Seltún undir Hveradal í Krýsuvík er einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.
Sveitarfélög og stjórn Reykjanesfólkvangs hafa lagt vinnu í að setja upp skilti gestum til fróðleiks, smíða göngupalla Slóðtil að minnka líkur á slysum á hverasvæðunum, lagfært bílastæðið, komið fyrir kömrum og komið fyrir aðvörunarskiltum til að auka enn á öryggið. Áður fyrr var lítill veitingastaður og sölubúð við Seltúnið, en þegar hverinn Víti sprakk fyrir nokkrum árum hvarf skúrinn, sem hýsti hvorutveggja, svo til alveg. Eftir það fór Víti snarminnkandi og er nú varla svipur hjá sjón.
Nýlega hafa svo einhverjir vanþakklátir vitleysingar komið þarna að, skemmt kamrana, rifið eitt aðvörunarskiltið við innganginn á pallana upp með steypurótum og dregið það yfir í Víti og haft fyrir því að drössla skiltinu í hverinn – til lítillar prýði á þessum fjölfarna ferðamannastað.
Seltún er í umdæmi Hafnarfjarðar svo það mun vera Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem mun væntanlega rannsaka málið og upplýsa hver eða hverjir voru þarna að verki. Þótt refsing liggi við slíkum eignarspjöllum er meira um vert að reyna að hafa uppi á vitleysingunum sem þarna voru að verki svo koma megi þeim til aðstoðar – því erfitt hljóta þeir að eiga innra með sér.

Seltún

Seltún.

 

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan neðan Draugahlíðar í Svínahrauni hefur löngum verið áningastaður ferðamanna. Hér verður drepið á ýmist er varpað getur ljósi á skammvæna sögu og tilgang þessa ágætis.  Helgarpósturinn árið 1985 segir m.a. frá kaffistofunni undir fyrirsögninni „Byrjaði nýtt líf í hrauninu„:

Litla-Kaffistofan
„Í Svínahrauni ofan við Sandskeið stendur yfirlœtislítið hús, margsinnis kaghýtt og barið í vetrarstormum og frosthörkum og jafnoft steikt í sumarsól eða baðað í steypiregni árstíðanna. Litla kaffistofan lœtur ekki mikið yfir sér. Hún hefur ekki gert sér tíðförult í sjónvarpsauglýsingarnar eða blöðin og margir þeir sem bruna í bílum sínum austur eða suður yfir Heiði gefa sér ekki tíma til að staðnœmast og líta inn. Samt er það einmitt í Litlu-Kaffistofunni sem menn geta fengið kaffi, kleinur og flatbrauð upp á gamlan og góðan máta — og látið líða úr sér ferðaþreytu ellegar notið um stund návígis við þá hrikalegu náttúru sem blasir við til allra átta.

Litla-Kaffistofan

Litla kaffistofan í Svínahrauni er um aldarfjórðungs gömul. Lengstum hefur hún verið þjónustustofnun fyrir sumarferðamenn, það hefur verið kynnt undir kaffinu og byrjað að steikja kleinur um svipað leyti og krían lendir á fósturjörðinni. En um skeið hafa nýir eigendur starfrækt áningarstaðinn árið um kring — þarna í Svínahrauninu miðju býr nú lítil fjölskylda og heldur opnu frá því í rauða bítið fram á síðkvöld, afgreiðir bensín og olíur til langferðamanna, býður uppá heitan sopa og gamaldags, íslenskt meðlæti. Litla-Kaffistofan er enginn grillbar uppá amerísku — kannski eina veitingastofan við Hringveginn sem býður tíðinni byrginn og heldur sínu striki.

Annríkið útrýmir einmanakenndinni

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan – Kristbjörg Kristinsdóttir.

Kristbjörg Kristinsdóttir á og starfrækir Litlu-Kaffistofuna. Hún tók við rekstrinum af fyrri eigendum í september 1983, hreiðraði um sig í herbergjunum á bak við eldhúsið og veitingasalinn og bauð svo vegfarendur velkomna. Kristbjörg var í senn að byrja nýtt og óvenjulegt líf, fráskilin kona, fjögurra barna móðir austan af Seyðisfirði, komin í miðja hraunbreiðuna utan við höfuðborgina til þess að duga eða drepast.
„Fyrsta veturinn var ég hér ein með litlu stelpuna mína, hana Ásdísi. Það var vissulega harður, erfiður vetur. Ásdís var átta ára og fór með rútunni í skólann í Hveragerði á hverjum morgni, kom svo heim á kvöldin. Nei — ég fann ekki fyrir einmanakennd. Ætli annríkið hafi ekki komið í veg fyrir hana. Litla-Kaffistofan hefur jafnan verið mikið sótt af bílstjórum langferða- eða flutningabíla. Þeir vilja gjarna líta hér við, fá kaffi og flatköku með hangikjöti — og stundum hef ég eitthvað heitt handa þeim. Ég á orðið marga vini úr hópi bílstjóranna. Við sitjum stundum hér og skröfum. Það hlýtur að vera einmanalegt starf að aka stórum bíl um langan veg, stundum hafa þeir greinilega þörf fyrir að tala…“.

Í Tímanum árið 1990 er umfjöllun Agnars Óskarssonar;  „Kleinukot leitar eftir ríkisstyrk sem athvarf fyrir hrakta ferðamenn„:

Agnar Óskarsson

Agnar Óskarsson.

„Það fór aldrei svo að umræðuefni Þjóðarsálarinnar á Rás 2 snerist ekki um salerni, en svo gerðist einmitt nú í vikunni. Ástæða þess var sú að hneyksluðum ferðalangi, sem leggur leið sína yfir Hellisheiði á hverjum degi, þótti ansi hart að þurfa að eiga viðskipti við Litlu-kaffistofuna, eða Kleinukot eins og kaffistofan er oft kölluð, til að fá að nota salernið. Ástæða þessarar óskar eigenda Litlu-Kaffistofunnar er sú að þeir þurfa að flytja vatnið á staðinn frá Reykjavík, og það ekki minna en sjö til átta tonn á viku þegar mest er.
Að sögn Kristján Kristinssonar, eiganda Litlu kaffistofunnar, kostar það hann 1,50 að flytja hvern lítra vatns að kaffistofunni.
Tíminn aflaði sér upplýsinga um hversu mikið vatn færi í eina „niðurhalningu“ á hefðbundnu salemi og reyndust það vera níu til ellefu lítrar í hvert skipti sem sturtað var niður. Kostar því hver klósettferð eiganda Litlu-Kaffistofunnar í það minnsta 15 krónur, ef miðað er við tíu lítra vatnskassa. Síðan má bæta við kostnaði vegna pappírsnotkunar og vatnsrennslis í handlauginni, því vert er að gera ráð fyrir að fólk þvoi sér enn um hendur að lokinni salemisferð.
Litla-KaffistofanHann sagði misjafnt hversu mikil vatnsnotkunin væri, en hún er heldur meiri yfir sumartímann. Kristján tók upp á því nú um áramót að setja upp orðsendingu þess efnis að salernin væru eingöngu ætluð viðskiptavinum. Aðspurður hvers vegna, sagði hann að það hafi verið farið að ganga fram af honum hvernig straumur var á salernin og kostnaðurinn því samfara. Þá var umgangurinn hreint ótrúlegur oft á tíðum, en nú eftir að hann hefur salernin fyrir viðskiptavini, þá hefur umgengnin breyst mikið til batnaðar.. „Þetta er orðin spurningin um það þegar fólk kemur hingað inn, fer á salernið og út aftur, hvers vegna á ég að vera að borga kostnað fyrir fólkið, eða réttara sagt hvers vegna á ég að vera að borga fólki fyrir að gera þarfir sínar,“ sagði Kristján.

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan.

Hvernig varð þér við þegar umræðan fór fram í Þjóðarsálinni? „Hún varð mér að mörgu leyti mikill léttir. Fólk gagnrýnir oft án þess að vita hlutina. Menn hafa komið og beðið um vatn á bílana. Þegar maður segir að það þurfi að borga fyrir það, þar sem ég þarf að flytja það úr bænum, þá reka menn oft upp stór augu og jafhvel rífa kjaft,“ sagði Kristján.
En viti menn, Tíminn hafði ekki staldrað við á Litlu-Kaffistofunni nema í um 15 mínútur, einn morguninn nú í vikunni, er inn vatt sér ungur maður, er fest hafði bílinn sinn í einu fyrirstöðunni sem var á bílastæðinu við kaffistofuna og óskaði hann eftir smáaðstoð. Við því var orðið eins og góðum þegnum sæmir og bílnum ýtt úr „skaflinum“. Síðan var gengið inn og spjallinu haldið áfram við Kristján. Ekki var liðin nema mínúta, er sami maður kom inn á nýjan leik, gekk rakleiðis að salerninu, vatt sér inn og lokaði. Kom hann út skömmu síðar og hélt á braut. Það leyndi sér ekki undrunin hjá Kristjáni og Tímamönnum, enda þakkaði maðurinn ekki einu sinni fyrir sig.

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan.

Almenningur gerir sér ef til vill ekki grein fyrir gildi þess að hafa áningarstaði sem Litla-Kaffistofan er við fjölförnustu þjóðvegi landsins. Þess er skemmst að minnast að fyrir skömmu þurfti fjöldi fólks að dveljast yfir nótt í Staðarskála í Hrútafirði, þar sem vegir í nágrenninu voru með öllu ófærir og Litla-Kaffistofan í Svínahrauni og eigendur hennar hafa oft komið ferðalöngum sem leið hafa átt um Hellisheiði til hjálpar. Kristján Kristinsson sagði að flestir væru sammála um að áningastaðir, eins og Litla-Kaffistofan er, hefðu mikið gildi. „Þegar það er brjálað veður og bílinn festist þá labbar maður ekki 20 kílómetra til byggða,“ sagði Kristján. Hann sagði það oftsinnis hafa komið fyrir að fólk væri veðurteppt hjá honum í lengri eða skemmri tíma. „Það er raunar sérkennilegt að segja frá því, ekki lengra frá höfuðborginni, að það er þó nokkuð algengt að fólk komi hingað til að hringja á aðstoð eða til að fá hér aðstoð,“ sagði Kristján. Hann hefur nú sótt um ríkisstyrk, vegna þess öryggis sem Kleinukot veitir ferðalöngum sem leggja á Hellisheiði yfir vetrartímann. Kristján sagðist hins vegar ekkert hafa heyrt af gangi þeirra mála og tíminn yrði að leiða í ljós hvað út úr því kæmi. Um styrkinn er sótt til deildar innan Vegagerðar ríkisins. Ef þú fengir slíkan styrk væri ekki þá sú kvöð á þér að vera alltaf tiltækur?
Litla-Kaffistofan
„Jú, jú. Ég er alltaf á staðnum og ef fólk lendir í hrakningum, þá bankar það upp á hvort sem er á nóttu eða degi,“ sagði Kristján.
Virðir fólk það við þig að þú hafir þessa þjónustu, hvort sem er að nóttu eða degi?
„Það er misjafnt. Ég hef verið ræstur upp af því að fólk hefur verið orðið bensínlaust. Eg gat nú ekki annað en glott einu sinni, þá bað maður mig um bensín fyrir hundrað krónur til að komast í bæinn. Það er þá orðið heldur lítið sem maður hefur fyrir það að vakna upp,“ sagði Kristján.
Hefurðu hugleitt að leggja vatnsleiðslu hingað eða bora eftir vatni?

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan.

„Það yrði svo rosalega löng lögn og dýrt. Möguleiki væri að fá að nýta borholur í Hveradölum, en lagnirnar þyrfti að einangra og leggja alla þessa leið. Upphæðirnar eru orðnar ævinrýralega háar. Eg hef líka verið að spá í að bora hér fyrir utan. Hraunhellan er um 40 metra þykk, en spurningin er hvar er vatnið. Það liggur á einhvers staðar undir hellunni, en menn vita ekkert hvar hún er,“ sagði Kristján.

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan – Stefán Þormar.

Vatnið er ekki eina vandamálið sem Kristján þarf að glíma við. Hann þarf einnig að sjá um að losa sig við allt rusl sem til fellur, bæði frá honum og þeim sem leið eiga framhjá. Hann sagðist margsinnis hafa óskað eftir að þetta yrði gert, en aldrei hafi verið orðið við því. „Það er mjög vinsælt af ferðafólki að koma hér við og tæma bílana af rusli, áður en farið er í bæinn,“ sagði Kristján. Litla-Kaffistofan tilheyrir Ölfusinu. Finnst þér að sveitarfélagið eða ríkið ætti að koma til móts við þig?
„Mér þætti það ekkert óeðlilegt. Það eru staðir styrktir víða um land, sem ekki einu sinni eru opnir yfir allan vetrartímann. Mér þætti það ekkert óeðlilegt enda er þetta líklega með fjölförnustu fjallvegum á Íslandi,“ sagði Kristján.

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan – bæjarstóri Hveragerðis fagnar 50 ára afmæli Litlu-Kaffistofunnar með Stefáni Þormar.

Kristján sagði að fólk væri oft ótrúlega skammsýnt í vondum veðrum. Sagði hann frá dæmi þessa efnis sem átti sér stað í vetur þegar björgunarsveitir voru kallaðar út og rútur stoppaðar af fyrir utan kaffistofuna. Ökumenn fólksbílanna gerðu hins vegar sitt til að reyna að komast áfram, þrátt fyrir fortölur bæði björgunarsveitarmanna og bílstjóra rútubílanna.
Fjöldi fólks notar svæðið í kringum Litlu kaffistofuna sem áningar- og útivistarsvæði, enda kjörið gönguskíðaland þar í nágrenninu. Gegnt kaffistofunni eru einnig haldnar vélsleða- og torfærukeppnir. Kristján sagði um leið og hann horfði út um gluggann og brosti, að fyrsta torfærukeppnin yrði líklega í kringum 13. maí.
Aðspurður sagðist Kristján ekki vera viss um hversu lengi hann hygðist vera með kaffistofuna. „Það er mun betra að vera hér, en í bænum,“ sagði Kristján.
Hvað er svona gott við þetta? „Það er góður andi hér. Draugahlíðin rétt hjá,“ sagði Kristján.
Aðspurður hvort hann hafi orðið var við draugana sagði hann svo ekki vera. „Það eru margir hér á sveimi, en það er allt gott.
Kaffistofan væri líklega búin að fuðra upp oftar en hún hefur gert ef þeir væru ekki á sveimi hér í nágrenninu,“ sagði Kristján.“

Í Blaðinu árið 2006 segir frá  „Vinsælasta áfangastaðnum við hringveginn„:

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan – Stefán Þormar.

„Litla kaffistofan býður upp á heimalagað bakkelsi og miðlar upplýsingum til vöruflutningabílstjóra. Til okkar koma bílstjórar sem eru að leggja upp í langferð eða eru að klára langar ferðir,“ segir Stefán Þormar, staðarhaldari á Litlu kaffistofunni.
„Litla-Kaffistofan er elsti áningarstaðurinn við hringveginn og hjá okkur koma bílstjórar og bera saman bækur sínar. Yfir vetrarmánuðina er rætt um veðrið og færð á vegum þannig að það má segja að Litla-Kaffistofan gegni hlutverki upplýsingamiðstöðvar um veður en hjá okkur er aldrei lokað vegna veðurs. Svo er auðvitað spjallað um pólitíkina, landsmálin og í raun allt milli himins og jarðar.“

Litla-Kaffistofan

Stefán rekur Litlu kaffistofuna ásamt fjölskyldu sinni og skipta þau löngum opnunartíma á milli sín.
„Við opnum kaffistofuna klukkan sex á morgnana og þá þarf að vera búið að gera allt klárt,“ segir Stefán og bætir við að heimabakað brauð sé á boðstólum alla daga.
„Síðan erum við stundum með pönnukökur og annað bakkelsi sem alltaf er vel þegið. Þess má einnig geta að þeir sem taka bensín á Litlu-Kaffistofunni fá frítt kaffi.“

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan.

Stefán er búinn að reka Litlu-Kaffistofuna í fjórtán ár og segir flesta vöruflutningabílstjóra hafa verið karlmenn á þeim tíma. „Þetta er þó að breytast og nú koma stundum blómarósir sem vinna við akstur flutningabíla. Við Litlu-Kaffistofuna stoppa flutningabílstjórar, vörubílstjórar, bílstjórar af malbikunarbílum og mjólkurbílum svo það má segja að það komi öll flóran til okkar. Það kemur líka fyrir að sjúkraflutningamenn reki inn nefið í lok vinnudags en þá vonar maður að engin alvarleg slys hafi orðið.“
Mikil umferðaraukning Stefán reiknar með að umferðaraukning hafi orðið um 20-30% á hringveginum á síðustu fimm til sex árum. „Fólk er meira á ferðinni núna og það kemur fyrir að sumarbústaðaeigendur líti við til að heyra nýjustu kjaftasögurnar.“

Hvað gera vörubílstjórar á langkeyrslum?

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan.

„Mér heyrist á tali þeirra að síminn sé vinsæll enda handhægt að tala í síma eftir að handfrjáls búnaður leit dagsins ljós. Þeir hlusta líka mikið á útvarp. Á Litlu-Kaffistofuna koma öll dagblöð og ekki óalgegnt að vöruflutningabílstjórar grípi þau með sér til að lesa á næsta áningarstað og til að vera viðræðuhæfir um það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Yfirleitt eru menn einirí bílunum en ungir menn taka kærustuna stundum með sér.“
Stefán segir það góða tilbreytingu fyrir vöruflutningabílstjóra að setjast inn í kaffi og spjall eftir að hafa verið einir í bílum allan daginn.
„Vöruflutningabílstjórar eiga sinn hvíldartíma eins og aðrir og finnst gott að sýna sig og sjá aðra í matar- og kaffitímum.“
Litla kaffistofan hefur tvívegis verið kosin vinsælasti áningarstaðurinn við hringveginn og segir Stefán mikilvægast að hafa viðskiptavinina ánægða. „Það er líka gaman frá því að segja að vörubílstjórar sem hafa hætt störfum sökum aldurs halda áfram að koma til okkar svo það má segja að við höldum viðskiptavinum okkar þar til þeir fara yfir móðuna miklu,“ segir Stefán og hlær.“

Í Dagblaðinu Vísi árið 2007 segir;  „Vill tryggja framtíð Litlu-Kaffistofunnar„:

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan.

„Stefán Þormar segir tvöföldun Suðurlandsvegar mikið ánægjuefni: Vill tryggja framtíð Litlu kaffistofunnar.
Þetta er vissulega mikið gleðiefni að því gefnu að við fáum akrein inn til okkar. Ef við fáum það ekki verðum við eins og Palli sem var einn í heiminum,“ segir Stefán Þormar Guðmundsson, sem rekur Litlu-Kaffistofuna á Suðurlandsvegi.

Kristján Möller

Kristján Möller.

Í síðustu viku tilkynnti Kristján L. Möller samgönguráðherra að ákveðið hefði verið að ráðast í tvöföldun Suðurlandsvegar. Þetta sagði hann á fundi með fulltrúum frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Enn eru þó nokkrir lausir endar varðandi tvöföldunina, eins og hvort framkvæmdin verður einkaframkvæmd eða borguð að fullu af ríkinu. Auk þess á eftir að koma fram hversu langur tími er áætlaður í tvöföldunina og hvort hún verður gerð í áföngum.
Stefán segir að Litla-Kaffistofan hafi sannað ágæti sitt á undanförnum árum. „Það er einnig mikið öryggi fólgið í því að hafa verslunina á Suðurlandsveginum þar sem umferð eykst sífellt. Við vonum að þeir gangi frá því þannig að það verði svoleiðis áfram. Ég hef í raun enga trú á öðru en að þeir geri það,“ segir Stefán en Litla-Kaffistofan hefur verið starfrækt frá árinu 1960 og hefur Stefán haldið utan um reksturinn í fimmtán ár.“

Olís er eigandi Litlu kaffistofunnar

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan.

Stefán segir að margir leiti á náðir Litlu-Kaffistofunnar á veturna þegar vond veður geisa á Hellisheiðinni.
Hann segir að skjótt skipist veður í lofti á heiðinni og þegar verstu veðrin gangi yfir geti menn lagt bílum sínum á svæðinu við Litlu-Kaffistofuna. Því sé mikilvægt að halda fráreininni að henni opinni. „Þetta er sá hlutur sem lýtur að okkur en tvöföldunin sjálf er mikið ánægjuefni og í raun löngu kominn tími á hana.“
Á vefsíðunni sudurlandsvegur.is sem stofnuð var í kjölfar hörmulegs slyss sem varð þann 2. desember í fyrra, segir að 52 hafi týnt lífi í umferðarslysum á veginum frá árinu 1972. Auk þess hafi hundruð manna hlotið varanlega örorku.“

Í Morgunblaðinu árið 2016 segir;  „Kaffispjall í éljagangi„:
Litla-Kaffistofan
„Nýtt í Litlu-kaffistofunni – Mikilvægur viðkomustaður í Svínahrauninu – Skemmtileg samskipti við alls konar fólk.
„Mér finnst við hafa reynt á fyrsta ófærðardegi vetrarins nú á mánudaginn þegar loka þurfti leiðinni milli Rauðavatns og Kamba í rúmlega klukkustund, að þessi staður skiptir máli. Þeir sem þó voru á ferðinni stoppuðu gjarnan hér og biðu af sér svart élið. Svo birti til og þá gat fólkið haldið áfram eftir að hafa setið hér í kaffi og spjalli,“ segir Svanur Gunnarsson, staðarhaldari í Litlu-Kaffistofunni í Svínahrauni. Það var 1. nóvember sem Svanur og kona hans, Katrín Hjálmarsdóttir, tóku við rekstri þessa fjölsótta veitingastaðar; vegasjoppu sem skiptir miklu máli í vitund margra.

Kjötsúpa og heimabakað

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan – kjötsúpa.

Það var kaffiilmur í loftinu og nýtt heimabakað brauð með laxi og eggjum í kælinum þegar Morgunblaðið leit við í Litlu-Kaffistofunni og heilsaði upp á vertana nýju sem búa í Þorlákshöfn. „Þetta kemur vel út, við erum ekki nema 20 mínútur að heiman og hingað,“ segir Svanur.
Þau Svanur og Katrín koma á staðinn um klukkan sex á morgnana og og opna fyrir gestum og gangandi hálftíma síðar. „Það var frábært að fá þetta tækifæri og að vera valinn úr þeim stóra hópi sem sótti um að taka staðinn á leigu af Olís,“ segir Katrín. „Við rákum á sínum tíma sjoppur bæði á Selfossi og Stokkseyri en Litla-Kaffistofan er allt öðruvísi dæmi. Hér kemur fólk til þess að fá sér hressingu og teygja aðeins úr sér. Flutningabílstjórarnir stoppa hér oft, snjóruðningskarlarnir koma í kaffi eldsnemma á morgnana og kjötsúpu í hádeginu og fólk að austan sem sækir vinnu til Reykjavíkur eða öfugt tekur hér kaffibollann – og jafnvel ábót í pappamáli. Og það sem gefur þessu öllu gildi eru samskiptin við alls konar fólk; fjölbreyttan hóp.“

Traffíkin í gusum

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan – bakkelsi.

Sem mikilvægur viðkomustaður er Litla-Kaffistofan opin 362 daga á ári; aðeins er lokað á jóladag og annan í jólum og nýársdag. Afgreiðslutíminn er líka langur – það er frá því í rauðabítið og fram undir kvöldmat – en lengra fram á kvöldið til dæmis ef eitthvað er að færð. Viðvera vertanna er því mikil og frídagarnir ekki margir.
„Auðvitað er þetta okkar val. Við vissum vel að þessu hlutverki fylgdi mikil vinna og það nánast alla daga. Annars kemur traffíkin svolítið í gusum. Það er talsverður gestagangur snemma á mognana og í hádeginu – en hitt er lausatraffík. Síðdegis dettur þetta svo niður. Hér erum við með heimilismat í hádeginu en eftir áramót ætlum við að bjóða upp á rétti af matseðli og athuga með lengri opnunartíma. Fyrir nýtt fólk tekur alltaf svolítinn tíma að ávinna sér fastakúnna en við erum afar bjartsýn á framhaldið hér,“ segir Katrín að síðustu.“

Í Dagblaðinu Vísi árið 2008 segir;  „Litla Kaffistofan fyrir tvöföldun„:
Litla-Kaffistofan„Litla-Kaffistofan stendur í vegi fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar sökum þess að hún er nánast á miðri akrein sem bætt verður við. Því þarf að öllum líkindum að færa hana töluverða vegalengd. Stefán Þormar Guðmundsson, eigandi Litlu-Kaffistofunnar hefur lagt fram eigin hugmynd sem felst í því að hún verði hreinlega á milli akreina og haldist í upprunalegri mynd.
„Kaffistofan hefur verið öryggisatriði alla sína lífstíð. Þegar veður eru válynd hefur hún sannað hlutverk sitt, segir Stefán.“

Á visir.is árið 2020 segir: „Hættir rekstri Litlu kaffistofunnar en vonar að fótboltasafnið verði áfram„.
Litla-Kaffistofan
„Stefán Þormar Guðmundsson lætur brátt af störfum en hann hefur rekið einn þekktasta áningarstað landsins í 24 ár. Stefán Þormar, sem rekið hefur Litlu kaffistofuna á Suðurlandsvegi í nærri aldarfjórðung, lætur brátt af störfum. Auglýst er eftir rekstraraðila á kaffistofunni í Fréttablaði dagsins í dag.
Litla-Kaffistofan
„Ég verð sjötugur á þessu ári og þá fer maður að verða vígmóður,“ segir Stefán. „Ég er búinn að vera þarna síðan 1992, svo það er dágóður tími. Maður verður að fara að leggja árar í bát.“
Litla kaffistofan er, líkt og segir í auglýsingunni í Fréttablaðinu, einn þekktasti áningarstaðurinn við þjóðveg eitt og hefur verið rekin frá því í júní 1960. Stefán kveðst ánægður með reksturinn undanfarin ár og segir að staðurinn eigi gott gengi framundan ef rétt er haldið á spilunum. Stefán Þormar hefur staðið vaktina á Litlu kaffistofunni frá árinu 1992.
„Þetta hefur ótrúlega drjúgt, það er auðvitað fyrst og fremst viðskiptavinunum að þakka sem stoppa hér,“ segir hann. „Ég held að það sé ekkert karlagrobb í okkur að segja að þetta er orðin vel þekkt kaffistofa. Góður áningastaður og hefur oft verið björgunarskýli, þó að björgunarsveitirnar séu búnar að taka það af okkur núna.“
Allir sem litið hafa við á Litlu kaffistofunni undanfarin ár kannast við stórskemmtilega knattspyrnumyndasafnið sem Stefán hefur komið þar upp. Blaðamaður getur hreinlega ekki annað en spurt Stefán, hvað verður um það þegar hann hættir?

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan.

„Já, það er gott að þú komst inn á þetta,“ segir Stefán. „Það eru mínar mestu áhyggjur.“
Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður heimsótti Litlu kaffistofuna árið 2014 og fékk að skoða safnið.
Stefán hefur klippt knattspyrnumyndir úr dagblöðum frá því að hann var tíu ára en síðan hefur bæst vel í safnið úr öllum áttum. Hann er á þeirri skoðun að safnið eigi að fá að vera áfram uppi á vegg.
„Ég get nú ekki farið með þetta í gröfina með mér. Ég bara trúi ekki öðru en að hér komi aðilar sem sýni því skilning að þetta á að vera hér uppi á vegg, þó ég ætli ekki að hafa neina skoðun á því. Þetta á ekki að fara inn á KSÍ eða skrifstofur einhversstaðar þar sem fáir sjá því þetta er alveg ótrúlegt aðdráttarafl sem við höfum notið góðs af. Þannig ég vona að það líði ekki undir lok.“

Heimildir:
-Helgarpósturinn, 26. tbl. 27.06.1985, Byrjaði nýtt líf í hrauninu, bls. 10-11.
-Tíminn, 81. tbl. 27.04.1990, Kleinukot leitar eftir ríkisstyrk sem athvarf fyrir hrakta ferðamenn – Agnar Óskarsson, bls. 8-9.
-Blaðið 08.02.2006, Vinsælasti áfangastaðurinn við hringveginn, bls. 19.
-Dagblaðið Vísir, 131. tbl. 27.08. 2007, Vill tryggja framtíð Litlu-Kaffistofunnar, bls. 3.
-Morgunblaðið, 300. tbl. 23.12.2016, Kaffispjall í éljagangi, bls. 10.
-Dagblaðið Vísir, 89. tbl. 20.05.2008, Litla Kaffistoafn fyrir tvöföldun, bls. 7.
-https://www.visir.is/g/202079977d

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan.

 

Gjár

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú haldinn í 12. sinn. Fróðleiksmolunum er ætlað að auðvelda leitina og veita nánari upplýsingar um viðkomandi staði, þátttakendum til ánægju og yndisauka. Leitarstaðirnir eru nú, líkt og fyrrum, 27 talsins, og skiptast þeir jafnt niður á þrjá misþunga lausnarmöguleika.

Spjald við fyrsta tré sem plantað var í Gráhelluhraunsskógi1.  Skógrækt hófst í Gráhelluhrauni 27. maí 1947 en þar hafði verið girt af 7 ha spilda. Ingvar Gunnarsson þáverandi formaður Skógræktarfélags Hafnarfjarðar plantaði fyrstu plöntunni og stendur sú björk ennþá og hefur þar verið settur upp minningarskjöldur. Á spjaldi við hið háa tré stendur: „Fyrsta róðursetning Skógræktarfélags Hafnarfjarðar 27. maí 1947″. Spjaldið stendur undir grenitrénu, sem þá var plantað. Umleikis eru tvíburabræður þess og -systur. Skammt austar er húslaga steinn norðan við göngustíg. Á steininum er koparskjöldur að austanverðu. Á honum stendur: Guðmundarlundur – Guðmundur Þórarinsson kennari gróðursetti furulundinn“, en Guðmundur var einn ötulasti skógræktarmaður þess tíma og ber lundurinn honum fagurt vitni. Lausnarskiltið er örstutt frá.

Stóri-Skógarhvammur

Stóri-Skógarhvammur.

2.  Á 50 ára afmæli Skógræktarfélags Hafnarfjarðar var vígður nýr trjásýnislundur. Þessi lundur hefur stækkað til muna og geymir nú ýmsar fágætar trjáplöntur sem jafnvel finnast ekki annars staðar á landinu. Sumar hafa verið gefnar og aðrar hafa verið ræktaðar upp af fræjum fengnum á fræðsluferðum erlendis. Þar má m.a. finna baunatré.

3.  Efst á Beitarhúsahálsi, á svæði Skógræktarfélagsins eru leifar af kví (stekk) sem síðast var notuð frá bænum Ási en líklega áður frá Ófriðarstöðum (Jófríðarstöðum).
Kví (stekkur) í HúshöfðaÍ kvíum voru fráfæruær mjaltaðar fram á miðja 19. öld er slíku var að mestu hætt á Reykjanes[skaganum]. Kvíin er fremur lítil, en hleðslurnar sjást vel frá göngustíg um skógræktarsvæðið. Skammt austar undir Húshöfða eru einnig tóftir beitarhúss frá sama búsetutímabili. Austanvert við Hvaleyrarvatn eru svo leifar af selstöðum frá Ási (norðar) og Hvaleyri. Sunnan við vatnið er stekkur og uppi á Selhöfða eru leifar fjárborgar. Fleiri minjar má sjá á þessu svæði – ef að er gáð. (Þegar komið er inn á svæði áhugavert „á annað borð“ er ástæðulaust að flýta sér á brott).

Bláberjahryggur

Lóuhreiður á Bláberjahrygg.

4.  Norðan Vatnshlíðar og suðaustan Ásfjalls er misgengi sem nefnist Bláberjahryggur og sagt er að hryggurinn hafi verið blár af berjum á haustin. Byggðin teygir sig nú nálægt hryggnum og lúpína hylur stóran hluta hans. Væntanlegur Ofanbyggðavegur mun liggja á þessum slóðum og þar eru nú tvær háspennulínur.

5.  Vatnshlíð er ofan Hvaleyrarvatns, að miklu leyti vaxin lúpínu og kjarri. Þar er útsýni fagurt og verðugt að virða fyrir sér framkvæmdir í og austan við Dalinn vestan hlíðarinnar. Fyrstu lúpínunum í landi Hafnarfjarðar var plantað í hlíðum Vatnshlíðar, norðan Hvaleyrarvatns, um 1960 og þar uxu upp bláar blómabreiður sem nú má sjá svo víða í bæjarlandinu.

Trönur

Trönur – fiskþurrkun.

6.  Fiskþurrkun á trönum er enn stunduð í hraununum snemmsumars. Margar af eldri trönunum eru nú óðum að verða fúa að bráð, en einnig má sjá aðrar nýlega upp settar. Nú er mest þurrkað af hausum og beinagörðum fiska sem hafa verið flakaðir en í þeim leynast enn mikil næringarefni. Í Hafnarfirði var fiskur áður þurrkaður á fiskreitum, þá að jafnaði útflattur. Á fisktrönum var fiskurinn hengdur upp og búin til skreið sem var eftirsótt, sérstaklega í ýmsum Afríkuríkjum.

Gjár7.  Árið 1980 var fyrstu landnemaspildunum úthlutað til skógræktarfólks, fyrst til skólanna og ýmissa hópa en síðan til einstaklinga. Margar ára vinna fór í súginn í norðanverðu Langholti nærri Selhöfða er kveikt var í sinu í vor sem breiddist hratt út. Víða er að vaxa upp fallegur skógur og eftir ákveðinn tíma láta landnemarnir spildurnar af hendi og fagna góðu verki sem komandi kynslóðir njóta góðs af.

Gjár

Kaldárhraun og Gjár – friðlýsing.

8. Gjárnar nefnist sérstætt svæði vestan Kaldársels með fjölbreytilegu hraunlandslagi sem er friðað náttúruverndarsvæði. Uppruni hraunsins er í Búrfellsgíg sem er í 1-2 km fjarlægð en það er talið vera í kringum 7200 ára gamalt. Frá gígnum rann mikil hraunbreiða niður í Hafnarfjörð og Skerjafjörð og er heildarflatarmálið u.þ.b. 18 ferkílómetrar. Í einum krika Gjánna var sumarbústaður, sem nú sjást einungis leifarnar af. Hleðslur eru við enda krikans. Inni í honum er eldri stekkur undir klettavegg.

9.  Í eldgosi, sem líklega varð á tólftu öld, rann hraunspýja með Kaldárbotnum og nam staðar neðan Kaldársels.
Hraunið sem var þunnfljótandi fyllti í allar lægðir á leið sinni og storkanði án þess að í því myndaðist kólnunarsprungur og gjótur.
KaldáÞegar grunnvatnsborð í Kaldárbotnum lækkar niður fyrir efri brún hraunsins hverfur Kaldá. Þegar mest er í ánni rennur hún að hraunbrúninni skammt vestan Kaldársels þar sem hún fer hindrunarlaust undir það á tveimur stöðum – og kemur aftur undan því við Straumsvík.

10. Milli Syðra- og Nyrðra Klifholts eru nokkrar landnemaspildur í umsjá félagahópa, þ.m.t. Rótatýklúbbs Hafnarfjarðar þar sem félagar klúbbsins ásamt Innerwheel konum hafa plantað árlega í rúma tvo áratugi. Þar eru borð og bekkir til áningar og unnið er að gerð göngustíga. Nýlega var settur upp minningarsteinn í skógarlundi um látna félaga.

Kerið

Kerið – gígur.

11. Kerin eru falleg náttúrufyrirbæri, hluti af gígaröð. Hægt er að ganga niður í nyrðri gíginn og um gat upp í þann syðri. Hann er kjörinn áningarstaður, enda skjólgóður með afbrigðum. Ofan við barma hans vex ein stærsta villta birkihrísla á Reykjanesskaganum, um 5-6 m há. Hið ágætasta útsýni er frá Kerunum suðvestur að Keili og Grænudyngju með Fjallið eina í forgrunni.

Stórhöfðastígur

12. Stórhöfðastígur liggur frá suðurhorni Stórhöfða, með norðanverðum hraunkanti Óbrinnishólabruna og til suðurs í gegnum Selhraun og áleiðis upp í Almenning austan við Brundtorfur. Þaðan virðist stígurinn óljós en með gaumgæfni má lesa sig eftir honum að Hraunhól norðan Fjallsins eina – og áfram upp með augljósu misgengi. Stígurinn liggur yfir það og síðan áfram upp með austanverðu fjallinu, upp á brúnir vestan Sandfells, milli Hrúfells og Hrútagjárdyngju og að gatnamótum Undirhlíðarvegar ofan Sandklofa. Stígurinn hefur nú verið stikaður svo auðvelt er að fylgja honum alla leiðina.

Gjásel13. Gjásel er við svonefndar Gjár. Stekkur er norðan undir hraunhól sem selið stendur á og vatnsstæðið er í grónum hólnum vetsan við seltóftirnar. Líklega er þetta fornt sel frá Þorbjarnarstöðum. Um er að ræða dæmigerða selstöðu á Reykjanesskaganum, sem eru um 250 talsins; baðstofa og búr með utanáliggjandi eldhúsi. Við selin eru jafnan stekkur, vatnsból og nátthagi auk fjárskjóls. Gránuskúti er svolítið vestan við selið, með fallegum niðurhleðslum við ganginn.

Rauðamelsrétt

Rauðamelsrétt.

14. Skammt vestan við Rauðamelskletta er víð hraunsprunga, gróin í botninn. Í henni er heilleg há fyrirhleðsla. Þarna hefur annað hvort verið nátthagi eð gerði. Skammt suðaustan sprungunnar er fallegt, nokkuð stórt skjól með op mót norðvestri. Skammt suður þaðan í Brunabrúninni var Þorbjarnarstaðarétt eða Vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drúgan spöl frá melnum. Í réttinni eru tveir dilkar auk almennings.

Gvendarbrunnur15.  Gvendarbrunnur er á mörkum landa Straums og Óttarsstaða við Alfaraleið, hina gömlu þjóðleið milli Innnesja og Útnesja. Líklega hefur brunnurinn verið klappaður í slétta hraunhelluna vegna þess að þar er ekkert annað vatn að hafa í hraununum. Vatnið úr Gvendarbrunnum var talið sérstaklega heilsusamlegt.

16. Óttarsstaðafjárborgin er heilleg. Hún hefur einnig verið nefn Kristrúnarborg eftir samnefndri konu sem var Sveinsdóttir og bjó á Óttarsstöðum á seinni hluta 19. aldar. Kristrún mun hafa haft forgöngu um að láta hlaða fjárborgina um 1870 eftir að fé var skorið niður víða um land. Önnur heilleg fjárborg, Borgin (Þorbjarnarstaðaborgin) er ekki mjög langt frá. Fjárborgir voru algeng skjól fyrr á öldum. Enn má sjá leifar af a.m.k. 70 slíkum á Reykjanesskaganum.

Lónakot

Lónakot.

17. Í Örnefnalýsingu fyrir Lónakot segir: „Eins og segir í landamerkjalýsingu Lónakost og Óttarsstaða, liggur landamerkjalínan úr Sjónarhól í Vörðu eða Klett austan til við Lónakotssel. Þar höfðu í seli auk Lónakotsbónda hjáleigumenn frá Óttarsstöðum. Enda eru þarna þrjár seljatættur. Selið liggur rétt austan við Skorás, sem af þessum ástæðum er nefndur Lónakotsselshæð.“ Tætturnar eru reyndar fjórar. Við selið má finna dæmigerð mannvirki selstöðunnar allt frá landnámi til vorra fyrrum upphafsára; stekki, fjárskjól, brunn og nátthaga.

Langeyri

Leifar lifrabræðslu vestan Gönguhóls.

18. Malir er samnefni malarkampanna sem voru víða milli hraunkletta við norðanverðan Hafnarfjörð. Krosseyri var við gamla hafnargarðinn en utar sjást Langeyrarmalir og Litlu-Langeyrarmalir undan Brúsastöðum. Skerseyrarmalir liggja milli Brúsastaða og Balaklappar en Skerseyri var hjáleiga og tilheyrði kirkjustaðnum Görðum sem átti þar eldiviðarítak. Landamerkjavarða er ofan Skerseyrar, nú að mestu fallin. Merkið er stutt frá vörðunni.

Stifnishólar

19. Stifnishólar. Gamli Brúastaðabærinn nefndist upphaflega Litla-Langeyri og ofar í landinu stendur nýbýlið Brúsastaðir 2. Búið er að endurbyggja og stækka gamla bæinn við Litlu-Langeyrarmalir, en neðan hans ganga hraundrangar í sjó fram, sem sjórinn hefur brotið á síðsutu áratugum. Nefnast þeir Stifnishólar og segir sagan að þar hafi verið kveðinn niður draugur um 1800.

20. Þvottaklettar eru í fjörunni utan við golfvöllinn í Hvaleyrarhrauni. Undan klettunum rennur tært vatn sem notað var til þvotta á meðan búið var á Hvaleyri. Meðfram fjörunni er göngustígur og þarna má sjá brimskafla berja klettana, sennilega eitt fallegasta brimsvæði á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Lambagjá21. Lambagjáin, sem reyndar er hrauntröð, er bæði löng og breið. Til marks um mikilfengleik hennar má geta þess að hún er nú friðlýst sem náttúruvætti. Áberandi mannvirki liggur þvert á Lambagjá vestarlega og er allnokkuð hátt. Þetta eru leifar af undirhleðslu fyrsta vatnsstokksins sem var lagður úr Kaldárbotnum um 1918. Vatninu var fleytt í opnum tréstokk að suðurenda Sléttuhlíðar þar sem það rann fram af brúninni og hripaði ofan í hraunið en kom upp í Lækjarbotnum.

Valaból

Valaból.

22. Í Valabóli hafa Farfuglar helgað sér stað. Þar hafa þeir hlúð að gróðri, sáð grasfræi og gróðursett tré. Innan girðingarinnar er Músarhellir, gamall næturstaður gangamanna, rjúpnaskyttna og ferðamanna fyrr á tímum. Á seinni árum hafa skátar nýtt sér athvarfið. Farfuglarnir höfðu sett hurð fyrir hellinn og lagfært margt þar inni, enda hafa þeir oft gist þar í hópferðum sínum. Nú er hurðin horfin, en hellirinn er enn sem fyrr ferðalöngum gott skjól. Merkið er innan girðingar.

Valahnúkur23. Valahnúkar eru móbergshryggir norðan Helgafells sem líklega mynduðust við gos í sjó fyrir um 120 þúsund árum. Víða er þar úfið og efst á þeim eru drangar miklir sem sumir telja vera tröll sem þar hafi steinrunnið við sólarupprás, en aðrir segja að séu valirnir sem hnúkarnir beri nafn sitt af.

24. Riddari nefnist klettur ofarlega suðaustan í Helgarfelli en norðaustan hans má sjá gatklett hátt upp í hlíðinni.

Helgafell

Riddarinn á Helgafelli.

Riddari átti sér tvo bræður, hraunkletta við Stóra-Lambhaga sem voru mið af sjó, á austanverðri Brunabrúninni skammt ofan við Straumsvík en þeir hafa verið eyðilagðir. Merkið er hins vegar austan við Helgafelli, ofan við nokkra stóra móbergssteina.

Slysadalur

Slysadalur.

25. Slysadalir. Útlendur ferðamaður var að koma frá Krýsuvík á 19. öldinni, hafði farið um Hvammahraun og Fagradal að vetrarlagi. Hin leiðin var um Helluna þarna vestan af, í austanverðum hlíðum Sveifluhálsins ofan við Kleifarvatn, en það mun hafa verið óvegur og ekki fyrir hesta. Vilpur voru í dalnum og voru þær ísi lagðar. Fór svo að maðurinn missti tvo hesta sinna niður um ísinn, en mannskaði varð enginn.

Gvendarselshæð

26. Gvendarsel. Gömul gata liggur frá Kaldárseli um Kúadal og Kýrskarð, upp með norðanverðri Gvendarselshæð og áfram til suðurs með henni austanverðri, um Slysadal, Leirdal og Fagradal. Selið er vestan í hæðinni, undir háum Klettavegg þar sem hann er hæstur. Klettur slútir þar fram og myndar þar á eina tóftina. Önnur tóft er skammt ofar undir veggnum. Á bak við og inn á milli er skarð í klettana og er hleðsla í enda þess. Vestan við selið er hlaðinn stekkur að hluta.

Stakur

27. Óbrinnishólahraun (-bruni) er með yngstu hraunum í Hafnarfirði og er að miklum hluta útfið kargahraun með samfelldri ráðandi mosaþembu. Óbrinnishólabruni á að hafa runnið 190 f.Kr. Í hrauninu er Stakur, blásinn malarhóll sem er vaxinn kjarri í hlíðum og allgróinn. Smalakofi frá Hvaleyrarbændum var á Stak og má sjá móta fyrir tóft hans enn í dag. [Í Lausnarblaði ratleiksins kemur fram að spjaldið sé „NA við hæðina“, en merkið er sýnt SA við hana, sem mun vera rétt staðsetning.]

GÓÐA FERÐ (munið að lausnin er yfirleitt nær en fjær).

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg í Hraunum.

P-40

Þorkell Guðnason hafði samband og benti FERLIR á a.m.k. tvö flugvélaflök í Reykjafelli í Mosfellssveit.
Tvær amerískar flugvélar (hann vissi ekki hvers tegundar þær voru) hefðu flogið hvor Braká aðra yfir Reykjafellinu snemma árs 1944 og báðar hrapað þar til jarðar. Önnur flugvélin hefði lent suður í fellinu og hin í mýri skammt norðaustan við klett, svonefndan Einbúa. Hann og fleiri krakkar í Mosfellsdal hefðu farið þangað upp eftir og m.a. hirt byssur úr fyrrnefnda brakinu og borið til byggða. Hluta af því mætti sjá á steinsteyptum stöpli við Suður-Reyki. Síðarnefnda brakið ætti að vera sokkið í mýrina og því sæist ekkert af því núna.
Þegar komið var að Suður-Reykjum mátti sjá nefndan flugvélahluta framan við bæinn. Guðað var á glugga og knúið dyra. Málfríður Bjarnadóttir, eiginkona Jóns Magnúsar Guðmundssonar, bónda á Suður-Reykjum (nýlátinn), kom til dyra. Hún tók vinsamlega á móti gestunum. Eftir að hafa borið upp erindið, þ.e. hvort hún kannaðist við nefnd flugslys og gæti lýst staðsetningu vettvangsins í hvoru tilviki fyrir sig, svaraði hún því til að þetta hefði nú Jón hennar vitað. Sagðist Málfríður hafa heyrt af slysinu. Það hefði þá verið á vitorði heimafólks í sveitinni, en ekki hefði mátt segja frá því að öðru leyti. Þetta hefði verið „hernaðarleyndarmál“. Annar flugmaðurinn, sá sem hrapaði sunnan í Reykjafelli, sem reyndar héti Reykjafjall, hefði látist, en hinn er hrapaði undir Einbúa hefði náð að kasta sér út í fallhlíf og bjargaðist heim í Helgadal.
Sagðist Málfríður vita til þess að Guðmundur, sonur hennar og núverandi bóndi á Suður-Reykjum, gæti vísað á slysavettvangana. Hann væri nú að bjástra við hrossin í gerðinu þarna norðantil.
SlysavettvangurMálfríður var kvödd með þeim orðum að heimsóknin yrði endurtekin eftir gönguna um ReykjaFJALLIÐ.
Þegar komið var að hestagerðinu var nefndur Guðmundur í önnum við hnakksetningu. Hann gaf sér þó tíma til að svara spurningum FERLIRs. Sagðist hann kannast við atvikið og slysstaðina. Sá, sem væri sunnan í ReykjaFJALLI, vel enn vel greinilegur. Þar væri brak að finna á hallandi mel. Best væri að fara upp með autsanverðu gilinu ofan við austasta sumarbústaðinn norðan við Varmá. Þegar komið væri upp að efstu mörkum gilsins væri best að halda til austurs uns komið væri að brakinu er lægi þar á mel. Í hinu tilvikinu væri nú ekkert brak að sjá. Flakið hefði verið í mýri norðaustan í fjallinu og þar hefði það sokkið í hana smám saman.
MýrinHaldið var eftir vegarslóða inn að efsta sumarbústaðnum norðan Varmár. Þaðan var haldið inn að gilinu fyrrnefnda. Gengið var upp með austanverðu giliu, upp að þeim stað er það rann saman við ofanverða fjallshlíðina. Þaðan var gengið til austurs; að flakinu. Neðar kúrði Húsadalur.
Slysavettvangurinn var fremur lítill. Á honum mátti lesa að flugvélin hafði brunnið að hluta. Brakið var þó dreift um nokkurt svæði, en augsýnilega hafði verið hirt úr því allflestir „tengslahlutir“ með textum og tölum. Þó mátti sjá áletrun á einum hlutnum (7-22-7125 1) eða eitthvað slíkt. Á vettvangi var tilfinningin sú að þarna hefði orðið mannskaði.
Þegar komið var upp að Einbúa dró flögubergið þar að sér alla athyglina. Á afmörkuðu svæði mátti Flögubergiðbæði sjá gular skófir (húsaglæðu) og smækkaða mynd af stuðlum í berginu. Mýrin norðaustan við Einbúa var einnig forvitnileg því þar mátti m.a. sjá jakobsfífil í samlífi við grávíði og birki, fjalldrapa og smjörlauf. Engin ummerki voru þar um flugslysið, en vegna þess hversu Helgadalsbærinn endurspeglaðist í kvöldsólinni frá Einbúa með útsýni yfir mýrina mátti telja líklegt að þarna hefði táknfræðingurinn sjálfur verið að senda tvífætlunum ákveðin skilaboð. Rjúpa skrapp undan fæti og flugu undan smávaxnir noðrar.
Á leiðinni niður af Reykjafelli var gengið fram á hól alsettan geyméreium. Ófáir staðir á landinu hýsa slíkan fjölda af þessu bláblómi en þarna má finna.
Þegar tekið var hús á Málfríði seinna sinnið kvaðst hún hafa kíkt í Sögu Mosfellsbæjar. Í henni, bls. 332, væri getið um slysið í ReykjaFJALLI. Þar segir: “
SóleySnemma árs 1944 varð alvarlegt flugslys í Mosfellssveit þegar tvær herflugvélar fórust yfir Reykjafelli. Önnur vélin steyptist niður skammt ofan við Reyki og flugstjórinn lést. Hin vélin hrapaði við klettanípuna Einbúa í austanverðu Reykjafelli, flugmaðurinn komst í fallhlíf og lenti skammt frá bænum Helgadal í Mosfellsdal. Guðjón Sigurður Jónsson bóndi þar „bar flugmannin til bæjar, því hann var heldur illa á sig kominn. Guðjón lánaði honum stígvjel og húsfreyja hitaði te.“ Lengi vel mátti finna leifar flugvélanna sem fórust í þessu sviplega slysi í Reykjafelli.“
Haft var samband við Þorkel Guðnason í framhaldi af ferðinni og spurt nánari upplýsinga. Svarið kom um hæl: „
Heimildarmaður minn var Jóel Kr Jóelsson, garðyrkjumaður, Reykjahlíð, Mosfellssveit.  f. 22.01.1921, látinn 16.06.2007. Hann var eiginmaður Salome, systur móður minnar. Ef ég man rétt, horfði hann á þetta gerast.  Hann sagði mér vélarnar hafi rekist saman og að flugmaður annarrar vélarinnar hafi komist út úr henni, en stungist á höfuðið í harðfennisskafl, því fallhlífin opnaðist ekki – var líklega í of lítilli hæð.
Innan hvíta hringsins [á myndinni] var aragrúi af vélbyssukúlum – hlutar úr byssubeltum og eitthvað af patrónum. Þarna við hólinn lá allstórt flugvélardekk með amerískum merkingum. Þetta er staður sem málmsafnarar áttu nokkuð greiða leið að og ég veit um allmarga sem stunduðu þá iðju.“
Samkvæmt Slysaskrá flugslysa á stríðsárunum varð atvikið þann 16. febrúar 1944. Um var að ræða tvær amerískar P40 herflugvélar. Nicolas Stam bjargaðist í fallhlíf, en William I. Heidenreich fórst er vél hans lenti í Reykjafellinu.

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Málfríður Bjarnadóttir.
-Guðmundur Jónsson.
-Saga Mosfellsbæjar 2005, bls. 332.
-Sævar Jóhannesson.

Reykjafell

Reykjafell – flugvélaflak.

Hof

Á Kjalarnesi má finna ýmsa álagabletti, staði sem tengjast álfum, huldufólki, dvergum, vættum og draugum.
Kjalarnes-442Má t.d. nefna álagablett á Klébergi fyrir neðan Klébergsskóla, Helguhól utan við bæinn Gil (draugasaga), álagablett við Lykkju, huldufólk við Arnarholt og Borg sunnan Brautarholts, draugasaga í Strýthólum, dvergasögur tengdar Dvergasteini vestan við Bakka, Árnesi og Ártúnsgljúfri, álagablett (haugur Andriðar) í Andriðsey (Andrésey), dys í gilinu neðan við Saurbæ, vætti við Miðloku, huldufólk við Tíðarskarð, álagbletti við Óskiptu (land vestan Mela og Norðurkots) og loks draugasögu tengda við Tindstaði Innri.
Um Helguhólsdrauginn segir m.a.: „Helguhóll er grjóthóll upp með Bergvíkurlæk vestan við Vallárgrundir. Hann er eitt af landamerkjum milli jarðanna Hofs og Vallár, ásamt Hrafnaklettum, tveimur einstökum klettum upp í miðri Esjuhlíð og grjótvörðu á Klébergi sem ekki finnst lengur. Vestan við Helguhól er Aurinn. Þar var Aurbrú, gamall snidduhlaðinn vegur sem náði frá fjalli og niður á Grundarholt. Við Helguhól er sögn um lífseigan draug, Helguhólsdraug og var það trú manna að hann gæti tekið upp á því að villa um fyrir mönnum, er áttu leið um Aurbrú. (Kjalnesingar. Hof. 1998 Þorsteinn Jónsson, Byggðir og bú.)
Kjalarnes-441Í Krosshól[um] á að búa huldufólk. Í Kjalnesingasögu er getið um komu Auðar djúpuðgu er hún kom á leið sinni til og um landið við hjá bróður sínum, Helga bjólu, er bjó að Hofi. Helgi vildi bjóða henni og helmingi skipshafnarinnar húsaskjól og mat (hafa ber í huga að á sérhverju skipi voru a.m.k. 64 manna áhöfn), en Auði fannst bróður sinn helst til og nýskur á kostina svo hún ákvað að halda ferð sinni áfram uns Hvammsfirði norðvestra var náð. Þar er nú eitt örnefnið; Krosshólar, fyrir ofan tófta bæjar Auðar. Ekki er með öllu útilokað að það hafi tengst stuttri viðdvöl hennar í Hofi á Kjalarnesi. Í dag er Hof sunnan við Brautarholt, millum þess og Esjubergs. Þar eru fáar minjar er gefa tilefni til fyrrum fornaldarbæjar. Bæjarnöfn hafa jafnan haft tilhneigingu til að færast til með tíð og tíma.
Kjalarnes-443Austan við núverandi Brautarholtsbæinn (og kirkjuna) er allálitlegar tóftir; vel gróinn bæjarhóll. Í honum eru leifar tiltölulega ungs bæjar; m.a. baðstofu, eldhús, fjós og hlöðu. Skammt vestar má sjá leifar fjárhúsa. Líklegt er að þessi bær hafi farið í eyði öðru hvoru megin við árið 1900. Krosshól[a] má sjá skammt norðaustan við bæjarstæðið. Augljóst er að þarna hafi fyrrum staðið eldri bær eða bæir um langt skeið. Staðurinn er kjörinn til fornleifauppgraftar, og þá með þeim formerkjum að verða grafinn upp í heilu lagi. Ekki er grunlaust um að ýmislegt forvitnilegt kynni að koma þar upp úr sverðinum.
Haugur Andriðar, föður Búa (skv. Kjalnesingasögu) er í Andriðaey. Ætlunin er að skoða hann við fyrsta tækifæri. Við hauginn á að vera Kjalarnes-444stór steinn, uppréttur, sagður legsteinn landnámsmannsins í Brautarholti, þess er sonur Helga bjólu drap á gamalsaldri til að jafna sig á því að hafa ekki náð að drepa son hans, Búa. (Samkvæmt sögunni virðist þetta hafa verið bilað lið.)
Þegar komið var að Saurbæ var þar fyrir sérkennileg kerling á gamals aldri. Aðspurð um „Dysina“ sagðist hún vita hvar hún væri, en það mætti alls ekki grafa í hana, a.m.k. ekki meðan hún væri á lífi. Nú væri dysin nánast orðin jarðlæg og ekki fyrir óreynda að staðsetja hana. Sagði hún fornmann vera þarna grafinn og sá átrúnaður væri á honum að á meðan hann fengi að vera óáreittur myndu „hey í Saurbæ ekki bresta“.
Af þeim sökum hefði verið séð til þess að gengið væri um dysina með Kjalarnes-446tilhlýðilegri virðingu. Þessa stundina stóð þannig á að sú gamla í Saurbæ var ekki ferðafær og baðst undan því að fara á staðinn að svo komnu máli. Skrásetjari fékk á tilfinninguna að sú at tharna vissi minna en hún vildi vera láta. Á korti um minjar og sögustaði á Kjalarnesi er dysin staðsett í gljúfrinu norðan og neðan við kirkjuna.
Í örnefnalýsingu Mela segir m.a.: „Rétt neðan við Melabæinn er kvos í gilinu. Þar er brekka, sem heitir Álagabrekka. Hana má ekki slá, því þá ferst bezti gripurinn í fjósinu.“ Þegar hús var tekið á Guðna Ársæli Indriðasyni í Laufabrekku austan Mela var ólíku saman að jafna og í Saurbæ. Móttökurnar voru hinar vinsamlegustu. Hann sagði nefnda Álagabrekku vera ofan Álagahvamms í landi Mela. Norðurkot væri ofan og sunnan við hvamminn.

Kjalarnes-447

Faðir hans hefði jafnan haft á orði að Álagahvamm mætti ekki slá. Hann hefði ekki tekið mark á sögninni tvö sumur og ákveðið að slá hvamminn, enda væri hann sérstaklega grösugur. Nú væri búið að gróðursetja þar nokkur grenitré. Þá hefði borið svo við að tvær bestu mjókurkýrnar á bænum hefðu drepist – og tengdi hann það hvammssláttunni.
Guðni sagði þrjár grónar þúfur eiga að vera í Óskiptu (óskiptu landi Melabæjanna). Þær hafi ekki mátt slá með svipuðum formerkjum og í Álagahvammi. Faðir hans taldi sig vita hverjar þessar þúfur væru, en nú væri erfitt að staðsetja þær af nokkurri nákvæmni.

Efstu bæirnir á Kjalarnesi í austri eru Tindstaðir Ytri og Innri. Handan þeirra taka Kjósarbæirnir við; Kjalarnes-448Kiðafell, Morastaðir og Miðdalur.
Á Tindstöðum Innri var draugurinn „Tindastaðaflyksa“. Þetta var hundtík flegin aftur fyrir miðju, sem send var Halldóri bónda á Tindstöðum í Kjós seint á 18. öld. Um tíkina þá verður fjallað nánar um síðar.
Brautarholt er sagnastaður er fyrr greinir. Í örnefnalýsingu segir: „Sagt er, að í Krosshól hafi verið huldufólk. Eitt sinn þurfti að sækja yfirsetukonu til konu í Mýrarholti. Þegar hún kom, var búið að skilja á milli, en konan vissi ekki sjálf um, hvernig það gerðist. Þetta var um 1880.“ Hamrarnir sunnan Borgar suðvestan Brautarholts geymir og sagnir um huldufólk, sem fyrr er lýst.
Við Bakka er Dvergasteinn. Húsfreyjan á Kjalarnes-445bænum, þrátt fyrir annir við mjaltir, gaf sér brosandi tíma til að útskýra tilurð örnefnisins. „Ég var hér í sveit fyrrum. Þá lá fyrir vitneskja um steininn. Hann var alltaf nefndur „Dvergasteinn“. Hann er þarna í túninu og hefur ávallt verið látinn í friði þrátt fyrir túnasléttur og aðrar framkvæmdir. Steinninn, sem nú virðist lítill, hefur áður verið mun hærri. Sagt er að sonur bóndans á Bakka hafi eitt sinn bjargað sér upp á steininn til að forðast mannýkt naut er sótti að honum. Ég veit ekki hvaðan sagan er komin eða hversu gömul hún er, en þarna er steinninn og þess hefur ávallt verið gætt að láta hann í friði“.

Heimildir m.a.:
-kjalarnes.is.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Guðni Ársæll Indriðason frá Laufbrekku á Kjalarnesi.
-Úrill kona í Saurbæ á Kjalarnesi.

Esja

Esja á Kjalarnesi.

 

Ásfjall

Ásfjall ofan við Hafnarfjörð er hæst 127 m.y.s. Ásfjall er í raun grágrýtishæð. Þar fyrir neðan er Ástjörn. Hvorutveggja ber nafn af bænum Ási, sem stóð undir fjallinu. Fjallið er víðast hulið lausum jarðlögum, en allvel gróið mosa og lyngi.  Efst á því er Dagmálavarðan, sem nú hefur verið endurhlaðin. Útsýni af fjallinu er gott og sérstaklega áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði og sögu höfuðborgarsvæðisins.
Á Ásfjalli eru menjar um hersetu fyrr á öldinni. Svæðið var friðlýst 1996, sbr.: „Auglýsing nr. 658 um stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall.Byrgi Ásfjalli – Að tillögu umhverfisnefndar Hafnarfjarðar og að fengnu samþykki bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur [Umhverfisstofnun] ákveðið að landsvæði umhverfis friðlandið við Ástjörn og Ásfjall verði lýst fólkvangur, með skírskotun til 26. gr. laga nr. 47/1971, um náttúruvernd. Mörk svæðisins eru: að vestan: Íþrótta- og útivistarsvæði Knattspyrnufélagsins Hauka, að norðan: Stekkur og framtíðaríbúðarbyggð, að austan: Austurhlíð Ásfjalls, og að sunnan: Grísanes.“ Ástæður friðunar og gildi hennar er mikilvæg fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Allnokkrar menningarminjar  eru innan friðlýsta svæðisins, s.s. fjárborgir, vörður, landamerki, gömul bæjarstæði og minjar frá stríðsárunum. Dagmálavarðan var fyrst og fremst leiðarmerki á fiskimið, sbr.: „Með hvarfi vörðunnar á Ásfjalli hefði líka horfið eitt ágætt fiskimið. Í endurminningum Erlends Björnssonar á Breiðabólsstöðum kemur fram að Ásvörðuslóð er eitt að þeim miðum sem mest voru sótt fram á Sviði. Önnur mið á Sviðinu heita Sandhali, Marfló, Klettslóð, Bollaslóð og Riddararnir saman. Reyndar talar Erlendur um vörður í Ásfjalli og því virðast þær hafa verið fleiri um aldamótin 1900. En miðið Ásvörðuslóð er þegar Valahnjúkarnir eru um vörður á Ásfjalli.“ Reyndar var önnur stór varða norðvestar á Ásfjallsöxlinni nyrðri. Nú er komin þar byggð. Varða, sem hlaðin hefur verið í einu hringtorginu mun ekki hafa verið svo langt frá þeim stað, sem sú gamla stóð.
Leifar skotgrafar og byrgja undir DagmálavörðuEkki eru svo mörg ár síðan að Ásfjallsöxlin nyrðri var þéttsetin kríuvarpi. Þegar leyfðir voru matjurtargarðar þar færði krían sig ofar á öxlina, en með auknum ágangi hvarf hún þaðan að mestu, skömmu áður en svæðið var skipulagt sem íbúðarbyggð.
Yfir Ásfjallsöxlina syðri (Ásfjallsrana) lá gamla leiðin frá Ási áleiðis í Hrauntungur, framhjá stekk, og upp Dalinn þar sem enn má sjá leifar fjárhellis í gróinni kvos. Inngangurinn var hlaðinn, en þak hellisins er að hluta til fallið niður. Gatan lá síðan áfram upp á Stórhöfðastíg eða upp í Kaldársel.
Vestan í Ásfjalli er hlaðið byrgi eftir Bretana. Einnig undir Dagmálavörðunni. Þá eru leifar fimm annarra byrgja suðaustar í fjallinu. Bretar virðast hafa hróflað upp görðum, líkt og á Flóðahjalla, en Íslendingar hlóðu þá gjarnan vel og vandlega skv. gömlu handbragði og venjum. Enn eitt byrgið er norðaustan í fjallinu, fjárborg er suðvestan og efst í syðri Ásfjallsöxlinni og önnur slík norðan fellsins, ofan hús nr. 8-10 við Brekkuás, er skráð fjárborg í Fornleifaskráningu Hafnarfjarðar, en sú eru leifar herminja, þ.e. hringlaga skotbyrgi með innbyggðum skjólum líkt og sjá má á Flóðahjalla.
Minjarnar næst Dagmálavörðunni eru fyrst og fremst herminjar frá 1941. Þarna voru varðskýli og skotgrafir á milli þeirra. Hleðslurnar sjást enn. Svo kalt var á fjallinu um veturinn að hermenn kól á póstunum og þurfti að setja saman lið til að sækja þá og bjarga öðrum niður af fjallinu.
Árni Helgason getur þess í lýsingu Garðaprestakalls 1842 að þeir bæir sóknarinnar sem liggi í hrauninu nefnist Hraunabæir. Hann heldur áfram og segir: Þessi hraun hafa ýmisleg nöfn. Hraunið fyrir sunnan Ásfjall heitir Brunahraun eða Bruni. Þar niður undan, allt fram í sjó Hvaleyrarhraun, þar fyrir sunnan Kapelluhraun og svo Almenningur allt suður af Hvassahrauni.
Útsýnisskífa á Ásfjalli tíundar flest fjöllin í fjallahringnum frá þessum ágæta, en jafnframt nálæga, útsýnisstað.
Frábært veður. Gangan tók 22 mín.
Útsýni yfir Ástjörn

Bálkahellir

Svæði Reykjanesskagans búa yfir miklum verðmætum, hvort sem horft er til orku eða annarra náttúruauðlinda. Mörg svæðanna eru enn að mestu óröskuð. Þau geyma ótal mannvistarleifar er endurspegla búsetu- og atvinnusöguna frá upphafi Forn tóftlandnáms hér á landi. Flestir landsmenn búa nú á skaganum, en hann spannar hið forna landnám Ingólfs, vestan línu frá Ölfusárósum í Hvalfjarðarbotn.
Reykjanesskaginn telst til landnáms þessa fyrsta norræna landnámsmanns hér á landi. Eftir að hafa dvalið um tíma á Austurlandi, þangað sem flestir verðandi landnámsmannanna komu reyndar í fyrstu frá Suðureyjum, færði hann sig um set og taldi loks ákjósanlegri búsetukosti vera við heitavatnslindir ofan víkur þeirrar, er hann lagði loks við skipi sínu. Landnámið hefur verið nefnt eftir manninum og getið er um í Landnámu. Hóf hann, ásamt þrælum sínum, að byggja sér bæ og önnur nauðsynleg mannvirki. Landnámið færðist síðan smám saman yfir á frændur og búalið. Þegar minjar nátengdra afkomenda Ingólfs voru grafnar upp við byggingu húss Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu og Herkastalans tæplega 1100 árum seinna var rótað í ummerkjum elstu mannvistarleifa á svæðinu og síðan húsin reist á grunni þeirra. Enginn hafði þá áhuga á hinum fornu og hinum augljósu tengslum þeirra við hinn fyrsta landnámsmann. Auðveldlega hefði verið hægt, með svolítilli umhugsun, að byggja húsin spölkorn frá og geyma svæðið til seinni tíma rannsókna. Nú eru þessar merku minjar glataðar og verða ekki endurheimtar – því miður. Svona er og hefur reyndar verið um margt það sem merkilegt hefur getað talist, hvort sem um er að ræða minjar eða einstök náttúrufyrirbæri. Það er þó bót í máli að á fyrrnefndu svæði eiga eftir að finnast fornleifar er gefa munu til kynna mannvist hér á landi löngu fyrir hið „opinbera norræna landnám“.
VegaframkvæmdirAf og til, einkum við hátíðleg tækifæri, og af gefnu tilefni eru mörg orð höfð um umhverfismál, mikilvægi verndunar, verðmæti umhverfis og náttúru, gildi hvorutveggja fyrir ferðaþjónustuna (hinnar sívaxandi atvinnugreinar) sem og nauðsynleg skil núverandi kynslóða til afkomendanna. Á milli orðanna er vaðið yfir stór áður óspillt svæði með stórvirkum vinnuvélum, jarðýtum og skurðgröfum í nafni arðbærar atvinnusköpunnar og aukningar á vergri þjóðarframleiðslu, framfara og „mikilvægrar nauðsynjar“, án þess að sú nauðsyn hafi yfirleitt verið útskýrð fyrir fólki. Gleymst hefur, að ekkert af því sem glatast, verður nokkurn tíma endurheimt – hvorki til handa komandi kynslóðum né öðrum.
En hér er í rauninni alls ekki um einfalt mál að ræða. Staðreyndin er þó auðvitað sú að huga þarf að skynsamlegu meðalhófi, annars vegar að varðveislu verðmætra náttúru- og minjasvæða, og hins vegar að arðsemi og nauðsynlegri nýtingu. Hingað til hefur fulltrúum síðarnefndu sjónarmiðanna verið gefinn um of laus taumur, með sárgrætilegum afleiðingum. Þeir hafa fengið, þegjandi og hljóðlaust, að sóða út dýrmæt svæði, jafnvel án nokkurrar skynsamlegrar ástæðu. Þegar horft er á loftmyndir eða svæði gengin og skoðuð, má vel sjá hvar farið hefur verið yfir landið á “skítugum skónum”. Mestu sóðarnir eru orkufyrirtækin og sjálf sveitarfélögin, sem einna helst hefðu átt að spyrna við fótum og gæta varúðar.
Utanvegaakstur Fjárhagslegir hagsmunir hafa því miður fengið að ráða um of ferðinni – hingað til a.m.k. Fjármagn og möguleg arðsemi (í peningum talið) hefur jafnan ráðið afstöðu manna til fyrirsjáanlegrar eyðileggingar á umhverfinu.
Fólk, sem ber umhyggju fyrir landinu, hefur mótmælt óhóflegri röskun þess. En hversu víðtækur er landverndaráhuginn? Takmarkast hann einungis við ákveðna staði af tilteknum ástæðum? Endurspeglar hann afstöðu fjöldans, eða er hann bara bergmál hrópandans í eyðimörkinni? Langflestir vita mjög lítið um umhverfisvernd, örfáir svolítið meira og til eru þeir sem bulla um eitthvað sem skiptir engu máli. Stjórnmálamenn vita sennilega minnst um efnið þótt þeir tali mest um það – og þá jafnan um ekkert sem skiptir máli.
Tiltölulega auðvelt ætti að vera að samhæfa nýtingu og meðferð verðmætra náttúruauðlinda. Til þess þarf þó meira en menn sem horfa ekki til mögulegrar aðrsemi þeirra sjálfra – í aurum talið. Fólk með heilbrigða skynsemi kann og getur gætt að samræmi þess sem í raun skiptir máli.
Á hverju hefur fólk yfirleitt áhuga? Kannanir hafa sýnt að áhugi á óspilltri náttúru og menningartengdum svæðum séu áhugaverðastar. Þótt langflestir íbúar á Reykjanesskaganum sæki í ósnortna náttúru og nálægð við söguminjar í öðrum og fjarlægari landnámssvæðum eru möguleikar skagans nær óþrjótandi í þeim efnum. Og hvers vegna að aka í þrjár klukkustundir til að geta skoðað eitthvað á fimmtán mínútum þegar hægt er að aka í fimmtán mínútur til að geta skoðað sig um í þrjár klukkustundir? Allflest það er finna má í öðrum landshlutum er einnig að finna á Reykjanesskaganum. Fólk hefur hins vegar tilhneiginu til að horfa langt fyrri skammt.
Háspennumöstur Óyggjandi þörf er fyrir að varðveita landið sem mest ósnortið svo komandi kynslóðir og gestir þeirra geti notið þess sem skyldi. Líklegra má telja að fólk beri virðingu fyrir landinu meðan það er enn fallegt og jafnvel einstakt – telur sig tilheyra því. En um leið og búið er að raska eða eyðileggja hluta þess, minnkar áhuginn svo og virðingin í réttu hlutfalli við skemmdirnar. Enginn hefur t.a.m. áhuga á brotnum stól eða götóttum hjólbarða. Hvers vegna ætti fólk þá að hafa áhuga á eldborg, sem búið er að skemma og fjarlægja að hluta, eða fallegum dal, sem hefur verið sléttaður út til að koma fyrir stórvirkum bortækjum?
Mikilvægt er að þeir, sem fá leyfi til framkvæmda, standi þannig að málum að sem minnst röskun verði vegna þeirra. Öllum er ljóst að byggja þarf nýja vegi, virkja jarðorkuna, ná í sand, möl og grjót, en það er hægt að gera það að yfirlögðu ráði og með fullri meðvitund.
Eitt þeirra svæða, sem enn er ósnortið á Reykjanesskagnum eru Brennisteinsfjöll. Þar er jarðsagan og –myndunin líkt og opin fræðibók, bæði með litmyndum og augljósum skýringum; fallegar eldborgir, hrauntraðir, hellar og gígar, einstakri fánu og flóru ásamt einu frábærasta útsýni sem hægt er að hugsa sér – í friði fyrir háspennulínum. Minjar námuvinnslu eru í fjöllunum og gamlar þjóðleiðir liggja um þau, þvert yfir Reykjanesskagann, milli suður- og norðurstrandar hans.
Svæði Reykjanesskagans mynda bæði sjálfstæð og heilstætt búsetuminjasvæði. Þau hafa að geyma tæplega 260 selstöðuminjar, yfir 100 hlaðin fjárskjól, meira en 100 réttir og stekki, um 80 fjárborgir, ótal vörður tengdar sögulegum atburðum, a.m.k. 32 hlaðnar refagildrur, yfir 100 brunna og vatnsstæði, ótal gamlar götur þar sem fætur, hófar og klaufir liðinna kynslóða hafa markað djúp för í hraunhelluna, allnokkrar verminjar, varir naust og lendingar, fiskverkunarminjar Gömul þjóðleiðog aðrar þær mannvistarleifar sem maðurinn hefur skilið eftir sig á löngum tíma. Minjar þessar lýsa m.a. hvernig forfeður og –mæður lifðu, við hvaða aðstæður og hversu aðdáunarvert megi telja að við, sem nú lifum, skulum yfirleitt geta orðið til. Fyrir það ber okkur að sjálfsögðu að þakka, t.d. með því að bera umhyggju fyrir því sem þetta fólk skildi eftir sig, hvort sem um er að ræða minjar, líkar þeim er byggt var á við Tjarnargötu, eða landið sjálft.
Mikið hefur verið rætt um mikilvægi eftirlits í samfélaginu – til að auka öryggið. Þær hugmyndir eru að mörgu leyti góðra gjalda verðar, en í umræðunni gleymist að helstu „skemmdarvargarnir“, sem fólki og landi stafar hvað mest hætta af um þessar mundir eru stjórnmálamenn og embættismenn tengdir ýmiss konar framkvæmdum, s.s. virkjanagerð, álversframkvæmdum og öðru því sem til þarf, s.s. vegagerðaraðilar. Utanvegaakstur spillir og landinu, malartaka ýmiss konar, íbúðabyggð o.fl. Engum hefur hins vegar látið sér detta í hug sérstakt eftirlit með aðilum er telja sig hjafa fengið leyfi til framkvæmda. Eitt nýlegt dæmi um slíkt er frá Heiðmörk. Annað frá Reykjanesbraut. Fáum dettur í hug að bæði sé hægt að vera með framkvæmdir og varðveita þau svæði, sem framkvæmdir ná yfir, en með svolítilli hugsun, eins og áður segir, þar sem varfærni er höfð til hliðsjónar og virðing fyrir umhverfinu er meðvituð, ættu verðmæti náttúrunnar sem og sögulegar minjar sér meiri möguleika til lengri framtíðar en hingað til, sbr. minjar hins fyrsta landnámsmanns við Tjarnargötu í Reykjavík. Einnig gamla gatan yfir Siglubergsháls, sem fór að óþörfu undir Suðurstrandarveginn.
Malargryfjur Ef einhverjum hefði þá dottið í hug að leggja til að færa áætlaðar byggingar í miðborginni á sjötta áratug 20. aldar eða hnika til skipulagi um nokkra metra, væru nú, hálfri öld seinna, til sögulegasta minjasvæði landsins, og þótt víðar væri leitað – um upphaf landnámsbúsetu heillrar þjóðar. En það var bara ekki gert – því miður.
Náttúru- og söguminjar Íslands eru bæði einstakar og fjölmargar. En þær eru hvorki ótakmarkaðar né óaðgengilegar fyrir stórhuga framkvæmdamenn í arðsemisleit. Létttifandi lækur, fiðraður vorboði á hreiðri, háreistur álfaklettur, vel hlaðið fjárskjól í hrauni frá sögulegum tíma, tímalaus vör eða brönugras í júní með undirspil golunnar virðist allt fátæklegt í fyrstu. En þegar betur er að gáð er allt þetta, hver einstakt, margfalt verðmætara en t.d. ipot, tölvuleikir, gargandi tónlist, pizza eða samfelldur umferðarniður frá morgni til kvölds. Jafnvel verðmætara en suðið í háspennulínum hinna óteljandi mastra með undirliggjandi slóðum er hlykkjast nú þvers og kurs um landið.
Virðing fyrir landinu kostar ekkert. Eyðilegging náttúru- eða menningarminja verða aldrei bætt. Með ákvörðun um varðveislu og skynsamlegri nýtingu landsins er hægt að koma í veg fyrir óþarfa eyðileggingu, auka vitund fyrir raunverulegum verðmætum og skapa sátt. Og allir græða – a.m.k. eitthvað.

Hraun

Nútímahraun á Reykjanesskaga.

Burkni

Sá/þeir/þau er ganga um hraunin utan og ofan Hafnarfjarðar að sumarlagi komast vart hjá því að sjá stóra og fallega burkna í hraungjótum og sprungum.
Burkni-2Tófugrasið, eitt afbrigðið, má einnig sjá í sérhverju fjárskjóli.
Á Íslandi vaxa um 37 tegundir af byrkningum. Til byrkninga teljast burknar, elftingar og jafnar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Byrkningar mynda engin fræ eins og blómplöntur, og bera engin blóm. Í stað þess bera þeir gróhirzlur sem framleiða mikið magn af gróum. Burknar bera gróhirzlurnar í gróblettum neðan á blöðunum, elftingar bera gróhirzlur í gróaxi efst á toppi stöngulendanna, en jafnar bera þær í blaðöxlunum. Álftalaukar sem vaxa á kafi í vatni bera gróhirzlurnar í slíðrum við blaðfótinn.
Þegar gró byrkninganna spíra, myndast í fyrstu forkím (kynliður) sem tekur mismunandi langan tíma að þroskast. Forkímið er ætíð smávaxið, stundum grænt og blaðlaga, en er í sumum tilfellum blaðgrænulaust og þroskast neðanjarðar. Á forkíminu myndast kynfrumur, og á því verður frjóvgun. Af okfrumunni sem myndast við samruna kynfrumanna vex síðan upp byrkningurinn sjálfur, elftingin, burkninn, tungljurtin eftir því hvaða flokki forkímið tilheyrir. Þroskun forkímsins getur tekið frá fáum vikum (burknar og elftingar) upp í nokkur ár (tungljurtir).
Burkni-3Burknar eru skuggþolnar plöntur sem ræktaðar eru vegna blaðanna. Þeir hafa fínleg blöð og mynda skemmtilega brúska. Burknar þurfa gott skjól eigi þeir að þrífast vel, svo og næringarríkan og hæfilega rakan jarðveg.
Stóriburkni er stærstur íslenskra burkna, allt að 1 m á hæð. Hann myndar breiða brúska af stórum blöðum, allgrófum. Mjög harðgerður og gróskumikill.
„Margir garðar búa yfir ákaflega skuggsælum stöðum þar sem erfitt er að fá plöntur til að lifa og dafna. Ekki þýðir að gróðursetja blómstrandi plöntur á slíka staði því þær þurfa á beinni sól að halda, að minnsta kosti hluta úr degi, svo þær nái að blómstra og skila sínu hlutverki með sóma. Á skuggsæla staði verður maður því að velja plöntur með falleg laufblöð því ekki er hægt að treysta á að blómin lífgi upp á umhverfið. Margir skuggaþolnir runnar verða auðvitað fyrir valinu en það er nú einu sinni svo að þeir verða feitir og pattaralegir með tímanum og þá þarf að fara að klippa þá og snyrta til og ekki eru nú allir garðeigendur til í það að leggja allt of mikla vinnu í skuggalegu beðin, það fer svo mikið betur um mann í sólinni…
Burkni-4Þá er bara að finna plöntu sem er falleg í skugga, verður ekki allt of stór og þarf lítið sem ekkert viðhald. Burknar eru fyrstu plönturnar sem koma upp í hugann sem uppfylla þessi skilyrði.

Burknar eru skuggaþolnar plöntur, þetta eru yfirleitt skógarbotnsplöntur eða plöntur sem þrífast vel í klettaskorum og gjótum þar sem sólar nýtur ekki við nema að örlitlu leyti. Burknarnir eru blaðfallegir, með stór, fínleg blöð sem mynda þéttar og fallegar hvirfingar. Þeir þurfa fremur léttan, loftríkan og næringarríkan jarðveg sem þarf að vera rakaheldinn. Fæstir burknar þola mikinn þurrk þannig að gæta verður að því að gróðursetja þá ekki of nálægt húsveggjum þar sem þeir geta lent í regnskugga. Mjög auðvelt er að fjölga burknum með skiptingu og eru þeir yfirleitt fljótir að taka við sér eftir gróðursetningu. Í náttúrunni fjölga burknar sér með gróum sem myndast í gróblettum á neðra borði blaðanna eða á sérstökum gróbærum blöðum sem vaxa upp úr blaðþyrpingunni.
Hér á landi er hægt að rækta margar tegundir burkna með ágætis árangri. Sumar tegundir hafa náð meiri vinsældum en aðrar og er það eflaust vegna þess að þær eru til í meira framboði í garðplöntustöðvum.

Burkni-5Stóriburkni verður, sem fyrr sagði, 80-100 cm hár og breiður brúskur með tvífjaðurskipt blöð sem virka svolítið gróf á mann. Blöð stóraburkna raða sér í óreglulega hvirfingu og á neðra borði margra blaða er hægt að sjá nýrnalaga gróbletti (eru eins og nýru í laginu). Þetta er í raun greiningaratriði því það getur verið ákaflega erfitt að þekkja mismunandi tegundir burkna í sundur.
Burkni-6Annar algengur burkni er fjöllaufungur, Athyrium filix-femina. Fjöllaufungurinn er yfirleitt mun fínlegri yfirlitum en stóriburkni þótt hann geti auðveldlega náð svipaðri hæð og stóriburkninn. Gróblettir fjöllaufungs eru aflangir en ekki nýrnalaga eins og á stóraburkna og er þannig mögulegt að þekkja þessar tegundir frá hver annarri. Til eru ótal yrki af fjöllaufungi og eru mörg yrkjanna með blöð sem eru undarleg í laginu. Einnig eru yrkin mishávaxin.
Körfuburkni er enn einn algengur burkni. Hann er sérstakur fyrir þær sakir að blöð hans raðast í nokkurs konar körfu. Upp úr miðri körfunni kemur svo undarlegt blað, gróblað og eru gróblettir einungis á þessu blaði. Körfuburkni getur orðið rúmlega 80 cm á hæð. Hann fjölgar sér með rótarskotum þannig að nýjar blaðhvirfingar skjóta upp kollinum í svolítilli fjarlægð frá móðurplöntunni.
Nokkrar mismunandi tegundir burkna í einu skuggabeði geta skapað mjög skemmtileg áhrif en einnig getur komið vel út að brjóta upp fínlega blaðbreiðu burknanna með plöntum með annars konar blöð, til dæmis Hosta-tegundum (brúskum) sem eru með stór, heil blöð í ýmsum blaðlitum frá gulu yfir í blágrátt.
Þessum fróðleik um burkna er sérstaklega ætlað að efla vitund og áhuga hraungangandi um efnið.

Heimild m.a.:
-Morgunblaðið – Mánudaginn 27. september, 2004 – Fasteignablað.

Burkni

Burkni.

 

Katlahraun

Katlahraun er vestan Ögmundarhrauns á suðurströnd Reykjanesskagans, vestan Seltanga.
Hraunið hefur runnið í sjó fram og þá myndað kyngimagnaðar borgir, skúta og súlur. „Ketillinn“ er afmarkað Súlajarðfræðifyrirbæri skammt ofan við ströndina. Hann er skjólgóður og í honum er að finna ótal hraunmyndanir. Katlahraun er talsvert eldra en Ögmundarrraun. Mikil hraunflæmi einkenna það, sérkennilegar hrauntjarnir og hellar, þ.á.m. Smíðahellirinn og Sögunarkórinn, sem síðar verður fjallað um.
Katlahraun er á náttúruminjaskrá frá árinu 1996. Því má hvorki raska né spilla á nokkurn hátt, nema með sérstöku samþykki, sem varla mun fást þótt eftir væri leitað.
Á Selatöngum er gömul verstöð. Minjarnar, sem þar má sjá nú, eru væntanlega frá því á 19. öld, en verið lagðist að mestu af um 1880, en alveg skömmu eftir aldarmótin 1900. Lengst af var róið þaðan frá Ísólfsskála, en vestasta sjóbúðin, sem enn sést, af þremur er á hans landi.
SúlaÖgmundarhraun er talið hafa runnið árið 1151 og þar má sjá húsatóttir sem hraunið rann upp að og yfir. Fallegar og óvenjulegar hraunamyndanir eru þar, sem fyrr segir. Helstu ógnir jarðmyndananna eru vegagerð og akstur utan vega. Við fyrirhugaða lagningu nýs Suðurstrandarvegar á þessu svæði þurfti að huga vel að því að skaða ekki hrauna- og gígamyndanir. Góðar forsendur eru fyrir varanlegri vernd hraunsins vegna fjölbreytni jarðminja. Auk þess er þetta óvenjulegar og fágætar gerðir slíkra minja, þær eru viðkvæmar fyrir röskun og hafa verulegt vísindalegt, efnahagslegt, félagslegt og menningarlegt gildi.

Smíðahellir

Hraunið sem rann þegar Ketillinn myndaðist kom frá eldgosi í Moshól (sem nú hefur verið spillt með vegagerð) fyrir um 2000 árum og hefur það verið verulegt hraungos. Ketillinn eru staðsetturr ofan strandarinnar og er talið að þegar þær mynduðust hafi hraun frá fyrrnefndu gosi streymt í sjó fram og smám saman náð undir sig svæðinu með bráðnu hrauni. Hraðskreið hrauná hefur líklega fyllt stóra dæld ofan strandarinnar. Hraunið bullaði og sauð í þessum nornapotti þegar lofttegundir hraunkvikunnar ruku úr því. Á meðan þessu stóð tók yfirborð hraunsins að storkna og sumstaðar storknaði það til botns og myndaði þá hraunstólpa sem fólk sér þegar það gengur um svæðið í dag. Storkið hraunið myndaði nokkurskonar þak ofan á bráðinni kvikunni en á endanum braust hraunið fram og tæmdist undan þakinu. Við þetta veiktist þakið svo að það hrundi niður og eftir varð það einstæða landslag sem flestir þekkja í dag sem Ketilinn (Borgina).

Refagildra

Landslag þar er sjá má í Katlahrauni hlaut að gefa tilefni til þjóðsagnar. Sú tilgáta þekkist t.d. að Ketillinn hafi verið dansstaður trölla, þau hefðu eitt sinn gleymt sér í svallinu og dagað uppi. Ketillinn er nokkurs konar hraunbóla í Katlahrauni, hlaðin upp úr þunnum hraunskánum. Hraunbólan er næstum hringlaga og um 300 m í þvermál. Tvær skýringar eru á þessu; í fyrra tilvikinu bólgnar hraunið upp vegna þess að hraunbráð streymir að gúlnum undir storkinni skán, eða eftir hraungöngum, og lyftir þannig yfirborðinu. Jón Steingrímsson lýsti því hvernig storkið hraun bólgnaði upp í Skaftáreldum – líkt og blaðra sem blásið er í – við það að bráð streymdi að undir storknuðu hraunyfirborðinu. Þetta ferli er alþekkt  – að hraun þykkni þannig „neðan frá“.

Minjar

Um Ketilinn lá Vestari rekagatan, milli Selatanga og Ísólfsskála. Hún er enn greinileg, einkum inn í Ketilinn, upp úr honum og síðan um Skollahraun áleiðis að Skála. Ofan Mölvíkur verður stígurinn ógreinlegur vegna ágangs sjávar og sands. Upp með Katlahrauni austanverðu lá Vestari vergatan. Auðvelt er að fylgja henni enn í dag þar sem hún liggur um slétt helluhraun. Austari vergatan (rekagatan) liggur síðan upp með vesturbrún Ögmundarhrauns, einnig á sléttu helluhrauni. Báðar liggja göturnar upp á Suðurstrandargötuna þar sem hún lá undir Núpshlíðarhorninu, annars vegar um Méltunnuklif og ofanvert Skála-Mæifell og Slögu að vestan og hins vegar um Ögmundarhraun að austan (Ögmundarsígur) til Krýsuvíkur, en bæirnir þar höfðu í veri á Selatöngum móti Skála og Skálholti, allt frá því á ofanverðri 12. öld að talið er.

Nokkrir kunnir hellar eru á og við Seltanga og í Katlahrauni. Má þar t.d. nefna Smiðjuna, Sögunarkór, Smíðahelli og Nótarhelli. Síðasnefndi hellirinn er vestan við Seltangafjöruna, undir brún Katlahrauns. Þar drógu Skálamenn nót yfir vík til selaveiða. Í Smiðjunni var járnsmíðaaðstaða við austustu sjóbúðina (sennilega frá Krýsuvík). Í Sögunarkór var sagaður rekaviður, hugsanlega til notkunar í Smíðahelli, sem þar er skammt frá. Í hann fóru vermenn í landlegu og dunduðu við að smíða nytsama hlyti til viðskiptanota, s.s. spænir, hrífur, aska o.fl.
KetillEkki mátti vitnast um notkun þeirra á rekaviðnum því hann tilheyrði öðrum, s.s. Kálfatjörn um tíma.

Refagildrur eru við Seltanga og í Katlahrauni, a.m.k. 4 að tölu. Eflaust leynast þar fleiri slíkar því tilhneigingu hafa þær til að hverfa inn í umhverfið, enda gerðar úr efni þess. Allar eru refagildrurnar heillegar, utan einnar. Fallhellur eru fyrir opum og gangar óraskaðir.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Katlahraun

Kaltlahraun – Selatangar fjær.

 

 

Þorleifur Einarsson

Í Náttúrufræðingnum 1961 eru birt skrif Þorleifs Einarssonar um „Þætti úr jarðfræði Hellisheiðar„:

Þættir úr jarðfræði Hellisheiðar

Þorvaldur Einarsson

Þorleifur Einarsson (1931-1999).

„Þá kom maðr hlaupandi ok sagði, at jarðeldr var upp kominn í Ölfusi ok mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða.“
Vart mun sá maður til vera á Íslandi, að hann kannist ekki við þessa stuttu frásögn Kristnisögu af eldsuppkomu á Hellisheiði árið 1000 og orðræður Snorra goða og heiðinna manna á Alþingi það sumar. En nokkuð hefur það verið á reiki, við hvaða hraun ummæli þessi eiga.
Sumarið 1956 hóf ég athuganir á gossprungum á vestanverðri Hellisheiði og hraunum, sem þaðan eru komin. Rannsókn þessi varð þó víðtækari, tók reyndar tvö sumur í viðbót, 1957 og 1958, svo sem grein þessi ber með sér, og náði til jarðfræði Hellisheiðarsvæðisins alls, en það takmarkast að norðan af Hengladölum, að vestan af Bláfjöllum, að sunnan af Fjallinu eina, Geitafelli og Krossfjöllum, að austan af Þorleifslæk og Varmá. Um athuganir þessar ritaði ég síðan prófritgerð (Diplom Geologe), sem birtist í vor (Þorleifur Einarsson 1960), og er grein þessi útdráttur úr henni.
Um jarðfræði Hellisheiðarsvæðisins hefur fátt verið ritað. Flestir jarðfræðingar hafa talið mosagráa hraunflákana og lág fellin lítið forvitnileg. Rækilegastar munu athuganir Þorvalds Thoroddsens (1908-11, 1913, 1925) og Trausta Einarssonar (1951) vera. Af öðrum, sem um jarðfræði þessa svæðis hafa fjallað, mætti nefna Guðmund G. Bárðarson, Guðmund Kjartansson (1943), Tékkann M. F. Kuthan og Norðmanninn T. F. W. Barth.

Jarðfræðilegur inngangur

Þorvaldur Einarsson

Þorvaldur Einarsson – rit um jarðfræði Hellisheiðar.

Jarðsaga Íslands nær aðeins yfir síðustu öld jarðsögunnar, nýöld.
Elzta berg hér á landi er að finna á Austfjörðum og Vesturlandi, blágrýti með millilögum úr harðnaðri gosösku, sandsteini og leirsteini með surtarbrandi. Jurtaleifar úr surtarbrandslögum í neðri hluta blágrýtismyndunarinnar benda til þess, að elztu lögin séu ártertier að aldri, þ. e. a. s. allt að 60—70 milljónum ára gömul. Mest ber þar á blaðförum og frjókornum lauftrjáa, sem vaxið hafa við milt loftslag. Er líða tekur á tertier-tímann, kólnar í veðri. Laufskógurinn víkur æ meir fyrir barrskógum. Á síðtertier hylur svo jökull hluta landsins fyrsta sinni, svo sem millilög úr jökulbergi í efri hluta blágrýtismyndunarinnar (gráa hæðin) í Esju, Fnjóskadal, Hornafirði og víðar bera vitni um, en mestur hluti hinnar kulvísu flóru mun hafa lifað þetta kuldakast af. Skeljalögin á Tjörnesi eru einnig síðtertier (pliósen) að aldri.
Á hinum eiginlega jökultíma, sem tók yfir síðustu milljón árin, eru kunnar hér á landi minjar þriggja ísalda og tveggja hlýviðrisskeiða eða hlýalda líkt og á norðanverðu meginlandi Evrópu.

Þorleifur Einarsson

Þorleifur Einarsson – Jarðfræði; saga bergs og lands.

Í Ölpunum hafa fundizt ummerki fimm ísalda og í Norður-Ameríku fjögurra. Lítið er kunnugt um það, hve langan tíma framrás og bráðnun ísaldarjöklanna tók, en þó skal hér reynt að gera nokkra grein fyrir bráðnunarsögu meginjökuls síðustu ísaldar suðvestanlands. Þegar jökullinn var hvað stærstur, mun hann hafa hulið allt land umhverfis Faxaflóa nema hæstu fjöll, svo sem Esju og Skarðsheiði.
Jökullinn mun hafa náð allt út undir brún landgrunnsins (Jökulrispur eru t.d. kunnar frá Garðskaga.). Jökulskjöldurinn tók að mesta kuldakasti síðustu ísaldar loknu að bráðna. Nokkrum árþúsundum eftir að hann var stærstur, skaut Suðurkjálkafjallgarðinum og Suðurnesjum öllum upp úr jökulhjarninu. Rétt um það leyti, er Suðurkjálkinn var orðinn íslaus, kólnaði nokkuð í veðri aftur, svo að jökullinn skreið fram að nýju. Ýttust þá upp jökulgarðar á Álftanesi, í mynni Hvalfjarðar, í Melasveit (Skorrholtsmelar) vestan Leirár og líklega víðar. Síðan framskrið þetta, sem nefna mætti Álftanesstigið, átti sér stað, mun vart vera skemmri tími liðinn en 20000 ár.
Enn breyttist loftslag til hins verra, og jökullinn gekk fram. Við þessa framrás mynduðust miklir jökulgarðar, sem rekja má um þvert Suðurlandsundirlendi frá Keldum á Rangárvöllum út í Biskupstungur. Framrás þessi hefur verið nefnd Búðastigið. (Guðmundur Kjartansson 1943). Við bráðnun jöklanna hækkaði mjög ört í höfunum, svo ört, að löndin, sem jökullinn hafði legið yfir og þrýstst höfðu niður undan jökulfarginu, náðu eigi að rísa nógu skjótt, og flæddi því sjór víða yfir láglendi, um leið og það varð jökullaust. Jökull þrýstir landi meir niður til dala en til nesja, svo sem sjá má af því, að hæstu sjávarminjar við Reykjavík eru í aðeins 43 m hæð, í Ölfusi í 55—60 m hæð og í Holtum, Hreppum og á Landi í 110 m hæð.

Þorleifur Einarsson

Þorleifur Einarsson skrifaði m.a. kafla í þjóðhátíðartútgáfu af Sögu Íslands.

Fyrir 11—12000 árum, á því hlýviðrisskeiði síðjökultímans, sem kennt er við staðinn Alleröd á Sjálandi, munu jöklar Íslands hafa verið orðnir minni en þeir eru í dag. En vegna loftslagsbreytingar til hins verra fyrir 11000 árum skriðu jöklar víða um heim enn fram.
Loftslag á Íslandi var tiltölulega hlýrra á síðustu ísöld og þó einkum undir lok hennar en um norðanvert meginland Evrópu. Helzta skýringin á því er sú, að landskipan Evrópu var öll önnur en í dag þar til fyrir 7000 árum. Þangað til voru Bretlandseyjar tengdar meginlandinu, en þá brauzt sjór gegnum Ermarsund og flæddi yfir lendur þær, þar sem nú er Norðursjór. Golfstraumurinn komst því ekki upp að ströndum Skandinavíu, og beindi Bretlandseyjaskaginn honum meir til norðvesturs en í dag. Það er augljóst mál, að breytingar þessar á stefnu Golfstraumsins hafa haft mikil áhrif á loftslag hér á norðurslóð.
Brot þetta úr jarðfræði Íslands er nokkru ítarlegra en ætlað var, en þar sem hér er fjallað um ýmislegt úr þessari sögu á annan veg en hingað til hefur verið gert, einkum jökultímann, taldi ég rétt, að svo væri.

Berg frá jökultíma

Hellisheiði

Hellisheiði – efri hluti.

Elzta berg Hellisheiðarsvæðisins er að finna í lagskiptri grágrýtismyndun í neðri hluta Kambabrúnar og Núpafjalls, svo og í Hjallafjalli. Á grágrýtismyndun þessari, Kamba- eða Hjallagrágrýti, liggur í Kambabrún þunnt lag af jökulbergi. Á því liggur síðan allþykk móbergsmyndun, Núpafjallsmóberg. Myndun þessi er allóregluleg, lagskipt móberg, þursamóberg, bólstraberg.
Í Þurárhnúk og Kerlingarbergi er einnig ofan til lagskipt grágrýti. Innskot eru mörg og óregluleg, gangar, æðar, kubbaberg og stuðlasveipir. Móbergsmyndun þessa er líka að finna í Núpafjalli og í brún Efrafjalls (í Hesti og Kerlingabergi). Kambagrágrýtið er líklega runnið sem hraun á hinni eldri hlýöld. Jökulbergið og Núpafjallsmóbergið eru líklega mynduð á næstsíðustu ísöld, og er það líkt móbergi í Jórukleif að aldri, en það liggur undir Mosfellsheiðargrágrýti, sem runnið er frá Mosfellsheiði á síðustu hlýöld. Mosfellsheiði er dyngja með tveim gígrústum, Borgarhólum og ónefndum hæðum austur undir Þingvallavatni. Frá Borgarhólum er líka runnið yngsta grágrýtið í nágrenni Reykjavíkur (Reykjavíkurgrágrýti).

Hellisheiði

Hellisheiði – neðri hluti.

Móbergsfjöll Hengilsvæðisins hafa hlaðizt upp í geilum eða götum, sem bráðnað hafa í jökulinn yfir eldstöðvunum líkt og flest móbergsfjöll á landinu (Guðmundur Kjartansson 1943). Móbergsfjöll þau, sem nú verður getið, eru öll mynduð á síðustu ísöld. Bólstraberg er víða að finna í neðri hluta móbergsfjalla á Hellisheiðarsvæðinu, svo sem í Draugahlíðum, Lakahnúkum, milli Meitla, í Stóra-Skarðsmýrarfjalli og víðar. Hraun rann úr gígunum og barmafyllti geilina og rann jafnvel út á jökulinn. Fjöll, sem náð hafa þessu stigi, eru nokkur á Hellisheiði, t. d. Stóri-Meitill og Geitafell. Slík fjöll nefnast móbergsstapar. Miklu algengari eru þó fjöll, sem byggð eru upp úr lausum gosefnum, sem síðar hafa límzt saman, móbergshryggirnir, t.d. Stóra-Reykjafell og Skálafell.

Hellisheiði

Hellisheiði – efri hluti (jarðfræðikort Ísor).

Ummyndun lausra gosefna, ösku, í móberg sannar ekki, að móbergsfjöllin hafi hlaðizt upp í eða undir jökli, því að móberg er einnig þekkt sem millilög í tertieru blágrýtismynduninni, t.d. í Esju. Þess skal líka getið, að í fjöllum, hlöðnum upp úr lausum gosefnum á síðustu ísöld, er til gosaska, sem hefur ekki breytzt í móberg, t.d. í Litla- og Stóra-Sandfelli. Í nokkrum móbergsfjallanna mótar enn fyrir gígum, svo sem í Stóra-Meitli. í mörgum fjallanna eru gígtappar úr grágrýti, en þeir standast veðrun betur en móberg og skaga því víða upp úr.

Hellisheiði

Hellisheiði – neðri hluti (jarðfræðikort Ísór).

Bezt dæmi um slíkan bergstand í móbergi er Lambafellshnúkur, en hann setur á fellið keilislögun, enda er Keilir á Reykjanesi eins upp byggður. Gráuhnúkar norðan Þrengsla eru líka bergstandar. Litla-Skarðsmýrarfjall og Orustuhóll eru úr mjög stórdílóttu grágrýti. Er það gangur, líklega gömul eldstöð. Dalkvosir í mörgum fellanna eru ekki gamlir gígar, heldur hafa jökulflikki orðið undir lausum gosefnum, þegar fellin hlóðust upp, og ekki bráðnað fyrr en að gosunum loknum. Þar sem ís var undir móbergi, myndaðist því dæld eða dalur, t. d. dalirnir í Stóra-Reykjafelli eða Innstidalur.

Hellisheiði

Hellisheiði – efri hlutinn (loftmynd).

Í Stóra-Reykjafelli vestanverðu er stór felling í lagskiptu móbergi. Slíkar fellingar mynduðust líklega, ef veggir ísgeilanna hafa haft mikinn fláa eða í þeim verið syllur. Ísveggurinn hefur síðan bráðnað, meðan gosefnin voru enn vatnsósa, og gosefnin fylgt honum. Lík felling, en minni, er einnig í Blákolli vestanverðum. Annað fyrirbæri, sem víða er að finna í móbergsfjöllum, er svokölluð flögun. Lagskipt móberg hefur kubbazt og klofnað án tillits til lagskiptingar undan þrýstingi jökulfargsins. Slík flögun í móbergi er t.d. í Stóra-Reykjafjalli við veginn upp í Hveradali.

Hellisheiði

Hellisheiði – neðri hlutinn (loftmynd).

Auk móbergsfjalla eru til á Hengilsvæðinu grágrýtisflákar, sem myndaðir eru á einu af fyrstu bráðnunarskeiðum síðustu ísaldar. Er hér um grágrýtislög að ræða, sem komin eru úr Hengli og hylja suðausturhluta hans, Ástaðafjall og Hamarinn ofan Hveragerðis. Í Húsmúla norðan Kolviðarhóls er og grágrýti. Gæti þar verið sérstök eldstöð. Allt er grágrýti þetta jökulsorfið.
Umhverfis Skálafell er grágrýtisdyngja (Norður- og Suður-Hálsar), sem ég hef nefnt Skálafellsdyngju. Grágrýti þetta er komið úr gíg, Trölladal, vestan Skálafells, og hefur síðan runnið umhverfis fellið og víða fram af brún Efrafjalls og Hjallafjalls. Grá grýtið er jökulrispað austan Skálafells, en vestan þess má enn finna hraunreipi á hraunhólum. Sýnir þetta, að jökullinn hefur aðeins farið yfir austurhluta dyngjunnar. Það, að grágrýtið austan Skálafells skuli renna um gil og dali eldri fellanna líkt og hraun, runnin eftir jökultíma, og fylgja öllum línum landslagsins, bendir til ungs aldurs grágrýtisins. Þó er það eldra en hæsta sjávarstaða, því að í það hafa höggvizt brimþrep. Gosið í Skálafellsdyngju hefur líklega átt sér stað á bráðnunarskeiðinu, sem fór á undan framrás jökulsins að Álftanesröðinni, og hefur sá jökull urið grágrýtið austan Skálafells.
Í ritgerð minni (Þ.E. 1960) gat ég þess, að ljósir blettir í fjöllum á Hengilsvæðinu væru eingöngu myndaðir við hverasuðu. Þetta er ekki alls kostar rétt, því að á síðastliðnu hausti rakst ég á lítil líparít-innskot vestan til í Hengli, rétt norðan Húsmúlans.
Jökulminjar frá síðustu ísöld eru heldur fátæklegar á svæðinu, aðrar en móbergsfellin. Jökulrispur á klöppum eru sjaldgæfar, en sýna þó, að jökullinn hefur skriðið suður heiðina til sjávar. Jökulurð sést óvíða, nema hvað Kolviðarhóll er botnurðarhóll, og annar slíkur er á Krossfjöllum. Á einstöku fjöllum er og stórgrýtt jökulurð og víða, einkum á móbergsfjöllum, jökulbergskápa.

Hæstu sjávarmörk í Ölfusi eru í Hjallafjalli ofan Þóroddsstaða í 55 m hæð, en í Hveragerði í 60 m hæð. Síðan brimið klappaði þessi hæstu fjörumörk, munu líklega vera liðin um 14000 ár, sem áður segir. Af sjávarminjum ber mest á lábarinni möl og hnullungum. Brimþrep eru og víða greinileg, svo sem í Hjallafjalli og Skálafellsgrágrýti hjá Núpum; bærinn stendur í þrepinu. Einnig eru hlíðar Hamarsins ofan Hveragerðis gamalt sjávarbjarg, sem og Kambabrún og hlíð Núpafjalls. Brimsorfnir hellar eru í Vatnsskarði. Á Hjallafjalli ofan Þóroddsstaða eru fallegir malarkampar, sem brimið hefur rótað upp. Sjór fjaraði, eða réttar sagt landið hækkaði síðan á 5000 árum, svo að hann var kominn þá a.m.k. 4 m niður fyrir núverandi sjávarmál, svo sem sjá má af myndun fjörumós í Seltjörn, en hann myndaðist ofan sjávarborðs. Á síðustu árþúsundum hefur land síðan lækkað nokkuð.

Hraun frá nútíma – Hellisheiðarhraunin eldri

Hellisheiði

Hellisheiðargígar (1900 ára gamlir) – nú gjallhraukar vegna efnistöku. Myndin er frá 1982.

Á vestanverðri Hellisheiði eru eldstöðvar, sem gosið hafa a. m. k. fjórum sinnum á nútíma, en nútíminn nær að tímatali jarðfræðinga yfir síðustu 10000 árin, eins og áður gat. Gígar beggja hinna eldri hrauna eru huldir yngri hraunum. Mjög erfitt er að greina eldri hraunin hvort frá öðru. Verða eldri hraunin því rædd í einu lagi. Auðvelt er að greina yngri hraunin frá hinum eldri í landslagi. Einnig ber meir á feldspat-dílum í blágrýti eldri hraunanna en hinna yngri, minnst í yngsta hrauninu, Kristnitökuhrauni.
Eldri Hellisheiðarhraunin hylja syðri hluta Hellisheiðar, og liggur þjóðvegurinn lengstum á þeim. Á norðanverðri heiðinni eru þau horfin undir yngri hraun. Hraunflóðin hafa runnið austur heiðina og fram af Kambabrún niður í Ölfus, allt austur að Varmá, beggja vegna Hamarsins. Tota úr elzta hrauninu nær þó austur yfir ána við þjóðveginn. Varmárbrúin stendur á þessu hrauni, svo og bærinn að Völlum. Bæirnir Saurbær, Þúfa, Kröggólfsstaðir og Vötn utan Varmár standa í jaðri elzta hraunsins. Rétt norðan þessara bæja virðist vera brún næstelzta hraunsins, og standa bæirnir Yxnalækur og Vorsabær í henni. Ein kvísl hraunflóðsins á heiðinni rann suður á milli Hverahlíða og Núpafjalls og niður um skarð í fjallsbrúninni ofan Núpa. Þetta hraun endar rétt ofan bæjarhúsa að Núpum og hefur ekkert breiðzt út á jafnsléttu. Önnur kvísl sama hrauns rann enn lengra til suðausturs og niður gilið norðan Vatnsskarðs og breiddist nokkuð út á láglendi, en síðar hefur Þurárhraun runnið yfir það. Einn hraunstraumur hefur runnið til suðurs frá eldstöðvunum milli Lakahnúka í Lakadal, annar til vesturs niður Hellisskarð. Þetta hraun sést í misgengi í austurbrún skarðsins. Enn einn hraunstraumur hefur líklega runnið vestur úr Hveradölum og allt norður fyrir Draugahlíðar. Sér nú á hraun þetta sem apalhraunskika í Svínahrauni (Leitahrauni) rétt norðan móta gamla vegarins og Þrengslavegar.
Eldri Hellisheiðarhraun eru víðast algróin apalhraun nema elzta hraunið við Varmárbrúna, sem er helluhraun. Um aldur þessara hrauna er það að segja, að elzta hraunið er ekki runnið fyrr en sjór var komin niður fyrir 3 m hæð yfir núverandi sjávarmál og getur því vart verið eldra en 10000 ára gamalt. Næstelzta hraunið er eldra en Leitarhraun, en það er yngra en 5300 ára, svo sem síðar segir. Eldri Hellisheiðarhraunin eru því yngri en 10000 ára og eldri en 5000 ára gömul.

Leitahraun

Leiti

Leiti – gígurinn austan Bláfjalla.

Austan undir Bláfjöllum, sunnan Ólafsskarðs, er óásjálegur gjallrimi, er Leitin nefnist. Að sunnan er hann 30 m hár, að norðan jafnhár Lambafellshrauni. Rimi þessi er eystri barmur gígs þess, sem stærsta hraun Hellisheiðarsvæðisins er komið frá. Leitahraun, eins og það nefnist hér, þekur 75 km2 lands. Gígurinn er um 300 m frá NA—SV og 150 m þvert á þá stefnu. Leysingalækur úr Bláfjöllum hefur fyllt gígskálina með möl og sandi, en þó sést enn 2—3 m hár hraunhjalli og bendir hann til þess, að hrauntjörn hafi staðið í gígnum. Úr norðurhluta gígsins hefur hrauná runnið. Hraunið, sem var mjög þunnfljótandi, breiddist út á flatneskjunni milli Bláfjalla, Heiðarinnar há, Geitafells, Meitla og Lambafells og nefnist Lambafellshraun. Hraunflóð rann þaðan til norðurs milli Blákolls og Lambafells og breiddist út norður til Húsmúla og Engidalskvíslar. Þar heitir nú Svínahraun (helluhraunið). Hraun þetta rann síðan niður um Vatnaöldur, Sandskeið, Fóelluvötn og milli grágrýtisholtanna hjá Lækjarbotnum (Lögbergshúsið stendur á hrauninu.) og út í hið forna Elliðavatn, sem var mun stærra en vatnið er í dag. Þegar hraunið rann út í vatnið, tók að gjósa upp úr því vegna gufuþenslu í hraunkvikunni, og mynduðust þar gervigígar, sem nú nefnast Rauðhólar. Tröllabörn neðan Lækjarbotna eru líka gervigígar í þessu hrauni. Hraunstraumurinn rann síðan niður dal Elliðaánna allt í Elliðavog.

Elliðaárdalur

Í Elliðaárnar renna um Leitarhraun.

Rétt ofan eystri brúarinnar yfir Elliðaárnar er mór undir hrauninu og reyndar víðar upp eftir árfarveginum. Hraunið hefur runnið yfir mýri. Mór þessi hefur verið aldursákvarðaður með mælingu á geislavirku kolefni, C14, og reyndist efsta lag hans vera 5300 ± 340 ára gamalt (Jóhannes Áskelsson 1953). Leitahraun ætti því að vera rúmlega 5000 ára gamalt.
Tveir hraunstraumar úr Leitahrauni runnu til suðurs, Djúpadalshraun milli Geitafells og Krossfjalla og annar milli Krossfjalla og Lönguhlíðar, sem breiðzt hefur út á láglendi allt suður til sjávar í Hafnarskeið og austur undir Ölfusá. Þar standa bæirnir Hraun og Grímslækur í hraunjaðrinum. Nefnist þar Heiði eða Hraunsheiði.
Leitahraun er helluhraun úr dílóttu (feldspat) blágrýti. Í hrauninu eru nokkrir hellar og niðurföll. Stærsti hellirinn er Raufarhólshellir ofan Vindheima í Ölfusi. Hann er 850 m langur, 10—30 m breiður og 10 m hár að jafnaði (Munger 1955). Norðan Draugahlíða eru einnig hellar í hrauninu, svo og undir húsum að Lögbergi.

Hellisheiðarhraunið næstyngsta

Hellisheiði

Hellisheiðarhraun.

Tvær gígaraðir eða gossprungur liggja um Hellisheiði vestanverða, og eru þaðan komin yngri Hellisheiðarhraunin. Næstyngsta hraunið er komið frá vestari gossprungunni, en hún er 6,5 km löng. Syðstu gígar hennar eru í austurhlíð Hveradala, þar sem nú eru gjallnámur Vegagerðarinnar. Þaðan er komið hraunið, sem þekur Hveradali sunnanverða (Stóradal), og apalhraunið norðan Litla-Reykjafells, en sunnan gamla vegarins við Kolviðarhól. Mikill hluti þessa hrauns hefur síðar lent undir Kristnitökuhrauni í Hveradölum. Gossprungan liggur síðan til norðurs með austurhlið Stóra-Reykjafells. Úr gíg í austuröxl fellsins hefur runnið hraunspýja til suðurs. Frost hefur síðar sprengt hraunskænið upp, svo að nú getur að líta þar einkennilegan straum köntótts stórgrýtis. Úr gígum ofan Hellisskarðs hefur runnið hraunkvísl gegnum skarðið heim undir hús að Kolviðarhóli. Gossprungan liggur síðan norður yfir Stóra-Skarðsmýrarfjall og um Innstadal þveran.

Nesjagígar

Nesjahraun – gígur.

Líklega eru Nesjavallagígar í Grafningi á sömu sprungu. Á norðanverðri Hellisheiði hefur hraun frá sprungunni breiðzt út og runnið austur heiðina og fram af Kambabrún líkt og hin eldri hraun, en stöðvazt í brekkurótunum beggja vegna Hamarsins. Er þar falleg hraunbrún. Vegurinn í Kömbum liggur í þessu hrauni. Á heiðinni er hraunbrúnin nokkuð greinileg norðan vegar. Frá gígunum á Stóra-Skarðsmýrarfjalli runnu hrauntaumar til Hellisheiðar, Sleggjubeinsdals og Innstadals. Úr gígunum í Innstadal er runnið Innstadalshraun fram í Miðdal. Hraun þetta er samkvæmt öskulagsrannsóknum yngra en 2700 ára og eldra en landnám, líklega 1500—2000 ára gamalt, þ. e. runnið um Kristsburð eða skömmu síðar.

Kristnitökuhraun

Skjaldbreið

Skjaldbreið.

Þá kom maðr hlaupandi ok sagði, at jarðeldr var upp kominn í Ölfusi ok mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða.“ Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undr í, at goðin reiðist tölum slíkum.“ Þá mælti Snorri goði: „Um hvat reiddust goðin, þá er hér brann hraunit, er nú stöndum vér á?“ (Kristni saga). Hér er sagt frá náttúruviðburði á einfaldan hátt og getið fyrsta sinni jarðfræðiathugunar á Íslandi og hún ekki umvafin blæ þjóðsögunnar, eins og svo oft vildi verða. Íslendingar hafa þegar að fornu skilið myndunarsögu landsins að einhverju leyti, því að Þingvallahraun („er nú stöndum vér á“) eru runnin þúsundum ára fyrir landnámsöld. Hin elztu eru komin frá Skjaldbreið, en hin yngri frá gossprungu á Tindafjallaheiði austan Hrafnabjarga.
Á þeim 130 árum, sem liðin voru frá því, er fyrstu landnámsmennirnir tóku land, og þar til, er kristni var lögtekin á Alþingi árið 1000, hafa líklega orðið nokkur gos, því að gosið hefur að meðaltali 15 sinnum á öld frá upphafi Íslandsbyggðar fram á vora daga, svo að líklegt er, að Snorri goði hafi séð eldgos eigin augum, kannski gosið í Eldborg á Mýrum, þá er yngra Eldborgarhraun kom upp, eða haft spurnir af því. Þess goss er getið í Landnámu (Jóhannes Áskelsson 1955). Góða lýsingu á eldgosi frá fyrstu öld Íslandsbyggðar er einnig að finna í Völuspá (Sól tér sortna, 57. vísa). Þá er einnig þess að geta, að eldsuppkomuna má tímasetja allnákvæmlega, og er það óvenjulegt um náttúruviðburð, sem gerzt hefur hér á landi fyrir nær 10 öldum. Alþing kom saman á Þingvöllum fimmtudaginn í 10. viku sumars. Gosið á Hellisheiði ætti því að hafa byrjað laugardaginn í 10. viku sumars eða um 20. júní árið 1000.
Eldstöðvar þær, sem bezt eiga við frásögn Kristnisögu, er eystri gossprungan á Hellisheiði. Hún er um 7 km að lengd frá rótum Stóra-Skarðsmýrarfjalls gegnum Lakahnúka allt suður til Eldborgar undir Meitlum, en Eldborg er syðsti og reyndar stærsti gígur sprungunnar.

Eldborg

Eldborgarhraun í Þrengslum.

Í fyrsta þætti gossins kom einkum upp hraun úr nyrzta hluta sprungunnar, milli Stóra-Skarðsmýrarfjalls og núverandi þjóðvegar. Hraunið breiddist í fyrstu út á hallalítilli heiðinni austan gossprungunnar. Hraunstraumur rann síðan austur með Stóra-Skarðsmýrarfjalli og sunnan Orustuhóls að Hengladalsá og stöðvaðist þar. Nefnist þar Orustuhólshraun. Annar hraunstraumur rann vestur yfir sprunguna, þar sem nú er þjóðvegurinn, og niður í Hveradali og vestur úr þeim yfir austurjaðar Svínahrauns. Hraun þetta nær ekki lengra til norðurs en í beina línu vestur af suðurhorni Litla-Reykjafells. Ein álma þessa* hrauns rann síðan gegnum Þrengslin allt til Lambhóls. Síðar rann Svínahraunsbruni yfir vesturjaðar þessa hrauns, sem síðar getur. Stærstur og þekktastur er þó hraunstraumur sá, sem nefndur er Þurárhraun. Hann rann í mjórri kvísl austur heiðina norðan Smiðjulautar, austur yfir þjóðveginn og síðan austur með Hverahlíðum og niður á láglendi um Vatnsskarð. Er þar 140 m hár hraunfoss. Hraunið breiddist síðan út yfir mýrarnar austan Þurár allt austur undir Varmá. Þurárhraun er um 11 km að lengd.

Lakastígur

Lakastígur.

Úr miðhluta sprungunnar, milli þjóðvegar og Lakahnúka, hefur einnig komið mikið hraun, sem brotizt hefur í mjórri kvísl milli yztu Lakahnúka niður í dal þann, sem Hellur heitir. Norður úr dalnum er Lágaskarð til Hveradala, en Lakadalur til austurs milli Lakahnúka og Stóra-Sandfells. Dalurinn hefur fyllzt hrauni, sem rann til hans í áðurnefndri kvísl og eins úr syðsta gígnum á þessum hluta sprungunnar í Lakahnúkum. Varð mikil og slétt hrauntjörn í dalnum. Dalurinn var lokaður til suðurs milli Litla-Meitils og Stóra-Sandfells af grágrýtishafti, sem hélt uppi hrauntjörninni.
En vart mun dalbotninn hafa verið orðinn fullur af hrauni, er syðsti hluti sprungunnar opnaðist og hraun tók að streyma þar upp. Grágrýtishaftið brast, og hraunið úr tjörninni fékk framrás með hrauninu, sem upp kom í syðsta hluta sprungunnar. Enn sýna hraunhjallar umhverfis Hellur, að hrauntjörnin hefur staðið allt að 5 m hærra en dalbotninn er í dag. Eldborg undir Meitlum stendur á grágrýtishaftinu.

Eldborg

Eldborg undir Meitlum.

Eldborg undir Meitlum er stærsti gígur á allri gossprungunni, um 50 m á hæð. Eldborgin er að vísu aðeins helmingur gígs, því að hraunið, sem vall upp úr henni og gegnum hana, hefur rifið með sér eystri gígvegginn. Nokkru norðan Eldborgar er önnur eldborg, um 10 m há. Milli eldborganna er greinileg hrauntröð. Eldborgir þessar mega heita einu gígarnir á allri gossprungunni, sem því nafni geta kallazt. Annars staðar gætir mest gjallhrúgalda og óreglulegra rima. Þó eru tvær litlar eldborgir, 5 m að hæð, sunnan Stóra-Skarðsmýrarfjalls. Fell þau, sem sprungan gengur í gegnum norðan þjóðvegarins, eru úr móbergi, en að mestu hulin gjalli.

Eldborg

Eldborg undir Meitlum – hrauntröð.

Hraunið, sem upp kom í Eldborg undir Meitlum, og eins það, sem fékk framrás úr hrauntjörninni í Hellum, breiddist út á heiðinni sunnan Litla-Meitils og Sanddala. Er það úfið apalhraun og nefnist Eldborgarhraun eða Innbruni. Þaðan rann hraun, Frambruni, niður um skarðið milli Krossfjalla og Lönguhlíðar. Hraun þetta breiddist síðan yfir Hraunsheiði (Leitahraun). Einn hrauntaumurinn rann meðfram Hjallafjalli í átt til Hjalla, en annar milli bæjanna Grímslækjar og Hrauns og nefnist þar Hraun (samkv. korti Grímslækjarhraun) til aðgreiningar frá Heiði (Leitahraun). Nær þetta hraun hvergi fram af brún Leitahrauns. Hraunið er 9 km að lengd.
Eins og að framan getur, er líklegt, að nyrðri hluti sprungunnar hafi gosið fyrst og syðsti hlutinn seinast. Nokkuð hefur það verið á reiki, hvaða hraun það var, sem náði láglendi í Ölfusi í gosinu árið 1000. Þorvaldur Thoroddsen telur ýmist, að Þurárhraun eða Eldborgarhraun hafi runnið þá. Guðmundur Kjartansson (1943) bendir réttilega á, að bæði hraunin séu komin úr sömu gossprungu og því líklega jafngömul. Athuganir þær, sem ég hef gert, benda eindregið til þess, að bæði hraunin séu komin upp í sama gosi. Þó er Þurárhraun líklega nokkrum dögum eða vikum eldra en Eldborgarhraun. Bergfræðilega er blágrýti beggja hraunanna líkt, stakdílótt (feldspat) blágrýti. Gróðurfar hraunanna og allt útlit ber merki ungs aldurs. Afstaða hraunanna til annarra hrauna á Hellisheiðarsvæðinu bendir og til hins sama. Segulmælingar, sem Ari Brynjólfsson gerði á hraunum þessum árið 1955, benda einnig til þess, að hraunin séu lík að aldri.

Eldborg

Eldborg undir Meitlum – hrauntröð.

Öskulagsrannsóknir sýna með nokkurri vissu, að Kristnitökuhraunið hafi runnið eftir landnámstíð. Í jarðvegssniðum í hrauninu hef ég ekki getað fundið öskulagið G, en það liggur undir rústum í Þjósárdal (Sigurður Þórarinsson 1944), og í mýrarsniðum, sem frjógreind hafa verið, liggur það rétt neðan hinnar greinilegu gróðurfarsbreytingar, sem varð við landnámið. Öskulag þetta er komið af Torfajökulssvæðinu og er líklega 1100—1200 ára gamalt. Það finnst annars í nær öllum jarðvegssniðum hér sunnan lands, t.d. á næstyngsta Hellisheiðarhrauninu. Þunnt öskulag, sem myndaðist við Kristnitökugosið, er að fínna í jarðvegssniðum vestan eystri gossprungunnar á Hellisheiði, rétt ofan öskulagsins G.

Hellisheiði
Höfundur Kristnisögu leggur sendimanni þau orð í munn, að jarðeldur væri upp kominn í Ölfusi og mundi hlaupa á bæ Þórodds goða. Næsta ólíklegt er, að sendiboðinn hafi borið bæði þau tíðindi, að jarðeldur væri upp kominn, og eins hin, að hraun stefndi á bæ Þórodds goða. Svo greiðlega renna apalhraun ekki á hallalitlum heiðum, og er hér eitthvað málum blandað. Annaðhvort hafa munnmælin, sem sagnritarinn studdist við, brenglazt nokkuð, eða hann breytt þeim, svo að þau hæfðu betur frásögninni, enda hafa þessar orðræður lítið gildi fyrir frásögnina af Kristnitökunni. Sama sumar, dögum eða vikum eftir að þingi lauk, hafa hraun náð láglendi í Ölfusi. Þurárhraun hefur tæplega valdið tjóni á byggðu bóli í Ölfusi, nema bær hafi staðið undir Vatnsskarði, því að hraunið breiddist yfir mýrarfláka austan og norðan Þurár. Eldborgarhraun, sem runnið hefur heim í tún að Hrauni og Grímslæk, hefur líklega valdið einhverjum spjöllum, jafnvel tekið af bæi, hafi þeir staðið í Hraunsheiði, en það gæti vel verið, eða syðst undir Hjallafjalli, því að nyrzti hrauntaumurinn hefur runnið þar í átt til Hjalla, bæjar Þórodds goða, þótt skammt næði.
Þótt Kristnisaga muni um margt vera ónákvæm og hlutdræg heimild, má þó telja, að þessar fáu setningar um eldsuppkomuna séu í meginatriðum réttar.
Kristnitökuhraun þekur um 25 km2 lands.

Svínahraunsbruni

Eldborg

Eldborg í Svínahrauni.

Í skarðinu milli Lambafells og Bláfjalla standa tvær eldborgir. Nyrðri-Eldborg er þrír samvaxnir gígar. Sunnan hennar eru líka nokkrir litlir gígar á sömu sprungu. Úr nyrzta gígnum, sem er stærstur, 60 m í þvermál, er breið og falleg hrauntröð. Hún er um 2 km að lengd, 5 m djúp og 10—15 m breið. Hrauntröðin endar undir Blákolli. Um hraunfarveg þennan hefur hraun nyrðri og eldri Brunans, Svínahraunsbrunans, runnið og breiðzt út yfir Svínahraun (Leitahraun) allt til Draugahlíða. Syðri-Eldborg hefur gosið nokkrum vikum eða mánuðum síðar en hin nyrðri. Þar er kominn upp yngri og syðri Bruninn. Báðar standa eldborgirnar á sömu landnorðurlínunni, og eru um 2 km milli þeirra. Yngri Bruninn hefur runnið norður með Lambafelli og beygt síðan norðan Lambafellshnúks til austurs og síðan suðurs og náð allt til Þrengsla.

Eldborgir

Eldborgir efst í Svínahrauni.

Nyrðri Bruninn er um 5 km að lengd og þekur 6,5 km2 lands, en hinn syðri um 6,5 km að lengd og 4,5 km2 að flatarmáli. Berg hraunanna er olivin-dílótt blágrýti. Yfir hraun þessi liggur nýi Þrengslavegurinn frá Draugahlíðum til Þrengsla. Bruninn, bæði hraunin, er úfið apalhraun og virðist við fyrstu sýn sem hraungrýtið hafi oltið fram án reglu. Við nánari athugun má þó sjá, að það hefur ekizt til í bogadregna hryggi eða hraunsvigður. Svigður eru kunnar frá skriðjöklum, að vísu annars uppruna, en líkar útlits. Hraunsvigðurnar, sem eru 1— 2 m að hæð, sjást einkum vel af fjöllunum í kring eða úr lofti. Þó má greina þær af nýja veginum. Svigðurnar sýna, að hraunið hefur runnið rykkjótt, en ekki jafnt og þétt, og vísar boginn í straumstefnuna og bendir til mestrar hreyfingar og mests hraða í miðjum hraunstraumnum. Hraunsvigður apalhrauna líkjast reipum helluhrauna. Þó mælist það í metrum í svigðum, sem mælt er í sentimetrum í hraunreipum. Hraunsvigður eru víða í apalhraunum, t. d. í Landbrotshrauni (Jón Jónsson 1954).

Óbrinnishólabruni

Óbrinnishólabruni.

Þess var áður getið, að Kristnitökuhraun lægi vestan Hveradala inn undir jaðar Brunans og væri því eldra en hann. Orðið Bruni virðist hér sunnan lands einkum vera notað um hraun, runnin, eftir að land byggðist. Menn hafa séð hraunin brenna. Dæmi um þetta eru Inn- og Frambruni í Eldborgarhrauni (Kristnitökuhrauni).
Yngsta hraun sunnan Hafnarfjarðar heitir og Bruni. Er hraun það komið frá Óbrynnishólum undir Undirhlíðum. Þess er getið í Kjalnesingasögu sem Nýjahrauns. Samkvæmt rannsókn Guðmundar Kjartanssonar (1952) er Bruni þessi runninn á landnámsöld eða litlu síðar. Í Þingeyjarsýslu er nafnið Bruni að vísu notað um úfin apalhraun, Grænavatnsbruni og Út- og Innbruni í Ódáðahrauni, sem runnin eru, áður en land byggðist. Nafn hraunanna frá Eldborgum vestan Lambafells, Bruni, bendir til þess, að þau hafi runnið að mönnum aðsjáandi.

Trölladyngja

Trölladyngja og Sogaselsgígur nær.

Í annálum og öðrum rituðum heimildum er þessara hrauna hvergi getið, svo að mér sé kunnugt. En yfirleitt virðast náttúruviðburðir á Suðurkjálka hafa farið fram hjá annálariturum, og þá sjaldan, að þeirra er getið, er þekking á staðháttum harla lítil, svo að jafnvel hraun, komin upp við Trölladyngju á Reykjanesi, eru talin renna niður í Selvog. Þorvaldur Thoroddsen (1925) telur, að einkum hafi eldgos verið tíð um skagann á 14. öld. Þannig geta annálar gosa í Brennisteinsfjöllum 1340 og 1389, og Ögmundarhraun er talið runnið árið 1340. Svínahraunsbruni, bæði hraunin, eru runnin síðar en 1000, en að öllum líkindum fyrir siðaskipti, sennilega á 14. öld.
Norðan Fjallsins eina í Lambafellshrauni er lítið hraun, 0,5 km2 að stærð. Það er komið upp um sprungu, sem er í beinu framhaldi Eldborga. Hraun þetta mun vera líkt Brunanum að aldri.“

Þorleifur Einarsson
Þorleifur Einarsson„Þorleifur Jóhannes Einarsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1931. Hann lést í Bergisch Gladbach í Þýskalandi 22. mars 1999. Foreldrar hans voru hjónin Einar Runólfsson verkamaður, f. 1886 í Skálmabæjarhrauni í Álftaveri, d. 1962 í Reykjavík, og Kristín Þorleifsdóttir, f. 1900 í Stykkishólmi, d. 1973 í Reykjavík. Eftir nám í gagnfræðaskóla settist Þorleifur í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi vorið 1952. Að því loknu hélt hann til jarðfræðináms við Háskólann í Hamborg, Þýskalandi, haustið 1953. Hann hélt síðan áfram jarðfræðinámi við háskólana í Erlangen-Nürnberg 1954­56 og Köln 1956­60, þaðan sem hann lauk Dipl.Geol.-prófi í maí og Dr.rer.nat.-prófi í júlí 1960. Þorleifur stundaði framhaldsnám og rannsóknir við háskólann í Bergen í Noregi 1960­61 og háskólann í Cambrigde, Englandi 1970 og 1979. Að loknu doktorsprófi kom hann heim og starfaði sem sérfræðingur í jarðfræði, fyrst á iðnaðardeild atvinnudeildar Háskólans 1961­65, síðar á Rannsóknarstofnun iðnaðarins frá 1965­68 og á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands frá 1969­75. Jafnframt var hann stundakennari í náttúrufræði og eðlisfræði við Vogaskóla í Reykjavík 1961­63, í jarðfræði við Menntaskólann í Reykjavík 1963­69, við Tækniskóla Íslands 1965­70 og við jarðfræðiskor Háskóla Íslands 1969­74. Þorleifur var skipaður prófessor í jarðsögu og ísaldarjarðfræði við jarðfræðiskor Háskóla Íslands 1975 þar sem hann starfaði síðan.
Þorleifur Einarsson
Þorleifur var varamaður í Náttúruverndarráði 1972­78, sat í stjórn Hins íslenska náttúrufræðifélags frá 1964 og var formaður þess 1966­72, sat í stjórn Jarðfræðafélags Íslands 1966­68 og var formaður þess 1972­74, sat í stjórn Norrænu eldfjallastöðvarinnar 1980­97, var formaður stjórnar Máls og menningar 1979­1991, sat í stjórn Landverndar frá 1971 og var formaður Landverndar 1979­90. Þá var Þorleifur kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga 1962, Alexander von Humboldt-styrkþegi í Vestur-þýskalandi 1959­60 og Overseas Fellow í Churhill College í Cambrigde, Englandi frá 1970. Þorleifur var einnig virkur félagi í Skógræktarfélagi Íslands, Sögufélaginu og Jöklarannsóknarfélaginu. Hann tók um árabil þátt í starfi íþróttahreyfingarinnar og þá einkum handbolta. Hann var leikmaður með ÍR, var atvinnumaður í Þýskalandi, landsliðsmaður, þjálfari og sat í dómaranefnd HSÍ. Þorleifur stundaði margþættar rannsóknir í jarðfræði og liggur eftir hann fjöldi greina og bóka um jarðfræðileg efni og umhverfisvernd á ýmsum tungumálum auk íslensku. Síðasta bókin sem hann lauk við var Myndun og mótun lands. Jarðfræði sem kom út 1991. Einnig flutti hann fjölda fyrirlestra um jarðfræðileg efni á ráðstefnum og fundum hérlendis, á alþjóðaráðstefnum og við fjölmarga háskóla erlendis.“

Þorleifur Einarsson„Þorleifur hóf rannsóknir á jarðfræði Íslands strax á námsárunum í Þýskalandi og snerust prófritgerðir hans um þær. Diplómaritgerðin fjallaði um jarðfræði Hellisheiðarsvæðisins, gerð og aldursafstöðu bæði ísaldarmenja og eftirísaldarjarðlaga, sem nánast eingöngu eru af eldvirkum toga, afrakstur eldvirkni undir bæði ísaldarjöklum og berum himni. Dr. rer. nat.-ritgerð hans fjallaði um veðurfarssögu ísaldarloka og eftirísaldartímans.
Þessi tvö meginviðfangsefni, eldvirkni og veðurfarssaga og tengsl þeirra við ísaldarfræði almennt urðu meira og minna rauður þráður í rannsóknum hans hér síðan.
Þorleifur hafði afar yfirgripsmikla þekkingu á því sem ritað hafði verið um jarðfræði og náttúru Íslands almennt; hafði lesið á námsárunum allt sem hann komst yfir um þessi mál.
Það ritverk Þorleifs sem án efa hefur haft víðust áhrif er svokölluð Þorleifsbiblía, kennslubók hans um jarðfræði (Jarðfræði. Saga bergs og lands). Hún kom út fyrst árið 1968 og braut blað í kennslu í jarðfræði, þar sem bókin var afar góð og leysti af höndum afgamla bók, að stofni til frá 1922. Menn, sem kynntust Þorleifsbiblíu á fyrstu árum hennar, minnast enn þessarar bókar og þeirrar upplifunar sem lestur hennar var, bæði sem skemmtilegur lestur og sem uppljómun í þekkingu. Bókin kom út aftur og aftur og var umskrifuð og aðlöguð eftir hendinni og er reyndar enn á markaði, þrátt fyrir byltingar í fræðunum.
Eitt eftirminnilegasta verk Þorleifs tengist eldgosinu á Heimaey árið 1973.“

Heimildir:
-Náttúrufræðingurinn, 4. tbl. 01.01.1961, Þættir úr jarðfræði Hellisheiðar – Þorleifur Einarsson, bls. 151-172.
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/459296/
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58246

Eldborg

Horft niður í einn eldborgargíginn, hellinn Trölla, á svæðinu.