Austurengjahver

Ætlunin var að skoða umhverfi Austur-Engjahvers (Nýjahvers / Engjahvers), sem birtist skyndilega með eftirminnilegum látum nótt eina árið 1924 – og er enn að. Svo mikil var krafturinn í nýmynduninni að stór stór steinn, sem staðið hafði syðst í Austur-Engjum, tókst á loft og kom ekki niður fyrr en allnokkru sunnar.

Leirhver við Austurengjahver

Um er að ræða eitt virkasta hverasvæði landsins. Áhugi hefur verið að virkja svæðið til raforkuframleiðslu. Við Austurengjar er örnefnið Seljamýri, líkt og í Seltúni og sunnan Hvammahryggs er Litla-Nýjabæjarhvammur. Um hann segir svo; „Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð“. Skv. lýsingum af svæðinu munu vera leifar selja á a.m.k. þremur stöðum. Þarna eru og ummerki eftir Austurengjagötuna og Vesturengjastíginn.
Eftir að hafa skoðað selrústina í Seltúni var gengið var upp frá Grænavatni, sem er sprengigígur. Aðrir minni slíkir sjást sunnan við vatnið, svonefndir Stampar. Framundan var Tindhóll. Við hann komu Engjagöturnar saman. Vaðlalækur kemur úr hlíðinni norðan Tindhóls. Haldið var yfir Vesturengjahæð og upp á Öldur. Þá sást að Austurengjahver og yfir Austur-Engin. Mikil gróðureyðing hefur orðið þarna á seinustu áratugum, einkum syðst á Engjunum og í hlíðum.
Eftir að hafa skoða hverasvæðið var sest niður og fyrirliggjandi heimildir um hann sem og nágrennið skoðaðar.

Við AusturengjahverÍ örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir m.a. um göngusvæðið: „
Norður frá Nýjabæ, austan nýja vegar, er vatn það, sem heitir Grænavatn. Norðan þess tekur svo við láglendi og graslendi norður að Kleifarvatni, sem er allstórt vatn með allmerka sögu, en ekki fullrannsakaða og því ekki til umræðu hér. Svæðið þarna á milli má segja, að sé engjar og þá með ýmsum nöfnum. Fyrst má þá segja, að upp af þessum bæjum gengur hæðarrani fram í graslendið, sem skiptir engjunum í Vestur-Engjar og Austur-Engjar. Hæðarrani þessi heitir Litla-Lambafell nyrzt, og aðskilið af smálægð er þar norðar Stóra-Lambafell. Bezt er, áður en farið er lengra, að setja númer á það, sem varð eftir heima í Krýsuvík.“
Þá segir: „
Nokkuð norðaustur frá Grænavatni, uppi í hæðinni, er svonefndur Austur-Engjahver. Var þar lítill vatnshver, en 1924 myndaðist þar stór leirhver, sem svo heldur nafninu. Austan við þennan hver heita Ásar.
Á engjunum er þá fyrst næst Stóra-Nýjabæ, Giltungur (líklega er það, áður en komið er á engjarnar). Þá er Höfði og Höfðamýri og Kringlumýri. Allt er þetta á Austurengjunum, sem fyrr eru nefndar.

Við Austurengjahver

Sá hluti engjanna, sem næst liggur vatninu að sunnan, heitir Nýjaland, og skiptist það í Innra-Nýjaland og Fremra-Nýjaland. Misvöxtur vatnsins veldur því, að engjastykki þessi liggja stundum undir vatni, svo árum skiptir. Það, sem skiptir þeim í Fremra- og Innra-Nýjaland, er malarhryggur mjór, sem liggur til vesturs frá norðurenda Hvammholts. En holt það er við suðurenda vatns austanverðan. Meðfram vatninu vestan holtsins eru svo Hvammar, engjastykki. Fremra-landið er miklu lengur slægt en hitt.“
Annars er örnefnalýsing þessi ótrúlega nákvæm. Það átti eftir að koma í ljós eftir að svæðið hafði verið gengið. Auk þessa var örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar af svæðinu höfð til hliðsjónar. Saman gáfu þær mjög heilstæða mynd af, að því er virtist, annars nafnvana svæði. Með því að nota örnefnalýsingarnar og fylgja þeim í hvívetna fæddust ótrúlega margar nefnur á leiðinni, hvort sem um var að ræða hóla, lægðir gil, læki, flatir eða minjar.
Í örnefnalýsingu Gísla segir m.a.: „
Austur frá Stóra-Nýjabæ eða nánar tiltekið austur frá Dýjakrókum eru Ásarnir. Þar upp af er Dagmálavarðan.
Við AusturengjahverAustur og upp frá Stóra-Nýjabæ lá Austurengjagatan meðfram Dýjakrókum og vestan til við Tindhólsgil um Tindhólsbrekku sunnan undir Tindhól móbergshól nokkrum strýtum. Héðan lá leiðin um Öldurnar sunnanhalt við Austurengjahver, Engjahver eða Nýjahver eins og hann var kallaður 1924, er hann kom upp eftir jarðskjálfta í Krýsuvík. Þá tóku við Austurengjarnar, sem munu hafa tilheyrt Nýjabæjunum að mestu eða öllu. Þar voru Nýjabæjarengjar. Þrætustykki. Kringlumýrar tvær, Kringlumýrin efri og Kringlumýrin neðri og þá Seljamýri. Suður frá Engjunum var Litla-Fell. Hveralækurinn eða Austurengjalækur rann norðan mýranna með Litla-Lambafelli og niður milli þess og Stóra-Lambafells um Grófirnar og nefndist þá Grófarlækur.
Þegar Krýsuvíkurgatan kemur austur um Réttarholtið og reyndar alveg að heiman frá Krýsuvíkurbæ, nefnist hún Vesturengjavegur eða Vesturengjastígur. Liggur hér áfram upp lágt holt milli þriggja tjarna lítilla, sem nefnast Augu (308). Þjóðvegurinn liggur nú milli tveggja. Hér litlu ofar og austar er komið að Grænavatni. Kring um það að norðan, vestan og sunnan eru Grænavatnsmelar. Að því liggja Grænavatnsbakkar klettastallar. Suður frá Grænavatni eru alldjúpir bollar, nefnast Stampar. Stóri Stampur og Litli Stampur grösugir og þar hafði fólk í Krýsuvíkurhverfi trú á að yxu lifgrös betri, en annarsstaðar. Á austurbakka Grænavatns er skarð, þar fellur inn lækur vatnslítill, nefnist Flóðalækur. Hann kemur úr Flóðunum, sem eru vestasti hluti Vesturengjasvæðisins, sem liggur milli Lambafellanna og Hálsins að norðan. Austasti hluti flóðanna nefnist Teitsflóð. Sunnan flóðanna upp undir holtinu og Lambafelli Litla voru engjasvæði, nefndust Teigarnir, Álfsteigur neðri með holtinu, og Álfsteigur efri norðan í fellinu. Þá er Grófarteigur  vestan Grófarlækjar. En austan Grófarlækjar voru Gullteigur neðri og Gullteigur efri og liggja vestan í Stóra-Lambafelli. En Grófarlækurinn fellur austur undir hlíðum fellsins. Af Grænavatnsmelnum liggur Vesturengjastígurinn upp nokkuð og austur. Þar er komið að svo kölluðum Vöðlum og lækur kemur ofan úr dölunum og nefnist Vaðlalækur og rennur niður í Flóðin.

Við Austurengjahver

Þegar yfir Vaðlana kemur tekur við Vesturengjahæð með Vesturengjamóa eða Engjamóa og nær þetta svæði allt að Fúlapolli eða Leirpolli. Þá er komið í Seltún, Seltúnslækur skiptir Seltúni. Vestan við hann eru Seltúnsbörð. Á Seltúnslækjarbakka vestari stóð í eina tíð Námahúsið. Frá Fúlapolli rennur vatn lítill lækur, nefnist Svuntulækur. Neðarlega á engjunum tengist hann, rennur hann saman við Seltúnslæk. Myndast þarna engjateigur, sem nefnist Svunta. Neðan við þetta engjasvæði er Suðurkotsnes og Gvendarrimi. Austan við Seltúnslæk, sem einnig er kallaður Engjalækur, er Vesturengjalækur, er engi, er nefnist Flatengi og liggur niður með læknum. Þar neðst er svo Norðurkotsnes. Lengra niður með læknum er mikið land sem fer undir vatn þegar vex í Kleifarvatni, en kemur undan því er út fjarar, og var þarna oft gott slægjuland. Svæði þetta var nefnt Nýjaland. Að austan takmarkast það af Rifinu lágu sandrifi, sem þó fór ekki í kaf er flæddi. Við syðri hluta Rifsins var Refanes. Suður og upp frá Nýjalandi voru svo Hvammarnir, Stórihvammur, með Laugina, öðru nafni Hvammalaug og Hvammagil.

Við Austurengjahver

Hér í hvamminum hafa skátar frá Hafnarfirði byggt sér Skátaskála. Hvammahryggur liggur ofan skálans. En sunnan við hann er Litla-Nýjabæjarhvammur. Seljarúst er þarna og talið, að sel hafi þarna verið í eina tíð frá Kaldrana, sem var eitt býli í Krýsuvíkurlandi. Selgil kemur ofan úr Selásum eða Selhæðum og Selgilslækur nefnist hann.“
Þar sem horft var yfir Austurengjahverasvæðið þótti við hæfi að draga eftirfarandi upplýsingar fram í sólarljósið:
Skipulagsstofnun gaf fyrir stuttu úrskurð um fyrirhugaða Bitruvirkjun á Ölkelduhálsi. Í raun gildir framangreindur úrskurður um öll lítt eða óröskuð svæði Reykjanesskagans. Við sérhvert þeirra eru bæði landslagsheildir sem og/eða friðuð nútímahraun. Og á hvaða svæði skagans myndi slík virkjun ekki hafa „verulega neikvæð og óafturkræf áhrif á landslag, útivist og ferðaþjónustu, þar sem um er að ræða lítt snortið, fjölsótt útivistarsvæði í nágrenni þéttbýlis/höfuðborgarsvæðisins“?
Austurengjahverasvæðið í Krýsuvík er ágætt dæmi um óraskað hverasvæði hér á landi, í nánd við þéttbýli.
Um er að ræða háhitasvæði. Vestan við svæðið eru nokkrir hverasprengigígar, sem reyndar eru algengir á háhitasvæðum. Þeir verða til þegar vatn hvellsýður á litlu dýpi.
Hverabollarnir eru fáeinir metrar á dýpt og 30 til vel yfir 50 m í þvermál þeir stærstu. Nokkur nýleg dæmi eru um hverasprengingar,  sem allar hafa orðið í tengslum við jarðskjálfta, s.s. nefndur Austurengjahver í Krýsuvík) og þá á upptaka-sprungunum.
„Á Austurengjum er jarðhitinn aðallega á einni rák sem nær frá Austurengjahver norður í Kleifarvatn. Töluverð ummyndun sést í bergi alllangt út frá beggja megin. Auk jarðhitans eru á þessari hitarák nokkrir sprengigígar sem gosið hafa gjalli og smáhraunum með úrkastinu. Sá stærsti er um 100 m í þvermál skammt norðaustur af Stóra-Lambafelli og mikil gjalldreif austur frá honum. Gígar þessir eru frá því snemma á nútíma. Ein 600 m djúp borhola er við Kleifarvatn um 150 m vestan við hverarákina. Hæstur hiti í henni er um 160°C.

Við Austurengjahver

Síðsumars 1924 lifnaði Austurengjahver við jarðskjálfta, var áður lítilfjörlegur. Stórir hverasprengigígar eru norðurfrá honum en eldri, sem bendir til að grunnt sé á jarðhitakerfi nærri suðu líkt og í Krýsuvík.“
Við Austur-Engjar er mikil litadýrð og hveraummyndanir. Þar er votlendisvæði sem er hallamýri. Grófarlækurinn, sem rennur langsum eftir miðju engjasvæðinu hefur í raun ræst engin fram . Vestur-Engjar eru samfellt votlendi sem ekki hefur verið ræst fram, enda flatmýri.
Við Austur-Engjar er leirhver, gufuhver,  vatnshver, brennisteinsútfellingar, heit jörð og gufuaugu,  jarðhitagróður og hveramýri norðar með Grófarlæknum.
Hverinn myndar allstóra hveratjörn upp í hæðinni austan við Litla–Lambafell. Jarðhitinn er að mestu bundinn við tiltölulega afmarkað umhverfis hverinn. Stór vatnshver er í vestur jaðri tjarnarinnar en einnig eru leirhverir og gufuaugu til staðar.
Á svæðinu er mikið um hveraleir og ummyndanir. Hitinn í vatnshvernum mældist um 50°C og er vatnið súrt (pH 2.5). Við gufuaugu á vatnsbakkanum var hiti við suðumark og eru víða brennisteinsútfellingar við þau. Þegar svæðið var skoðað var vatnsborð óvenju lágt og því sáust leirhverir sem höfðu verið undir vatni. Afrennsli úr hveratjörninni rennur til norðurs. Ekkert var sjáanlegt rask af mannavöldum.

Tóft suðvestan við Engjasvæðin

Haldið var áfram niður með Austurengjalæk (Grófarlæk) og stefnan tekin að Nýjabæjarhvammi. Þarna raða engjateigarnir sér undir Ásunum; Nýjabæjarengjar, Kringlumýri, Seljamýri, Nýjabæjarengjar og Gullteigar. Engja seljarúst var að sjá við Seljamýrina. Ekki heldur í Nýjabæjarhvammi. Ef rúst hefur verið í Seljamýri gæti lækurinn hafa grafið undan henni eða lækur úr gili ofan mýrarinnar fært hana í kaf með framburði sínum, en hann virðist hafa verið iðinn við að draga mold ofan úr hlíðinni. Varðandi selrústina við Nýjabæjarhvamm, nokkru norðar, er sennilega um prentvillu að ræða í örnefnalýsingunni því slíka rúst er að finna „norðan“ við Hvammahrygg, eins og honum hefur verið lýst.
Í bakaleiðinni var Austurengjagötunni fylgt með Tindhól niður að Stóra-Nýjabæ. Nefndri Dagmálavörðu austan við bæinn var ekki fyrir að fara lengur – nema hún hafi verið uppréttur stór steinn á holtinu. Uppi á honum vatr steinn og aðrir fallnir lágu hjá. Lokst var skoðuð rúst í gróinni lægð sunnan við Stampa. Hugsanlegt er að þar hafi verið hjáleigan Fell.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Krýsuvík.
-Kristján Sæmundsson.

Við Austurengjalæk (Grófarlæk) - Stóra-Lambafell fjær

Hwellukofinn

Í Morgunblaðinu 1980 fjallar Tómas Einarsson um  „Gömlu götuna á Hellisheiði„:

Hellisheiði
„Frá upphafi Íslandsbyggðar hefur Hellisheiði verið fjölförnust allra fjallvega á Íslandi. Það er því vel við hæfi að eyða dagsstund til þess að ganga þessar gömlu götur, sem blasir við sjónum, þegar ekið er yfir heiðina, en svo fáir þekkja af raun. Þegar komið er upp á heiðina nokkru fyrir austan Skíðaskálann í Hveragerði kemur í ljós, vestast á heiðinni, fyrir norðan Stóra-Reykjafell, röð af vörðum, sem liggja í beinni röð austur á bóginn. Þessar vörður fylgja gömlu götunni yfir heiðina. Þeim munum við kynnast betur í ferðinni.
Við ökum austur á Hellisheiðina, allt þar til við erum komin á móts við Hurðarás eða Urðarás eins og stendur á kortinu, förum þar út úr bílnum og fylgjum síðan alla leið vestur í Hellisskarð, sem er fyrir ofan Kolviðarhól, en þann stað þekkja flestir. Á meðan við göngum leiðina, skulum við rifja upp brot af þeirri vitneskju, sem kunn er um þessa leið.

Hellisheiði

Hellisheiði – vörður.

Árið 1703 ritaði Hálfdan Jónsson lögréttumaður að Reykjum Ölfusi grein um Ölfushrepp og þar stendur þetta um Hellisheiði: “Vestan Varmár liggur almenningsvegur yfir fjallgarðinn, á Suðurnes og í Kjalarnesþing, síðan vestur yfir Hellisheiði, hver að austanverðu hefur mikla mosa með mjög litlu grasi, allt þar til Þrívörður heita og heiðin sjálf meinast mið vera, en hennar vestari partur er víða með sléttum hellum og hraungrjóti, án gatna, nema þar sem hestanna járn hafa gjört, og auðsjáanlegt er, þeim athuga. Þessar sléttu hellur ná allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri vörður eru og víða við veginn, hlaðnar til leiðarvísis”.

Hellisheiði

Gatan um Hellisheiði fyrrum.

Þannig hljóðar þessi lýsing, sem rituð var fyrir 277 árum. Við þræðum nú slóðina meðfram vörðunum. Þær standa margar mjög vel, þrátt fyrir lítið sem ekkert viðhald á þessari öld. Ekki er vitað hver var upphafsmaður að þessari vörðuhleðslu, eða hver hlóð fyrstu vörðuna, en líklega hefur það gerst löngu áður en Hálfdan Jónsson ritaði fyrrnefnda lýsingu.
Er vestar kemur á heiðina minnkar mosinn því þar er hún.. “víða með sléttum hellum og hraungrjóti, án gatna nema þar sem hestanna járn hafa gjört…”. Þar liggja sönnunargögnin er sýna hversu fjölfarin heiðin hefur verið, því víða sjást djúpar götur markaðar ofan í stálharða klöppina, og eru þær dýpstu allt að ökkla djúpar. Þetta er rannsóknarefni sem forvitnilegt er að skoða. En brátt ber okkur að sérkennilegri byggingu, sem stendur á hæð skammt frá götunni hægra megin. Þetta er hellukofinn, gamla sæluhúsið á heiðinni. Hann ber við loft í skarðinu milli Stórareykjafells og Skarðsmýrarfjalls þegar ekið er eftir þjóðveginum og er til að sjá eins og kúptur, stór steinn.

Hellisheiði

Hellisheiði – Hellukofinn.

Hellukofinn var gerður á árunum milli 1830 og 1840 og stendur skammt þar frá, sem Biskupsvarðan fyrrnefnda stóð. Var grjótið úr vörðunni notað í kofann. Þórður Erlendsson, sem síðar bjó að Tannastöðum í Ölfusi hlóð kofann og ber hann meistara sínum fagurt vitni. Kofinn er ferhyrndur að lögun, 1.85 m á hvern veg og hæðin upp í mæni um 2 m. Hann er einvörðungu byggður úr hraunhellum. Eftir að fullri veggjarhæð er náð dregst hleðslan saman og myndar þakið. Eru sömu vinnubrögð viðhöfð og Grænlendingar nota, þegar þeir byggja snjóhús. Efst er stór hraunhella sem lokar opinu. Dyrnar eru um 60 cm á breidd og 1 m á hæð. Til að þétta veggina var mosa troðið í glufurnar. Kofinn stendur nærri 45. vörðu. Talið austanfrá. Hann veitti oft hröktum mönnum skjól og til er rituð frásögn, er greinir frá því að veturinn 1884 hafi gist þar 6 ferðamenn nótt eina í hríðarbil. Er tekið fram að þeim hafi liðið ágætlega.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – horft frá Hellisskarði 2010.

Frá Hellukofanum hallar vestur af og innan stundar stöndum við á efstu brún Hellisskarðs (eða Uxaskarðs smbr. Kjalnesingasögu). Þaðan sjáum við heim að Kolviðarhóli. Er þá ekki annað eftir en rölta niður brekkuna ofan úr skarðinu heim að Hólnum. Þar endar þessi gönguferð.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 141. tbl. 26.06.1980. Gamla gatan á Hellisheiði, Tómas Einarsson, bls. 22.
-https://www.fi.is/static/files/gongur/a_slodum_tomas_einarsson/gamla-gatna-yfir-hellisheidi.pdf
Hellisheiði

Ísólfsskáli
FERLIR bregst jafnan skjótlega við berist tilkynningar um áhugaverð og aðkallandi efni. Einn félaganna hafði haft spurnir að því að hellir hefði opnast við framkvæmdir við svonefndan Suðurstrandarveg austan Grindavíkur. Upplýsingarnar bárust svo til í beinu framhaldi af opinberuninni.
ÍsólfsskáliVegaframkvæmdir stóðu yfir á Suðurstrandarveginum ofan Grindavíkur, milli Hrauns og Ísólfsskála orið 2006. Þegar Arnar Helgason, stjórnandi stórrar (65 tonna) gröfu verktakans Háfells var [23. maí 2006] að grafa í Bjallarbrúnina vestan við Bólið, fyrrum fjárskjól frá Ísólfsskála, þar sem vegurinn á að liggja niður hann samhliða og austan núverandi vegstæðis, greip skóflan skyndilega í tómt. Í ljós kom að hún hafði verið rekin niður í geysistórt holrúm og stóð grafan uppi á miðju hvolfþakinu. Arnari brá skiljanlega í brún, dró þó andann djúpt og færði gröfuna varlega á örugga undirstöðu. Þarna hefði getað farið illa.
Verktakinn tilkynnti atvikið til jarðfræðings Vegagerðarinnar, sem á eftir að skoða fyrirbærið. Vegfarandi, sem leið átti þarna hjá um það leyti er jörðin opnaðist undan gröfukjaftinum, hafði þegar samband við þá er einna mestan áhuga hafa sýnt á svæðinu.
Þegar Björn Hróarsson, jarð- og hellafræðingur, og einn FERLIRsfélaganna, áhugamaður um útivist, minjar og náttúru- og jarðfræðifyrirbæri á Reykjanesskaganum, komu á vettvang skömmu eftir atvikið, blasti gímaldið við, 12-15 metra djúpt. Angar virtust liggja til norðurs og suðurs, m.a. undir núverandi vegstæði.
Gímaldið hefur myndast sem holrúm í blöndu af gjósku, jökulruðningi og sjávarmöl. Það er í jaðri móberghryggs ofan við Bjallann. Giskað er á að það hafi myndast er gos varð undir jökli er myndaði Slöguna. Risastórt klakastykki hefur þá brotnað úr jöklinum og jarðefni safnast umhverfis það. Ísstykkið hefur síðan bráðnað hægt og skilið þetta mikla holrúm eftir. Sjávarstaðan hefur þá verið þarna í brúninni. Vegna ísfargsins hefur landið legið mun lægra en nú er, en það síðan lyft sér við bráðnun jökulsins.  Einnig gæti verið um gamlan sjávarhelli að ræða, en það mun væntanlega upplýsast við nánari skoðun. Reynt var að nota arm og skóflu gröfunnar til Ísólfsskáliað koma manni til botns, en þrátt fyrir lengd hans náði hann einungis hálfa leið að botni.
Hér er að öllum líkindum um mjög sérstakt jarðfræðifyrirbæri að ræða, sennilega einstakt, jafnvel á heimsvísu. Það mun þó koma í ljós við nánari skoðun, sem væntanlega mun fara fram fljótlega. Þá þarf að taka ákvörðun um afdrif þess því það er í núverandi vegstæði.
Ekki ósvipuð myndun er á Höfðabrekkuafrétti við veginn upp í Lambaskarðshóla.
Benda má á að viðundirbúning Suðurstrandarvegar bentu félagar í Hellarannsóknarfélaginu m.a. á mikilvægi þess að vegstæðið yrði gaumgæft m.t.t. hella á svæðinu, því öruggt mætti telja að á því væru margir hellar og fleiri til viðbótar myndu koma í ljós þegar farið yrði að grafa fyrir veginum. Má segja að opinberun þessi séu sönnun þeirra orða og reyndar ekki sú fyrsta. Enn er verkið skammt á veg komið. Aðilar eru þó sammála um að vilja eiga með sér gott samstarf ef og þegar ástæða verður til eða gaumgæfa þarf eitthvað er finnst, líkt og í þessu tilviki.
Í örnefnaskrá fyrir Ísólfsskála, skráða af Ara Gíslasyni eftir heimildarmanninum Guðmundi Guðmundssyni, þáverandi bónda á Ísólfsskála, kemur m.a. eftirfrandi fram um þetta svæði og næsta nágrenni:
„Bjallinn er ofan við Ísólfsskála. Hjálmarsbjalli er fremstur. Rétt innan við bæinn skagar klapparnef fram úr Slögunni, sem heitir Skollanef. Skollahraun er suður af því. Niður af, austur af túni, út í hrauni, er klettur, sem sker sig úr að lögun og heitir Kista. [Kistan sést vel úti í Skollahrauni þegar komið er að Bjallnum eftir Ísólfsskálavegi úr vestri]. Fremst í Slögunni, rétt við túnið innanvert, er Fjárból, við alllangan hamravegg.
Vestur af Slögunni er gróðurlítið svæði, sem nefnt er Melar. Vestan við þá heitir Lágar. [Lágar eru ofan við Bjallan]. Þær eru vestan við veginn og langur grjótgarður hlaðinn þeim til varnar. Er mikið Ísólfsskálihér af slíkum görðum og víða með mjög fallegu handbragði.“
Loftur Jónsson skráði einnig örnefi á og við Ísólfsskála. Um þetta svæði segir hann: „Bjallinn er klettastallur og nær frá Hjálmarsbjalla og inn í Ból sem er undir fellinu Slögu vestast. Hæðarbunga vestan undir Slögu heitir Slögubringur. Stór klettur er þar sem Hattur heitir en er skráður á kort Grettistak.
Austan við Bólið eru smálautir sem heita Bólkvosir. Lengra austur með Slögu að sunnan, ofan við skriður, er bergstallur sem heitir Hrafnshreiður. Stórusteinar er stórgrýti sem fallið hefur hæst úr Slögu. Þar innan við er Langakvos. Upp af Löngukvos er móklettur sem kallaður er Móklettur. Fyrir austan Löngukvos er Skollanef og er nokkurs konar öxl eða klapparnef fram úr Slögu. Skollahraun er þar suður af. Í hrauninu austan við túnið er sérstæður klettur sem heitir Kista.“ Og þá erum við komin hringinn um nærsvæðið þar sem vegurinn kemur niður Bjallann vestan við Bólið.
Hér eru jafnframt tilfærð svör Ísólfs Guðmundssonar, Ísólfsskála, Grindavíkurhreppi, sem hann veitti við fyrirspurnum (ódagsettum) Örnefnastofnunar og dagsetti 20. apríl 1983 í Grindavík. Við spurningunni „Hvernig er Ból?“ svarar hann: „Hellisskúti þar sem fé var geymt í.“ Meðfylgjandi mynd er úr fjárskjólinu Ból undir Bjallnum.
Forvitnilegt verður að fylgjast með sérfræðingum er rannsaka munu gýmaldið nýopinberaða og skýringum þeirra á tilurð þess. Það mun þó kýrskýrt að þarna er um að ræða enn eina „dularperlu“ Grindavíkur, en sannlega má segja að fleiri slíkar séu enn óopinberaðar í umdæmi hennar.
[Nokkrum dögum síðar var gýmaldið fyllt og þannig gert að engu. Líkast til var það óhjákvæmilegt, bæði vegna þess að ekki var um annað vegstæði að ræða á þessum stað og auk þess var um talsvert grjóthrun að ræða úr opi þess. Því var vettvangurinn varhugaverður og beinlínis hættulegur fyrir óvana].
Framangreint efni varð einungis til vegna glöggskyggni FERLIRsfélaga og markvissra viðbragða hans – þökk sé honum. Í raun er fyrirbærið dæmigert fyrir hellamyndanir á móbergssvæðum, s.s. á Suðurlandi þar sem margir „manngerðir“ hellar ku vera.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Keldur

Eftirfarandi fróðleikur um örnefni í Keldnalandi eru tekin saman af Halldóri Vigfússyni laugardaginn 27. ágúst 1949 í viðræðum við við Björn gamla Bjarnarson (93 ára) í Grafarholti. Þar kemur m.a. fram staðsetning á hringmyndaðri rúst er nefnd hefur verið Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft.
Síldarmannagarður„Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir Snæfellsáss og sótt sér í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi“. Helgusel í Helguhvammi neðan við Helgufoss undir Bringum heitir einnig eftir henni. Auk þess Helguhóll í Viðey og Helgusker í Kollafirði. Helgustekkur hefur verið látinn óáreittur og er nú við göngustíg er liggur aftan (austan) við háu fjölbýlishúsin við Frostafold. Fleiri minjar, sem minnst er á, má enn sjá í Keldnalandi. Þá kemur fram að Kaldá sé afrennsli Kleifarvatns.
„Slöðrið eða slakkinn milli holtanna Grafarholts og Keldnaholts heitir Klofningur. Þar niður vildi Einar skáld Benediktsson veita Úlfarsá [þetta er hið forna og upphaflega nafn árinnar (sbr. Landnámu) en hún er nú oftast nefnd Korpólfsstaðaá, Korpa, eða eftir öðrum bæjum sem eiga land að henni, einkum þar sem vöð voru á ánni.
GröfBjörn segist hafa átt hlut að því að nafni Kálfakots var breytt í Úlfarsá til þess að festa hið forna nafn], svo að hún félli í Grafarvog og mætti verða að góðri laxveiðiá í líkingu við Elliðaárnar. Einar eða faðir hans hafði keypt lönd á þessu svæði (Gröf og Keldur) og fengu þeir feðgar Björn, sem var þá ekki enn farinn að búa í Gröf, til að mæla fyrir þessari vatnsveitingu. Birni mældist að skurðurinn þyrfti að vera 11 feta djúpur, þar sem þurfti að grafa dýpst. Var verkið hafið og nokkur dagsverk unnin, en aðrir, sem lönd áttu að Úlfarsá, munu hafa amast við þessari röskun og bannaði Benedikt þá frekari framkvæmdir.

 

Gröf-2

Áður en sneiðin norðan af Keldnalandi var seld undir Korpólfsstaði (Thor Jensen), áttu Keldur slægjuland uppi við Úlfarsá, sem hét Tjarnengi [samnefnt slæguland var einnig frá Grafarholti litlu ofar. Á þeim slóðum byggði tengdasonur Bjarnar (Hreiðar Gottskálksson) nýbýlið Engi. Þar er hvylft mikil, sem heitir Flykkisgróf, og segir Björn, að hún sé norðaustur endinn á langri gjá, sem muni mega rekja við og við allt suðvestur að Kleifarvatni. Í gjá þessari hyggur Björn að vera muni afrennsli Kleifarvatns og komi fram í Kaldá. (Hann hefur þó að vísu ekki komið lengra suður en í Gjárétt)] .
Lautin austan [vestan] við túnið á Keldum, þar sem sumarhús Einars Pálssonar stendur nú, heitir Kúalág. Það nafn er frá þeim tímun er kýr voru látnar liggja úti á nóttum og lágu þær þá einna helst þar.

 

Keldur

Keldnakot.

Fyrir norðan Keldnabæinn og upp af honum er Keldnaholt. Vestan í því er Keldnakot. Þar var búið fram á seinni hluta síðastliðinnar aldar. Utan í Keldnaholti, norður af Kotinu, er hóll sem heitir Skyggnir [enn má sjá hlaðinn garð, nú kominn inn í skógrækt, frá Keldnakoti, allstóra tvískipta fjárhústóft og fleiri mannvirki skammt þar frá sem kotið var].
Suðvestur af kotinu gengur grjóthóll út úr holtinu. Suður og niður af honum var svo kallaður Lambarimi, nú sléttaður og ræktaður í tún, nyrsta nýræktin. Nafnið kom til af því að riminn var áður sleginn næst á eftir túninu og þótti hey af honum gott og var ætlað lömbum.
Gröf-3Mýrardragið upp með Keldnaholti að vestan heitir Keldnasund eða Sundið.
Á hábungunni beint vestur af Keldum er hringmynduð rúst, kölluð Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir Snæfellsáss og sótt sér í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi.
Niðri við Grafarvog, í mörkum Keldna- og Gufunesslands, heitir Kattarnef. Góðan spöl innar gengur lítil og lág eyri út í voginn. Hún heitir Naustatangi. Þar höfðu Keldnamenn lendingarstað og uppsátur fyrir báta, sem voru aðallega notaðir til hrognkelsaveiða. Voru þær veiðar stundaðar nokkuð frá bæjunum við Grafarvog, þó óhentugt væri vegna útfiris, en netalagnir voru út undan Gufuneshöfða.
Gröf-4Í fjöruborði milli Kattarnefs og Naustatanga skagar allmikil eyri út í voginn frá suðurlandinu (Grafarholtslandi). Á þessari eyri og síðan þvert yfir voginn er gamall grjótgarður, sem sést vel um fjöru. Þetta mannvirki segir Björn, að heiti frá fornu fari Síldarmannagarður. En síðustu not, sem hann veit til, að menn hafi reynt að hafa af garðinum, voru þó til laxveiði. Um það hafði hann fyrir sér frásögn Ólafs Stephensens frá Viðey, sem hafði sjálfur verið við þá veiðitilraun. Það mun hafa verið á árunum 1870-80.

 

Um flóð eða með byrjandi útfalli var dregið net í hlið, sem var á garðinum, og var ætlunin að króa fiskinni inni, svo að hann fjaraði uppi. Var mikill lax fyrir innan og enda selur. En undan útfallinu settist slý og þaraslæðingur í netið, og fiskurinn lagðist fast á, og undan þessum þunga öllum sprakk netið, svo að afli varð lítill eða enginn. Þessi garður er nú allmikið raskaður af sjávarfangi og af völdum veiðimanna, er voru þar með laxakláfa um og eftir síðustu aldamót. [Sem hliðstæðu við þennan garð bendir Björn á, að inni í Hvalfjarðarbotni er til örnefnið Vogargarðslág, þó að garður sjáist þar nú enginn. Þar eru og Síldarmannagötur. Garður þessi virðist nú alveg horfinn í leirunar í voginum].
KeldnakotÍ botni Grafarvogs eru grjótgarðar, sem mynda litla kví við ós Grafarlækjar. Þar hagar þannig til, að Keldnamegin við ósinn gengur fram smáeyri eða hryggur, og þar hefur því ekki þurft mikla hleðslu, aðeins að raða steinum ofan á. Grafarholtsmegin hefur hleðslan þurt að vera hærri, og þar er mjótt hlið á garðinum fyrir lækjarrennslið og sjávarföll. Þetta heitir Króargarður og mun hafa verið gerður kringum 1870 til laxveiði.
Landarmerki milli Grafarholts og Keldna segir Björn, að sé bein lína frá Grafarvaði á Úlfarsá í Grafarlæk, þar sem hann beygir fyrir Svartabakka. Þaðan ræður lækurinn til sjávar.
Örnefnatalningunni má ljúka með því að geta þess, að holtið þar sem nýi vegurinn að Keldum kemur á aðalveginn, heitir Nónholt og var eyktarmark frá Gröf. En ekki kvaðst Björn kunna að skilgreina með vissu eyktarmörk frá Keldum.“

Heimildir m.a.:
-http://www.keldur.hi.is/um_ornefni.htm?detail=1003119&name=frettasida

Grafarkot

Grafarkot, Grafarholt, Gröf og Keldur – kort 1908.

Hrafn

Hrafninn er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári.
Þegar FERLIR var Laupur í Heiðmörká ferð um Heiðmörk nýlega náði sérkennileg hegðun tveggja hrafna athyglinni um stund. Að vísu virtust þeir með rólegra móti, en héldu sig ávallt í nálægð, en jafnframt í hæfilegri fjarlægð. Þegar að var gáð kom ástæðan í ljós. Laupur (hreiður) var á klettasyllu ofan við einn hellismunnann, sem þarna var. Einn ungi virtist vera í laupnum, en gætu verið fleiri. Ekki er vitað til þess að laupur hafi verið á þessum stað áður. Þeir eru gjarnan þannig staðsettir að nánast er óframkvæmanlegt fyrir mann og ref að komast að þeim, en sá síðarnefndi gæti sætt hér lagi ef til væri á svæðinu.
Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa útliti hans í smáatriðum, en hann orðið um 1,5-1,8 kg á þyngd. Hrafninn er svartur á lit en þegar sólargeislarnir endurkastast af honum við ákveðnar aðstæður má sjá fjólubláan blæ á honum.
HrafnslaupurHrafinn er af spörfuglaætt og er langstærstur íslenskra spörfugla. Ennfremur er hann af ætt hröfnunga og ættkvíslinni Corvus ásamt nokkrum tegundum kráka. Hjúskap hrafnsins er þannig háttað að hann er alger einkvænisfugl og heldur tryggð við maka sinn. Þegar maki fellur frá, fyllir annar fljótt í skarðið. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að hrafnar geta orðið gamlir í villtri náttúru og er hæsti staðfesti aldurinn 20 ár og fjórir mánuðir. Í haldi manna er talið að elsti hrafninn hafi orðið 69 ára gamall.
Hérlendis fara hrafnar að undirbúa varp snemma á vorin og verpa þeir 4-6 eggjum í hreiðrið, sem oftast er kallað laupur (einnig bálkur). Undanfarin ár hafa fyrstu ungarnir komið úr eggjum í maí en núna, þegar veðurfar fer hlýnandi á norðurhjaranum, kann að vera að þeir fari fyrr af stað á vorin, líkt og merki eru um að ungar annarra fugla gera. Á vorin tekur hrafninn mikið af eggjum og ungum annarra fugla. En þegar fæðuhættir hans eru skoðaðir yfir allt árið kemur í ljós að hann er alæta. Hrafninn étur mikið af berjum á haustin, er afræningi og hrææta, eða með öðrum orðum étur allt það sem hann kemst í, enda er það eina leiðin fyrir fugl sem þarf að draga fram lífið allt árið um kring hér á norðurhjara.

lau

Á haustin og veturna breytist atferli hrafnsins nokkuð. Þá sækja hrafnar oft í byggð í von um að finna eitthvað matarkyns yfir köldustu mánuðina. Þegar dimma tekur safnast þeir tugum eða hundruðum saman á náttstaði. Kunnir náttstaðir suðvestan lands eru hlíðar Esjunnar og Ingólfsfjall.
Mikið er drepið af hröfnum hér á landi og telja fuglafræðingar að þeim hafi fækkað eitthvað á nokkrum svæðum. Stofnstærðin er álitin rúmlega 2.500 pör og að hausti er fjöldi hrafna um 12 þúsund fuglar. Fálkinn er sennilega helsti óvinur hrafnsins hér við land og er óhætt að segja að þessum fuglum sé illa hvor við annan. Hljótast oft af miklir loftbardagar þegar þessir skemmtilegu fuglar takast á. Oftast hefur fálkinn betur. 

laup-2

Fálkar hafa það fyrir venju að ræna hrafninn hreiðurstæði og sitja sem fastast á laupnum enda er fálkinn ekki mikið fyrir hreiðurgerð og dyttir í mesta lagi að laupnum að vori.
Margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum eru kunnar í íslenskum heimildum, svo ekki sé minnst á fjölda vísna, ljóða og söngtexta um þennan skemmtilega fugl sem öðrum fremur mætti kalla þjóðarfugl Íslendinga.
Margvísleg þjóðtrú er tengd hrafninum. Sumir segja að þeir sem skilji hrafnamál séu gáfaðri en aðrir. Aðrir segja að ef hrafn hoppi hingað og þangað uppi á húsum, skipti um hljóð og krunki upp í loftið, hristi vængina og yppti fiðrinu, boði það að einhver maður sé að drukkna. Velþekkt er að flug hrafna boði annaðhvort feigð eða fararheill, eftir því í hvaða átt þeir fljúga yfir mann.
Þess má geta að hrafninn forðaðist að fljúga yfir FERLIR, hélt sig hins vegar þétt að honum. Líklega má lesa það sem vilja hans til verndar.
Þó svo að krummi þreyi þorrann með okkur landsmönnum, og hafi gert það síðan byggð hófst hér á landi, höfum við ofsótt hann og hann verið talinn réttdræpur hvar sem hann finnst. Margir hafa amast við ungadrápi og grimmd krumma en til að komast af í harðbýlli íslenskri náttúru verður hver skepna að taka það sem gefst.
Þrátt fyrir nálægð laupsins í Heiðmörkinni er ástæða til að láta hann í friði, sem og alla aðra laupa á landinu.

Heimildir m.a.:
-http://visindavefur.is/svar.php?id=3375

Hrafninn

Gapi

Tvö eru þau örnefni í Þingvallahrauni, sem einna erfiðast er að staðsetja af nákvæmni, þ.e. Gapi og Gaphæðaskjól, öðru nafni Hrauntúnsfjárskjól.
Tvennt kemur til; bæði Þingvellireru Gaphæðir nokkrum öðrum nálægum hæðum líkar og auk þess þarf að standa svo til á barminum á niðurfallinu (jarðfallinu) er nefnt hefur verið Gapi, til að koma auga á það og það þrátt fyrir stærðina. Talið er að hæðirnar dragi nafn af tvennur; annars vegar hinu mikla jarðfalli og hins vegar af því að á þeim hefur skógur aldrei þrifist. Um er að ræða sléttar mosavaxnar helluhraunshæðir. Aðrar slíkar hæðir, keimlíkar, eru skammt suðvestar. Á þeim eru vörður, en engar á Gaphæðum. Þó er varða skammt sunnan þeirra, skammt frá Gaphæðaskjólinu. Framangreint átti allt eftir að koma í ljós við nánari landkönnun á svæðinu, en hún hófst við Klukkuhólsstíg ofan Hrafnagjár.
Gengið var til norðurs ofan Hrafnagjár. Ofar voru Gildrur á Gildruholti, efsta brún Gildruholtsgjáar. Presthóll blasti við framundan. Áður en komið var að efstu brúnum var gengið fram á gat í hraunhól. Innar sást í slétt gólf. Meðfylgjandi ljós fann ekki veggi eða endimörk. Ekki var staðnæmst að þessu inni við þessa uppgötvun heldur mun hún bíða betri tíma. Hinni ókönnuðu rás var gefið nafnið Hrafnagjárhellir.
Stuttu síðar var komið upp að fyrrum þjóðgarðsgirðingarmörkum, austanlægum. Girðingin, sem er sú eldri og innri af tveimur. Hún hafði verið tekin upp fyrir einhverju síðan, en leifar hennar þarna fyrir fótum ferðalanganna – sóðalegt og ótilhlýðilegt að hálfu þjóðgarðsyfirvalda.
Það, sem venjulega er nefnt Þingvallahraun, takmarkast að austan af Hrafnagjá, að norðaustan af Mjóafellshraunum og Ármannsfelli, að norðvestan af Almannagjá og að suðvestan af Þingvallavatni. Þar sem staðið var á hæstu brún Hrafnagjár sást til allra framangreindra kennileita. Að því búnu hallaði götunni til norðurs – í átt að ákvörðunarstað.
ÞingvellirNyrðri Svínhóllinn var þá á vinstri hönd. Auðkenni er há og myndarleg varða efst á kollinum. „Nokkurn spöl suðaustur af Svínhólum eru fyrrnefnd Gildruholt. Þau eru á vesturtakmörkum Hrafnabjargaháls. Hallar frá þeim í allar áttir, nema austur, en eru hærri miklu Svínhólum. Þau eru á austurbarmi Gildruholtsgjár, sem byrjar í Gjábakkahrauni, skammt austur af Hallstíg, og heitir Bæjargjá þangað til vegurinn liggur yfir hana á móts við Gjábakkabæ; svo fær hún hitt heitið norður fyrir Gildruholt. Þar hverfur hún á dálitlum kafla, og heita þar Hlíðarflár. Bilið milli Hrafnagjár og Gildruholtsgjár heitir einu nafni Torfa. Gildruholtsgjá er að því leyti frábrugðin Hrafnagjá og Almannagjá, að vestri barmur hennar hefur sigið rétt niður með þeim eystri án þess að gjáin opnaðist nokkuð að ráði, svo að þar getur fremur kallast berg en gjá. Hlíðarflár eru dálítill blettur vestan í Hrafnabjargahálsi. Norður af þeim opnast gjá mikil, sem heitir Hlíðargjá, sést fyrir henni alla leið inn í Skjaldbreið, og heitir Söðulhólagjá fyrir norðan Prestastíg. Vesturbarmur hennar er að mestu eins og áðurnefndur Hallur, hann er hærri en hraunið að vestanverðu, og heitir Raftahlíð allt að Prestastíg.
Í GapaNorður af Svínhólum hallar hrauninu talsvert til norðurs og norðvesturs. Þar eru Gapahæðir, syðri og innri; á milli þeirra er skógarlítið svæði. Þar er hóll einn sérstakur, holur að innan, sem hæðirnar bera nafn af; ofan í hann er op stórt og heitir því Gapi.“
Gapi er rétt vestan við „girðingargötuna“. Á göngunni þangað var verið að vega og meta hvort hafði komið á undan; gatan eða girðingin. Líklegra var að girðingin hafi verið lögð með gamalli götu því hún liggur frá norðurtúnmörkum Gjábakka yfir að suðausturhorni Ármannsfells, eðlilegasta leið þeirra er þá lieð hafa þurft að fara.
Gapi er allnokkurt jarðfall. Í jöðrum þess eru góð skjól, einkum að austanverðu. Í því voru fúaspítur. Greinilegt var að gengin hafði verið eina leiðin niður í jarðfallið, að slútandi skjólunum. Gapi er í raun hið ágætasta skjól fyrir öllum veðrum á væntanlega fjölfarinni leið fyrrum.
Skammt sunnar eru grónar brekkur utan í lágum hæðum. Í einni þeirra er grunnt fjárskjól; Hrauntúnsfjárskjólið, öðru nafni Gaphæðaskjólið.
Í örnefnalýsingu fyrir Þingvallahraun segir um þetta: „Rétt hjá honum [Gapa] er annar hellir í flötum bala, sem hafður var til fjárgeymslu frá Hrauntúni, þó illur væri. Innri-Gapahæð snýr meira til norðurs og suðurs en sú syðri og er skógarlítil. Að vestan og norðan við Gapahæðir eru flatir hellubalar, mosavaxnir, með lautum og slökkum, og skógarrunnum og hríslum í brúnunum, nema á litlu svæði norður með Raftahlíð eða Hlíðargjá, sem getur fremur heitið heiði eða móar allt norður að Prestahrauni. Það er nokkuð stór brunahraunsblettur með skörpum brúnum. Vestur af Prestastíg, sem er á h. u. b. miðri Hlíðargjá, er Hlíðarstígur.“
Hlíðargjáin er þarna skammt austar. Þá var stefnan tekin til suðurs, milli Svínhóla að austan og Flekkuhóls að vestan. „GaphæðaskjóliðAustur af Flekkuhól, norður frá Selstíg, eru tveir stórir, sérstakir hólar með litlu millibili. Þeir heita Svínhólar. Þar er Þingvallahraun hæst og hallar þaðan í allar áttir, nema austur. Er þaðan víðsýni mikið. Suðaustur af Svínhólum, norðaustur af Hrafnagjárenda, er allstór hóll, sem Rauðhóll heitir. Fyrir norðan Svínhóla kemur Hrafnagjá aftur í ljós, þó miklu sé hún minni en að sunnanverðu, og heitir nú Gaphæðagjá, og í Innri-Gapahæð hverfur hún alveg.“ Sem sagt; ágætt staðfestingarvegarnesti á bakaleiðinni.
„Norður að Ketilhöfða heita Sláttubrekkur. Mosalág er laut stór eða dalur norðan undir Höfðum, vestan undir Sláttubrekkum. Norðan við hana heitir Magnúsarklettsskógur. Vestan við hana er Mosalágarhæð, stór grjótbali, sem snýr h.u.b. í norður og suður.“ Þegar gengið var til baka var einmitt gengið um þessar Sláttubrekkur. Frá þeim liggur greinileg gata til suðvestur, með stefnu á Skógarkot. Þetta getur vel staðist því landamerkjavörðuröð Skógarkots og HMælingarstöpull í Þingvallahraunirauntúns eru einmitt norðan brekknanna. Efsta varðan er á Nyrðri Svínhól. Önnur greinileg gata liggur til suðurs. Henni var fylgt niður á Hellishæð.
„Austan frá Sláttubrekkum, norður af Hellishæð, er Flekkuhóll; er hann stór um sig, með smáhólum og lautum, allt skógi og grasi vaxið. Norður af honum og Sláttubrekkum er Bruni; var þar eyða mikil í skóginn, sem stafaði af því, að kviknað hafði í reiðing á hesti og eldurinn komizt í skóginn. Það mun hafa skeð um 1859 (eða ’60). Var sá blettur þrautbeittur á vetrum; voru þar oft hagar, þótt litlir væru annars staðar, og færð betri, því að þar reif snjó meira, vegna skógleysis. Þrátt fyrir beitina óx þar aftur skógur smátt og smátt; um aldamót voru komnir runnar um allan blettinn, en sást þó mjög greinilega fyrir honum. Um 1930 sást hann tæplega eða alls ekki.“ Ekki var farið í Hellishæðarhelli (fjárskjól) að þessu sinni.
Víða í Þingvallahrauni má sjá uppistandandi steinsteypt skolprör; stein- og steypufyllt. Efst trjónir koparplata, tvígötótt. Þarna mun vera um að ræða mælingarstanda er gefa áttu til kynna bæði landrek og hæðarstöðu svæðisins, en eins og mörgum er kunnugt eru Þingvellir á sprungurein Atlantshafshrygjarins er gengur svo til á ská í gegnum landið. Hvað hefur svo komið út úr niðurstöðum þessara fyrirhafnasömu rannsókna er ekki vitað. Áhugavert væri – ef einhver tilstandandi gæti gefið einhverjar upplýsingar um rannsóknir þessar – myndi hafa samband við
ferlir@ferlir.is.
Rétt áður en komið var að Hellishæð var helsta einkennið sprunginn klapparhóll. Í örnefnalýsingunni segir að „norðvestur frá Litlu-Hellishæð er stór, sundurtættur klappahóll, sem heitir Ketilhöfðaklettur“.
Þegar gengið var að upphafsreit mátti vel sjá Klukkustíginn. „Klukkustígur hverfur í hallinn á vestri barmi Hrafnagjár. HrafnagjáAlla leið þangað frá Hallstíg er gjáin djúp, breið og að öllu hin hrikalegasta. Þar fyrir norðan verður austurbarmurinn hár á dálitlum kafla, en vesturbarmurinn nær því jafn hrauninu, enda hækkar það þar á ný og hallar mót suðvestri; heitir sá halli Sigurðarsel. Sunnan í því er stór og falleg brekka, sem heitir Sigurðarselsbrekka; suður frá henni, vestur af Klukkustíg, er stór hóll, sem heitir Klukkustígshóll. Á gjánni, þar sem barmar hennar eru orðnir jafnir, er Selstígur; þar norður frá eru fornar tóftir, sem máske hafa verið hið virkilega Sigurðarsel. Skógur var um 1900 stærstur og sverastur í Sigurðarseli, en þar fyllist fljótt að snjó, sjerstaklega í norðaustan hríðum. Við norðvesturhorn Sigurðarsels er Hellishæð.“
Allt gekk framangreint vel upp m.v. lýsinguna. Af grasgróningunum undir Hrafnagjá má telja víst að þar hafi verið nytjar frá Sigurðarseli, en jafnframt má álykta að selstaðan hafi verið þar sem nú er fjárskjólið við Klukkustígshól.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Gaphæðaskjól

Gaphæðaskjól.

 

Ölfus

Í Andvara 1936 fjallar Hálfdán Jónsson um „Lýsingu Ölveshrepps 1703„. Lýsingin er ekki síst áhugaverð hvað örnefni varðar:

„Lýsing Ölveshrepps, sem hér fer á eftir, er prentuð eftir AM. 767 4to. Er það lítið kver, 52 blöð í ekki stóru broti. Í kveri þessu eru tvö handrit af lýsingunni, og er hið síðara afrit af hinu fyrra. Ber þar ekki á milli, enda er hér ekkert tillit tekið til afrits þessa.

Reykir í Ölfusi

Reykir í Ölfusi 1949.

Um handrit það, sem hér er farið eftir, er það að segja, að um það hefir Árni Magnússon gert svo fellda athugasemd á smámiða, er nú fylgir kverinu: „Fra Haldane Jonssyne á Reykium i Ölvese og er hn author þessa ut puto“. Þykist sá, sem þetta ritar, hafa gengið úr skugga um það, að handritið sé með eiginhendi Hálfdanar Jónssonar [Hálfdan Jónsson, [1659-1707]. Hitt er vafalaust, að lýsingin er samin af Hálfdani, þótt Árni Magnússon kveði ekki fastara að orði en þetta, að hann ætli, að Hálfdan sé höfundurinn. Sonarsonur Hálfdans Jónssonar, meistari Hálfdan Einarsson, segir í Sciographia sinni, að afi sinn hafi ritað lýsingu Ölveshrepps að bón Árna Magnússonar og að hans dæmi hafi faðir sinn, séra Einar Hálfdanarson á Prestsbakka, ritað um Skaftafellssýslu. Á hann hér við ritgjörð séra Einars, er nefnd hefir verið Útmálun yfir Skaftafellssýslu. — Afrif það, er fyrr um getur, er með hendi Styrs Þorvaldssonar, er margt hefir afritað fyrir Árna Magnússon, og hefir hann ritað á smáseðil, er einnig fylgir nú með handritinu: „Þetta skrifað eptir kveri Haldánar Jónssonar á Reykjum í Ölvesi“. — Kunnugt er, að Árni Magnússon hafði mikinn hug á staðalýsingum og söfnun örnefna, sem víða má sjá merki í safni hans og frá hans eigin hendi. En þetta er þó eina héraðslýsingin, er með vissu má telja, að rituð sé að hans hvötum. Líkur benda þó til, að lýsing Vestmannaeyja, er eignuð er séra Gissuri Péturssyni, er prestur var að Ofanleiti 1689— 1713, sé af sömu rótum runnin og þessi, en frumritið er nú glatað, að því er frekast er kunnugt, og verður tæplega neitt um þetta sannað. En hitt dylst engum, er þessi rit les, að þau eru mjög að einu ráði saman sett.

Descriptio Ölveshrepps anno 1703

Ölfushreppur

Ölfushreppur.

Aulfvus eður Ölveshreppur hefur sitt nafn dregið af Alfi, fyrsta landnámamanni þess héraðs. Hreppur þessi liggur í Sunnlendingafjórðungi og Árnessýslu, fyrir vestan Ölvesá, nálægasta sveit að austanverðu við þann fjallgarð, er aðgreinir Árnessýslu og Kjalarnesþing. Þingstaður héraðsins er að Bakkarholti. Þangað sækja Grímsness og Selvogs innbyggjarar, þá þriggja hreppa þing haldast.
Í nefndri sveit eru kirkjur 5: /1 að Arnarbæli, sem tekja er á þessum fjörum góð, en ei mjög mikil. En landið allt austur með sjónum undir Selvogsheiði, þaðan austur í Óseyri og til Hrauns, er af sandi blásið og að mestu graslaust, fyrir utan Þorlákshafnartún með litlu graslendi þar um kring. Örnefni þar: Prestvarða, Miðalda, Prestvörðualda, Veiðimelur, Heyhóll, Rifjabrekkur, Djúpadalshraun. — Stórtrjáreki og hvala á Skeiði heyrir til að þrem pörtum dómkirkjunni í Skálholti og kirkjunni að Þorlákshöfn, en fjórðungur Arnarbæliskirkju. En Hraun á fimm álna löng tré og styttri á þeim parti fjörunnar, er Hraunsskeið nefnist.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – loftmynd.

Þorlákshöfn hefur sitt nafn af Þorláki biskupi Þórhallssyni hinum helga í Skálholti, er þar meinast fyrst hafi á land gengið eftir sína biskupslega vígslu. Þar heitir og enn nú að framan verðu við bæinn Þorláksvör, Þorlákssker, og Þorlákshóll þar túnið er hæst. Í þessari veiðistöðu ganga árlega um vertíðartímann frá Kyndilmessu og í fjórtán vikur þar eftir (hvar um Alþingissamþykkt hljóðar, dateruð 1700) yfir fjörutíu skip, stór og smá. Mörg þeirra heyra til biskupsstólnum í Skálholti. En Árnessýslu innbyggjarar eru eignarmenn flestallra annara þar til sjós gangandi. Utan vertíðar er í þessari veiðistöðu mjög lítil fiskiafli, en á sumum árum alls enginn. Skipastöður með frí fyrir eitt skip hafa þessar jarðir í Þorlákshöfn: Breiðibólstaður fyrir selstöðu, Hjalli fyrir hrossabeit, Arnarbæli fyrir engi. Á Þorlákshafnarvík liggur oft Eyrarbakkakaupfar, þá ei fær byr að sigla inn á Einarshafnarsund. — Ölves liggur til Eyrarbakkakaupstaðar, sem og til Hafnarfjarðar, eftir innbyggjaranna frívilja þeirra höndlun að brúka í nefndum kaupstöðum.

Skálafell

Ölfus; Þurárhraun – loftmynd.

Þegar áður greindar sanda auðnur (með sjávarsíðunni kringum Þorlákshöfn og undir Selvogsheiði sig útstrekkjandi) minnka, tekur til meginbyggðin með fjallgarðshlíðunum í röð austur eftir sveitinni, allt til Þurrárhrauns.
Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hverir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðar lönd taka til Suðurnesja jarða.
Sérlegustu örnefni á þessum fjallgarði teljast: Geitafell, Lambafell, Vífilfell, Lyklafell, Reykjafell, Vestri-Meitill, Austari-Meitill, Sanddalir, Langahlíð, Skóghlíð, Hverahlíð, Lakar, Skálafellshálsar, Kellingarberg, Kálfsberg, Hestur etc.

Ölfus

Ölfus; Lambafell – loftmynd.

Þessi hér skrifaði hreppsins partur hefur til fjalls á sumrum víða lyngi vaxið haglendi, en um vetrartímann oft byrgt af snjó. Engjaplássið er í mýrum, þeim liggja í suður frá bæjunum, allt á Ölvesárbakka og að vestanverðu við Þorleifslæk. Þar vex mikið stargresi, gott fyrir málnytu, þá vel verkast og þornar, en þess er mjög torvelt til gagnsmuna að afla. Fyrst vegna fens foræða og torfæru með erfiðissamri brúargjörð. Þar næst liggur þetta gjörvalt engjapláss, með öðru mýrlendi, undir stórkostlegu Ölvesárflóði, nær stórstraumar eru við sjóinn, og vindarnir af suðri, landsuðri og útsuðri blása, gjörandi oft stóran skaða, einkum um sumartímann, heyshapnum og brúargjörðinni. En þá vindarnir eru við norðurátt, verður nægð heybjargar.

Ölfus

Ölfus; Breiðabólstaður – loftmynd.

Fyrrnefnt Þurrárhraun hefur að vestanverðu Þurrárhnúk með hömrum. Þar kemur rennandi ofan lítil á, er Þurrá kallast. Síðan að austan verðu við hnúkinn heitir Vatnsskarð, sem almennilega er talað, að Kaldá hafi runnið fyrr um, og nú sést merki til hennar farvegs uppi á fjallinu. En fyrir austan þetta skarð nefnist Valhnúkur. Um fyrrnefnt Vatnsskarð, milli hnúkanna, hefur jarðeldur ofan af fjallinu fram á mýrina hleypt Þurrárhrauni, hvort að er án grass, með mosum, um hvers eldsuppkomu í Ölvesi lesa má í Kristindómssögu, þegar á Alþingi talað var um kristniboðan hér á landi. Með títt nefndu Þurrárhrauni aðskiljast Hjalla og Reykjakirkju sóknir.

Ölfus

Ölfus; Núpar – loftmynd.

Fyrir austan Valhnúk er strax Gnúpahnúkur, með miklum hömrum, nær því allt að Gnúpastíg, hver eð liggur fyrir ofan Gnúpatún upp á fjallið, brattur yfirferðar, og samtengist við almenningsveginn á sunnanverðri Hellisheiði, þar Hurðarásvötn heita.
Landnáma greinir, að Álfur (hvar af eg meina allt héraðið dragi sitt nafn og fyrrum er á vikið) hafi numið land í Ölvesi, kom skipi sínu inn Ölvesármynni, upp eftir Þorleifslæk, í Álfsós, og bjó að Gnúpum. Ós þessi liggur að austanverðu nær því við Þurrárhraun. En frá Álfsós og vestur að hrauninu og til Sandár (hver sín upptök hefur þar við heiðina og rennur í ósinn), þaðan undir Gnúpatún, er mýrlendi með keldum og litlum lækjum. En sú mýri nálægt fjallinu, er að austan og sunnanverðu undir Gnúpahnúk liggur, nefnist Gnúpabringur, torsóttar vegna foraðs yfirferðar.

Ölfus

Ölfus; Hveragerði- loftmynd.

Fyrir norðan Gnúpastíg og bæinn tekur til aftur fjallið með stórum. og háum hömrum, í hverjum er hellir, sem er arnanna híbýli árlega og ómögulegt er, að rannsakaður verði. En þar þessir háu hamrar minnka og fjallið lækkar, taka til Kambar. Undan Kömbum til suðurs, milli Varmár og Sandár, með litlum brúnum, liggur heiði, ei stórum grösug, heldur blásin, þó með nokkru lyngi. Nefnd heiði endast með mýrum að sunnanverðu, ei alllangt frá Álfsós. Með jaðri heiðar þessarar, við mýrlendið, standa sex jarðir, hver nálægt annari, er kallast almennilega Bæjaþorp. Engjatakmark eður slægjuland nefndra Bæjaþorpsjarða tekur til við túnin í suður eftir mýrunum, með fínum heykost [en þó beztum að norðanverðu á Álfsósbökkum]. Varmá hefur nú fyrir fáum árum brotið sér farveg um þessar mýrar og engjapláss, því spillandi, hvar um síðar skal um geta.
Næst fyrir sunnan Bæjaþorpsjarða lönd og engjar liggur Reykjaslægjuland, er í Reykjakirkjumáldögum kallast Kirkjuhólmar. Þessu næst með vestanverðum Varmár forna farveg, þó ei á sjálfum bökkunum, strekkir sig út Arnarbælisstaðar slægjuland, allt suður að staðar túninu og að austan við Þingholt.

Ölfus

Ölfus; Arnarbæli – loftmynd.

Arnarbælisstaður, á einum hól með öllum sínum hjáleigum og hjábýlum, stendur á Ölvesárbakka, hafandi vestur með árbakkanum slægjuland, allt að Hólmsósum [Þorleifslækjar mynni]. En að vestan verðu við lækjarósinn liggur Ósgerðishólmi, en fyrir vestan hólminn strekkir sig fram í Ölvesá Nauteyrarós. Þar liggja í grennd Nauteyrar, og er þetta allt Arnarbælis engjar, með miklu stargresi, að fráteknum Þorlákshafnar og Þorkelsgerðis engjaítökum, fyrir skipstöðu kemur. En vestar á Ölvesárbökkum liggja Lambeyrar og Lambeyrarós. Þessar eyrar heyra til Hrauni til litlra slægna, þó með [nokkrum] ítökum, er aðrar jarðir líka eiga. Þessar eyrar og greint engjapláss liggur undir Ölvesárflóði um stórstrauma. Fyrir vestan staðinn, í túninu, hefur býli verið, nú fyrir nokkrum árum í eyði, er Búlkhús var kallað. Þar var farmur tekinn af því skipi og öðrum fleirum, er Ögmundur biskup lét til Noregs sækja timbur á. Í útnorður og norður frá staðnum er mýrlendi með keldum og flóðum, allt að austanverðu á Þorleifslækjarbakka og að sunnan að Álfsós, hvert bæði er slegið og fyrir beitarland brúkað, og kallast allt þetta pláss Botnsmýri. Hér nefnt Arnarbælisland liggur nær því árlega um vetrartímann undir ís og snjó, hefur þar fyrir yfirgnæfanlegt stargresi um sumartímann.

Ölfus

Ölfus; Hellisheiði – loftmynd.

Fyrir austan áðurnefndar Bæjaþorpsjarðir, en vestan Varmá, liggur almennings vegur yfir fjallgarðinn á Suðurnes og í Kjalarnesþing, fyrst upp á Kamba áðurnefnda, síðan vestur yfir Hellisheiði, hver að austanverðu hefur mikla mosa, með mjög litlu grasi, allt þar til Þrívörður heita og heiðin sjálf meinast mið vera, en hennar vestri partur er víða með sléttum hellum af hraungrjóti, án gatna, nema þær hestanna járn hafa gjört og auðsjáanlegt er þeim athuga. Þessar sléttu hellur ná allt vestur að Biskupsvörðu. Fleiri vörður eru og við veginn hlaðnar til leiðarvísis. — Fyrir sunnan heiðarhraunið liggur áðurnefnd Hverahlíð með mosum og grasi. Upp á hlíðinni er hátt fell, mjög blásið, þó án hamra, er Skálafell nefnist, með vatnsstæði. Á þessu felli var skáli Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnáma manns, hvar af þetta fell hefur sitt nafn dregið, sem Landnáma ávíkur. Af þessu téðu felli er víðsýnt um Árnessýslu, Rangárþing item Vestmannaeyja og Gullbringusýslu.

Ölfus

Ölfus; Bolavellir – loftmynd.

Vestur af Hellisheiði liggur almennings vegurinn ofan Hellisskarð, vestur yfir Hvannavelli, um endilangt Svínahraun og á Bolavelli, þaðan fyrir sunnan Lyklafell og vestan til í Fóelluvötnum, síðan með þeirri á, er úr vötnunum rennur, allt á Fossvelli og að Tröll[a]börnum etc. Upp í hnúknum fyrir norðan fyrrnefnt Hellisskarð er sá stóri steinn einstakur, er Búasteinn kallast, við hvern stein varðist Búi Esjufóstri, sem saga hans tilvísar. Sama saga nefnir Hellisskarð Öxnaskarð, og mun þá hafa sitt nafn öðlazt af nautarekstrum Ölves innbyggara vestur yfir heiðina. — Á norðanverðum Hvannavöllum, er strax taka til fyrir neðan skarðið, stendur sælhús (ei langt frá veginum) so kallað, hverju allt til þessa tíma Ölves innbyggjarar hafa uppi haldið vegfarandi fólki harla nauðsynleg á vetrartímanum til innvistar. Er og lofsvert, að þetta sælhús ei niður falli. Fyrir sunnan Húsmúlann, er liggur í útsuður undan Hengilsfjallinu, en fyrir norðan Hellisskarð, liggja Sleggjubeinsdalir. Þar er náttstaður vesturleitarmanna úr Ölvesi, þá afréttinn á haustin leita. Í vestur og útnorður frá sælhúsi og með Húsmúlanum liggja miklir grasvellir, nefndir Norðurvellir, og strekkja sig út allt suður undir Svínahraun, nær því undir Bolavelli, en endast þó þar Uxabrekkur heita.

Ölfus

Ölfus; Hengill – loftmynd.

Inn með Hengilsfjallinu liggur dalur og fyrir norðan Húsmúlann, er Engidalur kallast. Úr honum rennur lítil á vestur eftir Norðurvöllunum, fyrir norðan Bolavelli en austan Lyklafell, og fellur síðan í Fóelluvötn. Ei alllangt frá Engidal eru almennar nautaréttir Ölvesinga og Kjalarnesþingsmanna, er árlega haldast þann þriðja dag Oktobris mánaðar, ef ei er helgur, annars næsta dag fyrir. Þessi fjallgarður brúkast almennilega fyrir nauta og hrossa afrétt. Skammt fyrir sunnan réttirnar, við Engidalsá, standa tveir klettar, sinn hvoru megin árinnar, og nefnist bilið á milli þeirra Þjófahlaup — er þó ei sannferðugt, hvar fyrir so kallast. Í austur frá Engidal, upp á Henglinum, stendur þúfa, er enn nú nefnist Strendurþúfa, þangað eiga Strendurmenn í Selvogi með frí lambarekstra árlega. Frá þessari þúfu í útsuður hallar fjallinu, með stórum giljum og brekkum, allt ofan í Hengladali, hverir eru so sem þrír, hvor austur af öðrum. Þessir dalir eru grasi uaxnir með valllendi og mýrlendi, hafa fyrir sunnan sig Skarðsmýrarfjöll, graslaus, og liggja að norðanverðu við Hellisheiðar hraunið. Undir þessum fjöllum og um Hengladali síðan vestur á Hellisskarð liggur vegur Grafningsmanna á Suðurnes, er kallast Milli hrauns og hlíðar.

Ölfus

Ölfus; Reykjadalur – loftmynd.

Úr Hengladölum renna margir smálækir, þar til í eitt saman koma, og so fram eftir dölunum vestur undir Hellisheiðarhraunið. Fyrir austan Skarðsmýrarfjöllin er kallaður Orustuhóll og þó fyrir vestan ána, er úr Hengladölum fram rennur. Þar undir hrauninu sjást enn í dag glögg merki til fjárrétta, er menn heyrt hafa brúkað hafi í fyrri tíð Ölves innbyggjarar og Suðurnesjamenn þá saman og til afréttarins hvorutveggja rekið höfðu, og hafi á milli þessara óeining komið, hvar af Orustuhóll mun nafn sitt draga.
Frá nefndum hól rennur áður téð á til landsuðurs og austurs með hrauninu en fyrir vestan og sunnan Smjörþýfi, hvert eð liggur norður með Svínahlíð og er so áfast við Hengladali. Þessi títtnefnd á kallast þá nálægist byggðina Kaldá. Þar á henni heitir Lambavað. Hún er sagt runnið hafi fyrr meir fram eftir Gnúpafjalli og ofan Vatnsskarð (sem hér fyrir framan er á minnst). Nefnd á, þar hún nú rennur í nokkrum gljúfrum, hefur hún fyrir sunnan sig Saurbæjarhraun so kallað, hvert liggur til norðurs frá Kömbum, en að norðanverðu liggur Árstaðafjall. Þar við ána í fjallinu er gat á berginu og kallast Raufarberg hvar með Reykjaland aðgreinist frá afréttinum. Þetta Árstaðafjall hefur upp á sér grösugan dal, er Fífudalur kallast. Fjallið er og sjálft allvíða grasi vaxið, með góðu haglendi. Í norður frá fjallinu heita Molddalir og þar nærri eru Hverakjálkar. En heiðin þar fyrir vestan, allt á Svínahlíð, er kölluð Bytra.

Ölfus

Ölfus; Grændalur – loftmynd.

Hér nefndir Hverakjálkar hafa í sér hveri með deigulmó og litlum læk, er rennur í austur, allt ofan í Reykjadal. Þessi dalur hefur mýrlendi og valllendi, mjög grösugur, með volgri á, sem orsakast af mörgum hverum, er víða í dalnum eru. Hér nefnd Reykjadalsá rennur í suður og ofan í Djúpagil so kallað, síðan í Kaldá.
Örnefni í þessum dal og kringum hann eru þessi sérlegustu: Klambragil, Fálkaklettar, Dalaskarð, Dalafell, Rjúpnabrekkur efri og neðri etc, Fyrir austan þessi örnefni liggur Grænsdalur, beitarland og slægna frá Reykjakoti, víða grasi vaxinn með valllendisbrekkum og mýri, einnig með hverum og mörgum smágiljum, er gjöra með sinni saman rennslu eina á eftir þessum miðjum dal, hver eð rennur til útsuðurs í þráttnefnda Kaldá. Örnefni í og kringum Grænsdal eru þessi helztu: Grænsdalseggjar, Þrengsli, Langamýri, Engjamúli, Nóngil, Vesturfossar, Ófærugil, Vestastaengi, Miðengi, Austastaengi, Kapladalur, Snókatorfa, Þvergil, Jarðföll, Brennisteinshver etc. En til austurs frá Grænsdal taka til Klóarmelar, aldeilis graslausir.

Ölfus

Ölfus; Sogn – loftmynd.

Plássið þar fyrir austan er selhagar frá Reykjum og það pláss kallað Reykjafjall, þó lágt liggi sem annar dalur. Þetta takmark er með grasi víða, so valllendi sem mýrum, gott til haglendis en undirlagt af snjóum á vetrartímanum, sem og einnig í sama máta fyrrskrifaðir dalir. Af mörgum smágiljum þar saman rennandi í eitt orðsakast ein lítil á, er Sauðá kallast, hver eð rennur til útsuðurs og allt í Kaldá. Í kringum og í þessu Reykjafjalli eru þessi minnilegust örnefni: Sökkatindur, Sauðatindar, Efri- og Neðri-Tindamýrar, Klóarmelahver, Klóarmýri, Kló, Klóarbugar, Votamýri, Kapladalur, Stóratorfa, Austurhvammar, Álútur, Hrossaflöt, Geldingadalur, Bolatjörn, Boli (so kallaður hver), Bolabrekkur, Nátthagi, Selhæð etc. etc. Þegar hér oftnefnd Kaldá með öðrum ám og lækjum, sem hér umgetur í hana renni, beygist og rennur rétt til suðurs fyrir neðan fjallgarðinn, þá er hún Varmá kölluð, og dregur sitt nafn af því varma vatni þar á allar síður. Í hana renna ei allfáir vellandi hveralækir, ásamt volgar vatnslindir, so og eru í árinnar sjálfrar farveg vellandi hverir, er sig auglýsa þá hún vatnslítil er. Í nefndri á er foss fyrir vestan túnið á Reykjum, sem net er í dregið en veiði þó alllítil af sjóbirtingi á öndverðum sumartíma.

Ölfus

Ölfus; Varmá – loftmynd.

Varmá hefur fyrir nokkrum árum runnið til suðurs allt í Ölvesá fyrir austan Arnarbælis stað, en nú hefur hún brotið sér farveg um miðjar engjar Bæjaþorpsjarða til vesturs, allt í Álfsós, berandi uppá kringum liggjandi mýrlendi aur, leir og sand, slægjulandinu til spillingar (sem áður er um getið). En sá forni farvegur er þurr orðinn.
Ei er gleymandi að skrifa nokkuð um það varma vatn og vellandi hveri, er nálægt Varmá liggja. Fyrir vestan Reykjafoss kallast Hveragerði. Í því plássi eru margir hverir, sumir með miklu djúpi og þó vellandi. Einn þessara liggur hérum einn faðm frá almenningsveginum, er liggur vestur Hellisheiði, og er með bergi að austanverðu, en sandmel annars staðar, hér við tveggja álna hátt að vatni, nær því kringlóttur og víður sem lítið hús. Hann er vellandi með smásuðu en ei stórkostlegri, mjög djúpur og dimmur að sjá. Á hér téðu hver keri hafa skilríkir og sannorðir menn (hverjir enn nú eru á lífi, og sumir sálaðir) séð, þá veginn hafa ferðazt, tvo fugla synda, að vexti sem litlar andir með fölsvörtum lit, og hvítum baugum, eður so sem hringum kringum augum. Þá þessir fuglar hafa um lítinn tíma synt á hvernum, hafa þeir sér í vatnið stungið og ei úr vatninu upp aftur komið, þó menn hafi nokkra stund þar dvalið, væntandi þeirra aftur komu. Hér um hafa allir, er þetta séð hafa, sama sagt.

Ölfus

Ölfus; hverasvæði við Reyki – loftmynd.

Annar hver í útsuður frá þessum, lítill vexti, spýtir upp úr sér vatni með miklum reyk þykkum og svælu hátt í loftið, þá veðrátta tekur til að ganga rosasöm, og það á öllum ársins tímum. En þegar þurrviðri, frost og úrkomulítið loft er, gefur hann ei frá sér nema vanalegan reyk, hvar af marka má veðráttufar, þeir eftir taka kunna. Örnefni þessi eru fyrir norðan Hveragerði og undir Kamba minnisstæðust: Sandskeiði, Hamarinn, Volgulækir, Völlurinn, Árhólmar etc.

Hveragerði

Hveragerði – Reykir; loftmynd.

Sá þriðji heitir Baðstofuhver, og liggur að austanverðu við Varmá, fyrir norðan Reykjafoss, með miklum undirgangi upp úr holu eður gjá, hér um tveggja faðma víður. Hann gýs hátt upp í loftið um lítinn tíma vellandi vatni með reyk og svælu stórkostlegri, so furða er að líta. Þegar hverinn er að spýta og frá sér gefa vatnið, þá rennur lækur þaðan fram í ána. Þá so þetta hefur litla stund varað, sýgur gjáin allt gjörvalt vatnið í sig aftur, so illa nóg sést til þess, þar til í nefndri gjá vatnið aftur vex, og gýs so með sama hætti og hér er áður um talað. Ei mun þessi hver minna gjósa með stórstraum við sjóinn, heldur meira.

Hveragerði

Hveragerði – Grýla 1973.

Fjórði hver er upp undir fjallinu, fyrir ofan Reykjatún, nefndur Geysir, hvers ógnarlega hljóð, nú fyrir nokkrum árum, skriða úr fjallinu með sínu hlaupi hefur stillt. Hjá þessum hver og líka annars staðar er að finna álún og marglitaðan, feitan deigulmó.

Hveragerði

Hveragerði – Hverasvæðið.

Fimmti er fyrir vestan Reykjatún, hér um þriggja álna víður í kring, vellandi með hreinu vatni, hver í sig sígur tuttugu álna langt vaðmál rétt til enda og sendir það so aftur upp í einum böggli, þá hann gýs. Ei má því sleppa, því þá er óvíst, hvort aftur næst. Margir aðrir hverir eru og nálægt Reykjum og Reykjaseli (og víða um þeirrar jarðar land), hvar mat má á kokka, einnig lita vaðmál, eður hvað annað þesskonar til þarfinda að brúka þörf gjörist. Járnpottar eru hentugastir hér til, en eirkatlar foreyðast fljótara en yfir eldi. Allur sá þeirra partur, er upp úr hverunum stendur, gatbrennur, en botninn bilar trauðlega. Sé lagt í þessa hveralæki, eður þeirra úrrenslur, ógyllt silfur, þá kemur á það roði, sem strax af strýkst. Sé ull eður önnur þesskonar lin materia lögð í þessa hveralæki, verður hún með langsemi að steini, eður hörðum mó, þó með sama formi og hluturinn þangað lagður er í fyrstu. Sumir smáhverir eru og þeir, sem spýta deigulmó so þykkum sem graut. Hveravatn þrálega drukkið meina menn sé þeim mönnum gott, er brjóstveikir eru.

Ölfus

Ölfus; Grafningur – loftmynd.

Fyrir landsunnan og austan Reykjatún er kallað Stórkonugil. Síðan er mýrlendi allt til Vallnamúla, þar er með fjallinu er Skjólklettur nefndur. Sérlegustu örnefni á Reykjafjalli, er liggur til austurs allt til byggðar í Grafningi, teljast þessi: Efjumýrar (í hverjum er landamerkjaþúfa milli Reykja og Grafningsjarða), Geldingadalseggjar, Lambhagi, Húsatorfur, Stekkjardalur, Sognsbotnar, Sognin, Klyptartungur, Sognssel, Selás, Kringluvatnsdalur, Hlíðarfjall, Hálsfjall etc. Að austanverðu við Varmárfarveg þann forna liggja bæir í röð, með sínum hjáleigum, suður eftir miðri sveitinni, fimm að tölu, allt að Ölvesá. Í þessari tölu er Reykjakirkju jörð, Vellir, hvar Reykjakirkja stóð í þrjátíu ár og nú sjást enn glögg merki til tóttar, kirkjugarðs og leiða framliðinna manna. En að Völlum var kirkjan flutt þangað (eftir því sem sannorðir menn sagt hafa) að hver hafði upp komið innan kirkju á Reykjum, en biskupinn, herra Oddur Einarsson, befalaði Álfi Gíslasyni líttnefnda kirkju til Reykja aftur að flytja, hvar hún hefur síðan staðið.

Ölfus

Ölfus; Glúfurá – loftmynd.

Örnefni fyrir ofan og austan Velli eru þessi: Torfeyri, Músarhólar, Krossklettar, Vallnamúli, Vallnagil, Sognseinbúi, Rauðilækur, Hellnaholt. — Austur með fjallshlíðinni liggja og þrír bæir, beggja megin þess vegar, er Grafningsháls kallast og aðskilur frá öðrum fjöllum að norðan verðu Ingólfsfell, þar nálægt liggjandi. Milli þessara bæja hlaupa fram í sveitina ár tvær litlar. Kallast sú vestri bæði Gljúfursá, einnig Gljúfrarholtsá, og svo líka Sandá. En sú eystri Hvammsá og líka Bakkarholtsá. Þessar báðar strekkja sig út til útsuðursáttar og komast so loksins í þann forna Varmárfarveg og þaðan í Ölvesá, milli Arnarbælis og Auðsholts. Hvammsá aðgreinir með fjallbyggðinni Reykja- og Arnarbæliskirkjusóknir. Ei alllangt frá þessari á, undir Ingólfsfelli, eru almennilegar sauðaréttir Ölvesinga á hverju ári haldnar þann 21. dag septembrismánaðar, ef sá dagur, eður sá fjallleitina á ber, er ei löghelgur. Annars eru réttirnar haldnar eftir hreppstjóra ráði og tilsögn.
Fyrir framan Ingólfsfell og með því að sunnan og austanverðu og allt að Ölvesá liggur byggðin, hvar eð skiptast að austan undir miðju fjallinu Arnarbælis og Úlfljótsvatns kirkjusóknir. Mesti partur þessara jarða landa, eður búfjárhagar (er fyrir austan Varmár gamla farveg liggja) er mýrlendi með holtum, með heyskap ei mjög miklum og kostalitlum einkum á þeim jörðum, er ei eiga engi á Varmárbökkum, hvar betri heykostur er.

Ingólfsfjall

Gengið á Ingólfsfjall.

Minnilegust örnefni um þetta pláss allt reiknast þessi hér: Eskholt, Hvammslambhagi, Hólstaðir, Gálgaklettar (hvar að stórbrotamönnum er réttað), Márstígur, Auðholtsskygnir, Völur, Kögunarhóll etc. Þessu næst er að geta Ingólfsfells. Það liggur til norðurs og suðurs í hreppnum, ei alllangt frá því vafnsfalli, er Sog nefnist og fyrir austan fjallið rennur. Þetta fjall hefur hamra og eggjar allt um kring, háfar og miklar að sínum þremur köntum, að vestan, sunnan og austan, en að norðanverðu er það með stórskörðum og giljum. Það er mjög graslítið, svo upp á því, fyrir ofan hamrana, sem neðan. Þar fjallið er hæst, þó nokkuð norðar en á því miðju, er haugur Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámamanns, mældur við jarðveginn tvö hundruð faðmar í kring, nú graslaus með stórum hellum og mel, sums staðar mosavaxinn. Haugurinn sést á allar síður á fjallinu, nema að norðan. Magister Brynjólfur Sveinsson reið þangað eitt sinn norðan á fjallið að skoða hauginn, hvorn hann lét þá mæla. — Örnefni þessi eru á Ingólfsfelli svo kölluð: Kagi, Kagagil, Leirdalur, Dagmálagil, Hólstaðagil, Tannastaðadalir, Alviðrueggjar, Djúpidalur etc. í landnorður undan Ingólfsfelli og upp með Soginu eru mýrar, þar til byggðin í þeim kjálka sveitarinnar til tekur, er Grafningur kallast. En í vestur yfir Álftavatn og fyrir norðan Ingólfsfjall liggur vegur fram Grafningshálsinn og í Ölvesið, Á þeim vegi nefnast þessi örnefni: Djúpigrafningur, Æðargil, Bjarnarfell, Kaldbak etc.

Ölfus

Ölfus að Grímsnes- og Grafningshreppi.

Fyrir sunnan Tungá (en í Landnámu kallað er Þverá) eru fjórar jarðir með graslendi góðu, lyngi vaxið, en fyrir ofan eður norðan ána er Bíldfellsfjall lyngi og skógi vaxið, sem og góðir hagar á vetur. Þar norður með vatninu er kallað Land, allt þar til tekur Úlfljótsvatns slægjuland, kallað Dælar. Síðan tekur til (Úfljótsvatnsfjall og fyrir austan það Dráttarhlíð, svo kölluð vegna þess á því plássi er net dregið til silungs veiði. Það er slægjupláss frá Úlfljótsvatni með svo góðum heykosti sem töðu. Upp á þessari hlíð eru þrír fornmannahaugar, hver skammt frá öðrum, grasi vaxnir, þar menn segja í séu heygðir þeir fyrri menn á haugaldartíð, er þessar jarðir, Úlfljótsvatn, Villingavatn og Ölversvatn hafa sitt nafn af dregið. Norðan til í hlíðarberginu er stór hellir, kallaður Skinnhúfuhellir. Haglendi þessara jarða er gott með lyngi, viði og góðu grasi víða vaxið og ei stórlega blásið. Lítil á rennur að vestan úr fjallinu fyrir sunnan Ölversvatnstún og austur í Þingvallavatn. Slægjuland þessarar jarðar er fyrir austan bæinn. Vestan bæinn í túninu er kallað Grímkelsgerði og þar er leiði Grímkels goða Bjarnarsonar, 15 álna langt.

Kattartjarnir

Kattartjarnir.

Örnefni nálægt Ölversvatni: Lambhagi, Álftalautir, Stigadalur, Líkatjörn, Líkatjarnarháls etc. Norður betur með vatninu skerst inn vík, kölluð Hagavík. Þar enn til norðurs Hagavíkurhraun, nú með litlum skógi. Örnefni þar nálægt: Sandfell, Leirdalur, Lómatjörn, Lómatjarnarháls, Ölversvatnsvellir, Hvíthlíð (Reykjakirkju skógarítak), Stangarháls (Arnarbæliskirkju skógarítak), Rauðhóll, Grámelur etc. Þessu næst er að minnast örnefna, er fjallgarðinum til heyra, þó byggðalönd séu Grafningsjarða og kallast so þau nafnfrægustu: Háafell, Dagmálafjall, Súlufell, Kyllisfell, Stapafell, Mælifell, Krossfjöll, Hrómundartindur Villingavatns-Seljadalur, Laxárdalur, Stóri- og Litli-, Smjördalur, Úlfljótsvatnsbotnar, Villingavatns-Seljabotnar, Álftartjarnir, Kattartjarnir, Djáknapollur, Mælifellsflatir, Lakar, Ölkelduháls, Brúnkollublettur.) Raufarberg sem er landamerki milli Ölversvatns og Reykja, Þverárdalur, Söðlahóll, Kýrgil með hverum og hömrum og liggur undan Henglinum að sunnanverðu.

Grafningur

Ölfusvatnslaugar.

Þar norður með Hengisfjallinu eru kallaðar Ölversvatnslaugar. Þar fyrir norðan Nesjalaugar. Frá þeim til austurs eru Nesjavellir, slægjuland frá Nesjum. — Það þráttnefnda fjall Hengill er stórt og hátt og liggur til austurs og vesturs, að ofanverðu blásið með mosum, en til hliðanna, einkum að sunnan og austanverðu, með grasbrekkum. En á vestri síðuna hefur það stórgil og hamra. Það er kallaður Vörðuskeggi þar fjallið er hæst, að austan. Þaðan segja menn að sjáist glögglega hver ein vík og annes á Þingvallavatni, en ei af öðrum fjöllum. Þetta fjall með kringum liggjandi á allar síður fellum, hálsum, ásamt dölum og völlum, er afrétt Ölvesinga fyrir sauðfé, naut og einnig hross. Þennan afrétt munu og Suðurnesjamenn brúkað hafa í fyrri tíð, er hér að framan um getur.

Marardalur

Marardalur.

Örnefni fyrir vestan og norðan Hengilinn þessi: Marardalur, Grashólar, Skublungar, Dýrunsfjöll, Folaldadalir, Vegghamrar, Rauðuflög etc. í austur og landnorður undan Henglinum er Jórutindur, er so nefnist af Jórunni, er trylltist á Flóamanna hestaþingi og Ólafur konungur lét vinna, sem um getur í söguþætti hennar. Fyrir neðan tindinn tekur til Jórukleif og eftir kleifinni kallast Jórugil, er liggur í Þingvallavatn. Þetta pláss er skógi vaxið og kallast Nesjaskógur. í suður frá Jórutind er nefnd Hjallatorfa, Hjallakirkju skógarítak, nú mjög gagnlítið. Jórukleif hefur að norðanverðu hamra, en fram við Þingvallavatn liggur vegur til Alþingis Ölvesinga. Um þessarar kleifar nyrðri síðu aðskiljast Ölves eður Grafnings jarða lönd og Þingvallahreppsins.

Þingvallavatn

Þingvallavatn.

Þingvallavatn er það stærsta stöðuvatn á þessu landi. Í því er silungur, hver í kringum það veiðist með lagnetum og krækifærum á bátum, einnig á ísum á vetrardaginn. Út í því liggja eyjar tvær. Önnur kölluð Nesjaey, há sem lítill hóll, með litlu grasi en varpi engu. Hún heyrir til Nesjum. Hin eyjan, sú eystri, kallast Sandey, so sem lítið fell, sums staðar grasi vaxin en í sumum stöðum blásin. Hún hefur varp nokkurt af svartbak. Þessi heyrir til Ölversvatni. Hestaganga er þar góð fyrir fáeina á vetrartímanum, þá vatnið er ísi þakið og hefur hestheldan ís. Það er almennilega haldið, að vatnið frá Ölversvatni og norður í Sandey svari að lengd sem tveimur vikum sjávar, og úr eynni jafnlangt til Þingvalla. Milli eyja þessara er lítill hólmi, sem elftur verpa í.

Grafningur

Úlfljótsvatn fyrrum.

Í útsuður frá Sandey hafa sannorðir menn séð í hlýju morgunveðri reyk eður blástur upp úr vatninu um lítinn tíma, líkastan stórfiska blæstri.
Fyrir norðan áðurnefnda Dráttarhlíð, skerst fram úr Þingvallavatni það mikla vatnsfall Sog, er sitt nafn tekur af þess súg eður hastugri rennslu fyrir hlíðartaglið. Anno 1632 þornaði þetta Sog upp, so silungar voru á þurru úr því teknir. Þegar nú þetta Sog linar sinn straum, strekkir það sig út í eitt ei alllítið vatn, er nefnist Úlfljótsvatn, sem með silung er jafnan, og dráttarnet með bát brúkast þar á sumrum. Upp úr þessu vatni, þá vorar að, rekur í kringum það hrönn með smá punga, hvar úr menn hyggja það mý koma, er við nefnt vatn á sumrin, þá hitar og vætuhæg veðrátta gengur, er so þykkt í loftinu, að varla sést til sólar í heiðríku veðri.
Í miðju þessu vatni er ein ey, kölluð Hrútey, með mjög litlu varpi, hafandi hvannir, er tíðum slegin. En sunnan til í nefndu vatni eru tvö eylönd. Nefnist önnur eyjan Flatey, og heyrir til Úlfljótsvatni, með góðu grasi og hvönnum, en hin kallast Brúarey, með viðlíkum hætti og Flatey. Í nefndar þessar eyjar verður að fara á skipi, sem og milli þeirra, þó ei langt sé. Brúarey heyrir til Efri-Brú í Grímsnesi.

Sogið

Sogið.

Þegar Sogið úr vatninu tekur til aftur, kemur stór foss, nefndur Ljósifoss. Þar fyrir neðan er annar, kallast Ýrufoss. Þar eftir liggja hólmar í Soginu, í hverja reitt er að vestanverðu, hvar vex einir og ber á, sem og annað lyng. Fyrir sunnan nefnda hólma er sá þriðji foss, er Kistufoss heitir. Undir þann foss fer selur, en ei lengra. Eftir þetta hleypur Sogið fram með byggðinni Grafningsins að austanverðu, allt að Tunguármynni. Þar er ferjustaðurinn yfir Sogið. Síðan koma enn nokkrir smáhólmar, er Torfastaðahólmar eru kallaðir, með varpi nokkru. Þar brúkast og ferjustaður frá Torfastöðum. Fyrir sunnan téða hólma slær Sogið sér út og breikkar, so lítill straumur verður í því, með sléttum sandi á botninum. Þar er vað, sem oftast nær brúkast árið um kring, nema þá stærstu vatnavextir eru.
Þetta vatn kallast Álftavatn. Sunnarlega í því er hólmi stór með bergi í kring, hvar arnir verpa tíðum. Þegar Álftavatn tekur að mjókka er enn kallað Sog, hvort rennur enn til suðurs að austan verðu við Ingólfsfjall (á móti Alviðru er og líka ferja höfð) og allt í Hvítá.

Sogið

Sogið.

Títt nefnt Sog aðskilur Grafning frá Grímsnesi. Þegar í einn farveg er komið Sogið og Hvítá, þá nefnist og kallast vatnsfallið til samans Ölvesá, hver móða rennur til útsuðurs og aðgreinir Hraungerðinga og Kaldnesinga hreppa frá Ölvesi. Fyrir framan ármótin eru smáhólmar með varpi litlu. Síðan er Laugardælaferja. Í ánni fyrir útsunnan ferjustaðinn er eyland, er Laugardælastað tilheyrir.
Fyrir norðan Selfosstún eru þrír klettar fyrir ofan hávaðana, en þó langt á milli þeirra, er í ánni standa. Þessir steinar kallast Meyjarhlaup, hvar yfir um fór Jórunn af hestaþingi í Flóa, þá trylltist, og lagðist þar eftir í Jórutind, sem hér er áður á minnst. Hún ein hefur gengið á stíflu yfir Ölvesá, þá ófrosin verið hefur. Fyrir neðan nefnda háfaða kemur vík, kölluð Fossvík. Þar fyrir vestan er einn ferjustaður, kallaður Kotferja. Þar Ölvesá rennur fyrir vestan Kaldaðarnes er ey í ánni með æðarfuglsvarpi, er þangað heyrir, til gagnsmuna. En þegar nefnt vatnsfall tekur að útstrekkjast, hefur það eyrar með stórum og djúpum álum og mikilli víðáttu vestur undir Hamarenda. Arnarbælisstað tilheyra þrjú eylönd, er að vestanverðu liggja í ánni og slegnar eru, er so nefnast: Garðey, Hrútey, Lambey.

Ölfus

Ölfus; Selfoss – loftmynd.

Fyrir sunnan Hamarenda tekur árinnar breidd að mjókka, so hún fellur í eitt, án eyra og grynninga, og til landsuðurs. Þar er ferjustaður, sem í Óseyri kallast. Þar verður að sæta sjávarföllum til flutnings og er ærið langt sund. Á þessum ferjustað, sem öðrum öllum í Árnessýslu, er á Alþingi ályktuð ein alin í ferjutoll undir mann og hest, til og frá, item sama gjald er undir klyfjaðan hest hvern. En þegar kúgildi eitt er flutt, þá er fimm álna ferjutollur fyrir það. Þessari Óseyrarferju halda uppi búendur í Ferjunesi (sem Landnáma kallar Framnes), og meðtaka ferjutollana. Þar verða að brúkast á ánni tvö skip í senn um sumartímann, vegna fólksfjölda. Ei alllangt fyrir framan ferjustaðinn fellur áin í sjó, þó í tveimur kvíslum, önnur til austurs með landinu, en hin vestur með Skeiðinu. En vegna þess Hásteinar liggja rétt í miðju gapi árinnar, þá orsakast þessi yatnsins sundurskipti. Hásteinar er stórgrýti, þurt um fjöruna, en um flóð í kafi og brýtur á sem boða öðrum. Fyrir vestan Hásteina er kallað Hásteinasund, sem með farmaskip er inn róið. Mikill fjöldi af sel er í árinnar mynni, sem og í henni sjálfri. Silungsveiði með báti og dráttarneti brúkast í Óseyri frá Hrauni í Ölvesi, um sumartímann, og er það sjóbirtingur, sem þar næst. Nú eru hér upp talin flest öll byggðarlög, landspláss og örnefni í Ölvessveit, er nú kallast á þessum tíðum.
NB. Á Reykjum í Ölvesi hefur í fyrri tíð búið Gissur jarl og Oddur Gottskálksson lögmaður (þar út lögð píningar historian og um Jerúsalems eyðileggingu A- 1545).

Laufdælingavegur

Laufdælingavegur.

Þessi eru haldin sýslumót milli Árnessýslu og Kjalarnesþings, fyrst er Vilborgarkelda, er liggur á Mosfellsheiði, fyrir vestan Heiðarbæ. Þaðan ræður Laufdælingastígur í vestur liggjandi eftir heiðinni allt í nyrðri Lyklafellsenda. Síðan í þann einstaka stein, er stendur við Hellisheiðarveginn á melnum fyrir sunnan Lyklafell, er kallast Sýslusteinn. Þaðan í það stóra bjarg, er liggur við veginn í Ólafsskarði. Síðan sjónhending í Hvítskeggshvamm, fyrir sunnan Geitahlíð, milli Herdísarvíkur og Krýsuvíkur.
Anno 1703 voru og töldust búendur í Ölvesi, er tíund gjörðu frá níu hundruðum og þaðan af frekara seytján; en frá fjórum hundruðum til tíu hundraða þrjátíu og einn. En þeir minna tíunda en fjögur hundruð eru fimmtíu og einn.
Reiknast lausafjártíundir allar í Ölvesi á ofanskrifuðu ári fimm hundruð hundraða, sjötíu og átta hundruð betur. Tala heimilisfastra manna, ríkra og óríkra, á sama hér téðu ári, í þrátt nefndum hrepp, er fimm hundruð sjötíu og sex menn, en fátækir umferðamenn sveitarinnar teljast þrjátíu og einn. Summa alls fólksins fimm hundruð tíutíu og sjö menn.“

Heimild:
-Andvari, 1. tbl. 01.91.1936, Lýsing Ölveshrepps 1703 – Hálfdán Jónsson, bls. 57-78.

Sýslusteinn

Sýslusteinn suðaustan Lyklafells.

Skógarkotshellir
Eins og fram hefur komið í öðrum lýsingum af Skógarkotshelli, öðru nafni Hallshelli, þótti fundur hans sérstaklega merkilegur á sínum tíma – skömmu eftir aldarmótin 1900. Hafa ber í huga að þá voru einungis örfáir hraunhellar þekktir hér á landi. Hefur fundur sem þessi því verið verulega í frásögu færandi, einkum staðsetningin – enda vakti hann mikla athygli – um tíma að minnsta kosti.

Hallshellir

Björn Hróarsson, höfundur stórvirkisins „Íslenskur hellar“, sagði einhverju sinni að grein Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings í Tímanum á áttunda áratug aldarinnar hafi vakið athygli vegna þess þá hafi hann talið upp nálægt 15 þekkta hraunhella hér á landi. Taldi Kristján þá að þeir hlytu að vera miklu mun fleiri. Á fyrstu árum þessarar aldar hefðu síðan fundist jafnmargir hraunhellar á Íslandi og þekktir höfðu verið allt fram að þeim tíma. Segir það nokkuð um að ekki hafi verið leitað skipulega og markvisst að hraunhellum hér á landi því ætla mætti að þá myndi fjöldi þeirra margfaldast á skömmum tíma. Ísland er virkt eldfjallaland og í slíkum löndum fyrirfinnast að jafnaði hundruðir hraunhella.

Segja má Íslendingum hafi að nokkru leyti verið vorkunn; bæði vegna þess að ljósfæri í ferðalögum skorti og auk þess voru þeir yfirleitt ekki að leita eftir hraunrásum, enda óþekkt sem sérstök fyrirbæri.
Skógarkotshellir hefur einungis verið til í vitund örfárra manna síðustu áratugina. Björn Th. Björnsson taldi t.a.m. að hellirinn hefði lokast þegar hann skrifaði Þingvallabókina sína. Ástæðan er fyrst og fremst sú að mjög erfitt er að finna opið, jafnvel þótt vel sé leitað. Það er ekki fyrr en staðið er á jaðri þess að það verður barið augum. Og ekki hefur hjálpað til að „nákvæmustu“ lýsingarnar á staðsetningu hans gefa villandi mynd af því var á að leita.
Þegar FERLIR byrjaði að leita að Hallshelli eða Skógarkotshelli var eftirfarandi helstu vísbendingarnar: „Um er að ræða lítinn helli með merkilegum hraunmyndunum, en hellirinn er nefndur eftir enska rithöfundnum Hall Caine. Það var hins vegar smali frá Skógarkoti, Rássem fann hellinn suðvestan í Hellishól. Hellirinn er í litlum hól skammt vestan við Veiðigötuna þar sem fyrst sést heim að Skógarkoti er gengið er upp frá vatninu. Á hólnum er vörðubrot; Hellisvarða. Opið er undir vörðunni. Um er að ræða fremur lítið gat mót suðri, brekku innan við það og hraunbólu neðra. Hellirinn er sérstakur fyrir súlumyndun og þrönga ganga eða rásir, sem enn hafa ekki verið fullkannaðar. Venjulega grær fyrir opið þegar líða tekur á sumarið.“ FERLIR kom að opinu, en vegna bleytu og moldar við innganginn var innganga ekki fýsileg í það sinnið. Látið var nægja að staðsetja hellinn með það að markmiði að gaumgæfa hann síðar.
Í örnefnalýsingu fyrir Þingvallahraunið segir m.a. um Skógarkotshelli: „Vestur að Hrútabrekkum, að Sauðasteinum, heitir Hrútabrekkuskógur. Skammt fyrir ofan Sauðasteina, vestan við Veiðigötu, þar sem fyrst sjezt heim að Skógarkoti, þegar gatan er farin, er lítill hóll með smá vörðubroti; hún heitir Hellisvarða. Þar undir er hinn frægi Hallshellir, sem um nokkur ár dró að sjer athygli Opið - innan fráfjölda fólks, og skal nú skýrt frá, hvernig hann fjekk frægð sína.
Sumarið 1902 var sá, er þetta ritar, vinnumaður í Skógarkoti hjá Hannesi bónda Guðmundssyni. Þá var þar einnig drengur, sem heitir Kristján Schram og nú hefur í mörg ár verið starfsmaður hjá Gasstöðinni í Reykjavík. Eitt sinn, er við komum úr veiðiför neðan af vatni, hvíldum við okkur í laut þeirri, sem er norðan við hólinn; fundum við þar litla holu, sem var að mestu lokuð af jarðvegi og lyngi. Þegar við rifum þar til, komum við niður í helli, auðvitað „fullan af myrkri.“ Síðar fórum við þangað með ljós og sáum, að hellirinn var talsvert stór, og garður hlaðinn um hann þveran; fyrir innan garðinn er hann svo lágur, að skríða verður á fjórum fótum.
Næsta sumar, 1903, var á ferð á Þingvöllum enski rithöfundurinn Hall Caine. Hann hafði heyrt talað um helli þennan, skoðar hann og þykist finna eitthvað merkilegt við hann, sem hvorki hann sjálfur eða aðrir vissu hvað var. Byrgi refaskyttu í ÞingvallahrauniSvo var hellinum gefið nafn hans, og hann kallaður Hallshellir, og verður nú frægur mjög. Þyrpist þangað múgur og margmenni, sem allt verður vonsvikið á merkilegheitunum, sem von var, en gaf bóndanum í Skógarkoti góðan skilding, því að allir þurftu á fylgd að halda, og kostaði hún krónu í hvert skipti. Dýrð þessi mun hafa staðið eitt eða tvö sumur; svo fjaraði þessi heimska út, eins og fleiri, og er Hallshellir nú fyrir löngu fallinn í þá fyrri gleymsku.“
Þegar framangreint er skoðað má með sanni segja að frá hellinum „sést heim að Skógarkoti“. Ekkert „vörðubrot“ er þó greinanlegt (þó gæti hafa gróið yfir það eða verið fjarlægt). Opið er „norðan í Hellishól“, en ekki „mót suðri“. Hóllinn er ekki „lítill“, heldur lágur líkt og aðrir hraunhólar á svæðinu. „Hraunsúla“ er ekki í hellinum heldur er hægt að ganga í hring í honum. Þá er rétt að opið er „vestan Veiðigötu“, en lengi má leita í vestur til að finna staðsetninguna.
Garður í HrauntúniBesta vísbendingin að hellisopinu var þessa einfalda viðmiðun, sem FERLIR gróf upp (höfundur ókunnur): „Veiðistígur að 3/4 gengnum úr suðri, vestan 10, landlág hamrabrún mót N, opið er það nuðri.“ Hér varð röng stafsetningin einfaldlega að leiðréttingu þess sem þekktist og hjálpaði til við lausnina. Með hana að leiðarljósi var gengið að opinu, eins og fyrr er lýst.
Í þessari FERLIRsferð var ætlunin að verja svolitlum tíma til að skoða Skógarkotshellinn, þennan fyrrum merkilega hraunhelli. Opið er undir lágri bergbrún á lágum hraunhól. Gengið er niður í hellinn. Þegar inn er komið er gengið til hægri og síðan til vinstri. Þá er komið niður á slétt hellisgólfið. Mold er í botninum fremst. Þegar gengið er niður frá opinu þarf að hokra um stund, en niðri á gólfinu er hægt að standa upprétt/ur – og vel það. Hellisrásin er rúmlega mannhæðar há og um 7 m breið. Innar er fyrirhleðsla. Ljóst er að framhluti rásarinnar hefur verið notað sem fjárskjól fyrrum. Þegar farið er yfir fyrirhleðsluna má sjá rásir í tvær áttir. Sú til vinstri Gæsir yfir Hrauntúniskiptist síðan í tvennt. Vinstri rás hennar liggur í boga upp með „súlunni“ og kemur inn í aðra rás ofar. Þegar farið er til baka og skoðað í þá rás sést lega hennar betur. Rás liggur enn til vinstri, ókönnuð. Allt framhald á nefndum rásum lækkar framundan og er því enn ókannað – líkt og var í upphafi aldarinnar.
Ekki er að sjá merkilegar hraunmyndanir í meginrásinni, en með betri ljósabúnaði mætti eflaust finna eitthvað áhugavert.
Skógarkotshellir, sem er (enn skoðaður) um 80 m langur, er fyrst og fremst merkilegur fyrir hversu merkilegur hann varð eftir að hann fannst, að hann hafi að hluta til verið nýttur sem fjárskjól og að þar megi finna mannvistarleifar, auk þess sem mikilvægt er að tilvist hans liggi ljós fyrir til lengri framtíðar – líkt og aðrar minjar í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Sem dæmi um óskráðar minjar á því svæði má nefna skotbyrgi refaskyttu sunnan Gaphæða o.fl. o.fl. Þegar gengið var um minjar Hrauntúnsins; garða og hús, með tandurhreint Hleðsla í Skógarkotshelliútsýni til allra átta, mátti vel ímynda sér síðdegisdýrðina þarna fyrrum. Við slíkar aðstæður virðast hin veraldlegu gæði skipta svo afskaplega litlu máli.
Í bókinni „Þingvellir“ segir Björn Th. að Jón Stefánsson. leiðsögumaður, hafi skrifað grein um Hallshelli í Ísafold í september 1903, réttri viku eftir að þeir Hall Caine, dr. Björn M. Olsen og hann sjálfur höfðu mælt og kannað allan hellinn. „Hellismunninn er 12 fet að þvermálim en lágur og sést ógreinilega, því hríslur byrgja hann að nokkru leyti.“ Hann segir að aðalhellirinn sé 178 feta langur og 55 fet á breidd (52.69×16.28m), þar sem hann sé breiðastur, en „göng í hellinum séu að minnsta kosti 500 fet á lengd alls“, (þ.e. 148 metrar). „Fyrir innan hellismunnann er bergstöpull, mjög stór um sig, og liggja frá honum á þrem stöðum hlaðnir grjótgarðar út að veggjunum; er það auðsjáanleg mannvirki. Lengsti garðurinn er 33 fet á lengd, annar 26 og hinn þriðji 7 fet; hæð þeirra er hér um bl 3-4 fet.“
Þá kemur að þeirri stóru spurningu; til hvers var hellir þessir notaður?
Hleðsla í SkógarkotshelliFjárhellir var hann ekki, segir dr. Jón, því „hvorki fannst nein skán á hellisgólfinu né heldur getur fé komist yfir garðana. Eigi fundust heldur nein merki þess, að útilegumenn eða skógarmenn hafi búið þar að staðaldri“. Og fer þá að vandast getan. „Dr. Björn M. Olsen getur þess til, að sveitamenn hafi gert sér þar vígi, er þeir gætu horfið í þegar á þyrfti að halda. Á einum stað í hellinum eru dropasteinar. Hanga þeir niður úr loftinu. „Hér skal ekki spáð í þennan leyndardóm, enda hefur höfundur þessara orða, þ.e. Björn TH., ekki getað fundið hellismunnann, fremur en óvinir þeirra Skógarkotsmanna voru líklegir til þess að gera, og koma þá hinir miklu grjóthlöðnu garðar fyrir lítið.“
Hér að framan eru getgátur óþarflega margar. Innan við opið er mold á gólfi, en engin innan við garðana. Heilir dropsteinar í loftum benda til lítilla mannaferða því þarna er lágt til lofts og ljóslitlir menn hefðu verið fljótir að brjóta þá með höfðum sínum. Öðrum opum er ekki til að dreifa og ekki virðast garðanir hafa þjónað öðru hlutverki en að hindra fé að fara lengra inn í rásirnar en ratljóst var frá opinu. Allt bendir því til að Skógarkotshellir hafi verið fyrrum fjárhellir, enda voru „fjárhellar frá öllum bæjum í Þingvallahrauni, og notaðir allt fram að lokum búskapar þar, en sauðatað myndar með tímanum samband, við annan gróður, svo sem enn má sjá víða í Þingvallahellum.“
Loks var litið á leifar Grímastaða undir Grímagil. Þar má sjá tófta- og garðbrot. Ætlunin er að skoða svæðið betur við tækifæri. Ekki er ólíklegt að þær leynist og leifar selstöðu.
Frábært veður. Gangan og vettvangsskoðunin tók 1 klst og 1 mín.

Skógarkot

Skógarkot.

Óttarsstaðaborg

Fjórar götur lágu út frá eða nálægt Óttarsstöðum í Hraunum. Nyrst var sjávargatan ofan strandar áleiðis að Lónakoti, Skógargatan (Óttarstaðaselsstígur) lá til suðurs að Óttarsstaðaseli og Fjárborgargatan lá til suðausturs upp að Fjárborginni vestan við Smalaskálahæð. Fjórða gatan, Hraunagatan (Hraunavegur, studdum nefndur Óttarstaðavegur) lá svo frá Straumi áleiðis vestur að Hvassahrauni, ofan Óttarsstaða og Lónakots. Enn ofar var svo Alfaraleiðin milli Innnesja og Útnesja.
Óttarsstaðir vestriAð þessu sinni var skoðuð Hraunagatan ofan Óttarsstaða og Fjárborgargatan, en síðarnefnda gatan þverar þá fyrrnefndu skammt norðan við Jakobshæð.
Í örnefnalýsingum fyrir Óttarsstaði og Straum er getið um þessar götur. Í lýsingu fyrir Straum segir: „[Gata liggur] suðvestan við Straumstúnið, upp á Gunnarsskarð, framhjá Lambhúsgerði, vestur um Karstensvörðu, sem var í Óttarsstaðalandi, en hefur nú verið rifin. Hraunagata eða Hraunavegur og Óttarsstaðavegur voru einnig nöfn á þessari leið um Hraun.“
StekkurÍ lýsingu Óttarsstaða segir um Fjárborgargötuna og Skógargötuna: „Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshliði upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklif. Skammt austur af því, á sömu hæðinni, er Eystraklif. Þar lá gatan frá Eyðikotinu upp í hraunið. Önnur gata lá yfir Eystraklifið upp í Nónhóla. Hún lá út af Skógargötunni rétt austan við Hrafnagjá, sem brátt verður nefnd.
Sunnan við túnið á Vesturbænum er Hádegishæð, eyktamark. Á henni var Hádegishæðarvarða. Hæðin var mjög sprungin og miklar gjár í henni. Suðaustar svolítið er feiknamikil hæð með sprungu, sem nefnist Hrafnagjá. Í henni var Fiskabyrgið. Þar var geymdur fiskur harður og geymdist vel. Sést fyrir byrginu enn þann dag í dag.
JakobsvarðaVestur af Hrafnagjá er Miðmundahæð. Vestast á henni er stór varða, sem heitir Miðmundavarða, en vestan við hæðina er lægð, sem heitir Miðmundaskarð. Stígurinn frá Óttarsstöðum liggur upp úr því. Stóra réttin, sem fyrr var nefnd, var inni í krika vestan undir hæðinni. Þar er skúti stór með miklum hleðslum og þröngum dyrum. Hefur hann sennilega verið notaður sem fjárhús einhvern tíma í gamla daga…
Austur af Ingveldi er Jakobsvörðuhæð og á henni Jakobsvarða. Norðan undir hæðinni var eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er suður af Klofa, við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.“
Um fjárborgina segir: „Suðvestur af Smalaskála er fjárborgin gamla, frá því fyrir aldamót [1900]. Kona, er Kristrún hét og bjó á Óttarsstöðum, hlóð hana ásamt vinnumanni sínum.“
GöturnarOg þá um Skógargötuna: „Á háhæðinni á Kotaklifinu, við Skógargötuna, er Kotaklifsvarða. Þaðan liggur Skógargatan suður um hraunið. Sunnan undir Miðmundahæð er klapparskarð, sem heitir Djúpaskarð. Skammt ofan við Kotaklifið er djúpt, sporöskjulaga jarðfall við götuna. Er það kallað Hlandkoppsgjörð. Þaðan liggur stígurinn um einstigi, og blasir þá við klapparhóll með þúfu uppi á, nefndur Spói. Er þá komið upp að Reykjanesbraut. Frá Stóra-Nónhól vestur að Spóa eru kallaðir Nónhólar.
Frá Spóa hlykkjar Skógargatan sig eftir lægðum upp að Reykjanesbraut og suður fyrir hana. Langt vestur af Stóra-Nónhól er hóll, sem heitir Goltrahóll. Á honum var Goltravarða, nú fallin.
Skógargatan liggur áfram suður yfir Rauðamel litla og austan við Rauðamel stóra, en Suðurnesjavegurinn lá milli Rauðamelanna. Rauðimelur litli var lágur melhóll. Rauðimelur stóri var sunnar. Hann var feiknastór, og var varða á honum í gamla daga. Vestast á honum var rofabarð með hríslum. Nú eru melar þessir horfnir vegna flugvallargerðar og komin tjörn, þar sem sá syðri var. Austan við Rauðamel stóra er Gvendarbrunnshæð og þar um liggur landamerkjalínan í Gvendarbrunn.
Skógargatan liggur suður rétt við Rauðumelana, vestan við Gvendarbrunnshæð, áfram yfir Seljahraun og upp Mjósundin. Þá liggur Skjólstígurinn á brún grunnrar lægðar. Í henni, rétt suður af Bekkjahrauninu, er hellir, sem nefndur er Sveinshellir… Skammt sunnan við Meitla er komið í laut nokkuð langa og blasir þá Óttarsstaðaselið við.“
Tækifærið var notað og „hinn ævaforni stekkur“ undir Jakobshæð skoðaður. Hann er tvískiptur með lágum hraunhrygg á millum.
Hraunagötunni er lýst annars staðar á vefsíðunni .
Svæðið milli Straumsvíkur og Hvassahrauns nefnast einu nafni Hraunin. Þegar talað var um bæina í Hraunum var jafnan átt við Lambahagabæina, Þorbjarnarstaði, Straum, Óttarsstaðabæina, Eyðikot og Lónakot. Hvassahraun virðist hafa verið þar undan skilið, þó eflaust megi finna fólks, sem fyrrum hefur talið Hraunið hluta af fyrrnefndri heild, enda bæði eðlilegt og sjálfsagt. Ástæða fyrirstöðunnar hefur án efa verið hreppamarkalegs eðlis því síðastnefndi bærinn tilheyrði Vatnsleysustrandar-hreppi, en þeir fyrrnefndu Garðahreppi. Má með sanni segja að þar hafi langsum þverskallast frásögnin af Hólmfasti!
RefagildraÞegar gengið var um Hraunin ofan við Lónakot og utan og ofan við Óttarsstaði mátti víða sjá mannvistaleifar. Á einum stað, norðavestan undir Tindhólum, skammt frá Lónakotsselsstígnum, var t.d. fallega hlaðin vörðulaga refagildra, ein sú heillagasta af 36 slíkum, sem vitað er um á Reykjanesskaganum. Refagildran hafði op mót austri. Fallhellan lá framan við opið. Þrátt fyrir að FERLIR hafi marggengið um bæði Lónakotssels-stíginn og svæðið neðan við Sjónarhól hafi sjónin aldrei áður fests á refagildru þessari – svo vel fellur hún inn í umhverfið. Má ætla að hið sama gildi um fjölmargar aðrar mannvistarleifar í Hraununum. Því til staðfestu má nefna hlaðið skjól í skúta við Óttarstaðasel-stíginn.
HraunagatanÞrátt fyrir margar ferðir fram og aftur um götuna hafði skjólið aldrei opinberast fyrr en einmitt nú. Um er að ræða fallegar hleðslur við niðurgang í náttúrulegt lítið jarðfall, sem án efa hefur verið reft yfir fyrrum. Inn undir því er hið ágætasta skjól. Gæti það hugsanlega hafa verið brúkað af fólki er fara þurfti upp í Óttarsstaðasel – og jafnvel lengra því gatan sú lá einnig sem afleggjari bæði upp á Hrauntungustíg og í Skógarnef og áfram um Mosa að Dyngjum.
Margt af því sem birtist hefur þegar verið skráð í örnefnalýsingar. Stundum getur verið erfitt að lesa úr lýsingunum því bæði áttir geta verið misvísandi sem og fjarlægðir. Þannig er oft getið um „vestur af“ eða „niður af“ og getur þá verið um verulegar fjarlægðir að ræða. Sá, sem heldur á örnefnalýsingu á stað eins og Hraununum, þarf annað hvort að vera mjög kunnugur á svæðinu eða óvenju vel læs á landslag. Hvorutveggju er varla til að dreifa í dag því flestir þeir, sem þekktu til, eru dauðir, og örfáir núleifandi eru læsir á framangreint.
Af öllu þessu má ætla að ekki væri vanþörf á að að senda liðssveit „sérfræðinga“ (og er þá ekki átt við háskólamenntaða nema í undantekningartilvikum) á vettvang og „skanna“ upp öll örnefni og mannvistarleifar, sem kunna að leynast á svæðum sem þessum. Slík vinna fæli bæði í sér mikla verðmætasköpun til framtíðar og ómetanlegt vermætagildi komandi kynslóðum til handa.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Óttarsstaði og Straum (GS).

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestari.

Hraunin

Um Hraunin milli gömlu götunnar millum Innnesja og Útnesja, Alfaraleiðar, og strandar virðist hafa legið gata, nefnd Hraunagata og Hraunavegur. Hún er enn greinileg og vörðuð á stuttum köflum, en í heild er gatan torlæs – nema þeim er lesninguna kunna.
GöngusvæðiðVið götuna eru, ef vel er að gáð, mannvistarleifar á báðar hendur. Gatan virðist hafa legið milli Straums/Óttarsstaða og Hvassahrauns, neðan Sjónarhóls, Brunnhóls og Grænhóls. Neðan við götuna er t.d. Hausthellir, „ágætt fjárskjól“, Fjárborgargötuskjól, Jakobsstekkur, refagildrur og aðrar hleðslur og e.t.v. eitthvað fleira, ef miklu betur væri að gáð. Fjárborgsgatan frá Óttarsstöðum sker Hraunagötuna undir Jakobshæð. Þar er t.a.m. „ævaforn stekkur“. Óttarsstaðasels-stígurinn kemur inn á hana nokkur austar og enn vestar má sjá Lónakotsselsstíginn liggja yfir götuna.
HraunagatanEflaust hafa einhverjir reynt að rekja Hraunagötu á síðari tímum, en ekki haft laun fyrir erfiðið. Reynsla FERLIRs var a.m.k. sú að gatan væri langt frá því að vera augljós – þ.e. áður en hún hafði verið rakin með mikilli göngu, þolinmæði, útsjónarsemi og þekkingu á kennileitum.
Að þessu sinni hófst leitin á augljósum kafla götunnar í vestanverðu Lónakotshrauni neðan við Brunnhól. Ofan við hólinn eru leifar af refagildru á gróinni klapparhæð. Neðar er hlaðin varða við götuna. Aðrar slíkar eru bæði vestar og austar. Ætlunin var að rekja Hraunagötuna til vesturs síðar.
StekkurGengið var til austurs og götunni fylgt af áreiðanleika áleiðis að neðanverðu fjárhúsgerði núverandi fjárhúsa ofan við Lónarkot. Þar virtist gatan fylgja neðanverðu gerðinu og síðan áfram til austurs neðan við Sjónarhól og áleiðis að Straumi. Þegar nánar var að gáð reyndist þar vera um fjárgötu að ræða. Þrátt fyrir það var hrunið leitað ofanvert alla leið að Straumi. M.a. var komið við hjá Jakobsvörðu, stekkurinn neðan hennar skoðaður sem og Fjárborgargatan. Þegar henni var fylgt áleiðis að Óttarsstöðum virtist hún bæði augljós og auðvelt eftirfylgju þar sem hún lá áleiðis niður að hárri vörðu á Sjónarhól vestan bæjar, niður undir Miðmundarhæð. Þegar beygt var til norðausturs áleiðis að Straumi var komið að mikilli fyrirhleðslu í litlu jarðfalli, óskráðu skjóli.
VarðaÞegar hér var komið var ekki nema um tvennt að ræða; annars vegar að skoða áður skráðar heimidlir og hins vegar að reyna að rekja götuna til baka áleiðis að Hvassahrauni.
Í örnefnalýsingu fyrir Straum segir m.a.: „“Suðvestan túnsins í Straumi er Gunnarsskarð, sem er raunverulega hæð. Liggja reiðgötur þar um. Þarna rétt hjá er nafnlaust skarð. Norðan við Gunnarsskarð er gömul útgræðsla, Lambhúsgerði. Þess er getið í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín, að þar hafi verið hjáleiga. Gísli Sigurðsson segir, að seinna hafi þetta verið nefnt Markúsargerði, en heimildarmenn sr. Bjarna kölluðu það Markúsarblett.
Nafnið er dregið af því, að Markús Gíslason frá Lambhaga ræktaði þarna þennan blett og flutti heyið í Hafnarfjörð; kunnur Skjólformaður í Hraunum. Gísli Guðjónsson kallar kotið ennþá Lambhúsgerði, svo að það nafn er ekki horfið… Suðvestan við Straumstúnið, upp á Gunnarsskarð, framhjá Lambhúsgerði, vestur um Karstensvörðu, sem var í Óttarsstaðalandi, en hefur nú verið rifin. Hraunagata eða Hraunavegur og Óttarsstaðavegur voru einnig nöfn á þessari leið um Hraun.“
Í örnefnalýsingu fyrir Óttarsstaði segir jafnframt: „

Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshliði upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklif. Skammt austur af því, á sömu hæðinni, er Eystraklif. Þar lá gatan frá Eyðikotinu upp í hraunið. Önnur gata lá yfir Eystraklifið upp í Nónhóla. Hún lá út af Skógargötunni rétt austan við Hrafnagjá…
VarðaAustur af Ingveldi er Jakobsvörðuhæð og á henni Jakobsvarða. Norðan undir hæðinni var eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er suður af Klofa fyrrnefndum, við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar…“
Þegar leiðin var gengin til baka var farið nokkru norðar. Þá var komið inn á þokkalega götu er leiddi leitendur inn á hina eðlilegustu götu norðan undir Tindhólum. Þar lá gatan um hófbarið haft. Þaðan í frá virtist hún bæði eðlilegt og auðveld yfirferðar. Ljóst var að gróið hafði yfir hina gömlu Hraunagötu á ekki lengri tíma. Þó mátti sjá vegsummerki eftir hana á köflum, einkum í þrengslum, auk þess sem bæði mosavaxnar vörður og einstakir skófvaxnir steinar á lykilstöðum vörðuðu leiðina. Gatan lá nokkru norðar en hún virðtis hafa legið við fjárhúsin ofan við Lónakot. Norðvestan þeirra mátti vel tengja þessa gömlu leið fyrri athugunum. Norðvestan undir Tindhólum birtist skyndlega hin fallegasta refagildra (sjá síðar).
Þá er bara eftir að endurheimta kaflan frá upphafsreit að Hvassahrauni (sjá HÉR – væntanlegt). Að því loknu má segja að enn ein gömul þjóðleið hafi bæst í safn hinna gömlu þjóðleiða um Reykjanesskagann fyrrum.

 

Hraunagatan

Svæðið milli Straumsvíkur og Hvassahrauns nefnast einu nafni Hraunin. Þegar talað var um bæina í Hraunum var jafnan átt við Lambahagabæina, Þorbjarnarstaði, Straum, Óttarsstaðabæina, Eyðikot og Lónakot. Hvassahraun virðist hafa verið þar undan skilið, þó eflaust meigi finna fólks, sem fyrrum hefur talið Hraunið hluta af fyrrnefndri heild, enda bæði eðlilegt og sjálfsagt. Ástæða fyrirstöðunnar hefur án efa verið hreppamarkalegs eðlis því síðastnefndi bærinn tilheyrði Vatnsleysustrandar-hreppi, en þeir fyrrnefndu Garðahreppi. Má með sanni segja að þar hafi langsum þverskallast frásögnin af Hólmfasti!
Þegar gengið var um Hraunin ofan við Lónakot og utan og ofan við Óttarsstaði mátti víða sjá mannvistaleifar. Á einum stað, norðavestan undir Tindhólum, skammt frá Lónakotsselsstígnum, var t.d. fallega hlaðin vörðulaga refagildra, ein sú heillagasta af 36 slíkum, sem vitað er um á Reykjanesskaganum. Refagildran hafði op mót austri. Fallhellan lá framan við opið.
Þrátt fyrir að FERLIR hafi marggengið um bæði Lónakotssels-stíginn og svæðið Refagildraneðan við Sjónarhól hafi sjónin aldrei áður fests á refagildru þessari – svo vel fellur hún inn í umhverfið. Má ætla að hið sama gildi um fjölmargar aðrar mannvistarleifar í Hraununum. Því til staðfestu má nefna hlaðið skjól í skúta við Óttarstaðase-lstíginn. Þrátt fyrir margar ferðir fram og aftur um götuna hafði skjólið aldrei opinberast fyrr en einmitt nú. Um er að ræða fallegar hleðslur við niðurgang í náttúrulegt lítið jarðfall, sem án efa hefur verið reft yfir fyrrum. Inn undir því er hið ágætasta skjól. Gæti það hugsanlega hafa verið brúkað af fólki er fara þurfti upp í Óttarsstaðasel – og jafnvel lengra því gatan sú lá einnig sem afleggjari bæði upp á Hrauntungustíg og í Skógarnef og áfram um Mosa að Dyngjum.
LóuhreiðurMargt af því sem birtist hefur þegar verið skráð í örnefnalýsingar. Stundum getur verið erfitt að lesa úr lýsingunum því bæði áttir geta verið misvísandi sem og fjarlægðir. Þannig er oft getið um „vestur af“ eða „niður af“ og getur þá verið um verulegar fjarlægðir að ræða. Sá, sem heldur á örnefnalýsingu á stað eins og Hraununum, þarf annað hvort að vera mjög kunnugur á svæðinu eða óvenju vel læs á landslag. Hvorutveggju er varla til að dreifa í dag því flestir þeir, sem þekktu til, eru dauðir, og örfáir núleifandi eru læsir á framangreint.
HraunagatanAf öllu þessu má ætla að ekki væri vanþörf á að að senda liðssveit „sérfræðinga“ (og er þá ekki átt við háskólamenntaða nema í undantekningartilvikum) á vettvang og „skanna“ upp öll örnefni og mannvistarleifar, sem kunna að leynast á svæðum sem þessum. Slík vinna fæli bæði í sér mikla verðmætasköpun til framtíðar og ómetanlegt vermætagildi komandi kynslóðum til handa.
Ferðin þessi var farin með það fyrir augum að reyna að endurheimta hina fyrrum Hraunagötu / Hraunaveg / Óttar-staðaveg. Gatan hefur verið farin af fáum um mannsaldur og því langflestum gleymd. Ef ekki væri fyrir örnefnalýsingu Straums (Gísla Sigurðssonar) hefði verið fátt um fína drætti. Gísli á því mikinn, en vanmetinn, heiður skilinn fyrir áhuga sinn og fórnfýsi við að skrá niður gamlar heimildir, örnefni og minjar hins gamla Íslands.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
Örnefnalýsingar fyrir Straum, Óttarsstaði, Lónakot og Hvassahraun.

Hraunagata