Sundhnúkar

Jón Jónsson jarðfræðingur tók upp heitin „Sundhnúkagígar“ og „Sundhnúkahraun“ í grein í Náttúrufræðingnum árið 1974 og dró þau af gömlu örnefni, Sundhnúk, sem er hæsti gígurinn í Sundhnúkagígaröðinni. Strangt til tekið ætti því að tala um Sundhnúksgíga og Sundhnúkshraun. Hnúkurinn er gamalt leiðarmerki af sjó og dregur nafn sitt af því hlutverki. Merkir „sund“ þá tiltekna leið sem var fær fyrir báta, oft þröng siglingaleið milli skerja eða boða.

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.

Það er ljóst af lýsingum að það hefur verið vandasamt að ná landi heilu og höldnu í Grindavík en Sundhnúkur hefur verið eitt af mörgum mikilvægum leiðarmerkjum fyrir innsiglingu í svonefnt Járngerðarstaðasund. Þeir sem sóttu sjóinn þurftu að kunna skil á þessum merkjum, sem gátu verið hvort heldur manngerð eða náttúruleg, og geta lesið í landslagið og síbreytilegar sjónlínur milli merkja eftir því sem báturinn færðist nær landi.
Lýsing á Járngerðarstaðasundi frá 1931 þar sem Sundhnúkur kemur við sögu er svohljóðandi: „Varða ofan við húsin á Hópi á að bera í vörðu (Heiðarvörðu/Hópsheiðarvörðu), sem stendur uppi í Hópsheiði, og þær aftur í svokallaðan Sundhnúk, sem er ávalur hnúkur á bak við Hagafell. Stefnunni skal haldið á þessi merki, þangað til að Svíraklettur, sem er vestan við Hópsrifið, ber í Stamphólsvörðu, sem stendur á hraunbrúninni, að sjá á Þorbjörn. Er þá haldið á þau merki, þar til Garðhúsaskúr ber norðan til í vörina, þá er haldið á þessi merki, og inn í vör.“ Stamphólsvarðan er nú horfin vegna nýbyggðar.

Grindavík

Grindavík – neðri Hópsvarðan (innsiglingarvarða).

Varir Járngerðarstaðabænda voru vestan Hópsins, þ.e. Suðurvör, Skökk (Stokkavör), Norðurvör og Staðarvör. Hópsvörin var austan við Hópið.
„Skip Járngerðarstaðabænda reru úr [Norðurvör og Suðurvör], en fyrir innan þær var þriðja vörin og hét Staðarvör. Þaðan reru skip Skálholtsstóls á meðan enn var útræði á vegum stólsins í Grindavík. Dró vörin nafn af Skálholtsstað“, segir í Sögu Grindavíkur I.
1703: „Skip stólsins gánga hjer venjulega iii eða iiii, og hafa þeir verbúðir fyrir sig, sem stóllinn uppbyggir. En soðningu kaupa skipverjar. Hafa þessi skip stólsins verið so um lángar stundir, en alt þar til í tíð Mag. Brynjólfs var gefin til heimabóndans undirgift undir þau skip, sem fleiri voru en tvö af stólsins hendi. Og hýsti heimabóndi þá skipshöfn. En í tíð Mag. Brynjólfs var uppbygð önnur staðarins verbúð, sem síðan hefur viðhaldist, og engin undirgift verið frá stólnum lögð til bóndans…Átroðning líður jörðin mikinn af hestum þeirra manna, er róa á stólsins skipum…“JÁM III.

Hóp

Hóp – efri innsiglingarvarðan.

„Austan við Akurhúsanef er komið að gömlu lendingunum. Þar var kallaður Gamlisjór. Næst nefinu var Stokkavör, þá Suðurvör og síðan Norðurvör, sem hét öðru nafni Skökk. Næst austur af er Staðarvör“, segir í örnefnaskrá Ara Gíslasonar.
„Innan við Staðarvör tók við malarkampur, sem Staðarhúsakampur nefndist. Þar munu verbúðir Skálholtsstaðar hafa staðið á fyrri tíð. Þar fyrir innan var Svartiklettur …“ segir í Sögu Grindavíkur I.

Heiðarvarða

Heiðarvarða.

Stórgrýtt fjara neðan sjávargarðs og um 200 m austan við Suðurvör, verbúðirnar voru upp af henni. Engin ummerki um lendinguna eru nú greinileg. Skálholtsbyggingarnar voru upp af fjörunni þar sem síðar stóð löng bygging, Kreppa. Undir austurenda hennar voru tóftirnar frá Skálholti.
Þess má geta að þekking á leiðarmerkjum hefur ekki aðeins verið mikilvæg fyrir heimamenn, enda reru margir aðkomumenn frá Grindavík og þar var lengi aðalverstöð Skálholtsstaðar.

Heimild m.a.:
-Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum – https://www.facebook.com/arnastofnun/

Grindavík - kort 1751

Uppdráttur Christophs Klogs af Grindavíkurhöfn frá 1751, Staður og Húsatóftir vestast og Járngerðarstaðir og Hóp austast. Grynningar og sker sýnd með ýmsum táknum. Skjalið er varðveitt á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.

 

Á ferð FERLIRs með vesturmærum Grindavíkur frá austanverðum Valahnúk um Sýrfell, Súlur og Stapafell áleiðis að Arnarkletti var m.a. gengið þvert á forna þjóðleið milli Lágafells og Ósabotna (Hafna/Keflavíkur).
LeidirLeið þessi er vörðuð litlum vörðum og eru sumar fallnar fyrir alllöngu, einkum norðan af.
Þegar fyrrnefnd leið var skoðuð frá sunnanverðu Lágafelli og henni fylgt niður að Ósabotnum kom í ljós að sumstaðar hafi verið kastað úr götunni, en mosi gróið yfir. Þannig sást hún t.d. greinilega suðvestan í Lágafelli, brú var hlaðin á Súlugjá og þá sást hún vel norðan Mönguselsgjár. Lægð er í landinu svo til alla leið að Mönguselsgjá. Gatan er vörðuð í lægðinni. Ljóst er að leið þessi hefur ekki verið farin um aldir og hún virðist flestum gleymd. Ekki er ólíklegt að leiðin hafi verið notuð fyrr á öldum jafnt fyrir ferðir frá Þórkötlu- og Járngerðarstöðum í Hafnir, að Básendum og í Keflavík. Ekki hefur enn verið fullkannað hvar gatnamótin eru, en það verður gert fljótlega, nú þegar búið er að kanna meginleiðina.
Í örnefnalýsingu Vilhjálms Hinriks Ívarssonar frá Merkinesi um Hafnahrepp má lesa eftirfarandi: „Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Kaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður.“
Varda-30Líklega á Vilhjálmur Hinrik við þessa götu þegar hann nefnir alfaraleiðina. Um er að ræða auðvelda reiðleið, tiltölulega slétta að Lágafelli. Ásinn, sem þar þarf að fara yfir, er aflíðandi, gróinn og mjög greiðfær.
Sem fyrr sagði er ætlunin að skoða þetta víðfeðmi betur fljótlega m.t.t. framangreinds. Ekki er ólíklegt að ætla að hlöðnu fiskibyrgin undir Sundvörðuhrauni (við Árnastíginn) og í Eldvörpum (við Hafnaheiðaveginn) hafi verið staðsett með hliðsjón af þessa leið, sem eftirleiðis verður nefnd Lágafellsleið.

Heimild:
-Hafnir (Hafnahreppur), Vilhjálmur Hinrik Ívarsson skráði; fæddur 12/8 1899, Eyvík, Grímsnesi, Árnessýslu; flytur að Merkinesi í Höfnum 1934.

Lágafell

Varða við Lágafellsleið.

Sprunga

Dr. Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur, og Dr. Ásta Rut Hjartardóttir, jarðeðlisfræðingur, skrifuðu grein í rit Verkfræðingafélag Íslands um „Bergsprungur og byggingar á höfuðborgarsvæðinu“ árið 2018.

Haukur Jóhannesson

Dr. Haukur Jóhannesson.

Staða Íslands á flekaskilum meginfleka býður upp á aðstæður sem finnast óvíða annars staðar og krefst sérstakrar aðgátar við mannvirkjagerð. Þéttbýli á Íslandi færist nú óðfluga inn á svæði þar sem berggrunnur er sundurskorinn af virkum misgengjum og sprungum. Sprungusveimur kenndur við Krýsuvík liggur um austustu hluta höfuðborgarsvæðisins. Virkni á sprungum hans tengist að öllum líkindum kvikuhreyfingum í eldstöðvarkerfi Krýsuvíkur og á flekaskilunum á Reykjanesskaga sem láta til sín taka á þúsund ára tímakvarða. Hætta sem mannvirkjum er búin stafar annars vegar af færslum um sprungurnar í tengslum við slíka virkni og hins vegar af gjökti þegar bylgjur frá fjarlægum skjálftum ganga yfir. Tjón má að líkindum fyrirbyggja að talsverðu leyti með því að forðast að byggja mannvirki yfir sprungurnar. Mælt er með breyttu verklagi við mannvirkjagerð á virkum sprungusvæðum.

Inngangur

Ásta Rut Hjartardóttir

Dr. Ásta Rut Hjartardóttir.

Ísland er um margt frábrugðið öðrum löndum og margs að gæta við mannvirkjagerð sem ekki þarf annars staðar. Flekaskil milli tveggja stærstu jarðskorpufleka jarðarinnar liggja í gegnum landið (1. mynd), og það er því nokkuð sérkennilega í sveit sett með tilliti til jarðskorpuhreyfinga. Á seinustu áratugum hefur byggð og mannvirkjagerð færst lengra inn á svæði þar sem virkar bergsprungur eru algengar. Þetta á sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið en önnur þéttbýlissvæði má einnig nefna, t.d. Húsavík, Kópasker, Selfoss og Grindavík. Í umfjöllun framkvæmdaaðila um sprungurnar og þau atriði sem varast ber gætir stundum nokkurrar ónákvæmni og stundum vantar á að þeir sem um málið fjalla hafi fylgst með breyttum hugmyndum og auknum skilningi sem fengist hefur með rannsóknum hin síðari ár.

SprungurSkilin milli Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans liggja eftir Reykjanesskaga endilöngum (sjá t.d. greinar eftir Pál Einarsson 2008 og Sveinbjörn Björnsson o. fl. 2018). Þau ganga á land norðan Reykjanestár, liggja undir Svartsengi, austur undir Fagradalsfjall, Krýsuvík, allt austur undir Hellisheiði. Þar greinast þau í tvennt. Önnur greinin fer til NA um Þingvelli og Langjökul, hin til austurs um skjálftasvæði Suðurlands og er hún miklu virkari. Hraði færslunnar milli flekanna er um 19 mm á ári á Reykjanesskaga og er hann jafn milli ára. Skilin eru þó engan vegin grönn lína heldur á aflögunin sér stað á um 30 km breiðu belti umhverfis skilin. Innan aflögunarbeltisins hleðst upp spenna sem losnar í snöggum atburðum, bæði jarðskjálftum og kvikutengdum atburðum, innskotum og eldgosum. Þessir atburðir eru ekki jafndreifðir í tíma og virðist tímasetning þeirra ráðast að nokkru af framboði á bergkviku úr möttli jarðar.

Sprungur

Sprungumyndun eftir jarðskjálfta.

Svo virðist sem kvikuvirknin sé bundin við kvikutímabil, sem standa í nokkur hundruð ár (Kristján Sæmundsson og Magnús Sigurgeirsson 2013). Milli kvikutímabila virðast líða um þúsund ár. Fyrstu aldirnar eftir landnám Íslands gekk hrina eldgosa yfir Reykjanesskaga sem endaði árið 1240. Síðan þá hefur flekahreyfingin leitt til jarðskjálfta fremur en gosvirkni. Skjálftavirknin virðist einnig vera hviðukennd en lengd hviðanna og bil milli þeirra eru mun styttri. Síðan um aldamótin 1900 hafa skjálftar náð hámarki á um 30 ára fresti. Stærstu skjálftar ná stærðinni 6-6,5. Greina má fjögur virk tímabil: Fyrsti áratugur tuttugustu aldar, 1929-35, 1967-75, og 2000-03 (Páll Einarsson 1991, 2015; Sveinbjörn Björnsson o. fl. 2018).

Sprungukerfin
SprungurAflögunin umhverfis flekaskilin á sér stað að stórum hluta með sprunguhreyfingum. Greina má tvenns konar sprungukerfi:
A) Sprungusveimar eldstöðvarkerfa. Á skaganum eru í meginatriðum fjögur eldstöðvarkerfi sem oft eru kennd við Reykjanes,
Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og Hengil. Stundum eru þau talin fleiri, t.d. er Reykjanes- og Krýsuvíkurkerfunum stundum skipt í tvennt, en við látum það liggja milli hluta. Í gegnum hvert þeirra liggur öflugur sprungusveimur með gossprungum, gjám og siggengjum. Sveimarnir eru um 10 km breiðir og nokkrir tugir kílómetra að lengd. Þeir liggja skáhallt á flekaskilin, hafa NA-SV stefnu, og teygja sig því inn á flekana beggja vegna skilanna. Það er sprungusveimur Krýsuvíkur sem kemur helst við sögu í austustu byggðum Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Reykjavíkur og Mosfellsbæjar.
SprungurSprungusveimarnir tengjast kvikuvirkni eldstöðvarkerfanna. Reynsla frá Kröflueldum sýnir að þeir eru helst virkir þegar gangar skjótast inn í jarðskorpuna undir þeim (Ásta Rut Hjartardóttir o.fl. 2012, 2016). Ef það sama á við á Reykjanesskaga, er líklegt að þeir séu helst virkir á kvikuskeiðunum, og þar með að síðustu umtalsverðu færslur á þeim séu tæpast yngri en frá þrettándu öld.
B) Rannsóknir á jarðskjálftum á Reykjanesskaga síðustu áratugina hefur leitt í ljós að þeir stærstu verða vegna sniðgengishreyfinga (Páll Einarsson 2015). Þeir eru því óháðir misgengjunum í sprungusveimunum, sem eru siggengi. Stefna þessara sniðgengja er oftast nálæg N-S.

Fjallsgjá

Fjallsgjá – misgengi.

Nánari rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi sniðgengi má víða sjá á yfirborði (Páll Einarsson o.fl. 2018). Þau eru um 10 km löng og liggja hlið við hlið þvert á flekaskilin. Þau hafa stundum verið kölluð bókahillumisgengi. Þau ná ekki eins langt inn í flekana og sprungusveimarnir. Þau ná því ekki inn á byggingaland þéttbýlisins. Lega helstu þekktu sprungukerfanna er sýnd á mynd 1. Þau eru fundin með hjálp loftmynda og kortlagningar úti í mörkinni með nákvæmum GPS-tækjum (sjá t.d. greinar Páls Einarssonar 2010 og Clifton og Kattenhorn 2006). Einnig er stuðst við vinnu stúdenta við Jarðvísindadeild HÍ en námsverkefni þeirra um áratuga skeið hafa nýst vel í þessum tilgangi (sjá t.d. grein Pálma Erlendssonar og Páls Einarssonar 1996).

Krýsuvíkursprungusveimurinn
SprungurÞað er ljóst af mynd 1 að það er fyrst og fremst sprungusveimurinn sem kenndur er við Krísuvík sem varast ber þegar mannvirkjum er valinn staður á höfuðborgarsvæðinu. Mynd 2 sýnir afstöðuna til þéttbýlisins enn betur. Sprungukortin sem sýnd eru hér ásamt myndum 3 og 4 eru byggð á sprungukortum Clifton og Kattenhorn (2006) og jarðfræðikortum ÍSOR (Kristján Sæmundsson o.fl. 2016) en einnig ítarlegri könnun höfunda þessarar greinar um áratuga skeið. Einnig hafa mörg verkefni nemenda í Jarðvísindadeild HÍ verið unnin á þessu svæði.

Berggangur

Berggangur í Krýsuvík.

Miðja virkninnar á þessu sprungukerfi er á Krýsuvíkursvæðinu þar sem kerfið sker hin eiginlegu flekaskil. Eldvirkni og jarðhitavirkni er þar í hámarki. Þaðan liggur sveimurinn til suð-vesturs í átt til sjávar og til norð-austurs í átt til höfuðborgarsvæðisins og er sú grein hans öllu lengri. Þrjár gerðir sprungna einkenna sprungusveiminn. Mest eru áberandi siggengi, þ.e. sprungur þar sem annar barmurinn hefur sigið miðað við hinn. Siggengin sjást því vel í landslaginu, og getur misgengisfærslan verið fáeinir tugir metra. Í öðru lagi finnast í sveimnum opnar sprungur eða gjár með litlum sem engum lóðréttum færslum. Í þriðja lagi eru innan sveimsins gossprungur, þar sem bergkvika hefur náð yfirborði í sprungugosi. Gosvirknin dvínar þó eftir því sem norðar dregur og nyrsta gosstöðin er í Búrfelli ofan Hafnarfjarðar. Sprungusveiminn má hins vegar rekja lengra þótt líka dragi úr sprunguvirkninni til norðurs. Hann virðist enda í Mosfellsdal. Sunnan dalsins, í Helgafelli, má sjá sprungur og misgengi af óvissum aldri sem gætu tilheyrt sprungusveimnum.

Berggangur

Kvikugangur.

Í Mosfelli norðan dalsins er hins vegar lítið um sprungur (mynd 2). Yfirleitt sjást bergsprungurnar best þar sem land stendur hátt. Þar sem land liggur lægra eru sprungurnar oft huldar seti og jarðvegi þannig að illa sést til þeirra.
Norðan Búrfells, þar sem eldvirkninni sleppir, verður sprungusveimurinn mjög áberandi í landslaginu (mynd 3) enda hafa hér ekki runnið hraun til að jafna út landslagið. Þetta svæði er að mestu nýtt til útivistar, sem verður að teljast ákjósanleg notkun á mikið sprungnu landi.

Hjallar

Hjallar – misgengi.

Sprungusveimurinn er tvöfaldur á þessu svæði. Aðalgrein hans myndar djúpan sigdal sem afmarkast að vestan af Hjallamisgenginu svokallaða. Auk þess má greina grunnan sigdal vestar, sem sker hálsana við Hvaleyrarvatn og sunnan og austan Urriðakotsvatns. Þessi vestari grein er stundum kennd við Trölladyngju. Á byggingasvæðinu við Urriðakotsvatn hafa komið í ljós opnar sprungur þegar grafið var fyrir húsgrunnum. Mjög dregur af þessari grein sveimsins þegar norðar dregur. Þó má líklega rekja til hans tilvist sprungna sem komið hafa í ljós í húsgrunnum í Hólahverfi í Breiðholti.

Höfuðorgarsvæðið

Höfuðborgarsvæðið – jarðfræðikort Jóns Jónssonar.

Megingrein sprungusveimsins heldur áfram til NA um Heiðmörk og liggur Elliðavatn í dældinni þar sem sigið hefur mest. Austurmörk sprungusvæðisins eru þar nokkuð óljós vegna ungra hrauna sem runnið hafa austan frá Bláfjallasvæðinu og yfir sprungurnar.

Norðaustan Elliðavatns taka við Norðlingaholt, Rauðavatn og Hólmsheiði. Landið hér er greinilega sprungið en erfitt er að festa hendur á einstökum sprungum (mynd 4). Sprunguvirknin er greinilega minni en sunnan Elliðavatns og aldur sprungnanna óvissari (Kristbjörn Egilsson o. fl. 1996).
Ótvíræð merki um hreyfingar á síðustu 10 000 árum má þó finna á a.m.k. fjórum stöðum (sjá mynd 4). Gapandi gjár og niðurföll í jarðvegsþekju benda til hreyfinga eftir að jökull fór síðast yfir svæðið. Við skipulag byggðar á Norðlingaholti var tekið tillit til tveggja sprungna sem staðfestar voru með skurðgreftri. Það vekur þó athygli að sprungur liggja mun þéttar í sama sprungukerfi norðan Rauðavatns, sem gæti bent til þess að ekki séu öll kurl komin til grafar í Norðlingaholti. Þar gætu fleiri sprungur leynst.

Úlfarsfell

Úlfarsfell.

Norðan Úlfarsár taka við Úlfarsfells- og Lágafellssvæðin, sem bæði eru greinilega sprungin. Þar hafa þó ekki fundist ótvíræð merki um hreyfingar á síðustu 10 000 árum, þótt ekki sé hægt að útiloka virkni á því tímabili. Tvö greinileg sprungukerfi sjást (mynd 4). Annað er framhald Krísuvíkursveimsins og hefur NA-SV stefnu. Einnig sjást hér misgengi með N-S stefnu. Ef til vill eru hér á ferðinni gömul merki um virkni á sniðgengjum, eins konar bókahillu-misgengjum, frá fyrri kafla jarðsögunnar þegar skjálftasvæði Suðurlands lá norðar en nú er.

Hafravatn

Hafravatn (HWL).

Fjalllendið austan Hafravatns er talsvert sprungið og hafa sprungurnar yfirleitt NNA-læga stefnu. Þetta sprungukerfi á sér ekki greinilegt framhald til SV eða NA, að minnsta kosti ekki í nýlegum sprungumyndunum. Líklega eru þetta sprungur frá eldri köflum jarðsögunnar, jafnvel myndunarskeiði berggrunnsins sem þær eru í. Ekki er þó hægt að fullyrða um það.

Umræða og athugasemdir
SprungurÞað er ljóst að staðsetning mannvirkja á sprungusvæði og í nágrenni virks jarðskjálftasvæðis á flekaskilum gerir óvenjulegar kröfur til hönnunar. Til viðbótar álagi vegna bylgjuhreyfinga frá nálægum skjálftum kemur hætta á að hreyfingar verði á virkum sprungum sem skeri undirstöður eða valdi aflögun á mannvirkinu.

Sigdalur

Sigdalur.

Við hönnun mannvirkisins er því skynsamlegt að reyna að taka mið af hugsanlegum hreyfingum. Þetta er sérstaklega áríðandi þar sem ekki er hægt að vera viss um að allar sprungur séu þekktar þegar framkvæmdir hefjast. Æskilegt væri að haga hönnun þannig að hægt sé að bregðast við nýjum upplýsingum sem berast meðan á byggingu stendur, t.d. þegar jarðvegi er flett af berggrunninum og sprungur koma betur í ljós. Nánar er fjallað um þetta í bókinni „Náttúruvá á Íslandi“ sem kom út 2013 (Páll Imsland 2013).
Höfundar þessarar greinar hafa á löngum starfsferli oft verið kallaðir til ráðgjafar við mannvirkjagerð þar sem bergsprungur koma við sögu. Ekki fer hjá því að mörg sjónarmið séu uppi þegar byggja skal á ótraustum grunni. Í eftirfarandi kafla er tekið á nokkrum þeirra álitamála sem upp hafa komið í þessari vinnu.

Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa.

Því er stundum haldið fram að „það séu sprungur alls staðar á Íslandi og því engin leið að byggja nema undir sé sprunga“. Þetta er rangt. Vissulega eru bergsprungur algengar á Íslandi, en þær skipa sér oftast í ákveðin kerfi sem hægt er að kortleggja, sjá mynd 1. Sprungur sem eru líklegar til að haggast á næstu öldum, er flestar tengdar flekaskilunum sem liggja í gegnum landið.
Byggingaland sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu teygir sig nú í auknum mæli inn á sprungusvæði, eins og glöggt kemur fram á mynd 2. Það er sjálfsögð varúðaraðgerð að byggja mannvirki einungis á óbrotnum spildum milli sprungna. Með því má koma í veg fyrir slys og draga úr tjóni í náttúruhamförum framtíðarinnar. Kostnaðaraukning er hins vegar óveruleg.

Hrafnagjá

Hrafnagjá við Grindavík.

Það er stundum lögð umtalsverð vinna í að flokka þekktar sprungur í „virkar“ og „óvirkar“ sprungur. Aðferðir byggja oftast á því að grafa skurði þvert yfir sprungurnar og athuga jarðvegssnið. Þessi flokkun orkar tvímælis í besta falli. Ef jarðvegur hefur raskast yfir sprungu í berginu undir, er það vissulega vísbending um að hreyfing hafi orðið á sprungunni. Tímasetningin er hins vegar óviss því jarðvegur heldur áfram að sitra niður í sprunguna með úrkomu og grunnvatnsbreytingum um langt skeið á eftir. Tilviljun getur líka ráðið því að ekki sjáist rask í skurðinum þótt hreyfing hafi orðið. Því ber að varast oftúlkun á niðurstöðum slíkra athugana.
Sprungusveimur Krýsuvíkur er ótvírætt virkur enda er hann hluti af aflögunarsvæði meginflekaskilanna í gegnum landið. Það er engin leið að flokka einstakar sprungur innan sveimsins sem „óvirkar“ og aðrar sem „virkar“. Þær verða allar að teljast virkar í þeim skilningi að þær eru hluti af hreyfikerfi sem er sannanlega og mælanlega á hreyfingu.
Stundum örlar á þeirri hugmynd að sprunga sem ekki hefur hreyfst í langan tíma (þúsund – 10 þúsund ár) sé „óvirk“ eða ólíkleg til að hreyfast frekar. Þetta getur verið réttlætanleg röksemdafærsla þar sem færslur eiga sér stað á einföldum sprungukerfum.

Bjarnagjá

Bjarnagjá við Grindavík.

Þetta á ekki við á Íslandi. Vegna þess hve hreyfingin deilist á margar sprungur þá getur tími milli atburða á hverri þeirra verið mjög langur. Sprunga sem ekki hefur haggast í 10 þúsund ár getur einmitt verið sprungan sem hreyfist næst.
Í umræðunni hefur stundum komið fram sú skoðun að sprungusvæði séu ónothæf til bygginga, jafnvel til hvers konar nota. Þetta er að okkar mati fjarri lagi. Sprungusvæðin á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess eru flest hlutar af sprungusveimum eldstöðvarkerfanna á Reykjanesskaga. Þessi sprungukerfi eru virk fyrst og fremst í tengslum við kvikuvirkni kerfanna. Miklar færslur á sprungum eru líklegastar þegar gangainnskot verða innan sveimsins. Þeim fylgja skjálftar en þeir verða sjaldan stórir. Hættan sem stafar af sprungunum er því fyrst og fremst vegna sprunguhreyfinga, ekki vegna titrings frá skjálftum. Byggingar og mannvirki innan sprungusveimanna ættu því ekki að verða fyrir meira tjóni en gengur og gerist nema þau standi á sprungunum og séu tengd berggrunninum báðum megin. Við teljum skynsamlegt ákvæðið í reglugerð að „óheimilt sé að byggja á þekktum jarðsprungum, misgengi eða nálægt hverum“. Sprungurnar og næsta nágrenni þeirra má hins vegar nýta til annarra hluta, sem útivistarsvæði, fyrir lagnastokka, gangstíga, bílastæði, akbrautir o.s.frv.

Grænabergsgjá

Grænabergsgjá við Grindavík.

Sú hugmynd stingur stundum upp kollinum að hægt sé að byggja yfir sprungur ef húsið er hannað fyrir jarðskjálftaálag. Við leggjum áherslu á að helsta hætta sem stafar af sprungunni er mismunafærslan sem þar getur orðið, ekki titringur frá jarðskjálftum. Siggengi sprungusveimanna eru ekki líkleg til að valda stórum jarðskjálftum. Stærsta skjálftaálag á byggingar á svæðinu er því frá skjálftum með upptök í meiri fjarlægð. Gegn þeim þarf vissulega að hanna byggingarnar og umtalsverð þekking er til staðar til að gera það. En færslur á misgengjum eru erfiðari viðfangs. Það er erfitt að taka tillit til þeirra við hönnun, hins vegar auðvelt að sneiða hjá því að byggja mannvirki yfir þær.

Baðstofa

Baðstofa við Húsatóftir.

Við mælum með því að eftirfarandi verklag sé viðhaft við byggingar á sprungusvæðum. Sum atriðin eru þegar í reglum og hluti núverandi verklags:
A) Sprungukort byggt á yfirborðsrannsóknum liggi fyrir við gerð skipulags nýrra hverfa á sprungusvæðum. Engar byggingar séu skipulagðar yfir sprungur.
B) Komi í ljós sprunga í byggingareit við nánari skoðun, s.s. þegar jarðvegi er flett af, skal byggingareiturinn færður til innan lóðarinnar svo byggingin liggi ekki yfir sprunguna.
C) Ef ekki er hægt að færa bygginguna til innan lóðarinnar skal húsbyggjandanum úthlutað nýrri lóð, enda hætt við að hús byggt yfir sprungu verði lítils virði, hvort sem sprungan hreyfist eða ekki.
Rétt er að taka fram að ekki er hægt að tryggja að undirlag mannvirkis sé ósprungið þótt þetta verklag sé viðhaft. Sprungur geta verið ógreinilegar og erfitt að koma auga á þær við aðstæður á byggingarstað. Við teljum þó að með þessu lagi megi draga verulega úr hugsanlegu tjóni á mannvirkjum í kvikuatburðum sem vafalítið eiga eftir að ganga yfir höfuðborgarsvæðið í framtíðinni.“

Heimild:
-https://www.vfi.is/media/utgafa/Bergsprungur_01242018.pdf

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Kálffell

Í riti Orkustofnunar „Jarðfræðikort af Reykjanesskaga“ ritar Jón Jónsson, jarðfræðingur, skýringar við efnið. Hér fjallar hann um Kálffellshraun ofan Voga.

Kálffell

Kálffell – loftmynd.

„Þessari eldstöð lýsti Guðmundur G. Bárðarson (192)) fyrstur manna. Það er gígaröð neðst í hlíðum Þráinsskjaldar í suðaustur frá Litla-Skógfelli. Gígaröð þessi er í fjórum köflum, en mest hraunrennsli sýnist hafa verið úr allstórum hraungíg í næstaustasta kafla gígaraðarinnar.

Kálffell

Kálffell og nágrenni – loftmynd.

Vestustu gígirnir eru fast við röndina á Sundhnúkahrauni, en tangi úr því hefur runnið norður á við austan við Litla-Skógfell. Meginstraumur Kálffellshrauns hefur svo runnið norður á við og sennilega upp að Litla-Skógfelli, en þar er það hulið af áður nefndum tanga úr Sundhnúkhrauni. Þetta hraun er allfornlegt og brotið af misgengissprungum á mörgum stöðum. Er það bæði um að ræða gapandi gjár með litlu eða engu misgengi og sprungur með margra metra misgengi. þetta bendir til þess að hraunið sé tiltölulega gamalt, því ekki sjást sprungur í Sundhnúkahrauni né heldur í Arnarsetushrauni, en þau hraun takmarka Kálffellshraun að vestan. Bergið í hrauninu einkennist af allstórum plagoklasdílum á strjálingi og ólinvíndílum með smáum spinell kristöllum innan í.“
Í sunnanverðu Kálffelli er Oddshellir (hraunbóla) og fjárhellar með fyrirhleðslum; tengdir veru Odds frá Grænuborg þar um aldarmótin 1900 – sjá HÉR.

Heimild:
-Orkustofnun, Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – skýringar við jarðfræðikort, Jón Jónsson, 1978, bls. 146-147.

Kálffell

Kálffell.

Kálffell

Veður var eins og samið hafði verið um – 10 stiga hiti og rakavænn andvari af suðri.

Nýjasel

Nýjasel.

Fyrst var komið við í Nýjaseli undir Nýjaselsbjalla og það skoðað. Kvengöngufólkið þótti eldhúsið tilkomumikið, enda í stærra lagi miðað við önnur svipuð, sem skoðuð hafa verið – 90×120 cm.
Þá var haldið eftir Skógfellavegi að Brandsgjá og skoðuð gjáin þar sem Brandur missti niður tvo hesta á leið sinni að Ísólfsskála. Brandur var þá að koma úr Vogum og hafði fengið sér í staupinu áður en lagt var af stað. Við brúna yfir gjána er fallega hlaðin varða.
Áfram var genginn Skógfellavegur uns beygt var út af honum til suðurs og gengið niður Mosadalagjá og haldið að Kálffelli. Skoðaðar voru hleðslur í og við fellið, litið á fjárhellinn og síðan farið ofan í Oddshelli, sem nefndur er eftir Oddi frá Grænuborg austan Voga. Oddur hélt til í hellinum og þar var hann er Ólafur Þorleifsson ætlaði að heimsækja hann á aðfangadag um aldarmótin 1900, en átti ekki afturkvæmt. Hann féll ofan í sprungu á leiðinni. Heitir sprungan Ólafsgjá. Þar fannst hann um 40 árum síðar, sitjandi á syllu.

Oddshellir

Í Oddshelli.

FERLIRsfólkið átti góða stund í Oddshelli. Kveikt var á jólakerti, snætt var hangikjöt og því rennt niður með Malti og Appelsíni. Þá var boðið upp konfekt og því skolað niður með úrvals koníaki. Sesselja Guðmundsdóttir, sem var með í ferð og þekkir hverja þúfu á þessu svæði. Færði hún FERLIR að gjöf bók sína, “Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi”, sem nú er uppseld og var henni við þetta tækifæri afhent FERLIRshúfa, sem hún hafði áunnið sér fyrir þátttöku sína í FERLIRsferðum.

Kálffell

Kálffell – fjárskjól við Oddshelli.

Þegar út var komið var ákveðið að ganga nokkra hringi um einiberjarunna, sem þar er – svona í tilefni hátíðarinnar, sem í hönd fór.

Oddshellir

Oddshellir.

Frá Oddshelli var haldið í Nýja-Vogasel og það skoðað. Um er að ræða nokkur hús, stekk og kví. Eitt húsanna hefur verið nokkuð stór með nokkrum vistarverum. Þaðan var haldið niður í Gamla-Vogasel og það skoðað.
Þá var haldið til baka og má segja að dagsbirtan og góða veðrið hafi verið nýtt til hins ýtrasta.

Kálffell

Í Kálffelli.

Kálfatjörn

Kálfatjarnarkirkja var vígð 11. júní 1893. Forsmiður var Guðmundur Jakobsson, húsasmíðameistari (1860-1933), en um útskurð og tréverk sá Þorkell Jónsson, bóndi í Móakoti.

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjarnarkirkja.

Málun kirkjunnar þótti sérstök, en hana annaðist Nikolaj Sófus Bertelsen (1855-1915). Sá málaði m.a. Iðnó, Dómkirkjuna og fleiri merkar byggingar að innan. Málaraverk Nikolaj er hins vegar víðast hvar horfið, en í Kálfatjarnarkirkju má enn sjá að hluta þessa framlags hans til byggingarinnar. Steinsmiður var Magnús Árnason.
Viðgerð á kirkjunni var lokið á hundrað ára afmæli hennar. Hún er reisuleg timburkirkja af tvíloftagerð. Hún er friðuð. Þegar kirkjan var reist á sínum tíma var hún stærsta sveitakirkja landsins og rúmaði öll sóknarbörnin í einu. Þá stóð sjávarútvegur með miklum blóma á Vatnsleysuströndinni og margir vel efnum búnir útvegsbændur bjuggu þar.

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjarnarkirkja – altaristafla.

Altaristaflan er eftirgerð af töflu Dómkirkjunnar og málaði Sigurður Guðmundsson (1833-1874) hana árið 1866. Hún sýnir upprisuna.
Kirkja hefur líklega verið á Kálfatjörn allt frá upphafi. Hún kemur fyrir í kirknatali Páls biskups frá 1200 og var hún Péturskirkja í kaþólskri tíð.

Umhverfi kirkjunnar á sér merka sögu og á hlaðinu við kirkjuna stendur meðal annars hlaðan Skjaldbreið sem hlaðin var snemma á 19. öld.

Kálfatjarnarkirkja er í Tjarnaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1892-93 og vígð 11. júní 1893, sem fyrr segir, af biskupi, herra Hallgrími Sveinssyni.

Bygging kirkjunnar gekk afar hratt, hófst smíði hennar þegar eftir að gamla kirkjan hafði verið rifin, sú kirkja náði aðeins 29 ára aldri, byggð 1864.

Nýtt þjónustuhús við kirkjuna var vígt 15. apríl 2001.

Kálfatjarnarkirkja

Kálfatjarnarkirkja.

K-9

Í Örnefnalýsingum er sagt frá vatnsstæði á Vatnsheiði.

Hraunkotsgata

Hraun – Hraunkotsgata. Siglubergsháls fjær t.h.

Ætlunin var að ganga frá Hrauni um Siglubergsháls, að Móklettum, landamerkjum Hrauns og Ísólfsskála, niður með Hrafnshlíð, með gígtoppunum þremur er mynda Vatnsheiðina, Vatnsheiðahnúkana, vestan Fiskidalsfjalls og Húsafjalls og skyggnast eftir vatnsstæðinu. Jafnframt að líta eftir hugsanlegum götum að austan, ofan við Siglubergsháls og fellin til Grindavíkur (inn á Skógfellaveginn). Þá var líka ætlunin að kíkja á K9 í leiðinni, “Tyrkjahellinn” svonefnda undir Húsafjalli, á krossrefagildruna ofan við Sandleyni og í Guðbjargarhelli ofan við Hraun.

Sigurður Gíslason

Sigurður Gíslason við hrossabyrgi við Húsfell.

Byrjað var á því að taka hús á Sigurði Gíslasyni á Hrauni. Hann var spurður um það hvort draumur eins FERLIRsfélagans um helli í túninu á Hrauni gæti átt við rök að styðjast. Siggi kvað það svo sem líklegt. Vestan í túninu væri hellir, að vísu lítill, en hann hefði sett lok yfir gatið því tvö lömb frá honum hefðu ratað niður í hann, en ekki komist upp aftur. Vísaði hann á hellisopið. Þegar lokið var fjarlægt sáust bein lambanna þar niður í. Sagði Siggi að hægt væri að skríða þarna inn undir hraunið, en rásin væri lág og erfið. Nokkrir litlir skútar væru og í túninu á Hrauni þar sem lágin mætti hraunkantinum.

Vatnagarður

Vatnagarður.

Sunnar á túninu eru miklar tóftir. Þær munu vera af háleigunni Vatnagarði, sem hafi verið í byggð a.m.k. árið 1703. Þá hefði búið þar ekkja, Drysíana Eyjólfsdóttir að nafni ásamt fimm börnum sínum. Konan leigði þá Hraunsbónda slægjuna, en líklega hafi verið um tómthús að ræða. Ekki er útilokð að bóndi Drysíönu hafi drukknað í róðri eins og svo títt var með útvegsbændur í þá daga. Sex nautgripir hefðu þó verið á fóðrum í Vatnagarði. Bakki hafi verið bær ofan við Hraun, skammt utan við túngarðinn. Þar má enn sjá tóftir. Þriðja hjáleigan á Hrauni hét Garðhús, en hún stóð einungis í skamman tíma. Hraunið vestan við bæinn heitir Slokahraun. Þar eru enn óraskaðir fjölmargir þurrkgarðar frá fyrri tíð. Girðing var ekki fyrir löngu sett upp niður í hraunið og var þá einhverjum garðanna rutt um koll. – því miður.

Hraun

Hraun – Gamli brunnur.

Skoðaður var brunnurinn sunnan Hrauns. Stór hella er yfir brunninum, en annars er hann fallega hlaðinn niður. Þá var litið á “skírnarforntinn”, sem kom upp nýlega við hrólf í tóft austan við bæinn. Þar segir sagan að hafi verið kirkja eða bænahús forðum. Steinninn gæti einnig hafa verið signingasteinn í kaþólsku, líkt og utan við kirkjuna á Kálfatjörn, eða hreinlega verið notaður undir stoð í húsinu, sem þar stóð. Síðastnefnda skýringin er jafnframt sú liklegasta. Steinninn er mjög líkur stoðsteininum í gamla bænum í Herdísarvík nema hvað innnmálið á þessum er margfalt stærra. Kirkja var á Hrauni allt fram yfir 1600, jafnvel frá a.m.k. 1397, og gæti það skýrt að nokkru tilurð steinsins.

Hraun

Hraun – tóft við garðinn.

Gengið var austur með ströndinni ofan við Hraunsvík. Utan girðingar, sjávarmegin, er heilleg tóft. Ströndin hefur breyst mikið þarna á tiltölulega skömmum tíma. Áður náði hún mun lengra út líkt og annars staðar með ströndum Reykjanesskagans. Enn mótar fyrir miklum görðum við Hraun. Bóndinn þar, Jón Jónsson, fékk m.a. Dannebrogsorðuna fyrir garðhleðslu á þeim tímum er konungur vildi hvetja bændur til garð- og vegghleðslu, ræktunar og uppbyggingar á bæjum sínum.
Skyggnst var eftir Gamlabrunni á grónum sandflötum austan Hrauns. Hann fannst eftir stutta leit. Um er að ræða fallega hlaðinn brunn, en nú er að mestu gróið yfir hann og sandur fyllt hann að nokkru. Vel sést þó móta fyrir hleðslunum. Í þennan brunn sóttu Þorkötlustaðabúar vatn áður fyrr, ef þurfa þótti.

Hrólfsvík

Hrólfsvík.

Í Hraunsvíkinni eru hnyðlingar, en slíkir eru brot úr framandbergi sem berst upp með kvikunni og því ekki eiginleg gosefni. Brotin eru líklegast úr gígrásinni eða úr þaki kvikuþróarinnar. Oft eru slík brot úr grófkornóttu djúpbergi og skera sig því greinilega úr fín- eða dulkornóttum bergmassa hraunsins. Þetta sést vel í Hrólfsvíkinni. Hnyðlingarnir þeytast oft hátt upp úr gígnum og lenda síðan hjúpaðir storku kvikunnar. Slíkir hnyðlingar eru algengir umhverfis sprengigíginn Grænavatn við sunnanvert Kleifarvatn í Krýsuvík.

Hraun

Kapellutóft í Kapellulág austan við Hraun.

Skálavegur

Gamli vegurinn að Skála um Siglubergsháls – nú horfinn vegna framkvæmda.

Gengið var upp Kapellulágina og upp að kapellunni. Við hana er merki um friðlýstar minjar. Annars er járnadrasl þar í varpanum sem og all í kring. Kristján Eldjárn og fleiri grófu upp kapelluna á sjötta áratug síðustu aldar og fundu í henni bæði muni og minjar. Hún var síðan verpt sandi. Talið er að þarna hafi verið kapella eða bænahús frá því á 14. öld. Gera þarf vegsemd hennar meir en nú er. Segir sagan og að á þriðja tug manna hafi verið grafnir í Kapelluláginni sunnan undir kapellunni. Aðrar heimildir segja að það hafi verið við bænahúsið á Hrauni. Í annálum 1602 (Fitjaannáli) segir m.a.: „Þá drukknuðu ástóra farmaskipi Skálholtsstaðar 24 manneskjur með einni stúlku, fyrir framan Þorkötlustaðií Grindavík… og voru þeir flestir jarðaðir í bænhúsinu í Grindavík á Hrauni.
Skammt austan kapellunnar, vestan þjóðvegarins, sést enn gamla Ísólfsskálagatan áleiðis upp á Siglubergsháls. Húsafjall er þá á vinstri hönd, aftar, og Fiskidalsfjall. Í því er áberandi gil er nefnist Skökugil.

Festarfjall

Festarfjall og Hraunsvík.

Á hægri hönd var Festarfjall. Þjóðsagan segir að neðan undir felli þessu sé hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin. Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag.

Siglubergsháls

Gamli vegurinn um Siglubergsháls.

Götunni var fylgt þangað til nýi vegurinn fór yfir hana upp hálsinn um Skökugil. Uppi á hálsinum, vinstra megin við veginn, sést gamla gatan enn og var henni fylgt áfram upp, yfir nýja þjóðveginn og upp á þann gamla er liggur fast upp með Festarfjallinu. Hann liggur svo beint niður að Móklettum, vestanverðum. Af Siglubergshálsi er fallegt útsýni yfir Hrólfsvíkina og Hraunsvíkina sem og yfir Þorkötlustaðahverfið.

Í austanverðum Móklettum eru höggvin landamerki Ísólfsskála og Hrauns. Sjá má þar ártalið 1890 og merkið V undir því.

Móklettar

Móklettar – áletrun (landamerki).

Haldið var norður með austanverðum Móklettum og beygt til vesturs yfir Bleikshól (-háls). Framundan voru fallegar brekkur og nokkuð há hlíð á vinstri hönd. Nefnist hún Hrafnshlíð.
Neðan við hana voru fallegar hraunkúlur. Þegar kvikuflygsur þeytast hátt í loft upp snúast þær jafnframt um sjálfar sig þannig að þær verða kúlulaga. Á fluginu storknar yfirborð þeirra en kjarninn helst oft bráðinn, einkum hjá þeim stærri, uns þær lenda og fletjast út eða splundrast. Slíkar hraunkúlur eru ávallt með glerjuðu yfirborði en blöðróttar að innan og oft mótar fyrir stuðlun út frá miðju. Þessar hraunkúlur og brot úr þeim má mjög oft sjá í rofnu móbergi t.d. í Sveifluhálsi. Þarna var talsvert á þeim og sjaldan hafa þær sést fallegri.

Vatnshæð

Vatnsstæði á Vatnsheiði.

Vesturhlíð Fiskidalsfjalls var fylgt til suðurs. Á hægri hönd var Beinvörðuhraun. Mátti sjá vesturhlið Fagradalsfjalls (Borgafell, Einbúa, Görnina og Kastið), Sundhnúkagígaröðina, Sundhnúka, Svartsengisfjall og Hagafell. Framundan blöstu tvær dyngjur Vatnsheiðarinnar við. Þegar komið var á móts við Svartakrók við Fiskidalsfjall var stefnan tekin á hálsinn vestan við fjallið. Þar í lægð birtist hið ágætasta vatnsstæði. Að vísu hefur landi verið raskað þarna með efnistöku, en vatnsstæðið hefur fengið að vera í friði. Líklegt má telja að þarna hafi myndast góð tjörn á vorin eftir leysingar í hárri fjallshlíðinni og af heiðinni. Hefur vatnið að öllum líkindum dugað fram eftir sumri.

Vatnsheiði

Í Vatnsheiði.

Gangan með vestanverðu Fiskidalsfjalli er mjög auðveld. Reykjavegurinn liggur þar um.
Stefnan var tekin á syðstu dyngjuna á Vatnsheiðinni. Uppi í henni er stór gat, u.þ.b. 20 metra djúpt. Myndaðist það er Catepillar jarðýtu var ekið þar um fyrir nokkrum árum. Hrundi undan ýtunni, en stjórnandunum tókst að koma henni frá án skaða.
Gengið var niður að vesturöxl Húsafjalls og kíkt þar á op “Tyrkjahellisins” svonefnda, en sagnir segja að í hann hafi austanverðir Grindvíkingar ætlað að flýja ef Tyrkir létu sjá sig á ný við Grindavík. Norðurjarðri hraunsins var fylgt til suðurs vestan hæðarinnar og gengið að krossrefagildru þar í hrauninu skammt ofan við Sandleyni. Enn má sjá þrjá arma gildrunar heila. Þetta hefur verið mikil smíð á sínum tíma og væntanlega þjónað sínum tilgangi.

Hraun

Hraun – refagildra.

Skammt sunnar eru leifar af annarri refagildru, minni. Enn sunnar, skammt ofan við þjóðveginn við Hraun er hlaðin dys á hól. Segir sagan að þar hafi Tyrkir þeir tveir, er Rauðka drengsins frá Skála, hafi gefið undir sinnhvorn og drepið er þeir sóttu að honum.
Kíkt var á op Guðbjargarhellis ofan við Hraun. Þar á samnefnd kona frá Hrauni að hafa flúið er hún vildi fá að vera í friði fyrir öðrum. Opið er skammt ofan við garðana ofan við þjóðveginn.
Frábært veður – gangan tók 4 klst og 4 mín.

K-9

Op K-9.

Vatnsheiði

Gengið var upp á nyrsta gíg Vatnsheiðardyngjunnar ofan við Grindavík. Vatnsheiði myndaðist snemma á nútíma. Um er að ræða þrjár samvaxnar pikrít-dyngjur eða pikrítdyngja með þrjá samvaxna gíga (svæðisgos). Nyrsti gígurinn er stærstur og hæstur og nær hringlaga, líklega um 200 m að þvermáli og nálægt 50 metra djúpur.

Vatnsheiði

Í Vatnsheiði.

Miðgígurinn er minni og hallar mót norðri. Syðsti gígurinn var áður grunnur grasbolli, en uppi á dyngjunni er gat ofan í jörðina, um 12 metra djúpt. Það varð til er Catepillar 9 jarðýtu var ekið þarna vestur yfir hæðina. Ökumaðurinn fann að hún var farin að síga ískyggilega að aftan svo hann jók hraðann. Fyrir aftan jarðýtuna myndaðist gatið. Þarna er nú gjallgígop, nefnt Nían. Niður í gígnum má sjá hraunrás liggja úr honum til vesturs. Úr dyngjunum eru fallegar hrauntraðir. Hinar tvær traðir úr nyrsta gígnum eru ólíkar. Að vestanverðu eru tvær hrauneyjar í hlíðinni. þær mynduðu fyrrum traðarveggi. Hrauntröð til suðurs er gróin. Í henni er vatnstæðið, eða öllu heldur vatnsstæðin, sem hæðirnar draga nafn sitt af. Vatnsstæði þessi hafa þótt til mikilla hlunninda á þessu svæði fyrrum því þarna er lítið um vatn, en fé var margt um tíma hjá Grindavíkurbændum.

Skógfellavegur

Skógfellavegur áleiðis að Þórkötlustöðum.

Frá dyngjunni liggur gömul gata til suðvesturs yfir mjótt blandhraunið úr Sundhnúk (rann um 100 e.Kr.). Dalahraun er ofar, enn ofar Skógfellahraun, Borgarhraun (~10.000 ára) austar og Beinavörðuhraun sunnan þess. Gos úr Melhól sunnan Hagafells er ~1800 ára.
Úr Vatnsheiðinni rann hraunið, sem myndaði Hópsnesið og Þórkötlustaðanesið auk hraunanna austan Grindavíkur. Síðan rann hraun úr Melhól sunnan Hagafells og myndaði m.a. hraunlænu til suðausturs er rann til sjávar milli Hrauns og Þórkötlustaða, Slokahraun. Efri-hellir sunnan undir Húsfelli er í Vatnsheiðarhrauninu.

Austan í hæðinni gerðu Grindvíkingar kvarnasteina sína, en þar er jafnþykkar hraunhellur, sem m.a. hafa verið notaðar í nýlega garða, auk þess sem sótt var grjót þangað við endurgerð Þórkötlustaðaréttarinnar.

Vatnsheiði

Í Vatnsheiði – vatnsstæði.

Vatnsheiðin er á Náttúrminjaskrá, sbr.: „Sundhnúksröðin og Fagridalur, Grindavík, Sundhnúksgígaröðin öll, frá Melhól í vestur að hraunkantinum sunnan Þorbjarnarfells, með honum vestur og norður fyrir fellið, að háspennulínu sem er u.þ.b. 200 m vestan þjóðvegar. Mörkin fylgja síðan línunni til norðurs að stað 2 km norðan Arnarseturs og þaðan austur í horn landamerkjalínu við norðausturhorn Litla-Skógfells, síðan beina línu sem hugsast dregin til norðausturs í Kálffell. Þaðan liggja mörkin í Fagradals-Vatnsfell og því næst um beina línu sem dregin er til suðvesturs um Fagradalsfjall, Sandhól, Vatnsheiði og að lokum í Melhól.

Sundhnúkur

Sundhnúkagígaröðin að Stóra-Skógfelli.

Tæplega 9 km löng gígaröð sem kennd er við Sundhnúk. Fallegar hrauntraðir í suðvesturhlíð Hagafells. Grindavíkurbær stendur á hrauni úr gígaröðinni. Fagridalur er grösugt dalverpi við norðvesturhorn Fagradalsfjalls. Söguminjar.“
Dyngjur myndast við eitt flæðigos upp um pípulaga eldrás. Talið er að gosin standi mánuðum og jafnvel árum saman. Gígurinn er í dyngjuhvirflinum og kraumar þar þunn kvikan meðan á gosinu stendur. Við og við vellur hún út yfir gígbarmana og sendir þunnar hraunspýjur niður hlíðarnar eða finnur sér leið úr gígnum um hraungöng sem opnast neðar í hlíðum fjallsins. Þannig myndar kvikan þunnar hraunspýjur sem runnið geta langar leiðir og leggjast hver ofan á aðra þannig að hraunið verður lagskipt en þó án millilaga úr gjalli eða jarðvegslögum. Gott dæmi um slíka lagskiptingu má sjá í vegg Almannagjár.

Vatnshæð

Vatnsstæði á Vatnsheiði.

Dyngjur myndast við eitt flæðigos upp um pípulaga eldrás. Talið er að gosin standi mánuðum og jafnvel árum saman. Gígurinn er í dyngjuhvirflinum og kraumar þar þunn kvikan meðan á gosinu stendur. Við og við vellur hún út yfir gígbarmana og sendir þunnar hraunspýjur niður hlíðarnar eða finnur sér leið úr gígnum um hraungöng sem opnast neðar í hlíðum fjallsins. Þannig myndar kvikan þunnar hraunspýjur sem runnið geta langar leiðir og leggjast hver ofan á aðra þannig að hraunið verður lagskipt en þó án millilaga úr gjalli eða jarðvegslögum. Á þennan hátt hlaðast upp hraunskildir úr helluhraunslögum og eru hlíðarnar yfirleitt með 6° til 8° halla. Gígbarmarnir rísa ekki yfir umhverfið.
Engar dyngjur hafa gosið á Íslandi síðustu 2000 árin ef frá er talinn hraunskjöldur Surtseyjar.

Grindavík

Grindavík ofanverð.

Grindvíkingar eiga í raun geysilega fjölbreyttar og fallegar gosminjar, bæði frá fyrri ísaldarskeiðum, en ekki síst frá nútíma. Þegar staðið er uppi á nyrsta gíg Vatnsheiðar má sjá nokkur hraun frá mismunandi tíma. Vel má sjá hvernig þau hafa runnið að og yfir hvert annað, ýmist þunnfljótandi eða seigfljótandi og myndað þannig hin ótrúlegustu form. Þessa yfirsýn má einnig fá af Stóra-Skógfelli, Sýlingafelli eða Sundhnúk.
Og ekki er verra að öll þessi merkilegu fyrirbæri eru í þægilegri göngufjarlægð frá bænum.

Heimildir m.a.
-https://ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/natturuminjaskra/sudvesturland/

Vatnsheiði

Við op K-9 neðst í Vatnsheiði.

Staðarhverfi

Á miðöldum og fram á 20. öld voru bændur og búalið langfjölmennustu stéttir hér á landi. Engar borgir né þorp svo heitið gæti voru hér fyrr en kom fram á 19. öld. Um 1850 voru íbúar í Reykjavík rúmlega 1000 og rúmlega 300 hundruð í Hafnarfirði. Landbúnaður og sjósókn voru aðalatvinnugreinar. Fram um 1400 var vaðmálið aðalútflutningsvaran en upp frá því lengi vel skreið og lýsi og dálítið af brennisteini til púðurgerðar.

Húsatóftir

Húsatóftir – fikibyrgi.

Árið 1271 voru gömlu þjóðveldislögin, Grágás, felld úr gildi en ný lögbók, Járnsíða, lögtekin. Endurbætt útgáfa, Jónsbók, var svo lögtekin 1280-1281 þótt refsiákvæði hennar þættu ströng og gilti hún hér á landi öldum saman.
Refsingar á þjóðveldisöld voru þrenns konar: Útlegð, þ.e. sekt. Fjörbaugsgarður, þ.e. þriggja ára útlegð úr landinu. Skóggangur, þ.e. ævilöng útlegð og útskúfun.
Þessar refsingar voru niður felldar með nýjum lögum nema sektirnar en í staðinn komu líflátsrefsingar, húðlát og brennimerkingar. Jarlsembættið, sem hér var stofnað, hvarf fljótt úr sögunni en við tók embætti hirðstjóra og síðar höfuðsmanns. Sýslumenn komu til sögunnar og stýrðu sýslum. Lögrétta varð í senn löggjafarsamkoma og dómstóll. Embætti lögsögumanns var lagt niður en í staðinn kom lögmaður/menn sem stjórnuðu þingstörfum. Tíund hélst en til viðbótar kom konungsskattur.

Flagghúsið

Flagghúsið 1910 og Einarsbúð.

Um miðja 14. öld tók konungur upp á því að leigja hirðstjórum landið um hríð. Þóttu þeir harðskeyttir í innheimtum. Landsmenn þoldu þetta illa samanber Grundarbardaga þar sem Smiður Andrésson og Jón skráveifa voru drepnir.

Norðurlöndin urðu eitt ríki er Hákon Magnússon ríkisarfi í Noregi kvæntist Margréti dóttur Valdimars atterdag Danakonungs. Þau eignuðust son sem var réttborinn erfingi krúnu Noregs og Danmerkur. Hann erfði bæði hásætin kornungur en dó á unglingsaldri. Margrét móðir hans var þá kjörin ríkisstjóri í Danmörku, Noregi og loks Svíþjóð.

Duus

Duushús í Keflavík.

Norðurlönd voru svo sameinuð undir eina krúnu 1397 með Kalmarsamþykktinni. 1520 voru Stokkhólmsvígin framin og í kjölfarið klufu Svíar sig úr Kalmarsambandinu undir forystu Gústafs Vasa. Noregur var áfram í danska ríkinu, svo og Ísland og Færeyjar um langa hríð.

Svarti dauði barst hingað árið 1402. Varð manndauði mikill líkt og í Evrópu áður og afleiðingar sambærilegar. Menn ákölluðu guð og góðar vættir sér til hjálpar en stoðaði lítt.
Hafnarfjörður
Um 1400 tóku Englendingar að sækja Íslandsmið og versla hér á landi. Lentu þeir í illindum við hérlend yfirvöld og Hansakaupmenn út af skreiðarverslun og studdi Danakóngur Hansakaupmenn. Hleypti þetta illu blóði í Englendinga sem gripu oft til ofbeldis og rána. M.a. drápu þeir Björn hirðstjóra Þorleifsson vestur á Snæfellsnesi 1467.

Saltfiskur

Saltfiskur.

Jóni biskupi Gerrekssyni var drekkt í Brúará af íslenskum bændum árið 1433 fyrir afskipti sín af skreiðarverslu bænda við Englendinga. 15. öldin er oft nefnd ,,enska öldin.” Er fram í sótti höfðu Hansamenn betur í þessu verslunarstríði.
Kapphlaup var þó enn um verslunarhafnirnar hér á landi, einkum á Reykjanesskaga og við Faxaflóa.

Björgvin stendur nærri miðju Hörðalandi á skaga úti við ströndina. Björgvin er gamall bær og á sér margar sögulegar minjar. Bærinn er talinn hafa orðið til á 11. öld og segir sagan að Ólafur kyrri hafi stofnað hann. Á 13. öld var þar lengstum konungasetur. Sátu þeir þar að jafnaði Hákon gamli og Magnús lagabætir, sonur hans. Það var skreiðarverzlun, sem fyrst kom fótum undir Björgvin. Þaðan var flutt út skreið frá Vestur- og Norður-Noregi.

Slok

Slokahraun – Slokagarðar.

Í fyrstu var skreiðin aðallega flutt til Englands en á 14. öld náðu Hansakaupmenn skreiðarverzluninni að mestu undir sig. Mátti heita, að þeir réðu lögum og lofum í Björgvin í tvær aldir eða fram á 16. öld. Margir Hansakaupmenn fluttust til bæjarins eða dvöldust þar um hríð. Á vissu tímabili var Hansakaupmönnum í erlendum bæjum bannað að kvænast og voru þeir nefndir piparsveinar vegna þess, að þeir verzluðu einna mest með krydd.

Bieringstangi

Bieringstangi – eldhústóft.

Þótt Íslendingar hefðu meiri skipti við Niðarós en Björgvin, dvöldust margir Íslendingar með Noregskonungum í Björgvin, og má segja, að flestir stórhöfðingjar á Íslandi hafi dvalizt þar lengri eða skemmri tíma.

Keflavík

Upphafið af lokum verslunar erlendra kaupmanna varð 1532 er er Þjóðverjar og Íslendingar sóttu að Englendingum við Grindavík og drápu um tuttugu þeirra, þ.á.m. foringja þeirra Jóhann Breiða. Eftir það herti Danakonungur tök sín á versluninni og kom henni smám saman í hendur sinna manna.

Einokunarverslun Dana var komið á 1602 og stóð hún fram til 1787. Árið 1699 varð Hólmfastur hýddur fyrir að versla við kaupmanninn í Keflavík, en átti samkvæmt þeirra reglum að versla við kaupmanninn í Hafnarfirði.

Þýskabúð

Tóft við Þýskubúð.

Slæmt árferð, skepnur drápust og fiskur lagðist frá landi. Fólk át jafnvel hrafna og refi. Fátæklingar við sjóinn lifðu á þangi og þara. Flakkarar fóru í hópum um landið.
Á einokunartímabilinu voru fiskveiðar aðalatvinnuvegur í verslunarumdæmi Hafnarfjarðar. Afkoma manna var þar nær eingöngu háð sjósókn. Mikill fiskur barst til Hafnarfjarðar, þegar vel veiddist, því að ekki var verslað í Straumsvík eða Vatnsleysuströnd á einokunartímabilinu.

Árið 1809 var verslun við Englendinga bönnuð með öllu. 1855 öðluðust Íslendingar verslunarfrelsi.

Nú er meira flutt en af varningi til landsins en frá því – jafnvel meira en landmenn hafa not fyrir.

Gerðavellir

Gerðavellir í Grindavík, virki Jóhanns Breiða – kort ÓSÁ.

Sundhnúkur

 Gengið var frá Melhól og upp með hrauntröð að Hagafelli. Ætlunin var að setja stefnuna til norðurs frá Gálgaklettum með austanverðum Sundhnúk áleiðis að Sýlingafelli, venda síðan til austurs inn í Dalahraun, upp á Vatnshæð og fylgja loks niðurdölum Hagafells bakleiðis aftur að Melhól.

Svæðið

Þorbjarnarfell, Hagafell, Sundhnúkur og Svartsengisfell (Sýlingafell) – kort.

Þeir/þau, sem ekki þekkja til örnefnanna eru jafnnær við framangreinda lýsingu. Hin/ir, sem þekkja til þeirra, eru líka jafn nær því bæði er Melhóllinn horfinn og Sýlingafellið er öllu jöfnu nefnt Svartsengisfell. Enn færri, ef einhverjir, vita hvar Dalahraun er. Byrja þarf því að reyna að lýsa fyrir lesandanum staðháttum.
Þegar komið er upp fyrir Selháls milli suðvestanverðs Hagafells og norðaustanverðs Þorbjarnarfells eftir Grindavíkurveginum að norðan hefði Melhóllinn átt að blasa við sjónum. Hann var fyrrum á mörkum Hóps og Járngerðarstaða, en hefur nú að mestu verið tekinn undir Grindavíkurveginn. Í sjálfu sér má segja að framkvæmdin, þ.e. vegagerðin, hafi verið nauðsynleg úrbót til framfara á gömlu vegarstæði (síðan 1918) þess tíma, en aftur á móti má efast um að slík skammsýni hafi í raun leitt til framfara. Hafa ber í huga að óraskaðar náttúruminjar sem Melhóll er ávísun á stóraukinn áhuga ferðamanna til lengri framtíðar litið, en ferðaþjónustan er að verða sú atvinnugrein er „skaffar þjóðarbúinu“ hvað mestar tekjur.
falleg hrauntröð við fjallið.

Hrauntröð syðst í Sundhnúkagígaröðinni

Hrauntröð sunnan Hagafells. Þorbjarnarfell fjær.

Fjarlægður Melhóllinn ætti að verða öllum skammsýnum verðug áminning um að bera jafnan virðingu fyrir þeim, sem horfa vilja lengra fram á veginn.
Hagafell er suðurendi Svartsengisfells (Sýlingafells). Siðaustasti hluti þess hefur náð að rísa einna hæst í gosi á sprungurein undir jökli á síðasta kuldaskeiði (>11.000 árum síðan).
Á og undir suðuröxlinni eru gígar, leifar gígaraðar Sundhnúka, 
sem er um 8 km löng og áfram að Sundhnúk sem er aðal gígurinn og stendur hann norðan við Hagafell. Í suðaustanverðu Hagafelli, þeim hluta er reis hæst, eru Gálgaklettar.

Hagafell

Hagafell – loftmynd.

Þegar hér er komið er nauðsynlegt að „bakka“ svolítið í hinni nánustu umhverfissögu svæðisins því í Þorbjarnarfelli er annað örnefni er tengjast Gálgaklettsnafninu, þ.e. Þjófagjá í Þorbjarnarfelli, auk þess sem undir fellinu að norðanverðu eru Baðsvellir.
Þorbjörn eins og fjallið er oftast kallað er um 243m hátt og að mestu úr bólstrabergi og bólstrabrotabergi, hefur orðið til við gos undir jökli. Slíkt berg er myndað úr bólstrabrotum eins og nafnið gefur til kynna. Það einkennist af kubbum sem á einn kant hafa svarta glerhúð en eru að öðru leyti ekki frábrugðnir basaltmolum sem koma fyrir í þursabergi. Það er smáholótt og brotnar auðveldlega í eins konar stuðla sem mynda, sem næst rétt horn við glerkennt og þétt yfirborðið. Innan um eru reglulegir, heilir bólstrar. Það sem er sérstakt við þetta fjall er að það er klofið að endilöngu af sprungum og í því er sigdalur.

Í Gálgaklettum

Gálgaklettar í Hagafelli.

Þjóðsaga er til af þjófunum er héldu til í Þjófagjá og á Baðsvöllum. Til að gera langa sögu stutta voru þeir handteknir eftir brellur í laug á Baðsvöllum og síðan hengdir skýrslulaust í Gálgaklettum í Hagafelli – þarna skammt austar.
Þarna á hæstu hæðum ofan Grindavíkur var hið ágætasta útsýni og því kjörinn vettvangur til að rifja upp landamerki Grindavíkurjarðanna, Jángerðarstaða, Hóps, Þórkötlustaða og Hrauns.
Í landamerkjabréfi Járngerðarstaða, dags. 19.10.1823, þinglýst 21.06.1889 segir m.a.: „…..að vestan byrjuð : Frá Markhól við sjóinn beina stefnu í Stapafellsþúfu, þaðan í Arnarstein fyrir ofan Snorrastaðavatnsgjá, úr Arnarsteini í þúfuna á Skógfelli-litla, þaðan í þúfuna á Stagafelli [Hagafelli], þaðan beint fram í Markalón á Hópsrifi…. Landamerkjalýsingu mótmælt af eigendum Hóps og Húsatópta…“

Hagafell

Gígaröð sunnan Hagafells – loftmynd.

Í landamerkjabréfi Hóps, dags. 08.06.1889, þinglýst 20.06.1890, segir m.a.: „…..að vestanverðu frá stórstraumsfjöruborði eftir Miðós á vestara Hóprifi upp fyrir vestan Langatanga sjónhent að marbakka, að þar merktri fastri klöpp. Að austanverðu frá stórstraumsfjöruborði eftir Miðós á vestara Hóprifi að merktri klöpp fyrir miðju Markalóni (sem er fyrir austan digru Sigguvörðu á Þórkötlustaðanesi), þaðan sem sama sjónhending ræður hæst á Stóra-Skógfelli, þaðan á hæsta hnjúk á Litla- Skógfelli, þar á móts við landamerki jarðarinnar Járngerðarstaða. Þar eð óglöggt hefur verið að ákveða glögg heiðarlandamerki milli jarða þessara, þá hefur eigandi jarðarinnar Járngerðarstaða, samþykkt að jörðin Hóp skyldi eiga hér eftir óátalið 1/5 af öllu heiðarlandi þessara jarða, sem er rétt hlutfall samanborið við forngildi beggja jarðanna.“

Hellir í Sundhnúkagígaröðinni

Sundhnúkahellir norðan Sundhnúks. Sýlingafell (t.v.) og Stóra-Skógfell.

Í örnefnalýsingu fyrir Hóp segir hins vegar: „En í vesturenda hans eru merkin móti Hrauni og í Melhól, sem er þar vestur af. En aftur á móti er niðri í nesinu, á merkjum móti Hópi, svonefnt Markalón.“ Hér bendir til að efri takmörk Hópslands hafi verið við Mehól. Þá segir: „Landið er því sneið af Þorkötlustaðanesinu og svo spildan samhliða landi Þorkötlustaða norður til Skógfells. Mikið af landinu er eldbrunnið, en gróið upp aftur á allstórum svæðum.

Grindavík

Grindavík – Hópsnes- og Þórkötlustaðanes. Ofar eru Þorbjarnarfell, Hagafell, Sýlingafell og Húsafell.

Þorkötlustaðanes er allmikið nes, er gengur hér fram í sjó. Vesturhluti þess tilheyrir Hópi. Nokkuð framarlega í nesinu á merkjum er lón, sem heitir Markalón. Þar við er klöpp, sem er á merkjum… Þá rís hér upp fell, sem syðst heitir Hagafell. Þetta er frekar lágt fell. Norðan í því er klettabelti, sem heitir Gálgaklettar. Þar segir sagan, að þjófarnir úr Þjófagjá hafi verið hengdir. Norðan þeirra verður fellið slétt að ofan og nafnlaust, þar til á austanverðu fellinu er hnúkur, sem heitir Sundhnúkur. Nyrzt heitir það Svartsengisfell. Í toppi þess er gígur, sem frá vissum stöðum gerir í það sýlingu, enda er það sums staðar nefnt Sýlingarfell.“

Sýlingafell

Sýlingafell (Svartengisfell) og Svartsengi – loftmynd.

Jafnframt segir í lýsingunni: „Vestan úr Hagafelli er hraunkvísl, sem eins og steypist fram af fellinu. Það heitir Gráigeiri, og er gamalt fiskimið Melhóll í Gráageira. Þar vestan fellsins er svonefndur Selháls, sem vegurinn liggur yfir. Þar innar með fellinu er Dagmálaholt . Norðan undir Hagafelli er Svartsengi. Það er skemmtistaður Grindvíkinga, grasflatir, sem áður voru slegnar. Sagt er, að Svartur, sem þetta er kennt við, hafi verið á Hópi. Upp af Svartsengi er svo norðurendinn á hæðinni, sem Hagafell er syðst á. Nyrzt heitir það Svartsengisfell (63). Í toppi þess er gígur, sem frá vissum stöðum gerir í það sýlingu, enda er það sums staðar nefnt Sýlingarfell“.

Vatnsheiði

Vatnsheiði.

Í landamerkjabréfi fyrir Þórkötlustaðir, dags. 20.06.1890, segir m.a.: „….fyrir miðju Marka-lóni í fjöru, á Þórkötlustaðanesi, er mark á klöpp er aðskilur að land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Hóp, þaðan liggja mörkin til heiðar, sjónhending á toppinn á Stóra-Skógfelli, þá áfram sömu stefnu yfir Litla-Skógfell, að steini sem þar stendur við götuna, þaðan að Kálffelli, þaðan að Vatnskötlum (Vatnsfelli) fyrir norðan Fagradal, (samkvæmt landamerkjum frá 1270, endurnýjuðum 28. júní 1620), þaðan yfir Vatnsheiði, þá áfram fyrir vestan Húsfell til sjávar í miðjan Markabás í fjöru, er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Hraun, er þar mark á klöpp. Einkennismark marksteinanna er L.M….“

Skógfellastígur austan milli Sundhnúks og Vatnshæðar

Skógfellastígur sunnan Stóra-Skógfells.

Í örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir m.a.: „Ofan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Efst í Leyninum og austan við götuna er grasivaxinn hóll með hraunklöppum umhverfis og heitir hann Grenhóll. Norð-norðvestan við Grenhól við götuna er skjólsamt fyrir sauðfé og heitir þar Skítastaður.
Vatnsheiði eru þrjár gróðurlitlar, samvaxnar hæðir norður af Húsafelli og nær sú fremsta vestur fyrir og fram fyrir það. Þær heita Fremstahæð, Miðhæð og Innstahæð. Nafnið er dregið af vatnskötlum [vatnskatli, et.] í Innstuhæð og þornar þar ekki nema í mestu þurrkum. Þar eru landamerki á milli Hrauns og Þórkötlustaða.

Sudhnúkur

Sundhnúkur – loftmynd.

Í norðvestur frá Innstuhæðinni, í Vatnsheiði, er hæð eða smáhnúkur; Sundhnúkur og er hann á landamerkjum milli Þórkötlustaða og Járngerðarstaða.“ Hér er, þrátt fyrir landamerkjabréf Hóps, kveðið á um að Sundhnúkur sé á mörkum Járngerðarstaða og Þórkötlustaða. Skv. því átti Hóp einungis land að Melhól.
Í landamerkjabréfi fyrir Hraun, dags
. 17.06.1890, þinglýst 20.06.1890, segir m.a.: „…úr miðjum „markabás“ í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell og yfir Vatnsheiði, þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selsvallafjall, upp af „Sogaselsdal“, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum jarðarinnar Krýsuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett við götuna á Móklettum. Skal sú sjónhending ráða merkjum frá landi jarðarinnar Ísólfsskála, þaðan til suðurs fram yfir festargnípu í fjöru….“

Móklettar

Móklettar – áletrun (landamerki).

Í örnefnalýsingu fyrir Hraun segir m.a.: „… úr miðjum ,,markabás” í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell og yfir Vatnsheiði…“
Eftir að hafa skoðað bólstrabergsmyndanir í Hagafelli var ferðinni haldið áfram til norður, áleiðis að og meðfram Sundhnúk. Framundan var
Sýlingafell. Norðan og norðaustan í fjallinu er mikil jarðhitamyndun þar sem fyrir er Svartsengi og Sýlingafell, jarðhitasvæði þar sem Bláa lónið er m.a. staðsett. Gígskál er í toppnum.

Dalahraun

Dalahraun og nágrenni – loftmynd.

Komið var við í rúmgóðum helli eftir að hafa þverað Sundhnúkaröðina, en síðan var stefnan tekin á Vatnsheiðina. Norður af Vatnsheiði er kallað Sprengisandur. Um hann lá gamli vegurinn, einnig um Lyngrima. Þá tekur við sama hraunið og nefnt var hjá Hrauni, og heitir það Dalahraun. Það hraun er frekar mishæðalítið, nema þar rís norðar allhátt fell, sem heitir Stóra-Skógfell. Austan þess er gamall vegur, nefndur Skógfellsvegur.

Grindavík

Grindavík – jarðfræðikort Jóns Jónssonar.

Vatnsheiði myndaðist snemma á nútíma. Þrjár samvaxnar pikrít-dyngjur eða pikrítdyngja með þrjá samvaxna gíga (svæðisgos). Nyrsti gígurinn er stærstur og hæstur og nær hringlaga, líklega um 200 m að þvermáli.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar Þórkötlustaða, Hóps og Járngerðarstaða.
-Landamerkjalýsingar Þórkötlustaða, Hóps og Járngerðarstaða.

Gígopið í Innstuhæð Vatnshæðar