Tag Archive for: Suðurnesjabær

Garðsstígur

Gengið var eftir Garðsstíg (Garðvegi) til suðurs að Grófinni í Keflavík. Leiðin lá um svonefndan Garðstíg efri, þ.e. um Langholtin, Ytra- og Innra-Langholt.
Önnur leið var mun neðan Langholtanna milli Garðs og Berghóla, skammt ofan heimagarða Leiru, Hólma og Gufuskála, en á Berghólum komu leiðirnar saman síðasta spölinn í Grófina í Keflavík.

Ellustekkur

Ellustekkur.

Neðri leiðin sést spottkorn enn rétt ofan garðs við Hólm og Gufuskála. Viðhald og virðing hennar hefur verið vanrækt, líkt og um aðrar gamlar þjóðleiðir á Suðurnesjum.
Gengið var sem sagt um ofanverðan Inn-Garð. Ætlunin var m.a. að skoða Elínarstekk (Ellustekk), tóftir Heiðarhúss, Hríshólavörðu, Þrívörður, Árnaborgina og/eða Smalaskálaflatir/-borg. Einnig að ganga um Langholtin, skoða Langholtsvörður, Ranglát og Pretsvörðuna og halda síðan til suðurs utan Bergvatna að Grófinni ofan við Keflavík.

Hríshólavarða er í stefnu vestsuðvestur frá Ellustekk (Elínarstekk). Hún stendur á Hríshólum. Gamlar götur út úr Garði lágu við Langholt og Hríshólavörðu. Þær nefndust Efrivegur. Neðrivegur lá ofan við Leirubæina. Enn sést móta fyrir götum þessum, einkum norðvestan og ofan við Langholtin. Einnig á Berghólum og áleiðis að Grófinni.

Ellustekkur

Svæðið innan við Garð hefur verið raskað að nokkru, bæði með vegaslóðum og malar- og grjótnámi, auk þess sem allnokkur gróðureyðing hefur orðið á Miðnesheiðinni. Þess vegna er sá hluti gömlu þjóðleiðarinnar sem hefur varðveist því merkilegri og mikilvægt að gæta þess vel að honum verði ekki raskað frekar (en nauðsynlegt er).

Það verður að teljast til fyrirmyndar að búið er að merkja margar minjar í og við Garð. Veg og vanda af því hefur Guðmundur Garðarsson (Bóbi) haft, en hann á m.a. ættir að rekja til Rafnkelsstaða.

Garður

Garður og nágrenni – herforingjaráðskort 1903.

Keflavíkurjörðin var ekki stór og eru merki glögg og um óumdeilt eignarland að ræða. Sömu sögu er að segja frá jörðum í Gerðahreppi. Þegar jarðabókin var tekin saman árið 1703 voru alls sextán jarðir í byggð í Garði og Leiru auk Útskála. Jarðirnar voru þessar: Hrúðurnes, Stórihólmur, Litlihólmur, Gufuskálar, Meiðsataðir, Ívarshús, Kothús, Varir, Brekka, Skeggjastaðir, Gauksstaðir, Gerðar, Miðhús, Lambastaðir, Rafnkelsstaðir og Krókur og að auki er getið Heiðarhúsa, sem stóð á heiðinni upp af Meiðastöðum og Rafnkelsstöðum.

Ranglát

Ranglát.

Heiðarhús varð klausturseign og síðar konungs. Síðar fór hún í eyði, en var nýtt frá nærliggjandi jörðum. Töluverðar breytingar hafa síðustu áratugi átt sér stað í Garðinum. Leiran er komin í eyði og á landi landnámsjarðarinnar Stóra-Hólms er nú golfvöllur. Í Gerðalandi hefur byggðin á hinn bóginn vaxið ört og þar er myndarlegt þéttbýli. Saga og þróun þessarar byggðar var m.a. rakin í „innanbæjargöngu“ um Garð daginn áður þar sem t.a.m. var skoðað fornmannaleiði í miðri byggðinni, rakin saga útgerðar niður við Gerðahöfnina, sagt frá vörum, sjósókn og sjósköðum með ströndinni, lýst sögu Útskálakirkju og nágrenni og skýrt einkennismerki Garðs, Skagagarðurinn mikli, sem og rakin saga þess mannvirkis er enn er bæði ásjálegt og áþreifanlegt milli Garðs og Kirkjubóls.
Þegar komið var út fyrir þéttbýlið á innleið, en eins og heimamenn vita voru einungis tvær áttir í Garði, þ.e. austur og vestur (hinar voru inn (suður) og út (norður)), var staðnæmst við gróna þúst ofan við þjóðveginn; Ellustekk.

Prestsvarða

Prestsvarða.

Skúli Magnússon segir í Faxa, október 1999, frá Elínarstekk (Ellustekk) utan við Garð.
„Skammt ofan við þjóðveginn í gegnum Leiruna er lítill grasi gróinn hóll eða þúfa, sem kölluð er Elínarstekkur (Ellustekkur). Það var að sögn heygð Elín, niðursetningur frá Gufuskálum, sem dó á dularfullan hátt á 18. öld.
Sögu þessa og staðsetningu stekksins hef ég eftir ábendingum Ólafs Sigurjónssonar frá Litla-Hólmi.
Þegar bílvegur var lagður um Leiruna, um og eftir 1920, var honum valið stæði ofan við byggðina, skammt austan við Elínarstekk. Þessi vegur var síðan breikkaður, eins og fleiri þjóðvegir á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, og náði þá uppundir stekkinn.
Það var sumarið 1787 að Elín Stefánsdóttir, blásnauður niðursetningur á Gufuskálum, fannst örend í snærisspotta í hjalli þar skammt frá bænum. Vegna deilna hennar og vinnumanns, þar á bænum, þótti dauði hennar ekki einleikinn.
Haldgóðar vísbendingar fengust þó ekki um að Elín hafi verið myrt, þrátt fyrir réttarhöld. Þess vegna var talið að hún hefði tekið líf sitt í skyndilegu æði, sem að hefði borið um nótt.
HolurtElín var því, samkvæmt kirkju- og landslögum, heygð utan vígðrar moldar og var holað niður utan túngarðs í Leirunni, í sauðfjárstekk frá bænum á Gufuskálum.
Láti Elínar og aðdraganda þess, svo og hulun líks hennar og frágangi þess, er lýst í Dóma- og þingbókum Gullbringusýslu. Óttuðust grafarnir að Elín gengi aftur og skáru höfuð hennar af um hálsinn, lögðu líkið á grúfu, en lögðu höfuðið við þjóhnappana. Átti það að tryggja að hún lægi kyrr.
Fyrir meðferðina á líkinu hlutu mennirnir dóma og ákúrur yfirvalda. En aldrei fór neinum sögum af ókyrrleika sem eignaður var þessari ólánsömu konu.
Heimildarmaður minn, Ólafur Sigurjónsson, kallaði stekkinn aldrei annað en Elínarstekk, en í heimildum Jóns Helgasonar í Sunnudagsblaði Tímans 9. febr. 1969, bls. 108-112, virðist hann nefndur Gufuskálastekkur og hefur það að öllum líkindum verið upprunalegt nafn hans. Eftir greftrun Elínar hefur nafn stekksins breyst en hið eldra heiti líklega fallið úr daglegu máli og gleymst.“

Garðsstígur

Þrívörður.

Ellustekks er getið í örnefnalýsingu fyrir Rafnkelsstaði. Þar segir: „Hér voru býli, sem eru farin í eyði: Þórðarbær, Bjarnabær, Pálsbær og Finnsbær. Rétt ofan við nýja veginn er Ellustekkur, sem ber við himin frá bæ séð.“ Grænagróf er í berginu innan Rafnkelsstaða, beint niður af Ellustekk. Stekkurinn mun því vera í Rafnkelsstaðalandi, en ekki Gufuskála.

Efri vegur liggur að norðanverðum Langholtum neðan Hríshólavörðu. Varðan sést vel ofan við Ellustekk. Síðan liggur hún niður fyrir holtin. Fyrst hefur henni verið raskað með trönum, síðan stríðsathöfnum og loks námuvinnslu. Handan þessa svæðis sést gatan vel neðan við holtin.
Til norðurs lá leiðin neðan við Heiðarbæ og kom niður þar sem nú er elliheimilið í Garði. Sunnan við Langholtin er gatan vel greinileg þar sem hún liðast um móann áleiðis að Berghólum.

Gengið var neðan tófta Heiðarhúss ofar í heiðinni. Þar mótar fyrir húsum og görðum. Í Þjóðsögum Jón Árnasonar segir: „Það er í munnmælum haft að Heiðarhús sem eru spölkorn fyrir ofan Inngarðinn hafi í fornöld verið mesti stórbær svo að þar væru þrjátíu hurðir á hjörum, en hafi aflagt fyrir reimleika sakir. Var sá draugur nefndur Heiðarhúsadraugur. Skyldi einn þar búandi maurapúki peningaauðugur hafa gengið aftur til skildinganna. Þókti þar ekki viðvært lengi fram eftir jafnvel þó þar séu tún hin beztu.

Garðsstígur

Gengið um Garðsstíg.

Sigurður og Svanhildur kona hans bjuggu í Heiðarhúsum um 1805. Svanhildur var talin forneskjukerling. Sigurður reri þar í Garðinum sem fleiri og kom oft seint heim á kvöldin frá sjónum. Einu sinni seint um kvöld er Svanhildur sat inni, en Sigurður var ekki kominn frá sjónum, var kallað á gluggann hjá henni: „Ég vil mitt.“ Þá svaraði hún: „Taktu þitt og farð’ í burtu.“ Svo fóru leikar að þeim þókti þar svo óskemmtilegt að þau fóru þaðan.“
Í athugsasemdum við örnefnalýsingu Rafnkelsstaða segir að „Heiðarhús eru nú löngu komin í eyði. Þó man Halldór [Þorsteinsson í Vörum] eftir karli, sem búið hafði tómthúsbúi í Heiðarhúsum og var við þau kenndur. Þarna var talsvert ræktað land, sem Rafnkelsstaðamenn og Meiðastaðamenn deildu um áður fyrr, en hvorugir gátu helgað sér það, því að það var í óskiptu landi.“

Hér fyrir neðan voru býli, sem eru farin í eyði: Þórðarbær, Bjarnabær, Pálsbær og Finnsbær. Rétt ofan við nýja veginn er Ellustekkur, sem ber við himin frá bæ séð. Grænagróf er dokk niður í bergið. Þar er mikil huldufólks byggð.
Þá er hið óskipta land uppi í heiðinni. Beint hér upp af er eyðibýlið Heiðarhús. Virðist það hafa verið allmiklar byggingar og mikil jörð. Þar innar eru Smalaskálaflatir og Hríshólavarða, og framhald af henni er svo Langholt, sem nær áfram fyrir ofan Leiruna.

Garðsstígur

Garðsstígur – fisktrönur.

Grænugróf er fyrir neðan veginn, niður af Ellustekk. Heiðarhús eru nú löngu komin í eyði. Þó man Halldór eftir karli, sem búið hafði tómthúsbúi í Heiðarhúsum og var við þau kenndur. Þarna var talsvert ræktað land, sem Rafnkelsstaðamenn og Meiðastaðamenn deildu um áður fyrr, en hvorugir gátu helgað sér það, því að það var í óskiptu landi.

Það er í munnmælum haft að Heiðarhús sem eru spölkorn fyrir ofan Inngarðinn hafi í fornöld verið mesti stórbær svo að þar væru þrjátíu hurðir á hjörum, en hafi aflagt fyrir reimleika sakir. Var sá draugur nefndur Heiðarhúsadraugur. Skyldi einn þar búandi maurapúki peningaauðugur hafa gengið aftur til skildinganna. Þókti þar ekki viðvært lengi fram eftir jafnvel þó þar séu tún hin beztu. Sigurður og Svanhildur kona hans bjuggu í Heiðarhúsum um 1805. Svanhildur var talin forneskjukerling. Sigurður reri þar í Garðinum sem fleiri og kom oft seint heim á kvöldin frá sjónum. Einu sinni seint um kvöld er Svanhildur sat inni, en Sigurður var ekki kominn frá sjónum, var kallað á gluggann hjá henni: „Ég vil mitt.“ Þá svaraði hún: „Taktu þitt og farð’ í burtu.“ Svo fóru leikar að þeim þókti þar svo óskemmtilegt að þau fóru þaðan.

Hríshólavarða

Hríshólavarða.

Innsti bærinn í Garði er Rafnkelsstaðir, þá koma Meiðastaðir, síðan Kothús niðri við sjóinn og Varir þar skammt fyrir utan. Í landi þessara jarða standa nú íbúðarhús, sem reist hafa verið á seinni árum eftir að fólki fór mikið að fjölga í Garðinum. Í vörunum var mikið útræði, enda lending þar góð um sund sem Varaós var. Ósvarða er ofarlega í heiðinni. Frá Rafnkelsstöðum að Garðskaga teljast 14 nafngreindar varir er segja nokkuð til um fjölda uppsátra þarna við ströndina fyrrum.
Neðan við fiskhúsin er ós, sem nefnist Kópa. Inn úr henni eru Meiðastaðavör og Rafnkelsstaðavör, erfiðar varir. Fyrir ofan veg, uppi í heiði, er Árnarétt, skilarétt. Hana byggði Árni Þorvaldsson, sem hér var stórbóndi. Réttin er skemmtilega hringhlaðin, víðast hvar mannhæðar há.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir m.a. frá Bergþóri er bjó á Rafnkelsstöðum. „Hann var maður fjáður einkum að sjávarútvegi og átti mörg skip. Það var þá siður að gjalda sjómönnum skiplag sitt í mjöli, hverjum tvo fjórðunga eða þá annan í mjöli en hinn í hörðum fiski og færið skyldu þeir fá að vertíðarlokum; flestir létu þá fá stykki úr gömlu færi.
Þar var með sjómönnum Bergþórs unglingspiltur úr Norðurlandi ósjóvanur. En er hann vó skiplagið í þetta skipti vildi hann ekki gjalda drengnum nema helminginn og lét hann gjalda þess er hann var ekki sjóvanur.“ Sagan er lengi en óþörf ílengdar hér.

Langholt

Ratsjárstöð á Langholti.

Ofan þjóðvegarins eru löng holt; Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Innra-Langholt tilheyrir allt Innleiru. Yst á Langholtinu eru steyptir stöplar. Við þá er grónar hringlaga hleðslur, líklega skjól, sem hlaðið hefur verið upp úr ytri-Langholtsvörðunni. Undir holtinu að austanverðu eru grunnar hús. Þarna mun hafa verið loftskeytastöð frá hernum. Tvö möstur voru þarrna, annað hærra en hitt. Norðan svæðisins eru einar af síðustu heillegu fiskitrönum á Suðurnesjum. Að þessu sinni setti blómstrandi silfurskúfur litskrúðugan blæ á umhverfi þeirra.
Innan við mitt Langholtið er stór varða; Innri Langholtsvarðan. Hún var mið af sjó ofan við Leiru.

Í örnefnalýsingu eftir Símon Guðmundsson með ábendingum Guðbjörns Þórarinssonar kemur m.a. eftirfarandi fram um Langholtin og svæðið þar fyrir ofan: „Þau kallast Langholt (ft.). Sandmelur skilur þau í sundur í Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Innra-Langholt tilheyrir allt Innleiru. Merki munu liggja yfir melinn á milli þeirra. Vörður eru á báðum Langholtum, lítil á Ytra-Langholti, en stór og mikil á því innra. Þær eru kallaðar Langholtsvörður. Það var gömul trú, að einhverjar vættir væru í Langholtum: Illvættur í Ytra-Langholti, en hollvættur í Innra-Langholti.

Garðsstígur

Garðsstígur – fjárborg við Langholt.

Þrívörður eru þrjár og sjást þær vel í suðvestur frá Ytra-Langholti. [Um þær liggja mörk Gufuskála og Rafnkelsstaða í miðjar Sjálfkvíar niður við berg.]
Hríshólavarða er í stefnu vestsuðvestur frá Ellustekk og eru merki í hana eins og áður segir. Klapparhólar eru í kringum hana og stendur hún á einum slíkum. Þeir kallast Hríshólar. – Gamlar götur út í Garð lágu neðan við Langholt og Hríshólavörðu. Götur þessar voru nefndar Efrivegur.“ Athugasemdir: „Í landamerkjabréfinu er talað um Hríshalavörðu. Það er líklega misritun fyrir Hríshólavörðu, en svo hafa Símon og Guðbjörn alltaf heyrt vörðu þessa nefnda og Hríshólar heita þar í kring.
Í lýsingu Ara er getið um Grímshól. Hvorki kannast Símon né Guðbjörn við hann í landi Gufuskála og mun hann þar hvergi til.“

VarðaOfan við Langholtin sést móta fyrir smárétt, stekk eða jafnvel fjárborg. Réttin er vestan í stærsta og grónasta hólnum á svæðinu. Sést hleðsla að innanverðu, en vel er gróið að utanverðu. Umhverfis eru góðar grasflatir í annars gróðussnauðu svæðinu. Af móanum og einstaka torfusneplum að dæma hefur þessa svæði verið vel gróið fyrrum. Ekki er að sjá að mannvirkis þessa sé getið í örnefnalýsingum, en hóllinn gæti verið nefndur Grímshóll – eða um gæti verið að ræða Smalaskálann tengdum Smalaskálaflötum þar norðan við. Þorvaldur Halldórsson í Vörum sagðist aðspurður vita hvar Grímshóll hefði verið. Hann væri í Rafnkelsstaðalandi. Hóllinn hefði verið jafnaður út, en hann hefði haft forgöngu um að ýta þar upp hólsmynd að nýju. Guðmundur Garðarsson sagðist aðspurður ekki hafa heyrt um þetta mannvirki. Njáll Benediktsson í Garðinum hefði eflaust vitað eitthvað um þetta, en hann væri því miður látinn. Miðað við örnefnalýsingar er ekki ósennilegt að þarna gæti verið um Smalaskála að ræða er Smalaskálafalatir þar norðan við draga nafn sitt af.

Heiðarhús

Heiðarhús.

Syðst á Langholti er mikil varða; Ranglát. Ásgeir M. Hjálmarsson í Garði sagði vörðuna hafa verið reista af opinberum aðilum, en ekki er vitað hvenær það var. Hún átti að þjóna þeim tilgangi að það var dregin lína úr henni yfir flóann í eitthvað kennileiti upp í Hvalfirði. Þetta var einskonar landhelgislína þannig að bátar úr byggðalögum fyrir sunnan hana, Keflavík og Vogum, máttu ekki fara norður fyrir hana, sama gilti fyrir báta sem voru gerðir út frá Garði, þeir máttu ekki fara suður fyrir línuna. Menn voru mjög ósáttir við þetta, því var varðan jafnan nefnd Ranglát.

Garðsstígur

Garðsstígur ofan Garðs.

Tugir manna urðu úti á gömlu þjóðleiðunum um Miðnesheiði fyrr á öldum. Flestir voru þeir á leið frá kaupmanninum í Keflavík, síðladags eða undir kvöld.
Sagan af Runka (Runólfi), þess er Hafsteinn miðill hafði jafnan beint samband við á skyggnilýsingarfundum sínum, er ágætt dæmi um þetta. Lík hans fannst illa útleikið eftir að hans hafði verið saknað um tíma. Var jafnvel talið um tíma að honum hafi verið fyrirkomið, en síðar sættust menn á að dauða hans hafi borið að af „eðlilegum“ ástæðum.
Eflaust standa ennþá fleiri vörður, eða fallnar, á Miðsnesheiði sem minningarmörk um fólk, er varð þar úti á sínum tíma, en eru núlifandi fólki flestu gleymt. Og enn rölta menn um heiðina, meira og minna „dauðir“ fyrir sögu þeirra, sem þar hafa orðið til í gegnum aldirnar.
Miðnesheiðin mun hafa, skv. framangreindu, mörgum orðið torveld á leið þeirra frá kaupmanninum í Keflavík. Heimildir eru um að um 60 manns hafi orðið úti á leiðum Miðnesheiðarinnar á u.þ.b. 40 ára tímabili 19. aldar.“

Garðsstígur

Varða við Garðsstíg.

Magnús Þórarinsson segir frá ferðum manna millum byggðalaga á Suðurnesju fyrr á tímum sem og ástæðum þeirra í „Frá Suðurnesjum – Frásagnir frá liðinni tíð – 1960.“
“Frá því að föst verslun hófst í Keflavík hafa Suðurnesjamenn, allir vestan Vogastapa, þar með talin Grindavík og nokkuð úr Vogum og Strönd, átt margar göngur til kaupstaðar síns. Mestar voru voru þessar ferðir um vetrartímann, því þá voru allir karlmenn heima við heimili sín. Að vísu fengu flestir bændur, fyrir aldamót, aðalbirgðir til heimila sinna á kauptíðinni á sumrin fluttar á næstu höfn með kaupskipunum, en sífellt þurfti þó að senda menn í Keflavík eftir einhverju, sem vantaði, veiðarfærum og öðru, eftir hendinni. Tómthúsmenn flestir voru fátækir, sem engar höfðu matarbirgðir, og því oftar urðu þeir að “skreppa í Keflavík”, eins og það var oftast nefnt, og bera heim á bakinu forða sinn, ef forða skyldi kalla. Keflavíkurferðirnar urðu mörgum örlagaríkar.

Garðsstígur

Gengið um Garðsstíg.

Þótt margir fleiri “yrðu úti” en þeir, sem í Keflavík skruppu, urðu þeir þó flestir í þessum ferðum, og eru oft til þess eðilegar orsakir, eins og í pottinn er búið. Þeir fóru stundum svangir að heiman og illa klæddir með poka undir hendinni, vafinn utan um tóma flösku. Veit ég ekki til þess að nokkrum hafi hlekkst á leið til Keflavíkur. Oft var ös í búðunum og afgreiðsla í stirðara lagi, því enn var ekki aflagt að gera mannamun. Flestir fengu þó fljótlega mettaða flöskuna, sem var nauðsynlegt, sögðu þeir, til þes að hressa samviskuna og taka úr sér hrollinn. Flýtti það síst fyrir afgreiðslunni. Voru þeir svo að vasast í búðunum fram á kvöld, en lögðu af stað í ófærð og náttmyrkri, stundum í misjöfnu verði, yfir veglausa heiði, meira og minna drukknir, með einhverja byrði á bakinu. Að öllu leyti illa undir tveggja tíma göngu búnir og vanlíðan haldnir eftir daginn. Varð þá athvarfið hjá sumum að fá meira úr flöskunni, þar til afl og dómgreind var horfið. Mátti svo skeika að sköpuðu um framhald ferðarinnar.

Garðsstígur

Garðsstígur.

Þeir, sem betur voru staddir, hjálpuðu hinum meðan máttu, tóku á sig byrði þeira og gengu undir þeim, uns þeir örmögnuðust líka og þá varð að skilja hina eftir. Ég heyrði margar sögur af slíkum ferðalögum á unglingsárum mínum og kynntist þeim af eigin reynd, er ég varð nokkru eldri.

Gunnar Markússon, 56 ára, giftur húsmaður frá Lambastöðum, varð úti nóttina fyrir skírdag 1834. Mun hafa verið drukkinn, sem hann var hneigður til. Fannst á laugardag fyrir páska, óskaddaður framan við melbarð.“

Það er gömul trú, að einhverjir vættir væru í Langholtum: Illvættur í Ytra-Langholti, en hollvættur í Innra-Langholti. Þrívörðurnar sjást vel í suðvestur frá Ytra-Langholti. Austasta varðan stendur, en miðvarðan er fallin, nokkru ofar, skammt austan við Garðstíginn. Þrívörður eru mörk Leiru og Garðs.

Garðsstígur

Garðsstígur – fjárborg.

Enn ofar í heiðinni er Árnarétt, heilleg og fallega hlaðin. Hún var skilarétt. Réttina byggði Árni Þorvaldsson, sem hér var stórbóndi áður fyrr. Réttin er skemmtileg í annars kennilausalitlu landslaginu og víðast hvar mannhæðar há. Líklega er hér um sömu rétt að ræða og þegar getið er um „litla rétt“ í Smalaholti.
Neðar eru löng holt; Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Innra-Langholt tilheyrir allt Innleiru. Syðst á því er mikil varða; Ranglát. Ásgeir M. Hjálmarsson í Garði sagði vörðuna hafa verið reista af opinberum aðilum, en ekki er vitað hvenær það var. Hún átti að þjóna þeim tilgangi að það var dregin lína úr henni yfir flóann í eitthvað kennileiti upp í Hvalfirði. Þetta var einskonar landhelgislína þannig að bátar úr byggðalögum fyrir sunnan hana máttu ekki fara norður fyrir hana, sama gilti fyrir báta sem voru gerðir út frá Garði, þeir máttu ekki fara suður fyrir línuna. Menn voru mjög ósáttir við þetta, því var varðan jafnan nefnd Ranglát.
Tengdafaðir Ásgeirs, Guðni Ingimundarsson, sagði honum þetta, en það var Halldór Þorsteinsson útgerðamaður frá Vörum sem sagði honum þetta fyrir mörgum árum. Halldór er nú látinn.

Neðan við sunnanverð Langholtin má sjá stóra vörðufætur við götuna. Grjótið hefur verið fjarlægt, væntanlega til nota í önnur og yngri mannvirki. Skammt sunnar eru gatnamót að götu upp frá Hólmi. Hún er mjó og hlaðin til kantana. Efst við sýnileika þeirrar götu er vörðubrot í grónum hól.

Garðsstígur

Garðsstígur – upphaf göngu.

Í Rauðskinnu segir frá Prestsvörðunni: „Í heiðinni skammt fyrir ofan Leiru er mannhæðar há grjótvarða sem alltaf var nefnd Prestsvarða. Sagt var, að síra Sigurður Sívertsen (1808-1887), sem prestur var á Útskálum fyrrum, hafi einhverju sinni verið þarna á ferð að vetrarlagi. Kom hann úr Keflavík og ætlaði heim til sín að Útskálum. Talið var að leiðin væri tveggja tíma gangur eða meira eftir þeim vegi sem þá var farinn. En við lestagang voru allar vegalengdir miðaðar á þeim tímum. Þegar prestur kom út á móts við miðja Leiru villtist hann af leið. Fannst honum líðan sín þannig að hann treystist ekki til þess að halda áfram ferðinni. Prestur tók það ráð að leggjast fyrir og vera kyrr alla nóttina. Nokkru síðar lét síra Sigurður hlaða upp vörðu á þessum stað. Var hún ferstrend eins og margar grjótvörður. En eitt var það, sem gerði hana frábrugðna öðrum vörðum. Á hlið þeirri sem að austri snéri var allstór flöt hella sem á var höggvið sálmavers.“
Sálmaversið á hellunni er 4. Davíðs Sálmur 8. vers. („Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum“).

Bergvík. Þegar Símon var að alast upp bjó Pétur Pétursson í Bergvík. Hann hafði grætt nokkuð stóran túnblett frá bænum og niður á sjávarbakka. Guðrúnarkot og Brandsbær stóðu nyrzt í jaðri hans.
Suðaustast á þessum bletti er svolítill hóll, sem kallaður er Gónhóll. Nafn sitt dregur hann af því að þegar flekaveiði var á Bergvík var farið upp á hann og gáð, hvort nokkuð væri komið á flekana. (Ath.: Á undan Pétri bjó í Bergvík Ásgrímur nokkur og er líklegt, að flekaveiði hafi verið stunduð á Bergvík í hans tíð).

Garðsstígur

Gengið um Garðsstíg.

Hólmsberg endar til norðurs í Berghólum, en svo heita fjórir hólar í suðsuðvestur frá Bergvíkurbæ. Hóllinn næstur Bergvíkurtúni, beint upp af Gónhól, var nefndur Gapastokkur. Hann var hár og klettóttur sjávarmegin og illfær. Vel var gengt upp á hann annars staðar. Símon telur, að nafn sitt dragi hann af því, að strákar hafi farið nokkuð djarflega framan í honum og sýnt gapaskap þegar þeir voru að klifra. Huldufólkstrú lá á þessum hól. Áðurnefnd Stóravör er beint niður undan Gónhól og þóttust menn þar oft heyra mannamál og áraglamur að og frá landi, einkum að kvöld- og næturlagi. Trúðu menn, að þar væri huldufólk úr Gapastokk á ferð.
Austsuðaustur af Gapastokk er stór ílangur klettur, sem er eins og hús í laginu. Svolítill hnúður var á norðvesturenda hans. Steinn þessi var nefndur Álfakirkja. Hinir Berghólarnir eru svolitlu vestar en Gapastokkur. Syðsti hóllinn af þeim var nefndur Borgin og var hann hafður fyrir mið norður í Leirnum. Var kallað að vera á Borgarslóð, þegar Borgin var aðeins norðvestur undan hinum Berghólunum – en djúpmið voru miðuð Grindavíkurfjöll.

Langholt

Leifar herstöðvar í Langholti.

Þjóðvegurinn út í Leiru og út í Garð lá sunnanhalt á Hólmsbergi og rétt fyrir ofan bæina í Leirunni. Suðvestan við veginn, heldur nær Keflavík en Leiru, var stórt barð og hlaðin varða á því. Var þar oftast hvílt sig. Barð þetta hét Meyjarsæti. Heiðarlandið tók svo við suðvestan þjóðvegarins. Voru það einkum blásnir melar og börð á stöku stað. Engin örnefni voru á því, nema þau sem fram koma í landamerkjalýsingunni hér á eftir. Svæði þetta var einu nafni nefnt Heiði, og svo var einnig nefnt ofan Gufuskála.
Þrívörður eru áður nefndar á hornmerkjum. Línan frá Þrívörðum í Sjálfkvíar liggur á milli Langholtanna, og er Innra-Langholt því í Innleiru. Það liggur nálægt því frá suðaustri í norðvestur.
Áðurnefndur Línlækur kemur ofan úr Línlækjarholtum í Heiðinni. Suðaustur af þeim holtum eru Bjarnastapar og Kalka var suðaustanvert á þeim.
Yst á Berghólum, þar sem gatan kemur upp á bergið, er grón fjárborg. Vel má sjá móta fyrir hleðslum að innanverðu. Í miðju borgarinnar hefur verið hleðsla. Þá eru hlaðnir útveggir frá borginni að sunnanverðu. Borg þessi hefur stundum verið nefnd Hólmsborg, en hennar er ekki getið í örnefnalýsingum. Gatan liggur ofan borgarinnar. Skammt norðar er hlaðið veggbrot við götuna. Það er greinilega úr vörðu, sem þar hefur staðið því útlínur og tvö umför í henni sjást enn. Norðan þess lá gatan um slakka í holtinu, en námur og rask hafa afmáð verksummerki eftir hana.
Skammt sunnar má sjá vörðu vinstra megin götunnar. Hægra megin hennar eru svo hleðsluleifar af gamalli rétt.

Garðsstígur

Gengið um Garðsstíg.

Stekkjarnefin skiptist í tvennt, Vestra- Stekkjarnef og Eystra-Stekkjarnef. Stekkjarnefin eru grjóthólar, brattir sjávarmegin. Þau fara í kaf um flóð. Þau eru hæst fremst. Sagt var, að fyrr á öldum hefði Stekkjar-nef verið gróið land og stekkur verið á því. Suðaustan við Stekkjarnef er Bergvík. Bergvíkurvör (41) er með Stekkjarnefi að suðaustan. Aðeins suðaustar í víkinni er Stóravör. Þar hafði verið miklu betri lending hér áður en í Bergvík, en þar hafði sjór gengið svo á landið, að ekki var lengur hægt að hafa þar skip. Við Stóruvör byrjar lágt berg, sem síðan fer hækkandi alla leið að Ritunípu, en við hana takmarkast Bergvík að suðaustan. Hægt er að ganga fjöruna undir þessu bergi – inn undir Ritunípu – með stórstraumsfjöru. Berg þetta tilheyrir Hólmsbergi, sem nær úr Bergvík og alla leið inn í miðja Keflavíkurgróf. Þar sem bergið er hæst í Bergvík, er það nálægt 25 föðmum og er þar töluvert varp. Verpa þar einkum svartfugl, rita, fýll og lundi.
Á vorin og sumrin var mikið af bjargfugli á víkinni og þar var fyrir eina tíð stunduð flekaveiði. Pétur Pétursson, sem bjó í Bergvík, þegar Símon var ungur maður, mundi eftir þeim veiðum. Áðurnefnd Ritunípa er þverhnípt berg með dálítilli urð fyrir neðan.
SvartfuglTöluvert suðaustan við Ritunípu skerst Helguvík Inn í Bergið. Suðaustan hennar er Hellisnípa. Hún dregur nafn af hellisskúta inn undir bergið, austanhallt niður af nípunni. Með lágsjávuðu var hægt að róa inn í skútann. Þverhníptir klettar í sjó eru frá Hellisnípu og inn að Stakksnípu. Svolítil vík er norðvestan við Stakksnípuna. Hún var venjulega nefnd Stakksvík. Stórgrýtisurð gekk í sjó fram að norðan við Stakksnípu. Svolítill urðarfótur er undir Stakksnípu. Beint fram af henni er hár klettur, sem heitir Stakkur. Hann er dálitlu lægri en nípan. Dálítið gras var ofan á Stakk og hafa að líkindum verpt þar endur og kría. Hægt er að klífa Stakk, en heldur mun það slæmt.
Af Stakk dregur Stakksfjörður nafn sitt, en svo nefnist allur fjörðurinn frá Stakk og að Brunnastaðatöngum. Svartfugl verpti hvergi í Hólmsbergi nema í Bergvík.
Selvík er suðaustan Stakksnípu, nokkuð breið vík og eru líðandi klappir við hana. Suðaustan hennar er Hellunef, lágt berg fram í sjóinn. Frá Hellunefi liggur fremur lágt ávalaberg og endar í Brenninípu (5=3). Hugsanlegt er að gróður hafi verið fram á Brenninípu til forna og þá verið hægt að afla sér þar brennis til eldiviðar.
Sunnan við Brenninípu er Keflavík. Með henni að norðan, er berg (einir 15-20 m) alveg inn að Keflavíkurgróf. Það er syðsti hluti Hólmsbergs.

Garðsstígur

Garðsstígur.

Áður en komið var að kirkjugarðinum og þar með mörkum Keflavíkur beygir gatan til vesturs. Þessi kafli sem og kaflinn frá Berghólum hefur verið endurgerður fyrir bílamferð. Hins vegar liggur gamla gatan svo til beint áfram með stefnu ofan við Kirkjugarðinn. Við hann eru endurhlaðnar vörður.
Garðstígur liggur áleiðis að Keflavíkurborg ofan við Grófina. Enn má sjá leifar og lögun borgarinnar á klapparhrygg. Gatan liggur síðan niður með henni að austanverðu, áleiðis niður að Grófinni.
Gangan var 7.8 km. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Jón Árnason III 348.
-Óbyggðanefnd.
-Sigríður Jóhannsdóttir – örnefnalýsing Rafnkelsstaða 8. júní 1978.
-Guðmundur Jónsson bóndi á Rafnkelsstöðum og Guðjón Björnsson.
-Njáll Benediktsson skráði 1979 – örnefnalýsing Gerðum.
-Ari Gíslason – Gerðar – örnefnalýsing.
-Sigríður Jóhannsdóttir bar lýsingu Ara Gíslasonar undir Halldór Þorsteinsson í Vörum, og gerði hann þá fáeinar athugasemdir – 3. júní 1978.
-Saga Gerðarhrepps.
-Magnús Þórarinsson – Frá Suðurnesjum – Frásagnir frá liðinni tíð – 1960.
-Ásgeir Ágústsson – Gerðahreppi.
-Rauðskinna I – XII.
-Örnefnalýsing fyrir Leiru og Gufuskála – Örnefnastofnun.

Garðsstígur

Garðsstígur

Gamli Kirkjuvogur

Brynjúlfur Jónsson ritaði m.a. um Gamla-Kirkjuvog í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 undir fyrirsögninni “ Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902″:
Gamli-kirkjuvogur-223„Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smá-voga, og kallast þeir Ósabotnar. Er löng bæjarleið frá Þórshöfn inn að Kirkjuvogi forna. Þar sem bærinn var, er rústabunga mikil. Þar er alt nú blásið hraun, þó er rústin að nokkru leyti grasgróin. Er eigi hægt sð sjá grein á húsaskipun og eigi sést með vissu hvar kirkjan hefir verið. En kunnugir menn vita það, því mannabein hafa fundist þar, er kirkjugarðurinn blés upp. Voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800, að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt.

Hafnir

Hafnir fyrrum.

Kotvogur stóð þó þar, sem hann er enn, sunnanmegin við Ósana. En kirkjusókn átti hann að Kirkjuvogi og allir bæir fyrir innan Kalmanstjörn. En þaðan, og frá þeim bæjum, er sunnar voru, var kirkja sótt að Kirkjuhöfn. Til Kirkjuvogs sóttu líka Suðurnesjabæirnir: Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Stafnes, ásamt hjáleigum. Stóð það fram að 1370, er Oddgeir biskup vigði kirkju á Hvalsnesi. Enn átti Innri-Njarðvík sókn að Kirkjuvogi: hélzt það, þó Kirkjuvogur væri fluttur suður fyrir Ósa, og þangað til 1760, er Ólafur biskup Gíslason, vígði kirkju í Njarðvík. Fremur er það fátt, sem menn vita um Kirkjuvog hinn forna.

Ósabotnar

Ósabotnar – kort; ÓSÁ.

Þess er getið í Árbókum Espólíns II. 68. að 1467 seldi Ólafur biskup Rögnvaldsson Eyjúlfi Arnfinnssyni »Voga« í Rosmhvalsnesshreppi fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. Nú er enginn bær í Rosmhvalsnesshreppi, er heitir »í Vogum«. Mun hér því átt við Kirkjuvog hinn forna og ef til vill Kotvog með, eða þó öllu heldur Djúpavog, sem mun hafa verið hjáleiga frá Kirkjuvogi og staðið við Osabotnana. Svo segir í landamerkjabréfi frá 1270: »En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur gróf sú, er verður fyrir innan klettana til hægri handar, er riðið er frá Kirkjuvogi.

Gamli-Kirkjuvogur

Brunnur við Djúpavog.

Hér virðist »Djúpivogur« vera bæjarnafn. Og það getur ekki verið annað nafn á Kirkjuvogi, þar eð hann er líka nefndur í sömu málsgreininni. Nokkru fyrir innan Kirkjuvog hinn forna gengur gróf mikil frá Ósabotnunum þvert til norðurs. Gengur sjór nokkuð inneftir henni, og heitir þar enn Djúpivogur…, Þar litlu innar ætti bærinn, Djúpivogur, að hafa verið. Merki sjást ekki til þess; en það er ekki að márka. Sjór hefir mjög gengið á land í Ósunum, og getur bæjarstæðið verið brotið af.
Þó hefir það ekki verið sjávargangur, heldur sandfok, sem eytt hefir Kirkjuvogi hinum forna. Hvenær það var, vita menn ógjörla.
Kaupstadagatan-221Jarðabók Á. M. telur hann hafa verið í eyði meir en 120 ár þá er hún var rituð. Hefir það því eigi verið síðar en á 16. öld, en getur vel haía verið fyr. Það liggur nærri að ætla, að þá hafi sami maður átt bæði Kirkjuvog og Kotvog, er hann flutti Kirkjuvog heim á tún í Kotvogi. Bendir það til þess, að Kotvogur hafi frá upphafi verið talinn hjáleiga frá Kirkjuvogi, þó Ósarnir væri á milli. Þess er getið, að Kirkjuvogskirkja átti 1/2 Geirfuglasker. — Kirkjubólskirkja og Hvalsnesskirkja áttu 1/4 hvor.

Enn má geta þess, til merkis um það hve landið hefir brotnað, að í Ósunum var ey mikil, milli Kotvogs og Kirkjuvogs forna, og var hún slægjuland.

Einbúi

Einbúi – landamerki.

Nú í seinni tíð hefir hún bæði blásið upp og sjór brotið hana, því flóð falla mjög svo yfir klappir þær, sem undir jarðveginum láu. Þar fann Vilhjálmur sál. Hákonarson, á yngri árum sínum, skeifu, er kom fram undan 3 al. háum bakka. Hún var miklu stærri en skeifur eru nú á dögum. En þá var forngripasafnið enn ekki stofnað. Var ekkert hirt um skeifuna og er hún glötuð fyrir löngu.“
Magnús Grímsson skrifaði um Gmla-Kirkjuvog í „Fornminjar um Reykjanessskaga“: „Ósar heitir sá vogur sá hinn mikli, sem hér gengur til austurs inn í landið. Norðan megin við Ósana, gagnvart Kirkjuvogi, er kölluð gamli-kirkjuvegur-224Preststorfa, því þar er presturinn vanur að fá flutning yfir að Kirkjuvog, þegar hann fer þá leiðina. Litlu innar í Ósnum er einstakur hólmi dálítill, sem heitir Einbúi. Þar á eru rústir af sjómannabúðum, sem líklega hafa verið þar frá Vogi, sem síðar verður getið. Út í einbúa má nú ganga þurrum fótum um fjöruna. Skotbakki er þá næst kallaða þar inn með, og er hann upp undan Kirkjuvogsey, sem er grasi vaxin og eigi mjög lítil,framarlega í Ósunum. Annars kalla men, að ósarnir byrji ei utar en við sker þau, sem liggja norður undan Kirkjuvogstúni, austanverðu. Af hverju nafnið Skotbakki er dregið, gat ég ekki fengið neina sögu um. Þar er flutningur yfir um Ósa, þá ekki er fær hin leiðin vegna brims.
gamli-kirkjuvogur-335Þegar inn kemur með Ósunum, svo eigi er nema snertu korn að botnum þeirra, verður fyrir nes eitt lítið. Gengur sinn smávogur eða vík upp með því hvoru megin, og er hin eystri víkin nokkuð stærri en hin vestari. Upp undan nesi þessu hefir staðið bæ á hól einum, og eru þar húsarústir miklar. Þær eru nú fullar orðnar af sandi túnið allt upp blásið. Túnið hefur verið stórt mjög, og frá bænum, allskammt þaðan í landsuður, eru rústir, sem líklega eru kirkjurústir. Hefir kirkjan verðið hér um bil 5 faðma löng og 3 faðmar breið. Til kirkjugarðsins sést til og frá, en mjög óglöggt, svo ekki verður hann mældur.

Einbui-221

Kirkjugarðurinn er alveg upp blásinn; engin sjást þar mannabein og engir legsteinar. Niður á nesinu og með eystri voginum eru stórkostlegar rústir, líklega sjóbúðir, vergögn og þess háttar. Allar eru þær úr grjóti og mikið mannvirki á. Þar hafa verið 5 eða 6 varir ruddar út í hin eystra voginn. Af rústunum fram á nesinu eru 3 mestar, allar hér um bil kringlóttar, en stutt bil á milli. Það hafa menn fyrir satt, að hér hafi einhvern tíma, ekki fyrir mörgum árum, sézt kjalfar í hellu við voginn, og ætti það vera vottur þess, hversu mjög hér hefði verð sóttur sjór. Nú eru Ósarnir og vogar þessi varla gengir íslenzkum skipum fyrir útgrynni og sandrifjum.

Einbúi

Einbúi.

Er ei ólíklegt, að frá bæ þessum hafi útræði verið haft í Einbúa, sem fyrr er getið. Vogurinn austan til við nesið heitir Vogur eða Djúpivogur, og bærinn hét í Vogi. Kirkjan hefir verið flutt þaðan að Kirkjuvogi, þar sem nú er hún, fyrir sunnan Ósana. Með kostnaði og fyrirhöfn mætti grafa upp bæinn í Vogi, og væri það máske gjöranda til þess að sjá byggingarlag og húsaskipun, sem þá hefir verið; því þetta hefir auðsjáanlega verið stórbær á sinni tíð. Á seinni tímum hafa sumir kallað rústir þessar Gamla-Kirkjuvog, og má vera, að nafnið Vogur hafi breyzt í Kirkjuvogur, áður en kirkjan var flutt þaðan.
Inn úr Ósunum ganga ýmsir smávogar: Seljavogur, Kýrvogur, Skollavogur og Brunnvogur, en Djúpavog kalla þeir nú nyrzta horn þeirra. Ekki vita menn neitt merkilegt um örnefni þessi.“
Sjá meira um Gamla Kirkjuvog HÉR, HÉR og HÉR.
Sjá MYNDIR.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 18. árg. 1903, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902, eftir Brynjólf Jónsson, bls. 41-42
-Magnús Grímsson. Fornminjar um Reykjanessskaga. Landnám Ingólfs. Reykjavík 1935-36. Bls. 257-258. Magnús Grímsson, fæddist 3. júní 1825, dó 18. janúar 1860.

gamli-kirkjuvogur-221

Stóri-Hólmur

Gengið var um Stóra-Hólm og Litla-Hólm í Leiru.
Í Landnámu segir, að Ingólfur Arnarson hafi gefið frændkonu sinni, Steinunni, Rosmhvalanes allt utan Hvassahrauns, en hún kaus að gefa fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla. Henni þótti það Stóra-Hólmshúsiðóhættara við riftingu. Steinunn kom út til Íslands, ekkja eftir Herlaug bróður Skalla-Gríms og með henni synir hennar tveir, Njáll og Arnórr. Talið er að Steinunn hafi búið að Stóra Hómi (síðar nefndur Stór-Hólmur) í Leiru. Kaup Steinunnar við Ingólf héldu betur en mörg önnur landkaup er Landnáma greinir frá. Síðar kom Ketill gufa út til Íslands, og lenti á hrakhólum. Hann sóttist eftir landi að Gufuskálum í Leiru, en Steinunn fékk hann til að fara annað gegn því að fá verbúðarrétt á Hólmi. Er samkomulag þeirra talið upphaf verstöðva utanhéraðsmanna á Suðurnesjum. Slíkir samningar um aðstöðu og nýtingarétt áttu sér síðan um þúsund ára skeið í atvinnusögu þjóðarinnar.
Litla-HólmshúsiðLandnám Steinunnar tókst og er hún talin meðal fyrstu landsnámsmanna Íslands. Vitsmunir hennar, hagkvæmni og samkomulagsvilji í skiptum við aðra mun hafa verið ástæða þess að við hana festist viðurnefnið og virðingarheitið „hin gamla“.

Í örnefnalýsingu fyrir Hólm segir m.a.: „Þetta var höfuðbólið í Leirunni, næst við Gufuskála. Upplýsingar eru frá þeim sömu og fyrr var getið og þar að auki Jóel  Jónsson, Kötluhól.
Litlihólmur var býli byggt úr landi Stórahólms. Þar var sérstök lending og þar er enn búið. [Við Stóra-Hólm voru] Bakkakot, Nýlenda, Rófa, Garðhús, Ráðagerði og Kötluhóll er nefndur 1703 og enn er hann til sem býli. [Býlið Steinar (Steinakot) er þar einnig að finna.]

Litla-Hólmskot

Í Litlahólmslandi eru hjáleigubýli, Litlahólmskot og Þórukot. Í Sjálfkvíum rak hval 1882. Þetta var stór jörð, margar kýr og mikið að gera. Þess má geta að aldrei fórust skip í Leiru nema frá Litlahólmi. Þá er næst að geta Bakkakots, sem einnig var sérbýli með sérlendingu og grasbýli. Þar voru tvö kot, Traðarkot, þar [sem] þær (svo) voru heitir nú Kúamóatraðir, og Steinar sem fóru í eyði 1930. Innan við Steina tók við Nýlenda. Tún hennar liggur að Bakkakoti. Þar ofar var hjáleiga sem hét Hábær. Þar austur af var Rófa. Upp af henni er hóll sem heitir Kollhóll.
Kötluhóll er grasbýli ofan við Bakkakot. Efst upp við garðinn ofan við bæinn er hóll sem virðist vera holur innan. Heitir hann Kötluhóll. Túngarður er á merkjum móti Garðhúsum. Norðan við Kötluhól er svo Rófan sem fyrr getur. Þar utar og neðar var Nýlenda. Beint fram undan LindBakkakoti er Leiruhólmi. Milli Bakkakots og Hrúðurness, er síðar getur, er Lásalón). Kötluhóll  á fjörustykki frá Stekkjarnefi að Flúðarsnös. Vatnshóll er á merkjum móti Litlahólmi.
Efst við veginn er holt sem heitir Sundvörðuholt. Þar ofar eru Ytra-Langholt og Innra-Langholt. Á vesturhluta Langholts var 1793 hlaðin varða, nefnd Ranglát. Var hún merki þess hvar mætti leggja línu.
Þá er að athuga Stórahólmslandið. Að vestanverðu eru merkin þannig: Á Stórahólmshólma vestan til við svonefndar Stíflur en það er lágt rif er liggur frá hólmanum að Bakkakotslendingu um stórstraumsfjöru, þá til landsuðurs að merktum steini í litlu sandlóni, svo í austurlendingarkamp hjá Nýlendu. Svo er merkt klöpp efst á Hjallarifi.

Brunnur

Þaðan til landnorðurs austast að Skarfatanga.
Hólmssund hét sundið sem farið var hér um. Inn úr því voru allmargar varir, svo sem Stór[a]hólmsvör, Ráðagerðisvör, svo Hrúðurnesvör og Melbæjarvör er síðar getur. Stór[a]hólmsvör er sú sem sagt er frá 1840. Hafi vörin verið rudd með miklum kostnaði fyrir um 50 árum og fékk sá verðlaun frá konungi fyrir. Fram undan hér er Leiruhólmi. Hólmi þessi var áður grasi vaxinn og þar munu Þjóðverjar hafa haft bækistöðvar sínar. Grjótbelti liggur inn að Hólmssundi, slítur þar sundur og heitir Hrúðurlón. Hjá Stórahólmi var þurrabúð sem heitir Krossabrekka. Þar er bærinn nú. Þar fyrir ofan var kot þar sem nú heita Fjósvellir. Þar upp af var Garðhús. Neðan við Stórahólm er Nikulásarnaust og Nikulásarvör.“
FornmannagröfSumir hafa haldið því fram að Steinunn gamla hafi búið á Steinum ofan og milli Stóra-Hólm og Litla-Hólms og að gröf hennar sé í sléttum hól ofan við Stóra-Hólm, neðan Kötluhóls.
Norðan við íbúðarhúsið að Stóra-Hólmi er bátslaga hleðslur. Kunnugir segja að þar hafi Hólmkell, fornmaður, verið grafinn. Aðrir segja hann hafa heitið Stórólfs og bletturinn nefnist Stórólfsleiði. Þennan blett mátti aldrei slá, enda girtur af til langs tíma.
Sagan segir að smali hafi látist þar eftir áverka. Áður en hann lést óskaði hann þess að verða grafinn við götuna heim að bæ. Mun hann hafa verið grafinn „skammt innan við hliðið“. Yfir honum á að vera hella og á henni áletrun. Hella þessi hefur ekki fundist þrátt fyrir leitir.
GarðurÍ örnefnalýsingu fyrir Innrileiru segir m.a. um Hólm: „Verður nú haldið til baka út í Litla-Hólm. Bærinn stóð á háum hól og var norðurhluti hans öskuhaugur. Húsið sem nú er stendur aðeins ofar á hólnum en gamli bærinn.
Stórt tún var á Litla-Hólmi, suðaustan og sunnan við bæinn. Liggur það að túni Bakkakots, sem er við sjóinn suðaustur af Litla-Hólmi. Frá Bakkakoti var gata niður í naust. Aðeins suðaustan við naustin stóðu tvö sjávarhús. Var saltaður fiskur í því austara, en veiðarfæri geymd í hinu. Þessi hús voru pakkhús frá Bakkakoti.
Lending frá Litla-Hólmi var beint niður frá bænum og voru þar einnig sjávarhús fast suðaustan hennar – einnig nefnd pakkhús, en svo voru stærri sjávarhús kölluð á þessum slóðum. Lendingin var kölluð Litla-Hólmsvör (og var langmest mannvirki af öllum vörum í Leiru. Um hana segir svo í bókinni, Undir Garðskagavita: „Litla-Hólmsvör er byggð af Páli bónda Jónassyni, er þar bjó á seinni hluta 19. aldar. Vörin er 50 metra löng, 10 metra breið og vegghæð einn til tveir metrar. Af þessu mikla mannvirki eru 20 metrar byggðir í sjó. Margir steinar í vegghleðslunni munu vega yfir 1 tonn, sumir allt að 2 1/2 tonn. Er hleðslan gerð af meistarahöndum og raunar hið mesta þrekvirki, svo að gengur undrum næst, hvernig verkfæralaus maður hefur getað framkvæmt þetta. Páll Jónsson bjó seinast í Vörum í Garði og dó þar skömmu eftir aldamótin, fimmtugur að aldri.“
Norðvestast í Litla-Hólmstúni voru tvö tómthúskot. Var það efra kallað Litla-Hólmskot, en það neðra Stóra-Hólmsvörhét Móhús. Örskammt var á milli þeirra. Kot þessi munu hafa farið í eyði nálægt 1916.
Suðvestur af miðju Bakkakotstúni voru þrjú tómthúskot frá norðaustri til suðvesturs. Nokkrir faðmar eru á milli þeirra. Næst Bakkakoti var Traðarkot, þá Steinar og fjærst Hábær.
Stórhólmur er nálægt því beint í suður frá Bakkakoti, þó aðeins vestan við suður. Bærinn stóð á miklum hól, Stórhólmshól, ofarlega í túni.
Neðan við hólinn, aðeins austanhallt, var brunnstæði og var þangað sótt vatn, bæði til bæjar og gripa. Fjós var sambyggt gamla bænum.
Lendingin er beint í norðaustur af bænum. Krossabrekka var tómthús, neðanhallt í miðju túni, á milli lendingar og gamla bæjar. Heldur ofar en á þeim stað er nú nýja húsið á Stóra-Hólmi.
HólmurRófa var grasbýli vestur frá Stórhólmi og lágu túnin saman. Bærinn stóð nokkurn veginn í miðju túni. Nýlenda var norðnorðvestast í Rófutúni, Henni fylgdi dálítið tún til austsuðausturs og norðausturs. Tún Stórhólms var neðan og austan þess.
Kötluhóll er suðaustan Rófu. Hann er grasbýli. Tún Rófu og Kötluhóls lágu saman. Bærinn á Kötluhól var suðvestast í túninu.
Suðaustur af Kötluhólstúni voru Garðhús ft., grasbýli. U.þ.b. 100-150 m eru milli Kötluhóls og Garðhúsa.“
Stóri-Hólmur í Leiru er í jarðabók 1861 langstærst metna jörð í Rosmhvalaneshreppi. Um aldamótin [1900] var byggð mjög blómleg í Leirunni. Þá áttu þar heima 134 manns á 29 heimilum, 11 eru taldir bændur, hinir tómthúsmenn. Þá gekk þaðan um einn tugur heimaskipa á vetrarvertíð og á vorvertíð fóru þaðan 62 fleytur þegar flest var.
Skoðaðar voru tóftir hinna gömlu bæja við Stóra-Hólm og Litla-Hólm. Á síðarnefndu jörðinni eru Litla-Hólmskot og Móhús ofan við gamla bæinn. Reynistaður var ofar og nær Langholti. Á síðarnefndu jörðinni má enn sjá tóftir gamla Stóra-Hólms, Rófu, Nýlendu, Steina, Hábæjar, Kötluhóls og Bakkakots. Síðar verður fjallað um innri Leirubæina þar sem nú er golfvallasvæði .
Frábært veður. Gangan tók 2. klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Stóra-Hólm (og Litla-Hólm).
-Undir Garðskagavita, bls. 334.

Litla-Hólmsvör

Sandgerðisvegur

Gamla Sandgerðisgatan (Sandgerðisvegurinn, sbr. Sig. B. Sívertsen – sóknarlýsing um 1880) var gengin frá Sandgerði að Grófinni í Keflavík.
Gatan gatansést þar sem hún kemur undan einum húsgrunnanna á nýbyggingarsvæðinu ofan bæjarins og liðast síðan upp móann. Vestan við Vegamótahól, þar sem voru gatnamót Sandgerðisgötu og Bæjarskersvegar, liggur gatan undir nýja Sandgerðisveginn, en kemur aftur undan honum í Draugaskörðum. Ofan við þau eru t.d. Efri-Dauðsmannsvarðan. Þar liggur hann áfram til suðurs framhjá Dynhól. Fallnar vörður eru vinstra megin götunnar svo til alla leið upp að Gotuvörðu. Á þeirri leið fer gatan aftur undir Sandgerðisveginn, liggur síðan samhliða honum spölkorn, og fer þá enn á ný undir hann til vesturs. Vestan Sandgerðisgötunnar liggur gatan síðan áfram framhjá Einstæðingsvörðu þar sem voru gatnamót Fuglavíkurvegar og áfram upp að Gotuvörðu, sem fyrr segir. Gotuvarðan er endurhlaðin, en skammt norðan og austan hennar eru tvær fallnar vörður. Sunnan Gotuvörðu fer gamla gatan enn á ný undir Sandgerðisveginn. Þar liðast hún niður móana áleiðis að Keflavíkurborginni ofan Grófarinnar og niður með Brennivínshól. Á leiðinni fer gatan undir Garðveginn og síðasti sýnilegi hluti hennar er skammt vestan hólsins.
Sandgerði er með elstu höfuðbólum á Suðurnesjum. Þaðan hefur alla tíð verið stunduð mikil útgerð enda Sandgerði einhver mikilvægasta verstöð landsins, á sama tíma og dró úr mikilvægi flestra annarra verstöðva á Rosmhvalsnesi.
Digravarða Árið 1990 fékk Sandgerði kaupstaðarréttindi og er því með yngstu kaupstöðum landsins.
Um staðhætti við Sandgerði má lesa á vefsíðu Sandgerðisbæjar: „Sandgerðisvík skerst inn í vestanvert Rosmhvalanes. Víkin afmarkast að sunnan og vestan af skerjaklasa sem nefnist einu nafni Bæjarskerseyri.
Landið umhverfis Sandgerði er láglendi og að austan er Miðnesheiði, víða grýtt og gróðurlítil. Minjar eftir mikinn uppblástur sjást víða, stór rofabörð, sem sýna að fyrrum var jarðvegur mun meiri í heiðinni en nú er. Nú er sauðfjárhald að mestu afnumið en landið friðað. Sandgerðisgatan liggur um beitarhólfið. Á þá leið vantar sárgrætilega tvær „prílur“ – inn og út úr beitarhólfinu.
Norðan Sandgerðis eru Flankastaðir. Þar myndaðist snemma byggðarhverfi. En með vaxandi byggð hefur Sandgerði náð þangað og er nú skammt á milli hverfa. Að sunnan liggur land Bæjarskerja að Sandgerði. Seinustu árin hefur byggðin í Sandgerði teygt sig þangað og nú eru þessi gömlu hverfi sambyggð. Sjávarströndin er lág, víða sendin og mjög skerjótt. Sandfok herjaði áður á byggðina og eyðilagði oft fisk sem breiddur var til þurrkunar. En á árunum 1930-1950 var gert stórátak í baráttunni gegn sandfokinu og það heft með melgresi. Landbrot hefur verið geysimikið á Miðnesi. Sést það á hinu mikla útfirri meðfram landinu, t.d. fram undan Kirkjubóli skammt norðan Flankastaða og ekki síst á sjálfri heiðinni.
Um 1935 var steyptur mikill sjóvarnargarður fyrir landi Sandgerðis. Bærinn Sandgerði stóð við litla tjörn norðan til í hverfinu sem myndaðist snemma upp af Sandgerðisvörinni. Er tjörnin kennd við bæinn og heitir Sandgerðistjörn.
Varða Á seinni hluta síðustu aldar var byggt stórt timburhús í stað gamla Sandgerðisbæjarins. Stendur húsið enn á tjarnarbakkanum. Þar bjó Sveinbjörn Þórðarson og seinna sonur hans, Einar. En þeir feðgar voru eigendur Sandgerðis. [Gamli Sandgerðisbærinn mun hins vegar hafa staðið niður við sjó, en þegar hann var fluttur upp að tjörninni var hann jafnan nefndur Efra-Sandgerði].
Sandgerðisvör var við svokallaðan Hamar, þar sem nú er aðalgarður hafnarinnar.
Til að komast inn á Sandgerðisvík þarf að fara í gegnum Hamarssund, en það er norðan við Bæjarskerseyri. Sundið er fremur þröngt og getur verið vandratað fyrir ókunnuga. Eru um 800 metrar frá mynni sundsins að höfninni sjálfri. Á tímum árabáta var sund þetta þrautarsund. Það var notað við landtöku þegar önnur sund lokuðust vegna brims og urðu ófær bátum.“
Í lýsingu Magnúsar Þórarinssonar í „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“, í ritinu „Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð“, sem Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík gaf út árið 1960, bls. 118-123, segir m.a.: „Sundpolli var Keilir um Digruvörðu. [Digravarða er eitt helsta auðkenni Sandgerðisbæjar og á eftir að koma við sögu á leiðinni].
Sjósókn var mikil frá Sandgerði á tíma opnu skipanna. Enn er viðbrugðið sjósókn Sveinbjörns Þórðarsonar og sona hans, Jóns og Einars. Fleiri hefi ég í huga, en hvar á staðar að nema, ef byrjað er? Fór saman dugnaður þessara manna og góð aðstaða, því þarna var bezta sundið og góð lending. Mest var lent í Stokkavörinni, þar var bezt og hreinlegast á land að leggja; voru skipin sett þar upp í kampinn, svo mörg sem komust, en oft lágu líka skip Sandgerðinga á mjúkri þarasænginni í Fúlu. Hún var oft ill umferðar, sem áður segir, og því fremur dróst úr hömlu að setja skipin, enda kom það fyrir oftar en eitt sinn, er flóð hækkaði mjög að óvörum, sem oft kemur fyrir á Miðnesi, að skipin tók út.
Varða Um aldamótin síðustu rak fjögur skip út úr Fúlu á morgunflóði einu eftir austanrok. Einhver hafði orð á því við Guðrúnu húsfreyju, hvert tjón þetta væri. „Það er ekkert með skaðann,“ sagði hún „en skömmin.“ 1880 tók út frá Sandgerði sexmannafar með öllum veiðarfærum. Það skip átti Þórarinn Andrésson á Flankastöðum, segir Suðurnesjaannáll.
Þannig var umhorfs í Sandgerðisnaustum fyrir og fram yfir aldamót, að allir bændur í hverfinu, sem gerðu út skip, áttu timburskúr, en sjómennirnir kofa eða byrgi. Var þetta stór þyrping húsa af ýmsu tagi. Skipin, sem í notkun voru, stóðu í röð neðan við húsin. Önnur, sem ekki voru notuð í svipinn, stóðu eða hvolfdu fyrir ofan skúrana. Dekkbátarnir stóðu að vetrarlagi, tveir eða þrír, hlið við hlið uppi á bakkanum fyrir ofan Fúlu. Allt bar þetta vitni dugmiklum athafnamönnum á þeirra tíma vísu. Eigi veit ég, hvenær verzlunarskipin (skonnorturnar) byrjuðu að leggjast á Sandgerðisvík, en frá 1880 og fram yfir aldamót komu skip kaupmanna í Keflavík þangað á hverju sumri, fyrst með salt til næstu vertíðar, svo með vörur til viðskiptamanna og loks að sækja fiskinn, er hann var þurr orðinn. Voru oft tvö eða þrjú skip á víkinni í einu. Þar komu líka á hverju sumri „spekulantar“, eins og þeir voru þá nefndir. Var lestin útbúin sem verzlunarbúð. Sóttu kvenfólk og krakkar mjög að skipum þessum, því þar var gnægð álnavöru og leikfanga. Gjaldeyrir þessa fólks var oftast örfáir fiskar, er hlotnazt höfðu að gjöf, helzt á sumardaginn fyrsta, eða ullarhár. Og krakkar áttu stundum hagalagða, sem dugðu fyrir bolta eða blístru.
Ekki lágu verzlunarskipin suður á Álnum, heldur fyrir norðan sund, innan við Þorvald. Þau lágu Gatanætíð kirkjuna framan við Skarfakletta, og röðin frá suðri til norðurs, ef fleiri voru en eitt. Þau komu ekki nema í góðviðri og fóru strax, ef brimvottur sást eða hvassviðri, af hvaða átt sem var, og skipstjórum leið illa ef skörp var útræna.
Í örnefnaskrá frá Berent Magnússyni, Krókskoti, og Magnúsi Þórarinssyni er Ari Gíslason skráði, segir m.a. um Býjasker (Bæjarsker): „Í Sandgerðistúni útnorður frá Krókskoti suður af Sandgerðisbæ er stór hóll, grasi vaxinn, sem heitir Álfhóll. Á þessum hól eru rústir. Þetta er allmikið suður af Sandgerðisbæ. Þar upp af eru Uppsalir. Þar er sagt að hafi verið 18 hurðir á járnum. Þar voru rústir, sem nú hefur verið byggt á. Það er norðaustur frá Krókskoti. Þar er nú verið að byggja upp af Uppsölum, ofan við grænan hól, sem heitir Oddstóft. Þar suður af er gil eða melur, sem heitir Gulllág, líkast því að það sé farvegur eftir vatn og hafi runnið í sjó sunnan við Krókskot. Þar upp af, en ofan grjóthóla, er varða, sem heitir Kríuvarða. Upp af henni er töluverður dalur með vatni í á vetrum og heitir Leirdalur. Þar upp af hækkar landið, og er hér uppi nefnt Brúnir. Þar er stór hóll, sem heitir Grænhóll, grasi vaxinn og urð í kring. Þar austur af er melur, er liggur frá norðri til suðurs alla leið frá Digruvörðu og ofan undir Garð. Þessi melur heitir Langimelur. Hann er á mörkum móti Leirunni.
Varða Í viðbót við lýsingu Magnúsar Þórarinssonar í bókinni „Frá Suðurnesjum“, bls. 123-128. Upplýsingar gáfu bændurnir þar, Theódór og Jón. Ari Gíslason skráði: „Nú er að flytja sig upp fyrir veginn. Fast niður við veg rétt norðan við merkin er Kampastekkur. Þar upp af eru lautir og skorningar, sem nefndir eru Gil. Ofan þeirra er klettahóll, sem nefndur er Einbúi og ekki er vert að snerta við. Þar ofar, norður og vestur, er Stórhóll. En beint þar norður af er Stekkur. Þá er norður af Stórhól Svefnhóll, með smálægð á milli, þar niður af. Niður við rétt er Stakkstæði. Þar er hóll. Þar voru klappir og þurrkaður fiskur á þeim. Þetta er sunnan við gamla Keflavíkurveginn. Svo er skilarétt gömul ofan við veginn rétt við Stakkstæðið. Nú er að fara aftur og fara upp. Ofan þessa er Skurðholt, og syðst í Skurðholtum er Litli-Bekkjarhóll. Norður af honum og hærra er Stóri-Bekkjarhóll. Nyrzt í þeim sunnan við veg er Tóhóll. Upp af honum er Grænabrekka. Norðan við Tóhól var í gamla daga fjárhús, og rétt þar upp af er Hleypisundshóll. Hann er á merkjum móti Fuglavík. Suður og upp af Hleypisundshól eru Folaldavötn, en þau eru í Fuglavíkurlandi. Þar upp af til norðurs eru Gömlu-Þrívörður, og til austurs og norðausturs Litlu-Þrívörður. Norðar eru Draugaskörð. Á þeim var hlaðin varða á einum af þrem Draugaskarðshólum, nefnd Efri-Dauðsmannsvarða. Svo er klapparhóll, sem heitir Grímsvörður. [Grímsvörðurvoru allnokkru ofan Draugaskarða].
Skammt ofar varð að sprengja þar úr [er nýi þjóðvegurinn (malbikaði) var lagður. Þá voru vörðurnar teknar, en hóllinn er með marki SE og G frænda hans]. Þar upp undan, suðaustur af Gömlu-Þrívörðum, eru svonefnd Torfmýrarvötn. Þetta eru þrjár tjarnir í mýri og mosatóum. Ein þeirra þornar aldrei. Ein er stór og aldrei slegin. Suður af þeim og milli þeirra eru klappir, nefndar Grímsvörðusker.
Á Vegamótahól „Vafi hefur verið á hvar Einstæðingur er, hvort hann er hér eða í Leirunni. Einstæðingsmelur er þó vestan við Sandgerðisgötuna þar sem Fuglavíkurgatan kemur inn á hana.“ Þar sést Einstæðingur og varðan á honum, litlum grónum hól í melnum. Guðmundur, sem var með í för, hefur þegar gert ráðstafnir til að hlaða upp vörðuna og áletraður steinninn í hana bíður tilbúinn í Norðurkoti.
Ef haldið er á ný niður eftir Sandgerðisgötu (-vegi) og örnefnin rakin upp eftir sem leð lá, verður fyrst fyrir Oddnýjarhóll norðan við veginn, skammt suður frá merkjum. Á hólnum, sem er við innkeyrsluna í Sandgerði, er nú listaverkið „Álög“. Vart er hægt að hugsa sér stórfenglegri sýn en þá sem blasir við þegar keyrt er inn í Sandgerði. Þar mætast himinn og haf og útsynningurinn lemur skerjagarðinn með brimföldum sem tóna við hið fagra listaverk. Verkið er eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og þar gefur að líta þrjár rústfríar öldur sem tákna að hafið er eilíft en maðurinn sem stendur þar hjá er úr pottstáli því hann er forgengilegur. Verkið var sett upp á 100 ára afmæli Miðneshrepps 1986 til minningar um látna sjómenn.
Næst ofar er Árnakötluhóll. Hærra og norðaustur af honum er Neðri-Dauðsmannsvarða. Henni hefur ekki verið haldið við, og þar var letur á hellu rétt hjá. Hefur það ekki fundizt nú um sinn. Hefur það líklega verið leiði meiri háttar manns. Þetta er beint upp af Stekknum fyrrnefnda. Upp af Neðri-Dauðsmannsvörðu er Sjónarhóll. Hann er á merkjum móti Sandgerði. Suður af Sjónarhól er Vegamótahóll. Þar á milli eru smáholt nafnlaus. Upp af Vegamótahól í Draugaskörðum er nefndur Dynhóll. Austur af honum eru Samföstuhólar. Þá ber við himin og eru með smáþúfum á. Græn þúfa er á Breiðhól syðri, sem er fyrir norðan Digruvörðu, úr Breiðhól til Gotuvörðu, þaðan í Háaleitisþúfu.
Sigurður Eiríksson í Norðurkoti hefur merkt nokkra af þessum hólum eftir lýsingum eldri manna er þekktu vel til fyrrum.
Digravarða rís há og mikil i norðri. Hún var sundvarða í Hamarssundið, [um Sundbolla í Keili].
Við Neðri-Dauðsmannsvörðu Þegar staðið er við Vegamótahól má sjá niður að Býjaskerum (Bæjarskerum). Bæjarsker er ef til vill elsta höfuðból Suðurnesja en margt bendir til þess að þar hafi búið Steinunn gamla, sem Ingólfur Arnarson gaf mestallan norðanverðan Reykjanesskaga. Væntanlega hefur Steinunn stundað útgerð af kappi, en Bæjarskerseyrin þótti lengi ein besta veiðistöð Suðurnesja. Landbrot vegna ágangs sjávar hefur þó leikið eyrina grátt og eftir ofsaflóð veturinn 1769 og síðar Básendaflóðið 1799 hnignaði útgerð þar mjög.
Á Bæjarskerum á eftirfarandi þjóðsaga að hafa gerst: „Guðrún nokkur bjó að Býjarskerjum á Miðnesi. Hún átti unga dóttur sem hét Pála(?). Þegar hún var ungbarn tók hún svo snöggri og mikilli breytingu að menn álitu að hún væri orðin umskiptingur, svo var hún ólík öðrum börnum og öllum sínum. Hún var lág og gild, greppleg í ásýnd og óálitleg mjög með gular tennur og neglur beygðar fyrir góma og líkastar klóm. Að öllu leyti var hún afar ellileg að sjá. Þegar hún var í einrúmi hjá þeim er hún trúði sagði hún honum ýmislegt er hún annars leyndi svo sem það að hún héti eigi það sem hún væri kölluð. „Ég heiti Odda, maður minn; er eldri en þið haldið og barna móðir,“ sagði hún.
En ef hún var spurð meira um það, eyddi hún því og brá í annað tal.
Í Draugaskörðum Einu sinni kom maður þangað, sem Þorlákur hét, að Býjarskerjum. Hann var einn þeirra manna er neitaði öllu „ónáttúrlegu“. Hann hafði oft komið þar áður og átt í stælum um ýmislegt og séð Oddu og heyrt skrafað þar margt og um ýmislegt þess háttar og hlegið að, einkum þó sögnum um umskiptinga. Nú þegar hann var kominn þarna slógu menn á glens við hann og spurðu hvort þeir ættu ekki að sýna honum umskipting. Jú, hann hló að því og kvaðst hafa sterka löngun til að sjá slíkt náttúruafbrigði. Sóttu menn þá stelpuna því móðir hennar var eigi heima. Síðan harðlokuðu þau dyrunum svo stelpa kæmist eigi út.
Það er gömul trú að umskiptingar þoli eigi klukknahljóð fremur en aðrar kynjaverur og mjög illa var stelpunni við alla skræki og blístur. Þar uppi í baðstofunni var blístrukeyri sem menn höfðu stundum hrætt hana með. þegar stelpa var komin inn greip einhver keyrið og blés í endann. Þá brá svo við að stelpa brá hart undan og varð sem vitstola. Augun þöndust út af æðinu og hún titraði öll af ósköpum þeim er yfir hana komu. Þar næst réðist hún á súðina, læsti sig fasta með nöglunum og skreið upp í mæni af einum saman handkrafti svo að fætur löfðu í lausu lofti. Eftir því sem hert var blístrið fór hún harðar svo það var líkast sem köttur klifrar í ákafa. Þannig skreið hún upp og ofan og einnig hliðhallt. Það undruðust allir mest af öllu. Loksins þegar þetta hafði lengi staðið yfir öllum til mestu undrunar opnaði maður baðstofuhurðina og stelpa þeyttist út eins og fjaðrafokka. Þá varð Þorláki að orði: „Já, svo framarlega sem nokkur umskiptingur hefur nokkurn tíma verið til þá er þessi djöfull umskiptingur. Og þessu hefði ég aldrei trúað hver helst sem hefði sagt mér nema ég hefði séð það sjálfur sem nú er orðið. En margt er ótrúlegt þó það sé satt og er þetta eitt af því.“

Á Sandgerðisgötu

Snerist nú allt glens í undrun fyrir bæði Þorláki og öðrum. Aldrei fékk móðir Oddu að vita neitt um þetta. En eftir þetta efaði enginn á bænum að Odda væri umskiptingur og vildu fyrir hvern mun koma henni af sér. Spurðu menn nú Guðrúnu hvort hún hefði nokkurn tíma haft hana í kirkju með sér. Hún kvað nei við.
Skoruðu menn þá á hana að fara einn sunnudag með hana í Útskálakirkju því þeir vissu engar kynjaverur standast klukknahljóm né helgisöngva. Þekktist Guðrún ráðið án þess að hún mundi viðurkenna að dóttir sín væri kynjavera. Lét hún nú til leiðast og var Odda sett upp á stólpagrip sem hest. Riðu þær svo uns þær heyrðu hringinguna frá Útskálum. En þá ærðist stelpan, orgaði og froðufelldi og varð svo þung á hestinum að hann féll þar niður og varð eigi komið á fætur aftur en Odda var froðufellandi og óð. Var þá afráðið að snúa aftur með Oddu og gekk það erfiðlega enda ágerðist ofsinn og æðið svo hún bráðdó á leiðinni til baka.“
Ofan við Býjarsker er Arnarbæli og skammt ofar Álaborg, rétt auk tófta. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að „Holt eitt með klettum og grasi vaxið á milli klettanna er upp í heiðinni milli Býjaskerja og Sandgerðis rétt fyrir ofan (sunnan) túngarðinn, er Arnarbæli heitir. Annar klettur er þar fyrir neðan Sandgerði sem brúkaður hefur verið fyrir hróf á sumarinn, er heitir Hamar. Þaðan þóttust menn sjá álfafólk vera að setja skip sín og upp í Arnarbæli nóttina fyrir Bátsendaflóðið – þann 4. janúar 1798 [á reyndar að vera 1799] – sem mörgum sveitum olli hins mesta tjóns og töpunar.“
Gotuvarða Í þjóðsögum Jóns Árnasonar er talað um „loftanda“ á Miðnesheiði, sbr.: „Vor eitt um 1820 í heiðríkju hér um bil milli hádegis og miðmunda heyrðist skruðningur í lofti því líkast sem stórskip væri í flughasti dregið um kastmöl. Þetta heyrðist víða á Suðurnesjum, í Keflavík, Grindavík, Garði og Hafnarfirði. En á Miðnesinu sást skýflóki líða hér um bil skafthátt fyrir ofan sjóndeildarhring úr landsuðri til útsuðurs; fyrst dökkur, en er hann kom fyrir sól að sjá, hvítbleikur. Að honum horfnum kom þessi skruðningur upp – sögðu Nejsamenn. Var þetta kallaður loftandi. Sögur svipaðar þessari gengu manna á meðal og voru alltaf kallaðar loftanda verkan.“
Jón Jónsson frá Bæjarskerjum sagði að „við Vegamótahól koma saman vegirnir frá Bæjarskerjum og Sandgerði, svo var einn vegur frá Vegamótahól til Keflavíkur.“
Í leiðinni var litið á Dauðsmannsvörður, en þær munu vera þrjár á þeim slóðum. Ein, þ.e. sú nyrsta er rétt ofan við Sandgerði. Á hellu við hana á, skv. örnefnalýsingu [gömlum sögnum], að vera áletrun.
Enn hefur hin meinta áletrun við Neðri-Dauðsmannsvörðu við Sandgerðisveginn ekki komið í ljós. Varðan er hálfhrunin, en þó má enn sjá ferkantaða lögun hennar. Varðan er nokkuð utan við götuna, í slakka, svo hún hefur ekki þjónað neinum sem leiðarmerki í lifandi lífi. Sagan segir að þarna hafi maður eða jafnvel menn orðið úti og varðan verið hlaðin til minningar um hann eða þá. Áletrun átti að hafa verið klöppuð á stein í eða við vörðuna. Kominn er tími til að endurhlaða vörðuna með því grjóti sem í og henni liggur. Efri-Dauðsmannsvörðan er skammt frá götunni ofan við Draugaskörð og enn önnur í heiðinni ofan við Berghús. Ekki hafa fundist áletranir við þær. Dauðsmannsvarðan, sem er á efsta Draughólnum við Draugagil, var hlaðin upp fyrir skemmstu.
Efri-Dauðsmannsvarða Við Rockvilleroad voru fyrrum mannvirki í radarstöðinni kynnt til sögunnar sem og tilgangur hennar.
Einstæðingsvarða er á mel [fyrrum malargryfjum] skammt neðan Gotuvörðu, sem er nú áberandi kennileiti sunnan við götuna. Einstæðingsmelur er þar og á honum Einstæðingshóll – varðan er nú sokkin í grashólinn. Sigurður og Guðmundur hafa mikinn áhuga á að endurreisa vörðuna, enda munu, sem fyrr segir, gatnamót Fuglavíkurgötu og Sandgerðisgötu hafa verið þarna nálægt hólnum. Sigurður þekkir Fuglavíkurleiðina mjög vel, en hún er nú víða horfin, bæði vegna jarðvegseyðingar, framkvæmda sem og gróins gróanda. Hún sést þó enn á köflum.
Þarna á melnum voru námur og öll verksummerki eftir þann hluta Fuglavíkurleiðarinnar, nema hóllinn, hafa verið þurrkuð út.
Þegar komið var upp að Gotuvörðu var áð, enda komið sólksinsdreif. Hvers vegna nafnið er til komið er óþekkt. Þarna gæti t.a.m. gotufata hafa fallið af hesti, sbr. Méltunnuklif austan Grindavíkur (þar sem méltunna féll af hesti og klifið hlaut nafn af). Sumir hafa talið að þarna gæti hafa átt að standa „Götuvarða“, en þeir sem gleggst þekkja til segja það hafi ekki verið. Sigurður og Guðmundur frændi hans endurhlóðu vörðuna fyrir skemmstu. Í henni er steinn með nafni vörðunnar.
Tugir manna (hundruðir samtals til lengri tíma) urðu úti á skömmum tíma á gömlu þjóðleiðunum um Miðnesheiði fyrr á öldum. Flestir voru þeir á leið frá kaupmanninum í Keflavík, síðladags eða undir kvöld. Í annarri FERLIRslýsingu eru tíundaðir viðskiptahættir þess tíma, s.s. staup fyrir hitt og þetta, t.d. bæði fyrir að bíða og fyrir afneitun.
Sagan af Runka (Runólfi), þess er Hafsteinn miðill hafði jafnan beint samband við á skyggnilýsingarfundum sínum, er ágætt dæmi um þetta. Lík hans fannst illa útleikið eftir að hans hafði verið saknað um tíma. Var jafnvel talið um tíma að honum hafi verið fyrirkomið, en síðar sættust menn á að dauða hans hafi borið að af „eðlilegum“ ástæðum.
Merking Eflaust standa ennþá fleiri vörður, eða fallnar, á Miðsnesheiði sem minningarmörk um fólk, er varð þar úti á sínum tíma, en eru núlifandi fólki flestu gleymt. og enn rölta menn um heiðina, meira og minna „dauðir“ fyrir sögu þeirra, sem þar hafa orðið til í gegnum aldirnar.
Keflavíkurborg sést framundan þegar gatan er fetuð áleiðis niður að Grófinni. Leifar af borginni sjást enn, en líklegt má telja að grjót úr henni hafi veri tekið í nýrri mannvirki líkt og var með vörður og önnur hlaðin steinmannvikri fram að þeim tíma. Brennivínshóll er við ofan við Grófina, norðan götunar, skammt frá Keflavíkurborg. Þar var til siðs að taka tappa úr flösku á leið yfir heiðina (hóllinn er merktur af SE). Reynslan sýndi að það þótti miður heppilegt því margir áttu erfitt með að rata réttar leiðir eftir það.
Ljóst er að Sandgerðisgatan sést um langan veg á fyrrgreindum 8 km kafla milli bæjarins og Grófarinnar. Hún er reyndar horfin þar sem nýjasti vegurinn hefur verið lagður ofan á hana sem og þar sem malargryfjum hefur verið komið fyrir á leiðinni. Annars sést hún vel í móum Miðnesheiðar, fjölmörg vörðubrot eru við hana (vinstra megin á leið frá Sandgerði) og ýmsar mannvistarleifar tengdum sögum og atburðum á leiðinni má enn berja augum.
Sjá MYNDIR.

Heimildir m.a.:
-Magnús Þórarinsson, „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; – Melaberg“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík gaf út árið 1960, bls. 118-123.
-Saga Sandgerðis.
-Örnefni frá Berent Magnússyni, Krókskoti, og Magnúsi Þórarinssyni um Býjasker (Bæjarsker). Ari Gíslason skráði.
-Viðbót við lýsingu Magnúsar Þórarinssonar í bókinni „Frá Suðurnesjum“, bls. 123-128. Upplýsingar gáfu bændurnir þar, Theódór og Jón. Ari Gíslason skráði.
-Sigurður Eiríksson – Norðurkoti.
-Sandgerdi.is
-Sigfús III 142.
-Jón Árnason IV 27 og III 10.

Sandgerðisvegur

Sandgerðisvegur

Hvalsnes

Hvalsneskirkja var vígð á jólum 1887. Ketill Ketilsson, stórbóndi í Kotvogi, þáverandi eigandi Hvalsnestorfunnar, kostaði kirkjubygginguna.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Hvalsneskirkja er byggð úr alhöggnum steini og var grjótið sótt í klappir í nágrenninu. Um steinsmíði sá Magnús Magnússon (182-1887) og Stefán Egilsson. Um tréverk sá Magnús Ólafsson (1847-1922). Allur stórviður var fenginn úr fjörunum í nágrenninu, m.a. súlurnar. Viðamiklar viðgerðir fóru fram árið 1945 undir umsjón Húsameistara ríkisins. Kirkjan er friðuð.
Altaristaflan er eftirgerð af Dómkirkjutöflunni, máluð af Sigurði Guðmundssyni (1833-1874) árið 1886 og sýnir hún upprisuna.

Hvalsneskirkja

Legsteinn Steinunnar í Hvalsneskirkju.

Einn merkilegasti gripur kirkjunnar er legsteinn yfri Steinunni Hallgrímsdóttur, sem dó á fjórða ári (1649). Hún var dóttir Hallgríms Péturssonar (1614-1674), eitt mesta sálmaskáld Íslendinga, sem þjónaði þá sem prestur í Hvalsnessókn. Kona hans var Guðríður Símonardóttir. Hallgrímur Pétursson þjónaði á Hvalsnesi fyrstu prestskaparár sín (1644-1651).
Hella þessi var lengi týnd, en fannst 1964 þar sem hún hafði verið notuð í stéttina framan við kirkjuna.
Kirkja hefur líklega verið á Hvalsnesi lengi. Hennar er fyrst getið í Kirknaskrá Páls biskups frá 1200 og stóð hún til ársins 1811 er Hvalsnesprestakall var lagt niður. Íbúarnir voru mjög ósáttir við það og var ný kirkja byggð 1820. Hún var timburkirkja. Núverandi kirkja er fyrsta kirkjan, sem stendur utan kirkjugarðsins. Í kaþólsku tengdust margir dýrlingar kirkjunni. María guðsmóðir, Ólafur helgi, heilög Katrín, Kristur, allir heilagir og hinn heilagri kross.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Útskálakirkja
Útskálakirkja var vígð 1863. Formsmiður af henni var Einar Jónsson frá Brúarhrauni (1818-1891).
Árið 1975 var forkirkjan stækkuð. Að innan er kirkjan máluð og skreytt af Áka Gränz, málarameistara. Hann skýrði jafnframt upp gamla skrautmálningu, sem nær var horfin.Útskálakirkja

Kirkjan er af yngri turngerð og er friðuð.
Altaristaflan er eftir útlendan málara og sýnir boðun Maríu. Predrikunarstóllinn var að öllum líkindum upprunalega í Dómkirkjunni í Reykjavík. Skírnarfonturinn er eftir Ríkharð Jónsson.
Séra Sigurður B. Sívertsen (1808-1887) var prestur í Útskálum í tæplega hálfa öld. Hann vann að mörgum framfaramálum, s.s. jarðabótum og húsbyggingum. Hann lét m.a. byggja kirkjuna, sem nú stendur, en þekktastur er hann fyrir Suðurnesjaannál, sem hann skrifaði.
Kirkja hefur líklega verið á Útskálum frá fyrstu tíð. Hennar er fyrst getið í kirknaskrá Páls biskups frá um 12000. Þá var kirkja einnig á Kirkjubóli, en þeirrar kirkja er síðast getið í heimildum frá 14. öld. Dýrlingar kirkjunnar í kaþólskri tíð voru Pétur postuli og Þorlákur helgi.

Útskálar

Útskálakirkja – rúnasteinn.

Einn hryggilegasti atburður sjóferðasögu Íslands tengist kirkjunni. Þann 8. mars 1685 fórust 136 á sjó, flestir af Suðurnesjum. Um nóttina rak 47 lík á lad í Garðinum og var 42 þeirra búin sameiginleg gröf í Útskálakirkjugarði. Það er talið að aldrei hafi jafn margir verið jarðaðir á sama degi frá sömu kirkju landsins.

Útskálakirkja

Útskálakirkja.

Garður

Gengið var frá Leirunni um Stóra-Hólm, Litla-Hólm, Gufuskála, Rafnkelsstaði, um Gerðar og skoðaðar hinar 14 varir á leiðinni.

Skagagarður

Skagagarðurinn.

Haldið var áleiðis að Útskálum að Garðskaga með viðkomu við Skagagarðinn, en þangað og þaðan var gengið til suðurs um Hafurbjarnastaði, Kirkjuból og Flankastaði.
Samið hafði verið um hið ágætasta gönguveður á svæðinu og gegkk það eftir þrátt fyrir afleita spá. Á leiðinni var fjölmargt að sjá og skoða, s.s. lendingar, letursteina, vatnsstæði, brunna, fornar tóftir og atburðastaði, auk þess leiðin lá um eitt elsta mannvirki landsins, Skagagarðinn. Litla-Hólmsvörin er eitt af undrum Íslands. Fornmannagrafir eru að Hólmi og í Garði og Steinunn gamla, frænka Ingólfs Arnarssonar, var skráð til heimilis á nesinu um tíma. Þá er umhverfið og náttúran óvíða fallegri.
Með í för var Ásgeir Hjálmarsson úr Garði.

Stóri-Hólmur

Stóri-Hólmur – fornmannaleiði.

Við Stóra-Hólm var fornmannaleiði skoðað; bátslaga reitur í túninu norðvestan við húsið. Þennan reit hafði aldrei mátt snerta. Hann var afgirtur til langs tíma, en stendur nú sem eyja í túninu. Greinilegar hleðslur eru í grafreitnum. Hvort þarna geti verið um haug Steinunnar gömlu að ræða, skal ósagt látið.

Á Stóra-Hólmi á að vera letursteinn yfir leiði smala, sem drepinn var þar fyr á öldum. Mælti hann svo fyrir um að hann skyldi grafinn við götuna heim að bænum og mun það hafa verið gert, skammt innan við hliðið, að sögn. Gallinn er bara sá að garðanir hafa verið færðir til og frá í gegnum tíðina, allt eftir því hvernig og hvar túnin voru á hverjum tíma.

Leiran

Leiran – Litla-Hólmsvör.

Elstu menn mynnast letursteins, en eftir að síminn var lagður að bænum, mun talsvert rakst hafa orðið á svæði því sem hann mun hafa verið. FERLIR hefur leitað nokkrum sinnum að steininum, en án árangurs. Hitt getur og verið að letrið sé afmáð, en reynslan hefur sýnt að erfitt er að lesa áklappað letur, sem er eldra en frá u,þ.b. 1500.
Neðan við Litla-Hólm er stórbrotin vör, fallega hlaðin til kantanna. Stór björg voru tekin upp úr vörinni með hjálp sjávaraflsins sem og hestaflsins. Þannig tókst berserkjum fortíðar að forfæra björgin smám saman þangað sem þau nú eru. Ofar og vestan við bæinn er fallega hlaðinn brunnur, nokkuð djúpur. Hann er að mestu óvarinn.

Gufuskálar

Brunnur við Gufuskála.

Áfram var haldið yfir að Gufuskálum. Innan við garðhliðið á gamla garðinum er vatnsstæði. Norðvestan þess er hlaðið um lind. Líklegt má telja hleðslurnar nokkuð gamlar og eflaust hefur lind þessi verið notuð um langan tíma, jafnvel allt að því frá upphafi byggðar á Gufuskálum. Sagt hefur verið að Útskálar hafi verið annexía frá Gufuskálum, en þarna er myndarlegt bæjarstæði og mikið af tóftum og gömlum görðum, sumum jarðlægum. Hlaðnir og grónir garðar neðst á ströndinni benda til þess að sjórinn hafi brotið þarna eitthvert land þannig að líklegt má telja að þarna hafi verið öðruvísi útlits áður fyrrum.

Gufuskálar

Gufuskálar – uppdráttur ÓSÁ.

Hlaðinn garður er umhverfis Gufuskálatúnin. Í heimtröðinni að gamla bænum er fallegur hestasteinn er myndar drykkjarskál. Hlaðnir kjallaragrunnar eru undir nýrri hús, hlaða aftan við fjós gamals bæjar og tóftir íveruhúss, sem líklega hefur verið breytt í útihús með tilkomu nýja íbúðarhússins.
Á Rafnkelsstaðabergi eru fallegar hraunmyndanir, líkt og við norðan Lónakot vestan Hrauna. Þarna eru og fallega hlaðinn garður úr nokkuð stórum uppreistum grjóthellum. Norðar er Kisturgerði. Þar segir af þjóðsögunni um fornmanngröf og gullkistu. Reyndar eru áhöld um að staðsetning gerðisins sé rétt því við það á að vera, skv. sögunni, letursteinn með rúnum. Sá steinn er nokkru neðar og norðar, við gerði undir berghömrum. Sagt er að menn hafi viljað leita sannleikans um gullkistuna með stórtækum tækjum, en þá hafi letursteinninn, sem verið hafði við gröfina, oltið niður og staðnæmst þar sem hann nú er.

Garður

Áletrun á fornmannaleiði í Garði.

Gangið var með ströndinni og varirnar vestan Kópu (Rafnkelsstaðavörina). Þar eru varir s.s. Vararós og Varavör, Bakkavör og aðrar slíkar, nefndar eftir bæjunum, sem enn bera margir hverjir hin gömlu nöfn, þótt húsakynnin séu nú önnur og öðruvísi en áður var.
Staðnæmst var við íþróttahúsið í Garði. Vestan þess er sést enn u.þ.b. 200 metrar af hinni gömlu kirkjugötu Útskálakirkju. Við endan hans að norðanverðu, þar sem túnskákir taka við, eru tóftir. Sagt er að ein þeirra (vinstra megin), sé tóftir Lykkju þeirrar er getið er um í þjóðsögunni um fornmannagröfina og bóndan á bænum, sem hafði látið taka steinhellu mikla á gröfinni og færa í vegg í nýreistum bæ sínum. Birtist fornmaðurinn honum í draum og linnti ekki látum fyrr en bóndi skilaði aftur hellunni á sama stað. Áður hvíldi hellan á þremur steinum öðrum, en eftir að henni var skilað, liggur hún skökk. Þvert yfir helluna má sjá letur, sem ólæsilegt er. Sunnan við helluna er manngerður hóll. Það er mat fornleifafræðings að hann geti reynst áhugaverður skoðunnar.

Kistugerði

Áletrun á steini við Kistugerði.

Gengið var framhjá Lykkju og yfir að Skagagarðinum. Garðurinn var vörslugarður er náði frá Kirkjubóli að Útskálum. Hann var það hár að maður komst ekki yfir hann og það breiður að tveir menn gátu riðið eftir honum samhliða. Talið er að garðurinn hafi verið reistur í kringum 1000 og þá til að varna fé og fólki inn á akursvæðin á Garðskaga. Nöfn bæjanna Akurhús og Akurgerði benda til kornræktar á svæðinu. Skálareykir voru bær hliðvarðarins og má sjá tóftir hans þar sem hæst ber í hann frá Garði.
Kaffi var þegið í vitavarðabústanum á Garðskaga. Fyrsta leiðarmerki fyrir sjófarendur var sett á Garðskaga árið 1847. Þá var halðinn grjótvarða og stóð upp úr henni járnstöng. Landbort hefur lengi verið mikið við Garðskaga. Heimildir segja að gamla Skagavarðan hafi staðið meira en 100 metrum fyrir utan núverandi sjávarkamb.

Garðaskagaviti

Garðskagaviti.

Danskur skipstjóri, Stillhoff, lagði til árið 1854 að reistur yrði viti á Garðskaga. Þrátt fyrir að tillagan hlyti góðar undirtektir stjórnvalda dróst málið á langinn. Stillhoff drukknaði í nóvember 1857 þegar póstflutningaskip hans fórst við ljóslausa strönd landsins með allri áhöfn.

Ljósker var sett á vörðuna á Garðskaga árið 1884 og jafnframt byggt dálítið hús úr timbri. Kveikt var á ljóskerinu 1. okt. það ár. Árið 1897 var síðan byggður ljósviti á Garðskaga. Ljósgjafinn var olíulampi. Nýr viti var byggður 1944. Ástæðan var sú að sjór hafði gengið mjög á land og brotið það þar sem gamli vitinn stóð. Hann mun vera hæsti viti á landinu.
Skoðað var fuglalífið í fjörunni við Garðskaga og síðan haldið suður með ströndinni. Landamerki Garðs og Sandgerðis eru um Draughól og Sjónarhól. Hinum síðanefnda tengist þjóðsaga um varðveislu vörðunnar, sem á honum er. Á Draughól eru nokkrir þeirra er handteknir voru á Kirkjubóli eftir aðförina að Jóni Arasyni 1550 sagðir hafa verið drepnir og heygðir. Þar við er þriggja stafa letursteinn.

Hafurbjarnastaðir

Hafurbjarnastaðir – merki um friðlýsar minjar.

Grafreiturinn neðan við Kirkjuból hefur nú verið varinn, en sjórinn hafði áður verið að dunda við að brjóta hann niður og hirða úr honum beinin. Jón Gerreksson og hópur hans hafði áður brennt bæinn á Kirkjubóli eftir að heimasætan hafði hafnað einum liðsmanna hans. Það reyndist hópnum afdrifaríkt því stúlkan komst undan brennunni og flúði norður á land. Norðanmenn náðu liðsafnaðinum, drekktu Jóni í sekk og drápu hina.

Á Hafurbjarnastöðum fundust kuml þau, sem nú eru til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands, heillegar beinagrindur og einstak gripir er bentu til þess að fólkið gæti hafa haft tengsl við Suðureyjar eða Bretland. Það er nú kannski lítt undarlegt í ljósi þess að norrænir menn höfðu búið þar um nokkurt skeið áður en haldið var til Íslands. Kumlin fundust á örfoka landi norðan við bæjarhúsin. Bein höfðu verið færð þaðan í kirkjugarðinn á Útskálum, en 1942 hafði enn fokið af beinum og fór Kristján Eldjárn á vettvang ásamt fleirum og gróf frá þeim.
Gangan endaði við Flankastaði.
Veður var frábært. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Leiran

Leiran – uppdráttur ÓSÁ.

Hvalsnesgata

Friðþór Eydal leiðsagði hópnum um varnarliðssvæði Keflavíkurflugvallar og nágrenni.

Keflavíkurflugvöllur

Í maí s.l. (2004) voru liðin 53 ár frá undirritun varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna. Meðmælendur samningsins segja hann eina mikilvægustu ákvörðun íslenskra stjórnvalda á seinni tímum og eina þá heillavænlegustu. En hún átti sér nokkurn aðdraganda.
Alvarleg staða heimsmálanna á seinni hluta síðustu aldar hafði áhrif á íslensk stjórnvöld, m.a. valdataka kommúnista í Tékkóslóvakíu 1948, fyrsta kjarnorkusprenging Sovétríkjanna í september 1949 og upphaf Kóreustríðsins í júni 1950. Árið 1949 gerðist Ísland stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) og var varnarsamningurinn við Bandaríkin gerður á grundvelli Norður-Atlantshafssamningsins. Honum er ætlað að tryggja varnir Íslands og stuðla að friði og öryggi áþví svæði sem samningurinn tekur til.

Braggar

Braggar við Keflavíkurflugvöll.

Varnarliðið samanstendur af mörgum aðskildum starfseiningum innan Bandaríkjahers, en þar starfa einnig hermenn og fulltrúar frá Hollandi, Noregi, Danmörku og Kanada. Um 750 Íslendingar starfa fyrir varnaliðið (en þeim fer fækkandi). Varnarliðið rekur ratsjárstöðvar, annast skipa- og kafbátaeftirlit, flugvallarekstur, þyrlubjörgunarflug, fjarskipti og landvarnir.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Það var árið 1941 að Ísland og Bandaríkin gerðu með sér herverndarsamning. Samningurinn batt í raun endi á þáverandi hlutleysisstefnu Íslands. Sama ár komu fjögur þúsund landgönguliðar til landsins. Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands kom til landsins, en að því tilefni var haldin stærsta hersýning, sem um getur. Árið 1943 var bandaríski heraflinn á Íslandi hvað fjölmennastur, eða um 45.000 manns. Þá voru hér á landi um 50.000 hermenn (einnig frá Bretlandi og Kanada), eða álíka margir og allir fullorðnir karlmenn á Íslandi. Á haustdögum tók að fækka í heraflanum.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Keflavíkurflugvöllur var lagður af bandaríkjaher í heimstyrjöldinni síðari. Skömmu eftir hernám landsins hófu Bretar flug frá Kaldaðarnesi á bökkum Ölfusár og sumarið 1941 hófst flug þeirra frá Reykjavíkurflugvelli, þrátt fyrir að gerð hans væri ekki að fullu lokið. Jafnframt voru sléttaðir lendingarstaðir á nokkrum stöðum er nota mátti í neyð. Einn slíkur neyðarflugvöllur var útbúinn á Garðskaga og voru það fyrstu flugvallarframkvæmdir á Suðurnesjum.
Bandaríska herráðið áætlaði lagningu stórs flugvallar fyrir sprengju- og eftirlitsflugvélar á suðvesturhorni landsins ásamt minni flugvelli fyrir orrustuflugsveit er þar höfðu aðsetur. Beindust augu Bandaríkjamanna strax að Suðurnesjum, enda Bretar þegar með vísi að flugvelli á Garðskaga og svæðið nánast hindrunarlaust til flugs.

Hvalsnesgata

Gengið um Hvalsnesgötu við flugvöllinn.

Ljóst var að flytja þyrfti mikinn fjölda flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu. Lagning flugvallanna tveggja, Patterson á Njarðvíkurfitjum og Meeks á Háaleiti hófst snemma árs 1942. Var Patterson flugvöllur tilbúinn til takmarkaðrar umferðar strax um sumarið er flugvélum 8. flughersins bandaríska var flogið til Bretlands með viðkomu á Grænlandi og Íslandi. Meeks flugvöllur, er við þekkjum nú sem Keflavíkurflugvöll, var tekinn í notkun í apríl 1943 og framkvæmdum við flugvellina lokið þá um haustið.
Patterson flugvöllur þjónaði orrustuflugvélum Bandaríkjamanna sem önnuðust loftvarnir á suðvesturhorni landsins til stríðsloka, en Meeks var áningarstaður í millilandaflugi eins og æ síðan. Einu umsvif Breta á Keflavíkurflugvelli (Meeks) voru starfsemi Liberator flugvéla, sem flogið var til stuðnings skipalestum og aðgerðum gegn þýskum kafbátum. Þessar flugvélar, sem aðsetur höfðu í Reykjavík, voru stórar og þungar til að geta athafnað sig þar fullhlaðnar við allar aðstæður. Lögðu þær því gjarna upp í eftirlitsflug frá Keflavík, þar sem þær höfðu aðsetur í Geck flugskýlinu, en lentu í Reykjavík að ferðinni lokinni þar sem áhafnirnar höfðu aðsetur.

Pattersonflugvöllur

Pattersonflugvöllur 1958.

Rekstri Pattersen flugvallar var hætt að styrjöldinni lokinni sumarið 1945, en fámennt herlið annaðist rekstur Meeks flugvallar til ársins 1947, en bandarískir borgarlegir starfsmenn tóku við rekstrinum samkvæmt Keflavíkursamningnum, sem gerður var milli Íslands og Bandaríkjanna haustið 1946. Nafnið á vellinum kom frá flugmanni, sem hafði farist í flugi frá Reykjavíkurflugvelli. Vél hans flæktist í vírum við brautarendann og skall í Skerjafjörðinn (SJ). Flugvöllurinn hlaut þá nafnið Keflavíkurflugvöllur og varð alþjóðaflugvöllur í eigu Íslendinga.

Það var árið 1946 sem íslensk stjórnvöld höfnuðu beiðni Bandaríkjamann um afnot af landi undir herstöðvar til langs tíma. Keflavíkursamningurinn var undirritaður og ákveðið að bandarískt herlið yfirgefi landið, en Bandaríkjamenn hafi áfram tiltekin afnot af Keflavíkurflugvelli. Flugvöllurinn var síðan afhentur Íslendingum. Árið eftir yfirgáfu síðustu bandarísku hermennirnir svæðið.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur – flugturn.

Árið 1949 gerast Íslendingar stofnaðilar að Atlantshafsbandalaginu. Aðildin veldur innanlandsdeilum og óeirðum við Alþingishúsið. Fyrstu hersveitir Bandaríkjahers koma til landsins 7. maí 1951 og setja upp bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli. Þær voru undir stjórn hershöfðingja í landhernum, sem laut stjórn Atlantshafsherstjórnar NATO og Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna. Vallarsvæðið og nágrenni verður meginathafnasvæði varnarliðsins. 1955 var fjarskiptastöðin Broadstreet við Seltjörn flutt til Grindavíkur.
Húsnæði varnarliðsins var mjög takmarkað í fyrstu. Þúsundir hermanna höfðu búið í braggahverfum í námunda við flugvöllinn á styrjaldarárunum, en flestar þessara bráðabirgðabygginga voru rifnar eða gengu úr sér á árunum eftir stríð. Þá þurfti flugvöllurinn, sem upphaflega var með þeim stærstu í heimi, allmikla endurbóta við.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Varnarliðið hefur allnokkrum sinnum komið við sögu björgunarmála. Má þar t.d. nefna Vestmannaeyjagosið 1973 og Goðastrandið 1994. Árið 2001 fékk þyrlubjörgunarsveitin viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa frá því að hún kom til landsins árið 1971.
Í upphafi fimmta áratugar síðustu aldar var Háaleiti fyrir ofan Keflavík einungis sorfinn jökulruðningur. Efst á honum trjónaði háreist gígopið (þar sem flugstjórnarturninn á Keflavíkurflugvelli stendur nú). Norðan þess stóð Kalka, hvítkölkuð stór varða, áberandi landamerki og kennileiti á Miðnesheiði.

Fuglavíkursel

Fuglavíkursel við Keflavíkurflugvöll.

Allnokkrar minjar eru innan varnarsvæðisins. Má t.d. nefna Fuglavíkursel, gömlu Hvalsnesleiðina, Stafnessel, Gamla-Kirkjuvog, tóftir við Djúpavog og á Selhellu, Kaupstaðagötuna, Hansakaupmannaverslunarstaðinn við Þórshöfn og Kirkjuvogssel, auk þess sem svæðið sker í sundur Skipsstíginn, hina gömlu þjóðleið milli Njarðvíkur og Grindavíkur. Mikilvægt er fyrir stolt okkar Íslendinga að endurheimta það svæði, u.þ.b. 50 metra breytt þar sem hitaveitulögnin liggur í gegn, sem fyrst. Bandaríkjamenn ættu að hafa skilning á því að ávallt er mikilvægt að halda þjóðleiðunum opnum, jafnvel á stríðstímum.

Hvalsnesgata

Varða við Hvalsnesgötu.

Annars hafa minjar innan svæðisins verið ágætlega varðveittar án þess að það hafi beinlínis verið ásetningur þeirra, sem með það höndla.
Þess má geta að lokum, til fróðleiks, að í aðalstjórnstöð NATO á Keflavíkurflugvelli hangir stórt spjald með tveimur myndum undir yfirskriftinni Wanted Dead and Alive; annars vegar er mynd af Bin Laden (dead) og hins vegar (alive) er mynd af hvíthærðri FERLIRsálfkonu. Svo virðist sem hermönnunum sé meira í mun að ná hinni síðarnefndu – alive.

-Upplýsingarnar eru m.a. úr riti um 50 ára afmæli varnarsamningsins 2001 og frá Friðþóri Eydal

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur.

Dauðsmannsvarða

 “Frá því að föst verslun hófst í Keflavík hafa Suðurnesjamenn, allir vestan Vogastapa, þar með talin Grindavík og nokkuð úr Vogum og Strönd, átt margar göngur til kaupstaðar síns.

Hvalsnesleið

Hvalsnesgatan gengin.

Mestar voru voru þessar ferðir um vetrartímann, því þá voru allir karlmenn heima við heimili sín. Að vísu fengu flestir bændur, fyrir aldamót, aðalbirgðir til heimila sinna á kauptíðinni á sumrin fluttar á næstu höfn með kaupskipunum, en sífellt þurfti þó að senda menn í Keflavík eftir einhverju, sem vantaði, veiðarfærum og öðru, eftir hendinni. Tómthúsmenn flestir voru fátækir, sem engar höfðu matarbirgðir, og því oftar urðu þeir að “skreppa í Keflavík”, eins og það var oftast nefnt, og bera heim á bakinu forða sinn, ef forða skyldi kalla. Keflavíkurferðirnar urðu mörgum örlagaríkar. Þótt margir fleiri “yrðu úti” en þeir, sem í Keflavík skruppu, urðu þeir þó flestir í þessum ferðum, og eru oft til þess eðilegar orsakir, eins og í pottinn er búið. Þeir fóru stundum svangir að heiman og illa klæddir með poka undir hendinni, vafinn utan um tóma flösku.

Dauðsmannsvarða

Dauðsmannsgata neðri við Sandgerðisgötu.

Veit ég ekki til þess að nokkrum hafi hlekkst á leið til Keflavíkur. Oft var ös í búðunum og afgreiðsla í stirðara lagi, því enn var ekki aflagt að gera mannamun. Flestir fengu þó fljótlega mettaða flöskuna, sem var nauðsynlegt, sögðu þeir, til þes að hressa samviskuna og taka úr sér hrollinn. Flýtti það síst fyrir afgreiðslunni. Voru þeir svo að vasast í búðunum fram á kvöld, en lögðu af stað í ófærð og náttmyrkri, stundum í misjöfnu verði, yfir veglausa heiði, meira og minna drukknir, með einhverja byrði á bakinu. Að öllu leyti illa undir tveggja tíma göngu búnir og vanlíðan haldnir eftir daginn. Varð þá athvarfið hjá sumum að fá meira úr flöskunni, þar til afl og dómgreind var horfið. Mátti svo skeika að sköpuðu um framhald ferðarinnar. Þeir, sem betur voru staddir, hjálpuðu hinum meðan máttu, tóku á sig byrði þeira og gengu undir þeim, uns þeir örmögnuðust líka og þá varð að skilja hina eftir. Ég heyrði margar sögur af slíkum ferðalögum á unglingsárum mínum og kynntist þeim af eigin reynd, er ég varð nokkru eldri.

Dauðsmannsvarða

Neðri-Dauðsmannvarða.

Sem dæmi um framangreint má nefna Jón Guðmundsson, bónda í Sandgerði, 42 ára. Hann varð úti nóttina 21. desember 1930 í ofsaveðri, þá er hann var á heimleið frá Keflavík eftir forlíkun; fannst nóttina þess 22. desember skammt frá bæjum, helfrosinn.

Gunnar Markússon, 56 ára, giftur húsmaður frá Lambastöðum, varð úti nóttina fyrir skírdag 1834. Mun hafa verið drukkinn, sem hann var hneigður til. Fannst á laugardag fyrir páska, óskaddaður framan við melbarð.

Sigurður Eiríksson

Ómar og Sigurður Eiríksson við Dauðsmannsvörðu í Miðnesheiði.

Þorlákur Stefánsson, 45 ára, vinnumaður frá Núpi í Fljótshlíð, sjóróandi á Hrúðunesi í Leiru, varð úti nóttina að 24. febrúar 1837 á Hólmsbergi á leið frá Keflavík að Hrúðurnesi. Hann fannst látinn um kvöldið daginn eftir.

Ásgeir Sigurðsson, 53 ára, giftur húsmaður frá Keflavík, nú sjóróandi frá Gerðum, varð úti á leið frá Keflavík sunnudagsnóttina 31. mars 1861. Fannst eftir viku, nálægt Hólmsbergi við Sandgerðisvegamót. Hafði verið drukkinn og mun hafa liðið í brjóst.

Miðnesheiðin mun hafa, skv. framangreindu, mörgum orðið torveld á leið þeirra frá kaupmanninum í Keflavík. Heimildir eru um að um 60 manns hafi orðið úti á Miðnesheiði á u.þ.b. 40 ára tímabili 19. aldar.“

Heimild:
-Magnús Þórarinsson – Frá Suðurnesjum – Frásagnir frá liðinni tíð – 1960

Dauðsmannsvarða

Dauðsmannvarða við Sandgerðisveg.

 

Hvalsnes
“Einhvern tíma snemma vors árið 1637 kemur skip sem oftar fyrir Reykjanes og stefnir til Keflavíkur.
Bát er róið út í skipið og leggjast að hlið þess. Forvitin augu beinast að bátsverjunum úr landi. Hún er þögul, en hann er ræðinn og léttur í máli.

Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson.

Áður en lent er í fjörunni hafði hann sagt nokkur deili á þeim báðum, sér og konunni. Hann hét Hallgrímur Pétursson, ættaður að norðan, hafði verið í Lukkustað og Kaupenhöfn, vegið kol, stundað járnsmíði og lesið latínu. Konan hét Guðríður Símonardóttir, kynjuð frá Vestmannaeyjum.
Ekki fara sögur af því hvar þau áttu náttstað fyrstu nóttina á Íslandi eftir langa og að mörgu leyti stranga útlegð.
Hallgrímur var stórættaður maður, þótt hann ætti til smárra að telja hið næsta sér. Afabróðir hans hafði t.d. verið prestur á Útskálum og hans sonur síðan. Afabróðir hans annar var síra Þorlákur á Staðarbakka í Miðfirði, faðir Guðbrands biskups. Föðursystir hans átti Jón prófast Sveinsson í Holti, hálfbróður Brynjólfs biskups. Sakir ætternis hafi Hallgrímur flust til Hóla nýfæddur, – sé hann þá ekki fæddir þar á staðnum, – en Pétur, faðir hans, var, eins og kunnugt er, hringjari eða kirkjuvörður við dómkirkjuna á Hólum og hafði Guðbrandur biskup látið hann njóta frændsemi í þessu.

Hvalsneskirkja

Minnismerki um Hallgrím Pétursson við Hvalsneskirkju.

Ekkert er vitað með vissu um það, af hvaða orsökum Hallgrímur fer frá Hólum og til útlanda. Munnmæli herma ýmist að hann hafi hlaupist á brott með kaupmönnum eða, að hann hafi komist í óvingan fyrir kvenfólk á staðnum sökum kveðlinga.
Þjóðsagan segir, að þegar Hallgrímur löngu síðar kom í Skálholt og gerði boð fyrir biskupinn og kvað Hallgrím Pétursson vilja tala við hann, hafi biskup svarað: “Fari hann ofan í smiðju og reki járn, það kann hann”.
Ungi maðurinn yfirbragðsmikli, sem varð landfastur í Keflavík einhvern maídag 1637, átti þá mikla sögu að baki, þótt ungur væri að aldri, aðeins 23 ára.

Tyrkja-Gudda.

Tyrkja Gudda – málverk efir Jóhannes S. Kjarval.

Guðríður hafði verið hertekin ambátt hjá Hundtyrkjum. Hún hefur eflaust fljótlega eftir komu sína hingað þegið þá nafnbót af Suðurnesjamönnum, sem hún hefur síðan borið, Tyrkja-Gudda. Ástir þeirra höfðu brotið blað í lífssögu beggja, einkum hans.
Maður Guðríðar reyndist látinn. En eigi að síður var aðstaða þeirra gagnvart almenningsálitinu í meira lagi örðug, og sek voru þau að þeirra aldar lögum, þótt brotið teldist ekki eins alvarlegt og þau hafa, e.tv. haft ástæðu til að vænta. En Guðríður gekk upprétt sína ævibraut. Hún og Hallgrímur hittu fyrir góða menn hér syðra, sem reyndust þeim hjálplegir í erfiðleikum þeirra. Hann var að sönnu þurfamaður á Suðurnesjum að ýmsu leyti.

Bolafótur

Bolafótur í Njarðvík – bústaður Hallgríms Péturssonar.

Hallgrímur hefur orðið að leita sér atvinnu hér og fyrsta sumarið var hann púlsmaður danskra Í keflavík. En Guðríður fékk athvarf í Ytri-Njarðvík hjá Grími nokkurm Bergssyni, sem var þeim óvandabundinn með öllu. Barn þeirra Hallgríms ól hún hjá Grími nýlega á land komin og nefndi Eyjólf eftir fyrra manni sínum.

Mér sýnist sem minning Gríms í Njarðvík, og þess, sem hann gerði fyrir Hallgrím, sé fullnóg hinum megin á vogina, til þess að rétta hlut Suðurnesjamanna. Fleiri reyndust Hallgrími góðir drengir. Hann bjó á Bolafæti í Njarðvík ytri, en dvaldist öðrum þræði í Hvalsneshverfi í skjóli bóndans þar, Þorleifs Jónssonar. Þorleifur mun hafa hvatt Hallgrím á biskupsfund, til þess að sækja um Hvalsnesþing og að það hafi verið hann, sem tók að sér “forsorga hans hyski”, meðan hann var í burtu. Hallgrímur dvaldist um sjö ár hér á Suðurnesjum, en er Brynjólfur Sveinsson, sem þá var orðinn biskup í Skálholti, skerst öðru sinni í leikinn, skiptir þáttum í ævisögu Hallgríms.

Hvalsneskirkja

Stærri klukkan frá 1875.

Hvalsnesþing voru prestlaus og höfðu verið um skeið. Reyndist torvelt að fá menn til þessa embættis og er Torfa sýslumanni einkum kennt. Einhvern tíma á vertíðinni 1644 fær Hallgrímur sig lausan úr skipsrúmi sínu, til þess að takast brýna ferð á hendur – að hitta Brynjólf biskup. Munnmælin segja, að Hallgrímur hafi farið fótgangandi í Skálholt og illa búinn og viðtökur staðarmanna hafi verið heldur kaldranalegar. En hljóðið hafi breyst í þeim, þegar hann hafði prédikað í dómkirkjunni. Þegar hann hélt úr hlaði í Skálholti, hafi hann hlotið vígslu í Hvalsneskirkju af Brynjólfi biskupi. Þá var hann sæmilega búinn, því að biskup gaf honum alklæðnað góðan, reiðhest með öllum reiðtygum og hempu.

Hvalsneskirkja

Minni klukkan – áletyrun I CH GAMST KHVN 1819 Tionsen Hvalsness.

Aðkoman að Hvalsnesi var að sönnu ekki glæsileg, staður og kirkja í niðurníðslu og embættistekjurnar næsta rýrar. En þetta skipti ekki meginmáli, heldur hitt, að veitingin var sú uppreisn, sem Hallgrímur þurfti að fá. Hann hafði borið upp á Suðurnes af skipreika og í mörgu tilliti verið eins og sjórekið flak. En hann var kjörviður andlegra yfirburða. Hér á Hvalsnesi komst Hallgrímur upp úr flæðamálinu, hér náði hann að skjóta rótum í jarðvegi íslenskrar kristni. Á þessum stað tók meiður að bruma, sem átti eftir að lyfta laufkrónu sinni svo hátt, að hún blasir við augum allra kynslóða á Íslandi.

Hvalsneskirkja

Hvalsneskirkja.

Hallgrímur var prestur að Hvalsnesi í 7 ár. Hann var 37 ára (1651) er hann fluttist á brott, að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Helsti minnisvarði Hallgríms að Hvalsnesi er legsteinn Steinunnar, dóttur hans. Hann reisti henni, þriggja og hálfs árs, bautarstein og lagði hann á legstaðinn. Steinn þessi fannst er verið var að lagfæra stéttina við kirkjuna. Hann er nú í kirkjunni á Hvalsnesi.”

-Sigurbjörn Einarsson
-Frá Suðurnesjum – Frásagnir frá liðinni tíð – 1960

Hvalsneskirkja

Legsteinn Steinunnar í Hvalsneskirkju.