Vogar

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði við hátíðlega athöfn á Fjölskyldudaginn í Vogum, 9. ágúst, verkið Íslands Hrafnistumenn eftir Erling Jónsson listamann.
Með honum í för Afhjúpunvar forsetafrúin, Frú Dorrit Moussaieff.
Listaverkið er reist sem minnisvarði um sjómennsku og útgerð frá Vogum og Vatnsleysuströnd en Vatnsleysuströndin var ein stærsta verstöð landsins á tímum árabátaútgerðar. Verkið stendur á Stóru-Voga túni við Stóru-Voga tanga. Aðeins vestar við verkið, á Eyrarkotsbakka, var Útgerðarfélag Vatnsleysustrandar stofnað árið 1930 af bændum. Félagið lét m.a. byggja bryggju, báta og fiskverkunarhús með verbúð.
Forsetinn afhjúpaði verkið með aðstoð bekkjarbræðra úr Stóru-Vogaskóla þeirra Þórarins Birgissonar, Ragnars Karls Frandsen og Magnúsar Árnasonar. Þeir eru innfæddir Strandaringar og Vogamenn og um æðar þeirra rennur sjómennsku- og útgerðarmanna blóð.
Við athöfnina söng stórsöngvarinn Bjarni Thor Kristinss, Listaverkiðættaður frá Vatnsleysuströnd, lagið Íslands Hrafnistumenn við harmonikkundirleik Braga Hlíðbergs. Verkið er unnið að frumkvæði Birgis Þórarinssonar Minna- Knarrarnesi með aðstoð Birgis Guðnasonar hjá Listasafni Erlings Jónssonar. Þeir fóru þess á leit við Erling að hann kæmi að gerð listaverks, sem skírskotaði til sjómennsku og útgerðar héðan. Erlingur brást mjög vel við erindinu og fylltist miklum eldmóð, en Erlingur er fæddur á Vatnsleysuströnd.
Verkið og umgjörð styrktu eftirtaldir aðilar og er gjöf þeirra til sveitarfélagsins og íbúa þess: Sparisjóðurinn í Kefl avík, Sveitarfélagið Vogar, Bræðurnir frá Halakoti, Magnús, Guðmundur og Ragnar Ágústssynir, Særún Jónsdóttir og fjölskylda, Þorbjörn ehf., Menningarráð Suðurnesja og Landslag ehf.

Heimild:
-Faxi.

Vogar

Vogar.