Tag Archive for: Vatnsleysuströnd

Marhálmur

Þegar gengið var um Borgarkot á Vatnsleysuströnd birtist m.a. enn ein hlaðna refagildran frá því fyrr á tímum, æði heilleg.
VatnsstæðiðAð vísu hafði FERLIR fundið aðra slíka skamt ofar í heiðinni, en láðst að færa hana í þar til gerða skrá um fornminjar á Reykjanesskaga. Úr því hefur verið bætt. Í ferðinni var gengið fram á áður óséð vatnsstæði ofan við Réttartanga, sem ekki er getið í heimildum. Í vatnsstæðinu vex bæði hin hvítasta og þéttbýlasta fífa er sést hefur sem og lófótur, öður nafni marhálmur. Marhálmur er mikilvæg fæða fyrir ýmsa fugla af andaætt, einkum margæs og álft. Hann er einnig þýðingarmikill sem búsvæði fyrir þörunga og hryggleysingja og bindur saman leir- og sandbotn, líkt og melgras gerir á þurru landi. Áður fyrr var búfénaði beitt á marhálm þegar heyfengur var rýr. Þá var hann nýttur sem stopp í sængur og dýnur fyrr á öldum.
KirkjugatanÞegar gengið er frá ofanverðum Bakka inn í Borgarkotslandið verður fyrst fyrir gamla kirkjugatan að Kálfatjörn. Hún sést enn greinilega allt þar til komið er inn á tjanarsvæði ofan við Nausthólsvík.
„Frá Gamla-Bakkarústum sveigist ströndin miklu meira til austurs en áður inn að Garðsendaklöpp. Innan (norðan) við klöppina skerst inn lítil vík, Nausthólsvík. Norðan hennar og gegnt Garðsendaklöpp er stór og hár hóll, er Nausthóll heitir, nú laus við land. Sagt er, að héðan hafi fyrr meir verið verstöð frá Krýsuvík og jafnvel Skálholti, en engan sér þess nú staðinn. Örskammt innan við Nausthól (60-80 m) eru sléttar klappir á kampi og grónir balar. Þar heitir Litli-Nausthóll; upp frá honum um 100 m, eru fjárhústóftir, Helgahús, nefnd eftir þeim er lét reisa þau, Helga kenndan við Tungu í Reykjavík, Þau voru reist um 1920.
MarhálmurSkammt austan fjárhústóftanna (um 60-70) er Kálfatjarnar-vatnsstæði. Það er allstórt, um 100 ferm., en grunnt. Þar þrýtur ekki vatn nema í almestu þurrkasumrum. Nokkru sunnar með sjónum eru Réttir, dálítið nef allgróið. Efst á því eru tveir hólar, litlir um sig, en algrónir, Réttarhólar. Fram af Réttum eru Réttartangar og Réttarhnífill þar fram af. Líklegt telur Ólafur [Erlendsson], að réttir hafi áður verið á Réttartanga, en þess sér nú engan stað utan hvað garðlag er þvert yfir tangann framarlega. Gæti það hafa verið aðhald fyrir skepnur og hafa þá réttirnar staðið framar, en þar hefur sjór brotið landið.“ Reyndar er réttin enn til, bæði heilleg og fallega hlaðinn efst í Réttartöngum. Erfitt er þó að koma auga á hana því hún kúrir undir lágu holti.
Fífan„Inn með sjónum frá Réttum er allbreiður bakki, er Breiðafit nefnist. Nær hún að Borgarkotstúni. Ofan við Breiðufit miðja eru 2 hólar allstórir hver upp af öðrum og grónir nokkuð upp. Norðan undir þeim, sem nær er bakkanum, er lítið vatnsstæði, það heitir Vatnssteinar. U.þ.b. 30 m norðvestur af Vatnssteinum sést smá rúst. Þar heitir Skothús. Veggir þess stóðu vel fyrst þegar Ólafur man eftir. Í Skothúsinu var legið bæði fyrir tófu og sjófugli. Skothúsið hefur líklega verið byggt um miðja 19. öld. Innan við Breiðufit tekur við Borgarkotstún, dálítill túnblettur, mestur á lengdina, meðfram sjónum, illþýft og hólótt. Bæjarrústirnar í Borgarkoti eru nálægt miðju túni á bakkanum; brýtur sjór nú framan af þeim. Einnig rótar sjór nú í seinni tíð mjög miklu grjóti upp á bakkann eins og reyndar allsstaðar á Vatnsleysuströnd sunnan Keilisness. Borgarkot mun hafa farið í eyði á 18. öld.
StórgripagirðingTildrög þess eru sögð þau, að eitt sinn er Flekkuvíkurbóndi fór til kirkju á aðfangadagskvöld, kom hann að bóndanum í Borgarkoti, þar sem hann var að skera sauð frá honum. Varð það til þess að koma honum undir mannahendur og lagðist býlið í eyði eftir það.“
Hér er hlaupið yfir a.m.k. þrennt; stórmerkilega stórgripagirðingu, sem enn sést ofan Borgarkots, rúningsrétt undir lágum ílöngum klapparhól og stóra vatnsstæðiðið, sem fyrr er nefnt. Í því vex bæði fífa og lófótur (marhálmur). Suðaustan við vatnsstæðið eru grónar hleðslur, líklegt aðhald eða nátthagi. Marhálmur er eina blómstrandi háplantan sem vex að öllu leyti í sjó við Ísland.

Vatnssteinar

Plantan getur orðið allt að 1 m á lengd. Marhálmur er grastegund sem vex í sjó, er oftast 30 til 70 cm á lengd en getur orðið meira en einn metri. Ofan í botnleirnum vaxa jarðlægir stönglar og upp af þeim blaðþyrpingar með reglulegu millibili. Blöðin eru löng og bandlaga og bogadregin fyrir endann. Þau eru 2 til 4 mm á breidd og með einum til þremur æðastrengjum. Blöð marhálms eru dökkgræn á litinn en jarðlægu stönglarnir eru hvítir eða ljósgrænir. Marhálmur er fjölær, vex aðallega á vorin og blómgast um mitt sumar. Fræaxið er í fræhulstri á hulsturblaði sem lítur að öðru leyti eins út og laufblöðin. Marhálmur missir megnið af blöðunum í byrjun vetrar en ný blöð fara að vaxa aftur upp af jarðstönglunum snemma vors. Talið er að marhálmur geti lifað í meira en 50 ár.
RefagildraFífan hvíta hefur löngum fangað auga náttúruunnenda. Þegar litið er yfir þær plöntutegundir, sem lagðar voru til grundvallar vali Íslendinga á þjóðarblómi eða plöntu kom fífan sterklega til greina; hana þekkja flestir, hún er sérstök, stílhrein, sterk í formi og myndrænt séð kjörin sem táknmynd; „eitthvað villt og gróft, sem er svo lýsandi fyrir Ísland“.
Fífa er mjög áberandi planta, ekki síst aldinið, sem má telja eitt fegursta djásn íslenskrar náttúru og skrýðir landið lengur en nokkur önnur plantna, eða frá sólstöðum þar til ullin fýkur burt með haustvindum. Þá skreytir fífa öðrum plöntum fremur jafnt hálendi sem láglendi og hefur í aldanna rás stuðlað að jarðvegsfestu, umfram flestar aðrar plöntur landsins: með þéttriðnu rótarkerfi árþúsunda og rotnandi leifum hennar í raklendi hefur aldrei heyrst getið um landrof í fífuflóa; þannig skapar fífa „táknræna samstöðu um gróðurvernd“.
Refagildra ofan við BorgarkotHve einkennandi fífa er fyrir landið sést best á því hvílíka eftirtekt hún vekur meðal erlendra ferðamanna, en hún er fyrsta og að jafnaði eina plantan sem þeir spyrja hver sé, strax á fyrsta degi ferðar um landið; hún er m.ö.o. flestum erlendum ferðamönnum framandi og þar með eitt af sérkennum landsins; hennar gætir vart annars staðar á byggðu bóli í vestrænni veröld utan nyrstu og strjálustu byggða norðurhvelsins; auk þess er fífa enn þann dag í dag sú íslenska planta sem hve mest er safnað til þurrkunar og híbýlaprýði á vetrum, e.t.v. ómeðvitað sem einskonar minni um birtu og gróanda sumarsins.
skeljarFífan var undirstaða íslensks þjóðlífs í aldanna rás, en í u.þ.b. 1.000 ár af sögu landsins brann á kveikjum hennar svo og stönglum sbr.: „Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum…“, það eina ljós er birtu bar í drungalegar vistaverur genginna kynslóða; þar með gerði hún íslenskri þjóð kleift að vinna, lesa og skrifa á löngum og dimmum vetrarkvöldum; fífa er þannig undirstaða andlegrar jafnt sem verklegrar menningar landsins og um leið tákn ljóssins í tvöföldum skilningi þar eð hún skrýðir landið einnig umfram aðrar plöntur í nóttlausri voraldarveröld íslensks sumars.

Borgarkot

Borgarkot – krossgarður.

„Rétt norðan við túnið í Borgarkoti, á bakkanum, er hlaðinn garður í kross, nefndur Skjólgarður. Þessir garðar voru hlaðnir svona til þess að fé hefði þar skjól í öllum veðrum, hvaðan sem blés. Þarna eru og gerði eða réttir. Allar þessar hleðslur eru mjög ósjálegar, sumar sokknar í jörð að mestu, aðrar sundurtættar af minkaveiðimönnum. Norðan við Skjólgarðinn mun Borgarkotsvör hafa setið. Þess sér nú lítil merki. Frá Borgarkoti inn að Neskletti er nokkur spölur. Þar heitir Keilisnes. Nesklettur er klettarani, sem gengur í sjó fremst á Keilisnesi. Í honum er svolítið skarfakál. Þar á bakkanum, miðsvæðis, er hringlaga tóft um 4 m að þvermáli. í hana er hlaðinn þverveggur. Kallast hún Þjófabyrgi. Því hefur nú verið umturnað af minkaveiðimönnum.“
Hér hefur refagildran góða, lík vörðu á lágum grónum klapparhól, gleymst. Þegar að var komið virtist vera um einfalda vörðu að ræða, en glöggt augað gaf þegar til kynna að þarna myndi Fífanvarða vera óþörf; mannvirkið varð því áhugaverðara fyrir bragðið. Við nánari skoðun komu í ljós tvær fallhellur austan og vestan í „vörðunni“. Þegar þær höfðu verið fjarlægðar birtist inngangur í refagildru. Gildra þessi hefur fengið að vera í friði af a.m.k. tveimur ástæðum; í fyrsta lagi hafa menn almennt talið að þarna hafi bara  og eigi að vera varða á hól og í öðru lagi sáust engin ummerki um að þarna hafi verið refagildra, fyrr en við nákvæmari skoðun. Þessi gildra bætist við a.m.k. þrjár aðrar í landi Borgarkots. Hún var skráð nr. 41 í landnámi Ingólfs, en með skráningu hinna tveggja eru refagildrunar í raun orðnar 43 talsins. Önnur er nokkur ofar í heiðinni, heilleg og með greinileg op, en hin er við fyrrnefnt vatnsstæði. Henni hefur verið raskað verulega. Þá má sjá leifar af enn einni refagildrunni skammt sunnar, utan í lágu klapparholti (44).
Sjá meira um Borgarkot HÉR.
Frábært veður. Gangan tók 3. klst og 3 mín.

Borgarkot

Borgarkotsstekkur ofan Borgarkots.

 

 

Lambafellsklofi

Gengið var um Trölladyngjusvæðið norðanvert, þ.e. um Eldborg og Lambafellsklofa.
Um er að Eldborg - svona gæti hún hafa litið út - ósnertræða tvær andstæður; annars vegar fallegan og verðmætan eldgíg út frá bæði jarðfræðilegu og ferðamannalegu sjónarmiði, sem nú hefur verið eyðilagður, og hins vegar jarðfræðifyrirbæri, misgengi gegnum fjall, sem fengið hefur að vera í friði. Það er því óneitanlega skemmtilegri aðkoma að síðarnefnda staðnum.
Í dag ganga ferðalangar framhjá Eldborginni, án þess að vilja líta hana augum. Borgin er tákn skammsýni mannsins og lítinn skilning á því hver eru  hin raunverulegu verðmæti. Efnið úr gígnum var flutt í vegstæði. Efnið var einnig tekið úr öðrum gíg skammt frá, Rauðhól. Ef á annað borð var nauðsynlegt að taka efni úr fallegum og sérstökum náttúrufyrirbærum hefði verið skömminni skrárra að taka einungis efni af öðrum hvorum staðnum, t.d. Rauðhól. Best hefði verið að láta þá báða ósnerta, en taka efnið í fjarlægari námum nyrst í Afstapahrauni. Það hefði reyndar orðið svolítið Eldborg - sem afleiðingar skammsýni mannsinsdýrara fyrir hlutaðeigandi vegagerðarmenn, en miklu mun ódýrarar til lengri tíma litið – eki síst í ljósi þess að eitt helsta aðdráttarafl ferðamann hér á landi er óspillt og stórbrotin náttúran.
Eldborg við Trölladyngju er einn af gígunum sem Afstapahraun rann úr árið 1151. Afstapahraun er næst yngsta hraunið í sveitarfélaginu. (Yngst er Arnarseturshraun við Snorrastaðatjarnir, frá 1226, skv. upplýsingum Hauks Jóhannessonar, jarðfræðings.) Hin upptök Afstapahrauns eru í fallegum gíðum við Selsvelli nokkru sunnar. Inni í miðju Afstapahrauni, sem fyrrum mun hafa verið nefnt Arnstapahraun, eru óbrinnishólmar; Tóur, þar sem grórningar eru miklu mun meiri og betri en í mosavöxnu nýhrauninu. Fyrrnefndir gígar Afstapahrauns eru sunnan og suðaustan við Driffell, vestan undir Vesturhálsi og hefur hraunið úr þeim runnið þaðan alla leið fram í sjó í Vatnsleysuvík.
LambafellsklofiLambafell er jafnan nefnt Vestara-Lambafell og Austara-Lambafell (sjá loftmyndina). Þau sluppu við að lenda undir Afstapahrauninu, líkt og Snókafell skammt vestar. Austara-Lambafellið er um 160 m.y.s. Því er svo lýst í bók Sesselju Guðmundsdóttur, Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd: „Í fellinu nyrst er djúp og mikilfengleg gjá, Lambafellsgjá, sem gaman er að skoða. Gjáin gengur inn í mitt fellið og er mjög þröng neðst, eða 1-3 m á breidd, en víkkar þegar ofar dregur, lengd sprungunnar er um 150 m og hærra veggstálið er 20-25 m hátt. Það er skemmtilegur “álfabragur” á því að geta gengið inn í fjall og síðan upp úr því. Í fellinu er bólstrabrotaberg og í gjáveggjunum sést hver “koddinn” við annan. Önefnið Lambafellsklofi hefur einnig heyrst og þá er átt við gjána og ein heimild nefnir fellið sjálft Klofningsfell.“
Snókafellið er að vísu stakt, eins og nafnið gefur til kynna, en í því er ekkert misgengi. Misgengi það sem sjá má í Lambafelli má einnig sjá í Þorbirni (Þorbjarnarfelli) ofan við Grindavík.
Skemmtilegast er að ganga um Lambafellsklofa í ágúsmánuði. Þá er klofinn jafnan fullur af fiðrildum, sem leita þar lyngnunnar. Þegar komið er inn í gjána við slíkar aðstæður er hún  ævintýrlalandi líkust.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Afstapahraun

Víkingaskip í Afstapahrauni.

 

 

Bieringstangi

„Á Reykjanesskaga hefur allt frá fornu fari verið mikill f jöldi verstöðva, stórra og smárra.
Hinar Bieringstangi-31helztu þeirra voru Bieringstangi á Vatnsleysuströnd, Vogar, Njarðvíkur, Leira, Garður, Sandgerði, Stafnes, Hafnir og Grindavík. Frá öllum þessum stöðum og mörgum fleiri, leituðu menn út á mið Faxaflóa og Suðurstrandarinnar. Fiskimiðin reyndust að vísu misjafnlega gjöful, og brugðust stundum, en þegar öllu er á botninn hvolft, má það heita miklum vafa bundið, hvort nokkur annar landshluti hefur átt slíka auðlegð fyrir ströndum úti, sem þessi hrjóstrugi, eldbrunni og hraunrunni skagi, sem teygir bæl og tá út í Atlantshafið.“
Í Tímanum 1965 segir Björn Þorsteinsson m.a. eftirfarandi um Bieringstanga á Vatnsleysuströnd: „Bieringstangi er fyrir sunnan Brunnastaðahverfið, kenndur við Moritz W. Biering kaupmann (d. 1857). Þaðan hefur lengi verið stundað útræði, og þar er stærsta vörin á ströndinni.
Um 1840 er þar risin fisktökustöð, salthús og fisktökuhús, sennilega frá Bieringstangi-33Flensborgarverzluninni í Keflavík. Á lofti þeirra voru verbúðir, en í kring stóðu þurrabúðirnar Vorhús, Hausthús og fleiri. Einnig var þar önnur útgerðarstöð, Klapparholt. Eldra nafn á verstöð þessari er Tangabúðir.
Á Bieringstanga var reimt eins og á fleiri verstöðvum. Draugurinn var erlendur að uppruna, gekk með hvíta húfu, en ekki mórauða og var því nefndur Tanga-Hvítingur. Hann gerði mönnum ýmsar glettur eins og drauga er siður, og beyttu menn ýmissa bragða til þess að losna við kauða. Eitt sinn skaut bóndinn í Halakoti hann með silfurhnappi, en það átti að vera draugum öruggt skeyti. Hvítingur sundraðist í eldglæringar við skotið, en skreið saman aftur og hélt uppteknum hætti fram um 1890, en hvarf um þær mundir að sögn.“
Bieringstangi-34Í Lesbók Morgunblaðsins getur afkomandi Bierings um samnefndan tanga sem og verslunina þar: „Mest kvað að Mouritz Wilhelm, sem ílentist hér á landi og Peter Stefáni, sem fluttist til Danmerkur og eru frá honum komnar merkar ættir þar í landi. Mouritz varð verslunarstjóri við útibú Flensborgarverslunar í Keflavík 1837 og fimm árum síðar tók hann við forstöðu sömu verslunar í Reykjavík. Varð hann þvínæst eigandi þeirrar verslunar árið 1850. Á árabilinu 1852–53 lét Mouritz byggja stórt verbúðarhús ásamt með salt- og fiskgeymsluhúsum á Vatnsleysuströnd skammt fyrir norðan Vogana og var þessi verstöð kölluð Bieringstangi. Var þar rými fyrir 30 manns. Lagðist verstöðin af undir aldamótin 1900.
Bieringstangi-35Símon Dalaskáld dvaldi um skeið í verstöðinni á Bieringstanga og orti þar Bieringsborgarrímur, sem fjölluðu í hetjukvæðastíl um daglegt líf í verbúðunum. Rímurnar komu út í bókinni „Tvennar rímur“ árið 1953.
Mouritz gerðist umsvifamikill kaupmaður. Flutti hann flestar vörur að og frá landinu með eigin skipi, „Drei Annas“. Mouritz var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jane Mary Robb og eignuðust þau hjón 8 börn. Jane Mary andaðist árið 1851, en Moritz kvæntist ári síðar Ingibjörgu Amalíu, systur Jane Mary og átti með henni 4 börn. Þau hjónin fórust með
skipinu „Drei Annas“ í mannskaðaveðri út af Álftanesi á Mýrum 27. nóvember 1857 ásamt
tveim börnum Mouritzar af fyrra hjónabandi.“

Heimildir:
-Sjómannablaðið Víkingur, Gils Guðmundsson, Sandgerði, 7. árg. 1945, 8. tbl., bls. 172.
-Tíminn – Sunnudagsblað, Björn Þorsteinsson, Suður með sjó, 20. september 1964, bls. 881.
-Lesbók Morgunblaðsins, Gunnar Biering, Fjársjóður fróðleiks, 25. nóvember 2006, bls. 6.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.

Keilir

Gengið var á Keili (379 m.y.s.). Venjan er að ganga að fjallinu frá norðanverðu Oddafelli, en að þessu sinni var gengið að því frá Rauðhól, rúmlega miðja vegu milli Reykjanesbrautar og Oddafells. Stíg var fylgt upp eftir frá Rauðhólsselinu. Þegar komið var upp á hraunbrúnina (varða) áleiðis að fjallinu sást Keilisvarðan við Þórustaðastíginn vel í vestri.
Keilir er einkennisfjall á vestanverðum Reykjanesskaganum. Fjallið, sem er strýtulaga, sést vel víða frá, t.d. frá ásum höfuðborgarsvæðisins, Ströndinni og Rosmhvalanesi. Það er formfagurt og minnir að mörgu leyti á eldkeilu. Hvers vegna fjallið varð nefnt í karlkyni er mörgum hulið. Eðlilegra heiti á því hefði verið Keila.

Upphafsstaður flestra - við Oddafell

Keilir varð til við gos undir jökli á ísöld. Það er því að mestu úr móbergi. Strýtumyndunin er til komin vegna gígtappa eða bergstands á fjallinu miðju. Gígtappinn er að að mestu úr basalti/bólstrabergi og veðrast því síður en móbergið, sem er samanþétt öskumyndun undir þrýstingi. Auk þess ver móbergið kjarnan þótt vindum. Vatni og frosti hefur þó smám saman tekist að flytja efni af efstu brúnum fjallsins niður með hlíðum þess og myndað strýtuna, sem nú má sjá.
Líkt og gott útsýni er að Keili er ekki síðra útsýni ofan frá honum – til allra átta.
Þetta formfagra fjall varð til, sem fyrr sagði, við gos á sprungu undir jökli á ísöld. Upphaflega hefur Keilir því verið hluti móbergshryggjar sem eyddist með árunum af völdum veðrunar og huldist nýrri hraunum þannig að eftir stendur fjallið. Þráinsskjöldurinn hefur t.a.m. hulið hluta þeirra, en þó má enn sjá suma fyrrum hæstu hluta gossprungunnar; Litla-Keili, Litla-Hrút og fjöllin suðvestan við þá. Strýtumynduð lögun Keilis gefur til kynna að gosið hafi á sínum tíma ekki náð að bræða gat í jökulhvelfinguna og mynda hraun.
Frá því sjósókn hófst á norðanverðum Reykjanesskaga hefur Keilir verið notaður til að marka mið sjómanna. Þannig má sjá að margar innsiglingavörður í varir og lendingar á norðan- og vestanverðum Reykjanesskaganum hafa fyrrum haft vísan á Keili.
Fjallið er eitt af þeim fjöllum sem heilla og seiða göngumenn til sín enda vekur það jafnan athygli fyrir fegurð sína og Keilir - uppgönguleiðin framundaneinstæða staðsetningu. Göngutími á fjallið er um 2-3 klst ef lagt er afs tað frá norðanverðu Oddafelli eða frá Rauðhól skammt norðvestar. Hækkunin er um 250 metrar.
Til að komast að Keili er ekið af Reykjanesbraut skammt vestan við Kúagerði, en þar eru mislæg gatnmót Vatnsleysustrandarvegar. Greiðfært er öllum bílum með rólegum akstri um Afstapahraun (yngra) upp að Höskuldarvöllum, þaðan sem venjulega er gengið á fajllið frá norðurenda Oddafells.
Gott er að ganga á fjallið þótt bratt sé á köflum, en vissara er að fara varlega því laust getur verið í rásinni. Auðfarið er þó upp því myndast hefur greinilegur göngustígur eiginlega allt frá Oddafelli og upp á tind. Þegar gengið er upp er Hrafnafell á hægri hönd og gengur út úr Keili til norðurs. Handan þess eru keilisbörn (142 m.y.s.). Uppi á fjallinu gestabók í sérhönnuðum standi og á honum stendur að Alcan hafi gefið hann. Til stendur að setja upp útsýnisskífu á Keili (skrifað í júni 2008), auk örnefnaloftmyndar við norðanvert Oddafellið.
Gestabókastandur á KeiliMóbergsfjöll myndast við gos undir jökli, í sjó eða vatni. Meðan vatnsþrýstingur er nægur yfir eldstöðinni hleðst upp bólstraberg. Ljúki gosi á þessu stigi verður til bólstrabergshryggur, dæmi: Sigalda. Haldi gosið áfram, minnkar vatnsdýpið vegna upphleðslu gosefna undir yfirborði vatnsins/jökulsins og tekur þá fyrir bólstrabergsmyndun enda er vatnsþrýstingur þá ekki nægur til að halda vatnsgufu og gosgufum niðri. Gosvirkni breytist þá í þeytigos. Ofan á bólstrabergið leggst því gjóska sem er ýmist úr vikri, ösku eða brotabergi. Ef gosið hættir á þessu stigi verða til móbergshryggir, dæmi: Sveifluháls, eða keilulaga móbergsfjöll líkt og Keilir (ef um gos á kringlóttu gosopi eða stuttri sprungu er að ræða). Haldi gosið enn áfram, hlaðast gígrimar upp úr vatnsborðinu og vatn nær þá ekki lengur að komast í snertingu við bergkvikuna og snöggkæla hana og valda þeytigosi. Tekur þá að mestu fyrir myndun lausra gosefna og hraun fer að renna úr gígnum. Séu gígrimarnir umflotnir vatni, fyllir hraunið undir sig upp að vatnsborði með skálögðuð bólstra- og gjalllagi sem hraunhella leggst síðan ofan á. Fallegir bólstrar eru í hlíðum Keilis – ef vel er að gáð (enda engin ástæða til að flýta sér).

Útsýni til suðvesturs - Litli-Keilir t.h. - Litli-Hrútur, Kistufell og Stóri-Hrútur framundan fjær

Þegar litið er af Keili yfir „landakortið“ neðanvert til vesturs og suðurs má m.a. sjá Þráinsskjöld með Litla-Keili, Fagradals-Hagafell og Fagradals-Vatnsfell, Litla-Hrút, Kistufell og Stóra-Hrút. En það er líkt með þessi fjöll, mishá og -stór, að fólki hefur ekki alltaf verið sammála um nöfnin, þ.e. hvers er hvurs. Ástæðan hefur jafnan verið af „landamerkjatoga“ fremur en nákvæmum heimilda- og vettvangsrannsóknum. Litli-Keilir (300 m.y.s.) og Litli-Hrútur (310 m.y.s.) hafa af sumum verið nefndir Keilisbræður. Það er svo sem ekkert vitlausara en hvað annað. Verra er að þeim hefur þeim verið ruglað saman og þá nefndir Litli-Hrútur og Stóri-Hrútur, en sá síðastnefndi er mun sunnar. Litli-Hrútur (Litlihrútur) er fast norðan við Kistufell. Litli-Keilir (Litlikeilir) er milli hans og Keilis, en spölkorn vestar á Þráinsskjaldarbrúninni.
Gengið var niður að austanverðu, mun auðveldari niðurför en í „hálkustigunum“ að norðanverðu.
Þegar komið var niður var hægt að velja um nokkrar leiðir; Þórustaðastíg inn á norðanverða Selsvelli, götuna yfir að Oddafelli eða til baka að Rauðhól. Auk þess stíg yfir úfið hraun austan við Driffell. Allt eru þetta áhugaverðar leiðir því hver og ein leiðir vegfarendur að ákveðnum, en ólíkum, dásemdum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
http://www.landvernd.is/arfjalla2002/fjall_14.html

Litli-Keilir og Keilir

Hvassahraunssel

Gengið var upp frá Óttarsstaðafjárborginni að Alfaraleið, henni fylgt til vesturs, að mótum Lónakotsselsstígs (tvær vörður), honum fylgt spölkorn til suðurs uns komið var að gamalli sauðfjárveikigirðingu á landamörkunum, en þegar varðan á Skorás ofan við Lónakotsselið blasti við í suðaustri var stefnan tekin til suðurs á Hvassahraunssel undir Selásnum.

Hvassahraunssel

Selsvarðan ofan við Hvassahraunssel.

Tvær vörður á honum austanverðum gefa selsstöðuna til kynna. Hún er vestan þeirra. Gangan upp í selið tekur u.þ.b. 40 mín.
Fallegar hleðslur eru víða undir sauðfjárveikigirðingunni. Þótt hún sé fallin sjást enn einstaka staurar, auk þess sem landamerkin eru vörðuð svo til á hverjum hraunhól. Birkikjarrið hefur víða tekið vel við sér og óvíða má sjá reyniviðarhríslur skjóta upp kollinum. Nokkur lóuhreiður urðu sýnileg á leiðinni. Væntanlega er stutt í ungana.
Selsstæðið í Hvassahraunsseli er nokkuð stórt og vel gróið. Það er norðvestan undir Selásnum eða Selhæðunum, eins og þær eru stundum nefndar. Tvennar tóftir eru þar með stuttu millibili. Kvíar eru bæði norðan undir hraunhól í vestanverðu seltúninu og austar undir Selásnum. Vörðurnar stóru gefa til kynna brú yfir langa hraunsprungu í ásnum. Um brúna og ofan við hana mótar vel fyrir mikið genginni fjárgötu. Líklega er hér um svonefnda Skógargötu að ræða, en hún stefnir upp í ætluðu vatnsstæði, sem á að vera þarna í jarðfalli skammt austar.
Jón Helgason frá Litlabæ á Vatnsleysuströnd (1895-1986) segir í sendibréfi árið 1984: „Ég tel að alllangt fram á 19. öldina hafi verið haft í seli frá Hvassahrauni, því móðir Þórunnar, sem þar bjó lengi, Ingibjörg, var þar selráskona þegar hún var ung að árum en hún lifði líklega fram á annan tug þessarar aldar“.

Hvassahraunssel

Tóftir í Hvassahraunsseli.

Sé þetta rétt hafa a.m.k. tveir bæir í hreppnum haft í seli vel frá á 19. öld; þ.e. Hvassahraun og Flekkuvík.
Einnig er líklegt að ámóta lengi hafi verið selsbúskapur í Arahnúkaseli og Gjáseli því tóftir þar eru nokkuð núlegar. Trúlega hafa öll sel lagst af í kjölfar fjárkláðans árið 1856, en þá var allt fé skorið niður á Vatnsleysuströnd.
Hvassahraunsselsstígur liggur frá Hvassahrauni og upp í selið og er nokkuð greinilegur á köflum þó erfitt geti reynst að finna hann næst Reykjanessbrautinni. Selstígurinn liggur áfram langt upp úr austan við Selásana og fellur þar inn í Skógargötuna sem liggur frá Hafnarfirði um Óttarsstaðasel og upp að fjallgarði. Gata þessi ber mismunandi nöfn. Í Hafnarfjarðarlandi heitir hún Rauðamelsstígur eða Óttarsstaðaselsstígur, fyrir ofan Hvassahraun heitir hún Skógargata og þegar ofar kemur heitir hún Mosastígur.
Heimildir um vatnsból við Hvassahraunssel og þá „undir skúta, eiginlega beint austur af selinu, og er erfitt að finna það.“

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel – stekkur.

Til baka var gengið til norðausturs inn í gróið hraunið og stefnan síðan tekin til norðurs, áleiðis að upphafsstað.
Hraunið er víða stórbrotið á köflum. Bláklukka og ljónslappi léku sér við fífla og blóðberg í sólskininu. Rjúpan var söm við sig.
Þegar gengið er um hraunið, sem rann úr Hrútargjárdyngju fyrir rúmlega 5000 árum, er óhjákvæmilegt að hugurinn reiki aftur til þess tíma er gangandi fór þar um sinna erinda á fornfálegri skóbúnaði en nú er notaður. Mosinn, grasið og lyngið hefur löngum verið þægilegra ágöngu en hraunið, sem víða hefur rifið illilega í leðrið og sært iljarnar. Eflaust hefur fólk er þarna hefur þurft að eltast við fé eða fiðurfénað, haft með sér varaskóbúnað, því skólaus maður (eða kona) langleiðis uppi í hrauninu hefur væntanlega verið í slæmum málum. Mosinn hefur síður slitið skautauinu, þótt hann hafi verið fótalýjandi, en það sem harðara var undir. Harkan hefur verið slitsamari og ennþá erfiðari í þá daga. Ef óvanur nútímamaðurinn missti frá sér skó á þessu svæði var óvíst hvort hann kæmist aftur til byggða.
Hvassahraunsmenn voru iðnir við rjúnaveiðar fyrrum og eru til sagnir af harðfylgi þeirra í þeim efnum. Fótabúnaður, fé og fingurfimar konur komu þar mjög við sögu.

Heimildir m.a.:
-Örnfefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – Sesselja G. Guðmundsdóttir – 1995.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Coot

Stundum er gaman að fylgjast með störfum fornleifafræðinga – og heyra hvað þeir hafa að segja um ólíklegustu hluti. Hafa ber þó jafnan í huga að þeir eru bara mannlegir eins og allir aðrir þegar störf þeirra og orð eru metin.

Coot

Coot.

Ágætt dæmi um þetta er Coot, fyrsti togarinn, sem Íslendingar eignuðust. Hann kom til heimahafnar í Hafnarfirði þann 5. mars árið 1905. Þann 8. desember 1908 strandaði togarinn við Keilisnes. Mannbjörg varð, en ekki reyndist unnt að ná togaranum aftur á flot. Brak úr honum má enn finna á Keilisnesi. Gufuketill og stýri voru t.a.m. flutt til Hafnarfjarðar þar sem hvorutveggja hefur staðið við horn Strandgötu og Vesturgötu, skammt frá Byggðasafninu, sem verðugur minnisvarði um þennan fyrsta togara landsins.
Þegar spil var nýlega tekið úr leifum Coot á strandstað og flutt í Sjóminjasafn Íslands hefur án efa legið fyrir heimild frá Fornleifavernd ríkisins eða sú stofnun fylgst mjög náið með þeirri framkvæmd frá upphafi sbr. lagaákvæði þar að lútandi.
Samkvæmt gildandi Þjóðminjalögum teljast munir, sem náð hafa 100 ára aldri, til fornleifa. Með ákvæðum laganna njóta þeir þar með sérstakrar verndar.
Spurningin í þessu tilviki er; hvenær varð gufuketillinn úr Coot fornleif? Fornleifafræðingur einn svaraði því til fyrir skömmu, aðspurður, að ketillinn væri í raun ekki fornleif. Hann yrði það ekki fyrr en árið 2008, talið frá og með árinu sem togarinn strandaði við Keilisnes.

Coot

Skoðum þetta svolítið nánar. Torgarinn kom til landsins árið 1905. Þá var hann a.m.k. til sem slíkur, og ketillinn þar með. Ef betur er að gáð kemur í ljós að togarinn var smíðaður í Glaskow árið 1892. Þá var gufuketillinn settur í hann. Ketillinn er því a.m.k. frá þeim tíma og því óneitanlega orðinn fornleif. Og ekki er hægt að halda því fram með góðum rökum að einungis gripir eða minjar, sem búnir hafa verið til innanlands, gætu með réttu talist til fornleifa, hafi þeir náð 100 ára aldri. Hvað þá með alla þá gripi, sem fundist hafa og sannarlega verið innfluttir?
 Nei, þrátt fyrir framangreint svar, er gufuketillinn úr Coot löngu orðin fornleif og hefði átt að meðhöndlast sem slík.
Enska orðið „Coot“ þýðir blesönd á íslensku. Heimsfræg önd er sömu tegundar, þ.e. Andrés Önd og fjölskylda.
Saga Coots varð ekki löng, en þýðingarmikil fyrir íslenskt þjóðarbú. Það voru Íslendingar er stofnað höfðu Fiskiveiðahlutafélag Faxaflóa árinu áður sem keyptu og fluttu togarann til heimahafnar í Hafnarfirði.
„Iðnbyltingin“ á Íslandi á heimastjórnartímanum var fólgin í vélvæðingu og aukinni tæknivæðingu atvinnulífsins, en einkum þó við fiskveiðar og fiskverkun. Þilskipin sem farið var að nota á síðustu áratugum 19. aldar höfðu eflt sjávarútveginn og sjávarbyggðirnar, en þeim voru takmörk sett enda seglskip með fábrotin veiðarfæri. Notkun véla í fiskiskipum kynntust Íslendingar fyrst á tíunda áratug 19. aldar þegar breskir togarar (eða botnvörpungar eins og þeir voru nefndir vegna veiðarfærisins, botnvörpunnar) knúnir gufuafli úr kolum fóru að venja komur sínar á fiskimiðin við landið. En fyrirmyndir að fyrstu vélunum í íslenska báta voru þó sóttar til Danmerkur og í stað gufuvéla var notast við sprengihreyfla sem brenndu steinolíu.

Ketillinn

Er vélaöld í íslenskum sjávarútvegi yfirleitt talin hefjast árið 1902 þegar vél var sett í árabátinn Stanley á Ísafirði. Tóku útgerðarmenn og sjómenn um land allt þessari nýjung fagnandi enda skapaði hún möguleika á stórauknum fiskafla. Voru vélbátar orðnir vel á fjórða hundraðið aðeins tíu árum síðar.  Fyrsti íslenski togarinn, knúinn gufuvél, kom sem fyrr sagði, árið 1905 til Hafnarfjarðar. Var hann keyptur á Englandi og nefndur Coot. Útgerðin heppnaðist nema hvað skipið strandaði þremur árum síðar og var úr sögunni. Með Coot var ísinn brotinn og í kjölfarið fylgdi togararinn Jón forseti (1907) á vegum útgerðarfélagsins Alliance. Var hann sérsmíðaður utanlands. Er sagt að útgerðin hafi gengið svo vel að smíðaverðið hafi verið að fullu greitt á þremur árum. Næstu árin kom síðan hver togarinn á fætur öðrum til landsins. Voru þeir orðnir sex árið 1910 og tuttugu árið 1917. Vélbátar og gufutogarar leiddu til þess að miklu meiri fiskafli en nokkru sinni fyrr kom á land, og skapaði þar vinnu og síðan auknar útflutningstekjur.
Togarinn Coot var ekki stórt skip, jafnvel á sínum tíma, og var ekki eiginlegur úthafstogari heldur ætlaður til veiða á innsævi og veiddi hann því aðallega í Faxaflóanum, uns hann endaði „ævi“ sína við Keilisnesið á norðanverðum Reykjanesskaganum, líkt og Kópanesið og Haukurinn mörgum árum síðar.
En gufuketillinn úr Coot er sem sagt fornleif – hvað sem hver segir.

Heimildir m.a.:
-http://heimastjorn.is/heimastjornartiminn/atvinnulif/nr/19

Coot

Ketillinn úr Coot.

Skógarnefsgreni

Í örnefnalýsingu fyrir Hvassahraun segir að Skógarnefsskúti, fjárskjól, sé á mörkum Hvassahrauns og Óttarsstaða, í beina línu milli Hrauns-Krossstapa og Klofningskletts ofan Skógarnefs. Í skilgreiningunni er skógur sagður í Skógarnefi, kjarri vaxinni hlíð. Skógarnefsgren eru sögð neðar. Samkvæmt þessu á skútinn, sem svo mikið hefur verið leitað að, að vera svo til í beinni línu ofan við efsta Krossstapann, í gegnum grenin (sem hleðslur sjást við neðan norðurbrúnar Skógarnefs) og í sömu línu milli þeirra og Klofningskletts norðan Búðarvatnsstæðis. Hann leynist því, skv. þessu, í Skógarnefinu sjálfu, ofan við grenin.

Skógarnef

Hreiður í Skógarnefi.

Til eru a.m.k. þrjár örnefnalýsingar fyrir Hvassahraun er varða austurmörk jarðarinnar. Þar á hún land að Lónakoti upp að Krossstöpum, en ofan við þá á Hvassahraun land mót Óttarsstöðum, allt upp í Búðarvatnsstæði og Markhól þar fyrir ofan, að mörkum Krýsuvíkur.
Í upplýsingum gefnum af Sigurði Sæmundssyni frá Hvassahrauni og þá aðallega kona hans, sem Ari Gíslason skráði, segir m.a. um þessi austurmörk jarðarinnar:
„Á veginum, rétt þegar komið er inn í Hvassahraunsland að austan, er hraunlendi nokkuð greiðfært og slétt af hrauni að vera, þar heitir Sprengilendi, nær það alllangt niður fyrir veginn. Þar rétt neðar, aðeins vestan merkja, er hóll sem heitir Grænhóll. Þar enn neðar er hraunhóll eins og miðsvæðis milli sjávar og vegar, sá heitir Skógarhóll. Upp við veg og um veg er Sprengilendið, það er hæð ofan vegar, er þar nafnlaus lægð. Neðan við Skógarhól á merkjum er svo nes það sem heitir Hraunsnes.“ Þarna er sem sagt verið að lýsa mörkunum neðan hins gamla Keflavíkurvegar, sem nú sést þarna skammt ofan núverandi Reykjanesbrautar. Síðan segir:
„Svo byrjum við aftur við þjóðveginn við merki Lónakots. Þar er varða sem heitir Markavarða, upp af henni er með mörkum Taglhæð. Neðsti-Krossstapi er á merkjum móti Lónakoti og Mið-Krossstapi er hornmark þar sem þrjár jarðir mætast.“ Lengra til suðurs nær þessi lýsing ekki.
Í lýsingu Gísla Sigurðssonar koma hins vegar fram ítarlegri lýsingar á mörkunum:

Skógarnef

Í Skógarnefi.

„Landamerki milli Hvassahrauns í Vatnsleysustrandarhreppi og Lónakots í Álftaneshreppi, síðar Garðahreppi, eru talin þessi (1889): Markaklettur á innanverðu Hraunsnesi; úr Markakletti í Skógarhól uppi á hrauninu, úr Skógarhól í Stóra-Grænhól ofar á hrauninu, úr Stóra-Grænhól í Taglhæð, úr Taglhæð í Hólbrunnshæð, úr Hólbrunnshæð í Skorásvörðu, úr Skorásvörðu í Mið-Krossstapa.“ Hér erum við komin að þeim stað, sem hin fyrri lýsing endaði. Þá heldur áfram: „Landamerki milli Hvassahrauns og Óttarsstaða eru þessi (1889): Mið-Krossstapi, þaðan í Hraun-Krossstapa, úr Hraun-Krossstapa í Klofningsklett, úr Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, úr Búðarvatnsstæði í Markhelluhól, og eru þar klappaðir stafirnar Ótta. Hvass. Krv.“
Í enn einni örnefnalýsingunni, sem fela í sér upplýsingar, sem Guðmundur Sigurðsson gaf í viðtali á Örnefnastofnun 16. júlí 1980, en hann hafði áður borið lýsingu Hvassahrauns undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti, segir m.a.:
„Sunnan Einihlíða lá landamerkjalína Hvassahrauns og Krýsuvíkur í Markaklett, sem er austur af Búðarvatnsstæði. Hann er nefndur Markhelluhóll í landamerkjalýsingu. Stafirnir Hvassa.- Ótta. – Krv. eru þar markaðir á hellu, sem snýr við norðaustri. Á hólnum er varða, sem mun heita Markhelluhólsvarða. Þaðan liggur landamerkjalínan í norður um mitt Búðarvatnsstæði og Búðarhól, sem er hraunhóll. Þar vestur af er lægð í hrauninu, sem nefnist Helgulaut. Þar hafði kona að nafni Helga orðið úti. Þaðan úr Búðarhól liggur línan um Klofningsklett, Skógarnef, Skógarnefsskúta, sem er fjárskjól, og Skógarnefsgren. Skógur er í Skógarnefi.“

Skógarnef

Vatnsból í Skógarnefi.

Skv. framanskráðu ætti Skógarnefsskúti að vera ofan við grenin og neðan við Klofningskletts. Vandinn virtist einungis vera sá að feta sig eftir línunni milli þessarra tvegga staða (efsta Krossstapans) með stefnu á Búðarvatnsstæðið (WGA84 – 6359064-2201878). Í örnefnalýsingunni segir að „norðar er Snjódalaás, hraunás með keri, sem kallast Snjódalir. Þá tekur við Hraun-Krossstapi, Mið-Krossstapi og Krossstapi eða Neðsti-Krossstapi. Þá liggur lína um Skorás með Skorásvörðu. Þar norðar er svo Hólbrunnur, vatnsból í klöpp, sem heitir Hólbrunnshæð. Á henni er Hólbrunnsvarða, Þá er Taglhæð með Taglhæðarvörðu. Þá er Markavarða rétt við þjóðveginn.“ Og þá er hringnum lokað.
En nánar að leitinni sjálfri. Byggt var á þessum fyrrum skráðum upplýsingum. Hafa ber í huga að FERLIR hefur þegar gert nokkrar „atlögur“ að svæðinu með það að markmiði að finna og staðsetja nefndan skúta (sem hingað til hefur látið lítið yfir sér). Þorkell Kristmundsson á Efri-Brunnastöðum (nú látinn) í Vatnsleysustrandarhreppi, sem oft hafði smalað þetta svæði, taldi skútann vera heldur inni á Óttarsstaðalandi (að það hann minnti). Ekki mundi hann hvort sjást ættu hleðslur í eða við skútann. Skógarnefsskúta er hins vegar ekki getið í örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði. Af því mætti ætla að skútinn væri heldur til „vestlægur“, þ.e. inni í Hvassahraunslandi.
Mófuglasöngurinn hljómaði um kjarr, kvosir og kletta.
Haldið var upp frá Kristrúnarborg (Óttarsstaðaborg), gengið hiklaust framhjá Litluhellum, skoðað þrastarhreiður í brún lítils jarðfalls ofan Alfaraleiðar, fornrar þjóðleiðar milli Innnesja og Útnesja, haldið um Taglhæð og síðan austan Hólbrunnshæðar að Skorási. Austan við hann kúra tóftir Lónakotssels.

Skógarnef

Varða við vatnsból í Skógarnefi.

Gengið var framhjá Krossstapagrenjunum og upp að Hraunkrosstapa, efsta krossstapanum. Landamerkjahæll er í honum. Þaðan var línan tekin á Skógarnefsgrenin. Löngu fallin girðing, sem vera átti á mörkunum, er þarna skammt austan við „örnefnalýsingarmörkin“. Þegar komið var upp á norðurbrún Skógarnefnsins sást til vörðunnar á Klofningskletti í suðri, sem og vörðu á Krossstapanum og Skorási. Í þessari línu er svæðið nokkuð grasi gróið í skjólum. Á fremsta ásnum var fallin gömul varða. suðaustan við hana var vatn í grónum hraunbolla, það eina sem sást á þessu svæði. Önnur fallin gömul varða var norðvestan við hina. Norðan hennar var stórt gróið jarðfall. Þegar komið var niður reyndist þarna vera hið ákjósanlegasta skjól. Stórt, litskrúðugt, aðmírálsfiðrildi flögraði um að vild. Þegar grannt var skoðað virtist móta fyrir hleðslum, sem gróið var yfir, bæði í því austanverðu og einnig í því vestanverðu. Sú síðarnefnda virtist greinilegri. Í svo til beina stefnu til norðurs frá þessu skjóli liggur stígur yfir grannt mosagróið apalhraun, að Krossstöpunum.
Svæðið ofar var einnig skoðað, í þessari sömu línu, en ekkert fannst er gat gefið mannvistarleifar til kynna. Líta verður á framangreindan stað sem fyrrnefndan Skógarnefsskúta, m.v. örnefnalýsinguna – þangað til annað kemur í ljós.
Í bakaleiðinni var m.a. gengið fram á lóuegg og nýfædda sólskríkjuunga í hreiðri – og það á sjálfan þjóðhátíðardaginn.
Frábært veður. Gangan (og leitin) tók 4 klst. og 4 mín.

Skogarnefsskuti-231

Skógarnefnsskúti?

Þórustaðir

Í frétt Minja- og sögufélags Vatnsleysustrandar má lesa eftirfarandi um „brúsapalla“ í sveitarfélaginu:

Brúsapallur

Brúsapallur ofan Litlabæjar og Bakka.

„Brúsapallar voru víða um sveitir landsins á árunum 1940 til 1970. Þar þjónuðu þeir hlutverki sínu fyrir mjólk sem beið þess að verða sótt, á leið sinni í mjólkurbúið. Þar beið líka stundum heimasætan og annað fólk sem þurfti bílfar um sveitina.
Árið 2009 voru nokkrir brúsapallar friðaðir í Noregi þar sem talið var að þeir hefðu að geyma merkan hluta af menningarsögu sveitanna, hvað snerti bæði framleiðsluhætti og félagslíf.
Í Sveitarfélaginu Vogum eru enn uppistandandi tveir brúsapallar, smáhýsi sem standa við afleggjarana að Litla-Bæ og Bakka og Þórustöðum. Sannarlega merkur hluti menningarsögu sveitarfélagsins.
Er ástæða til að halda sögu þessara brúsapalla okkar lifandi? Hefðu vegfarendur um sveitina okkar hugsanlega gagn og gaman af að fræðast um hluta menningarsögu okkar við smáhýsin við Vatnsleysustrandarveg?“

Brúsapallur

Búsapallur ofan Þórustaða.

Á mbl.is var grein um brúsapalla undir fyrirsögninni „Kennari, hvað er brúsapallur?
„Nú eru komin ný orð yfir þetta, ferlega ljót, nánast afstyrmi að því er mér finnst: samnemendur eða samstúdentar .
Öllum er ljóst að samfélag okkar, sem og þau sem við höfum mest saman að sælda við, breytist ört. Það veldur því að við þörfnumst sífellt nýrra orða til að gera okkur jarðvistina léttbærari og skiljanlegri. Ný orð yfir ný fyrirbæri gera okkur kleift að vera virk í þessum nútíma sem þó staldrar svo stutt við áður en sá næsti birtist.
Í því augnamiði smíðum við nýyrði mörg, lögum erlend orð að íslensku beygingar- og hljóðkerfi og tökum gömul íslensk orð, sem misst hafa af hraðlestinni, orðið eins konar strandaglópar eins og orðið skjár svo dæmi sé nefnt. Mörg hinna nýju orða verða gildir þegnar málsamfélagsins, önnur týnast brátt; verða undir í samkeppninni.

Brúsapallur

Brúsapallur í Flóa.

Fylgifiskur alls þessa er náttúrlega sá að sum gömul og gegn orð glatast með öllu eða verða svo fágæt í munni manna og skrifum að þeir sem þau nota teljast til sérvitringa, eins konar fornmanna sem neita að hlýða kalli tímans.
Þessi orð verða úti og rata ekki til hinna nýju byggða af því að þeirra virðist engin þörf lengur. Þau verða samferða í útlegðina gömlum atvinnuháttum og verkmenningu sem gengin er sér til húðar.

Brúsapallur

Brúsapallur.

Þannig er það staðreynd að allsendis væri ómögulegt að kenna börnum vorum og unglingum ljóðið um Bjössa á mjólkurbílnum án þess að því fylgdu nákvæmar orðskýringar. Þannig stendur í Íslensku orðabókinni: „Brúsapallur: pallur á mótum þjóðvegar og heimreiðar að býli þar sem mjólkurbrúsar eru settir fyrir mjólkurbílinn.“
Það vekur athygli að sögnin, sem fylgir skýringunni, er í nútíð (eru). Nú er tími brúsapallanna liðinn og líklega væri réttara að nota þátíðina (voru).
Brotthvarf brúsapallanna úr íslensku þjóðlífi var fyrir nokkrum árum tilefni þessarar vísu manns sem virðist sakna ákaft horfins tíma:

Öðruvísi allt í gær;
aldni tíminn fallinn.
Okkar bíður engin mær
við engan brúsapallinn.

Brúsapallurinn horfni er einungis eitt dæmi ótal margra um orð sem látið hafa í minni pokann fyrir þessu óttalega skrímsli sem við köllum þróun, jafnvel framfarir, og engu eirir.
Stundum gerist það og að orð sem notuð hafa verið í áratugi, jafnvel aldir, um fyrirbæri sem enn eru í fullu gildi í samfélaginu, verða að víkja, gjarna vegna erlendra áhrifa. Að sumum þessara orða þykir mér mikil eftirsjá.“

Í Degi árið 1956 er stutt skrif um brúsapalla:

Brúsapallur

Brúsapallur.

„Brúsapallar ættu að vera á hverjum stað, þar sem mjólk þarf að skilja eftir við veginn og mjólkurbíllinn tekur síðan. Ef einhverjum finnst þetta hégómamál, ættu þeir að hugleiða það ofurlítið nánar og hafa þá jafnframt hreinlætið í huga. Brúsarnir eru settir á vegarbrún. Bílar fara um og aursletturnar ganga yfir brúsana þegar blautt er um. Í þurrki leggur rykmökkinn yfir þá. En verstur er þó staðurinn sjálfur, þar sem þeir standa á. Þar er traðk manna, hunda og stórgripa. Eitt og annað loðir svo við botngjörðina þegar brúsarnir eru látnir á pallinn. Það hristist að mestu af á leiðinni og þá gjarnan á aðra brúsa er neðar standa. En ef svo ólíklega skyldi vilja til, að eitthvað væri enn eftir þegar að því kemur að hella mjólkinni í vigtina við móttöku í mjólkursamlaginu, er hætt við að mjög óvelkomin óhreinindi verði nærgöngul við hina ágætu mjólk.
Ekki skal í efa dregið að vígreifar hersveitir Jónasar samlagsstjóra, sem hafa þrifnaðinn að vopni, auk sjóðandi vítisvéla, grandi sýklum og öllum þeim ósýnilegu og mögnuðu kvikindum, sem teljast óvinveittar heilbrigði dauðlegra manna og kynnu samkvæmt framansögðu að eiga greiðari leið en æskilegt væri inn á aðalstöðvar mjólkuriðnaðarins. En betra væri samt að loka þessari leið með þeirri þrifnaðarráðstöfun að hafa brúsapalla á hverjum bæ og eru þessar línur skrifaðar í því skyni að þeim mætti fjölga sem fyrst og sem mest. – Spói.“

Á vefsíðu Þjóðminjasafnsins er fjallað um brúsapalla:
Brúsapallur
„Árið 1960 var ekki langt þar til gjörbylting varð í landbúnaði á Íslandi. Vélvæðingin var skammt undan og vélknúin farartæki, dráttarvélar og jeppar leystu af hólmi þarfasta þjóninn við flutninga á landbúnaðarafurðum, jarðvinnu og heyskap. Fjósin stækkuðu, mjaltavélar komu til sögunnar og mjólkurframleiðsla jókst. Í fyrstunni var víða haldið áfram að setja mjólkina í brúsa og hún keyrð í veg fyrir mjólkurbílinn, sem var búinn sogdælu sem dældi mjólkinni í tank bílsins. Næsta stig þróunar varð að við hvert fjós skyldi vera mjólkurhús til þess að uppfylla gæðakröfur sem settar voru til framleiðslu mjólkurafurða. Þar með var því marki náð að mjólkurbíllinn kæmi heim á hvern bæ til þess að sækja mjólkina. Brúsapallar urðu við það svipur hjá sjón. Þeir gegndu þó áfram hlutverki eins konar póstkassa uns þeir hurfu alveg úr vegkantinum og póstkassar með samræmt útlit festir á þar til gerða staura við heimreiðar bæja.“

Á bloggsíðunni bilablogg.is segir m.a. af sannleiknum um Bjössa á mjólkurbílnum:
Brúsapallur
„Starf mjólkurbílstjóra var margþætt á þessum árum og fólst að hluta til í því að koma pökkum á milli staða. Ekki þurfti meira til en það og útkomuna þekkjum við í textanum við ítalska lagið Poppa Piccolino sem varð einfaldlega að: „Bjössi á mjólkurbílnum„.
Höfum í huga við lestur textans í heild hér fyrir neðan að Björn var kvæntur maður og faðir tveggja ungra barna, en alls urðu börnin fjögur. Björn var maður sem fólkið í sveitinni fagnaði þegar hann birtist með nauðþurftir og annað. Hann þótti með eindæmum lunkinn bílstjóri og í minningarorðum um Björn skrifaði dóttir hans að „[…] varla var til sú bíldrusla sem hann gat ekki gert gangfæra“.

Brúsapallur

Brúsapallur austur í sveitum.

Höfum líka í huga að maðurinn sem gerði Kolbein kaftein að hamfarakjafti í íslenskri þýðingu Tinnabókanna samdi textann um Bjössa og var það sem fyrr segir gert af glettni. Má sjá fyrir sér Loft Guðmundsson, sposkan á svip, hripa niður textann sem er svona:

Hver ekur eins og ljón
Með aðra hönd á stýri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
Bjössi á mjólkurbílnum.
Hver stígur bensínið
í botn á fyrsta gíri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
Hann Bjössi kvennagull.
Við brúsapallinn bíður hans mær,
Hæ, Bjössi keyptirðu þetta í gær?
Og Bjössi hlær, ertu öldungis ær,
Alveg gleymdi’ ég því.
Þér fer svo vel að vera svona’ æst
æ, vertu nú stillt ég man þetta næst.
Einn góðan koss, svo getum við sæst á ný.
Hann Bjössi kann á bil og svanna tökin.
Við brúsapallinn fyrirgefst mörg sökin.

Heimildir:
-https://www.facebook.com/510788858933519/photos/br%C3%BAsapallar-voru-v%C3%AD%C3%B0a-um-sveitir-landsins-%C3%A1-%C3%A1runum-1940-til-1970-%C3%BEar-%C3%BEj%C3%B3nu%C3%B0u-%C3%BEei/584589608220110/
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1364905/
-https://www.thjodminjasafn.is/syningar-vidburdir/adrar-syningar/ljosmynd-manadarins/hver-ekur-eins-og-ljon
-Dagur, 52. tbl. 06.10.1956, Fokdreifar, bls. 4.
-https://www.bilablogg.is/frettir/sannleikurinn-um-bjossa-a-mjolkurbilnum

Vatnsleysuströnd

Brúsapallurinn ofan Litlabæjar og Bakka 2022.

Landakot

Í „Aðalskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum, Áfangaskýrslu I“, er m.a. fjallað um bæina Auðna, Höfða, Bergskot (Auðnakot), Landakot, Hellukot, Þórustaði, Norðurkot og Tíðagerði. Þessum bæjum fylgdu og nokkur önnur kotbýli sem og mannvirki, sem enn sér móta fyrir.

Auðnar

Auðnar

Auðnar, Höfði, bergskot, Landakot, Hellukot, Þórustaðir, Norðurkot og Tíðagerði – túnakort 1919.

Jarðadýrleiki óviss, konungseign 1703. JÁM III, 137-139.
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs, 1 hdr í fríðu og 1 vætt fiska.
Hjáleigur 1703: Auðnahjáleiga í byggð, í eyði voru Lönd og Hólmsteinshús og ein nafnlaus hjáleiga. Auðnakot hjáleiga 1847. Höfði hét afbýli frá Auðnum í byggð frá um 1850-1971. Tómthúsið Hóll var einnig í landi Auðna.

Auðnar

Auðnar – loftmynd.

„Guðmundur [Guðmundsson] var með mestu útgerðarmönnum á Suðurnesjum með 60 manns á vertíð og þar með um 20 fast heimilisfólk. […] Guðmundur hafði góðar landnytjar og allnokkurn búpening, þó hann sinnti búskapnum minna en sjósókninni. Hann byggði stórt tveggja hæða timburhús um 1883-84 og var efnið úr James-Town skipinu, sem strandaði í Höfnum árið 1881. […] Stefán Sigurgeirsson [keypti jörðina 1915] byggði upp flest hús á staðnum og byrjaði á íbúðarhúsinu árið 1918, sem þá var með glæsilegri húsum í hreppnum. Reif hann gamla húsið og notaði viði þess í það nýja. […] Árið 1960 byggði Kolbeinn [Guðmundsson] núverandi íbúðarhús og reif það gamla árið 1963 […].“ GJ: Mannlíf og mannvirki, 296-300.
1703: „Túnin spillast af sandi og grjóti sem sjór og vindur ber á, líka er þar mein að grjóti því, sem jarðfast er í túninu. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 138. 1919: Tún Auðna og Höfða 6,5 teigar, garðar 4300m2.

Auðnar

Auðnar og nágrenni – loftmynd.

Bæjarhóllinn er greinilegur en refabú var byggt fyrir nokkrum áratugum norðan við hann og nær það norður að sjávarbakka.
Núverandi íbúðarhús er fast vestan við bæjarhólinn en á honum sjálfum er nú malbikað bílaplan. Bæjarhóll Auðna er í miðju túni.
Bæjarhóllinn er um 20×20 m að stærð og um 1,2 m á hæð þar sem hæst er fram af honum til norðurs. Engar fornar mannvirkjaleifar sjást á honum. Líkur eru til þess að hann hafi lítið verið skemmdur vegna byggingaframkvæmda úr því nýjasta íbúðarhúsið var ekki byggt á honum.

Auðnakot (Bergskot)

Bergskot

Bergskot – loftmynd.

Hjáleiga Auðna 1703, dýrleiki óviss. JÁM III, 138. Upphaflega tómthús. GJ: Mannlíf og mannvirki, 302.
1919: Tún 1,3 teigar, garðar 670m2.

Bergskot

Bergskot (Auðnakot) – uppdráttur.

„Bærinn var hlaðinn út torfi og grjóti og kringum hann voru grjótgarðar,“ segir í örnefnaskrá. Bergskot er um 200 m suðaustan við bæjarhól Auðna. Í bókinni Mannlíf og mannvirki segir að Þórarinn Einarsson og Guðrún Þorvaldsdóttir hafi búið í Bergskoti til 1925 en þau eignuðust líka Höfða og sameinuðu jarðirnar. Líklega hefur verið hætt að búa í bænum 1925. Tengdasonur Þórarins byggði nýtt íbúðarhús um 30 m suðvestan við gamla bæinn og kallaði það Bergstaði. Gamla Bergskotsjörðin fylgdi þó ekki húsinu. Tóft bæjarins er í grösugu og tiltölulega flatlendu túni. Bergstaðir, íbúðarhús, er fast vestan við bæjarhólinn. Ekki er að sjá greinilegan bæjarhól en umtalsverðar byggingar eru á bæjarstæðinu. Stór og greinileg bæjartóft sést enn, auk þriggja kálgarða. Tóftin er um 14×14 m að stærð og skiptist í 3 hólf. Hún er grjóthlaðin og gróin.

Höfði

Höfði

Höfði.

„Höfði hét afbýli frá Auðnum í byggð frá um 1850-1971,“ segir í örnefnaskrá Auðnahverfis. Samkvæmt túnakorti frá 1919 var Höfði um 90 m suðaustan við bæ (Auðnum). Bæjarstæðið er í hólóttu túni. Á því stendur stórt hús sem er allgamalt í grunninn og líklega sama hús og merkt er inn á túnakortið. Ekki sjást leifar kálgarðs sem sýndur er á túnakorti fast sunnan við bæinn. Hann er skráður hér með bænum.
Bæjarstæðið er í gömlu túni suðaustan við Höfðatjörn, stóra lægð sem nú er þurr og gróin. Nú (2010) er fallegur skrúðgarður í kringum húsið en aðallega sunnan við það. Austan við syðsta hluta hússins er upphækkun og hleðsla þar sunnan við en þetta virðast ekki vera gamlar minjar.
Byggingarnar á bæjarstæðinu eru um 20×13 m að stærð og snúa ANA-VSV. Byggingarnar samanstanda af fjórum samtengdum húsum eða herbergjum. Þær hafa verið gerðar upp og eru bárujárnsklæddar. Ekki er að sjá að kjallari sé undir byggingunum og ekki er nein uppsöfnun mannvistarleifa sýnileg.

Ólafsbúð
Í bókinni Litla skinnið eftir Jón Thorarensen segir: „Þá eru enn ótalin tvö þurrabúðarkot rétt hjá Auðnum: Hóll og […]. Ólafsbúð, þurrabúð sunnanmegin við Auðna […].“ Þrjár tóftir eru um 180 m suðvestan við bæ og hafa þær líklega tilheyrt Ólafsbúð þó ekki sé hægt að fullyrða um það.

Bæjarstæði
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Hjáleiga forn heima við bæinn, hefur bygð verið fyrir tuttugu árum, síðan um stund í eyði legið, nú ljær bóndin húsin móður sinni … Kann ekki að byggjast án bóndans skaða.“ Ekki er vitað hvar hjáleiga þessi hefur verið og því ekki hægt að staðsetja hana með innan við 50 m skekkju. Hjáleigan hefur væntanlega verið í túni, nærri bæ.
Ekki sjást neinar minjar við bæinn sem gefa til kynna staðsetningu hjáleigunnar en ekki er ólíklegt að hún hafi verið þar sem eitthvert af þeim útihúsum sem skráð eru af túnakorti stóðu.

Hólmsteinshús
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín frá 1703 segir: „Hólmsteinshus hafa yfir tuttugu ár í eyði legið … grasnautnina brúkar heimabóndinn og þykist ei missa mega að skaðlausu.“ Ekki er vitað hvar Hólmsteinshús voru og því ekki hægt að staðsetja þau með innan við 50 m skekkju.

Hóll
„Og svo er eitt tómthús, Hóll. … Skammt frá Þúfuhól er þurrabýlið Hóll í Hólslóð,“ segir í örnefnaskrá. Tóft Hóls er um 265 m frá bæ og um 10 m sunnan við Sundvörðu Neðri. Tóftin er uppi á klapparhól í hraunmóa, innan sumarhúsalóðar.

Mylla

Auðnar

Auðnar – mylluhús. Grunnur vindmylluhúss í Auðnalandi. Athafnamaðurinn Stefán Sigurfinnson á Auðnum stofnaði samtök meðal hreppsbúa um byggingu vindmyllunnar 1918-19. Átti hún að mala þurrkuð bein úr sjávarafurðum til skepnufóðurs. Rekstur beinamyllunnar gekk ekki eins og vonast var eftir, bilanir voru all tíðar og viðhald dýrt auk þess sem hún malaði of gróft. Var hún því aflögð aðeins tveimur eða þremur árum eftir að hún var reist. En hús hennar stendur enn sem vitnisburður um stórhuga athafnafólk Strandarinnar. Keðjurnar sem héldu mylluspöðunum hanga þar ennþá.

Í bók Guðmundar Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Þá stofnaði Stefán, ásamt fleirum, samtök meðal hreppsbúa sem byggðu rammgerða vindmyllu 1918-19. Skyldi hún mala þurrkuð bein úr sjávarafurðum til skepnufóðurs. Stendur þetta sérkennilega hús enn, þ.e. steyptir veggir […] Beinmyllan stóð stutt og var aflögð 1920-21.“ Myllan er um 150 m suðvestan við bæ.
Myllan stendur á klapparhól í móa rétt utan túns, um 10 m vestan við veg heim að Auðnum. Myllan er steinsteypt og er um 3 m á kant að grunnfleti. Dyr eru á norðvesturhlið og gluggar á suðvestur- og suðausturhliðum. Myllan mjókkar lítið eitt upp, er um 4 m á hæð. Timburbrak er utan við og innan í myllunni.

Landakot
Landakot
Nefnd hálflenda, jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 139-140.
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs 3 vættir fiska. Árni Óla: Strönd og Vogar, 26. Guðmundur Jónsson segir þetta býli hafa verið höfuðból Vatnsleysustrandarhrepps á árunum 1830-1930. Gata var tómthús milli Landakots og Þórustaða í Landakotslandi. GJ: Mannlíf og mannvirki, 304, 309. Niður við sjó var býlið Lönd. Ö-Landakot GS, 2.
1703: „Túnin fordjarfast stórum af sandi og sjáfargángi allareiðu til þriðjúngs. Engjar eru öngvar.“ JÁM III, 140.
1919: Tún 4,7 teigar, garðar 1620m2.

Landakot

Landakot – loftmynd.

Í bókinni Mannlíf og mannvirki eftir Guðmund Jónsson segir: „Einnig byggði hann [Guðmundur Brandsson bóndi í Landakoti] nýtt íbúðarhús í Landakoti um 1883-4 á líkum tíma og aðrir hér í hreppi byggðu úr James-Town strandinu í Höfnum.“ „Núverandi íbúðarhús var byggt 1925-27 norðan við grunn eldra húss, sem rifið var. Standa nú tröppur þess húss einar eftir, og mótar fyrir grunnir,“ segir í örnefnaskrá Heimildum ber ekki saman um byggingarár núverandi íbúðarhúss; í bók Guðmundar Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir að steinhúsið hafi verið byggð um 1921-22. Húsið sem byggt var á árunum 1883-4 er það hús sem sýnt er á túnakorti frá 1919 en samtengt því var annað hús sem stóð fast austan við það og er mynd af báðum húsum í bókinni Mannlíf og mannvirki.

Landakot

Landakot.

Bærinn er í miðju túni sem nýtt er til beitar. Í túninu eru klappir sem eru að mestu grónir hólar. Ekki er eiginlegur bæjarhóll sýnilegur í Landakoti. Núverandi íbúðarhús og áfast fjós eru fast austan við húsið sem byggt var 1883-4 og hafa líklega raskað bæjarhólnum en óvíst er hversu umfangsmikill hann var ef hann hefur náð að myndast. Kjallari, um 1 m djúpur, er undir húsinu. Enn sjást leifar af húsgrunni gamla hússins frá 1883-4 en hann er um 4×8 m að stærð, þar hann sem sést, og er múr eða sementslím í hleðslum sem eru um 0,5 m á hæð. Steyptar tröppur eru upp á grunninn á vesturhlið en grunnurinn snýr norður-suður. Í framhaldi af húsgrunninum til suðurs eru hleðslur úr kálgarði 028 sem sýndur er á túnakorti frá 1919.

Gata

Landakot

Gata – tóftir.

„Neðan við Landakotsbæinn eru tættur eftir býlið Götu og niður við sjó var býlið Lönd,“ segir í örnefnaskrá GS. „Í austur hallaði Bakkanum í aflíðandi brekku á áttina að tóftum býlisins Götu. Milli Götu og Þórustaðagirðingar var túnið þýft og grýtt,“ segir í örnefnaskrá.

Landakot

Gata – uppdráttur.

Í bók Guðmundar Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Gata var tómthús milli Landakots og Þórustaða í Landakotslandi […] mun bærinn hafa aflagst nokkru eftir aldamót.“ Gata er um 115 m norðaustan við bæ.
Býlið er í hæðóttu túni.

Garðlag – túngarður

Landakot

Landakot – garðlag (Heiðargarður).

„Ofan sjávargarðsins liggur landamerkjalínan að sunnan milli Landakots og Auðnahverfis og stakkstæðið upp í krókinn eða hlykkinn, sem var milli sjávargarða Landakots og Auðna. Þaðan um grjótgarðinn í Brunnhóla og svo eftir gamla torfgarðslaginu um Landakotshól og þaðan út í túngarðinn og heiðargarðinn,“ segir í örnefnaskrá. Frá Bakka til og með Auðnum er nokkuð óslitinn garður sem skilur tún jarðanna frá beitarlandi í Strandarheiði. Hann er sumsstaðar kallaður Heiðargarður (ýmist með stórum eða litlum staf) og er skráður á hverri jörð fyrir sig enda óvíst að hann sé allur frá sama tíma. Heiðargarður í Landakoti tengist görðum nágrannajarðanna. Heiðargarðurinn liggur á mörkum túns og móa.

Þórustaðir
Jarðadýrleiki óviss 1703, konungseign. JÁM III, 141.
1547-48 er jarðarinnar getið í fógetareikningum. (DI XII, 115)
1584: Landskuld jarðarinnar til Viðeyjarklausturs eitt hdr fiska. (Árni Óla: Strönd og Vogar, 26). Hjáleigur 1703 Norðurkot og Suðurhjáleiga í eyði. (JÁM III, 141). Norðurkot hjáleiga 1847. Hellukot var grasbýli ofan og sunnan Þórustaða, upphaflega úr Þórustaðalandi. Um 1880 var Hellukot tómthús, en varð grasbýli síðar (GJ: Mannlíf og mannvirki, 309).

Þórustaðir

Þórustaðir – loftmynd.

1703: „Túnin spillast af sjáfarágángi og föstu grjóti, sem árlega blæs upp. Engjar eru öngvar. Útihagar í lakasta máta um sumar, nær öngvir um vetur.“ JÁM III, 141. 1919: Tún 4,8 teigar alls, garðar 2480m2.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, kemur fram að tvíbýli var á Þórustöðum fyrir aldamótin 1900. Bæirnir voru nefndir norður- og suðurbær og var nyrðra bæjarstæðið að líkindum yngra, sjá 003. Timburhús reis á jörðinni á syðra bæjarstæðinu 1884 og brann húsið 1984. Húsið var byggt úr viði úr James-Town strandinu í Höfnum. Í sömu bók segir: „Byggðu þau [Páll Jónsson og Hrefna Guðnadóttir] við Þórustaði, en svo brann allt eins og áður segir árið 1984. Þá þegar var hafist handa og byggt nýtt íbúðarhús, nokkuð suðaustur af því gamla. Þegar farið var að grafa fyrir nýjum grunni í og við brunarústirnar, komu í ljós leifar af fornminjum. Var þá uppgröftur stöðvaður og farið fram á að nýja húsið yrði byggt nokkuð fjær, því kanna þyrfti betur staðinn, ef þarna kynnu að vera gamlar menjar.“ Núverandi íbúðarhús er um 60 m sunnan við bæjarhólinn. Ekki er hefðbundinn búskapur á jörðinni en búið er í íbúðarhúsinu. Tún eru ekki nytjuð.

Þórustaðir

Þórustaðir.

Bærinn á Þórustöðum var á hæð í landslaginu og allt í kringum hana eru tún sem komin eru í órækt. Mikið rask hefur orðið á bæjarhól Þórustaða og er af þeim sökum erfitt að gera sér grein fyrir stærð hans. Hæðin sem bærinn var á er um 40×40 m stór og mest um 3 m á hæð. Búið er að byggja stór, steinsteypt, útihús í norðvesturhluta hólsins og eru þau niðurgrafin að hluta. Á norður- og norðausturhluta hólsins er búið að ryðja til grjóti og jarðvegi. Sunnan og suðaustan á hólnum er slétt plan og eru háir jarðvegsruðningar til suðausturs og vesturs. Leifar kálgarðs sjást í suðausturjaðri bæjarhólsins.

Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, kemur fram að tvíbýli var á Þórustöðum fyrir aldamótin 1900. Bæirnir voru nefndir norður- og suðurbær og var nyrðra bæjarstæðið að líkindum yngra. Ekki er víst hvar norðurbærinn stóð nákvæmlega en í einni örnefnaskrá Norðurkots er tekið fram að hann hafi átt lendingu í Krókum eins og Norðurkot og Tíðagerði. Gera má því ráð fyrir að norðurbærinn hafi verið norðan við hinn bæinn. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru nokkur hús saman í hnapp um 10 m norðan við bæ og kálgarður sambyggður hluta þeirra.

Hellukot

Hellukot

Hellukot.

„Upp í túninu sunnan götunnar var hjáleiga í eina tíð, nefndist Hellukot, þar í kring var Hellukotstún. Í þessu túni var Hellukotsbrunnur, og brunnstígur frá honum til bæjar,“ segir í örnefnaskrá. Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, Mannlíf og mannvirki, segir: „Hellukot var grasbýli ofan og sunnan Þórustaða, upphaflega úr Þórustaðalandi. Um 1880 var Hellukot tómthús, en varð grasbýli síðar.“ Ekki er ljóst hvenær Hellukot fór í eyði en það hefur þó verið eitthvað fyrir síðari heimsstyrjöld því í bók Guðmundar kemur fram að býlið hafi verið notað til sumardvalar í nokkur ár, ýmist sem barnaheimili (á stríðsárunum) og fyrir aðra sumargesti. Hellukot er um 155 m suðvestan við bæ.
Hellukot er í suðurhorni túnsins, þar eru klapparhólar í grónu túni. Stór hluti minja sem tilheyrt hafa Hellukoti eru innan girðingar vestan heimreiðar þar sem nú er sumarhúsið Grund.

Stekkhólsrétt

Stekkhólsrétt

Stekkhólsrétt.

„Norðan Þórustaðagötu og ofan við bæinn er Stekkhóll og þar er Stekkhólsrétt,“ segir í örnefnaskrá.
„Stekkhólsrétt, veit ég ekki, hvort er sama réttin, sem enn stendur að hluta uppi og var alltaf notuð í mínu ungdæmi og var alltaf kölluð bara Þórustaðaréttin,“ segir í svörum við spurningum. Líklega er Þórustaðarétt og Stekkhólsrétt sama réttin. Margrét Guðnadóttir man vel eftir að réttin hafi verið notuð og að féð hafi verið rekið í réttina þegar því var smalað úr heiðinni. Réttin er 250 m sunnan við bæ.

Stekkhólsrétt

Stekkhólsrétt.

Réttin er á flatri hæð og sést í bera klöppina, í móa utan túns. Réttartóftin er grjóthlaðin og tvískipt, snýr norðaustur-suðvestur. Tóftin er um 16×5 m að stærð og er hólf I í norðausturenda um 4×4,5 m að innanmáli og snýr norðaustur-suðvestur. Hólf II er um 4,5×10,5 m að innanmáli og snýr eins og hólf I. Veggir eru einfaldir, um 0,5 m á breidd og hæstir um 1 m, sjást 5 umför. Þar sem veggur skiptir tóftinni í tvennt liggur veggur til suðurs frá tóftinni, um 2 m langur. Suðvesturveggur er horfinn að mestu á kafla.

Norðurkot

Norðurkot

Norðurkot.

Hjáleiga Þórustaða 1703, jarðadýrleiki óviss. JÁM III, 141. Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, og aflagðist árið 1920. Harðangur var tómthús frá Norðurkoti, í byggð frá um 1885 til um 1900 (GJ: Mannlíf og mannvirki, 315-316) 1919: Tún 1,7 teigar, garðar 340m2.
Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar Mannlíf og mannvirki segir: „Árið 1903 var Norðurkot byggt upp eins og það er í dag. Það var skólanefnd og hreppurinn sem létu gera það og var húsið notað sem skólahús fyrir „Innstrendinga“. Húsið var úr timbri, ein hæð og port-ris. […] Barnakennsla var aflögð í Norðurkoti 1910 […].

Norðurkot

Norðurkot – uppdráttur ÓSÁ.

Norðurkot var í upphafi grasbýli frá Þórustöðum og átti ekki ítök í heiðarlandi.“ Í sömu heimild kemur fram að í kringum 1940 hafi verið hætt að búa í Norðurkoti og eftir það hafi húsið verið notað sem heyhlaða og geymsla. Á heimasíðu Sveitarfélagsins Voga kemur fram að árið 2004 hafi Minjafélag sveitarfélagsins fengið Norðurkotshúsið að gjöf og var húsið flutt á fyrirhugað minjasvæði sveitarfélagsins að Kálfatjörn og gert upp. Samkvæmt túnakorti frá 1919 voru bæjarhús Norðurkots á svæði sem er um 20×10 m að stærð og snýr suðvestur-norðaustur. Bæjarhóll Norðurkots er um 110 m norðaustan við Þórustaði. Umhverfis bæjarhólinn er sléttað tún í órækt. Hann er í hæðóttu landslagi þar sem sést í hraunnibbur á stöku stað. Bæjarhóllinn er um 15×20 m að stærð og snýr suðvestur-norðaustur.

Tíðagerði

Tíðagerði

Tíðagerði og Norðurkot – uppdráttur ÓSÁ.

„Steinsnar norðaustan við bæinn í Norðurkoti stóð býlið Tíðagerði, byggt úr Norðurkotslandi. Því tilheyrði kálgarður neðan við bæinn, allstór. Skiptist hann að nokkru um klapparbala. Neðan hans var kálgarðurinn kallaður Leynir.
Tíðargerðistúnið er ofan og austan við bæinn. Um það eru hlaðnir grjótgarðar,“ segir í örnefnaskrá KE. Í annarri örnefnaskrá segir: „Tíðagerði var býli, þurrabúð með Tíðagerðislóð eða Tíðagerðistún. Býlinu fylgdi matjurtagarður og svo var Heiðarlandið óskipt, en leyfi til beitar eftir stærð heimalandsins. En Tíðargerði átti 2400 fermetra land.“ Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar Mannlíf og mannvirki segir: „Tíðagerði var tómthús úr Norðurkotslandi, þó það yrði grasbýli síðar … Tíðagerði aflagðist árið 1920.“ Samkvæmt túnakorti frá 1919 tilheyrðu Tíðagerði bæjarstæði A), þró B), útihús C) kálgarður D), túngarður E) og kálgarður F).
Á túnakorti frá 1919 kemur fram túnastærð Tíðagerðis: Tún 0,5 teigar, garðar 700m2. Minjarnar sem tilheyra Tíðagerði eru á svæði sem er um 110×85 m að stærð og snýr norðvestur-suðaustur. Minjarnar fá bókstafi til aðgreiningar í umfjöllun. Ekki er mikið um uppsafnaðar mannvistarleifar á bæjarstæði Tíðagerðis.

Heimild:
-Aðalskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum, Áfangaskýrsla I – Fornleifastofnun 2011.

Höfði

Yfirlitsmynd.

Vatnsleysuströnd

Eftirfarandi frásögn með myndum birtist í Alþýðublaðinu 1977: „Vatnsleysuströnd á Reykjanesi er nú sem óðast að leggjast í eyði. Fæst húsanna eru nýtt sem mannabústaðir og á enn færri stöðum er rekinn búskapur. Hér hefur orðið á mikil breyting á síðustu árum.
Vatnsleysustrond-503En hvers vegna? Ástæðurnar eru sjálfsagt margar. Okkur Alþýðublaðsmönnum var tjáð, að hún hefði alla tíð verið heldur rýr þar i sveit og hefðu þvi verið margir útvegsbændur á Ströndinni. En lendingar hafa spillzt með árunum og sífellt lengist á miðin. Þannig er varla nokkur grundvöllur fyrir báta af þeirri stærð, sem geta notað gömlu lendingarnar á Ströndinni, en stærri bátarnir leggja flestir upp í Vogunum. Enn eru þó nokkrir trillukarlar eftir og fara þeir flestir á grásleppu enda ekki langt á þau mið.
Vatnsleysuströndin var í alfaraleið, Keflavíkurvegurinn gamli svo að segja þræddi byggðina á Ströndinni. En eftir að nýi vegurinn kom, hvarf byggðin sjónum vegfarenda, fáir eiga þar nú leið um nema eiga þar brýnt erindi. Er menn aka Reykjanesbrautina, berja þeir ef til vill augum skilti, sem á stendur „Vatnsleysuströnd“. Ef fleiri en einn maður er í bílnum, er nokkuð víst að annar þeirra segi: „Ætl’ að sé ekkert vatn ‘arna?“ og síðan er ekki hugsað meira um það.
Margir íbúar á Ströndinni hugsa með söknuði til gamla Reykjavíkurvegarins, þeim finnst þeir vera komnir úr sambandi við umheiminn. Hverjar sem ástæðurnar kunna að vera, þá er það staðreynd, að á Ströndinni eru mörg hús mannlaus og ónotuð, nema að vera kynni að einstaka veðurhrædd rolla noti skjólið sem af þeim er í erfiðum veðrum. Hús, sem mörg hver eru sterkleg og góð, en eru nú farin að láta á sjá vegna vanhirðu. Meðfylgjandi myndir frá Ströndinni eru flestar af slíkum húsum og umhverfi þeirra. Sýna þær e.t.v. betur en orð hvernig smám saman hefur sigið á ógæfuhliðina, uppgjöf og hirðuleysi hafa lagst á eitt um að gera húsin að óaðlaðandi mannabústöðum.“

Heimild:
-Alþýðublaðið, Vatnsleysuströnd að leggjast í eyði, 29. október 1977, bls. 6-7.