Færslur

Þingvellir

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur leiddi kvöldgöngu á Þingvöllum. Fræddi hann þátttakendur um, refsingar, aftökur og aftökustaði á þessum gamla þingastað.
Á LögbergiÍ útvarpsviðtali fyrr um daginn sagði hann m.a.: “Alþingi var á tímum nöturlegur staður. Þarna fóru fram refsingar. Skipta má refsingunum í tvennt; dauðrefsingar og aðrar líkamlegar refsingar sem ekki áttu að valda dauða.
Þingvellir; fyrst þarf að hafa í huga að fyrstu 300-400 árin voru engar opinberar refsingar, altso það var ekkert framkvæmdarvald til á þjóðveldistímanum. Það var ekki fyrrr en með komu Noregskonunga að refsingar urðu til. Sýslumenn framkvæmdu refsingarnar í fyrstu. Eftir Siðaskiptin jukust refsingar til muna.
Með því að beina refsingunum inn á Þingvöll var framkvæmdarvaldið að taka þær frá sýslumönnunum. Þegar kom fram á 17. öld var sýslumönnum ekki leyft að framkvæma aftökur. Þær urðu að fara fyrir Lögréttu.
Fjórar tegundir af dauðarefsingum voru; drekking, henging, hálshögg og brenna. Flestar voru aftökurnar á 17. og 18. öld. Konum var drekkt, þjófar hengdir, morðingar hálshöggnir og meintir galdramenn voru brenndir.
Menn voru húðstrýktir og einnig eru dæmi um að menn voru dæmdir til að slá sig upp á munninn. Í Alþingisbókum kemur fram dæmi að Jón Hreggviðsson hafi verið dæmdur til að “slá sig upp á munninn”. Jafnan voru menn dæmdir til refsingar, gjarnan aflimunar eða marðir, á þeim líkamsstöðum er afbrotið var framið með. Skrif gegn heilagri þrenningu kostaði einn mann t.d. þrjá fingur.
Ekki voru til atvinnuböðlar heldur voru gamalmenni, sem varla gátu valdið öxinni, eða brotamenn látnir hálshöggva. Hinir síðarnefndi gátu þannig fengið aflétt hluta refsinga sinna. Þá beit öxin ekki alltaf eins og skyldi og þurfti því stundum fleiri högg en æskilegt var.
Refsingar hér á landi voru yfirleitt vægari en víða erlendis. Hér var t.d. ekki raktar garnir úr mönnum í eiginlegum skilningi eða þeir grafnir lifandi. Hægt var að dæma menn á hjól og steglu (stöng). Eitt dæmi er um slíkt hé rá landi, en ekki var hægt að framkvæma dóminn því þegar til átti að taka fannst ekkert hjólið. Við þá refsingu voru með bundnir á hlól og útlimir brotnir. Tækjaleysi háði því refsiframkvæmd hér.”
Við DrekkingarhylAftökur á Þingvöllum voru 70-80 á 180 ára tímabili. Síðasta aftakan á Þingvöllum fór fram 1878. Síðasta brennan í Brennugjá varð þó 1685. Heimildir eru um að 15 hafi verið hengdir í Gálgaklettum í Stekkjargjá. Frá 1602 voru 30 hálshöggnir á Höggstokkseyri. Frá 1618 var 18 konum drekkt í Drekkingarhyl.
Gengið var á framangreinda staði með viðkomu á Lögbergi. Þar sagði Árni að jafnan hefði verið talið að Lögberg hefði verið í brekkunni austan við gjána, en líklegra hefði verið að almenningur hafi dvalið í Almannagjá. Sýndi hann stall (ræðustól) góðan austan í gjánni og mun ræðumenn skv. því hafa talað að gjáveggnum háa að vestanverðu. Þar undir er gróinn brekka, hin ágætustu sæti og skjólgóð.
Drekkingarhyl sagði Árni hafa verið breytt með vegagerðinni um gjána. Sprengt hafi verið í gjávegginn austanverðan og stallur sá, sem konunum hefði verið varpað fram af í poka, hefði þannig verið eyðilagður, auk þess fyllt hefði verið í hluta hylsins.
Á skiltum við Drekkingarhyl má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik: “Til forna var drekking þekkt aftökuaðferð víða um heim. Sakamönnum var drekkt í fenjum og mýrum en einnig í ferskvatni eða í sjó. Á Íslandi voru lagaheimildir til fyrir drekkingum frá 1281 en ekki er getið um það í heimildum að drekkingum hafi veið beitt fyrr en eftir siðaskiptin.
Á þingvöllum var konum drekkt í Drekkingarhyl en vitað er um eina konu sem drekkt var í Öxará fyrir neðan Lögréttu. Ekki hafa varðveist áreiðanlegar lýsingar af drekkingum á Þingvöllum en sagnir erum um að konur hafi verið settar í poka, ýtt út í hylinn og haldið þar niðri.
Mörg önnur örnefni á Þingvöllum minna á harðar refsingar á Alþingi, Gálgaklettar og Gálgi eru örnefni sem lifa í Stekkjargjá við alfaraleið um Langastíg. Þjófar voru álitnir hinir fyrirlitslegu brotamenn og þeirra beið gálginn. Menn voru hálshöggnir á Höggstokksmýri sem sumir tekja að hafi verið hólmi í Öxará. Brennugjá liggur vestan Flosagjár og ber nafn hennar vitni galdarbrennum á síðari hluta 17. aldar. Á Kagahólma í Öxará er líklegt að sakamenn hafi verið hýddir og brennimerktir.”
GálgarUm Stóradóm segir:
“Eftir lögfestingu Stóradóms árið 1564 var hert mjög á líkamlegum refsingum á brotamönnum á Íslandi. Stóridómur fjallaði um viðurlög gegn frændsemis- og sifjaspellsbrotum, hórdómi og frillulífi. Við gildistöku dómsins árið eftir færðist dómsvald í slíkum siðferðismálum frá kirkjunni til veraldlegra yfirvalda.
Á 16. og 17. öld var ráðamönnum mikið í mun að refsa fyrir afbrot og syndir almennings, meðal annar tila ð koma í veg fyrir hræðilega reiði Guðs sem talin var geta beinst að samfélaginu ölli um leið og hið illa var æst upp með brotunum. Yfirvöld í Evrópu höfðu slíkar hugmyndir. Aftökum var samt einnig ætlað að koma í veg fyrir afbrot annarra ekki síður en nú til dags enda vöktu þær mikla athygli.
Fyrir vægari brot voru innheimtar sektir sem gengu til konungs og sýslumanna eða mönnum var refsað líkamlega, t.d. með hýðingu. Fyrir alvarlegstu frændsemi og sifjaspellsbrot voru menn ýmst hengdir eða þeim drekkt.”
Hökkstosskeyri er eyri við Öxará, beint austur af brúnni. Árni sagði ekki vitað nákvæmlega hvar höggstokkurinn (drumburinn) hafi verið á eyjunni, en líklega hefði hann verið færður til eftir aðstæðum. Árni taldi Kagahólma hafa verið annan hólmann vestan árinnar, handan Höggstokkseyrar.
StekkurBrennugjá er austan Höggstokkseyrar. Brennustæðið sjálft fór undir veg er hann var lagður þarna að Þingvallabænum á fyrri hluta síðustu aldar. Í Brennugjá hafa fundist mannabein, líkt og víða annars staðar í gjám, sprungum og gjótum. Líklegt er að líkamsleifar hinna 80 aftekinna hafi verið komið fyrir á þessum stöðum víðs vegar um svæðið.
Í Stekkjargjá er hlaðinn stekkur eða kví. Norðan við hana er klettadrangur. Þar staðnæmdist Árni og benti á Gálgakletta. Tveir staðir í gjánni eru sagðir koma til greina; hinn norðar í henni austanverðri, en þar hefði verið erfiaðra um vik, enda miklu mun hærra klof. Langistígur liggur við Klettana. Árni sagði að líklega hefði langtré (gálganum) verið komið fyrir milli gjárveggsins og klettsstandsins. Yfir100 gálga-örnefni eru til á landinu.
Bent var á að landshagir á Þingvöllum hafi breyst talsvert á umliðnum öldum og því bæri að skoða sögulega staði með hliðsjón af því. Verst er þó að hugsunarlaus eyðilegging hafi orðið svo síðla af mannavöldum á svo sögufrægum stöðum er að framan greinir. Þá kom á óvart að einungis einn staðanna er merktur svo ganga megi að honum vísum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst.
Brennugjá

Þingvellir

Eftirfarandi saga um Skötutjörn á Þingvöllum birtist í Unga Ísland árið 1938:
“Við hittum umsjónarmanninn í Þingvallabænum — bærinn var byggður fyrir Alþingishátíðina 1930 — og fáum hjá honum leyfi til að tjalda. Líklega vísar hann okkur á tjaldstað austur í hrauninu. Við ætlum nefnilega að búa í tjaldi og vera sjálfum okkur nógir. Það er frjálsara, skotutjorn-991skemmtilegra og ódýrara.
Á leiðinni austur túnið göngum við fram hjá dálítilli tjörn. Hún er nærri kringlótt, bratt niður að henni og vatnið hyldjúpt, blágrænt og tært eins og í öllum gjám hérna. Þetta er Skötutjörn. Um nafnið er þessi þjóðsaga: Einu sinni fyrir löngu var gjá, er lá undir búrgólfið á prestssetrinu. Ef rennt var færi í gjána veiddist silungur, en álög voru það, að ekki mátti veiða meira í senn en sem svaraði nógu í eina máltíð handa öllu heimilisfólkinu. Var þess og vandlega gætt. Nú kom þar að, að prestaskipti urðu og var nýi presturinn ákaflega ágjarn. Dregur hann nú upp silung úr gjánni í búrgólfinu og er hann hefir veitt nóg í máltíð, rennir hann enn. Kemur þá á öngulinn skata – og var hún með níu hölum. Verður klerki allfelmt við; þrífur skötuna, hleypur sem fætur toga austur túnið og kastar henni í tjörnina.

Seinna átti skatan að hafa veiðst suður á Reykjanesi. En eftir þetta tók fyrir alla veiði í búrgjánni og hefndist presti þannig fyrir ágirnd sína.”
thingvellir - skotutjorn-995Þjóðsagan útskýrir nafnið svona: “Einu sinni náði Skötugjá alveg undir eldhúsið á Þingvallabæ. Hlemmur var á eldhúsgólfinu yfir gjánni. Hægt var að opna hlemminn og veiða silung upp úr gjánni. Veiðin var óþrjótandi, alltaf veiddist silungur þegar færi var dýft í gjána úr eldhúsinu. Hins vegar var sú kvöð á að aldrei mátti veiða meira en það sem þurfti í næstu máltíð. Svo kom nýr ábúandi að Þingvöllum. Sagt var að hann væri bæði illur og ágjarn. Hann vildi græða á veiðinni í gjánni. Hann opnaði því hlemminn í eldhúsgólfinu og settist við að veiða. Hann veiddi og veiddi, dag og nótt. Margir reyndu að vara hann við og segja honum að þetta mætti hann ekki en hann lét sig það engu skipta og veiddi hvern silunginn á fætur öðrum. Svo gerðist það loks að bitið var óvenju fast í færið. Maðurinn togaði af miklum krafti og dró loks upp úr gjánni stóra og ljóta skötu með sjö eða jafnvel níu hala. Búandinn varð dauðhræddur og þess fullviss að þarna væri kölski sjálfur kominn í skötulíki. Hann kastaði því færinu með öllu saman í tjörnina sem síðan er kölluð Skötutjörn. Eftir þetta hefur engin veiði verið í Skötutjörn eða -gjá.”

Heimild:
-Unga Ísland, 33. árg. 1938, 8. tbl., bls. 109-110.

Þingvellir

Þingvellir – Skötutjörn.

Þingvellir

Eftirfarandi fróðleikur um Öxará er finna má bæði í Sturlubók og Landnámu birtist í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags árið 1889:
oxararfoss 1935“Á eftir fer orðrjettur útdráttur úr Íslendingabók hinni yngri um þá feðga Ísleif og Gizur og Teit Ísleifsson. Alveg tilsvarandi kafli er í Landnámu vorri, og það vill líka svo vel til, að ættartala Ketilbjarnar, sem stóð í „ættartölu” hinnar eldri Íslendingabókar, hefur geymst aftan við Íslendingabók hina yngri, og hef jeg áður tilfært hana orðrjett ásamt tilsvarandi kafla úr hinni yngri Íslendingabók. Í Sturlungu og Landnámu er grein sú, sem hjer ræðir um, svo látandi (Sturl. Oxf. 1878,1,203.bls. (Khöfn 1817,1, 202. bls.)): Ketilbjörn Ketilsson, maðr norænn ok frægr, fór til Íslands, þá er landit var víða bygt með sjó. Móðir hans hét Æsa Grjótgarðsdóttir, systir Hákonar Hlaðajarls. Hann átti Helgu, dóttur Þórðar Skeggja , Hrapps sonar, ok var með honum inn fyrsta vetr á Íslandi fyrir neðan Bláskógaheiði ok fór upp í landaleitan um várit eftir. Svá segir Teitr. En þeir görðu sér skála, þar er þeir höfðu náttból, ok kölluðu þat af því Skálabrekku. En er þeir vóru þaðan skamt farnir, þá komu þeir á árís, ok hjoggu þar á vök, ok felldu í öxi sína, ok kölluðu hana af því Öxará. Sú á var síðan veitt í Almannagjá, ok fellr nú eftir Þingvelli. Þá fóru þeir þar til, er nú er kallaðr Reyðarmúli. Þar urðu þeim eftir reyðar þær, er þeir fóru með, ok kölluðu þar af því Reyðarmúla.
Ketibjörn görði bú undir Mosfelli ok nam þar land umhverfis svá vítt sem hann vildi átt hafa. Frá þeim Ketilbirni ok Helgu eru Mosfellingar komnir.”
Áin kemur upp í Myrkavatni og fellur milli Búrfells og Leggjabrjóts og um Biskupsbrekkuhraun innan við Brúsastaði. Hún mun áður hafa runnið suður um Kárastaðahraun og í vatnið rétt hjá Skálabrekku en í Sturlungu segir að henni hafi verið veitt í Almannagjá til að þingmenn þyrftu styttra að fara til að sækja sér neysluvatn. Eftir það fellur hún ofan í gjána í fossi, Öxarárfossi.

Heimild:
-Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, 10. árg. 1889, bls. 229-230.

Öxará

Öxará – virkjun.

Þingvellir

Eftirfarandi áætlanir um friðun Þingvalla og undirbúning Alþingshátíðarinnar árið 1930 birtist bæði í Ísafold og Lögbergi árið 1925:
thingvelli-1771-2“Friðun og verndun Þingvalla – Nauðsynleg mannvirki sem gera þarf. Friðun skógarins. Eftir viðtali við Matthías Þórðarson þjóðminjavörð.
Er Matthías Þórðarson kom frá Þingvöllum í vikunni sem leið, hittum vjer hann að máli og spurðum hann um hitt og annað viðvíkjandi starfi Þingvallanefndarinnar, er skipuð var í vetur sem leið.
Tilgangurinn með skipun nefndarinnar er sá, að nefndin komi fram með tillögur um hvað gera skuli, til að friða staðinn, skóginn og annan gróður á Þingvöllum og í næsta umhverfi þeirra, svo og að athuga einhverjar, einkum verklegar framkvæmdir, sje nauðsynlegt að gera þar til undirbúnings hátíðahöldum árið 1930.
thingvellir 1789-2Nefndin tekur einnig til athugunar, hverjar ráðstafanir eru nauðsynlegar vegna hins mikla gestagangs á Þingvöllum. Eins og kunnugt er, hefir Matthías Þórðarson látið gera nokkrar verklegar umbætur á Þingvöllum undanfarin sumur. Unnið hefir verið þar að útgræðslu á völlunum, vegurinn hefur verið fluttur o.fl. Enn er þó talsvert eftir af framkvæmdum þeim, sem hann hefir ætlast til, að gerðar yrðu þarna. Það, sem á vantar, er m.a. að hækka eyrina vestanvið Öxará og dýpka árfarveginn. Setja gangbrú þar yfir ána og gangstíg meðfram ánni um túnið, ennfremur akveg alveg heim að prestssetrinu. Nöfn vill Matthías setja á margar búðartóptirnar og aðra fornminjastaði. Sjeu nöfnin höggin á steina.
En auk þessara aðgerða, sem nauðsynlegar eru á völlunum, verður eigi hjá því komist að reisa þar bæði kirkju og bæjarhús af flýju, og gera gistihús í námunda við sjálfan þingstaðinn, sem sje fullkomnara en Valhöll er nú. Allar þessar framkvæmdir eru nauðsynlegar, þó ekkert tillit sje tekið til alþingishátíðarinnar. En vegna hennar þarf að gera ýmsar fleiri byggingar og skýli, sem nefndin mun síðar gera tillögur um. Í vegalögunum frá 1924, er ákveðið að leggja nýja Þingvallabraut frá Mosfellssveitar-veginum skamt sunnan við Köldukvísl um Mosfellsdalinn eins og leið liggur lægst austur í Þingvallasveit.
Til þess þarf auk annara verulegra umbóta að gera thingvellir 1930-3nýjan akveg úr Mosfellssveitinni 15 — 16 km. á lengd, áður en komið verður á hinn núverandi Þingvallaveg. Með því móti yrði vegurinn akfær mikið lengri tíma á árinu en nú er.

Frumvarp til laga um friðun Þingvallaskógar var samþykt í Efri deild fyrir skömmu. En málið dagaði uppi í Neðri deild.
Eftir frumvarpi þessu átti að gerfriða alt landið, milli Almannagjár og Hrafnagjár, og svo langt uppeftir, að ábúð varð að leggjast niður á Þingvöllum, svo og í Vatnskoti, Skógarkoti og Hrauntúni. Þingvallanefndin lítur svo á, að alger friðun skógarins þurfi ekki að vera eins víðtæk og til var ætlast í frumvarpi þessu, og hefir það mál nú til frekari athugunar.
Nefndin telur einnig nauðsynlegt, að spilda úr Þingvalla- og Brúsastaðalandi verði numin undan ábúðarnotkun, það er Almannagjá öll og spilda fram með henni að austan. Í spildu þeirri er þingstaðurinn sjálfur og nánasta umhverfi hans. Hið núverandi tún prestsins ætti þó að fylgja ábúð jarðarinnar framvegis. Slík ráðabreytni er vitanlega ekki framkvæmanleg, nema samið verði við núverandi ábúendur jarðanna.

thingvellir 1930-2

Setja yrði sjerstakan skógarvörð til að gæta alls skógarins, grisja hann og vinna úr honum. Yrði skógarvörðurinn að hafa fastan bústað þar eystra. Annar vörður með lögregluvaldi er nauðsynlegur á þingstaðnum og í grend við hann um sumartímann, meðan gestagangurinn er mestur.
Hjer er þá tekið fram hið helsta, sem Matthías Þórðarson hafði um þetta mál að segja að svo komnu. Nánari grein mun nefndin gera fyrir áliti sínu. áður en þing kemur saman í vetur. Almenningur mun fylgja því öllu með hinni mestu athygli, sem gert verður til umbóta á Þingvöllum og þar í nágrenninu.
Senn er undirbúningurinn ekki orðinn langur undir hátíðahöldin 1930, og tími er til þess kominn að menn geri sjer grein fyrir því í aðalatriðum, hvernig þeim skuli haga.
Ef halda á þúsund ára hátíð Alþingis með þeim ummerkjum og þeirri viðhöfn, sem vera ber, þarf margskonar undirbúning, sem eigi verður gerður í fumi og flaustri á 1—2 árum.”

Heimildir:
-Ísafold 25. ágúst 1925, bls. 3.
-Lögberg 29. október 1925, bls. 8.

Þingvellir

Þingvellir – búðartóft.

Þingvellir

Þingvellir eru flatir, grasi grónir vellir norðan við Þingvallavatn á bökkum Öxarár, sem rennur eftir völlunum út í Þingvallavatn, sem er stærsta stöðuvatn á Íslandi. Þjóðgarður var stofnaður árið 1928 og nær hann yfir Þingvelli og nánasta umhverfi þeirra. Í Öxará er Öxarárfoss, þar sem áin steypist ofan í Almannagjá. Rennur áin síðan eftir gjánni og svo út úr henni og niður á vellina. Almannagjá er sprunga við vestanverða sigdældina á milli úthafsflekanna tveggja sem Ísland liggur á.
thingvellir-992Þingvellir eru einn af mikilvægustu stöðunum í íslenskri sögu. Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 og kom þar saman árlega allt fram til ársins 1798. Það var árið 999 eða 1000 sem lögsögumaðurinn Þorgeir Ljósvetningagoði lagðist undir feld og lýsti Íslendinga í kjölfarið kristna.
Þingvellir urðu að þýðingarmiklu sameiningartákni í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. og 20. öld. Sumarið 1798 var síðasta þingið haldið á Þingvöllum. Eftir að þingið var lagt af voru Þingvellir hljóður staður, utan alfaraleiðar um nokkurn tíma. Þegar svo straumar sjálfstæðisvakningar í Evrópu náðu til Íslendinga í upphafi 19. aldar voru saga og náttúra Þingvalla vakin til lífsins. Þingvellir fengu lifandi hlutverk í þjóðlífinu sem tákn um sjálfstæði.
Hið forna þing var ofarlega í hugum fólks og fornhetjunar voru vaktar til lífsins í kvæðum og ljóðum. Þjóðernisvakningin varð til þess að umræða um staðsetningu Alþingis var mikil. Skiptar skoðanir voru um hvar það skyldi staðsett en strax komu upp raddir um að Alþingi skyldi vera á Þingvöllum.
Árið 1843 gaf Kristján konungur VIII út konungsúrskurð um stofnun þings á Íslandi sem nefnast skyldi Alþingi og kom það fyrst saman 1. júlí 1845 í Latínuskólanum í Reykjavík.  Alþingi var einungis ráðgjafarþing en hafði ekki löggjafarvald. Árið 1848 var fyrsti Þingvallafundurinn haldinn og sóttu hann 19 fulltrúar sem settu saman bænaskrá til konungs þar sem þeir beiddust þess að konungur veitti Íslendingum þjóðþing með sömu réttindi danskir þegnar nutu.

thingvellir-992

Þingvallafundir voru haldnir óreglulega allt til ársins 1907. Á þeim var stjórnmálabaráttan í landinu skipulögð og málin búin í hendur þeim sem báru þau fram á Alþingi og fyrir stjórnvöld.
Vegna Þingvallafundana og sjálfstæðisbaráttunnar festust Þingvellir í sessi á ný sem helsti samkomustaður þjóðarinnar – þar koma Íslendingar saman til að fagna stærstu og mikilvægustu atburðum í sögu þjóðarinnar.
Árið 1907 ritaði Matthías Þórðarson grein í Skírni undir yfirskriftinni Verndun fagurra staða og merkra náttúrumenja. Í henni fjallaði hann um nauðsyn þess að hlúa að stöðum sem væru merkilegir og sérstakir sökum fegurðar jafn vel og verndun fornminja og gamlir kirkjumunir voru varðveittir. Hann nefndi ýmsa staði en tiltók Almanngjá og svæðið umhverfis Þingvelli við Öxará sem dæmi um stað sem mætti  sinna betur. Raunar tók hann fram að það væri búið að skemma Almannagjá með þeim vegi sem þá var búið að leggja. Hann rak dæmi um friðunaráform erlendis og nefndi meðal annars Yellowstone Park í Bandaríkjunum sem dæmi um stað sem friðaður væri með allsherjarlögum.

thingvellir-993

Umhverfisvernd var ein af þessum hugmyndum sem komu hingað til lands um aldamótin 1900 og fengu sinn hljómgrunn.
Árið 1913 ritaði Guðmundur Davíðsson þá grein sem átti eftir að ýta umræðunni um stofnun þjóðgarðsins á Þingvöllum úr vör. Greinin nefndist Þingvellir við Öxará og birtist í tímaritinu Eimreiðinni sem ritstýrt var af Valtý Guðmundssyni háskólakennara. Greinin var mjög beinskeytt og Guðmundur dró ekkert undan í lýsingum sínum af illri umgengni og skeytingarleysi landans á þessum sögufrægasta stað landsins, Þingvöllum. Hann ritaði í upphafi greinarinnar:
“Fáir Íslendingar munu koma svo í fyrsta sinn á Þingvelli við Öxará, að eigi dáist þeir að náttúrufegurðinni og í hug þeirra vakni, endurminningar um helstu viðburði sem tengdir eru við sögu þessa merkisstaðar. Þetta tvennt, söguviðburðirnir og náttúrufegurðin hlýtur að snerta tilfinningar allra sem staddir eru á þessum fornhelga stað. Þar má segja að saman sé komið flest það sem einkennilegast og fegurst er í íslenskri náttúru og þar hafa einnig gerst margir merkustu viðburðirnir í sögu Íslendinga”
hrauntun-998Í greininni rakti Guðmundur dæmi um þjóðgarða í Bandaríkjunum og í framhaldi af því nauðsyn þess að vernda bæri Þingvelli sem þá voru orðnir að vinsælum helgaráningarstað ferðamanna. Ekki var það þó fyrr en á árinu 1930 að brotið var blað í sögu náttúruverndar á Íslandi en þá var fyrsti þjóðgarðurinn á Íslandi stofnaður – Þjóðgarðurinn á Þingvöllum.
Guðmundur Davíðsson barnakennari varð fyrsti umsjónarmaður hins friðlýsta lands á Þingvöllum sem var stofnað til árið 1930, með lagasetningu frá 1928. Árið 1930 var hann ráðinn fyrsti þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum og bjó hann þar þangað til 1940 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Hann fluttist þá til Reykjavíkur og gerðist starfsmaður Alþingis til ársins 1948.
Þingvallanefnd fer í dag skv. lögum með forræði þjóðgarðsins. Gerðir hafa verið göngustígar um garðinn, en hinum fornu leiðum, sem víða er þar að finna hefur lítill sómi verið sýndur sem og öðrum sögulegum minjum á svæðinu.

Heimild m.a.:
-http://skemman.is/stream/get/1946/2218/6752/1/Aðdragandi_að_friðun_fixed.pdf

Þingvellir

Þingvellir – Þingvallakirkja.

Hrauntún

Á Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1938 er m.a. fjallað um “Örnefni í Þingvallahrauni”.
Þar er getið um hrauntun-heimtrodsvonefnda Selhóla austan Hrauntúns: “Austan-frá Sláttubrekkum, norður-af Hellishæð, er Flekkuhóll; er hann stór um sig, með smá-hólum og lautum, allt skógi og grasi vaxið. Norður af honum og Sláttubrekkum er Bruni; var þar eyða mikil í skóginn, sem stafaði af því, að kviknað hafði í reiðingin á hesti og eldurinn komizt í skóginn. Það mun hafa skeð um 1859 (eða ’60). Var sá blettur þraut-beittur á vetrum; voru þar oft hagar, þótt litlir væru annars staðar, og færð betri, því að þar reif snjó meira, vegna skógleysis. Þrátt fyrir beitina óx þar aftur skógur smátt og smátt; um aldamót voru komnir runnar um allan blettinn, en sást þó mjög greinilega fyrir honum. Um 1930 sást hann tæplega eða alls ekki.
Norðaustur af Bruna eru Selhólar tveir, annar með vörðubroti. Þeir eru rjett norður frá Flekkhól. Norðaustur af þeim er Syðri-Gapahæð; snýr hún í suðaustur og norðvestur; er hún skógi vaxin að suðaustan, en skógarlítill að norðaustan. Vestan í henni er sjerstakur klapparhóll; hann heitir Grenhóll Austur af Flekkuhól, norður frá Selstíg, eru tveir stórir, sjerstakir hólar með litlu millibili. Þeir heitai Svínhólar. Þar er Þingvallahraun hæst og hallar þaðan í allar áttir, nema austur. Er þaðan víðsýni mikið. Suðaustur af Svínhólum, norðaustur af Hrafnagjárenda, er allstór hóll, sem Rauðhóll heitir. Fyrir norðan Svínhóla kemur Hrafnagjá aftur í ljós, þó miklu sje hún minni en að sunnanverðu, og heitir nú Gaphæðagjá, og í Innri-Gapahæð hverfur hún alveg.”
Skv. því áttu Selhólar að vera spölkorn sunnan við sauðfjárveikigirðingu er umlykur Þingvöll. Þegar gengið var á hnitið kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Þegar komið var á vettvang var efitt að sjá að þarna gæti hafa verið bæjarstæði, sem þó hefði þá verið það á mjög  ákjósanlegum stað. Tóftir, mjög gamlar, virtust vera sunnan undir lágum aflöngum klapparhól. Efst á honum var fallin varða, mosavaxin. Grjótið var þá augljóst. Undir hólnum virtist vera grasi gróin geil inn að honum. Mótaði fyrir veggjum beggja vegna, þó ekki hleðslum. Stafn hefur verið mót suðri. Gata lá framan við. Til beggja hliða virtust vera leifar minja, gerði til vesturs og hús til austurs. Þar virtust geta hafa verið tvískipt tóft. Gaflar sneru mót suðri. Stór varða var neðar í hrauninu, skammt austan við Hrauntúnsbæinn. Vel sást yfir að Þingvallavatni.
Hafa ber í huga að landið hefur breyst mikið á Litla-Hrauntun-991umliðnum öldum. Varða var á klapparhól skammt suðvestar. Milli hans og “bæjarstæðisins” voru grónir hraunbollar, sem vatn gæti hafa safnast saman í. Skammt austar var opin djúp (botnlaus) gjá, en í hana hefði hugsanlega verið hægt að sækja vatn. Allt um kring voru grasbollar og skjól, hin ákjósanlegasta fjárbeit.
Hrauntún var fyrrum selstaða frá Þingvallabænum, en þar byggðist síðan bær 1830. Örnefnið “Selhólar” og “Gamli stekkur” gefa til kynna að þar hafi fyrrum verið selstaða frá Hrauntúni. En þar sem einungis er u.þ.b. 10 mín. gangur á á millum mátti ætla að þar væri a.m.k. stekk að finna, en angar aðrar minjar, s.s. hús, þ.e. að um heimasel hafi verið að ræða.
Þegar hólarnir og svæðið umhverfis var skoðað mátti vel rekja stíg frá suðaustanverði túngarði Hrauntúns að hólunum.

Hrauntun-992

Þegar gengin er gamla gatan frá Skólgarhólum að Hrauntúni má hafa eftirfarandi lýsingu til hliðsjónar: “Rjett fyrir norðvestan túnið í Skógarkoti er brekkumynd vestan í hæð, sem heitir Rjettarhæð; skammt norðvestur þaðan eru vörðubrot á þremur smá-hólum; þær heita Jafningjar. Austan við þær liggur hin nýja gata upp að Hrauntúni, sem rudd var um 1910 til 1912; áður var gatan upp svo-nefndar Brúnir. Austur frá Jafningjum, skammt norðaustur frá túninu, heita Djúpudalir; eru þeir tveir. Þar austan-við er hin gamla Hrauntúns gata; á milii Djúpudala og Skygnis er hóll með vörðubroti, sem heitir Gráa-varða. Þaðan frá Djúpudölum, hækkar hraunið norður eftir, og er það kallað einu nafni Brúnir. Er fyrst Neðsta-brún; austast á henni er Smalavarða; er það dálítil grjóthrúga, norður og upp frá Strýtuhólum; brúnin er einnig kölluð Smalavörðubrún. Vestur frá henni, norður frá Djúpudölum, eru hólar nokkrir, er heita Hrútaklettar. Dálítið ofar en Neðsta-brún er Mið-brún, þá Efsta-brún. Þar sjezt fyrst heim að Hrauntúni, þegar þessi gamla gata er farin. Austur af Miðbrún eru Stórhólar tveir, þar sem hækkar hraunið til norðausturs frá Mosalág, þar til nokkuð fyrir norðan Músarhóla og upp undir Tvívörður. Þær eru í stórum bala, bar sem hraunið hættir að hækka, og heita þær nú Þorsteins-varða. Því að rjett fyrir 1900 var vinnumaður í Skógarkoti, sem Þorsteinn hjet Þorbergsson, og hlóð hann eina vörðu úr tveimur. Frá Efstu-brún er mishæðalítið, gras- og skógar-lautir með smá-hólum, heim að Hrauntúni. Stutt vestur af Efstu-brún er vörðubrot lítið, sem heitir Markavarða. Í Þingvallalandi var engum afnotum skipt milli hjáleignanna, nema skógarhöggi.
hrauntun-993

Norður af Jafningjum er stór hæð, og norður af henni Miðhólar, smá-hólar nokkrir; á milli þeirra og Markavörðu er all-einkennilegur hóll, klofinn mjög og grasi gróinn að neðan; hann heitir Eyvindarhóll. Hjá honum liggur hin nýja gata milli Hrauntúns og Skógarkots.
Frá Markavörðu, fyrir norðan Eyvindarhól, gengur lægð talsverð til vesturs; sunnan-við lægðina er óglögg skógarrönd niður að Miðhólum, en norðan-við hana eru hæðir, vaxnar þjettum skógi og grasi, svo að varla sjezt á stein; þær heita Kolgrafarhólshæðir; hæst á þeim er vörðubrot, sem heitir Litla-Gríms-varða, sem nú hefir lengi verið kölluð í daglegu tali Grímsvarða. Við vesturenda hæða þessara er Kolgrafarhóll. Þaðan gengur lægð til norðausturs alla leið að Stóruvörðu. Hallinn austan við lægðina heitir Þrívarðnaskógur, sem hefur nafn af þremur vörðum á austurbarmi Þrívarðnagjár, norðan við götu þá, sem er frá Hrauntúni út á Leira. Gjáin er að mestu gjárholur á hraunbrúninni, þar sem lægðin byrjar að myndast frá Kolgrafarhæðum norður fyrir Þrívörður.

hrauntun-994

Vestan við slakkann hækkar hraunið á dálitlum kafla vestur að Leiragjá,.. Í miðjum slakkanum er Birkihóll, talsvert stór um sig, klofinn mjög og skógi vaxinn.
Frá Þrívörðum austur að Hrauntúni er hraunið fremur sljett, grösugt og skógi vaxið. Ejett fyrir vestan túnið er Litla-varða og þjett við túngarðinn að vestan Hellishóll. Hrauntún var fyrst sel frá Þingvöllum, en 1830 byggði Halldór Jónsson þar, og bjó þar í mörg ár. Árið 1935 var það lagt algjört í eyði, eins og aðrar jarðir í Þingvallahrauni.
hrauntun-995Stutt fyrir austan túnið er Skygnisvarða; þar byrja Skygnirnar þeir, er fyr voru nefndir. Að sunnan við þá gengur slakki austur að Klofhól, sem er suður af Háskygnirahólum. Stutt austur-af Skygnisvörðu er Hálfa-varða, og er hún sízt meira en hálf. Á móti henni, sunnan við slakkann, eru litlir grjóthólar, sem heita Gráu-klettar, norðan-við Gaphæðaslóða, sem að mestu voru fjárslóðar og lágu austur að Gapa; góðan kipp þar suður-af er áður-nefnd Þorsteinsvarða. Dálítið austur af Hálfu-vörðu er Gamli-stekkur; í djúpum hólkrók sjest þar glöggt til tófta. Nokkuð í hásuður þaðan er Þorsteinshóll og suður af honum Kolgerðir, mishæðótt svæði í skóginum.

hrauntun-996

— Norðaustur frá Hrauntúnsbæ gengur annar slakki norðan Skygnira, norðaustur að Brúnavörðu. Eftir slakka þessum liggur Víðivallagata, sem notuð var til heyflutninga af Hofmannaflöt í mörg ár. Norður af Gamla-stekk, sunnan götunnar, eru Stórhólar tveir; vestan hennar er Lamabgjárhraun alla leið frá Hrauntúni að Ármannsfelli, austur að Víðivöllum og vestur að Sandskeiðum. Austast í því, norður af Stórhólum, er Jarpmerarhóll.
Þaðan norð-austur frá eru Brúnir með samnefndri Hrauntun-gamli-stekkur-2vörðu á hæsta hólnum austan götu; er hún góðan kipp suður frá Víðivöllum og suð-vestur frá Mjóafellsvörðu, sem áður hefur verið getið. Norðaustur af Brúnavörðu er laut, sem oft stendur í vatn; þar heitir Grýlupollur.
Rjett fyrir norðan túnið í Hrauntúni er hóll, stór og djúpt klofinn, og hefur verið notaður til að geyma í kindur yfir stuttan tíma, með því að hlaða fyrir sprunguna, og er hún grasi vaxin í botninn. Hóllinn heitir Lambagjá. Stutt þar norður frá ber hæst á litlum, skörpum hól, sem heitir Nibba. Norður þaðan er Kerjavarða; ber hún nafn af kerjum nokkrum, sem þar eru. En ker eru hellar, sem þakið hefur fallið niður í og engin útgangur er úr, nema beint upp. Þau voru oft hættuleg fje, sem hljóp þar niður, en komst ekki upp aftur. Þau eru venjulegast í sljettum bölum. Efst í Lambagjárhrauni, niður undan Stóra-gili, er stekkur, sem notaður var frá Hrauntúni, þar til, að ekki þurfti meir á að halda.”
Frábært veður.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 46. árg. 1937-1938, Örnefni í Þingvallahrauni, Ásgeir Jónasson, bls. 49-50 og 154-156.

Hrauntún

Hrauntún – loftmynd.

Spöngin

“Alþingisstaðurinn forni á Þingvöllum er mjög mikilvægur vettvangur rannsókna í íslenskri fornleifafræði af því að hann var miðstöð þjóðarinnar á víkingaöld. Þingvellir hafa verið brennidepill rannsókna frá því fyrstu kortin af staðnum voru spongin-901útbúin á 18. öld til upphafs íslenskrar fornleifafræði á 19. öld sem leiddi til þróaðri fornleifafræðilegri rannsókna og uppgrafta á 20. öldinni. Enda þótt þessar rannsóknir hafi aukið þekkingu og lagt grunninn að vitneskju um Alþingisstaðinn, þá eru þær eingöngu byrjunin, og þörf á fleiri rannskóknum til þess að skilja betur fornleifafræðilegan bakrunn Alþingis hið forna. Markmið þessarar rannsóknar er að auka framlag á þessu sviði og bæta við þekkinguna um hið óþekkta mannvirki Byrgisbúð á Spönginni.
Spöngin líkist hálsi á austurhluta Alþingisstaðarins. Hún er staðsett á enda hraunbreiðunnar og er umlukin tveimur vatnsgjám sem heita Flosagjá og Nikulásargjá. Sýnt er fram á í þessari rannsókn að Spöngin fellur vel að þeirri hugmynd að hún sé norræn lagastaður, einkum vegna þess að hún líkist hólma í miðju vatni. Trú og stjórnmál voru óaðskiljanleg á víkingaöld og er það lykillinn að þeim skilningi hvernig fundir voru skipulagðir á Alþingi til forna. Spöngin getur verið auðkennd sem norrænn lagastaður af því að útlit hólmans vísar til hugmyndarinnar um helgistað sem er umlukinn `helgu vatni´ og mikilvægi innávið/útávið aðskilnaðar, á milli helgidóms (helgra vé) og þess sem er óguðlegt. Slíkur staður var vettvangur manna til lagalegs ágrennings og tilbeiðslu heiðinna guða.
Byrgisbúð er þyrping af fornleifafræðilegum rústum sem eru staðsettar í miðri Spönginni á breiðasta oddanum. Þetta flosagja-901mannvirki hefur oft verið grafið upp og kortlagt, en fullnægjandi túlkun hefur ekki enn komið fram. Í þessari rannsókn var farið yfir fyrri athuganir og sýnt fram á með nýrri rannsókn að Byrgisbúð samanstendur af fjórum aðskildum mannvirkjum, frá tveimur tímaskeiðum. Fyrstu þrjú mannvirkin eru hringlaga en það fjórða er rétthyrnt og aðskilið frá hinum mannvirkjunum með öskulögum og viðarkolum sem bendir til að þau hafi ekki verið samtengd.
Tilgátan sem sett er fram í rannsókn þessari er að upprunalega Lögréttan hafi verið staðsett á Spönginni þegar Alþingi var stofnsett árið 930. Mikilvægi hringlaga mannvirkjanna koma fram í staðsetningu þeirra, sem líkist hólma umlukinn vatni, og hringlaga formi þeirra. Fyrsta hringlaga mannvirkið hafi verið heiðinn helgistaður. Það var þá notað eins og undirstaða fyrir samsetninginu Lögréttu, sem samanstóð af þremur sammiðja hringlaga bekkjum, nægjanlega stórum til þess að 36 Goðar og ráðgjafar þeirra gátu setið saman. Þegar Lögrétta var stækkuð árið 965, fyrir 39 Goðar og síðar fyrir 48, var stærð hringjanna á Spönginni of lítil og því hafi Lögréttan verið flutt niður að Öxará, á Neðrivelli eða á hólmann við Öxará. Þrátt fyrir að Lögréttan hafi flust þá hélt Spöngin áfram að vera heiðinn helgistaður þar til Ísland tók upp kristni árið 1000.”

Heimild:
-Þingvellir: Archaeology of the Althing, MA 2010 – Aidan Bell
http://skemman.is/stream/get/1946/6937/18731/1/ÞingvellirAJB.pdf

Þingvellir

Þingvellir 1905 – Ásgrímur Jónsson.

Ölkofra

Ölkofri, öðru nafni Þórhallur, bjó á Þórhallsstöðum á Þingvöllum um og í kringum árið 1000. Um hann hefur verið skrifað, t.d. í Ölkofraþætti,  og ekki allt satt:
Thorhallstadir“Þótt Ölkofraþáttur sje eigi sannsögulegur, þá er hann þó allforn, og munu þessi orð Brodda styðjast við sannindi, og má telja það víst, að Skafti hafi ort mansöngsdrápuna, en efnið í þættinum er að mestu leyti tilbúningur einn og á að sýna, hvernig sex goðar, og er Skafti einn þeirra, eru brögðum beittir og sæta illmælum af Brodda Bjarnasyni, er þeir ætla málssókn að hefja á hendur Þórhalli búanda í Bláskógum á Þórhallsstöðum, en honum hafði það slys viljað til, að hann brenndi upp skóg þeirra goðanna, Goðaskóg, svo og sinn skóg sjálfs, er hann var að kolagerð, og var Þórhalli hið mesta vesalmenni, en vel fjáreigandi, en Broddi tók að sjer, að veita honum lið í málinu og bjarga því. Þórhallur seldi þingmönnum öl og hafði kofra á höfði, og því kölluðu þingmenn hann Ölkofra.”
Í “Rannsókn á hinum forna alþingisstað Íslendinga og fleira, sem þar að lýtr” eftir Sigurð Vigfússon, segir m.a.: “Síðan fór eg að Skógarkoti um kveldið og athugaði um Þórhallastaði, sem talað er um í Ölkofraþætti, og fleira. Elztu menn segja, að stekkurinn frá Skógarkoti sé nú þar sem gömlu Þórhallastaðir vóru. Þar hefir verið mikið tún, og sjást leifar af fornum túngarði; gamall brunnr hefir og fundizt þar og jarðvegr kominn yfir. Hann hefir verið hlaðinn upp til forna, sáust þess greinileg merki, og hefir þar verið þró mitt í jarðhellunni „Ölkofrahóll heitir þar fyrir utan hinn forna túngarð.”

Heimildir:
-Andvari, 41. árg. 1916, 1. tbl. bls. 116.
-Árbók Hins íslenka fornleifafélags, 1. árg. 1880-181, bls. 24.

Þórhallsstaðir

Fjárhústóft í Ölkofra – Þórhallsstöðum.

Ármannsfell

FERLIR hafði fyrir skömmu hnitsett Hrafnabjargagötuna milli Hlíðargjár og fornbæjarins Hrafnabjarga.
Prestastigur-31Nú var ætlunin að rekja Prestastíginn, gleymda þjóðleið frá Barmaskarði um Hrafnarbjargaháls að Ármannsfelli. Þá var og tilgangurinn að rekja efri (nyrðri) hluta Hlíðarstígs milli Hrafnarbjargagötu og Prestastígs. Á milli þeirra gatna liggur síðan Hrafnabjargavegur áleiðis að Hrauntúni. Prestastígur lá um Litla-Hrauntún og átti því að skoða rústir þess eyðikots í leiðinni.
Lagt var af stað undir Stórkonugili í Ármannsfelli, skammt sunnan Hofmannaflatar. Á sléttum hraunhrygg mátti greina vörðubrot. Þegar að því var komið mátti sjá að þarna hafi fyrrum staðið myndarleg varða. Gata lá með henni með stefnu til suðausturs inn á Prestahraun. Norðvestan vörðunnar hallaði niður og mátti þar greina djúpa gróna götu. Við hlið hennar er fjárgata. Ljóst var að Prestastígurinn hinn forni væri nú vel gróin gata og við hlið hennar á hvora vegu mætti greina kindastíga, sem ekki mætti láta rugla leitina.
Prestastigur-32Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði um Prestastíginn í Árbókina árið 1905: “Forn vegur liggur yfir ofanvert Þingvallahraun. Hann liggur frá Reyðarmúla (nú Reyðarbarmi til norð-vesturs yfir Hrafnabjargaháls, ofan af honum skamt vestur frá Hrafnabjörgum, norður hjá bæjarrústinni, sem þar er og svo þvert yfir hraunið til Ármannsfells og kemur á þjóðveginn litlu fyrir neðan Hofmannaflöt. Þessi vegur heitir Prestastígur. Er sagt að prestar af Vesturlandi hafl oft farið hann í Skálholtsferðum sínum. Og svo er að sjá, sem Sturla Sighvatsson hafi farið hann, er hann fór Apavatnsför. Það er miklu beinna en að fara um Þingvelli. En mjög er þessi leið ógreið víðasthvar, svo mjó að eigi getur farið nema 1 hestur í senn og að því skapi er hún grýtt. En hvar sem hún liggur um greiðfæra bletti, verður hún að mörgum og djúpum götum. Þar af sést, að allmikil umferð hefir verið þar fyrrum. Nú er Prestastígur ekki notaður.”

Prestastigur-33

Prestastígur er ekki merktur inn á kort og því var kærkomið að reyna að rekja hann í gegnum Prestahraunið, gegnum Litla-Hrauntún, yfir Hlíðargjá, um Kræklur, framhjá býlinu Hrafnabjörgum og áleiðis upp hálsinn suðvestan Hrafnabjarga(fjalls).
Í Lögréttu árið 1919 segir m.a. um Litla-Hrauntún: “Litla-Hrauntún stóð langt norðri á Þingvallahrauni hjer um bil miðja vegu milli Ármannsfells og Hlíðargjár. Liggur sú gjá norður af Hrafnagjá.” Þá segir um Hrafnabjörg: “Sá bær stóð fyrir ofan Hlíðargjá upp undan svokölluðum Prestastíg. Er sögn manna, að þar hafi verið hálfkirkja til forna. Þar sjest enn fyrir mannvirkjum.”

 

Prestholl-23

Rétt er að geta þess varðandi “hálfkirkjuna” að hennar er getið á uppdrætti Brynjúlfs af tóftunum af Hrafnabjörgum. Á þeim tíma, um og í kringum aldarmótin 1900, var jafnan reynt að staðsetja goðhús, hálfkirkjur eða bænhús við að það talið var fornar bæjarrústir. Það átti að vera til marks um aldur þeirra. Við seinni tíma rannsóknir á þessum “goðhúsum” hafa nánast engin þeirra reynst hafa verið slík.
Þegar gengið var um Prestahraun áleiðis upp í Kræklur mátti vel sjá hversu rýrt þetta forna hraun var af gróðri. Tré var helst að sjá undir hólum og í lægðum.
Í framangreindum skrifum í Lögréttu er fjallað meira um “Þingvelli við Öxará”: “Þingvallasveit er með einkennilegustu og fegurstu sveitum hjer á landi. Í fornöld mun hún líka hafa verið með bestu búsældarsveitunum, sem marka má af þjettbýlinu, sem þar hefur verið.
Nú er hún ekki nema skuggi einn hjá því sem áður var, hvað Prestholl-21búsældina snertir, — á þeim tíma er hún öll var gróðri vafin og skógi skrýdd. Í sveitinni er nú skógurinn takmarkaður á litlu svæði, á hrauninu norður af Þingvallavatni milli Almannagjár og Hrafnagjár. Og allstaðar bera þessar skógarleifar vott um, að þeim er ofþjakað af fjárbeit.
Hraunylurinn, jarðvegurinn og veðursældin hafa haldið skóginum við — þar sem hann er, annars væri hann fyrir löngu upprættur, og bæirnir komnir í eyði, sem mest nota hann. En allar líkur eru til að samt reki að því, fyr eða síðar, að hann hverfi með öllu, ef ekki verður tekið bráðlega í taumana.
Engar brigður er hægt að bera á það, að Þingvallasveit hefur öll verið skógivaxin í fornöld, og það jafnvel alla leið norður undir Skjaldbreið. Það sannar bæði landslagið, jarðvegurinn og loftslagið. Sveitin liggur langt frá sjó, en þó ekki hærra en 100—200 metra yfir sævarflöt. Saltir sævarvindar hafa ekki náð að blása inn á þetta svæði, er skapað hafi skóginum aldur.

Prestholl-22

Ekki stafar skógeyðingin heldur af eldgosum eða skriðum. Hún á eingöngu rót sína að rekja til óskynsamlegrar aðferðar mannanna sjálfra, sem búið hafa við skóginn. Þeir hafa rifið hann upp með rótum, höggið hann takmarkalaust og ofboðið honum með fjárbeit. Mörgum hefur verið illa við skóginn, þótt hann tefja fyrig smalamensku og rýra ullina á sauðfjenu á vorin, og óskað honum því norður og niður. Þess eru dæmi enn í dag, að bændur á skógjörðunum hafa haft það á orði, og þeir væru búnir að kveikja í skóginum og brenna hann til kaldra kola, ef þeir vissu það ekki fyrirfram, að landið mundi blása upp á eftir og breytast í gróðurlausa auðn.

Litla-Hrauntun 21

Hræðslan við þetta hefur hlíft skóginum á einstaka stað á landinu. En menn hafa þó ekki alstaðar verið svo skynsamir að sjá þetta — fyr en eftir á, — þess vegna hefur verið herjað á skóginn með fjárbeit, eldi og járni, — gengdarlaust og fyrirhyggjulaust, hann upprættur á stórum svæðum og landinu breytt í eyðimörk.
Í Þingvallasveit hlaut skógurinn fyrst að hverfa af bersvæði, hálsum, hæðum og halllendi, þar sem ekkert skjól var í neinni átt, og minst var mótstöðuafli gegn eyðingunni. Jafnskjótt og skógurinn hvarf breyttust skilyrðin fyrir hann að vaxa upp aftur, enda hafði hann ekkert næði til þess vegna sauðfjárbeitar. Og þegar skógurinn var horfinn alstaðar í sveitinni, nema á litlum bletti í Þingvallahrauni, fengu allir bændur í sveitinni samt undantekningarlaust aðgang að skóginum til fjárbeitar, kolagerðar, eldiviðar og raftviðar.
Vegna þess hve mikið orð fór af skógargæðunum í Þingvallahrauni, náðu bændur úr öðrum Litla-Hrauntun 22hjeruðum ítaki í honum, gerðu þar til kola, og sóttu þangað óspart eldsneyti. Í eina tíð átti Skálholtskirkja ítak í Þingvallaskógi. Þá var og sóttur viður í Þingvallaskóg neðan úr Grafningi, hjeðan af Suðurnesjum og vestan úr Kjós. Engan þarf því að furða þótt skógarleifarnar i Þingvallahrauni sjeu nú rýrar, eftir alt sem á undan er gengið.
Jarðabók Árna Magnússonar telur 30 jarðir i Þingvallasveit árið 1711; af þeim voru 14 í eyði. Ennfremur hafði Á. M. það eftir munnmælum, að 50 bæir hefðu verið i sveitinni fyrir pláguna miklu (Svartadauða) 1402, og að Hrafnabjargir hafi staðið í miðri sveit. Sá bær stóð langt norð-austur í hrauninu niður undan Hrafnarbjargaklettum. Umhverfis þann stað er nú gróðurlaust og berblásið hraun að kalla má. Bygðabýli í Þingvallasveit eru nú 16 að tölu og eyðibýlin 15, sem menn vita fyrir víst að voru í ábúð fyr á tímum. Flestöll eru þau nefnd í jarðabók Á. M. Og eru þau þessi:

Prestastigur-35

1. Bárukot fyrir ofan Almannagjá, en norðan Öxarár. Var af sumum mönnum bær þessi kallaður Þverspyrna eða Fótakefli. Kotið var fyrst bygt árið 1684, og var í ábúð aðeins 8 ár og lagðist svo í eyði.
2. Grímastaðir eða Grímakot var skamt fyrir norðan Bárukot. Árið 1711 sást þar votta fyrir garðhleðslu og mun að líkindum sjást fyrir henni enn. Bær þessi mun áður hafa heitið
Grímsstaðir og kendur við Grím hinn litla, sem getið er um í Harðarsögu og Hólmverja, og bygði hann þar fyrstur og hafði stórt bú.
3. Múlakot, af sumum nefnt Mosastaðir, var sunnan undir Sleðási norður við Ármannsfell. Um 1680 var sá bær bygður upp úr fjárhúsum frá Svartagil. Ekki hafði það verið í ábúð nema eitt eða tvö ár.
4. Litla-Hrauntún stóð langt norðri á Þingvallahrauni hjer um bil miðja vegu milli Ármannsfells og Hlíðargjár. Liggur sú gjá norður af Hrafnagjá.
5. Hrafnabjörg. Sá bær stóð fyrir ofan Hlíðargjá upp undan svokölluðum Prestastíg. Er sögn manna, að þar hafi verið hálfkirkja til forna. Þar sjest enn fyrir mannvirkjum.
6. Bövarshóll er örnefni í skóginum skamt frá Vellankötlu. Býli þetta var komið í eyði löngu fyrir 1700. — Sagt er að býlið hafi tekið nafn af Böðvari nokkrum, sem kvað hafa bygt það fyrstur. Um 1680 er sagt, að maður nokkur að nafni Sæfinnur nafi búið þar rúmlega hálft ár eða svo, og hafi þar dáið.

Prestastigur-36

7. Ölkofra var bær norðaustur í hrauninu frá Þingvöllum. Fyrir austan Skógarkot er enn þá örnefni, sem heitir Ölkofrastaðir og Ölhóll. Mun sá bær hafa dregið nafn af Þórhali. Ölkofra, sem Ölkofra-þáttur er af. Gerði Ölkofra öl á alþingi til fjár sjer. Hann kveikti í Goðaskógi í Þingvallahrauni. Þá var bær hans kallaður Þórhallastaðir í Bláskógum. Bær þessi var í ábúð um 1700, en þar áður ýmist bygður eða í eyði.
8. Þórhallastaðir. Sá bær lagðist í eyði í Svartadauða, en löngu seinna er sagt, að bærinn hafi verið bygður upp aftur þar sem Skógarkot er nú, og að þar hafi þeir staðið áður. Hjer virðist eitthvað blandað málum með eyðibýlin. Að líkindum hafa Þórhallastaðir og Ölkofra verið sami bærinn, og ýmist verið kenndur við Þórhall eða Ölkofra, og færður þangað, sem Skógarkot er nú. Þó ei ekki loku fyrir það skotið, að hjer geti verið um tvo bæi að ræða.
9. Eiríksstaðir eru sagðir að hafa staðið fyrir norðan Mjóafell, milli þess og Skjaldbreiðar. Bæiar þessa er getið í Bárðarsögu Snæfellsáss og Ármannssögu. Eiríkur frá Eiríksstöðum var einn þeirra manna sem glímdu á Hofmannafleti.
10. Fíflavellir áttu að hafa verið í landsuður frá Skjaldbreið. Getið er um þenna bæ í Ármannssögu.
11. Rótólfsstaðir voru norðan undir Miðfellsfjalli.
12. Kárastaðakot var bygt úr Kárastaðalandi um 1685. Þar var búið í 6 ár, svo lagðist það i eyði.
Prestastigur-3413. Neðridalur var bær í dalnum norður af Stíflisdal. Hann lagðist í eyði í Svartadauða. Um 1700 sást þar votta fyrir girðingum og tóttum.
14. Hólkot var í landsuður frá Stíflisdal. Þar var bygð fyrir Svartadauða. Sagt er, að þar hafi sjest fyrir tóftum og garðhleðslu.
15. Móakot var bygt á 19. öld, milli Skálabrekku og Heiðabæjar. Það var í ábúð aðeins sárfá ár.
Hvort nokkuð er hæft í því, að 50 bæir hafi verið í Þingvallasveit á 13. og 14. öld og þar áður, og að Hrafnabjargir, sem áður eru nefndar, nafi staðið í miðri sveit, er ekki hægt að fullyrða; hefur það ekki verið rannsakað. En ekki er ósennilegt að svo hafi verið, því að skógarsveitir voru yfirleitt mjög þjettbýlar til forna. Til þess að ganga úr skugga með það, þarf að rannsaka alt það svæði, sem líkindi eru til að bygðin hafi náð yfir í Bláskógum. Sagt er, að enn sjáist leifar af tóftum norður undir Skjaldbreið. En hvort það eru fornar bæjarrústir, vita menn ekki. Svo gæti víðar fundist, ef vel væri leitað. Hafi bygð verið áður í Þingvallahrauni, á skóglendi, þar sem nú er algerlega berblásin jörð, hafa bæirnir lagst í eyði af öðrum orsökum en þeim, að menn fengjust ekki til að búa á jörðunum, ef það hefði verið nokkur leið. Jarðirnar lögðust í eyði sökum þess, að skógurinn var rifinn og upprættur með öllu, en landið bljes upp og varð óbyggilegt.

Hlidargja-21

Að líkindum hefur alt svæðið fyrir norðan og austan Þingvallavatn heitið Bláskógar til forna. Hefur það verið mjög víðáttumikið land, og alt skógi vaxið. Í útjöðrum skógarins, þar sem bygðin náði lengst til fjalla, var jarðvegurinn, að líkindum, mjög þunnur ofan á hrauninu, þar var hættan mest fyrir uppblæstri. Enda byrjaði uppblásturinn þar. Vindurinn skóf jarðveginn alveg ofan á hraun, þar sem skógurinn var upprættur, og jafnt í kringum býlin sem annarstaðar. Skógarkjörrin sem stóðu eftir hjer og hvar í afdrepi hjeldust ekki við til lengdar. Þegar alt var berblásið í kring um þau, vindur og vatn svarf að utan, þangað til allur gróður var upprættur. Túnkragarnir kringum kotin stóðu lengst, því að þar var ofurlítil rækt í jarðveginum, og gróðurmoldin þjettari fyrir, en urðu þó að lokum vindi og vatni að bráð, svo ekki sást örmull eftir af þeim heldur.

Prestholl-24

Skógeyðingin og uppblástur landsins færðist smámsaman suður eftir Þingvallahrauni og tók með sjer hvert býlið á fætur öðru og jafnaði þau að jörðu. Það er því ekki að undra, þótt litlar eða engar menjar sjáist eftir horfnu býlin í Þingvallasveit. Nú eru að eins eftir 4 býli í Þingvallahrauni; verður ekki annað sjeð, en að þau eigi fyrir höndum sömu útreið og horfnu býlin.
Skóginum er spilt enn í dag á þessu svæði, og landið blæs árlega upp. Þegar hraunið er orðið bert og nakið, verður það smámsaman mosavaxið. Með tímanum fúnar mosinn og myndar nýjan jarðveg, — nýja gróðurmold. — Jurtafræ berst á ný yfir á jarðveginn og festir þar rætur, og hraunið klæðist aftur grösum og skógi.
Náttúran ræktar sig sjálf á þennan hátt, ef hún Prestholl-25má vera sjálfráð; en til þess þarf hún að njóta algerðar friðunar um langan aldur. Skógurinn hefur hingað til verið lifæð býlanna á Þingvallahrauni. Jafnskjótt og hann hvarf, hurfu býlin líka. Og þessir 4 bæir: Þingvellir, Skógarkot, Hrauntún og Vatnskot, sem segja má að sjeu leifar af heilli sveit í Þingvallahrauni, standa og falla með skóginum. Þeir hverfa úr sögunni fyr eða síðar, af sjálfsdáðum, þegar skógurinn er horfinn. Ef ekki tekst að halda í skóginn, verður fornhelgi þingstaðurinn — hjarta landsins, sem kallað er — svo útleikinn í framtíðinni, að þar sjást engar minjar fornra mannvirkja, og umhverfi hans eintóm gróðurlaus eyðimörk. Það var níðingshönd, sem breytti skóglendinu í gróðurlausa auðn og öræfi. Og það þarf volduga verndarhönd til að hjálpa náttúrunni að græða og bæta aftur það, sem spilt hefur verið. Verður það ekki gert með öðru mót, en að afgirða svo vítt svæði, sem skógur vex á í Þingvallahrauni, eða svæðið frá Ármannsfelli, milli Almannagjár og Hrafnagjár, suður að Þingvallavatni. 

Hrafnabjorg-27

Gera síðan Þingvelli að friðlýstum þjóðskemtigarði til gagns og gleði fyrir þjóðina, og hafa þar griðastað öllum íslenskum jurtategundum, sem þar geta þrifist og aukið kyn sitt, óáreitt um aldur og æfi. Þetta getur ekki komist í framkvæmd, nema því að eins að búpeningsrækt sje útrýmt á þessu svæði. Og þá verður að taka ábúð af 4 býlum, sem eru á Þingvallahrauni, og áður eru nefnd. En búskapnum hefur alt af farið hnignandi öld eftir öld á jörðum þessum. Því til sönnunar má geta þess, að árið 1397 voru 14 kýr á Þingvöllum, en 1711 voru þær ekki orðnar fleiri en 7. Nú mun ekki hægt að hafa þær fleiri en 3. Hrauntún var 1711 selstöð frá Þingvöllum. Þar var ekki sjálfstæð ábúð fyr en á 19. öld. Má þar nú hafa 1—2 nautgripi. Á Skógarkoti voru árið 1711 9 nautgripir. Nú munu þar vera 2—3.

Prestastigur-37

Á Vatnskoti voru þá 4 kýr og 3 geldneyti. Túnkraginn gefur nú ekki af sjer hálft kýrfóður, hvað þá meira. Enda hefur kotið lengi verið í eyði. En fyrir nokkrum árum síðan var það tekið í ábúð. Á þessum 4 jörðum eru engar útheysslægjur, eða hafa verið, aðrar en þær, sem sækja verður langt út fyrir Þingvallahraun. Af þessu má sjá, að búskapnum hefur farið hnignandi að sama skapi og skóginum. Jarðirnar gefa nú ekki af sjer meira ræktað fóður en ein lítilfjörleg jörð annarstaðar á landinu. Á Þingvöllum er fjölbreyttari og einkennilegri náttúra, en í nokkurri annari sveit á Íslandi.

Prestastigur-38

Auk þess er staðurinn svo frægur úr sögu landsins, að þjóðgarður á þessum stað mundi bera órækan vott um ræktarsemi Íslendinga til sögu þjóðar sinnar, engu síður en til náttúru landsins. Mönnum er nokkurn veginn ljóst, hvar merkustu og helstu sögustaðirnir eru á Þingvöllum. Þar verður að setja glögg merki, sem sýna við hvaða menn og atburði þeir eru tengdir, svo að menn, sem koma á þingstaðinn, geti áttað sig á þeim. Eins og áður er drepið á, verður að taka ábúð af jörðunum í Þingvallahrauni, til þess að þjóðgarðsstofnunin geti náð tilgangi sínum.
Fáir eða engir munu neita því, að þjóðgarðsstofnun á Þingvöllum sje rjettmæt. Og staðurinn vel þess virði, að svo verði með hann farið. En það gagnar lítið að viðurkenna þetta í orði, án þess að gera eitthvað til að koma þeirri hugmynd í framkvæmd. G. D.”
MeyjarsaetiÞegar komið var yfir Hlíðargjá og upp í Kræklur blasti Presthóll, sprunginn hraunhóll, við. Við skoðun í og við hólinn komu í ljós leifar af hlöðnu skjóli og tóft, líklega sæluhús. Skjólið er inni í hólnum en tóftin fast suðaustan við hann.
Prestastígnum var fylgt upp fyrir tóftir Hrafnabjarga – og síðan til baka að Ármannsfelli. Stígurinn er enn vel greinilegur ef athyglinni er haldið. Sem fyrr sagði er hann víða gróinn, en kindagata fylgir honum drjúgan hluta leiðarinnar. Leiðin er auðgengin og einstaklega falleg á að líta.
Tækifærið var notað til að hnitsetja stíginn.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1905, Brynjúlfur Jónsson, bls. 47.
-Lögrétta, 14. árg. 19. tbl. 07.05.1919, Þingvellir við Öxará, bls. 67.

Hrafnabjörg

Hrafnabjörg.

Hrafnabjörg

Ætlunin var að ganga í svonefnt Fornasel norðan Arnarfells, en þar ku hafa verið forn selstaða frá Þingvallabænum.
Fornasel-22Þá átti að halda upp með ofanverðri Hrafnagjá að Rauðhól, en grunur er um að þar sunnan hólsins kynnu að leynast mannvistarleifar. Loks átti að ganga inn með vestanverðum Hrafnabjörgum að svæði sem ekki ólíklega kynni að geyma leifar Hrafnabjarga-bæjarins hins forna.
Fornasels er getið á landakorti og er það staðsett norðan undir Arnarfelli norðaustan Þingvallavatns. Þegar gengið var áleiðis að selinu var komið inn á gamla götu er lá áleiðis að Arnarfelli. Gatan var augljós þar sem sem hún kom undan kjarrinu. Selstígurinn lá af henni niður undir gróinn bakka og að seltóftunum ofan vatnsbakkans. Beint undir þar sem stígurinn kemur niður er ferhyrnd hleðsla, gróin. Í Fornaseli eru augljóslega bæði eldri og nýrri seltóftir. Þær eldri eru sunnan þeirra nýrri. Í þeim sést móta fyrir a.m.k. tveimur rýmum og virðast þau hafa verið óreglulegri en sjá má í nýrri seltóftunum. Í þeim eru fjögur rými; eldhús vestast, baðstofa og búr og hliðarrými austast. Gæti hafa verið fiskgeymsla. Stekkurinn er suðaustan við selið og sést móta fyrir honum.
Fornasel-26Þegar nýrra selið er skoðað má telja líklegt að það hafi verið byggt af sama aðila og Sigurðarsel þarna norður af, en stærð þess og gerð virðist svo til nákvæmlega eins. Þessar tvær selstöður hafa þá líklega verið í notkun samtímis, enda virðast gróningarnar í tóftunum nánast eins í þeim báðum.
Þá var haldið upp með ofanverðri Hrafnagjá, framhjá Svínhólum og norður Hlíðarveg neðan Hlíðargjár. Glögg augu komu fljótlega á stíg upp í og yfir gjána. Honum var fylgt áleiðis að Hrafnabjörgum. Svo heppilega vildi til að gatan leiddi þátttakendur beint að hinum fornu rústum Hrafnabjargabæjarins. Þar mátti enn sjá hleðslur í veggjum og a.m.k. þrjú rými, hluti af garðhleðslu og brunn. Bæjarstæðið er á fallegum stað, snýr mót suðri með útsýni yfir að fjallinu tignarlega.
Hrafnabjorg-24Sigurður Vigfússon skrifaði m.a. eftirfarandi í Árbókina 1880-1881: “Vestr frá Hrafnabjörgum sést votta fyrir gömlum bæjarrústum; þar vottar og fyrir því, að tún hafi þar getað verið, og þar er gjóta eða hola, sem litr út fyrir að hafa verið brunnr. Í Ármannssögu er talað um bæ undir Hrafnabjörgum.” Brynjúlfur Jónsson getur um rústina í skrifum sínum í Árbókinni 1905: “Sé á hinn bóginn Hrafnabjargarústin hin rétta Grímsstaðarúst, þá virðist orðunin: »ok svá til Grimsstaða« vera ofaukið í frásögninni um ferð Indriða. Og víst er um það, að úr því Indriði fór Jórukleif, þá var beinna fyrir hann að fara ekki um Grímagil, heldur vestar. Og að Grímsstöðum átti hann varla erindi, úr því viðkomandi fólk var alt burt þaðan.

Hrafnabjorg-25

En hugsanlegt er, að söguritarinn hafi ekki athugað þetta, og því talið víst, að Indriði kæmi að Grímsstöðum áður hann fór vestur. En líka getur verið, að Grímastaðir hafi þá verið bygðir og Indriði farið þar um af einhverjum orsökum, og væri þá að eins stafvilla í sögunni: »til Grímsstaða«, i staðinn fyrir: »til Grímastaða«, eða enn heldur: til »Grímarsstaða«, sem að öllum líkindum er upprunanafn þessa býlis. Þannig hneigist eg helzt að þeirri ætlun, að Grímsstaðir, þar sem Grímur lítli bjó, hafi verið undir Hrafnabjörgum.”

Raufholl

Eftir að hafa skoðað rústirnar var kíkt á Prestastíginn, en hann liggur framhjá tóftunum með stefnu til norðurs og suðurs. Presthóll sést ekki frá bæjarstæðinu. Um Prestastíginn skrifaði Brynjúlfur: “Forn vegur liggur yfir ofanvert Þingvallahraun. Hann liggur frá Reyðarmúla (nú Reyðarbarmi til norð-vesturs yfir Hrafnabjargaháls, ofan af honum skamt vestur frá Hrafnabjörgum, norður hjá bæjarrústinni, sem þar er og svo þvert yfir hraunið til Ármannsfells og kemur á þjóðveginn litlu fyrir neðan Hofmannaflöt. Þessi vegur heitir Prestastígur. Er sagt að prestar af Vesturlandi hafl oft farið hann í Skálholtsferðum sínum. Og svo er að sjá, sem Sturla Sighvatsson hafi farið hann, er hann fór Apavatnsför. Það er miklu beinna en að fara um Þingvelli. En mjög er þessi leið ógreið víðasthvar, svo mjó að eigi getur farið nema 1 hestur í senn og að því skapi er hún grýtt. En hvar sem hún liggur um greiðfæra bletti, verður hún að mörgum og djúpum götum. Þar af sést, að allmikil umferð hefir verið þar fyrrum. Nú er Prestastígur ekki notaður.”
Í bakaleiðinni var gengið um Gildruholt með viðkomu í Rauðhól. Líklegt má telja að hljóðvilla hafi breytt nafninu á einhverju stigi því líklegra er að hann hafi heitið Raufhóll. Í hólnum er varðað skjól. Engin ummerki eftir mannvistarleifar var hins vegar að sjá sunnan undir hólnum, nema ef vera skyldi Gjábakkafjárskjólið.
Tækifærið var notað til að hnitsetja Hrafnabjargagötuna.
Frábært veður. Gangan tók 8 klst og 8 mín.

Heimildir m.a.:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, Um Þingvöll og Þingvallasveit, Sigurður Vigfússon, 1880-1881, bls. 43.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1905, Brynjúlfur Jónsson, bls. 47.

Hrafnabjörg

Hrafnabjörg – uppdráttur.