Færslur

Selvogur

Örnefnaskilti var afhjúpað við Strandarkirkju í blíðskaparveðri í dag að viðstöddum sóknarbörnum og Strandarkirkja - kortfróðleiksfúsum ferðamönnum. Um var að ræða skilti þar er gefur að líta bæjarnöfn, örnefni og minjar í Selvogi. Kortið var gert með dyggri aðstoð heimamanna, þeirra Þórðar Sveinssonar, Þórarins Snorrasonar og Kristófers Bjarnasonar heitins og endurspeglar sögu þessa fjölmenna og merka útvegsbændasamfélags í gegnum aldirnar. Öll vinna var endurgjaldslaus, en Sveitarfélagið Ölfus greiddi fyrir prentun uppdráttarins og Biskupsstofa kostaði gerð skiltisins. Á myndinni hér á ofan, sem tekin var við vígsluna, má sjá (frá vinstri) Ómar Smára Ármannsson, teiknara og utanumhaldsmann, Ask Emil Jónsson, sérlegan aðstoðarmann, Þórð Sveinsson frá Bjargi í Selvogi, Þórarinn Snorrason bónda á Vogsósum í Selvogi, Jóhann Davíðsson FERLIRsfélaga og sérlegan aðstoðarmann og Jón Ragnarsson, settan prest í Strandarkirkju, fulltrúa Selvogur - skilti-IIIsóknarnefndar Selvogs og Biskupsstofu. Á myndina vantar Ólaf Örn Ólafsson, bæjarstjóra Sveitarfélagsins Ölfuss, sem veitti verkefninu ómetanlegt brautargengi. Þegar myndin var tekin var hann upptekinn í viðræðum við bæjarbúa og aðkomandi gesti.
Skiltastandurinn var hannaður og smíðaður hjá Martak h/f í Grindavík og skiltaplatan prentuð á plasthjúpaða álplötu hjá Stapaprent h/f í Reykjanesbæ. Það var síðan afhjúpað kl. 14:00 á laugardeginum, sem fyrr sagði. Í kjölfarið var boðið upp á leiðsögn um Selvoginn undir handleiðslu Þórarins Snorrasonar og Jóhanns Davíðssonar. Tilgangurinn með gerð uppdráttarins var að festa á blað tilvist og staðsetningar örnefna á þessum merkilega, en gleymda, útvegsbæ á meðan enn voru til menn er mundu hvorutveggja – komandi kynslóðum til ánægju og fróðleiks.
Frábært veður. 

Gefið hefur verið út minja- og örnefnakort fyrir Selvog í Sveitarfélaginu Ölfus. Undirbúningur og gerð Selv-1kortsins hefur staðið yfir um langt skeið, en í góðu samstarfi við „gömlu mennina“ og aðra kunnuga hefur tekist að ljúka verkinu.
Til hafa verið örnefnalýsingar fyrir Selvog, en þær eru mjög misvísandi. Þegar Kristófer Bjarnason frá Þorkelssgerði lést á síðasta ári [2010], en hann hafði farið með FERLIR nokkrum sinnum um svæðið, var ákveðið að fá þá tvo menn, Þórarinn Snorrason á Vogsósum og Þórð Sveinsson frá Bjargi, er enn voru á lífi og þekktu gleggst til staðhátta á svæðinu til að koma saman heildstæðum uppdrætti. Og með stuðningi sveitarfélagsins og þolinmæði prentarans tókst að fullkomna verkið, sem nú hefur litið dagsins ljós. Á kortinu má auk þess sjá ljósmyndir af gömlu bæjunum.
Kort þetta þjónar a.m.k. tvennu; í fyrsta lagi að stuðla að varðveislugildi örnefnanna og staðsetningu minja frá fyrri tíð og í öðru lagi að minnka líkur selv-2á að verðmæti fari forgörðum vegna þekkingarleysis. Þá gefur uppdrátturinn ágæta yfirsýn yfir þróun byggðar í Selvogi. Sjá má hvar gömlu bæjunum hafði verið raðað ofan við ströndina. Verbúðir og fjárborgir voru við sjóinn og á milli lágu götur; kirkjugata og brunngata. Ofar má enn sjá leyfar af hjáleigunum.
Ætlunin er að fá sóknarnefnd Strandarkirkju í samvinnu við Biskupsstofu til að setja kortið upp við bílastæðið nálægt kirkjunnii til glöggvunar og upplýsinga fyrir hina fjölmörgu ferðamenn, sem sækja Selvog heim árlega.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Gefið hefur verið út minja- og örnefnakort fyrir Selvog í Sveitarfélaginu Ölfus. Undirbúningur og gerð Selv-1kortsins hefur staðið yfir um langt skeið, en í góðu samstarfi við „gömlu mennina“ og aðra kunnuga hefur tekist að ljúka verkinu.
Til hafa verið örnefnalýsingar fyrir Selvog, en þær eru mjög misvísandi. Þegar Kristófer Bjarnason frá Þorkelssgerði lést á síðasta ári [2010], en hann hafði farið með FERLIR nokkrum sinnum um svæðið, var ákveðið að fá þá tvo menn, Þórarinn Snorrason á Vogsósum og Þórð Sveinsson frá Bjargi, er enn voru á lífi og þekktu gleggst til staðhátta á svæðinu til að koma saman heildstæðum uppdrætti. Og með stuðningi sveitarfélagsins og þolinmæði prentarans tókst að fullkomna verkið, sem nú hefur litið dagsins ljós. Á kortinu má auk þess sjá ljósmyndir af gömlu bæjunum.
Kort þetta þjónar a.m.k. tvennu; í fyrsta lagi að stuðla að varðveislugildi örnefnanna og staðsetningu minja frá fyrri tíð og í öðru lagi að minnka líkur selv-2á að verðmæti fari forgörðum vegna þekkingarleysis. Þá gefur uppdrátturinn ágæta yfirsýn yfir þróun byggðar í Selvogi. Sjá má hvar gömlu bæjunum hafði verið raðað ofan við ströndina. Verbúðir og fjárborgir voru við sjóinn og á milli lágu götur; kirkjugata og brunngata. Ofar má enn sjá leyfar af hjáleigunum.
Ætlunin er að fá sóknarnefnd Strandarkirkju í samvinnu við Biskupsstofu til að setja kortið upp við bílastæðið nálægt kirkjunni til glöggvunar og upplýsinga fyrir hina fjölmörgu ferðamenn, sem sækja Selvog heim árlega.

Selvogur

Haldið var í Selvog til stefnu við mektarmennina Þórarinn Snorrason á Vogsósum og Þórð Sveinsson frá Bjargi í Selvogi.
Tilgangurinn var að undirbúa minja- og örnefnauppdrátt af Selvogi, en þeir tveir Selvogur-901eru þeir núlifendur er gleggst þekkja til staðhátta í Vogi. Eftir að hafa farið yfir örnefnalýsingar og frumuppdrátt af svæðinu var haldið í vettvangsferð. Í henni var m.a. komið við að Nesi, austasta lögbýlinu, og skoðuð fyrrum bæjarstæðin á jörðinni. Þau hafa nú flest verið sléttuð út, en eftir standa hólar í túninu. Þarna voru og tóftir þinghúss skoðaðar, auk leifa af kirkjugarði. Neðan við Beggjakot var Grásteinn skoðaður, en um er að ræða markastein á mörkum Bjarnastaða og Götu. Á hann er klappaður bókstafurinn „M“. Nokkra slíka markasteina má finna í Selvoginum, allt frá fjöru upp í heiði. Í leiðinni var auk þessa tækifærið notað til að staðsetja á uppdráttinn gömlu reiðleiðina (göngugötuna) í gegnum Voginn. Brunngatan í vatnsbólið í Nesi var sama gatan að Nesbrunnurhluta til. Önnur gata lá í gegnum Selvog ofan garðs (Fornagarðs). Upp frá þeirri götu lágu götur, s.s. frá Nesi, Bjarnastöðum (Guðnabæ) og Þorkelsgerði upp á Fornugötu á Hæðinni. Sú gata kom að austan og lá að Vogsósum. Að sögn Þórarins lá þjóðleiðin, Fornagata og Kirkjugatan frá Strönd, yfir Ósinn. Aðstæður eru þannig að „frá ósnum liggur beinn kafli áleiðis upp eftir, þá kemur beygja og síðan önnur (Alnbogi). Milli þeirra var vaðið yfir Ósinn. Engin varða né önnur ummerki eru þar við.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar (eftir Eyþór Þórðarson frá Torfabæ í Selvogi) segir m.a. um Nes: „Nes er austasta býli í Selvogi. Neshverfi eða Nestorfa var sameiginlegt heiti á Nesi og hjáleigunum þar. Einnig var hverfið nefnt Austurvogur Selvogur-902eða Austurvogshverfi. Af bæjarstæðinu í Nesi er eitthvert fegursta útsýni í Selvogi. Bærinn stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes. Stundum voru þar fleiri bæir [t.d. Bartakot, Þórðarkot, Erta, Beggjakot, Stóra-Leður og Litla-Leður]. Fyrrum mun hafa verið kirkja í Nesi og staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla. Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu.“ Síðan hefur legsteinunum verið skilað aftur að Nesi og Kristófer Bjarnason, fyrrum kirkjuvörður, komið þeim fyrir nálægt fyrrnefndum grafreit.
Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir m.a.: „Bjarnastaðir eru næsta býli fyrir vestan Nes. Grasteinn-1Bjarnastaðir ásamt hjáleigum kallast Bjarnastaðahverfi eða Miðvogur, og tilheyrir Gata einnig Miðvogi. Bærinn stóð á allbreiðum hól neðanvert við mitt tún.“ Í dag má sjá leifar bæjarins á fyrrnefndum stað. Í bókinni „Sunnlenskar byggðir“ má auk þess sjá teikningu af bænum eins og hann var undir það síðasta. Forvitnilegast við minjar á Bjarnastöðum má telja brunnana, bæði í Gerðinu og neðan þess, réttina ofan við kampinn, fjárborg á kampinum og lendinguna.
„Áður fyrr var byggð í Selvogi skipt í Austurvog, sem var fyrir austan kirkjuna, og Vesturvog fyrir vestan kirkju, þ. e. frá kirkju og vestur að Vogsósum. Þá var Þorkelsgerði í Austurvognum. Í Þorkelsgerði voru Austurbær og Miðbær, sem var tómthús. Vestan við Þorkelsgerði Grasteinn-2er Torfabær. Hver bær átti sín tún, sem kennd voru við þá  og voru áður fyrr girt með görðum, en í seinni tíð eru komnar girðingar í þeirra stað. Traðir eða götur voru milli bæjanna. Ævagamall túngarður liggur fyrir ofan alla byggðina; hann nær alveg austur undir vita og vestur að Vogsósum. Víða hefur fokið mjög að honum sandur, svo að hann er nær á kafi, en þó sést hann sums staðar. Hlið voru á garðinum heim að hverjum bæ, gjarnan kennd við bæina. Sagt er, að hliðin hefðu verið læst og grind í. Þorkelsgerðisbæir og Torfabær eiga hver sín tún, eins og fyrr segir, en land utan túns, í Selvogsheiði og fjalllendi er sameiginlegt. Landamerki milli Þorkelsgerðis og Götu eru þannig: Markhella, sem er klöpp í fjöru, þaðan í Markklett við túngarð, þ.e. jarðfastur Melborgklettur við Litlu-Götuhlið (M er bæði í klettinum og hellunni).“ Steinninn er enn á sínum stað, en orðinn allnokkuð gróinn.
„Fyrir vestan Torfabæ var hús, sem hét Melborg og var stundum í gríni kallað Geysir. Upp af Torfabæjartúni er Torfabæjarstekkur. Við stekkinn stendur Stekkjarvarða. Hún var mið fyrir Goltanga; átti hana að bera í Sundvörðuna á kampinum og í hæstu nípu á Björgunum (Svörtubjörgum). Austast í Götutúni er Grásteinn, jarðfastur steinn á merkjum.“
Þegar komið var á vettvang gekk Þórður beint að Grásteini. Í honum mátti, þrátt fyrir hvíta mosaglæðuna, sjá móta fyrir bókstanum „M“.
Tækifærðið var notað til að hnitsetja hinar fornu götur við og í Selvogi.
Frábært veður. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nes, Bjarnastaði, Götu, Þorkelsgerði og Eimu.
-Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi.
-Þórður Sveinsson frá Bjargi í Selvogi.

Herdísarvík

Konráð Bjarnason frá Þorkelsgerði í Selvogi skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 1999 um Selvog. Greinin bar yfirskriftina „Hér fer allt að mínum vilja“.
Konrad bjarnason„Höfundurinn hefur þá sérstöðu að hafa verið í vist um tíma hjá Hlín Johnson og Einari skáldi Benediktssyni á fyrsta ári þeirra í Herdísarvík. Með unglingnum úr Selvoginum og skáldinu tókust góð kynni og stundum fór skáldið á flug. Auk þess er hér rakin saga ábúðar og eignarhalds á Krýsuvík og Herdísarvík, en Einar átti þær báðar. Herdísarvík keypti hann með þremur Norðmönnum árið 1910.
Undur og býsn gengu yfir íslenska þjóð þegar hinn ríkisrekni fjölmiðill Sjónvarpið frumsýndi þann 26. desember 1998 leikrit sem unnið var upp úr harmsögulegu dómsmáli frá 1893 að Svalbarði í Þistilfirði. Í leikriti þessu eru glæpsamlegar sakir yfirfærðar frá sakborningum á heimilisfólk og embættismenn, þar með hinn unga þá setta sýslumann og dómara Einar Benediktsson, síðar skáldjöfur þjóðar sinnar. Nú vill svo til að undirritaður varð þeirrar blessunar aðnjótandi á árinu 1934 að eiga í fjóra mánuði þau Einar skáld Benediktsson og bústýru hans Hlín Johnson að húsbændum á eignarjörð skáldsins í Herdísarvík. Þá átti hann enn höfuðbólið Krýsuvík í Gullbringusýslu. Jarðir þessar áttu merka og litríka sögu.
Einar skáld Benediktsson er sagður hafa keypt Krýsuvík og Herdísarvík af Jóni Magnússyni 1908 ásamt Arnemann skartgripasala í Osló. Skömmu síðar fer fram sala og endurkaup milli sömu aðila sem Herdekki verður hér skilgreint nánar. En við allsherjarmanntal 1910 er eftirfarandi bókað: Krýsuvík ábúandi Jón Magnússon. Eigandi fyrrverandi sýslumaður Einar Benediktsson og 3 Norðmenn“. Einar virðist frá upphafi hafa verið eigandi að Herdísarvík. En það er ekki fyrr en 13. desember 1928 sem Einar skáld kaupir báðar nefndar jarðir af Arnemann fyrir 30 þúsundir króna.
Þórarinn flytur alfarinn frá Herdísarvík til Reykjavíkur á vordögum 1927. Næsti ábúandi þar varð Ólafur Þorvaldsson frá Ási við Hafnarfjörð. Þegar Ólafur fær vitneskju um að Herdísarvík sé laus til ábúðar fer hann á fund jarðareigandans Einars skálds Benediktssonar, sem þá er í Reykjavík, og semst með þeim um 5 ára ábúð í Herdísarvík eða til 1932. Ólafur var þá með ófullnægjandi búsetu að Sveinskoti í Hvaleyrarhverfi. Hann kom þangað ári áður frá 6 ára búsetu að Stakkhamri í Miklaholtshreppi með 200 fjár. Ólafur kaupir útigangsær Þórarins með lömbum og selur sauðfé sitt að vestan.
HerdisarÓlafur rekur útigangsfjárbú sitt í Herdísarvík frá haustdögum 1927 með vinnumanni sínum til vordaga 1928 að hann kemur þangað með fjölskylduna. Búskapur hans hefur verið farsæll í 5 ár þegar hann er enn ófarinn án framlengingar ábúðar eftir fardaga 1932. En um fyrrihluta júlímánaðar kemur eigandi jarðarinnar, Einar Benediktsson ásamt sambýliskonu sinni Hlín Johnson til búsetu þar. En Ólafur naut velvildar jarðeiganda og hélt búsetu fram að fardögum 1933 en með verulega aðþrengdu húsrými í gamla bænum þar til hús Einars skálds yrði fullbyggt.
Á bílum var fært að sumri í þurrkatíð frá Hrauni í Ölfusi og út í Selvog vegna þess að árið 1931 breikkuðu Selvogsmenn með handverkfærum hestagötuna frá Hlíðarenda og færðu hana ofar frá Hlíðarendahelli með stefnu á Selvogsheiði. Gamla leiðin lá um aldir niður Djúpadalshraun í Hlíðarendalandi og sunnan undir heiðinni allt til Hásteinaflags. HerdisaEn breikkaði vegurinn lá yfir heiðina, niður Pétursleiti vestan við Hellisþúfu og á gamla veginn vestan við Hásteinaflag. Þess vegna komst drossía á þurrum júlídegi niður að Miðvogstúngarði.
Var þetta síðla dags og vorum við þá nokkrir táningar komnir á vettvang og vitni að því er fararstjórinn, þéttur á velli með erlent yfirbragð, sté fyrstur út og kynnti sig sem Óskar Clausen. Hann væri kominn til Selvogs með skáldið Einar Benediktsson og æskti leiðsagnar að höfuðbólinu Nesi, sem var auðsótt. Þar með steig höfuðskáld þjóðarinnar ásamt föruneyti út úr bifreiðinni. Var þá fullljóst að ekki var ofsagt það sem áður var heyrt um glæsimennið Einar skáld. Hann var mikill á velli, með hæstu mönnum, höfðinglegur í fasi og frakkaklæddur. Eftir fylgdi kápuklædd kona og drengur nær fermingu. Þau fengu góðar móttökur og gistingu hjá Guðmundi bónda Jónssyni sem þá var fjárríkastur á landinu. Hann flutti Einar skáld og fjölskyldu næsta dag á hestum til Herdísarvíkur.
Einar BenedNokkrum dögum eftir komu Einars skálds og Hlínar til Herdísarvíkur verður ljóst að hún var tímabær í vel skipulagðri framkvæmdaáætlun sem gengur upp með því að nógur mannskapur er kominn á vettvang til uppskipunar á varningi miklum úr strandferðaskipinu Skaftfellingi. Hann fór svo nærri landi sem mest hann mátti svo stutt yrði með flutning á opnum báti í lendingarvör. Gekk greiðlega að koma farmi skipsins á land.
Mest fór fyrir tilsniðnum húsagerðarvið sem var einnig í fullgerðum einingum ásamt stórum þilplötum til klæðingar innanhúss og þakjárni. Einnig var þar mikil eldavél ásamt miðstöðvarofnum tengdum henni. Húsgögn og fyrirferðarmikið bókasafn skáldsins, mjölmeti til langs tíma og eldsneytisbirgðir. Flutningur af sjávarkambi til síns staðar fylgdi fast á eftir.
Sigurður Halldórsson yfirsmiður hafði veg og vanda af gerð hússins og úttekt efnis. Sala á búslóð og málverkum skáldsins gekk til innréttingar ásamt sparifé Hlínar. Óskráður gefandi timburefnis var Sveinn Magnús Sveinsson forstjóri Völundar og tengdasonur prófessors Haraldar Níelssonar. Haraldur var prestur í Laugarnesspítala og hjá ekkju hans þar átti Einar skáld húsnæðisathvarf 1930.
Húsi skáldsins var valinn staður við norðurtúngarð. Bændur og smiðir úr Selvogi komu til liðs við yfirsmið. Grunnur er lagður og hús reist á 6 vikna tíma og fullbúið 8. september 1932. Samtímis flytja Einar skáld og Hlín þar inn. Húsið er búið þeim þægindum sem staðhættir leyfa. Þar með hefur Ólafur og fjölskylda endurheimt allt húsrými gamla bæjarins.
Hlín, hin mikla húsfreyja innanhúss, hefur einnig allt framkvæmdavald utanhúss í Herdísarvík. Selvogsmönnum er ljúft að vinna fyrir hana aðkallandi verk. Þeir eru komnir á vettvang þegar hún þurfti á starfskröftum þeirra að halda.
HerdisarviEins og áður sagði hélt Ólafur búsetu fram að fardögum 1933. En þegar gamli bærinn er orðinn mannlaus lætur Hlín taka niður þök hans og innréttingar og flytja til endurnýjunar á húsum þeim er stóðu vestur af húsi skáldsins og austast byggja þeir upp veggjatóft í sömu stærð og fremri baðstofu gamla bæjar. Margir menn vinna það þrekvirki að bera í heilu lagi skarsúðarþekjuna og leggja niður á veggsyllur hinnar nýju tóftar sem verður alþiljað hús ásamt anddyri með risi. Gömlu rúmin eru þar uppsett meðfram veggjum og þar verður notaleg vistarvera fyrir þá sem eru í vinnumennsku fyrir húsbændur í Herdísarvík.
Nú er komið að nærmynd af skáldinu Einari Benediktssyni. Á sunnudegi í marsmánuði 1934 erum við 6 manns úr Selvogi lent á opnu vélskipi í ládauðum sjó við Helluna í gömlu vörinni undan Gerðinu í Herdísarvík. Við bindum skipið með landfestum og göngum eftir Dalnum heim að húsi skáldsins. Húsfrú Hlín kemur til dyra og formaður segir henni að hann hafi langað til þess að Heendurnýja góð kynni sín af Gerðisvör. Fær þetta góðan hljómgrunn hjá húsfrú sem býður okkur til stofu. Þetta er í eftirmiðdag og söngur frá útvarpsmessu hljómar. Skáldið situr í miklum leðurstól og hlýðir á sönginn. Hann er vel klæddur. Hann rís á fætur við komu okkar og er sýnt að stórpersónuleiki hans er enn í fullu gildi. Hann tekur okkur með ljúfmennsku, býður okkur sæti og að hlusta á messulok. Hann var fyrstur í Selvogi að eignast útvarpsviðtæki sem var þá mikið tækniundur. Hlín ber inn góðgerðir og skáldið gengur um gólf. Er sem hann endurheimti brotabrot af fyrri mekt.
HerdisarvikurbaerinnÁ vordögum 1934 er ég kominn til vistar hjá húsbændum Herdísarvíkur sem bera eindæma persónuleika. Áður en lengra er haldið langar mig að fram komi eftirfarandi samkvæmt vitneskju á ættaslóð 55 árum síðar: Ætt Einars skálds er flestum kunn en með það í huga að hann er sestur að búi í Strandarsókn má minna á að langafi hans, séra Benedikt Sveinsson, þjónaði sömu sókn í 10 ár með búsetu að Vogsósum og að móðir Benedikts var Anna Eiríksdóttir, alsystir Jóns hins stórgáfaða og fjölmenntaða prófessors, etasráðs og konferensráðs í Kaupmannahöfn. Sonur Benedikts, afi Einars skálds, var séra Sveinn, fæddur að Vogsósum 22. mars 1792.
Hlín var fædd 16. nóvember 1876 í Bárðardal í Lundarbrekkusókn og voru foreldrar hennar Arnfríður Guðrún Sigurðardóttir, þá 22 ára, og Jón, þá 25 ára, Erlendsson skálds og alþingismanns að Garði í Kelduhverfi, Gottskálkssonar. Jón nefndi sig Eldon, var skáld, fór til Vesturheims og var ritstjóri blaðs þar um skeið. Þau giftust ekki. En móðir Hlínar giftist bónda í Bárðardal og var hún með móður Herdissinni til 5 ára aldurs. Þá varð hún fósturdóttir móðurmóður sinnar, Guðrúnar Erlendsdóttur, bónda að Rauðá í Ljósavatnshreppi, Sturlusonar. Var Guðrún þá ekkja hjá dóttur sinni, ljósmóður að Sandhaugum í Bárðardal (alsystir móður Hlínar). Hlín giftist Ingólfi Jónssyni frá Jarlsstöðum í Bárðardal. Þau bjuggu fyrst í Eyjafirði, síðan í Kanada og síðast að Innrahólmi á Akranesi í 8 ár. Þá kom brestur í hjónaband þeirra og þau slitu samvistum. Þau áttu mörg myndarleg börn. Ingólfur var sagður röskur maður til allra verka.
Á nefndum vordögum 1934 ber það til tíðinda að búskapur hefur lagst af á höfuðbólinu Krýsuvík og útbýlum þess, þar með að Nýjabæ. Eigandinn, Einar skáld, situr að búi sínu í Herdísarvík og framkvæmdastjóri hans, Hlín Johnson, fær það viðfangsefni hvernig nýta megi hin gamalgrónu tún. Henni verður efst í huga búdrýgindi af heysölu til þéttbýlis þegar hún bjó að Innrahólmi á Akranesi. Ef það yrði endurtekið þurfti að gera akfæran veg frá Ísólfsskála til Krýsuvíkur. Hún fær Ogmundvitneskju um möguleika þess hjá manni er vel þekkti leið þessa. Hún gerir hann að verkstjóra vegagerðarinnar sem felst í því að breikka gamla veginn. Verkið reyndist erfiðast í Ögmundarhrauni en eftir það má þræða að mestu leyti melfláka til Krýsuvíkur. Hlín auglýsir eftir mönnum og velur úr stórum hópi tvo dugnaðarlega Arnfirðinga. Þeir koma til Herdísarvíkur og eru þar nokkra daga, einkum við að koma niður grænmeti í kálgarða. Þeir fara svo þaðan með verkstjóra sínum til vegagerðarinnar og verða þar oftast fjórir saman. Þeir hafa vagn og hest og vinna með skóflum og haka. Arnfirðingar komu ekki aftur til Herdísarvíkur. Vegagerðarmönnum Hlínar tókst að koma á bílfærum vegi til Krýsuvíkur í þann mund sem túnsláttur í Nýjabæ er tímabær laust fyrir lok júlímánaðar. Baðstofuhús Nýjabæjar er fyrir skömmu yfirgefið og þokkaleg vistarvera þeirra vegagerðarmanna sem nú ganga til heyskapar á velsprottnu túni. Um fyrrihluta septembermánaðar eru tún Krýsuvíkur fullsprottin. Ganga þá sömu heyskaparmenn til verks þar að viðbættum tveimur sláttumönnum frá Grindavík. Í Nýjabæ er aðsetur heyskaparmanna og afbragðs ráðskona sér um matreiðslu. Fullþurrkað hey er flutt frá Krýsuvík með vörubílum. Um arðsemi er ekki kunnugt en framkvæmdastjóri jarðeiganda, Hlín, fór með sigur af hólmi.
Stori nyibaerNú verður í knöppu máli minnst vistar minnar á sumardögum 1934 í Herdísarvík og umgengni við heimsborgaralega húsbændur. Ég naut nánast einn baðstofu húsnæðisins, fór á fætur á níunda tíma, gekk til húss skáldsins og inn um vesturdyr til hins virðulega eldhúss. Hlín hafði þá lokið bakstri á sínum óviðjafnanlegu flatkökum og morgunverður er lagður á eldhúsborðið. Hlín fer að mjólka kýr sínar en setur mér áður fyrir nokkur snúningsverk: sækja vatn í bæinn, kljúfa við í eldinn og stundum að vitja um silunganetið í tjörninni. En er kom að heimatúnslætti sló ég það með orfi og ljá en Hlín rakaði og saman unnum við að heyþurrkun og bindingu þess. Gott var að vinna fyrir og með Hlín sem ávallt ávarpaði mig með orðinu „gæskur“. Hún sagði mér frá harðri lífsreynslu sinni þegar hún bjó í Kanada og varð að reka nautgripi langar leiðir til vatns þegar frost náði 40 gráðum. Og hún sagði mér frá yndislegum dögum þegar hún átti heima í Buenos Aires í Argentínu þar sem stórbændur voru svo gestrisnir að gera ráð fyrir umframmat daglega vegna gesta. Margir Evrópumenn misnotuðu þessa rausn og urðu að iðjuleysingjum. Hún minntist þá oft á fiskimennina glaðlyndu sem komu syngjandi að landi með feng sinn og söngur þeirra minnti með ólíkindum á íslenskan kveðanda.
EiEinar svaf vel út en var oftast kominn á fætur uppábúinn um ellefuleytið. Hlín bar honum hádegismat í aðalstofu sem var léttur og fábrotinn og miðaðist við heilsufar. Skáldið drakk hvorki kaffi né te en matnum fylgdi eitt til tvö lítil staup af léttu víni sem geymt var í 30 lítra glerkeri í litlu búri. Hlín distileraði það og deyfði niður í Spánarvínsstyrk og bragðbætti það með ýmsum jurtum. Þar stóð kanna á borði og lítil staup tiltæk handa skáldinu til vínneyslu samkvæmt læknisráði. Aldrei gekk skáldið þar inn en var neytandi fyrir milligöngu annarra. Einar gekk á þurrviðrisdögum eftir hádegi uppáklæddur austur í Dal og Gerði. Hann hafði minnisbók í vasa ef áorkan vitjaði skáldsins. Einar hlustaði á útvarpið, einkum fréttir og tónlist. Það vakti athygli þegar tríó Þórarins Guðmundssonar lék sígilda tónlist að Einar tók undir með léttbarítónrödd sinni og oftast í þríundarharmóneringu við laglínu. Ekki var séð að Einar læsi bækur utan að líta í þær og þá einkum sínar eigin ljóðabækur sem voru nærtækar á borði. Ekki talaði Einar til þeirra manna er komu erinda eða til smáviðvika að Herdísarvík. Ekki minnist ég orðaskipta milli Einars og Hlínar í annarra áheyrn nema þá á ensku þegar þörf var á.
Skáldjöfurinn sem hafði í einför glímt við fyrirbærið mannlíf í litríkri orðgnótt var nú að ganga inn í einsemd mannlegrar hrörnunar með skuggum og skúraskini. Ég naut þess verðleika sem heimilismaður, ungur að árum og fámáll, að verða áheyrandi skáldsins þegar birti fyrir hugarsjónum Herdishans og augu tóku að gneista á ný. Ég man þegar skáldið ávarpaði mig fyrst. Það var sunnan við hús þegar ég bar þungar vatnsfötur frá vatnslind til bæjar og hann sagði: „Mér er illa við að sjá menn eyða orku sinni að þarflausu. Ég hef lengi vakið athygli á orku frá vindmyllu á húsþaki.“ Það er rigning og Hlín sinnir búgripum, skáldið hefur sest á stól í eldhúsinu. Einar spyr hvort ég vilji koma í krók við sig. Við krækjum saman löngutöngum og Einar segir að ekki þurfi að hlífa sér. Ég legg mig fram og dreg ekki kraftamennið Einar upp og hann segir: „Kallarðu þetta ekki gott af sjötugum manni?“ Þetta gæti hafa þjónað tilgangi. Við færumst nær hvor öðrum. Einar vill tala við áheyranda sinn og spyr hvaða hugmynd ég hafi um hjónabönd. Hann væntir ekki svars og segir dæmisögu: ,Þú sest niður á hné mér með mínu leyfi og ert í fangi mér og ég er ánægður með það um stund. En það kemur að því að mig langar til þess að standa upp en þá er ég háður öðrum um það.“ Eins og í framhaldi af sögðu segir skáldið: „Mér er illa við það sem ég kalla gúdtempler vegna þess að sjálfsákvörðunarréttur mannsins er dýrasta eign hans og ekki er leyfilegt að afhenda hann öðrum.“
Herdisarvik-800Einar skáld var fagurkeri og ekki sáttur við álappalegt göngulag svo og er varðaði skáldlega tilburði sem gætu verið vítaverðir. Fór með eftirfarandi dæmi því til staðfestingar: „Sólin gyllir fjöllin há; heldur svona myndarlega; ekki er Drottinn ennþá dauður og ekkert gerir hann kindarlega“.
Einn góðveðursdag í hægum norðanandvara erum við Einar staddir við norðurtúngarð nokkru austar húsinu. Hann var þá að koma úr göngu sinni austan úr Gerði og er vel upplagður. Hann lítur til sjávar og flytur eftirfarandi orðræðu á hljómfögru máli sínu: „Ég hef uppgötvað að hér blandast saman fjalla- og sjávarloft sem er heilsusamlegt. Hvernig getur maður nýtt sér það? Jú, það fyrsta sem þarf að gera er að fá sérfræðing sem undirritar yfirlýsingu um hið góða loftslag sem lengir lífið og auglýst verður í erlendum blöðum, einkum enskum því Englendingar vilja lifa sem lengst. Til þess að geta tekið á móti þeim þarf að byggja Sanatorium. Við höfum fiskinn úr sjónum, silunginn úr vatninu. „Hann segir svo, sem í annarri tóntegund: „Ég sé engan annan möguleika til þess að verða ríkur í þessu hundsrassgati.“ Mér varð ónotalega við niðurlag orðræðunnar.
Herdisarvik-801Hugstæðustu samskipti mín við skáldið í Herdísarvík áttu sér stað að kvöldi dags. Jón Eldon er ekki heima og Hlín er nýgengin út til að mjólka kýr sínar og ég er á leið út úr húsinu þegar Einar kemur úr aðalstofu og spyr hvort ég geti náð í staup fyrir sig. Ég hika, því þetta var ekki í mínum verkahring. Einar les hugsanir og segir: „Þú getur treyst því að hér fer allt að mínum vilja. Það mundi ekki skríða mús eftir gólfinu nema með mínum vilja. „Ég fór snarlega í búrið góða og kom aftur með velfullt staup í stofu Einars sem dreypir á veig og endurheimtir stórpersónuleika sinn. Hann tekur ljóðabók sína upp af borði og vill lesa fyrir mig kvæðið Kappsiglingu sem hann sé ánægður með. Hann býður mér að setjast í leðurstól sinn hinn mikla. Ég færist undan en Einar segir stólinn vera sér hversdagslegan og velur sér stól og les þar ljóð sitt fyrir þjón sinn með áhrifamikilli og hljómmagnaðri röddu sinni: „Á Foldina héldu út hástrengdar skeiðar / hafrastir liðu inn, djúpar og breiðar . . .“
Tveimur árum síðar, þegar Sigurveig Guðmundsdóttir kennari frá Hafnarfirði kemur í heimsókn til Herdísarvíkur ásamt Kristínu systur Einars hefur honum hrörnað svo að hann getur trauðla svarað spurningum nema með einsatkvæðisorðum.
Vist minni lauk í Herdísarvík við septembermánaðarlok en rétt áður varð ég meðreiðarmaður Hlínar til Hafnarfjarðar eftir veginum upp Selstíg og yfir Grindarskörð. Hlín átti þá erindi við bankastjóra og marga fyrirmenn. Hún spurði mig hvort mig vantaði ekki góð spariföt, sem var rétt, og að það kæmi sér vel fyrir sig og skyldi ég fara til Andersons Axels klæðskera að Aðalstræti 16 en hann var vinur hennar. Þar fékk ég vönduðustu föt sem ég þá hafði eignast. Voru þau að verðgildi helmings kaups míns og var ég mjög ánægður með þá málalyktan.
Einar Benediktsson - 800Mér varð augljós persónuklofningur Einars með hliðsjón af mesta tónsnillingi sögunnar, Mozart, sem hafði þá andhverfu við hina göfugu hljómgerð sína að hafa þörf fyrir lágreistan orðavaðal sér til jafnvægis. Einar skáld svaraði þeim er spurðu hann um andhverfu milli lífs og ljóðspeki hans: „Þegar ég orti var ég með viti en þegar ég lifði var ég vitlaus.“ Og hann áréttaði þetta í góðra vina hópi: „Í mér búa tveir menn; annar er séntilmaður en hinn er dóni en þeir talast aldrei við,“ þ.e. þeir voru aldrei samtímis í persónuleika hans. Á lífsbrautarferli mínum hefi ég verið víða minntur á tilvist skáldsins. Þar á meðal á stríðsári þegar ég í Vestmannaeyjum hlustaði í gegnum útvarp á hina frægu ræðu er séra Ólafur Magnússon flutti við útför skáldsins í Dómkirkjunni þann 26. janúar 1940.
Krys-800Ég átti heima að Falkoner Allé á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í tvö ár upp úr stríðslokum. Það var í næstu nánd við lúxusvillu Einars við Femte Juni Plads þar sem hann bjó í miklu athafnaveldi og lifði í gleði og samkvæmislífi í þrjú ár á því stórfé er hann fékk fyrir Títanhlutabréf sín uns auðæfi hans voru til þurrðar gengin.
Gamli bærinn í Herdísarvík 1928. Lengst til vinstri er alþiljuð baðstofa þar sem Einar svaf fyrst eftir að hann kom á staðinn, en í burstinni til hægri var stofa sem Einar fékk til umráða á meðan hús skáldsins var í byggingu. Ólafur Þorvaldsson bóndi í Herdísarvík varð á meðan að flytja sig í norðurbaðstofu, svefnstað vinnufólksins.

Fyrsta vitneskja um Krýsuvík er væntanlega sú er kemur fram í máldagaskrá um eignir Staðar í Viðey 1234 og tengd er Þorvaldi Gissurarsyni goðorðsmanni (1155­1235) stofnanda Viðeyjarklausturs og hverjir eigi að gjalda staðnum hvalreka, þar á meðal maður sá er í Krýsuvík býr. Og frá 1284 er til gjörningur milli Árna Þorlákssonar biskups og Runólfs ábóta í Viðey um fjórðung hvalreka í Krýsuvík og skal sá er þar býr senda mann til Viðeyjar þegar hval rekur áður en þriðja sól er af himni.
HerdisarvikurÁrni Helgason biskup í Skálholti frá 1304­1320 (systursonur Staða-Árna) setti máldaga Maríukirkju í Krýsuvík 1307. Og samkvæmt Vilchinsbók 1395 er eftirfarandi: Krýsuvíkurkirkja á heimaland allt. Herdísarvík, ítök í Þorkötlustöðum og hvalreka í Hraunsnesi. Skálholtsstaður á rekahlunnindi á Krýsuvíkur- og Herdísarvíkurfjörum. Verður því ekki betur séð en að nefndar jarðir séu þar með Krýsuvíkursókn. Fræðimenn telja þó að máldagi þessi sé efnislega eldri, allt frá 1275 í biskupstíð Árna Þorlákssonar (Staða-Árna).
Hverjir voru fyrstu ábúendur á kirkjujörðinni miklu? Svarið er óþekkt en vakin er athygli á eftirfarandi texta: Staða-Árni styrkti veldi sitt með kristnirétti 1273 og gleymdi ekki hagsmunum skylduliðs síns. Guðrún systir hans fékk að seinni manni Hafurbjörn Styrkársson stórbónda á Seltjarnarnesi og eignarmanns á Rosmhvalanesi og gat enginn á þeim tíma jafnast á við Hafurbjörn í peningaeign, híbýlum og búrisnu. Og bar biskup hann miklum orðrómi. Sonur þeirra hjóna var Þorsteinn Hafurbjarnarson (Hannes þjóðskjalavörður telur Krysuvikurkirkja-800hann lögmann um 1300). Árni biskup gifti hann bróðurdóttur sinni, Guðfinnu, dóttur Magnúsar Þorlákssonar sem hann setti að Dal við Eyjafjöll (með Guðfinnu, segir Hannes, fékk Þorsteinn eignir bæði í Rangár- og Árnesþingi). Þeim var fyrst fengin búseta í Mörk hinni efstu við Eyjafjöll. Þorsteinn dó 1325.
Grímur Þorsteinsson sonur þeirra mun vera fæddur á árunum 1275­1280. Hann var gerður riddari 1316. Hann verður lögmaður 1319 og hefur sýsluvöld í Dalasýslu. Hann er skipaður af konungi hirðstjóri í Skálholtsumdæmi 1343. Hann fór oft milli landa og þegar hann kemur að utan 1346 er hann með lögsögu fyrir norðan. Þá vekur athygli (skv. fornbréfasafni) að Grímur gefur um þetta leyti Viðeyjarklaustri reka allan fyrir hálfu Hraunslandi í Grindavík, þá eign sem Krýsuvíkursókn fékk með stofnun sinni 1307. Þess er getið að þegar Vilching biskup vísiterar Strönd í Selvogi 1397 er þar enn geymt biskupslíkneski sem Grímur riddari ætlaði bænahúsinu í Herdísarvík. Á þessu sést að Grímur hefur átt jarðir á Suðurnesjum, segir Hannes Þorsteinsson. Grímur var orðaður við það að hafa á síðustu árum sínum búið að Strönd, en miklu fremur hefur það verið í Herdísarvík. Grímur Þorsteinsson bjó fyrr í Strandakirkja-800Stafholti í Borgarfirði og tilgáta er um að kona hans hafi verið af ætt Hrafns Oddssonar hirðstjóra. Meðal barna þeirra var Sveinn Grímsson er bjó í Brautarholti á Kjalarnesi og átti dóttur Ívars Hólms Jónssonar. Sonur þeirra var Andrés Sveinsson sem átti Herdísarvík í Selvogi að áliti dr. Jóns Þorkelssonar og bjó þar þegar hann er meðal viðstaddra að Strönd 13. maí 1367 þegar Þorbjörn Högnason vitnar um eignir og hlunnindi Strandar. Hann varð síðar hirðstjóri og er hans getið í utanlandsferðum 1371 og 1387. Niðjar hans gætu hafa búið í Herdísarvík.
Á Bessastöðum 27. september 1563 leggur hirðstjórinn Páll Stígsson niður sóknarkirkjuna í Krýsuvík eftir beiðni Gísla Jónssonar biskups í Skálholti og að hún verði þar með útkirkja Strandar í Selvogi en Herdísarvík verði í Strandarsókn og samtímis verði jarðirnar Krýsuvík og Herdísarvík eignir dómkirkjunnar í Skálholti.
Ekki eru nafnkunnir ábúendur á Skálholtsjörðinni Herdísarvík á 16. öld utan Hávarður Jónsson tengdafaðir séra Odds Oddssonar að Reynivöllum í Kjós og þá á seinni áratugum aldarinnar. Á 17. öld miðri bjó þar Sigmundur Jónsson, oft nefndur í bréfabókum Brynjólfs biskups, og Jón Ingimundarson frá Strönd frá 1677 til láts síns laust fyrir 1700. Á 18. öld bjó þar meðal annarra Jón Ormsson langafi Ólafs bónda í Þorkelsgerði, Jónssonar. Á 19. öld bjó þar meðal annarra Eyjólfur Björnsson fyrrum hreppsstjóri að Háeyri og tengdasonur hans Bjarni Hannesson, hreppstjóra að Kaldaðarnesi, Einarssonar spítalahaldara þar, Hannessonar og Þórarinn trésmiður Árnason sýslumanns í Krýsuvík, Gíslasonar. Þórarinn bjó í Herdísarvík frá 1895 á jarðeign föður síns til láts hans 1898, svo á eign Jóns Magnússonar og frá 1908 bjó hann á eign Einars skálds Benediktssonar til 1927.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 9. október 1999, Konráð Bjarnason – „Hér fer allt að mínum vilja“, bls. 4-5.

Selvogur

Jökull Jakobsson ritaði eftirfarandi grein um Selvog í Fálkann árið 1964 undir yfirskriftinni „Sakna ég úr Selvogi“.
Selvogur 101„Dálítil þyrping húsa stendur þarna á yztu strönd, þar sem Atlantshafið beljar ár og síð. Hins vegar eru gróðurlitlir melar, holt og heiðaflákar, sandar og hraun unz landið að lokum rífur sig upp úr flatneskjunni og rís upp í fjallshlíð, þar eru útbrunnir gígar og fornar eldstöðvar, sumsstaðar hefur hraunelfurinn fossað niður hlíðina og storknað og minnir á vatnsfall, sem óvænt og skyndilega umbreytist i höggmynd. Þjóðvegurinn hlykkjast um sandflæmi og nakin holt, yfirlætislaus og mjósleginn að sjá ofan af hlíðarbrúninni eins og Drottinn allsherjar hafi fyrir vangá misst þráðarspotta ofan í steypuna, meðan hún var að kólna. Eldurinn hefur mótað þetta land og loftið ekki látið sitt eftir liggja, hér gnauða lotulangir vindar úr norðri. Fjórða höfuðskepnan hefur í fullu tré við hinar, sjálft Atlantshafið sverfur ströndina látlaust og eilíflega, oft getur að líta brimrótið líkast hækkandi brekkum svo langt sem augað eygir, brimgnýrinn öskrar í eyru svo ekki heyrist mannsins mál, oft rísa einstakir strókar upp með skerjunum eins og tröllaukinn geysir hafi gengið af göflunum. Og hér var þó útræði fram eftir öllum öldum. Það fer fjarska lítið fyrir þessum fáu húsum sem kúra þarna yzt á ströndinni í fullkomnu trássi við höfuðskepnurnar, einhvern veginn finnst aðkomumanninum, að hér sé þeirra leikvangur en ekki manna.
Við erum stödd í Selvogi. Hér hefur verið byggð allt frá því norskir skattsvikarar tyggðu þetta land Thorkelsgerdiásamt írskum þrælum, og því fer fjarri, að hér í Selvogi hafi þeir orðið að láta sér nægja að hokra, sem sem ekki tókst að ryðja lönd í breiðum dölum. Hér byggðu lögmenn og hirðstjórar fyrr á öldum og áttu þó völ á nafntoguðum höfuðbólum og kostaríkum héruðum sunnanlands og austan. í Selvogi hafði alþýða manna einnig nóg að bíta og brenna, þótt harðnaði í ári og kotbændur flosnuðu upp annars staðar ellegar bjuggu við sult og seyru, þegar harðindi og drepsóttir steðjuðu að.
— Í Selvogi var alltaf hægt að lifa kóngalífi, sagði mér síðasti bóndinn í Herdísarvík, og þar er enn hægt að lifa kóngalífi, bætir hann við. Þó hefur Selvogur orðið að hlíta þeim örlögum, sem dunið hafa á öðrum breiðari byggðum þessa lands undanfarna áratugi; fólki hefur fækkað svo Selvogur-222nemur við landauðn og að sama skapi er kreppt að þeim, sem eftir eru. Selvogur hefur löngum verið talinn afskekkt sveit, en þó er þess að gæta, að fyrrum lá hún í þjóðbraut. Bændur af öllu Suðurlandi fóru skreiðarferðir í kaupstaðina suður með sjó, og þá lá leiðin um Selvog.
Á Hlíðarenda í Ölfusi var löggiltur áfangastaður, og þaðan var talin dagleið að næsta áfangastað, Bleiksmýri í Krýsuvík. Og eftir að hinn sögufrægi og umdeildi Krýsuvíkurvegur varð að veruleika, þarf ekki að kvarta undan einangrun í Selvogi, hvort sem farið er austur eða vestur, er ekki nema þriggja stundarfjórðunga akstur til höfuðstaðarins og eru þó ýmis kauptún nær: Hafnarfjörður, Selfoss, Þorlákshöfn, nú er jafnvel hægt að aka sem leið liggur í Grindavík meðfram ströndinni. Hér Selvogur-223ættu því ekki að ríkja nein vandkvæði um aðdrætti. Þó hefur fólki fækað svo í hreppnum, að nú eru ekki eftir nema 40 manns og ungur þingmaður Árnessýslu hefur gert að tillögu sinni að sameina hreppinn Ölfushreppi. Ýmislegt er gert í því skyni að viðhalda jafnvægi í byggð landsins og stuðla að því að fólki þyki hag sínum betur borgið í heimasveit en á mölinni. Því þótti Selvogsbændum skjóta skökku við, þegar kaupfélagsstjórinn á Selfossi neitaði að sækja til þeirra mjólk, nema þeir hefðu minnst 70 kýr mjólkandi í fjósi. Taldi hann ekki borga sig að sækja mjólkina svo langan veg að öðrum kosti. Þó lét hann sækja mjólk á bæ, sem ekki er nema 14 kílómetra frá Selvogi, og fór því fjarri, að þar væru 70 kýr í fjósi. En Selvogsbændur neyddust til að bjarga sér sjálfir, þeir reyndu á Herdisarvik-gamli baerinntímabili að koma þar upp mjólkurbúi sjálfir, en reyndust of fáliðaðir. Nú byggist búskapur þeirra nær eingöngu á sauðfjárrækt, enda eru skilyrði til þess ákjósanleg og raunar óvíða á landinu betri.
Ólafur Þorvaldsson bjó síðastur bænda í Herdísarvík, sat jörðina frá 1927 til 1933, en varð þá að standa upp fyrir eigandanum. Einari skáldi Benediktssyni. — í Herdísarvík var gott að búa, sagði Ólafur mér, það er frábær útbeitarjörð, ég hika ekki við að segja langbezta beitarjörðin á Suðurlandi. Það er ekki nóg með, að það sé allt þeirra land, heldur fjaran líka, og þarna er engin flæðihætta. Að öðrum kosti hefði jörðin verið óbyggjanleg. Þá hefði þurft að passa að raka féð. Þarna voru slægjur engar, nema túnið, raunar voru þau tvö, eystra túnið gróið upp af sjófangi.
Einar BenOg útræði var í Herdísarvík allt frá fyrstu tíð og allar götur fram til 1922. Þar voru sjómenn í veri og þótti slíkt harðæði, að jafnvel Landeyingar sóttu þangað til sjóróðra. Árni sýslumaður Gíslason átti jafnan tvö skip í Herdísarvík, og var verstöð hans kölluð Krýsuvíkurbúð. En Árni sat í Krýsuvík, og þar er hann grafinn í framkirkju, raunar sá eini í kirkjugarðinum sem hvílir undir steini. Önnur leiði eru þar gróin og nafnlaus. í Herdísarvík er fremur veðursælt nema í norðanátt og þá getur orðið landbrim. Nú er Herdísarvík í eyði og þögnin geymir gömlu bæjarrústirnar við veginn, enginn dyttar lengur að grjótgarðinum, enda er hann víða hruninn og túnið í órækt. Þar stendur enn uppi baðstofa í gömlum stíl og önnur hús úr torfi, fjós, hlaða og Herdisarvik-nyja husidfjárhús. Athygli vegfarandans beinist þó fyrst að einlyftu timburhúsi, sem stendur þar í túninu og horfir til sjávar, nú er búið að negla hlera fyrir alla glugga og dyrnar eru harðlæstar. Viðirnir í húsinu eru sorfnir vindum og veðri. Í þessu húsi bjó skáldið Einar Benediktsson síðustu æviár sín. Maðurinn, sem þeytzt hafði milli heimsborganna, ort suður í Afríku drápur á íslenzku, selt norðurljósin og fossana, efnt til stórvirkjana og gullgraftrar, búið í glæstum salakynnum og umgengizt höfðingja og baróna, látið að sér kveða í landsmálum og stórpólitík og tekið þátt í kóngsveizlum, þessi maður hreiðraði u m sig hér í litlu húsi fjarri mannabyggð, á aðra hönd var beljandi hafið og á hina eyðileg fjöll og firnindi. Þá var hann kominn að fótum fram þegar hann settist hér að, Elli Selvogur-224kerling hafði komið honum á kné. Hugur hans, sem forðum hafði flogið um ómælisgeim í ljóðum og ræðu, var n ú tekið svo að förla, að hann þekkti ekki lengur suma vini sína nema endrum og eins. Hlín Johnson tók að sér hið aldna skáld og hlúði að honum, þegar skáldið og heimurinn höfðu skilið að skiptum. Hér í Herdísarvík veitti hún gömlum manni aðhlynningu. Það sagði mér kunnugur maður, að stundum hefði mátt sjá Einar Benediktsson staulast út úr húsinu á góðviðrisdegi og ganga fram á tún. Þar settist hann niður og tók upp úr vasa sínum blað og blýant, páraði á blaðið örfá orð og tók sér svo langa hvíld. Síðan skrifaði hann kannski eitt orð í viðbót, og enn varð langt hlé: Úr þessu urðu aldrei annað en hálfkveðnar vísur, vísnabrot, ef til vill hálf hending. Síðan reis skáldið upp af túninu, Selvogur-225hægt og seinlega og staulaðist til bæjar…  En hafið beljaði við ströndina eftir sem áður.
Einar Benediktsson dó árið 1940 og arfleiddi Háskólann að hinu mikla bókasafni sínu og svo jörðinni Herdísarvík. Ef til vill verður þar hressingarheimili fyrir prófessora, þegar fram líða stundir. Tæplega verður fitjað þar upp á búskap að nýju. Þótt byggð dragist saman í Selvogi, hækkar vegur Strandakirkju með hverju ári. Enginn veit með vissu, hvenær fyrst var tekið að heita á Strandakirkju en hitt er víst, að alla tíð hefur hún þótt bregðast vel við áheitum. Sagnir herma, að hún hafi upprunalega verið byggð fyrir áheit. íslenzkir farmenn á heimleið úr Noregi á skipi hlöðnu húsaviði villtust i hafi og fengu réttu stóra. Hrakti þá lengi og voru vistir þrotnar, en leki kominn að Selvogur-226skipinu, og fengu þeir ekki lengur varizt áföllum. Þá gerði formaðurinn það heit, að þeir skyldu byggja kirkju úr farviðnum, ef þeim auðnaðist að ná landi. Og leið nú ekki á löngu, áður en þeir fengu landkenning af Selvogi, en þar var foráttubrim með allri ströndinni. Þá sjá þeir veru alskínandi bera yfir brimgarðinn og sigldu þangað.
Þar var sund og sjólaust að kalla, og lentu þeir skipi sínu heilu og höldnu. Formaðurinn og hásetar hans létu ekki sitja við orðin tóm, heldur reistu kirkju á staðnum, en víkina kölluðu þeir Engilsvík, og heitir hún svo enn í dag. Rekamark Strandakirkju er A eða Á og hafa því ýmsir leitt að því getum, að formaðurinn hafi heitið Árni og sumir jafnvel haldið því fram, að hér hafi verið á ferð Árni biskup Selvogur-227Þorláksson, Staða-Árni. En allt er á huldu um menn þessa og þjóðsagan ein til frásagnar. Hins vegar er heitið á Strandakirkju enn í dag, ef mikið liggur við, enda er þessi fátæklega kirkja á eyðilegri strönd orðin ein auðugasta kirkja landsins. Á hún nú á fjórðu milljón króna í sjóði, og er það fé notað til kirkjubygginga víðsvegar um land. Í Strandakirkju eru ýmsir góðir gripir, kaleikur úr pápísku og messuhökull ævaforn. Þar er altaristafla máluð af  Sigurði málara.
Strandakirkja var annexía frá Vogósum. Þar sátu nafnkunnir klerkar á öllum öldum, en þekktastur var þó séra Eiríkur, galdrameistarinn mikli og eru af honum miklar sögur. Séra Eiríkur beitti þó aldrei galdrakunnáttu sinni til illverka, en ýmsar glettur gerði hann þó pörupiltum og þjófum. VogsosarFlestir munu kannast við söguna af piltunum, sem tóku hesta prestsins ófrjálsri hendi, en festust á baki þeirra, og tóku klárarnir sprettinn heim í hlað á Vogósum. Síðastur klerka í Vogósum var séri Eggert Sigfússon. Hann lifði alla ævi ókvæntur og barnlaus og þótti sérvitur og smáskrítinn. Til dæmis kom hann aldrei á hestbak í ein 40 ár. Á síðustu æviárum sínum flakkaði hann nokkuð um Árnessýslu…
Séra Eggert fór jafnan fótgangandi, því ekki fékkst hann á hestbak eins og áður er getið. Nálægt Kiðabergi er lækur einn, og eru tvö skref yfir lækinn. Séra Eggert hafði einni skinnsokk sem hann braut saman og geymdi undir barði; við lækinn, fór hann í sokkinn þegar hann þurfti yfir, en skildi síðan sokkinn eftir þangað til næst hann þyrfti á að halda. Eins og áður er getið, þótti Selvogur kostahérað mikið, enda bjuggu þar hirðstjórar og Selvogur-228lögmenn og efldust til fjár og valda. Þar var gnótt sjávarfangs og annarra hlunninda eins og berlega kemur fram í vísu sem Vogsósaprestur einn orti fyrr á öldum þegar hann kvaddi héraðið sárum söknuði: Sakna ég úr Selvogi sauða minna og ánna, silungs bæði og selveiði, en sárast allra trjánna. En ægilegur skaðvaldur átti eftir að eyða byggð í Selvogi, svo nærri stappaði, að hún lognaðist út af. Það var sandfok og uppblástur, sem fylgdi í kjölfar þess. Víðáttumikil graslendi urðu uppblástrinum að bráð, svo að til landauðnar horfði. Höfuðbólið Strönd lagðist í eyði og býli flest í kringum það, sumar hjáleigur þess tórðu þó. Nú er að mestu búið að hefta þetta gífurlega sandfok, en aldir munu renna, áður en jörðin er gróin sára sinna.
Selvogur-229Annar óvinur var sífellt nálægur, sem þó um leið var lífgjafi byggðarinnar. Úr Selvogi var sjórinn sóttur af kappi, og til dæmis um það má nefna, að kringum 1770 gengu 50 skip úr Selvogi og Herdísarvík. Síðasta og mesta sjóslysið í Selvogi varð fyrir rúmri öld. Þá fórst Bjarni Pétursson bóndi í Nesi skammt undan lendingu ásamt hásetum sínum, þrettán að tölu.
Í Þjóðólfi segir frá þessu slysi. Þar segir, að róið hafi verið í bezta veðri þann 19. marz og hafði verið setið stutta stund. Þá sjá þeir, er næstir voru landi, að blæjur eru dregnar upp til að vara róendur við því, að nú væri tekið að brima. Héldu menn nú að landi sem ó’ðast. Allir í Vesturvognum náðu landi slysalaust, en úr Austurvognum engir. Hreppstjórinn kom fyrstur að sundi Selvogur-230Austurvogsmanna, en sá sundið ófært og beið, ef hann sæi lag. í sömu andrá kom Bjarni frá Nesi og stefndi á sundið, hreppstjórinn varaði hann við og fleiri á skipi hans. Bregzt hverjum á banadegi, því Bjarni lagði óhikað á sundið, en allt í einu reis ógurlegur sjór, er braut allt skipið í spón og kastaðist marga faðma fram yfir það. Er aðrir á sjó sáu, hvernig komið var, sneru þeir frá og náðu landi í Þorlákshöfn, því veður var stillt og tóku þegar lendingu slysalaust, því engin mannleg hjálp var spörúð af þeim, er þar voru fyrir. Þá voru þar komin tólf skip af Stokkseyri og tvö af Eyrarbakka. Hér verður þetta látið nægja sem dæmi þess, að sjósókn úr Selvogi var engjnn barnaleikur, og varð þó minna u m slys í þeirri verstöð en víða annars staðar á landinu. Hins vegar eru það ekki einvörðungu Selvogur-231Selvogsmenn, sem hafa átt undir högg ægis að sækja á þessum slóðum. Aðkomin fiskiskip hafa oft strandað þarna, útlend jafnt sem innlend, togarar og flutningaskip, því ströndin er hættuleg, og þarf ekki að spyrja um örlög þeirra skipa sem steyta á skeri undan Selvogi. Oftast hefur þó giftusamlega tekizt um björgun áhafna, en einnig hafa orðið þar raunasögur.
Hér verður staðar numið og ekki sagt fleira frá þessu litla, en söguríka héraði við yzta haf. Þar sem áður bjuggu hirðstjórar og lögmenn á nafnfrægum höfuðbólum, eru nú aðeins eftir örfáir bændur og þrátt fyrir síma, véltækni, vegasamband og styrkjakerfi þykir örvænt um, að byggð haldist þar lengi enn. Þó skal engu um það spáð hér, hver veit nema í náinni framtíð eflist Selvogur að nýju.“

Heimild:
-Jökull Jakobsson – Fálkinn, 37. árg. 1964, bls. 18-20 og 34-35.

Miðvogsstekkur

Í heimsókn til Þórarins Snorrasonar á Vogsósum komu upp við undirleik slátursuðunnar vangaveltur um staðsetningu Bjarnastaðastekks í Selvogi. Þórarinn sagðist hafa skoðað örnefnalýsingar Götu og Bjarnastaða og skv. hans bestu vitund, með hliðsjón af nálægum örnefnum, gæti stekkurinn varla Þórarinnverið annars staðar en milli Snældhóla og Stóraklifs austan núverandi vegar niður að Selvogi. Ákveðið var í framhaldi af því að slá til og fara á vettvang, enda var veður hið ákjósanlegasta í kvöldhúminu, logn og haustangan.
Í örnefnalýsingu fyrir Götu segir m.a.: „Örnefnaskrá þessi er samin með hliðsjón af skrám eftir Gísla Sigurðsson, sem lesnar voru yfir með Eyþóri Þórðarsyni, Hraunbæ 56, Reykjavík. Eyþór er fæddur í Torfabæ í Selvogi 1898 og ólst þar upp. Hann bjó í Torfabæ til 1962. Skráð var að heimili Eyþórs 15. og 21. okt. 1980.
Gata er næst fyrir vestan Bjarnastaði. Landamerki Götu og Bjarnastaða eru: Mörk Götu og Þorkelsgerðis eru: Markhella, sem er klöpp í fjöru, þaðan í Markklett við túngarð, þ.e. jarðfastur klettur við Litlu-Götuhlið (M er bæði í hellunni og klettinum), þaðan í Markhól austan Stóra-Klifs, þaðan í miðjan Gjáardal, sem er dalverpi ofan vegar, þaðan í Svarthól og loks í Kálfahvamm í Geitafelli (ekki Kálfahvammsöxl). Tveir bæir voru í Götu, Stóra-Gata og Litla-Gata. Stóra-Gata stóð neðarlega í túni, u. þ. b. mitt á milli landamerkja, en Litla-Gata ofar og vestar, skammt frá landamerkjum Þorkelsgerðis, rétt við Markklett. Tún bæjanna eru kennd við hvorn um sig.
StóraklifVestast í fjöru er Markhella  á mörkum móti Þorkelsgerði. Upp frá fjörunni er Kampurinn, sjávarkampur, sem hér er kallaður Götukampur. Fyrir ofan hann er Grásteinn á merkjum móti Bjarnastöðum. Upp frá Kampinum liggur Götubryggja, garður, sem nær upp undir Stóru-Götu. Hann var gerður til að ganga á vetrum, en þá var oft tjörn fyrir ofan Kampinn.  U.þ.b. beint upp frá Stóru-Götu var brunnur bæjanna. Ofan við tún er túngarður, kenndur við Götu. Traðir liggja niður með merkjunum að austan. Göturás rann niður mitt tún, kom innan að. Vatn var í henni í leysingum, en var annars þurr.
Ofan túngarða tekur Selvogsheiði við, og er nefnd Miðheiði upp af Bjarnastöðum og Götu  og vestur um Torfabæjaland, en Útheiði eða Vesturheiði þar fyrir vestan. Fyrir ofan Götutún halda áfram Bjarnastaðaflatir, og á þeim eru Bjarnastaðahólar. Vestasti-Bjarnastaðahóll er í Götulandi og e. t. v. einnig Mið-Bjarnastaðahóll. Ofan við hólana var lægð eða flöt, sem nefnd var Skjaldbreið, en er nú orðin uppblásin og nefnd Grjót (ft.). Þar ofar var Bjarnastaðastekkur, alveg við mörkin í Götu og e.t.v.  í Útvogslandi. Sést fyrir honum enn. Við stekkinn var Stekkatún og Stekkatúns-flatir í kring. Þetta er við veginn niður að bæjunum.“
ÞórarinnÞegar á vettvang var komið sagði Þórarinn hólana fyrir ofan stekkinn heita Snældhóla. Á þeim austasta er varða. Um þriggja mínútna gangur er að stekknum frá veginum. Þegar að var komið var augljóst að þarna voru stekkjarleifar. Þær virðast í fjarlægð vera lágur, gróinn, hóll, en í nærsýn má vel sjá efstu lög veggja. Gott útsýni er frá stekknum heim að Bjarnastöðum. Neðar má sjá gömlu leiðina sem og vörðuna á Stóraklifi suðvestar. Neðar (sunnar) eru Bjarnastaðahólar.
Í fyrrnefndri örnefnalýsingu segir auk þessa: „Ofar eru tveir hólar, Grænshólar (G.S. nefnir þá Grenshóla). Við þá mun áður fyrr hafa verið gren. Umhverfis hólana eru Grænshólaflatir. Þar austur af er Fornagata í Bjarnastaðalandi. Mörkin milli Útvogs og Götu eru úr Markhól austan Stóraklifs í Þorkelsgerðislandi í miðjan Gjáardal, sem er kringlótt ker ofan við ferðamannaveginn út að Vogsósum, austur af Bjargarhelli. Milli Gjáardals og Torfdals er mjótt haft, líklega tíu metrar. Þar er Miðvogsstekkur í Götulandi. Línan liggur úr Gjáardal um þúfu á Götugjá.“
FERLIR skoðaði Miðvogsstekkinn s.l. vetur ásamt fleiri minjum á svæðinu (sjá HÉR).
ÞórarinnÍ örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir um þetta sama svæði m.a.: „Selvogsheiði tekur við ofan túngarða á Bjarnastöðum, og er kölluð Miðheiði upp frá Bjarnastöðum og vestur um Torfabæjarland, en Vesturheiði eða Útheiði þar fyrir vestan. Ofan Bjarnastaðatúns eru Bjarnastaðaflatir. Vestast á þeim ofan við hjáleiguna Klöpp var Litlavarða og Litluvörðuflöt. Eitthvað mun vera eftir af vörðunni. Ofar en Litlavarða var önnur varða ofarlega á Flötunum, kölluð Digravarða, Stóravarða eða Austurvogsvarða. Hún var Sundvarða fyrir Útvogssund.  Átti hana að bera í austustu Hnúkana. Við túngarðshlið Bjarnastaða byrjaði leiðin suður og lá upp heiðina. Spölkorn upp frá Flötunum eru Bjarnastaðahólar kringum Digruvörðu. Það eru þrír lágir hraunhólar. Vestasti hóllinn er í Götulandi, Mið-Bjarnastaðahóll e.t.v. einnig, en Austasti-Bjarnastaðahóll er í Bjarnastaðalandi. Eitthvað er eftir af grónu landi milli hólanna, sandurinn er ekki kominn þangað. Austur við Nesmörk er Fornagata, langur hraunhóll sprunginn eftir endilöngu. Á honum var Fornugötuvarða, sem nú er fallin, og kringum hann Fornugötuflatir.“
Allt framangreint má sjá enn.
Til að nota ferðina var stefnan tekin á Strandarkirkju. Í viðtali við Þórarinn fyrir nokkrum árum (sjá HÉR) hafði komið fram að hann hafði fyrrum farið sinna ferða á sauðskinnsskóm. Kirkjugatan millum Vogsósa og Strandarkirkju hefði verið u.þ.b. 1/2 klst löng. Rétt áður en komið var að kirkjunni hefðu gestir farið úr hversdagsskónum og sett spariskó á fætur sér. Það hefði verið gert við svonefndan „Skóstein“. Þrátt fyrir aðgát þá hafði skósteinninn sá ekki opinberast svo augljóslega. Skammt frá eru t.d. Fornigarður og Sveinagerði (sjá HÉR og HÉR).
Þórarinn gekk óhikað frá Strandarkirkju eftir sandorpinni götunni fyrrum, nú ósýnilegri, áleiðis að vörðu og áfram í gegnum seinni tíma tilkomna lúpínubreiðu. Þar staðnæmdist hann á klapparhrygg og sagðir: „Hér er það – þetta er skósteinninn. ÞórarinnHann er reyndar bara sléttbökuð klöpp, en hér skiptum við um skó á leiðinni. Kirkjan er þarna“, bætti hann við og benti í átt að henni. „Segja má að ég tilheyri þeirri kynslóð er brúar bilið millum gamla bændasamfélagsins hér á landi og þess nútíma, sem flestir þekkja nú til dags.“
Í viðræðum við Þórarinn kom m.a. fram mikilvægi örnefna fyrrum – þegar fé gekk sjálfala allt árið. Mikilvægt var að huga vel að því og þurfti þá oft að fara um lönd og heiðar til eftirlits. Sérhver hóll og sérhvert kennileiti hafði þá nefnu svo auðvelda mætti eftirlitið eða bregðast við ef þurfa þótti. Benti hann sem dæmi á „ómerkilegan“ hól efst í Vogsósalandi að austanverðu, svonefndan Hatthól. „Hvers vegna Hatthóll?“, var spurt. „Af því hann er eins og hattur í laginu“, var svarið, enda það augljósasta þegar betur var að gáð. „Svona var um mörg örnefnin, þau komu til af sjálfu sér, líkt og Snældhólar, þ.e. snældulaga hólar.“
Seinna verður rakið áhugavert viðtal við Þórarinn um tilurð og gildi örnefna fyrr á öldum.
Hnit voru tekin á „Skósteininum“ líkt og á Bjarnastaðastekknum.
Frábært veður. Sjá meira HÉR um nágrennið.

Heimildir m.a.:
-Þórarinn Snorrason á Vogsósum.
-Örnefnalýsing fyrir Götu.
-Örnefnalýsing fyrir Bjarnastaði.Þórarinn

Strandarkirkja

Í Lesbók Mbl 20. febr. 1993 ritar Konráð Bjarnason grein,  „Sending af hafi jarðskjálftasumarið 1896“. Greinin fjallar m.a. um hús í Selvogi, sem voru byggð úr einstakri himnasendingu – strandreka. Konráð var áður búsettur í Hafnarfirði, ættfræðingur og fræðimaður, en hefur leitað heimaslóðanna á efri árum.

Arnarbæli

„Þann 13. nóv. sl. gaf að líta eftirfarandi fyrirsögn og frétt í MBl: „Prestsbústaðurinn á Arnarbæli í Ölfusi var brenndur til grunna fyrir skömmu. Það voru slökkviliðsmenn í Þorlákshöfn sem stóðu að brunanum og notuðu tækifærið til æfinga í slökkvistörfunum. Eldurinn sást víða að enda stóð húsið á hæð og var hið reisulegasta. Það var byggt upp úr aldamótunum síðustu og var tvílyft hús á háum grunni.“ Svo mörg voru þau orð. Ekki svo ókunnugleg þó í ljósi reynslunnar síðustu aldarmisserin.
Á náttúruhamfaraárinu 1896 riðu skelfingar yfir að kvöldi hins 26. ágúst með ógurlegum jarðskjálfta er lét eftir sig í fyrstu lotu mörg hundruð hruninna bæja, einkum í uppsveitum Rangár- og Árnesþings. ekki var þetta nóg því nýjar skelfingar dundu yfir Skeið, Holt og Flóa, en minni háttar í Ölfussveit.. Um kl 2 aðfaranótt sunnudagsins 6. september reið yfir Ölfussveit voðalegur kippur sem felldi til grunna 24 bæi og 20 stórskemmdust. Meðal þeirra bæja var prestsetursbærinn að Arnarbæli.“
NeshúsUm þetta leyti strandaði skip utan við Selvog. Nær hádegi hafði drifið að strandstað flestalla vinnufæra menn í byggðalaginu, en þeir voru allmargir um þessar mundir. Það bakti mikla forvitni Selvogsmanna á leið til strandsstaðar með hvaða hætti strand þetta hafði borið að í nær dauðum sjó og góðviðri… að þessu sinni var sýnt að ævintýri hafði gerst á strandstað. Skip hafði komið af hafi undir fullum seglum hlaðið unnum góðviði til húsagerðar fyrir hina fjölmörgu nærsveitunga er stóðu yfir föllnum bæjarhúsum sínum niður í grunn sinn. Skipverjar gengu nær þurrum fótum til lands eftir flúðum er komu upp á fjöru…
Þegar Gísli hreppstjóri hafði rætt við skipsstjóra farskipsins var Selvogsmönnum sagt eftirfarandi: Skipið hét „Andrés“ og var frá Mandal í Noregi, á leið til Reykjavíkur með timburfarm til húsagerðar þar. Var þetta stórfarmur af unnum við, einkum panelefni. Þegar skipið nálgaðist Ísland kom mikill leki að því sem jókst og varð óstöðvandi þrátt fyrir að handdælur væru nýttar til hins ýtrasta. Skipverjar voru komnir að niðurlotum þegar þeir voru á móts við Selvog og vonlaust að n´fyrir Reykjanes. Tók skipstjóri til þess örþrifaráðs að sigla skipi sínu á grunn með stefnumið á Strandarkirkju þar sem sjór sýndist kyrrastur. Háflæði var og kenndi skipið grunns á flúðunum vestanmegin Strandarsunds.“
HlíðarendiByrjað var á því að færa skipshöfnina til lands og hlúa að henni. Þá tóku við björgunaraðgerðir farmsins. „Farmur á þilfari var fyrst borinn upp fyrir fjörukamb vestan Vindásbæjarrústa. Þar voru einkum tré er voru borin á öxlum tveggja manna. Þá komu plankar sem tveir báru og smáplankar, gólfborð, skífuborð, listar og mikið magn af plægðum viði eða panel. Svo virðist sem mestum hluta farmsins hafi verið bjargað óskemmdum á fyrstu dögum eftir strandið vegna þess hversu ládautt var. Á sama tíma var einnig bjargað silgingarbúnaði, áhöldum, tækjum og kosti. Honum uppborna viðarfarmi var staflað í aðgreind búnt eftir tegundum og síðan breitt yfir hann. Nokkuð af viði laskaðist í strandinu og var því safnað í hrúgur og selt samkvæmt sölunúmeri eins og annar viður. Hið verst farna fékk söluheitið hrak.“

Hlíðarendi í Selvogi - sögufrægt mannvirki

Uppboðið á varningnum var haldið 5. nóvember 1896. „Þegar uppboðsþing var sett var ljóst að fjölmargir væntanlegir kaupendur voru mættir á uppboðsstað. Þeir hafa komið úr mörgum hreppum Árnessýslu og víðar að en flestir úr Ölfushreppi. Þeir hafa þegar kynnt sér það sem í boði var og við blasti á malarkambi. Þeri hafa komist að raun um að hér var í boði nýr girnilegur húsbyggingarviður unninn til uppbyggingar á hærri, rýmri og betri húsakosti, en dreifbýlisfólk hafði átt að venjast hingað til. Timbrið var auk þess líklegt til að standa af sér eyðingaröfl þau er nýgengin voru yfir. Þeir sem komnir voru á strandstað með það í huga að byggja hús, allt að tveggja hæða, hafa tekið með sér smið og vinnumenn. Og þeir væntu þess óefað að gera góð kaup á rekafjörunni… Þeir sem stórtækastir voru á uppboðinu, sem stóð í tvo daga, voru stórhúsbyggjendurnir Þorbjörn í Nesi í Selvogi, séra Ólafur í Arnarbæli, Jón hrepstjóri á Hlíðarenda og Jakob í Auðsholti…“ Þessi menn byggðu tvílyft hús úr nefndum húsagerðarviði. „Hús þessi vitnuðu um stórhug og metnað byggjenda sinna og gegndu menningarhlutverki hvert á sínum stað. Þau eru nú fallin, utan eitt, Hlíðarendahús.
(Sjá meira um Hlíðarenda undir Þorlákshöfn).

Heimild:
-Konráð  Bjarnason – Sending af hafi jarðskjálftasumarið 1896 – Lesbók MBL 20. febr. 1993.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.

Þorlákshöfn

Ætlunin var að fylgja Kjartani Óskarssyni, þaulkunnugum, eftir um strandlengjuna frá Þorlákshöfn að Nesi í Selvogi. Kjartan, sem fæddur er 1946, er uppalinn í Nesi í Selvogi, auk þess sem hann hefur gegnt vitavarðastarfi í Selvogsvita frá árinu 1962. Víst var að ýmislegt myndi bera á góma – og ekki allt fyrirséð.
Ummerki eftir landgræðslunaSamhliða því að fylgja bergbrúninni var rakin gamla þjóðleiðin minni Þorlákshafnar og Selvogs. Hún er vörðuð svo til alla leiðina. Önnur gömul þjóðleið, Suðurleiðin, er allnokkru ofar í heiðinni, en ætlunin að ganga hana fljótlega frá Þorlákshöfn að Strandarhæð ofan við Selvog. Í Sögu Þorlákshafnar segir m.a.: „Gata lá frá Þorlákshöfn út í Selvog. Lá hún norðan undir klapparhól, sem ber við loft frá Þorlákshól séð. Á hól þeim stóðu Þrívörður. Þær eru nú fallnar. Nokkru norðar frá Þorlákshól í stefnu rétt sunnan við Selvogsheiði er stór varða, sem heitir Smalavarða, ekki við neina götu. Frá Þorlákshöfn í stefnu norðan við Hnúka á Selvogsheiði var götuslóði sem hét Lyngheiðarvegur. Við götuna upp að Hlíðarenda, en hún er litlu vestar en núverandi vegur, eru innan við Unubakka þrjú vörðubrot á klapparhól. Þær heita Hlíðarendavörður. Þær sjást greinilega frá veginum. Fleiri vörður eru meðfram götunni, samanber Hlíðarenda.“
Frá Þorlákshöfn út í Selvog voru áætlaðir 15 km, en þeir reyndust 16.7 þegar á leiðarenda var komið. Vilji menn göngutúr þótt regn sé á, þá má ætla að þessi leið sé heppilegust til þess arna af öllum kortsins leiðum, því að ströndin er vissulega stórfengleg í úðvaða brimi og slagveðri. En hættulaust er ekki þótt jafnlent sé, því að menn freistast til að skoða skúta og klettaskorur. Hvorugu var til að dreifa að þessu sinni, því hvorki rigndi né reyndu þátttakendur að stinga tám fram af bjargbrúninni – þótt oft hefði verið ærin tilefni til.Í Keflavík
Þorlákshöfn á land að sjó, austan frá Miðöldu í Hraunsmörkum, vestur að Þrívörðum í Selvogsmörkum. Strandlengjan ofanverð austan við Þorlákshöfn er sendin. Elzta nafn á allri þessari sandströnd (austan Þorákshafnar) er Vikrarskeið, samanber Laxdælu, en heitir nú Skeið eða Skeiði, og Hraunsskeið enn austar.
Vestan Þorlákshafnar er ströndin í fyrstu grjótvarin, en utar tekur við standberg í sjó fram. Bergið er hæst ofan við Keflavík og Háaleiti, en þegar nær dregur Bjarnavík og Álum austan við Selvogsvita lækkar bergið til  muna.
Í örnefna
lýsingu fyrir Þorlákshöfn segir m.a. um þetta svæði: „Í nestánni fyrir sunnan Sporið er Hafnarvarða. Var hún hlaðin mjög stór, enda við hana miðaðar fiskileitir. Nú er hún hrunin að mestu, en viti, Þorlákshafnarviti, reistur við hlið vörðunnar. Frá Hafnarvörðu liggur ströndin í vestur, og hækkar smám saman. Vestan vörðunnar er vik nokkurt sem heitir Vörðukriki. Um fjöru verður þar dálítið lón. Það heitir Þanglón. Suðaustur frá Hafnarnesi, sem nefnt verður síðar, er blindsker eða grynning nokkuð frá landi, og heitir Kúla. Þar er um 12 faðma dýpi.
Vestur frá Hafnarvörðu, sem í daglegu tali var nefnd Varða, og oftast með greini, er mjög mikil stórgrýtisurð með sjónum vestur að Hafnarbergi. Stórgrýti þetta heitir Urðir. Klappabrún milli Urða og sjávar heitir Flesjar. Var það nafn einkum notað þegar við það voru miðuð fiskimið. Meðfram Urðum eru nokkur sker rétt upp við land. Aðeins eitt Hraunreipi í Hafnarbergiþeirra hefur nafn, það heitir Flesjasker. Það er rétt vestan við Vörðukrika. Austarlega á Urðum er mjög stór, flatur klettur, og hallast upp að minni klettum. Hann heitir Latur. Það fór mjög eftir veðri og sjó hve mörg áratog þurfti til að róa Lat fyrir Geitafell. Einstígur heitir þar sem ströndin hækkar, svo að verður hreint standberg, sem sjórinn hefur ekki náð að hlaða stórgrýti upp á, eins og hann hefur gert á Urðunum. Vestur frá Einstíg er Þorlákshafnarberg, eða Hafnarberg, en af heimamönnum oftast nefnt Berg. Það nær vestur að Keflavík. Austantil er Bergið með mörgum nefjum og básum, nafnlausum. En er vestar kemur, er langt á milli nefja og lítil[s]háttar fjara undir berginu. Þar heitir Langibás. Upp af miðjum Langabás er allstór varða um 200 til 300 metra frá sjó, á hól og er 18 m há. Hún heitir Langabásvarða. Vestan við Langabás er nef, sem í bókum og kortum er nefnt Hellrar og Hellranef, en ég hef ekki fengið það staðfest af kunnugum. Steindrangar tveir, um 1,5 m á lengd og um 0,5 m í þvermál, nefndir Bræður, lágu á Bergsbrúninni vestan við Hellranef. Annar þeirra reis upp á endann í ofsabrimi snemma á árinu 1918. Voru fiskileitir miðaðar við hann árum saman. En nú er hann aftur lagstur útaf. Nú verður allstór bás í bergið, og vestan hans nef sem heitir Þyrsklingsnef, en líka nefnt Tittlingsnef.  Það er sama nefið og Hálfdan Jónsson nefnir Mávagnýpu í lýsingu Ölfushrepps 1703. Þessi tvö nef standa bæði á löpp yst og gat gegn um þau. Þau eru mjög lík að stærð og útliti. [Sjórinn færir steinbörg auðveldlega til á berginu. Á göngunni mátti sjá mörg þeirra, og sum mjög stór, sem eiga eftir að ferðast talsverða vegarleng innan skamms tíma]. Vestan við Þyrsklingsnef verður stórt vik inn í ströndina, allt vestur að Þrívörðum, sem eru í mörkum Þorlákshafnar og Selvogs. Vik þetta heitir Keflavík, og þó aðallega miðbik þess. Vestantil við Þyrsklingsnef heita Sigfjörur. Þar er svolítil fjara undir berginu, og verður að síga eftir því sem þar berst á land.
Myndanir á HafnarbergiFyrir vestan Sigfjörur er krosssprunginn klapparhóll fram á bergsbrúninni. Hann heitir Hlein. Ofan við Hlein eru nokkrir klapparhólar, en annars er Sandurinn jafnlendur. Vestan við Hlein, í sjálfri Keflavík í þrengri merkingu, lækkar ströndin, berg er ekki, og fært niður í fjöruna. Þar er allmikill fjörugróður. Vestantil á Keflavík eru nokkur smávik inn í ströndina. Þau heita í heild Básar. Sumir þeirra hafa nöfn, Bakkabás, Bjarnastaðabás, Þorgrímsstaðabás.  Í Básunum höfðu ábúendur jarða þeirra sem nöfnin benda á, rétt til sölvatekju, segir Þórður J. Símonarson frá Bjarnastöðum, en rétt til að hirða smærri spýtur, fyrir að bjarga stærri reka undan sjó, segir Björn Sigurðsson, sem lengi var vinnumaður í Þorlákshöfn.“ Kjartan sagði ströndina, einkum bergið, gróft og harðgert. Þegar einstök svæði þess voru skoðuð í smærra samhengi virtist það töfrum hlaðið. Og það þrátt fyrir að bæði Þrívörðum og Hlein hefði nú verið raskað; þær fyrrnefndu af mönnum og þeirri síðarnefndu af sjávarguðinum og öldum hans.
Myndanir í HafnarbergiStrandlengjan frá Þorlákshöfn vestur á Selatanga er að mestu óröskuð og frábær gönguleið sem allt of fáir fara um. Í ljós koma að á þessari leið er fjölmargt að skoða, bæði falleg og merkileg náttúrufyrirbæri en einnig sögulegir staðir. Líklega má sjá á þessari leið allar útgáfur hraunreipa, sem til eru hér á landi, horfa á hvernig hvert litbreytilegt hraunlagið hefur hlaðist ofan á annað og sjórinn hefur náð að fletta ofan af þeim, hverju á fætur öðru, auk þess sem landnemaplöntur með öllum sínum litbrigðum setja skrúðugan svip á annars svarleitt basaltið. Þar er skarfakálið einkar áberandi, auk þess sem sáð hefur verið melgresi í sanflákana ofan bergsins. Það breytir litum líkt og annar gróður er hausta tekur.
Áður en lagt var stað var
gott að rifja upp stutta sögn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”. Þjósagan segir frá því að landnámsmaður í Selvogi hafi þurft að gera ráðstafanir til að verjast ágangi fólks, en seinni tíma ágangur – og öllu alvarlegri – átti eftir að herja á sveitina.
Sandurinn sem er á svæðinu ofan bergsins hefur að megninu til borist upp úr fjörunni austan byggðarinnar í Þorlákshöfn, en talið er að hluti áfoksefnanna sé komin frá Ölfusárós. Sandur hefur borist þaðan með austanvindi, vestur undir Selvogsheiðina og alla leið vestur í Selvog.
Hafnarberg - Bjarnavík framundanEftir 1950 var byrjað að sá melgresi og bera á kambinn sem liggur með sjónum austur frá þorpinu. Kamburinn var þá grýttur og nokkuð sléttur í sjó fram. Melgresið fangaði megnið af sandinum sem barst upp úr fjörunni og með því móti byggðist upp mikill sjóvarnargarður sem nú bindur milljónir rúmmetra af sandi og stöðvar hann megnið af sandinum sem berst upp úr fjörunni svo sandskriðið vestur eftir er hætt að mestu. Hinsvegar er gríðarlegt magn af sandi á vestanverðu svæðinu frá því að sandburðurinn upp úr fjörunni var óheftur og á hann eftir að valda erfiðleikum á uppgræðslusvæðinu. Af ummerkjum, svo sem stefnu sandskafla og lögun steina sem sandfokið hefur slípað til, má ráða að meginstefna sandskriðsins sé til suðvesturs og út í sjó.

Upphaflega var sandsvæðið umhverfis Þorlákshöfn girt árið 1935. Lengd girðingarinnar var 21,8 km og friðaði hún um 7.800 ha. Umsjónaraðili er garðyrkjustjóri Þorlákshafnar. Landgræðslugirðingin náði frá Ölfusá að Nesvita í Selvogi. Hún lá til austurs frá Hamraendum, sunnan við Hraun og fyrir ofan sandana, neðan við Hlíðardalsskóla, Breiðabólsstað, Litlaland og Hlíðarenda, yfir Selvogsheiði og til sjávar austanvert við Nes í Selvogi.
Fyrstu árin þar á eftir voru litlar sem engar aðgerðir. Árið 1952 var hafist handa við gerð skjólgarða á leirunum austan við þorpið, því mesta sandfokið kom þaðan. Skjólgarðarnir drógu úr sandskriði en yfirborð landsins milli garðanna lækkaði svo nú er þar oftast vatn. Undanfarin á hefur einkum verið sá í nágrenni við fyrirhugaðan Suðurstrandarveg vestab Þorlákshafnar.
Fyrstu árin eftir þetta átak var sáð melfræi í sjávarkambinn þar sem unnt var fyrir grjóti en hann var þá nokkuð sléttur í sjó fram. Ennfremur barst fræ frá varnargörðunum sem festi rætur í sjávarkambinum. Þarna hefur melgresið byggt upp einn merkasta sjó og sandvarnargarð hér á landi, margra metra háan, er bindur milljónir rúmmetra af foksandi.
Á HafnarbergiJafnframt því sem unnið hefur verið að því að stöðva fokið frá fjörukambinum og leirunum austan Þorlákshafnar, hefur verið lögð áhersla á sáningar næst þorpinu. Einnig hefur gróður verið styrktur við norðurjaðar áfoksgeirans, þ.e. á nyrsta hluta uppgræðslusvæðisins.
Árlegur kostnaður Landgræðslunnar við heftingu sandfoks umhverfis Þorlákshöfn hefur að meðaltali verið um tvær til fimm milljónir króna þar til 1996 og 1997 er kostnaður varð nærri 20 miljónir. Auk aðgerða Landgræðslu ríkisins hefur Ölfushreppur unnið að margháttuðum uppgræðsluaðgerðum í næsta nágrenni þorpsins.

Landgræðsla á sér langa sögu í Þorlákshöfn. Reyndar hafa verið ýmsar tegundir plantna og ólíkum aðferðum beitt við uppgræðsluna. Fyrir liggur því allgóð reynsla sem nú er unnið eftir. Hér verður aðeins drepið á nokkrar þeirra aðferða sem beitt hefur verið og árangur þeirra.
Án efa er melgresi sú tegund sem lang best dafnar á sand svæðinu. Engin planta heftir sandfok eins vel og melgresið, né stenst veðráttuna við suðurströndina betur. Melgresið safnar í sig foksandinum og myndar ýmist breiður eða Eftirlegurennireið á Háaleitimelhóla. Sandlagið þykknar smásaman þar sem melgresið vex og verða hólarnir oft 3-5 m háir. Yfirleitt kemur að því að hólarnir verða óstöðugir og vindur tekur að rífa sand úr hliðum þeirra og melgresið lætur undan síga.
Nauðsynlegt hefur reynst að bera áburð á melsáningar í nokkur ár eftir að sáð er. Einnig hefur þurft að bera árlega á þau svæði þar sem sandágangurinn er mestur, t.d. kambinn milli þorpsins og Ölfusárósar.
Árið 1989 var gerð tilraun með sáningu á 60 kg af lúpínufræi með TF-NPK. Fræinu var dreift á vestanverðu landgræðslusvæðinu. Flogið var með norðrurjaðri sandsvæðisins og síðan beygt til suðurs í átt að sjó. Fræið spíraði seint en lúpína er nú að breiðast út þar sem fræinu var dreift. Á síðustu árum hefur lúpínu verið plantað víða umhverfis Þorlákshöfn. Árangurinn af því er allgóður, en eftir á að koma í ljós hversu ört lúpínan breiðist út. Árið 2001 var gerð tilraun með að bera á 75 hektara, með dráttarvélum, út frá vegstæði Suðurstrandarvegar og skilaði sú dreifing góðum árangri þar sem áborið svæði var mun gróskumeira en óáborin svæði.
DuflKjartan upplýsti að fyrir tiltölulega fáum árum hefði ofanverð strandlengjan verið endalausir sandflákar, en eftir að svæðið var girt af og sáð hafði verið í það hefði orðið gerbreyting á.
Þegar leiðin er gengin eru framangreind þögul uppgræðslan annars vegar og hávaðasamt sæhljóðabergið hins vegar – hvorutveggja ágengir athyglisveiðarar. Ef báðir eru hunsaðir um stund má sjá ýmislegt, sem ella afmissist, s.s. hniðjur, rek og rekavið, einstaka fornfálegt leikfang, glerkúlur, plastkúlur, belgi, dufl og skótau frá ýmsum tímum.
Kjartan upplýsti að fyrir tiltölulega fáum árum hefði ofanverð strandlengjan verið endalausir sandflákar, en eftir að svæðið var girt af og sáð hafði verið í það hefði orðið gerbreyting á.
Vestan Þorlákshafnar eru allt of sýnilegar minjar þriggja tilrauna með laxeldi og hörrækt. Starfsstöðvarnar standa þar nú sem minnismerki, ein af mörgum, um misheppnaðar mótvægisaðgerðir í atvinnumálum þjóðarinnar. Önnur slík minnismerki um allt land eru refabúin. Líklega verða virkjanir og orkuveitur önnur slík þegar til lengri framtíðar litið – því augljóst virðist, er gengið er um svæði það sem að ofan greinir, að orkuöflun framtíðarinnar verður Flak Varðar ofan við Álafyrst og fremst með nýtingu frumefnanna, þ.e. lofts, ljóss og vinds. Þegar einhverjum gáfumanninum dettur það í hug munu spretta upp liltar heimilsorkustöðvar er gera munu hápsennumöstur og -jarðstrengi óþarft með öllu.
Jæja, við fyrrverandi Þrívörður var talið tilefni til að staldra við og skoða örnefnalýsingu austasta bæjarins í Selvogi, Ness. Þar segir m.a.: „
Þá er komið að Þrívörðum, þar sem voru þrjár vörður á berginu á landamerkjum Selvogs og Þorlákshafnar. Þær eru nú horfnar. Um Þrívörður er bergið farið að lækka og hægt að ganga þar niður um skörð, en bunga er milli þeirra og Háaleitis. Fyrir austan Þrívörður tekur við Keflavík. Þar átti Hjallakirkja reka.
Vestar er Sigbás. Þar var eggja- og fuglatekja á bletti. Háaleiti er þar sem bergið er hæst. Á því var varða, sem lengi vel var haldið við af sjómönnum úr Þorlákshöfn. Varðan var höfð fyrir mið. Fyrir framan heita Forir eða Háaleitisforir. Þar var mikill fiskur og sótt þangað bæði úr Þorlákshöfn og Herdísarvik.“ Til gamans má geta þess að á Háaleiti trjónir nú háleitt markmið einhvers bílstjóra, sem (ekki) hefur náð lenga og skilið ökutækið þar eftir. Hlaðið hefur verið umhverfis það, væntanlega úr fyrrnefndu kennileiti.
Kjartan við Selvogsvita„Austan við Bjarnavík er Viðarhellir undir berginu. Þar var mikill reki. Gat er í bergið yfir  hellinum og hægt að síga niður í hann. Bjarnavík  er allbreitt vik í bergið, og er djúpt þar. Eyþór heyrði sagt, að Bjarni riddari hefði haft þar legu fyrir skip.“
Viðarhellir sést ekki ofan af bergbrúninni, einungis frá sjó. Kjartan sagði færeyskan kútter hafa strandað í vikinu 1930. Þrjátíu manns hefðu verið um borð og hefðu nokkrir þeirra farist. Þá hafi mb. Helgi Hjálmarsson úr Reykjavík rekið þar upp nokkru seinni. Þrír menn hefðu verið um borð. Tveir, skipsstjórinn og óbreyttur, komust að Viðarhelli, en sá þriðji hvarf í hafið. Lík hans fannst við Eyrarbakka nokkru síðar. Hinir tveir gátu klifrað upp á bjargbrúnina og lögðu berfættir af stað til Þorlákshafnar. Annar þeirra, skipstjórinn, hefði fest fót sinn í fjörunni, en félagi hans aðstoðaði hann upp á bjargbrúnina og áfram til bæjarins. Félagar í björgunarsveitinni hefðu klifrað niður og skoðað hellinn, en slíkt væri ekki á færi aukvisa.
„Nokkuð austur af Bótum [Austari bót og Vestari bót] heita Gren (ft.). Þar var tófugren við kampinn. Þar eru klappir og urð, grenjalegt land. Heita Álar þar fyrir austan. Það eru geirar á milli klappa í fjöru, þang og þari í. Þar er útgrynni farið að minnka. Tekur bergið að lækka úr því, og engin fjara er undir. Nokkru austar en Álar er klettur fram í sjó, sem kallast Nípa.“
Ofan Ála, allangt ofan strandar, er stórt járndufl. Kjartan sagði það hafa rekið upp í fjöruna 1970. Þá hafi verið gerður leiðangur að því og verðmæti hirt af því. Líklega hefði verið um eitthvert Faxaflóaduflanna að ræða, sem slitnað hefði frá festum. Í óveðrinu mikla, sem gekk yfir þetta landssvæði árið 1991, hefði það flotið spölkorn inn á heiðina.
Reglur um komur gesta í vita landsins 1910Ofan við Ála er Hvítisandur og Hvítasandshóll, að sögn Kjartans. Áður var þarna skeljasandur, en eftir að svæðið var ræktað upp hvarf hvíti liturinn að mestu. Ekki er að sjá skeljasandsfjöru í Álunum.
Ofan við Álana eru leifar af mb. Verði frá Reykjavík. Báturinn fór þar upp 1956, sennilega 18. febrúar. Fimm menn voru um borð. Þeir fórust allir. Lík tveggja bátsverja fundust, en leifar þriggja skipsverja hafa aldrei fundist, þrátt fyrir mikla leit dögum saman eftir slysið. Báturinn hafði verið í Þorlákshöfn, en farið þaðan í afleitu veðri, en líklega orðið fyrir vélarbilun og þá rekið upp á ströndina. Í óverðinu 1991 brotnaði hluti (skutur) bátsins og rak upp yfir kampinn. Kjölstykki má sjá þar skammt vestar.
Þegar komið var að Selvogsvita varð rödd Kjartans innilegri (honum þótti greinilega vænt um vitann). „Á Selvogstanga var reist 15 m há járngrind árið 1919. Á hana var látið 3,3 m hátt ljóshús og 200° díoptrísk 1000 mm linsa og gas-ljóstæki. Inn á milli hornstoða grindarinnar var komið fyrir steinsteyptri gashylkjageymslu en efst undir svölum var skýli utan um stiga upp í ljóshúsið. Vitinn var sömu gerðar og Stokksnesviti sem reistur var árið 1922. Eftir aðeins rúm 10 ár var vitinn orðinn svo ryðbrunninn að nauðsynlegt reyndist að byggja nýjan vita.
Árið 1930 var byggður 15,8 m hár vitaturn úr steinsteypu. Ári síðar voru sett á hann ljóshús, linsa og gasljóstæki járngrindarvitans og hinn nýi Selvogsviti tekinn í notkun. Árið 1987 voru veggir ljóshúss endurnýjaðir. Vitinn var raflýstur ári síðar og settur á hann radarsvari.“ Nú er ljós látið loga á vitanum af öryggisástæðum en radíósendir efst á honum er þó það sem mestu máli skiptir nú orðið.
Stóra-Leður - kotbýli frá Nesi - Nesbærinn fjærKjartan, sem er með lyklavöldin, opnaði hurð vitans. Innanvert birtust undraverkin. Eftir að hafa útskýrt hvernig þrívarin vörn hans virkaði var haldið upp grámálaða tréstiga, hvern af fætur öðrum. Fyrir fólk, sem gengið hafi 17 km, var það sumu þrekraun. Efst trjónaði „djásnið“, ljóskúpullinn, sem prýtt hafði gamla vitan utar á ströndinni. Sköpunarár hans varð 1917, komið á járngrind 1919 og síðan hífður upp í núverandi vitaturn 1930. Útsýnið úr turnkrónunni, yfir Hafnarberg annars vegar, og Selvog hins vegar er, er og verður eftirminnilegt.
Kjartan sýndi þátttakendum einkar áhugavert plagg – og sennilega einstakt núorðið. Á því stóð; „REGLUR um komur gesta í vita landsins: Vitaverðum er heimilt að veita gestum leyfi til að skoða vitann á tímabilinu frá því hálf stund er liðin frá sólaruppkomu þar til hálfri stundu fyrir sólarlag.
Tóftir Snóthúss - Selvogsviti fjærGestir skulu, áður en þeir fara inn í vitann, rita nöfn sín, og heimili í gestabók vitans. Eigi mega þar koma fleiri en 3 gestir í senn. Skulu þeir, áður en en þeir ganga upp í vitann, þurrka vandlega af fótum sér á gólfmottunni; bannað er að rita eða roispa nöfn eða annað á veggi og rúður. Gæta ber og þess, að enginn snerti við nokkru því, er til vitatækjanna heyrir. Gestirnir mega ekki vera í blautum utanyfirfatnaði né hafa með sér stafi, regnhlífar, svipur eða annað því um líkt inn í vitann: Bannað er að reykja tóbak, svo og að hrækja, nema í hrákadalla. Neftóbak má eigi hafa um hönd í ljóskerinu. Hundar og kettir mega ekki koma inn í vitann.
Ölvuðum mönnum og óhreinlega til fara er bannað að koma í vitann.
Einhver vitaþjónanna skal ávallt vera gestunum í vitanum og ber honum að koma kurteislega fram við þá og skýra þeim frá öllu, sem þeir óska um vitafærin, en um fram það er honum ekki heimilt að veita óviðkomandi mönnum neina vitneskju um rekstur vitans.
HVarðaða gatan milli Selvogs og Þorlákshafnarverjum gesti ber að greiða vitaþjóninum 25 aura fyrir ómak hans.
Í stjórnarráði Íslands 3 maí 1910 – Björn Jónsson (vitundarvottur; Jón Hermannsson).“
Ekki er vita til þess að reglurnar frá 1910 hafi verið numdar úr gildi, enda kannski eins gott því bæði var hundur (tík) með í för, þátttakendur með stafi og engin gólfmotta til staðar.
„Á kampinum við Nesvita var bær, sem hét Snjóhús. Þegar hann man eftir, voru öll hús fallin, en kálgarðar voru í tóftunum, kallaðir Halldórsgarðar. Þar sem vitinn stendur, ganga klappir fram í sjó, og heitir þar Snjóhúsavarða. (Í skrá G. S. eru ýmsar myndir nafnsins tilfærðar: Snjóthús-, Snóthús-, Snjóhús-, Snjóshús- og Snjólfshúsvarða.) Eyþór man eftir vörðunni þarna; á henni var sundmerki. Selvogsviti var reistur fyrst framarlega á klöppunum, en síðar færður ofar, þangað sem hann stendur nú. Eldri vitinn var stálgrindarviti, en nýi vitinn er steyptur.
Skammt austan við Snjóhúsavörðu taka við klappir, og þar austur af eru Bætur. Þær eru þrjár, Vestastabót, Miðbót og AFornigarður vestan Selvogsvitaustastabót. Var talað um að fara „austur á Bætur“. Á Bótunum var skorið þang til eldsneytis og beitt fé.“
Snóthúsavarða er horfin, en enn má leifar af Fornagarði liggja að henni, en varðan átti að vera austurmörk garðsins. Innan hans,nær ströndinni, vestan vitans, er gróinn hóll, leifar Snjóthúss, eins af 10 kotbýlum í Neslandi (1703).
Frá túngarði í Nesi liggur sjávarkampur austur að vita.  Hlaðinn garður er á honum, en hann nær ekki alla leið.
Neshverfi eða Nestorfa var sameiginlegt heiti á Nesi og hjáleigunum þar. Einnig var hverfið nefnt Austurvogur eða Austurvogshverfi. Af bæjarstæðinu í Nesi er eitthvert fegursta útsýni í Selvogi.  Bærinn stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes . Stundum voru þar fleiri bæir.
Fyrrum mun hafa verið kirkja í Nesi og staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla. Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu.“
Á leiðinni var gengið um Nestúnið, framhjá fyrrum bæjarstæði Litla-Leðurs og Stóra-Leðurs. Minjar síðarnefnda kotbýlisins er verulegar á meðan þess fyrrnefnda hafa verið „túnsléttaðar“. Vestar má sjá leifar Bartakots og Þórðarkots. Kjartan sagðist muna enn eftir baðstofunni í Þórðarkoti. Vestar er tóftir Klappar í Bjarnarstaðarlandi:
Að ofanverðu við Nes má sjá vörðuröð. Þar kemur fyrrnefnd gata frá Þorlákshöfn niður í Selvog. Venjulega tók um 4 klst að ganga leiðina, sem virðist furðu bein af þjóðleið að vera.
Að lokinni göngu bauð frú Sigríður, eiginkona Kjartans, þátttakendum í íslenska kjötsúpu á veitingastað þeirra hjóna í Selvogi. Þar voru málin og enn og aftur reifuð (meira síðar).
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þorlákshöfn.
-Örnefnalýsing fyrir Nes.
-Vitar á Íslandi.
-Saga Þorlákshafnar.
-Kjartan Óskarsson.Hafnarberg ofan Bjarnarvíkur

Selvogur

Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því.

Víghólsrétt?

Þórður Sveinsson sagði nýlega frá því að Selvogsbóndi einn hafi misst frá sér kind við Hásteina. Hún hafi síðan fundist í skúta skammt vestan við þá. Áður höfðu þrjár kindur horfið sporlaust á þessu svæði. Þær fundust síðar af tilviljun þegar maður einn var að ganga skammt vestan við girðinguna, sem þar er (var). Bein kindanna lágu framan við hellisop og virðast þær hafa fennt þar í kaf. Hvar opið er eða hvað er fyrir innan opið er ekki vitað. Ætlunin var m.a. að skoða svæðið.
Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því.
Í Örnefnaskrá fyrir Nes segir m.a.: „Nesstekkur var vestan við Víghólsrétt, en hún er austan við Stóruvörðu, sem er ofarlega á Bjarnastaðaflötum. Nesstekkur er við mörk Ness og Bjarnastaða. Víghólsrétt er við Víghól, sem er svolítil hæð.  Við Nesstekk er Nesstekkatún. Stekkir voru þarna í röð yfir landið, austast Nesstekkur, þá Bjarnastaðastekkur og Útvogsstekkur. Prestskrókur er milli Nesstekkjar og Víghólsréttar.  Það er slægjublettur, og hefur prestur slegið þar einhvern tíma. Þar var PrestGapiskróksvarða, nú dottin niður.
Ofar en Víghóll er Fornagata. Á Fornugötu mætast göturnar frá Vogsósum  og neðan úr Selvogi, s.s. frá Þorkelsgerði og Bjarnastöðum. Hún er við götuslóðann austur á Sand, í slægjulöndin. Fornagata er bæði í landi Ness og Bjarnastaða, liggur yfir mörkin.“
Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir um þetta svæði umhverfis Bjarnastaðaflatir: „Ofan Bjarnastaðatúns eru Bjarnastaðaflatir. Vestast á þeim ofan við hjáleiguna Klöpp var Litlavarða og Litluvörðuflöt. Eitthvað mun vera eftir af vörðunni. Ofar en Litlavarða var önnur varða ofarlega á Flötunum, kölluð Digravarða, Stóravarða eða Austurvogsvarða. Hún var Sundvarða fyrir Útvogssund.  Átti hana að bera í austustu Hnúkana. Við túngarðshlið Bjarnastaða byrjaði leiðin suður og lá upp heiðina.
Spölkorn upp frá Flötunum eru Bjarnastaðahólar kringum Digruvörðu. Það eru þrír lágir hraunhólar. Vestasti hóllinn er í Götulandi, Mið-Bjarnastaðahóll e.t.v. einnig, en Austasti-Bjarnastaðahóll er í Bjarnastaðalandi. Eitthvað er eftir af grónu landi milli hólanna, sandurinn er ekki kominn þangað.
Austur við Nesmörk er Fornagata, langur hraunhóll sprunginn eftir endilöngu. Á honum var Fornugötuvarða, sem nú er fallin, og kringum hann FRétt við Fornugötuornugötuflatir.“
Í örnefnalýsingu fyrir Götu er getið um Bjarnastaðastekk o.fl.: „Fyrir ofan Götutún halda áfram Bjarnastaðaflatir, og á þeim eru Bjarnastaðahólar. Vestasti-Bjarnastaðahóll er í Götulandi og e. t. v. einnig Mið-Bjarnastaðahóll. Ofan við hólana var lægð eða flöt, sem nefnd var Skjaldbreið, en er nú orðin uppblásin og nefnd Grjót (ft.). Þar ofar var Bjarnastaðastekkur, alveg við mörkin í Götu og e.t.v. í Útvogslandi. Sést fyrir honum enn. Við stekkinn var Stekkatún og Stekkatúnsflatir í kring. Þetta er við veginn niður að bæjunum.“
Að þessu sinni var lagt af stað frá Fornugötu sunnan Fornugötuhliðs, gengið suður fyrir klapparhæðina þar sem gatnamótin á götunni eru, annars vegar til vesturs og austurs og hins vegar til suðvesturs niður að Selvogi. Nokkru sunnar var stefnan tekin til vesturs, að Víghól og áfram inn á og yfir Bjarnastaðaflatir. Mikil landeyðing hefur orðið á neðanverðum flötunum og neðan þeirra. Ekki var unnt að greina mannvirki á þeirri leið, þ.e. frá svonefndri Víghólsrétt. Nokkrar grónar vörður, sem fyrrum hafa verið allstórar, eru á ofanverðum Bjarnastaðaflötum, s.s. Digravarða. Ekki er óvarlegt að ætla að Nesstekkur geti verið Fornagata við Strandarhæðtvískipt tóft norðan í Fornugötu, örskammt vestan við gatnamótin. Sú tóft hefur ekki verið skýrð og hennar virðist ekki vera getið í örnefnaskrám. Ef þetta er Nesstekkur er hann í Neslandi, svo til alveg við mörkin.
Komið var í fjárstekknum Gapa og haldið inn á Fornugötu ofan hans. Gatan sést þar vel í holtinu. Hún liggur skammt norðan við Bjargarhelli. Litið var inn í hellinn, en götunni síðan fylgt áfram til austurs. Komið var að grónum hvammi og liggur gatan norðan hans. Hlaðið er í götukantinn ofan við hvamminn. Skammt suðaustan við hann er annar gróinn hvammur, sem eflaust hefur verið ágætur áningarstaður fyrrum þegar langar lestir manna og skepna liðuðust um hæðina. Þarna sunnan við götuna er rétt. Líklega hefur hún verið notuð sem aðhald þegar reka þurfti fé þessa leið. Skammt austar og norðaustar eru allnokkrar vörður, líklega á landamerkjum.
Fornugötu var fylgt áfram til austurs, en stefnan síðan tekin upp með girðingunni fyrrnefndu á mörkum Ness og Bjarnastaða. Henni var fylgt upp að efstu Hásteinum. Ætlunin var að finna skúta þann eða helli sem Þórður Sveinsson hafði sagt frá vikunni áður. Þegar komið var upp fyrir Hásteina mátti sjá hlaðið aðhald norðvestan við þá. Tóftir eru og undir hæsta Hásteini. Eftir stutta göngu til vesturs var komið að litlu jarðfalli og skúta. Þar gæti verið um að ræða skúta þann sem fyrr var nefndur. Innihaldið gæti vel rúmað 10 kindur. Vestan við hann var hlaðið skjól, líklega refaskyttu. Varða var þar skammt frá, yfir greni. Á bakaleiðinni var gengið fram á nokkur merkt greni. Nýleg fótspor voru eftir ref frá vestanverðum Hásteinum með stefnu á Strandarkirkju.
Annað jarðfall fannst nokkuð suðvestar, í sömu fjarlægð frá girðingunni og sá efri. Gróið var umhverfis, en inni var rými fyrir 15-20 kindur. Engin bein sáust í eða við framangreinda skúta, en nokkur mold var á gólfum beggja.
Gangan tók 3 klst og 3 mín. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nes, Bjarnastaði, Þorkelsgerði og Götu.