Færslur

Þingvellir

Á Þingvöllum eru margar gamlar götur og stígar. Má þar nefna Tæpastíg, Langastíg, Leynistíg, Kárastaðastíg, Skógarkotsveg, Vatnskotsgötu, Veiðigötu, Sandhólastíg, Hrauntúnsveg, Leiragötu, Prestastíg, Kluggustíg o.fl.
SilfraÆtlunin er að feta nokkra þeirra og kíkja í leiðinni á nokkrar gjár, s.s. Silfru, Háugjá, Litlugjá, Hrafnagjá, Kolsgjá, Leiragjá, Brennugjá, Flosagjá, Snókagjá, Hvannagjá, Stekkjargjá, Almannagjá, Hestagjá, Lambagjá, Hrútagjá, Fjósagjá, Túngjá, Skötugjá, Kattargjá, Seiglugjá, Peningagjá, Nikulásargjá, Hellugjá, Sandhólagjá, Sleðagjá, Vallagjá, Söðulhólagjá, Hlíðargjá, Gildruholtsgjá, Bæjargjá og Gaphæðagjá.
Sprunguþyrpingar, þ. e. belti af opnum gjám og misgengjum, eru algengar í gosbeltum hér á landi, en finnast einnig á eldvirkum svæðum erlendis.
Almenn lýsing á öllum sprunguþyrpingum á íslandi er í grein Kristjáns Sæmundssonar (1978), en ítarleg lýsing á einstöku sprungusvæði er í grein Ágústs Guðmundssonar (1980) um sprungurnar við Voga á Vatnsleysuströnd. Jón Jónsson (1978) hefur einnig lýst sprungunum á Reykjanesskaga. Sprunguþyrpingar hér á landi eru allt að 20 km breiðar og 100 km langar. Flestar eru þó talsvert minni að flatarmáli, og almennt eru sprunguþyrpingarnar álíka að flatarmáli og rofnar gangaþyrpingar (Walker 1974).
FjosagjáÁ síðustu árum hafa umfangsmiklar rannsóknir farið fram á sprunguþyrpingunni við Kröflu (Axel Björnsson o. fl. 1979, Oddur Sigurðsson 1980, Torge 1981, Eysteinn Tryggvason 1980). Kröfluþyrpingin gliðnaði um nokkra metra á tímabilinu 1975-1983.
Gliðnunin er talin orsakast af göngum sem troðast lárétt inn undir þyrpinguna á nokkurra kílómetra dýpi (Páll Einarsson og Bryndís Brandsdóttir 1980, Pollard o. fl. 1983). Stundum ná þó gangarnir til yfirborðs og verða þá sprungugos. Utan íslands hafa sprunguþyrpingarnar á Hawaii einkum verið kannaðar og virðast að flestu leyti mjög áþekkar hinum íslensku (Duffield 1975, Pollard o. fl. 1983).
Thingvellir-123Sprunguaflfræði er vísindagrein sem hefur þróast ört á síðustu áratugum (Broek 1978). Beiting hennar í jarðfræði er þó nýtilkomin, en hefur þegar varpað ljósi á ýmsa þætti í myndun og þróun jarðsprungna sem áður voru óljósir (Rudnicki 1980). Enn er þó margt óskýrt, en aukin áhersla er nú
lögð á nákvæmar mælingar og tilraunir úti í náttúrunni ásamt athugunum á tilraunastofum (Logan 1979). Slíkar nákvæmar athuganir hafa meðal annars leitt til þess að menn gera sér nú betur grein fyrir því en áður, að allar jarðsprungur eru sundurslitnar eða ósamfelldar og því ber að fjalla um þær sem slíkar (Segall og Pollard 1980).
Sprungumar á Þingvöllum eru hluti af mikilli sprunguþyrpingu sem kallast Hengilsþyrpingin (Kristján Sæmundsson 1978, Eysteinn Tryggvason 1982) og nær frá Langjökli í norðri til Reykjanesskaga í suðri. Þær sprungur sem hér Thingvellir-124verður rætt um liggja norðan við Þingvallavatn í um 9000 ára gömlu helluhrauni (Guðmundur Kjartansson 1964). Oft hefur verið talið að Þingvallahraunið sé frá Skjaldbreið. Svo mun þó ekki vera, heldur er það komið úr 15 km langri gossprungu á Tindfjallaheiði, vestan við Kálfstinda, og liggur það ofan á Skjaldbreiðshrauninu (Kristján Sæmundsson 1965). Þótt Þingvallahraunið sé úr gossprungu er það dæmigert helluhraun (dyngjuhraun), beltað og tuga metra þykkt, eins og best sést í veggjum Almannagjár.
Á undanförnum árum hafa margvíslegar jarðfræðilegar og jarðeðlisfræðilegar athuganir verið gerðar á Þingvallasprungunum, og verður helstu niðurstöðum lýst hér á eftir. Meginefni greinarinnar eru þó mælingar sem höfundur gerði á nokkrum af stærri sprungunum sumarið 1981 og tilgátur
um myndun og þróun þeirra.

Flosagjá er ein af megingjám Þingvalla með tæru vatni allt að 25 m djúpu. Á móts við þingið klofnar gjáin á löngum kafla og nefnist eystri kvíslin Nikulásargjá. Yfir hana var lögð brú 1907. Eftir það tóku ferðamenn að kasta smápeningum í vatnið fyrir neðan og smám saman var farið að kalla þann gjárhluta Peningagjá. Ekki er nein þjóðsaga tengd við Peningagjá en líta má á myntina í helköldu vatninu sem tákn um þá miklu auðlind sem vatnið er. Skötutjörn og Skötugjá eru framhald Flosagjár en Seiglugjá, Túngjá og Fjósagjá eru suður af FlosagjaNikulásargjá. Silfra er litlu austar, að mestu sokkin í vatn. Um þessar gjár og víðar undan hrauninu rennur mesti hluti vatnsins sem myndar Þingvallavatn.
Jón Guðmundsson, Valhöll, sendi Bergmáli (Vísir 1954) eftirfarandi pistil: „Eg vil taka undir þau ummæli eftir Þingvelling, að leitt sé að hin fornu réttu nöfn haldist ekki á þessum stað. — Vil ég
leitast við að leiðrétta aðeins leiðan misskilning um Flosagjá. Nú er það svo að farið er að nefna Flosagjá Nikulásargjá og jafnvel „Peningagjá”. Í uppdrætti af Þingvelli er Nikulásargjá eða „Peningagjá” nefnd gjáin, sem peningunum er kastað í.”

Almannagjá markar plötuskil Evrópuflekans og Ameríkuflekans að vestanverðu. Almannagjá er eitt þekktasta kennileiti Þingvalla og steypist Öxará niður í hana sem Öxarárfoss. Áður lá bílvegurinn frá Reykjavík til Þingvalla um Almannagjá en 1. nóvember 1967 var hún friðuð fyrir bílaumferð.

Songhellir“Bergskúti sá var í gjárbarminum eystri (Almannagjá), sem kallaður er (eða var) Sönghellir, sbr. uppdrátt B. G. og útgáfu hans í ísl. beskr. (við bls. 92—93). S. G. hefir ekki markað hann á sinn uppdrátt, en hann getur um hann (á bls. 56) í ritgerð sinni þannig: »Sönghellir í Almanaagjá hefir nafn sitt af því, að þegar stúdentar frá Hólum og Skálholti hittust á Þingvelli, þá reyndu þeir sig í söng í Sönghelli, en glímdu í Almannagjá (eftir sögn doctors Schevings 1861).« — Hleðslan er að sumu leyti vestur-hliðveggur, 3,80 m. að 1., að sumu leyti suðurgaflhlað, 2. m. Mátti vel tjalda hjer inn yfir bergið og gera allgott skýli.”

Öxará hefur mótað umgjörð þingsins frá upphafi. Í Haukdælaþætti Sturlungu segir að ánni hafi verið veitt í Almannagjá til þess að þingheimur hefði greiðan aðgang að vatni.

Thingvellir-125Reiðgötur á Þingvöllum  Prestagata eða Prestastígur lá um Lyngdalsheiði norður um Hrafnabjargarháls að Ármannsfelli. Skálholtsbiskupar fóru þessa leið er þeir héldu til sveita norðan Bláskógaheiðar eða til Maríuhafnar í Hvalfirði, sem var aðal höfnin á 14. öld. Götur þessar voru líka nefndar Biskupavegur eða Hrafnabjargarvegur. Til Maríuhafnar hafa menn farið fyrir norðan Stíflisdalsvatn og síðan Þrengslaleið niður með Laxá í Kjós en Maríuhöfn var nokkuð fyrir vestan þar sem Laxá rennur til sjávar.

Norðaustan í Hrafnabjörgum var eyðibýlið Hrafnabjörg. Það á fyrir svartadauða að hafa verið í miðri sveit en þá voru að sögn 50 býli í Þingvallasveit. Seinna taldi einhver ferðalangur leggja þar reyk upp frá 18 bæjum þarna. Um Þingvallasveit hefur verið sagt að þar sé afdalabyggð í alfaraleið.

Leið liggur hjá eyðibýlinu Hrauntúni á Þingvöllum og þaðan yfir akveginn skammt frá Þjónustumiðstöðinni og eftir fornum götum í Skógarkot. Úr Skógarkoti niður að Þingvallavatni þar sem heitir Öfugsnáði lá svonefnd Veiðigata. Við Ögugsnáða er í dag vinsæll veiðistaður, veiðist þar bæði murta og bleikja. Gamla þjóðleiðin um Langastíg inn af Stekkjargjá er einnig notuð af hestamönnum.

Thingvellir-126Á barmi Almannagjár austan Öxarár er lítil grjótvarða, sem er til merkis um merkan stað, því í ljós kemur, að þarna er skarð í gjárvegginn, og um hann liggur stígur niður í gjána. Stígurinn er lagður grjóti því um hann lá aðal leiðin að vestan og sunnan niður á Vellina. Frá fornu fari lá aðalleiðin meðfram vatninu að vestanverðu, en árið 1789 urðu jarðskjálftar á Þingvöllum, svo miklir, að vatnsbakkinn seig um alin (rúml. 60 cm) samkvæmt frásögn Sveins Pálssonar læknis. Þá fór þessi gata undir vatn og var ófær. Var þá reynt að komast með hesta niður Kárastaðarstaðastíginn, en hann var svo þröngur, að baggahestar komust ekki þar niður. Urðu menn þá að ríða hingað að skarðinu sem við erum stödd i. Þá var skarðið lagað og gert hestfært. Stígurinn heitir Langistígur.
Við göngum nú niður Langastíg og höldum suður gjána, sem heitir Stekkjargjá á þessum kafla. Brátt Thingvellir-127komum við að háum, klofnum kletti á hægri hönd. Þetta eru Gálgaklettar, en fyrrum var tré skorðað á milli þeirra, og þeir þjófar hengdir, sem dæmdir höfðu verið til lífláts á Alþingi. Nokkru sunnar við Gálgaklettar eru rústir af stekknum, sem gjáin er við kennd.

Frá Sleðaási, en hann er sunnanundir Ármannsfellinu, eru tröppur yfir þjóðgarðsgirðinguna stutt frá hinni gömlu skilarétt sveitarinnar, sem lauk hlutverki sínu fyrir alllöngu. Lagt er af stað eftir gömlu götunni að Hrauntúni, sem liggur skammt úti í hrauninu. Hlaðin varða vísar okkur rétta leið að götuslóðanum. Við röltum eftir henni í rólegheitum.
Innan stundar erum komið að túninu og bæjarrústunum. Fyrrum var hér allt fullt af lífi, búið myndarbúi og margt að sýsla. En nú er þetta allt horfið og túnið og rústirnar einar tala sínu máli. Túngarðarnir eru allir hlaðnir úr hraungrýti og sama Thingvellir-128er að segja um rústir íbúðar- og gripahúsa. Gaman er að skoða vatnsbólið, sem er í djúpri holu suðvestanvert við bæjarrústirnar.

Eftir hæfilega dvöl í Hrauntúni leggjum við aftur af stað og nú göngum við suður hraunið í áttina að Skógarkoti eftir gömlu götunni milli bæjanna. Sunnarlega í túninu er skarð í túngarðinn. Við förum þar um og hittum um leið á götuna sem er skýr og greiðfær alla leið að Skógarkoti. Til gamans má geta þess, að í upphafi bílaaldarinnar skömmu fyrir 1930 var eina akfæra leiðin milli Suðurlands og Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Þá fóru bílarnir þennan veg, þótt ótrúlegt sé.
Nokkru áður en við komum að Skógarkoti förum við yfir veginn, sem lagður var þvert yfir hraunið frá Hrafnagjá að Völlunum í tilefni 11 alda afmælis byggðar á Íslandi. Þessi nútíma hraðbraut ætti að vekja okkur til nokkurrar umhugsunar um þær gífurlegu breytingar á samgöngum, sem hafa orðið á landinu á 20. öldinni, og ekki sér enn fyrir endann á.
Thingvellir-130Héðan frá þjóðveginum er stutt heim að Skógarkoti. Þar eru ummerkin mjög áþekk og í Hrauntúni, en þó hefur steinsteypan verið notuð hér við byggingu íbúðarhússins. Frá þessum stað blasir við hinn fagri fjallahringur sem umlykur Þingvallasveitina, og er sjálfsagt að gefa sér góðan tíma til að virða hann fyrir sér og rifja upp helstu örnefnin.
Fyrrum lá þjóðleiðin að sunnan frá Vatnsviki (Vellankötlu) til Þingvalla fyrir neðan túnið í Skógarkoti. Um þessa fornu götu hefur margt stórmenni lagt leið sína í aldanna rás, en þekktastir og voldugastir voru feðgarnir og konungarnir Kristján 9. og Friðrik 8. Kristján kom sumarið 1874 og Friðrik sumarið 1907. Þeir fóru ríðandi austur að Gullfossi og Geysi og komu við á Þingvöllum í leiðinni. Gaman er að rifja upp frásögnina af komu Kristjáns. Það var mikið um að vera við Almannagjá 6. ágúst það ár. Um 1000 manns höfðu safnast þar saman til að halda þjóðhátíð. Bjuggu þThingvellir-129eir í tjöldum.
Síðdegis þennan dag var von á konungi að austan og fylgdi honum hópur tiginna manna. Þegar konungsfylgdin nálgaðist var hraðboði sendur á undan til að flygja fundarmönnum fréttirnar. Stigu þá 12 mektarbændur á bak hestum sínum og riðu til móts við konung undir forystu Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra. Þeir mættu konungi fyrir neðan túnið í Skógarkoti og fluttu honum hollustukveðjur frá hátíðargestunum. Síðan riðu þeir fyrir konungsfylkingunni til baka á Þingvöll. Þá var ekkert gistihús til staðar, svo konungur var búinn næturstaður í Þingvallakirkju, sem þá var veglegasta húsið á staðnum.

Þjóðvegurinn liggur niður á Leirurnar um svonefndan Tæpastíg Hvannagjár, sem er fyrir norðan veginn og Snjókagjár að sunnanverðu. Við göngum inn í norðurendann á Snókagjá. Þar eru lóðréttir hamraveggir til beggja handa en botn gjárinnar er víða vafirr gróðri. Hér er að finna Thingvellir-131rennisléttar flatir en þó þarf að klöngrast yfir stórgrýti á nokkrum stöðum, sem veldur töf. Þótt frá gjánni að veginum handan við gjárbarminn sé aðeins steinsnar, þar sem ys og þys umferðarinnar heyrist jafnt og stöðugt, erum við innilokuð í þessum klettasal í þögn og kyrrð.
Þessi mikla hraunsprunga liggur frá Þingvallavatni og allt norður að Ármannsfelli, misjafnlega breið og djúp. Hún heitir ýmsum nöfnum. Fyrir norðan veginn er Hvannagjá, sem fyrr er nefnd. Fyrir sunnan hana er Snókagjá, þá Stekkjargjá, Almannagjá, Hestagjá, Lambagjá og syðst er Hrútagjá, en hún er fyrir vestan og norðan Kárastaðanesið. Öll þessi nöfn minna á ákveðna starfsþætti þess fólks, sem fyrrum bjó og starfaði á Þingvöllum. Auk rústanna af stekknum í Stekkjargjá eru Gálgaklettar, aftökustaður þjófa, og vestur úr henni er Langistígur, sem við höfum skoðað áður. Í Almannagjá, fast við brúna, er Drekkingarhylur. Þar var sakakonum drekkt. Þannig minna næstum hvert spor sem við stigum, okkur á kafla Íslandssögunnar. Sumir þeirra vekja gleði og fögnuð, en aðrir þjáningar og tár.
Rétt áður en komið er að afleggjaranum heim að Þingvallabænum er grunn breið gjá á vinstri hönd. Heitir hún Brennugjá, því þar voru þeir menn brenndir á 17. öld, sem sakaðir voru um galdra. Eldsneytið var nærtækt, nokkrir hestburðir af hrísi úr Þingvallaskógi Gjárnar tvær eru hyldjúpar með kristalstæru vatni.
Brú er á Nikulásargjá og hafa Thingvellir-133margir haft þann sið að kasta smámynt af brúnni í vatnið. Hefur gjáin því oft verið nefnd Peningagjá. Þessi siður er ekki ýkja gamall. Nikulásargjá er kennd við Nikulás Magnússon sýslumann í Rangárvallasýslu sem drukknaði í gjánni á þingi árið 1742, en Flosagjá er kennd við höfðingjann Flosa Þórðarson frá Svínafelli í Öræfum, sem stjórnaði aðförinni að Njáli Þorgeirssyni og sonum hans á Bergþórshvoli og brenndi þá inni sumarið 1011. Árið eftir var þetta mál tekið fyrir, en þegar sættir tókust ekki með mönnum hófst bardagi. Hallaði á Flosa og menn hans. Segir sagan að Flosi hafi flúið undan óvinum sínum og á flóttanum hafi hann stokkið yfir gjána.
Frá Spönginni höldum við af stað áleiðis að bílnum og göngum eftir vestari barmi Flosagjár. Hún er víða hyldjúp og margra metra háir lóðréttir hamraveggir til beggja handa. Þetta minnir á, að hér þarf að fara að með gát því hrasi einhver og falli í vatnið er harla lítil von um skjóta björgun. Á móts við Stekkjargjá er haft á gjánni og þar var farið yfir gjána fyrrum þegar haldið var til Skógarhóla. Með þessum hætti röltum við áleiðis að bílnum.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Ágúst Guðmundsson: Sprungurnar á Þingvöllum og myndun þeirra, Náttúrufræðingurinn 56. árg. 1986, bls. 1-3.
-Mbl. 2. ágúst 1979.
-Mbl. 9. ágúst 1979.
-Mbl.16. ágúst 1979.
-Vísir, 10. sept. 1954 – Bergmál, bls. 4.

Flosagjá

Þingvellir – Flosagjá.

Þingvellir

Gengið var um Langastíg niður í Stekkjargjá á Þingvöllum.
Ætlunin var að ganga um gjána milli Öxarárfoss að Leirum, þ.e. Stekkjargjá og Snókagjá. Þótt auðvelt sé að ganga syðri hlutann, þ.e. milli Langistígurfossins og Langastígs-
uppgöngunnar, er að sama skapi erfitt að ganga gjána þaðan að Leirum vegna hruns og stórra steina. Svæðið er þó kærkomið fyrir þá sem vilja upplifa landrekið í reynd því það er óvíða áþreifanlegra en einmitt þarna. Þá eru menningarminjarnar margar í Stekkjargjá – ef vel er að gáð; búðir, garðar, stígar og stekkir. Þá eru Gálgar, forn aftökustaður, í gjánni (sjá HÉR).
Árið 1912 setti þýski veðurfræðingurinn Alfred Wegener fram vísindalega kenningu til þess að útskýra landrekið. Hann hélt því fram að meginlöndin flytu á undirlagi sínu og gætu því flust úr stað. Hann taldi að meginlöndin hefðu verið ein heild, Pangea (al-álfa) fyrir um 200 milljónum ára. Þessi álfa hefði síðan brotnað upp, fyrst í tvennt, nyðri hluta (Laurasíu) og syðri hluta (Gondwanaland). Síðan klofnuðu þessi meginlönd enn frekar og bútana rak í sundur þangað til núverandi landskipan var náð.
Samkvæmt jarðfræðikenningum reka Norður-Ameríku og Evrasíuflekarnir hvor frá öðrum á Þingvöllum. Plötuskilin afmarkast af gjám sem liggja frá Reykjanesi og norðaustur um land. Segja má að Reykjaneshryggurinn (Mið-Atlantshafs-hryggurinn) „gangi” á land á Reykjanesi. Hann markar skil þessara tveggja fleka. Austurhluti landsins er á Evrasíuflekanum og vesturhlutinn á Norður-Ameríkuflekanum. Skilin milli þeirra birtast ýmist sem opnar sprungur og gjár eða sem sem gígaraðir. Þau eru einna greinilegust í gjánum á Þingvöllum.

Stekkur

Það er varla hægt að útskýra jarðfræðilega sögu staðarins í stuttu máli. Hér mætast Evrópu- og Ameríkuplatan, hægt er að segja að maður standi með annan fótinn í Ameríku og hinn í Evrópu (sem er auðvitað bara plat). Áhugavert er að vita til þess að hugsa til þess að í árhundruð þjónuðu Þingvellir hlutverki sínu sem Alþingi landsmanna. Þarna hittist alþýða landsins kvað upp dóma og festi lög. Hvort sem að maður hefur áhuga á sögu, jarðfræði eða hvorugu þá eru Þingvellir staður sem vert er að sækja heim.

Jarðsaga Þingvallasvæðisins
“Á seinasta jökulskeiði lá þykkur jökull yfir öllu landinu sem var meira en 1000 m. þykkur þegar kaldast var. Undir jökulskildinum voru eldsumbrot sem mynduðu móberg.
Sum þessara eldgosa náðu að bræða sig í gegnum jökulskjöldinn og enduðu í hraunrennsli. Önnur bræddu einungis hvelfingu undir ísnum og mynduðu móbergsfjöll eða langa móbergshryggi.
Fyrir um 18.000 árum hlýnaði, jökulinn tók að leysa og hann hopaði smám saman inn í landið. Fyrsti vísirinn að Þingvallavatni kom fram fyrir 12000 árum. Þá lá jökultunga í Þingvallalægðinni og jökullón myndaðist syðst í henni, upp við Grafningsfjöllin. Þingvallavatn varð síðan til þegar jökullinn hopaði enn lengra norður og vatn frá honum safnaðist í lægðina.
Undan jöklinum komu í ljós mismunandi gerðir móbergsfjalla sem myndast höfðu við eldsumbrot undir ísfarginu.
Fyrir um 10.000 árum er jökullinn hafði nálgast núverandi stöðu, hófust mikil dyngjugos. Þá myndaðist Skjaldbreiður ein fallegasta dyngja landsins og um svipað leyti dyngjan sunnan við Hrafnabjörg sem Þingvallahraunið rann frá.
BúðTalið er að gosin sem mynduðu dyngjurnar hafi staðið í áratugi. Hraunin tóku fyrir yfirborðsrennsli jökulvatns suður Þingvallalægðina. Allt vatn norðan frá hvarf í hraunið og kom undan því sem tært lindarvatn.
Hraun úr dyngjunni sunnan við Hrafnabjörg rann langt út í Þingvallavatn og lokaði fyrir afrennsli þess við Sogshorn svo vatnsborðið hækkaði en jafnframt minnkaði það mikið því hraunið fyllti það að stórum hluta. Hraunið sléttaði í svip yfir Þingvallalægðina en landsig og sprunguhreyfingar héldu áfram og gjárnar endurnýjuðust og má nú virða fyrir sér innri gerð hraunsins í gjáveggjunum.
Fyrir rúmum 3000 árum opnaðist 8 km löng gossprunga norðaustan við Hrafnabjörg og myndaði Þjófahraun. Hraunið breiddist út austan við Tindaskaga en álma úr því rann vestur af norðan við Hrafnabjörg.
Seinast gaus í Þingvallalægðinni fyrir 2000 árum. Gossprungan sem þá opnaðist er norðaustan við Hengil. Þá rann Nesjahraun í Grafningi og öskugígurinn Sandey reis upp af botni Þingvallavatns.
Eldvirkni hefur nú legið niðri á Þingvallasvæðinu í meir en 2000 ár, en ljóst er að einhverntímann í framtíðinni munu hraun aftur renna.”

Flekahreyfingar

Þingvellir

Þingvellir – Snókagjá.

“Þingvallasvæðið tengist eldgosa- og sprungubeltinu sem liggur þvert yfir Ísland. Það er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja norðan úr Íshafi og suður eftir öllu Atlantshafi.
Sigdældin er hluti af virku eldgosa- og sprungusvæði sem nær utan frá Reykjanesi norður í Langjökul. Ytri mörk þess eru við Súlnaberg í Botnssúlum og austur á Lyngdalsheiði og Laugarvatnsfjalli. Á Suðurlandi jagast flekarnir hvor framhjá öðrum en á Þingvöllum færast þeir í sundur og spilda á milli sígur. Fjarri flekaskilunum er hreyfingin jöfn, 2 cm á ári en á þeim sjálfum safnar bergið spennu á löngum tíma sem síðan losnar í umbrotahrinum þegar brotamörkum er náð. Síðast gekk slík umbrotahrina yfir Þingvallasvæðið vorið 1789. Þá gekk 10 daga jarðskjálftahrina yfir Þingvelli. Við það seig landið milli Almannagjár og Hrafnagjár um tæpa 2 m, mest í sigdældinni miðri.
Á þeim tíma sem liðinn er síðan hraunið rann nemur landsig um gjárnar samanlagt um 40 metrum en gliðnum um 70 metrum. Telja má víst að landslag á þingstaðnum sé talsvert breytt nú frá Búðþví sem var þegar þinginu var valinn staður.
Hið stöðuga landsig hefur valdið ágangi vatns upp í þinghelgina. Frá því að Alþingi var stofnað árið 930 má gera ráð fyrir að sigið nemi upp undir 4 metrum.
Vatnságangur og landsig hafði áhrif á þingstörfin en talið er að Þingvallakirkja hafi verið flutt á 16. öld þangað sem hún er nú. Lögrétta var færð úr stað 1594 því þá hafði hún einangrast á hólma í Öxará.
Við landsigið 1789 fór nokkuð af túni á Þingvöllum undir vatn, gjár opnuðust í og kringum túnið svo ekki var óhult fyrir gripi, og almenningsvegurinn yfir Öxarárósinn og meðfram Hallinum fór á kaf.  Þinghald var í kjölfarið lagt niður á Þingvöllum og flutt til Reykjavíkur.
Í Vatnskoti nærri miðri sigdældinni hefur landsigið 1789 mælst um 2 og hálfur metri. Þar fór stór hluti af túninu undir vatn. Land mun halda áfram að síga á Þingvöllum með fyrirsjáanlegum ágangi vatnsins og árinnar á bakkana og þingstaðinn forna en enginn veit hversu langt er þar til næsta umbrotahrina skellur á með tilheyrandi landsigi.”
Sjá meira um Þingvelli HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-www.thingvellir.is/

Þingvellir

Stekkjagjá.

Þingvellir

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur leiddi kvöldgöngu á Þingvöllum. Fræddi hann þátttakendur um, refsingar, aftökur og aftökustaði á þessum gamla þingastað.
Á LögbergiÍ útvarpsviðtali fyrr um daginn sagði hann m.a.: “Alþingi var á tímum nöturlegur staður. Þarna fóru fram refsingar. Skipta má refsingunum í tvennt; dauðrefsingar og aðrar líkamlegar refsingar sem ekki áttu að valda dauða.
Þingvellir; fyrst þarf að hafa í huga að fyrstu 300-400 árin voru engar opinberar refsingar, altso það var ekkert framkvæmdarvald til á þjóðveldistímanum. Það var ekki fyrrr en með komu Noregskonunga að refsingar urðu til. Sýslumenn framkvæmdu refsingarnar í fyrstu. Eftir Siðaskiptin jukust refsingar til muna.
Með því að beina refsingunum inn á Þingvöll var framkvæmdarvaldið að taka þær frá sýslumönnunum. Þegar kom fram á 17. öld var sýslumönnum ekki leyft að framkvæma aftökur. Þær urðu að fara fyrir Lögréttu.
Fjórar tegundir af dauðarefsingum voru; drekking, henging, hálshögg og brenna. Flestar voru aftökurnar á 17. og 18. öld. Konum var drekkt, þjófar hengdir, morðingar hálshöggnir og meintir galdramenn voru brenndir.
Menn voru húðstrýktir og einnig eru dæmi um að menn voru dæmdir til að slá sig upp á munninn. Í Alþingisbókum kemur fram dæmi að Jón Hreggviðsson hafi verið dæmdur til að “slá sig upp á munninn”. Jafnan voru menn dæmdir til refsingar, gjarnan aflimunar eða marðir, á þeim líkamsstöðum er afbrotið var framið með. Skrif gegn heilagri þrenningu kostaði einn mann t.d. þrjá fingur.
Ekki voru til atvinnuböðlar heldur voru gamalmenni, sem varla gátu valdið öxinni, eða brotamenn látnir hálshöggva. Hinir síðarnefndi gátu þannig fengið aflétt hluta refsinga sinna. Þá beit öxin ekki alltaf eins og skyldi og þurfti því stundum fleiri högg en æskilegt var.
Refsingar hér á landi voru yfirleitt vægari en víða erlendis. Hér var t.d. ekki raktar garnir úr mönnum í eiginlegum skilningi eða þeir grafnir lifandi. Hægt var að dæma menn á hjól og steglu (stöng). Eitt dæmi er um slíkt hé rá landi, en ekki var hægt að framkvæma dóminn því þegar til átti að taka fannst ekkert hjólið. Við þá refsingu voru með bundnir á hlól og útlimir brotnir. Tækjaleysi háði því refsiframkvæmd hér.”
Við DrekkingarhylAftökur á Þingvöllum voru 70-80 á 180 ára tímabili. Síðasta aftakan á Þingvöllum fór fram 1878. Síðasta brennan í Brennugjá varð þó 1685. Heimildir eru um að 15 hafi verið hengdir í Gálgaklettum í Stekkjargjá. Frá 1602 voru 30 hálshöggnir á Höggstokkseyri. Frá 1618 var 18 konum drekkt í Drekkingarhyl.
Gengið var á framangreinda staði með viðkomu á Lögbergi. Þar sagði Árni að jafnan hefði verið talið að Lögberg hefði verið í brekkunni austan við gjána, en líklegra hefði verið að almenningur hafi dvalið í Almannagjá. Sýndi hann stall (ræðustól) góðan austan í gjánni og mun ræðumenn skv. því hafa talað að gjáveggnum háa að vestanverðu. Þar undir er gróinn brekka, hin ágætustu sæti og skjólgóð.
Drekkingarhyl sagði Árni hafa verið breytt með vegagerðinni um gjána. Sprengt hafi verið í gjávegginn austanverðan og stallur sá, sem konunum hefði verið varpað fram af í poka, hefði þannig verið eyðilagður, auk þess fyllt hefði verið í hluta hylsins.
Á skiltum við Drekkingarhyl má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik: “Til forna var drekking þekkt aftökuaðferð víða um heim. Sakamönnum var drekkt í fenjum og mýrum en einnig í ferskvatni eða í sjó. Á Íslandi voru lagaheimildir til fyrir drekkingum frá 1281 en ekki er getið um það í heimildum að drekkingum hafi veið beitt fyrr en eftir siðaskiptin.
Á þingvöllum var konum drekkt í Drekkingarhyl en vitað er um eina konu sem drekkt var í Öxará fyrir neðan Lögréttu. Ekki hafa varðveist áreiðanlegar lýsingar af drekkingum á Þingvöllum en sagnir erum um að konur hafi verið settar í poka, ýtt út í hylinn og haldið þar niðri.
Mörg önnur örnefni á Þingvöllum minna á harðar refsingar á Alþingi, Gálgaklettar og Gálgi eru örnefni sem lifa í Stekkjargjá við alfaraleið um Langastíg. Þjófar voru álitnir hinir fyrirlitslegu brotamenn og þeirra beið gálginn. Menn voru hálshöggnir á Höggstokksmýri sem sumir tekja að hafi verið hólmi í Öxará. Brennugjá liggur vestan Flosagjár og ber nafn hennar vitni galdarbrennum á síðari hluta 17. aldar. Á Kagahólma í Öxará er líklegt að sakamenn hafi verið hýddir og brennimerktir.”
GálgarUm Stóradóm segir:
“Eftir lögfestingu Stóradóms árið 1564 var hert mjög á líkamlegum refsingum á brotamönnum á Íslandi. Stóridómur fjallaði um viðurlög gegn frændsemis- og sifjaspellsbrotum, hórdómi og frillulífi. Við gildistöku dómsins árið eftir færðist dómsvald í slíkum siðferðismálum frá kirkjunni til veraldlegra yfirvalda.
Á 16. og 17. öld var ráðamönnum mikið í mun að refsa fyrir afbrot og syndir almennings, meðal annar tila ð koma í veg fyrir hræðilega reiði Guðs sem talin var geta beinst að samfélaginu ölli um leið og hið illa var æst upp með brotunum. Yfirvöld í Evrópu höfðu slíkar hugmyndir. Aftökum var samt einnig ætlað að koma í veg fyrir afbrot annarra ekki síður en nú til dags enda vöktu þær mikla athygli.
Fyrir vægari brot voru innheimtar sektir sem gengu til konungs og sýslumanna eða mönnum var refsað líkamlega, t.d. með hýðingu. Fyrir alvarlegstu frændsemi og sifjaspellsbrot voru menn ýmst hengdir eða þeim drekkt.”
Hökkstosskeyri er eyri við Öxará, beint austur af brúnni. Árni sagði ekki vitað nákvæmlega hvar höggstokkurinn (drumburinn) hafi verið á eyjunni, en líklega hefði hann verið færður til eftir aðstæðum. Árni taldi Kagahólma hafa verið annan hólmann vestan árinnar, handan Höggstokkseyrar.
StekkurBrennugjá er austan Höggstokkseyrar. Brennustæðið sjálft fór undir veg er hann var lagður þarna að Þingvallabænum á fyrri hluta síðustu aldar. Í Brennugjá hafa fundist mannabein, líkt og víða annars staðar í gjám, sprungum og gjótum. Líklegt er að líkamsleifar hinna 80 aftekinna hafi verið komið fyrir á þessum stöðum víðs vegar um svæðið.
Í Stekkjargjá er hlaðinn stekkur eða kví. Norðan við hana er klettadrangur. Þar staðnæmdist Árni og benti á Gálgakletta. Tveir staðir í gjánni eru sagðir koma til greina; hinn norðar í henni austanverðri, en þar hefði verið erfiaðra um vik, enda miklu mun hærra klof. Langistígur liggur við Klettana. Árni sagði að líklega hefði langtré (gálganum) verið komið fyrir milli gjárveggsins og klettsstandsins. Yfir100 gálga-örnefni eru til á landinu.
Bent var á að landshagir á Þingvöllum hafi breyst talsvert á umliðnum öldum og því bæri að skoða sögulega staði með hliðsjón af því. Verst er þó að hugsunarlaus eyðilegging hafi orðið svo síðla af mannavöldum á svo sögufrægum stöðum er að framan greinir. Þá kom á óvart að einungis einn staðanna er merktur svo ganga megi að honum vísum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst.
Brennugjá

Hrafnabjörg

Ofan við Þingvallaskóga er getið um tvö býli; Litla-Hrauntún og Hrafnabjörg. Litlar sögur fara af býlum þessum er þó er hið síðarnefnda talið miklu mun eldra eða allt frá fyrstu tíð. Ætlunin var að leita að og skoða hið gamla bæjarstæði Litla-Hrauntúns og fornbýlistóftir Hrafnabjarga undir samnefndu fjalli norðaustan Þingvalla. Tóftunum var síðast lýst skömmu eftir aldamótin 1900. Hafa sumir talið að þar hafi hinir sagnakenndu Grímastaðir verið. Aðrir að þær hafi verið undir Grímarsgili mun vestar. Prestastígur liggur yfir hraunið, flestum gleymdur.

Kort Þingvallavefsins af göngusvæðinu

Búið var að miða bæjarstæðin út frá gömlum kortum. Svæðið gaf von um ægifagurt útsýn; Ármannsfell, Skjaldbreið og Hrafnabjörg.
Heimildir segja: “Í hraunjaðrinum við Hrafnabjörg er þó á einum stað brunnur af náttúrunni, þ.e. hraunhola með vatni, sem sjaldan þrýtur. Og hjá henni er forn bæjarrúst. Önnur forn bæjarrúst er í hrauninu langt suðvestur frá Kluftum. Þar heitir Litla-Hrauntún. Eigi sér þar vatnsból og eigi er þar heldur túnstæði. Það kæmi nú heim við hinn fyrtalda stað í Harðarsögu (k. 5) að Grímsstaðir, þar sem Grímur litli bjó, hafi verið á öðrum hvorum þessum stað, og þá helzt á bænum við Hrafnabjörg. Og á því máli er Sigurður Vigfússon í Árb. 1880-1, bls. 43.”
Lagt var af stað frá Ármannsfelli skammt neðan undir Stóragili. Ljóst var strax í upphafi að svæðið er gríðarlega víðfeðmt og erfitt til leitar að mjög fornum óljósum minjum.
Einar á vettvangi Litla-Hrauntúns? Vörðuleifar nærFERLIR hafði áður leitað upplýsinga um staðsetningar á stöðum þessum hjá viðkomandi staðaryfirvöldum þjóðgarðsins og fengust greið svör frá Einari Á.E.Sæmundsen: “

Hnitin á Litla Hrauntúni sem ég er með hér er: 20° 59´43,139” W-64° 17´44,196” N. Þetta er merkt inn af eldri manni Pétri Jóhannessyni úr Skógarkoti sem setti á loftmynd um 650 örnefni. Þau voru hnituð inn af loftmyndum hans ofan á okkar hnitsetta grunn. Þegar rýnt er í myndina þá er erfitt að greina nokkuð sem gæti bent til fornra rústa. Það eru eitt annað örnefni sem gæti hjálpað ykkur….. Hesthústóft-tjörn (20°57´59,908” W-64°16´54,939”N). Það bendir til einhverrar mannvistar. Í skránni er Hrafnabjörg “eyðibýli”, en búið að fínkemba aftur kortin lögð yfir loftmyndirnar okkar og ég finn það ekki. Það er einsog það hafi gleymst að setja það inn. Mig grunar að þetta örnefni 

Einar við

Hesthústóft geti leitt ykkur áfram en það er næsta í röðinni í skránni. Hann hefur gert þetta eftir minni og kannski munað þau saman ef þau væru nálægt hvort öðru. Hnitin eru í isnet 1993 lambert… Mér finnst þetta sem þið eruð að gera mjög spennandi og lít stundum við á heimasíðuna ykkar. Þetta er vinna sem nýtist okkur mjög vel í framtíðar fornleifaskráningu.”
Ef tekin voru mið af gömlum kortum út frá þekktum kennileitum átti ekki að vera mjög erfitt að staðsetja bæjaleifarnar. Ekki er um langa vegarlengd að ræða frá Ármannsfelli að Hrafnabjörgum, en hafa ber í huga að hraunin þar á millum eru bæði illviljug og höll undir að hylja það sem er þeirra. Og þegar hnitin voru slegin inn á hin ýmsu opinberu landakort, s.s. 1:100.000 og 1:50.000, fengust hinar mismunandi staðsetningar.
Nefndur Pétur merkti örnefnin eftir glöggum loftmyndum, þ.e. númeraði þau inn á myndirnar, en Einar færði þau síðan inn á loftmyndir af svæðinu. Skv. því átti Litla-Hrauntún að vera spölkorn Hesthústóft nálægt Hrafnabjörgumsunnan við sauðfjárveikigirðingu er umlykur Þingvöll. Þegar gengið var á hnitið kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Þegar komið var á vettvang var efitt að sjá að þarna gæti hafa verið bæjarstæði, sem þó hefði þá verið það á mjög  ákjósanlegum stað. Tóftir, mjög gamlar, virtust vera sunnan undir lágum aflöngum klapparhól. Efst á honum var fallin varða, mosavaxin. Grjótið var þá augljóst. Undir hólnum virtist vera grasi gróin geil inn að honum. Mótaði fyrir veggjum beggja vegna, þó ekki hleðslum. Stafn hefur verið mót suðri. Gata lá framan við. Til beggja hliða virtust vera leifar minja, gerði til vesturs og hús til austurs. Þar virtust geta hafa verið tvískipt tóft. Gaflar sneru mót suðri. Stór varða var neðar í hrauninu, skammt austan við Hrauntúnsbæinn. Vel sást yfir að Þingvallavatni. Hafa ber í huga að landið hefur breyst mikið á umliðnum öldum. Varða var á klapparhól skammt suðvestar. Milli hans og “bæjarstæðisins” voru grónir hraunbollar, sem vatn gæti hafa safnast saman í. Skammt austar var opin djúp (botnlaus) gjá, en í hana hefði hugsanlega verið hægt að sækja vatn. Allt um kring voru grasbollar og skjól, hin ákjósanlegasta fjárbeit.
Ferðinni var haldið áfram – áleiðis að Hrafnabjörgum.
Varða, önnur af tveimur, ofan við hesthúsatóftinaFornminjar á Þingvöllum voru friðlýstar árið 1927, og þá sennilega að gefnum tilefnum. Að því tilefni sagði m.a.: “Friðlýsingar fornminjar: Þingvellir. 1. Þingbúðarústir allar og allar aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna alþingisstað, beggja vegna Öxarár. 2. Rústir allar þar sem verið hafa forðum býlin Grímsstaðir, Bárukot, Múlakot, Litla-Hrauntún, Ölkofrastaðir og enn eitt, norðvestan undir Hrafnabjörgum.” Þingbúðarrústirnar hafa verið merktar, en engar hinna síðarnefndu. Þar á Þingvallanefndin þakklátt starf fyrir höndum.
Á megingjánni millum bæjanna, hlutdeild misgengis meginlandsflekanna, var brú. Vestan hennar voru þrjú forvitnileg prestaörnefni; Prestastígur. Presthóll og Prestahraun. Þar myndi verða ástæða til að staldra við um stund. Í Hlíðargjá mótaði fyrir gamalli götu er lá framhjá áberandi háum og sprungnum klapparhól. Þar gæti verið um að ræða nefndan Presthól, enda átti hann að verða neðan við gjána á þessum slóðum. Prestahraunið er augljóst. Það er nýrra en Þingvallahraunið, sem hefur komið úr Eldborgunum ofan við Hrafnabjörg. Prestahraunið hefur hins vegar komið ofan úr Þjófadölum og er mun yngra. Það myndar rana þarna millum Ármannsfells og Hrafnabjarga og líklega hefur stígurinn legið að hluta yfir ranann á leið sinni í átt að Mjóufellunum þar sem Goðaskarð skilur þau að.
Komið var inn á Bjargarvelli, grasflöt suðvestan við Hrafnabjörg. Þar virtist móta fyrir tóftum. Haft var hins vegar sem mið eftirfarandi:
Í Árbók HIF árið 1904 fjallar Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi um Grímsstaði í Þingallasveit undir yfirskriftinni “Rannsókn í Árnesþingi sumarið 1904”.
“Svo segir í Harðarsögu, 5. k.: -Grímur keypti þá land suðr af Kluftum, er hann kallaði Grímsstaðiok bjó þar síðan-. en í 19. k. segir svo: -Hann (Indriði) fór Jórukleif ok svá til Grímsstaða ok þaðan Botnsheiði ok svá í Botn-. Ef það eru sömu Grímsstaðir, sem talað er um í báðum þessum stöðum, þá er annarhvor staðurinn ónákvæmlega orðaður.
Vatnsstæðið við hesthústóftinaKluftir (sandkluftir) er milli Ármannsfells og Mjóufjalla. Suður frá Kluftum er skógi vaxin hraun til Hrafnabjarga. en það hraun er vatnslaust og því eigi byggilegt. Í hraunjaðrinum við Hrafnabjörg er þó á einum stað brunnur af náttúrunni, þ.e. hraunhola með vatni, sem sjaldan þrýtur. Og hjá henni er forn bæjarrúst. Hún er að vísu nokkuð óglögg; þó má sjá, að í henni eru 2 miðgaflar, er skifta henni í 3 herbergi, sem hvert um sig er nál. 3 fðm. langt. Hún liggur nál. frá austri til vesturs og hefir vestasta herbergið dyr á vesturenda, en hin sýnast að hafa dyr á suðausturhliðinni. Breiddin á tóftunum er nál. 3 fðm. Við norðurhliðina vottar fyrir annarri tóft, en einnig hefir dyr á vesturenda. Norðanmegin við þær er lítil tóft með dyr mót norðri. Svo sem 20-30 fðm. norðar er sérstök tóft, talsvert minni. Hún er tvískift, og er það glögt, að miðgaflinn er dyralaus. Hefir austurherbergið dyr á suðausturhlið, en hitt á vesturenda. Lengd hvors um sig er nál. 2 1/2 fðm., breiddin um 2 fðm. Þetta gæti vel verið heimahof. Stekkur gæti hún raunar líka verið, en er þó of lítil til þess á þessum stað; því hér verður að gera ráð fyrir mörgu sauðfé; tún hefir ekki verið og þá ekki heldur kýr.

Presthóll?

Önnur forn bæjarrúst er í hrauninu langt suðvestur frá Kluftum. Þar heitir Litla-Hrauntún. Eigi sér þar vatnsból og eigi er þar heldur túnstæði. Það kæmi nú heim við hinn fyrtalda stað í Harðarsögu (k. 5) að Grímsstaðir, þar sem Grímur litli bjó, hafi verið á öðrum hvorum þessum stað, og þá helzt á bænum við Hrafnabjörg. Og á því máli er Sigurður Vigfússon í Árb. 1880-1, bls. 43.
En svo er annað fornbýli, kallað Grímastaðir, milli Brúsastaða og Svartagils. Hjá henni er gil sem heitir Grímagil. Um þetta getur S.V. í sömu Árb., bls. 98, og ætlar þá, að hér hafi Grímsstaðir raunar verið, því það kemur vel heim við síðartalda staðinn í Harðarsögu (k. 19.). Botnsheiði, sem þar er nefnd, hlýtur að vera sú leið, sem nú er kölluð Leggjabrjótur. Þá er á hana er lagt úr Þingvallasveit, liggur mjög svo beint við að fara hjá Grímagili. Rúst Grímastaða er vestanmegin lækjarins (-austanmegin- er víst prentvilla í Árb. 1880-1, bls. 98). Hún er svo niður sokkin, að mestu gætni þarf til að sjá hana, og hún virðist hafa verið mjög lítil. Hún liggur austur og vestur, hefir dyr á suðurhlið og miðgafl vestan við þær með dyrum við útidyrnar. Vestur-herbergið er 3 fðm. langt, hott aðeins 1 1/2 fðm. Breiddin er 2 fðm. Þó má vera að austurherbergið hafi verið lengra, því endinn er óglöggur, og litlu austar sér á hleðslusteina í flagrotu. Þar skamt frá sér aðra, óglöggva tóft, mjög litla. Önnur forn mannvirki sjást þar ekki.

Skjalbreiður

Nú er spurnsmál hvort meira gildir; að þessi rúst er svo nálægt Botnsheiðar- (nú Leggjarbrjóts-) veginum, eða  Hrafnabjargarrústin…..”
Hér virðist vera um tvennst konar misskráningu að ræða. Líklega hefur skráningaraðilinn ekki farið að hugsanlegum tóftum Litla-Hrauntúns. Í öðru lagi virtist, við fyrstu skoðun, ekki vera um að ræða tófti á eða við hraunbrúnina tilnefndu. Að vísu má gera sér í hugarlund “tóftir” undir hraunbrúninni á einum stað, en það hugmyndarflug virðist fjarrænt. Hafa ber þó í huga að margt hefur breyst þarna á einni öld. Norðvestan við Hrafnabjörg eru uppblásnar grassléttur í hrauninu, sem áhuagverðar eru til enn frekari skoðunar. Þá má telja líklegt að bær á þessum slóðum hafi verið mun neðar og suðvestar í hraunbrúninni er ætlað hefur verið. Hafa ber í huga að í Þingvallahrauni, allt upp undir Skjaldbreið, hafa verið sagnir um bæjarleifar frá fornri tíð og að svæðið hafi verið ” í miðri sveit”.

Hrafnabjörg

Hrafnabjörg sem slík er merkilegt náttúrufyrirbæri. Ekki er vitað hvort skrifað hafi verið um fjallið, sem ekki er ólíkt Herðubreið; drottningu fjallanna. Hrafnabjörg hafa orðið til við eldgos undir jökli, líklega á síðtíma jökulskeiðsins fyrir u.þ.b. 12.000 árum. Af ummerkjum að dæma virðist fyrst hafa gosið lóðrétt, en eftir því sem leið á gosið hefur hraun náð að renna til hliðanna eftst undir jökulhettunni. Áður en gosinu lauk náði það að bræða efsta lag jökulsins og hraun komst upp á yfirborðið. Eina gosrás út frá meginrásinni má t.d. sjá ofarlega í miðju fjallinu.
Undir vestanverðum Hrafnabjörgum er mikil kyrrð og ró, þrátt fyrir angurværan fuglasögninn. Þrastar-, lóu- og hrossagauks voru hvarvetna á gönguleiðinni.  Fýll verpir og í bjargbrúnunum og hrafninn virðist enn halda tryggð við nafngiftina.
Svæðið er langt í frá fullkannað. Gengnir voru 16 km að þessu sinni og eflaust á eftir að ganga þá miklu mun fleiri áður en leyndardómur Hrafnabjargabæjarins verður afhjúpaður.
Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Heimild:
-Brynjúlfur Jónsson, Grímsstaðir í Þingvallasveit, Árbók hins íslenska forleifafélags 1905, bls. 44-47.
Árb. 1880-1881: 22, 98. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.
-Sbr. Árb 1921-1922: 1-107.
-Einar Á.E. Sæmundsen, upplýsingafulltrúi Þingvöllum.

Blóðberg í Þingvallahrauni

Þingvellir

Í Lesbók Mbl 27. maí 1956 skrifar Tómas Tryggvason grein er nefndist “Jarðsaga Þingvalla”. Í henni er m.a. rakin myndun og mótun svæðisins frá upphafi:

Thingvella

“Þegar rannsaka skal og rekja jarðsögu einhvers svæðis, er hægt að líkja því við bitaþraut, þar sem nokkur hluti bitanna er glataður. Þrautin er sú, að koma þeim bitum, sem ennþá kunna að finnast, á réttan stað og fylla síðan í eyðurnar með hjálp hugmyndaflugsins eins og sennilegast má þykja.
Land okkar er einkum skapað og mótað fyrir tilverknað tveggja meginafla, eld og íss. Sem þriðja meginafla mætti nefna öfl í jarðskorpunni, sem valda misgengi og öðrum jarðskorpuhræringum, en þær koma mjög við jarðsögu Þingvallasvæðisins.
Talið er að Ísland hafi verið þakið jöklum um milljón ára skeið, og að ekki séu liðin nema 10.000 ár síðan ísöldinni létti. Ísöldin var ekki látlaus fimbulvetur, heldur skiftist hún í kaldari og hlýrri tímabil. Á kuldaskeiðunum huldi jökull landið, en á vortímabilunum mun landið hafa verið íslaust að mestu, svipað og nú er.

Uppdráttur með greininni

Á einu þesssara hlývirðisskeiða, líklega því síðasta, hófust áköf og mikil grágrýtisgos víða um land. Næstu blágrýtiseldfjöllin við Þingvelli munu hafa verið Ok, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Áður en gosin hófust virðist landslagið hafa verið fremur slétt, enda sorfið af jöklum hins nýafstaðna kuldaskeiðs. Af þeim afstöðnum voru allar minni háttar ójöfnur farnar í kaf, þar sem hraunflóðin náðu til. Þykk grágrýtishella þakti stór svæði í landinu, þar á meðal mestallt Suðvesturland. Grágrýtiseldfjöllin hafa verið fremur lágar en víðáttumiklar dyngjur.
Er líða tók á kuldaskeiðið hefjast móbergsgos á sprungu milli Lyngdalsheiðar og Úlfljótsvatnsfjalla. Dráttarhlíðin og Höfðinn bak við Kaldárhöfða hrúgast upp og stífla farveg skriðjökulsins. Þegar hér er komið sögunni er í raun og veru hægt að tala um dæld bak við þennan þröskuld, þar sem nú er Þingvallavatn, enda þótt ekki sé vitað, hvort jarðsigin, sem mestan þátt eiga í myndun hennar, séu ennþá byrjuð. Móbergsþröskuldinn við Dráttarhlið varð samt ekki hærri en svo, að skriðjökullinn flæddi yfir hann og hélt gamla farveginum niður um Grafning.
Landsigið, sem á þingvöllum blasir við augum í gjám og hamraveggjum, er eldra miklu og stórkostlegra en Almannagjá, sem liggur í fremur ungu hrauni, ber vitni. Almannagjá, Hrafnagjá, Heiðargjá og aðrar sprungur í hraununum, sem runnið hafa eftir íslöld, eru merki um seinasta þáttinn til þess í landsiginu. Þar sem nýju hraunin ná til, eru vegsummerki eldri tíma hulin, og við sjáum ekki nema yngstu misgengin. Við suðvesturhorn Þingvallavatns sést aftur á móti allt misgengið ofan vatnsborðs frá lokum ísaldar. Vesturveggur Almannagjár er vart meir en 2-20 m á hæð þar sem hann er hæstur, en hamraveggur Jórukleifar mun vera um 80-100 m hár. Við það bætist svo 

Þingvallasvæðið

Langahlíð og Símonarbrekka. Ef þess er gætt, að botn Þingvallavatns er um sjávarmál þar sem það er dýpst, en brúnir efstu stallanna um og yfir 300 m yfir sjó, fáum við dálitla hugmynd um hversu stórstígar jarðhræringarnar hafa verið, á ekki lengri tíma en frá lokum ísaldar. Þess ber samt að gæta, að ekki er allur sá hæðarmunur misgengi. Eins og áður er nefnt, mun Þingvallasvæðið upprunalega hafa verið dæld milli Lyngdalsheiðar og Mosfellsheiðar, sem auk þess er sorfin skriðjökli á seinustu ísöld. Ef við athugum sigstallana þrjá, Lönguhlíð, Jórukleif og Símonarbrekku, sjáum við að samanlagt misgengi yfir vatnsborði Þingvallavatns er þarna samt sem áður milli 150 og 200 m.
Seinasta landsigið á Þingvallasvæðinu átti sér stað 1789, en þá lækkaði hraunspildan milli Almanngjár og Hrafnagjár um 2/3 úr m. Að sama skapi gekk vatnið á land norðanmegin, en ströndin að sunnan hækkaði lítilsháttar að sögn.
Þingvallavatn og úrennsli þess um SogHraunin, sem setja svip á landslagið umhverfis Þingvallavatn, að norðan og austan, hafa sum runnið frá Skjaldbreið en önnur úr eldgjám austan udnir Tindaskaga og Hrafnabjörgum. Gígaröðin frá Þjófahrauni austan undir Tindaskaga nær ofan í hraunið skammt norðaustan undir Miðfelli. Það má telja víst, að hraunið, sem liggur á yfirborði jarðar á Þingvöllum, sé runnið frá Tindafjallaheiði bak við Hrafnabjörg. Vafalaust hafa fleira en eitt hraunflóð þurft til þess að fylla upp í allar ójöfnur í landslaginu og skapa þá víðlendu hraunsléttu, sem lá umhverfis Þingvallavatn norðanvert að seinustu gosunum afstöðnum, áður en jarðhræringarnar röskuðu landslaginu á nýjan leik.
Yfirborð Þingvallavatns hefir staðið allmiklu hærra í lok ísaldar en nú. Umhverfis Krók og Ölfusvatnsheiði í Grafningi eru miklir malarhjallar um það bil 25 m yfir núverandi vatnsborði Þingvallavatns. Malarhjallar þessir eru greinilegar strandmyndanir og vitnisburður þeirra verður ekki dreginn í efa. Erfiðara er að finna merki eftir afrennsli er samsvari þessum strandhjöllum.
Eftir lok leysingaskeiðsins er Þingvallavatn jökulvatn enn um skeið. Afrennsli þess, gamla Efra Sog, hefir farveg gegnum þröskuldinn milli Dráttarhlíðar og Kaldárhöfða rétt við hliðina á núverandi farvegi sínum og grefur sér æ dýpra gil í móbergið. Enda þótt móbergið sjálft sé fremur mjúk bergtegund og auðgrafin, eru samt í því grágrýtiseitlar, sem eru seiagri undir tönn en sjálft móbergið. Leifarnar af slíkum eitli eða gangi sjást í gilinu nær miðjum þröskuldi, þar sem heitir Borgardalur eða Stekkjarhvammur. Norðan í Dráttarhlíðinni meðfram ósvíkinni vottar fyrir hjalla eða þrepi 9 m yfir vatnsborði. Þrep þetta gengur vestur í Björgin vestan við Ósvíkina, og er þar að finna allstóran helli, Skinnhúfuhelli. Hjalli þessi og hellirinn hafa orðið til eftir að útrennslið ruddi sér braut milli Dráttarhlíðar og Kaldárhöfða og stafar af því, að Í Skinnhúfuhelli í Björgunumvatnsborðið hefir haldizt óbreytt um lengri tíma. Líklega hefur svörfunin í árgilinu tafizt á grágrýtishaftinu í Bogardal, og brimþrepið og hellirinn orðið til meðan áin var að vinna á því. Að þessari kyrrstöðu lokinni heldur svo svörfunin áfram jöfnum skrefum unz Miðfellshraun brennur, stíflar farveg Gamla Sogs og markar ný tímamót í þróunarsögu Þingvallavatns.
Það vill svo vel til,a ð hægt er að komast nærri um yfirborð Þingvallavatns áður en Miðfellshraun brann. Í burgðunni þar sem Efra Sog beygir ofan í skarðið milli Dráttarhlíðar og Kaldárhöfða koma fram lindir í gilinu rétt ofan við og í vatnsborði árinnar. Einmitt þarna mun ís Gamla Sogs hafa legið, og að líkindum koma lindirnar upp rétt ofan við þröskuldinn í botni óssins. Lindirnar, og þar með þröskuldurinn, liggja 6-7 m undir núverandi vatnsborði Þingvallavatns. Hafi nú ósinn verið tveggja m djúpur á þröskuldinum, er hægt að draga þá ályktun, að áður en Miðfellshraun brann hafi vanið staðið 4-5 m lægra en það gerir nú.
Nokkru eftir lok ísaldar tekur Skjaldbreiður að gjóra og jafnframt eða skömmu seinna sogsprungan mikla bak við Tindaskaga og Hrafnabjörg, Hraun frá Skjaldbreið renna í farveg jökulkvíslarinnar frá Langjökli og fylla áður en lýkur dalinn, sem hún rann eftir. Söm verða örlög annarra lækja og alls rigningarvatns, sem kemur síðan fram sem tært bergvatn í uppsprettum í botni Þingvallavatns. Yfirborðsrennsli í Þingvallavan er auk Öxarár, tvær smáár að sunnan, samtals á að gizka 5-10 tengingsmetrar á sekúndu hverri að jafnaði. Meðalrennsli Sogsins er aftur á móti rösklega 110 teningsmetrar á sekúndu. Þessar tölur gefa svolitla hugmynd um vatnsmagn í hraununum.

Þingvellir

Á Þingvöllum.

Þá kemur að síðasta þættinum í sögu Þingvallavatns. Þegar Miðfellshraun brann, fyllti það fyrrverandi ósvik, og lítil renna úr því féll eftir farvegi Gamla Sogs niður eftir skarðinu að Úlfljótsvatni. Ný hraunbylgja féll skömmu seinna á Kaldárhöfða og Dráttarhlíð og rann spottakorn niður eftir skarðinu á milli þeirra. Þegar hraun eru komin að því að storkna og orðin tregfljótandi, verða brúnir þeirra oft nokkuð háar. Svo fór og í þetta sinn, og myndaðist því allstór vik milli hraunsins og Dráttarhlíðar. Eftir gosið hækkaði í vatninu, og leitaði það sér útrásar um þetta vik, sem virðist hafa verið nógu stórt tiul þess að rúma messt allt Efra Sog, án þess að til muna flæddi yfir hraunið við Ósvíkina.
Hraunið var nú búið að fylla gamla farveginn í skarðinu, og Efra Sog tók til óspilltra málanna við að grafa sér nýtt gil við hliðina á því gamla. Fór enn á sömu leið og með Gamla Sog, að grágrýtiseitillinn í Borgardal var seigur fyrir og tafði gröftinn. Meðan á eitlinum stóð, mun vatnsborðið í Þingvallavatni hafa verið því sem næst 5 m hærra en nú. Undir Hrafnskletti vestan í Miðfelli liggur bárugarður ofan á hrauninu en annar nýr við vatnið. Hæðarmunurinn á þessum bárugörðum hefir mælzt 5 m með loftvog. Annar bárugarðurinn ofan á hrauninu neðan við bæinn í Meðfelli (Sandskeið) mældist 6 m yfir vatnsborði. Grafningsvegur yfir Ölfusvatnsheiði liggur á malarhjalla í svipaðri hæð.
Ekki hefir aldur Skjaldbreiðarhrauns né Miðfellshraun verið ákveðinn, en sennilega má gera ráð fyrir að hin yngstu hraun þeirra hafi brunnið nokkrum árþúsundum fyrir landnámsöld.”

Heimild:
-Tómas Tryggvason – Lesbók Mbl 27. maí 1956, 19. tbl, bls. 293-297.

Þingvellir

Á Þingvöllum.

Brúsastaðarétt

  Gengið var um fornjarðir Þingvallabæjarins, Grímastaði og Bárukot. Grímastaða er getið í Harðarsögu Hólmverja.
Tóftir BárukotsRústir þessara fornjarða voru friðlýstar árið 1927, en í dag vita fáir hvar þær er að finna.
Ætlunin var að fara yfir Öxará á Norðlingavaði, út með Brúsastaðabrekkum, upp í Grímasgil og síðan niður með Grímagilslæk og inn á fornra þjóðleið er lá um hlaðið á Bárukoti og Brúsastöðum, en eftir að rætt hafði verið við Ragnar, bónda á Brúsastöðum, var talið, vegna vatnavaxta í Öxará, áreiðanlegra að fara áleiðis upp að Svartagili frá Skógarhólum og þaðan yfir Grímagilslæk við Biskupsbrekkur, inn á hina fornu þjóðleið og fylgja henni síðan áleiðis að Norðlingavaði. Við hana ættu tóftir Bárukots að vera. Skv. kortum átti þær að vera við reiðgötu nokkru norðar.

Bárukot

Bárukot – uppdráttur ÓSÁ.

Heimatúnið og svæðið næst Brúsastöðum er fyrir margra sakir áhugavert. Í örnefnalýsingu fyrir bæinn segir m.a.: “Þá er komið upp að túni, upp að Trausta. Trausti er hóll eða hæð, sem rís framan við gamla bæinn á Brúsastöðum og liggur inn í túnið.  Haraldur hefur heyrt, að Jóhanna, amma Guðbjörns á Kárastöðum, hafi nefnt hæðina þetta, því að hún hafi alltaf vitað, hvar börnin voru, þegar þau voru þar að leika sér. Hóllinn hækkar í landslaginu, er mishár, en hæstur rétt austan við bæinn.  Hann nær inn að á og heitir Trausti alla leið.  Vestasti partur Trausta heitir Goðhóll.
Það er ekki gamalt nafn.  Þegar Halldór Einarsson (?) bjó á Brúsastöðum, var hesthús á hólnum, en var lagt niður. Reiðhestur frúarinnar var grafinn i hesthúsinu með öllum tygjum.  Hesturinn hét Goði, og fékk hóllinn nafn af honum.
Þar fyrir vestan, þar sem vegurinn lá heim, er Hádegisholt, eyktamark frá Brúsastöðum.  Það er endinn á Djúpugrófarásnum.  Klukkan var tólf, þegar sólin var yfir Hádegisvörðu á holtinu.  Varðan er nú horfin.
Túnið:  Túninu hallar niður í smálægð.  Þar er gamalt Hof, sem ekki mátti hreyfa við.  Það var ekki gert, og er þetta eins enn, hringmyndaður þúfnaklasi.  Matthías Þórðarson gróf þarna í eitt sinn. Þar fyrir ofan er Friðhóll, bungumyndaður hóll. Neðst í honum stendur bærinn.  Hóllinn er mjög sléttur að ofan og hefur líklega þótt „friður“.  Fyrir ofan Friðhól er laut og hóll þar fyrir ofan.  Utan í honum myndast falleg, slétt flöt.  Það er upp-hækkun, eins og hlaðið, myndað af framburði lækjarsprænu.  Þarna voru kvíar.  Haraldur sat yfir ám bæði uppi í fjalli, uppi í Dokkum, og niðri á  hrauni.  Hann man ekki nákvæmlega, hvenær hætt var að færa frá, en hann hefur líklega verið kominn undir fermingu þá.”
Þegar komið var að reiðgötuna frá Skógarhólum (við hlið hennar liggur malarslóði) var henni fylgt spölkorn til vesturs. Þjóðleiðin um Norðlingavað - framhjá BárukotiÞá blöstu við tóftir á hægri hönd, norðan bakka Grímagilslækjar. Reyndust þar vera heillegar tóftir veglegs kots. Það hefur verið reist á berangri, að því er virtist, en eflaust hefur svæðið allt verið skógi (í það minnsta kjarri) vaxið er það var byggt. Burstir hafa verið þrjár mót suðri, sú austasta með hurð, en hliðarburstirnar tvær einungis verið hálfgaflar með glugga. Veggir standa og vottar fyrir hleðslum. Sex rými hafa verið í kotinu og gerði eða garður vestan við það. Líklega hefur baðstofan verið innst, en svefnrými vinnufólks vestast.
Skammt sunnan við tóftirnar er hlaðinn lítill stekkur. Bendir hann til þess að þarna hafi verið geitur?
Ferðalangar á leið austur að Skógarhólum (Múlakoti) er fóru yfir Öxará héldu um Norðlingaveg framhjá þessu eyðibýli, Bárukoti, og um Leynistíg til Alþingis, en Leynistígur er rétt hjá rimlahliðinu á Þjóðgarðsgirðingunni skammt frá Skógarhólum, nema farið hafi verið um Langastíg og Stekkjargjá, sérstaklega ef menn voru einhesta. Bárukot mun ekki hafa verið í byggð síðan á 17. öld og þá aðeins í 8 ár. Þar þótti þó sæmilegt túnstæði, enda bera ummerkin þess dæmi.
Stekkur við BárukotSkammt suðvestar er mikil hlaðin rétt. Ekki er að sjá að hennar hafi sérstaklega verið getið í örnefnalýsingum eða öðrum heimildum. Ekki heldur annarri rétt, mun minni og eldri, skammt vestar. Fjallað verður um hana hér síðar.
Ragnar hafði sagt þessa rétt hafa verið hlaðna árið 1908. Hún hefði þjónað bæjunum í vestanverðri sveitinni. Þegar réttin í Skógarhólum hafi verið hlaðin eftir 1930 hafi þessi rétt lagst af að mestu. Skógarhólsréttin hefði leyst af Þingvallaréttina (Hrauntúnsréttina) undir Sleðaási ofan við Bolaklif. Þangað hefðu Borgfirðingar o.fl. sótt fé sitt, en þegar þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður árið 1930 hefði þjóðgarðssvæðið verið girt af og réttin þá lagst af. Hún væri mun eldri en aðrar réttir í Þingvallasveit.
Nafnlausa réttin undir suðvesturjaðri Biskupsbrekkuhrauns er stór og nokkuð heilleg. Hún var hlaðin á sléttri hraunhellu og hefur undirstaðan því verið góð. Stórt gerði er vestan réttarinnar. Sjálf telur réttin 10 dilka með úrdráttarhólfi í miðjunni.
GrímasgilStefnan var tekin upp í Grímasgil.
Í heimildum er gerð grein fyrir hjáleigum í landi Þingvalla, eins og t.d. Vatnskoti, Hrauntúni, Skógarkoti og Svartagili. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, sem samin hafði verið á árunum 1706-1711, segir að hjáleigurnar hafi verið byggðar úr landi Þingvalla og að afréttur hafi til forna verið brúkaður í Skjaldbreiðarhrauni. Af öðrum ummælum í jarðabókinni nefnir stefnandi að um hjáleiguna Vatnskot segi: „Haga á jörðin í betra lagi mikla og góða. Útigangur á vetur er hjer góður og er hverki sauðfje nje hestum fóður ætlað.“ Um hinar hjáleigurnar sé vísað til þess sem ritað var um Vatnskot. Í jarðabókinni segi jafnframt að Þingvellir hafi átt afrétt á „ … Skjaldbreiðarhrauni en hefur ekki verið brúkaður yfir 40 ár, lætur nú presturinn brúka fyrir afrétt Ármannsfell, Kvíindisfell og Gagnheiði“. Í jarðabókinni og sóknarlýsingu Þingvallasóknar sé að auki getið um fjölda annarra hjáleigna og eyðibýla, sbr. t.d. Fíflavelli, landsuður undir Skjaldbreið, Ölkofra, Þórallarstaði, Múlakot eða Mosastaði, Grímastaði, Bárukot og Þverspirnu.
Gamla réttinGrímastaðar er getið í Harðarsögu Hólmverja, en ekki er vitað hvar tóftir bæjarins gætu verið. Í Jarðabókinni 1703 segir: “Grimastader heitir hjer eitt örnefni, sem meinast bygt hafa verið fyrir stóru pláguna, en aldrei eftir hana; sjer hjer sumstaðar til garðaleifa og rústa, sem meinast verið hafi bæði túngarður og veggleifar, og vita elstu menn ekkert framar hjer um að segja. Á flötum nokkrum skammt fyrir neðan þessa Grímastaði er annað örnefni, kallað af sumum Bárukot, en af sumum Þverspirna, nokkrir hafa kallað þetta örnefni Fótakefli.”
Bóndinn á Brúsastöðum hafði sagst mikið hafa leitað að hugsanlegu bæjarstæði Grímastaða. Hann taldi sig nú vita hvar það væri að finna, undir hlíðunum langleiðina að Ármannsfelli. Nánari vísbendingu var ekki að fá. Ljóst er að gönguleiðin frá Langastíg um Leggjabrjót liggur um Kerlingarhraun og yfir smálæk sem kenndur er við Grímsgil. Einhversstaðar nálægt þessari litlu sprænu er talið að býlið Grímsstaðir hafi staðið. Í annarri heimild segir að “engar sjáist þar rústir nú”. Í Harðarsögu segir, að Grímur litli hafi keypt land “suður frá Kluptum, er hann kallaði á Grímsstöðum”. Sonur Gríms hét Geir. Grímur ól upp Hörð Grímkelsson, fóstbróður Geirs. Samkvæmt sögunni áttu þeir kappar sín bernskuspor á þessum slóðum.
Gamla réttin að sumarlagi - SGÞegar svæðið neðan undir Grímasgili var skoðað komu í ljós tveir staðir, sem gætu komið til greina að hafa hýst skála fyrrum. Austari staðurinn, nær Grímasgilslæk, virtist öllu sennilegri. Þar virðist, með góðum vilja, móta fyrir skálatóft, ofan mýrlendis sem þarna er neðanvert. Mögulega mótar þarna fyrir garðhlutum efra, en óljóst þó. Ekki verður gengið úr skugga um hvort þarna hafi verið bæjarstæði á 10. öld nema að undangengnum rannsóknaruppgreftri, sem vel væri til vinnandi. Leitað var eftir mögulegum minjaleifum ofar í gilinu, en án árangurs.
Fornminjar á Þingvöllum voru friðlýstar árið 1927, og þá sennilega að gefnum tilefnum. Að því tilefni sagði m.a.: “
Friðlýsingar fornminja: Þingvellir. 1. Þingbúðarústir allar og allar aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna
alþingisstað, beggja vegna Öxarár. Sbr. Árb 1921-1922: 1-107. 2. Rústir allar þar sem verið hafa forðum býlin Grímsstaðir, Bárukot, Múlakot, Litla-Hrauntún, Ölkofrastaðir og enn eitt, norðvestanundir Hrafnabjörgum. Sbr. Árb. 1880-1881: 22, 98. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.”
Veggur í BrúsastaðaréttinniGengið var til vetsurs af mögulegum Grímastöðum og þar upp á melhól. Á honum var hálffallin varða. Neðan hólsins var hestagata. Henni var fylgt inn á Biskupsbrekkuhraunið. Á ysta rana þess hafði verið rofið haft til að létta á leysingarvatni í mýrlendinu ofanvert við það. Skammt vestar var hin fyrrnefnda gamla rétt, að mestu nýtt úr hraunsprungu, en hlaðið um betur á nauðsynlegum stöðum. Norðan úr inngangnum var hlaðinn leiðigarður. Þarna hefur líklega verið rúningsrétt fyrrum – þótt hún hafi nú fallið í gleymsku, eins og svo margt í og við þjóðgarðinn. FERLIR hefur áður getið þess að mikilvægt væri að staðsetja og merkja merkilegar minjar í og við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ef þær yrðu gerðar aðgengilegar og um leið eftirsóknarverðar myndi lifna svo um munar yfir áhuga á svæðinu. Hingað til hefur þjóðgarðsnefndin allt að því sofið þyrnarrósarsvefni í þessum efnum.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum Skeifa við gömlu þjóðleiðinaárið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga, hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vernd Alþingis og landið megi aldrei selja eða veðsetja.
Friðun Þingvalla átti sér aðdraganda. Í upphafi 20. aldar tóku að berast til Íslands fregnir um stofnun þjóðgarða í Bandaríkjunum. Þar voru augljósar þær hraðfara breytingar sem urðu á náttúrunni þegar Evrópubúar lögðu landið undir sig. Í þjóðgörðunum voru stór, óbyggð svæði tekin frá og friðuð og fólki hvorki leyft að nema þar land né nýta náttúruna á annan hátt en að ferðast um landið og njóta þess.
Hér á landi var bent á að mikilvægt væri að vernda einstaka náttúru- og sögustaði svo að komandi kynslóðir gætu notið þeirra óraskaðra. Fljótlega beindist umræðan að Þingvöllum sérstaklega og þeirri hugmynd að þar yrði stofnaður þjóðgarður, sem fyrr segir.
Í framhaldinu var litið á Múlakot í Skógarhálsum undir Ármannsgili í Ármannsfelli og síðan Þingvallaréttina fyrrnefndu. Austan í Básum, skammt undan réttinni er Grettissteinn er nefndur var til samnefndrar sögu. Steinninn er ferhyrningslaga og hið ákjósanlegasta tilefni til að staldra við á góðum degi og rifja upp kafla í Grettissögu. Í dag er steinninn, eins og svo margt annað í þjóðgarðinum, hulið þagnarhjúpi.
Frábært veður. Gangan tók 
2 klst og 2 mín.
Þingvallarétt
Heimildir m.a.:
-Örn H. Bjarnason.
-Þingvellir.is
-Örnefnalýsing fyrir Brúsastaði.
-Kjalnesingasaga.

Þingvallarétt

Þingvallarétt.

Þingvellir

Klukkustígur liggur í sigdældinni sem er á mótum meginlandsfleka Evrópu og Ameríku. Óvíða sjást skilin betur hér á landi en einmitt þarna.
KlukkustígurEnn í dag má rekja stíginn í gegnum skógi-og lyngivaxið Þingvallahraunið. Að vísu hefur áhugasamt skógræktarfólk gleymt sér í ákefðinni og plantað beint ofan í stíginn á kafla, en úr því má enn bæta.
Klukkustígur var fyrrum aðalþjóðleið austanfara inn á Þingvöll og jafnvel lengra. Á þjóðveldisöld voru hins vegar ekki eingöngu þeir sem áttu lögskipað erindi til Alþingis sem þangað lögðu leið sína. Í hinni fornu lögbók Grágás eru nefndar búðir sútara og sverðskriða og í mörgum Íslendingasögum er getið búða ölbruggara og veitingamanna á Alþingi. Þann tíma sem Alþingi stóð yfir var það miðstöð þjóðlífs og einskonar höfuðstaður landsins þangað sem almenningur sótti. Þangað komu iðnaðarmenn og kaupmenn innlendir sem erlendir, fulltrúar erlendra þjóðhöfðingja, fólk í atvinnuleit og betlarar í leit að ölmusu. Kauphéðnar, sverðskriðar og sútarar buðu Þórhallastaðir og Skógarkot framundanfram varning sinn og ölgerðarmenn sáu um að þingheimur gæti vætt kverkarnar. Fréttir voru sagðar úr fjarlægum heimshlutum, kappleikir háðir og veislur haldnar. Æskufólk réð ráðum sínum ekki síður en þjóðskörungar og lögvitringar. Það má því segja að mikið hafi verið um að vera í þessari miðstöð þjóðlífsins um alllangt skeið.
Þeir sem sóttu þing þurftu að leggja á sig erfið ferðalög til að komast til Þingvalla hvert sumar. Sumir áttu einungis um 1-2 daga reið meðan aðrir voru um 14-17 daga á leiðinni yfir fjöll og eyðisanda á hálendi Íslands. Þingvellir lágu vel við fornum leiðum, mitt á milli helstu héraða sunnanlands og vestan, vart nema dagleið ríðandi mönnum. Úr fjölmennustu byggðum norðanlands, Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði lágu torfærulitlir vegir á þing. Norðlendingar eystri og jafnvel Austfirðingar völdu fjallvegi þvert yfir landið en lengsta þingsókn áttu menn úr sunnanverðu Múlaþingi. Líklegt má þykja að þeir hafi flestir farið um Klukkustíg.
Höfðingjar og hirðfífl, fangar og förumenn fetuðu Skógur framundanKlukkustíginn fyrrum. Nú fara hann einungis fáir ferðamenn. Stígurinn er hins vegar ómerktur og því meiri líkur á en ella að hann hverfi smám saman í gróður.
Þegar gengið er um Klukkustíg er hvað áhrifaríkast að virða fyrir sér landssig og umhverfismótun svæðisins með hliðsjón af hreyfingu jarðskorðunnar. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Hér má glögglega sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.
Sigdældin er hluti af virku eldgosa- og sprungusvæði sem nær utan frá Reykjanesi norður í Langjökul. Ytri mörk þess eru við Súlnaberg í Botnssúlum og austur á Lyngdalsheiði og Laugarvatnsfjalli. Á Suðurlandi jagast flekarnir hvor framhjá öðrum en á Þingvöllum færast þeir í sundur og spilda á milli sígur. Fjarri flekaskilunum er hreyfingin jöfn, 2 cm á ári en á þeim sjálfum safnar bergið spennu á löngum tíma sem síðan losnar í umbrotahrinum þegar brotamörkum er náð. Síðast Í Skógarkotigekk slík umbrotahrina yfir Þingvallasvæðið vorið 1789. Þá gekk 10 daga jarðskjálftahrina yfir Þingvelli. Við þá seig landið milli Almannagjár og Hrafnagjár um tæpa 2 m, mest í sigdældinni miðri.
Á þeim tíma sem liðinn er síðan hraunið rann nemur landsig um gjárnar samanlagt um 40 metrum en gliðnum um 70 metrum.  Telja má víst að landslag á þingstaðnum sé talsvert breytt nú frá því sem var þegar þinginu var valinn staður.
Hið stöðuga landsig hefur valdið ágangi vatns upp í þinghelgina. Frá því að Alþingi var stofnað árið 930 má gera ráð fyrir að sigið nemi upp undir 4 metrum.
Vatnságangur og landsig hafði áhrif á þingstörfin en talið er að Þingvallakirkja hafi verið flutt á 16.öld þangað sem hún er nú.  Lögrétta var færð úr stað 1594 því þá hafði hún einangrast á hólma í Öxará.
Við landsigið 1789 fór nokkuð af túni á Þingvöllum undir vatn, gjár opnuðust í og kringum túnið svo ekki var óhult fyrir gripi, og almenningsvegurinn yfir Öxarárósinn og meðfram Hallinum fór á kaf.  Þinghald var í kjölfarið lagt niður á Þingvöllum og flutt til Reykjavíkur.
Í Vatnskoti nærri miðri sigdældinni hefur landsigið 1789 mælst um 2 og hálfur metri.  Þar fór stór hluti af túninu undir vatn.  Land mun halda áfram að síga á Þingvöllum með fyrirsjáanlegum ágangi vatnsins og árinnar á bakkana og þingstaðinn forna en enginn veit hversu langt er þar til næsta umbrotahrina skellur á með tilheyrandi landsigi.
Klukkustígurinn liggur gjarnan með lægðum og í gróanda. Á stöku stað fer hann yfir lágar klappir, en alla leiðina er hann tiltölulega greiðfær – utan þeirra plantna er komið hefur verið fyrir af óvitaskap í götunni. Björn Th. Björnsson segir í bók sinni “Þingvellir” að “með því að hreinsa upp þessa götu og merkja væri fornri Þingvallaheimild bjargað, – því heimildir eru ekki einasta í bókum, heldur skrifuðu hestshófar og mannsfætur einnig sögu landsins”.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimild m.a.:
-www.thingvellir.is
-Björn Th. Björnsson, Þingvellir – 1994, bls. 155
.

Þingvellir

Frá Þingvöllum.

 

Gapi

Tvö eru þau örnefni í Þingvallahrauni, sem einna erfiðast er að staðsetja af nákvæmni, þ.e. Gapi og Gaphæðaskjól, öðru nafni Hrauntúnsfjárskjól.
Tvennt kemur til; bæði eru Gaphæðir nokkrum öðrum nálægum hæðum líkar og auk þess þarf að standa svo til á barminum á niðurfallinu (jarðfallinu) er nefnt hefur verið Gapi, til að koma auga á það og það þrátt fyrir stærðina. Talið er að hæðirnar dragi nafn af tvennur; annars vegar hinu mikla jarðfalli og hins vegar af því að á þeim hefur skógur aldrei þrifist. Um er að ræða sléttar mosavaxnar helluhraunshæðir. Aðrar slíkar hæðir, keimlíkar, eru skammt suðvestar. Á þeim eru vörður, en engar á Gaphæðum. Þó er varða skammt sunnan þeirra, skammt frá Gaphæðaskjólinu. Framangreint átti allt eftir að koma í ljós við nánari landkönnun á svæðinu, en hún hófst við Klukkuhólsstíg ofan Hrafnagjár.
Gengið var til norðurs ofan Hrafnagjár. Ofar voru Gildrur á Gildruholti, efsta brún Gildruholtsgjáar. Presthóll blasti við framundan. Áður en komið var að efstu brúnum var gengið fram á gat í hraunhól. Innar sást í slétt gólf. Meðfylgjandi ljós fann ekki veggi eða endimörk. Ekki var staðnæmst að þessu inni við þessa uppgötvun heldur mun hún bíða betri tíma. Hinni ókönnuðu rás var gefið nafnið Hrafnagjárhellir.
Stuttu síðar var komið upp að fyrrum þjóðgarðsgirðingarmörkum, austanlægum. Girðingin, sem er sú eldri og innri af tveimur. Hún hafði verið tekin upp fyrir einhverju síðan, en leifar hennar þarna fyrir fótum ferðalanganna – sóðalegt og ótilhlýðilegt að hálfu þjóðgarðsyfirvalda.
Það, sem venjulega er nefnt Þingvallahraun, takmarkast að austan af Hrafnagjá, að norðaustan af Mjóafellshraunum og Ármannsfelli, að norðvestan af Almannagjá og að suðvestan af Þingvallavatni. Þar sem staðið var á hæstu brún Hrafnagjár sást til allra framangreindra kennileita. Að því búnu hallaði götunni til norðurs – í átt að ákvörðunarstað.
Nyrðri Svínhóllinn var þá á vinstri hönd. Auðkenni er há og myndarleg varða efst á kollinum. “Nokkurn spöl suðaustur af Svínhólum eru fyrrnefnd Gildruholt. Þau eru á vesturtakmörkum Hrafnabjargaháls. Hallar frá þeim í allar áttir, nema austur, en eru hærri miklu Svínhólum. Þau eru á austurbarmi Gildruholtsgjár, sem byrjar í Gjábakkahrauni, skammt austur af Hallstíg, og heitir Bæjargjá þangað til vegurinn liggur yfir hana á móts við Gjábakkabæ; svo fær hún hitt heitið norður fyrir Gildruholt. Þar hverfur hún á dálitlum kafla, og heita þar Hlíðarflár. Bilið milli Hrafnagjár og Gildruholtsgjár heitir einu nafni Torfa. Gildruholtsgjá er að því leyti frábrugðin Hrafnagjá og Almannagjá, að vestri barmur hennar hefur sigið rétt niður með þeim eystri án þess að gjáin opnaðist nokkuð að ráði, svo að þar getur fremur kallast berg en gjá. Hlíðarflár eru dálítill blettur vestan í Hrafnabjargahálsi. Norður af þeim opnast gjá mikil, sem heitir Hlíðargjá, sést fyrir henni alla leið inn í Skjaldbreið, og heitir Söðulhólagjá fyrir norðan Prestastíg. Vesturbarmur hennar er að mestu eins og áðurnefndur Hallur, hann er hærri en hraunið að vestanverðu, og heitir Raftahlíð allt að Prestastíg.
Í GapaNorður af Svínhólum hallar hrauninu talsvert til norðurs og norðvesturs. Þar eru Gapahæðir, syðri og innri; á milli þeirra er skógarlítið svæði. Þar er hóll einn sérstakur, holur að innan, sem hæðirnar bera nafn af; ofan í hann er op stórt og heitir því Gapi.”
Gapi er rétt vestan við “girðingargötuna”. Á göngunni þangað var verið að vega og meta hvort hafði komið á undan; gatan eða girðingin. Líklegra var að girðingin hafi verið lögð með gamalli götu því hún liggur frá norðurtúnmörkum Gjábakka yfir að suðausturhorni Ármannsfells, eðlilegasta leið þeirra er þá lieð hafa þurft að fara.
Gapi er allnokkurt jarðfall. Í jöðrum þess eru góð skjól, einkum að austanverðu. Í því voru fúaspítur. Greinilegt var að gengin hafði verið eina leiðin niður í jarðfallið, að slútandi skjólunum. Gapi er í raun hið ágætasta skjól fyrir öllum veðrum á væntanlega fjölfarinni leið fyrrum.
Skammt sunnar eru grónar brekkur utan í lágum hæðum. Í einni þeirra er grunnt fjárskjól; Hrauntúnsfjárskjólið, öðru nafni Gaphæðaskjólið.
Í örnefnalýsingu fyrir Þingvallahraun segir um þetta: “Rétt hjá honum [Gapa] er annar hellir í flötum bala, sem hafður var til fjárgeymslu frá Hrauntúni, þó illur væri. Innri-Gapahæð snýr meira til norðurs og suðurs en sú syðri og er skógarlítil. Að vestan og norðan við Gapahæðir eru flatir hellubalar, mosavaxnir, með lautum og slökkum, og skógarrunnum og hríslum í brúnunum, nema á litlu svæði norður með Raftahlíð eða Hlíðargjá, sem getur fremur heitið heiði eða móar allt norður að Prestahrauni. Það er nokkuð stór brunahraunsblettur með skörpum brúnum. Vestur af Prestastíg, sem er á h. u. b. miðri Hlíðargjá, er Hlíðarstígur.”
Hlíðargjáin er þarna skammt austar. Þá var stefnan tekin til suðurs, milli Svínhóla að austan og Flekkuhóls að vestan. “GaphæðaskjóliðAustur af Flekkuhól, norður frá Selstíg, eru tveir stórir, sérstakir hólar með litlu millibili. Þeir heita Svínhólar. Þar er Þingvallahraun hæst og hallar þaðan í allar áttir, nema austur. Er þaðan víðsýni mikið. Suðaustur af Svínhólum, norðaustur af Hrafnagjárenda, er allstór hóll, sem Rauðhóll heitir. Fyrir norðan Svínhóla kemur Hrafnagjá aftur í ljós, þó miklu sé hún minni en að sunnanverðu, og heitir nú Gaphæðagjá, og í Innri-Gapahæð hverfur hún alveg.” Sem sagt; ágætt staðfestingarvegarnesti á bakaleiðinni.
“Norður að Ketilhöfða heita Sláttubrekkur. Mosalág er laut stór eða dalur norðan undir Höfðum, vestan undir Sláttubrekkum. Norðan við hana heitir Magnúsarklettsskógur. Vestan við hana er Mosalágarhæð, stór grjótbali, sem snýr h.u.b. í norður og suður.” Þegar gengið var til baka var einmitt gengið um þessar Sláttubrekkur. Frá þeim liggur greinileg gata til suðvestur, með stefnu á Skógarkot. Þetta getur vel staðist því landamerkjavörðuröð Skógarkots og HMælingarstöpull í Þingvallahraunirauntúns eru einmitt norðan brekknanna. Efsta varðan er á Nyrðri Svínhól. Önnur greinileg gata liggur til suðurs. Henni var fylgt niður á Hellishæð.
“Austan frá Sláttubrekkum, norður af Hellishæð, er Flekkuhóll; er hann stór um sig, með smáhólum og lautum, allt skógi og grasi vaxið. Norður af honum og Sláttubrekkum er Bruni; var þar eyða mikil í skóginn, sem stafaði af því, að kviknað hafði í reiðing á hesti og eldurinn komizt í skóginn. Það mun hafa skeð um 1859 (eða ’60). Var sá blettur þrautbeittur á vetrum; voru þar oft hagar, þótt litlir væru annars staðar, og færð betri, því að þar reif snjó meira, vegna skógleysis. Þrátt fyrir beitina óx þar aftur skógur smátt og smátt; um aldamót voru komnir runnar um allan blettinn, en sást þó mjög greinilega fyrir honum. Um 1930 sást hann tæplega eða alls ekki.” Ekki var farið í Hellishæðarhelli (fjárskjól) að þessu sinni.
Víða í Þingvallahrauni má sjá uppistandandi steinsteypt skolprör; stein- og steypufyllt. Efst trjónir koparplata, tvígötótt. Þarna mun vera um að ræða mælingarstanda er gefa áttu til kynna bæði landrek og hæðarstöðu svæðisins, en eins og mörgum er kunnugt eru Þingvellir á sprungurein Atlantshafshrygjarins er gengur svo til á ská í gegnum landið. Hvað hefur svo komið út úr niðurstöðum þessara fyrirhafnasömu rannsókna er ekki vitað. Áhugavert væri – ef einhver tilstandandi gæti gefið einhverjar upplýsingar um rannsóknir þessar – myndi hafa samband við
ferlir@ferlir.is.
Rétt áður en komið var að Hellishæð var helsta einkennið sprunginn klapparhóll. Í örnefnalýsingunni segir að “norðvestur frá Litlu-Hellishæð er stór, sundurtættur klappahóll, sem heitir Ketilhöfðaklettur”.
Þegar gengið var að upphafsreit mátti vel sjá Klukkustíginn. “Klukkustígur hverfur í hallinn á vestri barmi Hrafnagjár. HrafnagjáAlla leið þangað frá Hallstíg er gjáin djúp, breið og að öllu hin hrikalegasta. Þar fyrir norðan verður austurbarmurinn hár á dálitlum kafla, en vesturbarmurinn nær því jafn hrauninu, enda hækkar það þar á ný og hallar mót suðvestri; heitir sá halli Sigurðarsel. Sunnan í því er stór og falleg brekka, sem heitir Sigurðarselsbrekka; suður frá henni, vestur af Klukkustíg, er stór hóll, sem heitir Klukkustígshóll. Á gjánni, þar sem barmar hennar eru orðnir jafnir, er Selstígur; þar norður frá eru fornar tóftir, sem máske hafa verið hið virkilega Sigurðarsel. Skógur var um 1900 stærstur og sverastur í Sigurðarseli, en þar fyllist fljótt að snjó, sjerstaklega í norðaustan hríðum. Við norðvesturhorn Sigurðarsels er Hellishæð.”
Allt gekk framangreint vel upp m.v. lýsinguna. Af grasgróningunum undir Hrafnagjá má telja víst að þar hafi verið nytjar frá Sigurðarseli, en jafnframt má álykta að selstaðan hafi verið þar sem nú er fjárskjólið við Klukkustígshól.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Gaphæðaskjól

Gaphæðaskjól.

 

Hrauntún

Stefnan var tekin á Þingvallahraunið. Athyglinni var einkum beint að þingvallabæjunum og gömlu vegum.
Hinar gömlu Hrauntún-loftmyndgötur eru fjölmargar í hrauninu, liggja svo að segja til allra átta, en auk Þingvallabæjarins voru nokkrir aðrir bæir við Þingvelli, s.s. Skógarkot, Hrauntún, Litla-Hrauntún, Vatnskot, Arnarfell, Gjábakki, Þórhallsstaðir, Bolabás og Svartagil. sem vert er að gefa, a.m.k. svolítinn, gaum.
Í Skógarkoti var byggð fyrr á öldum stopul en telja má líklegt að það hafi verið notað til selstöðu frá Þingvöllum. Í Skógarkoti var beitiland ágætt en frekar erfitt var um heyskap og vatnsöflun. Í dag má allt um kring í Skógarkoti sjá handbragð liðinna kynslóða í hlöðnum veggjum og rústum. Í bókinni Hraunfólkið eftir Björn Th. Björnsson er rakin saga Skógarkots og fólksins sem þar bjó á 19. öld.
Í Hrauntúni má sjá rústir af koti sem var reist um 1830. Hrauntún var í eyði um aldir og árið 1711 var það einungis þekkt sem örnefni í skóginum. Erfitt var um alla aðdrætti í Hrauntúni og þótti það afskekkt. Árið 1828 flutti Halldór Jónsson í Hrauntún og eftir það var samfelld byggð í Hrauntúni í um 100 ár. Í dag bera veggjarbrot og tún enn merki um búskaparhætti þar.
Austur af Víðivöllum og Stóragili í Ármannsfelli má finna örnefnið Litla-Hrauntún. Þar eru óglöggar rústir.
Talið er að Vatnskot á norður bakka Þingvallavatns hafi verið hjáleiga frá Þingvallastað. Þar hefur sennilega verið búið um aldir þrátt fyrir að á 19. öld hafi Vatnskot lagst í eyði en þó var þar þurrabúð með veiðirétti.
Gjábakki er eyðibýli skammt austan við Hrafnagjá. Á Gjábakka Skógarkot - loftmynder talið að kirkja hafi staðið á fyrri tímum. Ekki er nánar vitað um staðsetningu hennar. Íbúðarhúsið á Gjábakka eyðilagðist í eldi haustið 2001.
Arnarfell er rúmlega 200 metra hár móbergshryggur við norðaustanvert Þingvallavatn. Útsýni af Arnarfelli er gott, ef veður leyfir sést þaðan allt vestur til Esju, norður í Þórisjökul og niður á Suðurlandsundirlendið. Jörðin Arnarfell var ávallt í eigu Þingvallakirkju en byggð var þar stopul. Talið er að þar hafi verið sel frá Þingvallabæ en Arnarfell er með betri veiðijörðum við vatnið. Á 20. öldinni var reynt að rækta hreindýr á fjallinu og um tíma lifðu þar nokkur dýr. Síðan 1998 hefur jörðin verið í eigu og umsjón þjóðgarðsins á Þingvöllum.
Ef gengið er í austur frá Skógarkoti er komið að hinu forna eyðibýli Þórhallastöðum með túngarði um kring að hluta. Samkvæmt Ölkofraþætti bjó Þórhallur nokkur á Þórhallastöðum eða á Ölkofrastað en hann var uppnefndur Ölkofri eftir húfu sem hann bar jafnan á þingum.  Hann bruggaði öl í þingheim en sagan segir að hann hafi sofnað við kolagerð og brennt skóg nokkurra goða sem þeir höfðu keypt til nytja á þingi. Ölkofra þáttur rekur þrautagöngu Ölkofra við að leita sátta við goðana.
Leifar af eyðibýli eru við Bolabás. Þá eru tóftir Svartagils við samnefnt gil og var búið þar fram yfir 1970.
Á Þingvöllum eru fjölmargar götur og leiðir. Ofan við Hallinn lá t.a.m. ein þeirra. Þar hjá er lítil grjótvarða, sem er til merkis um merkan stað. Þarna er skarð í gjárvegginn, og um hann Minjar í Hrauntúniliggur stígur niður í gjána. Stígurinn er lagður grjóti því um hann lá aðal leiðin að vestan og sunnan niður á Vellina. Frá fornu fari lá aðalleiðin meðfram vatninu að vestanverðu, en árið 1789 urðu jarðskjálftar á Þingvöllum, svo miklir, að vatnsbakkinn seig um alin (rúml. 60 cm) samkvæmt frásögn Sveins Pálssonar læknis. Þá fór þessi gata undir vatn og var ófær. Var þá reynt að komast með hesta niður Kárastaðarstaðastíginn, en hann var svo þröngur, að baggahestar komust ekki þar niður. Urðu menn þá að ríða hingað að skarðinu og var það lagað og gert hestfært. Stígurinn heitir Langistígur.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1928 og gengu þau í gildi tveimur árum síðar. Þá voru þrjú býli í byggð á svæðinu; Hrauntún, Skógarkot og Vatnskot. Búskapur lagðist strax af á tveimur þeirra fyrrnefndu en lengur var búið í Vatnskoti.
Gengið var að Hrauntúni eftir Hrauntúnsgötu (ekki Nýju Hrauntúnsgötu. Gatan er ómerkt, en tiltölulega auðvelt er að fylgja henni upp að bæjarstæðinu. Þegar komið er að Efstubrún sést heim að Hrauntúni. Þar er varða, reyndar ein af landamerkjavörðum bæjarins og Skógarkots, sem þarna liggur til austurs og vesturs. Vörðurnar á mörkunum eru enn heilar og eru stórar og myndarlegar.
Fyrrum var þar allt fullt af lífi í Hrauntúni, búið myndarbúi og margt að sýsla. En nú er þetta allt horfið og túnið og Garður í Hrautúnirústirnar einar tala sínu máli. Túngarðarnir eru allir hlaðnir úr hraungrýti og sama er að segja um rústir íbúðar- og gripahúsa. Gaman er að skoða vatnsbólið í Hrauntúni, sem er í djúpri holu suðvestanvert við bæjarrústirnar.
Eftir hæfilega dvöl í Hrauntúni var Gaphæðaslóða fylgt til austurs. Slóðinn er ómerktur, en greinilegur á köflum. Skyggnisvarða er austan við túngarðinn. Þar sést stígurinn t.a.m. mjög vel. Áður en komið er upp í Gaphæðir er farið yfir a.m.k. þrjár gamlar götur er liggja frá Ármannsfelli með stefnu í Stóragil og áfram að brú á Gaphæðargjá.. Sú vestasta er greinilegust og sjáanlega nýlegust. Hinar eru reiðleiðir með sömu stefnu.
Gengið var til baka með stefnu á Skógarkot. Landamerkjavörðurnar gefa stefnuna til kynna. Þegar komið var að þeirri næstu kom í ljós hið ágætasta útsýni niður að Skógarkoti.
Þegar komið var að Gjábakkavegi var gengið svo til beint inn á Hrauntungugötuna. Gatan, þótt ómerkt sé, er greinileg alla leið að Skógarkoti. Nokkru áður en komið er að Skógarkoti er farið við yfir veg, sem lagður var þvert yfir hraunið frá Hrafnagjá að Völlunum í tilefni 11 alda afmælis byggðar á Íslandi. Þessi nútíma hraðbraut ætti að vekja til nokkurrar umhugsunar um þær gífurlegu breytingar á samgöngum, sem hafa urðu á landinu á 20. öldinni.
Skyggnisvarða austan HrauntúnsRétt við túngarðinn er akvegur. Í upphafi bílaaldarinnar skömmu fyrir 1930 var eina akfæra leiðin milli Suðurlands og Borgarfjarðar um Kaldadal að Húsafelli. Þá fóru bílarnir þennan veg, þótt ótrúlegt sé.
Sunnan við túngarðinn liggja Veiðigata (austar) og Vatnskotsgata í áttina að Þingvallavatni. Sú fyrrnefnda er stikuð, en ekki sú síðarnefnda, enda óþarfi vegna þess hversu greinileg hún er.
Í Skógarkoti eru ummerkin mjög áþekk og í Hrauntúni, en þó hefrur steinsteypan verið notuð við byggingu íbúðarhússins. Frá þessum stað blasir við hinn fagri fjallahringur sem umlykur Þingvallasveitina.
Fyrrum lá þjóðleiðin að sunnan frá Vatnsviki (Vellankötlu) til Þingvalla fyrir neðan túnið í Skógarkoti. Um þessa fornu götu hefur margt stórmenni lagt leið sína í aldanna rás, en þekktastir og voldugastir voru feðgarnir og konungarnir Kristján 9. og Friðrik 8. Kristján kom sumarið 1874 og Friðrik sumarið 1907. Þeir fóru ríðandi austur að
Gullfossi og Geysi og komu við á Þingvöllum í leiðinni. Þá var mikið um að vera við Almannagjá, þann 6. ágúst það ár. Um 1000 manns höfðu safnast þar saman til að halda þjóðhátíð. Bjuggu þeir í tjöldum. Síðdegis þennan dag var von á konungi að austan og fylgdi Gaphæðaslóðihonum hópur tiginna manna. Þegar konungsfylgdin nálgaðist var hraðboði sendur á undan til að fylgja fundarmönnum fréttirnar. Stigu þá 12 mektarbændur á bak hestum sínum og riðu til móts við konung undir forystu Tryggva Gunnarssonar, síðar bankastjóra. Þeir mættu konungi fyrir neðan túnið í Skógarkoti og fluttu honum hollustukveðjur frá hátíðargestunum. Síðan riðu þeir fyrir konungsfylkingunni til baka á Þingvöll. Þá var ekkert gistihús til staðar, svo konungur var búinn næturstaður í Þingvallakirkju, sem þá var veglegasta húsið á staðnum.
Ekki kemur fram í Landnámu hver hafi numið landið norðan og austan við Þingvallavatn en í Íslendingabók skýrir Ari fróði frá Þóri kroppinskegg, sem átt hafi land í Bláskógum, sem lagt hafi verið til neyslu Alþingis. Fræðimenn hafi greint á um hvar umrætt land sé og hvaða þýðingu það hafi að Íslendingabók greini að landið hafi verið lagt til Alþingis neyslu.
Björn Þorsteinsson telur í riti sínu Þingvellir, að Þórir kroppinskeggur hafi átt það land, sem lá undir jörðina Þingvelli og hjáleigur hennar. Einnig telur Björn að landamerki Þingvalla, eins og þeim sé lýst í landamerkjaskránni frá 1896, hafi að mestu leyti verið þau sömu og í upphafi. Greind ummæli Íslendingabókar telur Björn að feli í sér að ábúandi hafi þurft að þola tilteknar kvaðir og Alþingishald bótalaust en jörðin Þingvellir hafi að öðru leyti verið venjuleg eignarjörð.
Vitað er að um 1200 hafi verið prestsskyld kirkja á Þingvöllum og þá er vitað með vissu að Brandur Þórsson hafi búið á Þingvöllum um 1200 og heimildir geti einnig um að á seinni hluta 12. aldar hafi búið þar Guðmundur Ámundason gríss.
Í Vilchinsmáldaga frá 1397 sé ekki minnst á land jarðarinnar, hins vegar er ljóst samkvæmt Gíslamáldaga frá 1575 að jörðin hafi verið komin í eigu kirkjunnar á ofanverðri 16. öld, þar segi orðrétt: “Kirkian a Thijingvelle. a heimaland alltt med gögnum og giædum. Skjalldbreid.”
Í Vísitasíubók Jóns biskups Árnasonar frá 1726 sé að finna sömu tilgreiningu auk þess sem þar sé getið jarðanna Vatnskots, Skógarkots og Svartagils, sem sagðar eru Bæjarhóllinn í Skógarkotibyggðar í heimalandi jarðarinnar.
Í lögfestu Markúsar Snæbjörnssonar frá 1740 sé lýst landamerkjum jarðarinnar og sé þar að finna fyrstu lýsinguna á landamerkjum Þingvalla. Lögfestan sé í samræmi við landamerkjaskrána frá 1886 og allt land innan merkja lýst eignarland kirkjunnar. Hér veki það athygli að ekki sé greint á milli heimalands og afréttarlands auk þess sem landamerkin, sem byggt er á, séu mjög skýr.
Í landamerkjaskrá prestssetursins Þingvalla frá 1. september 1886 sé land jarðarinnar án nokkurrar aðgreiningar í heimaland og afréttarland en hjáleigurnar Arnarfell, Skógarkot, Hrauntún og Svartagil, séu taldar liggja innan marka jarðarinnar. Landamerkjabréfið hafi verið þinglesið 7. júní 1890 og innfært í landamerkjabók sýslumanns. Lýsing á merkjum Þingvallatorfunnar sé í góðu samræmi við eldri heimildir um landamerki hennar, sbr. lýsingu í lögfestunni frá 1740 varðandi umrætt svæði.
Í fyrrgreindum heimildum hafi því verið gerð grein fyrir hjáleigum í landi Þingvalla. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og sóknarlýsingu Björns Pálssonar fyrir Þingvallasókn frá 1840 sé að auki getið töluverðs fjölda hjáleigna og eyðibýla, sem eigi að hafa legið í landi Þingvalla.
VatnskotsgataÍ kjölfar þess að landamerkjalögin tóku gildi 1882 var gert landamerkjabréf fyrir Þingvallakirkjuland. Loks geta heimildir einnig um að bændur í Þingvallasveit og í Grímsneshreppi hafi rekið fé til beitar á landsvæði, sem talist hafi til Þingvallalands, sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín og sóknarlýsingu Þingvallasóknar.
Hjáleigur hafa ekki verið stofnaðar í afréttarlandi heldur hafi þær átt óskipt beitiland með aðaljörðinni. Hjáleiguformið hefur síðan horfið um og upp úr aldamótum 1900 með sölu þjóðjarða og kirkjujarða til ábúenda. Algengt er að til séu sameiginleg landamerki fyrir svonefndar torfur, þ.e. sameiginleg ytri landamerki. Sú staðreynd að hjáleigur hafi verið byggðar út úr landi Þingvallajarðarinnar og þær ekki stofnaðar í afréttarlandi bendi til þess að allt land Þingvalla hafi legið innan eiginlegs heimalands.
Í þeim heimildum, sem getið hefur verið um, sé gerð grein fyrir hjáleigum í landi Þingvalla, eins og t.d. Vatnskoti, Hrauntúni, Skógarkoti og Svartagili. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, sem samin hafi verið á árunum 1706-1711, segi um hjáleigurnar að þær séu byggðar úr landi Þingvalla og að afréttur hafi til forna verið brúkaður í Skjaldbreiðarhrauni. Af öðrum ummælum í jarðabókinni kemur fram um hjáleiguna Vatnskot: „Haga á jörðin í betra lagi mikla og góða. Útigangur á vetur er hjer góður og er hverki sauðfje nje hestum fóður ætlað.“ Um hinar hjáleigurnar sé vísað til þess sem ritað var um Vatnskot. Í jarðabókinni segi jafnframt að Þingvellir hafi átt afrétt á „ … Skjaldbreiðarhrauni en hefur ekki verið brúkaður yfir 40 ár, lætur nú presturinn brúka fyrir afrétt
Ármannsfell, Kvíindisfell og Gagnheiði“. Í jarðabókinni og sóknarlýsingu Þingvallasóknar sé að auki getið um fjölda annarra hjáleigna og eyðibýla, sbr. t.d. Fíflavelli, landsuður undir Skjaldbreið, Ölkofra, Þórallarstaði, Múlakot eða Mosastaði, Grímastaði, Bárukot og Þverspirnu.
Samkvæmt jarðabókinni hefur afrétturinn á Skjaldbreiðarhrauni ekki verið brúkaður yfir 40 ár, m.a. vegna snjóþyngsla fram á sumar og uppblásturs. Þingvellir Heimtröðin að Skógarkotiásamt hjáleigum sem og jarðir í einkaeigu hafa verið sagðar eiga umræddan afrétt. Þegar hætt hafi verið að nýta Skjaldbreiðarhraunið sé líklegt að beitt hafi verið í landi Þingvalla og það verið notað til beitar, ekki einungis fyrir Þingvallatorfuna ásamt hjáleigum, heldur einnig aðrar jarðir.
Sturlubók 9. kap. og Þórðarbók 60. kap. segi, að Ingólfur hafi numið land „milli Ölfussár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá milli ok Öxarár ok öll nes út“. Í Hauksbók 9. kap. sé landnámsmörkunum lýst svo, að Ingólfur hafi numið land „milli Ölfusár ok Hvalfjarðar fyrir utan Brynjudalsá milli ok Hranna Gjollnes“. Hranna Gjollnes standi sjálfsagt fyrir „Hrannagjá ok öll nes“. Allar þrjár Landnámugerðirnar telji landnámsmörkin að austan að neðanverðri Ölfusá, hvort sem átt sé eingöngu við Sogið, eða þann hluta Hvítár sem nú er kallaður Ölfusá ( þ.e. Hvítá eftir að Sogið fellur í hana og til sjávar) eða ef til vill bæði Ölfusá og Sogið. Þingvallavatn hafi verið kallað Ölfossvatn í fornöld og sunnan við vatnið standi enn bærinn Ölfusvatn. Vatnsfall það, sem nú sé kallað Sogið hafi líklega verið nefnt Alfossá eða Ölfossá í öndverðu. Hvernig sem öllu þessu hafi verið varið sé langlíklegast að austurmörk landnáms Ingólfs hafi verið að Langistígurneðanverðu austan megin núverandi Ölfusár og síðan Sogið upp í núverandi Þingvallavatn. FERLIR er því þarna enn innan upphaflegs markmiðs, þ.e. að skoða fyrrum landnám Ingólfs heitins.
Um austurmörkin að ofanverðu skilji heimildarritin nokkuð á. Eftir Sturlu- og Þórðarbók mætti ætla, að Ingólfur hefði helgað sér landið sunnan og vestan vert við Þingvallavatn og norðan við það allt til Öxarár. Hafi Öxará þá runnið í forna farveginum í Þingvallavatn, þá hafi landnám Ingólfs eftir Sturlu- og Þórðarbók aðeins náð austur fyrir Kárastaði og Brúsastaði, en hafi hún þá runnið svo sem hún renni nú, þá hafi Ingólfur helgað sér land upp að ánni frá Brúsastöðum og að Almannagjá og síðan að ánni um gjána og niður til vatnsins að vestanverðu árinnar. Ekki verður séð, að landið norðanvert við Þingvallavatn, austur frá Öxará, samkvæmt forna eða nýja farveginum, og að Lyngdalsheiði og Kálfstindum hafi verið numið sérstaklega, að minnsta kosti ekki í öndverðu.
Hauksbók telur mörkin nokkru austar. Eftir því að dæma hafi Ingólfur helgað sér landspilduna allt frá Öxará til Hrafnagjár sem gangi upp frá vatninu rétt fyrir vestan bæinn Gjábakka. Eftir Sturlu- og Þórðarbók hafi Þingvöllur og umhverfi hans hið næsta alls ekki verið í landnámi Ingólfs, en eftir Hauksbók taki landnám hans einnig yfir Þingvöll. „Hrannagjá“ gæti þó verið misritun fyrir Hvannagjá sem sé einn hluti Almannagjár, er þá væri landnámsmörk. Verði ekki úr því skorið, hvor sögnin sé rétt.
Bent hefur verið á að hvort sem Ingólfur hafi helgað sér landið milli Öxarár og Hrafnagjár eða einungis land til Öxarár, þá virðist ritarar landnámabóka ekki hafa vitað til þess að nokkur hafi helgað sér land austan Öxarár, hvort sem hún hefur þá runnið í forna eða nýja farveginum og allt til Lyngdalsheiðar. Land þetta hafi þó ekki lengi verið óbyggt með öllu, eftir því sem Ari fróði segi. Frásögn hans sé á þá leið, er hann lýsi setningu Alþingis, að maður nokkur að nafni Þórir kroppinskeggi er land átti í Bláskógum hafi orðið sekur um þrælsmorð eða leysings og hafi land hans síðan orðið allsherjarfé. Land Þóris þessa Rústir á Þórhallastöðumhafi að sögn Ara verið lagt til Alþingisneyslu. Ekki sé vitað hversu vítt land Þóris hafi verið, en getum hafi verið leitt að því að það hafi að minnsta kosti verið milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Það skiptir miklu máli að átta sig á nýtingu lands, þegar greina eigi á milli eignarlanda og þjóðlendna. Því þurfi að skoða hvernig nýtingu þrætulandsins sé háttað. Allt frá lokum landnámsaldar og fram að 21. öldinni hafi löggjafarvaldið sett ýmsar reglur um nýtingu þeirra landsvæða sem nú heiti þjóðlendur. Um nýtingu eignarlanda hafi hins vegar ekki verið settar nýtingareglur, nema þær sem teljist til grenndarréttar. Eitt meginatriði skilji á milli eignarlanda og þjóðlendna, en það sé að allt frá Jónsbókartíma hafi eigandi átt að smala eignarland sitt, en þjóðlendan sem svo heiti nú, hafi verið smöluð sameiginlega af fjallskilastjórn.
Í umfjöllun um landnámsheimildir í Þingvallasveit kemur glöggt fram að litlar líkur séu á að nám lands þar hafi náð til þrætulandsins í vestri og sé þá ljóst að grundvöllinn undir eignaréttarkröfu stefnanda, landnámið sjálft, vanti.
Merkjavarða í ÞingvallahrauniKirkja var reist á Þingvöllum eftir kristnitökuna og var hún verið gjöf Ólafs Haraldssonar Noregskonungs. Þetta hefur verið almenningskirkja. Þannig hefur hún verið allsherjarfé eins og talið sé að jörðin sjálf hafi verið. Til þess að hægt væri að reisa kirkju og efna til kirkjuhalds þá hafi orðið að vera bær á staðnum. Engin dæmi séu þess að kirkjur hafi verið reistar á eyðistað þar sem enginn maður hafi verið til að sjá um hana að staðaldri. Eins og aðrar slíkar stofnanir hafi kirkjan orðið að geta staðið undir sér. Því liggi fyrir að kirkjunni hafi verið lagðar til einhverjar eignir, hvort sem um hafi verið að ræða beitilönd, búsmala eða einhver réttindi sem verðmæt hafi getað talist. Í upphafi muni öll þessi réttindi hafa verið óskráð.
Elstu heimildir um máldaga Þingvallakirkju sé að finna í Vilchinsmáldaga frá árinu 1397. Þar sé ekki minnst á að kirkjan eigi afrétt og þar séu heldur ekki neinar upplýsingar um að kirkjan eigi hlut í heimalandi. Næstur komi máldagi 20 Gísla Jónssonar biskups í Skálholti frá 1575 og þar komi fram að kirkjan eigi heimaland allt með gögnum og gæðum og einnig Skjaldbreið og ýmsar jarðir. Árið 1746 komi síðan erindisbréf konungs handa biskupum. Samkvæmt 16. gr. erindisbréfsins séu Vilchins- og Gíslamáldagar taldir áreiðanlegir og löggiltir og skuli allar þrætur um eignir kirkna, Varða á Gaphæðréttindi og kúgildi, er standi á jörðum léns- og bændakirkna dæmd og útkljáð eftir þeim.
Á þessum tíma hafi Þingvallakirkja verið lénskirkja og hafi ofangreint erindisbréf konungs, sem gert var á einveldistíma, lagagildi um eignarhald að heimajörð og eignum þar. Hafi á þessum tíma verið einhver vafi um eignarrétt kirkjunnar á jörðinni sjálfri, þar sem landið hefði verið gert að allsherjarfé og lagt til allsherjarneyslu, þá séu öll tvímæli tekin af með erindisbréfinu því samkvæmt konungsboði eigi Þingvallakirkja beinan eignarrétt að heimalendunni, að minnsta kosti. Eignarrétturinn sé því óvefengjanlegur en eftir standi spurningin, hversu langt þetta land hafi náð sem eignarland. Ennfremur standi eftir ýmis álitamál varðandi það útlendi, eða afrétti, sem á síðari tímum hafi verið tileinkað Þingvallakirkju.
Nær samhljóða Gíslamáldaga sé lýsing Þingvallakirkju í vísitasíubók Brynjólfs Sveinssonar frá 25. apríl 1644. Tveimur áratugum síðar hafi sami máldagi verið færður óbreyttur inn í vísitasíubók Þórðar biskups Þorlákssonar, nema hvað þá hafi fleiri jarðir verið eignaðar Þingvallakirkju.
Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín segi að kirkjustaðurinn á Þingvöllum hafi átt afrétt á Skjaldbreiðarhrauni, Merking við Skógarkotsem hafi ekki verið brúkaður yfir 40 ár. Þar standi: “Lætur prestur brúka fyrir afrétt Ármannsfell, Kvíindisfell og Gagnheiði.“ Í jarðabókinni komi líka fram, að fleiri jarðir hafi átt afrétt í Skjaldbreiðarhrauni. Þetta hafi ekki aðeins verið hjáleigur Þingvallakirkju, heldur einnig jarðir í einkaeign í Grímsnesi og víðar sem einnig hafi átt þennan upprekstur í Skjaldbreiðarhrauni og virðist svo hafa verið frá fornu fari. Á þessum tíma hafi gróðurfari eitthvað verið farið að fara aftur þannig að not hafi verið minni en áður var, ef þau hafi þá nokkur verið.
Björn Pálsson, prestur á Þingvöllum, hefur þurft að gera grein fyrir mörkum sóknar sinnar árið 1840. Hann hefur fylgt lýsingu bóndans í Oddgeirshólum, en bætt þó aðeins við með því að færa merkin úr skurði norðaustur í Fanntófell áður en þau sveigðu í Eiríksnípu.
Þegar fyrstu lögin um landamerki voru sett 1882 hefur þurft að semja landamerkjabréf fyrir Þingvelli. Sú skrá hafi verið gerð 1. september 1886 en sumarið áður hafi presturinn helgað landamörk Þingvallakirkjulands í austri og norðri með merkjareið, „allt frá því að Gjábakkaland þrýtur og alla leið inn fyrir Skjaldbreið“, eftir að hafa látið boð út ganga til eigenda tiltekinna jarða í Laugardal.
HrauntúnEkki er vitað hvernig Þingvallakirkja hafi eignast sína afrétti í öndverðu. Við samanburð máldaga megi ætla að afrétturinn hafi komist undir eignarráð kirkjunnar á 15. öld eða í byrjun 16. Þó geti verið um það vafi. Benda megi á að eigi síðar en á 14. öld hafi skipting landsins í afrétti verið komin nokkurn veginn í fast horf og fyrir siðaskipti hafi flestar kirkjur fengið þær eignir og hlunnindi sem þær bjuggu að síðar, jafnvel öldum saman. Það sé nokkuð sennilegt að kirkjan hafi frekar eignast afrétt eða beitarítök, þó þess sé ekki getið í Vilchinsmáldaga, og það hafi kannski ekki alltaf verið þörf á að skrásetja allt sem hafi verið á allra vitorði. Þegar frá leið aftur hafi þótt tryggara að færa það allt í letur sem kirkjunni var eignað.
Almennt hefur landnám verið frumstofn eignarréttar á landi. Byggir hann á því, að mörk eignarlanda og þjóðlendu séu þau sömu og landnámsmörk. Í úrskurði óbyggðanefndar eru raktar heimildir um landnám landsvæðisins sem liggur að Þingvöllum eða getgátur um landnám þar. Kemst stefndi að þeirri niðurstöðu að ekki sé að finna heimildir um að land hafi í öndverðu verið numið norðan Lyngdalsheiðar. Þá verði ekki séð að land Í Hrauntúniaustan Öxarár að Lyngdalsheiði og Kálfstindum hafi verið numið sérstaklega, en þetta svæði í vestri telur hann afmarkast af landnámi Ingólfs. Þó er einnig vísað til frásagnar Íslendingabókar um land Þóris kroppinskeggja, og getum að því leitt að það hafi að minnsta kosti náð yfir svæðið á milli Almannagjár og Hrafnagjár.
Af lýsingum þessum er ljóst að óvissa er um nám hins umdeilda landsvæðis í upphafi byggðar á Íslandi. Verður ekki framhjá því litið að tilvitnaðar sagnir eru ekki samtímaheimildir. Sögnin um Þóri kroppinskeggja í Bláskógum virðist hins vegar benda til landnáms á Þingvöllum, en að engu er getið hversu langt inn til landsins það kann að hafa náð.
Allt gerðist þetta áður en fjöllin fæddust. Skrásetjarnir vissu á ekki væri endilega mark takandi á þeim er töluðu mikið, því þeir vissu jafnan lítið. Þeir hlustuðu á þá fáorðu – og skráðu hvert orð.
Ætlunin er að ganga fljótlega um stíg til norðurs frá minjum við Klukkuhólsstíg við Gjábakkaveg, milli Gildruholtsgjáar og Hrafnagjáar, um þriggja km leið að Gaphæðum. Útsýni og landslag á þeirri leið tekur fáu fram.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Mbl. 9. ágúst 1979.
-Landnáma.
-Óbyggðanefnd – úrskurðarorð.

Þingvellir

Þingvallarétt.

Hallshellir

Hæðin vestan við Hrafnagjá, ofan Gjábakkavegar, nefnist Sigurðarselsbrekkur. Norðan hennar tekur Hábrúnin við, en austan hennar eru Syðri- og Nyrðri Svínahólar.
HellishæðarfjárhellirÁ fyrrnefnda hólnum er há og myndarleg varða er vísar leiðina. Sunnan og vestan við hólana eru miklir grasgróningar. Vestsuðvestan við Syðri Svínhól er Hellishæð. Skammt vestan hennar er Hellisvarðan ofan við Litlu Hellishæð.
Gangur að fjárhellinum í Hellishæð frá Gjábakkavegi tekur u.þ.b. 6 mín. Sjá má glitta í vörðuhrólfið vestan við hæðina, rétt ofan við trjátoppana. Þegar upp á hæðina er komið liggur ljóst fyrir að þarna er fjárskjól; allt grasi vaxið umleikis, hleðslur framan við stórt op og hið myndarlegasta skjól innundir.
Í örnefnalýsingu fyrir Þingvallahraun og birtist í Árbók Fornleifafélagsins 1937-1939 segir m.a. um þennan stað: “Við norðvesturhorn Sigurðarsels er Hellishæð. Það er há hæð, sem snýr h. u. b. í austur og vestur, með skógi vaxna grasbrekku að sunnanverðu. Uppi á henni er hellir, ei alllítill, sem notaður var frá Skógarkoti til fjárgeymslu. Hann var mörgum hellum betri að því leyti, að hann var talsvert hár, en blautur var hann þar, sem gólfið var lægst. Lægð lítil er við vesturenda Hellishæðar; fyrir vestan hana er Litla-Hellishæð, dálítill hóll með vörðubroti; sunnan undir henni, niður á Brún, er klettahóll, sem heitir HellishæðarfjárhellirÞorkelsklettur.” Sá klettur er nú sérstaklega merkur um uppistandandi steyptu röri; hæðarmælingastandi.
Þá var lagt í langferð. Hún var svo til beint í norður, með stefnu á Söðulhóla vestan Tindaskaga. Veðrið var frábært; 16°hiti, skínandi sól og blíða allt um kring. Þegar komið var upp að Hábrún var Enni framundan og Flekkuhóll vestar. Risavaxin fugl kom fljúgandi frá Ármannsfelli, sveimaði hæglátlega yfir og eftir hringflug niður á við settist hann á Flekkuhól. Þar líktist hann vörðu á hólnum. Þetta var örn, konungur fuglanna – tilkomumikil sjón. Rúpur flugu til allra átta og skógarþrösturinn hvarf við það sama. Allt varð skyndilega hljótt í skóginum, hann sem hafði verið svo lifandi fram að þessu, þ.e.a.s. all nema gömlu hríslurnar, sem virtust steindauðar. Skógarþörstur, sem legið hafði um kyrrt, styggðist skyndilega við mannakomuna. Eggin þrjú í hreiðri hans undir hraunsyllu biðu endurkomu hans.
Stefnan var tekin á Gaphæðir. Gaphellir er sunnan til í þeim.
Á leiðinni upp að Gapa var komið við á Nyrðri Svínhól. Þaðan er ægifagurt útsýni yfir allt Þingvallahraunið og næsta nágrenni, einkum fjallahringinn. Búrfell, Súlur, Ármannsfell, Skjaldbreiður, Tindaskagi og Hrafnabjörg voru líkt og myndlíkingar úr teiknimyndasögu allt um kring.
ÞingvallaskógarhríslaÍ örnefnalýsingunni segir: “Því að rjett fyrir 1900 var vinnumaður í Skógarkoti, sem Þorsteinn hjet Þorbergsson, og hlóð hann eina vörðu úr tveimur. Frá Efstubrún er mishæðalítið, gras- og skógarlautir með smáhólum, heim að Hrauntúni. Stutt vestur af Efstubrún er vörðubrot lítið, sem heitir Markavarða. Í Þingvallalandi var engum afnotum skipt milli hjáleignanna, nema skógarhöggi.
Norður af Jafningjum er stór hæð, og norður af henni Miðhólar, smáhólar nokkrir; á milli þeirra og Markavörðu er alleinkennilegur hóll, klofinn mjög og grasi gróinn að neðan; hann heitir Eyvindarhóll. Hjá honum liggur hin nýja gata milli Hrauntúns og Skógarkots.
Frá Þrívörðum austur að Hrauntúni er hraunið fremur sljett, grösugt og skógi vaxið. Rjett fyrir vestan túnið er Litla-Varða og þjett við túngarðinn að vestan Hellishóll. Hrauntún var fyrst sel frá Þingvöllum, en 1830 byggði Halldór Jónsson þar, og bjó þar í mörg ár. Árið 1935 var það lagt algjört í eyði, eins og aðrar jarðir í Þingvallahrauni. Stutt fyrir austan túnið er Skygnisvarða; þar byrja Skygnirnar þeir, er fyr voru nefndir.
Að sunnan við þá gengur slakki austur að Klofhól, sem er suður af Háskygnirahólum. Stutt austur af Skygnisvörðu er Hálfa-Varða, og er hún sízt meira en hálf. Á móti henni, sunnan við slakkann, eru litlir grjóthólar, sem heita Skjalbreið framundanGráuklettar, norðan við Gaphæðaslóða, sem að mestu voru fjárslóðar og lágu austur að Gapa; góðan kipp þar suður af er áðurnefnd Þorsteinsvarða. Dálítið austur af Hálfu-Vörðu er Gamli-Stekkur; í djúpum hólkrók sjest þar glöggt til tófta. Nokkuð í hásuður þaðan er Þorsteinshóll og suður af honum Kolgerðir, mishæðótt svæði í skóginum. Norðaustur frá Hrauntúnsbæ gengur annar slakki norðan Skygnira, norðaustur að Brúnavörðu. Eftir slakka þessum liggur Víðivallagata, sem notuð var til heyflutninga af Hofmannaflöt í mörg ár. Norður af Gamla-Stekk, sunnan götunnar, eru Stórhólar tveir; vestan hennar er Lambagjárhraun alla leið frá Hrauntúni að Ármannsfelli, austur að Víðivöllum og vestur að Sandskeiðum.”
Gapi er ekki ósvipaður Hellishæðahelli og Klukkustígshólahelli austan Hrafnagjár. Allt eru þetta vel manngengir fjárhellar í hraunbólum, þ.e.a.s. hin náttúrulegustu fjárhús.
Á leiðinni til baka var athyglinni einkum beint að skóginum, sem greinilega er misgamall á þessu svæði. Sumsstaðar voru nýsprotar, en annars staðar sverir þurrkvistir, greinilega komnir til ára sinna.
Aftur var gengið norður eftir Veiðigötu að Skógarkoti. Á leiðinni var örnefnalýsingin rifjuð upp: “Vestur að Hrútabrekkum, að Sauðasteinum, heitir Hrútabrekkuskógur. Skammt Vörðubrot á Gaphæðfyrir ofan Sauðasteina, vestan við Veiðigötu, þar sem fyrst sjezt heim að Skógarkoti, þegar gatan er farin, er lítill hóll með smá vörðubroti; hún heitir Hellisvarða. Þar undir er hinn frægi Hallshellir, sem um nokkur ár dró að sjer athygli fjölda fólks, og skal nú skýrt frá, hvernig hann fjekk frægð sína.
Sumarið 1902 var sá, er þetta ritar, vinnumaður í Skógarkoti hjá Hannesi bónda Guðmundssyni. Þá var þar einnig drengur, sem heitir Kristján Schram og nú hefur í mörg ár verið starfsmaður hjá Gasstöðinni í Reykjavík. Eitt sinn, er við komum úr veiðiför neðan af vatni, hvíldum við okkur í laut þeirri, sem er norðan við hólinn; fundum við þar litla holu, sem var að mestu lokuð af jarðvegi og lyngi. Þegar við rifum þar til, komum við niður í helli, auðvitað „fullan af myrkri.“ Síðar fórum við þangað með ljós og sáum, að hellirinn var talsvert stór, og garður hlaðinn um hann þveran; fyrir innan garðinn er hann svo lágur, að skríða verður á fjórum fótum.
Næsta sumar, 1903, var á ferð á Þingvöllum enski rithöfundurinn Hall Caine. Hann hafði heyrt talað um helli þennan, skoðar hann og þykist finna eitthvað merkilegt við hann, sem hvorki hann sjálfur eða aðrir vissu hvað var.  Svo var hellinum gefið nafn hans, og hann kallaður Hallshellir, og verður nú frægur mjög. Þyrpist þangað múgur og margmenni, sem allt verður vonsvikið á Skógarkot framundanmerkilegheitunum, sem von var, en gaf bóndanum í Skógarkoti góðan skilding, því að allir þurftu á fylgd að halda, og kostaði hún krónu í hvert skipti. Dýrð þessi mun hafa staðið eitt eða tvö sumur; svo fjaraði þessi heimska út, eins og fleiri, og er Hallshellir nú fyrir löngu fallinn í þá fyrri gleymsku.
Rjett fyrir ofan Hrútabrekkur er brött klöpp í veginum, sem heitir Pelahella. Vestur af henni, austan Veiðigötu, eru smáhólar, sem heita Gráuklettar. Traðirnar í túninu liggja til suðvesturs; fram af þeim er stór, sljettur hellubali, sem heitir Vaðmálsbali; munu þar hafa verið breidd vaðmál til þerris; þar var einnig þurkuð ull, meðan það var í tízku. Yfir Vaðmálsbala liggur vegurinn við túngarðinn og frá honum, einnig Vatnskots-gata og Veiðigata.
Jón Kristjánsson, er bjó í Skógarkoti 1840-84, stækkaði þar túnið talsvert til suðurs; sú stækkun er kölluð Gerði; þar voru kvíaær bældar á nóttum, þegar búið var að hirða af því heyið. Þangað voru einnig kvíarnar fluttar; var ánum hleypt út eftir kvöldmjaltir, og lágu þær hreyfingarlausar, þar til birta tók. Í túninu suðaustur af bænum er djúp laut, er Möngudalur heitir. Beint austur af bænum er bali dálítill, sem heitir Harðhaus. Þar var ætíð hafður hrísköstur, sem notaður var til eldsneytis á vetrum. Bærinn stendur sunnan í hæð, sem nefndur var Balinn; uppi á Hreiður skógarþrastarins í Þingvallaskógihonum voru fjárhús og heyhlöður. Þar, sem hann er hæstur, er sundurklofinn hóll, sem heitir Rjettarhóll. Austan við hann, norðan við túngarðinn, var fjárrjett, og austan við túnið tvö lambhús; nú er allt þetta óþarft orðið. Austast í túninu var brunnhola, sem fljótt þraut vatn í; var þá eins og í gamla daga leitað til gamla Ölkofra með drykk, og ef hann þraut, sem sjaldan var, meðan brunnurinn var hirtur og haldið við, varð að sækja vatn á hestum niður í Tjarnir, h. u. b. hálfrar stundar ferð.”
Gengið var Veiðigötuna á enda upp að Skógarkoti. Sólargeislarnir léku við bæjarstæðið og heimatúnið. Ákveðið var að ganga Vatnskotsgötuna til baka. Hún er ómerkt, en verulega greinileg og auðvelt rakningar. Sunnarlega var komið að Vatnsdalnum á vinstri hönd. Um er að ræða litla gróna kvos með tilbúnu vatnsstæði í. Fuglamergð var vakti athygli á því. Vatnsdalshæð er hægra megin götunnar. Einnig Digravarða skammt suðvestar. Áður en komið var að Fjárhúshólshrygg var staðnæmst og niðurlitið niður að vatninu virt viðlits. “Vestan Vellankötlu ganga tangar nokkrir út í vatnið; lengst skaga þar fram Grunn-hólar. Fyrir austan þá eru Nautatangar. Grunnhólar eru talsvert hærri en hraunið þar í kring, sem er að mestu lágt og flatt. Upp undan Nautatöngum er Jórunnarvarða; þar varð úti 1884 kona frá ÞuríðarvarðaSkálabrekku, er Jórunn hjet. Nokkru þar fyrir vestan gengur langur og krókóttur tangi út í vatnið; heitir hann Öfugsnáði, og veit jeg ekkert hvernig á nafninu stendur. Var hann oft notaður til aðrekstrar á vorin frá Skógarkoti. Vestan við hann er löng og hringbogin vík, sem oft er notuð til lendingarstaðar, þegar veiðin er bezt þar framundan. Hún heitir Öfugsnáðavík. Þar úti í vatninu er hólmi, sem heitir Langitangi; verpa þar bæði andir og kríur. Litlu vestar er Vatnskot. Þar voru víst fyrst hús fyrir ær og lömb frá Þingvöllum og síðar var þar það, sem kallað er þurrabúðar- eða húsfólk.  Það er, að það hafði ekki kýr eða bjó ekki við málnytu; þó mun það hafa haft einhvern sauðfjenað. Þess voru dæmi, að þar bjuggu tvær fjölskyldur.”
Hinar miklu tóftir Vatnskots sjást enn sunnan þjóðvegarins, beint framundan stígnum.
Að þessu sinni var stefnan tekin til austurs, að Þuríðarvörðu. Frá henni er tilkomumikil fjallasýn til allra átta.
Þegar komið var yfir á Veiðigötu var hún rakinn til upprunans.
Stefnt er að ferð um Hrauntún og yfir í Gapa og Hrauntúnsfjárhelli mjög fljótlega.
FRÁBÆRT veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Sjá meira undir Þingvallahellar I.

Heimildir m.a.:
-Þingvallahraun.
-Árbók Fornleifafélagsins 1937-1939, bls. 147-163.

Í Hallshelli