leiðin til Selvogs, miðleiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur, en sú þriðja, sem nú er sjaldan farin, liggur til Brennisteinsfjalla, suður með Draugahlíð. Var það leið þeirra manna, sem brennisteinsnám stunduðu í Brennisteinsfjöllum, þegar þeir fóru um helgar til Hafnarfjarðar, því að flestir af þeim áttu þar heima, en mest var þessi leið farin af þeim, sem fluttu brennisteininn til Hafnarfjarðar, og var hann fluttur á klökkum. Hafnfirðingum, sem hesta áttu, svo og bændum þar í grennd, var að einhverju leyti gefinn kostur á þessum flutningum, og skyldu þeir fá eina krónu á hestburðinn í flutningsgjald. Ferðin mun hafa tekið 12-14 klst. Eitthvað mun þessu hafa verið sinnt, þrátt fyrir þetta lága gjald, sem að lokum reyndist samt félaginu ofvaxið. Þetta var á síðari hluta nítjándu aldar.
Leiðin til Stakkavíkur og Herdísarvíkur liggur frá fyrrnefndum vörðum, suðaustur á slétt hraun, og eru smávörður með fram veginum yfir hraunið. Þegar á mitt hraunið kemur, er úfinn bruni suðvestan vegar, og er farið yfir mjótt haft af honum við suðurtagl Hvalhnjúks. Þegar austur fyrir Hvalhnjúk kemur, taka við Vestur-Ásar. Fyrst til hægri handar nokkrir gróðurlausir og dökkir hólar, Svörtu-Ásar. Nokkru suðaustur af þeim úti við brunann er Urðarás, og er hann auðþekktur af mikilli grágrýtisurð sunnan megin. Neðarlega í Ásunum eru austan vegar grasbrekkur allstórar, og heita þær Dýjabrekkur. Þar sér enn leifar þess, að þar heíur fyrir löngu verið leitað eftir mó, en ekki mun það hafa þótt svara kostnaði. Litlu neðar eru Selbrekkur. Þar hefur, þegar það tíðkaðist almennt, verið haft í seli frá Stakkavík. Úr Selbrekkum er stutt fram á fjallsbrún. Þegar á brún kemur, hýrnar svipur útsýnisins og breytist nokkuð.
Það hefur líka hýrnað Selvogsgata-619yfir mörgum vegfaranda þarna, sem kemur úr svartaþoku eða vondu veðri af fjallinu, því að oft er mikill munur veðurfars uppi á fjalli og neðan fjalls. Á brúninni stingum við því við fótum og rennum augum yfir það helzta, sem við blasir. Fyrst skulum við líta niður fyrir fætur okkar, svo að við blátt áfram dettum ekki fram af fjallinu, svo er það snarbratt. Af brúninni blasir við hafið, svo langt sem augað eygir til austurs, suðurs og nokkuð til vesturs, og sjaldan er sjór svo kyrr hér, að ekki kögri hvítu við sanda og hleinar. Héðan sjáum við til Selvogs, og ber þar hæst á vitanum á Selvogstöngum, og kirkjunni á Strönd — Strandarkirkju. Neðan fjallsins er allstórt vatn, Hlíðarvatn. Við austurenda þess, uppi við fjallið, er jörðin Hlíð, bær Þóris haustmyrkurs, þess er nam Selvog. Fyrir nokkrum árum var Hlíð lögð undir Stakkavík, en nú eru báðar í eyði, Selvogsgata-620sorgleg saga, sem gerist víða nú. Við vesturenda Hlíðarvatns er Stakkavík. Þar sem hús og tún jarðarinnar var fyrir 70—80 árum, er nú allt í vatni, og sést aðeins smáhólmi, þar sem bærinn stóð. Nú stendur bærinn í hraunjaðrinum við vatnið og má heita túnlaus. Þess vegna var Hlíðin lögð undir Stakkavíkina, því að allgott tún er í Hlíð, en sami eigandi að báðum jörðunum, sem sé Strandarkirkja. Úr vatninu rennur ós til sjávar, Vogsósaós. Í Hlíðarvatni er allmikil silungsveiði, og eru það Hlíð og Stakkavík, sem eiga beztu lagnirnar. Af brúninni sjáum við ekki til Herdísarvíkur, þar eð Stakkavíkurfjall byrgir útsýn þangað. Ef við ætlum okkur heim á annan hvorn víkurbæinn, förum við að feta okkur niður stíginn, sem liggur í mörgum krókum og sveigum niður fjallið og heitir Selstígur. Frá fjallinu er aðeins steinsnar heim að Stakkavík.
Vestur að Herdísarvík er um Stakkavikurvegur-212þriggja stundarfjórðunga gangur frá Stakkavík. Hefur nú verið lýst leið hinna svonefndu útbæja í Selvogi, og hverfum við nú aftur norður undir „Skarð”, að vörðunum tveim, og förum þaðan austustu leiðina, sem liggur til Vogsósa og Selvogshverfis.
Vegurinn til Selvogs liggur frá vörðunum austur milli hrauns og hlíða. Er lág heiði með giljum og skorningum á vinstri hönd, en braunið á hægri, og nær það alveg upp að þessum heiðadrögum, og er þessi kafli vegarins nefndur Grafningur. Þegar austur úr honum kemur, er komið í Stóra-Leirdal, það er allstór sléttur grasdalur. Í Stóra-Leirdal var ófrávíkjanleg regla að æja, taka ofan af hestum, ef undir áburði voru, hvort heldur var verið á austur- eða vesturleið.

Selvogsgata-621

Þarna tóku menn til nestis síns, bæði matar og drykkjar, ef eitthvað var fljótandi í ferðinni, og var þá ekki ósjaldan, ef verið var að koma úr kaupstað, stundum í misjöfnu veðri, þegar menn voru búnir að hressa sig á mat, hver við sinn farangur, að menn færðu sig þá saman, og einhver þá ef til vill með ábæti, aðallega af farangri fararstjórans, því að venjulega hafði einhver einn forystu í ferðinni. En oftast var þetta þegjandi samkomulag, og sungu menn nokkur lög, áður farið var að hafa saman hesta til áframhalds ferðinni. Söngurinn, ásamt yljandi hressingu, færði fjör og hita í menn, sem þeir svo bjuggu að næsta áfanga.
Þegar lagt er upp úr Stóra-Leirdal, er strax farið upp allbrattan háls, með nokkrum aðdraganda austur af. Er þetta Hvalskarð. Suðvestur af Hvalskarði er Hvalhnjúkur, mjór og allhár, en frekar þunnur.
Ekki þætti mér ólíklegt, að nafnið sé dregið af lögun hnjúksins, svo mjög minnir hann á bak stórhvelis að allri lögun. Annars segir þjóðsagan, að tröllkona norðan af fjalli Selvogsgata-622hafi farið til fanga í Selvog og komið þar á hvalfjöru og haft þaðan með sér það, sem hún treysti sér til að komast með, en til hennar sást og hún elt. Varð henni allerfið undankoman, og náðist hún í skarði því, sem síðan er nefnt Hvalskarð og hnjúkurinn þar suður af Hvalhnjúkur, sem fyrr er getið. Þegar austur úr Hvalskarði er komið, taka við Hvalskarðsbrekkur til vinstri handar, en Lágahraun, með háum, strjálum hólum, til hægri handar. Hvalskarðsbrekkur liggja í suður- og suðvesturdrögum víðáttumikillar heiðarbungu, er nefnist Heiðin há. Ekki er mikill gróður uppi á Heiðinni há. Grámosi er þar fyrirferðarmestur, og liggur hann yfir hálfbrenndum grjóturðum. Mishæðalaus má heiðin teljast, en dregst að toppi á alla vegu, og heitir efsti toppur hennar Kerlingarhnjúkur og er 626 m hár.

Selvogsgata-623

Útsýni í björtu er allmikið og oft fagurt af heiðartoppnum, en þó sést ekki það fegursta, sem Heiðin há hefur að bjóða, — en menn vita aðeins af því kringum sig — það er nafn heiðarinnar, það er einkennilega fagurt, í senn fornlegt og skáldlegt. Að velja einmitt þetta nafn, en ekki t. d. Háaheiði eða eitthvað þvílíkt, lýsir því, hvað sá, sem skírði, hefur verið mikill snillingur í nafngiftum á örnefni, og sennilegt er, að fleiri fögur og sérkennileg örnefnaheiti um þessar slóðir eigi til sama manns að telja. Má þar nefna Fjallið eina, sem sver sig greinilega í sömu ætt. Þegar Hvalskarðsbrekkum sleppir og komið er nokkuð austur með heiðarbrekkunum, er stór, stakur hraunhóll vestur við veginn, Þorvaldshóll.

Eiriksvarda-23

Litlu austar, þegar brekkunum sleppir, eða þær lækka svo, að útsýn opnast til norðausturs, blasir við í þeirri átt allstórt fell, Urðarfell. Norðaustur af því eru grasbrekkur og lautir, Fornutorfur, var þar oft slegið frá Hlíð og Vogsósum allmikið af finnungi.
Nokkru austan Þorvaldsháls er komið í Litla-Leirdal. Þaðan er smáspölur þar til talið er, að komið sé ofan af fjallinu. Þá er komið ofan í Katlabrekkur, og er þá Hlíðarfjall til vesturs, en Svörtubjörg til austurs. Þar uppi er Eiríksvarða, og á Eiríkur á Vogsósum að hafa hlaðið hana til verndar Selvogi fyrir sjóránsmönnum, svo sem Tyrkjum. Kippkorn vestur með Hlíðarfjalli skagar smáháls fram úr fjallinu, Sjónarháls. Af honum er stutt heim að Hlíð, sem nú er í eyði og hefur verið um 40 ár. Hlíð er við austurenda Hlíðarvatns, og er þar dágóð silungsveiði.
Rið ágætt á svonefndri Bunu. Beljar þar vatn undan fjallinu, en hæfilega stór möl í botni sem hrygningarstaður. Að Hlíð bjó Þórir haustmyrkur, sá er nam Vordufellsrett-21Selvog og Krýsuvík, sem fyrr segir. Vogsósar standa á sléttum völlum sunnar með vatninu. Úr Katlabrekkum sér til Selvogsbyggðar, nema útbæjanna, Stakkavíkur og Herdísarvíkur. Liggur nú leiðin til suðurs eða suðausturs, niður vestur- og suðvesturdrög Selvogsheiðar. Þegar nokkuð niður í heiðina kemur, er farið í gegnum svonefnd Rof. Litlu neðar er farið vestan undir smáhraunhæð, sem Vörðufell heitir. Við Vörðufell stóð nokkuð fram yfir síðustu aldamót lögrétt Selvogsmanna, Vörðufellsrétt. Nú eru réttir þeirra norðaustur af Svörtubjörgum.
Ég get ekki gengið fram hjá án þess að drepa á eins konar helgisögn í sambandi við Vörðufell, og er átrúnaður þessi, eða hvað sem menn vilja kalla það, efalaust runninn frá Eiríki á Vogsósum, en sögnin er í fám orðum þessi: Selvogsheiði er, sem kallað er á smalamáli, mjög leitótt, og tefst því oft fyrir mönnum að finna gripi, sem að er leitað, þoka gerir leitina stundum erfiða.

vordufell-22

Ef leitarmann ber nú að Vörðufelli, þá skal hann ganga á fellið, leggja þar einn stein í vörðu eða undirstöðu að annarri, ef þær sem fyrir eru, eru nógu háar orðnar, og mun hann þá bráðlega finna það, sem eftir er leitað. Ekki get ég af eigin reynslu sagt neitt um áhrif þessara verka, en það get ég sagt, að Vörðufell er að ofan alþakið vörðum, stærri og smærri, og jafnvel er þessu eitthvað haldið við enn, eítir því sem greinagóður maður hefur tjáð mér nýlega. Ekki hefur mér tekizt að fá nógu áreiðanlegar sagnir um það, hvað liggi hér til grundvallar, hvaða fórn hér sé verið að færa fellinu eða hverjum; en talið er vafalaust, að ummæli Eiríks á Vogsósum, þess spaka manns, liggi hér á bak við og séu enn í góðu gildi.

Selvogsgata-617

Nokkru suðaustur frá Vörðufelli er Strandarhæð. Suðvestur í henni er stór hellir, Strandarhellir. Framan til er hann hár og falleg boghvelfing yfir, en sandur er í botni, og getur þar verið inni fé, svo að hundruðum skiptir, án þrengsla. Suður af hellinum eru sléttar grasdældir, Dalalágar. Þegar hér er komið, er steinsnar til bæja í Selvogi, og þá venjulega komið að túnhliði, ýmist frá Bjarnastöðum eða Nesi, eftir því sem hverjum hentar, eða þá að utustu bæjum í hverfinu, Þorkelsgerði eða Torfabæ.
Á vetrum, þegar Selvogsmenn fóru gangandi vestur yfir fjall, styttu þeir sér oft leið með því að fara Hlíðarskarð í Hlíðarfjalli, vestur með Langhólum í Austur-Ásum, á veginn sunnan undir Hvalhnjúk, Stakkavíkurveginn. Er nú lýst leiðum Selvogsmanna til Hafnarfjarðar.”

Suðurferðavegur

Suðurferðavegur næst Selvogi.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 49, árg.1943-1948, Selvogsleiðir, Ólafur Þorvaldsson, bls. 96-104.

Selvogsleiðin gamla

Eftirfarandi grein um “Selvog og umhverfi” birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1938:
Selvogsvegir-551“Í góðviðriskaflanum í sept. 1.1.fór jeg til Selvogs, í erindum fyrir fjelag hjer. í Reykjavík. Jeg fór með bíl, sem leið liggur að Hveragerði í Ölfusi. Þaðan hafði jeg hugsað mjer að flytjast á hinum meðfæddu flutningatækjum. Heiðríkja og blíðskaparveður var þá, og alla dagana er jeg var í ferðinni. Frá Hveragerði fór jeg eftir hinum nýja vegi, sem verið er að leggja út Ölfushrepp, og er hann kominn út á móts við Þóroddsstaði. Þaðan er slarkfær bílvegur út að Hraunum. Þegar þangað kemur beygist vegurinn dálítið til norðurs, út með fjallinu, áleiðis til Selvogsheiðar, og liggur vegurinn þar um helluhraun og aurflög, og er ekki fær bílum í rigningartíð. Tveir bæir eru þar út með fjallinu, og liggja þeir allfjarri hvor öðrum, og er þangað nær tveggja tíma gangur frá næstu bæjum í Ölfusi. Sá þeirra, er liggur næst Selvogsheiði, og er ysti bær í Ölfushrepp, heitir Hlíðarendi, og gisti jeg þar um nóttina. Morguninn eftir, um kl. 9, lagði jeg á Selvogsheiði, áleiðis til Selvogs. Vegurinn liggur fyrst út með alllöngu hamrabelti, og verður hann víða að liggja í gegnum slæm aurflög, eða um helluhraun, eða laust hraungrjót. Heiðin smálækkar nokkuð vestur fyrir miðju, og liggur vegurinn á þeim kafla víða um mýrlendi og móa, og víðast mjög lágt, og er vegurinn ófær bílum á austanverðri heiðinni í rigningartíð, en hinsvegar myndi ekki þurfa að kosta mjög mikið fje að gera þar allgóðan sumarveg fyrir bíla. Þar á austurheiðinni er kjarngott beitiland, enda var þar allmargt sauðfje á víð og dreif.

Nes-551

Þegar komið er um 1/2 vegar innanfrá, eða hæst á heiðina — en hún er hvergi há — sjest Selvogsþorp, og ber þar mest á vitanum og hinni oftnefndu Strandarkirkju.
Leiðin lækkar fljótara og með jafnari halla að vestanverðu og er þar landslag fallegt, víða hallandi vegir, og því að miklu leyti sjálfgerður bílvegur, þar til fer að nálgast þorpið, þá fer að bera allmikið á foksandi og uppblæstri, og hefir foksandurinn gert Selvogsbúum mikið tjón, og sjást sandskaflar þar víða, t. d. er allhár grjótgarður um austanvert túnið í Nesi, og náðu þó sandskaflarnir upp fyrir miðju á honum, en samt sem áður hlífir garðurinn túninu mikið. Jeg kom í Selvog eftir 4 tíma gang yfir heiðina. Jeg var þar öllum ókunnur, og ákvað að finna fyrst vitavörðinn að máli, og bað hann um gistingu meðan jeg dveldi í þorpinu, og var það strax til reiðu.

Strandarkirkja-1928-2

Guðmundur Jónsson vitavörður er vel greindur maður, fróður og athugull um margt í fortíð og nútíð, og dugnaðarmaður í búskap og hvívetna. Þegar jeg hafði lokið erindi mínu, fór jeg að skoða hina nafnkendu Strandarkirkju, sem svo margra hugur virðist hvarfla til í andstreymi lífsins. Kirkjan er utanvert við þorpið, og nálægt sjó. Það er lagleg og vel hirt timburkirkja, og stendur hún, og grafreitur umhverfis, á sandhól. Stormarnir hafa um aldaraðir sorfið úr hólnum, en til þess að stöðva það hefir verið hlaðinn allhár grjótgarður, að miklu leyti umhverfis hólinn, en hann er nú farinn að hrörna, og ætti að sjálfsögðu, að steypa þarna varnargarð um kirkju og grafreit, enda hefir Strandarkirkja ærið fje til að hlúa að sjer og sóknarbörnum sínum, lífs og liðnum.

fornigardur-551

Talsvert hefir verið unnið að því að græða upp land kirkjunnar með góðum árangri. Mjer fanst eins og yfir þessari yfirlætislausu, snotru timburkirkju hvíla þögul, tignarleg ró. Má vera að það hafi verið af því, að jeg vissi, að samstiltur hugur margra Íslendinga hefir oft kvarflað til hennar til áheita í mótblæstri lífsins, og hinar miklu gjafir til hennar sýna, að oft hefir mönnum orðið að ósk sinni í því sambandi. Jeg ætla ekki að fara fleiri orðum um þessa hlið málsins, en ,,ef þjer hafið trúna, megnið þjer fjöllin úr stað að færa”, og „harla margt er á himni og jörð, er heimspekina dreymir ei um”.
Strandarkirkja hvað eiga í sjóði um 150 þús. kr„ er gera verður ráð fyrir að sje í reiðu fje. Þetta er meira fje en kirkjan þarf sjer til viðhalds. Mjer finst, að kirkjan — eða forráðendur hennar, sem hvað vera hlutaðeigandi sóknarnefnd, ríkisstjórn og biskup — ættu að verja nokkru af fje hennar til andlegra og líkamlegra hagsbóta fyrir sóknarbörn kirkjunnar. Jeg vjek dálítið að þessu máli við Guðmund vitavörð. Hann sagði að sú hugsun hefði gert vart við sig þar, að gera Selvog að sjerstöku prestakalli. Kirkjan ætti að nokkru eða öllu leyti að leggja fram fje til þess að jafntímis yrði reist hæfilegt skólahús fyrir barna- og unglingakenslu, og íbúð fyrir prestinn, sem jafnframt væri aðalkennari.

Selvogur-551

Líklegt þykir mjer að Selvogsbúar myndu sjá um, að í þann starfa slysaðist ekki hempukommúnisti, heldur maður, sem hefði áhuga fyrir að þroska ungmenni andlega og líkamlega á þjóðræðisgrundvelli. Margt fleira mætti nefna, er ætti vel við að kirkjan legði fje fyrir sóknarbórusíu, svo sem til bókasafns o. fl.
Húsakynni í Selvogi eru yfirleitt góð, þar eru nokkur mjög snotur íbúðarhús úr timbri og steini. Garðrækt er þar töluverð, enda góð skilyrði fyrir henni. Tún eru furðanlega grasgefin, þrátt fyrir sandfok. Nautgriparækt getur ekki orðið þar mikil, en aftur á móti hafa Selvogsbúar allmargt sauðfjár, enda er þar snjóljett, og kjarngóð beit á heiðunum.

selvogur-552

Guðm. vitavörður í Nesi hefir, að sögn, um 800 sauðfjár, og mun það vera langflest hjá honum, enda er Nes aðaljörðin. Í jarðamatinu frá 1860 er Nes metið 55 hundruð.
Íbúar þorpsins virðast, að framkomu og yfirbragði, ekki standa að baki annara í kauptúnum og kaupstöðum. Menn skiftast, þar sem annarsstaðar, í pólitíska flokka. Þó heyrði jeg þess ekki getið, að einræðis- og kúgunarstefna kommúnista — og hinna dulbúnu fylgjenda þeirra — væri farin að gera vart við sig. Það ber vott um mikið andlegt þroskaleysi hjá þjóðinni, og andvaraleysi með frelsi sitt, ef hún uggir ekki að sjer fyr en hún hefir verið hnept í fjötra ófrelsis og kúgunar, ef til vill undir yfirstjórn erlendrar harðstjórnar. Blóðferill komiminismans — bæði beint og óbeint — er að verða drepsóttum verri í heiminum. 

Selvogsviti - gamli

Nú á þjóðin engan Einar Þveræing, og því síður nokkurn Jón Sigurðsson.
Þjóðin sjer, og horfir með kvíða á hættuna, en hefst ekki að. Sumir af sinnuleysi. Nokkrir trúa, ef til vill, ekki að hætta sje á ferðum. Aðrir ef til vill af því, að þeir vænta sjer hagnaðs af því að  viðhafa „hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu”.
Guðmundur vitavörður álítur, að ekki muni verða ábyggilegur bílvegur suðurleiðina sakir snjóþyngsla er oft komi bæði á svæðinu frá Krýsuvík að Selvogi, og engu síður á austanverðri Selvogsheiði, sem liggur víðast mjög lágt, og virðist mjer það mjög líklegt, en sumarveg fyrir bíla má gera um heiðina, til Selvogs, með fremur litlum kostnaði. Vetrarvegur frá Reykjavík, um Krýsuvíkurheiði og Selvogsheiði, mun ekki reynast ábyggilegri, sjerstaklega í suðvestan snjó komu, en Hellisheiði. Ef Hellisheiðarvegurinn væri endurbættur, þannig, að hækka hann mjög víða upp, og færa hann upp úr lautunum (t.d. skamt frá Kolviðarhóli), er ástæða til að ætla, að hann yrði engu síður ábyggilegur en hinn, en svo miklum mun styttri og því ódýrari til notkunar. En Íslendingar þurfa að muna það, og vera við því búnir, að oft hafa komið þau fannalög, að bílvegir myndu hafa farið í kaf allvíða, og til þess að rökstyðja það, þarf ekki lengra aftur í tímann, en um og eftir síðustu aldamót.
Selvogsgata-551Frá Selvogi ákvað eg að fara skemstu leið til Hafnarfjarðar, og er það rúmir 40 km., og liggur leiðin yfir háa heiði, og mun hún vera um 20 km., og endar að norðanverðu í Grindaskörðum.
Jeg lagði af stað frá Selvogi. Þegar maður er staddur á fjöllum uppi, verður maður best var við alvöru- og tignarsvip náttúrunnar, og þar „þagnar dagur þras og rígur”, og eins og Gestur Pálsson segir: „Rekur sig þar ekki á nein mannaverk”, og jeg vil bæta við: Þar blasa við stórvirki náttúrunnar, er Jónas Hallgrímsson minnist á í hinu lotningarfulla erindi: „Hver vann hjer svo að með orku”.
Vegurinn um heiðina er slæmur, lítið annað en margra alda hestatroðnigar, víða með lausu hraungrjóthröngli, og lítur út fyrir, að þar hafi ekki verið hreinsuð gata á þessari öld, og er vegurinn þó líklega í tölu fjallvega. Um eitt er ferð um þessa heiði varhugaverð að sumarlagi. Það er vatnsleysið. Jeg varð ekki var við nokkurt vatn frá því jeg lagði á heiðina, og þar til jeg kom niður undir Hafnarfjörð, að vatnslæk bæjarins, er kemur undan hrauninu. Jeg bjóst við vatnsleysi á þessari leið, þar sem þetta er alt brunnið land, er gleypir fljótlega alt yfirborðsvatn. Til þess að mig þyrsti síður, borðaði jeg einungis skyr og mjólk áður en jeg lagði á heiðina, og nesti þorði jeg ekki að smakka fyr en við Hafnarfjarðarlækinn, af sömu ástæðu, enda bar þetta hvorttveggja tilætlaðan árangur.
A norðurbrún heiðarinnar eru Grindaskörð. Um för Repps um Grindaskörð 1867 orti Kristján Jónsson skopkvæði, og þar meðal annars þetta: Yfir geigvænleg Grindaskörð geystist fárramur ofurhugi; með galdrakynpri og gneistaflugi dundi á jöklum hríðin hörð. Höfuðskepnurnar hömuðust, hamaðist Repp þó engru miður. Alteins og háreist bæjarbust er bugast ei neina storma viður.
Þegar komið er fram að Grindaskörðum, á norðurbrún heiðarinnar, opnast fljótlega fagurt útsýni. Fyrir neðan heiðina liggur víðáttumikið mosavaxið helluhraun.
Niður við sjóinn sjest Reykjavík, og sýnist hún liggja allnærri, af því að hæð fjallsins dregur eins og að sjer. Víðáttumikið útsýni er yfir Faxaflóann. Í þetta sinn lagði inneftir honum dálitla útrænu. Þá er fjallahálfhringurinn svipmikill, einkum Akrafjall, Hafnarfjall og Esjan, sem framverðir, og Snæfellsfjallgarðurinn með hinn tignarlega útvörð, Snæfellsjökul.

selvogur-554

Þegar komið er niður af heiðinni, liggur vegslóðinn um helluhraun, vaxið grámosa á alllöngu svæði, og er mosalagið víða um 30 sm. á þykt, og var mýkri en nokkur fjaðrasófi að leggjast á. Leiðin frá heiðinni til Hafnarfjarðar mun vera um 20 km., og er um helmingurinn flatneskja, og því mjög villugjarnt í dimmviðri. Vegarslóðinn hefir, fyrir löngu síðan, verið varðaður, en vörðurnar eru að mestu hrundar, og því ekki vegvísir þegar þeirra er þörf. Sumsstaðar sjest fyrir götunni á þann hátt, að laut er troðin í hraunhellurnar eftir hestafætur, og hefir það sína sögu að segja. Þegar komið er niður fyrir Hafnarfjarðargirðingu, liggur vegurinn eftir þröngum skorningum um hraunið, og er mjög vont yfirferðar, gatan mjög víða þakin af hraunmulning, og væri full þörf á, og kostnaðarlítið, að hreinsa götuna, þótt líklega sje þar ekki fjölfarið.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, Selvogur og umhverfi hans eftir Ólaf Jóhannsson frá Ólafsey, 23. janúar 1938, bls. 17-19.

Selvogsgata

Selvogsgata – kort ÓSÁ.

Herdísarvík

Siglt var um Herdísarvíkurtjörn.
Í þjóðsögunni um Krýs og Herdísi segir m.a. um tjörnina: “
Lagði þá Herd-301Krýs það á Herdísi, að allur ætur silungur skyldi hverfa úr veiðitjörn hennar, en verða aptur full af loðsilungi, sumir segja Öfugugga. En Herdís lagði það aptur á Krýs, að allur silúngur í veiðivötnum hennar skyldi verða að hornsílum. Af ummælum þeirra er það að segja, að í veiðivötnum Krýsuvíkur hefir einginn silungur feingizt, svo menn viti, nokkurn tíma síðan, en fult er þar af hornsílum, og í Herdísarvíkurtjörn hefir ekki heldur orðið silungs vart; en loðsilungar ætla menn bar bafi verið, þótt ekki sé þess getið, að neinn hafi af því bana beðið. Aptur var það einn vetur eptir þetta, er sjómenn geingu til sjávar snemma morguns frá Herdísarvík, en skemst leið er að gánga til sjávar þaðan yfir tjörnina, þegar hún liggur, að þeir fórust allir í tjörninni ofan um hestís, og segja menn þeir hafi verið 24 að tölu.”
Herd-302Í Lesbók Morgunblaðsins 1951 segir m.a. um silung í Herdísarvíkurtjörn: “Árið 1861 var silungur fluttur úr Hlíðarvatni í Ölfusi í tjörnina hjá Herdísarvík. Silungarnir voru fluttir í opnu íláti og tókst það svo vel, að eftir 5 ár fór silungur að veiðast í tjörninni og hefir veiðst þar meira og minna á hverju ári síðan.”
Ólafur Þorvaldsson lýsir Herdísarvíkurtjörn í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-1948: “Jörðin Herdísarvík er vestasti bær í Selvogshreppi og þar með vestasti bær í Árnessýslu með sjó fram. Jörðin liggur fyrir botni samnefndrar víkur, og er hún vestast í vogi þeim, er Selvogur heitir, allvíður og bogamyndaður, gengur inn í landið frá suðri. Takmörk hans eru: Selvogstangar að austan, en Olnbogi, austan Háabergs í Herdísarvíkurlandi, að vestan. Tún jarðarinnar er í suðurjaðri Herdísarvíkurhrauns, hólótt og dældótt, Herd-303jarðvegur grunnur því að víðast er grunnt á hrauni. Með beztu umhirðu gefur túnið (heimatúnið) af sér um tvö kýrfóður, ca 80 hesta. Fyrir öllu túninu að sunnan er smátjörn, og er dálítil silungsveiði í henni, fáu fólki til smekkbætis og nokkurra búdrýginda, en skynsamlega verður að fara að þeirri ve;ði, ef ekki á að uppræta stofninn, þar sem líka utanaðkomandi, óviðráðanleg atvik geta stórfækkað silungnum á nokkrum klukkutímum, og er það þegar stórflóð koma í tjörnina af völdum stórviðra af hafi, en þeim fylgir þá ævinlega stórbrim. Annars er saga Herdísarvíkursilungsins þannig: Fyrir um sjötíu árum lét Árni Gíslason, fyrrv. sýslumaður í Skaftafellssýslum, sem þá bjó í Krýsuvík og átti báðar jarðirnar, flytja um eða innan við 100 silunga, fullþroskaða, sem hann fékk úr Hlíðarvatni, út í Herdísarvíkurtjörn.
Voru þeir bornir í bala og Herd-304fötum með vatni í. Flestir munu þessir silungar hafa komizt lifandi í tjörnina, og kona, sem þá var unglingur í Herdísarvík, sagði þeim, er þetta ritar, að morguninn eftir hefðu nokkrir silungar legið dauðir við landið, þar sem þeim var sleppt í tjörnina, en hinir verið horfnir út í vatnið. Eftir nokkur ár fór að veiðast þarna við og við silungur til matar fyrir heimafólk. Þegar fram liðu stundir, kom í ljós, að þarna náði silungurinn miklu meiri þroska en hann nær yfirleitt í Hlíðarvatni, og mun aðalorsök þess vera meira og betra æti, t. d. er þar um mikla marfló að ræða, svo og mikinn botngróður.
Spölkorn fyrir austan túnið var áður fyrr hjáleiga, Herdísarvíkurgerði, og sjást nú íáar minjar þess, að þar hafi bær verið, en tún er þar nokkurt enn; þó hefur sjór brotið eitthvað af því. Tún þetta mun aðallega hafa gróið upp undan sjófangi; fiskur borinn þangað upp til skipta, kasaður þar áður en upp var borinn til herzlu; þorskhöfuð og hryggir þurrkaðir þar, og öðrum fiskúrgangi kastað þar út, — en undan honum grær jörð fljótast.

Herd-305

Útræði var mikið úr Herdísarvík og hafði verið öldum saman, og var talið með beztu verstöðvum austanfjalls, og við og við var gert út þaðan fram á þriðja tug tuttugustu aldar. Fiskisælt var þar í bezta lagi og lending góð; þó var oft nokkur lá í bótinni, þar sem lent var, þótt útsjór væri allgóður. Fiskurinn var yfirleitt hertur til útflutnings, og má enn sjá þurrkgarða á allstóru svæði í brunabelti uppi undir fjalli. Var fiskurinn, eftir að hafa legið í kös, jafnvel í fleiri vikur, borinn á bakinu eða í laupum eða kláfum til þurrkgarða. Þetta, að kasa fisk undir herzlu, var talsvert vandaverk, enda formenn vandlátir þar um, því að ef illa var gert, gat meira eða minna af fiski, sem í kösinni var, stórskemmzt, en þetta er önnur Herd-306saga og því ekki sögð nánar hér.
Landi í Herdísarvík má skipta í tvennt, er lýsa á. Fjallinu með sínu upplandi og landi neðan fjalls. Neðan fjalls er landið allt brunnið, — hraun eldri og yngri. Eldri hraunin mikið gróin og fjárbeit þar með ágætum. Fjallið er allt að kalla skriðurunnið hið neðra, en háir og fagrir hamrar hið efra. Þó eru nokkrar grónar brekkur í fjallinu vestanverðu, og er þar dálítið viðarkjarr. Fjallið má teljast allt jafnhátt og brúnir þess sléttar og reglulegar.
Hlunnindi Herdísarvíkur voru talin: Sauðfjárbeit góð, svo að af bar, bæði til fjalls og fjöru. Útræði ágætt, og er þá aðallega átt við góða lendingu og fiskisæld. Viðarreki var, þegar reka-ár komu, oft allmikill, og nú, um síðastliðin 50—60 ár, silungsveiði til skemmtunar og nokkuð til búdrýginda.
Fiski og hrognkelsum skolaði þar stundum á land til muna seinni part vetrar, þegar fiskur Herd-307var í göngu. Flæðihætta við sjó engin fyrir sauðfé, og er það mjög mikill kostur, þar sem fé gekk svo mikið sjálfala allan ársins hring. Fjöruskjögur í unglömbum þekktist ekki, og mun þar um valda, að fjaran er ekki mjög sölt sökum vatna, sem um hana renna, — en sér í lagi þó kjarnamikill gróður til landsins, strax upp frá fjörunni, og í þriðja lagi mætti nefna, að fjörubeitin er fyrir það mesta bitfjara, en ekki rekafjara. Til galla má helzt telja, að mjög sterk veður af norðri koma þar stundum, og kom fyrir, að skaði hlytist af, ef hey voru á túnum, og máttu búendur illa við, þar eð heyskapur er enginn utan túns, en þau heldur lítil.”
Nú hefur sjórinn rofið eiðið sem aðskildi tjörnina frá opnu hafinu og náð að nánast þurrka út bæði gamla bæjarstæðið og útihúsin (smiðjuna og geymsluna) er stöðu þeim næst.
Tilgangurinn með ferðinni var að mæla dýpið í Herdísarvíkurtjörninni. Háflóð var. Dýpið mældist 2.5 m næst landi og 3.5 m fjær, en tjörnin grynntist síðan eftir því sem nær rifinu dró. Á stuttum köflum náði dýpið allt að 7 metrum, en þar eru sennilega gjár undir. Talsverð lóðning var af fiski í tjörninni.
Frábært veður. Ferðin tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Íslenskar þjóðsögur og æfintýri, Jón Árnason, 1862, 1. b. bls. 476-477.
-Lesbók Morgunblaðsins, 18. nóvember 1951, bls. 548.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Ólafur Þorvaldsson, Herdísarvík,  49. árg. 1943-1948, bls. 129-130.

Herdísarvík

Herdísarvíkurtjörn.

Strandarkirkja

Eftirfarandi upplýsingar um Strandarkirkju var tekinn saman af Gunnari Markússyni árið 1991:
“Dr. Jón Helgason, biskup, ritaði grein í Lesbók Mbl. 17. janúar 1926 og nefndi hana Um Strönd og Strandakirkju.
Tæpum tveim árum síðar, eða 2. október 1927 kom svo í sama riti greinin: “Erindi um Strandakirkju” eftir séra Ólaf Ólafsson, sem þar hóf prestskap sinn.-
Séra Helgi Sveinsson, sem einnig þjónaði Strandarkirkju, skrifaði í 18. árgang Kirkjuritsins grein, sem hann nefndi “Engilsvík”.
Strandarkirkja-901Allir koma þessir þjónar kirkjunnar inn á tilurð Strandarkirkju, en hver með sínum hætti.
Séra Helgi endursegir söguna um skipbrotsmennina, sem engillinn leiddi í örugga höfn, en gerir enga tilraun til þess að tímasetja hana.
Séra Ólafur segir í sinni grein: “Strandarkirkja er orðin ævagömul. Hinn rétta aldur hennar þekkir enginn, sumir ætla hana byggða við upphaf kristninnar hér á landi, á dögum Gissurar hvíta, en aðrir á dögum Staða-Árna, en enginn veit neitt með vissu. Ég hallast lang mest að þeirri gömlu þjóðsögu, að hún sé upphaflega og það snemma á tímum til orðin fyrir áheit manna í sjávarháska, áheitendurnir komust á land og björguðust á Strandarsundi, rétt fyrir vestan það er nefnilega hin alkunna Engilsvík. Ég styrktist í þessari trú við þá staðreynd að nú á okkar dögum hefur heil skipshöfn bjargast úr sjávarháska einmitt á þessum svæðum. Síðan eru um 30 ár.”
Dr. Jón hefur mál sitt á vísu eftir Grím Thomsen þar sem hann telur Gissur hvíta hafa reist fyrstu Strandarkirkjuna. Síðan segir biskupinn: “Hefi ég ekki annarsstaðar, það ég man, rekið mig á þá sögn að Gissur hvíti hafi fyrstu gert kirkju á Strönd í Selvogi. Vitanlega er ekkert því til fyrirstöðu að þetta sé rétt hermt þó söguleg rök vanti fyrir því.”
Nokkru síðan í sömu grein segir hann: “Hið sannasta, sem sagt verður um uppruna Strandarkirkju er að vér vitum ekkert um hann með vissu. Má vel vera að hún hafi verið reist þegar í fyrstu kristni og eins má vel vera, að hún hafi ekki verið reist fyrr en í tíð Árna biskups á síðari hluta 13. aldar.
Allir hafa þessir heiðursmenn ausið af sama gnægtarbrunni um sögu Selvogs og Strandarkirkju, en það eru vísur eftir séra Jón Vestmann, er prestur var í Selvogsþingum 1811-42 og inngangsritgerð við þær eftir dr. Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörð, en það eru bestu heimildirnar, sem mér eru kunnar um þessi efni.
Herdís Andrésdóttir kvað: “Kirkjan suður á sandinum –  situr ein og hljóð.  En stormurinn kveður þar – sinn kalda vetraróð.”
En hver setti hana þarna, hvenær og hversvegna?
Eða væri e.t.v. hyggilegra að huga fyrst að því hverjir þeirra, sem nefndir hafa verið til þessarar sögu, komi alls ekki til greina?
F
yrstan í þeim flokki, vil ég nefna Gissur hvíta.
Strandarkirkja-902Mér telst svo til, að í Íslendingasögum, Biskupasögum, Sturlungu, Heimskringlu og Flateyjarbók sé talað um hana á samtals rúmelga 100 blaðsíðum án þess að ég finni nokkuð, sem bendi til þessarar kirkjubyggingar og ég er algjörlega ósammála þeim rökum dr. Jóns Helgasonar, biskups, að það sé alveg jafngóð sagnfræði þótt enginn flugufótur finnist fyrir þeim kenningum, sem hún setur fram.
Þá er það Árni biskup Þorláksson (Staða-Árni, 1269-98). Er líklegt að hann hafi lent í því hafvolki, að þar sé að leita upphafsins að Strandarkirkju – og er sennilegt, að hann og landeigandinn á Strönd hafi staðið saman að byggingu þessarar kirkju?
Fyrri spurningunni er hægt að svara hiklaust neitandi því að í sögu hans segir: “Eftir það er Árni biskup hafði skilið við virðulegan herra Jón erkibiskup…….. sigldu þeir í haf, og greiddist þeirra ferð vel og ekki allskjótt. Komu þeir skipi sínu í Eyjafjörð.”
En hver var þá eigandi Strandar á þessum tíma og hvernig var samkomulag hans og biskups?
” Á dögum Árna biskups Þorlákssonar………. átti Erlendur sterki Ólafsson (d. 1312), Strönd, Nes, og sjálfsagt fleiri jarðir í Selvogi. Biskup og hann stóðu mjög öndverðir í staðamálum og eru lítil líkindi til að Erlendur hafi farið “með fulltingi” Árna biskups að reisa kirkju frá stofni á Strönd enda má sjá það á vitnisburði Þorbjarnar Högnasonar útgefnum á Strönd 13. maí 1367 að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir löngu.”
Það má raunar segja, að Erlendur lögmaður hafi verið höfuð andstæðingur Árna biskups í staðamálum. Honum nægði meira að segja ekki að berjast við biskup hér innan lands heldur lagði á sig ferð til Noregs til þess að geta á þinginu í Niðarósi 1282 greitt atkvæði með útlegðardómi yfir Jóni erkibiskupi – vígsluföður Árna biskups.
M
ér finnst það meira en furðulegt ef þessir erkifjendur í staðamálum hefðu getað sameinast um að gera nýja kirkju á jörð Erlends og það með þeim glæsibrag, að á aðeins 5-6 árum var hún orðin ein af ríkustu kirkjum landsins.
“Elsta “Strendur-máldaga” er nú þekkist hafa menn heimfært til tíma Árna biskups Þorlákssonar eða hér um bil 1275…….. og er Strönd þá svo stórauðug að rekum að hún togast á við Hjallamenn, Krýsvíkinga og sjálfan Skálholtsstól.”
Nú er það staðreynd að “kirkjan suður á sandinum situr ein og hljóð” svo einhver hlýtur að hafa byggt hana og einhverntíma. En hver og hvenær?
Árni Óla er einn þeirra, sem skrifað hafa um Strandarkirkju. Eftir að hafa rætt nokkuð um upphaf hennar segir hann: “En sé nú gert ráð fyrir því að Strandarkirkja hafi verið reist áður en Árni varð biskup og ennfremur hitt, að munnmælasagan hermi rétt að það hafi verið biskup, sem heitið gerði um kirkjubygginguna. Þá gæti skeð að það hefði verið Þorlákur biskup helgi.”
strandarkirkja-904Þarna hygg ég að naglinn hafi verið hittur beint á höfuðið. En af hverju Þorlákur biskup Þórhallsson öðrum biskupum fremur?
Til þess að svara þeirri spurningu þarf að leggja nokkra lykkju á leið sína – eða er það ef til vill bein lína að settu marki?
Það þarf ekki að horfa lengi á Íslandskort til þess að sjá, að hafnir eru ekki höfuðprýði Suðurlandsins. Hinu má svo ekki gleyma, að eldsumbrot, jökulhlaup, hafís og hafrót hafa í aldanna rás gnauðað þar á ströndinni og því er ekki ólíklegt að það hafi í raun og veru verið allt önnur strönd, sem blasti við augum þeirra fóstbræðra Ingólfs og Hjörleifs er þeir komu af hafi, en sú sem við horfum á í dag.
Það skal látið liggja á milli hluta hér hvort Hjörleifur sigldi inn fjörð til þess að taka land við Hjörleifshöfða.
Á hitt skal aftur á móti bent að “Rangá mun hafa verið hafskipahöfn í tíð Sæmundar fróða” og að “Rangá og Holtsósar eru dæmi um hafnir, sem lögðust niður.”
Svo er það Strandarsund í Selvogi, “Strandarsund, sem er suður og austur af kirkjunni, hefur sjálfsagt frá ómunatíð, allt þar til það tók að fylla af sandi á síðari öldum, verið einhver öruggast lendingarhöfn fyrir öllu Suðurlandi. Segja kunnugir menn, að enn sé oft kyrrt á Strandarsundi þó að allur Selvogssjór sé í einnu veltu. Er það gamalt mál, að aldrei berist skipi á á Strandarsundi “rétt förnu”….. Ýmsar sagnir hafa gengið um sundið. Sögðu sumir að jafnan væri lag á Strandarsundi á nóni dags.”
En hvað er þá orðið um Strandarsund?
Í ágúst 1706 voru þeir Jarðabókarmenn í Selvogi og var þá sagt að jörðin “Strönd” sé fyrir 10 árum í auðn komin. Einnig segir: “Heimræði hefur hér verið ár um kring, sem nú er fordjarfað síðan hafís rak hér inn í sundið, svo þaðan í frá er ófært nema í blíðviðrum og láleysu.”
Hvað var það, sem gerðist þarna í Selvogi á árunum 1694-96 og varð þess valdandi að í fardögum ´96 flýr síðasti maðurinn stórbýlið Strönd? Hvað fordjarfaði svo Strandarsund, að þar er síðan ólendandi nema í besta og blíðasta veðri?
Í Fitjaannnál segir um árið 1695: “Kom hafís fyrir norðan á jólum einnin fyrir Austfirði og seint á einmánuði fyrir Eyrarbakka og í Þorlákshöfn, svo þar varð ekki á sjó komist um nokkra daga, færðist svo vestur fyrir Reykjanes og öll Suðurnes. Þann 19. apríl rak hann inn fyrir Garð og svo meir og meir, Akranes, Mýrar og undir Snæfellsjökul.”
Það þarf varla nokkur að velkjast í vafa um að hafís, sem náði að fylla nær alla firði við Faxaflóa hefir í leiðinni mokað svo rækilega upp í mynni Strandarsunds, að það hefir verið létt verk fyrir foksandinn, sem þegar var farinn að granda túnum sveitarinnar, að fylla upp afganginn.
En hvað kemur þetta Þorláki Þórhallssyni við?
Strandarkirkja-905Nákvæmlega ekki neitt ef svo hefði ekki viljað til að faðir hans var Þórhallur FARMAÐUR.
Það mætti furðulegt heita ef skammdegiskvöldin á Hlíðarenda hefðu ekki einhverntíma verið stytt með sögum og samræðum um ferðir húsbóndans og jafn skrýtið gæti það talist ef aldrei hefði borið á góma þar á bæ, að úti í Selvogi væri höfn þar sem hægt væri að lenda a.m.k. tvisvar á dag nánast hvernig sem viðraði.
Munnmælin herma að Strandarsund hafi ávallt verið fært á nóni. Það fær ekki staðist, en hitt gæti meira en verið, að sundið hefði oftast verið fært á öðrum hvorum liggjandanum eða á hálfföllnum sjó.
En einu gildir hvort munnmælin hafa hallvikað hér strangasta sannleika eitthvað lítillega eða ekki, Þorláki hlýtur að hafa verið ljóst strax í bernsku, að á einum stað á Suðurlandi mátti taka land í svo til hvernig veðri sem var, bara ef rétt var að verki staðið.
Þá er það sagan um hann Árna, sem fór til Noregs til þess að sækja húsavið. Þar hygg ég að þjóðsagan hafi ofið skemmtilega voð þar sem uppistaðan er frásögn yngri gerðar Þorlákssögu af heimför biskupsins úr vígsluför sinni til Noregs, en fegurðarskynið eitt látið ráð hvar ívafið var tekið.
Besta gerð þeirrar sögu, sem ég hefi séð er skráð af Konráði Bjarnasyni, fræðimanni frá Þorkelsgerði í Selvogi, en hann hefir söguna eftir Guðrúnu Jónsdóttur, sem gift var Árna Árnasyni, uppeldissyni Kristínar Jónsdóttur Vestmanns.
Bæði Þorlákssaga og þjóðsagan geta um skip, sem býst frá Noregi hlaðið húsaviði og í báðum endar ferðin í óveðri við Íslandsstrendur og mestur hluti viðarins tapast fyrir borð áður en landi er náð, en það tekst giftusamlega eftir að viss heit hafa verið gerð.
En hver var svo hlutur farmannssonarins í landtökunni í byrjun ágúst 1178. Hver var hlutur þessa skarpgáfaða en ráðríka manns, sem áreiðanlega þekkti Suðurland frá Vatnajökli og vestur úr eins og fingurna á sér? Hafði grillt svo í land að hann vissi upp á hár hvar hann var staddur? Hvers vegna vildi hann ekki heita fyrr en rutt var af skipinu öllu því, sem hann við brottför hafði talið ofhleðslu? Var það vegna þess að honum fannst að skipstjórnarmenn hefðu gott af refsingu fyrir mótþróa við biskupinn eða var það af þeirri einföldu ástæðu að hann vissi að svo hlaðið, sem skipið var, mundi það aldrei fljóta inn Strandarsund?

Strandarkirkja

Strandarkirkja 1930.

Þannig má leika sér að spurningum næstum í það óendanlega. En svör við þeim finnst engin. Á hinu tel ég ekki leika nokkurn vafa, að það voru gömul ráð Þórhalls farmanns, sem komu syni hans heilum í höfn úr vígsluförinni og urðu um leið til þess að hin fyrsta Strandarkirkja var byggð. Ég er heldur ekki í neinum vafa um að það er helgi Þorláks og áheit á hann, sem valda því að um öld eftir að hann lét reisa kirkju að Strönd var hún þegar orðin ein af ríkustu kirkjum landsins.
Og það er fleira en hugdettur minar, sem styða þá kenningu, að margnefnd kirkja hafi verið byggð á dögum heilags Þoláks því að kirknatal Páls biskups Jónssonar enda upptalningu sína á kirkjum í Árnesþingi með kirkjunni á Strönd í Selvogi.
Auðvitað er mér fulljóst , að frumritið af þeirri skrá er ekki til og ekki er hægt að útiloka að einhverjum vini Strandarkirkju, sem var að afrita skrána hafi þótt svo sjálfsagt, að hennar nafn stæði þar, að hann hafi bætt því við, en ég tel þann möguleika miklum mun minni en þann, að Erlendur lögmaður Ólafsson hafi farið að aðstoða Staða-Árna við að ná einu af tekjuhæstu óðulum sínum undir kirkjuna.” 

Tekið saman af Gunnari Markússyni í september 1991.
(sjá olfus.is)

Strandarkirkja

Kirkjan á Strönd.