Færslur

Strandarkirkja

Sveinn Sigurðsson fjallaði um heimsókn í Selvog í Eimreiðinni árið 1948 undir fyrirsögninni “Heimsókn á helgan stað”.
Strandarkirkja-251“Helgisögnin um verndarengil sjómannanna, þann er birtist á ströndinni í Selvogi, er ævagömul. Enginn veit, hve gömul hún er. En eina dimma ofviðrisnótt á hafinu rak skip fyrir stormi og stórsjó upp að þessari strönd. Skipverjar vissu ekki, hvar þeir voru, en þeir treystu guði og báðu hann verndar, í skilyrðislausu trúnaðartrausti, eins og börn. Foringinn hét að láta reisa þar kirkju sem þá bæri að landi, ef þeir fengju að halda lífi. Og sjá! Framundan rofaði til, frá einhverri annarlegri og undursamlegri birtu. Þeir sáu land fyrir stafni. Og engill stóð á ströndu í ljómandi birtu þess bliks, sem af honum stafaði. Það blik vísaði sjómönnunum leiðina gegnum brim og boða — og þeir komust heilu og höldnu til lands. En á hólnum ofan við víkina, þar sem engillinn birtist, var síðan reist kirkjan til dýrðar honum, sem leitt hafði sjómennina hrjáðu og hröktu heila að landi — og í þakklætisskyni fyrir bænheyrsluna og verndina. En víkin, þar sem bjarta veran birtist, neðan Strandarkirkju, heitir síðan Engilsvík.
Strandarkirkja-552Eitthvað á þessa leið er helgisögnin um það, hvernig Strandarkirkja í Selvogi varð til. Um aldir hefur verið heitið á þessa kirkju, þegar hætta var á ferðum. Þau áheit voru og eru gerð af farmönnum og fiskimönnum, sem um höfin fara, og einnig af öðrum, sem á landi lifa og sjaldan eða aldrei koma á sjó. Menn og konur úr öllum stéttum heita á Strandarkirkju. Og mjög er sú trú útbreidd og almenn, að gott sé á hana að heita. Enda nema áheitin orðið mikilli upphæð á íslenzkan mælikvarða. Og nú er Strandarkirkjuhóllinn að verða fjölsóttur staður. Menn fara þangað pílagrímsferðir á öllum árstímum, en einkum þó á sumrin. Og þær ferðir munu aukast mjög, þegar vegurinn um Krýsuvík og Selvog er fullgerður.
Ég kom í Strandarkirkju 8. ágúst, á þessu sumri, í fyrsta sinn. Við vorum sjö í hóp — og veðrið var fagurt. Einn úr hópnum var fæddur á Vogsósum og hafði alizt þar upp bernskuárin, en farið ungur utan og ekki vitjað þessara bernskustöðva í hálfa öld — fyrr en nú. Ferðin varð honum því sannnefnd pílagrímsför — en okkur hinum einnig. Það varð ekki komizt hjá því, að Við yrðum þess vör, er við nálguðumst hólinn, þar sem kirkjan stendur hvít og látlaus — og einmanaleg, — að við vorum að koma á helgan stað. Og þegar inn í kirkjuna kom, varð þessi helgikennd enn ákveðnari. Strandarkirkja-553
Altaristaflan í Strandarkirkju er eftirmynd altaristöflunnar í Reykjavíkurdómkirkju, og stendur á henni ártalið 1865. Í horni töflunnar standa stafirnir S. G., en Sigurður Guðmundsson málari gerði myndina. Á silfurskjöld, sem festur er á umgerð myndarinnar, standa þessi orð á latínu: »Sit tibi nomen Jesu pectori infixum”, að því er bezt varð séð, e n letrið er ekki vel skýrt. Sé rétt lesið, myndu orðin út leggjast eitthvað á þessa leið: „Nafn Jesú sé greypt í brjóst þér ” eða „nafn Jesú sé þér fast í huga”. Er taflan falleg, þó að myndin sé ekki tiltakanlega vel máluð, enda ef til vill eitthvað máð af raka, sem gætir nokkuð í kirkjunni, svo sem bezt mátti sjá í gluggakistúm. Á kirkjulofti fundum við gamla hreppsnefndargerðabók frá árunum 1885—’89, með margskonar fróðleik, og ætti bók sú heima Þjóðskjalasafninu, og verður vafalaust þangað send úr kirkjunni áður en langt um líður. Þá höfðu og leiðin í kirkjugarðimim á hólnum, þar sem kirkjan stendur, sína sögu að segja, þó að leiðarvísar um þau væru alltof fáir.
Bílvegurinn í Selvog, um Ölfus og vestur Selvogsheiði, var greiðfær í sumar nema síðasti kaflinn, stuttur spölur, sem vafalaust verður fullgerður á þessu hausti. Frá endimörkum vegarins á Nesi er aðeins um tíu mínútna gangur að Strandarkirkju. Heim að Vogsósum er einnig bílfært svo að segja alla leið. Bærinn stendur við Hlíðarvatn og ósinn, sem skiptir sveitinni í tvennt. Vestan óssins og vatnsins, yzt í sveitinni, er hið forna stórbýli Herdísarvík, þar sem Einar skáld Benediktsson lifði síðustu ár ævi sinnar. Austan óssins og vatnsins stendur Vogsósabærinn og byggðin á Strönd og Nesi. Frá Vogsósum séð ber Strandarkirkju við hafsbrún í suðri. Þar stendur hún hvítmáluð og snotur til að sjá, en eyðisandar umhverfis, sem nú hafa verið græddir upp að nokkru fyrir fé úr hennar eigin sjóði, hinum langstærsta, sem til er í eigu nokkurrar einnar kirkju á landinu. Sjóður þessi nemur nú um 600 þúsund krónum. Svo er áheitunum fyrir að þakka.
Hlidarvatn-221Silungsveiði var mikil í Hlíðarvatni áður fyrr — og fuglalíf- varp var þar í hólma til skamms tíma, og sagði okkur bóndinn á Vogsósum, að fyrir ári síðan hefðu í hólmanum verið mörg æðarhreiður. En í vor, þegar gætt var í hólmann, sást þar ekki einn einasti fugl á lífi. Afklipptir vængir, fuglshausar og -lappir lágu þar á víð og dreif. Hefur minkur grandað fuglinum og lagt varpið í auðn. Sömu söguna er allsstaðar að heyra af þeim vágesti, þar sem hann hefur náð að setjast að villtur og auka kyn sitt.
„Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík, en Heggur, sonur hans, bjó að Vogi”, segir í Landnámu. Ýmsar ósamhljóða sagnir eru til um það, hvenær kirkja var fyrst sett á Strönd. Ein sögnin er sú, að Gizur hvíti hafi fyrstur reist þar kirkju, samkvæmt heiti, er hann vann í sjávarháska um að gera þar kirkju sem hann næði landi heill á húfi. önnur sögn er, að kirkjan á Strönd hafi fyrst verið reist í tíð Árna biskups Þorlákssonar (Staða-Árna, 1269—1298), og vegna áheita skipbrotsmanna, sem náðu landi í Selvogi að tilvísan hvítklædds manns, er stóð á ströndu og benti þeim réttu leiðina í land. Segja sumar sagnir, að formaður skipbrotsmanna hafi verið Árni biskup Þorláksson sjálfur. Sagan er ekki líkleg, því á dögum Staða-Árna átti Erlendur lögmaður sterki Ólafsson Strönd, ásamt fleiri jörðum í Selvogi, og er ósennilegt að þeir hafi átt nokkra samvinnu um að reisa þar kirkju, þar sem þeir voru andstæðingar miklir í staðamálum. Enda er til vitnisburður Þorbjarnar Högnasonar, út gefinn á Strönd 13. maí 1367, fyrir því, að kirkja muni hafa verið sett þar fyrir löngu. Segist Þorbjörn fyrir 60 vetrum og áður oft hafa lesið og heyrt lesinn máldaga Strandarkirkju, sem hafi þá verið orðin svo rík, að hún átti 30 hundraða í heimalandi og „alla veiði i fuglbergi”, o. fl. Vel má vera, að upphaf Strandarkirkju sé að rekja alla leið til papa, þó að ekki verði nú færðar sönnur á þá tilgátu.
Selvogur-551Jörðin Strönd var í fjórar aldir, eða frá 1300 og fram um 1700, eitt af höfuðbólum sömu höfðingjaættarinnar. Var það ætt Erlends lögmanns sterka, en hann andaðist árið 1312, og er að líkindum grafinn á Strönd. Einn afkomenda hans og þeirra aðsópsmestur var Erlendur, lögmaður sunnan og austan, Þorvarðarson. Hann varð lögmaður 1521, rak stórbú á Strönd, bjó þar sjálfur öðru hvoru, lézt þar árið 1575 og er grafinn í Strandarkirkjugarði. Byggð var fjölmenn í Selvogi um margar aldir. Á árunum 1677—1680 eru þar 42 búendur, en eftir 1700 tekur heldur að fækka fólki þar. Séra Eiríkur á Vogsósum, hinn fjölkunnugi, Magnússon, var þar prestur frá 1667—1716, og hafa sögurnar um hann gert garðinn frægan. Um annan Vogsósaklerk, sem uppi var löngu síðar, séra Eggert Vigfússon (1840—1908), eru og ýmsar sögur, þó 30 ekki væri hann fjölkunnugur talinn sem séra Eiríkur, fyrirrennari hans.
Fyrstu skjalfestu sannanirnar fyrir því, að mjög snemma á öldinni hafi verið tekið að heita á Strandarkirkju, eru í Vilchinsmáldaga frá 1397. Þar er tekið fram, að Halla Jónsdóttir hafi gefið kirkjunni „tvö hundruð og fimm aura fyrir skreiðartíund, sérdeilis fyrir heitfiska, svo margir sem þeir verða”. Elzta lýsing á kirkjunni, sem nú er til, er frá dögum Odds biskups Einarssonar, eftir að Grímur Einarsson hafði látið byggja hana upp árið 1624. Árið 1696 leggst jörðin Strönd í eyði, en kirkjan stóð ein eftir á sandinum. Árið 1703 skipar Jón biskup Vídalín að byggja upp kirkjuna, sem orðin sé þá hrörleg mjög. Frá vísitazíuferð Jóns biskups Árnasonar til Strandarkirkju, 15. júní 1736, er til lýsing hans á kirkjunni, þá nýlega endurbyggðri. Sjálfur verður Jón biskup eigandi jarðarinnar Strönd um þessar mundir. En með gjafabréfi ekkju hans frá 15. júlí 1749 er Strönd gerð að ævinlegu „beneficio” Selvogsprestum til uppeldis.
Strandarkirkja-555Oft hafa verið gerðar tilraunir til að fá kirkjuna flutta frá Strönd, en allar hafa þær tilraunir mistekizt. Um miðja 18. öld verður séra Einar Jónsson prestur í Selvogsþingum. Vill hann láta flytja kirkjuna og ritar um það bréf Pingel amtmanni og Ólafi biskupi Gíslasyni. Í bréfinu, sem er sent með vilja og vitund Illuga prófasts Jónssonar, lýsir séra Einar því, hversu óheppilegt sé að hafa kirkjuna þar sem hún stendur, á eyðisandi og langt frá bæjum. Féllust ráðamenn algerlega á tillögu Einars um að láta flytja kirkjuna, og skipaði biskup svo fyrir, að verkið skyldi hafið vorið 1752. En hér fór öðruvísi en ætlað var. Séra Einar flosnaði upp frá prestsskap, biskup lifði stutt eftir að hann hafði fyrirskipað kirkjuflutninginn, Illugi prófastur Jónsson, sem mælt hafði eindregið með flutningunum við biskup, lézt skömmu síðar — og Pingel amtmaður missti embættið vegna vanskila 8. maí 1752. Allir þeir, sem að því unnu að fá kirkjuna flutta, urðu þannig í vitund almennings fyrir refsivendi máttarvaldanna, en kirkjan stóð sem áður óhagganleg á Strandarsandi. Aftur átti að flytja kirkjuna að boði Finns biskups sumarið 1756, en úr framkvæmdum varð aldrei neitt. Aftur á móti var gert við kirkjuna, þar sem hun stóð, bæði 1758 og aftur 1763. Þannig var haldið áfram að halda kirkjunni við á sama staðnum, því sóknarmenn vildu ekki hlýðnast skipunum valdamanna um að færa hana úr stað. Stóð sama kirkjan á Strönd, með mörgum umbótum, í 113 ár, frá 1735 og til 1848, að séra Þorsteinn Jónsson lét rífa hana og reisa timburkirkju í staðinn.
Eftir það hættu allar tilraunir til að Strandarkirkja-556láta flytja kirkjuna, enda höfðu þær jafnan mistekizt. Með flestum menningarþjóðum mundi fornfrægt guðshús sem Strandarkirkja vera undir stöðugri gæzlu kirkjuvarðar og kirkjunni haldið sem bezt við, en þess þó jafnframt gætt að varðveita sem bezt gömul einkenni hennar. Hvergi er önnur eins vernd um þjóðfræga staði og sagnríka sem í Englandi. Slíkir staðir eru í opinberri gæzlu, og allt er gert til að friða um þá og varðveita frá glötun. Í Westminster Abbey eru verðir þann tíma, sem kirkjan er opin almenningi, en það er venjulega frá kl. 10—6 daglega. Þessi fræga kirkja, full af sögulegum minjum, er talin upp runnin frá aldamótunum 500—600 e. Kr. Helgisögn er til um það, að sjálfur Pétur postuli hafi vígt hina fyrstu kirkju þarna á Tempsároakkanum, þar sem Westminster Abbey nú stendur. St. Páls dómkirkjan í London er opin almenningi daglega, en leiðsögu veita verðir, ef óskað er. Sagan segir, að Díönuhof hafi verið á staðnum löngu áður en kristnin kom til sögunnar. En snemma a 7. öld lætur Aðalbert konungur í Kent reisa þarna guðsbús, og til þeirra tíma er rakinn uppruni kirkjunnar. Í báðum þessum kirkjum eru varðveittar leifar margra beztu sona þjóðarinnar og minningar um þá.
Kirkjugarðurinn umhverfis Strandarkirkju geymir leifar margra merkismanna, svo sem Erlends lögmanns og Eiríks prests hins fróða, sem einna vinsælastur mun, úr þjóðsögum, allra íslenzkra kunnáttumanna fyrr og síðar. Litlar eða engar upplýsingar eru nú til um legstaði merkra manna í garðinum. Kirkjan sjálf er að vísu snotur, bæði innan og utan, en henni mætti halda betur við. Gluggakistur eru votar af sagga, og málningu þyrfti að endurnýja. Ýmislegt mætti gera til að auka prýði kirkjunnar og umhverfis hennar. Einnig þyrfti að koma fyrir í kirkjudyrum áheitaskríni, hvar í menn gætu lagt skerfi sína án þess að þurfa að leita uppi hlutaðeigandi kirkjuyfirvöld. Því áheitin á Strandarkirkju munu halda áfram. Þau hafa jafnvel aukizt undanfarinar – Margra alda reynsla kynslóðanna fyrir því, að áheitin verði til gæfu og óskir og þrár þeirra uppfyllist, sem á náðir hins helga verndarengile kirkjunnar á Strönd leita, hefur látið eftir sig glögg merki. Frásagnirnar um tákn þau og stórmerki, sem tengd eru Strandarkirkju og áheitunum á hana, myndu fylla margra binda bók, ef saman væru komnar í eina heild. Og þó yrði alltaf margfalt meira eftir, sem engar sagnir eru um og enginn kynni frá að greina. Strandarkirkja er fyrir löngu orðin í vitund íslenzkrar alþýðu helgur jarðteiknastaður, þar sem dásamlegir hlutir gerast. Því á að sýna henni alla þá lotningu og ræktarsemi, sem henni ber. Látum hana njóta þess friðar og þeirrar fegurðar, sem í mannanna valdi stendur að veita og með öðru getur stuðlað að því, að vitranir geti gerzt og hlið himinsins megi opnast yfir vorri ófullkomnu jörð.
Strandarkirkja-557En til þess að friðað verði áfram um Strandarkirkju, ekki síður en verið hefur allan þann tíma, sem hún hefur staðið einmana á afskekktri strönd, er nauðsynlegt að hafa um hana alla þá gæzlu, er firri hana átroðningi og skemmdum. Vegurinn um Krýsuvík og Selvog er nú langt kominn. Gert er jafnvel ráð fyrir, að honum verði lokið á þessu ári. Enginn vafi er á því, að mikið af þeirri gífurlegu umferð, sem nú er um Hellisheiði, færist þá yfir á þenna veg. Að minnsta kosti verður svo yfir vetrartímann.
Þá verður fjölsótt að Strandarkirkju og fullrar gæzlu og leiðsagnar þörf á þeim fjÖlsótta stað. Og einhverntíma kemur að því, að vegleg ný kirkja verði reist á hólnum, í stað þeirrar litlu og lágu, sem nú er þar. Það verður þegar Ísland er orðið þess megnugt að eiga sér háreist musteri. Hingað til hafa landsmenn verið of fátækir af jarðneskum auði til að reisa slík sýnileg tákn um lotningu sína og þökk til hins æðsta. En að koma til Strandarkirkju er að lifa upp í anda kvöl kynslóðanna og leit þeirra að líkn og náð. Það er sem maður skynji umkomuleysi þeirra, en jafnframt vonarneistann, sem lýsti í myrkrinu og hefur bjargað lífi þjóðarinnar til þessa dags.
Að koma til Strandarkirkju er að sjá sögu lands og þjóðar í leiftursýn líðandi stundar. – Sveinn Sigurðsson”

Heimild:
-Eimreiðin, 54. árg. 1948, 3-4. hefti, bls. 252-258.

Strandarkirkja

Klukka Strandarkirkju.

Eimuból

Gengið var í fylgd Guðmundar Óskarssonar upp frá Hásteinum eftir að tóttirnar undir þeim höfðu verið skoðaðar sem og LM-merkið á landamerkjasteini er skipti löndum Bjarnastaða og Þorkelsgerðis.

Bjarnastaðasel

Í Bjarnastaðaseli.

Komið var í Bjarnastaðaból og skoðaðar tóttirnar þar sem og hlaðinn stekkur vestan við selið. Selið hefur verið nokkuð stórt. Haldið var til vesturs að Þorkelsgerðisseli, en þar er m.a. að finna tóttir fimm húsa og hlaðinn stekk í hraunhól norðan við selið. Þá var lagt í ´ann til norðvesturs um Selvogsheiði, upp í Eimuból þar sem selið var skoðað, eldri tóttir í grónu jarðfalli sem og Eimuhellir. Einn hluti hans hefur verið notaður sem fjárskjól og í öðrum hluta eru miklar hleðslur. Sá hluti hellisins gæti hafa verið notaður við fráfærur og einng sem stekkur. Skammt austan við Eimuból eru tóttir Vindássels. Norðan þess er hlaðinn stekkur.

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt.

Gengið var til suðurs á Vörðufell þar sem hin mikla Vörðufellsrétt var skoðuð. Þá var litið á Smalavörðurnar og krossmarkið í steini sunnan undir stóru Vörðufellsvörðunni. Strikið var loks tekið niður á Strandarhæð og komið við í Strandarhelli. Á leiðinni bættist tvennt í hópinn. Hringlaga hleðsla er allt í kringum jarðfallið á Strandarhelli og er hellirinn þar ofan í. Hlaðið gerði er í kringum hól norðvestan við hellinn og einnig er hlaðið stórt hringlaga gerði vestan og sunnan við jarðfallið. Norðan þess eru tveir stórir skútar í hraunhól.

Strandarhellir

Strandarhellir.

Strandarhellir var skoðaður vel og vandlega. Fyrirhleðslur eru á tveimur stöðum inn í honum. Hægt er að fara yfir hleðslurnar og skríða áfram inn eftir rásunum. Hægri rásin virðist vera vænlegri, en vegna bleytu á gólfum var ekki farið þangað innfyrir nú. Þægilegra er að gera það þegar gólfið verður orðið frosið í vetur. Hægra megin í hellinum er hleðsla fyrir mjórri hraunrás. Innan við hleðsluna beygir hún til hægri og stækkar. Hægt er að fara inn eftir rásinni, en eftir um 10-15 metra þrengist hún alveg og lokast. Í suðvestanverðu jarðfallinu virðist hins vegar hægt að komast inn undir hraunið og eitthvað áfram. Skríða þarf þar inn, en hvað tekur við þar fyrir innan er ómögulegt að segja. Þetta þarf einnig að skoða nánar.

Gapi

Gapi.

Strandarhellir er í um 15 mín. gangi frá þjóðveginum svo auðvelt ætti að vera að kíkja í hann aftur við tækifæri og þá með viðhlítandi búnað.
Komið var við í Bjargarhelli og hann skoðaður. Fyrirhleðslur eru í honum innanverðum á tveimur stöðum.
Loks var gengið niður á þjóðveg, framhjá Árnavörðu.

Bjargarhellir

Í Bjargarhelli.

Ekki var komið við í Gaphelli að þessu sinni, en hann er u.þ.b. 300 metrum vestan við Bjargarhelli. Suðvestan við Bjargarhelli er hola í gróinn hraunhól og þar ofan í er skúti. Við opið er hraunhella. Sagan segir að í þennan skúta hafi Selvogsbúar ætlað að flyja ef Tyrkir létu sjá sig. Einnig eru tveir litlir skútar suðvestan af hólnum – Litli Skolli og Stóri Skolli.
Ljóst er að bæði Selvogsheiði og Strandarheiði hafa upp á fjölmarg forvitnilegt að bjóða þeim, sem það nenna að skoða.

Strandarhellir

Strandarhellir – uppdráttur ÓSÁ.

Refur

Ætlunin var að ganga frá Sýslusteini í Lyngskjöld og leita uppi greni, sem þar á að hafa verið.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Á þeim slóðum átti svonefnt þrætugreni að vera, en það var nefnt svo vegna þess að hvorki Selvogsmenn né Grindvíkingar töldu grenið vera í þeirra landi. Heyrir það til undantekninga að bændur afneiti landi því oftar en ekki hafa þeir deilt um yfirráð á slíkum svæðum. Bréfaskrifti fóru á millum hreppsnefndanna vegna þessa þar sem ítrekaðar voru skyldur hvorrar fyrir sig að vinna grenið. Ástæðan var fyrst og fremst sú að grenið var á ystu mörkum sveitarfélaganna og langt að fara fyrir báða aðila, þó heldur lengra fyrir Grindvíkinga. Líklegt mátti því telja að Lyngskjaldargrenið hafi verið það greni er olli framangreindum deilum fyrrum, nefnt “Þrætugreni”. Hafa ber í huga að akvegur þarna var fyrst gerður um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Að sögn kunnugra er grenið við landamerkjavörðu á “Skildi” og eiga hlaðin byrgi skyttu að vera nálægt greninu.

Lyngskjaldargreni-1

Ólafur Þorvaldsson, síðasti bóndinn í Herdísarvík, getur um Lyngskjaldargrenið í lýsingu sinni af Herdísarvík: “…Vestan Klifhæðar er geil af eldra hrauni með miklum lynggróðri, en vestan hennar samfelld brunabreiða, sem runnið hefur ofan af fjalli vestan Lyngskjaldar. Austarlega í þessari brunabreiðu, en ofan vegar, er stór, stakur hraungrýtissteinn, og er hér Sýslusteinn, auðþekktur sökum stærðar og einstæðingsskapar. Sýslusteinn er á mörkum milli Árnes- og Gullbringusýslu, og þá einnig merkjasteinn milii Herdísarvíkur og Krýsuvíkur. Úr Sýslusteini liggja sýslumerki yfir Lyngskjöld, sem er bunga í brún fjallsins, og hefur yngsta hraunið runnið ofan af fjallinu, austan hans og vestan. Gren er á Lyngskildi, austan marka, Lyngskjaldargren. Meiri gróður er í Lyngskildi en umhverfis hann, t. d. mikið um eini, og er oft á haustin gott þar til einiberja…”
Mosavaxið hraun liggur neðan, ofan og beggja vegna Lyngskjaldar. Hann er í eldra greiðfærara helluhrauni. Svæðið hallar snarlega upp á stall vestan Herdísarvíkurfjalls. Hallinn er lyng- og hrísvaxinn. Þegar upp á hann er komið tekur við fyrrnefnt tiltölulega slétt hellurhraun. Ofar eru rásir og í þeim nokkir litlir hellar. Stallurinn er kjörið grenjasvæði því alls staðar má sjá op á yfirborðsrásum.

Þrætugrenin

Hleðslur við Þrætugrenin.

Lyngskjaldargrenið (-grenin) er rétt fyrir ofan hallann, fremst á stallinum, vestast í honum. Lítil varða er ofan við brúnina og síðan má sjá hvert opið á greninu á fætur öðru. Þau eru öll merkt með tveimur steinum. A.m.k. tvö byrgi refaskyttu eru sitt hvoru megin við grenjasvæðið. Meginopið er í nokkurs konar “urð” skammt suðaustan við efra byrgið. Innan við það var skít að sjá, en hvergi var fiður eða önnur nýleg ummerki eftir ref í eða við grenin. Talsvert var af rjúpu í nágrenninu, sem bendir fremur til þess að refur hafist ekki við í greninu um þessar mundir. Hnit voru tekin. Af afstöðunni má ætla að grenið sé nokkurn veginn á sýslumörkunum fyrrnefndu, en þó heldur innan Selvogslands ef eitthvað er.

Þrætugrenin

Eitt þrætugrenjanna.

Refur hefur löngum verið veiddur á Reykjanesskaga. Í frétt í Morgunblaðinu 1987 segir m.a. um tófuveiðar á Reykjanesskaganum: “Tófu fjölgar ört í Gullbringusýslu að sögn refaskyttu sem fréttaritari Morgunblaðsins hefur rætt við. Refaskytturnar hafa fellt um 70 tófur í vor, og virðast tófurnar vera um allt. Einar Þórðarson refaskytta í Vatnsleysustrandarhreppi segir til dæmis að tófurnar séu við bæjardyrnar hjá sér á Vatnsleysu. Tófur hafa verið felldar við Innri-Njarðvík, úti á Reykjanesi og víðar. Þá hafa tófur sést víða, t.d. innan Varnarliðs-stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Einar Þórðarson og Lárus Kristmundsson refaskyttur í Vatnsleysustrandarhreppi hafa fellt 22 tófur í vor, sem er mesti fjöldi að minnsta kosti um langt skeið. Á síðasta ári felldu þeir 16 tófur alls. í vor fundu þeir tvöfalt greni í Hvassahrauni, það er að þar voru tvær læður í greninu. Á Vatnsleysuströnd hafa dauð lömb fundist við tófugreni.
MelrakkiÍsólfur Guðmundsson, bóndi í Ísólfsskála, refaskytta í Grindavíkurlandi, hefur fellt 17 tófur í vor. Hann skaut 3 tófuyrðlinga í einu skoti við tófugreni á Vatnsheiði. Í landi Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs að hluta hafa verið felldar 10 tófur úr 2 grenjum í vor að sögn Sigurðar Erlendssonar
refaskyttu. Hermann Ólafsson og Sveinbjörn Guðmundsson refaskyttur í Hafnahreppi hafa fellt samtals 20 tófur í vor, þar af eru 3 tófur er voru felldar í Njarðvíkurlandi.
Samtals hafa því 6 tófur verið felldar í ár, sem er svipaður fjöldi og á síðastliðnu ári. Að sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra voru felldar samtals 38 tófur í Gullbringusýslu árið 1985 og 31 árið 1984. Samkvæmt upplýsingum frá veiðistjóra var veiðin frá árinu 1975 eftirfarandi: Árið 1975 voru felldar 8 tófur í sýslunni, en árið 1976 voru þær 5, árið 1977 var engin tófa veidd, en þær urðu samtals 7 árið 1978, 1979 var engin tófa felld, en árið 1980 voru þær 2, árin 1981 og 1982 voru engar tófur veiddar í sýslunni en árið eftir hófst fjölgun, þá voru veiddar 11 tófur, árið eftir 31.”

Þrætugrenin

Skjól refskyttu við Þrætugrenin.

Og svolítill fróðleikur um tófuna: Talið er að tófan hafi sest að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en talið er að hún hafi komið hingað á hafís.
Fullvaxinn refur getur orðið tæpur metir á lengd, skrokkurinn ekki nema 56-60 cm. Og þyngdin getur orðið allt að 6 kg. Læðurnar eru yfirleitt léttari.
Til eru nokkur litarafbrigði af Íslenska heimskautarefnum en aðallitirnir eru mórautt og hvítt. Dýr af mórauðakyninu eru dökkbrún allt árið en geta verið með hvítan blett eða rák á bringu. Á sumum mórauðu dýrunum getur feldurinn orðið upplitaður á vorin, svo að hann sýnist ljósbrúnn eða grábrúnn. Dýr af hvíta afbrigðiðu eru aftur á móti grábrún á baki og ljósbrún á kvið á sumrin, en þau eru alhvít á vetrum. Mórauða afbrigðið er algengast á Íslandi þegar á heildina er litið. Trýni refsins er alltaf svart og eyrun upprétt. Refir ganga úr hárunum tvisvar á ári. Þeir skipta yfir í sumarfeldinn á tímabilinu frá miðjum maí til miðjan júní. Vetrarfeldur fullorðinna dýra vex út aftur í byrjun vetrar og er að vaxa eitthvað fram yfir áramót.

Þrætugreni

Skjól refaskyttu við Þrætugrenin.

Húsakynni tófunnar er kallað greni. Greni tófunnar eru margvísleg. Greni hennar eru víðast í stór-grýtisurðum neðarlega í fjallshlíðum eða í hraunrásum. Vitað er með vissu að mörg greni hafa verið notuð áratugum saman, þótt ekki sé það á hverju ári.
Tófan gýtur að jafnaði um miðjan maí eftir c/ 52 daga meðgöngu. Afkvæmi tófunnar kallast yrðlingar.
Meðal gotstærð íslensku tófunnar er 5-6 yrðlingar. Þeir fæðast blindir en augun opnast eftir 15 daga. Yrðlingarnir eru alveg háðir móðurmjólkinni fyrstu þrjár vikurnar en þá byrja þeir að éta kjöt. Læðan venur þá síðan af spena við 6-10 vikna aldur.
Báðir foreldrar hjálpast að við uppeldið. 

Vembla

Fyrstu þrjár vikurnar fer læðan lítið frá greninu og steggurinn sér að mestu einn um aðdrætti. Refaparið notar afmarkað heimasvæði sem það fer um í ætisleit og reynir að verja gegn öðrum refum. Heimasvæði sem varið er fyrir öðrum dýrum sömu tegundar er nefnt óðal. Bæði kynin merkja óðalið með þvagi á áberandi stöðum.
Yrðlingarnir taka smám saman að fara í stuttar og síðar lengri ferðir frá greninu. Þegar þeir eru orðnir um það bil tólf vikna gamlir, sem er venjulega snemma í ágúst, eru þeir oft farnir að dreifa sér og sofa á daginn í holum og glufum sem ekki teljast eiginleg greni. Næstu fjórar vikurnar eykst sjálfstæði þeirra og síðast er vitað til að refur hafi fært yrðlingum fæðu í lok ágúst þegar yrðlingarnir voru tæplega 14 vikna gamlir. Í byrjun september virðast þeir vera farnir að finna alla sína fæðu sjálfir.

Þrætugreni

Hleðslur við Þrætugrenin.

 Um miðjan september taka fyrstu yrðlingarnir að yfirgefa óðal foreldranna. Steggir virðast fara fyrr en læður.
Fæðan fer eftir aðstæðum, ýmislegt sjórekið, hrognkelsi, kræklingur, fuglar, egg, hreindýrahræ, rjúpur, þangflugnapúpur, ber, hagamýs o.fl.
Fá dýr eiga sér eins margar nafngiftir og refurinn á Íslandi.
Önnur Íslensk heiti eru: Djangi, djanki, dýr, dratthali, fjallarefur, fjallrefur, gráfóta, heimskautarefur, holtaþór, lágfóta, melrakki, melkraki, rebbali, rebbi, refur, skaufhali, skolli, tófa, tæfa, vargur og vembla.
Refaveiðar hafa verið stundaðar á Íslandi frá upphafi landnáms og refaskinn notuð sem verslunarvara.. Um tíma var bændum gert skylt að stunda grenjaleit á jörðum sínum og afréttum á eigin kostnað, þótt veiðimönnum væri greitt fyrir veiðina.”
Til baka var gengið eftir torsóttri fjárgötu undir Lyngskildi.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1943-1948. Herdísarvík í Árnessýslu, eftir Ólaf Þorvaldsson, bls. 134.
-Morgunblaðið 14.07.1987, bls. 26.
-Villt spendýr, bls. 74-85.

Þrætugreni

Hleðslur við Þrætugrenin.

Selvogur

Haldið var í Selvog til stefnu við mektarmennina Þórarinn Snorrason á Vogsósum og Þórð Sveinsson frá Bjargi í Selvogi.
Tilgangurinn var að undirbúa minja- og örnefnauppdrátt af Selvogi, en þeir tveir Selvogur-901eru þeir núlifendur er gleggst þekkja til staðhátta í Vogi. Eftir að hafa farið yfir örnefnalýsingar og frumuppdrátt af svæðinu var haldið í vettvangsferð. Í henni var m.a. komið við að Nesi, austasta lögbýlinu, og skoðuð fyrrum bæjarstæðin á jörðinni. Þau hafa nú flest verið sléttuð út, en eftir standa hólar í túninu. Þarna voru og tóftir þinghúss skoðaðar, auk leifa af kirkjugarði. Neðan við Beggjakot var Grásteinn skoðaður, en um er að ræða markastein á mörkum Bjarnastaða og Götu. Á hann er klappaður bókstafurinn “M”. Nokkra slíka markasteina má finna í Selvoginum, allt frá fjöru upp í heiði. Í leiðinni var auk þessa tækifærið notað til að staðsetja á uppdráttinn gömlu reiðleiðina (göngugötuna) í gegnum Voginn.
Brunngatan í vatnsbólið í Nesi var sama gatan að Nesbrunnurhluta til. Önnur gata lá í gegnum Selvog ofan garðs (Fornagarðs). Upp frá þeirri götu lágu götur, s.s. frá Nesi, Bjarnastöðum (Guðnabæ) og Þorkelsgerði upp á Fornugötu á Hæðinni. Sú gata kom að austan og lá að Vogsósum. Að sögn Þórarins lá þjóðleiðin, Fornagata og Kirkjugatan frá Strönd, yfir Ósinn. Aðstæður eru þannig að “frá ósnum liggur beinn kafli áleiðis upp eftir, þá kemur beygja og síðan önnur (Alnbogi). Milli þeirra var vaðið yfir Ósinn. Engin varða né önnur ummerki eru þar við.
Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar (eftir Eyþór Þórðarson frá Torfabæ í Selvogi) segir m.a. um Nes: “Nes er austasta býli í Selvogi. Neshverfi eða Nestorfa var sameiginlegt heiti á Nesi og hjáleigunum þar. Einnig var hverfið nefnt Austurvogur eða Austurvogshverfi. Af bæjarstæðinu í Nesi er eitthvert fegursta útsýni í Selvogi.

Selvogur-902

Bærinn stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes. Stundum voru þar fleiri bæir [t.d. Bartakot, Þórðarkot, Erta, Beggjakot, Stóra-Leður og Litla-Leður]. Fyrrum mun hafa verið kirkja í Nesi og staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla. Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu.” Síðan hefur legsteinunum verið skilað aftur að Nesi og Kristófer Bjarnason, fyrrum kirkjuvörður, komið þeim fyrir nálægt fyrrnefndum grafreit.

Grasteinn-1

Í örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir m.a.: “Bjarnastaðir eru næsta býli fyrir vestan Nes. Bjarnastaðir ásamt hjáleigum kallast Bjarnastaðahverfi eða Miðvogur, og tilheyrir Gata einnig Miðvogi. Bærinn stóð á allbreiðum hól neðanvert við mitt tún.” Í dag má sjá leifar bæjarins á fyrrnefndum stað. Í bókinni “Sunnlenskar byggðir” má auk þess sjá teikningu af bænum eins og hann var undir það síðasta. Forvitnilegast við minjar á Bjarnastöðum má telja brunnana, bæði í Gerðinu og neðan þess, réttina ofan við kampinn, fjárborg á kampinum og lendinguna.
“Áður fyrr var byggð í Selvogi skipt í Austurvog, sem var fyrir austan kirkjuna, og Vesturvog fyrir vestan kirkju, þ. e. frá kirkju og vestur að Vogsósum. Þá var Þorkelsgerði í Austurvognum. Í Þorkelsgerði voru Austurbær og Miðbær, sem var tómthús. Vestan við Þorkelsgerði er Torfabær.

Grasteinn-2

Hver bær átti sín tún, sem kennd voru við þá  og voru áður fyrr girt með görðum, en í seinni tíð eru komnar girðingar í þeirra stað. Traðir eða götur voru milli bæjanna. Ævagamall túngarður liggur fyrir ofan alla byggðina; hann nær alveg austur undir vita og vestur að Vogsósum. Víða hefur fokið mjög að honum sandur, svo að hann er nær á kafi, en þó sést hann sums staðar. Hlið voru á garðinum heim að hverjum bæ, gjarnan kennd við bæina. Sagt er, að hliðin hefðu verið læst og grind í. Þorkelsgerðisbæir og Torfabær eiga hver sín tún, eins og fyrr segir, en land utan túns, í Selvogsheiði og fjalllendi er sameiginlegt. Landamerki milli Þorkelsgerðis og Götu eru þannig: Markhella, sem er klöpp í fjöru, þaðan í Markklett við túngarð, þ.e. jarðfastur klettur við Litlu-Götuhlið (M er bæði í klettinum og hellunni).” Steinninn er enn á sínum stað, en orðinn allnokkuð gróinn.

Melborg

“Fyrir vestan Torfabæ var hús, sem hét Melborg og var stundum í gríni kallað Geysir. Upp af Torfabæjartúni er Torfabæjarstekkur. Við stekkinn stendur Stekkjarvarða. Hún var mið fyrir Goltanga; átti hana að bera í Sundvörðuna á kampinum og í hæstu nípu á Björgunum (Svörtubjörgum). Austast í Götutúni er Grásteinn, jarðfastur steinn á merkjum.”
Þegar komið var á vettvang gekk Þórður beint að Grásteini. Í honum mátti, þrátt fyrir hvíta mosaglæðuna, sjá móta fyrir bókstanum “M”.
Tækifærðið var notað til að hnitsetja hinar fornu götur við og í Selvogi.
Frábært veður. Ferðin tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Nes, Bjarnastaði, Götu, Þorkelsgerði og Eimu.
-Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi.
-Þórður Sveinsson frá Bjargi í Selvogi.

Nes

FERLIRsfélagar í Nesi.

Herdísarvík

Konráð Bjarnason frá Þorkelsgerði í Selvogi skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 1999 um Selvog. Greinin bar yfirskriftina “Hér fer allt að mínum vilja”.
Konrad bjarnason“Höfundurinn hefur þá sérstöðu að hafa verið í vist um tíma hjá Hlín Johnson og Einari skáldi Benediktssyni á fyrsta ári þeirra í Herdísarvík. Með unglingnum úr Selvoginum og skáldinu tókust góð kynni og stundum fór skáldið á flug. Auk þess er hér rakin saga ábúðar og eignarhalds á Krýsuvík og Herdísarvík, en Einar átti þær báðar. Herdísarvík keypti hann með þremur Norðmönnum árið 1910.
Undur og býsn gengu yfir íslenska þjóð þegar hinn ríkisrekni fjölmiðill Sjónvarpið frumsýndi þann 26. desember 1998 leikrit sem unnið var upp úr harmsögulegu dómsmáli frá 1893 að Svalbarði í Þistilfirði. Í leikriti þessu eru glæpsamlegar sakir yfirfærðar frá sakborningum á heimilisfólk og embættismenn, þar með hinn unga þá setta sýslumann og dómara Einar Benediktsson, síðar skáldjöfur þjóðar sinnar. Nú vill svo til að undirritaður varð þeirrar blessunar aðnjótandi á árinu 1934 að eiga í fjóra mánuði þau Einar skáld Benediktsson og bústýru hans Hlín Johnson að húsbændum á eignarjörð skáldsins í Herdísarvík. Þá átti hann enn höfuðbólið Krýsuvík í Gullbringusýslu. Jarðir þessar áttu merka og litríka sögu.
Einar skáld Benediktsson er sagður hafa keypt Krýsuvík og Herdísarvík af Jóni Magnússyni 1908 ásamt Arnemann skartgripasala í Osló. Skömmu síðar fer fram sala og endurkaup milli sömu aðila sem Herdekki verður hér skilgreint nánar. En við allsherjarmanntal 1910 er eftirfarandi bókað: Krýsuvík ábúandi Jón Magnússon. Eigandi fyrrverandi sýslumaður Einar Benediktsson og 3 Norðmenn”. Einar virðist frá upphafi hafa verið eigandi að Herdísarvík. En það er ekki fyrr en 13. desember 1928 sem Einar skáld kaupir báðar nefndar jarðir af Arnemann fyrir 30 þúsundir króna.
Þórarinn flytur alfarinn frá Herdísarvík til Reykjavíkur á vordögum 1927. Næsti ábúandi þar varð Ólafur Þorvaldsson frá Ási við Hafnarfjörð. Þegar Ólafur fær vitneskju um að Herdísarvík sé laus til ábúðar fer hann á fund jarðareigandans Einars skálds Benediktssonar, sem þá er í Reykjavík, og semst með þeim um 5 ára ábúð í Herdísarvík eða til 1932. Ólafur var þá með ófullnægjandi búsetu að Sveinskoti í Hvaleyrarhverfi. Hann kom þangað ári áður frá 6 ára búsetu að Stakkhamri í Miklaholtshreppi með 200 fjár. Ólafur kaupir útigangsær Þórarins með lömbum og selur sauðfé sitt að vestan.
HerdisarÓlafur rekur útigangsfjárbú sitt í Herdísarvík frá haustdögum 1927 með vinnumanni sínum til vordaga 1928 að hann kemur þangað með fjölskylduna. Búskapur hans hefur verið farsæll í 5 ár þegar hann er enn ófarinn án framlengingar ábúðar eftir fardaga 1932. En um fyrrihluta júlímánaðar kemur eigandi jarðarinnar, Einar Benediktsson ásamt sambýliskonu sinni Hlín Johnson til búsetu þar. En Ólafur naut velvildar jarðeiganda og hélt búsetu fram að fardögum 1933 en með verulega aðþrengdu húsrými í gamla bænum þar til hús Einars skálds yrði fullbyggt.
Á bílum var fært að sumri í þurrkatíð frá Hrauni í Ölfusi og út í Selvog vegna þess að árið 1931 breikkuðu Selvogsmenn með handverkfærum hestagötuna frá Hlíðarenda og færðu hana ofar frá Hlíðarendahelli með stefnu á Selvogsheiði.

Herdisa

Gamla leiðin lá um aldir niður Djúpadalshraun í Hlíðarendalandi og sunnan undir heiðinni allt til Hásteinaflags. En breikkaði vegurinn lá yfir heiðina, niður Pétursleiti vestan við Hellisþúfu og á gamla veginn vestan við Hásteinaflag. Þess vegna komst drossía á þurrum júlídegi niður að Miðvogstúngarði.
Var þetta síðla dags og vorum við þá nokkrir táningar komnir á vettvang og vitni að því er fararstjórinn, þéttur á velli með erlent yfirbragð, sté fyrstur út og kynnti sig sem Óskar Clausen. Hann væri kominn til Selvogs með skáldið Einar Benediktsson og æskti leiðsagnar að höfuðbólinu Nesi, sem var auðsótt. Þar með steig höfuðskáld þjóðarinnar ásamt föruneyti út úr bifreiðinni. Var þá fullljóst að ekki var ofsagt það sem áður var heyrt um glæsimennið Einar skáld. Hann var mikill á velli, með hæstu mönnum, höfðinglegur í fasi og frakkaklæddur. Eftir fylgdi kápuklædd kona og drengur nær fermingu. Þau fengu góðar móttökur og gistingu hjá Guðmundi bónda Jónssyni sem þá var fjárríkastur á landinu. Hann flutti Einar skáld og fjölskyldu næsta dag á hestum til Herdísarvíkur.
Einar BenedNokkrum dögum eftir komu Einars skálds og Hlínar til Herdísarvíkur verður ljóst að hún var tímabær í vel skipulagðri framkvæmdaáætlun sem gengur upp með því að nógur mannskapur er kominn á vettvang til uppskipunar á varningi miklum úr strandferðaskipinu Skaftfellingi. Hann fór svo nærri landi sem mest hann mátti svo stutt yrði með flutning á opnum báti í lendingarvör. Gekk greiðlega að koma farmi skipsins á land.
Mest fór fyrir tilsniðnum húsagerðarvið sem var einnig í fullgerðum einingum ásamt stórum þilplötum til klæðingar innanhúss og þakjárni. Einnig var þar mikil eldavél ásamt miðstöðvarofnum tengdum henni. Húsgögn og fyrirferðarmikið bókasafn skáldsins, mjölmeti til langs tíma og eldsneytisbirgðir. Flutningur af sjávarkambi til síns staðar fylgdi fast á eftir.
Sigurður Halldórsson yfirsmiður hafði veg og vanda af gerð hússins og úttekt efnis. Sala á búslóð og málverkum skáldsins gekk til innréttingar ásamt sparifé Hlínar. Óskráður gefandi timburefnis var Sveinn Magnús Sveinsson forstjóri Völundar og tengdasonur prófessors Haraldar Níelssonar. Haraldur var prestur í Laugarnesspítala og hjá ekkju hans þar átti Einar skáld húsnæðisathvarf 1930.
Húsi skáldsins var valinn staður við norðurtúngarð. Bændur og smiðir úr Selvogi komu til liðs við yfirsmið. Grunnur er lagður og hús reist á 6 vikna tíma og fullbúið 8. september 1932. Samtímis flytja Einar skáld og Hlín þar inn. Húsið er búið þeim þægindum sem staðhættir leyfa. Þar með hefur Ólafur og fjölskylda endurheimt allt húsrými gamla bæjarins.
Hlín, hin mikla húsfreyja innanhúss, hefur einnig allt framkvæmdavald utanhúss í Herdísarvík. Selvogsmönnum er ljúft að vinna fyrir hana aðkallandi verk. Þeir eru komnir á vettvang þegar hún þurfti á starfskröftum þeirra að halda.
HerdisarviEins og áður sagði hélt Ólafur búsetu fram að fardögum 1933. En þegar gamli bærinn er orðinn mannlaus lætur Hlín taka niður þök hans og innréttingar og flytja til endurnýjunar á húsum þeim er stóðu vestur af húsi skáldsins og austast byggja þeir upp veggjatóft í sömu stærð og fremri baðstofu gamla bæjar. Margir menn vinna það þrekvirki að bera í heilu lagi skarsúðarþekjuna og leggja niður á veggsyllur hinnar nýju tóftar sem verður alþiljað hús ásamt anddyri með risi. Gömlu rúmin eru þar uppsett meðfram veggjum og þar verður notaleg vistarvera fyrir þá sem eru í vinnumennsku fyrir húsbændur í Herdísarvík.
Nú er komið að nærmynd af skáldinu Einari Benediktssyni. Á sunnudegi í marsmánuði 1934 erum við 6 manns úr Selvogi lent á opnu vélskipi í ládauðum sjó við Helluna í gömlu vörinni undan Gerðinu í Herdísarvík. Við bindum skipið með landfestum og göngum eftir Dalnum heim að húsi skáldsins.

Hlín Johnsen

Hlín Johnsen.

Húsfrú Hlín kemur til dyra og formaður segir henni að hann hafi langað til þess að endurnýja góð kynni sín af Gerðisvör. Fær þetta góðan hljómgrunn hjá húsfrú sem býður okkur til stofu. Þetta er í eftirmiðdag og söngur frá útvarpsmessu hljómar. Skáldið situr í miklum leðurstól og hlýðir á sönginn. Hann er vel klæddur. Hann rís á fætur við komu okkar og er sýnt að stórpersónuleiki hans er enn í fullu gildi. Hann tekur okkur með ljúfmennsku, býður okkur sæti og að hlusta á messulok. Hann var fyrstur í Selvogi að eignast útvarpsviðtæki sem var þá mikið tækniundur. Hlín ber inn góðgerðir og skáldið gengur um gólf. Er sem hann endurheimti brotabrot af fyrri mekt.
HerdisarvikurbaerinnÁ vordögum 1934 er ég kominn til vistar hjá húsbændum Herdísarvíkur sem bera eindæma persónuleika. Áður en lengra er haldið langar mig að fram komi eftirfarandi samkvæmt vitneskju á ættaslóð 55 árum síðar: Ætt Einars skálds er flestum kunn en með það í huga að hann er sestur að búi í Strandarsókn má minna á að langafi hans, séra Benedikt Sveinsson, þjónaði sömu sókn í 10 ár með búsetu að Vogsósum og að móðir Benedikts var Anna Eiríksdóttir, alsystir Jóns hins stórgáfaða og fjölmenntaða prófessors, etasráðs og konferensráðs í Kaupmannahöfn. Sonur Benedikts, afi Einars skálds, var séra Sveinn, fæddur að Vogsósum 22. mars 1792.
Hlín var fædd 16. nóvember 1876 í Bárðardal í Lundarbrekkusókn og voru foreldrar hennar Arnfríður Guðrún Sigurðardóttir, þá 22 ára, og Jón, þá 25 ára, Erlendsson skálds og alþingismanns að Garði í Kelduhverfi, Gottskálkssonar. Jón nefndi sig Eldon, var skáld, fór til Vesturheims og var ritstjóri blaðs þar um skeið. Þau giftust ekki. En móðir Hlínar giftist bónda í Bárðardal og var hún með móður Herdissinni til 5 ára aldurs.
Þá varð hún fósturdóttir móðurmóður sinnar, Guðrúnar Erlendsdóttur, bónda að Rauðá í Ljósavatnshreppi, Sturlusonar. Var Guðrún þá ekkja hjá dóttur sinni, ljósmóður að Sandhaugum í Bárðardal (alsystir móður Hlínar). Hlín giftist Ingólfi Jónssyni frá Jarlsstöðum í Bárðardal. Þau bjuggu fyrst í Eyjafirði, síðan í Kanada og síðast að Innrahólmi á Akranesi í 8 ár. Þá kom brestur í hjónaband þeirra og þau slitu samvistum. Þau áttu mörg myndarleg börn. Ingólfur var sagður röskur maður til allra verka.
Á nefndum vordögum 1934 ber það til tíðinda að búskapur hefur lagst af á höfuðbólinu Krýsuvík og útbýlum þess, þar með að Nýjabæ. Eigandinn, Einar skáld, situr að búi sínu í Herdísarvík og framkvæmdastjóri hans, Hlín Johnson, fær það viðfangsefni hvernig nýta megi hin gamalgrónu tún. Henni verður efst í huga búdrýgindi af heysölu til þéttbýlis þegar hún bjó að Innrahólmi á Akranesi.

Ogmund

Ef það yrði endurtekið þurfti að gera akfæran veg frá Ísólfsskála til Krýsuvíkur. Hún fær vitneskju um möguleika þess hjá manni er vel þekkti leið þessa. Hún gerir hann að verkstjóra vegagerðarinnar sem felst í því að breikka gamla veginn. Verkið reyndist erfiðast í Ögmundarhrauni en eftir það má þræða að mestu leyti melfláka til Krýsuvíkur. Hlín auglýsir eftir mönnum og velur úr stórum hópi tvo dugnaðarlega Arnfirðinga. Þeir koma til Herdísarvíkur og eru þar nokkra daga, einkum við að koma niður grænmeti í kálgarða. Þeir fara svo þaðan með verkstjóra sínum til vegagerðarinnar og verða þar oftast fjórir saman. Þeir hafa vagn og hest og vinna með skóflum og haka. Arnfirðingar komu ekki aftur til Herdísarvíkur. Vegagerðarmönnum Hlínar tókst að koma á bílfærum vegi til Krýsuvíkur í þann mund sem túnsláttur í Nýjabæ er tímabær laust fyrir lok júlímánaðar. Baðstofuhús Nýjabæjar er fyrir skömmu yfirgefið og þokkaleg vistarvera þeirra vegagerðarmanna sem nú ganga til heyskapar á velsprottnu túni. Um fyrrihluta septembermánaðar eru tún Krýsuvíkur fullsprottin. Ganga þá sömu heyskaparmenn til verks þar að viðbættum tveimur sláttumönnum frá Grindavík. Í Nýjabæ er aðsetur heyskaparmanna og afbragðs ráðskona sér um matreiðslu. Fullþurrkað hey er flutt frá Krýsuvík með vörubílum. Um arðsemi er ekki kunnugt en framkvæmdastjóri jarðeiganda, Hlín, fór með sigur af hólmi.
Stori nyibaerNú verður í knöppu máli minnst vistar minnar á sumardögum 1934 í Herdísarvík og umgengni við heimsborgaralega húsbændur. Ég naut nánast einn baðstofu húsnæðisins, fór á fætur á níunda tíma, gekk til húss skáldsins og inn um vesturdyr til hins virðulega eldhúss. Hlín hafði þá lokið bakstri á sínum óviðjafnanlegu flatkökum og morgunverður er lagður á eldhúsborðið. Hlín fer að mjólka kýr sínar en setur mér áður fyrir nokkur snúningsverk: sækja vatn í bæinn, kljúfa við í eldinn og stundum að vitja um silunganetið í tjörninni. En er kom að heimatúnslætti sló ég það með orfi og ljá en Hlín rakaði og saman unnum við að heyþurrkun og bindingu þess. Gott var að vinna fyrir og með Hlín sem ávallt ávarpaði mig með orðinu “gæskur”. Hún sagði mér frá harðri lífsreynslu sinni þegar hún bjó í Kanada og varð að reka nautgripi langar leiðir til vatns þegar frost náði 40 gráðum. Og hún sagði mér frá yndislegum dögum þegar hún átti heima í Buenos Aires í Argentínu þar sem stórbændur voru svo gestrisnir að gera ráð fyrir umframmat daglega vegna gesta. Margir Evrópumenn misnotuðu þessa rausn og urðu að iðjuleysingjum. Hún minntist þá oft á fiskimennina glaðlyndu sem komu syngjandi að landi með feng sinn og söngur þeirra minnti með ólíkindum á íslenskan kveðanda.
EiEinar svaf vel út en var oftast kominn á fætur uppábúinn um ellefuleytið. Hlín bar honum hádegismat í aðalstofu sem var léttur og fábrotinn og miðaðist við heilsufar. Skáldið drakk hvorki kaffi né te en matnum fylgdi eitt til tvö lítil staup af léttu víni sem geymt var í 30 lítra glerkeri í litlu búri. Hlín distileraði það og deyfði niður í Spánarvínsstyrk og bragðbætti það með ýmsum jurtum. Þar stóð kanna á borði og lítil staup tiltæk handa skáldinu til vínneyslu samkvæmt læknisráði. Aldrei gekk skáldið þar inn en var neytandi fyrir milligöngu annarra. Einar gekk á þurrviðrisdögum eftir hádegi uppáklæddur austur í Dal og Gerði. Hann hafði minnisbók í vasa ef áorkan vitjaði skáldsins. Einar hlustaði á útvarpið, einkum fréttir og tónlist. Það vakti athygli þegar tríó Þórarins Guðmundssonar lék sígilda tónlist að Einar tók undir með léttbarítónrödd sinni og oftast í þríundarharmóneringu við laglínu. Ekki var séð að Einar læsi bækur utan að líta í þær og þá einkum sínar eigin ljóðabækur sem voru nærtækar á borði. Ekki talaði Einar til þeirra manna er komu erinda eða til smáviðvika að Herdísarvík. Ekki minnist ég orðaskipta milli Einars og Hlínar í annarra áheyrn nema þá á ensku þegar þörf var á.
Skáldjöfurinn sem hafði í einför glímt við fyrirbærið mannlíf í litríkri orðgnótt var nú að ganga inn í einsemd mannlegrar hrörnunar með skuggum og skúraskini. Ég naut þess verðleika sem heimilismaður, ungur að árum og fámáll, að verða áheyrandi skáldsins þegar birti fyrir hugarsjónum hans og augu tóku að gneista á ný.

Herdis

Ég man þegar skáldið ávarpaði mig fyrst. Það var sunnan við hús þegar ég bar þungar vatnsfötur frá vatnslind til bæjar og hann sagði: “Mér er illa við að sjá menn eyða orku sinni að þarflausu. Ég hef lengi vakið athygli á orku frá vindmyllu á húsþaki.” Það er rigning og Hlín sinnir búgripum, skáldið hefur sest á stól í eldhúsinu. Einar spyr hvort ég vilji koma í krók við sig. Við krækjum saman löngutöngum og Einar segir að ekki þurfi að hlífa sér. Ég legg mig fram og dreg ekki kraftamennið Einar upp og hann segir: “Kallarðu þetta ekki gott af sjötugum manni?” Þetta gæti hafa þjónað tilgangi. Við færumst nær hvor öðrum. Einar vill tala við áheyranda sinn og spyr hvaða hugmynd ég hafi um hjónabönd. Hann væntir ekki svars og segir dæmisögu: ,Þú sest niður á hné mér með mínu leyfi og ert í fangi mér og ég er ánægður með það um stund. En það kemur að því að mig langar til þess að standa upp en þá er ég háður öðrum um það.” Eins og í framhaldi af sögðu segir skáldið: “Mér er illa við það sem ég kalla gúdtempler vegna þess að sjálfsákvörðunarréttur mannsins er dýrasta eign hans og ekki er leyfilegt að afhenda hann öðrum.”
Herdisarvik-800Einar skáld var fagurkeri og ekki sáttur við álappalegt göngulag svo og er varðaði skáldlega tilburði sem gætu verið vítaverðir. Fór með eftirfarandi dæmi því til staðfestingar: “Sólin gyllir fjöllin há; heldur svona myndarlega; ekki er Drottinn ennþá dauður og ekkert gerir hann kindarlega”.
Einn góðveðursdag í hægum norðanandvara erum við Einar staddir við norðurtúngarð nokkru austar húsinu. Hann var þá að koma úr göngu sinni austan úr Gerði og er vel upplagður. Hann lítur til sjávar og flytur eftirfarandi orðræðu á hljómfögru máli sínu: “Ég hef uppgötvað að hér blandast saman fjalla- og sjávarloft sem er heilsusamlegt. Hvernig getur maður nýtt sér það? Jú, það fyrsta sem þarf að gera er að fá sérfræðing sem undirritar yfirlýsingu um hið góða loftslag sem lengir lífið og auglýst verður í erlendum blöðum, einkum enskum því Englendingar vilja lifa sem lengst. Til þess að geta tekið á móti þeim þarf að byggja Sanatorium. Við höfum fiskinn úr sjónum, silunginn úr vatninu. “Hann segir svo, sem í annarri tóntegund: “Ég sé engan annan möguleika til þess að verða ríkur í þessu hundsrassgati.” Mér varð ónotalega við niðurlag orðræðunnar.
Herdisarvik-801Hugstæðustu samskipti mín við skáldið í Herdísarvík áttu sér stað að kvöldi dags. Jón Eldon er ekki heima og Hlín er nýgengin út til að mjólka kýr sínar og ég er á leið út úr húsinu þegar Einar kemur úr aðalstofu og spyr hvort ég geti náð í staup fyrir sig. Ég hika, því þetta var ekki í mínum verkahring. Einar les hugsanir og segir: “Þú getur treyst því að hér fer allt að mínum vilja. Það mundi ekki skríða mús eftir gólfinu nema með mínum vilja. “Ég fór snarlega í búrið góða og kom aftur með velfullt staup í stofu Einars sem dreypir á veig og endurheimtir stórpersónuleika sinn. Hann tekur ljóðabók sína upp af borði og vill lesa fyrir mig kvæðið Kappsiglingu sem hann sé ánægður með. Hann býður mér að setjast í leðurstól sinn hinn mikla. Ég færist undan en Einar segir stólinn vera sér hversdagslegan og velur sér stól og les þar ljóð sitt fyrir þjón sinn með áhrifamikilli og hljómmagnaðri röddu sinni: “Á Foldina héldu út hástrengdar skeiðar / hafrastir liðu inn, djúpar og breiðar . . .”
Tveimur árum síðar, þegar Sigurveig Guðmundsdóttir kennari frá Hafnarfirði kemur í heimsókn til Herdísarvíkur ásamt Kristínu systur Einars hefur honum hrörnað svo að hann getur trauðla svarað spurningum nema með einsatkvæðisorðum.
Vist minni lauk í Herdísarvík við septembermánaðarlok en rétt áður varð ég meðreiðarmaður Hlínar til Hafnarfjarðar eftir veginum upp Selstíg og yfir Grindarskörð. Hlín átti þá erindi við bankastjóra og marga fyrirmenn. Hún spurði mig hvort mig vantaði ekki góð spariföt, sem var rétt, og að það kæmi sér vel fyrir sig og skyldi ég fara til Andersons Axels klæðskera að Aðalstræti 16 en hann var vinur hennar. Þar fékk ég vönduðustu föt sem ég þá hafði eignast. Voru þau að verðgildi helmings kaups míns og var ég mjög ánægður með þá málalyktan.
Einar Benediktsson - 800Mér varð augljós persónuklofningur Einars með hliðsjón af mesta tónsnillingi sögunnar, Mozart, sem hafði þá andhverfu við hina göfugu hljómgerð sína að hafa þörf fyrir lágreistan orðavaðal sér til jafnvægis. Einar skáld svaraði þeim er spurðu hann um andhverfu milli lífs og ljóðspeki hans: “Þegar ég orti var ég með viti en þegar ég lifði var ég vitlaus.” Og hann áréttaði þetta í góðra vina hópi: “Í mér búa tveir menn; annar er séntilmaður en hinn er dóni en þeir talast aldrei við,” þ.e. þeir voru aldrei samtímis í persónuleika hans. Á lífsbrautarferli mínum hefi ég verið víða minntur á tilvist skáldsins. Þar á meðal á stríðsári þegar ég í Vestmannaeyjum hlustaði í gegnum útvarp á hina frægu ræðu er séra Ólafur Magnússon flutti við útför skáldsins í Dómkirkjunni þann 26. janúar 1940.
Krys-800Ég átti heima að Falkoner Allé á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn í tvö ár upp úr stríðslokum. Það var í næstu nánd við lúxusvillu Einars við Femte Juni Plads þar sem hann bjó í miklu athafnaveldi og lifði í gleði og samkvæmislífi í þrjú ár á því stórfé er hann fékk fyrir Títanhlutabréf sín uns auðæfi hans voru til þurrðar gengin.
Gamli bærinn í Herdísarvík 1928. Lengst til vinstri er alþiljuð baðstofa þar sem Einar svaf fyrst eftir að hann kom á staðinn, en í burstinni til hægri var stofa sem Einar fékk til umráða á meðan hús skáldsins var í byggingu. Ólafur Þorvaldsson bóndi í Herdísarvík varð á meðan að flytja sig í norðurbaðstofu, svefnstað vinnufólksins.

Fyrsta vitneskja um Krýsuvík er væntanlega sú er kemur fram í máldagaskrá um eignir Staðar í Viðey 1234 og tengd er Þorvaldi Gissurarsyni goðorðsmanni (1155­1235) stofnanda Viðeyjarklausturs og hverjir eigi að gjalda staðnum hvalreka, þar á meðal maður sá er í Krýsuvík býr. Og frá 1284 er til gjörningur milli Árna Þorlákssonar biskups og Runólfs ábóta í Viðey um fjórðung hvalreka í Krýsuvík og skal sá er þar býr senda mann til Viðeyjar þegar hval rekur áður en þriðja sól er af himni.
HerdisarvikurÁrni Helgason biskup í Skálholti frá 1304­1320 (systursonur Staða-Árna) setti máldaga Maríukirkju í Krýsuvík 1307. Og samkvæmt Vilchinsbók 1395 er eftirfarandi: Krýsuvíkurkirkja á heimaland allt. Herdísarvík, ítök í Þorkötlustöðum og hvalreka í Hraunsnesi. Skálholtsstaður á rekahlunnindi á Krýsuvíkur- og Herdísarvíkurfjörum. Verður því ekki betur séð en að nefndar jarðir séu þar með Krýsuvíkursókn. Fræðimenn telja þó að máldagi þessi sé efnislega eldri, allt frá 1275 í biskupstíð Árna Þorlákssonar (Staða-Árna).
Hverjir voru fyrstu ábúendur á kirkjujörðinni miklu? Svarið er óþekkt en vakin er athygli á eftirfarandi texta: Staða-Árni styrkti veldi sitt með kristnirétti 1273 og gleymdi ekki hagsmunum skylduliðs síns. Guðrún systir hans fékk að seinni manni Hafurbjörn Styrkársson stórbónda á Seltjarnarnesi og eignarmanns á Rosmhvalanesi og gat enginn á þeim tíma jafnast á við Hafurbjörn í peningaeign, híbýlum og búrisnu. Og bar biskup hann miklum orðrómi. Sonur þeirra hjóna var Þorsteinn Hafurbjarnarson (Hannes þjóðskjalavörður telur Krysuvikurkirkja-800hann lögmann um 1300).
Árni biskup gifti hann bróðurdóttur sinni, Guðfinnu, dóttur Magnúsar Þorlákssonar sem hann setti að Dal við Eyjafjöll (með Guðfinnu, segir Hannes, fékk Þorsteinn eignir bæði í Rangár- og Árnesþingi). Þeim var fyrst fengin búseta í Mörk hinni efstu við Eyjafjöll. Þorsteinn dó 1325.
Grímur Þorsteinsson sonur þeirra mun vera fæddur á árunum 1275­1280. Hann var gerður riddari 1316. Hann verður lögmaður 1319 og hefur sýsluvöld í Dalasýslu. Hann er skipaður af konungi hirðstjóri í Skálholtsumdæmi 1343. Hann fór oft milli landa og þegar hann kemur að utan 1346 er hann með lögsögu fyrir norðan. Þá vekur athygli (skv. fornbréfasafni) að Grímur gefur um þetta leyti Viðeyjarklaustri reka allan fyrir hálfu Hraunslandi í Grindavík, þá eign sem Krýsuvíkursókn fékk með stofnun sinni 1307. Þess er getið að þegar Vilching biskup vísiterar Strönd í Selvogi 1397 er þar enn geymt biskupslíkneski sem Grímur riddari ætlaði bænahúsinu í Herdísarvík.

Strandakirkja-800

Á þessu sést að Grímur hefur átt jarðir á Suðurnesjum, segir Hannes Þorsteinsson. Grímur var orðaður við það að hafa á síðustu árum sínum búið að Strönd, en miklu fremur hefur það verið í Herdísarvík. Grímur Þorsteinsson bjó fyrr í Stafholti í Borgarfirði og tilgáta er um að kona hans hafi verið af ætt Hrafns Oddssonar hirðstjóra. Meðal barna þeirra var Sveinn Grímsson er bjó í Brautarholti á Kjalarnesi og átti dóttur Ívars Hólms Jónssonar. Sonur þeirra var Andrés Sveinsson sem átti Herdísarvík í Selvogi að áliti dr. Jóns Þorkelssonar og bjó þar þegar hann er meðal viðstaddra að Strönd 13. maí 1367 þegar Þorbjörn Högnason vitnar um eignir og hlunnindi Strandar. Hann varð síðar hirðstjóri og er hans getið í utanlandsferðum 1371 og 1387. Niðjar hans gætu hafa búið í Herdísarvík.
Á Bessastöðum 27. september 1563 leggur hirðstjórinn Páll Stígsson niður sóknarkirkjuna í Krýsuvík eftir beiðni Gísla Jónssonar biskups í Skálholti og að hún verði þar með útkirkja Strandar í Selvogi en Herdísarvík verði í Strandarsókn og samtímis verði jarðirnar Krýsuvík og Herdísarvík eignir dómkirkjunnar í Skálholti.
Ekki eru nafnkunnir ábúendur á Skálholtsjörðinni Herdísarvík á 16. öld utan Hávarður Jónsson tengdafaðir séra Odds Oddssonar að Reynivöllum í Kjós og þá á seinni áratugum aldarinnar. Á 17. öld miðri bjó þar Sigmundur Jónsson, oft nefndur í bréfabókum Brynjólfs biskups, og Jón Ingimundarson frá Strönd frá 1677 til láts síns laust fyrir 1700. Á 18. öld bjó þar meðal annarra Jón Ormsson langafi Ólafs bónda í Þorkelsgerði, Jónssonar. Á 19. öld bjó þar meðal annarra Eyjólfur Björnsson fyrrum hreppsstjóri að Háeyri og tengdasonur hans Bjarni Hannesson, hreppstjóra að Kaldaðarnesi, Einarssonar spítalahaldara þar, Hannessonar og Þórarinn trésmiður Árnason sýslumanns í Krýsuvík, Gíslasonar. Þórarinn bjó í Herdísarvík frá 1895 á jarðeign föður síns til láts hans 1898, svo á eign Jóns Magnússonar og frá 1908 bjó hann á eign Einars skálds Benediktssonar til 1927.

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 9. október 1999, Konráð Bjarnason – “Hér fer allt að mínum vilja”, bls. 4-5.

Hlínarvegur

Hlínarvegur – kort.

Strandarkirkja

Eftirfarandi grein birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins árið 1985. Efnið er að miklu leiti byggt á upplýsingum frá Rafni Bjarnasyni, kirkjuverði, frá Þorkelsgerði í Selvogi. Hann lést ári seinna, eða 31. ágúst 1986.
Strandarkirkja-803“Út við ysta haf, þar sem kaldar bárur kveða við grátt fjörugrjótið, stendur kirkja sem sögð er reist að tilvísun yfirnáttúrulegra afla. Allar götur síðan kirkjan var reist fyrir árhundruðum hafa heitar bænir stigið upp af hrjáðum brjóstum og menn boðið gull og gersemar gegn því að kirkjan á Strönd komi til móts við óskir þeirra, verði vel við áheitum, kyrri úfinn sjó, bjargi fjárhag heimila, lækni sjúka, veki ást í köldum hjörtum og láti óbyrjum fæðast börn, svo eitthvað sé nefnt af því sem menn hafa heitið á Strandarkirkju í Selvogi að rættist.
Hvað veldur þessari bjargföstu trú fólks á þessari kirkju? Er það þörfin fyrir sterka forsjón sem glepur mönnum sýn eða getur einu guðshúsi verið gefinn slíkur máttur — máttur til að hnika til forlögum og snúa illu til góðs. Það veit enginn en hitt er ljóst að margur telur sig hafa verið bænheyrðan, það geta áheitin sem renna til kirkjunnar borið vitni um.
Strandarkirkja-804Sögusagnir um tilurð kirkjunnar vekja spurningar hjá þeim sem eiga viðdvöl í Strandarkirkju, nöturlegt umhverfið eykur fremur á þessa spurn en hitt. Stöku melgrasskúfar gera örvæntingarfulla tilraun til að hemja gráan sandinn sem þyrlast um í vindinum, meðan hvítt brimið lemur fjörugrjótið með þungum ekkasogum. Þarna verða menn að geta í eyðurnar. Skip var að koma úr hafi. Veður höfðu verið válynd, vistir skipverja þrotnar og vatn gengið til þurrðar. Hagir skipverja hörmulegir. Þeir höfðu mátt velkjast lengi í hafi, komu frá Noregi með tilhögginn við í Skálholtsbæ. Nú var ekki annað sýnna en skip, áhöfn og viður mundi þá og þegar skolast niður í grængolandi Atlantshafið. Skipstjórinn kvað sér hljóðs og stakk upp á að menn hétu því að byggja kirkju á þeim stað sem þá bæri að landi, auðnaðist þeim að ná landi. Menn bundu þetta fastmælum.
Strandarkirkja-806Skömmu síðar sigla þeir upp undir land í Selvogi en óttuðust strand og freistuðu þess að venda skipinu frá. Þá sjá þeir skínandi hvíta veru með krossmark í hendi gera þeim bendingu að lenda á ströndinni. Þeir fóru eftir bendingu verunnar og náðu landi heilu og höldnu. Þar sem þeir lentu heitir síðan Engiisvík. Veran hvarf þeim sjónum en þeir komust að því að þeir höfðu lent í landi Strandar í Selvogi. Skipverjar byggðu þar síðan kirkju beint upp af Engilsvík að fengnu leyfi Árna Þorlákssonar biskups i Skálholti. Hann gaf leyfi sitt til kirkjubyggingarinnar með því skilyrði að hin nýja kirkja yrði sóknarkirkja en áður hafði kirkjan i Nesi gegnt því hlutverki. Varð vegur hennar eftir þetta æ minni þar til að hún var aflögð á átjándu öld. Kirkjan á Strönd hefur verið sóknarkirkja í Selvogshreppi síðan þessir atburðir gerðust.
Þessi sögn um tilurð Strandarkirkju hefur gengið mann fram af manni í Selvogi og alla tíð hefur kirkjan sú þótt góð til áheita. Áheit fóru að berast strax frá upphafi, einkanlega frá sjómönnum og Norðmönnum. Munir og fé, ekki síður munir, þvi almenningur hafði ekki mikið fé handbært á þeim tíma. Skógarhögg átti kirkjan í Noregi i langan tíma auk ýmiskonar annarra hlunninda sem voru áheit til kirkjunnar.
Jörðin Strönd í Selvogi var eitt sinn höfuðból og sátu hana lögmenn af kyni Erlendar ólafssonar sterka sem var norskur að ætterni. Sátu ættmenn Erlendar Strönd í 400 ár eða 14 Strandarkirkja-818ættliðir. Sonur hans var Haukur lögmaður, sá er ritaði Hauksbók.
Höfuðbólið Strönd varð sandinum að bráð. Sandurinn berst með suðurströndinni austan frá jöklum, hleðst upp í víkum og vogum og fer að fjúka þegar mikið er orðið af honum. Strönd fór í eyði um 1700 vegna sandfoksins. Þegar Brynjólfur biskup Sveinsson vísiterar að Strönd haustið 1670 gerir biskup sóknarmönnum að skyldu að halda vel uppi kirkjugarði „eftir skyldu sinni, eftir því sem saman kemur, að kirkjan verjist fyrir sandfjúki”.

Strandarkirkja-807

Þó sandurinn eirði engu stóð Strandarkirkja af sér áhlaup hans, en árið 1749 kom ungur prestur að Selvogi, Einar Jónsson. Tveimur árum síðar vísiterar Ólafur biskup Gíslason Strandarkirkju. Hún er þá 15 ára gömul en biskup segir að súðin og grind sé víða fúin. „Húsið stendur á eyðisandi, svo hér er mikið bágt að fremja guðsþjónustur í stormum og stórviðrum. Er því mikið nauðsynlegt að hún sé flutt í annan hentugri stað.” Prestur bað þessu næst biskup og Pingel stiftamtmann leyfis að flytja kirkjuna að Vogsósum og sendi með beiðninni meðmæli Illuga Jónssonar prófasts. Segir þar ennfremur að „stundum nái sandskaflarnir upp á miðja veggi kirkjunnar. Þarna sé ekkert afdrep og fólk kveinki sér við því að sækja kirkju sé nokkuð að veðri”. Var ákveðið að kirkjan skyldi flutt til Vogsósa innan tveggja ára.
Selvogsmenn voru þessari ráðstöfun mjög mótfallnir og töldu að kirkjan mundi glata helgi sinni ef hún fengi ekki að standa á þeim stað er forsjónin hafði valið henni. Endalok þessa máls urðu þau að prestur flosnaði frá prestskap í Selvogi tveimur árum eftir að beiðnin um flutning Strandarkirkju kom fram. Ólafur biskup andaðist ári eftir að hann fyrirskipaði kirkjuflutninginn. Pingel stiftamtmaður hrökklaðist frá embætti nokkru seinna og Illugi prófastur andaðist um svipað leyti. Taldi almenningur að þeim hefði  hefnst fyrir  —  Strandarkirkja borgaði alltaf fyrir sig.

Strandarkirkja-808

Sóknarmenn Strandarkirkju hafa staðfastlega trúað því að hún myndi glata helgi sinni yrði hún færð og hafa staðið sem klettur gegn öllum slíkum fyrirætlunum og þess vegna stendur kirkjan enn á sama stað.
Fyrsta kirkjan á Strönd var úr norsku timbri eins og fyrr sagði. Margrét frá Öxnafelli hefur oft komið í Strandarkirkju og hún lætur hafa eftir sér á einum stað að hún hafi, þegar hún stóð eitt sinn í fjftrunni fyrir neðan kirkjuna, séð skip Norðmannanna koma að landi og mennina bera viðinn í hlaða. Gat hún lýst mönnunum nákvæmlega, útliti og búningi. Kvað hún þá vera fimmtán eða sextán. Seinna voru torfkirkjur byggðar á Strönd. Elsta lýsing á slíkri kirkju á Strönd er frá árinu 1624: „Kirkjan nýsmíðuð, fimm bitar á lofti auk stafnbitanna, kórinn alþiljaður, lasinn predikunarstóll. Öll óþiljuð undir bitana bæði í kórnum og framkirkjunni. Einnig fyrir altarinu, utan kjórþilið.” Torfkirkjur stóðu að jafnaði í um 30 ár og ekki er að sjá að hin miklu auðæfi Strandarkirkju hafi verið auðsæ af gerð hennar eða búnaði.
Árið 1735 skipar Jón biskup Árnason að reisa þar nýja kirkju. Er hún komin upp ári seinna og sögð væn og vel standandi og svo um hana búið að utanverðu að sandurinn gengur ekki inn í hana. „Hennar grundvöllur hefir ogso verið mikið hækkaður að hún verst langtum betur en áður sandinum að utanverðu.”
Þorvaldur Thoroddsen kemur að Strandarkirkju sumarið 1883. Segir hann að Strandarkirkja, sem svo margir heiti á, standi nú ein fjarri byggð á kringlóttum grasfleti (kirkjugarði) sem vindurinn hefir rifið sandinn frá, svo hátt sé niður af honum til allra hliða en enginn garður í kring.

Strandarkirkja-809

Það var kvöld eitt fyrir skömmu að blaðamaður Morgunblaðsins og ljósmyndari tóku sér ferð á hendur suður í Selvog til að skoða hina fornfrægu Strandarkirkju. Rafn Bjarnason bóndi i Þorkelsgerði I, sem er annar bær frá kirkjunni, er meðhjálpari í kirkjunni og manna fróðastur um hana. Hann hafði lofað að sýna kirkjuna og spjalla við blaðamann.
Rafn kannast við gefið loforð og býður komumönnum í bæinn. Í stofunni eru tvær stórar myndir af Strandarkirkju og gamalt orgel úr kirkjunni. Rafn tekur aðra myndina ofan af veggnum og segir okkur að timburkirkju þessa hafi ömmubróðir sinn, Sigurður Arnórsson snikkari, smíðað árið 1887 með aðstoð eins lærlings. Þeir félagar héldu til í skúr meðan á smiðinni stóð. Bróðir Sigurðar, Árni, bjó þá í Þorkelsgerði I. Hann átti rennibekk og var það mikið hagræði fyrir kirkjusmiðinn að geta notað hann. Timbrið fékk hann beint frá Noregi, það kom á skútu og var orgel frá Vestur-Þýskalandi. Róbert A. Ottósson hafði veg og vanda af orgelsmíðinni erlendis, tók sjálfur nákvæmt mál af þvi rúmi sem orgelinu var ætlað.
Rafn Bjarnason leggur á það mikla áherslu að það væri óframkvæmanlegt fyrir fámennan söfnuð eins og nú er í Selvogshreppi, um 14 manns, að halda kirkjunni sómasamlega við ef ekki kæmi til áheitaféð. Árið 1887 voru í Selvogshreppi rúmt hundrað manns svo fólki þar hefur fækkað mikið. Strandarkirkja hefur og stöndum norpandi á kirkjutröppunum á meðan í kuldastrekkingnum, horfum á dökk rigningarský og hlustum á beljandi hafið. „Það er sjaldan hljótt við ströndina,” segir Rafn um leið og hann opnar kirkjudyrnar.
Það er hljótt inni i guðshúsinu og ósjálfrátt stigur maður varlega niður á rautt gólfteppið. Í fordyri kirkjunnar er innrömmuð bæn eftir Sigurð Pálsson vígslubiskup, skrautrituð af kaþólskum nunnum og hefst svo: Þetta er ekkert venjulegt hús, heldur himinn á jörðu. Því Drottinn himnanna býr hér.
Rafn leiðir okkur inn i helgidóminn. Altaristaflan er eftir Sigurð Guðmundsson málara frá árinu 1865. Litirnir eru þó enn bjartir og skírir. Númerataflan er einnig frá 1865. Hún hangir á vegg í horninu til vinstri handar þegar inn er komið. Þar stóð áður kórinn og söng. 1968 var byggt söngloft. Kirkjan er öll þiljuð með við en í gömlu kirkjunni var að sögn Rafns blá hvelfing með gylltum stjörnum sem honum fannst mikill sjónarsviptir að. Í lofti hanga þrjár ljósakrónur. Sú i miðið er úr skornu gleri, keypt i Þýskalandi og er eitthvað á annað hundrað ára gömul. Kirkjan á einnig kaleik frá þrettándu öld, geflnn af Ivari Hólm Vigfússyni, góðan og veglegan grip. Kaleikurinn er talinn vera þýskur og fundist hefur þar í landi kaleikur sem steyptur er í sama mót og kaleikur Strandarkirkju.

Strandarkirkja-811

Í skrúðhúsi hanga á vegg sérkennilegir kransar tveir, gerðir úr glerperlum þræddum á band svo þær mynda ýmiskonar mynstur. Slíkir kransar voru lagðir á leiði fyrirmanna fyrri tíma og mundi Rafn eftir þremur slikum frá því hann var barn. Annar kransinn í skrúðhúsinu var lagður á leiði séra Eggerts Sigfússonar sem var prestur í Vogsósum og dó 1908. Eftir dauða hans tilheyrði Strandarkirkja Arnarbælisprestakalli. Séra Tómas Guðmundsson í Hveragerði þjónar kirkjunni nú. Þegar séra Eggert dó höfðu myndast um hann margar sagnir. Sumt af því er skráð í Austantórum Jóns Pálssonar. Sem prestur var séra Eggert skyldurækinn með afbrigðum en hann var sjaldan „biblíufastur” og fór ekki ávallt stranglega eftir fyrirmælum kirkjunnar né kennidómsins. Því sagði hann einhverju sinni: „Þegar ég skíri barn, gifti hjón eða jarða framliðna sleppi ég ölium kjánaskap úr handbókinni.” Var hann þá spurður: „Hvaða kjánaskapur er það?” „Kjánaskapur,” sagði séra Eggert. „Hvort það er. Eða hvað er þetta til dæmis, sem ætlast er til að lesið sé yfir brúðhjónunum: „Með sótt skaltu börn þín fæða o.s.frv.? Þarf að segja nokkurri konu það að hún muni verða eitthvað lasin um það leyti, sem hún elur barn? Ætli hún megi ekki búast við því, eins og aðrar konur. Og hvað þýðir að segja næturgömlu barni, að það sé fætt i synd eða dauðum manni, að hann verði að mold, er eigi upp að rísa?

Strandarkirkja-812

En svona eru nú fyrirskipanir kirkjunnar. Margar þeirra eru kjánaskapur, og því fer sem fer um trúna.”
Séra Eggert var lærður maður. Einhverju sinni kom til hans þýsksur prófessor að Vogsósum og áttu þeir tal saman á latinu. „En hann flaskaði einu sinni á því,” sagði séra Eggert, „að nota þolfall i stað þágufalls. Ekki var það gott.”
Annar nafntogaður klerkur sat á Vogsósum, séra Eiríkur Magnússon, sem kallaður var galdramaður og af fara margar sögur. Hann dó 1716. Rafn Bjarnason segir okkur að hann sé fimmti maður frá séra Eiriki og hann kann af þessum forfoður sínum margar sögur. Eitt sinn komu Tyrkir í Selvog. Eiríkur var þá staddur í verslun í Hafnarfirði. Hann bað búðarpiltinn að vera fljótan að afgreiða sig, það væru komnir gestir í Selvog. Leið hans heim lá vestan við Svörtubjörg sem kölluð eru. Hann hlóð vörðu fram á Svörtubjörgum, fremst á bjarginu og mælti svo um að meðan steinn standi yfir steini í vörðunni muni ekki ófriður granda Selvogi. Kvaðst Rafn muna eftir jarðskjálfta þegar flestir hlaðnir veggir hrundu en varðan stóð það af sér. Rafn kvað gámalt fólk hafa sagt sér að varðan haf i ekki breyst neitt frá því það mundi fyrst eftir. Hleðslur eru þó yfirleitt fljótar að hrynja í jarðskjálftum, sérstaklega við fjöll. Í síðasta jarðskjálfta sagði Rafn að allar vegghleðslur í Herdisarvík hafi hrunið og einnig hrunið úr fjallinu en varðan hans Eiríks hafi ekki haggast. Hún er nú orðin a.m.k. þrjú hundruð ára.
Fólk úr söfnuði séra Eiríks hafði áhyggjur af sáluhjálp hans eftir dauðann, þar sem hann var þekktur fyrir fjölkynngi. En Strandarkirkja-813Eiríkur sagði að þeir gætu séð það hvort hann færi vel eða illa við jarðarförina. Ef hann færi vel ætti að vera heiðskírt veður og gera skúr á meðan athöfnin stæði yfir. Svo áttu að koma tveir fuglar og setjast á kirkjuburstina meðan á athöfninni stæði og þeir myndu rífast. Ef sá svarti hefði betur færi hann illa en vel ef sá hvíti hefði betur. Þetta gekk allt eftir og sóknarbörnum séra Eiríks til mikillar gleði hafði hvíti fuglinn betur.
Eitt sinn komu tveir strákar til séra Eiríks og báðu hann að kenna sér galdur. Fór hann þá með þá út í fjós, þar sem gömul kona, hálfblind og vesöl, var fyrir. Hann hvíslaði að þeim að hann skyldi kenna þeim galdur ef þeir dræpu kerlinguna. Þá sagði annar að það væri nú ekki mikið, þetta væri hrörlegt gamalmenni. Hinn sagðist ekki vinna það fyrir galdur að drepa konuna. Þá sagði séra Eiríkur: „Þér kenni ég en hinum ekki, hann svifst einskis.” Rafn lét það fylgja sögunum að séra  Eiríkur  væri  grafinn  fyrir framan altarið í Strandarkirkju. Má hafa það til marks um vinsældir séra Eiríks.
Áheit til Strandarkirkju berast ýmist til biskupsskrifstofu, til sóknarnefndarformanns, Rafns Bjarnasonar, til prófasts og vígslubiskups og í fleiri staði. Hæsta áheit sem Rafn vissi til að kirkjunni hefði borist var 60 þúsund krónur árið 1968 en sú upphæð er a.m.k. 120 þúsund krónur samkvæmt núgildandi verðlagi.
Strandarkirkja-814Rafn segir að kirkjunni berist árlega mikið fé vegna áheita frá útlendingum, einkanlega frá Norðurlöndum. Strandarkirkja mun enda vera ein mesta áheitakirkja Norðurlanda og þó víðar væri leitað.
Rafn segir okkur einnig að það komi oft fyrir að fólk komi utan af landi og láti gifta sig í Strandarkirkju, ekki síst sjómenn. „Þeir hafa oft kynnst kirkjunni ungir,” segir Rafn, „það sagði mér eitt sinn skipstjóri að háseti hjá honum hefði heitið á kirkjuna ef það gerði þrjá landlegudaga. Það gekk eftir. Þetta urðu hans fyrstu kynni af Strandarkirkju, dóttir þessa skipstjóra var gift í kirkjunni. Það sagði mér merkur maður ekki fyrir löngu,” heldur Rafn áfram, „að hann hafi verið að koma frá Vestmannaeyjum. Ætlunin var að skipið kæmi við á Eyrarbakka og skilaði þar af sér mönnum. Þegar komið er að sundinu við Eyrarbakka sjá þeir að búið er að flagga frá, sundið var ófært. Þarna var einn maður um borð sem þurfti endilega inn á Bakkann og hann heitir á Strandarkirkju ef þeir komist inn. Þeir hinkra aðeins við utan við sundið, þá gerist það allt í einu að sundið lygnir og þeir keyra inn fyrir. Þegar þeir líta til baka þá brýtur yfir aftur. Þeir komust ekki til baka að sinni en maðurinn komst sinna erinda.”
Kristín hét kona Kristjánsen frá Skarðshömrum í Borgarfirði. Hún var lengi hjúkrunarkona í Ameríku. Hún var skyggn kona. Hún sagði Rafni svofellda sögu: „Ég hafði höggvið mig í fótinn og það kom dauði í fótinn á mér.

Strandarkirkja-815

Læknarnir sögðu að þeir gætu ekki bjargað mér nema taka fótinn af en það gat ég ekki hugsað mér. Svo var það eitt sinn að ég sé í herberginu hjá mér altaristöflu með mynd af upprisunni og stendur gullnum stöfum „Strandarkirkja” fyrir neðan. Mér fannst eins og hvislað að mér að ég skuli heita á Strandarkirkju að ég fái að halda fætinum. Ég gerði það og uppúr því fór fóturinn á mér að smá hvítna. Læknarnir botnuðu ekkert í þessum bata en fætinum hélt ég.” Rafn kvað Kristínu hafa komið að Strandarkirkju fjögur sumur í röð og ævinlega gekk hún óhölt.
Rafn heldur áfram að segja sögur af Strandarkirkju: „Hann sagði mér, Sigurður Nordal, sem var svo merkur maður, gáfaðasti maður landsins á sinni tíð, að hann hafi haldið mikið upp á Strandarkirkju, hann hét oft á hana. Hann var einu sinni á leið til Danmerkur og kunningjar hans fleiri. Þegar þeir koma inn á ytri höfnina í Kaupmannahöfn þá setur yfir svarta þoku. Þá lagðist skipið við akkeri. Þegar svo var komið segir Sigurður við kunningja sína að hann þurfi að vera kominn fyrir vissan tíma erinda sinna í Kaupmannahöfn og það líti ekki vel út með það vegna þokunnar svo nú þurfi hann að heita á Strandarkirkju. Þeir brostu að þessu hjá honum. Hann sagði mér að það hefðu liðið svo sem tíu mínútur, þá létti þokunni og hann komst í tæka tíð inn í borgina. Þegar kunningjar hans sáu að þokunni var að létta hrópuðu þeir: „Við viljum vera með í áheitinu.”
Þegar séra Matthías Jochumsson sat í Odda var hann eitt sinn sem oftar að hlaða heyi í heygarð. Þá týnir hann gullhring sem vinur hans gaf honum í Danmörku og þótti honum sárt að týna hringnum. Þá heitir hann á Strandarkirkju að hringurinn finnist. Eftir það var haldið áfram að leita og gullhringurinn góði kom í leitirnar. Þarna var ung stúlka hjá Matthíasi og varð henni þetta minnisstætt. Hafði hún aldrei fyrr heyrt Strandarkirkju nefnda en Matthías hafði mikla trú á Strandarkirkju.
Það voru oft miklir skipskaðar á hafinu undan Selvoginum. Rafn sagðist muna eftir einni skútu sem strandaði beint fyrir neðan kirkjuna. Það björguðust allir af henni. Enskur togari fórst á sama stað, Strandarkirkja-810þá björguðust allir nema einn. Menn tóluðu um að hann hafi ekki viljað bjargast, honum hafi verið send taug en hann hafi sleppt henni.
Þegar út er komið horfir styttan Landsýn þögul og dökk til hafs og kríur garga yfir henni ógnandi. Styttan er eftir Gunnfríði Jónsdóttur og var komið fyrir á hól við kirkjuna árið 1950, hún á að tákna engilinn sem vísaði leiðina. Þegar við göngum frá kirkjunni nemur Rafn staðar um stund, lætur kirkjulyklana ofan í vasa sinn, horfir yfir dimman sandinn og segir svo: „Hér voru 18 hurðir á járnum hjá Erlendi lögmanni.” Og heldur svo áfram: „Bræður mínir fundu hér gullhringa í hólum þar sem bærinn Strönd stóð. Hringarnir eru nú á Þjóðminjasafninu.”
Þegar við erum sest inn í bílinn segir Rafn okkur að erfitt sé að taka grafir i Strandarkirkjugarði, það verði að nota sérstaka grafkassa sem rennt er niður í jörðina jafnóðum og grafið er, sandurinn sé svo laus. „En þær varðveitast vel kisturnar í þessum garði,” heldur hann áfram, „það sér ekki á málningu eftir tíu ár.”

Heimild:
-Morgunblaðið, sunnudagsblað, 18. ágúst 1985, bls. 4-7.

Strandarkirkja

Strandarkirkja – altaristaflan.

Selvogur

Jökull Jakobsson ritaði eftirfarandi grein um Selvog í Fálkann árið 1964 undir yfirskriftinni “Sakna ég úr Selvogi”.
Selvogur 101“Dálítil þyrping húsa stendur þarna á yztu strönd, þar sem Atlantshafið beljar ár og síð. Hins vegar eru gróðurlitlir melar, holt og heiðaflákar, sandar og hraun unz landið að lokum rífur sig upp úr flatneskjunni og rís upp í fjallshlíð, þar eru útbrunnir gígar og fornar eldstöðvar, sumsstaðar hefur hraunelfurinn fossað niður hlíðina og storknað og minnir á vatnsfall, sem óvænt og skyndilega umbreytist i höggmynd. Þjóðvegurinn hlykkjast um sandflæmi og nakin holt, yfirlætislaus og mjósleginn að sjá ofan af hlíðarbrúninni eins og Drottinn allsherjar hafi fyrir vangá misst þráðarspotta ofan í steypuna, meðan hún var að kólna. Eldurinn hefur mótað þetta land og loftið ekki látið sitt eftir liggja, hér gnauða lotulangir vindar úr norðri. Fjórða höfuðskepnan hefur í fullu tré við hinar, sjálft Atlantshafið sverfur ströndina látlaust og eilíflega, oft getur að líta brimrótið líkast hækkandi brekkum svo langt sem augað eygir, brimgnýrinn öskrar í eyru svo ekki heyrist mannsins mál, oft rísa einstakir strókar upp með skerjunum eins og tröllaukinn geysir hafi gengið af göflunum. Og hér var þó útræði fram eftir öllum öldum.

Thorkelsgerdi

Það fer fjarska lítið fyrir þessum fáu húsum sem kúra þarna yzt á ströndinni í fullkomnu trássi við höfuðskepnurnar, einhvern veginn finnst aðkomumanninum, að hér sé þeirra leikvangur en ekki manna.
Við erum stödd í Selvogi. Hér hefur verið byggð allt frá því norskir skattsvikarar tyggðu þetta land ásamt írskum þrælum, og því fer fjarri, að hér í Selvogi hafi þeir orðið að láta sér nægja að hokra, sem sem ekki tókst að ryðja lönd í breiðum dölum.

Þorkelsgerði

Þorkelsgerði í Selvogi 1985 – b.jóns.

Hér byggðu lögmenn og hirðstjórar fyrr á öldum og áttu þó völ á nafntoguðum höfuðbólum og kostaríkum héruðum sunnanlands og austan. Í Selvogi hafði alþýða manna einnig nóg að bíta og brenna, þótt harðnaði í ári og kotbændur flosnuðu upp annars staðar ellegar bjuggu við sult og seyru, þegar harðindi og drepsóttir steðjuðu að.
— Í Selvogi var alltaf hægt að lifa kóngalífi, sagði mér síðasti bóndinn í Herdísarvík, og þar er enn hægt að lifa kóngalífi, bætir hann við. Þó hefur Selvogur orðið að hlíta þeim örlögum, sem dunið hafa á öðrum breiðari byggðum þessa lands undanfarna áratugi; fólki hefur fækkað svo nemur við landauðn og að sama skapi er kreppt að þeim, sem eftir eru. Selvogur hefur löngum verið talinn afskekkt sveit, en þó er þess að gæta, að fyrrum lá hún í þjóðbraut.

Selvogur-222

Bændur af öllu Suðurlandi fóru skreiðarferðir í kaupstaðina suður með sjó, og þá lá leiðin um Selvog.
Á Hlíðarenda í Ölfusi var löggiltur áfangastaður, og þaðan var talin dagleið að næsta áfangastað, Bleiksmýri í Krýsuvík. Og eftir að hinn sögufrægi og umdeildi Krýsuvíkurvegur varð að veruleika, þarf ekki að kvarta undan einangrun í Selvogi, hvort sem farið er austur eða vestur, er ekki nema þriggja stundarfjórðunga akstur til höfuðstaðarins og eru þó ýmis kauptún nær: Hafnarfjörður, Selfoss, Þorlákshöfn, nú er jafnvel hægt að aka sem leið liggur í Grindavík meðfram ströndinni. Hér ættu því ekki að ríkja nein vandkvæði um aðdrætti. Þó hefur fólki fækað svo í hreppnum, að nú eru ekki eftir nema 40 manns og ungur þingmaður Árnessýslu hefur gert að tillögu sinni að sameina hreppinn Ölfushreppi.
Selvogur-223Ýmislegt er gert í því skyni að viðhalda jafnvægi í byggð landsins og stuðla að því að fólki þyki hag sínum betur borgið í heimasveit en á mölinni. Því þótti Selvogsbændum skjóta skökku við, þegar kaupfélagsstjórinn á Selfossi neitaði að sækja til þeirra mjólk, nema þeir hefðu minnst 70 kýr mjólkandi í fjósi. Taldi h
ann ekki borga sig að sækja mjólkina svo langan veg að öðrum kosti. Þó lét hann sækja mjólk á bæ, sem ekki er nema 14 kílómetra frá Selvogi, og fór því fjarri, að þar væru 70 kýr í fjósi. En Selvogsbændur neyddust til að bjarga sér sjálfir, þeir reyndu á tímabili að koma þar upp mjólkurbúi sjálfir, en reyndust of fáliðaðir. Nú byggist búskapur þeirra nær eingöngu á sauðfjárrækt, enda eru skilyrði til þess ákjósanleg og raunar óvíða á landinu betri.
Ólafur Þorvaldsson bjó síðastur bænda í Herdísarvík, sat jörðina frá 1927 til 1933, en varð þá að standa upp fyrir eigandanum.

Herdisarvik-gamli baerinn

Einari skáldi Benediktssyni. — í Herdísarvík var gott að búa, sagði Ólafur mér, það er frábær útbeitarjörð, ég hika ekki við að segja langbezta beitarjörðin á Suðurlandi. Það er ekki nóg með, að það sé allt þeirra land, heldur fjaran líka, og þarna er engin flæðihætta. Að öðrum kosti hefði jörðin verið óbyggjanleg. Þá hefði þurft að passa að raka féð. Þarna voru slægjur engar, nema túnið, raunar voru þau tvö, eystra túnið gróið upp af sjófangi.
Og útræði var í Herdísarvík allt frá fyrstu tíð og allar götur fram til 1922. Þar voru sjómenn í veri og þótti slíkt harðæði, að jafnvel Landeyingar sóttu þangað til sjóróðra. Árni sýslumaður Gíslason átti jafnan tvö skip í Herdísarvík, og var verstöð hans kölluð Krýsuvíkurbúð. En Árni sat í Krýsuvík, og þar er hann grafinn í framkirkju, raunar sá eini í kirkjugarðinum sem hvílir undir steini. Önnur leiði eru þar gróin og nafnlaus. í Herdísarvík er fremur veðursælt nema í norðanátt og þá getur orðið landbrim.
Einar BenNú er Herdísarvík í eyði og þögnin geymir gömlu bæjarrústirnar við veginn, enginn dyttar lengur að grjótgarðinum, enda er hann víða hruninn og túnið í órækt. Þar stendur enn uppi baðstofa í gömlum stíl og önnur hús úr torfi, fjós, hlaða og fjárhús. Athygli vegfarandans beinist þó fyrst að einlyftu timburhúsi, sem stendur þar í túninu og horfir til sjávar, nú er búið að negla hlera fyrir alla glugga og dyrnar eru harðlæstar. Viðirnir í húsinu eru sorfnir vindum og veðri.

Herdisarvik-nyja husid

Í þessu húsi bjó skáldið Einar Benediktsson síðustu æviár sín. Maðurinn, sem þeytzt hafði milli heimsborganna, ort suður í Afríku drápur á íslenzku, selt norðurljósin og fossana, efnt til stórvirkjana og gullgraftrar, búið í glæstum salakynnum og umgengizt höfðingja og baróna, látið að sér kveða í landsmálum og stórpólitík og tekið þátt í kóngsveizlum, þessi maður hreiðraði u m sig hér í litlu húsi fjarri mannabyggð, á aðra hönd var beljandi hafið og á hina eyðileg fjöll og firnindi. Þá var hann kominn að fótum fram þegar hann settist hér að, Elli kerling hafði komið honum á kné.

Selvogur-224

Hugur hans, sem forðum hafði flogið um ómælisgeim í ljóðum og ræðu, var n ú tekið svo að förla, að hann þekkti ekki lengur suma vini sína nema endrum og eins. Hlín Johnson tók að sér hið aldna skáld og hlúði að honum, þegar skáldið og heimurinn höfðu skilið að skiptum. Hér í Herdísarvík veitti hún gömlum manni aðhlynningu. Það sagði mér kunnugur maður, að stundum hefði mátt sjá Einar Benediktsson staulast út úr húsinu á góðviðrisdegi og ganga fram á tún. Þar settist hann niður og tók upp úr vasa sínum blað og blýant, páraði á blaðið örfá orð og tók sér svo langa hvíld. Síðan skrifaði hann kannski eitt orð í viðbót, og enn varð langt hlé: Úr þessu urðu aldrei annað en hálfkveðnar vísur, vísnabrot, ef til vill hálf hending. Síðan reis skáldið upp af túninu, hægt og seinlega og staulaðist til bæjar…  En hafið beljaði við ströndina eftir sem áður.

Selvogur-225

Einar Benediktsson dó árið 1940 og arfleiddi Háskólann að hinu mikla bókasafni sínu og svo jörðinni Herdísarvík. Ef til vill verður þar hressingarheimili fyrir prófessora, þegar fram líða stundir. Tæplega verður fitjað þar upp á búskap að nýju. Þótt byggð dragist saman í Selvogi, hækkar vegur Strandakirkju með hverju ári. Enginn veit með vissu, hvenær fyrst var tekið að heita á Strandakirkju en hitt er víst, að alla tíð hefur hún þótt bregðast vel við áheitum. Sagnir herma, að hún hafi upprunalega verið byggð fyrir áheit. íslenzkir farmenn á heimleið úr Noregi á skipi hlöðnu húsaviði villtust i hafi og fengu réttu stóra. Hrakti þá lengi og voru vistir þrotnar, en leki kominn að skipinu, og fengu þeir ekki lengur varizt áföllum.

Selvogur-226

Þá gerði formaðurinn það heit, að þeir skyldu byggja kirkju úr farviðnum, ef þeim auðnaðist að ná landi. Og leið nú ekki á löngu, áður en þeir fengu landkenning af Selvogi, en þar var foráttubrim með allri ströndinni. Þá sjá þeir veru alskínandi bera yfir brimgarðinn og sigldu þangað.
Þar var sund og sjólaust að kalla, og lentu þeir skipi sínu heilu og höldnu. Formaðurinn og hásetar hans létu ekki sitja við orðin tóm, heldur reistu kirkju á staðnum, en víkina kölluðu þeir Engilsvík, og heitir hún svo enn í dag. Rekamark Strandakirkju er A eða Á og hafa því ýmsir leitt að því getum, að formaðurinn hafi heitið Árni og sumir jafnvel haldið því fram, að hér hafi verið á ferð Árni biskup Selvogur-227Þorláksson, Staða-Árni.
En allt er á huldu um menn þessa og þjóðsagan ein til frásagnar. Hins vegar er heitið á Strandakirkju enn í dag, ef mikið liggur við, enda er þessi fátæklega kirkja á eyðilegri strönd orðin ein auðugasta kirkja landsins. Á hún nú á fjórðu milljón króna í sjóði, og er það fé notað til kirkjubygginga víðsvegar um land. Í Strandakirkju eru ýmsir góðir gripir, kaleikur úr pápísku og messuhökull ævaforn. Þar er altaristafla máluð af  Sigurði málara.
Strandakirkja var annexía frá Vogósum. Þar sátu nafnkunnir klerkar á öllum öldum, en þekktastur var þó séra Eiríkur, galdrameistarinn mikli og eru af honum miklar sögur. Séra Eiríkur beitti þó aldrei galdrakunnáttu sinni til illverka, en ýmsar glettur gerði hann þó pörupiltum og þjófum. Flestir munu kannast við söguna af piltunum, sem tóku hesta prestsins ófrjálsri hendi, en festust á baki þeirra, og tóku klárarnir sprettinn heim í hlað á Vogósum.

Vogsosar

Síðastur klerka í Vogósum var séri Eggert Sigfússon. Hann lifði alla ævi ókvæntur og barnlaus og þótti sérvitur og smáskrítinn. Til dæmis kom hann aldrei á hestbak í ein 40 ár. Á síðustu æviárum sínum flakkaði hann nokkuð um Árnessýslu… Séra Eggert fór jafnan fótgangandi, því ekki fékkst hann á hestbak eins og áður er getið. Nálægt Kiðabergi er lækur einn, og eru tvö skref yfir lækinn. Séra Eggert hafði einni skinnsokk sem hann braut saman og geymdi undir barði; við lækinn, fór hann í sokkinn þegar hann þurfti yfir, en skildi síðan sokkinn eftir þangað til næst hann þyrfti á að halda. Eins og áður er getið, þótti Selvogur kostahérað mikið, enda bjuggu þar hirðstjórar og lögmenn og efldust til fjár og valda.

Selvogur-228

Þar var gnótt sjávarfangs og annarra hlunninda eins og berlega kemur fram í vísu sem Vogsósaprestur einn orti fyrr á öldum þegar hann kvaddi héraðið sárum söknuði: Sakna ég úr Selvogi sauða minna og ánna, silungs bæði og selveiði, en sárast allra trjánna. En ægilegur skaðvaldur átti eftir að eyða byggð í Selvogi, svo nærri stappaði, að hún lognaðist út af. Það var sandfok og uppblástur, sem fylgdi í kjölfar þess. Víðáttumikil graslendi urðu uppblástrinum að bráð, svo að til landauðnar horfði. Höfuðbólið Strönd lagðist í eyði og býli flest í kringum það, sumar hjáleigur þess tórðu þó. Nú er að mestu búið að hefta þetta gífurlega sandfok, en aldir munu renna, áður en jörðin er gróin sára sinna.
Selvogur-229Annar óvinur var sífellt nálægur, sem þó um leið var lífgjafi byggðarinnar. Úr Selvogi var sjórinn sóttur af kappi, og til dæmis um það má nefna, að kringum 1770 gengu 50 skip úr Selvogi og Herdísarvík. Síðasta og mesta sjóslysið í Selvogi varð fyrir rúmri öld. Þá fórst Bjarni Pétursson bóndi í Nesi skammt undan lendingu ásamt hásetum sínum, þrettán að tölu.
Í Þjóðólfi segir frá þessu slysi. Þar segir, að róið hafi verið í bezta veðri þann 19. marz og hafði verið setið stutta stund. Þá sjá þeir, er næstir voru landi, að blæjur eru dregnar upp til að vara róendur við því, að nú væri tekið að brima. Héldu menn nú að landi sem óðast. Allir í Vesturvognum náðu landi slysalaust, en úr Austurvognum engir. Hreppstjórinn kom fyrstur að sundi Selvogur-230Austurvogsmanna, en sá sundið ófært og beið, ef hann sæi lag. í sömu andrá kom Bjarni frá Nesi og stefndi á sundið, hreppstjórinn varaði hann við og fleiri á skipi hans. Bregzt hverjum á banadegi, því Bjarni lagði óhikað á sundið, en allt í einu reis ógurlegur sjór, er braut allt skipið í spón og kastaðist marga faðma fram yfir það. Er aðrir á sjó sáu, hvernig komið var, sneru þeir frá og náðu landi í Þorlákshöfn, því veður var stillt og tóku þegar lendingu slysalaust, því engin mannleg hjálp var spörúð af þeim, er þar voru fyrir. Þá voru þar komin tólf skip af Stokkseyri og tvö af Eyrarbakka. Hér verður þetta látið nægja sem dæmi þess, að sjósókn úr Selvogi var engjnn barnaleikur, og varð þó minna u m slys í þeirri verstöð en víða annars staðar á landinu.
Hins vegar eru það ekki einvörðungu Selvogur-231Selvogsmenn, sem hafa átt undir högg ægis að sækja á þessum slóðum. Aðkomin fiskiskip hafa oft strandað þarna, útlend jafnt sem innlend, togarar og flutningaskip, því ströndin er hættuleg, og þarf ekki að spyrja um örlög þeirra skipa sem steyta á skeri undan Selvogi. Oftast hefur þó giftusamlega tekizt um björgun áhafna, en einnig hafa orðið þar raunasögur.
Hér verður staðar numið og ekki sagt fleira frá þessu litla, en söguríka héraði við yzta haf. Þar sem áður bjuggu hirðstjórar og lögmenn á nafnfrægum höfuðbólum, eru nú aðeins eftir örfáir bændur og þrátt fyrir síma, véltækni, vegasamband og styrkjakerfi þykir örvænt um, að byggð haldist þar lengi enn. Þó skal engu um það spáð hér, hver veit nema í náinni framtíð eflist Selvogur að nýju.”

Heimild:
-Jökull Jakobsson – Fálkinn, 37. árg. 1964, bls. 18-20 og 34-35.

Selvogur - örnefna- og minjakort

Selvogur – örnefna- og minjakort – ÓSÁ.

Strandarkirkja

“Strandarkirkja í Selvogi stendur við skerjótta Suðurströndina, leiðarljós þeirra er um sjávarslóð fara. Kirkjan er eins og kunnugt er vinsæl til áheita og um tilurð kirkjunnar hafa myndast helgisagnir sem vitna um þann lífsháska sem sjómönnum var búinn úti fyrir þessari klettóttu, hafnlausu úthafsströnd.

Strandarkirkja

Fyrsta helgisögnin er að Gissur hvíti á 10. og 11. öld hafi fyrst gert kirkju á Strönd og þá úr kirkjuviðnum sem Ólafur Noregskonungur sendi hann hingað með. Gissur ásamt Hjalta Skeggjasyni tengdasyni sínum átti ríkan hlut að kristnitökunni árið 1000. Þessi skoðun byggir eingöngu á kvæði Gríms Thomsens um kirkjuna þar sem segir m.a.:
,,Gissur hvíti gjörði heit
guði hús að vanda
hvar sem lífs af laxareit
lands hann kenndi stranda.”
Önnur sögn er að kirkjuna hafi reist Árni nokkur formaður þegar hann var að koma með timburfarm frá Noregi. Um þennan Árna yrkir séra Jón Vestmann er hann orti um Strandarkirkju árið 1843. Í kvæðinu er Árni Þorláksson biskup í Skáholti nefndur og sagður gefa honum heimild til kirkjubyggingar á Strönd. Árni var biskup 1269 til 1298 og ætti því Strandarkirkja samkvæmt þessari sögn að hafa verið reist í fyrsta skipti á síðari helmingi 13. aldar. Í kirknatali Páls biskups Jónssonar í Skálholti (1195-1211) sem að stofni til er frá árinu 1200 er kirkjan á Strönd hins vegar nefnd.
Þriðja helgisögnin er á þessa leið: ,,Fyrir langa löngu gerði ungur bóndi úr uppsveitum Árnessýslu för sína til Noregs á sínu eigin skipi. Var ferð þessi farin til að sækja valinn við til húsagerðar. Segir nú ekki af ferðum bónda fyrr en hann hefur verið lengi á hafi úti á leið sinni til Íslands. Lendir hann þá í sjávarháska og hafvillu í dimmviðri og veit ekki lengur hvert skip hans stefnir. Í örvæntingu sinni heitir hann því þá að gefa allan húsagerðarvið sinn til kirkjubyggingar á þeim stað er hann næði landi heilu og höldnu. Að þessu heiti unnu birtist honum sýn í líki ljósengils framundan stefni skipsins og verður nú ljósengill þessi stefnumið er hann stýrir eftir.
Eldri klukkanSegir ekki frekar af siglingu þessari fyrr en skipið kennir grunns í sandvík milli sjávarklappa. Hvarf þá engillinn og birta tók af degi. Sáu þá skipsmenn að þeir höfðu verið leiddir eftir bugðóttu lendingarsundi milli boðaskerja á úthafsbrimströnd. Þar skammt fyrir ofan var hin fyrsta Strandarkirkja reist úr fórnarviðnum.”
Sameiginlegt þessum frásögnum er að menn hafi verið á leið til Íslands og lent í hafvillum og sjávarháska uti fyrir þessari hafnlausu strönd og unnið Guði sínum það heit að reisa kirkju þar sem þeir næðu landi.
Sennilega hefur lendingin verið um Strandarsund sem er suður og austur af kirkjunni. Kunnugir segja að oft sé kyrrt í Standarsundi þó að haugasjór sé allt um kring.
Núverandi kirkja er frá 1888. Hún var endurvígð eftir endurbætur 14. júlí 1968 og enn endurbætt og endurvígð 13. okt. 1996.
Vorið 1950 var rest var reistur minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík norðvestan við kirkjuna. Er það standmynd á stalli eftir Gunnfríði Jónsdóttur myndhögvara og nefnist Landsýn. Sýnir hún hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki og bendir sjómönnum í lífsháska inn í Engilsvík.
Þjónustuhús var reist nálægt kirkjunni 1988. Í jarðhýsi er snyrtiaðstaða fyrir gesti og gangandi. Umhverfi kirkjunnar er allt til mikillar fyrirmyndar. (Byggt í meginatriðum á riti Magnúsar Guðjónssonar biskupsritara um Strandarkirkju).
Kirkjan og garðurinn er í mjög góðri hirðu og góðu ásigkomulagi. 1986 var land Kirkjunnar girt af og hafin ræktun. Gróðursettar hafa verið 4000 plöntur og sáldrað um 30 kílóum af lúpínufræi. Árlega er áburður borinn á landið. Áður var sandfok illvígt þarna og ógnaði tíðum kirkjunni.

Yngri klukkan

Árið 1996 var kirkjan endurbætt að innan, skipt um glugga, einangrað og hvelfing sett yfir kirkjuskipið. 1998 var lokið við byggingu nýs turns á kirkjuna. 1987 var kirkjugarðurinn stækkaður og unnið hefur verið að endurbótum, merkingum og lagfæringum leiða. 1994 var vígt minnismerki um látna sjómenn. Settur hefur verið upp minningarsteinn um presta er þjónuðu og bjuggu í Selvogi. Sumarhúsið Strönd var keypt og sett upp 1988 en það er m.a.a afdrep þeirra er gæta kirkjunnar á sumrin. Gömul bæjarstæði í landi kirkjunnar hafa verið merkt. Útbúið var bílaplan 1988 og aðgengi fatlaðra þaðan og að kirkju tryggt. Steyptar nýjar tröppur.
Kirkjuhúsið er upphaflega byggt 1887-88 og mun hafa að mestu haldið formi sínu óbreyttu síðan. Árið 1968 var kirkjan að mestu endurbyggð. Þó eru máttarviðir hennar hinir sömu svo og gólf. Við þessa endurbyggingu var kirkjan lengd um „eitt gluggabil” eða rúml. 2 metra. Henni var breytt að því leyti að söngloft var sett í hana og hvelfing fjarlægð úr henni og var hún með súð og sýnilegum sperrum. Breytingum er lýst í Biskupsvísitasíu frá 1982 og 1968. Þetta var fært í fyrra horf 1996.
Kirkjan er mjög hlýleg að innan. Dregill er á kirkjugangi. Norðanmegin dyra er skrúðhús vel búið. Þar er eldtraustur skápur sem varðveitir dýrgripi kirkjunnar.
Kerti á altari eru máluð af Sigurbjörgu Eyjólfsdóttur frá Þorkelsgerði. Pípuorgel kirkjunnar 6 radda af Walker gerð er frá 1969. Gamla orgelið frá 1898 var gefið kirkjunni 1997. Altaristafla (Upprisan eftir Sigurð Guðmundsson frá 1865) stærð 175 x 118 cm. Númeratafla er frá 1865 ásamt kassa með númerum. Altari og prédikunarstóll eru frá 1888.
AltaristaflanEnn önnu sögn um Strandarkirkju er þessi: “Á elleftu öld var stórbóndi úr Fljótshlíðinni á leið til Íslands með skipið sitt fullt af timbri frá Noregi sem hann ætlaði til að byggja sér nýjan bæ. Þegar bóndinn og skipshöfn hans tóku að nálgast suðurströnd Íslands, skall á aftaka veður. Allir héldu að skipið mundi farast og krupu þeir allir í bæn til Heilagrar Maríu. Eigandi skipsins hét á Maríu Guðsmóður að ef þeir kæmust lífs af mundi hann nota farminn til kirkjubyggingar hvar sem þeir kæmust að landi. – Skyndilega kom þá ljós af himni sem lýsti upp þungbúinn nætur himininn og mennina og himneskt ljós lýsti upp sjóinn fyrir stefni skipsins og frammi fyrir þeim myndaðist líkt og vegur með lygnum sjó þótt á sitt hvora hlið við lygnan sjávarveginn ólmaðist sjórinn með mannhæðar háum hvítfyssandi öldum. Skipið sigldi eftir þessum lygna vegi í átt til strandar og þegar ströndin birtist sjómönnunum stóð hin heilaga María þar með ljósker í hendi (Þegar sagan er sögð á 15 öld hefur hin “Helga Jómfrú” breyst í Engil, því Lútherstrúarmenn vilja að sem minnst sé minnst á Heilaga Guðsmóður en eldri heimildir eigna henni þetta kraftaverk) Um leið og skipið lagði að landi hvarf veran með ljóskerið en eigandi skipsins hélt heit sitt og byggði kirkju þar á ströndinni, svo eina og sér svo fjarri manna byggðum. Og þar stendur hún enn þann dag í dag.
Tvisvar í gegnum aldirnar, hefur átt að flytja kirkjuna nær prestsetri þá þjónandi prests. Í seinna skiptið sem var á 18 öld, hafði presturinn meira segja fengið leyfi biskupsins í Skálholti til kirkjuflutningsins. En daginn áður dó presturinn með sviplegum hætti. Í fyrra skipti var það einn flutningsmanna sem hneig örendur niður, rétt áður en rífa skyldi kirkjuna.
ÚtsaumurÁ 13 öld byrjaði fólk að heita á Strandarkirkju og í 7 aldir hefur fólk hvaðanæfa úr heiminum heitið á kirkjuna. Og hafa áheit farið þannig fram að fólk biður til Guðs, fyrir lækningu sinni eða annarra og heitir vissri fjárupphæð og bænheyri Guð biðjandann, þá fyrst er borguð sú peningaupphæð sem lofað var áður en bænin var beðin. Strandarkirkja er vinsælasta áheitakirkja í Evrópu. Og með áheitapeningum sem koma til Strandarkirkju er ekki aðeins séð um viðhald á Strandarkirkju sem er afskaplega vel við haldin og ótrúlega falleg lítil kirkja, heldur hafa áheitarpeningar til kirkjunnar verið notaðir til að halda við ótal kirkjum á Íslandi.
Mörg tákn og stórmerki hafa gerst í tengslum við þetta fallega Guðshús sem stendur hátt á sjávarkambinum. Svo þegar setið er þar í Kirkjunni við Guðsþjónustur sér maður langt út á Atlanshafið. Eitt sinn var fundur hjá safnaðarnefnd og prestinum þar í Selvoginum inni í kirkjunni. Var fundinum að ljúka nema meðhjálparinn og presturinn urðu einir eftir til að undirbúa messu næsta sunnudag. Þegar þeir höfðu lokið sínum umræðum og ætluðu út úr kirkjunni, gátu þeir ekki með nokkru móti lokað útihurð kirkjunnar. Hvað sem þeir gerðu, þeir reyndu allt, enda stórir og sterklegir menn. Ekki gátu þeir farið heim og skilið kirkjuna eftir opna. Þeir ákváðu að fara aftur inn í kirkjuna til að ráða ráðum sínum um hvað þeir ættu til bragðs að taka til að loka kirkjuhurðinni. En þegar þeir komu aftur inn í helgidóminn, sáu þeir að þeir höfðu gleymt að slökkva á kertunum á altarinu. Þeir litu hvor á annan fóru svo upp að altarinu og slökktu á kertunum. Gengu síðan út og kirkjuhurðin lokaðist ljúflega á eftir þeim.

Silfurkross

Áheitin eru auðvitað ótrúlegt fyrirbæri út af fyrir sig, eitthvað sem stendur tímans tönn og fólk hættir ekki að heita á kirkjuna þrátt fyrir efasemdaraddir nútímans. Það er líka afar einstakt að áheitin sem fremur eru kaþólskur siður en lútherskur skuli lifa svo vel af í íslensku samfélagi. Vegna áheitanna og gjafa er Strandarkirkja einhver ríkasta kirkja landsins, það streyma til hennar áheit bæði frá Íslendingum og erlendis frá. En hvers vegna heita svona margir á kirkjuna? Það er ekki annað hægt en að vera sannfærður um það að áheitin rætast og kirkjan borgi fyrir sig vegna þess að fólk borgar einungis til hennar ef það telur áheitið hafa gengið eftir.
Árið 1964 segir Árni Óla, í ritgerð sinni Áheitatrú á Íslandi, eftirfarandi um áheitin: ,,Áheitatrúin er trú á góð máttarvöld. Í trúnni á Strandarkirkju birtist vissan um, að til sé hulinn verndarkraftur. Er sú trú engu óvísindalegri heldur en trúin á að í geimnum leiki óteljandi geislar og orkustraumar sem nú hefur verið sannað”.
Strandarkirkja er lítil kirkja og afskekkt, það eru ekki margir sem sækja þangað guðsþjónustur, í sókninni eru innan við 20 manns. En þó svo að áheitin og sögurnar í kringum þau séu hið dularfyllsta mál eru þau um leið dæmi um sanna og einlæga guðstrú. Þau eru einnig sönnun þess að kraftaverkin gerast í heiminum eða að minnsta kosti trúir sá stóri hópur fólks því innilega sem heitir á Strandarkirkju á ári hverju.
BrúðarstólarStundum er talað um að það að heita á kirkjur sé sprottið af þörf fólks fyrir samband við verndandi mátt og það tengi hann þannig kirkjunni þótt trúin sem þeim fylgir sé einkamál. Stundum tekur fólk t.d. fram að það vilji ekki láta nafn síns getið þegar kirkjunni eru færðar gjafir. Í könnun sem Guðfræðistofnun gerði árið 1986, þar sem spurt var um áheit á kirkjur, kom í ljós að u.þ.b. þriðji hver Íslendingur hefur einhvertíma heitið á kirkju. Það er ekki ólíklegt að langflestir þeirra hafi heitið á Strandarkirkju.
Það má segja að hægt sé að skipta þeim sem heita á kirkjuna upp í tvo hópa. Annars vegar eru það þeir sem heita á kirkjuna ef eitthvað bjátar á og finnst þeir þurfa á kraftaverki, stóru eða smáu, að halda. Hins vegar eru það þeir sem t.d. borga alltaf einhverja vissa upphæð til kirkjunnar á ári hverju og trúa því að hún veiti þeim vernd sína í staðinn. Þannig heita sumir kannski bara einu sinni á ævinni á Strandarkirkju meðan aðrir gera það jafnt og þétt allt lífið.

Minningarsteinn

Eins og áður segir eru áheit fremur kaþólskur siður en lútherskur og siðbreytingin hefur eflaust haft sitt að segja um trú manna á Strandarkirkju. Biskupar og prestar hafa vafalaust reynt að mæla gegn áheitunum eftir siðbreytingu og fundist fé fólksins betur varið í eitthvað annað. En áheitin héldu áfram og ekkert gat stöðvað þau.
Fyrir siðbreytingu voru Skálholt og Kallaðarnes mestu áheitastaðir Íslendinga og er stundum talið að Strandarkirkja hafi leyst þessa tvo staði við siðbreytingu, hvað áheitin varðar.
,,Árnessýsla átti um aldir tvo mestu áheitastaði landsins, Skálholt og Kallaðarnes. Og enn á hún mesta áheitastaðinn, þar sem er Strandarkirkja. Hún er líkt og arftaki beggja hinna kirknanna. Það er ekki fyrr en eftir að siðbótamenn hafa afnumið og bannað áheit á Þorláksskrín og krossinn helga í Kallaðarnesi, að áheit manna taka að berast til Strandarkirkju.”
Áheitin lifðu tímans tönn og lifa enn sem hluti af trúarlífi okkar Íslendinga. Árni Óla segir í ritgerð sinni að það sé rangt að halda því fram að áheitin hafi borist hingað til lands með pápiskum sið. Hann segir að áheitatrúin sé miklu eldri og eigi líklega rætur sínar að rekja til þess að maðurinn fór fyrst að huga að og gera sér grein fyrir því að til væru æðri máttarvöld. Maðurinn hefur svo leitað ráða til að komast í samband við þessi æðri máttarvöld og fá þau þannig til að hjálpa sér. Slíka trú má finna í öllum löndum og hefur gefist fólki vel, annars mundi hún ekki halda velli. Svona trú er ekki hægt að banna því menn standa vörð um það sem þeim er heilagt. Við kristintökuna blönduðust saman kristnar og heiðnar hugmyndir.

Landsýn

Með siðbótinni var blandað saman pápískum og lúterskum hugmyndum, allt hafði þetta glundroða og öfgar í för með sér. En þegar upp er staðið er það eina sem hélst óbreytt trúin á góð og ill öfl.
Styttan Landsýn, sem stendur framan við Strandarkirkju er eftir listakonuna Gunnfríði Jónsdóttur (f: 26. desember árið 1889 að Sæunnarstöðum í Hallárdal í Austur-Húnavatnssýslu). Gunnfríður var við nám í Kaupmannahöfn þegar hún kynntist tilvonandi manni sínum Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara og þau felldu hugi saman. Styttan var vígð sumarið 1953. Styttuna vígði þáverandi biskup Íslands Sigurgeir Sigurðsson. Styttan er af englinum sem birtist sæförunum sem lentu í sjávarháska fyrir langa löngu og er minnisvarði um kraftaverkið í Engilsvík.
Höggmyndin er úr ljósu graníti og var höggvin í Noregi. Hún sýnir okkur hvítklædda konu sem heldur á skínandi krossmarki og bendir sjómönnum í lífsháska inn í Engilsvík.
Gunnfríður lést árið 1968 og á sér legstað í kirkjugarði Strandarkirkju.

 

Heimild:
-www.kirkjan.is/strandarkirkja
-www.olfus.is

Strandarkirkja

Strandarkirkja.

Miðvogsstekkur

Í heimsókn til Þórarins Snorrasonar á Vogsósum komu upp við undirleik slátursuðunnar vangaveltur um staðsetningu Bjarnastaðastekks í Selvogi.
Þórarinn sagðist hafa skoðað örnefnalýsingar Götu og Bjarnastaða og skv. hans bestu vitund, með hliðsjón af nálægum örnefnum, gæti stekkurinn varla Þórarinnverið annars staðar en milli Snældhóla og Stóraklifs austan núverandi vegar niður að Selvogi. Ákveðið var í framhaldi af því að slá til og fara á vettvang, enda var veður hið ákjósanlegasta í kvöldhúminu, logn og haustangan.
Í örnefnalýsingu fyrir Götu segir m.a.: “Örnefnaskrá þessi er samin með hliðsjón af skrám eftir Gísla Sigurðsson, sem lesnar voru yfir með Eyþóri Þórðarsyni, Hraunbæ 56, Reykjavík. Eyþór er fæddur í Torfabæ í Selvogi 1898 og ólst þar upp. Hann bjó í Torfabæ til 1962. Skráð var að heimili Eyþórs 15. og 21. okt. 1980.
Gata er næst fyrir vestan Bjarnastaði. Landamerki Götu og Bjarnastaða eru: Mörk Götu og Þorkelsgerðis eru: Markhella, sem er klöpp í fjöru, þaðan í Markklett við túngarð, þ.e. jarðfastur klettur við Litlu-Götuhlið (M er bæði í hellunni og klettinum), þaðan í Markhól austan Stóra-Klifs, þaðan í miðjan Gjáardal, sem er dalverpi ofan vegar, þaðan í Svarthól og loks í Kálfahvamm í Geitafelli (ekki Kálfahvammsöxl). Tveir bæir voru í Götu, Stóra-Gata og Litla-Gata. Stóra-Gata stóð neðarlega í túni, u. þ. b. mitt á milli landamerkja, en Litla-Gata ofar og vestar, skammt frá landamerkjum Þorkelsgerðis, rétt við Markklett. Tún bæjanna eru kennd við hvorn um sig.
StóraklifVestast í fjöru er Markhella  á mörkum móti Þorkelsgerði. Upp frá fjörunni er Kampurinn, sjávarkampur, sem hér er kallaður Götukampur. Fyrir ofan hann er Grásteinn á merkjum móti Bjarnastöðum. Upp frá Kampinum liggur Götubryggja, garður, sem nær upp undir Stóru-Götu. Hann var gerður til að ganga á vetrum, en þá var oft tjörn fyrir ofan Kampinn.  U.þ.b. beint upp frá Stóru-Götu var brunnur bæjanna. Ofan við tún er túngarður, kenndur við Götu. Traðir liggja niður með merkjunum að austan. Göturás rann niður mitt tún, kom innan að. Vatn var í henni í leysingum, en var annars þurr.
Ofan túngarða tekur Selvogsheiði við, og er nefnd Miðheiði upp af Bjarnastöðum og Götu  og vestur um Torfabæjaland, en Útheiði eða Vesturheiði þar fyrir vestan. Fyrir ofan Götutún halda áfram Bjarnastaðaflatir, og á þeim eru Bjarnastaðahólar. Vestasti-Bjarnastaðahóll er í Götulandi og e. t. v. einnig Mið-Bjarnastaðahóll. Ofan við hólana var lægð eða flöt, sem nefnd var Skjaldbreið, en er nú orðin uppblásin og nefnd Grjót (ft.). Þar ofar var Bjarnastaðastekkur, alveg við mörkin í Götu og e.t.v.  í Útvogslandi. Sést fyrir honum enn. Við stekkinn var Stekkatún og Stekkatúns-flatir í kring. Þetta er við veginn niður að bæjunum.”
ÞórarinnÞegar á vettvang var komið sagði Þórarinn hólana fyrir ofan stekkinn heita Snældhóla. Á þeim austasta er varða. Um þriggja mínútna gangur er að stekknum frá veginum. Þegar að var komið var augljóst að þarna voru stekkjarleifar. Þær virðast í fjarlægð vera lágur, gróinn, hóll, en í nærsýn má vel sjá efstu lög veggja. Gott útsýni er frá stekknum heim að Bjarnastöðum. Neðar má sjá gömlu leiðina sem og vörðuna á Stóraklifi suðvestar. Neðar (sunnar) eru Bjarnastaðahólar.
Í fyrrnefndri örnefnalýsingu segir auk þessa: “Ofar eru tveir hólar, Grænshólar (G.S. nefnir þá Grenshóla). Við þá mun áður fyrr hafa verið gren. Umhverfis hólana eru Grænshólaflatir. Þar austur af er Fornagata í Bjarnastaðalandi. Mörkin milli Útvogs og Götu eru úr Markhól austan Stóraklifs í Þorkelsgerðislandi í miðjan Gjáardal, sem er kringlótt ker ofan við ferðamannaveginn út að Vogsósum, austur af Bjargarhelli. Milli Gjáardals og Torfdals er mjótt haft, líklega tíu metrar. Þar er Miðvogsstekkur í Götulandi. Línan liggur úr Gjáardal um þúfu á Götugjá.”
FERLIR skoðaði Miðvogsstekkinn s.l. vetur ásamt fleiri minjum á svæðinu.
ÞórarinnÍ örnefnalýsingu fyrir Bjarnastaði segir um þetta sama svæði m.a.: “Selvogsheiði tekur við ofan túngarða á Bjarnastöðum, og er kölluð Miðheiði upp frá Bjarnastöðum og vestur um Torfabæjarland, en Vesturheiði eða Útheiði þar fyrir vestan. Ofan Bjarnastaðatúns eru Bjarnastaðaflatir. Vestast á þeim ofan við hjáleiguna Klöpp var Litlavarða og Litluvörðuflöt. Eitthvað mun vera eftir af vörðunni. Ofar en Litlavarða var önnur varða ofarlega á Flötunum, kölluð Digravarða, Stóravarða eða Austurvogsvarða. Hún var Sundvarða fyrir Útvogssund.  Átti hana að bera í austustu Hnúkana. Við túngarðshlið Bjarnastaða byrjaði leiðin suður og lá upp heiðina. Spölkorn upp frá Flötunum eru Bjarnastaðahólar kringum Digruvörðu. Það eru þrír lágir hraunhólar. Vestasti hóllinn er í Götulandi, Mið-Bjarnastaðahóll e.t.v. einnig, en Austasti-Bjarnastaðahóll er í Bjarnastaðalandi. Eitthvað er eftir af grónu landi milli hólanna, sandurinn er ekki kominn þangað. Austur við Nesmörk er Fornagata, langur hraunhóll sprunginn eftir endilöngu. Á honum var Fornugötuvarða, sem nú er fallin, og kringum hann Fornugötuflatir.”
Allt framangreint má sjá enn.
Til að nota ferðina var stefnan tekin á Strandarkirkju. Í viðtali við Þórarinn fyrir nokkrum árum (sjá HÉR) hafði komið fram að hann hafði fyrrum farið sinna ferða á sauðskinnsskóm. Kirkjugatan millum Vogsósa og Strandarkirkju hefði verið u.þ.b. 1/2 klst löng. Rétt áður en komið var að kirkjunni hefðu gestir farið úr hversdagsskónum og sett spariskó á fætur sér. Það hefði verið gert við svonefndan “Skóstein”. Þrátt fyrir aðgát þá hafði skósteinninn sá ekki opinberast svo augljóslega. Skammt frá eru t.d. Fornigarður og Sveinagerði.

Þórarinn

Þórarinn gekk óhikað frá Strandarkirkju eftir sandorpinni götunni fyrrum, nú ósýnilegri, áleiðis að vörðu og áfram í gegnum seinni tíma tilkomna lúpínubreiðu. Þar staðnæmdist hann á klapparhrygg og sagðir: “Hér er það – þetta er skósteinninn. Hann er reyndar bara sléttbökuð klöpp, en hér skiptum við um skó á leiðinni. Kirkjan er þarna”, bætti hann við og benti í átt að henni. “Segja má að ég tilheyri þeirri kynslóð er brúar bilið millum gamla bændasamfélagsins hér á landi og þess nútíma, sem flestir þekkja nú til dags.”
Í viðræðum við Þórarinn kom m.a. fram mikilvægi örnefna fyrrum – þegar fé gekk sjálfala allt árið. Mikilvægt var að huga vel að því og þurfti þá oft að fara um lönd og heiðar til eftirlits. Sérhver hóll og sérhvert kennileiti hafði þá nefnu svo auðvelda mætti eftirlitið eða bregðast við ef þurfa þótti. Benti hann sem dæmi á “ómerkilegan” hól efst í Vogsósalandi að austanverðu, svonefndan Hatthól. “Hvers vegna Hatthóll?”, var spurt. “Af því hann er eins og hattur í laginu”, var svarið, enda það augljósasta þegar betur var að gáð. “Svona var um mörg örnefnin, þau komu til af sjálfu sér, líkt og Snældhólar, þ.e. snældulaga hólar.”
Seinna verður rakið áhugavert viðtal við Þórarinn um tilurð og gildi örnefna fyrr á öldum.
Hnit voru tekin á “Skósteininum” líkt og á Bjarnastaðastekknum.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Þórarinn Snorrason á Vogsósum.
-Örnefnalýsing fyrir Götu.
-Örnefnalýsing fyrir Bjarnastaði.

Þórarinn

Þorlákshöfn

Ætlunin var að fylgja Kjartani Óskarssyni, þaulkunnugum, eftir um strandlengjuna frá Þorlákshöfn að Nesi í Selvogi. Kjartan, sem fæddur er 1946, er uppalinn í Nesi í Selvogi, auk þess sem hann hefur gegnt vitavarðastarfi í Selvogsvita frá árinu 1962. Víst var að ýmislegt myndi bera á góma – og ekki allt fyrirséð.
Ummerki eftir landgræðslunaSamhliða því að fylgja bergbrúninni var rakin gamla þjóðleiðin minni Þorlákshafnar og Selvogs. Hún er vörðuð svo til alla leiðina. Önnur gömul þjóðleið, Suðurleiðin, er allnokkru ofar í heiðinni, en ætlunin að ganga hana fljótlega frá Þorlákshöfn að Strandarhæð ofan við Selvog. Í Sögu Þorlákshafnar segir m.a.: “Gata lá frá Þorlákshöfn út í Selvog. Lá hún norðan undir klapparhól, sem ber við loft frá Þorlákshól séð. Á hól þeim stóðu Þrívörður. Þær eru nú fallnar. Nokkru norðar frá Þorlákshól í stefnu rétt sunnan við Selvogsheiði er stór varða, sem heitir Smalavarða, ekki við neina götu. Frá Þorlákshöfn í stefnu norðan við Hnúka á Selvogsheiði var götuslóði sem hét Lyngheiðarvegur. Við götuna upp að Hlíðarenda, en hún er litlu vestar en núverandi vegur, eru innan við Unubakka þrjú vörðubrot á klapparhól. Þær heita Hlíðarendavörður. Þær sjást greinilega frá veginum. Fleiri vörður eru meðfram götunni, samanber Hlíðarenda.”
Frá Þorlákshöfn út í Selvog voru áætlaðir 15 km, en þeir reyndust 16.7 þegar á leiðarenda var komið. Vilji menn göngutúr þótt regn sé á, þá má ætla að þessi leið sé heppilegust til þess arna af öllum kortsins leiðum, því að ströndin er vissulega stórfengleg í úðvaða brimi og slagveðri. En hættulaust er ekki þótt jafnlent sé, því að menn freistast til að skoða skúta og klettaskorur. Hvorugu var til að dreifa að þessu sinni, því hvorki rigndi né reyndu þátttakendur að stinga tám fram af bjargbrúninni – þótt oft hefði verið ærin tilefni til.

Í Keflavík

Þorlákshöfn á land að sjó, austan frá Miðöldu í Hraunsmörkum, vestur að Þrívörðum í Selvogsmörkum. Strandlengjan ofanverð austan við Þorlákshöfn er sendin. Elzta nafn á allri þessari sandströnd (austan Þorákshafnar) er Vikrarskeið, samanber Laxdælu, en heitir nú Skeið eða Skeiði, og Hraunsskeið enn austar.
Vestan Þorlákshafnar er ströndin í fyrstu grjótvarin, en utar tekur við standberg í sjó fram. Bergið er hæst ofan við Keflavík og Háaleiti, en þegar nær dregur Bjarnavík og Álum austan við Selvogsvita lækkar bergið til  muna.
Í örnefna
lýsingu fyrir Þorlákshöfn segir m.a. um þetta svæði: “Í nestánni fyrir sunnan Sporið er Hafnarvarða. Var hún hlaðin mjög stór, enda við hana miðaðar fiskileitir. Nú er hún hrunin að mestu, en viti, Þorlákshafnarviti, reistur við hlið vörðunnar. Frá Hafnarvörðu liggur ströndin í vestur, og hækkar smám saman. Vestan vörðunnar er vik nokkurt sem heitir Vörðukriki. Um fjöru verður þar dálítið lón. Það heitir Þanglón. Suðaustur frá Hafnarnesi, sem nefnt verður síðar, er blindsker eða grynning nokkuð frá landi, og heitir Kúla. Þar er um 12 faðma dýpi.
Vestur frá Hafnarvörðu, sem í daglegu tali var nefnd Varða, og oftast með greini, er mjög mikil stórgrýtisurð með sjónum vestur að Hafnarbergi. Stórgrýti þetta heitir Urðir. Klappabrún milli Urða og sjávar heitir Flesjar. Var það nafn einkum notað þegar við það voru miðuð fiskimið. Meðfram Urðum eru nokkur sker rétt upp við land. Aðeins eitt þeirra hefur nafn, það heitir Flesjasker. Það er rétt vestan við Vörðukrika.

Hraunreipi í Hafnarbergi

Austarlega á Urðum er mjög stór, flatur klettur, og hallast upp að minni klettum. Hann heitir Latur. Það fór mjög eftir veðri og sjó hve mörg áratog þurfti til að róa Lat fyrir Geitafell. Einstígur heitir þar sem ströndin hækkar, svo að verður hreint standberg, sem sjórinn hefur ekki náð að hlaða stórgrýti upp á, eins og hann hefur gert á Urðunum. Vestur frá Einstíg er Þorlákshafnarberg, eða Hafnarberg, en af heimamönnum oftast nefnt Berg. Það nær vestur að Keflavík. Austantil er Bergið með mörgum nefjum og básum, nafnlausum. En er vestar kemur, er langt á milli nefja og lítil[s]háttar fjara undir berginu. Þar heitir Langibás. Upp af miðjum Langabás er allstór varða um 200 til 300 metra frá sjó, á hól og er 18 m há. Hún heitir Langabásvarða. Vestan við Langabás er nef, sem í bókum og kortum er nefnt Hellrar og Hellranef, en ég hef ekki fengið það staðfest af kunnugum. Steindrangar tveir, um 1,5 m á lengd og um 0,5 m í þvermál, nefndir Bræður, lágu á Bergsbrúninni vestan við Hellranef. Annar þeirra reis upp á endann í ofsabrimi snemma á árinu 1918. Voru fiskileitir miðaðar við hann árum saman. En nú er hann aftur lagstur útaf. Nú verður allstór bás í bergið, og vestan hans nef sem heitir Þyrsklingsnef, en líka nefnt Tittlingsnef.  Það er sama nefið og Hálfdan Jónsson nefnir Mávagnýpu í lýsingu Ölfushrepps 1703. Þessi tvö nef standa bæði á löpp yst og gat gegn um þau. Þau eru mjög lík að stærð og útliti. [Sjórinn færir steinbörg auðveldlega til á berginu. Á göngunni mátti sjá mörg þeirra, og sum mjög stór, sem eiga eftir að ferðast talsverða vegarleng innan skamms tíma]. Vestan við Þyrsklingsnef verður stórt vik inn í ströndina, allt vestur að Þrívörðum, sem eru í mörkum Þorlákshafnar og Selvogs. Vik þetta heitir Keflavík, og þó aðallega miðbik þess. Vestantil við Þyrsklingsnef heita Sigfjörur. Þar er svolítil fjara undir berginu, og verður að síga eftir því sem þar berst á land.
Myndanir á HafnarbergiFyrir vestan Sigfjörur er krosssprunginn klapparhóll fram á bergsbrúninni. Hann heitir Hlein. Ofan við Hlein eru nokkrir klapparhólar, en annars er Sandurinn jafnlendur. Vestan við Hlein, í sjálfri Keflavík í þrengri merkingu, lækkar ströndin, berg er ekki, og fært niður í fjöruna. Þar er allmikill fjörugróður. Vestantil á Keflavík eru nokkur smávik inn í ströndina. Þau heita í heild Básar. Sumir þeirra hafa nöfn, Bakkabás, Bjarnastaðabás, Þorgrímsstaðabás.  Í Básunum höfðu ábúendur jarða þeirra sem nöfnin benda á, rétt til sölvatekju, segir Þórður J. Símonarson frá Bjarnastöðum, en rétt til að hirða smærri spýtur, fyrir að bjarga stærri reka undan sjó, segir Björn Sigurðsson, sem lengi var vinnumaður í Þorlákshöfn.” Kjartan sagði ströndina, einkum bergið, gróft og harðgert. Þegar einstök svæði þess voru skoðuð í smærra samhengi virtist það töfrum hlaðið. Og það þrátt fyrir að bæði Þrívörðum og Hlein hefði nú verið raskað; þær fyrrnefndu af mönnum og þeirri síðarnefndu af sjávarguðinum og öldum hans.
Myndanir í HafnarbergiStrandlengjan frá Þorlákshöfn vestur á Selatanga er að mestu óröskuð og frábær gönguleið sem allt of fáir fara um. Í ljós koma að á þessari leið er fjölmargt að skoða, bæði falleg og merkileg náttúrufyrirbæri en einnig sögulegir staðir. Líklega má sjá á þessari leið allar útgáfur hraunreipa, sem til eru hér á landi, horfa á hvernig hvert litbreytilegt hraunlagið hefur hlaðist ofan á annað og sjórinn hefur náð að fletta ofan af þeim, hverju á fætur öðru, auk þess sem landnemaplöntur með öllum sínum litbrigðum setja skrúðugan svip á annars svarleitt basaltið. Þar er skarfakálið einkar áberandi, auk þess sem sáð hefur verið melgresi í sanflákana ofan bergsins. Það breytir litum líkt og annar gróður er hausta tekur.
Áður en lagt var stað var
gott að rifja upp stutta sögn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”. Þjósagan segir frá því að landnámsmaður í Selvogi hafi þurft að gera ráðstafanir til að verjast ágangi fólks, en seinni tíma ágangur – og öllu alvarlegri – átti eftir að herja á sveitina.
Sandurinn sem er á svæðinu ofan bergsins hefur að megninu til borist upp úr fjörunni austan byggðarinnar í Þorlákshöfn, en talið er að hluti áfoksefnanna sé komin frá Ölfusárós. Sandur hefur borist þaðan með austanvindi, vestur undir Selvogsheiðina og alla leið vestur í Selvog.
Hafnarberg - Bjarnavík framundanEftir 1950 var byrjað að sá melgresi og bera á kambinn sem liggur með sjónum austur frá þorpinu. Kamburinn var þá grýttur og nokkuð sléttur í sjó fram. Melgresið fangaði megnið af sandinum sem barst upp úr fjörunni og með því móti byggðist upp mikill sjóvarnargarður sem nú bindur milljónir rúmmetra af sandi og stöðvar hann megnið af sandinum sem berst upp úr fjörunni svo sandskriðið vestur eftir er hætt að mestu. Hinsvegar er gríðarlegt magn af sandi á vestanverðu svæðinu frá því að sandburðurinn upp úr fjörunni var óheftur og á hann eftir að valda erfiðleikum á uppgræðslusvæðinu. Af ummerkjum, svo sem stefnu sandskafla og lögun steina sem sandfokið hefur slípað til, má ráða að meginstefna sandskriðsins sé til suðvesturs og út í sjó.

Upphaflega var sandsvæðið umhverfis Þorlákshöfn girt árið 1935. Lengd girðingarinnar var 21,8 km og friðaði hún um 7.800 ha. Umsjónaraðili er garðyrkjustjóri Þorlákshafnar. Landgræðslugirðingin náði frá Ölfusá að Nesvita í Selvogi. Hún lá til austurs frá Hamraendum, sunnan við Hraun og fyrir ofan sandana, neðan við Hlíðardalsskóla, Breiðabólsstað, Litlaland og Hlíðarenda, yfir Selvogsheiði og til sjávar austanvert við Nes í Selvogi.
Fyrstu árin þar á eftir voru litlar sem engar aðgerðir. Árið 1952 var hafist handa við gerð skjólgarða á leirunum austan við þorpið, því mesta sandfokið kom þaðan. Skjólgarðarnir drógu úr sandskriði en yfirborð landsins milli garðanna lækkaði svo nú er þar oftast vatn. Undanfarin á hefur einkum verið sá í nágrenni við fyrirhugaðan Suðurstrandarveg vestab Þorlákshafnar.
Fyrstu árin eftir þetta átak var sáð melfræi í sjávarkambinn þar sem unnt var fyrir grjóti en hann var þá nokkuð sléttur í sjó fram. Ennfremur barst fræ frá varnargörðunum sem festi rætur í sjávarkambinum. Þarna hefur melgresið byggt upp einn merkasta sjó og sandvarnargarð hér á landi, margra metra háan, er bindur milljónir rúmmetra af foksandi.
Á HafnarbergiJafnframt því sem unnið hefur verið að því að stöðva fokið frá fjörukambinum og leirunum austan Þorlákshafnar, hefur verið lögð áhersla á sáningar næst þorpinu. Einnig hefur gróður verið styrktur við norðurjaðar áfoksgeirans, þ.e. á nyrsta hluta uppgræðslusvæðisins.
Árlegur kostnaður Landgræðslunnar við heftingu sandfoks umhverfis Þorlákshöfn hefur að meðaltali verið um tvær til fimm milljónir króna þar til 1996 og 1997 er kostnaður varð nærri 20 miljónir. Auk aðgerða Landgræðslu ríkisins hefur Ölfushreppur unnið að margháttuðum uppgræðsluaðgerðum í næsta nágrenni þorpsins.

Landgræðsla á sér langa sögu í Þorlákshöfn. Reyndar hafa verið ýmsar tegundir plantna og ólíkum aðferðum beitt við uppgræðsluna. Fyrir liggur því allgóð reynsla sem nú er unnið eftir. Hér verður aðeins drepið á nokkrar þeirra aðferða sem beitt hefur verið og árangur þeirra.
Án efa er melgresi sú tegund sem lang best dafnar á sand svæðinu. Engin planta heftir sandfok eins vel og melgresið, né stenst veðráttuna við suðurströndina betur. Melgresið safnar í sig foksandinum og myndar ýmist breiður eða melhóla. Sandlagið þykknar smásaman þar sem melgresið vex og verða hólarnir oft 3-5 m háir.

Eftirlegurennireið á Háaleiti

Yfirleitt kemur að því að hólarnir verða óstöðugir og vindur tekur að rífa sand úr hliðum þeirra og melgresið lætur undan síga.
Nauðsynlegt hefur reynst að bera áburð á melsáningar í nokkur ár eftir að sáð er. Einnig hefur þurft að bera árlega á þau svæði þar sem sandágangurinn er mestur, t.d. kambinn milli þorpsins og Ölfusárósar.
Árið 1989 var gerð tilraun með sáningu á 60 kg af lúpínufræi með TF-NPK. Fræinu var dreift á vestanverðu landgræðslusvæðinu. Flogið var með norðrurjaðri sandsvæðisins og síðan beygt til suðurs í átt að sjó. Fræið spíraði seint en lúpína er nú að breiðast út þar sem fræinu var dreift. Á síðustu árum hefur lúpínu verið plantað víða umhverfis Þorlákshöfn. Árangurinn af því er allgóður, en eftir á að koma í ljós hversu ört lúpínan breiðist út. Árið 2001 var gerð tilraun með að bera á 75 hektara, með dráttarvélum, út frá vegstæði Suðurstrandarvegar og skilaði sú dreifing góðum árangri þar sem áborið svæði var mun gróskumeira en óáborin svæði.
DuflKjartan upplýsti að fyrir tiltölulega fáum árum hefði ofanverð strandlengjan verið endalausir sandflákar, en eftir að svæðið var girt af og sáð hafði verið í það hefði orðið gerbreyting á.
Þegar leiðin er gengin eru framangreind þögul uppgræðslan annars vegar og hávaðasamt sæhljóðabergið hins vegar – hvorutveggja ágengir athyglisveiðarar. Ef báðir eru hunsaðir um stund má sjá ýmislegt, sem ella afmissist, s.s. hniðjur, rek og rekavið, einstaka fornfálegt leikfang, glerkúlur, plastkúlur, belgi, dufl og skótau frá ýmsum tímum.
Kjartan upplýsti að fyrir tiltölulega fáum árum hefði ofanverð strandlengjan verið endalausir sandflákar, en eftir að svæðið var girt af og sáð hafði verið í það hefði orðið gerbreyting á.
Vestan Þorlákshafnar eru allt of sýnilegar minjar þriggja tilrauna með laxeldi og hörrækt. Starfsstöðvarnar standa þar nú sem minnismerki, ein af mörgum, um misheppnaðar mótvægisaðgerðir í atvinnumálum þjóðarinnar. Önnur slík minnismerki um allt land eru refabúin. Líklega verða virkjanir og orkuveitur önnur slík þegar til lengri framtíðar litið – því augljóst virðist, er gengið er um svæði það sem að ofan greinir, að orkuöflun framtíðarinnar verður fyrst og fremst með nýtingu frumefnanna, þ.e. lofts, ljóss og vinds. Þegar einhverjum gáfumanninum dettur það í hug munu spretta upp liltar heimilsorkustöðvar er gera munu hápsennumöstur og -jarðstrengi óþarft með öllu.

Flak Varðar ofan við Ála

Jæja, við fyrrverandi Þrívörður var talið tilefni til að staldra við og skoða örnefnalýsingu austasta bæjarins í Selvogi, Ness. Þar segir m.a.: “Þá er komið að Þrívörðum, þar sem voru þrjár vörður á berginu á landamerkjum Selvogs og Þorlákshafnar. Þær eru nú horfnar. Um Þrívörður er bergið farið að lækka og hægt að ganga þar niður um skörð, en bunga er milli þeirra og Háaleitis. Fyrir austan Þrívörður tekur við Keflavík. Þar átti Hjallakirkja reka.
Vestar er Sigbás. Þar var eggja- og fuglatekja á bletti. Háaleiti er þar sem bergið er hæst. Á því var varða, sem lengi vel var haldið við af sjómönnum úr Þorlákshöfn. Varðan var höfð fyrir mið. Fyrir framan heita Forir eða Háaleitisforir. Þar var mikill fiskur og sótt þangað bæði úr Þorlákshöfn og Herdísarvik.” Til gamans má geta þess að á Háaleiti trjónir nú háleitt markmið einhvers bílstjóra, sem (ekki) hefur náð lenga og skilið ökutækið þar eftir. Hlaðið hefur verið umhverfis það, væntanlega úr fyrrnefndu kennileiti.
Kjartan við Selvogsvita“Austan við Bjarnavík er Viðarhellir undir berginu. Þar var mikill reki. Gat er í bergið yfir  hellinum og hægt að síga niður í hann. Bjarnavík  er allbreitt vik í bergið, og er djúpt þar. Eyþór heyrði sagt, að Bjarni riddari hefði haft þar legu fyrir skip.”
Viðarhellir sést ekki ofan af bergbrúninni, einungis frá sjó. Kjartan sagði færeyskan kútter hafa strandað í vikinu 1930. Þrjátíu manns hefðu verið um borð og hefðu nokkrir þeirra farist. Þá hafi mb. Helgi Hjálmarsson úr Reykjavík rekið þar upp nokkru seinni. Þrír menn hefðu verið um borð. Tveir, skipsstjórinn og óbreyttur, komust að Viðarhelli, en sá þriðji hvarf í hafið. Lík hans fannst við Eyrarbakka nokkru síðar. Hinir tveir gátu klifrað upp á bjargbrúnina og lögðu berfættir af stað til Þorlákshafnar. Annar þeirra, skipstjórinn, hefði fest fót sinn í fjörunni, en félagi hans aðstoðaði hann upp á bjargbrúnina og áfram til bæjarins. Félagar í björgunarsveitinni hefðu klifrað niður og skoðað hellinn, en slíkt væri ekki á færi aukvisa.
“Nokkuð austur af Bótum [Austari bót og Vestari bót] heita Gren (ft.). Þar var tófugren við kampinn. Þar eru klappir og urð, grenjalegt land. Heita Álar þar fyrir austan. Það eru geirar á milli klappa í fjöru, þang og þari í. Þar er útgrynni farið að minnka. Tekur bergið að lækka úr því, og engin fjara er undir. Nokkru austar en Álar er klettur fram í sjó, sem kallast Nípa.”
Ofan Ála, allangt ofan strandar, er stórt járndufl. Kjartan sagði það hafa rekið upp í fjöruna 1970. Þá hafi verið gerður leiðangur að því og verðmæti hirt af því. Líklega hefði verið um eitthvert Faxaflóaduflanna að ræða, sem slitnað hefði frá festum. Í óveðrinu mikla, sem gekk yfir þetta landssvæði árið 1991, hefði það flotið spölkorn inn á heiðina.
Reglur um komur gesta í vita landsins 1910Ofan við Ála er Hvítisandur og Hvítasandshóll, að sögn Kjartans. Áður var þarna skeljasandur, en eftir að svæðið var ræktað upp hvarf hvíti liturinn að mestu. Ekki er að sjá skeljasandsfjöru í Álunum.
Ofan við Álana eru leifar af mb. Verði frá Reykjavík. Báturinn fór þar upp 1956, sennilega 18. febrúar. Fimm menn voru um borð. Þeir fórust allir. Lík tveggja bátsverja fundust, en leifar þriggja skipsverja hafa aldrei fundist, þrátt fyrir mikla leit dögum saman eftir slysið. Báturinn hafði verið í Þorlákshöfn, en farið þaðan í afleitu veðri, en líklega orðið fyrir vélarbilun og þá rekið upp á ströndina. Í óverðinu 1991 brotnaði hluti (skutur) bátsins og rak upp yfir kampinn. Kjölstykki má sjá þar skammt vestar.
Þegar komið var að Selvogsvita varð rödd Kjartans innilegri (honum þótti greinilega vænt um vitann). „Á Selvogstanga var reist 15 m há járngrind árið 1919. Á hana var látið 3,3 m hátt ljóshús og 200° díoptrísk 1000 mm linsa og gas-ljóstæki. Inn á milli hornstoða grindarinnar var komið fyrir steinsteyptri gashylkjageymslu en efst undir svölum var skýli utan um stiga upp í ljóshúsið. Vitinn var sömu gerðar og Stokksnesviti sem reistur var árið 1922. Eftir aðeins rúm 10 ár var vitinn orðinn svo ryðbrunninn að nauðsynlegt reyndist að byggja nýjan vita.
Árið 1930 var byggður 15,8 m hár vitaturn úr steinsteypu. Ári síðar voru sett á hann ljóshús, linsa og gasljóstæki járngrindarvitans og hinn nýi Selvogsviti tekinn í notkun. Árið 1987 voru veggir ljóshúss endurnýjaðir. Vitinn var raflýstur ári síðar og settur á hann radarsvari.“ Nú er ljós látið loga á vitanum af öryggisástæðum en radíósendir efst á honum er þó það sem mestu máli skiptir nú orðið.
Stóra-Leður - kotbýli frá Nesi - Nesbærinn fjærKjartan, sem er með lyklavöldin, opnaði hurð vitans. Innanvert birtust undraverkin. Eftir að hafa útskýrt hvernig þrívarin vörn hans virkaði var haldið upp grámálaða tréstiga, hvern af fætur öðrum. Fyrir fólk, sem gengið hafi 17 km, var það sumu þrekraun. Efst trjónaði “djásnið”, ljóskúpullinn, sem prýtt hafði gamla vitan utar á ströndinni. Sköpunarár hans varð 1917, komið á járngrind 1919 og síðan hífður upp í núverandi vitaturn 1930. Útsýnið úr turnkrónunni, yfir Hafnarberg annars vegar, og Selvog hins vegar er, er og verður eftirminnilegt.
Kjartan sýndi þátttakendum einkar áhugavert plagg – og sennilega einstakt núorðið. Á því stóð; “REGLUR um komur gesta í vita landsins: Vitaverðum er heimilt að veita gestum leyfi til að skoða vitann á tímabilinu frá því hálf stund er liðin frá sólaruppkomu þar til hálfri stundu fyrir sólarlag.
Tóftir Snóthúss - Selvogsviti fjærGestir skulu, áður en þeir fara inn í vitann, rita nöfn sín, og heimili í gestabók vitans. Eigi mega þar koma fleiri en 3 gestir í senn. Skulu þeir, áður en en þeir ganga upp í vitann, þurrka vandlega af fótum sér á gólfmottunni; bannað er að rita eða roispa nöfn eða annað á veggi og rúður. Gæta ber og þess, að enginn snerti við nokkru því, er til vitatækjanna heyrir. Gestirnir mega ekki vera í blautum utanyfirfatnaði né hafa með sér stafi, regnhlífar, svipur eða annað því um líkt inn í vitann: Bannað er að reykja tóbak, svo og að hrækja, nema í hrákadalla. Neftóbak má eigi hafa um hönd í ljóskerinu. Hundar og kettir mega ekki koma inn í vitann.
Ölvuðum mönnum og óhreinlega til fara er bannað að koma í vitann.
Einhver vitaþjónanna skal ávallt vera gestunum í vitanum og ber honum að koma kurteislega fram við þá og skýra þeim frá öllu, sem þeir óska um vitafærin, en um fram það er honum ekki heimilt að veita óviðkomandi mönnum neina vitneskju um rekstur vitans.
HVarðaða gatan milli Selvogs og Þorlákshafnarverjum gesti ber að greiða vitaþjóninum 25 aura fyrir ómak hans.
Í stjórnarráði Íslands 3 maí 1910 – Björn Jónsson (vitundarvottur; Jón Hermannsson).”
Ekki er vita til þess að reglurnar frá 1910 hafi verið numdar úr gildi, enda kannski eins gott því bæði var hundur (tík) með í för, þátttakendur með stafi og engin gólfmotta til staðar.
“Á kampinum við Nesvita var bær, sem hét Snjóhús. Þegar hann man eftir, voru öll hús fallin, en kálgarðar voru í tóftunum, kallaðir Halldórsgarðar. Þar sem vitinn stendur, ganga klappir fram í sjó, og heitir þar Snjóhúsavarða. (Í skrá G. S. eru ýmsar myndir nafnsins tilfærðar: Snjóthús-, Snóthús-, Snjóhús-, Snjóshús- og Snjólfshúsvarða.) Eyþór man eftir vörðunni þarna; á henni var sundmerki. Selvogsviti var reistur fyrst framarlega á klöppunum, en síðar færður ofar, þangað sem hann stendur nú. Eldri vitinn var stálgrindarviti, en nýi vitinn er steyptur.
Skammt austan við Snjóhúsavörðu taka við klappir, og þar austur af eru Bætur. Þær eru þrjár, Vestastabót, Miðbót og AFornigarður vestan Selvogsvitaustastabót. Var talað um að fara „austur á Bætur“. Á Bótunum var skorið þang til eldsneytis og beitt fé.”
Snóthúsavarða er horfin, en enn má leifar af Fornagarði liggja að henni, en varðan átti að vera austurmörk garðsins. Innan hans,nær ströndinni, vestan vitans, er gróinn hóll, leifar Snjóthúss, eins af 10 kotbýlum í Neslandi (1703).
Frá túngarði í Nesi liggur sjávarkampur austur að vita.  Hlaðinn garður er á honum, en hann nær ekki alla leið.
Neshverfi eða Nestorfa var sameiginlegt heiti á Nesi og hjáleigunum þar. Einnig var hverfið nefnt Austurvogur eða Austurvogshverfi. Af bæjarstæðinu í Nesi er eitthvert fegursta útsýni í Selvogi.  Bærinn stóð á Bæjarhól neðan við mitt tún. Þegar tvíbýli var í Nesi, voru bæirnir nefndir Austurnes og Vesturnes . Stundum voru þar fleiri bæir.
Fyrrum mun hafa verið kirkja í Nesi og staðið, þar sem nú er braggabygging, notuð síðast sem heygeymsla. Legsteinar komu upp, þegar grafið var fyrir þessu húsi, og munu þeir vera þarna á hlaðinu.”
Á leiðinni var gengið um Nestúnið, framhjá fyrrum bæjarstæði Litla-Leðurs og Stóra-Leðurs. Minjar síðarnefnda kotbýlisins er verulegar á meðan þess fyrrnefnda hafa verið “túnsléttaðar”. Vestar má sjá leifar Bartakots og Þórðarkots. Kjartan sagðist muna enn eftir baðstofunni í Þórðarkoti. Vestar er tóftir Klappar í Bjarnarstaðarlandi:
Að ofanverðu við Nes má sjá vörðuröð. Þar kemur fyrrnefnd gata frá Þorlákshöfn niður í Selvog. Venjulega tók um 4 klst að ganga leiðina, sem virðist furðu bein af þjóðleið að vera.
Að lokinni göngu bauð frú Sigríður, eiginkona Kjartans, þátttakendum í íslenska kjötsúpu á veitingastað þeirra hjóna í Selvogi. Þar voru málin og enn og aftur reifuð (meira síðar).
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þorlákshöfn.
-Örnefnalýsing fyrir Nes.
-Vitar á Íslandi.
-Saga Þorlákshafnar.
-Kjartan Óskarsson.

Hafnarberg ofan Bjarnarvíkur