Færslur

Hvalsneskirkja

Í Alþýðublaðinu 13. október 1964 birtist eftirfarandi frétt eftir OÓ: “Fundinn er við Hvalsnesskirkju legsteinn Steinunnar dóttur Hallgríms Péturssonar. Steinn þessi hefur verið týndur í hátt á aðra öld, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að hafa upp á honum.”
HvalsneskirkjaSíðan segir frá því hvernig bóndinn á Bala, Guðmundur Guðmundsson, formaður sóknarnefndar Hvalsnessóknar hafi verið að vinna við að steypa stétt upp að kirkjunni og ætlað að fjarlægja steina sem standa myndu upp úr steypunni. Byrjar hann á steini sem stóð við norð(vestur)- horn kirkjunnar og ætlar að velta honum við og nota í uppfyllingu undir steypuna. Kemur þá í ljós, að letur var á steininum, vel læsilegt. Lét hann Gísla [Guðmundson] kirkjuhaldara þegar vita af fundinum, sem við nánari athugun sá að hér var um að ræða legstein Steinunnar Hallgrímsdóttur”.
Steinn SteinunnarÍ greininni kemur fram að menn hafi vitað um tilvist þessa steins því um hann hafi verið heimildir í gömlum skrifum en þó var ekki vitað hvar hann var fyrr en hann kom upp í tengslum við kirkjubyggingu í Hvalsnesi árið 1820. Síðan hafi hann glatast á ný og hvorki Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi, né Matthías Þórðarson þjóðminjavörður fundið hann þrátt fyrir ítrekaða leit í byrjun þessarar aldar. ãÁreiðanlega hafa þeir báðir gengið á honum” segir svo, “því hann er búinn að liggja á hvolfi fyrir utan kirkjudyrnar síðan hún var byggð fyrir 77 árum [1887].” Síðan heldur greinarhöfundur áfram: “Legsteinninn er gerður úr sléttri grásteinshellu sem sennilega hefur verið um 70 sm. á kant en höggvið hefur verið utan af honum svo hann félli betur í hleðsluna sem hann var notaður í. Við þessar lagfæringar skemmdist letur steinsins nokkuð, en enn er vel læsilegt:
STEINU
HALLGRIM
DOTTI
164…”
Niðurlag greinarinnar er eftirfarandi: “Talið er líklegt að séra Hallgrímur hafi sjálfur höggvið þennan stein. Hann þjónaði í Hvalsnesi í 7 ár, frá 1644 til «51, hefur Steinunn því bæði fæðst og látist þar, en hún var þriggja og hálfs árs gömul er hún dó. Var hún mjög efnilegt barn og tregaði faðir hennar hana mikið og orti eftir hana tvenn eftirmæli.”

Hvalsneskirkja

Það er þyngd steinsins og stafagerðin sem grípa mann sterkustum tökum. Er það á eins manns færi að lyfta honum?
Vegna þeirrar greinar sem hér birtist hafði ég samband við Sigurbjörn Stefánsson bónda í Nesjum í Hvalsneshverfi til þess að kanna hvort fyrir lægju upplýsingar um þyngd steinsins. Þær voru ekki haldbærar en sóknarnefndarformaðurinn, Reynir Sveinsson, bauðst til þess að ganga úr skugga um það. Hann fór síðan með baðvigtina sína til kirkju og lyfti steininum með aðstoð Bryndísar Gunnarsdóttur sóknarnefndarkonu upp á vogina. Steinninn reyndist vera 110 kg. Og þyngri var hann, áður en höggvið var af honum til þess að hann yrði þénugri sem gangstéttarhella.
Hallgrímur PéturssonÞað var víst enginn aukvisi sem valdi þessa voldugu grjóthellu og bar heim í smiðju og síðan að gröf barnsins eftir að hafa meitlað í hana nafn litlu dóttur sinnar og dánarár. STEINUNN HALLGRÍMSDÓTTIR 1649. Það er eins og heljarafl sorgarinnar hafi gert manninn tröllsterkan. Hallgrímur hefur verið um það bil 35 ára og heimildir segja að hann hafi verið stór vexti. Því má vel hugsa sér að þessi fyrrverandi járnsmíðanemi og sjómaður hafi verið rammur að afli. Gróf stafagerðin er síðan til vitnis um að þarna var ekki vanur steinsmiður að verki heldur faðir barnsins að tjá sorg sína og missi í vanmætti sínum.
Maður sér fyrir sér frumstæð verkfæri hins fátæka prests, heyrir glamur af hamri og meitli, sér tár hrökkva í grátt rykið, sér hann hagræða hellunni á gröf síns eftirlætis og yndis, og ljóðið og steinninn verða eitt, allt eins og Snorri orðaði það. Ljóðið munu margir lesendur Bautasteins kannast við. 

Steinunn

Eftirmælin, sem í raun eru tvenn og vefast saman í eitt máttugt harmljóð, dótturtorrek, eftir þessa litlu stúlku sem Hallgrímur segir með eigin orðum að hafi verið svo næm skynsöm, ljúf í lyndi.
Steinunn mín litla hvílist nú, skrifar hann til að sefa sorg sína.
Og úr ljóði Hallgríms fást þær upplýsingar að hún hafi aðeins verið þriggja og hálfs árs þegar hún dó. Hálft fjórða ár alls var ævi, eigi þó fullkomin, segir pabbi hennar.
Það er mikið haft við svo lítið barn að yrkja eftir það dýr ljóð og leggja stein á gröf þess á tímum, þegar barnadauði var daglegt brauð hinna fátæku og sneyddi ekki heldur hjá húsum hinna ríku. Það bendir til þess að Steinunn Hallgrímsdóttir hafi verið einstaklega efnilegt og heillandi barn ellegar faðir hennar óvenjulegur maður. Og auðvitað var umræddur faðir óvenjulegur maður. Og konan hans, móðir barnsins, átti að baki óvenjulega ævi. Hún hafði lent í herleiðingunni miklu til Alsír 1627 í Tyrkjaráninu svokallaða og var ein örfárra sem áttu afturkvæmt. Fundum þeirra bar saman í Kaupmannahöfn haustið 1636 og er ekki ætlunin að rekja langa sögu þeirra hér. Þó er rétt að minna á að fyrstu sjö búskaparár sín bjuggu þau við fátækt og allsleysi á Suðurnesjum þar til Hallgrímur var vígður til prests í Hvalsnesi þrítugur að aldri.

Heimild:
-Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur.

Hvalsneskirkja

Reykjavík

Skemmtileg frásögn í Þjóðólfi um “Húsasölu og húsabyggíngar í Reykjavíkur haupstað árið 1855;
“Húsið nr. 20 á Arnarhólsholti fyrir 700 rddl.; kaupm. og bæjarfulltrúi þorst. Jónsson seldi, en Egill hreppst. Hallgrímsson í Minnivogum keypti. Húsið nr. 5 á Austurvelli fyrir 3000 rdl.; kaupm. E. Siemsen seldi, kBjarghus-231onferenzráfe og riddari B. Thorsteinson keypti. — Húsið nr. 10 í Grjótagötu fyrir 1200 rdl.; sameigendur: dánarbú frú Helgu Egilsson og stúdent Jón Arnason seldu, en ekkjufrú Elín Thorstensen keypti. — Húsið nr. 4 í Lækjargötu, (á horninu á Lækjartorgi fyrir 3,500 rdd.; kaupm. M. Smith, — sem keypti húsið næstl. vetur af stórkaupm. P. C. Knudtzon fyrir sama verð, — seldi, en prófastur og dómkirkjuprestur séra Ólafur Pálsson keypti. — Uppboðsölunnar á hinum nýja og gamla gildaskála, nr. 4, A og B í Aðalstræti, er fyr getið.
Tvö hús eru hér nýbyggð í sumar; reisti Tofte beykir annað, í miðju Austurstræti, það er byggt með bindíngi af múr, tvíloptað með helluþaki, en hitt kaupm. R. P. Tærgesen á horni Aðalstrætis og Læknisgötu, nr. 12, anspænis Hafnarstræti, og reif hann áður hina slábyggðu gömlu búð (Sunkenbergsbúð) er þar stóð til þessa, var sú búð hin eina enn uppistandandi af búðum þeim er fluttar voru á land úr hinum forna Hólmskaupstað, (Örfærsey). Hús það sem herra Tærgesen nú reisir þar er byggt með bindíngi og múr og tvíloptað og helluþakið, þar til bæði breiðara og lengra en búðin var sem þar stóð fyr, og verður hin mesta staðarprýði að húsi þessu, þegar það er fullgjört. Hið 3. hús reisti söðlasm. Torfi Steinsson, nýja verksmiðju áfast við íbúðarhús sitt að vestanverðu, með bindíngi og múr og með helluþaki.
Það leiddi af þessari byggíngu herra T. Steinssonar Bjarghus-232uppgötvan eina, sem ekki má vita nema geti leitt hér til mikils sparnaðar og gagns; í stað tígulsteins sem hér hefir verið vanalega hafður í múr í bindíngshúsum, flutti hann að sér hraunhellur sunnan úr Kapelluhrauni; þær eru sléttar og ekki kræklóttar, og flestar á þykkt við vanalega breidd á tígulsteini, svo að hafa má þær á rönd í múrinn, en margar þeirra eru stórar og klæða því vel af, en fyrir það sparast múrhúð (kalk) meir en til helmínga; hella þessi kostaði og híngað flutt á fiskibátum, helmíngi minna en tígulsteinn til jafnstórs húss mundi hafa kostað; en múrverkið sjálft er nokkuð seinunnara með hellu þessari, af því að höggva þarf og jafna með verkfærum brúnir hellnanna hér og hvar. En þar að auki þykir auðsætt, að húsamúr úr þessari hellu muni hafa tvo verulega og mikilvæga kosti framyfir tígulsteinsmúrinn, en það er, að hella þessi meyrnar alls ekki, eins og tígulsteinninn, þó vindur og hret leiki á henni, og að hún bæði fyrir þær sakir, og eina fyrir það hvað hún er jafn hrufótt og þétteygð, vafalaust hlýtur að halda varanlega á sér múrlíms-húðinni að utanverðu, en það vill aldrei heppnast hér á tígulsteinsmúr sem veit í móti rigníngarátt (hér allri austanátt); þess vegna hafa menn og jafnan neyðzt til að klæða þá múra með borðum og bika þau eða maka með við smjörslit árlega, og gefur að skilja, hve mikið og verulegt mundi sparast við byggíngar og viðurhald bindíngs-múrhúsa, ef þetta yrði óþarft með framtíð.
Bjarghus-233Samkynja hraunhella þeirri, sem er í Kapelluhrauni, er einnig, eins og mörgum mun kunnugt, bæði á Hellisheiði, einkum um Hellisskarðsveginn, og í hrauninu umhverfis Gjáarrétt, Kaldárbotna og Rauðahellir, fyrir ofan Hafnarfjörð, og mikil nægð af á báðum þeim svæðum. En hægast og kostnaðarminnst verður að flytja að sér helluna úr Kapelluhrauni um öll nesin hér syðra, því það má gjöra sjóveg; og er þetta einkum hægt fyrir þá, sem búsettir eru nær hrauninu, og ef menn byggði öfluga byrðínga er bæri mikið í senn, til að flytja á hraunhellu þessa til ýmsra staða, og mundi þetta geta orðið nýr atvinnuvegur, einkum ef sjávarbændur færi líka smámsaman að byggja sér, — í stað moldarkofanna sem aldrei standa, allt af er verið að káka við og þó er engin eign í, — íbúðar- og geymslu-hús úr bindíngi og múr með þessari hellu, sem útheimtir svo sárlítið múrlím, en hægt að flytja það að sér sjóveg hér um nesin úr kaupstöðunum.”

Heimild:
Þjóðólfur, 8. desember 1855, bls. 4-5.

Breiðabólstaðir

Breiðabólstaðir á Álftanesi – hlaðið steinhús.

Álaborg

FERLIR leitaði í norðanverðri Miðnesheiði að nokkrum áhugaverðum minjastöðum er getið hefur verið um í örnefnalýsingum, s.s. Flankastakastekk, Flankastaðaborg og ekki síst; Álaborginni nyrðri.
Flankastaðastekkur - uppdrátturÍ örnefnaskrám fyrir Flankastaði segir m.a.: “Ari Gíslason skráði. Heimildarmenn: Ingibjörn Jónsson, bóndi, Flankastöðum, og Magnús Þórarinsson:
„Merkin móti Sandgerði eru frá Marbakka. Liggur ós sunnan til við Stórfisk hér um bil í landsuður upp að Markagarði. Á honum er Markaþúfa. Línan var dregin yfir Sandgerðistjörn, svo í stefnu á Kríuvörðu á Syðri-Breiðhól. En að innanverðu eru merkin frá Tjarnarkotstjörn í þúfu á Vatnshól, svo við norðurhallandi Flankastaðastekk ofan við ósvörðu og þaðan í Flankastaðaborg.“
Í annarri örnefnalýsingu fyrir Flankastaði segir m.a.: “
Halldóru Ingibjörnsdóttur, Flankastöðum, var send örnefnalýsing Flankastaða eftir Ara Gíslason. Hafði faðir hennar verið annar heimildarmanna Ara á sínum tíma. Halldóra las lýsinguna yfir, bar hana undir föðurbróður sinn, Arna Jónsson, og skráði fáeinar athugasemdir, sem hér fara á eftir, lítt breyttar.
Árni Jónsson er fæddur á Flankastöðum 1889 og ólst upp þar, í Vallarhúsum og á Slettabóli, svo að hann er vel kunnugur á þessum slóðum. Hann er bróðir Ingibjörns heitins Jónssonar, en móðir þeirra bræðra og Magnús Þórarinsson voru systkinabörn. Halldóra Ingibjörnsdóttir er fædd á Flankastöðum 1923 og hefur alltaf verið búsett þar:

Alaborg nyrdri

„Rústir Flankastaðastekks sjást enn. Ekki er vitað, hvenær hætt var að nota hann. Flankastaðaborg (stekkur) er rúst af smárétt með einu útskoti afhlöðnu (dilk).“
Í lýsingu á
http://www.ferlir.is/?id=3739 segir m.a.: “Þarna fyrir ofan blasir Álaborgin syðri (rétt) við og er hún mjög heilleg. Pétur (Bryngarðsson, sagnfræðingur) sagði að elsta réttin á svæðinu, svo vitað sé, hafi verið Álaborgin nyrðri ofan við Flankastaði, síðan hafi Álaborg syðri verið byggð ofan við Bæjarsker, en hún hafði síðan verið flutt í réttina, sem við komið var fyrst að. Austan við réttina (borgina) eru þrjár tóttir, mis gamlar. Um er að ræða hús, nokkurn vegin jafnstór. Þau gætu vel hafa verið frá sama tíma og borgin upphaflega.“
Ætlunin er að skoða norðanverða Miðnesheiðina nákvæmar á næstunni. Ekki er ólíklegt að ýmislegt óvænt og áhugavvert eigi þá eftir að koma í ljós.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Flankastaði.
-Pétur Bryngarðsson, sagnfræðingur í Sandgerði.
-Einar Arason.

Flankastaðastekkur

Flankastaðastekkur.

Garður

Skammt frá bænum Vegamótum í Garði, sem nú er kominn í eyði, er stór steinn, hellulaga, og eru undir honum þrír steinar, sem hann hvíldi áður á. Munnmæli eru um, að eitthvert letur hafi verið á steininum, en það hef ég aldrei séð og veit ekki af neinum, sem hefur séð það, og ekki er mér heldur kunnugt um að neinn fróðleiksmaður hafi athugað steininn til að ganga úr skugga um hvort letrið sé þar enn. En sögn er, að undir þessum steini hvíli fornmaður nokkur, og steininn megi alls ekki hreyfa.

Garður

Garður – haugur fornmannsins.

Nú er það á öldinni sem leið, að á Lykkju í Garði bjó Þorsteinn Ólafsson, faðir Björns hafnsögumanns í Hafnarfirði og afi sér Þorsteins Björnssonar fríkirkjuprests í Reykjavík. Þorsteinn Ólafsson var framkvæmdamaður mikill og kappsfullur. Eitt sinn stóð hann í einhverjum byggingum og vantaði tilfinnanlega stóran stein. Kom honum þá í hug að steinninn á leiði fornmannsins mundi henta sér ágætlega. Þorsteinn vissi þó hverjar sagnir gengu um steininn, að hann mætti ekki hreyfa, því að þá mundi illt hljótast af. En hann var maður ófælinn og kjarkmikill og lét sér ekki smámuni fyrir brjósti brenna, enda var hann hið mesta karlmenni. Varð það svo úr, að hann safnaði mönnum til að bera steininn heim, og urðu þeir 8 saman. En steinninn var svo þungur, aðþeir áttu fullt í fangi með hann, enda þótt þeir væru svo margir. Eftir mikið og langt erfiði komu þeir honum þó á þann stað, en Þorsteinn hafði ætlað honum.

Garður

Fornmannaleiðið í Garði – letursteinn.

Eftir að þessu stórvirki var lokið, var Þorsteinn að vinna eitthvað úti við. Skyndilega syfjaði hann þá svo mjög, að hann mátti ekki halda sér vakandi. Fór hann því heim, gekk upp á baðstofuloft, hallaði sér upp í rúm og var þegar sofnaður. Dreymir hann þá, að upp úr baðstofustiganum kemur maður, stór og aðsópsmikill, og skipar honum harðalega að skila steininum þangað sem hann var tekinn. Þorsteinn hrökk upp við þetta og þóttist sjá á eftir manninum niður stigann.

Var Þosteinn nú glaðvaknaður. Ekki setti hann þetta neitt fyrir sig, heldur fór á fætur og gekk út til vinnu sinnar, sem hann hafði frá horfið.

Garður

Letursteinninn í Garði.

En hér fór sem áður, að skyndilega sækir hann svefn svo að hann má ekki halda sér vakandi. Lagðist hann þá út af og sofnaði skjótt. Kemur þá sami maðurinn að honum aftur og er nú enn byrstari í bragði, er hann skipar Þorsteini að skila steininum. Þorsteinn hrekkur upp við þetta og íhugar draum sinn. En vegna þess að hann trúði ekki á neina fyrirburði, ætlaði hann að humma þetta fram af sér. Og enn fer hann til vinnu sinnar.
Fór nú sem fyr, að brátt syfjar hann svo, að hann má ekki annað en leggjast til svefn og sofnar þegar. Kemur hinn ókunni maður þá til hans í þriðja sinn og er nú ærið gustmikill. Gengur hann að Þorsteini, tekur um fót hans og kreistir fast og segir að honum skuli hefnast fyrir, vilji hann ekki skila steininum.

Garður

Garður – Fornmannaletursteinn.

Nú vaknar Þorsteinn og er honum þá nokkuð brugðið. Finnst honum sem hinn ókunni maður haldi enn heljartaki um fót sinn. Og rétt á eftir laust æðisverk í fótinn, svo hann mátti varla bera þær kvalir hljóðalaust.
Hann sagði nú konu sinni frá draumum sínum, en hún sagði að steininn skyldi þegar flytja á sinn stað. Þorsteini var ekki um það, vildi ógjarna láta undan því er hann kallaði draumarugl. En ú varð konan að ráða.

Voru þá fengnir menn til að flytja steininn aftur á sinn stað, og urðu þeir fjórir saman.
Einn af þessum mönnum hét Stefán Einarsson og var frá Króksvelli í Garði. Hann sagði mér svo frá síðar, að þeim hefði virzt steinninn mjög léttur og veitzt miklu auðveldara fjórum að bera hann en þeim 8, sem höfðu sótt hann.
Síðan hefur enginn hróflað við steininum.

Garður

Garður – grafið í fornmannagröf.

En af Þorsteini er það að segja, að hann tók svo mikið fótamein, að hann varð að liggja vikum saman.
(Sögn Unu Guðmundsdóttur, Gerðum – 1960).

Garður

Garður – uppgröftur.

Í þjóðsögu einni “Steinninn haugbúans í Lykkju” segir að steinninn hafi staðið á öðrum þremur, en þegar hann hafi verið færður á sinn stað aftur hafi einungis tveir aðrir stutt við hann. Þannig mun hann vera enn þann dag í dag.

Garður

Garður – letursteinninn.

Í ferð FERLIRs um Garð var m.a. kíkt á letursteininn. Greinileg merki um leturröð eru eftir honum miðjum. Með því að núa snjó í letrið mátti þó greina einstaka rúnastafi. Erfitt er að greina einstök tákn eða stafi, en þar til gerðir fræðingar gætu eflaust komist að því hvers konar letur er um að ræða. Áletrunin er greinilega mjög forn. Ofan við steininn er manngerður haugur.

Garður

Garður – uppgröftur í haug “Haugbúans”.

Þess skal getið að þegar FERLIR gróf í “Hauginn” árið 2010 komu í ljós berar klappir undir einhlaðinni steinhleðslu.

-Álög og Bannhelgi eftir Árna Óla, útg.: Setberg, bls. 230.
-Sigfús II 136

Garður

Áletrun á “Fornmannasteininum”…

Þórshöfn
Farið var í Þórshöfn með Jóni Borgarssyni í Höfnum. Ætlunin var að finna og skoða festarhringina. Jón hafði séð hringina fyrir allmörgum árum ásamt Þóroddi Vilhjálmssyni frá Merkinesi og fleirum.
ÞórshöfnÁður en lagt var í’ann þurfti að sækja um leyfi til gegnumaksturs um Vallarverndarsvæðið. Með góðum skilningi og aðstoð góðra manna fengu nokkrir FERILRsfélagar heimild til að aka inn á Völlinn, í gegnum hann, út af honum að handan og inn á svonefnt DEY-5 svæði. Þar voru fyrrum stórir radarskermar sjóhers Bandaríkjanna sem og önnur hlustunarmannvirki. Nú hafa þau verið fjarlægð.
Við 100 milljóna króna aðallhliðið utan við varnarsvæðið fengust dvalarpassar fyrir þátttakendur eftir allnokkra, skemmtilega, en flókna rekistefnu. Ameríkanarnir vildu tala sitt tungumál, en innlendir, sem stóðu þarna á íslenskri grundu utan við sprengiheldan varðturninn, héldu sig við íslenskuna af grundvallarástæðum og það þrátt fyrir að sumir þeirra hafi bæði dvalið og numið ýmislegt af þarlendum í Ameríku um allnokkurt skeið. “Í Róm gera menn sem Rómverjar”, segir forn málsháttur – og FERLIR er þekktur fyrir að halda sig við fornar meðvitaðar venjur. Á sama hátt má lögjafna að á Íslandi geri menn sem Íslendingar. Á Íslandi tala menn íslensku og þar ráða Íslendingar ríkjum, þrátt fyrir og með fullri virðingu fyrir öllum gestkomandi. Frakkar tala t.d. ekki ensku í Frakklandi við Englendinga eða Ameríkana. Þeir tala frönsku þegar þeir eru í Frakklandi. Annars staðar tala þeir þarlend tungumál – af kurteisisástæðum. Mikilvægt er að Íslendingar og aðrir séu vel meðvitaðir hverjum landið tilheyrir (to whom the land belongs to). Sjálfstæði þjóðar byggir m.a. á meðvitundinni. Ef hún er ekki til staðar má gleyma öllu öðru.
Að frágenginni pappírsvinnunni undir byssubröndum og öllum mikilvægum formsatriðum var ferðinni haldið áfram. Jón Borgarson sat í framsætinu.
ÞórshöfnLæst hliðið að Þórshafnarsvæðinu varð hins vegar ekki auðopnað. Leitað var að lykli meðal varnarliðsins. Skotið var á samráðsfundi. Lykillinn fannst loks eftir nokkur símtöl og nokkrar komur og að mestu vinsamlegar athugasemdir varðliða meðan beðið var. Fyrst kom kurteis dökkur maður í hermannabúningi á hvítri Mitsubishi-jeppabifreið og sagðist eiga von á manni með lykilinn. Hann hafði úrið á hægri hendi. Þá komu gulur maður ásamt öðrum hvítum, á miklum hraða meðfram girðingunni í Mitsubishi-jeppabifreið, staðnæmdist og hrópaði að viðstöddum: “What in focking are you doing here”. Með kunnri yfirvegun FERLIsmanna tókst auðveldlega að útskýra viðveruna. Hermennirnir héldu för sinni áfram. Loks komu tveir vopnaðir ameríkanar, annar hvítur og hinn litaður, í hermannabúningum á staðinn. Sá litaði hafði úrið á hægri handlegg. Að loknum aðfinnslum og samningagerðum tóku þeir upp lykil, ýttu frá hindrunum og opnuðu lásinn á hliðinu. Við verkið notaði annar hermannanna framdregna lögreglukylfu.
Ferðalangarnir héldu að lokinni þessari skemmtulegu töf för sinni áfram áleiðis niður að Þórshöfn. Í umræðum á leiðinni var vakin athygli á því að sennilega væri þetta eitt stærsta og flóknasta viðfengsefni varnarliðsins í langan tíma – að hleypa nokkrum Íslendingum í gegnum varnarsvæðið (eigið land) og í gegnum hlið, sem enginn virtist vita um. Ekki er ólíklegt að skrifað verði um atburðinn í næstu útgáfu af “White Falcon”. Ef þessir, einna mestu Íslandsvinir er um getur, hefðu hugsanklega verið hryðjuverkamenn gegndi öðru máli. En þá hefðu þeir aldrei látið sér detta í hug að sækja um leyfi til gegnumaksturs um varnarsvæðið. Þeir hinir sömu hefðu einfaldlega ekið inn á það frá Hafnavegi eða með girðingunni frá Stafnesi. Þaðan væri leiðin greið inn á varnarsvæðið hvert sem þeir kysu.
ÞórshöfnÞegar komið var niður að Þórshöfn (þakka ber sérstaklega fyrir gegnumaksturinn því hann sparaði hlutaðeigendum þrátt fyrir allt umtalsverðan tíma) fannst Jóni Borgarssyni hann ekki alveg á eftirminnilegum grösum. Í innanverðri Þórshöfn stóð fyrrum stór ferhyrndur tréstöpull, grafinn djúpt niður í sandinn. Þar var fremsta festi hinna fornu verslunarskipa fyrirkomið. Nú hafði varnarliðið fjarlægt staurinn, enda var þarna um tíma einn ábyggilegasti hlustunarkafbátakapall NATOhersins. Enn má sjá stálhólka honum tengdum, en búið er að rífa allar byggingar og mannvirki ofan við Þórshöfn er þeirri sögu tengdist.
Gengið var bæði um sunnanverða og norðanverða Þórshöfn í leit að þeim festarhringjum er fyrrum staðfestu hin gömlu verslunarskip enskra og þýskra í höfninni.
Jón sagði að minni sitt frá því á áttunda áratugnum segði til um festarhringi á klöppum beggja vegna hafnarinnar. Í hans minni hafi hringirnir verið í festarhringjum á klöppum beggja vegna víkunnar. Margir hefu séð þá þarna sama sinni.

Þórshöfn

Áletranir á Köpp við Þórshöfn.

Höfnin í Þórshöfn er við austanverða Ósa þar niðurundan er fyrrum var athafnasvæði sjóhersins. Skammt norðar voru hinir eftirminnilegu radarskermar og það ekki af minni gerðinni. M.a. er þar áletrunin HP á sléttri jarðfastri klöpp undir klapparholti. Sumir vilja halda því fram að sammstöfunin eigi við Hallgrim Pétursson, prest í Hvalsnesi er einnig þjónaði Höfnum um tíma (eftir 1644). Skammstöfunin er á miðri jarðfastri klöpp utan í jökulsorfnu klapparholti. Umhverfis áletrunina eru síðan aðrar skammstafanir og jafnvel ártöl. Ofan við hlöppina eru áletrnir og útflúr. Til hliðar eru nýrri áletranir, m.a. frá 20. öld.
Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga.
ÞórshöfnMeð einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Ofan við Þórshöfn er varða og á hana fest upplýsingaspjald um Ósasvæðið. Þar segir m.a. af áletrununum og hugsanlegum fornminjum á svæðinu er komið gætu í ljós ef það væri kannað nánar,
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum. Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.
Á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður.
ÞórshöfnÍ Suðurnesjaannál Sigurðar Sívertsen er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.
Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: ,,Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Málmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.”
ÞórshöfnLágsjávað var þegar gengið var um hálar þaraklappirnar beggja vegna Þórshafnar, en án árangurs að þessu sinni. Bráðlega verður farið aftur sömu leið að Þórshöfn, enda ærin ástæða að staðsetja fyrrnefna festarhringi í þessari merkilegu verslunarhöfn forðum daga.
Litið var á álertunina á klöppununum ofan Þórshafnar. Á skilti í nýlegri vörðu ofan við Þórshafnarsvæðið er m.a. áletrað að “steinar með áletrunum er m.a. steinn með áletruninni HP. Engar fornminjar tengdum honum hafa fuundist, en mögulegt er að frekari fornleifarannsóknir myndu með öllum líkindum leiða ýmislegt í ljós á þessum slóðum”.
Ekki er ólíklegt að Jón Borgarson og félagar muni nú í framhaldi af þessu samræma minningar sýnar um festarhringina í Þórshöfn og að næsta ferð muni þá skila einhverjum árangri umfram það sem verið hefur.
Í bakaleiðinni var komið við í Gálgum. Roðagyllt kvölsskíman myndaði fagurfræðilegan bakgrunn fyrir dökka klettaborgina. Ljóst er að efst á henni virðist trjóna gróinn hóll, hugsanlega ókönnuð dys eða fornmannahaugur, enda staðurinn tilvalinn sem grafstæði. Utan í hólinn hefur verið lagt seinni tíma drasl. Eitt er þó deginum auglósara; þetta svæði þarf að gaumgæfa enn betur en gert hefur verið.
Frábært veður. Gangan um Þórshöfn tók 1 klst og 1 mín.

Þórshöfn

Þórshöfn – loftmynd.

Básendar

Básendar voru verslunarstaður frá 1484 til 1800. Undir lok 18. aldar var Hinrik Hansen kaupmaður á Básendum. Hann bjó á Básendum enda hafði verslunin þar verið opin allan ársins hring í nærfellt fjóra áratugi þegar þá var komið við sögu.

Höfnin

Kaupmaður bjó í sérstöku húsi ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur frá Götuhúsum í Reykjavík, fjórum börnum þeirra hjóna, Símoni, Jóhanni Friðriki, Pétri og Maríu Lisbet, og vinnukonu. María var yngst barnanna. Þrjú önnur vinnuhjú og einn niðursetningur voru á Básendum veturinn 1799 og á vegum kaupmanns. Þau áttu heima í kotbæ skammt frá kaupmannshúsinu. Þann 9. janúar skall á ofasveður er fylgdi óhemjumikið flóð.
Hinrik Hansen kaupmaður sendi Sigurði Péturssyni, sýslumanni og skáldi, lýsingu á atburðum þessarar nætur og er lýsingin dagsett 16. mars 1799. Skjal þetta er varðveitt. Það er á dönsku. Vigfús Guðmundsson gaf það út nokkuð stytt í Blöndu og á íslensku:
“Vegna ástæðnanna verð eg að bera fram fyrir hérðasdómarann tjónið hræðilega, sem varð í byrjun þessa árs á verzlunarstaðnum Básendum, er eg hafði náðarsamlega í hendur fengið. Út af því er eg nú fjárþrota með óþroskuð börn og óþægilegan aðbúnað. Til að gera héraðsdómaranum þetta skiljanlegt, tek eg mér leyfi til að segja söguna sanna, eons og hún gerðist. Sést þá hversu ofurefli sævarins, hefur eyðulagt verzlunarstaðinn og margskonar fjármuni mína, og í hvílíkum dauðans vandræðum eg var staddur, með mínum nánustu, meðan allt var að eyðuleggjast. þessi hörmulega saga er þá svona:
Leifar Eptir að vil öll (eg, kona, 4 börn og vinnukona) vorum háttuð, varð eg þess var um nóttina (á að gizka kl. 2) hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auku fóru að heyrast skellir, hver aptir annan, seins og veggbrjótur væri að vinnu við hlið hússins og undirstöðu. Af þessu fór eg á fætur, til þess að líta eptir veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk eg upp húsdyrum eldhúsmegin, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergin á lítilli stundu. Flúðum við þá í skyndi upp á húsloptið, hálfnakin upp úr rúmunum, því við óttuðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem íbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris, svo vissum við líka að allt umhverfis húsin var hulið sjó. Og megum víst þakka guði, að við gripum þá ekki það óyndis úrræði, því þá hefðum við öll farizt. Þarna stóðum við nú langan tíma á loptinu í sífelldum dauðans ótta, og veður og sjór mundu þá og þegar mola húsið niður að grundveli. Ofviðrishrinurnar og brimið lamdi sífellt á húsinu, og það var nú farið að brotna, mótstöðuafl þess rýrnaði og sjórinn streymdi út og inn.
BrunnurHér um bil kl. 7 (að við héldum) treystumst við ekki lengur að geta bjargað lífinu þarna á loptinu. Braut eg því gluggann á norðurhliðinni. Þar smugum við öll út, eins og við stóðum (hálfnakin). Eg vóð með yngasta barnið á handleggnum, þar sem sjórinn flæddi yfir og skolaði með sér borðum, plönkum, fjarmunum og búshlutum. Náðum þó fjósinu með mestu erfiðismunum og lífshættu. Fjósið stendur svolítið hærra og fjær sjónum en íbúðarhúsið. En tæplega höfðum við dvalið þar fjórðung stundar, þegar mæniásinn brast í fjósinu. Við urðum því að flýja þaðan aptur, og til hlöðunnar. Annar gaflinn var brotinn af henni, en í staðinn var þar kominn hlaði af trjáviðardóti, er við urðum að skríða yfir, með mikilli hættu, til að komast inn.
Þarna stóðum við skjálfandi nokkurn tíma, unz veðrið fór með nokkuð af þakinu, en hinn hlutinn blaktaði fram og aptur, eins og blaðsnepill.

Ártal

Til þess að bjarga lífinu, gerðum við síðustu tilraun, yfirgáfum eyðilagða kaupstaðinn, leiddumst öll saman og héldum áleiðis til byggða. Vóðum svo og skriðum í rokinu, unz við eptir miklar þrautir náðum að næstu hjáleigu, er nefnist Lodda (Loðvíksstofa), rétt hjá Stafnesi. Fátæki bóndinn þar, Jón Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur – sem vorum nærri örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki – með mestu alúð og hjartagæzku. Létu og það allt gott í té, er þau gátu. Í baðstofu þessa ráðvanda manns höfðum við aðsetur og aðbúnað í 14 daga. Voru þar alls 19 manns, þar af 10 börn, en þó var baðstofan ekki nema 3 stafgólf (“Fag” = 2 álnir) á lengd, 3 1/2 alin á vídd og 3 álnir á hæð, af gólfi upp í mæniás. Þrátt fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekkilengur níðast á gestrisni hans. Til þess líka að rýmkva um okkur, fórum við á eyðijörðina Stafnes, og bjuggum um okkur í baðstofunni íslensku, sem þar var. Síðan höfum við haft þar okkar fátæklega aðsetur. Eins og hr. sýslumaðurinn mun sjá eru húsin mín öll í verzlunarstaðnum sama sem hrunin að grundvelli, og bærinn, sem var þar, líka. Fólkið úr honum bjargaði sér upp um þekjuna, og tókst því þann veg um nóttina að bjarga lífi sínu, með guðs hjálp, nema aldraðri konu, sem veðrið lamdi niður, svo hún drukknaði í flóðinu. Eptir að hvíld og næði færðist yfir hagi mína hefi eg varið tímanum til þess aðs etja stoðir undir það, sem uppi hangir af húsaskrokkum verzlunarstaðarins, moka úr þeim fjörumölinni og grafa upp dótið mitt úr rústum þessa ömurlega staðar, svo og að safna saman borðum, trjám og brotum húsa (og húsbúnaði). Við allt þetta árangurslitla strit, dag og nótt, er eg og konan orðin svo lasburða, að eg treysti mér tæplega að vinna lengur þetta erfiði. Og erfiðið verður því árangursminna, þar erkki þarf eptir að vonast eptir fólki til útróðra á þessum stað.

Letursteinn

Að lokum vil eg láta það álit mitt í ljósi, að landskjálfti hafi hér verið í verki með verði og sjó. Benda til þess ýmsar vörutegundir sem eg hefi fundið lítið skemmdar undir grundvelli. Þvílíkt gat varla orðið án mikils hristings og sérstaklegrar aukahreyfingar jarðvegsins.
Þar eg er skuldunautur hátignarinnar, sem átti veð og íhlutunarrétt í húsum á verzlunarstaðnum Básendum, verð eg að biðja yður, hr. sýslumaður, að koma hér við tækifæri og framkvæma löglega skoðun á rústunum og fjártjóninu. – Stafnesi 16. marz 1799, H. Hansen.”
Konan sem fórst í flóðinu hét Rannveig Þorgeirsdóttir, 79 ára niðursetningur sem hafði lengi verið rúmföst. Sýslumaður lét gera úttekt á tjóninu og er virðingagerðin dagsett 9. maí 179. Þar eru hús ýmist sögð vera gjörónýt eða stórskemmd. Auk þessa voru sex bátar sem kaupmaður átti og hafgði gert út til fiskveiða gjörónýtir, af sumum þeirra var kjölurinn einn eftir. Úttektin um flóðhæð og landbrot af völdum flóðsins sýndi að það hafði gengið 174 metra á land (164 faðma).
Básendakaupstaður var ekki endurreistur. Hansen fluttist til Keflavíkur.
Heimildir benda til að u.þ.b. 100 hús hafi skemmst eða eyðilagst af völdum flóðs eða roks á Suður- og Vesturlandi umrædda nótt, og 187 bátar. Getið er um 10 kýr, 226 kindur og 63 hesta sem flóðið grandaði. Ein kona drukknaði svo sem fram hefur komið.
Mjög djúp og kröpp lægð olli ofviðrinu. Loftþrýstingur var óvenju lágur og stórstreymt og hækkaði sjávarstaða við landið fyrir áhrif þessara þátt. Þar sameinuðust ofasarok af suðvestri og stórstraumsaðfall við að þrýsta sjónum inn fremur mjóa rennu. Sjór gekk að minnsta kosti fjórum álnum (um228 cm.) hærra á Básendum í flóðinu en í mestu stórstraumsfjöru.

Heimild m.a.:
-Lýður Björnsson, Básendaflóðið 1799 (2006).
-Mbl. 3. okt. 1971 – Básendaflóðið.

Letursteinn

Letursteinn á Básendum.

 

Gufuskálar

Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er sagt frá Steinuði (Steinunni) er síðar nam land á Rosmhvalanesi; “Steinuður hin gamla, frændkona Ingólfs, fór til Íslands og var með Ingólfi hinn fyrsta vetur. Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum”. Þá segir jafnframt að “Eyvindur hét maður, frændi Steinunnar og fóstri; honum gaf hún land milli Kvíguvogabjarga og Hvassahrauns. Hans son var Egill, faðir Þórarins, föður Sigmundar, föður Þórörnu, móður Þorbjarnar í Krýsuvík”.
Hólmur - fornmannaleiði fremst?Steinunn gamla, sem svo var nefnd, gæti hafa búið á eyjunum við Skotland eða dvalið þar – til þess bendir nafnið Njáll á öðrum syni hennar og heklan sem hún galt með fyrir land Ingólfs. Annar sonur hennar hét Arnórr. Maður Steinunnar var Herlaugur Kveldúlfsson, sagður bróðir Skalla-Gríms, og virðist hann hafa verið látinn er hún kom til Íslands. Mikil vígsár voru þá í Noregi. Í það minnsta kom hún án hans til landsins. Trúlega hefur Steinunn numið land sitt hér fr
á u.þ.b. 880-891, sennilegast þó um 890, því líklegt má telja að Ingólfur hafi látist á bilinu 900-905. Hann fór nokkrar ferðir til Noregs eftir að hann settist að í Reykjavík um 874 og trúlega hefur Steinunn fylgt honum til baka í einhverri þeirra því talið er að eiginmaður hennar hafi verið drepinn af mönnum Haraldar hárfagra ásamt frændum hans um 890. Ingólfur var einmitt staddur á heimaslóðum sínum í Fjörðum í Noregi um 890 eða 891. Kveld-Úlfur fluttist búferlum um þetta leyti (891), en lést á leiðinni til Íslands, þá orðinn gamall maður.
Þegar hingað til lands var komið fékk Steinunn Rosmhvalanesið í skiptum fyrir hekluna. Gufi Ketilsson af Akranesi hafði freist
ast til að setjast að í Gufunesi í landi Ingólfs í Reykjavík (Þórðarbók/Melabók Landnámu) en í óþökk landnámsmannsins. Þetta hefur væntanlega verið fyrir 900. Eftir að Ingólfur hafði rekið Gufa á brott fór hann á Rosmhvalanes og vildi taka sér bólfestu á Gufuskálum í Leiru en þau Steinunn “keyptu saman” að hann færi þaðan á brott og vermannastöð yrði þar ávallt frá Hólmi. Samkvæmt þessu hefur Steinunn þá enn verið lifandi.
Eftir landakaupin ól Steinunn upp frænda sinn, Eyvind og gaf honum síðan hluta úr landnámi sínu, landið frá Hvassahrauni að Vogastapa, innsta hlutann af hinu forna Rosmhvalanesi sem á 9. öld náði þá líka yfir Vatnsleysuströndina sem kom í hlut Eyvindar er bjó í Vogum. Hann fluttist að Bæjarskerjum að lokum, eins og fram kemur í Landnámu. Vilja sumir meina að þar hafi Steinunn þá búið fyrrum.
Byggð hefur hafist á austanverðu Rosmhvalanesi með því að menn reru þaðan til fiskjar í byrjun. Um það vitna Gufuskálar, Miðskálar og Útskálar í Garði. Upp frá því hafa síðan jarðir byggst. Af Egilssögu að merkja hefur Rosmhvalanesið verið allbyggt nálægt 939. Ljóst er þó að ysti hluti Nessins innan Skagagarðsins virðist hafa byggst síðast enda var erfiðast að sækja þaðan sjó vegna skjóleysis við landið. Nokkur rök eru þess vegna til að þær jarðir sem bestar höfðu lendingar hafi byggst allsnemma og ekki var verra ef sæmilegt vatnsból voru nærri slíkum jörðum. Ein af slíkum jörðum var Hólmur í Leiru. Þar virðist hafa verið greiðara að ná í vatn en víða annars staðar á svæðinu. Í fjörunni undan Gufuskálum var og er enn sístreymandi vatn, volgt en ekki kalt, og hefur því ekki frosið á vetrum. Á landnámsöld hefur vatnið e.t.v. verið heitara og á stigið upp af því gufa. Sennilega hefur útstreymi þetta staðið ofar í fjörunni svo greiðara var að komast að því en er í dag. Ljóst er að í vatnsleysinu á Suðurnesjum var aðgangur að slíku vatni allt árið gulls í gildi. [Rétt er að geta þess að vatn hefur víða verið að finna á Suðurnesjum. Þess bera bæði kaldavermsl og vatnsstæði glögg merki. Eitt slíkt, hlaðið umhverfis, er t.a.m. ofan við Gufuskála og annað ofan við Hólm, auk þess tjarnir voru ofan strandar utan Bergvíkur].
VatnsstæðiAðgangur að nægu vatni gat því verið full ástæða til að ábúandi á Hólmi gerði allt sem í hans valdi stóð til að hindra fasta búsetu á Gufuskálum. Þetta gætu því verið allgóð rök fyrir því hvers vegna Steinunn “keypti” Gufu brott af staðnum. [Það að Steinunn hafi þurft að “kaupa” hann úr landnámi sínu, bendir til þess að Ingólfur hafi annað hvort ekki verið til staðar eða að hún hafi ekki sest þar að fyrr en um 900]. Efamál er hvort bátalending hafi fyrrum verið betri á Gufuskálum en á Hólmi, en nú er þar ólíku saman að jafna, enda þéttist byggðin síðar mest um Hólm. Ýmislegt bendir til þess að upplýsingar í Melabók um Gufu Ketilsson séu réttar og að Steinunn hafi kannski ekki búið ýkja langt frá Gufuskálum, jafnvel þar til að byrja með.
[Við þetta má bæta að utan við núverandi íbúðarhús á Hólmi, nálægt hinu gamla bæjarstæði, er bátslaga blettur með grjóti umgerðis. Blettur þessi var lengi vel afgirtur og mátti aldrei hrófla við honum, ella hlytist verra af].

Heimild m.a.:
-Landnáma (Sturlubók).
-Skúli Magnússon – Faxi, 3. tbl. 2007, bls. 15.

Þórshöfn

Haldið var í Þórshöfn. Leitað var tveggja festarhringja. Ofan við Þórshöfn, þann gamla verslunarstað, eru auk þess áletranir á klöppum, m.a. skammstöfunin HP. Nýlega hafði fundist þarna nokkurt brak úr Jamestown, sem strandaði utan við Hestaklett 1881, en einnig hafa menn talið sig hafa fundið silfurberg, sem átti að hafa verið ballest skipsins.

Þórshöfn

Áletrun á klöpp við Þórshöfn.

Til að komast sem fyrirhafnarminnst á vettvang og nýta tímann sem best var á kosið var sótt um leyfi til að fara um varnarsvæðið og af því niður að gömlu höfninni, um svonefnt Dei-five-svæði. Höfnin er við austanverða Ósa þar niðurundan er fyrrum var athafnasvæði sjóhersins. Skammt norðar voru hinir eftirminnilegu radarskermar og það ekki af minni gerðinni.
Góðfúslegt leyfi fékkst til að fara um varnarsvæðið. Hlið var opnað og farartálmar voru dregnir til hliðar. Leiðin var greið. Tíminn nýttist vel til leitarinnar sem og að skoða næsta nágrenni.
Svæðið er í rauninni utan varnarsvæðisins. Gamall vegur liggur frá Hafnavegi upp að svæðinu, en þar er lokað hlið, einhverra hluta vegna. Ef einhver svolítil hugsunarglóra væri í huga einhvers, sem gerði sér grein fyrir útivistarmöguleikum svæðisins, myndi sá hinn sami biðja um að lás af hliðinu yrði fjarlægður og svæðið um leið gert aðgengilegt áhugasömu fólki.
Áletranir eru á klöppum austan við Þórshöfn. M.a. er þar áletrunin HP á sléttri jarðfastri klöpp undir klapparholti. Sumir vilja halda því fram að sammstöfunin eigi við Hallgrim Pétursson, prest í Hvalsnesi er einnig þjónaði Höfnum um tíma (eftir 1644). Skammstöfunin er á miðri jarðfastri klöpp utan í jökulsorfnu klapparholti. Umhverfis áletrunina eru síðan aðrar skammstafanir og jafnvel ártöl. Ofan við hlöppina eru áletrnir og útflúr. Til hliðar eru nýrri áletranir, m.a. frá 20. öld.

Þórshöfn

Áletranir á klöpp við Þórshöfn.

Gengið var út með víkinni beggja vegna og festarhringjanna leitað. En þrátt fyrir útfjöru fundust hringirnir ekki. Jón Borgarson í Höfnum kvaðst hafa siglt þangað yfir fyrir nokkrum árum og þá m.a. litið festarhringina augum. Næsta skref verður að fara með Jóni í Þórshöfnina og skoða hringina.
Vestan þræsingur stóð inn í Ósana og því auðvelt að ímynda sér við hvaða aðstæður þurfti að takast á við er koma þurfi vélavana skipunum inn fyrir skerjagarðinn og inn í örugga höfnina í Þórshöfn. Utan hennar var hvítfyssandi öldurótið, en innan var lygna og angurværð. Auðvelt var að sjá fyrir sér hversu góð Þórshöfn var skipum hér fyrr á öldum.
Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.

Hestaklettur

Hestaklettur.

Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum. Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.
Á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður.
Í Suðurnesjaannál Sigurðar Sívertsen er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.

Gamli-kirkjuvogur

Kaupstaðagatan.

Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: ,, Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Málmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.” Það sem er örugglega rétt í þessu, og ber saman við blaðagreinar frá þessum tíma, er að barlestin var málmgrýti frá Deer Isle-námunni. Ástæða þess að einhvern grunaði að um silfur hefði verið að ræða er líklega vegna þess að saman við hefur verið svokallaður ,,klinker” sem myndast í málbræðsluofnum. Þar með telst kenningin um silfurbarlestina afsönnuð.
Til að nýta tímann, og hið frábæra veður, sem allra best var gengið yfir að Stafnesseli, yfir á gamla Kaupstaðarveginn ofan Illaklifs, en upp á það liggur gata frá rústunum vestan Djúpavogs. Sú gata heldur áfram niður að rústum Gamla-Kirkjuvogs. Ýmislegt forvitnilegt bar þar fyrir augu, ekki síst varða sú er stendur nyrst og norðan rústanna. Neðan undir rústunum er hringlaga gerði, sem nú fer jafnan undir sjó á háflæði. Í Gamla-Kirkjuvogi kennir ýmssa grasa.
Reyndar er Gamli-Kirkjuvogur merktur á kortum norðan við Djúpavog og þar hafa verið gerðar fornleifaskráningar, enda kannski ekki óeðlilegt því þar er rústir að finna. Þær rústir bera þó fremur keim af skammæru útræði en langtíma búsetu. Hins vegar eru miklar rústir sunnan Skotbakka, bæði hús og garðar. Bæjarhóll trjónir efst á rústarsvæðinu og ofan við hann mikil varða. Utan um hana hefur verið allnokkur hleðsla. Líklegra má telja að þarna hafi verið hinn gamli Kirkjuvogur er tilgreindur er í gömlum heimildum og janvel kirkjugarður. Ofan hans er Stafnessel. Í einni heimild er selið sagt mun ofar í heiðinni, en það verður að teljast varhugaverð ályktun.

Gamli-Kirkjuvogur

Gerði við Gamla-Kirkjuvog.

Gengið var um Síðutanga og reyna átti að komast út í Einbúa og Vörðuhólma, en það tókst ekki. Ekki verður komist út í hólmann nema á bát. Líklegt má telja að úti í honum geti verið einhverjar rústir. Hólminn hefur fyrrum verið landfastur. Vestast á honum er stór varða, sem sá hluti hólmans tekur nafn af. Hestaklettur er þar utar. Hann er skammt fyrir innan skerjagarðinn svo ekki brýtur á honum, en utar er iðandi sjórinn.
Norðan og landmegin við Einbúa er Torfan; allvel gróin. Vestan hennar er Hvalvík. Ætlunin var að reyna að finna “steinhjarta” það á klöpp er fannst forðum, en ljóst er að ekki verður gengið að því gefnu.
Þegar horft var yfir að Höfnum frá Torfunni sást vel í Veggina; skerjaklasa, vestan við Eyjuna svonefndu. Innar eru Ósarnir; lygnir og öruggir þeim er þangað rötuðu.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Sjá MYNDIR.

Heimildir m.a.:
1) Leó M. Jónsson f. 1942 í Reykjavík. Skrifað haustið 2000.
2) sr. Sigurður Brynjólfsson Sívertsen (1808-1887). Suðurnesjaannáll hans er m.a. prentaður í Rauðskinnu hinni nýrri (III). Höf. sr. Jón Thorarensen.
3) Faxi. Tímarit útgefið af Málfundafélaginu Faxa í Keflavík. 4) Ólafur Ketilsson frá Kalmanstjörn í Höfnum. f. 1864, d. 1947. Hreppstjóri Hafnahrepps í um 40 ár.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.

Kirkjuvogskirkja

Gott er að hefja gönguna við vitann á Stafnesi, þar sem Reykjanesskaginn skagar lengst til vesturs. Gengið er með ströndinni til suðurs. Á þessari leið eru margir áhugaverðir staðir að skoða. Fjaran er mjög falleg með öllu sínu lífríki. Þegar gengið hefur verið um 1 km er komið fram á nokkrar tóftir í þyrpingu, þar voru Básendar, verslunar- og útgerðarstaður á 15.öld. Verslun lagðist þar af eftir mikið sjávarflóð aðfararnótt 9. janúar 1799, þá missti kaupmaðurinn á staðnum allar eigur sínar og ein kona drukknaði. Áfram er gengið með ströndinni. Gálgar nefnast tveir háir klettar um 1 km suður af Básendum örlítið ofar í heiðinni, en á milli þeirra er nokkurra faðma breitt sund. Gamlar sagnir herma að sakamenn hafi verið hengdir þar og ef það á við rök að styðjast, má gera ráð fyrir að í nágrenninu hafi verið héraðsþing til forna.

Stafnesviti

Stafnesviti.

Margar víkur og vogar ganga inn í skagann á þessu svæði og þótti bátalægi þar gott fyrr á öldum. Einna þekktust er Þórshöfn, sem var einn helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún þá af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en af því varð ekki.
Næsta vík við Þórshöfn nefnist Hvalvík þar má sjá hólma úti í sjó sem nefnist Hvalvíkurhólmi.

Þegar komið er lengra inn í Ósana er komið að tóftum sem nefnast Gamli Kirkjuvogur, forn kirkjujörð sem talin er hafa farið í eyði á 16.öld, hugsanlegt er að það hafi verið landnámsjörð Herjólfs Bárðarsonar.

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.

Mikill og djúpur vogur gengur inn í landið þegar komið er enn innar og nefnist Djúpivogur. Þegar komið er fyrir Djúpavog er gengið fyrir Seljavog sem er öllu styttri. Á milli Djúpavogs og Seljavogs má sjá virðulegann klett uppi í heiðinni sem nefnist Hestaskjól. Þegar komið er fyrir Seljavog taka við margir litlir vogar sem nefnast Stóruselhelluvogur, Litluselhelluvogur og Brunnvogur, þar sveigir gangan til vesturs í átt að Höfnum.

Hafnir
HafnirUm miðja 18.öld hófst uppgangstími í Höfnum sem stóð fram á öndverða 20.öld. Á þessu tímabili bjuggu stöndugir útvegsbændur stórbúi í Kotvogi og Kirkjuvogi, þeir ráku þar mikla útgerð stórra áraskipa og húsuðu bæi sína með þeim hætti, að ekki var reisulegra um að litast í öðrum plássum. Á þessu tímabili fjölgaði fólki stöðugt í Höfnum, og margir fluttust þangað úr öðrum byggðarlögum á Reykajnesi. En blómaskeiðið tók enda þegar að ný tækni tók að riðja sér til rúms í íslenskum sjávarútvegi. Vélbátarnir þurftu betri hafnarskilyrði og meiri þjónustu en áraskipin, en þar stóðu Hafnarmenn höllum fæti. Þess vegna dróst útgerðin saman í Höfnunum á meðan að hún efldist annarsstaðar á svæðinu, í kjölfarið fór fólki að fækka. Má segja að Hafnir hafi orðið fórnarlamb vélvæðingar.

Margt áhugavert er að skoða í Höfnum:

Hafnir

Hafnir – uppgröftur.

• Fornleifauppgröft, árið 2002 fundust leifar af landnámsskála á túninu fyrir aftan Kirkjuvogskirkju. Við rannsóknir kom í ljós að þessi bústaður er frá því fyrir árið 900.
Í Landnámu segir að Herjólfur Bárðarson, frændi og fóstbróðir Ingólfs Arnarssonar hafi fengið land á milli „Vágs ok Reykjaness,“ sem þýðir líklegast að Herjólfur hafi átt land frá Ósum í Höfnum og alveg að Reykjanestá. Vegna þessara tengsla við orðið „vágr“ og nálægðar skálans við Kirkjuvogskirkju, Kirkjuvog og Kotvog var ákveðið að kalla bæjarstæðið Vog.
• Ankeri sem stendur á túni á móts við kirkjuna en það er úr skipi sem nefndist Jamestown sem rak inn Ósabotna árið 1881 eftir að áhöfnin hafði yfirgefið það úti á Atlantshafi, skipið var álíka stórt og fótboltavöllur, skipið var þríþilfarað, fullt af eðalvið og öðrum verðmætum. Varð þessi fengur til þess að farið var að byggja timburhús í Gulbringusýslu.

Jamestown

Annað ankeri Jamestown í Höfnum.

• Kirkjan í Höfnum var byggð af óðalsbóndanum í Kotvogi Vilhjálmi K. Hákonarsyni árið 1861 og er elsta kirkja á Suðurnesjum. Altaristöfluna málaði Sigurður Guðmundsson árið 1865. Kirkju á þessum stað er fyrst getið á ofanverðri 14.öld, en áður hafði kirkja verið norðan Ósabotna í Vogi (gamla Kirkjuvogi), gæti hafa verið þar fram á 16.öld.
Óhætt er að ætla sér 6-7 klst í þessa göngu.

Heimildir:
-www.sandgerdi.is ,Jón Þ. Þór, Hafnir á Reykjanesi.
-Skoðum kirkjur á Reykjanesi (bæklingur).

Kotvogur

Kotvogur í Höfnum.

Básendar

Farið var aftur á Básenda. Ljóst var að þar hlyti að vera mun meira að sjá en talið hafði verið í fyrstu. Reyna átti að leita að áletrunum er kynnu að leynast þar víða á klöppum úti í skerjum, en auk þess var litið á nokkra festarhringi og kengi í klöppum, sem nú eru í skerjum, en voru þó enn á 18. öldinni hluti af fastalandinu. Með í för var G. Sigurbergsson, en hann hefur áður borið fyrrnefndar áletranir augum.

Básendar

Svæðið hlýtur augljóslega að vera forvitnilegur vettvangur fornleifafræðinga því bæði á Básendum og í næsta nágrenni, Þórshöfn, er að finna áhugaverðar fornminjar, bæði áletranir og arfleið verslunarsögunar sem og einstaka þátta Íslandssögunnar. Í Þórshöfn var verslunarstaður. Þar eru áletranir frá þeim tíma og þar fyrir utan rak upp timburflutningaskipið Jamestown árið 1881.
Nefndar áletranir eru í Arnbjargarhólma. Á háhólmanum mátti bæði lesa skrifstafi og ártöl á klöppunum, en auk þess, þegar vel var leitað, mátti sjá slíkar áletranir á lausum steinum, sem virtust hafa verið á hólmanum áður fyrr, er hann var landfastur og væntanlega gróinn vel, en skolast til þegar sjórinn náði að aðskilja hann fastalandinu og leika frjálslegar um hólmann.
Í ljós kom að á einum lausa steininum stóð nafnið “BERTELANDERS” og ártalið 1700. Á öðrum lausum steini var m.a. áletrað MVL og XX þar sem ör lá upp frá ártalinu 1590. Á klöppum mátti bæði lesa bókstafi er virtust vera upphafsstafir manna og ártöl, s.s. 1640, 1650, 1651 og 1694. Þessar áletranir á þessum stað benda til þess að þarna hafi verið athafnasvæði verslunar danskra kaupmanna, en þeir höfðu höfnina eftir 1602 út af fyrir sig. Þjóðverjar og Englendingar kepptust um hana fram yfir 1532 (Grindarvíkurstríðið) svo áletrunin Bertelanders gæti verið eftir einhvern kaupmanninn á Endunum eða hugsanlega nafn á skipi hans. Fróðlegt væri fyrir sagnfræðinga að reyna að grafa eitthvað upp um þetta.

Líklegt má telja að fleiri áletranir og ártöl kunni að leynast við Básenda er kunna að varpa ljósi á veru framangreindra á staðnum í gegnum aldirnar.
Básendar Samkvæmt gömlum uppdrætti af Básendahöfninni voru kaupskipin svínbundin (þríbundin) bæði á innri höfninni í Brennitorfuvík og á ytri höfninni. Samkvæmt teikningunni eiga að vera a.m.k. sex festahringir í klöppunum við Básenda.
Jón Ben Guðjónsson, eldri bróðirinn Stafnesbænda, sagðist hafa séð a.m.k. sjö festarkengi í og við höfnina. Sá sjöundi væri í skeri norðan við Básendatangann.
Við skoðun á vettvangi kom eftirfarandi í ljós: Þrír kengir eru í austanverðum Arnbjargarhólma. Sá syðsti er dýpstur. Í honum er hringur. Sá í miðið stendur hærra, á klöpp undir steini. Í honum er hringur. Nyrsti kengurinn er yst á skerinu. Í hann vantar hringinn.
Básendamegin, vestan við tóftirnar af verslunarstaðnum, eru tveir kengir. Annar, sá syðri er beint fyrir vestan þar sam kaupmannshúsið stóð. Sjá má grunn þess og stéttina framan við útidyrnar. Næsti grunnur er sunnar og austar. Á honum mótar einnig fyrir lítilli stétt þar sem dyrnar voru. Þriðja húsið var enn sunnar og austar. Að því liggur flóraður stígur upp frá flóruðu athafnasvæði ofan við höfnina. Hinn kengurinn er skammt norðar og mun neðar. Hann sést einungis á stórstraumsfjöru og þá helst um það leyti er flæðir frá. Í honum er hringur.
Þá er hringur úti í skeri, vestast í því, beint norður af víkinni. Í honum er hringur.
Á fyrrnefndum uppdrætti af höfninni sést vel innsiglingarleiðin; beint til suðurs vestan Básenda með stefnu á Gálga. Þegar komið var upp undir land var stefnan tekin til austurs innan skerja á Stóra Básendahól. Þá var komið inn á ytri höfnina. Beint á móti innri höfninni í Brennitorfuvíkinni er Brennitorfan. Á henni eru hleðslur þar sem sagnir kveða á um brennur þegar skyggja tók. Segja má að á hólnum hafi verið með fyrstu vitum hér á landi.

Básendar Í viðræðum við Leif Ölver Guðjónsson, yngri bóndabróðurinn á Stafnesi, kom fram að dýpið innan skerjanna er um 20-30 metrar, þó grynnst næst skerjunum. Einhverju sinni hafi verið kafað í víkinni og þá komið í ljós flök af tveimur verslunarskipum frá þeim tíma er Þjóðverjar og Englendingar nýttu höfnina. Á að hafa komið til átaka millum þeirra með þeim afleiðingum að skipum var sökkt. Liggja þau þarna á hafsbotni og mátti greina a.m.k. nokkrar fallbyssu á botninum. Sjór væri hins vegar ókyrr á þessum slóðum og umtalsverðir straumar. Þó bæri við stilltari sjór og þá væri lag að skoða þetta nánar, ef vilji væri fyrir hendi. Eitt slíkt fallstykki hefði skolað á land nokkru utar fyrir nokkrum árum og væri það nú við bæinn Nýlendu III utan við Stafnes. Tækifærið var notað í bakaleiðinni og fallstykkið skoðað. Lítið fer fyrir því þar sem það stendur við bæinn með skotstefnu til vesturs. Þarna er um greinilega fallbyssu af skipi að ræða. Á Nýlendu býr Arnbjörn Eiríksson. Hann sagði fallstykkið vera úr Jamestown, sem strandaði utan við Þórshöfn. Gripurinn hafi verið þarna heima við svo lengi sem hann myndi eftir sér, eða í 50 ár a.m.k.

Trébátsflak er ofan við Arnbjargarhólma. Að sögn Ölvers er það af bátnum Vörður ÞH er strandaði í Stóru Sandvík um 1960. Bátinn rak út þar sem hann klofnaði í tvennt. Rak annan helminginn þarna upp og sá sjórinn til þess að hann yrði þar fólki til sýnis um ókomin ár.

Básendar Ofan við Stafnes vakti athygli FERLIRsfélaga fjöldi grjóbyrgja, flest fallin. Jón Ben sagði það gömul fiskbyrgi. Þau væru sennilega þarna samtals á milli 30 og 40 talsins. Þarna hafi verið verkaður og þurrkaður fiskur Stafnesbænda um aldir. Svæðið er tiltölulega afmarkað og ætti að hafa varðveislugildi sem slíkt. Um aldamótin 1900 voru u.þ.b. 30 bæir á Stafnesi.
Aðspurður um Hallgrímshelluna svonefndu, sem FERLIRsfélagar hafa leitað að og m.a. notið ábendinga Guðmundar frá Bala á Stafnesi (sjá aðra FERLIRslýsingu), sagði Jón Ben eftirfarandi:
“Ég man vel eftir þessari hellu. Hún var í vörðu á Prestsklöpp þar sem prestar, og þar á meðal sr. Hallgrímur Pétursson, var sagður hafa beðið sjófars yfir Ósana til að geta þjónusta Hafnafólkið. Prestsklöpp var einnig nefnd Hallgrímshella. Hella þessi var þríhyrningslöguð, ekki stærri en svo að hægt var að taka hana í fangið. Áletrunin HPS var í hellunni og ógreinilegt ártal; 163?. Tilgreindur lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli mun hafa bent einhverjum á helluna á sínum tíma. Síðan eru liðin a.m.k. 30 ár. Mig grunar að hellan hafi komist inn í geymslur Þjóðminjasafnsins og “gleymst” þar.”
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 33 mín.

Letursteinn